Skýjum ofar Fréttablað FFÍ
Caption describing picture or graphic.
Febrúar 2015
60 ára afmæli Flugfreyjufélags Íslands Um ellufuhundruð manns mættu á afmælishátíð Flugfreyjufélags Íslands sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu 30. desember síðastliðinn. Var mætingin umfram öllum væntingum og virkilega gaman að sjá hversu margir sáu sér fært á að halda upp á þennan merka áfanga félagsins. Anna Margrét Jónsdóttir var veislustjóri kvöldsins og fyrrum formaður FFÍ Ásdís Eva Hannesdóttir hélt stutta ræðu. Að henni lokinni fengu tveir fyrrum formenn FFÍ gullmerki í viðurkenningarskyni fyrir störf sín fyrir félagið. Baggalútur endaði hátíðina með laginu ,,Ég fell bara fyrir flugfreyjum‘‘. Stjórn Flugfreyjufélagsins vill þakka félagsmönnum og öðrum gestum afmælishátíðarinnar fyrir komuna.
2
60 ára afmæli FFÍ
3
60 ára afmæli FFÍ
4
60 ára afmæli FFÍ
5
Kveðja frá formanni FFÍ Vinnan á skrifstofu FFÍ fyrrihluta árs 2014 snerust að mestu um kjarasamningaviðræður við viðsemjendur okkar. Kjarasamningar allra félaga voru lausir á svipuðum tíma. Kjaraviðræður við Flugfélag Íslands hófust lok árs 2013 en fóru í raun ekki almennilega í gang fyrr en eftir áramótin. Viðræður við WOW air hófust í febrúar 2014. Allar viðræður við viðsemjendur okkar enduðu hjá ríkissáttasemjara. Náðist að semja við öll félögin í lok maí og byrjun júni 2014. Á aðalfundi Norræna flutningamannasambandsins, sem var haldinn í maí 2014 urðu breytingar á fulltrúum frá Íslandi. Kjartan Norðdahl sem hafði setið í stjórn flugdeildar NTF og einnig í aðalstjórn NTF hætti eftir rúmlega tveggja ára setu. Núverandi formaður, Sigríður Ása Harðardóttir er nýr fulltrúi Íslands í stjórn flugdeildar NTF og Sigrún Jónsdóttir tók við sæti Kjartans í aðalstjórn NTF. Stjórn FFÍ samþykkti á stjórnarfundi í byrjun árs 2014 að halda upp á 60 ára afmæli félagsins. Vinna hófst við að að leita tilboða hjá viðburðafyrirtækjum. Við fengum tilboð frá þremur aðilum og var það Gunnar Traustason hjá G-Event, sem varð fyrir valinu. Var öll sú vinna hjá honum til fyrirmyndar og þökkum við honum fyrir frábæra afmælisveislu. Á aðalfundi FFÍ 27. maí 2014 var ósk stjórnar um að leigja eða kaupa nýtt húsnæði samþykkt. Ákveðið var að byrja á því að leita að leiguhúsnæði sem hentar betur, á móti á að leigja út Borgartún 22. Búið er að finna húsnæði í Hlíðarsmára 15 og er ætlunin að flytja í nýtt húsnæði í lok mars 2015. Þetta húsnæði er 205 fermetrar og gefur okkur þann möguleika að halda félagsfundi þar. Leigusalinn sér um að breyta húsnæðinu á þann hátt sem hentar okkar starfsemi. Fanney Harðardóttir mun vinna með leigusala og okkur hvað varðar hönnun innandyra. Ný vefsíða leit dagsins ljós í nóvember og samhliða henni var tekin í gagnið orlofsvefur FFÍ. Nú geta félagsmenn séð á orlofsvefnum hvaða bústaðir eru lausir, pantað sjálfir og greitt fyrir. Á vefsíðu FFÍ er spjallsvæði sem að við eigum að nýta okkur með fyrirspurnir og umræður hvað varðar félagsmál. Spjall hópum á Facebook verður lokað og ætlum við að nýta spjallsvæðið af vefsíðunni betur. Það er eðlilegra að allar umræður um málefni sem varða kjara- og stéttarfélagið séu á lokaðri vefsíðu en ekki á FB. Í ágúst 2015 eru lausir samningar hjá Icelandair og mun undirbúningsvinna samninganefndar fara af stað fljótlega í febrúar 2015. Samningar við Flugfélag Íslands verða einnig lausir í lok árs. Allar ábendingar frá félagsmönnum eru vel þegnar og óskum við eftir samstöðu í komandi kjaraviðræðum. Stjórn FFÍ þakkar öllum félagsmönnum fyrir mikla samstöðu og stuðning í síðustu kjaraviðræðum. Sigríður Ása Harðardóttir 6
Fyrsta stjórn Flugfreyjufélags Íslands Í tilefni 60 ára afmæli Flugfreyjufélags Íslands fannst okkur tilvalið að hitta fyrstu stjórn félagsins en hana skipuðu þær Andrea Þorleifsdóttir formaður, Guðrún
,,Stjórnendum fannst á þessum tíma þetta vera „óþarfa brölt“ að stofna félag fyrir aðeins 15 flugfreyjur“
Steingrímsdóttir gjaldkeri, Ragnheiður Gröndal ritari og Edda Snæhólm varamaður. Fyrsti fundur félagsins var haldinn
30.desember
1954
heima
hjá
Hólmfríði
Mekkinósdóttur en hún var aðalhvatamaður þess að félagið yrði stofnað. Í hinu nýstofnaða félagi voru 15 flugfreyjur, níu frá Flugfélagi Íslands og sex frá Loftleiðum. Með stofnun félagsins var ætlunin að ná fram betri samstöðu um kjaramál, þá helst að fá greiddar flugstundir til viðbótar við föst laun líkt og flugmennirnir fengu á þeim tíma. Önnur baráttumál voru orlofs- og veikindaréttindi sem og almennt starfsöryggi. Andrea Þorleifsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Guðrún Steingrímsdóttir mæltu sér mót við okkur á kaffihúsi í miðborginni. Þær höfðu frá mörgu að segja, en þær byrjuðu að fljúga á árunum 1952-54. Andrea segir okkur að undirbúningurinn að stofnun félagsins hafi byrjað strax árið 1953 en að það hafi ekki verið fyrr en 30. desember 1954 sem fyrsti stofnfundurinn var haldinn. „Þetta var ekki auðvelt og það gekk á ýmsu. Stjórnendum fannst á þessum tíma þetta „óþarfa brölt“ að stofna félag fyrir aðeins 15 flugfreyjur. En þetta tókst sem betur fer," segir Andrea og brosir. ,,Stærsti sigurinn að mínu mati var þegar við fengum í gegn að fá greiddar flugstundir líkt og flugmennirnir. Okkur fannst við ekkert síður mikilvægar en þeir, þótt stjórnendum fyrirtækjanna tveggja væru okkur ekki sammála. Þess vegna tók svona langan tíma að stofna félagið,“ segir Andrea. Guðrún kemur því að að þær hafi fengið lögfræðing til að tala þeirra máli því að það hafi verið töluverð harka í samningaviðræðum. 7
Fertugsaldur, ólétta og eða gifting jafngilti uppsögn ,,Þegar búið var að stofna félagið urðum við ein eining innan VR og fengum þannig sömu réttindi og VR félagar sem var okkur mikill stuðningur, en það tók okkur samt tæp tvö ár að fá flugstundirnar okkar í gegn. Við fengum þá 1.50 krónur fyrir hverja klukkustund á meðan flugmenn fengu 6-7 krónur á tímann. Margar freyjurnar voru óánægðar með þessa upphæð en ég benti þeim á að þetta væri aðeins byrjunin,“ segir Andrea. ,,Allt harkið og öll vinnan fór í að stofna félagið. Þegar það varð loksins til kom margt af sjálfu sér. Það varð allt auðveldara eftir að VR stóð með okkur," útskýrir hún. Andrea, sem vann hjá Loftleiðum segir okkur að þegar hún byrjaði, var lítil sem engin þjálfun. Hún var einungis send í tvö reynsluflug áður en hún hóf störf sem flugfreyja en það var fyrst eftir að hún byrjaði að vinna sem hún fékk þjálfun í öryggisatriðum. ,,Við fengum þá 1.50 krónur
fyrir hverja klukkustund á meðan flugmenn fengu 6-7 krónur á tímann”
Ragnheiður, sem var hjá Flugfélaginu, fékk aftur á móti að fara í flugfreyjuskóla. „Ég var ein af fjórum sem sendar voru á vegum SAS til Danmerkur í tvo mánuði. Við tókum verkleg og skrifleg próf, meðal annars í landafræði, veðurfræði og þjónustu. Kennt var bæði í Kaupmannahöfn og í Svíþjóð. Þarna voru líka stúlkur frá Noregi og Damörku. Þetta var æðislega gaman,“ segir Ragnheiður. Tíðarandinn var annar á þessum tíma. Að ná þrítugsaldri gilti sama og uppsögn, það sama gilti með giftingu og að verða barnshafandi. Ragnheiður gifti sig nokkrum árum eftir að hún hóf stórf sem flugfreyja og þar með lauk hennar flugferli. Guðrún varð
ófrísk
og
hætti
því
líka.
