NÁMSVÍSÍR VÁLGREÍNÁR 8.-10. BEKKUR
20122013
Námsvísir Valgreinar 8.-10. bekk 2012-2013
EFNISYFIRLIT BOLTAVAL ................................................................................................................................................3 EÐLISFRÆÐI .............................................................................................................................................3 EFNAFRÆÐI ..............................................................................................................................................4 FÉLAGSMÁLAVAL ...................................................................................................................................5 FIRST LEGO LEAGUE ..............................................................................................................................6 FJÁRMÁL UNGLINGA ..............................................................................................................................7 GLERBRÆÐSLA-GLERLIST ...................................................................................................................7 MATREIÐSLA............................................................................................................................................8 HEIMSPEKI................................................................................................................................................9 ÍÞRÓTTAFRÆÐI ......................................................................................................................................9 KVIKMYNDAFRÆÐI ............................................................................................................................ 10 LEIR .......................................................................................................................................................... 11 LÍKAMSRÆKT ....................................................................................................................................... 12 MANGA TEIKNING OG EFTIRVINNSLA Í PHOTOSHOP............................................................. 12 MYNDLIST I ............................................................................................................................................ 13 NÁMSTÆKNI - NÁMS- OG STARFSFRÆÐSLA Í 10. BEKK ........................................................ 14 PHOTOSHOP .......................................................................................................................................... 15 PRJÓN 1 ................................................................................................................................................... 16 TEXTÍLMENNT- .................................................................................................................................... 17
1
2
Námsvísir Valgreinar 8.-10. Bekk 2012-2013 RAFMAGN OG SMÍÐI ........................................................................................................................... 17 GOOGLE SKETCHUP ............................................................................................................................ 18 SKÓLAHREYSTI .................................................................................................................................... 19 SPÆNSKA ................................................................................................................................................ 19 STJÖRNUFRÆÐI ................................................................................................................................... 20 SUNDVAL ................................................................................................................................................ 21 TEIKNING – VAL ................................................................................................................................... 22 VÉLRITUN............................................................................................................................................... 23 VÉLSAUMUR OG HÖNNUN ................................................................................................................ 23 VÖRUHÖNNUN ...................................................................................................................................... 24 ÞÝSKA ...................................................................................................................................................... 24
Námsvísir Valgreinar 8.-10. bekk 2012-2013
Boltaval Markmið: - Að nemendur kynnist helstu boltagreinum . - Að nemendur auki leikfræðilegan skilning á boltagreinunum. - Að nemendur læri reglur þessara boltagreina. -Að nemendur fái aukna hreyfingu.
Kennslufyrirkomulag: Kenndar eru tvær samfelldar kennslustundir í sal. Í upphafi kennslustundar er tekin góð upphitun og svo er farið í boltagrein. Ef kennt er fræðilegur hluti t.d. reglur eða leikskipulag er það gert á töflu í íþróttasalnum.
Námsefni: Glærur frá kennara.
Námsmat: Virk þátttaka gildir 100 % í áfanga þessum.
Eðlisfræði Markmið Nemandi á að lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndmál úr honum. unnið sjálfstætt við öflun upplýsinga og hagnýtt sér ýmsar leiðir til þess. skráð og unnið úr gögnum, sjálfstætt og í samstarfi, samkvæmt beinum fyrirmælum eða eftir eigin hugmynd. beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins miðað við sinn aldur. gefið dæmi um þarfir mannsins og tæknilausnir í nánasta umhverfi og samfélagi. beitt hugtökunum kraftur, hreyfing og hröðun t.d. í samhengi við umferðaröryggi. lýst helstu gerðum einfaldra véla og tækja og greint á milli þeirra í samsettum vélum lýst eðli og orsökum hreyfinga, s.s. ferð, hraða og hröðun og geta skilgreint og unnið með hugtakið kraft í sambandi við annað lögmál Newtons þekki þyngdarlögmálið og vita að þyngdarkraftur verkar á milli allra hluta beitt hugtökunum vinna, orka og afl og lýst tengslum milli þeirra unnið með hugtök eins og kraftur, þrýstingur, flotkraftur og eðlismassi og beitt þekkingunni á dæmi úr daglegu lífi
3
4
Námsvísir Valgreinar 8.-10. Bekk 2012-2013
lýst helstu skrefum í vísindalegri aðferð öðlist skilning á einingum metrakerfisins og SI-kerfisins og geta notað þær við mælinga æfast í verklegum æfingum
Kennslufyrirkomulag Kennslan fer fram með fyrirlestrum og innlögn á töflu, verklegum tímum í náttúrufræðistofu og í tölvuveri skólans. Notast verður við sem fjölbreytilegastar kennsluaðferðir og reynt að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum með því að láta þá vinna verkleg verkefni og einnig að nýta sér upplýsingatækni s.s.að nýta sér námsvefi til þess að afla sér upplýsinga í eðlisfræði
Námsefni Kraftur og hreyfing eftir Dean Hurd o.fl. Ljósritað efni frá kennara Námsvefir í eðlisfræði
Námsmat 90 % Verkefni, virkni í tímum 10% almenn hegðun í tímum
Efnafræði Markmið Nemandi á að geta lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndmál úr honum. geta unnið sjálfstætt við öflun upplýsinga og hagnýtt sér ýmsar leiðir til þess. geta skráð og unnið úr gögnum, sjálfstætt og í samstarfi, samkvæmt beinum fyrirmælum eða eftir eigin hugmynd. geta beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins miðað við sinn aldur. geta notað frumeindakenninguna til að útskýra fyrirbæri, þar á meðal efnabreytingar og hamskipti. geta sagt frá lotukerfinu í ljósi eiginleika efna. skilja muninn á frumefni, efnasambandi og efnablöndu vita hvernig frumefni eru táknuð og hvað formúla efnis merkir vita úr hvaða öreindum frumeindin er gerð skilja hvernig frumeindir geta breyst í jónir átta sig á helstu sérkennum hreinna efna skilja að heildarmassi efna, sem taka þátt í efnabreytingu, helst óbreyttur skilja að frumeindir varðveitast þó að efni taki breytingum
Námsvísir Valgreinar 8.-10. bekk 2012-2013
skilja hugtakið efnajafna skilja hvað stilling efnajafna felur í sér og geta stillt einfaldar efnajöfnur æfast í að gera tilraunir í efnafræði
Kennslufyrirkomulag Kennslan fer fram með fyrirlestrum og innlögn á töflu, verklegum tímum í náttúrufræðistofu og í tölvuveri skólans. Notast verður við sem fjölbreytilegastar kennsluaðferðir og reynt að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum með því að láta þá vinna verkleg verkefni og einnig að nýta sér upplýsingatækni s.s.að nýta sér námsvefi við það að stilla efnajöfnur.
