Starfsaaetlun 2014 2015

Page 1

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Klambrar

2014 – 2015

Leiðarljós skóla og frístundasviðs:

Að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.

1


Efnisyfirlit Leiðarljós leikskólans: Klambraandinn .....................................................................................................4 1. Stutt greinargerð leikskólastjóra um starfið á síðasta leikskólaári. .....................................................4 2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun ...............................................................................................5 2.1 Innra mat leikskólans......................................................................................................................5 2.1.1 Niðurstöður innra mats út frá velgengnisþáttunum fjórum .......................................................6 2.2 Ytra mat ..........................................................................................................................................9 2.3 Matsáætlun ....................................................................................................................................9 3. Áherslur í starfi leikskólans ................................................................................................................ 10 3.1 Áherslur leikskólans næsta starfsár (aðrar en þær sem koma fram í umbótaáætlun) ............... 10 3.2 Áherslur leikskólans vegna starfsáætlunar skóla- og frístundasviðs ........................................... 10 4. Starfsmannamál ................................................................................................................................ 10 4.1. Starfsmannahópurinn 1. Júní ..................................................................................................... 11 4.2 Starfsþróunarsamtöl (skipulag, tímasetning) .............................................................................. 11 4.3 Símenntun frá síðasta ári (námskeið, hvaða hópar sóttu námskeið og fl.) ................................. 11 4.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum ......................................................................................... 11 5. Aðrar upplýsingar .............................................................................................................................. 11 5.1 Barnahópurinn 1. júní.................................................................................................................. 11 5.2 Foreldrasamvinna ........................................................................................................................ 12 5.3 Samstarf leik- og grunnskóla ....................................................................................................... 12 5.4 Almennar upplýsingar ................................................................................................................. 12 6. Fylgiskjöl ............................................................................................................................................ 14 6.1 Matsgögn ..................................................................................................................................... 14 6.2 Leikskóladagatal .......................................................................................................................... 14 6.3 Áætlun leikskólans um framkvæmd læsisstefnu leikskóla Lesið í leik ........................................ 14 6.4 Samstarfsáætlun leik- og grunnskóla um mál og læsi ................................................................. 15 6.5 Umsögn foreldraráðs................................................................................................................... 16 6.6 Annað .......................................................................................................................................... 16

2


Um starfsáætlanir leikskóla Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir aðalnámskrá fyrir leikskóla. Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram. Leikskólar gera starfsáætlun þar sem fjallað er um árlega starfsemi leikskólans, birt skóladagatal og ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers leikskóla. Áætlunin þarf að fá umsögn

foreldraráðs áður en skóla- og frístundaráð tekur hana til afgreiðslu samkvæmt lögum um leikskóla. Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta. Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram:        

Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og ytra mats. Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum áætlun um hvernig þau verða metin. Áherslur í starfsáætlun Leikskólasviðs sem leikskólinn vinnur að. Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál. Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af erlendum uppruna. Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl. Umsögn foreldraráðs. Skóladagatal fyrir árið.

Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til skóla- og frístundasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir skóla og frístundaráðs til samþykktar.

3


Leiðarljós leikskólans: Klambraandinn Starfsgleði og jákvæðni Við sköpum börnunum gleðiríkt umhverfi þar sem þau finna starfsgleði sína í leiknum. Kennarar skuldbinda sig til þess að vinna að því af heilum hug að björtu hliðarnar ráði ríkjum til þess að nám barnanna verði þroskandi, gefandi og skemmtilegt. Gagnrýnin og skapandi hugsun Við bjóðum börnunum upp á leikefni sem gefur þeim tækifæri til þess að njóta meðfæddra hæfileika sinna til þess að skapa leikinn sjálf. Því er lítið um hefðbundin leikföng sem fela í sér fyrirframgefnar lausnir. Öryggi og traust Umhverfi leikskólans er skapað þannig að börnin finni til öryggis. Einstaklingurinn fær að njóta sín innan hópsins og kennarinn fylgist grannt með þörfum og líðan hvers barns. Gagnkvæm virðing og traust ríkir á milli heimilis og skóla.

1. Stutt greinargerð leikskólastjóra um starfið á síðasta leikskólaári. (s.s. hvað einkenndi árið, starfsmannahald, helstu verkefni, viðburði o.þ.h.)

Starfsárið 2013 – 2014 var þrettánda starfsár Klambra en leikskólinn var opnaður í maí 2002. Klambrar er fjögurra deilda leikskóli þar sem að jafnaði eru 84 börn frá eins árs til sex ára. Leikskólinn er til húsa á jarðhæð stúdentagarða BN (Byggingarfélags námsmanna) að Háteigsvegi 33 í Reykjavík. Deildirnar nefnast Hlíð, Holt, Tún og Teigur. Fjöldi stöðugilda í Klömbrum er alls um 19. Septembermánuður varð okkur strembinn vegna þess hve mikill fjöldi nýliða hóf störf þá og þjálfun þeirra var tímafrek. Eins og seinustu ár varð aukin starfsmannaþörf upp úr áramótum vegna meiri sérkennslu og varð þá aftur nokkur nýliðun í starfsmannahópnum. Á Klömbrum vinnur starfsfólk út frá þeirri forsendu að börn geti verið hamingjusöm, tekið ákvarðanir og unnið út frá eigin styrkleikum. Það er okkar hlutverk að skapa þannig aðstæður í leikskólanum að þessir eiginleikar fái notið sín. Klambraandinn byggist á því að í leikskólanum ríki öryggi og traust, þar ríki starfsgleði og jákvæðni og þar eflist gagnrýnin og skapandi hugsun. Hlutverk leikskóla er að veita leikskólabörnum umönnun, uppeldi og menntun í samvinnu við foreldra. Hugmyndafræði Klambra byggist á uppeldiskenningum bandaríska heimspekingsins og menningarfrömuðarins, John Dewey (1859-1952). Starfsaðferðir leikskólans eru m.a. sóttar til uppeldisfræðingsins Caroline Pratt (1867-1954) en hún er höfundur einingarkubbanna sem eru eitt helsta náms- og kennsluefni leikskólans.

