Listin að lifa - sumar 2012

Page 1

ISTIN LAÐ LIFA SUMAR

2012


Þráir þú dýpri svefn? 12 mána ða vaxtalaus k jör

*3,5% lántökugjald.


Heilsurúm í sérflokki

DÝNUR OG KODDAR

Upplifðu þægindi, upplifðu stuðning, upplifðu TEMPUR® Þegar þú sefur á TEMPUR heilsudýnu, hvílast hryggur og liðir í sinni náttúrulegu stöðu. Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stöðu sem er og með öðrum færðu nudd. Vaknaðu upp endurnærð(ur) og tilbúin(n) í átök dagsins.

Stillanlegu heilsurúmin frá C&J: n Inndraganlegur botn. n Lyftigeta er yfir 2 x450 kg per botn. n Mótor þarfnast ekki viðhalds. n Tvíhert stálgrind undir botni. n 2 nuddmótorar með tímarofa. n Þráðlaus fjarstýring með klukku, vekjara og vasaljósi. n LED lýsing undir rúmi - góð næturlýsing. n Hliðar og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur.

EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI

n Botn er sérstaklega hannaður fyrir Tempur heilsudýnur.

Tilboð á heilsurúmum C&J stillanlegt 2 x 80 x 200cm Með Tempur heilsudýnu

TILBOÐ Kr. 599.900,-

20% afsláttur

Fullt verð 749.875,Þráðlaus fjarstýring LED-vasaljós Klukka Vekjaraklukka Upp/niður höfðalag Upp/niður fótasvæði Rúm í flata stöðu 3 minni Nudd Bylgjunudd

Faxafeni 5, Reykjavik og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 588 8477 • www.betrabak.is


Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega

Reykjavíkur Apótek býður NOW vítamín og bætiefni með 20% afslætti út september.

þjónustu og hagstætt verð. Apótekið er í gamla

Frí heimsendingarþjónusta til eldri borgara og öryrkja.

Héðinshúsinu við Seljaveg 2.

S e l j a v e g u r 2 | S í m i : 5 1 1 - 3 3 4 0 | F a x : 5 1 1 - 3 3 4 1 | w w w. re y a p . i s | re y a p @ re y a p . i s


Meðal efnis Sparnaður eldri borgara.................................................... 6 Frá Lækjarósi í Dýrafirði að Hrauni á Ingjaldssandi................................................. 8 Starfsemi samtaka aldraðra á Norðurlöndunum.........................................................10 Norræn forgangsatriði í Evrópusamstarfinu...................11 Nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja....................................... 12 Krossgáta..........................................................................14 Teygjur og beygjur í rúminu............................................ 15 Fræðsluhornið.................................................................16 Mataræði á efri árum.......................................................18 Húðin okkar þegar við eldumst...................................... 20 Astmi hjá eldri borgurum ...............................................21 Ágrip af sögu eldeyjarkórsins.......................................... 22 Með hausinn í lagi.......................................................... 24 Hvernig líkar þér starfsemi félags eldri borgara á þínu svæði ?............................................ 26 Auðlegðarskattur - Sjálfsagt framlag eða ósanngjörn eignaupptaka?...........27 Nesvellir fyrir eldri borgara á Suðurnesjum................... 28 Formannafundur LEB.................................................... 29 Félag aldraðra í Eyjafirði 20 ára...................................... 30 Ellimóð............................................................................ 30

Útgáfustjórn: Grétar Snær Hjartarson, gretar@heima.is, Bryndís Steinþórsdóttir, bryndisst@internet.is, Þrúður Kristjánsdóttir, thrudkri@simnet.is, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir jvalgerdur@gmail.com, Sigmar B. Hauksson, lal@dot.is Auglýsingar: Sökkólfur ehf., lal@dot.is Umbrot & útlit: Sökkólfur ehf., kjartan@dot.is Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja Útgefandi: Landssamband eldri borgara, Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík, leb@leb.is

Frá formanni LEB Nú fögnum við vori eftir langan og snjóþungan vetur. Enn er ekki allur snjór farinn úr fjöllum, enda vorið verið fremur kalt. Þegar þetta er skrifað er þó von á hlýindum og í sveitinni minni eru vorboðarnir komnir. Fuglar að gera sér hreiður, gæsir spóka sig á túni, heiðlóan syngur og maríuerlan er komin í hlöðuna mína, þar sem hún gerir sér vandaða hreiðurkörfu á hverju vori. Skógarþrösturinn býr um sig uppi á ljósinu við útidyrnar. Lambærnar byrjaðar að fara út á tún og leita að grænum stráum. Alls staðar er að kvikna líf. Þannig er vor í íslenskri sveit. Það hefur verið nóg að gera í vetur hjá Landssambandi eldri borgara. Stjórnin hefur komið að mörgum málum og margar ráðstefnur verið haldnar um málefni eldri borgara, og hef ég sem formaður LEB verið þátttakandi í sjö ráðstefnum um hin fjölbreyttustu mál sem snerta hag eldri borgara og verið þar með framsöguerindi, og/eða fundarstjórn. Einnig hafa stjórnarmenn LEB verið á mörgum fundum hjá nefndum Alþingis til að tala máli okkar. Nokkrir fundir hafa verið í ráðuneyti velferðarmála um kjaramálin og samstarf við stjórnvöld í stefnumótun í málaflokkum sem snerta eldri borgara. Stærsta málið í vetur er endurskoðun almannatryggingalaga. Enn sér ekki fyrir endann á þeirri vinnu, en þó er fyrirhugað að leggja fram frumvarp um breytingar í haust. Við munum ekki samþykkja þær breytingar nema að þær feli í sér tilteknar kjarabætur um leið. Næsta haust þurfum við að funda með stjórnmálaflokkum sem bjóða fram til Alþingis vorið 2013. Við munum krefja þá um svör við því, hvernig þeir vilja vinna að málefnum aldraðra, hvernig þeir vilja bæta okkur þá kjaraskerðingu sem við höfum orðið fyrir frá „Hruninu“. Hvenær á að leiðrétta kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009? Þá viljum við að dregið sé úr þeim skerðingum sem settar voru á vegna atvinnutekna. Í dag má enginn vinna eftir 67 ára aldur fyrir meira en 40.000 krónum á mánuði án þess að það skerði eftirlaun almannatrygginga. Að fólk megi vinna sér inn viðbótartekjur þó komið sé á eftirlaun, getur ekki verið nema hagstætt fyrir ríkissjóð, því fólk greiðir að sjálfsögðu skatta af sínum viðbótartekjum. Fyrir marga skiptir það máli bæði heilsufarslega og af fjárhagsástæðum, að halda áfram að vinna. Í Noregi geta eftirlaunaþegar unnið eins og þeir vilja án skerðingar á eftirlaunum frá ríkinu. Í Danmörku halda allir grunnlífeyri óháð tekjum. Þannig viljum við að það sé hér. En við skulum horfa með bjartsýni fram á veginn, og hvergi láta deigan síga. Nú fara eldri borgarar í ferðalög, njóta útiverunnar í íslenskri náttúru, og byggja sig upp fyrir átök næsta vetrar. Njótum þess hversu gott og gjöfult land við eigum, og fjölbreytta náttúrufegurð. Gleðilegt sumar. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

5


Sparnaður eldri borgara Frá VÍB Samstarf Landsambands eldri borgara og VÍB um fræðslufundi hefur nú staðið í hálft annað ár og gefið afar góða raun. Á þriðja þúsund gesta hafa sótt 19 fundi um allt land en þar hafa skapast líflegar umræður um stöðu sparnaðar í dag. Í kjölfar hrunsins hafa margir eldri borgarar velt fyrir sér hvort einhverja örugga ávöxtun sé að fá og hvort slíkt borgi sig vegna skatta og skerðinga Tryggingastofnunar. Þetta er meðal þess sem leitast er við að svara á fundunum.

Hvað er öruggt í dag?

Í leit að öryggi hefur sparnaður landsmanna leitað í ríkisskuldabréf og í bankabækur. Ríkisskuldabréfin eru líkt og áður á ábyrgð ríkisins sem sömuleiðis ábyrgist í dag öll innlán samkvæmt yfirlýsingu. Sumir hafa kosið að geyma sitt sparifé án ávöxtunar, til dæmis í bankahólfum og eru þar berskjaldaðir fyrir verðbólgu. Frá hruni hefur verðbólga rýrt verðmæti þeirra um rösklega fjórðung.

Er einhverja vexti að fá í dag?

Nú þegar verðbólga hefur í rúmt ár verið talsvert hærri en óverðtryggðir vextir hefur reynst erfitt að ná jákvæðri raunávöxtun á hefðbundnum bankabókum. Svo verður áfram á meðan verðbólgan helst yfir vöxtum. Gegn bindingu er þó hægt að fá hærri óverðtryggða vexti hjá bönkunum og geta þeir sem hafa svigrúm til að ávaxta fé til einhverra ára verðtryggt sitt sparifé á bók eða í ríkisskuldabréfum. Verðtryggðar bækur eru bundnar í þrjú ár að lágmarki en engin slík binding er á verðtryggðum ríkisskuldabréfum. Ávöxtun verðtryggðra ríkisskuldabréfa hefur verið afar góð undanfarin ár, en hafa verður í huga að verð þeirra getur lækkað jafnt sem hækkað og alls óvíst er hver framtíðarávöxtun verður.

6

Tekur því að spara vegna skatta og skerðinga?

Fjármagnstekjuskattur hefur tvöfaldast frá hruni, en jafnframt hefur verið tekið upp 100.000 kr. frítekjumark á mann. Sá skattur sem greiddur er af 100.000 króna vöxtum (20.000 krónur) er þá endurgreiddur með álagningu ári síðar. Skerðingar Tryggingastofnunar (TR) eru þó talsvert flóknari. Þar er einnig um sambærilegt frítekjumark að ræða vegna vaxta, eða 98.640 krónur á mann. Umfram þau mörk er þó ekki skert krónu á móti krónu, eins og sumir halda. Grunnlífeyrir skerðist um fjórðung og tekjutrygging um 45%. Skert er vegna þeirra ávöxtunar sem greidd er út. Eign í ríkisskuldabréfasjóði skerðir því engar greiðslur (og enginn skattur er greiddur) fyrr en eigandi ákveður sjálfur að innleysa sína eign.

Næstu skref

Aðstæður til ávöxtunar fjár geta verið erfiðar en þó alls ekki ómögulegar. Mikilvægt er að sparifjáreigendur kynni sér það framboð sem til staðar er, bæði bankabækur og ríkisskuldabréf og eru ráðgjafar VÍB alltaf til taks og tilbúnir í spjall í síma 440 4900 eða á 4. hæð í Íslandsbanka á Kirkjusandi.


ÍSLENSK FARARSTJÓRN

GLASGOW

FYRIR FÓLK Á BESTA ALDRI 27.–30. SEPTEMBER VERÐ FRÁ 79.900 KR.*

Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja njóta lífsins Glasgow og íbúar hennar taka okkur opnum örmum með ljúfu og vinalegu fasi, góðum og þægilegum veitingastöðum, hagstæðum verslunum, söfnum og óteljandi möguleikum til að lyfta sér upp í góðum félagsskap. Gist er á Jurys Inn sem er gott 3ja stjörnu hótel við ána Clyde í miðborg Glasgow. Kaffihús, veitingastaðir og verslanir eru allt í göngufæri við hótelið.

Skoðunarferð til Edinborgar Við bregðum okkur með fararstjóra í hálfdags skoðunarferð til Edinborgar, einnar fegurstu borgar í Evrópu, ef næg þátttaka fæst. Íslenskir fararstjórar verða ykkur innan handar alla ferðina. Þær heita Carola Köhler og Guðrún Hulda Birgis og hafa leitt hópa um Glasgow í undanfarin ár. Hægt er senda fyrirspurnir og fá frekari upplýsingar á guddy@sial.is. Lágmarksþátttaka 20 manns.

+ Bókanir á www.icelandair.is/serferdir Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur (frá 95.900 kr. á mann í einbýli) *Innifalið: Flug, gisting með morgunverði í 3 nætur á Jurys Inn Glasgow, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.


