Leikskólasvið Reykjavíkurborgar Starfsáætlun Tjarnarborgar/Öldukots 2012 – 2013
1
Efnisyfirlit Inngangur............................................................................................bls.3 Sameining...........................................................................................bls.3 Stefnukort...........................................................................................bls.4 Eftirfylgni með markmiðum................................................................bls.5 Markmið skólanna 2010‐11................................................................bls.6 Börn/Mannauður...............................................................................bls.7 Foreldrafélag/foreldrasamvinna.........................................................bls.8 Endurmat og umbótaráætlun.........................................................bls.9,10,11,12,13,14,15,16. 2
Inngangur Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir Aðalnámskrá fyrir leikskóla. Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram. Skólanámskráin á að vera aðgengileg á heimasíðu leikskólans.
Sameining
Eins og áður segir þurfa markmið stofnana að vera skýr og framtíðasýn að vera öllum kunn. Það er mikill metnaður í leikskólastarfi Tjarnarborgar/Öldukots og viljum við vera skóli sem er í stöðugri þróun. Til þess að starfsemin sé sem árangursríkust þurfa bæði markmiðin og stefnur að vera skýrar á öllum sviðum sem og stjórnun og skipulag starfseminnar. Myndaður hefur verið stýrihópur sem fundar einu sinni í mánuði. Hulda Ásgeirsdóttir leikskólastjóri, Freyja Kristjánsdóttir aðstoðarskólastjóri. Ásta Júlíusdóttir deildarstjóri á Tjarnarborg, Margrét Sverrisdóttir deildarstjóri á Öldukoti. Hlutverk stýrihópsins er að fylgja eftir okkar framtíðarsýn og virkja lykilstarfsmenn í að upplýsa starfsfólkið, skipuleggja og búa til skammtímasigra, gefast ekki upp, heldur taka á mótspyrnu og festa leiðir í menningu skólanna. Uppeldissýn leikskólanna er að leitast við að rækta með hverjum og einum þá hæfileika sem munu nýtast viðkomandi best í nútímasamfélagi. Því teljum við að nauðsynlegt sé að styrkja jákvæða sjálfsmynd barnanna,félagslega hæfni og trú á þeirra eigin getu. Einkunnarorð okkar eru frumkvæði, vinátta og gleði.
3
Stefnukort Tjarnarborgar/ Öldukots
Góður skóli fyrir börn og foreldra
Þjónusta -
Ferli-
Efla menntun og þroska nemenda á forsendum hvers og eins
Snemmtæk íhlutun
Stuðla að góðri samvinnu og gagnkvæmu trausti heimilis og skóla
Gott upplýsingaflæði
Stuðla að jákvæðum samskiptum með því að vera góðar fyrirmyndir
Mannauður-
Stuðla að starfsánægju jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi
Styrkja starfsímynd og virðingu og laða að hæft starfsfólk
4
Fjármál: Fylgja efir fjárhagsáætlun og vera hagsýn
Hugmyndir um það hvernig við fylgjum okkar markmiðum eftir : Ferli:
Virk heimasíða
Gerð handbókar
Reglulegt endurmat
Góðu upplýsingaflæði viðhaldið
Mannnauður:
Fylgjast með líðan og heilsu starfsfólks
Mælingar á starfsánægju
Að gæta jafnréttis
Vera með virka símenntunaráætlun
Framkvæmd:
Þjónusta: Viðhorfskönnun meðal foreldra/starfsmanna. Foreldrasamtöl
Fjármál: Rekstur innan áætlunar
Ferli: Snemmtæk íhlutun, skipurit, handbók, starfslýsingar og starfsáætlun
5
Markmið skólanna fyrir veturinn 2012 -2013
Markmið skólanna (Tjarnaborgar og Öldukots) fyrir skólaárið 2012-2013 er að sameina námsskrár skólanna yfir í eina með sameiginlega hugmyndafræði að leiðarljósi; Reggio Emilia, en hún hefur verið í þróun allt frá opnun fyrsta leikskólans á N-Ítalíu fljótlega eftir seinni heimstyrjöldina og fram til dagsins í dag. Þetta er opin og lifandi hugmyndafræði sem tekur mið af þeirri menningu og umhverfi sem skólinn er í. Það sem einkennir Reggio skólana er fyrst og fremst trú á getu barna, og trú á að börn séu skapandi, sjálfstæð, virk og frumkvöðlar í sínu lífi en ekki bara fylgjendur. Skólarnir líkjast verkstæðum og mikil fjölbreytni er í efnivið og vinnu.
