Starfsรกรฆtlun Seljaskรณla 2012 - 2013
1.
Um skólann ........................................................................................................................ 3
2.
Stefna skólans .................................................................................................................... 3
2.01 Leiðarljós að stefnu skólans: ........................................................................................................................ 3 2.02 Einkunnarorð skólans eru: ........................................................................................................................... 3 2.03 Áherslur í skólastarfi: .................................................................................................................................. 4
3.
Skóladagatal ...................................................................................................................... 4
3.01 Starfsáætlun nemenda – skýringar með skóladagatali .............................................................................. 6
4.
Námsmat ............................................................................................................................ 8
4.01 Samræmd könnunarpróf .............................................................................................................................. 8 4.02 Skimanir ......................................................................................................................................................... 8 4.03 Símat............................................................................................................................................................... 9 4.04 Lokamat ....................................................................................................................................................... 10
5.
Skólareglur Seljaskóla .................................................................................................... 10
5.01 Skólasóknar- og ástundunarkerfi .............................................................................................................. 11 5.02 Vinnuferli vegna brota á Skólasóknar- og ástundunarkerfi ................................................................... 12 5.03 Umbunar- og hvatningarkerfi .................................................................................................................... 13 5.04 SÁTT ............................................................................................................................................................ 13 5.05 Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun - PBS (Positive Behavior Support) ................................. 13 5.06 Hegðunarfrávik ........................................................................................................................................... 14 5.07 Viðbrögð við hegðunarfrávikum ................................................................................................................ 15
6.
Stoðþjónusta .................................................................................................................... 15
6.01 Stoðkerfi skólans ......................................................................................................................................... 15 6.02 Sérkennsla .................................................................................................................................................... 15 6.03 Móttaka nýrra Íslendinga ........................................................................................................................... 17 6.04 Móttaka nýrra nemenda ............................................................................................................................. 17 6.05 Móttaka verðandi nemenda 1. bekkjar ..................................................................................................... 17 6.06 Samstarf við leikskóla ................................................................................................................................. 18 6.07 Forvarnarstarf ............................................................................................................................................. 18 6.08 Viðbragðsáætlun Seljaskóla. ...................................................................................................................... 19 6.09 Náms- og starfsráðgjöf ................................................................................................................................ 20 6.10 Nemendaverndarráð ................................................................................................................................... 20 6.11 Áfallaráð ...................................................................................................................................................... 21 6.12 Sálfræðiþjónusta ......................................................................................................................................... 21 6.13 Heilsugæsla .................................................................................................................................................. 21 6.14 Jafnréttisáætlun .......................................................................................................................................... 22 6.15 Samstarf við lögreglu. ................................................................................................................................. 24 6.16 Áætlun gegn einelti ...................................................................................................................................... 25 6.17 Viðbrögð við einelti ..................................................................................................................................... 26
7.
Stjórnkerfi skólans - skipurit ......................................................................................... 27
7.01 Stjórnendateymi Seljaskóla ........................................................................................................................ 27 7.02 Skólaráð ....................................................................................................................................................... 28 7.03 Skólaráðsfulltrúar skólaárið 2011-2012 .................................................................................................... 28 7.04 Símenntunaráætlun skólans ....................................................................................................................... 29
8.
Starfsfólk skólans ............................................................................................................ 29
8.01 Verksvið starfsmanna ................................................................................................................................. 31 8.02 Trúnaðarmenn kennara ............................................................................................................................. 33 8.03 Öryggistrúnaðarmenn ................................................................................................................................ 33 8.04 Öryggisvörður ............................................................................................................................................. 33 8.05 Móttaka nýrra starfsmanna ....................................................................................................................... 33 8.06 Starfsmannastefna Seljaskóla .................................................................................................................... 33
9.
Félagslíf – nemendafélag ................................................................................................ 36
9.01 Stjórn Nemendafélags Seljaskóla skólaárið 2012 -2013 ........................................................................... 36 9.02 Starfsáætlun nemendafélagsins: ................................................................................................................ 37 9.03 Félagslífsdagatal Seljaskóla 2011 – 2012 ................................................................................................... 38
1
9.04 Útivistartími barna...................................................................................................................................... 40
10. Foreldrasamstarf ............................................................................................................. 40 10.01 Stjórn Foreldrafélags Seljaskóla 2011 - 2012 .......................................................................................... 40 10.02 Viðburðir á vegum foreldrafélagsins ....................................................................................................... 40 10.03 Heimanám .................................................................................................................................................. 41 10.04 Foreldraviðtöl ............................................................................................................................................ 41 10.05 Bekkjarfulltrúar ........................................................................................................................................ 41 10.06 Samstarf foreldra og skóla ....................................................................................................................... 41
11. Upplýsingamiðlun ........................................................................................................... 41 11.01 Tölvuver ..................................................................................................................................................... 41 11.02 Skólabókasafn ............................................................................................................................................ 41
12. Hagnýtar upplýsingar ..................................................................................................... 42 12.01 Opnunartími skóla ................................................................................................................................... 42 12.02 Skrifstofa Seljaskóla .................................................................................................................................. 42 12.03 Símanúmer ................................................................................................................................................. 42 12.04 Leyfi frá skólasókn .................................................................................................................................... 43 12.05 Forfallatilkynningar .................................................................................................................................. 43 12.06 Forföll starfsfólks ...................................................................................................................................... 43 12.07 Frímínútur – gæsla .................................................................................................................................... 43 12.08 Skólahjúkrunarfræðingur ........................................................................................................................ 43 12.09 Endurgreiðsla kostnaðar vegna slysa og tjóna ....................................................................................... 43 12.10 Óskilamunir ............................................................................................................................................... 44 12.11 Skápar fyrir nemendur ............................................................................................................................. 44 12.12 Viðbrögð við óveðri ................................................................................................................................... 45 12.13 Aðgengi að Mentor .................................................................................................................................... 47 12.14 Viðtalstímar kennara ................................................................................................................................ 48 12.15 Mötuneyti ................................................................................................................................................... 48 12.16 Rýmingaráætlun ........................................................................................................................................ 49 12.17 Frístundaheimilið Vinasel......................................................................................................................... 50 12.18 Viðbragðsáætlun vegna inflúensu ............................................................................................................ 50
13. Annað sem skólinn vill taka fram .................................................................................. 51 13.01 Matsskýrsla – Umbótaáætlun .................................................................................................................. 51 13.02 Umhverfisstefna - Grænfáninn ................................................................................................................ 51 13.03 Skólasöngur Seljaskóla ............................................................................................................................. 53 13.04 Samstarf við framhaldsskóla .................................................................................................................... 54 13.05 Valgreinar .................................................................................................................................................. 54 13.06 Samstarf við tónlistarskóla ....................................................................................................................... 54 13.07 Þróunarverkefni ........................................................................................................................................ 54
2
1.
Um skólann
Seljaskóli tók til starfa haustið 1979. Skólinn stendur við Kleifarsel 28. Seljaskóli er heildstæður einsetinn skóli. Í skólanum eru nú um 575 nemendur. Við skólann starfa alls 80 starfsmenn, þar af 49 kennarar. Við skólann starfar námsráðgjafi í fullu starfi og hjúkrunarfræðingur í 80% starfshlutfalli. Sálfræðiþjónustu og aðra sérfræðiþjónustu fær skólinn frá Þjónustumiðstöð Breiðholts. Talkennari kemur einu sinni í viku. Kennslan fer að mestu leyti fram í aðalbyggingu skólans. Þrjár lausar kennslustofur eru á lóð skólans þar sem smíði er kennd. Íþróttir eru kenndar í Íþróttahúsi Seljaskóla. Sundkennsla fer fram í sundlaug Ölduselsskóla. Frístundheimilið Vinasel er til húsa í Kleifarseli 18 en í vetur verður frístund hjá 3. og 4. bekk í gamla samkomuhúsinu í Seljaskóla. Starfshættir skólans eru settir fram í : Starfsáætlun, þar sem sett er fram stefna skólans og þau gildi sem lögð er áhersla á. Þar eru birtar verklagsreglur sem gilda í skólanum t.d. varðandi umgengni, aga, slysavarnir ofl. Sjá nánar starfsáætlun Seljaskóla og skólanámskrá á heimasíðu www.seljaskoli.is Skólanámskrá (árganganámskrá), sem er nánari útfærsla á því hvernig ná á markmiðum aðalnámskrár. Þar koma fram helstu markmið sem ná á í hverju fagi, hvaða kennsluaðferðum er beitt til að ná settum markmiðum, hvaða kennslugögn eru notuð og hvernig námsmati er háttað. Skólanámskrá er grundvöllur virks sjálfsmats skóla. Sjá nánar skólanámskrá Seljaskóla og skólanámskrá á heimasíðu www.seljaskoli.is
2.
Stefna skólans
2.01 Leiðarljós að stefnu skólans: Að móta jákvæða nemendur sem eru tilbúnir að takast á við lífið og marka sér leið til náms og starfs. 2.02 Einkunnarorð skólans eru:
Samvinna -Ábyrgð -Traust - Tillitssemi = SÁTT Í Seljaskóla er lögð áhersla á:
Einstaklingsmiðað nám
Samvinnu nemenda og kennara
Fjölbreytta kennsluhætti
Að nýta nánasta umhverfi okkar til kennslu
Jákvæð samskipti heimila og skóla
Skólaþróun (lestur og stærðfræði) 3
2.03 Áherslur í skólastarfi: Yngsta stig:
Opin kennslurými hjá 1.-3. bekk
Hægt að opna á milli kennslurýma í 4. og 5. bekk
Sameiginleg ábyrgð umsjónarkennara hvers árgangs
Hópavinna sem kemur í veg fyrir félagslega einangrun nemenda
Vikuleg útikennsla allt skólaárið
Miðstig og unglingastig:
Teymiskennsla
Samvinna nemenda
Samvinna kennara á milli aldursstiga
Seljaskóli er:
3.
Grænn skóli
Skóli sem stuðlar að vellíðan nemenda og starfsmanna (SÁTT)
Skóli sem styrkir og styður við jákvæða hegðun (PBS)
Skóladagatal
Skóladagatal Seljaskóla 2012 – 2013 má sjá á næstu síðu. Vinsamlega athugið að nú er einnig hægt að skoða skóladagatalið, með skýringum við viðburði, á Mentor.
4
5
3.01 Starfsáætlun nemenda – skýringar með skóladagatali Nemendadagar Lögum samkvæmt á skólaárið að telja 180 nemendadaga. Þar af eru svokallaðir sveigjanlegir skóladagar 10 talsins. Þeir geta verið óhefðbundnir og jafnvel styttri en venjulegir skóladagar ef svo ber undir. Skólasetning, foreldradagar, jólaskemmtanir eru dæmi um sveigjanlega skóladaga. Vikulegur kennslutími hvers nemanda í grunnskóla skal að lágmarki vera:
1.200 mínútur ( 30 kennslustundir) í 1.–4. bekk, 1.400 mínútur ( 35 kennslustundir ) í 5.–7. bekk, 1.480 mínútur ( 37 kennslustundir) í 8.–10. bekk.
Skólastjóri ákveður nánari útfærslu vikulegs kennslutíma í samráði við skólaráð. Við ákvörðun daglegs og vikulegs starfstíma nemenda í grunnskóla skal þess gætt að hann sé samfelldur með eðlilegum hléum og fari ekki fram yfir hæfilegt vinnuálag miðað við aldur nemenda og þroska. Stundatöflur nemenda eru aðgengilegar í Mentor. Skipulagsdagar Skipulagsdagar kennara eru 13 þar af 5 á starfstíma skólans. Á skipulagsdögum er ekki kennsla heldur vinna kennarar að sameiginlegum verkefnum, sitja námskeið, samráðsfundi o.s.frv. Vetrarfrí Vetrarfrí verður í skólanum 22. og 23. október, ennfremur 21. og 22. febrúar. Þessa daga liggur allt skólastarf niðri. Við viljum hvetja foreldra til að skipuleggja vetrarfrí sín í samræmi við vetrarleyfið. Með því væri unnt að fækka til muna fjarvistum nemenda úr skóla. Því er um að gera að kanna hvort vetrarfrí skólans geti ekki fallið að fyrirhuguðum ferðalögum fjölskyldunnar eða orðið hvatning til ferðalaga eða annars konar samverustunda fjölskyldunnar. Foreldradagar 31. október, 22. janúar og 6. júní verða nemendur og foreldrar boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara. Markmiðið með þessum viðtölum er fyrst og fremst að skapa vettvang fyrir foreldra, nemendur og kennara til að ræða nám og annað sem að nemandanum snýr. Námskynningar Dagana 28. ágúst – 7. september eru námskynningar fyrir foreldra nemenda í 1. – 10. bekk. Þar er farið yfir helstu atrið í skólastarfinu og tengdri þjónustu. Foreldrar nýrra nemenda í skólanum fá sent bréf um tímasetningu námskynningarinnar. Samræmd könnunarpróf Í 4., 7. og 10. bekk eru samræmd könnunarpróf á tímabilinu 17. – 21. september. Prófin eru lögð fyrir nemendur í þessum árgöngum á öllu landinu. Nánara fyrirkomulag verður kynnt nánar þegar nær dregur.
6
Sumarlestur Nemendur í 1. - 6. bekk fá afhent sumarlestrarblað að vori. Á þessi blöð skrá nemendur eða foreldrar þeirra þær bækur sem þeir lesa yfir sumarið. Þessum blöðum er safnað saman á haustin og fá þeir sem taka þátt viðurkenningarskjal frá skólanum að hausti. Sáttardagur Sáttardagur er árlegur viðburður í skólanum og verður að þessu sinni 11. október. Allir nemendur skólans vinna saman að fjölbreyttum verkefnum tengdum Sáttinni þvert á árganga. Dagur dagbókar Dagur dagbókar er 15. október. Sú hefð varð til árið 1999 að allir nemendur skólans skrifa dagbók um einn dag í lífi sínu um miðjan október ár hvert. Skólinn varðveitir dagbækurnar. Húslestur Húslestur í Seljaskóla er orðinn árviss viðburður í starfi skólans. Nemendur velja sér bækur til að lesa heima og í skólanum og er lesturinn mældur í fjölda mínútna sem lesinn er, ekki fjölda bóka eða blaðsíðna. Fjöldi mínútna sem lesnar hafa verið er síðan talinn saman í bekkjum og/eða árgöngum. Í lok Húslestrar fá nemendur viðurkenningarskjal. Markmiðið með Húslestrinum er m.a. að auka lesfærni og ná fram jákvæðum viðhorfum til lestrar, kveikja áhuga á lestri, efla lesskilning og orðaforða, auka yndislestur og fá nemendur til að lesa ákveðinn tíma á dag. Í vetur verður húslestur þrisvar sinnum, 24. september, 10. janúar og 29. apríl, og stendur í 3 vikur í hvert sinn. Dagur íslenskrar tungu Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Þennan dag vinna nemendur fjölbreytt verkefni sem tengjast íslenskri tungu. Jólaskemmtanir Jólaskemmtanir eru 20. desember. Nemendur í 1. – 6. bekk koma í hátíðarsal skólans á jólaskemmtun þar sem gengið er í kringum jólatréð og jólalög sungin. Að því loknu eru “litlu jólin” í stofum. Nemendur í 7. -10. bekk fara í jólaguðsþjónustu í Seljakirkju. Að henni lokinni eru “litlu jól” í stofum. Nemendur í 1. – 6. bekk fara í jólaguðsþjónustu í Seljakirkju á aðventunni. Dagur umhverfisins Tveir umhverfisdagar er merktir á skóladagatali Seljaskóla. Á þessum dögum er lögð sérstök áhersla á að vinna með nánasta umhverfi skólans og því sem tengist umhverfismálum. Fyrri dagurinn er 13. september. Síðari dagurinn er 23. apríl og tileinkaður degi umhverfisins sem er 25. apríl ár hvert en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Opinn dagur 8. mars er Opinn dagur í Seljaskóla. Þetta er árlegur viðburður. Tilgangurinn er að brjóta upp hefðbundinn skóladag og bjóða foreldrum og öðrum gestum í skólann til að fylgjast með nemendum, en fyrst og fremst að eiga saman skemmtilegan dag.
7
Námsmat Dagana 13. – 29. maí fer fram hefðbundið námsmat nemenda. Fyrirkomulag og framkvæmd er mismunandi eftir árgöngum og verður kynnt nánar þegar nær dregur. Þemadagar 30. maí – 4. júní eru þemadagar. Þá er hefðbundin kennsla brotin upp. Unnið er að ýmsum skólaverkefnum þvert á árganga. Framlag nemenda er metið. Íþrótta- og útivistardagur Íþrótta- og útivistardagur verður 5. júní. nemendur eru við leik og verkefnavinnu á lóð skólans og í næsta umhverfi. Einkunnaafhending 6. júní er útskrift 10. bekkinga. Hún fer fram í Seljakirkju og hefst kl. 17. 7. júní er einkunnaafhending í 1. – 9. bekk. Hún fer fram í skólanum og nánara fyrirkomulag verður auglýst síðar. Skertir dagar Skólum er heimilt að hafa 10 skóladaga „skerta“. Þetta eru dagar þar sem skóladagurinn er styttri en hefðbundinn dagur. Þessir dagar eru allir auðkenndir sérstaklega á skóladagatalinu.
4.
Námsmat
Með námsmati er upplýsinga aflað um námsárangur og framvindu náms einstakra nemenda. Tilgangur þess er að auka gæði náms, kennslu og skólastarfs. Námsmatið byggir á markmiðum sem lögð eru til grundvallar í námi nemenda og viðfangsefnum þeirra. Lögð er áhersla á alhliða námsmat sem aflað er með símati, leiðsagnarmati og lokamati. Upplýsingar um námsárangur eru skráðar í Mentor. Skólastarfið skiptist í tvær annir og fá nemendur og foreldrar afhent vitnisburðarblað í janúar og júní og er vitnisburðinum fylgt eftir með foreldraviðtölum. Frekari upplýsingar um námsmat einstakra greina er að finna í skólanámskrá skólans. Námsmati er gerð ítarlegri skil í skólanámskrá Seljaskóla. 4.01 Samræmd könnunarpróf Nemendur 4., 7. og 10. bekkjar taka samræmd könnunarpróf í september. Markmið með fyrirlögn prófanna er í meginatriðum þau að fá fram upplýsingar um að hvaða marki nemendur hafa náð grundvallarkunnáttu og færni sem frekara nám byggir á og að vera til leiðsagnar um námsstöðu nemenda.Prófað er í íslensku og stærðfræði auk ensku í 10. bekk. 4.02 Skimanir Sérkennarar og/eða umsjónarkennarar leggja eftirtalin próf/skimanir fyrir nemendur til að finna þá sem eiga við námserfiðleika að stríða og til þess að fylgjast með framvindu náms í hverjum árgangi. Einstaklingspróf eru í sumum tilfellum lögð fyrir í framhaldi af skimunum og eru þau merkt sérstaklega.
