FÁKSBLAÐIÐ 1. tbl. 32. árg. mars 2012
Landsmót í Reykjavík
Landsmót 2012 verður haldið á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidalnum í Reykjavík dagana 25. júní – 1. júlí. Mótið í ár verður í senn fjölskylduhátíð og veisla fyrir hestamanninn.
Fákur fagnar stórafmæli Nýtt líf hófst hjá þessu folaldi síðasta sumar en Hestamannafélagið Fákur hóf sinn farsæla feril 24. apríl 1922 og fagnar því 90 ára afmæli í ár. Fákur er elsta hestamannafélag á landinu og hefur unnið mikið frumkvöðlastarf og verið í forystu í félagsmálum hestamanna í gegnum tíðina. Ekkert gerist að sjálfu sér og hefur Fákur átt marga öfluga félagsmenn sem hafa Verðum að halda forystu Guðni Ágústsson hefur verið ötull baráttumaður fyrir framgangi íslenska hestsins í gegnum tíðina.
Síða 12
lagt Fáki lið, einnig hefur Fákur átt í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg sem á þakkir skildar fyrir góðan stuðning. Margt verður gert í tilefni afmælisins og hvetjum við alla til að skoða heimasíðu Fáks (fakur.is) og fylgjast með félagsstarfinu og heimsækja okkur á Landsmóti í sumar eða öðrum viðburðum á afmælisárinu.
Búist er við miklum fjölda gesta á Landsmótið eða um 15 þúsund manns og þar af munu á milli fjögur og fimm þúsund erlendir hestaáhugamenn leggi leið sína til Íslands á þessum tíma til að fylgjast með spennandi gæðingakeppni og glæsilegum kynbótahrossum. Dagskrá mótsins verður fjölbreytt, bæði hvað keppnishlutann varðar sem og skemmtidagskrána. Landsþekktir tónlistarmenn og skemmtikraftar munu koma fram, söngvakeppni verður haldin fyrir yngstu gestina, afþreyingargarður verður á svæðinu fyrir krakkana og að auki verður ýmis önnur afþreying í boði á svæðinu sem spennandi verður að prófa og ekki einungis sniðin að hesta-
Á kafi í hestamennsku Telma Tómasson hefur mörg járn í eldinum. Vinnur á fréttastofu Stöðvar 2 og er nýtekin við sem formaður ritnefndar Eiðfaxa.
Síða 14
mönnum. Það munu því allir geta fundið sér eitthvað við hæfi á Landsmóti í Reykjavík í sumar. Já, sumarkvöldin eru líka yndisleg í henni Reykjavík enda hefur Reykjavíkurborg staðið dyggilega við bakið á Fáki við að skapa gott svæði fyrir landsmótshaldið. Tjaldbúðir fyrir mótsgesti verða á svæðinu og mun því dalurinn iða af lífi þessa viku. Búast má við töluverðri umferð við Landsmótssvæðið þessa dagana en Strætó mun kynna nýja leið að mótssvæðinu þannig að borgarbúar og aðrir gestir eru hvattir til að nýta sér þá frábæru samgönguleið og skilja bílinn eftir heima. Sjáumst kát á Landsmóti. Nánari dagskrá er hægt að sjá á www.landsmot.is
Metnaðarfullt afmælisár Fákur fagnar 90 ára afmæli á þessu ári. Ýmsir viðburðir eru skipulagðir af þessu tilefni sem enginn hestamaður má missa af.
Síða 16