/Starfsaeatlun_leikskola_form%202

Page 1

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Hamrar

2012 – 2013

„Í leikskólanum njóta börnin bernsku sinnar, læra og þroskast í leik og samveru“. Leiðarljós Leikskólasviðs

1


Efnisyfirlit

Inngangur ............................................................................................................................3 Starfsáætlun leikskóla ..........................................................................................................3 Mat á leikskólastarfi ............................................................................................................ 3 Innra mat leikskólans árið 2011 – 2012 .............................................................................. 4 Ytra mat .............................................................................................................................. 6 Umbótaáætlun samkvæmt niðurstöðum innra- og ytra mats ............................................ 6 Matsáætlun næsta leikskólaárs .......................................................................................... 7 Áherslur leikskólans fyrir næsta leikskólaár ....................................................................... 7 Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar Leikskólasviðs ................................................. 9 Starfsmannamál / starfsþróun í leikskólanum .................................................................... 10 Barnahópurinn .................................................................................................................... 11 Foreldrasamvinna ............................................................................................................... 12 Samstarfs leik- og grunnskóla ..............................................................................................13 Almennar upplýsingar ......................................................................................................... 13 Fylgirit: 1. Umsögn foreldraráðs 2. Leikskóladagatal 3. Skólaskýrsla 2011 – 2012

2


Inngangur Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir Aðalnámskrá fyrir leikskóla. Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram. Skólanámskráin á að vera aðgengileg á heimasíðu leikskólans. Starfsáætlun leikskóla Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur þá stefnu að ár hvert skulu leikskólar borgarinnar og sjálfstætt starfandi leikskólar sem njóta styrkja frá Reykjavíkurborg skila starfsáætlun fyrir komandi leikskólaár, eins og kveðið er á um í lögum um leikskóla nr. 90/2008. Þar er jafnframt kveðið á um að starfsáætlun skuli lögð fyrir foreldraráð leikskólans til umsagnar. Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta. Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til skóla- og frístundasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir skóla- og frístundaráð til samþykktar. Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram:  Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og ytra mats.  Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum áætlun um hvernig þau verða metin.  Áherslur í starfsáætlun Leikskólasviðs sem leikskólinn vinnur að.  Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál.  Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af erlendum uppruna.  Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.  Skóladagatal fyrir árið. Mat á leikskólastarfi Tilgangur innra mats er að leggja faglegan grundvöll að endurbótum í leikskólastarfi og vinna kerfisbundið að því að auka gæði þess og gera það skilvirkara. Markmið innra mats samkvæmt lögum um leikskóla er að: - Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra. - Tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leikskóla. - Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum. - Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Skólanámskrá leikskólans er skrifleg lýsing á því sem gert er í leikskólanum og á því sem á að gera. Þar koma fram bæði markmið og leiðir leikskólans. Skólanámskrá leikskólans setur því viðmið fyrir matið. 3


Tilgangur ytra mats er að safna upplýsingum um viðhorf foreldra leikskólabarna og starfsmanna til að nota við innra mat leikskólans. Að auki er það liður í ytra mati Skóla- og frístundasviðs og/eða Menntamálaráðuneytis.

1. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun Innra mat leikskólans  Breyting á dagskipulagi var endurmetið á skipulagsdegi 2.desember 2011 og leikskólastarfið í heild var metið á skipulagsdegi í maí.  Leikskólastjóri sá um gerð matsins. 

Endurmatið vann starfsfólk saman á deildarfundum og hafði deildarnámskránna til hliðsjónar. Á þennan hátt gefst starfsfólki tækifæri til þess að ígrunda saman veturinn, hvað má betur fara , hvað gekk vel og hvers vegna. Misjafnlega gekk í vetur að láta börnin vera með í endurmatinu á starfinu. Við þurfum að fara betur yfir spurningarnar sem við vorum að nota. Einnig þurfum við að kynna okkur ennþá betur þetta starf í þeim leikskólum sem eru komnir lengra í þessari vinnu.

Í haust breyttum við dagskipulaginu á þann hátt að matartímum var seinkað. Í endurmatinu kom fram að allir voru ánægðir með þessa breytingu. Börnin fá meiri tíma í alla verkefnavinnu á morgnana.