8
Skimanir, greiningar, próf 1. BEKKUR Könnun á stafaþekkingu o.fl. Tove Krogh, Boehm, Hreyfik., Talk., LÆSI 1 Raddlestrarpróf LÆSI 2 LÆSI 3 2. BEKKUR Kr. Að. Yfirlitspróf í lestri og skrift Lestrarkönnun 1 - 10, R. Löve Raddlestrarpróf LÆSI 1 LÆSI 2 Aston Index stafsetningarkönnun 3. BEKKUR Talnalykill Talnalykill einstaklingsprófanir LH 60 lesskilningspróf Aston Index stafsetningarkönnun Aston Index o.fl. einstaklingsgreiningar Raddlestrarpróf 4. BEKKUR Aston Index stafsetningarkönnun Raddlestrarpróf 5. BEKKUR Kr. Að. Lestrar- og réttritunarpróf LH 40 lesskilningspróf Aston Index stafsetningarkönnun Raddlestrarpróf (nem. undir 8) 6. BEKKUR Talnalykill Talnalykill einstaklingsprófanir Aston Index stafsetningarkönnun Raddlestrarpróf (nem. undir 8) 7. BEKKUR Aston Index stafsetningarkönnun Raddlestrarpróf (nem. undir 8) 8. BEKKUR Kr. Að. Lestrar- og réttritunarpróf Kr.Að.lestrarpróf einstaklingsprófanir 9. BEKKUR GRP14 greinandi lestrarpróf GRP14 einstaklingsprófanir
Tími haust haust haust vor vor vor haust haust ág_okt_des_mars_maí vor vor haust haust haust vor haust vor ág_okt_des_mars_maí haust ág_okt_des_mars_maí haust vor vor ág_okt_des_mars_maí vor vor haust ág_okt_des_mars_maí haust ág_okt_des_mars_maí haust og vor vor haust vor
4.03 Símat Símat fer fram allan veturinn þar sem frammistaða nemenda í tímum er metin. Horft er til þátta eins og virkni, vinnubragða, leikni og ástundunar.
9
4.04 Lokamat Dagana 13. – 29. maí fer fram hefðbundið námsmat nemenda. Fyrirkomulag og framkvæmd er mismunandi eftir árgöngum og verður kynnt nánar þegar nær dregur.
5.
Skólareglur Seljaskóla
Í Seljaskóla:
sýnum við börnum og fullorðnum virðingu, kurteisi og tillitssemi og hlýðum kennurum og öðru starfsfólki skólans. Við fylgjum reglum SÁTTarinnar um samvinnu, ábyrgð, traust og tillitssemi. Við leiðréttum hegðun okkar ef okkur verður á. eiga allir rétt á að þeim líði vel. Einelti, ofbeldi, hrekkir eða slagsmál er ekki liðið í neinni mynd. Við látum vita ef okkur sjálfum eða öðrum líður illa. mætum við stundvíslega í kennslustundir. Við bönkum á dyr og biðjumst afsökunar ef við komum of seint. Ástundun er skráð í skráningarkerfi skólans. leggjum við áherslu á að allir nemendur leggi sig fram í námi, jafnt í kennslustundum sem heima. Vinnusemi skilar árangri. erum við á skólalóðinni í frímínútum. Á skólatíma eiga nemendur að vera á öruggum stað á ábyrgð skólans. göngum við vel og snyrtilega um skólann og skólalóðina. Við virðum umhverfissáttmála skólans. virðum við rétt annarra til að vinna og leika sér í friði án truflunar. Reiðhjól og hlaupahjól skulu ávallt geymd utandyra á ábyrgð nemenda. Slökkt skal vera á farsímum og öðrum tölvuleiktækjum í kennslustundum. Notkun tónhlaða (ipod) í kennslustundum er háð leyfi kennara. gætum við þess að neyta hollrar fæðu, hvort sem við komum með nesti að heiman eða kaupum fæðið í skólanum. Sælgæti og gosdrykkir eru aðeins leyfðir í skólanum við sérstök tækifæri. Notkun tóbaks, áfengis og vímuefna er að sjálfsögðu bönnuð. Seljaskóli væntir þess að hver nemandi: Leggi sitt af mörkum til að skapa góðan náms- og félagsanda . Komi vel undirbúinn í kennslustundir og hafi ávallt með sér nauðsynleg gögn og áhöld . Beri ábyrgð á þeim verðmætum sem hann kemur með. Brot á skólareglum Gerist nemandi sekur um alvarleg eða endurtekin brot á skólareglum er heimilt að vísa honum tímabundið úr skóla meðan leitað er úrlausna á málum hans. Forráðamönnum og fræðsluyfirvöldum verður tilkynnt tafarlaust um ákvörðun skólayfirvalda.
10
Valdi nemandi verulegri truflun í kennslustund og lætur sér ekki segjast við áminningu kennara er heimilt að vísa nemandanum úr kennslustundinni. Komi til slíkrar brottvísunar sækir nemandinn ekki kennslustund hjá viðkomandi kennara fyrr en að loknu viðtali við kennara og umsjónarkennara. Viðkomandi kennari gerir umsjónarkennara grein fyrir agabroti nemandans og hefur samband við forráðamenn í samráði við umsjónarkennara. Gerist nemandi sekur um alvarlega líkamsárás á aðra nemendur eða starfsmenn er haft samband við forráðamenn þolanda og geranda. Nemendur eru ábyrgir fyrir því tjóni sem þeir kunna að valda á eigum skólans, starfsfólks eða skólafélaga sinna. Týni nemandi bók sem skólinn lánar honum eða valdi á henni skemmdum skal viðkomandi bæta tjónið. Verði nemandi uppvís að notkun farsíma, fjarskiptatækja eða tölvuleikja í kennslustund verður tækið í vörslu skólans og foreldrar beðnir að sækja það. Notkun tónhlaða (i-pod) í kennslustundum er háð leyfi kennara. Neysla sælgætis og gosdrykkja er bönnuð og ber starfsfólki að taka slíkt af nemendum. Verði nemandi uppvís að því að nota tóbak eða hafa áfengi/önnur vímuefni í fórum sínum, eða neyta þess á skemmtunum skólans er forráðamönnum strax gert viðvart og þeir beðnir að sækja nemandann. Nemandi er boðaður ásamt forráðamönnum í viðtal til skólastjóra og honum vikið tímabundið úr skóla. Nemendum ber að hafa með sér þau gögn sem til þarf í skólann, s.s. bækur, ritföng og leikfimi/sundföt. Verði misbrestur á því er tekið á þeim brotum í samræmi við punktakerfi skólans. Gerist nemandi sekur um alvarlegt brot á reglum skólans, eða landslögum hvar sem hann er á vegum skólans, verður hann sendur heim á kostnað forráðamanna sinna.
5.01 Skólasóknar- og ástundunarkerfi Markmið með skólasóknar- og ástundunarkerfi Seljaskóla er að vera nemendum hvatning til að leggja rækt við ástundun reglusemi og stundvísi. Nemendur eiga að mæta stundvíslega í skólann samkvæmt stundaskrá nema veikindi eða leyfi komi til. Veikindi skulu forráðamenn eða aðstandendur tilkynna samdægurs og síðan daglega á skrifstofu skólans í síma 4117500. Einnig er hægt að tilkynna veikindi í gegnum foreldraaðgang Mentors. Nemendur fá einkunn fyrir skólasókn og ástundun á haust- og vorönn. Fyrir mjög góða skólasókn og ástundun (0-5 punktar á önn) fá nemendur viðurkenningarskjal. Sérstök viðurkenning er veitt að vori til þeirra er hafa 5 eða færri punkta yfir allt skólaárið.
Komi nemandi í kennslustund eftir að kennslustofunni hefur verið lokað og kennsla hafist: Fyrir óheimila fjarvist úr kennslustund: Fyrir brottvikningu úr kennslustund: Skili nemandi ekki heimaverkefnum: 11
1 punktur 2 punktar 4 punktar 1 punktur
Vanti nemanda námsbækur eða áhöld:
1 punktur
5.02 Vinnuferli vegna brota á Skólasóknar- og ástundunarkerfi
Punktar 0 1-5 6-10
Einkunn 10 9,5 9
11-15
8,5
16-20 21-25
8 7,5
26-30
7
31-35 36-40 41-45
6,5 6 5,5
46-50
5
51-55 56-60
4,5 4
61-65
3,5
66-70 71-75 76-80
3 2,5 2
81-85
1,5
86
1
Inngrip skóla
15 punktar: Umsjónarkennari ræðir við nemanda og hefur samband við forráðamann.
30 punktar: Fundur með umsjónarkennara, nemanda og forráðamönnum.
50 punktar: Fundur með aðstoðarskólastjóra, umsjónarkennara, nemanda og forráðamönnum.
65 punktar: Fundur með skólastjóra,aðstoðarskólastjóra, nemanda og forráðamönnum
85 punktar: Skólastjóri vísar málinu til Menntasviðs og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.
Nemandi getur einu sinni á skólaárinu sótt um til umsjónarkennara að hækka skólasóknar- og ástundunareinkunnina. Þannig er mest hægt að hækka hana upp í 9,00. Hækkun á einkunn upp í 10,00 geta einungis þeir fengið sem hafa 10 eða færri punkta yfir skólaárið. Gerður er skriflegur samningur milli nemanda og umsjónarkennara. Fyrir hverja viku sem skólasókn og ástundun er óaðfinnanleg hækkar einkunnin um 0,5. Við fyrsta brot fellur samningurinn úr gildi. Falli samningur úr gildi heldur nemandi þeirri einkunn sem hann hefur áunnið sér. Kennarar skrá reglulega stundvísi og ástundun nemenda inn í Stundvísiforritið og umsjónarkennari fylgist vikulega með skólasókn og ástundun nemenda sinna og sendir yfirlit til forráðamanna nemenda í 8. til 10. bekk tvisvar í mánuði, en einu sinni í mánuði til forráðamanna nemenda í 5. til 7. bekk. 12
5.03 Umbunar- og hvatningarkerfi
Það sem umbunað er fyrir :
Þeir sem fá umbunina:
Ástundun, skólasókn
Nemendur í 5.-10. bekk
Skólinn í annarlok
Kurteisi og prúðmennsku
Einstaklingar í 10. bekk . Hópar
Skólinn að vori Kennarar á skólaári
Viðurkenningarskjöl og einnig sérstök bókaverðlaun í 10.bekk Bókaverðlaun Misjafnt
Framfarir í námi
Einstaklingum í 10. bekk. Einstaklingar í 7. og 10. bekk. Einstaklingar/hópar
Skólinn að vori Kennarar á skólaári
Bókaverðlaun Misjafnt
Skólinn að vori
Bókaverðlaun
Skólinn að vori
Bókaverðlaun í 10.b.
Einstaklingar/hópar
Skólinn á skólaárinu
Misjafnt
Einstaklingar/hópar
Menntasvið að vori
Viðurkenningarskjöl Menntasviðs
Námsárangur Félagsstörf Viðburði á vegum skólans Nemendaverðlaun
Hver veitir umbunina og hvenær á skólaárinu:
Hver er umbunin:
5.04 SÁTT Í Seljaskóla vinnum við út frá ákveðnum gildum sem um leið eru einkunnarorð skólans. Þessi gildi eru SAMVINNA, ÁBYRGÐ, TRAUST OG TILLITSSEMI. Upphafsstafir þessara orða mynda saman orðið SÁTT. Í daglegu tali tölum við í Seljaskóla um SÁTT þegar við eigum við það hegðunarkerfi sem við vinnum eftir og nefnist á ensku PBS (Positive Behavior Support) eða heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun. 5.05 Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun - PBS (Positive Behavior Support) Til að tryggja góða menntun þarf stöðugt að huga að tvennu; árangri í námi og aga. Ef nemendur finna ekki til öryggis, bera ekki virðingu fyrir öðrum og axla ekki ábyrgð í skólastarfi hindrar það árangur þeirra sjálfra og annarra. Ef starfsfólk skólans vinnur ekki saman og einbeitir sér að sama markmiði verður það óánægt, ósamkvæmt sjálfu sér og árangurinn verður ekki sem skyldi. Ef foreldrar fá ekki stuðning og hvatningu til að vinna með skólanum finnst þeim þeir vera utanveltu og börnum þeirra gengur ekki jafnvel í skólanum og ella. Við verjum tíma í að koma á jákvæðu andrúmslofti í skólanum þar sem ekkert barn er utanveltu og enginn starfsmaður er án stuðnings. PBS er árangursrík stjórnunartækni sem hefur reynst vel á nemendur á almennum svæðum í skólum (alla nemendur), á þá sem hættir til hegðunarvandamála (suma nemendur) og á (fáa) nemendur í skólanum sem þurfa einstaklingsmiðuð úrræði vegna hegðunarerfiðleika. Í PBS að finna inngripsaðferðir sem byggja á ítarlegum rannsóknum á agamálum í skólum og fjalla 13
um inngrip í hegðun nemenda í öllum skólanum, á sameiginlegum svæðum, í kennslustofum svo og hegðun einstakra nemenda. Þessi samhæfða nálgun hefur sýnt fram á ágæti sitt í rannsóknum þótt tiltölulega stutt sé síðan hún var almennt tekin upp í skólum og skólakerfum. Þessu kerfi er beitt samhliða öðrum forvarnarkerfum í félagsfærni- og lífsleikninámi. Með heildstæðum stuðningi (PBS) vinnum við stöðugt að bættum starfsháttum hvarvetna í skólanum og bættum bekkjaranda í öllum aldurshópum. Einnig leiðir PBS til bættra stuðningsúrræða fyrir einstaka nemendur og árangursríkrar samvinnu við foreldra allra nemenda í skólanum. Í þessu kerfi felst að öllum nemendum skólans er kennd sú hegðun sem við viljum sjá á hverjum stað. Hegðunarvæntingar eru rifjaðar upp með reglubundnum hætti og góð hegðun er styrkt með hrósi og að lokum umbun. Verði nemanda á að sýna ekki þá hegðun sem vænst er fær hann upprifjun á væntingum og tækifæri til að leiðrétta hegðunina. Verði nemanda ítrekað á er skráð á hann hegðunarfrávik jafnframt því sem væntingar eru rifjaðar upp og honum gefið tækifæri á leiðréttingu. Nemendur fá alltaf tækifæri á að leiðrétta mistök en sé hegðunarfrávik mjög alvarlegt, s.s. ofbeldi eða þjófnaður, er tekið á því með sértækum hætti samkvæmt agaferli skólans. Með svipuðum, sértækum hætti er tekið á margítrekuðum hegðunarfrávikum. Nemendur sem eiga í hegðunarerfiðleikum þurfa oft sértæka og einstaklingsmiðaða kennslu í hegðun og væntingum og er gjarnan sett upp sérstök áætlun fyrir þá nemendur. Í þeirri áætlun eru markmiðin fá og afmörkuð í senn og þeim fylgir sérstakt (einstaklings-) umbunarkerfi. Hver nemandi getur unnið sér inn hrós í formi Gullmola sem eru tákn fyrir það sem vel er gert. Gullmolum safnar hver bekkur í ílát hjá umsjónarkennara og þegar ákveðnum fjölda er náð fær bekkurinn í sameiningu umbun sem fyrirfram hefur verið ákveðin. Allt starfsfólk skólans fær markvissa þjálfun í að kenna, leiðrétta, æfa og hrósa fyrir góða hegðun. Hugmyndafræði PBS byggir á því að allir þeir sem í skólanum starfa sinni þessum heildstæða stuðningi við jákvæða hegðun, PBS. 5.06 Hegðunarfrávik Hegðunarfrávik flokkast í 1., 2. og 3. stig eftir alvarleika þeirra. Dæmi um 1. stigs hegðunarfrávik eru hlaup á gangi, að fara ekki eftir fyrirmælum, truflandi hegðun, slæm umgengni, þras og ögrun. Dæmi um 2. stigs hegðunarfrávik: óhlýðni, særandi/niðrandi orðbragð, ósannsögli, svik eða svindl, áreiti, hrekkir eða stríðni. Dæmi um 3. stigs hegðunarfrávik: alvarleg slagsmál eða ofbeldi, mjög ögrandi hegðun, þjófnaður og skemmdarverk
14
5.07 Viðbrögð við hegðunarfrávikum
6.
