Fáksblaðið

Page 1

FÁKSBLAÐIÐ 1. tbl. 32. árg. mars 2012

Landsmót í Reykjavík

Landsmót 2012 verður haldið á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidalnum í Reykjavík dagana 25. júní – 1. júlí. Mótið í ár verður í senn fjölskylduhátíð og veisla fyrir hestamanninn.

Fákur fagnar stórafmæli Nýtt líf hófst hjá þessu folaldi síðasta sumar en Hestamannafélagið Fákur hóf sinn farsæla feril 24. apríl 1922 og fagnar því 90 ára afmæli í ár. Fákur er elsta hestamannafélag á landinu og hefur unnið mikið frumkvöðlastarf og verið í forystu í félagsmálum hestamanna í gegnum tíðina. Ekkert gerist að sjálfu sér og hefur Fákur átt marga öfluga félagsmenn sem hafa Verðum að halda forystu Guðni Ágústsson hefur verið ötull baráttumaður fyrir framgangi íslenska hestsins í gegnum tíðina.

Síða 12

lagt Fáki lið, einnig hefur Fákur átt í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg sem á þakkir skildar fyrir góðan stuðning. Margt verður gert í tilefni afmælisins og hvetjum við alla til að skoða heimasíðu Fáks (fakur.is) og fylgjast með félagsstarfinu og heimsækja okkur á Landsmóti í sumar eða öðrum viðburðum á afmælisárinu.

Búist er við miklum fjölda gesta á Landsmótið eða um 15 þúsund manns og þar af munu á milli fjögur og fimm þúsund erlendir hestaáhugamenn leggi leið sína til Íslands á þessum tíma til að fylgjast með spennandi gæðingakeppni og glæsilegum kynbótahrossum. Dagskrá mótsins verður fjölbreytt, bæði hvað keppnishlutann varðar sem og skemmtidagskrána. Landsþekktir tónlistarmenn og skemmtikraftar munu koma fram, söngvakeppni verður haldin fyrir yngstu gestina, afþreyingargarður verður á svæðinu fyrir krakkana og að auki verður ýmis önnur afþreying í boði á svæðinu sem spennandi verður að prófa og ekki einungis sniðin að hesta-

Á kafi í hestamennsku Telma Tómasson hefur mörg járn í eldinum. Vinnur á fréttastofu Stöðvar 2 og er nýtekin við sem formaður ritnefndar Eiðfaxa.

Síða 14

mönnum. Það munu því allir geta fundið sér eitthvað við hæfi á Landsmóti í Reykjavík í sumar. Já, sumarkvöldin eru líka yndisleg í henni Reykjavík enda hefur Reykjavíkurborg staðið dyggilega við bakið á Fáki við að skapa gott svæði fyrir landsmótshaldið. Tjaldbúðir fyrir mótsgesti verða á svæðinu og mun því dalurinn iða af lífi þessa viku. Búast má við töluverðri umferð við Landsmótssvæðið þessa dagana en Strætó mun kynna nýja leið að mótssvæðinu þannig að borgarbúar og aðrir gestir eru hvattir til að nýta sér þá frábæru samgönguleið og skilja bílinn eftir heima. Sjáumst kát á Landsmóti. Nánari dagskrá er hægt að sjá á www.landsmot.is

Metnaðarfullt afmælisár Fákur fagnar 90 ára afmæli á þessu ári. Ýmsir viðburðir eru skipulagðir af þessu tilefni sem enginn hestamaður má missa af.

Síða 16


2

Hestamannafélagið Fákur

MIKILVÆGT ÁR FRAMUNDAN

Kæru Fáksfélagar, hestamenn og aðrir borgarbúar. Árið 2012 er mjög stórt ár í hestamennsku í Reykjavík og ber þar helst að nefna að Landsmót hestamanna verður haldið í Reykjavík og Hestamannafélagið Fákur fagnar 90 ára afmæli á árinu. Landsmótið verður haldið á félagssvæði Fáks síðustu vikuna í júní og mun laða að sér fjölda gesta, bæði innlendra og erlendra. Reiknað er með um 15.000 gestum sem verða á mótinu en síðast var haldið landsmót í Reykjavík árið 2000 og voru um 10.000 manns þá á mótinu. Undirbúningur hefur staðið undanfarin 3 ár og hefur Reykjavíkurborg stutt vel við bakið á Fáki og Landssambandi Hestamannafélaga við undirbúning mótsins. Væntum við þess að mótið verði eftirminnilegt og skemmtilegt og hvetjum við alla til að mæta á svæðið þessa viku (25. júní til 1. júlí) og sjá landsins mestu gæðinga og upplifa skemmtilega mótsstemmningu.

Hestadagar í Reykjavík eru nú aftur haldnir dagana 29. mars til 1. Apríl. Margt verður í boði og má þar nefna hópreið hestamanna í miðbæ Reykjavíkur, ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu. Börnum borgarinnar verður boðið að kynnast hestinum með því að prófa að fara á hestbak. Fyrirlestrar verða í Ráðhúsinu og margt fleira skemmtilegt verður í boði. Hestadagar enda síðan á því að sýningin Æskan og hesturinn verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 1. apríl þar sem öllum áhugamönnum um hestinn er boðið upp á glæsilega sýningu með æsku allra hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er

hestakosti landsmanna og er sérstök áhersla lögð á að sýna hesta frá Fáksmönnum. Stórsýningin er einn af hápunktum vetrarins og fagna allir Fáksfélagar og velunnarar Fáks þessari sýningu sem ávallt hefur verið hin glæsilegasta.

Lífsstíll

Hestamennska er lífsstíll sem æ fleiri sækja í, samveran við hestinn er mörgum mikilvæg og sameinar alla aldurshópa við tómstundagaman sem er hollt og skemmtilegt. Þar blandast saman líkamleg hreyfing, snerting við náttúruna og samneyti við íslenska hestinn sem hefur einstaka eiginleika og frábæra nærveru. Hvort sem óskað

reiðnámskeið í Reykjavík stefna að því að hlúa betur að þeim sem vilja kynnast hestinum í fyrsta skipti og bjóða upp á aðstöðu fyrir þá sem eru að hefja sína hestamennsku. Í boði eru fjöldi reiðnámskeiða, á sumrin sem og veturna. Þau eru við allra hæfi og hvet ég ykkur til að sækja þau. Hvort sem þið eruð að stíga ykkar fyrstu skref eða viljið taka hestamennsku skrefinu lengra og stefna á atvinnumennsku við kennslu, tamningar, eða keppni. Auðveldasta leiðin er að hafa samband við reiðskólana sem eru á svæðinu eða skrifstofu Fáks með því að senda póst á netfangið fakur@fakur.is Að lokum vil ég bjóða alla borgar-

Fákur 90 ára

Hestamannafélagið Fákur fagnar líka á þessu ári þeim merka áfanga að verða 90 ára, en félagið var stofnað þann 24. apríl 1922 og er elsta hestamannafélagið á landinu. Í gegnum tíðina hefur margt drifið á daga Fáksfélaga og verður af því tilefni opnuð ljósmyndasýning í Ráðhúsinu. Borgarbúum er svo boðið í heimsókn á sumardaginn fyrsta í hesthús félagsmanna. Þar verður ýmislegt gert til skemmtunar og gefst fólki kostur að fara á hestbak og skoða aðstæður í hesthúsum Fáksmanna. Boðið verður upp á veitingar í hesthúsum félagsmanna og félagsheimili Fáks í Víðidalnum og vonumst við til þess að sjá sem flesta borgarbúa í heimsókn hjá okkur við þessi merku tímamót.

Hestadagar

litrík og skemmtileg sýning þar sem öllum er boðið og er aðgangur ókeypis.

Stórsýning Fáks

Stórsýning hestamanna verður síðan haldinn laugardaginn 21. apríl þar sem mikil sýning verður á

er eftir að skreppa í stuttan reiðtúr eða lengri ferðir er útiveran og hreyfingin heilbrigð og holl hverjum þeim sem stundar hana stundar. Ekki skemmir fyrir að allir frá unga aldri til efri ára geta notið hestsins og hæfileika hans í gegnum ævina. Fákur og fjöldi aðila sem halda

Útgefandi og ábyrgðaraðili: Hestamannafélagið Fákur Ritstjórn: Stjórn Hestamannafélagsins Fáks Umbrot og uppsetning: Kasmír Ljósmyndun: Daníel Rúnarsson og Dalli Forsíðumynd tók: Hulda G. Gestsdóttir

Viðtöl: Jóhanna Sigþórsdóttir Auglýsingar: Markaðsmenn Prentun: Ísafold Dreifing: Póstmiðstöðin

búa velkomna til okkar í heimsókn, hvort sem það er á Landsmót, opið hús á Sumardaginn fyrsta, stórsýningu Fáks eða Hestadaga í Reykjavík. Með kærri kveðju, Rúnar Sigurðsson Formaður Fáks



Hestamannafélagið Fákur

Sigurbjörn heiðraður hjá FEIF

Á nýafstaðinni ráðststefnu FEIF í Malmö var Sigurbirni Bárðarsyni veitt viðurkenning fyrir framlag sitt til íslenskrar reiðmennsku fyrir að vera framúrskarandi knapi sem sýnt hafi fyrirmyndar reiðmennsku svo árum skiptir. Viðurkenningin er veitt í tengslum við yfirlýsingar alþjóðasamtakanna sem tileinka árinu 2012 samstilltri fyrirmyndar reið-

mennsku. Vilja samtökin stuðla að bættri reiðmennsku með samstilltu átaki allra aðila Íslandshestaheimsins. Munu knapar, dómarar, leiðbeinendur og skipuleggjendur móta vera hvattir til að upphefja samstillta fyrirmyndarreiðmennsku. Á hverju ári veitir FEIF útvöldum einstaklingum viðurkenningar fyrir framlag sitt til alþjóða-

Hestadagar í Reykjavík

Hestadagar í Reykjavík er samvinnuverkefni LH, Höfuðborgarstofu, Íslandsstofu, Icelandair Group og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 29. mars – 1. apríl næstkomandi. Dagskráin ve r ð u r með fjölbreyttu sniði þetta árið. Fimmtudag og föstudag verður farið í reiðtúra, borðuð kjötsúpa, horft á tískusýningu, hrossaræktarbú heimsótt og horft á flotta gæðinga á lokakvöldi Meistaradeildar í hestaíþróttum í Ölfushöll. Eins og í fyrra verður farin skrúðreið á laugardeginum 31. mars og að þessu sinni verður farinn hringur í miðbænum. Í ráðhúsi Reykjavíkur verður eitthvað hestatengt í boði allan daginn, söngur, fræðsla og gaman. Um kvöldið endum við

4 samtakanna, íslenska hestsins og/eða Íslandshestaheimsins á einhvern hátt. Átján einstaklingar hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi, en meðal þeirra eru Friðþjófur Þorkelsson, Jón Albert Sigurbjörnsson og Sigurður Sæmundsson.

svo á að horfa á flottustu töltara landsins á skautasvellinu í Laugardal: „Ístölt – þeir allra sterkustu“. Sunnudagurinn er tileinkaður æskunni. Sýningin Æskan og hesturinn er fjölskylduhátíð í Reiðhöllinni í Víðidal sem öll hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu standa að. Haldnar verða tvær sýningar á sunnudeginum 1.apríl. Sýning þessi hefur alltaf verið gríðarlega vinsæl og þar má sjá framtíðarknapa Íslands leika listir sínar með fákum sínum. Endanleg dagskrá og nánari upplýsingar um Hestadaga í Reykjavík verður birt á næstu dögum inni á www.icelandichorsefestival.is Viðburður sem engin áhugamaður um íslenska hestinn ætti að missa af!



Hestamannafélagið Fákur

Fákur fagnar stórafmæli

90

6

ára

Stórsýning, firmakeppni og afmælishátíð er á meðal viðburða í tilefni níutíu ára afmælis hestamannafélagsins Fáks. Hestamannafélagið Fákur á stórafmæli á þessu ári og hefur sérstök afmælisnefnd innan Fáks tekið að sér að halda veglega upp á 90 ára afmælið. Að sögn Hinriks Ólafssonar, eins nefndarmanna, verður haldin sérstök afmælisfirmakeppni þann 19. apríl. Þann sama dag verður opið hús fyrir almenning í Víðidal þar sem Fáksfélagar munu taka á móti almenningi og bjóða fólk velkomið í hesthúsin, bæði til að skoða hestana og þiggja kaffiveitingar. Börn geta tekið þátt í happdrætti þar sem vinningar verða sumarnámskeið á vegum reiðskóla í dalnum. Því er um að gera fyrir áhugasöm börn að fá foreldra sína til að kíkja með sér í Víðidal og skoða hestana. Í tengslum við afmælið verður opnuð sérstök ljósmyndasýning í anddyri reiðhallarinnar þar sem sýndar verða myndir sem spanna þau 90 ár sem félagið hefur starfað. Þar verða eflaust margar magnaðar myndir sem sýna söguna hjá Fáki og gaman að sjá þær breytingar sem orðið hafa á

þessum tíma. Þann 21. apríl verður svo haldin stórsýning Fáks þar sem bryddað verður upp á ýmsum nýjungum. Fléttað verður inn í hana ýmsum atriðum tengdum sögu Fáks. Það verður án efa stórkostleg sýning sem enginn áhugamaður um hesta ætti að láta framhjá sér fara. Af nógu er að taka! 16. maí er svo stefnt að hinni eiginlegu afmælishátíð félagsins. Reiðhöllin verður skreytt og sett

Youth Cup í sumar Æskulýðsnefnd Landsam-

á hana gólf fyrir prúðbúna gesti að borða og dansa. Hljómsveit mun halda uppi dansleik. Gert er ráð fyrir allt að 6-700 manns mæti í þessa glæsilegu veislu. Öflugur hópur Fáksfélaga eru í afmælisnefndinni og því er ekki að efa að um glæsilega veislu verður að ræða og um að gera að taka daginn frá.

bands hestamannafélaga (LH) auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 7. - 15. júlí í Verden í Þýskalandi. Skilyrði fyrir þáttöku eru reynsla í hestamennsku, ensku kunnátta, reynsla af íþróttakeppni, sjálfstæði, geta unnið í hóp og reglusemi. Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku, mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði til þáttöku. Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH, www.lhestar.is, undir liðnum „æskulýðsmál“ og hjá æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna. Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1. apríl 2012. Senda má umsóknir í tölvupósti á hilda@landsmot.is eða lh@isi.is.

t s m e r f g o t s r y f –

ódýr!

t m æ v k g A h ! ð i l i m hei Fyrir

glæSilegt kJÖtBOrð

Alltaf ferskt, alltaf nýbakað og alltaf á góðu verði! Krónan Árbæ

Krónan Bíldshöfða

Krónan Krónan Breiðholti Granda

Krónan Krónan Krónan Krónan Krónan Krónan Krónan Krónan Hvaleyrarbraut Lindum Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Akranesi Reyðarfirði Selfossi Vestmannaeyjum


Lækkaðu símreikninginn

Er þitt fyrirtæki að borga of mikið í símkostnað á mánuði? Nú býður Svar tækni tvær leiðir til sparnaðar með IP símkerfum. Annarsvegar frá Snom og hinsvegar Swyx. Með því að leigja fullkomið IP símkerfi minnkar sú fjárfesting sem liggur í símkerfinu auk þess sem símkerfið getur sparað þér háar upphæðir í símakostnaði. Hafðu samband við söluráðgjafa Svar tækni og við finnum leið til að lækka símreikninginn þinn. Við erum í síma 510-6000.