Hugmyndafræði Reggio Emilia er runnin upp á norður Ítalíu. Sálfræðingurinn Loris Malaguzzi ásamt samstarfsmönnum sínum mótuðu starfsaðferðina. Loris Malaguzzi sagði að börn hefðu ,,100 mál” og það ætti að hvetja börnin til að nota öll sín skilningarvit og þá hæfileika sem þau búa yfir. Til að börn geti tjáð sig þurfa þau verkefni til að vinna úr og festa í minni reynslu sína. Hann sagði að leikskólinn ætti að vera lifandi staður í stöðugri þróun, þar sem börn og fullorðnir gætu verið í góðu sambandi hvert við annað. Leikskólinn á að vera í stöðugri þróun líkt og samfélagið. Það sem einkennir Reggio skólana er fyrst og fremst trú á getu barna, og trú á að þau hafi vit og vilja til að taka þátt í og móta það starf sem fram fer. Áhersla er á lýðræði og að börn séu skapandi, sjálfstæð, virk og frumkvöðlar í sínu lífi en ekki bara fylgjendur. Reggio leikskólar líkjast verkstæðum og mikil fjölbreytni er í efnivið og vinnu. Námskráin er flæðandi og endurskoðuð reglulega og unnin eftir hverjum tíma. Í mörgum „Reggio –skólum“ er útfærslan á þennan hátt: Svokölluð verkstæðisvinna/stöðvavinna börnin geta valið verkstæði eftir áhuga sínum. Allur efniviður er sýnilegur og aðgengilegur fyrir börnin. Börnin eru þátttakendur í að móta það sem gert er og námskrána. Talað er um þrjá kennara það er barnið sjálft, hinn fullorðni (kennari og foreldri) og umhverfið. Umhverfi leikskólans þarf að vera skapandi og áhersla á að örva fegurðarskyn og áhuga barnsins. Miklar heimsspekilegar áherslur eru í starfi í anda Reggio Emilia, mikið er lagt upp úr samræðum, vangaveltum og þekkingarleit er í hávegum höfð.
Það er rökrétt fyrir okkur að vinna með Hugmyndafræði Malaguzzi þar sem humyndafræði hans samanstóð af kennismiðum eins og John Dewey, Vygotsky og Piaget. Okkar fyrri námsskrá byggir á þeim snillingum Malaguzzi sagði að börn hefðu hundrað mál og frá þeim tekin nítíu og níu. Hann rökstuddi það meðal annars með að börn hafi meðfædda hæfileika til að lesa umhverfi sitt með öllum skilningarvitum og afla sér fróðleiks og þekkingar sem margfalt flóknari en almennt hefur verið talið. Hann lagði áherslu á að nemendur fái að gera tilraunir og/eða rannsóknir. En almenn uppeldissýn leikskólanna er að leitast við að rækta með hverjum og einum þá hæfileika sem munu nýtast viðkomandi best í nútímasamfélagi. Því teljum við að nauðsynlegt sé að styrkja jákvæða sjálfsmynd barnanna,félagslega hæfni og trú á þeirra eigin getu. Einkunnarorð okkar eru frumkvæði, vinátta og gleði.
6
Börn og mannauður
Okkar sýn er sú að börn, foreldrar og kennarar fái notið fjölbreytni í mannlífi og menningu þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæm virðing einkenni samskipti fólks af ólíkum uppruna. Í fjölmenningarlegu samfélagi búa mismunandi menningarhópar ekki aðeins hlið við hlið heldur saman. Þeir standa jafnfætis, bera gagnkvæma virðingu hver fyrir öðrum, hafa virk samskipti og vinna saman að uppbyggingu hins fjölmenningarlega samfélags. Og þannig er það líka í starfsmannahópnum þar sem flóran er mikil og mjög fjölbreytt og skemmtileg menntun að baki hvers og eins Við teljum mikilvægt að kennarar og starfsmenn séu ánægðir og sáttir í starfi þar sem allt okkar starf endurspeglast í börnunum. Einstaklingur sem er glaður líður vel og er í stakk búinn til að gefa af sér, það smitar út frá sér. Við látum okkur þykja vænt hverju um annað, og höfum að leiðarljósi að við erum ekki öll steypt í sama mót og stöðugt eru ný verkefni til að fást við. Leikskólinn vinnur samkvæmt mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og fjölmenningarstefnu Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar. Leikskólinn býður upp á túlkaþjónustu fyrir þá sem þurfa á því að halda.
