Kjarninn - 29. útgáfa

Page 1

29. útgáfa – 6. mars 2014 – vika 10

Lýðræði? ætla að keyra ESBviðræðuslit í gegn

Stækkunarstjóri ESB hafnar fullyrðingum forsætisráðherra

Þjóðin vill ráða för í málinu sem móta mun lífsskilyrði


29. útgáfa

Efnisyfirlit 6. mars 2014 – vika 10

Náttúrupassinn – öflugt verkfæri Stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna skrifar um náttúrupassann.

Skapa fötin fjallgöngumanninn? Efnahagsmál

Viðskiptavinir Landsbankans fá meiri skuldaniðurfellingu en aðrir lántakendur

Páll Ásgeir Ásgeirsson fjallaleiðsögumaður fjallar um fatatískuna á fjöllum.

Gripasýningar og fjöldaspeki Hafsteinn Hauksson veltir fyrir sér Óskarsverðlaununum og fjöldaspeki hagfræðinnar.

Heimskingjar, lygarar og þrjótar vísindi

fótbolti

Samruni manns og vélar

Þegar Icesave truflaði landsliðið í fótbolta

Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402

Dóri DNA skrifar um forystu þjóðarinnar, kjördæmaföndur, áburðarverksmiðjur og dæmisögur.

Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.


Njóttu frelsisins og Kjarnans með Samsung

Nú getur þú lesið Kjarnann á Samsung tækjum - hvar og hvenær sem er! Sæktu Kjarna smáforritið á Google Play og fáðu fréttirnar beint í símann eða spjaldtölvuna


LEiðari

þórður snær júlíusson kjarninn 6. mars 2014

frelsi til að ljúga sig til valda Þórður Snær Júlíusson skrifar um pólitískan ómöguleika og að lýðræði sé tæki til að framkalla þjóðarvilja

þ

að virðist hafa komið mjög á stjórnarflokkana að fólk hafi risið upp vegna atburða síðustu vikna. Forystumenn þeirra beggja hafa bent á þann pólitíska ómöguleika að þeir semji við Evrópusambandið, enda báðir miklir andstæðingar inngöngu í það. Forsætisráðherra virðist hreinlega vera reiður almenningi fyrir að misskilja hann, enn einu sinni, svona hrapallega. Sjálfstæðisflokkurinn er bara hissa. Og skelkaður, enda mældist hann með 19 prósenta fylgi í nýlegri könnun. Þótt harðkjarninn í sérhagsmunagæsluhluta flokksins, sem fyrrverandi varaformaður hans kallar frekjupunga og svartstakka, reyni að berja í brestina og fá forystuna til að halda kúrs verður það að teljast ólíklegt úr þessu. Það sem flokkarnir verða nefnilega að átta sig á er að uppþotið og óþolið snýst ekki um að fólk ætlist til þess að þeir breyti pólitískri sannfæringu sinni. Á slíku eiga allir fullan rétt. Ástandið 01/05 LEiðari


snýst um að fólk neitar að láta hafa af sér valfrelsi og tækifæri með lygum. Spurningin um Evrópusambandsaðild eða ekki er nefnilega sú sem mun móta nánustu framtíð okkar meira en nokkur önnur. Lýðræði snýst ekki um að fámennum hópi sé fært alræðisvald til geðþóttaákvarðanna á fjögurra ára fresti, sérstaklega þegar hópurinn hefur logið til að komast á valdastól. Það snýst um að þjóð hafi sjálf rétt til að taka þessar mikilvægu ákvarðanir. Orðum fylgja ábyrgð Það hefur sannarlega verið logið oft á undanförnum árum. Þegar ríkisstjórnin var kynnt í fyrravor var „En er öll þróun forsætisráðherra spurður hvort það mætti til verri vegar í treysta því að til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi varðandi Evrópusambandsviðræður. Evrópu? Það hefur Hann svaraði: „Að sjálfsögðu kemur til verið hagvöxtur á þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Í pistli sem Sigevrusvæðinu þrjá mundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði 18. 2011, og birtist á heimasíðu hans, segir ársfjórðunga í röð ágúst meðal annars að „þegar málin hafa skýrst og hagspá gerir ráð og við vitum hvort eða hvernig ESB lifir af er fyrir því að hag- rétt að þjóðin taki afstöðu til þess í þjóðarvöxtur í sambandinu atkvæðagreiðslu hvort taka skuli viðræður upp að nýju. ... Sú íhaldsemi að stjórnmálasem heild verði menn taki einir ákvarðanir var sem betur fer 1,5 prósent í ár.“ brotin þegar þjóðin hafnaði Icesave samningum í trássi við vilja þeirra flokka sem nú vilja ná stöðugleika með aðild að efnahagslegum rústum ESB. Við fetum nú í átt til frjálslyndari stjórnhátta og ESB umsóknin er tilvalið prófmál“. Skömmu eftir að þessi pistill birtist lögðu nokkrir þingmenn núverandi stjórnarflokka fram þingsályktunartillögu um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Í henni segir að „þjóðaratkvæðagreiðsla er viðurkennd aðferð til að leiða fram þjóðarvilja í mikilvægum málefnum. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram viðræðuferli 02/05 LEiðari


Íslands og Evrópusambandsins er brýnt hagsmunamál allrar þjóðarinnar. Allir stjórnmálaflokkar tala fyrir auknu lýðræði og beinni aðkomu þjóðarinnar að ákvarðanatöku, sér í lagi þegar um stór deilumál er um að ræða. Nú reynir á að sýna þann vilja í verki“. Það þarf síðan ekkert að rifja frekar upp orð nánast allra ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar eða það sem stóð í kosningaáróðri hans. Þar lofuðu fjórir „Hinir frjálslyndu þeirra, þar á meðal formaður Sjálfstæðisstjórnarhættir sem flokksins, því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um áframhald viðræðna. Með því forsætisráðherra tóku þeir Evrópusambandsspurninguna út boðaði í pistlinum af kosningaloforðahlaðborðinu. Stuðningssínum sumarið menn þeirra þurftu ekki að fara annað með atkvæði sitt. Því var lofað að það yrði mögu2011 mega ekki legt að þeir fengju að segja sína skoðun á fela í sér umboðs- málinu. Svo átti að svíkja það loforð.

lausa valdstjórn og frelsi til að ljúga. Það er pólitískur ómöguleiki.“

skoðum raunveruleikann En frjálsleg meðför stjórnmálamanna á sannleikanum er ekki einskorðuð við það sem þeir sögðu í kosningunum. Þannig sagði forsætisráðherra í viðtali við Stöð 2 mánudaginn 24. febrúar að „staða efnahagsmála, staða fyrirtækjanna á Íslandi, er búin að vera að batna jafnt og þétt síðustu misseri ... Á meðan að þessi þróun er öll til verri vegar í Evrópusambandinu. Þannig að, að líta á aðild að Evrópusambandinu sem lausn á þessu öllu skýtur mjög skökku við þegar menn skoða raunveruleikann“. Skoðum aðeins raunveruleikann. Varðandi Ísland hefur Sigmundur Davíð rétt fyrir sér. Aðstæður hér hafa verið að batna töluvert, þótt teikn séu á lofti um að það gæti verið tímabundið ástand. Verðbólga mun til dæmis aukast þegar skuldaniðurfellingar fara í framkvæmd og vegna hækkandi olíuverðs vegna ástandsins á Krímskaga. Fasteignabólan sem er í uppblæstri mun heldur ekki hjálpa til. En er öll þróun til verri vegar í Evrópu? Á evrusvæðinu 03/05 LEiðari


hefur verið hagvöxtur þrjá ársfjórðunga í röð og hagspá gerir ráð fyrir því að hagvöxtur í sambandinu sem heild verði 1,5 prósent í ár. Á næsta ári á hann að vera tvö prósent. Evran hefur styrkst um fimm prósent gagnvart dollaranum á liðnu ári. Ársverðbólga er 0,8 prósent og hefur lækkað á milli ára. Viðskiptajöfnuður er meira að segja jákvæður í Grikklandi, en það er í fyrsta sinn í 66 ár sem það gerist. Atvinnuleysi hefur lækkað á milli ára og er sem stendur 10,8 prósent, sem er vissulega allt of mikið. Þótt Evrópa glími sannarlega við vandamál sem mörg hver verða erfið viðureignar er fjarstæðukennt að halda því fram að allt horfi þar til verri vegar. Og það er jafn fjarstæðukennt að ætla að aðild að Evrópusambandinu leysi öll vandamál Íslands, enda trúir því fátt skynsamt fólk. Það er ekki í samræmi við raunveruleikann. Það er beinleiðis ósatt. Í fyrradag mætti forsætisráðherra síðan í sjónvarpsviðtal og sagði að Evrópusambandið hefði þrýst á ákvörðun um að aðildarviðræðum yrði annaðhvort haldið áfram eða þeim slitið. Fjármálaráðherra hafði sagt slíkt hið sama nokkrum dögum áður í útvarpsviðtali. Í gær sagði sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi þetta vera lygi. Aldrei væri þrýst þannig á umsóknarríki. það kíkir enginn í pakka Mjög þrautseig lygi er síðan sú að það liggi fyrir hvað Íslendingar geti fengið og ekki fengið í samningi um aðild að Evrópusambandinu. Þessa lygi gera aðilar beggja vegna víglínunnar sig seka um. Blindir aðildarsinnar segja augljóst á fordæmum að undanþágur bíði. Harðir andstæðingar segja að ekki sé hægt að „kíkja í pakkann“, enda sé hann tómur. Það er reyndar mjög erfitt að skilja þá líkingu. Samningaviðræður snúast alltaf um að búa til pakka. Og það veit enginn hvað hann inniheldur fyrr en búið er að semja um innihald hans. Þeir sem halda öðru fram eru að ljúga í þeim tilgangi að hrifsa til sín rétt þjóðar á upplýstri ákvörðun. Pólitíski ómöguleikinn sem fjármálaráðherra talar svo mikið um er sá að það sé ómögulegt fyrir tvo 04/05 LEiðari


stjórnmálaflokka sem eru andsnúnir Evrópusambandsaðild að halda viðræðum áfram. Það er hárrétt hjá honum. Enda lofuðu þessir flokkar því aldrei að þeir myndu gera slíkt. Þeir lofuðu því að aðild yrði ekki tekin af borðinu nema með aðkomu þjóðarinnar. Að valkosturinn yrði áfram til staðar. Það loforð reyna þeir nú að svíkja. Þess vegna er þjóðin brjáluð. Ef það á að taka ákvörðun um Evrópusambandsviðræðurnar í alþingiskosningum verða þær að vera kosningamál. Ef það á að taka ákvörðun um viðræður utan þeirra verður þjóðin að fá aðkomu að. Því hefur verið lofað. Það er óumdeilt. Hinir frjálslyndu stjórnarhættir sem forsætisráðherra boðaði í pistlinum sínum sumarið 2011 mega ekki fela í sér umboðslausa valdstjórn og frelsi til að ljúga. Það er ekki lýðræði. Það er pólitískur ómöguleiki.

05/05 LEiðari


01/05 Efnahagsmál

kjarninn 6. mars 2014

viðskiptavinir Landsbanka fá meira niðurfellt Sérstakar niðurfellingaraðgerðir upp á 25 milljarða króna sem Landsbankinn réðst í árið 2011 dragast ekki frá skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar.


EfnahagsmáL Þórður Snær Júlíusson

v

iðskiptavinir Landsbankans, sem er nánast að fullu í eigu íslenska ríkisins, fá stærri hluta skulda sinna niðurfelldan en viðskiptavinir annarra banka. Ástæðan er sú að bankinn ákvað að gera betur við viðskiptavini sína í skuldaniðurfellingum sumarið 2011 en samkomulag á milli fjármálafyrirtækja og stjórnvalda gerði ráð fyrir. Alls nam kostnaður vegna þessara viðbótaraðgerða Landsbankans um 25 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá honum. Þegar tilkynnt var um skuldaniðurfellingartillögur ríkisstjórnarinnar í nóvemberlok 2013 kom fram í tilkynningu að „til frádráttar koma fyrri úrræði til lækkunar höfuðstóls sem lántakandi hefur notið“. Kjarninn beindi þeirri fyrirspurn til forsætisráðuneytisins, sem hefur skuldaniðurfellingar á sinni könnu, hvort hinar stórtæku aðgerðir Landsbankans sumarið 2011 myndu dragast frá fyrirhugaðri lækkun. Í svari Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, kemur fram að „aðgerðir sem einstaka lánveitendur verðtryggðra lána hafa gripið til einhliða í því skyni að lækka verðtryggðar húsnæðisskuldir heimila dragast ekki frá leiðréttingunni“. Þeir 25 milljarðar króna sem Landsbankinn færði viðskiptavinum sínum fyrir tæpum þremur árum munu því ekki koma til frádráttar þegar viðskiptavinir hans sækja um skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar á næstu misserum. Þeir fá því tvöfalda niðurfellingu á meðan aðrir skuldaniðurfellingarþegar fá einfaldan umgang. Og þeir sem voru ekki með verðtryggð húsnæðislán fá ekkert. ýmislegt dregst frá „Leiðréttingunni“ Helsta kosningaloforð Framsóknarflokksins var að lækka verðtryggðar skuldir heimila með almennri aðgerð. Þegar „Leiðréttingin“, aðgerðaráætlun með það markmið að lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu, var kynnt 30. nóvember 2013 var skuldaniðurfellingahluti hennar metinn á um 80 milljarða króna. Þeir eiga rétt á henni sem voru með verðtryggð lán á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. 02/05 EfnahagsmáL


30 milljarðar króna í arð á tveimur árum Landsbankinn kynnti uppgjör sitt á þriðjudag. Þar kom fram að bankinn hagnaðist um 28,8 milljarða króna á árinu 2013. Samtals hefur hann hagnast um tæpa 110 milljarða króna frá því að bankinn var endurreistur á rústum fyrirrennara síns eftir bankahrunið. Alls nema eignir bankans 1.152 milljörðum króna og er hann stærsta fjármálastofnun Íslands. Landsbankinn greiddi hluthöfum sínum, íslenska ríkinu, sem á 97,9 prósenta hlut, og starfsmönnum bankans, sem eiga 2,1 prósent, tíu milljarða króna í arð í fyrra vegna starfsemi ársins

2012. Í ár fá eigendurnir 20 milljarða króna í arð vegna frammistöðu bankans á síðasta ári. Það þýðir að starfsmenn bankans fá um 420 milljónir króna í arðgreiðslur í ár. Alls greiðir Landsbankinn 12,3 milljarða króna í tekju- og bankaskatta vegna ársins 2013. Það er 8,2 milljörðum krónum meira en árið áður. Ástæðan fyrir þessari miklu hækkun er einföld: gríðarleg hækkun á sérstökum bankaskatti sem notaður verður til að fjármagna skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar.

Hámarksupphæð sem hver og einn getur fengið er fjórar milljónir króna. Samkvæmt tilkynningu myndu um 90 prósent þeirra heimila sem áttu rétt til skuldaniðurfellingar ekki verða fyrir neinni skerðingu, þ.e. fá fulla upphæð þess sem „Leiðréttingin“ átti að veita þeim. Til frádráttar komu síðan fyrri aðgerðir sem gripið hafði verið til í skuldaniðurfellingum. Samkvæmt skýrslu hópsins sem vann aðgerðaráætlunina átti það bæði við um lögfest úrræði og úrræði sem sett höfðu verið á laggirnar samkvæmt sérstöku samkomulagi stjórnvalda og lánveitenda, sem skrifað var undir á árinu 2010. Á meðal aðgerða sem falla undir það samkomulag var hin vel þekkta 110 prósent leið, sem skilaði tæplega tólf þúsund manns um 46 milljörðum króna í niðurfærslur, sérstök vaxtaniðurgreiðsla, sem skilaði 65.500 manns um 12,3 milljörðum króna, og útgreiddar vaxtabætur, sem skiluðu 37.400 manns 9,2 milljörðum króna, sértæk skuldaaðlögun, sem hafði skilað 824 7,3 milljörðum króna í lok árs 2012 og önnur minni úrræði. Landsbankinn gerði betur við sína Landsbankinn var, eins og önnur fjármálafyrirtæki, aðili að samkomulaginu sem var gert árið 2010 og vann eftir því fram eftir árinu 2011. Hann ákvað síðan að fara aðrar leiðir „og gera betur við viðskiptavini sína en samkomulagið gerði ráð fyrir“, eins og stendur í ársskýrslu bankans. 03/05 EfnahagsmáL


landsbankinn Forsvarsmenn bankans ákváðu sumarið 2011 að gera betur við viðskiptavini sína en samkomulag á milli fjármálafyrirtækja og stjórnvalda gerði ráð fyrir.

Í lok maí 2011 kynnti Landsbankinn þrískiptar aðgerðir. Sú fyrsta, og sú sem skipti langmestu máli, var lækkun fasteignaveðskulda niður í 110 prósent fasteignamats í stað verðmats sem var hjá hinum bönkunum. Þar gat munað mörgum milljónum króna, enda fasteignamat oft á bilinu 70 til 75 prósent af verðmati. Önnur aðgerðin var að endurgreiða skilvirkum viðskiptavinum 20 prósent af vöxtum sem þeir greiddu frá 1. janúar 2009 til 30. apríl 2011. Endurgreiðslan kom til lækkunar lána eða sem innlögn á reikning þeirra sem voru skuldlausir. Að lokum voru skuldir umfram greiðslubyrði lækkaðar um að hámarki átta milljónir króna hjá hjónum og fjórar milljónir króna hjá einstaklingum. Samkvæmt ársskýrslu Landsbankans fyrir árið 2011 lækkaði hann alls skuldir 55 þúsund einstaklinga með þessum aðgerðum um 55,8 milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum frá honum var umframkostnaður við þær aðgerðir sem samið hafði verið um við ríkið um 25 milljarðar króna.