Með
tilkomu
Flugfreyjufélagsins urðu mál eins og þessi hægt og bítandi úr sögunni.
8
12 klukkustundir til New York Margt hefur breyst í fluginu á þessum langa tíma, en álagið um borð í vélunum var þó engu minna þá en í dag. Guðrún segir okkur að þær hafi þurft að sækja farþegamatinn sjálfar á Skólavörðustíg eða í bragga á Reykjavíkurflugvelli og þeim gert að koma honum um borð. Maturinn var síðan hitaður upp í potti á leiðinni. ,,Það var meðal annars boðið upp á pylsur og kartöflusalat, spaghetti, kjötbollur eða spam," segir hún og allar kinka þær brosandi kolli þegar
,,Það var meðal annars boðið upp á pylsur og kartöflusalat, spaghetti, kjötbollur eða spam"
minnst er á spamið. Stundum kom það fyrir að einungis ein freyja var um borð frá Keflavík til New York, líkt og Guðrún lenti einu sinni í, en yfirleitt voru tvær freyjur með um 65 farþega. Þess ber að geta að ferðin til New York tók mun lengri tíma en hún gerir í dag eða um 12 klukkustundir með millilendingu
í
Gander
eða
Goosebay.
Sjö
klukkustundir tók að fljúga til Kaupmannahafnar. Á þessum árum flaug Flugfélag Íslands innanlands, til Grænlands og Evrópu en Flugleiðir flugu bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. „Það voru í raun lítil samskipti okkar á milli en við áttum sameiginlegra hagsmuna að gæta og þannig tókst okkur þetta,“ segir Andrea. Það var einstaklega ánægjulegt að fá að hitta þær Andreu, Ragnheiði og Guðrúnu. Þær stöllur eru
Stundum kom það fyrir að einungis ein freyja var um borð frá Keflavík til New York
heill hafsjór af fróðleik og reynslu. Þær voru jafn forvitnar
að
vita
um
gang
mála
hjá
Flugfreyjufélaginu í dag eins og við vorum að fá að vita um upphaf stofnun Flugfreyjufélags Íslands. Við þökkum þeim kærlega fyrir spjallið.
9
Vissir þú að …... Starfsmenntasjóður FFÍ styrkir félagsmenn Icelandair og
Flugfélags
Úthlutunarreglur
Íslands er
að
til
náms
finna
á
og
tómstunda.
heimasíðu
FFÍ
www.ffi.is undir liðnum sjóðir og réttindi og eru allir félagsmenn hvattir til að kynna sér starfsmenntasjóðinn.
Þú færð endurgreiddar sjúkrasokkabuxur á hverju 24 mánaða tímabili, þó að hámarki 16.500 kr. og gegn framvísum kvittunar.
Flugliðar Icelandair sem eru 55 ára og eldri skulu fá einn auka frídag á mánuði og tvo auka frídaga á mánuði við 60 ára aldur.
Að innan FFÍ eru starfandi öryggisnefnd og vinnuverndarráð sem hafa eftirlit með því að öryggi, aðbúnaður og hollustuhættir um borð í flugvélum fullnægi settum kröfum.
FFÍ styrkir félagsmenn (50.000 kr) til þess að fara í laseraðgerð á augum, hver er ekki til í að geta sleppt gleraugum og linsum.
Nánari upplýsingar færðu á heimasíðu ffi.is10
Lífið eftir flugið Við mæltum okkur mót við þær Steinunni Kristjánsdóttur, betur þekkt sem Lillý, Önnu Kristjánsdóttur og Steinunni Sigurðardóttur eða Steinu Sig. eins og hún er alltaf kölluð, en þær eru allar hættar að fljúga eftir nær hálfa öld í háloftunum. Það fyrsta sem okkur langar að vita er hvort þær hafi verið sáttar við að hætta að fljúga. Lillý segist alveg hafa verið tilbúin, en Steina hefði verið til í að vinna lengur enda heilsuhraust. Anna segist hafa verið undir það búin að hætta en að hún hafi vel haft heilsu til að halda áfram ,,Maður var samt farin að finna fyrir því hvað maður var oft langelstur um borð," segir Anna, en Steina ,,Ég gleymi því ekki
kannaðist ekki við það. Anna rifjar upp þegar þær voru settar í
þegar krakkaskrattinn kom um borð með móður sinni og sagði svo ég heyrði til: ,,Ég hélt að flugfreyjur væru ekki gamlar konur"
innanlandsflugið. ,,Þá vorum við um fertugt. Ég gleymi því ekki þegar krakkaskrattinn kom um borð með móður sinni og sagði svo ég heyrði til: ,,Ég hélt að flugfreyjur væru ekki gamlar konur" og mamma hans sagði ekkert við krakkann. Ég átti ekki orð," segir Anna sárhneyksluð. Þær eru sammála því að það hafi ætíð loðað við stéttina að mega ekki eldast. Spurningar á borð við ,,ertu ennþá að fljúga?" könnuðust þær allar við, en Steina leysti það mál með því að spyrja á móti, ,,ert þú ennþá í bankanum?" Hún bætir við að þetta sé bæði dónaskapur og lítilsvirðing á starfið þeirra og allar kinka þær kolli við því. Hvað eftirlaunakjörin varða eru þær á því að þau séu óásættanleg. Þær segja það ósanngjarnt að vera með sömu kjör og þeir sem aldrei hafa unnið úti. ,,Til hvers hvers var maður að þræla og strita og borga í þennan lífeyrissjóð í öll þessi ár þegar maður hefur ekkert upp úr því?" spyr Anna, en hún byrjaði að fljúga árið 1964. Lillý og Steina voru saman á námskeiði árið 1965. Anna lét af störfum árið 2010 en þær Lillý og Steina árið 2011. ,,Maður er búin að eyða allri starfsævinni í fluginu, frá tvítugu til sextíu og sjö ára," segir Anna.
