Tímarit um lyfjafræði, 2. tbl. 2014

Page 1

2. tbl - 49. árg. - 2014

Brot úr sögu:

LYFJAVERSLUN RÍKISINS Hilma Gunnarsdóttir

viðtal

STEFÁN SIGURKARLSSON FJU

FS

E

Ð

IL S

LY

LY

MÁ VERA Á OFUM T S Ð I B

M

Á

ENG A

R

R

Lyfjafræðingur, ljóðskáld og rithöfundur

GLÝSING A AU

SKYLD U

Arfur Áslaugar Hafliðadóttur

HÁSKÓLI ÍSLANDS FÆR VEGLEGA GJÖF

M

tölublað 2 - 2014

Tímarit um lyfjafræði

1


KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN


EFNISYFIRLIT FÉLAGIÐ

FRÆÐIN

Formannsþankar World Pharmacists Day - 25. september “Access to pharmacists is access to health”

5 13

Ólögleg ávana- og fíkniefni í frárennslisvatni

8

Galanthus nivalis– snowdrop - vetrargosi

9

Arndís Sue Ching Löve Forsíðumyndin

Sjúkratryggingar Íslands

10

Brot úr sögu Lyfjaverslunar ríkisins

14

Velferðarráðuneytið

17

Lyfjagreiðslunefnd

17

Örveruþekjur í krónískum sárum

20

HERBERIA

22

Framsýn rannsókn á eitrunum sem komu til meðferðar á bráðamóttökum Landspítala 2012.

25

Námsvistun í norskum apótekum

26

Árlega ráðstefna Evrópusamtaka sjúkrahúslyfjafræðinga

28

Lokaverkefni nemenda 2014 Guðrún Þengilsdóttir

30 33

Kostnaður sjúkratrygginga vegna S-merktra lyfja

FÓLKIÐ

Hilma Gunnarsdóttir sagnfræðingur

Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur Drug Stability for Pharmaceutical Scientists eftir Þorstein Loftsson Ljóð á striga Viðtal við Stefán Sigurkarlsson

Eftirlitsskyldur Lyfjastofnunar: Eftirritunarskyldir lyfseðlar Svar Embættis landlæknis og Lyfjastofnunar við greinum Ólafs Adolfssonar lyfsala um tramadól

6 7 18 34 35

Ný reglugerð um lyfjaávísanir Fréttir

Reynir Scheving

Kolbrún Hrafnkelsdóttir

Guðborg A. Guðjónsdóttir Ingunn Björnsdóttir Freyja Jónsdóttir

Meðferðarheldni við langvarandi eða lotubundna lyfjagjöf – hlutverk kerfislegra og einstaklingsbundinna þátta við upphaf og lok meðferðar.

FRÁ RITSTJÓRN Kæru félagar Rafrænir samfélagsmiðlar eru orðnir ríkur þáttur í okkar samfélagi og er almenningur vafrandi á netinu öllum stundum. Þessi breyting á samfélagsmynstri hefur haft áhrif á margar stofnanir sem eru í samskiptum við sína skjólstæðinga á Twitter eða á Facebook, eins og til dæmis Lögreglan í Reykjavík. Lítil sem engin umræða hefur verið meðal lyfjafræðinga á Íslandi um hvernig hægt væri að nýta þessa samfélagsmiðla fyrir slík samskipti og hefur því frumkvæði einstaklinga fengið að ráða för. Væri til dæmis hægt að auka þjónustu við sjúklinga með því að auka notkun samskiptamiðla, t.d. með því að bjóða sjúklingum með félags- eða víðáttufælni að ræða málin á vefmiðlinum Skype frekar en að þurfa að koma á staðinn? Þetta og margt fleira verður tekið fyrir á árlegu þingi alþjóðasamtaka lyfjafræðinga (FIP) sem haldið verður í þetta sinn í Bangkok í byrjun september. Yfirskrift fundarins er „Access to medicines and pharmacists today, better outcomes tomorrow“. Væntum við þess að þingið sendi frá sér áhugaverðar fréttir um þau mikilvægu málefni sem þar verða tekin fyrir. Aðgengismál skipa stóran sess á ráðstefnunni en þar verður m.a. tekið fyrir aðgengi að nýjum og gömlum lyfjum og aðgengi að lyfjafræðingum og upplýsingum. Margir íslenskir lyfjafræðingar hafa í gegnum tíðina sótt þingin og tekið heim með sér þekkingu sem skilað hefur sér til annarra íslenskra lyfjafræðinga og bætt þjónustu við sjúklinga. Með kveðju, Ritstjórn TUL Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri, Bessi Húnfjörð Jóhannesson, Brynhildur Briem, Hákon Steinsson, Hákon Hrafn Sigurðsson