Stoðþjónusta
6.01 Stoðkerfi skólans Í stoðkerfi skólans fer fram öflugt forvarnarstarf. Það samanstendur af: Sérkennslu Nemendaverndarráði Heilsugæslu Námsráðgjöf Sálfræðiaðstoð 6.02 Sérkennsla Skólastjóri og aðstoðarskólastjórar annast skipulag sérkennslunnar. Sérkennslu og félagsfærniþjálfun annast sérkennarar, þroskaþjálfi og stuðningsfulltrúar ásamt talkennara. Kennslan fer ýmist fram í litlum hópum í námsveri eða inni í bekk. Einstaklingsnámskrá er unnin fyrir nemendur þegar þörf er á að breyta námsmarkmiðum og aðlaga námsefni verulega. Umsjónarkennari ber ábyrgð á að einstaklingsnámskrá sé gerð og vinnur hana í samstarfi við sérkennara og/eða þroskaþjálfa. Henni er síðan fylgt eftir af sérkennara. Stuðningsteymi er sett upp vegna sumra nemenda. Þar sitja foreldrar, umsjónarkennari, sérkennari og/eða þroskaþjálfi, ráðgjafi frá Þjónustumiðstöð Breiðholts ásamt ráðgjöfum frá öðrum stofnunum ef við á. Teymin funda reglulega eftir þörfum hvers og eins. 15
Sérkennarar halda fundi á hverju hausti með öllum kennurum hvers árgangs fyrir sig þar sem farið er yfir helstu greiningar og frávik einstakra nemenda. Sérkennsla – yngsta stig Í samræmi við áherslur Aðalnámskrárinnar um greiningu og skimun er lögð mikil áhersla á að finna sem fyrst þau börn sem þurfa aðstoð. Í fyrsta bekk er strax í upphafi skólaárs byrjað að vinna með þau börn sem vitað er fyrirfram um erfiðleika hjá. Sérkennari leggur fyrir kannanir til að kanna stafaþekkingu og til að meta lestrarfærni. Hann fer einnig yfir og metur upplýsingar úr leikskóla. Í september og í byrjun október er Boehm hugtakapróf lagt fyrir og greinandi teikniverkefni Tove Krogh. Hreyfiþroskamat er gert og talkennari prófar alla nemendur. Lestrarskimunarpróf (LÆSI) er lagt fyrir bæði á haustönn og vorönn. Aðaláhersla í sérkennslun er á þá þætti sem liggja til grundvallar lestrarnáms og lestrarþjálfun. Í byrjun vetrar eru lögð fyrir stöðupróf í lestri og stærðfræði í öllum árgöngum og í öðrum bekk er einnig lagt fyrir lestrarskimunarpróf (LÆSI) á haustönn og aftur á vorönn. Þeir nemendur sem hafa ekki náð undirstöðuatriðum í lestri fara í námsver í markvissa lestrarþjálfun strax að hausti og markmið eru sett í samráði við umsjónarkennara og foreldra. Nemendur sem lesa minna en 50 atkv. á mín. að vori í öðrum bekk og minna en 110 atkv. á mín. í lok þriðja bekkjar þurfa sérkennslu í lestri. Aldrei er of oft minnt á nauðsyn þess að börnin lesi upphátt á hverjum einasta degi heima. Sérkennsla - miðstig Á miðstiginu er mikilvægt að lesturinn sé orðinn þjáll og sérkennarar í samvinnu við umsjónarkennara kanna áfram lestrarkunnáttu með lesskilnings- og leshraðaprófum. Greinandi próf eru síðan notuð til að skilgreina vandann nánar hjá þeim sem enn eiga í lestrarerfiðleikum og áframhaldandi stuðningur sérkennara fer fram inni í bekk. Sérkennsla í stærðfræði er nokkur á þessu stigi og eru sumir nemendur með sérsniðið námsefni sem þeir vinna ýmist inni í bekk eða í litlum hópum í námsveri. Börn með almenna og sértæka námserfiðleika fá aðlagað námsefni og sérkennari vinnur einstaklingsnámskrá í samvinnu við umsjónarkennara. Sérkennsla - unglingastig Á unglingastigi er fyrst og fremst boðið upp á sérkennslu í íslensku og stærðfræði en heimanámsstuðningur er einnig til staðar og stuðningur í öðrum námsgreinum í einstöku tilfellum. Sérkennslan miðast við þarfir hvers og eins og fer að mestu fram inni í bekk. Sérkennari leggur lesskilningspróf fyrir alla nemendur í áttunda bekk á haustönn. Greinandi lestrarpróf (GRP14h) er lagt fyrir níunda bekk á vorönn. Þeir nemendur sem greinast þar með dyslexíu fá vottorð sem þeir geta lagt fram í framhaldsskóla vegna sérúrræða. Niðurstöðurnar eru kynntar á fundi með foreldrum og nemanda og þar eru tillögur skólans varðandi stuðning, notkun hljóðbóka o.fl. einnig lagðar fram. Sjá lista um skimunarpróf undir liðnum námsmat hér að ofan.
16
6.03 Móttaka nýrra Íslendinga Þegar nemandi með annað móðurmál en íslensku kemur í skólann er upplýsinga aflað um hann, fyrri skólagöngu og námsstöðu. Fundur er boðaður með foreldrum, umsjónarkennara, nýbúakennara og aðstoðarskólastjóra ásamt túlki ef þörf krefur. Á þessum fundi er farið yfir þjónustu og stoðkerfi skólans, aðkoma Þjónustumiðstöðvar Breiðholts kynnt, settur niður grunnur að einstaklingsáætlun og samskiptaleiðir ákveðnar, s.s. símatími, samskiptabækur eða fastir fundir. Nemandi sækir strax almenna tíma í sínum umsjónarbekk og tímafjöldi í námsveri nýbúa fer eftir aldri, námsstöðu og dvalartíma á Íslandi. Nýbúakennari og umsjónarkennari skipuleggja síðan og aðlaga námsefni nemandans. Oftast er byggt á að nemandi þurfi grunn úr námsefni yngri bekkja. Í íslenskukennslu hjá nýbúakennara er lögð áhersla á orðaforða, málskilning, málnotkun, lesskilning, talmál o.s.frv. Unnið er með margvíslegt námsefni. Lögð er áhersla á góða samvinnu allra og góða líðan nemenda. 6.04 Móttaka nýrra nemenda Í Seljaskóla er lögð áhersla á að taka vel á móti nýjum nemendum. Mikilvægt er að nemandinn og foreldrar hans fái strax í upphafi jákvæða mynd af skólanum og að foreldrum og nemendum finnist þeir velkomnir í skólann. Að hausti, áður en skóli hefst, eru nýnemar í 2. – 10. bekk boðaðir ásamt foreldrum á sérstakan kynningarfund. Þeir eru boðnir velkomnir af skólastjórnendum í hátíðarsal skólans og síðan tekur viðkomandi umsjónarkennari við, sýnir skólann og kynnir helstu áhersluþætti í skólastarfinu. Nýnemi sem hefur nám eftir að skólastarf hefst að hausti er boðaður í viðtal til aðstoðarskólastjóra ásamt frorráðamönnum. Þar eru helstu áhersluþættir í skólastafinu kynntir og skólahúsnæðið skoðað. Umsjónarkennarar eru beðnir um að hafa samband við heimili nýrra nemenda þegar ein til tvær vikur eru liðnar af skólatímanum. Þá gefst tækifæri til að ræða líðan nemandans og upplifun hans og foreldra af skólanum. 6.05 Móttaka verðandi nemenda 1. bekkjar Verðandi nemendur í 1. bekk koma í þrjár heimsóknir í skólann á vorönn áður en þeir byrja í skóla. Fyrri heimsóknirnar tvær eru skipulagðar af skólanum í samvinnu við leikskólana í hverfinu . Sú síðasta er fyrir alla verðandi 1. bekkinga og fá foreldrar sent bréf um þá heimsókn. Fyrsta heimsóknin er í mars. Börnin koma í fylgd starfsfólks þess leikskóla sem þau eru í. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri taka á móti þeim á skrifstofu skólastjóra. Farið er um skólann og hann skoðaður en nemendum sérstaklega sýnt bókasafnið, matsalurinn, þau fara í heimsókn í 1. bekk, í íþróttahús og í list- og verkgreinastofu. Næsta heimsókn er í apríl. Börnin koma inn í kennslustofu 1. bekkinga í fylgd starfsfólks leikskólanna og eru í skólanum í tvær kennslustundir. Þau fá jafnframt að fara í kennslustund í list- og verkgrein . Þriðja heimsóknin er í byrjun júní. Þá er öllum verðandi 1. bekkingum boðið í skólann. Kennararnir sem verða með bekkina næsta vetur taka á móti þeim og eru með þeim í tvær kennslustundir. 17
6.06 Samstarf við leikskóla Samstarf Seljaskóla við leikskóla hverfisins hefur verið mjög gott í mörg ár. Samstarfið felst m.a. í sameiginlegum fundur stjórnenda grunnskólanna og leikskólanna í Seljahverfi og gagnkvæmum heimsóknum starfsfólks. Þá eru skipulagðar heimsóknir verðandi 1. bekkinga í skólann. Viðamikið þróunarstarf fór fram á árunum 1998-2000 sem var samstarfsverkefni leikskólanna og grunnskólanna í Seljahverfi. Afraksturinn af þeirri vinnu var matsheftið Gengið yfir brúna. Hér er um að ræða tæki til að framkvæma mat á elstu börnum leikskólans í samvinnu við foreldra. Heftinu er ætlað að vera stuðningsgagn fyrir barnið sem fylgir því frá leikskólastigi og yfir á grunnskólastigið. Reynsla sem nú er komin á heftið Göngum yfir brúna er mjög góð og hefur það hjálpað kennurum í þeirri viðleitni að taka á móti hverjum nemanda í samræmi við hans þarfir. Heftið er endurskoðað á hverju ári. 6.07 Forvarnarstarf Skilgreining á forvörnum: Í forvörnum felst að koma í veg fyrir að einstaklingar heltist úr samfélaginu eða einangrist. Markmið með forvörnum í skólanum: Að tryggja andlega og líkamlega velferð nemendans með því að hlúa að og styrkja hann á þroskaferli hans í samvinnu við forráðamenn. Þannig verður nemandinn færari um að takast á við hin ólíku og krefjandi verkefni sem bíða hans í nútíma þjóðfélagi. Markvisst forvarnastarf í skólanum byggir á: Skýrri skólanámskrá og skólareglum fyrir starfsfólk, nemendur og forráðamenn. Samstöðu og eftirfylgni á reglum meðal starfsfólks. Góðri samvinnu við forráðamenn. Forvarnir og fyrirmyndir. Hver og einn starfsmaður skólans er mikilvægur hlekkur í að sinna forvörnum í skólanum en umsjónarkennarar eru þó í lykilhlutverki í þeim efnum. Þeir eru helstu fyrirmyndir nemenda í skólanum. Mikilvægir forvarnaþættir. Sú fræðsla og færni sem nemendur fá í öllu skólastarfinu er undirstaða frekara náms og starfs seinna á lífsbrautinni. Skólastarfið er þannig mikilvæg forvörn. Leggja þarf áherslu á eftirfarandi forvarnaþætti í öllu skólastarfinu: Jákvæð samskipti. Sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum. Ábyrgð á eigin gerðum. Styrkingu sjálfsmyndar. Vitund fyrir hollum lífháttum s.s. næringu, hreyfingu og hvíld. Fræðslu um skaðsemi vímuefna. Siðgæði og umburðarlyndi. Vinnu gegn einelti. Jafnrétti og vinnu gegn hvers kyns fordómum. Þjálfun í sjálfstæðum, öguðum og gagnrýnum vinnubrögðum. Hæfileika hvers og eins og byggja upp metnað. 18
Markmiðssetningu hvers og eins og framtíðaráætlun til að stefna að.
Lífsleikni. Lífsleikni er námsgrein sem allir umsjónarkennarar kenna sérstaklega í 1..-10. bekk. Námsgreinin á að stuðla að því að byggja upp alhliða þroska nemandans til þess að hann geti betur tekist á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Yfirheiti á viðfangsefnum sem unnið er með í lífsleikni eru sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll. SÁTT Í Seljaskóla vinnum við út frá ákveðnum gildum sem um leið eru einkunnarorð skólans. Þessi gildi eru SAMVINNA, ÁBYRGÐ, TRAUST OG TILLITSSEMI. Upphafsstafir þessara orða mynda saman orðið SÁTT. Í daglegu tali tölum við í Seljaskóla um SÁTT þegar við eigum við það hegðunarkerfi sem við vinnum eftir og nefnist á ensku PBS (Positive Behavior Support) eða heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun. PBS – Stuðningur við jákvæða hegðun (Positive behavior support) PBS er heildstætt vinnulag sem hefur þann tilgang að hvetja til jákvæðrar hegðunar með kerfisbundum hætti til að vinna gegn þeirri tilhneigingu að einblína á neikvæða hegðun og refsingar. PBS er þríþætt kerfi sem nær til alls skólasamfélagsins. Það felur í sér stuðningskerfi fyrir bekki, einstaka nemendur og stuðning utan bekkjaraðstæðna. Kerfið miðar að því að allir stafsmenn skóla komi að mótun og viðhaldi æskilegrar hegðunar í skólanum. PBS er árangursprófað og viðurkennt vinnulag sem með kerfisbundnum hætti hvetur til æskilegrar hegðunar, eykur félagsfærni, bætir samskipti og dregur úr hegðunarvanda. Áhersla er lögð á jákvæð samskipti, skýr fyrirmæli og hrós. Markmið PBS eru að: • auka félagsfærni og nám barna með því að skilgreina æskilega hegðun, kenna hana og styðja við hana. • draga úr óæskilegri hegðun með því að búa til einfaldar og skýrar reglur um samskipti. Lögð er áhersla á fyrirsjáanlegar afleiðingar óæskilegrar hegðunar. • samræma aðgerðir og vinnulag starfsfólks skóla til þess að auka æskilega hegðun og koma í veg fyrir eða draga úr óæskilegri hegðun. 6.08 Viðbragðsáætlun Seljaskóla. Hvert á að leita þegar eftirfarandi mál koma upp ? Agamál: Til umsjónarkennara og stjórnenda. Áföll: Til umsjónarkennara og stjórnenda. Einelti: Til umsjónarkennara, námsráðgjafa og stjórnenda. Félagsleg mál: Til umsjónarkennara, námsráðgjafa, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og skólahjúkrunarfræðings. Hegðunarerfiðleikar: Til umsjónarkennara, stjórnenda og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Heilsufarsmál: Til umsjónarkennara, skólahjúkrunarfræðings, námsráðgjafa og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Námserfiðleikar: Til umsjónarkennara, námsráðgjafa og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Vímuefnamál: Til umsjónarkennara, námsráðgjafa, skólahjúkrunarfræðings og stjórnenda.
19
Annað forvarnastarf sem tengist skólanum: Vinahópastarf í bekkjum. Félagsstarf í skólanum. Samstarf heimilis og skóla. Þemadagar í skólanum. Fræðsla sem nemendur fá frá ýmsum aðilum utan skólans. Samstarf við félagsmiðstöð, lögreglu og félagsþjónustu. Samstarf í einstaka tilvikum við Vinnuskóla Reykjavíkur um atvinnutengt nám. 6.09 Náms- og starfsráðgjöf Náms- og starfsráðgjafi skólans er Guðný Pálsdóttir gudny.thuridur.palsdottir@reykjavik.is Hlutverk náms- og starfsráðgjafa felst í að: styðja við nemendur og liðsinna þeim í málum er snerta nám þeirra. vinna í nánu samstarfi við foreldra og umsjónarkennara eftir því sem við á. sitja fundi nemendaverndarráðs skólans og hafa samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan eða utan skólans og vísa málum nemenda til þeirra eftir því sem við á. náms- og starfsráðgjafi er bundinn trúnaði varðandi málefni nemenda sem til hans leita. Aðstaða náms- og starfsráðgjafa er í húsi þrjú. Nemendur og/eða foreldrar geta fengið viðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa frá mánudegi til föstudags. Nemendur geta sjálfir bankað upp á hjá náms- og starfsráðgjafa eða fengið aðstoð foreldra eða kennara við að fá viðtal. Viðtalstímar eru ákveðnir eftir samkomulagi. Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa í skólanum eru: Námstækni ráðgjöf við nemendur um skipulögð vinnubrögð í námi. Náms- og starfsráðgjöf við nemendur sem standa frammi við val á námsgreinum og framhaldsskóla. Við valið eru áhugasvið nemenda og hæfileikar hafðir að leiðarljósi. Náms- og starfsfræðsla valgrein fyrir nemendur í 10.bekk þar sem tekin er fyrir námstækni og farið í starfskynningu í fyrirtæki og heimsóknir í framhaldsskóla. Persónuleg ráðgjöf við nemendur vegna m.a. erfiðra samskipta, kvíða, og eineltis. Forvarnir t.d. gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skólans.
6.10 Nemendaverndarráð Nemendaverndarráð starfar í skólanum samkvæmt lögum. Þar sitja hjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi, aðstoðarskólastjórar og skólastjóri. Einnig sitja í því tengiliður frá Þjónustumiðstöð Breiðholts (sálfræðingur, sérkennsluráðgjafi og félagsráðgjafi til skiptis). Fundir ráðsins eru á miðvikudögum. Nemendaverndarráð fjallar um öll þau mál nemenda sem þurfa sérstakrar umfjöllunar við. Tilvísanir eða beiðnir um aðstoð frá kennurum eða foreldrum eru teknar fyrir á fundunum og 20
málum vísað til réttra aðila, s.s. hjúkrunarfræðings, sálfræðings, námsráðgjafa, sérkennara eða annað. Skólanum ber samkv. Reglugerð 584/2010 að upplýsa foreldra um ef máli barna þeirra er formlega vísað til nemendaverndarráðs. 6.11 Áfallaráð Við Seljaskóla er starfandi áfallaráð. Þar sitja eftirtaldir aðilar: aðstoðarskólastjórar, hjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi, ritarar, skrifstofustjóri, skólastjóri og sóknarprestur. Hlutverk áfallaráðs er að vera skólastjórnendum og öðru starfsfólki skólans til aðstoðar við að mæta ýmiss konar áföllum sem nemendur og/eða starfsfólk verða fyrir eða tengjast með einum eða öðrum hætti. 6.12 Sálfræðiþjónusta Sálfræðingur skólans er Kristbjörg Þórisdóttir. Sálfræðiþjónustan í Seljaskóla er rekin af Þjónustumiðstöð Breiðholts. Sími: 411 1300. Oftast eru það kennarar og/eða foreldrar barns sem leita eftir aðstoð sálfræðings. Skilyrði fyrir því að sálfræðingur taki málið til úrlausnar er að umbeðnar upplýsingar á tilvísunarblaði séu veittar. Tilvísunareyðublað er hjá deildarstjóra sérkennslu. Æskilegt er að foreldrar hafi samráð við kennarann þegar þeir hyggjast leita eftir sálfræðiaðstoð fyrir barn sitt. Ákvörðun um forgangsröðun mála er tekin af nemendaverndarráði skólans. Sálfræðingur vinnur með nemendum sem eiga í sálrænum og félagslegum erfiðleikum þar sem þessir erfiðleikar hafa áhrif á nám og aðlögun í skóla. Inngrip sálfræðings felur m.a. í sér athugun og mat á þroska, hegðun og líðan nemandans samkvæmt niðurstöðum úr viðtölum, sálfræðilegum prófum, bekkjar- og atferlisathugunum. Sálfræðingur gerir tillögur til úrbóta og tekur þátt í gerð áætlana um aðstoð við einstaka nemendur í samvinnu við fulltrúa í nemendaverndarráði, kennara og foreldra. 6.13 Heilsugæsla Heilsugæsla í Seljaskóla heyrir undir Heilsugæslustöðina í Mjódd. Heilsugæsla skólabarna er markvisst framhald af ung- og smábarnavernd og á að efla heilbrigði barns og stuðla að vellíðan þess í samvinnu við foreldra. Við upphaf skólagöngu fær skólahjúkrunarfræðingur heilbrigðisskýrslu barnsins frá þeirri heilsugæslustöð sem hefur þjónað því. Þegar barn flytur á milli skóla fer skýrsla barnsins til viðkomandi skólahjúkrunarfræðings eða heilsugæslustöðvar. Tekið skal fram að farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og að skýrslurnar eru geymdar í læstum skjalaskápum. Hjúkrunarfræðingar Seljaskóla eru Margrét Magnúsdóttir seljaskoli@skoli.hg.is og Margrét Valdemarsdóttir seljaskoli@skoli.hg.is. Á skrifstofu skólans er hægt að fá upplýsingar um viðverutíma hjúkrunarfræðinga.