Leikskólastarfið í heild var metið á skipulagsdegi í maí.

Leikurinn: Hefur gengið vel á öllum deildum. Fjölbreyttur efniviður er í boði og starfsfólk gætir þess að leikurinn fái góðan tíma.

Könnunarleikur: Er á yngri deildunum. Það kemur mjög vel út að vera með könnunarleikinn fyrir yngstu börnin. Þetta eru gæða stundir og mikill leikur í gangi.

Málörvun: Á sér stað allan daginn í leikskólanum. Allar deildar eru með skipulagðar stundir í málörvun. Mismunandi er eftir deildum hvernig unnið er í málörvunarstundum. Námsefnið Lubbi finnur málbein er notuð á öllum deildum og er mjög vinsælt. Börnin njóta sín vel í Lubbastundum . Hreyfing: Elstu börnin fá afnot af íþróttasalnum í Kelduskóla þegar skólinn er í fríi. Útikennsla er einu sinni í viku og útivera á hverjum degi þar sem börnin æva sig í að klifra, hoppa og hlaupa. Skipulagðar hreyfistundir eru í salnum einu sinni í viku fyrir hverja deild.

4


Myndsköpun: Deildarnar eru mjög duglegar að nota listasmiðjuna. Verkefnin eru árstíðarbundin og nota börnin þann efnivið sem við á hverju sinni.

Tónlist: Hefur gengið vel í vetur . Unnið er með hljóðfæri, hlustun, takt, hreyfingu og einnig er mikið sungið. Tónlistin gekk mjög vel í vetur þar sem vel var ígrundað eftir endurmat hvernig best væri að gleyma ekki að vinna með tónlistina.

Náttúra og umhverfi: Eftir að útikennslan byrjaði markvisst í vetur hefur fræðsla um náttúruna aukist. Mikill áhugi var hjá krökkunum í vetur á smáfuglum og var alltaf hugsað um að gefa þeim að borða. Farið er í endurvinnslugámana í hverri viku og skapast góðar umræður hjá börnum og starfsfólki um endurvinnslu og umgengni við náttúruna og nánasta umhverfi.

Menning og samfélag: Farið er vikulega í bókasafnið allan veturinn. Þar er lesið fyrir börnin og þau taka bækur að láni til þess að lesa saman í leikskólanum. Þetta eru mjög vinsælar ferðir og kynnast börnin mjög vel hvernig á að umgangast bækur og reglunum á bókasafninu. Börnin í Hömrum fara mikið í ferðir í nær umhverfinu sem er mikið notað í útikennslunni.

Útikennsla: hefur gengið betur í vetur. Þó svo að við séum búin að fá góða kynningu á útikennslu er þetta eitthvað að vefjast fyrir okkur. Ákveðið var að vera meira með skipulögð verkefni í vetur þannig að vinnan verði sýnilegri í útikennslunni.

Skráningin: Gengur mjög vel. Mikið er tekið af myndum af leik barnanna og farið yfir á deildarfundum. Skráningin gera alla vinnu skilvirkari sem nýtist starfsfólki bæði á deildarfundum og í starfsþróunarviðtölum með leikskólastjóra. Endurmat vetrarins gengur líka betur því að starfsfólk hefur skráninguna til viðmiðunar á vorin þegar við erum að ígrunda starfs vetrarins.

Þátttökuaðlögun: Var í fyrsta skipti í haust í Hömrum. Foreldrar voru ánægðir með aðlögunina en voru ekki alveg vissir um sitt hlutverk. Starfsfólki fannst að þrír dagar í aðlögum væri góður tími til þess að taka vel á móti börnum og foreldrum og kynna þeim starfið á deildinni. Foreldrar voru fljótir að kynnast starfsfólkinu en voru ekki alltaf vissir um hlutverk sitt.

5


Ytra mat 

Enginn viðhorfskönnun var send til foreldra þetta árið.

Viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar er samstarfsverkefni Mannauðsskrifstofu og allara sviða borgarinnar og var framkvæmd í nóvember og desember 2011. Tilgangurinn er einkum að fá fram viðhorf starfsmanna til starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta. Niðurstöður könnunarinnar eru nýttar til að bæta árangur í starfsmannamálum og gera Reykjavíkurborg að enn betri vinnustað. Niðurstöður frá Hömrum voru mjög góðar.