Samanlagt eru 88 börn í Tjarnarborg/Öldukot Dvalarstundir í Tjarnarborg 389,5 og í Öldukoti 345,5 Fjöldi barna sem njóta sérkennslu eru tvö börn með einn tíma Eitt barn með 4 tíma Fjöldi barna af erlendum uppruna : 12
Starfsmannamál / starfsþróun í leikskólanum Starfsheiti Fjöldi Starfshlutfall Leikskólakennarar 8 100/80 Grunnskólakennarar 1 100 Aðrir uppeldismenntaðir 3 100/80 starfsmenn Þroskaþjálfar Starfsmenn með háskólapróf 5 100 án uppeldismenntunar Starfsmenn með menntun á 3 100 framhaldsskólastigi (stúdentspróf, iðnmenntun) Starfsmenn án 2 100 framhaldsskólamenntunar
7
Menntun
BA í sálfræði. Listaháskólinn
Starfsþróunarsamtöl verða í apríl 2012 Leiksólastjóri á samtal við alla starfsmenn fyrir utan stofnunina og sett eru markmið fyrir hvern og einn. Skipulag: Leikskólastjóri er með fasta viðveru í báðum húsum. Aðalskrifstofn er í Tjarnarborg. Aðstoðarleikskólastjóri er með fasta viðveru í Öldukoti en kemur á fundi í Tjarnarborg og á að geta gengið í störf leikskólastjóra. Allur starfsmannahópurinn hittist á náms og starfsdögum, tveimur starfsmannafundum. Einnig teymisfundum.Og í verkefninu með elstu börnunum. Við höfum skipað í skemmtinefnd sem skipuleggur hinar ýmsu uppákomur fyrir utan vinnu! Samnýting mannauðs: Hulda Marinósdóttir sérkennari mun stýra sérkennslu í báðum húsum. Tónmenntakennarinn Dorthea leiðir kennslu í tónlist og myndlistakennarinn Svanhildur Vilbergsdóttir heldur utan um verkstæðisvinnu
Foreldrafélagið og foreldrasamvinna Þar sem markmið skólanna er að vinna sameiginlega námskrá samþykkti foreldraráð Tjarnarborgar og Öldukots að til yrði eitt foreldrafélag og eitt foreldraráð á nýliðnum haustfundi! Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr. um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á skólastarfi Stjórn foreldrafélagsins fundar reglulega og situr leikskólastjóri þá fundi fyrir hönd starfsfólks. Foreldrar greiða tvisvar á ári gjald í skemmti- og fræðslusjóð félagsins. Foreldrafélagið sér um að halda einn til tvo fræðslufundi á ári fyrir foreldra skólans. Félagið greiðir rútugjald í árlega sveitaferð og fyrir sýningu á einu til tveimur leikritum eða annarri skemmtun. Foreldrafundur er haldinn einu sinni á ári að haustlagi. Þá er vetrarstarf leikskólans og ársáætlun kynnt. Foreldraviðtöl eru einu sinni á ári (febr./mars). Óski foreldrar eftir fleiri viðtölum þá er auðvelt að koma því við. Markmiðið með foreldrasamstarfi er að vinna saman með tvo heima barnsins, þ.e. leikskóla og heimili, á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Markmið samkvæmt aðalnámskrá er; - að veita foreldrum upplýsingar um starfsemi leikskólans. - að veita foreldrum upplýsingar um þroska barnsins og stöðu þess í leikskólanum. - Að stuðla að þátttöku foreldra í starfi leikskólans - Að skapa umræðuvettvang fyrir skoðanaskipti um uppeldi barna Við viljum vera í góðum tengslum við foreldra og leggjum áherslu á að starfsfólk virði mismunandi sjónarmið foreldra til hinna ýmsu mála er viðkemur börnunum. Grunnurinn að samstarfinu er lagður í aðlögunarferlinu þar sem vanda þarf vel til.
Á Tjarnarborg er starfrækt Gallerí Tafla. Þar sem margir foreldrar og starfsmenn Tjarnarborgar-barna eru í listgeiranum fannst okkur tilvalið sem lið í foreldrasamstarfi að gera okkur sýnileg í inngangi leikskólans þar sem allir fara um á hverjum degi og stofnuðum því lítið gallerí á gamalli töflu sem hefur hangið á veggnum frá örófi. Hlaut þessi lúna tafla nýtt líf og Gallerí Tafla opnaði með pomp og prakt föstudaginn 13. janúar 2006. Og hafa verið sýningar reglulega til dagsins í dag. Allt er skráð mjög ítarlega. Með sameiningunni bjóðum við öllum er tengjast Öldukoti að vera með !
8
Mat á leikskólastarfi Við vinnum endurmatið jafnt og þétt allt skólaárið með að fara yfir stöðuna reglulega á námskeiðs og starfsdögum. Fyrir hrun Íslands var matið reglulega unnið á starfmannafundum sem voru haldnir einu sinni í mánuði en nú vinnum við matið á starfsdögum. Í endurmati sem allir starfsmenn leikskólans taka þátt í spyrjum við okkur nokkra spurninga. Hvað erum við að gera vel ? Hvað getum við gert betur ? Út frá starfseminni og einnig hvað varðar endurbætur á húsnæði og lóð. Einnig rýnum við í útkomu foreldrakönnunar sem gerð er árlega.
