Skóla‐ og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Furuskógur
2012 – 2013
„Í leikskólanum njóta börnin bernsku sinnar, læra og þroskast í leik og samveru“. Leiðarljós Leikskólasviðs
Efnisyfirlit Inngangur ............................................................................................................................3 Starfsáætlun leikskóla ..........................................................................................................3 Mat á leikskólastarfi ............................................................................................................ 3 Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012 .............................................................................. 4 Ytra mat .............................................................................................................................. 5 Umbótaáætlun samkvæmt niðurstöðum innra‐ og ytra mats ............................................ 6 Matsáætlun næsta leikskólaárs .......................................................................................... 7 Áherslur leikskólans fyrir næsta leikskólaár ....................................................................... 8 Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar Leikskólasviðs ................................................. 9 Starfsmannamál / starfsþróun í leikskólanum ....................................................................10 Barnahópurinn ....................................................................................................................11 Foreldrasamvinna ...............................................................................................................11 Samstarfs leik‐ og grunnskóla .............................................................................................12 Almennar upplýsingar .........................................................................................................12 Fylgirit: 1. Leikskóladagatal 2. Umsögn foreldraráðs 3. Heimsókn starfsfólks í Laufásborg og Sólstafi 4. Breytingaáætlun Furuborg og Skógarborg 2011 5. Náms‐ og kynnisferð starfsfólks til Helsinki, sér fylgiskjal í tölvupósti 2
Inngangur Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir Aðalnámskrá fyrir leikskóla. Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram. Skólanámskráin á að vera aðgengileg á heimasíðu leikskólans.
Starfsáætlun leikskóla Skóla‐ og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur þá stefnu að ár hvert skulu leikskólar borgarinnar og sjálfstætt starfandi leikskólar sem njóta styrkja frá Reykjavíkurborg skila starfsáætlun fyrir komandi leikskólaár, eins og kveðið er á um í lögum um leikskóla nr. 90/2008. Þar er jafnframt kveðið á um að starfsáætlun skuli lögð fyrir foreldraráð leikskólans til umsagnar. Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta. Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til skóla‐ og frístundasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir skóla‐ og frístundaráð til samþykktar. Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram: Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og ytra mats. Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum áætlun um hvernig þau verða metin. Áherslur í starfsáætlun Leikskólasviðs sem leikskólinn vinnur að. Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál. Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af erlendum uppruna. Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl. Skóladagatal fyrir árið.
Mat á leikskólastarfi Tilgangur innra mats er að leggja faglegan grundvöll að endurbótum í leikskólastarfi og vinna kerfisbundið að því að auka gæði þess og gera það skilvirkara. Markmið innra mats samkvæmt lögum um leikskóla er að: ‐ Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra. ‐ Tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leikskóla. ‐ Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum. ‐ Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum.
3
Skólanámskrá leikskólans er skrifleg lýsing á því sem gert er í leikskólanum og á því sem á að gera. Þar koma fram bæði markmið og leiðir leikskólans. Skólanámskrá leikskólans setur því viðmið fyrir matið. Tilgangur ytra mats er að safna upplýsingum um viðhorf foreldra leikskólabarna og starfsmanna til að nota við innra mat leikskólans. Að auki er það liður í ytra mati Skóla‐ og frístundasviðs og/eða Menntamálaráðuneytis.
Innra mat leikskólans 2011‐2012 Starfsemi leikskólans er metin jafnt og þétt yfir árið: ‐á deildarstjórafundum ‐deildarfundum ‐skipulagsdögum ‐í foreldraviðtölum ‐í starfsviðtölum Matið er í formi umræðna, byggt á skráningum og athugunum á starfinu. Við notum sjálfsmatstækið Barnið í brennidepli eftir Hildi Skarphéðinsdóttur okkur til traust og halds. Helstu þættir sem við skoðuðum nú eru:
Gæði dagskipulags Gæði náms í gegnum leikinn Samskipti barna og starfsfólks Starfsandi Jafnrétti og réttsýn Samvinna við foreldra Tengsl milli húsanna Samvinna starfsfólks ‐Á hverri deild myndar starfsfólkið matshóp undir stjórn deildarstjóra sem svarar spurningum/gátlistum sem koma inn á þessa þætti og er þetta gert einu sinni á ári á seinni hluta vorannar. Matshópurinn gerir þróunaráætlun um hvað skuli gera ef þörf er á umbótum og hver sé ábyrgur fyrir þeim, þetta er gert á sérstakt eyðublað. Deildarstjórar og leikskólastjórar bera ábyrgð á að þessu sé framfylgt þó að aðrir komi líka að verkinu, umbótum sé lokið í síðasta lagi við lok næsta skólaárs. Stefna skólans metin, hver á rauði þráðurinn í starfinu að vera? Mat var gert á upplýsingaflæði innan skólans Breytingaáætlun skoðuð með tilliti til þess hvort allir þættir hefðu náð fram að ganga Börnin á eldri deildunum tóku þátt í mati starfsins í formi spurninga sem voru lögð fyrir þau ‐Börn, starfsfólk og foreldrar tóku þátt í matinu Helstu niðurstöður innra mats (styrkleikar og veikleikar) ‐Í heildina séð voru niðurstöður úr Barnið í brennidepli góðar á öllum deildum, það sem flestir vildu endurskoða fyrir komandi vetur var dagskipulagið með tilliti til frjálsa sjálfsprottna leiks 4
barnanna og að börnin ættu meira val og raddir þeirra heyrðust. Einnig að minna af leikföngum mætti vera inn á deildunum. Samvinna innan skólans og við foreldra var metin ágæt og tengsl milli starfsfólks og barna í húsunum yrði sífellt meiri og auðguðu margt í starfi skólans. ‐Á þremur deildum var hreinlæti metið og þá stuðst við Hreinlætisáætlun leikskóla og var útkoman góð ‐Hljómpróf var lagt fyrir börnin í elsta árganginum á haustönn og svo aftur á vorönn fyrir þau börn sem ekki komu nógu vel út á fyrra prófinu, með Hljóm er verið að skoða sérstaklega hljóð‐ og málvitund barna. Útkoman var mjög góð. ‐Heimasíðan hefur lítið verið virk vegna þess að það er verið að sameina gömlu heimasíðurnar tvær í eina ‐Síðastliðinn vetur rýndum við innra starfið í báðum húsunum og notuðum mikið jafningjafræðslu til að miðla á milli því sem var ólíkt. Niðurstaðan er að rauði þráðurinn í starfinu verður sköpun, útinám og lífsleikni. ‐Nokkuð bar á því að starfsmenn kvörtuðu yfir að upplýsingaflæði inn á deildunum væri ekki nógu gott og skoðuðum við það og kom þá í ljós að deildarfundir voru fáir ‐Breytingaáætlun vegna sameiningar skólans náði nokkuð vel fram að ganga og starfsfólk lagði sig fram um að gera vel, þrátt fyrir að yfir 90% þeirra hafi verið á móti sameiningu. Það ákvað hver og einn fyrir sig hvort hann héldi áfram eða hætti. Sem betur fer ákváðu flestir að halda áfram og það má með sanni segja að starfsfólkið hafi sýnt mikla ábyrgð og virðingu fyrir starfi sínu, þó á brattann hafi verið að sækja. Allir hafa gert vel og margir örlítið betur en hægt er að biðja um við þessar aðstæður. Kolbrún Vigfúsdóttir þróunarfulltrúi frá Skóla‐ og frístundasviði var okkur til halds og trausts síðasta vetur og er enn, hún hefur verið okkur ómetanlegur stuðningur í þessum breytingum. Símenntun á síðasta ári ‐Jafningjafræðsla einkenndi símenntun síðasta árs,kennarar í skólanum hafa séð um að veita starfsfólki ýmsa fræðslu sem hefur skilað sér beint inn í starfið má þar nefna: Málræktarverkefnið Mál fyrir alla, þemaverkefni um fuglana, könnunarleikinn, atferlisathuganir á félagsþroska barna í frjálsum leik, sögusvuntan, útinám og stærðfræði, gerð einstaklingsáætlana og þemaverkefni um þorrann og gamla tímann. Var þetta jafnframt liður í sameiningu skólans. ‐Á skipulagsdegi í sept. var fræðsla fyrir alla starfsmenn um breytingar, var það sameiginlegur hálfur dagur með skólunum í hverfinu sem voru sameinaðir, fyrirlesari var Hulda Styrmisdóttir ‐Á skipulagsdegi í október var námskeið um ull og þæfingu sem Sjöfn Ólafsdóttir leikskólakennari og myndlistarmaður sá um ‐Á skipulagsdegi í janúar var námskeið um útinám sem Helena Jónsdóttir frá Náttúruskólanum sá um, kennsla var bæði innan og utan dyra ‐Á skipulagsdegi í janúar var námskeið um gildi foreldrasamstarfs og um nýja foreldrahandbók, fyrirlesarar voru Sigrún Einarsdóttir og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir leikskólaráðgjafar ‐Á skipulagsdögum í apríl fóru starfsmenn í náms‐ og kynnisferð til Helsinki, kynntu sér útinám og sameiningar skóla, sjá fylgirit 5 ‐Á skipulagsdegi í apríl fóru þeir starfsmenn sem ekki fóru til Helsinki í heimsókn á Laufásborg og Sólstafi og kynntu sér starfið þar, sjá fylgirit 3 ‐Aðstoðarleikskólastjóri fór í apríl‐maí á námskeið í Náttúruskólanum 5
Ytra mat
Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar gerði viðhorfskönnun meðal starfsmanna Í október síðastliðnum.Könnunin var send út í gegnum netkönnunarforrit og var megindleg með lokuðum og opnum spurningum.Tilgangur könnunarinnar var að fá fram viðhorf starfsmanna til starfsumhverfis,samskipta og stjórnunarhátta. Svarhlutfall starfsmanna var 100% Útkoman var góð og ánægjulegt að sjá hvað starfsfólk lítur jákvæðum augum á starf sitt, finnst starfsumhverfið hvetjandi og ríkja góður andi, þrátt fyrir mikið álag og sumir þættir skoruðu hærra en árið áður þrátt fyrir sameiningu skólans. Tveir þættir skoruðu of lágt og verða þeir skoðaðir sérstaklega. Álag í starfi mínu er of mikið, þegar á heildina er litið og vinnuálag mitt hefur aukist á síðustu 12 mánuðum. Þessi spurning fékk 3,2 stig. Það er ljóst að leikskólakennarastarfið er þess eðlis að erfitt er að komast hjá álagi á ákveðnum stundum dagsins og of mörg börn eru á hvern starfsmann. Hefur þú fengið tækifæri til starfsþróunar/símenntunar á síðustu 12 mánuðum og hefur þú farið í starfsþróunarsamtal á þeim tíma. Um 39% starfsmanna hefur haft tækifæri til starfsþróunar og 33% hefur fengið starfsþróunarsamtal. Ljóst er að áður en sameiningin varð var ekki búið að taka starfsþróunarsamtal í öðru húsinu vegna óvissu um framtíðina vegna væntanlegra breytinga og endurmenntun/ símenntun hafði verið minni vegna kreppu í samfélaginu og fjármagn til afleysinga af skornum skammti svo fólk gæti farið af deildum til að sækja námskeið og er svo enn.