St ar M fs ar án km æ ið gj a og ár an gu r Ti lg an gu M r et na ðu r

10 8 6 4 2 0

Almennt er starfsfólki búið að líða vel í Hömrum í vetur. Það að hafa að leiðarljósi jákvæðni og samvinnu skilar sér í góðum starfsanda. Það hefur mikil áhrif að ekki er mikið um veikindi eða fjarveru á starfsfólki. Við höldum jákvæð inn í nýtt starfsár og ekki skemmir fyrir að nú er byrjuð undirbúningsvinna fyrir Edinborgarferð í vor þar sem við ætlum að kynnast skólastarfi í þessari fallegu borg.

Umbótaáætlun samkvæmt niðurstöðum innra- og ytra mats 

Samkvæmt námskrá Hamra er höfuð markmið leikskólans leikurinn, jákvæðni og samvinna. Í gegnum leikinn læra börnin. Starfsfólk og börn í Hömrum temja sér jákvæðni í orði, hugsun og framkomu.

Í því felst að hafa opin huga og bjóða neikvæðni ekki heim. Þetta hefur áhrif á starfsandann og gleðina í húsinu.

Markmið og leiðir eru metnar á deildarfundum og skipulagsdögum

Leikskólastjóri er ábyrgur fyrir starfi leikskólans

6


Matsáætlun næsta leikskólaárs   

Á næsta skólaári er ætlunin að byrja á Græn skref ásamt því að vinna við gerð nýrrar námskrár. Starfið verður metið í heild á skipulagsdegi í vor. Endurmatið fer fram á skipulagsdegi í október og í maí og reglulega á deildarfundum yfir veturinn. Leikskólastjóri er ábyrgur fyrir endurmatinu.

1. Faglegar áherslur í starfi leikskólans Áherslur leikskólans fyrir næsta leikskólaár Hvaða áherslur /verkefni mun leikskólinn leggja áherslu á á næsta leikskólaári. 

Leikurinn er eitt aðalmarkmið leikskólans. Mikið er unnið út frá sjálfssprottnum leik barnanna þ.e. þau búa til leikinn en við sköpum þeim umhverfið, leikföngin og annan efnivið sem við á. Við það að leika við önnur börn, lærir barnið að skiptast á, gefa með sér, taka tillit til annarra og virða skoðanir hinna barnanna. Þessi lærdómur skilar sér þannig að barnið verður félagslega hæfari einstaklingur þ.e. býr yfir góðum félagsþroska. Á yngri deildunum er könnunarleikurinn notaður.

Könnunarleikurinn í Hömrum er fyrir yngri börnin en hann byggist upp á því að börnin nota hugmyndarflug sitt með óhefðbundnum leikföngum. Hugmyndina sækjum við til höfunda bókarinnar People under Three sem eru E. Goldschnied og S. Jackson. En lykilatriði í könnunarleikjastund er að starfsfólks sé til staðar. Starfsmaður hefur vakandi áhuga og er til aðstoðar ef þarf. Starfsfólk nýtir tímann til að skrá og gera athuganir. Tiltekt er hluti af leiknum. Börnin læra notkun hugtaka og með því að nefna hlutina í tiltektinni læra þau að tengja orðin við hlutinn. Leikföngin sem notuð eru í könnunarleiknum eru ekki leikföng sem keypt eru út úr búð heldur hversdagslegir hlutir og ílát t.d. dúskar, lyklar, dósir, þvottaklemmur, pappahólkar og ýmislegt fleira.

7


Í tónlistinni er stuðst við hugmyndafræði Edgar Wilhelms. Lögð er áhersla á forskólakennslu þar sem barnið er virkjað í að túlka, greina og skapa tónlist. Starf elsta árgangsins í Hömrum byggist á því að brúa bilið milli leik og grunnskólans. Í samstarfi með Kelduskóla - Vík er unnið með Söguaðferðina. Einnig er unnið með verkefni upp úr bókunum Ljáðu mér eyra /Undirbúningur fyrir lestur, Markviss málörvun og Leggðu við hlustir. Mikið er unnið með stærðfræðiverkefni sem 3. árs nemar úr K.H.Í gerðu í vettvangstengdu vali árið 2006.

