26. útgáfa – 13. febrúar 2014 – vika 7
Vilja skrá hlutabréf Íslandsbanka á markað í Noregi Fimm skrýtnustu ímyndargerningar Vladimírs Pútín Auður Jónsdóttir skrifar um mögulegu barnaborgina
VERÐUM STUNDUM AÐ SKAMMA OKKUR Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona í hljómsveitinni Vök, segir frá fullkomnunaráráttu sveitarinnar við gerð nýrrar plötu og hvernig mistök við upptökur í hljóðveri settu strik í reikninginn
26. útgáFa
Efnisyfirlit 13. febrúar 2014 – vika 7
Sónar er veisla fyrir flest skynfæri Sónar tónlistarhátíðin fer fram um helgina. Kjarninn fer yfir það helsta sem í boði verður.
Staðgöngumóðir óskast... á Facebook EFnahagsmál
Glitnir vill skrá Íslandsbanka á markað í Noregi og allt að 90 prósenta hlutur yrði í erlendri eigu
Kona sem ætlaði sér að verða staðgöngumóðir segir sögu sína.
Boxari vill leiða land Vítalí Klitsjkó barðist áður í hringnum. Nú berst hann fyrir því að leiða Úkraínu út úr svartnætti sínu.
Ekki lagður í einelti Konráð Jónsson skrifar Kjaftæði um að þjást hvorki af netfíkn né vefjagigt.
sjö spurningar
Viðskipti
Sunnu finnst Slippery When Wet geggjuð
Höfðatorg selt á vel á annan tug milljarða
Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402
Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.
lEiðari
magnús halldórsson kjarninn 13. febrúar 2014
Baráttan um krónurnar Framtíðarskipan í fjármálakerfi landsins er mikilvægasta verkefni samtímans
Þ
að þarf mikið til þess að breyta gangi mála bak við tjöldin á Íslandi. Hrun fjármálakerfisins á þremur dögum – þar sem eigið hlutafé þriggja banka var að stóru leyti fjármagnað af þeim sjálfum – og neyðarlagasetning í kjölfarið hefur ekki breytt svo miklu þar um. Rúmlega fimm árum eftir að einstök neyðarlög í efnahagssögu heimsins voru sett og neyðarrétti beitt til að vernda almannahag er spennandi staða að teiknast upp. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins virðist ekki vilja að Íslandsbanki eða Arion banki fái erlenda eigendur. Ástæðan er þrýstingur úr baklandinu. Valdamiklum flokksmönnum líst ekki á það. Þeir vilja hafa fjármálakerfið í íslenskri eigu og valdaþræðirnir innan fjármálakerfisins þurfa helst að vera í höndum traustra félaga, til dæmis flokksfélaga í forystu lífeyrissjóða í samstarfi við aðra flokkstengda fjárfesta. 01/04 lEiðari
styrkja stöðuna, auka völd Þetta beinir kastljósinu að aðferðafræðinni við afnám eða tilslökun fjármagnshafta. Manni sýnist sem einhverjir hafi mikinn áhuga á því að hagnast vel á enduruppstokkun í eignarhaldi fjármálakerfisins. Sá atburður, þegar línurnar verða lagðar að nýju varðandi eignarhald á fjármálakerfinu, mun varða veginn til framtíðar. Krónurnar sem verða eftir hér þegar óþolinmóðir erlendir fjárfestar hafa yfirgefið hagkerfið verða að öllum líkindum það margar að það gæti valdið vandræðum fyrir hagkerfið. Þessar krónur virðast margir vilja fá í vasa sína, styrkja stöðu sína, auka völd sín. Þó að þessi greining hjá mér hér að ofan sé öðru fremur byggð á tilfinningalegu mati eftir samtöl við fólk vekja nokkur atriði spurningar. Þrotabú Glitnis og „Fyrir liggur Kaupþings hafa formlega sett Íslandsbanka að pólitískur og Arion banka í sölumeðferð og í tilfelli Íslandsbanka hafa viðræður fyrir löngu komstuðningur þarf að ist á alvarlegt stig. Fyrir liggur að pólitískur vera við þá aðgerð stuðningur þarf að vera við þá aðgerð að að selja bankann selja bankann til erlendra fjárfesta, til dæmis norrænna banka sem hafa sýnt því áhuga til erlendra fjár- að kaupa Íslandsbanka, ekki síst fjársterkra festa, til dæmis og íhaldssamra banka og fjárfesta í Noregi. norrænna banka.“ Sá stuðningur hefur ekki verið afgerandi eða jafnvel ekki fyrir hendi. Íslenska ríkið á fimm prósent í Íslandsbanka en 13 prósent í Arion banka, þar sem söluferli er styttra á veg komið, kannski ekki síst vegna þess að innan þrotabús Kaupþings hafa menn löngu áttað sig á því að stjórnvöld ráði för í þessum efnum. Það er auðvelt að halda því fram að sporin hræði þegar kemur að mikilli umbreytingu á eignarhaldi fjármálakerfisins. Á árunum 1998 til 2003 einkavæddu þáverandi stjórnvöld fjármálaþjónustu að mestu, með þeim afleiðingum að reynslulítið fólk úr fjármálastarfsemi hélt um þræðina að því loknu. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í að segja frá leikslokunum, en þetta fólk sem var með þræðina í hendi sér gerði stórkostleg mistök með fífldjarfri áhættusækni og 02/04 lEiðari
margt af því er grunað um fordæmlausa markaðsmisnotkun og aðra alvarlega glæpi í ofanálag altjóns fyrir hluthafa og mikil tjóns fyrir kröfuhafa. Allt var þetta á vakt lélegra eftirlitsstofnana undir pólitískri forystu. Best að auka samkeppni Fyrir mér horfir staðan þannig við að besta niðurstaðan í þessari endurskipulagningu fyrir neytendur á Íslandi væri að fá erlendan banka inn í íslenskt atvinnulíf sem gæti veitt harða samkeppni, boðið betri kjör en íslensku bankarnir á grundvelli betra lánakjara á erlendum mörkuðum og þannig raunverulega breytt landslaginu í íslensku „Þessar krónur atvinnulífi. Þó að áhættulag allra lánveitinga virðast margir á Íslandi verði alltaf hátt vegna mikillar vilja fá í sína vasa, verðbólgu myndi það samt hafa mikil áhrif á stöðu mála ef íhaldssamur norrænn banki, styrkja stöðu sína, til dæmis norskur, opnaði útibú hér á landi auka völd sín.“ og byði almenna þjónustu. Full ástæða ætti að vera fyrir stjórnvöld að ýta undir að gera þetta að veruleika frekar en hitt. Þó að erlendir bankar séu umsvifamiklir hér á landi þegar kemur að lánum til stórra fyrirtækja, til dæmis orkufyrirtækja, er það nálægðarþjónustan við almenning sem gæti breytt málum til batnaðar, stuðlað að virkari samkeppni. Auk þess yrði gjaldeyririnn sem kæmi inn í hagkerfið með nýjum eigendum vel þeginn og liður í að minnka þrýsting á krónuna. Stjórnvöld geta gert einn áhrifamikinn hlut þegar kemur að umbreytingu á eignarhaldi fjármálakerfisins í samhengi við afnám eða rýmkun fjármagnshafta. Það er að birta allar upplýsingar er varða mögulegar breytingar á eignarhaldi fjármálakerfisins jafnóðum og þær verða til. Það er einfaldlega að birta öll gögn er þetta mál varðar svo að almenningur geti fylgst með öllu ferlinu á gagnsæjan hátt. Margt af því sem þegar hefur verið birt varðandi fjármagnshöftin og framtíðarskipan í fjármálakerfi landsins vekur spurningar um hvort stjórnmálamenn séu að fara með rétt mál þegar þeir tjá sig opinberlega. Til dæmis hafa Bjarni 03/04 lEiðari
Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ítrekað sagt að fjármagnshöft verði afnumin áður en langt um líður en opinberar skýrslur Seðlabanka Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda segja allt annað. Í þeim stendur að allar lykilupplýsingar um gang mála í íslenska hagkerfinu bendi til þess að ekki sé hægt að hætta á það að láta íslensku krónuna verðmyndast á frjálsum markaði heldur þurfi að styðja við stöðugleika í gengismálum með viðamiklu fjárstýringarhlutverki fyrir efnahagsreikning þjóðarbúsins innan seðlabankans, þar sem höft á frjálsar fjármagnshreyfingar er lykilatriði. Stjórnmálamenn skulda betri skýringar á því hvort það standi yfir höfuð til að afnema fjármagnshöft, jafnvel þó að þeir hafi síendurtekið talað um mikilvægi þess. Þversögnin á milli frumgagna og rannsókna annars vegar og síðan orða stjórnmálamanna hins vegar er öllum ljós. Í ljósi risavaxinna verkefna um framtíðarskipan fjármálakerfisins og almannahagsmuna sem undir eru verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu. Myndin af baráttunni um krónurnar sem blasir við er á margan hátt óhugguleg eins og hún lítur úr núna en þar huggun harmi gegn að hún er ekki tilbúin ennþá.
04/04 lEiðari
01/06 efnahagsmál
kjarninn 13. febrúar 2014
Vilja Íslandsbanka á markað í noregi Unnið að tvískráningu Íslandsbanka í tvær kauphallir. Þyrfti að vera hluti af nauðasamningi Glitnis.
EFnahagsmál Þórður Snær Júlíusson
r
áðgjafar á vegum slitastjórnar Glitnis funduðu um miðjan janúar með stærstu bönkum Skandinavíu með það fyrir augum að kanna áhuga fyrir því að skrá Íslandsbanka á markað á Norðurlöndunum. Niðurstaða fundanna var sú að áhugi væri fyrir slíku og að það gæti gerst tiltölulega hratt. Bankinn yrði þá tvískráður á markað; stærsti hluti bréfa hans í Kauphöllina í Osló en 10-20 prósent á Íslandi. Hvort af þessu geti orðið veltur þó alfarið á afstöðu íslenskra stjórnvalda. Íslandsbanki, sem er í 95 prósenta eigu þrotabús Glitnis, verður ekki seldur nema sem hluti af nauðasamningsuppgjöri. Ekki liggur fyrir hvort föllnu bönkunum sem óskað hafa eftir undanþágum frá fjármagnshöftum verður leyft að klára nauðasamninga eða hvort þeim verður gert að fara í gjaldþrot. Pólitísk ákvörðun um slíkt liggur ekki fyrir og beiðnum þrotabúanna um undanþágur hefur enn ekki verið svarað. Slíkt svar mun líkast til ekki berast fyrr en í fyrsta lagi í apríl. gefa krónurnar eftir Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings virðast hafa sætt sig við að þeir fái ekki að skipta íslenskum krónum sem bú þeirra eiga í erlenda gjaldmiðla. Þeir vilja hins vegar fá að greiða sér út þær erlendu eignir sem búin eiga, enda telja þeir þær ekki hafa nein kerfisleg áhrif á íslenska efnahagskerfið. Með því að selja Íslandsbanka fyrir erlendan gjaldeyri myndu kröfuhafar Glitnis fá gjaldeyri fyrir Íslandsbanka, en bókfært virði hans er um 132 milljarðar króna. Þá myndi losna um tæpan helming þeirrar snjóhengju íslenskra króna í eigu útlendinga sem er tilkomin vegna slita Glitnis og skref stigið í átt að afnámi fjármagnshafta. Gangi þetta eftir virðast kröfuhafar tilbúnir að gefa eftir þorra krónueigna sinna með því að taka lágu tilboði í þær frá t.d. félagi í eigu Seðlabanka Íslands. Það sem eftir myndi standa yrði sett á skuldabréf sem myndi fjármagna nýju bankana á lágum vöxtum til langs tíma og lækka þar með fjármagnskostnað þeirra. 02/06 EFnahagsmál
Í eigu þrotabús Íslandsbanki er í 95 prósent eigu þrotabús Glitnis. Ef hann yrði skráður á erlendan markað myndi bankinn verða að mestu í eigu útlendinga áfram.
project puffin Slitastjórn Glitnis og fulltrúar kröfuhafa búsins áttu fund með Seðlabanka Íslands 18. nóvember 2013 þar sem kynntar voru tillögur til að uppfylla skilyrði laga um stöðugleika í gengis- og peningamálum þannig að þeim yrði ekki raskað með gerð nauðasamninga og sliti búsins. Fundurinn var óskuldbindandi og lauk án nokkurrar niðurstöðu. Síðan þá hefur slitastjórnin búið til hóp utan um verkefnið, sem gengur undir nafninu „Project Puffin“. Um miðjan janúar síðastliðinn fór sá hópur í ferð um Osló, Stokkhólm og Kaupmannahöfn til að kanna áhuga fjárfesta á því að kaupa hlut í Íslandsbanka ef bankinn yrði tvískráður. Alls voru haldnir tíu fundir með nokkrum af stærstu bönkum Norðurlanda á borð við DnB, Nordea og SEB. Auk þess var fundað með fulltrúum kauphalla. Þrátt fyrir að fundirnir hafi fyrst og fremst verið með bönkum er ekki verið að stefna að því að þeir verði einhvers konar kjölfestufjárfestar sjálfir, heldur safni saman áhugasömum fjárfestum. Fundirnir staðfestu að Osló væri besti staðurinn til að skrá bankann, en áður hafði Stokkhólmur líka verið skoðaður. Ástæður þessa voru fyrst og fremst þær að fjárfestar í Noregi eru taldir opnari fyrir
03/06 EFnahagsmál
óvenjulegum tækifærum auk þess sem bankar þar í landi hafa mikla þekkingu á kjarnaatvinnuvegum Íslendinga (sjávarútvegi, orku og ferðamennsku). Þeir atvinnuvegir eru líka uppistaðan í viðskiptavinaneti Íslandsbanka. Samkvæmt heimildum Kjarnans var mjög vel tekið í hugmyndir um að tvískrá Íslandsbanka á markað og fulltrúar bankanna sem fundað var með töldu að fjárfestar væru orðnir áhættusæknari en þeir hefðu verið lengi. Þar hefði hjálpað til að fjárfestingar í bönkum sem hafa gengið í gegnum miklar krísur, á borð við Spán og Írland, hefðu náð að skila góðri ávöxtun. Páll harðarson: ákjósanlegt að fá erlenda eigendur Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir tvískráningu rökrétt skref í mörgum tilfellum. „Ég vil síður tjá mig um einstök fyrirtæki en við finnum það í samtölum við kollega okkar í kauphöllinni í Stokkhólmi að fjárfestar þar eru mun áhugasamari gagnvart því að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum en maður hafði gert sér grein fyrir.“ Spurður hvort honum hugnist að tíu til 20 prósenta hlutur í bönkunum verði skráður í kauphöllina
hérlendis segir Páll það ágæta byrjun. „Erlendir fjárfestar horfa á skráningar á heimamarkaði til að sjá hvort hann hafi áhuga á fyrirtækinu. Varðandi bankana er það rökrétt aðferðarfræði að byrja á hlut af þeirri stærðargráðu. Það væri mjög ákjósanlegt að fá erlenda eigendur að svona fyrirtækjum. Og það skiptir miklu máli til skamms tíma vegna haftanna. Stjórnvöld ættu að gera allt sem þau geta til að koma eignarhlutum í erlenda eigu.“
Oft verið reynt áður Þetta er fjarri því í fyrsta skiptið sem reynt er að selja íslenskan banka erlendis. Þegar ríkisbankarnir voru seldir í kringum síðustu aldamót var það alltaf stefnan að koma þeim, að minnsta kosti að hluta, í eigu erlendra fjármálastofnana. Áhuginn á þeim tíma var hins vegar lítill og stefnan gekk ekki eftir. Þess í stað voru bankarnir seldir í hendurnar á íslenskum kaupsýslumönnum með enga reynslu af bankastarfsemi. Það fór síðan sem fór. Eftir hrun hefur þetta verið reynt nokkrum sinnum líka en án árangurs. Ástæðan hefur kannski fyrst og síðast verið óvissa um hvernig efnahagur bankanna myndi líta endanlega út. Það hefur verið erfitt að reikna það út, sérstaklega vegna gengislánamála sem hafa orsakað sífelldar breytingar á 04/06 EFnahagsmál
honum. Bankaskatturinn sem fyrri ríkisstjórn setti á, og sú sem nú situr hækkaði stórkostlega, hjálpar heldur ekki til. Með honum er ríkið að taka til sín fé sem vanalega væri hluthafa til að skipta á milli sín. Og svo eru það auðvitað blessuð fjármagnshöftin. Þau æsa fáa fjárfesta, nema Kínverja, sem ekki virðist mikill vilji að fá sem eigendur að bönkum.
