Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2013

Page 1

1. tbl - 2013

Ólafur Adolfsson

Tramadol eftirritunarskylt Viðtal

Pétur Magnússon lyfjafræðingur stjórnar Hrafnistu Sjúkratryggingar Íslands

Nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja


KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN


EFNISYFIRLIT FÉLAGIÐ

FRÆÐIN 5

Formannsþankar What´s in it for me?

24

Frá nefndum

Fræðslunefnd Laganefnd Sumarbústaðanefnd

Íslenskir lyfjafræðingar aðilar að Samtökum Evrópskra sjúkrahúslyfjafræðinga Markþjálfun Fræðslufundur á vegum LFÍ

Miðstöð lyfjaupplýsinga

6

Pillubretti

8

Lophophora williamsii - Peyote kaktus

9

Elín Ingibjörg Jacobsen

Fróðleikur frá Lyfjafræðisafninu Forsíðumyndin

25 28

Flestir Íslendingar eru jákvæðir gagnvart lyfjum

10

Töluleg greining á marglaga sílikonforðalyfjaformi

12

Velferðarráðuneytið

13

Lyfjastofnun

14

Sjúkratryggingar Íslands

18

Meistaraverkefni Hlífar Vilhelmsdóttur Bergþóra S. Snorradóttir og fleiri.

Lyfjastefna og endurskoðun lyfjalaga Stefnumörkun velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuvörnum

FÓLKIÐ

Lyfjagát

Skipulögð og öguð vinnubrögð

16

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfja Betri þjónusta við almenning og heilbrigðisstarfsmenn með þjónustugáttum Sjúkratrygginga Íslands

Lyfjafræðingur í Hollandi

22

Bráðadagur LSH 2013 Áhugaverð lesning

„NOTUM HAGLABYSSUNA Á ÞETTA“

30

20 21

Elsa Steinunn Halldórsdóttir

26

J. Sophie R.E. Jensen

27

Lokaverkefni nemenda 2012

29

Viðtal við Pétur Magnússon, forstjóra Hrafnistu Helga Garðarsdóttir

Ólafur Adolfsson - Pistill félagsmanna

Prescription Painkillers

Lýkópódíum alkalóíðar og virkni þeirra á asetýlkólínesterasa in vitro og in silico – vitræn hönnum og hlutsmíði virkra afleiða. Lífvirk náttúruefni úr íslenskum soppmosum – frumdýra- og krabbameinsfrumuhemjandi virkni

FRÁ RITSTJÓRN Kæru félagar Nú styttist óðum í alþingiskosningar og stjórnmálaflokkar streyma fram með nýja stefnuskrá til að ná athygli kjósenda. Fyrir okkur lyfjafræðinga er þetta mikilvægur tími til að koma á framfæri okkar stefnumálum á sviði heilbrigðismála. Með útgáfu á Tímariti um lyfjafræði á pappírsformi og dreifingu út fyrir raðir lyfjafræðinga viljum við leggja okkar af mörkum til að miðla áfram þeim upplýsingum sem við teljum að séu okkar stétt mikilvægar. Við hvetjum því alla lyfjafræðinga til að hafa skoðun á blaðinu og þeim málefnum sem skipta okkur máli. Því miður höfum við ekki fengið mjög mikil viðbrögð frá lyfjafræðingum við síðasta tölublaði, en mjög jákvæð viðbrögð frá öðrum starfsstéttum. Hvort það er lýsandi fyrir okkur lyfjafræðinga skal ósagt látið en við ein tryggjum að umræða um okkar fag sé rétt og í anda lyfjafræðilegrar umsjár. Eins og fram kemur í síðasta tölublaði er hægt að senda ritstjórninni athugasemdir, efni og hugmyndir/tillögur á póstfangið ritstjori@lfi.is og einnig er hægt að koma því til skila á Fésbókarsíðu félagsins. Tökum þátt í umræðunni um heilbrigðismál, gerum okkur sýnilegri og höfum þannig áhrif á umræðu um okkar stétt og stefnumál á sviði heilbrigðismála. Með kveðju, Ritstjórn TUL Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri, Bessi Húnfjörð Jóhannesson, Brynhildur Briem, Hákon Steinsson, Ingunn Björnsdóttir

1. tölublað - 48. árgangur - 2013 Útgefandi: Lyfjafræðingafélag Íslands Lyfjafræðisafninu við Safnatröð Pósthólf 252 172 Seltjarnarnesi Sími 561 6166 lfi@lfi.is

Ritstjórn: Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri Bessi H. Jóhannesson Brynhildur Briem Hákon Steinsson Ingunn Björnsdóttir Uppsetning: Hákon Steinsson Prentun: Oddi

Forsíðumynd: Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af Lophophora williamsii af Cactaceae ætt, eða Peyote kaktus. Ítarlegar upplýsingar um Peyote kaktus má finna á blaðsíðu 9.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 2 1 2 1 1 1

Göngum frá verknum

Íbúfen®

– Bólgueyðandi og verkjastillandi 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk

Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyfjum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalyfja, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truflanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyfið. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erfiðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyfið. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yfirleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruflanir, truflanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlífi, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða fistlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, syfja, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Desember 2012.

4

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2013


FÉLAGIÐ

Formannsþankar What´s in it for me? Lyfjafræðingafélag Íslands, LFÍ, er bæði fagfélag og stéttarfélag lyfjafræðinga. Flestir mínir formannsþankar hafa hingað til fjallað um efni sem tengjast faglegu hlutverki félagsins enda af nógu að taka. Mikilvægt hlutverk félagsins er einnig að gæta hagsmuna og standa vörð um réttindi félagsmanna, stuðla að bættum kjörum og aukinni starfsánægju þeirra. Þar virðist vera brýn ástæða til að staldra við í þessum síðasta pistli mínum sem formaður LFÍ. Stóra spurningin Undanfarin misseri hefur þeim farið fjölgandi sem velta því fyrir sér hver sé ávinningurinn af því að vera félagsmaður í LFÍ. Stjórn hefur borist til eyrna slíkar vangaveltur en einnig hafa borist formlegar spurningar frá félagsmönnum. Spurningar eins og „hvað er félagið að gera fyrir mig? Af hverju á ég að borga félagsgjöld mánuð eftir mánuð, ár eftir ár? Hvað fæ ég út úr því?“ Umræðan sem slíkar spurningar vekja er mikilvæg fyrir LFÍ og framtíðina. Er félagið á réttri braut? Hverjar eru óskir félagsmanna? Erum við að gera eitthvað í dag sem við ættum að hætta að gera? Er þörf á að gera eitthvað nýtt? Hafa tímarnir breyst og komið að því að taka til gagngerrar endurskoðunar hvernig félagið þjónar best hagsmunum lyfjafræðinga? Stutta svarið LFÍ sameinar lyfjafræðinga í eitt félag þar sem hagsmuna fagsins okkar og okkar sem stéttar er gætt. Þeir hagsmunir sem við verjum og þjónum innan félagsins eru okkar eigin og enginn annar gætir þeirra fyrir okkur á markvissan hátt. Félagið sér um að gera kjarasamninga við aðila vinnumarkaðarins og viðhalda þeim. Þá samninga þarf sífellt að endurskoða og tryggja að þeir standist samanburð við samninga annarra stétta. Við verðum að standa á rétti okkar og passa það að við sitjum ekki eftir. Flestir kjarasamningar lyfjafræðinga eru svokallaðir markaðslaunasamningar þar sem ekki er að finna launatöflu til þess að styðjast við og bera saman. Því er kjarakönnun LFÍ mikilvæg til þess að hafa eitthvað í höndunum í árlegu launaviðtali félagsmanna við sinn vinnuveitenda. LFÍ styður við bakið á þeim félagsmönnum sem eru með kjaraaðild og þarfnast aðstoðar lögfræðings vegna meintra brota á þeirra kjörum. LFÍ hefur fylgt eftir málum og farið með fyrir dómstóla þegar þess gerist þörf. Það er að mati stjórnar mikilvægur stuðningur við félagsmenn og hefur þörfin fyrir slíka þjónustu aukist verulega á síðustu árum. Auk þessa fer fram öflug starfsemi sem styrkir stoðir faglega hlutverks félagsins og hvetur til samgangs félagsmanna en því verða ekki gerð nánari skil hér. Sjúkrasjóður, hóptrygging eða gleraugu? Helstu athugasemdir sem hafa borist stjórn til eyrna eða með formlegri hætti snúa að því að ekki sé hægt að sækja um styrki til gleraugnakaupa, fyrir sjúkraþjálfun og öðru

slíku sem önnur stéttarfélög bjóða gjarnan. Félagsgjald LFÍ er í dag 4.200 kr á mánuði en auk þess greiðir vinnuveitandi 0,25% launa í orlofssjóð og 0,75%-1% launa í sjúkrasjóð eftir því hvaða kjarasamningur á við. Undanfarin 10 ár hefur sjúkrasjóður LFÍ verið notaður til að kaupa tryggingu (hóptryggingu) fyrir félagsmenn en um er að ræða starfstengda slysa- og örorkutryggingu ásamt líftryggingu. Vel getur hugsast að breytinga sé þörf á því fyrirkomulagi. Hver er vilji félagsmanna varðandi ráðstöfun sjúkrasjóðs? Eru þeir sem hingað til hafa látið óánægju sína í ljós bara toppurinn á ísjakanum eða er almenn óánægja með ráðstöfun sjúkrasjóðs? Stjórn LFÍ mun á næstu vikum standa fyrir könnun meðal félagsmanna til þess að komast að því hvernig málum er háttað. Eru félagsmenn ánægðir eða óánægðir með ráðstöfun sjúkrasjóðs? Hvað myndu þeir sem eru óánægðir vilja sjá í staðinn? Ættum við fremur að veita styrki til gleraugnakaupa, ýmiss konar meðferða og annað í þeim dúr í stað þess að greiða iðgjöld tryggingar ár hvert? Ættum við fremur að koma á styrkjakerfi þar sem félagsmenn geta sótt um það sem hentar þeim hverju sinni? Hver svo sem niðurstaðan verður, þarf að tryggja að tekið sé tillit til hagsmuna sem flestra félagsmanna. Þurfum við okkar eigið stéttarfélag? Fleiri hafa haft á orði við mig, þó oftast í hálfkæringi, að kannski færi betur á því að okkar stéttarfélagsaðild væri sameinuð öðru félagi til þess að fá meiri slagkraft. Það er eitthvað sem þarf að kanna nánar. Vel getur hugsast að okkar hagsmunum sé betur borgið á annan hátt en með núverandi fyrirkomulagi. Hvert er hlutverk félagsmanna? Það er eðlilegt að félagsmenn spyrji sig „hvað gerir félagið fyrir mig?“ Það er von mín að félagsmenn líti einnig í eigin barm og spyrji hvað þeir geti gert fyrir félagið og sýni því áhuga með því að taka þátt í starfseminni og láta vita hvað þeim finnst um einstök málefni. Á því leikur enginn vafi að við erum sterkari eftir því sem fleiri leggja hönd á plóginn og láta sig málefni fagsins og stéttarinnar varða. Lyfjafræðingar eru sérfræðingar um lyf og mikilvægt að við stuðlum að því að þekking lyfjafræðinga nýtist sjúklingum og sé samfélagi til heilla. Þar sem rætt er um lyf ættu lyfjafræðingar að vera! Fagleg samkennd er undirstaða góðs samfélags lyfjafræðinga og með því að standa saman vörð um hagsmuni stéttarinnar erum við sterkari og betur í stakk búin til þess að láta í okkur heyra. Aðalheiður Pálmadóttir, fráfarandi formaður LFÍ

tölublað 1 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

5


FRÆÐIN

styrkþegi

Miðstöð lyfjaupplýsinga Ráðgjöf lyfjafræðinga á Landspítala Elín Ingibjörg Jacobsen Eitt af megin verkefnum lyfjafræðinga í Sjúkrahúsapóteki Landspítala (LSH) er að svara fyrirspurnum og veita ráðgjöf um lyf og lyfjagjöf til heilbrigðisstarfsfólks LSH og annarra heilbrigðisstofnana. Miðstöð lyfjaupplýsinga hefur það markmið að efla öryggi og gæði þeirrar ráðgjafar sem lyfjafræðingar veita og stuðla þannig að öruggari lyfjanotkun á Landspítala. Gagnreyndar upplýsingar og hvernig þeim er miðlað til lækna og hjúkrunarfræðinga er mikilvægur þáttur í að tryggja rétta lyfjagjöf, koma í veg fyrir lyfjatengd vandamál og auka þar með öryggi sjúklinga. Miðstöð lyfjaupplýsinga hefur nú verið formlega starfrækt á Landspítala í þrjú ár. Miðstöðin er opin á dagvinnutíma og í henni starfa fjórir lyfjafræðingar sem tilheyra klínísku lyfjafræðingateymi spítalans og starfa auk þess í öðrum klínískum verkefnum á LSH. Á þessu ári stendur til að tveir lyfjafræðingar sjúkrahúsapóteksins bætist í hópinn. Ýmist er leitað til lyfjafræðinga í gegnum farsíma miðstöðvarinnar, lyfjafræðingar fá fyrirspurnir í starfi sínu á deildum spítalans eða fyrirspurnir berast í gegnum rafrænu sjúkraskrána Sögu sem beiðni um ráðgjöf. Í Sögu eiga læknar og hjúkrunarfræðingar möguleika á að senda beiðni um ráðgjöf til lyfjafræðinga og er ráðgjöfin þá orðin hluti af sjúkraskrá viðkomandi sjúklings. Einnig geta lyfjafræðingar skráð ráðgjöf sína í Sögu sjálfstætt og er það orðin skylda að upplýsingar sem snúa að tilteknum sjúklingum eiga að vera hluti af sjúkraskrá þeirra. Beiðni um ráðgjöf og fyrirspurnir sem tengjast ákveðnum sjúklingum eru í miklum meirihluta. Þess má geta að á síðasta ári beindi lyfjanefnd spítalans því til

6

Elín I. Jacobsen og Helena Líndal

deilda að óska eftir því að miðstöð lyfjaupplýsinga færi yfir lyfjalista sjúklinga með tilliti til lyfjatengdra vandamála, sérstaklega hjá þeim sem legðust inn og nota fleiri en fimm lyf. Lyfjafræðingar í Miðstöð lyfjaupplýsinga vinna samkvæmt stöðluðu verklagi hvort sem fyrirspurnin er almenns eðlis eða tengist ákveðnum sjúklingi. Aflað er upplýsinga í sjúkraskrá um ástand viðkomandi sjúklings til þess að ráðgjöfin nýtist sem best í meðferðinni. Þá er leitað í heimildum eftir ákveðinni leitaraðferð, allt eftir því hvað verið er að spyrja um. Stöðluð leitaraðferð tryggir að allir vinni eins og að aðeins séu notaðar upplýsingar úr viðurkenndum, gagnreyndum gagnasöfnum. Lyfjafræðingurinn gefur síðan sitt faglega mat í stuttu hnitmiðuðu svari. Það fer eftir vandamálinu hverju

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2013

Ljósm: Inger H.

sinni hversu flókið þetta lyfjafræðilega mat er. Oft er beðið um einfaldar leiðbeiningar um lyfjagjöf en stundum er faglegt álit lyfjafræðingsins innlegg í þverfaglega umræðu læknis, lyfjafræðings, hjúkrunarfræðings og sjúklings, t.d. þegar spurning snýr að notkun lyfs á meðgöngu og takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir. Við mat t.d. á milliverkunum fer lyfjafræðingurinn yfir niðurstöður í ljósi ástands sjúklings og gefur sitt faglega mat á því hvort milliverkanir séu klínískt mikilvægar fyrir þennan tiltekna sjúkling. Mikilvægur hluti af svarinu er tillaga lyfjafræðingsins. Ekki er nægilegt eingöngu að meta upplýsingar heldur mikilvægt að koma með tillögu að úrlausn. Mjög mikilvægt er að svara í tæka tíða þannig að upplýsingarnar nýtist í meðferð sjúklingsins. Stundum


FRÆÐIN

þjónustan hófst árið 2010 hefur 1. stigs fyrirspurnum fækkað um 27%, 2. stigs fyrirspurnum hefur fjölgað um 9% og 3. stigs fyrirspurnum um 18%.

Lyfjafræðingar- klínísk þjónusta Viðtöl og ráðgjöf (SAGA)

2012

Bráðasvið

2011 2

1

Geðsvið

16

4

Kvenna- og barnasvið

11

12

Lyflækningasvið

730

272

Skurðlækningasvið

426

94

Ráðgjöf um næringu í æð

167

148

1352

531

410

201

Samtals Miðstöð lyfjaupplýsinga - fyrirspurnir Úr starfsemistölum Landspítala fyrir 2011 og 2012

er óskað eftir svari tafarlaust, oftast þarf svar að hafa borist samdægurs en flóknari fyrirspurnir geta tekið lengri tíma. Fyrirspurnir eru flokkaðar í þrjú stig eftir því hversu flóknar þær eru. Einföldustu fyrirspurnirnar flokkast sem 1. stig þar sem aðeins þarf að leita í 1-2 heimildum og svara, 2. stig þýðir allnokkur leit í heimildum og lyfjafræðilegt mat en til 3. stigs flokkast fyrirspurnir sem fela í sér umfangsmikla leit og ítarlegt mat lyfjafræðings. Stór hluti fyrirspurna eru skráðar í gagnagrunn, MiDatabank. Slík skráning kemur í veg fyrir að fyrirspurnir séu margunnar, tryggir samræmi og rekjanleika þeirrar ráðgjafar sem lyfjafræðingar veita heilbrigðisstarfsfólki og gefur möguleika á að mæla vinnuframlag lyfjafræðinga sem felst í svörun fyrirspurna. Segja má að sú vinna hafi til skamms tíma verið lítt sýnileg. Reynslan hefur orðið sú að einföldustu fyrirspurnirnar sem berast aftur og aftur eru ekki alltaf skráðar og í sumum tilvikum eru svörin einungis sett í rafræna lyfjafyrirmælakerfið Theriak Therapy, t.d. þegar upplýsingarnar snúa að leiðbeiningum um lyfjagjöf í æð eða í magasondu. Þar eru þær einnig aðgengilegar öllum þeim sem koma að meðferð sjúklingsins sem geta verið talsvert margir á þrískiptum

sólarhringsvöktum á spítalanum. Hins vegar eru allar 2. stigs og 3. stigs fyrirspurnirnar skráðar og er það að stórum hluta vegna þeirrar ábyrgðar sem fylgir slíkri ráðgjöf, þeirri skyldu sem er að skrá ráðgjöf í Sögu en einnig vegna þess aga í vinnubrögðum sem staðlað verklag býður upp á. Fjöldi fyrirspurna sem skráður var í MiDatabank var 395 árið 2010, 201 árið 2011 og 410 árið 2012. Árið 2012 voru 1. stigs fyrirspurnir um 37% af skráðum fyrirspurnum og 2. og 3. stigs fyrirspurnir samanlagt 63%. Síðan

