Listin að lifa - 2. tbl. 2015

Page 1

ISTIN LAÐ LIFA

Tímarit Landssambands eldri borgara á Íslandi

VETUR

le

b.

is

2015

Ný stjórn LEB tekin við Öldungaráð stimplað inn í Reykjavík Byggja þarf mörg hundruð hjúkrunarrými Meistaraverkefni um lífið að loknum akstri Umfjöllun um ályktanir Landsfundar LEB


HÓPFERÐIR

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 73157 03/15

GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í GÓÐRA VINA HÓPI

Hópferðir fyrir ungt fólk á öllum aldri Njótið þess að ferðast saman og vera til. Við bjóðum hópferðir til fjölmargra áfangastaða austan hafs og vestan sem allar eru sniðnar að þörfum fólks í góðra vina hópi*.

+ Nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 eða á hopar@icelandair.is

* Hópur miðast við að 10 eða fleiri ferðist saman.

Hafið samband við hópadeild Icelandair Skipuleggið ferðina tímanlega. Við getum séð um að bóka flug, hótel, rútur, skoðunarferðir og veislur fyrir hvers lags mannfagnaði. Leitið tilboða með því að fylla út fyrirspurnarformið á icelandair.is/hopar


Meðal efnis

Kæru félagar Öldungaráðin festast í sessi

Ný stjórn LEB til næstu tveggja ára....................4 Ályktun um félags- og velferðarmál....................6 Lífeyrir að lágmarki jafn lægstu launum..............7 Aksturslok aldraðra – Líf að loknum akstri.......8 Staða og framtíð eldri borgara í Evrópu.............9 Þær klæða landið skógi........................................10 Öldungaráðið stimplað inn í borginni..............12 Vitundarvakning í málefnum eldra fólks..........13 Áætlað að byggja hundruð hjúkrunarrýma......14 LEB fundar með aðildarfélögunum .................15 Fræðsluhornið......................................................16 Farsæl öldrun Frelsi – öryggi – virðing......................................18 Snyrtistofan Hafblik sérhæfir sig í hljóðbylgjumeðferðum og húðslípun: ...........19 Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi stofnað.....20 60 plús í Laugardal stofnað.................................20 Landsmót UMFÍ 50+..........................................22 Okkar fólk ............................................................23 KROSSGÁTA......................................................24 Vísnaskrínið..........................................................26 Liggur eitthvað á?.................................................28 Róttækar breytingar í farvatninu .......................28

Útgáfustjórn: Bryndís Steinþórsdóttir, bryndisst@internet.is Eyjólfur Eysteinsson, eye@simnet.is Grétar Snær Hjartarson, gretar@heima.is Haukur Ingibergsson, 8haukur8@gmail.com Jóna Valgerður Kristjánsd. jvalgerdur@gmail.com Sigurður Jónsson, asta.ar@simnet.is Ritstjóri: Jóhannes Bj. Guðmundsson, lal@dot.is Forsíðumynd: Norðurljós yfir frosnum Öxarárfossi, ljósmynd: Arnar Bergur Guðjónsson. Auglýsingar: Sökkólfur ehf., lal@dot.is Umbrot & útlit: Sökkólfur ehf., kjartan@dot.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Útgefandi: Landssamband eldri borgara, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, leb@leb.is

Sveitarfélögin sinna mikilvægri þjónustu við eldri borgara ekki síður en ríkisvaldið. Vegna þess leggur Landssamband eldri borgara áherslu á að formlegum samráðsvettvangi sveitarfélags og félags eldri borgara í sveitarfélaginu sé komið á. Sá samstarfsgrundvöllur hefur verið nefndur Öldungaráð. Grunnhugmyndin er að Öldungaráð sé skipað tveimur til þremur sveitarstjórnarmönnum og sama fjölda forystumanna félaga eldri borgara. Staðbundnar aðstæður kalla þó á að menn komi sér niður á fyrirkomulag sem hentar best á hverjum stað. Öldungaráð þarf að hittist nokkrum sinnum á ári til að ræða hvernig sveitarfélagið sinnir þjónustuskyldum sínum við eldri borgara ásamt öðrum atriðum sem eldri borgara varðar. Á annan tug Öldungaráða eru þegar starfandi eða eru í burðarliðnum. Ánægjulegt er að finna hve pólitískir oddvitar, bæjarstjórar og stjórnendur félagsþjónustu hafa tekið hugmyndinni vel og hvað þeir telja mikilvægt að gott, formlegt sambandi sé á milli sveitarstjórnarmanna og eldri borgara.

Lífeyrir almannatrygginga

Fátt skiptir eldri borgara meira máli en sú löggjöf sem gildir hverju sinni um fjárhæðir lífeyris almannatrygginga. Ákvæðum þar að lútandi er gjarna breytt árlega. Og í fersku minni eru þær breytingar og skerðingar sem gerðar voru í bankahruninu. Landsfundur LEB 5.-6. maí 2015 samþykkti: „Landsfundurinn krefst þess að lífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið verður um í næstu kjarasamningum.“ Þessi stefna er einföld og sanngjörn; bætur almannatrygginga hækki á sama hátt og á sömu tímapunktum og samið var um í kjarasamningum í maílok 2015 og nái 300 þúsund krónum á mánuði árið 2018 á hliðstæðan hátt og lægstu laun. Í fjárlagafrumvarpi 2016 er gert ráð fyrir að fjárhæðir almannatrygginga hækki um 9,4% frá 1. janúar 2016. Okkar krafa er að hækkun fjárhæða almannatrygginga sé afturvirk frá 1. maí 2015 er kjarasamningar gengu í gildi. Forsvarsmenn LEB hafa kynnt þessa stefnu landsfundarins fyrir ráðherrum, þingflokkum, þingnefndum og einstökum þingmönnum og munu halda þeirri umræðu áfram allt þar til fjárlagafrumvarpið 2016 hefur verið afgreitt sem lög við 3. umræðu á Alþingi. Með vinsemd og virðingu Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, LEB

3


Aðalfundur LEB 2015:

Ný stjórn LEB til næstu tveggja ára Ný stjórn Landssambands eldri borgara tók við á aðalfundi sem haldinn var í Kópavogi 5.-6. maí í vor. Miklar breytingar urðu á stjórninni að þessu sinni þar sem flestir úr fyrri stjórn höfðu setið í fjögur ár sem er hámarkstími stjórnarsetu eins og lög LEB mæla fyrir um. Haukur Ingibergsson FEB í Reykjavík var kjörinn nýr formaður LEB, en kjörið var á milli hans og Ellerts B. Schram. Sex af átta stjórnarmönnum, Sigríður, Ástbjörn, Guðrún María, Sigurður, Anna Sigrún og Baldur Þór eru formenn sinna félaga þannig að stjórnin er vel tengd grasrótinni. Stjórnarmenn eru úr öllum landshlutum og kynjahlutfall er jafnt innan stjórnarinnar.

Stjórn LEB 2015. Frá vinstri: Anna Sigrún Mikaelsdóttir meðstjórnandi, FEB Húsavík, Sigurður Jónsson varamaður, FEB Suðurnesjum, Guðrún María Harðardóttir, meðstjórnandi, FEB Borgarnesi, Ástbjörn Egilsson gjaldkeri, FEB Garðabæ, , Haukur Ingibergsson formaður, FEB Reykjavík, Elísabet Valgeirsdóttir ritari, FEB Hafnarfirði, Baldur Þór Baldvinsson, varamaður FEB Kópavogi, Sigríður J. Guðmundsdóttir varaformaður, FEB Selfossi.

2016 Á Sparidögum 2016 verður vegleg dagskrá líkt og fyrri ár. Þetta árið sér Laddi um Arkarleikhúsið, farið verður í Friðheima auk þess sem Hellisheiðarvirkjun verður heimsótt. Aðrir fastir dagskrárliðir verða á sínum stað. Bókanir fara fram hjá umsjónarmanni félags eldri borgara á hverjum stað. Einnig er hægt að hafa samband við Hótel Örk þar sem starfsfólkið veitir allar nánari upplýsingar í síma 483 4700 eða á heimasíðu hótelsins á slóðinni www.hotelork.is/sparidagar.

Innifalið alla Sparidaga – gisting í 5 nætur í tveggja manna herbergi – – morgunverðarhlaðborð og kvöldverður – – og fjölbreytt dagskrá –

Verð 49.900 á mann m.v. tveggja manna herbergi

Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði - info@hotelork.is - sími: 483 4700 - www.hotelork.is

4


Mikilvæg atriði um ellilífeyri frá Tryggingastofnun (TR) Hverjir eiga rétt á ellilífeyri? • • •

Þeir sem eru 67 ára eða eldri. Hafa átt lögheimili á Íslandi í minnst þrjú ár á aldrinum 16-67 ára. Eru með tekjur undir ákveðnum mörkum. (Sérstakar reglur gilda ef viðkomandi hefur búið erlendis. Sjá nánar á tr.is)

Þarf að sækja um ellilífeyri þegar réttur myndast við 67 ára aldur?

Já – það þarf að sækja um ellilífeyri hjá TR. Þó þurfa þeir sem fá örorkulífeyrisgreiðslur þegar þeir verða 67 ára ekki að sækja um ellilífeyri. En þeir þurfa að láta TR vita ef þeir vilja nýta sér frest til töku ellilífeyris.

Hvernig sæki ég um ellilífeyri?

Tryggingastofnun sendir öllum sem verða 67 ára bréf þar sem bent er á mögulegan rétt til ellilífeyris. Í bréfinu er greint frá helstu atriðum varðandi réttindi til ellilífeyris. Umsókn er hægt að skila af Mínum síðum eða fylla út umsóknareyðublað og skila til TR. Umsókn þurfa að fylgja eftirfarandi gögn: • Tekjuáætlun. Hægt að skila af Mínum síðum. • Staðfesting á áunnum réttindum eða réttleysi frá lífeyrissjóði. • Viðeigandi fylgiskjöl ef sótt er um heimilisuppbót eða uppbætur á lífeyri, kemur fram í umsókn. • Lífeyrisþegar sem vilja nýta skattkort sitt hjá TR þurfa jafnframt að skila því. Afgreiðslutími ellilífeyris er um fimm vikur miðað við að öll gögn hafi borist.

Hvað er tekjuáætlun?

Tekjuáætlun er áætlun umsækjanda um eigin tekjur á árinu, s.s. launa-, lífeyrissjóðs- og fjármagnstekjur. Á grundvelli

hennar eru greiðslur ársins reiknaðar. Ef tekjur breytast er nauðsynlegt að breyta tekjuáætluninni til að greiðslur verði sem réttastar. Greiðslur eru endurreiknaðar árlega á grundvelli skattframtals. Inneignir eru greiddar út og skuldir innheimtar.

Get ég frestað því að fara á ellilífeyri?

Mögulegt er að fresta töku ellilífeyris. Ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilis­ uppbót hækka þá um 0,5% fyrir hvern mánuð fram til 72 ára aldurs, eða að hámarki um 30%. Þegar sótt er um ellilífeyri fellur réttur til frestunar niður.

Hvaða tekjur hafa áhrif á ellilífeyri?

Lífeyrissjóðstekjur hafa ekki áhrif á grunnlífeyri, kr. 36.337 á mánuði. Þær hafa hins vegar áhrif á tekjutryggingu og heimilisuppbót ef þær fara yfir kr. 328.800 á ári. Atvinnutekjur hafa áhrif á útreikning lífeyris ef þær eru hærri en kr. 1.315.200 á ári. Það má því vinna fyrir kr. 109.600 á mánuði án þess að það hafi áhrif á greiðslur. Þar með eru allar tekjur tengdar atvinnustarfsemi s.s. reiknað endurgjald vegna eigin atvinnurekstrar. Fjármagnstekjur hafa áhrif á útreikning lífeyris ef þær eru hærri en kr. 98.640 á ári. Þar undir falla t.d. vextir og verðbætur, söluhagnaður og leigutekjur. Fjármagnstekjur hjóna og sambúðarfólks eru skráðar sameiginlega. Ef allar tekjur, að meðtöldum skattskyldum tekjum frá TR, eru undir framfærsluviðmiði er það sem upp á vantar greitt sem sérstök uppbót til framfærslu. Allar tekjur hafa áhrif á útreikning sérstakrar uppbótar til framfærslu. Auðvelt er að setja forsendur inn í reiknivél lífeyris á tr.is eða bráðabirgðaútreikning á Mínar síður til að skoða áhrif tekna á greiðslur.

Kynningarfundir um töku ellilífeyris

TR býður upp á kynningarfundi fyrir þá sem eru að hefja töku ellilífeyris og vilja kynna sér réttindi sín, útreikning lífeyrisgreiðslna og gerð tekjuáætlana. Einnig verður farið yfir hvaða þjónusta er í boði á Mínum síðum m.a. hvernig hægt er að sækja um réttindi og gera /breyta tekjuáætlun. Gott er að hafa með sér fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma og íslykil eða rafræn skilríki fyrir innskráningu á Mínar síður. Fundirnir verða haldnir í sal BSRB, Grettisgötu 89, Reykjavík. Skráning á fundina eru á tr.is eða á nam@tr.is. Upplýsingar um dagsetningar fundanna er á tr.is.

Hvað eru Mínar síður hjá TR?

Á tr.is getur hver og einn farið inn á eigið vefsvæði á Mínum síðum. Þar er m.a. hægt að gera og breyta tekjuáætlun, nálgast rafræn skjöl, fá bráðabirgðaútreikning og skoða greiðsluskjöl. Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að komast á Mínar síður. Hægt er að panta Íslykil hjá Þjóðskrá og fá hann annað hvort sendan í netbanka eða í bréfpósti á lögheimili.

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?

Á tr.is eru greinargóðar upplýsingar um almannatryggingakerfið. Þér er einnig velkomið að hafa samband eftir þeirri þjónustuleið sem hentar þér. Þjónustumiðstöð á Laugavegi 114 er opin frá kl. 10-15.30 alla daga nema föstudaga 1012. Símaráðgjöf er opin frá kl. 9-15.30 alla dag. Hægt er að senda fyrirspurnir á tr@tr.is eða í gegnum Mínar síðar. Umboð TR eru um allt land.