21
6.14 Jafnréttisáætlun Inngangur Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla frá árinu 2000 ber öllum fyrirtækjum og stofnunum sem hafa fleiri er 25 starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlun. Markmiðið með lagaskyldunni ,,...er að atvinnurekendur geti nýtt sér hæfileika og færni allra starfsmanna sinna á sem bestan hátt um leið og þeim hindrunum sem geta verið í vegi bæði karla og kvenna er rutt úr vegi.“ Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar er m.a. byggð á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000. Áherslan á jafnan rétt kvenna og karla skal vera sýnileg í allri starfsemi borgarinnar og staða kynjanna á að skoðast sérstaklega í öllum þeim hópum sem stefnan nær til (1.3). Mannréttindastefnan er ennfremur byggð á jafnræðisreglunni og miðar að því að allar manneskjur fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars, eða annarrar stöðu. Grunnskólinn hefur því miklar skyldur og ábyrgð í jafnréttismálum. Í Aðalnámskrá grunnskóla 2007 má finna ákvæði sem fjalla um jafnrétti. Stjórnendur skóla bera ábyrgð á að: Fræðsla og jafnrétti sé hluti af skólastarfi. Námsefni mismuni ekki kynjum, vinni gegn fordómum og hafi mannréttindi allra hópa að leiðarljósi. Kennsluhættir taki mið af því fjölbreytta samfélagi sem við búum í. Í náms- og starfsfræðslu sé lögð áhersla á að kynna báðum kynjum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin kvenna- eða karlastörf. Í Lögum um grunnskóla frá 2006 – 29. grein segir; „Í starfi skólans skal leggja áherslu á að búa bæði kynin jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi. Markmið náms og kennslu og starfshættir grunnskóla skulu vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun vegna uppruna, kyns, kynhneigðar, búsetu, stéttar, trúarbragða, fötlunar eða stöðu að öðru leyti.“ Jafnréttisáætlun Seljaskóla tekur til annars vegar nemenda og hins vegar starfsmanna. Helsti áhersluþátturinn í skólastarfinu er að nemendur, kennarar og annað starfsfólk nái hámarksárangri og skólastarfið miði að því að styrkja og efla hvern og einn til framfara og þroska. Mikilvægt er að starfið mótist af metnaði og hvatningu til sjálfstæðra verka og aukinnar víðsýni, þar sem hver og einn fær notið sín á eigin forsendum. Samskipti einstaklinga eiga að grundvallast á gagnkvæmri virðingu, kurteisi og tillitssemi, sem er forsenda þess að hverjum og einum líði vel. Gagnkvæmt traust og jákvæð og uppbyggileg samskipti móta öðru fremur góðan starfsanda. Skólastarf í anda jafnréttis tekur mið af mismunandi hæfileikum fólks, Því er haft að leiðarljósi í skólastarfi Seljaskóla að tækifæri nemenda og starfsfólks byggi fyrst og fremst á hæfileikum og færni. Í Seljaskóla á sér reglulega stað innra mat á skólastarfinu, hvort sem um er að ræða starfsmannasamtöl, starfsmannakannanir eða kannanir meðal nemenda og foreldra. Með þessum könnunum gefst gott tækifæri til að kanna og leggja mat á stöðu jafnréttismála í skólanum. Jafnréttis- og mannréttindaáætlun skólans er kynnt fyrir öllum þeim sem að skólastarfinu koma. Þar sem um grunnskóla er að ræða er hún kynnt sérstaklega fyrir foreldrum og er þar lögð áhersla á þann hluta hennar sem snýr að nemendum. Áætlunina má nálgast á heimasíðu skólans. 22
Mikilvægt er að nemendur og starfsfólk skólans hafi jafnan rétt til að hafa áhrif á skólastarfið, stefnumótun og ákvarðanatöku og skal reynt að tryggja það með sem bestum hætti. Það má líta á jafnréttisáætlun sem viljayfirlýsingu. Skólastjóri ber endanlega ábyrgð á jafnréttisáætlun skólans. Hins vegar getur hann falið kennurum / starfsmönnum að semja hana og fylgja henni eftir. Árlega þarf að fara í gegnum áætlunina, uppfæra tölulegar upplýsingar og skipuleggja skólastarfið í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið fram. Einnig er nauðsynlegt að endurskoða jafnréttisáætlunina í heild sinni t.d. á þriggja ára tímabili. Nemendur Lögð er áhersla á að nemendur læri að þekkja og tjá eigin tilfinningar. Þeir eiga jafnframt að kunna að virða tilfinningar annarra óháð uppruna, kyni, búsetu, trú eða fötlun. Kennsluaðferðir eða námsgögn mega á engan hátt mismuna nemendum enda eiga allir nemendur jafnan rétt til náms. Við röðun í námshópa skal leitast við að hafa sem jafnast hlutfall drengja og stúlkna í hverjum námshópi. Öll vinna nemenda skal vera í anda jafnréttis þar sem lögð er sérstök áhersla á að nemendur rækti með sér samkennd, samhygð og virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra. Nemendur eiga að hafa jafnrétti að leiðarljósi í öllum samskiptum. Reglulega er lagðar fyrir nemendur kannanir um t.d. líðan, sjálfsmynd, áform og virkni. Komi í ljós verulegur munum á svörum kynjanna er unnið með þær niðurstöður og kannað hvað valdi og hvað sé til úrbóta. Þetta sjálfsmat nemenda má einnig nota sem innlegg í nemendaog foreldrasamtöl. Skoða á árlega einkunnir að vori í 4., 7. og 10. bekk og greina þær eftir kynjum. Ef í ljós kemur verulegur munur á einkunnum nemenda eftir kyni þarf að grípa til sérstakra aðgerða með það fyrir augum að staða kynja verði sem jöfnust. Það er lykilatriði að vinna markvisst með jafnrétti í lífsleiknitímum. Þó svo að lífsleikni komi ekki inn í námskrá fyrr en í 4. bekk er allt skólastarf yngri nemenda samofið lífsleikniáherslum eða -þjálfun. Vinna þarf gegn stöðluðum ímyndum kynjanna meðal annars með markvissum heimsóknum foreldra í skóla þar sem þeir kynna mismunandi störf og starfsvettvang sinn. Einnig þarf að vinna með gildismat og fordóma í gegnum almennar umræður. Kynna þarf sérstaklega fyrir stelpum nám og störf í tækni- og iðngreinum og fyrir strákum hefðbundin störf sem flokkast til uppeldis- og umönnunarstarfa. Allir kennarar skólans verða að skoða og meta allt námsefni út frá jafnréttissjónarmiði. Það þarf að hafa að leiðarljósi að vinna með námsefni/kennslugögn sem byggja á jafnréttishugmyndum. Allar námsgreinar tengjast beint eða óbeint jafnrétti. Sérstaklega er nauðsynlegt að huga að þeim greinum sem tengjast öðru kyninu fremur en hinu, sbr. starfsval síðar á lífsleiðinni. Kennarar þurfa að beita fjölbreyttum kennsluháttum þannig að nemendur fái kennslu við hæfi og ólík reynsla og gildismat fái notið sín. Haft er að leiðarljósi í skólastarfinu að þátttaka kynjanna í sem flestum þáttum starfsins sé sem jöfnust. Varðandi félagslíf nemenda þarf að hafa að leiðarljósi jafnan hlut kynja við val í nemendaráð og við hvert það tækifæri þegar nemandi eða nemendur skólans koma fram fyrir hans hönd. Kynferðisleg áreitni og einelti verða ekki liðin. Gera þarf nemendum ljóst að kynferðisleg áreitni sé ekki liðin í skólanum. Meðferð slíkra mála verða sett í ákveðinn farveg sbr. einelti og áföll. Nemendaverndarráð, skólasálfræðingur, skólahjúkrunarfræðingur, lífsleiknikennari og/eða námsráðgjafi eiga að taka að sér þessa fræðslu og vinnu með nemendum. Það þarf að gera nemendum grein fyrir því að áreitni getur birst í mörgum myndum s.s. í orðum eða látbragði. Nemendur eiga hvorki að sætta sig við áreitni af hendi samnemenda né starfsmanna skólans. Virk samvinna við stoðþjónustuna; 23
Þjónustumiðstöð, Barnavernd, Barnahús og lögreglu er nauðsynleg til þess að hægt sé að tryggja sem best velferð nemenda. Rík áhersla er lögð á gagnkvæma og trausta samvinnu við heimili nemenda og ýmis félagasamtök í hverfinu t.d. íþróttafélag, félagsmiðstöð og kirkjuna. Starfsmenn Starfsmenn skólans eiga að njóta sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar óháð uppruna, kyni, búsetu, trú eða fötlun. Þeir eiga einnig að búa við jafna möguleika til stöðuhækkana, stöðubreytinga og breytinga á vinnuaðstæðum. Launajafnrétti er í skólanum fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Öllum starfsmönnum þarf að vera ljóst að kynferðisleg áreitni verði aldrei liðin í skólanum. Starfsmenn eiga alls ekki að sætta sig við kynferðislega áreitni en áreitni getur birst í mörgum myndum s.s. í orðum eða látbragði. Stjórnendur bera ábyrgð á því að kynferðisleg áreitni viðgangist ekki í skólanum og meðferð slíkra mála er í þeirra höndum. Í anda jafnréttislaga eiga stjórnendur að leitast við að gera nauðsynlegar ráðstafanir þannig að starfsmenn, jafnt karlar sem konur, geti samræmt sem best starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu. Einelti er ekki liðið í starfsmannahópi Seljaskóla en komi slík mál upp er þeim vísað til sérstaks teymis á Menntasviði Reykjavíkur. Umræðu um jafnréttisáætlunina, bæði það sem snýr að starfsmönnum og nemendum, þarf að taka upp árlega á starfsmannafundum. Framkvæmd, eftirfylgni og endurskoðun Mikilvægt er að fram fari faglegt og reglubundið mat á áhrifum jafnréttisáætlunar og jafnréttisstarfs í skólanum. Niðurstöður matsins eru kynntar reglulega fyrir nemendum, starfsfólki og forráðamönnum. Til að jafnréttisáætlun skili árangri er nauðsynlegt að hafa skýra mælikvarða í tengslum við þau markmið sem koma fram í áætluninni. Þau matstæki sem lögð eru til grundvallar eru starfsmannasamtöl, viðhorfakannanir meðal nemenda, starfsmanna og forráðamanna. Jafnréttisáætlun Seljaskóla byggir á: Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar frá 2006. Sjá: www.reykjavik.is Lögum um grunnskóla nr. 91/2008 Lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2008 Aðalnámskrá grunnskóla. Skólanámskrá Seljaskóla Um gerð jafnréttisáætlana fyrirtækja og stofnana. útg. Jafnréttisstofa. Sjá heimasíðu Jafnréttisstofu, www.jafnretti.is Jafnréttisáætlanir: Aðferð til árangurs. útg. Jafnréttisstofa. Sjá heimasíðu Jafnréttisstofu, www.jafnretti.is 6.15 Samstarf við lögreglu. Mánaðarlega eru haldnir s.k. SLÖFF fundir en það eru samráðsfundir Seljaskóla, lögreglunnar, Ölduselsskóla, Félagsmiðstöðvarinnar og Félagsþjónustunnar (nú Þjónustumiðstöð Breiðholts). Meginmarkmiðið er að vinna að forvörnum með börnum og unglingum í Seljahverfi.
24
6.16 Einelti - forvarnir Í SÁTTinni er áhersla lögð á gildin/einkunnarorðin Samvinna, Ábyrgð, Traust og Tillitssemi. Við einbeitum okkur að því að kenna og styrkja markvisst jákvæða hegðun og vinna gegn óæskilegri hegðun á samræmdan hátt. Ákveðið skipulag er á eftirliti á skólalóð og göngum. Ýtt er undir æskilega hegðun en óæskileg leiðrétt og skráð eftir fyrirfram ákveðnum leiðum. Sjá nánar um SÁTT á heimasíðu skólans og www.reykjavik.is/pbs Stöndum saman Í byrjun mars 2012 hóf Seljaskóli innleiðingu á efninu Stöndum saman. Það er um eineltisforvarnir í heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun í skóla (PBS). Við köllum verkefnið Stöndum saman í SÁTT í takt við gildi og einkunnarorð skólans. Stöndum saman í SÁTT byggir á þeirri þekkingu og þjálfun sem starfsfólk skólans hefur öðlast undanfarin ár. Um leið og félagsfærni er æfð með nemendum eru þeim kenndar aðferðir til að bera kennsl á og stöðva óæskilega hegðun sem beinist að þeim sjálfum eða skólafélögum þeirra. Þannig er lögð áhersla á að hver nemandi þekki og passi upp á sín mörk. Nemendum eru einnig kenndar leiðir til að stoppa sig af ef þeir ganga of langt gagnvart öðrum, hvort sem þeir eru sammála því eða ekki. Öllum nemendum er kennt að nota „hættumerkið“ og ákveðið þriggja þrepa ferli ef þeir lenda í samskiptum sem þeir kæra sig ekki um. Nemendum ber að segja „hættu“ og nota „hættumerkið“ (samskonar tákn og stöðvunarmerki umferðarlögreglu). Virki það geta allir haldið sínu áfram. Ef neikvæð samskipti halda áfram á að ganga í burtu úr aðstæðum og ef það dugir ekki til skal láta fullorðinn vita. hættu gakktu burt segðu frá Allt starfsfólk bregst við með fyrirfram ákveðnum, samræmdum aðgerðum. Þegar nemandi kemur til starfsmanns fer hann yfir ákveðin atriði með nemanda og ræðir einnig við þann sem átti upptökin að neikvæðum samskiptum. Lögð er áhersla á að minna nemendur á og þjálfa í réttum viðbrögðum eins og þörf er á. Efnið sem við styðjumst við er bandarískt en þýtt og staðfært af þeim Hrund Þrándardóttur og Margréti Birnu Þórarinsdóttur, sálfræðingum á Þjónustumiðstöð Breiðholts. Hægt er að nálgast handbók og kynna sér efnið nánar á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/pbs Helstu markmið eru að koma í veg fyrir einelti og skapa þannig skólabrag að einelti sé aldrei liðið. Nemendur fá kennslu og hvatningu í æskilegri hegðun á meðan tekið er á óæskilegri hegðun með þeim aðferðum sem lýst er hér að framan ásamt agaferli skólans. Bekkjarfundir Bekkjarfundir eru haldnir reglulega í hverjum bekk. Þar fá nemendur tækifæri til að ræða gildi og væntingar innan hópsins. Rædd eru samskiptamál sem upp koma og unnið að lausn vanda. Lögð er áhersla á að gæta jafnréttis, að skoðanir allra heyrist og að enginn þurfi að standa einn.
25
Tengslakönnun Tengslakönnun er lögð fyrir í hverjum bekk a.m.k. einu sinni á hverri önn. Með því er hægt að fá vísbendingar um félagatengsl og líðan nemenda og bregðast við ef um félagslega einangrun og/eða vanlíðan virðist vera að ræða. Forvarnir gegn einelti – hvað geta foreldrar gert?
Vera góðar fyrirmyndir barna sinna í samskiptum við aðra. Fylgjast með líðan barnanna með því að hlusta á þau. Efla sterkar hliðar barnanna til að auka hjá þeim sjálfstraust. Tala við börnin um einelti og fá þau til að setja sig í spor þolenda. Fylgjast með notkun barnanna á netinu og í farsímum. Vera sérstaklega á varðbergi gagnvart skriflegum og rafrænum skilaboðum. Hvetja börnin til að vera saman í leikjum og ekki útiloka neinn. Hvetja börnin til að segja frá ef einhver er lagður í einelti. Hafa strax samband við skólann ef grunur vaknar um einelti. Vera í góðu sambandi við umsjónarkennara barnsins. Foreldrar tali saman sín á milli. Stofna til vinahópa í bekkjum.
6.17 Viðbragðsáætlun gegn einelti Ákveðið viðbragðsferli fer af stað þegar tilkynning berst um einelti. Í ferlinu er rík áhersla lögð á samvinnu skóla og foreldra til að vinna megi sem best úr hverju máli. Einelti er endurtekið, óþægilegt og meiðandi áreiti sem beinist gegn ákveðnum einstaklingi sem á erfitt með að verja sig. Áreitið gerist nokkrum sinnum í mánuði, nokkrum sinnum í viku eða oftar og einkennist af ójafnvægi í valdi eða styrk. Vinnuferli Hver sá er fær vitneskju um einelti í skólanum skal gera umsjónarkennara þolanda grein fyrir málinu. Umsjónarkennari greinir málið samkvæmt skilgreiningu skólans á einelti með því að fá upplýsingar frá þolanda, forráðamönnum hans, hugsanlegum gerendum og starfsfólki skólans. Hann ráðfærir sig við lausnateymi skólans á hvaða stigum málsins sem er. Meti umsjónarkennari og lausnateymi að um einelti sé að ræða er forráðamönnum aðila málsins gerð grein fyrir stöðunni. Farið er yfir
aðgerðir skólans til aðstoðar þolanda og gerenda.
hvað forráðamenn geta gert til aðstoðar barni sínu og skólanum og hver ábyrgð forráðamanna er í meðferð eineltismála.
mikilvægi samstarfs forráðamanna og umsjónarkennara um eftirfylgd málsins.
að foreldrar geta sjálfir haft samband við lausnateymi skólans. 26
Umsjónarkennari skráir allt ferlið og forráðamenn eru einnig hvattir til að skrá hjá sér málsatvik. Lausnateymið gerir skólastjórnendum og því starfsfólki , sem að málinu kemur, grein fyrir stöðunni hverju sinni. Beri framangreindar aðgerðir ekki árangur að mati lausnateymis og forráðamanna er málinu vísað til nemendaverndarráðs. Í lausnateyminu eru alltaf stjórnandi og námsráðgjafi. Umsjónarkennari þolanda verður hluti teymisins meðan viðkomandi mál er í vinnslu.