Ráðgjöf lyfjafræðinga sem skráð var í Sögu jókst hins vegar úr 521 árið 2011 í 1352 árið 2012. Inni í þessum tölum er, auk ráðgjafar, skráning vegna lyfjasöguviðtala lyfjafræðinga og ráðgjafar um næringu í æð. Þjónustunni hefur verið mjög vel tekið af læknum og hjúkrunarfræðingum spítalans og berast spurningar frá flestum deildum spítalans. Þjónustan hefur aukið sýnileika lyfjafræðinga sem og aðgengi að þeim á spítalanum. Það má m.a. sjá á því að á síðasta ári voru þessi verk lyfjafræðinga í fyrsta sinn tíunduð í starfsemistölum spítalans og er nú ætlast til að slíkum tölum sé skilað inn ársfjórðungslega. Elín Ingibjörg Jacobsen, lyfjafræðingur Miðstöð lyfjaupplýsinga Sjúkrahúsapóteki Landspítala elinjac@landspitali.is

300 250 200 2010

150

2011 2012

100 50

1. stig

2. stig

3. stig

Fyrirspurnir í MiDatabank.

tölublað 1 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

7


FRÆÐIN

Pillubretti Fróðleikur frá Lyfjafræðisafninu Pillubretti er áhald sem lengi hefur fylgt lyfjafræðingum þótt notkun þess sé hætt í dag. Pillur eru ævafornt lyfjaform og hafa þær sjálfsagt verið búnar til í Nesi þegar fyrsti lyfsalinn tók þar til starfa. Í fyrstu dönsku Lyfjaskránni sem kom út 1772, voru um 640 forskriftir af samsettum lyfjum og þar af um 24 gerðum af pillum. Það er sama ár og Björn Jónsson fékk fyrstur íslenskra lyfjafræðinga leyfi til að reka apótek í Nesi. Í elstu dönsku kennslubókinni í lyfjagerðarfræði, Theoretisk og Praktisk Anvisning til Apotekerkunsten eftir Nicolay Tychsen, apótekara, sem gefin var út

árið 1804, eru forvitnilegir kaflar um pillugerð. Þar eru pillur sagðar lyfjaform sem henti vel til þess að gefa bragðvond lyf og eigi pillurnar að vera af stærðinni frá piparkorni upp í baun. Í kennslubókinni er m.a. rætt um hvernig fara eigi að þegar búnar eru til pillur með kvikasilfri og ópíum, en kvikasilfur var í mörgum forskriftum á þessum tíma. Þar er langur kafli um pilluhúðun. Sagt er frá því hvernig pillur eru húðaðar með gulli eða silfri. Það er gert með því að velta nýjum pillum í kúlulaga tréboxi með strimlum af blaðgulli eða blaðsilfri. Teikning af þess konar boxi er í Farmaceutisk Teknik frá 1884, en ekki höfum við fundið upplýsingar um að álíka gripur hafi verið til í Nesi eða Reykjavíkur Apóteki. Handgerðar pillur voru oftast búnar til í litlum skömmtum, enda höfðu þær takmarkað geymsluþol, en kröfur um sundrunartíma og meðalþyngd koma ekki fram fyrr en í Lyfjaskránni frá 1933. Það er þó ekki lengra síðan en 1998 að Guðfinna Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur í Reykjavíkur Apóteki hnoðaði og rúllaði út pillur á lyfseðil. Þangað var komið reglulega með lyfseðil fyrir Pilulae natrii sulfidi 20 mg og pillurnar búnar til í hvert sinn og húðaðar í kolbu. Kristín Einarsdóttir, formaður stjórnar Lyfjafræðisafnsins

Pillubretti. Ljósmynd: Kristín Bogadóttir

LYFJAFRÆÐISAFNIÐ tækifæriskort á 300 kr.

Lyfjafræðisafnið vill vekja athygli á tækifæriskortum safnsins. Upplagt að nota sem afmælikort eða með fermingargjöfum. Hægt er að kaupa kortin á skrifstofu og heimasíðu LFÍ - www.lfi.is. Verð kortanna er einungis 300 krónur.

8

Lyfjafræðisafnið er opið almenningi yfir sumartímann. Á veturna geta hópar fengið að skoða safnið samkvæmt samkomulagi.

Tímarit um lyfjafræði

LYFJAFRÆÐISAFNIÐ

tölublað 1 - 2013

við Safnatröð, 170 Seltjarnarnesi pharmmus@internet.is


FRÆÐIN

Lophophora williamsii - Peyote kaktus Forsíðumyndin

Mynd 1. Efnabygging meskalíns eða β-3,4,5-trímetoxýfenetýlamín

Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af Lophophora williamsii af Cactaceae ætt, eða Peyote kaktus eins og hann er kallaður á heimaslóðum sínum. Hann vex hægt og hefur djúpa, svera rót eins og kaktusum er tamt, en er annars smár vexti eða 2-7 cm á hæð og 4-12 cm í þvermál, blágrænn að lit. Hann ber snotur, bleik, hvít eða gulleit blóm og blómgast frá mars og fram á sumar. Blómin opnast á daginn og eru þá 1-2 cm í þvermál. Eftir frjóvgun þroskast lítið, rauðleitt, aflangt aldin sem er ætt. L. williamsii vex villtur í Chihuahuan eyðimörkinni í Mexíkó og á mjög þurrum svæðum í suðvestur hluta Bandaríkjanna og í N-Mexíkó. Indíánar í Ameríku hafa frá alda öðli neytt Peyote kaktusins við trúarathafnir sínar og höfða til hans sem „plant that makes the eyes amazed”. Þeir trúa því að með því að neyta þessarar heilögu plöntu þá komist þeir í samband við guði sína. Þegar nýlenduherrar Evrópu námu land í Ameríku og komust í kynni við Peyote kaktusinn á 16. öldinni, upphófust grimmilegar ofsóknir, boð og bönn á hendur þessari rótgrónu hefð frumbyggjanna. Þessi kaktustegund hefur lengi vakið athygli fræðimanna og notkun hans verið rannsökuð frá ýmsum sjónarhornum allt frá mannfræði, trúarbragðafræði og sögu til efnafræði og lífvirkni innihaldsefna.

L. williamsii inniheldur a.m.k. 60 alkalóíða af fenetýlamín-gerð og einn þeirra, meskalín (mynd 1), reyndist bera höfuðábyrgð á vímugefandi áhrifum hans. Þurrkaðar sneiðar af Peyote kaktus eru kallaðar „mescal buttons“ og á því formi er hann gjarnan geymdur. Þurrkaður kaktusinn inniheldur u.þ.b. 1,5 % meskalín. Meskalín var fyrst einangrað á hreinu formi úr Peyote kaktusnum árið 1896 af Þjóðverjanum Arthur Heffter, sem sannreyndi virkni efnisins með því að taka það inn sjálfur. Það veldur vímu, skyntruflunum og litríkum ofskynjunum í 100-400 mg skömmtum í inntöku og áhrifin koma fram eftir 2-4 klukkutíma og vara í 4-6 tíma. Meskalín var fyrsta ofskynjunarefnið sem var einangrað á hreinu formi og bygging þess greind. Verkunarmáti meskalíns byggir á því að það líkist taugaboðefnunum dópamíni og serotóníni og hefur þar með áhrif á virkni þeirra í heila. Þó verkun þess sé margslungin og margar gerðir dópamín- og serótónínviðtaka komi við sögu, þá er talið að ofskynjunaráhrifin séu fyrst og fremst tengd hvetjandi áhrifum á 5-HT2A serotónínviðtaka.

tölublað 1 - 2013

Ekki hefur fundist notagildi fyrir meskalín og önnur ofskynjunarefni í nútíma lyfjameðferð. Gerðar voru tilraunir upp úr miðri síðustu öld með að nota slík efni við meðferð og rannsóknir á geðrænum sjúkdómum en þau gáfu ekki góða raun. Rannsóknir á þessum mjög svo lífvirku efnasamböndum halda engu að síður áfram og eru mikilvægt framlag til að auka skilning okkar á flóknu samspili boðefna og viðtaka í taugakerfinu. Meskalín og Peyote kaktus eru ólögleg vímuefni í flestum ríkjum Bandaríkjanna og víðar, þó með þeirri undantekningu að trúarsöfnuður frumbyggja Ameríku, NAC (Native American Church), hefur leyfi til að nota efnið við trúarathafnir sínar samkvæmt sinni trúarhefð. Heimildir: • Anderson EF. Peyote, The Divine Cactus (1980) The University of Arizona Press, Arizona, USA. • Halpten JH. Hallucinogens and dissociative agents naturally growing in the United States (2004) Pharmacology and Therapeutics 102: 131-138. • Halberstadt AL, Geyer MA. Multiple receptors contribute to the behavioral effects of indoleamine hallucinogens (2011) Neuropharmacology 61: 364-381. • Winter DC. Hallucinogens as discriminative stimuli in animals: LSD, phenethylamines and tryptamines (2009) Psychopharmacology 203:251-263. • Drugs of Natural Origin 6th edition (2009) Eds. Gunnar Samuelsson & Lars Bohlin. Swedish Pharmaceutical Press, Stockholm, Sweden.

Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfjaog efnafræði náttúruefna

Tímarit um lyfjafræði

9


FRÆÐIN

Flestir Íslendingar eru jákvæðir gagnvart lyfjum Meistaraverkefni Hlífar Vilhelmsdóttur Niðurstöður rannsóknar sem Hlíf Vilhelmsdóttir gerði í meistaraverkefni sínu í lyfjafræði sýna að þorri Íslendinga er jákvæður gagnvart lyfjum og treystir þeim yfirleitt. Sjúklingar með langvinnan sjúkdóm eru jákvæðari en aðrir þátttakendur og taka síður undir fullyrðingar um skaðsemi og ofnotkun lyfja. Menntun hefur mikil áhrif á viðhorfið með þeim hætti að fólk með minni menntun ber minna traust til lyfja. Viðhorf til lyfja er ekki breytilegt eftir aldri eða kyni. „Viðhorf til lyfja og lyfjameðferðar vegur þungt fyrir meðferðarfylgni í ýmsum langvinnum sjúkdómum. Þau eru jafnvel talin vega meira en klíniskir, félagslegir og lýðfræðilegir þættir,“ segir Hlíf Vilhelmsdóttir lyfjafræðingur. „Þrátt fyrir að réttum lyfjum sé ávísað réttum sjúklingi má vera að árangur verði síðri, samrýmist meðferðin ekki viðhorfi sjúklingsins. Viðhorf sjúklinga gagnvart lyfjum, lyfjaávísunum og jafnvel lyfjafyrirtækjum getur haft mikil áhrif á hvort þeir gangist undir þá lyfjameðferð sem mælt er með. Þeir sem hafa sterkastar skoðanir í þessum efnum hafa mögulega áhrif á vini og vandmenn sem taka lyf og þeirra meðferðarfylgni.“ Hún segir að talið sé að sjúklingar séu líklegri til að fylgja ráðleggingum um að taka lyf ef ráðleggingarnar höfða til þeirra sem almenn skynsemi í ljósi fyrri reynslu og persónulegs viðhorfs til eigin veikinda. Kannaði viðhorf Íslendinga til lyfja og lyfjameðferðar Í rannsókninni var annars vegar viðhorf hins almenna manns til lyfja kannað og hins vegar viðhorf langveikra á lyfjameðferð. Einnig var spurt um heilsufar og sjúkdóma þátttakenda ásamt notkun lyfja og náttúruvara, hvar fólk fengi upplýsingar og hversu vel upplýst það væri um þau. Spurningalisti var sendur 1500 manna úrtaki á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu. Úrtakið var hannað af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Svarhlutfall var 61,6%. Viðhorf til lyfja Í rannsókninni notaði Hlíf spurningalistann The Beliefs about Medicines Questionnaire (BMQ) til að kanna viðhorfið. Listinn hefur verið notaður í nokkrum öðrum löndum til að kanna viðhorf sjúklinga til lyfja í tengslum við meðferð langvinnra sjúkdóma. BMQ skiptist í sértækan (BMQ-S) og almennan hluta (BMQ-G) og hefur hvor um sig tvo undirhluta. Alls er um að ræða 18 spurningar. BMQ-S eru 10 spurningar sem beint er að lyfjum sem ávísað hefur verið á sjúklinginn sjálfan. Fyrri undirhluti BMQ-S, specificnecessity (BMQ-SN), metur hversu mikla þörf fólk hefur fyrir lyfin sín og hversu mikilvæg þeim þykir þau vera til að stuðla að betri heilsu núna og í framtíðinni. Síðari undirhlutinn, specific-concerns (BMQ-SC), er notaður til að meta viðhorf fólks til mögulegra neikvæðra afleiðinga lyfjainntöku og hann mælir áhyggjur tengdar langtíma notkun lyfja, svo sem ávana (e. dependence) og öðrum truflandi áhrifum. BMQ-G eru 8 spurningar og er ætlaður öllum, hvort sem viðkomandi er á lyfjum eða ekki og fjallar um viðhorf til lyfja almennt. Undirhlutar almenna hlutans eru general-harm (BMQ-GH) og general-overuse (BMQ-GO). Sá fyrri beinist að skoðunum

10

Tímarit um lyfjafræði

á mögulegri skaðsemi lyfja. Til að mynda að lyf séu hættuleg, ávanabindandi og að gera skuli hlé á lyfjatöku öðru hverju. Síðari undirhlutinn metur viðhorf til mögulegrar ofnotkunar lyfja í lækningaskyni og oftrúar á þau af hálfu lækna. Þátttakendur gáfu til kynna hversu sammála eða ósammála þeir væru hverri fullyrðingu BMQ. Fyrir hverja fullyrðingu BMQ stóðu til boða fimm svarmöguleikar og voru þannig gefin stig frá 1 (mjög ósammála) til 5 (mjög sammála). Fyrir hvorn undirhluta BMQ-S var hægt að fá 5-25 stig og 4-20 stig fyrir BMQ-G. Kannað var hvort aldur, kyn og menntun þátttakenda hafði áhrif á viðhorf til lyfja. Hlutfall þátttakenda sem voru sammála* (%). Nokkrar fullyrðingar almenna hluta BMQ

Allir þátttakendur

Þátttakendur m/ langv. sjúkd.

Þátttakendur án langv. sjúkd.

Læknar ávísa lyfjum í of miklum mæli

54,8

45,3

66,1

Læknar myndu ávísa minna af lyfjum ef þeir verðu meiri tíma með sjúklingum sínum

49,2

42,9

55,0

Læknar treysta um of á lyf

36,2

32,4

44,9

Öll lyf eru eitur

7,2

4,6

8,8

Lyf gera meiri skaða en gagn

5,6

6,7

9,7

*Samanlagt hlutfall þátttakenda sem voru frekar eða mjög sammála fullyrðingunum

,,Þrjár efstu fullyrðingarnar í töflunni tilheyra BMQ-GO og eru flestir þátttakendur sammála þeim óháð því hvort þeir eru með langvinna sjúkdóma eða ekki. Tvær síðustu tilheyra undirhluta spurningalistans um viðhorf fólks til skaðsemi lyfja. Þrátt fyrir að minnihluti hafi tekið undir að lyf væru skaðleg er uggvænlegt að 5,6% þátttakenda telji lyf gera meiri skaða en gagn og að 7,2% telji öll lyf vera eitur. Skortur á þekkingu vegur hér þungt sem einn af þeim þáttum sem getur valdið vantrú og efasemdum gagnvart lyfjum. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma voru jákvæðari en aðrir þátttakendur og tóku síður undir fullyrðingar um skaðsemi og ofnotkun lyfja en ekki var munur milli mismunandi sjúklingahópa. Ef viðhorf allra þátttakenda eru tekin saman kemur í ljós að fólk með minni menntun hefur neikvæðara viðhorf til lyfja. Þannig tóku þátttakendur sem aðeins höfðu lokið grunnskólaprófi frekar undir fullyrðingar um skaðsemi lyfja og ofnotkun þeirra heldur en fólk með háskólapróf.“ Viðhorf til eigin lyfja Þá var viðhorf þátttakenda með langvinnan sjúkdóm kannað til eigin lyfja. „Ef litið er á heildarsvörun fyrir alla sjúkdómahópana reyndust flestir þátttakendur vera sammála fimm fullyrðingum sem snúa að mikilvægi lyfja sinna“, segir Hlíf:

tölublað 1 - 2013


FRÆÐIN Nokkrar fullyrðingar sértæka hluta BMQ

Hlutfall sammála þátttakenda* (%).

Núverandi heilsa mín veltur á lyfjunum sem ég tek

84,3%

Lyfin sem ég tek koma í veg fyrir að mér versni

81,2%

Heilsa mín í framtíðinni veltur á lyfjunum sem ég tek

69,2%

Líf mitt væri óbærilegt án lyfjanna sem ég tek

60,8%

Ég yrði mjög veikur án lyfjanna sem ég tek

56,5%

*Samanlagt hlutfall þátttakenda sem voru frekar eða mjög sammála fullyrðingunum

Fram kom að sjúklingar með sykursýki voru meira sammála þessum fullyrðingum en aðrir hópar. Stór hluti sjúklinga hafði einnig áhyggjur af því að taka lyf ( 52,6%) og langtíma áhrifum þeirra (40,3%). Lyfjanotkun Í rannsókn Hlífar var einnig spurt um notkun lyfseðilsskyldra lyfja og náttúruvara. Með náttúruvörum er til dæmis átt við lýsi, vítamín, sólhatt, remedíur og grasalyf. Fram kom að Íslendingar nota mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum og náttúruvörum. Helmingur þeirra tekur lyfseðlisskyld lyf minnst mánaðarlega og 44,2% daglega. Náttúruvara neyta 77,7% í hverjum mánuði og 61,0% daglega. Í báðum tilfellum er notkunin mest meðal þeirra sem eldri eru og veikari.

Fæstir fá upplýsingar á samskiptavefjum, hjá grasalækni eða öðrum sambærilegum aðilum og í vísindagagnabönkum. Á hinn bóginn fær fólk upplýsingar um náttúruvörur helst í greinum dagblaða og tímarita, á vefsíðum og hjá vinum eða fjölskyldu. Sáralítinn mun mátti merkja á þessum upplýsingaveitum eftir aldri, kyni og menntun þátttakenda“. Ályktanir Að lokum segir Hlíf: „það hefur sýnt sig að því neikvæðara viðhorf sem fólk hefur til lyfja því slakari verður meðferðarfylgnin. Með því að kortleggja og auka skilning á viðhorfi sjúklinga til lyfja má finna leiðir til að bæta meðferðarfylgni og klíníska útkomu. Með aukinni fræðslu um lyf væri mögulega hægt að draga úr misskilningi meðal almennings og bæta meðferð við langvinnum sjúkdómum“. Aðspurð um notagildi rannsóknar sem þessarar segir Hlíf að niðurstöðurnar gætu skapað grundvöll umbótastarfs fyrir klíniska vinnu og til hagræðingar fyrir heilbrigðiskerfið: „slík vinna gæti stuðlað að málefnalegri umræðu um þátt lyfja í meðferð sjúkdóma, vanda tengdum meðferðarfylgni og ábyrgum samskiptum lækna og lyfjafyrirtækja“. Hlíf Vilhelmsdóttir lauk meistaranámi í lyfjafræði við Háskóla Íslands 2012. Hún er búsett í Svíþjóð. Samantekt: Brynhildur Briem, ritnefnd

Hvar eru upplýsingar um lyf fengnar? Þá upplýsir Hlíf að í rannsókninni hafi einnig verið spurt um hvaðan þátttakendur fengju upplýsingar um lyf og náttúruvörur. „Flestir fá upplýsingar um lyf á vefsíðum, í fylgiseðlum eða bæklingum um lyf og hjá heilbrigðisstarfsfólki. Hvar fær fólk upplýsingar um lyf? Upplýsingaveitur*

Fjöldi

Á vefsíðum (t.d. doktor.is, serlyfjaskra.is, lyfja.is og Wikipedia)

562

Í fylgisseðlum lyfja eða bæklingum

540

Hjá heilbrigðisstarfsfólki

390

Í apóteki

262

Úr greinum í dagblöðum eða tímaritum

177

Hjá vinum eða fjölskyldu

140

Úr bókum

72

Úr auglýsingum

64

Í vísindagagnabönkum (t.d. Medline Plus og Pubmed)

45

Hjá grasalækni, hómópata eða öðrum sambærilegum ráðgjafa

32

Á samskiptavefjum (bland.is og Fésbókinni)

25

*Hver þátttakandi átti að merkja við þrjá helstu staði þar sem hann fékk oftast upplýsingar um lyf

Hvar fær fólk upplýsingar um náttúruvörur? Upplýsingaveitur*

Fjöldi

Úr greinum í dagblöðum og tímaritum

360

Á vefsíðum (t.d. doktor.is, serlyfjaskra.is, lyfja.is og Wikipedia)

291

Hjá vinum og fjölskyldu

287

Úr auglýsingum

208

Hjá starfsfólki verslana sem selja náttúruvörur

204

Í fylgiseðlum eða bæklingum

149

Í apóteki

141

Hjá grasalækni, hómópata eða öðrum sambærilegum ráðgjafa

93

Úr bókum

78

Hjá heilbrigðisstarfsfólki

74

Á samskiptavefjum (bland.is og Fésbókinni)

37

Í vísindagagnabönkum (t.d. Medline Plus og Pubmed)

37

Icepharma styður við almenna lýðheilsu

með það að markmiði að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma, lengja líf og efla heilsu með samstilltu átaki og upplýstu vali.

