46. útgáfa – 3. júlí 2014 – vika 27
Fá bara Fimmtung Bjarni Benediktsson vill dreift eignarhald á bönkum og setja þak á hámarkseignarhlut til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig
Auður Jónsdóttir spyr hvort ráðherra sé hreinn sveinn
Fótboltamenn nefndir eftir Reagan og Jeltsín
Konráð Jónsson skrifar um umræðu um umræðu
46. útgáFa
efnisyfirlit 3. júní 2014 – vika 27
Er hægt að nota snjallsíma sem posa? Nú geta íslenskir notendur notað nýja greiðsluleið sem gerir gamla góða kreditkortið óþarft.
Vilja koma í veg fyrir þróun á sykursýki sjávarútvegur
Makrílveiðar Íslendinga aukast um ríflega 20 þúsund tonn á komandi fiskveiðiári
Hákon Hákonarson og kollegar hans bjuggu til arfbreytta mús til að reyna að lækna sykursýki.
Mögnuð saga Hróarskeldu Hróaskelduhátíðin var fyrst haldin fyrir 43 árum og hefur farið ört vaxandi síðan, troðfull af Íslendingum.
sjö spurningar
sjónvarp
Sigríður Björg Tómasdóttir skoðar fasteignavefi af áráttu
SuitMe þróar mátunarklefa fyrir fatakaup á netinu
Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402
Spilar á ATP og þekkir íslenskan mat vel Kjarninn ræðir allt og ekkert við Steve Albini sem er tónlistargoðsögn í lifanda lífi.
Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.
Leiðari
magnús Halldórsson
píslarvottur á nýjum vígvelli? Magnús Halldórsson skrifar um náttúruvernd og alþjóðlegan orkubúskap. Ætlar Ísland að tengjast honum með sæstreng?
O
rkubúskapur heimsins gengur nú í gegnum mestu breytingar sem hann hefur staðið frammi fyrir frá iðnbyltingu, samkvæmt skrifum sérfræðirita og orðum þeirra sem best þekkja til hér á landi. Breytingarnar felast í nokkrum þáttum sem eru óaðskiljanlegir. Í fyrsta lagi eru það samþykktir alþjóðastofnana og ríkisstjórna um að auka hlutdeild endurnýjanlegrar orku á kostnað annarra orkugjafa, í öðru lagi þörf á endurnýjun orkuvera og í þriðja lagi vaxandi orkunotkun vegna íbúafjölgunar og ört vaxandi millistéttar á nýmörkuðum, ekki síst fjölmennustu í ríkjum Asíu; Indlandi og Kína. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur frá því að hann tók við sem forstjóri í ágúst 2009 haft forystu um að tala um það út á við að Ísland þurfi að marka sér stefnu í orkumálum sem sé hluti af alþjóðlegum veruleika. Stærsta orkufyrirtæki þjóðarinnar, Landsvirkjun, er stór hluti af 03/07 Leiðari
íslenskri heildarmynd þegar að þessum málum kemur en stærstu spurningarnar eru óhjákvæmilega pólitískar og á borði stjórnmálamanna. mikilvægar spurningar Þær má smætta niður í tvær einfaldar spurningar. 1. Ætlar Ísland að vera hluti af alþjóðlegum orkubúskap? 2. Hvar eiga mörkin að liggja þegar kemur að orkunýtingu og virkjun í íslenskri náttúru? Fyrri spurningin beinir spjótunum að lagningu sæstrengs milli Íslands og Evrópu. Umræðan hér á landi hefur að mestu falist í íslensku hagsmunamati, það er hverjir munu hagnast á því á Íslandi ef sæstrengur verður lagður „Greenpeace og hverjir munu ekki gera það. Í ljósi þess að nálgast þessi tenging Íslands við umheiminn með sæstreng er líklega áhrifamesta og stærsta skref sem Ísland mál út frá mun taka inn í alþjóðapólitískan veruleika, nauðsyn þess ef af henni verður, þyrfti að ræða alþjóðlegu að tengja orku- áhrifin ekki síður og jafnvel enn meira. Ítarleg skýrsla náttúruverndarsamtakanna Greenpeace kerfi einstakra (powE[R] 2030) um orkubúskap heimsins eins landa saman.“ og hann gæti litið út 2030 gefur vísbendingar um að vígvöllur náttúruverndarbaráttunnar sé varanlega breyttur. Greenpeace nálgast þessi mál meðal annars út frá nauðsyn þess að tengja orkukerfi einstakra landa saman með strengjum um hafið og nýta endurnýjanlega orkugjafa í miklu meiri mæli til þess að sporna gegn hlýnun jarðar af mannavöldum. annar veruleiki hér Ísland býr við allt annan veruleika en flestar þjóðir heimsins þegar að þessu kemur. Endurnýjanleg orka er helsti orkugjafinn (jarðvarmi og vatnsafl) en stærstur hluti raforku fer til þriggja fyrirtækja í áliðnaði á grundvelli langtímasamninga þar um. Samkvæmt skýrslum sem unnar hafa verið um þessi mál, meðal annars af fyrirtækinu GAMMA, gæti sala á rafmagni um sæstreng haft mikil áhrif á lífskjör 04/07 Leiðari
í landinu til góðs, einkum vegna þess að tekjur af rafmagnssölu um sæstrenginn gætu margfaldast frá því sem nú er og þannig fært þjóðarbúinu miklar gjaldeyristekjur. Að sama skapi gæti sæstrengurinn leitt til þess að orkufrekur iðnaður eins og álfyrirtæki þyrfti að greiða mun hærra verð fyrir raforkuna en nú. Hvað íslensk heimili varðar hafa stjórnmálamenn það í hendi sér hvort raforkuverð til þeirra verður lægra eða hærra. Sæstrengurinn kemur ekki í veg fyrir að stjórnmálamenn geti stýrt því. Orkutenging við útlönd verður alltaf stærra mál en efnahagslegt mat á áhrifum hennar gefur mynd af. Stjórnmálamenn hafa trassað það árum saman að marka skýra stefnu um þessi mál sem er hafin upp yfir kosningar og dægurþras stjórnmála. Slíkt hafa margar þjóðir fyrir löngu gert, til dæmis Norðmenn. Til þess að stjórnmálamenn geti svarað því uppbyggilega hvort Ísland eigi að vera hluti af alþjóðlegum orkubúskap þurfa þeir að leggja meira á sig við að upplýsa almenning um hvernig þessi mikilvægu mál horfa við þeim. Þangað til eru stjórnvöld svo til stefnulaus þegar að þessum málum kemur. Hætta á ferðum Mörg hættuleg atriði getur munu vafalítið einkenna svörin sem spretta fram í opinberri umræðu þegar seinni spurningin er annars vegar, það er hvar eigi að draga línu þegar kemur að virkjun og nýtingu. Ef marka má afstöðu stærstu umhverfisverndarsamtaka heimsins, meðal annars Greenpeace, er svo til öruggt að þrýstingur á frekari virkjanir endurnýjarlegrar orku hér á landi mun aukast mikið í framtíðinni. Sá þrýstingur verður sprottinn af alþjóðlegu hagsmunamati þegar kemur að orkubúskap jarðarinnar. Ísland verði að virkja fyrir hagsmuni heildarinnar, munu eflaust margir segja. Gallinn við píslarvættisröksemdarfærslur sem þessar er að þær eru ekki nógu sértækar. Á grundvelli svipaðra raka mætti til dæmis velta því fyrir sér hvers vegna Ísland hefur ekki boðið fram hálendi sitt til þess að urða mengunarúrgang 05/07 Leiðari
fremur en að gera það í byggð í Úkraínu. Þannig kæmi Ísland fram eins og píslarvottur fyrir góðan málstað fyrir heildina. Ýmsa hluti er hægt að réttlæta með rökum sem hafa þennan útgangspunkt. Ekki síst þess vegna er hætta á ferðum fyrir Ísland þegar þessi mál eru annars vegar. Langtímasýn er nauðsyn Rammaáætlun um nýtingu og náttúruvernd á að vera leiðarvísir um hvar mörkin eiga að liggja til framtíðar litið. En ýmislegt bendir til þess að stjórnmálamenn líti ekki á rammaáætlunina sem langtímalausn hvað þessi mál varðar. Geri megi breytingar á henni eins oft og nauðsynlegt sé til þess að taka tillit til ýmissa hagsmuna. Stjórnmálamenn verða að geta mótað pólitíska leiðsögn um það hvar mörkin eigi að liggja þegar kemur að virkjun og vernd sem heldur í langan tíma og tekur tillit til alþjóðlegrar þróunar í orkubúskapnum. En spurningin er; hvað er best að gera? Í mínum huga er hættulegt að hugsa um Ísland eins og rafhlöðu „Ísland býr fyrir Bretlandseyjar eða umheiminn eins og sérfræðingar erlendis og alþjóðleg við allt annan margir umhverfisverndarsamtök eru þegar farin að veruleika en gera. Náttúruverndarsamtök á Íslandi þyrftu flestar þjóðir.“ líka að móta afstöðu út frá þessum alþjóðapólitíska þrýstingi um frekari virkjun endurnýjanlegrar orku í framtíðinni. Það er nauðsynlegt að ræða þessi mál opinskátt og í langan tíma til þess að fá fram bestu ígrunduðu niðurstöðuna. Mín afstaða er sú að íslensk náttúra eigi ekki aðeins að njóta vafans heldur að vera metin að verðleikum. Það er vel hægt að reikna gildi náttúrunnar sem áhrifavalds á útflutningshliðinni, einkum þegar kemur að ferðaþjónustu, sem er orðin hryggjarstykki í hagkerfinu. Íslensk náttúra er langsamlega oftast nefnd þegar erlendir ferðamenn eru spurðir hvers vegna þeir eru að koma til Íslands. Óvirkjuð á getur þannig skilað meiri peningalegum verðmætum beint og óbeint en virkjuð á. Eru þá ónefnd tilfinningalegu 06/07 Leiðari
og menningarlegu rökin fyrir því að vernda svæði fyrir raski, sem eru gild og mikilvæg þegar kemur að framtíðarstefnumótun fyrir orkubúskapinn. Að sama skapi kann það að vera ábyrg afstaða hjá stjórnvöldum og Landsvirkjun, sem stærsta orkufyrirtækisins þjóðarinnar, að vilja tengjast þessum alþjóðlegum orkubúskap með sæstreng. Það eitt getur verið mikilvægt framlag landsins til umhverfismála þar sem slíkt getur stuðlað að betri, öruggari og umhverfisvænni orkunýtingu. En ef fara á út í lagningu sæstrengs og raforkusölu um hann ætti það ekki að vera valkostur að gera Ísland að píslarvætti á nýjum vígvelli baráttunnar fyrir betri heimi. Málið er flóknara og mikilvægara en svo.
07/07 Leiðari
08/11 Sjávarútvegur
kjarninn 3. júlí 2014
makrílævintýrið heldur áfram Heildarafli í makríl eykst um ríflega 20 þúsund tonn á komandi fiskveiðiári. Ráðherra fylgdi ráðgjöf Hafró í einu og öllu.
SÓLPALLURINN Á LÆGRA VERÐI! 5 ára ábyrgð og 100% verðöryggi á pallaefninu. Innifalið í P5 100% verðöryggi 5 ára ábyrgð á pallaefni Kauplán með 0% vöxtum Að auki nái heildarverðmæti 100.000 kr.
P5 ábyrgðarskírteini* DVD kennslumyndband
husa.is
*Skírteinið fæst þegar heildarverð í pallinn fer yfir 100.000 kr.
HLUTI AF BYGMA
sjávarútvegur Magnús Halldórsson L@maggihalld
L
eyfilegur heildarafli í makríl fyrir komandi fiskveiðiár, 2014/2015, verður aukinn um ríflega 20 þúsund tonn samkvæmt ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, ráðherra sjávarútvegsmála. Ákvörðunin byggir á því að ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES) var hækkuð í 1.011 þúsund tonn í maí síðastliðnum og er hlutur Íslands 16,6 prósent af því samkvæmt ákvörðun ráðherra. Útgerðarfyrirtæki sem stunda makrílveiðar hafa mikla hagsmuni af þessari aukningu á aflaheimildum, en makrílveiðar hafa virkað sem vítamínsprauta fyrir íslenska hagkerfið á undanförnum fimm árum eftir að makríll fór að finnast og veiðast í vaxandi mæli í íslenskri lögsögu. Makrílveiðarnar komu þannig eins og himnasending inn í hagkerfið sem var verulega laskað eftir hrun fjármálakerfisins dagana 7. til 9. október 2008.
miklar tekjur Heildarútflutningstekjur af makrílveiðum námu meira 21 milljarði í fyrra og má gera ráð fyrir að þær aukist enn meira á komandi fiskveiðiári. Sérstaklega munar miklu um þessar auknu makrílveiðar fyrir stóru útgerðirnar, þar ekki síst eina skráða sjávarútvegsfyrirtækisins á markaði, HB Granda. Rekstur þeirra batnar við þessa möguleika til aukinna veiða, svo lengi sem verð og aðgengi á erlendum mörkuðum er viðunandi og helst gott.