2. tölublað - september 2014 - 49. árg. Útgefandi: Lyfjafræðingafélag Íslands Lyfjafræðisafninu við Safnatröð Pósthólf 252 172 Seltjarnarnesi Sími 561 6166 lfi@lfi.is

Ritstjórn: Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri Bessi H. Jóhannesson Brynhildur Briem Hákon Hrafn Sigurðsson Hákon Steinsson Uppsetning: Hákon Steinsson Prentun: Litróf

Forsíðumynd: Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af vetrargosa, Galanthus nivalis - „snowdrop“. Ítarlegar upplýsingar má finna á blaðsíðu 9.


Hjartasjúkdómar Ert þú í áhættuhópi?

Fræðsla Hjarta-Aspirín inniheldur asetylsalicylsýru, sem í litlum skömmtum tilheyrir flokki lyfja sem hindra samloðun blóðflagna. Blóðflögur eru örsmáar frumur í blóðinu sem valda því að blóðið storknar og taka þátt í segamyndun. Þegar blóðtappi myndast í slagæð kemur hann í veg fyrir blóðstreymi og hindrar súrefnisflutning. Þegar þetta gerist í hjartanu getur það valdið hjartaáfalli eða hjartaöng; í heilanum getur þetta valdið heilablóðfalli.

Notkunarsvið: Hjarta-Aspirín er notað til að minnka hættu á að blóðtappar myndist og fyrirbyggja þannig hjartaáfall, heilablóðfall eða vandamál í hjarta og æðum hjá sjúklingum með hjartaöng. Hjarta-Aspirín er einnig notað til að koma í veg fyrir myndun blóðtappa eftir ákveðnar tegundir hjartaaðgerða. Ekki má nota Hjarta-Aspirín: Ef um er að ræða ofnæmi fyrir asetylsalicylsýru eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins, ofnæmi fyrir öðrum salicylötum eða bólgueyðandi gigtarlyfjum. Ef þú hefur fengið astmakast, eða þrota á ákveðnum svæðum á líkamanum, eftir töku salicylata eða bólgueyðandi gigtarlyfja. Ef þú ert með eða hefur verið með sár í maga eða smáþörmum eða einhverja aðra tegund blæðingar, svo sem heilablóðfall. Ef þú hefur einhvern tíma verið með blóðstorknunarvandamál. Ef þú ert með alvarleg lifrar- eða nýrnavandamál. Ef þú ert að nota lyf sem kallast methotrexat í skammti sem er stærri en 15 mg á viku. Varnaðarorð og varúðarreglur: Leitið ráða hjá lækninum áður en Hjarta-Aspirín er notað ef þú ert með; nýrna-, lifrar- eða hjartavandamál, hefur einhvern tíma verið með vandamál í maga eða smáþörmum, ert með háan blóðþrýsting, ert með astma, frjókornaofnæmi, sepa í nefi eða annan langvinnan sjúkdóm í öndunarfærum, hefur verið með þvagsýrugigt eða færð miklar tíðablæðingar. Láttu lækninn vita ef þú þarft að fara í aðgerð. Ekki ætlað börnum yngri en 16 ára. Gæta skal þess að ofþorna ekki þar sem notkun asetylsalicylsýru við slíkar aðstæður getur valdið skerðingu á nýrnastarfsemi. Meðganga og brjóstagjöf: Leita skal ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað. Skömmtun: Fullorðnir: Til að fyrirbyggja hjartaáfall, hjarta- og æðasjúkdóma hjá sjúklingum með hjartaöng eða blóðtappa eftir ákveðnar tegundir hjartaaðgerða er ráðlagður tölublað 2 - skammtur 2014 er 75-160 mg einu sinni á dag. Til að fyrirbyggja heilablóðfall er ráðlagður skammtur er 75-325 mg einu sinni á dag. Aldraðir: Eins og hjá fullorðnum. Algengar aukaverkanir: meltingartruflanir, aukin blæðingartilhneiging. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Febrúar 2013.