4


Á þessu seinasta starfsári hefur margt gengið vel. Ný skólanámskrá Klambra var staðfest fyrir ári síðan og hefur nú verið unnið samkvæmt henni í eitt ár. Hefur hún mælst mjög vel fyrir, bæði hjá starfsfólki og foreldrum. Í endurskoðaðri skólanámskrá Klambra er nú gert enn betur grein fyrir hvernig læsisstefnu leikskólans er framfylgt. Þar kemur einnig fram hvernig jafnréttisáætlun, mannréttindastefna og eineltisáætlun birtist í starfi með börnunum. Einnig hafa Bugðuleikskólarnir Klambrar, Garðaborg, Rauðhóll og Brákarborg verið að vinna að sameiginlegri skólanámkrá. Bugðuskólarnir vinna með leikefni sem byggir á opnum efnivið og byggir hugmyndafræðin á því að barnið finni gleði og hvatningu við að komast sjálft að lausn verkefnis. Umhverfi leikskólans á að bjóða upp á að barnið fái tækifæri til að prófa aftur og aftur og að það fái tíma til að sinna viðfangsefni sem því þykir hvetjandi og áhugavert. Elstu börnin á Klömbrum fara reglulega yfir veturinn í vettvangsferðir þar sem þau fræðast um menningu sína og sögu. Í þessum ferðum er áfangastaðurinn gjarnan enginn sérstakur heldur er borgin skoðuð. Á ferðalögunum sjá börnin ýmislegt sem þeim þykir áhugavert og þess virði að halda áfram að athuga og vinna með þegar komið er aftur á leikskólann. Í vetur vöktu styttur bæjarins sérstakan áhuga barnanna og var í framhaldi unnið með þær, m.a. með ferð á Ásmundarsafn. Reglulega fá börnin senda safnakassa frá Þjóðminjasafninu og eru munir úr þeim góður efniviður í leiki og fræðslu. Leikskólinn tók þátt í Barnamenningarhátíð Reykjavíkur að þessu sinni með verkefnið „Saltfiskreitir lifna við.“ Verkefnið var tveggja daga viðburður úti á Rauðarárholti þar sem við lékum okkur með steinleir á gömlu saltfiskreitunum. Þann 24. júní fékk leikskólinn afhentan Grænfánann í þriðja sinn. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn þar sem allur leikskólinn kom saman við fánastöngina ásamt fulltrúa Landverndar. Árið 2007 – 2008 var farið af stað með þróunarverkefni sem fékk nafnið Skilaboðaskjóðan. Þetta verkefni er í samstarfi við Nóaborg, Stakkaborg og Háteigsskóla en markmiðið með verkefninu er að brúa bilið á milli leik- og grunnskóla og að gera börnin öruggari þegar kemur að því að skipta um skóla. Þetta samstarf er komið til að vera þar sem það hefur reynst mjög vel og tala kennarar skólanna um að það styrki börnin þegar þau byrja í grunnskóla. Í vetur var heimsóknum í skilaboðaskjóðunni háttað þannig að 1. bekkingar Háteigsskóla komu í heimsókn í leikskólana og hittu gömlu vini sína. Börn á leikskólunum fóru líka í heimsóknir sín á milli og léku sér saman. Í þessum heimsóknum var lögð áhersla á leik og söng. Börnin fengu tækifæri til þess að leika sér saman og mynda tengsl sín á milli. Börnunum fannst þetta skemmtilegt og lærdómsríkt. Leikskólinn mun hafa frumkvæði að því að verkefnið Skilaboðaskjóðan verði vettvangur fyrir stjórnendur skólanna til að hittast og vinna saman að samstarfsáætlun um mál og læsi.

5


2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun 2.1 Innra mat leikskólans Til að leggja mat á innra starf Klambra notast starfsfólk við svokallað stefnukort með fjórum víddum: barnið, verklag, mannauður og auðlindir. Nokkrir stefnuþættir eru settir fyrir hvert stefnumið. Undir stefnuþáttunum eru markmið og tilgreindar þær leiðir sem farnar verða til að ná markmiðunum. Markmið eru meðal annars mæld með viðhorfskönnunum meðal starfsfólks í nóvember og maí á hverju skólaári sem og viðhorfskönnun meðal foreldra á svipuðum tímum. Ábyrgðarmaður þessara kannanna er leikskólastjóri og voru þær framkvæmdar með forritinu QuestionPro á þessu skólaári. Niðurstöður þessara kannanna má sjá í skorkorti í fylgiskjali þessarar áætlunar. Auk þess eru markmiðin metin í samtölum við börnin allt árið um kring og sérstaklega í júní 2014. Önnur matsgögn sem notuð eru við mat á árangri á Klömbrum eru:     

Vikulegir fundir starfsfólks þar sem menntastefna er metin. Þessir fundir eru í raun höfuðmatstækið á Klömbrum. Samtöl dagsdaglega um aðbúnað og uppeldisaðferðir þar sem leitast er við að gera þarfar úrbætur jafnóðum. Starfsmannafundir á skipulagsdögum. Foreldrafundir, foreldrasamtöl og starfsmannasamtöl. Húsnæði, búnaður og útileiksvæði er metinn af starfsfólki og stjórnendum allt árið um kring í samtölum og á fundum.

Segja má að mat á innra starfi leikskólans fari fram í daglegu starfi. Slíkt mat er ekki formlegt en það nær til allra þátta, bæði stjórnunar, samskipta og líðan barna og við teljum það hafa mikið vægi. Þannig má til sanns færa að allt starf leikskólans sé í sífelldri þróun og metið reglulega með það að markmiði að festa í sessi ný vinnubrögð eða aðferðir. Hins vegar getur hröð nýliðun meðal starfsfólks hindrað þessa þróun vegna þess að mikil orka og tími fer í þjálfun nýrra starfsmanna. Eftirfarandi matsgögn eru aðgengilegar á Klömbrum ef á þarf að halda:   

Áhættumat sem fór fram í apríl á leikskólastarfinu. Starfsfólk skilgreindi hvað gæti farið úrskeiðis, mat líkurnar á óhöppum og hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Úttektir frá Heilbrigðiseftirliti og eftirlitsaðilum lóðar. Úttekt á skráningu slysa meðal barnanna. Úttektin var notuð til að greina veikleika í leikskólastarfinu eða á búnaði leikskólans.

