52. útgáfa – 14. ágúst 2014 – vika 33
Novator á 150 milljarða króna Björgólfur Thor og Novator hafa klárað skuldauppgjör sitt. Eiga enn gríðarlegar eignir. Deutsche Bank tapaði meira en 100 milljörðum.
52. úTgáFa
efnisyfirlit 14. ágúst 2014 – vika 33
Það er ekki alltaf hægt að kenna krónunni um Ólafur Margeirsson segir að krónan sé ekki vandamálið heldur efnahagsstjórnin í heild.
Facebook hefur alveg bjargað afmælinu Árni Helgason lögmaður segir Facebook hafa gjörbylt afmælisupplifuninni.
ViðTal
Dag Sigurðsson dreymir ekki um að þjálfa íslenska landsliðið í handbolta
Bláberin eru til margra hluta nytsamleg Anna Rósa grasalæknir skrifar um bláberin sem landsmenn njóta nú í sveitum landsins.
FíkNieFNi
TækNi
Kókaínhagkerfið er með blóði drifna slóð um allan heim
CoolIT USB dósa-kælirinn er fyrir þá sem vilja alltaf kalt í dós
Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402
Kynslóðin sem á ekkert; Gámakynslóðin Hrafn Jónsson skrifar Kjaftæði um millistétt sem á ekkert.
Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.
leiðari
Þórður Snær Júlíusson kjarninn 14. ágúst 2014
Valkvæður agi Þórður Snær Júlíusson skrifar um hræsni þeirra sem gefa tugi milljarða en truflast yfir kostnaði vegna grunnþjónustu.
k
omið hefur í ljós að ríkisstofnanir hafa farið sjö milljarða króna fram úr skömmtuðum fjárheimildum á fyrstu sex mánuðum ársins 2014. Það er mikilvægt og göfugt markmið að halda stofnunum ríkisbáknsins innan þess ramma sem þeim er sniðinn. Slíkt vinnur gegn þjóðarsjúkdómnum verðbólgu og er þess utan auðvitað góð stjórnsýsla. Tilgangurinn er enda sá að við eyðum minna en við öflum og getum þar af leiðandi nýtt viðbótarfé til nauðsynlegra niðurgreiðslna á allt of háum skuldum eða annarra góðra verka. Það er því eðlilegt að forstöðumenn þeirra stofnana sem hafa farið fram úr fjárheimildum séu kallaðir fyrir fjárlaganefnd og látnir útskýra framúrkeyrsluna. Það er hins vegar í besta falli hjákátlegt, og í versta falli algjörlega súrrealískt, að heyra stóryrta stjórnarþingmenn tala digurbarkalega um það í samhengi við framúrkeyrsluna að það verði að ríkja agi í ríkismálum til að bæta lífskjör. Framúrkeyrslan standi í vegi fyrir þeim bættu lífskjörum og hún verði ekki liðin lengur. Sætti forstöðumenn stofnana sig ekki við það geti þeir fundið sér eitthvað annað að gera. 01/04 leiðari
Snjómokstur, sjúklingar og barnatannlækningar Nú hafa flestir forstöðumenn þeirra stofnana sem fóru fram úr fjárheimildum þegar boðið upp á skýringar á því í fjölmiðlum. Páll Matthíasson, forstjóri Landsspítalans, sagði að álag hefði aukist og dreifð starfsemi spítalans í, að sumu leyti, ónýtu húsnæði skapað gífurlegt óhagræði sem væri til komið vegna þess að ekki hefði enn verið ráðist í byggingu nýs Landspítala. Vegagerðin útskýrði að hennar framúrkeyrsla hefði aðallega verið vegna þess að snjómokstur hefði verið miklu meiri en áætlanir hefðu gert ráð fyrir. Stein„Þeir settu það grímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga ekkert sérstaklega ríkisins, sagði að framúrkeyrsla hans fyrir sig að ausa stofnunar hefði aðallega verið vegna þess að hún hefði þurft að borga meira út vegna 72 milljörðum lækniskostnaðar og lyfja. Sú kostnaðarkróna úr ríkissjóði aukning er meðal annars tilkomin vegna í mestu millifærslu samninga sem gerðir voru við sérfræðilækna og samnings sem gerður var við tannlækna frá öllum til sumra um barnatannlækningar. Embætti sérstaks í skuldaniðurfell- saksóknara fór líka fram úr heimildum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sakingaraðgerðunum.“ sóknari, hefur reyndar sagt að embættið sé innan þeirra heimilda sem því hafi verið sniðnar árið 2010. Ástæða framúrkeyrslu nú sé sú að enn sé verið að rannsaka mál sem embættið var stofnað með lögum til að rannsaka. Séu þessar skýringar réttar, sem er í raun engin ástæða til að rengja, hefði Landspítalinn átt að vísa veiku fólki frá frekar en að fara fram úr fjárheimildum. Vegagerðin hefði ekki átt að moka snjó af stofnæðum eða þjóðvegum þegar ofankoman ógnaði daglegu gangverki og öryggi samfélagsins. Sjúkratryggingar hefðu einfaldlega átt að neita að borga fyrir barnatannlækningar eða heimsóknir fólks til sérfræðinga þar sem peningurinn var búinn. Og Sérstakur saksóknari hefði átt að hætta að rannsaka eða saksækja valin mál. Ýmsir þingmenn væru örugglega til í að hjálpa embættinu að velja hvaða mál yrðu fyrir valinu. 02/04 leiðari
Tugmilljarða peningagjafir ekki agaleysi? Sömu stjórnarþingmennirnir og telja þessa sjö milljarða króna framúrkeyrslu vegna móttöku sjúklinga, snjómoksturs, barnatannlækninga, sérfræðilæknaþjónustu og rannsókna á stærsta hlutfallslega efnahagshruni sem þjóð hefur gengið í gegnum hafa á síðastliðnu rúmu ári ekki alltaf verið jafn varkárir með ríkisbudduna. Þeir settu það ekkert sérstaklega fyrir sig að ausa 72 milljörðum króna úr ríkissjóði í mestu millifærslu frá öllum til sumra í „Aginn í ríkisfjár- skuldaniðurfellingaraðgerðunum sem ráðist málunum má ekki var í til að borga fyrir veru Framsóknarflokksins í ríkisstjórn. vera valkvæður Þeir hafa heldur ekkert verið að öskra með þeim hætti sig hása í fréttatímum landsins yfir því að að á honum megi þessi fóðrun á einkaneyslu er ein ástæðna þess að vöruskiptajöfnuður þjóðarinnar er slaka, verulega, neikvæður um 10 milljarða króna á fyrstu þegar stjórnmála- sex mánuðum ársins 2014, eftir að hafa verið menn eru að borga jákvæður um 25 milljarða króna á sama tíma ári. Þeir eru ekkert að pæla í því að ekki fyrir setu sína á fyrir sé verið að búa til gjaldeyri í hagkerfinu til þingi með glóru- að geta borgað erlendar skuldir eða jafnvel lausum skamm- létt á höftum. Það er víst ekki agaleysi að tímaákvörðunum.“ sóa peningum þegar þeir eru sjálfir í hluti gerenda. Þeir fóru ekkert sérstaklega af réttlætishjörunum þegar tilkynnt var í fjárlagafrumvarpinu að auka ætti tekjur með hærri skattlagningu með því að láta tryggingagjöld skila meiru, sem atvinnulífið borgar, hækka skatt á tekjur og hagnað, sem almenningur borgar, og bankaskatt á þrotabú fallinna banka, sem kröfuhafar þeirra borga. Þessar aðgerðir, ásamt bókhaldsfiffi með skilmála á skuldabréfi við Seðlabanka Íslands, skiluðu nægum tekjum til að hægt væri að lækka álögur á sjávarútveginn um 6,4 milljarða króna og afnema gistináttaskatt á þá milljón túrista sem koma hingað til lands, með tilheyrandi ágangi og kostnaði fyrir innviði okkar, sem átti að skila 1,5 milljörðum króna hið minnsta. 03/04 leiðari
Skíðaferðir Abtenau | Zell am See | St. Johann, Alpendorf | Steamboat Springs, Colorado
VERÐDÆMI Der Abtenau *** Verð frá 118.600 kr. miðað við tvo fullorðna í tvíbýli. Ferðatímabil: 3.-10. janúar
Nánar á skíðin á uu.is/skidi Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is
agahræsni Það hefur ekki ríkt agi í ríkisfjármálum undanfarið ár. Þvert á móti hefur ótrúlegur fjáraustur og tilfærsla á fjárhagslegum byrðum átt sér stað. Menn verða að vera samkvæmir sjálfum sér. Það þýðir ekki að gefa völdum atvinnugreinum nokkurra milljarða króna skattalækkun og nokkrum efri millistéttarheimilum nokkra tugi milljarða króna í skuldaniðurfellingu með hægri hendinni en truflast yfir óráðsíðu þegar lykilstofnanir í velferðarkerfinu fara fram úr heimildum vegna þess að forstöðumenn þeirra vilja ekki synja fólki um grunnþjónustu. Aginn í ríkisfjármálunum má ekki vera valkvæður með þeim hætti að á honum megi slaka, verulega, þegar stjórnmálamenn eru að borga fyrir setu sína á þingi með glórulausum skammtímaákvörðunum en að á honum eigi að herða fast þegar kemur að helstu innviðum velferðarkerfisins. Slíkt kallast hræsni.
04/04 leiðari
01/09 viðtal
kjarninn 14. ágúst 2014
í versta falli verð ég rekinn og fer heim Dagur Sigurðsson, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Þjóðverja í handbolta, hefur engan sérstakan áhuga á að taka einn dag við landsliði Íslands. Hann er hvergi banginn við að taka við stærsta handboltalandsliði heims.
ViðTal Ægir Þór Eysteinsson L @aegireysteins
Ó
hætt er að fullyrða að Dagur Sigurðsson, fyrrverandi handboltakappi með Val og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sé einn allra eftirsóttasti handboltaþjálfari heims í dag. Frábær árangur hans sem leikandi þjálfari með austurríska liðinu Bregenz, sem landsliðsþjálfari Austurríkis og þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Füsche Berlin hefur ekki farið framhjá neinum. Afrek Dags á hliðarlínunni urðu til að mynda til þess að ein stærsta handboltavefsíða í heimi útnefndi hann besta handboltaþjálfara heims árið 2011, fyrir að koma landsliði Austurríkis í fyrsta skipti á stórmót, þar sem liðið hafnaði í níunda sæti, og sömuleiðis fyrir undraverðan árangur með Füsche Berlin. Svo góður rómur var gerður að Degi sem þjálfara að danska handboltasambandið fal„Mér finnst ekkert skrítið að svona umræða komi aðist eftir starfskröftum hans á síðasta ári og bauð honum að gerast næsti landsliðsþjálfari upp hjá svo stórri hand- karlaliðs Dana í handbolta, sem hann hafnaði. boltaþjóð, og ég held að Danska handboltasambandið sneri sér þá til sambærileg umræða færi Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi þjálfara karlalandsliðs Íslands í handbolta, líka af stað á Íslandi.“ sem þekktist boðið og gegnir stöðunni í dag. lætur gagnrýni á ráðninguna sem vind um eyru þjóta Dagur var á dögunum kynntur til leiks sem þjálfari karlalandsliðs Þjóðverja í handbolta. Ráðning hans hefur verið gagnrýnd í Þýskalandi, ekki vegna þess að hæfileikar Dags séu umdeildir, því fer fjarri, heldur svíður mörgum þýskum handboltakverúlöntum að útlendingur hafi verið ráðinn til að stýra stærsta handboltalandsliðið heims, í sjálfu Mekka handboltans; Þýskalandi. Til marks um andstöðuna sem ráðning Dags hefur mætt í Þýskalandi hefur sjálfur Heiner Brandt, þýska handboltagoðsögnin sem stýrði landsliði Þýskalands til sigurs á EM árið 2004 og HM árið 2007, lýst því yfir að honum hugnist ekki að útlendingur stýri landsliði Þýskalands. 02/09 ViðTal
ÞEIR ERU MÆTTIR AFTUR
ÍSLENSKA/SIA.IS/NAT 70174 08/14
FÁST Í VERSLUN NÆRRI ÞÉR
Nýr landsliðsþjálfari kynntur Ráðning Dags sem þjálfara karlalandsliðs Þýskalands í handbolta var kynnt fjölmiðlum á þriðjudaginn.