*Hver þátttakandi átti að merkja við þrjá helstu staði þar sem hann fékk oftast upplýsingar um náttúruvörur

tölublað 1 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

11


FRÆÐIN

styrkþegi

Töluleg greining á marglaga sílikonforðalyfjaformi Bergþóra S. Snorradóttir, Fjóla Jónsdóttir, Sven Þ. Sigurðsson, Freygarður Þorsteinsson og Már Másson Fjölliðumatrixur sem losa lyf hafa verið notaðar um áraraðir og það er mikill áhugi á notkun þeirra í fjölbreytilegum lyfjalosunarkerfum. Fjölliðumatrixur innihalda oft óuppleystar lyfjaagnir og þær er hægt að framleiða með því að blanda lyfinu í fjölliðugrunn sem síðan er hertur. Sílikonfjölliður eru þekktar fyrir að vera líffræðilega samrýmanlegar og óniðurbrotshæfar sem gerir það að verkum að hægt er að nota þær í lækningarskyni. Það er hægt að móta og herða sílikonfjölliðu sem inniheldur lyf með sambærilegu ferli og notað er til framleiðslu á ýmsum lækningartækjum. Sílikon er notað í stoðnetum (stents), þvagleggjum og ýmiskonar ígræðlingum. Sílikon sem losar lyf væri m.a. hægt að nota til að draga úr bólgu eftir aðgerð og einnig til hvers konar staðbundinnar losunar. Í slíkum kerfum er mikilvægt að losun lyfsins sé hæfileg til lengri tíma og því mikilvægt að skilja hvernig þættir eins og leysanleiki, flæðistuðull, upplausnarhraði og dreifing lyfsins hafa áhrif. Í okkar verkefni voru marglaga sílikonmatrixur útbúnar í sérstökum mótum sem gáfu möguleika á að hafa misdreift lyfjamagn milli laga. Ef markmiðið er að þróa kerfi þar sem að lyfjalosunarferill er með ákveðnu sniði getur það verið mjög tímafrekt að styðjast eingöngu við tilraunavinnu. Gerð stærðfræðilegs líkans sem getur spáð fyrir um lyfjalosun er ákjósanleg leið til að stytta þróunarferlið. Í verkfræðilegri hönnun er mikið stuðst við töluleg líkön (numerical modelling) en þau eru lítið notuð í lyfjaþróun.

Verkefnið var samvinnuverkefni milli Lyfjafræðideildar og Iðnaðarverkfræði-, Vélaverkfræði- og Tölvunarfræðideildar HÍ og miðaði að því að útbúa tölulegt líkan til að spá fyrir um lyfjalosun úr marglaga sílikonhimnum. Líkanið var síðan borið saman við tilraunagögn og staðfest notagildi módelsins fyrir marglaga sílikonlyfjaform. Bólgueyðandi lyfjunum (non-steroidal anti-inflammatory drugs (NSAIDs)) íbúprófeni og díklófenaki var blandað í mismunandi styrk í lög silikonhimnunar. Losun lyfjanna úr silikonmatrixkerfum var síðan mæld í Frans flæðisellum og dreifing og uppleysing lyfs í himnunum var staðfest með smásjár- og rafeindasmásjárskoðun. Tölulega líkanið tók tillit til takmarkaðs upplausnarhraða og áhrifa lyfjadreifingar á losunarferil. Samkeyrsla á tölulega líkaninu og rannsóknargögnum sýndu hvernig mismunandi þættir hafa áhrif á lyfjalosunina.

1. 2. 3. 4. 5.

Lyf í öllum lögum Lyf í neðsta, miðju og efsta lagi Lyf í efstu fjórum lögunum Lyf í neðsta laginu Lyf í efsta laginu

Mynd 3. Sýnir spáða losun lyfs úr mismunandi gerðum af marglaga sílkonhimun

Rannsóknargögn voru borin saman við tölulega líkanið og gat módelið spáð fyrir um tæmingu lyfsins úr himnunum. Niðurstöðurnar benda til þess að hægt sé að nota tölulega líkanið til frekari þróunarvinnu með sílikonforðalyfjaform. Mynd 1. Skematísk mynd af fimm laga sílikonhimnu

Mynd 2. Skematísk mynd af marglaga himnu á Frans flæðisellu

Bergþóra S. Snorradóttir og fleiri.

12

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2013


FRÆÐIN

Velferðarráðuneytið Lyfjastefna og endurskoðun lyfjalaga Á undanförnum mánuðum hefur velferðarráðuneytið unnið að gerð lyfjastefnu til ársins 2020 sem leysir af hólmi eldri stefnu sem sett var til ársins 2012. Ný lyfjastefna tengist heilbrigðisáætlun til 2020 sem nú liggur fyrir Alþingi til umfjöllunar en þar er kynnt framtíðarsýn stjórnvalda í heilbrigðismálum og sett fram áætlun um aðgerðir til að nálgast þau markmið sem þar eru sett fram. Fjölmargir hafa unnið að gerð lyfjastefnunnar. Samráðsfundir voru haldnir með hagsmunaaðilum og stofnunum um helstu áherslur og breytingar frá þeirri lyfjastefnu sem gilti frá 2007 – 2012, auk þess sem haldinn var heilsdags vinnufundur þann 16. mars 2012 með um 70 þátttakendum þar sem stefnumótunin var til umfjöllunar. Drög að nýrri lyfjastefnu voru send út til umsagnar og sett á heimasíðu ráðuneytisins og var öllum frjálst að gera athugasemdir. Margar góðar tillögur hafa komið fram hjá þeim fjölmörgu þátttakendum sem komu að gerð

stefnunnar og er þeim öllum þakkað fyrir þeirra mikilvæga framlag. Lyfjastefnan skiptist í eftirfarandi fjóra kafla: 1. Aðgengi að nauðsynlegum lyfjum og heilsutengdri þjónustu. 2. Hagkvæmni og skilvirkni. 3. Gæði, heilsa og öryggi fyrir sjúklinga. 4. Kennsla, fræðsla, rannsóknir, upplýsingar og þróun. Einkunnarorð nýrrar lyfjastefnu eru: Tryggt aðgengi að meðferð sem gagnast sjúklingi og samfélagi. Samhliða lyfjastefnunni hefur verið ákveðið að hefja heildarendurskoðun á lyfjalögum og reglugerðum sem þeim tengjast og er nú þegar byrjað að vinna að ýmsum lagfæringum og breytingum.

Stefnumörkun velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuvörnum Í Velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020 er eitt af markmiðunum að draga úr neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna. Talið er nauðsynlegt að stjórnvöld hafi skýra stefnu í málaflokknum sem leiðbeinir og tengir saman þá aðila sem að málinu koma. Þannig megi ná enn betri árangri í forvörnum, bæta skilvirkni og gæði þjónustu með samþættingu og samfellu hennar fyrir þá einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda, auk þess sem þekking, mannafli og fjármunir munu nýtast betur. Í júní 2012 skipaði velferðarráðherra starfshóp til að semja drög að heildstæðri áfengis- og vímuvarnastefnu. Eftirfarandi fulltrúar voru skipaðir í hópinn: Frá velferðarráðuneyti: Einar Magnússon, Inga J. Arnardóttir, Þór G. Þórarinsson Frá Embætti landlæknis: Rafn M. Jónsson Frá innanríkisráðuneyti: Kristín I. Pálsdóttir Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti: Védís Grönvold, Valgerður Þ. Bjarnadóttir (tók við í ágúst 2012) Inga J. Arnardóttir var skipuð formaður starfshópsins. Starfshópurinn hefur nú skilað tillögum sínum til ráðherra. Tillögur hans eru í samræmi við tilmæli Alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar og reynslu frá Svíþjóð og Noregi, þar sem báðar þjóðir lögðu fram þingsályktunartillögu á síðasta ári um heildstæða stefnu um vímugjafa, í stað þess að hafa sérstaka stefnu um mismunandi vímugjafa. Leitað var álits hjá fagráði um áfengis- og vímuvarnir þar sem sitja sérfræðingar í áfengis- og vímuvörnum, auk ýmissa sérfræðinga og embættismanna.

tölublað 1 - 2013

Helstu markmið sem sett eru fram í tillögum starfshópsins að stefnu í áfengis- og vímuvörnum eru eftirfarandi: » Að takmarka aðgengi að áfengi og öðrum vímugjöfum. » Að vernda viðkvæma hópa fyrir skaðlegum áhrifum áfengis og annarra vímugjafa. » Að koma í veg fyrir að ungmenni byrji snemma að nota áfengi eða aðra vímugjafa. » Að beita forvörnum/tímanlegum inngripum þannig að færri þrói með sér skaðlegt neyslumynstur áfengis eða annarra vímugjafa. » Að tryggja aðgengi fólks, sem á í vanda vegna misnotkunar eða ávana, að samfelldri og samþættri þjónustu sem byggir á bestu þekkingu og kröfum um gæði. » Að draga úr skaða og fjölda dauðsfalla fólks vegna eigin neyslu eða annarra á áfengi eða öðrum vímugjöfum. Mikilvægt er við alla ákvarðanatöku stjórnvalda er varðar áfengi, ólögleg vímuefni og misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja að lýðheilsusjónarmið séu höfð að leiðarljósi ásamt bestu þekkingu á virkum og árangursríkum aðgerðum. Einnig er mikilvægt að virkja allt samfélagið til skilnings og samstöðu um aðgerðir og viðhorf til áfengis og annarra vímugjafa. Nánari útfærsla stefnunnar, með skilgreindum mælanlegum markmiðum og aðgerðum til að ná framangreindum yfirmarkmiðum, mun koma fram í aðgerðaráætlun til tveggja ára sem unnið er að í velferðarráðuneytinu. Við val á aðgerðum og forgangsröðun þeirra verður m.a. stuðst við tillögur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Haft verður víðtækt samráð við hagsmunaaðila í þeirri vinnu.

Tímarit um lyfjafræði

13


FRÆÐIN

Lyfjastofnun

Lyfjagát Hvað er lyfjagát? Lyfjastofnun skilgreinir lyfjagát á heimasíðu sinni sem eftirlit með aukaverkunum lyfja, og fjallar lyfjagát um allt það sem viðkemur tilkynningu aukaverkana, skráningu þeirra og úrvinnslu. Ný lyfjagátarlöggjöf, reglugerð nr. 1235/2010/EU og tilskipun nr. 2010/84/EU, hefur tekið gildi í Evrópusambandinu. Tekið skal fram að Lyfjastofnun hagar störfum sínum að mestu leyti samkvæmt nýju löggjöfinni, en hún hefur ekki enn verið tekin inn í EES samninginn. Löggjöfin hefur mikil áhrif fyrir umsækjendur um markaðsleyfi fyrir lyf og markaðsleyfishafa lyfja innan Evrópusambandsins. Jafnframt gilda íslensku lyfjalögin og reglugerðir sem samþykktar hafa verið á Íslandi um lyfjagát; reglugerð nr. 582/1995 um skráningu og útgáfu markaðsleyfa samhliða lyfja, reglugerð nr. 141/2011 um markaðsleyfi sérlyfja, merkingar þeirra og fylgiseðla, og reglugerð nr. 142/2011 um markaðsleyfi náttúrulyfja. Það er ýmislegt sem fellur undir lyfjagát hjá Lyfjastofnun. Markaðssetning nokkurra lyfja er háð skilyrðum er varða öryggi og verkun við notkun þeirra sem markaðsleyfishafi þarf að uppfylla. Listi yfir þessi lyf ásamt upplýsingum um skilyrðin og öryggiskröfurnar eru á vef Lyfjastofnunar, http://www.lyfjastofnun.is. Í mörgum tilfellum eru skilyrðin fólgin í útgáfu fræðsluefnis fyrir heilbrigðisstarfsfólk og/eða sjúklinga. Lyfjastofnun sér um að yfirfara fræðsluefnið áður en það er gefið út. Oft er krafa um að læknar afhendi

Hér á landi gæti frekari aðkoma lyfjafræðinga í lyfjabúðum stuðlað að auknu öryggi sjúklinga. það sjúklingum. Komið hefur í ljós hér á landi að sjúklingar fá ekki alltaf þær upplýsingar sem þeir eiga að fá áður en lyfi er ávísað eða notkun þess hafin. Hér á landi gæti frekari aðkoma lyfjafræðinga í lyfjabúðum stuðlað að auknu öryggi sjúklinga. T.d. ef það væri athugað við afgreiðslu lyfs hvort sjúklingur hafi fengið það fræðsluefni sem hann á að fá áður en notkun lyfs er hafin. Fræðsluefni getur verið á formi t.d. bæklings, geisladisks eða öryggiskorts. Lyfjastofnun sér einnig um að fara yfir og samþykkja bréf til heilbrigðisstarfsmanna (Direct Healthcare Professional Communication; DHPC) en í þeim er nýjum upplýsingum miðlað til heilbrigðisstarfsfólks, t.d. um alvarlega aukaverkun eða galla/skort á lyfi. Lyfjatextar eru stundum uppfærðir af Lyfjastofnun, m.t.t. lyfjagátar, t.d. með nýjum/ítarlegri upplýsingum um áhættu. Þessar aðgerðir eiga að bæta hlutfallið á milli ávinnings og áhættu lyfs þannig að ávinningur við notkun lyfsins vegi þyngra en áhættan. Frá 1. nóvember 2012 eru lyf sem háð eru sérstökum skilyrðum eða öryggistakmörkunum merkt í sérlyfjaskránni á vef Lyfjastofnunar. Einnig eru þessi lyf „flögguð“ í lyfjaverðskrá til að vekja athygli hjá t.d. lyfjafræðingum að fylgja þessum lyfjum eftir. Til

stendur að lyf þessi verði einnig merkt í öllum tölvugrunnum sem læknar og lyfjafræðingar nota við ávísun og afgreiðslu lyfja. Mikilvægt er að aðgreina mikilvægar öryggisupplýsingar sem dreift er að kröfu eða með sérstöku samþykki Lyfjastofnunar frá kynningarefni í pósti til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna.

Síðastliðið haust náðist samkomulag á milli Lyfjastofnunar og Frumtaka um notkun merkis fyrir fræðsluefni, sem er forsenda markaðsleyfis ákveðinna lyfja, og aðrar mikilvægar öryggisupplýsingar. Lyfjastofnun sér einnig um að birta fréttir og ábendingar um lyfjagát á heimasíðu sinni. Lyfjastofnun er með fulltrúa í Sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA), um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (Pharmacovigilance Risk Assessment Committee; PRAC) og eru fundir haldnir mánaðarlega

Mikilvægt er að aðgreina mikilvægar öryggisupplýsingar sem dreift er að kröfu eða með sérstöku samþykki Lyfjastofnunar frá kynningarefni í pósti til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna.

14

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2013


FRÆÐIN

hjá EMA í London. PRAC sér um að meta og yfirfara öll fyrirliggjandi gögn er varða öryggi og áhættu lyfja fyrir menn. Lyfjastofnun hefur einnig sent fulltrúa sinn á Pharmacovigilance Inspectors Working Group; PhV IWG fundi hjá EMA í London sem haldnir eru fjórum sinnum á ári. Hjá Lyfjastofnun er starfandi „Responsible Person for Pharmacovigilance“; RPPV sem sér m.a. um að svara fyrirspurnum varðandi lyfjagát. Auk framangreinds sér Lyfjastofnun um að fara yfir Samantektarskýrslu um öryggi lyfs (Periodic Safety Update Report) og áætlanir um áhættustjórnun (Risk Management Plan). Grundvallaratriði í lyfjagát, sem hinir þættirnir byggja að miklu leyti á, eru tilkynningar aukaverkana, en þær eru hluti af lyfjagát hjá Lyfjastofnun. Aukaverkun er skilgreind sem skaðleg og ótilætluð verkun lyfs við notkun skv. samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC). Aukaverkun er einnig óæskileg áhrif lyfs sem verða við notkun lyfs sem ekki er í samræmi við SmPC, við misnotkun lyfs (abuse/misuse), við mistök í lyfjagjöf (hjá lyfjaþega og/eða lyfjagjafa), við meðhöndlun lyfs eða við verkunarleysi lyfs. Allar alvarlegar aukaverkanir lyfja ber að tilkynna til Lyfjastofnunar sem og allar óvæntar aukaverkanir sem grunur leikur á að tengist lyfi og eru ekki skráðar í SmPC. Jafnframt ber að tilkynna allar aukaverkanir sem ekki teljast algengar skv. SmPC, þegar tíðni þeirra virðist aukast eða þær verða alvarlegri. Allar aukaverkanir þeirra lyfja sem sérstaklega er verið að fylgjast með, nema þær sem teljast algengar í SmPC ber ennfremur að tilkynna til Lyfjastofnunar. Þetta síðastnefnda á við um þau lyf sem hafa verið skemur á markaði en fimm ár. Á heimasíðu Lyfjastofnunar er listi yfir lyf sem nýlega hafa verið markaðssett á Íslandi, http://www.lyfjastofnun.is/ Aukaverkanir/Almennar_upplysingar/ Listi_yfir_ny_lyf/. Lyfjastofnun tekur við öllum tilkynningum um aukaverkanir sem berast stofnuninni og eru þær skráðar inn í tölvukerfi stofnunarinnar. Staðfesting á móttöku er send til tilkynnanda ef netfang hefur verið gefið upp. Metið

er hvort tilkynningin er alvarleg eða ekki, en Lyfjastofnun ber að skrá alvarlegar tilkynningar í gagnagrunn EMA, EudraVigilance, eigi síðar en 15 dögum eftir að þær berast en aðrar tilkynningar hafa 90 daga tímaramma. Eudravigilance er gagnagrunnur sem safnar tilkynningum um aukaverkanir og úr honum er hægt að vinna ýmsar upplýsingar og meta aukaverkanir. Í maí 2012 var tekið í notkun nýtt rafrænt vefeyðublað stofnunarinnar sem allir eru hvattir til að nota þegar tilkynna þarf aukaverkun til stofnunarinnar. Nýja vefeyðublaðið hefur reynst vel. Lyfjastofnun óskar hér með eftir því að fá sendar athugasemdir ef einhverjir vankantar eru taldir vera á eyðublaðinu. Með því að nota vefeyðublaðið minnka líkur á að mikilvægar upplýsingar skorti í tilkynningar. Þegar tilkynning um aukaverkun er komin í tölvukerfi stofnunarinnar er farið yfir skráninguna og lagt lokamat á tilkynninguna. Hún er síðan skráð í Eudravigilance ef allar nauðsynlegar upplýsingar eru til staðar. Áður en tilkynning er send til EMA og/eða markaðsleyfishafa fer sérfræðingur Lyfjastofnunar yfir skráninguna. Stundum þarf að óska eftir frekari upplýsingum og því er mikilvægt að netfang eða nafn og símanúmer sé gefið upp í tilkynningunni.