2.1.1 Niðurstöður innra mats út frá velgengnisþáttunum fjórum Barnið Víddin barnið tekur til eftirfarandi stefnuþátta: Ánægð börn, ánægðir foreldrar, einstaklingsmiðað nám, virðing og víðsýni. Á Klömbrum er lögð áhersla á að börn og starfsmenn læri saman. Mat fer fram á leikskólastarfinu alla daga í samtölum kennara við börnin um starfið en ekki síst við það að lesa í annars konar 6


tjáningu barnanna. Börnin láta í ljós hvað þau vilja gera í leikskólanum og kennarar átta sig á þörfum þeirra og vilja þeirra með því að veita þeim athygli og lesa í óyrt skilaboð. Við sjáum hvort barni líður vel með því að fylgjast með hvort það sé ánægt, hvernig það leikur sér, fylgjast með framförum í þroska og almennt hvað barnið gerir í leikskólanum. Viðhorfskönnun var gerð meðal foreldra í maí þar sem að 59 svör bárust. Þar kom fram að 97% þeirra telja að barninu þeirra líði vel á leikskólanum, 95% þeirra telja að þörfum barnsins sé mætt og önnur 97% segjast hafa gott aðgengi að deildarstjóranum. Af þessum tölum ráðum að almenn ánægja ríki með leikskólann, bæði meðal foreldra og barna. Lengi má þó gott bæta. Í viðhorfskönnun meðal starfsfólks kom fram að allir starfsmenn töldu verkefni í leikskólanum miðast við þroska hvers barns og flestir töldu að námið væri í stöðugri þróun innan skólans og að foreldrasamtöl hjálpuðu þar til. Hins vegar töldu flestir starfsmanna að of mörg börn væru á hvern starfsmann til að það tækist að sinna einstaklingsmiðuðu námi nógu vel, hvort heldur í hópastarfi, útivist eða á matartíma. Á næsta starfsári ætlum við að rýna í þessar niðurstöður. Í júní var útskriftarhópur þessa árs tekinn á tal og börnin spurð hvernig hafi verið á Klömbrum, hvað sé skemmtilegast að gera þar og hvort þau vildu hafa eitthvað öðruvísi. Öllum börnunum þótti skemmtilegt og gott að vera á leikskólanum og bendir það til þess að við séum á réttri leið. Börnin komu einnig með margar tillögur um hluti sem þau vildu breyta og verða þær að sjálfsögðu hafðar til hliðsjónar þegar kemur að því að skipuleggja starf næsta vetrar. Börnum á Klömbrum er annt um að Klambrar sé vinaleikskóli og finnst að það mikilvægasta sé að leika sér saman. Að því marki er flest starf í leikskólanum unnið í kringum félagsfærniþjálfun og samskipti barnanna, bæði sín á milli og við starfsfólk. Í viðhorfskönnun starfsmanna kom fram að allir starfsmenn telja að börnin njóti virðingar og finni fyrir vináttu. Flestir þeirra telja einnig að börnin fái þess notið að vera í leik og starfi á eigin forsendum og að samvinna einkenni starfshætti leikskólans. Foreldrar voru spurðir að því hvort þeir væru sammála þeirri fullyrðingu að markvisst væri unnið með félagsfærni á Klömbrum og reyndist enginn þeirra vera því ósammála en 22% sögðust ekki vita það. Verklag Víddin verklag tekur til eftirfarandi stefnuþátta: Skilvirkt og gott upplýsingaflæði og samstarf heimilis og leikskóla, samstarf byggt á lýðræði, endurskoðun og þróun starfsins og umhverfisins, öruggt og skapandi umhverfi fyrir börnin. Í vetur var unnið samkvæmt nýrri skólanámskrá Klambra og nú þegar komin er reynsla á hana kemur í ljós að starfsfólk leikskólans er stolt af henni og finnst hún gefa rétta mynd af starfi innan leikskólans. Deildarfundir og fundir deildarstjóra voru haldnir með reglubundnum hætti í vetur og eru þeir dýrmætur vettvangur starfsfólks til að meta starfið og bregðast við nýjum viðfangsefnum og vandamálum. Upplýsingaflæði milli leikskólans og heimilis er í sífelldri þróun fram á við. Sjónarmið foreldra og þeirra framlag til leikskólastarfsins er mikilvægur liður í velferð og vellíðan barnanna. Að sama skapi skiptir upplýsingastreymi frá leikskólanum miklu máli fyrir foreldra og það veitir þeim öryggiskennd 7