Frá Lækjarósi í Dýrafirði að Hrauni á Ingjaldssandi Guðmundur B. Hagalínsson Búferlaflutningar árið 1943 Eftirfarandi frásögn Guðmundar B. Hagalínssonar birtist í blaðinu Ísfirðingi í desember árið 1990 og er nú birt í Listinni að lifa með góðfúslegu leyfi höfundar. Foreldrar mínir, Magnea Kristjana Jónsdóttir og Guðmundur Hagalín Guðmundsson, hófu búskap á Lækjarósi í Dýrafirði vorið 1930. Árið 1942 keypti faðir minn jörðina Hraun á Ingjaldssandi og hugðist flytja þangað vorið eftir með fjölskyldu sína. Móðir hans, María Sigmundsdóttir var fædd og uppalin í Hrauni og þar höfðu ættfeður okkar búið frá því rétt eftir aldamótin 1800. Amma okkar, María, hóf strax að segja okkur systkinunum ýmislegt, þegar það var ákveðið að við færum að Hrauni. Hún sagði okkur frá því hvað við þyrftum að varast og þá helst nautin, sem geymd voru í Nesdal á sumrin. Hún þuldi yfir okkur örnefni sem við lærðum, þó við vissum ekki staðsetningu þeirra, en það var auðveldara að átta okkur á hvar þau áttu heima síðar meir og ég held að fyrir bragðið hafi búsetuskiptin ekki orðið okkur eins framandi. Ég mun nú rifja upp eins og það festist í barnsminni mínu þegar við fluttum. Fjölskyldan var nokkuð stór, börnin voru sex. Til að flytja á Ingjaldssand á þessum tíma varð að fara sjóveg fyrir Barða og það varð að vera lendandi við Sæbólssjó. Þess vegna var ekki hægt að ákveða fyrir fram hvaða dag farið yrði. Faðir minn hafði farið í byrjaðan júní til að bera á túnið og hafði Guðmundur Bernharðsson frændi hans hjálpað honum við það. Það var búið að pakka niður búslóðinni; einnig var búið að semja við bátseiganda á Þingeyri sem ég man ekki hvað hét, en báturinn hét Ása og var 12 tonn. Dagurinn sem passaði fyrir okkur rann upp. Hann var ákaflega fagur, sól-

8

Systkinin á Hrauni. Aftast: Guðmundur, Guðrún og Ólafía. Þá Valdís, Margrét og fremst er María. skin og heiðskír himinn, þetta var 16. júní. Mamma hafði í mörgu að snúast, eitt af því sem hún hafði ætlað að gera var að lóga kettlingum, því kisa hafði gotið og mömmu fannst ómögulegt að fara með kisu án þess að fækka þeim eitthvað. Við krakkarnir vorum að biðja hana að fá að fara með þá alla, en mamma var nú ekki á því, tók fjóra kettlinga, setti þá í poka og hugðist losa sig við þá á þann hátt að drekkja þeim eins og algengt var. Fóstursystir okkar, Guðrún Valgeirsdóttir fylgdi henni eins og skugginn og um leið og mamma hafði lokið verknaðinum tók Gunna pokann með ketlingunum upp úr læknum og hljóp með þá inn til kisu. Þeim varð ekki meint af baðinu og allir fóru þeir lifandi á Ingjaldssand. Búslóðinni var ekið á kerru yfir á Mýrarmela á fjöru, en þegar flæddi að kom báturinn frá Þingeyri og var þá allt okkar hafurtask borið um borð. Þegar átti svo að leggja af stað þá var kviknað í þurri þekjunni á bænum. Neisti úr reykrörinu hafði fallið á torfþakið. Pabbi og mamma hlupu heim

til að slökkva og síðan að þurrka upp af gólfi og skarsúð vatnið sem þangað hafði borist við slökkvistarfið, en þau jusu vatni úr fötum á eldinn. Þegar þessu var lokið var lagt af stað. Það var innvindur á Dýrafirði, gutlaði aðeins innfyrir borðstokkinn og ýrði lítilsháttar á okkur einstöku sinnum. Ferðin út að Sæbóli tók þrjá klukkutíma. Eitthvað var heilsufarið hjá sumum á leiðinni ekki upp á það besta. Þegar komið var út fyrir Fjallaskaga varð minna úr hafgolunni og þá varð næstum sléttur sjór. Þegar utar dró, opnaðist Nesdalur, þar sem þarfanautin voru höfð á sumrum. Í Nesdal hafði ekki verið búið síðan Guðmundur norðlenski bjó þar 1842-47. Barðinn gnæfði uppyfir fullur af fugli og iðandi lífi, en hrikalegur. Ekki hvarflaði það að mér þá að ég ætti nokkurn tíma eftir að ganga um þetta fjall, en sú varð þó raunin síðar. Þegar við komum út í Sæbólsvör voru Sandsbændur að koma frá Flateyri á þremur bátum, því þeir voru að flytja byggingarefni í samkomuhúsið


Vonarland. Pabbi átti árabát sem hann flutti okkur á í land. Þegar mamma og við krakkarnir vorum komin upp í fjöruna kenndi fyrsti báturinn þeirra Sandsmanna grunns og um leið stökk einn bátsverja út úr bátnum og kom hlaupandi upp fjöruna til okkar, heilsaði og bauð okkur öllum heim til sín, því það var komið kvöld. Klukkan var orðin hálftíu og þótti sýnt að dagurinn myndi ekki endast til að ná fram að Hrauni. Þessi maður var Jón Jónsson bóndi á Sæbóli, en pabbi og hann voru systrasynir; móðir Jóns var Sveinfríður Sigmundsdóttir. Á Sæbóli gistum við um nóttina, en komum í Hraun daginn eftir, 17. júní, sem ári síðar var ákveðinn þjóðhátíðardagur Íslendinga. Um morguninn þegar við vöknuðum var sama veðurblíðan og er við höfðum þegið góðgerðir var farið að huga að því að leggja af stað fram í Hraun. Jón frændi lánaði pabba hest fyrir kerruna okkar, því hestarnir okkar voru ennþá fyrir vestan. Þegar við vorum að búa okkur af stað varð Sveinfríður, systir ömmu þess vör, að

margnefnd kisa var með í för. Hún bað mömmu að muna sig um það, að stíga ekki fæti innfyrir dyr í Hrauni fyrr en við sæjum hvað kötturinn myndi gera. Sveinfríður lagði svo fyrir að við ættum að taka kisu og bera kassann hennar að dyrunum. Taka síðan einn kettlinginn, láta hann á dyrahelluna, opna dyrnar og láta sjá hvað kisa myndi gera. Ef hún vildi leita inn í húsið með kettlinginn, þá myndum við una í Hrauni, en ef kisa leitaði frá dyrunum væru litlar líkur á því að við myndum verða þar lengi. Þetta var gert eins og sú gamla hafði mælt fyrir og biðum við nú í ofvæni eftir því hvað kisa gerði. Hún skimaði í kring um sig, þefaði af kettlingnum vældi lítillega og beið síðan litla stund, sem okkur krökkunum fannst sem heil eilífð, því við þorðum ekki að láta í okkur heyra til að trufla ekki köttinn. Allt í einu tók kisa kettlinginn í kjaftinn, labbaði inn að innri dyrum og mjálmaði. Þá var óhætt að stíga inn yfir þrepskjöldinn og í Hrauni er ég búinn að eiga heima rúm 47 ár. Bændurnir á Sandi hjálpuðu pabba

að flytja búslóðina á hestvögnum og um kvöldið var allt sem við vorum með komið á áfangastað. Hestarnir og kýrnar voru ennþá á Lækjarósi, pabbi fór daginn eftir til að sækja gripina. Ég man eftir að ég heyrði talað um það að það hefði verið mjög erfitt að koma kúnum yfir vegna snjóa á Sands­ heiði, en allt hafðist þetta. Við þessar aðstæður bjuggu menn á þessum tíma, það voru ekki bílvegir, það voru ekki gámar sem búslóðinni var raðað í, nei, á þessum tíma varð fólk að berjast fyrir tilveru sinni hörðum höndum. Nægjusemin hjá þessu fólki var sérstök og hef ég núna síðari árin oft leitt hugann að því og borið saman við breytingarnar sem orðið hafa á fimmtíu ára tímabili, svo ótrúlegar, að vart eru til orð yfir það. Ærnar voru svo sóttar um haustið. Þær voru mjög órólegar og notuðu hvert tækifæri til að strjúka en voru passaðar. Í fjögur ár eftir að við fluttum áttum við kindur á Mýrarétt í göngum.

Sprengur.is

9


Starfsemi samtaka aldraðra á Norðurlöndunum

Samtök aldraðra á Norðurlöndunum héldu sem kunnugt er fund á Hótel Örk í Hveragerði dagana 14. til 16. maí síðastliðinn. Á fundinum fluttu formenn og aðrir forvígismenn samtaka aldraðra skýrslur um starfsemi félaganna. Í stuttu máli má segja að baráttumál samtaka aldraðra á Norðurlöndunum séu svipuð, það er lífeyrismál, gæði umönnunar og þjónustu við aldraða og skattamál. Þá virðast allir forystumenn samtaka aldraðra vera sammála um að aldraðir sjálfir verða að berjast fyrir réttindamálum sínum, það gerir það enginn fyrir okkur. Samtök aldraðra í Noregi fjölmenntu á þjóðhátíðardaginn 10. maí síðastliðinn og minntu á sig. Í Svíþjóð hafa málefni aldraðra heldur betur verið á dagskrá eftir að forsætisráðherrann sagði í ræðu að mögulega yrði fólk að vera á vinnumarkaði til 75 ára aldurs. Flestir tóku nú ekki þessi ummæli ráðherrans alvarlega en eins og þar segir „sjaldan er reykur án elds“. Samtök aldraðra í Svíþjóð hafa bent á að hlutfallslega greiða eftirlaunaþegar hærri skatta en launþegar, mikið réttlætismál er að þetta sé leiðrétt. Um síðustu áramót hækkuðu þó lífeyrisgreiðslur en hvergi þó nóg að mati Samtaka aldraðra. Skattamál eru einnig ofarlega á baugi hjá Samtökum aldraðra í Færeyjum. Þá hafa orðið miklar verðhækkanir í Færeyjum einkum á húsnæði í Þórshöfn. Þrátt fyrir fögur loforð stjórnmálamanna um að koma til móts við óskir eftirlaunaþega um bætt kjör hefur enn lítið orðið um efndir. Helstu baráttumál Samtaka aldraðra í Danmörku eru að tryggt sé að eftirlaun og aðrar greiðslur til aldraðra haldist í hendur við allar verðhækkanir í landinu. Mikið skortir á að jafnvægi ríki í þessum málum, brýnt er að stjórnvöld grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir þessar sveiflur sem koma illa niður á öldruðum. Þá hafa Samtök aldraðra í Danmörku lagt mikla vinnu í að tryggja sjálfstæði og lífsgæði aldraðra á hjúkrunarheimilum en í þeim efnum var víða afar slæmt ástand. Í Noregi er nú verið í auknum mæli að færa þjónustu við eldri borgara frá ríki til sveitarfélaga. Samtök aldraðra í Noregi hafa lagt mikla vinnu í að fylgjast með þessum breytingum. Áhersla samtakanna hefur verið að sjá til þess að sveitarfélögin tryggi nægan mannafla innan öldrunarþjónustunnar 10

og að eftirlit sé með gæðum þjónustunnar. Önnur baráttumál eru að tryggja að aldraðir hafi sömu möguleika og aðrir þegnar þjóðfélagsins að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni og þeim ákvörðunum er varða lífsgæði þegnanna og að tryggja að öldruðum sé gert kleift að taka ábyrgð á eigin heilsu. Svipuð mál eru ofarlega á baugi í Finnlandi og í Noregi, það er að segja flutningur á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga. Einkum hafa samtökin fylgst með áformum sveitarfélaga að fela í einhverjum mæli einkaaðilum rekstur ýmissa þátta þjónustunnar, til dæmis heimahjúkrunar og rekstur hjúkrunarheimila. Þá telja samtökin að mikilvægt sé að auka framboð endurhæfingar fyrir aldraða. Reynslan sýnir svart á hvítu að markviss endurhæfing styttir vist á sjúkrahúsum, 80 ára einstaklingar sem höfðu farið í mjaðmarliðaskipti og fóru í endurhæfingu þurftu að dveljast helmingi skemmri tíma á sjúkrahúsinu en þeir sem fengu litla sem enga endurhæfingu. Velferð aldraðra á Norðurlöndunum er í öðrum Evrópulöndum talin vera til mikillar fyrirmyndar. Þess vegna gegna þau Norðurlönd sem eru í Evrópusambandinu, Danmörk, Finnland og Svíþjóð mikilvægu hlutverki innan Evrópusambandsins. Í því sambandi hafa þessi lönd beitt sér fyrir breyttum áherslum á sviði öldrunarmála innan Sambandsins. Þessar áherslur eru: Vinna skal gegn fordómum gagnvart öldruðum, ef þurfa þykir þá þarf að setja ný lög um efnið. Aldraðir eiga ekki að þurfa að verða fyrir mismunun og verri þjónustu, til dæmis af hálfu stofnana eins og banka og tryggingarfélaga. Fjölga þarf félögum og samtökum aldraðra á ýmsum sviðum, til dæmis innan sveitarfélaga og stjórnmálaflokka. Mikilvægt er að samfélagið styðji menntun aldraðra og styðji félög og stofnanir sem vinna á þessu sviði. Samfélagið, fyrirtæki og stofnanir verða að taka tillit til erfiðleika eldra fólks til að tileinka sér ýmsar nýjungar á sviði upplýsingatækni. Hér er átt við erfiðleika til að afla upplýsinga og greiða reikninga og sinna öðrum rafrænum samskiptum. Á þessu má sjá að Samtök aldraðra á Norðurlöndunum og raunar einnig í Evrópu eru að fást við svipuð mál. Þess vegna er það mikilvægt að samtök aldraðra hér á Íslandi taki þátt í þessu starfi.