4

Tímarit um lyfjafræði


FÉLAGIÐ

Formannsþankar „Sjáumst“ er kveðja sem við notum oft. Svo líða oft dagar eða jafnvel ár áður en við sjáum viðkomandi næst og suma sjáum við aldrei meir. „Mér finnst að við ættum að hittast oftar“ er einn af stólpunum í öllu félagsstarfi. Samt er þátttaka í félagslífi hjá LFÍ afar mismunandi. Hjá LFÍ virðist sem stærstu viðburðirnir með nokkuð stöðuga góða mætingu séu jólaballið og Dagur lyfjafræðinnar. Aðrir atburðir eru afskaplega misvel sóttir. Ég verð víst að játa að ég held ég hafi aldrei mætt með börnin mín á jólaball hjá LFÍ sem stafaði, ef ég man rétt, af því að tímasetningin rakst á við eitthvað annað og svo voru börnin allt í einu orðin of gömul til að hafa gaman af jólaböllum. Auðvitað er það samt þannig að við getum aldrei hagað dagskrá eða tímasetningum þannig að allir mæti. Annað í okkar starfi sem alltaf er næg eftirspurn eftir er þjónusta sumarbústaðanefndar. Nú í sumar þegar þetta skrifað er stutt síðan við frestuðum sumarhátíð vegna dræmrar þátttöku. Í fyrra var þátttakan líka dræm en við héldum hátíðina engu að síður. Í fyrra var veðurspáin ekki góð en í ár var þokkaleg veðurspá svo ekki getum við kennt veðrinu um. Þegar sumarhátíðinni var komið á fót í formannstíð Unnar Björgvinsdóttir var þátttakan mjög góð og hélst þannig í nokkur ár en svo fór að halla undan fæti. Nú er það spurningin hver sé galdurinn við að fá góða þátttöku? Getur það verið að heimsmeistaramót í knattspyrnu hafi verið meira spennandi? Eða voru allir farnir í frí? Veðrið var allavega ekki að spilla fyrir. Almannatengsl og viðburðastjórnun er stækkandi atvinnugrein sem við þurfum ef til vill að gefa meiri gaum því núna er orðið mikið framboð af afþreyingu, fræðslu og námskeiðum sem skarast á við okkar dagskrá. Hvernig eigum við að bregðast við? Þurfum við að fá meiri viðbrögð og upplýsingar frá félagsmönnum um hvað þeir vilja? Við sem erum í stjórn LFÍ erum að minnsta kosti öll að vilja gerð að hlusta á tillögur og hugmyndir félagsmanna. Af öðru má nefna að kjarakönnunin ætti að hafa borist og þar þurfum við líka að gera betur. Þátttaka í kjarakönnun þarf að vera betri. Slök þátttaka grefur undan trúverðugleika kjarakönnunar. Sjáumst síðar. Aðalsteinn Jens Loftsson formaður LFÍ

