54. útgáfa – 28. ágúst 2014 – vika 35
Borgar sig ekki að byggja Hátt lóðaverð sveitarfélaganna hamlar uppbyggingu minni og ódýrari íbúða, sem langmest eftirspurn er eftir. Á sama tíma seljast dýrari íbúðir illa. Ástand sem ekki gengur upp segja verktakar.
54. útgáfa
Efnisyfirlit 28. ágúst 2014 – vika 35
Í betra form með Nóbelsverðlaunahafa Hafsteinn Hauksson skrifar um pælingar Nóbelsverðlaunahafans Tómasar Schelling.
Hans Rosling fær tölur til að syngja og dansa Efnahagsmál
Vogunarsjóðurinn Burlington jók eignir sínar á Íslandi um 70 prósent á árinu 2013
Salvar Þór Sigurðsson skrifar um einn besta fyrirlesara heims, sem heldur erindi í Hörpu í september.
Ætlar ekki að rífa sig úr fötunum í kulda Konráð Jónsson skrifar Kjaftæði um sérkennilegt hitaskyn íslensku þjóðarinnar.
Gleðst yfir því að afmælisdagur nálgast
Viðskipti
sjónVarp
Ný stoð er að verða til innan íslenska fjármálakerfisins
Mulier hannar byltingakennda nærfatalínu fyrir konur
Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir svarar sjö spurningum. Synir hennar, kaffivélin og sólin gleðja hana.
Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.
Inspiral.ly Alþjóðlegur miðill og vefsamfélag til að styrkja og efla konur.
OPIÐ HÚS HJÁ
STARTUP REYKJAVÍK Föstudaginn 29. ágúst býður Startup Reykjavík þér og öllum áhugasömum í höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19. Þar munu teymin kynna sín fyrirtæki og spjalla við gesti um hugmyndir sínar og ferlið frá hugmynd til nýsköpunar.
Authenteq Gerir kleift að sýna fram á hvenær og hvar mynd er tekin og að henni hafi ekki verið breytt. Boon Music Tónlistarstúdíó, samfélagsmiðill og samvinnuvettvangur fyrir tónlistarfólk.
ViralTrade Vettvangur fyrir viðskipti með stafræna gjaldmiðla og sýndargjaldmiðla.
Húsið verður opið milli kl. 14 og 16.30. Við hvetjum alla til að koma og kynna sér spennandi starf íslenskra frumkvöðla. Dagskrá Startup Reykjavík
MURE Vinnuumhverfi innan sýndarveruleika sem eykur þægindi, einbeitingu og vellíðan.
14.00 Húsið opnað Startup Reykjavík fyrirtæki með kynningarbása 14.30 – 16.00 Kynning á Startup Reykjavík 2014 – teymin kynna sín fyrirtæki. 16.30 Opnu húsi lýkur
CROWBAR Þróun náttúrulegra og umhverfisvænna orkustykkja sem innihalda skordýr.
EcoMals Eflir umhverfisvitund barna og stuðlar að hóflegri notkun raftækja.
Mulier Leitast við að hanna falleg, þokkafull og þægileg undirföt.
SuitMe Framleiðir hugbúnað sem gerir þér kleift að máta föt á netinu.
www.startupreykjavik.com
Levo Hugbúnaður á armband sem nemur handahreyfingar til að stýra tölvum.
lEiðari
magnús halldórsson kjarninn 28. ágúst 2014
fullkomið jafnvægi Magnús Halldórsson skrifar um rekstur lítilla fyrirtækja og hvernig auka mætti líkur á góðu gengi þeirra.
Þ
að hefur verið forvitnileg, erfið og góð reynsla að stofna til rekstrar alveg frá grunni, úr engu í eitthvað. Áskorunin sem heldur öllum á tánum er sú að halda jafnvægi milli gjalda og tekna. Það er hið sameiginlega verkefni allra sem að rekstrinum standa. Fá meira í kassann heldur en fer úr honum, að meðaltali, og reyna svo að bregðast við hratt í þau skipti sem það gengur ekki. Það þarf að færa fórnir sem geta verið nokkuð erfiðar og reynt á. Mín rekstrarreynsla hefur fram að þessu verið bundin við rekstur heimilisins. Hann er krefjandi og um margt flókinn og erfiður. Óvissuþættir í heimilisrekstri eru oft mun fleiri en í rekstri hjá fyrirtækjum sem eru með stóra efnahagsreikninga. Óvænt viðhald, veikindi, bilaður bíll, verðbólguskot, hækkun stjórnmálamanna á opinberum gjöldum og sköttum. Allt getur þetta kallað á tímabundið ójafnvægi í heimilisrekstrinum og í versta falli þarf að grípa til sársaukafullra 03/06 lEiðari
aðgerða strax. Þessi óvissuatriði vega líka oft hlutfallslega þungt miðað við veltuna, sem gerir ákvarðanatöku oft snúna og viðkvæma. Þessi reynsla er góð og nytsamleg þegar kemur að fyrirtækjarekstri. Í grunninn snýst þetta um það að búa til jafnvægi milli útgjalda og tekna, og bregðast við ef það raskast. Best er að skulda aldrei neitt og reyna að haga málum þannig en það er ekki á allt kosið. skattur ofan á launakostnað Eitt atriði hefur setið fastar í huga mér en önnur þegar að þessu fyrsta starfsári Kjarnans kemur. Það er tryggingagjaldið svonefnda. Stjórnmálamenn hafa valið að leggja það flatt ofan á allan launakostnað, óháð stærð og umfangs rekstrar. Þetta, það er að huga ekki sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, finnst mér vera rangt hjá stjórnmálamönnunum og ég hef grunsemdir um að þessi skattur eyði störfum og dragi úr tekjum ríkissjóðs þegar allt er talið, einkum þegar kemur að nýsköpunarstarfi. Á staðgreiðsluárinu 2014 er tryggingagjaldshlutfallið samtals 7,59% ofan á laun, samkvæmt vefsíðu ríkisskattstjóra. Þar af er tryggingagjaldið sjálft 6,04%, atvinnutryggingagjald 1,45%, og síðan bætast við gjald í ábyrgðasjóð launa (0,05%) og markaðsgjald (0,05%). Launakostnaður vegur þyngst hjá litlum fyrirtækjum og er hlutfallslega erfiðasti þátturinn þegar kemur að því að hagræða. Tæplega átta prósenta skattur ofan á launakostnað, hjá fyrirtæki með undir 100 milljónir í árlegar tekjur, er víðáttuvitlaus hugmynd í flestum tilvikum. Svo ég tali nú ekki um að leggja gjaldið ofan á laun hjá fyrirtækjum sem eru jafnvel ekki með neinar tekjur, eins og algengt er með frumkvöðlafyrirtæki og uppfinningastarfsemi ýmiss konar sem gengur fyrir áhættu- og rannsóknarfé.