Norræn forgangsatriði í Evrópusamstarfinu Þýtt úr sænsku af Birnu Bjarnadóttur fyrir LEB Helstu forgangsatriði

Við sem erum í forystu sambanda sem eiga aðild að NSK, Norrænu samstarfsnefndinni, stöndum fyrir norræna velferðarkerfinu sem leggur áherslu á almenna velferð byggða á áherslum um samstöðu. Það þýðir meðal annars umönnun og hjúkrunarþjónustu fyrir alla þjóðfélagsþegna. Við teljum að allir eigi rétt á efnahagslegu öryggi og öruggu lífsumhverfi. Samfélagið á að veita góða umönnun og hjúkrunarþjónustu fyrir alla þegna sína. Sem norræn eftirlaunasamtök lítum við á það sem okkar mikilvægasta verkefni í starfi á vettvangi Evrópusambandsins að standa vörð um samstöðuna og hina almennu velferð. Hér á eftir lýsum við þeim atriðum sem við teljum mikilvægast að tala fyrir í Evrópusamstarfinu.

Þátttaka aldraðra í samfélaginu

Hafna ber hvers konar misrétti vegna aldurs. Við krefjumst afdráttarlausrar lagasetningar til að sporna við misrétti vegna aldurs. Aldur má aldrei vera ástæða neikvæðrar sérmeðhöndlunar til dæmis af hálfu banka- og/eða tryggingaþjónustu. Fleiri aldraða þarf til þátttöku á pólitískar samkomur og fundi á lands-, svæðis – og hverfavísu. Stjórnvöld verða að leggja áherslu á tölvumenntun/tölvufærni aldraðra og styðja við samtök sem vinna að því að auka hana. Stjórnvöld og einkafyrirtæki eiga að finna til ábyrgðar gagnvart þeim sem ekki hafa átt möguleika á að tileinka sér nýja tölvutækni og eiga þess vegna erfitt með að sækja ákveðnar rafrænar upplýsingar, eiga erfitt með að greiða rafræna reikninga og svo framvegis.

Einkavæðing umönnunar og hjúkrunar

Umönnun og hjúkrun er í raun sameiginlegt verkefni allra samfélagsþegna. Allir hjálpast að við að borga og þjónustan miðast við þarfir einstaklingsins.

Umönnun aldraðra í náinni framtíð

Samþykkja þarf raunhæfa lýðheilsustefnu með áherslur á það sem leiðir til góðrar heilsu aldraðra.

Meirihluti þeirrar umönnunar- og hjúkrunarþjónustu sem kostuð er af opinberu fé á að vera rekin af hinu opinbera. En við erum ekki á móti einkarekstri. Þó teljum við að fyrirtæki sem rekið er með skammtíma-hagkvæmnisávinning að leiðarljósi og sem vista eigið fé í svokölluðum skattaparadísum eigi ekki erindi í rekstur umönnunar- og hjúkrunarþjónustu.

Umönnunar- og hjúkrunarþjónusta á að vera af bestu gæðum og hver einstaklingur á rétt á að fá þá þjónustu veitta af virðingu og tillitsemi.

Einkaaðilar eiga að uppfylla sömu gæðakröfur og falla undir sama eftirlit og opinberir aðilar.

Styrkja þarf starfsmenntun meðal starfsmanna sem sinna umönnunarþjónustu.

Stofna þarf stöðugt eftirlaunakerfi. Þróun efnahagsástandsins í samfélaginu og hækkun meðalaldurs á að koma fram í eftirlaunageiðslum, en kerfið verður ekki sanngjarnt ef eftirlaunaþegar þurfa óvænt og einhliða að þola niðurskurð á eftirlaunagreiðslum.

Tennur eru hluti líkamans og skulu vera hluti þeirrar umönnunarþjónustu sem veitt er samkvæmt áherslum samstöðunnar. Starfsfólk sem sinnir umönnun aldraðra verður að hafa viðunandi starfsaðstæður og sanngjörn launakjör. Aðgerða er þörf til að tryggja stöðugleika í starfsmannahaldi. Aukið framboð sjálfboðaliða við umönnunar- og hjúkrunarþjónustu í stað launaðs og vel menntaðs starfsfólks þarf að stöðva. Sjálfboðaliðar eiga eingöngu að vera til aðstoðar við menntað starfsfólk og vera til ánægjuauka í daglegu lífi. Auka þarf stuðning við fólk sem annast aldraða ættingja.

Eftirlaun

Berjast þarf fyrir sambærilegri þróun launagreiðslna og eftirlaunagreiðslna. Réttlát eftirlaun. Jafnvel þeir sem vinna erfiðisvinnu og geta ekki unnið allt til eftirlaunaaldurs verða að eiga rétt á sanngjörnum eftirlaunum. Þróa þarf vinnumarkaðinn þannig að fólk sem óskar að vinna til eftirlaunaaldurs eða jafnvel lengur eigi möguleika þar á. Gera þarf eftirlaunaþegum auðveldara að flytja innan Evrópusambandsins. Bæta þarf upplýsingagjöf um eftirlaunakjör fólks sem um stundarsakir vinnur í öðru Evrópusambandsríki.

11


Nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja Nýverið var samþykkt sem lög frá alþingi frumvarp velferðarráðherra til lagabreytinga á sjúkratryggingum og lyfjalögum. Lögin voru samþykkt í góðri sátt stjórnar og stjórnarandstöðu og greiddi enginn alþingismaður atkvæði gegn frumvarpinu. Hin nýsamþykktu lög kveða á um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúkratryggðra einstaklinga vegna kaupa á lyfjum. Eftir víðtækt samráð við helstu umsagnarhópa hafa kerfisbreytingarnar einkum í för með sér að auka greiðslujöfnun þannig að meira jafnræði verði með sjúklingum án tillits til sjúkdóms þeirra og efnahags. Landssamband eldri borgara sendi Alþingi í tvígang umsögn um breytinguna á þessu mikilvæga kerfi og tiltók sérstaklega í sinni seinni umsögn að þá þegar lá fyrir að verið væri að kynna til sögunnar nokkrar breytingar í jákvæða átt. Þar má nefna að endurskoða á fjárhæðir árlega til að hlutfall kostnaðar milli sjúklinga og greiðsluþátttöku sjúkratrygginga haldist að mestu óbreytt milli ára og einnig að gerð er breyting varðandi greiðsluþátttöku sýklalyfja og að endurskoðun fari fram á S-merkingu lyfja. Hin nýsamþykktu lög fela í sér að tekið verði í notkun nýtt kerfi fyrir greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði sjúklinga auk þess að lyfjalögum verði breytt með það að markmiði að skjóta ríkari lagastoð undir starfsemi Sjúkratryggingastofnunar á lyfjagreiðslugrunni. Einnig voru breytingar á ákvæðum um lyfjagagnagrunn staðfestar sem tryggja læknum aðgang að lyfjaupplýsingum sjúklinga svo að hægt sé að rekja lyfjasögu þeirra með það að markmiði að auka öryggi, bæta meðferð og sporna gegn fjöllyfjanotkun.

Kerfisbreytingarnar auka jöfnuð

Hið nýja kerfi felur í sér að í stað gildandi kerfis greiðir sjúkratryggður einstaklingur tiltekið hlutfall kostnaðar fyrir hverja lyfjaávísun. Lögin gera ráð fyrir þrepaskiptingu lyfjakostnaðar þar sem mótframlag hins opinbera eykst í hlutfalli við aukin fjárútlát einstaklinga vegna lyfjakaupa. Auk þess verður 12

hlutur sjúklings enginn eftir að kostnaður hefur náð ákveðnu hámarki það sem eftir lifir af tólf mánaða tímabili greiðsluþátttöku. Með þessu móti er brugðist við þeirri gagnrýni sem snýr að því að ekkert þak hafi verið á lyfjakostnaði auk mismununar á grundvelli sjúkdóma. Með innleiðingu nýs kerfis er jafnræði sjúklinga hinsvegar aukið. Í nýja kerfinu verður sýklalyfjum bætt við sjúkratryggingar, en þau hafa hingað til ekki verið innan kerfisins.

þau sérstaklega við meðferð málsins. Fram til þessa hefur í þeim tilfellum þar sem hjúkrunarheimili vista sjúklinga sem taka þessi lyf kostnaðurinn fallið beint á heimilin sjálf. Líkt og komið hefur fram í opinberri umræðu hefur slíkt reynst erfitt fyrir minni hjúkrunarheimili og þess verið dæmi að þau taki ekki við sjúklingum sem þurfa að taka inn S-merkt lyf. Í hinu nýja kerfi er því ákvæði um að tryggja beri sama greiðslufyrirkomulag á lyfjunum óháð vistunarstað sjúklings. Sýklalyf hafa hingað til ekki notið

Minni gjaldtaka fyrir þá tekjulægstu

greiðsluþátttöku sjúkratrygginga en með gildistöku nýs kerfis verður breyting þar á. Að óbreyttu taka lögin gildi 1. október 2012. Þó var nokkur umræða við síðustu umræðu málsins á þingi að sá tími kunni að reynast of knappur. Mögulegt er að gildistökunni verði jafnvel frestað fram til 1. mars 2013, enda sé nauðsynlegt að undirbúningstíminn sé nægur m.a. til að ljúka gerð reglugerðar og lyfjagreiðslugrunns auk þeirra breytinga sem nauðsynlegt er að gera á tölvukerfum Sjúkratryggingastofnunar.

Í lögunum er kveðið á um að gjaldtaka hjá öldruðum, öryrkjum og börnum verði lægri. Með því móti er leitast við að tryggja réttindi þessara hópa enda fjárhagur þeirra gjarnan þröngur. Þá er í lögunum kveðið á um að hlutur þessara hópa verði ekki hærri en 2/3 af fjárhæð þrepa annarra sjúkratryggðra.

S-merkt lyf og sýklalyf

Samkvæmt lögunum falla S-merkt lyf ekki innan kerfisins, en þar sem lyfin eru notuð við langvinnum sjúkdómum og því dýr ræddi velferðarnefnd Alþingis


Markviss styrktarþjálfun eykur vöðvastyrk og vöðvamassa Vöðvamassi tekur gífurlega miklum breytingum á lífsskeiði hvers einstaklings eins og sjá má á mynd 1 en sterk tengsl eru á milli vöðvarýrnunar og hreyfiskerðingar þegar einstaklingur eldist. Minnkandi vöðvastyrkur í neðri hluta líkamans skaðar ekki aðeins hreyfigetu heldur tengist aukinni áhættu að detta. Hámarks vöðvastyrkur er að jafnaði á milli 20 og 30 ára aldurs en eftir 50 ára aldur minnkar styrkurinn um 1 til 1,5% á ári. Eftir 70 ára aldur er minnkunin orðin enn meiri eða um 3% á ári. Með markvissri styrktarþjálfun eins og sést á mynd 2 má auka vöðvamassa eldri aldurshópa og draga þannig úr hægfara vöðvarýrnun hjá eldri aldurshópum sem kallast Sarcopenia. Markviss þol- og styrktarþjálfun rannsóknarteymis undir stjórn Janusar Guðlaugssonar MEd-íþróttafræðings, Dr. Erlings Jóhannssonar og Dr. Sigurbjörns Árna Arngrímssonar fór fram í heilsuræktarstöðvum World Class þar sem hreyfifærni eldri aldurshópa tók mjög jákvæðum breytingum Mynd 1. Breyting á hámarksstyrk samhliða hækkandi aldri og þjálfun

samhliða aukningu á vöðvastyrk og vöðvamassa.