5


Landsfundur LEB 2015:

Úr ályktun landsfundar

Ályktun um félags- og velferðarmál

Fundargestir á aðalfundi LEB 2015.

Úr ályktun landsfundar

Aldraðir sem komnir eru með gilt færni-og heilsumat eiga að hafa val um að fá notendastýrða persónulega aðstoð í heimahúsum til að geta verið heima eða farið á hjúkrunarheimili. Svo segir í ályktun landsfundar LEB frá því s.l. vor um félags og velferðarmál. Komið er inn á fjölmörg atriði í ályktuninni sem tengjast þjónustu við eldri borgara, eins og að áfram skuli unnið að því að færa málefni aldraðra til sveitarfélaganna. Þá vill Landsfundurinn að starfsmenn í félagslegri heimaþjónustu aldraðra framvísi sakavottorði og tali og skilji íslensku. Einnig eiga þeir að hafa lokið samræmdri viðurkenndri grunn-

6

menntun. Námið gæti verið fjarnám með stuttum námskeiðum á vegum hvers sveitarfélags. Landsfundurinn gerir þá kröfu að hugað verði að næringarbúskap aldraðra og að tekið sé mið af Manneldismarkmiðum Íslendinga í fæðuvali á hjúkrunarheimilum, þjónustumiðstöðvum og í heimsendum máltíðum. Landsfundurinn beinir því jafnframt til stjórnvalda að Öldungaráð í hverju sveitarfélagi eða í samvinnu sveitarfélaga verði lögfest sem réttbær tillögu –og umsagnaraðili um málefni eldri borgara og skorar á aðildarfélög LEB að beita sér fyrir stofnun öldungaráða

Ofbeldi gagnvart öldruðum hefur ekki verið rannsakað hér á landi, en leiða má líkum að því að það sé svipað og hjá öðrum þjóðum þar sem það hefur verið rannsakað. Landsfundurinn telur nauðsynlegt að rannsaka ofbeldi gegn öldruðum. Aldursfordómar eru víða og geta leitt til ofbeldis. Landsfundurinn beinir því til landlæknisembættisins að hafa forgöngu um slíka rannsókn.

Landsfundur LEB 2015 fagnar því að komin er fram þingsályktun um Umboðsmann aldraðra og skorar á Alþingi að samþykkja tillöguna og koma á fót embætti umboðsmanns aldraðra. Einnig að réttargæslumenn fyrir aldraða verði hluti af félags­ þjónustu sveitarfélaga.

í sínu sveitarfélagi þar sem þau starfa ekki nú þegar. Öldungaráðin kynni sér m.a. þjónustu og aðbúnað eldra fólks á heimilum, í þjónustuíbúðum og á öldrunarheimilum og leggi fram tillögur þar sem úrbóta er þörf. Bent er á að nú þegar eru öldungaráð starfandi í mörgum sveitarfélögum. Landsfundurinn fagnar áframhaldandi starfi Velferðarvaktarinnar og góðrar samvinnu sem þar hefur tekist með ýmsum ólíkum félagasamtökum að styrkja velferð. Flestar af tillögum Velferðarvaktarinnar snerta hagsmuni eldri borgara sem mikilvægt er að hrinda í framkvæmd svo sem að lágmarksviðmið til framfærslu verði skilgreind, fjárhagsleg staða leigjenda, búseturéttarhafa og eigenda íbúða sé jöfnuð, grunnþjónusta sé gjaldfrjáls og komið sé upp samhæfingaraðila máls sem tryggi að samstarf og samþætting eigi sér stað milli ólíkra þjónustukerfa. Hægt er að sjá ályktanir frá Landfundi LEB í heild sinni á www.leb.is.


Ályktun um kjaramál samþykkt Landsfundi LEB 5.-6. maí 2015:

Lífeyrir að lágmarki jafn lægstu launum Landsfundur LEB skorar á stjórnvöld að ljúka endurskoðun laga um almannatryggingar. Endurskoðunin verður að leiða til þess að dregið sé úr óhóflegum tekjutengingum milli almannatryggingakerfisins og lífeyrissjóða. Landsfundurinn vill að starfslok verði sveigjanleg og valkvæð. Landsfundurinn getur fallist á hækkun lífeyristökualdurs á löngum tíma, en breytingin taki ekki gildi fyrr en að 5 árum liðnum frá gildistöku lagabreytinga. Með því skapast aðlögunartími fyrir þá sem eiga eftir allt að 5 ár í starfslokaaldur. Landsfundurinn skorar jafnframt á aðila vinnumarkaðarins að gera átak í að skapa eldra fólki atvinnutækifæri svo að starfslokaaldurinn verði í reynd virðing við atvinnuþátttöku eldra fólks og framkvæmanlegur án þess að fólk endi á örorkubótum eða skertum lífeyri. Landsfundurinn krefst þess að lífeyrisréttindi, einstaklinga hjá lífeyrissjóðum verði samræmd. Landsfundurinn lýsir yfir megnri óánægju með skerðingu á greiðslum frá lífeyrissjóðum til eftirlaunafólks. Jafnframt er óviðunandi að lífeyrissjóðstekjur séu tvískattaðar. Landsfundurinn krefst þess að lífeyrir Almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið er um í kjarasamningum. Jafnframt að sett verði framfærsluviðmið sem taki mið af raunkostnaði. Enn og aftur skal bent á að hækkun persónuafsláttar væri besta kjarabót láglaunafólks og þar með eftirlaunafólks. Því er skorað á stjórnvöld að hækka skattleysismörkin myndarlega. Lágmarkstekjur til framfærslu verði ekki skattlagðar. Jafnframt skorar landsfundurinn á stjórnarflokkana að standa við gefin loforð um að bæta öldruðum kjaraskerðinguna sem varð á árunum 2009 -2013 og að lækka fjármagnstekjuskatt. Skerðingar á frítekjumarki vegna fjármagnstekna aldraðra og öryrkja sem tóku gildi árið 2009 verði afturkallaðar strax. Landsfundurinn lýsir yfir megnri óánægju með þá árlegu ákvörðun alþingis að aftengja við afgreiðslu fjárlaga, 69.grein almannatryggingarlaga, sem er

Salur FEB í Kópavogi þéttsetinn á landsfundi LEB 2015.

Fundargestir á landsfundi LEB.

Neðsta mynd: Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrverandi formaður LEB og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra í pontu. svohljóðandi: „að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“. Landsfundurinn krefst þess að stjórnvöld virði ákvæði og anda laganna um almannatryggingar og hækki lífeyri aldraðra og öryrkja árlega í samræmi

við hækkun launa og verðlags. Landsfundurinn leggur til að virðisaukaskattur á lyf verði felldur niður og bendir á að margar þjóðir eru með lyf í lægsta þrepi virðisaukaskatts eða að slíkur skattur er ekki lagður á lyf. Landsfundurinn leggur til að sveitarfélögum verði frjálst samkvæmt lögum að fella niður fasteignaskatta á eldri borgara af íbúðum til eigin nota. 7


Meistaraverkefni við Háskóla Íslands:

Aksturslok aldraðra – Líf að loknum akstri

„Það vantar umræðu í samfélaginu um aksturslok eldri borgara og aksturslokamenning er varla til hér á landi, sem og víða erlendis. Það þykir sjálfsagt að fólk hætti að vinna. Allir geta rætt um starfslok og fólk sækir jafnvel námskeið til að búa sig undir eftirlaunaárin. Hins vegar ríkir nánast þöggun í kringum aksturslok og þau virðast oft koma flatt upp á fólk. Þessu þarf að breyta,“ segir höfundur meistaraverkefnis um aksturlok. Hún vill að við viðurkennum að aksturslok eru eðlilegur hlutur í lífi fólks og að við umfram allt búum okkur undir þau. Álfhildur Hallgrímsdóttir hefur nýlokið við meistaraverkefni í öldrunarfræðum við Háskóla Íslands undir leiðsögn Dr. Sigurveigar H. Sigurðardóttur dósents við Félagsráðgjafardeild. Verkefnið fjallaði um aksturslok aldraðra. Álfhildur framkvæmdi rannsókn sem beindist að einstaklingum 80 ára og eldri, sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu og höfðu látið af akstri fyrir einu til þremur árum. En hvers vegna að rannsaka aksturslok aldraðra? „Áhugi minn á þessu málefni vaknaði þegar ég starfaði í þjónustukjarna fyrir aldraða á árunum 2003 til 2008. Þá varð ég vör við að aldrað fólk stóð oft frammi fyrir erfiðleikum við að komast leiðar sinnar án einkabíls. Í nokkrum tilvikum var um mikla tregðu að ræða hjá fólki þegar kom að því að leggja bílnum og stundum kom til íhlutunar aðstandenda. Ég skynjaði að samfara aksturslokum urðu mikil umskipti eða tímamót í lífi fólks. Mikilvægur þáttur var að hverfa úr lífi þess,“ segir Álfhildur. Fram kemur hjá henni að áherslur í málefnum aldraðra bæði á hinu fræðilega og pólitíska sviði snúa að heilbrigðri og farsælli öldrun. Kröfur eru um að fólk geti lifað eðlilegu lífi og verið virkir þátttakendur í samfélaginu eins lengi og kostur er. Það er viðurkennt að akstur einkabílsins gegni þýðingarmiklu hlutverki í lífi aldraðra, sem auðveldi þeim að halda reisn og sjálfstæði. Einkaakstur gerir þeim einnig kleift að sinna mikilvægum hlutverkum utan heimilisins og viðhalda tengslaneti sínu. Sú kynslóð til dæmis, sem nú er smám saman er að komast á eftirlaunaaldurinn, ólst upp með einkabílnum og hefur reynst mjög fastheldin á þann ferðamáta. Það er nú stundum svo að aldraðir ökumenn sjá jafnvel ekki fyrir sér neina aðra ferðamöguleika. Það er líka heilmikil áskorun að breyta ferðahegðun sinni. 8

Álfhildur Hallgrímsdóttir, höfundur meistarverkefnis við HÍ, um aksturlok eldri borgara. „Ég tók viðtöl við átta einstaklinga, en markmið mitt sem rannsakanda var að kanna viðhorf viðmælenda til akstursloka, hvernig aksturslok þeirra bar að garði, upplifun og reynslu af aksturslokunum og að síðustu hvað hafi tekið við eftir að akstri einkabílsins lauk. Niðurstöður úr minni rannsókn voru mjög í ætt við niðurstöður erlendra rannsókna. Aldraðir ökumenn eiga það sammerkt að vilja hafa stjórn á aðstæðum sínum og að geta ráðið sínum aksturslokum sjálfir. Við það að láta af akstri upplifa aldraðir töluverða skerðingu á frjálsræði sínu og hreyfanleika, að verða háðari öðrum og hafa þannig ekki eins mikla stjórn á aðstæðum sínum og áður. Það tekur ákveðinn tíma að öðlast sátt og ná tökum á nýjum veruleika eftir aksturslok. Að hætta að keyra er í raun að hefja lífið án bíls,“ segir Álfhildur. „Markviss undirbúningur og fyrirhyggja geta dregið úr neikvæðum afleiðingum akstursloka.“ Álfhildur telur mjög mikilvægt að aldraðir ökumenn kynni sér og venjist öðrum ferðaúrræðum áður en kemur að aksturslokum. En yfirleitt láta aldraðir ökumenn endanlega af akstri af heilsufarslegum ástæðum, ekki síst

vegna lélegrar sjónar. Of oft er ákvörðuninni frestað, að sögn Álfhildar, þar til nauðsynin ein knýr að dyrum og valkostir milli þess að keyra sjálfur eða að reiða sig á aðra ferðamöguleika eru orðnir fullþröngir. Það er nokkuð ljóst að aldrað fólk, sem hættir að keyra af heilsufarslegum ástæðum, getur af sömu ástæðum ekki nýtt sér eða átt í erfiðleikum bæði með að nýta sér almenningssamgöngur og að fara leiðar sinnar fótgangandi. Mesti hreyfanleikin er fólginn í því að geta nýtt sér sem fjölbreyttust ferðaúrræði, svo sem að ganga þægilegar veglengdir, taka strætó, nota ferðaþjónustu aldraðra við ákveðin tækifæri, taka stundum leigubíla og að vera í samfloti eða að fá far með ættingjum og vinum. „Það er mikið atriði að fólk nái að aðlagast og sætta sig við breyttar aðstæður eftir að akstri einkabílsins lýkur“, segir Álfhildur. „Stuðningur og aðstoð fjölskyldu og vina getur haft mikið að segja og dregið úr neikvæðum áhrifum akstursloka. Þá er vissulega talið mikilvægt að samfélög komi til móts við aldraða og bjóði þeim upp á örugg og fjölbreytt ferðaúrræði.“


Alþjóðasamstarf LEB:

Staða og framtíð eldri borgara í Evrópu Dagana 28. og 29. september var haldinn fundur 4 starfshópa AGE-Platform í Brussel. Fundinn sóttu fulltrúar starfshópa um stöðu aldraðra við starfslok, atvinnuþátttöku aldraðra, heilbrigði aldraðra og virðingu aldraðra. Fjallað var sérstaklega um drög að skýrslu starfshópanna til forseta Evrópusambandsins og aðalfundar AGEPlatform 2015 sem haldinn verður í nóvember. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um stöðu og virðingu við réttindi aldraðra í Evrópu og lögð áhersla á rétt aldraðra til mannsæmandi lífsviðurværis og að réttindi fólks séu tryggð án tillits til aldurs. Þá er lögð áhersla á að lífeyriskerfi séu aðgengileg og tryggð öllum, að eldri borgurum sé tryggð atvinna og vakin athygli á erfiðleikum elstu lífeyrisþeganna, sérstaklega stöðu eldri kvenna og eldri innflytjenda. Fátækt er merki þess að réttindi í samfélaginu séu ekki virk og sérstaklega beri að draga úr fátækt eldri borgara. Rætt var um atvinnuþátttöku aldraðra en ljóst er að víða í Evrópu eru fjölmennir hópar 60 ára og eldri atvinnulausir til lengri tíma og neyðast til að fara fyrr á lífeyri eða sækja samfélagsbætur. Þar sem rætt er um að hækka starfsaldur launþega og réttindi til lífeyris er jafnframt lögð áhersla á að aðstæður aldraðra á vinnustöðum verði aðlagaðar aldri þeirra og færni því ljóst er að innan fárra ára verða alls staðar í Evrópu færri á vinnumarkaði á bakvið hvern lífeyrisþega. Þá var rætt sérstaklega um aðgerðir varðandi langtímaatvinnuleysi, samþættingu atvinnulífs, fjölskyldulífs og færanlegs vinnuafls og áhrifa þess á samfélagsleg réttindi. Unnið er að átaki varðandi heilbrigði og öryggi á vinnustöðum að teknu tilliti til hærri lífaldurs launþega. Unnið var að skilgreiningu langtíma hjúkrunarþjónustu fyrir sjúka og aldraðra og hvað væri fullnægjandi viðmið í þeirri skilgreiningu. AGE hefur hafið vinnu að samþykkt um gerð handbókar um mannréttindi og almenn samfélagsleg réttindi eldri borgara. Að lokum var gerð grein fyrir starfsáætlun AGE til næstu 3ja ára. Ljóst er

Fulltrúar á aðalfundi NOPO í Helsingör 2015. að einhverjar breytingar verða á starfinu í ljósi þess að fjárveitingar hafa verið lækkaðar og framlög aðildarsamtaka hafa einnig breyst. NOPO hefur ákveðið að taka fullan þátt í starfi AGE-Platform á næsta ári en á vegum NOPO eru tilnefndir 6 fulltrúar í starfsnefndum AGE.