að hafa gott aðgengi að upplýsingum um daglegt starf og aðlögun barna sinna. Því skiptir miklu að gagnkvæmt traust og trúnaður ríki í samskiptum milli heimilis og leikskóla frá upphafi leikskólagöngu barns og fram að útskrift. Dagleg samtöl þegar foreldrar koma með börn og sækja þau geta skipt miklu en þá er tækifæri til að skiptast á upplýsingum og ræða daginn. Þess má þó geta að vegna annríkis er oft ekki næði til þessara samskipta. Foreldrasamtöl eiga sér stað tvisvar á ári og þá er meira næði til að ræða líðan barns og þroska. Á næsta starfsári ætla hópstjórar elsta árgangsins að bjóða börnunum að vera með í seinna foreldrasamtali vetrarins. Börnin hafi þá tækifæri til að ræða sína upplifun af vetrinum við kennara og foreldra, hvað hafi gengið vel og hvað hafi gengið verr. Í viðhorfskönnun bæði meðal foreldra og starfsmanna kom fram að nóg svigrúm sé til að bæta upplýsingaflæði. Tæplega 97% foreldra eru ánægð með aðgengi sitt að deildarstjóra og tæplega 85% eru ánægð með seinasta foreldrasamtal. 75% telja að þau fái nægar upplýsingar um daglegt starf í leikskólanum en einungis 44% voru ánægð með heimasíðu skólans. Einnig fannst mörgum foreldrum nýtt starfsfólk vera illa kynnt. Flestir starfsmenn töldu sig fá fullnægjandi upplýsingar um börnin frá foreldrum og töldu upplýsingamiðlun vera fullnægjandi. Þarna er því greinilega bil til að brúa. Þennan vetur höfum við haldið áfram að ræða um lýðræði og hvernig það sjáist í verki á Klömbrum. Starfsmenn allra deilda ræða hugtakið sín á milli og hvernig hægt sé að virkja það inni í leikskólastarfinu. Í viðhorfskönnun meðal starfsmanna kom fram að allt starfsfólk telur að börnin hafi sjálf val um leikefni, nægan aðgang að efnivið og svigrúm til að skapa leikinn sjálf. Flestallir starfsmenn telja að dagskipulag leikskólans sé mótað eftir vilja og þörfum barnanna sem og að börnin ákveði sín viðfangsefni sjálf í leikskólanum. Flestir starfsmenn telja einnig að börnin fái nægileg tækifæri til sjálfshjálpar og sjálfstæðis. Rúm 88% foreldra eru þessu sammála samkvæmt þeirra viðhorfskönnun. Þessar niðurstöður eru ánægjulegar en einnig umhugsunarverðar þar sem að komið hefur fram í nýlegum rannsóknum á íslensku leikskólastarfi að þótt börnunum virðist líða vel þá taki þau ekki nægan þátt í ákvörðunum (ÁE og KBJ, 2011). Einnig komu athugasemdir frá börnunum í útskriftarhópnum um að þeim fyndist að börnin mættu fá að ráða meira og að það sé skemmtilegra að hafa val um verkefni og leik. Lýðræðishugtakið verður því áfram til umræðu hjá okkur. Þegar síga fór á seinni hluta starfsársins hófu starfsmenn inni á hverri deild fyrir sig umræðu um námsmatið inni á Klömbrum, hvernig það væri skipulagt og hvort þar væri svigrúm til umbóta. Allar deildir komust að þeirri niðurstöðu að hægt væri að taka sig á. Meðal athugasemda frá deildunum voru þær að ferilmöppurnar væru ekki nógu vel nýttar, að helst rötuðu þar inn mismunandi listaverk barnanna en þar væri pláss fyrir mikið heildstæðari skráningu á námi, þroska og framförum. Flestar deildir settu sér einhver markmið fyrir komandi ár um hvernig megi gera námsmatið markvissara og sýnilegra. Mögulegar lausnir sem starfsfólk setti fram voru meðal annars fólgnar í að útbúa skráningarform inni á deildunum þar sem starfsfólk gæti punktað niður stöðumat jafnt og þétt yfir veturinn, bæði hjá einstaklingum og hópum. Þessi skráning væri aðgengileg bæði starfsmönnum og foreldrum og þannig væri hægt að fylgjast með og meta stöðu allra barnanna jafnt og þétt yfir veturinn. Deildarfundir koma aftur sterkir hér inn til að meta, þróa og fylgja eftir þessu kerfi. Mannauður Víddin mannauður tekur til eftirfarandi stefnuþátta: Fagleg forysta og skólabragur sem stuðlar að vellíðan í starfi, ánægt og hæft starfsfólk, markviss endurmenntun, lærdómssamfélag sem byggist á samstarfi. 8


Af tæplega 19 stöðugildum er gert ráð fyrir tæplega 14 stöðugildum í vinnu með börnunum, tvær stöður eru nýttar í afleysingar vegna undirbúningstíma og veikinda. Hlutfall starfsmanna í sérkennslu er breytilegt milli mánaða. 10 starfsmenn á Klömbrum hafa langan starfsaldur á leikskólanum. Segja má að seinustu tvö ár hafi starfsmannavelta verið um það bil 50% á ári en æskilegt væri að þetta hlutfall væri í kringum 20%. Nú hefur hlutfall leikskólakennara innan starfsmannahópsins hækkað og er það von okkar að það minnki starfsmannaveltu. Þrátt fyrir mikla starfsmannaveltu sjáum við í viðhorfskönnunum að foreldrar eru ánægðir með leikskólastarfið. Við teljum að það megi meðal annars þakka þeirri starfsgleði sem má finna innan starfsmannahópsins. Þannig er starfsfólk frekar opið fyrir nýjum hugmyndum og miðlar þekkingu sín á milli. Í starfsmannakönnun kom fram að rúm 82% starfsfólks finnst samstarfsfólk sitt vera opið fyrir nýjum hugmyndum og rúm 70% finnst starfsfólk miðla þekkingu sín á milli. Jákvætt viðhorf starfsfólks gagnvart börnunum stýrir orðavali þeirra og athöfnum innan leikskólastarfsins og þannig skynjar barn frekar að litið er á það sem hæfan einstakling. Til dæmis má nefna það orðaval sem gjarnan heyrist á Klömbrum þegar að starfsmaður segir við barn „Má bjóða þér að koma með mér,“ í stað þess að nota boðháttinn „Komdu með mér.“ Auðlindir Víddin auðlindir tekur til eftirfarandi stefnuþátta: Hagkvæm nýting fjármuna og góður aðbúnaður. Nýting fjármagns var yfirfarin einu sinni í hverjum mánuði og frávikagreiningu skilað á skrifstofu SFS. Fjárhagsáætlun fyrir árið stóðst. Endurbætur voru gerðar á aðstöðu inni á Hlíð og upplýsingaskjár var settur upp inni í fataherbergi. Fjárfest var í felliborðum fyrir tvær deildir. Endurnýja þurfti tæki og búnað í eldhúsi og þvottahúsi. Kostnaður við þessar framkvæmdir féll utan fjárhagsáætlunar og til að koma til móts við það var hagrætt á öðrum sviðum rekstursins.

2.2 Ytra mat Heilbrigðiseftirlit tók út húsnæði og leikvöll til að meta öryggi. Bækistöð framkvæmdi reglulegt eftirlit með leiktækjum og lóð til að meta öryggi þeirra. Úrbætur voru ávallt framkvæmdar jafnóðum og fólust oftar en ekki í að laga lausar spýtur eða negla nagla. Starfsáætlun seinasta skólaárs var tekin út hjá SFS. Eins og fram hefur komið eru skýrslur um þetta aðgengilegar hjá eftirlitsaðilum ef á þarf að halda og eins má finna eintök hjá leikskólanum. Leikskólinn skilaði skýrslu vegna Grænfánaverkefnisins og Landvernd mat umhverfisstefnu leikskólans og aðferðir. Leikskólinn stóðst það mat og fékk Grænfánann afhentan.

2.3 Matsáætlun Starf Klambra er metið samkvæmt stefnuþáttum, markmiðum og mælikvörðum sem gerð er grein fyrir í stefnukorti sem fylgir í viðauka. Eins og áður eru eftirtaldir þættir metnir árlega: Húsnæði og búnaður, leikskólagarðurinn, nýting fjármagns, fæði, starfsmannaaðstaða, nýting leikskólans, menntastefna, fundir og þróun starfsins. Þessir þættir verða bæði metnir með aðstoð utanaðkomandi aðila og með því að tala saman og rýna í eigin rann. Við bregðumst við athugasemdum frá foreldrum, börnum og starfsfólki. Við höldum skráningar um slys á börnum sem við notum til að meta aðstæður í leikskólanum.