„Tæplega átta prósenta skattur ofan á launakostnað, hjá fyrirtæki með undir 100 milljónir í árlegar tekjur, er víðáttuvitlaus hugmynd í flestum tilvikum.“
04/06 lEiðari
Skatturinn verður í þeim tilfellum fyrst og síðast að hindrun við að ná í fjármagn, þar sem óhjákvæmilegt er að fjárfestar sem koma að rekstrinum þurfa að líta svo á að þeir eigi að greiða þennan himinháa skatt og taka hann beint inn í áhættuna sem fylgir því að snúa uppfinningum eða góðum hugmyndum í stöndugan og góðan rekstur. Átta prósenta álag ofan á launin er slatti til viðbótar við annað sem metið er í inn í ávöxtunarmöguleikana. Kostnaðurinn við hvern starfsmann með um 500 þúsund krónur í laun fer nálægt 600 þúsundum, svo dæmi sé tekið. skiptir flesta máli Þetta eru engin jaðarmál fyrir atvinnulífið. Samkvæmt upplýsingum sem Samtök atvinnulífsins hafa kynnt á opnum fundum sínum, og fleiri raunar, vinna 70 prósent Íslendinga hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Stjórnmála- Þessi himinhái skattur á lítil fyrirtæki er ein mennirnir vita ekki stærsta hindrunin í veginum fyrir hröðum vexti þeirra. Með því að sérsníða þetta best hvernig á að gjald að hagsmunum litlu fyrirtækjanna fara með peninga og frumkvöðla, til dæmis með því að lækka og hafa margir gjaldið í tvö prósent fyrir öll fyrirtæki með minna en 100 milljónir í árlegar tekjur eða hverjir ekki hunds- sem uppfylla skilyrði sem nýsköpunar- og vit á því hvernig það frumkvöðlafyrirtæki, aukast líkurnar á er að reka einka- því að fjármagnið nýtist til vaxtar. Á þessu stigi í líftíma fyrirtækja er þetta oft á tíðum fyrirtæki út í bæ.“ spurning um líf eða dauða. Tryggingagjaldið er vissulega mikilvægur tekjustofn fyrir ríkissjóð en þetta er spurning um hvort lækkun gjaldsins á mesta áhættutíma í rekstri fyrirtækja, það er alveg í blábyrjuninni, geti hugsanlega leitt til fjölgunar starfa og þar með á endanum meiri tekna fyrir ríkissjóð og samfélagið. Ég trúi því að svo geti verið. Stjórnmálamennirnir vita ekki best hvernig á að fara með peninga og hafa margir hverjir ekki hundsvit á því hvernig það er að reka einkafyrirtæki úti í bæ. Þeir hafa í raun engar 05/06 lEiðari
forsendur til þess að meta það almennilega og verða því að leggja við hlustir þegar ábendingar berast. Í mínum huga þurfa þeir að kafa meira ofan í skattkerfið og velta því fyrir sér hvort skattarnir sem þeir leggja á rekstur sé stundum bara til skaða. Dragi úr tekjum ríkissjóðs og drepi jafnvel frumkvöðlastarfsemi í fæðingu. Það blasir við að þetta gengur ekki Því miður blasir það við að tæplega átta prósenta skattur ofan á launakostnað lítilla fyrirtækja getur hindrað möguleika á því að ná í fjármagn, eykur áhættu fjárfesta umtalsvert og dregur auk þess úr möguleikanum á hröðum innri vexti, eins og oft er mikilvægt á fyrstu stigum fyrirtækja. Þessi léttvæga reynsla mín, annars vegar af rekstri heimilis og hins vegar sem þátttakandi í því að stofna fyrirtækið sem gefur út Kjarnann, segir mér að oft geti verið erfitt að eiga við hindranir sem eru föst forsenda sem ekkert er hægt að gera í annað en að borga. Þannig er það með átta prósenta skatt ofan á laun í umsvifalitlum rekstri. Hann einn og sér getur ráðið úrslitum um hvort það takist að ná jafnvægi milli útgjalda og tekna. Því miður er ég ekki vongóður um að stjórnmálamennirnir muni beita sér fyrir því að auka umsvif frumkvöðla og lítilla fyrirtækja með skynsömum aðgerðum eins og lækkun tryggingagjalds hjá þeim. En vonandi eykst áhugi þeirra á því að athuga hvort það geti verið að gjöldin sem þeir lögfesta á hverju ári geri ekkert gagn fyrir ríkissjóð, heldur þvert á móti. Ef sú athugun leiðir það í ljós að meiri líkur séu á því að hið fullkomna jafnvægi milli gjalda og tekna náist ef gerðar eru breytingar, þá verður þeim vonandi hrint í framkvæmd.
06/06 lEiðari
07/10 Viðskipti
kjarninn 28. ágúst 2014
ný stoð að teiknast upp í bankakerfinu Viðræður hafa átt sér stað um hagræðingu og sameiningar hjá minni fjármálafyrirtækjum.
Viðskipti Magnús Halldórsson L @MaggiHalld
Í
slenski fjármálageirinn hefur gengið í gegnum mikinn hreinsundareld á síðustu sex árum, frá hruni Glitnis, Landsbankans og Kaupþings haustið 2008, en ný stoð er nú á teikniborðinu, þar sem íslenskir einkafjárfestar myndu ráða för og bjóða fram skýran valkost í samkeppni við endurreistu bankana þrjá, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion banka.
ármann sýnir mp banka áhuga Meðal þess sem hefur verið til alvarlegrar skoðunar, og lifandi viðræður eru í gangi um, er að sameina Straum fjárfestingarbanka og MP banka og jafnvel fleiri minni fjármálafyrirtæki, eins og Íslensk verðbréf og Virðingu. Eignarhlutir í MP banka og Íslenskum verðbréfum hafa verið til sölu í nokkurn tíma en lítill áhugi „Eignarhlutir í MP banka hefur verið á þeim, samkvæmt heimildum og Íslenskum verð- Kjarnans. Samkvæmt heimildum Kjarnans sýndi Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bréfum hafa verið til sölu bankastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í í nokkurn tíma en lítill London, því áhuga á dögunum að kaupa hlutaáhugi hefur verið á þeim.“ fé MP banka en það gekk ekki eftir á þeim tíma. Ármann vildi ekki tjá sig um málið þegar Kjarninn náði af honum tali, og sagði ekkert vera til þess að tjá sig um að svo stöddu. Ekki væri því öðru við að bæta en „no comment“. Ármann er meðal hluthafa í fyrirtækinu Virðingu. Breski fjárfestirinn Joe Lewis er stærsti einstaki eigandi MP banka með tæplega 10 prósenta hlut í gegnum félagið Manastur Holding B.V. Skúli Mogensen á aðeins minni hlut, 9,9 prósent, í gegnum félag sitt Títan ehf. og Lífeyrissjóður verzlunarmanna kemur næstur með 9,74 prósenta hlut. Íslenska ríkið á lítinn hlut í bankanum í gegnum Eignasafn Seðlabanka Íslands, eða 4,36 prósent. Þrátt fyrir að hluturinn sé ekki stór er Eignasafnið þó áttundi stærsti einstaki hluthafi bankans. Eigið fé MP banka nam um fimm milljörðum í lok síðasta árs og var eiginfjárhlutfallið 14,2 prósent á þeim tíma. 08/10 Viðskipti
Dublin
Haustferð | 20.-23. nóvember
VERÐ FRÁ 88.500 kr. Nánar á urvalutsyn.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is
Íslensk verðbréf enn í sölumeðferð Margir hafa skoðað kaup á Íslenskum verðbréfum (ÍV), en Íslandsbanki er þar stærsti eigandi með 27,1 prósents hlut. Skemmst er að minnast þess þegar MP banki ætlaði að kaupa ÍV en allt kom fyrir ekki. Samkvæmt heimildum Kjarnans er enn horft til þess að ÍV geti orðið hluti af stærra fjármálafyrirtæki, jafnvel nýrri stoð í fjármálakerfinu, það er sameinuðum banka Straums og MP banka eða öðrum hvorum bankanum. Hlutur Íslandsbanka hefur lengi verið til sölu en illa hefur gengið að finna nýja eigendur sem eru tilbúnir að borga það fyrir hlutinn sem Íslandsbanki vill fá fyrir hann. Félagið er með rætur á Norðurlandi og höfuðstöðvar á Akureyri og sinnir eignastýringu fyrir einstaklinga, fagfjárfesta, félagasamtök og fyrirtæki. Rekstur félagsins hefur verið stöðugt með jákvæða rekstrarafkomu frá árinu 2002 og á síðasta ári skilaði félagið 138 milljónum króna í hagnað. Eignir sem félagið stýrir voru í árslok í fyrra 112 milljarðar króna. Stærstu hluthafar eru, auk Íslandsbanka, Íslensk eignastýring ehf., með 21 prósents hlut, Stapi lífeyrissjóður með 15 prósenta hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga með 14,4 prósenta hlut. Heiðrún Jónsdóttir er formaður stjórnar félagsins en með henni í stjórn eru Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og formaður Yfirgnæfandi bankar á íslenska markaðnum Sambands íslenskra sveitarStaða hinna endurreistu banka, Íslandsbanka, Landsbankans og félaga, og Steingrímur Arion banka, er á alla mælikvarða yfirgnæfandi starfsemi ýmissa Birgisson, forstjóri Hölds. minni fyrirtækja á markaðnum, ekki síst á sviði fyrirtækjaráðgjafar, eignastýringar, sjóðstýringar og fleiri sérfræðisylla markaðarins. Eigið Landsbankans nemur 235 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfallið nú 26,8 prósent. Heildareignir eru metnar á ríflega 1.100 milljarða. Eigið fé Íslandsbanka er um 178 milljarðar króna, hlutfallið 29,3 prósent og heildareignir nema um 908 milljörðum króna. Heildareignir Arion banka nema 933,1 milljarði, eigið fé er 147,8 milljarðar og eiginfjárhlutfallið 22,5 prósent. Heildareigið fé hinna endurreistu banka telst í alþjóðlegum samanburði vera mjög mikið, sem nemur 560,8 milljörðum króna. Þetta jafngildir um þriðjungi af árlegri landsframleiðslu Íslands. Viðskiptabankakerfið er nú með heildareignir upp á um 3.000 milljarða króna, sem nemur tæplega tvöfaldri landsframleiðslu Íslands. 09/10 Viðskipti
hreyfing á málinu í allt sumar Straumur hefur þegar fengið alíslenskt eignarhald eftir að hópur fjárfesta keypti um 65 prósenta eignarhlut ALMC í bankanum. Starfsmenn Straums eiga afgang hlutafjárins.
