Listin að lifa - vetur 2012

Page 1

ISTIN LAÐ LIFA VETUR

2012


ALLIR VILJA DO Settu þig í stellingu sem lætur þreytuna líða úr þér! Aðeins kr.

34.754,-

n Inndraganlegur botn n 2x450 kg lyftimótorar n Mótor þarfnast ekki viðhalds n Tvíhert stál í burðargrind n Hliðar- og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur n Botn er sérstaklega hannaður fyrir Shape heilsudýnur n Val um lappir með hjólum eða töppum n 5 ára ábyrgð

í 12 mánuði*

STÆRÐ 2X90X200

STILLANLEGT •

SHAPE

Láttu það

BY NATURE’S BEDDING

Tilboðsverð C&J + Shape dýna

Stærð cm. Með still. botni 2x 80x200 375.800,2x 90x200 399.800,2x90x210 407.800,2x100x200 429.800,120x200 230.900,140x200 257.900,* afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.

Nature‘s Shape heilsurúm Aðeins kr.

Heilsudýna sem: n Lagar sig fullkomlega að líkama þínum n 24 cm þykk heilsudýna n Engin hreyfing n AloaVera áklæði n 5 ára ábyrgð!

14.477,í 12 mánuði*

STÆRÐ 160X200

HJÓNARÚM •

SHAPE BY NATURE’S BEDDING

Dorma-verð Shape dýnur

Stærð cm. Dýna Með botni 80x200 58.900,83.900,90x200 65.900,97.900,100x200 75.900,- 109.900,120x200 85.900,- 121.900,140x200 99.900,- 143.900,160x200 114.900,- 163.900,180x200 129.900,- 181.900,-

-

JÓLA

20% R

ÁTTU

AFSL

* afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.

Nature‘s Rest heilsurúm n Mjúkt og slitsterkt áklæði n Svæðaskipt gormakerfi n Aldrei að snúa n Sterkur botn n Frábærar kantstyrkingar n Gegnheilar viðarlappir n 320 gormar pr fm2

Aðeins kr.

10.250,-

Dorma-verð

í 12 mánuði*

Nature’s Rest

STÆRÐ 160X200

Stærð cm. Dýna Með botni 90x200 44.900,76.900,100x200 46.900,80.900,120x200 53.900,89.900,140x200 55.900,99.900,160x200 65.900,- 114.900,180x200 75.900,- 127.900,-

FRÁBÆR KAUP •

* afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.

Nature‘s Comfort Pillowtop heilsurúm n Mjúkt og slitsterkt áklæði n Heilsu- og hægindalag í yfirdýnu sem hægt er að taka af n Svæðaskipt pokagormakerfi n Aldrei að snúa n Sterkur botn n Gegnheilar viðarlappir n Steyptar kantstyrkingar

kr. 5.592,-

MILANO hægindastóll Frábært

verð!

Dorma-verð Nature’s Comfort Pillowtop Stærð cm. Dýna Með botni 100x200 65.900,99.900,120x200 77.900,- 113.900,140x200 87.900,- 131.900,160x200 98.900,- 147.900,180x200 107.900,- 159.900,-

Aðeins kr

13.097,í 12 mánuði*

STÆRÐ 160X200

* afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.

DORMA VERÐ •

Nature‘s Luxury heilsurúm n Mjúkt og slitsterkt áklæði með flauelsáferð n 7cm Shape þrýstijöfnunarefni í yfirdýnu n Svæðaskipt pokagormakerfi n Frábærar kantstyrkingar n Aldrei að snúa n Sterkur botn n Gegnheilar viðarlappir n 320 gormar pr fm2

Dorma sængurverasett

Aðeins kr.

15.425,-

Fáanlegur í 4 litum

í 12 mánuði*

kr. 39.900,-

STÆRÐ 160X200

DRAUMA RÚM •

Dorma-verð Nature’s Luxury

Stærð cm. Dýna Með botni 120x200 89.900,- 125.900,140x200 103.900,- 147.900,160x200 125.900,- 174.900,180x200 141.900,- 193.900,* afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.

OPIÐ: Virka daga frá kl. 10.00-18.00 • Laugardaga frá kl. 11.00-16.00 • Sunnudaga frá kl. 13.00-16.00


RMA UM JÓLIN! eftir þér!

Dúnvörur mikið úrval!

Shape heilsukoddar frábær jólagjöf

Jólatilboð!

Shape Classic kr. 5.900,-

Þéttur

TVENNU

Shape Comfort kr. 5.900,-

ddi

Sæng+ko

TILBOÐ

Mjúkur

Shape Original kr. 8.900,-

Stuðningslag

Dúnsæng + dúnkoddi Trölla-dúnsæng Stakur dúnkoddi

kr. 15.900,kr. 13.900,kr. 4.900,-

Sæng: 30% dúnn/70% smáfiður. Koddi:15% dúnn/85% smáfiður.

DAISY svefnsófi

COMO tungusófi

COMFORT SÆNG

kr. 25.900,-

700 gr. 70% andadúnn og 30% smáfiður. Hlý og góð dúnsæng. Stærð: 135x205cm.

CARE-BOX SÆNG

kr. 37.900,-

1000 gr. 90% andadúnn og 10% smáfiður. Ótrúlega hlý og góð haust- og vetrarsæng. Stærð: 135x205 cm.

ÞÚ SPARAR

50.000. Á COMO SÓFA MEÐ SK EMLI

Með rúmfatageymslu Svefnsvæði 120x195 cm Einnig til án arma.

Daisy án arma Daisy með örmum

kr. 79.900,kr. 89.900,-

Stærð Br. 267 cm D. 88/159 cm H. 85 cm. Tveir litir

Jólasendingin komin!

Yankee Candle

-

Tilboð 129.000,Verð 169.900,-

Skemill 29.900,Verð 39.900,-

-

JÓLA

25% R

ÁTTU

AFSL

Ilmur mánaðarins

Holtagörðum • Pöntunarsími 512 6800

www.dorma.is


Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega

Reykjavíkur Apótek býður NOW vítamín og bætiefni með 20% afslætti út september.

þjónustu og hagstætt verð. Apótekið er í gamla

Frí heimsendingarþjónusta til eldri borgara og öryrkja.

Héðinshúsinu við Seljaveg 2.

S e l j a v e g u r 2 | S í m i : 5 1 1 - 3 3 4 0 | F a x : 5 1 1 - 3 3 4 1 | w w w. re y a p . i s | re y a p @ re y a p . i s


Meðal efnis Ávarp Biskups Íslands....................................................... 6 Fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara á hjúkrunarheimilum........................................................ 8

Átthagamyndir af öllum lögbýlum og þéttbýlisstöðum

Heilabilun – hvað er til ráða?..........................................10 Lögmannshlíð ................................................................ 12 Jólaundirbúningur og jólahald í Saurbæ milli 1940 og 1950 ...........................................14 Fræðsluhornið.................................................................16 Hverju skilar ár aldraðra fyrir samfélagið?.......................18 Fjölgun aldraðra, hvert stefnir ?...................................... 20 Félag eldri borgara í Grýtubakkahreppi .........................21 Krossgáta......................................................................... 22 Mataræði á efri árum...................................................... 23 Brunnur hreysti og góðrar heilsu.................................... 24

Loftmyndir Mats eru alltaf kærkomin gjöf Mýmargar stærðir og gerðir í boði Pantið tímanlega fyrir jól

Brennur spariféð? ........................................................... 25 Svefntruflanir.................................................................. 26 Öryggismál á heimilum eldri borgara............................. 28 Ráðstefna um kjaramál eldri borgara............................. 30

Skoðið úrvalið á www.mats.is Sendið tölvupóst á mats@mats.is eða hringið 892 1012 Útgáfustjórn: Grétar Snær Hjartarson, gretar@heima.is, Bryndís Steinþórsdóttir, bryndisst@internet.is, Þrúður Kristjánsdóttir, thrudkri@simnet.is, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir jvalgerdur@gmail.com, Sigmar B. Hauksson, lal@dot.is Auglýsingar: Sökkólfur ehf., lal@dot.is Umbrot & útlit: Sökkólfur ehf., kjartan@dot.is Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja Útgefandi: Landssamband eldri borgara, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, leb@leb.is

Ég hlakka til að þjóna ykkur. Kær kveðja frá Mats

5


Ávarp Biskups Íslands Sr. Agnes M. Sigurðardóttir

Frá Hólum. Ljósmynd: Jóhannes Tómasson.

„Við erum að hugsa um að fara til ömmu“ sagði sonur minn við mig um daginn og átti þá við þá feðga, sig og son sinn, barnabarn mitt. Já, sagði ég, viltu að ég komi með? Og það varð úr að þeir feðgar tóku mig upp í bíl sinn fyrir utan biskupsstofu þegar vinnudegi lauk og við keyrðum sem leið lá niður Laugaveginn. Hvar er best að fara? spurði ökumaðurinn og ég leiddi hann áfram niður á Sæbraut. Er þetta leiðin heim, spurði hann. Já, erum við ekki að fara til ömmu, spurði ég. Jú, við erum að fara til ömmu, þú ert amman sagði hann. Amma í mínum huga var amma hans, móðir mín, hún amma í Drápu, eins og börnin mín kalla hana. Ég áttaði mig ekki á því að nú er ég líka komin í skemmtilegasta klúbb í heimi, eins og ein vinkona mín orðaði það, ömmuklúbbinn. Á meðan við lifum eldumst við og ný æviskeið taka við eitt af öðru. Hvert þeirra býr yfir sínum tækifærum og þroskamöguleikum. Þegar ég var barn og unglingur hélt ég að ég myndi hætta að þroskast, hætta að læra eitthvað nýtt þegar aldurinn færðist yfir. En það er nú öðru nær. Á hverjum degi eru ný spil á hendi, nýir möguleikar, ný sjónarhorn, ný tækifæri. Á meðan heilsan er í lagi eru óendanlegir möguleikar til að þroskast og lifa lífinu til fulls. Öryggi er okkur nauðsynlegt alla ævi, en ef heilsan bilar er enn nauðsynlegra að búa við öryggi og vita að ýmsir möguleikar eru í boði okkur til hjálpar. Á námsárum mínum vann ég á Hrafnistu í Reykjavík í nokkur sumur. Þar kynntist ég eldri borgurum og lífi þeirra. Það voru lærdómsrík kynni því margt í lífi þeirra vakti mig til umhugsunar um tilveruna. Mörg þeirra sögðu mér sögu sína og það var bæði skemmtilegt og lærdómsríkt. Ég skynjaði hve sterk fjölskyldubönd eru mikilvæg sem og félagsskapur. Þá

6


Úr Hallgrímskirkju. Ljósmynd: Gunnar Vigfússon.

var ekki eins margt í boði fyrir eldri borgara og nú er, en nú virðist sem það sé full vinna að taka þátt í öllu því fjölbreytta starfi sem stendur til boða. Ég hef líka kynnst því að fólk getur einangrast félagslega þegar aldurinn færist yfir og hversu mikilvægt það er að hitta annað fólk, því maður er jú manns gaman. Eftir því sem ég eldist sé ég betur og betur hve lífsafstaðan skiptir miklu máli og nauðsynlegt að hugsa um það á fyrri tímabilum lífsins. Nú eru aðventan og jólin framundan sem lýsa upp tilveru okkar í bókstaflegri merkingu. Á þeim tíma ársins hvarflar hugurinn til baka. Við rifjum upp jólin í bernskunni, jólin sem voru haldin með fjölskyldu okkar þegar börnin voru lítil og tíminn var fljótur að líða við undirbúninginn. Síðustu árin þegar börnin voru farin að heiman og nýtt tímabil hefur hafist í lífi okkar. Allar hefðirnar sem við tókum með okkur og hafa erfst til næstu kynslóða. Desember er dimmasti tími ársins en jólaljósin hjálpa okkur að muna eftir því að senn birtir og sólin nær upp fyrir fjallatoppana og lýsir leið okkar. Jólin minna okkur á ljósið eilífa, Jesú, sem fæddist hin fyrstu jól og sagðist vera ljós heimsins. Það ljós nær að lýsa tilveru okkar alla tíð. Af því ljósi fáum við ljósið til að lýsa þá tilveru er við tilheyrum hvert og eitt. Stundum erum við mjög meðvituð um það að við getum verið öðrum ljós í þessum heimi, stundum ekki. Stundum er tilvera okkar hulin myrkri því okkur líður ekki vel en minnumst þess þá að ljós heimsins, barnið í jötunni, leyfir okkur að tilheyra sér og gefur okkur ljós af sínu ljósi. Gleðileg jól Agnes M. Sigurðardóttir

7


Fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara á hjúkrunarheimilum Eru aldraðir sviptir fjárræði og /eða sjálfræði við flutning á hjúkrunarheimili? Í lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst vorið 2012, sem Helga Jónsdóttir vann segir svo í niðurstöðu ritgerðarinnar: : „Eins og getið var um í inngangi að ritgerð þessari var markmið hennar að skoða hvort aldraðir séu í raun sviptir fjárræði og/eða sjálfræði við flutning á hjúkrunarheimili og einnig hvort lög er varða greiðsluþátttöku aldraðra í umönnunarkostnaði brjóti gegn mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar“ Helga vitnar í meginreglur lögræðislaganna sem kveða á um að enginn verði sviptur lögræði nema með úrskurði dómara. Í lögræði felst fjárræði og sjálfræði einstaklings. Miklar kröfur eru gerðar til þess að maður sé sviptur lögræði og hefur Hæstiréttur oft ómerkt úrskurði um lögræðissviptingu ef formkröfum laga hefur ekki verið fylgt til hins ýtrasta. Fyrir setningu laga nr. 82/1989 um málefni aldraðra voru hjúkruarheimili flokkuð sem langlegudeildir fyrir aldraða og lutu sömu lögmálum og sjúkrahús. Þá greiddu aldraðir ekki fyrir legu sína á hjúkrunardeildum né sjúkrahúsum. Nú er hins vegar öllum 67 ára og eldri gert að taka þátt í dvalarkostnaði sínum þar, hafi einstaklingur meira en 65.005 kr. í tekjur og þarf þá að greiða allt að 311.741 krónu. Frítekjumarkið hefur ekki breyst frá 1. janúar 2009. Það að svipta einstakling öllum tekjum sínum án undangengins dóms brýtur að mati Helgu í öllum meginatriðum gegn 4. gr. lögræðislaganna um að ekki megi svipta mann fjárræði nema með úrskurði dómara. Helga skoðar einnig muninn á lögum um málefni fatlaðra og lögum um málefni aldraðra. Þar segir hún m.a.“ Búið er að leggja niður altæka stofnanaþjónustu fyrir fatlaða og lögð er áhersla á að þeir búi í litlum rekstrareiningum, sem veita möguleika á að því að virða einkalíf þeirra, vilja og þarfir. Heldur því hinn fatlaði sjálfræði sínu og fjár-

8

Helga Jónsdóttir

ræði þrátt fyrir að heimilisfesti hans flytjist frá einu heimili til annars. Hins vegar hefur einstaklingum 67 ára og eldri ekki verið tryggð þau mannréttindi sem þykja sjálfsögð fyrir alla aðra aldurshópa. Þegar þeir flytjast á hjúkrunarheimili vegna sjúkleika flytja þeir ekki heimilisfesti heldur eru skráðir á stofnanir þar sem öldrunarstofnanir eru ekki heimili í lagalegum skilningi.“ Hún bendir á að þar hafi fólk ekkert um það að segja hvaða þjónustu það fái, heldur verði að taka því sem að þeim er rétt. Og enn skammtar ríkisvaldið hinum aldraða sömu fjárhæð hvort sem hann er í einbýli eða sambýli. Aðeins 67 ára og eldri taka þátt í umönnunarkostnaði sínum á hjúkrunarstofnunum. Í 76 gr stjórnarskrárinnar eru lagðar þær skyldur á ríkisvaldið að tryggja öllum þegnunum með lögum, rétt til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis örbyrgðar og sambærilegra atvika.

