Listin að lifa - vetur 2016

Page 1

ISTIN LAÐ LIFA

Tímarit Landssambands eldri borgara á Íslandi

le

b.

is

VETUR 2016

Nýjar almannatryggingar í þágu aldraðra Rammasamningur ríkis og hjúkrunarheimila U3A Reykjavík stækkar hratt Kaupmáttarþróun lífeyris


ÍSLENSK A SI A .IS ICE 82045 11/16

BENTU Í AUSTUR 16.500*

Verð frá kr. Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina.

Er Helsinki þín borg? Helsinki er óvænt ævintýraborg þar sem frumleiki í hönnun, matargerð og sauna-hefðum ræður ríkjum. Safnaðu í reynslubankann í kunnuglegu skandinavísku umhverfi. Bentu í austur. Helsinki bíður eftir þér. Það er þráðlaust internet um borð í öllum vélum Icelandair.


Meðal efnis Fundur formanna LEB 2016............................. 5 Kaupmáttur lífeyris hefur aukist ....................... 6 Ný stjórn Öldrunarráðs Íslands......................... 7 Öldungaráð Suðurnesja ályktar.......................... 7 Færri treysta á TR................................................. 7 Landsmót í faðmi fjalla blárra............................ 8 Ferðir opnar öllum félögum LEB...................... 9 Breytt í þágu aldraðra........................................10 Breytingar á almannatryggingum.....................11 Viðtöl við formenn aðildarfélaga....................12 Rammasamningur þjónustu hjúkrunarh.........15 Ný kröfulýsing öldrunarþjónustu....................15 Hjúkrunarrými....................................................15 Fræðsluhornið....................................................16 Vannæring eldri borgara algeng.......................18 Ráðstefna um velferðartækni og forvarnir.....20 FEB Reykjavík 30 ára........................................22 Nýjar íbúðir á vegum FEB í Reykjavík ..........23 U3A - Háskóli þriðja æviskeiðsins...................25 Samið um byggingu hjúkrunarheimilis...........25 KROSSGÁTA....................................................26 Vísnaskrínið........................................................28

Útgáfustjórn: Bryndís Steinþórsdóttir, bryndisst@internet.is Eyjólfur Eysteinsson, eye@simnet.is Grétar Snær Hjartarson, gretar@heima.is Haukur Ingibergsson, 8haukur8@gmail.com Jóna Valgerður Kristjánsd. jvalgerdur@gmail.com Sigurður Jónsson, asta.ar@simnet.is Ritstjóri: Jóhannes Bj. Guðmundsson, lal@dot.is Forsíðumynd: Froststilla í Ísafjarðarhöfn, ljósmynd: Sigurjón J. Sigurðsson. Auglýsingar: Sökkólfur ehf., lal@dot.is Umbrot & útlit: Sökkólfur ehf., kjartan@dot.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Útgefandi: Landssamband eldri borgara, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, leb@leb.is

Leiðari

Mikilvæg réttarbót fyrir eldri borgara orðin að lögum Þann 13. október kl 12:15 voru samþykktar á Alþingi mikilvægar breytingar á lögum um almannatryggingar. Þetta er grundvallarbreyting á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga hvað varðar eldri borgara. Að þessum breytingum hefur verið unnið árum saman í mörgum nefndum. Landssamband eldri borgara Haukur Ingibergsson, hefur frá árinu 2011 átt sæti þar við formaður Landssambands borðið. Fyrst undir stjórn Árna Gunneldri borgara, LEB arssonar f.v. alþingismanns og frá árinu 2013 undir stjórn Péturs Blöndal og síðustu misserin undir stjórn Þorsteins Sæmundssonar. Fulltrúi LEB þennan tíma hefur verið Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Allir þingflokkar hafa átt fulltrúa í nefndinni, hagmunasamtök þeirra sem þiggja lífeyri frá almannatryggingum ásamt fulltrúum frá ASÍ, SA, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleirum. Nefndin skilaði skýrslu sinni í febrúar 2016. Þá var hafist handa í velJóna Valgerður Kristjánsdóttir, ferðarráðuneytinu við að semja frumfulltrúi LEB í endurskoðunarnefnd varp. Sömu aðilum var boðin þátttaka í almannatrygginga samráðsnefnd um samningu frumvarps samkvæmt tillögum nefndarinnar. Landssamband eldri borgara hafði þar tvo fulltrúa þau Hauk Ingibergsson formann LEB og Jónu Valgerði Kristjánsdóttur f.v. formann LEB og fulltrúa í endurskoðunarnefndinni. Hins vegar afþakkaði VG, Samfylking, Píratar og stjórn ÖBÍ að eiga fulltrúa í samráðsnefndinni við að semja frumvarpsdrögin. Þetta starf var unnið í apríl, maí og júní s.l. Frumvarpið var síðan sett á vef velferðarráðuneytis í sumar og beðið um umsagnir. LEB og ýmsir fleiri sendu inn umsagnir sem sjá má á vefnum. LEB lagði fram bókun og lýsti sig í meginatriðum sammála breytingunum, en að frítekjumörk á atvinnutekjum gagnvart lífeyri almannatrygginga þyrftu að vera áfram, ef hvetja ætti fólk til atvinnuþátttöku. Einnig að vinna þurfi að því á næstu árum að lækka skerðingarmörk vegna annarra tekna sem samkvæmt frumvarpinu eru 45% þannig að lífeyrisþegi heldur alltaf eftir 55% af lífeyri. Fylgst hefur verið grannt með málinu í meðförum þingsins og við höfum bæði mætt á fundi hjá velferðarnefnd Alþingis og auk þess átt persónuleg viðtöl við nefndarmenn og ráðherra til að fylgja málinu eftir. Sendir hafa verið tölvupóstar á þingmenn í velferðarnefnd og á Alþingi og stjórn LEB hefur sent frá sér ítrekaðar ályktanir til þingmanna um að klára málið fyrir þinglok. Niðurstaðan liggur nú fyrir. Búið er að samþykkja frumvarp um breytingar á almannatryggingum og félagslegri aðstoð sem hefur í för með sér að um 10 milljarðar til viðbótar fara í lífeyrisgreiðslur til eldri borgara Framhald á næstu síðu. 3


Leiðari: framhald. á næsta ári. Kerfið verður einfaldað og gert skiljanlegra fyrir lífeyrisþega og sveigjanleiki hvað varðar töku lífeyris er stóraukinn. Frítekjumörk verða 25.000 kr. á mánuði gagnvart öllum tekjum, hvort sem um er að ræða fjármagnstekjur, lífeyrissjóðstekjur eða atvinnutekjur áður en til skerðingar kemur á lífeyri almannatrygginga. Lífeyrir til þeirra sem búa einir hækkar í 280.000 kr. um næstu áramót og í 300.000 kr. þann fyrsta janúar 2018. Þar með er náð fram þeirri kröfu sem LEB gerði á landsfundi sínum árið 2015, kröfu sem fylgt hefur verið eftir við öll tækifæri. Því marki er náð með þvi að hækka heimilisuppbótina verulega, enda er það einfaldasta leiðin til að bæta kjör þeirra eldri borgara sem minnst hafa. Minni hækkun er til þeirra sem eru í sambúð og greiðslur frá almannatryggingum til þeirra sem hafa tekjur yfir um hálfri milljón á mánuði falla niður. Við leggjum áherslu á að með þessum breytingum er verið að bæta kjör þeirra sem minnst hafa. Hætt er við að lengja

ellilífeyrisaldur í almannatryggingakerfinu í 70 ár og verður það því óbreytt eða 67 ár. Sú breyting kom til á síðustu metrunum vegna ágreinings sem upp kom í tengslum við lífeyrismál opinberra starfsmanna, en tillagan byggðist á því að unnið væri að samræmingu þarna á milli, eins og glöggt kemur fram í skýrslu nefndarinnar. Jafnframt er í lögunum ákvæði um tilraunaverkefni við að breyta greiðslufyrirkomulagi á hjúkrunarheimilum þannig að íbúar þar haldi fjárhagslegu sjálfstæði, en það hefur verið baráttumál LEB í mörg ár. Landssamband eldri borgara fagnar því að þessar umbætur í lífeyrismálum eldri borgara hafa náð fram að ganga með þessari lagabreytingu. Með því er tekið stórt skref fram á við í réttindabaráttu eldri borgara sem staðið hefur í mörg ár. Þetta er verulegur áfangi á þeirri leið. Landssambandið vill þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til þess að það mætti takast. En við skulum jafnframt vera með það á hreinu að baráttunni er ekki lokið,

Sparidagar 2017

GUNNAR SNÝR AFTUR! Gunnar Þorláksson snýr aftur ásamt konu sinni Kolbrúnu Hauksdóttir til að stýra Sparidögum á 30 ára afmæli Hótel Arkar. Fjölbreytt fimm daga dagskrá þar sem í boði verður meðal annars morgunleikfimi, danskennsla, félagsvist, boccia-keppni, bingó, skemmtun með Erni Árnasyni, kvöldvökur og ferðir í Draugasetrið og Álfasetrið. Verð: 52.000 kr. á mann í tveggja manna herbergi og 61.500 kr. í einbýli. Innifalið: Gisting, morgunverðarhlaðborð og kvöldverður alla daga og fjölbreytt dagskrá frá morgni til miðnættis.

4

Félög eldri borgara velja dvalartíma í samráði við Hótel Örk og sjá um skráningu þátttakenda.

það má alltaf gera betur og við verðum alltaf að vera vel á verði. Landssambandið verður alltaf að vera tilbúið að vinna með stjórnvöldum hver sem þau eru, að bættum hag eldri borgara. Það er á Alþingi sem okkar málum er ráðið og málamiðlanir þarf oft að gera til að ná samkomulagi. Áfangasigrar vinnast ef haldið er vel á málum. Þannig vinnur lýðræðið í okkar landi og við tökum þátt í því.


Fundur formanna LEB 2016 Formannafundur Landssambands eldri borgara árið 2016 var haldinn í Hlégarði í Mosfellsbæ 26. apríl s.l. og var að þessu sinni í boði Félags aldraðra í Mosfellsbæ. Eftir setningu formanns LEB hófst fundurinn með ávarpi formanns FaMos, Haraldar Holsvik. Hann sagði frá því hvernig búið er að öldruðum í Mosfellsbæ, þjónustu og félagsstarfi ásamt nýju hjúkrunarheimili. Þá nefndi hann m.a. stofnun öldungaráðs í Mosfellsbæ sem góðar vonir eru bundnar við. Haukur Ingibergsson formaður LEB flutti skýrslu um síðasta starfsár og kom víða við. Hann fór yfir stöðu lífeyrismála og endurskoðun almannatrygginga og lagði ríka áherslu á að því máli lyki svo eldri borgarar gætu fengið þær kjarabætur, sem þar væru fyrirhugaðar. Hann ræddi sýnilegan skort á hjúkrunarheimilum, fjölgun aldraðra, kynslóðabilið sem hann taldi alvarlegt mál og vinna þyrfti að betri skilningi milli ungs fólks og eldri borgara. Hann fór að lokum yfir fjárhagsstöðu LEB sem hann sagði góða. Síðan tóku all margir til máls um skýrslu formanns og lýstu yfir ánægju með starfið. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrverandi formaður LEB kynnti formönnum þátttöku LEB í nefnd um endurskoðun almannatrygginga og helstu niðurstöður. Nefndin skilaði af sér í febrúar og nefndi hún í máli sínu m.a. þær sérstöku bókanir sem LEB gerði við þau atriði sem stjórn LEB taldi standa útaf í niðurstöðum nefndarinnar og svo bætti hún við. „Hér er um að ræða einar mestu breytingar á almannatryggingum í áratugi, náist þetta fram í lögum sem lagt er til. Breytingarnar eru til mikilla bóta fyrir ellilífeyrisþega og sérstaklega þá sem eru með lágar lífeyrissjóðstekjur og hafa jafnframt þurft að treysta á framfærsluuppbótina. Það fólk hefur verið fast í fátæktargildru. Þarna er því verið að lagfæra kjör verulega stórs hóps eldri borgara. Þá eru sveigjanleg starfslok og möguleikar á töku á hálfum lífeyri og að vinna hálfa vinnu án skerðingar einnig nýmæli.”

Séð yfir fundarsalinn í Hlégarði.

Fundarmenn hlýða af athygli á efni fundarins.

Grétar Snær fundarstjóri. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kynnti á fundinum tilkomu Gráa hersins og næstu verkefni. Grái herinn vill m.a. auka virðingu eldra fólks í samfélaginu, auka sveiganleika í starfslokum og kynna málefni eldra fólks á jákvæðan hátt.