Námsefni Efnafræði eftir Þórir Ólafson Ljósritað efni frá kennara
Námsmat 90 % Verkefni, virkni í tímum 10% almenn hegðun í tímum
Félagsmálaval Markmið: Að nemandi: sé meðvitaður um þátt tilfinninga í öllum samskiptum geri sér grein fyrir gildi og verðmæti jákvæðs áreitis geri sér grein fyrir hugsanlegum áhrifum og afleiðingum misbeitingar og neikvæðra áreita fyrir þolanda sé meðvitaður um margvísleg reglukerfi sem gilda í samskiptum einstaklinga og í umhverfinu sé fær um að hafa jafnrétti að leiðarljósi í samskiptum geti tjáð og rökrætt hugsanir sínar, skoðanir, tilfinningar og væntingar til að komast að sameiginlegri niðurstöðu sýni sjálfsaga og sjálfstraust í margvíslegum samskiptum í daglegu lífi, til að mynda í persónulegum og ópersónulegum samskiptum, samskiptum við jafningja, foreldra, kennara og aðra sé fær um að beita gagnrýninni hugsun í samskiptum, skapandi starfi, við að setja sér markmið og taka ákvarðanir skilji gildi þess að rækta frumkvæði sitt og sköpunargáfu á eigin forsendum geti tjáð og fært rök fyrir hugsunum sínum og skoðunum á formlegum fundi geti sett sér fyrir sjónir margvísleg vandamál og fundið eigin lausnir á þeim læri að meta ráðstöfun eigin tekna með tilliti til nauðsynja og annarra útgjalda öðlist færni í ópersónulegum samskiptum
5
6
Námsvísir Valgreinar 8.-10. Bekk 2012-2013
læri að íhuga á gagnrýninn hátt langanir sínar, væntingar og sérstöðu til að öðlast aukna sjálfsþekkingu þjálfist í fundarsköpum, ræðumennsku, skipulagsvinnu, lýðræðislegum vinnubrögðum í hópastarfi. stuðli að sjálfstæðum vinnubrögðum og ábyrgð. byggi upp heilbrigða sjálfsmynd hjálpi til við undirbúning við Skrekk og árshátíð
Kennslufyrirkomulag: Félagsmálaval mun aðstoða við undirbúning á Skrekk og sjá um árshátíð. Kennslan verður í formi fyrirlestra og verkefnavinnu, bæði vinnubókavinnu og verkefni með framsögn. Einnig verður horft á alls kyns heimildarmyndir og fræðslumyndbönd
Námsmat: Virkni, samvinna, kurteisi eru metin til einkunnar.
First Lego League Markmið Markmið með þessu verkefni eru m.a. að nemendur : þjálfist í að rannsaka og leysa raunverulegt vandamál sem byggir á þema áskorunarinnar læri að kynna rannsóknir sínar og lausnir kunni að smíða sjálfvirkt vélmenni með verkfræðilegum aðferðum geti skráð niður ferli verkefnisins og kynnt það
Kennslufyrirkomulag Kennsla felst í því að undirbúa nemendur fyrir First Lego League keppnina sem haldin verður í janúar nk. Keppnin er haldin á vegum verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Keilis og Barnasmiðjunnar. Þar er keppt í 6 þáttum. Besta rannsóknarverkefnið (árlega er valið þema sem snýr að einhverju aðkallandi verkefni í umhverfi okkar) Besta hönnun og forritun á vélmenni (það lið sem nær bestum árangri miðað við tíma í þrautabraut) Besta dagbókin (Dagbók haldin um ferli verkefnisins) Besta skemmtiatriði (hvert lið kemur með heimatilbúið skemmtiatriði) Besta liðsheildin Besta lausn í þrautabraut (óháð tíma )
Námsvísir Valgreinar 8.-10. bekk 2012-2013
Kennsla verður einu sinni í viku í þar sem unnið verður eftir markmiðum keppninnar. Nemendur vinna í hópum eða einslega eftir því sem verkefnin þróast. Farið verður í vettvangsheimsókn í tengslum við þema verkefnisins.
Námsefni Lego-þjarkur og Lego Mindstorms forrit. Word Press vefumsjónarkerfi og leitarvélar, ritvinnsluforrit o.fl. sem hjálpar til við undirbúning að keppninni.
Námsmat Vinna í tímum, s.s. frumkvæði, vinnubrögð og ástundun.
Fjármál unglinga Markmið að nemendur:
kynnist hugtakinu fjármál á einfaldan og fræðandi hátt fræðist um meðhöndlun peninga á skynsaman hátt læri að leita sér upplýsinga um eigin fjármál og viti hvar má nálgast þær upplýsingar kynnist og hafi innsýn í fjármálaumhverfi einstaklinga og samfélags átti sig á mikilvægi þess að geta skipulagt eigin fjármál og gera sér grein fyrir kostnaði við heimilisrekstur
Kennslufyrirkomulag Kennt einu sinni í viku tvær kennslustundir í senn. Kennsla verður í umræðuformi en einnig byggð á upplýsingaleit nemenda þar sem reynir á sjálfstæð vinnubrögð.
Námsefni Hvað kosta ég; Fjármál fyrir ungt fólk, www.Fjármálaskólinn.is, Auraráð; vinnuhefti um fjármál, Raunveruleikurinn; vefleikur fyrir nemendur, efni frá kennara
Námsmat Virkni og vinnusemi í tímum gildir til einkunnar sem og verkefni og heimavinna. Virkni og vinnusemi í tímum ....................................50%, verkefni .....................................................................40% heimavinna ...............................................................10%
Glerbræðsla-glerlist Markmið að nemendur kynnist mismunandi aðferðum við glervinnu nái leikni við glerskurð og lóðun sýni nákvæm og vandvirk vinnubrögð séu frumlegir og skapandi
7
8
Námsvísir Valgreinar 8.-10. Bekk 2012-2013
Kennslufyrirkomulag Verkefni frá kennara eru lögð fyrir nemendur en hver og einn nemandi setur sinn persónulega svip á verkefnið. Innlögn nýrra atriða og upprifjun er í upphafi hverrar kennslustundar og eftir þörfum.