Tilkynnt var um viðskiptin 22. júlí, en 65% eignarhluturinn er í eigu fjögurra félaga sem eiga öll jafnan hlut hvert. Það eru Sigla ehf., Ingimundur hf., Varða Capital ehf. og Eignarhaldsfélagið Mata hf., að því er fram kom í tilkynningu vegna viðskiptanna. Samkvæmt heimildum Kjarnans hafa núverandi hluthafar Straums, þ.e. hinir nýju eigendur, átt samtöl og samskipti um það að sameina starfsemi MP banka við starfsemi Straums, þ.e. þær einingar sem akkur er í. Þannig væri mögulega hægt að búa til sterkari heild og hagræða í grunnrekstrinum um leið. Ljóst er að slík aðgerð myndi kalla á það að einhverjir starfsmenn MP banka eða Straums myndu missa vinnuna. En eftir stæði sterkari banki með traustari stoðir undir þjónustu sinni heldur en í boði er nú sé horft sérstaklega til þeirra fyrirtækja sem starfa á fjármálamarkaði fyrir utan endurreistu bankana þrjá. Einnig hefur verið rætt um að sameina félagið Virðingu, sem stækkaði umtalsvert við sameiningu við Auði Capital fyrr á árinu, þessum bönkum en ekkert hefur þó farið í formlegan feril þess efnis ennþá. Líklegt er að til tíðinda dragi í vetur þegar að kemur að frekari hagræðingu í fjármálakerfinu, það er þeim hluta þess sem stendur utan við endurreistu turnanna þrjá, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankann. 10/10 Viðskipti
11/15 Efnahagsmál
kjarninn 28. ágúst 2014
Eignir Burlington á Íslandi jukust um 70 prósent í fyrra Stærsti kröfuhafi íslensks efnahagslífs bætti við sig miklum eignum hérlendis á árinu 2013. Kjarninn hefur ársreikning sjóðsins undir höndum.
Efnahagsmál Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer
E
ignir vogunarsjóðsins Burlington Loan Management, stærsta einstaka kröfuhafa fallinna íslenskra banka, á Íslandi jukust um 70 prósent á árinu 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem skilað var inn til írsku fyrirtækjaskráarinnar á þriðjudag, hinn 26. ágúst. Alls eru heildareignir sjóðsins bókfærðar á 4,1 milljarð dala, um 480 milljarða króna á gengi dagsins í dag. Þær jukust um rúm 50 prósent á milli ára. Þarna er um að ræða það fé sem Burlington hefur eytt í að kaupa eignir. Staðan tekur ekki tillit til þess hversu mikið eignirnar hafa hækkað að markaðsvirði síðan þær voru keyptar. Sú virðisaukning er mikil en mun ekki raungerast fyrr en sjóðurinn selur eignirnar. Í ársreikningnum kemur fram að 18 prósent eigna sjóðsins séu á Íslandi. Kaupverð þeirra eigna er samkvæmt þessu 87 milljarðar króna og umfang keyptra eigna Burlington á Íslandi hefur því aukist um 70 prósent frá árinu 2012. Sjóðurinn á einungis meiri eignir í Bretlandi, en 34 prósent eigna hans eru þar. Hlutfallslega jukust umsvif Burlington langmest á Íslandi á síðasta ári. Eiga gríðarlegar eignir á Íslandi Markaðsvirði eigna Burlington á Íslandi er mun hærra en 87 milljarðar króna. Miðað við væntar endurheimtir í þrotabú Glitnis er virði krafna Burlington í bú bankans, samkvæmt nýjustu upplýsingum Kjarnans um umfang þeirra, til að mynda að minnsta kosti vel á þriðja hundrað milljarð króna. Eignir Burlington á Íslandi eru gríðarlegar. Hann er stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis, á meðal stærstu kröfuhafa Kaupþings, á umtalsverðar kröfur í bú Landsbankans, er á meðal eiganda ALMC sem seldi 67 prósenta hlut sinn í Straumi fjárfestingarbanka í júlí síðastliðnum, á beint 13,4 prósenta hlut í Klakka (sem á 23 prósent í VÍS og allt hlutafé í Lýsingu) og keypti 26 milljarða króna skuldir Lýsingar skömmu fyrir síðustu áramót. Auk þess hefur sjóðurinn verið að kaupa hluti í Bakkavör í Bretlandi af miklum móð, en þær eignir eru skráðar sem breskar þótt aðrir stórir eigendur séu að mestu íslenskir og rætur fyrirtækisins liggi hérlendis. 12/15 Efnahagsmál
deutsche bank hefur áður boðist til að kaupa icesave Í bókinni Ísland ehf.-auðmenn og áhrif eftir hrun, eftir Magnús Halldórsson og Þórð Snæ Júlíusson, er fjallað nokkuð ítarlega um umleitanir Deutsche Bank gagnvart íslenska ríkinu fyrstu misserin eftir bankahrun. Í einum kafla hennar er sérstaklega fjallað um tilraunir bankans til að taka yfir allar Icesave-innstæðurnar og jafnvel allan gamla Landsbankans. Brot úr kaflanum birtist hér að neðan. „Deutsche Bank átti mikið undir á Íslandi. Fulltrúar hans höfðu kvartað mikið við íslensk stjórnvöld vegna neyðarlagasetningar sem gerði innlán að forgangskröfum. Vegna stærðar sinnar í kröfuhafahópnum og mikilla tengsla við Ísland um margra ára skeið var aðgengi fulltrúa Deutsche Bank að íslenskum ráðamönnum meira en margra annarra. Bankinn gar því lagt fram ýsmar „lausnir“ á Íslandsvandanum sem aðrir fengu ekki tækifæri til að leggj fram. Ein slík lausn, sem virtist fylgja töluverð alvara, var að bankinn myndi koma inn í og leysa Icesave-málið þegar deilur um það stóðu sem hæst. Deutsche Bank lagði til að bankinn myndi yfirtaka
allar Icesave-innstæðurnar ásamt eignum á móti, eða gamla Landsbankann allan, og gera síðan upp lágmarksinnstæður við Breta og Hollendinga, sem höfðu þá þegar greitt slíkar út til Icesave-reikningseigenda í löndunum tveimur. Samhliða þessu yrði endursamið um greiðslur á viðbótargreiðslum landanna til innstæðueigenda umfram lágmarkstrygginguna (e. top-up) sem höfðu einnig verið greiddar út og gerðar að forgangskröfum. Deutsche Bank og fleiri kröfuhafar voru á því að umframgreiðslurnar ættu aldrei að fá forgang og að hægt yrði að auka endurheimtir almenrra kröfuhafa með því að láta reyna á það. Af þessu varð aldrei.“
Er fjármagnaður af Davidson kempner Burlington-sjóðurinn er fjármagnaður af Davidson Kempner European Partners í London, sem er dótturfélag bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins Davidson Kempner, þrettánda stærsta vogunarsjóðs Bandaríkjanna. Sjóðir Davidson Kempner eru með um 70 prósent af landsframleiðslu Íslands í stýringu. Fyrirtækið sérhæfir sig meðal annars í að hagnast á viðskiptum með kröfur í gjaldþrota fyrirtækjum. Hlutir í Burlington eru í eigu alls tólf sjóða Davidson Kempner. Hverjir endanlegir eigendur hlutdeildarskírteina í þeim sjóðum eru veit enginn nema stjórnendur Davidson Kempner. Burlington, sem er skráður til heimilis á Írlandi, var stofnaður 24. apríl 2009. Hann er í raun skráður í eigu þrennra góðgerðarsamtaka. Í ársreikningi Burlington kemur hins vegar líka fram að stjórnandi sjóðsins (e. corporate administrator and company secretary) sé dótturfélag 13/15 Efnahagsmál
ÞAÐ BYRJAR HJÁ ÞÉR
SPILA
ÞAÐ ER TIL BETRI LEIÐ TIL AÐ RÓA HÚÐINA
Prófaðu nýju NIVEA MEN Sensitive næringuna eftir rakstur. Án alkóhóls og berst gegn sviða, kláða og roða. *Ekkert Etanól
þýska bankarisans Deutsche Bank, Deutsche International Corporate Services Limited á Írlandi. Kjarninn hefur ítrekað reynt að komast í samband við stjórnendur Burlington og Davidson Kempner en án árangurs. mikil samskipti við Deutsche Bank Samkurl Burlington við Deutsche Bank hefur því verið nokkuð mikið. Dótturfyrirtæki þýska bankarisans, Deutsche Bank AG í Amsterdam, heldur til að mynda á 99 prósentum af hlutdeildarskírteinum í ALMC. Heimildir Kjarnans herma að Burlington eða sjóðir Davidson Kempner séu endanlegir eigendur hluta þeirra skírteina. Þá keypti Burlington 26 milljarða króna skuldir Lýsingar af Deutsche Bank skömmu fyrir síðustu áramót. Deutsche Bank var einn stærsti, ef ekki stærsti, lánveitandi íslensks efnahagslífs fyrir hrun. Það vakti því athygli þegar hollenski seðlabankinn tilkynnti í gærmorgun að hann hefði selt Deutsche Bank það sem eftir stóð af Icesave-kröfum bankans, alls um 700 milljónir evra. Viðmæl„Í ársreikningnum endur Kjarnans sem þekkja vel til í kröfuhafakemur fram að 18 heiminum segja ljóst að bankinn sé ekki að kaupa kröfurnar fyrir sjálfan sig heldur muni prósent eigna sjóðs- hann áframselja þær til einhvers viðskiptavinins séu á Íslandi.“ ar. Þrátt fyrir miklar umleitanir hefur enginn fengið það staðfest hver sá viðskiptavinur bankans er. Viðmælendur Kjarnans telja þó mestar líkur á að um sé að ræða einhverra þeirra fjárfestingar- eða vogunarsjóða sem hafi sankað að sér miklum kröfum á íslensk fyrirtæki á undanförnum árum og tilgangurinn sé að styrkja stöðu þeirra þegar kemur að uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna. Sala hollenska seðlabankans á Icesave-kröfum kemur í kjölfarið af því að bresk sveitarfélög, sem áttu einnig slíkar kröfur, seldu þær í febrúar síðastliðnum. Þegar tilkynnt var um þá sölu kom ekki fram hverjir kaupendur krafnanna væru.
