Listin ad lifa vetur 2014

Page 1

ISTIN LAÐ LIFA VETUR

le

b.

is

2014

Meðal efnis:

Stjórnendur þurfa að meta eldra starfsfólk að verðleikum - 4 Forvarnir með hjálp fjölvirkra náttúruefna - 13 Lífeyrissjóðakerfið er sterkt - gegnumstreymiskerfi óhugsandi - 8 Sigrún Magnúsdóttir alþingismaður ræðir um þingstörfin og eldri borgara - 26 Nýsköpun og tækni í félagsþjónustu - 28


Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga


Meðal efnis Stjórnendur meti eldra starfsfólk að verðleikum.................................. 4 Hefja á uppbyggingu nýs Landspítala strax ... 6 Íslenska lífeyrissjóðakerfið er sterkt ............... 8 FÁÍA vill fá fleiri til liðs við félagið...............10 Auknar álögur á aldraða og sjúklinga........... 12 Forvarnir með hjálp fjölvirkra náttúruefna................................... 13 Mikil lífsgæði að sjá vel án gleraugna........... 15 Fræðsluhornið...............................................16 Heyrnarskerðing á efri árum..........................18 Hvernig er best að taka út séreignarsparnað?...................................... 20 Haustfundur samstarfsnefndar eldri borgara á Norðurlöndunum NSK........ 22 Námskeið um minnisglöp ........................... 23 Krossgáta....................................................... 24 Vísnaskrínið.................................................. 25 Vinnubrögðin betri og umræðan opnari..... 26 Húsbílafélagið og eldri borgarar....................27 Ný tækifæri til aukinna lífsgæða................... 28

Útgáfustjórn: Grétar Snær Hjartarson, gretar@heima.is, Bryndís Steinþórsdóttir, bryndisst@internet.is, Þrúður Kristjánsdóttir, thrudkri@simnet.is, Haukur Ingibergsson, 8haukur8@gmail.com, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir jvalgerdur@gmail.com. Ritstjóri: Jóhannes Bjarni Guðmundsson, lal@dot.is Forsíðumynd: Eldgos í Holuhrauni, ljósmynd: Anton Hugi Kjartansson. Auglýsingar: Sökkólfur ehf., lal@dot.is Umbrot & útlit: Sökkólfur ehf., kjartan@dot.is Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja. Útgefandi: Landssamband eldri borgara, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, leb@leb.is

Varnarbarátta er framundan Samkvæmt lista Global Age Watch yfir þau lönd þar sem best er að verða gamall þá er Ísland í sjöunda sæti. Fyrstu tvö sætin verma Noregur og Svíþjóð, sem kemur ekki á óvart. Ísland er reyndar í þriðja sæti þegar kemur að fjárhagslegu öryggi eldri borgara, en þarna er í heildina verið að meta hina ýmsu þætti sem skapa sameiginlega það sæti sem hver þjóð lendir í. Ef skoðað er hvar við erum hvað varðar aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu erum við í 8. sæti. Allt er þetta tiltölulega ánægjuleg staða þar sem hér er um allt að 100 lönd að ræða sem metin eru á þessum lista. Við sem tilheyrum þessum hópi vitum þó að svona meðaltal segir ekki alla söguna. Fólk lifir ekki á meðaltali. Það skiptir hvern og einn máli hvernig hans aðstæður eru. Eldri borgarar eru afar margbreytilegur hópur fólks á stóru aldursbili. Nú í október var í Helsinki haldinn fundur í stjórn hinnar norrænu samstarfsnefndar eldri borgara á Norðurlöndunum, sem við í Landssambandinu erum aðilar að. Í skýrslum fulltrúanna og umræðum komu víða fram áhyggjur af niðurskurði sem bitnar á kjörum lífeyrisþega. Alls staðar er verið að tala um hækkun á lífeyristökualdri og fjölgun í hópi eldri borgara. Hart er sótt að grunnlífeyrinum, sem allir hafa átt rétt á óháð öðrum tekjum. Það er einnig að gerast hér á landi. Í vinnu nefndar um endurskoðun almannatrygginga höfum við í Landssambandi eldri borgara lagt áherslu á óskertan grunnlífeyri. Hvers vegna er LEB að berjast fyrir óskertum grunnlífeyri fyrir alla lífeyrisþega óháð lífeyrissjóðstekjum? Sá réttur var tekinn af okkur með einhliða lagasetningu 1. júlí 2009, en okkur tókst að ná þeim rétti til baka á árinu 2013. Nú eigum við aftur í vök að verjast þegar rætt er um sameiningu bótaflokka almannatrygginga. Það sem margir gera sér ekki grein fyrir er að þarna er um „prinsip“ mál að ræða. Um grunnlífeyri fyrir alla óháð lífeyrissjóðstekjum, var samið milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar fyrir áratugum þegar lífeyrissjóðakerfinu var komið á. Það var liður í því að tryggja samstöðu þjóðarinnar fyrir hinu nýja lífeyriskerfi. Það tryggði samheldni og ákveðna samtryggingu allra. Þar skyldi eitt yfir alla ganga. Ef á að kasta fyrir borð öllum fyrri loforðum í lífeyrismálum þá er hætta á að samstaðan rofni. Þá fer hver að skara eld að eigin köku og samhjálpin bíður skaða af. Þá erum við ekki lengur þjóðfélag samhjálpar og samstöðu. Er ekki einmitt þörf á að treysta grunnstoðirnar? Hverjir voru það sem byggðu upp það þjóðfélag sem við eigum í dag? Byggðu upp samgöngur, vegi, hafnir, skóla, mannsæmandi íbúðir. Byggðu upp framtíðina fyrir sitt unga fólk, sem í dag getur valið sér framtíðarverkefni eftir sínu áhugasviði. Það gátum við ekki sem lögðum hart að okkur til að framfleyta fjölskyldunni upp úr miðri 20 öldinni. Þetta eru lífeyrisþegar dagsins í dag og þeir eiga skilið að vel sé að þeim búið, en ekki leitað allra leiða til að skera niður það litla sem samfélagið lætur þeim í té. Með ósk um gleðileg jól og aukna farsæld á komandi ári. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB.

3


Ný rannsókn um hvað hvetur eldra fólk í starfi:

Stjórnendur meti eldra starfsfólk að verðleikum Samkvæmt þeim staðalímyndum sem dregnar eru upp af eldra fólki vinnur það hægar, á erfiðara með breytingar og hefur minni áhuga á námi en þeir sem yngri eru. Jóna Valborg Árnadóttir, sem nýlega lauk meistaranámi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, segir fordóma í garð eldra fólks ekki eiga rétt á sér. „Þessi staðlaða mynd þarf að breytast,“ segir hún. „Viðmælendur mínir voru sammála um að færni þeirra í starfi hefði aukist með árunum, meðal annars færni til ákvarðanatöku og færni í mannlegum samskiptum. Þá búa þeir yfir gríðarlegri þekkingu sem aðrir leita í, bæði samstarfsfólk og viðskiptavinir, og tengslanetið þeirra er sterkt. Tveir af átta viðmælendum mínum höfðu lokið eða voru í þann mund að ljúka meistaranámi samhliða starfi.“ Þetta segir Jóna Valborg Árnadóttir um meistararitgerð sína sem fjallar um miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði. Ritgerðin nefnist Glatað fé eða fundið? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að vinnuumhverfið og sú hvatning sem ræður ríkjum þar hefur úrslitaáhrif á frammistöðu eldri starfsmanna. „Stjórnendur gegna þar lykilhlutverki, en það er í þeirra höndum að taka stjórnina og skapa umhverfi þar sem miðaldra og eldra starfsfólk er virkt og afkastamikið,“ bætir Jóna Valborg við. Aldurstengdri stjórnun starfsmannamála hefur verið lítill sem enginn gaumur gefinn fram til þessa. Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að hægt sé að auka starfsánægju og ná meiri hagræðingu í rekstri og mannauðsmálum stórra fyrirtækja með því að beina sjónum sérstaklega að hópi miðaldra og eldri starfsmanna. Í aldurstengdri stjórnun er unnið út frá því að starfsmenn á aldrinum 50 ára og eldri búi yfir lykilþekkingu og mikilli yfirsýn sem geri þá verðmæta. Fyrirtæki ættu þar af leiðandi að leggja kapp á að halda sem lengst í þessa starfsmenn og tryggja að sú þekking sem þeir búa yfir glatist ekki þegar þeir láta af störfum. Markmið rannsóknar Jónu Valborgar var að auka þekkingu og skilning á þessum verðmæta starfsmannahópi, 50 ára og eldri. Sömuleiðis að setja fram tillögur sem nýtast mega sem verkfæri í aldurstengdri stjórn starfsmannamála, þar sem tekið er mið af þörfum þessa hóps. Jóna Valborg segist hafa lagt upp 4

Jóna Valborg Árnadóttir, MS í mannauðsstjórnun. með að kanna viðhorf starfsfólksins sjálfs, hvernig það upplifir sig í starfi og vinnuumhverfi sitt, til að komast að því hvað hvetur það áfram og stuðlar að starfsánægju þess. Rætt var við átta einstaklinga á aldrinum 50 til 63 ára, þrjá karla og fimm konur. Þetta eru ólíkir einstaklingar með mislangan starfsaldur á sínum vinnustað og ólíka menntun. „Einn þessara starfsmanna hafði sem dæmi aðeins verið eitt ár hjá sínum vinnuveitanda. Hann hafði ákveðið að skipta um starf eftir að hafa verið „plataður“ í viðtal á ráðningarstofu. Ein meginástæðan fyrir því að hann ákvað að stökkva til var sú að hann var ekki nógu ánægður á sínum gamla vinnustað. Jóna Valborg segir sögu hans vera áminningu til stjórnenda því hún sýnir að eldra fólk er vel samkeppnishæft. „Stjórnendur mega ekki taka því sem gefnu að eldra fólki bjóðist ekki ný tækifæri eða að það hafi ekki áhuga á að breyta til.“ Að hennar sögn er það þó almennt reynsla fólks sem þarf að leita sér að nýrri vinnu þegar það er komið yfir miðjan aldur að það geti verið erfiðara en áður. Draga má þá ályktun að þær stöðluðu myndir sem uppi eru um miðaldra og eldra fólk í dag, jafnt í vinnuumhverfinu sem annars staðar, hefti framgang þeirra í starfi og leiði til mismununar. Kom það nokkuð sterkt í ljós í rannsókn Jónu Valborgar að þau skilaboð sem umhverfið sendir

viðmælendum á ekki endilega upp á pallborðið hjá þeim sjálfum. Myndin sem dregin er upp er brengluð. Hún passar ekki við þeirra eigin hugmyndir um þá sjálfa og jafnaldra þeirra. Einn viðmælandi rannsóknarinnar segir: „Ég sótti um eitt starf sem mér fannst bara vera búið til fyrir mig, en ég fékk ekki einu sinni séns á viðtali og þá einmitt fór ég að hugsa þetta mikið. Og ég á svona kunningja í Capacent og Hagvangi og þeir segja bara að þegar þú ert orðin 55…6..7 ára þá er það næstum ómögulegt.“ Á öðrum stað segir sami viðmælandi: „Það er ekkert mál að senda fólk 55 … 60 ára í dag á námskeið. Það er bara kjaftæði að við getum það ekki.“ Og á öðrum stað segir hann.: „…mér finnst það alveg náttúrulega fáránlegt að maður skuli þurfa að vera bara fimmtíu ára og maður er kannski úti á atvinnumarkaðinum til sjötugs og þú verður bara…þú getur ekki hreyft þig í 20 ár. Mér finnst þetta náttúrulega ömurlegt.“ Annar viðmælandi nefnir að eldri starfsmenn njóti oft ekki sama sveigjanleika og þeir yngri. Ungt fólk njóti oftar skilnings stjórnenda þegar það þarf að sinna veikum börnum og fá frí vegna sumarleyfa og starfsdaga í leikskólum. Jóna Valborg segir að eldra fólk hafi líka þörf fyrir sveigjanleika í starfi, ekkert síður en ungt fólk. Það sé ein af forsendunum fyrir því að eldra fólk sé ánægt í starfi. Fleiri þættir komi einnig til eins og það að fá að upplifa að vera í félagslegu umhverfi og í tengslum við aðra. Jóna Valborg hefur fengið afar jákvæð viðbrögð við meistararitgerð sinni og hafa mörg fyrirtæki þegar sýnt efni hennar áhuga og viljað kynna sér það betur. „Þetta segir mér að þörfin er til staðar, stjórnendur vilji beina sjónum sínum í meira mæli að eldri starfsmönnum og leiti nú leiða til þess.“ segir Jóna Valborg. Hún hvetur til áframhaldandi umræðna og nýrra viðhorfa gagnvart miðaldra og eldra fólki. Tækifærið er núna!


La-z-boy – líklega besta sæti í heimi!

«

«

Mest seldi hægindastóll í heiMi

«

Hinn eini sanni! LA-Z-BOY er hágæða vörumerki, þar sem þægindi, notagildi og ending fara saman. Upplifðu hvíld á nýjan hátt og færðu þægindi inn á þitt heimili með LA-Z-BOY. LA-Z-BOY er eini stóllinn í heiminum sem hefur 18 mismunandi hægindastillingar. LA-Z-BOY er skrásett vörumerki og fæst eingöngu í Húsgagnahöllinni.

