starfsaetlunVaettaskola2012_2013

Page 1


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Efnisyfirlit

Inngangur .................................................................................................................................. 5 Skólanámskrá ............................................................................................................................ 6 Stefna Vættaskóla ...................................................................................................................... 6 Framtíðarsýn Vættaskóla ................................................................................................... 7 Skóladagatal .............................................................................................................................. 8 Starfsáætlun nemenda ........................................................................................................ 9 Skólareglur ................................................................................................................................ 9 A. Verklagsregla um viðbrögð við hegðunar-og samskiptavanda nemenda ...................... 9 B. Verklagsregla um viðbrögð við skólasóknar-og ástundunarvanda nemenda ............. 10 C. Verklagsregla um viðbrögð við lögbrotum og alvarlegum brotum nemenda á .......... 10 skólareglum ...................................................................................................................... 10 Leið 1 Lausnarleið skóla .................................................................................................. 11 Leið 2 Lögregla ................................................................................................................ 11 Leið 3 Vímuefnavandi....................................................................................................... 12 Ef grunur er um að nemandi hafi vímuefni undir höndum, dreifir eða selur í skólanum/á skólalóð ............................................................................................................................ 12 D. Verklagsregla vegna trúnaðarbrests milli foreldra og skóla. ..................................... 13 Stoðþjónusta ............................................................................................................................ 13 Sérkennsla ........................................................................................................................ 13 Íslenska sem annað tungumál .......................................................................................... 14 Skipt í námshópa .............................................................................................................. 14 Önnur sérkennsla ............................................................................................................. 14 Umsókn um sérkennslu ..................................................................................................... 14 Forvarnarstarf ......................................................................................................................... 17 Sjálfsmynd-samskiptahæfni-heilbrigðir lífshættir -framtíðarsýn ..................................... 17 Bekkjarfundir .................................................................................................................... 17 Eineltiskannanir ............................................................................................................... 17 Forvarnir í kennslu – lífsleikni - fíkniefnafræðsla ........................................................... 17 Lífsleikni ........................................................................................................................... 18 Nemendaviðtöl .................................................................................................................. 18 Samstarf við foreldra ........................................................................................................ 18 Skólaumhverfið og foreldrar ............................................................................................ 18 Sjálfstyrking-Baujan ......................................................................................................... 19 Stoðkerfi ........................................................................................................................... 19 Vinabekkir ........................................................................................................................ 19 Símat og vitnisburður .............................................................................................................. 19 Greinandi próf og skimanir. ............................................................................................. 20 Námsráðgjöf ............................................................................................................................ 21 Nemendaverndarráð ................................................................................................................ 22 Lausnateymi............................................................................................................................. 22 Áfallateymi ............................................................................................................................... 23 1


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Jafnréttisáætlun....................................................................................................................... 23 Eineltisáætlun .......................................................................................................................... 24 Meðferð eineltismála í Vættaskóla. .................................................................................. 25 Tengslakannanir ............................................................................................................... 27 Hvernig tökumst við á við einelti og endurtekið ofbeldi? ................................................ 27 Samtöl: ............................................................................................................................. 27 Ferli:................................................................................................................................. 27 Móttaka nýrra nemenda og starfsmanna ............................................................................... 31 Íslenska sem annað mál .......................................................................................................... 32 Viðbragðsáætlun Almannavarna............................................................................................ 32 Heimsfaraldur inflúensu ................................................................................................... 33 Háskastig almannavarna.................................................................................................. 34 Sóttvarnaráðstafanir ........................................................................................................ 36 Háskastig WHO ................................................................................................................ 37 Virkjun viðbragðsáætlana skóla....................................................................................... 37 Starfssvæði skólans og umfang ........................................................................................ 41 Áhættumat vegna inflúensufaraldurs ............................................................................... 42 Hvernig á að bregðast við veikindatilfellum nemenda í skólanum? ................................ 45 Veikindi starfsmanna ........................................................................................................ 45 Skipulag afleysingakerfis lykilstarfsmanna (skólastjórnenda) ef til veikinda hjá þeim kemur. ............................................................................................................................... 46 Komi til lokunar skóla ...................................................................................................... 46 Lokun skóla ...................................................................................................................... 46 Opnun skóla...................................................................................................................... 47 Samskiptaleiðir ................................................................................................................. 48 Kort og teikningar ............................................................................................................ 50 Dreifingarlisti ................................................................................................................... 51 Breytingasaga................................................................................................................... 51 Leiðbeiningar til starfsmanna vegna inflúensu A(H1N1) ................................................ 52 Skólaheilsugæsla ..................................................................................................................... 53 Reglubundnar skoðanir og bólusetningar: ...................................................................... 53 Fræðsla, heilbrigðishvatning og forvarnir....................................................................... 53 Tannvernd......................................................................................................................... 53 Svefn, nesti og skjólfatnaður ............................................................................................ 54 Slys og veikindi ................................................................................................................. 54 Lyfjagjafir ......................................................................................................................... 54 Lús .................................................................................................................................... 54 Sérfræðiþjónusta ..................................................................................................................... 54 Fardeild í Grafarvogi .............................................................................................................. 55 Lögreglan ................................................................................................................................. 55 Félagslíf nemenda ................................................................................................................... 55 ÍTR-Gufunesbær ..................................................................................................................... 57 Félagsmiðstöðin ............................................................................................................... 57 2


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Frístundaheimilin Brosbær og Hvergiland ...................................................................... 57 Önnur starfsemi ....................................................................................................................... 58 Tónlistarskólar ................................................................................................................. 58 Fjölnir............................................................................................................................... 58 Íþróttamót ......................................................................................................................... 58 Mötuneyti og nesti ................................................................................................................... 58 Samstarf við foreldra ............................................................................................................... 59 Skólaráð ........................................................................................................................... 59 Foreldrafélag ................................................................................................................... 59 Upplýsingagjöf til heimila ................................................................................................ 59 Ársskýrsla ......................................................................................................................... 60 Foreldrafundir .................................................................................................................. 60 Starfsfólk Vættaskóla .............................................................................................................. 61 Starfsfólk Vættaskóla 2012-2013 ..................................................................................... 61 Tekið á móti nýju starfsfólki ............................................................................................ 63 Starfslýsingar ................................................................................................................... 63 Skólastjóri......................................................................................................................... 63 Aðstoðarskólastjóri .......................................................................................................... 65 Deildarstjórar................................................................................................................... 66 Skrifstofustjóri Borgir ...................................................................................................... 66 Skrifstofustjóri Engi.......................................................................................................... 67 Ritari................................................................................................................................. 67 Umsjónarmaður skóla ...................................................................................................... 68 Fyrirliði skólaliða ............................................................................................................ 68 Skólaliði ............................................................................................................................ 69 Stigstjórar – yngsta, mið og elsta stig .............................................................................. 70 Fagstjórar......................................................................................................................... 70 Námsráðgjafi .................................................................................................................... 70 Verkefnastjóri sérkennslu ................................................................................................. 71 Hlutverk kennara .............................................................................................................. 72 Sjálfsmat skólans ..................................................................................................................... 73 Símenntunaráætlun................................................................................................................. 74 Símenntun almenns starfsfólks ......................................................................................... 75 Símenntun kennara ........................................................................................................... 75 Trúnaðarmenn .................................................................................................................. 75 Öryggisnefnd .................................................................................................................... 76 Hagnýtar uppýsingar um skólahaldið .................................................................................... 76 Skipurit 2012-2013 ........................................................................................................... 76 Skrifstofa skólans.............................................................................................................. 77 Hagnýtar upplýsingar fyrir starfsmenn ............................................................................ 77 Viðtalstímar ...................................................................................................................... 80 Óveður .............................................................................................................................. 80 Forföll og leyfi .................................................................................................................. 82 Mentor.is – Skráningarkerfi skólans ................................................................................ 82 Endurgreiðslur vegna slysa eða tjóns .............................................................................. 83 3


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Rýmingaráætlun skólans ........................................................................................................ 83 Viðbrögð við vá ................................................................................................................ 83 Rýmingaráætlun Borgum ................................................................................................. 84 Rýmingaráætlun-Engi ...................................................................................................... 86 Vistvernd- Grænfáninn ........................................................................................................... 87 Umhverfismarkmið Vættaskóla ........................................................................................ 87 Þróunar- og samstarfsverkefni ............................................................................................... 88 Bekkjarfundir .................................................................................................................... 88 Byrjendalæsi ..................................................................................................................... 88 Byrjendastærðfræði .......................................................................................................... 88 L9 ...................................................................................................................................... 89 Heilsueflandi grunnskóli .................................................................................................. 89 Heimaskóli Menntavísindasviðs HÍ .................................................................................. 89 Náttúrulífs- og útikennsla ................................................................................................. 89 Olweus, Gegn einelti ........................................................................................................ 89 Orð af orði ........................................................................................................................ 90 Samskipti og samvinna í Vættaskóla ................................................................................ 90 Samval í Grafarvogi ......................................................................................................... 90 Unglingastig. Brautir og val ............................................................................................ 90 Vistvernd: ......................................................................................................................... 91 Önnur samstarfs og þróunarverkefni ............................................................................... 92

4


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Inngangur Velllíðan – metnaður - árangur Í haust hefur Vættaskóli störf með um fimm hundruð og tuttugu nemendur og starfsfólk telur um áttatíu og fimm manns. Mikil fagleg stefnumótun hefur átt sér stað nú á vorönninni fyrir nýjan skóla. Allt starfsfólk hefur með einum eða öðrum hætti komið að þessari þróunarvinnu og verður skólastarf næsta skólaár í anda þeirrar stefnu- og skipulagsvinnu. Helsta nýjungin er sú að unglingum skólans verður kennt saman í öðru húsinu en valgreinar verða kenndar í báðum skólahúsunum. Mikill metnaður hefur verið lagður í valgreinaframboðið næsta vetur og kenndir verða yfir sjötíu valhópar auk þess sem elstu nemendurnir velja sig inn á ákveðnar brautir með valgreinunum. Brautirnar sem í boði eru kallast; íþróttabraut, list- og verkgreinabraut, raungreinabraut og bóknámsbraut. Markmiðið með brautunum er að gefa nemendum enn meiri fjölbreytni í náminu og um leið meiri ábyrgð á framvindu náms síns. Nám nemenda á unglingadeild Vættaskóla verður skráð á ferilblað sem fylgir þeim upp unglingastigið. Á starfsdögum kennara í ágúst munu allir kennarar og stuðningsfulltrúar taka þátt í námskeiði sem ber heitið; Góður skólabragur – jákvæð samskipti. Námeiðið er haldið á vegum Pestalozzi áætlunarinnar sem stýrir innleiðingu menntastefnu Evrópuráðsins. En megin áhersla menntastefnunnar er að mennta nemendur til að verða ábyrgir þátttakendur í lýðræðissamfélagi hvort sem um er að ræða bekk, skóla eða samfélagið í heild sinni. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur tileinki sér viðhorf, þekkingu og aðferðir sem stuðla að góðum skóla-/bekkjarbrag þar sem allir nemendur finna til öryggis. Þar eru lýðræði, velferð, heilbrigði, mannréttindi, og jafnrétti lögð til grundvallar líkt og grunnþættir nýrrar aðalnámskrár kveða á um. Vættaskóli fékk nú á vordögum tvo þróunarstyrki á vegum skóla- og frístundaráðs. Annað verkefnið snýst um það að þróa kennsluefni fyrir miðstig sem stuðlar að vitundarvakningu barna á umhverfi sínu og er ætlað að vera forvarnarefni gegn skemmdarverkum. Verkefnið er samstarfsverkefni við þjónustumiðstöðina Miðgarð og er afrakstur skýrslu starfshóps gegn skemmdarverkum í hverfinu. Hitt verkefnið snýr að því að efla félagsvitund unglinganna í skólanum og verður unnið í samstarfi við félagsmiðstöð skólans sem er einnig að taka breytingum í sameiningunni. Verkefnið er samstarfsverkefni við Gufunesbæ. Þessari starfsáætlun fyrir skólaárið 2012– 2013 er ætlað að vera yfirlit yfir helstu einkenni skólans, innra starfið, hefðir, starfslýsingar og vinnulag. Þar sem hún er fyrsta starfsáætlun nýs skóla verður hún í stöðugri endurskoðun næsta skólaár með starfsfólki skólans til að fínpússa ákveðna þætti og marka enn frekar sérstöðu okkar í Vættaskóla. Starfsáætlun þessi skal endurskoðuð og útgefin í lok skólaárs ár hvert.

Reykjavík í júní 2012 Jóhanna S. Vilbergsdóttir, skólastjóri

5


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Skólanámskrá

Skólanámskrá Vættaskóla er skrifleg rökstudd starfsáætlun skóla þar sem dregin er fram sérstaða skólans og staðbundnar aðstæður. Hún er samstarfsverkefni starfsfólks og grunnur að þróunarstarfi og mati á skólastarfinu. Hún er heildstætt upplýsingarit fyrir þá sem að starfinu koma, s.s. nemendur, foreldra, starfsfólk og opinbera aðila og er í sífelldri endurskoðun. Skólanámskráin tekur á öllum þáttum skólastarfsins og tekur mið af aðalnámskrá grunnskóla, skólastefnu Menntaráðs Reykjavíkur, stefnumörkun Reykjavíkurborgar í starfsmannamálum, jafnréttisstefnu, umhverfisstefnu og vinnuvernd. Foreldraráð, stjórn Foreldrafélags Vættaskóla, Skóla- og frístundasvið, Þjónustumiðstöðin Miðgarður, starfsmannaráð, stjórn nemendafélags og stjórnendur fá hana í hendur. Eintök eru á bókasafni skólanna, á kaffistofum starfsmanna og hún er vistuð á heimasíðu skólans www.vaettaskoli.is. Þar er einnig að finna mikið af upplýsingum um starfsemi skólans, s.s. félagslíf, nám, kennslu og þróunarstarf. Auk þess eru á heimasíðu skólans miklar upplýsingar um skólastarfið. Fréttir og tilkynningar eru uppfærðar reglulega á aðalsíðu og bekkjar- og fagsíðum. Endurskoðun skólanámskrár fer fram árlega og sjá starfsmenn skólans um þá endurskoðun undir stjórn stjórnenda og ritstjórnar skólanámskrárinnar.

Stefna Vættaskóla

Vættaskóli hefur mótað stefnu sína í átt að fjölbreyttum kennsluháttum og einstaklingsmiðuðu námi með markvissu skipulagi náms og kennslu og samvinnu kennara. Lögð er áhersla á að nemendur verði ábyrgir fyrir námi sínu, setji sér raunhæf markmið, meti eigin vinnu og frammistöðu, komið verði til móts við námsfærni nemenda og þeir þrói jákvætt viðhorf til skólans. Einnig er lögð áhersla á að þekking og skilningur er einstakur hjá hverjum nemanda og séu nemendur og námið í brennidepli má búast við árangursríkri kennslu. Mikilvægt er að nemendur læri að skipuleggja eigin þekkingu. Skólinn ætlast einnig til þess að starfsfólk beri að sýna ábyrgð í starfi, leitast er við að auka vellíðan þess og það finni árangur í störfum sínum. Nám og kennsla er skipulagt með það að markmiði að viðfangsefni nemenda hafi tengsl við daglegt líf þeirra og leitast við að auðvelda nemendum að sjá tilgang í námi sínu. Mikilvægt er að ný þekking tengist fyrri þekkingu og reynslu nemendanna á merkingarbæran hátt. Lögð er áhersla á að árangur nemenda sé áþreifanlegur og sýnilegur, m.a. með því að beita skapandi kennsluháttum, s.s. söguaðferðinni, þemavinnu, verkmöppugerð, stöðvavinnu og blöndun árgangs eða árganga á ýmsan veg. Nauðsynlegt er að nemendur vinni úr þeim upplýsingum sem þeir afla sér og læri að gera sjálfum sér og öðrum grein fyrir þekkingu sinni. Í því skyni fást nemendur við ritgerðasmíð, halda fyrirlestra og kynningar af ýmsu tagi, halda sýningar á verkum sínum o. s. frv.. Jöfnum höndum er lögð áhersla á sjálfstæða vinnu einstakra nemenda og samvinnu þeirra um smærri og stærri verkefni. 6


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Hlutverk starfsfólks er að skapa jákvætt námsumhverfi og vera nemendum sínum fyrirmyndir varðandi viðhorf til náms, vinnubrögð, vandvirkni og kröfur í eigin garð um árangur af skólastarfinu. Kennarar skipuleggja kennsluna og velja kennsluaðferðir og námsefni með það í huga að fjölbreytni sé sem mest og komið sé til móts við þarfir allra nemenda. Mikilvægt er að nemendur geri sér ljóst að þeir eru ábyrgir fyrir eigin námi. Brýnt er fyrir nemendum að íhuga sitt eigið nám og námsaðferðir og að vera sér meðvitaðir um hvernig þeir sinna námi sínu og að þær kröfur sem þeir gera til sjálfra sín ráða mestu um árangur skóladvalarinnar. Nemendum er auðveldað þetta með því að láta þá markvisst leggja mat á eigin vinnubrögð og vinnuframlag. Styrk og raunsæ sjálfsmynd er ein af mikilvægustu forsendum námsárangurs. Mat á námsárangri nemenda er mikilvægur þáttur skólastarfsins. Aðaltilgangur námsmats er að afla upplýsinga sem auðvelda nemendum og kennurum að skipuleggja áframhaldandi nám og örva nemendur til að leggja sig enn betur fram. Námsmat er margþætt. Það felst m. a. í símati kennara og umsögnum um einstök verkefni nemenda, formlegum prófum og sjálfsmati nemenda. Niðurstöður formlegs námsmats eru settar fram á vitnisburðarblöðum sem nemendur og foreldrar/forráðamenn fá tvisvar á ári. Jafnframt er lögð mikil áhersla á munnlegan vitnisburð sem kennarar kynna foreldrum og nemendum í persónulegum viðtölum. Framtíðarsýn Vættaskóla               

7

Að áhersla sé jafnan lögð á faglegt og metnaðarfullt skólastarf. Að bæta árangur nemenda í öllum námsgreinum. Að leggja áherslu á umhverfisfræðslu í skólastarfi. Að starfsfólk skólans og nemendur leggi sig fram um að fylgja markmiðum sínum. Að þróað verði áfram samstarf grunnskólanna í Grafarvogi og Klébergi í endurmenntun, símenntun og framþróun í skólastarfi. Að efla starf unglingadeildar með auknu námsframboði. Að öllum líði vel í skólanum. Að kenna nemendum tillitssemi í samskiptum, tjáskiptum og að bera virðingu fyrir öðrum. Að koma til móts við þarfir nemenda á því þroskastigi sem þeir eru með sveigjanlegu skólastarfi og fjölbreytilegum kennsluaðferðum þannig að sérhver fái sem mest út úr náminu. Að meta stöðu nemenda reglulega til að unnt sé að mæta ólíkum þörfum þeirra. Að þjálfa með nemendum sjálfstæði í vinnubrögðum og samvinnu og að efla ábyrgð nemenda á eigin námi. Að námsmarkmið séu skýr þannig að öllum sé ljóst hvaða kröfur skólinn gerir. Að vinna að öflugu foreldrasamstarfi sem er byggt á gagnkvæmu trausti og virðingu. Að leggja áherslu á forvarnarstarf og heilbrigða lífshætti og leggja áherslu á Heilsueflandi skóla. Að stjórnendur starfi eftir ígrundaðri skólastefnu sem allir í skólanum eru meðvitaðir um.


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Skóladagatal

Skóladagatal skólans er árlega útfært samkvæmt lögum og koma að þeirri vinnu, stjórnendur, kennarafundur og skólaráð. Að auki er samstarf milli grunnskólanna og leikskólanna í hverfinu á hverju vori vegna sameiginlegra starfsdaga. Skóladagatalið er vistað á heimasíðu skólans og í starfsáætlun skólans.

8


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Starfsáætlun nemenda

Skóladagar nemenda eru 180 samtals, þar af eru skertir dagar skólasetningardagur, smiðju/þemadagar, litlu jól, öskudagsgleði/stærðfræðidagur, þrír námsmatsdagar á unglingastigi og skólaslit. Vetrarleyfi eru tveir dagar í október og tveir í febrúar. Skóli hefst 22. ágúst og lýkur 7. júní. Lengd jólaleyfis er 6 virkir dagar en það hefst föstudaginn 21. des. og nemendur koma aftur til starfa 4. janúar en 3. janúar er skipulagsdagur í skólanum. Páskaleyfi hefst mánudaginn 25. mars og lýkur miðvikudaginn 3. apríl. Starfsdagar/skipulagsdagar kennara eru fimm. 7. september, 24. október, 3. janúar, 4. febrúar og 2. apríl.

Skólareglur

Í vetur verður unnið að gerð skólareglna og innleiðingu þeirra, skv. nýrri reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum Nr. 1040/2011. Skólaráð og nemendafélag skólans mun koma að þeirri vinnu með starfsfólki skólans. Reglurnar hér fyrir neðan eru samkvæmt þeirri samþykkt sem gerð var. Jafnframt eru hér verklagsreglur vegna hegðunar- og agabrota nemenda. Í Vættaskóla gilda þær kurteisis- og umgengnisreglur sem almennt eru viðurkenndar í vestrænum samfélögum. Mikilvægasta leiðarljósið er það að hver og einn á rétt til þess að vera frjáls, óáreittur og öruggur við nám og leik. Foreldrar eru beðnir að kynna sér reglurnar og ræða efni þeirra við börn sín. Einstakir árgangar eða bekkir setja sér stundum sérstakar umgengnisreglur. Sérstakar reglur gilda einnig í t.d. verkgreinastofum og íþróttahúsi og ber umyrðalaust að virða þær. Skóla- og frístundasvið hefur sett fram sameiginlegan feril, sem ætlað er að lýsa hvernig tekið er á agamálum á öllum stigum frá skólareglum innan skóla til alvarlegra lögbrota, brottvísunar úr skóla og samskipta við lögreglu og Barnavernd. Ferlinum er ætlað vera vegvísir fyrir skólastjórnendur í agabrotum af ýmsu tagi. A. Verklagsregla um viðbrögð við hegðunar-og samskiptavanda nemenda

1. Kennari hvetur nemanda til að bæta sig. 2. Kennari hefur samskipti við foreldra og hvetur þá til að aðstoða nemandann. 3. Skólastjóri heldur fund með foreldrum og nemanda þar sem hvatt er til umbóta og leitað orsaka vandans. Skólastjóri leggur málið fyrir nemendaverndarráð ef málið er þess eðlis. 4. Ef ekki næst viðunandi árangur óskar skólastjóri og/eða foreldrar eftir ráðgjöf og 9


Starfsáætlun skóla 2012-2013 þjónustu frá þjónustumiðstöð hverfisins. 5. Fulltrúi þjónustumiðstöðvar vinnur með skólastjóra og foreldrum að lausn málsins. 6. Finnist ekki viðunandi lausn fyrir nemandann þá er málið tilkynnt til Barnaverndar og Skóla- og frístundasviðs. 7. Teymi stofnað um málið. Þjónustumiðstöð hverfisins leiðir teymið og ber ábyrgð á vinnu þess. Á meðan unnið er í málinu getur nemandinn verið í heimaskóla, tímabundinni brottvísun eða í öðru sérúrræði. Allur ferill máls skal skráður formlega og undantekningarlaust. B. Verklagsregla um viðbrögð við skólasóknar-og ástundunarvanda nemenda

1. Kennari hvetur nemanda til að bæta sig. 2. Kennari hefur samskipti við foreldra og hvetur þá til að aðstoða nemandann. 3. Skólastjóri heldur fund með foreldrum og nemanda þar sem hvatt er til umbóta og leitað orsaka vandans. Skólastjóri leggur málið fyrir nemendaverndarráð ef ástæða er til. 4. Ef ekki næst viðunandi árangur óskar skólastjóri og/eða foreldrar eftir ráðgjöf og þjónustu frá þjónustumiðstöð hverfisins. 5. Fulltrúi þjónustumiðstöðvar vinnur með skólastjóra og foreldrum að lausn málsins. 6. Finnist ekki viðunandi lausn fyrir nemandann þá er málið tilkynnt til Barnaverndar og Skóla- og frístundasviðs. 7. Teymi stofnað um málið. Barnavernd Reykjavíkur leiðir teymið og ber ábyrgð á vinnu þess. Allur ferill máls skal skráður formlega og undantekningarlaust. C. Verklagsregla um viðbrögð við lögbrotum og alvarlegum brotum nemenda á skólareglum

Með alvarlegum brotum á skólareglum er m.a. átt við: Alvarlegt ofbeldi, þjófnað, innbrot í skóla (þar með talið í tölvukerfi), skemmdarverk, veggjakrot, áfengis-og fíkniefnaneyslu, sölu og dreifingu fíkniefna. 10


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Þegar ofangreind mál koma upp metur skólastjóri hverja af neðangreindum leiðum hann velur að fara: Leið 1 Lausnarleið skóla

1. Skólastjóri tilkynnir foreldrum um málið. 2. Nemandi sendur heim í samráði við foreldra á meðan málið er til frekari skoðunar. Ef samvinna næst ekki við foreldra getur komið til tímabundinnar brottvikningar nemanda á meðan ákvörðun er tekin um framhald málsins. 3. Ef um ofbeldi er að ræða hefur skólastjóri samband við foreldra þolanda. Ef ekki er um kæru að ræða leitar skólastjóri heimildar foreldra til lausnar málsins innan skólans. 4. Skólastjóri hefur samband við þjónustumiðstöð hverfisins og óskar eftir aðkomu þeirra að málinu. 5. Fundað með geranda og foreldrum hans um framhald málsins. Ráðgjöf og þjónusta boðin frá Þjónustumiðstöð hverfisins. Tilkynning send til Barnaverndar Reykjavíkur ef talin er þörf á. 6. Lausnarleið ákveðin í samráði við aðila. 7. Finnist ekki viðunandi lausn er málinu vísað til Barnaverndar Reykjavíkur sem heldur utan um málið á meðan leitað er frekari lausnar. Leið 2 Lögregla

1. Skólastjóri tilkynnir foreldrum um málið. 2. Skólastjóri tilkynnir lögreglu um málið og fer fram á rannsókn málsins. 3. Skólastjóri grípur til tímabundinnar brottvikningar nemanda. 4. Lögregla rannsakar málið. 5. Um framhald máls fer samkvæmt niðurstöðu lögreglurannsóknar. Ef lögreglurannsókn leiðir í ljós að um minniháttar mál er að ræða fer framhald málsins samkvæmt leið 1. Ef lögreglurannsókn leiðir í ljós að um alvarlegt lögbrot hefur verið að ræða fer um framhald málsins samkvæmt eftirfarandi ferli: 11


Starfsáætlun skóla 2012-2013  

Lögregla tilkynnir Barnavernd Reykjavíkur um málið, sem vinnur í málinu. Fulltrúi Barnaverndar Reykjavíkur kallar til fundar fulltrúa þjónustumiðstöðvar hverfisins, Skóla- og frístundasviðs, skóla og foreldra viðkomandi nemanda. Aðilar vinna að lausn málsins. Teymi stofnað um málið þar sem Barnavernd Reykjavíkur leiðir teymið og ber ábyrgð á vinnu þess. Á meðan unnið er í málinu getur nemandinn verið í heimaskóla, tímabundinni brottvísun eða í öðru sérúrræði. Finnist ekki viðunandi lausn innan heimaskóla sér Skóla- og frístundasvið um að útvega nýtt skólaúrræði.

Leið 3 Vímuefnavandi

Ef grunur leikur á því að nemandi sé undir áhrifum vímuefna í skólanum/á skólalóð. 1. Skólastjóri tilkynnir foreldrum um málið. 2. Skólastjóri tilkynnir málið til Barnaverndar Reykjavíkur og kallar fulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur á staðinn ef ástæða er til. 3. Skólastjóri ákveður hvort vísa eigi nemanda úr skóla tímabundið meðan málið er óútkljáð í samráði við foreldra og Barnavernd Reykjavíkur. 4. Barnavernd Reykjavíkur vinnur með áhættuhegðun barnsins. 5. Skólastjóri hefur samband við þjónustumiðstöð hverfisins og óskar eftir aðkomu þeirra að málinu. 6. Þjónustumiðstöð, skólastjóri, foreldrar og fulltrúi Barnaverndar vinna að viðeigandi úrræði fyrir nemandann. 7. Ef ágreiningur kemur upp milli foreldra og skóla skal leita til Skóla- og frístundasviðs. Ef grunur er um að nemandi hafi vímuefni undir höndum, dreifir eða selur í skólanum/á skólalóð

1. Skólastjóri tilkynnir málið til lögreglu. 2. Skólastjóri tilkynnir foreldrum málið. 3. Skólastjóri grípur til tímabundinnar brottvikningar nemanda. 4. Lögregla rannsakar málið. 5. Um framhald máls fer samkvæmt niðurstöðu lögreglurannsóknar. a) Ef lögreglurannsókn leiðir í ljós að um minniháttar mál er að ræða fer framhald málsins 12


Starfsáætlun skóla 2012-2013 samkvæmt leið b) Ef lögreglurannsókn leiðir í ljós að um alvarlegt lögbrot hefur verið að ræða fer um framhald málsins samkvæmt eftirfarandi ferli:  

Lögregla tilkynnir Barnavernd Reykjavíkur um málið, sem vinnur í málinu. Fulltrúi Barnaverndar Reykjavíkur kallar til fundar fulltrúa þjónustumiðstöðvar hverfisins, Skóla- og frístundasviðs, skóla og foreldra viðkomandi nemanda. Aðilar vinna að lausn málsins. Teymi stofnað um málið þar sem Barnavernd Reykjavíkur leiðir teymið og ber ábyrgð á vinnu þess. Á meðan unnið er í málinu getur nemandinn verið í heimaskóla, tímabundinni brottvísun eða í öðru sérúrræði. Finnist ekki viðunandi lausn innan heimaskóla sér Skóla- og frístundasvið um að útvega nýtt skólaúrræði.