SÉRPRENTUÐ JÓLAKORT • PERSÓNULEG KORT MEÐ ÞINNI MYND • ÞINN TEXTI INNÍ • YFIR 20 GERÐIR Í BOÐI • AUÐVELT AÐ PANTA Á JOLA.IS

Þá segir í lokaorðum Helgu Jónsdóttur sem skrifar þessa lokaritgerð:“ Ekki fer á milli mála að áliti höfundar að það fyrirkomulag sem haft er á þjónustu við sjúka aldraða brýtur í bága við meginreglur lögræðislaga og mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Það er ekki í neinu samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að ætla einungis 67 ára og eldri að greiða fyrir umönnun sína þegar þeir verða háðir kerfi sem þeir hafa enga stjórn á og ekkert val um hvort þeir nýti sér eða ekki.“ Og enn segir Helga:“ Samkvæmt núgildandi lögum skal hinn aldraði greiða af tekjum sínum úr almenna lífeyrissjóðakerfinu misstóran hluta umönnunarkostnaðar síns ......“ Og áfram segir hún „Höfundi þykir skjóta skökku við að skýla sér á bak við að almenna lífeyrissjóðakerfið sé samtryggingarkerfi og því megi ríkið taka til sín þau réttindi sem hinn aldraði einstaklingur hefur öðlast þar.“ Í Landssambandi eldri borgara höfum við barist fyrir því í mörg ár að þessu greiðsluþáttökukerfi verði breytt og fólk greiði sína leigu á hjúkrunarheimilinu, mat o.þ.h. en ríkið sjái um umönnunarkostnað og sjúkraþjónustu fyrir eldri borgara eins og aðra þjóðfélagsþegna. Við viljum líta svo á að við séum að flytja frá einu heimili til annars. Við sættum okkur ekki við að af okkur sé tekið sjálfræði og fjárræði við að flytjast á hjúkrunarheimili. Þessu verður að breyta. Samantekið úr ritgerð með leyfi höfundar: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

ÞÚ GETUR STYRKT GOTT MÁLEFNI

MEÐ KAUPUM Á JÓLAKORTUM FRÁ JÓLA.IS Með kaupum á þessu korti rann styrkur til:

Með kaupum á þessu korti rann styrkur til: Með kaupum á þessu korti rann styrkur Með til: kaupum á þessu korti rann styrkur til:


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 2 1 8 0 9 2

Fyrir þig, hjartað mitt

Hjartamagnýl – Dýrmæt forvörn 75 mg sýruþolnar töflur Notkun: Hjartamagnýl sýruþolnar töflur innihalda 75 mg af asetýlsalicýlsýru. Hjartamagnýl er tekið til að minnka hættuna á að blóðtappar myndist og fyrirbyggja þannig frekari: Hjartaáföll, heilablóðföll, vandamál í hjarta og æðum hjá sjúklingum með hjartaöng, sem er í jafnvægi eða óstöðug. Hjartamagnýl er einnig notað til að koma í veg fyrir myndun blóðtappa eftir ákveðnar tegundir hjartaaðgerða til að víkka eða opna æðar. Ekki er mælt með notkun lyfsins við bráðaaðstæður. Það er eingöngu hægt að nota sem fyrirbyggjandi meðferð. Skammtar og lyfjagjöf: Almennt er ráðlagður skammtur 75 160 mg einu sinni á dag. Töflunum skal kyngja heilum með nægilegu magni af vökva. Vegna sýruþolnu húðarinnar skal ekki mylja, brjóta eða tyggja töflurnar. Börnum og unglingum yngri en 16 ára skal ekki gefa asetýlsalicýlsýru, nema samkvæmt læknisráði þegar ávinningur vegur þyngra en áhættan. Varúðarreglur: Láttu lækninn vita áður en þú tekur Hjartamagnýl ef þú ert með nýrna-, lifrar- eða hjartavandamál, ert með eða hefur einhvern tíma verið með vandamál í maga eða smáþörmum, ert með háan blóðþrýsting, ert með astma, frjókornaofnæmi, sepa í nefi eða aðra langvinna sjúkdóma í öndunarfærum; asetýlsalicýlsýra getur framkallað astmakast, hefur verið með þvagsýrugigt, færð miklar tíðablæðingar. Þú verður að leita strax til læknis ef einkenni þín versna eða ef þú finnur fyrir alvarlegum eða óvæntum einkennum. Láttu lækninn vita ef þú ætlar að fara í aðgerð þar sem asetýlsalicýlsýra þynnir blóðið. Asetýlsalicýlsýra getur valdið Reye's heilkenni þegar hún er gefin börnum. Reye's heilkenni er sjúkdómur sem kemur örsjaldan fyrir og getur verið lífshættulegur. Af þessari ástæðu skal ekki gefa börnum yngri en 16 ára Hjartamagnýl, nema samkvæmt ráðleggingum læknis. Þú skalt gæta þess að ofþorna ekki þar sem notkun asetýlsalicýlsýru við slíkar aðstæður getur valdið skerðingu á nýrnastarfsemi. Þetta lyf hentar ekki til notkunar sem verkjalyf eða hitalækkandi lyf. Meðganga og brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð. Þungaðar konur og konur með börn á brjósti skulu ekki taka asetýlsalicýlsýru nema samkvæmt ráðleggingum læknis. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Actavis Group PTC ehf. Ágúst 2012


Heilabilun – hvað er til ráða? Heilabilun er ástand sem stafar af sjúkdómi í heila, eða vegna áverka sem einstaklingurinn hefur orðið fyrir og veldur dvínandi færni til þess að muna, tjá sig, túlka upplifanir og almennt að takast á við daglegt líf. Heilabilun er þannig séð ekki sjúkdómurinn, heldur samheiti yfir marga sjúkdóma sem hafa þessi áhrif. Heilabilunarsjúkdómar eru margir, en algengastur og þekktastur þeirra er Alzheimerssjúkdómurinn sem þýski læknirinn Alois Alzheimer fjallaði fyrstur manna um árið 1906. Síðan hefur vitneskja manna um sjúkdóminn aukist mikið, en ástæða þess að sumir fá Alzheimerssjúkdóminn en aðrir ekki, er enn hulin ráðgáta. Vitað er að tíðni Alzheimers eykst með hækkandi aldri og talið er að 20-25 prósent af fólki 80 ára og eldri sé haldið ein10

hverjum heilabilunarsjúkdómi á einhverju stigi sjúkdómsins. Heilabilun gerir fyrst og fremst vart við sig hjá eldra fólki, en yngra fólk - þ.e.undir 65ára aldri – getur þó einnig veikst af sjúkdómunum.

Algengni sjúkdómanna

Á Íslandi er engin miðlæg skráning yfir fjölda þeirra sem eru með heilabilunarsjúkdóma og hefur FAAS hvatt Landlæknisembættið til þess að vinna að slíkri skráningu. Fyrirséð er, að með fjölgun eldra fólks hér á landi næstu árin og áratugina, má búast við mikilli aukningu heilabilunarsjúkdóma og er


mikilvægt að vinna að stefnumótun í þessum málaflokki til þess að hægt verði að mæta vaxandi þörf á umönnun sem óhjákvæmilega verður. Á árunum eftir 2010 komu stóru eftirstríðsárgangarnir fram sem eldri borgarar og skýrir það að hluta til þá auknigu sem við nú þegar erum farin að sjá.

Einkenni heilabilunarsjúkdóma

Heilabilunarsjúkdómar þróast yfir lengri tíma og oftast eru einstaklingarnir búnir að vera veikir einhvern tíma áður en einkennin verða umhverfinu ljós. Ef um Alz­heimers­sjúk­dóminn er að ræða, eru fyrstu einkennin yfirleitt minnis­skerðing og á það sérstaklega við um þau atriði sem nýlega hafa gerst, s.k. skamm­ tíma­ minni skerðist. Mikilvægt er að gera greinamun á venjulegri gleymsku og því sem óeðlilegt má kallast. Öll gleymum við nöfnum fólks af og til, það er þegar einstaklingurinn man ekki hvað rætt var um fyrir skömmu, eða endurtekið spyr um það sama aftur og aftur að ástæða er til að bregðast við. Ýmis önnur einkenni gera fljótlega vart við sig, s.s. minnkandi færni til þess að skipuleggja og samhæfa athafnir, að rata í áður þekktu umhverfi, að bregðast við áreiti og almennt að takast á við lífið. Pirringur, breytt skapgerð og önnur geðræn einkenni geta komið fram á öllum stigum sjúkdómanna.

Greining og meðferð

Ýmsir sjúkdómar geta gefið einkenni sem líkjast heilabilunareinkennum og því mikilvægt að útiloka aðrar ástæður og sjúkdóma en ekki ganga að því vísu að um heilabilun sé að ræða ef minnkandi skilvitleg færni gerir vart við sig. Skjaldkirtilsjúkdómar, skortur á B12 vítamíni o.fl. geta gefið einkenni sem renna stoðum undir grun um að einstaklingurinn sé að þróa með sér heilabilunarsjúkdóm. Greining heilabilunar er einkum læknisfræðileg, en fleiri fagstéttir koma að greiningarferlinu. Aðallega er það minnismóttaka Landakots sem sér um greiningu, en auk þess taka nokkrir sjálfstæðtt starfandi sérfræðingar í öldrunarlækningum á Höfðuðborgarsvæðinu slíkt að sér. Á landsbyggðinni er það fyrst og fremst

Öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem sinnir greiningu á sjúkdómunum. Vakni grunur um heilabilun, er fyrsta skrefið að fara til heimilislæknis sem getur gert grunnrannsóknir og síðan vísað fólki áfram sé ástæða til þess. Mikilvægt er að leita læknis sé hinn minnsti grunur um heilabilun. Því fyrr sem sjúkdómarnir greinast, því meiri líkur eru á réttri meðferð. Því miður er enn sem komið er engin meðferð til sem stoppar framgöngu sjúkdómanna eða veitir lækningu á þeim. Til eru lyf sem geta hægt á ferlinu, en sjúkdómsgreining verður að liggja fyrir til þess að hægt sé að fá þessi lyf. Lyfjameðferð við geðræðnum afleiðingum heilabilunar þarfnast sérfræðiþekkingar og er slík meðferð í flestum tilvikum undir eftirliti þeirra lækna sem annast hafa sjúkdómsgreininguna. Það er áfall að fá heilabilunarsjúkdómsgreiningu, bæði fyrir þann sem í hlut á og fyrir nánustu aðstandendur. Nauðsynlegur félagssálfræðilegur stuðn­ ingur þarf að koma til eins fljótt og auðið er og á það þurfum við að leggja mun meiri áherslu en nú er. FAAS hefur um langan tíma veitt að­stand­endum stuðning og ráðgjöf, auk þess sem Landakot hefur staðið fyrir stuðninghópum fyrir aðstandendur. Margar spurningar vakna þegar einstaklingur fær staðfestan grun um heila­bilun, hvers má vænta og hvernig á að takast á við versnandi andlega heilsu. Birtingar­mynd heilabilunar­ sjúk­dóm­anna er mismunandi, allt eftir því hvaða einstaklingur á í hlut. Þrátt fyrir að einkennaþættirnir séu svipaðir, er einstaklingsbundið hvernig hinn sjúki bregst við þeim og hvernig hann tekst á við minnkandi skilvitslega færni. Það reynir mikið á aðstandendur og er stuðningur við þá afar mikilvægur þáttur til þess að unnt sé að draga úr öllum þeim erfiðu tilfinningum sem óhjákvæmilega koma fram.

