Listin að lifa - 01 2015

Page 1

ISTIN LAÐ LIFA SUMAR

le

b.

is

2015

Einstakt harmonikusafn á Ísafirði - 4 Eldri borgarar eiga að gera kröfur segir nýr landlæknir - 10 Hærri lífeyrisaldur og sveigjanleg starfslok í skoðun - 18


Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga


Meðal efnis

Kæru félagar

Það er alltaf gott að líta yfir farinn veg þegar áfangaskipti verða í tilveru manna og félagasamtaka. Síðustu fjögur árin hef ég gegnt Einstakt harmoníkusafn á Ísafirði .......4 starfi formanns Landssambands eldri borgara og nú fer því að ljúka. Það hefur Karlarabb í Þorlákshöfn........................6 verið gefandi starf og haldið mér vel við andlega og jafnvel líkamlega að ég held. En það hefur jafnframt Alþjóðlegt samstarf LEB.......................8 verið krefjandi sjálfboðastarf og tekið mikið af mínDagskrá landsfundar 5.-6. maí 2015.....9 um tíma. En hvað tel ég hafa áunnist þessi fjögur ár? Fyrst vil ég taka það fram að ég hef haft með mér alveg Eldri borgarar eiga að gera kröfur....... 10 framúrskarandi stjórnarfólk og starfsmenn, sem hafa Landsfundur LEB 5.-6. maí 2015....... 12 staðið vel við bakið á mér í öllum verkum. Einnig Félag kennara á eftirlaunum............... 12 afar duglegt fólk í kjörnum nefndum. Slíkt skiptir svo miklu máli, því að einn maður veldur ekki öllu og Nýjasta aðildarfélag hugmyndir fæðast þar sem fleiri koma að. LEB á Raufarhöfn...............................13 Það var erfitt fjárhagsástand hjá LEB fyrir fjórum árum. Við þurftum að endurAð taka ábyrgð á eigin líðan og lífi skipuleggja allt starf LEB og hagræða í rekstri. Það hefur tekið miklum breytingævina á enda....................................... 14 um m.a. með samningi við velferðarráðuneytið sem við höfum unnið að síðustu Fræðsluhornið.................................... 16 árin. Það má því segja að það sé í höfn. Við náðum því á árunum 2013 og 2014 að fá nokkrar skerðingar á kjörum okkar frá árinu 2009, dregnar til baka og ekki Rætt um hærri lífeyrisaldur og sveigjan- gekk það átakalaust, þó enn sé þar eftir verk að vinna. Við höfum haldið reglulega legri starfslok....................................... 18 fundi meðal félaga eldri borgara út um landið, þar sem kynnt er starfsemi LEB og Fjölbreyttar þarfir aldraðra................. 19 helstu verkefni og miðlað þannig ýmsum fróðleik um hagsmunamál eldri borgara. Þessar ferðir hafa verið virkilega skemmtilegar og gaman að kynnast því góða fólki Neyðarástand – vöntun á hjúkrunarsem starfar í félögum okkur um landið. Þeir sem þar eru í forystu leggja einnig á rýmum?................................................20 sig ómælda vinnu sem vert er að þakka. Við stjórnarmenn í LEB höfum á þessum Er unga fólkið þitt eldklárt?................20 tíma starfað í mörgum starfshópum á vegum stjórnvalda sem fjalla um okkar mál. Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi.....22 Þar höfum við haldið stíft á okkar hagsmunum og haft áhrif. Við höfum fjallað um ótal þingmál sem snerta okkur og gefið umsögn um þau og fylgt málinu eftir Samstarf félagasamtaka með framsögu hjá nefndum Alþingis. Við höfum sent frá okkur ályktanir í fjölum aukna velferð................................23 miða og þar hef ég mætt í óteljandi viðtöl bæði í hljóðvarpi, sjónvarpi og blöðum, Krossgáta.............................................24 auk þess að skrifa greinar í dagblöð og tímarit. Einnig hefur starf okkar með norrænum samtökum eldri borgara leitt af sér að nú eigum við þar í fyrsta skipti Vísnaskrínið........................................26 fulltrúa í nefnd um heilbrigðismál. Við höfum staðið reglulega að ráðstefnum um Ávöxtun á eftirlaunaaldri....................28 okkar hagsmunamál og verið þar í forsvari. Við gerðum hagstæðan samning við nýjan aðila um útgáfu Listarinnar að lifa sem kemur nú reglulega út tvisvar á ári. Síðasta árið höfum við unnið að kynningu á Öldungaráði að norrænni fyrirmynd sem starfa skal í öllum sveitarfélögum í samstarfi við félög eldri borgara. Það er víða að verða að veruleika. Með slíkum samningi við sveitarfélögin er komin samstarfsvettvangur milli sveitarfélaga og félaga eldri borgara. Velferðartækni í þjónÚtgáfustjórn: Grétar Snær Hjartarson, ustu erum við byrjuð að kynna, en stuðning þarf til að koma slíkum verkefnum á gretar@heima.is, Bryndís Steinþórsfót. Það er enn á byrjunarstigi. dóttir, bryndisst@internet.is, Þrúður Vissulega er þetta ekki tæmandi listi og alltaf verða næg verkefni að takast á við, Kristjánsdóttir, thrudkri@simnet.is, en ég tel að á þessum fjórum árum höfum við lagt grundvöll að auknum áhrifum Haukur Ingibergsson, 8haukur8@gmail. eldri borgara sem hægt er að byggja á í náinni framtíð. Þess vegna skiptir líka máli com, Jóna Valgerður að eldri borgarar eigi sér landssamtök sem tala einum rómi. Einnig að öll félög eldri Kristjánsdóttir jvalgerdur@gmail.com. borgara eigi þar aðild. Fjölgun aldraðra á næstu árum mun verða til þess að reynt Ritstjóri: Jóhannes Bj. Guðmundsson, verður að skerða ýmislegt í kjörum og þjónustu við eldri borgara. Við megum þó lal@dot.is ekki gleyma því að miðað við önnur lönd, erum við tiltölulega vel sett á Íslandi, Forsíðumynd: Kirkjufell, það sýna alþjóðlegar kannanir. En við eigum alltaf að setja markið hærra og vera á ljósmynd: Shutterstock varðbergi. Við skulum jafnframt sýna að við getum lagt margt til málanna og unnið Auglýsingar: Sökkólfur ehf., lal@dot.is að því, sem geta og heilsa okkar leyfir. Ég þakka lesendum Listarinnar að lifa fyrir Umbrot & útlit: Sökkólfur ehf., góðar viðtökur þessi fjögur ár og öllum þeim eldri borgurum sem ég hef kynnst í kjartan@dot.is starfi mínu þakka ég hlýleg orð og uppörvun, sem er mikils virði. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja. Útgefandi: Landssamband eldri borgara, Með ósk um gleðilegt sumar. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB. Sigtúni 42, 105 Reykjavík, leb@leb.is 3


Ásgeir Sigurðsson skipasmiður og harmonikusafnari:

Einstakt harmonikusafn á Ísafirði

4

Ásgeir S. Sigurðson á verkstæðinu sem hann hefur komið sér upp í bílskúrnum. þessari gerð. Það var rússneskur innflytjandi í Bandaríkjunum sem fékk einkaleyfi á bassaborðinu, sem er eins og píanó, árið 1931. Við fengum teikningar og bréf um einkaleyfið og fleira sem tengist gripnum.“ Ásgeir er í Félagi eldri borgara Ísafirði og er félagið virkt og félagsstarf ágætt að hans sögn. Hann fer reglulega í göngutúra með félögum sínum alla virka daga og að auki fer hann í

tækjasal sjúkrahússins til að æfa. „Það er ljómandi gott að vera eldri borgari hérna á Ísafirði og þægilegt að vera þar sem allir þekkja alla eins og hér. Þar að auki er alltaf nóg um að vera.“ Harmoníkusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar er opið frá 15. maí til 15. september. Þar sem hljóðfærin eru viðkvæm fyrir hitabreytingum eru þau geymd á betri stað yfir veturinn. Safnið er hluti af Byggðasafni Vestfjarða.

Ljósmynd: Byggðasafn Vestfjarða.

Ásgeir S. Sigurðsson eignaðist sína fyrstu harmoníku þegar hann var 15 ára gamall og hefur allt frá unglingsárum leikið á nikkuna sér og öðrum til ánægju. Árið 2008 gáfu hann og eiginkona hans Messíana Marsellíusdóttir Byggðasafni Vestfjarða harmoníkusafnið sitt til varðveislu og er það í dag sér safn innan Byggðasafnsins. Listin að lifa tók Ásgeir tali til að forvitnast um hvernig þetta safn varð til? „Þetta byrjaði nú bara þannig að mér var gefin harmonika um 1990 og þá fékk ég áhuga á þessu. Ég byrjaði að gera við gripinn og það gerðist svo sem ekki mikið í þessu fyrstu 5 til 10 árin, enda gerði ég lítið til að leita að hljóðfærum. En svo fór ég að bera mig eftir þessu og bað kunningja um allt land að hafa augun opin og þá fór þetta að bera virkilega árangur. Þegar við gáfum bænum safnið árið 2008 voru komnar 140 harmoníkur í safnið, og núna eru þær orðnar 211 talsins,“ segir Ásgeir. Það hefur verið markmið hans frá upphafi að safnið gæti gefið innsýn í sögu og þróun harmoníkunnar og miðlað einhverju um sögu hljóðfærisins hér á landi. Ásgeir segist hættur að spila eftir að hann veiktist af Parkinsson, en vinnur enn að viðgerðum á harmoníkum. Hann segist oft þurfa að eyða miklum tíma í að koma hljóðfærunum í a.m.k. sýningarhæft stand. Verkfærin sem hann notar til þess eru höfð til sýnis í Turnhúsinu á Ísafirði og þegar ferðafólk kemur í safnið er Ásgeir gjarnan við vinnu sína á safninu og segir frá mununum og sögu þeirra. Hann segist eiga nokkra uppáhaldsmuni og sér þyki vænna um þá sem hefur þurft að gera mikið við. „Flest hljóðfærin eru í spilhæfu ástandi en ein er alveg sérstaklega fágæt. Það er Luttbeg harmnoníkan sem er ein af aðeins 12 slíkum framleiddum í heiminum. Af þessum 12 eru bara 7 eftir á söfnum. Við fengum hana á uppboði á vefnum og það þurfti mikið að laga hana. Þetta er líklega frumsmíðin af

Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.

– elsta nikkan er frá 1830

Cellini Luttbeg harmonika frá 1930, ein af 7 sem til eru í heiminum.


HÓPFERÐIR

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 73157 03/15

GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í GÓÐRA VINA HÓPI

Hópferðir fyrir ungt fólk á öllum aldri Njótið þess að ferðast saman og vera til. Við bjóðum hópferðir til fjölmargra áfangastaða austan hafs og vestan sem allar eru sniðnar að þörfum fólks í góðra vina hópi*.

+ Nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 eða á hopar@icelandair.is

* Hópur miðast við að 10 eða fleiri ferðist saman.