Í maí 2012 var tekið í notkun nýtt rafrænt vefeyðublað stofnunarinnar sem allir eru hvattir til að nota þegar tilkynna þarf aukaverkun til stofnunarinnar. Lyfjastofnun sendir allar tilkynningar til markaðsleyfishafa nema þegar sérheiti lyfs er ekki uppgefið og ekki er á hreinu um hvaða markaðsleyfishafa er að ræða. Lyfjastofnun sendir að lokum afrit af þeim tilkynningum sem sendar hafa verið EMA til Uppsala Monitoring Center; UMC sem starfar fyrir Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO). Fjöldi tilkynninga um aukaverkanir

tölublað 1 - 2013

jókst í heildina töluvert á sl. ári frá fyrra ári. Tilkynningum frá markaðsleyfishöfum til Lyfjastofnunar hefur fækkað frá árinu 2011, en það á sér haldbæra skýringu. Með nýrri lyfjagátarlöggjöf þurfa markaðsleyfishafar ekki að senda alvarlegar tilkynningar til stofnunarinnar, heldur eingöngu til EMA í Eudravigilance, en Lyfjastofnun getur skoðað tilkynningar frá markaðsleyfishöfum í grunninum. Frá 4. desember 2012 fer Lyfja-stofnun ekki lengur fram á að markaðsleyfishafar eða umboðsmenn þeirra sendi inn tilkynningar um aukaverkanir á Íslandi sem ekki eru alvarlegar, hvorki til stofnunarinnar né til EMA. Fjöldi tilkynninga frá heilbrigðisstarfsmönnum fjölgaði mikið á sl. ári, eða frá 192 á árinu 2011 í 749 árið 2012. Þessi mikla fjölgun kemur m.a. í kjölfar kynningarherferðar Lyfjastofnunar og kröfu um að aukaverkanatilkynningar berist til Lyfjastofnunar í tengslum við útgáfu vissra lyfjaskírteina. Fimmtíu og ein tilkynning barst frá almenningi árið 2012 en til samanburðar bárust 11 tilkynningar frá almenningi árið 2011. Alvarlegar tilkynningar á sl. ári voru 81 en 61 árið 2011. Lyfjastofnun hélt kynningarfundi um lyfjagát fyrir lyfjafyrirtækin annars vegar og lyfsöluleyfishafa hins vegar, 17. og 18. september 2012, og á Degi lyfjafræðinnar var farið lauslega í að útskýra hvað lyfjagát er, hvernig Lyfjastofnun sinnir lyfjagát og þau atriði sem snúa helst að lyfjafræðingum almennt. Vert er að minna á að fyrstu fimm árin eftir að nýtt lyf kemur á markað eru talin þau mikilvægustu hvað varðar skráningu aukaverkana. Lyfjastofnun hvetur lyfjafræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk til að sinna lyfjagát, því lyfjagát er öflugasta og oft eina leiðin til að uppgötva mjög sjaldgæfar aukaverkanir lyfja.

Tímarit um lyfjafræði

15


FÓLKIÐ

Það fylgja lyfjafræðinni mjög öguð vinnubrögð og það er eitthvað sem ég bý vel að og hefur nýst mér.

Skipulögð og öguð vinnubrögð Viðtal við Pétur Magnússon, forstjóra Hrafnistu Pétur Magnússon lyfjafræðingur hóf störf sem forstjóri Hrafnistu fyrir rúmum fimm árum eftir að hafa unnið að markaðs- og kynningamálum fyrir alþjóðleg lyfjafyrirtæki hér á landi svo sem GlaxoSmithKline og Merck Sharp & Dohme. Skýin slást þennan vetrardag. Esjan, Akrafjall og Skarðsheiði blasa við frá Hrafnistu þar sem heimilismenn hafa frá merkilegri sögu að segja frá fyrri tímum. Tilgangurinn er hins vegar að heimsækja forstjóra Hrafnistu, Pétur Magnússon. Hann situr í rúmgóðri skrifstofu og spyr hvort við ættum ekki að fara á kaffihúsið á staðnum sem er einstaklega fallega hannað. Þar býður hann upp á tertusneið og pepsí. Við setjumst í svarta leðurstóla. Rauður púði. Annar brúnn. Tertusneiðarnar á hvítum diskum og svart pepsíið í glærum glösum. „Ég ólst upp á Akranesi og man varla eftir mér öðruvísi en í fótbolta þegar ég var strákur,“ segir Pétur. „Ég varð stúdent frá bæði viðskipta- og náttúrufræðibraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1991 og þá var hugurinn farinn að stefna í átt að heilbrigðisgeiranum. Ég prófaði aðeins læknisfræði og matvælafræði en svo endaði ég

16

einhvern veginn í lyfjafræði sem mér fannst mjög spennandi. Ég sá stjórnunarnálgun þar - stjórnun í lyfjafyrirtækjum og markaðssetningu lyfja; það var það sem ég hafði mestan áhuga á á þeim tíma. Þegar ég byrjaði í lyfjafræði sá ég ekki fyrir mér að ég myndi fara að vinna á rannsóknarstofu - mér fannst reyndar fínt að prófa að vinna í apóteki þegar ég var í náminu - heldur við markaðssetningu lyfja og/ eða einhver stjórnunarstörf.“ Skemmtileg reynsla Það var haustið 1993 sem Pétur sótti sinn fyrsta tíma við lyfjafræðideild Háskóla Íslands. „Það var tími í efnafræði í stofu 2 í Háskólabíói en það voru líka nemendur í efnafræði og fleiri greinum sem sóttu tímann.“ Hann segir að árin í lyfjafræðinni hafi verið skemmtileg. „Ég var í samheldnum og skemmtilegum bekk. Það var góð stemmning í bekknum og þetta var einn af örfáum bekkjum í lyfjafræði þar sem strákar voru í meirihluta. Við vorum öll góðir félagar og var félagslífið öflugt og mikið að gerast hjá okkur.“ Pétur vann tvö sumur á meðan á náminu stóð í apóteki auk þess að vinna hjá Lyfjaverslun Íslands á þessum árum; fyrst að sumri og síðan vann hann um veturinn með námi.

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2013

„Ég náði að gera við þá einstakan samning að því leyti að þeir bjuggu til prógramm fyrir mig sem fólst í að ég fékk að vera í öllum deildum fyrirtækisins í nokkrar vikur í senn. Ég var t.d. í því að pakka vörum, ég vann í steríldeild og venjulegri framleiðsludeild, ég vann við töfluvél í fjórar vikur, ég vann við vigtun hráefna, ég afgreiddi pantanir til viðskiptavina og ég vann í markaðsdeildinni. Ég fékk því að kynnast öllum hliðum í lyfjaframleiðslufyrirtæki sem ég held að fáir hafi haft tækifæri til. Þetta var því skemmtileg reynsla. Síðasta árið í háskólanum var ég í 50% vinnu í markaðsdeild Lyfjaverslunar Íslands. Vinnutíminn var aðlagaður að stundatöflunni. Einkunnirnar fóru aðeins niður síðasta árið en þær náðust að haldast allt í lagi. Það var hins vegar svo gaman í vinnunni að ég var tilbúinn til að fórna því. Ég fór svo í fullt starf hjá Lyfjaverslun Íslands eftir útskrift.“ Það var árið 1998. Til að hjálpa Pétur hafði snemma í lyfjafræðináminu haft áhuga á að starfa síðar við markaðsmál eins og þegar hefur komið fram; en af hverja fór hann ekki í viðskiptafræði í stað lyfjafræði? Hann hefur svar við því. „Manni finnst maður vera að gera gagn. Maður selur vöruna til að hjálpa. Þetta er „gúddí“ mál; maður er að koma með einhverja vöru sem er framleidd til að hjálpa fólki og lækna sjúkdóma. Ég er ekki að gera lítið úr markaðsstarfi hjá öðrum fyrirtækjum en hjá lyfjafyrirtækjum er ekki verið að uppfylla einhverjar gerviþarfir eða búa til einhvern lúxus heldur er


FÓLKIÐ oft virkilega verið að hjálpa fólki. Ég tók líka til dæmis þátt í alls konar verkefnum hjá GlaxoSmithKline, þar sem ég vann á sínum tíma, sem gengu út á að greina sjúkdóma þannig að fólk fengi þá lækningu fyrr auk þess að gera fræðsluefni um t.d. sjúkdóma, forvarnir og meðferðir.“ Í MBA-nám Pétur vann við markaðssetningu lyfja hjá Lyfjaverslun Íslands. „Ég var hluti af teymi sem íbúfenvæddi Ísland ef svo má segja; við margfölduðum söluna á íbúfeni á þessum tíma - hvort sem það er gott eða slæmt verður sagan að dæma síðar. En þetta var á meðal þess sem ég átti að vinna við. Lyfjaverslun Íslands var á þessum tíma með innflutningsfyrirtækið Icepharma og ég vann líka svolítið við það. Svo atvikaðist það þannig að ég var lánaður í verkefni til lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline. Það samstarf gekk það vel að ég var ráðinn til þess fyrirtækis hálfu ári síðar. Þar vann ég við markaðssetningu lyfja í fimm ár. Þetta er alþjóðlegt risafyrirtæki sem hefur sett mörg spennandi lyf á markað.“ Pétur segir að eitt umfangsmesta verkefnið hjá fyrirtækinu á þessum árum hafi verið stofnun Loftfélagsins sem var samstarfsverkefni GlaxoSmithKline, landlæknisembættisins, Lýðheilsustöðvar, Félags lungnalækna og Félags lungnahjúkrunarfræðinga en farið var um landið og lungnamælingatæki gefin. „Við kenndum heilbrigðisstarfsfólki að nota mælitækin þannig að það væri hægt að greina lungnasjúkdóma fyrr en ella. Það var mjög eftirminnilegt og skemmtilegt verkefni.“ Pétur ákvað síðan að setjast aftur á skólabekk. Hann hóf MBA-nám með áherslu á mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist árið 2004 eftir tveggja ára nám. „Mér bauðst fljótlega vinna hjá Merck Sharp & Dohme og stýrði ég starfsemi fyrirtækisins á Íslandi. Starfið gekk í rauninni út á markaðssetningu lyfja en við vorum líka með stóra rannsókn í gangi í samvinnu við landlæknisembættið sem fjöldi Íslendinga tók þátt í.“ Um 800 starfsmenn Pétur segir að „Hrafnistuævintýrið“ hafi dottið fyrir algjöra tilviljun upp í hendurnar á sér þegar hann hafði unnið hjá Merck Sharp & Dohme í þrjú ár. „Ég var spurður hvort ég hefði áhuga á að koma í viðtal vegna forstjórastarfsins. Ég fór bara að hlæja fyrst; ég vissi ekki almennilega hvað Hrafnista væri nema að það væri eitthvað elliheimili. Svo fór ég að kynna mér málið og hafði tvo tíma; ég kíkti á heimasíðuna og hitti síðan stjórnina

og við ræddum sýn mína á stjórnun og heilbrigðis- og velferðarmál. Mér fannst þetta vera mjög spennandi og áherslur mínar og stjórnar fyrirtækisins voru mjög svipaðar.“ Það varð úr að Pétur var ráðinn forstjóri Hrafnistu og hóf þar störf í ársbyrjun 2008. „Þetta er búinn að vera frábær tími. Þetta er rosalega skemmtilegt starf og fjölbreytt.“ Gamall maður, hokinn í herðum og af reynslu, kemur gangandi inn í kaffihúsið og sest hjá okkur en kaffihúsið er annars nærri því tómt. Starfsmaður setur kaffibolla á borðið fyrir framan hann. Þarna er hann vanur að sitja. „Þótt það hljómi sjálfsagt ekki spennandi fyrir marga,“ segir Pétur, „þá er mikið að gerast í öldrunargeiranum. Þetta er vaxandi geiri; þjóðin er að eldast og öldruðum að fjölga og það eru gerðar sífellt meiri kröfur til þeirrar þjónustu sem er í boði. Það er góð stemmning á Hrafnistu á meðal

sjá árangur og uppfylla markmið og gera fólki kleift að eiga betra líf.“ Hann segist reyna aðeins að fylgjast með nýjungum í lyfjafræði. „Það er samt erfitt að gera það nákvæmlega. Ég held að það yrði mjög skrítið að fara að vinna í apóteki en ég myndi sjálfsagt ná því upp á ákveðnum tíma. Ég lendi æ oftar í vandræðum ef ég er í fjölskylduboðum og einhver kemur til mín sem segist vera á ákveðnu lyfi og spyr hvernig það virki; ég á þá stundum í vandræðum með að muna nafnið eða vita hvað það gerir.“ Gamli maðurinn ræskir sig, stendur upp og fer. Pétur viðurkennir að lyfjafræðinámið nýtist sér í forstjórastólnum á Hrafnistu. „Það fylgja lyfjafræðinni mjög öguð vinnubrögð og það er eitthvað sem ég bý vel að og hefur nýst mér. Þau nýtast manni í allri vinnu, sérstaklega stjórnun sem gengur út á að láta hlutina ganga, og þar sem maður fæst við marga og flókna hluti er nauðsynlegt að vera skipulagður.“

Pétur (t.h.) ásamt samnemendum í námsferð til Bandaríkjanna 1998.

stjórnenda og starfsfólks og margar nýjungar í burðarliðunum.“ Pétur segir að starfsmenn séu um 800 á þremur stöðum og að sinna þurfi hátt í 1000 manns á hverjum degi. „Hlutverk mitt felst aðallega í stefnumótun, að heyra hljóðið í stjórnendum, fylgja hlutum eftir og vinna við úrlausn stærri verkefna. Ég þekki ekki nöfnin á mörgum sem hér búa þar sem íbúarnir eru það margir en ég er farinn að þekkja lungann af starfsmönnum.“ Fylgist með nýjungum Pétur segir að líkja megi starfseminni á Hrafnistu við hugmyndina sem hann hafði um lyfjafræðina. „Maður er að reyna að hjálpa fólki að eiga betra líf og sér árangur af því. Ég hef áhuga sem stjórnandi á því að láta hlutina ganga,

tölublað 1 - 2013

Það eru rúm 20 ár liðin síðan stúdentshúfan fór á kollinn. Það ár tók Pétur próf ásamt félögum sínum sem átti að sýna út frá áhugasviði hvaða háskólanám myndi best henta og hvað myndi henta honum best að vinna við. „Mamma dró fram þetta blað þegar ég byrjaði að vinna á Hrafnistu en miðað við útkomuna úr þessu prófi átti það best við mig að stýra elliheimili; þá hló ég að þessu en ég var búinn að steingleyma þessu prófi þegar mamma dró þetta fram.“ Gamli maðurinn var farinn en eftir hann liggja kaffislettur á gólfinu. Tómur kaffibolli á borðinu. Skýin eru enn að slást. Texti: Svava Jónsdóttir, blaðamaður

Tímarit um lyfjafræði

17


FRÆÐIN

Sjúkratryggingar Íslands

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfja Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum mun taka gildi þann 4. maí 2013 en Alþingi samþykkti breytingar á lögum um sjúkratryggingar og lyfjalögum þann 1. júní síðastliðinn. Meginmarkmiðið með lögunum er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Núgildandi kerfi og nýja kerfið Það sem einkennir núgildandi kerfi er að kostnaður þeirra sem þurfa á mörgum og dýrum lyfjum að halda, eða nota lyf að staðaldri, getur orðið mjög mikill vegna þess að ekki er um neitt hámark á lyfjakostnaði einstaklinga að ræða. Greiðsluþátttaka er mismikil eftir lyfjaflokkum sem skapar mismunun milli einstaklinga eftir sjúkdómum. Nýtt kerfi byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Tólf mánaða greiðslutímabil einstaklings hefst við fyrstu lyfjakaup. Sem dæmi - ef einstaklingur kaupir lyf í fyrsta sinn 20. júní 2013 þá líkur því tímabili 20. júní 2014. Nýtt tímabil lyfjakaupa hefst þegar einstaklingur kaupir næst lyf í apóteki. Í fyrsta þrepi greiðir sjúkratryggður einstaklingur lyf að fullu, í þrepi tvö greiðir einstaklingur 15% af heildarverði lyfja og í þriðja þrepi greiðir einstaklingur 7,5% af heildarverði lyfja. Þannig eykst þátttaka sjúkratrygginga eftir því sem kostnaður einstaklings eykst. Inn í kerfið falla eingöngu lyf sem eru með greiðslumerkingu hjá SÍ. Greiðsluþrep Upphæðir í greiðsluþrepum má sjá í töflu 1 og 2 og dæmi um lyfjakaup einstaklings í töflu 3. Lífeyrisþegar, börn og ungmenni yngri en 22 ára greiða lægra gjald en aðrir. Öll börn yngri en 18 ára í sömu fjölskyldu greiða sem eitt. Athugið að fyrirvari er settur á upphæðir í töflum þar sem þær byggja á drögum að reglugerð. Þrep

Lyfjakostnaður á 12 mánaða tímabili

Greiðsluhlutfall af heildarverði lyfja

Einstaklingur

Sjúkratryggingar

Einstaklingur

Sjúkratryggingar

1

24.075 kr.

0 kr.

100%

0%

2

10.833 kr.

61.391 kr.

15%

85%

3

34.507 kr.

425.593 kr.

7,5%

92,5%

Samtals

69.415 kr.*

486.984 kr.

Tafla 1. Sjúkratryggðir almennt. *Þegar einstaklingur hefur greitt umfram 69.415 kr. innan 12 mánaða tímabilsins getur læknir sótt um að SÍ greiði lyf að fullu það sem eftir er af tímabilinu.

18

Tímarit um lyfjafræði

Þrep

Lyfjakostnaður á 12 mánaða tímabili

Greiðsluhlutfall af heildarverði lyfja

Einstaklingur

Sjúkratryggingar

Einstaklingur

Sjúkratryggingar

1

16.050 kr.

0 kr.

100%

0%

2

7.223 kr.

40.927 kr.

15%

85%

3

24.876 kr.

306.823 kr.

7,5%

92,5%

Samtals

48.149 kr.*

347.750 kr.

Tafla 2. Elli- og örkorkulífeyrisþegar og börn og ungmenni yngri en 22 ára. *Þegar einstaklingur hefur greitt umfram 48.149 kr. innan 12 mánaða tímabilsins getur læknir sótt um að SÍ greiði lyf að fullu það sem eftir er af tímabilinu. Dags. lyfjakaupa

Heildarverð

Eva greiðir

Skýringar

15. maí 2013

19.000 kr

19.000 kr

Greiðslutímabil hefst - Eva greiðir 100% samkvæmt þrepi 1.