– fyrir lifandi heimili –


Ályktun Kjaramálanefndar LEB frá 25. september 2014:

Hefja á uppbyggingu nýs Landspítala strax – hafna því að matur og lyf eigi að hækka

Stjórn LEB á fundi: F.v. Jón Kr. Óskarsson fyrsti varamaður, Haukur Ingibergsson varaformaður og framkvæmdastjóri, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður, Anna Lúthersdóttir ritari og Eyjólfur Eysteinsson gjaldkeri. Kjaramálanefnd LEB fjallaði í september síðastliðnum um nýtt frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár og áhrif þeirra á stöðu eldri borgara. Fyrst ber að nefna aðför að matarverði sem þar er lögð til. Það er algjör bjartsýni að mótvægisaðgerðir muni skila sér. Fyrir því er margra áratuga reynsla sem gleymist ekki. Því hafnar Kjaranefnd LEB allri umræðu um að hækka matarskattinn frá 7% í 12% og síðar 14% eins og einn ráðherrann tilkynnti í eldhúsdagsumræðum. Aðrar hækkanir sem boðaðar hafa verið eru hækkanir á lyfjum og því greiðsluþaki sem þar er. Því er alfarið hafnað ekki síst þar sem á Íslandi er hæsti virðisaukaskattur á lyf sem finnst í samanburðarlöndum. Víða annars staðar er enginn virðisaukaskattur á lyf eða þá mjög lágur. Í fjárlagafrumvarpinu er ekki að finna neinar úrbætur fyrir fólk sem er eingöngu á bótum frá Tryggingastofnun, en þar hefur orðið gliðnun árum saman og nú á þessu ári um nokkur prósent. Hækkun bóta um næstu áramót nær ekki að vinna á þessari þróun þannig að fólk sem er á lægstu bótunum er almennt illa statt fjárhagslega.

Eldra fólk vill búa við öryggi eins og allir aðrir. Í okkar velferðarsamfélagi hefur öryggi fólks verið skert. Kjaramálanefnd LEB.

Eschenbach stækkunargler Margar gerðir

15% afsláttur

Öryggi skert með fjársvelti:

Langvarandi umræða um Landspítalann og hvort eigi að byggja eða fresta er orðin gatslitin. Umræðan um að aldraðir teppi svo og svo mörg rúm eða fylli ganga er ómakleg þar sem hvert þjóðfélag er upplýst um að öldruðum fjölgar og lífaldur lengist og því fylgja innlagnir á sjúkrahús. Umræðan sem líka fjallar um sífellt neyðarástand hefur slæm heilsufarsleg áhrif á eldri borgara og er mál að linni. Kostnaður við að gera út hverja nefndina á fætur annarri og breytingar á teikningum og deiliskipulagi kostar orðið tugi milljóna. Þeim peningum hefði verið betur varið í alvöru þarfagreiningu í upphafi. Því skorum við á stjórnvöld að vinna hratt að uppbyggingu nýs sjúkrahúss. 6

Viteyes augnvítamín Inntaka Viteyes í ákveðnum skömmtum hjálpar þeim sem eru með ellihrörnun í augnbotnum.

15% afsláttur

Gleraugu frá kr. 11.124,Margskipt gleraugu frá kr. 22.124,-

Eyesland . Gleraugnaverslun . Glæsibæ, 5. hæð . www.eyesland.is


HÓPFERÐIR

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 70888 10/14

GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í GÓÐRA VINA HÓPI

Árshátíð, stórafmæli eða vinaferð? Njótið þess að ferðast saman og vera til. Icelandair býður hópferðir til fjölmargra áfangastaða austan hafs og vestan. Allar ferðir eru sniðnar að þörfum fólks í góðra vina hópi* og hrista hópinn vel saman.

+ Nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 eða á hopar@icelandair.is * Hópur miðast við að 10 eða fleiri ferðist saman.

Hafið samband við hópadeild Icelandair Skipuleggið ferðina tímanlega. Við getum séð um að bóka flug, hótel, rútur, skoðunarferðir og veislur. Leitið tilboða með því að fylla út fyrirspurnarformið á icelandair.is/hopar


Íslenska lífeyrissjóðakerfið er sterkt Lífeyrissjóðir greiða 2/3 af öllum lífeyri, en almannatryggingar 1/3 Gunnar Baldvinsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða telur brýnt að hlúa vel að starfsumhverfi lífeyrissjóðanna til að þeir geti sem best sinnt hlutverki sínu að greiða lífeyri. Blaðið hitti Gunnar og spurði hann nokkurra spurninga um málefni lífeyrissjóðanna. Hversu stór hluti alls ellilífeyris er greiddur af ríkinu og hversu stór hluti er á vegum lífeyrissjóðanna? Er þessi mynd að breytast? „Árið 2013 greiddu lífeyrissjóðir samtals 66 milljarða í eftirlaunagreiðslur og almannatryggingar 33 milljarða.

Gunnar Baldvinsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða

Við núverandi aðstæður er óhugsandi að hverfa frá núverandi kerfi og taka upp gegnumstreymiskerfi. Almannatryggingar greiddu lengst af stærsta hluta eftirlauna landsmanna en frá árinu 2004 hafa lífeyrissjóðirnir tekið við þessu hlutverki. Búast má við að vægi lífeyrissjóðanna í eftirlaunagreiðslum aukist enn frekar á næstu árum, bæði með auknum fjölda lífeyrisþega en eins vegna þess að á næstu árum fara kynslóðir á eftirlaun sem hafa greitt alla ævina í lífeyrissjóð.“ Þeir sem nú eru að njóta greiðslna úr lífeyrissjóðum þurfa að þola skerðingar á greiðslum frá Tryggingastofnun vegna annarra tekna. Er það ekki til þess fallið að draga úr hvatningu fólks til að legga í lífeyrissjóð? „Ég get tekið undir það að tekjutengingar lífeyrisgreiðsla almannatrygginga eru of miklar. Það verður hins vegar að setja hlutina í samhengi og líta til hlutverks almannatrygginga sem er að tryggja að allir lífeyrisþegar hafi lágmarksframfærslu. Ef við leggðum ekki fyrir í lífeyrissjóði er líklegt að lágmarkslífeyrir væri lægri fjárhæð en er í dag þar sem lífeyrisgreiðslur eru fjármagnaðar með sköttum hverju sinni.“ Sú kynslóð sem nú nýtur ellilífeyris hefur mátt þola miklar skerðingar á lífeyri, bæði hjá almennum lífeyrissjóðum og hjá Tryggingastofnun á árunum eftir bankahrun. Hvernig eru horfurnar núna? „Lífeyrisgreiðslur hjá almennu lífeyrissjóðunum eða þeim sjóðum sem starfa án ábyrgðar launagreiðenda hafa vissulega lækkað eftir efnahagshrunið 8

2008 en það verður að hafa í huga að árin á undan höfðu lífeyrisgreiðslur hækkað. Ef litið er á lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóða frá árinu 1997 hafa lífeyrisgreiðslur sjóðanna hækkað nokkurn

veginn í takt við verðlag þrátt fyrir vaxandi greiðslubyrði vegna lengri meðalævi. Ég tel að horfurnar fyrir sjóðina í heild séu góðar til skamms tíma en um síðustu áramót voru heildareignir 2% lægri en skuldbindingar sem telst jafnvægi miðað við skilgreiningar í lögum. Meiri óvissa er um horfur til langs tíma vegna gjaldeyrishafta. „ Lífaldur er að hækka, hvernig þurfa lífeyrissjóðirnir að mæta þeirri staðreynd? „Á síðustu áratugum hefur meðalævi landsmanna lengst og er gert ráð fyrir því að þessi þróun haldi áfram. Þessi þróun er auðvitað mjög jákvæð en hefur áhrif á lífeyrissjóðina. Þar sem sjóðirnir greiða lífeyri til æviloka aukast skuldbindingar sjóðanna með lengri meðalævi. Hægt er að bregðast við þessari þróun með hækkun iðgjalda, hækkun lífeyrisaldurs eða með því að greiða lægri lífeyri á mánuði en í lengri tíma. Mér finnst líklegt að farin verði


blönduð leið með hærri iðgjöldum og hærri lífeyrisaldri. Ef lífeyrisaldur verður hækkaður má búast við að breytingunni verði dreift yfir nokkurn tíma þannig að þeir sem fara á lífeyri á næstu árum verða ekki fyrir miklum breytingum.“ Telurðu að það verði mikil breyting á lífeyrissjóðakerfinu á næstu árum. Stundum er rætt um að hverfa frá núverandi kerfi og taka upp gegnumstreymiskerfi? „Íslenska lífeyriskerfið er sterkt og þjóðin er betur í stakk búin en flestar aðrar til að mæta breyttri aldurssamsetningu með vaxandi fjölda lífeyrisþega. Nýleg mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að Íslendingum á aldrinum 67 ára og eldri muni fjölga úr 36 þúsund árið 2013 í 98 þúsund árið 2060 eða um 173%. Við þessar aðstæður er óhugsandi að hverfa frá núverandi kerfi og taka upp gegnumstreymiskerfi. Mun brýnna að hlúa vel að starfsumhverfi lífeyrissjóðanna þannig að þeir geti sem best staðið undir hlutverki sínu að greiða lífeyri.“ Hvaða afleiðingar hefur breytt aldursamsetning þjóðarinnar á þjóðfélagið til framtíðar? „Augljóslega mun fjöldi einstaklinga

á eftirlaunum aukast. Lífeyrissjóðirnir, sem byggja á sjóðsöfnun, eru undir það búnir og á næstu árum munu lífeyrisgreiðslur þeirra aukast um leið og lífeyrisþegum fjölgar. Ekki er við því að búast að lífeyrisgreiðslur almannatrygginga aukist að sama skapi. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að fjárhagsstaða ríkissjóðs leyfi það en auk þess má búast við að útgjöld ríkissjóðs vegna heilbrigðismála hækki á næstu áratugum þegar fjölgar í

elstu þjóðfélagshópunum eða þeim aldurshópum sem þurfa mesta þjónustu. Fyrir einstaklinga sem eru á vinnualdri þýða þessar breytingar að þeir þurfa að treysta á sjálfa sig og sýna fyrirhyggju ef þeir vilja tryggja sér eftirlaun í takt við laun á starfsævinni. Lífeyrissjóðir munu greiða grunn eftirlauna en hver og einn verður því að gera ráðstafanir til að bæta við eftirlaunin til að forðast tekjutap eftir að vinnu lýkur.“

Rúmlega fimmtungur nýtir heimaþjónustu Árið 2013 nutu 8.387 heimili félagslegrar heimaþjónustu. Rúmlega fjögur af hverjum fimm þessara heimila voru heimili aldraðra eða 6.893 (82,2%) og hafði þeim fjölgað um 93 (1,4%) frá árinu 2012. Á þessum heimilum aldraðra bjuggu 8.655 einstaklingur og jafngildir það 20,2% landsmanna 65 ára og eldri. Í Reykjavík naut tæplega fjórðungur (23,7%) 65 ára og eldri félagslegrar heimaþjónustu. Meðalfjöldi vinnustunda við heimaþjónustu á heimili árið 2013 var 112 (2,4 stundir á viku) og hafði þeim fækkað um tvær frá árinu á undan. Um 38% vinnustunda voru eingöngu við þrif, en í öðrum tilvikum var einnig um persónulega þjónustu að ræða. Heimild: www.hagstofa.is

Augnheilbrigði

NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM!

Nýjar umbúðir

Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land.

www.provision.is

Eldri umbúðir

Fæst í öllum helstu apótekum um allt land.

9


Bjóða íþróttanámskeið fyrir FEB um allt land

FÁÍA vill fá fleiri til liðs við félagið Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA hefur þegar haldið námskeið á 50 stöðum víðs vegar um landið. Á vegum félagsins eru fjölmargir fastir liðir ár hvert eins og íþrótta- og leikdagur á öskudaginn, Íslandsmót í Boccía fyrir 60 ára og eldri og púttmót fyrir 60 ára og eldri. FÁÍA var stofnað árið 1985 að danskri fyrirmynd, en Danir settu þetta verkefni af stað til að koma til móts við vaxandi þörf fyrir hreyfingu eldra fólks. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, Guðrún Nielsen og Elísabet Hannesdóttir íþróttakennarar heilluðust af hugmyndinni og stofnuðu félagið FÁÍA ásamt fleiri áhugasömum um sama málefni. Félagið starfar sem regnhlífasamtök og hefur haldið námskeið í margvíslegum úti- og inniíþróttum, leikfimi, dansi, sundleikfimi og leikjum fyrir leiðbeinendur sem starfa við félagsmiðstöðvar og í félögum eldri borgara. Þannig hefur félagið stuðlað að aukinni fjölbreytni í æfingavali fyrir þennan aldurshóp, þeim til gagns og gleði. Afmælisrit og saga félagsins í 25 ár

Stjórn FÁÍA 2014:

Nafn Þórey S. Guðmundsdóttir formaður Hjörtur Þórarinsson varaformaður Flemming Jessen gjaldkeri Ingimundur Ingimundarson ritari Sigurrós Ottósdóttir meðstjórnandi Kolfinna Sigurvinsdóttir meðstjórnandi Anton Bjarnason meðstjórnandi Netfang FÁÍA: faia@umfi.is

sími netfang 6944216 thoreysg@hi.is 8930722 lourimi15@simnet.is 8681008 flemmingj@simnet.is 8981851 ingiming@mmedia.is 8960653 rosao@simnet.is 8938949 kolfinnasig@gmail.com 8636847 toni2@simnet.is

Frá íþróttadegi FÁÍA sem orðinn er fastur liður í starfi félagsins á hverju ári. voru send til formanna allra félaga eldri borgara vorið 2013.