Úrræði

Þegar sjúkdómsgreining liggur fyrir, hefst ferli sem að meðaltali tekur um áratug og felur í sér sífellt aukna þjónustuþörf. Hvaða þjónusta er í boði er mismunandi eftir sveitarfélögun, en heimahjúkrun stendur til boða um allt land. Sjö sérhæfðar dagþjálfanir fyrir

fólk með heilabilun eru starfræktar á Höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem sveitarfélagið Árborg rekur dagþjálfunina Vinaminni á Selfossi. Full þörf er á fleirum sérhæfðum dagþjálfunum, bæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu, þetta eru afar góð úrræði sem eins og nafnið ber með sér felur í sér margþætta þjálfun þeirra sem dvelja á dagþjálfununum, en nýtist ekki síður þeim aðstandendum sem eru í umönnunarhlutverkinu heimafyrir sem fá dýrmæta hvíld þann tíma sem ástvinur þeirra er í dagþjálfuninni. Síðar í ferlinu, þegar þjónustuþörfin eykst og þörf er fyrir sólarhringsumönnun taka hjúkrunarheimilin við. Mat á heilsufari og færni einstaklingsins þarf að liggja fyrir áður en til þess kemur og má nálgast umsóknareyðublaðið á vef Landlæknisembættisins.

Lokaorð

Ljóst er að víða er pottur brotin í þjónustu og umönnun fólks sem greinist með heilabilun á Íslandi. Mjög víða er verið að gera góða hluti, en betur má ef duga skal. Auka þarf þekkingu á heilabilun á öllum stigum samfélagsins, þekking er forsenda skilnings og skilningur er forsenda úrbóta. Gera þarf auknar faglegar kröfur til þeirra sem vinna við umönnun, en reglur þar um eru afar óskýrar og þekkingu umönnunaraðila á heilabilun er víða mjög ábótavant. Fjölga þarf sérhæfðum dagþjálfunarrýmum, en biðlistinn hefur um langt skeið verið langur og er með öllu óásættanlegt að allt að eitt hundrað einstaklingar bíði eftir slíku dvalarúrræði. En fyrst og fremt þurfa stjórnvöld að viðurkenna þörfina og taka ábyrgð á þeim heilbrigðisvanda sem heilabilun er og verður um ókomin ár. Heildstæð stefnumótun á landsvísu er grunnurinn að því að vel takist til í þessum málaflokki og fyrsta skrefið er að koma á fót miðlægri skráningu á fjölda fólks með heilabilun. Vakni einhverjar spurningar hjá lesendum er velkomið að hafa samband við okkur hjá FAAS í síma 533 1088 eða á netfangið radgjof@alzheimer.is . Heimasíðan okkar er www.alzheimer.is

Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri FAAS 11


Lögmannshlíð – nýtt og glæsilegt hjúkrunarheimili á Akureyri. Nýtt og glæsilegt hjúkrunarheimili var tekið í notkun á Akureyri 1.október sl. Þá fluttu 45 aldraðir íbúar úr afar óhentugu húsnæði í Kjarnalundi og Bakkahlíð í nýja hjúkrunarheimilið - í bestu aðstæður sem völ er á á nútíma hjúkrunarheimili. Ekki var verið að fjölga hjúkrunarrýmum á Akureyri heldur eingöngu að stórbæta aðbúnað á óhentugum rýmum sem fyrir voru. Akureyrarbær annaðist hönnun og byggingu á nýja heimilinu í samráði við Framkvæmdasýslu ríkisins og Velferðarráðuneytið. Samið var við ráðuneytið um svokallaða leiguleið þar sem Akureyrarbær sá um og kostaði byggingu hússins en ríkið greiðir Akureyrarbæ leigu næstu 40 árin fyrir um 85% af framkvæmda- og fjármagnskostnaði. Fanney Hauksdóttir arkitekt hjá AVH var arkitekt hússins. Fanney kynnti sér sérstaklega Eden – hugmyndafræðina sem unnið er eftir á Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) og var húsinu valinn staður og byggingin hönnuð með tilliti til þeirrar hugmyndafræði. Byggingin var boðin út í júní í fyrra, byggingafyrirtækið SS – Byggir átti lægsta tilboðið og var byggingartíminn aðeins rúmt ár. Nýja hjúkrunarheimilið er fyrsta hjúkrunarheimilið á Íslandi sem hannað er í anda Eden-hugmyndafræðinnar þannig að aðstæður á nýja hjúkrunarheimilinu styðja og styrkja vinnu við hugmyndafræðina. Hjúkrunarheimilið er 3.375 fermetrar að stærð og samanstendur af 5 stórum einbýlishúsum – heimilum - fyrir 9 íbúa hvert. Hvert heimili er því tiltölulega fámennt og því auðveldara að skapa góðan heimilisanda. Á hverju heimili er afar gott einkarými eða 36 fermetra íbúð með stórri og góðri snyrtingu og góðri aðstöðu fyrir nauðsynleg hjálpartæki. Sér útiaðstaða fylgir hverri íbúð. Þegar íbúar fara út úr íbúðum sínum koma þeir beint í sameiginlegar stofur, borðstofur og eldhús en þurfa ekki að ganga langa ganga án þess að sjá hvar fólkið er. Í miðhúsi er samkomusalur, félagsstarf, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, hár- og fót12

snyrting o.fl. Það er sem sagt bæði gott einkarými og fyrirtaks sameiginlegt rými. Einnig er mjög góð sameiginleg aðstaða í útigörðum bæði inn á milli húsa og í kringum húsin. Heimilið er í grónu hverfi, allt á einni hæð og því auðvelt aðgengi út í náttúruna. Í næsta nágrenni er leikskóli, skóli, kirkja og venjuleg íbúðabyggð þannig að vonast er til að hjúkrunarheimilið verði einhvers konar „stoppistöð nágrennisins“ og þar verði fjölbreytt og skemmtilegt líf.

Nafnasamkeppni fór fram meðal almennings um nafn á nýja hjúkrunarheimilið og varð nafnið Lögmannshlíð fyrir valinu og húsin fimm fengu nöfnin Bandagerði, Kollugerði, Árgerði, Melgerði og Sandgerði. Þessi nöfn hafa öll sögulega skírskotun á þessi svæði og var Lögmannshlíð hið forna höfuðból. Nýja hjúkrunarheimilið er mikil lyftistöng fyrir öldrunarþjónustu bæjarins þar sem hægt verður að veita bestu mögulegu þjónustu í anda Eden-hugmyndafræðinnar. Í Eden-hugmyndafræðinni er lögð áhersla á að öldrunarheimili eru HEIMILI íbúanna sem þar búa og að þar sé fjölbreytt og áhugvert líf til þess að koma í veg fyrir einmanaleika, tilgangsleysi og leiða sem oft hrjáir íbúa á öldrunarheimilum. Þrátt fyrir þverrandi heilsu íbúanna er áhersla á að þeir séu þátttakendur í daglegu lífi eftir vilja og getu hvers og eins. Mikilvægt er að íbúar öldrunarheimila eigi kost á fjölbreyttu og skemmtilegu daglegu lífi og geti hlakkað til viðburða stundarinnar – geti lifað verðugu lífi eftir óskum hvers og eins. Samneyti við börn, dýr og plöntur eru mikilvæg til þess að auka gleði og fjölbreytni daglegs lífs. Með nærveru og þátttöku í því sem maður hefur áhuga á og getu til fær lífið aftur tilgang. Starfsfólkið á ÖA lítur svo á að enginn sé svo veikur að hann geti ekki átt ánægjulegar stundir fái hann umhyggju og tilboð við hæfi. Það er samdóma álit allra sem komið hafa að málum að vel hafi tekist til við hönnun og byggingu nýja hjúkrunarheimilisins á Akureyri og íbúar eru mjög ánægðir með nýja heimilið. Vonast er til þess að í Lögmannhlíð verði farsælt mannlíf þar sem íbúum, aðstandendum, starfsfólki og gestum muni líða vel um ókomna tíð – að þar verði sannkallaður gróðurreitur - Edengarður. Akureyri 28. október 2012 Brit J. Bieltvedt framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar


Turbuhaler innöndunartæki

Einfalt og auðvelt í notkun Turbuhaler er fjölskammta innöndunartæki sem inniheldur ýmis lyf við lungnasjúkdómum eins og astma og langvinnri lungnateppu Leiðbeiningar um notkun fást á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslunum

Umboðsaðili: Vistor.hf. Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími 535 7000


Jólaundirbúningur og jólahald í Saurbæ milli 1940 og 1950 Byggt á minningabrotum úr bernsku Jarþrúðar Kristjánsdóttur frá Litla-Múla Þegar jólafastan gekk í garð var byrjað að huga að jólaundirbúningi. Þá voru ekki sett rafmagnsaðventuljós út í glugga á fyrsta sunnudegi í aðventu, enda ekkert rafmagnið og engir voru heldur bílarnir eða vegirnir. Það var að mörgu að hyggja á stóru heimili, börnin voru mörg og fátækt talsverð. Allur fatnaður var heimaunninn, ýmist prjónaður eða saumaður. Það var alltaf reynt að láta alla fá einhverja nýja flík fyrir jólin, í það minnsta börnin. Það fyrsta sem ég man eftir í fatnaði var fín svunta með pífum á öxlunum og sauðskinns skór. Ég var orðin 10 eða 12 ára gömul þegar ég fékk mína fyrstu spariskó, en það voru fínir svartir lakkskór. Ég man nú samt ekki hvort þeir voru alveg nýir, en mér fannst þeir jafn fallegir samt. Á jólaföstunni gerðum við okkur það til gamans að skrifa niður nöfnin á öllum sem komu í heimsókn, karlarnir nefndust jólasveinar, en konurnar jólameyjar. Svo klipptum við niður hvert nafn rugluðum saman hvorum hópi fyrir sig og drógum svo saman svein og meyju til að sjá hverjir lentu saman. Það var meira um mannaferðir og heimsóknir þá heldur en nú er, enda var þá ekkert sjónvarpið til að glápa á. Eitt var það sem ekki mátti gleymast og það var að fara upp í Barm, að sækja krækiberjalyng á jólatréð. Ansi var nú kalt stundum þegar komið var frost og snjór þegar lyngið var sótt. Við rifum það upp með höndunum og settum í poka og þannig var það geymt og látið þiðna úr því þangað til farið var að binda það á tréð. En jólatréð var aldrei sett upp fyrr en rétt áður en jólahátíðin gekk í garð. Jólatréð líkt og flest annað var heimasmíðað. Jólatréð var gert með palli sem stóð á gólfinu og upp úr honum kom prik sem var svona heldur sverara en skófluskaft. Í skaftið voru boruð göt svona hingað og þangað og í þau voru settir flatir armar til að setja kertin á. Síðan var lyngið bundið utanum tréð á milli armanna. Það varð að vanda 14

Jarþrúður spilandi á harmonikku. það mjög vel að setja lyngið á svo að kertin næðu ekki í það, því þá var jólatréð nú fljótt að fuðra upp. Síðan var jólatréð skreytt með heimatilbúnu skrauti, músastigum, fuglum úr bréfi, jólapokum og körfum. Svo var það jólabaksturinn. Mamma reyndi alltaf að baka svona eins og efni leyfðu til og alltaf fannst mér kökurnar hennar mömmu bestar. Það voru þrjár tegundir sem alltaf voru bakaðar sem ég man eftir, það voru gyðingakökur, hálfmánar og hvít lagkaka (sem þá var alltaf kölluð vínarterta), en tegundunum var svo farið að fjölga seinni árin. Ég man annars voða lítið eftir jólum fyrr en ég var orðin 8 eða 9 ára og farin að hjálpa eitthvað til við undirbúninginn. Þá var pabbi búinn að byggja steinhús og þá var strax orðið betra að þrífa. Mamma lagði alltaf mikið upp úr því að gera allt hreint því þetta var jú jólahátíð og þá átti allt að vera eins hreint og mögulegt var. En það kostaði heilmikla vinnu alls staðar að gera allt hreint. Því þá voru alltaf notuð lampaljós og það var oft sem þau ósuðu (eða reyktu) og síðan var eldað á kolaelda-

vél, en reyndar var mest notað tað og mór og því kom oft reykur frá eldavélinni og óþrif. Ég man að það var allt þvegið hátt og lágt eins vel og hægt var á Þorláksmessu, en það var ekki nóg það varð að strjúka yfir öll gólf á aðfangadag líka, annars fannst mömmu ekki allt hreint. Pabbi kláraði alltaf útiverkin fyrir kl. 6 á aðfangadag, nema að mjólka kýrnar og vatna þeim. En milli kl. 5 og 6 var farið að baða börnin, það var nú ekkert baðkarið og ekkert heitt vatn, þess vegna þurfti að hita allt baðvatnið á eldavélinni. Við vorum böðuð upp úr þvottabala, það var stór járnbali. Eflaust hafa fleiri en eitt barn verið baðað upp úr sama vatninu, og allir voru baðaðir. Ég man svo vel hvernig pabbi hringaði sig niður í balann líka. Að þessu loknu fórum við öll í sparifötin. Síðan var kveikt á öllum lömpum, sem þá var auðvitað búið að fægja og pússa. Ég man ekki eftir húslestri en eftir að útvarpið kom til sögunnar þá var opnað fyrir aftansöngnum kl. 6. Nú var komið að kvöldmatnum það voru alltaf söltuð svið og kartöflu- og rófustöppur. Síðan var súpa á eftir, oftast sætsúpa með tvíbökum út í og stundum bakaði mamma tvíbökurnar sjálf. Eftir matinn var svo var komið að jólagjöfunum. Ekki voru þær nú margar. Á aðfangadagskvöld fengum við alltaf heimatilbúnu tuskudúkkurnar okkar hreinar og pússaðar og í nýjum fötum sem mamma hafði gert fyrir jólin, en mamma tók venjulega dúkkurnar okkar fyrir jól, hreinsaði þær upp og saumaði ný föt á þær þannig að þær voru næstum eins og nýjar á aðfangadagskvöld þegar við fengum þær aftur. Ég man að fyrstu jólin sem ég man eftir fékk ég kerti og tvær sortir úr spilum. Seinna vorum við svo farin að fá heilan spilapakka hvert okkar. Ekki man ég annað en við höfum alltaf verið ánægð þó að gjafirnar væru ekki margar. Síðar fórum við svo að fá bækur og eitthvað svona smávegis. Að kvöldi loknu fóru


