ǢǼ Nj¯ǣ ?ǼĶȖŘ ĶsÞĨǣĨżĶ Řǣ ħĶ ŎENj ˡ˟ˠˡ˚ˡ˟ˠˢ
Klambrar 2012-2013 Sýn Klambrakennara byggist á að börnin í Klömbrum séu hamingjusöm, þau séu fær í að taka ákvarðanir og vinna út frá eigin styrkleikum. Klambrar er 4ra deilda leikskóli þar sem eru 84 börn frá 1 árs til 6 ára. Leikskólinn er til húsa á jarðhæð stúdentagarða BN (Byggingafélag námsmanna). Leikskólinn var opnaður í maí 2002. Deildir leikskólans eru fjórar og heita Hlíð, Holt, Tún og Teigur. Hlutverk leikskóla er að veita leikskólabörnum umönnun, uppeldi og menntun í samvinnu við foreldra. Hugmyndafræði Klambra byggir á uppeldiskenningum bandaríska heimspekingsins og menntafrömuðarins John Dewey (1859-1952). Starfsaðferðir leikskólans eru m.a. sóttar til uppeldisfræðingsins Caroline Pratt (1867-1954) en hún er höfundur einingakubbanna sem eru eitt helsta náms og kennsluefni leikskólans. Gildi Klambra eru kölluð Klambraandinn. Gildin eru: x Öryggi og traust. x Starfsgleði og jákvæðni. x Gagnrýni og skapandi hugsun.
Leikskólastjóri í Klömbrum er Jónína Lárusdóttir. Ábyrgðarmaður starfsáætlunar er leikskólastjóri. Myndvinnsla: Jóna Karen Wedholm Björnsdóttir. Júní 2012.
Leikskólinn er rekinn af Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg rekur alls 64 leikskóla. 1. október 2011 voru 5.790 börn í leikskólum borgarinnar. Skóla- og frístundasvið tók til starfa 12. september 2011 því er ætlað að veita börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna að leiðarljósi. Ragnar Þorsteinsson stýrir skóla- og frístundasviði. Þegar vísað er til rekstraraðila í þessari skýrslu verður notuð styttingin SFS (Skóla-og frístundasvið). 2
Klambrar 2012-2013 Efnisyfirlit Inngangur ......................................................................................................................................................4 Starfsáætlun leikskóla (SFS) .........................................................................................................................5 Mat á leikskólastarfi (SFS)............................................................................................................................. 6 Klambraandinn og markmið............................................................................................................................7 Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun...........................................................................................................8 Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012 -samstarf starfsmanna.................................................................... 9 Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012 -foreldrasamstarf...........................................................................10 Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012- Bugðuskólasamstarf.....................................................................11 Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012-samstarf við Háteigsskóla og aðra leikskóla.................................12 Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012– Klambraandinn............................................................................13 Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012-námsþættir leikskólans.................................................................14 Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012-dagskipulag leikskólans................................................................15 Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012-starf leikskólans í vetur miðað við undanfarið ár..........................16 Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012-starf leikskólans miðað við nýja Aðalnámskrá..............................17 Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012-slysaskráningar............................................................................18 Ytra mat: Viðhorfskönnun starfsmanna.......................................................................................................19 Ytra eftirlit................................................................................................................................................20-21 Umbóta- og matsáætlun samkvæmt niðurstöðum innra- og ytra mats ..................................................22-26 Áherslur leikskólans fyrir næsta leikskólaár ................................................................................................27 Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar Skóla- og frístundasviðs.....................................................28-34 Starfsmannamál / starfsþróun í leikskólanum .............................................................................................35 Barnahópurinn ............................................................................................................................................36 Foreldrasamvinna .......................................................................................................................................36 Lokaorð........................................................................................................................................................37 Fylgirit: Umsögn foreldraráðs Leikskóladagatal
3
Klambrar 2012-2013 Inngangur. Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir Aðalnámskrá fyrir leikskóla. Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram. Skólanámskráin á að vera aðgengileg á heimasíðu leikskólans (SFS). Kennarar í Klömbrum hófu vinnu við nýja skólanámskrá síðastliðið haust en ráðherra staðfesti nýja Aðalnámskrá fyrir leikskóla 16. maí 2011. Skólanámskrá Klambra verður sameiginleg með Bugðuleikskólunum en þeir hafa hlotið styrk frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að útfæra skólanámskrá leikskólanna. Í formála Aðalnámskrá leikskóla 2011 segir m.a.: “Miklu skiptir að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að vera gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi.”
“Í leikskólanum njóta börnin bernsku sinnar, læra og þroskast í leik og samveru”.
4
Klambrar 2012-2013 Starfsáætlun leikskóla (SFS) SFS hefur þá stefnu að ár hvert skulu leikskólar borgarinnar og sjálfstætt starfandi leikskólar sem njóta styrkja frá Reykjavíkurborg skila starfsáætlun fyrir komandi leikskólaár, eins og kveðið er á um í lögum um leikskóla nr. 90/2008. Þar er jafnframt kveðið á um að starfsáætlun skuli lögð fyrir foreldraráð leikskólans til umsagnar. Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta. Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til Leikskólasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir Leikskólaráð til samþykktar. Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram: Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og ytra mats. Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum áætlun um hvernig þau verða metin. Áherslur í starfsáætlun Leikskólasviðs sem leikskólinn vinnur að. Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál. Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af erlendum uppruna. Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl. Skóladagatal fyrir árið.
Almenn menntun stuðlar á hverjum tíma að aukinni hæfni einstaklingsins til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Almenn menntun miðar að því að efla skilning einstaklingsins á eiginleikum sínum og hæfileikum og þar með hæfni til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Hún er hvort tveggja í senn einstaklingsmiðuð og samfélagsmiðuð (Aðalnámskrá leikskóla 2011, bls. 13).
5
Klambrar 2012-2013 Mat á leikskólastarfi (SFS) Tilgangur innra mats er að leggja faglegan grundvöll að endurbótum í leikskólastarfi og vinna kerfisbundið að því að auka gæði þess og gera það skilvirkara. Markmið innra mats samkvæmt lögum um leikskóla er að: Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra. Tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leikskóla. Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum. Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Skólanámskrá leikskólans er skrifleg lýsing á því sem gert er í leikskólanum og á því sem á að gera. Þar koma fram bæði markmið og leiðir leikskólans. Skólanámskrá leikskólans setur því viðmið fyrir matið. Tilgangur ytra mats er að safna upplýsingum um viðhorf foreldra leikskólabarna og starfsmanna til að nota við innra mat leikskólans. Að auki er það liður í ytra mati SFS og/eða Menntamálaráðuneytis.
6
Klambrar 2012-2013 Klambraandinn Öryggi og traust. Af öllum mætti reynum við að skapa þannig umhverfi í leikskólanum að börnin finni til öryggis. Börnin tilheyra sínum litla hóp sem hefur sinn kennara og rammi dagsins er alltaf eins. Einstaklingurinn fær að njóta sín innan hópsins og kennarinn fylgist grannt með þörfum og líðan hvers einasta barns. Traust verður að ríkja milli heimilis og skóla og foreldrar og kennarar leggja allt kapp á að svo sé með gagnkvæmri virðingu og kurteisi í samskiptum sín á milli. Starfsgleði og jákvæðni. Okkur ber skilda til þess að skapa börnunum gleðiríkt umhverfi þar sem þau finna sína starfsgleði í leiknum. Kennarar skuldbinda sig til þess að vinna að því “af öllu hjarta og heilum hug” að björtu hliðarnar ráði ríkjum og þá er fullvíst að nám barnanna verður þroskandi og gefandi. Gagnrýnin og skapandi hugsun. Við bjóðum börnunum upp á leikefni sem gefur þeim tækifæri til þess að njóta sinna meðfæddu hæfileika til þess að skapa leikinn sjálf. Því er lítið um hefðbundin leikföng sem fela í sér fyrirframgefna lausnir. Markmið, sameiginleg með Bugðuskólum. Að börn og fullorðnir þroski með sér sjálfstæða, gagnrýna og skapandi hugsun. Að börn og fullorðnir tileinki sér jákvæða forvitni sem gerir umhverfið að spennandi lærdómssamfélagi fyrir alla. Að börn og fullorðnir þroski með sér hugrekki til að upplifa og rannsaka nýjar leiðir og finna gleðina af því að sjá árangurinn. Að samstarf allra sem nema og starfa innan leikskólans einkennist af lýðræðislegum hugmyndum og vinnubrögðum. Að börn og fullorðnir temji sér að sýna öðrum virðingu og taka tillit til þess að allir eru einstakir. Að börn og fullorðnir beri virðingu fyrir umhverfi sínu og menningu. Að börn og fullorðnir upplifi ánægjuna og styrkleikann sem fylgir því að vinna saman.