10

FÁÍA þætti mikill ávinningur að fá fleiri til liðs við þessa starfsemi sem félagsmenn og stuðningsaðila, því verkefnin eru mikið að aukast. Árgjaldið er kr. 2.000 að viðbættu seðilgjaldi.

Markmið okkar „Aldrei of seint“, er að efla og styrkja velferð manna. En starfsemi okkar ljóst bæði og leynt, er leiðsögn um áhrif íþróttanna.

Höf: Hjörtur Þórarinsson


Kynning

Mikil lífsgæði að sjá vel án gleraugna Stefán B. Stefánsson er einn fjölmargra sem farið hefur í augasteinsaðgerð og hann segir það algjörlega hafa breytt öllu til hins betra. Hann fékk það sem kallað er fjölfókuslinsur sem hjálpa honum að sjá vel, bæði langt frá sér og það sem er nálægt. Þessir fjölfókusaugasteinar sem settir eru í staðinn fyrir venjulega gerviaugasteina lagfæra bæði fjarsýni og nærsýni. „Þetta er alveg yndislegt, alveg svakalegur munur,“ segir Stefán. „Það var nú eiginlega tilviljun að ég fylgdi konunni í augnskoðun í Sjónlag í Glæsibæ síðastliðið vor. Þá kom í ljós ský á augasteini hjá mér og frekar döpur sjón. Það þurfti að skipta um augasteinana og maður hefði þurft að nota gleraugu áfram Stefán B á heimili sínu í Kópavogi þar sem hann getur nú notið útsýnisins við lestur. Hinn valkosturinn var að fá fjöl- gleraugnalaus eftir augnaðgerð í Sjónlagi. fókusaugasteina, sem ég gerði,“ segir Stefán. Sjúklingar sem fá hefðbundna gerviaugasteina fá yfirleitt góða sjón, sérstaklega til að sjá frá sér, en slíkir gerviaugasteinar eru með fókus á einni fjarlægð. Flestir þurfa þó að nota gleraugu til að sjá vel nálægt sér eins og við lestur.
Stöðugt eru í þróun nýjar tegundir gerviaugasteina sem eiga það sameiginlegt að gera einstaklinga minna háða gleraugum, sem eru svokallaðir fjölfókus gerviaugasteinar. Rannsóknir sýna að um það bil 8 af hverjum 9 sjúklingum sem fá þessar tegundir gerviaugasteina þurfa aldrei að nota gleraugu. Þessir gerviaugasteinar eru því spennandi valkostur við hefðbundna gerviaugasteina fyrir þá sem eru með ský á augsteini og vilja geta séð sem mest án gleraugna eftir augasteinsaðgerð. Þeir eru ekki síður spennandi kostur fyrir þá sem eru þreyttir á gleraugunum og vilja geta séð bæði nálægt sér og frá sér gleraugnalaust. Stefán segist í raun ekki hafa gert sér grein fyrir hvað sjónin hafi verið orðin léleg fyrr en eftir aðgerðina. Þetta muni gríðarlega miklu núna í öllum daglegum störfum. „Ég lenti í hjartaaðgerð fyrir fjórum árum og eftir það var jafnvægið ekki eins gott, en læknar sögðu að það tengdist heilanum. Mér finnst jafnvægið hafa batnað núna eftir að sjónin lagaðist, enda virkar þetta allt saman“, segir Stefán og hlær. „Svo verður maður bara meira sjálfbjarga að öllu leyti. Ég er 86 ára og konan mín 83 ára. Við sjáum algjörlega um okkur sjálf og það eru mikil lífsgæði að hafa heilsu til þess. Góð sjón skiptir þar miklu máli“, segir Stefán. Sjón hans fór að hraka strax um þrítugsaldur enda sjóndepra í ættinni. Hann var alltaf með tvískipt gleraugu eftir að slíkt bauðst. „Svo virðist sjóninni hafa hætt að hraka svona um sextugt, en svo hafa byrjað smám saman aftur,“ segir Stefán um leið og hann dáist að fögru útsýninu að heiman frá sér – án gleraugna.

11


Auknar álögur á aldraða og sjúklinga Nú höfum við fengið að líta augum fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015. Það flytur engan gleðiboðskap fyrir eldri borgara. Hækkun virðisaukaskatts á matvæli vegur engan veginn upp á móti lækkun almennra vörugjalda þó þau séu góðra gjalda verð. Að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7% sem samið var um í kjarasamningum á sínum tíma, í 12% er forkastanleg aðgerð. Það kemur að sjálfsögðu mest við þá sem lægst hafa laun eða lífeyri. Það er ekki marktækur rökstuðningur að halda því fram að allir eyði sama hlutfalli af ráðstöfunartekjum í matarinnkaup og þar af leiðandi sé þetta ekki árás á lágtekjufólk. Því verðum við að vona að það takist í meðförum þingsins að fella þessa ákvörðun út úr fjárlögunum. Þó að lækkun í efra þrepi virðisaukaskatts úr 24,5% í 24% sé tilraun til að lækka verðlag og lækka söluverð ýmissa heimilistækja, þá vegur það ekki á móti þeirri hækkun matarskatts sem hér er stefnt að. Auk þess sem allir þurfa að borða daglega, en ekki að kaupa sér heimilistæki nema á nokkurra ára fresti. Varla er gert ráð fyrir því að hækkun barnabóta komi öldruðum til góða! Ef mótvægisaðgerðir eiga að nýtast þeim sem hafa lágar tekjur væri vænlegra að hækka persónuafsláttinn.

Greinarhöfundur á góðri stund með sonardóttur sinni, Söru Margréti Jóhannesdóttur. aukaskatt eða í lægra þrepinu. Það kom vel fram í grein sem Jakob Falur Garðarsson skrifaði í Morgunblaðið og einnig Jón Kr. Óskarsson formaður FEB í Hafnarfirði. Landssamband eldri borgara hefur ítrekað óskað eftir lækkun virðisaukaskatts á lyf.

Hiti og rafmagn

Þá mun þessi fyrirhugaða breyting á virðisaukaskatti hækka verulega kostnað heimila fyrir hita og rafmagn.

PERSÓNULEG JÓLAKORT ÞÍN MYND OG ÞINN TEXTI

AUÐVELT AÐ PANTA Á JOLA.IS

12

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, og formaður Krabbameinsfélags Breiðfirðinga.

15% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM PÖNTUNUM TIL ELDRI BORGARA

Afsláttarkóði: listinadlifa2014 (afslátturinn reiknast þegar gengið er frá pöntun í körfu)

30

Heilbrigðiskerfið

Í fyrra kom út skýrsla hjá Krabbameinsfélagi Íslands þar sem farið var yfir það hve hlutur almennings í heilbrigisþjónustu hefur verið að aukast á Íslandi. Kostnaðurinn er nú með því hæsta sem gerist í löndum sem við berum okkur saman við. Almennt má segja að kostnaður almennings í heilbrigðiskerfinu sé kominn að þolmörkum eins og staðan er núna. Það er því algjörlega á skjön við allt sem fram kom í þessari skýrslu að bæta í þennan kostnað með því að sjúklingar greiði fyrir S-merkt lyf. Eldri borgarar og öryrkjar munu gjalda þess verulega, því þetta er sá hópur sem einna mest notar heilbrigðiskerfið og er einn stærsti kaupandi lyfja . Auk þess eru lyf flokkuð í hæsta virðisaukaþrep hér á landi, en t.d. í mörgum öðrum löndum eru lyf ýmist með engan virðis-

Verst mun það koma niður á þeim sem búa á landsbyggðinni og búa við dýrari hitunar- og rafmagnskostnað en á höfuðborgarsvæðinu. Hækkun á hvert heimili á ári er á bilinu 3.300- 8.600 kr. Nóg er nú samt þegar dæmi eru um að rafmagn og hiti í dreifbýli kosti á heimili 303.000 kr. á ári. Niðurgreiðslur til húshitunar til þeirra sem búa á köldum svæðum er í frumvarpinu nánast sama krónutala og á þessu ári og tekur því ekki einu sinni verðlagsbreytingum þrátt fyrir yfirlýsingar um jöfnun orkuverðs. Þeir 40 milljarðar sem fjármálráðherra fullyrðir að verði nú eftir hjá heimilum landsins með skattabreytingunum, munu ekki bæta hag þeirra sem mest þurfa á því að halda. Þvert á móti taka þeir á sig auknar byrðar.

GERÐIR Í BOÐI

Ellimóður

Ellimóður er með lausnina!

Setjum gamla fólkið í fangelsi og afbrotamenn á elliheimili

Þá fengi gamla fólkið aðgang að baði, tölvu, sjónvarpi, líkamsrækt og gönguferðum. Allt starfsfólk talaði íslensku við það og enginn stæli frá þeim. Þeir sem vildu gætu stundað nám, smá vinnu eða dútlað við föndur og gamla fólkið fengi líka greitt í stað þess að þurfa að borga háan hluta af ellilífeyrinum sínum. Bubbi Morthens og Ari Eldjárn kæmu svo til að skemmta á aðfangadag. Afbrotamenn fengju þá kaldan mat, engan pening, væru aleinir, starfsfólkið talaði allt að 10 ólík tungumál og enga íslensku. Þeir þyrftu að slökkva ljósin kl. 20 og fengju að fara í bað einu sinni í viku. Félagar úr Harmonikkufélagi Reykjavíkur svo kæmu til að skemmta þeim á sjómannadaginn. Eiga ellilífeyrisþegar kannski eitthvað betra skilið?


Forvarnir með hjálp fjölvirkra náttúruefna Fjölvirk náttúruefni eru efni sem er m.a. að finna í ýmsum lækningajurtum, grænmeti og kryddjurtum. Þessi fjölvirku náttúruefni geta virkað á mörg ensím og efnaferla í frumum líkamans og haft jákvæð eða jafnvel neikvæð áhrif á starfsemi þeirra. Í þessari grein verður einkum fjallað um notkun fjölvirkra náttúruefna úr lækningajurtum til að styrkja forvarnir gegn sjúkdómum sem erfitt er að glíma við svo sem krabbameinum, æðakölkun og heilabilun. Túrmerik og ætihvönn eru dæmi um slíkar uppsprettur fjölvirkra náttúruefna en hér verður einkum fjallað um efni úr túrmerik. Hafa menn farið ýmsar leiðir í leit að leiðum til að fyrirbyggja sjúkdóma og jafnvel lækna þá þegar hefðbundnar lyfjameðferðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Stundum hefur leitin skilað þeim árangri sem að var stefnt. Læknar eru tregir til að mæla með óhefðbundnum meðferðum og vilja eðlilega bíða eftir klínískum rannsóknum á gagnsemi slíkra meðferða. Klínískar rannsóknir taka oft langan tíma og eru verulega kostnaðarsamar. Margar óhefðbundnar meðferðir byggjast á notkun náttúruefna. Áhugi lyfjafyrirtækja er yfirleitt lítill á náttúruefnum ef ekki er unnt að taka einkaleyfi á virku náttúruefnunum en lyfjaiðnaðurinn á upphaf sitt að rekja til notkunar á náttúruefnum úr lækningajurtum. Eitt af þeim efnum sem mikið er rannsakað um þessar mundir er curcumin sem er í turmerik en það er einkum notað í kryddblönduna karrý. Túrmerik er unnið úr rótinni á Curcuma longa og er notað við matreiðslu og til lækninga í Suðaustur Asíu, Kína og Indlandi. Kryddjurtir hafa verið notaðar til að styrkja forvarnir í baráttu við ýmsa sjúkdóma. Virka efnið í turmerik er curcumin og nokkur áþekk curcumin efni. Frásog eða upptaka curcumins í blóðið gengur hægt og curcumin brotnar einnig hratt niður í líkamanum og gefur því minni virkni en við var búist. Með því að nota samtímis svartan pipar þá dregur piperine sem kemur úr piparnum úr niðurbrotinu á curcumin og margfaldar frásog eða

sem eru í ætihvannafræjum og þá í jurtaveiginni Angelicu sem framleidd er úr þessum fræjum. Einnig eru til staðar efni í hvannalaufi (SagaPro) sem hindrar vöxt á krabbameinsæxlum.

Curcumin og æðakölkun

Sigmundur Guðbjarnason, Prófessor emeritus. upptöku á curcumin og gerir það miklu virkara. Rannsóknir sýna að curcumin og piperine eru skaðlaus efni sem virka gegn bólgum og ýmsum bólgutengdum sjúkdómum svo sem krabbameinum, heilabilun, æðakölkun o.fl. Sýnt hefur verið í fjölda klínískra rannsókna að turmerik og pipar eru örugg til neyslu enda hafa þau verið notuð um aldir sem krydd við matseld.

