Listin að lifa - sumar 2013

Page 1

ISTIN LAÐ LIFA SUMAR

2013


C&J stiLLAnLEgt heilsurúm

með shape dýnu Stærð 80x200 90x200 90x210 100x200 120x200 140x200

heilSúrúm

ótrúlegt

VerÐ

Shape

Verð kr. 187.900 kr. 199.900 kr. 202.900 kr. 211.900 kr. 230.900 kr. 257.900

Stillanleg

By nature’s Bedding

n inndraganlegur botn n 2x450 kg lyftimótorar n Mótor þarfnast ekki viðhalds n tvíhert stál í burðargrind n Hliðar- og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur

n Botn er sérstaklega hannaður fyrir shape heilsudýnur n Val um lappir með hjólum eða töppum n 5 ára ábyrgð

LyftistóLL rafmagnslyftistóll á frábæru verði afborgun m.v. 12 mán. vaxtalaust lán*

Aðeins

8.600

kr. 99.900

Krónur * vaxlaust lán. 3,5% lántökugjald

sHApE heilsukoddar

shape Comfort kr.

5.900

n réttur stuðningur

shape Classic kr.

5.900

n fullkomin aðlögun n Betri nætursvefn

shape original kr.

8.900

Pöntunarsími ( 512 6800 www.dorma.is


12

nAturE‘s sHApE heilsurúm

mánaÐa afborganir

VaxtalauSt

Shape

3,5% lántökugjald

By nature’s Bedding

Stærð cm. 90x200 100x200 120x200 140x200 160x200 180x200 Heilsudýna sem: n Lagar sig fullkomlega að líkama þínum

n 24 cm þykk heilsudýna n Engin hreyfing

MiLAno hægindastólar slitsterkt áklæði í þremur litum: svart, ljóst og brúnt

Dormaverð 97.900 109.900 121.900 143.900 163.900 181.900

n AloaVera áklæði n 5 ára ábyrgð!

tVEnnutiLBoð

fyrir eldri borgara!

tVennu Sæng+koddi

tilboÐ

aÐeinS

4.300 í 12 mán*

* vaxlaust lán. 3,5% lántökugjald

Verð aðeins

kr. 49.900

Dúnsæng + dúnkoddi trölla-dúnsæng stakur dúnkoddi

kr. 15.900,kr. 13.900,kr. 4.900,-

Sæng: 30% dúnn/70% smáfiður. Koddi:15% dúnn/85% smáfiður.

OPIÐ Holtagörðum Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-16 og sunnudaga kl. 13-16


Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

erð.

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is


Meðal efnis

Nú skal efna loforðin!

LEB vinnur að mörgum verkefnum í þágu eldri borgara:.......................................................... 6

Landsfundur LEB árið 2013 er haldinn í húsnæði Félags eldri borgara í Hafnarfirði dagana 7.-8. maí. FEB í Hafnarfirði hefur mjög góða aðstöðu fyrir starfsemi sína, sem bæjarfélagið lætur þeim í té. Á Frá kröfugöngu 1. maí 2013. landsfundinum verða ekki færri en á annað hundrað manns af öllu landinu til að ræða kjaramál og ýmis velferðarmál eldri borgara þessa lands. Mörg félög hafa þegar sent inn ályktanir til umræðu á fundinum. Félög eldri borgara eru nú 53 talsins og félagar um 19.000. Félög eldri borgara eru starfandi í flestum sveitarfélögum landsins og verið að huga að stofnun nýrra félaga þar sem þau eru ekki nú þegar. Eldri borgurum er það í mun að efla rödd sína í samfélaginu og fundurinn mun m.a. fjalla um það hvernig félögin geti eflt starfsemi sína og aukið áhrif sín í þjóðfélaginu. Það er ljóst að við eldri borgarar höfum orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu s.l. 4 ár og það er hugur í mönnum að ná einhverju af því til baka nú þegar ný ríkisstjórn tekur við, þó enn sé ekki vitað þegar þetta er skrifað hvaða mál hún setur á oddinn eða hvernig hún verður skipuð. Síðustu vikurnar höfum við fylgst með kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna. Allir viðurkenndu þeir í blaðagreinum og viðtölum að eldri borgarar hafi tekið á sig miklar skerðingar á lífeyri sínum frá því kreppan skall á. Stjórn LEB hefur barist fyrir því í fjögur ár að fá fram leiðréttingar á kjörum eldri borgara, sem margir hverjir eru fastir í fátæktargildru og geta sig hvergi hreyft. Á fundi með Framsóknarflokknum fyrir kosningar var fullyrt að skerðingin frá 1. Júlí 2009 yrði bætt ef þeir kæmust til valda. Nú er að sjá hvort það gengur eftir. Útlit er fyrir að Framsókn fái einhverju ráðið í næstu ríkisstjórn, það sýna kosningatölur og nú hefur forsetinn falið formanni flokksins að mynda ríkisstjórn. Já, vissulega var mörgu lofað í aðdraganda kosninga og allir forystumenn stjórnmálaflokkanna sögðust vilja efla hag eldri borgara og draga til baka skerðingar fyrri ára. Við hljótum því að vona að nú sé tími efnda að renna upp. Við í stjórn LEB munum fylgjast grannt með gangi mála næstu vikurnar. Miklu máli skiptir fyrir okkur og alla landsmenn að unnið verði að því að styrkja heilbrigðiskerfið, sem full þörf er á, eftir niðurskurð síðustu ára. Nánar verður fjallað um Landsfundinn í næsta blaði Listarinnar að lifa og jafnframt verða fréttir af fundinum fljótlega aðgengilegar á heimasíðu Landssambandsins www.leb.is. Gleðilegt sumar! Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

Minningarorð um Sigmar B. Hauksson .......................... 7 Landsmót UMFÍ 50+........................................................ 7 Kerfi sem eykur þátttöku og bætir lífssgæði.............................................................. 8 Framtíðarþing um farsæla öldrun...................................10 Eldra fólk og velferðartækni .......................................... 12 Mikilvægt skref stigið í samskiptum við stjórnvöld........ 15 Vel heppnað átak til að brúa kynslóðabilið ................... 15 Fræðsluhornið.................................................................16 Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tók gildi 4. maí..............................18 Vísnaskrínið.................................................................... 20 Frumkvöðull í íþróttum aldraðra................................... 23 Einfaldara kerfi en engin frítekjumörk...........................27 Fréttir úr félagsstarfinu: ................................................. 28 Elsta aðildarfélag LEB..................................................... 29 KROSSGÁTA................................................................. 30

Útgáfustjórn: Grétar Snær Hjartarson, gretar@heima.is, Bryndís Steinþórsdóttir, bryndisst@internet.is, Þrúður Kristjánsdóttir, thrudkri@simnet.is, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir jvalgerdur@gmail.com, Ritstjóri: Jóhannes Bjarni Guðmundsson, lal@dot.is Forsíðumynd: Eldri borgarar og upplýsingatæknin. Auglýsingar: Sökkólfur ehf., lal@dot.is Umbrot & útlit: Sökkólfur ehf., kjartan@dot.is Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja Útgefandi: Landssamband eldri borgara, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, leb@leb.is

5


LEB vinnur að mörgum verkefnum í þágu eldri borgara Ágrip úr starfi Landssambands eldri borgara árið 2012 Árið 2012 var tileinkað öldruðum í Evrópu og 1. október var ákveðinn alþjóðadagur aldraðra. Einkunnarorð ársins voru aukin virkni, bætt heilsa og hreyfing aldraðra og aukin samskipti milli kynslóða. Markmið ársins hafði því óneitanlega áhrif á starfsemi LEB, sem gerði ýmislegt til þess að vekja athygli á málefnum aldraðra. Árið var opnað með stórri ráðstefnu þann 15.mars sem við höfðum frumkvæði að og haldin var í samstarfi við Öldrunarráð Íslands og Velferðarráðuneytið. Síðan héldum við fund með menntamálaráðherra um að hún beitti sér fyrir því að grunnskólar byðu öldruðum í heimsókn þann 1. október og einnig að hvetja Símenntunarmiðstöðvar í landinu til að auka framboð á námskeiðum ekki síst í tölvufærni sem sérstaklega væru ætluð öldruðum. Jafnframt hvöttum við okkar aðildarfélög til að heimsækja skóla þennan dag. Var mikil og góð þátttaka í þessu verkefni um allt land. Þá stóð LEB að vorfundi NSK sem eru samtök félaga eldri borgara á Norðurlöndunum og var hann haldinn í Hveragerði í maí. Þann 1. maí tókum við þátt í kröfugöngu verkalýðsfélaganna í Reykjavík og héldum á kröfuspjöldum um bætt kjör. Í nóvember héldum við svo ráðstefnu um kjaramál eldri borgara á Hótel Icelandair Natura og þar voru 8 frummælendur með ýmsan fróðleik um kjör og stöðu aldraðra. Þá eru ótaldar margar ráðstefnur og málþing um málefni aldraðra sem haldnar voru af öðrum aðilum, og við tókum þátt í og var ég oftar en ekki frummælandi á þeim ráðstefnum, og/eða sat fyrir svörum. Held það hafi verið um 12 ráðstefnur eða fundir sem ég tók þátt í á árinu að einhverju leyti. Einnig hef ég skrifað nokkrar blaðagreinar um hagsmunamál aldraðra, sem birst hafa í blöðum og tímaritum og á netinu. Auk þess hef ég mætt í viðtöl í fjölmiðlum um ýmis hagsmunamál okkar. 6

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB

Formannafundur LEB var haldinn 13. mars í Reykjavík og bauð FEB í Reykjavík alla aðstöðu við fundinn. Þar fór fram kynning TR á núgildandi bótaflokkum. Fundurinn var sóttur af um 40 formönnum og tókst prýðilega, þrátt fyrir forföll vegna flensusýkinga. Kjaramálin eru alltaf stór mál hjá stjórn LEB og kjaramálanefndinni sem hefur sent frá sér ýmsar ályktanir. Ég og/eða Haukur Ingibergsson höfum setið marga fundi á árinu í starfshópi um endurskoðun almannatrygginga og þar náðist á s.l. hausti samstaða um tillögu sem fól í sér sameiningu bótaflokka og að minnka tekjutengingar í tryggingakerfinu, sem í dag eru hrein fátæktargildra. Skyldi það gert í áföngum á 4 árum, en þá væri framfærsluuppbótin orðin sameinuð ellilífeyri og skerðingarmörkin hefðu lækkað úr 100% í 45% Starfshópurinn skilaði þessari tillögu af sér til velferðarráðherra í byrjun október og var þá ekki annað vitað en að tillagan kæmi fram í frumvarpi á Alþingi fyrir jól, en það varð ekki. Fyrir frumvarpinu var svo mælt á Alþingi 7. mars s.l. og þar með er ljóst að það verður ekki að lögum í vor. Við erum verulega ósátt við þennan drátt sem orðið hefur. Hefði það fengið framgang mundi það bæta kjör aldraðra verulega á næstu árum,

sérstaklega þeirra sem hafa einhverjar tekjur úr lífeyrissjóði. Í dag er sá sem hefur 73.000 kr. úr lífeyrissjóði ekkert betur settur en sá sem hefur einungis bætur TR. Jafnframt höfum við lagt þunga áherslu á að þær skerðingar sem settar voru á grunnlífeyri 2009 verði afturkallaðar. Mörg Þingmál eru send til okkar sem við þurfum að fjalla um og senda frá okkur umsögn um til nefnda Alþingis. Þær umsagnir má sjá í fundargerðum LEB sem alltaf eru settar á heimasíðu okkar á netinu. Við höfum líka samstarf við Tryggingarstofnun með sameiginlegum fundum. Þó nokkur vinna hefur farið á árinu 2012 í nefndarstörf við fyrirhugaðan flutning málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga sem fyrirhugað er 2015. Þar leggjum við áherslu á að farið sé varlega og það fjármagn fáist sem sveitarfélögin telja sig þurfa, endurskoðun laga um málefni aldraðra fari fram í tengslum við flutninginn, þjónusta við aldraða verði samræmd á landsvísu og heimaþjónustan aukin. LEB hefur í gegnum árin ályktað um að þjónustan sé færð til sveitarfélaga og sýnir reynsla þeirra sveitarfélaga sem hafa tekið alla þjónustu við aldraða að sér síðustu ár sem tilraunaverkefni, að það gefur góða raun og er almenn ánægja með það. Frá síðasta landsfundi höfum við verið að bæta heimasíðuna, þannig að nú koma fundargerðir og aðrar tilkynningar reglulega inn á heimasíðuna, www.leb.is Þar er því hægt að fylgjast með öllu því markverðasta í starfi LEB, ef fólk hefur aðgang að tölvu. Það þarf líka að hvetja eldri borgara til að tileinka sér tölvufærni, því það eykur verulega lífsgæði þeirra að geta nýtt sér þær upplýsingar sem þar má finna bæði til gagns og gamans. Og allir geta lært svo lengi sem lifir. Listin að lifa kom út tvisvar á s.l. ári og blaðið fáið þið ókeypis heim til ykkar. Þar er efnisval afar fjölbreytt, bæði


til fróðleiks og skemmtunar. Einnig er árlega gefin út afsláttarbók, þar sem mörg fyrirtæki gefa eldri borgurum afslátt af vöru eða þjónustu. Nú erum við nýbúin að ná þeim árangri að fá samning við Ríkið til 2ja ára, um tiltekin verkefni, þar sem kemur fram hvaða upphæð við fáum á fjárlögum. Þar er viðurkennt og metið að nokkru það mikla starf sem LEB sinnir í samfélagsmálum og öll okkar FEB-félög hvert hjá sér. LEB er málsvari eldri borgara á landsvísu og stjórnarmenn þurfa oft að mæta hjá stjórnvöldum vegna þess og sinna ólaunuðu nefndarstarfi hjá hinu opinbera. Á annað hundrað félög hafa sótt um að fá slíkan samning við Velferðarráðuneytið, en aðeins fimmtán fengið það ennþá. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um verkefni Landsambandsins, en vonandi eru lesendur eitthvað fróðari og sjá að það eru mörg og margvísleg störf sem Landssambandið innir af hendi.