11
Eins og að taka skiptjóra í land eftir 47 ár
,,Ég er í saumaklúbb, gönguklúbb, golfi, syndi, spila scrabble, vist og bridds”
Anna segir sér hafi ekki þótt erfitt að hætta þar sem hún hafi svo margt annað að gera. ,,Ég er í saumaklúbb, gönguklúbb, golfi, syndi, spila scrabble, vist og bridds og svo er ég líka í flugfreyjukórnum þannig að ég fæ enn að klæða mig í skrúðann. Í raun var ágætt að ég hætti að vinna því nú get ég sinnt þessu öllu almennilega, vinnan eiginlega flæktist fyrir," segir hún og hlær. Að öllu gríni slepptu telur Anna það mikilvægt að hafa aðra hluti að grípa í þegar maður er komin á eftirlaunaaldurinn. Hún segir það hafi auðveldað sér að hætta að vinna. Steina segir að það hafi tekið sig um ár að venjast því að þurfa ekki að mæta til vinnu. „Það fannst mér eiginlega erfiðast, að ganga ekki að einhverju vísu. Mér fannst ég hálfgerður ónytjungur þar sem ég er búin að vera í vinna síðan ég var tólf ára. Þetta er svolítið eins og að taka skiptstjóra í land eftir 47 ár,“ útskýrir hún. Steina er þó langt frá því aðgerðalaus því hún stundar golf, syndir og er með stöðugan gestagang. „Nú hef ég líka góðan tíma til að lesa
„Þau flug fannst mér ótrúlega gefandi, allir Íslendingarnir, börnin, kerrurnar og snuddurnar. Fyrir mér var þetta partur af jólunum”
og hlusta á útvarpið. Ég kann orðið alla útvarpsdagsskrána utan að,“ segir hún glottandi. Lillý hefur líka í nógu að snúast, hún sinnir móður sinni mikið, spilar golf en segir það jafnframt vanmetinn hæfileika að kunna að gera ekki neitt en að eigin sögn er hún mjög góð í því. Luxemburg eins og annað heimili Þegar þær eru spurðar út í skemmtileg tímabil í fluginu er ekki legið á svörunum. Lillý er á því að pílagrímaflugin hafi verið mjög skemmtileg, sem og leiguflugin til Kúbu. Steina segir að öll tilbreyting hafi verið góð eins og til dæmis leiguflugin. ,,Svo voru það Norðurlandaferðirnar fyrir jólin, en ég er eflaust ein af fáum sem naut þeirra. Þau flug fannst mér ótrúlega gefandi, allir Íslendingarnir, börnin, kerrurnar og snuddurnar. Fyrir mér var þetta partur af jólunum. Þetta voru erfið flug en það var svo mikil jólastemmming," segir hún.
12
Lillý segir þær hafa verið mikið í góðum
Vel valið í starfið
stoppum á Loftleiðatímabilinu og að ávallt hafi
Þegar þær eru beðnar um að lýsa starfinu þagnar boðið
verið gott að koma til Luxemburgar. ,,Maður fór
og þær verða hugsi. ,,Það er skemmtilegt en erfitt,"
þangað einu sinni í viku. Þetta var orðið eins og
segir Anna. Lillý er á því að það hljóti að veljast gott
annað heimili manns," segir Anna. Þær bentu
fólk í starfið því vinnuandinn hafi alltaf verið góður.
okkur
eins
„Viðmót fyrstu og annarrar freyju hefur mikið að segja
hraðskreiðar og þær eru í dag. Það tók 14-15 klst
hvernig vinnudagurinn verður," segir Lillý. Steina
að fljúga til New York og 5-6 klst að fara til
rifjar upp sögu úr flugi sem átti sér stað ekki löngu
Kaupmannahafnar. Þar af leiðandi voru færri
áður en hún hætti. ,,Ég mætti í morgunflug og tilkynnti
flug á skrá en er í dag þó flugtíminn hafi komið
áhöfninni að ég yrði mögulega viðskotaill þennann dag
út á það sama. ,,Svo var miklu rólegra yfir
þar sem ég sé algerlega ósófinn. Þá segir ein: ,,Takk
vetratímann þannig að maður fékk andrými sem
fyrir að segja mér þetta, sonur minn er nefnilega búinn
ekki fæst í dag," bendir Anna á.
að gráta í alla nótt," Þá bættist við sú þriðja og segist
Svo búkstutt blessunin
líka vera ósofin. Ég sagði þá: ,,Stelpur, þetta verður
Aðspurðar hvað hafi mest breyst í fluginu frá því
einn dýrðarinnar dagur," sem hann svo var. Þarna
að þær byrjuðu talar Anna um hversu skrýtin
opnaði ég mig og gaf því hinum kjark til að segja frá.
tilhugsunin sé að það hafi mátt reykja um borð,
Það, að tala saman, skiptir svo miklu máli."
á
að
flugvélarnar
voru
ekki
bæði farþegar og áhöfn. ,,Þetta er algerlega
Hvað stéttarfélagsvitund varðar voru þær allar
óhugsandi í dag," segir hún. Steina bætir við að
sammála
vinnuaðstaðan hafi mikið breyst. ,,Munið þið
í ,,denn." ,,Ekki spurning!" segir Steina. ,,Við vorum
stelpur, á monsanum og áttunni þegar við vorum
miklu færri og auðveldara að halda utan um alla svona
skríðandi inn í ísskápinn? Einu sinni lokaði ég á
hluti," segir Anna. Lillý bendir á að nú eru fleiri aðeins
eina, hún var svo búkstutt blessunin. Hún var að
með sumarráðningu og setji sig þar af leiðandi minna
teygja sig eftir matarkassa og ég bara lokaði,"
inn í stéttarfélagsmál og kjarasamninga. Þegar þær
segir Steina og hópurinn springur úr hlátri. Lillý
voru að byrja voru flestallar fastráðnar þannig að þessi
segist í raun ekki skilja að þær séu í ekki verri í
mál vörðuðu þær meira. Aðspurðar hvort flugliðar þá
líkamanum en þær eru, miðað við allan þann
hefðu staðið fast við kjarasamninga varðandi hvíld og
burð og þær röngu líkamsstellingar sem þær
annað, svara þær að áður fyrr hafi þær ekki verið nýttar
unnu við út af þrengslum. ,,Mesti lúxusinn var
í botn á hverri skrá eins og gert er í dag, þannig að það
þegar við fengum rúlluborðin, það var bylting.