Curcumin og krabbamein

Curcumin hefur margvísleg áhrif á myndun og vöxt krabbameina. Curcumin getur hindrað myndun á krabbameinsfrumum úr normal frumum og getur einnig hindrað fjölgun á krabbameinsfrumum (heimild 1). Curcumin stuðlar að því að gölluðum frumum og þar með krabbameinsfrumum verði eytt, en það nefnist sjálfstýrður frumudauði. Curcumin hindrar einnig nýæðamyndun en þegar krabbameins­ æxli vex þarf það að mynda nýjar æðar til að flytja næringu til æxlisins. Ef það tekst að hindra myndun á nýjum æðum í æxlinu þá getur það ekki vaxið og verður æxlið þá bara smá baun (heimild 1). Það er athyglisvert að áhrif curcumins sem er í túrmerik eru mjög svipuð og áhrif fúranókúmarin efna

Árið 2012 birtist yfirlitsgrein frá háskóla í Montreal í Kanada um áhrif curcumins á hjarta- og æðasjúkdóma (heimild 2), á æðakölkun, ofstækkun hjarta (cardiac hypertrophy), háan blóðþrýsting o.fl. Æðakölkun er lýst sem sjúkdómi sem byrjar með þrálátum bólgum og aukinni oxun eða þránun í æðaþeli og æðaveggjum. Framvinda sjúkdómsins innifelur aukna samloðun á blóðflögum, oxun eða þránun fituefna og myndun á æðakölkun sem þrengir æðarnar og getur dregið úr blóðflæði þegar mikið liggur við. Rannsóknir hafa sýnt að curcumin getur dregið úr þeim breytingum sem leiða til æðakölkunar, getur verndað gegn bólgum, dregið úr sjúklegri oxun á kólesteróli og hindrað samloðun á blóðflögum og á þann máta dregið úr æðakölkun. Hjartastækkun er aðlögun að auknu álagi á hjartað sem verður oft hjá íþróttamönnum en einnig hjá mönnum sem hafa fengið kransæðastíflu. Stækka þá starfhæfar hjartavöðvafrumur og þá einnig hjartað. Þessi stækkun hjartans hjá íþróttamönnum gengur til baka að verulegum hluta þegar þeir hætta keppnisíþróttum. Hjartastækkun eftir kransæðastíflu og skemmd á hjartavöðva getur hins vegar haldið áfram og leitt til hjartabilunar. Rannsóknir sýna að curcumin getur stöðvað slíka hjartastækkun og dregið úr hættu á hjartabilun (heimild 2). Vert er að geta þess að samskonar áhrif er að finna í ýmsum fúranókúmarín efnum sem eru í hvannafræjum (og í Angelicu).

Curcumin og heilabilun

Alzheimers sjúkdómur var skilgreindur 1907 af þýskum lækni, dr. Alois Alzheimer. Tölfræðin sýnir að um 10% einstaklinga eldri en 65 ára og um 50% þeirra sem eru eldri en 85 ára hafa Alz13


heimers sjúkdóm með tilheyrandi minnistapi og þverrandi lífsgæðum. Sjúdómurinn tengist lífsstíl og öðrum þáttum svo sem öldrun, sykursýki, ofþyngd og hjarta- og æðasjúkdómum. Orsök sjúkdómsins er í raun ekki þekkt og engin lækning er við þessum sjúkdómi. Þekktasta kenningin er sú að prótein sem tengjast Alzheimers sjúkdómi hagi sér svipað og prion prótein sem valda kúariðu (mad cow disease), kindariðu og Creutzfeld-Jakob sjúkdómi í mönnum. Hvönn er algeng í íslenskri náttúru. Þessi Alzheimers prótein sem nefnast beta-amyloid peptid og tau prótein taka afbrigðiáhrif fituefna sem hafa einkum meðallegt form og þvinga önnur prótein til langar fitusýrur, svo sem kókoshnetuað gera slíkt hið sama. Þessi prótein olíu (heimild 4), og einnig ketona sem mynda klumpa og skaða taugafrumur myndast við niðurbrot fitu, svo sem og boðsendingar eftir þessum frumum. acetoacetate og beta hydroxy- butyrate. Um miðja síðustu öld fóru vísindaMikill áhugi er á notkun kókosolíu menn á Vesturlöndum að rannsaka við meðferð á Alzheimers sjúkdómi áhrif curcumins á ýmsa sjúkdóma og en þessi olía er fáanleg í matvöruverslþá einnig á meðferð við taugasjúk- unum. Það var læknir að nafni Mary T. dómum, m.a. Alzheimers sjúkdómi, Newport sem meðhöndlaði eiginmann Parkinson sjúkdómi og heilaæxlum (3). sinn með þessari olíu en hann var illa Vísindamenn telja að þessir sjúkdómar haldinn af Alzheimers sjúkdómi (4). eigi það sameiginlegt að bólgur séu Hefðbundnar meðferðir höfðu ekki veigamiklar með auknum skemmdum skilað árangri. Kókosolía inniheldur á kjarnsýrum og próteinum og á fitu- caprylsýru sem er frekar stutt fitusýra efnum af völdum þránunar eða oxunar sem er breytt í keton efni við niðurbrot í heila (3). Telja þeir að gagnsemi curc- sem getur þjónað sem eldsneyti í heilumins við meðferð þessara sjúkdóma anum sem virðist ekki geta notað sykur felist m.a. í margþættum áhrifum á til orkuvinnslu. Eftir nokkra mánuði ýmis boðefni og ensím sem koma við batnaði ástand eiginmannsins verulega sögu. Curcumin er andoxunarefni sem og hæfileiki til tjáningar og minnið dregur úr bólgum og skemmdum á batnaði einnig. Þessi meðferð hefur fituefnum í frumuhimnum af völdum hjálpað mörgum sjúklingum með of mikillar oxunar í heilanum. Curc- heilabilun en ekki öllum enda getur umin dregur úr uppsöfnun á beta-amyloid peptídum sem skaða taugafrumur og boðkerfi í heila o.m.fl. Skert orkuvinnsla í heila Alzheimers sjúklinga getur einnig átt þátt í þessum sjúkdómi. Á síðari árum hefur komið fram sú tilgáta að skert orkuvinnsla úr sykri (glúkósa) í orkuverum heilans eigi þátt í Alzheimers sjúkdómi (sykursýki 3) en að ketónar, sem myndast við niðurbrot fituefna geti þjónað sem orkugjafar í heila í stað sykurs. Hafa menn kannað Túrmerik er unnið úr rótinni á Curcuma longa. 14

verið um að ræða fleiri tegundir af heilabilun. Túrmerik jurtaseyði. Ef þið hafið hug á að prófa túrmerik jurtaseyði (þ.e. túrmerik og pipar ásamt engifer, sem er að finna á kryddhillum matvöruverslana) þá er hér ein ódýr uppskrift: Takið einn líter af eplasafa (eða vatni) og hitið að suðu. Látið tvær teskeiðar af túrmerik dufti og eina teskeið af möluðum svörtum pipar út í vökvann ásamt ca. 2-3 gr. af niðursneiddu afhýddu engifer og hrærið vel. Hitið að suðumarki í 5-10 mín., kælið niður og síið svo í gegnum grisju. Látið síðan jurtaseyðið á glerflösku og drekkið 1 glas á dag í forvarnarskini en 3-4 glös ef hugað er að meðferð við sjúkdómi. Þessi drykkur fær bragð af engifer og bragðast ágætlega. Engin neikvæð áhrif hafa komið fram við neyslu og hafa margir sjúklingar haft mikið gagn af þessu seyði. Hafa sumir krabbameinssjúklingar jafnvel notað þetta seyði samhliða lyfjameðferð en ráðlegt er þá að gera það með vitund læknisins.

Heimildir.

Curcumin: a promising agent targeting cancer stem cells. Zang S, Liu T, Shi J, Qiao L. Anticancer Agents Med Chem. 2014;14(6):787-792. Cardiovascular Protection by Curcumin: Molecular Aspects. GeorgiaKapakos, Victoria Youreva and Ashok K. Srivastava. Ind. J. Biochem. & Biophysics. 2012;49:306-315. Curcumin and its derivatives: their application in neuropharmacology and neuroscience in the 21st centurt. Lee WH, Loo CY, Beawy M, Luk F, Mason RS, Rohanizadeh R. Curr. Neuropharmacol. 2013; 11(4): 338378. Coconut oil dietary guidlines and suggestions. Mary T. Newport, 2009. www.coconutketones.com

Sigmundur Guðbjarnason.


Ólíkar aðstæður karla og kvenna á hjúkrunarheimilum Margvíslegur munur er á högum og aðstæðum karla og kvenna á hjúkrunarheimilum, hvort sem í hlut eiga íbúar eða starfsfólk. Fjárhagslega bera konur að jafnaði minna úr býtum, hvort sem litið er til launa eða lífeyris. Þetta kemur fram í lokaskýrslu velferðarráðuneytisins um kynjaða hagstjórn sem fjallar um hjúkrunarheimili. Í samræmi við þriggja ára áætlun frá árinu 2011 um innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar við fjárlagagerð var öllum ráðuneytum falið að velja sér tiltekinn málaflokk og vinna með hann samkvæmt aðferðafræði kynjaðrar hagstjórnar. Velferðarráðuneytið valdi málefni aldraðra og afmarkaði verkefnið við aldraða á hjúkrunarheimilum. Heildarfjárframlög til hjúkrunarheimila á fjárlögum ársins 2014 eru um 23 milljarðar króna og þar af renna um 18,8 milljarðar til þeirra hjúkrunarheimila sem verkefni ráðuneytisins tekur til.

Í skýrslunni er dreginn fram ýmis lýðfræðilegur kynjamunur en einnig bent á mun sem tengist starfsvali, atvinnuþátttöku og launum kynjanna. Fram kemur að konurnar bera að jafnaði minna úr býtum fjárhagslega en karlarnir og eins benda skýrsluhöfundar á að umönnun aldraðra sem aðstandendur sinna lendi frekar á konum. Því megi því segja að ákveðið misvægi fylgi kynjunum alla tíð, frá upphafi til æviloka. Ýmsar ákvarðanir stjórnvalda geta haft áhrif til þess að draga úr kynjamun, til dæmis hvað varðar eftirlaun og greiðsluþátttöku íbúa á hjúkrunarheimilum. Í skýrslunni eru settar fram tillögur um aðgerðir til að draga úr misrétti í samræmi við niðurstöður verkefnisins. Meðal annars er lagt til að stefna í málefnum aldraðra verði endurskoðuð þannig að kynjasjónarmið verði hluti af henni og að sett verði skilyrði í þjónustusamninga við hjúkrunarheimili um að þau setji sér jafnréttisáætlanir. Heimild: www.vel.is

Listin að lifa Tenerife og Kanarí

Tenerife

Kanarí

Columbus íbúðir

Las Camelias

*

Verð frá 129.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar

*

Verð frá 119.900 kr.

Karl og Svanhildur eru skemmtanastjórar á Kanarí en á Tenerife Hjördís Gísladóttir.

og 12.500 Vildarpunktar

Verð á mann m.v. 2 í íbúð á Las Camelias 5. janúar í 12 nætur

Verð á mann m.v. 2 í íbúð á Las Camelias 5. janúar í 12 nætur

*Verð án Vildarpunkta 139.900 kr. 22 nætur kosta 175.900 kr. / 185.900 kr.

*Verð án Vildarpunkta 129.900 kr. 22 nætur kosta 159.900 kr. / 169.900 kr.

Flogið með Icelandair

Fararstjórar

VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444

15


Fræðsluhornið Bryndís Steinþórsdóttir Ágætu lesendur! Bestu þakkir fyrir ánægjuleg símtöl og efnisöflun í blaðið. Nú sem fyrr eru neytenda- og umhverfismál í brennidepli. Við erum minnt á að lesa vörumerkingar, vörulýsingar og dagsetningar á matvælum sem við kaupum, sérstaklega er bent á upprunaland matvælanna. Ég aflaði mér upplýsinga frá Neytendasamtökunum og staðan er sú að það er skylda að merkja grænmeti þ.m. kartöflur, nautakjöt og hunang með upprunalandi. Frá Matvælastofnun fengust þær upplýsingar að nýjar reglur um merkingu matvæla eru væntanlegar í desember n.k. Fylgjumst vel með því. Í umhverfismálum eru neytendur m.a. hvattir til að minnka notkun plastpoka við innkaup og nota þess í stað innkaupatöskur eða poka úr vistvænum efnum. Að venju hafa margar áhugaverðar uppskriftir borist, einkum fyrir þá sem aðhyllast grænmetisfæði.

María K. mælir með þessari hnetusteik, sem er frá Sollu í Gló.

Hnetusteik 225 g rauðar linsur (ósoðnar) 700 ml vatn (7 dl) 2 hvítlaukar, skornir í bita 2 tsk currypaste eða karrýduft 2 tsk grænmetiskraftur 300 g kasjúhnetur, þurrristaðar og malaðar 300 g heslihnetur, þurrristaðar og malaðar 2 msk hitaþolin olía, t.d. kaldpressuð kókosolía 1 rauðlaukur, smátt saxaður 3 hvítlauksrif, pressuð 2 sellerístilkar, smátt skornir 2 gulrætur, gróft rifnar 1 sæt kartafla, afhýdd og gróft rifin 4-5 msk tómatpúrra 2-3 msk mangó chutney (t.d. frá Geetas) 1 tsk grænmetiskraftur 1 ½ tsk timian (blóðberg) ½ tsk salvia ½ – 1 tsk himalaya eða sjávarsalt ¼ tsk cayenne pipar 50 g sesamfræ Skolið rauðu linsurnar og setjið í pott með vatni, hvítlauk og grænmetiskrafti. Látið suðuna koma upp og sjóðið í um 20-25 mín eða þar til linsurnar eru soðnar. Á meðan linsurnar eru að soðna ristið hneturnar í ofni 170°C í 6-8 mín eða þar til tilbúnar. Best að rista 1 tegund í einu. Kælið og malið síðan í matvinnsluvél. Hitið olíu á pönnu og mýkið lauk + hvítlauk í smá stund, bætið sellerí + 16

gulrótum + sætum kartöflum útá og hrærið í smá stund, kryddið síðan með tómatpúrru + mangó chutney + grænmetiskrafti + timian + salvíu. Látið þetta malla í svona 5-10 mín. Setjið þetta allt í skál og bætið soðnum linsum og hnetum útí og hrærið vel saman. Smyrjið lítil „soufflé“ form með kaldpressaðri olíu, stráið sesamfræjum inní forming og setjið deigið í og bakið við 200°C í 25-30 mín.