Dagur segir andstöðuna í Þýskalandi við ráðningu hans ekki hafa komið sér á óvart. „Hún gerir í sjálfu sér ekki neitt annað en að gera mann einbeittari í að ná árangri. Ef hann næst ekki fer bara eins fyrir mér og öllum öðrum. Mér finnst ekkert skrítið að svona umræða komi upp hjá svo stórri handboltaþjóð, og ég held að sambærileg umræða færi líka af stað á Íslandi. Þeir eru ekkert á móti útlendingum, heldur eru þeir bara að segja sína skoðun á því að þeir hefðu viljað leita þjálfara innan sinna raða, og það er bara allt í lagi að þeir hafi þá skoðun.“ Þorðu ekki að ráða Dag fyrir nokkrum árum Eftir að áðurnefndur Heiner Brandt hætti sem landsliðsþjálfari Þýskalands árið 2011 var Dagur einn þeirra sem 03/09 ViðTal
komu til álita sem eftirmaður hans. Dagur telur að þá hafi þýska handboltasambandið skort kjark til að ráða útlending í starfið. „Það er alveg á hreinu að það var hluti af því að þeir ákváðu að ráða Martin Heuberger í starfið, því þeir vildu að Þjóðverji myndi gegna stöðunni umfram útlending. Það eru alveg til þýskir þjálfarar sem gætu tekið þetta starf en núna ákvað sambandið að ráða mig og það er bara eins og það er.“ Heuberger var rekinn sem landsliðsþjálfari Þýskalands eftir slakt gengi á síðasta HM sem fram fór á Spáni í fyrra, en þar hafnaði liðið í fimmta sæti mótsins. Frammistaðan á Spáni átti svo sem ekki að koma neinum á óvart, enda hefur árangur þýska landsliðsins valdið miklum vonbrigðum síðustu ár. Liðið hafnaði til að mynda í sjöunda sæti á EM 2012 sem fram fór í Króatíu og liðinu mistókst að tryggja sér sæti á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Danmörku og sömuleiðis næsta heimsmeistaramóti sem fram fer í Katar í byrjun næsta árs. Þjóðverjar eru orðnir óþreyjufullir eftir því að handboltalandsliðið sitt rísi úr öskustónni og margir túlka ráðningu Dags þannig að hún hafi verið örþrifaráð til að snúa skútunni við. „Ég er mjög slakur yfir þessu öllu saman. Ég veit að það er mikill sirkus í kringum ráðninguna en þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að reyna að fá sextán handboltastráka til að spila aðeins betur. Ég vona að mér takist það en ég hef alltaf verið með töluverða heimþrá þannig að í versta falli verð ég bara rekinn og fæ að fara heim til Íslands. Það er ekki eins og ég sé að nota þetta starf sem einhvern stökkpall til að komast í eitthvað annað,“ segir Dagur. Orðinn þreyttur á þýsku deildinni Eins og áður segir hefur Dagur náð frábærum og eftirtektarverðum árangri sem handboltaþjálfari. Eftir að hafa leikið um nokkurt skeið í Japan tók Dagur við austurríska liðinu Bregenz, sem leikandi þjálfari, sumarið 2003. Undir stjórn hans varð liðið austurrískur meistari þrjú ár í röð og vann einnig bikarkeppnina. Í ljósi árangursins var Degi boðið að taka við austurríska 04/09 ViðTal
landsliðinu árið 2008. Árangurinn lét ekki á sér standa. Dagur kom liðinu í fyrsta skiptið á EM í handbolta árið 2010, þar sem liðið hafnaði í níunda sæti, einu sæti ofar en nágrannar þess í Þýskalandi. Árangurinn varð til þess að samtök íþróttafréttamanna í Austurríki útnefndu Dag þjálfara ársins 2010. Síðar það ár hætti Dagur sem landsliðsþjálfari Austurríkis en þá hafði liðið tryggt sér sæti á lokakeppni HM sem fram fór í Svíþjóð árið 2011, en þar hafnaði liðið í átjánda sæti. Í millitíðinni tók Dagur við þýska úrvalsdeildarliðinu Füchse Berlin, sem hefur síðan blandað sér í baráttuna um meistaratitilinn í Þýskalandi og látið að sér kveða í Meistaradeild Evrópu. Liðið varð svo þýskur bikarmeistari í vor, sem var fyrsti titill félagsins frá stofnun þess árið 1891. Í sumar setti svo þýska handboltasambandið sig að nýju í samband við Dag og falaðist eftir starfskröftum hans að nýju. „Bikarmeistaratitillinn með Füchse Berlin var stór áfangi. Eftir að við náðum honum fór maður að hugsa hvort núna væri kannski rétti tíminn til að líta aðeins í kringum sig eða vera þarna áfram næstu árin. Á sama tíma fóru líka að koma ýmis tilboð inn á borð til mín, bæði önnur atvinnumannalið sem og landslið. Ég var orðinn spenntur fyrir því að taka við landsliði til að brjóta aðeins upp mynstrið sem ég er búinn að vera í. Ég var orðinn svolítið þreyttur á þýsku deildinni sem slíkri. Maður er alltaf að fara aftur á sömu staðina og þetta er svolítið svona copy/paste ástand ár eftir ár. Mig langaði jafnvel til að prófa eitthvað annað, en halda mig samt áfram í þessum 05/09 ViðTal
Hvað finnst þér um kjarnann? Smelltu hér til að svara
Skráðu þig á póstlista kjarnans Skráðu þig hér
gæðum sem ég er kominn í. Auk þess hentar þessi breyting fjölskyldunni vel, sem hefur komið sér vel fyrir í Berlín, þannig að það verður lítið rask á henni, sem er auðvitað mjög jákvætt.“ Tekur við sofandi risa í molum Dagur segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að þekkjast boð þýska handboltasambandsins um að taka við landsliði Þýskalands. „Það var bara erfitt að ganga frá því að komast út úr samningnum hjá Füchse Berlin þannig að allir skildu sáttir. Það er auðvitað mikill heiður í því að vera boðin þessi staða. Þetta er stærsta handboltasamband heims með stærstu deildina í heimi þannig að þetta er rosalega stór hreyfing. Að vera settur þar einhvern veginn upp á stall gerir það að verkum að maður er óneitanlega upp með sér, en eins og áður segir snýst þetta í grunninn um að reyna að láta handboltalið spila betur og það breytist ekki neitt,“ segir Dagur. Samningur Dags við þýska handboltasambandið gildir til sex ára en er uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila eftir þrjú ár. Dagur vill ekki gefa upp launakjör sín en segir þau á pari við það sem hann hafi fengið í laun hjá Füchse Berlin. Eins og áður segir hefur árangur þýska handboltalandsliðsins valdið töluverðum vonbrigðum að undanförnu. Dagur segir ljóst að hann taki við handboltaliði í mikilli krísu. „Ef maður lítur fjögur til fimm ár til baka hefur liðið aðeins unnið rétt um helming þeirra leikja sem það hefur spilað. Liðið hefur ekki komist inn á stórmót og hefur dregist töluvert aftur úr allra sterkustu liðum í heiminum. Heimsmeistaramótið í handbolta árið 2019, eftir fimm ár, verður haldið í Þýskalandi og Danmörku og mitt helsta verkefni verður að móta liðið fyrir þá keppni, hvort sem ég verð þá sjálfur með liðið eða ekki. Framtíðarsýnin er að yngja liðið upp og koma fram með kynslóð sem getur staðið sig vel á því móti.“ Dagur segir kynslóðaskipti fram undan hjá þýska landsliðinu og þá þjáist liðið sömuleiðis af brotnu sjálfstrausti. „Það má segja að liðið hafi sofið svolítið á verðinum. Liðið 06/09 ViðTal
fékk mikinn meðbyr í seglin eftir að það varð heimsmeistari árið 2007 og sú kynslóð lifði svolítið lengi á því. Svo sváfu þeir bara á verðinum með það að koma með eitthvað nýtt og ferskt og eru núna að súpa seyðið af því. Á sama tíma er handboltinn orðinn mun jafnari á alþjóðavísu. Það þarf sjálfsagt ekkert mikið til að Þjóðverjarnir hrökkvi aftur í gírinn en á móti kemur að sjálfstraustið er í molum.“
Einbeittur á hliðarlínunni Dagur er þekktur fyrir að ná því besta út úr sínum leikmönnum og gera góð lið úr takmörkuðum gæðum.
Dreymir ekki um að verða þjálfari íslenska landsliðsins Eins og flestum handboltaáhugamönnum er vel kunnugt um lék Dagur með íslenska karlalandsliðinu í handbolta um árabil, undir það síðasta sem fyrirliði. Þrátt fyrir sterkar taugar til íslenska landsliðsins dreymir Dag ekki um að verða þjálfari íslenska karlalandsliðsins. „Ég myndi alltaf skoða það ef rétta andartakið kæmi upp, ef allt passaði saman, 07/09 ViðTal
en ég tel að landsliðið sé í góðum höndum núna hjá Aroni Kristjánssyni. Ég hef aldrei látið mig dreyma um einhver sérstök störf og er ekki heldur í neinni typpakeppni hvað það varðar. Ég reyni bara að taka þeim störfum sem henta mér og fjölskyldunni hverju sinni. Ef það hentar mér að skipta um starf geri ég það bara. Ég hef ekkert meiri áhuga á að taka við íslenska landsliðinu en einhverju öðru liði. Ég hef til að mynda alltaf verið svolítið heitur fyrir því að taka við japanska landsliðinu, en það er einna helst vegna þess að japanskur matur er í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Dagur og hlær. Eins og kunnugt er tókst íslenska karlalandsliðinu ekki að tryggja sér þátttökurétt á næsta heimsmeistaramóti, sem fram fer í Katar á næsta ári. Dagur segir að þrátt fyrir vonbrigðin sé íslenski handboltinn í ágætis málum. „Það voru auðvitað vonbrigði að komast ekki á mótið en ég held að það sé ágætis efniviður heima til framtíðar. Lykilmenn landsliðsins næstu árin verða áfram Aron Pálmarsson, Alexander Petersson og Guðjón Valur, sem verða í því að draga vagninn á meðan að verið er að taka nýja menn inn. Maður hefur auðvitað alltaf einhverjar áhyggjur af íslenska landsliðinu, en þegar maður ber saman vandamálin á Íslandi við vandamál sem aðrar þjóðir eru að glíma við þurfum við ekkert að vorkenna okkur. Ég held að við séum ágætlega stödd en við þurfum að hlúa vel að landsliðunum. Það er ekki gott þegar maður les fréttir af því að unglingalandsliðsfólkið okkar þurfi sjálft að borga fyrir keppnisferðirnar sínar og komist í sumum tilfellum ekki með á mót. Við þurfum að hlúa betur að þessu, því að fjármagnið sem veitt er í landsliðin helst oft og tíðum í hendur við árangurinn.“ Vonar að ísland fái líka þátttökurétt á HM í katar Nýleg einhliða ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF) um að veita Þjóðverjum þátttökurétt á HM í Katar, sem fram fer í byrjun næsta árs, hefur vakið athygli. Með ákvörðun sinni bæði snuðaði sambandið Ástrala um þátttöku í mótinu og gekk framhjá íslenska landsliðinu, sem 08/09 ViðTal
hefði með réttu átt að vera næsta þjóð inn á mótið samkvæmt reglum IHF. Eins og kunnugt er hefur HSÍ mótmælt ákvörðun IHF harðlega. Hinn nýi landsliðsþjálfari Þýskalands vonar að IHF sjái að sér og veiti Íslandi sömuleiðis þátttökurétt á mótinu. „Ég hef ekki kynnt mér þetta mál mikið en ég vona að Ísland nái að leysa þessa deilu með IHF. Það er vissulega IHF sem ákveður upp á sitt eindæmi að breyta reglunum en ég skil reyndar vel að þeir vilji hafa Þjóðverjana inni. Þar liggja væntanlega auglýsinga- og áhorfsmál að baki. Ég vona bara að þetta mál hljóti farsæla lausn og Ísland komist líka inn á mótið. Ég sá einhvers staðar að fulltrúar HSÍ hefðu farið á fund IHF, og allt sem hefur komið frá HSÍ hefur verið mjög málefnalegt og faglegt. Ég hef ekkert farið ofan í saumana á því hvernig IHF tók þessa ákvörðun en það er svolítill fnykur af þessu öllu saman.“ ætlar ekki að verða ellidauður í handboltanum Þrátt fyrir að vera aðeins liðlega fertugur hefur Dagur nú starfað sem handboltaþjálfari erlendis í á tólfta ár. Spurður hvort hann sé búinn að finna fjölina sína, og hvort hætta sé á að hann verði ellidauður í handboltanum, segir hann svo ekki vera. „Nei, ég hef aldrei séð mig verða það. Kannski sný ég aftur í Valsheimilið um sextugt og fer að þjálfa einhverja gutta þar en ég hef ekkert hugsað mér að vera eitthvað ótrúlega lengi í þessu. Það getur vel verið að maður segi þetta bara gott einn góðan veðurdag, það á bara eftir að koma í ljós. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að plana fram í tímann og ætla ekkert að fara að byrja á því núna.“
09/09 ViðTal
01/06 viรฐskipti
kjarninn 14. รกgรบst 2014
Novator Bjรถrgรณlfs Thors รก 150 milljarรฐa Hluti skulda greiddur en Novator heldur miklum eignum. Deutsche Bank tapaรฐi aรฐ minnsta kosti 100 milljรถrรฐum รก lรกninu til Actavis.
ViðSkipTi Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer
N
ovator, fjárfestingarfélag sem kennt er við stærsta eiganda þess, Björgólf Thor Björgólfsson, á eignir sem metnar eru á 950 milljónir evra, um 150 milljarða króna. Á móti eru skuldir en ljóst er að Björgólfur Thor hefur komið betur út úr skuldauppgjöri sínu, sem tilkynnt var í síðustu viku að væri lokið, en flestir aðrir risaskuldarar hins fallna íslenska bankakerfis. Björgólfur Thor sendi frá sér fréttatilkynningu í síðustu viku þar sem hann sagðist hafa lokið 1.200 milljarða króna skuldauppgjöri sínu og Novators við kröfuhafa sína. Heildarupphæðin, umreiknuð í evrur á gengi dagsins í dag, er um 7,7 milljarðar evra. Af þeirri upphæð voru um 650 milljónir evra, um 101 milljarður króna, vegna einkaskulda Björgólfs Thors sem hann var, að minnsta kosti að hluta, í persónulegri ábyrgð fyrir. Restin var vegna skulda sem Novator hafði stofnað til vegna fjárfestinga sinna.
