Listin að lifa - Vetur 2011

Page 1

ISTIN LAÐ LIFA V E T U R

2 0 1 1


Gefðu góða gjöf

9.750 kr. Einstakur heilsukoddi með vatnsfyllingu – nýjung á Íslandi

Hitateppi

Klínískar rannsóknir sýna að Mediflow heilsukoddinn er einn besti koddi á markaðnum til að minnka verki í hálsi og auka svefngæði.* Hann er mjúkur en veitir samt fullkominn stuðning fyrir hálsinn.

Stærð 150 x 80 cm. 3 hitastillingar. Hraðhitun. Slekkur sjálfkrafa á sér eftir 150 mín. Má þvo í þvottavél.

*Arch Phys Med Rehabil 1997;78: 193-8. Lavin RA, Pappagallo M, Kuhiemejer Ky. Cervical pain: a comparison of three pillows.

10.750 kr.

Háls- og herðanudd – fjölnota

Hitapúði á háls og bak

Öflugt hamrandi nudd sem dregur úr vöðvabólgu. Hentar einnig á bak, mjaðmir og læri. Margskonar stillimöguleikar.

3 hitastillingar. Hraðhitun. Löng snúra. Slekkur sjálfkrafa á sér eftir 90 mín. Áklæði sem hægt er að þvo.

7.980 kr.

16.980 kr.

Heilsa Slökun Vellíðan •

Fjölnota Nuddpúði Shiatsu nudd, titringur og infrarauður hiti. Hentar vel fyrir bak, herðar og fótleggi. Fjarstýring með margskonar stillimöguleikum.

17.950 kr.

Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 • Eirberg • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is


Meðal efnis Landsfundur Landssambands eldri borgara..................... 4 Við megum ekki sofna á verðinum.................................. 8 Sjúkraþjálfun – forvörn...................................................10 Samstarf Háskóla Íslands og LEB................................... 13 LEB í norrænu samstarfi.................................................14 Viðtal við Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, formann LEB............................................................. 15 Fræðsluhornið.................................................................18 Hvað er eðlileg öldrun?................................................... 20 Silfurfley.......................................................................... 22 Nýtt félag boðið velkomið............................................... 22 Liggur sparnaðurinn undir koddanum?......................... 23 Lífeyrissjóður á ekki að skerða lífeyri aldraðra frá TR.... 24 Evrópuár aldraðra 2012.................................................. 25 Lífið á Ísafirði fyrr og nú................................................. 26 Vönduð tekjuáætlun, réttari greiðslur.............................27 Vísnasamtíningur............................................................ 28 Krossgáta..........................................................................31 Nýmæli hjá Reykjavíkurfélaginu..................................... 32 Eftirtaldir styrktu gerð þessa blaðs ................................ 34

Útgáfustjórn: Grétar Snær Hjartarson, gretar@heima.is, Bryndís Steinþórsdóttir, bryndisst@internet.is, Þrúður Kristjánsdóttir, thrudurkri@simnet.is, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir jvalgerdur@gmail.com, Prófarkarlestur: Inga G. Guðmannsdóttir, ingel@simnet.is Auglýsingar: Kristi jo Kristinsson, kristi.jo.kristinsson@gmail.com Umbrot & útlit: Sökkólfur ehf., kjartan@dot.is, Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja Útgefandi: Landssamband eldri borgara, Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík, leb@leb.is,

Frá ritnefnd Eins og ykkur er kunnugt lét ritstjóri blaðsins, sem jafnframt var framkvæmdastjóri LEB, af störfum í júlí sl. og nýr ritstjóri hefur ekki verið ráðinn, en ritstjórinn var einnig formaður ritnefndar. Þetta er hins vegar ekki ástæða þess að útgáfa blaðsins hefur legið niðri heldur hitt, að fjárskortur hefur hamlað. Opinber styrkur hefur verið skertur umtalsvert og aðildargjöld LEB lækkuð verulega. Ritnefnd blaðsins ákvað eigi að síður að ráðast í það verkefni að hefja útgáfu blaðsins að nýju þó að ritstjóra vanti og er blaðið því alfarið unnið af ritnefndinni með ómetanlegri aðkomu Jónu Valgerðar, formanns LEB, að þessari útgáfu. Í ritnefnd eiga sæti Bryndís Steinþórsdóttir og Grétar Snær Hjartarson. Varamenn eru Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð og Þrúður Kristjánsdóttir í Búðardal, en Þrúður hefur komið inn í ritnefndina sem aðalmaður. Blaðið Listin að lifa kemur nú út í nokkuð breyttri mynd svo sem sjá má. Ritnefndin hefur leitað leiða til að gera útgáfuna ódýrari og helst að blaðið geti staðið undir sér fjárhagslega. Þess vegna hefur ritnefndin leitað tilboða í ýmis verk sem tengjast útgáfunni og vonir standa til að unnt verði að gefa út tvö blöð á ári, haust og vor. Blaðið er nú prentað á léttari pappír og einungis fjörutíu blaðsíður, en þar með verður þyngd blaðsins undir 100 grömmum og kostar þriðjungi minna í póstburðargjöldum en ef blaðið færi yfir þá þyngd. Þá ákvað ritnefndin að láta ekki plasta blaðið fyrir dreifingu og það eitt sparar um 160 þúsund krónur. Ritnefnd og samstarfsfólk hefur safnað efni og skrifað í blaðið. Ekkert efni utan krossgáta hefur verið keypt. Ritnefndin vonar að blaðið fái góðar viðtökur hjá félagsmönnum um land allt og að þið takið viljann fyrir verkið. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Nýtt slagorð – hugmyndir óskast Ágætu lesendur. Landssamband eldri borgara hefur gjarnan notað slagorðið: „Ekkert um okkur án okkar.“ Þetta er vissulega gott slagorð, en ekki séreign LEB og því er það svo að ýmsir aðrir nota þetta slagorð. Nú hefur verið ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um nýtt slagorð sem væri lýsandi fyrir landssambandið og baráttumál eldri borgara. Það er ekki þar með sagt að hið gamla og góða slagorð verði ekki jafnframt notað, en vinsamlegast bregðist nú vel við og sendið okkur hugmyndir að nýju slagorði á netfangið leb@leb.is eða með bréfapósti. Ritnefnd

3


Landsfundur Landssambands eldri borgara Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Tólfti landsfundur Landssambandsins var haldinn í Stykkishólmi dagana 10-11. maí s.l. Fundinn sátu rúmlega eitt hundrað fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins sem eru fimmtíu og þrjú og innan þeirra um átján þúsund félagsmenn. Á fundinum voru auk hefðbundinna landsfundarstarfa samþykktar margar ályktanir og tillögur um hin ýmsu mál sem snerta hagsmuni eldri borgara. Til stóð að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði landsfundarfulltrúa í upphafi fundar, en sökum anna varð hann að boða forföll. Hann bætti það þó upp með því að koma í hátíðarkvöldverðinn fyrri daginn og flytja þar ávarp. Var gerður góður rómur að því, en engin loforð til hagsbóta eldri borgurum var þó að finna í máli ráðherra nema velvilja hans og stuðning við það sem honum væri fært. Áhugaverð erindi voru flutt í upphafi fundarins. Fyrstur tók til máls Einar Karlsson, formaður Aftanskins, félags eldri borgara í Stykkishólmi og rifjaði upp ýmislegt frá fyrri tíma og bauð fundarmenn velkomna í Hólminn. Næst var það Sigurður Guðmundsson frá Ungmennafélagi Íslands og kynnti hann Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem efnt var til í samvinnu við LEB og haldið á Hvammstanga í júní sl. Er það í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið hér á landi, en stefnt að því að það verði árlegur viðburður. Ýmsir eldri borgarar hafa farið á slík mót á Norðurlöndunum. Þá talaði Ásta Möller, forstöðumaður Stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, og sagði frá samvinnuverkefni milli Háskóla Íslands og Landssambandsins og málþingi sem búið var að halda. Einnig talaði Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rannsóknarstofnun í barna-og fjölskylduvernd við HÍ, um fyrirhugaða rannsókn á högum og heilsu aldraðra. Er nánar sagt frá þessu samstarfi á öðrum stað í blaðinu. Síðust á mælendaskrá var Andrea Jónsdóttir frá Rauða krossi Íslands og kynnti hún verkefnið „Gleðidagar“ sem RKÍ hefur verið með í gangi í tvö ár í samvinnu við Öldrunarráð. Síðan voru kosnir starfsmenn fundarins, og voru fundarstjórar kosnir þau Bergur Torfason, Þingeyri, og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Reykhólasveit, og fundarritarar þau Jóhannes Sigvaldason, Akureyri, og Þrúður Kristjánsdóttir, Búðardal. Fyrri fundardaginn voru lagðar fram tillögur og ályktanir og þeim vísað til nefnda. Tillögurnar voru síðan afgreiddar næsta dag. Í lok fundar var svo kosinn nýr formaður fyrir Landssambandið til næstu tveggja ára. Var það Jóna Valgerður Kristjánsdóttir úr FEB í Dalabyggð og Reykhólahreppi, en hún hefur jafnframt verið ritari stjórnar LEB síðustu tvö ár. Aðrir aðalmenn í framkvæmdastjórn LEB voru kosin þau Unnar Stefánsson úr Reykjavík, varaformaður, Sigurlaug I. Árnadóttir, Akranesi, ritari. Eyjólfur Eysteinsson úr

4

Reykjanesbæ, gjaldkeri og Ragnheiður Stephensen, Mosfellsbæ, meðstjórnandi. Varamenn eru: Haukur Ingibergsson, Reykjavík, Anna Lúthersdóttir Þorlákshöfn og Guðný Kristinsdóttir, Eyjafjarðarsveit. Nýr formaður Jóna Valgerður þakkaði síðan fundarmönnum góðan og málefnalegan fund. Hún þakkaði fráfarandi framkvæmdastjórn fyrir unnin störf og sérstaklega fráfarandi formanni Helga Hjálmssyni fyrir hans störf, en hann hefur komið meira og minna að stjórn LEB sl. 16 ár. Jafnframt bauð hún nýja framkvæmdastjórn LEB velkomna til starfa.

Tillögur sem samþykktar voru á landsfundi Landssambands eldri borgara sem haldinn var í Stykkishólmi 10-11. maí 2011

Allsherjarnefnd fjallaði um eftirfarandi tillögur sem samþykktar voru: Landsfundur LEB 2011 vill ítreka það varðandi Framkvæmdasjóð aldraðra að sjóðurinn sé einungis notaður eins og reglur segja til um, þ.e. til byggingar en ekki reksturs. Sérstaklega bendum við á nauðsyn þess að endurbæta þau hjúkrunarheimili þar sem enn er tvíbýlt á herbergjum svo að aldraðir eigi völ á einbýli. Landsfundur LEB 2011 bendir á nauðsyn þess að endurskoða lög um málefni aldraðra áður en kemur að flutningi málefna aldraðra til sveitarfélaga. Þar viljum við leggja áherslu á eftirfarandi: • Að marka heildarstefnu í málefnum aldraðra sem byggist á hugsjónum jafnréttis allra íbúa landsins og að aldraðir haldi sjálfsforræði sínu hvað varðar fjármál og búsetu þó að heilsan sé farin að bila. • Að sett verði á fót upplýsingamiðstöð sem haldi utan um upplýsingar fyrir aldraða um allt sem varðar kjör þeirra og búsetumöguleika. Upplýsingamiðstöðin verði staðsett hjá LEB. • Að heimaþjónusta verði efld enn frekar svo að aldraðir geti búið sem lengst heima. • Að sett verði í lög ákvæði um réttindi og réttargæslu aldraðra. Einnig var samþykkt tillaga eftir umfjöllun í allsherjarnefnd um hækkun aðildargjalda til Landssambandsins í kr. 600,- pr. félaga, sem greitt væri í peningum, en þó var samþykkt sérákvæði fyrir FEB í Reykjavík um að það gæti greitt kr. 200.- af þessum sex hundruð krónum, með vinnuframlagi sem samið yrði um útfærslu á við stjórn LEB.


Ríkisskuldabréf og ráðgjöf

VÍB veitir sparifjáreigendum alhliða þjónustu VÍB – Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka er leiðandi á íslenskum markaði og veitir alhliða eignastýringar- og verðbréfaþjónustu með áherslu á fagmennsku og fræðslu.

Eigna- og lífeyrisþjónusta

Hefðbundin ávöxtun, sparnaður í áskrift og fjárfestingar með aðstoð sérfræðinga okkar. Viðskiptavinum sem gera ríkar kröfur býðst þjónusta sem er sniðin að þeirra þörfum. Viðskiptastjóri annast stýringu eignasafns og veitir ráðgjöf. Pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900. Við tökum vel á móti þér á 4. hæð á Kirkjusandi með heitt á könnunni.

Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is

H V ÍT A H Ú S IÐ /S Í A 11 - 0 402

Einkabankaþjónusta


Eftirfarandi tillögur frá þjónustunefnd LEB voru samþykktar:

Landsfundur LEB beinir þeim tilmælum til velferðarráðherra að við endurskoðun á lögum og reglugerðum sem fjalla um málefni eldri borgara verði eftirfarandi hugtökum breytt í samræmi við nútíma hugmyndafræði. Ellilífeyrisþegar verði eftirlaunafólk Dagvist verði dagdvöl Vistmaður verði íbúi eða heimilismaður Vistunarmat verði færni- og heilsumat. Landsfundur LEB beinir því til velferðarráðherra að beita sér fyrir því að fjölgað verði búsetuúrræðum sem bjóðist öldruðum. Við leggjum til að þeim heimilum sem byggja á Eden, Lev og bo eða svipaðri grunnhugmyndafræði verði fjölgað og komi í stað hefðbundinna hjúkrunarheimila. Einnig leggjum við ríka áherslu á að gerður verði þjónustusamningur við öll hjúkrunarheimili og fylgt verði eftir að öll hjúkrunarheimili uppfylli íslensk gæðaviðmið. Þá vill þjónustuhópur LEB að öldruðum jafnt og fötluðum sem búa heima bjóðist sá valkostur að fá persónulega notendastýrða þjónustu, samanber þingsályktun þar um sem samþykkt var í júní 2010. Landsfundur LEB 2011 beinir því til velferðarráðherra að veita félagsliðum lögverndað starfsheiti, og að sem fyrst verði hafist handa um að skipuleggja viðurkennt nám fyrir heimaþjónustu líkt og er í nágrannalöndum okkar, svo að allir sem annast þjónustu við aldraða hafi til þess tilskilin réttindi. Námið gæti t.d. verið hluti af félagsliðanámi. Landsfundur LEB 2011 beinir eftirfarandi tillögum til Landlæknisembættisins: • Að hugað verði að næringarbúskap aldraðra og að tekið sé mið af Manneldismarkmiðum Íslendinga í fæðuvali á stofnunum og heimsendum máltíðum. • Að efla framboð á heilsurækt fyrir aldraða. • Að aldraðir geti notið tannlæknaþjónustu reglulega á viðráðanlegu verði. • Að hlutast til um að aldraðir hljóti örugga læknisþjónustu og sólarhringsþjónustu ef þeir treysta sér ekki á heilsugæslustöð. • Að hlutast til um að heyrnartæki fáist á viðráðanlegu verði. Þá beinir Landsfundurinn þeirri tillögu til Landlæknisembættisins og stjórnvalda að gerð verði rannsókn á því, hvort ofbeldi og valdbeiting eigi sér stað gagnvart öldruðum. Erlendar rannsóknir sýna að slíkt mein er að finna í vestrænum samfélögum og því má ætla að svo sé einnig hérlendis.