Landsmót UMFÍ 50+ 7. – 9. júní 2013 haldið í Vík í Mýrdal

Helgina 7. – 9. júní 2013 verður þriðja Landsmót UMFÍ 50+ haldið í Vík í Mýrdal. Fjölbreytt dagskrá verður þessa helgi þar sem áhersla verður lögð á heilsu og hreyfingu fólks 50 ára og eldri. Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og

keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem í boði eru til þess. Keppnisgreinar á mótinu eru þessar: Almenningshlaup, boccia, bridds, frjálsar íþróttir, golf, hestaíþróttir, hjólreiðar, sýningar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, sund og þríþraut. Allir hafa keppnisrétt hvort sem þeir eru í ungmennafélagi eða ekki. Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þessa skemmtilegu helgi. Fjölmennum á þriðja Landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal og etjum kappi og skemmtum okkur saman.

Minningarorð um Sigmar B. Hauksson Á aðfangadag jóla barst okkur í Landssambandi eldri borgara sú þungbæra fregn að Sigmar B. Hauksson hefði látist þann dag á Landsspítalanum eftir stutta sjúkdómslegu. Hann hafði ásamt Kjartani Jónssyni unnið með okkur s.l. ár sem ritstjóri blaðsins Listin að lifa sem Landssambandið gefur út til sinna félagsmanna. Nú síðast vorum við að vinna með honum að útgáfu vetrarblaðsins sem út kom í byrjun desember. Það var gott að vinna með Sigmari, hann hafði mikinn áhuga fyrir málefnum eldri borgara og vildi leggja sitt af mörkum til að gera blaðið okkar sem best úr garði. Þau tvö blöð sem hann hefur verið ritstjóri fyrir á síðasta ári hafa fengið lof frá lesendum blaðsins. Við höfðum því gert okkur vonir um áframhaldandi farsælt samstarf. En að slíku er ekki spurt þegar alvarleg veikindi gera vart við sig. Sigmar hefur komið að mörgum öðrum málum um ævina og vakið þar verðskuldaða athygli. Við í stjórn Landsambands eldri borgara og í útgáfunefnd Listarinnar að lifa viljum þakka Sigmari við leiðarlok, fyrir afar gott samstarf við útgáfu blaðsins. Við sendum börnum hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB. 7


Kerfi sem eykur þátttöku og bætir lífssgæði Memaxi skipulags- og samskiptakerfi Memaxi er heitið á nýju skipulags- og samskiptakerfi fjölskyldna. „Við höfum haft það að leiðarljósi í allri hönnun Memaxi að þjóna sem breiðustum hópi notenda,“ segir Ingunn Ingimars forstjóri fyrirtækisins á Íslandi. „Útlit þessa kerfis fer eftir færni og óskum skjánotandans og þannig getur fullvirkur einstaklingur haft mánuð í einu á skjánum og slegið sjálfur inn alla atburði og minnismiða beint frá skjánum. Þeim sem þjáist af heilabilun hentar jafnan betur að horfa eingöngu á einn dag í einu og aðstandendur og aðrir umönnunaraðilar aðstoða þá með því að setja inn atburði og minnismiða í gegnum læsta vefsíðu Memaxi. Kerfið virkar þannig að Memaxi skjáforrit er sett inn í tölvu með Windows stýrikerfi og er henni komið fyrir á heimili skjánotandans. Skjáforritið sýnir klukku, tíma dags, vikudag, mánaðardag og ár. Skjáforritið sýnir einnig dagskrá dagsins og næstu daga og birtir ýmis skilaboð á skjánum. Gestabók er innbyggð í kerfið og því auðvelt fyrir aðstandanda að skrá heimsókn sína í gestabókina beint frá skjánum. Í kjölfarið sendir Memaxi kerfið tilkynningu með SMS eða tölvupósti til annarra aðstandenda svo þeir sjái hver var í heimsókn og hvenær. Skype® myndsímtöl eru einnig innbyggð í kerfinu svo fjölskylda og vinir geta verið í sambandi með myndsímtölum hvort heldur innanlands eða utan.“ -Er flókið að læra að nota kerfið? „Viðtökuprófanir og samtöl við aðstandendur hafa kennt okkur að kerfið þykir afar einfalt í notkun og líkast til býr enginn núverandi skjánotandi okkar yfir fyrri tölvukunnáttu. Skjánotandinn sér bjart, einfalt dagatal með upplýsingum um daginn í dag og ræður alfarið hvort hann ýti á hnappa á skjánum til að skoða fram í tímann eða ekki. Mikil vinna hefur verið lögð í hönnun viðmótsins til að hafa það sem einfaldast. Einnig eru margar stillingar 8

Ingunn Ingimars forstjóri Memaxi á Íslandi

Skjámynd úr kerfinu þar sem minnt er á dagskrárlið fjölskyldumeðlims.

í kerfinu svo hægt sé að aðlaga skjáinn hverjum og einum, t.d. fela eða birta hnappa o.s.frv., því frá upphafi var ljóst að kerfið þyrfti að vera afar sveigjanlegt til að svara þörfum og getu hvers notanda. Memaxi vefsíðan fyrir aðstandendur er aukinheldur einföld í notkun og eru þar settir inn dagatalsatburðir, upplýsingar og skilaboð. -Hvað kostar uppsetningin/áskrift fyrir heimili? „Kostnaðurinn er þríþættur, hugbúnaðaráskrift, Internet-áskrift og tölvubúnaður. Memaxi hugbúnaðurinn kostar 3.000 kr. á mánuði fyrir einn skjánotanda, óháð því hversu margir aðstandendur nota Memaxi vefsíðuna til að færa inn og lesa upplýsingar eða nota Skype til að tala við skjánotandann. ADSL Internet-áskrift er hægt að panta hjá síma- og fjarskiptafyrirtækjum og er mánaðargjald frá um 3.800 kr á mánuði og stærsti kostnaðarliðurinn er svo tölvubúnaðurinn og býður Memaxi bæði mánaðarleigu á tölvu fyrir 9.500 kr. á mánuði og tölvukaup á bilinu 125.000190.000, allt eftir skjástærð og getu tölvunnar“ segir Ingunn. Fyrirtækið hefur lagt inn formlegt erindi til Sjúkratrygginga Íslands um að rædd verði möguleg aðkoma þeirra og greiðsluþátttaka til að gera fleirum kleift að nýta Memaxi.


Þá er einnig verið að kynna Memaxi fyrir fagfólki í heilbrigðisþjónustu og ræða kosti þess að nýta kerfið eins og hvert annað hjálpartæki og úrræði sem fagfólk getur vísað á. „Orðið Memaxi er samsett úr orðunum maximum og memory og er einfaldlega nýtísku dagatal sem byggir á og nýtir sér alla þá tækni sem okkur stendur til boða í dag“ að sögn Ingunnar. Memaxi nýtist eldra fólki afar vel sem vill fylgjast með öllu því sem gerist í lífi stórfjölskyldunnar. Í kerfinu er hægt að geyma upplýsingar um afmælisdaga, veislur, utanlandsferðir, tímamót og láta börn og barnabörn setja ljósmyndir inn í kerfið á afar einfaldan hátt. Í þeim tilvikum þar sem fjölskyldan veitir aðstoð hjálpar Memaxi aðstandendum að skipta með sér verkum og halda góðri yfirsýn yfir alla aburði.“

Tilraunaverkefni á Akureyri:

Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) eru byrjuð að prófa þetta nýja kerfi fyrir sína íbúa og segir Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA að verkefnið hjá þeim sé tvíþætt. „Hið fyrra er að prófa og nýta hugbúnað Memaxi til að stýra upplýsingaskjáum sem staðsettir eru í sameign á heimilinu og mögulega opna á birtingu í gegnum tölvur og/eða sjónvörp víðar um húsið. Hitt verkefnið er að nota Memaxi fyrir íbúa líkt og gerist í heimahúsi, tengja við aðstandendur og starfsfólk. Tilraunin felst í að prófa notkun Memaxi inn á heimili eins og ÖA, skoða nýtingu og möguleika og undirbúa að nýir íbúar muni koma inn á heimilið með slíkan búnað sem þeir hafi notað í sjálfstæðri búsetu“ segir Halldór. Hann telur raunhæft að kerfið geti nýst jafnt heimilum og stofnunum og eins einstaklingum í heimahúsum. „Eins tel ég líklegt að heimaþjónustan bæði heimilisaðstoð og hjúkrunin muni færa sér þetta í nyt. Það er að mínu viti augljós kostur að nota þennan búnað eða annan álíka ef hentar, til samskipta og til að rjúfa einangrun og vinna gegn einmanaleika. Mikilvægt er að þáttur aðstandenda er hluti af Memaxi og það skiptir máli að upplýsingaflæði milli þeirra innibyrðis og milli þeirra og opinberu þjónustunnar sé aukin og styrktur.“ Halldór telur að ávinningurinn af þessu kerfi fyrir ÖA geti m.a. verið að efla upp-

Það er óhætt að segja að svona minnistafla er langtum flóknari að nota en Memaxi sem hefur einstaklega gott notandaviðmót og nýtist allri fjölskyldunni.

Getabók er innbyggð í kerfið og auðvelt að skrá heimsókn sína. Í kjölfarið sendir Memaxi kerfið tilkynningu með SMS eða tölvupósti til annarra aðstandenda hver var í heimsókn og hvenær lýsingamiðlun til að íbúar, aðstandendur og starfsfólk séu upplýstir og hafi greiðan aðgang að sömu upplýsingum. „Eins getur þetta samræmt og bætt nýtingu á tíma starfsfólks og aðstandenda við að aðstoða og efla lífsgæði íbúa. Þriðja er þátttaka aðstandenda og hlutdeild þeirra í hvatningu til virkni íbúans og þátttöku í því sem um er að vera. Fjórða er aukin samskipti þar sem samskiptamiðlar og tækni er notuð. Fimmta og ekki síst, er svo örvunin og aðstoð við að halda utan um daglegar athafnir og áminningar um hvað búið er og hvað er framundan. Ég tel mikilvægt og tímabært að hugað sé að þróun og tilraunastarfsemi á sviði samskipta og örvunar í öldrunarþjónustunni og að horft sé til notk-

unar á nútímatækni eins og gert er í öðrum starfsgreinum og atvinnulífinu almennt. Öldrunarþjónusta framtíðarinnar mun þurfa að leita leiða til að veita góða þjónustu til stækkandi hóps fólks og það verður ekki gert einungis með sömu aðferðum og við höfum notað fram til þessa. Nýjar aðferðir og ný tæki munu koma til og ég spái því að á næstu árum muni eiga sér stað verulegt átak í margháttaðri vöruþróun og nýsköpun sérstaklega beint að öldrunarþjónustunni. Komi sú þróun ekki að ósk öldrunarþjónustunnar mun hún engu að síður eiga sér stað vegna þess að atvinnulífið sjái þjónustu við aldraða sem áhugaverðan vettvang,“ segir Halldór S. Guðmundsson. 9