14/15 Efnahagsmál
Einn maður með heildarmyndina Sá sem stýrir málum Burlington og Davidson Kempner hérlendis heitir Jeremy Clement Lowe. Innan „kröfuhafaiðnaðarins“ eru allir sammála um að Lowe sé langvirkastur allra kröfuhafa hérlendis. Hann dreifi hins vegar verkefnum á milli innlendra aðila, notist við þjónustu að minnsta kosti þriggja fjármálafyrirtækja og nokkurra mismunandi lögmannsstofa. Þessi taktík gerir það að verkum að enginn hefur heildarmynd af því sem Lowe og Burlington eru að gera á Íslandi nema hann sjálfur og þeir sem með honum starfa.
15/15 Efnahagsmál
16/22 Húsnæðismál
kjarninn 28. ágúst 2014
lóðaverð hamlar uppbyggingu Hátt lóðaverð kemur í veg fyrir byggingu minni og ódýrari íbúða, sem hvað mest eftirspurn er eftir. Ástand sem ekki gengur upp segja verktakar. Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að sveitarfélögin verði að bregðast við.
húsnæðismál Ægir Þór Eysteinsson L @aegireysteins
B
yggingarkostnaður á Íslandi er hár miðað við fasteignaverð. Í sumum tilfellum er munurinn á þessu tvennu hverfandi, sem dregur úr hvata verktaka til að ráðast í byggingar á minni og ódýrari íbúðum, sem mesta eftirspurnin er eftir. Að mati verktaka stendur hátt lóðaverð hjá sveitarfélögunum þessu helst fyrir þrifum. Samkvæmt reglulegum mælingum Hagstofu Íslands hefur byggingarvísitalan hækkað um sjötíu prósent frá ársbyrjun 2007. Það þýðir með öðrum orðum að kostnaður við að byggja sér íbúð í átján íbúða fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu, sem er vísitöluhús Hagstofunnar, hefur hækkað um sjötíu prósent á tímabilinu. Byggingarvísitalan mælir verðbreytingar á byggingarkostnaði „Eins furðulegt og það kann að með því að skoða breytingar á verði hljóma hefur lóðaverð lítið sem á byggingaraðföngum. Hækkandi verð á innfluttri hráekkert verið rannsakað hér á vöru í kjölfar gengishruns íslensku landi, þrátt fyrir að vera undir- krónunnar skýrir hækkunina að liggjandi stærð í fasteignaverði.“ hluta, en hærri kostnaður vegna innlendrar hrávöru og vegna vinnu, véla, flutnings og orkunotkunar vegur þar þyngst. Þó að vísitalan gefi nokkuð góðar vísbendingar um kostnaðinn við það að koma sér upp þaki yfir höfuðið er fjármagnskostnaður, ýmis markaðs- og sölukostnaður og lóðaverð ekki haft til hliðsjónar við útreikning vísitölunnar. Lóðaverð, eða gjaldið sem sveitarfélögin rukka þegar byggingalóð er úthlutað, hefur farið ört hækkandi á undanförnum árum og er orðið stór hluti af húsnæðisverði. Tveir helstu þættir sem hafa áhrif á lóðaverð eru staðsetning og skipulagsáætlanir, þar sem stærð bygginga er skilgreind ásamt landnotkun. Þróun lóðaverðs nær ekkert verið rannsökuð Eins furðulegt og það kann að hljóma hefur lóðaverð lítið sem ekkert verið rannsakað hér á landi, þrátt fyrir að vera undirliggjandi stærð í fasteignaverði. 17/22 húsnæðismál
Í meistararitgerð Gunnars Ágústssonar frá því í maí; Hin undirliggjandi verðmæti: þróun lóðaverðs í Reykjavík 2000-2013, sem hann skrifaði við Umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands, kemur fram að ekki hafi reynst jafn auðvelt og ætla mætti að nálgast upplýsingar um lóðaverð hjá Reykjavíkurborg. Þá gagnrýnir höfundur ritgerðarinnar framsetningu gagnanna sem þó fengust afhent. Í áðurnefndri ritgerð segir: „Í upplýsingasamfélagi eykst krafan um aðgengi að upplýsingum og gegnsærri ferli. Það hlýtur því að vera sanngjörn og eðlileg krafa að niðurstöður lóðaúthlutanna séu gerðar aðgengilegri. Þar sem lóðaeigendur eða seljendur eru oftar en ekki sveitarfélög sem starfa í almanna þágu, þá ætti krafan að vera sjálfsögð. Betra upplýsingaflæði bætir samskipti og dregur úr hættu á markaðsbrestum vegna ósamhverfra upplýsinga. Þá telur höfundur líklegt að rannsóknir á lóðaverði aukist í kjölfar betra aðgengis að upplýsingum.“ lóðaverð íþyngjandi hluti af byggingarkostnaði Á höfuðborgarsvæðinu hækkaði lóðaverð mikið á árunum 2004 til 2007. Hækkunina má rekja til innreiðar viðskiptabankanna á húsnæðismarkaðinn, þar sem nægt lánsfé var í boði sem keyrði svo eftirspurnina upp úr öllu valdi. Þá er flestum í fersku minni þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu brugðu á það ráð að fara útboðsleiðina við lóðaúthlutanir, sem hækkaði hlutfall lóðaverðs í byggingarkostnaði verulega, sem samhliða hækkaði fasteignaverð. Fermetraverð íbúðarhúsnæðis hækkaði um næstum fimmtíu prósent að raungildi í kjölfar uppboðanna. Lóðaverð í höfuðborginni lækkaði snarlega í kjölfar efnahagshrunsins í lok árs 2008 og fram til ársins 2010. Síðan þá hefur lóðaverð farið hækkandi á ný og er í dag orðið hærra en það var árið 2003. Lóðaverð nemur nú sextán prósentum af byggingarkostnaði íbúðar í fjölbýli og hefur hækkað úr fjórum prósentum frá árinu 2001. Hæst varð lóðaverðið um tuttugu prósent af byggingarkostnaði íbúðar í fjölbýli árin 2007 og 2008. 18/22 húsnæðismál
Samtök atvinnulífsins (SA) hafa bent á að hækkandi lóðaverð komi í veg fyrir byggingu lítilla íbúða, sem mikil eftirspurn sé eftir. Forsenda nauðsynlegrar uppbyggingar sé lækkun lóðaverðs, endurskoðun byggingareglugerða sem hækka byggingakostnað og lækkun fjármagnskostnaðar. Samtökin hafa brýnt fyrir ríki og sveitarfélögum að lækka lóðaverð og þar með byggingarkostnað, og fjármagnskostnað til að mæta skorti á húsnæði, hvort sem er til leigu eða eignar. Lóðaverð hafi margfaldast eftir að sveitarfélög tóku að bjóða upp lóðir og hafa af þeim tekjur langt umfram kostnað við gatnagerð, skipulag og frágang. Þá hafi auknar Þróun lóðaverðs í reykjavík 2000 til 2013 kröfur í byggingarregluReiknað meðalverð úr útreikningum höf., á verðlagi 2013 gerð hækkað byggingar250.000 kostnað um allt að 7,5 prósent, sem hafi dregið 200.000 úr framboði einfaldra, ódýrra lítilla íbúða sem 150.000 séu forsenda þess að hér á landi geti komist á heil100.000 brigður leigumarkaður.