7
Klambrar 2012-2013 Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun Innra mat leikskólans Til að fá mat á starfi leikskólans greindum við mikilvæga þætti á leið til árangurs í Klömbrum. Við notuðum ólíkar leiðir í matinu. Söfnuðum upplýsingum, ræddum þær og greindum. Mat fór fram á skipulagsdögum, deildarfundum, deildarstjórafundum, foreldrafundi, í foreldrasamtölum og í daglegum samskiptum. Innra mat skólans er markvisst fléttað saman við daglegt starf í leikskólanum og nær til allra þátta bæði stjórnunar, samskipta, líðan barna og svo mætti áfram telja. Mat barna á leikskólastarfinu fáum við í daglegum samtölum við börn, með samtölum við foreldra og með því að greina líðan barna og ræða við þau. Hvert barn á sína persónulegu möppu, með þeim nýta kennarar reynslu barnanna til að byggja ofaná fyrra nám. Lögð er áhersla á að hlusta á það sem börnin hafa að segja um leikskólastarf sitt og nýta það í áframhaldandi þróun á leikskólastarfinu. Nokkrum þáttum var raðað eftir forgangsröð svo auðveldara væri að framkvæma umbætur. Dæmi um þætti sem metnir voru: x Samstarf starfsmanna (bls. 9). x Foreldrasamstarf (bls. 10). x Bugðuskóla samstarfið (bls. 11). x Samstarf við grunnskóla (bls. 12). x Samstarf við aðra leikskóla (bls. 12). x Klambraandinn (bls. 13). x Námsþættir leikskólans (bls. 14). x Dagskipulag leikskólans (bls. 15). x Starf leikskólans í vetur miðað við undanfarin ár (bls. 16). x Starf leikskólans miðað við nýja Aðalnámskrá (bls. 17).
8
Klambrar 2012-2013 Innra mat leikskólans Samstarf starfsmanna. Í leikskólanum Klömbrum er lögð áhersla á að börn og starfsmenn læri saman. Til þess að meta árangur ræddum við um atriði sem þurfa að vera til staðar svo við getum sinnt hlutverki okkar. Þættir sem starfsmenn greindu voru: Sveigjanleiki og jákvæðni. Við ræddum um hvernig við notum lýðræði. Að allir sem starfa í leikskólanum þurfi að hafa þekkingu á þroska barna. Að við þyrftum að vera tilbúin til að miðla málum og mætast á miðri leið. Starfsmenn þurfa að vera jákvæðir og vera samkvæmir sjálfum sér. Það er mikilvægt að vera ósérhlífin/inn. Starfsmenn þurfa að vera tillitsamir og kurteisir. Að halda ró sinni og nota heilbrigða skynsemi. Þeir þurfa að vera léttlyndir og stundum að “anda í poka”. Sagt var að starfsmaður í leikskóla þarf að geta allt. Mikilvægt gildi starfsmanns í leikskóla er hugrekki. Nýtt orð var notað í umræðunni en það er að vera “sammaður” þ.e. við sem vinnum hér erum að vinna saman að sama markmiði. Við viljum vera sveigjanleg og örlát (notað var orðið spreðari) því það er mikilvægt að gefa og þiggja. Það er mikilvægt að vera snyrtilegur og ganga vel um. Að vera frjór og hugmyndaríkur, glaður og með húmor. Rætt var um að það er ekki í boði að vera sjálflægur, við erum hér fyrir börnin. Starfsmenn í Klömbrum þurfa að þora að vera hér og nú um leið og þeir hafa skýran ramma. Starfsmenn þurfa að spara kaldhæðni því börnin skilja hana ekki. Þeir verða að vanda mál sitt og velja þau orð sem þeir nota við börn og aðra kennara. Starfsmenn hlusta á börn og horfa ekki út í loftið. Við horfum á barnið og hlustum. Starfsmenn þurfa hver og einn að spyrja sig: Hvernig kem ég fram við börn og fullorðna? Hvernig get ég bætt við þekkingu mína á þroska barna? Hvernig fyrirmynd er ég Ein ábendingin var að; kunna að horfa á fyrirmyndarkennarana og hugsa “hvernig finnst mér stafið í leikskólanum eiga að vera”. Svo voru það effin þrjú: Starfsmaður þarf að vera faglegur, flottur og fimur.
9
Klambrar 2012-2013 Innra mat leikskólans Foreldrasamstarf Líðan barns í leikskóla er samtvinnuð velferð fjölskyldu þess og heimilis. Sjónarmið foreldra og framlag þeirra til leikskólastarfs er mikilvægur liður í því að hafa heildarsýn á velferð og vellíðan barna. Þegar barn byrjar í Klömbrum er foreldrum barnsins boðið í samtal við kennara og leikskólastjóra. Þar sem hugmyndafræði og starfshættir leikskólans eru kynntir. Kennarar leggja sig fram um að byggja upp traust við foreldra svo þeir geti deilt sjónarmiðum sínum og tekið sameiginlegar ákvarðanir sem varða þeirra barn. Dagleg samskipti eru þegar foreldrar koma með börn sín og sækja þau en einnig eru foreldrasamtöl í næði þar sem rætt er um líðan barnsins og þroska. Í klömbrum er starfandi foreldrafélag og foreldraráð. Í september 2011 var haldinn starfsdagur foreldra þar sem foreldrar töluðu saman um leikskólastarfið í Klömbrum og höfðu til viðmiðunar Aðalnámskrá leikskóla 2011. Fjölmargar tillögur bárust frá foreldrum, margar af tillögum foreldra voru þegar í framkvæmd. Starfsmenn unnu samskonar vinnu og bættu sínum tillögum við tillögur foreldra og unnu síðan með allar tillögurnar. Úr tillögum foreldra: Ósk um að allar hliðar Klambraandans snúi einnig að starfsfólkinu = öryggi o.s.frv. Mikilvægt væri að starfsfólkinu líði vel. Þegar góður andi er á vinnustaðnum hefur það góð áhrif á börnin. Þegar fólk er öruggt og situr vel í sér er það góðar fyrirmyndir. Mikilvægt að starfsfólkið sé vel kynnt fyrir foreldrum, bæði með tölvupósti, í skólanum sjálfum og á heimasíðu. x x x x x
10
Íþróttastund fyrir alla einu sinni í viku.Þrautabraut og gönguferðir. Aukin hreyfing innandyra, íþróttir í hverri viku. Meira um ferðir innanbæjar á söfn, tónleika, uppákomur eða staði. Söngbók fyrir foreldra. Hressa uppá útileiksvæðið og huga að skjóli.
Klambrar 2012-2013 Innra mat leikskólans Bugðuskólasamstarf Bugða er samstarfshópur fjögurra leikskóla sem hafa sett sér sameiginleg markmið um uppeldisstarf og starfsmannastefnu. Leikskólarnir eru Klambrar, Garðaborg, Brákarborg og Rauðhóll. Leikskólarnir vinna að sömu markmiðum en fara ólíkar leiðir að þeim. Í maí 2011 var haldinn starfsdagur Bugðuskóla og safnað saman hugmyndum starfsmanna um samstarf skólanna og þróun á skólastarfinu. Hugmyndir starfsmanna voru flokkaðar. Flokkarnir sem urðu til eru: samvinna, lýðheilsa, gleði, umhverfismennt og virðing. Unnið var áfram með þessar hugmyndir, settur var upp samskipta og upplýsinga vefur sem allir starfsmenn geta notað til að deila hugmyndum og fræðast. Á starfsdegi Bugðuskólanna haustið 2011 var hafin vinna við að gera skólanámskrá Bugðuskólanna. Starfsmenn allra skólanna mynduðu hópa um námssvið leikskóla samkvæmt Aðalnámskrá 2011. Námssviðin eru: Læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning. Í framhaldi þeirrar vinnu var ákveðið að ný skólanámskrá Bugðuskóla yrði myndband. Með myndbandsupptöku af skólastarfinu endurspeglum við starfshætti, samskipti og skólabrag Bugðuskólanna. Sú menntastefna sem birt er í Aðalnámskrá 2011 er reist á sex grunnþáttum menntunar sem eru leiðarljós við námskrárgerðina. Grunnþættirnir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Grunnþættirnir snúast um um framtíðarsýn og getu til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa það. Starf Bugðuleikskólanna er í þessum anda, þar sem gildi leiksins og mikilvægi lýðræðis og jafnréttis er í öllu leikskólastarfinu. Í mati starfsmanna á samstarfi Bugðuskólanna kom fram að tímaleysi og álag komi í veg fyrir heimsóknir milli skólanna. Starfsmenn finna að samstarfið styrkir stjórnendur og segja að það sé mikilvægt fyrir allt skólastarfið í Klömbrum.