Nýja, með seinni aukningu Tonn %
Gamla, með fyrri aukningu Tonn %
Smábátar Ísfiskbátar Frystiskip Nóta-/Flottrollsskip
6.817 8.995 34.858 117.156
4,1% 5,4% 20,8% 69,8%
6.000 7.917 30.682 103.121
4,1% 5,4% 20,8% 69,8%
Samtals
167.826
100%
147.720
100%
09/11 sjávarútvegur
ráðgjöf Hafró fylgt Sigurður Ingi Jóhannsson segir í tilkynningu vegna ákvörðunar um veiðiheimildir á komandi fiskveiðiári að hann vilji fyrst og fremst viðhalda orðspori Íslands. „Mér finnst mikilvægt að viðhalda orðspori okkar meðal fiskveiðiþjóða og á markaðssvæðum sem sjálfbær nýtingarþjóð sem byggir ákvarðanir sínar á vísindum. Mér finnst einnig mikilvægt að við tryggjum sem best gæði og getu til rannsókna. Því kalla ég eftir samstarfi og samráði vísindamanna og sjómanna því reynsla sjómanna stangast stundum á við niðurstöðu vísindanna.“
10/11 sjávarútvegur
Lítils háttar aukning í þorski Samkvæmt ákvörðun ráðherra verður heildarafli í þorski 218 þúsund tonn á komandi fiskveiðiári, en hann var 216 þúsund tonn. Mesta hlutfallslega breytingin er í grálúðu, en samkvæmt ákvörðun ráðherra verður heildarafli í þeirri tegund 25 þúsund tonn, fyrir allt veiðisvæðið, en hann var ríflega fjórtán þúsund tonn.
Tegund
Blálanga Djúpkarfi Grálúða Gullkarfi Gulllax Humar Ísl. sumargotssíld Keila Langa Langlúra Litli karfi Sandkoli Skarkoli Skrápflúra Skötuselur Steinbítur Ufsi Úthafsrækja Rækja við Snæfellsnes Ýsa Þorskur Þykkvalúra/Sólkoli
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar 2014/2015 Lestir
3.100 10.000 25.000* 48.000 8.000 1.650 83.000 4.000 14.300 1.100 1.500 1.000 7.000 0 1.000 7.500 58.000 5.000 600 30.400 218.000 1.600
11/11 sjávarútvegur
Ákvörðun um heildarafla 2014/2015 Lestir
3.100 10.000 14.100 45.600 8.000 1.650 82.200 3.700 13.800 1.100 1.500 1.000 7.000 0 1.000 7.500 58.000 5.000 600 30.400 216.000 1.600
SIMPLY CLEVER
BÍLL ÁRSINS Á ÍSLANDI 2014
Nýr SKODA Octavia Combi ŠKODA Octavia Combi er glæsilegur og rúmgóður fjölskyldubíll, hlaðinn staðalbúnaði. Má þar meðal annars nefna nálgunarvara að aftan, 16” álfelgur, fjarstýringar í stýri fyrir útvarp og síma og Bluetooth búnað fyrir síma og tónlist.
ŠKODA Octavia Combi kostar frá 3.970.000,-
Eyðsla frá 3,8 l/100 km
CO2 frá 99 g/km
5 stjörnur í árekstrarprófunum EuroNcap
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
á Förnum vegi
perla við þjóðveginn Á ferð um Suðurlandið
kjarninn 3. júlí 2014
Seljalandsfoss í allri sinni kyngimögnuðu dýrð Seljalandsfoss trekkir að ferðamenn úr öllum heimshornum, ekki síst þessa dagana þegar mesti annatími ferðaþjónustunnar stendur sem hæst. Hann fellur tignarlega til jarðar í stórbrotnu landslagi, stuttan spöl frá þjóðveginum. Ferðamenn nutu þess að hlusta á dynjandi niðinn í fossinum í Sóleyjarklæddu grasinu þegar ljósmyndari Kjarnans átti leið hjá.
01/01 á Förnum vegi
01/05 Efnahagsmál
Hámarkseign í banka verði 20 prósent Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra vill selja allt að 30 prósent í Landsbankanum á næstu tveimur árum. Vill að hámarkseign hvers og eins í banka verði aldrei meiri en 10-20 prósent.
kjarninn 26. júní 2014
eFnaHagsmáL Þórður Snær Júlíusson @thordursnaer
b
jarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, vill selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum á næstu tveimur árum. Hann er einnig þeirrar skoðunar að ríkið eigi að eiga allt að 40 prósenta hlut í bankanum í framtíðinni og að stefna eigi að dreifðri eignaraðild á öðrum hlutum hans. Að mati Bjarna kemur til greina að setja hámark á eignarhlut hvers og eins í Landsbankanum til að koma í veg fyrir þau mistök sem gerð voru síðast þegar íslenskir bankar voru einkavæddir og litlir hópar náðu fullum yfirráðum yfir þeim öllum. Spurður hver slíkur hámarkshlutur gæti orðið segir Bjarni að hann gæti verið tíu til tuttugu prósent.
Fyrst þurfti að semja Íslenska ríkið lagði fram 122 milljarða króna eiginfjárframlag til Landsbankans þegar samið var um framtíðarskipan hans við kröfuhafa gamla Landsbankans í desember 2009. Eftir uppgjör á skilyrtu skuldabréfi í apríl 2013 eignaðist ríkið meira í bankanum en upphaflega var ætlað og á nú 97,9 prósenta hlut í honum. Starfsmenn bankans eiga restina, 2,1 prósent. Þann hluta eignuðust þeir „Framkvæmdin gæti orðið að kröfu kröfuhafa, sem vildu búa til þannig að við seldum 15 pró- hvata fyrir starfsmenn til að innheimta árangursríkt ákveðnar eignir. sent hvort árið. Það væri mjög Ljóst var að ekki var gerlegt að hefja æskilegt að fá erlent eignarhald sölu á hlutum í Landsbankanum fyrr en inn í íslenska fjármálakerfið.“ gengið yrði frá endurfjármögnun á skuldum hans við þrotabú gamla Landsbankans, sem eru allar í erlendum myntum, hlaupa á hundruðum milljarða króna og áttu að vera á gjalddaga fram til ársins 2018. Nú hafa tekist samningar um lengingu þeirra skulda en ríkið á enn eftir að samþykkja þann samning. Þar skiptir meðal annars miklu máli hvaða áhrif greiðslurnar munu hafa á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins.
02/05 eFnaHagsmáL
Heimild til staðar í lögum Heimild hefur hins vegar verið í lögum til þess að að selja allt að 28 prósenta hlut í Landsbankanum. Bjarni segir tímabært að huga að því að nýta þá heimild. „Ég vil að sú heimild sé til staðar í næstu fjárlögum líka. Við þurfum þó líka að ræða málin í stærra samhengi og spyrja okkur hvernig við viljum að fjárfestingarumhverfið fyrir fjármálafyrirtæki á Íslandi verði til lengri tíma. Við eigum eftir að botna umræðuna um það, hvaða lærdóm við ætlum að draga af því sem gerðist við síðustu sölu bankanna og það sem gerðist hérna í aðdraganda hrunsins. Í því sambandi finnst mér að við eigum að leggja upp með dreifðara eignarhald og setja þak á hámarkseignarhlut. Að lagt verði upp með að ríkið haldi um 40 prósenta hlut í ríkisbankanum Landsbanka en að hann verði að öðru leyti skráður og í dreifðu eignarhaldi. Ég er ekki endanlega búinn að setja það niður fyrir mig hvað hámarkseignarhluturinn ætti að vera en mér finnst alveg koma til greina að hann gæti verið tíu til tuttugu prósent.“ 03/05 eFnaHagsmáL
Æskilegt að fá erlent eignarhald Síðast þegar íslenskir bankar voru einkavæddir var upphaflega reynt að fá erlenda banka í eigendahópinn. Það gekk vægast sagt illa. Bjarni segir að það væri mjög æskilegt að fá erlent eignarhald að Landsbankanum en að hann viti ekki hvort það sé raunhæft í þessu fyrsta skrefi sem til standi að stíga á næstu einum til tveimur árum. „Framkvæmdin gæti orðið þannig að við seldum 15 prósent hvort árið. Það væri mjög æskilegt að fá erlent eignarhald inn í íslenska fjármálakerfið en ég veit ekki hversu raunhæft það yrði í þessu skrefi. Mér finnst samt athyglisvert að heyra það frá þeim erlendu aðilum sem ég hef heyrt í um þessa hluti að þeir gefa þá skýringu fyrir því að hafa ekki fjárfest í gamla íslenska bankakerfinu að þeir hafi ekki skilið íslenska viðskiptamódelið. En þeir skilja miklu betur núna hvað íslensku bankarnir eru að gera. Módelið þeirra er gegnsærra og skýrara og það finnst erlendu aðilunum áhugavert.“
unnið að því að selja banka erlendis Áhugi Bjarna á erlendu eignarhaldi að bönkunum hlýtur að hljóma sem tónlist í eyrum slitastjórna Kaupþings og Glitnis. Þær hafa báðar horft til þess að slíta sínum búum meðal annars með því að selja þá banka sem búin eiga, Arion banka og Íslandsbanka, að öllu leyti eða að hluta fyrir gjaldeyri. 04/05 eFnaHagsmáL
Ráðgjafar á vegum slitastjórnar Glitnis hafa frá því snemma á þessu ári unnið að því að kanna áhuga hjá nokkrum af stærstu bönkum Skandinavíu gagnvart því að skrá Íslandsbanka á markað á Norðurlöndunum. Samkvæmt heimildum Kjarnans var sá áhugi fyrir hendi. Hugmyndin er þá sú að Íslandsbanki yrði tvískráður á markað: stærsti hluti bréfa hans í Kauphöllina í Osló en tíu til tuttugu prósent á Íslandi. Hvort af þessu getur orðið veltur þó alfarið á afstöðu íslenskra stjórnvalda. Íslandsbanki, sem er í 95 prósenta eigu þrotabús Glitnis, verður ekki seldur nema sem hluti af nauðasamningsuppgjöri. Ekki liggur fyrir hvort föllnu bönkunum sem óskað hafa eftir undanþágum frá fjármagnshöftum verður leyft að klára nauðasamninga eða hvort þeim verður gert að fara í gjaldþrot. Pólitísk ákvörðun um slíkt liggur ekki fyrir og beiðnum þrotabúanna um undanþágur hefur enn ekki verið svarað. Erlendir fjárfestar hafa einnig lýst yfir áhuga á að kaupa hlut þrotabús Kaupþings í Arion banka, en hann er 87 prósent. Formlegar viðræður eru ekki hafnar en samkvæmt heimildum Kjarnans er meðal annars um að ræða fjármálafyrirtæki í Skandinavíu. Sama gildir þó um niðurstöðu þess máls og hjá Íslandsbanka. Sala Arion banka verður alltaf hluti af nauðasamningsuppgjöri og verður ekki að veruleika nema fyrir liggi pólitísk ákvörðum um að heimila hana.
05/05 eFnaHagsmáL
01/07 Danmörk
kjarninn 3. júlí 2014
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Hróarskelduhátíðin stendur nú sem hæst, en árlega flykkjast hundruð Íslendinga á tónlistarhátíðina, sem hefur farið ört vaxandi frá því að hún var fyrst haldin fyrir 43 árum. Kjarninn fer yfir magnaða sögu hátíðarinnar.
danmörk Borgþór Arngrímsson
F
yrirsögnin á grein þessari á sannarlega við um þá hugmynd þriggja ungra manna að efna til tónlistarhátíðar á opnu svæði sunnan við Hróarskeldu í Danmörku sumarið 1971. Gestirnir á þessari fyrstu hátíð voru um eða innan við tíu þúsund en nú er hátíðin, sem haldin er árlega, sú stærsta í Norður-Evrópu; í fyrra voru gestirnir um 130 þúsund. Tveir þessara ungu bjartsýnismanna voru menntaskólanemar í Hróarskeldu, sá þriðji, Karl Fischer, nokkrum árum eldri og umboðsmaður hljómsveita. Hann hafði stundum útvegað hljómsveitir til að spila á menntaskólaböllum og þekkti þá Jesper Switzer og Mogens Sandfær, sem báðir voru í nemendaráði skólans. Jesper sagði frá því í viðtali fyrir skömmu að Karl hefði hringt í sig og spurt hvort þeir ættu ekki að skipuleggja tveggja daga tónlistarhátíð í Hróarskeldu það sumarið. „Ég var átján ára og bjó heima hjá mömmu og pabba og sagði Karli að ég ætlaði að spyrja Mogens, sem var varaformaður nemendaráðsins. Mogens þótti hugmyndin sniðug, sagðist hafa séð Woodstock í hillingum, en hann var nýbúinn að sjá kvikmyndina um þá þekktu tónlistarhátíð.“
Þrír metrar milli tjalda og ekki trufla kirkjuklukkurnar Þriðji menntskælingurinn bættist í hópinn og næsta skref var að fá leyfi bæjaryfirvalda í Hróarskeldu. Þeir Jesper og Mogens gengu á fund eins af embættismönnum bæjarins sem og slökkviliðsstjóra og óskuðu eftir leyfi til að halda tveggja daga hátíð, laugardag og sunnudag í lok ágúst. Embættismönnunum leist vel á hugmyndina en settu tvö skilyrði: Fjarlægð milli tjalda tónleikagesta skyldi vera minnst þrír metrar og ekki mátta leika tónlist fyrr en eftir klukkan tvö síðdegis á sunnudeginum. Síðarnefnda skilyrðið var til þess að trufla ekki hringingar í kirkjuklukkum bæjarins. Hinir tilvonandi tónleikahaldarar töldu auðvelt að uppfylla þessi skilyrði. Ekkert var rætt um salerni, veitingaaðstöðu og allt það sem nú þykir tilheyra samkomum af þessu tagi. Ætlunin var að hátíðin, sem þeir félagar kölluðu „Sound 02/07 danmörk
NGU SÉRVALIÐ HRÁEFNI EINGÖ
PREMIUM PRÓFAÐU PREMIUM PIZZURNAR OKKAR, ÞÆR GERA GÓÐAN MATSEÐIL OKKAR ENN FJÖLBREYTTARI BRÖNS
MEAT DELIGHT
ELDÓRADÓ
PRIMA
BRÖNS OG PRIMA ERU SAMSETTAR AF HREFNU SÆTRAN
WWW.DOMINOS.IS
DOMINO’S APP
SÍMI 58 12345
Festival“ færi fram á svæði við Hróarskeldufjörðinn, sem stundum hafði verið notað undir útiskemmtanir. Hjónum sem áttu þessa landspildu leist hins vegar miður vel á hugmyndina og þegar frúin sá þessa síðhærðu pilta sagði hún þvert nei. „Hver veit svo nema þetta séu hommar“ á hún að hafa sagt við bónda sinn.