Tillögur frá kjaranefnd sem samþykktar voru:

Landsfundur LEB, haldinn í Stykkishólmi dagana 10.-11. maí 2011, lýsir yfir áhyggjum vegna hækkunar húshitunarkostnaðar á köldum svæðum. Jafnframt skorar landsfundurinn á stjórnvöld að lækka álögur á eldsneyti til að lækka

6

megi aksturskostnað heimilanna. Þessi mikli kostnaður bitnar mjög hart á eldri borgurum og öryrkjum og háir þeim verulega til að láta enda ná saman. Með tillögunni fylgdi eftirfarandi greinargerð: Húshitunarkostnaður hefur afgerandi áhrif á búsetu á köldum svæðum. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað gífurlega sl. ár og nú er svo komið að heimilin, og ekki síst eldri borgarar og öryrkjar, hafa tæpast lengur ráð á því að nota bifreið eins og þeim er nauðsynlegt vegna mikils eldsneytiskostnaðar. Aksturstölur Vegagerðarinnar sýna að fólk dregur eins og hægt er úr akstri. Þetta kemur hart niður á eldri borgurum og öryrkjum sem vegna líkamlegrar fötlunar komast ekki leiðar sinnar nema á eigin bíl.

Áskorun til ríkisstjórnar í kjaramálum lífeyrisþega:

Að hraðað verði endurskoðun á lögum um almannatryggingar og vill landsfundurinn ítreka eftirfarandi: Að allir sem náð hafa 67 ára aldri haldi óskertum grunnlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins og sú skerðing á grunnlífeyri sem kom til framkvæmda 1. júlí 2009 verði afturkölluð. Að lífeyrir eldri borgara verði leiðréttur strax til samræmis við þær hækkanir sem láglaunafólk hefur fengið á launum sínum sl. tvö ár. LEB telur það óviðunandi að kjör eldri borgara séu rýrð á sama tíma og láglaunafólk fær kauphækkanir. Að aldraðir sem náð hafa 70 ára aldri geti aflað sér atvinnutekna án þess að greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins skerðist. Að tryggingabætur taki mið af útreiknuðum framfærslukostnaði einstaklinga sem nýlega var birtur hjá velferðarráðuneytinu og verði hækkaðar í áföngum. Landsfundurinn krefst þess að lögum um almannatryggingar verði breytt á þann veg, að aldraðir geti selt eignir svo sem sumarhús og aðrar eignir, án þess að andvirði þeirra verði skattlagt sem söluhagnaður og valdi skerðingu á lífeyri frá almannatryggingum.

Áskorun til ríkisstjórnarinnar í skattamálum lífeyrisþega:

• Að verðbætur á sparifé séu undanþegnar fjármagnstekjuskatti. • Að vaxtatekjur af sparifé allt að kr. 500.000 séu skattfrjálsar. • Skattar á lífeyrissjóðstekjur verði almennt samræmdar skattlagningu fjármagnstekna.

Laganefnd sem skipuð var af formannafundi 2010 skilaði nokkrum breytingartillögum á lögum LEB, sem ekki voru afgreiddar, en eftir umræður á landsfundi var ákveðið að skipa nýja laganefnd sem Birna Bjarnadóttir, Reykjavík, stjórnar. Sú laganefnd fékk tillögurnar til skoðunar og fleiri tillögur. Nefndin kynni tillögur að nýjum samþykktum fyrir LEB á næsta formannafundi.


Vönduð hjúkrunarrúm sem henta einnig inni á heimili.

• • • •

Einstakur rúmbotn:

Hliðargrindur:

Hreyfanlegir vængir • Eykur blóðflæði Dregur úr álagi og þrýstingi • Bætir svefn og vellíðan •

Fylgja legufleti og veita þannig öryggi Eru tvískiptar Auðvelda fólki að fara fram úr

Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is | fastus@fastus.is


Við megum ekki sofna á verðinum Ragnheiður Stephensen Fréttir frá þjónustunefnd LEB

Í þjónustunefnd sitja frá haustdögum 2009 Bryndís Steinþórsdóttir, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, ritari og Ragnheiður Stephensen, formaður. Eftir landsfund 2011 bættust við Eyjólfur Eysteinsson og Anna Lúthersdóttir sem varamenn. Í upphafi nefndarstarfs okkar ákváðum við að vinna að fáum málum í einu og reyna að koma þeim áleiðis. Okkur fannst skorta að við hefðum næga yfirsýn yfir hvernig aðstöðu eldri borgara væri háttað og unnum við að þjónustukönnun í janúar 2010. Af 54 aðildarfélögum svöruðu 33 eða 61% og er könnunin aðgengileg inni á heimasíðu LEB. Þar kom m.a. fram að þjónustuhópur aldraðra væri ekki til í nokkrum sveitarfélögum en samkvæmt lögum nr. 125/1999 átti sá hópur að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra. Samkvæmt breytingum og niðurfellingu reglugerðar nr. 1262/2007 féll fulltrúi eldri borgara út og hópurinn fór eingöngu að sinna „vistunarmati“. Vakti þjónustunefndin athygli á þessu með bréfi sem sent var öllum formönnum aðildarfélaga og lagði til að myndaðir yrðu velferðarhópar ef ástæða þætti til. Mikið framboð hefur verið af öryggis- og þjónustuíbúðum fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustunefndin skoðaði þessar glæsilegu íbúðir sem bæði eru í formi leigu- og búseturéttaríbúða. Eftir að hafa kannað leigu- og innborgunarverð var niðurstaðan sú að ekki dygði söluverð venjulegrar blokkaríbúðar til að fjármagna búsetu í þessum íbúðum, stórt einbýlishús þyrfti til. Við heimsóttum nokkur hjúkrunarheimili en nýjar stefnur og hugmyndafræði er að ryðja sér til rúms eins og Edenhugmyndafræðin og Lev og bo. Áhersla er lögð á að hlúa að andlegri líðan heimilisfólksins og að sjálfsákvörðunarréttur þess sé virtur. Grundvallaratriðið er að starfsfólkið starfar inni á heimili fólksins en fólkið býr ekki á vinnustað þess. En þessi hugmyndafræði gengur ekki upp á meðan heimilisfólkið er svipt fjárræði og skammtaðir svokallaðir vasapeningar eftir að dvalargjöld eru dregin frá lífeyrisgreiðslum þess. Sömu upphæðar er krafist þrátt fyrir mismunandi aðstæður, t.d. einbýli, tvíbýli, stór eða lítil herbergi. Grunnhjúkrun ætti að vera greidd af því opinbera en önnur útgjöld greiði heimilismaður sjálfur hafi hann greiðslugetu til. Gera verður þjónustusamning við öll hjúkrunarheimili og fylgt verði eftir að við hann sé staðið og að á þessum sparnaðartímum verði ekki farið niður að öryggismörkum í mönnun sem gæti valdið vanhirðu á heimilisfólki en vanhirða flokkast undir ofbeldi. Aukið gagnsæi á stöðu hjúkrunarheimila gagnvart íslenskum gæðaviðmiðum myndi auka öryggiskennd heimilisfólks og aðstandenda.

Hvað er ViVe?

ViVe eru samtök um virkari velferð, sem LEB er aðili að, og vinnur að því að hafinn verði undirbúningur að notendastýrðri persónulegri þjónustu NPA fyrir aldraða í heimahús8

um. Byggt er á sömu hugmyndafræði og gildir um fatlaða sem felst í því að notandinn er sjálfur við stjórnvölinn og ræður til sín aðstoðarfólk og öðlast þannig sjálfstætt og innihaldsríkt líf. Ef þetta kemst til framkvæmda verður Ísland fyrst landa til að bjóða upp á NPA fyrir aldraða. (heimasíða ViVe er vive.is) Þjónustunefndin hefur birt þrjár greinar í Mbl. til að vekja athygli á málefnum aldraðra. Vistunarmat, færni- og heilsumat? sem birtist 5. 2. 2011 og fjallar um kröfurnar sem gerðar eru til að fólk fái færni- og heilsumat, nýja hugmynda- og aðferðafræði sem kallar á breytta málnotkun og tungutak alveg frá lögum og reglugerðum til talaðs og skrifaðs mál. Búseta og sjálfræði aldraðra sem birtist 26. 4. 2011 og fjallar um þjónustu- og öryggisíbúðir, hjúkrunarheimili og rannsókn Ingibjargar Hjaltadóttur. Breytingar á lögum og flutning málefna til sveitarfélaga. Ofbeldi gegn öldruðum - heimaþjónusta sem birtist 10. 6. 2011 og fjallar um nauðsyn þess að skipuleggja viðurkennt nám fyrir starfsmenn heimaþjónustu eins og gert er annars staðar á Norðurlöndum. Ofbeldi gegn öldruðum er staðreynd sem verður að kortleggja hvernig birtist, hversu mikið það er og hvar það er að finna. Við í þjónustunefndinni hittum velferðarráðherra í október sl. og kynntum honum viðfangsefni okkar og tillögur. Fengum við góðar undirtektir. Einnig hittum við landlækni og komum á framfæri tillögum okkar frá landsfundi sem embætti hans varðaði. Var okkur vel tekið og hvatt til meiri samskipta við embættið í framtíðinni. En tillögurnar eru: Að hugað verði að næringarbúskap aldraðra og tekið sé mið af manneldismarkmiðum Íslendinga í fæðuvali bæði á stofnunum og heimsendum máltíðum. Efla framboð á heilsurækt fyrir aldraðra. Aldraðir geti notið tannlæknaþjónustu reglulega á viðráðanlegu verði. Hlutast verði til um að aldraðir hljóti örugga læknisþjónustu og sólarhringsþjónustu ef þeir treysta sér ekki á heilsugæslustöð. Hlutast verði til um að heyrnartæki fáist á viðráðanlegu verði. Landlæknisembættið og stjórnvöld komi í framkvæmd rannsókn á því hvort ofbeldi og valdbeiting eigi sér stað gagnvart öldruðum. Erlendar rannsóknir sýna að slíkt er fyrir hendi í öðrum samfélögum, því má ætla að svo sé líka hérlendis. Núna þegar fyrir dyrum stendur flutningur málefna aldraðra til sveitafélaganna er mikilvægt að vel verði að honum staðið. Nú er unnið að endurskoðun og einföldun tryggingalaga. Lög um málefni aldraðra frá 1999 eru margbætt og misvísandi og þarfnast kirfilegrar endurskoðunar. Við megum ekki sofna á verðinum, mistök geta orðið okkur dýrkeypt. Munið að lítill lykill dugir til að ljúka upp stórri hurð.


Mínar síður

Rafræn þjónusta Tryggingastofnunar – Þjónusta í boði: Þín gögn, rafræn skjöl Bráðabirgðaútreikningur Tekjuáætlun Skuldir og samningar Fyrirspurnir og ábendingar Útnefning umboðsmanns

Það er auðvelt og öruggt að tengjast Á vef Tryggingastofnunar tr.is, er smellt á þessa mynd Við innskráningu þarf kennitölu og veflykil ríkisskattstjóra eða rafræn skilríki á debetkortum frá bönkunum. Veflykill skattsins er sá sami og notaður er við framtalsgerð.

Mínar síður: Fljótlegt, einfalt og öruggt. Aðstoð veitir starfsfólk Tryggingastofnunar og umboða • Símar: 560 4460 eða 800 6044 • Netsamtal á www.tr.is • Tölvupóstur á tr@tr.is • Heimsókn í þjónustumiðstöð eða umboð um land allt. Aðstoð er veitt alla virka daga frá kl. 10:00 til 15:30.


SJÚKRAÞJÁLFUN – FORVÖRN Magnús H. Ólafsson sjúkraþjálfi Orðið sjúkraþjálfun er einhvers konar þýðing á enska heitinu physical theraphy eða physiotherapy. Ekki er þýðingin nákvæm og aldrei hefur tekist að finna gott viðunandi heiti á starfsgreinina. Mörg undanfarin ár hefur þessi grein verið kennd innan læknadeildar við Háskóla Íslands. Námið tekur 4 ár. Sjúkraþjálfar útskrifast þá með BA-gráðu í greininni. Opinberlega er starfsmaðurinn titlaður löggiltur sjúkraþjálfari en í þessum greinarstúf er „ara“ endingunni sleppt enda óþörf. Meðal helstu greina sem stúdentarnir leggja stund á í námi sínu er: líffæra- og lífeðlisfræði, hreyfifræði, þjálffræði, sjúkdómafræði, vinnuvistfræði (ergonomics) og fleira. Sjúkraþjálfar starfa á mörgum sviðum þjóðlífsins: á sérstökum meðferðarstofum sjúkraþjálfa, við endurhæfingu á sjúkrastofnunum, sem sérhæfðir sölumenn, á líkamsræktarstofum, við forvörn í fyrirtækjum með úttekt og fræðslu og víðar. T.d. eru margir tengdir keppnisliðum í íþróttum. Margir sjúkraþjálfar sérhæfa sig í hinum ýmsu greinum: þjálfun barna, þjálfun aldraðra, liðlosun, íþróttasjúkraþjálfun, hjartasjúkraþjálfun, þjálfun gigtveikra, vinnuvistfræði og fleira. Hér á eftir verður í stuttu máli minnst á þjálfun fyrir eldra fólk en þó einkum forvörn. Það er augljóst að í stuttum pistli verður að stikla á stóru og framsetningin verður yfirborðskennd. Það er alkunna að þegar við eldumst missa hin ýmsu líffæri fyrri getu. Bein missa styrk, þanþol lungna minnkar, liðir stirðna, slagkraftur hjarta minnkar og svo framvegis. Regluleg, skynsamleg hreyfing, við hæfi hvers og eins virðist geta seinkað þessum ferlum verulega. Í einu af mörgum upplýsingaskiltum um sjúkraþjálfun segir: „Sjúkraþjálfun snýst fyrst og fremst um að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft.“ Með öðrum orðum; vertu virkur í stað þess að vera óvirkur. Hreyfðu þig en hafðu hreyfinguna við hæfi. Fyrrum sundkennari sagði eitt sinn: „Þjálfun er eins og klukkan, ef þú flýtir henni verður hún vitlaus.“ Þessi vísdómsorð er öllum, sem þjálfa líkama sinn, hollt að hafa í huga, ekki síst öldruðu fólki. Þjálfun í formi tímabundins álags (átaks) er ekki æskileg, þó kannski betri en engin sé áreiti og tímalengd við hæfi. Það besta er að hreyfa sig reglulega árum saman, helst ekki sjaldnar en þrisvar í viku. Einn sjúkraþjálfi sagði sjúklingum sínum að fara út að ganga með hundinn á hverjum degi, jafnvel þótt þeir ættu engan hund. Víða er unnt að fá tilsögn fagfólks í að skipuleggja þjálfun, en best er að forðast fúskara, einkum þá sem ætla öldruðu fólki að ná miklum árangri á skömmum tíma. Mörgum finnst skemmtilegast að æfa í góðum hópi og þá skiptir mestu að finna sér athöfn sem manni þykir skemmtileg, svo sem leikfimi, golf, (skíða)göngu, sund. Kyrrsetumaður sem ætlar sér að byrja líkamsþjálfun ætti skilyrðislaust að hafa samráð við lækni sinn áður en hafist er handa, einkum ef hann/hún hefur náð 50 ára aldri. Þegar sjúklingur kemur til sjúkraþjálfa síns með kvilla í stoð- og hreyfikerfi á sér gjarnan stað umræða um kvill10

ann og hugsanlegar orsakir hans. Reynt er að kafa ofan í orsakasamhengi og þá finnst iðulega líkleg skýring á tilurð meinsins, oft tengt atvinnu eða ávana. Þá er best að fara á vinnustaðinn og athuga hvort fjarlægja má skaðvaldinn. Þetta er ekki gert án heimildar frá yfirmanni á vinnustaðnum. Í vinnuvistfræðinni gildir sú regla að vinnuaðstaðan skuli ávallt vera til skoðunar áður en annað er athugað. Oft er gagnslaust að kenna starfsmanni skynsamleg vinnubrögð ef aðstaðan er slík að kennslan nýtist ekki. Því þarf ávallt að tryggja að vinnuaðstaðan og vinnuskipulagið hæfi starfsmanni. Þannig má bæta líðan með bættum aðbúnaði og vinnutækni. Eðlilegar afleiðingar eru bætt afköst. Dæmi um orsakavalda á vinnustað eru: óheppileg lýsing, einhæfni, of mikill hraði hreyfinga, röng vinnuhæð eða vinnufjarlægð, langar seilingar, hávaði, streita, óvani. Óvana má sjá víða, t.d. á skrifstofum með fullkomnum búnaði, góðum stólum og stillanlegri vinnuhæð. Starfsmaðurinn situr þá kannski alltaf með krosslagða fætur eða notar ekki stillimöguleika stóls síns. Einnig sést oft við standandi vinnu að starfsmaður hefur vanið sig á að standa einatt með nánast allan líkamsþungann á sama fæti, tímunum saman. Þetta getur smám saman valdið einkennum frá stoð- og hreyfikerfi.