Framtíðarþing um farsæla öldrun Samstarfsverkefni sem Landsamband eldri borgara kom að Þann 7. mars síðastliðinn var haldið Miklar og stórskemmtilegar Framtíðarþing um farsæla öldrun umræður voru á þinginu þar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. sem margt fróðlegt kom fram. Þingið var samstarfsverkefni ÖldrSpurningarnar sem fundarmenn unarráðs Íslands, Landsambands glímdu við voru eftirfarandi: eldri borgara, Öldrunarfræða• Hvað er það besta við að eldfélags Íslands, Velferðarráðuneytis, ast? Sambands íslenskra sveitarfélaga, • Hvaða væntingar hefur samReykjavíkurborgar, Fagdeildar öldrfélagið til aldraðra? / Hvaða unarhjúkrunarfræðinga, Félags væntingar hafa aldraðir til samsjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu og félagsins? Iðjuþjálfafélags Íslands. Aðdragandi Pétur Magnússon formaður Öldrunarráðs Íslands ásamt • Hvað er farsæl öldrun? fundarins var Evrópuár um virkni Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra og Jóni Gnarr • Hvernig stuðlum við að faraldraðra og samstöðu kynslóðanna borgarstjóra sem báðir ávörpuðu þingið. sælli öldrun? árið 2012 hjá Evrópusambandinu, en í kjölfarið ákvað Stjórn öldrunarÞessa dagana er verið að ljúka ráðs að stefna til þingsins með eftirvið að vinna úr niðurstöðum og væru farandi markmið að leiðarljósi: þær einar og sér efni í nokkrar greinar. • Að vekja jákvæða athygli á öldruðGerð verður skýrsla með niðurstöðum um, stöðu þeirra og hvernig þeir líta sem dreift verður víða, meðal annars sín mál til framtíðar. til þingmanna. Einnig verða skrifaðar • Að skapa umræðu um öldrunarmál, smærri greinar um niðurstöður og væntingar og viðhorf til efri áranna. kynningarfundir haldnir. Undirbún• Að skapa vettvang fyrir þá sem koma ingsnefnd hefur lagt mikla áherslu á að að öldrunarmálum á Íslandi og koma fylgja málum vel eftir næstu misserin. af stað heilbrigðri og skynsamlegri umræða um þessa kynslóð. Sem dæmi um niðurstöður má nefna • Að kynna samfélaginu Öldrunarráð fyrstu spurninguna um hvað sé það sem og aðra samstarfsaðila sem að besta við að eldast. Segja má að rauði fundinum koma; þráðurinn í svörum þátttakenda þar • Að skapa leiðbeiningar til stjórnsé frelsið til að ráða tíma sínum og valda. sinna betur öllu því sem hefur mögulega setið á hakanum. Einnig þroskinn Fundarfyrirkomulag byggði á sömu og víðsýnin sem kemur með lífsreynslhugmyndafræði og notuð var á Þjóðunni og tækifæri til að gefa af sér og fundi 2009 og 2010. Unnið var á sexmiðla lífinu til yngri kynslóða. Það sem tán 8-9 manna borðum og á hverju er oftast nefnt er gæðastundir með fjölborði var sérþjálfaður borðstjóri, en skyldu og vinum. Þá er mikilvægt að hans hlutverk var að sjá til þess að allir mati fundarmanna að hlakka til morgvið borðið fengju jöfn tækifæri til að undagsins og horfa björtum augum á tjá sig og að tryggja virka hlustun þannárin framundan. ig að öll sjónarmið kæmust að. Þátttakendur voru 126 talsins úr Undirbúningsnefnd vill þakka þátteftirfarandi meginhópum: takendum á þinginu fyrir sitt framlag • Aldurshópurinn 75 ára og eldri sem vonandi verður haft til hliðsjónar • Aldurshópurinn 55-75 ára þegar ákvarðanir verða teknar varðandi • Aldurshópurinn 55 og yngri framtíð öldrunarmála þjóðarinnar. • Starfsfólk sem tengist öldrunarmálum Pétur Magnússon, Hóparnir voru blandaðir þannig að formaður Öldrunarráðs Íslands á hverju borði voru þátttakendur í misIngrid Kuhlmann, þingstjóri munandi aldurshópum auk starfsfólks sem tengist öldrunarmálum. Myndir frá þingstörfum. 10


ÍSLENSKA / SIA.IS / ICE 63843 04/13

KAUPMANNAHÖFN

AÐVENTUFERÐ FYRIR ELDRI BORGARA Verð: 111.900 kr.* á mann í tvíbýli (aukagjald fyrir einbýli: 12.400 kr.).

Við munum komast í sannkallaða danska jólastemningu í aðventuferð eldri borgara til Kaupmannahafnar 24.–27. nóvember. Icelandair skipuleggur ferðina í samvinnu við Landssamband eldri borgara,

Emil Guðmundsson og Hotelbokanir.is. Þetta verða fjórir indælir dagar þar sem við skoðum okkur um í borginni og upplifum eitt og annað skemmtilegt undir fararstjórn Emils Guðmundssonar.

+ Nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair: 50 50 406 I hopar@icelandair.is

* Innifalið: Flug með Icelandair ásamt flugvallarsköttum, gisting í tvíbýli á Hótel Absalon í 3 nætur með morgunverði, akstur til/frá flugvelli og á hótel ásamt öllum öðrum akstri, skoðunarferð um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur, 1 aðgöngumiði í Tívolí , „julefrokost“ á PH Caféen og sigling um síkin með Jazzbandi Michael Böving.


Eldra fólk og velferðartækni Tækifæri í þjónustu og nýjar samskiptaleiðir Á síðustu árum hefur á vettvangi norræns samstarfs verið umræða og vinna með þróun hugmynda um áhrif tölvutækni, upplýsinga- og samfélagsmiðla, á vinnuaðferðir í þjónustu við ýmsa hópa velferðarþjónustunnar á Norðurlöndum. Þar er t.d. horft til áhrifa tækniþróunar innan heilbrigðisþjónustu (hátækni-sjúkrahús), áhrifa tækni á úrræði fyrir fatlað fólk, áhrifa tæknilegrar þróunar á kennsluaðferðir fyrir börn og einnig áhrif á stjórnsýsluna og rafræn samskipti. Stór þáttur í velferðartækni snýr svo að eldra fólki og öldrunarþjónustu. Velferðartækni (velfærds-teknologi) er nýlegt hugtak. Skilgreining þess er nokkuð ólík eftir því hve víð eða þröng hún er. Víðari skilgreiningin vísar til tækni sem sérstaklega gagnast notandanum við að sækja sér eða nýta velferðarþjónustu og er til þess fallin að viðhalda eða auka lífsgæði hans. Hér undir getur fallið margháttuð nútímatækni, allt frá gleraugum eða heyrnartækjum til fjarstýringa á fullkomnum vélbúnaði, hugbúnaður, hjálpartæki, öryggisbúnaður eða myndsamtöl í gegnum netið. Almennt er viðurkennt að nauðsynlegt sé að leita nýrra leiða í velferðarþjónustunni vegna hækkandi lífaldurs, fjölgunar eldra fólks og fækkandi yngri skattgreiðendum. Hingað til hefur umræða um öldrunarþjónustu á Norðurlöndum fremur einkennst af upphrópunum og kröfum um þrjú sömu atriðin. Það vanti – fleira starfsfólk – meira fjármagn – fleiri stofnanarými. Ein af afleiðingunum svo einhæfrar framsetningar er minna horft á innra starf, nýja möguleika og þróunarstarf. Sem dæmi má nefna að ef einstaklingur á öldrunarstofnun dettur og er liggjandi í einhverja stund, þá er dæmigert viðbragð og umræða um það atvik með fókus á skort á starfsfólki, peningaskort og hvað aldraðir eru miklu veikari en áður. Einmitt þar liggur lokun umræðunnar, því þessi úrræði eru takmörkuð. Skortur er og verður á vinnuafli og þörfin fyrir meira fé er víðar í velferðar12

lífið. Markmið velferðartækni í öldrunarþjónustu á að vera aukin gæði þjónustunnar, aukið sjálfstæði og lífsgæði notandans og aukin hagkvæmni.

Þróunarverkefni á Akureyri

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og lektor við félagsráðgjafardeild HÍ kerfinu. Meira fé til öldrunarþjónustu myndi kalla á aukna skatta eða skerðingar hjá öðrum og er því ekki nærtæk lausn heldur til þess fallin til að drepa úrlausnum á dreif. Því verður að leita nýrra leiða og skoða lausnarmiðaðri nálgun í ofangreindu dæmi, sem væri t.d. að ræða þörfina á hreyfi- eða fall­ skynjurum.

Samtal eða heimsókn ?

Skjásímar og dagbækur, samskipti og áminningar um lyfjatöku eða viðburði

Innleiðing á aukinni tækni og tæknilegum lausnum í þjónustu við eldra fólk, bæði heima og á stofnunum, er og verður næsta stóra skrefið í þróun öldrunarþjónustunnar. Slík þróun skapar ávinning fyrir alla, notandann, samfélagið, aðstandendur og atvinnu-

Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) ákváðu í byrjun árs 2013 að setja velferðartækni sérstaklega á dagskrá, huga að nýjum möguleikum og setja af stað tilrauna- og þróunarverkefni innan heimilanna. Rekja má ákvörðunina til tillagna vinnuhóps um viðhorf til öldrunarþjónustunnar á Akureyri, Edenhugmyndafræðinnar og ráðstefnu um velferðartækni sem undirritaður hafði sótt. Fyrsti áfangi verkefnisins er að setja upp þráðlaust net, upplýsingaskjái um viðburði og fréttir, kaupa spjaldtölvur á heimilin, styrkja upplýsingamiðlun í gegnum heimasíðu og samfélagsmiðla og nota upplýsinga-og tölvutækni sem hluta af úrræðum og tilboðum í félagsstarfi og virknihvetjandi starfi fyrir íbúa. Fyrsti áfangi verður unnin á tveimur af fimm heimilum (deildum). Sem dæmi mun viðburðum, matseðli, tilkynningum og öðru slíku efni miðlað til íbúa, aðstandenda og starfsfólks í gegnum vefinn og mun það birtast á tölvum og sjónvörpum í sameiginlegu rými. Aðstandendur munu jafnvel eiga kost á að gera slíkt í gegnum eigin tölvur, Fésbókarsíðu ÖA eða síma með viðbótum (apps). Þá munu íbúar hafa aðgang að spjaldtölvum og fartölvum til nota við blaðalestur, spil eða töfl eða álíka sem er þeim til tómstunda eða virkni. Einn þáttur í því er að nota leikjatölvur til að spila golf, tennis og fleiri hreyfileiki. Áformað er t.d. að nýta tölvur og upptökur/YouTube fyrir morgunleikfimi og í hópastarfi með íbúum. Þá er á döfinni samstarf við framhaldsskólanemendur um tölvukennslu fyrir íbúa og starfsfólk. Mikilsverð vídd í velferðartækni á ÖA er að nota tæknina til að auka samskipti milli íbúa og aðstandenda og draga þannig úr hindrum vegna fjarlægða. Slíkt er auðvelt að gera í gegn-


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 3 1 3 0 1 2

Fyrir þig, hjartað mitt

Hjartamagnýl® – Dýrmæt forvörn 75 mg sýruþolnar töflur Notkun: Hjartamagnýl sýruþolnar töflur innihalda 75 mg af asetýlsalicýlsýru. Hjartamagnýl er tekið til að minnka hættuna á að blóðtappar myndist og fyrirbyggja þannig frekari: Hjartaáföll, heilablóðföll, vandamál í hjarta og æðum hjá sjúklingum með hjartaöng, sem er í jafnvægi eða óstöðug. Hjartamagnýl er einnig notað til að koma í veg fyrir myndun blóðtappa eftir ákveðnar tegundir hjartaaðgerða til að víkka eða opna æðar. Ekki er mælt með notkun lyfsins við bráðaaðstæður. Það er eingöngu hægt að nota sem fyrirbyggjandi meðferð. Skammtar og lyfjagjöf: Almennt er ráðlagður skammtur 75-160 mg einu sinni á dag. Töflunum skal kyngja heilum með nægilegu magni af vökva. Vegna sýruþolnu húðarinnar skal ekki mylja, brjóta eða tyggja töflurnar. Börnum og unglingum yngri en 16 ára skal ekki gefa asetýlsalicýlsýru, nema samkvæmt læknisráði þegar ávinningur vegur þyngra en áhættan. Varúðarreglur: Láttu lækninn vita áður en þú tekur Hjartamagnýl ef þú ert með nýrna-, lifrar- eða hjartavandamál, ert með eða hefur einhvern tíma verið með vandamál í maga eða smáþörmum, ert með háan blóðþrýsting, ert með astma, frjókornaofnæmi, sepa í nefi eða aðra langvinna sjúkdóma í öndunarfærum; asetýlsalicýlsýra getur framkallað astmakast, hefur verið með þvagsýrugigt, færð miklar tíðablæðingar. Þú verður að leita strax til læknis ef einkenni þín versna eða ef þú finnur fyrir alvarlegum eða óvæntum einkennum. Láttu lækninn vita ef þú ætlar að fara í aðgerð þar sem asetýlsalicýlsýra þynnir blóðið. Asetýlsalicýlsýra getur valdið Reye's heilkenni þegar hún er gefin börnum. Reye's heilkenni er sjúkdómur sem kemur örsjaldan fyrir og getur verið lífshættulegur. Af þessari ástæðu skal ekki gefa börnum yngri en 16 ára Hjartamagnýl, nema samkvæmt ráðleggingum læknis. Þú skalt gæta þess að ofþorna ekki þar sem notkun asetýlsalicýlsýru við slíkar aðstæður getur valdið skerðingu á nýrnastarfsemi. Þetta lyf hentar ekki til notkunar sem verkjalyf eða hitalækkandi lyf. Meðganga og brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð. Þungaðar konur og konur með börn á brjósti skulu ekki taka asetýlsalicýlsýru nema samkvæmt ráðleggingum læknis. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Actavis Group PTC ehf. Mars 2013.


um Skype eða FaceTime eða álíka samskiptaforrit, þegar þráðlaus búnaður er til staðar og aðgengi að tækjum. Í raun eru möguleikar velferðartækninnar miklu meiri en okkur óraði fyrir og talsvert af ónotuðum möguleikum hafa sýnt sig vera til staðar í nánasta umhverfi. Rafræn sjúkraskráning er svo enn annar þáttur innan velferðartækninnar. Sérstakur hluti í þróunarverkefninu er síðan að reynsluprófa Memaxi hugbúnaðinn fyrir nokkra íbúa og kanna Kvöldlestur með barnabarni virkni hans og áhrif inni á heimað vinna að framgangi velferðartækni ilinu. Áhugaverður og raunar ögrandi á ÖA. Í undirbúningi verkefnisins á ÖA, þáttur í þessu verkefni reynist vera viðhorf til notkunar nýjust tækni meðal hefur orðið enn ljósara en áður hve eldra fólks. Þar örlar á viðhorfum um mikilvægt er að hugað verði að framað venjubundin notkun yngra fólks á þróun á sviði velferðartækni í öldrunartölvu– og samskiptatækninni, eigi ekki þjónustu hér á landi og á Norðurlöndmeð sama hætti við um eldra fólk. unum. Sú þróun mun skipta sköpum Það var því ómetanlegur stuðningur fyrir velferð og lífsgæði eldra fólks í sem fólst í styrkveitingu Samherja hf. framtíðinni, bæði innan stofnana og í þegar þeir veittu myndarlegan styrk til heimahúsum.