Allur ferill máls skal skráður formlega og undantekningarlaust. D. Verklagsregla vegna trúnaðarbrests milli foreldra og skóla.

1. Skólastjóri leitar upplýsinga hjá starfsfólki skólans vegna málsins. 2. Skólastjóri og foreldrar leita lausna í málinu. 3. Skóla- og frístundasvið kemur að málinu eftir beiðni frá skóla og/eða frá foreldrum. 4. Þjónustumiðstöð hverfisins vinnur með Skóla- og i að málinu. 5. Málinu vísað til Barnaverndar Reykjavíkur ef ástæða er til. 6. Teymi stofnað um málið. Skóla- og frístundasvið leiðir teymið og ber ábyrgð á vinnu þess. Allur ferill máls skal skráður formlega og undantekningarlaust.

Stoðþjónusta Sérkennsla

Samkvæmt lögum um grunnskóla og reglugerð um sérkennslu skal grunnskólinn laga starf sitt að þroska og getu allra nemenda sinna, þannig að hver nemandi fái kennslu við hæfi. Til að ná þessu markmiði býður skólinn upp á ýmis sérúrræði fyrir einstaka nemendur og nemendahópa. Stjórnandi stýrir starfi sérkennslunnar. Í sérkennslunni er lögð áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er gert með því að reyna að finna sem fyrst þá nemendur sem þurfa séraðstoð. Nokkur greinandi próf eru lögð fyrir heila árganga í þessum tilgangi. Sé grunur um sértæka námsörðugleika hjá nemanda eru 13


Starfsáætlun skóla 2012-2013 einstaklingsathuganir lagðar fyrir viðkomandi barn eftir þörfum, ýmist innan eða utan skólans í samráði við foreldra. Stefnt er að því að sem flestir nemendur fylgi sínum árgangi í námi og geti fylgt námskrá síns árgangs. Til að svo megi vera er afar mikilvægt að nemendur nái tökum á lestrinum sem fyrst, enda er hann undirstaða annarra námsgreina. Því er mikil áhersla lögð á lestrarnámið í sérkennslunni. Jafnframt er gott foreldrasamstarf mjög mikilvægt til að árangur náist. Námsráðgjafi skólans vinnur mikið forvarnarstarf. Fengnir eru fyrirlesarar til að fræða nemendur og starfsfólk um gildi forvarna. Íslenska sem annað tungumál

Nemendur í grunnskóla er hafa annað móðurmál en íslensku og hafa fasta búsetu hér á landi, eiga rétt á sérstakri kennslu í íslensku. Markmið kennslunnar er að þeir nái sem fyrst tökum á námsefni árgangsins og geti tekið sem fyrst fullan þátt í íslensku samfélagi. Nemendur eru hvattir til að halda móðurmáli sínu við og rækta það. Íslensk börn, sem búið hafa lengi erlendis, eiga rétt á sérstakri aðstoð í íslensku og/eða öðrum þeim greinum sem þau þurfa aðstoð við. Skipt í námshópa

Sérkennslan fer fram ýmist innan eða utan bekkjar. Árgöngum er stundum skipt hópa nokkrar kennslustundir á viku. Sérkennarinn fer þá inn í bekk og kennir með umsjónarkennurum. Einnig kemur þriðji kennari inn í völdum faggreinum í 8.-10. bekk og árganginum er þá skipt í minni hópa. Önnur sérkennsla

Stuðningsfulltrúar og stuðningskennarar vinna með nemendum í ýmsum árgöngum. Fyrirkomulag fer eftir þörfum nemendanna og aðstæðum í árganginum og er ákveðið í samráði við umsjónarkennara viðkomandi nemenda. Stoðver fyrir börn á einhverfurófi og með mikil þroskafrávik þjónustar nemendur á yngsta- og miðstigi. Námsver 1.-7.bekkja sinnir litlum hópum nemenda með lestrar- og stærðfræðiörðugleika. Valver á unglingastigi sinnir nemendum sem af einhverjum orsökum eiga erfitt með að vinna í bekk. Í námsverum vinna nemendur samkvæmt einstaklingsnámskrá og þar er einnig almenn sérkennsla. Umsókn um sérkennslu

Hafi foreldrar áhyggjur af námsframvindu barns síns geta þeir snúið sér til umsjónarkennara barns síns. Hann hefur oftast forgöngu um að óska eftir sérstakri aðstoð eða greiningu og leggur þá fram rökstudda beiðni. Við greiningu vandans er tekið mið af mati umsjónarkennara, skólaprófum, samræmdum prófum, prófum sérkennara og í sumum tilfellum mati annarra sérfræðinga, s.s. sálfræðinga og lækna. Út frá greiningu þessara aðila eru námsmarkmið sett og viðfangsefni valin. Ævinlega er haft samráð við foreldra um skipulag og framkvæmd sérkennslu. 14


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Beiðni um sérkennslu Nemandi:______________________________________kennitala:_________ Umsjónarkennari:_________________________________bekkur:_________ Nafn móður/föður:__________________________________ sími: ________ Tilvísunarástæður: ___ Almennir námsörðugleikar ___ Lestrar og skriftarörðugleikar ___Stærðfræðiörðugleikar ____Hegðunarörðugleikar___ Félagslegir örðugleikar ____ Tilfinningarlegir örðugleikar ____Talkennsla Annað:____________________________________________________________________________________ Lýsing á vanda nemandans: Einkenni, staða miðuð við jafnaldra, erfiðleikar í samskiptum, sterkar hliðar , veikar hliðar o.s.frv._____________________________________________________________________________________ __________________________________________________________________________________________ Hvað hefur þú gert í málinu? ( samskipti við foreldra/kennara, kennsluúrræði o.þ.h.) __________________________________________________________________________________________ __________________________________________________________________________________________ __________________________________________________________________________________________ Hvaða úrræði telur þú æskilegast í sérkennslu? (tímafjöldi á viku). Sérkennslu inni í bekk sérkennslu í litlum hóp út úr bekk 1-3 tíma allan veturinn 2-5 tíma afmarkað námskeið sér úrræði allan veturinn stuðningsfulltrúa inni í bekk greiningu á stöðu nemandans og ráðgjöf. Annað:____________________________________________________________________________________ __________________________________________________________________________________________ Hefur forráðamaður samþykkt að leitað sé sérfræðilegar aðstoðar sérkennara? ___já ___nei Dags: ___________Undirskrift tilvísunaraðila_____________________________________________________ Móttekið af sérkennara _______________________________________Undirskrift sérkennara____________________________________________

15


Starfsáætlun skóla 2012-2013

Sérfræðiþjónusta Vættaskóla

Gátlisti vegna lestrarörðugleika

Grunar þig að nemandi þinn eigi við sértæka lestrarörðugleika að stríða? Farðu yfir þennan lista og merktu við það sem þér finnst eiga við hann

Nemandi: _________ Fyllt út kennara

___________________________________________________

af

__________________________________________,

Það sem er nemandanum erfitt í náminu          

Lestur námsbóka Stafsetning Skrift Ritun Að ná fyrirmælum Að læra á klukku Að skipuleggja nám og starf Að vinna í hópi Heimanámið Prófin

bekkur

________________-

Aðrir þættir  Takmarkaður orðaforði  Lítið sjálfstraust  Flýr verkefnin (tíðar klósettferðir o.fl.)  Neikvætt viðhorf til náms  Slök félagsfærni  Tímaskyn lélegt  Einbeitingarskortur  Áhugaleysi  Vanvirkni  Kvíði

Ef margt af þessu á við nemandann skaltu ráðfæra þig við sérkennara eða aðra sérfræðinga innan skólans.

16


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Forvarnarstarf Sjálfsmynd-samskiptahæfni-heilbrigðir lífshættir -framtíðarsýn

Í grunnskóla skiptir líðan nemenda miklu máli ekki síður en námsárangur. Þessir þættir þurfa að vinna vel saman til að nemendur fái notið sín og þroski hæfileika sína. Öflug samskipti milli heimilis og skóla ásamt jákvæðri sjálfsmynd og farsælum samskiptum milli nemenda er mikilvægur þáttur í vellíðan grunnskólanemenda. Unnin hefur verið áætlun fyrir Vættaskóla með þessum áherslum. Um er að ræða annarsvegar fundaröð sem miðar að öflugu fræðsluog tengslaneti fyrir foreldra og hinsvegar fræðsluefni fyrir nemendur í hverjum árgangi. Þar er m.a. unnið markvisst með sjálfsmynd, samskiptahæfni, heilbrigða lífshætti og framtíðarsýn nemenda. Með markvissu kynningar- og fræðslustarfi er hægt að efla samstarf og samstöðu foreldra ásamt því að stuðla að jákvæðu samstarfi milli heimilis og skóla. Það er markmið Vættaskóla að nemendur útskrifist úr grunnskóla með góða færni bæði í náms- og félagslegum þáttum. Bekkjarfundir

Bekkjarfundir eru fastsettir á töflu sérhvers umsjónarkennara. Bekkjarfundir eru vettvangur til að ræða þau málefni sem ofarlega eru á baugi í bekknum. Ræða um líðan, móta reglur gegn einelti, bekkjarreglur, leysa deilur, taka á óæskilegum samskiptum og fleiru sem kennari og nemendur finna þörf á að ræða. Bekkjarfundir gefa tækifæri til að fylgjast með félagslegum tengslum innan bekkjarins, meta þau og gæta að og efla góðan bekkjaranda. Eineltiskannanir

Einu sinni á vetri taka nemendur skólans þátt í könnun á einelti. Námsráðgjafi framkvæmir könnunina og gerir stjórnendum, kennurum og nemendum grein fyrir niðurstöðu. Einu sinni á ári gerir skólinn tengslakönnun hjá nemendum í hverjum árgangi. Farið er yfir könnunina á fundi með stjórnendum og námsráðgjafa og umsjónarkennara viðkomandi árgangs. Skólinn er þátttakandi í Skólapúlsinum og er það könnun sem allir nemendur skólans frá 6.10. bekk svara. Könnun er um líðan og viðhorf nemenda í skólanum. Könnunin er nafnlaus. Unnið er úr henni af óháðum rannsóknaraðilum. Niðurstöður könnunarinnar eru kynntar á starfsmannafundi, í skólaráði og metnar og bornar saman við Olwusar könnunina, aðrar kannanir sem gerðar eru í skólanum, staða mála metin og aðgerðir mótaðar Skólinn er Olweusarskóli og nýtir kannanir í þeim ferli og kannanir á vegum Reykjavíkurborgar og fleiri aðila sem eru kynntar starfsfólki, metnar og stefna skólans endurskoðuð. Forvarnir í kennslu – lífsleikni - fíkniefnafræðsla

„Grunnskólinn skal vinna markvisst að forvörnum og heilsueflingu þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan nemenda skólans. Lögð skal áhersla á almennar forvarnir, s.s. gagnvart tóbaki, áfengi, öðrum vímuefnum og annars konar fíkn, 17


Starfsáætlun skóla 2012-2013 t.d. net- og spilafíkn. Mikilvægt er að allir grunnskólar komi sér upp forvarnaráætlun sem birt er í skólanámskrá. Í forvarnaráætlun skal m.a. vera áætlun skólans í fíknivörnum og áfengis- og tóbaksvörnum, áætlun gegn einelti og öðru ofbeldi, áætlun í öryggismálum og slysavörnum og stefna í agastjórnun. Einnig skal koma fram með hvaða hætti skólasamfélagið hyggst bregðast við ef mál koma upp. Kynna skal forvarnaráætlun skólans öllum aðilum skólasamfélagsins, starfsfólki skóla, foreldrum og nemendum og birta í skólanámskrá”. (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011). Lífsleikni

Lífsleikni er heiti margra námsþátta sem fléttast inn í allt nám og kennslu. Þar að auki er lífsleikni sérnámsgrein á stundaskrá allra nemenda skólans þar sem unnið er með samfélag, umhverfi, náttúru og menningu. Umsjónarkennarar nemenda kenna þá grein sínum umsjónarbekk og leggja jafnframt áherslu á sjálfsþekkingu, samskipti, sköpun og lífsstíl. Sjá nánar námsvísa árganga. Jafnframt er námsráðgjafi skólans með fræðslu og hópastarf í félagsfærni, félagsfærnihópar (sjálfsstyrkingarnámskeið) eru einnig í boði og skólahjúkrunarfræðingur skólans er einnig með fræðslu og hópastarf. Starfsfólk Vættaskóla leitast við á þennan hátt og með daglegri umgengni og virðingu fyrir nemendum að skapa nemendum sínum öruggt og jákvætt námsumhverfi, sem einkennist af stuðningi og samvinnu við nemendur. Nemendaviðtöl

Til að stuðla að góðum kynnum og samstarfi umsjónarkennara og nemenda eru umsjónarkennarar með nemendaviðtöl. Nokkrum sinnum á vetri boðar umsjónarkennari hvern nemanda í viðtal til sín í lok skóladags. Nemandinn veit af viðtalinu með góðum fyrirvara og getur sjálfur stjórnað umræðuefnunum ef vill. Þetta er kærkomið tækifæri fyrir báða aðila til að kynnast hinum í ró og næði. Lögð er áhersla á að umræðurnar snúist frekar um daglegt líf og hugðarefni nemandans en námið. Leitast er við að skapa tækifæri fyrir nemandann til að fá athygli kennarans en ekki öfugt. Nemendaviðtöl eru vikulega á stundatöflu kennara. Samstarf við foreldra

Skólinn leggur áherslu á að eiga náið samstarf við foreldra um veru barna í skólanum. Lögð er áhersla á reglulegar upplýsingar um námsframvindu og líðan frá skóla til heimilis en einnig nána samvinnu um úrlausn vandamála sem koma upp. Foreldrum er boðið að koma í skólann við mörg tækifæri bæði til að fræðast og til að bera upp erindi og spurningar á fundum eða í viðtölum. Til að skemmta sér með börnum sínum, vera á sýningum með þeim eða til að fræðast af þeim um skólastarfið. Kennarar eru með símatíma og einnig eru höfð samskipti við foreldra með tölvupósti, fundum, og í gegnum skráningarkerfi skólans mentor.is og heimasíðu hans. Skólaumhverfið og foreldrar

Til að auka fræðslu til foreldra og tengsl þeirra á milli er boðað til fundar í hverjum árgangi einu sinni á hverju skólaári. Fundirnir eru klukkustundalangir og byrja á u.þ.b. 20 mínútna fræðslu. Þeir sem sinna fræðslunni eru ýmsir fagaðilar innan skólans. Það eru 18


Starfsáætlun skóla 2012-2013 skólahjúkrunarfræðingur, skólasálfræðingur, námsráðgjafi, sérkennari deildarstjóri og skólastjórnendur. Umsjónarkennari er einnig á fundunum. Í kjölfarið ræða foreldrar saman um þá þætti í skólastarfinu og samskiptum barnanna sem efst eru á baugi hverju sinni. Áhersla er lögð á að foreldrar myndi tengsl sem hafa jákvæð áhrif á skólagöngu barna þeirra. Sjálfstyrking-Baujan

Í skólanum er boðið upp á námskeið í sjálfstyrkingu sem námsráðgjafi sér um skráningu í. Hann gerir það í samráði við umsjónarkennara og sérkennara. Námskeiðin byggjast á að læra aðferðir til að læra að þekkja tilfinningar sínar og ráða við tilfinningar sínar. Þetta er auðveld og varanleg uppbygging. Sjá nánar á www.baujan.is. Stoðkerfi

Skólinn leggur áherslu á virkt og sterkt stoðkerfi. Við skólann starfa hjúkrunarfræðingur og námsráðgjafi, auk sálfræðings. Þessir aðilar eiga síðan sæti í nemendaverndarráði. Skólinn leggur áherslu á að kynna stoðkerfi sitt vandlega í skólanámskrá sem er birt á heimasíðu skólans og í ársskýrslum skólans. Vinabekkir

Skólinn leggur áherslu á vináttu og góðan skólabrag. Sem lið í þeirri viðleitni og til að ala nemendur upp sem ábyrga einstaklinga og auka skilning þeirra á mikilvægi góðs skólabrags og samábyrgðar á líðan annarra þá eiga allir bekkir í Vættaskóla sér vinabekk. Vinabekkir skólans hittast reglulega, bæði til samstarfs og skemmtunar. Að hausti vinna umsjónarkennarar vinabekkjanna drög að skipulagi haustannar, skipuleggja samstarfið og það sem bekkirnir eða árgangarnir muni gera saman og svo aftur á vorönn. Á hvorri önn eru vinadagar settir inn á skóladagatal. Það er til að minna sérstaklega á þennan þátt skólastarfsins. Áhersla skal lögð á að þetta séu samt ekki einu dagar skólaársins sem vinabekkir vinna saman að aukinni samveru, vináttu og virðingu nemenda á milli.

Símat og vitnisburður

Mat á námi nemenda fer stöðugt fram með mati á vinnu, frammistöðu í einstökum verkefnum og framförum. Í október eru fundir þar sem umsjónarkennarar ræða við foreldra og nemendur. Í febrúar er vitnisburði skilað með formlegum hætti með viðtali umsjónarkennara við nemenda og foreldra. Í júní er dagskrá á sal og nemendum síðan afhendar einkunnir sínar í kennslustofum. Útskrift 10. bekkjar í júní er formlegur skólaslitsdagur skólans. Samræmdum könnunarprófum er ætlað að mæla hvort markmiðum aðalnámskrár grunnskóla hafi verið náð. Menntamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrána og hún segir til um viðfangsefni í hverjum árgangi. Ráðuneytið hefur falið Námsmatsstofnun að sjá um framkvæmd samræmdra könnunarprófa.

19


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Nemendur 10. bekkjar þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði. Nemendur 4. og 7. bekkjar þreyta samræmdu prófin í íslensku og stærðfræði. Öll prófin fara fram í september. Allir nemendur þessara árganga taka þessi próf nema um frávik sé að ræða. Nemendur úr öðrum árgöngum geta ekki tekið þessi próf. Samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytisins munu einkunnir ekki verða settar á útskriftarspjöld nemenda og þær verða ekki hluti af upplýsingum til framhaldsskólanna. Niðurstöður þessara prófa og kannana eru nýttar fyrst og fremst til að aðstoða nemendur til að bæta árangur sinn. Framfaratölur nemenda eru einna skýrastar til að fá fram heildarmynd af árangri nemenda og hversu starf skólastarfsmanna hefur skilað sér til árangurs fyrir nemendur. Einnig eru þær notaðar til að meta starf skólans og til að fá yfirsýn yfir árangur nemenda. Næsta vetur verður allt námsmat endurskoðað í samræmi við nýja aðalnámskrá. Greinandi próf og skimanir.

Eftirfarandi próf og skimanir eru lagðar fyrir nemendur samkvæmt ákveðnu skipulagi. Það er síðan lagt til grundvallar greiningu á stöðu nemenda. Allar greiningar á stöðu nemenda eru síðan metnar af stjórnanda sérkennslu með sérkennurum og starfsfólki stoðþjónustu skólans. Með þessu kerfi sést fyrr hverjir hafa þörf fyrir aðstoð og sérstuðning bæði utan bekkjar og innan. Lögð eru fyrir lestrarpróf fyrir alla árganga skólans og unnið með þær niðurstöður af sérkennurum og umsjónarkennurum og íslenskukennurum sérstaklega en einnig líka í íslenskusprettum öllum kennurum skólans. Bókasafn skólans er einnig vel nýtt til að örva alla til að lesa meira og lesa oftar. Yngsta stig:

         

 

20

Tove Krog fyrir 1. bekk Hreyfiþroskapróf fyrir 1. bekk Læsi fyrir 1. bekk, 2. bekk og 3. bekk (Læsispróf eru fyrir 1. og 2. bekk. Leið til læsis fyrir 1. bekk) Lestrar- og málþroskapróf sem sérkennarar leggja fyrir skv. beiðni bekkjarkennara Lesskilningspróf fyrir 3. – 4. bekk Told lestrar- og málþroskapróf LH 60 lestrar og málþroskapróf fyrir 3. og 4. bekk LH 40 lestrar- og málþroskapróf fyrir 4. bekk Aston Index stafsetningapróf fyrir 2.-4. bekk Talnalykill fyrir 2.– 4. bekk. Staðlað próf í stærðfræði. Bæði hóp- og einstaklingspróf. Talnalykill er lagður sem skimunarpróf fyrir 3. bekk og niðurstöðum safnað á SFS. Að öðru leyti er Talnalykill lagður fyrir einstaka nemendur ef þurfa þykir. Tengsla- og viðhorfakannanir Eineltiskönnun fyrir 4. bekk.


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Miðstig:

      

Aston Index stafsetningarpróf fyrir 5.-7. bekk Lestrar- og málþroskapróf sem sérkennarar leggja fyrir skv. beiðni bekkjarkennara Lesskilningspróf fyrir 5. –7. bekk GRP 10 greinandi lestrarpróf Talnalykill, skimunarpróf í stærðfræði Einstakir nemendur. Tengsla- og viðhorfakannanir Eineltiskönnun í 7. bekk.

Unglingastig:

    

Aston Index stafsetningarpróf GRP 14 greinandi lestrarpróf Lesskilningspróf fyrir 8. bekk Talnalykill, skimunarpróf i stærðfræði Tengsla- og viðhorfakannanir.

Einstakir nemendur

Allir árgangar:

Allir árgangar skólans taka lestrar- og lesskilningspróf sem nýtt er til betri kennslu í lestri og æfinga í hraða.

Námsráðgjöf

Hlutverk námsráðgjafa í grunnskólum er að standa vörð um velferð nemenda, hann er málsvari þeirra og trúnaðarmaður. Helstu verkefni námsráðgjafans eru:    

Persónuleg ráðgjöf og stuðningur við nemendur. Leiðbeiningar í námstækni og skipulögðum vinnubrögðum. Ráðgjöf til nemenda um náms- og starfsval. Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf. Að sinna fyrirbyggjandi starfi s.s. ýmsum forvörnum í sambandi við vímuefni, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skóla, félagsmiðstöðvar og Menntasvið Reykjavíkur.

Nemendur og foreldrar geta leitað beint til námsráðgjafans. Einnig geta kennarar og stjórnendur skólans vísað málum til hans. Námsráðgjafi vinnur bæði með einstaklinga og hópa. Hægt er að panta tíma eða koma boðum til námsráðgjafans með skilaboðum eða netpósti.

21


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Nemendaverndarráð

Í nemendaverndarráði eiga sæti skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, yfirmaður sérkennslu, skólasálfræðingur, félagsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur og námsráðgjafi. Umsjónarkennarar sitja fundina þegar við á. Nemendaverndarráð hefur það hlutverk að starfa að velferðarmálum einstakra nemenda. Nemendaverndarráðið fundar ýmist hálfsmánaðarlega eða vikulega. Farið er með allar persónulegar upplýsingar sem ræddar eru á fundum ráðsins sem trúnaðarmál. Aðstoðarskólastjóri er formaður nemendaverndarráðs. Óski umsjónarkennari þess að nemendaverndarráð fjalli um málefni nemanda ber honum að fylla út tilvísunarblað og afhenda aðstoðarskólastjóra. Hann getur ráðfært sig við einhvern af þeim sem situr í nemendaverndarráðinu og óskað að fá að sitja fund ráðsins þegar málið er tekið fyrir. Umsjónarkennari á að hringja eða upplýsa foreldra á fundi um að mál barns þeirra verði rætt á fundi ráðsins. Ekki þarf samþykki foreldra fyrir tilvísun til nemendaverndarráðs. Dagskrá nemendaverndarráðsfundar á að senda með tveggja daga fyrirvara til þeirra sem sitja fundina. Þar komi fram nöfn þeirra nemenda sem ræða á um á fundinum. Tvisvar á skólaári, í janúar og júní skal farið yfir öll þau mál sem hafa verið tekin fyrir á fundum ráðsins.

Lausnateymi

Lausnateymi starfsmanna Vættaskóla er hugsað fyrir allt starfsfólk skólans. Hlutverk teymisins er að vera samstarfsfólki innan handa með að finna lausn á ákveðnum vandamálum er við koma þeirra starfi. Teymið verður að byggja á gagnkvæmu trausti og verða allir sem í teyminu starfa að vera jafn ábyrgir að finna lausnir. Lausnateyminu:   

er ætlað að taka á vandamálum er upp kunna að koma í samskiptum starfsmanna og nemenda eða milli starfsmanna. er ætlað að aðstoða við úrlausnir á kennslufræðilegum atriðum. að styðja við starfsfólk á hvern þann hátt sem það getur.

Starfsfólkið velur sér þrjá fulltrúa í teymið hvert skólaár. Lausnateymið er fyrir allt starfsfólk. Starfsmaður sem þarf að fá aðstoð teymisins hefur samband við teymið (ritara teymisins) og í sameiningu er komið á fundi. Starfsmaður á rétt á að velja sér annan aðila úr hópi starfsmanna til að sitja með á fundinum. Að sama skapi getur teymið einnig boðið einstaka starfsmanni viðtal. Athugið að mál er varða nemendur verða að öllu jöfnu að hafa farið fyrst til lausnateymis áður en þau eru tilkynnt formlega til nemendaverndarráðs nema klárlega sé um að ræða mál er varða við barnaverndarlög.

22


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Áfallateymi

Áfallaráð er starfandi í skólanum. Í því eiga sæti skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, skrifstofustjóri, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur og námsráðgjafi. Hlutverk áfallaráðs er:    

að fara með verkstjórn þegar sorgaratburðir, válegir atburðir eða alvarleg áföll verða meðal nemenda og/eða starfsfólks innan skólans eða í tengslum við hann, að standa að fræðslu fyrir starfsfólk skólans um viðbrögð barna og unglinga við áföllum, að hvetja kennara til að fjalla um dauðann/áföll/missi í kennslu sinni án sérstaks tilefnis, að sjá til þess að foreldrum sé bent á það á hverju hausti að skólinn vill vita ef breytingar verða á heimilishögum nemenda, s.s. alvarleg veikindi, skilnaður og dauðsfall. Í möppu sem merkt er „Viðbrögð við áföllum í Vættaskóla má finna ábendingar og lesefni. Mappan er geymd á skrifstofu í Borgum. Áfallaáætlun Vættaskóla má finna á heimasíðu skólans, á sameign, á kaffistofu skólans og á skrifstofu.

Jafnréttisáætlun

Allt skólastarf, frá 1. bekk og upp í 10. bekk, skal vera í anda jafnréttis. Jafnrétti á að vera samofið leik og starfi nemenda og starfsfólk þarf að geta starfað í þeirri vissu að t.d. kynferði hamli ekki frama í starfi né starfsánægju. Skólastarf í anda jafnréttis á einnig að taka mið af mismunandi námshæfileikum nemenda, kynþætti, trú, kynhneigð, fötlun og hvort nemandi flokkist sem nýbúi eða tvítyngdur. Tækifæri nemenda á ekki að byggja á kynferði heldur áhuga, hæfileikum og færni. Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla frá árinu 2000 ber öllum fyrirtækum og stofnunum sem hafa fleiri en 25 starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlun. Tilgangurinn með lögunum er fyrst og fremst sá að þannig sé best tryggt að hæfileikar og færni allra fái notið sín. Skoða þarf allt starf í skólanum út frá sjónarhóli jafnréttis. Ef í ljós kemur að það halli á annað hvort kynið þarf að grípa inn í og finna leiðir til að rétta hlut þess sem höllum fæti stendur. Þegar farið er að starfa eftir jafnréttisáætlun er mjög nauðsynlegt að kynna hana vel fyrir öllum þeim er hún varðar og endurskoða hana með reglulegu millibili. Þar sem um grunnskóla er að ræða þarf að kynna hana fyrir foreldrum og sérstaklega þann hluta hennar er snýr að nemendum. Í lögunum er kveðið á um launajafnrétti og að kynin skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Einnig er kveðið á um í jafnréttislögum að karlar og konur eigi að njóta sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar. Kynin eiga að búa við sömu möguleika á stöðuhækkunum, stöðubreytingum og vinnuaðstæðum. Í lögunum er einnig skýrt tekið fram að öllu starfsfólki þarf að vera ljóst að kynferðisleg áreitni er ekki liðin. En með kynferðislegri áreitni er átt við kynferðislega hegðun sem er 23


Starfsáætlun skóla 2012-2013 ósanngjörn og / eða móðgandi og henni er haldið áfram þrátt fyrir að tekið sé skýrt fram að hegðunin sé í óþökk þolanda. Kynferðisleg áreitni hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða. Stjórnendur verða að tryggja að starfsmenn og nemendur verði ekki fyrir kynferðislegri áreitni m.a. með því að senda út skýr skilaboð um að slík hegðun verði alls ekki liðin og á henni tekið. Vert er að taka fram að kynferðisleg áreitni getur verið frá hendi nemanda við kennara / starfsmann og öfugt. Hvorki nemandi né kennari / starfsmaður á að komast upp með að nota kynferðislegar tilvísanir eða svívirðingar. Í lögum um grunnskóla nr. 66/1995 og í aðalnámskrá grunnskóla er á mörgum stöðum kveðið á um jafnrétti allra til náms og starfs. Jafnframt að vinna eigi með nemendum að því að styrkja sjálfsmynd þeirra og aðstoða þá við náms- og starfsval. Námsefni megi ekki mismuna kynjum og í náms- og starfsfræðslu verði lögð áhersla á að kynna báðum kynjum störf sem hingað til hafa verið talin hefðbundin kvenna- eða karlastörf. Allt skólastarf skal byggja á góðri samvinnu, jöfnum tækifærum nemenda og góðum undirbúningi fyrir frekara nám eða störf. Í aðalnámskránni má lesa að hver og einn nemandi á rétt á kennslu við hæfi sem tekur mið af áhuga, færni og reynslu. Í aðalnámskrá í lífsleikni kemur fram að vinna skal með jafnréttishugtakið í víðum skilningi og út frá hugmyndum um mannréttindi. Í Jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar frá 2003 er haft að leiðarljósi að Reykjavíkurborg ætlar sér að verða í fremstu röð hvað varðar frumkvæði og faglegt starf á sviði jafnréttismála. Til grundvallar stefnunni er vísað til þess að í stjórnarskrá Íslands er varinn réttur kvenna og karla og einnig í mörgum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur undirritað. Í kaflanum um Reykjavík sem miðstöð þjónustu er sérstaklega tekið fram að allt uppeldis- og tómstundastarf, menntun og fræðsla sem fram fer á ábyrgð borgarinnar og stofnana hennar verði að hafa að leiðarljósi jafna stöðu kynjanna. Það beri að veita börnum og unglingum hvatningu og tækifæri til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án þess að hefðbundnar kynjaímyndir hafi þar áhrif. Einnig segir að skólastjórnendur eigi að leitast við að styrkja jákvæða kynímynd stelpna og stráka og vinna sérstaklega gegn áhrifum klámvæðingar meðal unglinga. Sérstök ábyrgð er lögð á herðar skólastjórnenda. Þeir eiga að leggja áherslu á að allt skólastarf miði að því að undirbúa nemendur af báðum kynjum fyrir einkalíf, fjölskyldulíf, félags- og atvinnulíf. Nánari upplýsingar eru í skólanámskrá skólans.