19/22 húsnæðismál
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
reikningsdæmi sem ekki gengur upp Gríðarleg eftirspurn er eftir minna og ódýrara húsnæði á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir og í ljósi ofangreinds eru fá teikn á lofti um að henni verði sinnt á næstu árum. Í kjölfar bankahrunsins botnfraus byggingargeirinn og síðan þá hefur eftirspurn eftir húsnæði safnast upp. Á sama tíma hafa stærstu árgangar nýrra íbúðakaupenda komið inn á markaðinn. Ört hækkandi húsnæðisverð, sem ekkert lát virðist vera á, gerir almennu launafólki erfitt um vik að kaupa sér þak yfir höfuðið og neyðist fólk þá til að leigja sér íbúð á uppsprengdu verði. Þannig hafa sjóðir á borð við GAMMA keyrt leiguverðið upp í takt við gríðarlega eftirspurn.
2005
2004
2003
2002
2001
0
2000
50.000
Kjarninn ræddi við nokkra byggingarverktaka um stöðuna á íslenska húsnæðismarkaðnum. Þeir vildu ekki koma fram undir nafni af ótta við að ummæli þeirra gætu haft neikvæð áhrif á lóðaúthlutanir til þeirra. Samdóma álit þeirra er að lóðaverð sé allt of hátt og þar af leiðandi sé hvati til að byggja ódýrari og minni íbúðir varla fyrir hendi. Þess vegna hallist verktakar frekar að því að byggja dýrari íbúðir til að vega upp á móti lóðakostnaðinum. Samkvæmt heimildum Kjarnans innan úr byggingageiranum er meðalverð á húsnæði í byggingu um 350-360 þúsund krónur á fermetra. Þar af er lóðaverðið 70-80 þúsund og byggingakostnaður 240-250 þúsund. „Það sjá allir að þetta reikningsdæmi gengur ekki upp, maður á rétt svo fyrir laununum,“ sagði einn byggingarverktakinn sem Kjarninn ræddi við. Eins og áður segir er gríðarleg eftirspurn eftir smærri og ódýrari íbúðum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Það verður illa séð miðað við núverandi verðlag á byggingarlóðum að nokkur verktaki hafi svigrúm til þess að byggja ódýrar íbúðir, þ.e. um 300 þúsund á fermetrann. Til marks um stöðu byggingargeirans um þessar mundir gengur í ofanálag illa að selja dýrari íbúðir á svæðum utan miðborgarinnar. Þá segja verktakar sem Kjarninn ræddi við að fasteignasjóðir, sem sumir hverjir eru fjármagnaðir af lífeyrissjóðum landsins, stuðli að enn hærra fasteignaverði með því að kaupa íbúðir á hálfgerðu heildsöluverði af verktökum og selja með álagi. Þá kenna þeir umræddum fasteignasjóðum um að keyra leiguverð upp úr öllu valdi. „Þeir hafa keypt fullt af lóðum dýru verði, byggja og leigja út allt of dýrt til að standa undir kostnaðinum. Þeir eru auðvitað að hámarka sitt með þessu, en fólk stendur ekkert undir þessu. Maður er að sjá nokkurra mánaða gamlar íbúðir þar sem skipt hefur verið kannski þrisvar um leigjendur. Þetta á allt eftir að fara til andskotans, því þetta gengur ekkert til lengdar,“ sagði einn verktakinn í samtali við Kjarnann. Verktakarnir sem Kjarninn ræddi við fullyrða að lítið 20/22 húsnæðismál
sem ekkert verði byggt af ódýrari íbúðum á meðan lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu sé jafn hátt og raun ber vitni og því verði áfram erfitt fyrir barnafjölskyldur að kaupa sér þak yfir höfuðið í fyrsta skiptið. Það sé mikið áhyggjuefni enda langmest eftirspurn eftir þess háttar íbúðum. Þar að auki sé lítið sem ekkert framboð af byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu.
bjarni már gylfason Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir brýnt að lóðaverð verði lækkað svo að hægt verði að ráðast í nauðsynlega byggingu smærri og ódýrari íbúða.
hvata vantar til að mæta mikilli eftirspurn Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, segir ákveðna mótsögn ríkja á húsnæðismarkaði. „Á sama tíma og byggingaraðilar hafa ekki nógu mikinn hvata til að fara út í að byggja virðist vera mjög mikil undirliggjandi þörf fyrir húsnæði. Það er mikið hagsmunamál fyrir almenning í landinu að það sé hægt að gera eitthvað í því að lækka byggingarkostnað og auðvelda verktökum að byggja hagkvæm hús,“ segir Bjarni. Hann segir mikið áhyggjuefni að ekki sé til staðar hvati fyrir verktaka til að ráðast í byggingu ódýrara húsnæðis. „Lóðakostnaður sem hlutfall af heildarvirði íbúðar er dýrastur fyrir minnstu og ódýrustu íbúðirnar, þannig að þeir hafa hvata til að byggja frekar stærri og dýrari íbúðir. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga var mikið rætt um mikilvægi þess að þétta byggð í borginni. Bjarni óttast að það muni sömuleiðis leiða til enn meiri hækkunar á húsnæðisverði. „Það getur vel verið að það sé gott markmið eitt og sér, en það er ekki til þess fallið að lækka húsnæðisverð. Einfaldlega vegna þess að það er dýrara og flóknara að byggja nýtt íbúðarhúsnæði þétt innan um aðra byggð.“ Fasteignaverð í höfuðborginni fer ört hækkandi, svo mjög að mörgum þykir nóg um, sérstaklega á eftirsóttari svæðum í nálægð við miðborgina. Bjarni segir að fasteignaverð þurfi að hækka enn frekar svo að til verði hvati fyrir verktaka að byggja smærri íbúðir. „En þá verðum við kannski komin í 21/22 húsnæðismál
þá stöðu að geta almennings til að eignast sitt eigið húsnæði verður ekki mikil og það gæti reynst mörgum mjög erfitt.“ Bjarni hefur áhyggjur af stöðu þeirra sem enn eiga eftir að kaupa sína fyrstu fasteign. „Staða þeirra virðist vera mjög þröng. Leigumarkaðurinn er mjög ótryggur og dýr og húsnæðisverð fyrir fyrstu íbúðakaupendurna er hátt. Fjárhagslegar kröfur lánveitenda eru einnig miklar og það reynist mörgum erfitt að komast í gegnum greiðslumat. Þar að auki mæta þær nýbyggingar og þróun fasteignaverkefna sem eru í gangi illa þörfum þessa hóps.“ sveitarfélögunum ber að bregðast við vandanum Bjarni Már hefur fullan skilning á að sveitarfélögin verði að sýna ráðdeild í rekstri og mörg þeirra séu brennd eftir sína eigin lóðauppbyggingu á árunum fyrir hrun. Heilu skipulögðu hverfin sem enn séu ekki komin fyllilega í notkun séu til marks um þetta. „Það skipulag sem menn höfðu í huga fyrir hrun á bara ekkert endilega við í dag. Þau þurfa núna að bíta á jaxlinn og horfast í augu við það að nú þurfi að horfa fram á veginn og hugsa hlutina með öðrum hætti en þau gerðu áður. Það eru ríkir samfélagslegir hagsmunir fólgnir í því að auðvelda byggingu nýs og hagkvæms húsnæðis.“ Á síðustu árum hefur færst aukið líf í fasteignamarkaðinn á Íslandi. Bjarni segir það vissulega ánægjuefni en að mörgu sé að hyggja. „Til þess að fasteignamarkaðurinn þróist með eðlilegum hætti þarf að byggja hátt í sautján hundruð íbúðir á ári til þess að mæta eðlilegri fólksfjölgun í landinu. Við erum ennþá töluvert langt frá því marki, þannig að þrátt fyrir að nýbyggingum hafi fjölgað er enn að bætast við vandann. Hópur fólks sem hefur ekki greiða aðkomu að fasteignamarkaðnum kann því enn að vera að stækka, þannig að enn er uppsöfnuð þörf sem þarf með einhverjum hætti að mæta.“
22/22 húsnæðismál
Allt er til á alnetinu og líka í Maclandi...
... á vaxtalausu láni. Laugavegur 17 | Sími: 580 7500 | verslun@macland.is | macland.is
Smelltu hér til að skoða tilboð
sjónvarp
nýsköpun Mulier
kjarninn 28. ágúst 2014
staðnaður markaður Nýsköpunarfyrirtækið Mulier hannar byltingarkennda nærfatalínu fyrir konur
Viðskiptahugmynd nýsköpunarfyrirtækisins Mulier er í senn einföld og snjöll, en fyrirtækið hefur hannað nýja nærfatalínu fyrir konur sem væntanleg er á markað næsta sumar. Markmið fyrirtækisins er að hrista upp í undirfatamarkaðnum, sem Jónína de la Rosa, stofnandi Mulier, segir að hafi lengi verið heldur staðnaður og leiðinlegur. Kjarninn hitti Jónínu að máli og forvitnaðist um hina nýju byltingarkenndu nærfatalínu. 23/23 sjónvarp
Kjarninn, Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman um að fjalla ítarlega um Start Up Reykjavík verkefnið, frumkvöðla og íslensk nýsköpunarfyrirtæki.
kjarninn 28. ágúst 2014
24/24 sjö sPURNINGAR
sjö spUrningar
sigrún ósk kristjánsdóttir dagskrárgerðarkona
synir, sólin og kaffivélin gleðja mest Hvað gleður þig mest þessa dagana? Synir mínir, sólardagarnir sem ágúst bauð upp á og nýja kaffivélin mín. Svo er ég svo einföld sál að ég gleðst alltaf yfir því þegar afmælisdagurinn minn nálgast. Niðurtalning er hafin. Hvert er helsta áhugamál þitt? Internetið.