Sætar kartöflur (bakstur) frá Ernu S. A.

Sjóðið 2-3 sætar kartöflur og afhýðið Maukið þær og setjið ca. ¼ teskeið af salti saman við 2 egg 1 tsk lyftiduft ½ -1 dl sykur eða hrásykur 1 dl brætt smjör 1 tsk vanilla ef vill Öllu blandað saman. Látið í eldfast mót og bakað í 20 mín. 180°C Toppur 3 msk brætt smjör ¼ bolli púðursykur 1 bolli (2 dl) kornflex mulið 1 dl saxaðar heslihnetur Öllu blandað saman og dreift yfir kartöflurnar í mótinu Bakið áfram í 20 mín. við hita 180200°C Kartöflubaksturinn er góður t.d. með hnetusteik.

Spergilkálbaka (brokkolíbaka) frá Elísabetu S. M.

Uppskriftin er fyrir 5-6 manns. Botn: 3 dl heilhveiti (160 g) eða gróft spelt 125 g kalt smjör, skorið í litla bita 2-3 msk kalt vatn. Setjið mjölið í matvinnsluvél og bætið köldu smjörinu saman við. Myljið þetta saman í vélinni, það tekur örskamma stund. Blandið köldu vatni saman við og hnoðið deigið létt saman. Þrýsið deiginu í 25 cm eldfst mót svo það þeki botninn og aðeins upp á hliðarnar. Pikkið deigið með gaffli og látið bíða í kæliskáp í 15 mínútur. Fylling : 1 lítill blaðlaukur (ca 100 g) 1 msk ólífu-eða repjuolía. 1 tsk karrý 400 g spergilkál 3-4 dl rifinn ostur (ca 150 g) 3 egg 3 dl mjólk örlítið salt Aðferð: Skolið og sneiðið blaðlaukinn. Látið hann krauma í olíu og karrý í nokkrar mínútur. Skerið spergilkálið í lítla bita og sjóðið í léttu saltvatni í örfáar mínútur. Hellið soðinu af og kælið. Setjið blaðlaukinn og spergilkálið ofan í deigið. Stráíð því næst rifna ostinum yfir. Þeytið saman egg, mjólk, salt og pipar og hellið yfir grænmetið. Hitið ofninn í 200°C og bakið neðarlega í ofni í u.þ.b. 40 mínútur, eða þar til eggjablandan er orðin stíf og bakan hefur fengið fallegan gulrúnan lit Berið bökuna fram með litríku grænmetissalati


Grænmetislasange frá Gunnu á Ítalíu

2 stórir smátt saxaðir laukar 4 stórar gulrætur sneiddar 6-8 stórir sveppir sneiddir 1 búnt brokkál skorið í bita 1 lítið blómkálshöfuð skorið í bita 1 dós hakkaðir tómatar 1 dós tómatpuré (mauk) 1 dós kotasæla 1-4 hvítlauksrif pressuð 4 tsk oregano 3 tsk basilikum 1 tsk timian (blóðberg) salt og pipar eftir bragði 2 ½ dl vatn 1 tsk rauðvínsedik (má sleppa) 1 grænetissúputeningur Grænmetið er léttsteikt með kryddinu í olífuolíu á pönnu. Síðan er öllu öðru blandað saman við og látið krauma í nokkrar mínútur. Ostasósa 30 g smjör 3 msk hveiti 5-6 dl mjólk 200 g rjómaostur Sósan er bökuð upp eins og jafningur og ostinum síðan bætt út í. Þá er allt sett í lögum í stórt eldfast mót. Fyrst hluti af ostasósunni, því næst græn lasangneblöð og hluti af grænmetinu, síðan koll af kolli. Að lokum er gott að strá rifnum osti yfir. Bakað í hálfa klukkustund við 200° C. Borið fram með heitu hvítlauksbrauði og hrásalati.

Döðluterta með karamellusósu frá Helgu B.H. 250 g döðlur 1 dl vatn 1 tsk matarsódi (natron) 120 g mjúkt smjör 5 msk sykur 2 egg 3 dl hveiti 1 ½ tsk lyftiduft ½ tsk salt ½ tsk vanilludropar

Döðlurnar eru hitaðar með vatninu, þar til suðan kemur upp. Látið bíða í pottinum í nokkrar mínútur. Því næst er matarsódinn látinn saman við döðlurnar. Smjör og sykur er hrært vel saman ásamt eggjunum. Öllu blandað saman og döðlumaukinu síðast. Bakað í djúpu tertumóti með lausum botni. (Setjið bökunarpappír á botninn á mótinu) Ofnhiti 180° C, bakað í 30-40 mínútur. Karamellusósa 150 g smjör 150 g púðursykur ¾ tsk vanilludropar 1 ½ dl rjómi Sjóðið saman í 5 mínútur. Hrært stöðugt í. Sósan er borin fram heit með volgri kökunni og þeyttum rjóma.

Kertaskreyting

Hrökkbrauð frá Ágústu K. 1 dl. sólblómafræ 1 dl. sesemfræ 1 dl. hörfræ 1 dl. graskersfræ 1 dl. hafragrjón 3 ½ dl.heilhveiti eða spelt 1 ½ dl. olía 2 ½ dl. vatn 2 tsk. salt

Öllu blandað saman í skál og hrært m. sleif. Deiginu skipt í 2 hluta og flatt út á ofnplötur milli tveggja laga af smjörpappír. Bakað við 200°C í 15-20 mín. Skorið eða brotið í bita Ath. Ég nota stundum 1-2 msk. af tamarisósu í þessa uppskrift. Önnur útgáfa er 3 tsk. af hvítlauksdufti eða sesamfræ og kúmen. Svo er líka gott að hafa krydd, olívur eða rifinn ost ofan á.

Ég hlakka til að heyra frá ykkur og er til viðtals ef óskað er. Með bestu óskum. Bryndís Steinþórsdóttir hússtjórnarkennari. bryndis@internet.is

Ath.í síðasta blaði var prjónauppskrift frá Föndru en þar láðist að setja skýringarnar með uppskriftinni. Hér koma þær:

Það er auðvelt að búa til kertaskeytingu. Það sem til þarf er að mestu leyti fengið úr garðinum eða úti í náttúrunni. Í þessari skreytingu eru smágreinar af birki, könglar og smágreinar af grenitré, silkiband eða pakkaband og jólakúla. Sem undirstöðu fyrir skreytinguna má nota t.d. lítinn disk, undirskál, litla skál, jafnvel gamlan bolla. Eins má nota spýtukubb, flatan stein, lítinn trédrumb eða litla tréplötu. Til að festa skreytinguna er hægt að fá leir, límleir, eða oasis (blómasvamp) í blómabúðum. Ef við notum oasis þarf að líma hann fastan á undirlagið svo stingum við skreytiefninu og kertinu einfaldlega í oasiskubbinn, eða leirinn og bætum svo við þeim skreytingum öðrum sem við viljum. Gott er að festa slaufur og annað með blómavír. Munið svo að svona skreytingar eru eldfimar og aldrei má skilja þær eftir með logandi á kertinu. Látið kertið aldrei brenna alveg niður, skiptið um þegar það nálgast efnið. Hafið skreytinguna ekki nálægt gluggatjöldum eða öðru sem kviknað gæti í. Skreytingin getur verið skemmtileg gjöf og til að hafa á miðju matar- eða kaffiborði. Gangi ykkur vel. Þrúður Kristjánsdóttir. thrudkri@simnet.is 17


Heyrnarskerðing á efri árum Eftir 50 ára aldur fer heyrn minnkandi einkum á hátíðnisviði. Karlar missa meiri heyrn en konur sem líklega á rætur að rekja til að þeir hafa önnur áhugamál og atvinnu sem oft er hávaðasamari. Efnaskiptabreytingar með aldrinum og ýmis ytri áhrif geta einnig haft áhrif á þróun heyrnarskerðingar. 5 – 15% aldraðra eru með truflun í miðlægum heyrnarbrautum, þ.e. í heilastofni og heila, sem að heftir hæfileika þeirra til að greina talmál, sem aftur leiðir til erfiðleika í samskiptum. Einkenni þessarrar heyrnarskerðingar getur t.d. verið að fólk heyrir hljóðin eða hávaðann en greinir ekki hvaða upplýsingar hljóðin innibera, þ.e. greina orð illa. Við þessa tegund heyrnarskerðingar gagnast heyrnartæki ekki eins vel eins og þegar skemmdin er í mið- eða innra eyra.

Vörumst hávaða – Hlífum heyrninni

Vaxandi heyrnarskerðing er ferli sem að flestir eiga erfitt með að aðlagast. Heyrnarskerðing á sér oftast stað á löngu tímabili og er ekki alltaf aldurseða erfðatengd. Þannig er fólk sem er í miklum hávaða, þó ekki sé nema í stuttan tíma, frekar útsett fyrir því að fá heyrnarskerðingu á lífsleiðinni. Næmni innra eyrans fyrir hávaða er mismikil á milli einstaklinga. Margir halda að þó að þeir hafi verið stutt í hávaða að þá hafi það ekki áhrif á heyrnina, en það safnast upp í gegnum lífið skemmd sem verður á hárfrumum í kuðungi innra eyrans sem veldur síðan heyrnartapi. Þessar frumur endurnýja sig ekki. Eyrað er margslungið, viðkvæmt og mikilvægt líffæri sem við eigum að umgangast með virðingu. Skemmd í einhverjum hluta eyrans getur leitt til heyrnarskerðingar. Við þurfum að veita meiri fyrirbyggjandi fræðslu almennt varðandi heyrnina og efla forvarnir í þessum málaflokki. Fólk þarf að vera meðvitað hvernig það getur skýlt heyrninni með heyrnarhlífum og forðast aðstæður þar sem mikill hávaði er.

Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands skrifar.

Heyrnartap leiðir til félagslegrar einangrunar

Einstaklingar upplifa heyrnartapið á ólíkan hátt en vissir hlutir eru oft sameiginlegir t.d. að erfiðara að halda góðu sambandi við aðra, þátttaka í félagsstarfi minnkar sem leiðir til að einstaklingarnir upplifa einangrun og einmanaleika. Heyrnarskertir eiga oft erfitt með að fylgjast með tali úr fjarlægð, þeir misskilja það sem sagt er, reyna þá að giska og missa af mikilvægum skilaboðum. Þetta leiðir til þess að þeir fylgjast síður með umræðum, geta ekki tekið virkan þátt í samræðum og draga sig í hlé. Einnig er til að hinn heyrnarskerti haldi orðinu og hleypi ekki öðrum að, það er einfaldara að stjórna ferðinni en að fylgjast með hvað aðrir segja. Mikilvægt að viðurkenna heyrnartapið, læra að lifa með því og nota viðeigandi heyrnar- og hjálpartæki. Einnig hjálpar að hafa góðan húmor og taka sjálfan sig ekki of alvarlega þegar misskilningur kemur upp.

Heyrnartæki auka lífsgæði

Notkun heyrnartækja hefur aukist hérlendis en það má áætla að um tíu

Heyrnartæki eins og hér sjást eru alltaf að verða betri og betri og hljóðið að batna. 18

þúsund notendur séu hér á landi sem er undir þörfinni. Miðað við algengi heyrnarskerðingar mætti telja eðlilegra að um 15-17 þúsund manns væru með heyrnartæki en það eru þó áætlaðar tölur. Heyrnartæki eru alltaf að verða betri og betri og hljóðið í þeim betra. Þau eru orðin mun þægilegri í notkun en áður. Engin tæki gefa þó fulla heyrn, hvorki hefðbundin tæki né ígrædd tæki. Öll tæki breyta utanaðkomandi hljóðum í rafrænt form þannig að fólk heyrir ekki eins og með náttúrulegri heyrn. Þó er sífellt betri hljóðvinnsla í tækjunum. Rannsóknir hafa sýnt að með réttri notkun heyrnartækja aukast lífsgæði eldri borgara verulega, líkamleg líðan og félagsfærni batna til muna.

Heyrnar-, og talmeinastöð Íslands er leiðandi á sviði meðferðar heyrnarskertra á Íslandi

Mun fleiri nota heyrnartæki nú en á árum áður en því miður er fjöldi fólks enn ómeðhöndlað vegna heyrnartaps. Í boði eru sífellt notendavænni heyrnar- og hjálpartæki við allra hæfi. Heyrnar-og talmeinastöð Íslands útvegar hágæða heyrnartæki frá nokkrum þekktustu framleiðendum heims, Siemens, Phonak og Widex. Tækin fást í mismunandi útgáfum, allt frá einfaldari, ódýrum tækjum og upp í mjög fullkomin tæki í efri verðflokkum. Heyrnartæki eru niðurgreidd af sjúkratryggingum, mismikið eftir eðli og alvarleika heyrnarskerðingarinnar.

Ígrædd heyrnartæki og hjálpartæki

Þeir sem missa mjög mikla heyrn eða verða heyrnarlausir og börn sem fæðast heyrnarlaus eiga í mörgum tilvikum kost á s.k. kuðungsígræðsluaðgerð að upp­ fylltum ákveðnum skilyrðum. Í að­gerð­inni er elektróða þrædd inn í kuðunginn og tæki sem er borið utan á höfðinu er síðan stillt fyrir hvern og einn. Þessi tæki hafa reynst vel og gefið einstaklingum möguleika á samskiptum á talmáli. Töluvert er til af hjálpartækjum til


að draga úr vanda heyrarskertra. Margvíslegur aukabúnaður gerir fólki kleift að senda hljóð úr t.d. farsímum, hljómtækjum og sjónvarpi beint í heyrnartækin. Nýjasta tæknin er „app“ fyrir snjallsíma, sem gerir heyrnartækjanotendum kleift að stjórna ýmsum stillingum heyrnartækjanna frá símanum sínum. Allur slíkur búnaður auðveldar fólki lífið.