Eineltisáætlun

Vættaskóli er Olweusarskóli og hafa starfsmenn sett sér eftirfarandi áætlun um meðferð eineltismála. Í henni eru upplýsingar, ráðleggingar og greinar um varnir gegn einelti og ofbeldi og hvernig skuli bregðast við því. Helstu niðurstöður fjölda rannsókna benda til að á bilinu 5-10% allra barna á grunnskólaaldri verði fyrir einelti. Einelti er langvarandi ofbeldi, líkamlegt eða andlegt þar sem einn eða fleiri níðast á einum sem ekki kemur vörnum við. Það felur í sér misbeitingu valds þar sem gerandinn beitir hótunum og vill ráða yfir þolandanum. Einelti er ekki bundið við aldur en rannsóknir benda til að það sé algengast á aldrinum 9 - 12 ára. 24


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Meðferð eineltismála í Vættaskóla.

Þegar grunur leikur á erfiðleikum í samskiptum eða einelti er alltaf mikilvægt að skoða málin vel. Sem starfmenn Vættaskóla ber okkur skylda til að taka á málum af festu og muna að einelti er ekki liðið í skólanum. Ef og þegar foreldrar, forráðamenn eða aðrir hafa samband og tilkynna grun um samskiptaerfiðleika eða einelti ber okkur að hlusta af alvöru og bjóðast til að skoða málið. Ekki má gera lítið úr áhyggjum foreldra með setningum eins og hann/hún er alltaf svo glaður /glöð í skólanum, ég sé hann/hana aldrei í neinum árekstrum við félagana. Ef grunur leikur á erfiðleikum skal vinna eftir eftirfarandi ferli. 1. Umsjónarkennari athugar málið. Hann skoðar samskiptin milli þolenda og meintra gerenda, er vakandi yfir því sem er að gerast í frímínútum og biður skólaliða og aðra kennara sem kenna bekknum um að fylgjast sérstaklega vel með nemandanum. Einnig er gott að hafa samband við Frístundaheimilin eða Félagsmiðstöðina eftir því sem við á. Umsjónarkennari vinnur að bættum samskiptum í bekknum og leggur m.a. fyrir tengslakönnun. Ef ástandið batnar ekki er leitað til námsráðgjafa. Ávallt skal vera samvinna við foreldra og þeir upplýstir um gang mála.

25


Starfsáætlun skóla 2012-2013 2. Umsjónarkennari og námsráðgjafi vinna áfram að bættum samskiptum í bekknum. Nemendur koma einnig í viðtöl til námsráðgjafa. 3. Fundað er með nemendum og foreldrum. Fundargerð er skráð og mikilvægt að tala um hver næstu skref eru. Hvað ætlar viðkomandi að gera til að bæta ástandið. Allir fundarmenn kvitta undir fundargerðina, mikilvægt að halda annan fund innan 10 daga til að meta árangur. Ef þetta skilar ekki árangri og málin halda áfram að þróast til verri vegar er málinu vísað til nemendaverndarráðs og stjórnenda. 4. Stjórnendur og umsjónarkennari vinna saman að málinu. Stjórnendur boða foreldra á fund og gera þeim grein fyrir alvarleika málsins. Ef það dugir ekki til þarf að leita til aðila utan skólans. Næsta skref er að leita aðstoðar hjá starfsmönnum Miðgarðs. 5. Starfsmenn Miðgarðs taka við málinu í samvinnu við skólann. Fundir eru haldnir utan skólans en samvinna er á milli Miðgarðs og skólans. Ef málið leysist ekki þá er vísað á Skóla- og frístundasvið. 6. Skóla- og frístundasvið tekur við vinnslu málsins í samvinnu við þá aðila sem hafa unnið með það á fyrri stigum. Markmið:

 

að tryggja öllum börnum og starfsfólki í Vættaskóla öryggi og vellíðan í skólanum. að tryggja að allt starfsfólk vinni markvisst að því að fyrirbyggja hvers konar ofbeldi og einelti.

Skilgreiningar:

  

Það er einelti þegar einn eða fleiri beita einstakling endurteknu líkamlegu eða andlegu ofbeldi eða félagslegri útskúfun. Líkamlegt ofbeldi getur verið fólgið í spörkum, höggum, hrindingum o. s. frv. Andlegt ofbeldi getur verið fólgið í uppnefnum, eftirhermum, hótunum, útilokunum o. s. frv.

Hvað gerum við til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi?

     

   26

Við höfum skólareglur sem hafa það markmiði að leiðbeina nemendum um eftirsóknarverða hegðun. Umsjónarkennarar ræða skólareglur reglulega við nemendur. Umsjónarkennari er með nemendaviðtalstíma. Við höldum umræðufundi í bekkjum þar sem leyst er úr ágreiningsefnum. Við höfum eftirlit með nemendum í frímínútum. Við fjöllum markvisst um samskipti í öllum árgöngum og notum margs konar námsefni og aðferðir til þjálfunar á félagslegum samskiptum sem starfsfólk hefur fengið þjálfun í. Við veitum nemendum sérstaka fræðslu um ofbeldi og einelti og afleiðingar þess. Við skipum nýjum nemendum aðstoðarmann úr hópi bekkjarfélaga. Við höfum skipulega samskipti við foreldra sem er mikilvægur þáttur.


Starfsáætlun skóla 2012-2013  

Við höfum sérhæfðar meðferðarleiðir, sjálfstyrkingarnámskeið, einstaklings- og hópaviðtöl við nemendur. Við ræðum um einelti fullorðinna.

Hvað gerum við til að uppgötva einelti og ofbeldi?

  

Við gerum árlega (okt.-nóv.) tengslakannanir í 1.-10. bekk. Við leggjum á hverju ári (okt.-nóv) spurningalista fyrir 4. og 7. bekk um líðan í skóla. Við hvetjum nemendur og foreldra til að gera okkur viðvart ef þeir hafa grun um að einhver sé misrétti beittur.

Tengslakannanir

Í Vættaskóla eru tengslakannanir lagðar fyrir tvisvar á ári í 1.-7. bekk. Í þeim eru tekin fyrir tengsl nemenda innan bekkjar og árgangs sem og líðan þeirra. Í unglingadeild er lögð fyrir að hausti könnun þar sem nemendur meta sjálfa sig. Tekið er til þátta eins og skólans, félagslegra tengsla og sjálfsmyndar. Hvernig tökumst við á við einelti og endurtekið ofbeldi?

Það er hlutverk eineltisteymis að takast á við eineltismál hjá nemendum sem upp koma. Teymið vinnur með einstaklingunum og foreldrum þeirra og eru samtöl við þá sem málinu tengjast kjarninn í þeirri vinnu. Skólastjórnendur bera ábyrgð á úrlausn eineltismála er tengjast starfsfólki. Samtöl:

Rætt er einslega við gerenda/ur og þolanda. Í samtölum við geranda/ur er gengið út frá því að enginn einstaklingur vilji vísvitandi valda öðrum skaða eða tjóni en að kraftar sem losnað geta úr læðingi í litlum eða stórum hópum séu ástæða eineltisins. Lögð er áhersla á að auðvelda gerendum að koma auga á að allir hópar samanstanda af einstaklingum og að sérhver einstaklingur er ábyrgur fyrir gerðum sínum. Samvinna og samkomulag eru lykilorð. Viðtölum lýkur með því að gerður er samningur við gerendur um breytta hegðun gagnvart þolanda. Í samningnum eru ákvæði um hvernig fylgst skuli með því að hann sé haldinn. Í öllum tilfellum eru foreldrar málsaðila upplýstir um gang mála og haldnir fundir með þeim. Ferli:

1. Allir starfsmenn Vættaskóla: a. Sá sem verður var við áreitni/einelti grípur inn í þegar í stað og stöðvar það. b. Tilkynnir málið til umsjónarkennara nemenda eða skólastjórnenda ef um einelti er að ræða í hópi starfsfólks. c. Sjá nánar um meðferð eineltismála í hópi starfsfólks í bæklingi frá Mannauðssviði Reykjavíkurborgar og á heimasíðu skólans. 2. Umsjónarkennari: 27


Starfsáætlun skóla 2012-2013 a. Leitar eftir upplýsingum um málið og hefur samband við foreldra þolanda. b. Gerir námsráðgjafa og deildarstjóra stiga grein fyrir málinu. c. Leggur fyrir tengslakönnun. d. Safnar upplýsingum með viðtölum við nemendur, foreldra og starfsfólk skóla. 3. Ef umsjónarkennari metur að um einelti sé að ræða: a. Gerir hann foreldrum allra málsaðila grein fyrir málinu og fundar með þeim. b. Fer yfir hver tilboð skólans eru til að aðstoða þolanda/gerendur. c. Farið er yfir hvað foreldar geta gert til aðstoðar barni sínu og skólanum og hver ábyrgð foreldra er í meðferð eineltismála. d. Foreldrum er bent á að þeir geta haft samband við námsráðgjafa og sálfræðing skólans og/eða utanaðkomandi aðila sem sinna málum barna sem lent hafa í einelti. e. Skráir allt ferlið. f. Hvetur foreldra til að skrá hjá sér málsatvik. g. Hefur samstarf við foreldra um eftirfylgd málsins. 4. Umsjónarkennari hefur sér til aðstoðar námsráðgjafa og deildarstjóra við vinnslu málsins. 5. Eftirfylgni er mikilvægur þáttur og oft vanmetinn. Þegar máli á að vera lokið þarf að fylgjast með því að það taki sig ekki upp aftur. 6. Ósk um sérfræðiaðstoð. Ef ástæða er talin til er hægt að fá aðstoð skólasálfræðings og/eða félagsráðgjafa frá Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs. 7. Tilvísun til nemendaverndarráðs. Ef ofangreindar aðgerðir bera ekki árangur að mati umsjónarkennara þá vísar hann málinu til nemendaverndarráðs. 8. Ef nemendur skólans gera sig seka um grófar líkamsárásir eða ef viðleitni skólans til að stöðva einelti ber ekki árangur er leitað aðstoðar félagsmálayfirvalda og/eða lögreglu. Starfsfólks skóla hefur að leiðarljósi:

Umræður í öllum skólanum um einelti og afleiðingar þess.      28

Skólinn skipuleggi fyrirbyggjandi aðgerðir með fræðslu starfsfólks og nemenda. Skipulögð þátttaka í verkefnum þar sem unnið er með samskipti og tilfinningar. Kennarar semji með nemendum bekkjarreglur. Kennarar skipuleggi bekkjarfundi. Námsráðgjafi sé til staðar með ráðgjöf og veiti viðtöl.


Starfsáætlun skóla 2012-2013 

Boðið sé upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir nemendur.

Viðbragðsáætlun Vættaskóla gegn áreitni og einelti meðal starfsmanna

Stjórnendur skólans hafa það hlutverk að bregðast við og vinna gegn áreitni og einelti meðal starfsmanna sinna. Þeir taka á móti tilkynningum og vinna að úrlausn mála. Þeir hafa einnig forystu um að stuðla að fræðslu og forvörnum í málum af þessum toga. Ef skólastjórnandi fær vitneskju um áreitni eða einelti fer eftirfarandi ferli í gang. Þessi vitneskja getur komið frá meintum þolanda, samstarfsmanni, trúnaðarmanni eða öðrum sem hefur orðið vitni að málinu. 1. Rannsókn máls hefst eigi síðar en fjórum dögum eftir að málið berst og stefnt skal að því að henni sé lokið innan þriggja vikna. 2. Byrjað er á að kanna þær upplýsingar sem berast. 3. Talað er við meintan þolenda. Meintur gerendi og vitni eru kölluð til eins fljótt og hægt er. Þolandi og gerandi eru ekki leiddir saman á fund nema báðir aðilar óski þess. 4. Meintur þolandi og meintur gerandi geta haft með sér t.d. trúnaðarmann eða samstarfsmann sér til halds og trausts í viðtali við stjórnendur. 5. Reynslutími. 6. Stjórnendur tala við báða málsaðila og athuga stöðu málsins eftir reynslutíma. Máli lokað ef allt hefur gengið eftir sem lagt var upp með. 7. Ef samskiptamál hafa ekki farið í réttan farveg að reynslutíma loknum fer málið í farveg sem er mismunandi eftir eðli málsins:  Ef um áreitni/einelti er að ræða er lagt til að stjórnendur áminni geranda samkvæmt samþykktum Reykjavíkurborgar um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar. Huga er að líðan og rétti þolenda t.d. með viðtölum við sérfræðinga.  Ef ekki er um áreitni/einelti að ræða er málinu lokað án frekari aðgerða. Skólastjórnendur skulu þó huga að líðan meints þolenda og meints geranda í framhaldinu t.d. með viðtölum við sérfræðinga.  Ef starfsmaður treystir ekki stjórnenda til að fara með mál sitt af einhverjum ástæðum getur hann snúið sér beint til Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur eða síns stéttarfélags. Á Skóla- og frístundasviði er starfandi teymi sem hefur m.a. það hlutverk að vera ráðgefandi við starfsmenn, taka á móti tilkynningum um mál sem ekki hefur tekist að vinna úr í viðkomandi skóla og vinna að úrlausnum þeirra. Einnig geta stjórnendur haft samband við teymið og fengið ráðgjöf og stuðning.

29


Starfsáætlun skóla 2012-2013

Einelti er ekki undir neinum kringumstæðum liðið í Vættaskóla

Einelti

Hvert á að leita ?

Aðrir sem koma að málinu

Umsjónarkennari

Sálfræðingur

Námsráðgjafi

Nemendaverndarráð

Skólastjórnendur Hegðunarörðugleikar

Umsjónarkennari

Námsráðgjafi

Skólastjórnendur

Sálfræðingur Sérkennari

Námsörðugleikar

Umsjónarkennari

Sálfræðingur

Sérkennari

Nemendaverndarráð

Námsráðgjafi Skólastjórnendur Lestrarörðugleikar

Umsjónarkennari

Sálfræðingur

Sérkennari Val á framhaldsnámi

Umsjónarkennari Námsráðgjafi Skólastjórnendur

Grunur um fíkniefnanotkun

Umsjónarkennari

Nemendaverndarráð

Námsráðgjafi/vímuvarnarfulltrúi

Félagsráðgjafi Lögregla

Skólastjórnendur Óöryggi- veik sjálfsmynd

Umsjónarkennari

Sálfræðingur

Námsráðgjafi

Nemendaverndarráð

Sorg – ástvinamissir -skilnaður Umsjónarkennari Námsráðgjafi 30

Sálfræðingur Prestur


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Skólastjórnendur Ofbeldi

Umsjónarkennari

Nemendaverndarráð

Námsráðgjafi

Sálfræðingur

Skólastjórnendur

Lögregla Barnavernd Reykjavíkur

Móttaka nýrra nemenda og starfsmanna

Nýir nemendur og starfsmenn koma árlega inn í skólann. Flestir koma að hausti en aðrir á skólaárinu. Það er alltaf kvíðablandið að byrja í nýju starfsumhverfi hvort sem viðkomandi er ungur eða eldri. Því er nauðsynlegt að tekið sé á móti einstaklingum með formlegum hætti. Nemendur eru skráðir í skólann í Rafrænni Reykjavík eða á skrifstofu skólans Sjá vef Skólaog frístundasviðs Reykjavíkur til nánari upplýsingar www.grunnskolar.is. Starfsfólk skrifstofu skólans sér um að taka við upplýsingum um nemandann og deildarstjóri sér um að raða honum í námshóp og skipa honum umsjónarkennara. Þegar nýir nemendur hefja nám í Vættaskóla að hausti þá boða kennarar þeirra þá og foreldra / forráðamenn þeirra til sín sérstaklega áður en bekkurinn kemur í skólann. Kennarinn gefur þeim upplýsingar um skólann, sýnir þeim skólahúsnæðið og spjallar við þá. Námsráðgjafi hittir einnig nýja nemendur og fylgist með hvernig þeim vegnar á nýjum stað. Nemendalisti þar sem nýir nemendur eru stjörnumerktir er á skrifstofu, kaffistofu og hjá námsráðgjafa. Þeim nemendum sem hefja nám í 1. bekk er boðið að koma í vorskólann vorið áður, en þegar nýbúar eða heyrnarskertir foreldrar koma í skólann þarf að huga að því hvort þörf er á túlkaþjónustu. Menntasvið hefur gefið út kynningarrit á nokkrum erlendum málum fyrir foreldra grunnskólanemenda www.grunnskolar.is Mikið samstarf er við Leikskólana Hulduheima og Engjaborg um gagnkvæmar heimsóknir milli leikskólanema og yngstu nemendanna. Vorið áður en nemendur hefja nám í 1. bekk er þeim boðið í vorskóla, heimsókn í skólann til að kynnast umhverfinu og skólastarfinu. Þegar nemendur eru byrjaðir í skólanum að hausti er haldinn fræðslufundur fyrir foreldra þeirra um nám í grunnskóla. Slíkt hið sama er gert þegar nemendur 7. bekkjar fara í 8. bekk en þá er líka haldinn fræðslu- og kynningarfundur um unglingsárin. Nemendur í grunnskóla er hafa annað móðurmál en íslensku og hafa fasta búsetu hér á landi, eiga rétt á sérstakri kennslu í íslensku. Markmið kennslunnar er að þeir nái sem fyrst tökum á námsefni árgangsins og geti tekið sem fyrst fullan þátt í íslensku samfélagi. Nemendur eru hvattir til að halda móðurmáli sínu við og rækta það. Íslensk börn, sem búið hafa lengi erlendis, eiga auk þess rétt á sérstakri aðstoð í íslensku og/eða öðrum þeim greinum sem þau þurfa aðstoð við. 31


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Við ráðningu er nýju starfsfólki sýnt skólahúsnæðið og kynnt fyrir öðru starfsfólki. Það fær í hendur starfslýsingu sína, skóladagatal og upplýsingar um trúnaðarskyldur sínar. Kynnt er fyrir starfsfólki hvar starfsáætlun og skólánámskrá er að finna á heimasíðu skólans Kennarar á fyrsta starfsári fá leiðsagnarkennara fyrsta kennsluárið. Á vorfundi er leitað sérstaklega eftir upplýsingum og ábendingum frá nýju starfsfólki um úrbætur í skólastarfinu.

Íslenska sem annað mál

Nemendur og starfsfólk með íslensku sem annað mál þurfa á að halda sérstuðningi. Einnig foreldrar og aðstandendur þeirra. Í skólanum er litið svo á að það sé menningarauki að fjölbreyttum nemendahópi. Virðing og velvild er nauðsynlegur þáttur í að skapa öllum nemendum gæði í námi og starfi. Nemendur og/eða foreldrar/forráðamenn með annað tungumál en íslensku eru mismunandi og þarfir þeirra einnig. Því er nauðsynlegt að það sé tekið tillit til þess og námið skipulagt með fjölbreytni í huga og taki mið af aðstæðum hjá hverjum nemanda fyrir sig. Megináhersla er lögð á að sinna mikilsverðum þáttum í aðlögun nemenda að íslensku samfélagi, s.s. íslenskukennslu og íslensku máli en einnig að stuðla að því að nemandi viðhaldi og læri sitt eigið móðurmál. Áhersla skal lögð á að nemandi nái góðri félagslegri stöðu og nái sambærilegum árangri í námi og jafnaldrar hans. Skólinn ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn nemanda fái upplýsingar á sínu tungumáli og kalli til túlk þegar fundir eða skemmtanir eru haldnar.

Viðbragðsáætlun Almannavarna

Inngangur að viðbragðsáætlun Viðbragðsáætlun þessi segir fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í Vættaskóla í samræmi við áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu. Markmið viðbragðsáætlana skóla eru að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð allra skólastofnana sem og starfsmanna þeirra þegar til inflúensufaraldurs kemur. Við gerð áætlunarinnar er meðal annars stuðst við lög um almannavarnir nr. 82/2008 og lög um sóttvarnir nr. 19/1997. Áætlunin er í samræmi við Landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Viðbragðsáætlanir skóla hafa samræmda uppbyggingu. Kaflar 2, 3, 4 og 7 eru sameiginlegir og geyma almennar upplýsingar frá menntamálaráðuneyti, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnalæknis. Aðra kafla semja skólarnir sjálfir og mynda þeir hina eiginlegu viðbragðsáætlun hvers skóla. Ábyrgð á áætlun þessari er í höndum skólastjóra Vættaskóla, Jóhönnu S. Vilbergsdóttur. Áætlunin verður endurskoðuð á a.m.k. fimm ára fresti, en yfirfarin árlega t.d. hvað varðar boðleiðir, gátlista og starfssvæði skóla. Ef miklar breytingar verða á starfsemi skólans verður áætlunin þegar í stað endurskoðuð. 32


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Áætlunin verður kynnt fyrir starfsmönnum skólans, nemendum og forráðamönnum ólögráða nemenda. Hún er aðgengileg á heimasíðu Vættaskóla. Áætlun þessi tekur þegar gildi. Reykjavík, 27. ágúst 2009 Jóhanna S. Vilbergsdóttir, skólastjóri Heimsfaraldur inflúensu Saga heimsfaraldra inflúensu

Allt frá 16. öld hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir heiminn að minnsta kosti tvisvar til þrisvar á öld. Á 20. öldinni riðu þrír heimsfaraldrar inflúensu yfir. Sá fyrsti geisaði 1918 og var afar mannskæður. Hann var nefndur spænska veikin en talið er að 50‐100 milljón manns hafi látið lífið af hans völdum. Hinir tveir heimsfaraldrarnir riðu yfir 1957 og 1968 en ollu mun minna manntjóni. Á Íslandi gekk spænska veikin á suðvesturhluta landsins á tímabilinu frá október til desember 1918 en áður hafði væg sumarinflúensa gengið yfir 1918. Spænska veikin hófst í ágúst í Evrópu og Norður‐Ameríku. 33 Talið er að um 60% Reykvíkinga hafi veikst af spænsku veikinni og að allt að 500 manns látist á landinu öllu. Íslendingar geta dregið nokkurn lærdóm af reynslu þjóðarinnar frá þeim tíma. Til að hindra útbreiðslu veikinnar voru settar ferðatakmarkanir og lokað var fyrir umferð um Holtavörðuheiði og einnig yfir Mýrdalssand. Með þessu tókst að hindra að veikin bærist til Norðurlands og Austurlands en til Vestfjarða barst hún með skipum. Þar sem að fyrri faraldrar hafa riðið yfir á um 40 ára fresti og síðasti faraldur geisaði fyrir 40 árum hefur verið búist við nýjum faraldri í nokkurn tíma. Í apríl greindist nýr stofn inflúensuveiru í mönnum (H1N1) í Mexíkó og Bandaríkjunum. Þessi stofn hefur breiðst nokkuð hratt út um heimsbyggðina og þegar þetta er skrifað (30. júlí 2009) hafa 46 tilfelli greinst á Íslandi. Til þessa hafa veikindi verið væg og dauðsföll fátíð. Rétt er að benda á að skæð inflúensa af A stofni (H5N1) hefur breiðst út í fuglum undanfarin 10 ár og í stöku tilfellum borist í menn með alvarlegum afleiðingum. Viðbragðsáætlanir skulu vera í samræmi við Landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu sem undirrituð var 28. mars 2008 og er að finna á www.almannavarnir.is og www.influensa.is Markmið viðbragðsáætlunar hvers skóla

Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu miðar að því að lágmarka áhrif inflúensufaraldurs og afleiðingar hans innan skólans með því að:      33

Skilgreina mikilvæga verkþætti menntastofnunar og lykilstarfsmenn og staðgengla. Draga úr útbreiðslu faraldurs á vinnustaðnum og lágmarka smithættu. Styrkja nauðsynlega starfsemi og treysta innviði skólans. Upplýsa starfsmenn, nemendur og foreldra. Veita nauðsynlega fræðslu.


Starfsáætlun skóla 2012-2013 

Eiga til samræmdar áætlanir vegna hugsanlegs samkomubanns og þar með lokunar skóla.

Háskastig almannavarna Almannavarnastig

Viðbragðsáætlunum almannavarna er skipt í þrjú stig sem skilgreina alvarleika þess ástands sem steðjar að. Háskastigin eru: Óvissustig, hættustig og neyðarstig. Til þess að gefa til kynna umfang almannavarnaviðbragða, þ.e. fjölda þeirra eininga sem virkjaðar eru í þágu almannavarna í hvert sinn, þörf fyrir víðtæka samhæfingu og fjölda stjórnstiga er hægt að skilgreina umfang á hverju almannavarnastigi með litum sem hér segir: Grænt: Atburði er sinnt af fáum viðbragðsaðilum. Gult: Alvarlegur atburður og sinnt af mörgum viðbragðsaðilum. Rautt: Mjög umfangsmikill atburður á mörgum svæðum. Þjóðarvá - hamfarir eða atburðir sem hafa áhrif á mörg umdæmi á sama tíma. Með hliðsjón af þessu taka sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri ákvörðun um umfang aðgerða hverju sinni og upplýsa viðbragðsaðila. Óvissustig Athuganir, mælingar, hættumat

Skilgreining: Nýr undirflokkur inflúensuveiru greinist í mönnum en sýking milli manna er ekki þekkt nema í undantekningartilfellum og þá við mjög náið samband. 1. Ráðstafanir ákveðnar af ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni með hliðsjón af alvarleika faraldurs. 2. Samráð / samstarf er við mikilvæg erlend samtök og stofnanir. 3. Samráð / samstarf milli innlendra stofnana, samtaka, fyrirtækja og félaga. 4. Skráning upplýsinga um staði þar sem sýking (H5N1? – önnur sýking ?) hefur komið upp. 5. Athugun á birgðastöðu matar, lyfja og annarrar nauðsynjavöru. 6. Athugun á boðleiðum, fjarskiptum og fleiru þess háttar. 7. Æfingar, almannavarnaæfing, minni æfingar innan stofnana og / eða hjá aðilum, sem hafa sameiginleg verkefni. Hættustig Viðbúnaður vegna hættu

Skilgreining: 34


Starfsáætlun skóla 2012-2013 1. Engin staðfest sýking hérlendis. 2. Litlar hópsýkingar af völdum nýs undirflokks inflúensuveirunnar brjótast út hjá mönnum á takmörkuðu svæði en veiran virðist ekki hafa lagað sig vel að mönnum. 3. Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út hjá mönnum en þær eru enn staðbundnar. Vísbendingar eru um að veiran aðlagist mönnum í vaxandi mæli en þó ekki þannig að umtalsverð hætta sé á heimsfaraldri. Ráðstafanir ákveðnar af ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni með hliðsjón af alvarleika faraldurs. 1. Ráðstafanir gerðar til að koma í veg fyrir að sýktir einstaklingar komi til Íslands. 2. Komi fólk frá sýktum svæðum til Íslands fer fyrsta læknisrannsókn fram í flughöfnum (Keflavík) og höfnum. 3. Söfnun og úrvinnsla faraldursfræðilegra upplýsinga. 4. Hugsanlega loka einhverjum höfnum / flugvöllum. 5. Heimasóttkví hugsanlega beitt gegn þeim sem eru einkennalausir en gætu hafa smitast. 6. Skip hugsanlega sett í sóttkví. 7. Skipulögð dreifing / taka fyrirbyggjandi inflúensulyfja meðal áhættuhópa íhuguð. 8. Athuga með heimköllun Íslendinga frá svæðum þar sem hópsýkingar af völdum nýs stofns inflúensu hafa brotist út. Neyðarstig Neyðaraðgerðir vegna atburða

Skilgreining: Stofn inflúensuveirunnar hefur fundist í einum eða fleiri einstaklingum hérlendis eða heimsfaraldri hefur verið lýst yfir. Vaxandi og viðvarandi útbreiðsla smits meðal manna. Ráðstafanir ákveðnar af ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni með hliðsjón af alvarleika faraldurs.    