Um miðjan apríl sl. lögðu norðmenn fram nýja stefnumótun í málefnum aldraðra. Þar er með skýrum hætti dregin upp mynd af umfangsmiklum breytingum með aukinni velferðartækni og fullyrt að óbreyttar áherslur dugi ekki til, til að mæta þörfum framtíðarinnar. Velferðartækni í þjónustu við eldra fólk mun því að líkindum skipa veigamikinn sess í umræðu næstu ára hér á landi og því er nauðsynlegt að forystusveit LEB taki virkan þátt í þeirri umræðu og fylgist með norrænu samstarfi. Áhugasömum er bent á: da.wikipedia.org/wiki/ Velf%C3%A6rdsteknologi www.nordicwelfare.org/Publikationer/ www.youtube.com (leitarorð: velfærdsteknologi, digitalvelfærd) www.memaxi.is

Öll fjölskyldan tengist með Memaxi Dagatal með áminningum Myndsímtöl Gestabók Ljósmyndir frá fjölskyldunni Yfirlit og skipulag

www.memaxi.is | fyrirspurn@memaxi.is | 415 2520 14


Mikilvægt skref stigið í samskiptum stjórnvalda og Landssambands eldri borgara: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landssambands eldri borgara undirritaði hinn 26. febrúar samning LEB við Velferðarráðuneytið um starfsemi Landssambands eldri borgara. Samningurinn er mikilvægt skref í að styrkja samskipti stjórnvalda og Landssambands eldri borgara, marka fyrirkomulag samstarfsins og styrkja stöðu LEB og eldri borgara gagnvart stjórnvöldum. Með samningnum gera stjórnvöld sem verkkaupi í fyrsta sinn samning við LEB sem verksala sem vinnur að tilteknum viðfangsefnum. Í öðru lagi er samið um það fjármagn sem stjórnvöld greiða LEB fyrir að sinna viðfangsefnunum. Í þriðja lagi miðar samningurinn að langtíma samstarfi, er í upphafi til tveggja ára, 2013 og 2014, og framlengist síðan ár frá ári. Það fyrirkomulag kemur í stað þess að áður, eftir mikil fundarhöld og bréfaskriftir, fékk LEB fjárveitingu frá Alþingi af fjárlögum hvers árs sem hvorki var samningsbundin, tók til sérstakra viðfangsefna eða var beintengd þeim stjórnvöldum

Haukur Ingibergsson sem fóru með málefni aldraðra. Í fjórða lagi skapar samningurinn vettvang til þróunar samstarfsins þar sem ákvæði er um að samningurinn skuli endurskoðaður árlega og hvor aðili geti óskað eftir að einstök ákvæði samningsins eða samningurinn í heild verði tekinn til endurskoðunar enda séu færð fyrir því efnisleg rök. Markmið samningsins er að styrkja LEB til að sinna hlutverki sínu sem heildarsamtök aldraðra á Íslandi, vinna að hagsmunamálum aldraðra og koma

fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum. Þrjú viðfangsefni eru tiltekin sérstaklega til að mæta markmiðum samningsins. Í fyrsta lagi að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi stefnumótun og áform um aðgerðir í þágu eldri borgara. Í öðru lagi að veita stjórnvöldum umsagnir um lagafrumvörp og reglugerðir eftir því sem við á. Í þriðja lagi að miðla upplýsingum og fræðslu til aðildarfélaga, meðal annars með útgáfu tímaritsins Listin að lifa og rekstri heimasíðu. Með þessum samningi hefur LEB tekist, undir farsælli forystu Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur, ásamt ötulli vinnu stjórnarmanna í LEB að koma samskiptum við stjórnvöld vegna málefna aldraðra á nýtt stig. Hlutverk LEB gagnvart ráðuneytinu hefur verið formlega skilgreint, samskiptaleiðir LEB og ráðuneytisins markaðar og meiri festa sköpuð í fjármálum LEB. Eitt mikilvægasta verkefni LEB á næstu árum verður að sækja fram á grundvelli þeirra tækifæra sem samningurinn skapar.

Vel heppnað átak til að brúa kynslóðabilið Félag eldri borgara á Suðurnesjum Félag eldri borgara á Suðurnesjum var tilnefnt til samfélagsverðlauna af Fréttablaðinu fyrir árið 2013. Viðurkenningin var í flokki „Frá kynslóð til kynslóðar“ fyrir frumkvæði félagsins í samstarfi við nemendur í grunnskóla á Suðurnesjum sem nefnt var „Ævintýrið“. Yfirskrift verkefnisins var að stuðla að því að kynslóðirnar starfi saman með virðingu hver fyrir annarri og brúa þannig bilið á milli þeirra. Árið 2012 var Evrópuár aldraðra og var fyrsti október 2012 nefndur dagur aldraðra í Evrópu. Af þessu tilefni beitti Landssamband eldri borgara sér fyrir því að auka samstarf milli eldri borgara og grunnskólanemenda. Verkefnið á Suðurnesjum byggðist á gagnkvæmum heimsóknum og samvinnu eldri og yngri kynslóða. Eldri borgarar leiðbeindu t.a.m. nemendum í grunn-

skólum á svæðinu við lestur með góðum árangri. Í bréfi sem Félag eldri borgara á Suðurnesjum ritaði í september í fyrra var leitað eftir samstarfi við skólayfirvöld og nemendaráð. Þar sagði að tilgangurinn væri gagnkvæmar heimsóknir í skóla og félagsheimili félagsins til að efla skilning á högum ungra sem aldinna. „Þessar heimsóknir gætu leitt til frekara samstarfs við nemendur sem allir hefðu gagn og gaman að. Við stefnum á að grunnskólar bjóði til sín

í heimsókn fulltrúum aldraðra, ef til vill gömlum nemendum sínum til að rifja upp endurminningar sínar og sitji fyrir svörum nemenda, t.d. um eigin bernsku, skólagöngu og lífshætti áður fyrr. Eldri borgarar þurfa að geta fræðst um upplýsingatækni, internetið og annað sem í boði er. Nemendur hafa meiri þekkingu á þessari tækni en eldri borgarar,“ segir jafnframt í bréfi FEBS. Félag eldri borgara á Suðurnesjum hefur verið starfandi um árabil, en í það félag geta allir Suðurnesjamenn 60 ára og eldri gengið. Markmið félagsins er að huga að hagsmunum aldraðra, sinna tómstundum við hæfi og stuðla að góðum efri árum. Lögð er áhersla á að allir eldri borgarar á Suðurnesjum taki þátt og gerist félagar. Eyjólfur Eysteinsson er formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum. 15


Fræðsluhornið Bryndís Steinþórsdóttir Ágætu lesendur. Látum ekki deigan síga og vinnum að því sem okkur gengur vel við og höfum ánægju af. Leitumst við að vera skemmtileg og sjarmerandi gamalmenni eins og ein leikkona komst að orði í útvarpsviðtali þegar hún var spurð um efri árin. Skrifum hjá okkur helstu viðfangsefni dagsins ef þörf krefur og virðum tíma okkar og annarra. Hér koma nokkrar uppskriftir og leiðbeiningar sem þættinum hafa borist:

Gulrótasúpa frá Sigrúnu 1 saxaður laukur 500 g gróft rifnar gulrætur 2 tsk rifinn ferskur engifer ½ blaðlaukur í sneiðum 2 msk matarolía 1 tsk karrý 1 ½ l vatn eða grænmetissoð 2-3 grænmetisteningar

Mýkið lauk og gulrætur i matarolíunni, bætið kryddinu saman við. Sjóðið í 40 mínútur og maukið. Berið súpuna fram með ferskum koriander, sýrðum rjóma og nachos flögum eða grófu brauði.

Sænskir kartöfluklattar.

4 meðalstórar kartöflur 2msk mjólk 1 msk hveiti eða heilhveiti ½ tsk lyftiduft 20 g smjör 2 þunnar flesksneiðar (smátt saxaðar) eða annað reykt kjöt 1 lítil laukur, smátt saxaður 1 meðalstórt epli (afhýtt og rifið eða smátt saxað) 1 msk saxaðar kryddjurtir Salt og pipar eftir bragði 1 msk matarolía Bræðið smjörið og léttsteikið flesk og lauk. Bætið epli og kryddi saman við. Maukið kartöflurnar með mjólkinni. Blandið öllu saman ásamt mjöli og lyftidufti í þykkt deig sem mótað er í 6 flatar kökur (klatta). Látið bíða í kæli í eina klst. þá verða kökurnar þéttari og auðveldara er að steikja þær í matarolíunni. Berið fram með t.d. grænu salati.

16

Heitt rúllubrauð frá Guðrúnu

1 rúllubrauð 1 dós sveppaostur (250 g) 3 msk mayones ½ tsk grænmetiskraftur (leystur upp í dálitlu heitu vatni) 200 g skinka söxuð 1 lítil dós aspas (smækkaður ef þarf) Öllu blandað saman og smurt á brauðið sem rúllað er upp með samskeytin niður. Hrærið saman ½ dl af mayonesi og ½ dl af sýrðum rjóma og smyrjið utan á brauðið. Stráið rifnum osti og dálitlu paprikudufti yfir brauðið. Bakið í ofni við 180° í um 30 mín. Melónur Það er vinsælt að bera fram melónubita og ef til vill vínber með kökum á kaffiborðið. Melónur eru einnig góðar í margskonar salöt.

Fíflahunang frá Guðlaugu G.

50 nýir fíflahausar (blóm) 2 sítrónur í bitum 300 g sykur Hausarnir eru settir í kalt vatn og hreyfðir svo allar flugur fari örugglega úr þeim. Skiptið um vatn ef þörf er. Vatnið er síað frá og hausarnir soðnir með sykri og sítrónum í 3 klst. Sigtað og safinn pressaður vel úr (hann á að vera tær). Sett síðan í hreinar krukkur með loki.

Tehetta frá Rannveigu S. Efni: Þrefaldur plötulopi Hringprjónn og sokkaprjónar nr. 6. Fitjið upp 96 l og prjónið í hring sl. prj. 7 sm. Þá er prj. mynstur sem hver getur valið eftir sinni ósk og getu. Þegar hólkurinn er orðinn 20 sm frá uppfitjun er tekið úr þannig: Prj. 14 l og 2 saman alla umf. Prj. 2 umf. án úrtöku. Prj. 13 l og 2 saman alla umf. Þannig fækkar um 1 l milli úrtaka. Skiptið yfir í sokkaprj. þegar þörf krefur. Prj. alls 6*2 umf. á milli, 4*1 umf. á milli úrtaka, takið þá úr í hverri umf. þar til 8 l eru eftir. Þeim skipt á 2 fínni prjóna og prj. „halar“ með öðrum lit þannig að byrjað er alltaf frá sama enda prjónsins. Þá myndast rúlla sem gott er að toga vel í til að brúnirnar falli saman. Þegar „halarnir“ mælast 12 sm er garnið slitið og dregið gegn um l. Halaendunum stungið ofan í gatið (þannig að myndist 2 hankar), þeir saumaðir fastir og gatið saumað saman. Faldur (4 umf.) brotinn inn á neðri brún og saumaður laust niður.


Hettan síðan þæfð í þvottavél á 40° C., teygð vel og mótuð. Við þæfingu minnkar hettan um ca. 20-30%. Hetta yfir pressukönnu Ef að hettan á að vera yfir pressukönnu þarf hún að vera hærri. Uppskriftin er eins að öðru leiti en því að þá eru hafðar fleiri umf. milli úrt. t.d. 4*3 umf. á milli, 4*2 og 4*1. Þá er tekið úr í hverri umf. þar til 8 l. eru eftir.