Umbótaáætlun samkvæmt niðurstöðum innra‐ og ytra mats Hér kemur fram hvaða umbætur verða gerðar samkvæmt niðurstöðum mats frá síðasta ári, hvaða leiðir verða farnar, hvernig og hvenær þær verða metnar og hver er ábyrgur fyrir matinu. Allir deildarfundir verða í fyrstu heilu vikunni í hverjum mánuði kl. 10:00 á meðan börnin eru úti og þá fara fleiri út frá hinum deildunum á meðan og þannig verði skipst á Deildarstjórafundur verði í síðustu viku hvers mánaðar. Með þessu ætti upplýsingastreymi að haldast gott Breyta dagskipulagi þannig að frjálsi leikurinn njóti sín Hafa tvö starfsþróunarviðtöl á ári Halda áfram að auka samskipti milli húsanna, bæði fyrir börn og starfsfólk Stefna að, að raddir barna heyrist meira í leikskólastarfinu t.d. í matinu og í daglegum athöfnum, fá námskeið með Kristínu Karlsdóttur kennara í H.Í. Minnka álag og áreiti með að skipta börnunum í minni hópa, nýta allt húsnæðið vel og láta börnin vera skipt í úti og inni hópa, það er auðveldara og dregur úr hávaða Gera símenntunaráætlun strax eftir starfsmannaviðtölin, reyna að verða við óskum sem flestra á skipulagsdögum. Stutt námskeið verði hægt að fara á í vinnutíma ef afleysing er fyrir hendi og námið næst ekki inn á skipulagsdögum Ýtarlegri upplýsingar um matið er í skólanum Endurmat: Með börnum starfsfólki og foreldrum vorið 2013 Ábyrgð: Ábyrgð deildarstjórar og leikskólastjórar 6
Matsáætlun næsta skólaárs 2012‐2013 Mánuður
Hvað á að meta
Hvernig og hverjir
September
Dagskipulag/vikuskipulag Skoða styrkleika og veikleika skólans
Deildarstjórar á deildarfundi Leikskólastjórar og þróunarfulltrúi
Október
Foreldrafundir‐tími o.fl. Skipulag útináms
Allt starfsfólk Deildarstjórar og leikskólastjórar
Nóvember
Aðlögun barna
Deildarstjórar og leikskólastjórar
Desember
Janúar
12 og 13 grein Barnasáttmálans
Allt starfsfólk
Heimasíðan
Deildarstjórar, sérkennslustjóri og leikskólastjórar
Mars
Könnunarleikurinn
Starfsfólk yngstu deilda og leikskólastjórar
Apríl
Barnið í brennidepli‐nám í gegnum leikinn Umbótaáætlun v. síðasta árs
Allt starfsfólk Allt starfsfólk
Skóladagatalið PBS
Allt starfsfólk Sérkennslustjóri, Deildarstjórar og leikskólastjórar
Febrúar
Maí
7
Júní
Áherslur leikskólans fyrir næsta skólaár
Að innra mat leikskólans verði markvissara og starfsfólk tileinki sér skráningu í leikskólastarfinu og auka þátttöku barna í endurmati skólans Vinna að nýrri skólanámskrá með þátttöku barna, foreldra og starfsfólks Þróa áfram útinámið Læra að vinna með leir og nota leirbrennsluofn Að foreldraviðtöl verði tvö á ári í báðum húsunum Halda áfram að þróa einstaklingsnámskrár Innleiða könnunarleikinn á yngstu deild í Skógarborg Vinna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í daglegum athöfnum Innleiða PBS í Furuborg Leiðir að markmiðum Kristín Karlsdóttir kennari H.Í. kemur með fræðslu fyrir starfsmenn um innramat, matsaðferðir og þátttöku barna í mati á starfinu Unnið verður að gerð nýrrar skólanámskrá í vetur og mun Kolbrún Vigfúsdóttir þróunarfulltrúi verða okkur til aðstoðar. Allt starfsfólk, foreldrar og börn koma að gerð hennar með einum eða öðrum hætti Skrá og endurmeta allt útinám jafnóðum, kaupa bækur til að halda utan um skráningarnar, skoða nýja íslenska mynd um útinám í leikskólum og fá Helenu Jónsdóttur í Náttúruskólanum í gönguferðir með börnunum, til að fylgja eftir námskeiði um útinám sem við fengum á skipulagsdegi á síðasta ári Taka þátt í teymisvinnu leikskólakennara um útinám sem Helena Jónsdóttir í Náttúruskóla Reykjavíkur leiðir Sjöfn Ólafsdóttir leikskólakennari og myndlistarmaður kemur með námskeið í leirsköpun með börnun og kennir okkur á nýja leirbrennsluofninn og er tilbúin í eftirfylgni inn á deildum ef starfsfólk vill Foreldraviðtöl verði tvö á ári í nóv. og svo aftur í mars‐maí Að gerð verði einstaklingsnámskrá fyrir öll börn í Furuskógi að hausti, með foreldrum og börnum. Yfirfarin og samþykkt með undirskrift starfsmanns og forráðamanns í foreldraviðtali í nóv. og svo endurmetin í foreldraviðtali að vori Bjóða uppá könnunarleikjastundir í Skógarborg og safna efnivið í leikinn Taka þátt í hóp sem hefur áhuga á að vinna með Barnasáttmálann í leikskólastarfinu undir leiðsögn Kolbrúnar Vigfúsdóttur þróunarfulltrúa Fá Lenu leikskólakennara í Garðaborg með kynningu fyrir starfsfólk á skipulagsdegi um
8
hvernig hún vinnur með Barnasáttmálann í leikskólastarfinu Byrja í vetur á að innleiða 12 og 13 grein Barnasáttmálans Mat: Starfsfólk , foreldrar og börn Ábyrgð: Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og deildarstjórar
Áherslur leikskólans vegna starfsáætlunar Skóla‐ og frístundasviðs Markmið leikskólans. Innleiðing P.B.S í báðum starfsstöðvum Þátttaka barna í mótun leikskólastarfsins Innleiða Barnasáttmálann í leikskólastarfið Heimasíðan Leiðir að markmiðum Við höfum ákveðið að haldið áfram að innleiða P.B.S (sem stendur fyrir heilstæður stuðningur við jákvæða hegðun) Innleiðingin er farin af stað í Skógarborg en við ætlum að innleiða líka P.B.S í Furuborg. P.B.S er að okkar mati aðferð sem fellur vel að lífsleikni,virðingu,umhyggju,tillitssemi og samkennd eins og kemur fram í áherslum í starfáætlun Skóla‐ og frístundasviðs. Í vor ætlum við að meta hvernig innleiðingin hefur gengið og hvort það er sýnilegt í leikskólastarfinu. Stjórnendur ásamt Helgu sérkennslustjóra sem hefur umsjón með sérkennslu og heldur utan um verkefnið verða ábyrgir fyrir matinu ásamt deildarstjórum. Þróa aðferðir til þess að auka aðkomu allra barnanna í að móta og endurmeta leikskólastarfið. Aðferðir sem henta aldri barnanna.Fáum námskeið með Kristínu Karlsdóttur kennara í H.Í um þetta efni. Það var ákveðið á deildarstjórafundi að vinna með Barnasáttmálann í leikskólastarfinu. Leikskólastjóri bað deildarstjóra að kynna sér 12 og 13 grein Barnasáttmálans rýna í starfið og kanna hver staðan væri í dag og hvort eitthvað mætti bæta. Þá taka stjórnendur þátt í hóp sem Kolbrún Vigfúsdóttir þróunarfulltrúi sviðsins leiðir. Markmið hópsins er að hittast og deila hugmyndum um hvernig hægt er að innleiða Barnasáttmálann í starfið .Í vor verður vinnan endurmetin Ábyrgðarmenn verða leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og deildarstjórar Nú stendur til að sameina heimasíður gömlu skólanna Furu‐ og Skógarborg. Við ætlum að vera virkari í að setja inn efni á nýju heimasíðuna. Þar eiga foreldra kost á að nálgast starfsáætlun,mat um innra starf og nýjustu fréttir af starfinu. Í
9
vor í foreldraviðtölum væri hægt að meta hvernig tókst til. Ábyrgðarmenn eru aðstoðarleikskólastjóri, sérkennslustjóri og deildarstjórar.