11
Klambrar 2012-2013 Innra mat leikskólans Samstarf við Háteigsskóla og samstarf við aðra leikskóla Verkefnið Skilaboðaskjóðan hófst fyrir 5 árum. Markmið verkefnisins er að brúa bilið á milli leik– og grunnskóla og gera börnin öruggari þegar kemur að því að skipta um skóla. Á hverju hausti koma börn úr 1. bekk Háteigsskóla í heimsókn í leikskólann sinn og hitta gömlu vini sína. Leikskólarnir í hverfinu; Klambrar, Nóaborg og Stakkaborg fara með elstu börn leikskólanna í heimsóknir milli leikskólanna. Í heimsóknunum syngja börnin og leika sér saman. Heimsóknirnar eru skipulagðar með það að markmiði að börnin kynnist og efli vináttutengsl, kennarar undirbúa verkefni og alltaf er samsöngur í lokinn. Mikilvægur þáttur í samstarfinu er samvinna kennara, þeir kynnast sín á milli og kynnast verkefnum í hverjum skóla.
12
Klambrar 2012-2013 Innra mat leikskólans Klambraandinn í verki. Allir starfsmenn eru sammála um að Klambraandinn ríki á vinafundum. Vinfundir eru á hverjum föstudagsmorgni, ef frídag ber upp á föstudag þá er vinafundurinn á fimmtudegi. Á skipulagsdögum höfum við rætt um Klambraandann og hvernig við getum hvert og eitt okkar hlúð að honum. Á undaförnum árum hefur óvissa ríkt um Klambra þar sem fyrirhugað var að sameina leikskólann öðrum skóla í hverfinu. Sú umræða hefur sett mark á fyrsta boðorð Klambraandans sem er öryggi og traust. Tíð leikskólastjóraskipti hafa einnig haft áhrif. Eins og fram hefur komið í mati starfsmanna á samstarfi í leikskólanum skortir ekki á starfsgleði og jákvæðni. Bent var á að hrós gefur fólki mikið, það þarf að hrósa fyrir rétta hluti sem eru vel gerðir. Á vinnudegi foreldra í september kom fram: x Í kjölfar mikilla breytinga og óvissu er mikilvægt að starfsmannahópurinn efli og styrki samheldni og samstarf með því að skemmta sér saman og/eða skipuleggja sameiginlega ferð/ uppákomu. x Okkur finnst mikilvægt að stöðugt sé ætlast til þess að allir séu vinir og að tekist sé á við árekstra sem eðlileg verkefni í daglegu starfi, svona höfum við séð Klambraandann birtast og viljum hafa það áfram. Undir þessi orð foreldra taka starfsmenn Klambra.
13
Klambrar 2012-2013 Innra mat leikskólans Námsþættir leikskólans. Samkvæmt aðalnámskrá leikskóla sem rann úr gildi síðastliðið vor eru námsþættir leikskóla; hreyfing, málrækt, myndsköpun, tónlist, náttúra– og umhverfi. Eftir þessum námssviðum var námsskrá Klambra skilgreind. Námskráin var afhent öllum nýjum foreldrum þangað til síðastliðið haust en þá hafði ný Aðalnámskrá tekið gildi og kennarar Klambra teknir til við að endurskoða skólanámskrána. Hlutverk kennara í öllum námsþáttum leikskólans, hvernig sem þeir eru skilgreindir, er að auðga reynsluheim barna, spyrja opinna spurninga og leyfa börnum að njóta þess að svörin eru ekki endilega augljós. Kennarinn hvetur börnin til að prófa, komast að niðurstöðu, efast og prófa aftur. Börn eru virk og skapandi í eðli sínu. Þau læra af reynslunni að þekkja getu sína og takmörk. Eins og segir í skólanámskrá Klambra: Menntun felst í ferlinu en ekki afurðinni. Markmiðið er lýðræði þar sem allir geta verið virkir þátttakendur. Námsþættir leikskólans eru ekki síður fólgnir í daglegum venjum. Matartíminn, hvíldartíminn og sá tími sem fer í líkamlega umhirðu eru allt stundir sem ýta undir sjálfshjálp, sjálfsþekkingu og líkamsvitund. Samræður og samvera eru hluti af lífinu í leikskólanum, þar er hugtakaskilningur og orðaforði efldur. Kennarinn sýnir umhyggju, eflir sjálfstæði og öryggi. Hvetur til samræðna og ígrundunar. Hann spyr opinna spurninga. Kennarinn þekkir getu og takmarkanir hvers barns og hvetur það til dáða. Býður uppá hvetjandi umræður og efnivið. Hann setur skýr mörk í umgengni við náttúruna. Viðhorfið í leikskólanum er að ekkert veður vont, allt er mikilvægt og dýrmætt, s.s. ský, gras og pöddur. Kennarinn er fyrst og fremst fyrirmynd og sýnir sjálfsaga, virðingu, jákvæðni og lífsgleði. Kennarinn ber virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins og er sporgöngumaður um að fylgja reglum samfélagsins sem miðar að betra mannlífi. Hann vinnur verk sín af öllu hjarta og heilum hug.
14
Klambrar 2012-2013 Innra mat leikskólans Dagskipulag leikskólans. Fastir liðir í dagskipulaginu eru opnunar og lokunartímar leikskólans og matartímar. Leikskólinn opnar klukkan 7:30 og tekið er á móti börnunum í sal leikskólans. Klukkan 8:30 er morgunverður í sal. Börnin fá sér að borða og fara í leik eftir morgunverð. Klukkan 9 hefst starf á deildum. Um hádegisbil er matartími, fyrst borða börnin af Hlíð og Holti. Þau borða bæði inná deild og í sal leikskólans. Börnin af Túni og Teig borða hádegisverð sinn á deildum og í sal. Á meðan yngri börnin borða hádegismat eru eldri börnin gjarna úti að leika sér. Þegar eldri börnin borða hádegismat eru yngri börnin komin í hvíld á sinni deild. Með þessu móti næst að skapa eins mikið næði í hádeginu og frekast verður unnt í leikskólanum. Síðdegishressing er með sama sniði og hádegisverður, þ.e.matmálstíminn er tvískiptur. Eftir klukkan fjögur eru færri börn og færri starfsmenn í húsi og sameinast þá gjarna deildir. Dagskipulag mótast af því hverjir eru í leikskólanum og hverjar þarfir barnanna eru. Hver deild hefur sitt dagskipulag og skipuleggur samstarf deilda. Hlíð og Holt vinna markvisst saman og Tún og Teigur vinna markvisst saman.
