Formannskjör Fáks 2013

Page 1

FÁKUR - FORMANNSKJÖR 2013 Undirritaður hefur verið félagsmaður í Fáki í 9 ár og þar af formaður í 1 ár og starfandi formaður í tæp 2 ár. Ég óska eftir að þú kæri Fáks félagi styðjir mig til áframhaldandi formennsku á næsta aðalfundi Fáks sem verður haldinn mánudaginn 22. apríl n.k. Ég mun áfram vinna að hagsmunum Fáks fái ég til þess traust og stuðning félagsmanna. Markmið mitt er að vinna að hagsmunum allra félagsmanna og forðast sérhagsmuni og eiginhagsmuni einstakra hópa eða manna. Félagssvæði Fáks á að vera öllum félagsmönnum til hagsbóta og umgengni og notkun í samræmi við sett markmið stjórnar og félagsmanna með þarfir allra félagsmanna í huga. Mætum öll á fundinn á mánudag og látum hagsmuni félagsins okkur varða. Byggjum upp til framtíðar og gerum Fák að enn öflugra félagi en nú er. Með vinsemd og virðingu, Rúnar Sigurðsson Formaður Fáks

LANDSMÓT

Allt stefndi í að hestamönnum yrði meinaður aðgangur að Heiðmörkinni. Fákur tók að sér það hlutverk að halda á lofti hagsmunum hestamanna á höfuðborgarsvæðinu. Með samstilltu átaki valinna hestamanna og fagaðila af höfuðborgarsvæðinu voru þessir hagsmunir varðir.

SKATTAMÁL

Eitt glæsilegasta Landsmót sem haldið hefur verið. Mikill metnaður og gott samstarf við landsmótshaldara og Reykjavíkurborg. Öll umgjörð og frágangur á svæðinu var Fáki og Reykjavíkurborg til mikils sóma og vakti verðskuldaða athygli. Framkvæmt fyrir yfir 120 milljónir króna á síðustu 3 árum á félagssvæði Fáks. Keppnisvellir, reiðvegir, tjaldsvæði, girðingar og svæðið allt hið glæsilegasta, sem nú þarf að viðhalda til framtíðar. Öllum fjárhagslegum frágangi vegna Landsmóts við LM ehf/LH var lokið í október 2012.

HEIÐMÖRK

Stærstu mál síðustu tveggja ára

Fákur tók að sér forystuhlutverk í að leiða til lykta fasteignaskattsmálin á hesthúsum á Íslandi. Með samstilltu átaki og markvissri vinnu vannst fullnaðarsigur í þessu mikilvæga máli sem varðaði hagsmuni allra hesthúsaeigenda á landinu. Þetta var verkefni sem var búið að vera í vinnslu í mörg ár án þess að sýnilegur árangur næðist, þar til Fákur gekk í málið. Lögum var breytt á Alþingi og skattar lækkaðir verulega á hesthús.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.