Barnavettlingar og trefill frá Margréti M.

sléttum. 3. umferð (hvítt garn), 1 slétt, lyftið einni lykkju með þráðinn fyrir aftan prjóninn, 3 sléttar. Byrjið frá x og endið með að lyfta einni lykkju með þráðinn fyrir aftan prjóninn. 4. umferð (hvítt garn), 1 slétt, x lyftið einni lykkju með þráðinn fyrir framan prjóninn, 3 l sléttar. Byrjið frá x og endið með að lyfta einni lykkju fyrir framan prjóninn, 1 slétt. 5. 6. 7. 8. 9. 10. umferð eru prjónaðar með garðaprjóni.

prjóni. Eftir 6 umferðir er prjónað munstur og efir 3 munsturraðir er skipt yfir í (gult garn) og teknar úr 8 lykkjur í annarri hverri umferð þar til 11 lykkjur eru eftir. Þá er þráðurinn dreginn í gegn um lykkjurnar og hert að. Gengið frá endanum. Trefill: (gult garn) Fitjið upp 3 lykkjur á prjóna nr. 2 ½ með gulu garni og prjónið garðaprjón. Aukið út í báðum hliðum í annarri hverri umferð þar til lykkjurnar eru 31. Prjónið því næst munstur sem byrjar í 9. umferð. Prjónið 5 raðir munstur og endið á 10. umferð. Setjið aðra hverja lykkju á annan prjóninn og prjónið hinar lykkjurnar 1 sl. og 1 br. 4 sm. Prjónið síðan lykkjurnar sem eftir eru eins og síðan allar lykkjurnar saman. Prjónið því næst munstrið og byrjið á 6. umferð. Þegar munstrið er 11 sm er fellt af og prjónað annað stykki eins. Lykkjað saman.

Húsráð frá Guðlaugu.

Mynstur: Babygarn 1 gul dokka og 2 hvítar dokkur. Prónar nr. 2 og 2 ½ 1. umferð (gult garn) x 3 sléttar, lyftið einni lykkju með þráðinn fyrir aftan prjóninn. Byrjið frá x og endið með 3 sléttum. 2. umferð (gult garn) x 3 sléttar, lyftið einni lykkju með þráðinn fyrir framan prjón­inn, byrjið frá x og endið með 3

Vettlingar: Fitjið upp 40 lykkjur á prjóna nr.2, með hvítu garni og prjónið brugðningu (stroff) 1. sl. og 1. br. 5 sm. Þá eru gerð göt. x 1. sl. og 1. br, slegið upp á og tvær saman, Byrjið frá x og prjónið slétt til baka. Prjónið því næst á prjóna nr. 2 ½ garða­prjón og aukið út 3 lykkju á fyrsta

Gott er að fjarlægja tyggigúmmí með White-spritti. Látið einn til tvo dropa af því á tyggigúmmíið og það losnar. Fyrst kemur grár blettur sem hverfur. Einnig er gott að fjarlægja vaxliti með sprittinu, sem er sett í klút og strikin nudduð í burt. Ryð má fjarlægja úr vefjarefnum sem má þvo. Þá er notuð WD40-ryðolía, sem fæst á bensínstöðvum. Setjið olíuna á blettinn, nuddið og látið bíða þar til olían hefur leyst ryðið upp. Síðan er efnið þvegið á venjulegan hátt. Ryð á flísum má fjarlægja á sama hátt.

Gaman væri að heyra frá ykkur um öflun og notkun villtra jurta í matargerð. Bestu þakkir fyrir hvatningu og aðstoð við fræðsluhornið. Ég hlakka til að heyra frá ykkur og er til viðtals ef óskað er. Gleðilegt sumar! Bryndís Steinþórsdóttir (bryndisst@internet.is) hússtjórnarkennari 17


Kynningarefni frá Sjúkratryggingum Íslands:

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tók gildi 4. maí Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tók gildi 4. maí sl. í samræmi við breytingar á lögum sem Alþingi samþykkti þann 1. júní 2012. Meginmarkmiðið með lögunum er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr lyfjakostnaði þeirra sem þurfa að nota mikið af lyfjum.

Sanngjarnara kerfi – þak á kostnaði

Það sem einkennir eldra greiðsluþátttökukerfi er að kostnaður þeirra sem nota lyf að staðaldri og þurfa jafnvel á mörgum lyfjum að halda, getur orðið mjög hár vegna þess að ekki er hámark á lyfjakostnaði einstaklinga. Þá er greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) mismikil eftir lyfjaflokkum sem skapar ójafnræði milli einstaklinga með mismunandi sjúkdóma. Ávinningur nýja kerfisins er meðal annars: • Jafnræði einstaklinga eykst. • Komið er til móts við þá sem hafa mikil útgjöld vegna lyfja. • Kerfið er einfaldara en eldra kerfi. Nýja kerfið byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna

eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Í fyrsta þrepi greiðir einstaklingurinn lyf að fullu, í öðru þrepi greiðir hann 15% af verði lyfja og í þriðja þrepi greiðir hann 7,5%. Þegar lyfjakostnaður hefur náð ákveðnu hámarki getur læknir sótt um að SÍ greiði lyf að fullu það sem eftir er af tímabilinu að uppfylltum tilteknum skilyrðum (sjá töflu 1 og 3). Öll lyf sem SÍ taka þátt í að greiða (þar með talin lyf sem einstaklingur hefur fengið samþykkt lyfjaskírteini fyrir) verða felld inn í greiðsluþrepin. Þau lyf sem SÍ taka ekki þátt í að greiða, falla utan

greiðsluþrepanna. Hægt er að sjá verð lyfja og hvaða lyf hafa greiðsluþátttöku SÍ á www.sjukra.is. Þeir sem hafa haft mikinn lyfjakostnað greiða því almennt minna fyrir lyf í nýju kerfi. Þeir sem þurfa sjaldan að kaupa lyf munu almennt greiða meira en áður. Tólf mánaða greiðslutímabilið hefst við fyrstu lyfjakaup einstaklingsins. Ef hann kaupir t.d. lyf í fyrsta sinn 15. maí 2013 þá lýkur tímabilinu 15. maí 2014. Nýtt tímabil hefst þegar viðkomandi kaupir lyf í fyrsta sinn eftir að framangreindu tímabili lýkur.

Sjúkratryggðir almennt. Tafla 1 Lyfjakostnaður á 12 mánaða tímabili

Greiðsluhlutfall af heildarverði lyfja

Einstaklingar Sjúkratryggingar

Einstaklingar

Sjúkratryggingar

1

24.075 kr.

0 kr.

100%

0%

2

10.833 kr.

61.391 kr.

15%

85%

3

34.507 kr.

425.593 kr.

7,5%

92,5%

69.415 kr.*

486.984 kr.

*ATHUGIÐ. Ef einstaklingur greiðir 69.415 kr. innan 12 mánaða tímabilsins (5.785 kr. að meðaltali á mánuði) getur læknir sótt um að SÍ greiði lyf að fullu (100%) það sem eftir er af tímabilinu að uppfylltum skilyrðum vinnureglna SÍ. Einungis lyf sem SÍ taka þátt í að greiða falla hér undir.

Dæmi: Tafla 2. Lyfjaúttektir Evu á 12 mánaða tímabili. Dags. lyfjakaupa

Heildarverð Eva greiðir Sjúkratryggingar Skýringar

15. maí 2013

23.795 kr.

23.795 kr. 0 kr.

Greiðslutímabil hefst - Eva greiðir lyfin að fullu (100%) samkvæmt þrepi 1.

15. ágúst 2013

23.795 kr.

3.807 kr.

19.988 kr.

Eva færist upp í þrep 2 og greiðir því 15% fyrir mestan hluta upphæðarinnar.

15. nóv. 2013

23.795 kr.

3.569 kr.

20.226 kr.

Eva greiðir 15% samkvæmt þrepi 2.

15. feb. 2014

23.795 kr.

3.569 kr.

20.226 kr.

Eva greiðir 15% samkvæmt þrepi 2.

15. maí 2014

23.795 kr.

1.868 kr.

21.927 kr.

Eva færist upp í þrep 3. Eva greiðir 15% af hluta upphæðar skv. þrepi 2 og 7.5% af hluta upphæðar skv. þrepi 3.

Alls á tímabili

118.975 kr.

36.608 kr.

82.367 kr.

Samtals upphæð og greiðsla fyrir lyf á 12 mánaða tímabili.

23.795

0

Nýtt greiðslutímabil hefst við fyrstu kaup eftir 15. maí - Eva greiðir lyfin að fullu (100%) samkvæmt þrepi 1.

Eftir 15. maí 2014 23.795 18


í hvaða greiðsluþrepi einstaklingur er staddur hverju sinni og yfirlit yfir lyfjakaup sín. Innskráning fer fram með rafrænum skilríkjum, íslykli island.is eða veflykli skattyfirvalda.

Aldraðir 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, börn og ungmenni yngri en 22 ára. Tafla 3. Þrep

Lyfjakostnaður á 12 mánaða tímabili

Greiðsluhlutfall af heildarverði lyfja

Einstaklingar Sjúkratryggingar Einstaklingar

Sjúkratryggingar

1

16.050 kr.

0 kr.

100%

0%

2

7.223 kr.

40.927 kr.

15%

85%

3

24.876 kr.

306.823 kr.

7,5%

92,5%

Samt. 48.149 kr.*

347.750 kr.

*ATHUGIÐ. Ef einstaklingur greiðir 48.149 kr. innan 12 mánaða tímabilsins (4.012 kr. að meðaltali á mánuði) getur læknir sótt um að SÍ greiði lyf að fullu (100%) það sem eftir er af tímabilinu að uppfylltum skilyrðum vinnureglna SÍ. Einungis lyf sem SÍ taka þátt í að greiða falla hér undir.

Greiðsluþrep

Upphæðir í greiðsluþrepum og dæmi um lyfjakaup má sjá í töflum 1-4. Aldraðir 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar og börn og ungmenni yngri en 22 ára greiða lægri upphæðir en aðrir. Öll börn yngri en 18 ára í sömu fjölskyldu greiða sem eitt.

Áður niðurgreidd lyf munu falla inn í kerfið

Lyf sem hafa verið niðurgreidd að fullu í eldra kerfi eru lyf sem höfðu svokallaða stjörnumerkingu í lyfjaverðskrá t.d. glákulyf, sykursýkilyf og krabbameinslyf. Einnig hafa einstaklingar með parkinson, flogaveiki og Sjögren ekki greitt fyrir lyf sín ef þeir hafa fengið útgefið lyfjaskírteini. Þessi lyf verða felld inn í kerfið og einstaklingar taka þátt í kostnaði þeirra skv. nýja

kerfinu. Undantekningar á þessu eru þegar sjúkratryggður nýtur líknandi meðferðar í heimahúsi, er með í blóðskilun vegna lokastigs nýrnabilunnar eða geðklofa/geðrof og er þá heimilt að samþykkja fulla greiðsluþátttöku SÍ í ákveðnum lyfjum.

Reiknaðu sjálf/ur út lyfjakostnað þinn

Á www.sjukra.is er aðgengileg „lyfjareiknivél“ þar sem hægt er að reikna út lyfjakostnað út frá gefnum forsendum. Þeir sem vilja skoða hvernig lyfjakostnaður þróast í nýju kerfi eru hvattir til að kynna sér reiknivélina.

Skoðaðu stöðu þína í Réttindagátt

Í Réttindagátt - þjónustusíðu einstaklinga á www.sjukra.is er hægt að sjá

Úrræði vegna lyfjaútgjalda

Í ákveðnum tilfellum er hægt að óska eftir því við apótek að fá lyf afgreidd í minni skömmtum. Til dæmis geta apótek afgreitt eins mánaðar skammt í einu þrátt fyrir að lyfseðill sé gefinn út fyrir þriggja mánaða skammti. Læknir getur sótt um lyfjaskírteini, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, vegna lyfja sem hafa almennt ekki greiðsluþátttöku SÍ. Sjá upplýsingar um lyfjaskírteini á www.sjukra.is. Einstaklingar sem hafa orðið fyrir miklum útgjöldum vegna læknishjálpar, lyfja eða þjálfunar geta átt rétt á endurgreiðslu á hluta kostnaðar hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Endurgreiðslur vegna þessa hækkuðu eftir 4. maí. Upplýsingar og umsókn má nálgast á www.tr.is eða í þjónustumiðstöð að Laugavegi 114.

Upplýsingar

Sjúkratryggingar Íslands, Laugavegi 114, opnunartími 10:00 – 15:00. • Sími: 515-0000 • Netfang: lyfjadeild@sjukra.is • Vefsíða: www.sjukra.is • Réttindagátt á www.sjukra.is • Umboð hjá sýslumönnum

Heiðar Örn Arnarson, vef- og kynningarfulltrúi.

Dæmi: Tafla 4. Lyfjaúttektir Jóns á 12 mánaða tímabili.: Dags. lyfjakaupa Heildarverð Jón greiðir

Sjúkratryggingar

Skýringar

15. maí 2013

23.795 kr.

17.212 kr.

6.583 kr.