15
Klambrar 2012-2013 Innra mat leikskólans Starf leikskólans í vetur miðað við undanfarin ár. Nýr leikskólastjóri tók við þann 1. júlí 2011. Samkvæmt fyrirmælum leikskólasviðs var ekki ætlast til að fyrri leikskólastjóri gerði starfsáætlun og nýr leikskólastjóri náði ekki að skila starfsáætlun fyrir starfsárið, en það skal gert fyrir 1. júlí ár hvert. Leikskólastjóri hóf starfsárið með vinnufundi foreldra um leikskólastarfið og nýja Aðalnámskrá. Á skipulagsdögum sem voru 5 var starfið metið bæði með tilliti til væntinga starfsmanna og nýrrar Aðalnámskrár. Starfsmenn í Klömbrum hafa skýra sýn á markmið leikskólans, þeir þekkja Klambraandann. Undanfarin ár hafa verið tíð leikskólastjóra skipti og hefur það haft áhrif á líðan starfsmanna. Á fjögurra ára tímabili hafa 5 leikskólastjórar starfað á Klömbrum. Starfið með börnunum er í föstum skorðum og ríkir gleði og samhugur hjá börnunum. Í daglegu starfi sjáum við samvinnu og vináttu meðal barnanna. Umhverfismenntin, leikur og vinna með kubba, sköpun úr ýmiskonar efnivið er kveikja að fjölbreyttum leik og listviðburðum í Klömbrum. Í þessum leik reynir á siðferðisþroska barnanna, félagsþroska, hreyfiþroska og vitsmunaþroska. Á hverjum degi verðum við vitni að sannri vináttu, hjálpsemi og dugnaði barnanna. Í starfsviðtölum kom fram áhugi og metnaður til að vinna áfram að markmiðum leikskólans. Hugmyndir um þróun starfsins og hugmyndir um úrbætur eru ræddar bæði á fundum og í daglegu samstarfi. Við horfum fram á veginn og setjum okkur markmið miðað við áhuga og möguleika á hverju starfsári. Eins og áður leggja starfsmenn sig fram um að gefa börnum tækifæri til að læra á eigin forsendum með því að takast á við fjölbreytt viðfangsefni.
16
Klambrar 2012-2013 Innra mat leikskólans Starf leikskólans miðað við nýja Aðalnámskrá. Síðastliðið haust hófst vinna allra starfsmanna í Klömbrum við að lesa og rýna í nýja Aðalnámskrá. Við unnum á skipulagsdögum með því að rýna í eigin rann og skoða möguleika okkar og tækifæri til að gera betur. Á samstarfsdegi með starfsmönnum Bugðuskóla var unnin greining og tillaga að nýrri skólanámskrá Bugðuskóla. Ákveðið var að gera sameiginlega skólanámskrá fyrir Bugðuskóla og hún skyldi vera myndræn. Skilgreindir voru þættir sem eru lýsandi fyrir nýja Aðalnámskrá. Í Klömbrum var gert myndband um leikskólastarfið. Kennarar tóku myndband af börnum í leik og starfi og skilgreindu þætti í Aðalnámskrá út frá myndbandsupptökum. Þessi leið var skemmtileg, námsþættir í leikskóla eru samofnir og allt sem börn gera í leikskólanum er lærdómsríkt. Í maí hófst síðan eiginleg upptaka fyrir skólanámskrána.
17
Klambrar 2012-2013 Innra mat á leikskólanum Slysaskráning Í leikskólum Reykjavíkur er haldin skrá yfir slys sem verða á börnum í leikskólanum. Þrjú slys eru skráð skólaárið 2011-2012. Tvö slys áttu sér stað inni í leikskólanum en eitt á leikskólalóð. Eitt slys varð vegna aðbúnaðar í leikskólanum. Engar athugasemdir höfðu verið gerðar af heilbrigðiseftirliti vegna þessa en úrbætur voru gerðar í kjölfar slyssins. Viðbrögð starfsmanna við slysum voru rétt. Starfsmenn í Klömbrum gera áhættumat eins og fram kemur í leiðum að markmiðinu: Öruggt og skapandi umhverfi fyrir börnin á bls. 25. Úrbætur vegna þessara slysa felast í því að auka fræðslu til starfsmanna um viðbrögð við slysum og hættum í umhverfinu. Á skipulagsdegi í október 2011 fengum við hjúkrunarfræðing frá Heilsugæslustöðinni til að fara yfir viðbrögð við slysum og hvers beri að gæta í leikskólanum.
18
Klambrar 2012-2013 Ytra mat á leikskólanum Viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar. Tilgangur viðhorfskönnunar meðal starfsmanna er einkum að fá fram viðhorf starfsmanna til starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta. Viðhorfskönnunin fór fram dagana 10. nóvember til 10. desember 2011. 10 starfsmenn í Klömbrum tóku þátt í könnuninni. Þættir sem komu vel út í Klömbrum voru: Markmið og árangur Frumkvæði Ímynd. Þeir sem svara könnuninni telja vinnustaðinn hafa góða ímynd og eru stoltir af starfi sínu. Þeir telja sig þekkja markmið og stefnu, eru ánægðir með markmið og stefnu, telja vinnustaðinn leggja áherslu á gæði og að ákvarðanir byggi á faglegum forsendum. Þeir telja sig hafa frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í starfi og að á vinnustaðnum sé starfsfólk hvatt til að sýna frumkvæði. Þættir sem koma illa út eru: Hvetjandi og jákvætt starfsumhverfi. Fræðsla og þjálfun, móttaka nýliða, vinnuaðstaða, hæfilegt vinnuálag, starfsmannastöðugleiki og starfsöryggi. Tækifæri til starfsþróunar er lítið að mati starfsmanna. Í samanburði við aðrar stofnanir Reykjavíkurborgar skora Klambrar hærra á eftirfarandi þáttum: Markmið og árangur. Frumkvæði. Ímynd. Við höfum góðan grunn að byggja á. Í leikskólanum ríkir vilji og metnaður til að bæta úr þeim þáttum sem koma illa út. Það er þó ljóst að í umbótaáætlun okkar er ekki víst að við getum sett áætlun um bættan aðbúnað en við gerum eins og við getum. Það atriði sem kemur verst út í viðhorfskönnun starfsmanna í Klömbrum er vinnuálag. Viðhorfskönnun meðal foreldra á vegum Reykjavíkurborgar var ekki framkvæmd þetta árið.
19
Klambrar 2012-2013 Ytra eftirlit með aðbúnaði í leikskólanum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Árlega gerir heilbrigðiseftirlit úttekt á aðbúnaði í leikskólanum bæði úti og inni. Athugasemdir voru gerðar í úttekt 31. október 2011. Þættir sem þurfti að laga: Laga sprungna veggi. Ofnar eru með hvössum brúnum. Festa lausa skápa. Gluggakistur víða hoggnar. Klemmuvörn vantar á leikfangageymslu. Brauðristar í almenningi þarf að fjarlægja eftir notkun. Endurnýja skurðabretti. Spegill á Hlið var sprungin. Þungur hlutur var í hillu. Gosflöskur með lituðu vatni á deildum. Snúrur úr rafmagnstækjum hanga niður. Handklæði þurfa að vera í sitthvorum lit fyrir og eftir hádegi. Glös sáust við handlaugar á snyrtingu barna. Dúkar á borðum í sal skemmdir. Áklæði utan um svampdýnur og stóla rifið. Pullur og púðar á gólfum þarf að þrífa minnst einu sinni í mánuði. Þrifaáætlun var ekki sýnileg. Úrbætur: Í sumar á að mála veggi og laga sprungur, laga í kringum ofna. Búið er að festa alla lausa skápa, skipta um spegil á Hlíð, endurnýja skurðabretti, taka þunga hluti af hillum, fjarlægja gosflöskur með lituðu vatni, skipta um borðdúka. Taka brauðrist úr sal, passa að snúrur úr rafmagnstækjum hangi ekki niður, að skipta um handklæði tvisvar á dag, að koma í veg fyrir að börn drekki vatn sem kemur úr krana á snyrtingum er á ábyrgð starfsmanna, deildarstjórar ábyrgjast að þessi atriði séu framkvæmd. Ekki er komin tímasetning á klemmuvarnir en þær eru ekki á öllum hurðum í leikskólanum. Leikskólastjóri vinnur að því að endurnýja dýnur og fjarlægja sjúskaðar pullur og púða. Óskað hefur verið eftir aukafjárveitingu til að endurnýja skápa í sal, skápar í sal eru milliveggir og þurfa að vera þannig að auðvelt sé að breyta. Núna eru skáparnir skrúfaðir saman og ekki hægt að flytja þá til þegar við erum t.d. með vinafund og fjölskyldudaga en þá er oft mjög mannmargt í salnum. 30. janúar 2012 óskaði leikskólastjóri eftir aukafjárveitingu til að koma úrbótum í framkvæmd. Beiðninni hefur ekki verið svarað í júní 2012.
