1. hluti
Svör og orðskýringar
Svör við spurningum bls. 26 2. Allir einstaklingar hafa sín sérkenni þótt við séum af sama kynstofni, tölum sama tungumál o.s.frv. 3. Allar hugmyndir sem þú hefur um það hver þú ert er kallað sjálfsmynd þín. 4. Sérkenni þýðir að vera það sem maður er en ekki einhver annar. Notað til að útskýra hver við erum sem persónur. (T.d. persónuleg einkenni, hópsérkenni) 5. Félagslegur bakgrunnur mótast af umhverfi. Einstaklingar með svipaðan félagslegan bakgrunn líkjast hverjir öðrum. 6. Umhverfi hefur mismunandi áhrif á einstaklinga. Það sem þér kann að finnast merkilegt finnst öðrum skipta litlu máli. 7. Persónuleiki mótast af öllum þeim þáttum sem við erum sett saman úr. Sjálfsmynd sjá sp. 2. 8. Stærð og gerð fjölskyldu getur haft áhrif á persónuleika barna, t.d. hvar þau eru í systkinaröðinni. 9. a) Elstu börn eru gjarnan vön að taka ábyrgð, ráðskast með yngri systkini, kenna og leiðbeina. Hafa umhyggju- og ábyrðgarhlutverk. b) Miðjubörn geta ekki gert það sem elsta systkini er fært um og þeim er ekki treyst fyrir því sama. Þau eru oft afbrýðisöm í garð yngra systkinis. Miðjubarnið þarf oft að berjast til að sanna getu sína. c) Yngstu börn verða oft háð eldri systkinum og foreldrum. Læra oft ýmsar leiðir til að ná fram vilja sínum án þess að neyta aflsmunar eins og eldri börnin. 10.Meðfæddur hæfileiki til að afla sér þekkingar og nýta hana til að laga sig að umhverfinu. Líffræðileg aðlögun sem stefnir að jafnvægi einstaklings og umhverfis Hæfni einstaklingsins til að skilja og gera sér mynd af hinum ytri veruleika innra með sér.
1. hluti
Svör og orðskýringar
11.Erfðir eru það hvernig erfðavísar (og þar með eiginleikar) foreldra þinna raðast saman í þér. Erfðaþættirnir ráða í sameiningu miklu um persónuleika þinn og útlit svo dæmi sé nefnt. 12.Þróun einstaklingsins er að stórum hluta ákvörðuð af umhverfinu en á sama tíma setja erfðirnar ramma utan um þessa þróun. 13.Þú lærir félagslega hegðun með því að taka þátt í daglegu lífi og samskiptum við annað fólk. Félagsleg hegðun er því ólík milli samfélaga. 14. Með rökrænni hugsun er átt við að fólk geti hugsað óhlutstætt og búið til kenningar um allt mögulegt í huganum. Þú getur velt vöngum yfir ímynduðum hlutum og aðstæðum, velt fyrir þér heimspekilegum spurningum o.s.frv.
Svör við spurningum bls. 37-38 1. Félagslegt hlutverk: Hvert og eitt okkar hefur fjölmörg hlutverk í lífinu sem leikin eru eftir mismunandi reglum. Staða: Segir til um hver þú ert og hvaða hópum þú tilheyrir. Þyrping: fólk sem af tilviljun er statt á sama stað á sama tíma. Dæmi: fólk í verslun, fólk í strætó eða á fótboltaleik. Frumhópur: lítill hópur og samskiptin eru perónuleg, óformleg, náin og vara lengi. Dæmi: fjölskyldan og vinir Fjarhópur: Frekar stutt og ópersónuleg samskipti. Fólk veit lítil sem engin deili hvert á öðru. Dæmi: krakkar í öðrum árgöngum, fólk á stórum vinnustöðum, í stjórnmálaflokkum eða öðrum félagasamtökum. Kossar: Gegna mikilvægu félagslegu hlutverki. Notaður til að sýna væntumþykju og styrkja tengsl milli fólks. Kynbundnar væntingar: Þær væntingar sem gerðar eru til einstaklinga út frá kynferði þeirra.