04/05 EfnahagsmáL


Banki í eigu ríkisins Landsbankinn er að langstærstum hluta eign íslenska ríkisins. Þó fengu starfsmenn 2,1 prósent í bankanum gefins í desember 2009.

niðurfelling ekki dregin frá niðurfellingu Því var ljóst að annaðhvort myndu viðskiptavinir Landsbankans sem falla undir forsendur stjórnvalda um skuldaniðurfellingu fá annan umgang slíkra umfram aðra landsmenn eða ríkisstjórnin myndi telja þessa sértæku aðgerð ríkisbankans á móti sínum aðgerðum, og þar með myndu skuldaniðurfellingar hennar lækka verulega frá þeim 80 milljörðum króna sem upphaflega voru kynntir. Kjarninn leitaði til Landsbankans til að skýra málið. Fyrirsvarsmaður hans sagði engar tillögur ríkisstjórnar hafa borist og því væri ekki hægt að fjalla um hugsanleg áhrif. Því leitaði Kjarninn til Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, til að fá upplýsingar um hvor lendingin yrði ofan á. Í svari hans segir að „aðgerðir sem einstakir lánveitendur verðtryggðra lána hafa gripið til einhliða í því skyni að lækka verðtryggðar húsnæðisskuldir heimila dragast ekki frá leiðréttingunni“.

Hlutur sem starfsmenn fengu gefins 4,7 milljarða virði Íslenska ríkið á 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum og starfsmenn hans 2,1 prósents hlut. Þann hlut fengu starfsmennirnir gefins eftir að ríkið samdi við kröfuhafa gamla Landsbankans um slíkt í desember 2009. Samið var um að hluturinn myndi vaxa í samræmi við hve mikið myndi innheimtast af tveimur lánasöfnum sem runnu til gamla Landsbankans, Pony og Pegasus. Þessi inn-

05/05 EfnahagsmáL

heimta var síðan sett á skilyrt skuldabréf sem nýi Landsbankinn gaf út til þess gamla fyrir tæpu ári. Virði þess varð á endanum 92 milljarðar króna og því fengu starfsmennirnir svona stóran hlut. Eigið fé Landsbankans um síðustu áramót var 225,2 milljarðar króna. Því er hluturinn sem starfsmenn ríkisbankans fengu gefins um 4,7 milljarða króna virði.


OKKAR SJÚKDÓMATRYGGING XL

Sjúkdómatrygging sem hægt er að endurvekja

NÝJUNG Á ÍSLANDI OKKAR Sjúkdómatrygging XL er nýjung hér á landi. Trygginguna er hægt að endurvekja eftir að bætur hafa verið greiddar úr henni og þannig geta viðskiptavinir OKKAR tryggt sig aftur gegn sjúkdómum sem kunna að knýja dyra síðar meir.

Smelltu hér og kynntu þér málið á www.okkar.is eða hringdu í síma 540 1400

www.okkar.is

- til öryggis síðan 1966


01/06 stjórnmál

kjarninn 6. mars 2014

vilja „keyra málið áfram“ Málefni Evrópusambandsins (ESB) hafa verið mikið rædd í baklandi stjórnarflokkanna að undanförnu. Talsmaður stækkunarstjóra ESB hafnar fullyrðingum forsætisráðherra um tímamörk á viðræðum.


stjórnmáL Magnús Halldórsson

„Innan þingflokksins hefur einnig verið rætt um hvort tilefni sé til þess að breyta stefnu og freista þess að ná meiri sátt um málið.“

h

reinskiptar umræður hafa átt sér stað innan þingflokka Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um hvort til greina komi að breyta um stefnu í ESB-málinu, það er að freista þessa að ná víðtækari sátt um að setja ESB-umsóknina á ís í stað þess að draga umsóknina formlega til baka eins og þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra felur í sér. Ríkur vilji er þó til þess að „keyra málið áfram“, eins og einn viðmælenda Kjarnans komst að orði, og slíta aðildarviðræðunum formlega með því að draga umsóknina til baka.

spennan magnast Á þingflokksfundi Framsóknarflokksins á mánudag ræddu þingmenn um stöðu mála fram og til baka. Afstaða meirihluta þingflokksins var alveg skýr; draga ætti umsóknina til baka og að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði skýrt umboð frá þingflokknum að halda því til streitu að draga umsóknina til baka og kæfa með því umfjöllun um aðild að Evrópusambandinu, á vettvangi þingsins, endanlega niður. Innan þingflokksins hefur einnig verið rætt um hvort tilefni sé til þess að breyta um stefnu og freista þess að ná meiri sátt um málið. Einkum eru það tveir möguleikar sem ræddir hafa verið innan þingflokks Framsóknarflokksins, samkvæmt heimildum Kjarnans. Það er að setja umsóknina einfaldlega á ís út kjörtímabilið, án þess að draga hana formlega til baka, eða að fallast á það að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort framhald verði á aðildarviðræðum við sambandið. Eins og áður segir er mikill meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins á því að draga umsóknina til baka í takt við þingsályktunartillögu utanríkisráðherra þar um. hreinskiptar umræður Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru skoðanir um þetta skiptari og á fundum flokksins að undanförnu hefur verið rætt um þessi mál með víðari skírskotunum en hjá 02/06 stjórnmáL


mótmæli á austurvelli Áformum ríkisstjórnarinnar um að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka hefur verið mótmælt kröftuglega.

Framsóknarflokknum. Meiri vilji er til þess að setja málið í annan farveg en að það er í nú og freista þess að ná víðari sátt um málið. Skýrt hefur þó komið fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, bæði á þingflokksfundum Sjálfstæðisflokksins og á opinberum vettvangi, að ekki sé annar möguleiki í stöðunni en að „koma ESBumsókninni út af borðinu“ eins og einn viðmælenda Kjarnans orðaði það. Þrátt fyrir að meirihluti þingmanna vilji draga umsókna til baka, eins og stefnt er að, hafa þingmenn samt rætt um það með skýrum hætti að mikilvægt sé að ná sem bestri sátt um niðurstöðuna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona flokksins, hefur verið sérstaklega ötul við að benda á mikilvægi þess að leyfa þjóðinni að ráða för í málinu, helst að kjósa um aðildarsamning að loknu samningsferli en í ljósi pólitískrar stöðu málsins nú að kjósa um framhald aðildarviðræðna. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður flokksins, hefur einnig talað fyrir þessum sjónarmiðum. Umræður hafa verið hreinskiptar um þessi mál í flokknum en formaðurinn hefur lagt áherslu á það að halda málinu í sama farvegi og þingsályktunartillagan segir til um.

03/06 stjórnmáL


segir evrópusamBandið ekki Hafa sett íslandi tímamörk Peter Stano, talsmaður Stefans Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins (ESB), hafnar fullyrðingum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í Kastljósi þriðjudaginn 4. mars þess efnis að ESB hafi sett þrýsting á íslensk stjórnvöld um að svara því hvort halda ætti aðildarviðræðum við sambandið áfram eður ei. Sigmundur Davíð fullyrti að forystumenn ESB hefðu sagt við hann á fundum að sambandið myndi ekki bíða lengi eftir svari íslenskra stjórnvalda. Í skriflegu svari Stanos við fyrirspurn Kjarnans er þessum fullyrðingum vísað á bug. Stano segir að forystumenn ESB hafi alltaf haldið því til haga í samskiptum við forystumenn Íslands að Ísland réði ferðinni en sambandið gæti ekki beðið endalaust eftir ákvörðun um framhaldið. Þá segir Stano að íslenskum stjórnvöldum hafi ekki verið settur neinn tímafrestur; sambandið muni virða ákvörðun þjóðarinnar og hafa skilning á þeim tíma sem hún taki. „Staðreynd málsins er sú að Alþingi er að ræða um þá ákvörðun stjórnvalda að draga umsóknina til baka og þessi ákvörðun er

alfarið í höndum Íslands. Hver sem lokaniðurstaðan verður munum við virða hana eins og við virtum nýja nálgun stjórnvalda um að gera hlé á aðildarviðræðunum,“ segir Stano.

þrýstingur frá atvinnulífinu Framsóknarflokkurinn er í annarri pólitískri stöðu en Sjálfstæðisflokkurinn þegar að þessu máli kemur. Þrýstingurinn úr baklandi Sjálfstæðisflokksins, í þá veru að draga umsóknina ekki formlega til baka heldur leyfa þjóðinni að kjósa um framhaldið, er mun meiri en hjá Framsóknarflokki. Þannig hefur margt forystufólk í stjórnum hagsmunasamtaka í íslensku atvinnulífi rætt við þingmenn, bæði í persónulegum samtölum og einnig með formlegri hætti á fundum, þar sem áherslumálum þeirra hefur verið komið skila. Einkum og sér í lagi að stjórnvöld hætti við að draga umsóknina um aðild að ESB til baka og leyfi þjóðaratkvæðagreiðslu að fara fram um framhald málsins, fyrst stjórnvöld eru eindregið á því að hætta viðræðum við sambandið. Þrátt fyrir miklar umræður við ýmsa forystumenn í atvinnulífinu um þessi mál er stuðningur við að draga umsóknina til baka eindreginn innan flokksins samkvæmt skoðanakönnunum. 04/06 stjórnmáL


mögulega Hægt að leggja esB-málið til Hliðar út kjörtímaBilið Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir stjórnarflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, eiga í erfiðleikum með að ná fram tillögu um málefni sem tengjast Evrópusambandinu sem víðtæk sátt geti náðst um. Málið sé einfaldlega of umdeilt til þess. „Ef stjórnarflokkarnir ætla að breyta um stefnu frá því sem nú er finnst mér líklegast að mest sátt geti náðst um að leggja málið einfaldlega til hliðar út kjörtímabilið, líkt og Vinstri græn hafa lagt til, án þess að draga umsóknina formlega til baka,“ segir Grétar Þór. Hann segir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, í ljósi skýrrar afstöðu stjórnarflokkanna um að Íslandi sé betur borgið utan ESB, geta leitt til erfiðrar stöðu pólitískt ef meirihluti vilji halda áfram viðræðum, þar sem áframhald viðræðna yrði þá á veikum grunni og án stuðnings stjórnvalda.

Grétar Þór segir að það geti einnig spilað inn í að stutt sé í kosningar á sveitarstjórnarstiginu, og því þurfi stjórnarflokkarnir að halda vel á spilunum. „Sé horft til þeirra kannana sem hafa verið gerðar á sveitarstjórnarstiginu eru stjórnarflokkarnir í frekar sterkri stöðu, sé horft til landsins alls. Samfylkingin á hins vegar í vök að verjast víða. En landslagið getur breyst á skömmum tíma.“

viðskiptaráð ályktar Stjórn Viðskiptaráðs Íslands ályktaði sérstaklega um þingsályktunartillögu Gunnars Braga á fundi sínum í gær, og segir orðrétt í ályktuninni að hún telji „ekki rétt að slíta aðildarviðræðum við ESB á þessum tímapunkti“. Þá er ítrekað í ályktuninni að stjórnvöld ættu að setja málið á ís út kjörtímabilið, í takt við það sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lagt til, frekar en að draga umsóknina formlega til baka. „Skynsamleg sáttaleið í þessu erfiða máli væri að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB til loka kjörtímabilsins í stað þess að slíta þeim. Það er mat stjórnar Viðskiptaráðs að sú leið myndi skapa grundvöll fyrir stjórnvöld til að vinna að uppbyggingu efnahagslífsins næstu þrjú ár í breiðari sátt við aðila vinnumarkaðarins og aðra hagsmunaaðila en ella. Nálgun af þessu tagi væri ennfremur í takt við markmið stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aukinn samtakamátt og samvinnu í helstu verkefnum þjóðfélagsins,“ segir í ályktuninni. Í henni segir enn fremur að það sem skipti miklu máli sé að eyða óvissu um peningamálstefnu þjóðarinnar og það sé hægt að leiða fram skýra valkosti með aðildarviðræðum við ESB. 05/06 stjórnmáL


Líklegt að ekkert stöðvi stjórnvöld Eins og mál standa nú eru mestar líkur á að stjórnvöld breyti ekki um stefnu í málefnum er tengjast ESB og dragi umsóknina formlega til baka. Líklega mun það gerast á næstu vikum. En málið er flókið og áhrif mikillar umræðu, bæði innan flokkanna sjálfra og ekki síður á opinberum vettvangi meðal almennings, á fylgi flokkanna geta valdið breytingum. Stutt er í sveitarstjórnarkosningar og stjórnarflokkarnir, eins og önnur framboð, leggja áherslu á að flokkarnir geti komið fram af fullum styrk þar sem útkoma á sveitarstjórnarstiginu gefur mikla og sterkar vísbendingu um hver raunverulegur styrkur stjórnarflokkanna er í landsmálunum.

06/06 stjórnmáL


kjarninn 6. mars 2014

01/06 Topp 5

tOpp 5

svikin kosningaloforð

í

aðdraganda kosninga setja stjórnmálaflokkar upp sparisvipinn og reyna annaðhvort að selja fyrri verk sín eða framtíðarstefnur svo að kjósendur þýðist þá betur. Mörg frábær kosningaloforð hafa verið sett fram í þeim tilgangi að kaupa kosningarnar. Sum hafa verið algjörlega galin en, því miður fyrir land og þjóð, samt verið efnd. Við ætlum að láta þau vera í þetta sinnið en einbeita okkur þess í stað að þeim fimm kosningaloforðum sem gefin hafa verið en lofendurnir hafa síðan svikið. ÞSJ 01/06 tOpp 5


5 herinn burt Árið 1956 rak Framsóknarflokkurinn kosningabaráttu sína undir þeim formerkjum að Bandaríkjaher yrði rekinn úr landi ef flokkurinn hlyti kosningu. Flokkurinn hlaut 15,6 prósent atkvæða og myndaði þriggja flokka stjórn með Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu 02/06 tOpp 5

að kosningum loknum undir forsæti Hermanns Jónassonar. Kosið var í júní. Í nóvember höfðu viðræður hafist á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um varnarsamstarfið. Þeim var slitið fjórum dögum síðar eftir að hafa leitt til samkomulags um að enn væri þörf á varnarliði á Íslandi um óákveðinn tíma.


4 skuldaniðurfelling og afnám verðtryggingar Framsóknarflokkurinn rak eina best heppnuðustu kosningabaráttu Íslandssögunnar í aðdraganda kosninganna árið 2013. Sá mikli árangur sem flokknum hlotnaðist, hann hlaut 24,4 prósent atkvæða og forsætisráðuneytið í samsteypustjórn, hvíldi á staðfastri andstöðu forsvarsmanna hans gegn Icesavesamningunum og tveimur loforðum: að 03/06 tOpp 5

lækka skuldir heimila um háar fjárhæðir og afnema verðtryggingu. Skilningur flestra var sá að til stæði að lækka verðtryggðar skuldir um 240-300 milljarða króna. Þegar tilkynnt var um útfærslu kom í ljós að niðurfellingin yrði í mesta lagi 80 milljarðar króna. Þegar nefnd um afnám verðtryggingar skilaði niðurstöðu sinni skömmu síðar kom í ljós að hún var mótfallin því að afnema verðtryggingu.


3 skjaldborg um heimilin Þegar Jóhanna Sigurðardóttir gekk af fundi með forseta Íslands hinn 1. febrúar 2009, eftir að hafa fengið umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í kjölfar Búsáhaldabyltingarinnar, sagði hún: „Verkefnið framundan er fyrst og fremst að reisa við atvinnuvegina og slá skjaldborg um heimilin í landinu“. Skjaldborgin var reyndar ekki skilgreind neitt 04/06 tOpp 5

sérstaklega á þessum tíma og það varð til þess að kjósendur skilgreindu hana bara sjálfir. Og niðurstaðan, sem birtist með skýrum hætti í kosningunum 2013, var að ríkisstjórn Jóhönnu hefði svikið þetta loforð. Flokkur hennar, sem þá hafði reyndar skipt um formann eftir að Jóhanna ákvað að hætta, fékk einungis 12,9 prósenta fylgi og tapaði 16,9 prósentustigum milli kosninga.


2 ísbjörn í húsdýragarðinn Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 2010 steig Jón Gnarr fram með Besta flokk sinn og hafði meiri áhrif á íslensk stjórnmál en nokkur annar hefur nokkru sinni haft. Jón gerði allt með öðrum hætti en áður hafði verið gert og lofaði alls kyns hlutum sem tiltölulega augljóst var að hann myndi ekki geta staðið við. Enda var eitt helsta kosningaloforð Besta flokksins 05/06 tOpp 5

að svíkja öll kosningaloforðin. Það skipti engu máli. Flokkurinn rúllaði kosningunum upp og fékk 34,7 prósent atkvæða. Og Jón varð auðvitað borgarstjóri. Á meðal þess sem Jón lofaði var að ættleiða róna, setja tollahlið á Seltjarnarnes, bjóða upp á alls konar fyrir aumingja og það frægasta af þeim öllum, að koma ísbirni fyrir í Húsdýragarðinum. Það hefur auðvitað verið svikið.


1 þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandsviðræður Fyrir síðustu kosningar náði Sjálfstæðisflokkurinn að komast hjá því að gera viðræðurnar um Evrópusambandið að kosningamáli með því að lofa kjósendum sínum, sem margir hverjir eru frjálslyndir alþjóðasinnar, því að kosið yrði um áframhald viðræðna á kjörtímabilinu. Fjórir af fimm ráðherrum flokksins í sitjandi ríkisstjórn létu hafa þetta eftir sér fyrir framan sjónvarpsvélar og loforðið 06/06 tOpp 5

var ritað í kosningaefni sjálfstæðismanna í aðdraganda kosninga. Framsóknarmenn lofuðu þessu reyndar líka, þótt það hafi ekki verið með jafn afgerandi hætti og samstarfsflokkur þeirra. Þegar utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um að slíta viðræðunum án þjóðaratkvæðagreiðslu í febrúar varð þess vegna allt vitlaust. Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, talaði um mestu kosningasvik sögunnar. Kjarninn er sammála Þorsteini.