9


3. Áherslur í starfi leikskólans

3.1 Áherslur leikskólans næsta starfsár (aðrar en þær sem koma fram í umbótaáætlun) Menntun í Klömbrum á sér stað í samspili umhverfis og einstaklings þar sem að börnin taka frumkvæði í leikskólastarfinu. Hvert haust er byrjunin á ævintýri sem við vitum ekki hvert leiðir okkur og því eru verkefnin ekki fyrirfram mótuð. Lýðræðið í Klömbrum felst í trú á einstaklinginn þar sem börn, foreldrar og kennarar taka sameiginlega þátt í því að móta leikskólastarfið. Einnig munum við halda áfram með Grænfánaverkefnið og umhverfismenntunina sem hefur einkennt starfið á Klömbrum undanfarin ár. Næsta ár verður unnið eftir þemanu „átthagar.“ Elsta deildin mun halda áfram að vekja áhuga barnanna á menningu og sögu í nærumhverfi sínu. Nánasta umhverfi er skoðað og úrvinnsla útfærð eftir aldri og áhuga barnanna.

3.2 Áherslur leikskólans vegna starfsáætlunar skóla- og frístundasviðs Leiðarljós SFS er að börnum og ungmennum í borginni líði vel, þeim fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Þetta er að sjálfsögðu keppikefli okkar í Klömbrum. Hlutverk Skóla- og frístundasviðs er að veita börnum og ungmennum bestu mögulegu tækifæri til náms og leiks, menntunar og frístundarstarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið og vera framsækið forystuafl í skóla og frístundastarfi. Eins og fram hefur komið hér að framan miðar allt starf í Klömbrum að því að rækja þetta hlutverk. Að auki munum við leggja áherslu á eftirfarandi markmið í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs: 

Fyrir næsta starfsár munum við setja fram læsisstefnu fyrir leikskólann. Í læsisstefnunni er nánar skilgreint hvernig við samþættum læsi í víðum skilningi við Grænfánaverkefnið okkar sem nær yfir t.d. vísindi, málrækt og útinám.

Leitað verður að fjölbreyttari og betri leiðum til að auka upplýsingaflæði til foreldra. Heimasíðan verður uppfærð í byrjun vetrar og haldið við eftir því sem líður á starfsárið.

Að auki munum við fylgjast með öðrum framfaraskrefum í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs og að sjálfsögðu taka þátt eftir því sem við á. Til þess að sjá skorkort SFS er bent á Stefnu og starfsáætlun Skóla- og frístundasviðs á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

10


4. Starfsmannamál

4.1. Starfsmannahópurinn 1. Júní Alls eru 25 starfsmenn á Klömbrum.

Starfsheiti Leikskólakennarar Aðrir kennarar

Fjöldi 8 2

Starfshlutfall 7,7 2

Þroskaþjálfar Starfsmenn með aðra uppeldismenntun

1* 3

3

Starfsmenn með 2 2 háskólapróf án uppeldismenntunar Starfsmenn með menntun 7 6,8 á framhaldsskólastigi Starfsmenn án 2 1,7 framhaldsskólamenntunar *Viðkomandi starfsmaður er í fæðingarorlofi.

Menntun Leyfisbréf leikskólakennara Grunnskólakennari, íþróttakennari Þroskaþjálfi B.A í leikskólakennarafræðum, uppeldis- og menntunarfræði, myndlist Sagnfræði, menningarfræði

Matsveinn, stúdentspróf

4.2 Starfsþróunarsamtöl (skipulag, tímasetning) Leikskólastjóri átti starfsþróunarsamtöl við alla starfsmenn Klambra í október 2013 og febrúar 2014. Gert var ráð fyrir 30 mínútum fyrir hvert samtal. Svipað snið verður á starfsmannasamtölum veturinn 2014 – 2015.

4.3 Símenntun frá síðasta ári (námskeið, hvaða hópar sóttu námskeið og fl.) Skipulagsdagar voru nýttir að einhverju leyti fyrir símenntun starfsfólks. Á skipulagsdaginn 27. janúar kom Ingrid Kuhlman frá þekkingarmiðlun og var með námskeið um starfsgleði og starfsanda. Á skipulagsdaginn, 29. apríl sótti allt starfsfólk skyndihjálparnámskeið. Einnig fór starfsfólk Klambra á ýmis námskeið og ráðstefnur utan leikskólans. Fyrir áramót sótti aðstoðarleikskólastjóri námskeið í Hljóm2 prófinu og allir deildarstjórar og aðstoðarleikskólastjóri sóttu Leiðtogaskólann. Í september sat einn leikskólakennari ráðstefnu um Barnasáttmála Sþ. Í október sóttu deildarstjórar yngri deildanna Tras námskeið í skráningu á málþroska ungra barna. Í nóvember sótti einn starfsmaður námskeið um íslenska þroskalistann og tveir leikskólakennarar sátu málþing um gæðastarf með yngstu börnum leikskólans. Eftir áramót fóru leikskóla- og aðstoðarleikskólastjórar á námskeið á leikskólasviði um skólanámskrá. 11


Deildarstjóri Teigs sat aðalþing KÍ og sótti auk þess námskeið um kvíða barna og unglinga. Þrír starfsmenn sátu ráðstefnu fyrir starfsfólk leikskóla Reykjavíkur um áhrif barna í leikskólastarfi. Leikskólastjóri og einn leikskólakennari sátu hádegisfund um valdeflingu barna. Í apríl fóru leikskólaog aðstoðarleikskólastjórar á námskeið í gerð jafnréttisáætlunar og tveir starfsmenn fóru á ráðstefnu Miðstöðvar skólaþróunar HA um lifandi starfsþróun og árangursríkt skólastarf. Í maí fór einn starfsmaður á þriggja vikna námskeið á vegum Eflingar um uppeldi.