Stærsta skuldin vegna actavis-yfirtöku Þorri þess fjár sem var undir rann til alþjóðlegu bankanna Deutsche Bank, Standard Bank, Barclays og Fortis. Um 100 milljarðar króna fóru til fallinna íslenskra fjármálastofnana. Stærsti hluti fjárins rann til Deutsche Bank, sem lánaði Novator alls 4,2 milljarða evra þegar það tók yfir Actavis sumarið 2007. Umreiknuð í íslenskar krónur á gengi dagsins í dag er sú upphæð um 651 milljarðar króna. Bróðurpartur þeirrar upphæðar sem kröfuhafar Novator eru að endurheimta nú fékkst greiddur þegar samheitalyfjafyrirtækið Watson keypti Actavis á 4,25 milljónir evra vorið 2012. Deutsche Bank hafði í raun tekið yfir stærstan hluta Novator í Actavis fyrir þann tíma og var að selja þann hluta. Novator hélt hins vegar eftir tæplega fimm milljón hlutum í sameinuðu félagi, sem í dag er þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi og skráð á hlutabréfamarkað í New York.
„Af þeirri upphæð voru um 650 milljónir evra, um 101 milljarður króna, vegna einkaskulda Björgólfs Thors.“
02/06 ViðSkipTi
ÍtarlEg raNNsókN á öllum fjármálum Björgólfs thors og Novator Í tilkynningunni sem Björgólfur Thor og Novator sendu frá sér vegna loka skuldauppgjörsins segir: „Um 100 manna her lögfræðinga, endurskoðenda og annarra sérfræðinga vann að skuldasamkomulaginu. Ég [Björgólfur Thor] lagði allar eignir mínar undir. Þá fengu lánadrottnar aðgang að öllum bankareikningum mínum og allra félaga minna nokkur ár aftur í tímann og gátu þannig gengið úr skugga umað engar eignir voru undanskildar. Sú rannsóknarvinna erlendra sérfræðinga (forensic accounting) stóð í tæpt eitt og hálft ár og lauk í apríl 201. Ég fullyrði að svo gagnsæ vinnubrögð hafa ekki verið viðhöfð í uppgjörsmálum neinna annarra í íslensku bankakerfi.“ Sá aðgangur sem Björgólfur Thor veitti var að svokölluðum sameignarsjóðum sem hann átti og voru skráðir á aflandseyjunni Jersey. Eignir sem voru geymdar í þessum sjóðum hlupu á milljörðum króna og sú verðmætasta var hlutur Björgólfs Thors í pólska símafyrirtækinu Play. Í raun hefði Björgólfur Thor getað sleppt því að veita aðgengi að þessum eignum, haldið þeim fyrir sig og haldið sig við að þær yrðu ekki hluti af skuldauppgjörinu. En þá hefði að minnsta kosti hluti kröfuhafa hans ekki samþykkt skuldauppgjörið og áframhaldandi vera Novator í hluthafahópi Actavis verið í mikilli hættu. Þar sem Actavis er langverðmætasta eign Novators þótti það ekki skynsamlega teflt. Því var opnað fyrir aðgang að sjóðunum.
Rannsóknarvinna erlenda sérfræðinga fór fram að kröfu þrotabúa Landsbankans. Enginn erlendur kröfuhafi fór fram á slíka vinnu. Hún var framkvæmd af Alix Partners í London, sem er eitt stærsta fyrirtæki á sviði fjárhagslegrar rannsóknarvinnu í heiminum í dag. Til að byrja með var samið um að Alix Partners mætti kanna peningafærslur yfir ákveðinni lágmarksfjárhæð. Það reyndist hins vegar vera mikil vinna að sigta út hvaða færslur mættu rannsaka og hverjar ekki og því var á endanum ákveðið að leyfa Axis að fá óheftan aðgang að öllum reikningum, persónulegum bankareikningum og bankareikningum allra eignarhaldsfélaga Novatorsamstæðunnar, samkvæmt upplýsingum frá Novator. Alls unnu 3-4 aðilar að rannsókninni sem stóð yfir frá því í janúar 2011 og lauk á endanum í apríl 2012. Allar þær eignir sem rannsakendur fundu voru undir í skuldauppgjörinu. Öll vinna við rannsóknarvinnuna var greidd af þrotabúi Landsbankans, þar sem hann var sá kröfuhafi sem krafðist þess að sú vinna færi fram. Kjarninn óskaði eftir upplýsingum um hvað sú rannsókn hefði kostað, hver ávinningurinn af henni hefði verið og hvort sambærileg rannsókn hefði verið framkvæmd á öðrum stórum skuldurum bankans. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnar Landsbankans, kom því á framfæri við Kjarnann að slitastjórnin vildi ekki tjá sig um málefni einstakra aðila og því fengust ekki svör við fyrirspurninni.
Síðan þá hefur minnihlutaeigandi yfirgefið eigendahóp Novators og hluti af eign félagsins í Actavis verið seldur til að standa straum af lögmannskostnaði og til að gera upp við starfsmenn. Í dag á Novator því um 4,3 milljónir hluta í Actavis. Sú eign var endurfjármögnuð í janúar 2014 og var þá gert að mestu upp við alla kröfuhafa sem áttu aðild að skuldauppgjörinu. Ekki náðist að greiða ákveðnar skuldir við Landsbankann og ALMC, eignarhaldsfélag sem stofnað var utan um eignir Straums fjárfestingarbanka eftir að hann fór 03/06 ViðSkipTi
eigendur Novators
á hliðina. Þær skuldir voru gerðar upp í síðustu viku og þá var hægt að tilkynna um lok uppgjörsins. Hin helsta eign félagsins er pólska fjarskiptafyrirtækið Play, en Novator á 49,5 prósent í því eftir að hafa keypt um 25 prósenta hlut af ALMC, sem áður hét Straumur, í febrúar. Auk þess á Novator stóran hlut í tölvuleikjafyrirtækinu CCP (29,83 prósent) og allt hlutafé í fjarskiptafyrirtækinu Nova auk þess að vera einn þriggja stærstu hluthafa í Verne Holdings, sem rekur gagnaver á Íslandi.
Trúnaðarmál nema að Björgólfur Thor á mest
greiddi ekki allar skuldir Þegar lok skuldauppgjörsins voru tilkynnt í síðustu viku mátti lesa fyrirsagnir á borð við „Björgólfur hefur gert upp allar sínar skuldir“. Það er í besta falli hálfsannleikur. Samkvæmt upplýsingum Kjarnans gerði Björgólfur Thor upp allar persónulegar skuldir sínar, alls um Björgólfur Thor Björgólfsson Serdar Cetin 650 milljónir evra. Bruce McInroy Ljóst er að kröfuhafar Novators Andri Sveinsson hafa hins vegar tapað gríðarlegu Birgir Már Ragnarsson fé á viðskiptum sínum við félagið, hvernig sem á það er litið. Lánasamningur Novators við Deutsche Bank, sem lánaði 4,2 milljarða evra vegna yfirtökunnar á Actavis, bar mjög háa vexti og fyrirkomulag lántökunar var með þeim hætti að helmingur af vöxtunum lagðist ofan á lánið en helmingurinn átti að greiðast út. Þannig gekk það raunar einungis fyrsta árið eftir að lánið var veitt, enda ljóst í kjölfar þess að Novator myndi ekki geta greitt vextina. Samkvæmt upplýsingum Kjarnans mun Deutsche Bank hafa fengið höfuðstól lánsins sem bankinn veitti greiddan að fullu. Tap vegna ógreiddra vaxta á svo háu láni er samt sem áður gríðarlegt. Deutsche Bank þurfti því að afskrifa mjög háar upphæðir. Til dæmis var greint frá því í febrúar 2012
Fjárfestingarfélagið Novator er leitt af Björgólfi Thor Björgólfssyni. Hann er stærsti hluthafi þess en alls eru eigendurnir fimm. Þegar óskað var eftir upplýsingum frá Novator um hverjir eigendurnir væru og hvernig eignarhaldið skiptist á milli þeirra fengust þau svör að það væri trúnaðarmál að öðru leyti en því að Björgólfur Thor ætti stærstan hlut. Í ársreikningi Novator Partners LLP fyrir árið 2012 kemur hins vegar fram að eigendurnir fimm séu eftirtaldir. Allir fimm hafa starfað innan vébanda Novator árum saman.
04/06 ViðSkipTi
að Deutsche Bank hefði afskrifað 407 milljónir evra, um 63 milljarða króna, vegna lánsins til Actavis á síðasta fjórðungi ársins 2011. Bankinn afskrifaði auk þess 257 milljónir evra, um 40 milljarða króna, á fyrsta fjórðungi 2012 vegna lánsins til Actavis. Samtals afskrifaði Deutsche Bank því að minnsta kosti um 100 milljarða króna vegna þessa láns. kröfuhafar íslensku bankanna töpuðu stórt Þá er ótalið tap kröfuhafa fyrirtækja sem Björgólfur Thor var stærsti hluthafinn í. Samson, eignarhaldsfélag Björgólfs Thors og föður hans, sem hélt meðal annars utan um eign þeirra í Landsbankanum fyrir hrun, fór í þrot stuttu á eftir helstu eign sinni. Kröfur í búið námu 77 milljörðum króna. Í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn vetur áætlaði Helgi Birgisson, skiptastjóri búsins, að í því væru fimm til sex milljarðar króna. Það myndi þýða að 6,5 prósent fengjust upp í kröfur. Stærstu kröfuhafarnir voru þýski bankinn Commerzbank og hinn suður-afríski Standard Bank. Þrotabú Landsbankans, sem Samson átti þegar mest lét 46 prósent í, mun einungis geta greitt almennum kröfuhöfum 05/06 ViðSkipTi
sínum nokkur prósent upp í kröfur. Uppistaðan í endurheimtum þess fer í að borga forgangskröfuhöfum, aðallega vegna Icesave-innstæðna. Viðurkenndar kröfur í bú Landsbankans eru 2.984 milljarðar króna og af þeirri upphæð eru 1.326 milljarðar króna forgangsinnstæður. Það er því ljóst að þeir sem lánuðu Landsbankanum peninga fyrir hrun munu flestir tapa ótrúlega háum fjárhæðum. Á meðal þeirra eru Seðlabanki Íslands auk þess sem ríkissjóður lagði nýja Landsbankanum til 122 milljarða króna í nýtt eigið fé þegar hann var endurreistur á grunni þess gamla. Björgólfur Thor og félög tengd honum voru stærstu skuldarar Landsbankans þegar hann féll. Faðir hans, Björgólfur Guðmundsson, var þriðji stærsti skuldari bankans. Björgólfur eldri fór í persónulegt gjaldþrot skömmu eftir bankahrun. Kröfur í bú hans voru 85 milljarðar króna. Í búinu voru eignir upp á tæpar 80 milljónir króna. Um 35 milljónir króna runnu til almennra kröfuhafa. Félög Björgólfs Thors voru líka stærsti eigandi fjárfestingarbankans Straums. Hann fór á hliðina snemma árs 2009. Kröfuhafar hans gerðu ráð fyrir því að fá um helming krafna sinna greiddan.
06/06 ViðSkipTi
FÁÐU ALI OG FLEIRI BINDI Á SONS.IS
á FörNuM Vegi
Veiðisumarið Laxveiði hefur verið dræm í ár
kjarninn 14. ágúst 2014
Mynd: Birgir Þór
Náttúrunnar notið þrátt fyrir lélega laxveiði í sumar Miklar sveiflur hafa verið á milli ára í laxveiðinni og stefnir í að laxveiðisumarið í ár verði lélegt í samanburði við hvernig það var árið 2013. Í byrjun ágúst í fyrra höfðu 2.073 löxum verið landað í Ytri-Rangá. Í ár eru veiddir laxar þar 918, eins og fram kom í Morgunútvarpinu á mánudag. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofu, sagði í þættin01/01 á FörNuM Vegi
um að erfitt væri að gera sér grein fyrir því hvað valdi þessum sveiflum. En þó veiðivonin sé lítil láta veiðimenn það ekki aftra sér í því að vakna og ösla út í á í morgunsólinni. Rétt ofan við brúnna yfir Hvítá við Laugarás hefur jafnan verið góður veiðistaður en þar blandast StóraLaxá og Hvítá. Langholtsfjall sést í bakgrunni. bþh
01/07 fíkniefni
kjarninn 14. ágúst 2014
kókaínhagkerfið Blóði drifin slóð kókajurtarinnar dreifist yfir heiminn frá Suður-Ameríku. Skýrsla UNODOC hefur að geyma nákvæmustu frumgögnin sem opinber eru um það ógnarstóra hagkerfi sem kókaínið keyrir áfram.