Samhliða styrktarþjálfun stunduðu hinir eldri þolþjálfun, bættu marktækt afkastagetu sína og snéru þannig við ákveðnu ferli öldrunareinkenna. Það getur verið erfitt að ná styrktarbætingu og koma í veg fyrir vöðvarýrnun án sérhæfðra styrktartækja og markvissrar þjálfunar. Janus Guðlaugsson, MEd íþróttafræðingur

Mynd 2. Sneiðmynd af upphandlegg þriggja 57 ára karlmanna sem hafa svipaða líkamsþyngd en vöðvamassinn er ólíkur.

Í heilsuræktarstöðvum World Class eru kjöraðstæður og sérhæfð þekking að skapast til að berjast gegn öldrunarferlinu. Aðgangur í World Class gefur val á 10 heilsuræktarstöðvum ásamt aðgangi að 3 sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu.

www.worldclass.is


KROSSGÁTA Lausnarorðið felst í númeruðum reitum í gátunni. Dregið verður úr réttum lausnum. Sendið lausnir til skrifstofu LEB fyrir 15. júlí 2012. LEB, Langholtsvegur 111, 104 Rvík.

Ötull Temur Arinn Mór Hófdýr Bardagi Streymir Uxar Leit Til-­‐ Strax Duttlung-­‐ Öf.tvíhlj. Áhald Ekki Sk.st. Sérhlj. Mjöður breytni Varkár ar Pípan Flakk

Kona Sönglag Kornið

Hismi Mæli-­‐ Ella Græn-­‐ eining Korn meti Nudd Form Drykk 21 Gjald Púkar

Skerða 6 Afl

7

Temja Reykur Hnoðar Þjálfað-­‐ ur Röð

Þar til Samhlj. Mauk

23 4 15

Mylur Fæddi

Á fæti Finnur leið

Gjálpa Rödd Eink.st. Þessi

24 5

Á reikn. Angan

3

Staur Hlífa Dreifa

17

Klók Freri

1

Tipl Kvað Upp-­‐ Spann hrópun Kliður Keyrði Étandi Leyfist

Álit

20

Fum Hjara

Skipa Kögur Skaðar

Hvíld 2 Mynni Rökkur

Skapa

Lang-­‐ 8 loka Droll Sleip 19 Hás Tónn

Skel Önd

1

2

3

4

5

14

15

16

17

18

14

18

Sárir Tíndi Fugl Vigtaði Sex Pípa

13

Dreifði Hrekkja-­‐ lómar

9

Hvetur

Fásinna Viðbót Reiðar Band-­‐ vefur Fimm

14

Kvísl Yrja

11

Klunnar Góður ekill

Hlýju

25

16

Kvabb Þreyttur

10

Hjálp

Regn Pinna Konan

Strýta Ögn Spyr Fiskur Veltur Fersk Ekra Alltaf Notendur Kjána Eftirsjá

22

6 19

7

8

20

21

12

22

9

10

11

23

24

25

12

13


Teygjur og beygjur í rúminu Þórey S. Guðmundsdóttir formaður FÁÍÁ tók saman

15


Fræðsluhornið Bryndís Steinþórsdóttir Ágætu lesendur. Bestu þakkir fyrir áhugaverðar uppskriftir, góðar kveðjur og fyrirspurnir. Í ræðu og riti erum við sífellt minnt á mikilvægi hollustu í næringu og aukinnar hollrar hreyfingar og ekki skaðar að bæta útlitið eftir bestu getu. Þess vegna hefur okkur borist liðsauki: Næringarfræðingur, íþróttafræðingur og snyrtifræðingur fræða okkur í þessum þætti og eru ábyggilega fúsir til að svara fyrirspurnum ef óskað er. Hér birtast fyrst nokkrar uppskriftir sem þættinum hafa borist:

Grænmetisbakstur með kryddjurtum 3 stórar gulrætur (rifnar) 1 stór blaðlaukur (í sneiðum) 125 g rifinn ostur (26% feitur) 3 msk steinselja (söxuð) 2 msk graslaukur (saxaður) ½ tesk nýtt eða þurrkað dill 1 1/2 dl hveiti ½ tsk lyftiduft 1 dl matarolía salt, pipar og grænmetiskraftur eftir bragði 4 egg 1. Blandið öllu saman í skál nema eggjunum sem eru aðskilin. 2. Hrærið með eggjarauðunum. 3. Stífþeytið hvíturnar og blandið þeim varlega saman við. Fyrst 1-2 msk og síðan því sem eftir er. 4. Bakið strax í vel smurðu móti við 180° í um 45 mínútur, eða þar til baksturinn hefur lyft sér vel og er gulbrúnn. Berið baksturinn fram nýbakaðann með grænmetissalati og grófu brauði eða soðnum kartöflum.

Kartöflu- spínatsalat með baunum 75g þurrkaðar nýrnabaunir (1 dl) 300 g soðnar kartöflur (helst nýjar) 200 g nýtt spínat 1 laukur, saxaður

Salatsóssa: 1/2 dl sítrónusafi 2 msk matarolía Um ½ tsk dijonsinnep 1 geiri pressaður hvítlaukur 1 msk saxaður blaðlaukur salt og pipar 1. Leggið baunirnar í bleyti í 10- 12 klst. og sjóðið þær síðan í 1 klst með gulrótarbitum, hvítlauksrifi, lárviðarlaufi, salti og piparkornum. 2. Hellið baununum á sigti og látið kólna. 3. Skolið og þerrið spínatið. 4. Skerið kartöflurnar í sneiðar og rífið spínatblöðin ef vill. 5. Blandið lauknum og baununum saman við. Hellið salatsósunni yfir og látið bíða í um 1/2 klst. áður en það er borið fram.

Grænmetissalat Blaðsalat eftir vali 3-4 tómatar (í bátum) ¼ -½ gúrka ( í sneiðum eða bitum) ¼ blómkálshöfuð ( í litlum hríslum) Salatsósa: 3 msk matarolía, 1 msk borðedik eða sítrónusafi ½ tsk salt, ½ tsk sykur, ½ tsk sinnep, 1/8 tsk pipar, 1/8 tsk hvítlauksduft

Öllu blandað saman. Þvoið salatblöðin, rífið þau niður og setjið á skál. Blandið hinu grænmetinu og sósunni saman við. Saman við salatið er gott að hafa rifinn ost, niðurskorna kjöt- eða fiskafganga, kartöflur eða harðsoðin egg. Matarmikið og gott salat á miðdegiseða kvöldverðarborðið.

Rabarbarakaka frá Betu „fótakonu“ 200 g fínn hrásykur eða púðursykur 2 egg 75 g kókosmjöl 1 dl sýrður rjómi 18% 100 g brætt smjör 125 g hveiti 1 tsk lyftiduft 150 g rabarbari í litlum bitum Hrærið egg og sykur vel saman. Hrærið síðan kókosmjöli, sýrðum rjóma og smjöri saman við og að lokum hveiti, lyftidufti og rabarbara. Setjið deigið í vel smurt mót (20 sm með lausum botni) og stráið 250 g af litum rabarbarabitum 50 g af fínum hrásykri yfir. Bakið við 180 ° í um 45 mín. Berið kökuna fram volga eða kalda með rjóma eða ís.

Ath, í öllu vöruúrvalinu sem okkur stendur til boða þurfum við að hafa í huga að kaupa hollt hráefni, laust við íblöndunar og bragðefni. Ákveðum sjálf hvaða bragðefni við notum. Á vef Lýðheilsustöðvar www lydheislustod.is eru m.a. upplýsingar um máltíðir og dagsþörf. Ég hlakka til að heyra frá ykkur og fá uppástungur um efni í næsta blað. Bryndís Steinþórsdóttir (bryndisst@internet.is) hússtjórnarkennari 16


Fjölbreytt úrval af rafskutlum

Njótum lífsins! Bjóðum upp á margar gerðir af rafskutlum. Hafðu samband og við hjálpum þér að finna rafskutlu við hæfi.

Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is


Mataræði á efri árum Grænmeti og ávextir Elísabet S. Magnúsdóttir, MSc. næringarfræðingur Það var athyglisvert að lesa grein Janusar Guðlaugssonar í síðasta hefti Félagstíðinda eldri borgara í Reykjavík. Þar var fjallað um rannsóknir hans og nokkurra meistaranema á því hvernig megi seinka öldrunarferlinu með markvissri þjálfun. Aldraðir, sem hreyfa sig reglulega og tileinka sér heilsusamlegt mataræði, geta bætt hreyfigetu sína, dregið úr sjúkdómatíðni og haft veruleg áhrif á áhættuþætti tengda hjarta- og æðasjúkdómum. Þar kemur fram að aldrei er of seint að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og þess vegna langar mig að fjalla hér í stuttum pistli um hollt mataræði, sem sérstaklega snýr að okkur eldri borgurum. Heilbrigðisyfirvöld á Vesturlöndum, þar sem ég þekki til, í Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum eru nokkuð samhljóða í ráðleggingum sínum um mataræði. Alls staðar er lögð áhersla á fjölbreytt fæði, að dreifa neyslunni á þrjár aðalmáltíðir og létta hressingu á milli, gæta þess að drekka vatn, sérstaklega milli máltíða, og hafa matarskammta hæfilega stóra. Mikil áhersla er lögð á fiskneyslu, og að gleyma ekki feitum fiski. Við eigum að borða gróft kornmeti, fitulitlar mjólkurvörur og mjúka fitu (fitu sem er mjúk við herbergishita).Við eigum að gæta að því að saltið sé ekki of mikið og takmarka viðbættan sykur. Nýjar rannsóknir benda til þess að D-vítamín gegni viðameira hlutverki en áður var talið og venjulegt hollt fæði gefi okkur ekki nóg af því. Nýlega hafa ráðlagðir dagskammtar (RDS) af D-vítamíni verið hækkaðir í Bandaríkjunum - í 20 µg eða 800 AE (alþjóðaeiningar) - fyrir 51 árs og eldri. Á Norðurlöndunum er unnið að endurskoðun ráðlagðra dagskammta. Um nokkurt skeið hafa ráðleggingar hér á landi verið 15 µg eða 600 AE fyrir 61 árs og eldri. Í einni matskeið af þorskalýsi fáum við 18,4 µg. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa bent til þess að rífleg neysla grænmetis og ávaxta hafi verndandi áhrif á heilsuna og geti dregið úr tíðni ýmissa krabbameina og hjarta- og æðasjúkdóma. Þess vegna hafa heilbrigðisyfirvöld á Vesturlöndum ráðlagt aukna neyslu grænmetis og ávaxta, því að hún er víðast hvar mjög lítil. Hér á landi er slagorðið „5 á dag“ notað til að hvetja til aukinnar neyslu. Menn hafa lengi vitað að í fæðunni væru önnur efni en orkuefni, steinefni, vítamín og vatn. Ýmis náttúruleg litarefni, bragðefni og ilmefni eru þar til staðar og í plöntum eru auk þess ýmis efni sem vernda plöntuna gegn illgresi, skordýrum, örverum og sjúkdómum. Álitið var að þessi efni færu út í blóðið við neyslu fæðutegundanna og skiluðu sér síðan út með þvagi eða galli. Á síðustu árum hafa menn komist að því að í jurtafæðunni eru miklu fleiri efni en áður var talið, þau skipta þúsundum en aðeins lítill hluti þeirra hefur verið efnagreindur. Sum þessara efna hafa virkni í líkamanum, önnur hafa engin áhrif og enn önnur hafa óæskileg áhrif. Þegar um jákvæð áhrif á heilsu er að ræða er talað um 18

plöntuhollefni (á ensku phytochemicals). Margir þættir, svo sem erfðir og vaxtarskilyrði (áburður, raki, sjúkdómar), hafa áhrif á magn efna í plöntum. Vinnsla og matreiðsla geta einnig haft áhrif á efnin. En hvað er það sem gerir grænmeti og ávexti svo æskilega