þá fékk hver krakki einn poka. Ansi var það nú stundum orðið ansi lint súkkulaðið af hitanum frá kertunum. Þess vegna var best að ná neðstu pokunum, því þar var hitinn minnstur. Venjulega var gengið í kringum tréð á meðan kertin á trénu brunnu út að mestu leyti. Í boðunum þá útbjó Kæja frænka sig stundum sem jólasvein og þrammaði inn og gekk að sjálfsögðu í kringum tréð. Ýmislegt fleira var sér til gamans gert, t.d. var farið í leiki ég man að það var oftast farið í Þyrnirós. Þá var útbúin galdranorn, Kóngssonur og svo að sjálfsögðu Þyrnirós voða fín. Síðan var stundum spilað á spil og þá var nú oftast spiluð vist, en þetta var alltaf hin mesta skemmtun. Einhvern veginn finnst mér að jólahátíðin í þá daga hafi verið mikið lengri heldur en hún Húsin á litla-Múla, það eldra er það sem Jarþrúður bjó í sem barn en þar sem er í dag, e.t.v. vegna þess að þá þurfti enginn að stillasarnir eru utan um er það sem hún og maður hennar byggðu eftir að þau stressa sig í vinnu utan heimilis strax á þriðja dag byrjuðu að búa þar. jóla, það voru bara þessar venjulegu gegningar sem tilheyra búskapnum. Á gamlárskvöld var alltaf kveikt á kerti eða einallir að sofa, og það var alltaf látið lifa ljós á einum lampa á hvert ljós haft í hverju herbergi. Mamma sagði jólanótt og reyndar líka á nýjársnótt. að það þyrfti að lýsa álfunum þeir væru að flytja sig. Ekki Á jóladagsmorgun fór mamma fyrst á fætur eins og venjulega. man ég eftir að það væru nokkurntímann brennur á gamlHún hitaði kakó og kom með heitt kakó og kökur í rúmið til árskvöld, einu sinni man ég samt eftir því að pabbi útbjó allra. Hádegismatur á jóladag var þá líkt og er víða í dag, hangi- stórt blys á priki og labbaði með það um flötina fyrir ofan kjöt og kartöfluuppstúf. Ekki var þá laufabrauð, en mamma bæinn og við krakkarnir á eftir honum og við reyndum að bakaði alltaf heima og fyrir jólin bakaði hún alltaf bestu hveiti- syngja með honum; “Allir flytja álfar sig áramótin við “. brauðin og það var haft með hangikjötinu. Svo var ávaxtaEn nú er öldin önnur eins og allir þekkja í dag. grautur og rjómi á eftir, en enginn var ísinn eins og víða tíðkast í dag. Eitt var það sem gladdi okkur sérstaklega um jólin, því þá fengum við epli og appelsínur en það sást aldrei nema um jól og því síður aðrir ávextir. Ég var t.d. orðin 19 ára þegar ég sá banana fyrst og þá vissi ég ekkert hvað það var. Á annan dag jóla voru alltaf jólaboð milli bæjanna LitlaMúla og Miklagarðs, en það voru nánustu ættingjar okkar og auðvitað var farið gangandi milli bæjanna. Þá var nú misjöfn færðin og engir voru vegirnir til að fara eftir, svo það var Rýmri blaðra · Dregur úr tíðni þvagláta bara labbað meðfram hlíðinni og oft í klof snjó. Eldri krakkarnir hlupu á undan með þau litlu annað hvort í pokum á bakinu eða í bala á milli sín. Þau reyndu að vera sem fljótust á leiðinni, svo þeim litlu yrði ekki mjög kalt, því oft var ansi mikið frost, en ekki man ég eftir því að nokkrum yrði meint af þessum ferðalögum. Fyrir konur og karla Þegar jólaboðið var heima hjá mömmu þá var drukkið uppi í stofu en eldhúsið var niðri. Það voru sett saman tvö eða þrjú Vísindarannsókn hefur staðfest að SagaPro dregur borð eftir lengdinni dúkað og raðað á þau. Af því að ljósin úr þvaglátatíðni hjá þeim sem hafa ofvirka blöðru og leiðir þannig til betri svefns og aukinna lífsgæða. voru nú bara lampar og svo sem ekki mikil birta af þeim að þá Einnig að SagaPro er örugg vara sem getur gagnast setti mamma epli við hvern bolla og tók úr því kvistinn setti konum jafnt sem körlum. lítið kerti ofan í eplið svo var kveikt á öllum kertunum þegar farið var að drekka, svo þetta var bæði skreyting og lýsing yfir SagaPro er náttúruvara úr íslenskri ætihvönn borðið. Síðan máttu allir eiga eplin í lokin og það var nú tals– sæktu styrk í náttúru Íslands! verður fengu því í þá daga voru epli nýnæmi. Þegar gestir komu um jólin þá var alltaf gengið í kringum jólatréð og voru jólaboðin þar engin undantekning. Alltaf þegar gengið var í kringum jólatréð þá var sett nammi í jólawww.sagamedica.is pokana á trénu og þegar búið var að ganga í kringum tréð 1112-3

SagaPro fyrir svefninn

15


Fræðsluhornið Bryndís Steinþórsdóttir Ágætu lesendur. Við erum daglega minnt á mikilvægi þess að fylgjast vel með neytendamálum m.a merkingu matvælanna sem við kaupum, hvort sem þau eru hrá eða soðin. Nú er Norræna matvælamerkið sem fjallað var um í Listin að lifa,vetur 2011 byrjað að birtast á umbúðum þeirra matvæla sem hollust eru í sínum flokki. Frá síðustu áramótum hefur verið skylt að merkja erfðabreytt matvæli og samsett matvæli sem að hluta til innihalda erfðabreytt hráefni. Sjá nánar á heimasíðu Neytandasamtakanna www ns.is. Aukinn áhugi er á vitneskju um aukefni.það eru viðbótarefni merkt með flokksheitum, E-númerum eða heiti efnisins. Efnin eru notuð í margvíslegum tilgangi þ.m. rotvarnarefni, bindiefni, litarefni o.fl. Finna má fróðleik um aukefni hjá Matvælastofnun www mast.is . Hér birtast nokkrar uppskriftir sem þættinum hafa borist:

Kryddlegið lambalæri frá Erlu á Geirlandi 1 lambalæri (stórt) 3 dl matarolía 3 msk sítrónupipar 2 appelsínur 1 sítróna 2 ½ dl hreinn appelsínusafi

Hreinsið kjötið og setjið í steikarpott. Hakkið appelsínur og sítrónu í matvinnsluvél. Bætið matarolíu, appelsínusafa og sítrónupiparnum saman við. Hellið blöndunni yfir lærið og látið það liggja í kryddleginum, lágmark einn sólahring. Snúið kjötinu nokkrum sinnum. Hitið ofninn í 180°. Takið lærið úr leginum og steikið í eina til eina og hálfa klukkustund. Borið fram með rótargrænmeti og góðri lambakjötssósu.

Bakað rótargrænmeti

Rabarbaragrautur með rjómablandi frá Jónu Valgerði 1 l vatn 400 g rabarbari 2 dl krækiberjasaft 200 g sykur 1 tsk salt 5 msk kartöflumjöl

Rabarbarinn er brytjaður og soðinn í vatninu í 10 – 15 mín. Þá er hann maukaður með kartöflupressu og síðan bætt í saft, sykri og salti. Kartölumjölið er hrært með dálitlu köldu vatni. Potturinn er tekinn af hellunni og grauturinn jafnaður. Hitaður að suðu. Þá er hrært saman við sódadufti, framan á hnífsoddi. Við það kemur froða, sem hjaðnar þegar hrært er í. Sódaduftið tekur af sýrubragðið og þá þarf minna af sykri. Grautnum er hellt í skál og látinn kólna. Borðaður með rjómablandi. (Tilvalið sem ábætisréttur).

Rabarbaraterta Guðrúnar Hjörleifs Takið rófur, gulrætur og sætar kartöflur, flysjið og skerið í bita. Blandið saman og setjið í eldfast mót. Olífuolía sett yfir og kryddað að vild. Bakað í ofni við 130°. Tími eftir stærð bitanna. Tilvalið þegar allt er fullt af rófum og íslenskum góðum gulrótum og nýju lambakjöti. 16

400 g rabarbari 50 g sykur ------250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 150 g smjörlíki 125 g sykur 2 eggjarauður

Fylling: 2 eggjahvítur 100 g muldar makkarónukökur Skerið rabarbarann í 2 sm bita og sjóðið með sykrinum og dálitlu vatni ef þarf í 2-3 mínútur. Bitarnir eiga að vera meyrir en heilir. Kælt. Hnoðið deigið og kælið. Takið 2/3 af deiginu og fletjið út með kefli eða þrýstið í jafnþykkt lag í botninn á smurðu móti með lausum botni Myljið makkarónukökurnar. Þeytið hvíturnar, blandið makkarónukökum (mulningnum)saman við og setjið yfir deigið í mótinu ásamt rabarbarabitunum. Myljið afganginn af deiginu yfir og bakið í 25 – 30 mín., við 200 °. Berið fram með sýrðum rjóma sem er hrærður með dálitlum vanillusykri. Ath. í staðinn fyrir rabarbara er hægt að hafa ber eða epli sem skorin eru í bita. Nota má frosinn rabarbara eða ber.

Ávaxta- og hnetukaka - Hrákaka - frá Elísabetu S. Magnúsdóttur (fyrir 8 – 10 manns) 150 g sveskjur 150 g döðlur 120 g gráfíkjur 100 g valhnetur 80 g gróft kókosmjöl 1 stór banani (130 g án hýðis) 50 g súkkulaði (70%) 1 msk kókosolía


1. Ristið kókosmjölið á pönnu eða í ofni við 150° C, þar til það er ljósbrúnt og ilmandi. 2. Saxið valhneturnar fremur gróft og takið dálítið af hnetum og kókosmjöli frá til að skreyta kökuna. 3. Maukið sveskjur, döðlur og gráfíkjur í matvinnsluvél. Hellið um það bil 1 dl. af sjóðandi vatni saman við ávextina, en það fer þó eftir hversu þurrir ávextirnir eru. 4. Merjið bananann með gaffli. 5. Blandið ávaxtamaukinu, banana, hnetum og kókosmjöli saman í skál og hrærið vel saman. 6. Setjið bökunarpappír í botninn á hringmóti (stærð 23 cm i þvermál). Jafnið ávaxtamaukinu í og frystið í um það bil tvær klst. 7. Bræðið súkkulaði og kókosolíu í vatnsbaði og smyrjið yfir kökuna þegar búið er að kæla hana og losa úr mótinu. Skreytið með ristuðu kókosmjöli og valhnetum. Berið kökuna fram með kaffi eða góðu tei og þeyttum rjóma ef vill, en það er alls ekki nauðsynlegt. Kakan er eins og besta konfekt (góð fyrir meltinguna).

Múffurnar hennar Veroniku (14 stk. lítil pappírsmót) 125 g smjör eða smjörlíki 1 ½ dl sykur 2 egg 3/4 dl kókosmjöl 1 stór banani (maukaður) 1 ¾ dl hveiti ½ tsk lyftiduft 1 tsk vanillusykur

Glassúr: 1 ½ msk smjör eða smjörlíki ¼ dl kalt kaffi ½ msk kakó ½ tsk vanillusykur 1 ½ dl flórsykur Kókosmjöl eða rifið súkkulaði

1. Hrærið smjör og sykur vel saman. 2. Hrærið eggjunum saman við einu og einu í senn og síðan kókosmjölinu og banananum. 3. Blandið hveiti, lyftidufti og vanillusykri varlega saman við. Raðið mótunum á plötu og skiptið deiginu í þau. 4. Bakið í miðjum ofni í 10 – 15 mínútur. Kælið. 5. Glassúr: Blandið öllu saman í lítinn pott. Hrærið vel í og sjóðið í um 3 mínútur. 6. Smyrjið glassúrnum á kaldar kökurnar og stráið kókosmjöli eða rifnu súkkulaði yfir.

Hlýir lopasokkar (hællausir)

fyrir útivistarfólk og þá sem er kalt á fótunum frá Margréti Magnúsdóttur Álafosslopi 2-3 hnotur Stærð 38-42 Fitjið upp 36 – 40 lykkjur á prjóna nr. 5 – 6 og prjónið stroff (brugðningu) 2 l sléttar og 2 l brugðnar 14 – 18 sm. Haldið áfram að prjóna á sama hátt en prjónið fyrstu lykkjuna brugðna, yfir sléttu lykkjuna og síðan tvær sléttar og tvær brugðnar og að lokum eina brugðna. Prjónið 5 umferðir. Byrjið því næst á einni sléttri yfir brugðnu lykkjuna. Þannig myndast aflangir ferningar, sem skekkjast um eina lykkju. Endurtakið þar til sokkurinn mælist 46 – 50 sm, Þá er táin prjónuð. Slétt prjón 7 - 8 sm, síðan er tekið úr. Prjónið 2 l saman og 1 sl út prjóninn og síðan 3 umferðir án úrtöku. Endurtakið úrtökuna nema nú eru tvær umferðir á milli. Endurtakið úrtökuna og prjónið eina umferð. Bandið er dregið í gegnum lykkjurnar, hert að og gengið frá endanum. Þessa sokka er upplagt að prjóna við sjónvarpið og gefa í jólagjöf .