4.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum Rauður þráður í gegnum símenntunaráætlun Klambra er fræðsla fyrir nýtt starfsfólk með áherslu á félagsfærni. Á komandi ári munu stjórnendur leita eftir námskeiðum fyrir starfsmenn um hvernig leikskólanám nýtist börnum sem tala ekki íslensku, þá sérstaklega með tilliti til félagsfærni. Einnig mun eldra starfsfólk fræða það nýja um umhverfismennt og hvernig læsi í víðum skilningi fléttast þar inn í. Við munum leitast við að fræða starfsfólk um áhrif eineltis og hvaða leiðir eru færar til að styðja við félagsþroska barna sem mögulega eru í áhættuhóp, bæði sem þolendur og gerendur. Við munum nýta starfsdaga til að halda námskeið um hvað felst í góðu leikskólastarfi, óháð leikskólastefnu með áherslu á eftirfarandi: barnasáttmálann, þátttöku barna í ákvörðunum, hvernig fullorðnir hlusta á börn, hvernig þeir lesa í hegðun barna. Þessa þætti munum við skoða og greina með tilliti til hópastarfs, matartíma og útiveru. Leikskólakennarar á Klömbrum munu auk þess sækja sér símenntun hver á sínu sérsviði. Aukin þekking verður sótt bæði um yngstu börnin og um elstu börnin, málþroska og málörvun í leikskóla, um lýðræði og valdeflingu í leikskólastarfi og um skapandi starf og tónlist. Sótt verða námskeið og einnig farnar heimsóknir í leikskóla sem hafa sérhæft sig í ofantöldu.

Vinafundur

12


5. Aðrar upplýsingar 5.1 Barnahópurinn 1. júní Í leikskólanum Klömbrum voru 86 börn með vistun þann fyrsta júní. Dvalarstundirnar voru alls 689 en börnin dvelja að meðaltali um 8 stundir í leikskólanum á dag. Kynjaskiptingin var 42 drengir og 44 stúlkur. 21 barn hafði annað móðurmál en íslensku og voru upprunalöndin eftirfarandi: Serbía, Filippseyjar, Hondúras, Pólland, Litháen, Egyptaland, Mongolía, Pakistan, Spánn og Albanía. Í leikskólanum nutu alls 11 börn sérkennslu með mismikinn stuðning. 3,875 stöðugildi voru nýtt til sérkennslu.

5.2 Foreldrasamvinna  Foreldraráð Fulltrúar í foreldraráði Klambra eru þrír. Leikskólastjóri kynnti hlutverk foreldraráðs á foreldrafundi og með því að senda tölvupóst til allra foreldra í Klömbrum. Fulltrúar í foreldraráð voru sjálfkjörnir þar sem að aðeins þrír buðu fram starfskrafta sína.  Foreldrafundir Foreldrafundur var haldinn í september 2013. Tilgangur fundarins var að koma á samtali milli umönnunaraðila barnanna um leikskólastarfið. Farið var yfir helstu þætti í starfsáætlun og rætt um mikilvægi foreldrasamstarfs sem og framtíðarsýn okkar í Klömbrum, Klambraandann og væntingar foreldra. Foreldrafélag Klambra var kynnt og nýir fulltrúar kjörnir. Allir starfsmenn voru á fundinum og gátu foreldrar og starfsmenn á hverri deild rætt saman. Foreldrar lýstu yfir ánægju með fundinn.  Foreldraviðtöl Í Klömbrum er talað um foreldrasamtöl og er foreldrum boðið í þau tvisvar á ári, að hausti og vori. Fyrra samtalið snýst um að fá upplýsingar frá foreldrum um barnið og segja frá því sem fyrirhugað er í starfi vetrarins og í seinna samtalinu er rætt um veturinn, þróun og þroska barnsins og sagt frá því sem börnin hafa lært og upplifað. Samtölin eru mjög fjölbreytt, foreldrum eru jafnvel sýndar myndir af barninu úr starfi vetrarins og ýmislegt fleira. Í vetur fóru foreldrasamtölin fram í október og apríl.  Foreldrafélag Nýir fulltrúar voru kjörnir í foreldrafélagið á foreldrafundinum í september 2013. Á liðnu skólaári efndi foreldrafélagið til jólaballs og jólaföndurs. Einnig hafði foreldrafélagið frumkvæði að vorhátíð leikskólans í maí þar sem leikskólinn bauð upp á grillmat og heimsókn frá Krakkahestum. Að auki bauð foreldrafélagið upp á leiksýningu. Möguleikhúsið kom í leikskólann og sýndi leikritið Ástarsaga úr fjöllunum.

5.3 Samstarf leik- og grunnskóla Skilaboðaskjóðan er samstarfsverkefni Klambra, Stakkaborgar, Nóaborgar og Háteigsskóla og byggist á að efla tengsl skólanna í hverfinu og auðvelda börnum skólaskilin. Áætlun komandi vetrar verður með sama sniði og seinustu ár. Ef stjórnendur Háteigsskóla sýna frumkvæði um gerð samstarfsáætlunar um mál og læsi munu stjórnendur Klambra leggja til að þessi vettvangur verði nýttur til þess.

13


5.4 Almennar upplýsingar Leikskóladagatal er gefið út að vori sérhvert ár og þar kemur fram hvenær skipulagsdagar eru. Leitast er við að hafa skipulagsdaga á sama tíma og Háteigsskóli er ekki með kennslu. Skipulagsdagar skólaárið 2014 – 2015 verða 6. og 7. október, 26. janúar, 20. febrúar, 24. apríl og 3. júní.

6. Fylgiskjöl 6.1 Matsgögn Stefnu- og skorkort fylgja með þessari áætlun.

6.2 Leikskóladagatal Leikskóladagatal fyrir skólaárið 2014-2015 fylgir með þessari áætlun.

6.3 Áætlun leikskólans um framkvæmd læsisstefnu leikskóla Lesið í leik Áætlun um framkvæmd læsisstefnu fylgir með þessari áætlun.

6.4 Samstarfsáætlun leik- og grunnskóla um mál og læsi Samstarfsáætlun er ekki tilbúin vegna þess að samstarf vantar frá grunnskóla.

6.5 Umsögn foreldraráðs Umsögn foreldraráðs fylgir með þessari áætlun.

6.6 Annað Umhverfissáttmáli Klambra: Allir eru vinir jörðin líka Passa náttúruna úti og inni Allt í kringum okkur er náttúran Læra að nota aftur og aftur gera úr gömlu notuðu og nýtt Nota minna passa allt

F. h. leikskólans .......................................... _______________________________________________ Leikskólastjóri Dagsetning

14


Fylgiskjal 1 Matsgögn: Stefnu- og skorkort 2014-2015.