Almennt var góður rómur gerður af fundinum þar sem áhugaverð og fróðleg erindi voru flutt. Kaffi og meðlæti var í boði FaMos og var allur aðbúnaður fundarins þeim til mikils sóma. Hægt er að lesa fundargerð formannafundarins í heild sinni á vefsíðu LEB, www.leb.is 5


Kaupmáttur lífeyris hefur aukist - en kaupmáttur lágmarkslauna hefur aukist enn meira

Kaupmáttur er mældur með því að ÞRÓUN KAUPMÁTTAR LÍFEYRIS 2007-2016 kanna hve mikið tekjur LÍFEYRIR TR, MEÐALLAUN, LAUN RÍKISSTM. hafa aukist umfram almennar verðhækkanir Hann sýndi meðfylgjandi línurit yfir samanburð á þróun kaupmáttar lífeyris frá Tryggingastofnun og annarri kaupmáttarþróBenedikt Jóhannesson, un á tímabilinu 1990framkvæmdastjóri Talnakönnunar. 2016. Samanburðurinn sýnir að kaupmáttur hefur batnað og að Bendikt Jóhannesson framkvæmdakaupmáttur lágmarksstjóri Talnakönnunar fór yfir þróun launa hefur aukist tölukaupmáttar lífeyrismála og alÞRÓUN KAUPMÁTTAR LÍFEYRIS 1990-2016 vert hraðar en lífeyrir frá mennra launa á ársfundi formanna LÍFEYRIR TR, MEÐALLAUN, LAUN RÍKISSTM. Tryggingastofnun, enda LEB fyrr á þessu ári. Benedikt hefsagði hann að lífeyrisur m.a. unnið talsvert með endurþegar myndu alltaf reka skoðunarnefnd um almannatrygglestina þegar svona mikil ingar á liðnum misserum. hækkun verður á launHann segir að lífeyrir almannaum. Í hruninu varð mikil trygginga hafi haldið í við kaupmátt kaupmáttarskerðing á almennum markaði, ríflega sé miðmeðallauna og þá jókst að við meðallaun, en hækkun lægstu samtímis kaupmáttur launa hafi þó verið meiri.Hann fór lífeyris frá Tryggingayfir ákvæði 69. gr. laga um almannastofnun. Eins og sést á tryggingar og sagði það vera of loðmeðfylgjandi mynd hefið og ekki tekið nægilega skýrt fram ur kaupmáttur ellilífeyris við hvað skuli miða við hækkun bóta Hér má sjá samanburð á þróun kaupmáttar lífeyris frá TR, borið saman ekki haldið í við kaupalmannatrygginga. Í greininni segir að bæturnar skuli breytast árlega í við kaupmáttarþróun lágmarkslauna, meðallauna og launa ríkisstarfs- mátt lágmarkslauna. Í lokaorðum sínum samræmi við fjárlög hverju sinni og manna. Kaupmáttur lífeyris frá TR: velti Benedikt þeim svo segir; „Ákvörðun þeirra skal taka • Hefur vaxið á síðustu áratugum ef litið er á óskertan lífeyri. möguleika upp að búa mið af launaþróun, þó þannig að þær • Hann hefur vaxið meira en laun almennt. til kerfi sem miði við hækki aldrei minna en verðlag sam• Hann hefur vaxið heldur minna en lágmarkslaun undanfarin ár. mánaðarlegar breytingkvæmt vísitölu neysluverðs.” Þetta ar á lífeyri. Vel sé þess orðalag er óljóst að mati Benedikts. virði að ræða aðrar hugalmannatryggingum. Í fyrra var samið „Seinni hluti setningarinnar er skýr, myndir og vísaði hann í því sambandi til en hvaða launaþróun á að miða við?” um hækkun lágmarkslauna í áföngum hugmynda um að miða við launavísitölu spyr hann. „Af því að reglan er ekki skýr upp í 300 þúsund krónur, en almenn hefur oft verið óánægja með ákvörðun laun hækkuðu minna. Það er ekki sagt eða neysluvísitölu með einhverju álagi, fjárhæða lífeyris almannatrygginga. í fyrrnefndri lagagrein hvort miða skuli til dæmis 0,5% umfram neysluverð á ári. Ein ástæða óánægjunnar er að tíma- við meðallaun eða lágmarkslaun, nú Ekkert kerfi tryggir alltaf bestu mögusetningar launahækkana eru sjaldnast eða jafnvel einhver önnur laun,” sagði lega afkomu að hans sögn, en kerfið hefur komið þokkalega út að meðaltali. á saman tíma og hækkanir á lífeyri frá Benedikt. Þá hvatti hann til þess að rætt væri um staðreyndir þegar talað er um kjör eldri „Það er staðreynd að fjárhagsstaða eldri borgara hefur borgara og annarra hópa. Staðreyndin væri sú að fjárhagsstaða aldraðra hefði batnað á síðastliðnum árum,” segir Benedikt. batnað þótt alltaf megi gera betur. 130 125 120 115 110 105 100 95 90 85 80

2007

2008

2009

Kaupm.TR

2010

2011

Kaupm. lágm.

2012

2013

Kaupmáttur launa

2014

Kaupm. ríki

210

190

170

150

130

110

90

Kaupm.TR

6

Kaupmáttur launa

Kaupm. ríki

2015

2016


Ný stjórn Öldrunarráðs Íslands

Öldungaráð Suðurnesja ályktar

Pétur Magnússon sem verið hefur formaður Öldrunarráðs síðustu 6 árin lét af því starfi á aðalfundi ráðsins sem haldin var s.l. vor. Anna Birna Jensdóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga er nýr formaður ráðsins. Einnig tók nýr varaformaður við á fundinum og það er Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir frá sveitarfélaginu Árborg. Hún kemur í stað Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur fyrrverandi formanns LEB. Aðrir í stjórn Öldrunarráðs Íslands eru: Ragnhildur G. Hjartardóttir ritari, frá hjúkrunarheimilinu Mörk, Sigrún Ingvarsdóttir gjaldkeri frá Reykjavíkurborg og meðstjórnendur eru; Haukur Ingibergsson frá Landssambandi eldri borgara, Ingibjörg Þórisdóttir frá Félagi stjórnenda í öldrunarþjónustu, Fanney Helga Friðriksdóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Ólafur Þór Gunnarsson frá Öldrunarfræðafélagi Íslands og Landsspítala háskólasjúkrahúsi, og Janus Guðlaugsson frá Sjómannadagsráði, Hrafnistuheimilum og Háskóla Íslands. Öldrunarráð Íslands eru regnhlífasamtök þeirra sem starfa að hagsmunum aldraðra hér á landi. Að ráðinu eiga aðild samtök, félög, fyrirtæki og stofnanir, þar með talið sveitarfélög, sem vinna að málefnum aldraðra og eru alls 32 talsins. Markmið Öldrunarráðs Íslands er að vinna að bættum hag aldraðra.

Öldungaráð Suðurnesja hefur beitt sér ötullega að fjölgun hjúkrunarrýma á svæðinu og telur lang hagkvæmast að næsta hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ verði byggt í tengslum við þjónustukjarnann á Nesvöllum. Þar eru fyrir tvö hjúkrunarheimili og sjúkrahús. Í nýlegri ályktun öldungaráðsins segir m.a: „Skýrslur sýna að hér er biðin langlengst á landinu eftir að fá aðhlynningu á hjúkrunarheimili og biðlistar langir. Áætlað er að biðlistar gætu orðið um eitt hundrað árið 2020. Undirbúa verður nú þegar byggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum, þar sem að ekki er gert ráð fyrir fjölgun þeirra hér á Suðurnesjum næstu fimm ár samkvæmt áætlun heilbrigðisráðsherra. Sveitarfélögunum ber skylda til þess að bregðast við vandanum ef að ekki á að skapast neyðarástand.”

Færri treysta á TR

Um 70% lífeyris eldri borgara kemur nú frá lífeyrissjóðum. Spáð er að þetta hlutfall hækki næsta áratuginn í 85%. Þannig fækkar þeim hratt sem eingöngu þurfa að treysta á lágmarksbætur almannatrygginga.

fastus.is

VIÐ LÉTTUM ÞÉR LÍFIÐ HJÁLPARTÆKI Í MIKLU ÚRVALI

Heilbrigðissvið Fastus býður upp á heildarlausnir í endurhæfingar-, hjúkrunar- og hjálpartækjum. Á annarri hæðinni í verslun okkar í Síðumúla 16 er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum og þar leggur sérhæft fagfólk metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða þig við val á vörum. Komdu og skoðaðu úrvalið. Við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.

STURTUKOLLAR

BAÐBRETTI

Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is

STUÐNINGSHANDFÖNG

STURTUSTÓLAR

Veit á vandaða lausn 7


Landsmót í faðmi fjalla blárra Fyrir sex árum var í fyrsta sinn haldið landsmót UMFÍ fyrir keppendur 50 ára og eldri. Tókst vel til með það mót og hafa þessi landsmót verið haldin árlega síðan, víða um land. Fljótlega fór Kubbi, íþróttafélag eldri borgara á Ísafirði, að taka þátt. Vaknaði þar með áhugi á að halda slíkt mót hér heima og varð úr að Héraðssamband Vestfirðinga sótti um að halda mótið 2016 og varð niðurstaðan sú að 10.- 11. júní í sumar var landsmót UMFÍ 50+ haldið á Ísafirði í blíðskaparveðri. Þetta var í sjötta sinn sem landsmót fyrir þennan aldurshóp er haldið. Allir sem eru 50 ára og eldri geta tekið þátt í þeim fjölmörgu hefðbundnu og óhefðbundnu keppnisgreinum sem eru í boði á þessum landsmótum, hvort sem þeir eru í ungmennafélagi eða ekki. Á mótinu á Ísafirði var boðið upp á hefðbundnar keppnisgreinar, þar á meðal sund, frjálsar, boccia og golf. Einnig var boðið upp á nýjar greinar eins og kappróður og badminton. Að sjálfsögðu var hið vinsæla stígvélakast á dagskrá en myndast hefur sú hefð að það sé síðasta keppnisgrein mótanna. Mótið var sett á Silfutorgi seinnipart föstudags. Fjöldi fólks var samankominn á torginu og hlýddi á viðburði setningarhátíðar. Þar voru flutt stutt ávörp í bland við tónlistaratriði. Það var svo Haukur Valtýsson formaður UMFÍ sem setti mótið formlega og afhenti fulltrúa Ísafjarðarbæjar og HSV skjöld frá UMFÍ sem þakklætisvott fyrir framkvæmd mótsins. Keppni var þó þegar byrjuð en keppendur í boccia hófu leikinn á föstudagsmorgni. Auk þess var á föstudeginum keppt í sundi, bogfimi og pönnukökubakstri. Að lokinni setningu var boðið upp sögugöngu um Eyrina þar sem fræðast mátti um sögu Ísafjarðar hjá Jónu Símoníu Bjarnadóttur sagnfræðingi. Slík söguganga var einnig á dagskrá á laugardag og var vel mætt í báðar göngurnar. Dagskrá föstudags lauk með kaffihúsastemmingu í Edinborg þar sem danskeppnin fór fram ásamt danssýningu. Lokaviðburður dagsins var svo harmónikkuball þar sem Villi Valli og félagar léku við hvern sinn fingur. Landsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og á 8

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir Framkvæmdastjóri HSV laugardegi var boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar. Rauði krossinn var með kynningu og fulltrúi frá Beinvernd bauð upp á beinþéttnimælingar. Hjúkrunarfræðingar frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða mældu blóðsykur, blóðfitu og blóðþrýsting. Var aðsókn mikil og stöðug röð á allar þessar stöðvar á meðan þær voru í boði. Keppni var einnig framhaldið og var mikið um að vera um allan bæ en á laugardag var boccia­ keppni framhaldið en einnig var keppt í frjálsum, golfi, bridds, skák, skotfimi, badminton og víðavangshlaupi. Áfram lék veðrið við keppendur og starfsmenn en hlýtt og milt veður var allan laugardaginn og þótt eilítið hafi rignt um miðjan dag, þá var mikil stemming á keppnissvæðum. Botninn var svo sleginn í laugardaginn með skemmtikvöldi í Edinborgarhúsi þar sem boðið var upp á sjávarréttarhlaðborð og ball með BG flokknum. Þetta skemmtikvöld var ný-

Fræknar frjálsíþróttakempur.

Gunnar Örn Guðmundsson keppandi í þríþraut. breytni í mótahaldi 50+ landsmóta en verður væntanlega fastur punktur hér eftir því skemmtunin var sérlega vel heppnuð og komust færri að en vildu. Síðasta keppnisdaginn var enn veðurblíða og nutu keppendur útiveru í keppni í pútti, kajakróðri, víðavangshlaupi og stígvélakasti auk þess sem keppt var í ringói í íþróttahúsinu á Torfnesi. Að keppni lokinni var verðlaunaafhending og mótsslit á íþróttasvæðinu á Torfnesi. Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður HSV þakkaði gestum fyrir komuna og sleit mótinu. Miðað við þær kveðjur sem mótshaldarar fengu að móti loknu voru keppendur mjög ánægðir með þátttökuna og sneru glaðir heim eftir ánægjulega heimsókn vestur á firði. Við mótshaldarar vorum einnig ánægð með framkvæmd mótsins sem tókst vonum framar og þökkum enn og aftur öllum fyrir komuna vestur og dvölina í faðmi fjalla blárra.


Fræðandi, farsælar ferðir FEB í Reykjavík opnar öllum

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni skipuleggur fjölda ferða á hverju ári, bæði innanlands og utan. Ferðir þessar eru í boði fyrir alla félagsmenn innan Landssambandsins sem áhuga hafa á. Þetta eru vel skipulagðar ferðir með fjölbreyttri dagskrá og margt er innifalið í verðinu. Hér fer á eftir upptalning á þeim utanlandsferðum sem skipulagðar eru í vetur og vor, en allar nánari upplýsingar má nálgast á vef félagsins, www.feb.is eða á skrifstofu félagsins í síma 588 2111. Skráning í ferðirnar sendist til feb@feb.is Einnig er hægt að skoða upplýsingar um ferðirnar í nýútkomnum Félagstíðindum.

Jólamarkaðsferð til Passau 30. nóv. – 4. des. 2016 – 5 daga góð ferð Á þessum árstíma eru margar þýskar borgir baðaðar jólaljósum og jóla­stemmn­ ingin einstök í Passau og Linz í Austurríki. Verð á mann: Kr. 119.500,- Innifalið flug, flugvallaskattar, gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður, kvöldverðir, allur akstur og skoðunarferðir.

Glæsileg ferð til Pétursborgar með viðkomu og skoðun í Helsinki 25. – 30. maí 2017 – 6 dagar Verð á mann kr 190.000. Innifalið: Gisting með morgunverðarhlaðborði • Atburðir skv. dagskrá • Fararstjórn og leiðsögn. • Nánar á feb.is

WASHINGTON D.C. 3. – 8. maí 2017 – Nýjung sem margir hafa spurt um ! Skipulagðar verða ferðir á sögufræga staði, söfn, söguslóðir Georgetown og ýmislegt fleira. Verð er um kr. 235.000,- og fjölmargt innifalið.