var ekki áhyggjuefni að verið væri að brjóta á þeim. Að
Fyrir þann tíma þurfti að handbera allt," segir
sama skapi voru allir tilbúnir að vaða eld og
Steina. Hún segir okkur líka að þegar þær
brennistein til að koma á móts við farþegann og
byrjuðu hefði það verið óhugsandi að ráða
félagið. Steina er á því að verið sé að brjóta niður allan
skránni sinni sjálfur. ,,Ég fann það áður en ég
stéttarfélagsanda, ekki bara hjá okkur heldur alls staðar
hætti að þær sem voru í skóla vildu aðallega
í þjóðfélaginu. ,,Svo er eitt, fólk í dag er aðallega að
fljúga um helgar eða seinnipartsflug þannig að
hugsa um rassinn á sjálfum sér og sá hugsunarháttur
við
skemmir auðvitað fyrir líka," bætir hún við.
hinar
vorum
nánast
eingöngu
í
um
að
hún
hafi
verið
meiri
hér
morgunflugunum. Það fannst mér óréttlátt." 13
Fljúgandi klósettrúlla Þær segjast lítið hafa orðið orðið varar við stéttarskiptingu ,,Ég greip bara
milli flugfreyja og þeirra sem sitja í flugstjórnarklefanum,
klósettrúllu, rétti
nema þá helst í seinni tíð. ,,Þegar við byrjuðum talaði maður
hana inn í cockpit og lokaði strax á eftir mér”
bara um flugmenn, en nú má það ekki. Nú er bara einn flugmaður en það má ekki kalla flugstjóra flugmann því samkvæmt nýjum stöðlum er hann það ekki lengur. Það er allt í einu orðið bannorð," segir Anna. Hvað varðar andrúmsloft milli flugstjórnarklefans og farþegarýmis þá er Steina alveg á því að það sé fyrsta freyjan sem stjórni því. „En maður hefur nú lent í einum og einum," segja þær í kór. ,,Var ég búin að segja ykkur klósettrúllusöguna?" spyr Steina. ,,Við vorum í New York í kæfandi hita og mikilli seinkun og allir orðnir pirraðir. Það var engin loftkæling á áttunni og flugstjórinn var eitthvað kvefaður. Hann hringir fram í eftir flugtak og biður um „tissue”. Allar klósettvörunar voru geymdar lengst inn í hliðarskáp þar sem erfitt gat verið að ná í nokkurn hlut. Ég náði ekki alla leið inn í skápinn þannig að ég greip bara klósettrúllu, rétti hana inn í cockpit og lokaði strax á eftir mér. Eftir smá stund er
,,Það er mjög mikilvægt að halda sambandi við þennan hóp því maður er fljótur að gleymast”
cock-pit hurðin rifin upp, ég sé í jakkaklæddan handlegg með
fjórum
strípum
teygja
sig fram
og svo
er
klósettrúllunni kastað í mig fyrir framan alla farþegana með orðunum: ,,Ég bað um tissue, ekki klósettpappír!" Ég gat ekki annað en farið að skellihlæja og ef ég man rétt þá sagði ég honum að hann skyldi bara sjúga upp í nefið." Fljótar að gleymast Þær stöllur eru duglegar að halda hópinn. ,,Það er mjög mikilvægt að halda sambandi við þennan hóp því maður er fljótur að gleymast. Svo eru þetta konur sem maður er búin að vinna með alla starfsævina og því skiptir máli að henda ekki þessum tengslum frá sér," segir Lillý.
14
Flugsyndur og fjölhæfur Jón Örvar Gestsson, skurðhjúkrunarfræðingur og flugþjónn hjá Icelandair, er mikill sundkappi. Hann æfir ekki bara sund með íþróttafélaginu Styrmir tvisvar í viku heldur stingur hann sér einnig til sjós eins oft og hann getur. Aðspurður hvaðan allur þessi sundáhugi komi segist Jón Örvar alla tíð hafa verið mikið í íþróttum. ,,Sem barn og unglingur var ég í frjálsum, stundaði skíði og sund. Ég hætti þó þegar ég byrjaði í menntaskóla og tók mér 10 ára hlé. Það var svo árið 2006 þegar ég hóf nám við háskólann sem ég byrjaði að synda aftur og fór ég þá að æfa með sundfélaginu Styrmi hér í Reykjavík," segir Jón Örvar. Hann segir félagsskapinn vera aðal ástæðuna fyrir því að hann sæki í sundið, ,,og keppnisferðirnar," segir hann sposkur en hann hefur keppt víðsvegar um heiminn með sundfélaginu sínu, til að mynda í Seattle, Köln, Kaupmannahöfn og Rotterdam. Þegar hann er spurður út í frammistöðu sína á þessum mótum kemur í ljós að hann hefur ávallt komið heim með verðlaunapening. Á sama tíma og Jón Örvar byrjaði að æfa með Styrmi tók hann upp á því að iðka einnig sjósund. ,,Sú iðkun stóð nú frekar stutt yfir, en það var svo núna fyrir síðustu jól sem ég fór að stunda sjósund reglulega með nokkrum úr fluginu og við reynum að fara tvisvar til þrisvar í viku. Við erum nú ekki mörg en við höldum úti Facebook hóp þar sem við skipuleggjum ferðirnar okkar. Hópurinn okkar heitir sjósundselskandi flugfólk og allir eru velkomnir að slást í hópinn." Jón Örvar segir sjósundið vera ögrandi en á sama tíma veita ótrúlega vellíðan. ,,Það einfaldlega bætir, hressir og kætir," segir hann brosandi. Hann bætir við að ef maður er almennt kulsækin þá endurræsir sjósund alltaf kerfið í líkamanum og fólk finni minna fyrir kulda en áður. Líkt og með hefðbundna
sundið
þá
segir
Jón
Örvar
félagsskapinn
mikilvægastan í sjósundinu. ,,Það er svo gaman að hlaupa í heita pottinn eftir að hafa verið í sjónum og ræða um heima og geima." Að lokum er hann spurður hvort það séu ákveðnar tegundir fólks sem sæki í sjósund og svarið er einfalt: ,,Nei, það geta þetta allir." 15
Til hvers eru lög og reglur Meginhlutverk stéttarfélaga er að standa vörð um réttindi félagsmanna og gæta hagsmuna þeirra. Felur það meðal annars í sér að fylgjast með vinnuumhverfi félagsmanna og líkamlegri sem og andlegri vellíðan. Til að stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi og tryggja öryggi starfsmanna höfum við vinnuverndarlög sem bæði atvinnurekendum og starfsmönnum er skylt að fara eftir. Vinnuverndarlögum (Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum,
nr
46/1980)
er
ætlað
tryggja
öruggt
og
heilsusamlegt starfsumhverfi á jörðu niðri og draga úr slysahættu og
líkamlegu
heilsutjóni
sem
rekja
má
til
starfa
eða
vinnuumhverfis. Vinnueftirlitið tryggir að vinnuverndarlögum sé framfylgt og hefur eftirlit með því. Um borð í flugvélum gilda hins vegar önnur lög, þ.e. Lög um loftferðir (60/1998) og Reglugerð um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu flugverja (680/1999). Samgöngustofa sér um að lög og reglugerð varðandi flugáhafnir sé framfylgt í íslenskum flugvélum og sinnir eftirliti. Samanburður á lögum og reglugerð leiðir í ljós að flugáhafnir njóta ekki sömu almennu verndar eins og starfsmenn á jörðu niðri þar sem áhafnir eru oft undanskildar almennri vinnulöggjöf. Ólíkt loftförum þurfa allir vinnustaðir á jörðu niðri að fara í gegnum áhættumat á vinnustað, gera áætlun um heilsuvernd og forvarnir til úrbóta og fylgja þeim eftir. Með því að greina áhættuþætti á vinnustað með kerfisbundnum hætti
má
finna
hvort
eitthvað
í
vinnuumhverfinu,
vinnuskipulaginu eða við framkvæmd vinnunnar geti hugsanlega valdið slysum, óhöppum, vanlíðan, meiðslum, álagi eða öðru sem leitt getur til andlegs eða líkamlegs heilsutjóns. Meðal þess sem er skoðað eru: álag á hreyfi- og stoðkerfi, umhverfisþættir (hávaði, hiti, kuldi, titringur, dragsúgur, smitleiðir, lýsing og birtuskilyrði o.fl.), félagslegir og andlegir vinnuverndarþættir (samskipti, upplýsingaflæði, tímaþröng, einelti o.s.frv.), vélar og tæki auk efna og notkun hættulegra efna á vinnustað.