Námsefni: Unnið verður með fjölbreyttar aðferðir við glervinnu. Glermynd í glugga með Tiffanys aðferð úr lituðu gleri. Glermósaík veggmynd, rammi, spegill, kertaglas, blómapottur. Glerbræðsla veggmynd, kertastjaki, skál, bakki. Nemendur steypa og skera út eigið mót til glerbræðslu. Lögð er áhersla á vandvirkni, handlagni, listræna útfærslu og sjálfstæð vinnubrögð.
Námsmat Gefin er vinnueinkunn. Virkni í tímum 40%, verkefni 60 %.
Matreiðsla Megináherslan verður á bakstur og helstu bakstursaðferðir teknar fyrir. S.s. gerbakstur, hrært deig, þeytt og hnoðað. Nokkrir auðveldir, hollir réttir verða einnig matreiddir.
Markmið að nemendur þjálfist í að vinna sjálfstætt og geti farið eftir uppskriftum tileinki sér að hreinlæti, góð vinnubrögð og gott skipulag við matargerð þjálfist í að halda vinnusvæði, tækjum og áhöldum hreinum þjálfist í að vinna sjálfstætt og með öðrum kynnist og þjálfi helstu aðferðir í bakstri matreiði holla einfalda rétti
Kennslufyrirkomulag
nemendur fá sýnikennslu og munnlega fræðslu um viðfangsefnin nemendur baka og matreiða áhersla lögð á að ganga vel frá, á vinnusvæði lögð er áhersla á samvinnu nemenda í kennslustundum
Námsefni Ýmsar uppskriftir og fræðsluefni frá kennara.
Námsmat Símat þar sem: iðni og afköst, verkfærni, umgengni og framkoma er metin reglulega.
Námsvísir Valgreinar 8.-10. bekk 2012-2013
Heimspeki Markmiðið að nemendur: kynnist frumkvöðlum heimspekinnar og hugmyndum þeirra velti fyrir sér viðhorfum sínum og skoðunum fái tækifæri til að leggja stund á rökræður í hópi temji sér gagnrýna hugsun kynnist rökfræði æfist í að skoða ágreiningsmál frá fleiru en einu sjónarhorni þjálfist í að gagnrýna skoðanir annarra á uppbyggilegan hátt
Kennslufyrirkomulag Nemendur vinna ýmist í hóp, pörum eða hver um sig. Lögð verða fyrir verkefni sem nemendur vinna í tímum en einnig verða heimverkefni nokkrum sinnum yfir önnina. Nemendur safna öllum verkefnum saman í vinnubók sem skilað er til kennara í lok annar. Nemendur vinna lokaverkefni á hvorri önn. Áhersla verður lögð á að fá nemendur til að opna sig fyrir nýjum aðferðum og vinna skipulega með hugmyndir sínar.
Námsefni Unnið verður með kafla úr skáldsögum auk verkefna frá kennara og af skólavefnum.
Námsmat Haustönn : Frammistaða og frumkvæði í tímum 20%, hópverkefni 20%, verkefnamappa 40%, 20% lokaverkefni. Vorönn: Einkunn samanstendur af námsmati haustannar 50% og vorannar 50% (sama fyrirkomulag og á haustönn).
Íþróttafræði Markmið:
-Að nemendur skilji út á hvað upphitun gengur og hvernig henni skal háttað. -Að nemendur læri um þjálfun og þjálfunaráætlanir mismunandi íþróttagreina. -Að nemendur læri um snerpu og snerpuþjálfun. -Að nemendur læri um teygjur og liðleikaþjálfun. Að nemendur læri inngang að lífeðlis- og líffærafræði íþróttanna. Að nemendur læri um algengustu meiðsl og þjálfunarvandamál. -Að nemendur skyggnist í íþróttasálfræði og mikilvægi hennar -Að nemendur fái aukna hreyfingu.
Kennslufyrirkomulag: Kennt er í tveimur samfelldum kennslustundum. Sú fyrri er bókleg og fer fram í kennslustofu, sú síðari fer fram í íþróttasal og þar er annaðhvort farið yfir efni bóklega tímans eða stunduð ákveðin íþróttagrein.
9
10
Námsvísir Valgreinar 8.-10. Bekk 2012-2013
Námsefni: Hreyfing og hreysti eftir Sólveigu Þráinsdóttur.
Námsmat: Virk þátttaka gildir 60 % í áfanga þessum og bóklegt próf í lok annar gildir 40%.
Kvikmyndafræði Markmið: Að nemandi: kynnist hinum mörgu greinum kvikmyndanna kynnist upphafi og þróun kvikmyndanna velti kvikmyndinni fyrir sér sem listformi geti gagnrýnt kvikmyndir kynni sér gagnrýni á ákveðnar tegundir kvikmynda kynni sér íslenska kvikmyndir
Kennslufyrirkomulag: Kennslan verður í formi fyrirlestra og verkefnavinnu, bæði vinnubókavinnu og verkefni með framsögn. Horft verður á þær kvikmyndir sem verða til umfjöllunar.
Námsmat: Vetrareinkunn 100% 50% virkni í tímum 50 % blog
Leiklist Markmið: Að nemandi geti: valið milli mismunandi aðferða við sviðssetningu, bæði hvað varðar frásagnarform og leikstíl, prófað sig áfram og tekið sjálfstæðar ákvarðanir í sköpunarferlinu Skrásett eigið vinnuferli og miðlað hugmyndum á fjölbeyttan hátt Sett sig í spor annarra í leikrænu ferli og nýtt sér það til þess að dýpka skilning sinn á viðfangsefninu, sér sjálfum og öðru fólki nýtt leikspuna sem verkfæri til sköpunar. tjáð sig skýrt og af öryggi fyrir framan áhorfendur með tilfinningu fyrir þáttum eins og augnsambandi, rými, radd- og líkamsbeitingu. sett á svið skrifaða og frumsamda leikþætti í virku samstarfi við aðra nemendur túlkað leikpersónu á sviði
Námsvísir Valgreinar 8.-10. bekk 2012-2013
Skrifað handrit að stuttu leikverki þar sem beitt er grunnatriðum við uppsetningu leikhandrits fyrir svið og myndmiðla. beitt tækni leikhússins (s.s. ljósum, leikhljóðum, búningum, leikmynd, leikmunum) á markvissan hátt til þess að skapa merkingu, spennu og stemningu á sviði
Kennslufyrirkomulag: Fyrir áramót vinna nemendur að Skrekk. Atriðið þurfa þau að semja sjálf með samvinnu. Búningar, leikmynd, förðun er einnig í höndum nemenda. Fyrstu tímarnir fara í hugstormun en svo hefjast æfingar undir leiðsögn kennara. Eftir áramót er unnið að árshátíðarleikriti. Nemendur vinna hugmyndavinnu sjálfir og sjá síðan alfarið um búninga, sviðsmynd og förðun. Æfingar verða undir leiðsögn kennara.