Starfsmannamál / starfsþróun í leikskólanum Starfsheiti Leikskólakennarar
Fjöldi 12
Starfshlutfall 1008%
Önnur kennaramenntun
2
140%
Aðrir með uppeldismenntun
3
177,5%
Starfsmenn með framhaldsskólamenntun Starfsmenn með aðra menntun Starfsmenn án framhaldsskólamenntunar
4
400%
3
300%
6
570%
Menntun 11 leikskólakennarar eru útskrifaðir frá Fósturskóla Íslands, 2 leikskólakennarar eru útskrifaðir frá Kennaraháskóla Íslands, 2 með diplóma framhaldsnám í stjórnun frá F.Í og 1 meistarapróf í stjórnun menntastofnana frá H.Í 2 grunnskólakennarar, annar með diplómu í sérkennslufræðum 2 B.s í sálfræði 1 starfsráðgjafi frá H.Í Stúdentspróf frá ýmsum framhaldsskólum 2 sjúkraliðar 1 matreiðslumeistari 2 leikskólaliðar 4 leiðbeinendur
Starfsþróunarsamtöl verða í nóvember og aftur í vor ef færi gefst, leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri taka viðtölin, áhersla verður á líðan í starfi, frammistöðu, áherslur leikskólans og símenntun Símenntunaráætlun leikskólans tekur mið af áherslum hans sem eru sköpun, útinám og lífsleikni svo og veikleikum hans og áhuga starfsfólks til símenntunar. Fyrirhugað er að allir stjórnendur fari á stjórnunarnámskeið í vetur sem skipulögð verða af Skóla‐ og frístundasviði. Allir starfsmenn fái námskeið um endurmat og hvernig börnin geta komið að því og að hlustað sé á þeirra raddir, námskeið um leir‐ og leirmótun með börnum og hvernig við getum nýtt leirbrennsluofninn okkar ,fyrirlestur um hvernig við tengjum barnasáttmálann inn í starfið okkar, fræðslu um PBS sem er forvarnar og lífsleikniverkefni til 10
að styrkja jákvæða hegðun barna, fræðsla um útinám og fjórir starfsmenn fara á námskeið um barnabókmenntir og menningu
Leikskólastjórar fara á ráðstefnu 26. okt. Á vegum FÍL um stjórnun og rannsóknir og svo er fyrirhuguð ferð í maí að skoða menntastofnanir.
Barnahópurinn Á næsta skólaári verða 123 börn í Furuskógi sem skiptast á milli tveggja starfsstöðva, þar af eru 2 í hlutaplássum. Í Furuborg verða 70 börn og í Skógarborg 53. Dvalarstundir eru 889,5 Tvö börn eru með stuðning og átta börn af erlendum uppruna. Hér sést hvernig kynjaskipting og aldursdreifing lítur út. 22 21 20 19 18 17 16 15 14 13 12 Strákar 11 10 Stelpur 9
8 7 6 5 4 3 2 1 0
2011
2010
2009
2008
2007
11
Foreldrasamvinna Tilgangur foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefnda um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi (Lög um leikskóla 90/2008) Foreldraráð, þrír til fjórir fulltrúar eru í ráðinu, kosið er á foreldrafundi og reiknað er með tveimur fundum á ári en oftar ef þörf er á. Foreldrafundir eru haldnir í september, einn fundur á hverri deild, deildarstjórar kynna skólastarf á komandi vetri , leikskólastjórar segja frá því sem efst er á baugi í skólastarfinu og fulltrúar frá stjórn foreldrafélagsins segja frá starfi þess og sjá um innskráningar í foreldrafélagið og kosningu fulltrúa í stjórn ef þörf er á. Foreldraviðtöl eru í nóvember og svo aftur að vori, mars‐maí. Gerð er einstaklingsáætlun með foreldrum fyrir hvert barn, gaman væri ef börnin gætu komið þarna inn líka. Verið er að innleiða gerð einstaklingsáætlana í Furuborg, hófst það í fyrravetur og sér sérkennslustjóri um það verkefni og hefur það gengið vel, reiknað er með að á næsta ári verði þetta alveg komið. Metið í vor og sér sérkennslustjóri um það ásamt deildarstjórum í Furuborg. Í vetur munu fulltrúar í foreldraráði koma að gerð nýrrar skólanámskrár fyrir Furuskóg. Í skólanum er starfandi virkt foreldrafélag, sem kýs sér sex manna stjórn eitt foreldri frá hverri deild, stjórnin fundar fjórum sinnum á ári eða eins oft og þörf er á. Foreldrafélagið kemur að ýmsu skemmtilegu og fróðlegu í starfi leikskólans má þar nefna leikrit fyrir börnin, undirbúningi jóla, námskeiðum fyrir börn og starfsfólk, vorferð að Grjóteyri og vorhátíð. Þetta samstarf hefur ætíð verið einstaklega gott og gefandi.
Samstarf leik‐ og grunnskóla, Furuskógur‐Fossvogsskóli
9. nóv. 5 ára börnin í heimsókn í Fossvogsskóla‐skoða skólann 7. des. 5 ára börn í samverustund í Vesturlandi í Fossvogsskóla Í janúar – febrúar koma 12 ára börn í leikskólann þrisvar sinnum, fjögur saman og verða með upplestur 31. Jan. Koma tveir kennarar frá yngstu bekkjum Fossvogsskóla og funda með leikskólastjórum og deildarstjórum á elstu deildunum um byrjendalæsi 15. mars fara 5 ára börnin í heimsókn í bókasafn Fossvogsskóla 24. apríl fara 5 ára börnin í íþróttasal og Frístund Fossvogsskóla, fara með nesti með sér Í apríl fara 5 ára börnin í kennslustund með 6 ára nemendum skólans Samstarfið hefur verið í þróun síðustu árin og gengið vel og er ávallt endurmetið eftir hvert ár
Almennar upplýsingar‐skipulagsdagar
5. september
12
18. október 27. nóvember 22. janúar 2. apríl 21. maí Fylgirit:
. Leikskóladagatal
Umsögn foreldraráðs Heimsókn í Laufásborg og Sólstafi á skipulagsdegi 18. apríl (þeir sem ekki fóru til Helsinki) Breytingaáætlun Furuborg og Skógarborg 2011‐2013 Náms og kynnisferð starfsfólks til Helsinki 18.‐20. apríl (sjá viðhengi í tölvupósti)
F. h. Leikskólans Furuskógar 10. okt.2012 Sigrún Björg Ingþórsdóttir Leikskólastjóri
13
19 M
20 F
19 S
20 M
26 M foreldrafundir
27 F
28 F
29 L
30 S
25 L
26 S
27 M
28 Þ
29 M
30 F
31 F
24 M
25 Þ
24 F
23 S
18 Þ
18 L
23 F
17 M
17 F
21 F foreldrafundir
16 S
16 F
22 L
15 L
15 M
22 M
14 F
14 Þ
21 Þ
12 M
13 F foreldrafundir
13 M
11 Þ
11 L
12 S
9 S
10 M
9 F
8 L Dagur læsis
8 M
10 F
7 S
OKTÓBER
31 M
30 Þ
29 M
28 S
27 L náttfataball
26 F bangsadagur/
25 F
24 M
23 Þ
22 M
21 S
20 L
19 F
18 F skipulagsdagur
17 M
16 Þ náttúran
15 M þema/barnið og
14 S
13 L
12 F
11 F
10 M
9 Þ
8 M
6 L
7 F
5 F
7 Þ
5 M skipulagsdagur
5 S