7.
Stjórnkerfi skólans - skipurit
Í samræmi við lög um grunnskóla nr.91/2008 fer menntamálaráðherra með yfirstjórn grunnskóla í landinu en sveitarfélögum ber að halda skóla fyrir öll börn á aldrinum 6 – 16 ára. Menntasvið Reykjavíkurborgar hefur yfirumsjón með skólamálum borgarinnar. Skólastjóri ber ábyrgð á rekstri skólans. Auk er aðstoðarskólastjóri starfandi við skólann. Fjármálastjóri stýrir daglegum rekstri skrifstofunnar og deildarstjóri sérkennslu ber ábyrgð á sérkennslu skólans og skipuleggur starf stuðningsfulltrúa. Umsjónarmaður ber ábyrgð á að húsnæði, búnaður og lóð skólans séu í fullnægjandi ástandi og er verkstjórn skólaliða í höndum hans. 7.01 Stjórnendateymi Seljaskóla Þórður Kristjánsson Margrét Á. Sigursteinsd. Guðrún Guðmundsdóttir Inga Jóna Halldórsd. Karl Einarsson
Skólastjóri Aðstoðarskólastjóri Aðstoðarskólastjóri Fjármálastjóri Umsjónarmaður
27
thordur.kristjansson@reykjavik.is margret.arny.sigursteinsdottir@reykjavik.is gudrun.gudmundsdottir2@reykjavik.is inga.jona.halldorsdottir@reykjavik.is karl.axel.einarsson@reykjavik.is
7.02 Skólaráð Við skólann starfar skólaráð sem skipað er þremur fulltrúum foreldra, tveimur fulltrúum nemenda, tveimur fulltrúum kennara, einum fulltrúa annarra starfsmanna og skólastjóra sem stjórnar fundum. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Það tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráðið fundar að jafnaði einu sinni í mánuði á skólatíma. Fundargerðir skólaráðsins og ályktanir eru aðgengilegar á heimasíðu skólans. 7.03 Skólaráðsfulltrúar skólaárið 2012-2013 Skólastjóri Þórður Kristjánsson – thordur.kristjansson@reykjavik.is Fulltrúar foreldra Guðrún Sólveig Ágústsdóttir – netfang: solla.a@hotmail.com - s. 6929345 Dröfn Vilhjálmsdóttir – netfang: drofn72@hotmail.com - s. 6960672 Kolbrún Sigurþórsdóttir – netfang: sigurthors79@hotmail.com Fulltrúar nemenda Katrín Björk Kristjánsdóttir 10.HB Andrea Björg Omarsdóttir 10.RB 28
Fulltrúar kennara Kristín Friðbjörnsdóttir – kristin.g.fridbjornsdottir@reykjavik.is Þórir Brjánn Ingvarsson – thorir.brjann.ingvarsson@reykjavik.is Fulltrúi annarra starfsmanna Kristín Auðunsdóttir – kristin.audunsdottir@reykjavik.is 7.04 Símenntunaráætlun skólans Að hausti skila kennarar til skólastjóra einstaklings símenntunaráætlun til samþykktar. Kennari heldur utan um sína áætlun yfir veturinn. Að vori er fara skólastjóri og kennari yfir áætlunina. Skólinn tekur frá ákveðinn tímafjölda sem notað er í sameiginlega símenntun. Áætlun um þennan hluta er gerð í upphafi hvorrar annar.
8.
Starfsfólk skólans
Aðalheiður Kristjánsdóttir Aleksandra Stikic Anna Sveinsdóttir Ásrún Ólafsdóttir Ásta Ásdís Sæmundsdóttir Ásta Kristín Haraldsdóttir Bergdís Finnbogadóttir Berglind Sigurgeirsdóttir Dagný Sif Einarsdóttir Davíð Snorri Jónasson Elín Traustadóttir Elsa Hrönn Reynisdóttir Emilía Magnúsdóttir Erla Björk Theodórsdóttir Erla Jóhannsdóttir Erna Martinsdóttir Erna Martinsdóttir Eva Þórey Haraldsdóttir Friðbjörg Sif Grjetarsdóttir Gauti Ástþórsson Guðný Pálsdóttir Guðríður Margrét Jónsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Guðrún Lára Skarphéðinsdóttir Guðvarður B. Halldórsson Hafdís Ágústsdóttir Halla Guðmundsdóttir Halldóra Sigurðardóttir
Kennari Skólaliði Kennari Heimilisfræðikennari Sérkennari Kennari Kennari Smíða/heimilisfræðik. Myndmenntakennari Sérkennari Kennari Kennari Textíl-/myndmenntak. Grunnskólakennari Kennari Skólaliði Skólaliði Kennari Grunnskólakennari Kennari Námsráðgjafi Sérkennari Aðstoðarskólastjóri Sérkennari Smíðakennari Stundakennari Skólaliði Stuðningsfulltrúi 29
Adalheidur.Kristjansdottir@reykjavik.is Aleksandra.Stikic@reykjavik.is Anna.Sveinsdottir@reykjavik.is Asrun.Olafsdottir@reykjavik.is Asta.Asdis.Saemundsdottir@reykjavik.is Asta.Kristin.Haraldsdottir@reykjavik.is Bergdis.Finnbogadottir@reykjavik.is Berglind.Sigurgeirsdottir@reykjavik.is Dagny.Sif.Einarsdottir@reykjavik.is david.snorri.jonasson@reykjavik.is Elin.Traustadottir@reykjavik.is Elsa.Hronn.Reynisdottir@reykjavik.is Emilia.Gudrun.Magnusdottir@reykjavik.is Erla.Bjork.Theodorsdottir@reykjavik.is Erla.Johannsdottir@reykjavik.is Erna.Martinsdottir@reykjavik.is Erna.Martinsdottir@reykjavik.is Eva.Thorey.Haraldsdottir@reykjavik.is Fridbjorg.Sif.Gretarsdottir@reykjavik.is Gauti.Thor.Astthorsson@reykjavik.is Gudny.Thuridur.Palsdottir@reykjavik.is Gudridur.M.Jonsdottir1@reykjavik.is Gudrun.Gudmundsdottir2@reykjavik.is Gudrun.Lara.Skarphedinsdottir@reykjavik.is Gudvardur.B.Halldorsson@reykjavik.is Hafdis.Agustsdottir@reykjavik.is Halla.Elisabet.Gudmundsdottir@reykjavik.is
Helga Brynleifsdóttir Helga Klara Alfreðsdóttir Hrund Hjaltadóttir Inga Jóna Halldórsdóttir Inga Lucia Þorsteinsdóttir Inga Magnúsdóttir Ingibjörg Gunnarsdóttir Íris Jónasdóttir Jadranka Bibic Jóhanna Árný Sigmundsdóttir Jóhanna Ólöf Gestsdóttir Jóhanna Qerimedóttir Jóna Linda Hilmisdóttir Julieta Abot Almy Karl Einarsson Kristín Auðunsdóttir Kristín Ármannsdóttir Kristín Breiðfjörð Kristín G. Friðbjörnsdóttir Kristín Jóhannsdóttir Kristjana Guðmundsdóttir Laufey Hjálmarsdóttir Leifur Harðarson Lilja Kristófersdóttir Margrét Árný Sigursteinsdóttir Margrét Guðvarðardóttir Margrét Magnúsdóttir Margrét Valdemarsdóttir María Reynisdóttir Ólafur B. Lárusson Ólafur Hrannar Kristjánsson Ólafur Þorkell Helgason Ósk Sigurjónsdóttir Pétur Pétursson Ragnheiður K. Jónsdóttir Ragnhildur Ásgeirsdóttir Rannveig Halldórsdóttir Rúna Berg Petersen S. Karen Lárusdóttir Sandra Ósk Ingvarsdóttir Sigríður Sif Grímsdóttir Sigrún Ágústa Harðardóttir
Kennari Skólaliði Kennari Fjármálastjóri Skólaliði Skólaliði Kennari Íþróttakennari Skólaliði Skólaritari Kennari Skólaliði Kennari Skólaliði Umsjónarmaður Stuðningsfulltrúi Kennari Skólaliði Kennari Textíl-/myndmenntak. Skólaliði/verkstjóri Kennari Íþróttakennari Kennari Aðstoðarskólastjóri Kennari Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur Kennari Kennari Stuðningsfulltrúi Matreiðslumaður Kennari Talkennari Skólaritari Sérkennari Kennari Kennari Skólaliði Skólaliði Kennari Kennari 30
Helga.Brynleifsdottir@reykjavik.is Helga.Klara.Alfredsdottir@reykjavik.is Hrund.Hjaltadottir@reykjavik.is Inga.Jona.Halldorsdottir@reykjavik.is Inga.Lucia.Thorsteinsdottir@reykjavik.is Inga.Sigridur.Magnusdottir@reykjavik.is Ingibjorg.Gunnarsdottir1@reykjavik.is Iris.Jonasdottir@reykjavik.is Jadranka.Bibic@reykjavik.is johanna.arny@reykjavik.is Johanna.Olof.Gestsdottir@reykjavik.is Johanna.Qerimedottir@reykjavik.is Jona.Linda.Hilmisdottir@reykjavik.is Julieta.Abot.Almy@reykjavik.is Karl.Axel.Einarsson@reykjavik.is Kristin.Audunsdottir@reykjavik.is Kristin.Armannsdottir@reykjavik.is Kristin.Breidfjord@reykjavik.is Kristin.G.Fridbjornsdottir@reykjavik.is Kristin.Johannsdottir@reykjavik.is Kristjana.Gudmundsdottir@reykjavik.is Laufey.Unnur.Hjalmarsdottir@reykjavik.is Leifur.Hardarson@reykjavik.is Lilja.Kristofersdottir@reykjavik.is Margret.Arny.Sigursteinsdottir@reykjavik.is Margret.Gudvardardottir@reykjavik.is seljaskoli@skoli.hg.is seljaskoli@skoli.hg.is Maria.Reynisdottir1@reykjavik.is Olafur.Bjorn.Larusson@reykjavik.is Olafur.Thorkell.Helgason@reykjavik.is Osk.Sigurjonsdottir@reykjavik.is Petur.Einar.Petursson@reykjavik.is Ragnheidur.Klara.Jonsdottir@reykjavik.is Ragnhildur.J.Asgeirsdottir@reykjavik.is Rannveig.G.Halldorsdottir@reykjavik.is Runa.Berg.Petersen@reykjavik.is Sigridur.Karen.Larusdottir@reykjavik.is Sigridur.Sif.Grimsdottir@reykjavik.is Sigrun.Agusta.Hardardottir@reykjavik.is
Sigrún Sighvatsdóttir Sigurbjörg Kristín Jónsdóttir Snezana Radivojevic Stefanía Guðmundsdóttir Steinunn Ragna Hauksdóttir Svala Ágústsdóttir Theodóra Rafnsdóttir Vilborg Þórhallsdóttir Þórður Kristjánsson Þórir Brjánn Ingvarsson Þórunn Brynja Jónasdóttir
Stundakennari þroskaþjálfi Skólaliði Sérkennari Sérkennari Kennari Kennari Tónmenntakennari Skólastjóri Kennari Kennari
Sigrun.Sighvatsdottir@reykjavik.is sigurbjorg.kristin.jonsdottir@reykjavik.is Snezana.Radivojevic@reykjavik.is Stefania.T.Gudmundsdottir@reykjavik.is Steinunn.Ragna.Hauksdottir@reykjavik.is Svala.Agustsdottir@reykjavik.is Theodora.Rafnsdottir@reykjavik.is Vilborg.Thorhallsdottir@reykjavik.is Thordur.Kristjansson@reykjavik.is Thorir.Brjann.Ingvarsson@reykjavik.is Thorunn.Brynja.Jonasdottir@reykjavik.is
8.01 Verksvið starfsmanna Skólastjóri Skólastjóri er yfirmaður skólans, stjórnar honum og veitir faglega forystu. Hann ræður starfsmenn og skipuleggur daglegt starf ásamt öðrum stjórnendum. Hann hefur yfirumsjón með faglegu starfi og símenntun starfsmanna og ber ábyrgð á því að rekstur skólans sé í samræmi við fjárhagsáætlun. Aðstoðarskólastjórar Aðstoðarskólastjórar bera ásamtskólastjóra ábyrgð á faglegu starfi í skólanum. Deildarstjóri sérkennslu Skipuleggur og heldur utan um sérkennslu og nýbúakennslu. Sinnir greiningum og sér um fyrirlögn ýmissa greiningarprófa. Leiðbeinir stuðningsfulltrúum í starfi og skipuleggur störf þeirra í samráði við umsjónarkennara. Situr nemendaverndarráðsfundi. Fjármálastjóri Vinnur rekstraráætlun með skólastjóra. Samþykkir reikninga og upplýsir skólastjóra reglulega um fjárhagsstöðu skólans. Fer yfir vinnustund og launalista. Er tengiliður launafulltrúa á mennta-sviði . Skipuleggur afleysingar v/forfalla. Sér um innkaup frá Námsgagnastofnun. Skólaritarar Sjá um daglega afgreiðslu, símaþjónustu og almenna upplýsingagjöf. Hafa umsjón með skrifstofuvörum, ljósritunar og fjölritunarvélum. Annast nemenda- og starfsmannaskráningu í samráði við yfirmann. Halda utan um skráningu nemenda í mötuneytið og sölu matarmiða til starfsmanna. Afgreiða hin ýmsu erindi nemenda eða vísa þeim á viðeigandi stað. Sinna öðrum störfum og verkefnum sem þeim eru falin af yfirmanni og falla undir verksvið hans. Kennarar Sjá um og bera ábyrgð á nemendahópum. Sjá til þess að nemendur fái kennslu og námsefni við sitt hæfi. Fylgjast með líðan nemenda og leitast við að skapa gott námsumhverfi. Funda með foreldrum/forráðamönnum. Meta og skrá námsframvindu nemenda, ástundun og ýmsa aðra þætti sem tengjast kennslu og skólastarfi. Sinna faglegum störfum og þróunarvinnu innan skólans í samvinnu við aðra starfsmenn.
31
Umsjónarkennarar Fylgjast náið með nemendum sínum í leik og starfi, leiðbeina þeim og ráðleggja varðandi persónuleg mál. Eru tengiliðir skólans við heimilin. Vinna með þeim kennurum sem kenna umsjónarnemendum þeirra, miðla til þeirra upplýsingum og halda utan um upplýsingar um sína nemendur. Sérgreinakennarar List- og verkgreinakennarar / íþróttakennarar / skólasafns- og tölvukennarar kenna og bera ábyrgð á kennslu í ákveðinni grein með mismunandi nemendahópum. Vinna með umsjónarkennurum, viða að sér upplýsingum frá þeim og miðla til þeirra um þeirra nemendur. Sérkennarar Kenna og bera ábyrgð á ákveðnum einstaklingum / nemendahópum sem þurfa á sértækri kennslu að halda. Vinna með umsjónarkennurum, viða að sér upplýsingum frá þeim og miðla til þeirra um þeirra nemendur. Stuðningsfulltrúar Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Starfið tekur mið af þar til gerðri áætlun sem hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemanda/nemenda á stuðningi í þeim tilvikum þar sem það er hægt. Þroskaþjálfi Þroskaþjálfi er samstarfsaðili kennara og annarra starfsmanna eftir því sem við á. Umsjónarkennarar og þroskaþjálfar starfa náið saman og gæta þess að verkaskipting þjóni sem best öllum einstaklingum bekkjarins/deildarinnar. Þroskaþjálfi ber ábyrgð á og annast þroskaþjálfun og umönnun nemenda með skilgreinda fötlun. Þroskaþjálfi skipuleggur þjálfunaraðstæður, velur/útbýr þjálfunar- og námsgögn eftir settum markmiðum. Hann metur árangur og endurskoðar markmið í samstarfi við samstarfsaðila og skilar niðurstöðum til næsta yfirmanns og/eða foreldra. Talkennari Talkennari kemur einu sinni í viku í Seljaskóla. Helstu viðfangsefni í talkennslu eru ýmsir framburðargallar, seinn málþroski og stam. Hann athugar framburð og málþroska allra 6 ára barna í skólanum. Einnig kannar hann eldri börn samkvæmt beiðni kennara eða foreldra. Námsráðgjafi Námsráðgjafi styður við nemendur og liðsinna þeim í málum er snerta nám þeirra. Hann vinnur í nánu samstarfi við foreldra og umsjónarkennara eftir því sem við á. Hann situr fundi nemendaverndarráðs skólans og hefur samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan og/eða utan skólans og vísa málum nemenda til þeirra eftir því sem við á. Umsjónarmaður Sér um að húsnæði, allur búnaður og lóð skólans séu ávallt í fullnægjandi ástandi og aðgengilegt fyrir starfsfólk og nemendur. Sér um opnun skólahúsnæðis að morgni og ber 32
ábyrgð á frágangi húsnæðis í lok skóladags. Sinnir almennu viðhaldi og sér um að lýsing og hiti skólahúsnæðis sé fullnægjandi. Hefur yfirumsjón með ræstingum og verkstýrir skólaliðum. Skólaliðar Aðstoða nemendur í leik og starfi utan kennslustunda. Sinna ganga- og frímínútnagæslu og aðstoð í matsal. Sjá um ræstingar á ákveðnum svæðum húsnæðisins. Sinna öðrum störfum innan skólans sem stjórnendur fela þeim og eðlilegt getur talist að falli undir þeirra verksvið. Matreiðslumaður Ber ábyrgð á rekstri mötuneytis skólans. Annast matseðlagerð, innkaup, matreiðslu og frágang matvæla. Er verkstjóri í mötuneyti. Ber ábyrgð á framreiðslu máltíða og að næringargildi sé í samræmi við manneldismarkmið. Hefur eftirlit með tækjum og búnaði í mötuneyti og ber ábyrgð á innra eftirlit. Sinnir öðrum störfum innan skólans í samráði við stjórnendur og sem eðlilegt getur talist að falli undir hans verksvið. Starfsfólk eldhúss Vinnur undir stjórn matreiðslumanns við matreiðslu, framreiðslu máltíða og frágang í eldhúsi og matsal. Sinna öðrum störfum innan skólans sem stjórnendur fela þeim og eðlilegt getur talist að falli undir þeirra verksvið. Skólahjúkrunarfræðingar Eru starfsmenn heilsugæslunnar í Mjódd. Á skrifstofu skólans er hægt að fá upplýsingar um viðverutíma hjúkrunarfræðinga. Heilsugæsla skólabarna er markvisst framhald af ung- og smábarnavernd og á að efla heilbrigði barns og stuðla að vellíðan þess í samvinnu við foreldra. 8.02 Trúnaðarmenn kennara Anna Sveinsdóttir Jóna Linda Hilmisdóttir - varamaður
Anna.Sveinsdottir@reykjavik.is Jona.Linda.Hilmisdottir@reykjavik.is
8.03 Öryggistrúnaðarmenn Ragnheiður K. Jónsdóttir Theodóra Rafnsdóttir
Ragnheidur.Klara.Jonsdottir@reykjavik.is Theodora.Rafnsdottir@reykjavik.is
8.04 Öryggisverðir Karl Einarsson Kristjana Guðmundsdóttir
Karl.Axel.Einarsson@reykjavik.is Kristjana.Gudmundsdottir@reykjavik.is
8.05 Móttaka nýrra starfsmanna Á fyrsta starfsdegi að hausti er starfsmannafundur þar sem skólastjóri fer yfir breytingar í starfsmannahaldi skólans og kynnir nýja starfsmenn. Við móttöku nýrra starfsmanna mun verða stuðst við gátlista sem starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar útbjó 2009.