Viðbragðskerfi að fullu virkjað. Samkomubann, lokun skóla o.fl. Útskrift sjúklinga af sjúkrahúsum. Skipulögð dreifing / taka fyrirbyggjandi inflúensulyfja meðal áhættuhópa.

Skammstafanir og orðskýringar AR

Sýkingartíðni

AVD

Almannavarnadeild

AVN,

Almannavarnanefnd

35


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Av‐nefnd CDC

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna

CFR

Dánarhlutfall sjúkdóms

ECDC

Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins

ESB

Evrópusambandið

LL

Landlæknisembættið

RLS

Ríkislögreglustjórinn

RÚV

Ríkisútvarpið

SST

Samhæfingarstöðin, Skógarhlíð

SVL

Sóttvarnalæknir

WHO

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin

DMR

Dómsmálaráðuneyti

HBR

Heilbrigðisráðuneyti

MRN

Menntamálaráðuneyti

Sóttvarnaráðstafanir

Heilbrigðisráðherra kveður á um samkomubann samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis (sbr. 12. gr. laga nr. 19/1997). Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sér um framkvæmd samkomubanns í samvinnu við dómsmálaráðuneyti og lögreglustjóra. Í samkomubanni felst að fjöldasamkomur eru óheimilar, s.s. fundarhöld, skólastarf, skemmtanir á borð við dansleiki, leiksýningar og reglulegar guðsþjónustur. Samkomubann er sett samkvæmt nánari fyrirmælum sóttvarnalæknis. Þegar ekki eru lengur forsendur fyrir samkomubanni afléttir heilbrigðisráðherra því samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis. Heilbrigðisráðherra er heimilt að fenginni tillögu sóttvarnalæknis að takmarka ferðafrelsi manna með því að grípa til afkvíunar byggðarlaga og landsins alls og einangrunar sýktra manna, sbr 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997. Sóttvarnalæknir gefur fyrirmæli um nánari tilhögun takmarkana á ferðafrelsi. Almannavarnadeild sér um framkvæmd þessara ráðstafana í samvinnu við dómsmálaráðuneyti og lögreglustjóra.

36


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Háskastig WHO

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) í samvinnu við sóttvarnastofnanir í Bandaríkjunum (CDC) og Evrópu (ECDC) ásamt framkvæmdastjórn ESB hafa með sér náið samstarf við að fylgjast með og meta stöðuna. Íslendingar fá upplýsingar frá WHO og hafa jafnframt nána samvinnu við ECDC og ESB um vöktun og viðbrögð. Í stigaskipan WHO er gert ráð fyrir þremur skeiðum í heimsfaraldri; skeið á milli heimsfaraldra, viðvörunarskeiði og skeiði heimsfaraldurs. Innan hvers skeiðs eru skilgreind mismunandi stig og eru þau sex talsins. Stig WHO segja meira til um útbreiðslu frekar en alvarleika sýkingar. Stig 6, skeið heimsfaraldurs, getur verið vaxandi útbreiðsla á vægri inflúensu. Viðbragðsáætlun ráðuneyta gegn heimsfaraldri inflúensu er gerð með háskastig almannavarna til hliðsjónar en stigaskipan WHO er mikið notuð í fjölmiðlum og er sett hér fram til skýringar. Háskastig WHO Stig heimsfaraldurs

Markmið aðgerða

Skeið milli heimsfaraldra Stig 1. Enginn nýr inflúensustofn hefur Stig 2. Enginn nýr stofninflúensuveiru hefurgreinstí greinst í mönnum. mönnum. Stofninflúensuveiru geisarí dýrum ogtalinngeta ógnað mönnum.

Viðvörunarskeið Stig3. Nýrstofninflúensuveiru hefurgreinst í mönnum en ekkier vitaðtilþessað hannberistmannaá millinemaí undantekningartilfellum og þá við mjögnáiðsamband manna. Stig4. Litlarhópsýkingar brjótastút hjá mönnumá takmörkuðu svæðiaf völdum nýsstofnsinflúensu en hann virðist ekki hafa lagað sig vel að mönnum.

Styrkja viðbúnað við heimsfaraldri inflúensu. Lágmarka hættuá smiti,uppgötva ogtilkynna slíksmitán tafar.

Tryggja hraðagreiningu á nýjumstofniveirunnar. Greina tilfelli fljóttogtilkynna þauántafar.Hröðviðbrögð viðfleiri tilfellum. Halda nýjum stofniinnanafmarkaðs svæðis/uppsprettu eða seinka útbreiðslu ogvinnatímatilaðbregðast við(bóluefni ofl.).

Stig5. Umtalsverðar hópsýkingar brjótast úthjámönnum en þæreruennstaðbundnar. Vísbendingar eruumað veiran Hámarksáhersla er lögðá að komaí vegfyrireðaseinka hafií vaxandi mæliaðlagast mönnum, þóekkií þeimmæliað útbreiðslu og,ef mögulegt, afstýraheimsfaraldri ogvinna umtalsverð hætta sé á heimsfaraldri. tíma til að hrinda í framkvæmd sóttvarnaráðstöfunum. Skeið heimsfaraldurs Stig6. Heimsfaraldur: Vaxandi og viðvarandi útbreiðsla smits á meðal manna. Draga úr afleiðingum heimsfaraldurs eins og unnt er.

Virkjun viðbragðsáætlana skóla Sóttvarnalæknir tilkynnir breytingar á háskastigi (sjá nánar um stig í kafla 3)

Breyttur viðbúnaður í skólum 37


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Tilkynntar breytingar á háskastigi sem kalla á sérstök viðbrögð skóla á tilteknu sóttvarnasvæði eða landinu öllu verða staðfestar af menntamálaráðuneytinu með tilkynningu í fjölmiðlum og á heimasíðu þess www.menntamalaraduneyti.is og eftir atvikum með tölvupósti til skólastjórnenda og sveitarfélaga. Viðbúnaður í einstökum skólum. Til þess getur komið að gera verði breytingar á skólahaldi í einstökum skólum án þess að tilkynnt hafi verið um breytt háskastig, t.d. vegna mikilla forfalla. Skólastjórnendur bera ábyrgð á slíkum breytingum með hefðbundnum hætti. Eðlilegt er að haft sé samráð við sóttvarnalækni á svæði skóla áður en veigamiklar breytingar á skólahaldi vegna inflúensu eru ákveðnar. Afboðun. Þeir þættir viðbragðsáætlana skóla sem virkjaðir eru skulu ekki aflagðir fyrr en formleg boðun um það kemur frá yfirvöldum. Helstu verkefni skóla á einstökum stigum

Óvissustig Unnið að gerð viðbúnaðaráætlunar. Skólarnir upplýsa starfsfólk, nemendur og aðstandendur þeirra og aðra hagsmunaaðila um undirbúning og viðbrögð komi til hættu- eða neyðarástands. Hættustig Stjórnendur hvers skóla stýra starfsmönnum til þeirra verkefna sem lýst er í viðbragðsáætlun skólans um skólahald á hættustigi. Neyðarstig (e.t.v. samkomubann) Stjórnendur hvers skóla stýra starfmönnum til þeirra verkefna sem lýst er í viðbragðsáætlun skólans um starfsemi hans á neyðarstigi. Komi til samkomubanns verður skólum lokað á tilteknu svæði eða landinu öllu. Stjórnun og lykilstarfsmenn skólans Verkefni skóla

Vættaskóli er heildstæður grunnskóli með bekkjardeildir frá 1. – 10. bekk auk Valvers á unglingastigi. Í Borgum eru um 263 nemendur og starfsfólk um 50 talsins. Í Engi eru um 288 nemendur og starfsfólk um 45 talsins. Skólastjóri stýrir skólastarfinu með aðstoð aðstoðarskólastjóra sem einnig er staðgengill skólastjóra ásamt deildarstjórum. Verkefnisstjóri sérkennslu heldur utan um sérkennslu skólans og störf stuðningsfulltrúa. Stigstjórar vinna náið með stjórnendum og kennurum að daglegum þáttum skólastarfsins. Umsjónarmaður tölvumála heldur utan um tölvukerfi skólans og kemur frá tölvudeild Menntasviðs Rvk. Skrifstofurstjórar aðstoða skólastjóra í rekstrarmálum skólans. Í báðum byggingum skólans eru einnig íþróttahús. Tónskóli Hörpunnar og Skólahljómsveit Grafarvogs kenna nemendum í skólanum á skólatíma. Nemendur Vættaskóla sækja skólasund 38


Starfsáætlun skóla 2012-2013 í Sundlaug Grafarvogs, Dalhúsum og í Árbæjarlaug. Í báðum byggingum eru starfrækt frístundaheimili og einnig félagsmiðstöð. Skólastjóri sinnir yfirstjórn í skólanum. Fræðslustjóri er næsti yfirmaður skólastjóra við yfirstjórn skólans. Samkvæmt grunnskólalögum nr. 91/2008 er skólastjóri forstöðumaður skólans, stjórnar honum og veitir honum faglega forstöðu og ber ábyrgð á starfi skólans gagnvart sveitarstjórn. Honum til aðstoðar er aðstoðarskólastjóri og deildarstjórar. Verkefnisstjóri sér um skipulag sérkennslu. Skrifstofustjórar sjá um daglega yfirstjórn skrifstofunnar í hvoru húsi. Umsjónarkennarar skólans eiga öðru fremur að fylgjast með námi og þroska þeirra nemenda sem þeir hafa umsjón með. Þeir eiga meðal annars að leiðbeina nemendum í námi og mati á því, hafa samvinnu við foreldra og forráðamenn eftir þörfum og hlú að samskiptum meðal nemenda. Sérgreinakennarar sinna fagkennslu í sínu fagi en jafnframt fylgjast þeir með þroska og líðan nemenda og leiðbeina þeim í námi og starfi. Námsráðgjafi skólans sinnir námsráðgjöf og er málsvari nemenda í skólanum. Hann hefur forvarnarstarfið á sinni hendi, er með hópefli í bekkjum og skipuleggur sjálfsstyrkingarnámskeið. Í skólanum er skólaráð, samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Í lögum um grunnskóla 91/2008 segir m.a. um skólaráð að það skuli fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin, og að ráðið skuli fylgjast með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs. Skólanefnd

Oddný Sturludóttir, formaður Skólaráðs Reykjavíkur Skóla- og frístundasvið

Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Skólastjórnendur

Jóhanna Vilbergsdóttir, skólastjóri Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Svava Margrét Ingvarsdóttir, deildarstjóri Marinó Einarsson, deildarstjóri Aðrir stjórnendur

Áslaug Finnsdóttir, skrifstofustjóri Guðleif S. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri Ingibjörg Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri Sigurjón Árnason, umsjónarmaður 39


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Örn Baldursson, matreiðslumaður Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir

Jóhanna Vilbergsdóttir, skólastjóri, öryggisvörður Sigurjón Árnason, umsjónarmaður, öryggisvörður Gyða Þórisdóttir, öryggistrúnaðarmaður Hjördís Tómarsdóttir, öryggistrúnaðarmaður Signý Traustadóttir, öryggistrúnaðarmaður Einar B. Hauksson, öryggistrúnaðarmaður, Elfa S. Elfarsdóttir, öryggistrúnaðarmaður Fjármálastjóri

Örlygur Richter Tölvuumsjónarmaður

Unnar Geir Holman frá UTM Hjúkrunarfræðingur

Eyrún Guðmundsdóttir Forstöðumaður frístundaheimilia

Ingunn Margrét Óskarsdóttir, Hvergiland Bryngeir A. Bryngeirsson, Brosbær Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar

Þorsteinn V. Einarsson Skólastjóri tónlistarskólans Hörpunnar

Kjartan Eggertsson Skólastjóri Skólahljómsveitar Grafarvogs

Einar Jónsson Forstöðumaður Árbæjarlaugar

Guðrún Arna Gylfadóttir Fostöðumaður Grafarvogslaugar

Jens Á Jónsson

40


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Starfssvæði skólans og umfang Húsnæði

Vættaskóli er starfsræktur í tveimur byggingum í norðurhluta Grafarvogs. Engi er að Vallengi 14 og Borgir að Vættaborgum 9, 112 Reykjavík. Heilsdagsvistun er starfrækt við skólann og félagsmiðstöðin auk þess sem Fjölnir leigir aðstöðu í íþróttahúsinu fyrir æfingar yngri deilda á eftirmiðdögum.

41


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Áhættumat vegna inflúensufaraldurs

Bráðabirgðamat

10.8.09

á

afleiðingum

heimsfaraldurs

inflúensu

á komandi vikum fyrir landið allt. Sóttvarnalæknir hefur gert bráðabirgðamat á afleiðingum heimsfaraldurs inflúensu sem gengur yfir um þessar mundir þar sem tillit er tekið til afleiðinga sambærilegar hefðbundnum árlegum inflúensufaraldri (30% sýkingartíðni, 1% tíðni alvarlegra sjúkdómseinkenna og 0,1% dánartíðni). Litið er á alvarleika þessa heimsfaraldurs til jafns við árstíðabundinn inflúensufaraldur. Mun fleiri sýkjast þó í heimsfaraldri (30-50%) en í hefðbundnum árlegum faraldri (5-10%). Þetta leiðir til þess að fleiri munu veikjast alvarlega og fleiri látast af völdum heimsfaraldursins þótt hann sé hlutfallslega ekki skæðari en venjuleg inflúensa. Mikilvægt er að hafa í huga að bráðabirgðamat þetta þarf ekki að endurspegla raunverulega útkomu faraldursins en er fyrst og fremst ætlað að vera viðbragðsaðilum til hjálpar við að undirbúa aðgerðir. Algengt er að inflúensufaraldur berist í tveimur eða þremur hrinum á allt að árs tímabili. Hver hrina byrjar með lágri sýkingatíðni sem eykst og nær hámarki og fellur aftur á nokkurra vikna tímabili, oftast 8-12 vikum. Sýkingartíðnin er þá há í nokkrar vikur í hverri hrinu. Fjöldi inflúensutilfella á 100 manna vinnustað 8 7 6

Fjöldi

5 4 3 2 1 0 Sýkingartíðni 30%

V1

V2

V3

V4

V5

V6

V7

V8

V9

V10

V11

V12

0

1

5

7

7

5

2

2

1

1

0

0

Vika faraldurs

Búast má við að sýkingartilfelli dreifist á 12 vikna tímabili, sjá töflu, skv. embætti sóttvarnalæknis.

42


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Vika

1

2

3

4

5

6

7

%

1%

4%

15% 22% 23% 15% 8%

8

9

10

11

12

5%

3%

2%

1%

1%

Eins og sjá má er líklegt að um nokkrar fjarvistir starfsmanna verði að ræða í inflúensufaraldri. Fjöldi fjarvista er háður því hversu alvarlegur faraldurinn verður og einnig hver viðbrögð almennings verða. Fjarvistir starfsmanna geta stafað af mismunandi ástæðum, til dæmis vegna:       

smits af inflúensu annarra veikinda annarra fjölskyldumeðlima sem þarf að hugsa um, vegna veikinda eða lokun leikskóla og skóla beiðna vinnuveitanda um að halda sig fjarri vinnustað og vinna heiman frá sér beiðna heilbrigðisyfirvalda um heft ferðafrelsi eða samkomubann raskana á almenningssamgöngum eða ótta starfsmanna við að ferðast innan um hóp fólks ótta starfsmanna við að smitast ef þeir mæta til vinnu.

Fjarvistir starfsmanna munu verða mestar þegar sýkingartíðni er hæst í faraldri, eða u.þ.b. í 5. viku af u.þ.b. 12 vikum. Búast má við tveimur til þremur hrinum af inflúensufaraldri með nokkurra mánaða millibili. Það er ekki hægt að spá fyrir með vissu hverjar fjarvistir á vinnustöðvum verða. Það veltur m.a. á því um hversu skæða farsótt er að ræða, hvernig starfsmenn meta hættuna, hvort skólum er lokað og til hvaða ráða er tekið í viðbrögðum vinnustaða í þeim tilgangi að minnka líkur á fjarvistum og smiti innan vinnustaðarins. Viðbragðsáætlun –Vættaskóla- við heimsfaraldri inflúensu Verkefnisstjórn við gerð, uppfærslu og virkjun viðbragðsáætlunar

Verkefnisstjórn vinnur í samvinnu við skólahjúkrunarfræðing/heilsugæslu að gerð, uppfærslu og virkjunar viðbragðsáætlunar. Verkefnisstjórnina skipa:     

43

Jóhanna Vilbergsdóttir, skólastjóri Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Svava Margrét Ingvarsdóttir, deildarstjóri Marinó Einarsson, deildarstjóri Sigurjón Árnason, húsvörður og öryggisvörður


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Fræðsla til nemenda, starfsfólks og aðstandenda um inflúensuna, útbreiðsluleiðir og hvernig draga megi úr smitleiðum.

Í samvinnu við skólahjúkrunarfræðing munu skólastjóri og aðstoðarskólastjóri upplýsa starfsfólk og aðstandendur nemenda um inflúensuna, útbreiðsluleiðir, hvernig draga megi úr smitleiðum, viðbrögð skólans og fl. sem tengist því að koma í veg fyrir faraldur. Upplýsingar eru settar á vefsíðu skólans og sendar foreldrum í tölvupósti. Bæklingar eru látnir liggja frammi sem víðast í skólanum t.d. á skrifstofu, bókasafni, kaffistofu, mötuneyti og í nemendarými þar sem starfsfólk, nemendur og þeir sem koma í skólann hafa aðgang að. Veggspjöld eru hengd upp á áberandi stöðum. Upplýsingar eru aðgengilegar á vef skólans www.vaettaskoli.is með krækju á www.influensa.is. Starfsfólk fái fræðslu í upphafi skólaárs hverju sinni um það hvernig draga megi úr smitleiðum og hvernig þeir eigi að bregðast við veikist þeir sjálfir (sjá fylgiskjal aftast í þessu skjali ) eða nemendur (sjá hér fyrir neðan). Leiðbeiningar verða síðan hengdar upp á áberandi stöðum innan skólans til áminningar. Kennarar og hjúkrunarfræðingur skólans sjá um að upplýsa nemendur um inflúensuna. Við fræðsluna er tekið tillit til aldurs nemenda. Þess er þó gætt að ekki skapist óþarfa hræðsla. Í öllum rýmum sem aðgengileg eru fullorðnum, s.s. kaffistofu, aðstöðu skólaliða, mötuneyti, salernum á kaffistofu og hjá kennurum verður sprittgel til sótthreinsunar á höndum ásamt leiðbeiningum um handþvott. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að upplýsingar miði að því að eyða óþörfum ótta og að tekist sé á við hugsanlega vá af yfirvegun, festu og þekkingu. Stjórnendur fylgjast með fyrirmælum sóttvarnalæknis og koma þeim á framfæri við starfsfólk, aðstandendur nemenda og nemendur eftir því sem við á. Bent er á grunnupplýsingar sem má fá í bæklingi sem fá má á vef www.almannavarnir.is og heitir: „Munum eftir infúensunni“ svo og á www.influensa.is. Endurskipulagning ræstingar

Strax á óvissustigi verða ræstingar endurskipulagðar. Húsvörður fundar með starfsfólki og fer yfir skipulag ræstingar og hreinlæti á hverju hættustigi fyrir sig. Lögð verður áhersla á notkun einnota hlífðarbúnaðar, s.s. plasthanska og svuntur. Einnig verður lögð áhersla á reglulega notkun sprittgels. Á hættustigi getur komið til vaktaskipta á ræstingu. Á neyðarstigi verða vaktaskipti til að lágmarka samskipti starfsfólks svo og til að tryggja ræstingu. Ef kemur til lokunar skóla verða ræstingar skipulagðar með það að markmiði að samskipti verði sem minnst. Einnig verður að vera hægt að opna skóla með stuttum fyrirvara. Húsvörður eða staðgengill hans bera ábyrgð á skipulagi ræstingar. Mötuneyti

Fylgst verður vel með hreinlæti í mötuneyti og allri matarskömmtun. Plasthanskar verði notaðir við alla matarskömmtun og einnota þurrkur verða nýttar sem mest. Sama á við um 44


Starfsáætlun skóla 2012-2013 hreinlæti og ræstingu þar og á öðru húsnæði skólans. Kokkur eða staðgengill hans ber ábyrgð á skipulagi mötuneytis og þrifum þar. Hvernig á að bregðast við veikindatilfellum nemenda í skólanum?

Ef nemendur veikjast í skólanum:    

Haft er samband við foreldra/forráðamenn og þeir beðnir að sækja nemandann í skólann (eldri nemendur mega fara einir heim ef foreldri heimilar). Ef grunur leikur á að nemandinn sé með inflúensu A (H1N1) eru foreldrar hvattir til að hafa samband við lækni. Nemandi skal ekki mæta í skólann ef hann er greindur með inflúensu A (H1N1) fyrr en 7 dögum eftir að einkenna hefur orðið vart. Ef nemandi mætir í skólann með inflúensu A (H1N1) eða vísbendingar um hana, er haft samband við foreldra/forráðamenn og þeir beðnir að sækja nemandann til að hindra útbreiðslu smits. Foreldrum/forráðamönnum verður þá bent á að fara að leiðbeiningunum hér að framan.

Foreldrar eru hvattir til að vera í sambandi við skólahjúkrunarfræðing óski þeir ráðgjafar eða frekari upplýsinga um inflúensuna. Veikindi starfsmanna

Starfsfólk Reykjavíkurborgar verður beðið um að fara eftir meðfylgjandi leiðbeiningum leiki grunur á smiti. Jafnframt er minnt á gildandi reglur um tilkynningar um veikindi starfsfólks til yfirmanna. Stjórnendur fylgjast náið með fjarvistum starfsfólks og nemenda og kanna orsök veikinda og hvort um umrædda inflúensu sé að ræða. Starfsmenn eru sérstaklega hvattir til að fylgjast með eigin heilsu á næstu vikum og mánuðum. Ef grunur leikur á inflúensusmiti, þ.e. fram koma einkenni s.s. skyndilegur hiti, hálssærindi, hósti, beinverkir og höfuðverkur, þá gilda eftirfarandi leiðbeiningar:    

Starfsmaður fer heim. Starfmaður leitar álits læknis hvort um inflúensu geti verið að ræða. Starfsmaður kemur ekki til vinnu ef hann er greindur með inflúensu fyrr en 7 dögum eftir að einkenna hefur orðið vart. Ef starfsmaður mætir til vinnu með inflúensu eða vísbendingar um inflúensu, er hann beðinn um að fara heim til að hindra útbreiðslu smits. Honum er bent á að fara að leiðbeiningunum hér á undan.

Rétt er að vekja athygli á því að ef einhver greinist með inflúensuna á heimili starfsmanns getur hann mætt til vinnu ef hann er án einkenna. Fjarvistir starfsmanna munu verða mestar þegar sýkingartíðni er hæst, eða u.þ.b. í 5. Viku af y.þ.b. 12 vikum. Búast má við tveimur til þremur hrinum af inflúensufaraldri með nokkurra mánaða millibili 45


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Skipulag afleysingakerfis lykilstarfsmanna (skólastjórnenda) ef til veikinda hjá þeim kemur.

Ef stjórnandi veikist tekur sá sem næstur er honum í skipuriti við stjórninni. Aðstoðarskólastjóri leysir skólastjóra af og deildarstjórar eru næstur í röðinni til afleysinga. Starfsmannaráð stýrir skólanum ef allir stjórnendur eru veikir. Jóhanna Vilbergsdóttir, skólastjóri Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Svava Margrét Ingvarsdóttir, Marinó Einarsson, deildastjórar Húsvarsla: Fyrirliðar skólaliða tekur við af umsjónarmanni ef hann veikist. Ef allir eru veikir leysir skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri þá af. Mötuneyti: Starfsfólk í mötuneyti tekur við af matreiðslumanni ef hann veikist. Jafnframt getur komið til þess að keyptur sé matur af fyrirtækjum sem sérhæfa sig í mat fyrir mötuneyti. Komi til lokunar skóla

Kennt er í skólum eins lengi og hægt er. Hópar sem eru fámennir verða sameinaðir og þeim kennt saman. Nauðsynlegt er að halda uppi skólastarfi fyrir yngsta stig eins lengi og hægt er og eldri nemendur verða þá frekar sendir heim. Hægt er að senda þeim verkefni í gegnum tölvu til að vinna heima. Kennarar þeirra eru þá frekar nýttir til kennslu yngri barna. Einnig er afleysingakerfi skólanna nýtt til að manna sem flestar kennslustundir. Það er ekki hægt að spá fyrir með vissu hvernig fjarvistir verða í skólanum. Það veltur á því hve skæðar farsóttir eru hverju sinni. Með skipulögðum vörnum, handþvotti, sprittgeli, fræðslu og hreinlæti er hægt að minnka hættuna á að skólum sé lokað. Ákvörðun um lokun er tekin eftir að stjórnendur skólans hafa verið í sambandi við heilsugæslu í sínu hverfi (skólahjúkrunarfræðing) þar sem fylgst er með gangi mála. Ef til lokunar þarf að koma á ákveðnum tímapunkti er haft samband við sóttvarnalækni og fræðslustjórann í Reykjavík. Ábyrgðin á ákvörðun er í höndum skólastjóra. Lokun skóla Tilkynningar og auglýsingar um lokun skóla

46

Skólastjóri tilkynnir lokun með tölvupósti til starfmanna, foreldra/forráðamanna og daglegra samstarfsaðila skólans (t.d frístundaheimili, sundlaug, skólabílar o.s.frv.). Hringt er í þá sem ekki eru með tölvupóst Foreldrar og börn af erlendum uppruna fá upplýsingar sendar heim á tungumáli sem þeir skilja, skriflega eða símleiðis.


Starfsáætlun skóla 2012-2013  

   

Auglýsing um lokunina er sett eins fljótt og unnt er á heimasíðu skólans og einnig send til Skóla- og frístundasviðs. Auglýsingar um lokun eru hengdar upp við alla innganga skólans á áberandi stað. Einnig í öllum einingum skólans, lausum kennslustofum, íþróttahúsi, frístundaheimili og félagsmiðstöð. Foreldrar fá einnig tilkynningu í gegnum Mentor. Auglýst er lokun skóla og opnun í fjölmiðlum ef brýn ástæða er talin til. Fundur er haldinn með starfsfólki um hlutverk þeirra í starfseminni á tíma lokunar. Hóp SMS sendingaþjónustu sem eru í boði á vefsíðum símafyrirtækja sjá www.vodafone.is og www.siminn.is er nýtt ef koma þarf skilaboðum hratt til aðila, t.d. til starfsmanna. Ávallt er tryggt að það séu starfsmenn til staðar á skrifstofutíma, á meðan á lokun stendur, til að svara í síma, svara tölvupósti og uppfæra upplýsingar á heimasíðu um stöðu mála. Tryggt er að húsvarsla sé virk á hverjum degi í skólanum. Einnig að húsnæðið sé hreinsað mjög vel og öll rými skólans ræst. Daginn áður en skóli er opnaður sé farið yfir allt húsið og það ræst fyrir komu starfsmanna og nemenda. Virkja áætlanir um skólastarf á tíma lokunar. Skólastjórnendur verða í sambandi við yfirvöld almannavarna komi til þess að húsnæði skólans verði nýtt í þágu almannavarna. Kennarar senda á hverjum degi póst til nemenda sem hafa aldur til að nýta sér fjarkennslu þar sem þeir senda verkefni og fá verkefni til baka. Einnig að setja nemendum fyrir í námsbókum það sem þeir geta unnið sjálfir.

Opnun skóla Hvernig verður staðið að skipulagningu skólastarfs eftir opnun?

Skólastjórnendur munu skipuleggja skólastarfið eftir opnun. Yfirfara þarf m.a. skóladagatal og kennsluáætlanir í kjölfar slíkrar lokunar. Slík vinna kann að taka nokkurn tíma. Hugað verður einnig að andlegu ástandi nemenda og starfsfólks í samvinnu við skólahjúkrunarfræðinga og sálfræðinga skólans. Lögð verður áhersla á að kenna strax eftir stundaskrá sé þess nokkur kostur. Stuðst verður við eftirfarandi gátlista: 

 

47

Skólastjóri tilkynnir opnun með tölvupósti til starfmanna, foreldra/forráðamanna og daglegra samstarfsaðila skólans (t.d frístundaheimili, sundlaug, skólabílar o.s.frv.). Hringt er í þá sem ekki eru með tölvupóst. Sett á heimasíðu skólans. Huga að aðstoð og áfallahjálp fyrir þá sem eru að hefja skólastarfið á ný. (ath. leiðbeiningar til skóla og e.t.v. aðgang að áfallateymum). Kennarar fara yfir kennsluáætlanir og breyta þeim í samræmi við þann tíma sem nemendur hafa verið fjarverandi og ekki hefur verið hægt að kenna þeim í fjarkennslu.


Starfsáætlun skóla 2012-2013

      

Þar sem kennarar vinna í teymum er nauðsynlegt að hafa starfsdag í upphafi opnunar skóla til að kennarar hafi möguleika á að vinna þá vinnu saman. Greina ástand starfsliðsins til að hefja reglubundið skólastarf að nýju. Gera áætlun um framhald skólastarfsins í samræmi við stöðu mála. Upplýsa alla hagsmunaaðila um áætlun skólans um framhald skólastarfsins. Undirbúa húsnæði fyrir kennslu í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda. Huga að heilsu og öryggi nemenda og starfsmanna, bregðast við sorg og ótta sem býr með mönnum eftir mikil áföll. Veita aðstoð eftir því sem við á. Hafa samráð við skólahjúkrunarfræðing/heilsugæsluna um viðbrögð við veikindatilfellum og varúðarráðstafanir fyrstu vikurnar eftir lok faraldurs. Yfirfara viðbragðsáætlun í ljósi reynslunnar.