Hafið samband við hópadeild Icelandair Skipuleggið ferðina tímanlega. Við getum séð um að bóka flug, hótel, rútur, skoðunarferðir og veislur fyrir hvers lags mannfagnaði. Leitið tilboða með því að fylla út fyrirspurnarformið á icelandair.is/hopar


Karlarabb í Þorlákshöfn Var upphaflega skuggaráðuneyti

Hluti af hópnum sem var mættur 11. mars; Frá vinstri: Garðar Karlsson, Jón Trausti Ársælsson, Bergsveinn Jóhannesson, Helgi Ólafsson, Bjarni Johansen og Sigurður Sigurþórsson. Í félagi eldri borgara í Þorlákshöfn hefur um nokkurra ára skeið verið starfræktur karlaklúbbur með góðum árangri. Hópurinn hittist alltaf klukkan tvö í aðstöðu félagsins sem heitir Nían og þar eru lands- og heimsmálin skeggrædd, þótt ekki sé endilega komist að neinni niðurstöðu. Ásberg Lárentsínusson er formaður félags eldri borgara í Þorlákshöfn og hefur tekið þátt í þessu starfi frá upphafi. Hann segir að upphaflega hafi sú hugmynd komið frá Sigurðu Helgasyni að setja á fót skuggaráðuneyti fyrir félag eldri borgara á staðnum. En þetta skuggaráðuneyti hefur ekki snúist um að gagnrýna starf félagsins eins og sumir gætu haldið. Þetta er einfaldlega félagsskapur karla innan félagsins sem snýst um að hittast reglulega, aðallega til að spjalla saman um lífsins gagn og nauðsynjar og stundum er farið saman í stuttar ferðir eða heimsóknir um bæinn. Þá hafa embættismenn bæjarins og bæjarstjórinn komið í heimsókn til að ræða við hópinn þannig að líklegt má telja að þeir hafi töluverð áhrif ef þeir vilja. Þegar blaðamaður spyr hvort þetta karlarabb virki í raun eins og öldungaráð segir Ásberg að svo sé ekki. Öldungráð bæjarins verði fámennt og góðmennt, einn frá bæjarstjórn, einn frá félagi eldri borgara og einn frá hollvinafélagi staðarins. Þegar við litum í heimsókn til Þorlákshafnar var eins og áður ýmislegt til umræðu og ljóst að samgöngumálin eru körlunum hugleikin og þeir telja forgangsröðun ranga að mörgu leyti. Þeir eru ánægðir með nýja Suðurstrandaveginn, en eru gagnrýnir á vega6

lagningu um Hellisheiðina og telja að nær væri að byggja betur upp veginn um Þrengsli sem er miklu oftar opinn og liggur lægra yfir sjó. „Það er eins og fólki sé alveg sama þótt rútur og bílar sitji fastir á heiðinni, þegar á sama tíma er vel fært um Þrengslin“, segir Sigurður Helgason. „Núna síðast í óveðrinu þegar rúturnar sátu fastar á heiðinni, þá var ég nú bara að þvo bílinn minn úti hér í Þorlákshöfn“, segir Bjarni Johansen. „Hér er alltaf blíða“. Stjórnmálamenn fá sinn skerf af gagnrýni í þessum hópi. Bergsveinn hælir framtaki þar sem höfnin í Þorlákshöfn er auglýst í Morgunblaðinu þennan daginn. Efasemdaraddir heyrast í hópnum að þetta skili nokkru, frekar en fyrri daginn. Sameining sveitarfélaga er til umræðu og sitt sýnist hverjum. „Við höfum allt til alls hérna. Vatn, rafmagn, landrými og auðvitað höfnina“, segir

Bergveinn. Körlunum þykir greinilega vænt um höfnina enda margir með tengsl við hana og skilja mikilvægi hennar fyrir bæinn. Þeir vilja sjá alvöru stórskipahöfn verða til í Þorlákshöfn. Sigurður Helgason segist telja að unga fólkið muni kjósa með sameiningu við Árborg. „Hvað með Grindavík“ segir einn í hópnum. „Þeir vilja okkur ekki, við gætum allt eins sameinast Grímsey eins og þeim“ segir annar. „Ef við sameinumst Árborg þá held ég að við munum sjá uppbyggingu á höfninni okkar.“ „Já, þá ætti höfnin að geta orðið að þjónustuhöfn fyrir allt Suðurlandið og skipin ættu ekki að þurfa alltaf að sigla fyrir Reykjanesið með alla hluti.“ Við kveðjum karlana í Þorlákshöfn í miðjum hrókasamræðum, þökkum kaffisopann og það má um leið hvetja aðra karlahópa innan félaga eldri borgara að finna sér svipaðan vettvang til að koma saman og skemmta sér.

Sigurður Helgason og Ásberg Lárentsínusson hafa tekið virkan þátt í karlarabbinu frá því það hófst árið 2010.


Það er bæði þægilegt og öruggt að breyta tekjuáætlun á á tr.is

RÉTT TEKJUÁÆTLUN RÉTTAR GREIÐSLUR Þjónustumiðstöð Laugavegi 114 og hjá umboðum um allt land, sími 5604400, grænt númer 8006044, www.tr.is


Alþjóðasamstarf LEB:

Staða eldri borgara í alþjóðlegu samstarfi Landssamband eldri borgara er aðili að sam• Hvers vegna telur þú að komið sé starfsnefnd eldri borgara á Norðurlöndunöðruvísi fram við eldri borgara en aðra um. Nefndin starfar undir sænska heitinu eða að þeim sé mismunað ? sem Nordiska Samarbetskommitteen eða • Telur þú að eldri borgurum sé NSK, en á ensku sem Nordic Older Peoples meinað um einhver almenn mannréttOrganisation skammstafað NOPO. indi sem þeir eiga rétt á ? Ef svo er hvaða Eitt landssamband frá hverju Norðurmannréttindi helst ? landanna á aðild að NOPO nema frá Skilafrestur var stuttur en samt bárust Finnlandi en þaðan eiga tvö sambönd aðnægjanlega mörg svör til að meta afstöðild að NOPO. Landsamböndin eru flest una. Fleiri slíkar kannanir verða gerðar á að grunni til tengd stéttarfélögum landa næstu misserum. Birna Bjarnadóttir, sinna og njóta mismikils stuðnings þeirra Fundir nefndarinnar hafa verið haldnir alþjóðafulltrúi LEB. í daglegu starfi. Skrifstofa sænska sambæði í Brussel og síðan hafa fulltrúar bandsins sem er samband starfsmanna NOPO hist í Stokkhólmi. Einnig eru ríkis og sveitarfélaga heldur utan um rekstur og skipulag haldnir netfundir sem stjórnað er frá Brussel en fjöldi þáttNOPO og hefur aðsetur í Stokkhólmi. takenda er frá 13 til 30 frá öllum aðildarríkjum EvrópusamNOPO heldur samráðsfundi að vori og aðalfund að hausti bandsins. en þá er einnig haldin ráðstefna eða málþing um ákveðin Nú er Ísland ekki aðili að Evrópusambandinu en tekur málefni sem eru efst á baugi í umræðu um málefni aldraðra. þátt á þingum Evrópuráðsins. Þessir fundir eru haldnir til skiptis á Norðurlöndunum og Stéttarfélög á Íslandi taka þátt í alþjóðasamstarfi stéttarvar vorfundur síðast haldinn á Íslandi vorið 2012. félaga í Brussel og fylgjast með þróun umræðu um málefni er Stjórn LEB hefur óskað eftir því við undirritaða að taka þátt á fundum NOPO með formanni LEB og tilnefndi hana síðan sem alþjóðafulltrúa LEB, sem hefði það hlutverk að fylgjast með því Norðurlandaog Evrópusamstarfi sem LEB hefur hagsmuni af að tengjast eða taka þátt í. NOPO er eitt af stórum aðildarsamböndum að AGE Platform í Evrópu, en til þess samstarfs er stofnað af Evrópusamsambandinu. Markmið AGE er að tryggja viðræðugrundvöll og samráð Evrópuráðsins við heildarsamtök um málefni aldraðra í Evrópu. Fyrir ári síðan 26. – 28. júní á Blönduósi voru stofnaðir málefnahópar sérfræðinga á 15 ólíkum Landsmót UMFÍ 50+ er fyrir alla 50 ára og eldri. Mest áhersla er lögð á íþróttakeppnina sviðum. Aðildarsambönd AGE voru hvött til að tilen auk hennar verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla mótsgesti. nefna sérfræðinga úr sínum röðum til setu í þessum Keppnisgreinarnar eru: hópum sem ráðgefandi aðilar. Þetta var kynnt á vor• Boccia • Bridds • Dráttarvélaakstur fundi NOPO 2014 og tilgreint að NOPO ætti fulltrúa í • Frjálsíþróttir • Golf • Hestaíþróttir • Judó • Lomber • Pútt • Ringó • Skák • Skotfimi nokkrum nefndum AGE. Þá var samþykkt að tilnefna • Starfshlaup • Stígvélakast • Sund Birnu Bjarnadóttur fulltrúa LEB til að sækja um aðild Mótsgjald er aðeins kr. 3.500.í hópi á sviði heilbrigðis aldraðra sem fulltrúi NOPO. Í og geta keppendur keppt í eins mörgum greinum og þeir óska og treysta sér til. umsókninni var gerð krafa um upplýsingar um menntAð lokinni mótssetningu á föstudegi gefst hópum un, fyrri störf og reynslu umsækjanda á þessu sviði. kostur á að vera með dans- eða leikfimisýningar. Umsóknin var samþykkt af AGE síðastliðið haust og Taktu þátt í skemmtilegu móti hófst þá formlegur undirbúningur að þátttökunni. og njóttu þess að vera til. Eitt fyrsta verkefnið var öflun upplýsinga um hvernig Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá UMFÍ: eldri borgarar á Íslandi mætu stöðu sína og réttindi Ómar Bragi Stefánsson gsm: 898 1095 • netfang: omar@umfi.is sem eldri borgarar. Sendur var tölvupóstur til allra formanna stjórna félaga eldri borgara sem aðild eiga að Ungmennafélag Íslands LEB og þeir beðnir að svara eftirfarandi spurningum: • Telur þú að komið sé fram við þig á annan hátt eða að þér sé mismunað vegna þess að þú ert eldri borgari ? Nánari upplýsingar á www.umfi.is • Ef svo er, hvaða áhrif hefur það á þig í daglegu lífi ? www.maggioskars.com

Velkomin á 5. Landsmót UMFÍ 50+

8


þau varða á vegum Evrópusambandsins. Á sama hátt fylgjast fulltrúar eldri borgara á Norðurlöndunum með málefnum er varða eldri borgara sem verið er að fjalla um og taka ákvarðanir um hverju sinni. Það er alveg ljóst að áhrif ákvarðanatöku í Evrópu hefur mjög mikil og fljótvirk áhrif á stöðu mála á Norðurlöndunum. Jafnvel þó Norðurlöndin leggi áherslu á að fylgja norrænu velferðarstefnunni þá þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem þegar hafa áunnist ekki síst á tímum efnahagsþrenginga og samfélagsátaka. Hér ber að minna á mikilvægi þess að „Ekkert sé fjallað um okkur án okkar“ eins og fjölmenn samtök hafa haft að leiðarljósi. Þess vegna tekur fulltrúi LEB þátt í starfi AGE Platform sem fulltrúi NOPO sambands eldri borgara á Norðurlöndunum.

Öldungaráð í Reykjavík og víðar Fyrsti fundur nýs öldungaráðs í Reykjavík var haldinn í mars á þessu ári. Á vef borgarinnar kemur fram að ráðið muni stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi Reykjavíkurborgar við hagsmunasamtök hópsins, móta stefnu og gera tillögur til borgarráðs sem varðar verksvið þess. Öldungaráð er skipað fimm fulltrúum og jafnÖldungaráð í Reykjavík. Frá vinstri: Kjartan Magnússon, Guðmörgum til vara. Starfsrún Ágústsdóttir formaður ráðsins, Þórunn H. Sveinbjarnardóttir menn ráðsins eru Anna og Sveinn Grétar Jónsson. Á myndina vantar Hrafn Magnússon. Krist­ins­dóttir mannréttfélögin kæmu sér saman um Öldungaráð á indastjóri Reykjavíkurborgar og Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefna- hverjum stað til að fjalla um hagsmunamál eldri borgara. Til viðbótar við Reykjavík, stjóri á mann­rétt­inda­skrifstofu. Varamenn ráðsins eru Helga Kristín er nú þegar búið að setja slík ráð á fót í Hjörvar, Áslaug Friðriksdóttir, Bryndís Hveragerði, Hafnarfirði og á Suðurnesjum Hagan, Brynjólfur I. Sigurðsson og Ing- starfar eitt öldungaráð fyrir sveitarfélögin Reykjanesbæ, Sandgerði, Voga og Garð. ólfur Antonsson. Það hefur verið yfirlýst stefna landssam- Þá er samkvæmt upplýsingum LEB unnið bandsins að félög eldri borgara og sveitar- að stofnun þeirra víða annars staðar.

Við léttum þér lífið Næringarvörur eru í samningi við Sjúkratryggingar Íslands

Hjálpartæki

Næringarvörur

Sturtustólar

Stuðningshlífar

Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja. Í verslun Fastus að Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum. Sérhæft fagfólk leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum.

FASTUS_H_26.05.14

Komdu og skoðaðu úrvalið. Við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.