Námsmat: Virkni, samvinna, kurteisi eru metin til einkunnar.
Leir Markmið Að nemendur: sýni frumkvæði, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð geti viðhaft jákvæða og uppbyggjandi gagnrýni og tekið þátt í umræðum um eigin verk og annarra. geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni og gangi vel um stofuna fái aðstoð við að útfæra persónulega sköpun og hvatningu til að þróa verkefni sín byggi upp jákvætt jákvætt hugarfar gagnvart myndlist sem eykur möguleika þeirra á að verða gagnrýnir áhorfendur og njótendur lista síðar meir læri þrjár algengar leirmótunaraðferðir læri meðferð og meðhöndlun leirhluta fyrir og eftir brennslu læri að nota leirliti og glerunga á hrábrenndan leir
Kennslufyrirkomulag Nemendur sækja áfangann ýmist á haust- eða vorönn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn. Hámarksfjöldi í hóp eru 12 nemendur. Nemendur fá að vinna bæði með jarðleir og steinleir. Lögð er áhersla á hugmyndavinnu en nemendur þurfa að skila 2-3 fullgerðum hlutum í lok annar. Farið verður í formfræði og byggingu og rætt um tilgang hluta og útlit. Útfærsla verkefna er einstaklingsbundin og í samráði við kennara. Ef tími vinnst til verður farið í heimsókn á vinnustofu listamanns eða listasafn.
Námsefni Ýmis námsgögn verða notuð, s.s. myndlistarbækur, myndir, vefefni og annað efni frá kennara.
11
12
Námsvísir Valgreinar 8.-10. Bekk 2012-2013
Námsmat: Byggir á verkefnum nemenda, virkni í tímum, frumkvæði og vinnulagi. Gefið er í heilum og hálfum tölum.
Líkamsrækt Markmið:
-Að nemendur læri umgengni og æskilega hegðun á líkamsræktarstöð. -Að nemendur læri á notkun brennslutækja s.s hlaupabretta, skíðatækja, hjóla og fl. -Að nemendur læri á tækin og lóðin. -Að nemendur læri rétta líkamsbeitingu við æfingar. -Að nemendur læri að æfa eftir þjálfunaráætlunum. -Að nemendur auki hreysti sitt og fái aukna hreyfingu.
Kennslufyrirkomulag: Kennt er í tveimur samfelldum kennslustundum. Tíminn hefst á upphitun á brennslutæki. Að henni lokinni vinna tveir og tveir saman eftir þjálfunaráætlun. Í enda tímans er niðurlag á brennslutæki og teygjur.
Námsmat: Virk þátttaka gildir 100% í áfanga þessum.
Manga teikning og eftirvinnsla í Photoshop Markmið Að nemendur: sýni kurteisi, tillitsemi og góða framkomu byggi upp jákvætt jákvætt hugarfar gagnvart faginu sem eykur möguleika þeirra á að verða gagnrýnir áhorfendur og njótendur síðar meir geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni og gangi vel um stofuna fái tækifæri til að örva skapandi hugsun, frumkvæði og sjálfstæði í myndrænni vinnu læri að bera ábyrgð á eigin vinnu og ástundun læri að taka sjálfstæðar ákvarðanir á útfærslu og þróun eigin sköpunar temji sér vinnuferli sem felst í hugmyndavinnu, skissugerð, verklegri útfærslu og frágangi til sýningar eða í sýnismöppu læri undirstöðuatriðin í Manga teikningu læri að skanna inn myndir og vinna með layer o.fl. í Photoshop
Námsvísir Valgreinar 8.-10. bekk 2012-2013
noti mismunandi aðferðir og miðla til að rannsaka og kynna sér list og listamenn (t.d. með því að skoða bækur og/eða afla sér upplýsinga í gegnum internetið) þjálfist í að kynna eigin hugmyndir og meta (gagnrýna) verk annarra
Kennslufyrirkomulag: Í Manga teikningu eru tveir valhópar, annar á haustönninni og hinn á vorönninni. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvorn hóp. Í Manga valinu læra nemendur undirstöðuatriðin í Manga teikningu. Flest verkefnin eru einstaklingsverkefni sem nemendur velja sjálfir. Einnig verða verkefni unnin út frá algengum Manga þemum. Hvert verkefni byrjar á hugmyndavinnu þar sem safnað er saman alls konar myndefni sem tengist mangateikningu og þemanu t.d. af netinu og/eða úr bókum til að hafa sem ítarefni og tilvísunarefni. Hverju verkefni lýkur á framsetningu og sýningu á lokaafurðum verkferilsins. Lögð er áhersla á að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin vinnu og temja sér sjálfstæð og öguð vinnubrögð eins og að halda sig innan tímaramma hvers verkefnis, halda verkefnum sínum og gögnum til haga og fara vel með þau efni og áhöld sem notuð eru.
Námsefni Ýmis námsgögn verða notuð, s.s. Mangabækur, myndir og verkefni frá kennara.
