FÁKUR - FORMANNSKJÖR 2013 Undirritaður hefur verið félagsmaður í Fáki í 9 ár og þar af formaður í 1 ár og starfandi formaður í tæp 2 ár. Ég óska eftir að þú kæri Fáks félagi styðjir mig til áframhaldandi formennsku á næsta aðalfundi Fáks sem verður haldinn mánudaginn 22. apríl n.k. Ég mun áfram vinna að hagsmunum Fáks fái ég til þess traust og stuðning félagsmanna. Markmið mitt er að vinna að hagsmunum allra félagsmanna og forðast sérhagsmuni og eiginhagsmuni einstakra hópa eða manna. Félagssvæði Fáks á að vera öllum félagsmönnum til hagsbóta og umgengni og notkun í samræmi við sett markmið stjórnar og félagsmanna með þarfir allra félagsmanna í huga. Mætum öll á fundinn á mánudag og látum hagsmuni félagsins okkur varða. Byggjum upp til framtíðar og gerum Fák að enn öflugra félagi en nú er. Með vinsemd og virðingu, Rúnar Sigurðsson Formaður Fáks
LANDSMÓT
Allt stefndi í að hestamönnum yrði meinaður aðgangur að Heiðmörkinni. Fákur tók að sér það hlutverk að halda á lofti hagsmunum hestamanna á höfuðborgarsvæðinu. Með samstilltu átaki valinna hestamanna og fagaðila af höfuðborgarsvæðinu voru þessir hagsmunir varðir.
SKATTAMÁL
Eitt glæsilegasta Landsmót sem haldið hefur verið. Mikill metnaður og gott samstarf við landsmótshaldara og Reykjavíkurborg. Öll umgjörð og frágangur á svæðinu var Fáki og Reykjavíkurborg til mikils sóma og vakti verðskuldaða athygli. Framkvæmt fyrir yfir 120 milljónir króna á síðustu 3 árum á félagssvæði Fáks. Keppnisvellir, reiðvegir, tjaldsvæði, girðingar og svæðið allt hið glæsilegasta, sem nú þarf að viðhalda til framtíðar. Öllum fjárhagslegum frágangi vegna Landsmóts við LM ehf/LH var lokið í október 2012.
HEIÐMÖRK
Stærstu mál síðustu tveggja ára
Fákur tók að sér forystuhlutverk í að leiða til lykta fasteignaskattsmálin á hesthúsum á Íslandi. Með samstilltu átaki og markvissri vinnu vannst fullnaðarsigur í þessu mikilvæga máli sem varðaði hagsmuni allra hesthúsaeigenda á landinu. Þetta var verkefni sem var búið að vera í vinnslu í mörg ár án þess að sýnilegur árangur næðist, þar til Fákur gekk í málið. Lögum var breytt á Alþingi og skattar lækkaðir verulega á hesthús.
Horft til framtíðar Strax vorið 2011 var farið í grunnvinnu við að huga að framtíðarskipulagi svæðisins. Fengnir voru fagaðilar ásamt félagsmönnum að verkinu og það síðan klárað með framtíðarskýrslu sem var gefin út og er á heimasíðu félagsins. Vinna við undirbúning á nýju deiliskipulagi er í farvatninu, beðið er eftir fjárveitingu frá Reykjavíkurborg til að hefja þá vinnu formlega, en allur undirbúningur og kynning til félagsmanna er lokið af hendi Fáks. Helstu mál eru: Bygging allt að 80 hesta hesthúsi við reiðhöll. Yfirbyggð skjólgerði alls 7 stykki, eitt er þegar komið í Almannadalinn. Afgirt lokað kerrustæði. Fjármagn, vinnutæki og verkfæri til að halda svæðinu við til framtíðar. Heygeymslusvæði afmarkað og aflokað. Æfingasvæði innan Skeiðvallar verði byggt upp með þrautabrautum osfrv. Þétting byggðar í Faxabóli. Stuðlað að frekari uppbyggingu í Almannadal með takmörkuðum lögheimilisréttum. Stækkun á félagssvæði Fáks niður við Kardimommubæ/Rauðu Mylluna. Ýmis frágangur á félagssvæðinu og frekari uppbygging til framtíðar með Reykjavíkurborg.
Framtíðin og næstu skref Innrastarf verður eflt og skerpt á nefndum. Virkjun félagsmanna til hagsbóta fyrir Fák með þátttöku í uppbyggingarverkefnum, leitað verði til félagsmanna með vinnuframlag við einstakar framkvæmdir. Breyting á félagsheimili, gerður verður minni salur í samstarfi við félagsmenn. Stofnuð verður mannvirkja og umhverfisnefnd. Ráðist verður í byggingu tveggja hringskjólgerða strax. Byggt verði innan 3ja ára tvö önnur hringgerði og tvö reiðgerði 20 x 40 metra yfirbyggð. Samningur við Reykjavíkurborg um Reiðhöllina til næstu 15 ára með töluverðri hækkun á rekstrarfé ef samningar nást. Samningur við Reykjavíkurborg um rekstur á svæðinu, tryggt verði að svæðið haldist áfram glæsilegt og okkur Fáks mönnum til sóma. Áfram unnið að deiliskipulagsvinnu og henni lokið sem fyrst á árinu 2014. Unnið verði að frekari uppbyggingu í Almannadal og unnið með hesthúsaeigendum að búseturétti/lögheimili með takmörkuðum rétti. Áfram haldið á braut uppbyggingar á nýliðun í Fáki með það sem loka markmið að börn/unglingar á síðustu þremur árum í grunnskóla hafi hestamennsku sem valfag. Unnið verði áfram og reynt að tryggja að reiðleiðir í Heiðmörk verði hestamönnum aðgengilegar og skemmtilegar. Stefnt er að halda Landsmót aftur í Reykjavík árið 2018 í samstarfi við LH og Reykjavíkurborg. Komið verði á tilkynningakerfi sem gerir stjórn og stjórnendum Fáks kleift að koma upplýsingum hratt og örugglega til félagsmanna í gegnum SMS skilaboð.