Stefnukort leikskólans Klambra

Barnið

Verklag

Mannauður

Ánægð börn

Ánægðir foreldrar Einstaklingsmiðað nám

Skilvirkt og gott upplýsingaflæði og samstarf milli heimilis og skóla

Samstarf byggt á lýðræði

Endurskoðun og þróun starfsins og umhverfisins

Fagleg forysta og skólabragur sem stuðlar að vellíðan í starfi

Ánægt og hæft starfsfólk

Markviss endurmenntun

Auðlindir

Hagkvæm nýting fjármuna

Góður aðbúnaður

15

Virðing og víðsýni

Öruggt og skapandi umhverfi fyrir börnin

Lærdómssamfélag sem byggir á samstarfi


Stefnuþættir, markmið og leiðir 2014 - 2015 Barnið STEFNUÞÁTTUR

Ánægð börn

MARKMIÐ

LEIÐIR

Að börnunum líði vel í leikskólanum

Bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni sem gleðja og örva. Tryggja að börnin finni fyrir umhyggju og virðingu. Vinna með vináttuna í starfinu.

Fá hugmyndir barna um lóðina

Safna upplýsingum um hvernig börnin vilja hafa leikskólagarðinn. Skoða hvar börnin leika sér mest.

Góð samskipti við alla foreldra

Gæta þess að gott viðmót ríki í öllum samskiptum starfsfólks við foreldra.

Ánægðir foreldrar Fá hugmyndir foreldra um lóðina

Einstaklingsmiðað nám

Virðing og víðsýni

Kynna stefnu Klambra um náttúrulega lóð. Leita eftir hugmyndum foreldra um lóðina.

Að sérhvert barn njóti þess að vera á sínum eigin forsendum í leik og starfi

Bjóða upp á verkefni sem hæfa þroska hvers og eins.

Skilgreina hugtakið einstaklingsmiðað nám

Skapa umræðu á skipulagsdegi fyrir kennara og starfsfólk til að miðla þekkingu og reynslu á einstaklingsmiðuðu námi.

Að öll börn njóti virðingar í leikskólanum

Á deildarfundum verði skapaður vettvangur til umræðu um virðingu fyrir börnunum með tilliti til hvers og eins barns

Að börnin öðlist víðsýni í leikskólanum

Bjóða upp á fjölbreytt verkefni og umræður miðað við aldur og þroska.

16


Verklag STEFNUÞÁTTUR

MARKMIÐ Auka ánægju foreldra með foreldrasamtöl

Skilvirkt og gott upplýsingaflæði og samstarf heimilis og leikskóla

Fá góðar upplýsingar frá foreldrum um hagi og líðan barnanna Upplýsa foreldra vel um leikskólastarfið

Samstarf byggt á lýðræði

Endurskoðun og þróun starfsins og umhverfisins

Öruggt og skapandi umhverfi fyrir börnin

Vinna markvisst með lýðræði í leikskólastarfinu

Endurmeta starfið og þróa það áfram

Efla gagnrýna og skapandi hugsun

Meta öryggi í leikskólanum

LEIÐIR

Skilgreina betur markmið og þýðingu foreldrasamtala. Halda foreldrasamtöl reglulega tvisvar á vetri.

Útskýra nauðsyn þess að kennari fái góðar upplýsingar um líðan og hagi barnsins.

Kynna nýtt starfsfólk fyrir foreldrum. Uppfæra upplýsingar á heimasíðu. Hvetja foreldra til þátttöku í leikskólastarfinu.

Gefa börnunum tækifæri til að ákveða viðfangsefni sín sjálf. Skoða betur hvar er hægt að veita börnunum meira val. Koma efnivið þannig fyrir að börnin nái að skapa umhverfi leiksins sjálf. Skoða lýðræðissjónarmið í fleiri þáttum starfsins, t.d. í matartíma og fataherbergi. Gæta að því að börnin fái nægileg tækifæri til sjálfshjálpar og sjálfstæðis.

Endurmeta starfið markvisst á föstudagsfundum. Gæta þess að allt starfsfólk komi að því að endurmeta starfið sem unnið er á deildinni og þróa það áfram, t.d. á deildarfundum og starfsdögum. Skilgreina það sem við gerum, ræða saman um ólíkar leiðir og þróa skólastarfið.

Nota opinn efnivið í leik. Gæta þess að börnin fái tækifæri til að uppgötva á eigin forsendum.

Allt starfsfólk komi að því að meta öryggi í leikskólanum.

17


Mannauður STEFNUÞÁTTUR

Fagleg forysta og skólabragur sem stuðlar að vellíðan í starfi

MARKMIÐ Klambraandinn virkur í raun

Bugðumarkmiðum fylgt eftir Skólanámskrá sýnileg

Nýta hæfni hvers og eins starfsmanns

Ánægt og hæft starfsfólk

Markviss endurmenntun

Lærdómssamfélag sem byggist á samstarfi

Ráðningarferli byggist á faglegum forsendum mannauðsstjórnunar Deildarstjórar eru faglegir leiðtogar

LEIÐIR Deildarstjórar gæta þess að Klambraandinn endurspeglist í starfi deildarinnar.

Deildarstjórar tryggja að Bugðumarkmiðin séu sýnileg í deildarstarfinu.

Deildarstjóri ber ábyrgð á að allt starfsfólk sé virkt í innleiðingu skólanámskrár, viti að það hafi áhrif og að skoðun þess skipti máli. Auka endurgjöf um starfið til starfsmanna og þeirra á milli. Allt starfsfólk fer í starfsþróunarsamtal sem er markvisst nýtt í starfinu.

Leikskólastjóri kynnir starfslýsingar fyrir starfsfólki. Þriggja mánaða reynslutími notaður markvisst við ráðningar.

Deildarstjórar móta sameiginlega sýn á deildinni og skilgreini markmið hennar. Deildarstjórar sæki stjórnunarnámskeið.

Starfsfólk metur starfið á deildinni og nýtir sér leiðir til að bæta það.

Á deildarfundum er farið yfir árangursþætti starfsins með tilliti til skólanámskrár og aldurs barnanna. Starfsfólk afli sér þekkingar með því að ræða við samstarfsfólk.

Allt starfsfólk taki þátt í símenntun við hæfi

Starfsfólk fylgist með því sem er í boði af námskeiðum, málstofum og ráðstefnum. Öllu starfsfólki standi til boða símenntun og fái svigrúm til að geta sótt sér hana. Símenntun sé í boði fyrir starfsfólk á skipulagsdögum.