01/05 fótbolti

kjarninn 6. mars 2014

spennuþrungin stund í hollandi Leikmenn íslenska fótboltalandsliðsins voru mikið í símanum í aðdraganda leiksins við Holland 11. október 2008. Sparnaður margra leikmanna var að fuðra upp. Ísland mætir Hollandi í undankeppni EM sem hefst í haust.


fótbOLti Magnús Halldórsson

h

ollendingar mættu Íslendingum í undankeppni HM í 11. október 2008. Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir að hafa verið magnaður fótboltaleikur þar sem snilldartilþrif sáust og óvænt atvik. Heimamenn unnu leikinn örugglega 2-0 með mörkum frá Joris Mathijsen og framherjanum knáa Klaas-Jan Huntelaar. Íslendingar áttu fá færi í leiknum og sáu í raun aldrei til sólar.

samt í sögubókunum Þrátt fyrir að fótboltinn hafi ekki verið merkilegur og leikurinn í sjálfu sér ekki mikilvægur, í ljósi yfirburða Hollendinga gagnvart frekar slöku íslensku liði, var tímasetningin söguleg og hafði mikil áhrif innan hópsins hjá íslenska liðinu. Íslenska bankakerfið hrundi dagana 7. til 9. október, í aðdraganda leiksins. Margir „Heimamenn unnu leikinn örugg- leikmanna íslenska liðsins voru lega 2-0 með mörkum frá Joris með hjartað í buxunum vegna þessa að eyddu drjúgum tíma í símanum Mathijsen og framherjanum að tala við bankamenn og fjármálaknáa Klaas-Jan Huntelaar.“ ráðgjafa. Líkt og tugþúsundir Íslendinga töpuðu margir leikmanna liðsins á þessum dögum sparnaði sínum, sem bundinn var í verðbréfum sem misstu verðgildi sitt svo til á einni nóttu. Einbeitingin innan hópsins var af skornum skammti. Til viðbótar var milliríkjadeila Íslands og Hollendinga, vegna innlánssöfnunar Landsbankans á Icesave-reikninga í Hollandi og deilna um ábyrgð á reikningunum þegar allt var hrunið til grunna, í algleymingi. Pétur Pétursson, sem var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhanessonar á þessum tíma, sagði í viðtali við Morgunblaðið þegar leikurinn var til umfjöllunar að leikmenn hollenska landsliðsins hefðu rætt um það í fullri alvöru að spila ekki leikinn vegna reiði almennings í Hollandi í garð Íslendinga. Fjölmiðlar í Hollandi voru í aðdragandanum búnir að flytja linnulaust fréttir af því að mörg hundruð milljarða króna innstæður Hollendinga á reikningunum, í evrum vitaskuld,


væru meira og minna tapað fé og að íslenska ríkið ætlaði sér ekki að borga skuldirnar. Pétur, sem talar hollensku eftir að hafa gert garðinn frægan á hollenskri grundu á ferli sínum, ekki síst með Feyenoord í Rotterdam, sagði stemmninguna á vellinum þegar leikurinn fór fram hafa verið spennuþrungna. Ekki síst á meðal hörðustu stuðningsmanna hollenska liðsins í Rotterdam, en þar hefur löngum verið harður kjarni fótboltabullna sem reglulega veldur uppþotum og leiðindum á leikjum. Hjá þeim þarf nú yfirleitt ekki undirliggjandi milliríkjadeilur til að berjast við lögregluna og stuðningsmenn annarra liða, innan vallar sem utan.

ólafur jóhannesson Þjálfari íslenska landsliðsins lagði upp með sóknarleik gegn stjörnum prýddu liði Hollendinga.

sóknarbolti gegnum hollendingum? Ekki góð hugmynd Ég hef mætt á alla heimaleiki íslenska karlalandsliðsins undanfarin tæplega sex ár. Leikurinn gegn Hollandi 6. júní 2009 var í minningunni ágætis áminning um hversu frábæra sóknarleikmenn Hollendingar eiga. Eftir fyrri leikinn spennuþrungna í Hollandi lá fyrir að Holland var of sterkt lið fyrir Ísland. En eins og oft þegar litlu liðin eru á heimavelli er stutt í fífldirfskuna. Fyrir leikinn sagði Ólafur Jóhannesson að íslenska liðið ætlaði sér að gefa allt í leikinn og reyna að spila sóknarbolta gegn stjörnum prýddu liði Hollendinga. Ég hlakkaði mikið til leiksins, ekki síst þar sem gamall félagi úr Völsungi var í byrjunarliðinu, Pálmi Rafn Pálmason. Í stuttu máli fannst mér íslenska landsliðið ekki eiga minnsta möguleika gegn Hollandi í fyrri hálfleik. Sérstaklega var eimreið Hollendinga á vængjum beggja megin svo til óstöðvandi. Öðru megin var Arjen Robben, einn allra besti leikmaður Evrópu í dag, og hinum megin Robin van Persie, sem hefur um árabil verið einn besti framherji í heimi. Staðan í hálfleik var 1-0 en hún átti að vera minnst 03/05 fótbOLti


marki fagnað Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fagna hér marki þess síðastnefnda gegn Sviss.

4-0 fannst mér. Slagkrafturinn í sóknarleik Hollendinga var einfaldlega of mikill fyrir Ísland, ekki síst þegar íslenska liðið var að missa boltann á svæðum þar sem Holland gat sótt af fullum þunga leiftursnöggt. En eins og oft í þjálfaratíð Ólafs Jóhannessonar átti Ísland góða spilkafla og sýndi að þegar sjálfstraustið var til staðar bjó heilmikið í liðinu. Þetta sást á köflum gegn Hollandi. Lokatölur urðu 2-1, en Kristján Örn Sigurðsson klóraði í bakkann með marki á 89. mínútu. Nigel de Jong skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Holland í leiknum og hitt markið gerði Mark van Bommel. Það sást í þessum leik að Holland var til alls líklegt á HM sem var fram undan í Suður-Afríku ári síðar, en með sigrinum tryggði hollenska liðið sér endanlega sæti í lokakeppninni. Þar spilaði það frábærlega og var hársbreidd frá því að verða heimsmeistari en tapaði 1-0 fyrir Spánverjum eftir framlengdan leik. Miðjumennirnir sem skoruðu gegn Íslandi komu mikið við sögu í keppninni, ekki síst með hörðum tæklingum. spennandi riðill Ástæðan fyrir þessari upprifjun á leikjunum við Holland er sú að Ísland dróst í riðil með þessari mögnuðu knattspyrnuþjóð í undankeppni EM. Aðrar þjóðir sem eru með Íslandi í firnasterkum A-riðli eru Tékkland, Tyrkland, Lettland og Kasakstan. Við feðgar urðum fyrir miklum vonbrigðum þegar við sáum andstæðinga Íslands, en Heimir Andri, sjö ára sonur minn, kemur alltaf með mér á Laugardalsvöllinn. 04/05 fótbOLti


Ég spái því að Ísland komi á óvart og berjast um annað sætið í riðlinum. Á pappírunum eru allir andstæðingar Íslands lítið síðri, líka Kasakstan. En það býr mikið í íslenska liðinu og það mun mæta til leiks í undankeppnina reynslunni ríkara eftir ótrúlega frammistöðu í undankeppni HM, þar sem Króatar reyndust of stór biti.

Smelltu hér til að sjá helstu atvik úr leik Íslands og Hollands 11. október 2008

Engin innlánasöfnun að trufla Við feðgar gerum okkur yfirleitt að leik að giska á hver verði maður leiksins. Heimir Andri nefnir alltaf tvo menn, Gylfa Sigurðsson og Eið Smára Guðjohnsen. Hann ber ævintýralega virðingu fyrir þeim báðum og getur ekki til þess hugsað að sá síðarnefndi sé nálægt því að ljúka ferli sínum með landsliðinu. Ég veðja yfirleitt á Kolbein Sigþórsson. Mér finnst leikur Íslands oft standa og falla með því hvernig gengur að koma honum í takt við leikinn þar sem varnarmenn þurfa að hafa mikið fyrir því að glíma við hann. Hvernig sem undankeppni EM fer er það huggun harmi gegn að glórulaus innlánasöfnun íslenskra banka í útlöndum, og hrun bankakerfisins, mun mjög ólíklega trufla einbeitingu leikmanna í þetta skiptið.

05/05 fótbOLti


01/06 Úkraína

rússland pútíns hnyklar vöðvana Hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu skekur heiminn. Afleiðingar hennar verða margháttaðar.

kjarninn 6. mars 2014


úkraína Þórður Snær Júlíusson

ú

kraínska byltingin, sem hafði hrakið spilltan forseta frá völdum og knúið fram kosningar, snerist heldur betur um liðna helgi þegar Rússar hertóku Krímskaga, sjálfstjórnarsvæði sem tilheyrir Úkraínu. Í síðustu viku hófu vopnaðir óeinkennisklæddir menn að leggja undir sig stjórnarbyggingar, flugvelli og aðra mikilvæga innviði í kringum héraðshöfuðborgina Simferópól. Á sama tíma sendu Rússar um 150 þúsund hermenn til heræfinga við landamæri Úkraínu. Síðustu daga hvarf síðan allur vafi um áætlanir Rússa. Rússneska þingið samþykkti formlega að senda hermenn þangað og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur látið hafa eftir sér að aðgerðirnar séu beinleiðis mannúðlegar og til þess fallnar að verja hagsmuni rússneskumælandi Úkraínumanna. Þeir eru í miklum meirihluta (um 60 prósent íbúa) á Krímskaga enda var skaginn hluti af Rússlandi fram til 1954, þegar Nikíta Krúsjov, aðalritari sóvéska kommúnistaflokksins, gaf Úkraínu skagann til að fagna 300 ára afmæli þess að Úkraína varð hluti af rússneska heimsveldinu. Á þeim tíma áttu fáir von á því að Sovétríkin myndu nokkru sinni líða undir lok og því þótti „gjöfin“ ekki mikið tiltökumál. Nú er hún allt í einu farin að skipta miklu máli. En hvaða hagsmunir eru undir? Af hverju eru Rússar að setja öll alþjóðasamskipti í uppnám?

02/06 úkraína


evrópusamBandið sendir 15 milljarða dala neyðarpakka Í gær tilkynnti Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að það myndi veita Úkraínu 15 milljarða dala neyðarpakka til tveggja ára. Hann á að samanstanda af styrkjum og lánum og hjálpa nýjum stjórnvöldum í Kænugarði að vinna að endurbótum á lömuðum efnahag landsins. Alls er áætlað að um 35 milljarði dala vanti til að bjarga málunum í Úkraínu og líklegt verður að telja að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verði mættur með áætlun innan skamms.

Eftir að Janúkóvitsj var steypt fullyrti bráðabirgðaforsætisráðherra Úkraínu að um 70 milljarðar dala hefðu farið út úr efnahag landsins og inn á erlenda bankareikninga þrjú árin á undan. Meðlimir fyrri ríkisstjórnar hefðu beinlínis stolið þeim. Ríkissjóður landsins var sagður eiga einungis 400 þúsund dali í handbæru fé og gjaldeyrisvarasjóð upp á 15 milljarða dala. Heildarskuldir voru hins vegar sagðar 75 milljarðar dala. Ríkissjóður Úkraínu er því, vægast sagt, tómur.

mun hafa afleiðingar Hernaðarlegt mikilvægi Krímskagans er nokkuð mikið fyrir Rússa. Þeir hafa verið með herstöð í Sevastopol lengi, þar eru um 15 þúsund hermenn og þar á Svartahafsfloti Rússa heimahöfn. Auk þess er, eins og áður sagði, stór hluti íbúanna á skaganum rússneskumælandi og telja sig Rússa frekar en Úkraínumenn. Þá telja fréttaskýrendur að aðgerðir síðustu daga séu líka til þess fallnar að hnykla vöðva Rússlands Pútíns á alþjóðavettvangi. Kreml sé með þeim að sýna bæði Bandaríkjunum og Evrópusambandinu að Rússar ætli áfram að ráða sínum bakgarði. Þetta sé þeirra áhrifasvæði. Innrásin mun þó sannarlega hafa afleiðingar. Bandaríkjastjórn og fleiri vestræn ríki telja klárt að hernaðaríhlutun á borð við þessa sé brot á alþjóðalögum og gegn sjálfstæði Úkraínu. Allar líkur eru á því að Rússar missi sæti sitt í G8klúbbnum, sem er skipaður átta helstu iðnríkjum heims. Til stóð að næsti leiðtogafundur G8 færi fram í Ólympíuborginni Sotsjí í júní. Nú bendir allt til þess að sá fundur verði blásinn af. Auk þess hefur John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótað viðskiptaþvingunum. Kerry hefur sagt að rússneskar eignir gætu verið frystar, bandarísk fyrirtæki gætu þurft að hætta að eiga viðskipti við Rússa og alþjóðlegir viðskiptasamningar gætu hætt að gilda. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gekk enn 03/06 úkraína


lengra í gær og líkti aðgerðum Pútíns við hernaðaríhlutanir Þýskalands Adolfs Hitler á fjórða áratug síðustu aldar. Aðrir leiðtogar stórra vestrænna iðnríkja hafa tekið undir gagnrýnina þótt viljinn til að ráðast í stórtækar viðskiptaþvinganir hafi kannski ekki verið jafn skýr og hjá Bandaríkjamönnum.

áhætta Pútín hefur verið brattur í yfirlýsingum vegna Úkraínu. Mikið er undir og hann þarf ugglaust að klóra sér oft í hausnum á næstunni yfir viðbrögðum Vesturvelda.

merkel með heimahagsmuni á oddinum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi beint við Pútín á sunnudag og sagði eftir á að hann væri ekki í tengslum við raunveruleikann. Hún lagði til að Evrópusambandið fengi að senda nefnd til að taka út ástandið í Úkraínu, og á það félst Pútín. Þrátt fyrir þessa afstöðu sína hefur Merkel ekki viljað ganga svo langt að sparka Rússum út úr G8-félagsskapnum. Ástæðan er einföld: viðskiptaþvinganir gegn Rússum myndu bitna á þýskum efnahag. Að hluta til er skýringuna að finna í þeirri afstöðu Þjóðverja að viðskiptaþvinganir séu í flestum tilfellum slæmar, enda eru þeir mikil útflutningsþjóð. En aðalástæðu hennar er að finna í gríðarlegum innflutningi á olíu og gasi frá Rússlandi. Alls koma um 40 prósent af jarðgasi sem er flutt inn til Evrópu frá Rússlandi og þar er Þýskaland stærsti einstaki viðskiptavinurinn. Jarðgasið fer að miklu leyti til iðnframleiðenda og því gæti það haft mikil efnahagsleg áhrif á Þjóðverja ef skrúfað yrði fyrir það. rússar hóta á móti Pútín kom fram í sjónvarpsávarpi á þriðjudag og sagði þar uppreisnina í Úkraínu, sem hrakti Viktor Janúkóvitsj af forsetastóli og í felur til Rússlands, vera hreint valdarán. Hann sagði auk þess nasista og 04/06 úkraína


Hertekin hafnarborg Ómerktir en þungvopnaðir menn tóku hafnarborgina Sevastopol á sitt vald áður en rússneska þingið samþykkti að senda hermenn inn í Úkraínu.

gyðingahatara leika lausum hala í Úkraínu, sérstaklega í höfuðborginni Kænugarði. Pútín hafnaði líka þeim alþjóðlegu gagnrýnisröddum að aðgerðirnar væru ólögmætar. Þær væru þvert á móti mannúðlegar og að þeir sem töluðu fyrir viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi ættu að „hugsa um afleiðingarnar því skaðinn af þeim yrði gagnkvæmur“. Sergei Glasíev, efnahagssérfræðingur rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði í kjölfarið að ef Bandaríkjastjórn léti verða af hótunum sínum um viðskiptaþvinganir gætu Rússar valdið efnahagslegu hruni í Bandaríkjunum, meðal annars með því að hætta að nota dali í milliríkjaviðskiptum. Þetta eru þó tiltölulega holar hótanir. Helstu viðskiptavinir Rússa eru vestræn ríki og ef það lokaðist fyrir viðskipti við Rússa myndi það líkast til hafa mun meiri áhrif á þá sjálfa en viðskiptavinina. Auk þess er hætt við því að það myndi fara um rússnesku viðskiptaelítuna, sem hefur hagnast óheyrilega á viðskiptum með auðlindir á undanförnum áratugum, ef vesturveldin færu að frysta eignir þeirra og koma í veg fyrir að börnin þeirra gætu numið við bestu háskólana. Auk þess er hætt við því að margir helstu bandamenn

05/06 úkraína


Rússa innan áhrifasvæða ríkisins muni ekki standa fast við bakið á áformum Pútíns. Innan margra þeirra er stór hluti íbúa rússneskumælandi og ef þau styddu innrásina í Ukraínu væri hægt að yfirfæra rökin fyrir henni að einhverjum leyti yfir á þau sjálf. Ríkisstjórn Kasakstan, sem er stór olíuframleiðandi, sendi til dæmis frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsti yfir miklum áhyggjum af ástandinu í Úkraínu eftir íhlutun Rússa. Ekki vinsælt heima fyrir Hernaðarbröltið er heldur ekki að gera Pútín mikla greiða heimafyrir. Tímaritið Time greindi frá því í vefútgáfu sinni að Kreml hefði látið framkvæma skoðanakönnun sem birt var á mánudag og sýndi að 73 prósent Rússa væru á móti þeim hernaði sem lagt hefur verið út í á Krímskaga. Það gerir ákvörðunina um innrás í Úkraínu eina þá óvinsælustu sem Pútín hefur tekið á 14 ára valdaferli sínum. Innrásin hefur líka haft mikil áhrif á rússneska markaði. Þegar þeir voru opnaðir í byrjun vikunnar eftir atburði helgarinnar féllu hlutabréf í lykilfyrirtækjum landsins um meira en tíu prósent. Á einum degi þurrkuðust út um 60 milljarðar dala, um 6.780 milljarðar íslenskra króna, af virði hlutabréfanna. Þriðjungur þeirrar upphæðar var vegna lækkunar á orkurisanum Gazprom, en hluthafar hans töpuðu um 1.695 milljörðum króna af virði bréfa sinna. Það er um ein íslensk landsframleiðsla.