tölublað 2 - 2014

Tímarit um lyfjafræði

5


FÓLKIÐ

Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur Föstudaginn 25. júlí birtist á vef Háskóla Íslands (HÍ) eftirfarandi frétt um nýjan styrktarsjóð sem stofnaður hefur verið við HÍ og er m.a. ætlað að efla íslenska tungu í síbreytilegu tækniumhverfi nútímans. „Sjóðurinn er kenndur við Áslaugu Hafliðadóttur, sem arfleiddi háskólann að húseign og umtalsverðum fjármunum, og er ætlunin að veita styrk úr sjóðnum strax á næsta skólaári. Sjóðurinn ber heitið Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur og hefur það að markmiði að efla íslenska tungu með styrkjum til sérverkefna á sviði íslenskra fræða. Styrkir munu standa bæði starfsmönnum og nemendum Háskóla Íslands til boða, m.a. til rannsókna, þróunar, kennslu, þjálfunar, nýmæla eða tækja og búnaðar sem falla að markmiðum sjóðsins. Í stofnskrá sjóðsins segir að sérstaklega skuli stutt við verkefni sem lúta að ritfærni og þjálfun nemenda á öllum fræðasviðum háskólans við beitingu íslensks máls og styrkja stöðu íslenskunnar í síbreytilegu tækniumhverfi. Styrktarsjóðurinn er stofnaður til minningar um Áslaugu Hafliðadóttur (f. 22. ágúst 1929, d. 21. ágúst 2011) og foreldra hennar, þau Sesselju Eiríksdóttur og Hafliða Jón Hafliðason. Í erfðaskrá sinni arfleiddi Áslaug Hafliðadóttir Háskóla Íslands að fasteigninni að Bjarkargötu 12 í Reykjavík til minningar um foreldra sína. Jafnframt ánafnaði hún háskólanum 25% af öllum bankainnistæðum og andvirði verðbréfa í sinni eigu. Stofnframlag sjóðsins nemur samtals 120 milljónum króna.

Mynd: Heiðrún Rútsdóttir.

Apóteki. Eftir útskrift sem aðstoðarlyfjafræðingur hélt Áslaug til Danmerkur og lauk kandídatsprófi í lyfjafræði frá Danmarks Farmaceutiske Höjskole 1957. Hún starfaði lengst af í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúð Breiðholts og lagði þar m.a. mikla rækt við lyfjafræðinema frá Háskóla Íslands sem komu til verknáms undir hennar handleiðslu. Í Lyfjabúð Breiðholts starfaði Áslaug með Ingibjörgu Böðvarsdóttur apótekara. Auk samstarfs í apótekinu skrifuðu þær mikið saman um sögu lyfjafræði og vildu hlúa að sögulegri vitund í samfélaginu. Þær voru enn fremur ötulir hvatamenn að útkomu Lyfjafræðingatals. Þá vann Áslaug merkilegt starf ásamt hópi lyfjafræðinga við að koma upp Lyfjafræðisafni við Neströð á Seltjarnarnesi. Þriggja manna stjórn sjóðsins hefur verið skipuð og kom hún saman til síns fyrsta fundar á dögunum. Stjórnina skipa þau Katrín Jakobsdóttir alþingismaður sem jafnframt er formaður stjórnar, Börkur Hansen, prófessor við Menntavísindasvið, og Viðar Guðmundsson, prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið, en hann er fulltrúi ættingja Áslaugar í stjórninni. Katrín Jakobsdóttir, formaður stjórnar Styrktarsjóðs Áslaugar Hafliðadóttur, segir sjóðinn skapa ný tækifæri á fræðasviði sem brýnt sé að styrkja. Í síbreytilegu umhverfi samtímans þurfi að leita allra leiða til að efla íslenska tungu, ekki síst hjá yngri kynslóðinni.“

Áslaug stundaði nám í lyfjafræði við Lyfjafræðingaskóla Íslands og verknám í Ingólfs