Vinna við tölvu

Í þessum pistli er líklega best að taka dæmi af vinnuaðstæðum sem margur nútímamaðurinn starfar við. Því má telja viðeigandi að taka dæmi af vinnustað þar sem unnið er við tölvur. Þessar aðstæður er að finna nánast í hverju fyrirtæki. Einnig virðist algengt að aldraðir einstaklingar sitji langdvölum við tölvur sínar heimavið.

Hvers er að gæta þegar starfið er metið út frá hættu á kvillum í stoð- og hreyfikerfi?

Stóllinn: Oftast er æskilegt að vinnustóllinn sé á hjólum. Þau mega þá ekki vera svo stíf að mikil líkamleg átök þurfi til að færa stólinn úr stað. Hjólin mega heldur ekki snúast of lipurlega. Það getur þýtt að notandinn verður að keyra hælana í gólfið og handrætur í borðið svo hann rúlli ekki frá lyklaborðinu og skapað þannig vöðvaspennu. Stólinn þarf að vera hægt að hækka og lækka, stilling sem æskilegt er að nýta sér annað slagið, án öfga. Sjálfsagt er að geta snúið stólnum. Einnig er gott að hugsa fyrir því að efni í stólsetu og baki valdi sem minnstri svitamyndun. Stólbaki þarf að vera unnt að halla aftur og sjálfsagt að nýta þann eiginleika stólsins. Gott er fyrir flesta að hafa stólbakið fremur framarlega þegar unnið


er við lyklaborðið en þegar lát verður á eða samræður teknar upp við fólk er þægilegt að halla baki aftur. Sumir stólar eru með setu sem renna má fram og aftur og með því er hægt að stilla dýpt setunnar. Hávaxnir renna þá setunni fram en hinir lægri grynna setuna með því að renna henni aftur. Það er ekki æskilegt að frambrún setunnar nái alveg fram að hnésbótum. Flestir kjósa að hafa arma á vinnustólnum. Þeir þurfa að vera stillanlegir í hæð og vera þannig stilltir að þeir þvingi ekki herðar upp úr slakri stöðu. Of lágir armar verða líka oft til þess að notandinn venur sig á að liggja með annan framhandlegginn fram á arminn og sitja þannig stöðugt skakkur á sama veg. Þetta getur valdið spennu í handleggjum, herðum, baki og hálsi.

Einnig virðist algengt að aldraðir einstaklingar sitji langdvölum við tölvur sínar heima við. Mikilvægt er að huga vel að vinnustöðu við tölvur. fjarlægð. Þessi fjarlægð mælist þegar setið er vel upp við bak vinnustólsins. Ef fjarlægðin reynist ekki við hæfi verður að gæta þess að hún sé leiðrétt með því að færa skjáinn í stað þess að laga sig að þeirri fjarlægð sem skjárinn var settur í með því að reigja sig eða halla sér um of fram í sætinu og valda þannig spennu m.a. í hálsi og baki. Skjárinn skal vera

Staðsetning skjás: Almennt er litið svo á að efri brún skjás borðtölvu skuli vera í hæð við augu og horft sé eilítið niður þegar lesið er af skjánum, líkt og þegar gengið er á sléttu landi. Fjarlægð skjás frá augum verður að ráðast af sjón notanda. Þumalfingursregla segir að armlengd sé hæfileg

beint fyrir framan notanda en ekki til hliðar eins og títt er. Staðsetning músar: Þegar hefðbundin mús er notuð er best að hafa hana við enda lyklaborðsins. Þá hangir upphandleggur slakur niður með hlið og olnbogi er í um það bil 90° beygju og sáralítill snúningur í öxl. Það

Jólin í Dorma! ig að fætin ar s um lag ök þægind inst i -e

nis ilsuin kór sem He

Við erum með fleira en dýnur og gorma...

Milano hægindastóll

kr. 39.900,FRÁBÆRT VERÐ

KOMDU NÚNA •

4 litir

Memory Foam heilsuinniskór. Heilsusamleg jólagjöf á frábæru verði! Sendum frítt út á land!

3.900,1 par 6.980,2 pör 9.990,3 pör

Pöntunarsími ☎ 512 6800 Holtagarðar

OPIÐ

Virka daga frá kl. 10-18 Lau frá kl. 11-17 Sun frá kl. 13-17 Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is

11


er afar algengt að sjá músarhöndina teygða langt fram og út og skapa þannig spennu í háls, herðar og handlegg. Margir fá tennisolnbogaeinkenni við notkun á mús. Þá getur verið heppilegt að þjálfa vinstri (hjá rétthentum) hönd í notkun músarinnar og þannig létta álagi af hinni hendinni. Birta: Umhverfi skjásins þarf að vera á þann veg að birtan sem skjárinn gefur frá sér sé svipuð eða eilítið sterkari en birtan á bak við skjáinn. Síðan má bakbirtan gjarnan dofna meira þegar lengra kemur til hliðanna. Það er mjög algengt að sjá tölvunotendur sitja með andlitið dregið fram í átt að skjánum og reyna að rýna í rúnir hans. Þetta er undantekningarlítið þegar skjár er staðsettur framan við glugga sem hleypir dagsbirtu inn. Sterk birtan stillir þá augað á að sjá vel við þá birtu sem berst að utan og erfitt verður að sjá hvað skjárinn býður upp á. Notandi verður líka að gæta þess að blindandi glampar endurkastist ekki af skjánum og í aug-

12

un. Margir nýrri skjáir eru þó þannig búnir að þeir eyða slíkum glömpum að mestu. Úrvinnsluskjöl: Þegar unnið er upp úr gögnum inn á tölvuna getur verið erfitt að staðsetja gögnin þannig að ekki skapist spenna í háls og herðar. Gögn geta verið afar

mismunandi; allt frá litlum, stökum blöðum með skýrum upplýsingum, tölum eða bókstöfum og upp í þykkar og þungar möppur sem eru fullar af gögnum sem vinna þarf úr. Í stuttum pistli sem þessum er erfitt að gefa tæmandi ábendingar um hvernig ber að haga staðsetningu þessara gagna. Maður ætti þó að reyna að finna þá staðsetningu gagnvart skjá og lyklaborði að valdi sem minnstri röskun á eðlilegri og afslappaðri stöðu líkamans. Ástæða er til að benda á að fá má afar góð statív, pappírshaldara sem oft koma að góðu gagni. Þegar unnið er úr möppum setja sumir möppurnar hallandi á milli skjás og lyklaborðs. Aðrir reyna að setja möppurnar vinstra megin (rétthentir) við skjáinn eins nærri honum og hægt er. Hér á undan hefur oft verið minnst á (vöðva-)spennulítil spenna, er talin ein af aðalorsökum svonefndrar vöðvabólgu, sem hrjáir furðumargan landann. Því ætti maður að reyna að forðast þau vinnubrögð og vinnuaðstæður sem kalla fram spennu í vöðvakerfinu.


Samstarf Háskóla Íslands og Landssambands eldri borgara um nýsköpun og rannsóknir á þjónustu við eldri borgara Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Haustið 2010 hófst samstarf Landssambands eldri borgara við tvær stofnanir Háskóla Íslands, þ.e.a.s. við Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ. Samstarfið hófst með málþingi á Grand hóteli hinn 15. nóvember 2010 og var yfirskriftin: Málþing um nýsköpun og þjónustu við eldri borgara - sjálfstæð búseta með stuðningi. Þar var kynnt það helsta sem boðið er upp á í heimaþjónustu við eldri borgara, bæði heimahjúkrun, heimaþjónustu, slysavörnum, og þjónustu einkaaðila. Ráðstefnan var vel sótt, bæði af ýmsum í þjónustugeiranum og eldri borgurum. Hinn 31. janúar 2011 var svo undirrituð samstarfsyfirlýsing milli Landssambands eldri borgara og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands sem felur í sér að þessir aðilar vinni saman að verkefnum sem lúta að nýsköpun í þjónustu við eldri borgara. Markmið samkomulagsins er að skapa vettvang fyrir nýsköpun, umræðu, upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga, rannsóknir og þróunarstarf í málefnum eldri borgara. Unnið verður sameiginlega að þessu með námskeiðahaldi,

ráðstefnum og málþingum, einnig með söfnun upplýsinga og miðlun til eldri borgara um þjónustu, tilboð og niðurstöður rannsókna þeirra stofnana sem eiga aðild að samkomulaginu. Einnig verður unnið að rannsóknum og könnunum á stöðu og þjónustu við eldri borgara í samvinnu við opinbera aðila og aðra. Þá viljum við auðvelda aðgengi eldri borgara að námskeiðum á vegum HÍ. Samstarfsyfirlýsingin gildir til næstu þriggja ára eða til 31. jan. 2014, og sameiginleg verkefnisstjórn verður yfir þessu samstarfi skipuð frá LEB og HÍ. Samstarfið verður endurnýjað að loknum þessum þremur árum með tilliti til þess árangurs sem það hefur skilað. Eftir að samstarfsyfirlýsingin var undirrituð var síðan haldið annað málþing 15. mars 2011 sem bar yfirskriftina: Virkni, afþreying, þátttaka. Málþing um nýsköpun og bætt heilbrigði og virkni eldri borgara. Þar kynntu sjúkraþjálfari, íþróttafræðingur, hjúkrunarfræðingur o.fl. ýmsar rannsóknir, sem hafa áhrif á heilsu og líðan eldra fólks. Bæði þessi málþing eru liður í vaxandi samstarfi við Háskóla Íslands. Það er vissulega mikill fengur að því að hafa efnt til þessa samstarfs við HÍ. Við í Landssambandi eldri borgara væntum mikils af því í framtíðinni og að það verði til að koma á framfæri nýjungum og víkka sjóndeildarhring allra, bæði þeirra sem veita eldri borgurum þjónustu og þeirra sem hennar njóta. Næsta málþing verður nú í haust, um miðjan nóvember og verður um nýjungar í þjónustu hjúkrunarheimila.

Hollvinir Landssambands eldri borgara:

VÍB_Print_pos_CMYK_100pt.eps

The víb logotype presented here is originally set at 100pt. Its reduction to a percentatge “N” will result on a N size type of the logo. Its reduction to a 50% will result on a 50pt size type, to a 24% on a 24pt size type...

13


LEB í norrænu samstarfi Helgi K. Hjálmsson, fv. formaður LEB Þegar rætt er um norrænt samstarf og hvað við getum haft út úr því kemur mér í huga ráðstefna sem ég sótti haustið 2005 í Helsinki og fjallaði um

Norræna módelið framsækin markmið fyrir eldri kynslóðina

Þó svo að sex ár séu liðin síðan þessi ráðstefna var haldin tel ég að niðurstöður hennar og áherslur séu enn í fullu gildi og gefi nokkra vísbendingu um þau vandamál sem við erum að takast á við. Þetta eru þau atriði sem ég hef stöðugt haft í huga í sambandi við velferðar– og kjarabaráttu okkar og hamrað stöðugt á við stjórnvöld, hvort sem við stjórnvölinn hafi verið hægri eða vinstri stjórn. Það virðist því miður ekki hafa skipt neinu máli, æði mikið verið talað fyrir daufum eyrum. Ráðstefnan var haldin í Helsinki 21.–23. október 2005 með 36 þátttakendum alls staðar af Norðurlöndunum. Við Bryndís Steinþórsdóttir, hússtjórnarkennari, sátum ráðstefnuna fyrir hönd Landssambands eldri borgara. Við vorum sammála um að mikið skorti á að kostir Norræna módelsins væru virkir hjá okkur. Þau atriði, sem hvað mest skáru sig úr í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar voru umönnunar- og hjúkrunarþættirnir, einnig að allur grunnlífeyrir skuli vera tekjutengdur hjá okkur, en svo er ekki í jafnríkum mæli hjá hinum norrænu þjóðunum. Þar fá allir verulega hærri grunnlífeyri (folkepension). Norræna módelið byggist á röð grundvallargilda. Velferðarþarfir okkar eru hnattvænar og byggjast á þjóðfélagslegum réttindum einstaklingsins. Opinber þjónusta er í háum gæðaflokki og opinberar stofnanir mjög opnar. Fjármögnun velferðar okkar byggist að mestu leyti á sköttum og gjöldum, að auki vegur atvinnulífið þungt í stjórnun vinnumarkaðar. Norðurlandaþjóðirnar eiga ekki síst sameiginlegt hvernig við höfum kosið að byggja upp samfélagið. Almennt séð nær „Norræna módelið“ yfir samfélagsgerð norrænna landa á síðustu rúmlega 100 árum – og þekkist á: • Rótgrónu þingræði • Háþróuðu velferðarþjóðfélagi • Opinni fjármála-, stjórnmála- og menningarmálastjórn­ un • Mikilli samvinnu á milli stjórnmálaflokka og vinnumarkaðar • Lýðræðislegri þróun sem byggist á almennri þátttöku, bæði í sveitarstjórn og landsstjórn, með mikilli tengingu við bændur og verkalýðshreyfingu • Stjórnmálalegri menningu sem einkennist af friðsamlegri lausn deiluefna Það er leitt að þurfa að skammast sín fyrir íslenska velferðarkerfið á ráðstefnu eins og þessari, en sú varð því miður raunin. Annað gerir líka samanburð erfiðan, en það 14

er hvernig málum er fyrirkomið hérlendis. Ýmsir málaflokkar, sem tilheyra félagsmálaþættinum annars staðar á Norðurlöndum, eru taldir með heilbrigðis- og tryggingamálum hérlendis. Þetta gerir það að verkum að allur samanburður er óljós og oft og tíðum beinlínis rangur. Samt er afar mikilsvert fyrir okkur að sækja ráðstefnur með öðrum Norðurlandaþjóðum til að skiptast á skoðunum og taka mið af reynslu þeirra. Ég kom með tillögu á síðasta stjórnarfundi norrænu eldriborgarasamtakanna, NSK, að gerð yrði heildstæð könnun á umönnunar- og kjaramálum eldri borgara á Norðurlöndunum með því að spyrja sömu spurninga alls staðar. Þessi hugmynd eða tillaga fékk mjög góðan hljómgrunn. Með því að vinna þetta verkefni svona fengist raunhæfur samanburður. Þetta verkefni var komið af stað í samvinnu við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, en hefur stoppað vegna þess að fjármagn hefur skort til að hrinda verkefninu í framkvæmd. Ég tel mjög mikilvægt að hægt verði að framkvæma þessa könnun, þar sem ég tel að hún muni styrkja okkur í velferðar- og kjarabaráttu okkar.


Viðtal við

Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, formann LEB Nýr formaður, Jóna Valgerður Kristjáns­dóttir, var kosin á landsfundi Lands­ sambands eldri borgara sem haldinn var í Stykkishólmi dagana 1011. maí 2011. Okkur hjá Listinni að lifa lék nokkur forvitni á að vita meira um hana þar sem hún er fyrsta konan sem kosin er formaður landssambandsins. Það var því tekið hús á henni til að forvitnast meira um hennar hagi. Við heimsóttum hana í Reykhólasveitina þar sem hún býr ein í Mýrartungu 2, eftir lát manns síns Guðmundar H. Ingólfssonar, sem lést í mars árið 2000. Hún er skógarbóndi, er með í verkefninu Skjólskógar á Vestfjörðum og hefur verið sl. 10 ár, eða eftir að hún hætti í föstu starfi sem sveitarstjóri í Reykhólahreppi.