Endurmar og umbótaráætlun
Endurmat – Melhús - veturinn 2011-2012
Á deildinni voru Helga deildarstjóri – 80% Sólveig leikskólakennari – 80% Fanney háskólamenntaður starfsmaður – 80% Freyja aðstoðarleikskólastjóri
Stöðvavinna: Mikil ánægja var meðal starfsfólks í Melhúsi með stöðvavinnu. Okkur hefur gengið vel í vetur að undirbúa okkur fyrir stöðvarnar, t.d. daginn áður. Við erum orðnar þjálfaðri og allir vita sitt hlutverk. Eftir áramót bættum við nýrri stöð sem kallast verkstæði og er staðsett í Melhúsi. Sú stöð sló í gegn og börnin mjög ánægð. Við þurfum að ákveða okkur hvað við viljum gera við afraksturinn, t.d. úr verkstæðinu. Mikið safnaðist saman og var skrifstofa leikskólastjóra nýtt undir ýmsa muni. Ætlum að skoða það að geyma bara afraksturinn á vorönn. Einnig kom upp svo hugmynd að kalla eftir hugmyndum barnanna og hlusta meir á raddir þeirra. Erum spenntar fyrir vísindastöð. Næsta vetur verður mikil endurnýjun í barnahópnum og ætlum við að fara rólega af stað með stöðvavinnuna í haust.
Hópastarf: Veturinn 2011-2012 var barnahópnum skipt í tvennt, stjörnur og sjóræningjar.
9
Stjörnurnar voru 15 og sáu Sólveig og Fanney um hópastarfið. Um haustið var ákveðið að prófa að kynjaskipta hópnum í hópastarfi og var Sólveig með stelpurnar og Fanney með strákana. Mikil ánægja var með kynjaskiptinguna. Brunnur var nýttur vel í hópastarfi en kennurum fannst flakkið á milli hæða og herbergja oft erfitt. Stjörnur notuðu ýmist Brunn eða Miðhús í hópastarfi þar sem sjóræningjar fengu Melhús fyrir sig. Ekki náðist að framkvæma öll verkefni sem áætluð voru en þau sem voru framkvæmd heppnuðust vel og voru börnin ánægð. Áætluð verkefni riðluðust af ýmsum ástæðum. Sjóræningjarnir voru 8 og sá Helga um þá. Sex sjóræningjar voru í Miðhúsi og komu þeir í Melhús í hópastarf með Margréti eða Huldu. Hópastarfið byrjaði frekar seint, eða í lok september þar sem aðlögun átti sér stað í Miðhúsi. Að öllu jöfnu voru sjóræningjarnir 14 og tveir kennarar með þeim. Í byrjun var unnið eftir könnunaraðferðinni ( e. Project approach) en eftir áramót voru hin ýmsu verkefni tekin fyrir. Barnahópurinn var í smá tíma að þjappa sér saman. Líkleg ástæða fyrir að verkefni með könnunaraðferðinni gengu ekki sem skildi voru tíð skipti á kennurum en kennarar úr Miðhúsi skiptust vikulega á að vera með sjóræningja. Veturinn var sérstakur að því leytinu til að sjóræningjar voru á tveimur deildum. Einnig var stjörnuhópurinn sá stærsti sem Öldukot hefur haft. En veturinn var einnig fjölbreyttur og skemmtilegur og skemmtileg nýjung að samtvinna hópastarf milli deilda. .
Samverustundir: Mikil ánægja var meðal kennara í Melhúsi með söngstundir. Í vetur voru valin nokkur lög í hverjum mánuði sem áhersla var lögð á og lærðu kennarar mörg lög með börnunum. Hver kennari á fasta viku í söngstund og var mikil ánægja með það, töluðu kennarar um festu í því samhengi. Mikið var rætt um sameiginlega söngstund á föstudögum í Brunni. Oft á tíðum var barnafjöldinn í engu samræmi við fjölda kennara. Kennarar í Melhúsi hafa miðað við að byrja söngstundina klukkan 11:45 en þá eru börnin í Miðhúsi oft enn úti. Hugmyndir komu hvort við þyrftum að hafa söngstjóra eða sætisstjóra því erfitt er fyrir einn kennara að halda utan um sönginn og koma öllum börnum fyrir í sætum. Mikil ánægja var með aðventustundirnar í desember en í þeim stundum var nægur fjöldi kennara. Sögu/lesstundir: Mikil ánægja með sögustundirnar. Í vetur voru börnin í þremur hópum eftir hádegismat í hvíld/lesstund. Kennararnir skiptu mánaðarlega á hópum og var mikil ánægja með það. Fyrir sögustund eftir kaffitímann vantaði áætlun og voru kennarar stundum óöruggir hvar þeir ættu að vera. Einnig þurfa kennarar að vera búnir að velja bók fyrir stundina því mikill óróleiki gat myndast ef barnahópurinn var tilbúinn að fara í sögustund, eða jafnvel mættur á staðinn og enginn kennari þar til að taka á móti börnunum. Í vetur voru farnar nokkrar ferðir á Borgarbókasafnið og bækur fengnar að láni sem jók fjölbreytnina. Einnig voru börnin dugleg að koma með bækur að heiman. 13.júní 2012 Helga Ingimars