Greiðslutímabil hefst - Jón greiðir lyfin að fullu (100%) skv. þrepi 1 og fyrir hluta upphæðar greiðir hann 15% samkvæmt þrepi 2.

15. ágúst 2013

23.795 kr.

3.569 kr.

20.226 kr.

Jón greiðir 15% samkvæmt þrepi 2.

15. nóv. 2013

23.795 kr.

3.030 kr.

20.765 kr.

Jón greiðir 15% af hluta upphæðar skv. þrepi 2 og 7,5% af hluta upphæðar skv. þrepi 3.

15. feb. 2014

23.795 kr.

1.785 kr.

22.010 kr.

Jón greiðir 7,5% samkvæmt þrepi 3.

15. maí 2014

23.795 kr.

1.785 kr.

22.010 kr.

Jón greiðir 7,5% samkvæmt þrepi 3.

Samtals

118.975 kr.

27.381 kr.

91.594 kr.

Samtals upphæð og greiðsla f. lyf á 12 mánaða tímabili.

19


Vísnaskrínið

setunni full harkalega svo skynjarinn nam þetta sem rúðubrot. Emil hringdi í starfsmannastjóra og greindi frá þessu. Grétar Snær Hjartarson tók saman Stjórinn bað hann að senda sér þetta á innanhússpósti, hvað Emil gerði, en Mosfellingurinn Lárus Þórðarson er góð- morgun?” Eðvarð Sturluson svaraði: gat ekki að sér gert að bæta við eftirur hagyrðingur. Hann gekk til altaris hjá Auðvitað mína aumu sál skrift. sr. Jóni Þorsteinssyni. Prestur skammtar undirbyggi, sem gáfur leyfa. Nær þú gengur í náðhús inn naumt í silfurstaupin svo nánast má ætla Sitja myndi hjá svanna við skál næði skal ríkja og friður, að gleymst hafi að þvo þau upp. Eftir altog sætleika lífsins með áfergju kneifa. eins þá innifla afurðin arisgönguna sneri Lárus sér að presti og að endingu dettur niður. allir héldu að hann væri að biðja honum Við annan tón kvað hjá Birki Friðblessunar Guðs fyrir sakramentið, en bertssyni: Hávaða engan má heyra þar það sem Lárus sagði var þetta: Ef ég þyrfti frá öllu að rjúka, hark eða setuskelli Afar rýr er sérhver sopi ævinnar ganga lokastig, þá væla þjófabjöllurnar, svekktir þeir sem fá þetta. þá væri fátt sem lægi á að ljúka, þær fara af stað í hvelli. Það er varla að detti dropi svo líklega mundi ég hvíla mig. Drottinn ætti að sjá þetta, Lárus Þórðarson, sem ég minntist Þá var einnig spurt. „Telur þú, að pillLárus söng í kirkjukór Lágafells- ur og sprautur geti í framtíðinni orðið á hér að framan, var að hlusta á íssóknar. Hann hafði orð á því að lítil konum að gagni í stað karlmanna?” lenskuþátt á RÚV þar sem fjallað var um hvernig kvenkynsnafnorð litu út tilbreyting væri í að heyra alltaf sömu Þessu svaraði Sturla Ólafsson þannig: í eignarfalli fleirtölu. Dæmi var tekið bænina flutta í lok hverrar messu. Engu vil ég um það spá, af orðunum kráka, byssa, hryssa o.fl. Hann var hvattur til að koma þá með ætla þó að vona, Lárusi varð þá að orði. nýja bæn – og ekki stóð á Lalla: að ástarsælu endir á Við gengum til gargandi krákna Héðan aftur heim ég fer aldrei verði svona. og gripum til hlaðinna byssna, frá hugarvillu snúinn, er vorar með hlýviðri hlákna Drottinn Guð ég þakka þér Einhverju sinni á fundi var Eðvarð þá hlaupa oft folar til hryssna. að þessi messa er búin. Sturluson spurður að því hvernig honum litist á tískuna í dag, en þá voru stuttu Einn kórfélaginn í kirkjukór LágaLárus hefur gaman af því að láta vísur pilsin að koma í tísku. Eddi svaraði: fellssóknar var nokkuð ölkær. Hann enda óvænt og margir höfðu flutt fjálgÉg kvenfatatízkuna kynnti mér best, fór í afvötnun og þegar hann mætti svo legar ræður í fimmtugsafmæli Reynis af kjólunum stuttu má ráða, á æfingu þar á eftir, var hann spurður Jónassonar þegar stóð Lárus upp og að alltaf er meira og meira að sjá, um líðan sína. Hann hvaðst ekkert ávarpaði vin sinn þessum orðum: sem mennina hvetur til dáða. harma og ekki lengur þurfa afréttara að Ellimörkin eru að byrja morgni til að slá á þynnkuna. Þá hraut æ þú nálgast Gullna-Hliðið, Og einn góðan veðurdag verður það, út úr Lárusi, sem fyrr er nefndur er þá kannski klúrt að spyrja að vefarar atvinnu týna, Ekki harmar örlög sín hvort þú getir ennþá - því laufblaðið kemur í kjólanna stað okkar góði drengur, stundað öll þín helstu áhugamál. en hvað er þá eftir að sýna? engin flaska, ekkert vín og engin þynnka lengur. Sigurður Jóhannsson fluttist frá GilsÍ öllum rútuferðum er sungið kvæðið brekku í Súgandafirði til Suðureyrar um hana Kötu, sem var með einfaldan Margnefndur Lárus gekk árlega á 1910. Hann gat auðveldlega kastað giftingarhring. Jónas Árnason samdi Hlöðufell meðan hann hafði styrk í fram vísu og um sjálfan sig samdi hann limru um Kötu. fótum. Einhverju sinni sat hann þar í einskonar heimslistarvísu Sigurðar. Ég man enn kvöldið er Kötu ég mætti sumarblíðu, horfði hugfanginn á það Ögn í staupi ætíð þigg, í sömu viku og ég við hana hætti. sem fyrir augu bar og kvað: ef að mér er gefið, Með glæsihatt bláan Við Hlöðufell ég hljóður sat ögn ég reyki, ögn ég tygg, gaf hún mér á hann. í hlýrri sumartíð. ögn ég tek í nefið. Það var í ágúst að áliðnum slætti. Þar ég Drottni þakkað gat þessa undrasmíð. Það er eftirtektarvert hvað SúgandaEmil Raganar Hjartarson, kennari, fjörður hefur alið marga góða hagyrð- leysti af nokkur sumur sem öryggisÞar var sungin messa merk, inga. Á mannamótum var það gjarnan vörður hjá Skýrr hf. við mosa, ís og stein, siður að spyrja spurninga sem svara þurfti Einhverju sinni fóru öryggisbjöllur í Nú þurfti engan kór né klerk með vísu. Þannig var gert á þorrablóti gang og mátti rekja þetta til rúðubrotsþví kyrrðin söng þar ein. 1973. Spurningin var: „Hvernig myndir skynjara á salerni á fyrstu hæð. Þar þú eyða deginum, ef heimsendir yrði á hafði starfsmaður á kvöldvakt skellt 20


Öruggari öryggishnappur PIPAR\TBWA • SÍA • 111021

Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt

Öryggismiðstöðin er eini þjónustuaðili öryggishnappa

Ef þú ert með hnapp frá öðrum þjónustuaðila, er einfalt að skipta. Hringdu í síma

sem er með hjúkrunarfræðinga í stjórnstöð á símavakt

570 2400 og kynntu þér málið.

allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar eru til ráðgjafar fyrir hnapphafa auk þess að vera stuðningur við öryggisverði í útköllum. Einnig fylgir hverjum nýjum hnappi reykskynjari sem er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.

Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn

Öryggishnappur Heimaþjónusta

Ferðaþjónusta

Hjálpartæki

Aðlögun húsnæðis


Frumkvöðull í íþróttum aldraðra – viðtal við Guðrúnu Nielsen íþróttakennara

Á sæluviku á Laugarvatni 1991 þar sem Guðrún stjórnaði oft og undi sér vel í góðum félagsskap. Guðrún er fremst og lengst til hægri. Það tók mig góða stund að finna hús Guðrúnar í Suðurhlíðum, en eftir nokkurt hringsól sá ég granna brosandi konu standa við dyr hússins sem ég var að leita að og veifa glaðlega til mín. Guðrún hafði þá séð til mín sveima um hverfið og vildi létta mér leitina að heimili sínu. Hún heilsaði mér alúðlega og bauð mér inn í fallega stofu. Í þessu fallega húsi hafa Guðrún og maður hennar Gunnar Guðröðarson fyrrverandi skólastjóri búið í 30 ár. Nú býr hún þar ein þar sem Gunnar maður hennar er fyrir stuttu fluttur á Sóltún vegna heilsubrests. Guðrún og Gunnar eiga tvö uppkomin börn, tvö barnabörn og eitt barnabarnabarn. Guðrún er grönn og spengileg, glaðleg og hress í viðmóti, kvik í hreyfingum eins og ung stúlka og er þó orðin níræð. Þegar ég hrósa henni, segist hún þakka það lífsstíl sínum, hve vel 22

Gúðrún Nielsen íþróttakennari og formaður FÁÍA í 25 ár. sér líði. Íþróttir og hreyfing hafa alltaf verið hennar hjartans mál og hún er einn aðalfrumkvöðull að íþróttaiðkun eldri borgara. -Ég spyr Guðrúnu fyrst um ætt og uppruna. „Ég er fædd í Reykjavík 29. júlí 1923.

Foreldrar mínir voru Guðrún Ólafía Ólafsdóttir, ættuð úr Garðinum og Jörgen Carl Cristian Nielsen frá Svendborg í Danmörku. Þau leigðu fyrst húsnæði á Bergstaðastræti 49, en ég ólst upp á Bergstaðastræt 29, þar sem pabbi hafði lagt í að kaupa sér hús árið 1923. Hann keypti það af kunningja sínum Wilhelm Bernhöft sem hafði rekið þar bakarí á jarðhæðinni. Pabbi var bakari og rak þar svo bakarí í mörg ár. Pabbi sagði okkur söguna af því þegar tengdafaðir hans, Ólafur kom í heimsókn (hann bjó í Garðinum) hann horfði á húsið og sagði við pabba „Og þú átt þetta allt?“ Pabba varð svara vant því hann átti þá ekki eyri í húsinu! Var nýbúinn að festa sér það. Ég er fædd smá og pasturslítil var með beinkröm og fór ekki almennilega að ganga fyrr en á þriðja ári, en eftir það var stelpan óstöðvandi! Og fljótt


Námskeið fyrir kennara og leiðbeinendur er einn af meginþáttum í starfi FÁÍA. Hér sjáum við hóp þátttakenda á námskeiði árið 1988 sem dönsku kennararnir Nina Velin og Lizzi Dibbern voru aðalkennarar. Guðrún fremst til hægri. kom í ljós þessi stjórnsemi í mér! Ég var fljótlega farin að safna saman krökkunum í hverfinu jafnvel eldri en ég og stjórna þeim í allskonar leikjum. Þarna rétt hjá okkur var gamall bær og þar var kartöflugarður með grjótveggjum í kring. Þangað safnaði ég krökkunum og þau áttu að stinga sér til sunds af grjótveggnum ofan í kartöflugarðinn! Ég hef áreiðanlega verið óþolandi! Við vorum alltaf úti í öllum mögulegum og ómögulegum leikjum. Þetta var þvílík andleg og líkamleg þjálfun. Óhætt er að segja að börn þessa tíma hafa búið að þessu alla tíð.“ -Hvað áttir þú mörg systkini? „Við urðum fimm, Soffía er fædd 1922, Valdimar 1925, Ólafur Werner 1928 og Helga Sigríður Erla fædd 1937. Árið 1930 bauðst pabba staða sem bakari hjá KEA á Akureyri og við fluttum norður og þar bjuggum við í þrjú ár. Þá var Brekkuskóli nýstofnaður og þar lenti ég hjá albesta kennara sem ég hef haft, hún var alveg einstök, svo ég var mjög heppin. Hún hét Arnfinna Björnsdóttir og ég harma það alla tíð að hafa ekki fengið að njóta hennar kennslu lengur. Við fluttum svo til baka árið 1934. Þá voru mikið breyttar aðstæður; þá var búið að loka stíg sem lá á milli Bergstaðastrætis og Óðinsgötu svo ekki var eins þægileg leið fyrir marga íbúa hverfisins í bakaríið. Þá var líka komið annað bakarí í götuna á númer 48, auk Bernhöftsbakarís á númer 14, svo að bakarí pabba var eiginlega dauðadæmt. Pabbi fór þá að