FíkNieFNi Magnús Halldórsson L @maggihalld
„Í
k
ókaínframleiðsla fer nú fram á minna landsvæði en áður, ekki síst vegna kerfisbundinna aðgerða stjórnvalda í Kólumbíu þar sem markmiðið er að þrengja að kókaínframleiðslu og ná betri stjórn á þeim svæðum þar sem framleiðslan fer fram. Í skýrslu UNODOC, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn notkun fíkniefna og skipulagðri glæpastarfsemi, kemur fram að í lok árs 2012 hafi ræktun kókalaufa úr kókajurtinni farið fram á 133.700 hektara landi, sem er það minnsta síðan árið 1990. Í Kólumbíu nam minnkunin 25 prósentum, landsvæði undir kókalaufaræktun fór úr 64 þúsund hekturum árið 2011 í 48 þúsund árið 2012. Það ár voru framleidd 309 tonn af hreinu kókaíndufti samkvæmt skýrslu UNODOC, en það er minnsta magn frá 1996 samkvæmt opinberum tölum.
kókaínlöndin þrjú Afgangur landsvæðisins sem fer undir kókaínframleiðslu er í Perú og Bólivíu, og á nokkrum öðrum stöðum á hásléttum Andesfjalla í Suður-Ameríku sem tilheyra Suður-Ameríku er vinnsla öðrum ríkjum. Ræktun kókajurtarinnar úr kókajurtinni viður- hefur verið reynd víða um heim en hún kenndur landbúnaður.“ hefur ekki breiðst mikið út. Þó eru skilyrði til uppræktunar í Suðaustur-Afríku og í Asíu, einkum Taílandi, Kambódíu og Víetnam. En eins og fyrr segir er hjarta kókaínhagkerfisins, hvað framleiðslu varðar, fyrst og fremst í Kólumbíu, Perú og Bólivíu. Hinn harði heimur tekur við Í Suður-Ameríku er vinnsla úr kókajurtinni viðurkenndur landbúnaður á fyrstu stigum, það er frumvinnsla á laufunum sjálfum. Sú vinna nýtur virðingar og fær að viðgangast svo til óáreitt. Aðgerðir til þess að draga úr landflæmi sem fer undir kókajurtaræktun hafa þó áhrif á umfang þessarar vinnu, en bændurnir byggja vinnu sína á langri hefð. Hinn harði heimur kókaíniðnaðarins má segja að taki við þegar úrvinnsla úr kókalaufunum hefst og ólögleg sala á 02/07 FíkNieFNi
Í ríó Á síðustu árum hefur neysla á kókaíni aukist í Brasilíu. Kannanir sýna að neysla hefur aukist mikið meðal menntaskólanema, en um þrjú prósent þeirra hafa neytt kókaíns. Þá hefur uppgangur í efnahagslífi landsins einnig aukið umfang fíkniefnasmygls í gegnum landið, ekki síst þar sem hafnir hafa stækkað mikið og skipaumferð til Evrópu, Asíu og Afríku aukist mikið.
MYND: AFP
kókaíni, duftinu sem unnið er úr jurtinni, fer fram. Þá breytist kókajurtaiðnaðurinn úr viðurkenndum landbúnaði í glæpsamlega iðju í SuðurAmeríku. Mörgum kann að virðast þetta undarlegt, það er að framleiðslan sjálf njóti verndar og fái þannig óáreitt að viðgangast og verða óhjákvæmilega undirrót kókaínhagkerfisins. En þetta er flóknara en svo, eins og skýrsla UNODOC sýnir glögglega. Mikil eftirspurn hjá vel stæðu fólki Skipulögð glæpastarfsemi, sem veltir milljörðum dala á ári, fer að mestu með sölu á kókaíndufti til helstu markaðssvæða. Stærsti einstaki markaðurinn fyrir kókaín er í Bandaríkjunum en áætlað er að á bilinu 14 til 20 milljónir manna um allan heim neyti kókaíns í mismiklum mæli. Þar af er stór hluti í Bandaríkjunum eða um þrjár milljónir manna. Önnur helstu markaðssvæði kókaíns eru Mið-Evrópa, einkum vel stætt fólk. Neysla er einnig nokkuð mikil í strandríkjum við Miðjarðarhafið, ekki fjarri stórum höfnum þar sem skip frá Suður-Ameríku koma til hafnar. Mesta hlutfallslega neyslan á kókaíni er hins vegar mest í nágrenni við ræktunarstaðina í Suður-Ameríku og einnig í Mið-Ameríku, Mexíkó og nágrenni. Kókaín hefur lengi verið markaðssett fyrir vel stætt fólk og er oft nefnt fíkniefni ríka fólksins. Ástæðan er sú að efnið er dýrt á smásölumarkaði og hefur það orðspor víða að vera ekki „of skaðlegt“ þrátt fyrir að rannsóknir hafi margstaðfest hið gagnstæða. 03/07 FíkNieFNi
reiðufé Þar sem eru fíkniefni eru peningar. Fjármálakerfi landa heimsins hafa reynt að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi með því að gera glæpagengjum erfitt fyrir að þvætta peninga. Hér má sjá fullt bretti af mexíkóskum pesóum, samtals um 41 milljón Bandaríkjadala, sem haldlagðir voru í aðgerðum lögreglu í Mexíkó í september 2012 í grennd við El Paso.
MYND: AFP
Brasilía nýja kókaínlandið Neysla á kókaíni hefur vaxið mikið í Brasilíu samhliða uppgangi í efnahagslífi undanfarinn áratug. Brasilía þekur um helming alls landflæmis Suður-Ameríku og er langfjölmennasta ríki álfunnar með ríflega 200 milljónir íbúa. Landið á landamæri að höfuðríkjum kókaínframleiðslunnar, Kólumbíu, Perú og Bólivíu, og í gegnum Brasilíu streymir mikið magn efna. Í skýrslu UNODOC segir að landið geti lítið gert til þess að stemma stigu við smygli á efnum til landsins umfram hefðbundið landamæraeftirlit. Í ljósi mikillar og vaxandi eftirspurnar í landinu eftir kókaíni megi búast við enn umfangsmeiri skipulagðri glæpastarfsemi í landinu á næstu árum. Neysla hefur sérstaklega aukist mikið meðal nemenda í menntaskólum og er sérstaklega vikið að þessu í skýrslu UNODOC. „Í nýlegri könnun á meðal menntaskólanema í höfuðstöðum ríkja Brasilíu kemur fram að um þrjú prósent nemenda hafi neytt kókaíns,“ segir í skýrslunni. Þrjú prósent telst mjög hátt í alþjóðlegum samanburði, en algeng viðmiðun er á bilinu 0,4 til 1 prósent. Allt yfir einu prósenti af heildarúrtaki telst mikið enda telst kókaín til harðra fíkniefna þrátt fyrir að útbreiðsla þess sé mikil á meðal neytenda sem ekki teljast vera dæmigerðir fíkniefnaneytendur.
04/07 FíkNieFNi
OFBELDI ER ÚTBREIDDASTA MANNRÉTTINDABROT Í HEIMI. SAMAN GETUM VIÐ BREYTT ÞVÍ. Gakktu í Systralagið!
www.unwomen.is · Sími 552 6200
Meðalverð á grammi af kókaíni á smásölumarkaði Í Bandaríkjadölum 300
300
250
250 220
200 150
150
50
90
Austur-Evrópa
Eyjaálfa
Asía
Suður-Evrópa
Vestur- og Mið-Evrópa
25 Mið- og Suður-Ameríka
0
85
Afríka
80
Norður-Ameríka
100
Hafnirnar skipta sköpum Samhliða hinum mikla vexti efnahagslífs Brasilíu hefur uppbygging á hafnarmannvirkjum verið gríðarlega mikil, ekki síst við Ríó. Þaðan fara stærstu flutningaskipin til Evrópu, Asíu og Afríku. Í gegnum þessar flutningaleiðir fer kókaínduft til þessara svæða, þar sem glæpagengi taka við þeim og selja í smásölu, oftar en ekki eftir mikla útþynningu. Í skýrslu UNODOC segir að kókaín sem selt er í smásölu sé í vaxandi mæli mikið útþynnt, enda hefur verið þrengt að frumframleiðslunni á meðan neysla hefur staðið í stað eða aukist lítið eitt. Lögregluaðgerðir víða um heim hafa auk þess sífellt orðið markvissari og hefur samvinna þvert á landamæri leitt til þess að hreint kókaín hefur verið haldlagt mun víðar og oftar en reyndin var fyrir fáeinum árum. 05/07 FíkNieFNi
Í haldi Fíkniefnahringir í Mexíkó hafa tögl og hagldir víða. Í september 2012 náðu lögregluyfirvöld í Mexíkó að handtaka einn þann valdamesta, Juan Diego, réttu nafni José Alberto Quiroz Pérez. Handtakan var kynnt opinberlega á blaðamannafundi. Oft er það svo að þegar einn hefur verið handsamaður sprettur nýr fram og dráp og glæpir halda áfram.
MYND: AFP
grimmdin oft nánast ólýsanleg Þó að harðvítug glæpagengi og fíkniefnasmygl sé áberandi í Mexíkó og í ríkjum Suður-Ameríku, ekki síst í tengslum við baráttu um smyglleiðirnar inn í Bandaríkin, er harkan mikil víða annars staðar. Það versta er að lögregluyfirvöld hafa litlum árangri náð í þessari baráttu þrátt fyrir að almenn vitneskja um fíkniefnaiðnaðinn aukist ár frá ári. Með öðrum orðum er yfirsýnin sífellt að verða betri og meiri um öll stig kókaíniðnaðarins en neyslan minnkar ekkert, nema á stöku svæðum, og glæpirnir fylgja hvar sem stigið er niður. Harkan í átökunum hefur farið vaxandi, einkum vegna þess að skipulögð glæpasamtök nýta hræðslu og ógnanir til þess að halda völdum í þessum heimi án laga og reglna. Afhöfðanir, limlestingar, mannrán og líkamsárásir eru daglegt brauð í þessum heimi og því miður eru aðrir hörmulegir skipulagðir glæpir, eins og mansal, samofnir þessum heimi. Starfshópur undir stjórn framkvæmdastjóra UNODOC, Júrí Fedotov, skilaði af sér skýrslu í tengslum við lokaskýrslu 06/07 FíkNieFNi
kókaín haldlagt Þrátt fyrir að upplýsingar um helstu smyglleiðir liggi fyrir að miklu leyti gengur illa að hefta innflutning til helstu markaðanna. Hér má sjá starfsmenn bandarísku strandgæslunnar í Miami í Florida handleika poka með kókaíni að virði meira en þrjár milljónir Bandaríkjadala, eða um 350 milljónir króna.
MYND: AFP
stofnunarinnar fyrir árið 2014. Í henni kemur fram að „boð og bönn“ virki ekki sem skyldi og að stríð gegn fíkniefnagengjum skili litlum sem engum árangri. Þá takist ekki að uppræta landlæga spillingu nálægt helstu framleiðslusvæðum kókaíns í Suður-Ameríku og meðan svo sé verði erfitt að ná tökum á helstu svæðum þar sem gengin starfi og skipuleggi starfsemi sína. Breyta þurfi um aðferðafræði og einblína á forvarnir og upplýsingu. Margsannað sé að fíkniefni eins og kókaín séu heilsuspillandi og stórhættuleg. Hamra þurfi á þessum skilaboðum í gegnum skipulagt starf og reyna þannig með langtímamarkmið að leiðarljósi að draga úr eftirspurn eftir þessum vágesti í samfélagi manna sem kókaínið er.
07/07 FíkNieFNi
SJÓNVarp
Nýsköpun Levo
kjarninn 14. ágúst 2014
Sparar tíma og peninga Nýsköpunarfyrirtækið Levo þróar nýstárlegan hugbúnað fyrir skurðlækna
Frumkvöðlarnir í Levo, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem nú vinna að viðskiptahugmynd sinni í tengslum við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn, þróar nú hugbúnað fyrir skurðstofur, svo skurðlæknar geti flett og skoðað myndum án þess að snerta tölvu með því að nota Myo-tölvuarmbandið. Sjón er sögu ríkari. Kjarninn hitti Hans Emil Atlason, einn stofnanda Levo, að máli til að fræðast um hugmyndina. 01/01 SJÓNVarp
Kjarninn, Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman um að fjalla ítarlega um Start Up Reykjavík verkefnið, frumkvöðla og íslensk nýsköpunarfyrirtæki.
kjarninn 14. ágúst 2014
01/01 sjö sPURNINGAR
SJö SpurNiNgar
ívar páll Jónsson listamaður
Fær heilaóeirð ef hann grípur ekki í gítarinn Hvað gleður þig mest þessa dagana? Fjölskyldan mín, sem er komin hingað til New York til að styðja mig.
Hvaða bók lastu síðast? Ábyrgðarkver Gunnlaugs bróður míns. Hvert er þitt uppáhaldslag?
Hvert er þitt helsta áhugamál?
The Cult of Ray með Frank Black.
Ég fæ heilaóeirð ef ég get ekki gripið í gítarinn í nokkra daga, til að klambra saman melódíum. Ég er líka sífellt að leita að nýjum og spennandi tónlistarmönnum og þegar það tekst tek ég mér gjarnan nokkrar vikur í að hlusta á allt sem þeir hafa gert.
Til hvaða ráðherra berðu mest traust? Mín sjálfs, að svo miklu leyti sem ég fæ að vera ráðherra í eigin lífi.
01/01 SJö SpurNiNgar
Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara? Ástralíu. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Flokkadrættir og skotgrafahernaður í þjóðmálaumræðunni. Hvernig væri að ræða bara málefnin?
aF NeTiNu
Samfélagið segir um andlát Robin Williams
kjarninn 14. ágúst 2014
kristiNN ágúst EggErtssoN Rust in peace bicentennial man :( Mánudagurinn 11. ágúst 2014 EstEr júlÍa
fólki.