Yfirlit yfir starfsemi síðustu tveggja ára • Glæsilegt 32 síðna afmælisblað gefið út á vordögum 2012, fyrir Landsmót og í tilefni 90 ára afmælis Fáks. Blaðið var gefið út í 60.000 eintökum og dreift til borgarbúa og hluta úr Kópavogi. • Hefðbundið félagsblað sent út til allra félagsmana í desember 2012, dagskrá kynnt og stefnumál félagsins. • Fánastangir og fánaborgir settar upp í Víðidal, göf frá fyirtækjum í tilefni 90 ára afmælis Fáks. • Nefndarfundur félagsins komið á annað árið í röð, öll starfssemi félagsins skipulögð fyrir árið 2013. • Landsþing hestamanna haldið í Reykjavík í boði Fáks. • Glæsileg 90 ára afmælishátið haldin í nóvember 2012. • Alls voru15 Fáksfélagar heiðraðir með gullmerki félagsins. • Ráðinn yfirreiðkennari Fáks og námskeiðum fjölgað verulega. • Vinnufundir stjórnar haldnir á hverju hausti, rætt um skipulag og framtíðina. • Nýliðun félagsins annað árið í röð með styrk frá ÍTR. • Samræming og nýr félagsbúningur í samstarfi við Lífland. • Reiðgerði við félagsheimili upplýst með tveimur ljósköstrum. • Félagshesthúsið mikið lagfært og gert upp, byggð búningsaðstaða og fleira. • Samstarf við Norðlingaskóla tryggt haustið 2013 með framlagi frá skólaráði. • Samningar við reiðskólana á svæðinu um samstarf á svæðinu gegn hóflegu gjaldi. Tryggt er að félagsmenn Fáks beri ekki kostnað eða áhættu af þeirri starfssemi. • Samningur við þá sem reka hross á Skeiðvelli félagsins, hóflegt gjald sem tryggir að greiddur sé kostnaður vegna slits og viðhalds. Einnig er réttur þeirra sem reka hross tryggður gagnvart öðrum félagsmönnum. • Yfirbyggt skjólgerði byggt upp í Almannadal, gert sem tilraun sem tókst vel. • Reiðvegur niður að stíflu lagfærður og borið í og ræsi sett á hann. Á síðustu 3 árum hafa allir reiðvegir í næsta nágrenni verið lagfærðir; s.s. stífluvegur, trippahringur, austan við Rauðavatn, leiðin upp að Rauðavatni, frá Rauðavatni að Almannadal. • Reiðveganefnd Fáks hefur unnið mikið og gott starf. • Sportfengur endurnýjaður og skráningar á mótum gerðar einfaldari, Fákur ýtti vel á það verk með því að borga stóran hluta af kostnaði við verkið. • Allar fundargerðir stjórnar eru á heimasíðu félagsins, allir geta fylgst með. • Fundur með atvinnumönnum á svæðinu, farið yfir málefni þeirra og samstarf við Fák. Allt að 35 manns hafa nú fullt starf eða hlutastarf við félagssvæði Fáks. • Fákur kom inn fulltrúa í stjórn ÍBR, markmið að gæta að hagsmunum félagsins. Gæta hagsmuna hestamanna varðandi tilverurétt og fjármagnsflæði innan Reykjavíkurborgar og íþróttahreyfingarinnar. • Fundur með formanni ÍTR þar sem farið var ítarlega yfir þarfir og framtíðarsýn Fáks. • Götugrill alla föstudaga til þess að félagsmenn geti hist og rætt málin. • Ljósleiðari lagður í Reiðhöllina, tryggir öruggt og gott netsamband til framtíðar. • Þráðlaust net í Reiðhöll og á útisvæði, hægt að tengja myndavélar við netið. • Tölvur og net félagsins endurnýjuð og komið í gott lag. • Innheimtumálum félagsins komið í gott form með samningi við Inkasso. • Vallargjald tekið upp á Hvammsvelli, allir sem keppa á Hvammsvalli þurfa að greiða vallargjald til viðhalds á vellinum. Gjaldinu stillt í hóf og er hluti af skráningargjaldi á mótum. • Lyklakerfi virkjað í Reiðhöllinni. • Sumardagurinn fyrsti, firmakeppni og samstarf við reiðskólana, afmæli hestsins og opið hús í Fáki. Yfir 300 borgarbúar mættu á svæðið til að sjá og kynnast starfsemi Fáks og íslenska hestinum.