Námsmat: Gefin er vetrareinkunn sem byggist á: símati (vinnusemi, vandvirkni, frumkvæði, sjálfstæði, viðhorfum, framkomu og umgengni) verkefnum (vinnuferli, tæknileg færni, skapandi færni)
Myndlist I Markmið Að nemendur: sýni kurteisi, tillitsemi og góða framkomu byggi upp jákvætt jákvætt hugarfar gagnvart faginu sem eykur möguleika þeirra á að verða gagnrýnir áhorfendur og njótendur síðar meir geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni og gangi vel um stofuna fái tækifæri til að örva skapandi hugsun, frumkvæði og sjálfstæði í myndrænni vinnu læri að bera ábyrgð á eigin vinnu og ástundun læri að taka sjálfstæðar ákvarðanir á útfærslu og þróun eigin sköpunar temji sér vinnuferli sem felst í hugmyndavinnu, skissugerð, verklegri útfærslu og frágangi til sýningar eða í sýnismöppu kynnist fjölbreyttum aðferðum og efnivið klassískrar listsköpunar öðlist frekari færni í grunnþáttum myndlistar s.s. teikningu, málun og mótun
13
14
Námsvísir Valgreinar 8.-10. Bekk 2012-2013
noti mismunandi aðferðir og miðla til að rannsaka og kynna sér list og listamenn (t.d. með því að skoða bækur og/eða afla sér upplýsinga í gegnum internetið) þjálfist í að kynna eigin hugmyndir og meta (gagnrýna) verk annarra
Kennslufyrirkomulag: Í Myndlist I eru tveir valhópar, annar á haustönninni og hinn á vorönninni. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32-36 kennslustundir fyrir hvorn hóp. Í Myndlist I eru unnin fjölbreytt verkefni sem kenna og þjálfa lögmál og frumþætti myndlistar og veita innsýn í listasöguna og list þekktra listamanna, innlendra sem erlendra. Flest verkefnin eru einstaklingsverkefni sem nemendur velja sjálfir. Einnig verða verkefni unnin út frá þemum. Hvert verkefni byrjar á hugmyndavinnu þar sem safnað er saman alls konar myndefni sem tengist mangateikningu og þemanu t.d. af netinu og/eða úr bókum til að hafa sem ítarefni og tilvísunarefni. Hverju verkefni lýkur á framsetningu og sýningu á lokaafurðum verkferilsins. Lögð er áhersla á að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin vinnu og temja sér sjálfstæð og öguð vinnubrögð eins og að halda sig innan tímaramma hvers verkefnis, halda verkefnum sínum og gögnum til haga og fara vel með þau efni og áhöld sem notuð eru.
Námsefni Ýmis námsgögn verða notuð, s.s. myndlistarbækur, myndir og verkefni frá kennara.
Námsmat: Gefin er vetrareinkunn sem byggist á: símati (vinnusemi, vandvirkni, frumkvæði, sjálfstæði, viðhorfum, framkomu og umgengni) verkefnum (vinnuferli, tæknileg færni, skapandi færni)
Námstækni - náms- og starfsfræðsla í 10. bekk Markmið: Aðalmarkmið náms- og starfsfræðslu er að búa nemendur unir frekara nám og starf með markvissri fræðslu, kynna fyrir þeim það nám sem í boði er að loknu skyldunámi, kynna fyrir nemendum atvinnulífið og hvernig nám býr fólk undir fjölþætt störf sem bjóðast í samfélaginu.
Nemendur:
læra árangursríkar námsaðferðir, námsvenjur og námsstíl. öðlast betri skilning á sjálfum sér og sinni hæfni. kynnast árangursríkum námsaðferðum meta og endurskoða náms- og lífsvenjur sem geta haft áhrif á nám þeirra læra ákvarðanatöku út frá eigin áhuga og hæfni kynnast margvíslegu námi og starfi
Námsvísir Valgreinar 8.-10. bekk 2012-2013
Kennslufyrirkomulag Farið verður í skipulagningu á tíma, setja niður heimanám og undirbúning í samhengi við aðra þætti lífsins. Skoðaðar lífsvenjur sem hafa áhrif á árangur í námi, til dæmis svefn- og námsvenjur, lestraraðferðir, glósugerð, ritgerðasmíð, námstækni, prófundirbúning og próftöku. Nemendur verður hjálpað að vinna á prófkvíða, venja sig á jákvætt hugafar og líðan, kennd ákvarðanataka og að setja sér raunhæf markmið. Einnig verður farið í kynningu á náms- og starfsvali til að auðvelda nemendum val á námi að loknum grunnskóla.
Námsefni: Stefnan sett eftir Helgu Helgadóttur Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla eftir Sigrúnu Ágústsdóttur Margt er um að velja eftir Berglindi Helgu Sigurþórsdóttur og Helgu Helgadóttur Námsefni frá kennara
Námsmat: Verkefni: 70% Ritgerð: 20% Virkni: 10%
Photoshop Markmið Að nemendur: sýni kurteisi, tillitsemi og góða framkomu byggi upp jákvætt jákvætt hugarfar gagnvart faginu sem eykur möguleika þeirra á að verða gagnrýnir áhorfendur og njótendur síðar meir geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni og gangi vel um stofuna fái tækifæri til að örva skapandi hugsun, frumkvæði og sjálfstæði í myndrænni vinnu læri að bera ábyrgð á eigin vinnu og ástundun læri að taka sjálfstæðar ákvarðanir á útfærslu og þróun eigin sköpunar læri að nota helstu tól og aðgerðir í Photoshop s.s. valmerkingar, lög (layers), maska, klónun, myndblöndun, breyta/laga lit, breyta lögun og áferð þjálfist í að kynna eigin hugmyndir og meta (gagnrýna) verk annarra
Kennslufyrirkomulag: Í Photoshop er einn valhópur á vorönninni. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 32 kennslustundir. Í Photoshopvalinu læra nemendur undurstöðuatriðin í forritinu Photoshop með því að vinna verkefni af netinu og/eða úr bókum. Skoðuð eru mynddæmi um Photomanipulation (myndblöndun) og fá innsýn í þá óteljandi möguleika sem myndvinnsla og myndblöndun í Photoshop hefur upp á að bjóða. Hvert verkefni byrjar á hugmynda- og undirbúningsvinnu þar sem
15
16
Námsvísir Valgreinar 8.-10. Bekk 2012-2013
nemendur viða að sér upplýsingum, ítarefni, útvega sér ljósmyndir (annað hvort sínar eigin eða af netinu) til að vinna með. Lögð er áhersla á að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin vinnu og temja sér sjálfstæð og öguð vinnubrögð eins og að halda sig innan tímaramma hvers þema eða verkefnis, halda verkefnum sínum og gögnum til haga og fara vel með þann tækjakost sem notaður er.
Námsefni Ýmis námsgögn og verkefni verða notuð, aðallega af netinu en einnig úr bókum og frá kennara.