Gamalmenni í fantaformi Ellilífeyrisþegarnir í The Rolling Stones eru aðalnúmer Hróarskelduhátíðarinnar í ár.
bæjarstjórn bauð landbúnaðarsýningasvæði Bæjarstjórnin í Hróarskeldu bauð þá svæði í útjaðri bæjarins, sem hafði nýlega verið skipulagt til landbúnaðarsýninga og hún taldi henta ágætlega. Tónleikahöldurunum leist ekki sérlega vel á staðinn en áttu engra kosta völ. Búið var að prenta miðana, sem seldir voru á spottprís til menntskælinga. „Til að tryggja aðsóknina“ sögðu þeir félagar síðar. Hátíðin hófst klukkan tíu um morguninn laugardaginn 28. ágúst 1971 og fljótlega fór fólk að tínast á svæðið. Ekki voru allir tilbúnir að borga aðgangseyrinn heldur hoppuðu sumir einfaldlega yfir girðinguna. Jesper Switzer hringdi heim og fékk bróður sinn (12 ára) til að koma með nokkra stráka með sér til að reyna að passa að fólk færi inn um hliðið en það breytti engu.
03/07 danmörk
Upp úr hádeginu fór að rigna. Rigningin sá til þess að nær ekkert heyrðist í tónlistarfólkinu, enda hljóðkerfið ekki burðugt. Á sunnudeginum var veðrið aftur á móti gott en þá voru margir farnir heim. Meðal þeirra sem komu fram á þessari fyrstu hátíð voru hljómsveitin Gasolin (með Kim Larsen í broddi fylkingar), Sebastian og Povl Dissing. Fjölskyldurnar urðu að borga tapbrúsann Þótt um tíu þúsund manns hafi komið á hátíðina borgaði aðeins lítill hluti þess hóps sig inn. Kostnaðurinn reyndist miklu meiri en þeir félagar höfðu reiknað með, ekki síst hreinsunarstarfið. Á endanum urðu fjölskyldur ungu bjartsýnismannanna að hlaupa undir bagga og borga tapið. Menntskælingarnir grunuðu umboðsmanninn um að hafa stungið peningum undan en aðhöfðust ekkert vegna þess. Þeir tóku hins vegar strax ákvörðun um að endurtaka ekki leikinn. Þrátt fyrir að menntskælingarnir (og umboðsmaður þeirra) legðu tónleikaárarnar í bát voru bæjaryfirvöld í Hróarskeldu sannfærð um að hátíð af þessu tagi ætti framtíð fyrir sér. Góðgerðasamtökin Hróarskeldusjóðurinn tóku þá að sér að annast tónleikahaldið og hafa gert það allar götur síðan.
SkemmTiLeGaR STaðReyndiR um HRóaRSkeLduHÁTíðina Á síðasta ári skildu hátíðargestir eftir nær 300 tonn af ýmiss konar rusli og dóti. Tjöld og tjaldstólar, tjaldborð, svefnpokar, dýnur, matarafgangar, bjórdósir og matarumbúðir svo fátt eitt sé nefnt lá í haugum á tjaldsvæðunum eftir að hátíðinni lauk. Hróarskelda 2007 er stundum kölluð rigningarhátíðin mikla því flesta dagana rigndi eins og hellt væri úr fötu. Þeir sem tjölduðu á „láglendi“ urðu margir hverjir að flýja því í tjöldunum var hnédjúpt vatn. Hátíðin 2009 einkenndist af einmuna veður-
04/07 danmörk
blíðu. Ekki höfðu allir tekið með sér sólarvörn og haft var á orði að sjaldan hefðu jafn margir sólbrunnir kollar verið samankomnir á einum stað. Engum varð þó (svo vitað sé) alvarlega meint af en nokkrir voru fluttir á sjúkrahús vegna sólstings. Allur ágóði af hátíðinni rennur ætíð til ýmiss konar velgerðarmála. Um það bil 21 þúsund sjálfboðaliðar annast alls kyns verkefni á svæðinu og um fimm þúsund frétta- og fjölmiðlamenn sækja að jafnaði hátíðina.
Góður staður til að vera á Votviðri hefur leikið nokkrar Hróarskelduhátíðir grátt í gegnum tíðina. Fátt getur þó talist notalegra en að hlýða á tónlist í dönsku sumri.
MyNd: HELENA LUNdqUIST
allt hefur breyst nema staðurinn og stuðið Síðan menntskælingarnir bjartsýnu héldu fyrstu hátíðina hefur margt breyst, í raun allt nema staðurinn sem alltaf er sá sami og svo stuðið á mannskapnum. Í stað pallsins (sem strákarnir kölluðu senu) eru nú átta tónleikasvið. Þekktast er Orange, appelsínugula sviðið, sem jafnframt er merki hátíðarinnar. Það var keypt frá Bretlandi árið 1978, en Rolling Stones höfðu notað það á tónleikaferðalagi tveimur árum fyrr. Hljómsveitin endurnýjar nú kynnin því hún er helsta tromp hátíðarinnar í ár og spilar auðvitað á því appelsínugula. Þar er pláss fyrir 60 þúsund áhorfendur en samtals rúmlega 100 þúsund við sviðin átta.
05/07 danmörk
gestafjöldinn hefur fjórtánfaldast frá fyrstu hátíðinni Þótt aðsóknin að hátíðinni hafi sveiflast nokkuð milli ára hefur sveiflan nær alltaf verið upp á við. Árið 1995 fór fjöldinn í fyrsta sinn yfir 100 þúsund og í fyrra voru gestir um 130 þúsund talsins og hafa aldrei verið fleiri. Útlit er fyrir að enn fleiri sæki hátíðina að þessu sinni ef marka má aðsóknina fyrstu dagana. Þegar hleypt var inn á svæðið á sunnudaginn voru 55 þúsund manns mætt á svæðið og „Engar öruggar tölur eru til um kepptust um að ná sér í sem best Hróarskelduhátíðin er fjölda þeirra Íslendinga sem sækja tjaldstæði. sú stærsta af þessu tagi á Norðurhátíðina að jafnaði en talið er löndum og í Evrópu er það aðeins að þeir hafi iðulega verið á bil- Glastonbury-hátíðin á Englandi sem inu tólf til fimmtán hundruð.“ dregur að sér fleira fólk. Þótt hátíðin sé heimsþekkt eru heimamenn í meirihluta. Raunar hefur erlendum hátíðargestum fækkað allra síðustu ár. Engar öruggar tölur eru til um fjölda þeirra Íslendinga sem sækja hátíðina að jafnaði en talið er að þeir hafi iðulega verið á bilinu tólf til fimmtán hundruð. Langflestir þeirra sem sækja hátíðina eru á aldrinum sautján til þrjátíu ára. Meðlimir Rolling Stones eru því langt yfir meðalaldri, sá yngsti 67 ára, sá elsti 73! eitthvað fyrir alla Margir tónlistarspekúlantar telja ástæðuna fyrir vinsældum Hróarskelduhátíðarinnar vera þá að þar sé eitthvað fyrir alla. Í upphafi voru flestir sem fram komu danskir en það breyttist fljótt og æ síðan hafa listamennirnir komið víða að og í þeim hópi er margt þekktasta tónlistarfólk samtímans. Listinn er langur en þar er meðal annars að finna Procol Harum, Bob Marley, U2, Mike Oldfield, Simple Minds, Metallica, Eric Clapton, Sting, Bob Dylan, Nirvana, Leonard Cohen, Sigur Rós, David Bowie, Pet Shop Boys, Robbie Williams, Coldplay, Björk, Bruce Springsteen, Kraftwerk og fleiri. Á hátíðinni hafa til þessa dags verið haldnir 4.796 tónleikar og 3.844 hljómsveitir hafa stigið á svið. Sú hljómsveit sem oftast hefur troðið upp er Gnags, en þeir félagar hafa tólf sinnum spilað fyrir gesti hátíðarinnar. 06/07 danmörk
slysið Þegar tónleikar hljómsveitarinnar Pearl Jam stóðu sem hæst á appelsínugula sviðinu 30. júní árið 2000 varð sá hörmulegi atburður að níu tónleikagestir tróðust undir og létust og 26 til viðbótar slösuðust alvarlega. Aldrei fannst nein einhlít skýring á því sem gerðist en svo virtist sem nokkrir hefðu dottið og dregið aðra með sér, en jörðin var blaut og hál. Við þetta þrýstist hluti áhorfenda nær sviðinu og ekki varð við neitt ráðið. Skipuleggjendur hátíðarinnar gerðu strax árið eftir margháttaðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir slys af þessu tagi. Hróarskelda 2014 Sé rýnt í lista með nöfnum tónlistarfólks þetta árið má sjá að úr mörgu er að velja. Hljómsveitalistinn inniheldur 170 nöfn og þótt Rolling Stones, Artic Monkeys, Damon Albarn, Stevie Wonder, Drake, Major Lazer, Outkast og Trentemöller fái stærsta letrið í auglýsingum segir það ekki alla söguna. Ein íslensk sveit, tríóið Samaris, er á flytjendalistanum. Á útiskemmtunum skiptir veðrið miklu máli og reyndir Hróarskeldugestir vita að ekki er á vísan að róa í þeim efnum. Danska veðurstofan spáir prýðilegu veðri út vikuna án þess þó að ábyrgjast neitt í þeim efnum. Hvernig sem veðrið verður má slá því föstu að allir snúi heim í hátíðarskapi þegar síðasti tónninn hefur verið sleginn þetta árið.
07/07 danmörk
01/03 Vísindi
kjarninn 3. júlí 2014
Fundu leið til að koma í veg fyrir þróun sykursýki Hákon Hákonarson, og samstarfsmenn hans bjuggu til arfbreytta mús og og telja sig hafa fundið leið til að koma í veg fyrir að sykursýki af gerð 1 þróist.
vísindi Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer
í
slenski vísindamaðurinn Hákon Hákonarson og samstarfsmenn hans telja sig hafa fundið leið til að koma í veg fyrir að sykursýki af gerð 1 þróist í manneskju. Ef þróuð yrði meðferð á grunni rannsóknarinnar gæti hún haft lækningarmátt gagnvart sykursýki 1 og ýmsum öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum. Rannsókn Hákons og samstarfsmanna hans snýst um virkni gens sem tengist sykursýki 1 á líffræðilegu ferli sem hefur áhrif á losun insúlíns. Grein eftir Hákon um rannsóknina var birt í hinu virta vísindatímariti Cell hinn 14. júní síðastliðinn. Hákon segir það mikinn heiður að fá grein birta í tímaritinu.
bjuggu til arfbreytta mús Að sögn Hákonar að um að ræða gen sem kallast CLEC16A, sem rannsóknarteymi hans við Barnaháskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum fann út árið 2007 að væri sterkur áhættuþáttur fyrir sykursýki. Genið er tjáð (e. expressed) í insúlínframleiðandi brisfrumum og svokölluðum drápsfrumum (e. natural killer cells), en það er sú frumutegund líkamans sem ræðst á insúlínframleiðandi brisfrumur og eyðir þeim. Hákon og teymi hans vildu komast að því hvernig genið og stökkbreytingar á því orsaka sykursýki. Til þess að gera það bjuggu þau til arfbreytta mús þar sem teymið gat „Grein eftir Hákon um rann- stýrt því hvort umrætt gen væri tjáð eða ekki. ensku kallast slík mús „knockout“-mús. Með sóknina var birt í hinu virta Áslíkri var einnig hægt að stýra því hvort genið vísindatímariti Cell hinn væri tjáð í ákveðnum frumum og líffærum. Að sögn Hákonar snerist rannsóknin nú um 14. júní síðastliðinn.“ að eyða geninu í insúlínframleiðandi brisfrumum og skoða svo afleiðingarnar. „Það sem kom í ljós er að CLE16A-genið hefur með stjórnun á insúlínframleiðslu að gera. Þegar geninu er eytt verður örvun á eggjahvítuefni sem heitir Parkin, en það leiðir til þess að hvatberar sem sjá um orkuframleiðslu í brisfrumum eyðileggjast. Við þetta raskast starfsemi kalsíum-jónaganga sem stjórna framleiðslu og losun á insúlíni með þeim afleiðingum að á endanum verður ekkert insúlín framleitt. Það leiðir af sér að sykursýki 1 þróast.“ 02/03 vísindi
Leið til að koma í veg fyrir þróun sykursýki Hákon segir að rannsóknin hafi leitt í ljós leið til að koma í veg fyrir þróun sykursýki af gerð 1. „Með því að hemja Parkingenið í fólki með stökkbreytingu í CLE16A er mögulegt að koma í veg fyrir að hvatberarnir eyðist og sykursýki 1 þróist.“ Rannsóknin leiddi í ljós að stökkbreytingarnar í CLEC16A væru einnig sterkur áhættuþáttur fyrir marga aðra sjálfsofnæmissjúkdóma. „Það eru sjúkdómar á borð við MS, Crohns-sjúkdóm, liðagigt og sjálfsofnæmisbólgu í lifur ásamt nokkrum öðrum sjúkdómum. Meðferð sem yrði þróuð gæti því haft lækningarmátt fyrir sykursýki og fjölda annarra sjálfsofnæmissjúkdóma.“ STaRfaði ÁðuR HjÁ íSLenSkRi eRfðaGReininGu Hákon Hákonarson réð sig til að veita þá nýrri miðstöð Barnaspítala Fíladelfíu (Children’s Hospital of Philadelphia, einnig þekktur sem CHOP) forstöðu seint á árinu 2005. Rannsóknir Hákonar og samstarfsfélaga hans eru á sviði erfðavísinda. CHOP er einn stærsti barnaspítali í heimi og var stofnaður árið 1855. Hann þykir leiðandi í rannsóknarstarfi. Hákon hafði verið viðskiptaþróunarstjóri hjá 03/03 vísindi
Íslenskri erfðagreiningu áður en hann réð sig til CHOP. Á þeim tæpa áratug sem Hákon og teymi hans hefur starfað hjá CHOP hafa niðurstöður rannsókna þeirra vakið töluverða athygli. Rannsókn vísindamannanna á einhverfu var til að mynda talin á meðal tíu mestu vísindaafreka ársins 2009 af bandaríska tímaritinu Time.
