Sinnum heimaþjónusta

Page 1

Umsagnir notenda „Við leituðum til Sinnum heimaþjónustu til þess að aðstoða við umönnun aðstandanda okkar sem býr einn heima. Þjónustan hefur nú verið veitt í á annað ár og hefur gert það að verkum að viðkomandi hefur getað búið á heimili sínu lengur en við þorðum að vona. Viðmót starfsmanna hjá Sinnum er einstaklega hlýlegt og þægilegt og okkur finnst mikið öryggi felast í því að vita af aðstandanda okkar í höndum þessa fagfólks.“ Gísli Sverrir Árnason, Olga Þórhallsdóttir, jan. 2012 ----------------------------------------------------------------------„Sandra er með mænuskaða og er lömuð frá brjósti. Ég get aðstoðað hana takmarkað og er ánægður með að hafa teymi af starfsfólki sem aðstoðar hana á hverjum degi. Tveir starfsmenn koma á morgnana og aðstoða með athafnir daglegs lífs og á kvöldin kemur einn starfsmaður og aðstoðar Söndru fyrir nóttina. Það sem er ánægjulegt er að þjónustan sem teymið veitir er mjög persónuleg og starfsmenn teymisins taka frumkvæði og koma með tillögur um hvernig má bæta þjónustuna. Starfsmenn teymisins mæta ávallt á réttum tíma með bros á vör og tilbúnir til að vinna.” Sandra Ericson Ashford og Leonard Ashford, jan. 2012 ----------------------------------------------------------------------„Ég er mjög ánægð með þjónustuna og þá sérstaklega þegar mig vantar aðstoð við útréttingar. Ég er einnig mjög ánægð með þrifin og með dvölina á Sjúkrahótelinu.“ Anna Þorsteinsdóttir, sept. 2012 ----------------------------------------------------------------------„Ég hef fengið að kynnast því hversu vel er tekið á móti einstaklingum sem eru að taka stór og mikilvæg skref í átt að vinnumarkaði. Stuðningurinn hjá Sinnum er þeim dýrmætur.” Guðfinna Ólafsdóttir, ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar VR. ----------------------------------------------------------------------„Sú reynsla sem ég hef af samvinnu við starfsmenn Sinnum heimaþjónustu er afar góð. Mér þykir líka mjög jákvætt hve fljótt beiðnum um tilboð og þjónustu er svarað og hratt gengið í úrlausnir á viðfangsefnum. Áhersla er á faglega og lausnatengda vinnu. Ásta Þórarinsdóttir, ráðgjafi, nóv. 2012.

Nánari upplýsingar Hægt er að fá nánari upplýsingar um starfsemi Sinnum á www.sinnum.is eða í símum 519 1400 og 770 2221. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið sinnum@sinnum.is.

Sinnum hóf störf árið 2008 en fyrirtækið býður upp á umfangsmikla heimaþjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu auk þess sem það annast daglegan rekstur Sjúkrahótels í Ármúla, hvíldardvöl og vinnuprófanir. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 75 starfsmenn, bæði fagaðilar á heilbrigðisog velferðarsviði og almennir starfsmenn.

Þarftu aðstoð heima?


Hvaða þjónusta er í boði? Við hjá Sinnum leggjum mikla áherslu á að taka tillit til aðstæðna hverju sinni, með það að leiðarljósi að vinna með hverjum og einum á þeirra forsendum og í samræmi við þarfir hvers og eins. Einnig leggjum við áherslu á gæði þjónustunnar og vöndum valið á starfsfólki í hvert verk. Þjónusta fyrirtækisins er víðtæk en meðal þess sem við sinnum er eftirfarandi:

Aðhlynning og persónuleg þjónusta Faglærðir starfsmenn Sinnum heimaþjónustu veita hvers kyns aðhlynningu eða umönnun. Meðal annars er hægt að fá aðstoð frá hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum, þroskaþjálfum eða sjúkraliðum. Auk almennrar aðhlynningar er t.d. hægt að fá aðstoð við að fara á fætur, lyfjagjöf, persónulega umhirðu, böðun og þess háttar. Auk þess er hægt að fá aðstoð við ýmiss konar útréttingar, svo sem aðstoð með innkaup eða læknisheimsóknir. Einnig býður Sinnum upp á hreyfingu í formi gönguferða eða sundferða og aðstoð við bókalestur eða ýmiss konar dægradvöl.

Liðveisla Sinnum annast ýmiss konar liðveisluverkefni fyrir fólk á öllum aldri, allt frá ungum börnum til eldri einstaklinga. Mikil áhersla er lögð á uppbyggilegan félagsskap, að efla virkni einstaklinganna og hjálpa þeim til sjálfshjálpar. Liðveislan er veitt bæði inn á heimili viðkomandi eða með því að fara út af heimilinu og er skipulagið unnið í samvinnu við einstaklinginn.

Ásta Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri og Edda Dröfn Daníelsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri heimaþjónustu, fyrir utan Heimilið við Holtsbúð 87 í Garðabæ.

Heimilið í Holtsbúð

Heimilisþrif

Sinnum býður upp á búsetuform, sem kallast Heimilið og ætlað er einstaklingum og hjónum/sambúðaraðilum á öllum aldri sem þurfa umfangsmikla heimaþjónustu. Sinnum hefur veitt umfangsmikla heimaþjónustu í 4 ár en getur nú í fyrsta sinn boðið fólki að búa hjá sér. Á Heimilinu eru 16 einstaklings- og hjónaherbergi. Þjónustan á Heimilinu er sniðin að þörfum hvers og eins íbúa og lögð er áhersla á að hver íbúi skapi sitt eigið rými, t.d. með eigin húsgögnum og persónulegum munum. Á Heimilinu er boðið upp á aðstoð við allar athafnir daglegs lífs, hjúkrun, sjúkraþjálfun auk aðstoðar við að sækja þjónustu utan heimilisins.

Starfsmenn Sinnum heimaþjónustu annast regluleg almenn heimilisþrif en einnig tímabundin þrif vegna sérstakra aðstæðna.

Máltíðir Aðstoð er veitt við undirbúning máltíða auk þess sem hægt er að fá aðstoð við að nærast. Auk þess er hægt að kaupa matarbakka frá Sinnum heimaþjónustu sem eru sniðnir að þörfum þjónustuþegans. Maturinnn fæst heimsendur frá Ármúla 9 og er dæmigerður heimilismatur ásamt súpu og graut. Einnig er hægt að koma til móts við séróskir þjónustuþegans.

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) Sinnum gerir samninga við einstaklinga sem eiga rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) og er jafnframt með samninga við sveitarfélög um aðkomu að slíkri þjónustu. Aðstoðin byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf og er markmiðið að koma til móts við fatlaðra einstaklinga svo að þeir geti lifað sjálfstæðu lífi og hafi val um það hvernig aðstoðinni er háttað.

Sólarhringsþjónusta Sinnum býður upp á heimaþjónustu þar sem starfsfólk sinnir þjónustuþeganum allan sólahringinn ef aðstæður krefjast þess. Þetta á við um heimili þjónustuþega eða í aðstöðu sem Sinnum rekur. Þessa aðstöðu er að finna í Sjúkrahótelinu í Ármúla eða á Heimilinu sem Sinnum rekur í Holtsbúð í Garðabæ.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.