fæðu og hvaða efni fáum við þaðan? Í fyrsta lagi er mest af vatni, því næst kolvetni, sem eru blanda af ein- og tvísykrum, og trefjaefni. Smávægilegt magn er af próteinum og fitu og minnst er af ýmsum vítamíum og steinefnum, en það er þó umtalsvert magn miðað við orku. Vitað er að öll þessi efni eru nauðsynleg lífi og heilsu manna. Síðan eru fjölmörg önnur efnasambönd sem ekki eru talin til lífsnauðsynlegra næringarefna. Þjóðverjar kalla þessi efni „Sekundäre Planzenstoffe“. Plöntuhollefni geta verið andoxunarefni, virkað á ónæmiskerfið, haft frumudrepandi áhrif og haft áhrif á veirur og unnið gegn stökkbreytingum. Þau geta einnig unnið á sýkingum af völdum sveppa, gerla eða veira. Þessi efni fáum við úr ávöxtum og grænmeti en að auki fáum við mörg þeirra einnig úr heilkorni, baunum, hnetum, kryddjurtum, kryddi og tei. Hér á eftir verða taldir upp nokkrir flokkar plöntuhollefna, gerð grein fyrir virkni þeirra og matvörur nefndar sem eru auðugar af þeim. Sá listi er þó engan veginn tæmandi. Þess ber að geta að allar fyrrgreindar fæðutegundir eru einnig auðugar af lífsnauðsynlegum næringarefnum og hugsanlega er samspil margra efnasambanda að verki, bæði lífsnauðsynlegra næringarefna og plöntuhollefna, þegar talað er um æskileg áhrif á heilsuna. Karótíníð: Um 6000 karótíníð hafa verið greind í grænmeti og ávöxtum. Mikilvægust þeirra eru β-karótín og lýkópen en β-karótín og lútein/zeaxanthin eru einnig mikilvæg. β-karótín er forstig A-vítamíns, önnur karótín eru það einnig en í minna magni. Karótínefnin eru sterk andoxunarefni og vinna þar með á móti skemmdum af völdum sindurefna í líkamanum. Þess vegna er álítið að þau hjálpi til við að


t.d. sólblóma- og sesamfræjum. Jurtaöstrógen eru hormónarík sambönd sem tengjast svipuðum viðtökum og östrógen-hormón manna en með veikari hætti. Talið er að jurtaöstrógen geti minnkað hættu á krabbameini í brjósti, legi, blöðruhálskirtli og ristli. Einnig hafa jurtaöstrógen veik andoxunaráhrif. Jurtaöstrógen fáum við aðallega úr sojabaunum og sojaafurðum, rúgi, öðru heilkorni og hörfræjum.

vernda okkur gegn ýmsum tegundum af krabbameinum, styrki ónæmiskerfið og vinni á móti hjarta- og æðasjúkdómum. Karótínefni eru í öllu sterklituðu grænmeti og ávöxtum. Mjög mikið β-karótín er í gulrótum, apríkósum, rauðri papriku og sætum kartöflum, en það er einnig í öllu dökkgrænu grænmeti, mangó og kúrbít. Lýkópen er í miklu magni í tómötum og tómatafurðum, einnig í rauðu greipaldini. Mikið er af lúteini í öllu dökkgrænu grænmeti og kryddplöntum. Fenólsambönd: Þar hafa verið greindir margir undirflokkar, t.d. flavanóíð og fenólsýrur. Fenólsambönd geta bundið sindurefni, hindrað oxun, unnið gegn stökkbreytingum og talið er að þau geti dregið úr líkum á vissum sjúdómum. Sem andoxunarefni er talið að þau verndi gegn ýmsum krabbameinum og hjarta- og æðasjúkdómum. Þau styrkja ónæmiskerfið og draga úr sýkingum. Fenólsambönd fáum við úr öllu grænmeti og ávöxtum, sérstaklega mikið er í sítrusávöxtum, kívi, spergilkáli, rauðkáli, eggaldinum, kirsuberjum og öðrum berjum. Einnig fáum við þau úr grænu tei og rauðvíni. Glúkósainólöt. Þar höfum við nokkra undirflokka, m.a. sapónín. Talið er að þau verndi gegn krabbameinum, lækki kólesteról í blóði, efli ónæmiskerfið og verji gegn sýkingum. Glúkósainólöt er aðallega að finna í öllum káltegundunum, piparrót og sinnepi. Sapónín er aðallega í baunum. Próteasa-hindrar. Það eru efnasambönd sem hindra meltingarensím í að brjóta niður prótein. Þau voru áður talin óæskileg í fæðunni en nú er vitað að þau eru andoxunarefni, hafa góð áhrif á blóðsykur og talið er að þau vinni á móti krabbameinum. Þessi efni fáum við fyrst og fremst úr baunum og öðrum belgávöxtum. Jurtasteról eru efnasambönd sem talið er að geti lækkað kólesteról og verndað gegn krabbameinum. Greindar hafa verið yfir 40 tegundir af jurtasterólum.

Allyl-súlfíð. Þau eru lífræn brennisteinssambönd í lauk tegundum, t.d. Allicin. Þetta eru sterk andoxunarefni sem vinna á krabbameinsörvandi ensímum, stuðla að heilbrigði fitusambanda í blóði og lækka kólesteról, auk þess að vinna gegn sýkingum. Allyl-súlfíð fáum við mest úr hvítlauk en einnig úr öllum lauktegundunum, radísum og piparrót. Við ættum að hafa í huga að það eru faraldsfræðilegar rannsóknir sem hafa bent til þess að rífleg neysla grænmetis og ávaxta hafi verndandi áhrif á heilsuna. Þar sem neysla okkar Íslendinga á þessum fæðuflokkum er almennt of lítil, þurfum við sérstaklega að bæta úr því og muna eftir því að borða „5 á dag“. 5 skammtar eru u.þ.b. 500g, þar af ætti grænmeti að vera a.m.k. 200g. Við þurfum að hafa í huga að grænmeti eða ávextir eru nauðsynlegur hluti hverrar máltíðar. Má þar nefna tómata, gúrku- eða papríkusneiðar á brauðsneiðarnar í morgunverðinum og ávexti út í léttu ABmjólkina. Í hádeginu getum við fengið okkur grænmetissúpu eða hrásalat. Í aðalmáltíð dagsins, hvort sem hún er borðuð í hádegi eða snemma kvölds, ættum við að hafa bæði soðið grænmeti og hrátt salat. Þegar ég nefni soðið grænmeti getur það verið bakað í ofni, léttsteikt í olíu á pönnu eða gufusoðið. Öll vítamínin og plöntuhollefnin eru lífræn efni, mjög viðkvæm og eyðast auðveldlega við hitun og geymslu. Því ættum við að kappkosta að fá grænmetið sem ferskast og matreiða það með varúð og umhyggju. Ávextir eru vissulega hollir líka og þá getum við borðað hráa. Þeir eru æskilegir í létta hressingu milli máltíða. Gleymum ekki íslensku berjunum í haust. Þau hafa að geyma mikið af virkum plöntuhollefnum auk vítamínanna. Auðvelt er að lausfrysta berin og nota allt árið. Engan aukasykur þarf þegar berin eru fryst. Njótum því sumarsins og borðum mikið af grænmeti, ávöxtum og berjum.

Heimildir:

Elísabet S. Magnúsdóttir, 2007. Næring og hollusta. 3. útgáfa. Mál og menning, Reykjavík. Hamm, Michael. 1996. Gesundheitsschuts aus Obst og Gemüse. Mosaik Verlag GmbH, München. Rolfes, Sharon Rady o.fl. 2012. Understanding Normal and Clinical Nutrition. 9. útgáfa. Wadsworth/Cengage Learning, Belmont, California.

Við fáum jurtasteról einkum úr fituríkum plöntufræjum, 19


Húðin okkar þegar við eldumst Ingibjörg Andrésdóttir, snyrtifræðingur Oftast lítum við flest í spegil að minnsta kosti einu sinni á dag, mörg okkar gera það miklu oftar. Þegar árin færast yfir förum við að taka eftir breytingum sem smám saman eru að gerast á spegilmyndinni, við tökum eftir að smá hrukkur eru farnar að myndast hér og hvar og húðin er farin að slakna og tapa ljóma sínum. Hvað veldur? Aldur er að færast yfir okkur, ekkert kemur í veg fyrir það. Húðin er stærsta líffæri líkamans og þjónar víðtækri starfsemi ekki síst í andliti, þar sem það er aldrei varið af fötum eins og allir aðrir hlutar líkamans og verður fyrir áreiti frá veðrun, mengun og sólarljósi þannig að margir þættir hafa áhrif á öldrun húðarinnar á andlitinu. Með aldrinum hægir á allri starfsemi líkamans teygjanleiki húðar verður minni og húðin þynnist verður viðkvæmari og í ljós koma háræðar. Margar aðrar ástæður valda því að húðin eldist, starfsemi fitukirtlanna minnkar og raki húðarinnar einnig. Vöðvarnir slakna og fylling húðarinnar minnkar. Hvað er þá til ráða, jú við þurfum að hugsa enn betur um okkur. Við þurfum fyrst að huga að almennum þáttum eins og að huga vel að mataræðinu aldrei meira en þegar við eldumst, fá hreyfingu á hverjum degi og góðan svefn, þetta er auðvitað ekki sjálfgefið. Öll næring til húðar kemur innan frá og berst með blóðstraumnum. Þá þurfum við að athuga hvernig við getum bætt ástandið utan frá sem er yfirleitt þáttur snyrtivaranna. Fram hefur komið að bæði fituframleiðsla og raki húðar minnkar, til að koma til móts við það þurfum við krem sem vinna á þessum þáttum, þessir

tveir þættir eru mjög samtvinnaðir. Þó við höfum t.d. mjög þurra húð þá dugir ekki að nota mjög feitt krem, rakinn þarf alltaf að fylgja með og það þarf að meðhöndla húðina bæði kvölds og morgna. Mikilvægast er að hreinsa húðina vel bæði kvölds og morgna, á morgnana byrja þarf að hreinsa andlitið með volgu eða köldu vatni áður en við berum á rakakrem eða annað gott krem, 20

en á kvöldin þarf að hreinsa hana enn betur sérstaklega ef við höfum notað farða eða púður, ryk og önnur efni sem eru í andrúmsloftinu setjast á húðina yfir daginn. Þá er best að nota hreinsimjólk eða krem sem leysir upp fitu og

litarefni, á eftir þarf að fara yfir húðina með köldu vatni til að taka burt leifar af fitunni. Þá er húðin tilbúin fyrir næturkremið eða það krem sem við berum á fyrir nóttina. Þar er um margt að velja og marga verðflokka, munið að flest krem eru góð og allir geta fundið krem við sitt hæfi. Hálsinn verður oft útundan og vill gleymast og kemur oft upp um aldurinn, gleymum ekki að næra hann vel með kremi. Stundum þarf hann sérmeðferð en það eru til sérstök krem fyrir hálsinn. Einnig eru til góð krem sem ætluð eru til að bera í kringum augun og flestir ættu að nota þau því húðin í kringum augun er þynnri og viðkvæmari en annars staðar á andlitinu. Notið alltaf öll krem sparlega því húðin tekur aðeins við litlu magni. Farða þarf að nota af hófsemi, of dökkir litir draga fram óæskilegar línur og hrukkur, það gerir of mikil sólbrúnka líka. Farða og/eða púður er gott að nota í kulda og vindi því hann situr utan á húðinni og verndar hana. Til eru lituð dagkrem sem fríska vel upp húðina og gefa henni ljóma og sólarpúður sem frískar vel upp á litarháttinn og húðin lítur eðlilega út. Of málað andlit er aldrei fallegt við eigum að draga það fallega fram með förðuninni. Augnskuggar og málning í kringum augu eru til að draga fram fegurð augnanna. Það

þarf að gæta sín mjög vel þegar augnskuggar eru notaðir og gæta þess að þeir dreifist ekki of mikið. Hverjum finnst fallegt að sjá skærbláan augnskugga þekja nær allt augnsvæðið. Fallegra er að nota minna áberandi liti og frekar of lítið en of mikið. Betra er að nota púðurskugga en kremskugga, þeir renna ekki eins til. Kinnalit er gott að nota til að fá frískleika í andlitið einkum að vetrinum, en þar þarf að vanda val á litnum, passa þarf að velja ekki of rauða tóna heldur aðeins dekkri lit en farðinn er. Þegar við eldumst dofnar litur augnabrúna og augnhára, gott er að láta lita brúnir og augnhár með varanlegri lit t.d. á snyrtistofu. Umgjörð augnanna skiptir máli, hún skerpir heildarútlit andlitsins. Síðan er hægt að gera augnhárin þykkari og dekkri með maskara. Þá er líka fallegt að draga mjóa dökka línu alveg við efri augnhárin, annað hvort með augnblýanti eða eyelíner, blýanturinn vill oft aflagast og renna til því hann er feitari en eyelinerinn sem er meira fljótandi og þornar síðan og aflagast minna. Þegar velja á varalit skal vanda valið, veljið milda liti og látið ekki glepjast af hvað fer vinkonu ykkar vel, hún hefur oftast annan litarhátt. Og líka það að sami varalitur getur verið mjög ólíkur á tveimur persónum. Sólin er yndisleg og aflgjafi lífsins en hún fer ekki vel með húðina. Forðast skal að vera í sólinni með óvarða húð notið sólarvörn þegar setið er í sólinni. Mörg krem og farði eru með sólarvörn, sólin er einn mesti niðurbrotsvaldur húðar og veldur þurrki í húð og hrukkumyndun. Munum að glaðlegt andlit með gleðiglampa í augum og brosi á vör er alltaf fallegt andlit, sama á hvaða aldri sem við erum.