16
Ýmislegt vekur áhuga í reglugerð er varðar
rakastig. Ráðgjöf fyrir þá sem eiga í
heilsu- og vinnuvernd flugáhafna og þá
erfiðleikum með að samræma starf og daglegt
sérstaklega þeir kaflar er lúta að: skyldum
líf, til að halda lífsgæðum.
vinnuveitenda og skyldum starfsmanna. Í 5
Í 9. grein segir: „Vinnuveitandi skal vinna
grein
„Ábyrgð
áhættumat varðandi öryggi og hollustu á vinnustað
vinnuveitanda felst í því að hann skal gera
er taki sérstakt mið af þeirri áhættu sem flugverjum
nauðsynlegar ráðstafanir er lúta að öryggi og
er búin. Ákveða hvaða verndarráðstafanir skal gera
heilsuvernd
taldar
og, ef nauðsyn krefur, hvaða hlífðarbúnað ber að
forvarnir gegn áhættu í starfi, fræðsla og
nota. Halda skrá yfir vinnuslys sem valda því að
þjálfun, svo og að séð sé fyrir nauðsynlegri
flugverji er frá vinnu lengur en þrjá vinnudaga.
skipulagninu og viðbúnaði. Vinnuveitandi
Taka saman skýrslur um vinnuslys sem flugverjar
skal vera vakandi fyrir því að laga þessa
verða fyrir í starfi...“
ráðstafanir að breyttum kringumstæðum og
skráningar á minniháttar slysum og óhöppum sem
hafa
ríkjandi
verða um borð sem allt of sjaldan eru skráð vegna
aðstæður“. Leitað var til 25 flugfreyja- og
tímaleysis og álags. Þar getum við tekið höndum
þjóna með tilviljanakenndu úrtaki til að kanna
saman um að gera betur.
segir
að
til
að
mynda:
flugverja,
markmiði
þar
að
með
bæta
Ljóst er að efla þarf
hvað þau telja vinnuveitanda hafa gert til að
Samgöngustofa á að sinna eftirliti með
bæta öryggi og heilsu starfsmanna og
loftförum en lítið hefur farið fyrir því. Þegar leitað
jafnframt hvort eitthvað mætti betur fara.
var til Samgöngustofu fengust þau svör að ekki væri
Meðal þess sem kom fram var ánægja með:
talin þörf á aðgerðum þar sem engin kvörtun hefði
aukin metnað varðandi áhafnarmat, léttari
borist frá flugfreyju og þjónum um að öryggi þeirra
matar-
á
og heilbrigði væri ógnað í starfi. Trúlega hefur
flensusprautu. Það helsta sem mætti bæta var:
starfsmaður Samgöngustofu haft í huga 11. grein í
fræðsla varðandi heilsu og vellíðan í starfi,
kafla tvö sem hljóðar svo: „Flugverjar og eða
sérstaklega fyrir nýliða og eldri starfsmenn.
fulltrúar þeirra eiga rétt á að skjóta málum til
Reglulegar rannsóknir til að fylgjast með
Samgöngustofu telji þeir að ráðstafanir þær sem
heilsu og líðan flugfreyja- og þjóna. Fræðsla
gerðar hafa verið og úrræði þau sem vinnuveitandi
og
og
notast við tryggi ekki öryggi og hollustu á vinnustað
um
svo viðunandi sé“. “ Fulltrúum flugverja ber að fá
geimgeislun og áhrif hennar á heilsu okkar og
tækifæri til að leggja athugasemdum sínar fyrir
sér í lagi áhrif geimgeislunnar á barnshafandi
fulltrúa Samgöngustofu þegar hann kemur til að
flugfreyjur.
sinna eftirliti með loftfari“.
og
ráðgjöf
barvagna
og
varðandi
stoðkerfisvandamál.
möguleika
vinnutækni
Upplýsingar
Aðferðir til þess að minnka streitu í starfi. Gera heyrnarmælingu og draga úr hávaða um borð. Fræðsla um áhrif truflunnar á
líkamsklukkuna
og
starfstengda
svefnerfiðleika. Bregðast við kulda og mæla
17
Hafa flugfreyjur- og þjónar sofnað á verðinum?
Flugfreyjur- og þjónar þurfa að standa vörð um
Mögulega þegar haft er í huga að algeng
þau lög og reglugerðir sem lúta að starfi þeirra
vandamál
blöðrubólga,
og vinnuumhverfi enda þeim í hag að eftir
heyrnaskaði og heyrnarsuð, stoðkerfisvandamál,
þeim sé farið. Mikilvægt er að við þekkjum
slit í liðum, krónískur þurrkur í augum, nefi og
réttindi okkar og látum í okkur heyra.
öndunarvegi, atvinnutengd streita, þrálátar ennis-
Mikilvægur liður í því er að gera reglulegar
og
rannsóknir á heilsu og líðan flugfreyja- og
í
okkar
stétt
kinnholusýkingar
eru:
síðan
en
ekki
síst
svefntruflanir.
þjóna þar sem niðurstöðurnar sýna með
Samgöngustofa á að skipa vinnuverndarráð sem hefur um árabil verið óvirkt en var
óyggjandi hætti hvað sé brýnast að bæta. Ásta Kristín Gunnarsdóttir, flugfreyja
endurvakið fyrir tæpu ári en aðeins einn fundur verið haldinn síðan það var endurvakið. Ráðið á að vera ráðgefandi fyrir Samgöngustofu í málum
Ásta
varðandi vinnuumhverfi um borð í flugvélum,
hjúkrunarfræðingur.
gera tillögur og veita umsagnir um nýjar reglur
meistaranámi sínu heilsu og líðan flugfreyja
eða breytingu á eldri reglum um vinnuumhverfi
– og þjóna og greindi samband þreytu þeirra
um borð í flugvélum. Ráðinu er líka ætlað að
við svefn, vinnuumhverfi, heilsufar og
fjalla
fjölskylduaðstæður. Ásta hefur ritað fjölda
um einstök mál sem ráðherra eða
Samgöngustofa
leggur
fyrir
það
frumkvæði
málum
sem
hafa
að
og
eiga
áhrif
á
Kristín
er
flugfreyja
og
Hún rannsakaði í
greina um þreytu, stoðkerfisvandamál og flughræðslu ásamt fleirum áhugaverðum
vinnuumhverfi áhafna. Þarna er vettvangur sem
greinum tengdum líðan flugliða.
má reyna að nýta betur til að efla heilbrigði
hvetjum ykkur til að skoða heimasíðu hennar
flugfreyja- og þjóna, og koma í veg fyrir
http://flugheilsa.blog.is/blog/flugheilsa/
líkamlegt heilsutjón. Til að svo megi verða þarf
þar er að finna greinar og rannsóknir sem
ráðið hins vegar að koma oftar saman og huga að
hún hefur gert. Við þökkum Ástu Kristínu
þeim málum sem brýnustu eru hverju sinni.
fyrir að hafa unnið svo ötullega að
Við en
rannsóknum í okkar allra þágu.