Starfsfólk fylgjast með leik barnanna og skráning er í gangi t.d er mikið tekið af myndum og starfsfólk fer yrir skráninguna á deildarfundum.

Deildarstjórar gera einstaklingsáætlun fyrir hvert barn í samráði við foreldra í samræmi við deildarnámskrá sem er svo farið yfir í foreldraviðtölum. Einstaklingsnámskráin fylgir barninu alla leikskólagönguna.

Í ágúst þegar ný börn byrja þurfum við að kynna vel fyrir foreldrum hvert þeirra hlutverk er í þáttökuaðlögun t.d að þeir eigi að taka þátt í matartímum og leik barnanna. Betra er að byrja aðlögun á mánudegi eða þriðjudegi en ekki á miðvikudegi eins og gert var síðasta haust. Á degi tvö í aðlögun verður leikskólastjóri með spjall við foreldra í hádeginu. Gaman væri að fá einhvern frá skóla og frístundasviði á þriðja degi. Það tengir foreldra betur við sviðið.

Starfið í Hömrum er í stöðugri þróun og eru deildarfundir mjög vel nýttir til að ígrunda og laga það sem betur má fara. Með því að hafa deildarfundi tvisvar í mánuði verður starfið ennþá betra og endurmat verður skilvirkara. 

Í vetur byrjum við að vinna að nýrri námskrá. Við ætlum að byrja að vinna með tvo námsþætti þ.e. læsi og skapandi skólastarf. Við höfum skipt okkur í tvo hópa og vinnur annar hópurinn með læsi en hinn með skapandi starf. Á skipulagsdögum í vetur verður alltaf ákveðin tími fyrir námskrárgerð. Græn skref er eitthvað sem starfsfólk í Hömrum þarf að fara kynna sér betur. Við erum komin eitthvað af stað en áhuginn er ekki mikill í starfsmannahópnum til þess að ganga alla

8


leið. Við þurfum að taka okkur saman og byrja.

Áherslur leikskólans vegna Starfsáætlunar Leikskólasviðs Markmið leikskólans: 

Að halda áfram með markvissa skráningu

Að gera útikennslu að föstum lið í starfinu

Einstaklingsmiðað nám

Að börnin taki þátt í endurmati á starfinu í leikskólanum

Græn skref

Leiðir: 

Hver og einn deildarstjóri gerir einstaklingsáætlun fyrir hvert og eitt barn miðað við aldur, þroska og deildarnámskrá. Farið er yfir einstaklingsáætlunina tvisvar á ári í foreldraviðtölum. Fyrir viðtölin eru foreldrum sendar einstaklingsáætlun síns barns til lesturs og yfirferðar. Deildarstjórar hafa gert námskrá fyrir hvern aldurshóp og verður einstaklingsáætlun endurmetin eftir þeirri námskrá og er því í sífelldri skoðun.

Fá kynningu á grænum skrefum.

Hvernig verða markmið metin 

Á deildarfundum og skipulagsdögum með umræðum og fyrirlestrum.

Kynnum okkur hvernig þetta er gert í öðrum skólum og fáum kynningu .

Á skipulagsdögum.

Leikskólastjóri er ábyrgur fyrir áherslum leikskólans

9


2. Starfsmannamál Starfsmannamál / starfsþróun í leikskólanum Starfsheiti

Fjöldi

Starfshlutfall

Leikskólakennarar Grunnskólakennarar Aðrir uppeldismenntaðir starfsmenn Þroskaþjálfar Starfsmenn með háskólapróf án uppeldismenntunar Starfsmenn með menntun á framhaldsskólastigi (stúdentspróf, iðnmenntun) Starfsmenn án framhaldsskólamenntunar

8 1 1

7,8 1 1

2

1,575

5

4,75

8

6,85

Menntun

Leikskólaliðar

Starfsþróunarsamtöl verða í mars/apríl 2013. Þar sem búið er að gera námskrá fyrir hvern aldurshóp byrjar deildarstjóri á því að taka starfsmenn viðkomandi deilda í viðtöl. Þetta fyrirkomulag skilar sér betur í starfsþróunarsamtölunum, þar sem starfsmenn koma betur undirbúnir í viðtölin og eru fljótari að finna út hvaða námskeið þeir vilja fara á.