Ofnhiti 200°C

Jólabjöllur frá Föndru í Kópavogi Útskýringar ll : loftlykkja kl : keðjulykkja fl : fastalykkja st : stuðull Sería með hekluðum bjöllum Garn: Heklugarn nr 10 eða Mako 8 Hekunál: 1,5 – 1,75mm Heklaðar eru 8 – 10 ll (athuga hvað passar vel á seríuna), tengja í hring með kl í fyrstu ll. 1. umf. 30 fl heklaðar í hringinn sem fyrr var gerður. 2. - 10. umf. 30 fl heklaðar í fl úr fyrri umferð. 11. umf. 4 ll (loftlykkjubogi) og tengja með kl í annað hvert gat úr fyrri umferð. Endurtaka út umferð. 12. – 15. umf, kl í næstu tvær ll úr loftlykkjuboga fyrri umferðar. 4ll og tengja með fl í næsta loftlykkjuboga. Endurtaka þannig út umferðina. 16. umf. 1 kl í næsta loftlykkjuboga, svo eru heklaðar (1 fl, 3 st, 1 fl) í sama loftlykkjuboga og endurtaka (1 fl, 3 st, 1 fl) í hvern loftlykkjuboga út umferðina. Tengið með kl í 1. ll í byrjun umferðar. Gengið frá endum og stífað með stífelsinu “Stiffy” sem fæst í Föndru. Góða skemmtun

Dalvegi 18 S: 568-6500

Bestu þakkir fyrir uppskriftir og alla aðstoð við efni í Fræðsluhornið. Ég hlakka til að heyra frá ykkur. Gleðilega hátíð! Bryndís Steinþórsdóttir (bryndisst@internet.is) hússtjórnarkennari 17


Hverju skilar ár aldraðra fyrir samfélagið? Nú er ár aldraðra og í tilefni þess var á Alþjóðadegi aldraðra hinn 1. október skorað á félög eldri borgara að heimsækja grunnskóla á sínu heimasvæði og efna til samstarfs milli nemenda og eldri borgara. Mörg félög urðu við þessu og fóru í skólana spjölluðu við nemendur og lögðu fyrir þá spurningar um afstöðu þeirra til eldri borgara. Undantekningarlaust var afstaða barnanna mjög jákvæð. Og víða hefur verið óskað eftir að þetta samstarf haldi áfram. Að því verður unnið á næstu árum. Að öllum félögum okkar ólöstuðum þá held ég að FEB á Suðurnesjum hafi tekið þetta mál fastari tökum en nokkuð annað félag. Hér kemur sýnishorn af því hvað þau voru að gera:

„Ákall til afa og ömmu. Ár aldraðra og dagur aldraðra

Félag eldri borgara á Suðurnesjum boðaði til kynningarfundar í tilefni að Ári aldraðra í Evrópu 2012 og hápunkti ársins 1. október alþjóðadegi aldraðra. Fundurinn var fjölmennur og mættu auk eldri borgara , nemendur og stjórnendur grunnskóla á Suðurnesjum.

Kynningarfundur 27. september 2012 samþykkir að tilnefna þriggja manna samstarfsnefnd um framgang aukinnar samvinnu grunnskóla á Suðurnesjum og Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Við hvern skóla á Suðurnesjum eru skipaðir fulltrúi skólans, nemenda og Félags eldri borgara.

Eyjólfur Eysteinsson, formaður félags eldri borgara á Suðurnesjum. Formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum Eyjólfur Eysteinsson lagði meðal annars áherslu á að að tilgangur fundarins væri: að stuðla að því að kynslóðirnar starfi saman með virðingu hver fyrir annarri og brúi þannig bilið á milli þeirra. Hér væri byrjun á ævintýri: gagnkvæmar heimsóknir og samvinna eldri og yngri kynslóða. Til þess að ná fram tilgangi fundarins og til þess að tryggja að framhald verði á samstarfi var eftirfarandi tillögu stjórnar Félags eldri borgara á Suðurnesjum vel tekið og var hún samþykkt.

Ellimóð

Nú segir maður bara, gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! 18

Það hefur komið í ljós að áhugamál nemenda eru margvísleg . Þeir hafa áhuga á að fræðast um gömlu góðu dagana ef svo má segja og nemendur vilja læra bæði vist, bridge og önnur spil sem við kunnum. Kennarar hafa áhuga á að fá lestrarþjálfara til að hjálp yngstu nemendum í lestri. Eldri borgarar eru þegar byrjaðir að leiðbeina nemendum og reynslan sýnir að þessi þjálfun skilar mjög góðum árangri. Þá geta eldri borgarar fræðst um upplýsingatækni, internetið og annað sem í boði er. Nemendur hafa meiri þekkingu á þessari tækni en eldri borgarar. En nú er lag, afar og ömmur. Gefið ykkur fram og takið þátt í þessu ævintýri. Hægt væri að tveir eða þrír taki sig saman að fara í skólana. Ekki gleyma að mörg börn eiga ekki afa og ömmur, hafa lítið sem ekkert bakland hér. Sum koma frá öðrum löndum og vantar sárlega aðstoð við framburð. Látið nú verða að því að bætast í hópinn. Ekki gera ekki neitt er einkunnarorð okkar eldri borgara. Stjórn FEBS hefur skipað átakshóp til að fylgjast með framkvæmdinni á samstarfinu i samráði við skólayfirvöld og nemendur.“ Ég vænti þess að þetta geti orðið fyrirmynd fleiri FEB-félaga að því að koma á auknu samstarfi milli grunnskólanna og félaga eldri borgara í framtíðinni. Þá hefur þetta ár aldraðra skilað verulegum ávinningi í því að auka virkni aldraðra og brúa kynslóðabilið. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður LEB


Öruggari öryggishnappur

PIPAR\TBWA • SÍA • 121770

Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt

Öryggismiðstöðin er eini þjónustuaðili öryggishnappa sem er með hjúkrunarfræðinga í stjórnstöð á símavakt

Ef þú ert með hnapp frá öðrum þjónustuaðila, er einfalt að skipta. Hringdu í síma 570 2400 og kynntu þér málið.

allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar eru til ráðgjafar fyrir hnapphafa auk þess að vera stuðningur við öryggisverði í útköllum. Auk þess fylgir hverjum nýjum hnappi reykskynjari sem er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.

Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn

Öryggishnappur Heimaþjónusta

Ferðaþjónusta

Hjálpartæki

Aðlögun húsnæðis


Fjölgun aldraðra, hvert stefnir ? Í kjölfar kreppunnar varð mikill samdráttur í íslenska heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Heilbrigðisstofnanir hafa orðið að grípa til umfangsmikilla sparnaðaraðgerða sem hefur komið niður á þjónustu við þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Þá hefur kostnaður sjúklinga aukist, lyf hækkað í verði og biðtími eftir þjónustu lengst. Ýmsir aðrir þættir auka enn á vandann, í því sambandi mætti nefna að margir læknar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk hefur flust úr landi og ekki hefur verið hægt að endurnýja tæki og halda við húsnæði heilbrigðisstofnana eins og þurfa þykir. Þegar hagkerfið fer að taka við sér aftur, atvinnulífið styrkist, efnahagur almennings batnar og tekjur ríkissjóðs aukast búast flestir við því að framlög til heilbrigðis- og velferðarmála aukist aftur og allt verði eina og það var fyrir kreppu. Því miður eru ekki líkur á að svo verði nema að gripið verði til sérstakra ráðstafana og þá frekar fyrr en seinna.

Fjölgun aldraðra

Öldruðum fjölgar stöðugt hér á landi eins og annarstaðar í Evrópu. Árið 2050 verður rúmur fjórðungur þjóðarinnar 65 ára og eldri, en nú er 10. hver íbúi á þeim aldri. Þá má geta þess að áttræðum og eldri mun fjölga úr 9.600 nú í um að verða 45.000. Til að viðhalda mannfjöldanum þarf vísitölufjölskyldan að eiga 2,08 börn. Íslenskar fjölskyldur eru nærri lagi í þessum efnum, en í dag á hver fjölskylda 2.02 börn. Miðað við óbreyttan eftirlaunaaldur verða tveir á vinnumarkaði fyrir hvern einn á eftirlaunaaldri árið 2050. Nú er hlutfallið sex vinnandi á móti hverjum einum ellilífeyrisþega.

Aukin þjónusta, ný viðhorf

Öldrunarþjónustunni má skipta niður í nokkra flokka: • Opinber öldrunarþjónusta. • Félagsleg heimaþjónusta sveitarfélaga. • Heimahjúkrun. • Þjónustumiðstöðvar aldraðra. 20

• • • •

Þjónustuíbúðir aldraðra. Dagdvöl aldraðra. Opinber stofnanaþjónusta. Dvalar- og hjúkrunarheimili.

Þróun þessara mála hefur verið sú að með aukinni þátttöku hins opinbera í öldrunarþjónustunni hefur dregið úr fjölgun hjúkrunarrýma þrátt fyrir að þörfin hafi aukist. Meðal dvalartími á hjúkrunarheimilum er að færast úr þremur árum í tvö og hálft ár. Viðmið Velferðarráðuneytisins er að gert er ráð fyrir að fjöldi hjúkrunarrýma á hverju svæði nemi 1,5% af fjölda íbúa á aldrinum 67 - 74 ára, 4,5% þeirra sem eru 75 - 79 ára og 20% þeirra sem eru eldri en 80 ára. Í þessari viðmiðun er gert ráð fyrir að 10 til 15% séu fyrir hvíldarrými. Þá er rétt að benda á 2/3 aldraðra á hjúkrunarheimilum eru með einhver einkenni heilabilunar, þar af eru 27% með alzheimer.

Hvað er til ráða?

Ljóst má vera að ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana í þessum efnum innan tíðar mun Íslenska heilbrigðis-

kerfið ekki geta risið undir þeim kröfum um þjónustu sem til þess er gert í dag. Talsverðar líkur eru þá á að mikill samdráttur í heilbrigðis- og velferðarþjónustunni muni koma verst niður á öldruðum eða þeim sem mest þurfa á þessari þjónustu að halda. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að í löndum Evrópusambandsins er talið 50% fólks á aldrinum 65 til 74 ára noti lyf og þurfi á læknisþjónustu að halda að staðaldri. Ekki er fjarri lagi að ætla að þetta eigi einnig við um Ísland. Eins og áður hefur komið fram mun innan tíðar verða verulega meiri þörf fyrir þjónustu við aldraða. Á sama tíma og eftirspurn eftir þjónustu vex verða færri einstaklingar á vinnumarkaði. Það fyrsta sem þarf að gera er að greina þörfina fyrir þjónustu fyrir aldraða næstu árin, allavega næstu 12 árin eða til ársins 2025. Þá þarf að styrkja starfsemi þeirra stofnana sem nú eru í rekstri og skoða á gagnrýnin hátt hvað bæta megi í rekstrinum, gera hann hagkvæmari og markvissari. Þá verður varla hjá því komist að stofna sjóð eða nýja gjaldstofna til að safna fé til verkefna


innan öldrunarþjónustunnar á komandi árum. Varla verður hjá því komist að hækka eftirlaunaaldur um nokkur ár. Þetta er viðkvæmt mál sem þarf að ræða af fullri hreinskilni innan samtaka aldraðra og aðila atvinnulífsins. Á Norðurlöndunum og víða í Evrópu, til dæmis í Frakklandi og í Bretlandi, er verið að ræða um að hækka eftirlaunaaldur í 69 ár og annarsstaðar í Evrópu, Spáni og Ítalíu, í 70 ár. Svartsýnustu hagfræðingar telja það þó hvergi nóg, Peter Drucker spáir því nú að á næstu 20 árum þurfi að hækka eftirlaunaaldur frá 65 árum í 79 ár. Í þessu sambandi þarf einnig að endurskoða skattakerfið í því tilliti að aldraðir geti búið heima hjá sér eins lengi og þeir kjósa og lifað af ævisparnaði sínum á sómasamlegan hátt, ætla má að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að ellilífeyrisþegar greiði tiltölulega lága skatta en greiði frekar hóflegt gjald fyrir hluta þeirrar þjónustu sem þeira þurfa á að

halda. Eitt brýnasta verkefnið er að auka forvarnir ætlaða öldruðum, fjölmargar rannsóknir sýna að ofþyngd er mun hættulegri en talið hefur verið og getur stytt lífslengd fólks um allt að 10 ár. Markviss hreyfing eykur hinsvegar lífsgæði aldraðra. Líkamsrækt, slökun og rétt fæði dregur úr áhrifum öldrunar, styrkir líkamann, eykur hreyfigetu hans, bætir svefn og andlegt atgervi. Einstaklingurinn þarf að nota minna af lyfjum, þarf síður að leita til læknis eða dvelja á sjúkrahúsi. Brýnt er einnig að auka aðgang að sjúkraþjálfun fyrir aldraða. Sjúkraþjálfun er ódýr kostur í heilbrigðisþjónustunni miðað við læknisaðgerðir, langa dvöl á sjúkrahúsi og langtíma notkun lyfja. Talandi um lyf er einnig mikilvægt að aldraðir fái þau lyf sem best reynast, rétt lyf geta bætt lífsgæði einstaklingsins verulega og gert honum kleift að lifa eðlilegu lífi og sleppa því að dvelja á sjúkrastofnun.