9


Breytt í þágu aldraðra - segir ráðherra um ný almannatryggingalög „Við höfum haft nefndir að störfum árum saman, undir forystu margra ríkisstjórna sem hafa haft það að markmiði að gera skipulagsbreytingar á almannatryggingum. Það hefur fram til þessa aldrei náðst um það samstaða en það tókst núna og það er í þágu aldraðra sem þessi breyting er gerð.” Þetta segist Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra vera efst í huga þegar við heyrum í henni í tilefni af nýsamþykktum lögum um almannatryggingar. Eygló hvetur alla eldri borgara til að fara á vef Tryggingastofnunar ríkisins og reikna út sína stöðu. „Þarna er verið að gera grundvallarbreytingar á kerfinu, einfalda það og fækka bótaflokkum. Þannig verður til nýr flokkur ellilífeyris og samræmt hvernig aðrar tekjur hafa áhrif á lífeyrinn. Við erum með þessari breytingu að jafna stöðu fólks þannig að ekki á að skipta máli hvaðan tekjurnar koma. Þannig verði fólk með sambærilegar tekjur í sambærilegri stöðu,” segir Eygló. „Samspil þessa alls getur leitt til þess að fólk fær verulega hækkun. Til dæmis ekkja sem hefur farið seint á vinnumarkaðinn vegna fjölskyldunnar og verið í hlutastarfi getur verið að fá tugi þúsunda króna til viðbótar á mánuði sem ætti að skipta verulegu máli. Breytingarnar koma sérstaklega vel út fyrir konur og karla sem eru með lágar aðrar tekjur.”

Viðtal við Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Hún segir önnur veigamikil atriði í nýju lögunum lúta að starfslokum fólks og hvernig fresta megi starfslokum. „Við erum að vona að fólk vilji vera áfram virkt á vinnumarkaðnum á meðan starfsgetan er til staðar og þá um leið aukið sín réttindi.” Hætt var við hækkun lífeyrisaldurs í áföngum næstu árin eins og gert var ráð fyrir í upphaflegu frumvarpi og segir Eygló að það hafi verið niðurstaða Alþingis. Það sé eindregin krafa fólks á almennum vinnumarkaði að jafna réttindin milli opinbera og almenna markaðarins. Því hafi Alþingi ákveðið að bíða með þessa breytingu. Nú kemur hækkun ellilífeyris mikið til í gegnum hækkun á heimilisuppbót sem eingöngu nýtist þeim sem búa einir? Hvers vegna er sú leið farin?

„Við erum að hækka alla bótaflokka en sérstaklega heimilisuppbótina. Þannig hugum við sérstaklega að þeim sem allra minnst hafa. Ýmsir og þar á meðal forysta eldri borgara hefur bent á að þeir sem búa einir, eru á leigumarkaði eða með mikinn heilsufarsvanda eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og því mikilvægt að huga sérstaklega að þeim. Þannig erum við að koma til móts við þá sem eru viðkvæmastir, í verstu stöðunni, bæði konur og karla með lágar tekjur,” segir ráðherra.

Hvetur félög eldri borgara til að byggja íbúðir

Eygló segir að húsnæðismálin séu stór þáttur í kjörum eldri borgara og hún vill hvetja m.a. félög eldri borgara til að gera sig enn frekar gildandi á húsnæðismarkaðnum. „Félög eldri borgara hafa byggt eignaíbúðir sem við þekkjum að eru með hagkvæmustu kostunum sem í boði eru í dag. Þar þarf fólk samt sem áður að hafa ákveðna kaupgetu. Fyrir þá sem ekki hafa eigið fé til að kaupa, væri ráð að félögin byðu einnig uppá íbúðir til leigu. Ég vil hvetja eldri borgara til að skoða þennan möguleika vel og byggja upp almennar leiguíbúðir fyrir sína félagsmenn,” segir félags- og húsnæðismálaráðherra.

Samanburður Oft er vitnað til Norðurlandanna sem fyrirmyndarríkja í velferðarmálum. Frá og með næstu áramótum verður lífeyrir almannatrygginga til eldri borgara sem býr einn 280.000 kr. á mánuði, á Íslandi. Reiknað í evrum á genginu 125 samsvarar það 2.240 evrum á mánuði. Finnland, eitt Norðurlanda, notar evru sem sinn gjaldmiðil. Þar er lífeyrir frá almannatryggingum til þess sem býr einn 766 evrur á mánuði eða aðeins Hafið þið ekki gott fólk heyrt hvað er rúmur þriðjungur þess sem hér verður best að elda úr gömlu nautahakki? frá áramótum. Nú auðvitað eldri borgara!

Ellimóð

10


Breytingar á almannatryggingum sem taka gildi 1. janúar 2017 Svo sem sjá má á meðfylgjandi töflu er hér um talsverðar hækkanir að ræða. Ellilífeyrir ásamt heimilisuppbót fyrir þá sem búa einir verður árið 2017 kr. 280.000 á mánuði og 300.000 kr. árið 2018. Tölurnar fyrir 2018 miðast við 4,2% hækkun í janúar 2018 en áfram viðbótarhækkun á heimilisuppbót þannig að samanlögð upphæð ellilífeyris og heimilisuppbótar nái 300.000 kr. Þá verður heimilisuppbótin orðin

um 62.500 kr. en er um 37.000 kr. í dag. Frítekjumark vegna tekna er kr. 25.000 á mánuði og því skerðist upphæðin ekki við það, sama hvaða tekjur um er að ræða. Hafi viðkomandi 50.000 kr. tekjur á mánuði þá skerðast 25.000 kr. af því um 45% á ellilífeyrinn og 11,9% á heimilisuppbótina. Samanlagt gerir það að viðkomandi fær þá 265.775 kr. frá TR. árið 2017, fyrir skatta. Taflan sýnir hvað hver og

einn fær samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar og félagslaga aðstoð eftir því hvaða tekjur hann hefur aðrar en lífeyri almannatrygginga. Taflan sýnir þetta eins og það er í dag árið 2016 og hvernig það verður árin 2017 og 2018 miðað við aðrar tekjur alveg að 500.000 kr. á mánuði og sýndir eru útreikningar sem sýna bæði lífeyrissjóðstekjur og atvinnutekjur. Samantekt JVK

Dæmi: Er með heimilisuppbót Bara lífeyrissjóðstekjur Tekjur 2016 2017 2018 0 246.902 280.000 300.000 25.000 221.902 280.000 300.000 50.000 196.902 265.775 285.775 100.000 166.680 237.325 257.325 150.000 141.855 208.875 228.875 200.000 117.030 180.425 200.425 300.000 67.380 123.525 143.525 400.000 39.862 66.625 86.625 500.000 39.862 14.133 29.725

Bara atvinnutekjur 2016 2017 2018 246.902 280.000 300.000 221.902 280.000 300.000 202.726 265.775 285.775 202.726 237.325 257.325 182.667 208.875 228.875 157.842 180.425 200.425 108.193 123.525 143.525 0 66.625 86.625 0 14.133 29.725

50/50 lífeyris- og atvinnutekjur 2016 2017 2018 246.902 280.000 300.000 221.902 280.000 300.000 202.726 265.775 285.775 191.505 237.325 257.325 179.093 208.875 228.875 166.680 180.425 200.425 121.797 123.525 143.525 72.147 66.625 86.625 31.013 14.133 29.725

Er ekki með heimilisuppbót Bara lífeyrissjóðstekjur Tekjur 2016 2017 2018 0 212.776 227.883 237.454 25.000 187.776 227.883 237.454 50.000 162.776 216.663 226.204 100.000 137.813 194.133 203.704 150.000 118.638 171.633 181.204 200.000 99.463 149.133 158.704 300.000 61.113 104.133 113.704 400.000 39.862 59.133 68.704 500.000 39.862 14.133 23.704

Bara atvinnutekjur 2016 2017 2018 212.776 227.883 237.454 187.776 227.883 237.454 165.655 216.663 226.204 165.655 194.133 203.704 150.162 171.633 181.204 130.987 149.133 158.704 92.637 104.133 113.704 0 59.133 68.704 0 14.133 23.704

50/50 lífeyris- og atvinnutekjur 2016 2017 2018 212.776 227.883 237.454 187.776 227.883 237.454 165.655 216.663 226.204 156.988 194.133 203.704 147.400 171.633 181.204 137.813 149.133 158.704 103.145 104.133 113.704 64.795 59.133 68.704 31.013 14.133 23.704

SMURBRAUÐSSNEIÐ MEÐ HEITREYKTRI BLEIKJU

Sigmar gerði frábærar smurbrauðssneiðar og bar fram miðdags og í hvíld milli veiðiskipta, þetta er ein af þeim.

4 f lök af heitreyktri smábleikju 2 m s k r a u ð l a u k u r, s a x a ð u r 2 msk kapers 1 m s k g r a s l a u k u r, s a x a ð u r 2 msk dill, saxað 3 eg g jarauður salt og pipar sólkjarnarúgbrauð

Bók með uppskriftum úr gögnum Sigmars B. Haukssonar heitins.

Bleikjuflök eru bein og roðhreinsuð, sett í skál ásamt öllu öðru og hrært saman. Brauðið smurt með íslensku smjöri og bleikjuhrærunni smurt þykkt á.

MEÐ:

ísköldum bjór SAKU ORIGINAL

Til að toppa þetta ljúfmeti enn frekar má setja hráa eggjarauðu á hverja brauðsneið. Borið fram með ísköldum bjór og snafsi.

ANTAR INFO

GOTT

& snafsi

- 43 - 42 -

Bókin er uppfull af skemmtisögum vina hans og prýdd fjölda ljósmynda af réttum sem hann eldaði og frá ævi og starfi Sigmars. Með hverri uppskrift er tillaga að víni, sem Sigmari þótti ómissandi þáttur góðrar máltíðar. Útgefandi og dreifing: Sökkólfur ehf. kjartan@dot.is • Sími 824 8070

11


Viðtöl við formenn aðildafélaga Það er mikil gróska í félagsstarfi aðildarfélaga LEB um allt land og drífandi og áhugasamt fólk sem velst í stjórnir félaganna. Listin að lifa sló á þráðinn til nokkurra nýrra formanna í félögum eldri borgara til að forvitnast um starfið og hvernig þeim hafi líkað að taka við. Hér fer á eftir stutt samantekt úr þessu spjalli. Haukur Halldórsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri og nágrenni. Haukur býr á Þórsmörk sem er beint á móti Akureyri. Hann er mikill félagsmálamaður, hefur setið í sveitarstjórn og verið formaður Bændasamtakanna í 8 ár og einnig setið í mörgum nefndum og stjórnum sem tengdust þessum störfum. Haukur segist sammála því að vinna í félagsmálum haldi fólki virku lengur fram eftir aldri. Reyndar sýna rannsóknir félagsfræðinga það líka. „Þetta er nýr vettvangur fyrir mig” segir Haukur „og ég hef fundið fyrir því hvað þetta er margbreytilegur hópur. Það er mikil breidd í aldri og mikill munur á fólki bæði félagslega og efnahagslega. Margir eldri borgarar hafa það ágætt, sér í lagi þeir sem hafa verið í opinberu lífeyrissjóðunum. Einnig er mismunur

á því hvort fólk hefur tileinkað sér nýjustu tæknina, kann á tölvu og nýju símana. Það getur skapað erfiðleika ef fólk dregst aftur úr hvað það varðar. Við höfum brugðist við því, með því að halda m.a. tölvunámskeið með aðstoð

Stefanía Magnúsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Garðabæ. Stefanía tók við formennsku s.l. vetur af Ástbirni Egilssyni og segist fá góða aðstoð frá honum við að setja sig inn í starfið. „Ég er félagsmálatröll og var í stjórn VR, ASÍ og fleiri félaga áður fyrr, þannig að ég þekki félagsstarf vel, þó þetta sé öðruvísi“, segir Stefanía. Í félaginu eru um 1200 manns. Aðstaðan fyrir félagsstarfið er í Jónshúsi í Sjálandshverfinu. Hún segir að það sé gott samstarf við bæjarstjórnina. Garðabær rekur félagsmiðstöðina og leggur félaginu til húsnæði fyrir skrifstofu en félagið notar einnig salinn í Jónshúsi fyrir sitt félagsstarf. Einnig eru í boði ýmis námskeið sem haldin eru í safnaðarheimili kirkjunnar. Stundum er erfitt að vita hvað sé bæjarins og hvað 12

framhaldsskólanema sem hafa kennt eldri borgurum.“ Félag eldri borgara á Akureyri og nágrenni hefur aðstöðu fyrir félagsstarf í Bugðusíðu 1 og einnig er starfsemi í Víðilundi. Skipulagt félagsstarf hefur nánast eingöngu verið að vetrinum þar til á þessu ári að s.l. vor fékk félagið áhugahóp í blokkunum í kringum húsnæðið í Bugðusíðu til að taka að sér að sjá um félagsstarfið. Opið var þrisvar í viku yfir sumarið nema í júlí. Það gaf góða raun og fólk var ánægt með það. „Núna erum við að stofna áhugahópa um golf eða pútt og fara af stað með krullu- og bocciahópa“. Hann segist hafa orðið var við að það höfði til all margra. Það er margt í gangi hjá félaginu fyrir norðan og mætti ýmislegt telja sem fram kom í spjalli við Hauk, en látum þetta nægja að sinni.