Skeflilegar fréttir! Hann átti eitthvað í okkur öllum. Einn af þeim leikurum sem kom við sálina í
Þriðjudagurinn 12. ágúst 2014
álfur Birkir @AlfurBirkir Mikið er ég feginn að vefurinn passi að ég viti að Robin Williams sé dáinn. Annars hefði ég kannski aldrei fattað það. Það væri nú ekki gott Þriðjudagurinn 12. ágúst 2014 BErgliNd hulda thEo @BegliTheo Nú fer allskonar dauða misskilningur í gang. Robbie Williams er ekki dáinn heldur Robin Williams #RIP Mánudagurinn 11. ágúst 2014
BjörN iNgi hrafNssoN
hilmar þór @hilmartor
Ótrúlega sorgleg harmafregn Mánudagurinn 11. ágúst 2014
Eins frábært það er að KR vann og heldur Óskari þá er skelfilegt að Robin Williams sé dáinn. #glaðurensamtekki #RIP Mánudagurinn 11. ágúst 2014
hvað með ykkur sjálf á alþingi?
hraðahindranir á hraðbrautinni
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er oft skeleggur. Sérstaklega var vaskleg framganga hans gegn peningagjöfum úr ríkissjóði til fólks sem þarf ekki á þeim að halda eftiminnileg. Pétur er hins vegar á hálum ís þegar hann spyr hvort stjórnendur ríkisstofnanna eigi að fara leita sér að annarri vinnu fyrst þeir geti ekki rekið þær innan heimilda. Alþingi sjálft ber ábyrgð á því í mörgum tilvikum að lögbundin þjónusta krefst meiri fjármuna en þingið veiti stofnununum. „Framúrkeyrslan“ er þjónusta samkvæmt lögum. Lítið ykkur nær þingmenn!
Hraðbraut, skóli á framhaldsskólastigi, verður ekki starfræktur í vetur eins og til stóð. Ástæðan er sú að of fáir nemendur höfðu skráð sig til náms svo að það borgaði sig að halda Hrauðbrautinni úti. Skólagjöldin voru 890 þúsund á önn, sem verður nú að teljast þokkalega hátt í öllum samanburði hér á landi. Ólafur Johnson, eigandi Hraðbrautar, segir að engin vandræði verði fyrir þá 30 nemendur sem höfðu skráð sig í námið að fá fé sitt til baka. Svo er bara að sjá hvort Ólafur nái að koma skólastarfi Hraðbrautar af stað síðar. Það verður að koma í ljós.
01/01 SaMFélagið Segir
erleNT
gallerí
kjarninn 14. ágúst 2014
Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri og lesa um augnablikin
Nauðsynleg neyðaraðstoð Íbúar Gasaborgar í Palestínu eru mjög grátt leiknir eftir langvinnar loftárásir Ísraela á Gasa-ströndina. Til viðbótar við að fella gríðarlega marga óbreyttra borgara eyðilögðu Ísraelar helstu innviði á svæðinu. Palestínumenn reiða sig því á aðstoð Sameinuðu þjóðanna til að nærast og svala þorsta sínum.
Mynd: AFP
úkraínuher í stórsókn Stjórnarherinn í Úkraínu hefur undanfarnar vikur sótt hart að uppreisnarmönnum í austurhluta landsins með loftárásum og landhernaði. Íbúar Jasínuvata, bæjar nærri helsta vígi uppreisnarmanna í Dónetsk, hafa þurft að horfa á heimili sín verða að hruni komin eftir átökin á svæðinu.
Mynd: AFP
flýja morðsveitir isis Þjóðflokkur Jasída er á flótta undan vígbúnum sveitum íslamska ríkisins (ISIS) í norðurhluta Írak og eru án matar og drykkjar í fjallshlíðum nærri heimabæ sínum Dohuk. Bandaríkjamenn hófu í vikunni loftárásir á ISIS í Írak til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Jasídum. Börn veifa hér til vinveittrar hersveitar Kúrda.
Mynd: AFP
„þú ert bara barn; hefur ekki glóru um hvað þú ert að tala um.“ Gamanleikarinn Robin Williams er látinn. Yfirvöld í Kaliforníu segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi eftir að hafa glímt lengi við eiturlyfjafíkn og þunglyndi. Williams var þekktur fyrir æðisgengna framgöngu og orkumikla túlkun á persónum sínum. Hann hlaut þó einu Óskarsverðlaun sín fyrir heldur jarðbundnara hlutverk, þegar hann lék sálfræðinginn í Good Will Hunting.
hafmeyjuhátíð í hvíta-rússlandi Í bænum Braslav í Hvíta-Rússlandi fór fram hafmeyjuhátíð á dögunum þar sem hátíðargestir leyfðu ímyndunaraflinu að ráða þegar þeir skelltu sér í gervi hafmeyja. Hvíta-Rússland hefur allt frá falli Sovétríkjanna verið einn helsti bandamaður Rússlands í Evrópu og í miklum viðskiptum við frændur sína í austri.
Mynd: AFP
kjarninn 14. ágúst 2014
01/01 spes
SpeS Nýtt æði: „logging“ er tekið við af „plankinu“ hjá drukknum breskum ferðalöngum
kúka í sundlaug og horfa á fólk flýja í ofvæni
N
ýtt æði virðist hafa tekið við af „plankinu“ hjá drukknum breskum ferðalöngum í fríinu. Hið nýja æði hefur hlotið nafnið „logging“ og er mun vafasamara og ógeðslegra. „Logging“ snýst um að kúka í þéttsetna sundlaug, lauma sér upp úr og fylgjast svo með sundlaugargestum flýja í ofvæni þegar sá brúni uppgötvast á laugarbotninum. Hótel á vinsælum áfangastöðum breskra steggjunar- og gæsahópa hafa neyðst til að hóta hverjum þeim sem gerist 01/01 SpeS
sekur um athæfið sekt að andvirði 1.400 sterlingspund. Hótel þar sem „logging“ er orðið að viðvarandi vandamáli hafa sent gestum sínum bréf þess efnis. Lögmaður sem sérhæfir sig í málum tengdum ferðalögum fullyrðir að fólk hafi veikst vegna athæfisins. „Sumum hálfvitum finnst fyndið að kúka í þéttsetna sundlaug og halla sér aftur á meðan skelfingarástand skapast í lauginni þegar fólk reynir að komast upp úr. Þessi tilvik minna helst á atriði úr bíómyndunum um Ókindina.“
SMASSSALAT
PANTA & SÆKJA
5 78 78 74
áliT
Ólafur Margeirsson Hagfræðingur
kjarninn 14. ágúst 2014
Hinn bitri sannleikur um krónuna Ólafur Margeirsson skrifar um að krónan sé gerð að blóraböggli fyrir heimatilbúin vandamál Íslendinga.
k
rónan, líkt og langflestir gjaldmiðlar, er gefin út af hinu opinbera. Grundvöllurinn fyrir tilvist hennar er sá sami og flestra annarra gjaldmiðla í gegnum tímann: þú, íbúi Íslands, borgar skattana þína í krónum. Ef þú borgar þá ekki ferðu í steininn og þar sem fæstir vilja enda í tugthúsinu býr þetta til eftirspurn eftir krónum. Einkaaðilar sem þurfa að borga skatta fylgja svo hinu opinbera eftir og setja upp samninga þar sem upphæðir eru í krónum, t.d. verð mjólkurlítra úti í búð. Krónan er því eins og hver annar gjaldmiðill. Hún er gjaldmiðill því hið opinbera segir að hún sé það, þ.e. með henni og henni einni skalt þú borga skatta á Íslandi. Það er því umhugsunarefni hví Íslendingar virðast vilja kenna þessum gjaldmiðli um hitt og þetta sem öðrum gjaldmiðlum er ekki kennt um. Grein Bjarna Janusarsonar í Kjarnanum 01/06 áliT
hinn 7. ágúst síðastliðinn var góð að því leyti að í henni kristölluðust svo mörg af þeim atriðum sem krónunni er kennt um. Ég ætla að nefna eftirfarandi og reyna að útskýra hví þau atriði eru röng. krónan og vextir Röksemdafærslan fyrir því að krónan hafi áhrif til hækkunar á vaxtastig á Íslandi er í stuttu máli sú að þar sem svo fáir séu að nota krónuna (hagkerfið er svo lítið) sé eftirspurn eftir henni lítil og vextir verði að vera hærri til að lokka aðila til að eiga krónur. Væri þetta raunin ætti þetta að gilda í öðrum hagkerfum líka, þ.e. lítil hagkerfi, með eigin mynt, ættu að vera með hærri vexti en stór hagkerfi með eigin mynt. Raunin er að fylgnin þar á milli er afskaplega veik – sjá Mynd 1. Svo virðist sem stærð hagkerfa hafi hverfandi áhrif á vexti innan þeirra.
Fylgnin milli landsframleiðslu og langtímaraunvaxta Verg landsframleiðsla (í USD) og langtímaraunvextir 4,5% 4,0% 3,5% 3,0% 2,5% 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0,0%
0
500.000
1.000.000
1.500.000
2.000.000
Ath.: Unnið upp úr tölum frá OECD. Gögn fyrir 2012 og 2013, USD á PPP, grunnár 2005. Ísland er litað rautt. Vextir langtímaríkisskuldabréfa leiðréttir fyrir verðbólgu. Eingöngu unnið með lönd sem notast við eiginn gjaldmiðil sem ekki er notaður í gjaldeyrisforðum annarra landa (USD, EUR, GBP, JPY, CHF sleppt) líkt og raunin er með krónuna. Löndin eru, í minnkandi röð eftir vöxtum: Ungverjaland, Síle, Nýja Sjáland, Ísrael, Svíþjóð, Kórea, Ísland, Kanada, Ástralía, Danmörk, Tékkland, Noregur. 02/06 áliT
En hvað er það þá? Og hvað eru vextir á annað borð? Vextir eru, í grundvallaratriðum og burtséð frá mikilvægum stofnanalegum áhrifum, það verð sem þú vilt fyrir að gefa eftir tafarlaus yfirráð yfir ákveðinni upphæð reiðufjár. Þú færð ekki vexti fyrir það að spara því þú getur ákveðið að spara sömu upphæð í formi reiðufjár eða með því að lána fyrirtæki úti í bæ. Sparir þú í formi reiðufjár geturðu eytt viðkomandi upphæð hvenær sem þú vilt, sem veitir þér hugarró og getu til að mæta ófyrirsjáanlegum útgjöldum. Þetta getur þú ekki ef þú lánar til fyrirtækis úti í bæ því þú verður að bíða eftir því að lánið verði greitt til baka. Keynes benti réttilega á að skammtímavextir gætu verið „hverjir sem er“. Fyrir utan 4. áratug síðustu aldar, þegar hið opinbera fylgdi ráðgjöf Keynes og sýnt var fram á í verki að hann hafði rétt fyrir sér, hefur kreppan eftir 2008 sýnt hið sama: stýrivextir, þ.e. skammtímavextir, víðs vegar um heiminn eru nú nærri núlli. Seðlabanki Íslands getur gert nákvæmlega hið sama og stærstu seðlabankar heims þegar kemur að stýrivöxtum á Íslandi. Það er ekki krónan sem stoppar stýrivexti á Íslandi frá því að vera „hverjir sem er“. Það er hagfræðimódel Seðlabanka Íslands og sú (ranga) hugmynd að best sé að hafa áhrif á gang hagkerfis með stýrivaxtabreytingum. Meginvandamálið er langtímavextir. Þótt málið sé flóknara þegar kemur að langtímavöxtum er það ennþá stofnanaumgjörðin sem skipti mestu máli. Dæmi um augljós áhrif stofnanaumgjarðarinnar á Íslandi á langtímavexti er uppbygging lífeyrissjóðakerfisins. Það þarf ekki að segja mörgum það að ef stærsti aðilinn á einhverjum markaði er lagalega skyldugur til þess að heimta ákveðið, og hátt, verð fyrir vöruna sem hann höndlar með mun það hafa teljandi áhrif á markaðinn allann. Heldur virkilega einhver því fram að 3,5% viðmiðið hafi ekki teljandi áhrif á langtímavexti á Íslandi? Sá hinn sami vill þá væntanlega halda því fram að vaxtaþök og -gólf hins opinbera á bankakerfið á sínum tíma hafi ekki haft áhrif? Hið opinbera í Bretlandi fylgdi ráðleggingum Keynes og 03/06 áliT