Snom IP símkerfi – 4 SÍMTÆKI

Snom IP símkerfi - 6 SÍMTÆKI

Öflugt IP símkerfi frá Snom 3 stk Snom 300 símtæki, 1 Snom 320 símtæki Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur

Öflugt IP símkerfi frá Snom 5 stk Snom 300 símtæki, 1 stk Snom 320 símtæki Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur

Mánaðargjald

Mánaðargjald

8.500 m/vsk

10.500 m/vsk

Stofngjald 39.900 m/vsk

Stofngjald 39.900 m/vsk

Mikið úrval þráðlausra höfuðtóla SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS

Smurolíur

HjóLbARðAþjónustA, sMuR- og sMáviðgeRðiR

þjonustA FyRiR biLinn þinn við sMyRjuM, HjóLAstiLLuM, sKiptuM uM bReMsuR, LAgFæRuM sLitbúnAð og enDuRnýjuM þuRRKuR og peRuR. KÍKtu Í KAFFi á MeðAn við DyttuM Að bÍLnuM.

HjóLbARðA þjónustA

sMuRþjónustA

Sm

ur

Traust sumar- og heilsársdekk fyrir flestar gerðir fólksbíla, jeppa og sendibíla. Fagleg hjólbarðaþjónusta, viðgerðir og hjólastillingar.

568 2020 sÍMi

RAuðHeLLu 11 HFj

Dugguvogi 10 RvK

viðHALD og viðgeRðiR

DeMpARAR og goRMAR

Við lagfærum ýmislegt sem slitnar, stýrisendar, spindlar og legur ásamt því að skipta um perur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og frostlög.

Traustir demparar eru nauðsynlegir til að hámarka veggrip. Við könnum ástand dempara og gorma og endurnýjum eftir þörfum.

ol

íur

Regluleg smurþjónusta samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda er nauðsynleg til að tryggja endingu bílvélarinnar.

HjALLAHRAuni 4 HFj

AustuRvegi 52 seLFoss

bReMsusKipti

pitstop.is www

Við yfirförum bremsubúnað bílsins og skiptum út klossum og diskum eftir þörfum.


Hestamannafélagið Fákur

Fjör hjá Æskulýðsdeildinni Starfsár æskulýðsdeildarinnar 2011 byrjaði í janúar á kynningarfundi og uppskeruhátíð barna og unglinga. Uppskeruhátíðin var fjörug og skemmtileg. Veislustjóri var Bergljót Rist formaður æskulýðsdeildar. Hún lagði áheslu á alla smáu sigrana sem hver og einn uppsker í daglegri umgengni við hestana. Fulltrúar Æskulýðsdeildar stóðu upp og klöppuðu ungum Fáks félögum lof í lófa fyrir frábæra frammistöðu og ástundun. Valgerður Sveinsdóttir formaður Fáks verðlaunaði marga framúrskarandi knapa sem náð höfðu góðum árangri á keppnisvellinum. Sigurbjörn Bárðarson heiðraði samkomuna með hvetjandi ræðu og stór skemmtilegum sögum frá spennandi og glæsilegum ferli. Þá kom töframaðurinn Lalli og sýndi hin mögnuðustu töfrabrögð við mikin fögnuð stórra og smárra. Brugðið var á leik og svo fengu allir pizzu og fleira góðgæti.

Myllan brauðgerð gaf Fákskrökkum hestanammi sem þau máttu nota til fjáröflunar. Það þurfti ekki að segja þeim það tvisvar heldur fóru þau í gang með að selja hestanammið í hesthúsahverfunum við góðar undirtektir. Nokkrir unglingar seldu einnig

besta enda mögnuð upplifun að ríða um götur miðbæjar Reykjavíkur. Bæði börn og unglingar úr Fáki tóku þátt í sýningu í Húsdýragarðinum undir stjórn Sifjar Jónsdóttur. Unglingarnir sýndu glæsileika og spennu og börnin mættu í fjölskrúðugum búningum

hestanammi við sérstök tilefni s.s. þorrablót og aðrar hátíðir. Hestanammi fjáröflunin var eyrnamerkt hverjum einstaklingi. Dósum var einnig safnað af miklum dugnaði, bæði í reiðhöll, félagsheimili Fáks og í þartilgert söfnunarnet sem stendur við félagsheimili. Það bætti í dósahrúguna þegar einkafyrirtæki bætti í og kom með dósir sem safnast höfðu þar. Í lok mars mætti svo góður hópur dugnaðarforka til að flokka flöskur og dósir áður en Sigurður Svavarsson ók þessum dýrmaæta farmi á hestakerru rakleitt í endurvinnsluna. Alls söfnuðust við þetta tækifæri 49.266,- kr.

eins og tíðkast hefur á Æskunni og hestinum. Þátttaka var langt frá jafn almenn og þegar hátíðin hefur verið í reiðhöllinni. Þau börn sem tóku þátt voru þó mjög ánægð en flest hörmuðu þó að Æskan og Hesturinn félli niður.

Þorrablót

Námskeið

Námskeiðin hjá Æskulýðsdeild voru vel sótt og greinilega smá aukning í fjölda ungra hestamanna. Námskeiðin eru fjölbreytt til að höfða til sem flestra og má þar m.a. nefna almenn námskeið, knapamerkjanámskeið og keppnisnámskeið.

Hestadagar

Hátíðin Hestadagar í Reykajvík Formannaveisla var haldin í fyrsta sinn í ár. Þar sem

Þemakvöld

hátíðin Æskan og hesturinn féll niður þá var brugðið á það ráð að láta þessa hátið fylla í það skarð. Hópreið var farin frá BSÍ, upp

KSBLAÐIÐ

útreiðartúr á Álftanesi þar sem þau heimsóttu hestamannafélagið Sóta. Þátttakendur létu mjög vel af ferðinni.

Líflandsmótið

Stærsti viðburðurinn hjá æskulýðsdeildinni, Líflandsmótið var haldið laugardaginn 16. apríl. Fimm dómarar dæma keppnina en keppt er í tíu greinum, , í polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Þátttaka var góð að vanda og frábært að sjá hversu frábærir knapar og hestar eru hér á ferðinni í öllum flokkum Mótið stendur allan daginn og krefst mikils undirbúnings og skipulagningar. Til að gera mótið sem glæsilegast hefur Lífland stutt dyggliega við bakið á Æskulýðsdeildinni með því t.d. að veita veglega vinninga. Kunnum við þeim hinar bestu þakkir. Fjölmargir sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg til að gera svona keppni að verleika og kunnum við þeim einnig hinar bestu þakkir fyrir frábæran félagsanda og samstöðu. Að lokum vill Æskulýðsdeildin þakkar öllum þeim fjölmörgu sem tóku virkan þátt eða studdu okkur í vetur. Bergljót Rist, formaður, Ásta Björnsdóttir, Guðlaug Guðjónsdóttir, Jón Garðar Sigurjónsson, Unnur Gréta Ásgeirsdóttir, Þórey Sigurbjörnsdóttir, Þórlaug Hildibrandsdóttir

Góð aðsókn var að venju á Þorrablót Fáks þann 16. janúar. Óvissuferð

Jón Helgiogkokkur og Silli sáu um matseldina og Ólafur Fararstjórn skipulag óvissuferðar var að þessu sinni í höndum Beinteinsson og Örn Einarsson sáu um stuðið með harÁstumonikkuleik Björnsdóttur var Þorrablót upp full Fáks er fjölskylduskemmtun ogsem söng. af frábærlega spennandi hugþar sem súrmetinu myndum um ferðir en allteru komgerð fyrir góð skil og unga fólkið fær nasasjón af þessum gömlu matreiðsluvenjum. Öll vinna við ekki að oftar en einu sinni sendi Æskulýðsnefndin frá ísér tilþorrablótið var unnin sjálfboðavinnu og skilaði þorrablótið kynningu um Óvissuferð en þáttdágóðum hagnaði þetta árið. taka var svo dræm að við urðum að hætta við. Það var þó ekki gefist upp enda það ekki félags andi Fáksara og því fór hluti Æskulýðsnefndar ásamt örfáum börnum og unglingum í skemmtilegan

Í febrúar stóð Æskulýðsdeildin fyrir þemakvöldi í Reiðhöllinni. Farið var yfir umgengni reiðtygja og gátu börnin komið með reiðtygin sín og þrifið þau og borið á. Þannig endast reiðtygin mun lengur. Einnig tók Helga Björg uppskeruhátíð Fáks í haust voru samankomnir 10 forHelgadóttir að sér að Ákenna öllum að búa til tökumúla. Frábært að sjá menn Fáks, þ.e.a.s. níu fyrrverandi og einn núverandi. Ekki hvað allir voru vinnusamir og voru formennirnir boðaðir sérstaklega heldur mættu þeir gengu glaðir út með glansandi svo vel á uppskeruhátíð Fáks því hugurinn og hjartað slær reiðtygi – allt eins og nýtt! ennþá með félaginu. Þeir hafa lagt mikið af mörkum til uppbyggingar Hestamannafélagsins Fáks í gegnum tíðina Fjölskyldubingó og eiga stóran Hið árlega Fjölskyldubingó var þátt í hversu öflugt félagið er í dag ásamt því góða fólki haldið í lok mars. Bingóið var að sem þeir hafa haft með sér. vanda vel sótt, glæsilegir vinningar eru frá vinstri (formannstíð í sviga) Formennirnir í boði og mikil stemning. Valdimar Fjöl K. Jónsson (1982-1986) mörg fyrirtæki styrktu Birgirbingóið Rafn Gunnarsson (1986-1990) Laugaveg og endað í Húsdýrameð glæsilegum vinningum og Sveinsdóttir (2010 - ) gátu Fáksfélagar garðinum. Þarna þökkum við þeim Valgerður öllum fyrir Viðar Halldórsson (1990-1994) tekið þátt. Nokkur börn og ungstuðninginn. nýttu sér það og fór ekki á Bragi Ásgeirssonlingar (1996-2000) milli mála–að allir skemmtu sér hið Snorri B. Ingason (2000 2005) Fjáröflun Guðmundur Ólafsson (1976 – 1982) Bjarni Finnsson (2005-2010) Sveinbjörn Dagfinnsson (1967-1973) Sveinn Fjeldsted (1994-1996)

8


9

Hestamannafélagið Fákur

Ert þú og hesturinn þinn tryggður? Hestamennska hefur verið í mikilli sókn á undanförnum árum á Íslandi og er vinsælt og skemmtilegt áhugamál, ásamt því að margir hafa af henni atvinnu. Af mörgum þáttum þarf að huga sem snúa að hestamennskunni eins og þjálfun, umhirðu og öðru því sem fylgir því að eiga hest og eru tryggingar þar á meðal. Áhættuþættir í hestamennskunni eru margir því margt óvænt getur gerst í reiðtúrnum, hesthúsinu eða haganum og því er mikilvægt að tryggja sjálfan sig og hestana rétt. Góður hestur er eiganda sínum mikils virði og því er sjálfsagt að tryggja hann vel. Þær tryggingar sem hægt er að kaupa fyrir hestinn þinn hjá TM eru sjúkrakostnaðartrygging, líf- og heilsutryg-

ging (afnotamissir), ábyrgðartrygging og takmörkuð líftrygging. Einnig er hægt að kaupa sér tryggingu fyrir fyl og folöld. Tryggingarnar eru settar saman eins og hentar best hverju sinni. Hestarnir gegna mismunandi hlutverkum og eru þeir tryggðir eftir þeim sem reiðhestur, keppnishestur, kynbótahestur eða folald/trippi. Slysatrygging frítíma sem tekur til almennra hestaslysa er innifalin í víðtækari Heimatryggingu TM. Einnig þarf að huga að tryggingum fyrir hesthúsið, hestakerruna, reiðtygin, hnakkana og allt það lausafé sem fylgir. Við hvetjum þig til að athuga hvernig tryggingum er háttað fyrir þig og þína.

Landssamband hestamannafélaga óskar hestamannafélaginu Fáki innilega til hamingju með farsælt og blómstrandi starf í 90 ár. Megi félagið vaxa og eflast enn frekar um ókomin ár.

