Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Sunnuás 2012 – 2013
„Í leikskólanum njóta börnin bernsku sinnar, læra og þroskast í leik og samveru“. Leiðarljós Leikskólasviðs
Efnisyfirlit
Inngangur
2
Starfsáætlun leikskóla
2
Mat á leikskólastarfi
2
Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012
3
Ytra mat
3
Umbótaáætlun samkvæmt niðurstöðum innra- og ytra mats
3
Matsáætlun næsta leikskólaárs
4
Áherslur leikskólans fyrir næsta leikskólaár
4
Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar Leikskólasviðs
7
Starfsmannamál / starfsþróun í leikskólanum
8
Barnahópurinn
9
Foreldrasamvinna
10
Samstarfs leik- og grunnskóla
10
Almennar upplýsingar
11
Fylgirit: 1.
Umsögn foreldraráðs
2. Leikskóladagatal
1
Inngangur Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir Aðalnámskrá fyrir leikskóla. Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram. Skólanámskráin á að vera aðgengileg á heimasíðu leikskólans. Starfsáætlun leikskóla Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur þá stefnu að ár hvert skulu leikskólar borgarinnar og sjálfstætt starfandi leikskólar sem njóta styrkja frá Reykjavíkurborg skila starfsáætlun fyrir komandi leikskólaár, eins og kveðið er á um í lögum um leikskóla nr. 90/2008. Þar er jafnframt kveðið á um að starfsáætlun skuli lögð fyrir foreldraráð leikskólans til umsagnar. Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta. Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til skóla- og frístundasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir skóla- og frístundaráð til samþykktar. Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram: Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og ytra mats. Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum áætlun um hvernig þau verða metin. Áherslur í starfsáætlun Leikskólasviðs sem leikskólinn vinnur að. Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál. Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af erlendum uppruna. Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl. Skóladagatal fyrir árið. Mat á leikskólastarfi Tilgangur innra mats er að leggja faglegan grundvöll að endurbótum í leikskólastarfi og vinna kerfisbundið að því að auka gæði þess og gera það skilvirkara. Markmið innra mats samkvæmt lögum um leikskóla er að: Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra. Tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leikskóla. Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum. Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Skólanámskrá leikskólans er skrifleg lýsing á því sem gert er í leikskólanum og á því sem á að gera. Þar koma fram bæði markmið og leiðir leikskólans. Skólanámskrá leikskólans setur því viðmið fyrir matið. Tilgangur ytra mats er að safna upplýsingum um viðhorf foreldra leikskólabarna og starfsmanna til að nota við innra mat leikskólans. Að auki er það liður í ytra mati Skóla- og frístundasviðs og/eða Menntamálaráðuneytis. 2
1. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun Innra mat leikskólans Leikskólinn var stofnaður 1. Júlí við sameiningu leikskólanna Ásborgar og Hlíðarenda. Í skólanum starfa kennarar sem voru áður í Ásborg og Hlíðarenda en einnig kom hópur kennara frá fimm öðrum leikskólum. Mikil veikindi voru á haustmánuðum í starfsmannahópnum og nokkrir starfsmenn í langvarnandi veikindum sem ekki enn hafa komið til starfa. Aðrir hættu störfum. Margar stöður voru því lausar, en úr rættist á nýju ári þegar fjölgaði í hópnum og inn kom fólk tilbúið að gera sitt besta. Starf leikskólaársins var helgað sameiningunni , en á fyrstu viku var ákveðið að breyta Hlíðarenda í deild fyrir elstu börnin. Þessi ákvörðun breytti mestu fyrir starfsfólk Hlíðarenda, en það hefur starfað saman deild síðan. Foreldrar tóku þátt í að velja nýja nafnið. Endurmat fór fram á skipulagsdögum og starfsmannafundum á þeim leiðum sem starfsfólk hafði ákveðið að reyna. Allt starfsfólk kom að matinu. Starfsfólk skipti sér í hópa og endurmat hvernig gekk. S tarfsfólk tók ákvörðun um að reyna samræmdar aðferðir og meta síðan hvað það vildi halda áfram að þróa.