sjónvarp
nýsköpun SuitMe
kjarninn 3. júlí 2014
Heimurinn er að breytast Fyrirtækið SuitMe þróar nýstárlegan mátunarklefa fyrir fatakaup á netinu
SuitMe er eitt þeirra tíu nýsköpunarfyrirtækja sem nýtur góðs af Startup Reykjavík, en fyrirtækið þróar nýstárlega hugmynd til að einfalda fatakaup í gegnum tölvu. SuitMe vinnur að því að hanna mátunarklefa á netinu sem gerir viðskiptavinum auðveldara um vik að átta sig á því hvernig flík kemur til með að líta út á þeim sjálfum. Kjarninn ræddi við Emil Harðarson framkvæmdastjóra SuitMe um hina frumlegu hugmynd. 01/01 sjónvarp
Kjarninn, Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman um að fjalla ítarlega um Start Up Reykjavík verkefnið, frumkvöðla og íslensk nýsköpunarfyrirtæki.
kjarninn 3. júlí 2014
01/01 sjö sPURNINGAR
sjö spurningar
sigríður björg tómasdóttir Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar
með áráttuhegðun í að skoða fasteignavefi Hvað gleður þig mest þessa dagana? Það gleður mig fáránlega mikið að mér hafi tekist að ljúka Snæfellsjökulshlaupinu síðustu helgi með bros á vör. Sá það ekki fyrir mér þegar ég byrjaði á námskeiði í utanvegahlaupi í vor að ég myndi geta hlaupið 22 kílómetra í júnílok. Hvert er þitt helsta áhugamál? Samvera með vinum og fjölskyldu, fjölmiðlar, bókalestur, útivera og letilíf. Svo get ég ekki hætt að skoða fasteignavefi, en það síðarnefnda flokkast sennilega frekar undir áráttu en áhugamál.
Hvaða bók lastu síðast? Mamma segir eftir Stine Pilgaard. Skemmtileg bók um ástarangist, sem er líka ljómandi vel þýdd af Steinunni Stefánsdóttur vinkonu minni.
Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú fara? Mig hefur dreymt lengi um að fara til Nepal, ég myndi láta þann draum rætast.
Hvert er þitt uppáhaldslag?
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Ég hef haldið upp á you Said Something með PJ Harvey síðan ég heyrði það fyrst, fyrir næstum 14 árum síðan. Frábært lag.
Neikvæðni, hroki og húmorsleysi, fordómar og kvenfyrirliting. Annars er ég frekar jákvæð, nema þegar fólk ryðst fram fyrir mig í matvörubúðum og sælgætissölum í leikhúsum, þá sýður á mér undir fáguðu yfirborði.
Til hvaða ráðherra berðu mest traust? Pass. 01/01 sjö spurningar
aF netinu
samfélagið segir
kjarninn 3. júlí 2014
fRoSTi HeimiSSon
nei Við eSB @NeiESB
Landsbyggðarverndarstefna. Hvað næst? Háskólasjúkrahús og millilandaflugið til Egilsstaða? Laugardagurinn 28. júní 2014
Sigmundur davíð sannar mikilvægi sjálfstæðis og kjördæmaþingmanna http://goo.gl/mdA0zK @Fiskistofa Norður en ekki til Brussel! #CodWar #AK Föstudagurinn 27. júní 2014
óSkaR maRínó SiGuRjónSSon
adda maLin @addamalin
það á bara að loka þessari stofnun hef mikið verið með þessa menn í kringum mig og hef aldrei skilið fyrir hvað þettað fólk fær borgað. Mánudagurinn 30. júní 2014
Væluverðlaun 2014 fá starfsmenn Fiskistofu. #tilhamingu Mánudagurinn 30. júní 2014
anna maRGRéT BjaRnadóTTiR
kRiSTjana fenGeR @kristjanafe
Fáránlegur gerningur, til hvers að vera að standa í svona rándýru raski á flutningi á heilli stöfnu og högum fóks? Er það bara af-því-bara? Sunnudagurinn 29. júní 2014
Lífið er svo glatað að ég er farin að æsa mig upp vegna flutninga Fiskistofu. #hvaðerlífmitt #virkíræsinu Laugardagurinn 28. júní 2014
forsætisráðherra of seinn
Vilja losna við Benedikt Bogason
Gestur sem rambaði inn í Bakherbergið var staddur á Austurvelli snemma á þjóðhátíðardaginn til að fylgjast með hefðarfólkinu ganga til guðsþjónustu í dómkirkjunni. Hann fylgdist meðal annars með forsetahjónunum Ólafi Ragnari og dorrit ganga inn um kirkjudyrnar og hvernig þeim var síðan lokað í kjölfarið. Það kom því á gestinn þegar allt í einu birtist dökkur bíll á hraðferð við Austurvöll og út steig Sigmundur davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hann virtist af tilburðum á hraðferð, enda of seinn í guðsþjónustuna, og flýtti sér inn um þegar lokaðar dyrnar.
Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar hefur kært sérstakan saksóknara fyrir brot í opinberu starfi vegna hleranna. dómarinn sem kvittaði upp á þær er nú hæstaréttardómari og heitir Benedikt Bogason. Í Bakherberginu sjá sumir lögmenn glitta í mikið samsæri. Þeir telja að verjendateymi meintra hrunmanna vilji ná sér niðri á Benedikt fyrir að hafa dæmt Ragnar H. Hall og Gest Jónsson til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá Al-Thani málinu og koma um leið í veg fyrir að hann fái að dæma í Imon og Aurum-málunum þegar þau koma fyrir Hæstarétt.
01/01 samFéLagið segir
erLent
gallerí
kjarninn 3. júlí 2014
Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri og lesa um augnablikin
SMASSSALAT
PANTA & SÆKJA
5 78 78 74
Pistorius fær stuðning frá stuðningsmanni Réttarhöldunum yfir suður-afríska íþróttamanninum Oscar Pistorius, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Reevu Steenkamp, var framhaldið í Pretoriu í vikunni. Fjölmargir stuðningsmenn Pistorius eru viðstaddir réttarhöldin, og hér fær hann stuðning í verki frá einum þeirra.
Mynd: AFP
Hitabylgja í Róm Miklir sumarhitar gera nú vart við sig á Ítalíu eins og víðar í Suður-Evrópu, enda sumarið í algleymingi í álfunni nema helst hér á Íslandi. Hér má sjá hvernig íbúar Rómar hafa safnast saman við einn gosbrunn borgarinnar til að kæla sig í hitanum.
Mynd: AFP
fyrrverandi frakklandsforseti færður til yfirheyrslu Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, sést hér yfirgefa heimili sitt í fylgd lögreglumanna í vikunni. Sarkozy á yfir höfði sér ákæru vegna spillingar, en hann er sakaður um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar. Talið er að málið muni eyðileggja áform hans um að bjóða sig fram að nýju.
Mynd: AFP
Palestínskur unglingur myrtur í hefndarskyni Palestínskir mótmælendur skýla sér fyrir ísraelskum lögreglumönnum í Shuafat hverfinu í Austur-Jerúsalem. Þar kom til átaka í vikunni eftir að palestínskur unglingur var myrtur, að svo er virðist, í hefndarskyni fyrir þrjá ísraelska pilta sem voru myrtir á vesturbakka Jórdanar á dögunum.
Mynd: AFP
Vonsviknir kanar eftir hörkuleik við Belgíu á Hm Fjöldi stuðningsmanna bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta safnaðist saman í Ríó til að berja augum lið sitt etja kappi við Belga í sextán liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi sem þó lyktaði með sigri Belga. Margur Kaninn varð að vonum vonsvikinn eftir leikinn.
Mynd: AFP
OFBELDI ER ÚTBREIDDASTA MANNRÉTTINDABROT Í HEIMI. SAMAN GETUM VIÐ BREYTT ÞVÍ. Gakktu í Systralagið!
www.unwomen.is · Sími 552 6200
kjarninn 3. júlí 2014
01/01 spes
spes Aðdáandi Guillermo Ochoa vill ólmur halda markverðinum í sínu liði
selur fjölskylduna og húsið til að halda Ochoa
F
rammistaða Guillermo Ochoa, markvarðar mexíkóska landsliðsins, á HM í Brasilíu hefur vakið verðskuldaða athygli. Hann sýndi mörg snilldartilþrif á milli stanganna á heimsmeistaramótinu, til að mynda á móti gestgjöfum Brasilíu, en lið hans féll óverðskuldað úr keppni á HM í vikunni er það tapaði fyrir sigurstranglegu liði Hollendinga. Fyrir heimsmeistaramótið spilaði Ochoa með franska liðinu Ajaccio, en samningur hans við liðið rann út skömmu áður en HM í Brasilíu hófst. 01/01 spes
Hæfileikar Ochoa hafa vakið athygli margra stórliða í Evrópu, sem renna nú hýru auga til markvarðarins, en þeirra á meðal ku vera ensku úrvalsdeildarliðin Arsenal og Liverpool. Einn eldheitur stuðningsmaður Ajaccio hefur nú brugðið á það ráð að auglýsa fjölskylduna sína og húsið til sölu á netinu svo að markmaðurinn fari hvergi. Söluandvirðið, litlar sextán milljónir Bandaríkjadala, hyggst hann nefnilega láta renna til Ajaccio svo að liðið geti borgað Ochoa laun sem nema sextíu þúsund sterlingspundum á viku.
áLit
snorri baldursson Líffræðingur
kjarninn 3. júlí 2014
skógrækt og markmið í loftslagsmálum Snorri Baldursson skrifar um með hvers konar landgræðslu verður hægt að ná markmiðum Kyoto-bókunarinnar.