06/06 úkraína


Hvað sem verður…

þá er betra að vera í hópi ánægðra viðskiptavina TM


kjarninn 6. mars 2014

01/01 sjö sPURNINGAR

sjö spUrningar

margrét pála ólafsdóttir fræðslustjóri hjá Hjallastefnunni

Hvað á að gera um helgina? Ég ætla út að ganga með hundinn, eiga gæðatíma með elskunni minni og hitta barnabörnin með foreldrum sínum. Jú annars, í dagbókinni stendur Bláskjár í Borgarleikhúsinu eftir Tyrfing vin minn. Jibbí. Hvaða bíómynd er í uppáhaldi hjá þér? Guðfaðirinn I, II og III. Bæði af því að sagan er í þremur hlutum og endist skemmtilegan laugardag og svo er hún líka fullkomin afhjúpun á eðli valds, sem alltaf fer illa með alla að lokum. Hvaða hljómplata kemur þér alltaf í stuð? Hljómsveit Ingimars Eydal í botni er ennþá Sjallinn minn og sendir mig 30 ár aftur í tímann.

Hvað finnst þér um þau áform stjórnvalda að draga aðildarumsóknina að ESB til baka? Ég er algerlega ósammála öllum ákvörðunum sem skapa úlfúð og ágreining og vil sjá þetta mál og margfalt fleiri koma til okkar, fólksins í landinu, en við erum mörg hver ágætlega í meðalgreind og treystandi fyrir málum. Slík afgreiðsla er sú eina sem sættir stríðandi öfl. Hvaða gildum er mikilvægast að innræta börnum á uppvaxtarárunum? Að treysta á sína innri konu eða mann, hvað sem hver segir, en að muna alltaf að öllu sem lifir ber virðing og kærleikur. Sem sagt einstaklingurinn í félagshyggjusamhengi.

01/01 sjö spUrningar

Hvernig verður sumarið? Ég er fyrir löngu búin að ákveða að það verði dásamlegt. Af hverju hefur þú helst áhyggjur í íslensku samfélagi? Neikvæðni, virðingarleysi, böggi og slúðri sem hefur ekkert skánað við að verða rafrænt. Þröskuldurinn hefur lækkað í því sem við segjum um fólk og við fólk, við dæmum án þess að hika og ráðumst á aðra, sem er framkoma sem við vildum ekki fá á okkur sjálf – þetta getur raunverulega farið með okkur til andskotans.


af nEtinU

samfélagið segir

kjarninn 6. mars 2014

facebook

twitter

sveinn andri sveinsson

jón Hákon Halldórsson @jonnihakon

Hvernig stendur líka á því að hagræðingarnefndin komst ekki í þessa aura? http://ruv.is/frett/thingmenn-krefjastrannsoknar-a-styrkjum þriðjudagur 4. mars

@JakobBjarnar Hvort myndirðu segja að saltkjötsétandi IKEA-gestir væru þverskurður af íslensku þjóðinni eða nokkurskonar sértrúarsöfnuður? þriðjudagur 4. mars

atli fannar Bjarkason Hvað þarf marga crossfittara til að skipta um parket í Kaplakrika? Tvo. Einn til að leggja parket og annan til að tala um crossfit á

meðan. þriðjudagur 4. mars

Haukur viðar alfreðsson @ hvalfredsson John Kerry mættur til Úkraínu að reyna að stilla til friðar. Týpískur bassaleikari. þriðjudagur 4. mars kristjana arnarsdóttir @ kristjanaarnars

marta maría jónasdóttir Þarf Reykjavík byggingarfulltrúa? Pæling ... þriðjudagur 4. mars

Stay classy Íslendingar http://www.visir.is/ grutspaeldir-og-reidir-vidskiptavinir-ikea/ article/2014140309585 þriðjudagur 4. mars

ólafur ragnar og hinn veruleikafirrti

sæt hefnd hjá róberti Wessman?

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti nýlega fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Samkvæmt fréttum af fundi þeirra í Sótsí fór vel á með þeim, og þeir ræddu um norðurslóðir og ýmislegt fleira, líklega samt tengt norðurslóðum. Nokkrum dögum síðar sagði Angela Merkel, einn valdamesti og virtasti stjórnmálamaður heimsins, Pútín veruleikafirrtan eftir samtal þeirra um hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vonandi var Pútín ekki veruleikafirrtur þegar hann ræddi við forsetann í Sotsí.

Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur gengið frá styrktarsamningi við KR sem sagður er vera sá stærsti í sögu Vesturbæjarfélagsins. Forstjóri og helsti forsvarsmaður Alvogen er Róbert Wessman. Hann hefur lengi deilt við Björgólf Thor Björgólfsson, son Björgólfs Guðmundssonar, eins helsta stuðningsmanns KR á Íslandi. Deilur þeirra voru lengi vel fyrir dómstólum hér á landi, í margvíslegum ólíkum málum. Kannski er þetta hluti af sætri hefnd hjá Róberti, að setja Alvogen framan á alla búninga KR, þar sem Björgólfur eldri var lengi vel helsti fjárhagslegi bakhjarl félagsins.

01/01 samféLagið sEgir


BYKO TEKUR ÞÁTT Í

MOTTUMARS

LITHIUM RAFHLAÐA

ÁTAKI KRABBAMEINSFÉLAGSINS Af því tilefni renna 10% af söluandvirði af völdum vörum til Krabbameinsfélagsins.

MOTTUMARS ARMBAND

Allur ágóði af sölu armbands rennur til Krabbameinsfélagsins.

1.500

kr.

ALLT FYRIR HEIMILIÐ Vnr. 0113453 Plastparket, hnota, 6 mm, 3ja stafa, 193x1380 mm.

995

kr./m2

Vnr. 41121098 Möffinsform, sílikon, 6 stk.

995

kr.

Vnr. 41100109 Matar- og kaffistell fyrir 4, alls 20 stk.

6.995

kr.

facebook.com/BYKO.is

Vnr. PG6060 REMINGTON skeggsnyrtir með hleðslustandi. Títaníum húðaðir sjálfbrýnandi hnífar, má skola í rennandi vatni.

13.495

kr.


ErLEnt

gallerí

kjarninn 6. mars 2014

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri og lesa um augnablikin


sakaður um morð af ásetningi Suður-afríski hlauparinn Oscar Pistorius situr nú réttarhöld í Pretoríu þar sem hann verst ákæru um að hafa myrt kærustu sína Reevu Steenkamp á Valentínusardag í fyrra. Nágranni Pistorius hefur borið vitni fyrir dóminum og sagst hafa heyrt hróp og byssuhvelli um það leyti sem Steenkamp var myrt.

Mynd: AFP


stjarna kvöldsins Lupita Nyong’o hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki í Twelve Years a Slave, sem einnig var valin besta myndin á hátíðinni. Gravity í leikstjórn Alfonso Cuarón hlaut flest verðlaun, sjö talsins. Athygli vakti að American Hustle hlaut engin verðlaun þrátt fyrir að vera tilnefnd í tíu flokkum.

Mynd: AFP


appelsínubardagi Á kjötkveðjuhátíðinni í Ivrea á norðanverðri Ítalíu er hefð að kasta appelsínum í uppáklædda verði einráðanna í Torino-ríki á miðöldum. Kjötkveðjuhátíðir eru haldnar víða um heim á föstuinngangi fyrir lönguföstu. Á Íslandi kallast hátíðin sprengidagur og er til siðs að reiða fram saltkjöt og baunir í tilefni dagsins.

Mynd: AFP


rússar í meirihluta á krímskaga Átökin í Úkraínu færðust á Krímskaga í vikunni enda hafa rússneskar hersveitir fært sig upp á skaftið þar og umkringt úkraínskar herstöðvar og sett vegatálma svo að erfiðara sé fyrir Úkraínumenn að flytja herlið sitt. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur áskilið sér rétt til að beita valdi telji hann Rússa á Krímskaga ógnað.

Mynd: AFP


netanjahú í heimsókn Benjamín Netanjahú, forseti Ísrael, heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseta í Washington á þriðjudag. Á fundi þeirra í Hvíta húsinu ræddu þeir málefni Úkraínu og hagsmuni Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum sem gætu verið í hættu vegna aðgerða alþjóðasamfélagsins gegn Rússum.

Mynd: AFP


01/11 Viðtal

kjarninn 6. mars 2014

viðmæLandi vikUnnar Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar

Eilíf barátta að opna augu


viðtaL Ægir Þór Eysteinsson

v

erkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands eru mörg og ærin. Hún er kynningar- og upplýsingamiðstöð fyrir íslenska hönnun hér heima og erlendis, en meginhlutverk hennar er að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar fyrir samfélagið og íslenskt efnahagslíf og benda á verðmætasköpunina sem felst í íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið. Hönnunarmiðstöð Íslands er gert að mynda tengsl á milli greina og hvetja til samstarfs og umræðu, stuðla að auknum mælingum og rannsóknarvinnu varðandi umfang og vöxt hönnunargeirans og ýta undir fræðslu í markaðsmálum, verkefnastjórnun og framleiðslu. Þá stendur miðstöðin fyrir fyrirlestrum, sýningum og ráðstefnum og HönnunarMars, sem fer fram dagana 27. til 30. mars næstkomandi, en hátíðin er langstærsta kynningarverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands ár hvert. kemur að mótun hönnunarstefnu stjórnvalda Miðstöðin á einnig þátt í því að móta svokallaða hönnunarstefnu ásamt stjórnvöldum. Hugmyndin á bak við hönnunarstefnuna er ekki ný af nálinni, því fleiri þjóðir hafa markað sér sambærilega stefnu í hönnunarmálum, svo sem Finnland, Bretland, Danmörk, Singapúr og Suður-Kórea. Núgildandi hönnunarstefna stjórnvalda hér á landi, sem gildir til ársins 2018, byggir á tillögum frá stýrihópi sem Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, skipaði í samstarfi við Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, í ársbyrjun 2011. Stýrihópinn skipuðu fulltrúar frá áðurnefndum ráðherrum, Sigurður Þorsteinsson iðnhönnuður, sem var formaður stýrihópsins og Jóhannes Þórðarson arkitekt, ásamt Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Halla er grafískur hönnuður að mennt, en hún hefur gegnt starfinu frá því að Hönnunarmiðstöð var stofnuð árið 2008. Í niðurstöðum stýrihópsins er vitnað í skýrslu Evrópusambandsins, Design as a driver of user-centred innovation 02/11 viðtaL


frá árinu 2009, en niðurstöður hennar undirstrika að möguleikar hönnunar séu illa nýttir þegar hún er einvörðungu notuð til að fegra vöru, þjónustu eða umbúðir. Því hærra sem fyrirtæki séu í hönnunarstiganum, eða því fyrr sem þau taki hönnuði með í vöruþróunarferlið, þeim mun betur gangi þeim. Í núgildandi hönnunarstefnu stjórnvalda er lögð áhersla á þrjár grunnstoðir. Menntun og þekkingu, bætt starfs- og stuðningsumhverfi hönnuða og vitundarvakningu. „Tilgangurinn er að ýta undir framþróun á sviði hönnunar á Íslandi, styrkja innviði og menntun og styðja við þau fyrirtæki sem eru að vinna á þessu sviði svo þau geti náð skjótari árangri en ella,“ segir Halla Helgadóttir. Hún segir miklar breytingar hafa orðið hér á landi á síðustu árum, allt frá því að farið var að bjóða upp á fjöl„Tilgangurinn er að ýta undir breytt hönnunarnám hér á landi. Áður hafi fólk leitað út fyrir landsteinana framþróun á sviði hönnunar fyrr eftir slíkri menntun en nú þrífist mikil og á Íslandi, styrkja innviði og öflug grasrót í geiranum. „Við erum auðvitað að berjast fyrir menntun og styðja við þau hagsmunum okkar breiðu stéttar sem við fyrirtæki sem eru að vinna á erum fulltrúar fyrir. Við erum talsmenn þessu sviði svo þau geti náð þessara greina gagnvart stjórnvöldum og skjótari árangri en ella.“ ýtum á að það verði lögð meiri áhersla á þessar atvinnugreinar. Hönnun er auðvitað vörur sem fólk býr til, framleiðir og selur, en hönnun nýtist ekki síður og jafnvel enn frekar í að vinna með aðra hluti og í öðrum verkefnum þar sem innlegg hönnuða getur skipt sköpum,“ segir Halla. mikilvægt að huga að heildarupplifuninni Halla nefnir að svokölluð þjónustuhönnun og upplifunarhönnun séu mest vaxandi geirarnir á þessu sviði erlendis. „Hönnuðir og arkitektar taka miklu meiri þátt í að móta upplifun einstaklingsins. Fyrirtæki eru orðin meðvitaðri um mikilvægi þess að huga að allri upplifun viðskiptavinarins og

03/11 viðtaL


framkvæmdastjórinn Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, segir reynslu sína að fyrirtæki nái skjótari frama með því að hafa hönnuði með á frumstigum við ákvarðanatöku.

04/11 viðtaL


þar koma hönnuðir sterkt inn. Hér á landi eru mikil tækifæri í þessu, meðal annars í ferðaþjónustu. Við getum hugað miklu betur að heildarupplifun ferðamannsins, allt frá því að hann kaupir miðann á vefsíðu þar til hann lendir hér á landi. Vegir, hótel, aðgengi að náttúrunni, maturinn og svo framvegis eru allt þættir sem þarf að hanna vel og vanda til verka. Hingað til höfum við aðallega verið upptekin af praktískum málum, leggjum veg án þess að huga að bestu náttúruupplifuninni, búum til risabílastæði sem oft er það fyrsta sem ferðamðurinn sér þegar hann kemur á nýjan stað og aðalatriðið er að rútan komist alveg að hurðinni svo enginn þurfi að labba neitt! Jafnvægi milli upplifunar og praktískra lausna gefur besta árangurinn. Hönnun Bláa lónsins og sundlaugarinnar á Hofsósi eru frábær dæmi um verkefni þar sem jafnt er hugað að upplifun og praktískum lausnum. Betri og sterkari upplifun eykur samkeppnishæfi og eykur verulega möguleika á að verkefnið beri árangur og verði farsælt til lengri tíma, eins og þessi dæmi sýna mjög vel. stofnuð korteri fyrir hrun Hönnunarmiðstöð Íslands var stofnuð korteri fyrir hrun eins og stundum er sagt, eða fimm mánuðum fyrir efnahagshrunið. Halla segir kreppuna vissulega hafa haft áhrif á starfið, og ekki endilega til hins verra. „Ég held að okkur hafi bæði tekist ágætlega að vinna með kreppunni og hún með okkur einhvern veginn. Það skapaðist andrými í kreppunni og „gat“ og fólk þurfti eitthvað nýtt að hugsa um. Við komum sterkt þar inn og boðuðum gæði hönnunar og fengum tækifæri til þess, meðal annars í gegnum HönnunarMarsinn. Umræða um hönnun hefur breyst og áhuginn aukist. Núna er til að mynda verið að tala um hönnun í sjávarútvegi þar sem unnið er að vöruþróun úr hráefni sem áður var hent. Hönnun í landbúnaði hefur aukist þar sem ungir hönnuðir hafa unnið að vöruþróun með bændum í verkefninu „Hönnuðir og bændur“ og þá eru sveitarfélög farin að leggja meiri áherslu á arkitektúr í skipulagi.“

05/11 viðtaL


ómeðvitað atvinnulíf Ein helsta áskorun Hönnunarmiðstöðvar Íslands er að opna augu atvinnulífsins og stjórnvalda fyrir mikilvægi hönnunar.