4 F
3 M
2 Þ
1 M
6 M Frídagur verslunarm 6 F
3 M þema/vináttan og
4 Þ haustið
4 L
2 S
2 F
SEPTEMBER
3 F
1 L
ÁGÚST
1 M
DESEMBER
30 F
29 F
28 M
27 Þ skipulagsdagur
26 M
25 S
24 L
23 F
22 F
21 M
20 Þ
19 M
18 S
14 M
13 S
12 L
11 F
10 F
9 M
8 Þ
7 M
6 S Þrettándinn
5 L
4 F
3 F þorrinn
23 M
22 Þ skipulagsdagur
21 M
20 S
19 L
18 F
17 F
31 M Gamlársdagur
30 S
29 L
28 F
27 F
26 M Annar í jólum
25 Þ Jóladagur
31 F
30 M
29 Þ
28 M
27 S
26 L
25 F þorrablót
24 M Aðfangadagur jóla 24 F
23 S Þorláksmessa
22 L
21 F
20 F
19 M
18 Þ
17 M
1 F
FEBRÚAR
28 F
27 M
26 Þ
25 M
24 S
23 L
22 F
21 F
20 M
19 Þ
18 M
17 S
16 L
15 F
14 F
13 M Öskudagur
12 Þ Sprengidagur
11 M Bolludagur
10 S
9 L
8 F blár dagur
7 F
6 M Dagur leikskólans
5 Þ náttúran
4 M þema/barnið og
3 S blá vika
2 M þema/gamli tíminn- 2 L
16 M
17 L
JANÚAR
1 Þ Nýársdagur
15 Þ
14 F jólaball
13 F
12 M foreldrasúkkulaði
11 Þ
10 M
9 S rauð vika
8 L ljósadagur
7 F jólaleikrit/vasa-
6 F
5 M
4 Þ
3 M piparkökubakstur
2 S þema/jólin
1 L Fullveldisdagurinn
15 L
NÓVEMBER
16 F Dagur íslenskrar tun16 S
15 F
14 M
13 Þ
12 M
11 S
10 L
9 F
8 F
7 M
6 Þ
5 M
4 S
3 L
2 F
1 F
MARS
23 Þ
22 M
21 S
20 L
19 F
18 F
17 M
16 Þ
15 M
14 S
13 L
12 F
11 F
10 M
9 Þ
8 M
7 S
6 L
5 F
4 F
3 M
2 Þ skipulagsdagur
28 S
27 L
26 F
30 L 31 S Páskadagur
30 Þ
MAÍ
JÚNÍ
4 F
3 M
2 Þ
5 M útskrift elstu b. Í Fur 5 F
4 Þ heilbrigt líf
3 M þema/íþróttir og
2 S dagurinn
21 Þ skipulagsdagur
24 F sumarhátíð
23 F
22 M
31 F
30 F
29 M
28 Þ
27 M
26 S
16 Þ
15 M
14 S
13 L
12 F
11 F
10 M
19 M
18 Þ
21 F
30 S
29 L
28 F
27 F
26 M
25 Þ
24 M
23 S
22 L
31 M
30 Þ
29 M
28 S
27 L
26 F
25 F
24 M
23 Þ
22 M
21 S
20 L
19 F
18 F
17 M Lýðveldisdagurinn 17 M
16 S
15 L ball
14 F þjóðhátíð/blóma-
13 F
12 M
11 Þ
20 M Annar í hvítasunnu 20 F
19 S Hvítasunnudagur
18 L
17 F grænn dagur
16 F
15 M sveitaferð
14 Þ
13 M
12 S græn vika
11 L
10 M
9 Þ
10 F
9 F Uppstigningadagur 9 S
7 S 8 M
7 F útskriftarf.e.barna 8 L
7 Þ 8 M
JÚLÍ
1 M afmæli Furuskógar
6 M útskriftarf.elstu barn 6 F útskrift elstu b. Í Skó 6 L
5 S
4 L
3 F og náttúruvernd
2 F þema/umhverfis-
1 M Verkalýðsdagurinn 1 L stóri leikskóla-
25 F Sumardagurinn fyrs 25 L
29 F Föstudagurinn lang 29 M
28 F Skírdagur
27 M
26 Þ
25 M
APRÍL
1 M Annar í páskum
24 S Pálmasunnudagur 24 M
23 L dagur
22 F páskaball/gulur-
21 F
20 M
19 Þ
18 M þema/páskar
17 S gul vika
16 L
15 F
14 F
13 M
12 Þ
11 M
10 S
9 L
8 F
7 F
6 M
5 Þ
4 M
3 S
2 L
1 F
Skóladagatal Furuskógar 2012-2013
14
Starfsáætlun 2012 ‐ 2013 Furuskógur Umsögn foreldraráðs Foreldraráð leikskólans skipa: Ágúst Orri Sigurðsson Hjördís Guðmundsdóttir Dagmar Lilja Jónasdóttir 15
Inngangur Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir Aðalnámskrá fyrir leikskóla. Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram. Skólanámskráin á að vera aðgengileg á heimasíðu leikskólans. Starfsáætlun leikskóla Skóla‐ og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur þá stefnu að ár hvert skulu leikskólar borgarinnar og sjálfstætt starfandi leikskólar sem njóta styrkja frá Reykjavíkurborg skila starfsáætlun fyrir komandi leikskólaár, eins og kveðið er á um í lögum um leikskóla nr. 90/2008. Þar er jafnframt kveðið á um að starfsáætlun skuli lögð fyrir foreldraráð leikskólans til umsagnar. Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta. Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til Leikskólasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir Leikskólaráð til samþykktar. Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram: Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og ytra mats. Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum áætlun um hvernig þau verða metin. Áherslur í starfsáætlun Leikskólasviðs sem leikskólinn vinnur að. Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál. Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af erlendum uppruna. Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl. Skóladagatal fyrir árið. Mat á leikskólastarfi Tilgangur innra mats er að leggja faglegan grundvöll að endurbótum í leikskólastarfi og vinna kerfisbundið að því að auka gæði þess og gera það skilvirkara. Markmið innra mats samkvæmt lögum um leikskóla er að: ‐ Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra. ‐ Tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leikskóla. ‐ Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum. ‐ Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Skólanámskrá leikskólans er skrifleg lýsing á því sem gert er í leikskólanum og á því sem á að gera. Þar koma fram bæði markmið og leiðir leikskólans. Skólanámskrá leikskólans setur því viðmið fyrir matið. Tilgangur ytra mats er að safna upplýsingum um viðhorf foreldra leikskólabarna og starfsmanna til að nota við innra mat leikskólans. Að auki er það liður í ytra mati Leikskólasviðs og/eða Menntamálaráðuneytis. 16
Hlutverk foreldraráðs Samkvæmt 11.gr. laga um leikskóla frá 2008 er hlutverk foreldraráðs að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi. Umsögn foreldraráðs:
17
Starfsdagur 18. apríl 2012
Heimsókn í Laufásborg og Sólstafi Dagskrá 08:30
Mæting á Laundromat Cafe, Austurstræti 5
09:00‐09:45
Morgunhressing og undirbúningur fyrir daginn
10:00‐12:00
Heimsókn í leikskólann Laufásborg, Laufásvegi 53‐55
12:00‐13:00
Hádegisverður á Frú Berglaug, Laugavegi 12
13:30‐15:30
Heimsókn í leikskólann Sólstafir, Grundarstíg 19
15:30‐16:00
Umræður um heimsóknirnar
Markmið með heimsóknunum Markmiðin með heimsóknunum í leikskólana Laufásborg og Sólstafi voru:
að kynnast þeim stefnum sem þeir starfa eftir, þ.e. Hjallastefnunni og Waldorf,
að vekja okkur til umhugsunar um eigið starf,
að öðlast víðsýni og fá nýjar hugmyndir.