10
15. júní 2012 Efni: Endurmat á innra starfi Miðhúss ‐ yngri deildar Öldukots, skólaárið 2011‐2012. Ákveðið var á starfsmannafundi 21. maí síðastliðinn að taka fyrir þrjá þætti í innra starfi skólastarfsins til endurmats. Þættirnir sem urðu fyrir valinu voru: stöðvavinna, samverustund og hópastarf. 1. Stöðvavinna: Stöðvavinna er hluti að skipulögðu starfi Öldukots og er haldinn frá kl. 10:00 – 12:00, annan hvern föstudag. Almennt er starfsfólk Miðhúss mjög ánægt með það hvernig stöðvavinnan gekk fyrir sig í vetur. Ákveðið var að klára undirbúning á stöðvavinnunni með meiri fyrirvara en áður og ekki síður en degi fyrir stöðvardaginn. Þetta fyrirkomulag reyndist vel og voru allir starfsmenn meðvitaðir hvar hver átti að vera og jókst því öryggi starfsmanna. Sérstök ánægja er með nýja stöð innan stöðvavinnunnar sem nefnist verkstæðisvinna, en þar er unnið með endurnýtanlegt efni á skapandi hátt. Margt skapandi kom út úr þeirri vinnu og virtist hún nýtast bæði yngi og eldri deild vel, þó að áhugi og úthald barna á stöðinni hafi að sjálfsögðu verið misjafn. Útkoman var skemmtileg og þá sérstaklega hjá nokkrum að eldri börnunum sem vörðu megninu að stöðvavinnunni í að útbúa flóknar hugmyndir eins og td. vélmenni eða myndavél. Heildar útkoman var góð og að venju var stór hluti af afrakstri stöðvavinnunnar sýndur foreldrum og aðstandendum á Vorsýningunni í maí við góðar undirtektir. Þessi nýbreytni innan stöðvavinnunnar þykir ekki síður góð fyrir þær sakir að unnið er með endurnýtanlegt efni og þar með stuðlað að sjálfbærni á enn skipulagðri hátt í skólastarfinu. Einnig þykir kostur að báðar deildir fá tækifæri til að vinna saman að skemmtilegum verkefnum, en það er kostur jafnt fyrir börnin og starfsfólkið að auka samskipti sín á milli. Jafnframt nýtist allt húsið í stöðvavinnunni og er það góð nýting á rýminu sem skólinn hefur til umráða innandyra og á þ.a.l. þátt í að stuðla að betra námsumhverfi. Yfirleitt ríkir mikil tilhlökkun og spenna fyrir stöðvavinnuna í krakkahópnum og felst hún ekki síst í tilbreytingunni og frjálsræðinu sem því fylgir. Þó að stöðvavinnunni fylgi fastur rammi þá getur hver valið verkefni eða stöðvar eftir eigin áhuga og getu. Í vetur höfðu kennarar einnig val um það hvaða stöð þeir vildu tilheyra og skapar það góðan anda á vinnustaðnum að hafa ákvæðið frjálsræði í starfsvali. Eitt af hlutverkum kennara í stöðvavalinu er það sem nefnist flakkari, en hann er nauðsynlegur fyrir stöðvavinnuna, þar sem að hann hefur það hlutverk að aðstoða yngstu börnin í stöðvavinnunni og kenna þeim á það hvernig hún virkar. Jafnframt er vert að taka fram að skráning, myndræn sem og skrifleg var mjög skipulögð í vetur, en flakkari tók að sér það hlutverk að taka ljósmyndir af starfinu, þar sem að hann hafði best tök á því að ganga um húsið á milli stöðva. Að lokum má nefna að stöðvavinna vetrarins gekk betur og smurðar fyrir sig en oft áður og að góður vilji er hjá starfsmönnum til að halda starfsþróuninni áfram næsta vetur til þess að bæta og betra vinnuna enn frekar. Hugmyndir komu upp innan kennarahópsins að fá börnin til að taka virkari þátt í að velja stöðvarnar eða nokkrar að stöðvunum sem í boði verða. Eins og staðan er í dag, þá eru stöðvar valdar með áhugasviði og getu barnanna í huga, en hugmyndin er að fá börnin til að taka virkari þátt í að móta skólastarfið og leggja þannig aukna áherslu á lýðræði og sjálfstæði barna í skólastarfinu. 2. Samverustund: Samverustundin er u.þ.b. 20 mínútna lesstund, spilað eða rólegheit eftir kaffitíma. Markmið samverustundarinnar í skólastarfinu, er að skapa ró og einbeitningu í litlum hópum barna eftir kaffitímann á þeim tíma þar sem galsi og þreyta er komin í börnin eftir langa viðveru í leikskólanum. 11