18
WOW í leik og starfi Hinn hefðbundni vinnudagur WOW flugliða hefst fyrir morgunflug um klukkan: 5:20 (p.u. á völlunum í Hafnarfirði) en fyrir seinniparts flug er það um 14:00. Á skránni eru yfirleitt 8-10 non-stop flug og 1-3 stby. I vetur höfum við verið sirka 60-70 manns að fljúga, síðan mun verða mikil aukning á komandi sumri þar sem að hafa bæst við áfangastaðir í Evrópu sem og flug til Bandaríkjanna. Nú er nýafstaðin 230 manna frábærlega heppnuð árshátíð WOW air sem haldin var 7.febrúar í nýuppgerðu og huggulegu Gamla Bíói. Það var búin að vera mikil tilhlökkun í flotanum og margir þræddu janúar útsölurnar og fundu sér hið fullkomna dress. Þetta var önnur árshátíðin sem haldin hefur verið hjá WOW. Fyrsta árshátíðin var haldin í Turninum Kópavogi þann 16. nóvember 2013, þar sem var hið skemmtilega og margumtalað New York þema ! Reglulega stendur síðan Starfsmannafélgið MOM fyrir hinum ýmsu viðburðum í gegnum árið svo fátt eitt sé nefnt: jólaball fyrir börnin, fjölskylduhátíð, ratleikir og jólahlaðborð. WOW-arar eru einnig margir hverjir duglegir að hreyfa sig og er hópur starfsfólks WOW sem hleypur reglulega í hádeginu frá Katrínartúni. Þegar hlýrra er í veðri er gengið á fjöll. Ekki má gleyma því að alltaf hafa verið nokkur lið frá WOW air sem tekið hafa þátt í því að hjóla í kringum landið í WOW Cyclothon keppninni sem hefur verið árlegur viðburður frá 2012, en markmið hennar er að safna fyrir góðu málefni. Starfsfólk WOW air er ávallt að reyna að finna upp á nýjum og skemmtilegum hlutum til þess að gera saman. Hvort sem það sé tengt hreyfingu og útivist, eða bara hittast á föstudegi á t.d. einhverjum nýjum og skemmtilegum veitingastað og njóta félagsskapar hvors annars. 19
Árshátíð WOW
20
Allt sem kemur hjartanu til að slá hraðar Berglind
Hafsteinsdóttir
flugfreyja
hjá
Icelandair
er
ævintýramanneskja mikil. Hún fór tvær stórferðir á síðasta ári sem voru að hennar mati ógleymanlegar. ,,Síðasta vor fór ég til Asíu með tveimur vinkonum mínum. Við byrjuðum ferðalagið í Tælandi, þræddum síðan Jövu alveg til Bali og Gili eyja í Indónesíu. Þetta var fyrsta ferðin mín til Asíu og ég gjörsamlega kolféll fyrir heimsálfunni," segir Berglind. Seinni ferðin var, að sögn Berglindar, skyndiákvörðun. ,,Mig langaði i sól, sand og jóga og áður en ég vissi af var ég komin upp í næstu vél til Bali og stóð þar alein nokkrum dögum síðar”. ,,Lærðu af fortíðinni, lifðu í núinu” ,,Í seinni ferðinni minni dvaldi ég meðal annars í bænum Ubud og fór svo þaðan í jógasetur á eyjuna Gili Air í viku. Það var ótrúlega gefandi og lærdómsrík vika með hugleiðslu, núvitund og jóga. Við hugleiddum, stunduðum jóga og hugleiðslu, nutum náttúrunnar og borðuðum hollan mat. Í einn og hálfan sólarhring vorum við svo í algerri þögn. Í fyrstu fannst mér þetta hálf heimskulegt en eftir á þá var þetta mögnuð upplifun. Að setjast niður, greina sjálfan sig og tiltekin mál til mergjar, gefa hverju máli smá tíma og hugsa í lausnum. Þarna lærði ég hvað maður getur gert mikið með því að tileinka sig algjörlega ákveðnu málefni í smá tíma, skoða það frá öllum hliðum, meta af hverju maður er á tilteknum stað, hvar maður vill vera og hverjar hindranirnar eru að setti markmiði. Ég fór einnig og lærði um
,,Maður hefur mjög gott af
Ayurveda en það eru 5000 ára gömul indversk læknisvísindi sem má segja að sé systir jógafræðanna. Ayurveda er þekking um
því að læra að þurfa að stóla
hvernig lifa á lífinu. Ekki hvaða lífi sem er, heldur löngu og
á sjálfan sig”
heilbrigðu lífi," segir Berglind. Hún er sannfærð um að þessi ferð hafi verið ein af betri skyndiákvörðun sem hún hefur tekið.
21
Aðspurð hvort hún hafi ekki verið hrædd að ferðast svona langt ein svarar Berglind að hún hafi byrjað að ferðast ein heimshorna á milli kornung. ,,Þegar ég var 16 ára fór ég sem skiptinemi til Paraguay og hef gert nokkuð að því að ferðast ein síðan. Allur er varinn góður og maður fer varlega. Maður hefur rosalega gott af því að læra að þurfa að stóla á sjálfan sig og engan annan. Svo reyni ég að lifa eftir lífsspekinni: „Life begins at the end of your comfort zone“ Ef maður heldur sig alltaf innan þægindarammans þá gerist mest lítið. Eftirminnilegu hlutirnir eru oftast þeir sem gerast þegar farið „Eftirminnilegu hlutirnir
eru oftast þeir sem gerast þegar farið er út fyrir þægindarammann”
er út fyrir þægindarammann. Syndir með fiskum og furðuverum Berglind hefur svo sannarlega lifað eftir þessari lífsspeki sinni því hún ferðast ekki bara heimshornanna á milli heldur stundar hún líka fallhlífarstökk, sjósund og gengur fjöll. Í fyrra bætti hún svo köfun við ævintýralistann sinn. ,,Það hefur alltaf blundað í mér smá ævintýramennska, allt sem kemur hjartanu til að slá aðeins hraðar," segir hún og brosir breitt. ,,Þegar ég var með vinkonum mínum úti síðasta vor vorum við á Gili eyjum, en sú eyja telst ,,mecca” kafara um allan heim. Það var því ekkert annað í stöðunni en að læra köfun úr því við vorum staddar þar. Þarna eru ein fallegustu og fjölskrúðugustu kóralrif í heimi og fiskalífið er ótrúlegt. Það að kafa er svakaleg upplifun, að synda meðal allra þessara fiska og furðuvera. Þegar maður er komin undir yfirborð sjávar verður allt svo kyrrt. Oft þegar ég vil sleppa frá hinu daglega amstri sest ég á jógadýnuna mína og fer í huganum aftur niður að kóralrifjunum og nýt kyrrðarinnar. Þetta er minn griðarstaður." Þegar hún er spurð hvort fleiri ævintýri séu í kortunum segist Berglind vera á leið til Malasíu núna í febrúar að heimsækja vinkonu sína. ,,Ég gríp hvert tækifæri sem gefst til að prófa nýja hluti og fara út fyrir þægindarammann. Ég held að þegar upp er staðið þá sjái maður ekki eftir því sem maður gerði, heldur því sem maður gerði ekki." 22
Á ferð og flugi ,,Appið” sem allir ættu að hafa Það getur oft verið erfitt að ná sér í leigubíl bæði hér heima og ekki síður erlendis. Uber er leigubílaþjónusta sem er að ryðja sér til rúms í mörgum stórborgum erlendis. Með því að hlaða niður “appi” frá Uber í símann sinn er hægt að komast í samband við leigubíla hvar og hvenær sem er á auðveldan og öruggan hátt svo lengi sem Uber þjónustan er í boði í viðkomandi borg. Greitt er með greiðslukorti og óþarfi að vita nákvæmlega hvar maður er, því forritið les staðsetningu símans.