„Samkvæmt heimildum Kjarnans var mjög vel tekið í hugmyndir um að tvískrá Íslandsbanka á markað og fulltrúar bankanna sem fundað var með töldu að fjárfestar væru orðnir áhættusæknari en þeir hefðu verið lengi.“
Ótvíræðir kostir Þrátt fyrir allt þetta virðist Íslandsbanki vera ákjósanlegur fjárfestingarkostur í augum fjárfesta, að nokkrum skilyrðum uppfylltum. Þar sem vaxtamöguleikar Íslandsbanka, sem er með 30-40 prósent markaðshlutdeild á Íslandi, eru litlir er fyrst og síðast verið að horfa til getu bankans til að borga arð. Hann væri hægt að auka með hagræðingu, til dæmis með því að fækka starfsfólki og með ódýrari fjármögnun. Erlent eignarhald myndi tryggja slíkt. Til að gerlegt verði að fara í hlutafjárútboð erlendis er þó talið að liggja verði fyrir undanþága fyrir erlendu hluthafana frá fjármagnshöftum þess eðlis að þeir geti fengið arðgreiðslur sínar greiddar í erlendum gjaldeyri. Verðið á bankanum myndi af einhverju leyti ráðast af áætlunum um afnám hafta. Ef þau verða áfram við lýði um fyrirsjáanlega framtíð gætu erlendir fjárfestar verið tilbúnir að borga 0,7 til 0,8 sinnum eigið fé bankans fyrir hlutafé í honum. Það er á pari við það virði sem þrotabú Glitnis bókfærir virði hans á. Á bilinu tíu til 20 prósent hans yrði síðan selt í íslensku kauphöllinni og lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum gert kleift að kaupa bréf fyrir um 15 til 30 milljarða króna. Kostirnir fyrir Ísland við að skrá banka á markað erlendis eru þó nokkrir. Kerfisleg áhætta myndi minnka, erlendir bankaferlar yrðu innleiddir og aðgangur að fjármagni yrði mun ódýrari. Auk þess yrði hluti snjóhengjunnar, krónueignar erlendra aðila, að engu við slíka gjörð. Það myndi vera skref í átt að afnámi hafta.
05/06 EFnahagsmál
Þrýstingur á að leysa eignir til sÍn Því fer fjarri að einungis einn skóli hugmynda sé uppi um hvernig sé best að leysa úr slitum föllnu bankanna. Áhrifamikill hópur sem stendur ráðamönnum nærri telur að leysa eigi allar krónueignir kröfuhafa til hins opinbera, eða félags undir stjórn þess, og úthluta þeim þaðan aftur. Þessi hópur vill að nauðasamningsumleitunum verði synjað og þá beri þrotabúunum samkvæmt lögum að fara í gjaldþrotaskipti. Hluti þessa hóps vill ganga lengra en þetta,
setja búin í þrot og breyta um leið öllum eignum þeirra, innlendum sem erlendum, í íslenskar krónur. Þannig komist Íslendingar yfir mikinn gjaldeyri og geti þar með lagað erlenda skuldastöðu sína mikið. Gagnrýnendur segja að slík aðgerð myndi hafa tvo mjög neikvæða fylgifiska. Í fyrsta lagi myndi snjóhengjuvandinn svokallaði margfaldast. Krónur í eigu útlendinga myndu hlaupa á þúsundum milljarða króna. Í öðru lagi myndi alþjóðleg tiltrú á Íslandi hverfa.
skortur á pólitískum vilja Það nægir hins vegar ekki að áhugi sé til staðar hjá erlendu fjárfestunum. Pólitískur vilji þarf að vera til að fara þessa leið svo að hún sé greiðfær. Heimildir Kjarnans herma að þeir sem vinni verkefnið fyrir þrotabú Glitnis hafi hitt ráðamenn, meðal annars Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, til að kynna þeim málið. Það hefur einnig ítrekað verið kynnt fyrir Seðlabankanum. Kjarninn óskaði eftir viðbrögðum frá honum vegna þessa. Hvort þessi leið væri greiðfær og til góða. Stefán Jóhann Stefánsson, fulltrúi Seðlabankans, vildi ekki tjá sig um málið og sagðist ekkert geta „sagt til um atriði sem hugsanlega kunna að vera til umfjöllunar milli Seðlabankans og þeirra sem til hans þurfa að leita“. Seðlabankinn mun ekki taka afstöðu til nauðasamningsumleitana þrotabúa föllnu bankanna fyrr en sérfræðingar hans hafa lokið við að gera greiðslujafnaðargreiningu fyrir íslenska þjóðarbúið. Búist er við því að hún muni liggja fyrir í lok mars eða byrjun apríl í fyrsta lagi. Þangað til verður lítið aðhafst með tvískráningarhugmyndina, en bjartsýnustu menn vonast þó til þess að hægt yrði að ráðast í þær í september ef leyfi fæst til. 06/06 EFnahagsmál
Less emissions. More driving pleasure.
kjarninn 13. febrúar 2014
01/04 viðskipti
Á grænni grein eftir sölu Höfðatorgs Pétur í Eykt hélt rúmlega fjórðungi í Höfðatorgi eftir að 15 milljarðar voru afskrifaðir. Hann hefur nú selt hlutinn Borgartúnog hyggur á stórtæka uppbyggingu.
HTO 0,0
EGAR BYGGT
Katrínar
tún
,00 =13 GK
GK=14 ,50
Skú
laga
ta
Viðskipti Magnús Halldórsson
s
alan á HTO ehf., sem á Höfðatorg, markar endalokin á einni umfangsmestu fjárhagslegu endurskipulagningu á sviði fasteignaverkefna sem rekja má aftur ríflega fimm ár, eða til hrunsins í október 2008. Þá komust uppbyggingaráform á svokölluðum Höfðatorgsreit í uppnám. Íslandsbanki hefur unnið úr stöðu mála með Pétri Guðmundssyni, eiganda og forstjóra verktakafyrirtækisins Eyktar, sem nú vinnur að stórfelldri uppbyggingu íbúða og hótels á Höfðatorgsreitnum. Áformað er að reisa á bilinu 70 til 75 íbúðir á reitnum í tólf hæða íbúðaturni auk hótelbyggingar sem verður í sextán hæða turni. Heildarkostnaður þessarar uppbyggingar er áætlaður um tólf milljarðar króna en uppbyggingin er komin vel á veg þó að ekki sé áætlað að þeim ljúki fyrr en í árslok 2016. á annan tug milljarða Fast-1 slhf., félagið sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða og tryggingarfélaga, keypti á dögunum HTO og nemur kaupverðið vel á annan tug milljarða króna, samkvæmt heimildum Kjarnans. Bókfært virði nítján hæða turnsins á Höfðatorgi var 11,2 milljarðar króna í árslok 2011 en síðan þá hefur gengið vel að glæða hæðir hússins lífi og er það að langmestu leyti í útleigu núna. Meðal leigutaka eru Reykjavíkurborg, Reiknistofa bankanna, Fjármálaeftirlitið, Olís, Samherji og lögmannsstofan BBA Legal. nauðasamningur Hinn 24. júní 2011 var gerður nauðasamningur milli HTO ehf. og kröfuhafa félagsins, þar sem Íslandsbanki var langsamlega fyrirferðarmestur. Hann var staðfestur í Héraðsdómi Reykjavíkur 25. janúar 2012. Með þessum samningum fékk félagið 15 milljarða króna afskrifaða og var þessum skuldum breytt í hlutafé að stórum hluta. Staða félagsins kúventist við þessa breytingu. Eigið féð var neikvætt um 10,8 milljarða króna en var að samningunum loknum jákvætt um 1,8 milljarða króna en tíu milljarða skuldir voru endurfjármagnaðar þessu samhliða, færðar úr erlendri mynt í krónur. 02/04 Viðskipti
höfðatorg Umfangsmikil starfsemi er í turninum á Höfðatorgi. Á meðal leigjenda í honum eru Olís, Samherji og FME. Mynd: Anton Brink
03/04 Viðskipti
„Bókfært virði nítján hæða turnsins á Höfðatorgi var 11,2 milljarðar króna í árslok 2011.“
Íslandsbanki átti 72,5 prósent í HTO eftir þetta og eignaðist Pétur afganginn, 27,5 prósent, í gegnum tvö félög. Sé mið tekið af fyrrnefndu bókfærðu virði fær hann fyrir sinn hlut, í fyrrnefndum viðskiptum, í það minnsta þrjá milljarða króna. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp opinberlega en við kaupin fimmfaldaðist virði eignasafns Fast, samkvæmt upplýsingum frá Hauki Skúlasyni, stjórnarformanni Fast, og tilkynningu til Nasdaq OMX kauphallar Íslands. „Við höfum ekki viljað gefa upp í nákvæmisatriðum hvað við erum að greiða fyrir okkar eignir. Við erum í samkeppni um eignir og á virkum samkeppnismarkaði, og höfum af þeim sökum ekki verið að gefa upp hvað við greiðum fyrir eignir,“ sagði Haukur. Meðal eigna Fast-1 eru húsið sem hýsir Embætti ríkislögreglustjóra að Skúlagötu 21, Klettagarðar 13 sem hýsa starfsemi á vegum N1 og húsnæði Rönning í Skútuvogi. Samtals átti félagið ríflega 17 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði áður en gengið var frá kaupunum á HTO, en með þeim kaupum eykst flatarmál þeirra fasteigna sem félagið á um 57 þúsund fermetra. Fasteignamarkaður í fjötrum hafta Eins og ítarlega hefur verið fjallað um í Kjarnanum undanfarnar vikur eru blikur á lofti á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst vegna þess að eftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum hefur aukist mikið. Lítið hefur verið byggt eftir hrunið, sem nemur 200 til 500 íbúðum á hverju ári. Þörfin er hins vegar 1.500 til 1.800 íbúðir á ári. Í Peningamálum Seðlabanka Íslands, sem komu út á vaxtaákvörðunardegi í gær, kemur fram að verðbólguhorfur til næstu tveggja ára hafi versnað. Það er ekki síst vegna þess að of lítið framboð er af litlum og meðalstórum íbúðum, sem gæti þrýst fasteignaverði upp á við og þar með þrýst á um meiri verðbólgu, en fasteigna- og leiguverð vegur um 18 prósent af vísitölu neysluverðs. Uppbyggingin á Höfðatorgsreitnum kemur því að mörgu leyti á besta tíma þegar þessar forsendur eru skoðaðar, það er að vaxandi eftirspurn er eftir litlum og meðalstórum íbúðum, ekki síst miðsvæðis í Reykjavík. 04/04 Viðskipti
kjarninn 13. febrúar 2014
01/06 topp 5
tOpp 5
skrýtnir gerningar pútíns Kastljós alheimsins hefur undanfarið beinst að Sotsjí í Rússlandi þar sem vetrarólympíuleikarnir fara fram. Að halda leikana er leið Vladimírs Pútín til að sýna heiminum mikilfengleika og mátt rússneska veldisins. Samhliða hefur Pútín reynt að skapa hálfguðsímynd um sjálfan sig með áherslu á karlmennsku, þor, kjark og yfirburði. Þórður Snær Júlíusson tók saman fimm skrýtin uppátæki Pútíns sem ætlað var að ýta undir þessa nánast ómennsku ímynd. ÞSJ 01/06 tOpp 5
5 Í ágúst 2011 ákvað Pútín að skella sér í köfun í Svartahafinu við strendur SuðurRússlands. Þegar forsetinn var búinn að kafa niður á nokkurra metra dýpi fann hann fyrir algjöra tilviljun tvö grísk duftker frá sjöttu öld. „Fjársjóður,“ sagði blautur en skælbrosandi Pútín þegar hann steig upp úr sjónum og sýndi sjónvarpsfjölmiðlum, sem fyrir aðra tilviljun voru staddir á staðnum, gripina. Í kjölfarið fór hann að þylja upp ýmsar staðreyndir um forn-grískt leirtau.
Smelltu til að horfa á myndband á YouTube
02/06 tOpp 5
Smelltu til að horfa á myndband
4 pútín grætur fyrir þjóð sína Í Rússlandi má forsetinn bara sitja í átta ár í senn. Pútín þurfti því að fá vin sinn Dimitrí Medvedev til að halda hita á stólnum í eitt kjörtímabil á meðan hann gerði sig gjaldgengan á ný. Á meðan var Pútín forsætisráðherra og réð áfram öllu. Þegar hann tók aftur við forsetatigninni í mars 2012 hélt hann vitanlega sigurræðu á Rauða torginu í Moskvu. Það fyrsta sem vakti athygli var að húðin í andlitinu á 03/06 tOpp 5
forsetanum hafði strekkst töluvert og hann var mun sléttari en aldur hans sagði til um. Það sem vakti hins vegar mesta athygli var að forsetinn granítharði skældi með ekka á meðan á ræðunni stóð. Spunameistarar Kreml vildu þó ekki meina að karlmennið Pútín hefði bugast yfir þeirri ábyrgð sem kjósendur hans höfðu sett á herðar forsetans. Ástæða táranna, að þeirra sögn, var kaldir vindar.
Smelltu til að horfa á myndband á YouTube
3 pútín fer í karlmannlegt sumarfrí Í ágúst 2009, þegar Pútín var forsætisráðherra, fór hann í sumarfrí, eins og menn gera. Með í för voru að sjálfsögðu fjölmiðlar svo hægt yrði að skrásetja, og deila, athöfnun hans með þegnunum. Pútín fór ekki til Ibiza eða á lúxushótel í 04/06 tOpp 5
Mið-Austurlöndum. Hann eyddi fríinu í útilegu í Síberíu. Þar synti hann flugsund á móti straumnum í á, safnaði eldiviði, bjargaði sér í náttúrunni og spjallaði við innfædda. Og svo fór hann auðvitað á hestbak. Þetta gerði hann allt ber að ofan.
Smelltu til að horfa á myndband á YouTube
2 júdómeistarinn pútín Vladimír Pútín er ekki bara gáfaður og úrræðagóður. Hnefar hans eru skráðir sem vopn. Og hann er með svarta beltið í júdó og finnst þrælskemmtilegt að skella sér í hvíta búninginn til að skella 05/06 tOpp 5
andstæðingi eða tveimur fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar. Pútín lætur það þó ekki duga. Hann er líka með svarta beltið í karate og er, að eigin sögn, margfaldur Rússlandsmeistari í rússnesku bardagalistinni sambo.
1 pútín róar hlébarða Fyrr í þessum mánuði fór Pútín að skoða persneska hlébarða í ólympíuborginni Sotsjí. Með í för voru fulltrúar úr alþjóðlegu ólympíunefndinni og, að sjálfsögðu, fjölmiðlar. Þar ákvað Pútín að fara inn í búr hlébarðaunga sem heitir Grom. Pútín klappaði Grom og upplýsti fjölmiðla um leið um hversu miklar kynverur hlébarðar væru. Þeir gætu makað sig yfir 270 sinnum á viku þegar þannig lægi á þeim. Pútín lýsti aðdáun sinni á þessari eðlunarfýsn og -getu. Athyglin fór eitthvað í taugarnar á Grom, sem réðst að sögn ríkisrekinnar rússneskrar sjónvarpsstöðvar að fréttamönnum. Pútín ákvað í kjölfarið að taka hlébarðann í fangið og róa hann.