8.06 Starfsmannastefna Seljaskóla Starfsmannastefna Seljaskóla byggir á starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar. 33
Leiðarljós Leiðarljós fyrir starfsmannastefnu Seljaskóla: virðing fyrir fólki samvinna jafnræði þekking og frumkvæði þjónustulund Í þessu felst að stjórnendur Seljaskóla: virða alla starfsmenn skólans og viðhorf þeirra mikils. virkja starfsmenn til að móta og bæta starfsemi skólans. starfa í anda jafnræðis og jafnréttis. bjóða upp á verkefni þar sem hæfileikar hvers og eins fá best notið sín. stuðla að því að starfsmenn geti aukið þekkingu sína og starfshæfni. leggja áherslu á gæði starfsins. upplýsa starfsmenn um hlutverk þeirra og ábyrgð. Þetta gerir þær kröfur til starfsmanna að þeir: virði samstarfsmenn sína. séu viðbúnir þróun og breytingum og taki þátt í þeim. viðhaldi þekkingu sinni og auki við hana. sinni starfi sínu af trúmennsku og trúnaði. Nánari útfærsla: Ráðningar Laus störf í Seljaskóla skulu auglýst í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar. Gæta skal jafnræðis í ráðningarferlinu. Ávallt skal leitast við að ráða sem hæfast starfsfólk til starfa. Umsækjendur skulu teknir í viðtal og öllum umsóknum svarað. Starfslok Starfsmenn sem láta af störfum við skólann skulu kvaddir af stjórnendum og þeim færður þakklætisvottur fyrir unnin störf. Komi til þess að segja þurfi starfsmanni upp störfum þurfa að vera fyrir því málefnalegar ástæður. Starfsmaður á rétt á skriflegum rökstuðningi fyrir uppsögn, óski hann þess. Sé um að ræða meintar ávirðingar í starfi, ber yfirmanni að veita skriflega áminningu, en veita starfsmanni fyrst tækifæri til að tjá sig um málið, nema ávirðingar séu svo alvarlegar að það réttlæti tafarlausa uppsögn. Starfslýsingar Starfslýsingar skulu vera til fyrir öll störf innan skólans. Þær gerir yfirmaður í samráði við þann/þá er starfinu sinnir. Kynning og fræðsla nýrra starfsmanna 34
Lögð er áhersla á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum í Seljaskóla. Þeim skal veitt grunnþekking á helstu þáttum skólastarfsins. Starfsáætlun Seljaskóla gegnir mikilvægu hlutverki. Stjórnendur skulu sjá til þess að hún sé uppfærð reglulega. Nýjum starfsmönnum skal tilnefndur sérstakur leiðbeinandi um tiltekinn tíma í upphafi starfsferils. Stórnendur funda sérstaklega með nýjum kennurum þar sem farið er yfir skólareglur, venjur og hefðir. Starfsmannasamtöl Starfsmenn Seljaskóla eiga rétt á starfsmannasamtölum a.m.k. einu sinni á ári. Tilgangur með samtölunum er að tryggja að kröfur og væntingar stjórnenda og starfsmanna séu ljósar og að samráð sé haft um umbætur þar sem þeirra er þörf. Símenntun Stjórnendur Seljaskóla munu beita sér fyrir því að starfsmenn skólans eigi kost á símenntun innan sem utan skólans til að auka þekkingu sína og faglega hæfni sem nýtist í starfi. Það er jafnt á ábyrgð starfsmanns sem stjórnenda að viðhalda og bæta fagþekkingu og aðra sérþekkingu sem nauðsynleg er í starfi. Viðleitni starfsmanna til að auka þannig hæfni sína er trygging þeirra fyrir starfsöryggi. Samskipti á vinnustað Stjórnendur Seljaskóla vilja stuðla að trausti í samskiptum á milli starfsmanna sinna. Reglur um boðleiðir og upplýsingastreymi skulu vera skýrar, einfaldar og aðgengilegar öllum. Stjórnendur Seljaskóla vilja stuðla að góðum starfsanda og að starfsmenn sýni samstarfsmönnum sínum og öðrum tilhlýðilega virðingu, umburðarlyndi og jákvætt viðmót. Starfsmaður sem með orðum, látbragði eða atferli, ógnar, truflar eða ögrar öðrum á vinnustað, leggur starfsmann í einelti eða sýnir honum kynferðislega áreitni, telst brjóta grundvallarreglur samskipta á vinnustað. Slík hegðun getur leitt til áminningar og jafnvel starfsmissis. Vinnuvernd og öryggismál Stjórnendum Seljaskóla ber að stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi og vellíðan starfsmanna. Starfsmenn bera sjálfir ábyrgð á að leggja rækt við eigin heilsu. Vinnuumhverfi skal vera laust við hættuleg efni og aðra vá eins og kostur er. Jafnframt ber starfsmönnum að fylgja þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra um öryggi og aðgæslu í starfi. Öryggisvörður og öryggistrúnaðarmenn eru kjörnir á hverju starfsári skólans.
Notkun tóbaks og vímuefna Notkun tóbaks, áfengra drykkja og annarra vímuefna er óheimil í skólanum og í umhverfi skólans. Notkun áfengra drykkja og annarra vímuefna í ferðum á vegum skólans er óheimil Þá er starfsmönnum óheimilt að nota tóbak í námunda við nemendur í ferðum á vegum skólans. Samræming vinnu og einkalífs Stjórnendur Seljaskóla vilja skapa starfsmönnum sínum aðstæður til að samræma kröfur starfs og einkalífs eins og kostur er. Því stefna stjórnendur að því að starfsmenn fái notið sveigjanleika í starfi þar sem hægt er að koma því við. 35
Ábyrgð og skyldur stjórnenda og annarra starfsmanna Stjórnendur og starfsfólk Seljaskóla bera sameiginlega ábyrgð á að framfylgja stefnumarkmiðum skólans sem sett eru af fræðsluyfirvöldum. Stjórnendur skólans eiga að tileinka sér nútímalega stjórnunarhætti. Þeir felast m.a. í jákvæðu viðhorfi til samstarfsmanna, virku upplýsingastreymi og dreifingu valds og ábyrgðar. Stjórnendur eiga jafnan að leitast við að hafa samráð við starfsmenn sína um málefni skólans og beita sér fyrir víðtækri sátt um þau. Stjórnendur bera ábyrgð á störfum starfsmanna. Stjórnendur Seljaskóla leggja áherslu á að starfsmenn séu stundvísir og við störf á þeim tíma sem samið hefur verið um og fram kemur í ráðningarsamningi. Stjórnendur eiga að fylgjast með mætingum, fjarveru á vinnutíma og brotthvarfi af vinnustað áður en reglulegum vinnudegi lýkur, kanna ástæður fyrir slíku og koma málum í rétt horf, þegar þess þarf. Siðareglur Í gildi eru siðareglur fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar og ná þær til allra starfsmanna borgarinnar. Í þeim er m.a. fjallað um almennar starfsskyldur, hæfni, hagsmunaárekstra, gjafir og fríðindi og val og ráðningar.
9.
Félagslíf – nemendafélag
Stjórn Nemendafélags Seljaskóla er skipuð níu nemendum úr 8.-10. bekk. Formaður og gjaldkeri sitja í 10. bekk, en auk þeirra skipa stjórnina tveir fulltrúar 10. bekkjar, þrír fulltrúar 9. bekkjar og tveir fulltrúar 8. bekkjar. Stjórn hvers skólaárs er kosin af nemendum 7.-9. bekkjar í beinni kosningu að vori skólaársins á undan. Í 1. - 7. bekk hafa umsjónarkennarar ásamt foreldrum umsjón með og skipuleggja félagsstarf nemenda. Skólinn er í samstarfi við Hólmasel sem er með opið hús fyrir nemendur á miðstigi tvisvar í viku.
9.01 Stjórn Nemendafélags Seljaskóla skólaárið 2012 -2013 Formaður: Katrín Björk Kristjánsdóttir 10.HB Fulltrúar 10. bekkjar: Andrea Björg Ómarsdóttir 10.RB - gjaldkeri Kristína M B Aðalsteinsdóttir 10.HB Melkorka Embla Hjartardóttir 10.HB Fulltrúar 9. bekkjar: Ása Valdimarsdóttir 9.MR Rakel Lilja Tryggvadóttir 9.GÁ Sara Ísey Isorena Guðjónsdóttir 9.GÁ Sara Karen Jóhannesdóttir 9.GÁ Fulltrúar 8. bekkjar: Birna Aradóttir 8.ÓL Salma Björk Haraldsdóttir 8.ÞB
36
9.02 Starfsáætlun nemendafélagsins: Starf Nemendafélags Seljaskóla skiptist í þrjá aðalþætti 1. Félagslíf Nemendafélag Seljaskóla heldur úti öflugu félagslífi yfir veturinn. Haldnir eru dansleikir þrisvar til fjórum sinum á misseri og á hverjum fimmtudegi er opið hús fyrir nemendur í samkomuhúsi skólans. Á opnum húsum er ýmislegt um að vera og til dæmis hafa verið haldin videokvöld, borðtennismót, Actionary keppni, karaoke kvöld og bingó.Stundum er farið út fyrir skólann, til dæmis í keilu eða bíó. Stjórn Nemendafélags Seljaskóla skipuleggur þess utan tvö til fjögur diskótek fyrir nemendur sjötta og sjöunda bekkjar yfir veturinn og á vorin er nemendum sjöunda bekkjar boðið á dansleik í unglingadeildinni til undirbúnings fyrir næsta vetur. Árshátið unglingadeildar er haldin í mars og er þá mikið um dýrðir. Stjórn Nemendafélags Seljaskóla ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd félagslífsins í samstarfi við félagsstarfskennara skólans. Almennar kosningar til stjórnar Nemendafélagsins fara fram á hverju vori þar sem hver árgangur kýs fulltrúa til setu í stjórninni á næsta skólaári. Félagslíf í Seljaskóla er skipulagt í samstarfi við félagsmiðstöð ÍTR í Hólmaseli sem m.a. leggur til gæsluaðila á viðburði. Þetta samstarf hefur verið ákaflega gott og ánægjulegt og er bráðnauðsynlegur hluti af gæfuríku skólastarfi. Skólinn tekur einnig þátt í þeim sameiginlegu viðburðum grunnskólanna í Reykjavík sem eru skipulagðir af ÍTR, t.d. spurningakeppninni Nema hvað? hæfileikakeppninni Skrekk, skólahreysti, íþróttamótum og ræðukeppni grunnskólanna. Á hverju hausti gefur Nemendafélag Seljaskóla út félagslífsdagatal þar sem grunnþættir í félagslífi vetrarins eru dagsettir, að því marki sem mögulegt er. Dagsetningar geta breyst með skömmum fyrirvara, auk þess sem keppnir og atburðir á vegum annarra en Nemendafélagsins eru ekki inni á dagatalinu. Allir slíkir atburðir, auk allra viðburða félagslífsins í skólanum birtast á viðburðadagatalinu hér á síðu skólans. 2. Hagsmunagæsla Nemendafélagið er talsmaður nemenda gagnvart skólastjórn og sinnir hagsmunagæslu fyrir nemendur á þeim vettvangi. Stjórn nemendafélagsin kýs í þessu skyni tvo fulltrúa úr sínum hópi til setu í skólaráði ásamt fulltrúum skólastjórnenda, starfsmanna og foreldra við skólann. Einnig er stjórn nemendafélagsins eða fulltrúar hennar gjarnan kölluð til þegar álits nemenda er óskað. 3. Fjáröflun Til að standa undir kostnaði við félagslíf, nemendaferðir og árshátíð stendur nemendafélagið fyrir fjáröflun jafnt og þétt yfir veturinn. Nemendafélagið rekur t.d. í þesum tilgangi sjoppu á öllum atburðum félagslífsins yfir veturinn. Auk afraksturs af sjoppu og aðgangseyri á atburði skipuleggur nemendafélagið nokkra sértæka fjáröflunaratburði og átök á skólaárinu. Helst ber þar að nefna jólakaffisölu og kökubasar sem haldinn er í samstarfi við jólaföndur foreldrafélags Seljaskóla. Jólaföndrið og kaffihús nemendafélagsins er orðinn árviss viðburður á aðventunni hjá mörgum og er afar hátíðlegt. Meðal annarra fjáröflunarátaka sem nemendafélagið hefur staðið fyrir er sala á merktum peysum og sala á salernispappír og eldhúspappír. Allur ágóði af fjáröflun nemendafélagsins fer beint til nemenda sjálfra í formi betra félagslífs, og er forsenda þess að nemendafélag Seljaskóla getur boðið nemendum upp á jafn fjölbreytt og sterkt félagslíf og raun ber vitni undanfarin ár. Meðal þess sem fjáröflunin stendur straum 37
af má nefna árshátíð nemendafélagsins, skífuþeytara og hljómsveitir á böllum, búninga og aukahluti í Skrekksatriði skólans, skreytingar á atburðum félagslífsins og ýmis kostnaður vegna nemendaferða. Stjórn nemendafélagsins ber alfarið ábyrgð á fjármunum félagsins og meðferð þeirra. 9.03 Félagslífsdagatal Seljaskóla 2011 – 2012 Sjá dagatalið á næstu síðu.
38
39
9.04 Útivistartími barna Í barnaverndarlögum er kveðið á um útivistartíma barna. Þar kemur fram að börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.
10.
Foreldrasamstarf
Allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum eru félagar í Foreldrafélagi Seljaskóla og eru fimm menn í stjórn og tveir til vara. Hlutverk félagsins er að styrkja skólann í hvívetna með því að efla kynni foreldra og nemenda, koma á fræðslufundum í samráði við skólann og standa fyrir ýmsum samkomum nemenda í skólanum meðal annars um jól og páska. Í fulltrúaráði eru þrír fulltrúar foreldra (bekkjarfulltrúar) í hverjum bekk. Þeir eru tengiliðir foreldrafélagsins við bekkina og í samstarfi við það varðandi ýmis félagsmál á skólaárinu og standa fyrir vinahópum í sínum bekk, koma að foreldrarölti og fleira. 10.01 Stjórn Foreldrafélags Seljaskóla 2011 - 2012 Formaður Sóley Rut Ísleifsdóttir netfang:soleyrut@visir.is Varaformaður Heiðdís Ösp Ingvadóttir netfang: heida@snaelandsvideo.is Aðrir í stjórn Björn Halldór Björnsson Dröfn Vilhjálmsdóttir Eyjólfur Örn Snjólfsson 10.02 Viðburðir á vegum foreldrafélagsins Jólaföndur - haldið í hátíðarsal Öskudagsskemmtun - haldin í íþróttasal skólans eftir hádegi á öskudag, kötturinn sleginn úr tunnunni ofl. Páskabingó - haldið í hátíðarsal, veglegir vinningar í boði Aðstoð við útskrift 10 bekkjar Í upphafi hver skólaárs er nýjum foreldrum við skólann boðið á kynningarfund um skólann. Þar starfsemi skólans kynnt og farið yfir stoðkerfi hans og aðra skólatengda þjónustu sem foreldrum og nemendum býðst. Í september er fundur með foreldrum nýnema í 1-10. bekk. Þar er farið yfir skipulagningu komandi skólaárs. Foreldrar barna í 8. bekk eru einnig boðaðir seinni hluta dags þar sem farið er yfir þær breytingar sem verða á námsfyrirkomulagi nemenda þegar þau hefja nám í unglingadeild. Foreldrar barna í öðrum árgöngum eru boðaðir í skólann að morgni til og kennarar fara yfir skipulag komandi vetrar. 40
10.03 Heimanám Foreldrar bera lögum samkvæmt ábyrgð á námi barna sinna. Heimanám er stór þáttur í farsælli skólagöngu barnsins. Í tengslum við það gefst foreldrum tækifæri til að fylgjast með námi barnanna og veita þeim stuðning og hvatningu. Áhugi foreldra á skólagöngu barna skiptir sköpum fyrir velgengni þeirra í námi. Foreldrar geta lagt sitt af mörkum til þess að barninu gangi vel í skólanum með því að fylgjast vel með heimanámi þess. Upplýsingar varðandi nám er hægt að nálgast í á heimasíðu skólans, í Skólanámskrá Seljaskóla og í yfirliti yfir heimanám sem birt er á Mentor. 10.04 Foreldraviðtöl 31. októberber, 22. janúar og 6. júní verða nemendur og foreldrar boðaðir í viðtöl til umsjónar-kennara. Markmiðið með þessum viðtölum er fyrst og fremst að skapa vettvang fyrir foreldra, nemendur og kennara til að ræða nám og annað sem að nemandanum snýr. 10.05 Bekkjarfulltrúar Hver bekkur velur sér tvo til þrjá bekkjarfulltrúa að hausti. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að vera tengiliðir við bekkjarkennara og stjórn foreldrafélagsins, skipuleggja og annast í samstarfi við kennara félagslíf barnanna. 10.06 Samstarf foreldra og skóla Samstarf foreldra og skóla er mikilvæg undirstaða farsæls skólastarfs. Samstarfið er margs konar. Foreldrar eru alltaf velkomnir í skólann. Þeir geta hvenær sem er, í samráði við kennara komið og fylgst með námi barna sinna. Opinn dagur er einu sinni á ári. Þar gefst foreldrum tækifæri til að koma í skólann og fylgjast með óhefðbundnum skóladegi. Foreldrar skipuleggja og annast í samstarfi við kennara bekkjarskemmtanir nemenda í yngri deildum. Þá hefur sú hefð skapast að foreldrar annist veitingar fyrir nemendur og foreldra þeirra við útskrift 10. Bekkjar að vori. Umsjónarkennarar bjóða gjarnan foreldrum til morgunfunda til að ræða ýmis málfni.