F.h. LH, Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga

Árbakki Hrossaræktarbú

Hinrik, Hulda og börn, Fáksfélagar til margra ára, óska hestamannafélaginu Fáki til hamingju með afmælið og bjartrar framtíðar. Árbakki - 851 Hella - Símar: 897 1748 / 897 1744 - Netfang: hestvit@hestvit.is - Veffang: www.hestvit.is


10

Hestamannafélagið Fákur FÁKSFERÐ

Vel heppnuð hestaferð Fáksfélaga í frábæru veðri Hestamannafélagið Fákur fór í 9 daga hestaferð síðast liðið sumar. Lagt var af stað frá Staðarhúsum í Borgarfirði. Farið var meðfram Langavatni, vestur í dali, yfir á Skógarströndina. Riðum yfir Álftafjörð á fjöru, yfir Kerlingarskarð og þaðan sem leið lá á Löngufjörur og þaðan aftur í Staðarhús þar sem ferðin hófst. Landslagið var fjölbreytt og fallegt alla leiðina. Hópurinn samanstóð af 17 Fáksfélögum flest alla dagana en einnig voru fengnir leiðsögumenn um Skógarstöndina, yfir Álftafjörðinn og á Löngufjörum en það fjölgaði ört Fáksfélögunum á Löngufjörum. Frábær kokkur var með í för, hún Sigrúnu Guðjónsdóttur, sem sá um að hópurinn væri aldrei svangur og fékk hann m.a. nýbakað brauð og tertur daglega. Einnig sá hún um að koma farangrinum á milli staða. Ferðin var vel heppnuð í alla staði og veðrið lék við þennan fagra hóp.

KVENNADEILD

Öflug kvennadeild Fáks

Kvennadeild Fáks er ein af fjáröflunardeildum félagsins, en konur í Fáki eru duglegar að afla fjár. Eitt af verkefnum kvennadeildar er að standa fyrir glæsilegu kökuhlaðborði sem haldið er árlega, en þá koma nágrannar okkar úr Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ ríðandi í heimsókn. Þar svigna borðin undan heimabökuðum hnallþórum. Einnig er árlega haldið gæsilegt Kvennakvöld en þau hafa verið haldin frá árinu 1978 og hefur

hvert kvöld sitt þema, sem gerir kvöldið enn skemmtilegra og má sjá hinar ýmsu útfærslur í anda kvöldsins. Dæmi um þema sem haldin hafa verið er til dæmis hinir ýmsu litir; rautt kvöld, hvítt kvöld, bleikt kvöld og einnig hawai, diskó, hattakvöld og galakvöld. Í ár er þemað Gjordjöss og mun hin óviðjafnanlegi Péll Óskar halda uppi stuðinu fram á nótt eins og honum einum er lagið. Veislustjóri verður Sigríður Klingeberg og kræsingarnar sem dömurnar munu gæða

sér á koma frá Laugaási. Nánast allir miðar seldust upp á fyrstu klukkustundinni, slík er ásóknin, og þær fyrstu voru komar í röð klukkan sex um morguninn, þannig að færri komast að en vilja. Mikið er lagt upp úr skemmtiatriðum og eru þau oftast heimatilbúin. Um miðnætti þá hefst almennt ball sem stendur fram eftir nóttu. Þarna er ekkert kynslóðabil og má sjá ömmur, mæður og dætur skemmta sér saman. Vetrarstarfinu líkur svo með

sameiginlegum útreiðartúr Fákskvenna, en þar mæta allar vel reiðfærar konur og ríða upp á heiðar þar sem oft er stoppað og sungið og spjallað. Þegar heim er komið er borðað saman í Fáksheimilinu. Konurnar njóta samvista við vorið, hestana og hver aðra. Í þessar ferðir mæta einnig gestir úr nágrannasveitarfélögunum og telur hópurinn á milli 100 – 150 konur. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr starfi kvennadeildarinnar.


Skipin okkar hafa fimm gangtegundir

ENNEMM / SÍA / NM45138

– en við komum vörunni alltaf á leiðarenda

> Við leggjum til hestöfl Samskip eru styrktaraðili Landsambands hestamanna og Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2012.

www.samskip.is

Saman náum við árangri


12

Hestamannafélagið Fákur

Verðum að halda forystu

Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra, nú framkvæmdastjóri Samtaka afurðarstöðva í mjólkuriðnaði hefur verið ötull baráttumaður fyrir framgangi íslenska hestsins í gegnum tíðina. Í ráðherratíð sinni hratt hann úr vör ýmsum verkefnum til styrktar starfseminni í kringum hestamennsku og hrossarækt í landinu. Hann var og er óþreytandi við að kynna hestinn, tala máli hans og hestamanna. Guðni hefur ákveðnar skoðanir á hvað gera þurfi til að hesturinn haldi stöðu sinni til framtíðar litið. En hvernig ætli standi á þessari miklu tryggð við þetta áralanga baráttumál Guðna? “Í barnæsku fór ég strax að unna hestinum og á Brúnastöðum voru til góðir hestar, hafði fljótt auga fyrir fallegum hestum og dáði mikla hestamenn,” segir hann. “Hesturinn hefur því verið nærri mér frá barnæsku. Svo hef ég átt einstaka vini, leiðtoga lífs míns á margan hátt, sem voru miklir hugsjónamenn.” Talið berst að reiðhöllum sem hafa rennt styrkum stoðum undir hestamennsku og reiðkennslu og rifjar Guðni upp í því sambandi að flokksbróðir hans, Ólafur Þ. Þórðarson hafi flutt fyrstur manna tillögu á Alþingi Íslendinga um reiðhöll og af þeirri tillögu reis reiðhöllin í Víðidalnum. Þegar ég varð ráðherra var ég búinn að vera í svona

starfi með Ólafi og fleirum, þannig að ég hafði hugmyndir um að ýmsu þyrfti að breyta. Svo er það auðvitað rétt; ég tók hestinn að mér eftir að ég varð ráðherra og vann með hestamönnum. Sumir kölluðu þetta gæluverkefni, en mér fannst vanta ýmislegt inn í starfsemina í kringum hann til þess að dæmið gengi upp. Hrossabúgarðarnir hafa gert hestinn að atvinnugrein ekkert síður en kúa eða sauðfjárbúskap. Hestamenn hafa fyllt sveitirnar af lífi og krafti” Guðni lagði leið sína á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Ryden árið 1999 og kveðst þá hafa séð hvers lags ævintýri íslenski hesturinn var orðinn á alþjóðavísu. “Þar var forsetinn líka, Ólafur Ragnar Grímsson, og við vorum sama sinnis og heilluðumst gjörsamlega af þeirri stemningu sem þarna skapaðist. Að sjá einhverjar tuttugu þjóðir eiga aðeins einn guð, sem var íslenski

hesturinn. Þá fór ég heim, staðráðinn í að vinna að þeim verkefnum sem talin voru mikilvægust.” Kannski er hesturinn mesta sameigin sem við eigum. Hann er brú á milli borgar, bæja og sveitarinnar, þannig að hann er lykilatriði í að sameina þessa þjóð. Margir vilja verða hestamenn og bændur. Höfuðborgarbúarnir verða sveitamenn. Þeir vilja hafa hestalykt af sér, moka skít og ríða út í íslenskri náttúru, komast úr erlinum og hvíla sálina.”

Framtíðin í börnunum

“Svo búum við einnig við það að í tugum þjóðlanda eigum við samherja. Það er jafn mikill fjöldi af íslenskum hrossum erlendis og hér heima. Þar skiptir máli að halda forystunni og því eru tvö stór verkefni sem þarf að huga að,” segir Guðni og eldmóðurinn leynir sér ekki. “Hestamennskan hefur í raun-

inni haldið merkilega vel velli, þrátt fyrir hrunið. Við höfum séð þetta hér, sem ekki var til áður, að nú eru hundruð hrossabúgarða um allt land, mannaðir fólki sem hefur atvinnu af hestinum. Þetta fólk skiptir máli og það vinnur gríðalega mikla, faglega vinnu. Svo eigum við hestamannafélögin, sem kalla á fólk inn í sinn félagsskap og eru með mikið umleikis. Ég tel eitt af stærstu verkefnunum sem ég vann að í ríkisstjórn og Alþingi og kom áfram vera stuðninginn við reiðhallir, sem eru nú í hverju hagsældarhéraði. Menn geta sótt námskeið yfir harðasta vetrartímann og kennslan er með allt öðrum hætti. Þess vegna er það mjög mikilvægt að hestamannafélögin hugi alveg sérstaklega að barna- og unglingastarfinu. Framtíðin liggur í börnunum og unglingunum og þess vegna hafa reiðhallirnar og námskeiðin, sem


13

Hestamannafélagið Fákur

okkar færa fólk sinnir, breytt mjög miklu. Leyfið börnunum að koma til hestsins, því það gefur þeim svo mikið. Maður finnur að börn sem aldrei hafa komið í sveit hrífast af hestinum. Þess vegna er mikilvægt að nota þessa aðstöðu til að hjálpa bæði börnum og unglingum til að komast inn í þennan mikla og skemmtilega lífsstíl sem fylgir því að vera hestamaður. Foreldrarnir hafa áhuga á þessu og sem betur fer liggur þetta þannig í bæjum og þorpum að börn eiga auðvelt með að sækja inn í hestabyggðina, þar sem reiðhöllin er og svo kennslan. Allir góðir krakkar verða betri við að komast í tæri við lifandi dýr og hesturinn er einstakur vinur. Mér er sagt að þeir sem vinna að björgun erfiðra unglinga nái aldrei betri árangri en þegar hægt er að láta unglingana vinna við og vera með hestinum úti í náttúrunni. Ég held að þeim peningi hvers bæjarfélags sem styður við barna- og unglingastarf með foreldrum sé vel varið. Skólarnir eiga einnig að koma inn í þetta verkefni. Upp úr þessu vil ég leggja.” Og hitt atriðið, sem Guðni leggur þunga áherslu á, er að unnið sé mar k visst að kynningar- og markaðsmálum.

til Þýskalands, Svíþjóðar eða annarra landa. Við verðum alltaf að vera skrefinu á undan. Við eigum þennan hest. Þetta er hesturinn

beri að nýta til hins ýtrasta hverju sinni. „Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir hann. Þau hafi sótt í gegnum tíðina margir tignir er-

okkar sem við höfum gefið öðrum hlutdeild í. Þess vegna verðum við

lendir gestir og auðvelt sé að draga athygli umheimsins að

að hugsa þetta upp á nýtt. Það hefur lítið verið dregið saman í utanríkisþjónustunni eftir hrun. Við eigum sendiráð og hugsjónarmennina til að fylgja verkinu eftir.

slíkum mótum hugsi menn rökrétt í samvinnu við þá sem best til þekki. Og þá er ekki úr vegi að inna hann eftir skoðun hans á hvar halda eigi Landsmót, sem verið hefur bitbein hestamannafélaga um langt skeið og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. „Þessi umræða er erfið. Uppbygging fyrir landsmót er gríðarlega fjárfrek. Ég hef móðgað margan skagfirskan vin minn, því ég hef alltaf sagt: ”Heim að Hólum með Landsmótið.” Þar er öll aðstaða, bæði byggingar og umhverfi. Hólaskóli ræður yfir 200

Leyfið börnunum að koma til hestsins, því það gefur þeim svo mikið

Aðkoma ríkisins

“Hvar á ríkið að koma að hestinum?” spyr Guðni í framhaldi af þessari upprifjun. “Hesturinn er viðurkenndur af ferðaþjónustunni sem eitt mesta aðdráttarafl Íslands. Ég las í morgun að hestaferð til Íslands er í þriðja sæti yfir áhugaverðustu ferðirnar hjá Evrópubúum. Þess vegna er hesturinn og hestaferðirnar ofarlega sem áhugamál margra. Fátt annað en hesturinn og íslensk náttúra auglýsir Ísland jafnvel. Við megum aldrei tapa forystunni um hestinn

Landsmót stökkpallur

Talið berst að Landsmóti 2012, sem fram fer í Víðidalnum í sumar. Guðni segir skipta gríðarlegu máli hvernig til takist. Mótið verði bæði að vera aðgengilegt íslenskum og erlendum gestum. Landsmótin séu stökkpallur í þróun og kynningu á íslenska hestinum og þau

íbúðum, Brúnastaðahesthúsinu, reiðhöllum og öll uppbygging nýtist skólanum í 365 daga á ári, sem og hestamennskunni í fjórðungnum og landinu. Síðan eru Gaddstaðaflatir við Hellu, frábær staður. Svo er spurningin nú hvort hér kemur þriðji Landsmótsstaðurinn til sögunnar, sem er Víðidalurinn. Ef að hann heppnast og landsmótið verður glæsilegt býst ég við að hann sé kominn inn. Þar með eru staðirnir orðnir þrír og ég held að menn eigi að geta sætt sig við það, ekki fleiri.” Ekki er hægt að skilja við þennan baráttumann fyrir hagsmunum íslenska hestsins án þess að spyrja hann um skoðun hans á hestamennskunni fyrr og nú. “Ég held að gömlu Íslendingarnir hafi kunnað mjög vel að fara með íslenska hestinn, þekkt hann og setið hann fallega, ekkert síður en bestu knaparnir í dag. Hestamennskan sameinar fjölskylduna. Hún er fyrir unga og aldna. Þar ríkir vinskapur og gleði. Allt hefur breyst til batnaðar. Henni fylgir fegurð, agi og reglusemi; brennivínið að mestu horfið sem betur fer. Hestasportið er lifandi skemmtun. Ég óska hestamönnum til hamingju með hið mikla og öfluga félagsstarf. Gömlu mennina gat ekki einu sinni dreymt um allan þennan árangur í ræktun og reiðmennsku. Hvað þá að hestamennskan yrði það sport í vinsældum að hún kæmi næst á eftir fótbolta og golfi. Hestamennskan styðst við mikla þekkingu og menn sækja námskeið skóla og eru allt lífið að bæta sig. Um hvað á gamli landbúnaðarráðherrann að biðja meira? Hann er stoltur af þessu fólki. Hesturinn er í góðum höndum. Framtíðin hefur aldrei verið jafn björt og nú, þekkingin mikil og ný tækifæri. Ævintýrið er komið til að vera.“ - JSS