Norræna velferðarkerfið og framtíðin

Námskeið var haldið í framhaldi af stjórnarfundi NOPO þar sem fjallað var um stöðu norræna velferðarkerfisins. Kynnt var skýrsla sem unnin hefur verið á vegum launþegahreyfinganna á Norðurlöndunum og þær áherslur sem þar eru lagðar til að tryggja áframhaldandi þróun velferðarkerfisins. Þar vegur hæst mikilvægi þess að útrýma atvinnuleysi, verja stöðu félagasamtaka atvinnulífsins og tryggja þróun velferðarkerfisins. Norðurlöndin standa frammi fyrir því að fjöldi aldraðra eykst og jafnframt eru færri starfandi á vinnumarkaði. Þess vegna þarf að lengja starfsaldur á vinnumarkaði. Þá kallar aukinn straumur innflytjenda á að þeim verði tryggð

atvinna og aukinn réttur til félagslegrar þátttöku. Vakin var athygli á stöðu kvenna á Norðurlöndunum með tilliti til þess að þær lifa lengur en karlar, en eru jafnframt sá hópur sem fær lægstan lífeyri. Auk þess er atvinnuþátttaka kvenna hæst á Norðurlöndunum hærri en í öðrum löndum Evrópu. Fram kom í umræðum að gert er ráð fyrir að lífeyristökualdur verði hækkaður á næstu 15 árum en mjög misjafnt hversu hratt og við hvaða aldursmörk verði miðað. Í máli stjórnarmanna NOPO í lok umræðna kom fram að það verði að huga að stöðu þeirra eftirlaunaþega sem bera minnst úr býtum til framtíðar og til að verja norræna velferðarkerfið, að samtök eldri borgara séu að beita sér fyrir framtíðarskipan velferðarkerfisins þannig að börn þeirra og barnabörn njóti, að eldri borgurum sé sýnd virðing og lífeyrir þeirra sé nægjanlegur til framfærslu, og að velferðarkerfið sé fjármagnað með skatttekjum. Birna Bjarnadóttir, alþjóðafulltrúi LEB og stjórnarmaður í FEB í Reykjavík.

Eldri borgarar á Norðurlöndum álykta um móttöku flóttamanna Á stjórnarfundi sambanda eldri borgara á Norðurlöndunum sem haldinn var í Danmörku í 15. september 2015 var samþykkt tillaga um að hvetja bæði ríkisstjórnir og þjóðir Norðurlandanna til að taka vel á móti þeim fjölda flóttamanna sem flýr stríðsátök í heimalöndum sínum.

9


Þær klæða landið skógi

Tvær forystukonur í félögum eldri borgara, þær Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir eiga sameiginlegt áhugamál í skógræktinni og sinna því af alúð hvor á sinni jörðinni. Önnur í Dölum á Vesturlandi og hin í Reykhólasveit á Vestfjörðum. Hvað er það sem fær tvær forystukonur í félagsmálum til að fara út í skógrækt þegar þær eru komnar á fullorðinsár? Hættar í fastri launaðri vinnu og gætu nú farið að hafa það náðugt, stunda ferðalög og sinna fjölskyldunni og félagsmálunum meira en hingað til. Okkur í ritnefnd Listarinnar að lifa langaði til að fræðast meira um þetta áhugamál þeirra og hvernig það kom til að þær helltu sér útí skógrækt . Þórunn (ÞSV): „Mér skilst að ég sé fædd með græna putta og svo er makinn alinn upp í landgræðsluumhverfinu . Við Þórhallur festum kaup á 43 hektara landi í Dölunum árið 2000 en það voru móar, mýrar, holt og fjöll úr landi Svarfhóls við hlið Fellsenda í Miðdölum. Þetta var mjög spennandi verkefni en við höfðum verið að planta tjám í um 15 ár á undan í minningarreit um foreldra Þórhalls sem nú er orðinn skógur. Við vildum halda áfram því bakterían var komin. Svo kom að því að girða og friða landið sem tókst á um 3 árum og þá fór birkið að koma upp af sjálfu sér og víðir af nokkrum tegundum. Svo fórum við að banka uppá hjá Vesturlandsskógum og þá kom í ljós að við þurftum að vera með lögbýli. Sóttum við um og það tókst þrátt fyrir alla skriffinnskuna. Svo kom að húsbyggingu smátt og smátt þó gist væri í vinnuskúr í 2-3 ár. Þá byrjuðum við að planta til að koma þessu af stað meðan beðið væri eftir aðild að Vesturlandsskógum. Allir græðlingar sem við náðum í notaðir og fræ af birki líka. Fórum svo í námið Grænni skógar 1 sem er gott nám, en of dreift á mörg ár. Tvö ár ættu að duga til að halda samfellu“, segir Þórunn. Jóna Valgerður (JVK): „Mér hefur alltaf þótt gaman að rækta eitthvað, ég ann náttúrunni og ég hef ánægju af öllum gróðri. Þegar við hjónin fluttum fyrir 19 árum í Reykhólasveitina og festum kaup á jörðinni Mýrartungu 2, þá fannst mér kjörið að láta þann draum rætast að fara að rækta meira. Um þetta leyti voru skógræktarverkefni landshlutanna öll að komast á legg. Ég byrjaði á 10

Þórunn dyttar að trjánum á jörð sinni Svarfhóli í Dölum.

þessu í samstarfi við Skjólskóga á Vestfjörðum. Ég fór á námskeið hjá þeim til að læra byrjunaratriðin og seinna í námið Grænni skógar 1 sem tekið var á þremur árum. Ég fékk svo samning í tveimur áföngum um að setja niður tæplega 100.000 plöntur á jörðinni. Þá þurfti auðvitað fyrst að girða af allt landið. Reyndar eru 24 hektarar ræktað land innan girðingarinnar og því vildi ég ekki breyta. En þetta hefði ekki verið hægt nema vegna þess að börnin mín hafa líka þennan áhuga og þau voru til í að gera þetta með mér.“

Hve lengi hafa þessi skógræktarverkefni staðið og hvernig hefur framkvæmd þeirra gengið?

JVK: „Við byrjuðum aðeins á þessu árið 2001, en síðan 2002 þegar ég var hætt að vinna hafa verið settar niður á hverju ári frá 5- 10.000 plöntur og það gerðum við með því að fjölskyldan kom saman í eina viku í júni og vann að gróðursetningu. Stundum fékk ég svo verktaka bæði í vélavinnu og til viðbótar í gróðursetningu, en mest af þessu var unnið af fjölskyldunni. Það var fjöl-

mennt í heimili á meðan stundum allt að 20 manns með börnum. En það hefur líka þjappað fjölskyldunni saman og barnabörnin náð að kynnast verulega vel. Að því búa þau alla ævi. Svo þetta verkefni hefur haft margþætt áhrif. Svo er ákaflega gaman að sjá hvernig landið er að klæðast skógi, því nú er verulega farið að togna úr trjánum. Við munum næsta sumar klára að setja niður samkvæmt samningnum. Sveitungar mínir höfðu ekki mikla trú á því að það væri hægt að rækta skóg í Mýrartungu, þar væri alltaf svo hvasst, en reynslan sýnir annað. Og svo breytir það líka veðurfarinu nú þegar skógurinn stækkar.“ ÞSV: „Þetta er gífurleg vinna en svo líkamlega góð að maður sefur eins og engill eftir útiveru allan daginn. Við höfum plantað yfir 30 þús plöntum en eigum ennþá eftir um 15.000. svo því væri hægt að ljúka á 2 árum ef þær plöntur verða til sem helst vantar inn í áætlunina. Aspir hefur verið erfiðast að fá þannig að við ræktum árlega 100-200 stk upp af græðlingum. Gleðin er mikil þegar trén dafna vel en veður hafa líka verið erfið af og til og hægt á trjávexti.“


Jóna Valgerður á jörð sinni Mýrartungu II, með tveimur barnabarna sinna þeim Kristjáni Helga 12 ára og Guðmundi Alex 3 ára.

En lýkur þessu verkefni einhvern tímann?

ÞSV: „Nei, ég held ekki að því ljúki alveg. Klippingar og snyrting t.d. klipping á víði tekur margar helgar yfir veturinn. Áburður, helst sauðatað þarf árlega og svo er stígagerð og umönnun mikið verk. En þetta verða börnin okkar og þetta er svo gott og gaman að fara í almennilegan útigalla og fara um á fjórhjóli sem gefur fullkomna frelsistilfinningu. Barnabörnin munu fá af þessu tekjur og ánægju og eru sum þeirra farin að vinna með okkur. Helst vil ég fá að sofna upp í hlíð þegar kallið kemur á stað sem er mér svo kær.“ JVK: „Þegar búið er að gróðursetja eins og samningurinn segir, þá tekur við að hlúa að plöntunum, bera á áburð, síðan að fylla í skörð sem myndast, því að ekki lifir allt sem sett er niður. Síðan getur þetta orðið atvinnuvegur með tímanum, þ.e. að nýta viðinn í ýmislegt og svo jafnharðan að bæta við nýjum plöntum. Ég vona að þetta skili landinu betra til næstu kynslóðar og jafnvel að þetta skapi atvinnu til framtíðar. Og það hefur gefið mér ákaflega mikið að standa í þessu og ég gleðst á hverju sumri yfir því að fylgjast með því hvernig trén þroskast og stækka.“ Þar með ljúkum við þessu stutta samtali við þessar forystukonur. Það er greinilegt að þær láta ekki síður til sín taka í áhugamálum eins og skógræktinni frekar en félagsmálunum. Listin að lifa óskar þeim til hamingju með árangurinn.

Augnheilbrigði

NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM! Viteyes er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað aðallega við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður.

Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land.

11


Viðtal við formann Öldungaráðs Reykjavíkurborgar:

Öldungaráðið stimplað inn í borginni Öldungaráð var skipað í Reykjavík eftir áramótin á þessu ári og fyrsti fundurinn var haldinn 11. mars s.l. Guðrún Ágústsdóttir er formaður ráðsins og Listin að lifa tók hana tali um störf ráðsins og við spurðum hana fyrst hvernig til hefði tekist? „Ég tel það mjög mikilvægt að sveitarfélögin hafi sérstök Öldungaráð. Það skiptir máli að geta ráðgast við fólkið sem er í þessum aldurshópi sjálft og fengið frá því góð ráð. Nú er það svo að þessi aldurshópur spannar stórt og mikið bil, þ.e. frá 65 til 100 eða jafnvel lengur. Þeir sem eru yngstir aldraðir eiga ekkert endilega mikið sameiginlegt með elsta hópnum, sem ekki ósjaldan eru foreldrar þeirra yngri öldruðu. Þegar ég fæddist seint á fimmta áratug síðustu aldar, þá gátu karlar búist við því að ná sextugsaldri. Nú hefur bæst við hálfur annar áratugur. Sá er eldurinn heitastur sem á sjálfum brennur.“

Gamansaga

Hefur þetta skilað eldri borgurum einhverju nú þegar? „Það er ef til vill of snemmt að tala um hverju starfsemi Öldungaráðsins hefur skilað, þó hefur okkur tekist að vekja athygli á málefnum aldraðra innan borgarkerfisins sem utan og mjög vel heppnaður

geta komið til skila því sem mikilvægast er og þarfast hverju sinni. Jafnframt tökum við þátt í stefnumótun í málefnum aldraðra og höfum þar vonandi margt fram að færa.“

Guðrún Ágústsdóttir formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar

opinn sameiginlegur borgarstjórnarfundur með Öldungaráðinu, stimplaði okkur nokkuð rækilega inn í borgarkerfið. Við finnum að við getum verið mikilvægur tengiliður milli borgar og ýmissa hópa og samtaka aldraðra og það er alltaf til gagns. Tilurð ráðsins hefur vakið athygli víða og orð eru til alls fyrst. Markmið okkar er að gera gagn fyrir þann hóp sem hér um ræðir í samfélaginu sem verður stöðugt stærri,“ segir Guðrún. Er ávinningur af þessu fyrir sveitarfélögin, eins og Reykjavíkurborg í þessu tilviki? „Tvímælalaust. Samvinna og samstarf er alltaf til góðs og við eigum að

Hvernig mætti gera starf ráðsins enn betra? „Starf ráðsins verður betra og betra eftir því sem við kynnust kjörum aldraðra betur í borginni og lærum að þekkja þá fjölmörgu staði sem þeim nú sinna allt frá félagsstarfi til hjúkrunar aldraðra. Við förum reglulega í vettvangsferðir og kynnumst þá bæði fólki sem vinnur við þjónustuna og þeirra sem hennar njóta. Það er mikilvægt.“ Eitthvað að lokum sem þú vilt taka fram og á erindi í tímarit LEB? „Við í Öldungaráðinu viljum endilega hvetja fólk sem vill koma á framfæri við okkur hugmyndum og almennum ábendingum að hafa samband við okkur. Okkur þykir mjög vænt um þær ábendingar sem komið hafa til okkar hingað til. Endilega hafið samband á netfangið: oldungarad@reykjavik.is

Öldruð kona kom til læknis síns og hann hafði á orði að það væri langt síðan hún hefði komið. Henni brá við en sagði: Þú verður að afsaka mig góði læknir, en það er bara svo langt síðan ég hef verið veik.