Komið í verslun okkar að Síðumúla 16 - 2.hæð. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is

9


Viðtal við Birgi Jakobsson landlækni:

Eldri borgarar eiga að gera kröfur

samhæfa þarf þjónustu í heilbrigðiskerfinu til að halda fólki utan stofnana eins og hægt er Birgir Jakobsson tók við sem landlæknir um síðustu áramót og af því tilefni leit blaðamaður við í heimsókn til að ræða stöðu eldri borgara og verkefnin framundan hjá embættinu, enda koma alltaf nýjar áherslur með nýju fólki. Hann hefur um langt skeið sinnt stjórnunarstörfum við ýmis sjúkrahús í Svíþjóð og starfaði síðastliðin sjö ár sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Sérgrein hans er barnalækningar og árið 1988 lauk hann doktorsprófi í þeirri grein. Birgir segir að vandamálin varðandi málefni eldri borgara séu hin sömu hér og hann hafi orðið var við í Svíþjóð. „Vandamálin eru þau sömu. Oft snúast þau um hvar mörkin liggja á milli þjónustugeira í heilbrigðiskerfinu eins og heilsugæslu og bráðaþjónustu, félagsþjónustu og sjúkrahúsþjónustu eða geðþjónustu og hver ber ábyrgð á málaflokknum. Það verða til einingar innan kerfisins og vandamálin verða þegar fólk er ekki að vinna saman á nægilega skilvirkan hátt á milli þessara eininga. Þetta er það sem heilbrigðiskerfið er að takast á við og þetta ferli getur verið sérstaklega flókið í tilviki eldri borgara. Sú reynsla sem ég hef fengið í Svíþjóð er einmitt á þessu sviði. Hvernig getum

Birgir Jakobsson, landlæknir, á skrifstofu sinni á Barónsstíg í Reykjavík. að bjóða uppá góða þjónustu og gott verða hugarfarsbreyting, bæði meðal aðgengi til að skapist traust. Það er ekki almennings og líka í heilsugæslunni og nóg að heilsugæslan búi yfir læknum félagsþjónustunni. og hjúkrunarfræðingum. Hún þarf að Þessi málaflokkur, málefni aldraðra hafa á sínum snærum félagsþjónustu, er nokkuð sem ég í gegnum mitt starf félagsfræðinga, sálfræðinga og jafnvel hef ekki verið mjög kunnugur, enda sérgeðþjónustu og ég held að eldra fólk sviðið barnalækningar. En sem sjúkraþurfi að vakna upp og gera kröfur. hússtjóri á Karolinska sjúkrahúsinu Ekki bara sjá sig sem einhvers konar þá varð mér mjög ljóst að í málefnum leiksopp sem gerir allt sem honum aldraðra í heilbrigðiskerfinu er hægt að gera gríðarlega margt til að bæta gæði þjónstunnar. Ég geri ráð fyrir að hið Meginhlutverk landlæknisembættisins lögum er fjórþætt; sama sé upp á tengingum hér á landi.“ En samanburðurinn að öðru leyti, hvernráðgjöf, fræðsla, eftirlit og upplýsingasöfnun. ig stöndum við í heilbrigðisþjónustunni hérlendis? við hugsað meira um flæði sjúklinga á er sagt. Fólk verður að hafa ákveðnar „Það er enginn vafi að heilbrigðismilli stofnana og innan þeirra? Þetta er kröfur á þjónustuna og gamalt fólk hef- kerfið hér eftir kreppu hefur orðið vel hægt að bæta með réttum vinnu- ur rétt á því að gera kröfur. Maður þarf fyrir áföllum og verkefni hafa þurft að brögðum og er nokkuð sem landlækn- að vera gagnrýnin á lyfjagjöf og passa bíða. Mér finnst að núna sé ákveðið isembættið getur ábyggilega komið að.“ sig að taka ekki við alls konar lyfjum í tækifæri. Það er ákveðinn vilji og skilnEn hvaða skilaboð hefur nýr landlæknir bland. Fólk þarf að spyrja sig hvað er ingur fyrir því að við sem þjóð þurfum almennt til eldri borgara og lesenda blaðs- þetta lyf að gera fyrir mig? Af hverju á að hafa öflugt heilbrigðiskerfi. Það er ins? ég að taka það, hverjar eru aukaverkan- verið að tala um að færa fjármagn til „Ég held að fólk geti gert mikið sjálft irnar og svo framvegis. Það á ekki að heilbrigðiskerfisins til jafns á við það og við þurfum að breyta hugarfarinu. trúa í blindni á allt og þetta snýst um sem gerist á hinum Norðurlöndunum Hvert beinum við t.d. huganum ef við að hafa gott samstarf við sinn lækni og það er af hinu góða. En það er líka verðum veik? Til að heilsugæslan virki og sína heilsugæslustöð. Hér gildir að mjög mikilvægt að samtímis sé unnið þarf fólk að leita til hennar til að fá byggja upp þjónustuna í nærumhverf- að breyttum vinnuháttum í heilbrigðisúrlausn og um leið þarf heilsugæslan inu og til að hún virki þarf líka að kerfinu þannig að það séu gerðar kröf10


ur á það og ekki bara settir peningar í kerfi sem er ekki nægilega skilvirkt.“ Að sögn Birgis kemur embætti landlæknis að málefnum eldri borgara einkum á tvennan hátt. Í fyrsta lagi með því að hafa eftirlit með þeirri þjónustu sem er fyrir hendi í dag bæði starfsfólkinu og stofnunum. Þetta er stóra verkefnið segir hann. Hitt er svo ráðgjöf til stjórnvalda um hvernig málum skuli best háttað svo kerfið skili góðum gæðum og eðlilegum kostnaði. En telur hann að eftirlitinu hafi verið ábótavant? „Nei það tel ég ekki, en það má alltaf gera betur. Mér sýnist á þessum vikum sem ég hef verið hér í embætti að eftirlitið með hjúkrunarheimilum og álíka stofnunum hafi verið betra en með ýmsum öðrum þáttum. Kannski vegna þessa að þar hafa verið teknir upp ákveðnir gæðavísar og það auðveldar allt eftirlit. Ég hef farið vel yfir þessa gæðavísa og þeir eru til fyrirmyndar. En ég held að við getum alveg gert betur. Við þurfum svo sérstaklega að skoða hvað við gerum í þeim tilfellum þegar við sjáum að gæðin eru ekki eins

og þau eiga að vera. Hvernig er því fylgt eftir og það lagað.“ Það er oft talað um nauðsyn þess að fjölga hjúkrunarrýmum. Ertu sammála því? „Ég get ekki svarað því núna miðað við vitneskju mína í dag. Út­ gangs­ punkt­ur­inn á að vera að fólk sé heima hjá sér eins lengi og kostur er. Þetta á ekki síst við um eldra fólk. Stofnanir eru ekki besta umhverfið fyrir eldri borgara. Hins vegar þurfa þeir eins og aðrir á því að halda að komast inn á bæði bráðamóttöku, sjúkrahús og hjúkrunarheimili ef þannig stendur á. Og það er enginn vafi á því að hjúkrunarheimili eru betra fyrir gamalt fólk heldur en bráðasjúkrahúsið sem er raunverulega hættulegt umhverfi fyrir gamalt fólk.

Þannig að ef staðan er sú að gamalt fólk er að festast inni á bráðasjúkrahúsi vegna skorts á hjúkrunarrými, þá þarf að gera eitthvað í því máli. Það er augljóst. En hvar flöskuhálsinn er í þessu ferli er erfitt að segja. Það eru margir sem segja það að það vanti hjúkrunarheimili. Það eru líka margir sem segja að það vanti sjúkrahúspláss, en þetta fer allt eftir því hvernig við byggjum upp heilsugæsluna. Hvernig hún starfar og þjónar fólki, og hvernig heimahjúkrun og lækningum er háttað. Ef við byggjum upp kraftmikla svona þjónustu þá höldum við fólki frá þessum stofnunum, sem ég held að flest eldra fólk vilji helst. Það er alla vega mín reynsla“, segir Birgir að lokum.

Ellimóður

Með árunum hefur þyngdaraflinu tekist að lækka á manni brjóstin, magann og rassinn. Af hverju ekki kólesterólið líka?

SPENNANDI FERÐIR FYRIR ELDRI BORGARA 2015 FÆREYJAR 19.–22. maí

ALLAR FERÐIR MEÐ ÍSLENSKRI FARARSTJÓRN

NARSARSUAQ 20.–23. júní

Fáðu nánari upplýsingar hjá hópadeild Flugfélags Íslands

ÍSAFJÖRÐUR 25.–26. ágúst

hopadeild@flugfelag.is Sími: 570 3075

11


Landsfundur Landssambands eldri borgara Verður haldinn í Kópavogi 5.-6. maí 2015 Landsfundur Landssambands eldri borgara 2015 verður haldinn í Gullsmára, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi, dagana 5.-6. maí. Landsfundurinn hefst kl. 13:00 þriðjudaginn 5. maí og fundarlok eru áætluð kl. 12:00 miðvikudaginn 6. maí. Aðildarfélög LEB eru 54 talsins og hvert félag á rétt á 2 fulltrúum til setu á landsfundi, en félög með yfir 500 félagsmenn eiga rétt á einum viðbótarfulltrúa fyrir hverja 500 félaga, umfram 500 eða brot úr þeirri tölu. Miðað er við fullgilda félaga um hver næstliðin áramót fyrir landsfund enda hafi viðkomandi aðildarfélag staðið skil á

greiðslu árgjalds í samræmi við það fyrir liðin ár. Landsfundurinn fer með æðsta vald í málefnum landssambandsins og er fundurinn haldinn annað hvert ár. Formenn aðildarfélaga halda fund árið á milli landsfunda. Sá fundur er stjórn LEB til ráðgjafar í mikilvægum málum er varða stefnu og starfsemi sambands-

ins en getur þó ekki afgreitt mál sem eru bindandi fyrir landssambandið. Dagskrá landsfundar er mörkuð í lögum LEB. Segja má að hún skiptist annars vegar í hefðbundin aðalfundarstörf og hins vegar í umræður um málefni og tillögur. Á þessum fundi verður sjónum sérstaklega beint að heilbrigðismálum aldraðra undir dagskrárlið sem nefnist HEILSA – FRAMTÍÐ – ÞJÓNUSTA. Tillögur ásamt greinargerð sem aðildarfélög eða fulltrúar hyggjast leggja fyrir landsfund skulu sendar stjórn LEB á leb@leb.is a.m.k. mánuði fyrir fundinn.

Félag kennara á eftirlaunum Emil Ragnar Hjartarson, f.v. formaður og skólastjóri Stjórnir Landssambands gagnfræðaskólakennara og Sambands grunnskólakennara höfðu lengi haft hug á að stofna félagsskap kennara á eftirlaunum. Hinn fyrsta mars 1980 var haldinn stofnfundur, kynnt drög að samþykktum fyrir félagið og kosin bráðabirgðastjórn . Hinn 12. júní sama ár var framhaldsstofnfundur, félagslög samþykkt og fyrsta stjórn kosin. Hana skipuðu: (fyrri störf tilgreind) Magnús Jónsson, skólastjóri Kristinn Gíslason, námstjóri Ólafur Einarsson, kennari Valdís Halldórsdóttir, kennari Þórður Kristjánsson, námstjóri Félag kennara á eftirlaunum FKE, er ekki hagsmunafélag í venjulegum skilningi þess orðs. Það átti tvo fulltrúa í kjararáði Kennarasambands Íslands og gættu þeir hagsmuna eftirlaunafólks á þeim vettvangi.Fyrirkomulagið er nú breytt en FKE er eftir sem áður aðili að orlofssjóði Kennarasambandsins en ekki að öðrum sjóðum þess. Árið 1981 samþykkti stjórn Kennarasambands Íslands að FKE teldist aðildarfélag sambandsins og kostnaður við rekstur félagsins greiddur úr sjóðum KÍ. 12

Glaðbeittir f.v. kennarar að spila félagsvist, en FKE heldur uppi öflugu félagsstarfi. Frá vinstri: Svana Einarsdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Hermann Guðmundsson og Margrét Schram. Þegar FKE var stofnað var tilgangur félagsins í augum frumherjanna að það yrði vettvangur fyrir eftirlaunamenn í kennarastétt til að koma saman með orðtækið „maður er manns gaman“ í huga, efna til fræðslu og skemmtifunda og hafa forgöngu um ferðir félaga innanlands. Undanfarin ár hefur starf félagsins verið í nokkuð föstum skorðum. Á tímabilinu október til maí ár hvert eru mánaðarlegir fundir. Þá er spiluð félagsvist og auk þess alltaf einhver dagskrá í höndum gesta eða félags-

manna. Bókmenntaklúbbur heldur á þessu tímabili fundi hálfsmánaðarlega og tölvukennsla er vikulega. Á vegum FKE starfar blandaður kór, EKKÓ kórinn, skammstöfun fyrir „Eldri kennara kórinn.“ Kórinn kemur fram á viðburðum félagsins og hefur einnig heimsótt dvalarheimili aldraðra. Æfingar eru einu sinni í viku. Á sumrin hefur verið efnt til ferðalaga innanlands, bæði dagsferðir og lengri ferðir. Eftir því sem næst verður komist hafa verið farnar þrjátíu og þrjár ferðir innanlands á vegum FKE. Þá eru ótalin árleg samskipti við eftirlaunakennara á Norðurlöndunum. Haldin eru árlega mót Norrænna eftirlaunakennara til skiptis heima hjá hverjum hóp fyrir sig. Í sumar er röðin komin að FKE og hefur verið blásið til þings í júní. Miðstöð mótsins verður á Selfossi. Þeir kennarar sem eru að komast á eftirlaunaaldur og vilja gerast félagar í FKE þurfa að athuga að þeir verða það ekki sjálfkrafa. Það verður að sækja um aðildina og er tekið við umsóknum á skrifstofu Kennarasambands Íslands. Formaður FKE er núna Þóra Alberta Guðmundsdóttir.