Boðleiðir

Áríðandi er að halda boðleiðum opnum og halda skrifstofu skólans og símsvörun opinni. Tölvupósti verður einnig svarað. Lögð verður áhersla á að virkja vefsíðu skólans www.vaettaskoli.is og póstlista foreldra og barna. Upplýsingar verða einnig birtar hjá Skóaog frístundasviði www.grunnskolar.is. Ef nauðsyn krefur er haft samband við foreldra símleiðis, sérstaklega ef um foreldra af erlendum uppruna er að ræða. Aðstoð við erlenda skiptinema sem ekki geta komist úr landi.

Í grunnskólum eru að öllu jöfnu ekki erlendir skiptinemar en ef slíkir stunda nám í skólanum mun námsráðgjafi/aðstoðarskólastjóri skólans vera í samskiptum við íslenskt heimili nemendanna og styðja ef þörf er á. Verður unnt að halda úti áframhaldandi skólastarfi í einhverri mynd þrátt fyrir lokun skóla?

Vættaskóli leggur áherslu á að skólanámskrá sé öllum aðgengileg á vef skólans. Kennsluáætlanir eru líka aðgengilegar og geta nemendur unnið áfram eftir því skipulagi sem þar er fram sett. Kennarar/stjórnendur verða bæði í tölvu- og símasambandi við nemendur/ foreldra ef til lokunar kemur. Kennarar munu útbúa leiðbeiningar fyrir nemendur auk annars sem þeir telja þörf á. Kennarar munu senda út verkefni og fylgjast vel með tölvupósti og svara honum eins fljótt og unnt er. Hvernig verður umsýsla fasteigna og öryggismála tryggð meðan á lokun stendur?

Húsverðir eða fyrirliðar skólaliða viðkomandi skóla tryggja umsýslu fasteigna og öryggismála og í forföllum þeirra skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri (nánari upplýsingar um afleysingu skólastjóra má sjá hér að framan). Samskiptaleiðir Lykilaðilar er varðar boðun og afboðun

Vættaskóli-Borgir sími 5772900 /fax 5772902 Vættaskóli-Engi sími 4117600/ fax 4117610 48


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Skólastjórnendur

Jóhanna Vilbergsdóttir, skólastjóri GSM 6648160 Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri GSM 6648136 Svava Margrét Ingvarsdóttir, deildarstjóri unglingstigs GSM 6648141 Marinó Einarsson, deildarstjóri 1.-7. bekkja GSM 6648161 Umsjónarmaður húsnæðis og öryggistrúnaðarmenn

Sigurjón Árnason GSM 6648162 Gyða Þórisdóttir, öryggistrúnaðarmaður Hjördís Tómasdóttir, öryggistrúnaðarmaður Signý Traustadóttir, öryggistrúnaðarmaður Einar B. Hauksson, öryggistrúnaðarmaður Elfa S. Elfarsdóttir, öryggistrúnaðarmaður Starfsmenn skóla/skólaskrifstofu/stjórna

Menntaráð Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Skóla- og frístundasvið Ragnar Þorsteinsson, sviðstjóri, ragnar.thorsteinssson@reykjavík.is Júlíus Sigurbjörnsson, verkefnastjóri, julius.sigurbjornsson@reykjavik.is Framkvæmda- og eignasvið Jón Ágústsson, þjónustustjóri, jon.agustsson@reykjavik.is Samstarfsaðilar

Forstöðumaður frístundaheimilisins Hvergiland Ingunn Margrét Óskarsdóttir, ingunn.m.oskarsdottir@reykjavik.is 49


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Forstöðunmaður frístundaheimilisins Brosbær Bryngeir Arnar Bryngeirsson bryngeir.arnar.bryngeirsson@reykjavik.is Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Þorsteinn V. Einarsson, thorsteinn.v.einarsson@reykjavik.is Fjölnir Málfríður Sigurhansdótttir, malfridur@fjolnir.is Kort og teikningar Sóttvarnasvæðin

Íslandi er skipt upp í átta sóttvarnaumdæmi og er sóttvarnalæknir skipaður í hverju þeirra. Í stórum sóttvarnaumdæmum eru skipaðir sóttvarnalæknar ákveðinna svæða. Sjá mynd 10.1. Sóttvarnalæknar umdæma og svæða Höfuðborgarsvæðið

Lúðvík Ólafsson framkvæmdastjóri heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins Gunnar Ingi Gunnarsson, heilsugæslulæknir Árbæ, Reykjavík Vesturland

Þórir Bergmundsson, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi Friðrik Jónsson, St. Fransiskuspítalinn í Stykkishólmi Vestfirðir

Fjölnir Freyr Guðmundsson, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði Norðurland

Þórir V. Þórisson, Heilsugæslan Akureyri Ásgeir Böðvarsson, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík Héðinn Sigurðsson, Heilbrigðisstofnunin Blönduósi Austurland

Stefán Þórarinsson, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Egilsstöðum Björn Magnússon, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Neskaupstað Suðurland

Óskar Reykdalsson, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi 50


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Vestmannaeyjar

Karl Björnsson, Heilbrigðisstofnun Vestumannaeyja Suðurnes

Sigurður Árnason, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Reykjanesbær Sigurjón Kristinsson, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Reykjanesbær

Dreifingarlisti

Eintakið er vistað rafrænt á eftirtöldum vefsíðum: www.grunnskolar.is og www.vaettaskoli.is Innri

vefur

skólans: Á vefsvæði stjórnenda S:\SFS_VAE\Stjornendur Á vefsvæði starfsmanna S:\SFS_VAE\Starfsmenn

Auk þess eru rafræn og prentuð eintök vistuð á eftirtöldum stöðum: Deildir innan skólans, nefnið allar og fjölda eintaka 1 stk Skrifstofa skólastjóra 1 stk Skrifstofa aðstoðarskólastjóra 1 stk Skrifstofur deildarstjóra 1 stk Skrifstofa 1 stk Kaffistofa 1 stk Bókasafn Breytingasaga

Útgáfa

Dagsetning 10/08/2009

51

Skýringar Fært inn af /breytingar Sniðmát menntamálaráðuneytis Skólastjóra sent skólanum


Starfsáætlun skóla 2012-2013 3/09/2009

1.0

23/06/2010

2,0

29/04/2011

3,0

12/06/2012

4,0

Viðbragðsáætlun skóla birt Viðbragðsáætlun enduskoðuð Viðbragðsáætlun enduskoðuð Viðbragðsáætlun endurskoðuð

Skólastjóra Skólastjóra Skólastjóra Stjórnendum

Leiðbeiningar til starfsmanna vegna inflúensu A(H1N1) Ef nemandi veikist:

Ef nemendur veikjast í skólanum gilda eftirfarandi reglur (skv. hefð).    

Haft er samband við foreldra/forráðamenn og þeir beðnir að sækja nemandann í skólann (eldri nemendur mega fara einir heim ef foreldri heimilar). Ef grunur leikur á að nemandinn sé með inflúensu A (H1N1) eru foreldrar hvattir til að hafa samband við lækni. Nemandi skal ekki mæta í skólann ef hann er greindur með inflúensu fyrr en 7 dögum eftir að einkenna hefur orðið vart. Ef nemandi mætir í skólann með inflúensu eða vísbendingar um inflúensu, er haft samband við foreldra/forráðamenn og þeir beðnir að sækja nemandann til að hindra útbreiðslu smits. Foreldrum/forráðamönnum verður þá bent á að fara að leiðbeiningunum hér að framan.

Ef starfsmaður veikist:

Starfsmenn eru sérstaklega hvattir til að fylgjast með eigin heilsu á næstu vikum og mánuðum. Ef grunur leikur á inflúensusmiti, þ.e. ef fram koma einkenni s.s. skyndilegur hiti, hálssærindi, hósti, beinverkir og höfuðverkur, þá gilda eftirfarandi leiðbeiningar:    

 

52

Starfsmaður fer heim. Starfmaður leitar álits læknis hvort um inflúensu geti verið að ræða. Starfsmaður kemur ekki til vinnu ef hann er greindur með inflúensu fyrr en 7 dögum eftir að einkenna hefur orðið vart. Ef starfsmaður mætir til vinnu með inflúensu eða vísbendingar um inflúensu, er hann beðinn um að fara heim til að hindra útbreiðslu smits. Honum er bent á að fara að leiðbeiningunum hér að framan. Rétt er að vekja athygli á því að ef einhver greinist með inflúensuna á heimili starfsmanns getur hann mætt til vinnu ef hann er án einkenna. Starfsmönnum er bent á að fylgjast með fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna á vef www.influensa.is, www.almannavarnir.is eða www.landlaeknir.is.


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Skólaheilsugæsla

Heilsugæsla Vættaskóla heyrir undir Heilsugæsluna í Grafarvogi. Skólahjúkrunarfræðingur skólans sinnir skólaheilsugæslunni og hefur fasta viðveru og viðtalstíma í skólanum. Sjá nánar á heimasíðu. Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Skólaheilsugæslan leitast við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem að málefnum nemenda. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Reglubundnar skoðanir og bólusetningar:

1. bekkur Sjónpróf, heyrnapróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. 4. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. 7. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling, þyngdarmæling og athugun á litskyni. Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta). 9. bekkur Sjónpróf, heyrnarpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Mældur blóðþrýstingur. Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki og stífkrampa (tvær sprautur). Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til. Skólaheilsugæslan fylgist einnig með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli Landlæknisembættisins segja til um. Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar verður haft samband við foreldra áður en úr því er bætt. Fræðsla, heilbrigðishvatning og forvarnir

Skólaheilsugæslan sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Öll tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilbrigði. Foreldrar geta leitað eftir ráðgjöf skólaheilsugæslunnar varðandi vellíðan, andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barnsins. Tannvernd

Flúorskolun fer fram í skólanum hjá 1., 7. og 10. bekk tvisvar í mánuði.

53


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Svefn, nesti og skjólfatnaður

Reglulegur og nægjanlegur svefn er mikilvægur fyrir heilsu og þroska barna. Börn þurfa að sofa 10-12 klst. á nóttu. Skóladagur nemenda er langur, mikilvægt er því að borða reglulega og hafa með sér hollt og gott nesti. Einnig er nauðsynlegt að nemendur séu í góðum skjólfatnaði og með húfu og vettlinga. Slys og veikindi

Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt. Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða á slysadeild skulu foreldrar/forráðamenn fara með barninu. Mikilvægt er að skólinn hafi öll símanúmer sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins. Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt í skólanum. Ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu/lífi þess í bráða hættu er nauðsynlegt að skólaheilsugæslan viti af því. Hér er átt við sjúkdóma eins og t.d. sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúksóma. Lyfjagjafir

Samkvæmt fyrirmælum Landlæknisembættisins eru sérstakar vinnureglur varðandi lyfjagjafir til nemenda á skólatíma. Þar kemur m. a. fram að skólabörn skuli ekki fá önnur lyf í skólanum en þau sem hafa verið ávísuð af lækni. Í engum tilvikum getur barn borið ábyrgð á lyfjatökunni, ábyrgðin er foreldra. Börn skulu ekki hafa nein lyf undir höndum í skólanum nema í algjörum undantekningartilvikum. Slíkar lyfjagjafir geta t.d. verið insúlíngjafir sem barnið sér sjálft alfarið um. Foreldrar/forráðamenn þeirra barna sem þurfa að taka lyf á skólatíma skulu hafa samband við skólahjúkrunarfræðing sem skipuleggur lyfjagjafir á skólatíma. Lús

Lúsin kíkir alltaf reglulega í heimsókn yfir skólaárið og því er mikilvægt að foreldrar kembi hár barna sinna reglulega, t.d. vikulega. Sjá leiðbeiningar á heimasíðu skólans www.vaettaskoli.is.

Sérfræðiþjónusta

Miðgarður er þjónustumiðstöð Grafarvogs og veitir skólanum þjónustu s.s. sálfræðings, félags- og kennsluráðgjafa. Skólinn getur einnig sótt ráðgjöf og aðstoð til sérhæfðs farteymis sem er sameiginleg sérkennsluráðgjöf í hverfi 4 og staðsett í Foldaskóla. Umsóknum um þjónustu skal skilað skriflega til aðstoðarskólastjóra á sérstöku eyðublaði. Ef óskað er eftir greiningu eða ráðgjöf vegna vanda nemanda hefur umsjónarkennari samráð við yfirmann sérkennslu. Umsjónarkennari sér um að fylla út þar til gert eyðublað með foreldri þar sem nemanda er vísað til skólasálfræðings. Eyðublöð eru hjá yfirmanni sérkennslu. Taka þarf ljósrit af blaðinu og afhenda yfirmanni sérkennslu ásamt undirrituðu frumriti. Umsóknin verður síðan geymd í persónumöppu nemanda sem geymd er í sérkennsluveri. Fylli kennarar út lista vegna sérstakra greininga á nemendum, svo sem á 54


Starfsáætlun skóla 2012-2013 vegum sálfræðinga eða lækna, þarf einnig að taka afrit af þeim og geyma í persónumöppu nemanda í sérkennslu. Foreldrar þurfa að samþykkja tilvísun til Miðgarðs með undirskrift sinni. Aðrar stofnanir og einstaklingar sem sinna greiningum og geðheilbrigðismálum barna og unglinga taka eingöngu við beiðnum frá foreldrum, oft í samvinnu við opinberar stofnanir.

Fardeild í Grafarvogi

Heimaskóli fardeildarinnar er Foldaskóli en aðgang að deildinni eiga allir skólar í borgarhluta 4. Sérstakt inntökuteymi fjallar um fyrirliggjandi umsóknir og forgangsraðar. Starfsmenn deildarinnar vinna með nemandann á heimavelli með vitund og vilja foreldra/forráðamanna og í nánu samstarfi við fagaðila viðkomandi skóla. Um getur verið að ræða mislangan tíma eftir aðstæðum. Að lokinni vinnu á heimavelli nemandans tekur við eftirfylgd auk þess sem heimaskóla er afhent skýrsla þar sem fram kemur hvernig unnið var með nemandann og hvernig halda má áfram vinnu með hann. Nauðsynlegt er að heimaskóli nemandans leggi til athvarf fyrir starfsmann deildarinnar þann tíma sem starfsmaðurinn er við störf í viðkomandi skóla. Starfsmaður deildarinnar er m.a. í samstarfi við ráðgjafarteymi Brúarskóla og sækir þangað símenntun eftir því sem tilefni gefst til. Markmið deildarinnar er m.a. að bæta hegðun, líðan og samskipti nemandans í skólaaðstæðum miðla þekkingu og þróa árangursrík vinnubrögð í hefðbundnum skólaaðstæðum.

Lögreglan

Lögreglan er með höfuðstöðvar sínar fyrir Grafarvog í Mosfellsbænum og er útibú á Fjallkonuvegi. Forvarnarfulltrúi lögreglunnar hefur samstarf við skólann og hefur komið á foreldrafundi í 8.-10. bekk. Aðrar fastar heimsóknir lögreglumanna eru ekki lengur. Gott samstarf hefur myndast milli þeirra lögreglumanna sem sinnt hafa hverfinu og starfsmanna skólans og hefur verið auðvelt að nálgast upplýsingar um þau mál sem brýnt hefur verið að fá frá lögreglunni. Finna þarf lausn á því að ekki eru lengur heimsóknir lögreglumanna í yngri bekkina og ekki er auðvelt að fara með yngri nemendur upp á höfuðstöðvar lögreglunnar. Ljóst er þó að auðvelt er fyrir nemendur að fara hjólandi upp á Fjallkonuveg og heimsækja lögreglustöðina.

Félagslíf nemenda

Félagslíf nemenda er skipulagt annars vegar af hálfu skólans og hins vegar af hálfu félagsmiðstöðvar skólans, sem ÍTR er með í skólanum og í samvinnu við hann. Allir árgangar fara í styttri vettvangsferðir. Hvatt er til að fara í hjóla- og gönguferðir og fara alltaf sem flestir árgangar í eina fjallgönguferð á ári. Einnig fer einn árgangur í kennslu- og 55


Starfsáætlun skóla 2012-2013 gistiferð á árinu, s.s. að Úlfljótsvatni, gróðursetningarferð, vinnumorgun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og útskriftarferð 10. bekkinga sem foreldrar/forráðamenn skipuleggja. Nemendur 7. bekkjar taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni í Grafarvogi og eru valdir þrír þátttakendur með undankeppni í skólanum. Árshátíðir skólans eru á vorönn og íþróttadagur og vorhátíð eru við lok skólaársins. Í lok skólaársins fara allir bekkir skólans í vorferð. Mikið samstarf er milli skólans og hinna ýmsu stofnana og félagasamtaka sem taka á móti nemendum í heimsóknir og kynningar. ÍTR er með tómstundanámskeið í skólanum bæði haust og vor og félagsmiðstöðin er með margs konar félagsstarf, m.a. opið hús fyrir 5.-7. bekk einu sinni í viku og 8.-10. bekk tvisvar í viku. Nemendaráð unglingastigs og miðstigs hafa yfirumsjón yfir því hvað er gert til menntunar og skemmtunar í samstarfi við starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar. Nemendur unglingadeildar taka þátt í hæfileikakeppni grunnskólanna Skrekk í nóvember og spurningakeppninni Nema hvað í janúar á skólaárinu. Það er hæfileikakeppni félagsmiðstöðvanna í Grafarvogi og Söngvakeppni grunnskólanna auk ýmissa annarra atburða og ferða. Sjá nánar heimasíðu itr.is. Tónleikar, leikrit, safnaferðir, heimsóknir í stofnanir, heimsóknir listamanna, upplesara, íþróttaviðburðir, Grafarvogsdagurinn, útileikir, göngu- og hjólaferðir, jólaföndur, páskabingó, vorhátíð og fleira er hluti af félagslegu námi nemenda í Vættaskóla. Sjá nánar ársskýrslu skólans. Á hverju ári er haldinn Grafarvogsdagur sem aðilar innan Miðgarðs skipuleggja. Skólinn hefur altaf þegar hann hefur verið beðinn um það lagt til til eitt til tvö skemmtiatriði á þessum degi. Önnur ár er misjafnt hvaða verkefnum skólinn er beðinn um að sinna. Þá er alltaf haldið boðhlaup grunnskólanna og einhverjar aðrar hæfileikakeppnir. Hátíðin hefur undanfarið verið haldin í Gufunesi. Fagkennarar og fagstjóri í stærðfræði skipuleggja sérstök verkefni í tengslum við evrópskan tungumáladag og dag stærðfræðinnar. Á Degi íslenskrar tungu skipuleggja kennarar með nemendum sínum dagskrár á sal. Dagurinn markar upphaf Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Aðventan hefst með jólaföndri Foreldrafélagsins og skreytingadegi skólans. Hefð er fyrir því að stjórn foreldrafélagsins skipuleggi einnig friðargöngu og kertafleytingu á voginum. 10. bekkur er þá með kakósölu. Allir bekkir skólans útbúa stór jólakort sem 5. bekkur fer með á milli stofa í síðustu kennsluviku fyrir jól, syngur fyrir nemendur og starfsfólk og býður upp á piparkökur. Helgistundir eru daginn fyrir litlu jólin. Þá er sýndur helgileikur. Tónlistaratriði eru frá hverju stigi og kveikt er á aðventukertum. Sérgreinakennarar, stuðningsfulltrúar og skólaliðar sjá um að koma upp jólamyndum og skreyta jólatréð og matsal skólans. Allir nemendur skólans dansa í kringum jólatréð einhverja stund fyrir stofujólin sín og vinabekkir eru saman a litlu jólunum. Allir starfmenn skólans aðstoða við það. Umsjónarkennarar 56


Starfsáætlun skóla 2012-2013 skipuleggja stofujólin með sínum nemendum. Félagsmiðstöðin sér um jóladiskótek/jólaball fyrir unglingadeildina í samvinnu við aðrar félagsmiðstöðvar í hverfinu. Árshátíðir nemenda eru haldnar að vori. Umsjónarkennarar sjá um árshátíðardagskrár bekkjanna og tæknimenn eru úr röðum unglinganna. Árshátíðir 1.-7. bekkja eru á sama degi. Hver skemmtun stendur í klukkutíma, 1.-5. bekkur á skólatíma og 6.-7. bekkur seinnipartinn. Eftir þá skemmtun er diskótek fyrir 5.-7. bekk. Foreldrum er boðið að koma á skemmtun sinna barna. Óskað er eftir að foreldrar sitji alla sýninguna. Generalprufur eru haldnar dagana fyrir árshátíðardaginn og er elstu börnum af leiksólunum boðið að koma á skemmtun yngstu barnanna í skólanum. Áhersla er lögð á að nemendur fái tækifæri til að sjá sýningu hjá öðrum árgöngum. Öskudagur er skertur skóladagur. Skólastarf er þá brotið upp með tilheyrandi öskudagsgleði. Þemadagar skólans og eru helgaðir ákveðnu þema ár hvert. Foreldrafélagið stendur fyrir föndurdegi í byrjun jólaföstu, friðargöngu í desember og páskabingói í vikunni fyrir páska ár hvert. Einnig skipuleggur foreldrafélagið vorhátíð í maí. 9. bekkur sér þá t.d. um veitingasölu og markar það upphaf söfnunar í ferðasjóð fyrir lokaferð í 10. bekk. Jafnframt sér félagið um foreldrarölt (hverfisrölt) um nær hverja helgi yfir veturinn.

ÍTR-Gufunesbær

ÍTR sér um rekstur Frístundaheimilanna Brosbæjar Hvergilands og félagsmiðstöðvarinnar. Miðstöð þess starfs er í Gufunesbænum dagleg starfsemi er í húsnæði skólans. Félagsmiðstöðin

Starfsfólk Félagsmiðstöðvar hefur yfirumsjón með félagsstarfi nemenda í 5.-10. bekk. Forstöðumaður stýrir starfinu og hefur með sér starfsfólk í hlutastarfi. Leiðarljós félagsmiðstöðvarinnar er að tryggja öllum börnum og unglingum vellíðan og öryggi í starfi. Starfið í félagsmiðstöðinni þjálfar nemendur í að takast á við að skipuleggja eigin tómstundir og viðburði. Ýmislegt er skipulagt af hálfu nemenda og starfsfólks og er bæði um að ræða hópastarf, diskótek, leiki, keppnir og fleira. Félagsmiðstöðin er ómissandi þáttur í starfi skólans og starfsfólkið vinnur náið með starfsfólki skólans. Frístundaheimilin Brosbær og Hvergiland

Frístundaheimilin í Grafarvogi eru einnig rekin af frístundamiðstöðinni Gufunesbæ. Þar eru verkefnisstjórar í fullu starfi og annað starfsfólk í hlutastörfum. Í frístundaheimilunum er 6-9 ára börnunum boðið upp á skipulagt tómstundastarf, frjálsan leik og /eða rólegheit eftir að hefðbundnum skóladegi þeirra lýkur. Frístundaheimilin bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur. ÍTR lítur svo á að sá tími sem börnin dvelja á frístundarheimilinu sé þeirra frítími og er lögð áhersla á virkt barnalýðræði, þar sem börnin hafi áhrif á og taki þátt í að móta starfsemi og reglur frístundaheimilisins. 57


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Leiðarljós frístundaheimilanna er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Lagt er mikið upp úr góðu samstarfi og upplýsingastreymi milli foreldra, frístundaheimilis og skóla, börnunum til heilla. Frístundaheimilin eru opið alla virka daga frá kl. 13:30 fyrir 6 ára og frá kl. 14:10 fyrir 7-9 ára. Opið er til kl. 17:15. Á starfsdögum og í jóla og páskafríum er opið frá kl 8:00 17:15. Skrá þarf börnin sérstaklega ef nýta á þá vistun. Það sama á við á skertum skóladögum. Lokað er í vetrarfríum, skólasetningardag og skólaslitadag.

Önnur starfsemi Tónlistarskólar

Tónskóli Hörpunnar og Skólahljómsveit Grafarvogs eru með kennslu á hljóðfæri í húsnæði Vættaskóla. Nemendur sækja tónlistatíma á þeirra vegum á skólatíma og þeir fara úr kennslustundum á mismunandi tímum. Kennt er á ýmis hljóðfæri. Fjölnir

Íþróttafélagið Fjölnir er íþróttafélag Grafarvogs og hefur íþróttahús Vættaskóla á leigu eftir skólatíma. Það eru þjálfaðar hinu ýmsu íþróttagreinar. Íþróttamót

Grunnskólar Grafarvogs koma saman nokkrum sinnum á vetri og hafa skipulagða íþróttakeppni. Grunnskólahlaupið er á Grafarvogsdaginn. Þá eru keppnismót haldin í handbolta og fótbolta og keppt um titilinn Grunnskólameistari Grafarvogs. Einnig eru haldin skákmót milli skólanna. Á vegum félagsmiðstöðvarinnar er líka keppt í ýmsum greinum í samstarfi við aðrar félagsmiðstöðvar bæði í Grafarogi og á landsvísu.

Mötuneyti og nesti

Ekki þarf að fjölyrða um gildi hollrar og góðrar næringar fyrir líðan barna og árangur þeirra í skólanum. Staðgóður morgun- og hádegisverður er forsenda þess að þeir geti einbeitt sér og notið skólastarfsins. Boðið upp á ókeypis hafragraut í skólanum frá kl. 8:00-8:20 í Borgum og kl. 7:50 – 8:20 í Engi. Jafnframt er hægt að fá mjólk í morgunhléi. Mjólkin er í mjólkurvélum. Í nestistímum/ morgunhressingu er boðið upp á ávaxtaáskrift sem er greidd eftirá eins og hádegismaturinn. Að öðru leyti er reiknað með að nemendur komi með ávexti, samloku eða annað létt nesti. Vegna vistverndar er óskað eftir að nemendur komi ekki með nesti í einnota plastumbúðum né fernum. Nemendur koma með plastglös að heiman undir mjólkina. Nemendur 8. -10. bekkjar borða morgunhressingu í matsal. Þeir fá mjólk og hafragraut en geta keypt sér brauðmeti, ávexti og ávaxtasafa í mötuneytinu. Einnig hafa nemendur afnot af örbylgjuofni og mínútugrillum í matsal. Eingöngu er leyfilegt að matast í matsal skólans nema í nestistímum 1.-7. bekkjar. 58


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Nemendur eiga kost á að kaupa heita máltíð í hádeginu alla daga vikunnar. Greitt er fyrir matinn eftirá, mánuð í senn. Nánari upplýsingar um pantanir, verð og greiðslufyrirkomulag má fá á skrifstofu og á heimasíðu skólans www.vaettaskoli.is.

Samstarf við foreldra Skólaráð

Við hvern grunnskóla skal starfa skólaráð. Í skólaráði eru þrír fulltrúar foreldra kosnir á aðalfundi foreldrafélagins, einn fulltrúi almennra starfsmanna og tveir fulltrúar kennara kosnir á starfmannafundi, tveir fulltrúar nemenda kosnir af nemendum skólans og skólastjóri skólans. Skólaráðið fjallar um og gefur umsögn til skólans og Skóla- og frístundasviðs um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið. Það fylgist með að áætlanir séu kynntar foreldrum, svo og með framkvæmd þeirra. Starfsáætlun skóla er lögð fyrir skólaráð ár hvert og skólanefnd skólans. Foreldrafélag

Foreldrafélag hefur verið starfandi í báðum húsum frá upphafi og var sameinað í eitt félag við sameiningu skólanna. Það hefur unnið með skólanum að velferð og hagsmunum nemenda og styrkt skólann í hvívetna. Félagið er með fasta viðburði í skólastarfinu, s.s. jólaföndur, friðargöngu, páskabingó, vorhátíð og leikhúsferðir fyrir nemendur og foreldra. Einnig hefur félagið í samvinnu við skólann fengið fyrirlesara á fundi og styrkt skólann með gjöfum. Stjórn foreldrafélags er ýmist kosin að vori eða strax að hausti og er skipuð fimm foreldrum og jafn mörgum varamönnum. Jafnframt eru tveir bekkjarfulltrúar í hverjum bekk sem vinna með umsjónarkennurum að félagslegu uppeldi nemenda. Einnig vinna þeir að því að efla kynni foreldra og skipuleggja vinahópa. Stjórn foreldrafélagsins sér um skipulagningu foreldrarölts. Upplýsingagjöf til heimila

Gagnkvæm og virk upplýsingagjöf milli starfsfólks og heimila stuðlar að gagnkvæmu trausti milli aðila. Á heimasíðu skólans eru miklar upplýsingar, s.s. um starfsemi skólans, skólanámskrá og stefnu hans, skýrslur, bekkjarsíður, heimavinna og fleira. Allir kennarar og stjórnendur eru með símaviðtalstíma og eru foreldrar/forráðamenn boðnir sérstaklega í skólann í viðtöl eða heimsóknir. Kennarar skrá alla mætingu, ástundun og heimavinnu nemenda frá 1.-10. bekk í mentor og umsjónarkennarar senda heim til foreldra mætingar, vikulega frá 7.- 10.bekk en einu sinni á önn í öðrum árgöngum nema sérstakar aðstæður krefjist annars. Vitnisburður eða skil vitnisburðar er tvisvar á skólaárinu í febrúar og í júní. Foreldrar hafa aðgang í fjölskylduvef mentor.is að upplýsingum um eigið/eigin börn. Á þessum vef geta þeir nálgast vitnisburð barns/barna sinna. Þeir fá lykilorð sem skrifstofustjóri útdeilir til þeirra. Tekið skal fram að forræðislaust foreldri á ekki rétt á að fá nein skrifleg gögn um barn sitt en það má koma í skólann með vitund foreldris með forræðið og lesa gögn.