Annað markmið samverustundar er að auka málþroska og málskilning barnanna með því að kennari les sögu upphátt fyrir börnin og eða það er spilað saman. Bókalestur er þáttur sem kemur inn á læsi þar sem börnin hlusta á sögur og kynnast þar með tungumálinu og möguleikum þess. Þessi þáttur starfsins gekk misvel í vetur. Ástæðan er sú að hóparnir þrír voru tiltölulega fjölmennir, ásamt því að þeir blönduðust illa með tilliti til aldurs og þroska. Ennfremur eru mörg að yngri börnunum í Miðhúsi mjög atorkusöm og þarfnast skýrs ramma. Best gekk með elsta hópinn þ.e. sjóræningja, en miðjuhópurinn var erfiðastur, en þeim hópi tilheyra mjög atorkusöm og ákveðin börn sem mörg hver hafa lítið úthald og þola litla sem enga truflun til þess að missa einbeitninguna. Eftir á að hyggja hefði verið ráð að nota loðtöfluna meira og jafnvel segja sögur frá eigin brjósti. Líklega verða fjórir samveru hópar í stað þriggja næsta vetur vegna þess að barnahópurinn yngist verulega upp og mun það strax vera til batnaðar að hafa hópana minni og fleira starfsfólk. 3. Hópastarf: Hópastarf Tröllahóps og Dvergahóps: Hópastarf yngri hópanna var þríþætt í ár og samanstóð af: könnunarleik í Hala, hreyfingu í Brunni og listsköpun í Vík. Hópastarf var mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá u.þ.b. 9:30 – 10:10. Kennarar voru tveir og skiptust þeir á að sjá um hópana viku og viku í senn. Hóparnir voru aldurskiptir ‐ en tilviljun gerði það að verkum að þeir voru líka kynjaskiptir – þar sem eldri stúlkurnar tilheyrðu Tröllahóp en yngri drengirnir Dvergahóp. Veikindi starfsfólks og mannekla gerði það að verkum að hópastarf féll oft niður í vetur. A) Könnunarleikur: Mikil ánægja er með könnunarleikinn í vetur, enda virðist hann henta ungum börnum ( 1‐3 ára) vel til náms og leiks. Kennarar erum sammála um að leikurinn hafi gengið vel hjá báðum hópunum og virtust mörg börnin vera einstaklega fljót að tileinka sér hann, ásamt því að þau virtust hafa mjög gaman af honum. Það er vilji okkar í Miðhúsi að könnunarleikurinn skipi mikilvægan sess í hópastarfinu næsta vetur, enda lítur út fyrir að ung börn verði í miklum meirihluta á deildinni, ásamt því að mikil ánægja ríkir meðal starfsfólks með leikinn. Kostir leiksins felast fyrst og fremst í því að hann samræmist hugmyndafræði Reggio Emilia um að hlutverk kennarans sé fyrst og fremst að skapa frjótt umhverfi fyrir barnið til að rannsaka og afla sér þekkingar svo að börn geti lært í gegnum leik á eigin forsendum. Í könnunarleik fá börnin einmitt tækifæri til að kanna umhverfi sitt og uppgötva eiginleika og eðli hluta á eigin forsendum og án afskipti hinna fullorðnu. Meðfæddum áhuga og forvitni barna á umhverfinu er því gefin útrás, ásamt því að eiginleikar á borð við að rannsaka, finna lausnir og skapa eru efldir. Könnunarleikurinn samræmist einnig skráningar þætti Reggio Emilia, en leikurinn krefst nákvæmar skráningar af hendi kennaranna. Í vetur var leikurinn skráður skriflega og myndrænt og var þá fylgst með leik og tilraunum barnanna, samskiptum þeirra og síðast en ekki síst framförum. Þótti okkur skráningin oft á tíðum ekki nægilega hnitmiðuð og er það er vilji okkar kennara að auka gildi skráningar þáttarins í náinni framtíð, með það að markmiði að gera hann skipulagðari og jafnvel sýnilegri foreldrum, í anda uppeldisskráningar Reggio Emilia. 12