Smelltu til að horfa á myndband á YouTube 06/06 tOpp 5
01/06 Heilbrigðismál
kjarninn 13. febrúar 2014
auglýst á Facebook eftir staðgöngumóður Hugmyndin um staðgöngumæðrun er vægast sagt umdeild. Von er á frumvarpi í vetur um að leyfa hana í velgjörðarskyni.
hEilBrigðismál Guðný Hrönn Antonsdóttir og María Lea Ævarsdóttir
É
g sá auglýsingu á Facebook,“ segir Halldóra Larsen, ung kona sem ætlaði að verða staðgöngumóðir fyrir hjón sem gátu ekki eignast barn. Áður en hún gat látið til skarar skríða komst hún að því að hún gekk sjálf með sitt þriðja barn. Halldóra þekkti ekkert til fólksins sem hún ætlaði að ganga með barn fyrir. „Ég setti mig í samband við fólkið. Þau spurðu mig hvort ég væri jafnvel til í að fara út fyrir landsteinana í glasafrjóvgun og ég svaraði játandi,“ segir Halldóra. „Fyrst voru þau að hugsa um að fara til Danmerkur en svo fundu þau leið til þess að gera þetta hér á landi.“ Halldóra segir leiðina sem hljónin hafi fundið til að gera draum sinn að veruleika hér á landi hafa verið mjög flókna. „Fyrst hefðu þau þurft að skilja og þá hefðum ég og konan skráð okkur í sambúð. Næst hefðum við farið í glasafrjóvgun með eggi konunnar og sæði mannsins og svo myndi ég ganga með barnið. Eftir meðgönguna myndi maðurinn vera skráður sem faðir barnsins og ég sem móðir. Að lokum hefði ég þurft að afsala mér forræðinu og síðan hefðu þau gift sig aftur og hún ættleitt barnið,“ útskýrir Halldóra.
Ætluðu að borga allan kostnað Halldóra segir hjónin að sjálfsögðu hafa ætlað að borga allan kostnað sem fylgdi ferlinu og meðgöngunni. „Þau hefðu borgað fyrir allt, glasafrjóvgunina, hormónameðferðir og fleira, en ég ætlaði að gera þetta í velgjörðarskyni þannig að ég hefði ekki fengið borgað fyrir þetta.“ „Mig langaði til að gefa einhverjum öðrum sömu gleði og ég finn fyrir með börnin mín. Ég á börn og þau eru líf mitt og yndi. Ég vildi gefa þessu fólki líf,“ segir Halldóra spurð að því hvers vegna hún hafi íhugað að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnugt fólk. Halldóra viðurkennir að tilhugsunin við að láta frá sér barn sem hún hefði gengið með og fætt hafi hrætt sig. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki leitt hugann að því hvað myndi gerast ef ég myndi fríka út á miðri meðgöngu 02/06 hEilBrigðismál
fæðing „Auðvitað hugsaði ég um það hvernig mér myndi líða þegar ég þyrfti að afhenda barnið sem ég hefði gengið með og fundið sparka í níu mánuði,“ segir Halldóra.
Mynd: AFP
eða eitthvað þess háttar. Auðvitað hugsaði ég um það hvernig mér myndi líða þegar ég þyrfti að afhenda barnið sem ég hefði gengið með og fundið sparka í níu mánuði.“ Halldóru líst vel á hugmyndina um að ákveðinn faghópur, skipaður sérfræðingum, verði settur saman til að ráðleggja og fylgjast með staðgöngumóður ef staðgöngumæðrun yrði lögleidd hér á landi. „Ef kona ætlaði að leggja þetta á sig á annað borð yrði hún að virða skuldbindingar. Hún þyrfti að gera sér grein fyrir því hvað hún væri að fara út í og hún þyrfti að hafa aðgang að ráðgjafa og sálfræðingi. Það ætti ekki hver sem er að geta boðið sig fram sem staðgöngumóðir.“ getur í sumum tilfellum verið síðasta úrræðið Staðgöngumæðrun gefur konum og pörum sem geta það ekki upp á eigin spýtur tækifæri til þess að eignast börn. Staðgöngumæðrun er það kallað þegar kona gengur með 03/06 hEilBrigðismál
barn fyrir par eða einstakling og hefur fallist á fyrir meðgönguna að afhenda verðandi foreldrum barnið eftir fæðingu. Hefðbundin staðgöngumæðrun kallast það þegar staðgöngumóðir gengur með sitt eigið barn í þeim tilgangi að afhenda það erfðafræðilegum föður og hugsanlega maka hans. Þegar staðgöngumóðirin hefur enga erfðafræðilega tengingu við barnið og það er getið með glasafrjóvgun er það kallað full staðgöngumæðrun. Í slíku tilfelli geta báðar kynfrumur komið frá verðandi foreldrum. Staðgöngumæðrun getur í sumum tilfellum verið síðasta úrræðið fyrir par eða einstakling til að eignast barn. Þetta úrræði getur verið kostaðarsamt, svo ekki sé talað um umdeilt. Mikilvægt er að gera skýran greinarmun á því hvort um er að ræða staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni þau að hugsa eða í hagnaðarskyni.
„Fyrst voru um að fara til Danmerkur en svo fundu þau leið til þess að gera þetta hér á landi.“
Frumvarp á leiðinni í vetur Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp í vetur um að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Nefnd á vegum velferðarráðuneytisins hefur verið að vinna að gerð frumvarpsins. Samkvæmt síðustu þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun verður lögð áhersla á að stíft eftirlit verði með meðgönguferlinu, fyrir getnað og eftir fæðingu hjá bæði staðgöngumóður og verðandi foreldrum. Staðgöngumóðir sem gengur með barn í velgjörðarskyni fær ekki greidd laun fyrir að ganga með barnið heldur er allur aukakostnaður beintengdur við meðgönguna. Hluti af ferlinu sem staðgöngumæður þurfa að fara í gegnum er kostnaðarsamur, hormónameðferðir og tæknifrjóvganir eru hluti af þessu ferli og þann kostnað bera komandi foreldrar. hormónameðferð og tæknifrjóvgun Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede, talsmaður Staðgöngu, stuðningsfélags staðgöngumæðrunar á Íslandi, telur að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sé úrræði sem Íslendingar ættu vel að geta útfært á mannúðlegan hátt. 04/06 hEilBrigðismál
kostnaðarsamt Staðgöngumeðganga er rétt eins og hver önnur meðganga utan þess að kostnaðar sem foreldrar þurfa að leggja út fyrir í upphafi.
Mynd: AFP
Að mati Soffíu er meðganga staðgöngumóður rétt eins og hver önnur meðganga fyrir utan þann kostað sem foreldrar þurfa að leggja út fyrir í upphafi. Sá kostnaður snýr að hormónameðferð hjá staðgöngumóður og tæknifrjóvgun. Verðandi foreldrar greiða sömuleiðis allan kostnað sem fylgir meðgöngunni, eins og meðgöngufatnað, vítamín og annan tilfallandi kostnað. Samkvæmt þingsályktunartillögu sem lögð var fram árið 2011 af þingmönnum úr öllum flokkum er lagt til að sérstök nefnd, skipuð fagfólki, skoði ítarlega aðstæður bæði parsins sem óskar eftir barninu sem og staðgöngumóður og fjölskyldu hennar og veiti leyfi. Mögulegt væri að hugsa sér að verðandi foreldrar barnsins byrji strax sérstakt ættleiðingarferli að gefnu sérstöku forsamþykki. Viðtöl við staðgöngumóður og verðandi foreldra ættu þá að vera haldin reglulega í gegnum ferlið innan faghópsins til að koma í veg fyrir og leysa vandamál sem upp kunna að koma. Faghópur sem myndi annast eftirlit með staðgöngumæðrun ætti að mati Soffíu að vera samsettur af sálfræðingum, félagsráðgjöfum og læknum sem sjá um 05/06 hEilBrigðismál
glasafrjóvgun. „Ég sé þetta fyrir mér svipað og með eggjagjafirnar; konur hafa samband við ArtMedica og segjast vilja gefa egg og þá fer þetta í ferli. Konur geta alveg eins haft samband og sagt að þær hafi áhuga á því að vera staðgöngumæður. Þegar konur gefa egg þurfa þær að fara í viðtal hjá félagsráðgjafa og líka í læknisskoðun; það yrði væntanlega það sama með staðgöngumæður. Faghópurinn myndi sinna meðferð eftir meðgöngu enda væri það hluti af ferlinu.“ Reynir Tómas Geirsson, fæðingarlæknir á Landspítalanum og verndari Staðgöngu, tekur í sama streng og Soffía um mögulega samsetningu á faghópi í kringum staðgöngumæðrun. kostnaður við staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni Reynir Tómas segir að ljóst sé að staðgöngumæðrun verði dýr en telur ekki að kostnaðurinn verði mikil fyrirstaða. „Upphæðirnar eru ekki af því tagi að þetta sé ómögulegt fyrir flest fólk að greiða. Fólk sparar og leggur út fyrir þessu vegna þess að þetta skiptir það máli. Þetta er fólk sem er orðið þroskað, það er yfirleitt að vinna og er með tekjur og er ekki með kostnað af börnum. Fólk sem hefur farið út í þetta hefur þá valið að þetta sé það sem það ætlar að eyða sparifé sínu í,“ útskýrir Reynir Tómas. „Ég vil leggja áherslu á að mér finnst að samfélagið hafi efni á því að vera örlátt gagnvart þessu fólki, sýna af sér víðsýni og skilning,“ segir Reynir Tómas og leggur áherslu á að samfélagið ætti að vera nógu þroskað til að koma í veg fyrir að staðgöngumæðrun verði misnotuð. Í ljósi reynslunnar telur hann að eðlilegast væri að byrja með þröngan lagaramma og víkka hann svo út með tímanum.
06/06 hEilBrigðismál
01/06 Úkraína
kjarninn 13. febrúar 2014
Boxarinn sem vill sameina úkraínu Stanslaus mótmæli hafa verið í Úkraínu, gáttarinnar milli austurs og vesturs, frá því í nóvember. Upp úr þeim hefur risið vonarstjarna, Vítalí Klitsjkó.
úkraÍna Þórunn Elísabet Bogadóttir
V
ítalí Klitsjkó er sá maður sem sífellt fleiri virðast líta til sem mögulegs leiðtoga Úkraínumanna. Hann er fyrrverandi þungavigtarmeistari í hnefaleikum, er með doktorsgráðu í íþróttafræðum og hefur lengi verið kallaður Dr. Járnhnefi í heimalandinu. Hann hefur lýst því yfir að hann hyggist bjóða sig fram til forseta í Úkraínu, en kosningarnar eru fyrirhugaðar á næsta ári. Þangað til fyrir örfáum mánuðum var hann ekki talinn líklegur til að ná því takmarki en síðan þá hefur margt breyst.
til austurs eða vesturs Kastljósið hefur beinst að Úkraínu undanfarna mánuði eftir að mótmæli brutust út í Kíev í lok nóvember. Viktor Janúkovitsj, forseti landsins, ákvað þá á síðustu stundu að hætta við víðfeðman samstarfssamning við Evrópusambandið sem hafði verið lengi í undir„Úkraína er stórt land, á búningi. Þetta vakti ekki bara hörð viðbrögð ráðamanna í Brussel, heldur milli vesturs og austurs. einnig þess hluta almennings í Úkraínu Í vestari helmingi þess er sem styður frekara samstarf við Evrópu úkraínska fyrsta tungumál frekar en Rússland. Það var einmitt það meirihluta íbúa en í þeim sem gerðist nokkru síðar. Forsetinn og Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynntu eystri er það rússneska.“ í desember um samninga milli nágrannaríkjanna tveggja. Samningarnir fólu í sér að Rússar lækkuðu verð á gasi til Úkraínu og keyptu ríkisskuldabréf fyrir milljarða. Úkraína er stórt land, á milli vesturs og austurs. Í vestari helmingi þess er úkraínska fyrsta tungumál meirihluta íbúa en í þeim eystri er það rússneska. Þar eru einnig margir af rússneskum uppruna og eru hlynntari nánara samstarfi við Rússa. Nánast alveg sama skipting var meðal kjósenda í síðustu forsetakosningum. Til vesturs kusu menn Júlíu Tímósjenkó en til austurs Viktor Janúkovitsj. Úkraína er að þessu leyti til klofin nánast í tvennt, og þessi djúpstæði ágreiningur útskýrir margt, en ekki allt. 02/06 úkraÍna
stjórnmálalandslagið í úkraínu Dreifing kosningaúrslita 2010 og staða mótmæla 2014 eftir héruðum Fjöldamótmæli Stjórnarbyggingar á valdi mótmælenda Kíev
Janúkovitsj forseti vann í kosningum 2010 Janúkovitsj hafði 20% forskot Evrópusinnaður flokkur vann Evrópusinnaður flokkur vann með 20% forskoti Heimild: Washington Post
ráðandi tungumál Í blálituðu héruðunum á kortinu er rússneska ríkjandi tungumál íbúanna en í gulu héruðunum er úkraínska ráðandi.
Mótmælin hófust sem sagt vegna samstarfssamningsins við ESB sem fór út um þúfur. Upphaflega var krafa mótmælenda sú að Janúkovitsj endurskoðaði ákvörðun sína og undirritaði samninginn. Forsetinn viðurkenndi að rússnesk stjórnvöld hefðu þrýst á hann að hætta við samstarfið við Evrópu, en neitaði að endurskoða ákvörðun sína. Í fyrstu var reynt að bæla mótmælin niður og fólk á sjálfstæðistorginu, Maidan, í Kíev var beitt ofbeldi og fjöldi var handtekinn. Það hafði ekkert upp á sig, mótmælendum fjölgaði bara. Þá var reynt að sefa mótmælendur, handteknum var sleppt úr haldi og borgarstjórinn í Kíev var látinn hætta vegna ofbeldisins sem hafði verið beitt. Það hjálpaði ekki heldur til. Bann við mótmælum og netnotkun heft Um miðjan janúar voru svo sett mótmælalög sem settu 03/06 úkraÍna
janúkovitsj og Pútín heilsast Forsetar Úkraínu og Rússlands hittust skömmu áður en Janúkovitsj Úkraínuforseti ákvað að hætta við samkomulagið við Evrópusambandið. Hann viðurkenndi að rússnesk stjórnvöld hefðu beitt hann þrýstingi. Forsetarnir kynntu aukið samstarf ríkjanna nokkrum vikum síðar.