Starfsfólk sækir þau námskeið,ráðstefnur og málþing sem hægt verður að koma við eftir áhugasviði starfsmanns og áætlun leikskólans.

Í haust fara leikskólakennararnir til London á Numicon námskeið. Numicon er hugmyndafræði um stærðfræðihugmyndir og mikilvægi talna í umhverfinu. Markmiðið er að þróa okkar stærðfræðivinnu með elstu börnunum.

Í vor þ.e. í apríl fer allt starfsfólk til Edinborgar þar sem við ætlum að kynna okkur starfsemi nokkurra leikskóla í þessari fallegu borg. Markmiðið með öllum ferðum sem farnar eru hvort sem er til annara landa eða innan lands eru liður í símenntun starfsmanna. Við erum alltaf að þróa okkur í námi og starfi og nýtum það sem okkur finnst gott til þess að þróa okkar starf meira.

Markmiðið með öllum ferðum sem farnar eru hvort sem er til annara landa eða innan lands eru liður í símenntun starfsmanna. Við erum alltaf að þróa okkur í námi og starfi og nýtum það sem okkur finnst gott til þess að þróa okkar starf meira.

10


3. Aðrar upplýsingar Barnahópurinn 

Í allt verða 105 börn, í 878 dvalartímum, á næsta ári, sem skiptast niður á 5 deildar.

Kynja- og aldursskipting er eftirfarandi:

2007 2008 2009 2010 2011 Samtals:

 

Strákar Stelpur 12 10 15 14 7 18 16 13 50

55

Ekkert barn verður í sérkennslu í vetur en nokkur börn eru í litlum málörvunarhópum, þar sem verið er að styrkja hljóðkerfisvitund þeirra. Börn af erlendum uppruna verða fimm. Þeim börnum er boðið að fara í málörvunarhópa til þess að auka málskilning og tjáningu. Foreldrum er boðið að fá túlk þegar barnið byrjar í leikskólanum og í foreldraviðtölum.

11


Foreldrasamvinna Tilgangur foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefnda um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi (Lög um leikskóla 90/2008)

Markmið foreldrasamstarfs: Hafa jákvæð tengsl við foreldra sem byggja á gagnkvæmu trausti Að foreldrar séu vel meðvitaðir og upplýstir um alla þætti starfsins í leikskólanum, þar með talið markmið og daglegar venjur. Veita foreldrum upplýsingar um þroska barnsins og stöðu þess í leikskólanum Að starfsfólk sýni hlýtt viðmót þegar foreldrar koma með og sækja börnin sín, þannig að þeim finnist þau vera velkomin en ekki eins og þeir séu einhverjir utanaðkomandi sem eru að trufla starfsemina eða starfsfólkið.

Þrír foreldrar sitja í foreldraráði. Þeir starfa eftir þeim reglum sem þeim ber og situr leikskólastjóri alla fundi.

Foreldrafélag er starfandi við leikskólann. Það hefur gengið vel í vetur þar sem foreldrar hafa verið mjög áhugasamir um starfið í skólanum. Það er fundur að jafnaði einu sinni í mánuði.

Foreldrafundur fyrir alla foreldra er í september. Þar er vetrarstarfið kynnt. Fundirnir eru haldnir að morgni.

Á vorin, áður en aðlögun hefst, eru foreldrar nýrra barna boðaðir í einstaklingsviðtal, þar sem leikskólastjóri og deildarstjóri fara yfir hefðbundin atriði. Þar er farið yfir skipulag og starfsemi leikskólans og deildanna.