fleiri netföng félagsmanna til að láta vita reglulega um starfsemina. „Við nýtum einnig samfélagsmiðlana og kynnum ýmislegt á fésbókinni. Erum með því að reyna að ná til fleiri eldri borgara en þeirra sem búa í nálægð Jónshúss. Við erum með ball í byrjun nóvember og árlega jólahlaðborðið okkar verður þann 3. desember, en það er svo vinsælt að salurinn í Jónshúsi takmarkar fjöldann sem kemst þar að. Sjálfsagt er margt sem mætti bæta og við í stjórn félagsins reynum eftir bestu getu að brydda upp á því sem kemur félagsmönnum til góða“ segir Stefanía að lokum. félagsins vegna hins nána samstarfs, að sögn Stefáníu. Þegar spurt er hvað henni finnst helst þörf að bæta í félagsstarfinu segist hún leggja áherslu á að kynna starf félagsins betur og hvað sé í boði. Hún hefur lagt sig fram um að fá


Valgerður Sigurðardóttir formaður FEB í Hafnarfirði. Valgerður er ungur eldri borgari og ný í félaginu og þekkti vel til starfsins frá því hún var bæjarfulltrúi í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, en þar hefur ávallt ríkt mikill velvilji gagnvart starfi eldri borgara. Í félaginu eru nú 1522 meðlimir og fer félagið ört vaxandi. Starfsemin er í miklum blóma og kom henni þægilega á óvart hvað dagskráin er fjölbreytt og aðlaðandi. „Það er gaman að vinna í svo góðum hópi, fólk er afar duglegt að koma með hugmyndir og er reynt að verða við sem flestu“ segir Valgerður. „FEBH leggur mikla áherslu á hreyfingu eldri borgara. Við bjóðum upp á líkamsrækt, göngur, spil,söng og dans erum með flottan kór sem farið hefur víða. Við erum með púttaðstöðu hjá golfklúbbnum Keili og völl við Haukahúsið. Þá erum við með leikfimi í Bjarkarhúsi, sundleikfimi í Ásvallalaug,

tréskurð í gamla Lækjarskóla og göngur í Kaplakrika alla morgna. Bókasafnið og sundiðkun er í boði Hafnarfjarðarbæjar. Þessa daganna erum við að lesa Laxdælu undir stjórn Kristínar Jónsdóttur íslenskufræðings en það er nýtt námskeið hjá okkur og nýtur vinsælda.” Hún segir að aðalstarfsemin fari fram á Flatahrauni 3 og þar er afar góð að-

LITABLETTIR Á HANDARBÖKUM? HÚÐSLÍPUN ER MJÖG ÁRANGURSRÍK MEÐFERÐ GEGN LITABLETTUM

staða á allan hátt. Jafnframt er félagið með starfsemi á tveimur öðrum stöðum í bænum, að Hjallabraut 33 og Sólvangsvegi 1, þar sem boðið er upp á handavinnu og fleira. Hafnarfjarðarbær sér um allan rekstur á félagsmiðstöðinni, mannahald og greiðir húsaleigu. Ástjarnarsókn er ný sókn í Hafnarfirði. Þar rís nú glæsilegt safnaðarheimili og hefur komið til tals að nýta það að hluta fyrir starfsemi eldri borgara. Aðalstarfsemin verði áfram á Flatahrauni en útstöðvarnar yrðu þá þrjár sem væri aukin þjónusta við aldurshópinn. Félagið hefur þrýst á byggingu hjúkrunarheimilis í bænum og nú er ákveðið að byggja við hjúkrunarheimilið Sólvang og þá fjölgar rýmum um tvö, en samhliða er verið að lagfæra húsið svo það uppfylli núverandi kröfur um aðbúnað á hjúkrunarheimilum. „Það má alltaf bæta um betur og vonandi verður ekki langt þangað til við sjáum nýtt hjúkrunarheimili rísa innan bæjarlandsins“ segir Valgerður.

Við sérhæfum okkur í

Húðslípimeðferðum Góður árangur – Gott verð

Fyrir

Fyrir

Eftir

RAUÐUR ÞEGAR HEITT ER OG BLÁR ÞEGAR KALT ER ? ÞAÐ ER HÆGT AÐ FJARLÆGJA HÁRÆÐASKEMMDIRNAR

Húðslípimeðferð Húðslípun vinnur á ótímabærri öldrun húðar og örum eftir bólur, ójafnri og óhreinni húð, litabreytingum og öldrunarblettum. Blóð- og næringarflæði til húðfrumna eykst sem stuðlar að heilbrigðari og unglegri húð. Hversu margar meðferðir þarf? Til að ná sem mestum árangri er best að fara í 10 meðferðir í röð með 5-7 daga millibili.

Fyrir

Eftir

10% afsláttur fyrir eldri borgara af meðferðum og auka 5% af tilboðs-meðferðapökkum ATHUGIÐ ! Erum flutt í Hraunbæ 102

Eftir

PANTAÐU FRÍAN TÍMA Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA 893-0098

Hljóðbylgjumeðferð Fjarlægir háræðaslit í andliti, háræðastjörnur, blóðblöðrur og skemmdir í húð eftir rósroða. Hversu margar meðferðir þarf? Algengt er 2-4 skipti, en misjafnt er hversu margar meðferðir þarf til að fjarlægja háræðaslit endanlega.

Snyrtistofan Hafblik

Hraunbæ 102 • Reykjavík • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com

13


Haukur Helgi Þorvaldsson formaður Félags eldri Hornfirðinga. Haukur Helgi formaður félagsins á Höfn í Hornafirði hefur svo sannarlega nóg að gera. Hann er kominn yfir sjötugt en vinnur ennþá þrjá og hálfan dag í viku á netaverkstæði Skinneyjar/ Þinganess. Hann er lærður netagerðarmeistari og rak verkstæði á Höfn í mörg ár ásamt öðrum. Hann starfaði einnig sem æskulýðs- og tómstundafulltrúi hjá sveitarfélaginu í 18 ár og kynntist þá vel starfi eldri borgara sem fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn félagsins. Haukur er greinilega fjölhæfur, sinnir tónlist og var lengi með hljómsveit á Höfn. Þegar blaðið hafði samband við hann var hann á leið á fund um heilsueflandi samfélag sem landlæknisembættið stendur fyrir. Hornafjörður er 9. sveitarfélagið sem Haukur með nikkuna í sumarferð félagsins. tekur þátt í þessu verkefni og þar með eru um 70% landsmanna innan þeirra Haukur Helgi. „Við erum með sundleikfimi, gönguferðir, sveitarfélaga sem taka þátt í þessu ágæta verkefni. „Við erum að gera ýmislegt í þessa veru“ segir leikfimi og boccía og í verkefninu brúkum bekki. Þá syngjum við í kór og erum með vöffluball einu sinni í mánuði á sunnudögum, þá er dansað og drukkið vöfflukaffi“. Einu sinni í mánuði hefur Haukur viðtalstíma fyrir félagsmenn í Ekrunni sem er húsnæði félagsins. Þá nefnir hann að meðfram sjávarbakkanum á Höfn er göngu-og hjólastígur og þar eru nokkrir heimilismenn frá hjúkrunarheimilinu sem fara þar um á rafskutlum sínum. Vandamál er að erfitt getur verið á fá inni fyrir skutlurnar. Honum er hugleikið að fá viðbyggingu við hjúkrunarheimilið sem lengi er búið að bíða eftir, en þar dvelja heimilismenn að langmestu leyti í tvíbýli og því þarf að breyta í einbýli og þá jafnframt að hugsa fyrir geymslu fyrir skutlurnar. „Við eigum 3 fulltrúa í öldungaráði og vinnum þar með sveitarfélaginu en það styrkir félagið vel með fjárframlagi“. Hann segir að margir eldri borgarar séu í stóru húsnæði og geti ekki minnkað við sig vegna lítils framboðs á minni íbúðum og eru því að greiða há fasteignagjöld. Hann vill helst niðurfellingu fasteignagjalda fyrir eldri borgara eða a.m.k. verulega lækkun. Félagið á húsnæði með sveitarfélaginu sem starf þess fer fram í og starfsemi kvenfélagsins. Fréttir um starfið hjá eldri Hornfirðingum birtast endurgjaldslaust í héraðsfréttablaðinu EystraHorni sem fer í öll hús á Hornafirði. Haukur Helgi DROPAR GEL Skammtahylki, án rotvarnarefna. Skammtahylki, án rotvarnarefna. er bjartsýnn á öflugt starf hjá eldri Hornfirðingum og Hægt er að loka eftir opnun. Hægt er að loka eftir opnun. hvetur alla 60 ára+ að ganga til liðs við félagið. Dreypiglas 10 ml Dreypiglas 10 ml

Tárin sem endast

Má nota í 3 mánuði eftir opnun.

VISMED ® inniheldur engin rotvarnarefni og því eru hverfandi líkur á ofnæmi.

14

Má nota í 3 mánuði eftir opnun.

VISMED ® inniheldur hýalúrónsýru sem er smurolía náttúrunnar og finnst víða í mannslíkamanum.

VISMED ® myndar náttúrulega tárafilmu á yfirborði hornhimnunnar sem endist óvenjulengi á auganu.


Rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, hafa staðfest nýjan rammasamning um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila í landinu. Markmiðið er að tryggja góða þjónustu á heimilinum, auka gegnsæi greiðslna fyrir veitta þjónustu og bæta eftirlit. Framlög ríkisins til rekstrar hjúkrunarheimila verða aukin um 1,5 milljarð króna. Hingað til hafa flest hjúkrunarheimili landsins verið rekin fyrir daggjöld sem ríkið hefur greitt án samnings við heimilin. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað hvatt stjórnvöld til að gera samninga við öll hjúkrunarheimili þar sem fram komi skilgreining á verði þjónustunnar ásamt kröfum um magn hennar og gæði. Samningurinn sem nú liggur fyrir er heildstæður rammasamningur sem Sjúkratryggingar Íslands standa að í samræmi við lög um sjúkratryggingar. Samningsaðilar eru Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þetta er stærsti samningur um heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert, en þess er vænst að alls 46 hjúkrunarheimili gerist aðilar að samningnum með samtals 2.516 hjúkrunar- og dvalarrými.

Stórt framfaraskref

Þeir sem komið hafa að rekstri hjúkrunarheimila hafa um langt árabil hvatt til þess að svona samningur yrði gerður og telja þetta mikið framfaraskref. Pétur Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir það nauðsynlegt fyrir alla hagsmunaaðila að til séu skýrar reglur um hvaða þjónustu eigi að veita. „Einnig er ekki síður mikilvægt að skýra hvaða þjónustu eigi ekki að veita, þannig að ekki skapist núningur t.d. þegar væntingar ættingja eru allt aðrar en sú þjónustu sem í boði er. Þar að auki er það bara samfélagslega mikilvægt að gengið sé frá samningum um þessi mál. Þarna eru rúmlega 25 milljarðar sem renna úr ríkissjóði Hjúkrunarheimilið Grund til reksturs hjúkrunarhefur verið starfrækt í 94 ár og heimila á hverju ári og fram til þessa aldrei verið með um svona háar fjárhæðir verða að vera skriflegan samning við ríkið, en samningar og skilgreind ríkissjóður hefur samt verið að greiða um 3 milljarða á ári til þjónusta.“ starfseminnar.

Ný kröfulýsing öldrunarþjónustu Einn liður í nýjum rammasamningi er kröfulýsing sem unnin er af hálfu velferðarráðuneytis. Hlutverk hennar er að vera kröfuskjal með lágmarkskröfum sem ráðuneytið gerir til þess aðila sem tekur að sér rekstur þjónustunnar og um þá þjónustu sem hann skal veita. Þar koma fram almennar kröfur til öldrunarþjónustu auk sérkrafna og undantekninga. Frá og með 1. janúar 2017 verður hjúkrunarheimilum gert skylt að vinna samkvæmt þessari kröfulýsingu og hafa þannig fram til áramóta til að aðlaga sig. Mönnun hjúkrunarheimila er langstærsti kostnaðarliður við rekstur þeirra. Pétur Magnússon forstjóri Hranistuheimilanna segir að 80-90% af rekstrarkostnaði liggi í launum starfsfólks og sé það einsdæmi í rekstri fyrirtækja. Landlæknisembættið hefur haft ákveðin viðmið varðandi mönnun sem hjúkrunarheimilum hefur verið gert erfitt að mæta, því fjármagn til rekstrarins hefur ekki dugað. Pétur segir að í viðræðum við ríkið um nýja rammasamninginn hafi verið ákveðin vonbrigði að lágmarksviðmið landlæknis hafi ekki verið lögð til grundvallar. „Miðað við úttekt sem við fengum óháðan aðila til að gera, hefur vantað 30-40% uppá greiðslur til heimilanna til að dæmið gengi upp varðandi æskilega mönnun. Það voru því ákveðin vonbrigði að við gerð þessa rammasamnings hafi verið ákveðið að slaka frekar á kröfum um mönnun, í stað þess að bæta við fjármagnið. Hjúkrunarheimilin hafa ekki verið að uppfylla þessi viðmið landlæknis fram til þessa en við viljum gera betur og uppfylla það sem eftirlitsaðilinn telur að þurfi. Ef það eru ekki raunhæf viðmið eða alvöru kröfur þá er ábyrðgarlaust að setja þær fram,” segir Pétur.

Hjúkrunarrými Þörfin fyrir hjúkrunarrými er áætluð vera um 2800 rými í dag og gert er ráð fyrir að þörfin muni nærri tvöfaldast á næstu 20 árum, miðað við óbreytt ástand í breyttri aldurssamsetningu eða í ríflega 5400 rými. Forsvarsmenn fyrirtækja í velferðarþjónustu telja einsýnt að ríkissjóður einn geti ekki borið allan þann kostnað sem þeirri fjölgun fylgir. Þess vegna er afar brýnt að unnið verði að leiðum til að hafa áhrif á þörfina með öðrum leiðum, þannig að þessi tala hækki ekki í jöfnu hlutfalli við fjölgun eldri borgara næstu árin.

Ellimóð

Hvenær fáum við peningaseðla úr plasti sem setja má í þvottavélina?