Mynd: AFP
tjáningar- og fundafrelsi almennings verulegar skorður, sem og fjölmiðlum. Meðal þess sem þau fólu í sér var nánast algjört bann við mótmælum og þá gáfu lögin stjórnvöldum heimild til að hefta netnotkun fólks. Fram að þessu höfðu mótmælin farið minnkandi, en mótmælendur tvíefldust við lagasetninguna. Hún hefur síðan verið að mestu dregin til baka eftir mikinn þrýsting, meðal annars frá Evrópusambandinu. Í millitíðinni voru nokkrir mótmælendur drepnir. Undir lok janúar bauð Janúkovitsj forseti stjórnarandstæðingum sæti í ríkisstjórn. Hann bauð Arsení Jatsenjúk, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, forsætisráðherrastólinn. Þá bauð hann Vítalí Klitsjkó embætti varaforsætisráðherra. Báðir neituðu þessu tilboði. Skömmu seinna tilkynnti Mykola Azarov forsætisráðherra afsögn sína og ríkisstjórnarinnar, í von um að það liðkaði fyrir samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Stjórnarandstæðingar standa hins vegar fastir á sínu. Þeir vilja að boðað verði til kosninga sem fyrst. Kröfurnar hafa nefnilega breyst á þessum þremur mánuðum, og mótmælin hafa breiðst út um allt landið, meira að segja til austurs. Mótmælendur vilja að forsetinn segi af sér, þeir mótmæla spillingu og vilja breytingar á stjórnarskránni til að takmarka völd forsetans og auka völd þingsins. Undirliggjandi þáttur í þessu öllu saman er auðvitað mjög bágur efnahagur landsins. Svo er vert að minnast á að hluti mótmælendanna tilheyrir öfgahægrisamtökum. Ofan á allt þetta hafa stuðningsmenn forsetans bæst í hóp þeirra sem mæta á götur út. Þeir vilja sýna stuðning við forsetann í verki og sumir segjast bara þreyttir á ástandinu sem skapast hefur vegna mótmælanna. Evrópusambandið hefur sagst tilbúið að veita nýrri ríkisstjórn fjárhagsaðstoð ef hún ráðist í efnahagslegar og pólitískar umbætur í landinu. Bandaríkjamenn hafa tekið í sama streng, en Rússar vara við íhlutun annarra ríkja. 04/06 úkraÍna
Í hringiðunni Vítalí Klitsjkó hefur vakið athygli fyrir að taka sér stöðu við hlið annarra mótmælenda frá upphafi. Hann hefur jafnvel reynt að miðla málum og stöðva ofbeldi þegar allt hefur verið við það að sjóða upp úr.
Mynd: AFP
horft til klitsjkó Sumir stjórnmálaskýrendur telja mögulegt að borgarastyrjöld brjótist út í ljósi alls þessa en það virðist þó enn vera fjarlægur möguleiki. Staðan í þessu klofna landi er engu að síður gríðarlega flókin og þar kemur Vítalí Klitsjkó aftur til sögunnar. Klitsjkó er heimsþekktur hnefaleikakappi og hefur lengi verið vinsæll í heimalandinu. Hann varð pólitískur ráðgjafi Viktors Júsjenkó í forsetatíð hans og bauð sig tvisvar fram til borgarstjóra í Kíev en án árangurs. Árið 2012 komst hann á þing eftir að hafa stofnað eigin flokk, Lýðræðislega úkraínska umbótaflokkinn, Udar (e. Ukranian Democratic Alliance for Reform), en Udar þýðir högg á bæði úkraínsku og rússnesku. Flokkur hans hallast til vesturs og er fylgjandi samstarfi við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Klitsjkó hefur þótt sýna leiðtogatakta undanfarið. Hann hefur verið áberandi í mótmælahreyfingunni, haldið fjölda ræða og staðið við hlið annarra mótmælenda allan tímann. Hann hefur lagt áherslu á pólitíska lausn og hefur reynt að stöðva 05/06 úkraÍna
aðra mótmælendur í því að beita ofbeldi. Þrátt fyrir að hann sé Evrópusinni er rússneskumælandi hluti landsins ekki algjörlega fráhverfur honum. Hann þykir líka ekki vera hluti af gamalli valdaklíku og nokkuð óreyndur í pólitík, sem þýðir að fleiri trúa honum þegar hann talar gegn spillingunni í landinu. Vegna alls þessa hefur verið horft til hans í auknum mæli sem leiðtoga sem gæti átt einna bestan möguleika á að sameina þessa sundruðu þjóð. Það veltur þó allt á því sem gerist næst, sem virðist algjörlega óljóst á þessari stundu. Á mánudaginn sendu utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu til þess að boðað yrði til kosninga sem fyrst. Ef það gerist gæti Klitsjkó átt ágæta möguleika. Annar möguleiki er að einhvers konar samkomulag náist milli stríðandi fylkinga sem gæti haldið fram að kosningum á næsta ári. Og margt getur breyst á heilu ári.
06/06 úkraÍna
NÚ GETUR ÞÚ FENGIÐ PÓSTINN RAFRÆNT Með Skönnunarþjónustu Póstsins nýtir þú þér nútímatæknina og sendum þér rafrænt. Þú kemur skipulagi á póstinn þinn og getur nálgast hann þegar þér hentar.
Kynntu þér málið á www.postur.is
VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA – RAFRÆNT
kjarninn 13. febrúar 2014
01/01 sjö sPURNINGAR
sjö spurningar
sunna Ósk logadóttir fréttastjóri mbl.is
Hvaða bók langar þig mest að byrja að lesa þessa dagana?
Ertu ánægð með nýja útvarpsstjórann?
Brekkukotsannál sem mamma gaf mér í afmælisgjöf.
Já, mjög sátt við það val.
Hverju er aðkallandi að breyta í íslensku samfélagi? Umræðuhefðinni á netinu. Hvaða landi mælirðu með að ferðast til? Úganda í Austur-Afríku. Töfrandi land byggt yndislegu fólki. Hver er uppáhaldsplatan þín? Slippery When Wet með Bon Jovi – á geggjaðar minningar með henni.
Hvaða lag er síðasta lagið sem þú spilar áður en farið er úr partíinu? Ef það er partí áður en haldið er á djammið þá eitthvað hressandi, t.d. Waka Waka (This Time for Africa) með Shakiru – af því að það minnir mig á geggjuð partí í Úganda. Hver er uppáhaldsliturinn þinn og hvers vegna? Gulur, ekki hugmynd um af hverju...
01/01 sjö spurningar
aF nEtinu
samfélagið segir
kjarninn 13. febrúar 2014
árni helgason
dagur B. eggertsson @Dagurb
Er hægt að gera mönnum meiri óleik en að nefna fiskborgara í höfuðið á honum? Ég styð Bjarna fullkomlega í að boycutta þessa vígslu. En að fá góðan ostborgara nefndan eftir sér er að sama skapi sannur heiður fyrir Sigmund. Miðvikudagur 12. febrúar 2014
Það er selfie-æði í dönsku ríkisstjórninni. Fékk mér bjór á slippabarnum með mínum gamla vini...http://instagram.com/p/kT0v8fv4pe/ Miðvikudagur 12. febrúar 2014 gunnar Bragi @GunnarBragiS Happy to see that @carlbildt is warm in his lopapeysa Miðvikudagur 12. febrúar 2014
diljá áMundadóttir Er fólk, sem setur (þgf.) inn í sviga á eftir nöfnum sem það taggar í status hjá sér, hrætt við að einhver gæti mögulega haldið að það kunni ekki að fallbeygja rétt? Eða hvað er málið? Miðvikudagur 12. febrúar 2014
kristjana arnarsd. @kristjanaarnars Ef ég heyri þetta Amor lag einu sinni enn... Miðvikudagur 12. febrúar 2014
saga garðarsdóttir Gyls gera mind http://on.fb.me/1erb1Oh Miðvikudagur 12. febrúar 2014
saga eimskipa eins og eimskip vill segja hana
arion lánaði tæpan milljarð til gaMMa
RÚV hefur undanfarin tvö sunnudagskvöld sýnt hádramatíska mynd um 100 ára sögu Eimskipafélags Íslands. Myndin var drekkhlaðin sögulegu lofi á þjóðfélagslegt mikilvægi Eimskips, frábærum myndskeiðum frá ýmsum tímum og hádramatískri auglýsingarödd Egils Ólafssonar. Það vakti hins vegar athygli að skautað var framhjá þeirri staðreynd að Eimskip fór ævintýralega á hausinn eftir bankahrun og kröfuhafar töpuðu yfir 100 milljörðum króna. Það var heldur ekkert minnst á að þetta 100 ára gamla félag er rekið á 2004-kennitölu. Það er því í reynd einungis tíu ára.
Ekki er alltaf allt sem sýnist hér á Íslandi. Í apríl 2013 var greint frá því að GAMMA hefði keypt Laugaveg 77, gamla Landsbankahúsið, og ætlaði að byggja þar hótelgímald. Síðar var hætt við þessi áform og húsið leigt út. Þegar rýnt er í þau skjöl sem eru að baki kaupum á húsinu kemur í ljós að félag GAMMA virðist hafa keypt það á um 900 milljónir króna. Kaupin voru nánast að öllu leyti fjármögnuð af Arion banka, sem virðist auk þess eiga kauprétt á húsinu, kjósi bankinn að nýta sér slíkan. Í þeim viðskiptum var ekki gerð krafa um 20 prósenta eiginfjárframlag.
01/01 samFÉlagið sEgir
gallErÍ
Vetrarólympíuleikar 2014
kjarninn 13. febrúar 2014
01/07 Viðtal
kjarninn 13. febrúar 2014
Viðmælandi Vikunnar Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona og lagahöfundur
Verðum aldrei fullkomin
Viðtal Ægir Þór Eysteinsson Myndir: Anton Brink
Þ
að er kalt og tekið að húma þegar brosmild Margrét Rán Magnúsdóttir tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara, sem staðið höfðu sem illa gerðir hlutir í miðju iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði, leitandi að æfingahúsnæði hljómsveitarinnar Vakar. Margrét er söngkona og helsti lagasmiður sveitarinnar, sem varð fræg á Íslandi nánast á einni nóttu eftir glæstan sigur í síðustu Músíktilraunum. Margrét tekur á móti pressuliðinu í dyragættinni á vélaverkstæði í eigu föður hennar, en sveitin hefur fengið afdrep uppi á lofti, fyrir ofan varahluti og olíur, til að iðka list sína. Hljómsveitin fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir. „Við Andri vorum að fikta í tónlistarforriti hvort í sínu lagi og vorum að kasta á milli okkar töktum og hugmyndum, en okkur hafði alltaf langað til að gera eitthvað saman. Svo eitt kvöldið spurði ég hann bara í spassakasti hvort hann væri ekki til í að taka þátt í Músíktilraunum með mér. Hann sagði já, þannig að við sóttum um, en þá áttum við bara eitt lag,“ segir Margrét. sigur sem opnaði dyr Hin nýstofnaða hljómsveit settist þá niður og samdi tvö lög til viðbótar og gerði sér lítið fyrir og vann Músíktilraunir. Margrét segir sigurinn hafa breytt miklu fyrir sveitina. „Hann opnaði fullt af dyrum fyrir okkur. Við fengum mikla athygli og þá var byrjað að hringja í okkur og biðja okkur um að spila. Við vissum auðvitað ekki skít á þessum tíma og höfðum í raun ekki hugmynd um hvernig við ættum að koma fram með öllu þessu tölvudóti. Þetta var allt eitthvað svo mikil tilraun, en síðasta ár er búið að vera mikill skóli.“ Auk Margrétar skipa hljómsveitina þeir Andri Már Enoksson, sem spilar á saxófón og annast útsetningar, og Ólafur Alexander Ólafsson sem leikur á gítar, en sá síðastnefndi gekk formlega til liðs við hljómsveitina í sumar. „Við buðum honum að taka þátt í Músíktilraununum með okkur á sínum tíma en þá var hann akkúrat á leiðinni í skólaferðalag til Póllands á sama tíma. Svo þegar við sögðum honum að við 02/07 Viðtal
hefðum unnið fór hann í þvílíkan bömmer,“ segir Margrét og hlær. „Okkur fannst alltaf eins og það vantaði eitthvað. Það passaði ekki alveg að vera bara tvö á sviði með svona mikið í gangi, þannig að við vildum alltaf fá þriðja aðilann inn og það var aldrei neinn annar en hann sem kom til greina.“ mistök í hljóðveri Hljómsveitin fékk tuttugu hljóðverstíma sem hluta af sigurverðlaununum í Músíktilraunum og hélt til vinnu í hljóðverið Sundlaugina. Þar voru gerð þau mistök við upptökur á lögum sveitarinnar að ýmis aukahljóð, svo sem „Við vissum auðvitað ekki skít hljóð í taktmælum og annað þvíumlíkt, lak á þessum tíma og höfðum í inn á upptökurnar. Þá voru góð ráð dýr. „Við fórum þá í sumarbústaðinn minn og raun ekki hugmynd um hvernig tókum upp fullt sjálf, því upptökurnar úr við ættum að koma fram Sundlauginni voru ekki nógu góðar. Við með öllu þessu tölvudóti. “ þurftum að endurtaka ýmsar upptökur og svo hjálpaði Bassi úr Kiriyama Family okkur mikið. Án hans hefði smáskífan okkar vafalaust aldrei komið út,“ segir Margrét. Fyrsta smáskífa sveitarinnar, Tension, leit dagsins ljós í byrjun ágúst. Hún innihélt fimm lög og náðu þrjú þeirra töluverðum vinsældum; Ég bíð þín, Before og Við vökum. „Við bjuggumst aldrei við neinu með svona EP-plötu, þær segja yfirleitt ekki nógu mikið. Svo var platan gerð í svo miklum flýti, svo miklum raunar að þegar við hlustum á hana í dag pirrum við okkur á því af hverju við gerðum ekki suma hluti öðruvísi.” snemma beygist krókurinn Margrét fékk snemma áhuga á raftónlist og var ung að árum þegar hún byrjaði að sýna tónlistarlega tilburði sjálf. „Ég var alltaf með rífandi áhuga á tónlist og þá sérstaklega eighties-tónlist, hljóðgervlunum sem þar voru áberandi og þessu rafumhverfi. Ætli ég hafi ekki verið svona þriggja ára þegar ég byrjaði að tromma á potta og pönnur heima. Svo fékk ég fyrsta alvöru gítarinn þegar ég var tíu ára og litla 03/07 Viðtal
tímamót fram undan Fyrsta plata Vakar er í burðarliðnum og tónleikahald í kjölfarið. 04/07 Viðtal
gítarkennslubók með og byrjaði að prófa að glamra. Skömmu síðar keypti ég mér trommusett og svo rafmagnsgítar þannig að ég varð alltaf meira og meira forvitin. Síðan eignaðist ég tónlistarforrit snemma árs 2012 og þá varð eiginlega ekki aftur snúið. Fram að því hafði ég verið að baksa við að semja lög og spila en eftir að ég fékk forritið gat ég skjalfest lagasmíðarnar mínar og unnið betur í þeim.“ Andri Már fékk umrætt tónlistarforrit á sama tíma og þá má segja að grunnur Vakar hafi orðið til. „Við vorum alltaf að fikta og búa eitthvað til og senda á milli okkar. Svo ákváðum við bara að sameinast í þessu,“ segir Margrét. Lagasmíði Vakar fer yfirleitt þannig fram að Margrét „Þegar við dettum í són erum semur takta og melódíur og svo vinna við ógeðslega gott teymi. En við þremenningarnir í sameiningu að því að erum líka ótrúlega miklar frekjur fullmóta lögin. „Andri er textagúrúinn okkar og semur auðvitað saxófóninn. öll og sitjum stundum hvert í Þegar við dettum í són erum við ógeðssínu horninu í fýlu þegar við lega gott teymi. En við erum líka ótrúlega fáum ekki það sem við viljum.“ miklar frekjur öll og sitjum stundum hvert í sínu horninu í fýlu þegar við fáum ekki það sem við viljum. Við erum öll leiðtogar og viljum ráða en oftast gengur samstarfið bara vel.“ spennt fyrir að spila á og sjá sónar Það er töluvert á takteinunum hjá hljómsveitinni Vök næstu vikur og mánuði, en sveitin hefur nú þegar vakið töluverða athygli erlendis. Bandið treður upp á tónleikum í Lundúnum í kvöld, á klúbbakvöldi sem tímaritið JA JA JA stendur fyrir þar sem þrjár norrænar rafhljómsveitir sem þykja spennandi og líklegar til vinsælda koma fram. Hljómsveitin flýgur svo aftur heim til Íslands daginn eftir og kemur fram á Sónartónlistarhátíðinni á laugardagskvöldið. „Við erum ógeðslega spennt fyrir því að koma fram á Sónar og sjá alla þessa listamenn. Ég hef alltaf haldið mikið upp á Bonobo og svo er alltaf ótrúlega gaman að sjá FM Belfast koma fram. Ég held að þau verði að spila á sama tíma og við, því miður, en ég er líka mjög spennt fyrir því að sjá Major Lazer.“ 05/07 Viðtal
ný lög frumflutt á sónar Hljómsveitin hyggst frumflytja ný lög á Sónar-tónlistarhátíðinni og hafa stífar æfingar staðið yfir undanfarið á verkstæðisloftinu.