Skilningur og stuðningur aðstandenda skiptir miklu

Vinnufélagar og fjölskyldumeðlimir skilja oft ekki mikilvægi þess að hinn heyrnarskerti noti hjálpartæki t.d. við sjónvarp og síma og telja að heyrnartækin ein eigi að duga. Hér þyrfti meiri fræðslu til aðstandenda og vina. Sá sem talar við heyrnarskertan einstakling þarf ekki endilega að hrópa hátt. Hitt skiptir meira máli að fylgja einföldum reglum s.s. að tala hægt og skýrt, tryggja að ekki sé mikill bakgrunnshávaði, að ekki tali margir í einu og að snúa ekki baki í viðmælandann.

Ný vefsíða um málefni eldri borgara Nýr vefur sem heitir Lifðu núna (www.lifdununa.is) hóf göngu sína í júní síðastliðnum. Markmiðið með rekstri vefsíðunnar er að gera líf og störf þeirra landsmanna sem eru komnir um og yfir miðjan aldur sýnilegri en þau eru, auka umræðu um þau málefni sem tengjast þessu æviskeiði og lífsgæði þeirra sem eru komnir á þennan aldur. Menn lifa lengur en áður og Íslendingar lifa hvað lengst Evrópubúa við góða heilsu ef marka má evrópska tölfræði. Á aldrinum eftir sextugt hefst nýtt æviskeið, sem stundum er kallað þriðja aldursskeiðið, með nýjum viðfangsefnum og áskorunum. Þessi vefsíða, Lifðu núna, ætlar að fjalla um þau málefni sem brenna á þessum

hópi. Það er byrjað smátt en ætlunin er að þróa síðuna áfram með þáttöku þeirra sem hafa áhuga á málefninu. Allir sem vilja vinna að sömu markmiðum, hafa hugmyndir um efni fyrir síðuna eða vilja leggja eitthvað af mörkum eru hvattir til að hafa samband. Netfang vefsins er: lifdununa@lifdununa.is og ritstjóri er Erna Indriðadóttir. Heimild: www.lifdununa.is

S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953

Verslun okkar á Skemmuvegi 48, hefur að geyma ríkulegt vöruúrval á borðplötum, legsteinum, náttúruflísum, sólbekkjum, vatnsbrettum, bón- og hreinsivörum ásamt fleiri vörutegundum. Í verslun okkar færðu yfirlit yfir fjölbreytnina og ráðgjöf um nýtingu og meðferð efnisins. Við hvetjum þig til að líta inn.

Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is

19


Hvernig er best að taka út séreignarsparnað? Mistök við úttekt séreignarsparnaðar geta reynst dýrkeypt og því er mikilvægt að kynna sér málin vel. Séreignarsparnaður er ólíkur samtryggingarsjóðum að því leyti að eignin er á okkar kennitölu, við ákveðum hvar og hvernig hún er ávöxtuð og hvernig við högum úttekt. Þar sem aðstæður fólks eru ólíkar þarf hver og einn að skoða vandlega hvenær og hvernig henti best að taka sparnaðinn út þannig að ekki tapist fé við úttektina.

Úttekt sparnaðar fyrir 67 ára aldur

Sá misskilningur er útbreiddur að úttekt séreignarsparnaðar hafi svo mikil áhrif á lífeyri Tryggingastofnunar (TR) að það borgi sig að taka hann allan út áður en taka lífeyris hefst. Í tilkynningu frá TR í febrúar 2012 segir „séreignarsparnaður hefur almennt ekki áhrif á útreikning lífeyrisgreiðslna frá Tryggingastofnun.“ Úttektin hefur því eingöngu áhrif á þá sem þiggja uppbætur á lífeyri, svo sem sérstaka framfærsluuppbót. Einhverjir lífeyrisþegar geta þó átt rétt á afslætti af fasteigna- og holræsagjöldum og getur sá afsláttur minnkað við auknar tekjur, svo sem við úttekt séreignar. Upplýsingar um slíkt er að finna hjá sveitarfélögunum.

Flýttu þér hægt við úttektina

Við úttekt er greiddur tekjuskattur af sparnaðinum. Þar sem tekjuskattur er þrepaskiptur getur skattgreiðsla verið misjöfn eftir því hversu mikill

Frá fræðslufundi VÍB um fjármál við starfslok nú í október. Innfelld mynd: Greinarhöfundur Björn Berg Gunnarsson. séreignarsparnaður er tekinn út í einu. áhættu. Aftur er þó gott að muna eftir Því kjósa margir sem eiga umtalsverðan skattþrepunum, ef há upphæð er tekin sparnað að fara sér hægt við úttektina út úr séreignarsparnaði á einu ári getur og losa hann út á nokkrum árum. það þýtt að borga þurfi hátekjuskatt af 39,74% skattur er greiddur af tekjum úttektinni. frá 290.001 – 784.619 kr. á mánuði en VÍB hefur opnað aðgengilega upptekjur umfram það bera 6,5% hærri lýsingasíðu um fjármál við starfslok á skatt (hátekjuskatt). Það getur því verið slóðinni www.vib.is/60. Þar er meðal dýrt að flýta sér við úttektina. annars að finna ítarlegar upplýsingar um úttekt séreignarsparnaðar og er Notkun sparnaðar öllum velkomið að sækja sér persí greiðslu skulda ónulega ráðgjöf um hvernig henni er Almennt er uppgreiðsla lána góð hug- best háttað. Þá bendum við einnig á mynd enda bera skuldir yfirleitt hærri fræðsludagskrá VÍB en þar er meðal vexti en eignir. Það er t.d. sjálfsagt að annars að finna námskeið um fjárnýta séreignarsparnað til að borga upp mál við starfslok. Kynntu þér endilega mjög óhagstæð lán á borð við yfirdrátt. málin í tíma þannig að þú getir tekið Þar sem tekjur lækka hjá flestum við skynsamlegar ákvarðanir um úttekt sérstarfslok vegur greiðslubyrði lána þá eignarsparnaðarins. hlutfallslega þyngra. Margir kjósa því að greiða inn á lán sín til að lækka Höfundur: Björn Berg Gunnarsson, mánaðalegar afborganir og draga úr deildarstjóri hjá VÍB

Nýtt tímarit um ferðavagna! Tjaldvagnar, fellihýsi, hjólhýsi, húsbílar Úttekt og skoðun á landssvæðum og tjaldstæðum Allt það nýjasta í tækni tengdri ferðavögnum

Áskrift aðeins kr. 2.900 á ári* Skráðu þig á vagn.is Sökkólfur ehf. - útgáfufélag. S. 824 8070

20

*Verð m.v. 2 tbl. á ári.


Turbuhaler innöndunartæki

Einfalt og auðvelt í notkun

Turbuhaler er fjölskammta innöndunartæki sem inniheldur ýmis lyf við lungnasjúkdómum eins og astma og langvinnri lungnateppu

10 -2 013 - 01

Leiðbeiningar um notkun fást á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslunum

Umboðsaðili: Vistor.hf. Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími 535 7000


Haustfundur samstarfsnefndar eldri borgara á Norðurlöndunum NSK Dagana 13. og 14. október síðastliðinn var haldinn haustfundur NSK í Helsinki í Finnlandi. Formaður LEB Jóna Valgerður Kristjánsdóttir sat fundinn ásamt Birnu Bjarnadóttur stjórnarmanni í FEB í Reykjavik. Á dagskrá fundarins var þróun málefna aldraðra hjá Evrópusambandinu, staða lífeyrismála á Norðurlöndunum, minnisglöp og skýrslur aðildarsambandanna um þróun málefna aldraðra á Norðurlöndunum. Á fundinum var gerð ítarleg grein fyrir stöðu umræðna um málefni eldri borgara á vettvangi Evrópusambandsins. Norræna sambandið hefur tilnefnt nokkra fulltrúa í málefnahópa um öldrunarmál og í haust var samþykkt tillaga um þátttöku Birnu í málefnahópi um heilbrigða öldrun. Rætt var um stöðu öldrunarráða á Norðurlöndunum og var áhugavert að fylgjast með umræðum um þau mál þar sem nú er verið að stofna til öldrunarráða í ýmsum sveitarfélögum á Íslandi. Framkvæmd

kosninga í öldrunarráð er mismunandi og misjafnt hver verkefni öldrunarráða eru. Í Danmörku eru í gildi lög um öldrunarráð og virðist skipan þeirra þar vera með ágætum. Í nokkur ár hafa öldrunarráð verið við lýði í Noregi en lagalegar forsendur eru ekki fyrir hendi. Góðar upplýsingar liggja fyrir frá samböndum eldri borgara í þessum löndum. Næsti fundur NSK verður haldinn í Færeyjum í maí 2015. Formaður Landsfelags Pensionista í Færeyjum er Arne Thorsteinsson og mun hann hafa veg og vanda af undirbúningi þess fundar. Birna Bjarnadóttir.

Arne Thorsteinsson, formaður Landsfélags Pensionista í Færeyjum og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB á Íslandi.

Þessar vörur fást í verslun Fastus og í flestum apótekum

300 kcal 500 20g IU D3 200ml prótein vítamín

Næringarvörur falla undir niðurgreiðsluákvæði Sjúkratrygginga Íslands

3g trefjar

Jarðarber

Resource Senior Active er drykkur fyrir aldraða sem þurfa næringarviðbót og fá ekki uppfyllt orku- og næringarþörf sinni úr fæðunni. Notist samkvæmt ráðleggingum læknis og/ eða næringarfræðings.

Birna Bjarnadóttir er fulltrúi NSK í málefnahópi Age Platform Europe um heilbrigða öldrun og Ewa Hedkvist Petersen er fulltrúi NSK í málefnahópi um lög um málefni aldraðra í Evrópu. 22

Karamella

Vanilla

Veit á vandaða lausn

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 - 2.hæð. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is

FASTUS_H_44.10.14

Sérhannaður næringardrykkur fyrir aldraða


Norræn samstarfsnefnd landssambanda eldri borgara NSK:

Námskeið um minnisglöp Norræn samstarfsnefnd landssambanda aldraðra NSK hélt námskeið um minnisglöp í framhaldi af haustfundi sem haldinn var dagana 14. og 15. október 2014 í Helsinki. Námskeiðið var skipulagt af fulltrúum landssambands háskólamenntaðra eldri borgara í Finnlandi, Kalevi Kivistö og Anu Mäki. Áður en námskeiðið hófst var farið í stutta heimsókn til Gröndals minn­ is­ miðstöðvarinnar sem opnuð var í mars sl. Í miðstöðinni er boðið upp á skammtíma- og dagvistun þar sem fram fer mat og þjálfun auk heimilisvistunar fyrir 48 einstaklinga til langdvalar. Starfsmenn stöðvarinnar bjóða einnig upp á þjónustu við þá sem búa heima en þurfa tímabundna aðstoð og leiðbeiningar. Þar voru fulltrúar tveggja fyrirtækja sem kynntu sérstaklega hönnun húsgagna fyrir aldraða og einnig gólfefni með skynjurum sem lagt var undir gólfdúk í herbergjum heimilisfólks þannig að starfsmenn gætu fylgst með umgengni í herbergjum vistmanna sérstaklega á kvöldin og á nóttunni. Fyrst fjallaði Anneli Sarvimäki, sérfræðingur í siðfræði um minnissjúkdóma, viðkvæmni, siðfræði og sjálfsákvörðunarrétt. Erindi hennar var mjög fróðlegt og lagði hún áherslu á ný lög um sjálfsákvörðunarrétt til velferðarþjónustu sem mun gjörbreyta

Anu Mäki, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB og Kalevi Kivistö, formaður stjórnar sambands háskólamenntaðra eldri borgara. Hann er fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Finnlands. Anu Mäki er ritari í stjórn þess sambands. stöðu sjúklinga en markmið laganna er að styrkja og tryggja rétt þeirra til þjónustu. Það verður athyglisvert að fylgjast með þróun öldrunarmála í Finnlandi með tilkomu þessara laga sérstaklega þar sem þar er einnig verið að leggja aukna áherslu á búsetu sem lengst á heimilum með aðstoð maka og nánustu aðstandenda. Því næst flutti Helena Ahlérs, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í minnis­ sjúkdómum og elliglöpum erindi um fyrstu merki minnissjúkdóma. Lagði hún áherslu á að öldrun

væri eðlileg og ekki væru öll merki um minnisglöp vísbending um Alzheimer. Fulltrúar stjórna eldri borgara frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi sögðu frá stöðu minnissjúkra í löndum þeirra og fjölluðu um þá þróun sem virðist vera framundan í velferðarþjónustu gagnvart eldri íbúum sem búa heima, en eru sjúkir og þurfa þjónustu heilbrigðisstarfsmanna og heimaþjónustu. Af umræðum á námskeiðinu má ráða að á Norðurlöndunum er lögð áhersla á að aldraðir og sjúkir dvelji heima eins lengi og frekast er unnt þar sem kostnaður vegna rekstrar hjúkrunarheimila fyrir aldraða er þegar of mikill en auk þess verði sífellt erfiðara að fá starfsfólk til að starfa við heilbrigðisþjónustu. Stjórn Landssambandsins mun fylgjast áfram náið með þróun og stefnu velferðarþjónustu á Íslandi á næstu árum. Stjórnarmenn sátu nýlega ráðstefnu velferðarráðuneytisins sem bar yfirskriftina Ný hugsun og þróun í heimaþjónustu í hinum vestræna heimi og samþætting félags- og heilbrigðisþjónustu. Þar flutti Virpi Timonen, finnskur prófessor við háskóla í Dublin mjög athyglisverðan fyrirlestur um væntingar, strauma og mótsagnir við stefnumótun í þjónustu við aldraða. Þar kom fram að best var staðið að öldrunarþjónustu á Norðurlöndunum í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Birna Bjarnadóttir.