Tvö foreldraviðtöl eru á ári, í október/nóvember og febrúar/mars

12


Samstarf leik- og grunnskóla Áætlun vetrarins Markmið: 

Að stuðla að vellíðan barna við flutning milli skólastiga

Að samfella skapist í námi barnanna

Að efla samstarf leik- og grunnskóla Börnin fara í heimsókn í 1.bekk. Þau fara tvisvar sinnum og taka þátt í kennslustund, borða nesti og fara í frímínútur. Einnig fara þau í heimsókn í list og valgreinatíma þar sem eldri nemendur taka á móti þeim. Nemendur í 1. bekk koma í heimsókn í leikskólann þrisvar sinnum á haustönn og taka þátt í starfinu. Þetta er sjötti veturinn sem við vinnum með Söguaðferðina í samstarfi við Víkurskóla. „Söguaðferðin” eða Storyline, er kennsluaðferð þar sem börnin eru sjálf þátttakendur. Í byrjun ákveður kennarinn viðfangsefnið og með því að nota söguaðferðina, fá börnin tækifæri til að uppgötva og upplifa viðfangsefnið frá mörgum hliðum. Viðfangsefnið er sett niður í svo kallaðan söguramma þar sem söguþráðurinn/viðfangsefnið er sett fram í fyrirfram ákveðið ferli. Unnið er með tvo söguramma yfir veturinn. Einn að hausti og annan að vori.

Almennar upplýsingar 

Uppákomudagur er fyrsta föstudag í hverjum mánuði s.s. furðufatadagur, boltadagur, bangsadagur, gleraugnadagur og spiladagur.

16.september, Dagur íslenskrar náttúru.

Alþjóðlegi bangsadagurinn, er 27. október. Þá koma börnin með bangsa að heiman.

Leikrit, aðkeyptar sýningar, ein eða tvær yfir veturinn.

Dagur íslenskrar tungu, er 16. nóvember. Þá koma nemendur úr 5.bekk í Kelduskóla – Vík og lesa fyrir börnin. Einnig koma börnin með bækur að heiman.

Jólatrésskemmtun, dansað er í kringum jólatré með jólasveinum og hátíðarmatur borðaður. 13


Foreldrakaffi, er tvisvar yfir veturinn. Þá koma foreldrar að morgni og fá sér kakó/kaffi með börnunum og starfsfólki.

Þorrablót, í janúar. Börnin borða þorramat.

Dagur leikskólans, er 6. febrúar.

Afmæli Hamra, er 20. Febrúar. Þá höldum við upp á afmælið með söng og gleði.

Öskudagur, börnin og starfsfólk bregða á leik og dansa.

Opið hús, er að vori á virkum degi frá kl. 08 – 09:30. Börnin bjóða fjölskyldum sínum að skoða leikskólann og vinnu vetrarins.

Alþjóðlegi dansdagurinn, er 29.apríl. Þá hittumst við í salnum og dönsum saman.

Tónleikar, hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir elstu börnin.

Útskrift, elstu börnin fá afhent útskriftarskjal við hátíðlega athöfn. Einnig er farið í útskriftarferð í maí/júní.

Snúðaskokk, er í byrjun júní. Þá hlaupa allir ákveðin hring hjá leikskólanum og fá snúð í verðlaun.

Sumarhátíð, er í júní. Þá förum við í skrúðgöngu um hverfið, bregðum á leik í garðinum og borðum pylsur.

Skipulagsdagar 26. september: Skipulagsdagur allan daginn. Sameiginlegur fyrirlestur fyrir nokkra leikskóla í Grafarvogi 26.september. 27. september: Skipulagdagur allan daginn. Heimsókn í leikskóla sem leggja áherslu á stærðfræði og leikinn. Hluti starfsmanna fer til London á Numiconnámskeið. 19.október: Skipulagsdagur allan daginn. Haustið endurmetið, kynning á Græn skref, foreldraviðtöl undirbúin og byrjað á námskrárvinnu. 22.febrúar: Skipulagsdagur allan daginn. Foreldraviðtöl undirbúin, unnið að námskrárgerð. 26.apríl:

Skipulagsdagur allan daginn. Námsferð starfsmanna til Edinborgar.

17.maí: Skipulagsdagur allan daginn. Veturinn endurmetinn og unnið úr endurmati fyrir starfsáætlun 2012-2013.

14


Fylgirit   

Umsögn foreldraráðs Leikskóladagatal Skólaskýrsla 2011-2012

F. h. leikskólans ..........................................

____Erna Jónsdóttir_______________________5.júlí 2012____________________ Leikskólastjóri Dagsetning

15


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.