6

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2014

Vefur HÍ, föstudagur, 25. júlí 2014 - 12:30


FÓLKIÐ

Drug Stability for Pharmaceutical Scientists eftir Þorstein Loftsson Enn á ný berast fréttir af okkar góða vísindafólki við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands en í febrúar á þessu ári var gefin út kennslubók eftir Þorstein Loftsson, prófessor við deildina. Bókin fjallar um stöðugleika lyfja og ber heitið „Drug Stability for Pharmaceutical Scientists“ og var gefin út af Elsevier/Academic Press. Hægt er að nálgast bókina hjá útgefanda, Amazon og víðar. Þann 18. júlí síðastliðinn birtist svo ritdómur um bókina í The Pharmaceutical Journal, eftir Emmu McConnell. Þar kemur m.a. fram í umfjöllun um efni bókarinnar að „..this does serve to keep the book concise and allows it to focus on being a practical guide rather than a beginner´s guide.“ Þorsteinn Loftsson valinn á lista yfir áhrifamestu vísindamenn heims Til viðbótar má nefna þá miklu viðurkenningu er Þorsteinn Loftsson hlaut er hann var valinn á lista Thomson Reuters yfir áhrifamestu vísindamenn samtímans og mun einnig verða á lista Thomson Reuters „The World’s Most Influential Scientific Minds 2014.“ Á listanum eru rúmlega 3.000 vísindamenn sem að mati Thomson Reuters hafa mest áhrif á sínu

vísindasviði í heiminum í dag. Verður það að teljast mikið afrek því á þeim lista eru margir vísindamenn sem starfað hafa við mun betri aðstæður en Þorsteinn, bæði hvað varðar bakland og aðgengi að styrktarfé. Thomson Reuters er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að halda utan um og túlka gögn um árangur í vísindarannsóknum. Listann má finna á http:// highlycited.com/. Rektor Háskóla Íslands fjallaði um þessa viðurkenningu í ræðu sinni við útskrift nemenda í júní síðastliðinn og kom fram hjá rektor að stofnun sprotafyrirtækja og einkaleyfi fengin í tengslum við rannsóknir við Háskóla Íslands væru mörg tengd lyfjaþróun og heilbrigðisvísindum. Þorsteinn er handhafi tveggja slíkra einkaleyfa en fyrirtækin sem um ræðir eru Oculis (http://ocul.is/) og Lipid pharmaceuticals (http://lipid.is/) en bæði fyrirtækin eru að fara með lyf í fasa III rannsóknir. Ritnefnd TUL óskar Þorsteini til hamingju með útgáfu bókarinnar og verðskuldaða viðurkenningu. Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri

tölublað 2 - 2014

Tímarit um lyfjafræði

7


FRÆÐIN

styrkþegi

Ólögleg ávana- og fíkniefni í frárennslisvatni Arndís Sue Ching Löve Notkun ólöglegra ávana- og fíkniefna er vaxandi vandamál í heiminum vegna neikvæðra áhrifa þeirra á heilsufar, félagslega velferð og vaxandi glæpatíðni. Nýjustu rannsóknir á fíkniefnaneyslu á Íslandi benda til þess að neysla á kannabis sé algengust og að neysla á amfetamíni og kókaíni fylgi þar fast á eftir. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar til þess að leggja mat á neyslu þessara efna í samfélaginu, m.a. með spurningalistum, sjúkragögnum og gögnum yfir haldlögð fíkniefni. Sýnt hefur verið fram á ýmsar takmarkanir tengdar þessum aðferðum. Þessar aðferðir eru einnig tímafrekar sem veldur því að ekki er mögulegt að meta nýjar stefnur og breytingar í neyslu með nægilega áreiðanlegum hætti. Því er þörf á nýjum aðferðum til þess að leggja mat á notkun ólöglegra ávana- og fíkniefna á Íslandi. Faraldsfræði frárennslisvatns (Sewage epidemiology) er aðferðafræði sem notuð er til þess að meta notkun fíkniefna. Dr. Ettore Zuccato frá The Mario Negri Institute for Pharmacological Research í Mílanó er upphafsmaður þessarar aðferðafræði og hefur frá árinu 2005 birt fjölda ritrýndra greina á þessu sviði. Aðferðafræðin byggist á því að litið er á frárennslisvatn frá ákveðnum stað sem safn þvagsýna úr heilu samfélagi. Styrkur ólöglegra ávana- og fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja er mældur í frárennslisvatninu og niðurstöður notaðar til þess að meta neyslu þeirra. Neysla efnanna er metin með því að bakreikna styrk þeirra í frárennslisvatni í g/dag á hverja 1000 íbúa. Við útreikningana er einnig notaður flæðihraði frárennslisvatnsins og fjöldi íbúa á þeim stað sem frárennslissýninu er safnað frá.