Að lokum

Verum bjartsýn, lítum ekki á fjölgun aldraðra sem vandamál heldur áhugavert verkefni sem þarf að leysa. Nú er svo komið að „efri árin“ eru orðin lengri en æskan. Aldraðir gegna æ mikilvægara hlutverki í samfélaginu. Þeir búa yfir dýrmætri reynslu og þekkingu sem nútímaþjóðfélagið þarfnast. Aldraðir eru ómissandi hlekkur í uppeldi barna og unglinga, rannsóknir sýna að þátttaka „afa og ömmu“ í lífi fjölskyldunnar eykur vellíðan öryggi og lífsgæði barna og unglinga. Aldraðir gegna þýðingarmiklu hlutverki í rekstri fyrirtækja og fjárfestingafélaga. Reynsla liðinna ára sýna okkur að þátttaka aldraðra í stjórnmálum er nauðsynleg. Vert er að hafa í huga að margir öflugustu stjórnmálamenn heimsins, forstjórar, listamenn og vísindamenn eru um og yfir áttrætt. Sigmar B Hauksson

Félag eldri borgara í Grýtubakkahreppi Félagið var stofnað 4. apríl 2011 og mættu 29 manns á stofnfundinn. Í stjórn voru kosin Valgerður Sverrisdóttir formaður, Björn Ingólfsson ritari og Jakob Þórðarson gjaldkeri. Stofnfélagar urðu 44 áður en lauk. Félag eldri borgara í Grýtubakkahreppi er svolítið langt nafn og óþjált, ekki síst fyrir gjaldkerann þegar hann þarf að skrifa kvittanir fyrir árgjaldið. Þess vegna á félagið sér gælunafn til hvunndagsbrúks; Elli. Félagið er enn að þreifa fyrir sér með tilvistarform. Einni hefð hefur þó verið komið á, það er jólafundur í desember með hangiketi og uppstúf og grænum baunum og tilheyrandi ljósaskreytingum. Fundir eru annars haldnir því sem næst einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina með ýmsum skemmtilegheitum. Ein dagsferð er farin að sumrinu. Fyrsta ferðin var farin um Skagafjörð og Tröllaskaga og núna í Á myndinni eru frá vinstri: Björn, Valgerður, Jakob. haust fóru Ella-félagar kynnisferð til Hríseyjar. Í fyrra var gerð heimsókn að Breiðumýri til sams konar félags í Þingeyjarsveit og voru móttökur konunglegar með ir í góðu samkomulagi við skólayfirvöld. Meðan sumir nemgríðarlegu veislukaffi og skemmtiatriðum á báða bóga. Nú endur voru að spila, allt frá svartapétri og ólsen-ólsen upp stendur til að Þingeyingar komi hingað og verður reynt að í brús voru aðrir að læra línudans og að hnýta pelastikk og taka sæmilega á móti þeim. línubragð og aðra gagnlega hnúta. Mæltist þessi tilbreyting Í sumar tókum við á móti 70 manna liði úr gönguklúbbi vel fyrir hjá öllum aldursflokkum. Félags eldri borgara á Akureyri og reyndum að sýna þeim Elli er ungur enn og á margt ólært en þroskabraut hans hvað í fólki býr hér í sveit. hefur verið örugg og áfallalaus hingað til. Framtíðin sýnist Þann 1. október sl. var dagur aldraðra í skólum. Ella-fé- ætla að verða það líka. lagar lögðu undir sig Grenivíkurskóla í tvær kennslustundBjörn Ingólfsson 21


KROSSGÁTA Lausnarorðið felst í númeruðum reitum í gátunni. Dregið verður úr réttum lausnum. Sendið lausnir til skrifstofu LEB fyrir 15. júlí 2012. LEB, Sigtúni 42, - 105 Reykjavik. Vinningshafi síðustu krossgátu var: Anna Jóhanna Þorsteinsdóttir, Ásvegi 19, Akureyri. Vild Fæða Mjöður Blundur Krukkur Meyja Raftur Fyrr Vingjarn-­‐ Þreyta Skeldýr Feikn Forsk. Mjög Sérhlj. legur

Endast Angar Sérstök

Kaffi-­‐ brauð

16 Stoð Reim Depill Mallar Sjór Reitur 19 Frægð

Dropi Áhugi Urðar

Kólfur Sund Hnus Taut 3 Planta Spann Lána Pot Gæði Sko Ei Hola Ánægðir Dunda Val-­‐ menni Kvakar Hlýja Tvíhlj. Sargar Sigla Ekkert Skrifa Gleði-­‐ tákn Duft Á fæti Hik Fjöldi

Slíta

7 20 Taldi Men Elgur

Þrep Titill Kona

8

Tengi 17 50

Trúr Húsdýr Örn Hlupu Tvíhlj.

2

Kerald Óhóf Örk

Svif Kopar Freri

Átölur

Skyn-­‐ færi Starf

Skref

10

Leynd Aðstoð Kvað Matur Fljótum Hróp

Samhlj.

11

Frjálsu

Korn Samhlj. Mýri

12

Lána Elfur Loka

Rödd Friður Ekki

Sk.st. 1 Sérhlj.

5

Athuga Hraði

Hnoðaði 6 Kinka Launa Kvak Korn

14

9 4

Syngja Vætla Mæra Hryssa Kliður Tvennan Hlóðir

Múlasni

15

1

2

3

4

5

11

12

13

14

15

22

18

Rugga Aur Spurn

6 16

7 17

18

8

9

19

20

10

13

Vein


Mataræði á efri árum Meltingarvandamál Ýmsir hafa komið að máli við mig og beðið um leiðbeiningar varðandi trega meltingu. Margir hafa engin vandamál í því sambandi og finnst umræðan um hægðatregðu heldur óskemmtileg. En fyrir þá, sem eiga við þetta vandamál að stríða, getur það verið mjög hvimleitt. Ég ráðlegg þeim, sem eiga í erfiðleikum með hægðir, að hafa samband við lækni/meltingarsérfræðing og fá úr því skorið hvort um alvarlegan sjúkdóm í meltingarveginum sé að ræða. Ef ekkert slíkt er til staðar getur verið að ristillinn sé „latur“, eins og það er kallað. Þegar við eldumst hægir á starfseminni í líkamanum eins og okkur öllum er fullljóst. Þá þurfum við oft að leggja ýmislegt á okkur til að halda líkamsstarfseminni eðlilegri, eitthvað sem við þurftum ekki að hugsa um á meðan við vorum yngri. Ég ráðlegg þeim, sem eru þjakaðir af hægðatregðu, að drekka vatn á fastandi maga, eitt til tvö glös/könnur á hverjum morgni. Gott er að eiga nýpressaðan sítrónusafa, með rifinni engiferrót, í ísskápnum og setja 1 – 2 msk. út í glasið. Mikilvægt er að drekka u.þ.b. tvo lítra af vatni yfir daginn, gjarnan milli máltíða. Vatnið getur verið volgt eða kalt að vild. Ef við viljum bragðbæta vatnið, vil ég minna á skyrmysuna, 2 – 3 msk. út í glas af vatni er öndvegis drykkur. Mysan gefur okkur að auki kalk og kalíum, B-vítamín og skyrgerlana hollu. Að fara daglega út að ganga, gjarnan á sama tíma dags og ganga rösklega í ½ - 1 klst. er nauðsynlegt öllum þeim sem á annað borð geta hreyft sig. Hreyfing er nauðsynleg til að halda meltingarstarfinu í lagi. Næst er að huga að mataræðinu. Trefjar úr jurtaríkinu eru hjálplegar, þær draga til sín mikið vatn og auka rúmmál úrgangsins. Við það örvast bylgjuhreyfingarnar „Peristalsis“ í þörmum og ristli. Trefjar eru aðallega tvenns konar, vatnsleysanlegar og óvatnsleysanlegar. Það er sameiginlegt báðum flokkum að meltingarhvatar (ensím) líkamans ná ekki að kljúfa

trefjaefnin niður og þau flytjast því út með hægðum. Vatnsleysanlegar trefjar mynda nokkurs konar hlaup í maga og þörmum. Þær hafa þau áhrif, að næringarefnin úr matnum frásogast hægt og sígandi í gegnum þarmavegginn og út í blóð. Við eru því lengur södd og blóðsykurinn helst eðlilegur. Vatnsleysanlegar trefjar fáum við aðallega í höfrum, rúgi og byggi, einnig í baunum, ávöxtum, grænmeti og ýmsum fræjum, t.d. hörfræjum. Óvatnsleysanlegar trefjar eru miklu fyrirferðarmeiri í jurtafæðunni og þær sjáum við auðveldlega sem þetta grófa í matnum. Þær flytjast niður í ristil, örva bylgjuhreyfingarnar og eru sérstaklega mikilvægar til að vinna á móti hægðatregðu. Óvatnsleysanlegar trefjar eru í miklu magni í hveitiklíði, heilhveiti, brúnum hrísgrjónum og öllu hýði annarra korntegunda, berja, ávaxta og fræja, auk þess sem við fáum þær í baunum, hnetum, þurrkuðum ávöxtum og öllu grænmeti. Sigtað korn skortir þessi trefjaefni og því ættu allir, sem þjakaðir eru af hægðatregðu, að sneiða hjá matvörum sem innihalda hvítt mjöl og grjón. Sykur er einnig trefjalaus. Þó örlítið sé í púðursykri og hrásykri munar lítið sem ekkert um þær trefjar. Við sem áður gátum leyft okkur að borða kökur – sem oftast innihalda hvítt hveiti og sykur – verðum því að sneiða sem allra mest hjá slíku góðgæti og halda okkur við kaffibrauð úr grófu mjöli, hnetum og þurrkuðum ávöxtum. Ferskir ávextir og niðursneitt grænmeti er einnig mjög gott með grófu brauði, hrökkbrauði og kexi úr heilkorni. Dýraafurðir, svo sem fiskur, kjöt, fuglar, egg og ostur, eru einnig mikilvægar í mataræði okkar. Þær innihalda góð prótein, ýmis vítamín og steinefni í auðmeltanlegu formi. Fitan er þar mjög breytileg, bæði að magni og gæðum. Munum að þar er mjúka fitan hollari. En hafa ber í huga að mjög lítið er um trefjaefni í þessum hollu fæðutegundum. Þess vegna eru jurtaafurðirnar nauð­syn­leg­ar með. Ég vil minna á

baunir, svo sem nýrnabaunir, kjúkl­inga­ baun­ir og linsu­baunir, sem innihalda mikið af pró­ tein­um og trefjaefni að auki. Baunum, sem búið er að leggja í bleyti og sjóða, má bæta út í ýmsa pott- og hakkrétti úr kjöti. Með því fáum við auknar trefjar. Í kartöflum eru trefjaefnin aðallega í hýðinu. Hvað mjólkina varðar inniheldur hún ekki trefjaefni, en sýrðu mjólkurafurðirnar, AB-mjólk, súrmjólk, jógurt og skyr, innihalda sýrugerla sem hafa góð áhrif í ristlinum og stuðla að heppilegum örverugróðri þar. Það að hafa réttan örverugróður í ristlinum stuðlar einnig að eðlilegri meltingu og heilbrigðu ónæmiskerfi. Það er margt sem getur raskað æskilegum örverugróðri í ristlinum og má þar nefna fúkkalyf, streitu, andlegt álag, óreglulegt mataræði og líklega margt fleira. Þess vegna er mikilvægt að taka hylki með AB gerlum, strax eftir töku fúkkalyfja og einnig ef við erum undir miklu álagi. Ef þessar ráðleggingar duga ekki til að koma meltingunni í lag er nauðsynlegt að ráðfæra sig við meltingarsérfræðing varðandi lyf. Þar er um ýmislegt að velja og misjafnt hvað hæfir hverjum og einum. Gangi ykkur vel. Elísabet S. Magnúsdóttir, MSc. næringarfræðingur.

Heimildir og ítarefni:

Elísabet S. Magnúsdóttir, 2007. Næring og hollusta. 3. útgáfa. Mál og menning, Reykjavík. Rolfes, Sharon Rady o.fl. 2012. Understanding Normal and Clinical Nutrition. 9. útgáfa. Wadsworth/Cengage Learning, Belmont, California. Kolbrún Björnsdóttir, 2011. Betra líf, betri næring. Útg. Veröld, Reykjavík. Vefur Landlæknisembættis: http:// www.landlaeknir.is/heilsa-lidan/ naering. 23


Brunnur hreysti og góðrar heilsu Fjölmargt eldra fólk á Íslandi sækir laugarnar sér til hressingar og heilsubótar. Margar rannsóknir hafa sýnt að böð í jarðhitvatni draga úr áhrifum öldrunar og hafa ýmis jákvæð áhrif á heilsuna. Böð, sund og sundleikfimi liðka stirða liði og stífa vöfða, styrkja hjarta og lungu og eflir hreyfigetu líkamans. Þá hafa nýjar rannsóknir frá Japan sýnt og sannað að heit útiböð draga úr streitu. Helstu ástæður þess að lauganar eru eins vinsælar á meðal eldra fólks eins og raun ber vitni er að fólk finnur það hreinlega á eigin skinni að því líður mun betur eftir laugarferðina.

Baðlækningar

Til er sérstök grein innan læknisfræðinnar sem kallast baðlækningar. Hér er um að ræða tegund endurhæfingarlækninga, innkirtlaækninga og geðlækninga. Baðlækningar hafa aðallega verið stundaðar í mið- og suður Evrópu, til dæmis í Þýskalandi, Tékklandi og Ungverjalandi. Allt frá dögum hinna fornu Grikkja hefur jarðhitavatn verið notað til lækninga. Til eru um 2000 ára gamlar heimildir um baðlækningar. Rómverjar byggðu bað- og sjúkrahús gjarnan við heitar lindir og má víða í Evrópu sjá minjar um þessi baðhús Rómverja, til dæmis í Trier í Þýskalandi. Nokkuð dró úr vinsældum baðlækninga fyrstu ár 20 aldar eða á þeim tíma þegar ný lyf komu til sögunnar og mikil þróun varð á sviði svæfinga og skurðlækninga. Eftir fyrri heimstyrjöldina var farið að beita baðlækningum aftur enda gáfu þær góða raun við lækningu og endurhæfingu þeirra hundruð þúsunda hermanna sem særðust eða urðu fyrir andlegum áföllum í skelfilegustu styrjöld allra tíma.