1. hluti
Svör og orðskýringar
Flestar lærum við af foreldrum okkar. Stúlka hermir eftir mömmu sinni og strákur hermir eftir pabba sínum. Staðalmyndir: einfaldar, yfirdrifnar, fordómafullar lýsingar um alla einstaklinga innan sérstaks hóps. 2. Staða og hlutverk eru skyld hugtök. Staða vísar til þess hver þú ert og hvaða hópum þú tilheyrir. Staða segir til um tengsl við aðra. Hlutverk segir til um hvaða væntingar fólk hefur um hegðun þína. 3. Frumhópar eru litlir og samskipti í þeim eru mjög náin. dæmi: fjölskyldan Fjarhópar eru stórir og samskiptin í þeim ópersónuleg. dæmi: fólk á stórum vinnustöðum, krakkar í öðrum árgöngum
4. Stelpur mynda gjarnan tvö til þrjú mjög náin trúnaðarsambönd sem aðrir eiga ekki aðgang að. Strákar stofna oftast ekki til slíkra náinna sambanda. Hjá þeim er oft mikilvægara að vera viðurkenndur meðlimur í stærri vinahóp. 5. Hvert okkar tilheyrir mörgum misstórum hópum, sumir raðast hver utan um annan en aðrir skarast. 6. Einstaklingsbundið, vinnið sjálf.( bls. 30) 7. Einstaklingsbundið, vinnið sjálf. 8. Kynhlutverk vísa til allra væntinga sem gerðar eru til einstaklings út frá kynferði hans. Kynhlutverkin eru með mikilvægustu hlutverkum okkar. Dæmi um líffræðilega ákvarðað kynhlutverk er móðurhlutverkið. Dæmi um félagslega ákvarðað kynhlutverk er að karlmenn geri við bíla. 9. Kynhlutverk lærast oftast frá foreldrum til barna. Strákar herma eftir pabba sínum og stelpur eftir mömmu sinni. 10.Staðalmyndir eru einfaldar, yfirdrifnar og oft fordómafullar lýsingar á öllum einstaklingum innan sérstaks hóps. Alhæfingar. Nefndu dæmi.
1. hluti
Svör og orðskýringar
11.Sjá orðskýringu. Desmond telur þetta eftirkeim af atferli bæði manna og apa á ungviðisstigi þegar tota er sett á munninn til að sjúga móðurmjólkina. 12.Á síðastliðnum 100 árum eða svo hefur líkamlegur kynþroski færst neðar og neðar í aldri, líklega vegna betri næringar og bættra lífshátta. 13. Svör frá ykkur sjálfum 14.Svör frá ykkur sjálfum.
Svör við spurningunum á bls. 58. 1. Fjölskylda: hópur fólks sem er tengdur eða skyldur og býr saman að staðaldri og þeir fullorðnu bera ábyrgð á börnunum. Kjarnafjölskylda: mamma, pabbi og börn. Afbrigði kjarnafjölskyldu: t.d. einstæð móðir/faðir með börn eða barnlaust par. Staðfest samvist:opinber viðurkenning á sambúð samkynhneigðra. Stórfjölskylda: þrír ættliðir sem búa undir sama þaki og hafa sameiginlegt heimilishald(amma/afi,mamma/pabbi og börn) Niðursetningur: einstaklingur sem einhverra hluta vegna gat ekki séð fyrir sér var komið fyrir hjá fjölskyldu gegn greislu. Ungbarnadauði: börn sem deyja á unga aldri, komast ekki á legg. Fjölskyldan sem neyslueining: kaupir allt sem hún þarf sér til viðurværis. Þróunaraðstoð: Auðug ríki hjálpa þeim fátækari, oft á sviði heilbrigðismála. Fæðingartíðni: margar barnsfæðingar á hverja konu, hve margir fæðast á hverja 1000 íbúa á ári. Dánartíðni: fjöldi dáinna á hverju ári, hve margir deyja á hverja 1000 íbúa á ári. Þróunarlönd: ríki þriðja heimsins, fátæk lönd. Raðgifti: hjónabönd fólks sem skilur og giftir sig oft. Sjálfsþurftarbúskapur: þegar fjölskyldan sér í sameiningu um að framleiða flestallar lífsnauðsynjar.