23
Ævintýri í Austurlöndum og Ítalíu Katrín Magnúsdóttir eða Kata eins og hún er alltaf kölluð, hefur verið viðloðandi flugið í rúman áratug. Hún hefur unnið sem flugfreyja hjá Iceland Express og Flugfélagi Íslands, þar sem hún er enn í dag. Kata er ótrúlega fjölhæf og dugleg. Hún hefur búið víða erlendis og verið frumkvöðull í fyrirtækarekstri hér á landi. Kata er heimsborgari mikill en hún kom í heiminn í Þýskalandi og bjó þar fyrstu fimm ár ævi sinnar, en þá flutti fjölskyldan heim. Næsta ævintýri bar svo að þegar Kata var hálfnuð með háskólanám, en þá bauðst henni að flytja til Mílanó og gerast fyrirsæta. Sú dvöl varð lengri en áætlað var því ástin bankaði uppá. Það fór svo að hún lærði ítölsku og hóf störf við rekstur og þjónustu á kaffihúsi og naut lífsins. ,,Kærasti minn vann við tískuna í Mílanó en einn daginn fékk hann tilboð um að opna tískuvöruverslun í Kuwait með ítölskum hágæða kvenfatnaði. Að sjálfsögðu var slegið til og bjuggum við þar í ár,” lýsir Kata. Hún segir að það hafi verið stórkostlegur skóli. ,,Þar kynntist maður umburðarlyndi og góðu samstarfi við heimamenn." Eftir Kuwait dvölina ákvað Kata að söðla um en hún var samt ekki tilbúin að flytja strax heim, þannig að hún skella sér í tungumálaskóla til fæðingarlandsins. Eftir fjögur ár erlendis var komin tími til að taka upp þráðin að nýju við HÍ. Katrín lauk B.A. prófi í uppeldis-
og
menntunarfræði,
með
aukagrein
í
atvinnulífsfræði. Árið 1999 hóf hún störf hjá Flugfélagi Íslands.
24
Athafnakonan Katrín stofnaði svo netfyrirtækið BRUDKAUP.IS árið 2002, sem þá var alveg nýtt á nálinni á Íslandi. Þessi nýjung auðveldaði fólki að leita sér upplýsinga um allt sem tengdist brúðkaupi, veisluhöldum, mat og
skreytingaum. Í framhaldinu stofnaði hún
Partýbúðina. Á þessum tíma var hún komin með stóra fjölskyldu. ,,Þetta var brjálæðsilega skemmtilegur tími í nokkur ár en fjölskyldan stækkaði og það koma að því að selja og segja skilið við búðarreksturinn, en ég hélt þó áfram með lítinn heildsölurekstur”. Á þessum tíma var Kata hætt hjá Flugfélagi Íslands og farin að vinna sem flugfreyja hjá Express. Þegar því ævintýri lauk var hún ekki
,,Ég var þarna búin að prufa millilandaflugið
lengi að sækja aftur um innanlands. ,,Þetta er málið,” segir Katrín. ,,Ég var þarna búin að prufa millilandaflugið og var með flotta reynsla þaðan. En innanlandsflugið á hug
og var með flotta
minn allan í dag. Mér finnst þetta skemmtilegt og krefjandi
reynsla þaðan. En
starf. Ég gæti ekki hugsað mér lífið öðruvísi í dag. Starfið
innanlandsflugið á hug
bíður uppá óendanlega breytileika og fjölbreytni en á sama
minn allan í dag”
tíma er það formfast og skipulagt, sem hentar litla Þjóðverjanum í mér mjög vel," segir hún og hlær. Hefur lagt stund á hin ýmsu fræði Katrín
tekur
enn
að
sér
verkefni
tengdum
Partýbúðarárunum. ,,Ég sé um blöðruskreytingar fyrir veislur og aðrar uppákomur. Sem dæmi, þá var það einn föstudag fyrir stuttu þar sem ég var nýlent frá Akureyri að ég brunaði á skemmtistaðinn Spot til að skreyta salinn þar með nokkur hundruð bleikum, stórum blöðrum fyrir Pál Óskar. Þetta krefst mikils skipulags, skal ég segja þér, " segir
Katrín
brosandi.
Frítíma
sínum
ver
hún
í
Vatnsdalnum þar sem fjölskyldan á aðsetur eða skreppur í heimsókn til vina og vandamanna erlendis. ,,Ég er samt enn að reyna að átta mig á hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Ég er tryggur stuðningsaðili endurmenntunardeild HÍ þar sem ég hef lagt stund á hin ýmsu fræði, til dæmis kynfræði, lögfræði og kennslufræði fullorðna," segir hún að lokum. 25
NTF Norræna flutningamannasambandið, NTF, eru samtök um fimmtíu stéttarfélaga í Danmörku, Finnlandi,
Íslandi,
Noregi
og
Svíþjóð
í
starfsgreinum á sviði flutninga. Innan vébanda aðildarsamtakanna eru um það bil 400.000 meðlimir. Aðildarfélög samtakanna eru á öllum sviðum
flutningageirans;
sjóflutningar,
almenningssamgöngur, vöruflutningar, vinna á olíuborpöllum, járnbrautarvinnu og flestu sem tengist flugi, svo eitthvað sé nefnt. Tilgangur samtakanna er meðal annars sá að berjast, með sameiginlegum styrk, gegn hvers kyns félagslegum undirboðum, efnahagsbrotastarfsemi og árásum á heildarsamninga og vinnurétt. Með sameiginlegum ákvörðunum og aðgerðum, vilja þau einnig stuðla að
stéttarfélagslegri
samstöðu
innan
Norðurlandanna og styrkja hana ef kemur til vinnudeilna. Flugfreyjufélagið hefur leitað til stéttarfélaga
innan
NTF
í
kjarabaráttum
síðastliðnna ára og fengið mikinn stuðninginn þaðan.