Nýjasta aðildarfélag LEB er á Raufarhöfn allir 22 félagsmenn með lykil að félagsheimilinu Félag eldri borgara á Raufarhöfn, skammstafað FER, var stofnað 14. janúar 2014 og telur 22 félagsmenn í dag. Fljótlega eftir stofnun þess var farið að huga að samastað fyrir félagið og athyglin beindist að Ásgötu 1. Var talið að húsið gæti hentað vel undir þá starfsemi sem fyrirhuguð væri innan félagsins, en það er m.a. að mála, smíða og vinna að ýmiskonar hannyrðum. Innan félagsmanna FER er að finna iðnaðarmenn og handverksfólk sem lýsti áhuga á að dytta að húsinu gegn því að fá það endurgjaldslaust til notkunar. Helgi Ólafsson er formaður félagsins og hann segir að aðstaðan sem félagið hafi komið upp í samvinnu við sveitarfélagið sé mjög góð. Félagsheimilið heitir Breiðablik, en öll húsin í þorpinu bera nöfn. Það var á sínum tíma komið á dagskrá sveitarfélagsins Norðurþings að brjóta húsið niður. „Á fundi hjá eldri borgurum kom til umræðu að þarna væri húsnæði sem hentaði fyrir okkur þannig að það var samþykkt að ég færi fyrir hönd hópsins og talaði við sveitarstjórnarmenn“ , segir Helgi. „Bergur Elíasson þáverandi sveitarstjóri kom og skoðaði húsið með okkur og við ræddum hvernig standa mætti að þessu. Honum leist vel á hugmyndir okkar og mælti með að þetta yrði að veruleika. Endirinn varð sá að það var gert munnlegt samkomulag um að Norðurþing sæi um rekstur hússins,

Helgi Ólafsson, formaður Félags eldri borgara á Raufarhöfn, FER svo sem öll gjöld og rafmagn til ljósa og hita. Einnig að sveitarfélagið greiddi það efni sem til þyrfti til endurbóta en félag eldri borgara legði til þá vinnu sem félagar gætu innt af hendi.“ Eldri borgarar hófust þegar handa við að mála húsið að sögn Helga. Þá var

keypt efni í glugga því allir gluggarnir voru ónýtir og þá varð að endurnýja. „Jóhann Þórarinsson sem er smiður og félagi í Félagi eldri borgara hérna og fyrrverandi lögregluþjónn smíðaði nýja glugga endurgjaldslaust og við félagsmenn rifum gömlu gluggana úr og gengum frá þeim nýju.“ Nú er fastur samkomutími á þriðjudegi í hverri viku, en þar fyrir utan eru allir félagarnir með eigin lykil að félagsheimilinu og geta því notað aðstöðuna þegar þeim þóknast og komið og farið þegar þeir kjósa. „Þetta er bara byrjunin. Þetta er ekki spretthlaup heldur langhlaup og við komum í mark fyrir rest“, segir Helgi. „Það er bjart framundan hjá okkur eldri borgurum á Raufarhöfn.“

Hluti af mósaíkverkum FER.

Félagsmenn FER við vinnu sína í Breiðabliki. 13


Að taka ábyrgð á eigin líðan og lífi ævina á enda Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og ritstjóri Í hverju felst listin að lifa? Svörin við spurningunni eru sjálfsagt jafn mismunandi eins og við erum mörg en ég er sannfærð um að eitt af því sem gerir daga lífsins að listasmíð er að taka ábyrgð á sjálfum sér. Að vera vakandi yfir því að móta sína eigin hugsun, hegðun og viðhorf á hjálplegan og uppbyggjandi hátt. Að kunna að hlúa að sjálfum sér, lyfta eigin lund, styðja við líkamlega heilsu og koma á jákvæðum samskiptum. Að þannig takist okkur, eins vel og mögulegt er miðað við aðstæður, að viðhalda andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og hamingju, ævina á enda.

bætir. Að hafa orð á því sem er gott og fallegt, fagna hverri jákvæðri upplifun. Taka eftir því hvað kaffið er yndislega heitt og í bollanum okkar, peysan mjúk og hlý, skýin á himni töfrandi falleg og lagið í útvarpinu hressandi og skemmtilegt.

Gætum okkar á grámanum Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur hjá Huglind.is.

beina athygli okkar markvisst og meðvitað að því sem styður við, gleður og

Kristín Linda Jónsdóttir ólst upp á sveitabæ í Fnjóskadal í Þingeyjarsýslu. Hún bjó lengi á Akureyri og var þar bankastarfsmaður og blaðamaður. Síðan var hún kúabóndi í 15 ár í Miðhvammi í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Kristín Linda flutti til Reykjavíkur árið 2011 þá fimmtug að aldri og hóf störf sem sálfræðingur á eigin stofu, Huglind.is, í húsnæði Sálfræðinga Höfðabakka 9. Kristín Linda starfar einnig við kennslu og heldur fyrirlestra og námskeið. Hún er ritstjóri Húsfreyjunnar tímarits Kvenfélagasambands Íslands og hefur ritstýrt tímaritinu í tíu ár. Ef við hlúum að sjálfum okkur, leggjum okkur fram um að bæta eigin líðan og vera jákvæð, hlý og hvetjandi við okkur sjálf, verðum við færari um að hafa góð áhrif á líf fólksins í kringum okkur. Bæði líf þeirra sem við elskum mest og þeirra sem við rekumst á í hversdeginum. Er það ekki mikils virði? Sjálf á ég yndislegar æskuminningar um hvernig spaugsemi afa míns Sigurðar gat skapað hlátur og fjör í daglega lífinu og hvað amma mín Kristín hafði listilegt lag á að búa til hátíðleika og stemmningu í kringum einfalda hluti. Við höfum öll möguleika á að hafa áhrif, bæði á okkar eigin líðan og annarra. Að lyfta stundinni upp eða draga hana niður. Grípum gæsina í dag og ákveðum að gera daginn betri, 14

Sálfræðilegar rannsóknir sýna að ánægjulegar og gefandi athafnir eru afar mikilvægar fyrir fólk á öllum aldri. Þær hafa forvarnargildi gegn leiða, depurð, framtaksleysi, vonleysi og þunglyndiseinkennum og skipta því miklu máli. Ánægjulegar, skemmtilegar og gefandi upplifanir, smærri og stærri, sem þú kemur á dagskrána þína byggja þig upp og gefa þér orku, framtak, gleði, bjartsýni, jákvæðni og sælu í sál. Slítandi, leiðinlegar, venjubundnar og neikvæðar athafnir taka af þér toll og ef þær taka of mikið pláss í dagskránni þinni þreyta þær þig og draga úr þér framtak, kraft, kjark og gleði. Ef við hættum smátt og smátt að sinna ánægjulegum og gefandi viðfangsefnum og áhugamálum, og hitta

Hér er Kristín Linda með sonum sínum; f.v. Jón Fjalar grunnskóla- og tölvustrákur í Reykjavík, Kristín Linda, Ástþór Örn sauðfjárbóndi og athafnamaður í Skagafirði og Halldór Logi háskólanemi og handboltamaður á Akureyri.


fólk, hverfur smá saman löngunin til að setja góðar stundir og samveru á dagskrá. Pældu aðeins í því hversu margar athafnir dagsins, vikunnar og mánaðarins eru styðjandi, gefandi og gleðilegar í þínu lífi og hversu margar eru venjubundnar og gráar? Gættu þín á að því að halda huganum opnum og víðum, forðastu rörsýn og að sjá hverja hindrunina af annarri eða slá möguleikana út af borðinu. Öll getum við eitthvað, oftast meira en við gerum. Við getum teygt okkur aðeins lengra, ætlað okkur aðeins meira til að líf okkar verið fjölbreytt og ánægjulegt. Við getum hringt í gamlan vin, byrjað að prjóna nýja gerð af húfum, haft okkur af stað og mætt í félagsstarfið, gengið nýjan hring, boðið nágranna í súpu.

Að setja ánægjustundir markvisst á dagskrá

Við þurfum markvisst að stunda listina að lifa. Að sýna skynsemi og ábyrgð og huga að okkar eigin líðan, hegðun, hugsun, lífsstíl og hamingju. Stundum festumst við um of í gamla vananum, sem var kannski ágætur einu sinni, en er ef til vill ekki hjálplegur eða styðjandi í dag. Ef við hættum að setja nýjar upplifanir og gefandi athafnir á dagskrá til að hlúa að eigin gleði og jákvæðni og þar með andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu er hætta á að við sígum niður í gráma, vanvirkni, depurð og leiða. Lífs- og athafna hringurinn okkar verður of lítill. Okkur hættir að langa til að taka þátt, kjarkurinn og krafturinn minnkar og brosunum fækkar. Þetta hefur áhrif á okkur, fólkið okkar og minningarnar sem við sköpum. Það var gaman að saxa niður í eplasalat með Kristínu ömmu af því að hún gerði það að athöfn og það var ævintýri að rölta niður í mýrina með afa af því að hann sá spóann og hrafnaklukkuna og hafði orð á því og fagnaði náttúrunni og fegurðinni. Höfum orð á því sem er gott, gefandi, fallegt, styður og dregur upp, fyrir okkur sjálf og fólkið í kringum okkur! Til að setja ánægjulega og gefandi athafnir, verkefni og upplifanir markvisst á dagskrá í lífinu er kjörið að skrá niður 15 atriði sem þú veist að veita

Við getum öll ákveðið að skapa aðeins meiri í gleði í hversdeginum, brosa oftar og bregða á leik. Það bætir okkar eigin líðan og líf og annarra um leið. Byrjum strax í dag að brosa aðeins oftar og veita því notalega góða, sniðuga og fallega markvisst athygli okkar.

Pældu aðeins í því hversu margar athafnir dagsins, vikunnar og mánaðarins eru styðjandi, gefandi og gleðilegar í þínu lífi og hversu margar eru venjubundnar og gráar? þér ánægju, eru skemmtileg og gefandi og lyfta þér upp. Bæði atriði sem þú getur gert heima og að heiman, með öðrum og einn. Taktu þér viku í verkefnið og reyndu að finna 15 mismunandi athafnir eða upplifanir. Til dæmis að fara í heimsókn til vinafólks, að fara í sund og heita pottinn, að elda nýjan rétt og bjóða gestum í mat. Að fara og hlusta á tónlist, í leikhús, á kaffihús, á sérstakan stað, í bíltúr eða gönguferð

á nýjar slóðir. Að taka þátt í ánægjulegum athöfnum í hóp til dæmis í kór, leikfimi, gönguhóp eða bókaklúbbi. Gerðu listina að lifa að þinni ævina á enda. Gefðu þér þá gjöf að hugsa hjálplega, styðjandi og hvetjandi og settu gefandi stundir og ánægjulegar athafnir á dagskána þín. Það er aldrei of seint að hrífast, gleðjast og finna fyrir þakklæti, ánægju og hlýju í sál.

15


Fræðsluhornið Bryndís Steinþórsdóttir Ágætu lesendur. Bestu þakkir fyrir samstarf og góðar kveðjur. Nú er kominn út nýr bæklingur frá embætti landlæknis, sem ber heitið „Ráðleggingar um mataræði fyrir börn og fullorðna frá tveggja ára aldri“ (sjá mynd). Hægt er að skoða hann á vefsíðu embættisins og panta hann þar. Vefsíðan er: www.landlaeknir.is Hér er um að ræða fjölþættan fróðleik, sem allir ættu að kynna sér. Ný reglugerð frá Matvælastofnun: Upplýsingar um matvæli eru að verða betri með nýrri reglugerð. Lágmarksleturstærð, skýrari upplýsingar um ofnæmisvalda, merkingar um næringargildi og ítarlegri merkingar á vatni sem bætt er í kjöt og fisk, er meðal breytinga sem verða með reglugerð nr.1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Til þess að stuðla að minni matarsóun verður leyfilegt að selja matvörur eftir að „best fyrir dagsetning“ er liðin. Viðkvæmar matvörur á hins vegar að merkja með síðasta notkunardegi og ekki má selja vörurnar eftir þá dagsetningu. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðum Matvælastofnunar. www.mast.is Hér koma nokkrar áhugaverðar uppskriftir sem þættinum hafa borist:

Þorskur og grænmeti í ofni frá Hönnu

1 kg þorskflök eða sneiðar 2 blaðlaukar 4-5 tómatar 250 g sveppir 2-3 msk sítrónusafi 1 – 1 ½ dl vatn, hvítvín eða eplacider ½ tsk salt, pipar, og annað krydd ef vill 15 g smjör 2 msk dill (saxað) Hreinsið og þerrið fiskinn. Hreinsið grænmetið. Skerið blaðlaukinn í 1 sm þykkar sneiðar. Skerið tómatana í báta og sveppina í sneiðar. Hitið ofninn í 200 gráður. Látið grænmetið í ofnmót. Hellið vökvanum yfir. Leggið fiskstykkin efst. Kryddið og látið smjörklípur yfir. Setjið lok eða álpappír yfir mótið. Bakið í miðjum ofni í 30 – 40 mín. eða þar til fiskurinn er soðinn, það fer eftir þykkt stykkjanna. Stráið söxuðu dilli eða steinselju yfir. Athugið að einnig er gott að hafa papriku, spínat og fleira grænmeti með fiskinum í mótinu. Berið fram með soðnum kartöflum, léttsteiktum litlum kartöflum eða hýðishrísgrjónum og grænmetissalati og grófu brauði ef vill. Óskað var eftir uppskrift af Tofu. Það er unnið úr sojabaunum og er próteinrík fæða sem margir neyta í stað kjöts og/eða fisks.