3. júní 2013

21.000 kr

7.464 kr

Eva greiðir 15% fyrir mestan hluta upphæðar samkvæmt þrepi 2.

20. júl. 2013

53.000 kr

7.950 kr

Eva greiðir 15% samkvæmt þrepi 2.

12. nóv. 2013

27.000 kr

2.273 kr

Eva greiðir 7,5% fyrir mestan hluta upphæðar samkvæmt þrepi 3.

25. feb. 2014

21.000 kr

1.575 kr

Eva greiðir 7,5% samkvæmt þrepi 3.

Alls á tímabili:

141.000 kr

38.262 kr

16. maí. 2014

21.000 kr

21.000 kr

Nýtt timabil hefst - Eva greiðir 100% samkvæmt þrepi 1.

Tafla 3. Eva greiðir almennt verð fyrir lyf

Hvaða lyf falla undir þrepakerfið? Lyf sem eru með greiðsluþátttöku í lyfjaverðskrá og þau lyf sem einstaklingur á lyfjaskírteini fyrir falla inn í þrepakerfið. Ef lyf eru á viðmiðunarverðskrá þá fellur einungis viðmiðunarverðið inn í þrepakerfið. Ef einstaklingur velur að kaupa lyf sem er á öðru verði en viðmiðunarverðslyfið, greiðir hann mismuninn nema ef einstaklingur á í gildi lyfjaskírteini fyrir sérlyfi. Vinnureglur varðandi útgáfu á lyfjaskírteinum má finna á vefsíðu SÍ (http://www.sjukra.is/ lyf-og-hjalpartaeki/lyf/lyfjaskirteini/) . Lausasölulyf falla ekki undir þrepakerfið, undantekning er ef ávísað er með lyfseðli og lyfið er með greiðsluþátttöku í lyfjaverðskrá eða einstaklingur á lyfjaskírteini. Leyfisskyld lyf eru dýr og vandmeðfarin lyf og greiðir SÍ fyrir

tölublað 1 - 2013


FRÆÐIN

þau óháð því hvort einstaklingur er inniliggjandi á stofnun eða ekki. Þau verða einstaklingi að kostnaðarlausu og falla því ekki undir þrepakerfið. Einstaklingar með alvarlegan geðrofssjúkdóm, lokastigsnýrnabilun og einstaklingar í líknandi meðferð fá ákveðin lyf greidd að fullu af SÍ og falla þar afleiðandi ekki undir þrepakerfið.

Betri þjónusta við almenning og heilbrigðisstarfsmenn með þjónustugáttum Sjúkratrygginga Íslands

Halda öll lyfjaskírteini gildi sínu eins og þau eru í dag? Flest lyfjaskírteini halda gildi sínu en greiðslumerking þeirra í nýju kerfi getur breyst með þeim hætti að lyf fá almenna greiðsluþátttöku sem áður voru B merkt eða með fulla greiðsluþátttöku áður. Einstaka lyfjaskírteini munu falla úr gildi þar sem þau verða óþörf en lyf eins og t.d. astmalyf fá almenna greiðsluþátttöku. Einstaklingar geta fylgst með afgreiðslu lyfjaskírteina í Réttindagátt á www.sjukra.is.

Þjónustugáttir Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), Gagnagátt og Réttindagátt á vefsíðu SÍ www.sjukra.is, opnuðu á árinu 2010 og 2011 í þeim tilgangi að auka rafræna þjónustu við einstaklinga og heilbrigðisstarfsmenn.

Hvað er hægt að gera til að dreifa lyfjaútgjöldum? Einstaklingar sem vilja dreifa lyfjakostnaði geta óskað eftir því við apótek að lyf séu seld í minni skömmtum. Til dæmis geta apótek selt mánaðarskammt í einu af lyfjum þrátt fyrir að lyfseðill sé gefinn út fyrir þriggja mánaða skammt. Einstaklingar/fjölskyldur með lágar tekjur og mikil útgjöld vegna læknishjálpar, lyfja, og þjálfunar geta átt rétt á endurgreiðslu kostnaðar að hluta. Fylla þarf út umsókn á www.sjukra.is, í þjónustumiðstöð SÍ að Laugavegi 114, eða í umboðum hjá sýslumönnum um land allt. Með umsókn þurfa að fylgja afgreiðslukvittanir sem staðfesta lyfjakaup. Staða einstaklinga og reiknivél aðgengileg í Réttindagátt á www.sjukra.is Einstaklingar munu geta kannað stöðu sína gagnvart þrepakerfinu og skoðað yfirlit yfir lyfjakaup í Réttindagátt, þjónustusíðu einstaklinga á www.sjukra.is. Innskráning fer fram með veflykli skattyfirvalda eða rafrænum skilríkjum. „Lyfjareiknivél“ verður einnig aðgengileg á síðunni og í Réttindagáttinni sem reiknar út verð lyfjakaupa út frá gefnum forsendum og þrepastöðu einstaklinga hverju sinni. Frekari upplýsingar á www.sjukra.is

tölublað 1 - 2013

Gagnagátt Gagnagátt er ætluð fyrir rekstraraðila, svo sem heilbrigðisstarfsmenn og eykur hún skilvirkni og bætir þjónustu. Innskráning fer fyrst fram með nýskráningu þar sem lykilorð er sent í netbanka. Aðgangur er eingöngu veittur í gegnum kennitölu rekstraaðila. Hvaða upplýsingar má finna í Gagnagáttinni? Rekstraraðili sem er í viðskiptum við SÍ getur t.d séð greiðsluskjöl, upplýsingar um réttindi einstaklinga, umsókna og vottorða. Réttindagátt Réttindagáttin er ætluð almenningi og þar geta einstaklingar fengið upplýsingar um réttindi sín vegna heilbrigðisþjónustu og greiðsluskjöl. Til að skrá sig inn í Réttindagátt er farið inn á www.sjukra.is og notaður veflykil skattyfirvalda. Mikilvægt er að einstaklingur skrái þar allar upplýsingar sem óskað er eftir, svo sem um bankareikning vegna hugsanlegrar endurgreiðslu og netfang. Netfangið mun koma til með að þjóna þeim tilgangi að einstaklingur fær sendan tölvupóst þegar hreyfing á sér stað í Réttindagáttinni. Hvaða upplýsingar sjá einstaklingar í Réttindagátt sinni ? Hægt er að skoða réttindastöðu sína vegna heilbrigðisþjónustu, þ.e. hvort einstaklingur hefur hlotið réttindi sem eykur þátttöku SÍ í læknisþjónustu, lyfjum og annarri heilbrigðisþjónustu. Skoða má tilurð afsláttarkorts - skoða stöðu afsláttarkortsins og prenta það út sé réttur til staðar. Með afsláttarkorti greiða einstaklingar minna fyrir heilbrigðisþjónustu. Einnig er hægt að skoða kvittanir frá læknum sem SÍ hefur móttekið sem og séð hvernig mögulegum endurgreiðslum er háttað. Staða lyfjaskírteina er birt í Réttindagátt en í dag eru þau einungis gefin út á rafrænu formi. Óþarfi er að prenta þau út þar sem öll apótek sjá stöðu lyfjaskírteina frá SÍ rafrænt. Einnig munu einstaklingar geta skoðað stöðu sína í komandi lyfjagreiðslukerfi og séð í hvaða þrepi hann/hún er. Sett verður upp reiknivél þar sem hægt verður að kanna hvað viðkomandi þarf að greiða við næstu lyfjakaup miðað við þá stöðu sem hann er í.

Tímarit um lyfjafræði

19


FRÆÐIN

Bráðadagur LSH 2013 Bráðadagur bráðasviðs Landspítala (LSH) var haldinn 1. mars sl. en hann er “árleg uppskeruhátíð bráðasviðs, með kynningum á rannsóknum og verkefnum tengdum starfsemi sviðsins.“ Þema dagsins nú var forvarnir. Fjórir lyfjafræðingar, Guðborg A. Guðjónsdóttir, Sveinbjörn Gizurarson, Þórunn K. Guðmundsdóttir og Anna I. Gunnarsdóttir, héldu erindi á bráðadeginum í þetta sinn og kynntu rannsóknir sem þau höfðu séð um eða komið að. Guðborg A. Guðjónsdóttir: Framsýn rannsókn á eitrunum sem komu til meðferðar á bráðamóttökum Landspítala 2012. Fyrstu niðurstöður. Rannsóknin stóð yfir frá 1. janúar – 31. desember 2012. Aflað var upplýsinga um bráðar eitranir sem komu á bráðamóttökur LSH. Spurt var ákveðinn spurninga – 6 talsins, s.s. hversu algengar eru komur vegna eitrunar, hvaða eitranir eru algengastar og hvaða eitranir eru alvarlegastar. Eitur var skilgreint sem efni og lyf. Notaður var ICPC kóði og voru 22 kóðar notaðir, s.s. lyfjaeitrun, eitrun, lyfjainntaka, lyfjamisnotkun, meðvitundarleysi, ölvun o.fl. Fram kom að á þessu tímabili komu 172 eitranir, 165 á bráðamóttökuna í Fossvogi og 7 á bráðamóttöku barna. Um var að ræða 92 konur og 80 karla og voru 145 eitranirnar lyfja- eða áfengiseitranir. 3% einstaklinganna voru lagðir inn á gjörgæslu en enginn dó. 60% einstaklinganna með eitrun voru undir fertugu. Algengustu efni/lyf sem tengdust eitrununum voru; 1. Áfengi (73) 2. Svefnlyf og róandi lyf (42) 3. Örvandi efni (34) (s.s. Amfetamín, Rítalín, MDMA, kókaín) 4. Paracetamol (25) 5. Seroquel (quietiapin) Fram kom að lokum að eitranir á Íslandi eru algengari en meðal nágrannaþjóða. Sveinbjörn Gizurarson: Bráðameðferð við flogum. Sveinbjörn sagði frá rannsókn sinni á gjöf midazolams í nef sem bráðameðferð við flogum. Fram kom að rannsóknirnar hófust árið 1987 og voru gerðar á kanínum. Ein af spurningunum sem þurfti að svara í rannsókninni var hvort hægt væri að leysa upp einn virkan skammt í 100 μl af leysi en það er það magn sem nýtist á staðnum við gjöf í nef. Í janúar 2007 fannst svo rétta hjálparefnið og árið 2012 var farið í klínískar tilraunir, fasa III, og fara þær fram á 76 sjúkrahúsum í mörgum löndum. Fram kom að midazolam virkaði hratt á þessu lyfjaformi og að slævandi virknin skilaði sér vel og vöðvaslakandi áhrifin einnig en þau tækju lengri tíma. Spurt var hvort bein tengsl væru á milli slævandi og krapmastillandi verkunar og var svarið að það væri háð því hvaða tegund af benzodiazepin lyfi væri notað. Með midazolami tæki það 2-3 mínútur að fá fram flogastillandi verkun með þessu lyfjaformi.

20

Tímarit um lyfjafræði

Þórunn K. Guðmundsdóttir: Samantekt og samanburður á lyfjaávísunum við útskrift aldraðra einstaklinga af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili. Þórunn sagði frá lokaverkefni Auðar Alexandersdóttur frá lyfjafræðideild HÍ en Þórunn var önnur tveggja leiðbeinanda hennar að verkefninu. Fram kom að hætta væri á ósamfellu í umönnun aldraðra einstaklinga þegar umönnunaraðilar yrðu fleiri en einn, eins og gerist þegar fólk er flutt á milli staða, s.s. deilda eða sjúkrahúsa eða hjúkrunarheimila, eins og algengast er að eigi við um aldraða. Að lyfjamisræmi væri algengt við slíkan flutning en jafnframt væru aldraðir viðkvæmari fyrir óæskilegum áhrifum lyfja. Bæta þyrfti aðferðir við flutning upplýsinga á milli ummönnunaraðila. Of mikið af upplýsingum væru að koma frá of mörgum stöðum og of mikið af upplýsingum væru færðar á milli upplýsingakerfa. Þetta þyrfti að samþætta til að minnka líkur á lyfjamisræmi við flutning aldraðra á milli staða. Lesa má útdrátt úr verkefninu í Tímariti um lyfjafræði (TUL), tölublaði 1 – 2012. Anna I. Gunnarsdóttir: Við hverju er lyfið? Þekking fólks á tilgangi meðferðar sinnar. Anna Ingibjörg sagði frá lokaverkefni Erlu Henrýsdóttur við lyfjafræðideild HÍ, en Anna var meðal leiðbeinenda Erlu. Lyfjafræðingar á Landspítala höfðu í störfum sínum orðið þess áskynja að sjúklingar sem koma inn á spítalann vita ekki alltaf ástæður þeirrar lyfjameðferðar sem þeir eru á og telja meðferðina jafnvel vera við öðrum sjúkdómum en raunin er. Því var þekking fólks á tilgangi eigin meðferðar könnuð, tekin voru viðtöl á formi staðlaðs spurningalista við 300 einstaklinga af báðum kynjum og á breiðu aldursbili, sem komu á Innskriftarmiðstöð og tvær göngudeildir snemma árs 2012. Í ljós kom að fólki virtist nokkuð vel kunnugt um tilgang sinnar meðferðar, en þó er svigrúm fyrir úrbætur hvað það varðar. Heilbrigðisstarfsfólk hafði ekki betri þekkingu á lyfjum sínum en almenningur og háskólamenntaðir með framhaldsnám ekki heldur. Háskólamenntaðir með grunnnám höfðu betri þekkingu en almenningur. Mikill meirihluti fólks vill að ábending sé alltaf skráð á skömmtunarmiða lyfs, en á því er nokkur misbrestur. Elín Ingibjörg Jacobsen lyfjafræðingur tók þátt í pallborðsumræðum um notkun gátlista við bráðasvæfingu, en þær umræður áttu sér stað í lok dagskrár. Í máli Elínar kom fram að lyfjafræðingar eru þaulvanir að fara eftir gátlistum, og hafa einkar jákvæða reynslu af notkun þeirra. Inga Jakobína Arnardóttir lyfjafræðingur var meðal fundarstjóra, og af því að hrósdaginn mikla bar upp á 1. mars er ekki úr vegi að geta þess að fundarstjórar og fyrirlesarar höfðu gott tímaskyn, þannig að allar tímasetningar í dagskrá stóðust afar vel. Regína Hallgrímsdóttir og Ingunn Björnsdóttir, ritnefnd.

tölublað 1 - 2013


FRÆÐIN

Áhugaverð lesning Ritnefnd TUL taldi að gagnlegt gæti verið fyrir lyfjafræðinga að fá ábendingar um áhugaverðar bækur, greinar eða annað lesefni sem rekur á fjörur lyfjafræðinga. Ritnefndin hvetur alla lyfjafræðinga með vitneskju um áhugavert lesefni fyrir lyfjafræðinga að senda þær upplýsingar á ritstjori@lfi.is, og reynt verður eftir föngum að koma þeim upplýsingum í blaðið. Gott væri að með fylgdu upplýsingar um hvar hægt er að nálgast efnið. Eftirfarandi er ein slík bók.

Prescription Painkillers Prescription Painkillers. History, pharmacology, and treatment, eftir Marvin D. Seppala og Mark E. Rose var gefin út af Hazelden Foundation í Center City í Minnesota árið 2010. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna segir hún sögu sterkra verkjalyfja í ópíataflokki og sögu regluverksins í kringum umrædd lyf. Lýst er bakgrunni og einkennum notenda lyfseðilsskyldra verkjalyfja, sem og einkennum um misnotkun og fíkn. Algengustu aðferðir til misnotkunar eru raktar og lyfhrifafræði lyfjaflokksins og einstakra lyfja innan hans skýrð. Einnig er meðferð við ópíatafíkn lýst, - en að mati þess sem þetta ritar er athyglisverðasti kafli bókarinnar sá kafli sem fjallar um markaðssetningu OxyContins í Bandaríkjunum. Sú saga er bæði gömul og ný og byrjar á því að viðhorf til verkjalyfjanotkunar við krabbameini breytist úr því að vera mjög íhaldssamt í að vera að krabbameinssjúklingar eigi að fá verkjalyfjameðferð eftir þörfum. Það viðhorf er raunar stutt gögnum um að þessir sjúklingar upplifi ekki sams konar vímukennda sælu og fíklar sem sækja í ópíöt. Margir lyfjaframleiðendur undirstrika að ópíatverkjalyfin sem þeir framleiða byggi sjaldan upp fíkn. Á sama tíma kemur OxyContin fram, og framleiðandinn heldur því fram að fíkn í tengslum við það

sé sárasjaldgæf og hafi mögulega verið stórlega ofmetin. Framþróun verður í verkjalyfjaframleiðslunni og ýmis forðalyfjaform koma á markað. Framleiðandi OxyContins dró nú athygli almennings sérstaklega að verkjum, hversu algengir þeir væru, hversu auðvelt væri að meðhöndla þá og að sterk verkjalyf væru stundum heppilegasti valkosturinn til meðferðar á vekjum. Þetta var ekki bein auglýsing til almennings heldur óbein, og kölluð fræðsla. Markaðurinn tók heldur betur við sér, salan margfaldaðist. Þróaðar voru leiðir til markaðssetningar með lækna sem markhóp og aðrar með almenning sem markhóp. Salan var orðin slík að líkja mátti henni við faraldur. Merki um misnotkun fóru að verða sýnileg. Framleiðandi OxyContins hafði tvisvar fengið athugasemdir vegna villandi upplýsinga í auglýsingum, og var raunar í fyrstu ekkert á því að vinna með yfirvöldum að því að vinda ofan af faraldrinum, en sá skynsemina í að vinna með yfirvöldum þegar málssóknir vegna fíknar í lyfið voru byrjaðar. Fyrirtækið setti nú í gang ýmsar aðgerðir til að vernda sitt vörumerki, meðal annars fjárstuðning til endurmenntunar um mat á verkjum og verkjasjúklingum, og samvinnu um eftirlit og meðferðarstofnanir. Fyrirtækið lýsti sjálfu sér sem fórnarlambi glæpa, og leit þannig á fíklana og ávísandi læknana sem glæpamennina. Aðrir lýstu fyrirtækinu sem sambærilegu við tóbaksframleiðslufyrirtækin, sem í vaxandi mæli hafa verið talin ábyrg fyrir skaða af völdum tóbaks. Þeim sem áhuga hafa á að vita meira er bent á að panta bókina á t.d. Amazon, www.amazon.com. Ingunn Björnsdóttir, lyfjafræðingur

Athugið breytta aðkomu að

LFÍ og Lyfjafræðisafninu Breytingar hafa verið gerðar á aðkomu til Lyfjafræðisafnsins. Búið er að loka Neströð og er aðkoman nú frá Norðurströnd, keyrt framhjá Lindarbraut og beygt inn Sefgarða og þaðan inn á Safnatröð og stendur Lyfjafræðisafnið nú við Safnatröð 3. Malbikað er alla leið að húsinu, fín bílastæði, upphituð gangstétt ásamt tröppum upp að inngangi og verið er að setja niður ljósastaura við húsið.