Sveitin hyggst frumflytja þrjú ný lög á Sónar-tónlistarhátíðinni, og eftir að hafa fylgst með æfingu hjá sveitinni getur blaðamaður fullvissað lesendur Kjarnans um að þeir eigi von á góðu. Vök stefnir á útgáfu á nýju lagi og myndbandi samdægurs í mars, en sveitin vinnur nú að gerð fyrstu plötu sinnar. „Það gengur svona upp og niður,“ segir Margrét og brosir. „Stundum verður maður bara að skamma sig og segja hingað og ekki lengra. Það er hægt að vinna endalaust í því að ná einhverri fullkomnun og það er stundum svo erfitt að hætta að vinna í einhverju lagi því að möguleikarnir eru óþrjótandi í þessum hljóðheimi sem við erum að vinna með í tölvunni. Stundum verður maður bara að segja að þetta sé komið og hætta að vera endalaust að reyna að betrumbæta.“ Von er á fyrstu plötu Vakar í haust. „Útgáfufyrirtækið Record Records setti sig í samband við okkur á dögunum með útgáfusamning í huga og ég á von á því að hann verði kláraður. Svo spilum við á Kítón-tónlistarhátíðinni í 06/07 Viðtal
Hörpu 2. mars og förum til Danmerkur og spilum á Friggtónlistarhátíðinni í Kaupmannahöfn í maí. En núna leggjum við allt kapp á að klára plötuna okkar. Það er forgangsverkefni okkar númer eitt, tvö og þrjú.“ kolröng forgangsröðun Mikið hefur verið fjallað um velgengni íslenskrar tónlistar erlendis undanfarin misseri. Í þann mund sem blaðamaður spyr söngkonu Vakar um stöðu íslensku tónlistarsenunnar gengur Andri Már félagi hennar inn á kaffistofuna þar sem blaðaviðtalið hefur farið fram og svarar spurningunni fyrir sitt leyti. „Hún er bara á hraðri niðurleið. Það er verið að rífa niður alla skemmtiegustu tónleikastaðina og það er óumdeilt á meðal íslenskra tónlistarmanna. Ef manni er ekki boðið að spila í Hörpu er eiginlega bara um Harlem eða Gaukinn að ræða. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Andri. „Þessi hótelbóla sem nú er í gangi, og tónleikastaðir hafa þurft að víkja fyrir, á bara eftir að springa þegar ferðamönnum fer að fækka um leið og þeir verða skattlagðir meira. Þetta er fyrirséð og ég held að við ættum heldur að rækta það sem er að draga þá hingað frekar en að kæfa það.“ Margrét bætir við varðandi íslensku tónlistarsenuna: „Ég held að íslenska tónlistin sé bara einhvern veginn komin lengra en önnur tónlist, og þá er ég ekkert að telja okkur með. Hún er ferskari og frumlegri og er komin á eitthvert annað stig, eins og til að mynda Björk,“ segir Margrét. Þó að framtíðin virðist brosa við hljómsveitinni Vök er söngkona og helsti lagahöfundur sveitarinnar með fæturna kyrfilega á jörðinni þegar hún er spurð um væntingar sínar til framtíðarinnar. „Það sem að við viljum, og það sem mig hefur alltaf langað frá því að ég var lítil, er að ná að deila tónlistinni með heiminum. Ekki vera að leita að einhverri frægð eða frama og einhverju svoleiðis, heldur bara deila henni með heiminum, það er það sem maður hefur mest gaman af.“
07/07 Viðtal
pistill
auður jónsdóttir rithöfundur
kjarninn 13. febrúar 2014
Barnaborg ef borgarbúar leyfa Auður Jónsdóttir skrifar um gott fjölskylduandrúmsloft og mikilvægi virðingar fyrir fjölþjóðlegum áhrifum
m
anstu hvað inshallah þýðir? Ég horfði spyrjandi á manninn minn þar sem við sátum á biðstofu barnalæknis í Berlín. Inshallah þýðir ef guð leyfir á arabísku, svaraði hann án þess að líta af syni okkar sem hljóp hóstandi um, ákafur að prófa öll nýju leikföngin þarna. Það kviknaði á perunni hjá mér: Þau hafa sagt þetta, tyrkneska fjölskyldan sem var með okkur í herbergi á spítalanum. Já, pottþétt, sagði hann. Ég heyrði afann segja þetta aftur og aftur: inshallah … síðustu dagar … … höfðu verið eftirminnilegir. Sonur minn á þriðja ári er viðkvæmur fyrir barkabólgu og þó að barkabólga sé yfirleitt ekki hættulegur sjúkdómur getur lokast fyrir öndunarveginn 01/07 pistill
hjá honum, oftast vegna sakleysislegra kvefvírusa. Þetta gerðist í síðustu viku og varð til þess að við mæðginin dvöldum á barnaspítala í þrjá sólarhringa. Atlætið þar var til fyrirmyndar; barnalæknarnir þægilega smámunasamir í huga taugaveiklaðrar móður, heitt te á könnunni allan sólarhringinn, mæðrum boðið upp á ilmandi jurtaolíu til að nudda börnin og í föndurherberginu gátu krakkarnir málað, leirað og teiknað. Daginn eftir komuna fengum við herbergisfélaga: konu af tyrkneskum uppruna og dóttur hennar, nokkurra mánaða gamla og líka með barkabólgu. Konan var hin alúðlegasta, á aldur við mig og kvaðst vera fimm barna móðir með tvö önnur veik börn heima. Þegar fjölskyldan hennar birtist skömmu síðar dáðist ég að því að þau skyldu fjölmenna á spítalann með fullar körfur af mat. Þarna voru mætt afinn og amman, systir konunnar, bróðir pabbans og auðvitað pabbinn sjálfur. Við eiginmaðurinn sammæltumst um að svo innilega samstöðu vantaði tilfinnanlega í marga íslenska fjölskylduna. Þegar líða tók á daginn … … fór mesti ljóminn af heimsókninni. Maðurinn minn var löngu farinn heim en stórfjölskyldan sat sem fastast. Amman og afinn rifust hástöfum á milli þess sem sá gamli sönglaði: inshallah! Mamman spjallaði óðamála við systur sína og pabbinn snerist í hringi ásamt bróður sínum. Matarlyktin sem hafði verið svo góð um hádegisbil var orðin staðin og þau voru svo fyrirferðarmikil að við mæðginin komumst hvergi fyrir nema í rúminu. Sonurinn varð óþolinmóður svo ég ákvað að rölta með hann í gestaherbergið á ganginum. En þar var önnur stórfjölskylda, líka af tyrkneskum uppruna, og ennþá fjölmennari en hin, í fljótu bragði taldi ég tólf manns. Þau höfðu einnig kokkað fyrir heimsóknina, þarna var búið að dekka upp borð eins og í fínasta lífsstílsblaði. Næst lá leiðin í föndurherbergið góða. Þar var þá mætt þriðja stórfjölskyldan, sú virtist erkiþýsk að uppruna, 02/07 pistill
kannski ættuð frá Greifswald eða Wiesbaden, en líka búin að standa í stórræðum af föndurborðinu að dæma, sem var hlaðið jarðarberjakökum og ávöxtum. Við mæðginin hrökkluðumst út en ég var hugsi yfir öllu þessu partístandi, enda var deildin ekki fyrir langveik börn.
… virtist þungbúinn þegar við mæðginin hunskuðumst aftur í rúmið hjá háværri stórfjölskyldunni. Smám saman tók að skyggja og það var löngu orðið niðdimmt þegar ættingjarnir kvöddu loksins. Þá var sonur minn sofnaður, útkeyrður í öllum látunum, og ég búin að marglesa sömu „Við eiginmaðurinn setninguna í bókinni Dear Life eftir Alice sammæltumst um Munro: Instead of arguing, he just laughed. að svo innilega Instead of arguing, he just laughed. Instead of arguing, he just laughed … samstöðu vantaði inshallah! tilfinnanlega í
marga íslenska fjölskylduna.“
inshallah! … sönglaði afinn og kvaddi. Langþráð þögn skall á, þangað til móðirin valt út af og hraut eins og sögunarverksmiðja í Brasilíu. Það var engin leið fyrir mig að sofna. Svo ég fór að hugsa. Fyrst fór ég að hugsa um konuna, ættaða frá Tyrklandi og móður fimm barna. Við virtumst ólíkar, samt höfðum við spjallað í notalegheitum fyrir heimsóknina. Báðar hræddar um börnin okkar með sama sjúkdóminn, báðar ættaðar frá öðru landi, báðar feykilega áhugasamar um leikskólamenningu í hverfinu okkar, báðar á sama aldri. Næst fór ég að hugsa að börn og foreldrar eru alls staðar sama fyrirbærið. Munurinn felst helst í því hvernig búið er að fjölskyldum á hverjum stað. Og loks fór ég að hugsa að ólíkt því sem margir halda er Berlín barnvæn. Himinninn yfir Berlín er stundum þungbúinn en í borginni úir allt og grúir af skríkjandi krökkum og það sem meira er: víðast hvar er gert ráð fyrir börnum. Berlín er ekki 03/07 pistill
bara menningarborg, hún er líka barnamenningarborg og þar með borg fyrir alla fjölskylduna. Barnamenningin … … gæti átt sinn þátt í frjálslegum heimsóknartímunum á barnaspítalanum. Það virðist vera gert ráð fyrir því að börn eigi fjölbreyttar fjölskyldur. Alltént er þetta ekki í fyrsta skipti sem hugtakið fjölskylduvæn barnamenning kemur upp í hugann í Berlín. Í Schöneberg, hverfinu þar sem ég bý, er fjöldinn allur af búðum með notaðar barnavörur: föt, dót og barnakerrur; þar má kaupa vandaða hluti ódýrt og endurnýta þá. Þessar búðir eru vinsælar meðal almennings, svipað og allar fallegu leikfangabúðirnar sem selja dót úr efnum með gæðastimpli og státa af sérhæfðu starfsfólki. Í flestum hverfum eru barnakaffihús og oft eru umsagnir um þau í tímaritum helguðum helstu viðburðum og stöðum í borginni. Þar geta krakkarnir leikið í öryggismiðuðum leiktækjum meðan foreldrarnir sötra kaffið. Stundum má líka sjá krakkamarkaði við skóla þar sem krakkar og foreldrar selja gamalt dót og kaupa sér heitan berjadjús hjá einhverri ömmunni. Flottir rólóar eru á hverju horni. Oft eru tréhús í kastaníutrjánum og búið að reisa kastala með klifurbrúm, að ógleymdum hefðbundnum leiktækjum. Jarðvegurinn er úr sandi sem er bæði gott að detta og leika í. Í barnaborginni Berlín eru … … ýmiss konar flott söfn fyrir börn, dótasöfn jafnt sem vísindasöfn. Þar eru stórir almenningsgarðar og í einum þeirra, Hasenheide, er ókeypis húsdýragarður. Við hlið Hasenheide liggur flennistórt berangur sem var áður alþjóðaflugvöllurinn Tempelhof; þar geta krakkar leikið með flugdreka eða æft jafnvægi á þar til gerðum tréhjólum. Í mörgum götum má sjá litla, afgirta velli með mjúkum dúk fyrir börn í fótbolta og álíka algeng eru borðtennisborð, steypt ofan í jörðina. Á sumrin liggur leiðin í ísbúðir 04/07 pistill
innréttaðar með barnadóti en vinsælast er þó að fara í sundlaugagarða og sóla sig á grasfleti. Þá er alltaf sport að fara í dýragarð, bæði til að skoða dýrin og læra um vistkerfið. Svo ekki sé nú minnst á fjölskylduhátíðir sem setja reglulega svip á hverfin, þá blása trúðar risasápukúlur, tónlistarpedagógar skemmta og bændalegir afar sjóða krakkate með ávaxtabragði. Í stórmörkuðum er gríðarlegt magn af krakkatímaritum sem taka mið af ólíkum áhugamálum barna. Margar bókabúðir hafa sérstaka barnadeild með æðisgengnu úrvali af barnabókum, oft mikil fróðleiksrit fyrir börn (og fávísa foreldra). Barnatímar í sjónvarpinu eru líka lúmskt fræðandi og fallegir. Í diskabúðum má svo finna gott úrval af krakkatónlist, bæði klassísk verk og barnasöngva. Í borginni eru líka barnaleikhús með verk fyrir börn á ólíkum aldursskeiðum. Svona má lengi upp telja. Í Berlín heyrði ég í fyrsta skipti menntaðan pedagóg tala um lýðræði barnanna! nú segir einhver að … … það sé fáránlegt að bera stórborg saman við Reykjavík. Auðvitað er munur á umfangi og þar með framboði þessara borga en ég held að það skipti ekki öllu máli. Ég held að barnamenning sé nokkuð sem borgarbúar þrói meðvitað. Reyndar hefur Reykjavík upp á sitthvað að bjóða, eins og til dæmis: Húsdýragarðinn, Nauthólsvík (sirka fimm daga á ári), góðar sundlaugar, leikkjallarann í Laundromat, blöðrusala í Kolaportinu, furðu fjölbreytt úrval íslenskra barnabóka í niðurgröfnum kjöllurum bókabúðanna (af hverju eru flestar barnabækur geymdar í kjöllurum í bókmenntaborginni Reykjavík?) og barnadeildina á Borgarbókasafninu, svo ég nefni helstu viðkomustaði okkar mæðgina síðasta sumar. En það þarf meira til … … svo að Reykjavík geti kallað sig barnamenningarborg. Sumt er vel heppnað, eins og Húsdýragarðurinn, en enginn nennir að fara þangað öllum stundum, fyrir nú utan að þar mætti ota einhverju heilnæmara að börnunum en pylsum, gosi og 05/07 pistill
kandíflossi. Af hverju má ekki selja ferska ávexti úti undir beru lofti? Það eitt og sér skapar stemningu og góða lykt. Satt að segja eru borgarbúar svo þyrstir í nýbreytni að það var nóg að opna nýja ísbúð í hollari kantinum á Grandanum í sumar til að hundruð manna flykktust þangað dag eftir dag. Svo ég tali nú ekki um opnunardag Bauhaus þegar þúsundir manna þyrptust þangað. Þessa nýjungagirni skorti sárlega þegar eina ungbarnakaffihúsið í miðbænum þurfti að hætta rekstri eftir stutta starfsemi. Það var yndislegur viðkomustaður „Meira að segja með heimagert grænmetismauk og barnafuglarnir við dót en eitthvað vantaði upp á í menningu Tjörnina reyndu borgarbúa svo það fengi að þrífast. Það eru íbúarnir sem skapa borgina og þeir verða að flæma okkur í jú að hafa rænu á að rækta gott framtak.
burtu með gargi sem minnti á bíómyndina The Birds.“
… þó að ég hafi fagnað veitingastaðnum Bergsson sem tók við húsnæðinu. Raunar var Bergsson einn af fáum stöðum þar sem við mæðginin leituðum skjóls síðasta sumar, enda fékk erfinginn að háma í sig hnetusmjörið í boði hússins. Flestir þjónustustaðir í miðbænum voru pakkfullir af túristum á fjallgönguskóm að kaupa sér eftirlíkingu af Sesar-salati á uppsprengdu verði og skoða tuskulunda eða ullarpeysur. Ég hef ekkert á móti túristum, þeir setja skemmtilegan svip á borgina og halda margri þjónustunni þar gangandi. En það þarf líka að hugsa út í þarfir barna og fjölskyldna þeirra í stað þess að gera ósjálfrátt ráð fyrir að það sé sniðugast fyrir allt það lið að hanga í Kringlunni og Smáralind. Á hverjum degi röltum við mæðginin út og ég barmaði mér yfir því að á virkum sumareftirmiðdegi í miðbæ Reykjavíkur væri ekki gert ráð fyrir móður og barni í leit að dægrastyttingu. Meira að segja fuglarnir við Tjörnina reyndu að flæma okkur í burtu með gargi sem minnti á bíómyndina The Birds.