15


Fræðsluhornið Bryndís Steinþórsdóttir

Ágætu lesendur! Það er gott að heyra frá ykkur og að fá efni í þáttinn. Í upphafi koma ráðleggingar frá Hólmfríði Þorgeirsdóttur, næringarfræðingi hjá Embætti landlæknis, þar sem lögð er áhersla á að fólk borði fjölbreyttan mat í hæfilegu magni og njóti þess að borða. Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir og linsur, feitan og magran fisk, olíur, hreinar fituminni mjólkurvörur og kjöt og vatn til drykkjar. Með þetta að leiðarljósi er hægt að njóta þess að borða allan mat af og til og engin ástæða til að útiloka einstakar fæðutegundir. Það skal tekið fram að fólk með sjúkdóma og eldra fólk sem borðar lítið getur haft aðrar þarfir. Eftirfarandi uppskriftir hafa borist:

Ministrone- eða ítölsk grænmetissúpa (fyrir 4) frá Guðbjörgu G.K

Súpa sem bregst ekki 150 gr skinka eða bacon 2 msk hrísgrjón 2 gulrætur 1 blaðlaukur (púrra) 2-3 kartöflur ½ lítri hvítkál (skorið í strimla og mælt í lítramáli) 1 l soð (notast má við grænmetis-eða nautakjötskraft) 2-3 msk tómatkraftur (ekki tómatsósa) 1 tsk majoram Skinkan/baconið skorið í teninga, léttsteikt í potti með hrísgrjónum. Hreinsið og skerið gulrætur, blaðlauk og kartöflur í sneiðar, sett í pottinn ásamt hvítkálinu. Soðinu, majoraminu, tómatkraftinum (og hvítlauknum ef vill) bætt í og soðið við vægan hita, undir loki í ca. 30 mínútur. Súpan smökkuð til með salti, rifnum osti og steinselju. Ég ber alltaf litlar pizzur með osti og skinku eða heitt ostabrauð fram með þessari súpu. Fljótleg og lystug, fín vetrarsúpa.

Hryggjarsteik – tilbreyting.

Steikin verður bragðmeiri, ef hún er krydduð og fyllt með t.d. sveppum eða ávöxtum. Skerið sitt hvoru megin við hryggjarliðina. Kryddið með nýju eða þyrrkuðu kryddi. Fyllið t.d. með sveppum, ávöxtum eða annrri kjötfyllingu. Bindið utan um hrygginn eins og gert er með rúllupylsu og steikið á venjulegan hátt.

16

Franskur hvítbauna grænmetisréttur (fyrir fjóra) frá Elísabetu S.M.

4 dl hvítar baunir (útvatnaðar og soðnar) 2 gulrætur, meðalstórar (skornar í litla bita) 1 meðalstór sellerírót (afhýdd og skorið í litla teninga) 1 rauð papríka (skorin í strimla) 1 laukur (smátt skorinn) 2 hvítlauksgeirar (marðir eða smátt skornir) 1 dós niðursoðnir tómatar (smátt skornir) 3 msk ólífuolía 2 tsk karrý 1 msk rósmarín 1 msk tímían 2 tsk grænmetiskraftur (gerlaus) Salt og pipar, eftir smekk Grænt blaðkrydd, t.d. steinselja og basilikum, smátt saxað. Byrjið á því að steikja allt grænmetið í ólífuolíunni smá stund, bætið þá kryddinu saman við og steikið við meðalhita í ca. 15 mínútur. Nauðsynlegt getur verið að bæta örlitlu vatni saman við. Setjið síðan baunirnar, niðursoðnu tómatana og grænmetiskraftinn saman við og látið réttinn sjóða við vægan hita þar til grænmetið er orðið vel meyrt. Saltið og piprið að vild. Bæta má vatni við, ef ykkur finnst sósan vera of þykk. Rétt áður en rétturinn er borinn fram er gott að strá fersku blaðkryddi yfir. Berið fram með brúnum (heilkorna) hrísgrjónum og spergilkáli eða fersku grænu salati. Einnig má bera sýrðan rjóma fram með réttinum. Hvítar baunir (haricot beans) fást í heilsubúðum. Ef þið fáið þær ekki má nota kjúklingabaunir. Gott er að borða baunarétti við og við,

jafnvel þó svo að við séum ekki grænmetisætur því baunir eru hollar, próteinríkar, trefjaríkar og fitulitlar.

Kjúklingabringur með Camembertosti frá Elínu E.

4 kjúklingabringur Camembertostur sveppir matreiðslurjómi kjúklingakrydd BBQ sauce orginal Hunts Skerið vasa í bringurnar og fyllið með camembertosti. Steikið við góðan hita c.a 7 mínútur á hvorri hlið, bætið sveppum á pönnuna, og steikið þar til bringurnar eru gegnum steiktar. Setjið BBQ-sósuna á bringurnar og hellið matreiðslurjómanum yfir, bætið camembertosti í sósuna. Borið fram með hrísgrjónum og salati.

Ávextir hitaðir á pönnu frá Ingimar H.

Uppskrift fyrir 4 Auðveld ljúffeng lausn sem grípa má til með stuttum fyrirvara. Blanda af einhverjum ávöxtum sem til eru í kotinu, t.d.: 1 stk epli 1stk appelsína 1 stk pera 2 stk plómur, apríkósur eða nektarínur 1 msk smjör 3 msk hunang 2-4 tsk kanill 2-4 tsk negull Ávextirnir eru afhýddir og skornir í bita. Smjörið er hitað á pönnu. Ávöxtunum bætt á hana og látið malla í nokkrar mínútur eða þangað til þeir eru fara að


linast, en mega ekki að fara í mauk. Að lokum er hunangi, kanil og negul bætt út í. Pönnusteiktir ávextir eru góðir sem eftirréttur eða með kökum á kaffiborð.

Rabarbara jarðarberjamauk frá Önnu Þ.

1 kg rabarbari 400 gr jarðarber (skorin smátt eða sett í blandara) 500 gr sykur eða eftir því sem hver vill Soðið saman eins og rabarbarasulta. Geymt í kæli.

Marsipanlengjur (gerdeig) frá Guðrúnu Hj.

50 gr ger 2 dl mjólk 2 egg 1 msk sykur ½ tsk kardimommur ½ tsk salt 200 gr brætt smjör 600 gr hveiti Hnoðað deig látið á hlýjan stað meðan fyllingin er löguð. Fylling. 150 gr Odense marsipan 125 gr sykur 125 gr smjör 100 gr súkkulaðidropar Hrært vel saman Ofan á 1 egg 50 gr heslihnetur flórsykur Deiginu er skipt í 3 hluta. Flatt út í lengjur. Fyllingin sett á miðjuna. Skorið á ská í kantana og fléttað. Penslað með þeyttu eggi og söxuðum hnetum stráð yfir. Bakað við 200°C hita í 15- 20 mín. Stráið sigtuðum flórsykri yfir lengjurnar ef vill.

Þjófastrákar (smákökur) frá Önnu Margréti

400 gr hveiti 250 gr smjörlíki 250 gr sykur 50 gr kókosmjöl 1 egg ½ tsk lyftiduft Deigið hnoðað og flatt út, skornar út

kringlóttar kökur frekar litlar. Bakað við 200°hita Lagðar saman með sultu og þeyttum rjóma á milli. Geymt í frysti

Flöskupoki frá Guðbjörgu Karlsdóttur.

Efni: Léttlopi tveir litir. Prjónar nr. 3, plastflaska eða peli undan víni. Bolur: Fitja upp 40 l. , prjóna í hring 1 l brugðin og 1 l slétt 4 umf. Síðan slétt prjón 4 umf. Síðan er munstur prjónað ( þarf e.t.v. að bæta við lykkjum eða taka úr svo munstur passi. ) og svo áfram slétt prjón þar til peysan mælist 14 cm. Felldar af 2 l. fyrir handveg hvoru megin. Geymt meðan prjónaðar eru ermar. Ermar: Fitja upp 12 l. Prjóna stroff 4 umferðir . Prjóna slétt og auka í 2 l. Prjóna alls 14 umf. Fella af 2 l. undir hendi. Prjóna aðra eins. Prjóna saman bol og ermar. Taka síðan úr 8 l. þar sem bolur og ermi mætast, þá eru 56 l. eftir á prjónum. Prjóna munstrið aftur ef vill. Og 1 umf. aðallit. Taka úr 12 l. jafnt yfir allan hringinn. Prjóna 2 umf. Taka úr 12 l., prjóna 2 umf. Taka úr 6 l. Þá eru 20 l. á prjónunum. Prjóna stroff 14 umf. Fella af 4 l. Í miðju framan og aftan þá eru 6 l. eftir á tveimur prjónum. Prjóna bandið með garðaprjóni alls 78 garða og lykkið síðan saman við hálsmálið. Lykkið saman undir höndum. Pelinn settur inn í peysuna. Búin til snúra og dregin í að neðan. Þegar búið er að setja pelann inn í er pokinn dreginn saman svo flaskan fari ekki út og hnýtt fyrir. Tilvalið að hafa vatn í flöskunni í gönguferðir á fjöll eða bara úti að trimma.

Jólaskraut frá Margréti M.

Bangsi og jólatré Sníðið tvöfalt filt í bangsann og saumið í annað stykkið augu, nef og munn. Varpið stykkin síðan saman. Hafið op á

Ég vonast eftir góðu efni í næsta blað. Bestu kveðjur og óskir.

hausnum og fyllið bangsann með troði. Jólatréð er skreytt með palliettum eða öðru skrauti áður en það er varpað saman Hengið upp með mjórri snúru eða borða.

Heimatilbúinn fægilögur á messing og kopar frá Jakobínu G ½ bolli vatn ½ bolli edik ½ tsk salt ½ tsk sítrónusýra ½ bolli hveiti Öll hrært vel saman.Það sem fægja á er þvegið upp úr leginum og skolað úr volgu vatni og þurrkað með mjúkum klút. Ath. Sítrónusýra fæst t.d. í Ámunni.

Bryndís Steinþórsdóttir hússtjórnarkennari. bryndisst@internet.is 17


Málstofa um mikilvægi næringar aldraðra:

Vannæring eldri borgara algeng Á annað hundrað manns tók þátt í málstofu um næringu aldraðra sem haldinn var á Háskólatorgi Háskóla Íslands nú í haust og var á vegum Landsspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ) og Rannsóknarstofu í næringarfræði (RÍN). Yfirskrift fundarins var; Næring – er það eitthvað sem skiptir aldraða máli? Rannsóknir hafa sýnt að vannæring er mjög kostnaðarsöm fyrir heilbrigðiskerfið því þetta eru þeir einstaklingar sem liggja lengur inni á sjúkrastofnunum, endurinnlagnir á sjúkrastofnanir eru algengari og afleiðingar vannæringar á einstaklinginn sjálfan geta verið mjög alvarlegar. Andlegri- og líkamlegri færni hrakar fyrr hjá vannærðum einstaklingum og þetta eru þeir einstaklingar sem deyja fyrr. Anne Marie Beck dósent í næringarfræði frá Danmörku og sérfræðingur á sviði næringar og öldrunar sýndi í fyrirlestri sínum fram á sparnað hvað varðar lengd sjúkrahúslegu, endurinnlagnir og ekki síður hvað varðar aukin lífsgæði aldraðra einstaklinga sem fengu heimsókn næringarráðgjafa sem vann með heimaþjónustunni til að tryggja bætt næringarástand eða að viðhalda heilbrigðu næringarástandi. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að koma í veg fyrir vannæringu og meðhöndla alla sem eru í áhættu á vannæringu ekki aðeins þá sem eru þegar vannærðir. Ólöf Guðný Geirsdóttir, dósent í næringarfræði við HÍ lagði fram niðurstöður íslenskra rannsókna sem sýna tíðni vannæringar meðal veikra aldraðra á sjúkrastofnunum. Ný rannsókn frá 2015/2016 sýnir að 33% af inniliggjandi öldruðum á Landakoti, hafa sterkar líkur á vannæringu og önnur 33% sem hafa ákveðnar líkur á vannæringu samkvæmt skimun fyrir vannæringu. Þegar heim er komið er lítið stuðningsnet fyrir fagfólk og umönnunaraðila hvað varðar viðbrögð þegar grunur er um vannæringu eða vannæring er til staðar. Engar leiðbeiningar eru til á Íslandi um mataræði eða næringu veikra aldraðra. Einnig eru fá úrræði fyrir þá sem vilja grípa inn í lélegt næringarástand og hjálpa einstaklingn18

Fyrirlesararnir frá vinstri - Inga Þórsdóttir, Sigrún Barkardóttir, Ólöf G Geirsdóttir, Bryndís Elfa Gunnarsdóttir (fulltrúi IcePharma sem kostaði málþingið), Ragnheiður Guðmunds & Anne Marie Beck. Ljósmynd: Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir.

Á annað hundrað manns tók þátt í málstofunni. um við að fyrirbyggja vannæringu eða að byggja sig upp. Næringarfræðing vantar í heimaþjónustu eða á heilsugæsluna og heimsendur matur er eingöngu miðaður við þarfir heilbrigðra aldraðra. Samkvæmt rannsóknum bæði hér á landi og erlendis sem kynntar voru á málþinginu, hafa þær ítrekað sýnt að aldraðir eru viðkvæmur hópur og vannæring aldraðra er algeng. Því er mikilvægt að allir taki höndum saman heilbrigðisstarfsmenn, ættingjar og einstaklingarnir sjálfir til að vinna gegn vannæringu aldraðra. Einnig þarf að taka stöðuna hvað varðar tíðni vannæringar aldraðra t.d. í heimahúsum, þau úrræði sem eru í boði og hverjum þau nýtast. Þá var hvatt til þess að ráðleggingar um

einstaka sjúkdóma og næringarþarfir aldraðra væru á útvef LSH til upplýsinga fyrir fagfólk annarstaðar í heilbrigðiskerfinu og ekki síður fyrir einstaklingana sjálfa og aðstandendur þeirra. Fundurinn kallaði eftir lausnamiðuðum ráðleggingum um mat og næringu veikra aldraðra, fræðsluefni og kennslu um mikilvægi heilbrigðs næringarástands, bæði fyrir fagfólk og aðstandendur. Mikilvægt er að fjölga valkostum um heimsendan mat, bæði hvað varðar fjölbreytni, áferð og ekki síður að sérfæði eins og orku- og næringarþétt fæði eða vegna ákveðinna sjúkdóma sé í boði fyrir alla sem þurfa að fá heimsendan mat.