20
Klambrar 2012-2013 Ytra eftirlit með aðbúnaði í leikskólanum Vinnueftirlitið. Vinnueftirlitið gerði mælingu á hávaða og ómtíðni í sal leikskólans þann 14. desember 2011. Niðurstöður mælinganna sýna að hávaði fer aldrei undir 60 dB og nokkrum sinnum á dag eru toppar sem nálgast 90 dB. Einn toppur sýnir á bilinu 90 til 100 dB. Í framhaldi óskaði leikskólastjóri eftir úrbótum, framkvæmdarsvið hefur skoðað möguleika á að dempa hljóð í salnum. Í 13. júní 2012 var aftur mælt, þegar þessi skýrsla er skrifuð liggja niðurstöður nýjustu mælinga ekki fyrir Leikskólastjóri óskaði eftir nýjum hillum í sal, hillur sem eru með hljóðeinangrandi efni. Beiðnin hefur ekki verið afgreidd þegar þessi skýrsla er skrifuð í júní 2012. Í febrúar 2012 barst leikskólastjóra ítrekun frá vinnueftirlitinu vegna athugasemda frá 19. janúar 2010. Athugasemd vinnueftirlitsins var brot á reglum um húsnæði vinnustaða en samkvæmt þeim reglum eiga að vera tvö starfsmannasalerni. Leikskólastjóri óskaði eftir fresti á framkvæmdinni og vinnur að því að finna lausn með framkvæmdarsviði. Umhverfis-og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. Á þriggja mánaða fresti er framkvæmd rekstrarskoðun á lóð og leiktækjum leikskólans. Athugasemdir eru skráðar og úrbætur framkvæmdar í kjölfarið. Úrbætur sem enn er verið að bíða eftir er að bæta við fallvarnarmöl.
21
Klambrar 2012-2013 Umbóta– og matsáætlun samkvæmt niðurstöðum innra– og ytra mats Búið er að gera áætlun um innleiðingu á stefnumiðuðu árangursmati í Klömbrum. Áætlunin var unni í námi við Háskóla Íslands, viðskiptafræðideild. Jónína Guðrún Reynisdóttir leikskólakennari stundar þar nám. Áætlunin var unnin í námskeiðinu Mat á árangri og framkvæmd stefnu, kennari var Snjólfur Ólafsson. Auk Jónínu Guðrúnar, sem við köllum ávallt Nínu, unnu Guðbjörg Huld Símonardóttir og Ólafur Kristján Guðmundsson áætlunina. Ólafur er faðir leikskólabarns í Klömbrum. Í umfjöllun um áætlunina er vísað til þeirra Nínu, Guðbjargar og Ólafs sem hópsins. Miðað er við að innleiðingin fari fram í áföngum til þess að auðvelda heildarsýn, endurmeta verkefnið og bregðast við ef einhverjir þættir virka ekki. Jónína Lárusdóttir leikskólastjóri og Jónína Guðrún Reynisdóttir eru ábyrgðarmenn með innleiðingunni. Innleiðingin fer fram með eftirfarandi hætti: 1. Greina hlutverk, gildi og framtíðarsýn. 2. Móta stefnu Klambra og setja markmið. 3. Útbúa stefnukort og kynna það fyrir starfsmönnum. 4. Ákveða árangursmælikvarða. 5. Framkvæma mælingar, meta niðurstöður og vinna að úrbótum ef þess þarf. 6. Kynna niðurstöður mælinga fyrir starfsmönnum. 7. Útbúa áætlun um þær úrbætur sem þarf að gera og fylgja þeim eftir. 8. Einu sinni á ári skal endurmeta stefnu, hlutverk, gildi og framtíðarsýn sem og markmið og mælikvarða. Nú þegar liggur fyrir hlutverk og gildi. Á grundvelli þeirra mótaði hópurinn framtíðarsýn Klambra. Framtíðarsýnin var kynnt og rædd á starfsdegi í apríl. Framtíðarsýn Klambra er: Hamingjusöm börn sem eru fær í að taka ákvarðanir og vinna út frá eigin styrkleikum. Hópurinn gerði stefnukort fyrir Klambra, stefnukortið byggir á Klambraandanum og markmiðum Bugðuleikskóla. Á starfsmannafundi í maí var einnig unnið stefnukort út frá framtíðarsýninni.
22
Klambrar 2012-2013 Umbóta– og matsáætlun samkvæmt niðurstöðum innra– og ytra mats Í stefnukorti Klambra er stuðst við fjórar víddir. Víddirnar eru þær sömu og í stefnukorti SFS. Og stefnuþættirnir að nokkru leiti þeir sömu og hjá SFS. Til að byrja með setjum við markmið sem hægt er að mæla með viðhorfskönnun. Þetta er gert á meðan við erum í innleiðingaferlinu. Með nýrri skólanámskrá Klambra verða sett fleiri markmið og mælikvarðar. Víddin barnið: Ánægð börn. Ánægðir foreldrar. Einstaklings miðað nám. Virðing og víðsýni. Víddin verklag: Skilvirkt og gott upplýsingaflæði. Skilvirkt samstarf heimilis og skóla. Endurskoða og þróa starfið og umhverfið. Samstarf byggt á lýðræði. Öruggt og skapandi umhverfi fyrir börnin. Víddin mannauður: Ánægðir starfsmenn. Fagleg forysta. Markviss endurmenntun. Skólabragur sem stuðlar að vellíðan í starfi. Lærdómssamfélag sem byggir á samstarfi. Hæfir starfsmenn. Víddin auðlindir: Hagkvæm nýting fjármuna, góður aðbúnaður. Hópurinn skilgreindi leiðir og árangursmælikvarða fyrir hverja vídd. Leikskólastjóri vann úr áætlun hópsins og skilgreindi mælikvarða. Undirbúningur að innleiðingu er hafin, kynning fyrir alla starfsmenn var í júní 2012. Skýrsla hópsins er framkvæmdaráætlun sem stjórnendur Klambra geta innleitt án meiri undirbúnings. Hópnum eru færðar þakkir fyrir verkefnið. Vinnan sýnir góða þekkingu hópsins á markmiðum leikskólans Klambra og metnað fyrir hönd leikskólans. Vinna stjórnenda Klambra við að setja viðmið fyrir niðurstöðu mælinga er hafin. Vegna þess hversu seint okkur barst starfsáætlun SFS eru markmið og mælikvarðar ekki skilgreindir í áætlun Klambra vegna starfsáætlunar SFS (sjá bls. 28 -34).
23
Klambrar 2012-2013 Umbóta– og matsáætlun samkvæmt niðurstöðum innra– og ytra mats Mælikvarðar út frá markmiðum á stefnukorti. Barnið. Markmið: Ánægð börn. Mælikvarði: Viðhorf foreldra um ánægju barna í leikskólanum. Könnun er gerð á meðal foreldra þrisvar á ári í formi spurningarlista. Mælikvarði: Viðhorf barnanna í leikskólanum, kennari ræðir við barnið um valda þætti. Markmið: Einstaklingsmiðað nám. Mælikvarði: Viðhorf foreldra til einstaklingsmiðaðs náms, kannað í foreldrasamtölum og spurt í viðhorfskönnunum. Mælikvarði: Viðhorf starfsmanna til einstaklingsmiðaðs náms, rætt í starfsmannasamtali, á deildarfundum og spurt í viðhorfskönnun meðal starfsmanna. Markmið: Ánægðir foreldrar. Mælikvarði: Ánægja foreldra. Könnun er gerð á meðal foreldra þrisvar á ári í formi spurningarlista. Markmið: Virðing og víðsýni. Mælikvarði: Viðhorf starfsmanna til virðingar og víðsýnis. Rætt í starfsmannasamtali, rætt á deildarfundum, rætt á starfsmannafundum, spurt í viðhorfskönnun.