Er blaðið að skila sér? Ef þú veist til þess að Listin að lifa hafi ekki skilað sér til félagsmanna í þínu nágrenni, þá endilega hafðu samband beint við póstdreifingu. Tengiliður þar er: Þórunn Ása Þórisdóttir Beinn sími er 585 8312 Gsm er 669 8312 Netfang: thorunn@postdreifing.is 12


Öldungaráð á Suðurnesjum:

Vitundarvakning í málefnum eldra fólks Öldungaráð Suðurnesja hefur starfað í 10 mánuði, var formlega stofnað 29. nóvember 2014. Það var Félag eldri borgara á Suðurnesjum sem vann að stofnun þess m.a. með því að funda með öllum bæjarstjórnum á Suðurnesjum og kynna hugmynd okkar að Öldungaráði. Fremstur í flokki tengt þessum kynningum og vinnu við gerð samþykkta ráðsins var Eyjólfur Eysteinsson sem stýrði okkur og hvatti með sínar ákveðnu skoðanir á málinu. Meginviðfangsefni Öldungaráðsins er að efla samstöðu og samvinnu Suðurnesjamanna í öldrunarþjónustu. Finna nýjan hljóm í framsæknum hugmyndum um þjónustu, sem lengir þann tíma sem aldraðir geta búið á eigin heimilum og samhljóm þegar horft er til uppbyggingar nýrra búsetuforma. Meginstyrkur Öldungaráðs Suðurnesja er hvernig skipað er í ráðið, en þar er tenging inn í hvert bæjarfélag, þar sem fulltrúar eru frá hverri bæjarstjórn, sem aðild á að ráðinu, fulltrúar eldri borgara eru frá hverju bæjarfélagi og fagaðilar tengjast inn í hvert bæjarfélag, að auki kemur inn félag sem lætur sig málefni eldri borgara varða. Fulltrúar í ráðinu eru 22 og 11 varafulltrúar. Lögð er áhersla á að allir fulltrúar séu virkir í verkefnum sem ráðið vinnur að hverju sinni bæði aðal- og varafulltrúar. Með þessari skipan fulltrúa í ráðið getum við jafnt unnið í nærumhverfi fulltrúanna, þar sem horft er til þess sem vel er gert og hvernig má bæta þjónustuna í hverju bæjarfélagi fyrir sig og skoðað hvernig best er staðið að sameiginlegum verkefnum bæjarfélaganna og ríkisins, eins og byggingu og rekstri hjúkrunarheimila og samþættingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Fyrsta verkefni Öldungaráðs Suðurnesja köllum við „Brúum bilið“ en þar horfðum við til þess að leita lausna á því hvernig við getum aukið þjónustuna við aldraða með það að markmiði að auðvelda þeim að búa sem lengst á eigin heimilum og geta þar notið lífsins með

Jórunn Alda Guðmundsdóttir Sandgerði, stjórnarmaður Öldungaráðs Suðurnesja. öruggt þjónustunet í nærumhverfi sínu. Ráðinu var skipt upp í 5 hópa, hópar 1-4 áttu að skoða stöðu öldrunarmála í sínu nærumhverfi, hver er staðan þar í dag og hvað má bæta til að aldraðir geti sem lengst búið í sínu bæjarfélagi, hvaða þjónustu þarf að auka, meðal annars skoðað hvernig staðið er að forvörnum, hvort þörf er þar á dagdvalarrýmum eða fjölgun þeirra þar sem þau eru til staðar í dag og hvað þarf til að breyta íbúðum eldri borgara, sem eru í þjónustukjörnum bæjarfélaganna í þjónustuíbúðir. Hópur 5 er skipaður fagaðilum og skoðaði stöðuna tengt heilbrigðisþjónustu aldraðra, samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimilishjálpar, hvíldarinnlagnir, færni og heilsumat, sem er mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunarheimilum. Allir hóparnir horfðu til framtíðar, könnuðu stefnu og framtíðarsýn bæjarfélaganna tengt öldruðum og þjónustu við þá og komu með tillögur um samvinnu og sameiginleg verkefni bæjarfélaganna og ríkisins. Hóparnir kynntu síðan niðurstöður sínar á fundi Öldungaráðs 26. mars 2015. Síðan kynnti hver hópur niðurstöður og hugmyndir í sínu bæjarfélagi í bæjarráðum og/eða bæjarstjórnum. Við teljum mikilvægt að vera með eftirfylgni gagnvart bæjarfélögunum og þeim sem málið varðar og munum senda inn erindi til viðkomandi aðila til úrlausnar.

Á síðasta stjórnarfundi kom fram ánægja með þá vakningu, sem orðin er tengt málefnum eldri borgara á Suðurnesjum. Einnig kom fram að verkefnið „Brúum bilið“ hafi vakið bæði fulltrúa ráðsins og sveitarstjórnamenn til vitundar um hver staðan er og mikilvægi þess að horfa til framtíðar með þá vitneskju í huga. Ávinningur bæði bæjarfélaga og eldri borgara hefur m.a. verið að nú er lögð áhersla í öllum bæjarfélögunum á heilsueflingu með því að frítt er í sund, þreksali, stafgöngu og félagslega aðstöðu sem eflir hreysti og ánægju eldri borgara sem skilar sér aftur inn í samfélagið. Ég hef fundið fyrir því að eldri borgarar horfa til Öldungaráðs með ákveðnar væntingar í huga, telja að þarna sé komin málsvari sem gæta mun hagmuna þeirra og vinna með þeim að bættri og betri þjónustu. Bæjarfélögin hafa tekið tilkomu ráðsins vel og telja þar kominn samstarfsaðila sem eigi eftir að vinna með þeim að framtíðarskipan öldrunarþjónustu á Suðurnesjum. Kemur það m.a. fram í því að stjórn Öldungaráðs var boðin á aðalfund Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum og aðalfund Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem haldinn var 2.-3. október þar sem málefni aldraðra voru í brennidepli. Með því að fá eldri borgara á Suðurnesjum með okkur munum við gera starf ráðsins enn betra, það mun auka samstöðu okkar og gerir starf okkar markvissara og vænlegra til árangurs. Verkefni á komandi vetri er að fara af stað með málfundi í hverju bæjarfélagi, sem aðild eiga að ráðinu og bjóða þangað eldri borgurum og fá þeirra hugmyndir um hvernig hægt er að stuðla að farsælum efri árum, bæði í nærumhverfi og sameiginlega á Suðurnesjum.

13


Áætlað að byggja hundruð hjúkrunarrýma - vil efla heimahjúkrun sem lið í viðleitni til að eldra fólk geti verið sem lengst heima segir heilbrigðisráðherra. Í ályktun síðasta Landsfundar LEB um heilbrigðismál segir að ríki og sveitarfélög verði að bregðast nú þegar við brýnni þörf á fleiri hjúkrunarrýmum. Gera þurfi áætlun um fjölgun hjúkrunarrýma og efla Framkvæmdasjóð aldraðra svo hann geti staðið við hlutverk sitt sem taki mið af fjölgun aldraðra á næstu árum. Í tilefni af þessari umræðu tókum við Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra tali og spurðum hann fyrst um hvenær væri von á áætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem hann hafði boðað að væri væntanleg um mitt þetta ár? „Því miður hefur það dregist. Núna liggur áætlunin inni til umsagnar hjá Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdar og ég bíð í rauninni eftir svörum frá þeim. Ég þarf að fá heimildir þaðan til að halda verkinu áfram og ég legg áherslu að við getum hafist handa sem fyrst við að byggja um 200 ný hjúkrunarrými“, segir Kristján. „Það er sú áætlun sem ég hafði ráðgert að birta um mitt árið og ég vona að svör um þetta berist innan tíðar, vonandi innan fárra vikna. Við gerum ráð fyrir að byggingartími geti verið um 3 ár.“ En hver er raunveruleg þörf fyrir aukin hjúkrunarrými og hefur sú þörf verið kortlögð? „Hvað varðar fjöldann þá er þörfin langmest á höfuðborgarsvæðinu. Það er mat fagfólksins í þessum geira hér í ráðuneytinu að það vanti um 500 ný hjúkrunarrými fram til ársins 2020 og þetta er breytilegt eftir landssvæðum. Hlutfallslega getur vantað mikið á ákveðnum svæðum, en hvað varðar fjölda einstaklinga þá er þörfin langmest á höfuðborgarsvæðinu.“ Nýverið ályktaði Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum um mikla þörf á nýjum hjúkrunarrýmum þar? „Ég þekki þessa umræðu frá Suðurnesjum, en miðað við þá útreikninga sem við höfum hér ráðuneytinu þá er staðan ekki verri þar en annars staðar. Þær upplýsingar sem ég fæ eru um útreiknaða þörf, miðað við fjölda rýma á 14

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra við skrifborð sitt í Velferðarráðuneytinu. svæðinu og aldurssamsetningu, en auðvitað geta verið staðbundnar aðstæður sem ekki koma fram í meðaltalsútreikningum og það er eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir. Þegar sveitarstjórnir eru að koma með upplýsingar eins og þessar frá Suðurnesjum þá er full ástæða til að gefa því gaum og skoða aðstæður þar sérstaklega. Við þurfum líka að skoða heildarþjónustuna við eldri borgara á hverju svæði, eins og heimahjúkrun og heimaþjónustu og fleira.“ Það hefur verið gagnrýnt af forystu eldri borgara að gjald í framkvæmdasjóð hafi ekki verið nýtt í það sem til stóð, að byggja hjúkrunarheimili og að hluti gjaldsins fari í daglegan rekstur? „Það er eðlilegt að margir átti sig ekki á regluverki um framkvæmdasjóðinn, en ráðstöfun á fé sjóðsins er alveg í samræmi við lögin. Ég hefði gjarnan viljað hafa stærri hluta af því fé sem rennur í framkvæmdasjóðinn til uppbyggingar heldur en raunin er. Mig minnir að það hafi verið um 2008, 2009 sem heimilað var með bráðabirgðalögum að nýta hluta fjárins til að reka hjúkrunarrými og það er sú stefnubreyting sem

er hvað sárust í mínum huga. Þannig er nefskatturinn sem allir greiða nýttur að hluta til í daglegan rekstur, sem átti upphaflega að renna til uppbyggingar hjúkrunarrýma. Ég hef rætt það víða að þessu þurfi að breyta,“ segir ráðherra. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verða framlög til heimahjúkrunar aukin um 200 milljónir króna og stefnan er að auka heimahjúkrun um allt land og stuðla að jafnara þjónustustigi, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Er þetta hugsað mögulega til að koma í staðinn fyrir hjúkrunarrýmin sem vantar nú þegar? „Nei, þetta er bara eitt þeirra úrræða sem er á vegum hins opinbera til að mæta þörfum aldraðra. Það liggur fyrir að vilji fólks til að búa sem lengst á eigin heimili er mjög ríkur. Við eigum að stuðla að því að það sé gerlegt, frekar en ekki og styðja fólk til sjálfstæðrar búsetu eins lengi og hægt er. Við munum aldrei mæta allri þörf við þjónustu við aldraða á komandi árum í óbreyttu kerfi. Það er að segja við þurfum að laga núverandi kerfi og það hvernig við ætlum að mæta fjölgun eldri borgara sem við blasir. Það dugar ekki að byggja endalaust rými á stofnunum. Það þarf að leita annarra


úr ályktun landsfundar LEB

Landsfundurinn skorar á stjórnvöld að hraða uppbyggingu Landsspítalans við Hringbraut eins og framast er unnt. Jafnframt verði tekin ákvörðun um að nýta núverandi húsakynni í Landsspítala Fossvogi sem sérstaka miðstöð öldrunarlækninga.

brigðisráðuneytinu er að sögn ráðherra verið að vinna að heildar úttekt á stöðunni í öldrunarmálum. Vinnuhópur sem er að störfum á að meta stöðuna í dag og greina ástandið miðað við þær tölur sem liggja fyrir og leggja fram tillögur að úrræðum og viðbrögðum á næstu árum. Kristján Þór segir að með þessari vinnu sé ætlunin að leggja grunn

úr ályktun landsfundar LEB

úrræða eins og að gera eldra fólki frekar kleift að vera heima eins lengi og við getum. Sú stefnumörkun að setja meiri peninga í heimahjúkrun er angi af þessari viðleitni,“ segir Kristján Þór og hann bætir við. „Ríkið og sveitarfélögin eru að þjóna eldra fólki. Sveitarfélögin með heimaþjónustuna og svo ríkið með heimahjúkrun. Við getum örugglega veitt betri þjónustu og meiri, ef við samþættum þennan þátt betur en við höfum verið gera hingað til. Við erum líka að styrkja þátt heimahjúkrunar með því að auka fé til heilsugæslunnar í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þá peninga á að auki að nýta til að styrkja læknamönnun, ýta undir endurnýjun með fleiri námsstöðum og styrkja sálgæslu innan heilsugæslunnar. Þannig að þetta helst allt í hendur.“ Að lokum má geta þess að í heil-

að stefnumörkun í öldrunarmálum til lengri tíma. Ætlunin er að þessi vinnuhópur skili af sér í desember n.k.