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS

Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

Sverrir Einarsson

Kristín Ingólfsdóttir

Hermann Jónasson

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242


14

Hestamannafélagið Fákur

Ferðalag á feti

Fréttamaðurinn og hestakonan Telma Tómasson hefur mörg járn í eldinum. Hún vinnur á fréttastofu Stöðvar 2 og er nýtekin við sem formaður ritnefndar hestatímaritsins Eiðfaxa. Hún er í þess orðs fyllstu merkingu á kafi í hestamennsku, er að koma sér upp aðstöðu í sveitinni og laumast auk þess til að spila tennis þegar færi gefst. Hún „þrífst ekki án samneytis við hesta,“ eins og hún kemst að orði, enda virðist engu líkara en að hún sé fædd með þessa lífsstílsbakteríu í blóðinu. „Enginn í minni fjölskyldu hafði áhuga á hestum og ég var eins konar viðundur hvað þetta varðar,” greinir hún frá. „Við bjuggum í Bandaríkjunum á sínum tíma og ég var ekki orðin tveggja ára þegar ég eignaðist fyrsta reiðskjótann, plasthest á hjólum. Á honum stakk ég af, var hirt upp einhvers staðar úti á hraðbraut og farið með mig heim. Hestamyndir skreyttu ávallt herbergisveggi mína og í æsku hljóp ég jafnan um með prik, sem var að sjálfsögðu hesturinn minn.” Fyrsta minning Telmu, sem er hollensk í aðra ættina, er að sjálfsögðu bundin hestum. Þegar hún var um fimm ára gömul leigði fjölskyldan sumarhús í Hollandi og fylgdi grár smáhestur með. „Á

þessum hesti sat ég úti í garðinum við húsið daglangt. Hann reyndist hins vegar vera hin mesta fýlubomba, sló mig og þeytti mér upp á pallinn við sumarhúsið. Það dró þó fráleitt úr áhuganum, efldi hann ef eitthvað var og við fengum nýjan hest, steingráa hryssu. Á henni fór ég í minn fyrsta útreiðartúr, reið berbakt og lét brokka, móður minni til mikillar skelfingar. Þetta var í hópferð og létu flestir aðrir sér duga skottúr í hestakerru. Mig langaði ekki í þannig ferðalag.”

Ægilega latur hestur Árið 1968 flutti fjölskyldan til Íslands. Hún settist að í Garðahreppi sem nú er Garðabær og þaðan var hægt að komast í reiðskóla á Kjóavöllum. Þangað vildi Telma fara og fékk leyfi. Þar tók hún ástfóstri við rauðan hest, sem var „ægilega latur,” að því er hún lýsir honum, “en hestur samt”.

Þennan hest fékk fjölskyldan lánaðan og þótti Telmu þá heldur en ekki hafa hlaupið á snærið hjá sér. Eitt sumar fór stórfjölskyldan í mikið ferðalag um landið, ásamt ættingjum frá Hollandi, en stelpan, sem þá var tíu ára, neitaði að fara með, vildi fara í sveit og komast í tæri við hross. Hún fór að Keldum í Rangárvallasýslu. Þrettán ára gömul komst Telma svo í reiðskóla til Rosemarie Þorleifsdóttur og Sigfúsar Guðmundssonar í VestraGeldingaholti og var þar í tvö sumur. „Þar lærði ég að vinna, en þarna var ekki slegið slöku við frá því snemma á morgnana þar til seint að kveldi,” segir hún og er greinilega komin á þessar slóðir aftur í huganum. „Ég var að ég held vinnusamur krakki, lærði mikið um hross og tók mín fyrstu skref í reiðmennsku. Rosemarie er náttúrlega frumkvöðull í reiðmennsku á Íslandi og kenndi hún okkur á þeim tíma mikið um „græna hestamennsku” sem í dag þykir sjálfsagt

að ástunda.” Sumardvölin varð meðal annars til þess, að Telma keypti sitt fyrsta hross, Þrumu frá Vestra-Geldingaholti. „Í gegnum unglingsárin juðaði ég einsömul í þessu,” rifjar Telma upp. „Sautján ára gömul, nýkomin með bílpróf, fór ég ein með jeppakerru út í sveit að ná mér í hey og bjarga mér um annað sem til þurfti. Ég datt aldrei inn í hóp af krökkum, enda var ég ekki að keppa á þessum tíma, og satt að segja gat áhugamálið orðið ansi erfitt. Til að mynda hýsti ég hryssuna einn vetur í hesthúsi í Garðabæ, sem var algjör hjallur. Þar var að vísu rafmagn en ekkert vatn, það þurfti að sækja út í læk. Á veturna þurfti að brjóta klakann til að komast að því, gamlar málningarfötur voru fylltar og svo var hjakkast með þetta upp í hús til að brynna hrossunum. Afar frumstætt.” Þegar Telma var um tvítugt seldi hún Þrumu og var hestlaus í fimmtán ár. Hún bjó bæði heima


15 og í Brussel og komst þar á bak stórum hestum. Þar ytra lærði hún stígandi ásetu „til að fljúga ekki af baki“, hindrunarstökk og fleira sem komið hefur að góðu gagni síðar. Hér heima fékk hún svo að skjótast á bak hjá vinum og kunningjum á þessu tímabili.

Eins og púsluspil „Ári eftir flutning heim frá Brussel keypti ég tvo reiðhesta og þá byrjaði hestamennska mín upp á nýtt,” rifjar Telma upp. Allt hafði gjörbreyst frá því sem áður var, reiðmennskan, umhirða hrossa, aðbúnaður þeirra og atlæti. „Þetta var á allt öðru plani en áður og metnaðurinn mikill að gera enn betur. Ég er sérstaklega ánægð með hvað menningin hefur breyst í íslenskri hestamennsku, það er af sem áður var þegar það þótti svalt að vera blekaður á baki.“ Telma reið mikið út, sótti reiðnámskeið af miklum móð og viðaði að sér þekkingu. En henni fannst alltaf vanta herslumuninn. Hún vildi kunna meira, gera meira og geta gert það sjálf. Það varð til þess að hún fór að nema hestafræði og reiðmennsku í Háskólanum á Hólum haustið 2006, þá 44 ára. Þar kláraði hún einn vetur, gerði hlé á náminu og útskrifaðist síðan með tamninga- og þjálfunarpróf í fyrravor. „Ég lærði gríðarlega mikið á Hólum, enda valinn maður í hverju kennararúmi. Það tók mig samt tíma að vinna úr nýrri þekkingu, nám í reiðmennsku og tilfinning fyrir hestinum er ferðalag á feti. Vegferðin krefst þess að hestamaðurinn sýni auðmýkt, hraðinn skiptir engu máli og þolinmæðin er dyggð. Þetta er endalaus þekkingarleit og ég er rétt aðeins farin að kíkja inn fyrir dyrastafinn. Lærdómsferlið er snúið að útskýra, því margt er manni kennt sem ekki kemur skilningur á fyrr en síðar. Ef til vill má líkja þessu við púsluspil. Í upphafi eru mörg stykki sem hvergi passa, þrátt fyrir að maður sé með þau í höndunum, en þegar heildarmyndin stækkar er auðveldara að koma þeim fyrir á réttum stað. Þannig er grunnþekking í hestamennsku afar mikilvæg til að geta haldið áfram að þróa sig sem betri reiðmann. Það byggir enginn hús með því að byrja á því að reisa þakið.” Hver og einn er í hestamennskunni á sínum forsendum, með sinn styrk og veikleika. Engir tveir eru eins. Telma segir samspil manns og hests ekki ólíkt því að læra nýtt tungumál, sem hún nefnir „hestlensku”. Eftir því sem færnin eykst

Hestamannafélagið Fákur

dýpkar skilningur á táknmáli hestsins og skilaboð knapans til hans verða nákvæmari. Smám saman næst betri árangur í samvinnunni. „Ástríða fyrir hestum liggur í hinu tilfinningalegu litrófi og manni getur þótt einlæglega vænt um hest. Fegurð skepnunnar lætur engan ósnortinn, maður finnur þetta í hjartanu“, svarar hún íhugandi, aðspurð um hvað valdi því að hún, hafandi engin einustu tengsl við hestamennsku í æsku geti ekki hugsað sér tilveruna án hrossa. „Samskipti við málleysingja er síðan almennt eitthvað sem mér hugnast, þau eru djúp og krefjast annarrar víddar en spjall við menn. Það reynir á innsæi og hæfileikann til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Ekkert er meira heillandi en að uppgötva samskiptaleiðina og finna tenginguna við skepnuna þegar vel tekst til,” segir hún og strýkur kollinn á hundinum sínum, honum Krumma, sem hefur alla athygli á húsmóður sinni, þótt bæði menn og aðrir hundar séu á rjátli um kaffistofuna í hesthúsinu í Víðidal, þar sem spjallið á sér stað. „Ekki er útilokað að sumir leiti að sömu persónueinkennum í hrossum og þeir leita að í maka eða bestu vinum,” segir Telma kankvís, spurð um hvaða hestgerð henni líkar best. „Þegar ég var ung vildi ég hafa hrossin sem villtust, eins og kærastana sem voru jafnvel með hanakamb eða blátt hár. Seinna sá ég að það var ekki alveg málið. Smekkur minn á hrossum breyttist líka og þetta er allt orðið miklu hófstilltara. Nú líka mér best hestar með heilsteyptan, traustan og framhugsandi karakter, kraftmikla, en enga vitleysinga.“

Velferðin í öndvegi Hestatímaritið Eiðfaxi er Telmu kært fyrir margra hluta sakir. Þegar hún var í sveit í Vestra-Geldingaholti fékk hún fyrsta tölublað útgáfunnar í hendur, eftir að hafa beðið eftir því með óþreyju. „Ég man nákvæmlega hvar ég var stödd þegar ég fékk blaðið í hendurnar. Þetta var viðburður,” rifjar hún upp. „Ég gleypti í mig hvert einasta orð og þarna voru myndir af mínu fólki, þeim Rosemarie og Sigfúsi á gæðingum sínum. Þetta voru einu fréttirnar sem hægt var að fá úr hestaheiminum. Margt hefur hins vegar breyst síðan þá, vefsíður og vefmiðlar eru óteljandi, ógrynni upplýsinga er hægt að

nálgast með auðveldum hætti, sérrit koma út öðru hvoru og gefið er út eitt blað um hestamennsku á dagblaðsformi, en það breytir því ekki að í dag er aðeins eitt fagtímarit um hestamennsku gefið út á Íslandi og það er Eiðfaxi. Allt sem kemur út um hesta og hestamennsku er vel.” Telma var ritstjóri Eiðfaxa um nokkurra mánaða skeið fyrir nokkrum árum en hvarf síðan til annarra starfa. Nú er hún komin aftur að blaðinu. „Mitt aðalstarf er á fréttastofu Stöðvar 2 og hefur verið um árabil. Ég tel mig heppna að vinna á svo frábærum vinnustað. Fyrir skömmu tók ég að mér formennsku í ritnefnd Eiðfaxa og vonandi nýtist þar reynsla mín úr fjölmiðlaheiminum og þekking í hestamennsku. Á Eiðfaxa er nú enginn eiginlegur ritstjóri en verið að gera tilraun með að dreifa ábyrgð og verkefnum til ritnefndarmanna. Eiðfaxi er tímarit sem lætur sér ekkert óviðkomandi tengt hesta- og reiðmennsku og það kemur einnig út í vefútgáfu. Sjálf vil ég sjá sjá tímarit þar sem vellíðan og velferð hestsins er í öndvegi. Blaðið á að halda áfram á

breiðum grunni, en aðdáendur íslenska hestsins er hægt að finna í öllum stéttum hér heima og erlendis. Þeir eru ungir sem aldnir, konur og karlar, gríðarlega breiður hópur. Hann hefur mörg áhugamál innan hestamennskunnar; umhirðu, ræktun, tamningar, þjálfun, keppnir, ferðalög og svo mætti áfram telja. Eiðfaxi hefur leitast við að þjóna öllum þessum hópum til þessa og ok k ar hugur stendur til að gera gott blað enn betra.“ Telma segist stolt af því að vera hestamaður. „Íslenski hesturinn hefur þjónað okkur frá landnámi og landið hefði verið óbyggilegt án hans. Þegar vinnuframlag hestsins hvarf að mestu með vélvæðingunni varð hlutverk hans óljóst. Upp úr miðri síðustu öld reis hann hins vegar til metorða á ný sem íþróttahestur, útreiðargæðingur og ferðafélagi. Tugþúsundir Íslendinga eiga ánægjustundir með gæðingum sínum og þeir eru engu færri erlendis sem eiga sér þann lífsstíl. Við eigum að hylla þessa ótrúlegu skepnu og gera veg hennar sem mestan.“ - JSS


16

Hestamannafélagið Fákur

Metnaðarfull verkefni á 90 ára afmæli Fáks

Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík stendur á gömlum og traustum grunni. Í ár fagna félagsmenn níutíu ára afmæli þess. Félagsmenn Fáks eru átján hundruð og hestar á Víðidalssvæðinu eru um þrjú þúsund. Starfsemi félagsins er í farsælum farvegi. Fáksfólk hugsar stórt og lítur til framtíðar. Ýmsar nýjungar eru á döfinni í starfi félagsins. Formaður Fáks, Rúnar Sigurðsson, greinir frá þeim. “Það eru mörg og stór verkefni framundan hjá félaginu. Þar vil ég fyrst og fremst nefna svokallaða nýliðun, sem felst í því að gefa börnum og unglingum kost á að koma inn í hestamennskuna. Það er þekkt að aðkoma þeirra, sem ekki eiga foreldra, skyldmenni eða önnur tengsl inn í hestamennsku er mjög erfið. Kaup á hesti, reiðtygjum, fatnaði og fleiru sem til þarf eru fljót að fara í háar fjárhæðir. Það segir sig sjálft að þetta er vonlaust dæmi fyrir tengslalaust barn eða ungling þótt sterkur áhugi sé til staðar.” -Hvernig ætlið þið að bregðast við þessu? “Fyrr á tímum hafði Fákur

félagsaðstöðu sem var öllum opin. Við ætlum að koma upp slíkri aðstöðu aftur og bjóða upp á hest, hnakk, hjálm, beisli og kennara. Um verður að ræða fjögurra mánaða tímabil í senn og hvert barn borgar fimmtán þúsund krónur. Á þeim tíma geta þau komist að því hvort þau finna sig í hestamennskunni eða ekki. Þetta köllum við nýliðun og erum með þessu að feta í fótspor knattspyrnufélaganna og jafnframt að styrkja barna- og unglingastarfið. Með þessu eflum við einnig félagsstarfið. Við ætlum að byrja með þessa nýjung í mars”