Ný viðhorf

Á síðari árum hafa baðlækningar hinsvegar aftur komist í tísku ef svo má segja. Nú er talað um SPA eða heilsulindameðferðir. Helstu ástæður fyrir þessum auknu vinsældum eru að þessi grein lækninga skilar mjög góðum árangri. Á undanförnum árum hafa verið framkvæmdar margar rann24

sóknir á þessu sviði og þá aðallega í Japan. Þá hafa gamlar rannsóknir sem gerðar voru eftir fyrri heimstyrjöld verið dregnar fram í dagsljósið og þær endurskoðaðar. Meðferðir af þessu tagi eru einnig talsvert ódýrari en sambærilegar læknismeðferðir á hátæknisjúkrahúsum. Meðferðir á heilsulindarstofnunum er stjórnað af læknum en að meðferðinni koma þó ýmsir aðrir eins og sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, nuddarar, næringarfræðingar og aðrir sérfræðingar. Mikil áhersla er lögð á hollt matarræði, hreyfingu og slökun. Þá er í meðferðarstarfinu tekið mið af þörfum einstaklingsins og er meðferðin heildræn, unnið er með líkama og sál. Sumir þurfa á endurhæfingu að halda vegna einhvers þráláts sjúkdóms eins og gigtar eða Parkinson, aðrir þurfa að jafna sig eftir uppskurð eða slys, en aðrir glíma við þunglyndi eða kvíða. Þá eru það þeir sem vilja hvílast eða byggja upp andlega og líkamlega heilsu sína með það fyrir augum að draga úr áhrifum öldrunar og halda við þeirri heilsu sem þeir þó hafa.

Góður kostur

Hér á Íslandi eru almannatryggingar, kerfið gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti keypt sér læknisþjónustu nema að mjög takmörkuðu leyti. Eftir kreppu hefur kostnaðarþáttur sjúklinga aukist talsvert, dregið hefur úr þjónustu og

biðraðir lengst. Þetta orsakar meðal annars það að fólk er lengur veikt og er lengur að ná sér. Margir Íslendingar bregða sér til útlanda og þá gjarna sólarlanda til að slaka og njóta lífsins. Fyrir eldra fólk er það góður kostur að í stað þess að fara til dæmis til Kanaríeyja, þó að það sé ljómandi gott, að dvelja um tíma, til dæmis í tvær til þrjár vikur, á heilsulindastofnun. Í Evrópu eru um 3000 heilsulindir sem veita læknisfræðilega þjónustu. Þjónusta heilsulinda í fyrrum austantjaldslöndunum er mjög ódýr miðað við gæði. Í þessu sambandi mætti nefna lönd eins og Slóvakíu, Tékkland og Ungverjaland. Þessar stofnanir eru ekki eins og hefðbundnar heilbrigðisstofnanir heldur nokkurskonar blanda af hóteli, heilsulind og endurhæfingarstofnun.

Trencianske Teplice

Þessi heilsulind er á fögrum stað í Slóvakíu og er þar veitt fjölbreytt heilsulindaþjónusta. Lögð er áhersla á úrval meðferða sem henta hverjum og einum. Dvölin hefst á nákvæmri læknisskoðun og út frá henni er svo meðferðin skipulögð. Boðið er upp á ýmsa aðra þjónustu eins og böð af ýmsum toga, hár- og fótsnyrtingu, slökun og líkamsrækt. Þá er ýmiskonar afþreying í boði, styttri ferðalög, tónleikar og skemmtanir af ýmsum toga. Nánari upplýsingar www.kupele-teplice.sk/en


Brennur spariféð? Undanfarin ár hafa sparifjáreigendur skiljanlega haft miklar áhyggjur af stöðu síns sparifjár. Auk óvissu um lagalegt öryggi innlána hefur talsvert verið rætt um miklar skattahækkanir á sparifé, nýjan eignaskatt, skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar og ekki síst verðbólgu. Þetta er meðal þess sem rætt er um á vinsælum fundum VÍB um sparnað eldri borgara sem haldnir hafa verið undanfarin tvö ár í samstarfi við Landsamband eldri borgara. Því miður hefur mikið borið á misskilningi og röngum upplýsingum í umræðu um sparifé frá hruni og þá sérstaklega þegar kemur að ávöxtun fjármuna ellilífeyrisþega. Hér að neðan eru dæmi um mikilvæg atriði sem því miður hefur ekki verið haldið nógu vel til haga í umræðunni.

Það sem allt of fáir vita

kr. hjá hjónum. TR skerðir því ekki greiðslur vegna vaxta upp að þeim mörkum. Ekki er greiddur skattur vegna eigna í ríkisskuldabréfasjóðum fyrr en sparifjáreigandinn ákveður sjálfur að selja sína eign. Sama á við um skerðingar TR, sá sem hefur fjárfest í ríkisskuldabréfasjóði verður ekki fyrir skerðingum vegna hans fyrr en við innlausn. TR skerðir ekki krónu á móti krónu. Þannig skerðist grunnlífeyrir um 25% á móti vöxtum umfram frítekjumark og tekjutrygging um 45%. Farið er vandlega yfir skerðingar og áhrif þeirra á fundum VÍB um sparnað eldri borgara. Fé sem geymt hefur verið í bankahólfum eða á öðrum stað þar sem það ávaxtar sig ekki hefur rýrnað um þriðjung í verðbólgunni sem verið hefur frá

2008. Það getur því reynst mjög kostnaðarsamt að ávaxta ekki sparifé sitt.

Heitt á könnunni

Starfsfólk Eigna- og lífeyrisþjónustu VÍB er sérhæft í ráðgjöf vegna sparnaðar eldri borgara. Allir geta bókað fund með sérfræðingi sér að kostnaðarlausu, en þar sem sparnaðarumhverfið í dag er flókið og hefur tekið talsverðum breytingum er mikilvægt að nýta sér þá sérfræðiþekkingu sem í boði er. Hjá VÍB á Kirkjusandi er alltaf heitt á könnunni og vel tekið á móti gestum. Fundir eru bókaðir í síma 4404900 auk þess sem ávalt er velkomið að hringja og spjalla um sparnað, ávöxtun, skerðingar og fleira. Höfundur er Björn Berg Gunnarsson, Deildarstjóri fræðslu og vöruþróunar VÍB.

Þrátt fyrir tvöföldun fjármagnstekjuskatts á undanförnum árum er nú í gildi frítekjumark sem nemur 100.000 kr. á mann, 200.000 kr. fyrir hjón. Það jafngildir því að hjón fái endurgreiddan allan fjármagnstekjuskatt af ávöxtun um 5 milljóna króna á hefðbundnum bankareikningi. Tryggingastofnun (TR) notast við sambærilegt frítekjumark vegna skerðinga á móti fjármagnstekjum. Það nemur 98.640 kr. á mann, 197.280 25


Svefntruflanir „Ég læt sem ég sofi“ Óreglulegur svefn er algengt heilsufarsvandamál á meðal eldra fólks á Íslandi, sterkar vísbendingar eru um að þetta sé stærra vandamál hér en í nágrannalöndum okkar. Talið er að um 70% vistmanna öldrunarstofnana taki inn svefnlyf að staðaldri.

Norðurlandameistarar

Þetta eru ógnvekjandi tölur ef það er haft í huga að notkun svefnlyfja er ekki góð lausn við langvarandi svefnleysi eða svefntruflunum. Getur það virkilega verið rétt að svo margir sem 70% aldraðir vistmenn stofnana neyti svefnlyfja að staðaldri? Já, líklegast eru þessar tölur nokkuð réttar, hvað þá um aldrað fólk sem býr heima? Talsverðar líkur eru á að aldrað fólk á Íslandi noti allt of mikið af svefnlyfjum, ofneysla svefnlyfja getur verið hættuleg heilsu fólks og er því afar óheppileg. Annars er rétt að það komi hér fram að þetta vandamál er ekki einskorðað við aldraða, Íslendingar nota mest af svefnlyfjum á Norðurlöndum, til dæmis er notkunin hér fjórum sinnum meiri en í Danmörku. Talið er að á ári hverju þjáist einn af hverjum þremur fullorðnum af svefntruflunum, ætla má að um 35 til 45 þúsund Íslendinga þjáist af svefnleysi og er svefnleysi ein af algengari ástæðum þess að fólk leitar til læknis. Það er því miður staðreynd að 20 - 25.000 Íslendingar taka inn svefnlyf daglega og eru þar með, eins og áður sagði, Norðurlandameistarar í notkun svefnlyfja.

Skert lífsgæði

Svefntruflanir og svefnleysi er heilsufarsvandamál sem þarf að taka alvarlega. Svefnleysi eða óreglulegur svefn truflar daglegt líf á margvíslegan hátt. Maður sem ekki fær nægan eða fullnægjandi svefn þjáist af dagþreytu, skorti á einbeitingu, framtaksleysi, einbeitingarskorti, minnisleysi, hann er viðkvæmari fyrir sýkingum og langtíma svefntruflanir geta orsakað þunglyndi. Ýmsar ástæður geta orsakað svefnleysi svo sem erfiðleikar með að sofna, erfiðleikar með að sofna aftur, rofinn 26

svefn, vakna of snemma að morgni, streitusvefnleysi, svefnhöfnun eða vanmat á raunverulegum svefntíma, kæfisvefn og svefntruflanir vegna óhollustu til dæmis of mikilli kaffi- eða áfengisneyslu, reykinga eða annara utanaðkomandi þátta. Ástæður svefnleysis eða svefntruflana á meðal eldra fólks eru oft vegna veikinda og félagslegra aðstæðna eins ástvinamissis, breytinga á búsetu og skyldra þátta. Oft er um ýmsa samliggjandi þætti að ræða sem geta orsakað svefnleysi til dæmis lyfjanotkun, kvíði, truflanir frá umferð og ýmsir aðrir utanaðkomandi þættir.

Orsök og afleiðing

Til þess að „lækna“ svefnleysi ef svo má að orði komast þarf að komast að því hver orsökin fyrir vandamálinu er. Í flestum tilvikum ætti að vera tiltölulega auðvelt að finna orsökina sem oft getur verið hjá eldra fólki einhver heilsufarsleg vandamál eða félagslegir þættir eins og breytingar á lífsháttum. Stundum eru orsakir svefnleysis óljósar og erfiðar viðureignar. Þeir sem þjást af svefnleysi ættu að byrja á því að skoða svefnvenjur sínar. Nauðsynlegt er að gefa sér nægan og góðan tíma til svefns. Að vera syfjaður þegar gengið er til náða. Sjá til þess að hiti, ljós og rúm séu viðunandi. Best er að nærast ekkert svona tveimur tímum áður en farið er að sofa. Að reykja ekki né drekka kaffi og helst ekki áfengi áður en gengið er til náða. Að drekka lítið fyrir svefn. Að vakna og fara fram úr á venjulegum tíma, forðast að falla í freistinguna og sofa áfram. Ef maður getur hinsvegar ekki sofnað eftir svona 30 mínútur eftir að lagst er til svefns er besta ráðið að fara fram úr og aðhafast eitthvað uns manni syfjar. Það er eðlilegt að eiga stundum í erfiðleikum með að sofna einnig er það eðlilegt að vakna svona tvisvar eða þrisvar á nóttu þá er

það eðlilegt að vakna af til aðeins fyrr á morgnana en ætlað var.

Lausnir

Þeir sem þjást af langvarandi svefnleysi ættu skilyrðislaust að leita til læknis eða annars fagfólks, hjúkrunarfræðings eða sálfræðings. Ef allt fer í sama farið eftir nokkra mánuði þá er afar brýnt að leita aftur til fagfólks, gefast ekki upp fyrr en búið er að leysa vandamálið á viðunandi hátt. Eins og áður hefur komið fram geta ýmsir heilsufarsþættir orsakað svefnleysi hjá eldra fólki, veikindi og lyf við þeim. Með breyttum lífsháttum, reglubundnum svefnvenjum, heppilegri lyfjum eða nýjum er oft hægt að leysa vandamálið. Ef það gengur ekki þarf að grípa til annara aðgerða svo sem nákvæmari læknisskoðunar, hugrænnar atferlismeðferðar hjá sálfræðingi sem hefur gefist sérlega vel við langvarandi svefntruflunum. Eins og áður hefur komið fram er langvarandi notkun svefnlyfja óæskileg, hinsvegar er rétt að það komi hér fram að notkun svefnlyfja í styttri tíma og þá í samráði við lækni getur verið til bóta og er stundum nauðsynleg. Mikilvægt er að eldra fólk geri sér grein fyrir því að langvarandi svefnleysi og svefntruflanir eru ekki eðlilegur fylgikvilli hækkandi aldurs. Margar rannsóknir sýna að frískt eldra fólk sefur vel og á ekki við nein svefnvandamál að etja.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 2 3 5 2

% 5 1sláttur

affskoðunargojragladria a ldri b e r i r fy

HJÁ AÐALSKOÐUN ER BÍLLINN

Í GÓÐUM HÖNDUM HVAR HENTAR ÞÉR AÐ LÁTA SKOÐA? Við erum með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Yfirleitt er mest að gera hjá okkur í lok mánaðar og meira að gera síðdegis en að morgni. Það getur því verið sniðugt að vera snemma í því.

Hlökkum til að sjá þig! Opið kl. 8-17 virka daga.

Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 18 ár

Reykjavík

Grjóthálsi 10 Sími 590 6940

Reykjavík

Skeifunni 5 Sími 590 6930

Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900

Kópavogur

Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935

Reykjanesbær

Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970

www.adalskodun.is


Öryggismál á heimilum eldri borgara Rætt við Guðrúnu Döddu Ásmundardóttur, iðjuþjálfa hjá Öryggismiðstöðinni Um þessar mundir er verið að sýna nýjustu kvikmyndina um ofurhetjuna James Bond. Ósjaldan á Bond tækninni að þakka að hann hefur betur í baráttu við óvini sína, sem jafnan eru hin mestu illmenni. Eldri borgarar á Íslandi eiga sem betur fer almennt ekki í sambærilegum átökum og Bond en eiga það þó sameiginlegt með honum að tæknin getur skipt sköpum þegar mest á bjátar. Í dag eru í boði margvíslegar tæknilausnir sem gagnast eldra fólki, eykur öryggi þess og bætir lífsgæði.