Gerist áskrifendur það kostar ekkert !

www.vefflugan.is

23


KROSSGÁTA Lausnarorðið felst í númeruðum reitum í gátunni. Dregið verður úr réttum lausnum. Sendið lausnir til skrifstofu LEB fyrir 15. janúar 2015. LEB, Sigtúni 42, - 105 Reykjavik. Vinningshafi síðustu krossgátu var: Sigurbjörn Guðmundsson, Laugarnesvegi 87, 105 Reykjavík og hlýtur hann kr. 10.000 í verðlaun. Lausnarorð síðustu gátu var: Allt skal með varygð vinna Hræri-­‐ Fiskur Bylgja Byrgi grautur Planta Tónn Metið Bragð Duft Bábilja Hnykill

Matur Niður Æmta Stöng Fyrir-­‐ hyggja Bil

Akur Eink-­‐ stafir

10 13

Gufa 2 Sár Kvað Brá Skessa

21

Ber Kýr

Brallar Friður

Hitt-­‐ umst Lyfsala

5 19

7

4

Titill Óregla Broddur Byrði

11

KL. 3 Fag

17

Samhlj. Tengi

12

Óratími Sniðug

Þaut

1

Kyn

Hlóðir Ósið Hljóm

Rugga Sérhlj. Dula

Maður Átt Áfengi Fiskur Band Hanki

Nöldur

Óskaði 9 Goð Áköf

Þreyta Þegar

Hjólið

Hár Málfæri Magn

Erfiði Smá-­‐ lest

Kvíði Hóf Hlut-­‐ 15 verk Ærsl

Átt Áfellur Gára Tölur

Kúgun Droll

6

Stinga 18 sér

Slá Öskra

Á fæti Fæði

Úfin

14 20

Afkimi Drátt OP

Umrót

8

Árás Stafur

Svik Tónn Leyfist

3

Ögn Skip Mittið

Svið Veifa Elska

Rimla-­‐ kassi

1

2

3

4

13

14

15

16

24

16

Hugaður Soð Veltur

Kjöt-­‐ réttur Kák

Óhljóð Poki

Kven-­‐ Óreiða Tjara dýr Rugl Mistur Hindra Ójafna

5 17

6

7

8

18

19

20

9 21

10

11

12


Vísnaskrínið Grétar Snær Hjartarson tók saman Að þessu sinni verður meira af limrum í vísnaskríninu en áður fyrr enda finnst mér þetta ljóðform ansi skemmtilegt. Á fundi ritnefndar þessa blaðs var rætt um hvað við værum farin að gleyma og því er við hæfi að byrja á limru eftir Kristján Eldjárn forseta, en þar kveður við annan tón.

Nú yrki ég andskoti fljótt og efnið er vafalaust sótt í heilann minn dauða og hafið, það rauða en mest þó í menningarnótt.

Ljúft er að láta sig dreyma og líða um heima og geima. En það er helvíti hart að hugsa svo margt að það hafist ei undan að gleyma.

Vor menning er makalaust góð og magnað vort útþynnta blóð. Við elskumst og yrkjum í útnárakirkjum vor ástsæla þrautpínda þjóð.

Jón Ingvar Jónsson lýsir þessu ljóðformi á þennan einfalda

Það var eitt af skylduverkum kennara í Varmárskóla í Mosfellsbæ að vera annað slagið á vakt í frímínútum. Emil Ragnar Hjartarson og Jón, smíðakennari, Hannibalsson frá Hanhól í Syðridal við Bolungarvík stóðu venjulega vörðinn saman, en nú brá svo við að Jón mætti ekki og var það einsdæmi. Emil sendi honum kveðju í refsingarskyni. Einn ég vaktaði ólman lýð sem að mér stöðugt þrengdi. Æpti á Jón í erg og gríð.... en engu maðurinn gegndi.

hátt og telur eina sína bestu limru. Limran svo langt sem hún nær er ljóðform með skammlínur tvær. En þessi er ekki með þær. Eftir Hjörleif Hjartarson liggur það sem nefna mætti rím í mæltu máli. Ég hef engan áhuga á limru og ætla ekki að búa til limru. Það er auðvitað leitt en það er ekki neitt orð sem að rímar við limru. Bekkjarfélagi minn á Bifröst, Sigurður heitinn Geirdal, lét hugann reika. Það situr á móti mér meyja og margt væri gaman að segja en hvað hugurinn geymir og holdið um dreymir er þannig að best er að þegja. Þegar ég var að vinna þurfti ég á dagbókum að halda og keypti alltaf eina sérstaka útgáfu þar sem vísa var við hverja viku. Í einni var þessi limra eftir Jónas Árnason. Hann Bóas var blíðari og hýrari en bróðir hans Jóhannes skírari. En það úrslitum réð að andlega séð var Jóhannes skírari skýrari. Benedikt Axelsson er góður hagyrðingur og eftir hann er þessi limra frá haustinu þegar haustpestir voru farnar að ganga. Hún sofnaði svefninum langa að síðustu Grímseyjar-Manga. Honum stórlega létti, Steina er hann frétti að andlát væru ekki að ganga. Benedikt var eins og fleiri á menningarnótt og kominn heim orti hann heilmikla drápu. Tvær fyrstu limrurnar skulu tilfærðar.

Að smíðashúsi í hjálpar von hræddur ég augum beindi. En Bolungarvíkur besti son brást þegar mest á reyndi. Egill Jónasson á Húsavík var hagyrðingur góður. Búið er að gefa út vísur Egils, en forðum var orkt þegar Egill fékk skáldalaun. Egill margan kvað í kút, kannski ætti að virkja hann. Fyrir að gefa ekki út eru þeir að styrkja hann. Karl Kristjánsson alþingismaður, var ágætur hagyrðingur og orti vísuna frægu um það þegar hafmeyjan á Tjörninni var sprengd í loft upp forðum daga. Auður var þá borgarstjóri. Ómynd býður eyðing heim. Auði brást með vörnina. Enginn hefur uppi á þeim sem afmeyjaði Tjörnina. Að lokum þessi ágæta limra Eysteins Gíslasonar frá Skáleyjum sem hann kallar „Ágirnd.“ Í síðasta tölublaði láðist að geta höfundar að VísnaHinn gráðugi Geirþjófur dósent skríninu en það var Grétar græddi víst þó nokkur prósent Snær Hjartarson eins og er seldi hann Merði nú. Biðjum við hann velá margföldu verði virðingar á því. JBG mölétið Jónsbókarljósprent. 25


Fjárlagafrumvarpið 2015 á Alþingi

Vinnubrögðin betri og umræðan opnari Við síðustu kosningar til Alþingis náði kona á eftirlaunaaldri kjöri og er elsta kona sem sest hefur á þing. Sú heitir Sigrún Magnúsdóttir og er formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hún varð sjötug í sumar og fór í fyrsta sinn í framboð til sveitarstjórnar árið 1970, þá á Bíldudal eða fyrir 44 árum. Hún var lengi formaður borgarráðs í Reykjavík og m.a. fyrsti oddviti R-listans þegar hann bauð fram í borginni. Þegar síðast var kosið til Alþingis var Sigrún í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður. „Það segir sig sjálft að maður þarf að hafa brennandi áhuga á félagsmálum til að nenna þessu svona lengi og hafa drifkraft til að vilja ná fram breytingum og vera ekki bara áhorfandi“, segir Sigrún aðspurð um hvað valdi þessari elju í stjórnmálastarfi. Það vakti athygli þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi í haust að hann nefndi sérstaklega að eitt af stærri verkefnum ríkisvaldsins á næstunni væri að mæta fjölgun eldri borgara á næstu árum. Þessi fjölgun kallar á að meiri peningum verði varið í heilbrigðiskerfið, bæði í þjónustu og nýbyggingar og þá er einnig horft til þess að reynt verði að nýta velferðartækni og heimaþjónstu til að gera öldruðum kleift að búa heima hjá sér eins lengi og kostur er. Enn eitt sem rætt er um að þurfi að gerast, er að hækka lífeyristökualdurinn og Sigrún segir að um það hafi m.a. verið rætt innan þingflokksins. „Við höfum rætt það óformlega og þá einkum í tengslum við vinnu nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins. Ég lít á það sem okkar okkar helsta verkefni að gæta að því að öryggisnet sé til staðar fyrir alla. Sem betur fer eru margir eldri borgarar sem hafa það ágætt. En við þurfum að gæta þess að enginn verði útundan, það er okkar hlutverk“ segir Sigrún. Hún vill líka að fólk átti sig á þeirri breytingu sem orðið hefur á vinnubrögðum í þinginu. „Hér áður fyrr var fjárlagafrumvarpið lagt fram í október og tekjuhlið þess, svokallaður bandormur, kom oft ekki fram fyrr en í desember. Þá voru stjórnarflokkar gjarnan að takast á um tekjuhliðina sín á milli á bak við tjöldin þar til tekjuhliðin var lögð fram. Þessi umræða fer nú fram fyrir opnum tjöldum 26

Sigrún Magnúsdóttir á Alþingi. Hún er einn fárra eldri borgara á þingi. og aldrei fyrr hefur fjárlagafrumvarpið ásamt tekjuhlið þess verið lagt svona snemma fram. Nú getur farið fram almenn umræða í samfélaginu um hvernig eigi t.d. að afla tekna og hvað séu brýn mál og hvað ekki. Samtök eins og LEB hafa meira tækifæri til að rýna í frumvarpið og gera við það athugasemdir og koma með ábendingar. Þetta er af hinu góða. Sem stjórnarþingmanni finnst manni samt ókostur að hafa ekki lengri tíma en raunin er til að skoða frumvarpið áður en það fer í opinbera umfjöllun. Núna verðum við að gera það á sama tíma og aðrir. Það er unnið á fullu hér í þinginu í fjárlagafrumvarpinu og margt að gerast sem haft getur áhrif á endanlega niðurstöðu, eins og ný hagvaxtarspá, atvinnuleysistölur og fleira. Ég vona að LEB og aðrir trúi því að við vinnum hér af heilindum og reynum að grannskoða hvaða svigrúm við höfum og í hvað eigi að setja peningana sem til eru. Við ætlum hins vegar ekki að hvika frá meginmarkmiðinu sem er að ríkissjóður skuli rekinn hallalaus.“ Sigrún segir að nú liggi fyrir tillaga að enn breyttara vinnulagi við fjárlagagerðina. Nái hún fram að ganga, muni Alþingi strax á vori fari yfir og ákveða hver verði áherslumálin við næstu fjárlagagerð. Hún minnir líka á að stjórnvöld hafi gert vel fyrir ári síðan að afturkalla skerðinguna sem sett var á örorku- og ellilífeyri árið 2009 og auka við fjármagn til málefna eldri borgara. Það hafi verið algjört forgangsatriði nýrrar ríkisstjórnar að ganga í það sem allra fyrst.

Nýtum sérstöðu Íslands

Sigrún hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um rannsóknarklasa

á sviði taugavísinda og taugahrörnunarsjúkdóma, svo sem á sviði ALS/ MND-sjúkdómsins. Í tillögunni segir að Alþingi feli ríkisstjórninni að hlutast til um að vísindasamfélagið á Íslandi fái nauðsynlega aðstoð við að afla styrkja til að fjármagna rannsóknir á taugasjúkdómum, einnig frá alþjóðasamfélaginu. „Þetta er mikið áhugamál mitt. Ég held við Íslendingar gætum nýtt sérstöðu okkar í þessum málum og svona klasi gæti orðið árangursríkur rétt eins og við höfum séð í öðrum greinum eins og varðandi nýtingu jarðvarma og í sjávarútvegi. Um leið og þjóðin eldist þá verður æ mikilvægara að efla þessar rannsóknir. Eldri borgurum er að fjölga gríðarlega um heim allan og eitt stærsta vandamálið er heilahrörnun. Við sjáum að þetta er víða í umræðunni erlendis og nýverið voru nóbelsverðlaun í læknavísindum veitt þeim sem höfðu náð merkum árangri í rannsóknum á heilanum“, segir Sigrún. Í greinargerð með tillögu Sigrúnar segi m.a. að Ísland henti sérstaklega vel sem miðstöð rannsókna á sviði taugavísinda þar sem þjóðin er fámenn, ættartengsl ljósari en hjá flestum öðrum þjóðum og veruleg vísindaþekking er til staðar.