Landsfundurinn skorar á stjórnvöld að koma sem fyrst á samþættingu hjúkrunar og heimaþjónustu um land allt. Efla þarf dagdvöl og fjölga plássum í endurhæfingu aldraðra.

LEB fundar með aðildarfélögunum – besta jarðsambandið er að hitta félagsmennina segir formaður LEB Á tímabilinu 17. ágúst til 7. september sótti Haukur Ingibergsson formaður LEB fundi í 14 aðildarfélögum LEB. Á fundunum er rætt um margvísleg hagsmunamál eldri borgara, rætt um starfsemi Öldungaráða og samstarf við sveitarfélögin og aðstaða félaganna skoðuð. Að þessu sinni voru heimsótt: Félag eldri Mývetninga, Félag eldri borgara Vopnafirði og Bakkafirði, Félag eldri borgara Þistilfirði, Félag eldri borgara Raufarhöfn, Félag eldri borgara Öxarfjarðarhéraði, Félag eldri borgara Húnaþingi vestra, Félag eldri borgara Austur- Húnaþingi, Félag eldri borgara Skagafirði, Félag eldri borgara Siglufirði, Félag eldri borgara Ólafsfirði, Félag eldri borgara á Dalvík og nágrenni, Félag eldri borgara Akureyri, Félag eldri borgara Djúpavogi og Félag eldri Hornfirðinga. Nokkra fundina sóttu einnig Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrverandi formaður LEB og fulltrúi LEB í almannatrygginganefnd og Öldrunarráði Íslands, Anna Sigrún Mikaelsdóttir stjórnarmaður LEB og Birna Bjarnadóttir alþjóðafulltrúi LEB. Haukur segist stefna að því að heimsækja öll aðildarfélög LEB á starfstíma-

Haukur Ingibergsson formaður LEB og Sigurður Hermannsson formaður FEB á Akureyri í upphafi fundar í fundarsal félagsins. bilinu 2015-2017, enda sé það besta jarðsambandið til að halda góðum

tengslum innan sambandsins.

Ellimóð

Góð leið til að auka sparnað í þjóðfélaginu væri að sjá til þess að eldri borgarar hefðu örugglega í sig og á, svo sómi væri af. 15


Fræðsluhornið Bryndís Steinþórsdóttir

Ágætu lesendur. Góðar kveðjur til ykkar allra sem hafið sent mér uppskriftir og annað efni í blaðið. Enn á ný erum við minnt á að vera jákvæðir en gagnrýnir neytendur og vandlátir í vöruvali. Af því tilefni leituðum við til Neytendasamtakanna sem vilja minna neytendur á að vera vakandi varðandi hugsan­ legan mun á hilluverði og kassaverði. Munum einnig að við eigum að fá vöruna eins og hún er verðmerkt í búðinni. Sjálfsagt er að óska eftir viðtali við verslunarstjóra og gera honum grein fyrir röngum verðmerkingum. Neytendasamtökunum berast kvartanir vegna þess að umbúðir eru vigtaðar með í verslunum sem selja úr borðum, t.d. kjöt og fisk. Það er því gott að hafa í huga að þetta er óheimilt samkvæmt lögum og skal alltaf miða við nettóþyngd. Það er auðvelt fyrir verslanirnar að draga umbúðirnar frá og „tara“ þær út eins og það heitir. Oftast er spurt í verslun; viltu kassakvittunina og oftar en ekki er svarið neitandi. Það getur samt verið gott að taka hana og geyma þar til hún hefur misst gildi sitt. Hvað ef einhver viðkvæm matvara reynist útrunnin þegar tínt er upp úr pokanum þegar heim er komið svo dæmi sé nefnt? Að ekki sé talað um dýrari sérvörur. Mikilvæg skilaboð: Samkvæmt nýrri reglugerð og sem gildir á öllu EES svæðinu er heimilt að selja matvörur sem komnar eru yfir mánuð/ár sem framleiðandi miðar við. Þetta eru matvæli sem eru í lagi varðandi hugsanlegan gerlavöxt en geta verið farin að missa eiginleika sína. Þessi matvæli skal þó skýrt aðgreina frá öðrum matvælum. Jafnframt ganga Neytendasamtökin út frá að þessi matvæli verði seld á lágu verði. Hér koma nokkrar uppskriftir, sem Fræðsluhorninu okkar hafa borist:

Heilsudrykkur 1 frá Ásu M.

200 gr engiferrót 1 bolli hrásykur 1 box myntulauf 1 sítróna eða lime 2 lítra vatn Flysja engiferrótina og brytja smátt, soðin í vatninu með sykrinum. Blöðin af myntunni og sítrónan skorin í sneiðar með berkinum. Soðið í 20 mín. Kælt og síað.

Heilsudrykkur 2 frá Ásu M. 1 lítri eplasafi 2 tsk karry 2 tsk turmerik ½ tsk svartur pipar Suðan látin koma upp. Kælt.

Gulrótarsúpa, handa fjórum, frá Stefaníu St.

1 meðalstór laukur 350 g gulrætur 8 dl vatn 1 grænmetisteningur 1-1½ lárviðarlauf ½ tsk salt ¼ tsk pipar ½ dl kaffirjómi 1msk sérrí eða koníak (má sleppa) 2 tsk fersk steinselja til skrauts Flysjið laukinn og gulræturnar, skerið í bita og setjið í pott. Hellið vatninu yfir ásamt 16

grænmetisteningnum og lárviðarlaufinu og sjóðið í 15-20 mínútur. Takið lárviðarlaufin upp úr og maukið gulræturnar og laukinn með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Saltið og piprið og bætið e.t.v. meira vatni út í til að fá súpuna mátulega þykka. Bætið rjómanum og sérríinu/koníakinu út í um leið og súpan er borin fram. Skreytið með svolítilli steinselju. Ef rjómanum er sleppt er þessi súpa hitaeiningasnauð en saðsöm og því tilvalin fyrir þá sem vilja grennast. Svolítill rjómi og sérrí gera súpuna hins vegar svo góða að hún sómir sér á hvaða veisluborði sem er. Berið fram með salati og nýbökuðu brauði.

Kjúklingasalat Árna og Erlu

700 g kjúklingakjöt, helst bringur 1 skammtur satay-sósa (ein krukka) 200 g kúskús Spínat einn poki 1 askja kirsuberjatómatar 2 lárperur 1 mangó Kasjúhnetur ristaðar 150 g fetaostur Skerið kjúklingabríngurnar í bita og steikið á pönnu. Hellið satay-sósunni yfir og látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Sjóðið kúskús eftir leiðbeiningunum á pakka. Skerið kirsuberjatómata og lárperur

í sneiðar og mangó í litla bita. Setjið spínat í botninn á fati. Dreifið kúskúsinu yfir og setjið kjúklinginn yfir kúskúsið. Stráið kirsuberjatómötum, lárperum, mangói og fetaosti, ásamt smá af olíunni yfir. Dreifið að lokum ristuðum kasjúhnetum yfir.

Tikka masala linsubaunaréttur frá Elísabetu S. M.

Masala mauk: 2 tsk Garam masala 2 tsk chili flögur 2 tsk paprika 1 tsk cumin, broddkúmen 1 tsk kóriander 2 cm engiferrót, afhýdd og smátt söxuð eða rifin 1 msk olía, t.d. repjuolía 2 msk tómatmauk (puré) salt og pipar ferskur kóríander, handfylli. Setjið allt sem á að fara í masala maukið í matvinnsluvél og maukið þar til það er samfellt og mjúkt. Maukið er ríflegt og hægt að nota það í nokkrar uppskriftir af Linsubaunaréttinum. Linsubaunarétturinn 1 ½ msk olía, repjuolía 1 rauðlaukur, smátt saxaður 2 msk masala mauk 1 hvítlauksrif, marið


1 dós smátt saxaðir tómatar (400 g) 250 ml grænmetissoð (vatn og teningur) 200 g rauðar linsubaunir 200 g lítil spínatblöð 2 msk hrein jógurt eða 10 % sýrður rjómi. Hitið olíu á stórri pönnu, bætið lauknum við og látið krauma í 3-4 mínútur. Bætið því næst hvítlauknum við og masala maukinu, og látið krauma í u.þ.b. eina mínútu. Setjið því næst tómata og grænmetissoð saman við og hitið að suðu. Skolið linsubaunirnar og setjið út í. Minnkið hitann og látið sjóða hægt í um 20 mínútur. Þvoið spínatblöðin og blandið þeim út í réttinn, rétt áður en hann er borinn fram. Berið fram með hreinni jógúrt, t.d. grískri jógúrt og heitu flatbrauði. Einnig má bera brún hrisgrjón fram með réttinum og hrátt grænmetisalat, ef vill.

Heilkorna flatbrauð frá Elísabetu S. M.

100 g heilhveiti 50 g byggmjöl 50 g rúgmjöl ½ tsk sjávarsalt chilliduft á hnífsoddi 1 tsk cumin fræ (broddkúmen) ½ tsk. kúmen 1 msk ólífuolía 120 ml vatn. Blandið öllu hráefninu vel saman og geymið í kæliskáp í 20 mínútur. Hnoðið og skiptið í 8 bita. Dýfið þeim í dálítið heilhveti og fletjið út átta kringlóttar kökur. Steikið kökurnar á þykkbotna pönnu á báðum hliðum og berið fram með réttinum.

Döðluhnetukaka frá Margréti L.

2½ dl döðlur 2½ dl pekanhnetur 1 ½ dl súkkulaðidropar Allt saxað gróft 2dl hrásykur 3 msk spelthveiti 1 tsk lyftiduft 1 msk vanilludropar 3 msk vatn 2 egg Öllu blandað saman með handsleif Látið standa í 15 mínútur. Hrært aftur og sett í smelliform. (Látið bökunarpappír undir í mótið) Bakað í 40 mín við blástur 150° hita. Borið fram með þeyttum rjóma og jarðarberjum eða vanilluís.

Kransakökubitar frá Stefaníu Bj.

1 kg marsipan, 325 g sykur, 50 g eggjahvíta, Hnoðið öllu saman og mótið í lengjur um 1 ½ sm í þvermál. Skerið í 2 ½ sm bita og bakið í miðjum ofni við 200° í 10 til 15 mínútur. Færið plötuna efst í ofninn síðustu mínúturnar. Kælt, síðan er endanum á hverri köku difið í brætt súkkulaði.

Steiktir og færðir upp á sigti og síðan á pappír sem dregur í sig fitu.

Rabarbarakaka frá Ásu M.

Rabarbari er brytjaður í þunnar sneiðar og settur á botninn á eldföstu móti. 1,5 dl sykur og 1 msk kartöflumjöl hrist saman og stráð yfir rabarbarann. 100 gr súkkulaði með karamellufyllingu brytjað og sett yfir. 2 egg og 1 dl sykur þeytt mjög vel, bætið í 1 dl kókosmjöl, 2 msk hveiti og 1 tsk lyftiduft og hrærið aðeins. Hellið deiginu yfir rabarbarann og bakið við 180° í 40- 50 mín Sömu uppskrift má nota, en setja epli eða ber í staðinn fyrir rabarbara, en best af öllu er að blanda þessu þrennu saman, sem sagt lítið af hverju: Rabarbara, eplum og bláberjum eða aðalbláberjum.

Grófur vetrartrefill

Hönnun Sigrún Hjartardóttir

Jólaskraut frá Margréti M.

Ástarpungar frá Rannveigu P.

3 bollar hveiti 2 tsk lyftiduft 1 bolli sykur (tæplega) 3 st egg. 1 bolli rúsínur 1 ½ bolli mjólk vanilla og kardimommur (meira) Allt hrært saman, deigið er sett með 2 tsk í sjóðandi plöntufeiti.

TREFILL: Fitja upp 30 lykkjur á prjóna númer 4 1/2. Ef óskað er eftir annarri breidd á treflinum, þá þarf lykkjufjöldinn alltaf að vera jöfn tala. 1. umferð: *Slá upp á prjóninn með því að halda hægri prjón fyrir framan uppsláttarbandið og krækja honum þaðan aftur fyrir bandið og upp á hægri prjón (ný lykkja), taka næstu lykkju óprjónaða eins og eigi að fara að prjóna hana brugðna. prjóna slétt aftan í næst lykkju. Endurtaka frá * út umferðina. Nú eru 45 lykkjur á prjóninum. 2. umferð: * Slá upp á prjóninn eins og í 1. umferð, taka næstu lykkju óprjónaða eins og í 1. umferð, prjóna næstu 2 lykkjur (1 lykkja + uppsláttarband) slétt saman aftan í þær. Endurtaka frá * út umferðina. Endurtaka alltaf 2. umferð, þar til mátulegri lengd er náð. Fella af á venjulegan hátt, nema prjóna alltaf lykkju + uppsláttarband saman. Að sjálfsögðu mætti setja á trefilinn kögur og þarf þá 100 g í viðbót af garni.