Laufásborg Í Laufásborg er unnið eftir Hjallastefnunni. Í skólanum eru rúmlega 120 börn og er þeim kynja‐ og aldursskipt í svokallaða „kjarna“. Hverjum kjarna er svo einnig skipt í smærri hópa sem hver hefur sinn hópstjóra. Allir starfsmenn skólans eru hópstjórar og geta svo einnig haft annað hlutverk. Matthildur Laufey, sem tók á móti okkur, er t.d. einn af hópstjórum yngri stúlknakjarna og annar tveggja skólastjóra Laufásborgar. Þegar við komum var að hefjast vikulegur söngfundur þar sem öll börn skólans mætast og syngja saman og var okkur boðið að vera með. Börnin gengu í röðum upp stiga og út úr hinum ýmsu herbergjum með hópstjórum sínum og vakti það athygli okkar gestanna hvað allt gekk áreynslulaust fyrir sig. Engar stimpingar, árekstrar eða læti áttu sér stað. Sum börnin þurftu að bíða dágóða stund fyrir framan salinn áður en þau gátu gengið inn og þá stóðu þau í röðunum sínum, gjarnan með hendur fyrir aftan bak og biðu róleg. Fullorðna fólkið gat rætt saman á rólegum nótum og enginn hækkaði róminn, hvorki barn né fullorðinn. Allt var þetta mjög yfirvegað og rólegt. Á söngfundinum tóku allir virkan þátt, bæði börn og starfsmenn. Ef ókyrrð kom á hópinn milli laga, greip stjórnandinn strax til þess ráðs að gera nokkrar léttar æfingar: „setjum hendur upp, hendur fram, snúa lófum upp...“ þar til kyrrð komst á, þá fengu börnin hrós fyrir hversu vel það gekk og svo var haldið áfram að syngja. Undir lokin voru börnin beðin að „kjarna sig“ en þá áttu allir að hafa hendur og fætur hjá sér, nudda saman höndunum og svo sungu þau Gull og perlur. Söngfundurinn hófst og endaði á sama lagi (Hver hefur skapað blómin björt) með mismunandi texta fyrir og eftir (Velkomin á söngfundinn/Takk 18
fyrir...). Að því loknu safnaðist hver kjarninn á fætur öðrum í röð og fór inn á sinn kjarna (sína deild), á leiðinni út var sungið kveðjulag (útgöngulag). Að söngfundi loknum var komið að valfundi og fengum við að sjá einn slíkan. Þar voru 30 börn (stúlkur) og einn starfsmaður sem sá um fundinn. Stúlkurnar áttu allar tölumerkt „sæti“ á gólfinu og virtust vita upp á hár hvar þær áttu að vera. Átta valsvæði voru í boði: Útivera, leir, sull, föndur, legó, kubbar, skák og leikstofa. Þegar hver hópur var orðinn fullur, stóðu börnin upp og áttu að finna sína vini (sem var mjög vinsamlegt). Þau leiddust svo út úr stofunni og fundu verkefnin sín, sem aðrir starfsmenn gerðu klár á meðan valið fór fram. Vakti það athygli okkar að leirnum, sem var heimagerður, var skipt í fjórar kúlur, ein við hvert sæti. Í hverja kúlu var stungið loki af niðursuðudós og einn borðhnífur lagður hjá. Tvö trékefli voru svo lögð á borðið, hvort á milli tveggja kúla, þannig að tvær þurftu að skiptast á um hvort kefli. Áhöldin voru hrein og snyrtileg, en ekki með gömlum leirklessum frá síðustu notkun. Valstundin stendur í eina klukkustund með því að velja og ganga frá. Leiktíminn er áætlaður u.þ.b. 40 mínútur og ekki er í boði að skipta og flakka á milli valsvæða, heldur dvelja börnin á því svæði sem þau völdu, allan tímann, og að sögn starfsfólksins gengur það vel. Fjórar slíkar valstundir eru á hverjum degi og yfirleitt alltaf það sama í boði. Þess á milli eru svokallaðar hópstundir, en þær eru tvær á dag. Þar eru börnin með sínum hópstjóra og unnið er að ákveðnum markmiðum og verkefnum. Eftir hópstundina skrifa hópstjórar á þar til gerð bloð stuttlega hvað var gert í stundinni. Þessi blöð hanga svo frammi á göngum skólans foreldrum til fróðleiks. Á þriggja mánaða fresti yfirfara hópstjórar svo þessi blöð og athuga hvort þeir hafi ekki örugglega sinnt öllum þeim þáttum sem þeir hafa átt að sinna, s.s. tónlist, hreyfingu o.s.frv., því stífur rammi er um starfið, en mikið frelsi innan hans hvernig unnið er að hlutunum. Að minnsta kosti önnur hópstund dagsins fer í útiveru af einhverju tagi þannig að öll börn fara út a.m.k. einu sinni á dag. Þó er lögð áhersla á að ekki séu öll börnin úti í garðinum í einu. Töluvert er gert af því að fara í vettvangsferðir og á leikskólinn ákveðinn lund í Hljómskálagarði sem mikið er sóttur og hugsað vel um. Leikföng í Laufásborg eru ekki þau hefðbundnu sem við eigum að venjast úr okkar starfi, heldur miðast þau við að ýta undir sköpun og ímyndun barnanna sjálfra. Mjög lítið er sett upp á veggi af myndum og verkum barnanna, einstaka hópverkefni er sett upp í 2‐3 daga, en svo tekið niður aftur. Öllu sýnilegu áreiti er þannig stillt í hóf til að skapa ró í umhverfinu. Dagskráin er svipuð á öllum deildum (kjörnum) skólans, verkefni og viðfangsefni, en er þó löguð að aldri barnanna. Það sem stóð upp úr eftir heimsóknina var jákvæðnin, yfirvegunin og róin, aginn og virðingin og vinsemdin, og við fórum úr Laufásborg með sól í hjarta.