16

Tofu-og grænmetissalat (sænsk uppskrift)

300 g tofu 2 msk sojasósa 2 msk eplavínedik 2 msk matarolía ½ tsk svartur pipar 500 g tómatar 250 g græn paprika 250 g agúrka 2 litlir laukar 2 msk sesamfræ Skerið tofuið í 1 sm stóra bita, þerrið og látið þá í skál. Hrærið saman soju, ediki og ½ msk af olíu. Blandið því saman við tofuið. Kryddið með pipar. Látið bíða í 10 mín. Hrærið í öðru hvoru. Skerið kross í hýðið á tómötunum, setjið þá um eina mín í sjóðandi vatn og fjarlægið hýðið og stilkinn. Skerið í 8 báta. Þvoið paprikuna, fjarlægið fræin og skerið hana í fjóra hluta. Snögghitið í sjóðandi vatni og snöggkælið (með köldu vatni) og skerið í þunna srtimla. Flysjið gúrkuna og skerið í 1 sm stóra bita. Flysjið laukinn og skerið í þunna hringi. Látið grænmetið í skál og hellið vökvanum yfir. Hitið afganginn af olíunni á pönnu. Veltið tofuteningunum upp úr sesamfræunum og steikið við meðalhita í um 10 mín. Blandið síðan öllu saman. Best nýtilbúið.

Amerískar afmælispönnukökur frá Birni Geir

Þegar börnin fóru að stækka fann ég einhverju sinni upp á því að búa til amerískar pönnukökur og hafa sem afmælismorgunmat. Það mæltist svo vel fyrir að síðan telst það ekki almennilegur afmælismorgunn í okkar fjölskyldu ef pabbi býr ekki til „amerískar“ Einfaldur skammtur. Dugir fyrir 3-6 eftir því hver á í hlut. 280 g hveiti 1 tsk salt 1 msk sykur 2 tsk lyftiduft 2 egg 3,5 dl nýmjólk 2 msk bráðið smjör (4 msk enn betra) Meðlæti (eitthvað eða allt af eftirfarandi) Ber (jarðarber, bláber) bananasneiðar, þeyttur rjómi, heslihnetur, súkkulaðiáburður, (t.d. Nutella), hlynsýróp (það er ómissandi) Þurrefninu hrært saman og eggin þeytt saman við mjólkina. Vökvanum hellt út í þurrefnið meðan hrært er duglega með handafli en ekki of lengi. Áferðin á að vera á borð við þykka súrmjólk. Hitið pönnu í góðan meðalhita og setjið nokkuð vel af olíu á. Setjið út pönnukökurnar í stóra „klatta“ eða „lummur“. Þegar loftbólur fara að myndast er brúninni lyft upp til að gæta að hvort þær séu farnar að brúnast. Þegar efri hliðin er farin að


þorna eða þær brúnst vel að neðan er þeim snúið og steikt þar til fallegur litur kemur á hina hliðina. Best er að spara ekki olíuna til steikingar því hún gefur gott bragð og stökka áferð. Berist strax fram.

Kartöflusúpa úr sætum kartöflum frá Guðrúnu M

Þessi súpa finnst mér algjört sælgæti. Hún er líka meinholl. Sætu kartöflurnar eru stútfullar af andoxunarefnum og hvítlaukurinn bæði sveppadrepandi og góður gegn kvefpestum, sem einnig má segja um engiferinn. 1 msk olífuolía 2 laukar 600 g sætar kartöflur 2 hvítlauksrif 750 ml vatn ca. 5 sm engiferrót 1 dós kókosmjólk 1 tsk kanill 1 tsk múskat Sjávarsalt Skerið laukinn smátt. Afhýðið kartöflurnar og skerið þær niður í bita. Rífið engiferrótina (þarf ekki að flysja hana) Hitið olíuna í potti og léttsteikið laukinn og kartöflurnar í um 5 mín. Látið ekki brenna, bætið heldur smá vatni út á. Pressið hvítlauksrifin yfir. Hellið vatni og kókosmjólk út í. Takið rifnu engiferrótina í lófann og kreistið safann út í súpuna. Kryddið með kanil og múskati. Látið sjóða í 15- 20 mín. Maukið með töfrasprota og bragðbætið með salti (og pipar ef vill).

Ábætir frá Guðrúnu M. Panna cotta

5 matarlímsblöð 5 dl rjómi 2 ½ dl kaffirjómi ½ vanillustöng 150 gr sykur Sósa 150 g hindber frosin 50 g sykur Matarlímið er lagt í bleyti í kalt vatn. Vanillustöngin er klofin. Allt nema

matarlímið sett í pott og hrært í meðan suðan er að koma upp. Potturinn er þá tekinn af hitanum, vanillustöngin tekin upp úr og matarlímsblöðin undin upp úr vatninu og sett eitt og eitt út í mjólkina. Hellt í skálar eða mót og plastfilma sett yfir. Kælt. Sósa: Allt sett í pott og þeytt. Hlaupið er losað úr mótunum og sett á fat og borið fram með volgri hindberjasósu.

Tebrauð frá Vigdísi J.

4 dl hveiti eða mjölblanda 3 ½ tsk þurrger 2 msk sykur örlítið salt 50 g smjörlíki 1 dl volgt vatn 1 lítið egg Rifinn ostur Blandið saman hveiti, þurrgeri, sykri og salti. Látið mjúkt smjörlíki út í hveitiblönduna og hrærið saman. Hrærið síðan eggi og volga vatninu út í deigið. Hnoðið vel. Deigið á að vera mjúkt. Fletjið það út í aflanga köku um 20 x 50 sm. Smyrjið kökuna með bræddu smjöri eða stráið rifnum osti yfir og brjótið hana í þrennt. Skerið lengjuna í 10 – 12 stykki sem lögð eru á smurða plötu með samskeytin niður. Breiðið þurrt stykki yfir tebrauðin og látið þau lyfta sér við yl í um 20 mín. Þar til þau hafa stækkað um þriðjung. Penslið brauðin með mjólk eða vatni og stráið á þau brauðfræi (birkis) eða kúmeni. Bakið brauðin við 200 gráður í 12 – 15 mín. Kljúfið brauðin og leggið saman með osti eða öðru áleggi.

Túnfisksalat frá Kristrúnu Bj.

1 dós túnfiskur 2 stk avocado flysjað og maukað ½ meðalstór rauð eða græn paprika söxuð ½ lítill rauðlaukur saxaður ½ hvítlauksrif pressað Öllu blandað saman. Gott með ósætu kexi og brauði

Ég hlakka til að heyra frá ykkur og er til viðtals ef óskað er. Bestu óskir um sólríkt sumar. Bryndís Steinþórsdóttir hússtjórnarkennari. bryndis@internet.is

Flöskupoki frá Rannveigu Sig.

Pokinn er prjónaður úr þreföldum plötulopa, en fyrst er heklaður kringlóttur botn með stuðlahekli þannig: Heklið úr þreföldum plötulopa 6 loftlykkjur og gerið hring. 1. umf. Heklið 12 st. í hringinn með 1 ll. milli hvers stuðuls. 2. umf. 1 st. í hverja l. ( 24 st.). 3. umf. 2 st. í fyrstu l. * 1 st. í aðra l. 2 st. í þriðju l. * Endurtekið milli merkja allan hringinn (36 st.). 4. umf. *1 st. í fyrstu og aðra l. 2 st. í þriðju l.* Endurtekið allan hringinn. Þá er þvermál botnsins u.þ.b. 15-16 sm. Teknar eru upp 48 l. á hringnum á fjóra prjóna nr. 6 og prjónaður hólkur, slétt prjón, með munstri að eigin ósk. Þegar hólkurinn mælist 34 cm. er lykkjum skipt í tvennt og annar helmingurinn prjónaður fram og til baka með garðaprjóni og tveimur litum (röndótt), einn garður með hvorum lit. Tekin úr 1 l. í byrjun og enda fyrsta prjóns ( 22 l.). Þegar komnir eru 7-8 sm. er gert handfang. Prjónaðar 5 l., felldar af 12 l., prjónaðar 5 l. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 12 l. yfir opinu. Prjónaðir 5 garðar og fellt af. Hinn helmingurinn prjónaður eins. Gengið frá endum og pokinn þæfður í þvottavél á 40°. Pokinn teygður til og mótaður. Gott er að hafa flösku í pokanum meðan hann er að þorna.

17


Endurskoðun almannatrygginga :

Rætt um hærri lífeyrisaldur og sveigjanlegri starfslok Í nóvember 2013 var skipuð nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar til að endurskoða lög um almannatryggingar. Í henni eiga sæti um 20 fulltrúar frá bæði stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum auk fulltrúa frá velferðarráðuneyti . Pétur Blöndal er formaður nefndarinnar. Sú nefnd hefur haldið 26 fundi auk þess sem undirnefndir með afmörkuð mál hafa haldið 10 fundi. Þær undirnefndir störfuðu s.l. sumar og var það gert til að flýta fyrir umræðum, sem oft eru æði tímafrekar í svo stórri nefnd eins og hér um ræðir. Nefndinni var falið að skoða hvaða hópar lífeyrisþega hafa farið verst út úr skerðingum bótaflokka almannatrygginga á árunum 2006-2013. Hvernig mætti lagfæra það. Skoða að koma á starfsgetumati í stað örorkumats. Ræða hækkun lífeyristökualdurs og gera tillögur að sveigjanlegri starfslokum. Sýnt hefur verið fram á að þeir sem voru á lægstu bótum almannatrygginga voru best varðir í kreppunni. Það var gert með því að setja upp nýjan bótaflokk, framfærsluuppbót sem hækkaði lægstu bætur í lok árs 2008 um 30.000 kr. eða 20%. Það gilti þó aðeins fyrir þá sem voru eingöngu á lífeyri frá almannatryggingum. Ef menn höfðu einhverjar aðrar tekjur s.s. úr lífeyrissjóði, fjármagnstekjur eða atvinnutekjur þá skertist framfærsluuppbótin á móti eða 100%, sem sagt króna á móti krónu. Í raun var þetta gert með mikilli skerðingu hjá þeim sem höfðu einhverjar tekjur úr lífeyrissjóði og voru svokall-

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fulltrúi LEB í nefnd um endurskoðun almannatrygginga. aðir millitekjuhópar lífeyrisþega. Þetta kostaði því frekar lítið framlag frá ríkinu, það voru millitekjuhóparnir sem fjármögnuðu dæmið. Þó eru lægstu bætur almannatrygginga í dag engan veginn nægilegar til sæmilegrar framfærslu. Ekki er komin niðurstaða í nefndinni um ákveðnar tillögur, en rætt hefur verið um að nýta að nokkru vinnu fyrri endurskoðunarnefndar sem starfaði 2011-2012 og náði samkomulagi um sameiningu ákveðinna bótaflokka. Í þessari nýju nefnd er þó lagt til að heimilisuppbót verði ennþá sérstakur bótaflokkur, en grunnlífeyrir, tekjutrygging og framfærsluuppbót sameinaðar í áföngum . Í öðru lagi eru komnar fram tillögur um sveigjanleg starfslok, þar sem fólk geti valið að minnka við sig vinnu í 50% starf og vera á hálfum lífeyri. Þá myndi hinn helmingur lífeyris taka hækkunum á hverju ári þar

til fólk tekur fullan lífeyri. Þarna getur verið um talsverða hækkun að ræða. Í dag getur fólk frestað töku lífeyris hjá almannatryggingum í allt að 5 ár eða frá 67 ára til 72 ára og þá hækkar lífeyrir um 30%. Jafnframt viljum við hækka starfslokaaldur úr 70 árum í 75 ár, sem gildir þá aðallega fyrir opinbera starfsmenn sem í dag verða að hætta 70 ára í föstu starfi. En það verða stéttarfélögin líka að ræða og ákveða. Nefndarmenn hafa fengið margar ábendingar um óánægju þeirra sem verða að hætta að vinna 70 ára, en geta ekki valið að vinna lengur, ef þeir kjósa það. Í þriðja lagi eru tillögur um hækkun á lífeyristökualdri, eða frá 67 ára í 70 ár, sem myndi gerast á 30 árum. Um það eru menn þó ekki sammála, finnst það vera of langur tími sem breytingin taki. Sjálfri finnst mér að betra væri að breytingin tæki ekki gildi fyrir þá sem í dag eru 62 ára þannig að ákveðinn aðlögunartími væri að breytingunum. Hins vegar mætti svo gera þetta á styttri tíma t.d. 15 árum í stað 30. Ekki hefur náðst samstaða um hvernig staðið verði að því að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats, þ.e. að meta starfsorku í stað örorku við mat á réttindum. Allir nefndarmenn eru þó sammála um að stefna beri að því að taka upp starfsgetumat. Útfærsluatriði eru mörg og mismunandi, en vonandi næst niðurstaða í því. Ekki treysti ég mér til að spá því hvenær þessi endurskoðunarnefnd ljúki störfum en vonir standa til að það gerist fyrir vorið.