Hvaða bók lastu síðast? Við Jóhanna. Var að klára hana í fyrradag. Örlítið á eftir áætlun. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég fæ aldrei nóg af I See Fire með Ed Sheeran. Til hvaða ráðherra berðu mest traust? Pass.
24/24 sjö spUrningar
Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara? Perú. Engin spurning. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Fordómar, neikvæðni og vont nammi.
af nEtinU
samfélagið segir um tónleika Justin Timberlake í Kópavogi kjarninn 28. ágúst 2014
Justin timberlake
snJólaug vala bJarna @snjolaugvala
JT & @TheTNKids live from ICELAND NOW via @YahooScreen: http://bit.ly/yjustint Sunnudagurinn 24. ágúst 2014.
Ó plís ó plís gefið #JTKorinn út á dvd, þetta þarf ég að sjá milljón sinnum aftur Sunnudagurinn 24. ágúst 2014.
aldís pálsdóttir
emmsJé gauti @emmsjegauti
Thank You Justin #JTkórinn #JTKorinn Sunnudagurinn 24. ágúst 2014. svanhildur hólm valsdóttir
Draumur: í lokalaginu kemur Bill Gates svífandi í bandi og lætur rigna seðlum yfir crowdið #JTKorinn Sunnudagurinn 24. ágúst 2014.
Þessi var við öllu búinn. Auðvitað tekur maður kíkinn með á JT. Sunnudagurinn 24. ágúst 2014.
tobba marinósdóttir @tobbamarinos Mamma þarf að djamma!! Ì strætó! #jtkorinn http://instagram.com/p/sGByffwzK-/ Sunnudagurinn 24. ágúst 2014.
framsókn studdi má guðmundsson
skipan más tímabundin málamiðlun?
Fáir áttu von á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson myndi berjast fyrir því að Már Guðmundsson sæti áfram sem seðlabankastjóri, sérstaklega eftir að forsætisráðherra hraunaði yfir Seðlabankann á Viðskiptaþingi í febrúar fyrir að voga sér að reikna út áhrif skuldaniðurfellinga. Í Bakherbeginu er þó fullyrt að svo hafi verið. Framsóknarmenn gátu ekki hugsað sér Friðrik Má Baldvinsson vegna skrifa hans um Icesave-málið og andstöðu við skuldaniðurfellingar og engin stemning var fyrir hinum róttæka Ragnari Árnasyni innan flokksins. Því varð Már þeirra maður.
Skipan Seðlabankastjóra tafðist um viku. Í Bakherberginu er því haldið fram að Bjarni Benediktsson hafi ákveðið að ráða Ragnar, sem harðlínusjálfstæðismenn með Más-óþol vildu ólmir að fengi starfið. Hófsamari hluti flokksins vildi hins vegar ekki standa fyrir þeirri skipun og var hart tekist á um þessi mál. Á endanum náðist málamiðlun um að ráða Má áfram. Hluti hennar, og í raun forsenda, var að Már gæfi út yfirlýsingu um að hann hygðist ekki sitja allan skipanatímann, sem hann og gerði. Með því var harðlínan friðuð og opnað fyrir frekari breytingar.
25/25 samfélagið sEgir
ErlEnt
gallerí
kjarninn 28. ágúst 2014
Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri og lesa um augnablikin
hátt í 20 fórust í bílsprengju í írak Ekkert lát er á vígum samtakanna Íslamska ríkisins í norðurhluta Íraks og Sýrlands. Þrjár bílsprengjur sprungu í Kirkuk með þeim afleiðingum að á annan tug manns lést og 60 særðust. Erlendir ríkisborgarar, þar á meðal evrópskir og bandarískir, berjast með samtökunum.
Mynd: AFP
ótímabundið vopnahlé hafið Palestínumenn á Gaza-ströndinni geta nú andað léttar eftir að samið var um ótímabundið vopnahlé við Ísrael og tók það gildi á þriðjudag. Þessi maður hlóð búslóðinni ofan á bíl sinn eftir að hafa dvalið í búðum Sameinuðu þjóðanna í Gaza-borg. Hann vitjar nú heimilis síns, sem mögulega hefur verið lagt í rúst.
Mynd: AFP
FÁÐU ALI OG FLEIRI BINDI Á SONS.IS
porosénkó hitti pútín Pedro Porosénkó, forseti Úkraínu, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hittust á þriðjudag í Hvíta-Rússlandi og ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu. Vísbendingar eru um að Rússar hafi sent hersveitir sínar til að berjast með uppreisnarmönnum í Úkraínu og þannig átt beinan þátt í átökunum.
Mynd: AFP
risavaxnar aurskriður í hiroshima Fjöldi þeirra sem hafa farist í aurskriðunum 20. ágúst í Hiroshima í Japan var 70 manns í gær og var þá 18 manns enn saknað. Skriðurnar eru taldar hafa fallið vegna mikilla rigninga, en mánaðarregnmagn féll nóttina áður. Skriðurnar féllu síðan snemma morguns þegar flestir voru enn í fastasvefni.
Mynd: AFP
opinberar tölur mun lægri en raunveruleikinn Ebólasmitsins í Vestur-Afríku hefur nú orðið vart í fimm löndum. Á sunnudag kom upp smit í Kongó. Fjöldi smitaðra samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni var kominn í 2.615 í síðustu viku og höfðu þá 1.427 látist, flestir í Líberíu. Fjölmargir sérfræðingar telja þó tölurnar mun lægri en raunverulegt er.
Mynd: AFP
kjarninn 28. ágúst 2014
32/32 spes
spEs Nemar í efnafræði taka virkan þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi
Þróuðu naglalakk sem greinir lyf í drykkjum
n
emar við efnafræði- og verkfræðideild Norður-Karólínuháskóla í Bandaríkjunum hafa þróað nýtt vopn í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Um er að ræða naglalakk sem greinir hvort nauðgunarlyfjum hefur verið laumað út í drykki. Fjölmörg dæmi eru um að ofbeldismenn hafi laumað lyfjum á borð við Rohypnol, Xanax og GHB í drykki kvenna á skemmtistöðum til þess að koma fram vilja sínum, en lyfin geta valdið tímabundnu minnis- og meðvitundarleysi. 32/32 spEs
Naglalakkið sem um ræðir hefur hlotið nafnið Undercover Colors, en það breytir um lit þegar það kemst í snertingu við nauðgunarlyf. Því er brýnt fyrir konum með naglalakkið að þær hræri í drykkjum með fingrunum áður en þeirra er neytt á skemmtistöðum. Varan náði athygli fjárfestis á sínum tíma á nýsköpunarráðstefnu sem greiddi hundrað þúsund Bandaríkjadali til að fjármagna frumgerð naglalakksins. Þá unnu nemarnir sem þróuðu naglalakkið frumkvöðlakeppni sem haldin var á dögunum í Norður-Karólínuríki.
SMASSSALAT
PANTA & SÆKJA
5 78 78 74
pistill
hafsteinn hauksson hagfræðingur
kjarninn 28. ágúst 2014
Í betra form með tómasi schelling Hafsteinn Hauksson skrifar um pælingar Nóbelsverðlaunahafans Tómasar Schelling.