sýndi að ekki aðeins væri hægt að hafa skammtímavexti hverja sem er heldur gilti hið sama um langtímavexti. Það sem þurfti var að beita peningamálastefnunni á ákveðinn máta, sem og var gert með góðum árangri. Hægt væri að nota svipaða peningamálastjórn á Íslandi og með henni væri komið í veg fyrir yfirgengilegar sveiflur í vöxtum. Vandamálið sem stafar af lífeyrissjóðakerfinu er hins vegar utan við áhrifasvið peningamálastefnunnar. Það vandamál verður að leysa á annan hátt: að horfast í augu við það og taka á því. Áhrifin af gjaldmiðlinum á vexti eru því engin og í versta falli hverfandi – sem sjá má á Mynd 1. Hins vegar, líkt og stofnanalegir þættir, hafa væntingar mikil áhrif á vaxtastig. Og einn áhrifaþáttur væntinga er verðbólga. krónan og verðbólga Krónan hefur misst mest allt upprunalegt verðgildi sitt síðan hið opinbera setti hana á stofn. Með öðrum orðum hefur verðbólga „verið fylgifiskur krónunnar“ eins og einhver gæti komist að orði. Nú tel ég mig sæmilega að mér kominn, þótt ég segi sjálfur frá, þegar kemur að kenningum um orsakir verðbólgu. Ég hef hins vegar aldrei séð alþjóðlega viðurkennda kenningu þess efnis að gjaldmiðlinum sjálfum sé kennt um eigin virðisrýrnun. Samt á það að vera raunin í tilviki Íslands. Orð Bjarna í fyrrnefndri grein eru dæmi: „Krónan veldur einnig hærri verðbólgu. Verðbólgan er mikil af því að við erum með litla og veika mynt.“ Tökum augljósasta dæmið: peningamagn í umferð. Við getum öll verið sammála um að krónan, sem gjaldmiðill, ræður engu um það hversu mikið er búið til af henni. Það eru bankar sem búa til ca. 95% af krónum, þ.e. peningum, í umferð á Íslandi. Og frá 1886, sem er ártalið sem tölur Hagstofunnar ná aftur til, til ársloka 2013 jókst peningamagn í umferð ríflega 211.000.000-falt. Þrátt fyrir að hagkerfið hafi stækkað töluvert síðan þá er sú stækkun hverfandi í samanburði við þessa tölu. Þess vegna hefur verðbólga „verið fylgifiskur krónunnar“ síðan 04/06 áliT
hún var sett á fót: virðisrýrnun krónunnar hefur ekkert með það að gera að hún sé „lítil og veik mynt“ heldur er hún vegna þess að það er búið að búa til of mikið af henni í gegnum tíðina. krónan og verðtrygging Verðtrygging er hluti af stofnanaumgjörð íslenska hagkerfisins. Líkt og svo margir aðrir stofnanalegir þættir var verðtrygging sett á laggirnar sem svar við þáverandi vandamáli: verðbólgu. Við höfum þegar séð að verðbólga „Sannleikurinn hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera og um krónuna er því er fráleitt að halda því fram að gjaldmiðillinn hafi eitthvað með verðtryggingu bitur. Hann er bitur að gera: ef A (krónan) leiðir ekki af sér B því þótt mörgum (verðbólgu) en B leiðir af sér C (verðtrygging) þyki það þægilegt leiðir A ekki af sér C. En verðtryggingin hefur hvetjandi áhrif á er ekki hægt að verðbólgu. Þetta atriði var augljóst í upphafi benda á hana sem þegar laun voru verðtryggð og í fyllilegu blóraböggul fyrir samræmi við þá fræðilegu niðurstöðu að því heimatilbúin vanda- algengari sem verðtrygging er í hagkerfi, þeim mun hærri verður verðbólga (því mál Íslendinga.“ nafnstærðir innan hagkerfisins munu sífellt hækka á víxl og hundurinn nær aldrei að bíta í skottið á sér, sama hversu hratt hann hleypur). Þegar verðtrygging launa var tekin úr sambandi minnkuðu þessi áhrif. En þau eru ennþá til staðar. Verðbólga á Íslandi hefur verið há m.a. vegna þess að verðtrygging er algeng og þótt hundurinn hlaupi ekki jafn hratt í hringi og hann gerði þá hleypur hann enn. Þess aukin heldur hefur verðtryggingin áhrif á peningamálastefnu Seðlabankans: lántakar verðtryggðra lána eru varðir fyrir stýrivaxtabreytingum svo að þörf verður á enn meiri breytingum, þ.e. sveiflum, í stýrivöxtum til að ná fram áætluðum áhrifum á hagkerfið. En einmitt þessar stýrivaxtabreytingar eru að stórum hluta ábyrgar fyrir spákaupmennsku með krónuna, sem aftur veldur því að gengi hennar 05/06 áliT
verður sveiflukennt til skamms tíma. Langtímasveiflan eykst líka því ekki tekst að halda aftur af útþenslu peningamagns í umferð með peningamálastefnunni. Afleiðingin verður verðbólga, viðskiptahalli og gengisfall sem jafnvel getur endað, eins og raunin varð, með gjaldeyrishöftum. að finna blóraböggul Sannleikurinn um krónuna er bitur. Hann er bitur því þótt mörgum þyki það þægilegt er ekki hægt að benda á hana sem blóraböggul fyrir heimatilbúin vandamál Íslendinga. Háir vextir, verðbólga, viðskiptahalli og gengissveiflur hafa ekkert með krónuna að gera heldur stofnanalegt umhverfi hagkerfisins. Krónan er saklaus bakari í hagkerfi sem smiðurinn – Íslendingar – hefur búið til stofnanalega umgjörð um sem hefur ákveðnar efnahagslegar afleiðingar. Og sem endranær er lausnin ekki að hengja bakarann þegar smiðurinn er sekur.
06/06 áliT
áliT
Margrét lilja Hrafnkelsdóttir Hagfræðingur
kjarninn 14. ágúst 2014
Fjárfesting í viðjum hafta Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir skrifar um gjaldeyrishöft og þau áhrif sem þau hafa á lífeyrissjóði
í
slensku lífeyrissjóðirnir hafa fjárfestingarþörf í kringum 150 milljarða á ári eða sem samsvarar 8,6% af VLF, sem nú er að langmestu leyti fjárfest innan landsteinanna. Þessi mikla fjárfestingarþörf leiðir til þess að lífeyrissjóðirnir eiga sífellt stærri og stærri hlut af þeim fjárfestingarkostum sem í boði eru og þeir hafa leyfi, samkvæmt lögum nr. 129/1997 um lífeyrissjóði, til þess að fjárfesta í. Núverandi staða er sú að lífeyrissjóðirnir eiga um 33% allra skráðra hlutabréfa, 30% ríkisskuldabréfa og 65% skuldabréfa Íbúðalánasjóðs, en til að mynda áttu sjóðirnir 10% ríkisskuldabréfa í árslok 2009. Þessar tölur eru þó líklega enn hærri, þar sem sjóðirnir fjárfesta einnig í gegnum fjárfestingarsjóði og fasteignafélög. Það gefur augaleið að eftir því sem gjaldeyrishöft vara lengur munu þessi hlutföll yfir hlutdeild lífeyrissjóða í ákveðnum eignaflokkum fara hækkandi, 01/04 áliT
hvort sem það verður með beinum hætti eða í formi flóknari fjármálagjörninga eins og fjallað er um í nýlegu vefriti Fjármálaeftirlitsins. Raunar taka 9 af 15 stærstu lífeyris„Íslensku lífeyris- sjóðunum það fram með beinum hætti í sjóðirnir skiluðu ársskýrslum sínum fyrir árið 2013 að fjárfestingartækifæri séu af skornum skammti rúmum fjórum pró- sökum gjaldeyrishafta. Þeir sjóðir sem ekki sentustigum minni taka fram skort á fjárfestingartækifærum raunávöxtun en tíu birta litla sem enga efnahagsgreiningu í ársskýrslum sínum.
stærstu lífeyrissjóðir á Norðurlöndunum á tímabilinu 2010–2012.“
Standa sig verr en sjóðir á Norðurlöndunum Íslensku lífeyrissjóðirnir skiluðu rúmum fjórum prósentustigum minni raunávöxtun en tíu stærstu lífeyrissjóðir á Norðurlöndunum á tímabilinu 2010–2012 en fram til ársins 2007 hafði ávöxtunin verið svipuð. Ef íslenskir lífeyrissjóðir ná viðvarandi lægri ávöxtun en sambærilegir sjóðir á Norðurlöndunum mun það leiða til lægri lífeyrisgreiðslna til íslenskra lífeyrisþega þrátt fyrir að þeir hafi unnið jafn mikið yfir starfsævina og því er mikilvægt að komast að því hvað veldur þessari lægri raunávöxtun íslensku sjóðanna.
heildartímabil fyrir höft hrun Eftir höft 2001-2012 2001-2007 2008-2009 2010-2012 Íslenskir sjóðir 2,63% 5,81% -10,81 4,14% Norænir sjóðir 5,46% 5,41% 1,20% 8,38% Munur í prósentustigum -2,83 0,40 -12,01 -4,24
Hér verður þó einungis horft til þess hvaða þátt gjaldeyrishöft gætu átt í þessum mun á raunávöxtun. Höft á flutning fjármagns til útlanda hafa tvær meginafleiðingar fyrir lífeyrissjóðina. Í fyrsta lagi geta sjóðirnir ekki í frekari mæli en þeir nú þegar hafa gert fjárfest á erlendum eignamörkuðum og með því nýtt sér arðbær fjárfestingatækifæri. Í 02/04 áliT
öðru lagi geta þeir ekki frekar dreift áhættu á önnur hagkerfi en það íslenska þrátt fyrir að geta þó endurfjárfest söluandvirði seldra eigna erlendis. árangur innan hafta En hvernig vegnar sjóðunum innan hafta? Þar sem sjóðirnir búa allir við sömu ytri skilyrði, svo sem verðbólgu, stýrivexti og gengi krónu, hljóta einhverjir innri þættir í ákvarðanatöku sjóðanna að skýra af hverju einn sjóður nær „En hvernig vegnar hærri ávöxtun en annar. Í líkani sem sett sjóðunum innan var fram sem hluti af meistaraverkefni við Viðskipaháskólanum (Handelshögskolan) hafta? Þar sem í Stokkhólmi er leitast við að svara þeirri sjóðirnir búa allir spurningu hvort lífeyrissjóðir sem hafa við sömu ytri skil- hærra hlutfall erlendra eigna af heildarhafi hærri raunávöxtun og hvort yrði, svo sem verð- eignum raunávöxtun sveiflist minna yfir tímabilin bólgu, stýrivexti og 2001–2007 og 2009–2012. Þar var tekið tillit gengi krónu, hljóta til þátta sem eru í höndum sjóðanna sjálfra, einhverjir innri svo sem hlutfalls erlendra eigna og hlutfalls innlendra hlutabréfa og skuldabréfa. þættir í ákvarðanaNiðurstaðan er sú að raunar nái þeir töku sjóðanna að sjóðir sem hafi lægra hlutfall erlendra skýra af hverju einn eigna hærri raunávöxtun og ávöxtun þeirra sveiflist minna á tímabilinu 2009–2012 sjóður nær hærri en þeir sjóðir sem hafa lægra hlutfall. Á ávöxtun en annar.“ tímabilinu 2001–2007 skila sjóðir með hærra hlutfall erlendra eigna þó hærri raunávöxtun og hafa minni sveiflur í ávöxtun. En hvað getur skýrt þessar niðurstöður? Hærri ávöxtun af innlendum eignum en þeim erlendu gæti skýrst af því að íslenska hagkerfið er nýlega stigið upp úr efnahagslægð og hefur verið í örum vexti (e. catch up effect). Önnur möguleg skýring gæti verið of hátt verðlag eigna – ef framboð á fjármagni er meira en þeir fjárfestingarkostir sem í boði eru ætti hver eign einfaldlega að vera keypt hærra verði í lokuðu hagkerfi. 03/04 áliT
Meiri sveiflur í ávöxtun erlendra eigna gætu skýrst af því að verðmat innlendra eigna sveiflast vegna breytinga á markaðsvirði, en verðmat erlendra eigna sveiflast bæði vegna flökts á markaðsverði og gengi, þar sem lífeyrissjóðirnir geta nú ekki fjárfest í gengisvörnum. Þar sem ábati af erlendum eignum á tímabilinu 2009 – 2012 er ekki augljós í formi hærri raunávöxtunar eða aukinnar sveiflujöfnunar má leiða líkur að því að fastheldni íslenskra lífeyrissjóða í erlendar eignir sé fyrst og fremst í formi áhættudreifingar, sem og vörn sem fylgir þeirri óvissu er varðar þróun gengis, vaxta, eignaverðs og fleiri þátta við afnám gjaldeyrishafta. Mastersverkefni Margrétar, sem greinin byggir á, er hægt að nálgast í heild sinni hér.
04/04 áliT
piSTill
árni Helgason lögmaður
kjarninn 14. ágúst 2014
rafræn vinalegheit Árni Helgason skrifar um að Facebook sé það besta sem hafi komið fyrir afmælið síðan afmælissöngurinn var fundinn upp.
F
acebook hlýtur að vera það besta sem hefur komið fyrir afmæli, allavega frá því að afmælissöngurinn var saminn eða afmæliskakan fundin upp. Það er orðin hátíðleg stund að kvöldi afmælisdagsins að koma sér vel fyrir í sófanum, fá sér kannski konfekt og heitt kakó og smjatta á afmæliskveðjunum sem hafa hrúgast inn á vegginn. Maður dundar sér við þetta, les þær hægt og jafnvel upphátt fyrir viðstadda, lækar, svarar þeim hressustu og lokar þessu svo með hinum sígilda „maður verður alveg meyr að lesa allar þessar kveðjur“ status.