lyfseðilsskyldra lyfja í Reykjavík og nágrenni með því að mæla styrki þeirra í frárennslisvatni. Þetta mat mun bæta og/eða staðfesta núverandi aðferðir sem notaðar eru til þess að meta neyslu á Íslandi. Styrkur fjögurra flokka ólöglegra ávana- og fíkniefna ásamt umbrotsefnum, þ. á m. kókaíns, amfetamína, ópíata og kannabis, mun verða mældur í frárennslisvatninu. Einnig verður framkvæmt mat á ólöglegri notkun metýlfenídats. Notkun á lyfinu hefur aukist mikið síðustu tvo áratugi sem hefur leitt til aukinnar misnotkunar á lyfinu. Niðurstöður mælinga á metýlfenídati í frárennslisvatninu verða bornar saman við gögn úr Lyfjagagnagrunni. Til viðmiðunar verða einnig greind lyfin karbamazepín og atenólól. Við magngreiningu og sýnameðhöndlun verður vökvagreinir tengdur tvöföldum massaskynjara (LC-MS/MS) og fastfasa súluskiljun (SPE) notuð. Einnig verður skimað fyrir ólöglegum ávana- og fíkniefnum með enga þekkta notkun á Íslandi. Meta verður ýmsa þætti sem geta valdið skekkju við útreikninga eins og nákvæmt mat á fólksfjölda bak við hvert sýni, t.d. vegna ferðamanna og flutnings fólks milli bæjarfélaga vegna vinnu. Mikil vatnsnotkun og mikið magn heits vatns í frárennsli á Íslandi getur einnig valdið skekkju á niðurstöðum. Kannaðar verða stefnur í notkun efnanna milli vikudaga og árstíða, og aðgengi þeirra í Reykjavík og nágrenni á afmörkuðum stöðum. Notkun ólöglegra ávanaog fíkniefna í Reykjavík verður einnig borin saman við notkun í öðrum Norður- og Evrópulöndum sem fengist hefur með greiningu í frárennslisvatni. Lyfjagreiningafyrirtækið ArcticMass er náinn samstarfsaðili verkefnisins ásamt The Mario Negri Insitute í Mílanó, Norwegian Institute for Air Research (NILU) í Tromsø, Embætti landlæknis og Orkuveitu Reykjavíkur. Einnig eru Kristín og Arndís þátttakendur í COST verkefninu: „Sewage biomarker analysis for community health assessment“. Þetta samstarfsverkefni er milli 20 Evrópulanda þar sem unnið verður að því að bæta ýmsa þætti aðferðafræðinnar, auka upplýsingaflæði og framkvæma samanburðarmælingar. Styrkur úr vísindasjóði Lyfjafræðingafélags Íslands fékkst árið 2013 til þess að mæta ferðakostnaði vegna heimsóknar greinarhöfundar til The Mario Negri Institute for Pharmacological Research í Mílanó í boði Dr. Zuccato. Tilgangur heimsóknarinnar var að fylgjast með og kynnast sýnameðhöndlun og greiningu á fíkniefnum í frárennslissýnum. Dr. Zuccato og aðrir sérfræðingar stofnunarinnar miðluðu þekkingu sinni á sviðinu sem nýttist vel í undibúningi verkefnisins.