Umbótaáætlun samkvæmt niðurstöðum innra- og ytra mats Hér kemur fram hvaða umbætur verða gerðar samkvæmt niðurstöðum mats frá síðasta ári, hvaða leiðir verða farnar, hvernig og hvenær þær verða metnar og hver er ábyrgur fyrir matinu. Eiginleg umbótaáætlun verður ekki sett fram , en ákveðnar leiðir í starfinu voru farnar og metið hvað mátti betur fara og hvað af þeim kennarar vilja leggja áherslu á á næsta ári og þróa. Það sem á sér framtíð eru þættir sem settir verða í námskrá Þau markmið sem starfsfólk hefur orðið sammála um eru: Að móta í Sunnuási lærdómssamfélag barna, starfsfólks og foreldra þar sem virðing fyrir einstaklingnum og umhverfinu ríkir. Að efla öryggi barnanna, sjálfræði frjálsa listsköpun og leikgleði .
3
Matsáætlun næsta leikskólaárs Samskipti verða metin á næsta leikskólaári a) samskipti starfsfólks, b)samskipti við börnin, c) samskipti barnanna á milli, d) samskipti við foreldra. Matsleiðir verða með fjölbreyttu móti .s.s. rýnihópum og gagna verður aflað með könnunum og myndupptökum. Niðurstöður af skoðun á samskiptunum eiga að liggja fyrir á sumarmánuðum 2013 Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eru ábyrgir.
1. Faglegar áherslur í starfi leikskólans
Áherslur leikskólans fyrir næsta leikskólaár Að taka mið af nýrri aðalnámskrá i starfinu og byrja að innleiða hana
4
Umhverfismennt Að börnin læri að umgangast náttúruna og umhverfið af virðingu og læra gegn um það. Að börnin kynnist hverfinu sínu og því sem það hefur upp á að bjóða. Að börnin kynnist borginni sinni , náttúruperlum hennar og menningu. Að stuðla að heilbrigði með hreyfingu og hollu mataræði. Leiðir Að skýra betur verkaskiptingu innan umhverfisráðs og fá börn og foreldra til þátttöku. Allir aldurshópar njóta útikennslu í Laugardalnum. Leikskólinn hefur sótt um að taka þátt í grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Að halda áfram flokkun á sorpi sem hafin var í vor þar sem börnin taka þátt í að skola mjólkurfernur og skila í grenndargám. Að flokka plast og fara með í grenndargám. Að flokka matarafganga og vinna að moltugerð. Að flokka pappír og nýta hann sem mest í pappírsgerð . Að endurnýta flesta hluti sem til falla í daglegu lífi í skapandi starf s.s. eins og listaverk til gjafa og og sauma eigin öskudagsbúning og aðra leikbúninga. Að rækta grænmeti og blómin sem prýða garðinn. Yngri börnin fara í ferðir tengdar útikennslu í næsta nágrenni og skoða leið á milli heimilis og skóla. Elstu börnin fara um borg og bý s.s í Elliðaárdalinn, Hljómskálagarðinn,Lauganesfjöru, Esjuna .o.fl. Þau fara einnig á söfn og njóta tónleika og leiksýninga sem þeim býðst að sækja. Að halda upp á afmæli barnanna með því að flagga bjóða þeim að gera kórónu og gleðjast með félögunum án sérstakra veitinga. Að draga úr sykurneyslu barnanna.
Samskipti Starfsfólk Að skapa liðsheild í starfsmannahópnum sem byggist á gagnkvæmri virðingu. Að allt starfsfólk vinni að sömu markmiðum. Leiðir Skoða samstarf milli deilda og vinna að samræmdum vinnubrögðum. Skoða samskipti út frá kenningum um samskipti: starfsfólk - starfsfólk, starfsfólk- barn, barn-barn, starfsfólk -foreldrar. 5
Starfsfólk tileinki sér uppbyggjandi gagnrýni. Vera hreinskilin og forðast baktal. Vera meðvituð um gildi góðrar fyrirmyndar fyrir börnin.