06/07 pistill
dag eftir dag … … heyrði ég sama orðið bergmála í hausnum þegar ég dröslaðist heim með kerruna. Það var orðið: glænepjulegt. Miðbærinn var glænepjulegur. Að mestu leyti túristamiðaður og flest allt á uppsprengdu verði. Að vísu lifnaði yfir miðborginni á laugardögum þegar Laugavegurinn var opinn fyrir gangandi umferð, þá hætti fjölskyldufólk sér út úr húsi – en meira þarf ef duga skal. Kosturinn við ríkulega barnamenningu er að það sem er skemmtilegt fyrir barnið reynist oft líka skemmtilegt fyrir foreldrið. Og ef það er ekki pláss í sjálfum miðbænum fyrir foreldra og börn þurfa borgaryfirvöld að styðja við borgarbúa svo þeir geti skapað lífvænlega barnamenningu í nærliggjandi hverfum – helst öllum hverfum. Slík uppbygging þarf ekki að vera dýr. Hugmyndaauðgi getur fleytt fólki langt, ef það er reiðubúið að bregða á leik. Á sjómannadaginn var til dæmis reistur leikvöllur úr litríku spýtnabraki og gömlum dekkjum fyrir aftan Sjóminjasafnið og hann fékk að vera áfram, krökkunum til ómældrar ánægju. Það eina sem barnaborg krefst er að fullorðna fólkið leyfi barnamenningu að þrífast. Inshallah! Ef borgarbúar leyfa ... Ég sigldi inn í svefninn … … með hugann við drenginn minn og öll börnin á Íslandi og líka litlu stúlkuna í hinu horninu. Ég hugsaði líka um börnin á barnaspítalanum og öll börnin í heiminum og fann að það var svo rétt sem einhver sagði: Það eina sem getur breytt heiminum til hins betra er bætt barnamenning og því ætti að kenna öllum börnum heimspeki. Kannski eru Þjóðverjar meðvitaðri um þetta en ýmsar aðrar þjóðir í ljósi sögu síðustu aldar. Og kannski voru það órar í mér að frjálslegur heimsóknartíminn á spítalanum hefði eitthvað með barnamenninguna í Berlín að gera. Ef svo er afsaka ég mig með því að ég var byrjuð að fá eina af þessum barnaflensum sem ganga á barnaspítölum. 07/07 pistill
kjarninn 13. febrúar 2014
01/04 LífsstíLL
Þú ert alveg nóg Ragga Nagli gefur lítið fyrir falsímyndir fallega fólksins á netinu
lÍFsstÍll Ragnhildur Þórðardóttir
Deildu með umheiminum
Þ
ú opnar Facebook, Instagram, Twitter, bleiku síðurnar og hina ýmsu netmiðla. Þú hefur sett „læk“ á fitness-túttur, heilsuræktarfrík, ræktarrottur, lyftingameli, vaxtarræktarkappa og allskonar prótínslafrandi eintök með sigggróna lófa. Helmassaköttaðir, hálfberrassaðir skrokkar blasa við þér þar sem þú situr ógreidd(ur) í gömlum Don Cano joggara, með bjúgaða putta eftir hammara helgarinnar, og vafrar gegnum lendur netsins. Fljóðin eru bikiníklædd og bronslituð og ekki með fituörðu í sjónmáli. Drengirnir í lendaskýlu einni spjara, með 01/04 lÍFsstÍll
heflaðan kvið og bísepp á stærð við Esjuna. Eins og skrúfað sé frá Danfoss-krana streyma niðurtætandi hugsanir um gráa efnið. „Af hverju lít ég ekki svona út?“ „Ég verð aldrei svona.“ „Ég er lúser beibí, aumingi með hor í nös, verð aldrei massaður í rusl og köttaður í drasl.“ Af skjánum öskra á þig myndir af horuðum snæðingum, nestisboxum stútfullum af hollustu, prótínsjeikauppskriftum á meðan þú lemur þig niður í hausnum fyrir óplanaða lúku af súkkulaðirúsínum á kaffistofunni. „Af hverju er þetta svona auðvelt fyrir aðra en erfitt fyrir mig?“ „Þú finnur til vanmáttar innan „Ég er aumingi með enga sjálfsstjórn veggja ræktarinnar þar sem og verð aldrei eins og Sigga og Grétar í náunginn sportar nýjustu Stjórninni. Ég verð aldrei hressi gæinn sem er fitt og flottur með kjúkling í sumarlínunni frá Under Armour annarri og prótínsjeik í hinni.“
og Nike en þú sprangar um í apaskinnsgalla og stuttermabol úr Reykjavíkurmaraþoni frá banka sem hefur allavega skipt þrisvar um nafn síðan.“
sjálfseyðingarbálið logar glatt Þú skoðar Feisbúkksíður með úrslitum úr 12 vikna áskorunum með „fyrir“ og „eftir“ myndum af meðal-Jónum og Gunnum sem skyndilega eru helmingurinn af sjálfum sér. Þú sýpur hveljur: „Ég er búinn að brölta í nýjum lífsstíl í tvo mánuði og skitin fjögur kíló hafa hypjað sig af mínum rassi.“ Þú finnur til vanmáttar innan veggja ræktarinnar þar sem náunginn sportar nýjustu sumarlínunni frá Under Armour og Nike en þú sprangar um í apaskinnsgalla og stuttermabol úr Reykjavíkurmaraþoni frá banka sem hefur allavega skipt þrisvar um nafn síðan. Þú svekkir sjálfið í öreindir því þú ert ekki komin í brækur númer núll kortéri eftir barnsburð eins og stjörnurnar á bleiku síðunum. „Maginn á mér er ennþá mjúkur og húðslitinn eins og á sebrahesti.“ „Ég komst bara í ræktina þrisvar í þessari viku, ég á aldrei eftir að losna við meðgöngukílóin.“ Þegar þú horfir í spegil rata glyrnurnar fyrst á svæðin sem þú ert óánægður með. Lærin eru of þykk í gallabuxunum og kálfarnir breiðir í nýjustu stígvélatískunni. Rassinn of 02/04 lÍFsstÍll
suðlægur og mittið breitt eins og símastaur. Múffutoppur yfir gallabuxnastrengnum. Verkamannahendur og þvottur ofan á þvottabrettinu. Þumalputti og vísifingur klípa og klemma hverja húðflygsu sem næst í, og hella olíu á sjálfseyðingarbálið sem nú logar glatt.
falsímyndir fallega fólksins Kim Kardashian hefur verið dugleg að pósta myndum af sér við hin ýmsu tækifæri. Hún birtir sjaldan eða aldrei myndir af sér þar sem hún er illa haldin af „ljótunni“.
samviskubitsárásin Og saltið sem er mokað ofan í sárið er samviskubitsáskriftin. Í ræktinni er samviskan innanétin því hún tekur tíma frá fjölskyldunni. Skömmin yfir að vinna yfirvinnu og missa af æfingu er allsráðandi, sektarkenndin er í sjöunda veldi yfir því að setja ungann í barnapössun meðan hamagangi er troðið inn milli Hagkaupsferða og skutli í píanótíma. Samviskubit, sektarkennd og niðurrif eru hryðjuverk á sálinni sem fylla hana af vonleysi og hjálparleysi og leiða oft til óæskilegra ákvarðana, eins og ofáts til að deyfa slíkar neikvæðar tilfinningar. Þá hækkar enn frekar summan í samviskubitsbankanum, með sektarkenndina í botni og áhyggjur af kílóum. Loforðið um betrun á sjálfi „á morgun“ losar um spennuna og í örvæntingu er daðrað við megrunarskrattann og skyndilausnabransinn hlær í bankanum á meðan þú situr pikkfastur í ömurlegum vítahring og spólar eins og Yaris á Holtavörðuheiðinni. Við þurfum að hætta þessari sjálfseyðingu. Hætta að velta okkur upp úr óraunhæfum væntingum til sjálfsins því það felur ekkert í sér nema brotna sjálfsmynd, depressífa lund og lítið sjálfstraust. hvað er í gangi baksviðs? Fólk birtir þér einungis þann veruleika sem það vill að þú 03/04 lÍFsstÍll
sjáir á samfélagsmiðlunum. Myndir úr prófessjónal myndatökum í sínu allra besta formi, brúnkað, vatnslosað, svangt og þyrst. Form sem kostaði blóð, svita, fullt af tárum og mikla baráttu við haus og skrokk. Form sem líkamanum er ekki eðlislægt að halda nema í örfáa daga. Þú færð bara að sjá leikritið, en ekki það sem gerist bak við tjöldin. Þú færð ekki að sjá strögglið og baráttuna. Dagana sem það nennir ekki á æfingu. Dagana þegar það er með „feituna“ og „ljótuna“. Dagana sem það dettur í sukkið. Með kökk í hálsi yfir vökvasöfnun og þyngdaraukningu. Þú færð ekki að sjá ómáluð smetti og ógreitt hár. Húðslitin eru sminkuð, andlitið er sparslað, hárið er sprautulakkað og lýsingin er útpæld og hárnákvæm. Ekki bera þinn grámyglaða hversdagsveruleika við glimmerklæddan sýndarveruleika einhvers annars. Þú veist ekki hvaða óheilbrigðu aðferðir voru brúkaðar til að knýja fram fitutap á örbylgjuhraða á hinum gullnu 12 vikum. Ef það virkar of gott til að vera satt geturðu hengt þig í hæsta gálga að það er raunin. Þú ert alveg nóg Breytingar taka tíma. Þú munt ná þínum raunhæfu markmiðum ef þú heldur áfram að gera þína góðu hluti með líkamann, sættir þig við að þetta er langhlaup, treystir ferlinu og trúir á sjálfan þig. Þú ert að byggja upp þinn besta líkama, ekki besta líkama jarðkúlunnar. Þinn besti líkami getur aldrei passað í piparkökuform útlitsbrenglaðra horrenglumiðla… né ætti hann nokkurn tíma að gera það. Sterkir rassvöðvar hjálpa þér að rífa upp réttstöðuna. Þeir komast ekki fyrir í örþunnum pönnukökurassi. Það þarf þykk læri til að beygja eins og skepna. Vannærð fyrirsætulæri skjálfa undir stönginni. Breiðar hendur slíta upp þyngdirnar í bekknum. Stórar axlir pressa meira. Þykkir kálfar spæna upp sprettina. Hvert einasta slit á skrokknum er minnisvarði um þá dásamlegu lífsreynslu að koma manneskju í heiminn. Þú ert alveg nóg eins og þú ert. 04/04 lÍFsstÍll
KVÍÐI, ÁLAG EÐA ORKULEYSI?
Burnirótin hefur reynst mér mjög vel við þunglyndi og kvíða. Ég er mun hressari á morgnana og hef meira úthald og orku allan daginn og mæli hiklaust með henni. Sigþrúður Jónasdóttir
BURNIRÓTIN er talin góð gegn orkuleysi, kvíða, þunglyndi, getuleysi og streitu ásamt því að efla úthald og einbeitingu.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
www.annarosa.is
kjarninn 13. febrúar 2014
01/01 græjur
duo lingo hildur sverrisdóttir borgarfulltrúi „Ég á iPhone.“
Tungumálakennsla sem er byggð upp eins og tölvuleikur. Öll lífsins bið er því núna nýtt í það fallega verkefni að rifja upp barnaítölskuna.
sPotify Gönguferðirnar verða að algleymi nema þegar ég var nærri orðin fyrir hjóli af því að Britney rændi mig athyglisgáfunni. Muna að ganga hægra megin!
tÆki Hafðu hreiðrið þitt öruggt með snjöllum reyk- og gasskynjara Bandaríska fyrirtækið Nest var stofnað fyrir fjórum árum af Tony Fadell, sem stundum er kallaður faðir iPhone-símans, utan um framleiðslu og þróun á snjöllu termóstati. Síðar bættist reyk- og gasskynjarinn í vörulínuna og vinna þessi tvö tæki saman við ýmsar aðstæður. Það yrði hins vegar örugglega mikill hausverkur fyrir okkur Íslendinga að tengja stafræna húshitunargræju við hitaveituna okkar en í skynjaranum felast augljósari kostir hér á Fróni. Google keypti Nest 13. janúar síðstliðinn á 3,2 milljarða dollara. Þóttu kaupin merkileg fyrir þær sakir að ekki eru mörg fordæmi um að Google hafi keypt heilu fyrirtækin. Líkur hafa verið leiddar að því að þarna sé Google að kaupa þekkingu til að vera samkeppnishæft á raftækjamarkaði. bÞh
01/01 grÆjur
ViVino Ég veit akkúrat ekkert um vín og þetta hjálpar manni því að gera góð kaup og slá jafnvel óverðskuldað um sig í matarboðinu.
kjarninn 13. febrúar 2014
01/05 MarkaðsMál
Evrópumet í netnotkun Um 95 prósent Íslendinga teljast reglulegir netnotendur og átta af hverjum tíu nota samfélagsmiðla markaðsmál Jón Heiðar Þorsteinsson
Í
slendingar eiga Evrópumet í netnotkun samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands sem komu út í lok janúar síðastliðins. Þar kemur fram að að 95% landsmanna teljast reglulegir netnotendur eins og það er orðað. Átta af hverjum tíu netnotenda nota samfélagsmiðla. Næstum því öll íslensk fyrirtæki með tíu eða fleiri starfsmenn eru nettengd og 85% þeirra eru með eigin vef. Íslensk fyrirtæki eiga Evrópumet í notkun samfélagsmiðla, en samkvæmt Hagtíðindum eru 59% þeirra þeirra með reikning eða síðu á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Twitter eða LinkedIn. 01/05 markaðsmál
Fyrirtæki í samfélaginu Íslensk fyrirtæki og vörumerki virk á samfélagsmiðlum 100%
64%
64%
40%
48%
40%
43%
60%
88%
80%
jan. 2013
jan. 2014
0%
16%
20%
jan. 2012
Fjöldi fylgjenda Fjöldi fylgjenda á Facebook, Twitter og LinkedIn
12.386
41.143
20.017
15.670
jan. 2012 jan. 2013 jan. 2014
jan. 2012 jan. 2013 jan. 2014
100
jan. 2012 jan. 2013 jan. 2014
489.028 275.660
300
333.700
400
0
Vinsældir Facebook aukast stöðugt Heildarfjöldi fylgjenda Facebook-síðna fyrirFacebook tækja og vörumerkja taldist vera rúmlega Twitter 275.000 í upphafi árs 2012. Þessi tala er komin LinkedIn upp í hálfa milljón í janúar 2014. Twitter hefur ekki náð sama flugi. „Aðeins“ 41 þúsund notendur fylgja Twitter-reikningum þeirra fyrirtækja og vörumerkja sem skoðuð voru í ársbyrjun 2014. Þetta er þó tvöföldun á fylgjendafjölda fyrirtækja á Twitter frá ársbyrjun 2013. Fjöldi LinkedIn-fylgjenda var talinn í fyrsta sinn nú í janúar síðastliðnum og reyndist hann vera tæplega 13 þúsund manns. Það verður fróðlegt að sjá hvernig notkun á LinkedIn þróast á næstu misserum, en eins og sagt var frá í grein í Kjarnanum sem birtist 9. janúar höfum við hjá Advania merkt mikla fjölgun heimsókna á vef okkar frá LinkedIn.