Halla segir að mesta áskorun Hönnunarmiðstöðvar sé að opna augu atvinnulífsins fyrir mikilvægi hönnunar. Löndin í kringum okkur séu komin mun lengra, og atvinnulífið á Íslandi geri sér oft og tíðum ekki fyllilega grein fyrir mikilvægi þess að hafa hönnuði með í ákvarðanaferlinu frá byrjun. Hönnuðir hafi verið hálfgerð aukastærð á Íslandi, og þeim kippt inn á lokametrunum til að fegra einhverja vöru. Innleiðing hönnuða á frumstigum hafi gefið góða raun víða erlendis, eins og áðurnefnd skýrsla Evrópusambandsins renni óneitanlega stoðum undir. Halla nefnir tæknirisann Apple sem dæmi. „Það er ljóst að þar vinna hönnuðir og tæknifólk saman á jafningjagrundvelli, jafnvel þannig að hönnuðurinn hefur lokaorðið. Hjá Apple er hönnunin alveg jafn mikilvæg og tæknin enda lykillinn að samkeppnisforskoti fyrirtækisins í heiminum. Fyrirtæki í dag verða að huga að því að varan sjálf, gæði hennar, framsetning og sagan á bak við hana er það sem allt veltur á. Neytendur eru orðnir mun betur upplýstir og kröfuharðir þegar kemur að innihaldi, framsetningu og skilaboðum. Það þýðir ekkert til lengri tíma að skreyta og fegra eitthvað sem er ekki gott.“ 06/11 viðtaL


Eilíf barátta að opna augu stjórnvalda Halla segir samstarfið við stjórnvöld hafa gengið upp og ofan en í heildina hafi náðst árangur, sérstaklega með tilliti til efnahagsástandsins undanfarin ár. „Sem framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvarinnar hef ég þurft að taka marga slagi og mér finnst við þurfa að sanna okkur aftur og aftur og stöðugt vera að útskýra sérstöðu okkar. Það fer óhemjumikil orka í þetta en það er auðvitað mjög mikilvægur hluti af þessu starfi. Þetta er stöðug áskorun og margir sigrar að vinna. Minn bakgrunnur er úr einkageira og ég held að stjórnkerfið hér á landi sé ekki alveg nógu skilvirkt, þar er hugsað til of skamms tíma og að sumu leyti er erfitt fyrir nýjar greinar að fá framgang meðan það „Um okkur er ekkert pólítískt er svo erfitt að ná athygli. Stjórnkerfið þarf að vera stöðugt en á sama tíma ósætti, allir vilja okkur dýnamískt eins og hvert annað fyrirtæki.“ vel og margir hafa áhuga „Um okkur er ekkert pólítískt ósætti, á þessum greinum.“ allir vilja okkur vel og margir hafa áhuga á þessum greinum. En það er barátta að opna augu stjórnvalda fyrir mikilvægi þess að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og fjárfesti í geiranum, við eigum að hætta að tala um styrki. Við eigum marga unga hönnuði og ung hönnunarfyrirtæki sem eru að reyna að koma undir sig fótunum en það er allt of lítið fjármagn í boði og þetta gerist ekki án þess. Fjárfestar fjárfesta ekki í verkefnum á grasrótarstigi því þar er mikil áhætta. Þetta eru ekki styrkir því þetta er fjárfesting sem mun skila sér til baka í störfum og skattfé og ef vel tekst til í betra, skemmtilegra og jafnvel fallegra samfélagi. Sem er ekki lítils virði fyrir okkur öll.“ „Ríkið fjárfestir í mörgum geirum, svo sem orkugeira, sjávarútvegi og landbúnaði, og þar eru um verulegar upphæðir að ræða af okkar sameiginlega skattfé. Þetta er yfirleitt mjög þolinmótt fjármagn. Ekki man ég til þess að uppbygging og fjárfesting ríkisins til dæmis í orkuiðnaði sé kölluð styrkir áður en fjárfestingin er farin að skila sér. Við þurfum það sama í skapandi greinum, en þar skila miklu minni fjárfestingar sér hratt til baka til samfélagins. Vandinn 07/11 viðtaL


verðmætamati ábótavant Framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands furðar sig á því viðhorfi sem virðist vera við lýði að hönnuðir og listafólk eigi oft og tíðum að gefa vinnu sína.

er að hluta til orðræðan og hin verulega gamaldags og úrelta afstaða til fólks sem starfar í skapandi greinum. Það kemur mér iðulega á óvart í þessu starfi hvernig fólki, jafnvel háttsettu í stjórnkerfi eða fyrirtækjum, dettur í hug að einstaklingar í þessum greinum vilji gefa vinnu sína, ekki fá greitt fyrir framlag sitt eða gera hluti á þeim forsendum að það sé svo gaman eða í því felist svo mikil tækifæri fyrir það sjálft. Þarna er vinna skapandi fólks ekki verðmetin á sama hátt og vinna allra annarra, eins og lögfræðinga, viðskiptafræðinga eða tæknifólks sem selur vinnu sína eða þjónustu.”

08/11 viðtaL


móðgandi nálgun „Þessi nálgun er á stundum móðgandi og jafnvel niðurlægjandi. Í mínu starfi get ég ómögulega hvatt til þess að hönnuðir geri eitthvað án þess að fá greitt fyrir það. Ef ég gerði það ætti að reka mig strax. Ríkið, sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki eiga að sjálfsögðu að greiða eðlilegt verð fyrir hönnun og auðvitað þjónustu allra listgreina alveg eins og hvað annað sem keypt er. Ef þessir aðilar eru að fá þjónustu frá þessum aðilum eiga þeir ekki að biðja um hana ókeypis, það er bara vandræðalegt. Þessi hópur getur gefið vinnu sína í góð málefni og hjálparstarf eins og aðrar greinar.“ Því er oft haldið á lofti að bágstödd staða ríkissjóðs gefi ekki svigrúm til þess að verja fé í hönnun á tilteknum verkefnum. Halla segir þetta af og frá. „Að fjárfesta í hönnun er ekki aukinn kostnaður eins og rannsóknir sýna. Þvert á móti geta verkefnin orðið hagkvæmari, betri og notendavænni. Það er skammgóður vermir að spara á hönnunarliðum enda er kostnaðurinn við hönnun oftast innan við 20% af kostnaði við heildarframkvæmd verkefna. Að spara þar getur verið dýrkeypt. Þetta sýnir skilningsleysi á þeim gæðum sem hönnuðir og arkitektar geta komið með að borðinu. Þar að auki verðum við auðvitað að stuðla að því að hér á Íslandi sé jarðvegur fyrir ólík störf og nýútskrifuðum hönnuðum sé gert kleift að vinna við það sem þeir menntuðu sig í. Við erum að tala um mikilvægi þess að fjárfesta í grein sem gefur af sér, og þannig er hún ekkert öðruvísi en aðrar atvinnugreinar. Til að mynda erlendir ferðamenn, þeir eru ekkert síður að koma hingað til að upplifa íslenska list, menningu, arkitektúr og annað sem einkennir okkur sem þjóð. Ég finn fyrir skilningi núverandi stjórnvalda að styðja við hönnun í orði, en ég á eftir að sjá hvort stuðningurinn er líka á borði.” tala um skapandi greinar til að slá um sig Halla segir stjórnmálamenn oft og tíðum slá um sig með því að tala um mikilvægi skapandi greina. „Það er ágætt og við höfum tekið virkan þátt í umræðunni um skapandi 09/11 viðtaL


styrkja þarf hönnunarsjóð Hönnunarmiðstöð Íslands hefur bent á að meira fjármagn þurfi til frá ríkisvaldinu í hönnunarsjóð svo hann sé ekki andvana fæddur.

greinar og finnst mikilvægt að vinna að því að móta þennan nýja geira. Margt sameinar greinarnar og þar eigum við að vinna saman sem heild, svo sem að hagrænum mælingum, framtíðarstefnumótun og fleira. En til að það sé raunverulega hægt verður fyrst að styrkja stoðir og innviði hverrar greinar fyrir sig. Skapandi greinar eru stórt svið sem spannar allt frá hálistum yfir í hrein viðskipti. Þetta er ekki einn sameinaður og fullmótaður hópur sem hægt er að nálgast þannig. Þetta er verkefni sem tekur tíma að mótast og það þarf að byrja á byrjuninni með því að styrkja grunninn og vanda til verka.” Helstu áskoranir Hönnunarmiðstöðvar Íslands næstu misserin eru að sögn Höllu innleiðing hönnunarstefnunnar, að styrkja hönnunarsjóðinn og tryggja að hann verði starfræktur áfram og gera rekstrarsamning til lengri tíma við stjórnvöld um Hönnunarmiðstöð Íslands. Umræddur hönnunarsjóður veitir styrki til verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs, þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs. Sjóðurinn heyrir undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og tekjustofn hans er framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. Framlag ríkissjóðs til sjóðsins á síðasta ári hljóðaði upp á 45 milljónir króna. Tuttugu og níu verkefni hlutu styrk í fyrra, upp á 41 milljón króna, en rúmlega 200 umsóknir bárust sjóðnum þar sem sótt var um yfir 400 milljónir króna. Hönnunarmiðstöð hefur bent á að upphæðin í fyrra dugi hvergi nærri til að sinna þörfum hönnunarsamfélagsins.

10/11 viðtaL


hönnunarmars skilað miklu Eins og áður segir fer HönnunarMars fram síðar í mánuðinum, en þetta er sjötta árið í röð sem hátíðin er haldin á vegum Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „HönnunarMars er stærsta kynningarverkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi. Þátttaka íslensks almennings er mjög mikil og verkefnið er farið að vekja verulega athygli erlendis. Hönnuðir og fyrirtæki nota HönnunarMars til að kynna nýjar línur, vörur og hugmyndir. Í ár verður HönnunarMars enn stærri, faglegri og fjölbreyttari en áður og við eigum von á mun fleiri erlendum gestum til landsins, bæði erlendum hönnuðum, þátttakendum og fjölmiðlafólki. Við bjóðum erlendum kaupendum að koma og hitta íslenska hönnuði, sem hefur skilað sér í margvíslegum viðskiptum þannig að íslenskar hönnunarvörur eru nú til sölu víða erlendis. Við eigum sömuleiðis von á erlendum hönnuðum, til að mynda frá Grænlandi og Færeyjum, sem ætla að taka þátt og sýna vörur á HönnunarMarsi. Þetta snýst mjög mikið um að efla tengsl og stækka atvinnusvæði okkar þannig að íslenskir hönnuðir fari að starfa meira með erlendum hönnuðum og fyrirtækjum og að þessir hópar sæki okkur heim í auknum mæli, meðal annars með viðskipti í huga. HönnunarMars er grasrótarverkefni sem íslenskir hönnuðir hafa skapað, hann er frábært verkefni og tækifæri fyrir okkur öll sem hefur skilað mjög miklu.“ Þrátt fyrir áskoranirnar í geiranum er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands bjartsýnn á framtíð hönnunar á landinu bláa. „Ég er bjartsýn að eðlisfari, annars myndi ég aldrei endast í þessu starfi. Ég held að við séum að sjá ákveðnar breytingar eiga sér stað, við höfum tækifærin. Það er mikil og lífleg grasrót hérna en helsta áskorunin er auðvitað að grasrótarverkefnin nái að þroskast og verða að fyrirtækjum sem skapa góða atvinnu fyrir ungt fólk með fjölbreytilega menntun. Við þurfum að vinna skipulega að frekari framgangi hönnunar en við þurfum að gefa verulega í til þess að það gerist,“ segir Halla að lokum.

11/11 viðtaL



kjarninn 6. mars 2014

01/01 spes

kýr Þessi kýr tengist fréttinni ekki.

spEs Skuggaverk í bandarísku fjósi fest á myndband

handtekinn í mökum við kú löðrandi í hlaupi

h

inn 31 árs gamli Reid A. Fontaine, starfsmaður hjá skólayfirvöldum í Connecticut, var handtekinn á dögunum fyrir dýraníð. Hann var handtekinn við verknaðinn á búgarði, nakinn og löðrandi í hlaupi, er hann hafði mök við kú. Fréttastofan WTNH-TV greinir frá því að hinn 35 ára gamli Michael H. Jones hafi verið í óða önn að mynda verknaðinn þegar fréttamann og myndatökumann stöðvarinnar bar að garði. Fréttamennirnir náðu atvikinu á myndband, en Jones tók til fótanna 01/01 spEs

þegar hann sá sjónvarpsfréttateymið mæta á staðinn. Hann var síðar handtekinn og kærður sömuleiðis fyrir kynferðisbrot. Þá greina fjölmiðlar vestanhafs frá því að eigandi búgarðsins eigi sömuleiðis myndbandsupptöku af ódæðinu, en hann setti upp öryggismyndavélar í fjósinu eftir að kýrnar fóru að haga sér undarlega og mjólka minna. Kýrin sem um ræðir flúði sömuleiðis af vettvangi út á hraðbraut þar sem hún olli þrigga bíla árekstri. Bílarnir eyðilögðust og tveir farþegar þeirra voru fluttir á sjúkrahús eftir áreksturinn.


áLit

kristín Edwald hæstaréttarlögmaður

kjarninn 6. mars 2014

ábyrgð á skuldum ógilt með dómi Kristín Edwald hrl. skrifar um athyglisverðan dóm um ógildingu sjálfskuldarábyrgðar

n

ýlega féll í Héraðsdómi Reykjavíkur athyglisverður dómur um gildi skuldbindingar ábyrgðarmanns á námslokaláni sem veitt var í mars 2008. Málavextir voru þeir að F hafði tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð á námslokaláni sonar síns S sem Kaupþing banki veitti. F stefndi Arion, sem hafði yfirtekið lánið, til ógildingar á sjálfskuldarábyrgðinni. Um var að ræða skuldabréf sem S hafði gefið út 5. mars 2008, að fjárhæð 3.000.000 kr., verðtryggt með breytilegum vöxtum og var lánstíminn 7 ár. Fyrstu tvö árin skyldu einungis greiddir vextir en síðan bættust afborganir af höfuðstól við. F gekkst í sjálfskuldarábyrgð með undirritun þann 6. mars 2008. Kaupþing keypti skuldabréfið þann 27. mars 2008 Áður en lánið var veitt hafði S gengist undir greiðslumat hjá Kaupþingi. Greiðslumatið var dagsett 13. febrúar 2008. 01/04 áLit


Þar var m.a. að finna sundurliðun á tekjum S og greiðslubyrði á mánuði. Kom fram að áætluð greiðslugeta án skulda væri 27.976 kr. á mánuði en áætluð greiðslubyrði væntanlegra lána væri 26.875 kr. Í stöðluðum texta greiðslumatsins var sagt að það miðaðist við „núverandi fjárhagsstöðu greiðanda“ og væri samkvæmt henni áætlun um greiðslugetu skuldara en ýmislegt, þá ófyrirséð, gæti valdið breytingum til hins betra eða verra á því. Einnig var á það bent að upplýsingar um skuldir og fjárhagsstöðu skuldara „Einnig var á það væru að hluta frá honum komnar og forsendur mats á greiðslugetu hans á hans bent að upplýsingar ábyrgð. Þá sagði: „Greiðandi og ábyrgðarum skuldir og fjár- menn hafa fengið, kynnt sér og skilið þetta hagsstöðu skuldara mat á greiðslugetu greiðanda og samþykkt það sem fullnægjandi fyrir sig. Þeir hafa væru að hluta frá einnig kynnt sér fræðslurit Kaupþings fyrir honum komnar og ábyrgðarmenn.“ Í málinu lá einnig fyrir skjal undirritað af forsendur mats á S sem bar heitið „Reiknivél-neytendalán“ og greiðslugetu hans var það dagsett sama dag og greiðslumatið. á hans ábyrgð.“ Þar kom fram sundurliðun kostnaðar vegna umrædds láns, vaxtagreiðslur og upphæð afborgana. Samkvæmt því nam fyrsta afborgun 27.996 kr. en afborgun 2-5, 27.100 kr. Fyrstu gjalddagarnir voru eingöngu greiðslur á vöxtum og kostnaði. Greiðslur á síðustu gjalddögum lánsins, sem greiðast skyldu um og eftir áramót 20122013, voru hins vegar um og yfir 85.000 kr. Eftir að F hafði skrifað undir skjölin kom í ljós að þessi útreikningur var ekki réttur þar sem lánstíminn var til sjö ára, þ.e. til ársins 2015. Var því gerður nýr útreikningur „Reiknivél-Neytendalán“ dagsettur 14. mars 2008. Þær breytingar urðu m.a. að fyrsta afborgun var 225 kr. en síðustu fimm afborganir skyldu greiðast um og eftir áramótin 2014-2015 og námu þær afborganir um 52.000 kr. Þann 14. apríl 2010 urðu vanskil af hálfu S og hóf Arion þá innheimtuaðgerðir. Í kjölfarið hafnaði F því að sjálfskuldarábyrgð hans væri gild. 02/04 áLit


dómsmálið Fyrir héraðsdómi krafðist F þess að sjálfskuldarábyrgð hans yrði ógilt með dómi. Byggði F m.a. á því að niðurstöður greiðslumatsins frá 13. febrúar 2008 hefðu verið rangar. S hefði verið á mörkunum með að standast greiðslumat vegna fyrstu afborgana sem voru eingöngu vextir og kostnaður og þegar afborgarnir af höfuðstól hefðu bæst við hefði S engan veginn staðist greiðslumat og niðurstaða þess því átt að vera neikvæð. Í munnlegri skýrslugjöf fyrir dómi sagði F það ljóst að enda þótt hann hefði samþykkt að taka á sig ábyrgð á láninu hefði áhætta hans í þeim efnum skipt máli. Þar sem matið hefði verið jákvætt upp á 1.101 krónu hefði hann tekið áhættuna. Öðru máli hefði gegnt ef þetta hefði skipt þúsundum króna. F taldi enn fremur að þar sem Kaupþing hefði ekki kynnt honum að S kæmi ekki til með að geta staðið við skuldbindingar sínar skv. skuldabréfinu hefði Kaupþing brugðist skyldum sínum samkvæmt samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1. nóvember 2001, nánar tiltekið 3. mgr. 4. gr. samkomulagsins sem kvæði á um að tryggja skyldi að ábyrgðarmaður gæti kynnt sér niðurstöðu greiðslumats áður en hann gengist í sjálfskuldarábyrgð. Jafnframt að ef niðurstaða greiðslumats benti til þess að greiðandi gæti ekki efnt skuldbindingar sínar, en ábyrgðarmaður óskaði engu að síður eftir því að lán yrði veitt, skyldi hann staðfesta það skriflega. Í ljósi alls þessa taldi F að ógilda ætti með dómi sjálfskuldarábyrgð hans með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Ákvæði 36. gr. hljóðar svo: Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig, sbr. þó 36. gr. c. Hið sama á við um aðra löggerninga. Við mat skv. 1. mgr. skal líta til efnis samnings, stöðu samningsaðilja, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til. Arion mótmælti öllum málsástæðum F og taldi að F hefði 03/04 áLit


samþykkt af fúsum og frjálsum vilja að gerast ábyrgðarmaður á námslokaláni S. Greiðslumatið og lánaskjölin hefðu legið fyrir og hefði F haft fullan möguleika á að kynna sér þau gögn. Farið hefði verið eftir gildandi lögum og venjum á fjármálamarkaði og framkvæmdin hefði verið í samræmi við 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. niðurstaða héraðsdóms Héraðsdómur féllst hins vegar á fyrrgreindar málsástæður F. Taldi héraðsdómur að greiðslumatið frá 13. febrúar 2008 hefði verið villandi um veigamikið atriði og hefði Kaupþingi mátt vera það ljóst. Féllst héraðsdómur á að niðurstaða greiðslumatsins hefði eins og á stóð í raun verið neikvæð og með réttu hefði F átt að staðfesta sérstaklega með undirskrift sinni að hann óskaði þess að syni hans yrði engu að síður veitt lánið í samræmi við 2. málslið 3. mgr. 4. gr. samkomulagsins. Þá hefði skuldabréfið sjálft ekki verið nægilega skýrt svo telja mætti að F hefði mátt gera sér grein fyrir tengingu þess við greiðslumatið. Leggja yrði áherslu á að um hefði verið að ræða fjármálafyrirtæki sem gera yrði ríkar kröfur til um sérþekkingu og vönduð vinnubrögð. Með hliðsjón af 36. gr. samningalaga væri ósanngjarnt af hálfu bankans að bera sjálfskuldarábyrgðina fyrir sig gagnvart F og var henni því vikið til hliðar með dómi.