B) Hreyfing: Það er mat kennara að hreyfingin hafi gengið vel í vetur og að börnin hafi notið þess að reyna á líkamlega hæfni sína í skipulagðri hreyfingu, eins og að læra að grípa bolta, halda jafnvægi á slá, fara í kollhnís o.s.frv. Báðum hópum gekk ágætlega að skilja og framkvæma æfingarnar þó að getan hafi að sjálfsögðu verið einstaklingsbundin. Dvergahóp reyndist erfiðara að fara eftir skipulagi eins og að læra að standa í röð og skiptast á að framkvæma æfingarnar og er ástæðan einungis vegna þess að hópnum tilheyrðu yngri einstaklingar. Augljósar framfarir mátti greina hjá báðum hópunum og greina mátti gleði hjá börnunum og aukið sjálfstraust fylgjandi því að takast að framkvæma æfingarnar sem lagðar voru fyrir þau og öðlast trú á eigin hæfni. Það er vilji okkar kennara að halda góða starfinu áfram næsta vetur, en líkt og sagt var með könnunarleikinn þá er það vilji okkar kennara að auka skráningarþátt hreyfingarinnar í náinni framtíð. Þess má geta að í húsinu eru til skráningargögn sem styðjast má við og ættu að auðvelda okkur vinnuna. C) Skapandi starf: Það er mat kennara að skapandi vinna með yngstu hópunum hafi gengið vel í vetur. Áherslan var á myndlist og þá sérstaklega að mála með mismunandi litum eins og plastmálningu og bleki, en annar efniviður sem notast var við var t.d. krítar, klessulitir, trélitir, túss og lím. Verkefni vetrarins voru höfð einföld en fjölbreytt, og var efniviður valinn fyrirfram af kennurum, en að öðru leyti var börnunum gefnar frjálsar hendur til að velja sér liti og blanda að vild. Börnunum var þannig gefið rými til að kynnast efnivið skapandi starfs, ásamt verkfærum og meðhöndlun þeirra. Kennarar lögðu sig fram við að hafa myndlistina rólega og ánægjulega stund og var því stundum hlustað á tónlist um leið og skapandi hliðinni var leyft að njóta sín. Báðir hópar virtust haf gaman að hópastarfinu, þó að úthaldið væri vissulega stutt, eins og gefur að skilja hjá mjög ungum börnum. Hópastarf Sjóræningja Hópastarf eldri barna í vetur var með allt öðru sniði en áður, vegna stórs árgangs barna fædd 2007 sem urðu eftir í Miðhúsi þar sem ekki var pláss í Melhúsi. Til að koma á móts við þarfir þessara barna var ákveðið að starfa sameiginlega í hópastarfi og vali með börnunum í Melhúsi. Tveir kennarar í Miðhúsi skiptu með sér viku og viku í senn, ásamt einum kennara í Melhúsi. Kennarar í Miðhúsi hafa ekki starfað svo náið áður með börnum og kennara í Melhúsi og fannst þeim þetta báðum mjög spennandi verkefni sem það varð. Unnið var með hópana á fjölbreytilegan hátt, meðal annars könnunaraðferðin, þar sem upplifun barnanna á umhverfi sínu er í fyrirrúmi á verklegan og myndrænan hátt og leiðir til sjálfstæði og frumkvæði í barnahópnum. Þegar við lítum yfir veturinn erum við sammála því að betra hefði verið að skipta okkur kennurunum í Miðhúsi á lengri tímabil eins og t.d frá hausti til áramóta og frá áramótum til vors til að skapa meiri festu. Veikindi í húsinu voru töluverð í vetur þannig að hópastarf féll stundum niður. 4. Hópastarf Blómálfa Tveir kennarar skiptust á að sjá um hópastarf Blómálfa á móti hópastarfi sjóræningja. Hópastarfið samanstóð af myndlist/skapandi starfi, kubbum (risalego) og hreyfingu í Brunni. Í myndlist var unnið með fjölbreytilegan efnivið hverju sinni og hver einstaklingur fékk að njóta 13
sýn á eigin forsendum. Í kubbaleiknum er mikil sköpun og samvinna í gangi á milli barnanna, auk þess sem þau þurfa að bera virðingu fyrir því sem hin börnin eru að byggja, teljum við þessa þætti styrkja barnahópinn. Í Brunni fór fram skipulögð og frjáls hreyfing sem styrkir líkamlegt og andlegt atgervi barnanna, þannig að börnin verða meðvituð um líkama sinn og þurfa að sýna tillitssemi við hvort annað. Það sama á við hér eins og annars staðar að ef um manneklu var að ræða þá féll hópastarfið stundum niður.