*Allar tölur í þúsundum
500
200
Virkni fyrirtækja á samfélagsmiðlum könnuð Þá vaknar spurningin hversu virk íslensk fyrirtæki eru á samfélagsmiðlum og hversu margir fylgjast með þeim þar. Í janúar síðastliðnum mældi ég notkun íslenskra fyrirtækja á samfélagsmiðlum í þriðja sinn. Þessar athuganir sýna að að íslensk fyrirtæki eru mun virkari á Facebook en áður og fylgjendafjöldi Facebooksíðna íslenskra fyrirtækja og vörumerkja hefur vaxið gríðarlega. Í þessum athugunum hef ég skoðað notkun samfélagsmiðla um 30 vel þekktra fyrirtækja á Facebook og Twitter. Í könnuninni 2012 skoðaði ég þessi mál hjá 32 aðilum, árið 2013 voru þeir 35. Núna í ársbyrjun 2014 skoðaði ég notkun samfélagsmiðla hjá 34 fyrirtækjum og vörumerkjum. Því þarf að taka samanburð á milli ára með ákveðnum fyrirvara.
02/05 markaðsmál
Betri tengingar á milli vefja og samfélagsmiðla Íslensk fyrirtæki leggja nú meiri áherslu en áður á að vefir þeirra og samfélagsmiðla myndi eina heild. Stöðugt fleiri þeirra vísa á samfélagsmiðla frá vefnum sínum eða gera það auðvelt fyrir notendur að deila efni þaðan á samfélagsmiðlum.
af vefnum á samfélagsmiðilinn
Hægt að deila efni á vef á samfélagsmiðli frá vef fyrirtækisins janúar 2012
30%
13%
janúar 2013
30%
13%
janúar 2014
53%
30% 100%
af vefnum á samfélagsmiðilinn Hægt að deila efni á vef á samfélagsmiðli frá vef fyrirtækisins janúar 2012 janúar 2013 janúar 2014
44%
16% 61%
23% 77%
33% 100%
Vannýtt tækifæri í efnismarkaðssetningu Í Hagtíðindum Hagstofunnar sem vísað var í að ofan kemur fram að 15% fyrirtækja nýta sér blogg eða örblogg. Í minni könnun kom fram að helmingur fyrirtækja var með einhvers konar efnisútgáfu þó að fæst þeirra séu með eigið blogg. Mörg fyrirtæki birta til dæmis uppskriftir eða heilræði til viðskiptavina sinna á vef sínum en gefa þetta efni ekki út með kerfisbundnum hætti. Að fenginni reynslu telur undirritaður að margvísleg tækifæri séu vannýtt á þessu sviði. Nánari umfjöllun um það hvernig efnismarkaðssetning getur nýst vel má finna í grein í Kjarnanum hinn 9. janúar síðastliðinn. 03/05 markaðsmál
Framleiða eigið efni á vefnum Fyrirtæki með einhvers konar efnisútgáfu
nota google+ Fyrirtæki sem nýta Google+
Nei 53%
Já 47%
Ég mældi hversu mörg fyrirtæki voru með Google+ síðu. Meirihluti fyrirtækja var með slíka síðu. Þó að Google+ sé kannski ekki mikið notaður samfélagsmiðill lítur út fyrir að Google verðlauni þá vefi sem eru tengdir við Google+ í leitarniðurstöðum. Því er um að gera að nýta þennan miðil.
Facebook er ekki lengur ókeypis miðill fyrir fyrirtæki Íslensk fyrirtæki hafa stóraukið notkun sína á Facebook og eru duglegri en áður að tengja saman vefi sína við samfélagsmiðilinn. Þó eru blikur á lofti. Breytingar sem hafa verið gerðar á virkni Facebook fela það í sér að fyrirtæki verða í vaxandi mæli að greiða fyrir dreifingu á efni þar. Þetta eru viðbrögð Facebook við sívaxandi notkun einstaklinga og fyrirtækja á miðlinum. Fyrirtæki þurfa því að ákveða hvort og þá hvernig þau sjá sér hag í að verja fjármunum til að koma efni sínu á framfæri á Facebook. Góðu fréttirnar eru að Facebook er enn sem komið er afar hagJá 40% kvæmur auglýsingamiðill sé miðað við Nei kostnað á hvern smell. Ekki er óalgengt 60% að þessi kostnaður sé um það bil einn tíundi af því sem hann er á stóru innlendu fréttamiðlunum hér á landi. Þegar þetta er vegið og metið þarf þó einnig að meta gæði vefumferðar og arðsemi herferða. Það er reynsla þess sem hér skrifar að besta vefumferðin komi frá notendum sem koma í gegnum leit á Google-leitarvélinni. Það ætti að beina fyrirtækjum í þá átt að efla eigin útgáfu og keppa að því að hafa sterka stöðu á leitarvélum. smáa letrið Þessi könnun er óformleg yfirferð og telst ekki vera hávísindaleg. Fyrirtækin í henni völdust einfaldlega í hana þar sem þau teljast stór og vel þekkt á íslenskum markaði. Ekki 04/05 markaðsmál
er hægt að nýta þessa könnun til að alhæfa um notkun allra íslenskra fyrirtækja á félagsmiðlum enda er ekki valið í hana af handahófi. Þegar könnunin var framkvæmd voru Facebook-síður og Twitter-aðgangar viðkomandi fyrirtækja skoðaðir. Ekki er víst að alltaf hafi tekist að finna Facebook-síður eða Twitter-aðganga viðkomandi fyrirtækja. Ekki er lagt neitt mat á gæði þeirrar markaðsvinnu sem fram fer á vefjum eða samfélagsmiðlum.
05/05 markaðsmál
kjarninn 13. febrúar 2014
01/05 KviKmyndir
Borgarastríð og framtíð íslenskra kvikmynda Kjarninn fór á kvikmyndahátíðina í Gautaborg þar sem sviðsljósinu var sérstaklega beint að Íslandi
kVikmyndir Ari Gunnar Þorsteinsson
Deildu með umheiminum
h
ægt er að skipta fréttum um íslenska kvikmyndagerð í tvennt: Annaðhvort fjalla þær um niðurskurð í kvikmyndasjóði eða framgang íslenskra kvikmynda erlendis. Þessi grein fjallar um hvort tveggja. Í Gautaborg býr aðeins rúm hálf milljón manns en þrátt fyrir það hefur hún orðið heimabær stærstu kvikmyndahátíðar Norðurlandanna. Það er einmitt hversu lítil Gautaborg er sem gerir hátíðina svo sérstaka, því í lok janúar virðist hátíðin stjórna öllum bænum. Það eina sem maður verður var við er fólk á leið í bíó eða með nefið ofan í dagskrá hátíðarinnar. 01/05 kVikmyndir
Íslendingar kepptu um drekann Hátíðin hefur ávallt lagt áherslu á kvikmyndaframleiðslu Norðurlandanna og keppa norrænar kvikmyndir um aðalverðlaun hátíðarinnar: Drekann. Í ár var sviðsljósinu beint sérstaklega að Íslandi. Bæði Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson og Málmhaus eftir Ragnar Bragason kepptu um Drekann, en auk þess var boðið upp á sýningar á eldri íslenskum kvikmyndum, tónleika með Hjaltalín, umræður um kvikmyndagerð landsins og sérstakt „Íslandspartí“. Einnig var í fyrsta skipti veittur sérstakur norrænn heiðursdreki, úthlutað til norræns kvikmyndaleikstjóra sem þykir skara fram úr á sínu sviði. Fyrstur til þess að hljóta þessi verðlaun var enginn annar en Baltasar Kormákur. Meira að segja var Ari Eldjárn fenginn til þess að skemmta við verðlaunaMálmhaus afhendingu hátíðarinnar. Það var því svolítíð eins og Ísland Kvikmynd Ragnars Bragahefði tekið yfir gervalla hátíðina, rétt eins og hátíðin tekur sonar, með Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur, hefur hlotið yfir gervalla borgina. mikla athygli á kvikmyndaÞað er því bersýnilegt að íslensk kvikmyndagerð er í hátíðinni í Toronto. mikilli útrás erlendis. Hross í oss kom til Gautaborgar eftir að hafa verið sýnd á fjórtán ólíkum kvikmyndahátíðum – og eftir að hafa meðal annars hlotið verðlaun á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian og í Tókýó. Málmhaus Ragnars hlaut mikla athygli þegar hún var „Það að gera mynd fyrir Bragasonar frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto og 320.000 manna þjóð [er] frá Gautaborg tóku við sýningar á kvikmyndasvolítið eins og að sýna hátíðunum í Rotterdam og Santa Barbara. Miðað bíómynd í jólaboði.“ við hversu góðar þessar myndir eru og hversu eftirsóttar þær eru á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum um heim allan er frekar leiðinlegt að ekki er hægt að ræða kvikmyndir og kvikmyndagerð á Íslandi á annan hátt en í tengslum við niðurskurð og áhrif hans á iðnaðinn. En það er kannski ekki skrítið að það verði aðalumræðuefnið þegar Kvikmyndasjóður var nýlega skorinn niður um fjörutíu prósent – í annað skipti á fjórum árum. 02/05 kVikmyndir
menningarlegt borgarastríð „Við stöndum í menningarlegu borgarastríði og baráttu um gildi. Það er kannski nokkuð sem kvikmyndagerðarmenn munu alltaf þurfa að gera,“ sagði Benedikt Erlingsson í umræðum um íslenska kvikmyndagerð sem fóru fram í Gautaborg og bætti við: „Það er líka Catch-22 í gangi fyrir leikstjóra sem gera sína fyrstu kvikmynd. Enginn vill gefa þér neitt af því að þú hefur ekki gert neitt.“ En það er ekki bara niðurskurður ríkisstjórnarinnar sem hefur haft áhrif á kvikmyndagerðina. Friðrik Þór Friðriksson benti á í sömu umræðum að miðaverð fyrir íslenskar kvikmyndir hefði farið lækkandi frá því að kvikmyndagerð hófst og dreifiaðilar kvikmyndanna tækju sífellt stærri og stærri hluta af því verði fyrir sjálfa sig. Kannski er það eðlileg þróun ef tekið er til greina að ný íslensk kvikmynd er ekki jafn sjaldséður hlutur í dag og fyrir þrjátíu árum, en tæpast er hægt að færa rök fyrir því að lækkað miðaverð skili sér í aukinni miðasölu á íslenskar kvikmyndir.
Smelltu til að horfa á Master Class Baltasars
Baltasar í master Class Auk þess að taka á móti heiðursdrekanum tók Baltasar þátt í Master Class, þar sem hann ræddi um feril sinn sem leikstjóri. Þegar Djúpið barst í tal var hann fljótur til þess að ræða það sem hann áleit vera helstu myndlíkingu myndarinnar: „Á Íslandi tölum við oft um landið sjálft sem skip – við köllum það Þjóðarskútuna – og segja má að sjóslysið sé hrunið sjálft, Þjóðarskútan að sökkva. Mér fannst við hafa tapað okkur sjálfum eftir hrunið, við vorum svolítið eins og hauslausar hænur að hlaupa um. Það sem ég man best eftir Vestmanneyjagosið var hversu stóískt fólkið var – og það var það sem við þurftum á þessum tíma. Að geta horft stóískt á vandamál okkar og reyna að leysa þau.“ Auðvelt er að halda áfram í myndlíkingaleik í verkum Baltasars. Auk Djúpsins hafa síðustu bandarísku myndir hans fjallað um menn í einhvers konar ómögulegri aðstöðu sem þurfa að gera allt sem þeir geta til þess að bjarga sér úr vandamálunum – hvort sem það er Dermot Mulroney 03/05 kVikmyndir
í Inhale, Mark Wahlberg í Contraband eða Wahlberg og Washington í 2 Guns – sem er auðveldlega hægt er að sjá sem vísun í erfiðleika kvikmyndagerðarfólks á Íslandi við að fá verk sín framleidd. Það eina sem virðist leysa vandann í íslenskri kvikmyndaframleiðslu og í sagnaheimi Baltasars er stóísk ró til móts við erfiðleika.
tröllríður heimsbyggðinni Hross í oss, kvikmynd Benedikts Erlingssonar, hefur gengið mjög vel á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.
Smelltu til að horfa á umræður með Benedikt Erlingssyni, Friðrik Þór Friðrikssyni og Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur um íslenska kvikmyndagerð
að sýna bíómynd í jólaboði Íslenskar kvikmyndir eru sérstakar. Þær eru gerðar af litlum framleiðsluhópi fyrir lítinn áhorfendahóp, eins og Baltasar Kormákur sagði sjálfur í Master Class umræðunni er það að gera mynd fyrir 320.000 manna þjóð svolítið eins og að sýna bíómynd í jólaboði. Þetta gerir íslenskar kvikmyndir á vissan hátt exótískar, sama hvort þær eru sýndar í Bandaríkjunum, Asíu eða annars staðar á Norðurlöndunum. En við megum ekki einblína á það sem er exótískt fyrir öðrum, eins og Benedikt Erlingsson sagði á hátíðinni: „Menning er í raun eitthvað sem við gerum fyrir hvort annað; til þess að skemmta og fræða hvort annað. Við gerum það fyrir okkur sjálf, ekki til þess að sýna einhverjum öðrum. Sú mynd sem við fáum heima er að ekkert sem við gerum skiptir máli nema það sé lofað erlendis.“ „Það sem við þurfum er ríkisstjórn með einhvers konar framtíðarsýn. Við getum ekki búið við það í hvert skipti sem ný ríkisstjórn kemur sé skorið niður í kvikmyndasjóði – svo bætt aðeins – og svo skorið niður aftur,“ sagði Baltasar. „Við höfum kannski meiri áhuga þegar Walter Mitty eða eitthvað kemur til landsins, en við getum verið að gera þessa mynd sjálf á sama skala með okkar fólki og átt allan pakkann. Okkur finnst svo gaman þegar einhver hrósar okkur og segir hversu fallegt landið okkar er, en við getum verið að gera svona stóra hluti – í samvinnu við Hollywood og allt það – en 04/05 kVikmyndir
á sviðinu í gautaborg Hjaltalín tróð upp á tónleikum í tengslum við kvikmyndahátíðina í Gautaborg á dögunum.
með okkar fólki. Við þurfum ekki bara að vera þakklát fyrir að fá að vera memm. Sjáum bara hvað Peter Jackson hefur gert fyrir Nýja-Sjáland. Þetta er ekkert útópískt ævintýri, þetta er bara alveg við dyrnar.“ Þetta vekur þá upp tvo ólíka möguleika fyrir framtíð íslenskra kvikmynda: Aukin og stærri framleiðsla í mögulegu samstarfi við Hollywood – eða áframhaldandi framleiðsla minni kvikmynda hugsaðra fyrir íslenskan jólaboðsáhorfendahóp. Hvorn möguleikann sem maður aðhyllist er greinilegt að engin þróun eða uppbygging mun fara fram án áframhaldandi styrks og aðhalds ríkisstjórnar sem sér möguleika og nýsköpunina sem felst í kvikmyndagerð, en ekki bara útgjöldin.