STÆRÐ: lengd 185cm, breidd 30cm EFNI: Katia Peru hvítur no 3 5 x 100g Prjónar númer 4 ½

Ég hlakka til að heyra frá ykkur. Vonast eftir að fá fjölbreytt efni í næsta blað. Munið að fylgjast vel með vefsíðu frá Landlæknisembættinu (www.landlaeknir.is) þar sem birtast viðurkenndar upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum landsins. Verum virk og jákvæð, tökum þátt í lífinu og munum eftir gömlum góðum vinum Bryndís Steinþórsdóttir hússtjórnarkennari. bryndisst@internet.is

Sníðið tvo hringi úr filti og saumið í pallíettur og perlur, eftir því sem hver vill. Saumið ytri kantana saman með fínu spori og fyllið með tróði. Síðan eru innri kantarnir saumaðir saman. Hengið upp með mjóum silkiborða eða snúru. 17


Ráðstefna um farsæla öldrun:

Frelsi – öryggi – virðing Öldrunaráð Íslands hafði frumkvæði að því að halda ráðstefnu um Farsæla öldrun í Reykjavík í mars 2013. Mjög athyglisverðar niðurstöður komu úr því verkefni. Síðan var ákveðið að halda næstu ráðstefnu um farsæla öldrun á Akureyri og var hún 18. maí s.l. Samstarf var um ráðstefnuna milli Öldrunarráðs Íslands, Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri, ásamt Landssambandi eldri borgara og Félagi eldri borgara á Akureyri. Ráðstefnustjóri var Ingrid Kuhlman. Nú er komin út skýrsla um ráðstefnuna á Akureyri og helstu niðurstöður þar. Ég ætla að velta fyrir mér ýmsum þeim áherslum sem komu þarna fram um hvað felst í farsælli öldrun. Frelsi var mönnum hugleikið, að hafa það frelsi sem skapast þegar fólk hættir í fasti vinnu. Hafa frelsi til að sinna áhugamálum. Elliárin eru að mati fundarmanna kærkominn tími til að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Gott sé að geta ráðið sínum tíma sjálfur og njóta lífsins á sinn eigin hátt. Hins vegar skiptir líka miklu máli að halda góðri heilsu, að hafa góða heilsu bæði andlega og líkamlega er lykillinn að því að vera virkur í eigin lífi og geta notið þess sem lífið býður upp á. Það skiptir líka máli að grípa þau tækifæri sem gefast, ekki vera hræddur við breytingar. Öryggi er líka eitt af því sem við viljum búa við. Öryggi í búsetu, öryggi

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, varaformaður Öldrunarráðs Íslands. í fjármálum. Að við fáum læknisþjónustu þegar við þurfum á að halda. Að í boði sé heimaþjónusta svo við getum búið heima sem allra lengst. Það tel ég vera eitt stærsta mál okkar um þessar mundir. Öldruðum fjölgar, þeir eru almennt heilsuhraustari en forfeður okkar, sem unnu margir erfið líkamleg störf. Það verður að vera í boði góð aðstoð heima fyrir sem sveitarfélagið á að veita þegar þörf er á. Það er samkvæmt þeim lögum sem gilda í landinu. Fyrstu lög um félagsþjónustu sveitarfélaga eru frá árinu 1982 og enn eru sveitarfélögin ekki öll farin að uppfylla þær skyldur sem þau lög lögðu þeim á herðar. Lífeyrir frá opinbera kerfinu þarf að uppfylla lágmarksframfærslu, sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki getað áunnið sér réttindi í lífeyrissjóðum. Það er enn á meðal okkar fólk og sérstaklega kon-

Slysavarnir eldri borgara:

Glöggt er gests augað Heilsan er öllum dýrmæt en slys geta haft langvarandi áhrif á hana. Slys hjá eldri borgurum hafa oft alvarlegri afleiðingar en hjá þeim sem yngri eru. Tölur sýna að 75% slysa hjá þeim sem eldri eru eiga sér stað innan veggja heimilisins. Ýmislegt er hægt að gera til að fyrirbyggja þessi slys en ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin er að fara yfir öryggismál heimilisins og lagfæra það sem getur skapað hættu. Algengustu slysin hjá eldri borgurum eru fallslys í 18

svefnherbergjum eða setustofu. Flest eru tengd þáttum eins og hálum gólfum, lélegri lýsingu og lausum mottum. Afleiðingar fallslysa geta verið alvarlegar fyrir eldri einstaklinga, þau geta dregið úr líkamlegri færni og lífsgæðum. Þörf á aðstoð getur aukist auk þess sem sálræn áhrif falls eru oft töluverð. Kvennasveitin Dagbjörg Reykjanesbæ hóf fyrir nokkrum árum að heimsækja eldri borgara í sínu bæjarfélagi og í framhaldi af því hafa aðrar slysavarnadeildir

ur sem sinntu uppeldi barna og fóru seint út á vinnumarkaðinn og voru þá í láglaunastörfum. Þær eiga ekki mikinn rétt í lífeyrissjóðum og þar þurfa okkar sameigilegu sjóðir að leggja af mörkum svo fólk sé ekki fast í fátæktargildru. Þetta er ekki stór hópur ellilífeyrisþega og því ætti að vera hægt að gera vel við hann. Þessi hópur fer minnkandi á næstu árum vegna þess að alltaf eykst það hlutfall sem lífeyrissjóðirnir legggja til lífeyrismála. En þarna er fólk sem nær tæplega endum saman og við því á að bregðast ekki seinna en núna. Virðing er eitt sem mönnum varð tíðrætt um á ráðstefnunni. Fundarmenn töldu samfélagið eiga að meta aldraða að verðleikum og líta á þá sem auðlind. Vinna þurfi gegn aldursfordómum og minnka neikvæðni í garð þeirra. Koma eigi fram við þá sem einstaklinga en ekki sem einsleitan hóp. Samfélagið eigi ekki að flokka fólk eftir aldri. Allt of oft verðum við eldri borgarar þess vör að samfélagið telur sig ekki þurfa að taka tillit til okkar skoðana, sem dæmi þá erum við lítið spurð í skoðanakönnunum. Eldra fólk sést ekki mikið í sjónvarpi allra landsmanna RÚV. Helst að sjáist í mynd aftan á fólk í flókaskóm að keyra göngugrind á hjúkrunar heimili. Þurfum við kannski að fara að gera úttekt á því hvernig málefnum aldraðra er sinnt á RÚV? innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar einnig farið í heimsóknir til eldri borgara. Þetta verkefni sýndi að þörf var á landsátaki til að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Því ákvað félagið að fara í samstarf við Öryggismiðstöðina um árlegar heimsóknir til eldri borgara um land allt. Ekki er raunhæft að heimsækja alla eldri borgara heldur var ákveðið að velja einhvern einn aldur og varð úr að þeir sem verða 76 ára á árinu var boðin heimsókn. Ástæðan er sú að tölur frá slysaskrá Íslands sína að meðalaldur þeirra sem leita til slysadeildar LSH vegna óhappa er 75 ára hjá körlum og 77 ára hjá konum og slysum fjölgar hlutfallslega með hækkandi aldri. Slysa-


Kynning:

Snyrtistofan Hafblik sérhæfir sig í hljóðbylgjumeðferðum og húðslípun Viltu losna við háræðaslit með 100% árangri? Í miðri höfuðborginni, í Ármúla 21 hefur Guðrún Jóhanna Friðriksdóttir snyrtifræðmeistari og listmálari útbúið litla snytristofu. Veggirnir eru þaktir náttúrumyndum og róleg seiðandi tónlist gerir þetta að sannkölluðu sálarafdrepi í miðjum skarkalanum. „Hér býð ég uppá allar tegundir af meðferðum með áherslu á viðgerðarmeðferðir eins húðslípanir og háræðaslitsmeðferðir. Með þeirri meðferð er hægt að loka alveg háræðum, bæði í andliti og hálsi og á bringu,“ segir Guðrún. Hún segir þessar meðferðir mjög vinsælar og ekki hvað síst meðal eldra fólks. „Fólk hefur hingað til farið nokkuð í laser til að vinna á þessu, en nú eru hljóðbylgjur teknar við. Þetta virkar þannig að hljóðbylgjum er beitt með nákvæmri tölvu á yfirborð háræðarinnar og eltir hana punkt fyrir punkt og þurrkar þannig upp blóðprótein í æðinni. Þetta er svo nákvæm og hnitmiðuð meðferð að hún virkar 100%. Eina spurningin er hvort fólk þurfi að koma einu sinni eða oftar. Í verstu tilvikum þarf fólk að koma nokkrum sinnum.“ Guðrún segist hafa mikinn skilning á húðvandamálum fólks því hún hafi sjálf þurft að glíma við slíkt í gegnum árin. „Fólk er yfirleitt mjög meðvitað um sín húðvandamál og langar að laga varnadeildir innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar standa fyrir forvörnum og því er eðlilegt að heimsækja þá sem hafa ekki slasast innan heimilisins. Marsmánuður var helgaður heimsóknunum og árið 2013 var farið í fyrstu heimsóknirnar undir nafninu „Glöggt“ er gests augað. Í ár var boðið uppá heimsóknirnar í þriðja sinn. Því miður hefur þeim sem þiggja heimsókn fækkað milli ára. Árið 2013 þáðu 266 heimsókn, árið 2014 þáðu 136 heimsókn og árið 2015 þáðu 112 heimsókn. Markmið verkefnisins var: • Að auka öryggi eldri borgara í sveitar-/bæjarfélaginu með því að: • Gefa bæklinginn Örugg efri ár og

hlutina og það eru ekkert síður karlar en konur sem eru að leita til mín og það er bara frábært að geta hjálpað og sjá árangurinn.“ Í snyrtistofunni Hafblik er að finna eina hljóðbylgjutæki sinnar tegundar hér á landi, sem er mun nákvæmara og öflugra en eldri sambærileg tæki, að sögn Guðrúnar.

„Varðandi húðslípun þá vinnur hún vel á ótímabærri öldrun húðarinnar, á örum eftir bólur, litabreytingum og öldrunarblettum. Húðslípunin virkar þannig að hún styrkir og stinnir húðvefinn þar sem húð er farin að síga og örvar frumustarfsemina þannig að húðin þéttist, vöðvar tónast og áferðin verður fínlegri. Blóð- og næringarflæði til húðfrumna eykst sem stuðlar að heilbrigðari og unglegri húð,” segir Guðrún Jóhanna. Snyrtistofan Hafblik er til húsa á tveimur stöðum utan höfuðborgarasvæðisins; á Akureyri og á Vopnafirði.

bækling um öryggishnapp. • Fara yfir hvort augljósar slysagildrur séu á heimilinu samkvæmt gátlista. • Fá að líma miða með neyðarnúmerinu 112 á símann. • Gefa reykskynjara. • Gefa endurskinsmerki.

tekið á móti heimsókn þar sem hún var búin að liggja á sjúkrahúsi í töluverðan tíma vegna lærbrots eftir fall heima við, hún býr útá landi og þurfti í framhaldinu að búa í einhvern tíma hjá fjölskyldumeðlimum á höfuðborgarsvæðinu til að komast í reglulega þjálfun. Heilbrigðisáætlun stjórnvalda miðar að því að yfir 75% fólks 80 ára og eldra sé við það góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið heima. Samfélagsleg ábyrgð okkar er að taka á þessum þáttum og auka þannig lífsgæði eldri borgara og öryggi þeirra heima fyrir. Dagbjört H Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur Slysavarnafélagið Landsbjörg

Mikil ánægja var með átakið meðal eldri borgara sem hringt var í og fannst mörgum þetta þarft átak. Aðrir töldu að þeir þyrftu ekki á heimsókn að halda þar sem þeir væru svo hressir en þökkuðu samt kærlega fyrir umhyggjuna og fannst gott að láta minna sig á hætturnar heima við. Aðrir voru því miður ekki eins heppnir eins og ein kona sem gat ekki

19


Nýtt aðildarfélag LEB:

Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi stofnað Stofnun félagsins kemur í framhaldi af íbúaþingi meðal eldri borgara,sem haldið var í bænum í mars. Þar kom fram sterkur vilji til stofnunar félags eldri borgara til að vinna að hagsmunamálum þeirra á Nesinu. Á stofnfundinum voru samþykkt lög fyrir félagið og kosin stjórn. Í stjórn eru: Magnús Oddsson formaður, Petrea Jónsdóttir varaformaður, Guðmar Marelsson gjaldkeri, Þórleifur Jónsson ritari og Hildur Guðmundsdóttir meðstjórnandi. Varamenn eru Stefán Bergmann og Þóra Einarsdóttir. Á stofnfundinum skráðu sig rúmlega 100 sem stofnfélagar. Eðlilega skiptir það miklu máli að félagar séu sem flestir til að það verði sem sterkast bæði félagslega og fjárhagslega og geti unnið sem best að þeim fjölmörgu hagsmunamálum eldri borgara, sem því eru falin í lögum félagsins. Stjórn hefur því ákveðið að gefa eldri borgurum á Seljarnarnesi kost á að gerast stofnfélagar að félaginu með því að skrá sig fram að áramótum. Skráning er á netfanginu: feb@simnet.is Til þess að auka enn frekar samstarfið við sveitarfélagið um öll helstu hags-

munamál eldri borgara er félags“. nú unnið að stofnun sér„Samkvæmt lögum staks Öldungarráðs, þar félagsins eru ýmis mál sem sem félagið mun eiga þrjá stjórninni er falið að vinna fulltrúa á móti tveimur frá að og alltaf má gera gott bænum. Það má segja að starf betra. Hér eru ýmsar það hafi verið tímabært forsendur til öflugs starfs; að stofna félag eldri borgmá þar m.a. nefna að ara hér á Nesinu, enda er sveitarfélagið er lítið landokkur sagt að hér sé hæsta fræðilega sem gerir alla hlutfall eldri borgara í samveru og félagslíf auðMagnús Oddsson, sveitarfélagi á landinu, seg- formaður Félags eldri borgara veldara að sækja fyrir eldra ir Magnús Oddsson forfólk. Þá er aðstaða bæjará Seltjarnarnesi. maður félagsins. „Það er ins til tómstundaiðkunar eðlilega nokkur áskorun fólgin í því að og félagsstarfs yfirleitt góð. En við erum vinna að hagsmunamálum eldri borgara rétt að byrja, ýmis verkefni eru á óskalistí sveitarfélagi þar sem samkvæmt nýlegri anum en forsendur til að eiga ánægjuleg könnun Gallup meðal íbúa 17 sveitar- og innihaldsrík efri ár á Nesinu að flestu félaga, eru eldri borgara á Seltjarnarnesi leyti ágætar og um að gera að nýta þær ánægðastir með þjónustu síns sveitar- sem best“ segir Magnús að lokum.