11.
Upplýsingamiðlun
11.01 Tölvuver Aðaltölvustofa skólans er í húsi 7 en einnig er tölvustofa í húsi 3. Tvö sett af fartölvum eru til í skólanum og eru þau nýtt í öllum árgöngum eftir þörfum. Upplýsinga- og tæknimennt er valgrein í 9. og 10. bekk og eru nemendur í greininni allan veturinn, tvær kennslustundir í senn. Öllum nemendum í 1.-10. bekk er kennt í tölvuveri skólans. Tveir opnir timar eru í tölvuveri á viku en þá geta nemendur komið og fengið hjálp við verkefni sín frá tölvukennara. 11.02 Skólabókasafn Bókasafnið er opið: Mánudaga - föstudaga frá kl. 8:00 – 12:00. Um hlutverk skólasafna segir svo í 71. gr. grunnskólanna: ”Í hverjum grunnskóla skal vera skólasafn. Að skólasöfnum skal þannig búið að því er varðar húsnæði, bókakost, önnur námsgögn og starfslið að þau geti gegnt því hlutverki að vera eitt af meginhjálpartækjum í skólastarfinu” .
41
Safnkostur Nú er á safninu um það bil 10.000 bindi fræðibóka og skáldrita. Þar eru líka hljóðbækur, myndbönd, geisladiskar og snældur auk tímarita fyrir börn og fullorðna. Á hverju ári eru keypt nokkur eintök af þeim barnabókum sem út koma og einnig fræðibækur sem talið er að gagnist nemendum og kennurum. Flestar bækur safnsins eru til útláns en einnig eru keyptar bækur á vegum safnsins, sérstaklega á erlendum tungumálum, sem eingöngu eru notaðar til kennslu og eru því í stofum viðkomandi kennara. Þjónusta Með þjónustu bókasafnsins er stefnt að því að nemendur læri á þá möguleika sem skólasafnið býður til upplýsingaöflunar og vinnu, geti leitað í bókasafni að skáldritum, fræðibókum og orðabókum og læri að nota fræðibækur og orðabækur við öflun upplýsing. Þá er þeim kennt að ganga vel um bækur og önnur gögn sem þar eru Nemendur fá lánaðar bækur á safni auk þess sem þeir fá aðstoð við öflun upplýsinga úr handbókum, fræðibókum og alfræðiorðabókum. Nú fara öll útlán fram í gegnum tölvu og gefur það starfsfólki færi á að fylgjast betur en áður með því hvar bækur eru niður komnar og auk þess gerir tölvutæknin alla leit auðveldari og í mörgum tilvikum fljótvirkari. Skólasafnið er tengt bókasafnsforritinu Gegni sem er sama tölvukerfi og er á Borgarbókasafni en það auðveldar alla leit ásamt því að hægt er að sjá hvort bók er í láni eða til staðar á safninu.
12.
Hagnýtar upplýsingar
12.01 Opnunartími skóla Umsjónarmaður Seljaskóla opnar skólann 7:45 og er hann þá opinn fyrir alla nemendur. Frá kl. 8.00-8.30 er gæsla fyrir 1.-3. bekk í heimastofum þeirra. 12.02 Skrifstofa Seljaskóla Skrifstofa Seljaskóla er opin frá 7:45 til 15:00 alla virka daga. Sími: 411 7500 - Fax: 411 7529 - Netfang: seljaskoli@reykjavik.is Starfsmenn skrifstofunnar eru: Inga Jóna Halldórsdóttir fjármálastjóri: Inga.Jona.Halldorsdottir@reykjavik.is Jóhanna Á Sigmundsdóttir, ritari: Johanna.A.Zoega.Sigmundsdottir@reykjavik.is Ragnheiður Klara Jónsdóttir, ritari: Ragnheidur.Klara.Jonsdottir@reykjavik.is Umsjónarmaður skólans: Karl Einarsson.
Karl.Axel.Einarsson@reykjavik.is
12.03 Símanúmer Skrifstofa skólans: Smíðastofur: Sundlaug: Íþróttahús:
4117500 5577435 5577544 5577053 Fax: 587 7093
42
Umsjónarmaður sími: 6648333 Frístundaheimili ÍTR - Vinasel: 6955038, 411 7522
12.04 Leyfi frá skólasókn Leyfi í 1-2 daga geta forráðamenn sótt um til umsjónarkennara. Sé um að ræða lengri tíma þarf samþykki skólastjórnenda og þá er sótt um skriflega á þar til gerð eyðublöð á skrifstofu skólans. Ef sótt er um leyfi lengur en viku er forráðamaður barnsins boðaður á fund aðstoðarskólastjóra og umsjónarkennar þar sem farið er yfir leyfisbeiðnina.Öll röskun sem verða kann á námi nemenda vegna lengri leyfa er á ábyrgð forráðamanna. 12.05 Forfallatilkynningar Veikindi skulu forráðamenn eða aðstandendur tilkynna samdægurs og síðan daglega á skrifstofu skólans í síma 4117500. Einnig er hægt að tilkynna veikindi í gegnum foreldraaðgang Mentors. 12.06 Forföll starfsfólks Alltaf getur komið fyrir að um einhver forföll verði að ræða hjá starfsfólki. Stundum reynist erfitt að fá forfallakennara eða að fá fólk til afleysinga. Þegar um forföll kennara er að ræða er reynt að bjarga málum. Vakin er athygli á því að nemendur í 7.- 10. bekk verða sendir heim ef ekki fæst forfallakennari. 12.07 Frímínútur – gæsla Skólinn leitast við að halda úti viðunandi gæslu í frímínútum. Alltaf eru 7-8 starfsmenn úti með börnunum og í sumum tilfellum fleiri. Hlutverk starfsmanna er að vera börnunum til halds og trausts og leitast við að koma í veg fyrir árekstra. 12.08 Skólahjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingar Seljaskóla eru Margrét Magnúsdóttir seljaskoli@skoli.hg.is og Margrét Valdemarsdóttir seljaskoli@skoli.hg.is. Á skrifstofu skólans er hægt að fá upplýsingar um viðverutíma hjúkrunarfræðinga. 12.09 Endurgreiðsla kostnaðar vegna slysa og tjóna Hvenær gilda reglurnar: Reglurnar gilda um börn í skipulögðu starfi á vegum Reykjavíkurborgar. Reglurnar taka m.a. til grunnskólastarfs þ.e. starf sem fer fram á skólatíma á skólalóð og í ferðum á vegum grunnskóla. Greiðslunum er ætlað að standa undir hlutdeild foreldra/forráðamanna og eru þær greiddar án tillits til þess hvort tjónið verður rakið til sakar eða aðgæsluleysis starfsmanna eða búnaðar húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar. Trygging samkvæmt reglunum víkur ef foreldrar/forráðamenn barns hafa í gildi á slysadegi sérstaka fjölskyldutryggingu sem tekur til tjónsins. Greiðsla kostnaðar vegna komu á slysa- og bráðadeild Reykjavíkurborg greiðir kostnað vegna flutnings barns með sjúkrabifreið og komugjald vegna fyrstu heimsóknar á slysa- og bráðadeild, þegar barn verður fyrir slysi í skipulögðu starfi á vegum Reykjavíkurborgar.
43
Kostnaður vegna tannviðgerða Tannviðgerðir á börnum tilkomnar vegna slysa og tjóna barna eru endurgreiddar foreldrum/forráðamönnum að hluta af Tryggingastofnun ríkisins. Fjölskyldutryggingar tryggingafélaga greiða almennt einnig hluta af tannviðgerðum barna. Það sem eftir stendur greiðir Reykjavíkurborg, þó ekki hærri upphæð en kr. 100.000,- vegna einstaks slyss. Heimild til að semja um frekari kostnaðarþátttöku vegna tannviðgerða Heimilt er að semja um að kostnaðarþátttaka Reykjavíkurborgar, vegna tannviðgerða sem eru afleiðing slyss í skipulögðu starfi, gildi í allt að þrjú ár eftir að grunnskóla lýkur. Samning þennan skal gera eigi síðar en sex mánuðum eftir slysdag. Komi fram mat frá tannsérfræðingi innan þriggja ára eftir að grunnskólagöngu lýkur um að nauðsynlegt sé að tannviðgerðin fari fram síðar en fram kemur hér að framan, er Reykjavíkurborg heimilt að semja um framlengingu gildistíma allt að tveimur árum. Undantekningar Reykjavíkurborg greiðir ekki samkvæmt reglum þessum reikninga vegna stoðtækja. Tjón á eignum/munum, s.s. fatnaði, gleraugum o.þ.h. skal ekki greiða nema það verði rakið til mistaka starfsmanna Reykjavíkurborgar eða vegna vanbúnaðar húsnæðis þar sem skipulagt starf fer fram. Afgreiðsla mála Kröfu um greiðslu á grundvelli reglnanna skal beint til fjármálastjóra viðkomandi sviðs. Með kröfunni skal fylgja frumrit greiðslukvittana frá Tryggingastofnun ríkisins og tryggingafélagi viðkomandi foreldra/forráðamanna. Reykjavíkurborg getur farið fram á að foreldrar/ forráðamenn afhendi frekari gögn sem nauðsynleg teljast til að hægt sé að taka ákvörðun um hvort til staðar sé réttur til endurgreiðslu. Embætti borgarlögmanns skal vera til ráðgjafar og taka lokaákvarðanir í ágreiningsmálum sem upp koma.
12.10 Óskilamunir Athugið að merkja föt, stígvél og skó nemenda. Á hverju ári verður eftir fjöldi óskilamuna í skólanum. Starfsfólk skólans reynir eftir fremsta megni að koma þeim til réttra aðila og því er mikilvægt að merkja föt og skófatnað nemenda. Á foreldradögum og öðrum dögum þegar von er á foreldrum í skólann eru óskilamunir hafðir sýnilegir í hverju húsi og foreldrar hvattir til að kanna hvort eigur barna þeirra finnast þar. Á öðrum tímum er foreldrum og nemendum bent á að snúa sér til starfsmanna skólans og/eða íþróttahúss í leit að týndum eigum. Ef fatnaður hefur ekki verið sóttur í lok skólaárs er hann gefinn til líknarfélaga.
12.11 Skápar fyrir nemendur Nemendum í 7.-10. bekk gefst kostur á að taka á leigu nemendaskápa. Leiguna fá þeir síðan endurgreidda um leið og þeir skila lyklunum að vori. Leiga fyrir skápinn er kr. 1.000. Nemendur undirrita sérstaka yfirlýsingu um leið og þeir taka skáp á leigu. Þar lofa þeir að ganga vel um skápinn en týni þeir lykli og skólinn þarf að láta smíða nýjan fá þeir leiguna 44
ekki endurgreidda að vori. Mikið hagræði er fyrir nemendur að vera með skáp, þar sem þeir geta geymt íþróttaföt, skólabækur og önnur gögn. 12.12 Viðbrögð við óveðri Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), skipuð framkvæmdastjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, fól SHS að útbúa, í samvinnu við fræðsluyfirvöld allra sveitarfélaganna, reglur fyrir foreldra og skólayfirvöld um röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Jafnframt var ákveðið að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar í samræmi við þessar reglur, eftir atvikum í samráði við slökkvilið, lögreglu, fræðsluyfirvöld og aðra.
45
46
47
12.13 Aðgengi að Mentor Mentor er upplýsingakerfi fyrir grunnskóla sem heldur utan um nemendaskrá og starfsmannahald. Kennarar og skólastjórnendur skrá nauðsynlegar upplýsingar í kerfið. Hver kennari og skólastjórnandi fer inn í kerfið á eigin lykilorði. Kennarar hafa eingöngu aðgang að sínum nemendum en skólastjórnendur hafa aðgang að öllum nemendum. Margvísleg trúnaðargögn eru í kerfinu, svo sem einkunnir, skólasókn og upplýsingar um sérstöðu einstakra nemenda. Þess vegna gilda trúnaðarreglur um aðgengi og notkun þessara upplýsinga. Í kerfinu eru upplýsingar sem gott er fyrir foreldra að hafa aðgang að. Forráðamenn hafa einungis aðgang að upplýsingum um barn sitt. Eitt aðal markmið Mentors er að stuðla að aukinni samvinnu heimila og skóla. Þegar börn hefja skólagöngu fá foreldrar/forráðamenn þeirra sent aðgangsorð í tölvupósti. Nemendur í 2. – 10. bekk hafa aðgang að Mentor. Aðgangsorðið birtist á nemendaspjaldi barnsins.Til að komast inn í kerfið í fyrsta sinn geta nemendur komið á skrifstofu skólans og sótt aðgangsorðið sitt eða farið á nemendasíðuna með aðstoð foreldris/forráðamanns. 12.14 Viðtalstímar kennara Á skólaárinu 2012 – 2013 verður sú breyting að í stað þess að hafa fastan viðtalstíma kennara einu sinni í viku eins og verið hefur undanfarin ár geta foreldrar haft samband við kennara þegar þeim best hentar með því að senda þeim tölvupóst eða hringja á skrifstofu skólans og skilja eftir skilaboð. Við vonumst til að þetta verði þægilegra fyrir foreldra og bæti aðgengi að kennurum. 12.15 Mötuneyti Mötuneyti Seljaskóla er fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Það tók til starfa 1. febrúar 2005. Matreiðslumaður er Ólafur Þorkell Helgason. Aðstoðarmaður matreiðslumanns er Inga Lucia Þorsteinsdóttir. Í mötuneytinu borða nú u.þ.b. 540 nemendur sem er um 94% barna í skólanum og hluti starfsmanna. Nemendurnir eru í 1. – 10. bekk. Þau koma í 4 hópum, fyrsti hópurinn kemur kl. 11:05 og sá síðasti kl. 12:30. Hver hópur hefur um 20 mínútna matarhlé. Umsjónarkennarar í 1.-7. bekk fylgja nemendum og sjá um gæslu í matsal. Matseðill er ákveðinn fyrir hvern mánuð í senn og er á heimasíðunni. Við samsetningu hans er lögð áhersla á hollustu og fjölbreytni. Innritun nemenda í mat er í gegnum Rafræna Reykjavík. Uppsagnarfrestur á mötuneytisáskrift er einn mánuður og miðast við mánaðarmót (framkvæmt í gegnum Rafræna Reykjavík eða tilkynnt til skrifstofu skólans). Gjaldskrá Menntasviðs er 6.200 kr. á mánuði. Þetta er reiknað sem jafnaðargjald 9 sinnum á ári. (ekki júní, júlí eða ágúst). Ef fleiri börn en tvö eru í heimili þá þarf einungis að greiða fyrir tvö yngstu börnin. Fæðisgjöld eru innheimt eftirá. Gjalddagi er 1. hvers mánaðar og eindagi 30 dögum eftir gjalddaga. Á heimasíðu má sjá matseðil hvers mánaðar sem og eyðublöð til skráningar nemenda í eða úr mataráskrift.