24
Klambrar 2012-2013 Umbóta– og matsáætlun samkvæmt niðurstöðum innra– og ytra mats Mælikvarðar út frá markmiðum á stefnukorti. Verklag. Markmið: Skilvirkt og gott upplýsingaflæði. Mælikvarði: Viðhorf starfsmanna til upplýsingaflæðis. Könnun er gerð á meðal starfsmanna þrisvar á ári í formi spurningarlista. Markmið: Skilvirkt og gott samstarf heimilis og skóla. Mælikvarði: Viðhorf starfsmanna til samstarfs milli heimilis og skóla. Mælikvarði: Viðhorf foreldra til samstarf heimilis og skóla. Könnun er gerð á meðal foreldra og starfsmanna þrisvar á ári í formi spurningarlista. Mælikvarði: Fjöldi kvartana sem berast frá foreldrum um lélegt upplýsingaflæði. Markmið: Endurskoða og þróa starfið og umhverfið. Mælikvarði: Viðhorf starfsmanna til verkferla. Könnun er gerð á meðal starfsmanna þrisvar á ári í formi spurningarlista. Markmið: Samstarf byggt á lýðræði. Mælikvarði: Viðhorf starfsmanna til samstarfs byggðu á lýðræði. Könnun er gerð á meðal starfsmanna þrisvar á ári í formi spurningarlista. Markmið: Öruggt og skapandi umhverfi fyrir börnin. Mælikvarði: Greining starfsmanna á öryggi í umhverfi barnanna, framkvæmt í september og maí. Mælikvarði: Viðhorf starfsmanna á skapandi umhverfi barnanna. Mælikvarði: Viðhorf foreldra á öryggi í umhverfi barnanna. Mælikvarði: Viðhorf foreldra á skapandi umhverfi í leikskólanum. Könnun er gerð á meðal foreldra og starfsmanna þrisvar á ári í formi spurningarlista.
25
Klambrar 2012-2013 Umbóta– og matsáætlun samkvæmt niðurstöðum innra– og ytra mats Mælikvarðar út frá markmiðum á stefnukorti. Mannauður. Markmið: Ánægðir starfsmenn. Mælikvarði 1: Ánægja starfsmanna. Könnun er gerð á meðal starfsmanna þrisvar á ári í formi spurningarlista. Markmið: Hæfir starfsmenn. Mælikvarði 1: Fagmennska í starfi. Könnun er gerð á meðal starfsmanna þrisvar á ári í formi spurningarlista. Markmið. Lærdómssamfélag sem byggir á samstarfi. Mælikvarði: Viðhorf starfsmanna til lærdómssamfélagsins Bugðu. Könnun er gerð á meðal starfsmanna þrisvar á ári í formi spurningarlista. Markmið: Fagleg forysta. Mælikvarði. Viðhorf starfsmanna á faglegum stjórnunarháttum stjórnenda. Könnun er gerð á meðal starfsmanna þrisvar á ári í formi spurningarlista. Markmið: Markviss endurmenntun. Mælikvarði: Viðhorf starfsmanna til endurmenntunar. Könnun er gerð á meðal starfsmanna þrisvar á ári í formi spurningarlista. Markmið: Skólabragur/menning sem stuðlar að vellíðan í starfi. Mælikvarði: Viðhorf starfsmanna á vinnustaðamenningu. Könnun er gerð á meðal starfsmanna þrisvar á ári í formi spurningarlista. Auðlindir. Markmið: Hagkvæm nýting fjármuna. Mælikvarði: Frávik frá fjárhagsáætlun, leikskólastjóri gerir frávikagreiningu einu sinni í mánuði. Markmið: Góður aðbúnaður. Mælikvarði: Mælingar á hljóðvist. Mælikvarði: Safnað verður athugasemdum og úrbótatillögum starfsmanna. Tillögum raðað í forgangsröð og settar inn í fjárhagsáætlun.
26
Klambrar 2012-2013 Áherslur leikskólans fyrir næsta leikskólaár Umhverfismennt, lýðræði og gagnrýnin hugsun verða nú sem fyrr meginstef í leikskólanum. Í umhverfismenntinni felast tækifæri til að efla skapandi og gagnrýna hugsun barna. Við kennum þeim að nýta hluti vel og fara sparlega með. Þetta gerum við í leikskólanum með því að bjóða börnunum upp á efnivið þar sem þau læra að gera nýtt úr gömlu. Við flokkum allt rusl í leikskólanum og hendum í flokkunargáma því sem við notum ekki. Börn læra af því sem fyrir þeim er haft og þess vegna eflum við fræðslu starfsmanna á sviði umhverfismála og nýtni. Við stefnum að því að fá fyrirlestur á skipulagsdag um nýtni og sparsemi og að fara og skoða urðunarstað og flokkunarstað sorps. Við ætlum að skoða dagskipulagið með það fyrir augum að greina lýðræði í dagskipulaginu. Hvar reynir á lýðræðishugsunina? Er eitthvað í dagskipulaginu sem hindrar lýðræði og hvar í dagskipulaginu reynir á lýðræði? Í leiknum eykst skilningur barna á tilfinningum og þau æfast í að setja sig í spor annarra. Þau læra að hlusta hvert á annað og að hafa áhrif á umhverfi sitt. Hlutverk kennara í Klömbrum er að gefa börnum tækifæri til að læra á eigin forsendum með því að takast á við margskonar viðfangsefni. Hver er hugmynd barna um framtíðina? Börnin í Klömbrum sömdu umhverfissáttmála leikskólans, við vinnum með sáttmálann með nýjum börnum og þeirra skilgreiningu á umhverfinu og samspili manna og umhverfis. Bugðuskólar starfa saman að fræðslu starfsmanna og eflingu gagnrýnnar hugsunar barna. Það gerum við á sameiginlegum starfsdögum og fundum stjórnenda. Opin efniviður og einingarkubbar eru leikefni Klambra. Þetta er efni sem felur ekki í sér fyrirframgefnar lausnir, þess vegna mistekst engu barni heldur eflist útsjónarsemi og gleðin við að gera tilraunir. Í október fara starfsmenn leikskólans á ráðstefnuna Raddir barna, á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um hvernig hægt er að öðlast skilning og auka þekkingu á viðhorfum og hugmyndum barna á ýmsum þáttum í daglegu lífi þeirra og skólagöngu.
Allt starf í Klömbrum á að leiða til þess að börnin öðlist hamingju, að þau efli færni sína við að taka ákvarðanir og að byggja á sínum eigin styrkleikum
Foreldrasamstarf er með ýmsum hætti, í foreldrasamtölum sem eru skipulögð tvisvar á ári ræða foreldrar og kennarar um sérhvert barn, líðan og viðfangsefnin í leikskólanum.
27
Klambrar 2012-2013 Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar Skóla– og frístundasviðs Leiðarljós sviðsins er. Að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Hlutverk sviðsins er. Að veita börnum og ungmennum bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið. Að vera framsækið forystuafl í skóla– og frístundastarfi. Eins og fram hefur komið er stefnukort Klambra og SFS samskonar. Auk markmiðanna sem eru í stefnukorti Klambra vinnum við að þáttum í stefnukorti SFS. Hér verður gerð grein fyrir stefnuþáttum SFS og áætlun um hvernig unnið er að þeim í Klömbrum. Barnið Stefnuþáttur: Víðtæk þekking, færni og árangur. Markmið 1: Aukin gæði í öllu starfi í þeim tilgangi að efla þekkingu, færni og árangur. Leiðir: x Setja af stað verkefni um samþættingu útináms, málræktar og vísinda í leikskólum. x Halda málfund um fimm grunnþætti menntunar í nýrri aðalnámskrá leikskóla. Markmið 2: Læsi í víðum skilningi, gagnrýnin hugsun og samræða. Leiðir: x Halda ráðstefnu um læsi í víðum skilningi. x Gera tilraun með heimspekinám í leikskólum í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ. x Setja af stað starfshóp sem gerir tillögur um umbætur vegna skýrslu mennta-og menningarmálaráðuneytisins um málumhverfi barna í leikskólum. Tún og Teigur vinnur að verkefni sem samþættir útinám, málrækt og vísindi. Verkefnið er framhald af Grænfánaverkefninu sem unnið hefur verið í Klömbrum. Holt og Hlíð skoða málumhverfi barna. Stuðst verður við skýrslu ráðuneytisins og vinnu starfshópsins.