Markvisst samstarf og virkt þekkingarflæði er á starfsstaðnum og á milli starfstaða

Starfsfólk miðlar þekkingu sín á milli. Bugðusamstarf nýtt til að miðla þekkingu á milli leikskóla. Hugað er að samstarfi við skólana í hverfinu með Skilaboðaskjóðu. Leikskólinn mun hafa frumkvæði að því að verkefnið Skilaboðaskjóðan verði vettvangur fyrir stjórnendur skólanna til að hittast og vinna saman að samstarfsáætlun um mál og læsi. 18


Auðlindir STEFNUÞÁTTUR

Hagkvæm nýting fjármuna Góður aðbúnaður

MARKMIÐ Að frávik frá fjárhagsáætlun sé sem minnst

LEIÐIR Gera frávikagreiningu mánaðarlega. Gera áætlun um endurbætur á búnaði og sækja um aukafjárveitingu.

Aðstaða, tæki og búnaður sem hæfa fjölbreyttu starfi

Bæta aðstöðu og rými barna til rannsókna og úrvinnslu á þeirra eigin áhugasviðum bæði úti og inni.

19


Fylgiskjal 2 Leikskóladagatal

Leikskóladagatalið má finna á heimsíðu leikskólans.

20


Fylgiskjal 3 Áætlun leikskólans um framkvæmd læsisstefnu leikskóla Lesið í leik Í leikskólum borgarinnar:

Á Klömbrum:

Er barnið í brennidepli og unnið er út frá stöðu þess, reynslu og áhugasviði. Fer fram nám sem leggur öflugan grunn að þróun bernskulæsis. Er lögð áhersla á fjölbreytta vinnu með alla þætti máls.

Er lögð áhersla á læsi í víðum skilningi og þá sérstaklega félagsfærni og þá læsi sem eingöngu er lærð með félagslegum samskiptum. Börnin fá tækifæri til að ræða málefni sem brenna á þeim við önnur börn og kennara, læra að hlusta á aðra og leysa úr ágreiningi sem skapast á jafnréttisgrundvelli. Þau tjá sig á fjölbreyttan hátt og vinna úr reynslu sinni í öllu skapandi starfi. Á Klömbrum fer fram umhverfismennt sem dregur saman útinám, málrækt og vísindi. Þetta starf er hluti af Grænfánaverkefni Landverndar. Kennarar leggja áherslu á að setja orð á allar athafnir, hluti og staði í nágrenninu og útskýra merkingu orðanna þannig að það veki áhuga hjá börnunum. Einnig er lögð áhersla á að börnin segi frá því sem þau eru að gera og hafa verið að gera.

Er markvisst unnið að því að vekja áhuga barna á máli og litið er á tungumálið sem skapandi efnivið.

Börnin hlusta á og hafa tækifæri til að semja eigin sögur, ljóð, þulur eða ævintýri.

Hafa börn gott aðgengi að fjölbreyttum málörvandi efniviði, skriffærum, bókum og tæknimiðlum sem stuðla að verkkunnáttu, mál og læsi.

Bækur og skriffæri eru ávallt til taks. Annar efniviður eins og spil eða tölvuefni er til reiðu þegar börnin óska eftir því, t.d. í vali og stundum í hópastarf. Börnin leika sér með bókstafi og tölustafi, leikur þeirra leiðir þau áfram og þau sem hafa áhuga lesa bæði og skrifa.

Eru lesnar barnabækur um fjölbreytt efni til yndis og ánægju og til að efla mál og læsi. Lesið er daglega fyrir börnin í stærri og minni hópum og fyrir eitt barn í einu þegar því verður komið við og þegar þörf krefur.

Eru hvíldar- og ávaxtastundir gjarnan nýttar til lesturs bóka og er börnunum þá skipt í hópa eftir hentugu lestrarefni. Einnig reynir starfsfólk eftir fremsta megni að svara jákvætt þegar börn biðja um lestur. Börnin taka virkan þátt í að velja lestrarefni.

21


Er litið á söngva, vísur og þulur sem mikilvægan efnivið í leikskólastarfi, m.a. með tilliti til málörvunar og læsis. Eru sögur og kveðskapur uppspretta sköpunar í leik sem eflir mál og læsi.

Er kveðskapur ýmiss konar sem og sögur fastur liður í leikskóladeginum. Börnin læra söngva og þulur og heyra sögur og verður það þeim efniviður í leik og listsköpun.

Er markvisst unnið að því að kenna íslensku sem annað mál í leiks og með virkri þátttöku tvítyngdra barna í leikskólastarfinu, um leið og leitað er leiða til að styðja við og efla móðurmál þeirra í samstarfi við foreldra.

Málörvun er rauður þráður í starfi leikskólans, tvítyngd börn njóta góðs af því. Það er sérstaklega fylgst með framförum í málþroska og gripið inní ef þörf er á. Foreldrar eru hvattir til að viðhalda móðurmáli barnanna.

Er fylgst með framförum barna í málþroska og læsi.

Allt starfsfólk leikskólans fylgist með framförum barna í málþroska og læsi með því að eiga við þau daglegar samræður og gefa þeim fjölbreytt viðfangsefni í vali og hópastarfi sem miðar að þessum þáttum.

Er beitt snemmtækri íhlutun og leitað eftir stuðningi sérfræðinga þegar grunur vaknar um seinkaðan málþroska.

Ef grunur vaknar um seinkaðan málþroska hefur leikskólakennari samráð við foreldra um aðgerðir.

Eru foreldrar virkjaðir í samstarf um mál og læsi barna sinna og upplýstir um framfarir þeirra.

Foreldrasamtöl eru meðal annarra leiða vettvangur til að safna og greina upplýsingar um þroska barns. Mikilvægi samstarfs foreldra og leikskóla um eflingu mál og læsis er grundvallaratriði til að ná árangri.

Er stuðlað að samstarfi við grunnskóla og frístundastarf þannig að börn upplifi samfellu í námi.

Klambrar eru í samstarfi við Háteigsskóla og leikskóla í hverfinu um verkefnið Skilaboðaskjóðan sem á að auðvelda börnum á elstu deildum leikskólanna skólaskilin. Deildarstjóri elstu deildar mætir árlega á skilafund með fulltrúum grunnskóla.

22


Fylgiskjal 2 Umsรถgn foreldrarรกรฐs

23


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.