04/04 áLit


KVÍÐI, ÁLAG EÐA ORKULEYSI?

Burnirótin hefur reynst mér mjög vel við þunglyndi og kvíða. Ég er mun hressari á morgnana og hef meira úthald og orku allan daginn og mæli hiklaust með henni. Sigþrúður Jónasdóttir

BURNIRÓTIN er talin góð gegn orkuleysi, kvíða, þunglyndi, getuleysi og streitu ásamt því að efla úthald og einbeitingu.

Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.

www.annarosa.is


áLit

þorsteinn svavar mckinstry Leiðsögumaður

kjarninn 6. mars 2014

náttúrupassinn – öflugt verkfæri Þorsteinn Svavar McKinstry skrifar um að náttúrupassinn geti leitt til framfara og hagsbóta fyrir ferðamenn

U

mræða um náttúrupassa, umferðarrétt almennings og gjaldtöku landeigenda hefur verið áberandi nokkrar undanfarnar vikur og mánuði. Hefur hún einkennst af upphrópunum ýmist vegna yfirlýsinga um væntanlega gjaldtöku landeigenda eða að nú standi til að hefta rétt almennings til umferðar um land sitt. Skiljanlega hafa landeigendur áhyggjur af þróun mála líkt og allir góðir Íslendingar. Stóraukin umferð er farin að taka sinn toll. Það sjáum við sem störfum við ferðaþjónustu og förum um þessi svæði. Mikil fjölgun ferðamanna reynir sífellt meira á innviði og náttúru ferðamannastaða og -svæða. Ferðamannatíminn hefur lengst og umferð þyngst með auknum fjölda gesta. Nauðsynlegt er að grípa til ráðstafana til að sporna við hnignun þessara staða strax. Framtíð ferðaþjónustunnar getur verið í húfi. 01/04 áLit


Upplýsingar óskast! Það hefur vantað svolítið upp á að umræðan um náttúrupassann sé upplýsandi og málefnanleg. Frá því að hugmyndin kom fyrst fram hefur lítið komið frá höfundum hugmyndarinnar um verkefnið til upplýsinga fyrir almenning. Almenningur hefur eðlilega áhuga á þessu máli og þarf upplýsingar til að geta myndað sér skoðun byggða á einhverju öðru en tilfinningum og getgátum. Umræðan hefur annars vegar farið fram í samráðshópnum um náttúrupassann og er stýrt af ráðuneytunum sem um málið fjalla og svo hins vegar í hinum ýmsu fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Ekki hefur tíðkast að rukka gjald vegna „Í stað gjaldhliða og umferðar ferðamanna á Íslandi nema þar einhver þjónusta er látinn af hendi. Þar eftirlitsmanna um sem má nefna aðgang að jarðgöngum, aðgang allar sveitir greiði að veiðistöðum (veiðileyfi) og aðgangur með ferðamenn hóflegt leiðsögn um hella svo fáein dæmi séu nefnd. gjald fyrir fram ...“ Eðlilega hrýs fólki hugur við þeim áformum að selja eigi öllum ferðamönnum aðgang að náttúruperlum landsins sem margir myndu telja sameign þjóðarinnar og fasthnýttar við sjálfsmynd og ímynd lands og þjóðar. Menn sjá fyrir sér hindranir og lokanir með gjaldhliðum og biðröðum alls staðar þar sem eitthvað er að sjá. Engin gjaldhlið – ekkert kostnaðarsamt eftirlit Náttúrupassinn er ef til vill einmitt besta lausnin til að losna við slíkar hugmyndir. Í stað gjaldhliða og eftirlitsmanna um allar sveitir greiði ferðamenn hóflegt gjald fyrir fram, til dæmis á netsíðu (óstofnaðs) náttúrupassasjóðs áður en þeir koma til landsins og hafa eftir sem áður eðlilegan aðgang að ferðamannastöðum og -svæðum, þar með töldum helstu náttúruperlum landsins. Þetta þýðir ekki að enginn geti selt aðgang að einhverju sem hann á og treystir sér til að reka samhliða náttúrupassakerfinu fyrir eigið aflafé. Slíkar hugmyndir gætu vel gengið með náttúrupassakerfinu í einhverjum tilfellum. Hins vegar gæti náttúrupassinn 02/04 áLit


komið í stað stakstæðra innheimtu heimamanna í langflestum tilvikum með tilheyrandi kostnaði og mannvirkjum. Náttúrupassakerfið myndi einfaldlega spara allan tilkostnað vegna eftirlits og innheimtu vegna kerfisins sjálfs og verða þannig hagkvæmara, öflugra og skilvirkara. nýjar hugmyndir – einfalt og skilvirkt kerfi Eins og margir aðrir hagsmunaaðilar eiga leiðsögumenn fulltrúa í samráðshópi um náttúrupassa. Á þeim vettvangi lagði Félag leiðsögumanna fram heildstæða hugmynd um náttúrupassakerfið. Þar er lögð áhersla á sjálfstæði kerfisins frá öðrum stofnunum og settar fram „Gert er ráð fyrir hugmyndir um fyrirkomulag tekjuöflunar að allir eigendur og útgreiðslu fjármuna til uppbyggingar, og reksturs ferðamannastaða og og umsjónaraðilar viðhalds -svæða. Gert er ráð fyrir að allir eigendur og ferðamannastaða umsjónaraðilar ferðamannastaða og -svæða og -svæða ættu ættu jafnan rétt til framlaga úr sjóðnum til jafnan rétt til fram- verndar og nýtingar að uppfylltum einföldum skilyrðum. Einnig má í tillögunum finna laga úr sjóðnum til leiðir til að tryggja öfluga uppbyggingu verndar og nýtingar og viðhalds á innviðum, s.s. jeppaslóða-, að uppfylltum ein- reiðvega- og göngustígakerfi, hreinlætis- og nestisaðstöðu auk upplýsinga- og leiðbeinföldum skilyrðum.“ ingaskilta og merkja svo eitthvað sé nefnt fyrir ferðamenn. Allar framkvæmdir yrðu þannig miðaðar við verndun og nýtingu náttúrufyrirbæra sem og menningarverðmæta sem finnast í náttúrunni. fræðsla, verndun, aðgengi, öryggi Í náttúrupassanum samkvæmt hugmyndum Félags leiðsögumanna liggur stórkostlegt tækifæri til framfara fyrir alla sem eiga hagsmuna að gæta í ferðaþjónustu. Er þá sama hvort litið er til nýtingar og verndunar viðkvæmra svæða sem nú þegar eru vinsælir áningarstaðir eða uppbyggingar nýrra og spennandi viðkomustaða í byggð jafnt sem í óbyggðum, í einkaeigu eða eigu sveitafélaga og eða ríkis. Með fræðslu og 03/04 áLit


uppbyggingu má eflaust opna ný svæði sem vegna skorts á aðstöðu hingað til hafa ekki þótt boðleg eða örugg. Svæði þar sem einfaldlega hefur skort fé og hvata til framkvæmda svo taka megi á móti gestum þannig að sómi sé að. Samkvæmt áðurnefndum hugmyndum Félags leiðsögumanna er lögð áhersla á að náttúrupassakerfið verði sjálfstætt, einfalt og skilvirkt. Ekkert mælir gegn því að það verði virkjað núna í sumar ef þeir sem um málið fjalla bretta upp ermarnar og koma sér saman um leikreglurnar sem eiga að gilda – annað eins hefur verið gert! Er raunverulegur ágreiningur um málið? Hvar liggur ágreiningurinn? Í fyrsta lagi eru ekki allir sammála þeirri hugmynd að gjaldtaka eigi yfirhöfuð rétt á sér þegar kemur að aðgengi að svokölluðum ferðamannastöðum og -svæðum. Í öðru lagi greinir menn á um hver eigi að innheimta slíkt gjald og hvar eðlilegt sé að innheimta það. Þá eru menn ekki á einu máli um hvernig meðhöndla eigi það fé sem innheimtist og hvernig skuli skipta því á milli stofnana, staða og svæða. Þetta er ekki ágreiningur heldur verkefni sem þarf að leysa í góðri sátt allra hagsmunaaðila. Á meðan beðið er eftir náttúrupassanum og þeim úrræðum sem í honum felast má vissulega segja að náttúran sjái um sig sjálf eins og hún hefur alltaf gert og mun alltaf gera löngu eftir að síðustu spor manna verða horfin af yfirborði jarðarinnar. Þeir sem vilja kynna sér hugmyndir Félags leiðsögumanna um náttúrupassa geta séð þær í heild á Touristguide.is og kynnt sér skýrslu Ferðamálastofu.

04/04 Álit


áLit

Unnsteinn jóhannsson og felix bergsson kjarninn 6. mars 2014

hatur er óeðli Unnsteinn Jóhannsson og Felix Bergsson skrifa um lög í Úganda sem heimila lífstíðarfangelsi hinsegin fólks

f

yrir viku samþykkti Yoweri Museveni, forseti Úganda, lög sem kveða á um lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð. Þessi lagasetning hefur hangið yfir samkynhneigðum í landinu undanfarin ár og þrátt fyrir mótmæli alþjóðasamfélagsins hefur hún nú orðið að veruleika. Hatrið hefur verið fest í lög. Það er þyngra en tárum taki að árið 2014 skuli leiðtogar og þjóðþing ráðast á minnihlutahópa með þessum hætti, að því er virðist til að styrkja stöðu sína sem leiðtogar heima fyrir. Þetta höfum við líka séð gerast í Rússlandi Pútíns svo dæmi sé nefnt. Popúlisminn er grímulaus. Það fer um mann að fylgjast með Museveni lýsa yfir að honum þyki hinsegin fólk vera „ógeðslegt“ og að alþjóðasamfélagið eigi ekki að skipta sér af því sem komi því ekki við. Hatrið er stutt trúarkenningum og kreddum. Maður hlýtur að spyrja sig hvað það sé sem rekur fólk í valdastöðum áfram til að stunda nornaveiðar af þessu tagi. 01/02 áLit


Þetta vekur líka spurningar um eðlið og óeðlið sem þessir einstaklingar virðast hafa á heilanum. Er ekki hreint og klárt óeðli að dæma fólk í lífstíðarfangelsi fyrir það eitt að elska? Má ekki líka telja það til óeðlis að dæma móður eða föður í fangelsi fyrir að upplýsa ekki yfirvöld um ástartilfinningar barnanna sinna? Við hvað eru þessir sendiboðar hatursins svona hræddir? Þegar lönd eins og Úganda fá að komast upp með það að setja þvílík ólög á hinsegin fólk mun þessi hatursáróður berast víða. Fordæmið er sett og mun setja hrinu harmleikja af stað. Ástandið mun versna. Nú þegar hefur forseti Simbabve, Robert Mugabe, hótað að setja sambærileg „Má ekki líka telja lög í sínu heimalandi. Það ætti ekki að koma það til óeðlis að á óvart því Mugabe hefur ekki sparað stóru orðin þegar kemur að hinsegin fólki. Hatrið dæma móður eða er yfirgengilegt. Óskiljanlegt. föður í fangelsi Það er kominn tími til að standa upp og láta systkini okkar í Úganda, Nígeríu fyrir að upplýsa og Simbabve vita að þau eru ekki ein. Þau ekki yfirvöld um eru ekki gleymd, heldur erum við að safna ástartilfinningar kröftum og viljum koma að því að styðja barnanna sinna?“ baráttu þeirra fyrir mannréttindum þeirra. Við vitum hverju baráttan hefur skilað hér heima. Við verðum líka að muna að hér er um líf einstaklinga að ræða. Þetta er ekki bara einhver „hópur“ út í bæ. Þetta eru raunverulegar manneskjur. Þau bera nöfn. Þetta gætu verið börnin þín, foreldrar þínir, frændi, frænka eða vinur. Við hvetjum alla til að mæta á Tónleika með tilgang í Hörpu á fimmtudagskvöld. Mætið með fjölskylduna og njótið þess að hlýða á Siggu Beinteins og Stjórnina, Sykur, Pál Óskar, Retro Stefson, Bjarna Snæbjörnsson og Siggu Eyrúnu. Saman skulum við senda þau skilaboð til Museveni, Pútín, Mugabe og annarra stjórnarherra að hatursáróður þeirra og mannréttindabrot séu óásættanleg. Stöndum með vinum okkar í Úganda og réttindum þeirra til lífs. Að lokum hvetjum við alla til að ganga í Amnesty International og Samtökin 78. Stöndum með mannréttindum. 02/02 áLit


Sigurkarl Eiríksson, áður til heimilis að Stekkjartúni, Akureyri.

EKKERT BARN ÆTTI AÐ VERA Í FLÓTTAMANNABÚÐUM

Sendu sms-ið BARN í númerið 1900 og gefðu 1.900 krónur Víða um heim búa börn við ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. Þau þurfa öryggi og skjól – rétt eins og öll börn. Framlag þitt hjálpar UNICEF að veita flóttabörnum á átakasvæðum lífsnauðsynlega aðstoð. Hjálpumst að við að gæta að velferð barna í neyð. UNICEF ber engan kostnað af birtingu þessarar auglýsingar.


pistiLL

hafsteinn hauksson hagfræðingur

kjarninn 6. mars 2014

gripasýningar og fjöldaspeki Hafsteinn Hauksson veltir fyrir sér Óskarsverðlaununum, fjöldaspeki hagfræðinnar og hvernig hún birtist okkur á markaði.

á

rið 1907 bauðst gestum á gripasýningu í enska bænum Plymouth að taka þátt í eins konar happdrætti. Fyrirkomulag þess var raunar alvanalegt, en flestir hafa sennilega einhvern tímann tekið þátt í svipuðum leik. Á sýningunni var stórt og stæðilegt naut á palli, en leikurinn fólst í því að geta upp á hversu þungur skrokkur nautsins yrði að slátrun þess lokinni. Um 800 gestir gripasýningarinnar, bæði sérfræðingar í nautgriparækt og leikmenn, tóku þátt og gerðu sitt besta til þess að hitta á réttu þyngdina, enda vegleg verðlaun í boði. Þegar í ljós kom að einn þátttakandinn hafði hitt skrambi nærri réttri þyngd skrokksins varð þó hvorki uppi fótur né fit; það er nánast óhjákvæmilegt að einhver grísi nálægt rétta svarinu þegar svo margir taka þátt, án þess að það segi endilega mikið um hæfileika þátttakendanna – ekki satt? Það merkilegasta við ágiskanir þeirra kom því ekki í 01/04 pistiLL


ljós fyrr en breski fjölfræðingurinn Francis Galton hóf að rannsaka dreifingu svaranna. Hann fékk svarspjöld allra þátttakenda afhent að leiknum loknum og raðaði þeim í rétta röð frá þeim sem taldi skrokkinn léttastan til þess sem taldi hann þyngstan. Það sem kom Galton í opna skjöldu var ekki að einum þátttakandanum skyldi hafa tekist að grísa á nokkurn veginn rétta þyngd, heldur að hópnum í heild hafði nánast tekið að spá fyrir um hana upp á kílógramm. Svör þátttakenda mynduðu tiltölulega snyrtilega bjölludreifingu umhverfis miðgildið 547 kíló – sem reyndist aðeins 0,8% frá þeim 543 kílóum sem nautið vó í raun! besta vitund Það ótrúlega er að þessi fjöldaspeki var ekki bundin við 800 hræður á gripasýningunni í Plymouth 1907, heldur hafa rannsóknir og tilraunir ítrekað sýnt að hópur „Það er til dæmis fólks, sem tekur sjálfstæðar ákvarðanir á alræmt hversu grundvelli bestu vitundar, hefur tilhneigingu til að komast að réttari niðurstöðu sem erfiðlega fjár- heild en hver einstaklingur innan hópsins er festum gengur að að jafnaði fær um. Það er til dæmis alræmt ávaxta pund sitt hversu erfiðlega fjárfestum gengur að ávaxta pund sitt betur en sem nemur hækkun markbetur en sem nemur aðsvísitalna með því að veðja á stök fyrirhækkun mark- tæki, því markaðsverð þeirra (sameiginlegt aðsvísitalna ...“ mat allra fjárfesta á markaðnum á verðmæti fyrirtækjanna) er sjaldan rangt. Þessi eiginleiki verðmyndunarkerfisins (þ.e. markaðsaflanna sem ráða því hvað hlutirnir kosta), að geta sameinað þekkingu og skoðanir mikils fjölda þátttakenda í eina tölu, verð, er reyndar helsta ástæða þess að margir hagspekingar aðhyllast markaðsskipulagið sem slíkt. Af þessum sökum fullyrti Nóbelsverðlaunahafinn Friedrich Hayek til dæmis að ef verðmyndunarkerfið væri afleiðing meðvitaðrar hönnunar, en ekki árþúsundalangrar þróunar, væri það talið stórkostlegasta uppfinning mannkynssögunnar. En þótt röksemdafærslan fyrir því að verð sé „rétt“ sé sannfærandi 02/04 pistiLL


getur verið erfitt að færa á það sönnur. Þar kemur til kasta Óskarsverðlaunanna sem afhent voru um síðustu helgi. Nú klórar sér kannski einhver í hausnum, því afhending Óskarsverðlaunanna er hvergi verðlögð – eða hvað? Það má nefnilega líta á stuðla hjá veðbönkum sem verðlagningu á sigurlíkum mynda í mismunandi flokkum. Veðbankarnir hreyfa enda við stuðlunum í takti við það hversu margir veðja á hverja mynd, til þess að tryggja að tap þeirra sem veðja rangt nægi örugglega til þess að greiða út vinninga til þeirra sem veðja rétt. Stuðlarnir ættu því á endanum að endurspegla sameiginlegt mat allra fjárhættuspilara á sigurlíkum myndanna. spámarkaðurinn Til þess að ljá veðmöngurum örlítið virðulegri blæ hafa hagfræðingar tekið upp á því að kalla veðmálastarfsemi „spámarkaði“ (e. predictive markets), en einn þeirra, David Rothschild, tók upp á því að kanna hversu „Í ljós kom að vel þessum spámörkuðum tókst að verðleggja sigurlíkurnar á Óskarsverðlaunaspámarkaðirnir, þ.e. hátíðinni 2013. Í ljós kom að spámarkaðirnir, stuðlar veðbanka, þ.e. stuðlar veðbanka, höfðu almennt mun höfðu almennt betra forspárgildi en t.d. mat sérfræðinga tölfræðilíkön sem byggðu á frumþáttum mun betra forspár- eða eins og tekjum myndanna eða verðlaunagildi en t.d. mat fjölda þeirra. Með þessa þekkingu að vopni notaði sérfræðinga eða Rothschild stuðla veðbanka til að reikna tölfræðilíkön ...“ líkur á sigri kvikmynda í öllum 24 flokkunum fyrir verðlaunaafhendinguna sem fram fór á sunnudag. Það er skemmst frá því að segja að með fjöldaspekina í farteskinu tókst honum að spá rétt fyrir um sigurmyndina í 21 flokki, þar af öllum aðalflokkunum, en einu flokkarnir sem hann klikkaði á voru bestu leikna og teiknaða stuttmynd, og heimildarmynd í fullri lengd. Ekki var nóg með það, heldur mat hann sigurlíkurnar að meðaltali um 85%, svo að 21 rétt ágiskun af 24 bendir til þess að líkurnar hafi verið nokkuð rétt metnar. 03/04 pistiLL