vinna í öðru bakaríi Kerrs, sem var á Tjarnargötu 4. Jarðhæðinni á húsinu okkar var svo breytt í íbúð. Nú við bjuggum þarna þar til börnin fóru að fljúga úr hreiðrinu og eftir að mamma dó var húsið selt. Nú ég gekk svo í Miðbæjarskólann og síðan í gagnfræðaskóla og lauk honum, en minn draumur var alltaf að fá að fara í ballett! Þetta var svo sterkt í mér þessi mikla hreyfiþörf. Ég man að pabbi kenndi mér Charleston þegar ég var bara 5-6 ára og lét mig dansa fyrir gesti og í minningunni sé ég lítinn pening í litlum lófa, þetta var svo gaman. En hugurinn stefndi alltaf í þessa átt og árið 1939 geng ég í íþróttafélagið Ármann og fer að æfa fimleika. Þá kenndi Jón Þorsteinsson og það var hægt að æfa sig upp í það að komast í sýningarflokka. Á þessum tímum var geysilega mikil gróska í fimleikadeildinni og fimleikar mikið stundaðir, eins og reyndar er orðið aftur nú í dag. Ég var alltaf óskaplega feimin á þessum árum. Á þessum tíma voru Ármenningar að byggja skíðaskálann í Jósefsdal og þangað fórum við í hópum til að smíða, mála og hvað annað, þetta voru óskaplega skemmtilegir tímar og afbragðsfólk, oft heilu systkinahóparnir meðal annarra Rannveig Þorsteinsdóttir og bróðir hennar Ólafur. Þau léku bæði á mandólín og það var spilað og sungið. Þarna fór maður helgi eftir helgi. Stjórnendur voru alveg frábærir, þetta var svo gaman og þarna læknaðist ég af feimninni og ég fór að tala! Í fimleikaflokknum voru þvílíkar

gæðastúlkur að það var bara mannbætandi að vera meðal þeirra. Fimleikaflokkur Ármanns fór um allt land í sýningarferðir oftar en einu sinni á þessum árum og við sýndum alltaf á 17. júni og svo fórum við í ferðir til útlanda eftir stríðið, til að sýna og taka þátt í mótum. Þetta var allt óskaplega skemmtilegt. Við fórum m.a. á Íþróttahátíð, Linniaden í Finnlandi. Finnar voru þá bláfátækir eftir stríðið og við tókum með okkur alls konar varning til að færa þeim. Þeir höfðu samt undirbúið mótið geysilega vel og þetta er ógleymalegt. Eitt sinn var ég að aðstoða Jón Þorsteinsson eitthvað og þá segir hann við mig: „Heyrðu Guðrún, þú ættir að fara í Íþróttakennaraskólann.“ Og með þessu sáði hann fræi sem fór að spíra! Ég fór heim og sagði frá þessu. Þetta endaði þannig að ég sótti um og fór að Laugarvatni. Þeir studdu mig þar pabbi og Diddi bróðir minn. Dvölin á Laugarvatni var hreint ævintýri. Að komast svona í heimavist, stelpa sem aldrei hafði farið neitt, þó var ég orðin 22ja ára. En þetta gekk allt svo vel og ég ber alltaf mjög hlýjan hug til Laugarvatns. Nú svo hefur tíminn liðið ógnarhratt og íþróttir urðu mitt ævistarf og hugsjón.“ -Hvar kenndir þú lengst? „Ég kenndi lengst við Laugarnesskólann. Fyrst sem stundakennari og var þá líka stundakennari við Kvennaskólann og Samvinnuskólann og svo kenndi ég við íþróttaskóla Jóns Þor23


steinssonar. Ég var líka í fimleikhópi Ámanns á þessum árum. Og seinna tók ég svo við fimleikakennslu kvennafimleika af Jóni Þorsteinssyni. Árið 1947 fæ ég fasta stöðu við Laugarnesskólann og þar vann ég til 1960. Ég kenndi reyndar líka við Laugalækjarskóla og 1961 fæ ég fasta stöðu þar. Svo er ég þar til 1980 og býðst svo starf við Ármúlaskóla og var þá orðin framhaldsskólakennari. Árið 1985 fæ ég orlof í eitt ár og fer til Danmerkur. Mig minnir að ég hafi hætt að kenna 1987. Þá fór ég að huga að því hvað ég ætti að gera eftir það. Ég fór á alls konar námskeið til að þreifa fyrir mér. Úti í Danmörku hafði ég kynnst félagi sem hét „Landsforeningen for pensionist idræt“ sem stofnað var til að efla íþróttir aldraðra. Hjá þessu félagi komst ég á námskeið. Þá kviknar áhugi minn á málinu og hví ekki að hafa félag í sama dúr á Íslandi. Það varð úr að ég talaði við Þorstein Einarsson Íþróttafulltrúa Ríkisins og svo var það Elísabet Hannesdóttir sem var íþróttakennari, hún var þá komin á eftirlaun og fer sömu leið og ég, til danska félagsins. Þegar hún kemur heim tökum við höndum saman og fáum með okkur Þorgerði Gísladóttur íþróttakennara og við tölum aftur við Þorstein Einarson, þann mikla íþróttafrömuð og förum að vinna að stofnun félags. Í júní 1985 er félag áhugamanna um íþróttir aldraðar „FÁÍA” stofnað. Við byggðum okkar lög á lögum danska félagsins. Það hefur verið unnið mikið starf í þessum efnum og við byrjuðum svo fljótlega að halda námskeið fyrir leiðbeinendur í íþróttum aldraðra. Og fengum þá stundum kennara úr danska félaginu til að koma og kenna. Við byrjuðum strax 1985 að kynna félagið og árið eftir héldum við fyrsta námskeiðið. Félagið hóf fljótlega að hafa fasta íþróttadaga aldraðra. Fyrsti dagurinn var í grasagarðinum í Laugardal og þá var ratleikur. Þá mætti fólk á hörðum skóm, karlarnir með hatta og konur með veski. Þetta hefur nú gjörbreyst. Síðan vorum við úti á gervigrasvellinum í Laugardal. Við kölluðum þetta fyrst leikjadaga og það varð upphafið að svokölluðum íþróttadegi og síðar íþróttahátíðum á hverju ári. Þetta heldur svo áfram og vefur utan á sig og 1993 var Evrópuár aldraðra, þá förum 24

Leikur er meira en leikur. Hann hefur tilgang og markmið, þjálfar hug og hönd. Mynd frá námskeiði í Þróttarheimili 2003. við að hafa íþróttir innandyra. Svo var tekin upp íþróttavika á Laugarvatni og svo 1989 bættust sunddagar við. Þetta var mikið ævintýri. Gegnum árin hafa bæst við fleiri íþróttagreinar eins og boccia, pútt o.fl. Á íþróttahátíðarnar fóru að koma hópar frá félagsmiðstöðvum og félögum, sem sýndu dansa og leikfimi. Við sóttum alltaf um styrki til ríkis og borgar og hafa þeir styrkt okkur vel öll árin. Borgin hefur verið okkur mjög hjálpleg við námskeiðahaldið, við höfum oftast fengið aðstöðu í Árbæjarskóla og aðstaðan þar er alveg frábær. Árið 1999 veitir ÍSÍ okkur veglegan styrk til að fara um landið og kynna félagið og tilgang þess og mikilvægi hreyfingar fyrir aldraðra. Við fórum mjög víða um landið og síðan hefur þetta verið stöðug herferð. Árangurinn er líka alveg ótrúlegur, mikil vakning og áhugi um allt land. Nú síðustu árin hefur UMFÍ tekið upp samvinnu við FÁÍA og haldin hafa verið íþróttamót aldraðra á hinum ýmsu stöðum á Landinu. Þetta er eiginlega allt eitt stórt ævintýri, sem ég síðan starfaði við í 25 ár.“ -Þú hefur aldeilis unnið kraftaverk og árangurinn stórkostlegur! Guðrún er nú ekki alveg hætt störfum. Hún átti frumkvæði að því að gefin hefur verið út bók í tilefni af 25 ára afmæli FÁÍA. Þar er rakin saga félagsins og þess fólks sem að því hefur

staðið, starfi þess, sögu íþróttaviðburðanna, námskeiðanna og þróunar í íþróttamálum aldraðra. Bókin er nýkomin út, ritstjóri er Þórir S. Guðbergsson og bókin heitir „ALDREI OF SEINT“ þetta er áhugaverð bók og skemmtilega myndskreytt sem fólk er hvatt til að kaupa. - Ég leyfi mér að gera að lokaorðum, tilvitnun í formála Þóris S. Guðbergssonar í bókinni: „Þann 17. júní 2002 hlaut Guðrún heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að íþróttamálum aldraðra. Má það teljast undur að manneskja sem var að láta af störfum fyrir aldurs sakir í lífsins önnum skyldi hasla sér völl á nýjum vettvangi í fjórðung aldar og marka spor í íþróttasögu þjóðarinnar með því að helga krafta sína íþróttum aldraðra af einlægni, eldlegum áhuga og alúð. Forystuhæfileikar Guðrúnar leyna sér ekki. Persónugerð hennar er heilsteypt og heillandi og lífsgleðin fylgir sem frábær förunautur” -Ég þakka Guðrúnu fyrir hlýjar móttökur og skemmtilegt viðtal sem hefði getað orðið miklu lengra, en lesið endilega bókina, ALDREI OF SEINT! Þrúður Kristjánsdóttir Myndirnar eru úr bókinni Aldrei og seint eftir Þóri S. Guðbergsson og birtar með góðfúslegu leyfi höfundar.


Njótum lífsins Í verslun Fastus að Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af vörum sem auðvelda þér daglegt líf. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum sem henta. Komdu og skoðaðu úrvalið. Við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.

Griptangir

Stuðningshandföng

Vönduð rafknúin heilsurúm

Sturtustólar

Hæðarstillanlegt borð

FASTUS_H_12.04.13

Gigtarhnífapör

Gott úrval af rafskutlum og gönguhjálpartækjum Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Fastus | Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is


Einfaldara kerfi en engin frítekjumörk Hvaða áhrif mun nýtt frumvarp um Tryggingastofnun hafa á sparnaðinn? Ekki tókst að afgreiða umfangsmiklar breytingar á lögum um almannatryggingar fyrir lok síðasta þings. Frumvarpið, sem byggir á þverpólitískri vinnu starfshóps um allsherjar endurskoðun á kerfinu, felur í sér töluverða einföldun og ný viðmið sem mikilvægt er að ellilífeyrisþegar þekki. Verði frumvarpið að lögum tekur nýtt kerfi gildi um áramót og því höfum við í VÍB hvatt lífeyrisþega til að kynna sér breytingarnar vel, einkum þær sem snúa að meðhöndlun vaxta og annarra fjármagnstekna.

Núverandi kerfi

Samkvæmt núgildandi lögum er tryggingakerfið svo flókið að fáir átta sig á raunverulegum ávinningi þess að ávaxta fé og þeim skerðingum sem Tryggingastofnun (TR) beitir. Þannig eru bótaflokkarnir fjórir, hver með sitt frítekjumark og skerðingarhlutfall. Skerðingar eru þó ekki króna á móti krónu og því halda sparifjáreigendur alltaf einhverju eftir af sinni ávöxtun.

Nýtt frumvarp

Þær breytingar sem helst ber að nefna í hinu nýja frumvarpi eru: • Bótaflokkar TR verða sameinaðir í einn. Sérstök framfærsluuppbót (sem nú skerðist um krónu á móti krónu) aðlagast nýja kerfinu í skrefum til ársins 2017. • Allar tekjur (m.a. lífeyris- atvinnu- og fjármagnstekjur) skerða bætur um 45% • Engin frítekjumörk verða (skert verður frá fyrstu krónu)

Greiðslur frá TR aukast til muna

Verði hið nýja kerfi að lögum er ljóst að þeir sem þiggja þaðan greiðslur munu ekki eiga í erfiðleikum með að skilja það, sem er sannarlega til bóta. Vantraust og misskilningur vegna núverandi fyrirkomulags hefur því miður haft í för með sér að margir lífeyrisþegar hafa talið sig betur setta undanfarin ár með sparifé undir koddanum. 26

Greinarhöfundur Björn Berg Gunnarsson Ísland sker sig nokkuð úr í alþjóðlegum samanburði þar sem verðbólga hefur hér meiri áhrif á afdrif sparnaðar en annars staðar. Því er afar dýrt að láta spariféð í hendur verðbólgunnar án allrar ávöxtunar og þannig geta miklir fjármunir tapast að raunvirði.

Tekur því að ávaxta fé?

Í dag gera skerðingarhlutföll og frítekjumörk það að verkum að lífeyrisþegar halda alltaf talsverðum hluta sinna vaxta eftir. En vegna fyrirhugaðra breytinga er eðlilegt að sparifjáreigendur spyrji sig hvort einhver breyting verði þar á. Eins og sést á meðfylgjandi mynd verður svo áfram, þó svo hærra

skerðingarhlutfall og niðurfelling frítekjumarka dragi vissulega úr ávinningnum. Á móti skerðingunum koma umtalsvert hærri greiðslur frá TR og því er ólíklegt að margir eigi á hættu að verða fyrir tekjumissi vegna breytinganna. Enn verður sparifé sem ávaxtað er í ríkisskuldabréfasjóðum þó meðhöndlað með öðrum hætti. Þar sem enginn skattur er greiddur fyrr en eigandinn ákveður sjálfur að innleysa sparnaðinn skerðir TR engar greiðslur vegna sjóða fyrr en við innlausn. Ráðgjafar VÍB veita nánari upplýsingar um sparnað eldri borgara í síma 440-4900.