H
inn 19. júní birtist frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þess efnis að Ísland og ESB hefðu samið um sameiginleg markmið í loftslagsmálum í anda Kyoto-bókunarinnar. Samkvæmt samningnum þarf nettólosun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi að dragast saman sem nemur um 860 þúsundum tonna koltvísýrings til ársins 2020, eða sem nemur um 31% af núverandi losun. Þessu markmiði má ná í grundvallaratriðum með tvennum hætti, þ.e. með því að minnka losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið eða með aukinni bindingu koltvísýrings í gróðri, jarðvegi og bergi. Hinn 22. júní birti RÚV frétt undir fyrirsögninni „Hægt að ná markmiðum með skógrækt“. Þar var haft eftir Arnóri Snorrasyni, skógfræðingi á Mógilsá, að ná mætti verulegum hluta markmiða í loftslagsmálum með skógrækt, einkum ef 01/08 áLit
menn spýttu í lófana, því að dregið hefði úr nýgróðursetningum um helming frá því fyrir hrun. Ýmislegt að athuga við fréttaflutning Við þennan fréttaflutning er ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi er ekki minnst á þá margvíslegu möguleika sem felast í aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, einkum frá iðnaði og samgöngum. Í öðru lagi má ráða af fréttinni að skógrækt með nýgróðursetningum sé besta leiðin til að auka bindingu og þar með ná markmiðum Kyoto-bókunarinnar. Í þriðja lagi, sem er utan við efni þessarar greinar, velur Arnór að bera gróðursetningar nú saman við það ár sem allra flest tré hafa verið gróðursett á landinu. Sé hins vegar nýskógrækt síðustu 20 ára borin saman við áratugina þar á undan hefur gríðarleg aukning orðið þar á. Hér er ekki staður eða stund til til að fjalla ítarlega um möguleika Íslands til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda (þ.e. losun að frádreginni bindingu) eða fara í smáatriði varðandi ólíkar leiðir, enda hefur það verið gert í viðamikilli sérfræðingaskýrslu umhverfisráðuneytisins frá árinu 2009. Mig langar einungis að ræða hvaða áhrif breytt landnotkun getur haft á þetta ferli, því að óvenjuhátt hlutfall útstreymis gróðurhúsalofttegunda á sér stað frá framræstum mýrum og uppistöðulónum hér á landi, eða um 32% árið 2006. breytt landnýting til að draga úr losun Í ofangreindri skýrslu um möguleika Íslands til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda er gerður samanburður á þrenns konar landnýtingu sem hefur áhrif þar á. Þar er um að ræða skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Samkvæmt skýrslunni munu gróðursettir nýskógar frá og með árinu 1990 binda um 220 þúsund tonn kolefnis árið 2020 miðað við núverandi skógræktarátak. Þetta eru aðeins um 25% af nauðsynlegum samdrætti í nettóútstreymi samkvæmt Kyoto-bókuninni. Miðað við tvöföldun nýgróðursetninga frá því sem nú er næst að binda um 280 þúsund tonn árið 2020, sem er 32% af skuldbindingum landsins. Þessi tvöföldun hefði 02/08 áLit
þó þurft að koma til strax árið 2010 til að svo gæti orðið, en sú varð ekki raunin, sbr. viðtalið við Arnór. Landgræðsluverkefni sem hófust um og eftir 1990 munu binda um 555 þúsund tonn koltvísýrings árið 2020 samkvæmt skýrslunni, eða sem nemur um 65% af skuldbindingum landsins. Tæknilega, miðað við aukningu strax árið 2010, hefði landgræðsla getað skilað um 800 þúsund tonnum árið 2020 og farið langleiðina með að uppfylla markmið um 31% samdrátt í nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda. aukin skógrækt aðeins ein leið sem unnt er að beita Endurheimt votlendis er ennþá hverfandi. Miklir möguleikar til skamms tíma felast þó í henni, því áætlað er að um fjórðungur framræsts lands sé ekki nýttur með beinum hætti til fóðurframleiðslu eða beitar og því sársaukalaust fyrir bændur og aðra landeigendur að endurheimta þann hluta. Sé gert ráð fyrir að þessi fjórðungur framræsts lands verði „Í alþjóðlegu endurheimtur á allra næstu árum má draga samhengi er úr losun árið 2020 sem nemur um 400 þúsund kolefnistonnum og þar með næst að uppfylla lögð áhersla á að helming Kyoto-markmiðsins. Endurheimt efla vistheimt. votlendis getur gengið mjög hratt fyrir sig ef Grófari form samkomulag næst við landeigendur um að fara þá leið. landgræðslu, Af framansögðu leiðir að aukin skógrækt er svo sem upp- aðeins ein af þeim landnýtingaraðgerðum sem græðsla sanda unnt er að beita til að ná markmiðum um samí nettólosun gróðurhúsalofttegunda fyrir með lúpínu, hafa drátt 2020. Sökum þess hversu skammur tími er til stórkarlalegri stefnu er afar ólíklegt að nokkur þessara aðgerða, áhrif á vistkerfi.“ ein og sér, nái að uppfylla þessi markmið. Árétta skal að hér er ekki fjallað um möguleika til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í iðnaði og samgöngum, en þeir eru vissulega mjög miklir og að mörgu leiti gæfulegri leið en aukin binding, þar sem forvarnir eru yfirleitt betri en lækning.
03/08 áLit
beinn kostnaður vegna mismunandi aðgerða Í ofangreindri skýrslu er gerður samanburður á kostnaði kolefnisbindingar í skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Tekið er fram að kostnaðarmat sé erfiðleikum bundið, einkum þar sem mestur hluti kostnaðar fellur til strax í upphafi en ágóðinn skilar sér á mörgum áratugum. Þetta á ekki síst við um skógrækt. Með þessum fyrirvara er niðurstaðan sú að hvert tonn bundins kolefnis kostar um 900 kr. í framræsluverkefnum en 1.300–1.500 í landgræðslu og skógrækt. Séu þessir útreikningar réttir er hagstæðast fyrir ríkið að leggja fé í endurheimt votlendis til að ná markmiðum í loftslagsmálum. áhrif landnýtingarkosta á lífríki og landslag Í frægri grein, „Hernaðurinn gegn landinu“, sem birtist í Morgunblaðinu á nýársdag árið 1970, rekur Halldór Laxness aðför manna og búsmala að náttúru landsins í gegnum tíðina, hvort sem er vegna landbúnaðar eða stóriðju. Tilefni greinarinnar var aðallega áform sem þá voru uppi um frekari virkjun Laxár í Mývatnssveit, sem hefði drekkt um 12 km af Laxárdal, og um groddalega útfærslu Norðlingaöldulóns sem hefði fært á kaf stóran hluta Þjórsárvera. Í greininni segir nóbelsskáldið m.a.: „Menn komu hér upphaflega að ósnortnu heiðalandi sem var þéttvaxið viðkvæmum norðurhjaragróðri, lýngi og kjarri, og sumstaðar hefur nálgast að vera skóglendi; hér var líka gnægð smárra blómjurta; og mýrar vaxnar háu grasi, sefi og stör, morandi af smákvikindum allskonar og dróu að sér fugla svipað og Þjórsárver gera enn þann dag í dag.“ Mýrarnar segir hann lífseigustu gróðurlendin: „Seigar rætur mýragróðursins halda gljúpum jarðveginum saman og vatnið nærir fjölda lífrænna efna í þessum jarðvegi og elur smádýralíf sem að sínu leyti dregur til sín fugla. Mýrarnar eru stundum kallaðar öndunarfæri landsins.“ Við þessa lýsingu á landkostum Íslands við landnám og mikilvægi votlendis getur náttúrufræðingur fáu gagnlegu bætt. Ekki er um það deilt að lífríki landsins er aðeins svipur hjá sjón hjá því sem það var við landnám. Stór hluti gróðurhulu 04/08 áLit
og jarðvegs er tapaður og frjósemi mikils hluta þeirrar gróðurlenda sem eftir sitja er langt undir getu miðað við loftslagsskilyrði. Löngu áður en Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna leit dagsins ljós hafði íslenskur almenningur og yfirvöld áttað sig á því að margvísleg efnisleg, siðferðileg og lýðræðisleg rök standa til þess að endurheimta forn landgæði eftir mætti. Efnislegu rökin eru t.d. hagkvæmari landbúnaður með aukinni frjósemi landsins, siðferðilegu rökin hafa oft verið sett fram með slagorðinu „Að greiða skuld okkar við landið“ og lýðræðisrökin eru m.a. þau að meirihluti landsmanna telji aukna skógarþekju og grósku æskilega. Hafa ber þó í huga að aðgerðir til að efla landgæði og lífríki, svo sem skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis, breyta jafnframt ásýnd landsins frá því sem nú er. efla þarf vistheimt Landgræðsla með aðferðum vistheimtar, þ.e. aðgerðum sem miða að því að endurskapa sams konar eða sambærileg vistkerfi og spillst hafa, hefur eðli málsins samkvæmt minnst áhrif á ásýnd landsins. Langmestur hluti landgræðsluaðgerða fellur núorðið undir flokk vistheimtar. Í alþjóðlegu samhengi er lögð áhersla á að efla vistheimt. Grófari form landgræðslu, svo sem uppgræðsla sanda með lúpínu, hafa stórkarlalegri áhrif á vistkerfi og ásýnd lands eins og allir sjá sem aka um Suðurland að sumri; Skógarsandur og Mýrdalssandur eru einn bylgjandi lúpínuakur næst vegi, blár í júní, annars grænn, þar sem áður var svartur sandur. Ekki er enn hægt að spá fyrir með vissu hvers konar gróðurlendi eða vistkerfi slík landgræðsla skapar á endanum. Merki sjást um landnám skógarkerfils í lúpínubreiðunum, þannig að ef til vill verða sandarnir hvítir af skógarkerfli eftir nokkur ár, svipað og Esjuhlíðar eru nú.
05/08 áLit
Lífríki breytist með stórvöxnum trjátegundum Nýskógrækt með stórvöxnum trjátegundum breytir lífríki og ásýnd landsins þó með enn meira afgerandi hætti. Sé t.d. sitkagreniskógur eða stafafuruskógur ræktaður upp á mólendi verða smám saman alger umskipti í lífríki og landslagi: þar sem áður var opið landslag er nú lokaður skógur, þar sem áður ríktu mosar, grös og blómjurtir „Samkvæmt standa stórvaxin tré, þar sem fiðrildi flögruðu og köngulær spunnu vefi eru blaðlýs að næra sig á skýrslunni munu safa greninála og þar sem spóinn vall graut tístir gróðursettir glókollur nú. Skógrækt á grónu landi er að þessu nýskógar frá leyti eðlisólík uppgræðslu sanda, því hún breytir gróðurlendi í annað meðan uppgræðslan og með árinu einu skapar nýtt vistkerfi – eða endurheimtir eftir eðli 1990 binda um uppgræðslunnar – þar sem lítið eða ekkert var 220 þúsund fyrir. Með þessu er ég ekki að segja að greniskógtonn kolefnis urinn sé „verri“ en mórinn – þótt það sé vissulega svo fyrir þann sem ann víðsýni og berjatínslu – árið 2020 miðað heldur fyrst og fremst ólíkur öðrum gróðurlendvið núverandi um landsins og því framandi í náttúrufarslegu og skógræktarátak.“ menningarsögulegu tilliti. Skógrækt með lerki og lauftrjám eins og alaskaösp hefur ekki eins afgerandi breytingar á lífríki og landslagi í för með sér og greni- og fururræktun. Breytingar á lífríki skógarbotnsins verða minni og þar sem þessi tré fella lauf að hausti verða þau ekki eins áberandi í íslensku landslagi að vetri og sígrænu trén. Nýskógrækt með birki breytir vissulega líka ásýnd landsins og því lífríki sem fyrir er en birkið verður blessunarlega ekki mjög hávaxið og er þar að auki afar fjölbreytilegt að lit og formi. Langfallegustu skógarnir að mínu mati eru sjálfsánir birkiskógar, sem fella sig algerlega að landslagi og staðháttum. Siðferðislega, lýðræðislega og líklega efnahagslega – a.m.k. fyrir hið opinbera – er birkiskógrækt eða sjálfgræðsla birkis með friðun lands því eina réttlætanlega ríkis- og landgræðsluskógræktin, því einungis með henni endurheimtum við í eiginlegri merkingu forn landgæði og „greiðum skuld 06/08 áLit
okkar við landið“. Í fyrra endurnýjaði umhverfisráðherra samning við Skógræktarfélag Íslands um stuðning ríkisins við svokallaða Landgræðsluskóga, sem hafa það að markmiði að endurheimta landgæði með ræktun og gróðursetningu í rýrt og ógróið land. Ekki er gerð krafa um að eingöngu skuli nota upprunalegar tegundir í þessa skóga og raunin er sú að yfirgnæfandi meirihluti þeirra er svokallaðir blandskógar, sem fá yfirbragð barrskóga þegar frá líður. Tvenns konar rök eru oft eru sett fram til að réttlæta ríkisstyrkta skógrækt með stórvöxnum innfluttum trjátegundum; viðaröryggi og útivist. Þegar er búið, með ærnum tilkostnaði hins opinbera, að gróðursetja skóga sem geta annað timburþörf landsmanna í mörg ár eða áratugi ef landið lokast, t.d. vegna stríðsátaka, eða olíuverð fer í slíkar hæðir að við höfum ekki lengur efni á millilandaflutningum. Afgerandi meirihluti landsbúa, líklega vel yfir 90%, getur notið blandskóga til útivistar í næsta nágrenni við heimili sitt. Og varðandi útivistina má draga í efa að fólk njóti betur útivistar í blandskógi með furu, greni og ösp en í hreinræktuðum birkiskógi eins og Vaglaskógi eða Bæjarstaðarskógi, en það er önnur saga. alþjóðlegi vinkillinn Þá er eftir að fjalla um alþjóðlegu hliðina á þessu máli. Vissulega er það rétt sem fram kemur í frétt RÚV og varð kveikjan að þessum pistli að margar innfluttar trjátegundir, svo sem alaskaösp, sitkagreni, rússalerki og stafafura, vaxa hraðar og meir en íslenska birkið og binda á endanum umtalsvert meira kolefni. Slíkar tegundir eru því heppilegri en birki til ræktunar ef einungis er einblínt á kolefnisbindingu til að uppfylla ákvæði Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. En Íslendingar eru aðilar að fleiri alþjóðlegum samningum, m.a. Samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, Bernarsamningnum um vernd villtra dýra og plantna í Evrópu og Landslagssáttmála Evrópu. Þessir náttúruverndarsamningar leggja áherslu á skyldu þjóðlanda til að vernda og efla upprunalegt lífríki og ríkjandi landslagsgerðir. Þeir leggjast vissulega ekki gegn skógrækt sem landbúnaði, en 07/08 áLit
skógrækt með innfluttum stórvöxnum trjátegundum í úthaga, undir yfirskini landgræðslu og vistheimtar, gengur í berhögg við þessa samninga. Frumskyld þjóða er að vernda og viðhalda menningarog náttúruarfi sínum – og vissulega leitast við að lagfæra það sem aflaga fer. Okkar náttúruarfur er gróin heiðalönd, votlendi og kjarrskógur sem „sumstaðar hefur nálgast að vera skóglendi“ eins og Halldór Laxness orðaði það, 6–10 m hár birkiskógur með reyniviði og gulvíði í bland. Ríkið, vilji það efla landeigendur til góðra verka, á að leggja ofuráherslu á að styrkja vistheimt og landgræðslu í úthaga sem stuðlar að því að endurheimta þennan náttúruarf og skylda styrkþega til að nota tegundir sem eru gamlar í landinu. Með slíkri landgræslu nást markmið Kyoto-bókunarinnar fullt eins vel og með hefðbundinni blandskógrækt þar sem öllu ægir saman. ekki á móti skógrækt eða trjám Undirritaður hefur oft skrifað um skógrækt Íslendinga, sem er eins og margt annað hjá okkur loðmulla þar sem allt leyfist og öllu ægir saman: Viðarskógrækt, útivistarskógrækt, landgræðsluskógrækt, fjölnytjaskógrækt og nú síðast loftslagsskógrækt sem á að bjarga okkur fyrir horn vegna Kyoto en er alls ekki besta leiðin. Börnin okkar munu upplifa þessa skóga meira og minna sem barrskóga því barrtrén vaxa lengur og hærra en íslenska birkið og bera það að lokum ofurliði. Þessi orð mín má ekki túlka sem svo að ég sé „á móti skógrækt“ eða trjám. Svo er ekki. Mér finnst blandskógar til útivistar í byggð og afmarkaðir viðarskógar á landbúnaðarlandi vel réttlætanlegir. En ég játa að birkiskógar eru í sérstöku uppáhaldi. Þeir eru náttúru- og menningararfur okkar. Mér finnst t.d. stærsti birkiskógur landsins sem er að vaxa upp á Skeiðarársandi – algerlega einn og óstuddur af ríkisframlögum – óskaplega fallegur.