Í óformlegri þakkarræðu sinni þakkaði hann spámörkuðum fyrir að safna saman fjöldaspeki með skilvirkum hætti. Undirritaður þurfti að læra þessa lexíu á erfiða mátann en hefði hann nú aðeins treyst fjöldaspekinni betur en eigin speki stæði núna dágóður rauðvínspottur debetmegin á efnahagsreikningnum í stað bokkufærslunnar kreditmegin. En það kemur Óskar eftir þennan – og þá verður fjöldinn með mér í liði!

04/04 pistiLL


kjarninn 6. mars 2014

01/05 lífsstíll

skapa fötin fjallgöngumanninn? Páll Ásgeir Ásgeirsson fjallaleiðsögumaður fjallar um hvernig hægt er að græja sig vel til útivistar án þess að fara á hausinn.

LífsstíLL Páll Ásgeir Ásgeirsson Leiðsögumaður

h

eimur þeirra sem fást við útivist og fjallgöngur er í rauninni lítill menningarkimi eða tiltekin vistarvera í samfélaginu. Þangað flykkjast þeir sem vilja fást við þetta áhugamál, skilgreina það sem lífsstíl sinn og samþykkja þau lífsgildi og það verðmætamat sem þar liggur til grundvallar. Í slíkum heimum getur ríkt fullkomið frelsi en þar geta einnig gilt strangar reglur um framkomu og klæðaburð. Sérhæfður búnaður verður auðveldlega forsenda þess að maður fáist við eitthvert áhugamál eða lífsstíl þótt tiltölulega skammt sé síðan slíkar vörur urðu fáanlegar. Menn gengu á 01/05 LífsstíLL


fjöll í byrjun aldarinnar í fatnaði sem í dag væri helst talinn sérviskulegur götufatnaður og varla hentugur til fjallgangna, s.s. lágum leðurskóm, hnébuxum og jakka. Í dag notar fólk tiltekinn sérframleiddan fatnað og búnað til þess að gefa til kynna að það tilheyri hópi þeirra sem fara til fjalla hvernig sem viðrar og kalli ekki allt ömmu sína – nema náttúrulega ömmu sína. Sumt er algerlega nauðsynlegt en annað er háð tískusveiflum stundarinnar. sérútbúinn til fjalla Að sjálfsögðu er afskaplega þægilegt að halda til fjalla í vönduðum leðurskóm og sérhönnuðum göngusokkum. Næst sér er göngumaður í þunnum ullarnærfötum, langerma treyju með uppháum kraga og þar utan yfir hæfilega þykkum jakka úr flísefni, þunnum og léttum á „Í dag notar fólk tiltekinn sér- sumardegi en þykkum á vetrarhugsanlega með þéttu ytra framleiddan fatnað og búnað til þess degi, lagi til að stöðva vindinn og að gefa til kynna að það tilheyri hópi léttum göngubuxum úr þéttu þeirra sem fara til fjalla hvernig sem vindstöðvandi efni sem í senn viðrar og kalli ekki allt ömmu sína halda manni heitum en anda vel og veita svita og hita út. – nema náttúrulega ömmu sína.“ Ysta lagið er síðan buxur og úlpa úr þriggja laga öndunarefni sem ver göngumanninn gegn úrkomu en veitir heitu lofti út og kemur þannig í veg fyrir að maður blotni af uppsöfnuðum svita. Í þurru veðri er þessi galli líklega í bakpokanum en verður að teljast ómissandi því fár kann sig í góðu veðri heiman að búa. Göngumaður er með góða ullarhúfu, kannski með flíslagi innan undir ullinni. Hann er með aðra léttari húfu í bakpokanum. Hann er með buff eða klút um hálsinn sem bregða má fyrir vitin í skafrenningi eða kulda eða setja yfir húfuna sem aukalag gegn vindi og kulda. Hann er með vandaða ullar- eða flísvettlinga og líklega með sérstakar vind- og vatnsþéttar lúffur í bakpokanum til að draga yfir hendur sér 02/05 LífsstíLL


þegar veður gerast sérlega erfið. Auk þess er hann líklega með þunna vettlinga meðferðis til að hafa þegar veður er gott. Göngumaður er með vandaðan 30-35 lítra bakpoka meðferðis. Þar er varafatnaður, nesti í boxi og stálbrúsi með heitum drykk og vatnsflaska. Þar eru hálkubroddar, setmotta, legghlífar, sjónauki, myndavél, skíðagleraugu til nota í skafrenningi og hríð, sólgleraugu til varnar sól og eitt og annað smálegt sem nauðsynlegt getur talist. Göngumaður er líklega með vandaða göngustafi í höndum og GPS-tæki í vasanum.

1992 Höfundur í Landmannalaugum vorið 1992 í áhugaverðum samtíningi fatnaðar að leggja af stað á Laugaveginn. Legghlífarnar eru heimasaumaðar.

góðir skór lykilatriði Sá sem gengur inn í útivistarbúð og á ekkert af því sem hér er talið upp gæti gengið út 450-550 þúsund krónum fátækari. Rétt er að samt að hafa í huga að flest af því sem talið er upp hér að framan hefur langan endingartíma og þess vegna gefa flestir útivistarmenn sér góðan tíma til þess að eignast það sem þá langar í. Góðir skór eru fremst í röðinni yfir það sem nauðsynlegt er að eiga. Það skulu vera öflugir leðurskór, nokkuð stífir með góðum stuðningi við ökklann. Þess háttar skór eru til frá mjög mörgum framleiðendum en Scarpa og Meindl hafa mesta útbreiðslu á Íslandi. Sá sem á góða skó getur vel klætt af sér kulda með ýmiss konar fatnaði þótt hann sé ef til vill farinn út tísku. Heimaprjónaðir ullarvettlingar kosta lítið og flestir eiga lopapeysur sem eru hreint dásamlegur fatnaður því ullin heldur öllum sínum góðu eiginleikum hvað 03/05 LífsstíLL


2012 Ný föt en sami maður 20 árum síðar.

sem líður tískusveiflum. Það sem mann „langar í“ og það sem maður þarf er ekki alltaf sami hluturinn. Það er hægt að kaupa sérstakar vatnsflöskur frá heimsfrægum framleiðanda fyrir 5-10 þúsund krónur en þær gera ekkert sem tóm gosflaska gerir ekki jafn vel. Þannig er hægt að skapa sér sína línu í fatnaði og ná að ýmsu leyti svipuðum árangri og hægt væri með hefðbundnum innkaupum. Þannig sendir maður einnig frá sér þau skilaboð að maður fari sínar eigin leiðir og fjúki ekki sem eitt lauf í vindi tískusveiflna og auglýsinga. Auðvitað er einnig hægt að fara í hina áttina og leggja áherslu á að klæðast fatnaði sem Everestfarar og pólfarar væru fullsæmdir af. gamall búnaður merki um reynslu Mörgu fjallafólki finnst eftirsóknarvert að eiga gamlan og slitinn búnað og fatnað. Svellþæfð lambhúshetta úr ull hefur það fram yfir góða flíshúfu með heimsþekktu vörumerki að 04/05 LífsstíLL


hún sýnir að viðkomandi er ekki byrjandi. Legghlífar frá Tjaldborg á Akureyri upplitaðar af sól eru ekki bara góðar legghlífar heldur líka tákn um reynslu og garpskap. Bakpoki sem var einu sinni rauður en er nú fölbleikur og snjáður af lamstri veðra og brenndur af sól gegnir hlutverki sínu en staðfestir líka að eigandinn hefur víða farið. Fjölmörg vörumerki í útivistarfatnaði fást á Íslandi og sum þeirra með íslenska kennitölu, eins og 66N, ZO-On og Cintamani. Hér eru einnig grónar verslanir sem selja merki eins og The North Face, Marmot, Black Diamond, Scarpa, Meindl, Ortovox, Garmin, Vango, Mammut, Mountain Hardware, Haglöfs, Fjällräven, Karrimor og Arc‘teryx svo aðeins fáein séu nefnd. Ekki þarf mikla leit á neti til þess að komast að því að margt af því sem framleitt er fyrir útivistarfólk og fjallgöngumenn hér og þar í heiminum sést aldrei á Íslandi. Það er þess vegna ekki útilokað að fá megi úrvals fatnað í verslunum erlendis þótt enginn hafi séð viðkomandi merki. Kjarni þeirra skilaboða sem hér er reynt að senda nýgræðingum í útivist er að vel er hægt að búa sig til fjalla án þess að taka sérstakt lán til þeirra fjárfestinga. Best er að byrja á skónum, síðan kemur þokkaleg úlpa og hlífðarbuxur og síðan safnast smátt og smátt í sarp og fataskáp göngugarpsins og hver og einn finnur hvað hentar honum best.

05/05 LífsstíLL


kjarninn 6. mars 2014

01/01 græjur

WHatsapp salóme guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Klak/ Innovit „Ég nota iPhone 5.“

Hægt að búa til hópa og senda á milli texta, myndir og vídeó. Ég nota þetta líka mikið til að vera í sambandi við vini mína erlendis.

nike training CluB Alls konar æfingaprógrömm með leiðbeiningum og hvatningu frá þjálfara. Ég nota þetta í hverri viku.

tækni Samsung Galaxy S5 snjallsíminn

Hin árlega heimsráðstefna farsímageirans fór fram í Barcelona í síðustu viku. Ein stærstu tíðindin af henni voru líkast til kynning á nýja Samsung Galaxy S5 símanum. Hann var kynntur samhliða Samsung Gear 2 snjallúrinu. Þetta nýja flaggskip kóreska farsímarisans, og Android-notenda í heild sinni, á að vera svar hans við símum á borð við HTC One, Sony Xperia Z2 og Google Nexus 5. S5-síminn þarf að fylla upp í stór spor. S4-síminn hefur verið óhemjuvinsæll. 01/01 græjUr

Wunderlist Allir hlutir sem ég þarf að muna að gera eða kaupa fara þarna inn um leið og þeir poppa upp í kollinum.


kjarninn 27. febrúar 2014

01/06 vísindi

samruni manns og vélar

Heiða María Sigurðardóttir fjallar um þá fínu línu sem skilur á milli þess að lagfæra og umbreyta líkama fólks með aðstoð véla

vísindi Heiða María Sigurðardóttir Doktor í taugavísindum

d

ie Mensch Maschine Halb Wesen und halb Ding.“ Svona sungu helstu frumkvöðlar raftónlistar vélrænum röddum um mannvélina sem bæði var lifandi vera og dauður hlutur. Ég ræddi við dr. Carlos Vargas-Irwin, sérfræðing á sviði samskipta heila og vélar (e. brain-machine interfaces), um hversu stutt er í að þessi hugmynd verði að veruleika. af hverju ætti að tengja saman mann og vél? hefur hið lífræna og hið vélræna nú þegar runnið saman? Já, það verður æ algengara að hafa einhvers konar vélar inni 01/06 vísindi


dr. vargas-irwin Carlos Vargas-Irwin er sérfræðingur á sviði samskipta heila og vélar. Hann segir siðferðilega þáttinn helstu hindrunina þegar kemur að samþættingu mannslíkamans við vélar af ýmsu tagi.

í líkamanum. Ekki alls fyrir löngu hefði flestum fundist það vægast sagt mjög framandi hugmynd að græða vél í brjósthol fólks. Nú til dags eru gangráðar hluti af hefðbundinni meðferð við vissum hjarta- og æðasjúkdómum. Milljónir heyrnarskertra um allan heim hafa einnig gengist undir kuðungsígræðslu sem notuð er til þess að breyta hljóðum í rafboð í taugakerfinu. hvað með að beintengja vélar við heilann í fólki? Ég held að við séum flest viðkvæm fyrir hugmyndinni um að beintengja vélar við heilann í okkur, enda er ekkert annað líffæri eins nátengt sjálfsmyndinni. Samt sem áður er þegar farið að nota djúpheilaörvun (e. deep brain stimulation) í meðferð hundraða þúsunda manna við hreyfiröskunum, til 02/06 vísindi


dæmis parkinsonsveiki. Það eru líka til annars konar „heilagangráðar“ sem nema og leiðrétta óeðlilega heilastarfsemi eins og flog hjá flogaveikum. Þróun taugahreyfistoðtækja (e. neuromotor prosthetics) lofar einnig góðu. Markmiðið er að nema heilavirkni sem undir venjulegum kringumstæðum er notuð til að stjórna líkamshlutum eins og fingrum og höndum og nota hana í staðinn til þess að stýra manngerðum vélum. Með þessari tækni er hægt að gera lömuðu fólki kleift að stjórna stoðtækjum með huganum. hvernig er þetta yfir höfuð gert? Það er til dæmis hægt að nema rafvirkni í heilanum með því að festa skynnema á höfuðið. Með þessari aðferð er samt aðeins hægt að hlusta „Markmiðið er að nema heilavirkni á samanlagða virkni frá tugum þúsunda taugafrumna, sem undir venjulegum kringum- þannig að maður fær bara stæðum er notuð til að stjórna líkams- grófa mynd af því sem er að hlutum eins og fingrum og höndum gerast í heilanum. Með því koma skynnemum fyrir á og nota hana í staðinn til þess að að yfirborði heilans er hægt að stýra manngerðum vélum.“ hlusta á smærri hópa taugafrumna, og með því að græða skynnema inn í sjálfan heilann er hægt að nema virkni í einstökum taugafrumum. geturðu kannski útskýrt þetta með dæmi? Já, reyndu til dæmis að sjá fyrir þér að það sé búið að hengja upp hljóðnema víðs vegar yfir íþróttaleikvangi. Ef þeir eru hátt á lofti geta þeir numið hrópin í öllum áhorfendum en hljóðin blandast öll saman. Ef hljóðnemarnir eru færðir aðeins neðar er hægt að skilja að nokkra mismunandi hópa fólks, og ef maður færir nemana enn nær getur maður greint í sundur raddir einstakra áhorfenda. Ímyndaðu þér svo að þú ætlir að reyna að komast að því hvað gerist í fótboltaleik með því einu að hlusta á hljóðin sem 03/06 vísindi


tekin eru upp. Upplýsingarnar sem þú færð um leikinn fara mjög mikið eftir því hvar nemarnir eru staðsettir. Meira að segja tímasetningar eru ólíkar eftir því hvort þeir eru nær eða fjær; þegar raddir margra manna renna saman í eitt tekur það þig lengri tíma að átta þig á því að eitthvað hafi gerst í leiknum nema þá að allir hrópi og öskri það sama á sama tíma. Samskipti heila og vélar byggjast á svipuðum grundvallarreglum. Þegar nemarnir hlusta á samanlagða taugavirkni frá mörgum heilafrumum er kannski hægt að greina á milli þess hvort manneskja ætli sér að færa hönd eða fót. Þegar hver nemi hlustar á færri taugafrumur er oft hægt að fá nánari upplýsingar, til dæmis hvernig manneskjan hyggst hreyfa tiltekna fingur. ætti eingöngu að nota þessa tækni sem meðferð við sjúkdómum eða röskunum? hvað með heilbrigt fólk sem vill betri eða næmari skynfæri eða aukna getu? Það er eiginlega ekki til neitt gott svar við þessari spurningu því enn sem komið er fellur tæknin í skugga „vélbúnaðarins“ sem við fengum frá náttúrunnar hendi. Ég held samt að það sé ekki langt í að gervilimir verði betri en útlimir sem gerðir eru úr holdi og blóði. Oscar Pistorious, sem missti báða fætur ungur að aldri, þurfti til dæmis að gangast undir alls konar prófanir til að ganga úr skugga um að gervifætur hans [sem íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur framleiðir, innskot Heiðu Maríu] veittu honum ekki ósanngjarnt forskot á aðra keppendur á Ólympíuleikunum árið 2012. Þetta sýnir hvað við erum komin ótrúlega nálægt þeirri fínu línu sem skilur á milli þess að lagfæra og að umbreyta eða betrumbæta líkama fólks. vakna ekki ýmsar siðferðislegar spurningar þegar vélar skjóta móður náttúru ref fyrir rass? Jú, algjörlega. Ætti manneskja með eðlilega sjón að eiga þess kost að láta græða í sig tæki sem gerði henni kleift að sjá innrautt ljós? Hvað með gervilimi sem þreytast aldrei og eru sterkari en venjulegir útlimir? Ef ég væri til dæmis fastur 04/06 vísindi