Fyrsta spurningin er þá: Hvar ertu fædd og upp alin?

Ég er fædd í Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi, eða með öðrum orðum þá er ég Hornstrendingur í húð og hár, því að foreldrar mínir eru bæði af því svæði og þar átti ég heima til 5 ára aldurs að fjölskyldan flutti í Látravík, á Hornbjargsvita, þar sem við bjuggum í tæp tvö ár. Eftir það fluttum við til Ísafjarðar þar sem ég gekk í skóla fram á fullorðinsár, eins og þá var títt. Þar lauk ég gagnfræðaprófi, en þá var ekki kominn menntaskóli á svæðinu svo að það var sjálfhætt skólagöngu, a.m.k. fyrir venjulega verkamannafjölskyldu þar sem börnin voru orðin níu. Ekki var möguleiki á því að sækja menntaskóla í aðra landshluta, það var of kostnaðarsamt. En síðan fór ég í Húsmæðraskólann Ósk og tók líka 2 ár í Tónlistarskólanum sem þá var að byrja á Ísafirði. Húsmæðraskólarnir voru góð menntasetur og þær stúlkur sem fóru í þá voru vel búnar undir lífið á margan hátt. Síðan hef ég sótt ýmis endurmenntunarnámskeið um ævina í kennslufræðum, tungumálum o.fl. Að öðru leyti fór ég að vinna við verslunarstörf þegar gagnfræðprófinu lauk

Jóna Valgerður ásamt börnum sínum og einu barnabarni sem var að fermast.

Þegar ég var orðin 67 ára fannst mér tilhlýðilegt að fara að vinna með eldri borgurum og gekk í Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi. eða 16 ára sem þótti ekki tiltökumál á þeim tíma.

Þú áttir heima í Hnífsdal í mörg ár, var það ekki?

Jú, maðurinn minn Guðmundur H. Ingólfsson var Hnífsdælingur og þar byggðum við okkur hús og þar ólum við upp börnin okkar fimm, sem fæddust á árunum 1956-1974. Við bjuggum þar í tæp 40 ár eða til ársins 1996 að við fluttum í Reykhólasveitina, þar sem hann var ráðinn sveitarstjóri. Ég sat á Alþingi fyrir Kvennalistann 19911995, en hafði stundað kennslustörf og vinnu á bókhaldsstofu áður. Okkur hafði alltaf langað til að flytjast í sveit þegar börnin væru orðin uppkomin og þarna bauðst tækifærið. Á sama tíma var þessi jörð til sölu og við keyptum hana og byrjuðum með fjárbúskap. Ég gerðist aðstoðarmaður hans á skrifstofu hreppsins. Svo þegar hann veiktist árið 1997 tók ég tímabundið við sveitarstjórastarfinu og síðan alveg eftir lát hans.

Þú hefur alltaf látið mikið til þín taka í félagsstörfum þar sem þú hefur verið. Fékkstu ekki fálkaorðuna nýlega fyrir félagsstörf?

Reyndar er það alveg rétt, það var fyrir félagsstörf á landsbyggðinni. Það má víst segja það að ég sé algjör „félagsmálafrík“, eða það segja vinir mínir. Ég skal segja þér að þegar ég flutti frá Ísafirði (Hnífsdal) þá hugsaði ég með mér að nú yrði ég laus við allt félagsmálastúss sem ég væri búin að koma mér í og færi nú bara að hafa það náðugt. En fljótlega eftir að ég kom hingað var ég komin í stjórn kvenfélagsins, farin að syngja með Samkórnum, og 1998 var ég kosin í sveitarstjórn og kosin þar oddviti. Jafnframt fór ég í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga og síðan stjórn Markaðsstofu Vestfjarða, var þar fyrsti formaður. Fleira mætti telja sem leiddi af setu í sveitarstjórninni. En þegar ég varð sveitarstjóri hætti ég sem oddviti, en sat áfram í sveitarstjórn út kjörtímabilið 1998-2002. Þá var ég búin að 15


vera í þessum málum í 6 ár og takast á við ýmsa erfiðleika sem tengdust fjárhagsstöðu hreppsins. Málin voru komin í gott horf og ég skilaði góðu búi og fannst tími til kominn að hætta. Reyndar hætti ég ekki alveg að vinna því að í tvö ár stjórnaði ég Menntasmiðju kvenna, annað árið á Laugum í Sælingsdal og hitt árið að Varmalandi í Borgarfirði. Það var á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Auk þess vann ég einn vetur hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga sem skrifstofustjóri.

Þú hefur sem sagt ekki alveg verið tilbúin að setjast í helgan stein?

Ég held ég hafi alltaf verið frekar vinnusöm, ég þarf alltaf að vera að gera eitthvað. Mér þykir gaman að félagsstörfum, vil vera þátttakandi í samfélaginu og reyna að bæta það sem ég get. Svo þegar ég var orðin 67 ára fannst mér tilhlýðilegt að fara að vinna með eldri borgurum og gekk í Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi. Var

16

Mýrartunga 2, yngsti sonur Jónu Valgerðar, flugmaður, nýlentur á túninu. JVK fjær. þar fljótlega kosin í stjórn og er enn ritari þar. Síðan fór ég á minn fyrsta landsfund LEB í Hveragerði 2009 og lenti óvart í að vera kosin í stjórn LEB. Þar var ég síðan ritari í tvö ár eða þar til nú á landsfundi að ég bauð mig fram

til formanns þar sem mikil krafa var um að fá konu í þá stöðu. Ég hef alltaf verið mikil jafnréttismanneskja, hef unnið að því þar sem ég hef haft tök á að rétta hlut kvenna. Börnin mín ól ég þannig upp, eða þessa


fjóra stráka sem ég á, að þeir eru mjög jafnréttissinnaðir ásamt einu dótturinni. Hún fékk að vita að hún gæti allt sem strákarnir gætu og hún hefur svo sannarlega sýnt það um ævina að hún er fullkomlega jafnoki þeirra. Ég held líka að við verðum að byrja á því í uppeldinu og inni á heimilunum að vinna í jafnréttismálunum. Til gamans skal ég segja þér að maðurinn minn var ekki alinn upp í því að vinna heimilisstörf, það var hlutverk konunnar, en hann uppgötvaði að það átti vel við hann t.d. að elda mat. Og þegar ég fór á þing stóð hann sig afar vel í rekstri heimilisins þegar ég var fjarverandi. Næstum því of vel, því að mér var ekki hleypt í eldhúsið þegar ég kom heim í helgarfrí!

Og hvernig finnst þér svo að vera orðin formaður í Landssambandi eldri borgara?

Það er alltaf gaman að takast á við ný verkefni meðan heilsan leyfir. Ég

mun reyna að gera það svo vel sem ég get. Það er margt sem þarf að vinna að í málefnum aldraðra. Eins og í mörgu öðru erum við í þessum málaflokki langt á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum sem við berum okkur saman við. Mér finnst að málefni aldraðra hafi oft og tíðum setið á hakanum hjá stjórnvöldum. Og nú þegar kreppan skall á var byrjað á því að skerða kjör okkar með lagasetningu 1. júlí 2009. Þá misstu margir grunnlífeyri sinn því þá var lífeyrissjóður og fjármagnstekjur nýtt fullkomlega til skerðingar á bótum almannatrygginga. Það er hins vegar verið að gera ýmislegt gott núna í sambandi við hjúkrunarheimilin, bæði að koma á einbýlum sem löngu var tímabært og byggja ný hjúkrunarheimili. En það þarf að auka meira sjálfræði aldraðra, reka hjúkrunarheimilin í anda Eden-stefnunnar, koma á persónulegri notendastýrðri þjónustu í heimilishjálp og nýta meira reynslu og þekkingu eldri borgara til hagsbóta

fyrir samfélagið. Það er hægt að gera á margan hátt. Það eru næg verkefni fram undan. Svo mun tíminn leiða í ljós hvað vinnst. Ég hef alltaf verið bjartsýnismanneskja svo ég trúi því að tíminn vinni með okkur í því að bæta hag eldri borgara á Íslandi. Og með þessum orðum og eftir góðan kaffisopa kveðjum við þessa kraftmiklu konu, sem greinilega tekur það föstum tökum sem hún er að fást við hverju sinni. Við ökum frá Mýrartungu í blíðskaparveðri þar sem Reykhólasveitin skartar sínu fegursta í haustlitunum upp um fjöll og dali og geislar sólarinnar merla á spegilsléttum Gilsfirðinum. Við sjáum að skógræktin hennar Jónu Valgerðar er komin vel á veg og verður einhvern tíma myndarlegur skógur, sem næstu kynslóðir geta glaðst yfir.

17


Fræðsluhornið Bryndís Steinþórsdóttir Ágætu lesendur. Flestir eru sammála um að þegar aldurinn færist yfir eigum við að fást við það sem við kunnum og höfum ánægju af meðan heilsa og kraftar leyfa. Þess vegna ákvað ég að halda áfram með Fræðsluhornið. Geri það með ykkar góðu aðstoð eins og verið hefur. Ég brá mér í heimsókn á skrifstofu Neytendasamtakanna og leitaði upplýsinga hjá formanni þeirra. Þau leggja áherslu á nauðsyn þess að lesa vel vörumerkingar og vörulýsingar á matvælum og dagsetningar. Einnig benda þau okkur á að gefnu tilefni að ef framleiðendur treysta ekki á geymsluþol vörunnar lengur en gefið er til kynna á umbúðunum, eigum við ekki að gera það. Eftir það er neysla vörunnar á okkar ábyrgð. Neytendasamtökin hafa fjórum sinnum lagt fram tillögu til stjórnvalda um að láta taka norræna hollustumerkið upp hér á landi eins og Svíar, Norðmenn og Danir hafa þegar gert og Finnar íhuga að gera slíkt hið sama. Skráargatið gefur til kynna að matvaran uppfylli ákveðnar kröfur um magn salts, sykurs, fitu, mettaðrar fitu og trefja. Fylgjumst vel með gangi mála. Hér koma nokkrar uppskriftir sem þættinum hafa borist:

Hollur morgundrykkur (frá ÞG) 4 gulrætur, lífrænt ræktaðar 1 epli (bragðmikið) 1 appelsína engifer (2-3 sm biti) ½ rauðrófa Þvoið grænmetið. Takið hýðið af appelsínunni og flysjið rauðrófuna. Skerið grænmeti og ávexti í bita og pressið í safapressu. Drykkurinn er bestur nýtilbúinn.

Öngulstaðasúpa (frá Hrefnu) 1 laukur 1-3 hvítlauksrif matarolía 1-2 tsk karrí 1 dós niðursoðnir tómatar (400 g) 4 dl fisksoð (eða vatn og fiskikraftur) 1 dós niðursoðnar ferskjur 2 ½ dl rjómi ferskjusafi úr dósinni Saxið lauk og hvítlauk og léttsteikið í matarolíunni ásamt karríi. Brytjið niðursoðnu tómatana og setjið saman við ásamt soðinu af tómötunum og fisksoði. Látið krauma í 5–10 mínútur. Skerið ferskjurnar í bita og setjið út í súpuna ásamt rjóma. Ath., í staðinn fyrir rjóma er gott að nota kókosmjólk. Berið brauð með súpunni ef vill.

18

Steiktar svínalundir m/ döðlum og gráðaosti (frá Stefaníu) 400 g svínalundir matarolía til að steikja úr 10–15 steinlausar döðlur 40 g gráðaostur 1 peli kaffirjómi eða rjómabland súputeningur eða 1 tsk. kjötkraftur sósuþykkingarefni ef með þarf 1. Hreinsið svínalundirnar og skerið allar himnur burtu. Skerið þær í fremur þykkar sneiðar og berjið þær létt með hnúunum. 2. Steikið á pönnu í vel heitri olíu og látið á fat. 3. Bræðið ostinn í rjómanum eða rjómablandinu á pönnunni við vægan hita og hrærið í svo ekki verði kekkir í sósunni. Bragðbætið með súputeningi. 4. Bætið döðlunum ásamt kjötinu út í sósuna og sjóðið við vægan hita í 5–10 mín, eða bakið í ofni við 200° C. Skerið í þykkasta bitann til að vera viss um að kjötið sé soðið í gegn. Jafnið sósuna ef vill. Í staðinn fyrir svínalundir er einnig gott að nota lambalundir en þær þurfa styttri suðu. Borið fram með bökuðum kartöflum eða hrísgrjónum, fersku salati og heimabökuðu brauði. Þessi uppskrift er hugsuð til hátíðabrigða.

Saltfiskbollur (frá Söndru) 500 g af soðnum saltfiski álíka magn af soðnum kartöflum 1 laukur 3 egg steinselja (söxuð, ein msk.) salt og pipar Hakkið fiskinn ásamt kartöflum og söxuðum lauk. Hrærið með eggjarauðum, steinselju, salti og pipar. Síðast er stífþeyttum eggjahvítum blandað varlega í hræruna. Bollurnar eru mótaðar með matskeið og steiktar í heitri matarolíu. Athugið að það þarf að steikja deigið strax eftir að hvíturnar eru komnar saman við. Berið soðnar kartöflur eða hrísgrjón með bollunum, sósu úr t.d. sýrðum rjóma með hvítlauk og grænmetissalati. Einnig eru litlar saltfiskbollur með dýfu góðar ásamt fleiru á hlaðborð. Hagkvæmt er að nýta afganga af saltfiski og kartöflum í þennan rétt.


Döðlubitar frá Ólöfu P.

500 g döðlur (saxaðar) 250 g smjör 120 g púðursykur 5 bollar Rice Krispies Smjör og púðursykur er hitað í potti. Döðlunum er hrært saman við og suðan látin koma upp. Að lokum er korninu bætt út í. Hrært vel saman og látið í t.d. rúllutertumót eða litla ofnskúffu. Hjúpað með bræddu súkkulaði. Skorið í bita. Geymt í lokuðu íáti í kæli eða frysti. Gott er að láta smjörpappír á milli laganna.

Lauksulta (frá Ásrúnu)

½ kg rabarbari (í bitum) nýr eða frosinn ½ kg laukur (saxaður) 375 g púðursykur 1 dl hvítvínsedik ½ tsk. pipar ½ tsk. allrahanda eða Tandoori Masala ½ tsk. salt Allt soðið saman í 2 tíma. Sultan er mjög góð með steiktu kjöti.

Gulrótarkaka (frá NN)

3 dl hveiti 3 dl sykur 4 egg 4-5 rifnar gulrætur (stórar) ½ tsk. salt 2 tsk. natron 2 tsk. kanill 1 tsk. vanillusykur 1 ½ dl matarolía Öllu hrært saman. Deigið er bakað í djúpu tertumóti (með lausum botni) við 190°C í 50–60 mín. Kremið: 100 g rjómaostur (1 tsk. safi úr sítrónu) 1 tsk. vanillusykur 50 g smjör 125 g flórsykur Hrærið ostinn, sítrónusafann, vanillu­ sykurinn og smjörið vel saman og því næst flórsykrinum. Smyrjið kreminu á kalda kökuna og skreytið t.d. með valhnetukjörnum.

Prjónaðir inniskór frá Margréti

Efni: Bulky lopi, 1 hespa eða fjórfaldur lopi. Prjónar nr. 7. Perluprjón: 1. p. 1 l rétt og 1 röng 2. p. 1 l röng og 1 rétt Skórnir eru prjónaðir frá hælnum, fram og til baka. Fitjið upp 44 lykkjur á prjóna nr. 7 og prjónið perluprjón. Þegar komnir eru 10 sm eru 10 lykkjur felldar laust af á hvorri hlið. Þá eru 24 lykkjur eftir. Prjónið áfram perluprjón þar til komnir eru 17 sm. Þá er tekin úr ein lykkja á hvorri hlið á öðrum hvorum prjóni 5 sinnum. Þá eru eftir 14 l. Klippið garnið og dragið í gegnum lykkjurnar. Saumað saman á ristinni og hælnum. Heklið í kringum opið t.d. tungur og rós ef vill (sjá mynd). Skórnir eru tilvalin jóla- eða tækifærisgjöf.