Námsmat: Gefin er vetrareinkunn sem byggist á: símati (vinnusemi, vandvirkni, frumkvæði, sjálfstæði, viðhorfum, framkomu og umgengni) verkefnum (vinnuferli, tæknileg færni, skapandi færni)
Prjón 1 Markmiðið að nemandi: geti lesið prjónauppskriftir og unnið eftir þeim vinni sjálfstætt að eigin textílverki og beiti áunninni þekkingu í prjóni geri sér grein fyrir að öguð vinnubrögð eru mikilvægur þáttur í handverki geti nýtt sér orðaforða textílgreinarinnar sýni frumkvæði að verkefnum og verkefnavali öðlist nokkra þekkingu í vefjarefnafræði
Kennslufyrirkomulag: Nemendur í 8., 9. og 10. bekk eru saman í hóp. Kennslutíminn eru tvær kennslustundir og eru nemendur hálfan vetur í senn. Allir nemendur eiga að útbúa sér möppu með 8 mismunandi prjónaprufum. Nemendur geta unnið sjálfstætt að möppugerðinni. Síðan geta nemendur valið sér verkefni og nýta þá áunna þekkingu sem þeir öðluðust við möppugerðina í þau. Einstaklingskennsla er viðhöfð í öllum tímum. Nemendur eiga að prjóna heima.
Námsefni: Ýmsar uppskriftabækur og blöð sem til eru í textílstofunni.
Námsmat: Mappa: prufur, útlit, frágangur 60% Önnur verkefni, eftir möppugerð 20% Vinnusemi í tímum 20% Samtals
100%
Námsvísir Valgreinar 8.-10. bekk 2012-2013
TextílmenntMarkmiðið er að nemandi: vinni sjálfstætt að eigin textílverki og beiti áunninni þekkingu í hekli, prjóni, vélsaumi o.fl. geti beitt helstu áhöldum, verkfærum og tækjum sem notuð eru við textílvinnu sýni frumkvæði að verkefnum og verkefnavali geri sér grein fyrir að öguð vinnubrögð eru mikilvægur þáttur í handverki öðlist nokkra þekkingu í vefjarefnafræði geri sér grein fyrir áhrifamætti tískunnar og að fatnaður hefur mismunandi tákn og tjáningarmáta
Kennslufyrirkomulag: Nemendur í 8., 9. og 10. bekk eru saman í hóp. Kennslutíminn eru tvær kennslustundir og eru nemendur hálfan vetur í senn. Nemendur hafa frjálsar hendur við verkefnaval í samráði við kennara þó með tilliti til þess að nemandinn öðlist nýja færni á einhverju sviði með verkefninu. Gerðar eru meiri kröfur til nemenda um vinnusemi og sjálfstæð vinnubrögð í textílvali en í skyldunámi. Nemendur vinna að miklu leyti sjálfstætt og er þá leiðbeint einum og einum í senn. Nemendur skulu vinna heima ef það hentar verkefninu.
Námsefni: Ýmsar bækur og blöð sem til eru í textílstofunni.
Námsmat: Kunnátta, færni, vinnusemi, vinnubrögð, sjálfstæði og jákvæðni nemenda gagnvart greininni eru metin.
Rafmagn og smíði Markmið að nemendur
smíði hlut sem notast við einfalda rafrás með rofa kunni að nota lóðbolta og tin við einfaldar lóðningar viti hvað rafrás er og geti sagt frá því hvernig hún virkar
Kennslufyrirkomulag Verkefni frá kennara eru lögð fyrir nemendur en hver og einn nemandi setur sinn persónulega svip á verkefnið. Innlögn nýrra atriða og upprifjun er í upphafi hverrar kennslustundar og eftir þörfum.
17
18
Námsvísir Valgreinar 8.-10. Bekk 2012-2013
Námsefni: Nemendur smíða hluti sem nýta rafmagn. Nemendur velja sér verkefni í samráði við kennara. Getur til dæmis verið rafmagnsbíll, rafmagnsbátur, þjófavörn, sólarrafhlöðuverkefni, spurningaspil eða blikkljós.
Námsmat Gefin er vinnueinkunn. Virkni í tímum 40%, verkefni 60 %.
Google SketchUp Markmið Að nemendur: sýni kurteisi, tillitsemi og góða framkomu byggi upp jákvætt jákvætt hugarfar gagnvart faginu sem eykur möguleika þeirra á að verða gagnrýnir áhorfendur og njótendur síðar meir geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni og gangi vel um stofuna fái tækifæri til að örva skapandi hugsun, frumkvæði og sjálfstæði í myndrænni vinnu læri að bera ábyrgð á eigin vinnu og ástundun læri að taka sjálfstæðar ákvarðanir á útfærslu og þróun eigin sköpunar læri að nota sem flest teikniáhöld í Google SketchUp nái nógu góðum tökum á forritinu til að geta teiknað hluti eftir eigin hugmyndum og hönnun þjálfist í að kynna eigin hugmyndir og meta (gagnrýna) verk annarra
Kennslufyrirkomulag: Í Google SketchUp er einn valhópur á haustönninni. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og gerir það u.þ.b. 30 kennslustundir. Í SketchUp læra nemendur að teikna í þrívídd, allt frá einföldum grunnformum til nokkuð flókinna hluta eins og húsa, bíla, húsgagna, skartgripa o.fl.. Hvert verkefni byrjar með innlögn. Í innlögninni er verkefnið kynnt, sýnd mynddæmi og aðferðir útskýrðar með sýnikennslu. Verkefnin eru í flestum tilfellum einstaklingsverkefni og spanna 2-4 kennslustundir. Kennt verður að nota SketchUp 3D Warehouse en þaðan má hlaða niður teikningum eftir aðra og hlaða upp eigin teikningum. Einnig fá nemendur að kynnast möguleikanum að gera hreyfimyndir í forritinu. Lögð er áhersla á að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin vinnu og temja sér sjálfstæð og öguð vinnubrögð eins og að halda sig innan tímaramma hvers verkefnis, halda verkefnum sínum og gögnum til haga og fara vel með þann tækjakost sem notaður er.
Námsefni Ýmis námsgögn og verkefni verða notuð, aðallega af netinu en einnig úr bókum og frá kennara.