Nýtt aðildarfélag LEB:

60 plús í Laugardal stofnað Stofnfundur hjá félagi eldri borgara á Laugarvatni var þann 9. júní sl. í Grunnskólanum á Laugarvatni. Undirbúningsnefnd vegna fyrirhugaðrar stofnunar hafði starfað í um það bil ár. Hana skipuðu Halldór Steinar Benjamínsson, Sigríður Jóna Mikaelsdóttir, Gunnar Vilmundarson, Jóna Bryndís Gestsdóttir, Tómas Tryggvason og Þórdís Pálmadóttir. Þrjú þeirra skipa núverandi stjórn: Þórdís Pálmadóttir formaður, Halldór Benjamínsson gjaldkeri og Jóna Bryndís Gestsdóttir ritari. Stofnfélagar eru 47 og félagsaðild hafa allir sem eru með lögheimili í Laugardal, 60 ára og eldri, ásamt mökum. Markmið félagsins er að hafa gaman saman og hjálpast að við að finna eitthvað 20

Undirbúningsnefndin. skemmtilegt að gera. Fyrsti viðburðurinn hjá nýja félaginu var bíóferð á Selfoss og fengum við okkur að borða á veitingastaðnum Menam í leiðinni. Góð þátttaka og skemmtileg ferð í alla staði.

Golfkennsla var á liðnu sumri og nú á haustdögum verður farið í að læra Bridge. Í þessum báðum tilfellum hefur fólk úr okkar hópi tekið að sér leiðbeiningarnar. Efnt var til gönguferðar í hreyfiviku UMFÍ í september sl. Boðið verður uppá tölvukennslu í vetur og síðan mun starfsemin í framtíðinni spilast af fingrum fram, eftir áhuga fólksins. Við höfum haft það að leiðarljósi að það er fólkið í lífi manns sem skapar hamingjuna. Bestu kveðjur frá stjórn 60 plús í Laugardalnum Bláskógabyggð.


Nú er tækifæri að skella sér í flugnám Góðir atvinnumöguleikar Þú nærð lengra með okkur!

Flugskóli Íslands www.flugskoli.is

www.facebook.com/flugskoli

snapchat/flugskoli

instagram: flugskoli

Flugskóli Íslands Bæjarflöt 1-3 . Sími: 514-9400 info@flugskoli.is


Landsmót UMFÍ 50+

Fjölmenni mætti til leiks á Blönduósi

Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Blönduósi dagana 26. – 28. júní í sumar. Þetta var í 5. sinn sem slíkt mót er haldið á Íslandi undir merki Ungmennafélags Íslands. Mótshaldari voru auk UMFÍ, Ungmennasamband Austur-Húnvetninga og Blönduósbær. Keppnisgreinar á mótinu voru 14 talsins: Boccia, bridds, dráttarvélaakstur, frjálsíþróttir, golf, hestaíþróttir, línudans, lomber, pútt, ringó, skák, stígvélakast, sund og víðavangshlaup. Keppnin hófst um hádegi á föstudegi en mótssetning var þá um kvöldið í félagsheimilinu. Gríðarlega góð mæting var á setninguna og fylltist húsið gjörsamlega. Það var Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ sem setti mótið, en einnig fluttu ávörp þeir Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Einar Kristján Jónsson formaður Landsmótsnefndar 50+, Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara og Hilmar Valgarðsson fulltrúi Blönduósbæjar.

Hressar konur á 50+ mótinu á Blönduósi. Veðrið lék við mótsgesti alla helgina og ekki hefði verið hægt að óska sér betra veðurs. Sólin baðaði mótsgesti og vissulega hjálpaði veðrið til við framkvæmdina og gerði allt léttara. Allir dagskrárliðir fóru vel fram og keppt var af heiðarleika. Keppendur

Nokkrar myndir frá mótinu sem var mjög vel heppnað. 22

tókust vissulega á en fyrst og síðast var það ungmennafélagsandinn sem skapaði frábæra umgjörð og stemmningu á þessu móti. Næsta mót verður haldið á Ísafirði dagana 10. – 12. júní á næsta ári.


sjónvarpsþáttur um málefni eldra fólks á Hringbraut

Okkar fólk

Sjónvarpsstöðin Hringbraut sýnir nú vikulega á þriðjudagskvöldum þáttinn Okkar fólk – um málefni eldra fólks. Umsjónarmaður er Helgi Pétursson, margreyndur fjölmiðlamaður og kvikmyndagerðarmaðurinn Friðþjófur Helgason sér um myndgerð. „Það má segja, að það hafi komið vel á vondan að fara að huga að þessum málum, ég er sjálfur að ná svokölluðum lífeyrisaldri“, segir Helgi. „Auðvitað hef ég verið að velta þessum málum fyrir mér og lengi haft áhuga á hlutskipti og kjörum eldra fólks í þessu samfélagi æskudýrkunar og hugsunarleysis“, segir Helgi ennfremur.

Gríðarlegar breytingar framundan

Helgi segir að öllum sem vilja vita, sé að verða ljóst að stór úrlausnarefni blasa við í málefnum eldra fólks. Rúmlega fjörutíu þúsund manns eru 67 ára eða eldri og langstærstur hluti þeirra er sem betur fer frískur og hress og á von á að lifa 20 ár til viðbótar. „Það er þessi breyting sem við höfum ekki búið okkur undir, jafnvel þótt allar viðvörunarbjöllur hafi verið að hringja og það lengi“, segir Helgi. „Það er hins vegar ekki nýtt í þessum málaflokki sem öðrum. Mestur aðkallandi vandi er fjölgun hjúkrunarrýma fyrir veikt aldrað fólk. Vandinn er alls staðar en mun meiri á höðfuðborgarsvæðinu, en úti á landi“.

Betra ástand á landsbyggðinni

Þeir Helgi og Friðþjófur hafa undanfarið heimsótt alla landshluta og kynnt sér umönnun eldra fólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum og sýna afrakstur þeirra ferða í fyrstu þáttum um Okkar fólk. „Það er athyglisvert að víða úti á landi er verið að gera mjög vel við eldra fólk og það stendur upp úr í mínum huga að fólk þar er einfaldlega ákveðið í því að gera vel við fólkið sitt, sem þau segja svo sannarlega eiga það skilið og séu fullgildir aðilar að samfélaginu á hverjum stað eftir að hafa lagt því til alla sína krafta með ævistarfi.“

Friðþjófur Helgason myndatökumaður og Helgi Pétursson fjölmiðlamaður sjá um þáttinn Okkar fólk á Hringbraut. Helgi segir að síðan taki við nauðsynlegar úrbætur í lífeyrismálum og að hann hafi þegar hitt fjölmargt eldra fólk sem hreinlega trúi því ekki að því skuli ætlaðar um 190 þúsund krónur á mánuði til að lifa af eftir að hafa greitt í lífeyrissjóði í 40 ár.

Mikil umræða um lífeyrismál

„Ég er hræddur um að hippakynslóðin sem nú er að komast á eftirlaunaaldur muni ekki láta bjóða sér slíkt“, segir Helgi. „Eldri kynslóðin sem sumir hafa kallað fjórðu kynslóðina, hún hefur þegið með þökkum það sem að henni hefur verið rétt, enda kannski ekki að sama skapi greitt beint í sjóði alla sína starfsævi. Þriðja kynslóðin, fólk sem núna er að komast á lífeyrisaldur, er beinlínis að sækja rétt sinn og mun gera það. Ég á von á að skoðanaskipti um hlutverk og stöðu lífeyrissjóðakerfisins eigi eftir að verða mikil og hörð“, segir hann.

Þeir félagar munu fjalla um þessi mál í næstu þáttum og einnig um húsnæðismál og nýjar hugmyndir á því sviði og svo margvísleg umfjöllunarefni önnur.

Allir verða að vinna mun lengur

„Sveigjanleg starfslok eru gríðarlega mikilvæg, enda liggur fyrir að eldra fólk mun þurfa að vinna mun lengur en núna hefur verið gert ráð fyrir. Fólk getur það og vill það“, segir Helgi. „Allt tal um þægileg og áhyggjulaus ævikvöld um 67 ára aldur, er bara vitleysa. Við eigum einfaldlega ekki peninga til þess að standa undir þeim væntingum, við eigum ekki fólk til þess að sinna öllum þeim verkefnum sem við blasa og alls ekki tíma heldur.“ Þættirnir Okkar fólk eru á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Hringrásar á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 á rás 7 hjá Símanum og rás 25 hjá Vodafone. Þættina er einnig hægt að sjá á netinu á www.hringbraut.is 23


KROSSGÁTA

Lausnarorðið felst í númeruðum reitum í gátunni. Dregið verður úr réttum lausnum. Sendið lausnir til skrifstofu LEB fyrir 20. janúar 2016. LEB, Sigtúni 42, - 105 Reykjavik. Vinningshafi síðustu krossgátu var: Jónína Ketilsdóttir, Klettaborg 28, 600 Akureyri og hlýtur hún kr. 10.000 í verðlaun. Lausnarorð síðustu gátu var: Aumur er öfundlaus maður Völlur Bann

Lýsis- lampi Duft Spaug

Rödd Fágun Rifa Ilmjurt Sterk Ofn Föndur Sam- Sæti Kona Torfa Keyra heldni

Áræðir Spjald Fita Soð Hólmi Sniðug- ur Fel

1

Kraftur Dyggir 6 X Seytla Hnýti 2 eins Agn

Viss Döfn- Hríf- uðu andi Stafinn

Band Ekki Kvakar

Eyða Skeifa

3

Gleið- gosi Spurn Hljóð- færi Hvíldi

Rest Væta Röð Hængur Ofn Sigla

8

Næg Skass Tóma

Þægi- legur Sómi Kímni Fruma Spil Ras Verma

4

5

Jánka

Af- kvæmi Núll

Utan Dý Stök Þefar

Nudd Sérhlj. Mett Hófdýr Gæla

Tangi Eysill Snert- ing Læstar Skemmd Málm- festi

Fjöldi

7

3

4

9

Naut Tvíhlj.

Bæta Áhaldið

24

Dvelja Sk.st

Rák Furða Hnyðja Drabba

2

2

Ferð Óreiða

Angan

1

6

Óreiða Sálin

Tákn 10

5

6

7

8

9


ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS

HNAPPUR SEM BJARGAÐ GETUR LÍFI ÞÍNU OG ÞINNA NÁNUSTU

HOLLVINUR LEB


Vísnaskrínið

Grétar Snær Hjartarson tók saman Tjaldurinn er sérkennilegur og fagur fugl og árviss gestur hér sem og í Færeyjum. Að þessu sinni hefst „Vísnaskrínið“ á vísum eftir góðan hagyrðing í Færeyjum, en því miður veit ég ekki nafn hans. Tjaldur, ver vælkomið til okkum heim, frá ókendum, fjarskotnum londum! Tú bert okkum boð um eina ljósari dag, at nú er brátt sumar í hondum. Ein dagin, mín sál var so vetrarstird, eg gekk mær mót havinum vestur; eg hoyrdi titt „klipp“ tað vælkenda ljóð, tu kærkomni summargestur. Í byrjun ágúst átti „skríbent“ þessa vísnaskríns 78 ára afmæli. Góður vinur og fyrrverandi vinnufélagi, Benedikt Axelsson sendi afmæliskveðju. Að eldast gjarnan verðum vér. Oss varla tekst að yngjast. Á kvennafari færðin er.... farin mjög að þyngjast. Tíminn engum gefur grið. Gratúlera með afmælið. Um ónefndan alþingismann orti Benedikt Axelsson. Oft upp í goluna gapti og gólaði af fídonskrafti. Hann sífrar hér mjög uns sett verða lög um að helvítið haldi kjafti. Í pistli sínum á „smettu“ (facebook) sagði Emil Ragnar Hjartarson fyrir skemmstu. „Lengi héldu menn í þá von að starfsemin í Bankastræti 0 (náðhúsum bæjarins) yrði tekin upp á ný í óbreyttri mynd. Nú er ljóst að svo verður ekki og Bankastræti 0 hefur þokast niður metorðastigann og orðið listsýningar-pláss, kvenna megin. Mörgum fellur þetta þungt. Í gærkvöldi stóð maður, miðaldra við girðinguna handan götunnar og heyrðist stynja milli ekkasoganna: Á setum hér húktu menn í friði hugsuðu, og skipulögðu daginn. Nú er beytt og allt með öðru sniði iðrin ekki tæmd á leið í bæinn. 26

Össur Torfason frá Felli í Dýrafirði er lunkinn hagyrðingur rétt eins og Bergur bróðir hans. Össur býr austur á Héraði, en kemur gjarnan í Dýrafjörð um varptíma æðarkollunnar. Til Vestfjarða nú veginn þræði, á vori hverju æður að verja. Refi, hrafna og því líkt hræði herráðsmenn um nóttu hverja. Það þóttu kaldar kveðjur og heldur ósmekklegt þegar María Ólafsdóttir sagði í viðtali eftir Eurovision: „Ég söng af mér rassgatið fyrir Íslendinga“ Ummæli þessi urði Kristni R. Ólafssyni að yrkisefni. Illa fór í Evrósjón, Ísland fáa seiddi, þótt raddböndin þendi í réttum tón og rassgatið af sér sneiddi. Og um sama viðtal sagði Sigrún Haraldsdóttir Vörm og bleik sem vorsins urt, vínarljós á skinu, í söngroku hún svifti burt sjálfu rassgatinu. Teitur Hartmann var Breiðfirðingur að uppruna en bjó lengi á Norðfirði. Síðustu árin bjó hann á Ísafirði og andaðist þar 1947. Teitur var kunnur hagyrðingur en nokkuð hliðhollur Bakkusi af og til. Um æviskeið sitt sagði hann. Mig hefur lífið leikið hart og lamað þrekið. Það hefur gefið mér svo margt - en meira tekið. Talandi um Bakkus kóng, er ekki úrvegi að skjóta inn vísu eftir Rósberg G. Snædal. Sá er gín við fölskum feng frelsi sínu tapar. Bölvað svín úr besta dreng brennivínið skapar. Eftir að hafa hustað á þrjá þingeyska framá-menn í landbúnaði tala á sama fundinum, varð Stefáni Jóhannessyni frá Kleifum að orði.