1. hluti
Svör og orðskýringar
Bændasamfélag: Jörðin var bæði heimili og vinnustaður, fólk vann við landbúnað. Fyrirmyndir: foreldrar verða oft fyrirmyndir barna. Börn líkja eftir foreldrum sínum og tileinka sér á þann hátt viðmið þeirra. Umboðsmaður barna: á að standa vörð um hagsmuni og réttindi barna, vernda þau gegn hættum og stuðla að því að börn hljóti „rétta“ örvun þannig að þau öðlist gott sjálfstraust. Barnaverndarnefnd: fylgist með uppvaxtarskilyrðum barna og unglinga og henni sérstaklega ætlað að taka á málum sem snerta vanrækslu og hegðunarvandamál. Henni er ætlað að blanda sér inn í aðstæður þar sem börn og unglingar fá ekki þá félagsmótun sem þeim ber. 2. a) Kjarnafjölskylda er algengasta fjölskylduformið í flestum nútíma samfélögum. Algengasta gerð hennar er mamma, pabbi og börn. b) Staðfest samvist er nýtt hugtak yfir lögskráða sambúð samkynhneigðra. Veitir nánast sömu réttindi og hjá hjónum. c) Stórfjölskyldan er skilgreind sem þrír ættliðir sem búa saman undir sama þaki og hafa sameiginlegt heimilshald. 3. Heimilin voru fjölmennari, stórfjölskyldur algengari, vinnumenn og –konur gjarnan á heimilum og fólk eignaðist fleiri börn en nú að meðaltali. Fjölskyldan gegndi stærra hlutverki í lífi einstaklingsins áður fyrr. 4. Í iðnríkjum hefur fólk fjölmörg tækifæri til að breyta stöðu sinni og komast áfram. Auðveldara er að flytja kjarnafjölskyldu á milli staða en stórfjölskyldu. Samtök og stofnanir hafa tekið við þeim verkefnum sem fjölskyldan hafði nánast ein áður, t.d. menntun eða barnapössun. 5. Dánartíðnin hefur lækkað en fæðingartíðnin er enn mjög há. Fæstir fá atvinnu og fátækum atvinnuleysingjum er safnað saman í léleg og lífshættuleg hverfi. Börn eru ódýrt vinnuafl og óspart notuð til vinnu. 6. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. 7. 15 ára og í sumum tilfellum er miðað við 18 ár. Svarið sjálf. 8. Svarið sjálf.
1. hluti
Svör og orðskýringar
9. Svarið sjálf. 10.Umboðsmaður barna á að standa vörð um hagsmuni og réttindi barna. Hver sem er getur leitað ráða hjá umboðsmanni barna. 11.Til dæmis þættir eins og: aldur, útlit, stétt, trú, menntun, kynþáttur, o.fl. 12.Helstu hlutverk fjölskyldunnar í samfélginu eru að viðhalda mannkyninu, stjórna kynlífi og að vera helsti félagsmótunaraðilinn. Fjölskyldan á líka að veita ást og umhyggju. 13.Hún er ekki lengur framleiðslueining heldur neyslueining og hluti af félagsmótunarhlutverki hennar hefur færst yfir á opinberar stofnanir, t.d. skóla. 14.Það er hlutverk barnaverndarnefnda að fylgjast með að foreldrar sinni uppeldishlutverki sínu. Þeim er sértsaklega ætlað að taka á málum sem snerta vanrækslu og hegðunarvandamál og er ætlað að blanda sér í mál þar sem börn og unglingar fá ekki þá félagsmótun sem þeim ber. 15.Svarið sjálf.