Jólakort okkar tíma? Ég að lesa afmæliskveðjurnar mínar á Facebook er líklega svipað óþolandi fyrir alla í kring og foreldrar að lesa jólakortin á meðan pökkunum var haldið í gíslingu fyrir börnunum. Er ég einn um að hafa hugleitt að stofna stuðningshóp fyrir börn sem þurftu að sitja undir langdregnum jólakortalestri foreldra sinna? „Nei sko, Palli og Mæja senda okkur jólakort – muniði ekki eftir þeim, krakkar? Ha, muniði ekki eftir Palla og Mæju? Jú, þið vitið alveg hver þau voru. Palli vann einu sinni með honum 01/04 piSTill
pabba þínum og Mæja er konan hans. Indælisfólk alveg. Þau sem sagt senda hugheilar kveðjur til okkar allra.“ Samt er maður eins og nútímaútgáfa af jólakortalestrinum. Ég átti afmæli á dögunum og fékk afmæliskveðju-fixið mitt. Það merkilega var samt að stærstur hluti af þessum kveðjum var frá fólki sem ég er ekki í neinu sambandi við, hvorki í raunverulega lífinu né á samfélagsmiðlunum. Samt var þetta fólk svo indælt að setja kveðju á vegginn hjá mér og á mínar hjartans þakkir. kumpánlegi kunninginn Sjálfur stunda ég þetta; þegar Facebook hnippir í mann og segir manni hverjir eiga afmæli þann og þann daginn fer ég og set afmæliskveðjur á fólk sem maður kannski vann einu sinni með eða var með í skóla en hefur annars ekki hitt heillengi. Ef maður væri beðinn um að lýsa tengslum sínum við viðkomandi væri nærtækast að segjast þekkja hann eða við værum í besta falli kunningjar. Engu að síður hikar maður ekki við að smella á hann einni eldhressi „... svarar þeim afmæliskveðju. Ég velti því fyrir mér hvort maður myndi hressustu og jafnoft óska þessum kunningjum sínum til lokar þessu svo hamingju með afmælið ef maður hitti þá úti á með hinum sí- götu. Sennilega ekki. Þá þarf að stoppa, setja gilda „maður upp kumpánlega-smalltalk andlitið og byrja skjóta út í myrkrið: „Jæja, hvað er eiginlega verður alveg að að frétta af þér?“ og „Bíddu... hvar ert þú aftur meyr að lesa að vinna núna“ og „Voruð þið ekki komin með allar þessar börn?“ Þessi samskipti eru hektísk og útheimta kveðjur“ status.“ heilmikið framlag frá báðum aðilum, sem eru á fullu að reyna að rifja eitthvað upp um hvorn annan á meðan. Afleiðingarnar eru þær að fólk fer að forðast þessar aðstæður og er þar af leiðandi ólíklegt til að óska hvort öðru til hamingju með afmælið í eigin persónu. Samfélagsmiðlarnir leyfa okkur að sneiða framhjá öllum svona óþægilegheitum og mæta bara inn á vegginn hjá fólki sem við höfum ekki séð heillengi, skilja eftir kveðju og fara.
Ekkert vesen og engar pínlegar tilraunir við að giska á hvað hinn sé að gera í dag. Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær Facebook fer að taka af fólki ómakið í öðrum erfiðum aðstæðum og gera notendum kleift að klára málin rafrænt. Þetta gæti t.d. tekið sambandsslit á nýtt level – maður fengi bara huggulega áminningu af og til: „You have been in a relationship for 5 years now. Do you want to continue?“ Og ef maður neitaði fengi makinn bara tilkynningu þess efnis. Myndi spara margar erfiðar samræður. „T.H.M.D.“ Rafrænu afmæliskveðjurnar eru með ýmsu móti. Algengustu kveðjurnar eru einhvers konar afbrigði af „Til hamingju með daginn“ eða „Til lukku með daginn“ og svo er broskall, afmæliskökukall eða upphrópunarmerki algeng ending. Sumir lokuðu kveðjunum sínum reyndar með „Ég átti afmæli á punkti, sem hlýtur að gleðja íslenskukennara dögunum og fékk landsins, en þýðir það að næsta setning sem viðkomandi skrifar á internetinu verði að byrja afmæliskveðju- á stórum staf? Sumir ávarpa mann með nafni, sem mér fixið mitt.“ finnst áhugavert. „Til hamingju með daginn Árni“ – svolítið eins og kennarinn manns sé að tala. Aðrir fara þá leið að taka eitthvað stutt – eins og „Innilega“, „Vel gert“ eða „Nei, sko!“. Stutt og laggott. Ýmsir vinna með „hamingjuóskir“, til dæmis „Innilegar hamingjuóskir“ eða „Hamingjuóskir í tilefni dagsins“, en í einni kveðjunni, sem mér þótti eiginlega standa upp úr, stóð bara „Hamingjuóskir“ og ekkert meir. Þetta er væntanlega þýski skólinn í afmæliskveðjum, að segja eingöngu það nauðsynlegasta, og vekur þá spurningu hvort við munum einhvern tíma sjá fólk segja bara „Afmæliskveðja“. Meistarar og skvísur „Meistari“ er algengt ávarp í dag til karlmanna og dúkkaði upp í þó nokkrum kveðjum til mín. Karlmenn eru ávarpaðir
sem meistarar og konur sem skvísur, hversu eðlilegt sem það er nú. Reyndar er það umhugsunarefni hversu hratt „meistarinn“ hefur gjaldfallið í tungumálinu að undanförnu. Einu sinni var þetta hugtak bara notað nokkrum sinnum á ári og eingöngu á afar virðulegum vettvangi, kannski í Lesbók Moggans, og þá um einhverja útvalda andans jöfra. Nú er annar hver maður meistari og yfirleitt af litlu tilefni. Sjálfur er ég ekki barnanna bestur og dreifi meistaranafnbótinni eins og nammi og til fólks sem ég þekki ekki einu sinni. Ákveðinn lágpunktur á þeirri vegferð var sennilega þegar pizzasendillinn bankaði að dyrum á dögunum. Mér til varnar útnefndi hann mig sem „vin“ þegar hann rétti mér pizzuna en það breytir því ekki að tveir menn, sem áttu samskipti í mesta lagi í hálfa mínútu, gengu burt sem „meistari“ og „vinur“. Ég verð illa svekktur ef ég fæ ekki afmæliskveðju frá honum næst.
04/04 piSTill
kjarninn 14. ágúst 2014
01/01 græjur
Guðmundur Jóhannsson verkefnastjóri „Ég nota Nexus 5.“
ViVinio
Yatse
Fyrir lífskúnstnerinn. Skrái og gef öllu léttvíni sem ég innbyrði stjörnur ásamt því að sjá hvað vinir eru að sötra.
Stýri sjónvarpinu með röddinni ef mér sýnist svo. Get sett Frozen í gang eldsnemma án þess að fara á fætur.
Vista þangað inn allt áhugavert efni, greinar og video sem ég les og skoða þegar tími gefst til. Elska þetta.
tækni CoolIT USB Beverage Chiller er fyrir nautnaseggi. Mikla nautnaseggi. Hefuru einhvern tímann velt því fyrir þér þegar þú ert í tölvunni, að drykkurinn sem þú ert með í dósinni, sé ekki nógu kaldur? Ég er ekki viss um að margir hafi gert það, en einhverjir þó. Á ráðstefnunni CES 2007 í Kalifornínu, þar sem ýmsar tækninýjungar voru til kynningar á básum, var CoolIT USB Beverage Chiller fyrst kynntur. Í dag er þetta allt í einu aftur orðið vinsælt tæki, einkum hjá forriturum. Þeir njóta þess að kæla drykki sína með hinum USB tengda CoolIT.
Einn galli er við CoolIT USB Beverage Chiller, sem oft er gagnrýndur; flöturinn sem kælir dósina er flatur, en botnar dósa er það ekki.
Getur tækið kælt drykkina endalaust? Kannski ekki, en svo lengi sem það er í sambandi þá ætti drykkurinn að vera kaldur.
Inni í tækinu er næmur flötur þar sem orka leiðist í gegn og kælir dósir sem settar eru á flötinn. Þetta gerist mjög fljótt.
Tækið er sáraeinfalt í notkun. Það er tengt við tölvuna með snúru í USB tengi og síðan byrjar það að gera það sem það á að gera; kæla drykki.
01/01 græjur
kjarninn 14. ágúst 2014
01/04 LífsstíLL
lækningarmáttur aðalbláberja Áhrif aðalbláberja á sjón og augnsjúkdóma hafa verið mikið rannsökuð. líFSSTíll Anna Rósa grasalæknir www.annarosa.is L @annarosagrasa
a
ðalbláber hafa verið notuð til lækninga í a.m.k. þúsund ár, en heimildir eru um notkun þeirra til lækninga í Þýskalandi allt frá 12. öld. Í seinni heimsstyrjöldinni í Bretlandi var fyrst farið að rannsaka aðalbláber þegar flugmönnum í breska flughernum var gefin aðalbláberjasulta því hún þótti bæta sjón þeirra, sérstaklega í næturflugi. Allar götur síðan hafa áhrif aðalbláberja á sjón og augnsjúkdóma verið rannsökuð. Þurrkuð aðalbláber, oft sem staðlað þykkni í hylkjum, hafa notið mikilla vinsælda sem fæðubótarefni í Norður-Ameríku og Evrópu undanfarna áratugi. Bláber 01/04 líFSSTíll
(Vaccinium uliginosum) hafa mun minna verið notuð til lækninga og að sama skapi verið lítið rannsökuð í samanburði við aðalbláber. Það þýðir hins vegar ekki að bláber séu ekki áhrifarík til lækninga líkt og aðalbláber. Aðalbláber innihalda mikið af andoxunarefnum, sem eru talin styrkja Morgungrautur grasalæknisins ónæmiskerfið, minnka hættuna á hjartaFyrir 1 og æðasjúkdómum og draga úr hrukkuÉg bjó þessa uppskrift á sínum tíma til fyrir sjúkmyndun. Þau eru einnig talin styrkja linga í ráðgjöf hjá mér vegna glútenóþols, en kínóa sjónina og eru afar auðug af vítamínum. er glútenlaust og afar próteinríkt. Það leið þó ekki á Aðalbláber hafa hefðbundið verið notuð löngu þar til ég var farin að elda hann sjálf á hverjum fyrir eftirfarandi kvilla: degi enda frábær leið til að nýta berin í frystinum. Fyrir mér er mikilvægt að hafa sem minnst fyrir morgunmatnum á virkum dögum og þessi grautur er bæði fljóteldaður og inniheldur fá hráefni. Ég set enga mjólk út á grautinn en á þó til að hafa rjóma með honum á sunnudögum, enda breytist hann við það í ljúffengan eftirrétt. 3 msk. kínóaflögur ¼-½ tsk. kanill 2 dl vatn 1 dl íslensk aðalbláber eða bláber 1 tsk. smjör ½-1 tsk. lífrænt hunang sjávarsalt 1 Setjið vatn, kanil, salt og kínóaflögur í pott og sjóðið í nokkrar mínútur án loks, þar til grauturinn er orðinn þykkur. Athugið að í þennan graut eru notaðar kínóaflögur en ekki heil kínóagrjón, sem tekur mun lengri tíma að sjóða. Bætið síðan frosnum eða ferskum berjum út í og hitið í örstutta stund, eða þar til grauturinn er orðinn fallega fjólublár á litinn. Setjið hann þá í skál og hrærið smjörklípu og hunangi saman við.
þurrkuð eða soðin ber við niðurgangi, fersk ber sem hægðalosandi augnsjúkdómar tengdir sjónhimnu, háum blóðþrýstingi og sykursýki gláka, vagl, náttblinda æðahnútar, æðakölkun, kuldaóþol, gyllinæð hálsbólga, tannholdsbólga, magabólga, ristilbólga bjúgur, blöðrubólga, hár blóðsykur, tíðaverkir útvortis til að græða sár og í skol við særindum og útferð úr leggöngum
rannsóknir á aðalbláberjum Í mörgum af eftirfarandi rannsóknum er notað aðalbláberjaþykkni í hylkjum þar sem búið er að staðla virka efnið antósýanósíð. Allmargar klínískar rannsóknir á mönnum hafa verið gerðar á virkni aðalbláberja í augnsjúkdómum, þær elstu frá 7. áratug 20. aldar. Nýrri tvíblindar rannsóknir með lyfleysu eru betur úr garði gerðar en þær eldri, en þær staðfesta í flestum tilfellum eldri rannsóknir. Þessar klínísku 02/04 líFSSTíll
rannsóknir gefa til kynna jákvæð áhrif aðalbláberja á sjónhimnusjúkdóma, augnsjúkdóma tengda háum blóðþrýstingi sem og sykursýki, náttblindu, gláku, nærsýni og vagl á auga. Nýlegar rannsóknir hafa þó að einhverju leyti hrakið niðurstöður eldri rannsókna á náttblindu. Að auki hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir í tilraunaglösum og á dýrum, og sýna þær einnig fram á jákvæða virkni aðalbláberja í meðferð augnsjúkdóma. Nokkrar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni aðalbláberja í tengslum við æðasjúkdóma. Þær hafa m.a. sýnt jákvæðar niðurstöður gagnvart æðasjúkdómum, t.d. kuldaóþoli, æðahnútum, gyllinæð og æðabólgum. Einnig þóttu aðalbláberin minnka bjúg, verki, krampa og kláða af völdum vanvirkni í æðakerfinu. Tvær klínískar rannsóknir telja að aðalbláber minnki blæðingar, bæði millitíðablæðingar vegna lykkjunnar og blæðingar í tengslum við uppskurði. Allnokkrar rannsóknir hafa verið gerðar í tilraunaglösum og á dýrum þar sem líkur þykja benda til að aðalbláber styrki hjarta og æðakerfi og verndi gegn æðakölkun. Skammtar Fersk ber: 1-2 dl á dag. Stöðluð hylki (25% antósýanósíð): 200 til 600 mg á dag. Þurrkuð ber eða lauf: 1-2 tsk. í bolla þrisvar á dag. Varúð Stórir skammtar af stöðluðu aðalbláberjaþykkni í hylkjum til langs tíma geta haft áhrif á blóðþynningarlyf. Sykursjúkir sem taka insúlín ættu ekki að innbyrða aðalbláberjalauf nema undir eftirliti fagfólks. Ekki er æskilegt að nota aðalbláberjalauf lengur en þrjár vikur samfellt.