í brennandi húsi yrði ég örugglega mjög feginn ef slökkviliðsmennirnir hefðu slíkan búnað. Auðvitað er líka hægt að láta sér detta í hug alls konar tilfelli þar sem hægt væri að misnota svona tækni. Við þurfum að ræða um þessa hluti til þess að hægt sé að setja um þetta lög og reglur. hver er framtíð þessarar tækni? getum við búist við að mannvélar gangi á meðal okkar í nánustu framtíð? Taugahreyfistoðtæki eru enn sem komið er ekki fáanleg á opnum markaði en meðferðarprófun eins og BrainGateverkefnið lofar mjög góðu. Það að stjórna vélum með hugsunum einum saman er ekki lengur bundið við vísindaskáldskap. Næstu skref eru að gera allan vélbúnað smærri í sniðum og gera tækjastillingu sjálfvirka þannig að hægt sé að treysta því að fólk geti stjórnað tækinu heima í stofu án þess að rannsakendur komi þar nálægt. Það er þegar búið að þróa þráðlausa senda þannig að boð frá heila geta borist til vélarinnar án þess að manneskjan þurfi að vera tengd við hana gegnum snúrur. Það á svo örugglega eftir að nota þessa tækni í bland við svokallaða starfræna vöðvaörvun (e. functional muscle stimulation) en þannig mætti endurtengja heila lamaðra við þeirra eigin vöðva og veita þeim aftur stjórn á eigin líkama. Mér finnst nokkuð líklegt að ég eigi eftir að sjá það gerast áður en ég dey að mænuskaddaðir endurheimti hreyfigetu og sjálfstæði sitt. Eins og ég lít á það er helsta markmiðið að þróa tækni sem bætir líf fólks. Nákvæmlega hvað í því felst getur verið mjög persónubundið. Fullt af heilbrigðu fólki gengst nú þegar undir skurðaðgerðir til þess eins að breyta útliti líkama síns. Reikna má með að ágræðsla gervilima og gerviskynfæra og annarra slíkra tækja eigi eftir að aukast til muna. þetta gæti allt gerst í nánustu framtíð, en hvað með fjarlæga framtíð? hvernig væri slíkt samfélag? Kannski verður það einhvern tíma þannig að við hættum að skilgreina okkur út frá líkama okkar og förum að skilgreina 05/06 vísindi


ítarEfni Kraftwerk – Die Mensch Maschine Myndband á YouTube

BrainGate-verkefnið Heimasíða verkefnisins

Lífvélin Neil Harbisson Fyrirlestur á TED

Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið

okkur út frá heilanum í okkur; líkaminn er bara skel sem við getum skipt um að vild rétt eins og við skiptum um föt nú til dags. Væri það kannski stöðutákn að geyma heilann í nýjustu lífvélinni (e. cyborg)? Hvað með að fá sér líkama sem lítur alls ekki út eins og mannslíkami, kannski frekar eins og dýr eða eitthvað allt annað? Skilgreiningin á því sem gerir okkur að manneskjum gæti orðið mjög á reiki. Vélrænar og lífrænar umbætur gætu leitt til einhvers konar tæknidrifinnar tegundamyndunar. Við þrífumst á því að fara ótroðnar slóðir, rannsaka hið óþekkta og láta hugann reika. Kannski verður það að stýra eigin tegundarþróun stærsta verkefnið sem mannkynið mun takast á við. Möguleikarnir eru ótrúlegir! Það er bráðnauðsynlegt að halda uppi virkri umræðu um þessi mál til þess að búa okkur undir öll þau siðferðislegu álitaefni sem fylgja svona framtíðarsýn. Þar gegnir vísindaskáldskapur að mínu mati lykilhlutverki með því að gefa okkur kost á að skyggnast inn í annan heim, sem með degi hverjum verður æ líkari okkar eigin raunheimi.

06/06 vísindi


kjarninn 6. mars 2014

01/05 TónlisT

Ef bubbi hefði keppt í idol Snæbjörn Ragnarsson tónlistarmaður veltir fyrir sér söngvurum úr öllum áttum tónList Snæbjörn Ragnarsson tónlistarmaður

é

g er ekki mikill aðdáandi sönghæfileikakeppna á borð við öll þessi Idol, The Voice, Land að eigin vali Got Talent, og hvað þetta heitir nú allt saman. Það sem ég sé er bransastýrðar peningamaskínur sem róa að því að steypa söngraddir og sviðsframkomu fólks í svipuð mót. Þetta er auðvitað alhæfing sem er hvorki fullnægjandi eða fullsönn, því oft og tíðum ná þeir keppendur lengst sem hafa eitthvað umfram þetta umrædda norm. Hafa þennan fjandans X Factor sem allir þykjast leita að, og í úrslitin komast engir sem ekki eru frábærir söngvarar, svo mikið er víst. Já, því er ekki að 01/05 tónList


neita að staðallinn er ansi hár en að sama skapi er hann líka óskaplega einsleitur þar sem hugtakið „frábær söngvari“ að mati Simon Cowell og félaga nær ekkert yfir neitt ofboðslega flókna flóru listamanna. Vitanlega á ekki hver sem er að komast í úrslit í svona keppni því auðvitað eru sumir góðir og aðrir vondir. En sagan á ekki að enda þar. Hér ætla ég því að tína til nokkra listamenn sem hefðu aldrei komist lengra en í eineltisþætti Idolsins, (þessa ofbeldisfullu undanþætti áður en hin eiginlega keppni hefst sem snúast „Hvað ef eftirtaldir hefðu farið í mestmegnis um að hlæja að lítilslíkan hæfileikaþátt, fengið höfnun magnanum, laglausu fólki og sérstöku, og líma svo átakanlegustu og ákveðið að enda ferilinn þar?“ myndbrotin upp um alla veggi internetsins þar sem við pössum upp á að enginn fái nokkurn tímann að gleyma) en eru í dag stórkostlega vel metið tónlistarfólk. Hvað ef eftirtaldir hefðu farið í slíkan hæfileikaþátt, fengið höfnun og ákveðið að enda ferilinn þar? Til að hafa þetta spennandi ætla ég ekki að fara mjög langt frá meginstraumnum og undanskil því tónlistarfólk sem telst of langt úti á jaðrinum. Öfgametalsöngvarar, rapparar og fleiri komast því ekki að, það væri hreinlega efni í nýjan pistil. Og allt er þetta vitanlega eftir mínum geðþótta.

Patti Smith – Because the Night

patti smith Það er frábært að byrja þetta á Patti Smith, þar sem það ætti að vera mjög auðvelt að afgreiða hana hratt og örugglega sem afleita söngkonu. Hún er varla nema passlega lagviss, hefur dyntótta söngrödd sem hún virðist ekki ráða alveg við og hálfbrestur oft ámátlega og jafnvel skringilega. Ofan á það dritar hún svo orðunum kæruleysislega frá sér eins og hún nenni alls ekki að vera söngkona, hefur ljótan framburð og er í skásta falli þokkalegur þorrablótsraulari.

02/05 tónList


Tom Waits – I Hope That I Don‘t Fall In Love With You

tom Waits Tom Waits var 24 ára þegar hann gaf út fyrstu plötu sína og þá strax hljómaði hann eins og hann væri með umgangspest. Núna, rúmum 40 árum síðar, hefur pestin breyst í bronkítis með snert af svartadauða og stundum er ómögulegt að greina tón innan úr skruðningunum sem maðurinn ryður upp úr sér. Þegar hann er rólegri virðist hann varla ráða við að halda skikkanlegum tóni og úr verður einhvers konar jarm. Það jarm er þó óútreiknanlegt og virðist hafa þroskast með honum. Eitt sinn var hann lamb, nú er hann fúahrútur.

Emiliana Torrini – Jungle Drum

Emilíana torrini Emilíana hljómar eins og barn. Eða kannski meira eins og tilgerðarlegur, fullorðinn einstaklingur að syngja eins og barn. Sem er talsvert verra. Hún sigraði reyndar í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 1994 en þá var hún líka barn í alvörunni svo það slapp til. Núna hljómar hún eins og hressi leikskólakennarinn sem er alltaf á leiðinni að fara að gefa út plötu með hjálp vina sinna. Ekki að ég ætli að tala illa um svoleiðis söngvara sem heild, en svoleiðis söngvarar komast samt ekki í gegnum netið í The Voice. 03/05 tónList


jónsi Álfasöngvarinn í Sigur Rós syngur eins og einhver hafi blandað svolitlu af helíumi út í söngloftið hans. Hann gerir sig mjög illa skiljanlegan, svo illa að maður getur ekki alltaf verið viss um hvort hann er að syngja íslensku Sigur Rós – Flugufrelsarinn eða sitt eigið heimatilbúna Sigur Rósar-tungumál. Á djúpu tónunum brakar í honum, sennilega vegna þess að hann nær ekki svona djúpt niður, og oftar en ekki dettur hann upp úr háu tónunum líkt og hann sé andstuttur og móður. Kannski eru álfalungu bara ekki stærri en þetta.

Portishead – Glory Box

beth gibbons Söngkona Portishead er ein óáhugaverðasta söngkona veraldar. Hún hefur einn stíl sem hún bregður varla frá og allt virðist ganga út á að gera sem allra minnst. Raddstyrkurinn liggur nálægt hvísli nema í einstaka átakakafla þar sem Gibbons missir sig í geðshræringu, sem svo aftur kemur undantekningalítið mjög illa niður á gæðum söngsins. Þannig liggur svið hennar frá því að vera tíðindalaust yfir í að vera klaufalegt. 04/05 tónList


The Cure – Boys Don‘t Cry

robert smith Það er eiginlega mjög auðvelt að ímynda sér að Robert Smith, söngvari The Cure, sé að gráta frekar en syngja. Ofan á það grætur hann iðulega um eitthvað sérlega grátlegt svo allt verður enn átakalegra fyrir vikið. Hann heldur illa utan um atkvæðin og skemmir grúfið oft að því er virðist viljandi, heggur og dregur til skiptis á fremur ósmekklegan hátt. Og stundum býr hann til hávaða á innsoginu, sennilega bara til að vera óþolandi. Ég fæ oft á tilfinninguna að hann hljóti að vera sjúklega þurr í munninum.

björk Já, hún. Hún hljómar eins og engin önnur söngrödd í veröldinni og ég veit að ég er að fara út á örlítið hálan ís með að hafa hana hér í upptalningunni. Það er meira að segja ennþá til fólk sem þolir hana alls ekki, en svo eru vitanlega allir hinir sem dýrka hana og dá. Það er ekki gott að The Sugarcubes – Birthday segja hvar Sykurmolaútgáfan af Björk hefði lent eftir geðþóttaákvarðanir dómaranna, en ef hún hefði komist áfram í X-Factor hefði hún farið þá leið sem einhvers konar Wild Card. Enda ekkert skrýtið, hún er eins og enginn annar. En hún hefði líka getað dottið út.

Bubbi Morthens – Stál og hnífur

Fjölmargir söngvarar og fjölmargar söngkonur komu til álita við gerð þessa pistils og hér er Spotify-listi. Listinn er opinn og býð ég öllum að bæta við hann.

bubbi Ég gæfi háar fjárhæðir fyrir að geta látið 1980-útgáfuna af Bubba flytja Stál og hníf fyrir 2014-Idol-dómaraútgáfuna af Bubba og fá síðan að hlusta á orðaskiptin eftir á. 2014-Bubbi myndi vitanlega ekki hleypa stráknum áfram því hann hljómar jú eins og vandræðaunglingur í mótþróa sem hefur búið aðeins of lengi með foreldrum sínum erlendis og misst valdið á móðurmálinu. Hann er falskur og hjáróma, rennir sér upp og niður í tóna og hljómar oft frekar sem predikari en söngvari. Og er alltaf með dólg. Þeir báðir reyndar. Gleymið því ekki næst þegar þið horfið á sjónvarpsþátt af þessu tagi að umræddar keppnir eru ekki keppni í söng, þær eru keppni í „svona“ söng. 05/05 tónList


kjaftæði

dóri dna grínisti

heimskingjar, lygarar og þrjótar Dóri DNA skrifar um forystu þjóðarinnar, kjördæmaföndur, áburðarverksmiðjur og viðeigandi dæmisögur.

t

ölum aðeins um forystu þjóðarinnar. Utanríkisráðherra vill stjórna því hvernig viðtöl við hann eru klippt. Honum finnst manípúlering upplýsinga og fjölmiðla vera eðlilegur hlutur. Í hvert skipti sem hann opnar á sér munninn í viðtölum líður mér eins og ég sé í flugvél og flugstjórinn hafi tilkynnt það í hljóðnemann að hann kunni ekki á vélina. Sami maður gaspraði þannig á þinginu að hefði það gerst einhvers staðar annars staðar en á Alþingi hefði verið haldið á honum nauðugum út á tröppur og hann að auki beðinn um að raka sig. Forsætisráðherra mætir í viðtal í Ríkisútvarpinu, fölur og illa fyrir kallaður. Eins og hann hafi verið að koma úr eftirpartíi. Fyrst missir hann stjórn á afstöðu sinni, svo sjálfum sér. Sjálfur beið ég eftir því að það kæmi afsakið hlé. Ef einhver sem ég þekki hefði látið svona í viðtali hefði verið „intervention“ úti á bílastæði við RÚV. Svo mætir hann 01/03 kjaftæði


í fjölmiðla og kallar viðtalið skrítið, eins og allt annað sem hann hefur ekki nauðbeygt eftir vilja sínum. Undantekning að hún standist staðreyndatékk Formaður fjárlaganefndar segir bara tóma vitleysu. Hún er hættuleg. Það heyrir í alvöru til undantekninga ef hún segir eitthvað sem stenst staðreyndatékk – þær undantekningar eru yfirleitt hótanir. Hún má auðvitað hóta eins og hún vill, en líklega er leitun að jafn ófágaðri framkomu. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru lygarar. Málið snýst ekki bara um að þeir hafi sagt að áfram„Í hvert skipti sem haldandi viðræður við ESB ættu að vera hann opnar á sér bornar undir þjóðina, heldur hvernig þeir munninn í viðtölum sögðu að áframhaldandi viðræður við ESB ættu að vera bornar undir þjóðina. Ef einlíður mér eins og hver nákominn mér myndi ljúga að mér að ég sé í flugvél og sömu innlifun færi ég að skæla. Það er alltaf sárt fyrir mann að komflugstjórinn hafi ast að því að sá sem maður hélt með er tilkynnt það í hljóð- óheiðarlegur. Ekki nema maður sé hluti af nemann að hann svikunum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Ískunni ekki á vélina.“ land vera sjálfstæðari þjóð en Þýskaland. Það er líklega rétt hjá honum. Að sama skapi er Norður-Kórea mun sjálfstæðari þjóð en Ísland. Háttvirtum þingmanni er vinsamlegast bent á bókina Sjálfstætt fólk. við viljum vera með skemmtilegu löndunum Forseti landsins keppist við að sleikja upp illmenni heimsins og reynir að koma lítilli eyþjóð í norðri í stjórnmála- og efnahagssamband við stórþjóðir sem traðka á mannréttindum og eiga nákvæmlega enga menningarlega samleið með íslensku þjóðinni. Svo er talað um aukið samstarf við Grænland og Færeyjar. Afsakið, en hvað höfum við gert til að eiga það skilið? Af hverju megum við ekki vera með hinum skemmtilegu löndunum? Af hverju tölum við um ESB eins og það fjalli bara 02/03 kjaftæði


um krónur og aura og útgerð og landbúnað – en ekki bara motherfokking menningu, samfélag og fegurð. Skóflum peningum í skjóli myrkurs í eitthvert föndur í kjördæmi okkar, opnum áburðarverksmiðju ríkisins, ráðumst á fíkniefnavandann með því að efla tollaeftirlit, ljúgum að kjósendum oft og mikið, gjörsamlega völtum yfir alla þá sem ekki kusu okkur. Merkilegt hvað þessu liði finnst gaman að láta eins og árið sé árið 1960. Það eina sem minnir okkur á að svo sé ekki er sú staðreynd að þokki og mælska eru mannkostir sem eru algjörlega horfnir „Forseti landsins úr stétt stjórnmálamanna. Það er eins og það keppist við að sé skilyrði fremur en annað í stjórnmálum að koma illa fyrir og vera ótalandi. sleikja upp illmenni Svona er fólkið sem stýrir landinu. heimsins ...“ Og í hvert einasta skipti sem meðlimir ríkisstjórnarinnar eru spurðir – hvernig dettur ykkur þessi vitleysa í hug? – Þá er alltaf sama svarið – Þið kusuð okkur. snákar bíta Dettur mér í hug dæmisaga. Hún er til í mörgum útgáfum en ein finnst mér betri en aðrar. Gömul kona gengur fram á deyjandi snák. Í góðmennsku sinni bjargar hún snáknum og tekur hann heim til sín. Svo hjúkrar hún honum og nærir hann aftur til lífs. Einn góðan veðurdaginn þegar konan er að gefa snáknum að borða bítur snákurinn konuna. Hún spyr hann. Af hverju beistu mig, ég sem bjargaði lífi þínu? Og snákurinn svarar. Því ég er snákur og það vissirðu daginn sem þú bjargaðir mér. Kunnuglegt.

03/03 kjaftæði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.