08/08 áLit
pistiLL
auður jónsdóttir rithöfundur
kjarninn 3. júlí 2014
er ráðherra hreinn sveinn? Auður Jónsdóttir veltir því fyrir sér hvort ráðherrar hafi næga reynslu af útlöndum.
m
yndirðu fara upp í flugvél með flugmanni sem hefði eingöngu lært sitt fag í flughermi? Ég myndi afþakka farið því það er svo margt sem er ekki hægt að skynja og skilja nema með reynslunni. Eins og til að mynda það að vera íbúi í öðru landi en upprunalega heimalandinu. Ég prófaði það fyrst þegar ég var barn og bjó í þrjú ár með foreldrum mínum í Englandi. Þá hætti ég að taka því sem sjálfsögðum hlut að raunveruleikinn rúmaðist allur á einum og sama staðnum. Upp frá því varð mér ljóst að ég gæti aldrei tekið fullkomið mark á raunveruleikasýn minni því þessi svokallaði raunveruleiki væri á óteljandi stöðum í óteljandi útgáfum á sama tíma. Tilfinningin olli því að mér fannst líf mitt vera lygi.
01/05 pistiLL
vaknaði hjá dönskum eiginmanni Um þrítugt eignuðumst við hjónin litla íbúð í Vesturbænum. Við höfðum búið í henni í tæpt ár þegar óþægileg kennd hvíslaði að líf mitt væri of takmarkað. Eitthvað svipað gerðist í hausnum á eiginmanninum, sem var alinn upp í Kaupmannahöfn, því að augnabliki síðar vorum við „Eftir þrjú ár búin að losa okkur við íbúðina og koma okkur upp heimili í þeirri sömu borg. varð lífið í Köben Eiginmaður minn reyndist vera svo flugof danskt.“ mæltur á dönsku að Kaupmannahafnarbúar spurðu í mesta lagi hvort hann kæmi frá Borgundarhólmi. En hann hafði hreinlega gleymt að segja mér að hann ætti til annað eintak af sjálfum sér, danskan hafði ekki skipt máli í Reykjavík. Ég var steinhissa að vera óforvarendis gift kjaftaglöðum Dana með erkidanskan húmor og æskuvini á Austurbrú. Lífið í Kaupmannahöfn endurnýjaði á mér hausinn, þó að þetta væri bara gamla, púkalega Íslendinganýlendan Köben. Ég keypti mér gamalt hjól, hellti mér í dönskunám í dönskuskóla fyrir innflytjendur og las safarík helgarblöð að dönskum hætti. Þarna fannst mér ég græða heljarinnar helling á því að fylgjast með samfélagsumræðu á öðru tungumáli en íslensku og ensku. guð blessi ísland! Eftir þrjú ár varð lífið í Köben of danskt. Við fluttum með allt okkar hafurtask til Barcelona, þar sem við borguðum strákum frá Alsír nokkrar evrur fyrir að bera fimmtíu bókakassa upp í kytru í risi á gömlu húsi, á horninu við aðalhórugötu borgarinnar. Þeir fóru beinustu leið á barinn á eftir en við hófum þriðja lífið. Maðurinn minn reyndist vel mæltur á spænsku, hafandi búið áður á Spáni, en ég tók kúrs í spænskuskóla og stautaði mig í gegnum Hola! Við dvöldum í tvö ár í töfrum slunginni sjóræningjaborginni. Þessi tími er skrýtinn en lærdómsríkur draumur sem tók skyndilega enda. Ég hafði flúið hitann til að geta unnið betur próförk að skáldsögu og var stödd hjá bróður 02/05 pistiLL
mínum á Ísafirði þegar Geir Haarde bað guð að blessa Ísland. Þannig urðum við, miðaldra hjónin, strandaglópar hjá litla bróður á Vestfjörðum. Okkur tókst að losna við leiguíbúðina í Barcelona og eftir langa leit fundum við góða leiguíbúð á Drafnarstíg, á sanngjörnum kjörum. Í tæp fimm ár hvíldum við vel í okkar Vesturbæjarlífi, enda fæddist sonur okkar. Leigusalinn ljúfi leyfði okkur að skipta á íbúðum við Þjóðverja á sumrin, sonurinn fór í leikskóla og allt var í sóma ... þangað til einn rigningardaginn að ég las enn eina leiðindafréttina um ríkisstjórnina og heimtaði að flytja aftur út, hvernig sem við færum að því. Íslenski raunveruleikinn varð yfirþyrmandi í allri sinni lygi. davíð Oddsson í útlöndum Nú búum við í Berlín. Maðurinn minn talar þýsku en ég sæki skóla á morgnana, ásamt skólafélögum af fimmtán þjóðernum. Seinni hluta dagsins skrifa ég, þakklát fyrir allar hugmyndirnar sem borgin gefur mér; þessi borg sem er eilíft stefnumót ólíkra veruleika. Þannig vinn ég bækurnar mínar, annað umhverfi þjónar betur hagsmunum ýmissa annarra höfunda. Sumir þurfa á náttúrunni að halda, aðrir á kunnuglegu umhverfi með aðgengi að góðu bókasafni en flækingur þjónar einhverjum. Nú er ekki ætlunin að monta sig af meintum heimsborgarahætti í hrokatón, slíkt tilgerðartal er löngu úrelt. Maður getur verið sannur heimsborgari í sinni sveit jafnt sem forpokaður lúði í stórborginni. Ég hefði líka viljað dvelja í öðrum heimsálfum, hugsanlega er ég farin að sjá heiminn með of evrópskum gleraugum, þrátt fyrir fjölbreytnina í Evrópu. Og auðvitað fyrirfinnst líka alls konar vitleysisgangur í útlöndum En þessi lífsreynsla, að takast á við áskoranir sem innflytjandi í fjórum löndum, hefur samt vakið mig til umhugsunar um hvort það hafi reynst íslenskri þjóð hættulegt hversu margir ráðamenn hennar, bæði þá og nú, hafa aldrei, eða einungis um stundarsakir, búið á erlendri grund og tekist á við annað samfélag en þeir þekkja. Ég er ekki á þeirri skoðun 03/05 pistiLL
að það þjóni endilega hagsmunum allra að dvelja langdvölum í útlöndum en sú reynsla hlýtur að skipta máli fyrir þá sem starfa við að sjá um samskipti Íslands við umheiminn. Reyndar eru þeir nokkrir ráðherrarnir í núverandi ríkisstjórn sem hafa farið út í nám, þó að dagleg orðræða þeirra beri ekki vott um áhuga á umheiminum. Þeir tala eins og Ísland sé heimurinn og restin af jarðkringlunni lítil eyja úti í Ballarhafi; líkt og ekkert skipti máli nema sveitir Íslands, en þó ekki náttúran því af aðförum þeirra að dæma hefur hún engan tilverurétt. Samt má velta fyrir sér: Hvernig væri til dæmis Ísland í dag ef Davíð Oddsson hefði búið í nokkur ár í nokkrum löndum áður en hann tók við stjórnartaumunum? Hvernig hefðu utanríkismálin þróast síðasta árið ef Gunnar Bragi hefði skilið hvað hann var sjálfur að segja á erlendri grundu? Ráðamenn hafa rétt á sínum skoðunum en getum við treyst því að þeir hafi viðeigandi yfirsýn? sigmundur davíð í dularfullu námi Kannski hefði það engu breytt. Sigmundur Davíð flæktist jú í dularfullum námserindum á milli erlendra háskóla í nokkur ár en talar samt í þjóðrembingslegum klisjum. En kannski hefði það einhverju breytt, fólk er misvel til þess „Ég var stein- fallið að taka inn framandi áhrif og ég er ekki hissa að vera frá því að núverandi forsætisráðherra hafi fæðst viss í sinni sök, hver sem hún nú er, kannski óforvarendis of viss til að ljúka tilsettum prófgráðum, þó að gift kjafta- námserindin hafi líkast til kostað skildinginn glöðum Dana.“ (droppátinu mér ferst að gjamma um prófgráður en á móti kemur að ég er ekki forsætisráðherra). Það er markmiðið með starfi bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra að Ísland megi blómstra til fulls í óhjákvæmilegu samspili með umheiminum. Því er fáránlegt þegar þeir sem gegna þessum mikilvægu störfum fyrir hönd svo fámennrar þjóðar í flókinni nútímaveröld hafa enga reynslu af því að búa með fjölmennari þjóðum og kynnast því að hvaða leyti þær fúnkera öðruvísi en sú íslenska. 04/05 pistiLL
Ísland er svo erkiíslenskt og því finnst manni nauðsynlegt að ráðamenn séu meðvitaðir um gangverkið í öðrum löndum. Margt gott má um Ísland segja en það er líka margt í samfélagsumræðu fjölmennari landa sem sjaldnast ratar inn í umræðuna hjá 300.000 manna þjóð. sveinbjörg hafði nokkuð til síns máls Kannski talar Bjarni Ben þýsku en ég þykist þó vita að þeir séu ekki margir í ríkisstjórninni sem tali að staðaldri önnur tungumál en íslensku, ensku og íslenskuskotna skandinavísku. Það gæti haft áhrif á hugmyndir ráðamanna um Evrópusambandið og um leið allan vandræðaganginn í samskiptum við fulltrúa þess. Skortur á innsýn í gildismat annarra þjóða gæti jafnvel hafa haft áhrif á nýlegar ákvarðanir eins og þær að mismuna námsmönnum erlendis og á Íslandi, þannig að fyrrnefndir fái lægri námslán en hinir – á tímum þegar fátt er eins dýrmætt fyrir fámenna þjóð og ungt fólk að afla sér þekkingar í öðrum löndum – eða dýra hreppaflutninga á menntuðum sérfræðingum ríkisstofnunar sem bera vott um heimóttarlega lítilsvirðingu gagnvart bæði reynslu og þekkingu. Svo ekki sé minnst á skrípatilbúninginn meintan umhverfisráðherra, nú á háskalegustu tímum í sögu mannkyns vegna yfirvofandi náttúruhamfara sem aðeins alþjóðasamfélagið getur tekist á við í öflugri samvinnu. Stjórnmálin verða alþjóðlegri með hverjum deginum sem líður, fiðrildaáhrif þeirra æ greinilegri. Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík benti reyndar á mikilvægi þess að stjórnmálamenn kynntu sér aðra menningarheima, þó að sá málflutningur hafi verið á hæpnum forsendum. Raunveruleikinn er samspil óteljandi veruleika og það er starf stjórnmálamanna að kljást við hann. Þjóðarinnar vegna þurfa þeir að öðlast yfirsýn því við erum þjóð meðal þjóða. Annað fólk í öðrum löndum hefur gefið mér eitthvað dýrmætt sem erfitt er að festa reiður á. Að dvelja á meðal þess og kynnast áður ókunnugum samfélögum hefur kennt mér svo margt sem ég hefði ekki getað lært nema í snertingu við það. Samlíf með öðrum er ekki hættulaust en það er engin framtíð í því að fróa sér að eilífu einn og sjálfur. 05/05 pistiLL
kjarninn 3. júlí 2014
01/01 græjur
Birna KetilSdóttir Schram Ritstjóri Blær.is
Soundcloud
VScocam
GooGle mapS
Var að fá mér nýtt tónlistarapp sem er algjör snilld. Ég hlusta mikið á tónlist en appið er mjög „smooth“, aðgengilegt og töff.
Besta appið til þess að vinna myndirnar mínar. Ég get alveg gleymt mér í því að skoða ljósmyndir hjá öðrum, mjög margar flottar.
Þetta kort bjargar mér alveg þegar að ég er að ferðast erlendis jafnt sem innanlands. Svo er líka þægilegt að gera mörg mismunandi kort eftir því hvar maður er að ferðast og festa niður skemmtilega staði.
tækni Íslensk leið til að nota snjallsímann sem posa og app sem kreditkort
Nýverið hófst dreifing á nýrri íslenskri greiðsluleið sem hefur hlotið nafnið Pyngjan. Hún snýst um að notendur hætti að nota hefðbundið plast-greiðslukort í viðskiptum og noti snjallsímann sinn í staðinn. Þannig kemur snjallsíminn í stað posans og Pyngjan í stað greiðslukortsins. Pyngjan var nýverið sett í loftið og allir sem vilja geta sótt appið. Það eru DH samskipti sem dreifa Pyngjunni. Hægt er að horfa á kynningarmyndband hér. Notandinn þarf að ná sér í Pyngju-appið fyrir annað hvort iOS eða Android kerfi. Hann þarf síðan að slá helstu kortaupplýsingar sínar inn í Pyngjuna. Í stað þess að strauja plastkort greiðir hann síðan fyrir hjá þeim söluaðilum sem bjóða upp á pyngjuna með því að skanna QR-kóða. Greiðslukvittanir og kassastrimill berast í kjölfarið Í Pyngjuna og vistast þar. 01/01 græjur
kjarninn 3. júlí 2014
01/04 Íþróttir
jeltsín, reagan og michael douglas á Hm Athygli heimsins er á HM í Brasilíu. Hún beinist aðallega að hæfileikum leikmanna og árangri liða. En af hverju heita sumir leikmennirnir svona skrýtnum nöfnum?