Mikið hringt og spurt - Hafið þið kynnt þetta og fengið viðbrögð? “Við hefjum kynninguna hér og nú með útkomu þessa blaðs. Ef vel tekst til þá væntum við þess að

Íþrótta- og tómstundafélag Reykjavíkurborgar hjálpi okkur við að efla þessa starfsemi. ÍTR hefur sýnt okkur mikinn velvilja í gegnum tíðina en nú erum við að horfa til miklu stærra verkefnis en margra þeirra sem við höfum áður ráðist í. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að hvert barn “á” hestinn tvo daga í viku, þannig að hvert hross skiptist niður á þrjú börn. Með þessu erum við að búa til nýja hestamenn sem ella hefðu ekki haft tækifæri til að kynnast þessari hollu íþrótt, þar sem þau hafa ekki haft nein tengsl inn í hana í gegnum fjölskyldu eða vini. Við eigum eitt hús sem rúmar þrjátíu hesta, sem þýðir að við getum tekið á móti níutíu börnum á viku. Síðan er í athugun að byggja áttatíu hesta hús við reiðhöllina og þá erum við komin með miklu stærra dæmi. Við ætlum að gera áætlun til tíu ára

sem aldrei hefur verið gert í Fáki fyrr. Þessi umrædda nýliðun er spennandi fyrirbæri fyrir alla Fáksfélaga, svo og þessi langtíma hugsun.” -Hafið þið orðið vör við að krakkar, sem ekki stunda hestamennsku sæki í Víðidalinn til að komast í hrossin? “Já, þau sækja geysilega mikið til okkar. Þá er einnig mikið hringt og spurt. Mikil aðsókn í reiðskóla fyrir börn sýnir einnig að áhuginn er fyrir hendi. Þess vegna er svo mikilvægt að aðstaðan sé það einnig. Norðlingaskóli hefur verið í samstarfi við okkur en þar er hestamennska valfag. Þá taka þau knapamerki 1 á einni önn. Í þessum áfanga eru nú tólf börn. Fleiri grunnskólar hafa haft samband við okkur og spurst fyrir um hvort þeir geti komist í svona


17 samstarf. Við höfum því miður ekki haft aðstöðu til að taka á móti þeim enn sem komið er. En markmiðið er að hestamennskan verði valfag fyrir börn í grunnskólum Reykjavíkur.” -Er fleira á döfinni sem framtíðaráætlunin felur í sér? “Já, við horfum til þess að koma upp yfirbyggðum gerðum. Framkvæmdir við eitt slíkt eru þegar langt komnar í Almannadal. Þetta er gert með þeim hætti að gerðin eru lokuð með timbri í meira en tveggja metra hæð og síðan er dúkur þar ofan á. Þetta þýðir að hægt er að vinna með hestinn í skjóli. Ef vel tekst til í Almannadal er ætlunin að fjölga þessum gerðum í Víðidalnum. Við erum að hugsa um að reisa þrjú til fjögur hringgerði og tvö til þrjú reiðgerði. Hringgerðið mun kosta um þrjár milljónir og reiðgerðið um tuttugu og fimm milljónir. Þetta eru samtals áttatíu og fimm milljónir sem rætt er um til tíu ára.”

Reiðhöllin sprungin - Er þörf fyrir þetta, auk reiðhallarinnar? “Já, reiðhöllin er gjörsamlega sprungin. Hún er opin frá átta á morgnana til tíu á kvöldin og það er alltaf einhver í henni, alla daga, öll kvöld og allar helgar. Við teljum að yfirbyggðu gerðin muni létta á henni og verða til þess að fleiri geti unnið með hross sín í skjóli fyrir veðri og vindum yfir vetrartímann. Það er að aukast mjög í hestamennskunni að hinn almenni reiðmaður fari með hross sín í höll eða gerði og vinni með þau þar. Þekking og fagmennska hafa aukist til muna sem þýðir að fólk ríður ekki bara út heldur vill einnig æfa hestinn og þjálfa þannig að hægt sé að njóta sem best kosta hans. Það hefur því orðið gríðarleg breyting á hestamennskunni, því hestafólk sækir meira í þekkingu, reynslu og kennslu til sér reyndari manna. Auk þessa eru í gangi hin ýmsu námskeið. Nefna má að Reiðmaðurinn er kenndur í reiðhöllinni í Víðidal í fyrsta skipti, Knapamerkin eru stöðugt í gangi, meira og minna fullsetin, bæði í verklegu og bóklegu. Svo er fjölda námskeiða með einstökum reiðkennurum, auk einkatíma þar sem nemendur taka höllina á leigu og eru með sinn kennara. Stundum taka nokkrir sig saman og hafa þennan háttinn á. Við höfum ráðið yfirreiðkennara,

Hestamannafélagið Fákur

Sigrúnu Sigurðardóttur. Um er að ræða nýtt starf. Fjöldi námskeiða hjá okkur er orðinn svo mikill og svo margir þátttak-endur að það var ákveðið að fara þessa leið, að ráða yfirreiðkenn-ara. Við viljum auka námskeiðahald eins og hægt er til að efla þekkingu og færni í hstamennsku. ” -Hestakosturinn hefur einnig breyst, ekki satt? “Jú og þar er ræktunarstarfið í landinu að skila sér. Þar hefur meðal annars verið lögð áhersla á að rækta góða og meðfærilega hesta, sem lausir eru við hrekki og aðra galla. Sá góði árangur sem unnist hefur er mjög mikilvægur.” -Það sést á heimasíðu Fáks að það er mikið líf í félaginu? “Já, það er mjög mikið líf. Á dagskrá yfir atburði félagsins sést að þeir eru milli sextíu og sjötíu í vetur. Þar má nefna samkomur, mót og ýmislegt fleira. Nefndir félagsins, þrettán talsins, eru öflugar og láta ekki sitt eftir liggja. Það er því gríðarlega mikið starf í félaginu. Vissulega hefur stundum reynst erfitt að fá fólk í nefndir eins og þekkist í flestum hestamannafélögum. En við í stjórninni höfum sagt við okkur að áhuginn verði einnig að koma innan frá. Við sem stjórnum Fáki þurfum að vera athafnasöm og dugleg og sýna að það er margt að gerast innan vébanda félagsins. Með því virkjum við fleiri félaga með okkur. Við viljum sjá fleiri ný andlit. En það eru mjög margir að leggja geysimikið starf af mörkum og virkilega gleðilegt að sjá hversu margir fórna raunverulega sínum tíma í þágu félagsins.”

Metnaður í Landsmót - Fáksfélagar hafa unnið að uppbyggingu fyrir stórviðburð næsta sumar sem er Landsmót 2012. Hvernig hefur það gengið? “Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir lands-mótið síðastliðin fjögur ár í afar góðu samstarfi við

Eftirfarandi fyrirtæki styðja við starfsemi Fáks

Aðalskoðun Bifreiðastilling Nicolai Gluggar og Garðar Helluskeifur Nói Siríus

Reykjavíkurborg sem stutt hefur vel við bakið á okkur. Borgin hefur á síðustu metrum undirbúningsins sýnt ótrúlega mikinn styrk og stuðning við þetta verk-efni, bæði við Fák og Landsmót ehf. Miklar fjárhæðir hafa verið lagðar í svæðið í því markmiði að byggja það upp til framtíðar. Í Víðidal hafa verið lagðir fjórir hektarar af túnþökum. Unnið hefur verið að gerð bílastæða, ræsingu á völlum og stækkun áhorfendabrekku. Hún getur nú tekið á móti fjórtán, fimmtán þúsund manns. Þá hefur umgjörð um völlinn verið lagfærð þannig að hún er orðin virkilega flott. Þetta er orðið langbesta svæðið á landinu hvað mótshald varðar. Ég bind vonir við að það komi hátt í fimmtán þúsund manns á landsmót, þar af fimm til sjö þúsund útlendingar. Landsmót er gríðarleg lyftistöng fyrir hestamennskuna um allt land. Þetta fólk kemur til að sjá íslenska hestinn í Víðidalnum, svo fer það í ferðalög um allt land, bæði hestaferðir og eins til að skoða hross. Það er mikil gróska í allri hestatengdri starfsemi samfara Landsmóti. Landsmót í Víðidal býður upp á að gestir þurfa ekki að liggja í tjöldum dögum saman, heldur geta þeir verið í gistingu skammt frá svæðinu. Þeir geta því haft sína hentisemi og mætt úthvíldir til leiks snemma morguns.

Menn verða að átta sig á að þetta er svolítið breytt frá því sem var. Fólk vill góða aðstöðu. Það vill geta valið úr og skoðað það besta sem Landsmót hefur upp á að bjóða. Það vill geta valið um matsölustaði, komist í sund án mikilla ferðalaga og fengið góða næturhvíld. Víðidalurinn er einnig góð staðsetning hvað varðar aðkomu, því ég þori að fullyrða að um áttatíu og fimm prósent hestamanna eru staðsettir á svæðinu frá Borgarfirði að Hellu.” -Landsmót og stórafmæli á árinu. Það verður í nógu að snúast? “Það er óhætt að segja það. Fákur fagnar níutíu ára afmæli þann 24. apríl næstkomandi. Afmælisnefnd er starfandi og hún skipuleggur hvernig þessum áfanga verður fagnað. Það verður bæði efnt til stórsýningar og veislu af þessu tilefni.” Eru fyrirhugaðar einhverjar skipulagsbreytingar á Fákssvæðinu? “Á þessu ári er stefnt að því að fara í nýtt deiliskipulag á svæðinu og endurskipuleggja það með framtíðina í huga. Við vorum með framtíðarfund í fyrravor. Þar fórum við yfir hugmyndir félagsmanna á því hvað þeir vildu sjá gert. Þar kom margt nýtt fram , eins og til dæmis að fundargerðir stjórnar yrðu birtar á heimasíðu Fáks. Það er orðið að veruleika. Ýmsar aðrar hugmyndir komu fram sem snúa að daglegu lífi hestamannsins, meðal annars til að auðvelda aðgang að upplýsingum. Heimasíðan okkar er mjög virk og mikið af fréttum á henni hverju sinni. Jón Finnur Hansson hefur haft veg og vanda af henni, auk þess sem hann er framkvæmdastjóri Fáks. - JSS


18

Hestamannafélagið Fákur

„Æfum frá því farfuglarnir fara og þar til þeir koma aftur” Brokkkórinn sameinar söngáhuga og hestamennskuna. Fagna 10 ára starfsafmæli á þessu ári. Vikulegar æfingar yfir vetrartímann. Auglýsa eftir góðum bassaröddum. Forsaga kórsins er orðin nokkuð löng, en upphafið má rekja til þess að nokkrir söngglaðir hestamenn og konur í Andvara fundu þörf hjá sér til að koma saman og syngja og stofnuðu kór undir handleiðslu Hafdísar Bjarnadóttur. Starfið hófst vorið 2000 og var ýmislegt æft, allt frá undir Dalanna sól, til Lukku Láka og Gamla sorrý Grána, fjórraddað og útsett af Hafdísi. Ætlunin var síðan að hefja starfið að fullum krafti að haustinu. En bið varð á framhaldinu og liðu tvö ár þar til önnur tilraun var gerð. Vallakórinn Haustið 2002 komst aftur skriður á málið og var nú ráðist í þetta af myndarskap. Við höfðum samband við Gróu Hreinsdóttur eftir ábendingu frá Halldóri Halldórssyni (reiðvegamanni Andvara og nú LH) um ótrúlega hressan og skemmtilegan kórstjóra. Gróa var til í slaginn með okkur og við fengum inni í Hofstaðaskóla til æfinga. Kórinn starfaði undir merkjum Andvara og kallaði sig Vallakórinn, í tvíræðri merkingu, þar sem honum tókst varla að verða kór sökum fámennis og af því götunöfn í Andvara enda allar á Völlum (Blesavellir osfrv.). Frumraun kórsins á opinberum vettvangi var svo vígsla reiðskemmu Andvara janúar 2003. Kórinn kom frekar móður inn með kórstjórann hlaupandi á svæðið eftir að hafa spilað í brúðkaupi, fór örlítið á lulli til að byrja með en hreinsaði sig og endaði á flottum skeiðspretti. Eftir þetta héldu kórnum engin bönd og það var sungið á Þorrablóti og haldin söngskemmtun um vorið, kóramót Gróukóranna, og farið í vorreiðtúr ofl. Brokkkórinn Haustið 2004 var ákveðið að reyna að hefja nýtt tímabil í kór-

starfinu og stofna einn kór hestamanna á Höfuðborgarsvæðinu. Enn og aftur var Gróa tilbúin í slaginn með okkur og fór mikil auglýsingaherferð í gang og smölun eins og í bestu stóðréttum. Þetta bar tilætlaðan árangur og frá árinu 2006 var farið að æfa í Fáksheimilinu og upp úr því stækkaði kórinn ört. Frá árinu 2007 hefur Magnús Kjartansson tónlistarmaður með meiru verið kórstjóri og fallið vel