Verið velkomin! tölublað 1 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

21


FÓLKIÐ

Lyfjafræðingur í Hollandi Helga Garðarsdóttir

Það eru liðin um 12 ár síðan að ég flutti „óvart“ til Hollands. Ég kom hingað árið 2001 til að klára mastersverkefni, og vann síðan í næstum 2 ár hjá Alþjóðasamtökum lyfjafræðinga (FIP) í Haag en fór svo í mastersnám í faraldsfræði og doktorsnám í lyfjafaraldsfræði hjá Háskólanum í Utrecht. Ég lauk doktorsnámi frá Deild lyfjafaraldsfræði og klínískrar lyfhrifafræði (Division of Pharmacoepidemiology and Clinical Pharmacoloy) árið 2009 og hef starfað hjá deild klínískrar lyfjafræði Háskólasjúkrahússins í Utrecht, Universitair Medisch Centrum Utrecht (UMCU), síðan. Þar starfa ég sem lektor í lyfjafaraldsfræði en þar sem mikil samvinna er á milli deildarinnar minnar og lyfjafaraldsfræðideildarinnar er ég með stöðu á báðum deildum. Háskólasjúkrahúsið í Utrecht Háskólasjúkrahúsið í Utrecht er eitt það stærsta í Hollandi og telur um 11.300 starfsmenn. Það sem stóð uppúr í starfsmannakynningunni var sú vitneskja að UMCU er eina sjúkrahúsið í Hollandi sem hefur eigið slökkvilið. Þetta hljómar kannski kómískt en auk starfsfólksins heimsækja um 17.000 manns sjúkrahúsið á hverjum degi og eru þá ekki meðtaldir sjúklingar og nemendur læknadeildar. Eiginlega má líta á UMCU sem lítið þorp í Hollandi. Á klínísku lyfjafræðideildinni, eða

22

sjúkrahúsapótekinu eins það er líka nefnt, starfa um 180 manns, þar á meðal 14 sjúkrahúslyfjafræðingar, 5 nemar í sjúkrahúslyfjafræði, 4 lyfjafræðingar og ótal lyfjatæknar ásamt öðru starfsfólki. Mitt starf er á rannsóknarsviði deildarinnar og tek ég lítinn þátt í daglegum störfum sjúkrahúsapóteksins. Sem stendur er stærsta verkefnið okkar að setja upp eigið sjúklingaþýði í sjúkrahúsapótekinu og skipuleggja þannig að hægt sé að skrá og safna viðbótarupplýsingum um þessa einstaklinga. Þó svo að háskólasjúkrahúsið áskilji sér þau réttindi að nota öll gögn skráð innan veggja sjúkrahússins til rannsókna þá er oft gott að geta haft samband við sjúklingana. Vegna breytinga á endurgreiðslukerfi lyfja á síðasta ári koma nú stórir hópar af sjúklingum, sem áður gátu sótt lyfin sín í venjuleg apótek, í sjúkrahúsapótekið. Hér er um að ræða dýr lyf eins og til dæmis TNF-alfa hemjara og ákveðin krabbameinslyf. Sem stendur erum við með um 800 sjúklinga sem sækja TNA-alfa hemjara í sjúkrahúsapótekið og því einstakt tækifæri til að fylgjast betur með þessum sjúklingum. Þessi rannsóknarþýði munu hjálpa okkur að læra meira um áhrif langvarandi notkunar, aukaverkanir, virkni og að sjálfsögðu þætti tengda sjúklingnum sjálfum eins og álit þeirra á meðferð sinni.

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2013

Lyfjafaraldsfræðideildin Þó að Klínísku lyfjafræðideildina sé að finna innan UMCU, sem tilheyrir Læknadeild háskólans, þá vinnur hún náið með Lyfjafaraldsfræði og Klínískri lyfhrifafræði sem tilheyrir Lyfjafræðideild háskólans. Flest rannsóknarverkefni lyfjafræði- og doktorsnema sem ég leiðbeini eru hjá Lyfjafaraldsfræðideildinni og einnig fer öll mín kennsla þar fram. Á Lyfjafaraldsfræðideildinni starfa þrír prófessorar sem leiða þrjár rannsóknarlínur innan deildarinnar; klíníska lyfjafræði, aðferðafræði og stefnumótun (Public Policy). Auk umræddra þriggja prófessora starfa 4 gestaprófessorar við deildina, hver með sitt sérsvið sem eru apóteksstörf (pharmacy practice), lyfjaiðnaður, lyfjalög og saga lyfjafræðinnar. Fyrir utan prófessorana starfa á deildinni 3 dósentar, 5 lektorar og 2 nýdoktorar. Alls eru um 50 doktorsnemar við deildina, flestir í hlutastarfi. Í Hollandi er algengt að lyfjafræðingar séu í svokölluðu 50:50 kerfi, þar sem doktorsneminn er úti á atvinnumarkaðnum (í apóteki eða við lyfjaeftirlit) samhliða því sem hann vinnur að doktorsverkefninu sínu. Þá tengjast verkefnin oftast vinnustaðnum og fjalla um til dæmis meðferðarfylgni, upplýsingar til sjúklinga, lyfjafræðilega umsjá hjá þeim sem vinna í apótekunum eða skráningarferli lyfja eða lyfjagát


FÓLKIÐ hjá þeim sem vinna hjá lyfjaeftirlitinu. Doktorsnám í Hollandi er í flestum tilfellum eins og venjulegt starf. Fjármögnun námsins er yfirleitt frágengin áður en doktorsneminn tekur til starfa en doktorsnemar skrifa undir kjarasamninga sem eru endurnýjaðir á 4 ára fresti. Einu af þessum fjórum árum er varið í nám og er algengt að doktorsnemar innan okkar deildar fari í mastersnám í faraldsfræði, enda er það mjög góður grunnur fyrir rannsóknarstarfið. Doktorsnemarnir sem ég leiðbeini vinna innan geðlyfja- eða aðferðafræðilínunnar. Við höfum til dæmis verið að skoða lyfjanotkun sjúklinga sem lagðir eru inn á geðsjúkrahús, og þá aðallega þau lyf sem ekki eru ætluð til að lækna geðsjúkdóma. Við sjáum að við innlögn á geðsjúkrahús gleymist oft að halda áfram gjöf þeirra lyfja sem ekki eru ætluð til þess að lækna geðsjúkdóminn, til dæmis sykursýkilyfja og blóðþynningarlyfja. Þetta er áhugavert ef maður hefur það í huga að geðsjúkir þjást oft af öðrum sjúkdómum líka og því mikilvægt að geðlæknar geri ráð fyrir þeim þegar þeir ávísa lyfjum fyrir innlagða geðsjúklinga. Innan aðferðafræðilínunnar leiði ég alþjóðlegt verkefni innan PROTECT (Pharmacoepidemiological Research on Outcomes of Therapeutics by a European Consortium ) verkefnisins sem er fjármagnað af Evrópusambandinu þar sem við rannsökum áhrif þunglyndislyfjanotkunar á mjaðmabrot í 7 gagnagrunnum í 5 löndum. Svo er ég að vinna að eigin verkefni sem ég fékk styrk fyrir frá Hollenska rannsóknarsjóðnum árið 2010. Í því verkefni kanna ég hvernig notendur þunglyndislyfja taka lyfin sín. Markmiðið er að skoða samræmi milli mismunandi aðferða sem notaðar eru til að meta meðferðarfylgni hjá þessum sjúklingum. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við UPPER sem er sér stofnun innan Lyfjafaraldsfræðideildarinnar sem sér um allar rannsóknir í apótekum. Um 450 apótek í Hollandi eru skráð hjá UPPER sem þýðir að þau eru reiðubúin að taka þátt í rannsóknum og taka við lyfjafræðinemum til starfsþjálfunar. Haft er samband við sjúklingana í gegnum UPPER apótekin þar sem þeim er boðið að taka þátt í rannsókninni og ef þeir eru hlynntir þátttöku gefst möguleiki á að senda þeim spurningarlista, hafa samband við heimilislækninn þeirra varðandi sjúkrasögu og fá allar upplýsingar um lyfjaafgreiðslur þeirra í apótekinu. Rannsóknarstarfið í Hollandi er sem sagt ótrúlega fjölþætt og skemmtilegt og mikið um þverfaglegt samstarf sem er að mínu mati nauðsynlegt til að gera góðar rannsóknir.

Lyfjafræðikennsla í Hollandi Þó ekki sé hún mikil þá fylgir starfinu nokkur kennsla sem fer aðallega fram hjá Lyfjafræðideildinni. Lyfjafræðinám er aðeins að finna á tveimur stöðum í Hollandi, í Utrecht og í Groningen.

að taka miklu meiri þátt í eigin námi og eru samábyrgir varðandi hversu djúpt er kafað í efnið. Kennarinn gegnir frekar hlutverki leiðbeinenda. Einnig er mikið um hópvinnu, verkefnavinnu og fyrirlestra.

Hér í Utrecht hefja um 300 nemendur lyfjafræðinám á ári hverju. Námið er fjölþætt og eftir að þriggja ára bachelornámi er lokið, gefst möguleiki á að fara í lyfjafræðingsnám (3 ár að auki) eða að taka rannsóknarmaster (Drug innovation, 2 ár). Flestir nemendur velja að fara áfram í nám til lyfjafræðings. Í bachelorfasanum er mikil áhersla lögð á fræðilega hlutann og grunngreinar eins og líffræði, efnafræði, lífefnafræði. Ég hef aðallega verið að kenna í mastersfasanum og er þar meiri áhersla lögð á samskiptatækni, vinnu í apótekunum og fög tengd klínískri lyfjafræði. Eitt af fögunum og það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í er „lyfjabúðarleikarnir“ þar sem að nemendum er skipt í 4-5 hópa og þeir látnir reka apótek í 5 vikur. Þá er 5 skólastofum „breytt í“ apótek sem eru opin daglega frá 9-5. Lyfjafræðinemarnir þurfa að mæta á réttum tíma, afgreiða lyfseðla og ræða við og ráðleggja læknum og sérfræðingum. Starfsfólk faraldslyfjafræðideildarinnar ásamt leikurum, sem eru fengnir til að hjálpa, tekur allt þátt í að leika sjúklinga, lækna eða annað heilbrigðismenntað starfsfólk sem heimsækir eða hringir í apótekið. Þannig er reynt að endurspegla raunveruleikann á skemmtilegan hátt. Hver lyfjaafgreiðsla, símtal og heimsókn er metin og safna apótekin á þann hátt stigum. Að lokum stendur eitt apótekið uppi sem sigurvegari. Kennslunni hefur annars verið breytt mikið á síðustu árum. Áður fyrr samanstóð námið að stórum hluta af fyrirlestrum og verkefnatímum er nú er mikil áhersla lögð á lausnaleit (problem based learning). Þar þurfa nemendur

Lífið í Hollandi Holland er eitt þéttbýlasta land Evrópu með rúmlega 16 milljón íbúa. Það er oft sagt að þar sem að allir búa ofaní hvor öðrum sé þar af leiðandi enginn feiminn við að sýna sitt og sína. Það sést greinilega ef gengið er um íbúðargötur stórborganna þar sem fáir draga fyrir gardínurnar á kvöldin og því auðvelt að fylgjast með öllu sem gerist innandyra. Hollendingar eru að mínu mati frekar opnir og hressir, en einnig mjög beinskeyttir í samskiptum. Fjölskyldan skipar sterkan sess í samfélaginu þar sem ekki er óalgengt að fólk sé í hlutastarfi. Þar sem barnagæsla er einstaklega dýr nýta margir sér þennan kost og flestar “nútímafjölskyldur” vinna 4:4, eða fjóra daga hvort foreldri. Það er einnig algengt að fólk ferðist langar vegalengdir til vinnu. Sjálf bý ég í litlu 10 þúsund manna þorpi í austur Hollandi og ferðast um 100 km til að komast til vinnu. Til að minnka mengun á yfirfullum vegum landsins hafa Hollendingar gerst mjög hlynntir því fyrirkomulagi að leyfa starfsfólki að vinna heima ef þess gefst kostur. Ég smellpassa inni í þetta hollenska fyrirkomulag þar sem að við hjónin vinnum bæði 4 daga. Hann hefur þó minni kost á því að vinna heima en ég, þar sem hann rekur apótek í bænum okkar en ég ferðast 2-3svar í viku til Utrecht og vinn hina dagana heima. Það hentar vel þar sem ég fæ þá meiri tíma heima með strákunum mínum í stað þess að sitja föst í umferðaröngþveiti á hraðbrautinni.

tölublað 1 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

23


FÉLAGIÐ

Frá nefndum Fræðslunefnd

Samantekt starfsársins 2012 Fræðslu og skemmtinefnd skipa Anna Lára Steingrímsdóttir formaður, Eyja Líf Sævarsdóttir og Guðríður Kolka Zophoníasdóttir. Árið 2012 stóð fræðslu- og skemmtinefnd fyrir 3 viðburðum. Þetta ár var einnig 80 ára afmæli LFÍ og því var Dagur Lyfjafræðinnar og Afmælishátíð LFÍ íburðarmeiri. Dagur Lyfjafræðinnar var haldinn 17. nóvember í Sólarsal Rúgbrauðsgerðarinnar í Borgartúni 4. Dagskráin var frá kl. 10-15 og hádegisverður á staðnum. Erindin voru áhugaverð og fræðandi og voru í flestum tilvikum flutt af lyfjafræðingum og fjölluðu um störf þeirra. störfum. Erindin og flytjendur þeirra má sjá í 1 tölublaði TUL 2012: 80 ára afmælishátíðin var haldin síðar sama dag á sama stað og hófst með fordrykk í boði Actavis. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu kom og hélt skemmtilega háttíðarræðu við mikla gleði og góðar undirtektir viðstaddra. Veislustjórar voru Gunnar Steinn Aðalsteinsson og Lárus Freyr Þórhallsson lyfjafræðingar og starfsmenn hjá Vistor. Ína Valgerður söngkona flutti ljúfa tóna yfir matnum og Ari Eldjárn kom og sló á létta strengi við mikil hlátrasköll. Maturinn var mjög góður og stemningin skemmtileg. Góð mæting var á báða viðburðina eða 114 manns að deginum og 137 um kvöldið. Frítt var á afmælishátíðina sem var í boði LFÍ og styrktaraðila sem gerðu þetta mögulegt. Styrktaraðilar voru Actavis, Icepharma, Vistor, Lyfja, Frumtök, Reykjavíkur Apótek, Merk Serono, Portfarma, Apótek Vesturlands, Lyfjaval og LYFIS. Kunnum við þeim góðar þakkir fyrir stuðninginn ásamt þeim sem hjálpuðu okkur að gera daginn og kvöldið eins glæsilegt og skemmtilegt og það var með því að halda erindi eða sjá um skemmtidagskrána. Efni frá Degi lyfjafræðinnar er að hluta til aðgengilegt fyrir félagsmenn á innra neti LFÍ. Jólaball LFÍ var haldið 29. desember í sal LFÍ. Hressir jólasveinar mættu og skemmtu börnunum með söng ogf gítarleik og gáfu þeim nammipoka. Þátttaka var góð og var mikill glaumur og gleði á ballinu. Mæting var 51 fullorðnir og 54 börn.

Laganefnd

Laganefnd LFÍ er skipuð Aðalsteini Jens Loftssyni (formaður), Önnu Birnu Almarsdóttur og Ólafi Ólafssyni. Eftirfarandi er yfirlit um efni sem laganefnd fékk til umsagnar eða tók til umfjöllunar í samráði við stjórn LFÍ. Samantekt starfsársins 2012 • Lyfjastefna til 2020. • Mars 2012 - velferðarráðuneytið óskaði eftir umsögn LFÍ varðandi breytingar á reglugerð nr. 403/2010 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum. Um var að ræða ATC-flokkinn N 05 A, (Geðrofslyf). • Mars 2012 - velferðarráðuneytið óskaði eftir umsögn LFÍ um drög að reglugerð um álagningu dagsekta sem Lyfjastofnun ákveður. • Einnig voru gerðar athugasemdir við frumvarp um breytingu á lyfjalögum sem miðaði að því að veita hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum ávísanarétt á hormónatengdar getnaðarvarnir.

24

Tímarit um lyfjafræði

• Gildistöku breytinga á nýja greiðsluþátttökukeftinu var seinkað tvisvar á árinu og í júní 2012 fengum við einu sinni enn til umsaganar reglugerðir um þau mál. • Lyfjastefna til 2020 kom til umsagnar í lok júní. • Júlí 2012 - fengum til umsagnar drög að reglugerð um lyfjafræðinga sem kom aftur til umsagnar í nóvember 2012. • Ágúst 2012 - fengum boð um að mæta á fund í velferðarráðuneytinu vegna vinnu við reglugerðarbreytingar varðandi gerð lyfseðla og afgreiðslu lyfja. • Einnig óskaði velferðarráðuneytið eftir umsögn LFÍ varðandi breytingar á reglugerð um lyfjaauglýsingar. • September 2012 - fengum drög að heilbrigðisáætlun til umsagnar og aftur í janúar 2013. • Í október 2012 voru gerðar athugasemdir við þann kafla fjárlaga sem laut að breytingum á greiðsluþátttöku metýlfenidats fyrir fullorðna. • Október 2012 - óskað var eftir umsögn LFÍ um frumvarp til laga um lækningatæki.