L: Lykkja Tvöf. ST: Tvöfaldur Stuðull LL: Loftlykkja Garn: Mako 8 eða Häkelgarn KL: Keðjulykkja nr. 10 frá Föndru. FP: Fastapinni Plaid Stiffy stífelsi notað til að HST: Hálfstuðull stífa snjókorni. ST: Stuðull LL, 5 LL, KL í aðra LL frá nál og í næstu 2 LL, 11 LL, Snjókorn. (# 15). KL í tíundu LL frá nál og í næstu LL, 4 LL, KL í aðra Erfiðleikastig: Miðlungs – Erfitt LL frá nál og í næstu tvær LL, KL í lykkjuna sem var eftir úr 5 LL sem áður voru heklaðar, 6 LL, (ST, 2 LL, Heklið 6 LL og tengið með KL til að búa til hring. KL) í þriðju LL frá nál, KL í næstu 3 LL og í næstu 5 LL af 14 LL sem áður voru heklaðar, 5 LL, ST í þriðju 1. umf: 4 LL, (ST í hring, 1 LL) 11 sinnum, tengið með KL LL frá nál, 12 LL, KL í tíundu LL frá nál, 5 LL, ST í við þriðju LL af fjórum sem heklaðar voru í upphafi: þriðju LL frá nál, 2 LL, ♣ tvöf.ST í næstu KL úr 3. 12 einnar-loftlykkju bil. umf., 10 LL, (ST, 2 LL, KL) í þriðju LL frá nál, KL í 2. umf: 3 LL, HST í næsta 1-LL-bil, (FP, 3LL, FP) í næsta ST, næstu 3 LL, 5 LL, KL í aðra LL frá nál og í næstu 2 HST í næsta 1-LL-bil. ♣ ST í næsta ST, HST í næsta LL, 11 LL, KL í tíundu LL frá nál og í næstu LL, 4 LL, 1-LL-bil, (FP, 3 LL, FP) í næsta ST, HST í næsta 1-LLKL í aðra LL frá nál og í næstu 2 LL, KL í lykkjuna bil; endurtakið frá ♣ allan hringinn, tengið með KL sem var eftir úr 5 LL sem áður voru heklaðar, 6 LL við efstu LL af 3 sem gerðar voru í upphafi: 30 L og 6 (ST, 2 LL, KL) í þriðju LL frá nál, KL í næstu 3 LL þriggja-LL bogar. og í þær 4 LL sem eftir voru af 10 LL sem áður voru 3. umf: 13 LL, KL í tíundu LL frá nál, 3 LL, hlaupið yfir heklaðar, KL ofan í toppinn á tvöf. ST (sjá mynd), 5 næsta 3-LL-bil og næstu 2 L, ♣ KL í næsta ST, 13 LL, LL, ST í þriðju LL frá nál, 12 LL, KL í tíundu LL frá KL í tíundu LL frá nál, 3 LL, hlaupið yfir næsta 3-LLnál, 5LL, ST í þriðju LL frá nál, 2 LL; endurtakið bil og næstu 2 L; endurtakið frá ♣ allan hringinn; frá ♣ allan hringinn; tengið með KL við fjórðu LL af festið með KL við KL sem lauk síðustu umferð. þeim 14 LL sem heklaðar voru í upphafi, slítið frá og 4. umf: 14 LL, (ST, 2 LL, KL) í þriðju LL frá nál, KL í næstu 3 gangið frá endum.

Jólaskraut frá Föndru

Bestu þakkir fyrir góðar uppskriftir og ábendingar. Ég hlakka til að heyra frá ykkur og fá efni í næsta blað t.d. um grænmeti og grænmetisrétti. 19


HvaĂ° er eĂ°lileg Ăśldrun? Ă“lafur Þór Gunnarsson, lyf- og ĂśldrunarlĂŚknir, LandspĂ­tala-hĂĄskĂłlasjĂşkrahĂşsi, Landakoti Ă–ldrunarlĂŚknar eru oft spurĂ°ir aĂ° ĂžvĂ­ hvaĂ° sĂŠ „eĂ°lileg Ăśldrun“. Ăžetta Ăžarf ekki aĂ° koma ĂĄ Ăłvart, einkum og sĂŠr Ă­ lagi Ăžegar fĂłlk hefur gjarnan fyrir augunum og Ăşr sinni fjĂślskyldu og nĂĄnasta umhverfi margar mismunandi „útgĂĄfur“ af Ăśldrunarferlinu. Stutta svariĂ° viĂ° Ăžessari spurningu er aĂ° ĂžaĂ° er ekki til neitt sem heitir „eĂ°lileg Ăśldrun“, a.m.k. ekki Ăžegar horft er til einstaklinga. ViĂ° Ăžekkjum hins vegar ĂĄgĂŚtlega hvernig mismunandi lĂ­ffĂŚrakerfi eldast ĂĄ mismunandi hĂĄtt. Ă ytra borĂ°inu er okkur margt augljĂłst aĂ° gerist Ăžegar ĂĄrunum fjĂślgar. HĂĄr Ăžynnist og grĂĄnar, húð hrukkast og Ăžornar, sjĂłn og heyrn breytist. Ă bak viĂ° alla Ăžessa ÞÌtti og raunar miklu fleiri eru Ăžekkt ferli sem verĂ°a meira ĂĄberandi meĂ° aldrinum. HĂŠr ĂĄ eftir verĂ°ur fariĂ° yfir nokkra Ăžeirra Ă­ stuttu mĂĄli, og einnig bent ĂĄ nokkra ÞÌtti sem ekki eru „eĂ°lilegt“ Ăśldrunarferli. ViĂ°brĂśgĂ° viĂ° sumum Ăžessara breytinga eru einnig reifuĂ°, ĂĄn Ăžess aĂ° um tĂŚmandi leiĂ°beiningar eĂ°a ĂşrrĂŚĂ°i sĂŠ aĂ° rĂŚĂ°a.

20

ViĂ° byrjum ĂĄ skynfĂŚrunum

ĂžaĂ° hefur lengi veriĂ° Ăžekkt aĂ° meĂ° aldrinum hĂśfum viĂ° tilhneigingu til aĂ° verĂ°a fjarsĂ˝n. HvaĂ° augun varĂ°ar er ĂžaĂ° eĂ°lileg Ăśldrunarbreyting, sem stafar af ĂžvĂ­ aĂ° augasteinarnir harĂ°na meĂ° aldrinum, og afleiĂ°ingin af ĂžvĂ­ er aĂ° viĂ° getum ekki sĂŠĂ° skĂ˝rt nĂŚr okkur. ViĂ° hĂśfum tilhneigingu til aĂ° halda blaĂ°inu lengra og lengra frĂĄ okkur til aĂ° geta lesiĂ°, og Ăžegar viĂ° Ăžreytumst ĂĄ ĂžvĂ­ fĂĄum viĂ° okkur gleraugu (+1,0 eĂ°a sterkari) til aĂ° bĂŚta upp. Ăžessar breytingar hafa yfirleitt ekki meĂ° augnbotna eĂ°a sjĂłnhimnuna aĂ° gera, og stafa ekki af breyttum augnĂžrĂ˝stingi. Venjulega byrja Ăžessar breytingar Ă­ kringum fimmtugt (hjĂĄ sumum fyrr). Þó aĂ° hĂŚgt sĂŠ aĂ° kaupa „bensĂ­nstÜðvagleraugu“ Ă­ nĂŚstu búð er skynsamlegt, Ăžegar Ăžessar breytingar eru komnar af staĂ°, aĂ° lĂĄta augnlĂŚkni meta sjĂłnina og augun ĂžvĂ­ aĂ° algengir sjĂşkdĂłmar Ă­ augum eins og glĂĄka og augnbotnaskemmdir gera vart viĂ° sig og geta lĂŚĂ°st aftan aĂ° fĂłlki ef ekki er fylgst meĂ°. SlĂ­kir sjĂşkdĂłmar eru ekki hluti af Ăśldrunarferlinu og ĂžvĂ­ mikilvĂŚgt aĂ° bregĂ°ast viĂ° ef einkenna verĂ°ur vart. Heyrn breytist meĂ° aldrinum og ĂĄn sjĂşkdĂłma („eĂ°lileg Ăśldrun“) versnar heyrn ĂĄ hĂĄa tĂłna (kvenraddir, fiĂ°lutĂłna Ă­ hljĂłmsveit). GreiningarhĂŚfni ĂĄ milli tĂłna breytist einnig og hĂŚfileikinn til aĂ° meta fjarlĂŚgĂ° og hraĂ°a hljóðs versnar. Þó aĂ° allt Ăžetta sĂŠ innan eĂ°lilegra marka getur ĂžaĂ° engu aĂ° sĂ­Ă°ur veriĂ° svo bagalegt aĂ° fĂłlk vilji nota heyrnartĂŚki til aĂ° bĂŚta sĂŠr upp muninn. Ăžegar heyrnarskerĂ°ing er orĂ°in svo mikil aĂ° viĂ° eigum erfitt meĂ° aĂ° halda uppi samrĂŚĂ°um ĂĄn Ăžess aĂ° hvĂĄ, eĂ°a drĂśgum okkur jafnvel Ă­ hlĂŠ, er kominn tĂ­mi til aĂ° lĂĄta mĂŚla heyrnina og bregĂ°ast viĂ°. Ferill heyrnarbreytinga er mjĂśg mismunandi frĂĄ einum til annars og sjĂĄlfsagt fyrir fĂłlk aĂ° lĂĄta mĂŚla heyrnina. Heyrn er lĂ­ka mjĂśg mikilvĂŚg fyrir okkur Ăžegar kemur aĂ° jafnvĂŚgi, og ĂžvĂ­ oft hĂŚgt aĂ° hjĂĄlpa mikiĂ° til ef gripiĂ° er inn Ă­. BragĂ°skyn breytist lĂ­ka meĂ° aldri, mest Ăžannig aĂ° viĂ° eigum erfiĂ°ara meĂ° aĂ° finna bragĂ°. Þå skiptir tĂśluverĂ°u mĂĄli aĂ° vara sig Ăžegar ĂĄ aĂ° bragĂ°bĂŚta mat meĂ° kryddi e.Ăž.h. aĂ° nota krydd sem innihalda ekki auka salt. MjĂśg mĂśrg blĂśnduĂ° krydd sem eru ĂĄ markaĂ°num eru aĂ° stofni til salt, en of mikil saltneysla getur haft Ă˝mis neikvĂŚĂ° ĂĄhrif eins og komiĂ° verĂ°ur aĂ° sĂ­Ă°ar. Einfalt ĂłblandaĂ° krydd er ĂžvĂ­ aĂ° jafnaĂ°i heppilegra, og getur skipt miklu mĂĄli til aĂ° gera mat spennandi. Húðskyn breytist nokkuĂ° meĂ° aldrinum. Margar slĂ­kar breytingar eru Þó tengdar sjĂşkdĂłmum en ekki aldri sem slĂ­kum. ĂžvĂ­ getur veriĂ° mikilvĂŚgt aĂ° greina Ăžar ĂĄ milli. HjĂĄ flestum verĂ°ur bandvefsaukning Ă­ húðinni og ĂžvĂ­ Ăžarf meira ĂĄreiti til aĂ° viĂ° skynjum snertingu. TaugasvĂśrun verĂ°ur jafn-


framt hægari þannig að geta okkar til að bregðast við skyndilegum breytingum í umhverfinu minnkar. En sjúkdómar eins og sykursýki, vanstarfsemi á skjald­ kirtli, skortur á tilteknum vítamínum o.fl. geta gert þessar breytingar hraðari og meira áberandi. Því er mikilvægt að fylgjast með einkennum og leita læknis ef maður sjálfur eða fólkið í kringum mann verður vart við breytingar.

Flest verðum við vör við og þekkjum einhverjar stoðkerfisbreytingar hjá eldra fólki

Þó að beinþynning sé í eðli sínu efnaskiptasjúkdómur og oft flokkuð sem gigtsjúkdómur, verða einkennin mest áberandi í stoðkerfinu. Það má deila um hvort beinþynning sé eðlilegur hluti öldrunarferlisins. Langstærsti hluti hvítra norðurevrópskra kvenna fær beinþynningu ef þær komast á níræðisaldur. Hins vegar fá margar konur einkenni mun fyrr, og einnig karlar, en slíkt er ekki talið eðlilegt. Það er mikilvægt að finna þessa einstaklinga og bregðast við, því hægt er að hægja verulega á beinþynningu með lyfjagjöf og líkamsrækt. Vöðvastyrkur breytist töluvert með aldri, og er að vissu marki eðlileg öldrun. Bandvefur í vöðvum og sinum breytist og stífnar, en það getur aftur leitt til minnkandi liðleika. Hins vegar er vitað að með reglubundinni hreyfingu og þjálfun er hægt að koma í veg fyrir mikinn hluta þessara öldrunarbreytinga. Gigtsjúkdómar verða algengari með hækkandi aldri, en eru yfirleitt ekki skilgreindir sem eðlileg öldrun. Að vísu fá mjög margir Íslendingar slitgigt á efri árum, en nú er talið að flest tilfelli hennar séu af erfðafræðilegum uppruna frekar en að beinlínis sé um aldurstengda breytingu að ræða. Umhverfisþættir eins og t.d. atvinna, aðbúnaður og mataræði skipta þar einnig máli. Byltur á efri árum eru samspil margra ofangreindra þátta, en geta seint talist hluti af „eðlilegu öldrunarferli“. Við notum skynfærin til að átta okkur á aðsteðjandi hættum. Sjón, heyrn, jafnvægi, vöðvastyrkur, liðleiki, taugasvörun og snerpa, að ógleymdri lyfjatöku hefur þar allt áhrif. Við dettum um hluti sem við ekki sjáum, ef við erum ekki nógu snögg

að bregðast við breytingum á undirlagi, meiðum okkur frekar ef við höfum ekki liðleika til að bera af okkur fall og svo mætti lengi telja. Þá geta öll okkar viðbrögð verið verri vegna lyfja, bæði nauðsynlegra og ónauðsynlegra. Þeir eldri einstaklingar sem hafa dottið eða hafa áhyggjur af því að þeir geti dottið ættu að leita til læknis og fá ráðleggingar. Byltur eru gríðarstórt heilbrigðisvandamál, og oft eru leiðréttanlegir undirliggjandi þættir sem hægt er að hafa áhrif á. Byltur sem slíkar eru alls ekki eðlilegur hluti af ellinni þó að margir þeir þættir sem geta stuðlað að byltum séu algengari með hækkandi aldri. Taugasjúkdómar eins og Alzheimerssjúkdómur og parkinsonssjúkdómur eru algengari með hækkandi aldri, en eru alls ekki hluti af eðlilegri öldrun. Hjá flestum er hægt að merkja að eitthvað hægir á hugsun og við eigum stundum erfiðara með að kalla eitthvað fram í minnið. Slíkt getur verið eðlilegt, en færniskerðing á grundvelli minnistaps eða taugasjúkdóma er aldrei eðlileg. Því er afar mikilvægt að fólk leiti sér hjálpar ef það sjálft eða þeir sem eru því næstir verða varir við breytingar á þessum þáttum. Breytingar í hjarta og æðakerfi með hækkandi aldri eru sumar hverjar innan eðlilegra marka. Þar er helst að nefna að kerfið allt verður minna sveigjanlegt vegna vaxandi bandvefsmyndunar. Fyrir vikið getur blóðþrýstingur hækkað, þó

að hækkaður blóðþrýstingur sé ekki öldrunarsjúkdómur sem slíkur. Hjartavöðvinn stífnar líka eitthvað, sem gerir að verkum að oft eigum við erfiðara með að svara skyndilegu áreiti eða áreynslu. Þó er hægt mjög langt fram eftir aldri að viðhalda „ungu“ hjarta- og æðakerfi með reglubundinni líkamsrækt, réttu mataræði, hófsemd í neyslu áfengis og því að sleppa notkun tóbaks. Í lungum verða með aldri breytingar sem eru mikið tengdar aukinni bandvefsmyndun sem aftur getur leitt til lélegri hreinsigetu lungnanna. Alvarlegustu breytingar sem við sjáum á lungum með hækkandi aldri eru þó oftast tengdar umhverfisþáttum eins og beinum eða óbeinum reykingum eða nálægð við varasöm efni og áhrif þeirra á lungun. Eins og sjá má af því sem er ritað hér að ofan er erfitt að segja til um hvort tiltekin einkenni hjá tilteknum einstaklingi séu vegna eðlilegs öldrunarferlis eða hvort um sjúklegt ástand er að ræða. Einkenni eða breytingar sem geta virst eðlilegar fyrir einn, í ljósi bakgrunns eða fyrri veikinda, geta verið algerlega óeðlileg fyrir annan. Einnig er ljóst að í stuttu yfirliti eins og þessu er ekki farið yfir alla þætti sem geta breyst með aldri. En séu einkenni þess eðlis að færni, lífsgæði eða daglegt líf okkar taki verulegum breytingum er skynsamlegt að leita til læknis því að oft er hægt að stemma stigu við breytingum og bæta þannig lífsgæðin.