Börnin Að stuðla að auknu öryggi nýrra barna. Að auka sjálfræði barnanna. Að virða hvert barn eins og það er skoðanir þess og tilfinningar. Að börnin finni að það sé hlustað á þau. Að stuðla að samkennd milli barnanna. Leiðir Taka á móti nýjum foreldrum og börnum með þátttökuaðlögun. Hlusta á hugmyndir barnanna um starfið og að þau hafi áhrif. Að börnin fá ráðrými til að ræða málin. Að forðast að taka fram fyrir hendur barnanna í skapandi starfi. Börnin fá að skammta sér sjálf og hella sjálf við matarborðið. Börnin fá ýmisleg hlutverk í daglegum störfum. Börnin vinna í skapandi starfi eftir eigin hugmyndum. Börnin búa til búninga fyrir öskudag . Börnin fá tækifæri og hvatningu til að vinna að sögugerð, leikritagerð, lagagerð einnig að vinna leikmyndir og búninga ef svo ber undir. Börnin taki þátt í mati.
6
Foreldrar Að skoða nýjar leiðir í foreldrasamstarfi. Að byggja upp gagnkvæmt traust fyrir opin samskipti. Að leggja áherslu á dagleg samskipti. Leiðir Þátttökuaðlögun fyrir ný börn þar sem foreldrar fá betra tækifæri til að kynnast starfinu. Að hvetja foreldra til að líta við á deildinni í lok dags. Hafa opna viku þar sem foreldrarnir fá tækifæri til að taka þátt í starfinu. Hafa fjölskyldudaga. Foreldrar taki þátt í mati á starfinu yfir leikskólaárið. Starfsfólk skoðar sig sjálft í samskiptum við foreldra. Hafa tvö foreldrasamtöl á árinu. Markmið verða metin með símati starfsfólks, barna og foreldra s.s. með rýnihópum. Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og deildarstjórnendur bera ábyrgð.
Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar Leikskólasviðs Hvað verður innleitt eða lögð áhersla á samkvæmt starfsáætlun Leikskólasviðs. Horft á framtíðarsýnina, starfsáætlun sviðsins og BSC/skorkort 1. Þátttaka í grænum skrefum Reykjavíkurborgar Leiðir Sjá kafla um umhverfismennt. Markmið verður metið í lok vetrar. Formaður umhverfisráðs Sunnuáss er ábyrgur 2. Hafist handa við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Leiðir Fræðsla hópvinna umræður Leikskólastjóri er ábyrgur fyrir þeirri vinnu.
7
2. Starfsmannamál Starfsmannamál / starfsþróun í leikskólanum Starfsheiti Leikskólastjóri
Fjöldi 1
Starfshlutfall 100%
Aðstoðarleikskólastjóri
1
100%
Deildastjórar Deildastjóri
4 1
400% 100%
Deildarstjóri Deildastjóri Sérkennslustjóri
1 1 1
100% 80% 92%
Sérkennslustjóri
1
75%
leikskólakennari Leikskolaliði Leikskólaleiðbeinandi B Starfsmaður 2
1 1 1 1
80% 100% 100% 100%
Leikskólaleiðbeinandi A
1
100%
Leikskólaleiðbeinandi 1
1
60%
Leiðbeinandi 2 Leiðbeinandi 1 Leiðbeinandi 1 Starfsmaður 2 Starfsmaður 2 Yfirmaður í eldhúsi
7 3 1 4 2 1
610% 295% Tímavinnu 400% Tímavinnu 100%
Aðstoðarmenn í eldhúsi
2
200%
8
Menntun Leikskólakennari m/ diplóma í stjórnun Leikskólakennari framh. Barnabókm. Og fjölmenning Leikskólakennarar Leikskólakennari meistaragráða í uppeldi og mannfræði Leikskólaliði Klínísk sálfræði Leikskólakennari veikindaleyfi án launa Leikskólakennari m/ diplómu í stjórnun, meistaragráðu í leikþerapíu Leikskólakennari Leikskólaliði BA í menntunarfræði 4.Stig í söng, Tveggja ára nám í söng, dansi og leiklist og eins árs nám í leiklist til viðbótar BEd í grunnskólakennarafræðum áhersla á leiklist og læifsleikni Stúdent af félagsfræðibraut Eins árs nám í hljóðvinnslu Eins árs nám í söng og hljóðfæraleik v/FÍH Námskeið hjá Eflingu Námskeið hjá Eflingu Stúdentspr. Félagsfræðbr. Stúdentspróf/leiklist Stúdentspróf Matsveinn Menntaskólanum Kópavogi Húsmæðraskóli
Enn er óráðið í eina stöðu í afleysingu og það vantar leikskólasérkennara í 1,5 stöðugildi Starfsþróunarviðtöl eru fyrirhuguð í október 2012 Fræðsla um samskipti og umhverfismennt með lestri fagbóka og greina, fyrirlestrar og kynnisferðir í aðra leikskóla verðu hluti af símenntun. Stefnt er að því að tveir starfsmenn komist á námskeið hjá Eflingu. Engar ferðir eru á dagskrá fyrir hópinn, en munum nýta okkur framboð á fræðslu hjá Skóla – og frístundasviði , Rannung og fl.