30+ til 60+. Við æfum frá því farfuglarnir fara og þar til þeir koma aftur, og syngjum á skemmtunum tengdum hestamennskunni, eða öðrum viðburðum. Meginmarkmið kórsins er að hittast og hafa gaman af því að syngja saman. Félagarnir eru t.d ekki sligaðir af að baka kökur og selja í Kringlunni fyrir utanlandsferð, þó það væri nú kannski ekki

gufjörum en þar eru heiðurshjónin Gunnar og Svana í Lýsudal heimsótt en þau eru jafnframt í kórnum. Í vor munum við heimsækja kór Magnúsar á Suðurnesjunum, en þau heimsóttu okkur síðastliðið vor og fóru m.a í reiðtúr með kórnum á hestum frá hestaleigunni Íslenska Hestinum í Fjárborg. Við munum líka fagna 10 ára samfelldu starfsafmæli kórsins,

inn í hópinn verandi hestamaður eins og þorri kórfélaga. Kórinn starfar nú undir heitinu Brokkkórinn og eru meðlimirnr náttúruunnendur og hestamenn úr ýmsum hestamannafélögum á svæðinu. Að meðaltali mæta um 40 á æfingar, en skráðir kórfélagar eru um 55 manns. Það er orðinn ansi stór hópur sem hefur í lengri eða skemmri tíma sungið með kórnum. Þess má geta að ekkert kynslóðabil er í kórnum frekar en í hestamennskunni almennt, og er Sirrý Sörensdóttir sennilega elst, 86 ára, en meginþorri kórsins er

alveg alvitlaus hugmynd að heimsækja t.d. hestavini okkar í Færeyjum og syngja fyrir þá. Lagaval kórsins er skemmtileg blanda af rómantík, fjöri, náttúru og gleði, (nokkurn veginn eins og hestafólk er samsett). Söngurinn léttir lundina og nærir sálina og ekki er verra að stunda hann í svona góðum félagsskap, þar sem við gerum óspart grín að sjálfum okkur og hlátur og gleði ræður ríkjum. Hópurinn fer líka gjarnan í reiðtúra saman yfir veturinn og endar starfið á góðum vorreiðtúr, sem stundum hefur verið á Lön-

en það er í nefnd í augnablikinu. Við viljum endilega hvetja alla söngglaða hestamenn og náttúruunnendur til að koma og syngja með okkur. Nýir bassar munu fá alveg sérstakar móttökur, en við höfum verið dugleg að þjálfa þá upp fyrir Karlakór Reykjavíkur og Kjalnesingakórinn. Við höfum æft undanfarin ár í félagsheimili Fáks á þriðjudögum kl 20-22 og það er fullkomlega leyfilegt að mæta í hestagallanum. Upplýsingar um kórinn er að finna á bloggsíðunni www.123.is/ brokk


19

Hestamannafélagið Fákur

Bleika Töltmótið styrkir Krabbameinsfélagið Á Konudaginn, þann 19. febrúar var haldið hið árlega Bleika Töltmót í Reiðhöllinni Víðidal í samstarfi við Hestamannafélagið Fák. Mót þetta er fyrir konur eldri en 17 ára og haldið til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini og rennur allur ágóðinn af mótinu óskiptur til Krabbameinsfélags Íslands. Ekki er hægt að halda svona öflugt mót nema með aðstoð fjölda fólks og fyrirtækja sem styrkja framtakið. Aðstandendur mótsins þær Drífa Dan, Laufey Stefánsdóttir, Auður Möller og Jóhanna Þorbjargardóttir vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að mótinu og gáfu vinnu sína, dómara, ritara og aðra starfsmenn mótsins og allra fyrirtækja og félaga sem studdu Bleika Töltið s.s. Europris, Expó Auglýsingagerð, Fákur, Góa-Linda sælgætisgerð, Grænn Markaður, Guðni Bakari, Katla, Krónan, Lífland, Maggi Ben, Mæja Listmálari, Nýherji, Six Iceland, Sælgætisgerðin Freyja, Top Reiter og Ölgerðin. Mótið tókst í alla staði mjög vel, knapar vel skreyttir í tilefni dagsins og kepptu með bros á vör enda málstaðurinn góður. Mótið er nú búið að festa sig í sessi og orðið að árlegum viðburði en keppt er í þremur styrkleikaflokkum svo allir geti tekið þátt. Tæplega 100 konur voru skráðar til leiks og alls söf-

Fréttir úr dalnum

Upplýstir knapar

Reiðgerðið við félagsheimilið hefur verið lýst upp með tveimur öflugum ljóskösturum. Þessir ljóskastrarar eru ljósnæmir og kveiknar á þeim þegar birtan dvínar en það slokknar alltaf á þeim kl. 23:00 á kvöldin. Með upplýstu gerði aukast notkunarmöguleikarnir á því mikið og vonandi nýtist ykkur vel bætt vinnuaðstaða til að þróa gæðingana ykkar.

nuðust krónur 397. 372.- sem runnu til Krabbameinsfélagsins en þess ber að geta að á fyrsta Bleika mótinu 2011 söfnuðust krónur 500.000. Á næsta ári verður stefnt að því að gera enn betur árið og hvetjum við allar konur til að fara

að undirbúa þátttöku í Bleika töltmótinu á Konudeginum 2013. Þann 29. febrúar afhentu aðstandendur mótsins Ragnheiði Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélagsins styrkinn. Á myndina vantar Laufeyju Stefánsdóttur.


20

Hestamannafélagið Fákur

Íslenski Hesturinn slær í gegn

Í Fjárborg við Suðurlandsveg hefur Bergljót, betur þekkt sem Begga Rist, komið sér fyrir með fyrirtæki sitt Íslenska Hestinn ásamt eiginmanni sínum Sveini Atla. Begga fær jafnframt dygga aðstoð góðra vina. Íslenski Hesturinn er ungt fyrirtæki en hefur hlotið mikla viðurkenningu á vefsíðunni TripAdvisor og er fyrirtækið nú í öðru sæti yfir afþreyingu í Evrópu. Hvernig og af hverju byrjaðir þú í hestamennsku? „Þegar ég var 5 ára þá fór ég á reiðnámskeið hjá Fáki. Námskeiðið var haldið þar sem kallað var Neðri-Fákur, þar sem nú er Grillhúsið. Mér fannst þetta æðislega gaman og talaði ekki um neitt annað. Guðrún Fjeldsted var kennari á námskeiðinu og ég tók hana í guðatölu. Ég hélt áfram að þvælast í kringum reiðskólann og fékk að hjálpa Guðrúnu. Þegar ég var tólf ára þá fékk ég hest í fyrirfram fermingargjöf og var með hann þarna í Neðri-Fáki.“ „Pabbi var vatnamælingamaður og ég ferðaðist um allt land með honum, inn til sveita og uppá hálendið. Þá náði ég oft að kría það út að setjast í hnakk. Ég gleymi því til dæmis aldrei þegar Reynir Aðalsteinsson heitinn leyfði mér að setjast á bak Borgfjörð sem var mjög þekktur graðhestur. Það var stórt augnablik fyrir ungling frá Reykjavík.“

fuglalíf og frábært útsýni. Við förum í útreiðartúra héðan og getum riðið að fjórum stöðuvötunum á nokkrum klukkutímum oft á mjúkum moldargötum – og allt innan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru forréttindi sem við eigum að vera stolt af – að eiga höfuðborg sem hefur upp á þetta að bjóða. Þetta svæði, Fjárborg, er líka alveg einstakt af því leyti að hér má vera með kindur – eins og nafnið gefur til kynna. Hér eru fjárbændur sem við aðstoðum í smalamennskunni og gestirnir okkar fá að taka þátt í því. Síðan erum við með Rauðavatn og svo auðvitað Rauðhólana og Heiðmörk sem er stórkostlegt

jafnframt hæfileikaríkur ganghestur. Því ef við viljum gera okkur vonir um að gestirnir okkar setjist aftur í hnakk þá eigum við að vera með góða hesta.“ „Mér finnst það vera á ábyrgð okkar sem bjóðum bæði útlendingum og Íslendingum á hestbak að við kynnum íslenska hestinn. Ég vil að við setjum íslenska hestinn á þann stall sem hann á skilið. Að við komum því til skila hversu sérstök gæði eru í þessum hesti og ég tala um það við alla gestina okkar. Ég hef það takmark að koma íslenska hestinum á heimskortið og til þess þurfum við öll sem komum að hestatengdri ferðaþjónustu að vanda

Frábært í Fjárborg

Begga er menntaður leiðsögumaður og talar sjö tungumál. Hún hefur verið viðriðin hestaferðir um árabil en stofnaði í ársbyrjun 2011 sína eigin hestaleigu. „Við komum hingað í Fjárborg fyrir ári síðan og hófum þennan rekstur. Hesthúsið er alveg frábært og eftir smá framkvæmdir við móttökuna þá er þetta orðið mjög fínt. Ég hef verið viðloðandi hestaferðir í mörg ár sem leiðsögumaður og finnst þetta afskaplega gaman. Þetta sameinar mín áhugamál sem eru fólk, hestar og landið okkar. Það besta sem ég veit er að sitja í hnakk, vera með frábæru fólki í fallegu umhverfi. Þar sem ég vildi gera þetta að heilsársstarfi, þá var lausnin að stofna eigin fyrirtæki.“ „Okkur finnst gríðarlega spennandi að vera í Reykjavík. Bæði vegna þess að hér er engin hestaleiga og einnig til að víkka sjóndeildarhring Reykjavíkinga og sýna hvað Reykjavík hefur uppá að bjóða. Hér eru frábær svæði, til dæmis Hólmsheiðin sem er kannski þekktust fyrir það að þar vilja pólitíkusar byggja flugvöll. Hólmsheiðin er æðislegt útivistarsvæði með mikið

Begga Rist ásamt dóttur sinni, Kolku, sem er dugleg að aðstoða mömmu sína með hestana.

svæði.“ „Þegar ég stofnaði fyrirtækið átti ég bara einn hest. Það hlógu margir að þeirri bjartsýni – að ætla að opna hestaleigu eigandi einungis einn hest, en vinir mínir hjálpuðu mér og lánuðu mér hesta. Passleg hópastærð er um 15 manns en við getum tekið á móti stærri hópum, en þá skiptum við þeim upp.Þannig að á meðan hluti hópsins fer í reiðtúr geta hinir fengið leiðsögn um svæðið hér í kring.“

okkur.“ „Síðast þegar ég skoðaði vefsíðuna þá voru komnar 99 umfjallanir um okkur, ég býð spennt eftir því að hundraðasta umfjöllunin detti inn. Umfjallarnirnar skrifa gestirnir af eigin frumkvæði og það eru alg-

B

jör forréttindi fyrir okkur að fá að taka þátt í þessari upplifun með gestum sem svo glöggt koma auga á og ná að njóta bæði gæða hestsins og sérstöðu landsins. Af þessum 99 umfjöllunum þá fáum við fullt hús stiga, fimm stjörnur, í öllum nema tveimur – og hinir tveir gefa okkur fjórar stjörnur! Við erum afskaplega þakklát fyrir þessar viðtökur. Það sem er sérstaklega gaman að sjá er að þegar við flettum í gegnum þessar umfjallanir þá er þetta ekki bara frá vönu hestafólki heldur líka óvanir. Það sem er frábært í þessu er að okkar litla fyrirtæki er nú komið í annað sæti yfir „Things to do in Europe“ hjá TripAdvisor. Það hefur vonandi jákvæð áhrif á aðrar atvinnugreinar s.s. hestamennsku og ferðaþjónustu. Ég vil gera íslenska hestinn að einu séreinkenni þess að heimsækja Ísland.Íslendingar á hestbak „Við viljum færa þjóðina nær hestinum og bjóðum uppá útreiðarhópa þar sem Íslendingum gefst tækifæri á að komast á hestbak. Við köllum þetta „VERTU KLÁR í hnakkinn“, smá orðaleikur, sem gengur út á það að við setjum saman hópa sem hittast vikulega og fara í útreiðartúra. Þetta er tilvalið fyrir fólk sem vinnu sinnar vegna eða annarra skuldbindinga getur ekki bundið sig við eigin hest en dauðlangar til að komast á hestbak. Þetta er því ekki bara fyrir nýliða í hestamennsku. Síðan koma hingað einnig saumaklúbbar og starfsmannahópar – það er geysilega gaman. Þetta er allt svo skemmtilegt að það má segja að ég fari aldrei í vinnuna!

TESON

Hestaleiguhestar

„Ég hef miklar hugmyndir og skoðanir á hestaleigum. Ég hef fengið til mín nokkra hesta sem eru kallaðir „hestaleiguhestar“. Þá eru kannski einu kröfurnar sem gerðar eru að hesturinn sé þægur, en hefur takmarkaðan gang, en það er ekki nóg. Ég geri meiri kröfur, því hestaleiguhestur þarf aðuppfylla ákveðnar kröfur.Hann þarf að vera þægur og góður í umgengni og

Ein mest selda hestakerran frá hruni Stór og rúmgóð 4-6 hesta kerra á tveimur öxlum. Rist framan á kerru tryggir góða loftun um kerruna. Öflugir flexitorar veita mjúka og góða fjöðrun. Minna skrölt og minni hávaði. Stórir og breiðari hjólbarðar á 16” felgum sem hentar vel á slóðum og sveitavegum. Rampur með timburgólfi sem leikur einn er að setja niður og reisa upp. Ljós inni í kerru, gúmmímottur í gólfi og þverskilrúm er staðalbúnaður. Hægt er að fá milligólf inn í kerruna fyrir fjárflutninga. Því má líka bæta við eftirá.

ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI

ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 16 | Sími 568-1500 | Akureyri: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is


NÁTTÚRULEG HOLLUSTA

U

N

H

LS U T VEN

VERT

A

– D A GLE

G

TAKTU

EI

OMEGA-3 FJÖLVÍTAMÍN STEINEFNI


22

Hestamannafélagið Fákur

Arna Ýr og Hinrik verðlaunuð

Á uppskeruhátíð Fáks er venja að heiðra ungan og efnilegan knapa úr röðum ungmenna og fær sá knapi að bera titilinn ,,Bjartasta vonin” næsta árið. Bjartasta vonin er knapi sem sýnir góða ástundun, nær góðum keppnisárangri og sýnir íþróttamannslega framkomu, bæði á keppnisvellinu og utan hans. Það kom engum á óvart að

Arna Ýr Guðnadóttir skildi hljóta titilinn í ár. Hinrik Bragason var valinn knapi Fáks 2011 enda árið með eindæmum farsællt á keppnisbrautinni hjá kappanum. Hinni landaði mörgum tiltlum, bæði á Landsmóti, Heimsmeistaramóti sem og Íslandsmóti.