Námsvísir Valgreinar 8.-10. bekk 2012-2013
Námsmat: Gefin er vetrareinkunn sem byggist á: símati (vinnusemi, vandvirkni, frumkvæði, sjálfstæði, viðhorfum, framkomu og umgengni) verkefnum (vinnuferli, tæknileg færni, skapandi færni)
Skólahreysti Markmið:
-Að nemendur auki hreysti sitt. -Að nemendur fái tækifæri til að æfa sig fyrir Skólahreysti. -Að nemendur fái aukna hreyfingu.
Kennslufyrirkomulag: Kennt er í tveimur samfelldum kennslustundum. Sú fyrri er yfirleitt þrek þar sem unnið er mikið með þær æfingar sem keppt er í í Skólahreysti. Í þeirri síðari er farið í skemmtilega íþróttagrein.
Námsefni: Námsmat: Virk þátttaka gildir 100 % í áfanga þessum.
Spænska Syllabus subject : Spanish Valáfangi í spænsku Spanish is an optional subject whose educational program is located between 9-10 classes, with consecutive sessions of 40 minutes (80 minutes in total) during Mondays from 13:30 to 14:10 the first one and 14:10 to 14:50 the second one. Valáfangi í spönsku sem kenndur er í tveimur 80 mínútna lotum.
General Objectives: Markmið - Bring the student over to the language and the culture Spanish, gaining a positive attitude towards it. Kynna nemandanum fyrir spönsku, spánskri menningu á jákvæðan hátt. - Understand written and oral Spanish language at a basic level. Fá grunn í skriflegri og munnlegri færni. - Use basic Spanish language, where each student can describe and/or narrate simple aspects of their closest present and environment, express opinions and to cope different situations in daily life related to immediate needs. Nota einföld orð í samtölum, lýsa kunnuglegum hlutum og atburðum daglegs lífs. - Know the Today in Spain (music, movies, novels, sports...). Kynnast menningu Spánar í dag.
19
20
Námsvísir Valgreinar 8.-10. Bekk 2012-2013
Methodology:
Kennslufyrirkomulag
Throughout the academic year, this course will focus on communication and the use of oral language, leaving the written language in the background. It will be used games where students must participate and solve the problems proposed through the use of the language, always at a basic level. Also it will be used music, short film and movie, in Spanish audio. Aðal áhersla verður á talað mál. Leikir, tónlist, stuttmyndir og kvikmyndir verða notaðar til að örva samskipti.
Materials:
Námsefni
- Castro, Francisco. "Español en marcha, curso de español como lengua extranjera"(ed.) Sociedad General Española de Librerías (SGEL) Madrid-Alcobendas 2005, sixth edition 2010. Student book and notebook. sem kennslubók - Filing cards and games designed by the teacher. Kort og spil frá kennara - Projects and interactive content online. Verkefni og gagnvirkar æfingar á netinu
Evaluation:
Námsmat
The evaluation of the course will be continuous. It will assess the following: - Class Notes: 50% of the average. Vinnueinkunn - Attendance (30%) - Active participation (60%) - Notebook (10%) - Test Note: 50% of the average. Prófseinkunn - Oral exam (80%) - Written exam (20%)
Stjörnufræði Markmið Nemandi á að geta lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndmál úr honum. geta unnið sjálfstætt við öflun upplýsinga og hagnýtt sér ýmsar leiðir til þess. geta skráð og unnið úr gögnum, sjálfstætt og í samstarfi, samkvæmt beinum fyrirmælum eða eftir eigin hugmynd. geta beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins miðað við sinn aldur. geta lýst helstu skrefum vísindalegrar aðferðar öðlast skilning á einingum metrakerfisins og SI-kerfisins og geta notað þær við mælingar geta lýst sjónaukum sem stjörnufræðingar nota geta lýst alheiminum í heild og stærstu einingum hans, svo sem vetrabrautum geta lýst einkennum sólstjarna, þróun þeirra og flokkun
Námsvísir Valgreinar 8.-10. bekk 2012-2013
geta gert grein fyrir einkennum helstu hluta í sólkerfinu geta lýst einkennum jarðarinnar og tunglsins
Kennslufyrirkomulag Kennslan fer fram með fyrirlestrum og innlögn á töflu, verklegum tímum í náttúrufræðistofu og í tölvuveri skólans. Notast verður við sem fjölbreytilegastar kennsluaðferðir og reynt að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum með því að láta þá vinna verkleg verkefni og einnig að nýta sér upplýsingatækni s.s.að nýta sér námsvefi til þess að afla sér upplýsinga um alheiminn
Námsefni Sól, tungl og stjörnur eftir Dean Hurd o.fl. Ljósritað efni frá kennara Stjörnufræðivefurinn
Námsmat 90 % Upplýsingarit um sólkerfið, módel af sólkerfinu og virkni í tímum 10% almenn hegðun í tímum
Sundval Markmið að nemendur hafi:
öðlist þekkingu og reynslu til að nýta sér sundiðkun til líkams- og heilsuræktar þekki möguleika sundiðkunar sem almennrar frístundaiðju þekki og tileinki sér öryggis- og skipulagsreglur sundstaða Þjálfa nemendur í æfingum sem viðhalda og bæta samhæfingu hreyfinga.
Kennslufyrirkomulag Bæta tækni í sundaðferðum og auka sundþol.
Námsefni / viðfangsefni: Bringu-, bak-, skrið-, skólabak- og flugsund. Reynt er að höfða sem mest til ánægju nemenda og að gleðin sitji í fyrirrúmi.