Astmi hjá eldri borgurum – að mörgu er að hyggja Fræðsla frá Astma og ofnæmisfélaginu Talið er að astmi sé vangreindur og þar af leiðandi vanmeðhöndlaður hjá eldra fólki. Aldur getur haft áhrif á sjúkdómsmyndina og taka verður tillit til annarra sjúkdóma. Hafa verður í huga fylgikvilla og má þar nefna ofnæmi, ofþyngd, kæfisvefn og bakflæði. Algengasta mismunagreiningin er langvinn lungnateppa og hjartabilun. Meðferð þarf að sníða að þörfum og getu hvers og eins. Samvinna milli heilbrigðisstétta mikilvæg til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi lyfjameðferð.

Inngangur

Vaxandi fjöldi eldri borgara er staðreynd í mörgum löndum en í þessari grein falla allir eldri en 65 ár undir þá skilgreiningu. Um 2030 verða 36% Kínverja og 20% Breta eldri en 65 ára. Samkvæmt þjóðhagsspá verða um 18% íslensku þjóðarinnar eða um 68 þúsund einstaklingar eldri en 65 ára á sama tíma. Fáar rannsóknir á astma hafa verið framkvæmdar á eldra fólki, hugsanlega vegna annarra sjúkdóma sem „trufla“ rannsóknina og valda erfiðleikum við túlkun niðurstaðna. Sjúkdómurinn er oft ógreindur hjá eldri borgurum og þar af leiðandi ekki meðhöndlaður á viðeigandi hátt. Í greinum um efnið er stundum talað um „yngri“ (65-74 ára) og „eldri“ (>75 ára) eldri borgara en talið er að líkur á vangreiningu aukist með hækkandi aldri og koma þar til félagslegir og vitrænir þættir.

Algengi, nýgengi og greining astma

Algengi sjúkdómsins hjá fullorðnum í hinum vestræna heimi er á milli 6-10% og er sjúkdómurinn heldur algengari hjá konum. Greining sjúkdómsins er oftast í hönd-

María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir MD PhD, sérfræðingur í lungna- og ofnæmislækningum. Starfandi yfirlæknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Fossvogi. um heimilislækna og lungnalækna. Grunur um astma vaknar þegar sjúklingur og/eða aðstandandi lýsa einkennum eins og hósta, mæði, andþyngslum, surgi í brjósti og skertu úthaldi. Mikilvægt er að staðfesta sjúkdómsgreiningu á viðeigandi hátt. Öndurnarmælingar með og án berkjuvíkkandi lyfja geta staðfest greiningu en einnig er hægt að mæla hámarksfráblástur með sérstökum mæli (PEF mælir) eða framkvæma svokallað berkjuauðertni próf. Á 5 ára fresti veikist einn af hverjum 1000 einstaklingum eldri en 65 í astma en þetta þýðir að 10-15 eldri borgarar

á Íslandi ættu að greinast árlega. Meirihluti dauðsfalla (2/3) í heiminum vegna astma er hjá eldri borgurum. Þetta er umhugsunarefni en hugsanlegt er að vanmeðhöndlun sem og aðrir undirliggjandi sjúkdómar (td.hjartasjúkdómar) séu mikilvægir þættir í þessu samhengi. Að greina astma getur verið flókið. Lítil rannsókn sýndi að um 70% eldri borgara taldi að mæði væri eðlilegur hluti af því að eldast og/eða orsökuð af öðrum sjúkdómum svo sem langvinnri lungnateppu eða hjartabilun. Aðrir þættir sem geta haft áhrif sjúkdómsmyndina og valdið töf á greiningu eru félagslegir og/ eða andlegir og mætti þar nefna einangrun og þunglyndi. Stundum getur verið snúið greina á milli langvinnrar lungnateppu og astma en mikilvægt er að hafa í huga að önnur sjúkdómsgreiningin útilokar ekki hina. Ómeðhöndlaður astmi til langs tíma (áratugir) getur valdið breytingum sem sjást á öndunarmælingum. Eru þessar breytingar sambærilegar við þá teppumynd sem einkennir einstaklinga með langvinna lungnateppu að völdum reykinga. Meðferð beggja sjúkdóma er svipuð, því teppa og bólga einkennir þá báða. Ein helsta mismunagreiningin við mæði er hjartabilun en hjartabilun er greind með hjartalínuriti, hjartaómun og stundum blóðprófi.

Meðferð astma

Astmi er meðhöndlaður með innöndunarbarksterum. Rétt er að hafa aðgengileg berkjuvíkkandi lyf sem virka hratt. Ef árangur þessarar grunnmeðferðar er ófullnægjandi er bætt við langverkandi berkjuvíkkandi lyfjum. Astmasjúklingar geta haft gagn af andkólínergum lyfjum. Markmiðið lyfjameðferðar er að halda sjúkdómseinkennum í lágmarki með réttum lyfjum, gefnum í réttum skömmtum. Þannig má halda lyfjakostnaði og aukaverkunum í lágmarki. Endurmat og eftirlit hjá lækni er mikilvægt því lyfja-

21


skammta þarf að endurskoða reglulega. Afar mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk skoði vel hvaða lyfjaform hentar sjúklingum best. Ónotuð eða rangt tekin lyf gera ekkert gagn og ekki er víst að allir eldri borgarar hafi getu til að nota hefðbundin lyfjaform af ýmsum ástæðum. Loftúði („Pariboy“) með lyfjablöndu eða sérstakir úðabelgir fyrir lyfjadreifu geta verið lykilatriði í vel heppnaðri meðferð. Til eru staðlaðir spurningalistar (ACT) sem hjálpa læknum við að meta árangur meðferðar en mikilvægustu spurningarnar snúa að astmaeinkennum síðustu daga og vikur sem og notkun stuttverkandi berkjuvíkkandi lyfja.

Fylgikvillar astma

Rétt er að hafa í huga nokkra fylgikvilla (comorbidities) þegar astmi er greindur og meðhöndlaður. Ef grunur er um ofnæmi ber að greina það með húð- eða blóðprófum og meðhöndla samkvæmt kúnstarinnar reglum sem er að forðast ofnæmisvaka, nota ofnæmislyf og steraúða í nef. Ofnæmi er þó sjaldgæfara hjá eldra fólki með astma en hjá yngri einstaklingum.

Flestir þyngjast með hækkandi aldri og er ljóst að offita (BMI>30) eykur líkur á astma um allt að 50%. Áhrif offitu á lungnastarfsemi er fjölþætt en almennt má segja að „lungun verði minni“ vegna ytri þrýstings fituvefs. Þetta veldur minnkun á þvermáli loftvega sem eykur líkur á berkjuauðertni. Offita leiðir til hækkunar á bólgumiðlum í blóði en ekki hefur verið hægt að sína fram á bein orsakatengsl þessa við astma. Of þungir einstaklingar svara verr hefbundinni lyfjameðferð og glíma þar af leiðandi við erfiðari sjúkdóm og njóta minni lífsgæða. Kæfisvefn er algengur kvilli hjá báðum kynjum við 65 ára aldur. Um það bil 20% karla og 10% kvenna uppfylla skilmerki kæfisvefns á efri árum. Kæfisvefn tengist offitu en einnig eiga sér stað líkamlegar breytingar með vaxandi aldri sem auka líkur á öndunarhléum. Astmi tengist kæfisvefni og sérstaklega ef astmi er slæmur. Kæfisvefn felur í sér lokun efri loftvega, ekkert loft berst til lungna og sem svar við þessu ástandi aukast öndunarhreyfingar brjóstkassa. Þessar „gagnslausu“ öndunarhreyfingar lækka

innri þrýsting í brjóstkassanum og geta valdið því að magasýra berist í vélinda. Þetta getur valdið staðbundinni ertingu í vélindanu, ertingu sem er miðlað til lungna í gegnum ósjálfráða taugakerfið og lýsir sér þar sem berkjusamdráttur. Einnig getur magasýra borist í litlu magni til lungna og valdið ertingu sem lýsir sér með hósta og/eða andþyngslum vegna berkjusamdráttar. Einstaklingar með astma hafa hærri tíðni bakflæðis en gengur og gerist. Öndunarfæraeinkenni, sérstaklega á kvöldin og að næturlagi, eru talin tengjast þessu ástandi. Mikilvægt er að meðhöndla bakflæði á hefðbundinn hátt ef grunur er um það hjá astmasjúklingum. Einnig má benda fólki á að hækka undir höfði að næturlagi því það getur dregið úr bakflæði og minnkað fyrrgreind nætureinkenni.

Að lokum

Stiklað er á stóru í þessari grein sem byggir að nokkru leyti á nýlegri yfirlitsgrein (The Lancet; Astma in older adults, september 2010). Áhugasömum er bent á að kynna sér betur efni hennar.

Ágrip af sögu eldeyjarkórsins Eldey, kór Félags eldri borgara á Suðurnesjum, var stofnaður 17. september 1991. Félag eldri borgara í Reykjanesbæ hefur alltaf verið öflugur bakhjarl kórsins þar sem sjálfboðavinna hefur ekki hrokkið til. Kórinn hefur verið svo lánssamur að hafa haft frábæra kórstjóra í starfi. Hlíf Káradóttir stjórnaði kórnum í 3 ár, Agata Joó frá Ungverjalandi í 6 ár og Alexandra Pítak, pólsk að uppruna tók þá við. Núverandi stjórnandi síðan haustið 2008 er Hannes Baldursson. Í kórstarfinu ber hæst samstarf fimm kóra eldri borgara sem hefur staðið síðan 1993. Fyrir utan Eldey eru þetta; Gaflarakórinn í Hafnarfirði, Hljómur á Akranesi, Hörpukórinn í Árborg og Vorboðar í Mosfellsbæ. Samstarfið felst í vortónleikum, kóramótum sem haldin eru á víxl í viðkomandi heimabyggðum kóranna. Vorið 2012, nánar tiltekið 26. maí var kóramótið haldið í Fjölbrautarskóla Suðurnesja og heppnaðist í alla staði mjög vel. Eldeyjarkórinn hefur nokkrum sinnum efnt til tónleika á eigin vegum í heimabyggð sinni á Suðurnesjum. Einnig farið til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Vorið 1998 fór kórinn ásamt Hörpukórnum á Selfossi til Ítalíu. Þá hefur kórinn farið skemmti- og tónleikaferðir kringum landið og haldið tónleika. Haustið 2009 fór kórinn í söngferð á slóðir Vestur-Íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada sem tókst afbragðsvel í alla staði. 22

Fastur liður í kórstarfinu hefur alla tíð verið að fara tvisvar á ári, í desember og aftur að vori á elli- og hjúkrunarheimilin þrjú hér á Suðurnesjum til syngja fyrir heimilisfólk og starfsmenn. Kórstarfið er og hefur ávallt verið öflugt, kórfélagar hafa verið um 40 til 50 talsins frá flestum byggðarlögum Suðurnesja. Í október s.l. hélt kórinn upp á 20 ára afmæli sitt með veglegum tónleikum í Keflavíkurkirkju fyrir fullu húsi við góðar undirtektir tónleikagesta. Eldey, kór Félags eldri borgara á Suðurnesjum er opinn öllum eldri borgurum og hvetur alla þá sem ánægju hafa af því að syngja sjálfum sér og öðrum til ánægju til að koma og syngja með. Söngurinn göfgar og glæðir.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 2 1 1 0 2 0

Ertu með ofnæmi?