26
Nýtt orlofshús tekið í notkun Eins og flestir vita var nýtt orlofshús tekið í notkun síðasta vor. Það er í Lækjarbrekku í landi Syðri Brúar í Grímsnesi. Húsið fór beint í leigu og má segja að það hafi ekki staðið autt síðan. Auk þessa húss eru Húsafells bústaðirnir einnig mikið sóttir þó minna um háveturinn. Akureyraríbúðin er einnig vel sótt bæði að sumri og vetri. Í haust var tekið í notkun nýtt orlofskerfi, svipað og hjá Staff og FIA. Á ffi.is síðunni okkar er hlekkur á sumarhúsin og hvetjum við ykkur eindregið til að fara þar inn og skoða bæði myndir og kynna ykkur dagatalið. Þar eru að finna allar upplýsingar um húsin og hægt er að sjá hvenær þau eru laus. Viðkomandi pantar sér tímabil og greiðir í gegnum vefinn. Eftir sem áður eru lyklar bæði að Lækjarbrekkunni og Akureyri afhentir á skrifstofu. Að vetri er dagatalið opið
og gildir fyrstur kemur fyrstur
fær en
sumarúthlutun verður á svipuðum tíma og áður í apríl. Reynt er að miða við að allir félagsmenn hafið fengið úthlutað sumarleyfum áður en úthlutun fer fram. Að þessu sinni er ætlunin til, reynslu, að hafa einnig páskana í punktaúthlutun og verður opnað fyrir umsóknir í febrúar og verður endanleg dagsetning auglýst með góðum fyrirvara. Húsafellsbústaðirnir hafa nokkuð dalað í útleigu undanfarin ár. Það verður að segjast að þeir eru orðnir frekar lúnir þótt reynt hafi að endurnýja reglulega það sem þarf, svo sem húsgögn og tæki, en sú spurning hefur komið upp hvort selja eigi t.d annan bústaðinn og kaupa nýrri, ef til vill nær bænum. Þetta eru að sjálfsögðu aðeins vangaveltur sem þarf að leggja fyrir félagsmenn á fundi og skoða vel. Með orlofskveðju Orlofshúsanefnd FFÍ
27
Kíkt í flugfreyjutöskuna Hver kannast ekki við troðfulla flugfreyjutösku fulla af bæði óþarfa dótarí sem og algjörum nauðsynjum að sjálfsögðu! Við fengum að kíkja í töskuna hjá henni Andreu Sif Don einn kaldan mánudagsmorgun, gæddum okkur á ljúffengu tei og kíktum á nauðsynjarnar. Andrea starfar sem flugfreyja hjá flugfélaginu WOW air. Andrea hóf ferilinn sinn sem flugfreyja hjá Iceland Express árið 2008 og fór í sitt fyrsta flug sunnudaginn 18.maí til Berlínar. Hún byrjaði hjá WOW air 1.júní 2013 og líkar einstaklega vel við starfið enda segir hún að þar séu allir jákvæðir, hressir og hafi einstaklega mikla trú á félaginu. Hópurinn sem starfar hjá WOW er mjög samstíga um að ná markmiðum fyrirtækisins og maður skynjar það hvað starfsfólkið er að vinna vinnuna sína með hjartanu. ,,Það er alltaf gaman að mæta í vinnuna. Á meðan manni finnst það þá er maður að gera það rétta í lífinu”
Hvað finnst þér nauðsynlegt að hafa í veskinu? Minnisbókin mín (þar er allt skrifað samviskusamlega niður), bleika peysan (fengum hana í haust og hef varla farið úr henni síðan!), Otrivin menthol nefsprey (verst er að vera stíflaður í flugi og það ættum við flest að þekkja). Það eru ansi margar flugfreyjur og flugþjónar hjá WOW sem taka með sér Amino orkuduftið í flug og er ég alveg með í því æði, bjargar manni oft þegar vaknað er kl 4:00 ! Teljarinn er alltaf með í farteskinu, c-vítamín, Babylibs varasalvi og mynta (því enginn vill andfúla flugfreyju, það er bara þannig). Handáburður ætti kannski að vera númer eitt á listanum hjá mér yfir það sem ég get ekki verið án. Bláa Lóns handáburðurinn hefur reynst mér vel upp á síðkastið. Í neyð er svo fínt að hafa núðlur, hafragraut og bók í töskunni. Við þökkum Andreu innilega fyrir að leyfa okkur að kíkja til sín.
28
Skemmtilegar sögur úr fluginu Svo klár að reikna Eftir tvo áratugi í fluginu er ég orðin frekar lunkin við að reikna út flugstundir. Veit t.d. að 3:45 plús 2:15 eru 6 klukkustundir. Á Spáni í fyrra var ég í kaupfélaginu þeirra að ná mér í tvær rauðvínsflöskur. Hvor um sig kostaði 2.34 evrur. Ég skellti 5 evru seðli sem og 8 centum á borðið. Afgreiðsludaman tók bara “Hvor gammel er du ?”
seðilinn, en skildi smámyntina eftir og bætti
Á heimleið frá Osló fyrir ekki svo löngu, var ég að fara með barnamatinn. Frekar aftarlega sátu ákaflega fallegar og nettar systur, greinilega af indverskum uppruna.
Yngri
systirin átti pantaðan mat, en sú eldri ekki, enda
leit
hún
út
fyrir
að
vera
á
við hana einum 32 centum! Ég varð afar undrandi þangað til eiginmaðurinn minn benti mér á að 2 x 2.34 væri
bara 4.68
evrur. Flugstundareikningurinn á sko ekki alltaf við. Þórný Snædal Húnsdóttir, Icelandair
fermingaraldri. En þar sem ég átti auka mat, vildi ég endilega koma honum út. Ákvað því að spyrja hana að aldri og ætlaði svo að bæta því við að barnamatur væri bara fyrir 2 til 11 ára, en ég ætti mat ef hún kærði sig um. Ég byrjaði á norsku: Hvor gammel er du? Ekkert svar, fermingarstúlkan horfði bara undrandi á mig. Ég prófaði á ensku og brosti. Þá tók hún loks við sér og stundi: Trettisju!!! Ég leitaði árangurslaust að gatinu í gólfinu. Stundi svo loks upp að hún liti ansi vel út, áður en ég fattaði að mann langar kannski ekkert að líta út eins og 13 ára þegar maður er 37!! 29
Kveðja frá ritstjórninni Það er vel við hæfi í tilefni 60 ára afmælis
Björg Þorsteinsdóttir
Flugfreyjufélags
Icelandair
fréttablað félagsins sem ekki hefur verið
Íslands
að
endurvekja
gefið út um nokkurt skeið. Blaðið er gefið út
í
formi
netblaðs
og
verður
það
aðgengilegt á heimasíðu FFÍ þar sem hægt
Dagný Björk Erlingsdóttir
er að hlaða því niður. Blaðið verður gefið
WOW air
út með reglulegu millibili ef áhugi verður fyrir hendi. FFÍ er ábyrgðaraðili blaðsins en að blaðinu stöndum við, nokkrar flugfreyjur sem
Klara Arndal
störfum hjá Icelandair, WOW air og Flugfélagi
Icelandair
Íslands. Það verða vissir
fastir liðir í
fréttablaðinu en allar hugmyndir um efni eru vel þegnar, hvort sem það eru greinar tengdar fluginu eða hugmyndir af viðmælendum eða málefnum. Endilega sendið okkur tölvupóst á
Kristin Thoroddsen Icelandair
skyjumofar@gmail.com. Við völdum þetta fína nafn á blaðið „SKÝJUM OFAR“, því það lýsir okkur öllum svo vel. Það er von okkar að þetta fyrsta fréttabréf verði ykkur skemmtileg lesning.
Vala Oddsdóttir Flugfélag Íslands
30