ÍSLENSKA/SIA.IS LYF 82064 11/16

Við erum til staðar fyrir þig

Lyfjaskömmtun Lyfju Við bjóðum upp á lyfjaskömmtun í öllum verslunum Lyfju. Lyfjaskömmtun er góður kostur fyrir þá sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar. Þú getur kynnt þér þessa þjónustu betur á lyfja.is

lyfja.is


Ráðstefna um velferðartækni og forvarnir gegn slysum Samstarfsnefnd eldri borgara á Norðurlöndunum hélt ráðstefnu um forvarnir gegn slysum og velferðartækni í kjölfar stjórnarfundar í október sl. í Svíþjóð. Á ráðstefnunni voru 13 fyrirlesarar sem allir fjölluðu um málefnið en frá ýmsum sjónarhornum og þátttakendur voru um 30 manns. Tomas Lagerwall kynnti efni bókar sem önnur sænsku samtakanna gefa út um velferðartækni fyrir eldri borgara og fylgir henni einnig námsefni til kennslu á vegum samtakanna. Prófessor í arkitektúr sagði frá verkefnum sem hún hefur unnið og hefur að markmiði að hægt sé að innrétta húsnæði eftir breytingum á þörfum aldraðra eftir því sem aðstæður þeirra breytast og þeir búa lengur á eigin heimilum sem veikir aldraðir í stað þess að vistast á hjúkrunarheimilum. Þá var sagt frá tilraunaverkefni prófessors í tæknifræði í framleiðslu á gúmmímottum undir hefðbundin gólfefni, sem minnka afleiðingar slysa af völdum falls í heimahúsum um 80% bæði á mjöðmum og höfði. Það vakti athygli að í máli hans kom fram að hann fór að vinna að þessu verkefni eftir hvatningu frá aldraðri móður sinni. Ráðstefnugestum voru kenndar æfingar til að auka stöðugleika í daglegu lífi sem auðvelt er að gera hvar sem er eða bæta við gönguferðirnar. Sjúkraþjálfari lagði áherslu á mikilvægi þess að þjálfa á réttan hátt og auka jafnvægið með æfingum og gæta jafnframt að réttu mataræði og að lyf geti aukið hættu á svima. Hún sagði einnig að aukin kyrrseta væri nýr áhættuþáttur sem jafnaðist á við reykingar. Fulltrúi Norrænu Velferðarmiðstöðvarinnar kynnti þau verkefni á sviði velferðartækni sem unnið er að á Norðurlöndunum. Þar kom fram að samstarf er við Reykjavíkurborg, Akureyrarbæ og velferðarráðuneytið um verkefni á sviði velferðartækni. Þá sagði fulltrúi Norðurlandaráðs sem ennfremur situr í velferðarráði sænsku ríkisstjórnarinnar frá samstarfi 20

Norðurlandanna um aðgerðir til að varna slysum . Umræðan á ráðstefnunni varð hvatning til yfirlýsingar um aðgerðir til að fækka slysum á öldruðum sem samtökin munu senda norrænu ríkisstjórnunum og koma á framfæri við almenning á Norðurlöndunum. Birna Bjarnadóttir, alþjóðafulltrúi LEB. Haukur Ingibergsson, formaður LEB, prófar nýtt tæki frá AssiStep. Tækið er til að aðstoða fólk upp og niður stiga.

Yfirlýsing Samstarfsnefnda Landssambanda eldri borgara á Norðurlöndum

- samþykkt í kjölfar málstofu um varnir við byltum og slysum og notkun velferðartækni sem haldin var í Sigtuna í Svíþjóð 20. október 2016. Fækkun slysa á eldri borgurum. Margt eldra fólk dettur og slasast, sem veldur þeim miklum þjáningum og óþægindum. Því miður eru mörg slík slys jafnvel banvæn. Slys af völdum dettni eru stórt samfélagslegt vandamál á Norðurlöndunum. Áhætta af slysum af völdum dettni eykst með aldrinum og þegar eldri borgurum fjölgar eins og nú og er fyrirsjáanlegt, mun þeim slysum fjölga. Það er því mikilvægt að við á Norðurlöndunum grípum markvisst til fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir slík slys. Velferðartækni er leið til að koma í veg fyrir fall og slys af þeirra völdum og þar eru þegar í boði margar mismunandi lausnir. Á þessu sviði er einnig unnið að miklum rannsóknum sem tryggja stöðuga þróun. Við erum sannfærð um að velferðartækni mun halda áfram að þróast og verða tiltæk fyrir heimili eldri borgara og því ber að fagna. Þessari þróun fylgja þó ýmsar siðferðislegar spurningar sem þarf að leysa í samstarfi við eldri borgara og aðstandendur þeirra. Samstarfsnefnd norrænna eldri borgara er samstarfsverkefni átta landssamtaka eldri borgara á sex Norðurlöndum, það er í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Við teljum að; - Norðurlöndin og norrænu ríkisstjórnirnar verði að skoða slys á öldruðum af alvöru og setja af stað forvarnarstarf til að fyrirbyggja slík slys og fækka þeim. Markmiðið ætti að vera að slysum eldri borgara af völdum dettni verði úr sögunni. - Eldra fólk verður að hafa sjálfsákvörðunarrétt og hafa tækifæri til að ákveða hvort og hvernig velferðartækni verður notuð á heimilum þeirra.



30 ára afmæli FEB í Reykjavík og nágrenni

Félagið sterkara en nokkru sinni Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni heldur uppá 30 ára afmæli sitt á þessu ári. Félagið er langstærsta aðildarfélag innan LEB með vel yfir tíu þúsund félagsmenn. Félagsstarfið er mjög fjölbreytt á mörgum stöðum í borginni og óþrjótandi verkefni sem við er að fást hjá stjórn og starfsmönnum félagsins til að þjónusta svo fjölmennann og breiðan aldurshóp. Við hittum Þórunni Sveinbjörnsdóttur formann FEB í Reykjavík og nágrenni á skrifstofu félagsins í Stangarhyl og ræddum við hana í tilefni afmælisins. Hvernig er haldið uppá afmæli félagsins? „Við ákváðum í ársbyrjun að halda uppá afmælið með veglegum fundum sem eru opnir félagsmönnum. Í mars héldum við fund sem fjallaði um tillögur um hækkun lífeyrisaldurs og um vinnuframlag á efri árum. Benedikt Jóhannesson frá Talnakönnun og fleiri voru þar m.a. með áhugaverð erindi. Við stefnum svo á annan fund nú í nóvember sem fjalla á um framlag eldri borgara til samfélagsins og rannsókn sem unnin hefur verið um það. Það bendir allt til þess að þar sé um verulegt framlag að ræða, sem snýst m.a. um barnapössun, skutl og svo ekki síst fjárhagslegan stuðning við afkomendur,” segir Þórunn. „Við hefðum viljað gera jafnvel enn betur í að kanna þessi mál, því við vitum að margt eldra fólk vinnur langt fram yfir sjötugt þrátt fyrir að eitthver tala í aldri birtist. Bændur hætta t.a.m. ekkert að vinna við að ná einhverri tölu. Þessi aldursmörk finnst okkur vera úrelt í dag. Það þarf sveigjanleika sem byggir á heilsufari hvers og eins. Við héldum líka magnaðan fjölmennan fund í apríl á vegum Gráa hersins þar sem við náðum vel til yngri eldri borgara. Við erum sem félag að tala við fólk á afar stóru aldursbili, allt frá sextugu og uppí vel yfir nírætt. Síðan verður hér að minnast á hina fjölmennu fundi, annars vegar útifundinn á Austurvelli og svo fjölmennasta kosningafundinn nú fyrir þessar þegar félagið fyllti Háskólabíó og vel það, mánuði fyrir kosningar.”

FEB í Reykjavík og nágrennni gefur út Félagstíðindi tvisvar ár ári, sem er tímarit félagsins. En hvernig er heilsa félagsins í dag?

„Já þetta félag hefur aldrei verið sterkara,” segir formaðurinn. „Við höfum á síðustu árum lyft Grettistaki í að fjölga félagsmönnum og í að gera félagið sýnilegt. Nú höfum við aflað okkur tengsla í fjölmiðlaheiminum þannig að við getum komið frá okkur efni og ábendingum þegar þarf og við erum dugleg að mæta í viðtöl og skrifum meira í blöðin en áður var gert. Um 25 sinnum á ári förum við Gísli á starfslokanámskeið hinna ýmsu hópa og erum þá að kynna félagið. Nú síðast hjá 30 manna hópi 22

Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður FEB í Reykjavík og nágrenni ásamt Gísla Jafetssyni framkvæmdastjóra félagsins. starfsmanna Reykjavíkurborgar og einnig hjá hjúkrunarfræðingum. Við nýtum þá tækifærið og ræðum um nauðsyn þess að vera jákvæður eldri borgari og taka mót þessu æviskeiði af bjartsýni,” segir Þórunn. Það er 10 manna stjórn yfir FEB í Reykjavík og nágrenni, 7 aðalmenn og 3 varamenn. Þórunn segir að eftir hrunið hafi skuldastaða félagsins verið erfið. Við því var brugðist og m.a. fækkað starfsfólki. „Okkur tókst að takast á við þessa erfiðu stöðu annars vegar með fjölgun félagsmanna og hins vegar með samhentu átaki starfsmanna og félagsmanna sem létu fé af hendi rakna eftir tillögu aðalfundar 2015. Þannig að fjárhagslega stendur félagið miklu betur í dag. Við myndum

Grái herinn.

gjarnan vilja hafa fleira starfsfólk, enda liggur fyrir að fjölgun félagsmanna kallar á meiri þjónustu. Það myndi sem dæmi gagnast mjög vel fyrir okkar félagsmenn að hafa lögfræðiþjónstu í boði hér innan félagsins. Við höfum samið til þessa við ákveðnar lögfræðistofur um góð kjör fyrir eldri borgara, en að hafa slíka þjónustu undir þaki félagsins yrði áreiðanlega eftirsótt. Eitt af stóru málunum sem eldri borgarar þurfa að huga meira að en áður, er að gera erfðaskrá. Það eru svo margir sem hafa skilið eða misst maka og eru svo komnir í annað samband. Þá verður ákveðið flækjustig og þetta eru


30 ára afmæli FEB í Reykjavík og nágrenni

Hópur hressra félagsmanna á Zumba Gold námskeiði. hlutir sem margborgar sig að hafa á hreinu. Þórunn mun láta af störfum formanns FEB í Reykjavík og nágrenni á næsta aðalfundi sem haldinn verður í febrúar. Þá verður hún búin að gegn því embætti í fjögur ár samfellt, sem er hámarkið samkvæmt lögum félagsins.

En hvað er eftirminnilegast í þinni tíð sem formaður?

„Það er svo margt og eiginlega eitthvað í hverjum mánuði. Annars er það þessi persónulega nánd við þennan stóra hóp og fá að tala hans máli víða sem er mér mjög dýrmætt. Í stjórnmálum, bæði hjá ríki og borg og að fá að taka þátt í baráttu fyrir bættum kjörum og mannréttindum eldri borgara. Ég vil áfram taka þátt í að viðhalda sjálfstæði, virðingu og reisn eldri borgara. Við erum manneskjur alla ævi.”

Hver eru helstu áskoranirnar sem blasa við?

„Ég held að þetta félag geti beitt sér fyrir hverju sem er en eitt sem við höfum velt fyrir okkur er að taka næstu árás á neytendamálin. Það er verið að fara illa með fólk almennt, ekki bara eldri borgara heldur yngra fólkið líka. Matarpakkningar eru oft eingöngu miðaðar við tvo eða fleiri sem tengist m.a. matarsóun og verðlagið á Íslandi allt of hátt. Ég er nýkomin frá Danmörku þar sem ég á dóttur, og þessi ferð færði mér heim sanninn um að við erum í órafjarlægð frá matarverði eins og það þekkist þarna úti. Þess vegna tel ég mjög þarft að taka neytendavernd

og verðlagsmál föstum tökum. Eitt dæmi um kröfur fólks erlendis er að fullorðið fólk stendur vörð um að búðir séu ekki opnar á sunnudögum, því sá kostnaður færi beint út í verðlagið.” „Kjörorð mitt er að vera jákvæður fyrir efri árunum. Við erum lífsreynt fólk og búin að reyna ýmislegt. Við höldum samt áfram eins og við getum og eigum að njóta þess að vera til.

Númer eitt tvö og þrjú er almenn velferð eldri borgara og að halda heilsunni eins lengi og hægt er. Síðan þurfum við líka að muna hugsa um kollinn á okkur og gera heilaleikfimi. Bara vera virk á öllum sviðum” segir formaður FEB í Reykjavík og nágrenni. Listin að lifa sendir öllum félagsmönnum í Reykjavík og nágrenni hamingjuóskir með afmælið.