Kristinn ræktunarmaður Fáks Kristinn Valdimarsson varð ræktunarmaður Fáks 2011 og fékk hann þann titil fyrir stóðhestinn sinn Barða frá Laugarbökkum. Kristinn geymir því hinn fagra Ræktunarbikar sem Rangárbakkar gáfu

Fáki í tilefni 80 ára afmælinu 2002 en bikarinn er veittur þeim félagsmanni í Fáki sem ræktað hefur og á hæst dæmda kynbótahrossið það árið.

Gæðahnakkar - gott verð

Aðalfundur Hestamannafélagsins Fáks Aðalfundur hestamannafélagsins Fáks verður haldinn 3. apríl næstkomandi í félagsheimili Fák. Fundurinn hefst kl 20:00 og eru félagsmenn hvattir til að mæta. Dagskrá:

- Venjubundin aðalfundarstörf - Breytingar á lögum félagsins - Heimild til stjórnar til sölu á hesthúsinu - Önnur mál

Stjórn Hestamannafélagsins Fáks

Stakkur

Barri

Jón Sigurðsson söðlasmiður - Fögruhæð 2, 210 Garðabæ sími: 896-9499, 565-9121

STYRKTARAÐILAR:

Litla-Tunga Í-Form.is Flúðasveppir


Kópal Glitra

www.malning.is

Íslensk gæðamálning

Lyktarlaus

Erlendur Eiríksson málarameistari: „Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“

ÍSLENSKA SIA.IS MAL 58602 02.12

Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL.


24

Hestamannafélagið Fákur

Vetrar- og vordagskrá Fáks Janúar:

Apríl:

7. Hrossakjötsveisla Limsfélagsins 14. Sameiginlegur reiðtúr frá Reiðhöllinni 14. Þorrablót Fáks kl. 17:00. 16. Keppnisnámskeið og knapamerkjanámskeið hefjast 28. Sameiginlegur reiðtúr frá Reiðh. kl. 14:00 27.-29. Járninganámskeið með Sigurðir Torfa Sigurðssyni járnin ga-meistara

Febrúar: 1. 9. 8. 11. 12. 18. 19. 24. 25.

Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Fyrirlestur um fóðrun og meðferð hrossa, Ingimar Sveinsson Þemakvöld: Æskulýðsnefndar Sameiginlegur reiðtúr Grímutölt í Reiðhöllinni Vetrarleikar Fáks. Bleikar slaufur – Töltmót í Reiðhöllinni Þrautadagur Æskulýðsnefndar Sameiginlegur reiðtúr

Mars: 2-4. Reiðnámskeið með Þorvaldi Árna Þorvaldssyni 3. Kvennakvöld Fáks. 3. Ferð á ræktunarbú og tamningarstöðvar á vegum kynbóta- og fræðslunefndar 10. Sameiginlegur reiðtúr 17. Barkamótið í Reiðhöllinni 23. Vetrarleikar Fáks. 24. Sameiginlegur reiðtúr 24. Skeiðnámskeið með Sigurbirni Bárðarsyni 26 Fjölskyldubingó 30. Hestadagar í Reykjavík - Reiðhöllinni 31. Hestadagar í Reykjavík í Laugardal 31. Kynning á smelluþjálfun reiðhesta og 7 games leikjanámskeiðinu

1. Æskan og hesturinn - sýning 3. Aðalfundur Hestamannafélagsins Fáks 7. 24-25. Námskeið í hæfileikadómum kynbótahrossa 7. Óvissuferð – Æskulýðsdeildar 10 Skráning – Líflandsmótsins 14. Líflandsmótið 17. Hreinsunardagur Fáks 19. Firmakeppni Fáks – opin hesthús, borgarbúum boðið á hestbak ofl. 19. Ljósmyndasýning - Afmælisnefnd 21. Kökuhlaðborð Fáks – Harðarmenn koma í heimsókn 21. Stórssýning og afmælissýning Fáks í Reiðhöllinni 27. Gustkonur koma í heimsókn 27. Fánareið Limsfélagssins 28. Hlégarðsreið í Hörð í kökuhlaðborð Stefnt er að hestanuddnámskeiði.

Maí: 2.-6. Reykjavíkurmót Fáks 6. Fjölskyldureiðtúr Æskulýðsnefndar 12. Almannadalsmótið 14. Vettlingadagar Reykjavíkurborgar 16. Afmælishátíð Fáks 18. Kvennareiðtúrinn mikli sem endar í félagsheimili Fáks 24.-28 Gæðingamót Fáks - Landsmótsúrtaka Stefnt að fyrirlestri um undirbúng hestaferða.

Júní: 2.-3. Vorferð Fáks. 9. – 10. Orginalmótið 25. – 1. júlí Landsmót hestamanna í Reykjavík Sumarferð Fáks 16. – 22. júlí

Gámadagar eru fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði eða 7. febrúar. 6. mars, 3. apríl, 1. maí og 28. maí. Reiðhöllin er opin fyrir skuldlausa félagsmenn alla virka daga frá kl. 14:00 – 22:00, nema þriðjudaga en þá er hún lokuð frá kl. 15:00 Um helgar er opið frá kl. 13:0 – 17:30.

LM 2012 25. júní-1. júlí 2012

Miðar á Landsmót, gjafabréfin sívinsælu og allar upplýsingar á

www.landsmot.is



26

Hestamannafélagið Fákur

Að rækta hross er skemmtilegt

Mjög margir hestamenn stunda hrossarækt í stórum eða smáum stíl. Ástæðan er sú að það er bæði spennandi, gefandi og skemmtilegt að rækta sitt eigið hross. Spennan felst í að velja saman rétta stóðhestinn og hryssu og fá út úr því hæfileikamikið afkvæmi. Væntingar ræktandans geta verið margvíslegar. Fæ ég flottan lit, hryssu, hágengt, skapgott hross? Sumir vilja frekar fá hest en hryssu og því getur spennan verið margvísleg. Guðmundur Guðlaugsson:

Af öllu þessu má sjá að það fylgir því heilmikil starfsemi að rækt hross. En það kostar líka mikla peninga og það þarf að hafa mikla þekkingu eða aðgang að fólki með reynslu. Það er svo margt sem þarf að passa upp á. T.d. þarf að gæta

þess að fóðra hrossin rétt og fylgjast þarf með líðan þess. Það er því ákveðin skuldbinding sem felst í því að rækta en aðgangur að upplýsingum og fólki með reynslu er það góður að það þarf ekki að mikla það fyrir sér.

Kostnaðurinn er eins og áður sagði mikill og því er mikilvægt að vanda til verksins því að það kostar mikið hvort sem hrossið er undan góðum og ættmiklum foreldrum eða lélegum ættlitlum. Verðmæti sýndra og ættmikilla hrossa sem hlotið hafa góða dóma er hinsvegar mun meira. Rök hafa verið færð fyrir því á öðrum vettvangi að það kosti um 900.000 að rækta hross þangað til það er komið á aldur og búið að fara í eina kynbótasýningu. Sá kostnaður felst í uppeldiskostnaði, dýralæknaþjónustu, fóðri, flutningum og tamningarkostnaði svo eitthvað sé nefnt. Einnig kostar að fá góða fola til að fylja hryssu og ef að hryssan sem nota á er góð, þá kostar hún líka mikið. Þessi kostnaður getur verið meiri en áður var nefnt en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hann sé minni ef allt er talið. Þessi kostnaður er hinsvegar afstæður í sjálfu sér og ef vel tekst til er hann ekki mikill. Góð hryssa sem hefur hlotið góðan dóm getur hæglega gefið af sér mörg góð afkvæmi á æviskeiðinu og skilað eigendum sínum ómældri gleði og unnið fyrir kaupinu sínu eins og sagt er. Því ætti enginn sem hefur áhuga á því að rækta sitt eigið hross að láta það stoppa sig en undirbúa sig hinsvegar vel og reyna að vanda til í upphafi. En er hægt að hugsa sér eitthvað skemmtilegra en að sitja einhverntíman í framtíðinni sinn eigin ræktaða gæðing, litfagran, vel vaxinn, glæsilegan hest, ganggóðan og geðgóðan besta vin?

Pantone blár: 282 c Pantone rauður: 485 c CMYK blár: 100 - 72 - 0 - 56 CMYK rauður: 0 - 100 - 100 - 0 RGB: 0 - 38 - 66 Hex: 002642

KÓPAVOGI • CE VOTTAÐ

Sérhæfðir í gleri og speglum GLER Í HANDRIÐ – SPEGLAR – GLER MILLIVEGGIR GLER MILLI SKÁPA – STURTUGLER Eina glerverksmiðjan á Íslandi með CE vottaða framleiðslu á gleri og speglum

Smiðjuvegi 7 – 200 Kópavogi – Sími 54 54 300 – Fax 54 54 301- www.gler.is

SKESSUHORN 2012

Síðan tekur við langt tímabil þar sem ala þarf hrossið af kostgæfni upp og það er mjög gaman að fylgjast með tryppinu vaxa úr grasi. Allan tímann er það vonin sem heldur spennunni við og gleðileg eru samskiptin við hrossin á uppvaxtartímanum. Það sem er svo skemmilegt líka er að smekkurinn er svo misjafn og sumir vilja leggja áherslu á lit og tölt á meðan annar leggur áherslu á að skeiðið sé gott og að hrossið verði hávaxið. Nálgast þarf ungviðið í fyrsta sinn með ýmislegt. Það þarf að klippa hófa, gefa lyf og sum tryppin eru svo heppin að fá að vera á fjöllum á sumrin á uppvaxtarárunum. Þá þarf að smala á haustin og draga í rétt. Fjölbreytnin er mikil þó að allt sé það innan ákveðinna marka. Hægt er að auka verulega líkurnar á því að fá sumt af því sem maður óskar sér með því að standa vel að ræktuninni í upphafi. Mjög miklar upplýsingar eru til um hrossin og til erákveðið kerfi sem getur gefið væntanlegum ræktanda ýmsar verðmætar upplýsingar. Öflug leiðbeiningaþjónusta er innan hrossaræktarinnar sem leggur línurnar um hvernig best sé að hinn íslenski gæðingur sé og hjálpar það ræktendum mikið. Ef menn vilja t.d. rækta hross sem er skjótt og líkur á að tölti vel, þá er hægt að fá upplýsingar um líkurnar á að ákveðnir stóðhestar paraðir saman við hryssu, gefi þessa eiginleika og lit.


Vatnsnes, 65°40 Heimili 1.124 sela og 90 manna.

Höfuðborgarsvæðið: Bankastræti 5 og 9, Faxafen 12, Kringlan, Smáralind og Miðhraun 11 Akureyri: Glerártorg Keflavík: Leifsstöð og söluaðilar um allt land

www.66north.is

Klæddu þig vel


28

Hestamannafélagið Fákur

LANDSMÓT

Fjölskylduhátíð og veisla í senn

Landsmót 2012 verður haldið á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidalnum í Reykjavík dagana 25. júní – 1. júlí. Einu sinni áður hefur Landsmót verið haldið á þessum stað en það var árið 2000. Mótið í ár verður í senn fjölskylduhátíð og veisla fyrir hestamanninn. Formannsspjall / Góðir Fáksmenn