Er blaðið að skila sér? Ef þú veist til þess að Listin að lifa hafi ekki skilað sér til félagsmanna í þínu nágrenni, þá endilega hafðu samband beint við póstdreifingu. Tengiliður þar er: Þórunn Ása Þórisdóttir Beinn sími er 585 8312 Gsm er 669 8312 Netfang: thorunn@postdreifing.is 18


Fjölbreyttar þarfir aldraðra Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra skrifar. Um 37 þúsund Íslendingar eru nú 67 ára og eldri, þannig að eftir30 ár er ekki fjarri því að þessi hópur verði náægt 80 þúsund manns.

Ekki einleitur hópur

Öll stefnumörkun, allar aðgerðir í þágu þeirra verða að taka mið af því. Einnig að þetta er ekki einleitur hópur heldur fjöldi fólks sem endurspeglar fjölbreytileika samfélagins en á fyrst og fremst aldurinn sameiginlegan. Efnahagur aldraðra er mismunandi, félagslegar aðstæður sömuleiðis, fjölskyldustaða, áhugamál, langanir og lífsýn- allt er þetta einstaklingsbundið, háð aðstæðum, umhverfi, uppruna og uppeldi hvers og eins rétt eins og hjá öðrum aldurshópum.

Eru 67 ára fólk aldraðir?

Sannarlega er hægt að velta fyrir sér hvort skilgreina eigi 67 ára einstaklinga sem aldraða, alveg óháð því hvort taka lífeyris hefst á þeim tíma, enda hefur heilsufar þessa aldurshóps almennt batnað og lífslíkur aukist. Það sem helst sameinar þá sem eru 67 ára og eldri er að um það leyti hætta flestir þátttöku á vinnumarkaði, sem er vitaskuld mjög afgerandi breyting í lífi hvers og eins. Vel er hægt að velta fyrir sér hvort einstaklingarnir sjálfir hugsi nægjanlega vel um að undirbúa sig undir þessi tímamót. Ekki síður þurfa stjórnvöld að skoða hvort samfélagið aðstoði eldra fólk nægjanlega vel við að höndla þessa miklu breytingu sem þá verður oft í lífi einstaklinga við starfslok. Í því sambandi er vert að benda á háskóla þriðja æviskeiðsins sem er alþjóðleg hreyfing, en hér sjá frjáls félagasamtök um það verkefni sem hefur það markmið að vinna að undirbúningi þess að fólk sé ánægt og virki á þriðja æviskeiðinu, sem mér finnst vel til fundið að kalla svo.

Eldra fólk hafi val

Eldra fólk ætti að hafa val, t.d. að geta aðlagast því að fara af vinnumarkaði t.d. með hlutastörfum eftir að 67 ára aldri er náð ef það svo kýs. Og sannarlega er

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra löngu orðið tímabært að fólk hafi val um að vinna til 70 ára aldurs eða lengur – ekki bara vegna fólksins heldur m.a. með tilliti til óhagstæðrar aldurssamsetningu á vinnumarkaði í náinni framtíð. Almennt batnandi heilsufar eldra fólks mælir líka með því. Þjóðin mun þurfa á starfskröftum þeirra að halda, kannski meira en okkur grunar því það er þjóðhagslega hagkvæmt að nýta starfskrafta þeirra frekar en nú er. Ef þetta er leiðin sem við viljum fara verðum við að setja okkur markmið eða heildarstefnumörkun og búa til þann ramma og skipulag í stjórnkerfinu sem best hentar til að framfylgja þessari stefnu. Fylgja þarf líka eftir samræmdum gæðakröfum á öllum hjúkrunarheimilum landsins. Á þessari stefnumörkun var byrjað í tíð minni sem félags- og tryggingarmálaráðherra 2008. Í fyrsta lagi með því að líta ekki á öldrun sem sjúkdóm sem kalli á heilbrigðisþjónustu heldur almenna stoð og umönnunarþjónustu sem falli þá undir félagslega aðstoð. Fyrsta skrefið í þá átt var að færa málefni aldraðra úr heilbrigðisráðuneytinu í félagsmálráðuneytið- og víkka út félagsmálaráðuneytið þannig að það tæki yfir bæði lög um málefni aldraðra og lífeyristryggingar. Heilbrigðisþjónustan við aldraða var að sjálfsögðu áfram hjá heilbrigðisráðuneytinu líkt og heilbrigðisþjónusta annarra landsmanna.

Hverfum frá sjúkdómsmiðuðum áherslum

Með þessum hætti átti að hverfa frá sjúkdómsmiðuðum áherslum sem einkennt höfðu öldrunarþjónustuna

og innleiða fjölbreytileika og valkosti í þjónustu við eldra fólk í samræmi við þarfir og óskir hvers og eins, eins lengi og kostur er. Þjónustuna á að veita á grundvelli þarfar en ekki aldurs. Mér gafst nú ekki tími í stól félagsog tryggingarmálaráðherra til að fylgja eftir þeirri stefnumörkun sem innleidd var í minni tíð í þessum málaflokki, nema þá fyrstu skrefin. Mikil vinna var líka í minni tíð lögð í gerð framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu á hjúkrunarheimilum og heima­þjónustu og heimahjúkrun fyrir aldraða um land allt, en í búsetumálum aldraðra vil ég sjá fjölbreytt búsetu­ úrræði allt frá eigin heimilum, með val­kvæðri heima- og stoðþjónustu allan sólar­hringinn ef þörf krefur, til búsetu á hjúkr­unar­heimilum þar sem allir ættu kost á einbýli. Framkvæmdaáætlunin tók mið af þessari stefnumörkun. Stefnan var sett á að fækka fjölbýlum á hjúkrunarheimilum og að allar aðstæður yrðu aðlagaðar þannig að þær líktust sem mest venjulegu heimili. Um það leyti sem ég tók við voru 850 aldraðir í fjölbýlum á hjúkrunarheimilum, flestir í tvíbýli.

Fjárhagslegt sjálfstæði aldraðra

Ég held að það eigi líka að huga að því hvernig hægt er að auka fjárhagslegt sjálfstæði fólks. M.a. þarf að huga að samspili greiðslna úr lífeyrissjóðum og almannatrygginga og koma í veg fyrir óeðlilegar skerðingar þar á tekjum eldra fólks. Sem betur fer tókst árið 2008 að leiðrétta það réttleysi sem fjöldi eldra fólks bjó við vegna makatengingar, þegar lífeyrir skertist vegna tekna maka. Við þurfum líka að hætta að nota orðið vasapeningar um lífeyri sem fólki er skammtaður fari það á hjúkrunarheimili sem mér finnst nú hreinlega til skammar og vera lítillækkandi að nota um framfærslulaun eldra fólks. Við höfum þá skyldu við eldri kynslóðina að þoka okkur enn nær því að eldra fólk fái á ævikvöldinu lifað með eins mikilli reisn og sjálfstæði og nokkur kostur er. 19


Neyðarástand – vöntun á hjúkrunarrýmum? Framkvæmdasjóður aldraðra starfar á grundvelli laga um málefni aldraðra. Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu og skal fé úr honum renna til byggingar stofnanna aldraðra. Þrátt fyrir tilgang sjóðsins hefur miklum hluta tekna hans verið varið til þess að greiða annað en stofnkostnað hjúkrunarheimila þótt að megintilgangur sjóðsins sé að stuðla að fjölgun hjúkrunarrýma. Síðustu ár hafa tekjur Framkvæmdasjóðsins verið nefskattur sem lagður hefur verið á skattgreiðendur frá sextán ára aldri til sjötugs. Gjaldið var á síðasta ári 9.911 kr. á hvern gjaldgreiðanda eða um það bil 1.7 miljarðar árið 2013. Þetta er nefskattur til þess að efla uppbyggingu öldrunarstofnanna. Enn og aftur mótmæla eldri borgarar ráðstöfun sjóðsins, en stjórn Landssamband eldri borgara hefur oft mótmælt því að tekjum er ekki varið til að fjölga hjúkrunarheimilum. „Neyðarástand er að skapast vegna

Eyjólfur Eysteinsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum vöntunar á hjúkrunarrýmum, á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og víðar á landinu. Ástandið á enn eftir að versna ef ekkert er að gert, þar sem áætlanir gera ráð fyrir mikilli fjölgun þeirra sem verða að leita eftir þjónustu og geta ekki bjargað sér lengur heima hjá sér vegna veikinda.” Svo segir í ályktun LEB og telur stjórnin að samfélagið allt verði að bregðast við

vandanum nú þegar með gerð áætlunar um fjölgun hjúkrunarrýma til að mæta áætlaðri þörf á næstu árum. Brýnt er að sveitarfélög og ríki standi saman að gerð slíkrar áætlunar ásamt Landssambandi eldri borgara. Mikill hluti tekna sjóðsins hefur farið til þess að greiða annað en stofnkostnað hjúkrunarheimila þrátt fyrir að tilgangur sjóðsins sé að stuðla að fjölgun hjúkrunarrýma. Nú stefnir í neyðarástand þar sem að þeim sem verða að dvelja á stofnunum og geta ekki verið heima hjá sér fjölgar mjög, sérstaklega hér á Suðurnesjum. Til þess að leysa bráðavanda á Suðurnesjum þarf að gera lagfæringar og breytingar á Garðvangi og opna þar hið fyrsta hjúkrunarheimili fyrir 15 til 16 eldri borgara. Til framtíðar verða sveitarfélögin á Suðurnesjum að sameinast um áætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjölgun hjúkrunarrýma fyrir sjúka aldraða í hjúkrunarumdæmi Suðurnesja.

Er unga fólkið þitt örugglega eldklárt? Rannsóknir sýna að ungt fólk er berskjaldaðra fyrir eldsvoða en aðrir hópar. Fólk á aldrinum 18-34 ára er mun ólíklegra til að eiga slökkvitæki en þeir sem eldri eru. Aðeins 42 prósent fólks á aldrinum 25-34 ára eiga eldvarnateppi. Hlutfallið er 67 prósent hjá 65 ára og eldri. Munurinn er sláandi. Sama máli gegnir um mikilvægasta eldvarnabúnaðinn á heimilum; reykskynjara. Á heimilum stórs hluta ungs fólks er enginn eða aðeins einn reykskynjari en ekki tveir eða fleiri eins og mælt er með. Þar getur hæglega skilið á milli lífs og dauða. Meirihluti eldri borgara virðist hafa eldvarnir heimilisins í lagi. Alltof stór hluti þarf þó að gera miklu betur.

Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins Eldvarnabandalagið hefur gefið út handbók um eldvarnir heimilisins og er ástæða til að hvetja lesendur til að nálgast hana og kynna sér, til dæmis hjá tryggingafélagi.