Sólstafir Sólstafir er sjálfseignarstofnun sem rekur tvo leikskóla, annan við Marargötu og hinn við Grundarstíg, og einn grunnskóla sem er að finna í Sóltúni. Í Sólstöfum er unnið skv. Waldorfstefnunni, en hún byggir á hugmyndafræði Rudolfs Steiner. Steiner lagði mikla áherslu á að öllum greinum skólastarfsins væru gerð jöfn skil. Listir, tónlist og handmennt voru honum jafn mikilvægar námsgreinar og lestur, ritun og reikningur og að hans mati átti hver skóladagur að bjóða upp á verkefni fyrir hendur, hjarta og huga. Eftir þessu starfa Sólstafir og leiðarljós uppeldisstarfsins er að skapa þær aðstæður að kraftar sérhvers barns fái að vaxa og blómstra og barnið fái notið sín í starfi
19
og leik. Mikið er lagt upp úr hlýju og notalegu umhverfi og áhersla lögð á virðingu og tengsl milli heimilis og skóla. Eftir yndislegan hádegisverð á Frú Berglaugu var komið að því að finna Leikskóla Sólstafa á Grundarstígnum. Við fundum hann í gömlu, látlausu en fallegu húsi, sem upphaflega kemur frá Viðey. Húsið er farið að láta dálítið á sjá, en til stendur að dubba það upp í sumar. Þegar komið er inn í húsið kemur maður beint inn í fataklefa barnanna sem er í tveimur herbergjum. Annað herbergið er einnig þvottahús og þar hengu tuskur í ýmsum litum á þvottasnúru innan um föt barnanna. Okkur var boðið að ganga upp á efstu hæð og þar inn í herbergi þar sem búið var að raða stólum og gömlum og snjáðum trébekkjum meðfram vegg. Á móti var stórt borð þar sem búið var að stilla upp ýmsum leikföngum og hlutum fyrir okkur að skoða. Einn drengur í skólanum hafði fengið að skreyta og raða fallega upp á eitt horn borðsins, sérstaklega fyrir okkur. Þarna á loftinu fengum við kynningu á starfsemi skólans. Í skólanum eru 30 börn á þremur deildum. Yngstu börnin (2‐3 ára) eru á neðstu hæðinni, þau eru 9. Á annarri hæð eru 10 börn á aldrinum 3‐4 ára og á þriðju hæðinni eru 11 börn 5‐6 ára. Tveir starfsmenn eru á hverri deild og að auki starfsmaður í eldhúsi sem tekur einnig þátt í starfi deildanna. Dagurinn hefst á morgunhring, sem er einskonar samverustund. Þá er sest niður við kertaljós, söng, fingraleiki og öndunaræfingar, og farið með fallegt vers til að heilsa nýjum degi. Eftir morgunhringinn er frjáls leikur. Leikefni er allt úr náttúrulegum efnum, tré, ull, silki, bómull, steinar og skeljar, og miðar að því að ýta undir sköpun og ímyndun barnanna. Þannig getur trékubbur þjónað hlutverki bíls, karls eða kaffibolla, allt eftir því sem hugurinn girnist. Öll leikföngin eru „heimagerð“ af starfsmönnum skólans eða börnunum sjálfum. Þæfðar leikbrúður, prjónuð dýr, sérstakar Waldorfdúkkur sem eru saumaðar úr náttúrulegum efnum, troðnar út með ull og hafa ísaumað hlutlaust andlit, prjónaðar dúkkur, andlitslausar, sem kallast „rótarbörn“ og tengjast sögum sem börnunum eru sagðar í tengslum við árstíðirnar. Einu tilbúnu leikföngin eru ákveðin Waldorf leikföng, kóngar, prinsessur og dýr sem tálguð eru úr tré. Á meðan börnin leika sinna kennararnir ýmsum hagnýtum og listrænum viðfangsefnum, s.s. undirbúningi matartíma eða leikfangagerð. Eftir leiktímann er vinnustund þar sem hver vikudagur hefur sitt ákveðna viðfangsefni: o Á mánudögum er vatnslitað. o Á þriðjudögum er bollubakstur þar sem börnin taka þátt í því að baka bollur sem hafðar eru í hádegismatinn. o Á miðvikudögum er föndrað og þæfð ull. o Á fimmtudögum vinna börnin með bívax. Þeim er þá gjarnan sögð saga þar sem ákveðnum vanda er stillt upp. Börnin klára svo söguna (leysa vonandi vandann) með aðstoð vaxins. T.d. var sögð saga af stelpu sem átti afmæli. Hún ætlaði að halda upp á afmælið en enginn kom í veisluna. Börnin áttu svo að klára söguna. Þau ákváðu að þau skyldu fara í afmælið og hvert og eitt þeirra bjó til afmælisgjöf handa stelpunni úr vaxinu. o Á föstudögum er svo þrifið með gleði og söng og allir taka þátt. Svo er gjarnan endað með skemmtilegum leikjum, s.s. Þyrnirós.