59


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Ársskýrsla

Ársskýrsla Vættaskóla er gefin út ár hvert. Ársskýrslan á að gefa upplýsingar um það góða og öfluga starf sem unnið er í skólanum. Eins er hún liður í sjálfsmati skólans. Henni er ætlað að gefa sem gleggsta mynd af því fjölbreyttastarfi sem fram fer í skólanum ár hvert. Ýmsir aðilar innan skólans leggja til efni í skýrsluna. Foreldrafundir

Á hverju skólaári eru haldnir fundir með foreldrum. Fundir byrja að vori með fundum með foreldrum 6 ára barna þegar þau koma í vorskólann.      

Í ágúst eru viðtöl við foreldra 6 ára barna sem eru með umsjónarkennurum árgangsins. Í september eru haustkynningar eins og sjá má á skóladagatali. Í október eru viðtalsdagar með nemenda, foreldrum og umsjónarkennara. Í nóvember og mars eru opnir dagar þar sem foreldrum er boðið að koma í kennslustundir barna sinna. Í febrúar eru viðtalsdagar með nemenda, foreldrum og umsjónarkennara. Í maí eru fundir með foreldrum væntanlegra 1. bekkinga.

Eftirfarandi tafla sýnir umræðuefni foreldrafunda yfir skólaárið. Árgangur

Tími

Umsjón

Efni

Vorskóli (5-6 ára)

Apríl/maí

Skólastjórnendur

Kynning á aðstöðu og skólastefnu Vættaskóla

1. bekkur

September

Sálfræðingur

Þroski barna við upphaf skólagöngu

2. bekkur

September

Sérkennari

Umfjöllun um lestur

3. bekkur

September

Hjúkrunarfræðingur

Hollusta, hreyfing, hvíld og hamingja

4. bekkur

Maí

Deildarstjóri

Breytingar milli stiga

5. bekkur

September

Námsráðgjafi

Námstækni og hlutverk foreldra í námi

6. bekkur

September

Sálfræðingur

Félagsþroski sjálfsmynd

7. bekkur

Maí

Deildarstjóri

Að fara unglingadeild

60

og

í


Starfsáætlun skóla 2012-2013 8. bekkur

September

Sálfræðingur

Samskipti foreldra og unglinga

9. bekkur

September

Hjúkrunarfræðingur

Hugrekki, hamingja og kynheilbrigði

10. bekkur

September

Námsráðgjafi

Samræmd próf framhaldsnám

Starfsfólk Vættaskóla Starfsfólk Vættaskóla 2012-2013

Nafn

Starfsheiti

Aðalheiður H Steinarsdóttir Aðalheiður Kristjánsdóttir Alma Kristmannsdóttir Anna Guðbjörg Guðjónsdóttir Anna Kristín Sverrisdóttir Árdís Ívarsdóttir Áslaug Finnsdóttir Ásta Kristín Ástráðsdóttir Ástríður Margrét Eymundsdóttir Berghildur Valdimarsdóttir Bertha Karlsdóttir Bogi Ragnarsson Bryndís Jóhannesdóttir Cecilia Zanoria Dagný Hrund Árnadóttir Dagný Reynisdóttir Edda Guðrún Heiðarsdóttir Egill Þór Magnússon Einar Birgir Hauksson Eiríka Ólafsdóttir Elfa Elfarsdóttir Elín Stephensen Elísa Sigrún Ragnarsdóttir Elísabet Kristjánsdóttir Eygerður Guðbrandsdóttir Eyrún Ösp Guðmundsdóttir Gerða Björk Kristinsdóttir Guðbjörg Thoroddsen

Grunnskólakennari Stuðningsfulltrúi Matráður Stuðningsfulltrúi Grunnskólakennari Aðstoðarskólastjóri Skrifstofustjóri Grunnskólakennari Námsráðgjafi Grunnskólakennari Grunnskólakennari Grunnskólakennari Grunnskólakennari Skólaliði Grunnskólakennari Sérkennari Skólaliði stundakennari- val BHS Grunnskólakennari Grunnskólakennari Skólaliði Grunnskólakennari Grunnskólakennari Stuðningsfulltrúi Grunnskólakennari Hjúkrunarfræðingur Grunnskólakennari Stundakennari

61

og


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Guðfinna Björk Sigvaldadóttir Guðleif Sunna Sævarsdóttir Guðmundur Ágúst Karlsson Guðný María Höskuldsdóttir Guðrún Halldóra Guðmundsdóttir Guðrún Þorbjörg Kristjánsdóttir Gyða Þórisdóttir Heba K Hallsdóttir Helga Guðrún Loftsdóttir Hervör Þráinsdóttir Hjálmar Þ Baldursson Hjördís Guðmundsdóttir Hjördís Tómasdóttir Hrafnkell Gíslason Hrönn Jónsdóttir Inga Jóna Einarsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Jóhanna Höskuldsdóttir Jóhanna S. Vilbergsdóttir Jónas Bragi Jónasson Kristbjörg Lilja Jóhannesdóttir Kristín Guðmundsdóttir Kristín Helga Runólfsdóttir Kristín Lára Ragnarsdóttir Lísbet Alexandersdóttir Marinó F. Einarsson María Jónsdóttir Ólafía Guðrún Leifsdóttir Ólöf Sigríður Magnúsdóttir PHAM ThI Hong Ragna María Björnsdóttir Ragnar Hilmarsson Rannveig Hulda Ólafsdóttir Ríkharð Bjarni Snorrason Rut Friðriksdóttir Signý Rut Kristjánsdóttir Signý Traustadóttir Sigrún Björk Karlsdóttir Sigrún Jónatansdóttir Sigrún Lára Sverrisdóttir 62

Grunnskólakennari Skrifstofustjóri Danskennari Grunnskólakennari Grunnskólakennari Grunnskólakennari Grunnskólakennari Talkennari Grunnskólakennari Skólaliði Stundakennari-val BHS Grunnskólakennari Skólaliði Grunnskólakennari Skólaliði Stuðningsfulltrúi Fyrirliði Sérkennari Grunnskólakennari Skólastjóri Grunnskólakennari Stuðningsfulltrúi Grunnskólakennari Stuðningsfulltrúi 4 Bókasafnsfræðingur Grunnskólakennari Deildarstjóri Grunnskólakennari Ritari Stuðningsfulltrúi Skólaliði Skólaliði Grunnskólakennari Grunnskólakennari Grunnskólakennari Grunnskólakennari Skólaliði-Íþróttahús Grunnskólakennari Deildarstjóri 1 Grunnskólakennari Grunnskólakennari


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Sigrún Margrét Arnardóttir Sigrún Ólafsdóttir Sigurður Þ. Sigurþórsson Sigurjón Árnason Sigurlaug Guðrún Þórðardóttir Sóley Stefánsdóttir Svala Sigurvinsdóttir Svava Margrét Ingvarsdóttir Tómas Hermannsson Trine Holm Houmöller Unnur Jónsdóttir Vigdís Valgerður Pálsdóttir Þorgerður Erla Jensdóttir Þórður Ármannsson Örlygur Richter Örn Baldursson

Stuðningsfulltrúi Grunnskólakennari Íþróttakennari Umsjónamaður skóla Yfirmaður í eldhúsi Grunnskólakennari Umsjónarkennari 2 Deildarstjóri Grunnskólakennari Grunnskólakennari Grunnskólakennari Grunnskólakennari Grunnskólakennari Íþróttakennari Fjámálastjóri Yfirmaður mötuneytis

Tekið á móti nýju starfsfólki

Nýtt starfsfólk er boðað sérstaklega á fund á undirbúningsdögum að hausti og í apríl ár hvert. Á haustfundi kynna skólastjórnendur því húsnæði skólans og veita upplýsingar um ýmislegt sem varðar skólann og störf þeirra. Nýútskrifaðir kennarar fá leiðsagnarkennara fyrsta kennsluárið. Starfslýsingar

Skólastjóri

      

63

Ber ábyrgð á að lög og reglur um starfsemi grunnskóla séu haldnar og sinnir þar eftirlitsskyldu Ber ábyrgð á að kennt sé samkvæmt aðalnámskrá, að skipulaginu sé fylgt og að eðlileg samfella sé í námi milli árganga og skólastiga Stjórnar og ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og daglegum rekstri hennar Er verkstjóri á vinnustað og felur meðstjórnendum umboð til stjórnunar í samræmi við það skipurit sem gildir á hverjum tíma Fylgist með að fræðslu- og skólaskylda nemenda sé uppfyllt og tilkynnir hlutaðeigandi yfirvöldum þegar út af ber Er fulltrúi stofnunarinnar gagnvart yfirvöldum og kemur fram fyrir hennar hönd Ber ábyrgð á að faglegar og fjárhagslegar upplýsingar berist frá skólanum um starfsemina til fræðsluyfirvalda og annarra er stofnuninni tengjast (starfsáætlun, umbótaáætlun, fjárhagsáætlun o.fl.) Ber ábyrgð á að upplýsingar um starfsemi skólans berist til nemenda og foreldra


Starfsáætlun skóla 2012-2013                         

  64

Fylgist með daglegu skólastarfi, kannar hvort kennslustundir séu vel nýttar og grípur inn í ef þurfa þykir. Stýrir Skólaráði Vættaskóla. Ber ábyrgð á að skóladagatal sé samkvæmt lögum Ber ábyrgð á að nemendur hafi aðgang að þeirri stoðþjónustu sem skólanum stendur til boða samkvæmt lögum Vinnur með öðrum stjórnendum og námsráðgjafa að úrlausn agamála Sér um ráðningu kennara og annars starfsfólk með tilskilda menntun og starfshæfni Tekur á móti nýjum starfsmönnum ásamt aðstoðarskólastjóra og deildarstjórum. Ber ábyrgð á endurmenntun og starfsþjálfun starfsfólks Ber ábyrgð á starfsmannahaldi og skrifstofustjórnun Ber ábyrgð á vinnuskýrslum og ráðningarsamningum starfsmanna. Ber einnig ábyrgð á launamálum starfsmanna og að þeir njóti lögboðinna kjara samkvæmt kjarasamningum Ber ábyrgð á að ráðningar starfsfólks séu innan fjárheimilda Ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlana og rekstaráætlana fyrir skólann og að rekstur stofnunarinnar sé innan fjárheimildar Ber ábyrgð á bókhaldi skólans, skilum á reikningum og færslum Tek ákvörðun um öll fjárútlát skólans Ber ábyrgð á eignum skólans, vörslu þeirra og viðhaldi Gerir yfirvöldum viðvart þegar aðbúnaður eða aðstæður ná ekki að uppfylla lagaákvæði og setur fram tillögur til úrbóta Vinnur að langtímaáætlun er varða skólann í samráði við viðkomandi stofnanir, svo sem skóla- og frístundasvið og Fasteignastofu Boðar til kennarafunda að minnsta kosti einu sinni í mánuði Situr fundi einu sinni í viku með stigstjórum og deildarstjórum Situr fundi einu sinni í viku með meðstjórnendum. Situr fundi með starfsmannaráði einu sinni á mánuði ásamt aðstoðarskólastjóra. Ber ábyrgð á að fram fari mat á starfi skólans samkvæmt lögum Ber ábyrgð á öryggi nemenda. Sér til þess að skólahúsnæði, búnaður og skólalóð uppfylli lög um öryggi á vinnustöðum og um öryggi skólabarna Ber ábyrgð á að öllum opinberum skýrslum og upplýsingum frá skólanum sé skilað til hlutaðeigandi stofnana. Ber ábyrgð á að skjalavarsla sé samkvæmt lögum og að meðferð trúnaðarupplýsinga lúti sömu reglum Ber ábyrgð á stundaskrárgerð og að hún sé í samræmi við þarfir nemenda og miði að sem bestri nýtingu skólahúsnæðis. Þá ber stundaskrá að miðast við að kennarar og nemendur hafi eðlilegt vinnuálag með lögboðnum hléum, matar-og kaffitímum Fylgist með nýjum lögum og reglugerðum um skólahald, kynnir þær starfsmönnum og aðlagar starfsemina að þeim breytingum Ber ábyrgð á fjármálum þróunarverkefna skólans


Starfsáætlun skóla 2012-2013  

Ber ábyrgð á félags- og tómstundastarfi skólans í samvinnu við ÍTR Hefur umsjón með samskiptum Vættaskóla við leikskólana Engjaborg og Hulduheima

Aðstoðarskólastjóri

Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og nánasti samstarfsmaður. Skólastjóri felur aðstoðarskólastjóra tiltekin verkefni og verða föst verkefni hans skilgreind í eftirfarandi starfslýsingu:       

               65

Fylgir eftir stefnu skólans, áætlunum og sérstökum verkefnum sem skólinn hefur kosið að starfa eftir Fylgist með hvort kennt sé samkvæmt skólanámskrá, hvort skipulaginu sé fylgt og hvort eðlileg samfella sé í námi milli árganga og skólastiga Ber ábyrgð á að upplýsingar um starfsemi skólans berist til nemenda og foreldra Fylgist með daglegu skólastarfi, kannar hvort kennslustundir séu vel nýttar og grípur inn í ef þurfa þykir. Sér til þess að skólanámskrá sé í stöðugri endurskoðun. Sér um eftirfylgni með skólanámskrá í samráði við skólastjóra sem ber hana undir skólaráð. Skipuleggur vikulega nemendaverndarráðsfundi, stýrir þeim og skrifar fundargerðir og tilkynnir umsjónarkennurum um framgang mála. Ber ábyrgð á samskiptum við Miðgarð, Fardeildina og opinberar stofnanir sem hafa með málefni barna að gera í samráði og samvinnu við skólastjóra, deildarstjóra og verkefnisstjóra sérkennslu Er formlegur tengiliður við Námsmatsstofnun og sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekkjum ásamt deildarstjórum. Sér um aðrar þær kannanir sem leggja þarf fyrir í skólanum ásamt deildarstjórnun Vinnur með námsráðgjafa að úrlausn agamála Sér um að vikudagskrá sé send út á föstudögum Skipuleggur komu tannfræðings, lögreglu o.s.frv. í samstarfi við deildarstjóra Ber ábyrgð á gerð símenntunaráætlunar skólans Sér um að skólareglum sé framfylgt Fer í bekki og ræðir við nemendur um gang mála jafnvel í samvinnu við námsráðgjafa t.d. ítrekar skólareglur og að þeim sé framfylgt Vinnur að gerð kynningarbæklings um Vættaskóla Er ritstjóri ársskýrslu og starfsáætlunar Vættaskóla Hefur umsjón með samskiptum Vættaskóla við leikskólana Engjaborg og Hulduheima ásamt skólastjóra Sér um forföll starfsfólks ásamt skrifstofustjóra/ritara og deildarstjórum Situr fundi með starfsmannaráði einu sinni á mánuði ásamt skólastjóra. Vinnur að mati á skólastarfi samkvæmt starfsáætlun og grunnskólalögum Situr fundi einu sinni í viku með stigstjórum og deildarstjórum


Starfsáætlun skóla 2012-2013   

Situr fundi einu sinni í viku með meðstjórnendum Sér um námsgagnakaup og samskipti við Námgagnastofnun Sinnir öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri úthlutar

Deildarstjórar

Deildarstjórar eru yfir yngra og eldra stigi í Engi. Þeir tilheyra stjórnunarteymi skólans ásamt skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Skólastjóri felur deildarstjórum tiltekin verkefni í starfslýsingu og eftir þörfum hverju sinni.              

Fylgja eftir stefnu skólans, áætlunum og sérstökum verkefnum sem skólinn hefur kosið að starfa eftir Fylgjast með hvort kennt sé samkvæmt skólanámskrá, hvort skipulaginu sé fylgt og hvort eðlileg samfella sé í námi milli árganga og skólastiga Fylgjast með skráningum í Mentor og bera ábyrgð á að skólareglum sé fylgt í hvívetna Sér til þess að upplýsingar um starfsemi skólans berist til nemenda og foreldra Fylgjast með daglegu skólastarfi, kanna hvort kennslustundir séu vel nýttar og grípa inn í ef þurfa þykir Hefur umsjón með vali nemenda, kynningu og úrvinnslu á því (eldra stig) Taka við símtölum varðandi nemendur og sér um viðtöl við foreldra ásamt skólastjórnendum Vinnur að lausn daglegra agamála og aðstoðar kennara við að finna málum farveg Hafa umsjón með nýtingu og skipulagi skólalóðar Bera ábyrgð á skipulagi frímínútnagæslu, ruslapassa, skipulag vegna matsalar Hafa umsjón með stundatöflugerð í samráði við skólastjórnendur Hefur umsjón með viðveru nemenda og sér til þess að kennarar fylgi verklagsreglum skólans svo sem að foreldrar viti ætíð hvernig mál standa Vinna með hópa sem tengjast eineltismálum í samvinnu við námsráðgjafa og verkefnastjóra Olweus Sinna öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri úthlutar

Skrifstofustjóri Borgir

          66

Ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu skólans Hefur yfirumsjón með Vinnustund Sér um samskipti við launadeild og bókhald skóla- og frístundasviðs Aðstoðar skólastjóra við gerð vinnuskýrslna og vinnutímaramma Hefur umsjón með leyfisbeiðnum starfsmanna Ber ábyrgð á skjalavörslu skólans Sér um forföll starfsfólks ásamt ritara, deildarstjórum og aðstoðarskólastjóra Sér um símaþjónustu í fjarveru ritara Sér um skýrslugerð og bréfaskriftir fyrir skólastjórnendur Útbýr ráðningarsamninga við starfsfólk


Starfsáætlun skóla 2012-2013        

Hefur umsjón með persónumöppum starfsmanna og nemenda Sér um matarreikninga í samvinnu við eldhús Opnar póst (útdeilir reikningum og bréfum) Sér um skipulagningu á sundrútu ásamt kennara Tekur á móti peningum fyrir ferðalög og skemmtanir Sér um innslátt á stundatöflum í samstarfi við deildarstjóra Hefur umsjón með vorskýrslu til Hagstofu. Sinnir öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri úthlutar

Skrifstofustjóri Engi

                   

Ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu skólans Hefur yfirumsjón með reikningshaldi skólans Aðstoðar skólastjóra við gerð fjárhagsáætlana Sér um samskipti við bókhald Rvk.borgar Hefur umsjón með leyfisbeiðnum starfsmanna Sér um forföll starfsfólks ásamt ritara, deildarstjórum og aðstoðarskólastjóra Sér um símaþjónustu í fjarveru ritara Sér um skýrslugerð og bréfaskriftir fyrir skólastjórnendur Vélritar ráðningarsamninga við starfsfólk Hefur umsjón með persónumöppum nemenda Ber ábyrgð á skjalavörslu skólans Hefur umsjón með pöntunum á skólabúðum Sér um matarreikninga í samvinnu við eldhús Sér um samskipti við banka og Intrum Opnar póst (útdeilir reikningum og bréfum) Sér um skipulagningu á sundrútu ásamt kennara Tekur á móti peningum fyrir ferðalög og skemmtanir Sér um innslátt á stundatöflum í samstarfi við deildarstjóra Hefur umsjón með vorskýrslu til Hagstofu. Sinnir öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri úthlutar

Ritari

Sér um alla símaþjónustu skólans. Ritari þarf að hafa góða yfirsýn yfir skólastarfið og er því nauðsynlegt að tilkynna honum allar upplýsingar og breytingar svo sem:    67

Samstarfstíma kennara, Flutning og komu nýrra nemenda, Breytt símanúmer og heimilisföng


Starfsáætlun skóla 2012-2013              

Vettvangsferðir Hvar nemendur og kennarar eru staddir hverju sinni Kemur upplýsingum til almenns starfsfólks um breytingar á daglegu starfi eftir föngum Sér um að setja upplýsingar á skjá Sér um innritun í tölvuforritið Mentor Sér um innslátt á stundatöflum Tekur við skilaboðum til kennara og hengir á skápa Skrifar út beiðnir vegna slysa og sér um skráningu á þeim Setur á plástra og sinnir sjúkum Sér um tölvupóst Vættaskóla Fylgist með birgðum í geymslu Sér um pappírskaup og aðrar skrifstofuvörur Sér um bréfaskriftir fyrir skólastjórnendur Vinnur að öðrum þeim verkefnum sem samkomulag verður um milli ritara og skólastjórnar.

Umsjónarmaður skóla

             

Sér um fasteignir skólans á báðum starfsstöðvum.. Sér um búnað skólans á báðum starfsstöðvum. Sinnir almennu viðhaldi á starfsstöðvum. Sinnir beiðnum frá starfsfólki skólans um viðvik er lúta að búnaði og kennsluaðstöðu. Sér um opnun og lokun starfsstöðvanna eins og við verður komið. Tekur á móti fulltrúum frá Heilbrigðiseftirlitinu, Vinnueftirlitinu, Slökkviliðinu og öðrum eftirlitsaðilum. Er tengiliður skólans við hverfaskrifstofu Fasteignasviðs. Beitir sér fyrir hagkvæmum rekstri á þeim liðum sem hann ber ábyrgð á. Sér um að vinnustaðurinn sé aðlaðandi og aðgengilegur fyrir alla. Hefur umsjón og eftirlit með störfum skólaliða. Er næsti yfirmaður fyrirliða. Fundar reglulega með skólaliðum á hvorri starfsstöð í samráði við skólastjóra. Vinnur að heildarskipulagi á störfum skólaliða í samvinnu við fyrirliða og skólastjóra. Sinnir öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri og aðrir stjórnendur fela honum og geta fallið að ofangreindum markmiðum.

Fyrirliði skólaliða

Stjórnar daglegum verkum skólaliða og er með þeim í störfum þeirra. 

68

Hefur verkstjórn á daglegri vinnu skólaliða í Vættaskóla


Starfsáætlun skóla 2012-2013 

Skipuleggur breytingar á störfum skólaliða ef um veikindi er að ræða eða breytingar frá hefðbundinni dagskrá. Hefur eftirlit með ræstingu á svæðunum í samvinnu við umsjónarmann. Vinnur að heildarskipulagi á störfum skólaliða á skólaliða á skólatíma (á göngum og skólalóð) Hefur yfirumsjón með skipulagi á óskilamunum, fyrirkomulagi á ræstikompu og ræstivögnum. Aðstoðar nemendur í leik og starfi, leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans. Hefur umsjón með nemendum í frímínútum og matartímum. Úti, inni á göngum og í matsal. Aðstoðar nemendur við að ganga frá fatnaði sínum. Fylgir nemendum á milli kennslusvæða. Fer í ferðalög með nemendum og kennurum sem gæslumaður. Fundar stuttlega í upphafi skóladags t.d. kl 08:30 með öðrum skólaliðum, og umsjónarmanni þegar við á, þar sem farið er yfir verkaskiptingu yfir skóladaginn. Hefur umsjón með ræsti- og hreinsivörulager og leggur inn pantarnir til umsjónarmanns. Sinnir öðrum þeim verkefnum sem umsjónarmaður skóla, skólastjóri og aðrir stjórnendur fela honum og fallið geta að ofangreindum markmiðum.

          

Skólaliði

Skólaliði sinnir gæslu nemenda á skólatíma auk daglegrar ræstingar.           

69

Aðstoðar nemendur í leik og starfi, leiðbeinir þeim í samskiptum við aðra nemendur og starfsfólk skólans. Hefur umsjón með nemendum í frímínútum úti og inni, á göngum, í búningsklefum og á skólalóð eftir því sem við á hverju sinni. Fylgist með nemendumí hléum milli kennslustunda. Leiðbeinir þeim í samskiptum, reynir að sætta deilur og gætir þess að skólareglum sé fylgt. Aðstoðar nemendur viðað gangar frá fatnaði sínum. Fylgir nemendum á milli kennslusvæða. Veitir fyrstu hjálp ef slys ber að höndum. Fer sem gæslumaður í ferðalög með kennurum og nemendum. Sér um daglega ræstingu, heldur húsnæði og lóð skólans hreinni og snyrtilegri samkvæmt vinnufyrirkomulagi hverju sinni. Aðstoðar í matsal nemenda. Aðstoðar á bókasafni, á skrifstofu og þar sem þörf er á. Sér um óskilamuni og aðstoðar foreldra og nemendur í þeim efnum.


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Stigstjórar – yngsta, mið og elsta stig

Í samráði við skólastjórnendur skipuleggja stigstjórar og stýra reglulegum stigsfundum kennara og taka þátt í vikulegum samráðsfundum með skólastjórnendum. Stigstjórar eru skipaðir í eitt skólaár í senn.            

Sjá um að fagleg umræða eigi sér stað á öllum skólastigum Sjá til þess að kennarar kynni sér innihald nýrrar aðalnámskrár og aðlagi skólastarf að breyttum áherslum. Sjá til þess að fram fari umræða meðal kennara viðkomandi skólastigs um námsgögn, námsefnisval og markmið Sjá um að samræmi sé milli einstakra námsgreina, prófa og námsmats Kynna sér nýjungar og framvindu varðandi námsefni og kennsluaðferðir Sjá til þess að kennarar skili árganganámskrá á áætluðum tíma Sjá til þess að fram fari umræða meðal kennara um vettvangsferðir nemenda, fjölda þeirra og markmið Samræma vinnureglur ásamt stjórnendum varðandi umgengni og stundvísi nemenda og sjá um að kennarar framfylgi þeim Skipuleggja foreldrakynningar og foreldradaga Skipuleggja þemaverkefni og skemmtanir í samráði við umsjónarkennara á sínu stigi Sjá um efniskaup vegna þemaverkefna í samráði við skólastjóra Sinnir öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri úthlutar

Fagstjórar

Fagstjórar eru skipaðir í eitt skólaár í senn og í samræmi við fjárheimildir skólans hverju sinni. Þeirra hlutverk er að;      

Fylgjast með nýjungum í námsgögnum og kennsluaðferðum í greininni og miðla til samstarfskennara Vera frumkvöðull í námskrárgerð í greininni Leiða umræðu um námsmat í greininni Stýra fagfundum a.m.k. tvisvar á önn Bera ábyrgð á skrifum um greinina í ársskýrslu skólans Skipuleggja uppbrot sem tengjast faginu í samstarfi við stigstjóra og deildarstjóra

Námsráðgjafi

Hlutverk námsráðgjafa er að vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Samvinna milli nemanda og námsráðgjafa er grundvöllur þess að ráðgjöfin nýtist nemandanum. Aðstoð námsráðgjafa miðar að því að nemandinn læri að taka ákvarðanir sem skipta hann máli. Nemendur geta leitað til námsráðgjafa að eigin frumkvæði eða beðið umsjónarkennara að hafa milligöngu um viðtal. 70


Starfsáætlun skóla 2012-2013

Náms- og starfsráðgjöf er fræðsla eða ráðgjöf sem veitt er einstaklingi eða hópi við val á námsleiðum eða störfum. Ráðgjöfin miðar að því að nemendur efli og þroski þekkingu á sjálfum sér, námsleiðum, störfum og atvinnulífi til að auðvelda ákvörðun um nám eða starf að loknum grunnskóla. Persónuleg ráðgjöf felst í að veita nemendum og forráðamönnum ýmiss konar aðstoð og stuðning svo að nemendur nái settu marki í námi sínu og skólaganga þeirra nýtist sem best. Persónuleg mál nemenda geta verið af ýmsum toga s.s. námsleg, félagsleg, tilfinningaleg eða tengd samskiptum. Aðstoð námsráðgjafa miðar að því að hjálpa nemendum að leita lausna. Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda. Markmið fræðslu og ráðgjafar í námstækni er að nemendur kynnist hugsun, viðhorfum, námsaðferðum og námsvenjum sem rannsóknir og reynsla hafa sýnt að eru árangursríkar. Til að ráðgjöf í námstækni nýtist nemanda er mikilvægt að hann vilji sjálfur breyta eða bæta námsaðferðir og námsvenjur sínar.                 

Sér um námsráðgjöf fyrir þá nemendur sem á þurfa að halda Sér um að forvarnarstarfi sé sinnt í skólanum Ráðleggur nemendum á unglingastigi við val á námsgreinum - áhugasviðspróf Sér um námskynningar og ræðir við nemendur um möguleika á framhaldsmenntun auk skipulag skólaheimsókna Situr fundi nemendaverndarráðs Veitir foreldrum og nemendum ráðgjöf varðandi samræmd próf. Veitir kennurum ráðgjöf vegna einstakra nemenda Vinnur með einstaklingum sem lenda í einelti Tekur viðtöl við nemendur Miðlar upplýsingum um skóla, nám, störf og atvinnulíf Leggur fyrir kannanir á áhugasviðum, gildismati, hæfileikum o.fl. Kennir leikni við ákvarðanatöku Leggur fyrir tengslakannanir og vinnur úr þeim í samstarfi við umsjónarkennara Sinnir öðrum þeim störfum sem skólastjóri felur honum Fer yfir niðurstöður samr. prófa (ásamt verkefnisstjóra sérkennslu) Kennir nemendum að skoða og meta eigin námsaðferðir, námsvenjur og skipulagningu á námi sínu Aðstoðar við skipulagningu á prófundirbúningi og próftöku.