Öryggishnappurinn

„Öryggishnappurinn er það öryggistæki sem er hvað þekktast. Notandinn þrýstir á hnapp sem hann ber á sér þurfi hann á hjálp að halda, þegar þrýst er á hnappinn fer sjálfkrafa boð á stjórnstöð og talsamband opnast. Stjórnstöð spyr þá viðkomandi hvort allt sé í lagi á staðnum og öryggisvörður er strax sendur af stað til aðstoðar. Þegar öryggisvörður er mættur á staðinn hefur hann svo hjúkrunarfræðing Öryggismiðstöðvarinnar sér til halds og trausts í útkallinu en við erum ávallt með hjúkrunarfræðing á vakt á stjórnstöð. Ástand viðkomandi er kannað og öll aðstoð sem þörf er á er veitt. Sé tilefni til er t.d. kallað eftir sjúkrabíl. Haft er samband við aðstandendur og þeim tilkynnt um útkallið.“ Segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir Iðjuþjálfi hjá Öryggismiðstöðinni. „Notagildi öryggishnappsins byggist ekki síst á því að hann er tengdur stjórnstöð og hægt er að opna fyrir talsamband með því einu að þrýsta á hnapp sem borinn er á armbandi eða hálsmeni. Það er því hægt að hafa samband við manneskjuna og ræða við hana.“ Segir Guðrún Dadda og heldur áfram. „Reynslan sýnir okkur síminn dugar oft ekki í neyðartilfellum, einstaklingur getur til dæmis legið ósjálfbjarga á gólfinu, í rúmi eða jafnvel í sturtu eða baðkari og enginn möguleiki að ná til símtækis. Ef slys ber að 28

Gúðrún Dadda Ásmundardóttir, iðjuþjálfi hjá Öryggismiðstöðinni, bendir á að öryggishnappur getur verið niðurgreiddur af Sjúkratryggingum Íslands að uppfyrlltum ákveðnum skilyrðum. höndum eða alvarleg veikindi eins og hjartaáfall skapast mikil streita og andlegt álag. Sá sem fyrir áfallinu verður eða maki er stundum hreinlega ekki fær um að nota síma, man jafnvel ekki neyðarnúmerið 1-1-2.

Frábært öryggistæki sem hefur margsannað gildi sitt!

„Öryggishnappurinn er gríðarlega öflugt öryggistæki sem hefur bjargað mörgum mannslífum. Hnappurinn er auðveldur í notkun og gagnast því flestum. Með öryggishnappnum fylgir reykskynjari tengdur stjórnstöð án aukagjalds og hnappurinn bætir þannig einnig eldvarnir heimilisins. Brunaboð frá reyskynjaranum fara beint á stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar þar sem viðbragð fer af stað. Nú til dags kappkostað að veita fólki tækifæri til að búa heima eins lengi og hægt er. Fyrir flesta gengur það mjög vel

ekki síst ef um stuðning ættingja er að ræða. Hinsvegar gera slys ekki boð á undan sér, þess vegna er þjónusta eins og öryggishnappurinn veitir, mikilvæg forsenda þess að aldrað fólk geti búið heima. Þetta á sérstaklega við ef fólk glímir við einvher veikindi eða eigi vandamál að stríða eins og skerta hreyfigetu eða minnisglöp.“ Er starfsfólkið ykkar menntað til að takast á við þessi verkefni? „Já, við leggjum mikla áherslu á þjálfun starfsfólks og menntun,“ segir Guðrún. „Öryggisverðir fá ítarlega þjálfun og sækja meðal annars reglulega skyndihjálparnámskeið auk þess sem margir þeirra eru menntaðir sjúkraflutningamenn. Símenntun er snar þáttur í starfi okkar. Það sem skiptir þó einna mestu máli í þessu sambandi að við erum með hjúkrunarfræðing á bakvakt allan sólarhringinn. Öryggisverðirnir geta


Öryggishnappur á hendi eins og sést hér getur skipt sköpum ef eitthvað kemur uppá, hvort sem er varðandi heilsu eða öryggi.

því haft samband við hann þurfi þeir á frekari ráðgjöf að halda.“

Mikið úrval tæknilausna

Tækninni fleygir fram í þessum efnum, getur þú sagt okkur frá öðrum lausnum sem bætir öryggi eldra fólks? „Ég gæti nefnt svokallaðar rápmottur, þessar mottur er hægt að setja við rúm eða útidyr. Einnig mætti nefna tímastilltan hurðaofa. Þessi útbúnaður segir frá ferðum fólks í íbúðinni. Ef viðkomandi hefur til dæmis ekki farið fram úr rúminu í tiltekinn tíma látum við aðstandendur vita. Mikilvægt er að hafa gætur á fólk sem er með alzheimer eða minnisglöp og á ekki að fara út. Ef kerfið sendir upplýsingar um að einstaklingur hafi farið út er hægt að bregðast skjótt við og koma viðkomandi einstaklingi til aðstoðar. Þá erum við með nokkrar tegundir af hreyfisk-

ynjurum sem koma má fyrir til dæmis á salerni eða við lyfjakassa, ef kerfið skynjar enga hreyfingu við þessa tilteknu staði t.d. í hálfan eða heilan sólarhring höfum við samband við viðkomandi og látum aðstandendur jafnframt vita. Þessar lausnir henta vel þeim sem búa einir. Þá má einnig geta þess að Öryggismiðstöðin rekur verslun sem hefur á boðstólum margskonar lausnir sem létta öldruðum lífið eins og rafskutlur, hjálpar- og öryggistæki, heimilisleg hjúkrunarrúm, hjólastóla og göngugrindur. Við veitum einnig allar upplýsingar um öryggishnappinn og aðrar vörur í síma 570-2400 og á vefnum okkar www.oryggi.is“.

Öryggið skiptir öllu máli

„Eldra fólki fjölgar stöðugt hér á landi og margir kjósa helst að búa heima. Forsenda þess að fólk geti með góðu

móti búið heima er að það sé öruggt og að það hafi það á tilfinningunni að öryggi þess sé tryggt og það geti treyst á að því sé komið til aðstoðar ef á bjátar. Þessi öryggistilfinning skiptir aðstandendur jafnframt oft á tíðum gífurlga miklu máli“ Segir Guðrún Dadda, en hvernig getur maður fengið öryggishnapp og hvað kostar þessi þjónusta? „Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er öryggishnappur niðurgreiddur af Sjúkratryggingum Íslands. Fá þarf heimilislæknir eða læknir til að sækja um öryggishnapp fyrir viðkomandi til Sjúkratrygginga sem metur síðan umsóknina. Sé niðurgreiðsla samþykkt er kostnaður notanda kr. 1.350 á mánuði. Það er að mínu mati krónum afar vel varið miðað það gífurlega öryggi sem hnappurinn sannarlega veitir“ segir Guðrún Dadda iðjujálfi hjá Öryggismiðstöðinni að lokum. 29


Lengi hefur vantað að halda ráðstefnu um kjaramál eldri borgara þar sem farið væri vel yfir þau mál sem snerta okkur bæði í nútíð og framtíð. LEB og ASÍ höfðu því samstarf um að halda ráðstefnu sem var þannig auglýst hjá félögum eldri borgara um allt land og í Fréttablaðinu:

Ráðstefna um kjaramál eldri borgara Landssamband eldri borgara og Alþýðusamband Íslands halda ráðstefnu fimmtudaginn 15. nóvember 2012 kl. 13-16 á Hótel Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir) Það er samt þannig að ekki hafa allir möguleika á því að sækja slíka ráðstefnu sem haldin er í Reykjavík. Því verða öll erindin sem flutt voru og glærur, sett inn á heimasíðu LEB leb@ leb.is á næstu dögum, svo allir geti skoðað það þar. Ég ætla í nokkrum orðum að fara yfir helstu atriði sem þar komu fram. Í setningarræðu minni sagði ég m.a: „Hvað eru kjaramál? Er það bara að horfa á kaupmáttinn, horfa á prósentuhækkun almannatryggingabóta? Horfa á hvað aðrir eru að fá í laun og bera það saman við okkar kjör. Vissulega er það stór hluti af kjaramálum aldraðra því við viljum njóta jafnréttis í því sem öðru. En kjaramál er svo miklu meira. Það er hvernig búið er að öldruðum veikum á hjúkrunar-og dvalarheimilum. Það er hvaða þjónustu eigum við völ á meðan við getum búið heima. Það er heilbrigðiskerfið almennt. Það skiptir líka máli hvað lyfin okkar kosta og hvernig þau eru niðurgreidd af Ríkinu. Hvernig við eigum völ á sjúkraþjálfun og hvað hún kostar. Hvaða leiðir eru færar til endurhæfingar eftir sjúkdóma. Hvaða búsetuform standa okkur til boða. Hvaða félagslegur stuðningur er í boði. Allt þetta snertir kjör okkar og lífsafkomu á efri árum“. Ég ræddi einnig að okkur vantaði sérstaklega að hafa á einum stað allar upplýsingar sem aldraðir þyrftu á að halda til að leita réttar síns, s.s. Embætti umboðsmanns aldraðra og/eða upplýsingagátt aldraðra, sem væri staðsett hjá LEB. Ég benti á að skerðingar á lífeyri TR til aldraðra frá 2009 til ársloka 2012 hefðu sparað ríkinu um 13 milljarða króna og margir misst allt að 25% tekna sinna. Í máli Stefáns Ólafssonar kom fram að aldraðir hefðu orðið fyrir meiri skerðingu við „Hrunið“, en fatlaðir. Hann sagðist einnig telja að það að tengja líf30

Jóna Valgerður með yngsta barnabarnið hann Guðmund Alex.

eyristekjur við grunnlífeyri sem gert var 1. Júlí 2009 hefðu verið mistök. En það varð til verulegrar tekjuskerðingar fyrir flesta ellilífeyrisþega. Samt hefði tekist að hjálpa þeim sem verst voru staddir með þeirri framfærsluuppbót sem kom á í september 2008 og hækkaði lífeyri þeirra lælgst launuðu um 20%. Stefán fór vel yfir þróun mála síðustu 20 ár og taldi stjórnvöld hafa staðið all vel að málum miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Árni Gunnarssson horfði til framtíðar og ræddi þá fjölgun sem verður í hópi aldraðra næstu 20-40 ár. Hann kynnti einnig tillögu starfshóps um endurskoðun almannatrygginga sem nú er verið að setja í frumvarp, sem vonandi verður að lögum 1. Jan.n.k. Þar er verið að fækka bótaflokkum og minnka skerðingar vegna framfærsluuppbótar sem hefur verið 100% gagnvart lífeyrissjóðstekjum. Á næstu 4 árum á skerðingin að fara úr 100% í 45% og þá sameinast framfærslutrygginingin ellilífeyri. Þetta yrði veruleg kjarabót fyrir ellilífeyrisþega, en það kostar fjármuni og það hefur staðið nokkuð í ríkisstjórninni að samþykkja tillögu starfshópsins. Gylfi Arnbjörnssson tók síðan alla útreikninga í kerfinu bæði það sem nú er og hvernig nýja tillagan hefði áhrif. Var það bæði vel gert og skilmerkilega og

sýndi svo ekki verður um villst að þetta hefur veruleg áhrif til kjarabóta fyrir eldri borgara. Mikil óánægja hefur verið með það að 73.000 kr greiðsla úr lífeyrissjóði bæti í engu kjör ellilífeyrisþega og á því verður að taka. Elín Björg fór yfir launakönnun BSRB sem gerð var nýlega og sýndi að laun kvenna eru 13% lægri en karla og það hefur áhrif á hvað greitt er í lífeyri seinna meir. Konur séu því almennt með lægri lífeyri en karlar. Þessu þarf að breyta. Þórey lýsti lífeyriskerfinu og samspili við TR. Að lokum talaði Þórunn Sveinbjörnsdóttir og tók fyrir m.a. að á næstu árum stæðum við frammi fyrir því að fleiri nýbúar bættust í hóp eldri borgara og þeir hefðu ekki sömu réttindi til lífeyris og við hin vegna styttri búsetu hér á landi. Margir tóku til máls i umræðum og kom fram að menn töldu að nú væri komið að því að bæta kjör eldri borgara sem hefðu orðið fyrir verulegum skerðingum á lífeyri frá árinu 2009. Almenn ánægja var með ráðstefnuna og hefur hún vakið athygli fjölmiðla eins og RÚV sem hefur verið að gera henni all góð skil með viðtölum við ræðumenn næstu daga á eftir. En það er margt fleira sem við þurfum að leggja áherslu á hjá LEB, eins og ég sagði í upphafi ráðstefnunnar. Það þarf að hækka ráðstöfunarfé þeirra sem búa á hjúkrunar-og dvalarheimilum, og breyta greiðslufyrirkomlagi þar. Það þarf að afnema auðlegðarskattinn hjá þeim sem hafa ekki tekjur til að standa undir honum. Það þarf að lækka fjármagnstekjuskattinn þannig að hann sé ekki innheimtur af verðbótum. Það þarf að lækka húshitunarkostnað þeirra sem greiða fjórfalt verð á við ýmsa aðra á hitaveitusvæðum. Að því munum við halda áfram að vinna i Landssambandi eldri borgara. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.


Icelandair


LEB

Takk fyrir frábærar viðtökur VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka hefur haldið um 20 fundi um land allt í samstarfi við Landssamband eldri borgara. Á fundunum höfum við meðal annars rætt um hvernig best sé að ávaxta fjármuni í dag, hvort peningar séu að brenna upp í bönkunum og hvað sé öruggt við nú­ verandi aðstæður. Við þökkum frábærar viðtökur og höldum ótrauð áfram. VÍB er einn stærsti og öflugasti aðilinn á eigna­ stýringarmarkaði sem tugir þúsunda einstaklinga treysta til að ávaxta sparifé sitt. Við bjóðum viðskiptavinum okkar fjölbreytt úrval sparnaðarkosta við allra hæfi. Við veitum þér faglega ráðgjöf um sparnað þér að kostnaðarlausu. Vertu velkominn í heimsókn til okkar hjá VÍB á Kirkjusandi í spjall um sparnaðinn þinn. Alltaf heitt á könnunni. Þú getur einnig haft samband við okkur í síma 440 4900.

VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka

Finndu okkur á Facebook og Twitter

Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.