Grétar Snær Hjartarson

Þingeyingar ærið oft í sér láta heyra. Það er alltaf í þeim loft en ósköp lítið meira. Og enn um þingeyinga. Á hagyrðingakvöldi Karlakórs Eyjafjarðar, orti Pétur Pétursson um sessunauta sína sem flestir voru af þingeyskum uppruna og hagyrðingar góðir. Þingeyingar þykjast smart, þó er artin köld. Óþarflega er nú margt af þeim hér í kvöld. Petra Pétursdóttir frá Skarði orti vísu sem Borgnesingar mættu gjarnan sýna sóma. Sástu fegra í borg og bæ bak við mynstruð rökkurtjöldin. Roðar fjöll og silfursæ sól í Borgarnesi á kvöldin. Um æviferil sinn orti Rósberg G. Snædal og margir kannast við ástandið af eigin raun. Seint ég greiði lán mér léð, leik á breiðum vöðum, vel er leið mín vörðuð með víxileyðublöðum. Um annan mann, skuldseigan, sem lét það henda sig að deyja frá ógreiddum skuldum, orti Rósberg. Ekki var hans líkfylgd löng, liðnum margur brigslar. Hér og þar í hálfa stöng hanga fallnir víxlar. Hér með lýkur vísnaskríninu að þessu sinni.


Meðferð við háræðasliti - Tilboð Hljóðbylgjumeðferð Fjarlægir háræðaslit í andliti, háræða­stjörnur, blóðblöðrur og skemmdir í húð eftir rósroða.

10% afsláttur af 2 × 30 mín.meðferð 15% afsláttur af 3 x 30 mín.meðferð 20% afsláttur af 4 x 30 mín.meðferð

Hversu margar meðferðir þarf? Algengt er 2-4 skipti, en misjafnt er hversu margar meðferðir þarf til að fjarlægja háræðaslit endanlega.

Miðast við samfelldan meðferðartíma.

Viltu losna við fínar hrukkur, ör, bólur og litabletti? 10% afsláttur af 5 meðferðum 20% afsláttur af 10 meðferðum Miðast við að meðferðirnar séu keyptar í einum pakka.

Húðslípimeðferð Húðslípun vinnur á ótímabærri öldrun húðar og örum eftir bólur, ójafnri og óhreinni húð, litabreytingum og öldrunarblettum. Blóð- og næringarflæði til húðfrumna eykst sem stuðlar að heilbrigðari og unglegri húð.

Snyrtistofan Hafblik

Hversu margar meðferðir þarf? Til að ná sem mestum árangri er best að fara í 10 meðferðir í röð með 5-7 daga millibili.

Ármúla 21, 2. hæð • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com

Húsgögn

Fastus býður upp á mikið úrval af vönduðum rúmum, húsgögnum og dýnum.

Rafskutlur

Akstur á rafskutlu er öruggur og umhverfisvænn ferðamáti og veitir einstaklingum aukið frelsi til að komast ferða sinna.

Hjálpartæki

Fastus býður upp á fjölbreytt úrval af hjálpartækjum sem auðvelda athafnir daglegs lífs.

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í niðurgreiðslu næringarvaranna ef samþykkt liggur fyrir.

Næringarvörur

Resource Senior Activ er eini næringardrykkurinn á markaðnum sem er sérhannaður fyrir aldraða. Mjög ríkur af próteini, D-vítamíni og kalsíum. Viðheldur vöðvaog beinmassa, eflir sáragróanda. Getur komið í stað máltíðar.

Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja. Í verslun Fastus að Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum. Sérhæft fagfólk leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum.

Þjálfunartæki

Fjölbreytt úrval af þjálfunartækjum sem eru tilvalin til heimaþjálfunar Veit á vandaða lausn

Komið í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is


Liggur eitthvað á? Frá fræðslustjóra VÍB

Við 67 ára aldur geta fjármálin tekið töluverðum breytingum og eitt af því sem við þurfum að kynna okkur vel eru greiðslur ellilífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Margir telja sjálfsagt að sækja um greiðslur þaðan um leið og færi gefst en kannski liggur ekki svo mikið á. Erfitt getur reynst að átta sig á greiðslum og skerðingum TR þar sem kerfið er afar flókið. Greiðslur geta skerst vegna tekna umfram frítekjumörk og getur þar munað töluvert um launatekjur. Áætla má að einn af hverjum fimm eldri borgurum sé á vinnumarkaði og hefur nýleg úttekt Hagstofu Íslands leitt í ljós að um 19% karla á aldrinum 7074 séu ekki hættir að vinna (hjá konum er hlutfallið um 6,3%). Þar sem launatekjur geta hæglega skert greiðslur TR, jafnvel að fullu, getur borgað sig að fresta töku greiðslna þaðan ef við höldum áfram að vinna. Fyrir hvern mánuð sem greiðslum er frestað aukast réttindi til grunnlífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar (fyrir þá sem búa einir) um 0,5% á mánuði og má fresta greiðslum allt til 72 ára aldurs. Réttindaávinnsla getur því

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, heldur fyrirlestur um fjármál við starfslok.

numið 30% og munar um minna. Þeir sem þegar þiggja ellilífeyri frá TR og fara síðar aftur út á vinnumarkaðinn geta ekki frestað greiðslum og unnið sér inn aukin réttindi. Við getum tekið dæmi af sjötugum aðila sem býr einn og fær eingöngu 200.000 krónur á mánuði frá sínum lífeyrissjóði, en engar aðrar tekjur. Hafi

hann unnið til sjötugs og því frestað greiðslum frá TR fær hann um 220.000 kr. hærri árlegar greiðslur frá TR en ella. Það borgar sig að hafa allt á hreinu varðandi fjármál við starfslok. Ítarlegar upplýsingar má finna á starfslokavef VÍB www.vib.is/60, hjá ráðgjöfum VÍB eða á reglulegum fræðslufundum okkar um fjármál við starfslok.

Endurskoðun almannatrygginga:

Róttækar breytingar í farvatninu? Nefnd um endurskoðun almannatrygginga hefur verið starfandi um langt skeið og er ætlunin að hún skili tillögum sínum innan tíðar. Hér í blaðinu hefur verið fjallað nokkuð um störf nefndarinnar enda hefur Landssambandið komið að þessari vinnu og átt fulltrúa í nefndinni. Ef þær breytingar sem rætt hefur um að gera á almannatryggingakerfinu ná fram að ganga, verða það líklega umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á þessi kerfi frá upphafi. Mikilvægt er að um þær náist breið sátt í samfélaginu, ef vel á að takast til. Hér til hliðar er stutt umfjöllun um tvær þær meginbreytingar sem um hefur verið rætt í nefndinni. 28

Sveigjanleg starfslok

Hækkun á ellilífeyrisaldri

Tillögur sem endurskoðunarnefnd almannatrygginga er með á sínu borði gera ráð fyrir að fólk geti verið í hálfu starfi eftir 65 ára og samtímis tekið hálfan lífeyri. Sá geymdi lífeyrir taki þá hækkunum í samræmi við gildandi reglur. Í dag hækkar lífeyrir almannatrygginga um 6% á ári ef ekki er sótt um hann við 67 ára aldur og sé það geymt í 5 ár eða til 72 ára þýðir það 30% hækkun á grunnupphæðum lífeyris hjá Tryggingastofnun. Rætt hefur verið í nefndinni að fólk geti unnið til allt að 80 ára og frestað þannig hluta af töku lífeyris gegn hækkun hans. Líklegt er að með betri heilsu eldra fólks og lengri lífaldri verði þetta eitthvað sem margir vilja nýta sér.

Lengi hefur verið rætt um að hækka þurfi aldursmörk fólks til að taka ellilífeyri. Í dag er almenna reglan að við 67 ára aldur er fólk orðið „löggiltur ellilífeyriþegi“. Þó eru ýmsar stéttir sem geta farið á lífeyri jafnvel 60 ára. Þessi umræða er ekki aðeins hér á landi heldur einnig í löndunum í kringum okkur. Staðreynd er að Íslendingar vinna lengur fram eftir aldri en flestar aðrar þjóðir. Við erum sífellt að verða langlífari og t.d. hefur Pálmi Jónsson öldrunarlæknir haldið því fram að 50% þeirra Íslendinga sem fæðast á þessari öld muni ná 100 ára aldri. Þegar þetta aldursmark 67 ár var sett fram fyrst var það á tímum Bismarcks kanslara í


Gamansaga

Þýskalandi eða í byrjun 20. aldarinnar. Þá var meðalaldur fólks í Þýskalandi 68 ár. Nú er meðalaldur íslenskra kvenna 84 ár og karla 83 ár. Það má því segja að hækkun á lífeyristökualdri sé í raun löngu óhjákvæmileg, eðlileg og löngu tímabær. Hins vegar má það ekki gerast of bratt. Í tillögum almannatrygginganefndar er verið að tala um hækkun um tvo mánuði á ári í 12 ár og síðan einn mánuð næstu 12 ár, þar til 70 ára aldrinum er náð. Það myndi þýða að sá sem í dag er 46 ára gæti tekið fullan ellilífeyri 70 ára.

Stjórnmálamaður var afar ómannglöggur og eitt sinn var hann á ferð í þorpi úti á landi og heimamaður gekk með honum um plássið. Þeir mættu ungum pilti sem þeir heilsuðu og spurðu að heiti hann kvaðst heita sama nafni og stjórnmálamaðurinn, sem gladdist mjög. Litlu síðar mættu þeir aftur ungum manni, sem pólitíkusinn heilsaði kumpánlega og spurði að heiti. Sá kvaðst heita sama nafni og hann. Þá spurði stjórnmálamaðurinn hvort menn hefðu gert mikið að því að láta heita í höfuðið á sér. Fylgdarmaðurinn varð hálf vandræðalegur á svipinn en sagði loks: Þú varst að heilsa sama piltinum tvisvar.

Öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi Reykjavík

TÍMARITIÐ FERÐAVAGN Troðfullt af skemmtilegu og fræðandi efni

Vandaðar öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi, Reykjavík. Eirborgir, Fróðengi 1—11, 112 Reykjavík. Eirarhús, Hlíðarhúsum 3—5, 112 Reykjavík. Gagnlegar græjur bls 6

Adria Aviva söluhæsta hjólhýsið bls 24

Skreytingar fellihýsa bls 26

Grillum og tjúttum bls 39

ISSN 2298-7223

9 772298 722001

Nr 2 Ágúst 2015 – Verð kr. 1.990,-

Austurland úttekt tjalda.is Ný og fersk Bolla Vetrarundirbúningur ferðavagna

 Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri

aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn geti búið lengur heima.

 Öryggisvöktun allan sólarhringinn.  Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð.

Náttúruperla

Rauðasandur

+

Heimsókn á tjaldstæðið Húsafelli

Tischer pallhýsin skoðuð Listi yfir öll helstu tjaldsvæði landsins

Sparaðu þér 25% af verði blaðsins og fáðu það sent heim Skráðu þig núna á vagn.is eða hringdu í síma 824 8070

 Góðar gönguleiðir í nágrenninu.

Teikningar og nánari staðsetningu er að finna á vefsíðu Eirar: www.eir.is

Nánari upplýsingar í síma 522 5700 virka daga milli kl. 8 og 16. Eir öryggisíbúðir ehf. Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. 522 5700 milli 8:00 og 16:00 virka daga. 29


Góður heimilisvinur

18 MISMUNANDI HÆGINDASTILLINGAR

Komdu til okkar og veldu þér þitt draumasæti. Glæsilegur 250 m2 sýningasalur frá LA-Z-BOY með allt það nýjasta fyrir þig.

LA-Z-BOY STOFNAÐ 1928

MEST SELDI HÆGINDASTÓLL Í HEIMI

PINNACLE

RIALTO

139.990 kr. 179.990 kr.

99.990 kr. 109.990 kr.

Brúnt, svart, hvítt eða vínrautt leður á slitflötum. Stærð: 84 × 90 × 100 cm

HARBOR TOWN

La-Z-Boy stóll klæddur hvítu leðri á slitflötum. Stærð: 87 x 98 x 110 cm

159.990 kr. 179.990 kr.

Rautt, orange og grátt slitsterkt áklæði. Stærð: 80 × 85 × 105 cm

CARDINAL

La-Z-Boy stóll klæddur svörtu leðri á slitflötum. Stærð: 97 x 95 x 105 cm

159.990 kr. 199.990 kr.


PINNACLE

Þægilegur 3ja sæta La-Z-Boy sjónvarpssófi með niðurfellanlegu borði. Fæst í brúnu og dökkgráu áklæði. Einnig fáanlegur í ekta leðri. Stærð: 210 × 95 × 105 cm Verð áklæði

249.990 kr. 319.990 kr.

Verð leður

379.990 kr. 479.990 kr.

Reykjavík Bíldshöfði 20

10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga

www.husgagnahollin.is 558 1100

Akureyri Dalsbraut 1

10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga

Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. Verð gildir til 1. nóvember 2015, eða á meðan birgðir endast.


NM166402 ENNEMM / SÍA /

Velkomin í heimsókn Hvernig er best að ávaxta fé við starfslok? Hjá okkur færðu ráðgjöf um allt sem snýr að sparnaði þér að kostnaðarlausu.

Velkomin til VÍB á Kirkjusandi og á vib.is VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is |

facebook.com/VIB.stofan |

@vibstofan | www.vib.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.