Lóritín®

– Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs? · · · ·

Kláði í augum og nefi Síendurteknir hnerrar Nefrennsli/stíflað nef Rauð, fljótandi augu

Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða. Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga.

Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn yfir 12 ára aldri: 1 tafla á dag. Börn 2-12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 tafla (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 tafla (5 mg) á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hefja ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er gefið sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyfið inniheldur laktósa. Langvarandi notkun getur leitt til aukinnar hættu á tannskemmdum vegna munnþurrks. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum finnur fólk fyrir syfju sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Texti síðast endurskoðaður í janúar 2012.


Með hausinn í lagi Þegar við eldumst aukast líkurnar á því að á okkur sæki erfiðir sjúkdómar. Þeir sjúkdómar sem lang flestum stendur ógn af eru heilasjúkdómar, sjúkdómar sem skerða andlegt atgervi okkar. Oft er talað um elliglöp, þá er átt við minnisleysi, þekkja ekki fólk, rata ekki auðveldar leiðir, geta ekki leyst einföld verkefni eins og að versla eða sinna erindum í bankanum. Þá geta sjúkdómar í heila haft áhrif á hreyfigetu einstaklingsins og hæfni hans að sinna ýmsum daglegum störfum eins og að matreiða eða fara í bað. Góðu fréttirnar í þessum efnum eru hinsvegar þær að við getum ýmislegt gert til þess að koma í veg fyrir, draga úr eða seinka því að sjúkdómar í heila hrjái okkur.

Þrjátíu mínútur

Það er marg sannað að hreyfing eða líkamsrækt af ýmsum toga getur gert kraftaverk. Því fyrr á ævinni sem við byrjum á því að hreyfa okkur stuðlum við að því að draga úr hættunni á því að fá heilabilun síðar á ævinni. Það er aldrei of seint að byrja, 30 mínútna göngutúr tvisvar í viku er góð byrjun. Vísbendingar eru um að 40 mínútna gönguferðir þrisvar í viku geti bætt minnið. Þá sýna ýmsar rannsóknir að ýmiss andleg afþreying hefur afar jákvæð áhrif á minnið. Í því sambandi mætti nefna ljóðalestur, skák og að hlusta á tónlist, í Bandarískri rannsókn var sérstaklega mælt með því að hlusta á sígilda tónlist og var sjálfur Beethoven nefndur í því sambandi.

Gleymum ekki heilanum

Svo virðist sem heilinn eldist hraðar en hjartað. Heilbrigt hjarta hefur afgerandi áhrif á starfsemi heilans, í stuttu máli, veikt hjarta veikir heilann. Vísindamenn við Háskólann í Boston fylgdust með 1500 manns á aldrinum 24 til 84 í nokkurn tíma og rannsökuðu tengsl hjarta og heila. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að 24

því kraftmeira sem hjartað er því minni öldrunareinkenni sjást á heila. Háþrýstingur vex með aldrinum og er því mjög mikilvægt að aldraðir láti fylgjast með þessum þáttum. Háþrýstingur getur orsakað æðakölkun, ýmsa hættulega sjúkdóma og slag. Þess má geta að slag eða heilablóðfall er þriðja algengasta orsök dauðsfalla í Evrópu á eftir hjartaslagi og krabbameini. Ýmislegt annað ber að hafa í huga í þessum efnum. Meðal þeirra sjúkdóma sem aukast með aldrinum er þunglyndi. Rannsóknir sem gerðar voru við Háskólann í Cardiff í Wales sýna að langvarandi þunglyndi eða afleiðingar þess getur valdið hjartasjúkdómum. Holl hreyfing er öldruðum nauðsyn ekki síður en yngra fólki, andleg iðja eða „heilaleikfimi“ er ekki síður mikilvæg en að láta reglulega mæla blóðþrýstinginn.

Gamlir hafa orðið

Í Afríku og raunar víðar eru öldungar nokkurskonar alþingi samfélagsins. Þegar leysa þarf erfið mál er leitað til þeirra sem mesta reynsluna hafa í þorpinu eða í sveitinni. Þá hafa nokkrir vísindamenn sem rannsakað hafa orsök kreppunnar margumtöluðu bent á að meðal ástæðna hennar var röð illa ígrundaðra ákvarðana sem teknar voru af reynslulitlu fólki sem flest var ungt að árum. Æskudýrkun nútímans var sem sagt ein af ástæðum kreppunnar. Nú hafa vísindamenn við Kaliforníuháskóla sýnt fram á með rannsóknum sínum að aldraðir eru á ýmsan hátt hæfari að taka erfiðar og flóknar ákvarðanir en yngra fólk. Ungt fólk er örara en þeir sem eldri eru og hafa ekki yfir nægilegri reynslu að ráða til þess að taka ígrundaðar ákvarðanir. Það er kannski engin tilviljun að þau fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki sem hvað best standa í dag eru flest með stjórnendur á aldrinum 60 til 80 ára. Getur það verið lausnin á að koma okkur Íslendingum út úr þeim þrengingum sem þjóðin er í dag, að fjölga öldruðum á alþingi og í ríkisstjórn Íslands?


Turbuhaler innöndunartæki

Einfalt og auðvelt í notkun Turbuhaler er fjölskammta innöndunartæki sem inniheldur ýmis lyf við lungnasjúkdómum eins og astma og langvinnri lungnateppu Leiðbeiningar um notkun fást á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslunum

Umboðsaðili: Vistor.hf. Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími 535 7000


Spurning blaðsins. Spurt í Búðardal að lokinni gönguferð

Hvernig líkar þér starfsemi félags eldri borgara á þínu svæði ?

Skúli H. Jóhannsson Ágætlega. Mætti vera fjölbreyttara.

Guðbrandur Þórðarson Bara þokkalega.

Sigríður Árnadóttir Starfið er bara mjög gott, mætti bæta við dansi.

Erna Inga Þorkelsdóttir Starfið er frábært og góður andi í hópnum.

Víví Kristóbertsdóttir Starfsemin hefur verið góð og öflug í vetur og allt sem félagið gerir er unnið í sjálfboðavinnu.

Guðrún Björnsdóttir Ágætlega. Mjög gott það sem er, mættum huga að meiri hreyfingu.

26


Auðlegðarskattur - Sjálfsagt framlag eða ósanngjörn eignaupptaka? Frá VÍB

VÍB – eignastýringarþjónusta Íslandsbanka hélt á dögunum fund um auðlegðarskattinn, eignaskatt sem lagður var á í kjölfar hrunsins. Í pallborði sátu Guðrún Björg Bragadóttir, skattasérfræðingur KPMG, Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.

„Út fyrir allt velsæmi“

Þegar hinn nýi eignaskattur var lagður á var honum ætlað að vera stóreignaskattur á tekjugefandi eignir, lagður á til að þeir sem högnuðust hvað mest á eignabólunni fyrir hrun skili einhverju aftur til þjóðfélagsins. Fljótlega eftir gildistöku var skattprósentan hækkuð umtalsvert og viðmiðunarmörk eigna lækkuð. Auk þess hefur nú verið ákveðið að framlengja skattinn um tvö ár. Í tilefni þeirrar ákvörðunar ákvað VÍB að taka saman upplýsingar um greið-

endur skattsins og hvort skattlagningin næði tilætluðum árangri. Í ljós kom að stór hluti þeirra eigna sem skattlagðar eru falla ekki undir þá skilgreiningu að vera tekjugefandi. Þar er meðal annars um að ræða fasteignir og bifreiðir. Sérstaka athygli vakti að yfir þriðjungur greiðenda skattsins eru 65 ára og eldri og yfir fimmtungur 75 ára og eldri. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir telur ríkið þar ganga of langt. „Mér sýnist að þessi skattheimta sé komin út fyrir allt velsæmi“ sagði Jóna á fundinum og nefndi að sér þætti vafasamt að verið væri að þrí- og jafnvel fjórskatta þá fjármuni sem fólk hafi aflað sér á lífsleiðinni.

Tímabundinn skattur

Umræður í pallboði voru fjörlegar og lagði Helgi Hjörvar áherslu á að einungis væri um að ræða tímabundna skattlagningu en sjálfsagt væri að skoða hvort framkvæmd skattsins væri eins

og best væri á kosið. Af viðbrögðum fundargesta mátti þó greina að takmörkuð trú var á öðru en að skattinum yrði að nýju framlengt að tveimur árum liðnum. Upptöku af fundinum af hægt að nálgast á vef VÍB, www.vib.is.

Hvaða valkostir eru í boði í dag?

Lágir vextir í hárri verðbólgu hvetja sparifjáreigendur til að íhuga hvernig best sé hægt að viðhalda verðgildi sparnaðar. Taka getur þurft mið af skattlagningu, skerðingum Tryggingastofnunar og fleiri atriðum þegar peningur er ávaxtaður, en fjárfestingaumhverfið hefur síst orðið einfaldara á undanförnum árum. VÍB veitir ráðgjöf og upplýsingar um sparnað að kostnaðarlausu í síma 440-4900 og alltaf er heitt á könnunni í höfuðstöðvunum á Kirkjusandi.

27


Nesvellir fyrir eldri borgara á Suðurnesjum Eyjólfur Eysteinsson Formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum Við eldri borgarar fögnum því að nú eru hafnar framkvæmdir við byggingu hjúkunarheimilis fyrir 60 heimilismenn á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Stefnt er að því að hægt verið að flytja inn vorið 2014. Framkvæmdin er boðin út í þremur eða fjórum áföngum og er fjármagn til framkvæmdanna tryggt. Lengi hafa eldri borgarar á Suðurnesjum beðið efir fjölgun hjúkrunarrýma. Þörfin hefur verið mikil og nú í dag dvelja í heimahúsum 37 eldri borgarar í mjög brýnni þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum. Hvorki gekk né rak þar til Alþingi, að frumkvæði Árna Páls Árnasonar þáverandi félags- og tryggingarmálaráðherra, samþykkti heimild árið 2009 til Íbúðarlánasjóðs til þess að lána sveitarfélögum fé til byggingar eða kaupa á húsnæði fyrir hjúkrunarheimili og nú eru í byggingu á landinu eða í undirbúningi níu hjúkrunarheimili samkvæmt áætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, og Steingrímur J Sigfússon, þáverandi fjármálaráð-

herra, gerðu síðan samning við bæjarstjórn Reykjanesbæjar um byggingu 60 rúma hjúkrunarheimilis á Nesvöllum á haustmánuðum og nú eru framkvæmdir hafnar. Kunnum við ríkisstjórn og sveitarstjórnarmönnum bestu þakkir fyrir. Á þessum tímamótum leggur Félag eldri borgara á Suðurnesjum mikla áherslu á að sveitarfélög þau sem hafa um árabil staðið að rekstri Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum (DS) haldi áfram rekstri hjúkrunarheimilanna eins og verið hefur og taki við rekstri nýja hjúkrunarheimilisins á Nesvöllum. Gerður verði skriflegur samningur milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Garðs, Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Voga um skiptingu rekstursog stofnkostnaðs DS. Kostnaður skiptist milli sveitarfélaga og miðað verði við íbúafjölda í hverju sveitarfélagi eins og verið hefur. Við teljum að best fari á því að stjórn DS, sem kosin er af sveitarstjórnum, hafi forystu um að tryggja lögbundna þjónustu við eldri borgara á Suður-

n e s j u m og forystu um stefnum ó t u n f r a m t í ð a rinnar. Sveitarstjórnir vita best og standa næst þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Nú stendur yfir vinna að stefnumótun til framtíðar hvað varðar þjónustu við aldraða á Suðurnesjum. Sjálfsagt er að höfð sé hliðsjón af því að stefnt er að því að sveitarfélögin taki yfir þjónustu við aldraða af ríkinu árið 2014. Allar hugmyndir um að breyta tilhögun á rekstri DS núna eru því ekki raunhæfar. Eins og áður segir er það skoðun okkar félaga í FEB á Suðurnesjum að það samstarf sem verið hefur um rekstur DS skuli vera óbreytt og þannig verði aðgangur félaga okkar að hjúkrunarheimilinum og nú að hjúkrunarheimili framtíðarinnar á Nesvöllum tryggður.

Skáld, rithöfundar, fræðimenn og hagyrðingar athugið!

Efni óskast !