Nýjar íbúðir á vegum FEB í Reykjavík Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur hafið byggingu rúmlega 50 íbúða í Mjódd fyrir félagsmenn sína.
Þegar þetta er skrifað er góðri vinnu GT verktaka við grunn og fyllingu hans að ljúka. Félagið væntir þess að nú geti verkið farið á fullt og fyrirhugað er að byggingar muni rísa á næsta ári og verkinu verði síðan lokið árið 2018, ef allt gengur að óskum. Nú þegar hefur hópur félagsmanna skráð sig á lista yfir áhugasama um að kaupa íbúð í þessum húsum. Staðsetningin er ein sú besta á höfuðborgarsvæðinu. Stutt er í alla þjónustu í Mjódd og félagsstarf er í Félagsmiðstöðinni Árskógum þar sem FEB er nú þegar með hluta af starfsemi sinni. Byggingarnefnd félagsins undir formennsku Þorbergs Halldórssonar og framkvæmdastjóra félagsins Gísla Jafetsson-

ar heldur utan um þetta verk af festu. Arkitekt verksins er ARKÍS arkitektar. Val á verktaka vegna byggingarframkvæmda stendur yfir. Markmið bygginganefndar FEB er að byggðar verði vandaðar íbúðir á hagkvæman hátt fyrir félagsmenn og þannig verði unnið samkvæmt lögum FEB þar sem kveðið er á um úrbætur í húsnæðismálum. Þess má geta að nú þegar hafa verið byggðar rúmlega 400 íbúðir sem eingögnu er ætlaðar félagsmönnum FEB. Íbúðir þessar er vinsælar og segja fasteignasalar að slegist sé um þær íbúðir sem koma í sölu. 23


Til móts við þróttmikið þriðja æviskeið Leiðarvísir BALL verkefnisins vekur athygli víða um heim

Hvað þarf ég að gera til að það í huga að búa sig undir njóta áranna eftir miðjan efri árin. aldur sem best? Næri ég með Vöruhús tækifæranna á þriðja mér drauma eða langanir sem æviskeiði, sem er safn upplýség vil láta rætast eða huginga í sýndarrými, þ.e. vefgátt myndir sem ég vil koma í sem veitir fólki aðgang að framkvæmd? Vil ég takast á fjölbreyttum tækifærum og við nýja hluti, nýtt starf, afla lausnum sem geta nýst þeim mér meiri menntunar eða til að ná markmiðum sínum. hefja eigin rekstur? Hefur mér Tillögurnar, sem lagðar eru tekist að búa mig undir starfsfram, hafa mótast í kjölfar ítlokin sem nálgast? Hversu arlegrar prófunar á grundvelli lengi vil ég vera á vinnumarktilraunaverkefna og fundaraði? Í vestrænum velferðarhalda með fulltrúum ýmissa samfélögum hefur fólk á aldrsamtaka sem láta sig málefni inum 50–55 ára þegar sinnt Hans Kr. Guðmundsson, greinarhöfundur, gefur Qicun Yang, forseta eldri borgara varða, sem og launuðu starfi um 25–35 ára eins af háskólum þriðja æviskeiðsins í Kína, bókina um þriðja ævi- hópum fólks sem komið er á skeið, á ef til vill 10–15 ár skeiðið á ráðstefnunni í Osaka í Japan. eða nálgast þetta æviskeið. Að eftir á vinnumarkaði og getur auki var tekið tillit til væntinga átt von á að lifa upp undir 20 og skoðana sem fram komu í ár eftir starfslok ef heilsan leyfir. Það ítarlegum viðhorfskönnunum í samskiptir hvern og einn gríðarmiklu máli starfslöndunum þremur. að spyrja þessara spurninga og hefja Á Íslandi hefur verkefnið verið unnið undirbúning sem fyrst til þess að geta í nánu samstarfi við BHM og Starfsnotið þróttmikils þriðja æviskeiðs. mannafélag Reykjavíkurborgar, LandsEvrópska samstarfsverkefninu BALL virkjun og Reykjavíkurborg, sterka bak(Be Active through Lifelong Learning) hjarla sem hafa veitt ómetanlega aðstoð - Verum virk með ævinámi, er nú lokið við þróun þessara hugmynda og mat eftir tveggja ára þróunarstarf. Marká gildi þeirra fyrir íslenskan veruleika. mið verkefnisins var að skilgreina leiðir Fjölmargir einstaklingar hafa komið að til þess að undirbúa sig sem best og í vinnu við rannsóknir, gagnasöfnun og góðum tíma undir síðari hluta ævinnar, hugmyndavinnu. Sérfræðingar, markþriðja æviskeiðið. U3A Reykjavík átti þjálfar og ráðgjafar um undirbúning að hugmyndina að þessu verkefni og hefur starfslokum hafa veitt viðtöl og tekið verið faglega leiðandi í samstarfi við þátt í gagnlegum hugarflugsfundum. U3A í Lublin, Póllandi og Alicante, Leiðarvísinum hefur verið mjög vel Spáni, með verkefnisstjórn í höndum tekið víða um heim og hlotið jákvæð ráðgjafarfyrirtækisins Evris ses. Verk- angur næst með því að framkvæma þær viðbrögð. Niðurstöðurnar hafa verið efnið var unnið með styrk frá Erasmus+ sem eina heild. Þær beinast að öllum kynntar á ráðstefnum innanlands og áætlun ESB. Niðurstöðurnar eru birtar í hagsmunaaðilum; ríki, sveitarfélögum, erlendis og á öðrum alþjóðlegum vettbókinni: “Til móts við þróttmikið þriðja stofnunum, fyrirtækjum, samtökum og vangi. Meðal annars hafa mikilvægir æviskeið” sem er leiðarvísir ætlaður öll- stéttarfélögum og ekki síst einstaklingn- fjölmiðlar eins og BBC og The Times um þeim sem láta sig slík málefni varða. um sjálfum. Tillögur um aðgerðir eru í vakið athygli á tillögunum. Leiðarvísirinn hefur verið gefinn út stuttu máli: Það er okkur, sem höfum unnið að Vitundarvakning, átak sem snýst um þessu verkefni nú um tveggja ára skeið, á fjórum tungumálum, ensku, íslensku, pólsku og spænsku og má finna á vef- gildi og mikilvægi þriðja æviskeiðsins sönn ánægja að koma leiðbeiningunum á síðum verkefnisins www.ball-project. og beinist bæði að þjóðfélaginu í heild framfæri í von um að þær komi bæði sameu auk þess sem hann var prentaður í og einstaklingunum sjálfum. félagi og einstaklingum að góðu gagni. Í Menntastofa einstaklingsþroska, sem undirbúningi er svo framhaldsverkefni takmörkuðu upplagi. Leiðarvísirinn byggir á þrenns konar ætlað er að styðja þá sem finna hjá sér þar sem ætlunin er að koma þessum tilaðgerðum sem staðið geta sjálfstætt, en þörf til að vega og meta styrkleika sína lögum í framkvæmd og hefur þegar verið tengjast jafnframt þannig að bestur ár- og langanir og setja sér markmið með samþykkt til stuðnings af hálfu ESB. 24


U3A - Háskóli þriðja æviskeiðsins félagar U3A Reykjavík orðnir vel á fjórða hundrað konur í miklum meirihluta

U3A Reykjavík eru sjálfstæð félagasamtök og hluti af alþjóðlegri hreyfingu, Háskóla þriðja æviskeiðsins (e. University of the third age). Nú eru rúmlega 300 manns í félaginu og annar eins fjöldi hefur skráð sig á póstlista félagsins. Félagsmönnum Frá hópferð U3A í Skálholt nú í haust. hefur fjölgað mjög hratt síðustu mánuði, en samtökin eru opin öllum 50 ára og eldri. Það vekur athygli að konur eru félagið, talað er um fleiri hjúkrunarrými og slíkt. Við teljum þar í mjög miklum meirihluta, en nærri 8 af hverjum tíu að þessi sívaxandi mannauður þriðja æviskeiðsins sé auðlind félagsmönnum eru konur þegar þetta er skrifað. Meðalaldur reynslu og þekkingar sem samfélagið á að njóta góðs af í stað í félaginu er 69 ár og mikill meirihluti er á aldrinum 65 til 75 þess að líta á hana sem byrði. U3A er vettvangur fyrir þetta ára. Hans Kr. Guðmundsson er formaður U3A Reykjavík og æviskeið til þess að halda áfram virkri þekkingarleit, menntun ber hróður samtakanna víða. „Við upplifun nú nýtt æviskeið og miðla reynslu­.” í sögu mannsins sem er bein afleiðing af hækkandi lífaldri og bættri heilsu í Mikil vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu og meðal fólks á efri nútímasamfélagi” segir Hans. „Eldri árum um það hve mikilvægt er að vera virkur á þriðja æviskeiðinu. Það árgangar verða sífellt fjölmennari með er eitt af hlutverkum U3A Reykjavík að vera vettvangur upplýsingar, bættri heilsu og aldursdreifingin tekur verulegum breytingum. Þetta er iðulega þekkingar og virkni hugans. kallað vandamál sem valdi byrði á sam-

University of the Third Ag

Háskóli þriðja æviskeið

Hans Kristján Guðmundsson, formaður

Samið um byggingu 100 rýma hjúkrunarheimilis í Reykjavík Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í október s.l. samning um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík. Framkvæmdir eiga að hefjast í byrjun næsta árs og er stefnt að því að heimilið verði tilbúið snemma árs 2019. Heildarkostnaður framkvæmdanna er áætlaður rúmir 2,9 milljarðar króna, að búnaðarkaupum undanskildum. Reykjavíkurborg leggur heimilinu til lóð, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu, og hefur ákveðið að það verði byggt við Sléttuveg í Fossvogi. Borgin mun annast hönnun og verkframkvæmdir og skal við hönnunina fylgja viðmiðum velferðarráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila þar sem áhersla er lögð á að aðstæður séu sem heimilislegastar en mæti engu að síður þörfum fólks með skerta getu og þörf

fyrir hjúkrun, þjálfun og endurhæfingu. Skipting kostnaðar miðast 40% framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra, 45% úr ríkissjóði og 15% frá Reykjavíkurborg.

204 ný hjúkrunarrými

Hjúkrunarheimilið við Sléttuveg er annað tveggja hjúkrunarheimila sem rísa mun á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum samkvæmt framkvæmdaáætlun heilbrigðisráðherra um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir staðfesti í byrjun þessa árs. Að auki standa fyrir dyrum framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi. Samtals liggja því fyrir ákvarðanir um uppbyggingu 204 nýrra hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu.

Reykjavíkurborg og Sjúkratryggingar Íslands munu gera samning um rekstur hjúkrunarheimilisins og skal hann liggja fyrir eigi síðar en í lok apríl 2018. Borginni er heimilt að fela þriðja aðila að reka hjúkrunarheimilið að fenginni staðfestingu Sjúkratrygginga Íslands. Ábyrgð á samningsskyldum við stofnunina verður þó ekki framseld.

Ný þjónustumiðstöð og íbúðir fyrir aldraða

Samhliða byggingu hjúkrunarheimilisÖldungadeild Félags íslenskra hjúkru ins mun Reykjavíkurborg standa að byggingu þjónustumiðstöðvar og íbúða fyrir aldraða og verður innangengt við Kynning 19. október 2016 hjúkrunarheimilið. Markmiðið er meðal

2 November 2016

annars að samnýta aðstöðu eins og eldhús, sali, sjúkraþjálfun, tómstundaaðstöðu o.fl. Gert er ráð fyrir þessari samnýtingu í samningi ríkis og borgar.

U3A Reykjavík

25


KROSSGÁTA

Lausnarorðið felst í númeruðum reitum í gátunni. Dregið verður úr réttum lausnum. Sendið lausnir til skrifstofu LEB fyrir 1. febrúar 2017. LEB, Sigtúni 42, - 105 Reykjavik. Vinningshafi síðustu krossgátu var: María Halldórsdóttir, Ásgötu 18, 675 Raufarhöfn. og hlýtur hún kr. 10.000 í verðlaun. Lausnarorð síðustu gátu var: Gleymt er þá gleypt er Fjaðrir Beljaka Vetrar- mánuð- ur Óhóf Kvakar Áhaldið

Pysja Hal Skyld Ötul Árla Annars Tónbil Flökta Sarg Loforð Letur Nærist Inntak Hvinur

Dvel Sér- Fæddi stök Fnykur Tófa

5 2

Heimili Eigur

Spann Sk.st. Tæki

Skoðun Þreyttur Bátur Í auga Ákveð- Ösla Andi Hæga- in Æsta Órar gangur Nögl

3

Atorkan Sk.st.

Nöldur Unnur

Band Mylsna Bað

Leifar Gorta Röð

Rótar Fiskur Hafgola Kona Þýð- andi

Skrið- dýr Sérhlj. Hita- 4 tæki Skeljar

Svall Tunnan Trýni Örn Lon Snefill

Sprikl Tvíhlj.

Auður Ögn Gjald Tónn Rolla

Japla Sk.st. Málmur

Kæpa Grugg Barn

Snuð Síða Mættu Eðja Afar

Tölur

Suddi Logn

7

Slög Af- undnar

Forsögn Leit

Ótti Tölur

Áflog Á fæti

Sk.st. Grjót Saggi Són Strita Albata

Hætta Reið Hylur Korn Eldur Kusk

Bardagi

Reglur Til Fjöldi Más

1 Form Herma

Sér- stakt Óttast

1

26

2

Hljóð- færi Skanki

Röst Mjög

3

4

5

6

7

6


ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS

HNAPPUR SEM BJARGAÐ GETUR LÍFI ÞÍNU OG ÞINNA NÁNUSTU

HOLLVINUR LEB


Vísnaskrínið

Grétar Snær Hjartarson tók saman Á flestum bæjum í sveitum landsins voru reykhús á fyrri tíð þar sem bændur reyktu kindakjöt, silung, rauðmaga og ýsu. Svo var einnig á Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundarfirði og þar bjó Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáldið góða. Eftir að hafa snætt reyktan rauðmaga orti hann: Rauðmaginn sem reyktur er ríkulega kosti ber. Vel í munni fitan fer fiskibragðið líkar mér. Það var sýslunefndarfundur á Þingeyri og rætt um samgöngumál. Sturla Jónsson í Súgandafirði og séra Stefán Eggertsson á Þingeyri deildu um hagkvæma samgöngumáta. Sturla lagði áherslu á samgöngur á sjó en Stefán á samgöngur í lofti. Af þessu tilefni kastaði Hjörtur Hjálmarsson, skólastjóri á Flateyri fram vísu. Sturlu sýnist í særokið gráa að sullast sé ævinnar grín. En Stefán sig heldur við heiðloftið bláa hærra minn Guð til þín. Hér kemur svo vísa eftir Bjarna Jónsson frá Gröf sem hann kallar Leir. Að leirnum verða lengi not ljóðasnillingnum. En það var guðlegt glappaskot að gera mann úr honum. Benedikt Axelsson sagði á smettu (e.facebook) – „Til mín kom maður í draumi áðan og fór með þessa vísu á kínversku og birti ég hana hér í lauslegri þýðingu.“ Þeir fara um með báli og brandi sem byggja sitt hús á sandi og eru eins og heilagur andi . . . . undirliggjandi vandi. Fyrir eftirfarandi limru er skrifaður Jóhann S. Hannesson, góður hagyrðingur: Að uppruna erum við norsk, að innræti meinleg og sposk. En langt fram í ættir minna útlit og hættir á ýsu og steinbít og þorsk.