3. Aðrar upplýsingar Barnahópurinn Í leikskólanum verða 147 börn í heild sem skiptast á sjö deildir og sem hér segir eftir árgöngum F. 2007 35 börn f. 2008 28 börn f. 2009 42 börn f 2010 38 börn f 2011 4 börn
2007 2008 2009 2010 2011
Kynjahlutfall 64 stúlkur og 83 drengir
drengir Stúlkur
9
Dvalarstundir 28 börn dvelja í 9 tíma á dag 37 börn dvelja í 8,5 tíma á dag 68 börn dvelja í 8 tíma á dag 5 börn dvelja í 7, 5 tíma á dag 5 börn dvelja í 7 tíma á dag Eitt barn dvelur í 6,5 tíma á dag Eitt barn dvelur í 6 tíma á dag Tvö börn dvelja í 5 tíma á dag
9 tímar 8,5 tímar 8 tímar 7,5 tímar 7 tímar 6,5 tímar 6 tímar 5 tímar
Eins og er njóta þrjú börn sérkennslu í samtals 12 klst daglega , en fimm börn bíða nú eftir greiningu. Fjöldi barna af erlendu bergi eru samtals 41 nú á haustmánuðum.
Foreldrasamvinna Tilgangur foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefnda um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi (Lög um leikskóla 90/2008) Fyrsta starfsár Sunnuáss sátu sjö fulltrúar foreldra í foreldraráði ásamt leikskólastjóra. Áætlað er að kosning í ráðið fyrir leikskólaárið 2012 -2013 fari fram í september. Æskilegt er í nýjum skóla að hver deild eigi sinn fulltrúa og verður það haft að leiðarljósi við kjörið. Foreldrafundir að hausti eru áætlaðir eftir 20. September er áætlað að boða foreldra barna á fleiri en einni deild í einu. Foreldrasamtöl verða tvö vegna hvers barns á árinu. Viðtöl vegna nýrra barna standa nú yfir og foreldrar þeirra verða boðaðir á nýju ári. Áætlað er að aðrir foreldrar verða boðaðir í október / nóvember 2012 og febrúar/mars 2013.
Samstarf leik- og grunnskóla Skólastjórnendur leik og grunnskóla héldu fund á vordögum til að samræma þrjá skipulagsdaga fyrir núverandi skólaár. Fundur leik- og grunnskólakennara til að skipuleggja samstarf vetrarins fer fram í byrjun september og liggur því ekki fyrir áætlun þar um.
10
Almennar upplýsingar Skipulagsdagar eru áætlaðir í Sunnuási mánudaginn 3. september, föstudaginn 19. október, mánudaginn 2. janúar, föstudaginn 8. mars, mánudaginn 21. maí. Sjötti dagurinn skiptist á tvo daga; föstudaginn 16. nóvember verður lokað frá kl. 12:00 og þriðjudaginn 30. apríl frá kl.14:30 (sjá leikskóladagatal í fylgiskjali).
Fylgirit Umsögn foreldraráðs Leikskóladagatal
27. ágúst 2012
F. h. leikskólans Sunnuáss
Ólöf Helga Pálmadóttir leikskólastjóri
11