28
Klambrar 2012-2013 Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar Skóla– og frístundasviðs Barnið Stefnuþáttur: Öryggi, heilbrigði, vellíðan og gleði. Markmið 1: Heilbrigður lífsstíll. Leiðir: Innleiða stefnu um aðbúnað og námsumhverfi yngstu barnanna. Markmið 2: Öruggt umhverfi þar sem unnið er markvisst gegn áhættuhegðun. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Markmið 3: Komið er til móts við ólík áhugsvið. Leiðir: Koma á samstarfi milli leikskóla og skólahljómsveita. Leikskólastjóri Klambra sendir SFS upplýsingar um aðbúnað og námsumhverfi barna í Klömbrum og bendir á þætti sem þarf að hafa í stefnunni. Stefnuþáttur: Sterk sjálfsmynd og félagsfærni. Markmið 1: Sterk sjálfsmynd, samkennd og samskiptafærni. Leiðir: Í námskrá leikskóla komi fram hvernig unnið er lífsleikni, virðingu, umhyggju, tillitsemi og samkennd. Markmið 2: Jöfn tækifæri þar sem hugað er að velferð allra. Leiðir: Miðla sérþekkingu og reynslu milli leikskóla, s.s. um fjölmenningu og feril barnaverndarmála. Stofna starfshóp sem kannar möguleika á að stofna fjölskyldumiðstöð í anda verkefnisins Blíð byrjun og greinir kostnað við það. Markmið 3: Aukið sjálfstæði, frumkvæði, metnaður og ábyrgð. Leiðir: Skoða tækifæri barna til frumkvæðis og sköpunar í leikskólastarfi í tengslum við rannsóknir RannUng á starfsaðferðum leikskóla. Í vinnu við skólanámskrá Klambra verður tilgreint hvernig unni er með sjálfsmynd, samkennd og samskiptafærni. Kennari í Klömbrum er í samstarfshópi um fjölmenningu. Í mælikvörðum með markmiðum Klambra verður spurt um tækifæri barna til frumkvæðis og hvernig unnið er að því að efla metnað og frumkvæði starfsmanna. Klambrar hafa verið í verkefni með RannUng þar sem starfsaðferðir í leikskólanum voru skilgreindar.
29
Klambrar 2012-2013 Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar Skóla– og frístundasviðs Barnið Stefnuþáttur: Samfélagsleg ábyrgð, virkni og víðsýni. Markmið 1: Aukin þekking á grunngildum samfélagsins og mannréttindum. Leiðir: Fjölga verkefnum í leikskólum sem lúta að mannréttindum, virðingu og fræðslu um fordóma. Barnasáttmálinn verði sýnilegur í námskrá leikskóla. Markmið 2: Samfélagsleg ábyrgð og lýðræðisleg þátttaka. Leiðir: Ýta úr vör verkefni í nokkrum leikskólum um aukið lýðræði og jafnrétti í starfsháttum. Markmið 3: Frumkvæði, víðsýni og aðlögunarhæfni. Leiðir: Efla samstarf milli leikskóla og dvalar– og hjúkrunarheimila fyrir eldri borgara. Eins og fram hefur komið á bls. 27 verður barnasáttmálin sýnilegur í starfi Klambra. Klambrar hafa heimsótt hjúkrunarheimili í nágrenninu og stefna að því að gera það aftur. Verklag Stefnuþáttur: Nám og starf án aðgreiningar við hæfi hvers og eins. Markmið 1: Koma til móts við ólíkar þarfir með fjölbreyttum aðferðum og viðfangsefnum. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Markmið 2: Tryggja jafnræði allra einstaklinga til virkrar þátttöku í daglegu starfi. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Markmið 3: Stuðningur tryggi góðar aðstæður til náms og leiks og bestan mögulegan árangur og líðan. Leiðir: Skoða aðstæður, greiningar, þjónustuþörf, stuðning og kennslu leikskólabarna á einhverfurófi í samstarfi við Greiningar– og ráðgjafarstöð ríkisins og Menntavísindasvið HÍ. Markmið 4: Ráðgjöf og sérfræðiþjónusta fari fram á vettvangi barna, nemenda, ungmenna og starfsfólks í samráði við foreldra. Leiðir: Ýta úr vör tilraunaverkefni í tveimur hverfum þar sem hegðunarráðgjafi á vegum þjónustumiðstöðvar fer á milli leikskóla og veitir stuðning og ráðgjöf vegna barna með hegðunarfrávik. Stjórnendur í Klömbrum fylgjast með og eru reiðubúnir til samstarfs.
30
Klambrar 2012-2013 Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar Skóla– og frístundasviðs Verklag Stefnuþáttur: Samstarf byggt á lýðræði og fjölbreytni. Markmið 1: Öll börn, nemendur og ungmenni séu virkir þátttakendur í lýðræðislegu samstarfi. Leiðir: Leikskólar tilgreini í starfsáætlunum leiðir sem farnar eru til að tryggja þátttöku allra barna í lýðræðislegu samstarfi. Markmið 2: Foreldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir samstarfsaðilar. Leiðir: Allir foreldrar fái kynningu á bæklingnum Velkomin til samstarfs við upphaf leikskólagöngu barna sinna. Markmið 3: Markviss, samræmd upplýsingamiðlun og fræðsla til foreldra og barna/nemenda/ungmenna. Leiðir: Leikskólar birti innra mat og starfsáætlun á heimasíðum sínum. Markmið 4: Öflugt samstarf við atvinnulífið og háskólasamfélagið. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Markmið 5: Starfsstöðvar SFS séu virkir þátttakendur í hverfasamstarfi. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Eins of fram hefur komið í starfsáætlun Klambra verður lýðræðislegt samstarf sérstaklega skoðað í Klömbrum. Við ætlum m.a. að beina sjónum okkar að lýðræðislegum þáttum í dagskipulaginu. Alir nýir foreldrar hafa fengið og fá bæklinginn Velkomin til samstarfs. Þessi starfsáætlun verður birt á heimasíðu leikskólans, í henni koma fram matsaðferðir og niðurstöður.
31
Klambrar 2012-2013 Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar Skóla– og frístundasviðs Verklag Stefnuþáttur: Flæði á milli skólastiga, námsgreina og skóla og frístundastarfs. Markmið 1: Starfsstaðir skóla– og frístundasviðs þrói nýjar aðferðir til að auka flæði milli skólastiga, námsgreina/námssviða og skóla og frístunda. Leiðir: Setja af stað samstarfsverkefni í hverfum um útinám, ræktun o.fl. Í samvinnu við Náttúruskóla Reykjavíkur. Markmið 2: Skóla– og frístundastarf barna verði samfellt og sveigjanlegt. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Markmið 3: Styðja sérstaklega við skóla og frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem eru í breytingaferli. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Markmið 4: Auka samstarf leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs við lok leikskólagöngu. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Eins og fram hefur komið vinna Tún og Teigur að markvissu útinámi. Stefnuþáttur: Umbætur, mat og nýbreytni. Markmið 1: Samþætt heildarmat fyrir starfssemi skóla – og frístundasviðs sem nýtt er til umbóta. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Markmið 2: Stöðugt sé fylgst með stefnum og straumum um uppeldis-mennta– og tómstundamál og áhersla lögð á þróun og nýbreytni. Leiðir: Stofna til samstarfs við Theatre and Performing Arts í Edinborg um menningar– og leiklistarstarf með ungum börnum í samstarfi við LHÍ. Fara í samstarf við The Scottis Storytelling Centre um að efla frásagnarmenningu í leikskólum. Markmið 3: Tilrauna-, þróunar– og umbótastarf byggi á rannsóknum og árangurinn metinn. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Markmið 4: Traust og fjölbreytt mat á námsárangri, líðan og félagsfærni. Leiðir: Koma á samstarfsverkefni við RannUng um að þróa fjölbreyttar aðferðir við að meta nám og velferð barna í leikskólum og móta sérstakt vinnulag þar um. Markmið 5: Ábyrg skjalastjórnun og stjórnsýsla, virkt gæðakerfi og innra mat. Leiðir: Gera og innleiða skjalavistunaráætlun fyrir leikskóla. Skrá leikskólabókasöfn í Gegni. Í Klömbrum hefur ekki verið gerð áætlun um ofangreinda þætti.