á
rið 1960, þegar kjarnorkuváin var sem áþreifanlegust og almenningur um veröld alla óttaðist að kjarnorkuveldin í vestri og austri myndu tortíma sjálfum sér og hálfri heimsbyggðinni með, gaf hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Tómas Schelling út bók til þess að skýra hvers vegna það væri afar ólíklegt að nokkuð slíkt gerðist. Bókin hét The Strategy of Conflict og er afrek á sviði leikjafræði, en í bókinni fjallar Schelling af miklu næmi um hvernig deiluaðilar haga samskiptum sínum. Eins og nærri má geta gaf bókin ómetanlega innsýn í þá dýnamík sem leiðir af sér ógnarjafnvægi á borð við kalda stríðið. Það var einkum samspil tveggja þátta sem var Schelling hugleikið, en hann beindi sjónum sínum að því hvernig skuldbinding getur skapað fælingarmátt. Þetta krefst ef til vill nánari útskýringar. Schelling taldi að hafa mætti áhrif á gang hvers konar 33/36 pistill
deilu með hótunum, en með því að hóta mótaðilanum einhvers konar viðbrögðum ef hann hegðaði sér með ákveðnum hætti mætti draga úr líkunum á hegðuninni umræddu. Hótanir gætu m.ö.o. haft fælingarmátt, en aðeins ef þær væru trúverðugar – ef mótaðilinn óttaðist raunverulega að þeim yrði fylgt eftir. En hvernig er hægt að gera hótun trúverðuga, sérstaklega þegar deilan verður ekki endurtekin eins og raunin er um kjarnorkustyrjaldir? Hér kemur að hlutverki skuldbindingarinnar. Með því að binda hendur sínar fyrir fram geta deiluaðilarnir gert hótanir sínar trúverðugri, og þar með aukið fælingarmátt þeirra. Þótt Schelling hafi fyrstur sett þessa „Landvinninga- hugmynd fram formlega eru mýmörg dæmi um hana í mannkynssögunni. Máltækið að maðurinn Hernan brenna allar brýr að baki sér er t.d. sótt í þá Cortés var t.a.m. iðju herja að loka öllum flóttaleiðum á leið nokkrum öldum á til orrustu og útiloka þar með að hermenn frá átökum – þannig skuldbindur herundan Schelling.“ hörfi inn sig til þess að berjast til síðasta manns, sem gerir áhlaup hans mun trúverðugra. Landvinningamaðurinn Hernán Cortés var t.a.m. nokkrum öldum á undan Schelling þegar hann sökkti flota sínum úti fyrir ströndum Mexíkó til þess að útiloka liðhlaup úr herferð sinni gegn Astekum. Svipað var uppi á teningnum í Kalda stríðinu, en dæmi um slíkt er kjarnorkuáætlun Sovétmanna sem gekk undir nafninu Dauða höndin. Áætluninni var ætlað að þjóna hlutverki sjálfvirkrar gagnárásar; ef nemar í Sovétríkjunum greindu merki um kjarnorkuárás yrði kjarnorkusprengjum sjálfkrafa skotið á Bandaríkin, burtséð frá því hvort lykilmenn í valdastrúktúr Sovétríkjanna væru yfirhöfuð enn á lífi eða ekki. Að mati Schellings var þannig svarið við gátunni um það af hverju hvorki Bandaríkin né Sovétríkin gerðu árás að fyrra bragði það að bæði ríki hefðu búið svo um hnútana að hótunin um gagnárás væri fyllilega trúverðug. Hvorugt ríkið gat grandað hinu nema vera um leið öruggt um að það grandaði sjálfu sér um leið. 34/36 pistill
Gott og vel. En hvernig tengist Kalda stríðið yfirskrift pistilsins um betra form? Schelling fór með þessa greiningu sína skrefinu lengra, en hann taldi að viðleitni mannsins til að losa sig við lesti, hvort sem það væru reykingar eða óhollusta, væri ekki alls ósvipuð átökum stórþjóða, nema hvað hinar stríðandi fylkingar væru innra með okkur. Þar ættust við tvö sjálf sem byggju með okkur öllum og væru við stjórnvölinn sitt á hvað; það í núinu, sem vill helst af öllu taka upp betri lifnaðarhætti (það er sjálfið sem strengir áramótaheitið), og það í framtíðinni, sem er líklegt til þess að falla í freistni (það er sjálfið sem byrjar að reykja aftur á þrettándanum og hættir að mæta í ræktina í febrúar). Leiðin til að gæta þess að annar deiluaðilinn geri ekki á hlut hins er hins vegar sú sama og í tilviki stórþjóðanna; nefnilega að beita skuldbindingu til þess að „Með því að binda skapa fælingarmátt. Þannig getur ábyrga hendur sínar fyrir nú-sjálfið bundið hendur kvikula framtíðarog tekið af því völdin svo það falli fram geta deilu- sjálfsins ekki í freistni. aðilarnir gert Í sinni einföldustu mynd getur það þýtt hótanir sínar að reykingamaður í bata forðast bari eða trúverðugri.“ aðra staði sem gætu freistað hans að byrja aftur að reykja, eða hendir öllum sígarettupökkum í húsinu. Þannig tekur nú-sjálfið ákvörðun sem dregur úr líkunum á því að framtíðarsjálfið falli. Svona skuldbindingarmekanismar geta þó einnig tekið á sig flóknari mynd. Einhver sem ætlar sér að vera duglegri að mæta í ræktina gæti fyllt út tékka til stjórnmálasamtaka sem hann þolir ekki, og beðið einhvern nákominn sér að póstleggja hann ef hann stendur ekki við heitið. Nemandi sem þarf að læra fyrir próf um helgi gæti sent sér húslyklana sína í pósti á föstudegi, svo hann kæmist ekki út fyrir hússins dyr á skrall fyrr en lyklarnir skiluðu sér aftur á mánudegi. Sum ríki Bandaríkjanna gera spilafíklum kleift að setja sig sjálfviljugir á bannlista hjá spilavítum, sem meina þeim aðgöngu framvegis. Ódysseifur lét skipverja sína binda sig við 35/36 pistill
skipsmastur svo hann heillaðist ekki af sírenunum. Og svona mætti áfram telja mismunandi leiðir sem gera skynsama sjálfinu kleift að binda hendur kvikula sjálfsins á meðan það er við stjórnvölinn. Schelling taldi að úrræði af þessum toga gætu gagnast mörgum vel við að ná tökum á löstum sínum og taka upp heilbrigðari lifnaðarhætti. Sjálfur nýtti hann skuldbindingarmekanisma af þessum toga til þess að hætta að reykja, en áttaði sig í leiðinni á því að hvatarnir þyrftu að vera nægilega sterkir og hegðunarþröskuldarnir vel skilgreindir. Hann setti sér þá reglu að reykja ekki nema eingöngu eftir kvöldmáltíð hvers dags – en komst að því að það gagnaðist lítið þegar hann stóð sig að því að háma í sig samlokur um miðjan dag og kalla það kvöldmat!
36/36 pistill
kjarninn 28. ágúst 2014
37/37 græjur
hannes Jónsson Formaður KKÍ „Ég er með Samsung Galaxy S5“
fiba europe
oZ
bYlgJan
Hér er hægt að sjá allt sem tengist evrópskum körfubolta. Þessa dagana er ég ansi oft hér inni að fylgjast með landsleikjum og því helsta sem er að gerast í körfunni í Evrópu.
Það gefst ekki mikill tími til að horfa á sjónvarpið þannig að þegar það er laus stund er frábært að nýta sér OZ-ið. Hér get ég nálgast ýmislegt áhugavert og skemmtilegt.
Þetta er frábært app sem nýtist á bestu stundum. Ef maður er mikið á ferðinni vegna vinnunnar er gott að geta alltaf hlustað.
tækni Adobe Ink and Slide Það vekur venjulega eðlilega tortryggni þegar hugbúnaðarframleiðandi sem hefur náð góðum árangri á því sviði fer að feta sig í átt að framleiðslu tækja. Það þarf þó ekki alltaf að vera slæmt. Adobe, sem hefur auðvitað fært okkur dásamlega hluti eins og PDF, Photoshop og InDesign, hefur framleitt tól, penna og reglustiku, sem gera viðskiptavinum fyrirtækisins kleift að teikna og skapa á spjaldtölvunni sinni. Og tengjast Adobe Creative Cloud þjónustum hvar sem er.
Með Ink and Slide er hægt að skapa list og hanna vinnutengd verkefni á iPad. Litir og áferð þykja batna og öppin sem tækin vinna með eru bæði vel hönnuð og ókeypis. Ink and Slide þykir dýrt. Tækin kosta tæpa 200 dali. Það þarf líka töluverða þjálfun með þau til að verða boðlega góður í notkun þeirra. Ink and Slide er fyrsta framleiðsla Adobe sem hægt er að snerta. Hingað til hefur fyrirtækið einbeitt sér alfarið að hugbúnaði.