03/04 líFSSTíll
Smelltu til að sjá heimildaskrá
hEimildir
WHO. 2009. WHO monographs on selected medicinal plants. Vol. 4. World Health Organization, Geneva. Perossini M, Guidi G o.fl. Diabetic and hypertensive retinopathy therapy with Vaccinium myrtillus anthocyanosides (Tegens TM). Double-blind placebo-controlled trial. Ann Ophthalmol Clin Ocul 1987; 113:1173-90. Repossi P, Malagola R o.fl. The role of anthocyanosides on vascular permeability in diabetic retinopathy. Ann Ophthalmol Clin Ocul 1987; 113(4):357-361. Vannini L, Samuelly R o.fl. Study of the pupillary reflex after anthocyanoside administration. Boll Ocul 1986; 65:11-2. Orsucci P, Rossi M, Sabbatini G o.fl. Treatment of diabetic retinopathy with anthocyanosides: a preliminary report. Clin Ocul 1983; 4:377. Scharrer A, Ober M. Anthocyanosides in treatment of retinopathies. (In German). Klin Monatsbl Augenheilkd 1981; 42:221-31. Canter PH, Ernst E. Anthocyanosides of Vaccinium myrtillus (bilberry) for night vision – a systematic review of placebocontrolled trials. Surv. Ophthalmol. 2004 Jan-Feb; 49(1):3850. Muth ER, Laurent JM o.fl. The effect of bilberry nutritional supplementation on night visual acuity and contrast sensitivity. Altern Med Rev 2000; 5(2):164-73 Yao N, Lan F o.fl. Protective effects of bilberry ( Vaccinium myrtillus L.) extract against endotoxin-induced uveitis in mice. J Agric Food Chem. 2010 Apr 28; 58(8):4731-6. Song J, Li Y o.fl. Protective effect of bilberry (Vaccinium myrtillus L.) extracts on cultured human corneal limbal epithelial cells (HCLEC). Phytother Res. 2010 Apr; 24(4):520-4. Matsunaga N, Imai S o.fl. Bilberry and its main constituents have neuroprotective effects against retinal neuronal damage in vitro and in vivo. Mol Nutr Food Res. 2009 Jul; 53(7):869-77. Matsunaga N, Chikaraishi Y o.fl. Vaccinium myrtillus (Bilberry) Extracts Reduce Angiogenesis In Vitro and In Vivo. Evid Based Complement Alternat Med. 2007 Oct 27. Milbury PE, Graf B o.fl. Bilberry (Vaccinium myrtillus) anthocyanins modulate heme oxygenase-1 and glutathione S-transferase-pi expression in ARPE-19 cells. Invest Ophthalmol Vis Sci. 2007 May; 48(5):2343-9. Chung HK, Choi SM o.fl. Efficacy of troxerutin on streptozotocininduced rat model in the early stage of diabetic retinopathy. Arzneimittelforschung 2005; 55(10):573-80. Fursova AZh, Gesarevich OG o.fl. [Dietary supplementation with bilberry extract prevents macular degeneration and cataracts in senesce-accelerated OXYS rats] Adv. Gerontol. 2005; 16:76-9. Gatta L o.fl. Vaccinium myrtillus anthocyanosides in the treatment
04/04 líFSSTíll
of venous stasis: controlled clinical study on sixty patients. Fitoterapia 1988; 59:19-26. Teglio L, Mazzanti C o.fl. Vaccinium myrtillus anthocyanosides limbs and acute piles in pregnancy. Quad Clin Ostet Ginecol 1987; 42:221-31. Allegra C, Pollari G o.fl. Antocianosidi e sistema microvasculotessutale. Minerva Angiol. 1982; 7:39-44. Grismondi G. Treatment of phlebopathies caused by statis in pregnancy (á ítölsku). Minerva Ginecol. 1980; 32:221-30. Ghiringhelli C, Gregoratti L o.fl. Capillarotropic action of anthocyanoseds in high dosage in phlebopathic stasis (á ítölsku). Minerva Cardioangiol. 1978; 26(4):255-76. Mian E, Curri S o.fl. Anthocyanosides and the walls of the microvessels: further aspects of the mechanism of action of their protective effect in syndromes due to abnormal capillary fragility (á ítölsku). Minerva MEd 1977; 68:3565-81. Blumenthal, Mark. 2003. The ABC Clinical Guide to Herbs. American Botanical Council, Austin. della Beffa) to prevent hemorrhaging (á ítölsku). 1987. Óbirt; tilvitnanir í grein, sjá Morazzoni P, Bombardelli E. Vaccinium myrtillus L. Fitoterapia 1996; 67(1):3-29. Choi EH, Park JH o.fl. Alleviation of doxorubicin-induced toxicities by anthocyanin-rich bilberry (Vaccinium myrtillus L.) extract in rats and mice. Biofactors. 2010 Jul 7. Mauray A, Milenkovic D o.fl. Atheroprotective effects of bilberry extracts in apo E-deficient mice. J Agric Food Chem. 2009 Dec 9; 57(23):11106-11. Persson IA, Persson K o.fl. Effect of Vaccinium myrtillus and its polyphenols on angiotensin-converting enzyme activity in human endothelial cells. J Agric Food Chem. 2009 Jun 10; 57(11):4626-9. Bell DR, Gochenaur K. Direct vasoactive and vasoprotective properties of anthocyanin-rich extracts. J. Appl. Physiol. 2006 Apr; 100(4):1164-70. Vefútg. 2005 Dec 8. Bertuglia S, Malandrino S o.fl. Effect of Vaccinium myrtillus anthocyanosides on ischaemia reperfusion injury in hamster cheek pouch microcirculation. Pharmacol Res. 1995 Mar-Apr; 31(3-4):183-7. Detre Z, Jellinek H o.fl. Studies on vascular permeability in hypertension: action of anthocyanosides. Clin Physiol Biochem. 1986; 4(2):143-9. Lietti A, Cristoni A o.fl. Studies on Vaccinium myrtillus anthocyanosides. I. Vasoprotective and antiinflammatory activity. Arzneimittelforschung. 1976; 26(5):829-32.
kJaFTæði
Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður
kjarninn 14. ágúst 2014
gámakynslóðin Hrafn Jónsson skrifar um millistétt sem er að því komin að leysast upp vegna þess að hún á ekki neitt.
é
g er alltaf að reyna að sannfæra kærustuna mína um að kaupa sér íbúð. Það er ekki að við séum á nokkurn hátt tilbúin að búa saman. Við erum búin að vera saman í örfáa mánuði og rétt byrjuð að freta fyrir framan hvort annað, þannig að skynsemin segir að það þurfi smá stund til viðbótar af uppbyggðu æðruleysi til þess að vera búin undir allan hinn líkamlega hryllinginn sem maður óumflýjanlega upplifir í óslitinni samvist. Ég er bara að þessu því mig langar til að vera nálægt einhverjum sem upplifir tilfinninguna að kaupa íbúð – athöfn sem er að verða jafn sjaldgæf og íslenska geitin og líklega eitthvað sem ég mun aldrei upplifa á minni lífstíð. Ég vil því meina að ég sé eins og fátæku konurnar sem þvoðu fæturna á Mahatma Gandhi til að komast í snertingu við æðri krafta – þótt ég sé líklega meira eins og litli fjárhagslega óábyrgi fiskurinn sem sýgur sig fastan við stærri, ábyrgari og fyrirhyggjusamari fisk eða þá trúðurinn sem smíðaði vaxvængina á Íkarusi og skaut honum í átt að sólu. Ég eygði samt örlitla von þegar mér var tilkynnt að múgurinn hefði verið blessaður með þeim forréttindum að 01/04 kJaFTæði
fá að eyða viðbótarlífeyrissparnaði sínum í útborgun á íbúð. Það vonargat herptist örlítið saman þegar ég komst að því að þessi gluggi væri bara opinn í fjögur ár, sem gefur mér tóm til að safna andvirði útborgunar í vel notaðan Opel Astra. Mín eina von er óljós minning um að hafa tæmt úr nokkrum sparibaukum inn á krakkabók hjá Búnaðarbankanum í Mjódd sumarið ´91. Ég er enginn stærðfræðingur en með uppsöfnuðum vöxtum væri þessi bók líklega 100 milljóna króna virði í dag ef ég bara fyndi hana – en á þessum tíma var eina sönnun inneignar í banka laminerað pappaspjald sem maður geymdi undir koddanum sínum. Þrír menn í kjallara Þangað til ég finn bankabókina eða kemst eitthvað áleiðis í því að fá Björgólf Thor til að afsala til mín 0,01% af eignum sínum ligg ég eins og ormur á leiguíbúðinni minni. Hún er reyndar bara rúmlega 60 fermetra kjallaraíbúð. Og ég deili henni með tveimur öðrum fulltíða mönnum. Og „Ég er bara að vissulega er talsverður gólfkuldi og tæknilega þessu því mig séð tvær brotnar rúður. Og kannski má ekki hafa neina blöndu af eldavél, hraðsuðukatli, langar til að ryksugu eða uppþvottavél í gangi á sama tíma vera nálægt án þess að öryggi slái út. Svo má færa rök fyrir einhverjum sem því að það sé alltaf fullt af köttum að koma inn og éta upp úr ruslinu okkar, spreyja einhverju upplifir tilfinn- drasli úr rassgatinu á sér og elta rottur í garðininguna að kaupa um. Svo hafa reyndar ein eða tvær lagnir gefið íbúð – athöfn sig undir gólfinu og hálf íbúðin var rafmagnsí nokkra mánuði. Og vissulega hafa verið sem er að verða laus þrír eigendur á meðan við höfum búið þarna, jafn sjaldgæf og þar af einn vafasamur gaur sem var svo vafaíslenska geitin.“ samur að hann hét Jói vafasami í símaskránni minni. Þrátt fyrir að stemningin þarna hafi oft á tíðum verið líkari háaloftinu hjá Önnu Frank heldur en eðlilegri, siðlegri búsetu munum við líklega aldrei flytja þaðan því að hinn kosturinn er að borga 100.000 krónur á mánuði fyrir að hírast í gluggalausum bílskúr í Kórahverfinu sem 02/04 kJaFTæði
einhverjir siðleysingjar kalla leiguíbúð til að lokka þangað inn örvæntingarfulla háskólanema eins og nornir sem nærast á námslánum í sósíalrealísku Grimmsævintýri. uppsafnað klösterfökk Námsmenn eru í frekar vondum málum. Það eru 800 manns á biðlista eftir stúdentaíbúðum, leigumarkaðurinn er svarthol og LÍN gerir grín að þeim. Þetta uppsafnaða klösterfökk er að skapa heila kynslóð af eilífðarbörnum sem geta ekki flutt að heiman og eru því föst í einhverju akademísku Péturs Pan-syndrómi. Þetta kemur auðvitað verst niður á foreldrum þeirra, sem margir hverjir eru að skríða í átt að sjötugsaldrinum og ættu að vera að njóta lífsins; vinna í „Gjáin verður garðinum, enduruppgötva ástina og jafnvel eyða svo mikil að eftir stöku stund með barnabörnum, en eru í staðinn nokkur ár verður enn að þvo skítugar nærbuxur, smyrja kæfusamlokur og garga á loðin mannbörn að skilja eina leiðin fyrir ekki eftir handklæði á gólfinu og skola mjólkurokkur til að eign- glös eftir notkun. Á endanum verður þetta fólk ast kjallaraíbúð eins og dýragarðsapar sem ekki er hægt að að berjast til sleppa aftur út í náttúruna sökum tilfinningalegs ofeldis. dauða um hana Heitasta hugmyndin sem upp hefur komið í hungurleikum til að redda þessu er að stafla upp notuðum yfirstéttarinnar.“ vörugámum í einhverju ódýru verksmiðjuhverfi, skera á þá glugga og fylla af IKEA-húsgögnum. Þar getur svo heil kynslóð dagað uppi í chic 27 fermetra skandinavískum líkkistum í einhvers konar ofmenntunaruppa-varsjárgettói þar sem fangarnir eru allir hjúpaðir í American Apparel-fötum með MacBook Air-tölvur. Þegar ég var að væla yfir þessu óréttlæti um daginn var ég spurður af hverju ég gerði ekki eins og fólk gerði áður og legði einfaldlega peninga fyrir. Hvernig á ég að geta lagt fyrir þegar ég þarf að greiða af kreditkorti, tveimur raðgreiðslusamningum, ljósleiðaraboxi, netþjónustu, líkamsræktarkorti, strætókorti, Spotify Premium-aðgangi, Netflix, Dropbox pro, léninu hrafnjonsson.com (sem ég uppfærði 03/04 kJaFTæði
síðast 2011) og reglulegum greiðslum inn á skuldabréfið sem ég skuldbreytti yfirdrættinum mínum í fyrir nokkrum árum? Þetta er ekki vinnandi vegur. Millistéttin er að leysast upp, fremja sjálfsmorð. Dýrasta kynslóð sögunnar á ekki neitt. Gjáin verður svo mikil að eftir nokkur ár verður eina leiðin fyrir okkur til að eignast kjallaraíbúð að berjast til dauða um hana í hungurleikum yfirstéttarinnar á meðan tanaðir og túberaðir Ægisíðuvesturbæingar horfa á og láta léttklædda vikapilta mata sig með teingrilluðum Melabúðarkjúklingalærum. Ég vona bara að Björgólfur skrifi mér til baka. Svo verður þessi Hanna Birna að fara að segja af sér.
04/04 kJaFTæði