48
12.16 Rýmingaráætlun Í Seljaskóla er viðurkennt brunaviðvörunarkerfi, útiljós og neyðarlýsing. Flóttaleiðir eru tvær eða fleiri úr hverju kennslurými. Í hverri kennslustofu skólans við útgöngudyr er nafnalisti með nöfnum nemenda og skóhlífar. Þar er einnig teikning sem sýnir flóttaleiðir, söfnunarsvæði hvers húss og viðbragðsáætlun. Nauðsynlegt er að kennarar kynni sér vel rýmingaráætlun skólans og þjálfi nemendur í að lesa á teikninguna og að fara út eftir þeim flóttaleiðum sem upp eru gefnar. Ef brunakerfið fer í gang er unnið eftir rýmingaráætlun: 1. Umsjónarmaður eða skólastjóri/aðstoðarskólastjóri aðgæta á stjórntöflu hvaðan brunaboðið kemur. Upptök eru könnuð eins hratt og mögulegt er. 2. Öryggismiðstöðin sem kerfið er tengt við hringir í umsjónarmann, skólastjóra eða skiptiborð skólans ef kerfið fer af stað og hefur samband við slökkvilið til að tilkynna um eld eða gefa skýringar á brunaboðinu. Skrifstofustjóri tekur með sér nemendaskrá, stundaskrár, aðstandendalista og forfallaskrá. 3. Kennarar undirbúa rýmingu. Teikning sem sýnir flóttaleiðir, söfnunarsvæði hvers húss og viðbragðsáætlun er í hverri kennslustofu. Nemendum er raðað í stafrófsröð inni í kennslu-stofunni. Kennari athugar hvort flóttaleið úr stofunni er opin/greiðfær. 4. Ef bjallan þagnar fljótlega eftir að hún fer af stað er um bilun eða falsboð að ræða. Þó skal alltaf undirbúa útgöngu nemenda, sbr. liði 2 og 3, en ekki er farið út fyrr en við fulla hringingu. Ef um falsboð er að ræða er það tækifæri fyrir kennara að ræða við nemendur um eldvarnir og sameiginlega ábyrgð. 5. Ef bjallan fer aftur af stað skal rýma skólann. Nemendur fara út úr stofunni í röð ásamt kennara og stuðningsfulltrúa, sé hann til staðar. Nemendur fara í skó eða skóhlífar.(ekki reima skóna, setja reimarnar niður í skóna). Kennari tekur með sér viðbragðsáætlun, nafnalista og litaspjald. Skólaliðar í hverju húsi fara síðastir og loka hurðum á eftir sér. Brýna þarf fyrir börnunum að fara ekki heim, þó að þau búi nálægt skólanum. 6. Nemendur ganga út á söfnunarsvæðið (bannað að hlaupa) í röð á eftir kennara sínum. Nemendur í 1. – 4. bekk leiðast tvö og tvö saman. Skólaliðar og stuðningsfulltrúar ganga seinast út úr húsunum. 7. Fari brunakerfið í gang á meðan á afgreiðslu í mötuneyti stendur skulu nemendur og kennarar, sem þar eru staddir, fara greiðustu leið út og fara á söfnunarsvæði heimastofu. (ath skóhlífar verða til reiðu í mötuneyti) 8. Fari brunakerfið í gang í frímínútum fara nemendur og kennarar greiðustu leið út og á söfnunarsvæði heimastofu. Nemendur sem eru úti á skólalóð fara á sitt heimasvæði. 9. Þegar komið er á söfnunarsvæðið hefur hver hópur sitt afmarkaða söfnunarsvæði. Kennarar fara yfir nafnalista og aðgæta hvort allir nemendur hafa komist út (nafnakall). Kennari gefur merki, grænt ef allir hafa skilað sér – rautt ef einhvern vantar. 10. Umsjónarmenn söfnunarsvæðanna eru skólastjóri/aðstoðarskólastjórar, deildastjórar. Skrifstofustjóri og ritarar fara í anddyri íþróttahúss. Þar taka þeir við upplýsingum um hvort og þá hve margir hafa ekki skilað sér á söfnunarsvæðið sitt og bera saman við forfallalista. 11. Slökkvilið kemur að skólanum, skrifstofustjóri/ritarar gefa varðstjóra upplýsingar um hvort og þá hve margir nemendur hafa orðið eftir inni og hugsanlega staðsetningu þeirra. 12. Farið er með nemendur og starfsfólk af svæðinu í íþróttahús Seljaskóla. 49
Sá aðili sem síðastur fer út úr hverri stofu skal loka öllum hurðum á eftir sér til að draga úr reykflæði um bygginguna og hindra útbreiðslu elds eins og hægt er.
12.17 Frístundaheimilið Vinasel Vinasel er frístundaheimili starfrækt af ÍTR fyrir börn 6 til 9 ára. Vinasel er starfrækt í Kleifarseli 18 en í vetur verður frístund fyrir 3. og 4. bekk í gamla samkomuhúsinu í Seljaskóla. Símanúmer Vinasels er : 4117522/6955038 og netfang vinasel@itr.is Fast mánaðargjald er 11.300.- kr. á mánuði, óháð dvalartíma barns. Ef nýtt er þjónusta fyrir hádegi á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Í Vinaseli er boðið upp á síðdegishressingu og er gjaldið fyrir hana er 3.265 kr. á mánuði. Miðað er við að það séu 12 -14 börn á hvern starfsmann. Starfsemin byggist á skipulögðu tómstundastarfi og gera starfsmenn vikudagskrá hægt er að nálgast dagskrána hér á heimasíðu Vinasels undir Gögn og á starfstaðnum sjálfum. Slóðin er: midberg.is/dennidaemalausi.is Í annarri hverri viku eru haldnir starfsmannafundir þar sem næsta vika er skipulögð og önnur einstök mál rædd. Umsjónarmannafundur eru einnig haldinn vikulega þar sem yfirmenn frístundaheimilanna í Breiðholtinu hittast og bera saman bækur sínar. Við skipulag dagskrárinnar í Vinaseli er tekið tillit til þarfa og óska barnanna. 6 og 7 ára börn fara í íþróttaskóla 2 sinnum í viku sem er starfræktur af ÍR. Tómstundaleiðbeinendur verða fengnir til að halda hin ýmsu og námskeið.
12.18 Viðbragðsáætlun vegna inflúensu Viðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í Seljaskóla í samræmi við áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu. Markmið viðbragðsáætlana skóla eru að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð allra skólastofnana sem og starfsmanna þeirra þegar til inflúensufaraldurs kemur. Við gerð áætlunarinnar er meðal annars stuðst við lög um almannavarnir nr. 82/2008 og lög um sóttvarnir nr. 19/1997. Áætlunin er í samræmi við Landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Hægt er að nálgast viðbragðsáætlunina í heild undir liðnum hagnýtar upplýsingar á heimasíðu skólans.
50
13.
Annað sem skólinn vill taka fram
13.01 Matsskýrsla – Umbótaáætlun Í apríl 2009 fór fram heildarmat á Seljaskóla. Markmið matsins er að efla skólastarf og veita yfirsýn yfir sterka og veika þætti í framkvæmd menntastefnu borgarinnar. Matinu er ætlað að: –Aðstoða skóla í ljósi eigin sjálfsmats til að efla skólastarfið og styrkja innviði skólans –Styrkja skólabrag og búa til samhljóm í skólanum –Gera góðan skóla betri með markvissri hvatningu í starfi Matið var framkvæmt af starfsfólki Menntasviðs, en Seljaskóli var einn af sjö skólum þar sem Menntasvið ákvað að fram færi heildarmat á skólastarfi skólaárið 2008-2009. Gagna var aflað með viðtölum, vettvangsathugunum og rýnihópum ásamt því að farið var yfir gögn um skólastarfið. Leiðarljós við matið var: Að börnum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Stefna Reykjavíkurborgar í menntamálum er höfð til viðmiðunar í matinu auk annarra ramma um skólastarf, laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnumótunar borgarinnar í starfsmannamálum og mannréttindamálum. Hægt er að nálgast niðurstöðu heildarmatsins á heimasíðu skólans.
Á grundvelli skýrslunnar er skólum gert að skila umbótaáætlun. Í umbótaáætlun Seljaskóla er lögð áhersla á eftirfarandi þætti:
Bæta árangur nemenda í lestri Bæta árangur nemenda í stærðfræði Að halda áfram að þróa námsmat. Að skólanámsskrá í yngstu árgöngum endurspegli starfið í árganginum Að bæta viðveru nemenda í unglingadeild. Að kynna foreldrum stefnu skólans, teymiskennslu og námsskipulag í opnum rýmum í 1-3. Bekk Að allir kennarar setji inn upplýsingar um heimanám í Mentor. Að allir kennarar setji inn upplýsingar um heimanám í Mentor. Að heimasíða skólans uppfylli allar þær kröfur sem koma fram í gátlista Menntasviðs um heimasíður grunnskóla. Að vinna áhættumat fyrir Seljaskóla Setja upp símenntunaráætlun skólans Að jafna rétt kynja meðal starfsfólks skólans
13.02 Umhverfisstefna - Grænfáninn Seljaskóli á grænni grein Grænfánaverkefninu á Íslandi er stýrt af Landvernd sem er aðili að alþjóðlegu samtökunum FEE. Sumarið 2001 bauðst Seljaskóla ásamt ellefu öðrum skólum að taka þátt í Grænfánaverkefni 51
Landverndar. Sjá nánari upplýsingar á landvernd.is Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem hefur það að leiðarljósi að efla fræðslu um umhverfismál og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki samtakanna Fee (Foundation for environmental education). Fánanum er ætlað að auka veg umhverfismenntar og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Hann er veittur þeim skólum sem hafa sett sér markmið í umhverfismálum og náð árangri. Skólar á grænni grein Skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár. Viðurkenningin fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Markmið Grænfánaverkefnis Landverndar auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan. bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku. veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál. tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning. efla samfélagskennd innan skólans. styrkja lýðræðisleg vinnubrögð. Grænfáninn Vorið 2008 hlaut Seljaskóli viðurkenningu Landverndar fyrir umhverfisstefnu sína og var Grænfáninn dreginn að húni á vordögum. Grænfáninn er veittur til tveggja ára og innan þess tima þarf skólinn að vera búinn að setja sér ný markmið og uppfylla þau til þess að fá hann endurnýjaðan. Það náðist ekki fyrir skólalok 2010 og var hann því dreginn af húni vorið 2010. Skólaárið 2010-2011 voru sett fram markmið til þess að öðlast á ný þá viðurkenningu sem Grænfáninn er. Þau voru að festa fyrri markmið í sessi, koma öllum lífrænum úrgangi á endurvinnslustöð, koma á jarðgerð innan skólans, efla grænmetis og ávaxtaneyslu nemenda og auka umhverfisvitund þeirra með skipulögðum hætti. Gerðar voru áætlanir um aðgerðir og umsókn um Grænfánann sent Landvernd í maí 2011. Þann 13. september 2012 var Grænfáninn dreginn að húni við Seljaskóla á nýjan leik. Umhverfissáttmáli Seljaskóla Umhverfissáttmálinn var saminn af umhverfisráði og unnin út frá markmiðum grænfánaverkefnis Seljaskóla árið 2006 og endurskoðaður á vorönn 2011.
við stuðlum að jákvæðu viðhorfi til umhverfisins við gerum okkur grein fyrir að auðlindir jarðar eru ekki óþrjótandi við spörum pappír með því að ljósrita báðum megin við flokkum allan pappír og sendum til endurvinnslu við skilum dósum og rafhlöðum til endurvinnslu við seljum ekki drykki í einnota umbúðum við slökkvum á tölvum og ljósum sem ekki eru í notkun við notum dagsbirtuna þegar hægt er við notum fjölnota borðbúnað þar sem því er við komið við leggjum okkur fram um góða umgengni innan sem utandyra 52
við hvetjum alla til að nota inniskó við hvetjum nemendur til að ganga i skólann Við nýtum umhverfi skólans til útikennslu og útivistar og upplifum fjölbreytileika náttúrunnar.
13.03 Skólasöngur Seljaskóla Í Seljaskóla er leikið og lifað, Lesið og skrifað. Og heilasellurnar spretta úr spori, Spriklandi, dansandi, fullar af þori, Galandi glaðlegan brag. Það er gaman að lifa í dag! Seljaskólinn minn, Seljaskólinn minn, Syngur í mínu hjarta. Seljaskólinn minn, Seljaskólinn minn, Sólskinsveröldin bjarta. Ef gerist ég leiður og lúinn, Lífsstílinn snúinn. Þá skólavinirnir brátt úr því bæta, Brosandi, lífsglaðir, hressa og kæta, Krakkarnir kunna það fag. Það er kraftur sem ríkir hvern dag. Seljaskólinn minn, Seljaskólinn minn, Syngur í mínu hjarta. Seljaskólinn minn, Seljaskólinn minn, Sólskinsveröldin bjarta. Dagurinn kallar: “Verk er að vinna, Viltu því sinna?” Það skulum við sýna í athöfn og orði, Óhrædd við göngum að verkanna borði, Galvösk með gleðinnar brag. Það er gaman að lifa í dag! Seljaskólinn minn, Seljaskólinn minn, Syngur í mínu hjarta. Seljaskólinn minn, Seljaskólinn minn, Sólskinsveröldin bjarta. Lag: Magnús Kjartansson Texti: Hörður Zophaniasson Skólasöngur Seljaskóla var saminn í tilefni 25 ára afmælis skólans árið 2004. 53
13.04 Samstarf við framhaldsskóla Seljaskóli átti í mörg ár mjög gott samstarf við Fjölbrautaskólann í Breiðholti enda sækja margir nemendur Seljaskóla þangað nám að loknum grunnskóla. Undanfarin ár hefur Seljaskóli fyrst og fremst verið í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla og hefur í því samstarfi verið boðið upp á viðbótarnám í ensku, stærðfræði og stöku sinnum þýsku. Þetta viðbótarnám hefur verið ætlað þeim sem mjög vel eru á vegi staddir námslega. Nú um stundir er ekki boðið upp á fjarnámsáfanga heldur miðast framboðið við að Seljaskóli hafi kennara til að kenna áfangann í Seljaskóla þótt kennsluáætlun og próf séu í samstarfi við FÁ. Á yfirstandandi skólaári er framhaldsskólaáfanginn enska 103 kenndur við skólann. Nemendur unglingadeildar Seljaskóla hafa árlega fjölmennt á stærðfræðikeppni, sem F.B. heldur fyrir nemendur í grunnskólum í Breiðholti. Nemendur unglingadeildar hafa ávallt staðið sig frábærlega vel þar og oft verið í efstu sætunum. Menntaskólinn við Sund heldur einnig stærðfræðikeppni fyrir nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. 13.05 Valgreinar Sérstakt upplýsingarit er gefið út árlega um kjarna- og valgreinar og má nálgast það á heimasíðu skólans. 13.06 Samstarf við tónlistarskóla Tónlistarskóli Eddu Borg er í Kleifarseli 18. Nemendur geta, með heimild foreldra, óskað eftir því að fá að sækja tónslistartíma á skólatíma. 13.07 Þróunarverkefni Seljaskóli hefur á undanförnum árum tekið þátt í margs konar þróunarverkefnum. Markvisst er unnið að því að nýta niðurstöður þróunarstarfs fyrir skólastarfið og festa þau í sessi. Skólaárin 2010-2012 tók Seljaskóli þátt í innleiðingu á verkefninu Byrjendalæsi. Allir umsjónarkennarar og sérkennari í 1. – 3. bekk koma að verkefninu. Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð i læsi ætluð nemendum í yngstu bekkjum grunnskólans. Þegar skólar taka upp vinnuaðferðir Byrjendalæsis hefja þeir tveggja ára þróunarstarf með Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri sem sér um menntun kennara í kennsluaðferðunum og fara yfir niðurstöður kannana sem lagðar eru reglulega fyrir nemendur í 1. og 2. bekk. Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Í Byrjendalæsi er unnið með tal, hlustun, lestur og ritun í einni heild ásamt því að sértækir þættir móðurmálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði, setningabygging og málfræði eru tengd inn í ferlið. Gengið er út frá því börn þurfi að fá lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýtir undir ímyndunaraflið og hvetur til gagnrýninnar hugsunar.
54
Margs konar gæðatexti er lagður til grundvallar lestrarkennslunni og hann nýttur sem efniviður í tæknilega vinnu með stafi og hljóð en einnig með orðaforða, skilning og lestur af ýmsu tagi. Alltaf er unnið út frá gæðatexta; sögubók, fræðibók, ljóði eða öðrum merkingarbærum texta og stafainnlögn, lestur, skrift, ritun, málfræði, orðaforði og lesskilningur unninn út frá þessum texta. Alltaf er unnið út frá einstaklingsmiðun þannig að nemendur vinna ólík verkefni eftir getu út frá sama texta. Mikið er lagt upp úr samvinnu nemenda svo sem í paravinnu, hópvinnu og stöðvarvinnu. Inn í vinnuna fléttast frásagnir, leikræn tjáning, teikning og ýmis konar ritun ásamt því að þjálfa nemendur í notkun málsins. Skólaárið 2011 – 2012 hófst verkefni sem kallast Orð af orði og er þróunarverkefni til að efla lesskilning. Það er unnið í samstarfi við og með handleiðslu Skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri. Allir kennarar í 4. – 10. bekk taka þátt í þessu verkefni. Markmiðið er að koma á auðugu málumhverfi og efla vitund um gildi orða og lesturs fyrir nám með því að auka við lestur, samræður og hlustun. Unnið er stöðugt með orð og efni og nemendum kenndar aðferðir til að greina merkingu orða og beina sjónum markvisst að lesskilningi. Stefnt er að því að nemendur efli lesskilning og færni í að nota orðaforða sinn á markvissan hátt m.a. til að eiga auðveldara með að skilja námstexta og að tjá sig, greina frá þekkingu sinni og skoðunum með blæbrigðaríku máli. Orðaforðakennslu verður fléttað við aðra kennslu og nemendur læra ýmsar orða- og námsaðferðir til að beita í vinnu sinni með námsefni. Nemendur fá þjálfun við greiningu og sundurgreiningu orða (orðasambönd, orð og orðeiningar, að bera saman skyldleika orða, að greina mismunandi merkingu orða og mynda orð úr orðeiningum). Nemendur læra að nýta sér vísbendingar í samhengi texta til að ráða merkingu orða. Orðaforðakennslu verður m.a. fléttað við gagnvirkan lestur (reciprocal teaching) og gerð hugrænna korta (cognitive maps, mind maps, concept maps). Jafnframt verður aukið við yndislestur heima og í skóla sem leið til að styrkja orðaforða og lesskilning. Gert er ráð fyrir að aðferðir verði notaðar í tengslum við hefðbundið námsefni. Kennarar læra að nota aðferðir og kenna nemendum þær markvisst, skref fyrir skref, stig af stigi.
Námsframvinda í Mentor Á þessu skólaári er verið að vinna að því að tengja námsmat skólans í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku við námsframvindu í Mentor. Námsframvinda er ný eining í Mentor sem gerð var árið 2009. Námsframvindan gefur kennurum betri yfirsýn yfir stöðu hvers nemenda, veitir þeim upplýsingar hvert skuli stefna og stuðla að ábyrgð nemenda á eigin námi. Kennarinn metur einstaklinginn út frá markmiðum námsgreinanna. Þau eru sýnileg, foreldrum, kennurum og nemendum.
55
Með því að nýta sér kosti þessarar einingar fæst tölfræðilegt yfirlit yfir stöðu nemenda. Foreldrar og nemendur fá aukna innsýn í skólastarfið og tækifæri til að skilja stöðu nemandans betur og hvet skal stefna í náminu.
56