14
Endurmat – Lækur/Tjarnarborg, veturinn 2011 ‐ 2012‐08‐29 Starfsfólk: Ásta Ragnheiður, deildarstjóri – 90% Auður Ragnheiður, leikskólabrú – 80% Kristín, grafískur hönnuður ‐ 100% Dorthea, leikskólakennari – 80% (tók einnig að sér tónlistarstundir á Tjörn), fór í fæðingarorlof í byrjun maí. Svanhildur, myndlistakona – 40% (afleysingar þrisvar í vikur, einnig á Tjörn) Haustbyrjun, aðlögun og hópastarf: Starfsmannamál á deildinni í föstum skorðum frá árinu áður og 14 ný börn voru aðlöguð á deildina frá maí fram til 5. september. Aðlögun gekk vel og kröftugur hópur var á Læk í vetur, 9 strákar og 12 stelpur. Barnahópnum var skipt upp í fjóra hópa. Að mestu miðað við aldur, elsti hópurinn taldi þau börn sem voru fyrir á deildinni sem hentaði vel og var miðað við að þau fengju að takast á við meiri krefjandi verkefni á öðru árinu sínu á Læk sem tókst ágætlega. Hópastarfið var með óbreyttu sniði frá fyrri árum nema hvað ekki var hópatími á mánudögum í vetur. Þetta samræmdist vel þeim hugmyndum okkar að gefa börnunum tækifæri til að vera sem lengst ótrufluð í leik og nýttum við húsið markvisst á þessum tíma þ.e. kennarar fóru með minni hópa í salinn eða hlutverkakrók og/eða yngsti hópurinn gat nýtt leikstofu fyrir könnunarleikinn. Þetta kom vel út og var jafnvel afslappaðri vikubyrjun fyrir bæði kennara og börn. Áhersla á að kennarar gæfu sér tíma til undirbúnings fyrir listasmiðju í hópastarfinu hefði mátt takast betur en það kemur dagur eftir þennan dag. Dagsskipulag og daglegt starf: Verkaskipting á deildinni er ekki mikið niðurnjörvuð en gengur mjög vel og starfsmannahópurinn virkar vel saman. Vildum leggja meiri áherslu á þátttöku barnanna í daglegum störfum eins og undirbúningi fyrir matartíma og frágang eftir mat (umsjónarmenn). Börnin skiptust á að fara og þakka Helgu fyrir matinn og bjóða félögum sínum til borðs. Bættum einnig við „aðstoðarmannsstöðu“ í fataklefa sem verður haldið áfram með næsta vetur. Hefur gengið mjög vel. Verkstæðisvinna: Verkstæðisvinnan var á dagskrá annað árið í röð og er mjög skemmtileg viðbót í starfið, var miðað við að hafa hana á þriggja vikna fresti. Allt gott um hana að segja nema hvað betra hefði verið að geta haft fleiri svæði og færri börn á hvert þeirra en þetta skaraðist oft illa við vinnutíma starfsfólk. Verður að skoðast betur næsta vetur. Börnin á Læk nýttu sér verkstæðisvinnu þó að valinu hafi verið töluvert stýrt til að byrja með alla vega. Tónlist og söngur og samvera: Mikið sungið á deildinni í vetur og verkefnavalið réðst af árstíma og áhugasviðum á hverjum tíma. Dorthea hafði fasta tónlistarstund á þriðjudögum í samveru fyrir kaffihressingu og fór í tónlistarleiki. 15
Sameiginleg söngstund á föstudögum í sal var alltaf skemmtileg og sá Dorthea um gítarleik. Það kom vel út seinni hluta vetrar að leita til barnahópsins með lagaval fyrir söngstundina og hafa tilbúin lista í söngstundinni. Staður og stund fékk að sjálfsögðu einnig að stjórna flæðinu. Dans og leiklist var gert hærra undir höfði en oft áður og var fastur liður í starfinu að dansa á föstudögum eftir útiveru, skemmtilegt að sjá hvernig mörg barnanna fóru að njóta þess meir og meir eftir því sem leið á veturinn að hreyfa kroppinn eftir tónlistinni. Mörg stutt og misundirbúin „leikrit“ voru flutt í vetur í samverustundum auk þess sem eitt var flutt í föstudagssöngstund. Eitthvað sem við ætlum að halda áfram með. Út fyrir garðinn: Við stefndum að því að fara oftar gönguferðir og bætt við í hópastarfsskipulagið vikulegum gönguferðum í stað hálfsmánaðarlega. Allir ánægðir með það og verður þeirri breytingu haldið. Ferð í Húsdýragarðinn var síðan lokahnykkurinn fyrir börnin á deildinni í vor. Farið í þrjú skipti með litla hópa sem okkur finnst gefa öllum kost á að njóta sín betur. Foreldrasamstarf: Samstarf við foreldra mjög gott, „nýjum“ foreldrum var boðið upp á viðtöl í haust eftir að aðlögunartíminn var um garð genginn og nýttu flestir sér það. Vel mætt á alla viðburði á vegum skólans og almenn jákvæðni í okkar garð sem kom einnig vel fram í foreldraviðtölum í apríl. Námsskráin: Nýja leikskólanámskráin var til skoðunar í vetur og gefur góðan tón fyrir starfið. Áherslan á Læk á að liggja í góðum samskiptum okkar kennaranna við börnin og skilningi á ólíkum þörfum þeirra. Þar þurfum við alltaf að vera tilbúin til að skoða okkur sjálf. Frá sjónarhóli barnsins á leikskólinn að vera skemmtilegur staður og þar liggur stór partur af hlutverki kennaranna, að leikumhverfi barnsins sé sem áhugaverðast .
F. h. leikskólans Tjarnarborgar / Öldukots ________Hulda Ásgeirsdóttir_______________________________________ Leikskólastjóri
16
17