21


SILFURFLEY

Þetta litla og fallega haustljóð er eftir Björn G. Eiríksson, sérkennara. Björn er Austfirðingur en hefur búið í Reykjavík frá 7 ára aldri og varð áttræður á liðnu sumri. Höfundurinn hefur leyft birtingu á þessu

Sigla silfurfley á safírbláum himni. Fjólublá fjöllin í fjarlægð sig teygja hátt móti himni í haustfölva sólar.

Hrímfingur haustsins á hönd kaldri grípa yfir grundir. Grös til jarðar falla. Veiztu það vinur, að vetur kemur senn?

Sigla silfurfley á safírbláum himni. Haustsins hörpustrengir óma. Hægt falla lauf trjánna, rauð, gul, brún og grá á gras niður.

Sígur sól á lofti, setjast að og lengjast dimmir skuggar dag hvern. Daprast hugur. Veiztu það vinur, að vetur kemur senn?

Nýtt félag boðið velkomið Hinn 4. apríl sl.var stofnað Félag eldri borgara í Grýtubakkahreppi. Félagið sótti um aðild að Landssambandi eldri borgara á haustmánuðum og á fundi framkvæmdastjórnar LEB 11. okt.sl. var félagið boðið velkomið í raðir sambandsins. Stofnfélagar eru 43 og formaður er Valgerður Sverrisdóttir á Lómatjörn f.v. ráðherra og alþingismaður. Aðrir í sjórn eru Björn Ingólfsson og Jakob Þórðarson, Grenivík. Við fögnum því þegar félögum okkar fjölgar um landið og því fleiri því betra. Saman myndum við sterka heild og erum betur í stakk búin að fylgja málum eftir.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB

Ellibelgur

Veggskraut fyrir alla sem elska falleg eldhús!

Eldhúsdagatalið 2012 Fallegt og fræðandi! Með myndum og nöfnum á yfir 200 ávaxta-, græmetis- og kryddtegundum, baunum, hnetum og berjum – bæði vel þekktum og framandi. Skemmtilegt að skoða fyrir unga sem aldna.

Undarlegt hvað allir speglar eru lélegir núorðið ! 22

Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is


Liggur sparnaðurinn undir koddanum? Helga Sigurðardóttir, ráðgjafi hjá Íslenskum verðbréfum Reglulega er talað um að fjár­magns­ eigendur taki sparifé sitt út af banka­ bók og geymi það undir kodd­ anum eða í bankahólfi. Ástæðan er sú að fjár­ magns­ tekjur yfir ákveðinni upphæð skerða lífeyris­ greiðslur frá Trygginga­ stofnun ríkisins. Gallinn við geymslu fjármuna utan innlánsreikninga er að eigand­inn fær ekki ávöxtun á fjármuni sína og verður því af vöxtum og jafnvel verðbótum. Þeir einstaklingar sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun þurfa að gefa upp áætlaðar vaxtatekjur fyrir næstkomandi ár. Greiðslur stofnunarinnar taka svo mið af þessum greiðslum eins og þekkt er. Miðað við núverandi vexti innláns­reikninga, um 3% má gera ráð fyrir því að þeir sem eiga innstæður umfram 3 m.kr. verði fyrir skerðingu af þessum völdum, óháð því hvort viðkomandi taki út af bókinni eða ekki. Með öðrum orðum, ellilífeyrisþegi getur ávaxtað 3 m. kr. á bankabókinni án þess að lífeyrir skerðist. En hvað með innstæðu umfram þessa fjárhæð?

Borgar sig að varðveita hana undir koddanum? Nei, það borgar sig ekki. Önnur leið stendur fjármagnseigendum til boða, og hún hefur ekki áhrif á skerðingu lífeyris þrátt fyrir að fjármagnið njóti ávöxtunar. Sú leið felst í fjárfestingu í verðbréfa- og/eða fjárfestingarsjóðum. Slíkir sjóðir greiða ekki reglulega vexti

til eig­enda heldur einungis þegar við­­ kom­andi selur eign sína. Á þeim tíma­ punkti reiknast á hann fjár­magns­tekju­ skattur, hafi eignin hækkað í verði á eignar­tímanum. Þannig getur fjármagnseigandi fengið ávöxun á sparifé sitt án þess að skerða lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun, svo lengi sem innleystur hagnaður á hverju ári nemi ekki hærri fjárhæð en

frítekjumark TR (nú kr. 98.640,-). Með öðrum orðum geta eldri borgarar notið ávöxtunar sparifjár án þess að ávöxtunin hafi áhrif á greiðslur Tryggingastofnunar, nema viðkomandi selji eign sína í viðkomandi sjóði.

Dæmi til útskýringar:

Einstaklingur á 10 m.kr. sparnað og velur að ávaxta fjármagnið í verðbréfasjóði.

Gefum okkur að ávöxtun sjóðsins fyrir árið 2011 verði 4%. Eigandi sparnaðarins reiknar ekki með því að þurfa að taka meira en 500.000 kr. árlega af sparnaðinum. Eftir fyrsta árið eru vaxtatekjur kr. 20.000,- sem er vel innan við mörk TR (98.640,-). Það yrði því fyrst eftir um 5 ár sem innleystur hagnaður fer að hafa áhrif til skerðingar hjá TR að því gefnu að teknar séu út kr. 500.000,- á ári hverju og árleg ávöxtun verði 4%. Ef eigandinn tekur ekkert út úr verð­ bréfa­sjóðnum myndast ekki innleystur hagnaður og þá hefur 10 m.kr eignin engin áhrif á greiðslur TR. Þó ber að hafa í huga að ef öll upp­ hæðin eða stór hluti hennar er tekin út á einu ári eftir nokkurra ára ávöxtun geta fjármagnstekjurnar haft veruleg áhrif á greiðslur TR næsta ár á eftir. Einstaklingur sem ávaxtar 10 m.kr. sparn­að sinn á bankabók og fær 3% vexti á ári fær 300.000 krónur greiddar í vexti árlega og því skerðast greiðsl­ur frá TR á hverju ári, hvort sem eigand­ inn tekur út af bókinni eða ekki. Fjármagnseigendur geta fjárfest í ýmsum sjóðum hjá Íslenskum verð­bréf­ um hf. Meðal þeirra er vert að nefna Áskriftarsjóð ríkisverðbréfa og Skamm­ tímasjóð ÍV en báðir sjóðirnir eru með 100% ríkisábyrgð. Binditími slíkra sjóða er einungis 1 dagur. Ráð­gjafar Íslenskra verðbréfa veita nánari upplýsingar um þær leiðir sem standa þér til boða. 23


Frá kjaramálanefnd LEB

Lífeyrissjóður á ekki að skerða lífeyri aldraðra frá TR Björgvin Guðmundsson Áður en samningaviðræður hófust um nýja almenna kjarasamninga á þessu ári gekk kjaramálanefnd LEB á fund Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og óskaði eftir því, að ASÍ gerði þá kröfu í viðræðum við ríkisstjórnina, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði jafnmikið og laun mundu hækka samkvæmt nýjum samningum. Gylfi samþykkti þetta og ASÍ setti þessa kröfu fram í viðræðum við ríkisstjórnina. Krafan var samþykkt. Og í yfirlýsingu í tengslum við kjarasamningana lýsti ríkisstjórnin því yfir, að bætur almannatrygginga mundu hækka hliðstætt launum. Í nýjum kjarasamningum hækkuðu laun sem hér segir 1. júní sl. : Almenn hækkun 4,25%. Krónutöluhækkun á taxta 12.000 kr. Og hækkun lágmarkslauna: 17 þús. kr. eða 10,3%. Vegna dráttar á gerð nýrra kjarasamninga var ákveðið að launþegar og bótaþegar fengju 50 þúsund króna eingreiðslu í ár.

Kleip af lægstu bótum

Velferðarráðuneytið ákvað að flestir bótaflokkar aldraðra og öryrkja skyldu hækka um 8,1%. En þó ákvað ráðuneytið að lægstu bætur aldraðra og öryrkja (lágmarksframfærslutrygging) skyldi aðeins hækka um 6,5%. Ég tel, að hækkun lægstu bóta sé ekki í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þær hefðu að mínu mati átt að hækka um 10,3% eins og lægstu laun. Óskað var skýringar velferðarráðuneytisins á því hvers vegna lægstu bætur hefðu hækkað minna en lægstu laun. En engin skýring fékkst á því.

Næstu skref

Hver eiga að vera næstu skref í kjaramálum aldraðra? Kjaramálanefnd LEB og kjaranefnd FEB í Rvk. hafa verið nokkuð samstíga í kjaramálunum. Ég á sæti í báðum kjaranefndunum. Að mínu mati eiga næstu skref að vera þessi: 24

1. Afnema þarf skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þessa breytingu má framkvæma í 2 áföngum. Fyrri áfangi, sem kæmi til framkvæmda strax, ætti að vera 150 þúsund króna frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. 2. Stórhækka þarf frítekjumark tryggingabóta vegna atvinnutekna og fjármagnstekna. Í dag er frítekjumark vegna atvinnutekna 40 þús. kr. á mánuði og vegna fjármagnstekna aðeins rúmar 8 þús. krónur á mánuði. Frítekjumark vegna atvinnutekna þyrfti strax að hækka í 150 þúsund krónur á mánuði. Frítekjumark vegna fjármagnstekna er hlægilega lágt og getur stuðlað að því að eldri borgarar taki sparifé sitt út úr bönkunum. Það þarf að hækka það verulega. 3. Gera þarf áætlun um stórhækkun lífeyris aldraðra. Markmið þeirrar áætlunar á að vera að hækka lífeyrinn í áföngum upp í meðaltalsútgjöld einstaklinga (heimila) til neyslu samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar, sem birt var í desember 2010 eru meðaltalsútgjöld einstaklinga til neyslu 290 þúsund krónur á mánuði (engir skattar innifaldir). Neyslukönnun Hagstofunnar er eina neyslukönnunin, sem unnt er að leggja til grundvallar þegar lífeyrir aldraðra er ákveðinn.

Kjaraskerðingin frá 2009 verði afturkölluð

Það er krafa eldri borgara, að kjaraskerðingin, sem tók gildi 1. júlí 2009, verði öll afturkölluð strax. Skerðing tryggingabóta var stóraukin þá. Ég efast um, að ríkið hafi grætt mikið á þeirri ráðstöfun að lækka frítekjumark vegna atvinnutekna. Margir eldri borgarar hafa hætt að vinna vegna

þess og við það missir ríkið skatttekjur. Það hefði verið óhætt að hafa frítekjumarkið óbreytt. Tilfinnanlegast var þó, að ákveðið var að láta greiðslur úr lífeyrissjóði hafa áhrif á útreikning grunnlífeyris. Við þessa ráðstöfun missti mikill fjöldi eldri borgara grunnlífeyri sinn og hefur nú engan lífeyri frá almannatryggingum. Tekjur 5210 eldri borgara frá almannatryggingum lækkuðu við þetta. Mér er til efs, að þessi ráðstöfun standist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Mikill fjöldi eldri borgara fær nú ekki krónu frá almannatryggingum en hefur þó borgað til þeirra allan sinn starfsferil. Þegar almannatryggingar voru stofnaðar var tekið skýrt fram af stjórnvöldum, að þær ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar og efnahags. Eftir breytingu þá, sem Árni Páll Árnason ráðherra gerði 1. júlí 2009, eru almannatryggingar fyrir ákveðin hóp fólks en ekki fyrir alla. Þetta gengur þvert á upphaflegt markmið almannatrygginga. Sem dæmi um það hvernig þetta hittir vissan hóp fyrir má nefna, að þegar 50 þús. króna eingreiðsla var ákveðin fyrir launþega og bótaþega almannatrygginga í nýgerðum kjarasamningum var ákveðið að þeir, sem hefðu ekki grunnlífeyri fengju ekki heldur þessa eingreiðslu. Fyrst er þessi hópur strikaður út úr kerfi almannatrygginga og síðan er hann sviptur kjarabótum, sem samið er um, að launþegar og lífeyrisþegar eigi að fá. 1. júlí 2009 var tekjutryggingin einnig skert beint, þar eð skerðingarhlutfall hennar var hækkað úr 38, 35% í 45%. Við þetta lækkuðu tekjur 18. 940 eldri borgara.

Tímabært vegna betra ástands

Ástand ríkisfjármála hefur nú lagast það mikið, að tímabært er að afturkalla kjaraskerðinguna frá 2009. Ísland er nú á leið upp úr kreppunni, hagvöxtur er byrjaður og verður a. m. k. 2, 5% á þessu ári. Þess vegna á tímabundin kjaraskerðing eldri borgara frá 2009 ekki lengur rétt á sér. Það verður að afturkalla hana strax.