Verkefnastjóri sérkennslu

   71

Skipuleggur og hefur umsjón með allri sérkennslu við skólann Annast skýrslugerð varðandi sérkennslunemendur Fylgist með að unnar séu einstaklingsnámskrár fyrir þá nemendur sem á þurfa að halda


Starfsáætlun skóla 2012-2013         

  

Sér um greiningar í lestri og yfirumsjón með hópprófum Hefur umsjón með sérúrræðum og leiðbeinir kennurum og stuðningsfulltrúum sem þar starfa Skipuleggur störf stuðningsfulltrúa og kennara sem sinna sérkennslu Fundar með stuðningsfulltrúum og sérkennurum eftir þörfum Hefur umsjón með frávikum og undanþágum vegna samræmdra prófa í 4., 7. og 10. bekkjum Situr fundi nemendaverndarráðs auk annarra funda varðandi nemendur sem þurfa á einhvers konar séraðstoð að halda Aðstoðar kennara vegna einstakra nemenda Tekur þátt í skólanámskrárgerð varðandi sérkennslu Fer yfir niðurstöður samræmdra prófa (ásamt námsráðgjafa) með kennurum viðkomandi árganga. Aðstoðar við skipulagningu, hvernig draga megi af þeim lærdóm og stuðla að bættum námsárangri Hefur umsjón með sérkennslustofum og sérkennslugögnum Greinir nemendur sem þurfa sérhæfða kennslu og gefur kennurum og foreldrum ráð samkvæmt niðurstöðum Fylgist með nýjungum með því að sækja fyrirlestra og námskeið og miðlar þeirri þekkingu áfram til kennara

Hlutverk kennara

Meginhlutverk kennarans er kennslu- og uppeldisfræðilegt starf með nemendum, að vekja og viðhalda áhuga þeirra á námi, veita þeim handleiðslu á sem fjölbreytilegastan hátt og stuðla að góðum starfsanda og vinnufrið meðal nemenda. Þessu hlutverki má einnig lýsa sem forystuhlutverki; að vera leiðtogi í námi nemandans. Þetta felur í sér áherslu á að skapa nemendum frjóar og fjölbreytilegar námsaðstæður. Vönduð kennsla, sem lagar sig að þörfum og stöðu einstakra nemenda í skóla án aðgreiningar, eykur líkur á árangri. Mikilvægt er að kennarar vinni saman að menntun nemenda eftir því sem framast er kostur og að kennsla og uppeldi verði ekki aðgreind allt frá upphafi til loka grunnskóla. Hver nemandi skal hafa umsjónarkennara. Umsjónarkennari tekur öðrum starfsmönnum fremur ábyrgð á námi nemenda sinna, þroska þeirra, líðan og velferð. Umsjónarkennari leggur sig fram um að kynnast nemendum sínum sem best, foreldrum þeirra og aðstæðum. Hann vinnur náið með þeim kennurum sem kenna nemendum í hans umsjá, safnar saman upplýsingum og kemur þeim áleiðis innan skóla og til foreldra í þeim tilgangi að gera foreldrum kleift að taka þátt í ákvörðunum sem varða barn þeirra og skólastarfið. Umsjónarkennari gegnir lykilhlutverki í farsælu samstarfi heimila og skóla og er megintengiliður milli skóla og heimila (Aðalnámskrá grunnskóla 2011).

72


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Erindisbréf fyrir kennara grunnskóla

1. gr. Kennari, sem ráðinn er til starfa í grunnskóla, skal gegna því samkvæmt lögum, reglugerðum, aðalnámsskrá grunnskóla, erindisbréfi og kjarasamningum. Kennari skal ráðinn til starfa af hlutaðeigandi skólayfirvöldum í samræmi við samþykkt um stjórn sveitarfélags. Ráðning skal einnig vera í samræmi við lög nr. 66/1995 um grunnskóla, lög nr.72/1996 um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla og lög nr. 48/1986 um lögverndun starfsheita og starfréttinda grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra. 2. gr. Á kennara hvílir sú skylda að miðla þekkingu til nemenda og veita hverjum nemenda tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni, örva starfsgleði nemenda og frjóa hugsun. Kennara ber að sjá til þess að sérhver nemandi fái viðfangsefni við hæfi, aðstoða hvern og einn í náminu, hvetja til sjálfstæðra vinnubragða. hjálpa hverjum og einum til að meta stöðu sína í náminu og stuðla að því að hver nemandi tileinki sér heilbrigðar lífsvenjur. Kennari skal leitast við að vera nemendum sínum til fyrirmyndar um háttvísi, stundvísi og reglusemi og gæta trúnaðar við nemendur og virða þann trúnað sem þeir sýna honum. Kennari gæti þagmælsku um þau einkamál er hann fær vitneskju um í starfi og þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi. 3. gr. Kennara ber að annast kennslu og nauðsynlegan undirbúning samkvæmt stundaskrá og sinna öðrum störfum við grunnskólann sem honum eru falin af skólastjóra enda samræmast þau starfssviði hans. 4. gr. Í starfi kennara felst meðal annars:að annast kennslu samkvæmt meginmarkmiðum aðalnámskrár og stefnu skólans; að skipuleggja kennslu sína í samræmi við markmið grunnskólalaga og með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda hverju sinni; að fylgjast með ástundun, framkomu og líðan nemenda og gera skólastjóra og forráðamönnum nemenda viðvart ef hann telur þörf á; að fylgjast með aðbúnaði til náms og kennslu og gera skólastjóra viðvart ef umbóta er þörf; að færa dagbækur reglulega, nemendaskrár, einkunnabækur og aðrar nauðsynlegar skýrslur; að veita umsjónarkennurum og námsráðgjöfum upplýsingar um námsgengi einstakra nemenda; að veita foreldrum sem gleggstar upplýsingar um skólann og skólastarfið og gengi viðkomandi nemenda; af hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju; að hafa jafnrétti nemenda í öllu skólastarfi að leiðarljósi. 5. gr. Kennara er heimilt að víkja nemanda úr kennslustund ef nemandinn veldur verulegri truflun á kennslu og lætur ekki skipast við áminningu. Komi til slíks skal kennari tilkynna skólastjóra það og leita eftir samvinnu við foreldra og sérfræðinga skólans um lausn á málinu. 6. gr. Erindisbréf þetta er sett samkvæmt 6. gr. laga nr. 72/1996 um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla. Haust- og vorverkefni kennara

Aðstoðarskólastjóri sendir út uppfærða lista yfir þau verkefni sem þarf að vinna að hausti og vori.

Sjálfsmat skólans

Nýttar eru niðurstöður prófa og þær kannanir, skýrslur og tölfræðilegar upplýsingar sem ytri aðilar, s.s. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, Námsmatsstofnun og aðrir þeir sem kannað hafa skipulega ýmsa þætti er varða skólastarfið, 73


Starfsáætlun skóla 2012-2013 væntingar til skólans, líðan starfsmanna og nemenda og nám og kennslu í skólanum. Um sé að ræða mat á skólastarfinu sem heildar. Einnig viðhorf og væntingar einstaklinga sem þar vinna og eiga hagsmuni að gæta. Árlega er gefin út ársskýrsla skólans þar sem fram koma upplýsingar um skólastarfið í heild og mat starfsmanna á árangri. Útgáfa og úrvinnsla

Starfsáætlun skólans, ársskýrsla og námsvísar, úrbóta- og sjálfsmatsáætlun, námsáætlun, endurskoðuð rýmingaráætlun og inflúensuáætlun eru gefnir út á hverju ári Handbók starfsmanna er endurskoðuð á hverju ári. Skólanámskrá skólans er endurskoðuð ekki sjaldnar en á fimm ára fresti. Heimsíðan veiti góðar upplýsingar um starfsemi skólans. Tengslakannanir í árgöngum eru gerðar reglulega. Jafnframt eru lögð fyrir ýmis þroskapróf á yngri stigum og lestrar- og stærðfræðiskimanir. Skólapúlsinn er nýttur til upplýsinga um skoðanir nemenda á námi og kennslu og væntingar þeirra um námið auk spurninga um líðan og hagi en þær niðurstöður eru ekki nýttar til samanburðar né upplýsingagjafar.

Símenntunaráætlun

Símenntun er yfirheiti allrar menntunar sem einstaklingar sækja með starfi. Stjórnendur og starfsfólk er hvatt til að tengja saman formlega og óformlega fræðslu til að öðlast tilætlaða hæfni. Reykjavíkurborg beitir sér fyrir því að starfsfólk eigi kost á símenntun innan sem utan stofnunar til að auka þekkingu sína og faglega hæfni sem nýtist í starfi. Það er jafnt á ábyrgð starfsmanns sem yfirmanns að viðhalda og bæta fagþekkingu og aðra sérþekkingu sem nauðsynleg er í starfi. Viðleitni starfsfólks til að auka þannig hæfni sína er liður í starfsöryggi þeirra. Starfsfólk skal leitast við að laga sig að þeim kröfum, sem starf gerir til þess, svo sem vegna tæknilegrar og faglegrar þróunar og vera reiðubúið að þjálfa sig til nýrra og breyttra verkefna. Starfsþróun er á ábyrgð starfsmanns og yfirmanns og er m.a. sinnt með þátttöku starfsmanns í starfsmannasamtölum, símenntun og samvinnu. Úr starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar 2001 Sem símenntun flokkast m.a:

       74

Námskeið á vegum skólans eða annarra viðurkenndra aðila. Skipulagðir leshringir, vettvangsheimsóknir. Stutt námskeið og kynningar (hjá kennurum telst það ekki hluti af 150 tímunum en skráist sem símenntun). Umbóta- og/eða þróunarverkefni. Teymisvinna. Rýnishópar. Framhaldsnám.


Starfsáætlun skóla 2012-2013 

Sjálfsnám (lestur, myndbönd, netið og fl.).

Símenntun almenns starfsfólks

  

Þættir sem eru nauðsynlegir fyrir skólann. Þættir sem starfsmaður metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig. Skólastjóri ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu næsta vetrar á grundvelli sjálfsmats skóla. Starfsfólki er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað að fara á skv. símenntunaráætlun skóla, enda sé hún gerð skv. ákvæðum kjarasamninga starfsfólks og þeim að kostnaðarlausu. Endanleg ákvörðun er í höndum skólastjóra. Samkvæmt kjarasamningum almenns starfsfólks er þátttaka í símenntunaráætlun skóla forsenda fyrir launahækkunum eftir 1, 3, 5, 7, 9 og 12 ár í starfi.

Símenntun kennara

Hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun. Tími til sí- og endurmenntunar kennara markast af samningsbundnum 150 klst. á ári til endurmenntunar og undirbúnings kennara. Skipting þessa tíma getur verið mismunandi milli kennara, skóla og einnig milli ára. Hún skal vera í samræmi við símenntunaráætlun skólans og þær áherslur sem eru á hverjum tíma í umbótastarfi skóla. Skólastjóri getur ákveðið að einstakir kennarar eða kennarahópar sæki skilgreinda símenntun. Kennari skilgreinir þarfir sínar fyrir símenntun og kynnir skólastjóra sem ákveður hvernig staðið er að þessum málum með þarfir nemenda, kennara og heildar markmið skólans í huga. Með sveigjanlegu upphafi og lokum skólastarfs má skapa svigrúm til að kennarar geti sótt símenntun í auknu mæli á starfstíma skóla. Símenntun/undirbúningur utan starfstíma skóla skal vera í samræmi við símenntunaráætlun skóla og undir verkstjórn skólastjóra.Vegna ákvæða um símenntun kennara raðast öll starfsheiti vegna námskeiða/símenntunar sem hér segir:   

Einn launaflokkur við 35 ára aldur, annar við 40 ára aldur og þriðji við 45 ára aldur.

Forsenda launaflokkahækkunar þessarar er staðfest þátttaka í símenntunaráætlun skóla. Úr kjarasamningi KÍ 2004 Trúnaðarmenn

Trúnaðarmenn eru fulltrúar stéttarfélaga á vinnustað er varðar skilaboð og upplýsingamiðlun til félagsmanna. Þeir eru fulltrúar stéttarfélaga á vinnustað er varðar framkvæmd kjarasamninga og réttargæslu félagsmanna. Trúnaðarmenn eru kosnir á fundum félagsmanna í viðkomandi stéttafélagi. Sjá nánar um rétttindi og skyldur trúnaðarmanna í lögum um stéttafélög. Tveir trúnaðarmenn eru við Vættaskóla, einn fyrir Kennarasamband Íslands og einn fyrir Starfsmannafélag Reykjavíkur. 75


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Öryggisnefnd

Öryggisnefnd starfar í skólanum samkvæmt reglugerð um heilbrigðis- og öryggisstarfsemi innan fyrirtækja nr. 77/1982. Í henni sitja fjórir aðilar, tveir kosnir af starfsfólki sem eru öryggistrúnaðarmenn skólans og tveir skipaðir af atvinnurekanda sem eru öryggisverðir. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað sé í samræmi við lög. Allir þessir aðilar fara á öryggisnámskeið sem er haldið af Vinnueftirlitinu.

Hagnýtar uppýsingar um skólahaldið Skipurit 2012-2013

Stjórnendateymi Vættaskóla skipa skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og deildarstjórar yngri og eldri deilda. Skipuritið er gert í samræmi við úthlutað fjármagn til skólans.

Starfslýsingar eru gerðar af skólastjóra sem ákveður verkaskiptingu allra stjórnenda auk annarra fagstétta og birtast þær í starfsáætlun skólans. Skólastjóri er faglegur leiðtogi skólans og ber ábyrgð á að unnið sé í samræmi við lög og reglugerðir um grunnskólastarf. Skólastjóri ber einnig ábyrgð á að rekstur skólans sé í samræmi við fjárheimildir hverju sinni. Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og hefur ábyrgðarhlutverk á báðum starfstöðvum. Skólastjóri hefur aðsetur á báðum starfstöðvum og sinnir þeim báðum jöfnum höndum í samræmi við verkefni á hvorri starfstöð. Aðstoðarskólastjóri hefur aðalstarfstöð í Borgum en deildarstjórar í Engi. Deildarstjóri yngra stigs ber ábyrgð á að framfylgja daglegu skólastarfi 76


Starfsáætlun skóla 2012-2013 nemenda í 1. – 7. bekk og deildarstjóri eldra stigs heldur utan um daglegt starf nemenda í 8. – 10. bekk. Einn námsráðgjafi er við skólann og sinnir hann báðum starfstöðvum í samræmi við nemendafjölda og verkefni. Verkefnisstjóri sérkennslu skipuleggur störf sérkennara og stuðningsfulltrúa í samráði við skólastjóra og í samræmi við fjárúthlutanir til þess málaflokks. Einn umsjónarmaður er við skólann og sinnir hann báðum starfstöðvum jöfnum höndum í samstarfi við fyrirliða á hvorri stöð. Skrifstofustjórar eru á báðum starfstöðvum og sinna ákveðnum verkum undir stjórn skólastjóra er lúta að rekstri og starfsmannahaldi. Stigstjórar og fagstjórar einstakra greina bera faglega ábyrgð í samráði við stjórnendur en hafa ekki mannaforráð. Skrifstofa skólans

Skrifstofur skólans eru opnar alla virka daga frá kl 7:40 til kl 15:00 Símar skólans eru 5772900/4117600, faxnúmer eru 577-2902/4117600. Hagnýtar upplýsingar fyrir starfsmenn Viðvera skólastjórnenda á starfstöðvum

Deildarstjórar yngra og eldra stigs hafa daglega viðveru í Engi. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri hafa reglulega viðveru á báðum starfstöðum og þar að auki eftir aðstæðum og þörfum hverju sinni. Regluleg viðvera skólastjóra:

    

Mánudagar – fyrir hádegi Engi – eftir hádegi Borgir Þriðjudagar – fyrir hádegi Borgir, eftir hádegi Engi Miðvikudagar - Engi Fimmtudagar - fyrir hádegi Borgir, eftir hádegi Engi Föstudagar - Engi

Regluleg viðvera aðstoðarskólastjóra:

    

Mánudagar – fyrir hádegi Borgir – eftir hádegi Engi Þriðjudagar – fyrir hádegi Engi – eftir hádegi Borgir Miðvikudagar - Borgir Fimmtudagar – fyrir hádegi Borgir – eftir hádegi Engi Föstudagar - Borgir

Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra. Ef bæði skólastjóri og aðstoðarskólastjóri eru utan starfstöðva samtímis skipta deildarstjórar með sér ábyrgð á báðum starfstöðvum eftir hentugleika. 77


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Viðvera verkefnisstjóra sérkennslu og námsráðgjafa er auglýst á hverju hausti. Leyfisbeiðnir Innan vinnudags

Sækja skal um alla fjarveru innan vinnudags á skrifstofum skólans á þar til gerð eyðublöð. Eðlileg fjarvera innan vinnudags telst; læknisferðir, jarðarfarir og hvað annað sem ekki verður hjá komist að sinna innan vinnutímaramma. Skólastjóri og/eða aðstoðarskólastjóri skulu samþykkja umræddar beiðnir og sjá til þess að afleysing fyrir starfsmann sé frágengin fyrirfram. Vinnudagur eða lengur

Sækja skal um allt leyfi frá störfum á þar til gerðum eyðublöðum hjá skólastjóra og/eða aðstoðarskólastjóra með eins miklum fyrirvara og unnt er. Skólastjóri áskilur sér rétt til að neita leyfisbeiðnum ef ekki er möguleiki á að manna afleysingu. Innkaup og fjármál

Skólastjóri ber höfuðábyrgð á öllum fjárútlátum skólans. Hans skylda er að sjá til þess að fjárútlát séu innan fjárhagsramma skólans hverju sinni. Umsjónarmaður sér um pantanir á ræstingavörum og vörum til almenns viðhalds innan skólans. Yfirmaður mötuneytis sér um pantanir og innkaup fyrir allt mötuneyti skólans og ber ábyrgð á yfirferð þeirra reikninga áður en þeir berast skrifstofustjóra í Engi og síðar skólastjóra til lokasamþykktar. Aðstoðarskólastjóri sér um pantanir á öllu námsefni frá Námsgagnastofnum og því sem lýtur að öðrum úthlutunum. Óskir um innkaup þurfa að berast í tölvupósti. List- og verkgreinakennarar hafa umboð til að panta sérvörur er viðkoma þeirra kennslugrein með samþykki skólastjóra. Skólastjóri og skrifstofustjóri í Engi sjá til þess í upphafi fjárhagsárs og í upphafi nýs skólaárs að gera hverjum og einum grein fyrir þeim kvóta sem ætlaður er hverju fagi á hvorri starfstöð. Umsjónarmaður fer að öllu jöfnu einu sinni í viku, á miðvikudögum, í innkaupaferðir/sækja vörur út í bæ. Skrá skal sérstakar beiðnir þar að lútandi á eyðublöð hjá skrifstofustjórum sem fara síðan í samþykktarferli hjá skólastjóra. Starfsdagar

Sérstakir starfsdagar í júní og ágúst og starfsdagar á starfstíma skóla eru allir á forræði skólastjóra. Skólastjórnendur skipuleggja og gefa út dagskrá í tíma fyrir starfsdaga og því er ekki gert ráð fyrir að starfsmenn ráðstafi þessum dögum án samráðs við skólastjórnendur.

78


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Viðvera á starfsdögum er samkvæmt starfshlutfalli hvers og eins starfsmanns, t.d. er kennari í fullu starfi með átta tíma viðveru á starfsdegi og má skólastjóri skipuleggja allan þann tíma. Námsáætlanir og haustkynningarfundir

Hver og einn kennari er ábyrgur fyrir því að semja námsáætlun fyrir sína grein hjá hverjum og einum árgangi í upphafi hvers skólaárs. Snið fyrir námsætlanir er að finna á sameiginlega svæði skólans … undir kennarar/námsætlanir/árgangar. Námsáætlunum skal skila á heimasvæðið í vikunni fyrir auglýsta haustkynningarfundi með foreldrum. Trúnaðarskylda

Hver og einn starfsmaður skal skrifa undir trúnaðarskjal hjá skólastjóra (sjá skjal) og kynna sér vel og hafa í heiðri innihald þess. Starfsáætlun

Allir starfsmenn koma með einum eða öðrum hætti að gerð starfsáætlunar skólans ár hvert. Starfsáætlun næsta skólaárs skal að öllu jöfnu skila í lok apríl hvert ár til SFS. Allir starfsmenn skulu kynna sér vel starfsáætlun skólans og virða og starfa eftir henni í einu og öllu innan sem utan skólans, þ.e. kynnt skólastarf Vættaskóla út á við eftir aðstæðum. Aðstoðarskólastjóri er ritstjóri starfsáætlunar. Árskýrsla

Kennarar og einstaka aðrir starfsmenn koma með einum eða öðrum hætti að gerð árskýrslu skólans ár hvert. Greinum í árskýrslu skal að öllu jöfnu skila fyrir lok starfsdaga í júní hvert ár. Aðstoðarskólastjóri er ritstjóri árskýrslu. Lesið og kennt

Kennarar taka saman upplýsingar um námsefni, efnistök og námsmat vetrarins í hverri grein að vori. Skýrslunum skal skila á heimasvæði skólans. Vinnustund

Vinnustund er bæði í senn viðveruskráning starfsmanna og utanumhald réttinda starfsmanna. Allt starfsfólk skólans skal skrá viðveru sína, endurmenntun, orlof, forfallakennslu, yfirvinnu o.s.frv. í Vinnustund. Hver og einn starfsmaður ber ábyrgð á skráningum sínum í Vinnustund. Mjög mikilvægt er að starfsmenn yfirfari skráningar í lok hverrar viku. starfsmanna til launakeyrslu í hverjum mánuði er 10. hvers mánaðar 79

Lokayfirferð


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Umsjón með Vinnustund hefur skrifstofustjóri í Borgum. Skólastjóri ber lokaábyrgð á skilum úr Vinnustund til launadeildar Reykjavíkurborgar. Fastir fundir starfsmanna

     

Á þriðjudögum kl. 15 – 16 og miðvikudögum kl. 15 – 16:30 eru fastir fundir/samvinna kennara. Á miðvikudögum eru fastir fundir kennara og stuðningsfulltrúa. Á miðvikudögum eru starfsmannafundir að meðaltali þrisvar á önn og á þá mæta allir starfsmenn. Skólastjórnendur funda með starfsmannaráði annan mánudag í mánuði. Skólastjórnendur og deildarstjórar funda með stigstjórum að öllu jöfnu einu sinni í viku. Nemendaverndarfundi sitja; skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, verkefnisstjóri sérkennslu, námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur frá Miðgarði og einu sinni í mánuði félagsfræðingur frá Miðgarði og deildarstjórar eftir málefnum. Fundað er í nemendaverndarráði vikulaga, aðra hvora viku á hvorri starfstöð. Fundir skólastjóra með aðstoðarskólastjóra og deildarstjórum eru einu sinni í viku.

Sjá útgefið fundaplan fyrir hverja önn. Viðtalstímar

Viðtalstímar skólastjórnenda og námsráðgjafa eru eftir samkomulagi. Viðtalstímar kennara eru einnig eftir samkomulagi. Ritari tekur við skilaboðum frá foreldrum/forráðamönnum og kemur þeim til viðkomandi kennara sem hringir til baka við fyrsta tækifæri. Einnig er bent á tölvupóst til samskipta, sjá netfangalista starfsmanna á heimasíðu skólans, www.vaettaskoli.is. Óveður

Telji foreldrar/forráðamenn að veður sé með þeim hætti að börnum þeirra stafi hætta af að fara í skólann halda þeir barninu heima og tilkynna skólanum þá ákvörðun. Það sama gildir frá skólans hendi að sé veður mjög slæmt við lok skóladags þá eru börnin ekki látin fara heim. Að fella niður skólastarf vegna veðurs er neyðarúrræði. Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

Tilmæli um viðbrögð foreldra og forráðamanna Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), skipuð framkvæmdastjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, fól SHS að útbúa, í samvinnu við fræðsluyfirvöld allra sveitarfélaganna, reglur fyrir foreldra og skólayfirvöld um röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Jafnframt var ákveðið að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar í samræmi við þessar reglur, eftir atvikum í samráði við slökkvilið, lögreglu, fræðsluyfirvöld og aðra.

80


Starfsáætlun skóla 2012-2013

Um ábyrgð foreldra

Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni, enda getur veður þróast með ófyrirséðum hætti og aðstæður verið mjög mismunandi eftir svæðum. Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa. Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, svo sem vegna þess að bifreið er vanbúin til vetraraksturs. Tvö viðbúnaðarstig

Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á höfuðborgarsvæðinu er fylgst gaumgæfilega með og gefnar út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf. Um er að ræða tvö viðbúnaðarstig vegna óveðurs: Viðbúnaðarstig 1: Röskun verður á skólastarfi vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla – foreldrar fylgi börnum í skólann. Viðbúnaðarstig 2: Skólahald fellur niður. Hér er fyrst og fremst átt við yngri börn en það er algjörlega á ábyrgð foreldra og háð mati þeirra. Þegar rætt er um foreldra er átt við foreldra og aðra forráðamenn. Tilkynningar um viðbúnaðarstig

Áríðandi er að foreldrar fylgist með tilkynningum og fari að tilmælum. Kappkostað er að koma tilkynningum tímanlega á framfæri í samvinnu við fréttastofur útvarpsstöðva (RÚV og Bylgjuna) og helstu fréttamiðla á vefnum (mbl.is og visir.is) og er miðað við að tilkynningar berist þeim eigi síðar en kl. 7.00 að morgni sé tekin ákvörðun um viðbúnaðarstig við upphaf skóladags. Símkerfi skóla eru að jafnaði ekki undir það búin að anna miklu álagi og er foreldrum því bent á að fylgjast með tilkynningum og afla upplýsinga í fjölmiðlum, á heimasíðum skóla og á shs.is. Foreldrar skulu ævinlega leita eftir staðfestum tilkynningum yfirvalda um viðbúnaðarstig en forðast að láta stjórnast af mati nemenda á aðstæðum. Viðbúnaðarstig 1:

Röskun á skólastarfi – foreldrar fylgi börnum í skóla 81


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Röskun getur orðið á skólastarfi vegna veðurs ef starfsfólk á erfitt með að komast í skóla. Við þessar aðstæður eru skólar engu að síður opnaðir og taka á móti nemendum og þeir geta dvalið þar á meðan skipulagt skólahald á að fara fram. Mjög mikilvægt er að foreldrar fylgi börnum til skóla og yfirgefi þau alls ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks. Í upphafi skóladags getur verið að mönnun skóla sé takmörkuð. Foreldrar geta þá búist við því að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Foreldrar eru hvattir til að taka slíkum beiðnum vel. Geisi óveður við lok skóladags er metið hvort óhætt sé að senda börnin heim eða hvort ástæða er til að foreldrar sæki börn sín. Þá eru gefnar út tilkynningar um það, auk þess sem skólarnir leggja sig fram um að hafa samband við foreldra. Viðbúnaðarstig 2:

Skólahald fellur niður Séu aðstæður þannig að óhjákvæmilegt sé að fella skólahald niður um tíma vegna veðurs fá fjölmiðlar tilkynningu um það. Þá ber foreldrum að halda börnum sínum heima þangað til tilkynningar berast um annað. Forföll og leyfi

Nemendum ber að mæta í skólann stundvíslega hvern einasta skóladag nema veikindi eða aðrar gildar ástæður hamli. Mikilvægt er að tilkynna skólanum forföll samdægurs áður en kennsla hefst á morgnana og tilkynna þau síðan daglega, nema um formlegt leyfi sé að ræða. Foreldrar geta skráð veikindi barna sinna daglega á mentor.is. Óskað er eftir að foreldrar gæti vel að aðgangsorðum sínum þannig að börn þeirra geti ekki misnotað þessi þægindi. Óski foreldrar eftir að fá leyfi fyrir börn sín frá skóla gildir sú regla að umsjónarkennari getur veitt leyfi sem vara á í 1 - 2 daga. Um lengri leyfi þarf að sækja skriflega á þar til gerðum eyðublöðum til skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra. Eyðublöðin eru á skrifstofunum og á heimasíðu skólans www.vaettaskoli.is. Mentor.is – Skráningarkerfi skólans

Mentor er upplýsingakerfi fyrir skóla, þ.e. gagnagrunnur með vefviðmóti sem þýðir að notendur geta unnið í kerfinu hvar og hvenær sem er ef þeir hafa aðgang að Internetinu. Þetta skráningarkerfi er notað til að halda utan um alla nemenda- og starfsmannaskráningu, einkunnir og verkefnabók kennara, dagbók nemenda, ástundun og mætingar, námsáætlanir, heimavinnu, alla vinnu starfsmanna, vinnuskýrslur, samskipti við heimili með netpósti og fjölskylduvef, sem er í þróun, einnig er þar vefsíða fyrir bekkjarsíður. Foreldrar hafa eigið aðgangsorð að mentor.is og einnig nemendur. Foreldrar geta skráð veikindi barna sinna gegnum mentor.is og séð áætlanir um heimavinnu, verkefnabækur kennara, einkunnir, skráningar í dagbók, fjarvistir, hrós, athugasemdir og fleira. Á heimasíðu Mentor er að finna handbók með notendaleiðbeiningum. 82


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Endurgreiðslur vegna slysa eða tjóns

Í reglum Reykjavíkurborgar varðandi endurgreiðslur vegna slysa og/eða tjóns er nemendur kunna að verða fyrir á skólatíma segir m.a. : Reglur um endurgreiðslur vegna slysa og tjóna er nemendur og starfsfólk skóla verður fyrir á skólatíma: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar greiðir reikninga vegna komu nemenda á slysadeild vegna meiðsla sem orðið hafa í skóla eða á skólalóð á skólatíma og í ferðum/ferðalögum á vegum skóla. Aðeins er um tvær fyrstu komur að ræða. Reikningar vegna stoðtækja eru ekki greiddir.  