Sumarbústaðanefnd

Sumarbústaðanefndina skipa Atli Jakobsson (formaður), Lárus Freyr Þórhallsson og Magnús Júlíusson. Nefndarmenn hafa í samráði við starfsfólk á skrifstofu LFÍ séð um að úthluta félögum orlofshúsum innanlands, auk þess sem tjaldvagnar/fellihýsi hafa staðið félagsmönnum til boða. Bústaðurinn í eigu félagsins, Lyfjakot í Grímsnesi, er vel nýttur allt árið. Bústaðurinn hefur hlotið nokkrar andlitslyftingar á undanförnum árum, auk hefðbundins viðhalds, og félagsmenn hafa látið vel af aðstöðunni og lýst ánægju með kotið. Árið 2012 bárust að venju margar umsóknir og reynt var að hafa bústaðina vel dreifða um landið og framboðið sem mest. Við buðum til leigu, auk Lyfjakots, bústað í Eyjafirði, á Snæfellsnesi, í Borgarfirði, á Ísafirði, við Flúðir og á Héraði auk húss utan við Grenivík. Í sumar verður valkostunum að einhverju leyti breytt til þess að endurnýja þá og til að koma til móts við umsagnir lyfjafræðinga um þá valkosti sem í boði hafa verið. Má þar nefna að boðið verður upp á ný hús á Vestfjörðum og á Snæfellsnesi. Í vetur hefur Lyfjakot að sjálfsögðu staðið félagsmönnum til boða og hending ef hann stendur auður um helgi að vetri til. Auk þess hefur fólki staðið til boða að nýta aðra valkosti með niðurgreiðslu frá sjóðnum, að ákveðnu marki. Umsóknareyðublöð fyrir sumarleigu verða send út í mars og fer úthlutunin fram í apríl. Við hvetjum alla félagsmenn til að sækja um. Yfirleitt gengur vel að úthluta félagsmönnum bústöðum á þeim tíma sem þeir óska eftir eða geta hugsað sér. Það á bæði við um þá sem hafa langan starfsaldur og þá sem nýbyrjaðir eru í félaginu og telja sig minni möguleika hafa á úthlutun. Að lokum vilja nefndarmenn árétta að þegar sótt er um sumarleigu er alltaf betra að merkja við fleiri en einn valkost/ eina viku. Ef merkt er við fleiri valkosti aukast líkurnar mikið á að viðkomandi fái úthlutað því alltaf er hægt að lenda í því að einhver með fleiri punkta sé að sækja um sömu viku og óskað er eftir.

tölublað 1 - 2013


FÉLAGIÐ

Íslenskir lyfjafræðingar aðilar að Samtökum Evrópskra sjúkrahúslyfjafræðinga Áhugahópur um sjúkrahúslyfjafræði var stofnaður innan Lyfjafræðingafélags Íslands árið 2012. Fyrsti aðalfundur hópsins var haldinn 20. mars sama ár og kosin stjórn til tveggja ára og samþykktir gerðar. Stjórnina skipa Anna I. Gunnarsdóttir ritari, Elín I. Jacobsen meðstjórnandi, Eva Ágústsdóttir meðstjórnandi, Ólafur Adolfsson gjaldkeri og Þórunn K. Guðmundsdóttir formaður. Stjórn áhugahóps um sjúkrahúslyfjafræði. Stofnun áhugahópsins var liður í því að sækja um aðild að European Association of Hospital Pharmacists (EAHP) eða Samtökum Evrópskra sjúkrahúslyfjafræðinga. Öll lönd innan EES svæðisins geta sótt um aðild að EAHP en eitt af skilyrðunum er að til sé hópur sjúkrahúslyfjafræðinga innan lyfjafræðingafélags hvers aðildarlands. Tilgangur áhugahópsins er m.a. að styrkja starf sjúkrahúslyfjafræðinga á Íslandi með upplýsingagjöf, fræðslu og auknu samstarfi innanlands sem utan, ásamt því að auka þekkingu og bæta verkferla til hagsbóta fyrir sjúklinga. EAHP, sem fagnaði 40 ára afmæli sínu árið 2012, eru gríðarlega virk og öflug samtök (http://www.eahp.eu). EAHP er í góðu samstarfi við mörg önnur samtök lyfjafræðinga, t.d. Europharm Forum, FIP og samtök annarra heilbrigðissstétta innan sem utan Evrópu. Einnig er unnið markvisst að því að mynda tengsl og starfa með Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og EU t.d. sem álitsgjafar í málefnum sjúkrahúslyfjafræðinnar. Hlutverk EAHP er margþætt og of langt mál að telja það upp hér en m.a. er unnið að samræmingu náms, starfsþjálfunar og símenntunar meðal sjúkrahúslyfjafræðinga, til þess að gera lyfjafræðingum kleift að starfa í hvaða Evrópulandi sem er. Stjórn EAHP er t.d. í augnablikinu að skipuleggja mjög spennandi verkefni sem nefnist ‘the European Summit on Hospital Pharmacy’, ‘patients and professionals making the future together’. EAHP sendir vikulega frá sér fréttabréf “EU Monitor” um það sem er helst að gerast innan sjúkrahúslyfjafræði í Evrópu. Tímaritið European Journal of Hospital Pharmacy (EJHP) er gefið út reglulega í samvinnu við British Medical Journal (BMJ) og aðildarfélagar fá fría áskrift að, bæði sem vefrit og á pappír fyrir þá sem þess óska. Í mars ár hvert heldur EAHP ráðstefnu þar sem fókusinn er alfarið á sjúkrahúslyfjafræði vítt og breitt. Árið 2012 voru um 3700 þátttakendur og var ráðstefnan sú stærsta hingað til. Tveir lyfjafræðingar LSH, sem einnig eru í stjórn áhugahópsins, munu sækja ráðstefnu EAHP í París 13.15. mars nk. EAHP mun standa fyrir sérstöku “academy seminar”, sem er nýjung, í september 2013. Um miðjan júní ár hvert er aðalfundur EAHP þar sem farið er yfir verkefni samtakanna og tillögur að verkefnum lagðar fyrir fundinn. Á fundinum er farið yfir mjög mörg mál sem eru á döfinni hverju sinni hjá EAHP, kosningar um málin, fjölmargar kynningar frá löndunum á því hvaða verkefni

eru í gangi hjá þeim og vinnubúðir. Tveimur fulltrúum áhugahópsins var boðið af EAHP til Búdapest á aðalfund samtakanna í júní 2012. Eva Ágústsdóttir og Þórunn K. Guðmundsdóttir sóttu fundinn, sem var mjög góður. Þar var m.a. umsókn okkar að samtökunum á dagskrá og þurftum við því að kynna sjúkrahúslyfjafræði á Íslandi fyrir fundarmönnum. Þórunn flutti kynningu um sjúkrahúslyfjafræði á Íslandi og hvaða verkefnum við værum að sinna o.frv. Mikil ánægja var með umsókn Íslands að EAHP og voru kollegar okkar í Evrópu mjög áhugasamir um Ísland og hvernig sjúkrahúslyfjafræði væri stunduð hér á landi. Einnig voru margir mjög spenntir að halda aðalfund EAHP á Íslandi á komandi árum. Það er skemmst frá því að segja að aðild Íslands var samþykkt samhljóma inn í EAHP með lófataki. Ísland er 32 aðildarland innan EAHP og mikil ánægja að fá okkur til liðs við samtökin. Sjúkrahúslyfjafræðingar á Íslandi hafa um árabil unnið að því að efla tengslanetið í Evrópu, og aðild Íslands að EAHP er því kærkomin. Sjúkrahúslyfjafræði er stór grein innan lyfjafræðinnar og mikilvægur vettvangur fyrir stéttina að starfa. Þarft er að hlúa vel að viðhaldi og eflingu greinarinnar. Staðsetning næstu aðalfunda EAHP eru í Aþenu í júní 2013, Sofia 2014 og Porto 2015. Á síðastliðnu ári hefur áhugahópur um sjúkrahúslyfjafræði haldið tvo stjórnarfundi og einn fræðslu-/umræðufund. Formaður og stjórn hafa einnig tekið mjög virkan þátt í starfi EAHP með því að svara ýmsum könnunum og erindum sem berast reglulega í gegnum tölvupóst sl. ár. Stjórn Áhugahóps um sjúkrahúslyfjafræði mun halda áfram starfi sínu skv. samþykktum, enda spennandi tímar framundan í samstarfi við aðildarlönd EAHP. Þeir lyfjafræðingar sem hafa áhuga á að gerast meðlimir í Áhugahóp um sjúkrahúslyfjafræði innan LFÍ, vinsamlega sendið erindi þess efnis til lfi@lfi.is. Þökkum LFÍ og félögum innan Áhugahóps um sjúkrahúslyfjafræði traustan stuðning. f.h. Stjórnar Áhugahóps um sjúkrahúslyfjafræði. Þórunn K. Guðmundsdóttir

tölublað 1 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

25


FRÆÐIN

Doktorsvörn

Elsa Steinunn Halldórsdóttir Lýkópódíum alkalóíðar og virkni þeirra á asetýlkólínesterasa in vitro og in silico – vitræn hönnum og hlutsmíði virkra afleiða. Í nóvember síðastliðinn varði Elsa Steinunn Halldórsdóttir, lyfjafræðingur, doktorsritgerð sína Lýkópódíum alkalóíðar og virkni þeirra á asetýlkólínesterasa in vitro og in silico – vitræn hönnum og hlutsmíði virkra afleiða (e: Lycopodium alkaloids and their acetylcholinesterase inhibitory activity in vitro and in silico: rational design and synthesis of derivatives). Andmælendur voru Dr. Judith Rollinger, prófessor við Leopold-Franzens Háskólann í Innsbrück í Austuríki og Dr. Stefán Jónsson, deildarstjóri þróunardeildar lyfjaforma hjá Actavis. Leiðbeinandi í verkefninu var Dr. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna. Plöntur eru sjálfbjarga lífverur sem ekki eiga möguleika á að hlaupa úr stað þegar þær verða fyrir árás skordýra eða sýkla, en þess í stað framleiða þær annars stigs náttúruefni sér til varnar. Lýkópódíum alkalóíðar eru annars

kælir er ekki bara kælir

Að doktorsvörn lokinni. Frá vinstri: Már Másson, Stefán Jónsson, Elsa Steinunn Halldórsdóttir, Judith Rollinger, Elín Soffía Ólafsdóttir og Kristín Ingólfsdóttir.

stigs náttúruefni sem framleidd eru af hópi ævafornra gróplantna sem kallast jafnar. Sumir þessara alkalóíða hafa reynst öflugir hindrar á ensímið asetýlkólínesterasa (AChE) og gætu því mögulega nýst í læknisfræðilegum tilgangi gegn taugahrörnunarsjúkdómum á borð við Alzheimer. Markmið þessa doktorsverkefnis var að rannsaka alkalóíðainnihald íslenskra jafnategunda, einangra og ákvarða sameindabyggingu þeirra og kanna hindrunaráhrif á AchE in vitro. Sameindahermun in silico var notuð til að hanna enn virkari afleiður af alkalóíðunum sem gætu jafnframt hentað til hlutsmíða. Rannsóknir á efnainnihaldi jafnategundanna lyngjafna og litunarjafna, leiddu til einangrunar og auðkenningar tveggja nýrra og 15 áður þekktra alkalóíða. Allir tilheyra þeir lýkópódín grunnbyggingarflokki og sýndu litla hindrun á AChE ensímið in vitro. Niðurstöður in silico sameindahermunar gáfu þó til kynna að hægt væri að hanna mjög virkar afleiður af þessum alkalóíðum. Annótínól var hlutsmíðað og reyndist vera um 100 sinnum sterkari hindri in vitro en náttúrulega forefnið annótín. Doktorsverkefni þetta hefur aukið þekkingu á sambandi á milli byggingar alkalóíða af lýkópódínflokki og verkunar þeirra á AChE. Niðurstöður benda til þess að in silico sameindahermunaraðferðin sem þróuð var, geti spáð fyrir um virkni alkalóíða af þessum flokki á ensímið og mögulega nýst í leitinni að nýjum lyfjasprotum gegn Alzheimer og öðrum taugahrörnunarsjúkdómum í framtíðinni. Verkefnið var unnið við lyfjafræðideild HÍ og að hluta við Lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla hjá Dr. Jerzy W. Jaroszewski prófessor sem jafnframt sat í doktorsnefnd Elsu. Auk hans og leiðbeinanda voru í nefndinni Dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild HÍ, Dr. Kristín Ingólfsdóttir prófessor við Lyfjafræðideild og rektor HÍ og Dr. Guðrún Valgerður Skúladóttir, vísindamaður við Lífeðlisfræðistofnun HÍ.

5

Elsa Steinunn Halldórsdóttir (f. 1977) lauk kandídatsprófi í lyfjafræði frá Lyfjafræðideild HÍ 2003. Elsa vann við lyfjaefnagreiningu og stöðugleikaprófanir hjá Actavis frá 2003-2005 og starfar nú sem verkefnastjóri á þróunarsviði Actavis.

ár

ð

yrg

b aá

Mikið úrval af aukahlutum

26

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2013


FRÆÐIN

Doktorsvörn

J. Sophie R.E. Jensen Lífvirk náttúruefni úr íslenskum soppmosum – frumdýra- og krabbameinsfrumuhemjandi virkni Í nóvember 2012 varði Sophie Jensen, lyfjafræðingur, doktorsritgerð sína „Bioactive compounds from Icelandic liverworts – anti-protozoal and cytotoxic activity“, (Lífvirk náttúruefni úr íslenskum soppmosum – frumdýra- og krabbameinsfrumuhemjandi virkni). Andmælendur voru Dr. Lars Bohlin, prófessor við Uppsalaháskóla í Svíþjóð og Dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri og deildarstjóri líftækni- og lífefnadeildar Matís ohf. Plöntur eru dýrmæt uppspretta fjölbreyttra og lyfjavirkra efnasambanda sem eru notuð í mikilvæg lyf gegn frumdýrasýkingum s.s. malaríu og krabbameini og má þar nefna artemisinín og paklítaxel sem dæmi. Soppmosar er hópur frumstæðra mosa, sem framleiða óvenjuleg lífvirk efnasambönd. Þessar plöntur hafa verið notaðar í austurlenskum alþýðulækningum um aldir, aðallega sem þvagræsandi, við krabbameini, bakteríu- og sveppasýkingum.

Að doktorsvörn lokinni. Frá vinstri: Elín Soffía Ólafsdóttir, Hörður G. Kristinsson, Sophie Jensen, Már Másson, Lars Bohlin, Helga Ögmundsdóttir, Sesselja Ómarsdóttir

og Dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild HÍ og var hann jafnframt formaður nefndarinnar. Sophie vann um nokkra mánaða skeið að verkefni sínu hjá samstarfsaðilum í Kaupmannahöfn. Virknipróf á frumdýrum fóru fram hjá samstarfsaðilum, Dr. Morten A. Nielsen við Kaupmannahafnarháskóla og Dr. Deniz Tasdemir við Lyfjafræðideild Lundúnarháskóla. J. Sophie R.E. Jensen (f. 1979 í Svíþjóð) lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Burgårdens gymnasium í Gautaborg vorið 1998. Hún lauk kandídatsprófi í lyfjafræði frá Lyfjafræðideild HÍ 2006 og tók 1 misseri í skiptinámi við Kaupmannahafnarháskóla 2004. Á árunum 2006-2007 tók Sophie 3 mánuði í starfsnám á rannsóknastofu hjá Novartis í Boston í Bandaríkjunum og vann í hlutastarfi hjá Lyfju. Sophie hóf doktorsnám 2008. Hún starfar nú sem sérfræðingur í efnagreiningum hjá Matís ohf. á sviði Erfða, öryggis og umhverfis.

Markmið rannsóknarinnar var að einangra og ákvarða sameindabyggingar efnasambanda úr íslensku soppmosunum Marchantia polymorpha og Chiloscyphus pallescens, með áherslu á lífvirkni gegn krabbameinsfrumum og frumdýrum. Lífvirknileidd einangrun krabbameinsfrumuhemjandi efna, leiddi til bis-bíbensýl efnasambandsins marchantin A. Það hindraði frumufjölgun hjá nokkrum tegundum brjóstafruma (A256 (IC50 = 5.5 µM), MCF7 (IC50 = 11.5 µM) og T-47D (IC50 = 15.3 µM)), auk þess að sýna samverkandi, frumudrepandi áhrif á krabbameinsfrumur þegar það var gefið með Aurora-A kínasa hindranum MLN8237. Einnig var sýnt fram á að Marchantin A hindrar fjölgun malaríufrumdýra af Plasmodium falciparum stofni, NF54 (IC50 = 3.4 μM) og K1 (IC50 = 2.0 μM), og auk þess sjúkdómsvaldandi frumdýranna Trypanosoma brucei ssp. rhodesiense, T. cruzi og Leishmania donovani með IC50 gildi 2.1, 14.9 og 1.6 μM. Auk þess sýndi marchantin A hindrun á ensímið PfFAbZ í lifrar formi frumdýrsins sem gæti bent til sjúkdómsfyrirbyggjandi notkunar möguleika. Samantekið þá hafa niðurstöður verkefnisins aukið þekkingu á efnafræði þessara tveggja soppmosategunda frá vaxtarsvæði sem ekki hefur verið rannsakað fyrr og sýnt fram á áður óþekkta lífvirkni á sjúdómsframkallandi frumur í rækt, sem gætu haft lyfjafræðilegt gildi. Rannsóknirnar voru unnar árin 2008-2011 við lyfjafræðideild HÍ undir handleiðslu Dr. Elínar Soffíu Ólafsdóttur, prófessors og meðleiðbeinandi var Dr. Sesselja Ómarsdóttir, dósent við Lyfjafræðideild HÍ. Verkefnið var að hluta unnið á Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum við Læknadeild HÍ hjá Dr. Helgu M. Ögmundsdóttur sem jafnframt sat í doktorsnefndinni. Auk hennar og leiðbeinenda voru í nefndinni Dr. Jerzy W. Jaroszewski prófessor við Kaupmannahafnarháskóla (hann lést 18. október 2011)

tölublað 1 - 2013

73rd FIP World Congress of Pharmacy and Pharmaceutical Sciences Dublin, Ireland 31 August 5 September 2013

Towards a future vision for complex patients Integrated care in a dynamic continuum

Every day, pharmacists are in close contact

science is driving research into practice, all within

with a vast range of complex patients.

the context of the complex patient.

The FIP Congress will explore this complexity in terms of patient needs, the causes (medical, biological, cultural)

As always, the goal of the FIP Congress is to take on a broad view with sessions for Community, Hospital, Academic and Industrial Pharmacy and

and current and emerging strategies to

with specific Symposia for Deans and Pharmacy

treat all aspects of The Complex Patient.

Technicians. Highlights will include the First Global Chief Pharmacists Forum, hosted in collaboration

Learn from innovative projects, see best practices

with the Irish Ministry of Health, bringing together

from all over the world and take part in highly

policy makers from all over the world.

interactive workshops on specific disease management such as cancer, asthma and mental

Join us at the most extensive pharmacy congress

illness. New insights will be gained from examining

in the world, in a city famous for its warm and

the patient’s perspective and how pharmaceutical

friendly people, cultural heritage and beautiful landscapes – the FIP Congress 2013 will truly leave an impression! www.fip.org/dublin 2013

Tímarit um lyfjafræði

27


FÉLAGIÐ

Markþjálfun Fræðslufundur á vegum LFÍ Matilda Gregersdotter kynnti markþjálfun (coaching) á fræðslufundi hjá LFÍ þann 13. febrúar sl. Eitt af módelum markþjálfunar er möguleikavíddin og þangað leiddi hún fundarmenn. Farið var að stunda markþjálfun í kringum árið 2004. Markþjálfun er aðferð þar sem leiðbeinandi hjálpar öðrum aðila við breytingar. Tilgangurinn er að aðstoða við þróun og breytingar. Með markþjálfun er stutt við þróun bæði einstaklinga og hópa. Þannig er losað um hæfni þess sem er að þróast. Við markþjálfun eru notuð bein tjáskipti og stór hluti þjálfunarinnar gengur út á viðveru (coaching presens) þjálfarans. Með því að hlusta markvisst og spyrja markvissra spurninga leiðir þjálfarinn skjólstæðing sinn til nýrrar hegðunar, nýrrar færni og aukins þroska. Í markþjálfun fer fram æfing í að hvetja og styðja við hugmyndir í stað þess að draga úr og letja og niðurstaðan verður vitundarsköpun (creating awarness).

Á fræðslufundinum kynnti Matilda tvær víddir, hræðsluvídd og möguleikavídd. Sú fyrri er neikvæð og þar fer fram samdráttur en sú síðartalda er jákvæð og þar fer fram sköpun. Í Möguleikavíddinni er allt stöðugt upp á við og þeir sem eru þar staddir eru líklegri til að stjórna lífi sínu en aðrir. Til að komast í möguleikavíddina og dvelja þar er mikilvægt að ryðja hindrunum úr vegi eða gleyma þeim um tíma, láta þær ekki hindra sig og þroskast þannig áfram. Þá er talað um

að stökkva til framtíðar. Matilda leiddi fundargesti inn í möguleikavíddina með stuttum æfingum. Gerður var góður rómur að kynningu hennar og ekki er ólíklegt að henni hafi tekist að bifa einhverjum upp úr hjólförunum. Matilda Gregersdotter rekur fyrirtækið Evolvia, sem stendur fyrir námskeiðum og ráðgjöf í markþjálfun. Netfangið hennar er matilda@evolvia.is. Brynhildur Briem og Ingunn Björnsdóttir, ritnefnd

Urðarapótek & MP banki Hollt og heilbrigt viðskiptasamband Guðrún Pálsdóttir stofnaði Urðarapótek og keppir við þá stóru á markaðnum með áherslu á góð kjör og betri þjónustu. Við þekkjum slíkar aðstæður mjög vel.