Evrópuár aldraðra 2012 Unnar Stefánsson Evrópusambandið hefur ákveðið að tileinka árið 2012 öldruðum og kalla það Evrópuár aldraðra. Í aðildarríkjum þess eru hvarvetna til landssamtök aldraðra sem standa að undirbúningi ársins, hver í sínu landi. Undirbúningur ársins er m.a. fólginn í því að velja þau málefni sem setja skuli á oddinn á árinu í kröfugerð félagasamtaka aldraðra gagnvart ríkjum og sveitar- og héraðsstjórn­ Um þessar mundir er á vettvangi landssamtaka aldraðra um. Í flestum Evrópuríkjum virðast efst á baugi sömu mál í Evrópuríkjunum kynntur Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna og verið hafa á dagskrá hér á landi. Þau málefni eru einkum um réttarstöðu aldraðra sem talinn er mjög mikilvægur. misrétti eftir aldri, eftirlaun og samræming á eftirlaunaaldri, Lögð er áhersla á að í honum sé virtur sjálfsákvörðunarréttfátækt og félagsleg einangrun aldraðra, símenntun, betri sátt ur aldraðra að því er snertir hvar og hvernig hver aldraður milli kynslóðanna, langvarandi umönnun og ofbeldi gegn einstaklingur vill verja ævidögum sínum. öldruðum. Velferðarráðuneytið hefur fullan hug á að taka þátt í Mikill hugur er hjá samtökunum að nýta árið vel til að Evrópuárinu 2012 og er að kanna í hverju sú þátttaka yrði koma á framfæri þeim málefnum sem helst geti komið fólgin og óskar eftir samstarfi og hugmyndum um það. öldruðum að notum. Meðal verkefna sem ástæða þykir til Þá hefur verið rætt í framkvæmdastjórn Landssambands að leggja áherslu á eru að aldraðir taki virkan þátt á vinnu- eldri borgara hvernig árið yrði best nýtt til framgangs þeim markaðnum, að aldraðir búi við þau launakjör að þeim þyki málefnum aldraðra hér á landi sem sambandið telur mestu fýsilegt að starfa sem lengst, að aldraðir séu almennt virkir skipta. í samfélaginu með þátttöku í frjálsum félagasamtökum, sjálfboðastarfi og í umönnun, að stuðla að virkni aldraðra á heimili með áherslu á að þeir haldi heilsu og sjálfræði, að stuðla að því að kynslóðirnar starfi saman með virðingu hver fyrir annarri og brúi þannig bilið á milli þeirra. Í vinnslu er svokallaður vegvísir sem ætlunin er að kynna hinn 8. nóvember stjórnum Evrópusamtaka aldraðra og Evrópuþinginu. Fyrir þann tíma gefst aðildarfélögum samtakanna kostur á að koma með tillögur að breytingum á því uppkasti sem þegar liggur fyrir svo og athugasemdum og áhersluatriðum. Helstu áhersluatriðin sem fram hafa komið hjá undirbúningshópum sem hafa unnið að samningu þessa vegvísis eru símenntun sem stuðli m.a. að því að aldraðir séu gjaldgengir á vinnumarkaðnum, framlag aldraðra á vinnumarkaðnum, traust fagmenntun þeirra, hæfni og geta til að Sælustund er gjöf sem gleður. Hótel Örk er fyrsta flokks hótel leiðbeina hinum yngri á hverjum vinnustað, samaðeins 45 km frá Reykjavík þar sem nágrennið býður upp á tök á vinnumarkaði og vinnuaðstæður, sveigjanendurnærandi upplifun eins og golf, gönguferðir og margt fleira. leiki á vinnustað og aðlögun á vinnuaðstæðum Innifalinn er þriggja rétta kvöldverður, gisting að því sem hentar öldruðum. Sveigjanleg starfsog morgunverðarhlaðborð. lok. Önnur kjörorð ársins eru þau að lífeyrir sé Verð fyrir tvo er 24.900 kr. það ríflegur að hann sé viðunandi fyrir alla, eitt samfélag fyrir alla, líka innflytjendur, tillitssemi aldraðra við hina yngri, samstaða aldurshópanna. Meðal þeirra meginþátta sem áhersla er lögð á er sjálfræði aldraðra, það er áherslan á að virða beri sjálfsákvörðunarrétt aldraðra, lagasetning sem banni misrétti vegna aldurs, ofbeldi gegn öldruðum sem viðgengst meira á einkaheimilum Breiðumörk 1c / 810 Hveragerði / Iceland Sími 483 4700 / Tölvupóstur info@hotel-ork.is / www.hotelork.is en á stofnunum og loks ofnotkun lyfja. 25


Lífið á Ísafirði fyrr og nú Halldór Hermannsson Fyrsti íbúinn á Skutulsfjarðareyri, þar sem nú stendur Ísafjarðarbær, var reyndar langalangafi minn, Halldór Jónsson snikkari. Hann var sá eini af íbúunum, sem ekki tilheyrði heimilisfólki prestsins, eða dönskum verslunum, sem þar voru fyrir á staðnum. Halldóri var útmæld lóð fyrir íbúðarhús í Norðurtanganum sumarið 1831. Bjó hann þar ásamt konu sinni og fjórum sonum og lifði af handverki sínu. Með búsetu hans hófst myndun þéttbýlis á Eyrinni. Veruleg fólksfjölgun varð ekki fyrr en kom fram á síðari hluta aldarinnar, sú fólksfjölgun skapaðist af vaxandi gengi þilskipaútgerðarinnar og í kjölfar hennar leitaði margt aðkomufólk, jafnvel úr fjarlægum sýslum á staðinn. Iðnaðarmönnum fjölgaði ört þegar þéttbýli myndaðist á eyrinni. Árin 1888 til 1900 voru íbúar orðnir tæplega 1.000, sem bjuggu aðallega í litlum timburhúsum, frekar ófullbúnum húsakosti. Atvinnulífið byggðist á útgerð, fiskverkun, verslun og ýmsum störfum þar að lútandi. Hinn 1. júni 1888 bundust iðnaðarmenn samtökum og stofnuðu „Iðnaðarmannafélg Ísfirðinga“. Stofnendur voru alls 11, þ.á m. Guðmundur Guðmundsson skipasmiður, sem hafði bátasmíðaverkstæði sitt að Fjarðarstræti 21. Hjá honum lærðu sonur hans Ágúst og Valdimar Haraldsson (sem var sonur Haraldar, skyttu langafa míns), en að loknu námi setti Valdimar upp bátasmíðaverkstæði, að Tangagötu 30. Smíðuðu þeir Guðmundur og Valdimar fjölda báta og unnu við breytingar á eldri bátum, þegar vélaöldin gekk í garð 1902. Þegar vél var sett í sexæringinn Stanley að tilhlutan Árna Gíslasonar reyndist það vera mesta breyting í útgerðarsögu Íslands. Guðmundur var tengdafaðir J.H. Jessens, sem stofnsetti fyrsta vélaverkstæðið hér á 26

landi í byrjun aldarinnar. J.H. Jessen, danskur maður hafði því forgöngu um að vélvæða íslenska fiskiskipaflotann. Kreppan skall á landsmönnum upp úr 1930 og stóð til 1936 en áhrifa hennar gætti enn verulega 1938, þá var fátækt á Ísafirði og kröpp kjör. Bæjarbúar voru þá nálægt 2.500, sem nær allir bjuggu á eyrinni, þá voru húsin þéttsetin. Iðnaðarmenn voru þá hér um 150. Meirihluti bæjarbúa hafði lifibrauð sitt af fiskveiðum og fiskverkun á landi. Upp úr 1940 vænkaðist hagur Ísfirðinga verulega, sem og annarra landsmanna. Aukin síldveiði og vaxandi útflutningur á fiski átti sinn þátt í því. Árið 1945 dró svo að mestu úr síldveiði og hafði það veruleg áhrif til hins verra á alla afkomu bæjarins. Sú niðursveifla stóð allt fram á sjötta áratuginn, en þá fór aftur að rétta úr kútnum, með vaxandi rækjuveiði og togaraútgerð og síðar með vaxandi línuútgerð á stærri bátum. Á áttunda áratugnum hófst síðan blómleg skuttogaraútgerð, sem stóð fram yfir aldamótin 2000. En þá fór aftur að syrta í álinn; á einhvern hátt þoldi atvinnulíf bæjarins ekki þá fiskveiðistjórnun, sem framkvæmd var af stjórnvöldum landsins upp úr 1990, þegar hið svokallaða frjálsa framsal á fiskveiðiheimildum var lögleitt. Jafnframt lagðist rækjuveiði og vinnsla hennar í landi af, að mestu leyti. Síðastliðinn áratug hefur hagur Ísafjarðarbæjar farið versnandi, með hverju árinu sem líður. Þó að fáa hefði grunað það áður fyrr, þá má segja það,


Þín gögn, rafræn skjöl Bráðabirgðaútreikningur Tekjuáætlun Skuldir og samningar Fyrirspurnir og ábendingar Útnefning umboðsmanns

Það er auðvelt og öruggt að tengjast Á vef Tryggingastofnunar tr.is, er smellt á þessa mynd að aukning ferðamanna, þó aðallega erlendis frá, hefur verið ljósasti punkturinn í bæjarlífinu. Nú verðum við bara að vona að til uppsveiflu dragi enn á ný, eins og á árum áður, fyrir þennan bæ. Það kemur í ljós. Ég vil geta þess að árið 1996 voru sex sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum sameinuð. Megin sveitarfélögin eru Ísafjörður, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Samanlagður íbúafjöldi þessara byggðalaga er um 3.800 manns, þau voru meðal fyrstu byggðarlaga, sem tóku áskorun ríkisvaldsins um sameiningu.

Ég vil svo biðja afsökunar á því hve þetta sögulega verkefni mitt er rýrt í roðinu, því að þarna eru margir sögulegir atburðir og merkilegt fólk látið liggja í láginni. Þar sem ég hef verið formaður félags eldri borgara á Ísafirði um nokkurra ára skeið, vil ég aðeins víkja nokkrum orðum að þeim félagsskap, sem var stofnaður 6. nóvember 1994 og nær yfir Ísafjörð, Súðavík, Suðureyri, Þingeyri og Dýrafjörð, félagafjöldi er nú orðinn 316 manns. Flest árin höfðum við fundaraðstöðu í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju. Árin 2009 og 2010 tókst okkur að hanna

félagsheimili, sem er í kjallara í suðurenda Dvalarheimilisins Hlífar, og er þar allgóð aðstaða, sem samkomustaður. Höfum við nefn staðinn NAUST. Vetrarstarfið hjá FEB á Ísafirði hófst í októberbyrjun. Árið 2009 komum við okkur upp góðum púttvelli, sem er í grennd við félagsheimilið NAUST. Á sumrin er hann félagsmönnum og öðrum áhugasömum um golfíþróttina verulegur ánægjustaður og í september sl. fóru tvö lið frá okkur til keppni í Íslandsmótinu í pútti, sem Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra hélt á púttvellinum við Gullsmára í Kópavogi.

Við innskráningu þarf kennitölu og veflykil ríkisskattstjóra eða rafræn skilríki á debetkortum frá bönkunum. Veflykill skattsins er sá sami og notaður er við framtalsgerð.

Mínar síður: Fljótlegt, einfalt og öruggt. Aðstoð veitir starfsfólk Tryggingastofnunar og umboða • Símar: 560 4460 eða 800 6044 • Netsamtal á www.tr.is • Tölvupóstur á tr@tr.is • Heimsókn í þjónustumiðstöð eða umboð um land allt. Aðstoð veittArnardóttir alla virka daga frá kl. 10:00 til 15:30. Ástaer Júlía

Vönduð tekjuáætlun, réttari greiðslur Lífeyrisþegar geta skoðað og lagað tillögu Tryggingastofnunar að tekjuáætlun 2012 í nóvember og fram til 12. desember í ár með því að fara á „Mínar síður“ á www.tr.is Mikilvægt er að lífeyrisþegar leiðrétti tekjuáætlunina ef þörf er á. Það er einfalt og þægilegt að skoða og breyta tekjuáætlun á „Mínum síðum“. Nota þarf veflykil RSK við innskráningu. Ef veflykill hefur glatast er hægt að nálgast nýjan veflykil á næstu skattstofu eða fá hann samstundis í heimabanka. Ef það hentar geta lífeyrisþegar veitt öðrum

umboð til þess að sinna sínum málum á „Mínum síðum“. Umboðið til þess er veitt á „Mínum síðum“. Hægt er að fá tekjuáætlunina senda heim á pappír ef þess er óskað með því að hafa samband við þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar eða umboð um land allt. Tekjuáætlun er forsenda greiðslna Tryggingastofnunar og það er á ábyrgð lífeyrisþega að hún sé vönduð. Rétt tekjuáætlun kemur í veg fyrir óþægindi sem skapast þegar lífeyrisþegar fá ekki réttar greiðslur.

Starfsfólk þjónustumiðstöðvar Trygginga­ stofnunar og umboða um land allt veita fúslega ráðgjöf og aðstoð við gerð tekjuáætlunar. Í janúar fá lífeyrisþegar senda greiðsluáætlun fyrir árið 2012 sem tekur mið af þeirri tekjuáætlun sem liggur fyrir. Starfsfólk Tryggingastofnunar og umboða hennar um land allt minnir lífeyrisþega á að geyma seðlana, því mánaðarlegir seðlar koma ekki í pósti. Þá er hins vegar hægt að nálgast á „Mínum síðum“ á tr.is.

27


VÍSNASAMTÍNINGUR Helgi Seljan Það fást æðimargir við vísnagerð, þó ekki fari alltaf hátt. Ég tíni hér til nokkrar sem ég rakst á. Þær eru bæði eftir liðna höfunda sem lifandi. Látin eru: Bragi Björnsson, Ingibjörg Þorgeirsdóttir, Jón Sigurðsson, Vilhjálmur S. V. Vilhjálmsson og Þórey Jónsdóttir. En fyrst þetta eins og þeir segja hjá Spaugstofunni: Um sjálfan mig setti ég saman á söngvöku eftir að hafa tognað illa á fæti: Hvorki dugar dans né skokk, dasaður er „kallinn“. Tognaður í teygjusokk töltir brókarlallinn. Og þegar fregnaðist um þann kínverska sem vildi kaupa Grímsstaði: Á Grímsstöðum nú gaman er, ég gjarnan hlakka mikið til, í golf er Nubo geysast fer í gaddi og norðanhríðarbyl. Sigurður Jónsson tannlæknir og píanóleikari söngvökunnar í Reykjavík á þessa limru, sem nefnist: „Náttúruskoðarinn“ Ef gangandi um fjöruna fer ég, fátt sé ég markvert, það sver ég. Veit ekkert um þara, en það sýnir bara, að þvílíkur þöngulhaus er ég. Um barnauppeldi yrkir Sigurður svo: Munum, ef börnin brúka í bernsku við okkur kjaft, að málið læra þau af því, að það er fyrir þeim haft. Um rétt og rangt yrkir Sigurður: Rétt er að gefa börnum brauð að brytja handa öndunum. Rangt er að þykjast eiga auð með ekkert fé í höndunum. Einar Sigfússon í Skálateigi í Norðfirði yrkir gjarnan um atburði og tilefni: Ástin linar allar þrautir, oft þótt tini höndin sár. Milli vina byggir brautir og brúar hinar dýpstu ár. 28

Til afkomanda 2009 yrkir Einar: Gleðin frá sér geislum slær, gömlum léttast sporin. Óskasnúður afa kær er í heiminn borinn. Svo er hér heilræði frá Einari: Hart er í harmi og vosi, heimurinn sagnafár. Byrjaðu daginn með brosi, ber ég mín heillaráð. Guðjón E. Jónsson kennari frá Hólmum í Reyðarfirði, nú í Hafnarfirði, orti til félaga síns sem kom með bólgið nef og blátt auga, en hálka var mikil: Fullur kappinn féll að velli. Fallið olli hörðum skelli. Fellir ölið fullan drelli. Falls er von á hörðu svelli. Guðjón stríddi vini sínum hestaprangaranum svo: Þegar lygin leikur dans í lygakjafti prangarans standast fáir færni hans í fortölum og elegans. Og síðan er afmælisvísa Guðjóns til sjötugs piparsveins sem miklaðist af kvenhylli sinni: Þá var mestur þokki og glans þessa frækna kvennamanns, þegar hann steig við stúlkur dans, er stöðugt þráðu atlot hans. Ólafur Einarsson kennari við Melaskólann áður orti til haustsins: Upp til fjalla fönnin hvít féll á hjalla og núpinn. Fjöllin „valla“ fegri lít færð í mjallarhjúpinn. Og Ólafur er bjartsýnn maður: Nú er mikið volað og vílt og virðist flest til baga. En fátt er svo með öllu illt, að ekki megi laga. Og svo í tilefni fréttar um að hundur réðst á konu og beit hana í fótinn og skemmdi föt hennar:

Það blæddi er hann beit þig í jarkann, svo bölvuð og illvíg var harkan. Hann krafsaði og beit í kjól það kolbrjálaða fól. Því beistu ei hundinn á barkann? Ingibjörg Þorgeirsdóttir kennari frá Höllustöðum í Reykhólasveit á næstu vísur, en um veðurfar sagði hún: Skúrahettu skýin prjóna, skyggir lit í dalsins trafi. Einhvers staðar lægðir lóna langt suður í Grænlandshafi. Og svo glaðnar yfir: Vona minna vaknar hyr, vegi nýja finnur, þegar glóey gegnum dyr geislaþræði spinnur. En svo á hún þessa vísu: Sjaldan út á sólskinsmið siglt er ljóðafleyi, yfir mér liggur andleysið eins og torf á heyi. Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson leigubílstjóri átti oft leik við ljóðagyðjuna Hér orti hann í glettni en alvöru samt: Í veraldarvolki og nepju veltist ég eins og steinn. Oftast nær upp í móti í ósjóa þungu róti, þótt skelk mér í bringu skjóti, er skárra að velta‘ ekki einn. Svo hugsaði Vilhjálmur til baka eins og fleiri: Þótt fenni yfir farin spor og flest það liðna gleymist. Æskufagurt yndisvor innst í hjarta geymist. Og svo segir Vilhjálmur: Mér varð á… Taflsins öðrum kænni kann kúnstir hér á landi. Mér varð á að máta hann, manninn ósigrandi!