Fréttir úr félagsstarfinu: Aðildarfélög LEB um allt land standa fyrir blómlegu félagsstarfi árið um kring og taka virkan þátt í margs konar verkefnum. Hér eru nokkrar fréttir sem blaðinu hefur borist þessu tengt. Forsvarsmönnum aðildarfélaganna er jafnframt bent á að senda áhugaverðar fréttir og frásagnir sem gætu átt heima hér í blaðinu til lal@dot.is og stuðla þannig að fjölbreyttara og enn skemmtilegra tímariti LEB.

Gönguhópurinn Stormur

Innan Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi er starfandi gönguhópurinn „Stormur“, en hann átti tveggja ára afmæli fyrir skömmu. Félagar í hópnum ganga í 40-50 mínútur alla mánudaga og föstudaga árið um kring og fá sér síðan kaffisopa saman og ræða heimsmálin og fleira. Á ársþingi Ungmennasambands Dalasýslu og Norður Breiðfirðinga UDN, fyrir skömmu og var gönguhópnum veitt viðurkenning og hvatningarverðlaun fyrir dugnaðinn. Fyrir hönd Storms tóku þau Árni Benediktsson, Guðbrandur Þórðarson og Marta Þorsteinsdóttir á móti bikar og viðurkenningarskjali. Með þeim á myndinni er Finnbogi Harðarson fráfarandi formaður í UDN. Þess má geta að Árni er höfundur að nafninu „Stormur“. Félag eldri borgara þakkar UDN kærlega fyrir verðlaunin.

Vegleg tölvugjöf

Hjónin Jarþrúður Kristjánsdóttir og Jóhann Sæmundsson í Ási afhentu fyrir skömmu Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi vandaða tölvu að gjöf. Þrúður Kristjánsdóttir, formaður félagsins tók á móti gjöfinni og þakkaði þeim hjónum þann hlýhug og velvild sem þau hafa ætíð sýnt félaginu. Jóhann Sæmundsson var frumkvöðull að stofnun þess og fyrsti formaðurinn.

Félag eldri borgara í Dalabyggð heiðrað á Jörfagleði

Á nýafstaðinni Jörfagleði Dalamanna sem sett var á Sumardaginn fyrsta, veitti Menningar og ferðamálanefnd Dalabyggðar, Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi viðurkenningu fyrir störf sín í þágu fjölbreyttrar menningarstarfsemi í samfélaginu. Þrúður Kristjánsdóttir tók á móti heiðursskjali og blómvendi af þessu tilefni. Hún sagði í þakkarávarpi að stjórn félagsins væri einstaklega samhent og að hópar innan félagsins væru virkir og dugandi og félagsmenn tilbúnir að taka þátt í félagsstarfinu. Það er uppörvun fyrir félagið að störf þess veki eftirtekt og að fá slíkar viðurkenningar.

Fréttir frá Félagi aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni, FaMos.

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar árið 2012 var haldinn hátíðlegur 1. október í Krikaskóla og var yfirskrit dagsins jafnrétti meðal eldra fólks. Þessi dagsetning var valin í tilefni af degi aldraðra í Evrópu og FaMos varð einnig tíu ára þennan dag. Á dagskrá fundarins voru atriði flutt af börnum í Krikaskóla, kynning var á starfi FaMos og félagsstarfi eldri borgara á vegum bæjarins og umræður fóru fram sem fjölluðu um virkni og samstöðu kynslóða. Kynnt var viðhorfskönnun meðal eldra fólks í Mosfellsbæ og í lokin afhentu fulltrúar fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar stjórnendum FaMos jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar fyrir árið 2012. Ný og endurbætt þjónustumiðstöð á Eirhömrum var tekin í notkun 18. apríl s.l. Jafnframt var við það tilefni skrifað undir samstarfssamning milli bæjarstjóra Mosfellsbæjar, Haraldar Sverrissonar og formanns FaMos Ragnheiðar Stephensen. FaMos fær þarna skrifstofu og eru miklar væntingar bundnar við nánara samstarf milli FaMos og félagsstarfs Mosfellsbæjar við þessa búferlaflutninga og langþráða endurnýjun húsakynna.

Ellimóð Veðrið skánar, vænkast hagur, vetur hopar, kemur vor. Síungur er sérhver dagur, seggi gömlum léttist spor

27


Kynning á félagi eldri borgara í Hafnarfirði:

Elsta aðildarfélag LEB Um þessar mundir eru 45 ára síðan Félag eldri borgara í Hafnarfirði var stofnað, er það elsta félag eldri borgara á Íslandi. Félagið hét fyrst Styrktarfélag aldraðra og var stofnað í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði 26. mars 1968. Upphaflega var hugmyndin reifuð á fundi hjá Rotarýklúbbi Hafnarfjarðar árið 1967. Á stofnfundi Styrktarfélags aldraðra voru saman komnir 20 Hafnfirðingar, sem höfðu áhuga á velferðarmálum eldra fólks og vildu vinna að betra lífi og auknu öryggi aldraðra Hafnfirðinga. Þor og kraftur, framsýni og félagsþroski, einkenndi félagsmenn. Það var hinn brennandi áhugi á að vinna að hagsmunamálum aldraðra sem tengdi þá saman. Enda þótt þeir væru fylgjandi mismunandi pólitískum flokkum í bænum og hefðu flestir eða allir látið þar til sín taka. Fyrsti formaður Styrktarfélags aldraðra var Jóhann Þorsteinsson fyrrverandi forstjóri Sólvangs. Þetta er meðal þess sem greint er frá í bókinni sem kom út á 40 ára afmæli Félags eldri borgara í Hafnarfirði í apríl 2008, er Hörður Zóphaníasson ritstýrði af miklum myndarskap, en bókin heitir „Dýrmæt ár”.

Jón Kr. Óskarsson formaður Félags eldri borgara Hafnarfirði

Fundarmál

Fjölmörg hagsmunamál eldri borgara í Hafnarfirði bar á góma á stjórnar- og félagsfundum Styrktarfélags aldraðra strax á fyrstu árum þess. Eitt þeirra mála var aðstaða og tækifæri til tómstundastarfs fyrir aldraða Hafnfirðinga. Nafni félagsins var breytt á aðalfundi félagsins 12. mars 1992 og gefið nafnið Félag eldri borgara í Hafnarfirði. Félagið hefur alla tíð átt því láni að fagna að Hafnarfjarðarbær hefur ávallt styrkt starfsemi félagsins vel, sérstaklega nú með aðstöðu við gott félagsstarf í félagsmiðstöðinni Hraunseli. Má segja að félagsstarfið standi nú um stundir með sem mestum og vaxandi blóma. Við höfum innan okkar vébanda rúmlega 20 starfandi nefndir og hópa, svo sem bridge, félagsvist, bingó, Gaflarakórinn, leikfimi, dýnuæfingar, glerlist, 28

Myndir úr félagsstarfinu í Hafnarfirði

gönguhóp, myndmennt, vatnsleikfimi, boltaleikfimi, pútt allt árið, billiard, Qi-Gong, línudans, handmennt, gaman að vera saman, bókmenntaklúbb, ferðanefnd og boccia, svona svo eitthvað sé nefnt. Einnig er farið í ferðalög innanlands og til útlanda og þetta vorið verður farið til Bratislava. Dansleikir eru um það bil mánaðarlega á veturna, Þorrablót er á sínum stað, leikhús og bókmenntaklúbbur er starfandi og haldin handverkssýning á hverju vori kringum Bjarta daga í byrjun júní. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur haldið uppi skemmtidagskrá á hverjum vetri fyrir


okkur í tugi ára. Opið hús höfum við nokkrum sinnum á vetri þar sem saman er tvinnað gamni og alvöru. Fyrir rúmu ári fengum við endurbætta aðstöðu fyrir stjórnarfundi, sem við erum afar þakklát fyrir. Þá aðstöðu greiðir Hafnarfjarðarbær leigu fyrir okkur sem og allt húsnæði okkar í félagsmiðstöð okkar sem er um 700 fermetrar sem er í eigu Verkalýðsfélagsins Hlífar, en Hlíf hefur verið okkur mjög jákvæð í allri samvinnu.

Félagsstarfið stærra en nokkru sinni

Það má segja að starfsemin í Hraunseli sé að springa vegna fjölda þátt­­takenda í starfi okkar og verðum við að fara líta til annarrar félagsmiðstöðvar og þá á Vellina í Hafnarfirði á næstu mánuðum og árum. Félagið hefur látið til sín taka í mannlífinu á landsvísu og ekki verið alveg sátt við hvernig ríkisvaldið hefur haldið á málum eldri borgara á liðnum árum vægt til orða tekið. Spurningin er sú hvernig eldri borgarar eigi að koma sínum málum enn frekar til umræðu í þjóðfélaginu? Ekki höfum við verkfallsrétt svo hvað er þá til ráða? Það er táknrænt að í aðdraganda alþingiskosninga núna komu málefni eldri borgara þessa lands ekki inn á topp tíu í skoðanakönnun hjá landsmönnum um helstu áherslumál landsmanna. Eiga ekki allir foreldra, ömmur og afa sem þjóðfélagsþegnar vilja allt hið besta á efri árum? Að mínu mati þurfa eldri borgarar að herða róðurinn og slípa baráttuviljann til bættra kjara eldri borgurum til handa. Við þurfum að skerpa baráttuviljann og ekki vera feiminn við að segja hvað okkur býr í brjósti. Við eigum stærstan þátt í þessu þjóðfélagi sem við skilum til afkomenda okkar.

Íþrótta- og heilsuhátíð!

Ellimóð Ég kaus nú bjartlýðræðisframtíðarheimilisflokkinn!

3. Landsmót UMFÍ 50+ Vík í Mýrdal 7.–9. júní 2013

• Íþróttakeppni í fjölda greina • Allir 50 ára og eldri hafa keppnisrétt • Opnir hóptímar • Heilsufarsmælingar • Fræðsla um hollustu og heilbrigðan lífsstíl • Frítt á alla skemmtiviðburði • Nokkrar greinar opnar öllum aldurshópum • Íþrótta- og heilsuhátíð fyrir fólk á besta aldri

Nánari upplýsingar á www.landsmotumfi50.is

29


KROSSGÁTA Lausnarorðið felst í númeruðum reitum í gátunni. Dregið verður úr réttum lausnum. Sendið lausnir til skrifstofu LEB fyrir 1. júlí 2013. LEB, Sigtúni 42, - 105 Reykjavik. Vinningshafi síðustu krossgátu var: Sesselja G. Kristinsdóttir, Hofgörðum 24, Seltjarnarnesi Lausnin var: Hátíð er til heilla best.

Berg-­‐ Hryggð Val-­‐ Starf Sællífi Þus Púðar mál Kump-­‐ kyrja Nákvæm Ndda Átt Menn Spyr áni Elskar Megnar

Tvenna Japlar

Kvað Mæli-­‐ eining

13

Hugur Til Klampa Í æsku Mót

9

Blóð-­‐ litað Karl Sjá eftir Þreyta Liðamót Vætu Vangi Upp-­‐ Raula Ráp Sár Átt hrópun Hryssu Tölur Laðaði Hyggja Rymja Sk.st. Spurn Getur Haf Af-­‐ kvæmi Hviðu

1

5

11

Tákn Trjáteg. Hælir Temur Knæpa Span

Hvorki Rasa Gnýr Hljóp Svefn

14

3

Kakan Fiskur

6

3

Blóm-­‐ skipan Ungi Skraut Átt Eyðir

4

5

Annríki Mana

8

Spá Sjór

Stallur Nr. 33 Frá

30

Leyfist Dugn-­‐ aður

Slit Offur

Hlífð

2

Erfiði Nálægð

12

Tölur Dunda Ras

1

Ker-­‐ aldið Kl. 15

Iða Ennþá

Sálir Minnist

Útlim Vein Mjöður

7

Fersk Fæði Siðprúð Gamalt spil Reikn.

4

Hula Býli

Samhlj. Ofn Kall Kona

2 6

10 7

8

9

10

11

12

13

14


Turbuhaler innöndunartæki

Einfalt og auðvelt í notkun Turbuhaler er fjölskammta innöndunartæki sem inniheldur ýmis lyf við lungnasjúkdómum eins og astma og langvinnri lungnateppu Leiðbeiningar um notkun fást á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslunum

Umboðsaðili: Vistor.hf. Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími 535 7000


E N N E M M / S Í A / N M 576 51

Hvernig er best að ávaxta fé í dag? FAGLEG RÁÐGJÖF UM SPARNAÐ VÍB er einn stærsti og öflugasti aðilinn á eignastýringamarkaði sem tugir þúsunda einstaklinga treysta til að ávaxta sparifé sitt.

Kynntu þér nánar vöruúrval VÍB. Við veitum þér faglega og trausta ráðgjöf um sparnað þér að kostnaðarlausu.

Við bjóðum viðskiptavinum okkar fjölbreytt úrval sparnaðarkosta við allra hæfi.

Pantaðu tíma hjá ráðgjöfum VÍB í síma 440 4900 og líttu til okkar í kaffi og spjall.

VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is |

Finndu okkur á Facebook


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.