 

Kostnaður vegna flutnings nemenda milli skóla og slysadeildar er greiddur. Tjón á eigum nemenda s.s. fatnaði, gleraugum o.þ.h. er ekki bætt nema það verði rakið til mistaka eða sakar starfsmanna borgarsjóðs sem við skólann starfa eða vegna vanbúnaðar skólahúsnæðis. Um slysatryggingar starfsmanna Reykjavíkurborgar vegna slysa í starfi og vegna slysa utan starfs vísast til reglna samþykktra í borgarráði 05.06.1990. Tannviðgerðir á nemendum tilkomnar vegna slysa í skóla eða á skólalóð á skólatíma eru endurgreiddar foreldrum/forráðamönnum að hluta af Tryggingastofnun ríkisins. Það sem eftir er greiðir borgarsjóður, þó ekki hærri upphæð en kr. 100.000,- vegna einstaks slyss. Skóla- og frístundasviði er heimilt að semja um að kostnaðarþátttaka Reykjavíkurborgar vegna tannviðgerða sem eru afleiðing slyss í grunnskóla gildi í allt að 3 ár eftir að grunnskóla lýkur. Samning þennan skal gera eigi síðar en 6 mánuðum eftir slys. Komi fram mat frá tannsérfræðingi innan þriggja ára eftir að grunnskólagöngu lýkur um að nauðsynlegt sé að gera tannviðgerðina síðar en fram kemur hér að framan, er Skóla- og frístundasviði heimilt að semja um að framlengja gildistíma í allt að tvö ár til viðbótar.

Reglur þessar eru samdar í samráði við Borgarlögmann.

Rýmingaráætlun skólans

Vegna sameiningar og flutninga milli húsa og vegna breytinga á notkun skólahúsnæðis á hvoru stað mun rýmingaráætlun Vættaskóla verða endurskoðuð skólaárið 2012-2013. Þangað til gilda áætlanir í hvoru húsi fyrir sig. Viðbrögð við vá

Neyðarlína: 112, Lögregla í Grafarvogi: 444 1180, Slökkvilið: 528 3000 83


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Rýmingaráætlun Borgum

MARKMIÐ rýmingaræfingar er að þjálfa nemendur og starfsfólk skólans í að bregðast rétt við vá af völdum bruna, jarðskjálfta og annarra atburða sem krefjast þess að skólahúsið sé rýmt með skipulögðum hætti á stuttum tíma. Sjá nánar rýmingaráætlun sem er í möppu í öllum rýmum skólans. Umsjónarkennarar kynni sínum nemendum eftirfarandi:

Bruni eða önnur vá: Innandyra - kennslustund

1. Útskýra markmið æfingarinnar sem er að: 2. Tryggja öryggi og fumlaus viðbrögð ef hætta steðjar að. 3. Koma í veg fyrir slys við rýmingu á húsnæðinu hvort sem um æfingu eða alvöru er að ræða. 4. Allir starfsmenn og nemendur skulu kynna sér rýmingaráætlun skólans. Yfirlitsmynd hangir uppi í kennslustofum og rýmum þar sem hópar koma saman. Kennarar verða að vita um bestu flóttaleiðir frá öllum kennslustofum sem þeir kenna í. 5. Ef aðvörunarbjalla fer af stað og þagnar síðan fljótlega er um bilun eða gabb að ræða. Ef á hinn bóginn bjallan fer aftur af stað og stöðvast ekki er raunveruleg hætta á ferðum og þá skal rýma skólahúsið. Athuga vel: Kennarar taki með sér nemendalista. 6. Ef reykur er á göngum skal halda kyrru fyrir í skólastofunni og hafa dyr lokaðar. Þegar slökkvilið kemur verður þeim sem lokaðir eru inni bjargað út um glugga eða björgunarop. 7. Kennarar og starfsfólk íklæðist skærlitum borða sem eru í hverri kennslustofu, á kaffistofunni og á skrifstofu skólans. 8. Nemendur taka með sér plastskóhlífar áður en byggingin er yfirgefin og grípa með sér yfirhafnir. Skilja skó eftir. 9. Kennari fer síðastur og lokar stofunni til að koma í veg fyrir útbreiðslu reyks og elds. Allar eigur og verðmæti eru skilin eftir inni í stofu. 10. Ef vitað er um eld, reyk eða aðra hættu leiðbeina skólaliðar um öruggustu rýmingarleið miðað við ástand hverju sinni og ganga úr skugga um að salerni séu mannlaus. Einn þeirra gæti síðan inngangs að sínu húsi og að enginn fari þar inn. Að öðrum kosti er skólinn rýmdur samkvæmt rýmingaráætlun fyrir hvert rými og svæði (hús). 11. Safnsvæði er við enda íþróttahúss ins, við fótboltamörkin á leiksvæði skólans. Þangað fara kennarar með nemendur til manntals. 12. Aðstoðarskólastjóri, staðgengill er fagstjóri, (1.-4. bekk), skrifstofustjóri, staðgengill er fagstjóri, (5.-7. bekk), deildarstjóri, staðgengill er ritari, (8.-10. bekk) eru umsjónarmenn svæða og fara á milli hópa og fá uppgefið hvort einhvern vantar og ef svo er hvar viðkomandi hafi sést síðast. Þeim upplýsingum koma þeir til varðstjóra slökkviliðsins. 84


Starfsáætlun skóla 2012-2013 13. Umsjónarmaður skóla athugar hvort allir starfsmenn hafi skilað sér út og kemur þeim upplýsingum til varðstjóra slökkviliðsins. 14. Skólastjóri eða staðgengill hans fer á milli hópa en er annars staðsettur við austanvert bílastæðið hjá setpöllunum og er í sambandi við varðstjóra slökkviliðsins. 15. Slökkvilið sér um leit að þeim sem ekki skila sér út. Enginn má fara inn í skólann fyrr en skólastjóri eða fulltrúi hans gefur heimild til þess. Sama gildir um æfingar. 16. Ef þörf krefur verður farið með nemendur í leikskólann Hulduheima, Vættaborgum 11 til frekari aðhlynningar og öryggis. Frímínútur og eyður í stundaskrá

   

Nemendur á leikvelli fari á sitt safnsvæði og hver bekkur myndi afmarkaðan hóp. Þeir nemendur sem eru inni í skólahúsinu fari strax út og á sitt safnsvæði. Skólaliðar og kennarar á vakt, aðrir en umsjónarkennarar, leiðbeini nemendum. Umsjónarkennarar sameinist þar hver sínum bekk og taki manntal. Sjá nánar hér að ofan (lið 9-16)

Jarðskjálfti: Innandyra – kennslustund

1. Sýnið stillingu og forðist vanhugsaðar aðgerðir. Alls ekki hlaupa út. 2. Farið undir skólaborð, kennaraborð eða önnur borð og bíðið þar til skjálftinn er yfirstaðinn. 3. Þegar skjálftinn er yfirstaðinn skal yfirgefa bygginguna skipulega eftir fyrirfram gerðri áætlun (sjá rýmingaráætlun). Kennarar taki bekkjarskrár. 4. Nemendur skulu fara í skó áður en byggingin er yfirgefin, en taki yfirhafnir með sér. 5. Kennari skal fara fyrir hópnum út og gæta vel að hugsanlegum hættum og vekja athygli barnanna á þeim. 6. Farið á safnsvæði við skólann fjarri byggingum, ljósastaurum o.þ.h. og takið manntal. Ef einhvers er saknað skal gera ráðstafanir til að finna viðkomandi. Utandyra – frímínútur

1. Brýnið fyrir nemendum að hver bekkur myndi afmarkaðan hóp á safnsvæði skólans fjarri byggingum, ljósastaurum o.þ.h. 2. Kennarar sameinast þar hver sínum bekk og taki manntal. 3. Róið nemendur, hugið að meiðslum og veitið fyrstu hjálp. ATH: ekki skal farið inn í bygginguna fyrr en skyndikönnun hefur farið fram á öryggi hennar. ÁRÍÐANDI: Stjórnstöð gefur riturum, umsjónarmanni eða stjórnendum boð um hvar brunaboði fer af stað. Upptök eru könnuð eins hratt og mögulegt er. Bjalla er stöðvuð á meðan - ef um hættu er að ræða er bjallan gangsett að nýju. Þá ber að rýma skólahúsið. SKÝRT: Á raunverulegri hættustund fara nemendur ekki í útiskó heldur fá skóhlífar en halda á eða sleppa yfirhöfnum. 85


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Rýmingaráætlun-Engi

Ef brunaviðvörunarkerfið fer í gang skal unnið eftir eftirfarandi rýmingaráætlun.

 

Skólastjóri og umsjónarmaður skóla fara að stjórntöflu brunaviðvörunarkerfis og kanna hvaðan brunaboðið kemur. Kennarar undirbúa rýmingu kennslustofunnar og fara eftir ákveðnum leiðbeiningum sem eru að finna í öllum kennslustofum. Teikningar af útgönguleiðum eru á göngum skólans. Nemendur yfirgefa ekki kennslustofu fyrr en kennari hefur kannað hvort útgönguleiðin sé greið. Hver kennari er ábyrgur fyrir þeim bekk/hóp sem hann er að kenna þegar hættuástand skapast og þegar stofan er yfirgefin þarf hann að muna eftir nafnalistanum. Ætíð skal velja þann neyðarútgang sem er næstur. Skólastjórnandi eða umsjónarmaður hafa samband við slökkviliðið í síma 112, tilkynna um eld eða gefa skýringar á brunaboðinu. Ef um falsboð er að ræða er slökkt á brunavælum sem gefur til kynna að hættuástand sé liðið hjá. Þegar komið er út á söfnunarsvæðið er mjög mikilvægt að nemendur standi í röð hjá sínum kennara sem fer yfir nafnalistann og kannar hvort allir séu komnir út. Kennnari kemur síðan upplýsingum um stöðuna til skólastjórnenda eða umsjónarmanns. Slökkviliðið kemur á staðinn. Skólastjórnandi/umsjónarmaður gefur varðstjóra upplýsingar um stöðuna.

Viðbrögð við eldsvoða

Leiðbeiningar fyrir nemendur og kennara:       

Þegar brunaviðvörunarkerfið fer í gang fara nemendur strax í röð í stofunni. Kennari athugar hvort leiðin sé greið út. Nemendur fara í/grípa með sér yfirhafnir og skó (ef þeir eru í kennslustofu). Nemendur ganga í röð eftir kennara sínum út á söfnunarsvæðið. Bannað er að hlaupa og vera með óþarfa hávaða. Kennari þarf að muna eftir nafnalista. Þegar nemendur eru komnir út á söfnunarsvæðið mynda þeir röð hjá kennara sínum sem fer yfir nafnalistann og aðgætir hvort allir nemendur hafi komið út. Kennari tilkynnir stöðuna til umsjónarmanns söfnunarsvæðis. Ef um falsboð er að ræða er mjög mikilvægt að kennari noti tækifærið og ræði við nemendur um mikilvægi brunavarna og fari vel yfir rýmingaráætlunina með nemendum sínum. Sá aðili sem fer síðastur út úr hverri kennslustofu skal loka öllum hurðum á eftir sér til að draga úr reykflæði um bygginguna og hindra útbreiðslu elds eins og hægt er.

Söfnunarsvæði skólans er á fótboltavellinum Leiðbeiningar fyrir skólaliða

Hlutverk skólaliða/skrifstofufólks 86


Starfsáætlun skóla 2012-2013      

Elva Ása Hervör Cecilia Sigurlaug Lijana

fer í vestur anddyri, opnar út og aðstoðar við rýmingu er til staðar á efti hæð og aðstoða við rýmingu er til staðar á kennslugangi (1. hæð) og aðstoðar við rýmingu er til staðar á kennslugangi (1. hæð) og aðstoðar við rýmingu fer í suður anddyri, opnar út og aðstoðar við rýmingu fer í norður anddyri, opnar út og aðstoðar við rýmingu

Vistvernd- Grænfáninn

Umhverfi okkar er ein dýrmætasta sameiginlega eign okkar allra. Nauðsynlegt er að við í skólunum vinnum að uppeldi barna og unglinga með þau sjónarmið að leiðarljósi. Í skólanum endurnýtum við pappír, söfnum flöskum og dósum og notum vistvæn hreinsiefni til ræstinga. Við flokkum sorpið í pappír, bylgjupappa, fernur, rafhlöður og almennt sorp og hreinsum skólalóðina vikulega. 5. bekkur gróðursetur tré á hverju ári í Vinaskógi sem er á lóð Engja. Óskað er eftir að nemendur 1.-7. bekkjar komi með drykki í margnota plastbrúsum og ekki nesti í einnota plastílátum nema þeir taki ílátin með sér aftur heim. Nemendur í unglingadeild geta keypt ávaxtasafa og allir geta keypt sér mjólk í glösum í morgunnestistímum. Moltugerð er nú hafin í skólanum en í hana nýtast t.d. nestisafgangar, grænmetisafskurður og ávextir en ekki kjöt eða fiskur. Skólinn er „Grænfánaskóli“ en í því felst, m.a. að hann setur sér markmið og umhverfissáttmála, er með umhverfisnefnd, metur stöðu umhverfismála í skólanum, gerir áætlun um aðgerðir, hefur eftirlit og endurmat á þeirri stöðu og vinnur að verkefnum og upplýsir aðra. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö árin en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Á hverju ári eru markmið vistverndarstefnu skólans endurskoðuð. Sótt hefur verið um Grænfánann í annað sinn og er það metnaðarmál okkar að fá hann endurnýjaðan. Þetta skólaár er það hreyfing og heilsuefling ásamt með útikennslu sem er næsti áfangi í vistverndinni í Borgum og taka þarf fyrstu skref í vistvernd í Engjum. Þannig öðlast nemendur meiri skilning á náttúrunni og því hvernig ber að ganga um. Þeir sjá hvaða áhrif umgengni okkar hefur á umhverfið. Við teljum að þannig sé betra að koma til skila og fræða nemendur um gang lífsins. Þeir átti sig á hvað náttúran er háð því hvaða stefnu við tökum í vistvernd og hvers vegna við viljum bætta umgengni, ekkert plast og hvað flokkun á sorpi og það að minnka sorp skiptir miklu máli. Auk þess læra þau að vera úti í hvaða veðri sem er, klæða sig betur og útivera eykur hreysti og þol. Umhverfismarkmið Vættaskóla

     87

Að starfsfólk skólans fræði nemendur um gildi umhverfisverndar. Að nemendur læri gildi þess að ganga vel um náttúruna. Að nemendur séu meðvitaðir um nauðsyn þess að flokka og endurvinna sorp. Að nemendur læri gildi þess að nota sem minnst af einnota umbúðum. Að nemendur séu meðvitaðir um gildi umhverfisverndar.


Starfsáætlun skóla 2012-2013   

Að nemendur læri að nýta sér fjölþætta möguleika s.s. upplýsingatækni til að auka þekkingu sína á vistvernd. Að vekja nemendur til vitundar um hve mikið sorp fellur til daglega. Að skólinn í samvinnu við heimilin veki nemendur til ábyrgðar um sitt nánasta umhverfi og náttúru landsins.

Þróunar- og samstarfsverkefni

Vættaskóli hefur ávallt lagt áherslu á að vera með þróunar- og samstarfsverkefni til að bæta og efla skólastarfið. Árið 2012-2013 er þar engin undantekning og mörg verkefni verða í gangi. Þessi verkefni tengjast meira og minna innbyrðis en meginþemað er öryggi og vellíðan í skólanum bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Bekkjarfundir

Bekkjarfundir eru hluti af forvarnarverkefninu Olweus-Gegn einelti sem við störfum eftir í skólanum. Árgangurinn/bekkurinn þarf að vera vettvangur umræðna um málefni er tengjast daglegu starfi í skólanum, líðan, mótun samskiptareglna og fleira sem þörf er á og einnig það sem nemendur hafa áhuga á að ræða. Á fundunum er hægt að fylgjast með óæskilegu atferli áður en það er orðið mikið að vöxtum. Reglulegir bekkjarfundir styrkja tengsl nemenda við kennara og nemenda innbyrðis. Með þeim er hægt að fylgjast með félagatengslum, meta þau og bæta bekkjaranda. Byrjendalæsi

Þessi kennsluaðferð er þróuð af Rósu Eggertsdóttur, lektor við Skólaþróunarsvið HA. Þetta er samvirk aðferð í lestrarkennslu og ætluð nemendum í 1. til 3. bekk. Meginmarkmiðið er að börn nái góðum árangri í lestri sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Lögð er áhersla á hópavinnu um leið og einstaklingsþörfum er mætt. Verkefnið er skipulagt af sérfræðingum í HA og veitt fræðsla og eftirfylgni þaðan. Verkefnið hefur tekist vel og verður framhaldið af fullum krafti af umsjónarkennurum 1.-3. bekkjar. Byrjendastærðfræði

Fjórir skólar í Reykjavík, Vættaskóli Borgir, Breiðagerðisskóla, Fellaskóli og Laugarnesskóli þóku þátt í þessu verkefni síðastliðið skólaár. Þessir skólar unnu sem hópur að þróunarverkefninu Byrjendalæsi í samstarfi við Háskólann á Akureyri og er Byrjendastærðfræði einnig unnin með þeim. Þessi nálgun í stærðfræðikennslu yngri barna – inntak og aðferðir er eins árs þróunarverkefni sem unnið er með kennurum 1. -3. bekkjar. Nálgun stærðfræðikennslunnar byggir á sama grunni og Byrjendalæsið, það er stigskiptum stuðningi, kennsluáætlanagerð út frá markmiðum, samvinnunámi nemenda, einstaklingsmiðun í kennslu, leiðsagnarmati og fjölbreytni í verkefnum. Þróunarverkefnið er tvíþætt annars vegar að bæta árangur nemenda í stærðfræði og hins vegar endurmenntun kennara til að bæta kennslu í stærðfræði. Kannanir sem lagðar hafa verið fyrir nemendur í lestri, eftir að farið var að vinna með Byrjendalæsi, hafa sýnt verulegar framfarir nemenda og því er þessi sama 88


Starfsáætlun skóla 2012-2013 nálgun í stærðfræði eðlileg þróun skólastarfsins. Vættaskóli mun halda áfram að vinna með byrjeendastærðfræði í vetur. L9

Í hverfi fjögur vinnur stýrihópur að því að efla málþroska og læsi í grunnskólum hverfisins. Búið er að móta lestraráætlun í 3.-10. bekk fyrir skólana. Sett voru fram markmið í lestri og mótaðar leiðir og sett fram skipulag að námsmati. Sameiginlegar hugmyndir um endurmenntun kennara voru settar fram. Haldið verður áfram að mennta kennara í Byrjendalæsi, Orð af orði og Artleigh Green aðferðinni. Heilsueflandi grunnskóli

Skólinn hefur verið samþykktur formlega af Lýðheilsustöð sem Heilsueflandi grunnskóli. Meginatriði heilsueflandi skóla eru m.a.:    

Stuðlar að góðri heilsu og líðan nemendanna og starfsfólks skólans. Bætir námsárangur nemendanna. Örvar til þátttöku og ábyrgðar með virðingu fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum og mannréttindum. Sér til þess að skólaumhverfið sé öruggt og hlúi að nemendum

Búið er að skipa undirbúningsnefnd sem mun vinna í samvinnu við Lýðheilsustöð að þessu þróunarverkefni. Heimaskóli Menntavísindasviðs HÍ

Skólinn er heimaskóli valinna nemenda í Menntadeild HÍ. Þeir eru þrjú ár við skólann í vettvangsnámi og kynnast því skólanum vel, námskrá hans, stefnu, starfsháttum, umhverfi og viðfangsefnum nemenda, kennara og annars starfsfólks. Einnig fara þeir í aðra skóla, fá meiri reynslu og yfirsýn yfir skólastarf í heild. Náttúrulífs- og útikennsla

Unnið hefur verið að því undanfarin ár að auka útikennslu og vera með náttúrulífskennslu í öllum árgöngum skólans. Náttúrufræðikennarar skólans og umsjónarkennarar hafa verið á námskeiðum og fræðslufundum um þessi málefni og eru nú byrjaðir að vinna með nemendum meira úti og fara með þá í skipulagðar kennslustundir og rannsóknarvinnu á vettvangi. Þannig læra nemendur best að bera virðingu fyrir umhverfinu þegar þeir kunna að lesa í umhverfið og vita hvernig lífkeðjan er mynduð. Þetta er þróunarverkefni í skólanum og verður unnið að því að auka þennan þátt í skólastarfinu nemendum til hagsbóta með meiri vitneskju um umhverfi sitt. Olweus, Gegn einelti

Þetta verkefni er þróað í Noregi og hefur verið unnið í mörgum skólum og gefist vel. Unnið hefur verið eftir þessum ferlum í 2 ár og verður því haldið áfram. Í verkefninu felst fræðsla um einelti, viðbrögð og afleiðingar til nemenda, foreldra/forráðamanna og starfsfólks. Sérstök áhersla verður lögð á bekkjarfundi (bekkjarráð) í 1.-10. bekk. Nemendum er kennt að 89


Starfsáætlun skóla 2012-2013 leysa mál með lýðræðislegum hætti, þeir verði ábyrgari í kennslustundum og fyrir eigin hegðun. Þeir fá einnig þjálfun í jákvæðum samskiptum. Könnunarforritið Skólapúlsinn verður nýttur í vetur ásamt könnuninni Gegn einelti. Nemendur skólans svara þessum könnunum og þannig fást mjög góðar upplýsingar um líðan nemenda og hvernig þeir upplifa skólastarfið. Orð af orði

Verkefnið er skólaþróunarverkefni sem allir skólar í hverfi 4 taka þátt í. Orð af orði byggir á orðhlutagreiningu þar sem orð og orðhlutar eru tengdir saman einnig hugtök sem fylgja þeim. Orð af orði er einnig gott framhald af Byrjendalæsi og byggir á sama grunni og sú lestarkennsluaðferð. Þessi aðferð að byggja upp orðaforða með orðhlutum er ætluð nemendum frá 4. bekk og til 10. bekkjar. Það er mismunandi nálgun eftir því hvaða aldur er að vinna með orðhlutana en allir kennarar geta nýtt sér þessa aðferð til að styrkja hugtakaskilning nemenda sinna. Þetta verkefni er ættað frá HA Akureyri g mun verða skipulagt af sérfræðingum frá þeim. Lögð er áhersla á hópavinnu og samvinnu nemenda í að byggja upp orðaforða sinn og hugtakaskilning. Samskipti og samvinna í Vættaskóla

Mikil og góð samskipti milli heimilis og skóla ásamt jákvæðri sjálfsmynd og farsælum samskiptum milli nemenda er mikilvægur þáttur í vellíðan nemenda. Þetta verkefni er byggt upp á fundaröð með foreldrum og starfsfólki skóla, Miðgarðs og Heilsugæslu Grafarvogs og miðar að öflugu fræðslu og tengslaneti fyrir foreldra annars vegar og hinsvegar fræðsluefni fyrir nemendur í hverjum árgangi. Markmiðið er að nemendur skólans útskrifist með góða færni bæði í námslegum og félagslegum þáttum. Samval í Grafarvogi

Grunnskólarnir í Grafarvogi hafa þróað sín á milli val í 9. og 10. bekk. Sérstök nefnd stjórnenda tekur saman að vori þær greinar sem kennarar skólanna bjóða fram sem valgreinar í sínum skóla. Úr þeim greinum var valið hvað hentar innan skólannna og hvað milli skóla. Boðið er upp á val milli nágrannskóla og svo einnig á hverfisgrunni. Opið er fyrir nemendur annarra skóla, þó um sé að ræða val innan skóla eða milli fárra skóla, ef pláss er fyrir hendi. Valbæklingur er gefinn út sem allir nefndarmenn skólanna hafa haft hönd í bagga með að semja. Unglingastig. Brautir og val

Nám í 8., 9. og 10. bekk skiptist í kjarnagreinar og valgreinar. Nemendur taka kjarna samkvæmt aðalnámskrá. Síðan velja nemandur sér valgreinar við hæfi og áhuga hvers og eins. Námsbrautir – valgreinar;

8. bekkur – velur sjö stundir á viku (nær allar valgreinar í boði). 9. og 10. bekkur velur þrjár-fjórar stundir af ákveðinni braut og tvær-þrjár stundir vikulega óháð braut, samtals 7 stundir. Bundið val á brautum

90


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Bóknámsbraut; dönsk menning, ens103, félags- og afbrotafræði, framsögn og ræðumennska, heimspeki, ísl103, spænska, þýska. Íþróttabraut; boltaval I og II, dans, íslensk glíma, íþróttafræði I og II, líkamsrækt, skólahreysti, sundval, útivist, þolfimi. List- og verkgreinabraut; dans, glerlist - glerbræðsla, Google SketchUp, grunnteikning/iðnteikning, hekl og þráðavinna, hnífa og slíðurgerð, kvikmyndafræði, kvikmyndagerð, leir, matreiðsla, Mangateikning og eftirvinnsla í Photoshop, myndlist I og II, Photoshop, prjón I og II, silfursmíði, smíði, textílmennt, vélsaumur og hönnun, vélsaumur, vöruhönnun. Raungreinabraut; eðlis- og efnafræði, excel, First Lego, grunnteikningar/iðnteikningar, kvikmyndagerð, nýsköpun, rafmagnsfræði, rafmagn og smíði, stjörnufræði, stæ103, upplýsingatækni, vöruhönnun. Óbundið val

Félagsmálaval, fjármál unglinga, fornám ökunáms og skyndihjálp, heimanám, kynjafræði, leiklist, málmtæknival, náms- og starfsfræðsla, skák, skrautritun, snyrtifræði og hárgreiðsla, stærðfræði grunnur, vélritun. Valgreinar Við kjarna bætast valgreinar sem nema 7 kennslustundum á viku. Sjá nánar lýsingar og valblað. Miðað er við að hver nemandi sé samtals 37 kennslustundir á viku yfir skólaárið. Nám í valgreinum – sömu kröfur og í öðrum greinum Þó nemendur velji sér greinar er nám í valgreinum ekki frábrugðið námi í öðrum greinum. Kennari ræður ferðinni og velur þær nálganir sem hann telur best henta hverju sinni. Gerðar eru kröfur til nemenda í samræmi við aldur þeirra og færni í valgreinum sem öðrum greinum. Góðum verkum fylgir ævinlega ánægja og tryggasta leiðin til að vera ánægður í skóla er nú sem fyrr að leggja sig fram. Nám við lok grunnskóla Aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla ætla elstu nemendum grunnskóla aukna ábyrgð á sínu námi, m.a. með valgreinum í 8., 9. og 10. bekk. Inntökuskilyrði í framhaldsskóla eru breytileg eftir námsbrautum. Inn á heimasíðum viðkomandi framhalsskóla eru upplýsingar um inntökuskilyrði á námsbrautir. Einnig veitir námsráðgjafi frekari upplýsingar. Ferilskrá

Allir nemendur á unglingastigi fá ferilskrá sem heldur utan um valáfanga sem nemandinn hefur lokið. Meginmarkmið með ferilskrá er aukin ábyrgð og yfirsýn á eigin námi. Ferilskráin getur verið fylgiskjal við innritun í framhaldsskóla. Vistvernd:

91


Starfsáætlun skóla 2012-2013 Skólinn er „Grænfánaskóli“ og stefnir að því að sækja um endurnýjun á fánanum næsta haust. Það er stefnan að gera nemendur meira meðvitaða um umhverfi sitt og kenna þeim með beinum aðferðum um náttúruna og hvaða áhrif maðurinn hefur á gang umhverfis síns. Þannig teljum við að við fræðum nemendur best en það er með því að þeir fái að sjá, finna og vera með. Því er útikennsla, heilsuefling og hreyfing markmið skólans á næsta ári. Skólinn hefur tekið þátt í „Göngum í skólann“ verkefninu. Það hefur gengið vel að fá kennara til að huga meira að útikennslu. Kennarar hafa verið á námskeiðum til að kynna sér og læra meira um það sem hægt er að vinna með nemendum úti. Nemendur hafa þá á stundatöflu sinni einn dag í viku sem farið er út og kennt úti. Þá skiptir ekki máli hvernig veður er og verða nemendur að vera klæddir samkvæmt því. Þetta eykur hreyfingu og þol nemenda og þeir verða meira meðvitaðir um veður og aðstæður. Jafnframt þessu höfum við hafið viðræður við Landvernd og Náttúrverndarráð um svæði til að búa til útikennslustofu í fjörunni fyrir neðan skólann. Útikennslustofan í Engi er Vinaskógurinn. Því hefur Vættaskóli tvö svæði til að vinna með umhverfið og náttúruna auk nágrennis beggja húsa. Önnur samstarfs og þróunarverkefni

Ný þróunarverkefni í Vættaskóla 2012-2012: Kennsluefni fyrir miðstig-forvarnarefni gegn skemmdarverkum Verkefnið er samstarfsverkefni við þjónustumiðstöðina Miðgarð. Aukin félagsvitund unglinga Verkefnið verður unnið í samstarfi við félagsmiðstöð skólans og er samstarfsverkefni við Gufunesbæ. Margvíslegt samstarf er við starfsfólk Miðgarðs. Það er þjónusta sálfræðings og félagsráðgjafa auk ýmissar þjónustu sem foreldrar og nemendur geta fengið. Fardeild í Grafarvogi veitir okkur líka sérhæfða þjónustu á sviði hegðunar og fötlunar nemenda. Einnig eru önnur smærri og stærri verkefni hvers árgangs þar sem þeir vinna með ýmsum ytri aðilum.

92


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.