Lumar þú á skemmtilegu efni í blaðið? Fróðleikur frá liðnum árum, skemmtilegar ljósmyndir, vísur og ljóð, minningarbrot, skemmtisögur eða eitthvað annað efni sem þú heldur að eigi erindi í blaðið okkar, Listin að lifa. Einnig værum við þakklát að heyra frá ykkur um hvaða efni þið vilduð helst að fjallað væri um í blaðinu. Hugmyndir og efni sendist á lal@dot.is Ritstjórn blaðsins

28

LAÐISTIN LIFA


Formannafundur LEB haldinn í félagsheimili Félags eldri borgara að Stangarhyl 4 í Reykjavík - 13. mars 2012 Unnar Stefánsson formaður FEB í Reykjavík og nágrenni bauð fundarmenn velkomna. Mættir voru formenn eða fulltrúar frá 42 félögum eldri borgara í landinu og öll stjórn og varastjórn LEB. Síðan hófust venjuleg fundarstörf, en þetta er í annað skipti sem formannafundur Landssambandsins er haldinn. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður LEB flutti skýrslu um starfið. Meðal annars fjallaði hún um skipulag á störfum stjórnar, starfsmannamál, og útgáfu Listarinnar að lifa. Hún greindi frá starfi stjórnarmanna í nefndum á vegum hins opinbera svo sem starfshópi um flutning málefna aldraðra til sveitarfélaga og endurskoðunarnefnd almannatrygginga sem haldið hefur yfir 20 fundi og er ætlað að einfalda almannatryggingarkerfið og gera það skilvirkara og réttlátara. Í fyrstu var talað um að þetta ætti að gerast með því að engir fjármunir væru ætlaðir í breytingarnar en hún hefði lýst yfir að hún tæki aldrei þátt í því og hafi sett þann fyrirvara við sameiningu bótaflokka og samræmingu á skerðingarhlutföllum að 2,3 milljarðar verði settir í almannatryggingakerfið og að sá vilji sé staðfestur af ríkisstjórn. Formaður gerði grein fyrir störfum starfshópa um samræmingu öldrunarþjónustu á landsvísu og starfshópi sem er að gera tillögu að heilbrigðisáætlun til næstu 5 ára, auk samstarfsnefndar með Tryggingastofnun ríkisins. Innan LEB starfa ýmsar fastanefndir svo sem fjármálanefnd, þjónustunefnd, vefsíðunefnd og laganefnd. Mörg mál eru send til LEB frá Alþingi og beðið um umsögn um þau og fulltrúar LEB eru kallaðir fyrir þingnefndir af ýmsu tilefni. Nú síðast hefur LEB lagt fram tillögu um verulegar breytingar á frumvarpi til laga um málefni aldraðra sem snertir vistunarmat. Og verða þær breytingar teknar inn í lögin. LEB hefur samstarfssamning við tvær deildir Háskóla Íslands og í tengslum við það hafa verið haldin fjögur málþing s.l. tvö ár. Einnig á LEB samstarf við UMFÍ um íþróttamót 50 ára og eldri. Rifjuð voru upp ýmis mál aldraðra sem formaður hefur rætt um í fjölmiðlum þar á meðal um lokun líknardeildar á

Landakoti, málefni hjúkrunarheimila og lífeyrismálin eftir útkomu skýrslu um starfsemi lífeyrissjóðanna og minnti hún á ályktun stjórnar LEB um það efni. Að lokum fjallaði formaður um kjaramálin svo sem skerðingar á eftirlaunum og miklar tekjutengingar sem hefur haft í för með sér að margir hafa misst allan sinn grunnlífeyri. Viðræður stæðu yfir við velferðarráðherra um kjaramál, kröfu LEB um að koma að endurskoðun á lögum um lífeyrissjóði og eiga aðkomu að stjórnum sjóðanna og mörg önnur mál sem snerta samskipti við ríkið þar á meðal að gera verkefnasamning við ráðuneytið og verða viðræður um það teknar upp við fjárlagagerð næsta árs. Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins flutti erindi um lífeyristryggingar almannatrygginga. Hún fór yfir mikilvægi þess að almenn sátt ríki um lífeyrismál í samfélagi eins og okkar og að kerfið sé límt saman á heildstæðan hátt. Margt fleira kom fram í erindi hennar og má sjá það í fundargerð formannafundar. Kynntur var ársreikningur LEB þar sem fram kom að reksturinn er í járnum, en reikningurinn verður afgreiddur á næsta Landsfundi. Því næst kynnti Birna Bjarnadóttir formaður laganefndar LEB, tillögur að lagabreytingum. Hún rakti að ekki væri um að ræða neinar grundvallarbreytingar á núgildandi lögum heldur væri verið að skýra lögin og gera þau gleggri bæði varðandi efni og uppsetningu. Einnig gerði hún grein fyrir því að laganefndin hefði náð einhuga niðurstöðu um allt nema hvort heppilegra væri að halda landsfund að vori eða hausti. Unnar Stefánsson kynnti að Evrópusambandið hafi tileinkað öldruðum yfirstandandi ár og kallað það Evrópuár aldraðra. Kjörorð ársins er virkni og samstaða kynslóða. Þótt Ísland sé ekki aðili að Evrópusambandinu hafi það verið að taka þátt í því eins og önnur Evrópuríki svo sem Noregur. Landssamtök eldri borgara hafi víða frumkvæði að því sem gert er í tilefni ársins og leitaði stjórn LEB eftir samstarfi við Öldrunarráð Íslands og Velferðarráðuneytið um

opnunarathöfn ársins sem haldin var 14. mars á Grand hóteli. Tveir af nefndarmönnum í vefsíðunefnd LEB, Jóhann Gunnarsson og Steinn Lárusson gerðu grein fyrir starfi nefndarinnar. Nefndin hefur skilað stjórn LEB áfangaskýrslu með ýmsum ábendingun m.a. varðandi endurbætur á vefnum, aðgengi, útliti og efnisvali og ritstjórn þannig að vefurinn væri gagnlegur og svolítið skemmtilegur fyrir eldri borgara og aðra. Í máli manna komu fram ýmis sjónarmið varðandi tölvufærni og tölvunotkun eldra fólks og bent á möguleika sem víða eru viðhafðir að unglingar kenni eldri borgurum á tölvur. Haukur Ingibergsson gerði grein fyrir miklum og vaxandi fjölda eldri borgara sem búa einir í heimili og hvatti félögin til að halda úti öflugu félagsstarfi til að vinna gegn félagslegri einangrun og gefa þessum hópi einbúa góðan gaum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður kjaramálanefndar gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og las upp samþykkt nefndarinnar frá 9. mars 2012. Jón Kr. Óskarsson varpaði fram hugmynd um að eldri borgarar skipuleggi kröfugöngu frá Hlemmi niður á Alþingi undir kröfuborðum. Hann minnti á að lífeyrissjóðir færu með mikilvægar eignir eldri borgara og fannst óréttlátt að greiða í lífeyrissjóði í áratugi en njóta þess aðeins að takmörkuðu leyti vegna skerðingarákvæða almannatrygginga. Guðbjartur I Gunnarsson vakti athygli á að mikilvægt væri að endurskoða ákvæði um makalífeyri því karlarnir hafi unnið úti og greitt í lífeyrissjóði en konurnar verið heima og eigi engan lífeyrisrétt félli maki frá. Ágústa Þorkelsdóttir vakti athygli á miklum ferðakostnaði utan af landi og mikilvægi þess að njóta góðra afslátta á hóteli á fundum sem þessum. Að lokum þakkaði Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fundarmönnum fyrir góðan fund, og málefnalegar umræður. Jafnframt þakkaði hún Félagi eldri borgara í Reykjavík fyrir boð sitt um að halda fundinn í félagsheimili félagsins og fyrir góðar veitingar og viðurgjörning. (Úrdráttur úr fundargerð formannafundar. Samantekt JVK.)

29


Félag aldraðra í Eyjafirði 20 ára Guðný Kristinsdóttir Félag aldraðra Eyjafirði var stofnað af fólki úr 3 hreppum framan Akureyrar og Svalbarðsstrandarhrepp. Hvatamaður að stofnun félagsins var Svanhildur Eggertsdóttir, Holtsseli. Stofndagur var 4. nóvember 1989, á afmælisdegi Aldísar Einarsdóttur, Stokkahlöðum, en þá varð hún 105 ára og elst íslendinga. Fyrsti formaður félagsins var Angantýr Hjörvar Hjálmarsson. Á fyrstu árum félagsins var unnið mikið og gott stefnumótunarstarf, sem við búum að enn í dag. Frá upphafi var það draumur félagsmanna að fá húsnæði til frambúðar fyrir starfsemina. Sú ósk rættist á 20 ára afmælinu, þegar sveitarfélagið afhenti okkur húsnæði í gamla heimavistarhúsnæði Hrafnagilsskóla. Herbergjum var breytt í föndurstofur, setustofu, eldhús og kaffi- og fundarstofu. Allt var þetta gert smekklega og vandaður frágangur á öllu í húsnæðinu. Fleiri félög í sveitinni hafa aðstöðu til fundarhalda og smærri viðburða, sem eru yfirleitt á kvöldin og um helgar. Áður vorum við með félagsaðstöðu í skólastofum í Hrafnagilsskóla, eftir kennslu á daginn. Það setti okkur vissar skorður svo sem að ganga frá öllu eftir hvern tíma og ekki var hægt að bjóða upp á eins fjölbreytta starfsemi

og er í dag. Hrafnagil er vel staðsett í sveitinni og að vera inn á skólalóðinni gefur okkur tækifæri á námskeiðum t.d. í tölvufræðslu, ensku og að fræðast um hollt mataræði. Bókasafn skólans og sveitarinnar er á staðnum svo og sundlaug og íþróttahús. Einnig getum við fengið keyptar máltíðir í hádeginu í mötuneyti skólans. Tilkoma þessarar aðstöðu, sem sveitarfélagið hefur útvegað okkur er ómetanlegur stuðningur við félagið. Starfsemin er með svipuðum hætti og hjá öðrum félögum eldri borgara í landinu, komið er saman og unnið að

Ellimóð

margsvíslegu handverki, haldin námskeið, farið í ferðalög, gengið saman einu sinni í viku yfir sumartímann, haldnar skemmtanir, svo sem þorrablót, jólafagnaður og fleira. Sjúkraþjálfarar frá Kristnesspítala sjá um leikfimi og sundleikfimi einu sinni í viku yfir vetrar tímann. Árið 2009 var haldið upp á 20 ára afmæli félagsins á stofndegi þess þann 4. nóvember, á Illugastöðum í Fnjóskadal. Félagsstarfið er alltaf í mótun og reynt er að koma til móts við óskir félagsmanna, en alltaf er það félagsskapurinn sem skiptir mestu máli.

Veggskraut fyrir alla sem elska falleg eldhús!

Eldhúsdagatalið 2012 Fallegt og fræðandi! Með myndum og nöfnum á yfir 200 ávaxta-, græmetis- og kryddtegundum, baunum, hnetum og berjum – bæði vel þekktum og framandi. Skemmtilegt að skoða fyrir unga sem aldna.

Skrítið hvað jafnaldrar manns eru orðnir gráir og gamlir í seinni tíð! 30

Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is


Öruggari öryggishnappur

PIPAR\TBWA • SÍA • 121770

Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt

Öryggismiðstöðin er eini þjónustuaðili öryggishnappa sem er með hjúkrunarfræðinga í stjórnstöð á símavakt

Ef þú ert með hnapp frá öðrum þjónustuaðila, er einfalt að skipta. Hringdu í síma 570 2400 og kynntu þér málið.

allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar eru til ráðgjafar fyrir hnapphafa auk þess að vera stuðningur við öryggisverði í útköllum. Auk þess fylgir hverjum nýjum hnappi reykskynjari sem er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.

Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn

Öryggishnappur Heimaþjónusta

Ferðaþjónusta

Hjálpartæki

Aðlögun húsnæðis


LEB

Hvernig er best að ávaxta fé í dag? VÍB er einn stærsti og öflugasti aðilinn á eignastýringamarkaði sem tugir þúsunda einstaklinga treysta til að ávaxta sparifé sitt. Við bjóðum viðskiptavinum okkar fjölbreytt úrval sparnaðarkosta við allra hæfi. Við veitum þér faglega ráðgjöf um sparnað þér að kostnaðarlausu. Pantaðu tíma hjá ráðgjöfum VÍB í síma 440 4900.

VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka

Finndu okkur á Facebook og Twitter

Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.