32
Klambrar 2012-2013 Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar Skóla– og frístundasviðs Mannauður Stefnuþáttur: Fagleg forysta. Markmið 1: Framsækin stjórnun þar sem sýn, gildi og markmið eru skýr. Markmið 2: Stjórnendur og starfsmenn leitast stöðugt við að efla starf og bæta árangur. Markmið 3: Stjórnun einkennist af jákvæðu viðhorfi og virku upplýsingastreymi. Markmið 4: Markvisst sé unnið með dreifingu valds og ábyrgðar. Stefnuþáttur: Eftirsóknarvert, vinsamlegt og hvetjandi starfsumhverfi. Markmið 1: Samstarf á vinnustaðnum byggist á trausti, endurgjöf, virðingu og sveigjanleika. Markmið 2: Allir starfsmenn fara í starfsþróunarsamtal og það markvisst nýtt. Markmið 3: Jafnræðis er gætt í launum og kjörum starfsmanna í sambærilegum störfum. Markmið 4: Ráðningarferli byggist á faglegum forsendum mannauðsstjórnunar. Markmið 5: Heilsueflandi og öruggt starfsumhverfi. Stefnuþáttur: Hæft og áhugasamt starfsfólk með metnað til árangurs. Markmið 1: Allir starfsmenn taki þátt í símenntun við hæfi. Markmið 2: Starfsmenn geta beitt matsaðferðum og nýtt sér leiðir til umbóta. Markmið 3: Störf innan skóla– og frístundasviðs eru vel kynnt fyrir fólki sem er að velja sér náms– og starfsvettvang. Stefnuþáttur: Lærdómssamfélag sem byggir á þverfaglegu samstarfi. Markmið 1: Skrifstofa SFS byggir upp öflugt lærdómssamfélag þvert á leikskóla–, grunnskóla og frístundastarf. Markmið 2: Markvisst samstarf og virkt þekkingarflæði er innan og á milli starfsstaða. Markmið 3: Starfsstaðir vinna saman að þróunarverkefnum innan og milli fagsviða. Engar leiðir eru skráðar sérstaklega fyrir leikskóla. Leiðir að markmiðum eru sameiginlegar fyrir allar starfsstöðvar SFS (sjá nánar í starfsáætlun SFS).
33
Klambrar 2012-2013 Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar Skóla– og frístundasviðs Auðlindir Stefnuþáttur: Hagkvæm nýting fjármagns. Markmið 1: Útgjöld allra stofnana séu innan fjárheimilda miðað við þá þjónustu sem veita á. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Markmið 2: Stöðug rýning tækifæra til endurskipulagningar. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Markmið 3: Bæta fjárhagslegt eftirlit og ráðgjöf. Leiðir: Taka upp tilfallandi eftirlit með greiðslum til sjálfstætt starfandi leikskóla og til dagforeldra á grundvelli samþykktra reglna í skóla– og frístundaráði. Markmið 4: Samræma úthlutunarreglur. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Markmið 5: Raunkostnaður við þjónustuþætti verði aðgengilegur. Leiðir: Birta upplýsingar um raunkostnað við leikskólapláss á greiðsluseðlum. Stefnuþáttur: Skilvirk upplýsingatækni. Markmið 1: Virk stefna í upplýsinga– og samskiptatækni. Leiðir: Áframhaldandi þróun og innleiðing á Völu. Hefja innleiðingu á Völu hjá dagforeldrum. Stefnuþáttur: Góður aðbúnaður. Markmið 1: Aðstaða sem hæfir fjölbreyttu starfi. Leiðir: Gera úttekt á starfsaðstæðum í leikskólum með áherslu á hljóðvist. Markmið 2: Aukin samnýting á húsnæði og búnaði. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið). Markmið 3: Tækjabúnaður sem hæfir fjölbreyttu starfi. (engar leiðir skráðar fyrir leikskólastigið).
34
Klambrar 2012-2013 Starfsmannamál / starfsþróun í leikskólanum Eins og fram hefur komið er starfsþróun mikilvægur liður í leikskólastarfinu. Við erum með 6 skipulagsdaga á ári þar sem allur starfsmannahópurinn vinnur saman að því að skilgreina og rýna í verkþætti og frammistöðu okkar. Á skipulagsdögum vinnum við að því að efla samheldni, gagnrýni og framsýni hópsins í Klömbrum. Starfsmannavelta er bæði kostur og galli í leikskólastarfinu. Við leggjum okkur fram um að greina kostina og nota þá til að draga úr neikvæðum hliðum starfsmannaveltunnar. Þjálfun starfsmanna er veiki hlekkurinn í mikilli starfsmannaveltu. Til að minnka þann veikleika höfum við skýr markmið og augljósar leiðir. Við ætlum að gera reglulegar kannanir til að greina tímanlega þá þætti sem þarfnast umbóta. Í júní þegar þessi skýrsla er skrifuð er verið að auglýsa tvær deildarstjórastöður. Á Klömbrum starfa núna 8 leikskólakennarar þar af einn í hlutastarfi. Aðrir kennarar, með uppeldismenntun eru 4 í rúmlega þremur stöðum. Einn þroskaþjálfi starfar á Klömbrum. Aðrir starfsmenn eru 6, þar af einn í eldhúsi. Kokkurinn er í veikindaleyfi og er keyptur matur frá Eldhúsi sælkerans á meðan. Við höfum haldið einn fund með Jóni sem rekur Eldhús sælkerans, þar var rætt um hvernig börnin borða með það að markmiði að tryggja að börnin fái mat sem er bæði hollur og barnvænn. Starfsmenn komu með tillögu að matseðli, allar tillögur starfsmanna hafa verið framkvæmdar. Fræðsla starfsmanna fer fram á skipulagsdögum og allt kapp verður lagt á að gefa kennurum tækifæri til endurmenntunar.
35
Klambrar 2012-2013 Barnahópurinn. Í júní þegar þessi skýrsla er skrifuð er ekki ljóst hver barnafjöldi verður í leikskólanum. Gert er ráð fyrir 84 börnum í leikskólanum. Í júní 2012 eru 84 börn skráð í leikskólann. Hópurinn sem fer í grunnskóla í haust er stór og ekki hefur náðst að fylla í þeirra pláss á meðan ekki er heimilt að bjóða börnum sem fæddust árið 2011 leikskólapláss. Aðlögun nýrra barna hófst í júní og nokkur flutningur hefur verið á börnum milli leikskóla. Foreldrasamvinna. Í leikskólanum starfar foreldraráð skipað fjórum foreldrum og stjórn foreldrafélags leikskólans skipað 6 foreldrum. Foreldraráð hittist tvisvar sinnum á starfsárinu. Stjórn foreldrafélagsins stendur fyrir jólaskemmtun og sveitaferð með leikskólanum.
36
Klambrar 2012-2013 Lokaorð. Hlutverk leikskólans er að þjálfa börn í lífsleikni og námshæfni þannig að þeim vegni betur á lífsleiðinni bæði í námi, starfi og einkalífi. Ef þessi markmið nást fær samfélagið margfalt til baka þá fjármuni sem varið er til leikskólastarfsins. Ígrundun og gagnrýnin hugsun eru meginstef i uppeldisstefnu Klambra. Leikefni sem valið er í leikskólann byggist á því að börnin finni lausnir, þau fá leikefni sem ekki hefur fyrirframgefnar lausnir, ekki er ein rétt leið, heldur prófa þau sig áfram bæði í hugsun og verki. Útkoman ræðst af því hvenær þau hafa fundið lausn sem þau eru sátt við. Með samvinnu við foreldra getur leikskólinn tryggt að sérhvert barn fái kennslu við sitt hæfi og leikskólinn getur fyrr en ella metið árangur af leikskólastarfinu. Við erum í daglegum samskiptum við foreldra auk þess að ræða í einrúmi við foreldra um líðan þeirra barns. Í leikskólanum gefst okkur tækifæri til að fara margvíslegar leiðir að því markmiði að byggja upp færni barnanna til að takast á við lífið. Allar stofnanir Reykjavíkurborgar eiga að nota samhæft árangursmat (Balanced Scorecard (BSC)). Samhæft árangursmat er samskipta– og stjórntæki sem samanstendur af stefnukorti og skorkorti. Í starfsáætlun Klambra fyrir næsta leikskólaár nýtum við aðferð samhæfðs árangursmats. Við höfum skilgreint stefnuþættir og markmið en við setjum okkur einnig markmið byggð á stefnukorti Skóla– og frístundasviðs Reykjavíkur.
37
Klambrar 2012-2013 Fylgirit: Umsรถgn foreldrarรกรฐs Leikskรณladagatal
38