Eldri borgarar mættu vera virkari í stjórnmálum

Sigrún segist hafa gert sína áætlanir um ellina. Hún skellti sér í háskólanám og nam þjóðfræði og borgarfræði. Námið hyggst hún nýta sér til ritstarfa einhverskonar, að skrifa sögur eða bækur þegar tími vinnst til. Hún er samt enn afar virk félagslega eins og hún segir sjálf og gæti ekki hugsað sér annað en að hafa nóg fyrir stafni. „Við eldri borgarar þurfum ekkert að verða löt þótt árin verði 60 eða 70. Viðhorfið finnst mér stundum vera þannig að fólk ætlist til að aðrir sinni störfunum sem þarf að vinna og vilji heldur vera þiggjendur. En það þarf að berjast fyrir öllu í þessu lífi og það er líka gefandi og skemmtilegt. Þessi fjölmenni og stækkandi hópur þarf að gera sig meira gildandi. Lífaldur fólks hækkar stöðugt og heilsan er mun betri en áður var. Þetta veldur því að samfélagið einfaldlega þarfnast krafta eldra fólks í ríkara mæli.“


Húsbílaeigendum fjölgar

Vinsælt meðal eldri borgara Vel á annað þúsund manns eru í Félagi húsbílaeigenda en það er eitt nokkurra slíkra félaga sem eru starfandi hér á landi . Tilgangur félagsins er að ferðast um landið í skipulögðum ferðum, standa vörð um hagsmuni húsbílaeigenda, efla kynni milli þeirra; að stuðla að landkynningu innan félagsins og góðri umgengi um landið og efla samstöðu og kynni milli annarra sambærilegra félaga. Soffía Ólafsdóttir hefur verið formaður félagsins síðustu 6 árin og hún segir að margir eldri borgarar séu í þessum líflega félagsskap. „Það er fólk á öllum aldri í félaginu, en stór hluti hópsins er fólk sem komið er í hóp eldri borgara, enda er þetta tilvalið tómstundargaman. Elsti félaginn er t.d. fæddur 1922 og mætir í allar ferðir.“ Félagið stendur fyrir 6 til 9 hópferðum á hverju sumri og nú í september var síðasta ferðin í Árnes þar sem haldin var árshátíð, þar mættu yfir 200 manns. „Þar að auki er alltaf ein stór ferð sem farin er í júlí ár hvert og gengur undir nafninu Stóra ferðin. Í sumar var stóra ferðin um Suðurlandið, allt frá Selfossi til Hafnar í Hornafirði og í fyrra fórum við frá Hvammstanga til Ólafsfjarðar. Þar fyrir utan eru margar smærri ferðir og margt gert sér til skemmt-

Soffía stendur hér við húsbílinn sinn, en hún mælir með húsbílamennskunni fyrir eldri borgara. unar,“ segir Soffía. Hún segir að þeir sem vilja kynna sér félagið nánar geti skoðað vefsíðuna www.husbill.is, sent tölvupóst á husbíll@husbill.is eða hringt í síma 8965057.

Nýtt tímarit um ferðavagna! Skráðu þig í áskrift á vagn.is Sökkólfur ehf. - útgáfufélag. S. 824 8070

Sparidagar 25 ára

Nr. 1 - vor 2015

Nr. 1 - vor 2015

Á næstu Sparidögum höldum við uppá 25 ára afmæli Sparidaga. Af því tilefni bjóðum við sérlega vandaða dagskrá alla dagana. Meðal annars verður farið í heimsókn Vagn í Hestaleikhúsið Fákasel

Vagn Ferða

Ferða

og einnig verður Landgræðsla Ríkisins í Gunnarsholti sótt heim.

Ljúfir dagar í sveitasælu

Innifalið á Sparidögum – gisting í 5 nætur í tveggja manna herbergi – – morgunverðarhlaðborð – – einn hádegisverður af hlaðborði – – þriggja rétta kvöldverður öll kvöldin – – og fjölbreytt dagskrá –

Bókanir fara fram hjá umsjónarmanni félags eldri borgara á hverjum stað. Einnig er hægt að hafa samband við Hótel Örk þar sem starfsfólkið veitir allar nánari upplýsingar í síma 483 4700.

Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði - info@hotelork.is - sími: 483 4700 www.hotelork.is

27


Nýsköpun og tækni í félagsþjónustu

Ný tækifæri til aukinna lífsgæða Í janúar sl. skipaði félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, samráðshóp sem fékk það hlutverk að vinna drög að stefnu íslenskra stjórnvalda um nýsköpun og tækni í félagsþjónustu. Á grundvelli stefnunnar yrði síðan unnin áætlun um framkvæmd hennar til ársins 2020. Í hópinn voru skipaðir fulltrúar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Samtökum atvinnulífsins, Landssambandi eldri borgara, Öryrkjabandalagi Íslands, Landssamtökunum Þroskahjálp og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Við mótun stefnunnar átti samráðshópurinn víðtækt samráð og samvinnu við fjölda aðila, þ.e. við fulltrúa ríkis, sveitarfélaga, notenda og atvinnulífsins sem koma með einum eða öðrum hætti að þróun og nýsköpun innan velferðarþjónustunnar. Í þessu sambandi var horft til lausna sem nýtast borgurum með sérstakar þarfir, t.d. við umönnun, notkun hjálpartækja, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, hæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi svo eitthvað sé nefnt. Stefnuvinnan var því ekki afmörkuð við eitthvert eitt málaeða áherslusvið heldur snerti hún marga málaflokka, t.d. heilbrigðismál, félagsmál, menntamál og vinnumál, auk þess að hafa áhrif á samfélagið í heild sinni. Í tillögum samráðshópsins er gert ráð fyrir því að stefnan taki til tímabilsins 2014 til 2020. Jafnframt er gert ráð fyrir því að stefnan verði endurskoðuð reglulega í samræmi við áherslur stjórnvalda hverju sinni. Segja má að sú þjónusta sem veitt er á fyrrgreindum áherslusviðum sé í dag að mörgu leyti samofin og því beinist umfjöllunin að miklu leyti að samspili þeirra og þeirri þjónustu sem hægt er að skilgreina sem velferð. Tæknilausnir og notendamiðuð velferðarþjónusta er eðli máls samkvæmt í stöðugri þróun og þar er nýsköpun drifkraftur breytinga. Stefnumótun á sviði nýsköpunar og tækni tekur jafnframt til þátta er varða almenn úrræði, aðgengi og upplýsingar, sem gagnast almenningi áður en til sértækrar þjónustu kemur. Stefnudrögunum um nýsköpun og tækni er skipt í fjögur áherslusvið og í 28

Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur, velferðarráðuneytinu skrifar. einu þeirra er því m.a. lýst hvernig hægt sé að útfæra tæknitengdar lausnir. Þar eru m.a. skilgreind verkefni sem lúta að: • Öryggistækni sem getur skapað örugga umgjörð um líf einstaklingsins og heilbrigði hans. Í því sambandi er sérstaklega bent á notkun öryggishnappsins sem er algengasta lausnin. • Tækni sem bætt getur fyrir missi og aukið vellíðan. Í þessu samhengi er einkum átt við tækni sem dregur úr áhrifum minnistaps eða skertrar hreyfigetu. Hér er einnig átt við tækni sem eykur lífsgæði almennt, t.d. með því að fólk geti sjálft stjórnað ljósum og hita. • Tækni til félagslegra samskipta. Hér er átt við tækni sem hjálpar fólki að komast í félagslegt samneyti við aðra, t.d. upplýsingatækni af ýmsu tagi. • Tækni til þjálfunar og umönnunar. Hér er átt við tækni sem hjálpar einstaklingum að fylgjast sjálfir með eigin heilsu, t.d. þegar um langvarandi sjúkdóma er að ræða. Má þar nefna sjálfvirka mælingu á blóðsykri og blóðþrýstingi með eða án beinna tengsla við heilbrigðisstarfsfólk. Nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu getur nýst sem verkfæri í þeirri viðleitni að færa þjónustuna nær notendum (nærþjónusta) þar sem áhersla er á samvinnu milli sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka, nærsamfélagsins og aðstandenda. Velferðartækni getur því rutt brautina fyrir nýja samstarfsfleti og nýjar aðferðir í samvinnu þessara aðila. Ástæða þess að aukin áhersla er á nýsköpun og tækni er ekki eingöngu vegna áskorana framtíðarinnar, m.a. vegna

aldurssamsetningar þjóðarinnar heldur er það mjög gagnlegt fyrir samfélagið í heild sinni að stuðlað sé að bættri heilsu og reynt að fyrirbyggja áföll af ýmsu tagi. Í fyrrgreindum stefnudrögum er mikil áhersla lögð á að ríki, sveitarfélög og frumkvöðlar búi til virkan samstarfsvettvang á sviði velferðarlausna. Meðal annars um það hvernig mótaðar eru hugmyndir um þróun sérhæfðra úrræða á hinum ýmsu sviðum. Áhersla er einnig lögð á að almenningur geti aflað sér með aðgengilegum hætti upplýsinga um ýmsar velferðarlausnir sem boðið er upp á og að þau þróunarverkefni sem eru í gangi geti hugsanlega nýst til að auka lífsgæði þeirra sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Loks er áréttað mikilvægi þess að auka þekkingu og færni á sviði nýsköpunar og tækni hjá þeim sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Útfærðar verði hagnýtar aðferðir með tilheyrandi námi og kennslu í því hvernig stuðningsþarfir fólks skuli metnar og þá skoðað hvaða lausnum sé best að hrinda í framkvæmd. Námstilboðið leggi því áherslu á þarfir notenda, vinnuumhverfi, vinnuferli og tækni. Undir áherslusviðunum fjórum í stefnu­drögunum, eru skilgreind 25 markmið. Í þeim birtist metnaður til þess að nýta þau tækifæri sem þegar eru til staðar og jafnframt vilji til að þróa vinnulag sem gerir það mögulegt að skapa ný tækifæri til nýsköpunar og tækni innan velferðarþjónustunnar. Ljóst er að taka muni tíma að hrinda sumum þeirra markmiða sem gerð er tillaga um í framkvæmd. Mikilvægt er þó að stefna stjórnvalda sé skýr í þessu efni þannig að ljóst sé hvert ferðinni er heitið. Grunnmarkmiðið er að styrkja og bæta þá þjónustu sem boðið er upp á þannig að hún sé alltaf í samræmi við þær kröfur sem nútíminn gerir. Samráðshópurinn hefur nú skilað tillögum að stefnu og markmiðum til félags- og húsnæðismálaráðherra sem hefur nú stefnudrögin til skoðunar. Ráðherra mun innan tíðar taka ákvörðun um hvernig unnið verður með þau áfram og þar með næstu skref í þróun nýsköpunar og tækni innan velferðarþjónustunnar á Íslandi.


Öryggishnappur securitas

- Hnappur sem getur bjargað þínu lífi og þinna nánustu.

Ömmur eru dýrmætustu manneskjur í lífi hvers manns. Stundum er eins og þær komi úr einhverjum öðrum tíma með alla sína visku og hlýju. Þær lauma til manns súkkulaðimolum þegar pabbi sér ekki til. Þær skamma mann af umhyggju. Það er eins og þær bíði við símann eftir því þegar maður hringir og þarf að létta á sér. Ömmur eiga að búa við öryggi.


Þráir þú dýpri svefn? Upplifðu þægindi, upplifðu stuðning, upplifðu TEMPUR® Þegar þú sefur á TEMPUR heilsudýnu, hvílast hryggur og liðir í sinni náttúrulegu stöðu. Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stöðu sem er og með öðrum færðu nudd. Vaknaðu upp endurnærð(ur) og tilbúin(n) í átök dagsins.

Stillanlegu heilsurúmin frá C&J: n Inndraganlegur botn. n Lyftigeta er yfir 2 x450 kg per botn. n Mótor þarfnast ekki viðhalds. n Tvíhert stálgrind undir botni. n 2 nuddmótorar með tímarofa. n Þráðlaus fjarstýring með klukku, vekjara og vasaljósi. n LED lýsing undir rúmi - góð næturlýsing. n Hliðar og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur.

va x ta l a

a

r

afb

orga

ni

r

án* 2 m í 1

us

n Botn er sérstaklega hannaður fyrir Tempur heilsudýnur.

Aðeins

55.627

EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI

Fyrir þínar bestu stundir!

C&J stillanlegt 2 x 90 x 200cm Með Tempur heilsudýnu Fullt verð Kr. 803.800

kr. á mán.

*3,5% lántökugjald.

Tempurdagatilboð* 643.040 kr. Þráðlaus fjarstýring LED-vasaljós Klukka Vekjaraklukka Upp/niður höfðalag Upp/niður fótasvæði Rúm í flata stöðu 3 minni Nudd Bylgjunudd

*Nóvember 2014

Faxafeni 5, Reykjavik,


Heilsurúm í sérflokki

DÝNUR OG KODDAR

Fæst einnig í stærðunum 2x80x200 cm 2x90x210 cm 2x100x200 cm 120x200 cm 140x200 cm

Dalbraut 1, Akureyri og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 588 8477 • www.betrabak.is


ENNEMM / SÍA / NM59560

HOLLRÁÐ VIÐ STARFSLOK

RÁÐGJÖF UM SPARNAÐ OG FJÁRFESTINGAR Fjármál flækjast til muna þegar taka lífeyris hefst. Starfsfólk VÍB hefur sérhæft sig í fjármálum í aðdraganda og kjölfar starfsloka. Við höfum sett upp einfalda vefsíðu þar sem leitast er við að svara áleitnum spurningum er kunna að brenna á fólki á þessum tímamótum.

» Hvernig eru greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar? » Hvernig og hvenær ætti ég að taka út séreignarsparnaðinn minn? » Hvað þarf ég að vita varðandi skattkerfið? » Hvaða áhrif hefur ávöxtun sparifjár?

Kynntu þér málið á vib.is/60 eða bókaðu fund þér að kostnaðarlausu í síma 440 4900.

Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is

facebook.com/VIB.stofan |

@vibstofan | www.vib.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.