Eldvarnabandalagið er samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir á heimilum og vinnustöðum. Aðild að því eiga: Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., Vátryggingafélag Íslands hf. og Vörður tryggingar hf. 20

Lágmarks eldvarnir á heimili eru í stuttu máli þessar: • Virkir reykskynjarar, tveir eða fleiri. Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum en þá á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð. • Léttvatns- eða duftslökkvitæki við flóttaleið. • Eldvarnateppi á sýnilegum og aðgengilegum stað í eldhúsi. Það hefur löngum verið hlutverk hinna eldri og reyndari að hafa vit fyrir hinum yngri, sem eins og dæmin sanna eru oft óþarflega skeytingarlaus um eigið öryggi. Væri nokkuð úr vegi að athuga við tækifæri hvort unga fólkið í fjölskyldunni hefur tryggt nægar eldvarnir á heimilinu? Og sjá síðan lipurlega til þess að úrbætur séu gerðar ef þess gerist þörf? Reykskynjarar eru ódýr sumargjöf en geta reynst ákaflega dýrmætir þegar á reynir. Myndum við ekki öll sofa betur í þeirri vissu að virkir reykskynjarar vaki yfir afkomendunum?


Stuðningssúla Eykur öryggi og veitir góðan stuðning. Hægt að staðsetja nánast hvar sem er. Auðveld í uppsetningu.

Sturtustóll Fyrirferðalítill sturtustóll sem passar vel þar sem pláss er lítið. Stöðugur á ójöfnu undirlagi. Stillanleg sethæð.

H E I L S A

Léttu þér lífið Stuðningspúði

Lyftihægindastólar Rafknúnir lyftihægindastólar með einfaldri stýringu. Auðvelda fólki að setjast og standa upp.

Eirberg Heilsa, Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is

Til að koma sér fyrir í góðri stellingu bæði sitjandi og liggjandi. Hentar vel sem stuðningur í rúmi bæði í bak og hliðarlegu. Aðlagar sig vel að líkamanum


Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi Haldið í fimmta sinn í júní í sumar Landsmót UMFÍ 50+ er góð viðbót í landsmótsflóru Ungmennafélags Íslands, en fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga árið 2011. Mótin hafa vakið eftirtekt og athygli fjölmargra sem það hafa sótt á undanförnum árum og margir bíða eftir næsta móti. Dagana 26. - 28. júní í sumar verður Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Blönduósi. Mótin eru eins og nafnið segir til um, fyrir einstaklinga sem eru 50 ára og eldri. Mótið er öllum opið á þessum aldri, hvort sem þeir eru í íþrótta- eða ungmennafélagi eða ekki, allir eru velkomnir. Það eru sífellt fleiri á þessum aldri sem stunda reglulega hreyfingu og eru í góðu líkamlegu formi og sjá þessi mót sem skemmtilegt tækifæri til

Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ að keppa við jafningja og vera í góðum félagsskap. Mótið á Blönduósi verður með nokkuð hefðbundnu sniði en þó munu nokkrar nýjungar líta dagsins

ljós. Íþróttakeppnin hefst á föstudeginum með tveimur greinum; boccia og skotfimi. Mótssetning verður á föstudagskvöldið en í kjölfar hennar koma dansatriði hópa og keppni í línudansi. Aðrar keppnisgreinar hefjast síðan á laugardegi og sunnudegi, en áætlað er að mótsslit verði um kl. 14:00 á sunnudeginum. Þátttökugjald er kr. 3.500 fyrir hvern einstakling, en skráning á mótið hefst um mánaðarmótin maí/júní á vef okkar umfi.is Ég hvet til þátttöku á þessu móti og veit að þar verður gaman. Ungmennafélagskveðja Ómar Bragi Stefánsson

Ferðumst innanlands Komdu til okkar og upplifðu stemninguna. Troðfullur sýningarsalur af hjólhýsum við allra hæfi á frábæru verði. Opið laugardaga og sunnudaga frá 12 til 16.

VIKURHVARF 6 • 203 KOPAVOGUR • SIMI 557 7720 • VIKURVERK@VIKURVERK.IS • WWW.VIKURVERK.IS

22


Velferðarvaktin

Samstarf félagasamtaka um aukna velferð Velferðarvaktin er samstarf félagasamtaka sem stofnað var til í kjölfar hrunsins 2008 til að fylgjast með afleiðingum þess á fjölskyldur og heimili. Velferðarvaktin var hugsuð sem tímabundið samstarfsverkefni og þetta samstarfsform var nýbreytni. Samstarfið reyndist gagnlegt og leiddi til samvinnu félagasamtaka sem aldrei áður höfðu tekið tal saman. Landssamband eldri borgara tók þátt í Velferðarvaktinni frá upphafi og var Unnar Stefánsson þáverandi varaformaður LEB fulltrúi landssambandsins. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra endurskipaði Velferðarvaktina 2014. Undirritaður var skipaður fulltrúi LEB. Lögð var áherslu á að einkum yrði hugað að hvernig vinna mætti bug á fátækt og voru tillögur Velferðarvaktarinnar kynntar í janúar 2015. Við tillögugerðina komu að góðu gagni félagsvísar sem hin fyrri Velferðarvakt undirbjó og Hagstofa Íslands rekur. Það er safn tölulegra upplýsinga til að greina velferð, efnahags- og félagslega þætti og heilsufar í ljósi þjóðfélagsaðstæðna og fyrirkomulags þjónustu. Flestar af tillögum Velferðarvaktarinnar snerta hagsmuni eldri borgara og eru í samræmi við áherslur Landssambands eldri borgara á undanförnum árum. Þar má nefna:

heimili. Teknar verði upp húsnæðisbætur sem jafni stöðu leigjenda, búseturétthafa og eigenda vegna húsnæðiskostnaðar. Greiðslur efnaminni fjölskyldna vegna húsnæðis verði vel undir 40% af ráðstöfunartekjum þeirra.

Lágmarksviðmið til framfærslu verði skilgreind

Samhæfingaraðili máls

Velferðarvaktin telur að stjórnvöld eigi að skilgreina lágmarksframfærsluviðmið sem miði að því að einstaklingar og fjölskyldur búi ekki við fátækt. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, hefji sameiginlega vinnu með hagsmunaaðilum þannig að ná megi víðtækri samstöðu um hvaða viðmið eigi að liggja að baki þegar ákvarðanir um lágmarksbætur eru teknar.

Jöfn staða leigjenda, búseturétthafa og eigenda íbúðarhúsnæðis

Velferðarvaktin leggur áherslu á að stjórnvöld tryggi að allir eigi öruggt

tryggi betur en nú er gert einstaklingsmiðaða þjónustu með þverfaglegu samstarfi milli velferðarþjónustu, menntakerfisins og þriðja geirans. Það verði gert með því að einstaklingur eða fjölskyldur, sem fá fjölþætta þjónustu, eigi sér samhæfingaraðila sem tryggi að samstarf og samþætting eigi sér stað milli ólíkra þjónustukerfa. Haukur Ingibergsson Fulltrúi LEB í Velferðarvaktinni

Grunnþjónusta sé gjaldfrjáls

Velferðarvaktin telur mikilvægt að standa vörð um velferðarþjónustu og að efnalitlar fjölskyldur og einstaklingar geti gjaldfrjálst nýtt sér þá grunnþjónustu sem boðið er upp á í samfélaginu. Gæði grunnþjónustu verði tryggð og ekki dregið úr þjónustu sem skapast hefur hefð fyrir að veita. Jafnframt verði sértæk þjónusta aðgengileg fyrir hópa með sérþarfir, t.d. vegna fötlunar eða heilsubrests. Velferðarvaktin leggur til að stjórnvöld

Samvinna við frjáls félagasamtök og verkefnasjóður

Velferðarvaktin ítrekar að stjórnvöld, í samvinnu við frjáls félagasamtök, aðstoði betur en nú er gert einstaklinga og fjölskyldur sem búa við sára fátækt. Frjálsum félagasamtökum verði falið aukið hlutverk við að þjónusta þá hópa sem höllustum fæti standa. Það verði gert með því að efla slík samtök. Einnig verði metinn ávinningur af því að stofnaður verði verkefnasjóður á fjárlögum sem styrkt geti tímabundin verkefni, með mælanlegum árangri, sem frjáls félagasamtök standa fyrir. Verkefnin fælust t.d. í aukinni aðstoð til sjálfshjálpar og virkni þeirra sem búa við sára fátækt. Góð samstaða náðist um ofangreindar tillögur meðal þeirra félagasamtaka sem mynda Velferðarvaktina. Næsta stóra viðfangsefni Velferðarvaktarinnar er að beita öllum tiltækum ráðum til að koma tillögum sínum í framkvæmd. Afstaða Alþingis, ráðuneyta og sveitarstjórna skiptir þar sköpum.

Ellimóð

HEYRT Í FISKBÚÐINNI Inn í ónefnda fiskbúð kom bankastjóri. Hann spurði hvað kílóið af ýsu kostaði og fékk það svar að það kostaði 2.000 krónur. Bankastjórinn bað um eitt kíló. Fisksalinn viktaði ýsuna, pakkaði inn, rétti bankastjóranum um leið og hann sagði; „ „Þetta gera þá 2.500 krónur.“ „En þú sagðir að kílóið kostaði 2.000 krónur?“ „Alveg rétt, en ofan á það leggst 500 króna afgreiðslugjald.“ Bankastjórinn rétti fisksalanum 5.000 króna seðil, sem fisksalinn tók við og rétti svo bankastjóranum 2.000 krónur til baka. Bankastjórinn gerði þá athugasemd að þarna vantaði 500 krónur. „Nei, þetta er alveg rétt“ sagði fisksalinn, „við tökum 500 krónur fyrir að skipta seðlum.“ 23


KROSSGÁTA Lausnarorðið felst í númeruðum reitum í gátunni. Dregið verður úr réttum lausnum. Sendið lausnir til skrifstofu LEB fyrir 1. september 2015. LEB, Sigtúni 42, - 105 Reykjavik. Vinningshafi síðustu krossgátu var: Björg Kristjánsdóttir, Klapparstíg 1 a, 101 Reykjavík og hlýtur hún kr. 10.000 í verðlaun. Lausnarorð síðustu gátu var: Gera skal borð fyrir báru. Þys Blóm Hret Rölt Rægja Sýnir Drösla Maður Örlæti Klukku-­‐ Óða-­‐ Hreyf-­‐ Óreiða Dimm Skóflur Kvittur Suddi Ýktur ás mála ing Lokaði Um-­‐ 2 5 snún-­‐ ingur Pluss Ögn

Bólstur

Kyndill Eink.st.

16

Vagn-­‐ stöng Skkkja Áfellur Skraut Bakaða

12

14

Fuglar Bit Kanna

Dót Tvíhlj.

Don Sarg

Gæði Sonur

Stunda Þaut

6

Glöð Virðu-­‐ leiki

20 Knæpa Skorður Búkur

Duft Stúlka

1

Spilda Hjálpa Snagi Hest Hönd Úlpa

4

Upphr Góð Flæmi Yndi 10 Fugl Bardagi

Hugur Reykur Hlass

3

Grikk-­‐ urinn

Spunnu Vonar

21

Hraði Leit

Angar

Ílát Blástur Rugga Skel 7 Titill Dæld Óhæf Tónn Samhlj.

Alda Mörg

Ekki þessir

19

Smyr Spil Ill

Áhald Busla Starf Fis

15

Fimi Skinn

Gjálfur 8 Veisla

Spurn Tónn

Grugg Þessi

Leyfist

13

Frá Hvílum Tjón

Sjó Tók 11 Hús-­‐ freyja

24

Hress Púkar Gunga Þegar Vesæl Rúlluðu

Skarð Afa Tvíhlj.

Gelt Mjög Votta

17

1

2

3

4

13

14

15

16

18

Ofna Varmi

9

Hryssa Stafur

Suss Leiði

Laust Péturs-­‐ Smá-­‐ Bor fiskur skrítinn Mjaka Korn

Dreitill Kvakar

5 17

6

7

18

19

8 20

21

9

10

11

12


ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS

HNAPPUR SEM BJARGAÐ GETUR LÍFI ÞÍNU OG ÞINNA NÁNUSTU

HOLLVINUR LEB


Vísnaskrínið Grétar Snær Hjartarson tók saman Haraldur Hjálmarsson frá Kambi starfaði á Skattstofunni í Reykjavík, ágætis hagyrðingur. Honum þótti sopinn góður og fór ekkert dult með það. Um sjálfan sig sagði hann eitt sinn: Haraldur er á því enn þó engin geti séð það Það eru frekar fáir menn sem fara betur með það. Eftir að hafa sofnað vel slompaður, vaknaði hann, reis upp við dogg og sagði: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima, mikið. Nú er horfið Norðurland, nú er ég kominn yfir strikið. Emil Ragnar Hjartarson, f.v. skólastjóri á Flateyri þakkar fyrir gómsæta sláturmáltíð í Hafnarfirði í október 2011 Þótt æði sóttir yfir jörð er ég hress og kátur hraða mér í Hafnarfjörð og háma í mig slátur. Þegar sækja sorgir að sút og harmagrátur ekkert betur bætir það en borða soðið slátur Það er létt að leysa hér lífsins þungu gátur ef á diski á ég mér ofurlítið slátur Ég skal vina vera þér vænn og eftirlátur ef rausnarlega réttir mér rófustöppu og slátur Núna maginn mettur er, má ég lítillátur, af öllu hjarta þakka þér þetta góða slátur. Fáir hafa lýst Gretti, sterka Ásmundarsyni betur en Hjálmar Freysteinsson, læknir. Ungur var Grettir með gort við glímur og hverskonar sport hann var ungur og ör hann var útlægur gjör, það var allt fyrir Rítalínsskort.