Brandenburg

Þess vegna er Urðarapótek í viðskiptum hjá okkur.

banki atvinnulífsins

Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is

28

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2013


Lokaverkefni nemenda 2012 Elvar Örn Kristinsson

Þróun og prófun tölulegs líkans sem lýsir lyfjalosun úr sílikon matrixum Notkun nákvæmra stærðfræðilegra líkana við að lýsa losun lyfjaefna úr lyfjaformum er skammt á veg komin þrátt fyrir að hagnýti þeirra sé ljóst. Líkönin gætu sparað mikinn tíma, kostnað og fyrirhöfn sem fylgir venjubundnum losunar- og flæðiprófunum. Þau líkön sem hingað til hafa verið birt eiga það flest sameiginlegt að notast við ýmsar nálganir til að lýsa lyfjalosuninni auk þess sem verulegur skortur er á samanburði við raunveruleg gögn. Markmið þessa verkefnis var að steypa lagskiptar sílikonhimnur sem innihéldu lyf í mismunandi styrk. Losun úr himnunum var mæld í Franz-flæði-sellum en reynt var að stilla móttökufasa þeirra þannig að lyfið losnaði hratt út. Unnið var með niðurstöður í Matlab og losunarferlarnir bornir saman við niðurstöður úr tölulegu líkani. Athugað var hvaða áhrif mismunandi gildi á breytum líkansins hefðu og þannig reynt að besta losunarferlana. Verkefnið var unnið í samstarfi við Össur hf þar sem öll sílikonvinnan fór fram. Niðurstöður þeirrar vinnu var að ekki tókst að steypa lagskiptar sílikonhimnur með lyfi nema styrkur þess væri mjög lágur. Aðrar sílikonhimnur, ekki lagskiptar voru notaðar í losunarprófanir. Niðurstöður úr þeim mælingum voru notaðar í samanburði við líkanið. Verkefnið var einnig unnið í samstarfi við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands en þaðan kom stærðfræðilega líkanið sem unnið var með í Matlab. Erfiðlega tókst að fá líkanið til að líkja eftir gögnum úr eins-lags sílikonkerfum. Mjög hröð upphafslosun lyfsins úr himnunum leiddi til þess að ekki gekk að líkja eftir losuninni. Mjög vel tókst hinsvegar að líkja eftir losun úr tveggja-laga sílikonkerfum. Þar tókst að líkja eftir tilraunagögnum allan þann tíma sem rannsóknin stóð yfir. Leiðbeinandi Már Másson Aðstoðarleiðbeinandi Bergþóra Sigríður Snorradóttir

Erla Hlín Henrysdóttir

Við hverju er lyfið? Þekking fólks á tilgangi lyfjameðferðar sinnar. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu þátttakenda á tilgangi eigin lyfjameðferðar. Til að leggja frekara mat á þá þekkingu var athugað hvort hún tengdist aldri, kyni, menntun, starfi, fjölda lyfja sem viðkomandi var að taka, lyfjaskömmtun eða þeim flokki lyfja sem um var að ræða. Einnig var kannað hversu algengt væri að þátttakendur vildu hafa tilgang lyfjameðferðar skráðan á skömmtunarmiða lyfs og hvort þeir sem notuðu innöndunarlyf teldu sig hafa fengið kennslu í notkun þess og þá frá hverjum. Aðferðir: Tekin voru viðtöl við 300 einstaklinga sem áttu bókaða tíma á Göngudeild innkirtlasjúkdóma og sykursjúkra (G3), Innskriftarmiðstöð við Hringbraut (10E) og í Fossvogi (B3) og Göngudeild lungna og gigtar (A3) á níu vikna tímabili frá janúar til mars 2012 á Landspítala Íslands. Aðeins voru tekin viðtöl við þá sem gátu skilið og tjáð sig á íslensku eða ensku, voru eldri en 20 ára og áttu hvorki við elliglöp né þroskahömlun

að stríða. Öllum hugsanlegum þátttakendum var kynnt rannsóknin ýtarlega og að því loknu skrifuðu þeir sem vildu taka þátt undir upplýst samþykki fyrir þátttöku í rannsókninni. Niðurstöður: Í ljós kom að aldur og fjöldi lyfja hafði áhrif á þekkingu þátttakenda á tilgangi eigin lyfjameðferðar. Ekki tókst að tengja þekkingu á lyfjameðferð við kyn og það hvort viðkomandi væri í lyfjaskömmtun en niðurstöðurnar gáfu góða vísbendingu þar um. Frekari rannsóknir þyrfti að gera til að meta áhrif menntunar og starfs á þekkingu á eigin lyfjameðferð. 15,33% þátttakenda voru mótfallnir því að hafa tilgang lyfjameðferðar skráðan á skömmtunarmiða lyfjabúðar, aðrir vildu það eða var sama. Af þeim 74 þátttakendum sem notuðu innöndunarlyf sögðust 26 ekki hafa fengið neina kennslu á notkun þess. Leiðbeinandi: Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, lektor í klínískri lyfjafræði við Háskóla Íslands

Íris Gunnarsdóttir

Áhrif stökkbreytts EGF týrósín kínasa viðtaka á vöxt og þroskun lungnaþekju í rækt Lungnakrabbamein er ein helsta dánarorsök vegna krabbameina í heiminum. Nýlega hefur örvandi stökkbreytingum í týrósín kínasa viðtakanum EGFR verið lýst í lungnakrabbameinum og er amínósýrubreyting á lefsíni í arginín í stöðu 858 algengasta breytingin (L858R). Gefitinib er smásameind sem er týrósín kínasa hemill og hindrar EGF viðtakann. Þeir sjúklingar sem eru með L858R stökkbreytingu á EGF viðtakanum sýna mikla svörun við gefitinib. Rannsóknir á hlutverki EGFR og L858R stökkbreytingunni í lungnaþekjulaginu hafa fyrst og fremst beinst að krabbameinsþekjufrumulínum og hafa þær rannsóknir verið gerðar í hefðbundnum tvívíðum ræktunum. VA10 er lungnaþekjufrumulína með stofnfrumueiginleika sem getur við réttar frumuræktunaraðstæður myndað eðlilega þekjuvefjagerð, bæði sýndarlagskiptingu og greinótta formgerð. Slík frumulína er mjög mikilvægt tól til að rannsaka eðlilegan þroska lungaþekju og truflun á honum. Markmið verkefnisins var að kanna áhrif stökkbreytts EGF viðtaka, með stökkbreytinguna L858R, á VA10 en víxlveira var notuð við innleiðinguna. Hegðun nýju frumulínunnar var borin saman við eðlilega VA10 frumulínu, bæði hvað varðar starfræna hegðun í tvívíðri ræktun og myndun greinóttrar formgerðar í þrívíðri ræktun. Áhrif gefitinibs á frumulínurnar voru einnig könnuð. Í frumufjölgunarprófi vex stökkbreytta frumulínan betur og hún getur komið sér auðveldar undan sjálfstýrðum frumudauða en VA10 frumulínan. Til að kanna áhrif stökkbreytta viðtakans á þroskun í lungnaþekju var gerð þrívíð ræktun þar sem áhrif á greinótta formgerð voru könnuð. Stökkbreytta frumulínan myndar fleiri þyrpingar í þrívíðri ræktun og greinótta formgerðin einkennist af fleiri og flóknari útbungunum en í VA10. Þegar stökkbreytta frumulínan er ræktuð með gefitinibi verður mjög lítill vöxtur og engin greinótt formgerð myndast, né heldur hjá VA10. Það gefur til kynna að EGF sé mikilvægt fyrir myndun greinóttrar formgerðar. Leiðbeinendur: Magnús Karl Magnússon og Þórarinn Guðjónsson

tölublað 1 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

29


FÓLKIÐ

„NOTUM HAGLABYSSUNA Á ÞETTA“ Ólafur Adolfsson - Pistill félagsmanna

líka að geta að tramadól er ekki það lyf í flokki ópíóíð verkjalyfja sem kemur fyrst upp í hugann í tengslum við fíknisjúkdóma og lyfjamisnotkun en mér er þó kunnugt um að lyfið hefur komið við sögu í dauðsföllum vegna lyfjaeitrana á Íslandi og að það er skoðun sumra lyfjafræðinga að lyfið eigi heima á lista yfir ávana- og fíknilyf. Það segir af stjórnvaldsákvörðunum Síðustu ár hefur sú spurning orðið æ áleitnari í mínum huga hvort ekki skorti nokkuð á að ákvarðanir hins opinbera í lyfjamálum séu nægilega vel undirbyggðar og vandaðar. Gildir þá einu hvort um er að ræða Velferðarráðuneytið sjálft eða undirstofnanir þess. Ákvarðanir virðast oft teknar í hálfgerðu tómarúmi upplýsinga, lítið samráð er haft við hagsmunaaðila, mikið skortir á að nauðsynleg rannsóknarvinna sé framkvæmd og ekkert púður er lagt í að skoða mögulegar hliðarverkanir þeirra ákvarðana sem teknar eru. Má í þessu sambandi nefna núverandi fyrirkomulag afgreiðslu S-merktra lyfja utan sjúkrahúsa sem komið var á fyrir rúmum áratug svo skýrt dæmi sé tekið. Sú ákvörðun er hins vegar ekki efni þessa pistils heldur langar mig til að vekja athygli á nýlegri ákvörðun Lyfjastofnunar að gera verkjalyfið tramadól fortakslaust eftirritunarskylt. Þann 7. desember sl. sendi Lyfjastofnun tilkynningu til apóteka um að frá og með áramótum verði öll lyf sem innihalda verkjalyfið tramadól eftirritunarskyld, öll lyfjaform, allir styrkleikar og óháð ávísuðu magni. Til frekari skýringar á ákvörðuninni var vísað til fréttar á heimasíðu Lyfjastofnunar sem birtist þann sama dag. Þar kemur fram að ákvörðun Lyfjastofnunar grundvallast á stöðugt vaxandi notkun lyfja sem innihalda tramadól og ábendingum til Lyfjastofnunar um mögulega misnotkun tramadóls. Lyfjastofnun skýrir ákvörðun sína ekki frekar eða upplýsir hverju stofnunin hyggst ná fram með fortakslausri eftirritunarskyldu tramadóls. Lyfjastofnun lætur þess einnig ógetið hvað stendur á bak við áðurnefndar fullyrðingar um vaxandi notkun eða í hverju misnotkun á tramadóli er fólgin. Tramadól er verkjalyf úr flokki ópíóíða (N02A). Lyfið er notað við meðalsvæsnum eða miklum verkjum og er einkum ávísað til skammtíma verkjameðferðar t.d. í kjölfar aðgerða eða vegna slysa og áverka. Lyfið er einnig notað til langtíma verkjameðferðar og þá einkum í langvirkum forðalyfjaformum. Tramadól er fáanlegt á Íslandi í 5 lyfjaformum og alls eru skráð 21 vörunúmer fyrir tramadól. Ákvörðun um fortakslausa eftirritunarskildu tramadóls kom mér verulega á óvart enda eru nærfellt tveir áratugir síðan tramadól var fyrst skráð á íslenskan markað. Lyfið hefur á því langa tímabili aldrei verið skráð á ávana- og fíknilyfjalista Lyfjastofnunar og er eina lyfið úr flokki ópíóíða (N02A) sem svo háttar um. Þess ber

30

Vaxandi notkun tramadóls Það er óneitanlega eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar að meta gæði og öryggi lyfja og að tryggja neytendavernd s.s. með því beita sér gegn misnotkun lyfja en það getur hins vegar ekki verið hlutverk Lyfjastofnunar að hafa skoðun á markaðshlutdeild einstakra lyfja eða lyfjaflokka og því síður að stofnunin beiti inngripum til að hafa áhrif á sölu þeirra sömu lyfja nema auðvitað stofnunin telji að það sé innifalið í skráningargjöldunum! Það er rétt hjá Lyfjastofnun að notkun tramadóls hefur farið vaxandi á Íslandi á undanförnum árum en ef skoðaðar eru ávísunartölur fyrir tramadól árið 2012 úr grunni Sjúkratrygginga Íslands kemur í ljós að lyfjaávísanir á tramadól eru 33.778 og fækkar örlítið á milli 2011 og 2012 eða um hálft prósent. Ávísaðir dagskammtar árið 2012 eru 711.132 eða einungis 0,36% aukning milli áranna 2011 og 2012. Nú kann einhverjum að finnast þessar tölur háar en þá má nefna það að Íslendingar nota almennt minna af verkjalyfjum miðað við höfðatölu en aðrir Norðurlandabúar og árið 2010 notuðu Íslendingar nokkru færri dagskammta af tramadóli en Svíar og mun færri en Danir. Það má lesa það út úr tilkynningu Lyfjastofnunar til apóteka að stofnunin telji aukna misnotkun skýra að hluta vaxandi notkun tramadóls. Það kunna hins vegar að vera aðrar skýringar á mikilli notkun tramadóls en misnotkun og má í því sambandi nefna eftirfarandi: • Tramadól er þegar allt er vegið ágætlega brúklegt verkjalyf, lyfið er til í mörgum lyfjaformum, styrkleikum og pakkningastærðum. • Þar sem tramadól hefur ekki verið skráð á ávana- og fíknilyfjalista Lyfjastofnunar má ætla að það ýti undir þá skoðun (tiltrú) heilbrigðisstarfsmanna að minni ávanahætta fylgi tramadóli en öðrum ópíóíðum s.s. kodeini eða ketobemidoni. Af þessum sökum er auðveldara að fá lyfseðla á tramadól endurnýjaða í lyfseðlaendurnýjunarkerfum heilsugæslustöðva en t.d. lyfseðla á Parkódín forte eða Ketogan svo dæmi sé tekið. • Tramadól er ódýrt verkjalyf og auk þess með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands ólíkt lyfjum sem innihalda t.d. parasetamól eingöngu eða parasetamól í blöndum með kódeini. Þetta er ótvíræður hvati til þess að velja fremur tramadól en t.d. Parkódín eða Parkódín forte. Í þessu sambandi má nefna raunverulegt dæmi af eldri gigtarsjúklingi sem þolir ekki NSAID

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2013

lyf. 100 daga skammtur af verkjalyfjum kostar sjúkling: Paratabs Retard kr. 15.906, Parkódín forte kr. 9.884 en Tramól-L kr. 1.900. Valið er einfalt ef horft er til kostnaðar. Hliðarverkanir ákvörðunar um eftirritunarskyldu tramadóls - raunverulegar og mögulegar Ljóst er að ákvörðun Lyfjastofnunar hefur í för með sér verulega aukna vinnu fyrir lyfjafræðinga í apótekum, reikna má með að eftirritunarskrár apóteka bólgni verulega og gæti aukningin þar numið vel á annan tug vörunúmera. Þessu til viðbótar verða til yfir 30.000 nýir eftirritunarskyldir lyfseðlar á hverju ári og verður það án efa kærkomin viðbót við þann stóra bunka sem sendur er til Lyfjastofnunar um hver mánaðarmót með tilheyrandi skráningum og vinnuframlagi. Þá skal ekki gleyma þætti hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum sem munu sitja sveittir við að skrá notkun á hverju hylki og hverri töflu í þar til gerðar eftirritunarbækur. Fortakslaus eftirritunarskylda á tramadóli getur mögulega haft í för með sér verulega auknar ávísanir á önnur lyf úr flokki ópíóíða (N02A) s.s. Parkódín forte, Ketogan, Contalgin eða nýrri og dýrari lyf eins og OxyContin. Auk þess má leiða líkum að því að læknar muni í kjölfar eftirrritunarskyldu skrifa út stærri skammta af tramadóli þar sem ekki verður möguleiki að skrifa út fjölnota lyfseðla á minni pakkningar. Fortakslaus eftirritunarskylda tramadóls er verulega íþyngjandi ákvörðun og því mikilvægt að Lyfjastofnun skoði gaumgæfilega hvort hægt er að ná sömu markmiðum með mildara inngripi t.d. með því setja tramadól á ávana- og fíknilyfjalista ásamt því að senda tilkynningu þar um til allra lækna á Íslandi. Þá má einnig hugsa sér að Lyfjastofnun hringi í Embætti landlæknis og bendi á nauðsyn þess að herða eftirlit með lyfjaávísunum lækna á tramadól. Annar möguleiki væri t.d. að draga úr fjárhagslegum hvata með því að afnema almenna greiðsluþátttöku af tramadóli. Einnig væri möguleiki á því að magnbinda eftirritunarskyldu við t.d. ávísanir á 5 grömm og yfir. Það er mín skoðun að Lyfjastofnun skjóti að þessu sinni nokkuð yfir markið í aðgerðum sínum. Það er fullreynt með áhrif eftirritunarskyldu á misnotkun, hún skilar ákaflega lítilli viðbót nú á öld rafrænna upplýsinga þegar eftirlitsaðilar hafa upplýsingar um lyfjaávísanir örfáum klukkustundum eftir að þær hafa verið leystar út. Ef misnotkun á tramadóli er stórt eða vaxandi vandamál skora ég á Lyfjastofnun að vekja Embætti landlæknis af værum blundi en þar liggur jú eftirlit með lyfjaávísunum lækna og í leiðinni mætti nefna við embættið að engar klínískar leiðbeiningar eru til hjá embættinu um verkjameðferð og val á verkjalyfjum.


Verndar og græðir þurra og viðkvæma húð Ceridal fitukrem inniheldur 100% fituefni og olíu Ceridal fitukrem er án litarog ilmefna, parabena og annarra rotvarnarefna Minni hætta á ofnæmisviðbrögðum

tölublað 1 - 2013

Tímarit um lyfjafræði

31


Er ofnæmið að trufla? Nú

100 tö flur án lyf seðils !

Cetirizin-ratiopharm

10 mg - 10 stk., 30 stk. og 100 stk.

Fljótt að virka Við einkennum frá augum og nefi Við einkennum langvarandi ofsakláða

Notkunarsvið: Cetirizin-ratiopharm inniheldur cetirizin tvíhýdróklóríð, ofnæmislyf fyrir fullorðna og börn frá 6 ára aldri; til að draga úr einkennum frá nefi og augum vegna árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs; til að draga úr einkennum langvarandi ofsakláða. Frábendingar: alvarlegur nýrnasjúkdómur, ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju öðru innihaldsefni Cetirizin-ratiopharm eða fyrir hydroxyzini eða píperazín afleiðum. Varúð: Einstaklingar með skerta nýrnastarfsemi, með flogaveiki eða sem eiga á hættu að fá krampa skulu láta lækninn vita áður en lyfið er notað. Hætta þarf töku lyfsins þremur dögum áður en farið er í ofnæmishúðpróf. Meðganga og brjóstagjöf: Forðast skal notkun lyfsins. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára: Ráðlagður skammtur er 10 mg, ein tafla, á dag. Börn 6 til 12 ára: Ráðlagður skammtur er 5 mg, hálf tafla, tvisvar á dag. Sjá frekari upplýsingar í fylgiseðli. Algengar aukaverkanir: Þreyta, munnþurrkur, ógleði, niðurgangur, svimi, höfuðverkur, syfja, kokbólga og nefkvef. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Júlí 2012.

32

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2013


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.