Fjárfestu í sjóði Þú greiðir ekki fjármagnstekjuskatt fyrr en við sölu eigna í sjóði

50% afsláttur af söluþóknun sjóða til 16. desember 2011 Hagkvæm og fagleg eignastýring Úrval ríkistryggðra sjóða

Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is

Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is


Jón Sigurðsson, Rjóðri á Djúpavogi, orti einnig mikið og nokkur dæmi hér: Um þig breiðist ekkert húm, öllu verstu fári. Gefi þér eitthvað gott í rúm guð á þessu ári.

Og svo þessi yndislega afmælisvísa eftir ókunnan höfund:

Mjög er illa að ýmsu hlúð oft í veðri svölu eru menn með opna búð en ekki neitt til sölu. Þórey Jónsdóttir frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal, sem bjó á Akranesi, orti svo 14 ára gömul: Blikar himinn blár og tær, birtu jörðu gefur. Töfraskin sem tunglið ljær tinda vafið hefur.

Sannleikanum sýnist tregt að sigra í öfugstreymi. Enda er orðið leiðinlegt að lifa í þessum heimi. Lifnar flestra ljóðaþrá, leyst úr vetrarböndum, þegar svanir suðri frá svífa á vængjum þöndum. Bragi Björnsson frá Surtsstöðum í Jökulsárhlíð orti á sinni tíð: Lindin faðmi lækjar vefst, lækinn ána dreymir, úthafinu áin gefst, eilíf hringrás streymir.

En ég lýk þessari samantekt á Olgu Guðrúnu Árnadóttur skáldi sem í bókinni Lífið sjálft fyrir SÍBS yrkir svo en þetta heitir einfaldlega: Vísa:

Manstu er svo heitið á næstu vísum: Lifir enn í gömlum glóðum, gengnu sporin fyrnast eigi. Hugur er á horfnum slóðum, hjartans meining engum segi.

Það vex hér inn á heiðinni ein veðruð jurt sem vindar hafa ekki getað slitið burt.

Manstu vorsins mildu óma? Manstu þegar tvö við undum? Manstu haustsins mánaljóma? Manstu brot af okkar fundum?

Og þó að gráan hélustilk hún hneigi í svörð hnarreist aftur rís hún er þiðnar jörð.

Þó að nísti blöðin hennar bitur nál ber hún lit að nýju um sumarmál.

Það sem henni yljar best er auglit þitt heiðin þar sem hefst hún við er hugskot mitt.

Og svo ein af léttara taginu hjá Þóreyju í annríki við síldarfrystingu: Hamast ég í hinu og öðru, hér má engan tíma missa. Sárt er að hafa ei selskapsblöðru svo ég þurfi ekki að pissa.

Þeim sem auðnast ekki að sjá æviéljum linna verður lífið vonlaus þrá vökudrauma sinna.

Áttatíu árin þín eru full af striti, og þú gerðir, elskan mín, aldrei neitt af viti.

Með þessum undurfögru hendingum Olgu Guðrúnar er gott að ganga inn í hvaða árstíð sem er. Megi lesendur vel njóta.

Mundu mig SagaMemo inniheldur virk efni úr ætihvönn og blágresi. SagaMemo er fyrir þá sem vilja viðhalda góðu minni.

SagaMemo

SagaMemo fyrir gott minni!

www.sagamedica.is

Fáanlegt í lyfja- og heilsuvöruverslunum og völdum stórmörkuðum

30


KROSSGÁTA Lausnarorðið felst í númeruðum reitum í gátunni. Dregið verður úr réttum lausnum. Sendið lausnir til skrifstofu LEB fyrir 15. janúar 2012. LEB, Langholtsvegur 111, 104 Rvík. Vistir Yndi Svipur Næg Veisla Samhlj.

Samþ. Berg-­‐ Geð Öslaði Fjar-­‐ málið Bogi Fornt hygli Orka Lyktin Vangá Góð Kerald Bar Tölur

2

Ötula Lið-­‐ veisla Andi Storð Harðmeti

8

Fæðir Nota

5

Trjóna Læti Kropp Sálma-­‐ Virðir Suddi Ánægja Fótur söngs-­‐ Efi Ögn Milda Elskar bók Ekki 7 viss Einstakt Krydd Rot Á fæti

Töf Ylja

Ota Stallur 9 Eldsn. Enn Húsa-­‐ sund Pípa

11

Snót Kvað Tölur Sök Afrás

Velta Sk.st.

3

Núna Hlífa Spil

Sýll Í hendi Reim Skatta Vær Áhald Mánuð-­‐ 1 ur Venju

Grjót 55

6

Ljómar Hátíðin Reykur

Svik Heiður-­‐ inn Slæm Ekki Tangi Tenging Étandi Félagi

Eldur Þegar

4

Örn Þáttur Duft Hljóp Úrræði

Óreiða Kusk Títt Sund

Sk.st. Ras Demba

1

2

10 Hita-­‐ tæki

3

4

5

6

7

8

9

10

11

31


Nýmæli hjá Reykjavíkurfélaginu Lesnar Íslendingasögur og efnt til ferða á söguslóðir þeirra Unnar Stefánsson Helsta nýmælið í starfi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hin síðari misserin hefur verið námskeiðahald í Íslendingasögunum. Fyrirmyndin að slíkum námskeiðum eru námskeið sem Jón Böðvarsson sagnfræðingur hafði haldið um árabil hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Leiðsögumaður á námskeiðunum hjá félagi okkar hefur verið Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræðingur og hann fer ekki leynt með að Jón Böðvarsson sé fyrirmynd hans og lærifaðir í fræðunum. Tryggvi vitnar reyndar oft í Jón Böðvarsson en gerir að auki grein fyrir þeim kenningum sem uppi hafa verið á síðari tímum um höfunda Íslendingasagnanna og færir rök með og móti þeim hugmyndum sem einstakir fræðimenn leikir og lærðir hafa haldið á lofti. Af þeim hafa spunnist fjörugar umræður því að margir hafa haft sitthvað fram að færa í þeim efnum.

þeirra. Færeyskur leiðsögumaður fylgdi hópnum og fylgdi honum ekki aðeins á söguslóðir Færeyinga sögu heldur einnig um það helsta sem fyrir augu ber í Færeyjum, s.s. minnisvarða um Þránd í Götu og Norræna húsið, litið inn á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Færeyja og sögð merkileg saga altaristöflu í Kvívík og tengsl hennar við altaristöflu í Prestbakkakirkju á Síðu.

botni Sognsfjarðar. Á þessum slóðum eru helstu náttúruperlur Noregs á vesturströndinni og í fjörðunum. Tryggvi Sigurbjarnarson verður leiðsögumaður og fararstjóri, en heimamenn annast leiðsögn um Bergen og Stavanger. Þótt fimmtíu manns hafi tekið þátt í námskeiðinu um Egils sögu er ekki víst að þeir allir hafi tök á að fara til Noregs

Egils saga og Noregsferð

í júní. Þess vegna hefur félagið ákveðið að gefa þeim öðrum sem þess óska kost á að slást í hópinn og taka þátt í ferðinni. Nánari upplýsingar um ferðina eru á heimasíðu Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni www.feb.is; á skrifstofu FEB, sími 588 2111, netfang feb@feb.is og hjá Tryggva Sigurbjarnarsyni í síma 588 8953 eða 897 5458. Netfang hans er tryggvi@eldhorn.is

Kjalnesinga saga

Fyrsta sagan sem tekin var fyrir var Kjalnesinga saga haustið 2010. Var hún samlesin á mörgum fundum á haustdögum og í framhaldi af því var farið í vettvangsskoðun upp á Kjalarnes og áð á helstu sögustöðunum, og kom á daginn að margur þátttakandinn á námskeiðinu hafði aldrei komið á þær söguslóðir þótt þær væru rétt við bæjardyr Reykvíkinga. Á fimmta tug manna tók þátt í þessari yfirferð.

Færeyinga saga og heimsókn til Færeyja

Í annan stað var ráðist í að lesa Færeyinga sögu á ofanverðum síðasta vetri og í framhaldi af því hélt nokkur hluti hópsins eða 27 manns í heimsókn til Færeyja, þar sem skoðaðir voru þeir staðir þar sem viðburðir sögunnar höfðu átt sér stað. Við undirbúning heimsóknarinnar var haft samband við forustumenn Landssambands eldri borgara í Færeyjum og Félags eldri borgara í Þórshöfn og tóku þeir vel á móti hópnum sem átti ánægjulega kvöldstund í boði 32

Þriðja sagan sem lesin hefur verið er Egils saga. Hún hefur verið lesin í tíu skipti og eins og áður var efnt til kynnisferðar á söguslóðir Egils sögu í Borgarfirði og á Mýrum. Egils saga gerist að talsverðum hluta í Noregi og nú er fyrirhugað að efna til átta daga ferðar á söguslóðir hennar þar dagana 15.-22. júní. Komið verður að Hafursfirði þar sem Haraldur hárfagri háði sína mestu og síðustu sjóorustu, skoðuð dómkirkja frá 12. öld, sú elsta í Noregi, ekið út í eyjuna Herðlu þar sem Egill reisti níðstöngina. Loks verður komið í Hrífudal, en þaðan kom Ingólfur Arnarson. Auk sögustaðanna gefst tækifæri til að litast um í bæjunum Bergen og Stavanger. Tvo síðustu dagana verður dvalið í

Eyrbyggja næst

Á ofanverðum þessum vetri verður efnt til námskeiðs í Eyrbyggja sögu og sagan yfirfarin með sama hætti og á hinum námskeiðunum, hún rædd í þaula og á myndvarpa skoðuð kennileiti sem koma við sögu.


Betri heilsa og bætt líðan með ferskum engiferdrykk

Virk efni í engifer ásamt reynslusögum viðskiptavina okkar hafa sýnt að engiferdrykkurinn aada getur ha; góð áhrif á... •  Mel@nguna •  Bólgur •  Gigt •  Orkuna •  Mígreni/höfuðverk •  Magavandamál •  Flensu og hálsbólgu •  Ris@lvandamál • Depurð

Nú bjóðum við eldriborgurum 25% afsláF á íslenska verðlaunadrykknum aada frá My Secret. Ég er 69 ára gömul og langar að deila með ykkur reynslu minni af þessum magnaða Engiferdrykk. Ég ákvað að prófa og athuga hvað hann gæ@ gert fyrir mig og sé ekki eBir því. Þessi drykkur hefur gjörbreyG minni líðan. Ég hef þjáðst af slæmri slitgigt, með mikið slit í mjöðmum og hrygg. EBir að hafa drukkið My secret (aada) um Mma fann ég mikinn mun á líðan minni og annað kom líka í ljós; mel@ngin varð betri, svefn og öll líðan breyOst @l hinns betra. ÞeGa hafði þau áhrif að andleg líðan breyOst @l batnaðar, vatnsbúskapur líkamans er stöðugur og svo lengi mæO telja. Svo er hann góður við kvefi, slæmsku í hálsi og hósta. Í dag finnst mér ég öll önnur og gæ@ ekki verið án hans og ekki skemmir hvað hann er góður, rífur í heitur og er mjög svalandi kaldur. ÞeGa er sannkallaður töfradrykkur og allir æGu að prófa. Takk fyrir mig Heiða

Frí heimsending alla miðvikud og föstudaga á stór reykjavíkursvæðinu Pantanir í síma: 527-­‐2777 / 893-­‐2122


Eftirtaldir styrktu gerĂ° Ăžessa blaĂ°s og fĂĄ hĂŠr Ăžakkir fyrir Ă rbĂŚjarapĂłtek

BĂŚndagisting

Hvammur heimili aldraĂ°ra

BifreiĂ°astillingin

Depla matvĂŚlamarkaĂ°ur

HĂśfĂ°i hjĂşkrunar- og dvalarheimili

HraunbĂŚ 115, ReykjavĂ­k s. 567 4200 SmiĂ°juvegi 40d, KĂłpavogi s.557 6400

BlaĂ°amannafĂŠlag Ă?slands SĂ­Ă°umĂşla 23, ReykjavĂ­k s. 553 9155

BlikkrĂĄs

Ă“seyri 16, Akureyri s. 462 7770

BĂłkasafn Vestmannaeyja SafnhĂşsiĂ°, Vestmannaeyjar s. 488 2040

Efstadal 2, Selfossi s. 486 1186 KolaportiĂ°, ReykjavĂ­k s. 697 3172

DMM lausnir

IĂ°avĂśllum 9b, ReykjanesbĂŚ s. 420 6200

GarĂ°abĂŚr

GarĂ°atorgi 7, GarĂ°abĂŚr s. 525 8500

GuĂ°mundur JĂłnasson ehf BorgatĂşni 34, ReykjavĂ­k s. 511 1515

LeiĂ°arlĂ­nur fyrir merki FIT

MinjasafniĂ° MĂĄnĂĄrbakki 641 HĂşsavĂ­k s. 464 1957

 Â? Â?Â? Â?   ­­­Â€ €

34

Valholtsvegi 15, 640 HĂşsavĂ­k s. 464 0700

SĂłlmundarhĂśfĂ°a, Akranesi s. 433 4300

VerkalýðsfÊlagið Hlíf

ReykjavĂ­kurvegi 64, HafnarfirĂ°i s. 510 0800

VR

Kringlunni 7, ReykjavĂ­k s. 510 1700



H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 1 1 2 0 0 1

Fyrir þig, hjartað mitt

Hjartamagnýl – Dýrmæt forvörn Notkun og skömmtun: Hjartamagnýl inniheldur 75 mg af asetýlsalisýlsýru sem hefur segavarnandi áhrif. Lyfið er fyrirbyggjandi gegn blóðtappamyndun, minnkar líkur á blóðþurrðareinkennum frá heila og slagi. Lyfið er einnig fyrirbyggjandi hjá sjúklingum með hjartaöng og hjartadrep. Skammtastærðir fyrir fullorðna: 75-150 mg daglega. Lyfið er ekki ætlað börnum. Sérstök varnarorð: Áður en langtímameðferð vegna sjúkdóma í hjarta eða æðakerfi eða heilaæðum hefst, ætti sjúklingurinn að ráðfæra sig við lækninn sinn sem getur leiðbeint varðandi áhættu og ávinning af meðferðinni. Börn sem meðhöndluð eru með asetýlsalisýlsýru eiga á hættu að fá Reyes heilkenni. Reyes heilkenni er sjúkdómur sem kemur örsjaldan fram, hefur áhrif á heila og lifur og getur verið banvænn. Af þessum ástæðum skal ekki gefa börnum asetýlsalisýlsýru, nema skv. ráðleggingum læknis, t.d. við Kawasaki sjúkdómi. Forðast ætti langtímameðferð aldraðra með asetýlsalisýlsýru vegna aukinnar hættu á eitrunaráhrifum í meltingarvegi. Gæta skal varúðar við notkun asetýlsalisýlsýru hjá sjúklingum ef um er ræða: ofnæmissjúkdóma, blóðleysi, astma, hjartabilun, ofþornun, glúkósa-6-fosfat dehýdrógenasa skort, þvagsýrugigt, skerta lifrarstarfsemi, skerta nýrnastarfsemi, rauða úlfa eða aðra sjúkdóma í stoðkerfi, skjaldvakaeitrun og skurðaðgerðir. Notkun asetýlsalisýlsýru skal hætt nokkrum dögum fyrir áætlaða skurðaðgerð (þ.m.t. tannúrdrátt). Meðganga og brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð. Konur sem eru eða vilja verða barnshafandi skulu ekki taka Hjartamagnýl án samráðs við lækni. Lyfið berst í brjóstamjólk. Nota má lyfið í samráði við lækni. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Febrúar 2011


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.