Framundan er landsþing hestaGatnamálastofa hefur hafið gatnaRitnefnd hefur nú drifið fyrra gerð á nýju athafnasvæði Fáks og manna á Selfossi og verða þar mörg fréttablað þessa mun Reykjavíkurborg sjá um úthlutun mál til umræðu. Eins og menn muna vetrar út undir þeirra lóða. Mjög bráðleg verður sett sótti Fákur um landsmót 2008 og vaskri stjórn upp færanlegt hringgerði sem smíðað væntanlega fáum við það. Vetrarstarfið er nú að skríða af stað og Auðuns, Krist- verður af félagsmanni. Fáksmenn mættu á landsmót með verður vonandi ánægjulegt. Ýmsar jönu og fleiri gæðinga sína og stóðu sig vel að framkvæmdir á félagheimilinu eru góðra félaga. Í nauðsynlegar og þarfnast endurbyrjun hvers vanda. a starFsárið 2009 2010 Verið er að ganga frá útisvæði sem nýjunar svo sem eldvarnir og fleirra. starfsárs er venja að skipa–í nefndir Framkvæmdastjóra og meðstjórnog óskað erGarðarsdóttir: eftir fólki í þær eftir raskaðist við gerð holræsis og hefur Hilda Karen endum þakka ég fyrir góða samvinnu. frágangur gengið seint. áhuga hvers og eins. Búist er við miklum fjölda gesta á skráningar Landsmótið en áætlað er að á en ella og mikið um afskráningar. 49 hross Húsfyllir var á herrakvöldinu sem Dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur milli fjögur og fimm þúsund hlutu dóm, þar og lauktókst dómstörfum með ágætum eins og við var að við Fjárborgir er af að39 rísafullnaðardóm og búið erer að lendir hestaáhugamenn leggi um hádegi miðvikudaginn 12. maí. búast með tilheyrandi góðum mat og Félagskveðja því tilefni færa reiðveginn leið sína tilaðÍslands á þessumofar tí- í veitingum sem bornar voru fram af Snorri B Ingason. hlíðina á öruggari stað, fjær umferðarma til að fylgjast með spennandi Úrslit í grímutölti Fáks gæðingakeppni og glæsilegum fagmensku. æðum. Brúðarmeyjar, sjómenn, prinsessur, smábörn, kanínur, kynbótahrossum. Heildarfjöldi iðnaðarmenn, maríubjöllur og draugabanar ásamt fleiri gesta gæti því verið á bilinu tólf Frá Landsmóti árið 2000 í Reykjavík. furðuverum svifu um í Reiðhöllinni í Víðidal á Grímutölti til fimmtán þúsund manns, en Kvennareið Gustskonur fjölmennasta landsmótið til þesFáksí áheimsókn föstudagskvöldið 5. febrúar. Rauðhetta og úlfsa var mótið 2008 á Hellu en það búar eru hvattir til að nýta sér þáurinn stök félagssvæði einvígi Fáks. Þar í sumar verður algháðuáæsispennandi og áeru tímablili Landsmótið var það sóttu um 14.000 gestir. frábæru og skiljaRauðhetta nægÞað hesthúsapláss fyrirenda öll kynjör veisla enda eru hestamenn Þann 21. maí var farið samgönguleið í árlega himneskt semvar elti hins orðið vegar úlfinn hafði veður Rauðhetta Dagskrá mótsins verður fjöl-Var ótrúlegt bílinn hve eftirmargar heima. Umhverfiskeppnishross fullir tilhlökkunar. Þeir fagna því kvennareið. sigur bótaað lokum eins ogþegar í öllumGustskonur góðumog ævintýrum. þannog 7. maí komu breytt, bæði hvað keppnishlureiðleiðir og upphitunaraðstaða að halda Landsmót í Reykjavík Stórskemmtilegt mót með góðum hestum og frábærum konur komu þrátt fyrir aftakaríðandi í heimsókn tann varðar sem og skemmtiöll hin besta. Hrossin til eigaFákskvenna. því og nú þegar má finna mikinn grímubúningum. Hulda Geirsdóttir, alþjóðlegur íþrótta-erlendra gesta og fjölVoru samankomnar kátar og glaðd a g s k rá n a . L a n d s þ veður. e k k t i r 120 hraustar konur öruggan griðastað inni70 í hesthúáhuga dómari dæmdi mótið. Kári Steins var þulur og fór á kost- á mótinu. Hestamenn tónlistarmenn og skemmtikraftsum áar meðan stendur, Þær miðlafólks lögðu af stað út í rigninguna konur mótinu í félagsheimilnu. um í búningalýsingum. auk þess semsér fóðrun þeirra og sem eru því staðráðnir í að standa sauðu eftirtaldir: ar munu koma fram, söngvaÞær voru alsælar þótt ekki gæddu á góðum pottrétti keppni verður haldin fyrir yngstu umhirða verður auðveld. man og nýta þá kosti sem Reykværiverþurr þráður á þeim þegar Jón Helgi sá um að matreiða. Þótti gestina, afþreyingargarður Hvammsvöllurinn er aðalkeppjavík hefur upp á að bjóða hvað þær og komu til baka eftir reiðtúr heimsóknin hafa heppnast ður Ekki á svæðinu fyrir krakkana nisvöllurinn og er hann staðset- í alla varðar gistingu, afþreyingu, veier reiknað með verulegum breytingum á störfum upp í helstu Hólmsheiði. aðkynbótanefndar auki verður ýmisstarfsári, önnur tur fyrirstaði neðan Reiðhöllina sundlaugar og menningu mjög vel. Þærí VíðiHelga, tingar, og á næsta viðburðirSnæddu verða afþreying í boði á svæðinu sem dal. Hann er þekktur fyrir það að til þess að gera Landsmót 2012 þær grillmatogí kynbótasýnReiðhöllinni og sem fyrr ræktunarferðin í marsbyrjun Hrönn ásamt Huldu Jónsdóttur sáu spennandi verður að prófa og þar skapast góð stemning á móað vel heppnuðum atburði sem ing í maí. Reifaðarfljótlega hafa verið hugmyndir um folaldaogogSólþornuðu konurnar þegar Edda Karlsdóttir einnig alfarið um skipulagningu á verður tekið. ekki einungis sniðin að hinum tum, að ekki sé talað um aneftir ungfolasýningu, svo og námskeið um byggingardóma en rún Valdimarsdóttir leiddu í línudans og alls kyns kánnu sniði á þessari móttöku. „harða“ hestamanni. Þaðþær munu drúmsloftið sem fylgir því að haSjáumst á LM 2012 með söng í engar ákvarðanir hafa verið teknar enn sem komið er. gan hátt hefð- því trýspor. Jakobfundið Jónsson allir geta sér gítarleikari eitthvað lék svo undir fjöldafa þúsundir manna samankomna hjarta og sól í sinni! við hæfi Landsmóti í Reykjavík á jafn litlu svæði. Það er gríðarlesöng ogáskemmtu konurnar sér ístórkostlega þrátt fyrir Mynd/Dalli sumar. Já, sumarkvöldin eru líka ga gaman að sýna hross fyrir fravotviðrið. Helgakynbótanefndar, B. Helgadóttir og Hrönn Ægisdóttir sáu Fyrir hönd yndisleg í henni Reykjavík! man slíkan fjölda fólks, það þekks sér fyrir vænt og þægilegt! um alla skipulagningu á kvennareiðinni. Strætó mun kynna nýja leið að kja þeir sem reynsluna hafa enda Garðar Sigursteinsson utafélag um Aðstaða til mótahalds er ein- eftirsótt mótssvæðinu þannig að borgarí að komast.

www.fakur.is

FRÉTTABLAÐ FÁKS

ns stóðu fyrir ardaginn 6. t á Suðurland. ar eftirvænting sins. tekið hús i hópnum , nánast öll rinn flotta esthúsunum. a og skemmtimningarmönnreiðhöll sem a sem reiðru það tilþrif í Olil og Bergi r móttökur.

stu kynbóta-

12. maí og tin margminna var um

2

Mynd/Dalli

Sími: 567 8700 Úrslit urðu eftirfarandi:

DÝRASPÍTALINN Í VÍÐIDAL ehf Tímapantarnir í síma 540 9900. Tímapantanir

í síma 540 9900 Bakvakt Neyðarsími eftir lokun allan sólahringinn í síma 860 2211.

16 ára og yngri – minna keppnisvanir en úrslitin þar réðust á hlutkesti 1. Sóley Þórsdóttir Hefðarfrú á Sól frá Mykjunesi 5,8 2. Bára Steinsdóttir Kanína á Spyrni frá Grund II 5,8 3. Anna Rakel Snorradóttir Kúreki á Spyrli frá Selfossi 5,0 4. Heiða Rún Sigurjónsdóttir Bleik á Töfra frá Þúfu 4,8 5. Ólöf Helga Hilmarsdóttir Gelgja á Léttfeta frá Söðulsholti 4,5


Hneggja, fnæsa, heyið tyggja. Okkar hlutverk er að tryggja. Sjúkrakostnaðartrygging kostar frá

1086 kr. á mánuði* VÍS býður upp á allar þær tryggingar sem hesturinn þinn þarfnast. Hafðu samband við okkur í síma 560 5000 eða komdu við á næstu þjónustuskrifstofu VÍS til að fá nánari upplýsingar. * Dæmi um iðgjald miðast við gjaldskrá VÍS í febrúar 2012. Allar tryggingar eru gefnar út til eins árs í senn.

Samstarfsaðili Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is


30

Hestamannafélagið Fákur

Grímutölt Fáks - myndir

Sunnudaginn 13. febrúar fór fram hið árlega Grímutölt Fáks. Keppt var í fjórum flokkum. Þáttakan var glæsileg eins og sjá má af myndunum hér fyrir neðan sem ljósmyndarinn Dalli tók. Molar

Lausaganga hunda bönnuð í Víðidal Eins og allir hundaeigendur eiga að vita er lausaganga hunda bönnuð í Reykjavík. Það á einnig við um Víðidalinn og reyndar er sérstaklega áríðandi að virða þessar reglur vegna slysahættu sem þessir blessuðu vinir okkar geta valdið. Óviljandi að sjálfsögðu. Fáksfélagar, (geri ráð fyrir að það séu bara félagar í Fáki sem nota aðstöðuna á félagssvæðinu), verða að taka höndum saman til að fá hundaeigendur til að virða þessar reglur. Þetta er ekki gamanmál og það hafa orðið alvarlega slys af völdum hunda á svæðinu. Vinur er sá er til vamms segir, segir máltækið. Verið ekki feimin við að leiða hundaeigendur á rétta braut i þessum efnum.

Skeiðnámskeið með Sigurbirni

LITLA KAFFISTOFAN Opið alla daga

Mynd/Dalli

Loksins verður haldið skeiðnámskeið með Sigurbirni Bárðasyni. Námskeiðið verður haldið dagana 12.,13. og 15. apríl 2012. Kennsla hefst fimmtudaginn 12.apríl með bóklegum tíma kl. 18:00 - 21:00 í Reiðhöllinni í salnum á efri hæð. Skipt er í hópa, 4 saman í hóp, og fer verkleg kennsla fram klukkutíma í senn. Á föstudeginum 13. apríl 2012 byrjar fyrsti hópur kl. 18:00 og sunnudaginn 15. apríl 2012. Nánari tímasetning auglýst síð ar. Verð á námskeið er 15.000 kr. Skráning á námskeiðið er á ss@fakur.is

Alltaf til nýtt og heimabakað meðlæti

Opnað hefur verið fyrir skráningu.


Sterkir í stálgrindarhúsum

Á undanförnum árum hefur Landsólpi selt um 70 stálgrindarhús af öllum stærðum og gerðum sem reist hafa verið um allt land. Við höfum öflugan tækjakost, svo sem bílkrana, vinnulyftur og annan sérhæfðan tækjabúnað. Öll þessi tæki gera okkur kleift að byggja húsin á faglegan og öruggan hátt.

Hestamúslí - Hestakögglar Besterly Herbic hestamúslí

Besterly Vitalic hestakögglar

Hestakögglarnir eru með háu steinefna og vítamín innihaldi Besterly Vitalic er einkum ætlað sem viðbótarfóður með góðu gróffóðri fyrir hesta í þjálfun. Ef gefið er ½ - 1 kg. af Besterly Vitalic daglega fær hesturinn öll næringarefni sem hann þarf. Besterly Vitalic hestakögglar eru í 25 kg. pokum

er mjög lystug blanda af úrvals korni, höfrum, grænmetisolíum ásamt ýmsum vítamínum og jurtum. Besterli Herbic hestamúslí er bragðgott, eykur heilbrigði og bætir meltinguna. Með góðu gróffóðri er gott að gefa hestum í þjálfun 1 – 2 kg. af Besterli Herbic hestamúslí á dag. Besterly Herbic hestamúslí er í 15 kg. pokum

Hágæða hunda- og kattamatur Bjóðum nú gæða fóður fyrir hunda og ketti frá þýska fyrirtækinu Josera sem hefur í yfir 65 ár framleitt dýrafóður. Við þróun gæludýrafóðursins fékk Josera í lið með sér fóðurfræðinga og dýralækna til að útkoman væri gæða fóður sem fullnægði þörfum gæludýranna. Í gæludýrafóðrið eru einungis notaðar hágæða vörur sem þurfa að undirgangast strangar gæðakröfur. Josera notar ekki hveiti, soja, mjólkurvörur eða sykur í gæludýrafóðrið. Gæludýrafóðrið er framleitt án gervi- litarefna, bragðefna og rotvarnarefna.

Saltsteinar - steinefni - vítamín Saltsteinn Natur

Saltsteinn Plus

Hundamatur

Hreint salt sem uppfyllir saltþörf alls búfjár.

Kids

Optiness SensiPlus Miniwell

er fóður fyrir unga er hið fullkomna hunda sem eru fóður fyrir hunda að þroskast. með eðlilega virkni.

er auðmeltanlegt fóður fyrir viðkvæma hunda.

High

er sérstaklega Energy þróað fyrir smáa fyrir fullorðna hunda. Innih. hunda og tíkur alifuglakjöt með hvolpa.

Saltsteinn með viðbættu magnesíum, mangan, zink, kóbalt og seleni.

Steinefnablokk Uniblock

Vítamínblokk Vitablock

Steinefna- og bætiefnablokk með háu Selen innihaldi.

Vítamínblokk sem inniheldur flest þau vítamín og snefilefni sem búfé þarf til að fóðrast vel. Hentar ekki sauðfé

Balance

er fóður fyrir eldri hunda og hunda sem hafa litla hreyfiþörf.

Kattamatur

Steinefnafata Mineraleimer Minette Culinesse Catelux

Tilvalið fóður fyrir ketti upp að eins árs aldri og fyrir læður á seinni hluta meðgöngu (síðustu 3 vikurnar).

er fóður fyrir ketti með mikla hreyfiþörf hvort sem er inni eða úti.

SensiCat Léger

er tilvalið fóður er fóður fyrir vandláta ketti fyrir vandfúsa ketti sem hafa með viðkvæman tilhneigingu til að maga. mynda hárbolta.

er tilvalið fóður fyrir eldri ketti og ketti með minni hreyfiþörf og eiga á hættu að þyngjast.

Carismo

er tilvalið gæða fóður fyrir eldri ketti og eins ketti með skerta nýrnastarfsemi.

Söluaðilar um land allt

Steinefna- og bætiefna fata sem hentar sérlega vel fyrir hross. Hátt Selen innihald.

Gunnbjarnarholti 801 Selfoss 480 5600 landstolpi.is


Er hesturinn þinn tryggður? Hestatryggingar TM taka sérstaklega mið af þörfum hvers og eins hestamanns. Hestatrygging TM skiptist í 4 hluta

Hlutverk hestanna

Hægt er að kaupa allar tryggingar sem eru

Hestarnir gegna mismunandi hlutverkum

í boði eða velja þær úr sem henta þér og

og er hægt að tryggja þá eftir því.

þínum hesti. // Sjúkrakostnaðartrygging

// Reiðhestur

// Ábyrgðartrygging

// Kynbótahestur

// Líf- og heilsutrygging

// Keppnishestur

// Takmörkuð líftrygging

// Folald/trippi

Hestatrygging TM er nauðsynleg fyrir fyrirhyggjusama hestaeigendur og hefur í för með sér marga ótvíræða kosti. Ekki hika við að hafa samband.

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.