íÞróttir Helgi Hrafn Guðmundsson L@helgihrafngudm
m
yndir þú nefna barnið þitt í höfuðið á Boris heitnum Jeltsín? Það gerðu foreldrar fótboltamannsins Yeltsin Tejeda frá Kostaríku, sem er fæddur í mars 1992. Móðir drengsins var svo hrifin af Jeltsín, sem þá var nýorðinn forseti hins glænýja Rússlands. Sovétríkin hrundu á jóladag 1991. Við það hvarf Mikhaíl Gorbatsjov frá og Boris Jeltsín tók við sem forseti landsins eftir mikið valdabrölt. Jeltsín var mjög vinsæll í upphafi og mamma Yeltsins litla Tejeda var ein þeirra sem heilluðust af honum. 01/04 íÞróttir
Spurningin er hvort hún hafi enn verið jafn hrifin af honum þegar hann lét af embætti á gamlársdag 1999. Í valdatíð Jeltsíns gekk Rússlands í gegnum ýmsar hremmingar, meðal annars vegna hinna gríðarlega hröðu umskipta frá kommúnisma til einkavæðingar og kapítalisma. Jeltsín stóð líka í hernaðarbrölti; réðist inn í Téténíu í desember 1994, sem var upphafið að áralöngu blóðbaði með miklu mannfalli og eyðileggingu.
fyrirferðarmiklir á 10. áratugnum Boris Jeltsín og Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna. Jeltsín fór á fyllerí í heimsókn til Clintons árið 1995 og vildi taka leigubíl á nærbuxunum.
„boris Yeltsin drunk“ Hann er í það minnsta ábyggilega ekki efstur á óskalistanum hjá mörgum nýbökuðum foreldrum í nafnaleit. Í dag virðist internetið helst muna eftir Jeltsín sem fyllibyttu. Þegar maður slær inn nafnið Boris Yeltsin á Google birtir leitarvélin manni sjálfkrafa orðin „Boris Yeltsin drunk“. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði frá atviki sem gerðist í opinberri heimsókn Jeltsíns vestur um haf árið 1995. Leyniþjónustumenn fundu rússneska forsetann blindfullan fyrir utan bústað sinn við Hvíta húsið í Washington. Hann var á nærbuxunum einum og ætlaði að panta sér leigubíl til að ná sér í pítsu.
02/04 íÞróttir
ronaldo nefndur eftir reagan En Yeltsin Tejeda er ekki eini fótboltamaðurinn á HM 2014 sem ber nafn sálugs forseta. Sjálfur Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgala og núverandi handhafi FIFA Ballon d‘Or (verðlauna fyrir besta leikmann heims), er nefndur í höfuðið á Ronald Reagan Bandaríkjaforseta 1981-1989. Ronaldo er fæddur árið 1985, sem má segja að hafi verið hátindur Reagans á valdastóli eftir að hann var endurkjörinn með stórsigri á Walter Mondale í forsetakosningunum 1984. Kannski voru foreldrar Ronaldos, sem þá bjuggu á smáeyjunni Madeira í Atlantshafi, hrifnir af slagorði Reagans „Morning in America“, þegar þau áttu Cristiano litla í febrúar 1985. Helsti keppinautur Ronaldos um nafnbótina „besti fótboltamaður heims“ er auðvitað Lionel Messi frá Argentínu. Messi er fæddur 1987 og er nefndur í höfuðið á bandaríska poppsöngvaranum Lionel Richie, sem þá var gríðarlega vinsæll um allan heim. í höfuðið á fullum forseta yeltsin Tejeda frá Kosta Ríka var nefndur í höfuðið á Boris Jeltsín Rússlandsforseta 1991-1999.
MyNd: AFP
03/04 íÞróttir
Hefð fyrir því að skíra í höfuðið á frægu fólki Í Brasilíu er einstaklega mikil hefð fyrir því að skíra börn í höfuðið á frægu fólki. Brasilíski hægri bakvörðurinn Maicon er einn þeirra. Hann heitir fullu nafni Maicon Douglas Sisenando og er fæddur árið 1981. Foreldrarnir eru miklir aðdáendur Hollywood-leikarans Michaels Douglas og nefndu drenginn eftir honum. Nafngiftin fór að vísu í handaskolum því „Bróðir Maicons Douglas þjóðskrá í Brasilíu skráði hann sem Maicon ber líka flott nafn: Hann en ekki Michael, kannski af því að þannig er heitir Marlon Brando.“ auðveldara að bera nafnið fram á portúgölsku. Bróðir Maicons Douglas ber líka flott nafn: Hann heitir Marlon Brando. Af hverju tileinka Íslendingar sér ekki svona nafnaval – að minnsta kosti fyrir fótboltafólk? Ég vil sjá landsliðsfyrirliðana Gorbatsjov Sveinbjörnsson og Margréti Thatcher Sigurðardóttur.
04/04 íÞróttir
kjarninn 3. júlí 2014
01/09 tónlist
Þekkir hangikjöt, hákarl og sviðahausa Steve Albini er lifandi goðsögn í tónlistarheiminum. Hann spilar með hljómsveit sinni Shellac á ATP í júlí.
tónList Benedikt Reynisson L@BenzonFantastik
b
andaríski tónlistarmaðurinn og hljóðupptökumaðurinn Steve Albini er mörgum íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur enda hefur hann komið að gerð margra merkustu hljómplatna síðustu þriggja áratuga. Steve spilar á tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties ásamt hljómsveit sinni Shellac og er það í annað skiptið sem hún spilar á hljómleikum hér á landi. Ásamt Steve skipa sveitina bassaleikarinn og söngvarinn Bob Weston og trymbillinn Todd Trainer. All Tomorrow‘s Parties verður haldin í annað sinn á
01/09 tónList
Big Black Hljómsveitin var fyrsta alvöru hljómsveit Albinis. Hann stofnaði hana árið 1982.
fyrrverandi varnarsvæði NATO við Ásbrú á Reykjanesi í næstu viku. Hátíðin á Ásbrú er hluti af stærri heild sem nefnist ATP‘s Iceland Takeover og hefst á tónleikum Neil Young & Crazy Horse í Laugardalshöll næstkomandi mánudag. Einnig verða tvennir tónleikar haldnir í Hljómahöllinni sem er nýtt fjölnota menningarhús í Reykjanesbæ þriðjudaginn 8. júlí og miðvikudaginn 9. júlí. Þar koma fram bresku hljómsveitirnar Fuck Buttons, Eaux og Hebronix ásamt íslenska tónlistarmanninum Ólafi Arnalds. Meðal þeirra sem koma fram á Ásbrú eru Portishead, Interpol, Mogwai, Liars, Ben Frost, Low, Kurt Vile & The Violators, Swans, Sóley, HAM og hin goðsagnakennda hljómsveit Slowdive sem nýverið kom aftur saman eftir langt hlé. Á hátíðinni verður einnig boðið upp á spennandi kvikmyndadagskrá sniðna eftir forskrift Portishead, plötusnúða og margt fleira.
02/09 tónList
the ramones fékk hann til að hlusta á tónlist Steve Albini fæddist í Kaliforníu árið 1962 og bjó á uppvaxtarárum sínum í Missoula í Montana-fylki. Í byrjun níunda áratugarins fluttist hann til Illinois til þess að nema fjölmiðlafræði við Northwestern University. Steve hefur verið viðloðandi tónlist stærstan hluta ævi sinnar og hefur alla tíð haldið sig á jaðrinum og fyrir utan meginstrauminn. Hann er einstaklega opinskár, hefur aldrei farið leynt með skoðanir sínar á tónlistariðnaðinum og liggja eftir hann ófáar greinar um mismikið ágæti hans. Ein þekktasta grein hans heitir „The Problem With Music“ og fjallar m.a. um hversu auðveldlega tónlistarbransinn getur murkað líf og sköpunargleði úr ungum og upprennandi hljómsveitum sem eru að reyna að hasla sér völl í hinum stóra tónlistarheimi. Ungur að aldri smitaðist Steve af tónlistaráhuga eldri systkina sinna. Þegar hann heyrði fyrst í The Ramones fór hann sjálfur að hlusta á tónlist og pæla í henni. Áhugi hans á pönktónlist og öðrum skyldum tónlistarstefnum jókst og höfðu hljómsveitir á borð við Pere Ubu, Throbbing Gristle, Kraftwerk, The Birthday Party og Chrome mótandi áhrif á hann til frambúðar. Hann spilaði í nokkrum hljómsveitum í Montana og Chicago „... sögðust þeir ávallt skammlífum en stofnaði svo sína fyrstu alvöru hljómsveit, semja um skuggahliðar hina óhefluðu Big Black, árið 1982. Big Black var bandarísks mannlífs.“ hluti af senu sem var glettilega nefnd „pigfuck“ og gat af sér sveitir á borð við Sonic Youth, Pussy Galore, Butthole Surfers og Royal Trux. Tónlist Big Black var ómstríð og skerandi og voru umfjöllunarefnin í lögum hennar oftar en ekki samin frá sjónarhóli þeirra sem bjuggu í dapurlegum krummaskuðum Miðvesturríkjanna og sögðust þeir ávallt semja um skuggahliðar bandarísks mannlífs. Hljómsveitin sendi frá sér nokkrar afbragðs breiðskífur á árunum 1982 til 1987 en þar bera af Atomizer og Songs About Fucking og þykja enn í dag með mikilvægari neðanjarðarhljómplötum níunda áratugarins. Big Black lagði upp laupana árið 1987 þrátt fyrir að njóta velgengni beggja vegna Atlantsála og varð mörgum innblástur. 03/09 tónList
smelltu hér til að hlusta á steve albini
Leiður yfir því að rapeman lagði upp laupana Sama ár og Big Black hætti stofnaði Steve hina umdeildu en frábæru hljómsveit Rapeman ásamt fyrrverandi meðlimum Scratch Acid. Nafn hljómsveitarinnar var fengið að láni frá japanskri teiknimyndabók sem var í miklu uppáhaldi hjá meðlimum Rapeman. Þeir störfuðu stutt og var sveitinni meira að segja mótmælt duglega af hópi kvenréttindabaráttuhópa sem var mikið í nöp við nafngift hennar. Rapeman gaf út eina þröngskífu, tvær smáskífur og hina óviðjafnanlegu breiðskífu Two Nuns and a Pack Mule árið 1988. Hljómsveitin hætti stuttu eftir útgáfu skífunnar. Steve var að eigin sögn mjög leiður yfir því að Rapeman lagði upp laupana og kom ekkert nálægt því að semja tónlist í nokkur ár á eftir. Hann fór á fullt í að taka upp annað tónlistarfólk og hefur að eigin sögn komið að gerð rúmlega fimmtán hundruð hljómplatna. Snemma á ferlinum sem upptökumaður tók hann þann pól í hæðina að hann vildi ekki láta titla sig sem upptökustjóra þar sem hann vildi ekki ráða því hvernig þær hljómsveitir og tónlistarfólk sem hann vann með hljómuðu á plötum sínum. Það voru þau sem réðu hann til vinnu og borguðu honum laun fyrir vinnu sína og ætti hann þar af leiðandi ekki að segja þeim fyrir verkum eða hvernig plötur þeirra ættu að hljóma. Hans hlutverk væri einfaldlega það að fá það besta frá þeim í upptökuferlinu og veita þeim eins faglega þjónustu og kostur væri á. 04/09 tónList
meðvitaðir um að vera ekki í leit að nýjum hlutum Kjarninn setti sig í samband við Steve á dögunum og ræddi við hann um tónlistina, tónlistarbransann, íslenskt pönk og íslenska matseld. Shellac hefur nú starfað í rúma tvo áratugi. Finnið þið ykkur enn knúna til þess að ögra hver öðrum sköpunarlega eftir allan þennan tíma? Þegar við byrjuðum höfðum við nokkrar grunnhugmyndir sem við vildum kanna og við erum enn að kanna þær. Við erum mjög meðvitaðir um það að við séum ekki í leit að nýjum hlutum til þess að festa við mengið okkar. „Það eru einfaldlega Við treystum hver öðrum og sköpunarhvöt ekki miklir peningar í hvors annars og erum sammála um að við séum í stöðugri leit að nýjungum. Við erum því sem er ókeypis.“ ekki eingöngu að halda áfram að skoða það sem við byrjuðum á fyrir tuttugu árum og komum okkur sjálfum á óvart reglulega. Ég las nýlegt viðtal við þig í Quartz þar sem þú sagðir að streymisþjónustur á borð við Spotify og Pandora væru að leysa vandræðaganginn í tónlistarbransanum sem þú skrifaðir um í greininni „The Problem With Music“. Hvaða áhrif telur þú þessar þjónustur munu hafa á sjálfstætt starfandi plötufyrirtæki og tónlistarfólk til lengri tíma litið? Það er pirrandi að hafa sagt eitthvað án þess að ígrunda það fyllilega og svo er það framsett og túlkað eins og það var gert í þessu viðtali. Það sem ég sagði var að internetið sem heild hefði leyst vandræðaganginn sem hefur verið viðloðandi tónlistarbransann og flest tónlistarfólk alla tíð. Þá meina ég að það hefur auðveldað tónlistarfólki til muna að koma tónlist sinni til fólksins sem vill hlusta. Ég hef nánast enga skoðun á Spotify þar sem ég nota hana ekki og mér finnst viðmót Pandora frekar óþolandi þar sem hún notar auglýsingar og áskriftir til þess að halda sjálfri sér á floti. Ef ég er eitthvað að dunda mér heima eða að spila póker eru þessar þjónustur skárri valkostur en útvarpið. Til lengri tíma held ég að þessar þjónustur munu aldrei skapa miklar tekjur fyrir minni útgáfur og hljómsveitir, þar sem stærstur hluti 05/09 tónList
fólks notar ókeypis áskriftarleiðir sem boðið er upp á. Það eru einfaldlega ekki miklir peningar í því sem er ókeypis. Ég held að þau sem eru að kvarta undan of lágum höfundarlaunum séu að nota rangar reikniaðferðir, en það þýðir þó ekki að streymisþjónusturnar séu dýrlingar. Mér er nokk sama um þessar þjónustur og þær eru ekki stærsta vandamálið sem tónlistarfólk stendur frammi fyrir í dag.