05/05 kVikmyndir
kjarninn 13. febrúar 2014
01/05 tónlist
rafræn veisla fyrir augu og eyru Kjarninn spáir í spilin fyrir Sónar tónlistarhátíðina, en þar mega viðstaddir eiga von á veislu fyrir flest skynfæri
tÓnlist Benedikt Reynisson
u
m helgina fer tónlistarhátíðin Sónar í Reykjavík fram öðru sinni í Hörpu og má vænta mikillar veislu fyrir unnendur raf- og danstónlistar. Sónar er alþjóðleg tónlistarhátíð sem hóf göngu sína í Barcelona á Spáni árið 1994 og hefur alla tíð verið leiðandi afl í heimi tilraunakenndrar raftónlistar, sjónog myndlistar. Hátíðin hefur ávallt þótt vera skrefi á undan sambærilegum hátíðum og vera með puttann á því ferskaska í tónlist hverju sinni. Kjarninn fór á stúfana og tilnefndi nokkra tónlistarmenn sem lesendur mega alls ekki láta framhjá sér fara á hátíðinni sem fram fer um helgina. 01/05 tÓnlist
Major Lazer Get Free feat. Amber Coffman
major lazer Major Lazer var upprunalega samstarfsverkefni plötusnúðanna og upptökustjóranna Diplo og Switch og sendi sveitin fyrst frá sér breiðskífuna Guns Don‘t Kill People... Lazers Do árið 2009 sem inniheldur smelli á borð við „Hold The Line“, „Pon De Floor“ og „What U Like“. Í fyrra sneri Major Lazer til baka með aðra breiðskífu sína, Free the Universe, og að þessu sinni er Diplo einn síns liðs á tökkunum en þó með fjölda frábærra söngvara sem ljáðu Major Lazer raddir. Má þar nefna Amber Coffman og David Longstreth úr Dirty Projectors, Ezra Koenig úr Vampire Weekend, Peaches, Santigold og ofurpopparann Bruno Mars.
Bonobo Bonobo er listamannsnafn breska upptökustjórans Simon Green, sem er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann haft feykileg áhrif á íslenska raftónlistarmenn af yngri kynslóðinni. Til Bonobo heyrðist fyrst árið 1999 þegar Tru Thoughts sendi frá sér safnskífuna When Shapes Join Together. Fyrsta breiðskífa hans, Animal Magic, leit dagsins ljós árið 2001 og þótti sníða nýjan stakk á downtempo og trip hop senuna sem var ríkjandi í Bretlandi á þessum árum. Næstu plötur Bonobo voru gefnar út af hinu ráðsetta útgáfumerki Ninja Tune, sem gerði honum kleift að auka vinsældir sínar og vinna með söngkonum á borð við Erykuh Badu og fleiri.
Bonobo Cirrus
02/05 tÓnlist
Jon Hopkins Open Eye Signal
jon hopkins Einn umtalaðsti upptökustjóri og tónlistarmaður síðari ára er án efa hinn breski Jon Hopkins. Áður en hann gaf út sína fyrstu breiðskífu í fyrra hafði hann getið sér gott orð sem samstarfsmaður Brian Eno, David Holmes, Coldplay og King Creosote. Jon heimsótti Ísland fyrir skömmu til þess að spila á Iceland Airwaves í fyrra og er mál flestra sem sáu hann að hann hafi borið af öðrum tónlistarmönnum það kvöld. Frumburður hans, Immunity, þykir hreint afbragð og með því besta sem komið hefur út í danstónlist í mörg ár.
einn síns liðs og undir nafninu Daphni. Fyrsta breiðskífa Daphni heitir Jiaolong kom út árið 2012 og er hún á köflum alveg mergjuð.
James Holden Renata
james holden James Holden heitir einn merkasti raftónlistarmaður sem komið hefur frá Englandi að mati Kjarnans. Nýjasta breiðskífa hans heitir Inheritors og hefur að geyma fullkomið jafnvægi milli kaótískrar framúrstefnu og upplífgandi spilagleði. daphni Einn besti tónlistarmaður sem komið hefur fram á sjónarsviðið í Kanada á síðustu áratugum er án efa Ontario-búinn Daniel Victor Snaith, tónlistarmaður sem flestir Íslendingar þekkja sem forsprakka Caribou sem spilaði hér á Nasa um árið. Á Sónar kemur Daniel fram
Daphni Yes, I Know
Futuregrapher Árni Grétar Jóhannsson hefur í dágóðan tíma farið fyrir einyrkjasveitnni Futuregrapher og hefur ýmist sent frá sér ágengt jungle og drum and bass eða áferðarmjúka sveimtónlist (e. Ambient). Árni Grétar hefur í nokkur ár verið einnig verið einn helsti framámaðurinn í raftónlistarsenunni á Íslandi og hefur meðal annars starfrækt Möller Records hljómplötuútgáfuna samhliða því 03/05 tÓnlist
að halda úti Heiladansklúbbakvöldunum. Árlega sendir hann frá sér útgáfur og í fyrra sendi hann frá sér þröngskífurnar Fjall og Crystal Lagoon. Crystal Lagoon EP er samstarfsverkefni hans, japanska raftónlistarmannsins Gallery Six og kanadíska sellóleikarans Veronique. Saman framreiða þau dramatíska, hægfljótandi og krefjandi sveimskífu sem er að mestu ósungin. Frábært samspil hljóðgervla, hljóðsarpa og strengja er algjört gúmmelaði fyrir eyru og kyndir vel undir öðrum skynvitum. Fjall er töluvert ómstríðara verk og er sungið af fyrrverandi kærustu Árna Grétars, hinni króatísku Jelenu Schally.
Futuregrapher Fjall feat. Jelena Schally
aðrar tónlistarhátíðir sem fram undan eru á árinu
eistnaflug
Hvar: Egilsbúð, Neskaupstað Hvenær: 10.–13. júlí 2014 Fram koma: At the Gates, Havok, The Monolith Deathcult, Agent Fresco, HAM, Unun, Skálmöld, Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Maus o.fl.
secret solstice Hvar: Laugardalsvöllur Hvenær: 20.–22. júní 2014 Fram koma: Massive Attack, Woodkid, Skream, Múm, Sísí Ey, Samaris, Damian Lazarus
iceland airwaVes atP icelandic takeoVer Hvar: Laugardalshöll & Ásbrú Hvenær: 7.–12. júlí 2014 Fram koma: Neil Young & Crazy Horse, Portishead, Interpol, Kurt Vile, Swans, Fuck Buttons, Forest, Swords, The Haxan Cloak o.fl. 04/05 tÓnlist
Hvar: Miðborg Reykjavíkur Hvenær: 5.–9. nóvember 2014 Fram koma: East India Youth, Flaming Lips, Mammút, Just Another Snake Cult, Grísalappalísa o.fl.
Low Roar I‘ll Keep Coming
low roar Low Roar er samstarfsverkefni bandaríska tónlistarmannsins Ryan Karanzija og íslenska trymbilsins og hljómborðsleikarans Loga Guðmundssonar. Önnur breiðskífa Low Roar er væntanleg frá 12 Tónum á þessu ári og var hún unnin í samvinnu við breska tónlistarmanninn og upptökustjórann Mike Lindsay úr Tunng og Cheek Mountain Thief og hinn bandaríska Alex Somers, sem m.a. hefur starfað með Jónsa, Sigur Rós og Amiinu. Hljómur Low Roar er einstaklega íburðarmikill og heilsteyptur miðað við að venjulega er hann framkallaður af tveimur meðlimum og ætti enginn að láta þá framhjá sér fara.
good moon deer Fáskrúðsfirðingurinn Guðmundur Ingi Úlfarsson og Seyðfirðingurinn Ívar Pétur Kjartansson hafa báðir verið virkir á listasviðinu síðustu tíu ár eða svo. Ívar hefur verið kenndur við hljómsveitir á borð við Miri og FM Belfast og hefur einnig haldið úti hinum frábæru skemmtikvöldum „Undir áhrifum“ á Kaffibarnum. Guðmundur er tiltölulega nýfarinn að semja tónlist, allavega sem hann flytur opinberlega, en hann er nokkuð lunkinn grafískur hönnuður og á meðal annars heiðurinn
af grafísku útliti LungA á Seyðisfirði. Fyrsta útgáfa Good Moon Deer var margmiðlunarverkið Blur, sem var samblanda stafrænnar smáskífu og HTML5-heimasíðu. Tónlist Good Moon Deer er rafrænn og djassskotinn bræðingur þar sem sundurklippt og brotin sömpl halda fast í hendur lifandi trommutakta sem Ívar knýr áfram. Á köflum minnir þetta tvíeyki á erlenda framámenn á borð við Panda Bear, The Books, Four Tet og Prefuse 73 og er óhætt að segja að þeir séu alveg sér á báti á Íslandi.
Good Moon Deer Again
05/05 tÓnlist
Kjaftæði
Konráð jónsson lögmaður Deildu með umheiminum
kjarninn 13. febrúar 2014
Rétt fyrir sunnan greiningarmörkin Konráð Jónsson skrifar um hvernig hann var ekki lagður í einelti og hvernig hann þjáist ekki af netfíkn eða vefjagigt
Þ
að er september árið 1990. Við erum stödd í austurbæ Reykjavíkur, í kennslustofu í grunnskólanum Hlíðaskóla. Í stofunni eru á þriðja tug krakka sem mættir eru í skólann í fyrsta skiptið. Þar á meðal er ungur ljóshærður og feiminn drengur með Andrésar Andar-skólatösku, sem móðir hans er nýbúin að kaupa handa honum, ásamt nýju skóladóti. Bekkjarbróðir stráksins, rauðhærður og með freknur, vindur sér upp að honum og byrjar strax að sveifla sleggjunni. Hann varpar sprengjunni: „Þú ert með ljótt skóladót og ljóta skólatösku.“ Ljóshærði drengurinn, einungis sex ára gamall og ekki viðbúinn þessu mótlæti, tekur þetta nærri sér, enda var hann þeirrar skoðunar að skólataskan og skóladótið væri bara nokkuð flott og vonaðist til að bekkjarfélagar hans yrðu honum sammála um það. En þetta var ekki eina skiptið sem það skarst í odda með ljóshærða drengnum og þeim rauðhærða. Nú þegar ljóshærði 01/04 Kjaftæði
drengurinn, sem þetta ritar, er kominn á fertugsaldur, laus að mestu við ljósa hárið, með hár á baki og upphandleggjum og með skerta sjón, rekur hann minni til þess að rauðhærði drengurinn hafi gert grín að klippingunni hans og krotað á myndir sem hann gerði. Nú er ég ekki félagssálfræðingur og hef ekki kynnt mér þessi mál sérstaklega en ég er ekki viss um að það sé hægt að líta á þessa framkomu við mig sem einelti, að minnsta kosti ekki alvarlegt. Í mesta lagi væri hægt að líta á þetta sem stríðni. Við getum borið þetta saman við þær síendurteknu barsmíðar, ofbeldi og vanvirðingu sem við höfum heyrt af í samfélaginu, í skólastofnunum og annars staðar. Slík hegðun myndi kallast einelti. Einelti er ekkert grín „Ellefu ára drengur og er meira en ein leiðinleg athugasemd hér sem hljómaði og þar. Samt held ég að þessi framkoma við mig hafi haft neikvæð áhrif á sjálfstraust eins og Gunnar I. mitt.
Birgisson sagði því íslensku þjóðinni frá því alvarlega vandamáli sínu að þurfa að vera á netinu í fjórar til fimm klukkustundir á dag.“
Nafnlausi netfíkillinn Spólum fram til ársins 1995. Internetið var enn að slíta barnsskónum á Íslandi og tiltölulega nýlega orðið aðgengilegt almenningi. Ég hafði byrjað að fikta í tölvum þegar ég var sex ára og var því skiljanlega mjög spenntur fyrir þessari nýju tækni. Ég fékk móður mína til að kaupa nettengingu á heimilið. Ég byrjaði að nota netið og fór kannski heldur geyst í það, þar sem rukkað var fyrir hverja mínútu af netnotkun á þessum tíma. Líklega hef ég verið svona fjóra til fimm tíma á netinu á dag, fyrst um sinn. Þegar himinháir símreikningar fóru að berast inn um lúguna ákváðu foreldrar mínir að setja mér stólinn fyrir dyrnar. Því var mælst til þess að ég yrði einungis í klukkutíma á dag á netinu. Reyndar sögðu foreldrar mínir mér að ástæðan væri ekki háir símreikningar, heldur töldu þau einfaldlega að ég þyrfti að hafa fleira fyrir stafni en að vera á netinu. Í dag telst það hins vegar vera venjuleg netnotkun að 02/04 Kjaftæði
hanga á netinu í átta tíma á dag í vinnunni, mæta svo heim, draga fram spjaldtölvuna, kíkja á Facebook og Google+ með góðri samvisku og spila frá sér allt vit í Candy Crush og Bang with Friends. Fljótlega spurðist þessi tímatakmörkun út og fyrr en varir var ég beðinn um að mæta í viðtal á Rás 2 til að ræða þessa netfíkn mína. Alvarleiki málsins var talinn slíkur að rödd minni var breytt. Ellefu ára drengur sem hljómaði eins og Gunnar I. Birgisson sagði því íslensku þjóðinni frá því alvarlega vandamáli sínu að þurfa að vera á netinu í fjórar til fimm klukkustundir á dag. Á þessum tíma var það kallað fíkn. Í dag væri einstaklingur sem væri í fjóra til fimm tíma á dag á netinu talinn vera í góðu jafnvægi og fyrirmyndarþjóðfélagsþegn. Líklega myndi slíkur einstaklingur vera boðaður í viðtal til að ræða um það hvað hann hefði mikla sjálfsstjórn. Hýpókondríak deyr Um daginn sagði vinur minn mér að hann væri með vefjagigt. Ég byrjaði að lesa mér til um þennan sjúkdóm. Einkennamatseðillinn er ekki af verri endanum: langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, almennur stirðleiki, yfirþyrmandi þreyta og svefntruflanir, órólegur ristill, ofurnæm þvagblaðra, fótapirringur, kuldanæmi, dauðir fingur, dofi í útlimum, bjúgur, minnkaður kraftur, úthaldsleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur og depurð. Nú hugsaði ég: Þetta passar allt við mig! Tók skimunarpróf undir eins. Niðurstaðan var að ég væri þremur stigum frá því að greinast með vefjagigt, af þeim tólf sem þurfti. Stolt hýpókondríaksins innra með mér særðist þannig að hann lognaðist út af og dó. Það vorkennir mér enginn Ég var sem sagt ekki lagður í einelti, ég er ekki netfíkill, ég er líklegast ekki með vefjagigt og ég er líklegast ekki á einhverfurófinu þó að mér finnist bara nákvæmlega ekkert að því að vera með Bluetooth-heyrnartól á höfðinu á meðan ég er að versla í Krónunni á obesity scooter (kærastan mín 03/04 Kjaftæði
bannar mér það). Nú vil ég alls ekki gera lítið úr fólki sem hefur fengið greiningu og virkilega þjáist, en þurfum við hin ekki að stofna með okkur einhvers konar samtök? Vandamál okkar er þetta: Við glímum við alls konar einkenni sjúkdóma en vantar herslumuninn til að fá greiningu og þar af leiðandi bót meina okkar. Þar af leiðandi liggjum við í volæði og fáum enga samúð af því að við erum ekki með það sem við erum að kvarta yfir. Þurfum við ekki að rotta okkur saman, gott fólk? Þið spáið í þetta og á meðan ætla ég að vorkenna sjálfum mér yfir geðhvarfasýkinni og þunglyndinu sem ég þjáist ekki af.
04/04 Kjaftæði
Á hverjum degi snerta heimsforeldrar UNICEF líf barna um allan heim. Með mánaðarlegum framlögum gera þeir UNICEF kleift að bæta líf bágstaddra barna til frambúðar. Má bjóða þér að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur? Kynntu þér málið á www.unicef.is