20
Leikskólinn fylgir sterkri hrynjandi í gegnum daginn, vikuna og árstíðirnar og mótast starfið af því. Hver árstíð er nýtt til ákveðinnar fræðslu og vinnu. Þetta er nefnt árshrynjandi. Viðfangsefni vinnustundanna tengjast þessari árshrynjandi og eins því fyrir hvað vikudagarnir standa (t.d. er vatnslitað á mánudögum af því það er dagur mánans, sem tengist vatninu). Sama ferli fylgir matseðillinn sem er eins viku fyrir viku, (t.d. súpa í matinn á degi mánans). Maturinn eru árstíðabundinn, hráefnið 90% lífrænt og íslenskt eins og mögulegt er. Eldhúsið er opið og börnin taka þátt í eldhússtörfunum. Kennarinn sem tók á móti okkur sagði okkur sögu af dreng sem byrjaði í leikskólanum u.þ.b. 18 mánaða. Hann kom alltaf fyrstur á morgnana og var með þessum kennara í morgunverkunum. Á föstudögum er alltaf bökuð pizza í hádegismatinn og hún byrjaði á morgnana að undirbúa það. Drengurinn tók þátt í þessu með henni eftir getu og þegar hann var orðinn 6 ára gat hann gert pizzu alveg upp á eigin spýtur! Eftir matinn fara yngstu börnin í hvíld en börnin á eldri deildunum tveimur hlusta á sögur. Bækur eru ekki lesnar fyrir börnin en mikið notast við það að segja þeim sögur. Það geta verið þjóðsögur eða ævintýri á borð við Grímsævintýri, ákveðnar Waldorfsögur sem gjarnan eru um dreka, kónga og prinsessur, eða jafnvel frumsamdar sögur. Þær eru sagðar aftur og aftur í 2‐3 vikur. Oft eru notaðar brúður og aðrir fylgihlutir við að segja söguna, allavega þegar börnin eru farin að kannast aðeins við hana. Síðar, þegar börnin eru farin að þekkja söguna vel og kunna hana, taka þau líka þátt. Mikið er lagt upp úr því að skapa stemmningu fyrir sögustund, t.d. með ljósaseríum eða ýmiskonar skreytingum. Mikið er lagt upp úr útiveru í skólastarfinu og alltaf farið út bæði fyrir og eftir hádegi. Garðurinn eru lítill en notalegur, engin venjuleg leiktæki, aðeins náttúrulegir trjádrumbar, steinar og grashóll, trékofi og sandur. Einföld kaðalróla hangir í tré og kom hún okkur dálítið á óvart ásamt ýmiskonar böndum sem börnin höfðu sjálf fingraprjónað úr ull, þ.e. að börnin fengju að leika með slík bönd úti í garði. Foreldrasamstarf er mjög virkt og fá foreldrar tækifæri til að vera í tengslum við skólann í gegn um ýmis störf, m.a. koma foreldrar og dytta að húsinu og hreinsa garðinn og lagfæra. Þeir gerðu t.d. mósaik listaverk á vegg umhverfis garðinn sem er til sérstakrar prýði. Eftir að hafa fræðst um starf þessa skóla vorum við svolítið forvitnar að vita hvernig einstaklingar, sem hafa verið í Waldorfskóla upp í 10. bekk, standa sig námslega þegar þeir koma í framhaldsskóla og fengum þau svör að það hafi sýnt sig að þau standi sig jafnfætis öðrum í námi en hafi að auki mun frjórri hugsun, séu meira skapandi og sjálfstæðari en jafnaldrar þeirra sem koma úr almennum grunnskólum. Það sem stóð upp úr eftir heimsóknina í Sólstafi var hvað allt var heimilislegt og notalegt, leikföngin, hvað mikið var gert úr umbúnaðinum um sögustundirnar og að sama sagan skyldi vera sögð í svo langan tíma, mikil þátttaka barnanna í matargerð og þrifum og árshrynjandinn og tenging við náttúruna.
Hvernig viljum við að þessi reynsla nýtist okkur í starfi í Furuskógi? Aginn, jákvæðnin, virðingin, umhyggjan og vinsemdin sem við urðum vitni að á Laufásborg er nokkuð sem gaman væri að taka inn í starfið í ríkara mæli og með skipulögðum hætti. Þar má styðjast við Meginreglur Hjallastefnunnar og Kynjanámskrá Hjallastefnunnar sem finna má á heimasíðu Laufásborgar undir hnappnum Fróðleikur. Þetta eru afar áhugaverðir og gagnlegir hlutir sem áhugavert væri að nýta, þó ætlunin sé ekki að taka upp Hjallastefnuna sem slíka. 21
Það er mikilvægt að við mótum okkur stefnu hvernig við viljum vinna að virðingu og umhyggju fyrir náttúrunni. Gott væri að velta fyrir sér þeim leikföngum sem við bjóðum börnunum upp á, og reyna að bjóða þeim leikföng sem ýta undir þeirra eigin sköpun og ímyndun. Virðing fyrir börnunum og leik þeirra felst m.a. í því að hafa leikefni hreint, heilt og snyrtilegt. Umbúnaðurinn í kring um sögusagnir í Sólstöfum er afar eftirtektarverður og væri gaman að nýta sér þá hugmynd að einhverju leyti, svona með öðru. Viljum við efla þátttöku barnanna í hagnýtum daglegum störfum? Því væri gagnlegt að velta fyrir sér, t.d. að þau fái klúta til að þurrka af með, aðstoði við að leggja á borð, sópa eða leggja niður dýnur. Þetta er gert að sumu leyti innan okkar skóla, í misjöfnum mæli, en fær að fljóta hér með til umhugsunar. Það að temja sér fagurfræði og natni við að gera fallegt í kring um sig og hugsanlega draga úr áreitum felur í sér ákveðna virðingu og umhyggju og gerir að verkum að okkur og börnunum líður vel í skólanum og felur í sér uppeldislegt gildi til framtíðar. Að sjálfsögðu er þetta hluti af okkar starfi, en eins og liðurinn hér á undan, fær að fljóta með til umhugsunar. Að við kennararnir gerum okkur enn betur grein fyrir því að við erum fyrirmyndir barnanna og vinnum út frá því, komum vinsamlega fram við hvert annað (bæði börn og fullorðna), hækkum ekki róminn, gætum þess sem við segjum að börnunum heyrandi (þó það sé ekki við þau) o.s.frv.
Samantekt Upplifunin af heimsóknunum í þessa tvo ólíku leikskóla, sem um leið eru afar ólíkir því sem við eigum að venjast úr okkar daglega starfi, var mjög merkileg. Þótt skólarnir séu ólíkir eiga þeir þó nokkra þætti sameiginlega: o Virðing og umhyggja borin fyrir börnunum o Virðing og umhyggja borin fyrir náttúrunni o Sögur sagðar (í stað bókalesturs) o Ekki hefðbundin leikföng, heldur leikföng sem ýta undir skapandi hugsun og ímyndun barnanna o Hollt fæði Þetta var mjög gaman, afar athyglisvert og fróðlegt og vakti okkur svo sannarlega til umhugsunar. Aðalheiður Valdimarsdóttir
Steinunn Lilja Pétursdóttir
Anna Bára Pétursdóttir
Una Lind Hauksdóttir
Dorota Prozek
Þóra Sigríður Ólafsdóttir
Helga Sigurðardóttir Katrín Sif Ingimundardóttir
22