Lifandi goðsögn Albini er þekktari sem upptökustjóri en sem tónlistarmaður. Hann tók meðal annars upp síðustu stúdíóplötu Nirvana, In Utero.
pólitískar áhyggjur af því hvert peningarnir fara Hvað finnst þér um tónlistarveituna hans Neil Young, Pono Music? Heldurðu að hún sé eingöngu fyrir hljómburðarunnendur og hljóðnörda eða heldurðu að stærri hópur hlustenda muni aðhyllast þessa gerð tónlistarveita? Hann er að reyna að gera hljómgæði að forgangsatriði með þessari þjónustu sinni og er það í sjálfu sér mjög gott mál. Pólitískt séð hef ég frekar áhyggjur af því hvert peningarnir fara því þegar á öllu er á botninn hvolft hefur það alltaf áhrif á þau sem semja tónlistina. Síðast þegar Shellac spilaði á Íslandi man ég að þú varst ágætlega kunnugur íslensku síðpönki og sagðist þekkja hljómsveitir 06/09 tónList
á borð við KUKL, Þey, Purrk Pillnikk og HAM. Einnig buðuð þið í Shellac Botnleðju að spila á All Tomorrow‘s Parties í Englandi árið 2004, sællar minningar. Hefurðu heyrt nýrri íslenska tónlist sem hefur náð að heilla þig? Ég verð að viðurkenna að ég hef verið svolítið úr sambandi við íslensku senuna. Þegar fyrsta pönktímabilið reið yfir voru hljómsveitir svo fáar að maður þekkti flestar hljómsveitir, alveg sama hvað þær komu. Gefurðu þér einhvern tíma í að hlusta á nýja tónlist þegar þú ert ekki í hljóðverinu þínu að taka upp? Velur þú heldur að hlusta á þögnina og hvíla eyrun utan vinnunnar? Mér dettur í hug gamall brandari sem oft hefur gengið á milli þeirra sem starfa við að taka upp tónlist: „Veistu hvað vændiskonan vill ekki gera á frívöktunum sínum?“ Ég skal alveg viðurkenna það að þegar maður vinnur við að hlusta og taka upp tónlist alla daga fyllist maður eins konar tónlistarþreytu. Ég reyni samt að kíkja á tónleika einu sinni til tvisvar í mánuði ef ég hef færi á, en flestallar uppgötvanir á tónlist geri ég í gegnum hljóðverið mitt. dead rider er ómótstæðileg og töfrandi Eru einhverjar hljómsveitir sem þú fellur í stafi yfir þessa stundina og vilt deila með lesendum Kjarnans? Mér finnst hljómsveitin Dead Rider frá Chicago einfaldlega ómótstæðileg og töfrandi. Ég er einnig mjög hrifinn af STNNNG frá Minneapolis, franska hurdy-gurdy leikaranum Romain Baudoin sem er virkilega svalur og Screaming Females frá New Jersey er alveg frábær. Ertu sammála eða ósammála því að tónlistarsenur þurfi tónlistarelskandi hugsjónafólk á borð við Corey Rusk, eiganda Touch and Go Records, þau Megan Jasper og Jonathan Poneman hjá Sub Pop, Caleb Braaten, stofnanda Sacred Bones, Barry Hogan, skipuleggjanda ATP, og Ian MacKaye og Jeff Nelson sem stofnuðu Dischord og Minor Threat? Heldurðu að tónlistarsenur væru fátækari án fólks eins og þeirra? Mér finnst að það ætti ekki að persónugera senur eins og oft er gert og mér finnst það líka ekkert ósvipað því hvernig stjörnur 07/09 tónList
meginstraumsins eru hylltar trekk í trekk. Öll tónlistarsamfélög innihalda fólk sem er mikilvægt þannig að þau þrífist vel og dafni en enginn einstaklingur er svo mikilvægur að hann yfirgnæfi sameiginlegan styrk fjöldans sem gerir tónlistarsenur lifandi. Ég aðhyllist þá sýn að það ætti að hylla senu fulla af fólki með sameiginleg áhugamál heldur en að hylla nokkra einstaklinga. Shellac hefur gefið út nokkrar skífur sem aðeins örfáir hafa eignast og nefni ég þá The Futurist og Live in Tokyo sem dæmi. Hafið þið velt því fyrir ykkur að gera þessar plötur aðgengilegar fleirum? Við höfum talað um það nokkrum sinnum en þessar plötur voru gefnar út af sérstökum ástæðum og við erum enn á því að þær tilheyri enn þeim ástæðum. Má ég spyrja þig út í væntanlega plötu ykkar, Dude, Incredible? Er hún lík eða ólík fyrri verkum ykkar? Hún er eiginlega ekkert ólík því sem við höfum áður gert, allavega ekki af ásettu ráði. Við erum enn að vinna með þær grunnhugmyndir sem við lögðum af stað með í byrjun. Það eru eflaust einhver ný smáatriði sem fólk sem hefur hlustað á okkur áður tekur eftir en kærir sig ekkert endilega um að heyra.
08/09 tónList
myndi vilja vita meira um íslenska matargerð Margt af samferðafólki þínu í tónlist í gegnum árin hefur verið að taka upp þráðinn að nýju á síðustu árum. Nýlega sá ég á netinu endurkomutónleika Nirvana þar sem eftirlifandi meðlimir spiluðu undir söng frábærra söngkvenna á borð við Kim Gordon úr Sonic Youth, Annie Clark úr St. Vincent, Lorde og Joan Jett. Hvað finnst þér um svona endurkomur og sérðu Rapeman einhvern tímann fyrir þér spila tónleika í framtíðinni? Mér finnst það mjög ólíklegt að við myndum gera það. Í eðlisfari mínu hvílir ekki mikil fortíðarþrá og mér finnst Rapeman ekki hafa skilið eftir sig neina lausa enda. Mér finnst ekki mikil glóra í því að reyna að endurskapa eitthvað sem við gerðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Ég hef einstaka sinnum ratað inn á matarbloggið þitt og hef séð áhugaverða hluti sem ég hef ekki séð víða. Sérðu þig í anda kynna þér íslenska matseld og íslenskt hráefni á meðan þú dvelur hér? Ég myndi gjarnan vilja vita meira um íslenska matargerð. Ég er kunnugur reyktu hangikjöti, kæstum hákarli, sviðahausum, sjófugli og öðru í þeim dúr en það er margt sem segir mér að íslensk matargerð sé fjölbreyttari en það.
09/09 tónList
kjaFtÆði
konráð jónsson lögmaður
kjarninn 3. júlí 2014
Fórnarlömbin væla Konráð Jónsson fjallar um umræðuna um umræðuna og bíður eftir umræðu um umræðuna um umræðuna.
é
g hef dálítið gaman af því að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni. Úr fjarlægð, það er að segja. Ef ég læsi hvern og einn einasta pistil sem væri skrifaður væri ég fyrir löngu genginn í sjóinn. Ég les þetta fæst, nema mína eigin pistla, af illri nauðsyn (og Pawel auðvitað). En þegar ég segist hafa gaman af því að fylgjast með umræðunni úr fjarlægð á ég við að ég hef gaman af þeim mynstrum sem myndast, aftur og aftur. Ég held að það væri ekkert svakalega mikið mál að búa til forrit sem myndi herma eftir umræðunni á Íslandi. Það gæti verið verðugt verkefni fyrir CCP. Hver myndi ekki vilja vera Jónas Kristjánsson eða Már Wolfgang Mixa í slíkum leik, í kjallaranum heima hjá foreldrum sínum (það er mín hugmynd um alla sem spila tölvuleiki að þeir séu staddir þar), allan daginn? „Konráð minn, það er kominn matur.“ – „Ég kem eftir smástund, mamma, ég er að skrifa um hvernig bananalýðveldið færir út kvíarnar, ráðherra lýgur að Alþingi, að aðstoðarmenn hennar hafa réttarstöðu grunaðra, forsætisráðherra hefur tékkhefti í vasanum og gefur peninga þótt Ríkisendurskoðun mótmæli og hvernig Alþingi hunzar 01/03 kjaFtÆði
niðurstöðu þjóðaratkvæðis um stjórnarskrá og setur málið í salt*, og egillh_mayounnandi er svo að fara að taka undir með mér.“ Eitt mynstrið sem spilast aftur og aftur hefst með því að einhver segir eitthvað. Það kann að vera umdeilt hvort sem það er hárrétt, vanhugsað eða hreinlega algjör vitleysa. Svo segja fjölmiðlar frá þessum ummælum. Þeir sem hafa einhvern tímann þekkt til einhvers þess sem hefur „Þeir sem hafa komið fram í fjölmiðlum vita að fjölmiðlamenn einhvern tímann eru mannlegir og geta gert mistök. Ég segi mitt leyti að í þeim fréttum sem hafa birst þekkt til einhvers fyrir um það sem ég þekki vel hefur alltaf verið að þess sem hefur minnsta kosti ein staðreyndavilla. Villurnar eru komið fram í vitaskuld misstórar en það getur komið fyrir að fjölmiðlum vita farið sé með rangt mál. Næsta skref er að fólkið á Facebook, bloggað fjölmiðla- herinn og virkir í athugasemdum fara að tjá menn eru mann- sig um ummælin. Það má ganga út frá því að sú legir og geta umræða sé yfir allan skalann í smekklegheitum. Sumir eru málefnalegir, aðrir málefnalegir með gert mistök.“ dass af skítkasti, og enn aðrir draga ekkert af sér í ósmekklegheitum og sparðadreifingu. Það er eins og gengur og gerist. Einhverjir hafa talað um að sprengingin sem varð með tilkomu Moggabloggsins og síðar virkra í athugasemdum hafi verið af hinu slæma. Ég er ósammála því, út af fyrir sig. Það er fínt að fá asnana upp á yfirborðið, þó að asnagangurinn sé vissulega asnalegur. Ég held að það sé mikilvægur þáttur í þróun mannskepnunnar að hún fái að láta aðra vita hvað hún er asnaleg, því þá er líklegra en ella að hún hætti asnaskapnum. Fólk var asnar áður en internetið kom til sögunnar. Núna er það bara á yfirborðinu og við getum fengist við það. Þriðja skrefið er að sá sem viðhafði hin upprunalegu ummæli tekur aftur til máls. Þá byrjar ballið. Málshefjandinn, eða samherjar hans, hefur ríka tilhneigingu til að víkja frá hinni upprunalegu umræðu og fjalla um þá sem moka skít. 02/03 kjaFtÆði
Það er auðvitað sjálfsagt og nauðsynlegt að leiðrétta ef farið er með rangt mál en öllu verra er ef fókus umræðunnar færist frá málefninu sjálfu yfir í kvart og kvein yfir þeim sem eru vondir við mann. Stundum fæ ég á tilfinninguna að markmiðið sé að vinna samúð með málstaðnum með því að draga athyglina að skítkastinu. Það kann vel að vera að það sé til marks um málefnafátækt að moka skít, en það sama mætti líka segja um það að kalla á dómarann. Svo fylgir gjarnan gagnrýni á þátt fjölmiðla í málinu, af því að þeir fóru mögulega rangt með hin upprunalegu ummæli. Aftur: Það er gott og blessað að leiðrétta ef slíkt gerist, en ef það á að eiga sér stað vitræn umræða mega rangfærslurnar ekki vera aðalfókus hennar. Er það ekki annars markmiðið? Ég hef ekki enn, svo ég viti til, lent í virkum í athugasemdum en nákomnir hafa gert það og mér þótti það sársaukafullt að lesa rætnar athugasemdir með dylgjum, skítkasti og lítilli virðingu fyrir lífi viðkomandi. Það er auðvitað bráðnauðsynlegt að ræða það, en ekki á kostnað umræðu um málefnið. Lýkur þá hér með umræðu minni um umræðuna um umræðuna. Ég hlakka til að lesa svarpistilinn með umræðunni um umræðuna um umræðuna um umræðuna. *Við vinnslu þessa pistils fór höfundur á vefsíðuna jonas.is og valdi texta úr efstu færslunni þar.
03/03 kjaFtÆði