26

Lárus Þórðarson, f.v. kennari við Álftamýrarskóla var staddur þar sem verið var að sæða kú og varð hugsað til „hinna gömlu góðu daga“ en sá vissulega bjartar hliðar á þróuninni. Nú þarf ei við naut að glíma nú er tæknin vakandi Nú er bændun nóg að síma og nautið kemur akandi Hjörtur Þórarinsson f.v. formaður FEB á Selfossi og skólastjóri, mætti til fundar í stjórn FÁÍA. Eftir nokkra bið á skrifstofu LEB varð ljóst að fundinum hefði sennilega verið frestað. Áður en Hjörtur fór ritaði hann skilaboð á blað og rétti starfsmanni LEB. Ef það verður um mig spurt og ef þú skyldir svara Ansa skaltu þessu þurrt þrjótinn sá ég fara. Hjörtur setti svör inn á símsvara hjá FEB á Selfossi og sinn eigin símsvara. Tæknilausnin til er kvödd tækifærið grípið Birtu þína þýðu rödd þegar hljóðnar pípið Einmitt núna er engin við en opið talhólf þess í stað Segðu okkur erindið og innan skamms við ræðum það Sendu boð í símann minn símtalandi kæri. Svarið til þín sendi ég inn síðar við tækifæri. Um orðræðu veitingamannsins Ólafs, samdi Hjörtur „Húsið á sléttunni“ hitnar heimilisfaðirinn vitnar. Í ónefndum eldi á indælu kveldi Ólafur efalaust svitnar Hvað býður Selfoss fram? Og Hjörtur svarar. Hreinar götur, garðaskrúð góðir skólar, ræktuð svæði Að eldra fólki að er hlúð og æskuskari í leik og næði


Lífgaðu upp á tilveruna með VITA

SPÁNN, MALLORCA

SPÁNN, BENIDORM

Hótel Cristobal Colon

Hótel Melia Benidorm

Verð frá 243.500 kr.

Verð frá 139.000 kr.

á mann í tvíbýli með hálfu fæði í 2 vikur. Innifalið er flug, akstur til og frá flugvelli á Mallorca, og íslenskir farar- og skemmtanastjórar, gisting með morgun- og kvöldverði.

á mann í tvíbýli með hálfu fæði í 10 daga. Innifalið er flug og gisting með hálfu fæði, íslensk farar- og skemmtistjórn. Akstur til og frá flugvelli greiðist aukalega. 15., 18. og 22. september.*

ÍSLENSKA SIA.IS VIT 73669 03/15

10. og 17. september í 2 eða 3 vikur.

* Hægt er að velja um mislangar ferðir, frá einni viku upp í 24 nætur.

Laufey Jóhannsdóttir og Ástbjörn Egilsson stýra fjölbreyttri og spennandi skemmtidagskrá. Hér gefst hressandi tækifæri til að njóta lífsins með skemmtilegu fólki.

Hjördís Geirsdóttir hefur sett saman fjöruga dagskrá með lífsgleðina í fyrirrúmi. Gönguferðir, bingó, spilavist, liðfimi með dansívafi, minigolf og skemmtikvöld. Gleðjumst saman við spil og söng.

Ef bókað er á skrifstofu bætist við 2.500 króna bókunargjald.

VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444


Ávöxtun á eftirlaunaaldri Frá fræðslustjóra VÍB Hvernig er skynsamlegast að ávaxta ævisparnaðinn þegar byrjað er að nota hann til daglegrar neyslu? Við hjá VÍB aðstoðum marga okkar viðskiptavina við að byggja upp sparnað og eignir en nálgunin þarf að vera önnur þegar starfsævi er lokið og gengið er á sparnaðinn. Þá er ekki lengur svigrúm til að þola lækkanir og miklar sveiflur heldur er umfram allt lögð áhersla á öryggi og jákvæða raunávöxtun (að ávöxtun haldi í við verðbólgu).

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB

Hvar er öryggið í dag?

Einkum er litið til þriggja þátta þegar leitað er að öryggi í ávöxtun fjármuna: • Hversu mikið getur eignin sveiflast í verði? • Hversu líklegt er að sá sem tekur við peningunum geti ekki borgað til baka? • Er eignunum dreift nógu vel? Á lífeyrisaldri kjósa flestir að minnka sveiflur í eignasöfnum sínum og koma fjármununum fyrir þar sem stöðugleiki er meiri. Algeng eignadreifing er milli ríkisskuldabréfa og innlána, verðtryggðra og óverðtryggðra.

og ávöxtunar. Gott er að hafa í huga að frítekjumark vaxta hjá TR nemur 98.640 kr. á mann á ári og hjá skattinum er slíkt frítekjumark 125.000 kr. á mann á ári. Það þýðir að hjón sem ávaxta 6 milljónir króna á hefðbundnum bankareikningi fá væntanlega allan fjármagnstekjuskattinn endurgreiddan og verða að öllum líkindum ekki fyrir skerðingu hjá TR vegna vaxtanna. Hærri upphæðir geta skert bætur, en minna en flestir telja. Gott er að kynna sér áhrif vaxta á bætur með því að nota reiknivél lífeyris á vef TR, www.tr.is.

Hvað með TR og skattinn?

Að nota vextina

Margir hafa áhyggjur af 20% fjármagnstekjuskatti og skerðingum Tryggingastofnunar Ríkisins (TR) vegna vaxta

sig húsnæði og eignast við það lausafé, öðrum tæmist arfur eða selja fyrirtækið sitt og séreignarsparnaður er laus til úttektar. Þá vaknar oft spurningin hvað skal gera við fjármunina. Þeir sem ekki vilja ganga á höfuðstólinn geta með tiltölulega einföldum hætti skammtað sér áætlaða vexti inn á tékkareikning um hver mánaðamót. Það gera margir og líta á sem eins konar auka-lífeyri. Þetta geta bankarnir auðveldlega framkvæmt og er algengt að viðskiptavinir einkabankaþjónustu nýti sér. 10 milljóna króna inneign gæti skilað um 25.000 króna vöxtum á mánuði miðað við núverandi vaxtastig og það getur munað um slíkt þegar lífeyrisgreiðslur eru lágar.

Það er auðvelt að leita sér ráðgjafar

Hjá VÍB starfa sérfræðingar í fjármálum lífeyrisþega. Öllum er frjálst að líta í heimsókn eða hringja og fá ráðgjöf um hvernig best sé hægt að ná sem ásættanlegastri ávöxtun með sem minnstri áhættu. Símanúmer Eignaog lífeyrisþjónustu VÍB er 440-4900, tölvupóstfangið vib@vib.is og tekið er á móti gestum á Kirkjusandi.

Á lífeyrisaldri kemst oft mikil hreyfing á fjármuni fólks. Sumir minnka við

Heimsóknir til félaga Betri heilbrigðiseldri borgara um landið þjónusta Á þessum vetri hefur stjórn Landssam- verið fundað með nokkrum félögum á Heilbrigðisráðherra hefur skipað verkefnisstjórn um betri heilbrigðisþjónustu. Er henni ætlað að vinna á grundvelli yfirlýsingar forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands frá 8. janúar s.l. Björn Zoega fyrrverandi forstjóri Landsspítalans er formaður stjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að verkefnastjórnin ljúki vinnu sinni í árslok. 28

bandsins heimsótt mörg félög eldri borgara út um landið og á Höfuðborgarsvæðinnu. Í október var farið á Snæfellsnesið og fundað með öllum félögunum þar á einum degi. Í janúar fóru 4 stjórnarmenn LEB á Norðurlandið í 3ja daga ferð og fyrirhugað var að funda með 8 félögum í Eyjafjarðarsýslu og í Þingeyjarsýslu. Það tókst ekki alveg vegna veðurs, en þó tókst að hitta félagsmenn í félögunum á Akureyri, Eyjafirði, Grenivík, Húsavik og Þingeyjarsveit. Auk þess hefur

Suðurlandi og Vesturlandi. Alls staðar hefur fundarsókn verið verulega góð. Stjórnarmenn miðla á þessum fundum, fróðleik um störf LEB og stöðuna í málefnum eldri borgara. Einnig eru þessar ferðir til að heyra í heimamönnum, skoða aðstöðu þeirra á heimaslóðum og fræðast um félagsstarfið á hverjum stað. Mjög góður rómur hefur verið gerður að þessari starfsemi LEB og alls staðar er vel tekið á móti stjórnarmönnum og vill stjórnin þakka hlýjar móttökur hvarvetna.


Þjónusta í boði

Bankareikningur

Þín gögn, rafræn skjöl

Bráðabirgðaútreikningur

Auðvelt er að skrá og breyta upplýsingum um bankareikning.

Tekjuáætlun

Fyrirspurnir og fylgigögn

Skuldir og samningar

Fyrirspurnir og fylgigögn

Hægt er að senda fyrirspurnir og ábendingar til starfsfólks Tryggingastofnunar.

Skila inn umsókn

Útnefning umboðsmanns

Rétt tekjuáætlun Á Mínum síðum er auðvelt að breyta tekjuáætlun og senda hana inn

Bráðbirgðaútreikningur Hægt er að sjá hugsanlegar greiðslur með því að setja inn nauðsynlegar upplýsingar. Hægt er að prófa án þess að senda gögn inn.

Það er auðvelt og öruggt að tengjast: Á Tryggingastofnunar, tr.is er smellt á þessa mynd:

Innskráningarform: - Slá inn kennitölu og Íslykil frá island.is eða - Nota rafrænt skilríki á debetkorti eða í síma

Aðstoð veitir starfsfólk Tryggingastofnunar og umboða um land allt: • Símar: 560 4460 eða 800 6044, frá kl. 9.00-15.30 • Netsamtal á www.tr.is • Tölvupóstur á tr@tr.is • Heimsókn í þjónustumiðstöð Laugavegi 114 frá kl. 10.00-15.30 nema föstudaga frá kl. 10.00-12.00 Umboð Tryggingastofnunar um land allt eru opin á skrifstofutíma

Þarft þú aðstoð? Þú getur útnefnt umboðsmann til að sinna þínum málum á vefnum. Umboðsmaður þinn tengist með sinni kennitölu og sínum aðgangi.

Skuldir og samningar Hægt er að senda beiðni um samning vegna greiðslu skuldar ef þú hefur fengið greitt umfram réttindi og skuld hefur myndast við uppgjör í ágúst.


MEST SELDI HÆGINDASTÓLL Í HEIMI


– líklega besta sæti í heimi!

LA-Z-BOY – AF ÞVÍ VERÐSKULDAR ÞÆGINDI!

 Hinn eini sanni! LA-Z-BOY er hágæða vörumerki, þar sem þægindi, notagildi og ending fara saman. Upplifðu hvíld á nýjan hátt og færðu þægindi inn á þitt heimili með LA-Z-BOY. LA-Z-BOY er eini stóllinn í heiminum sem hefur 18 mismunandi hægindastillingar. LA-Z-BOY er skrásett vörumerki og fæst eingöngu í Húsgagnahöllinni.

ÓTRÚLEGT ÚRVAL AF LA-Z-BOY LYFTISTÓLUM OG HÆGINDASTÓLUM Í HÚSGAGNAHÖLLINNI.

REYKJAVÍK OG AKUREYRI


ENNEMM / SÍA / NM59560

HOLLRÁÐ VIÐ STARFSLOK

RÁÐGJÖF UM SPARNAÐ OG FJÁRFESTINGAR Fjármál flækjast til muna þegar taka lífeyris hefst. Starfsfólk VÍB hefur sérhæft sig í fjármálum í aðdraganda og kjölfar starfsloka. Við höfum sett upp einfalda vefsíðu þar sem leitast er við að svara áleitnum spurningum er kunna að brenna á fólki á þessum tímamótum.

» Hvernig eru greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar? » Hvernig og hvenær ætti ég að taka út séreignarsparnaðinn minn? » Hvað þarf ég að vita varðandi skattkerfið? » Hvaða áhrif hefur ávöxtun sparifjár?

Kynntu þér málið á vib.is/60 eða bókaðu fund þér að kostnaðarlausu í síma 440 4900.

Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is

facebook.com/VIB.stofan |

@vibstofan | www.vib.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.