37/37 græjUr
kjarninn 28. ágúst 2014
38/39 Tölfræði
maðurinn sem fær tölur til að syngja og dansa Einn besti fyrirlesari heims heldur erindi í Hörpu hinn 15. september. Þú ættir að taka daginn frá ef þú getur.
tölfræði Salvar Þór Sigurðsson L @salvar
B
esta leiðin til að fá fólk til að hætta að hlusta er að tala um tölfræði. Skiljanlega, enda er fræðsluefni um tölfræði nær alltaf sett fram á óbærilega leiðinlegan hátt. Sjáið bara hvað það er erfitt að lesa þessi inngangsorð um hugtakið miðgildi á Wikipedia án þess að sofna: „Miðgildi er ein aðferð til að finna út miðsækni í þýði.“ Þetta er ekki tölfræði að kenna. Hún er bara eins og hún er; hvorki skemmtileg né leiðinleg í sjálfu sér heldur fyrst og fremst gagnlegt tæki sem við getum notað til að skilja heiminn betur. Það skiptir nefnilega máli hvernig maður setur 38/39 tölfræði
hann segir sögur Hans Rosling er fyrst og fremst góður sögumaður. Í þessum fyrirlestri segir hann frá því þegar foreldrar hans keyptu þvottavél, og hversu mikil áhrif hún hafði á líf móður sinnar og ömmu. Í myndrænni sögustund færir hann rök fyrir því að þvottavélin sé mikilvægasta uppfinning iðnbyltingarinnar, og tæki sem allir jarðarbúar ættu að eiga kost á að nota.
veit hvað hann talar um Fyrirlestrar Rosling eru ekki eintóm skemmtiatriði, þó að þeir séu skemmtilegir. Stuttu eftir að hann lauk læknanámi árið 1976 starfaði hann sem læknir í Mósambík í tvö ár og vann síðar að rannsóknum á Konzo-sjúkdómnum víðs vegar um Afríku í tvo áratugi. Í þessum fyrirlestri byggir hann á reynslu sinni til að hrekja algengar mýtur um þróunarlönd á myndrænan hátt.
hefur brennandi áhuga á efninu Í þessu fræga myndbandi sýnir Rosling hvernig 200 þjóðum hefur farnast síðastliðin 200 ár, á fjórum mínútum. Lýsingin er stórskemmtileg og minnir frekar á íþróttaleik en tölfræðisamantekt.
grínast með alvarleg málefni Fyrirlestrar Hans Rosling hafa létt og skemmtilegt yfirbragð en umræðuefnið er langt frá því að vera léttmeti. Hér ræðir hann t.d. um tengsl milli trúrækni og mannfjölgunar á TEDx-ráðstefnu í Katar, og grínast af mikilli virðingu með þetta viðkvæma mál.
hJálpar okkur að skilJa heiminn betur Tölfræði getur verið mjög gagnlegt tól til að skilja heiminn betur, og Rosling kann að nota það. Þetta er þemað í öllum fyrirlestrum hans. Hér notar hann myndræna framsetningu á tölfræði til að leiðrétta fyrirframgefnar forsendur áhorfenda um þróun heimsins.
39/39 tölfræði
hlutina fram; hvort markmiðið er að fæla alla nema hörðustu nördana í burtu, eða að glæða áhuga hjá öllum sem sjá og heyra. Dr. Hans Rosling, sænskur læknir og prófessor í alþjóðaheilbrigðisvísindum, skilur þetta vandamál vel, en hann er einn af fáum sem kunna að klæða tölur í áhugaverðan og skemmtilegan búning. Hann notar myndræn gögn, hreyfimyndir, leikmuni og smitandi áhuga á viðfangsefninu til þess að segja sögur af heilsufari þjóða, lífslíkum, mannfjölda og misskiptingu auðs. Fyrir vikið hefur hann verið kallaður Jedi-meistari tölfræðinnar og hafa milljónir horft á upptökur af fyrirlestrum hans á TED-ráðstefnum um allan heim. Nýlega hélt hann erindi ásamt Bill Gates, sem segist hafa öðlast nýja sýn á heiminn eftir að hann sat fyrirlestur Rosling um heilbrigðisverkefni í þróunarlöndum. Þessi heimsfrægi fyrirlesari og fræðimaður er á leið til Íslands á vegum félagsins Afríka 20:20 í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands og embætti Landlæknis. Fyrirlestur hans kallast „Fact-based world view“ og verður haldinn 15. september kl. 16.15 í Silfurbergi í Hörpu. Aðgangur er ókeypis, og er hægt að skrá sig hér. Til að hita upp fyrir þennan stórviðburð tók ég saman fimm myndbönd sem sýna hvers vegna Hans Rosling er einn allra besti fyrirlesari heims, og hvers vegna þú ættir að sjá hann í Hörpu ef þú átt kost á því.
kjaftæði
konráð jónsson lögmaður
kjarninn 28. ágúst 2014
mér finnst þetta fínt Konráð Jónsson skrifar um að hann ætli ekki rífa sig úr fötunum og láta eins og hann sé á Tene í tólf gráðum.
h
afið þið séð annað eins?“ stóð í Facebookfærslu hjá mbl.is þar sem sýnt var veðurspákort af Íslandi fyrir dag síðar í vikunni. Hvert sem litið var mátti sjá sól, en þegar betur var að gáð var hitinn á bilinu átta til tólf gráður á mestöllu landinu og þar af tólf gráður í Reykjavík. Svo rann þessi dagur upp með sínum tólf gráðum, vindkælingu og jú sól, en það var þó tilefni til að setja á sig húfu. Ég labbaði yfir Austurvöll á leið minni frá vinnu og tók eftir því að það sátu margir á grasinu líkt og venja er þegar það dettur í bongó, eins og konan sagði, og margir hverjir í stuttbuxum og bol. Ég velti því fyrir mér hvort hitaskyn mitt sé svona á skjön við aðra eða hvort aðrir láti blindast og rífi sig úr fötum þegar þeir sjá að það er sól að sumri en gleymi svo að taka tillit til eða er algjörlega sama um hitastigið. Það er ekkert út á tólf gráður með vindi og sól að setja en það er ekki svo 40/42 kjaftæði
æðislegt veður að ég sjái tilefni til að rífa mig úr fötunum og láta eins og ég sé á Tene. Nú má ekki misskilja mig: Mér finnst íslenska sumarið frábært, en það má alveg klæða sig eftir veðri. En það er auðvitað gott og blessað og mér fullkomlega að meinalausu ef einhverjir sjá ástæðu til að líta á þetta sem sólarlandaveður. Vil ég þó biðja um að vera vinsamlega látinn í friði ef ég deili ekki þeirri skoðun með viðkomandi. Af hverju ertu ekki úti í góða veðrinu, Konráð? Það er sól, Konráð, af hverju ertu í jakkanum? Af hverju „Með öðrum orð- ertu með húfu? Af hverju viltu ekki kæla þig niður með þessari vatnsslöngu, Konráð, þó um: Ég hvet þá að það séu bara tíu gráður úti? Mér líður sem eru ósáttir við eins og eina allsgáða manninum í partíi sem íslenska sumar- er áreittur fyrir að vera ekki drekkandi. Sumrin 2013 og 2014 voru ekki eins heit veðrið til að taka og sumrin á undan. Ég hef engin gögn þessu málin í sínar hendur til stuðnings en það er mál þeirra af eldri og finna sér bú- kynslóðinni sem ég hef rætt við að síðustu setu á stað þar sem 20 ár hafi verið heitari en árin þar á undan. Við höfum haft það býsna gott síðustu ár. veðrið er betra.“ Ef marka má samfélagsmiðlana hefur hins vegar ekki verið mikil ánægja með veðrið á Íslandi þessi síðustu tvö sumur. Við erum líklega of góðu vön. Við búum á landi sem nær upp fyrir norðurheimskautsbaug og það er ósanngjarnt að gera þá kröfu til landsins okkar að það bjóði upp á gott veður á sumrin. Við hljótum að fagna því þegar góða veðrið kemur en það má ekki vera hissa þó að það komi ekki. Með öðrum orðum: Ég hvet þá sem eru ósáttir við íslenska sumarveðrið til að taka málin í sínar hendur og finna sér búsetu á stað þar sem veðrið er betra. Þannig vinnum við öll saman að því að gera Facebook-fréttaveituna hans Konráðs Jónssonar betri. Svo þegar þú ert kominn þangað máttu senda mér eins margar myndir og þú vilt af góða veðrinu þar. Af hverju ætti það að fara í taugarnar á mér? Ég hlýt að samgleðjast þeim vinum mínum sem finna hamingjuna í 41/42 kjaftæði
góða veðrinu. Ég ætla bara rétt að vona að tilgangur myndbirtingarinnar sé ekki að láta mér líða illa „Nú má ekki yfir mínum veðuraðstæðum. Eða hvað? Hægt er að nálgast góða veðrið eins og misskilja mig: Mér vímuefni: Okkur líður vel þegar við neytum finnst íslenska þess, við fáum fráhvarfseinkenni án þess, við sumarið frábært, en viljum að fólkið í kringum okkur njóti þess það má alveg klæða líka, of mikið af því getur verið óhollt fyrir sig eftir veðri.“ okkur og ef því er kippt snögglega af okkur getur það valdið alvarlegum skapsveiflum. Ég nenni hins vegar ekki að stíga um borð í tilfinningarússíbanann sem fylgir þessu vímuefni. Ég tek því sem verða vill.
42/42 kjaftæði
OFBELDI ER ÚTBREIDDASTA MANNRÉTTINDABROT Í HEIMI. SAMAN GETUM VIÐ BREYTT ÞVÍ. Gakktu í Systralagið!
www.unwomen.is · Sími 552 6200