Námsmat: 10. sundstig
Bringusund í 20 mínútur (viðstöðulaust): Lágmarksvegalengd 600 metrar. 50 m bringusund, stílsund. Björgun af botni laugar og 25 m björgunarsund. 12 m kafsund, stílsund. Tímataka: o 100 m bringusund o 50 m skriðsund o 50 m baksund o 25 m flugsund
21
22
Námsvísir Valgreinar 8.-10. Bekk 2012-2013
o Ef einn þáttur stigsins næst ekki, telst sundstigi ólokið. Vetrareinkunn og prófseinkunn í lok vetrar og sundstigi Lokið / Ólokið. Nemandi fær afhent sundskírteini í lok vetrar. +
Teikning – val Markmið Að nemendur: sýni frumkvæði, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð geti viðhaft jákvæða og uppbyggjandi gagnrýni og tekið þátt í umræðum um eigin verk og annarra. geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni og gangi vel um stofuna fái aðstoð við að útfæra persónulega sköpun og hvatningu til að þróa verkefni sín byggi upp jákvætt jákvætt hugarfar gagnvart myndlist sem eykur möguleika þeirra á að verða gagnrýnir áhorfendur og njótendur lista síðar meir auki almenna teiknikunnáttu sína kynnist notkun skissubóka sem hluta af vinnuferli læri að þekkja hlutföll mannslíkamans og æfi sig að vinna með þau vinni verkefni þar sem þeir þurfa að beita fjarvídd, skyggingu og áferð
Kennslufyrirkomulag Nemendur sækja áfangann ýmist á haust- eða vorönn. Kennt er einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn. Hámarksfjöldi í hóp eru 12 nemendur. Nemendur vinna með mismunandi teikniblýanta, kol, krítar og önnur teikniáhöld og er áhersla á hugmyndavinnu og skissugerð. Nemendur fá afhenta skissubók í upphafi annar og þurfa að skila í lok hennar. Ætlast er til að hver nemandi skili 2 - 4 litlum skissum í mánuði og vinni með þær í tíma. Farið verður í formfræði, hlutföll, fjarvídd, skyggingu, myndbyggingu og áferð auk annarra aðferða sem hægt er að beita í listsköpun. Útfærsla verkefna er einstaklingsbundin og í samráði við kennara. Ef tími vinnst til verður farið í heimsókn á vinnustofu listamanns eða listasafn.
Námsefni Ýmis námsgögn verða notuð, s.s. myndlistarbækur, myndir, vefefni og annað efni frá kennara.
Námsmat: Byggir á verkefnum nemenda, skissubók, virkni í tímum, frumkvæði og vinnulagi. Gefið er í heilum og hálfum tölum.
Námsvísir Valgreinar 8.-10. bekk 2012-2013
Vélritun Markmið að nemendur: vinni jafnt og þétt að því að ná tökum á réttri fingrasetningu á lyklaborð, tileinki sér blindskrift og réttar vinnustellingar auki hraða og öryggi við innslátt kunni á alla sérlykla á lyklaborði
Kennslufyrirkomulag Nemendur byrja frá grunni í fingrasetningu og æfa markvisst blindskrift ásamt því að venja sig á rétta fingrasetningu. Æfingar miða að því að fjölga lyklum á lyklaborði jafnt og þétt. Kennari brýtur langar kennslustundir upp með vélritunarleikjum og fróðleik. Tekin verða hraðapróf nokkrum sinnum á önninni.
Námsefni Forritin Typing Master og Word.
Námsmat Námsmat byggist á iðn og afköstum, verkfærni, umgegni og framkomu.
Vélsaumur og hönnun Markmið að nemendur Fái góða þjálfun á saumavélina Læri að taka upp snið og sníða Geti saumað einfaldar flíkur/verkefni Geti nýtt sér tæki og áhöld textílgreinarinnar Sýni frumkvæði að verkefnum og verkefnavali Geti unnið nokkuð sjálfstætt Tileinki sér vandvirkni, góða umgegni og rétta meðferð áhalda og véla Hafi ánægju af að búa til og skapa eitthvað í höndunum.
Kennslufyrirkomulag Nemendur velja sér verkefni eftir áhuga og getu í samráð við kennara. Aðallega er um að ræða einstaklingskennslu en stundum eru umræður og sýnikennsla þegar þurfa þykir.
Námsefni Hannyrðir fyrir 3.- 6. bekk. Ýmsar handbækur og sníðablöð.
Námsmat: Gefin er vetrareinkunn sem byggist á vinnusemi, ástundun, vandvirkni og skil á fullkláruðu verkefni.
23
24
Námsvísir Valgreinar 8.-10. Bekk 2012-2013
Vöruhönnun Markmið að nemendur
þrói hugmynd og finni nýjar lausnir teikni hugmyndir fríhendis og í tölvu smíði líkan að eigin hönnun framleiði fullhannaða vöru
Kennslufyrirkomulag Nemendur vinna hugmyndavinnu og hanna söluvænlega vöru. Verkefnin eru ýmist valin af kennara eða nemendum. Sum verkefnin eru eingöngu teiknuð, önnur enda sem líkan og frumgerð búin til af sumum verkefnum.
Námsefni Verkefni frá kennara
Námsmat Gefin er vinnueinkunn. Virkni í tímum 40%, verkefni 60% .
Þýska – val Þýska Markmið:
Lestur: Að nemendur verði færir um að lesa fjölbreytta texta, svo sem stutta lestexta, samtöl og fleira. Ritun: Að nemendur verði færir um að rita á þýsku einfalda texta. Tal: Að nemendur verði færir um að tjá sig með þeim orðaforða sem þeir afla sér og geti borið rétt fram. Hlustun: Að nemendur verði færir um að skilja þýskt mál, sem kennari eða aðrir nemendur tala og af geisladiskum. Að nemendur auki þekkingu sína á sögu Þýskalands og fái innsýn inn í menningu landsins.
Kennslufyrirkomulag: Nemendum er kennt einu sinni í viku, tvær kennslustundir í einu allan veturinn. Ýmist verður bein innlögn af töflu frá kennara eða nemendur vinna í vinnubókum sínum eða verkefnum frá kennara. Einnig verður munnleg kennsla, þá bæði frá kennara og að nemendur tali sín á milli. Heimildamynd og leiknar myndir verða líka sýndar ásamt hlustunarefni af diski sem fylgir með bókinni. Þar að auki verður farið í tónlistartexta af netinu og bæði hlustað og unnið með þá.
Námsvísir Valgreinar 8.-10. bekk 2012-2013
Námsefni: „Þýska fyrir þig 1“, lesbók, vinnubók og málfræði. Einnig geisladiskur sem fylgir. Ljósrituð verkefni frá kennara.
Námsmat: Lokaeinkunn skiptist í: Haust vetrareinkunn 25% Miðsvetrarpróf 25% Vor vetrareinkunn 25% Vorpróf 25% Samtals: 100% Skyndipróf verða 3-4 í vetur en meðaleinkunn af tveimur til þremur bestu prófunum verður reiknuð til einkunnar Vetrareinkunn er reiknuð út frá skyndiprófum, vinnubókum, þátttöku í tímum og heimavinnu.
25