thjodfelagsfraedi_svor_2.hluti_2010

Page 1

Hugtök á bls 74. Atvinnuþátttaka Þátttaka einstaklinga í atvinnulífinu ( vinna utan heimilis) Kynbundin verkaskipting Þegar það þykir sjálfsagt að karlar geri ákveðin verk og konur önnur á heimili. Fæðingarorlof Frí á launum sem foreldrar geta fengið þegar barn fæðist í fjölskyldu Vinnumenning Að það þyki sjálfsagt að karlar vinni lengri vinnutíma utan heimilis en konur og taka þar af leiðandi minna þátt í heimilisstörfum. ,, hinn nýi maður“ Hann deilir heimilisstörfunum og barnauppeldi jafnt milli sín og makans

Gildi Gildi þýðir allar hugmyndir um það sem þykir gott eða æskilegt.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna Samkomulag sem þjóðir innan Sameinuðu Þjóðanna gerðu með sér um réttindi og skyldur barna. Sjálfræði Þýðir að þú ræður yfir eigin peningum og þú ræður líka persónulegum högum þínum. Sjálfræðisaldurinn er 18 ára. Húsagi Tilskipun um barnaupppeldi og skyldur og réttindi bænda og vinnufólks Sakhæfi


Það að vera sakhæfur þýðir að þá megi refsa þér sem fullorðnum fyrir að brjóta lög. Sakhæfi er við 15 ára aldur Tjáningarfrelsi Þú mátt segja eða skrifa hvað sem þú vilt en berð ábyrgð orðum þínum og hægt er að refsa þér ef þú ferð yfir mörkin. Ærumeiðing Þegar þú ræðst á sjálfsvirðingu fólks eða reynir að sverta það í augum annarra. Bastillan Fangelsi í Frakklandi þar sem pólitískir fangar voru lokaðir inni. Amnesty International Samtök fólks sem fylgist vel með að mannréttindi séu virt í heiminum. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna Samningur milli þjóða þar sem lýst er mörgum réttindum sem eiga að gilda um allt mannkynið . Grunnþarfir Það sem maðurinn getur ekki verið án svo sem matur og fl. Þarfapýramidi Maslows Maslow skipti þörfum mannsins niður eftir mikilvægi 1. Líffræðilegar þarfir 2. Öryggisþarfir 3. Félagslegar þarfir 4. Þörf fyrir sjálfsvirðingu 5. Þörf fyrir lífsfyllingu. Líffræðilegar þarfir Matur, svefn, vatn, súrefni og fl.

Maslow rannsakaði mannlegar þarfir og raðaði þeim í píramída. Neðstar eru grunnþarfirnar sem við þurfum til að lifa af. Æðsta þörfin er lífsfylling en hún næst ekki nema hinum þörfunum sé fullnægt.


Spurningar á bls. 74. Mörgum spurninganna er þegar búið að svara með hugtökunum. 6. Búið að svara. 7. Til þess að hægt sé að svifta fólk sjálfræði þarf eftirfarandi að vera til staðar. 1. Heilsubrestur( andlegur vanþroski, ellisljóleiki eða geðsjúkdómur) 2. Ofdrykkja eða neystla ávanabindandi lyfja ( fíkniefna) Foreldrar geta ekki svift barnið sitt sjálfræði en geta fengið yfirvöld til að gera það. 9.

Tilvalið til umræðna í bekknum.

11.

Barist var fyrir frelsi , jafnrétti og bræðralagi. Franska byltingin hafði áhrif á stjórnarskrá Íslands þegar hún var samin 1874.

12. Fólk á að hafa rétt á að fá grundvallarþörfum sínum fullnægt. Og getað tekið þátt í að stjórna landinu sem það býr í. ( kosningar) en það er langt frá því allir sem búa við slík réttindi í dag. 14, 15 og 16 eru tilvaldar til umræðna í bekknum 17 . 18. 19.

Búið að svara með hugtökunum Búið að svara Markmið Barnasáttmálans er að vernda börn og unglinga og tryggja þeim sem best lífsskilyrði.


Hugtök á bls 88 Brottfall Það er talað um brottfall nemenda þegar þeir hætta í námi áður en þeir klára framhaldsskóla OECD Efnahags framfarastofnun og Evrópu Lögverndað starfsheiti Þegar þeir einir sem hafa menntað sig til starfins geta notað starfsheitið s.br. læknir, prestur .......... Jafnrétti til náms Að allir eigi sömu möguleika á að mennta sig. Iðnbylting Þegar farið var að nota vélar til að framleiða vörur og um leið varð til möguleiki á fjöldaframleiðslu. Menn fóru að nota nýjar orkulindir og nýtt hráefni sem ekki hafði verið notað áður.

Upplýsingabylting Miklu auðveldara er nú að nálgast allar upplýsingar t.d á internetinu. Það verður til þess að gerðar eru meiri kröfur til þess að fólk læri nýjar vinnuaðferðir t.d. tölvunám.


Sýndarveruleikaskólastofa Hugtök eins og sýndarveruleikaskólastofa vísa til þess að hermilíkön af veruleikanum eru sífellt meira notuð .

Formleg menntun 1. Skólinn sér þér fyrir formlegri menntun. Óformleg menntun fer fram utan veggja skólans, þú lærir eitt og annað við að taka þátt í lífinu. Raunhæfni þýðir öll samanlögð menntun sem þú hefur.

Dulda námskráin Í skólum læra nemendur ýmislegt sem ekki stendur í námsskrá, t.d hvernig við umgöngumst hvert annað, samstarf og tillitsemi.

Spurningar á bls 88. 2. Svari hver fyrir sig...... 3. Allir nemendur sem lokið hafa grunnskóla eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla. Í framhaldsskólunum eru sett inntökuskilyrði sem nemandinn verður að uppfylla (t.d. lágmarksárangur í ákv. námsgreinum) vilji hann hefja nám á annarri braut en almennri braut. 4. T.d. kyn, fjárhagur, aldur, bakgrunnur fjölskyldunnar og búseta.

5. Menntun fór mestmegnis fram innan fjölskyldunnar. Aðallega var um starfsmenntun að ræða og störf voru mjög kynbundin. Efnahagur réði því hvort karlar fengju bóklega fræðslu en konur voru ekki taldar þurfa á annarri menntun að halda en þeirri sem tengdist heimilisstörfum.


6. Nei. Á Íslandi varð raunverulegt jafnrétti kynjanna til náms ekki að veruleika fyrr en um miðja 20. öld

7. Foreldrar eru oft hræddir um að ársfrí geti leitt til þess að þú hættir alveg í skóla eða að það verði of erfitt fyrir þig að byrja aftur í skóla. Það getur vissulega verið að þú ættir erfitt að venjast því að hafa minni peninga milli handanna þegar eða ef þú byrjar í skóla aftur. 8. Upplögð spurning til umræðna í bekknum. 9. Vinnan gefur þér tekjur, rétt á sumarleyfum og öðrum fríum, orlofspeninga, lífeyrisrétt, þátttökurétt í stéttarfélagi og stjórnmálaleg áhrif. 10.Sjá hugtök 11.Sjá hugtök 12.Sjá hugtök 13.Vegna þess hve tækni og þekking breytist ört er nauðsynlegt að halda við menntun sinni. Ævilangt nám er staðreynd og það fer ekki aðeins fram í skólanum heldur líka á vinnustöðum og í frítíma fólks. 14.Upplagt umræðuefni 15.Persónubundin svör 16.Persónubundin svör 17.Persónubundin svör 18.Persónubundin svör


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.