28

Emil Ragnar fv. skólastjóri, skráði á smettu í vor eftirfarandi: „Ég hef nú um skeið verið haldinn því sem heitir á fagmáli „hemia ingunalis“ eða á máli alþýðunnar kviðslit og vill það nú út sem á að vera inni. Þetta stendur nú til bóta og á ég að mæta í slipp til viðgerðar á morgun.“ Þessi vísa fylgdi með: Græðarinn ætlar að gera við gat á mínum aldna kvið. Sauma og hefta saman rétt setja á plástra og gera þétt. Mun ég svo frískur fara á stjá fimur að dansa verð ég þá. Allt mun góðan endi fá ekki þessu fresta má. Í fréttalok RÚV-sjónvarps 18. okt birtist myndskot af öldungum á dansnámskeiði. Þar brá fyrir mynd af Emil og hans konu. Af þessu tilefni orti hann sjálfslýsingu. Skælbrosandi skólastjórinn skínandi um andlitsbjórinn hamast þarna í hröðum valsi hlaupin í karlinn einhver galsi heldur sig vera ungan enn. En – það er komin þreyta í kroppinn þungur gerist, fótaloppinn hættir með sín látalæti lyppast niður, fær sér sæti eins og gera gamlir menn. Jón Kristófer, kadett í Hernum segir frá því í stríðsminningum sínum að morguninn sem Hekla byrjaði að gjósa 1947 hafi hann, Haraldur Hjálmarsson frá Kambi og Dósi, Dósóþeus Tímóteusson gengið út af sjoppu og fyrir utan voru blaðastrákar að hrópa upp tíðindin. Þá orti Halli. Það er ekkert þjóðartjón þó að Hekla gjósi, en illt er að vera verri en Jón og vitlausari en Dósi. Nýlega eru afstaðnir ólympíuleikarnir i Ríó. Eftir ólympíuleikana í Barcelona samdi Eysteinn Gíslason eitt af sínu góðu limrukvæðum og kallaði „Ólympíp“.

Grétar Snær Hjartarson

Þjóðirnar gagnteknar góna á garpana frægðinni þjóna. Með sólbrúna kroppa þeir synda og hoppa suður í Barselóna. Mikill er fræknleikur fimur í fullkomnun stjörnurnar glimra. Til upphefðar snjöllum konum og körlum er kveðin hér ólympísk limra. Frá Ítalíu sendi Höskuldur Þráinsson eftirfarandi pistil þann 14. september: Þrömmuðum í dag, upp snarbrattan stíg í 30 stiga hita. En sem betur fer höfðum við nóg af vatni og orkunammi með svo við gátum „nammað okkur“ þegar á þurfti að halda, eins og forðum daga í gönguhópnum Dratthölum. Þröngan og brattan ég þramma stíg og þú mátt nú alls ekki skamma mig þó að ég hnjóti í þúfum og grjóti. Ég þarf bara að fara að namma mig Í lokin ætla ég að vera dálítið eigingjarn. Boðað var til formannafundar 2012 og sendi ég síðan, þá framkvæmdastjóri LEB, ítrekun til formanna aðildarfélaganna. Svar barst frá flestum og þar með, þann 9. mars, Ragnari, heitnum, Guðmundssyni á Brjánslæk þar sem hann afboðar komu sina. Í ferðalög ei fýsir mig fátt er sem að get-þar löngu seinna lít ég þig „lukkupeyann“ Grétar


Hágæða náttúruvörur úr íslenskri hvönn

Kynning:

– SagaPro orðið þekkt beggja vegna Atlantshafsins SagaMedica framleiðir hágæða náttúruvörur úr íslenskri hvönn og markaðssetur beggja vegna Atlantshafsins ásamt því að hafa náð góðum árangri innanlands. „Þær jurtir sem hafa verið rannsakaðar og unnið mikið með innan fyrirtækisins hafa mikla sögulega þýðingu fyrir íslensku þjóðina, enda hafa lækningajurtir skipað stóran sess í samfélaginu frá landnámstíð,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá SagaMedica.

Vistvæn úr Hrísey

Íslenska ætihvönnin er uppistaðan í vörum SagaMedica „Hvönnin sem Saga­ Medica notar er m.a. tínd í Hrísey sem er vistænt vottuð. Framleiðsluaðferðir SagaMedica eru mjög náttúruvænar og speglar vörulína fyrirtækisins hreinleika.“ Hvönnin hefur verið nýtt til heilsubótar af Íslendingum í yfir þúsund ár og tveggja áratuga rannsóknir okkar hafa leitt til merkilegra uppgötvana á virkni hennar.

Viðheldur heilbrigðu minni

Fækkar salernisferðum

Vörurnar sem SagaMedica býður upp á eru af ólíkum toga með mismunandi virkni. Þar fer fremst SagaPro sem unnin er úr laufum hvannarinnar og notuð af fólki sem glímir við tíð þvaglát. „Varan hjálpar fólki með minnkaða blöðrurýmd og einkenni ofvirkrar blöðru sem er algengt vandamál. Þannig hefur Saga­ Pro bætt lífsgæði margra þeirra sem glíma við þetta vandamál. Það hefur sýnt sig að SagaPro fækkar mjög salernisferðum jafnt að degi sem nóttu og bætir svefninn,“ segir Ingibjörg Saga­ Pro er fáanlegt í 30 töflu pakkningu en á næstunni verður SagaPro einnig fáanlegt í 60 töflu pakkningu.

SagaPro hefur verið á markaðnum síðan 2005. „Við höfum í gegnum árin verið að útvíkka vörulínuna okkar og á næstu dögum munu fara í umferð nýjar umbúðir fyrir SagaMemo og SagaVita (áður Angelica),“ segir Ingibjörg. „Fólk notar SagaVita til að verja sig gegn vetrarpestum. SagaMemo inniheldur síðan efni sem hafa sýnt sig að hafa góð áhrif á minnið. Það er unnið úr fræjum hvannar­innar og blágresi.“

Viljum bæta lífsgæði fólks

„Sérfræðingar okkar vinna að því að rannsaka og þróa nýjar afurðir sem stuðla að bættum lífsgæðum. Það er einmitt okkar markmið að létta fólki lífið með náttúruvörum sem bæta líðan frá degi til dags. Vörur SagaMedica fást í apótekum, heilsubúðum og stærri matvöruverslunum um land allt.

Athugasemdir við leiðara Félagstíðinda 2.tbl. 2016 Í leiðara Félagstíðinda Félags eldri borgara í Reyjavík og nágrenni, sem er nýkomið út, eru ýmsar fullyrðingar um afstöðu LEB til frumvarpsins um breytingar á almannatryggingum sem nýlega er orðið að lögum. Vitnað er til samþykktar landsfundar LEB 2015 þar sem segir: „Landsfundurinn krefst þess að lífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið verður um í næstu kjarasamningum“. Í leiðaranum er sagt að LEB hafi engar athugasemdir gert við frumvarpið í fyrstu gerð. Það þarf ekki að koma á óvart því frumvarpið var samið í samræmi við skýrslu endurskoðunarnefndarinnar. Þar náðist ekki samstaða um að koma þessu ákvæði að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sem fulltrúi LEB í nefndinni kynnti ég samþykkt landsfundar LEB á fundi endurskoðunarnefndarinnar oftar en einu sinni og dreifði kjaramálaályktun landsfundar meðal allra nefndarmanna.

Samþykkt landsfundar LEB um að greiðslur almannatrygginga skuli jafnast á við lægstu laun hefur einnig margoft komið fram í ræðu og riti hjá formanni LEB og var t.d. sú krafa sem hann og framkvæmdastjóri FEB í Reykjavík héldu ítrekað fram í viðræðum þeirra við fulltrúa félags-og húsnæðismálaráðherra og fjármála-og efnahagsmálaráðherra haustið 2015 í aðdraganda fjárlagagerðar fyrir árið 2016. Á fundi velferðarnefndar um frumvarpið 15. september s.l. með fulltrúum LEB og FEB í Reykjavík, ítrekuðu fulltrúar LEB enn þær kröfur og vísuðu til samþykktar á landsfundi LEB. Jafnframt skoraði ég á nefndarmenn í velferðarnefnd að vinna vel að málinu sem var gert með því að leggja til við Alþingi að greiðslur almannatrygginga yrðu 300.000 kr. á mánuði frá 1. janúar 2018, fjórum mánuðum áður en lægstu laun hækka í þá fjárhæð samkvæmt samningum. Stjórn LEB ályktaði margsinnis um að málið

yrði klárað fyrir þinglok þar sem frumvarpið fæli í sér mikla réttarbót og við því var orðið. Í meðförum þingsins náðist enn meiri árangur til bóta fyrir lífeyrisþega en frumvarpið gerði ráð fyrir og því ber að fagna. Þingmenn gera sem betur fer oft breytingar til batnaðar á frumvörpum sem lögð eru fram, enda er Alþingi ekki viljalaust verkfæri ráðherra eins og stundum er haldið fram. Önnur fullyrðing er í leiðara Félagstíðinda um að heimilisuppbótin sé með krónu á móti krónu skerðingu í nýjum lögum. Það er rangt. Heimilisuppbótin er með 11,9% skerðingu. Ekki var haft samband við fulltrúa Landssambands eldri borgara til að sannreyna þessar fullyrðingar í leiðara Félagstíðinda og er það miður. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fulltrúi LEB í endurskoðunarnefndinni og í samráðsnefnd um samningu frumvarps. 29


BUFFALO rafmagnslyftistóll Þessi hallar til baka, skemill fram og lyftir þér á fætur.

Stillanlegur hægindastóll. Svart, brúnt og beigelitað leður á slitflötum. Stærð: 85x90 H:106 cm.

17% AFSLÁTTUR

Fullt verð: 179.900 kr.

Aðeins 149.900 kr.

27% AFSLÁTTUR

KOLDING hægindastóll

Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Rautt eða grátt slitsterkt áklæði. Fullt verð: 109.900 kr.

Aðeins 79.900 kr. Dorma líka á Zzzmáratorgi Þú finnur Dormaverslanir á fjórum stöðum – Holtagörðum, Akureyri, Ísafirði og nú á Smáratorgi..

Sama verð á öllum stöðum.

28% AFSLÁTTUR

KOLDING hægindastóll

Stillanlegur hægindastóll með skemli. Svart eða grátt leður. Fullt verð: 139.900 kr.

Aðeins 99.900 kr.


FRÁBÆRT

Dormaverð

STILLANLEGT HEILSURÚM

Stærð cm.

með Shape heilsudýnu SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G

Shape og C&J silver

2x80x200

349.900

2x90x200

369.900

2x90x210

389.900

2x100x200

389.900

120x200

199.900

140x200

224.900

C&J stillanleg rúm:

• Inndraganlegur botn • 2x450 kg lyftimótorar • Mótor þarfnast ekki viðhalds • Tvíhert stál í burðargrind • Hliðar- og endastopparar • Val um lappir með hjólum eða töppum • Hljóðlátur mótor

DORMA VERÐ Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 12–16 (Smáratorg) www.dorma.is

Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Smáratorgi, Kópavogi 512 6800

Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566


SÆKTU STYRK Í

ÍSLENSKA NÁTTÚRU SagaMedica framleiðir náttúruvörur úr íslenskri hvönn en ætihvönn hefur um aldir verið talin afar mikilvirk lækningajurt. Við erum stolt af rannsóknum okkar og þróun á hágæðavörum úr íslenskri náttúru sem hafa sannað sig um árabil hjá neytendum.

SAGAPRO

Við tíðum þvaglátum „Hér áður voru klósettferðir hjá mér mjög tíðar. Ég prófaði síðan að taka SagaPro og hef nú tekið daglega í töluverðan tíma. Þetta er í góðu lagi núna!“ Hjálmar Sveinsson, 67 ára verkefnastjóri

SAGA MEMO

Fyrir heilbrigt minni „Ég byrjaði að taka SagaMemo af því það er unnið úr jurtum og öll mín orka og minni hefur batnað til muna. Þvílík snilld!“ Berglind Hanna Ólafsdóttir, 57 ára sjúkraliði

SAGAVITA

Gegn vetrarpestum „Ég hef notað SagaVita síðan það kom á markað og finn hvað það gerir mér ótrúlega gott. SagaVita hressir, bætir og mér verður ekki misdægurt.“ Garðar Jökulsson, 81 árs listmálari

Komdu í áskrift og fáðu afslátt

Fyrir þá sem nota vörur SagaMedica reglubundið er hagkvæmasti kosturinn að fá viðkomandi vöru senda í áskrift. Afsláttur af SagaPro, SagaMemo og SagaVita í áskrift er 15% og frí heimsending. Pantanir í síma 414 3070.

www.sagamedica.is Vörurnar frá SagaMedica eru fáanlegar í flestum apótekum, heilsu- og matvöruverslunum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.