Eineltisteymi Vogaskóla
Í Vogaskóla starfar eineltisteymi sem aðstoðar umsjónarkennara við vinnu í eineltismálum. Þeir sem vilja koma upplýsingum sem varða eineltismál á framfæri við skólann geta haft samband við umsjónarkennara og/eða eineltisteymið, símleiðis eða með tölvupósti.
Á heimasíðu Vogaskóla er einnig eyðublað sem forráðmenn geta fyllt út, afhent í skólanum og þannig komið upplýsingum um einelti á framfæri.
Eineltisteymi Vogaskóla Stjórnandi teymis: Snædís Valsdóttir, aðstoðarskólastjóri snaedis.valsdottir@reykjavik.is Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, deildarstjóri sérkennslu lovisa.gudrun.olafsdottir@reykjavik.is Sigrún Björnsdóttir, námsráðgjafi sigrun.b.bjornsdottir@reykjavik.is