Mynd: van Nuijs, A.L.N., et al., 2011

Doktorsverkefnið: „Mat á notkun ólöglegra ávana- og fíkniefna í Reykjavík og nágrenni með faraldsfræði frárennslisvatns“ undir handleiðslu Dr. Kristínar Ólafsdóttur verður unnið á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands af Arndísi Sue Ching Löve. Markmið verkefnisins er að meta neyslu ólöglegra ávana- og fíkniefna og

8

Tímarit um lyfjafræði

Heimildir: Van Nuijs, A.L.N., et al., Illicit drug consumption estimations derived from wastewater analysis: A critical review. Science of The Total Environment, 2011. 409(19): p. 3564-3577. Arndís Sue Ching Löve, lyfjafræðingur

tölublað 2 - 2014


FRÆÐIN

Galanthus nivalis– snowdrop - vetrargosi Forsíðumyndin

Forsíðumyndin að þessu sinni er af Galanthus nivalis af páskaliljuætt (Amaryllidaceae). Hún er kölluð „snowdrop“ á ensku og vetrargosi á íslensku. „Gala“ þýðir mjólk á grísku og „anthus“ þýðir blóm og seinna nafnið „nivalis“ þýðir snjósins. Tegundarheitið „mjólkurblóm snjósins“ höfðar því bæði til hvíta litarins á blóminu og hversu snemma á vorin plantan blómstrar. Vetrargosi er lágvaxin, fjölær laukjurt, 7 – 15 cm á hæð með aflöng laufblöð og hangandi, snjóhvít blóm. Heimkynni vetrargosa eru í suðaustur Evrópu og suðvestur Asíu, þ.m.t. í Kákasusfjöllum. Hann vex ekki villtur á Íslandi en er mikið ræktaður í görðum og hann er með fyrstu blómum til að skjóta upp kollinum er snjóa leysir og blómstrar snemma vors. Notkun vetrargosa er samkvæmt kenningum fræðimanna fyrst lýst í Ódysseifskviðu Hómers sem rituð er um 850 fyrir Kristsburð. Ódysseifur á að hafa notað blóm plöntunnar „Moly“ sem móteitur við atrópíneitrun af völdum Datura stramonium sem menn hans höfðu orðið fyrir, en í kviðunni segir m.a.:“ The root was black, while the flower was as white as milk; the gods call it Moly“. Vetrargosi inniheldur galantamín sem mótverkar atrópínið og sagan því trúverðug. Þekkingin um virkni vetrargosa virðist þó ekki hafa ratað til Vesturlanda fyrr en löngu seinna. Þar dró fyrst til tíðinda um 1950 þegar búlgarskur fræðimaður tók eftir því að fólk nuddaði enni sitt með vetrargosa til að draga úr sársauka. Í kjölfarið var plantan tekin til skoðunar, galantamín einangrað og hindrandi virkni þess á ensímið asetýlkólínesterasa uppgötvuð. Rússneskir og búlgarskir vísindamenn rannsökuðu galantamín í þaula í kjölfarið og árið 1958 kom það á markað í Búlgaríu sem lyf undir heitinu Nivalin® og var notað við ýmsum taugakvillum. Upp úr 1980 hófu vestrænir vísindamenn að gefa galantamíni gaum og rannsaka það m.t.t. Alzheimers-

sjúkdóms. Klínísk próf voru gerð upp úr 1990 og notkun þess hafin í vestur Evrópu árið 1996. Árið 2000 hóf belgíska lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica framleiðslu á galantamíni undir sérlyfjaheitinu Reminyl® og var það m.a. skráð á Íslandi það sama ár. Ári síðar var það samþykkt af FDA í Bandaríkjunum. Öll helstu Alzheimerslyf sem þekkt eru í dag eru náttúruefni og asetýlkólínesterasahindrar.

skæða taugahrörnunarsjúkdóms sem hrjáir sífellt fleiri eftir því sem aldurinn færist yfir. Flókin sjúkdómsmynd kallar á fjölþætt lyf og munu ýmiss náttúruefni að öllum líkindum spila stórt hlutverk í uppgötvun og þróun Alzheimerslyfja framtíðarinnar. Elín Soffía Ólafsdóttir prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna Heimildir:

Mynd 1. Efnabygging galantamíns

Galantamín er fjölhringa alkalóíði (mynd 1) með sameindabyggingu sem minnir töluvert á byggingu ópíumalkalóíðanna kódeins og morfíns þó áhrifin á taugakerfið séu ólík. Galantamín er einangrað úr vetrargosa og skyldum plöntutegundum og notað í skráð sérlyf gegn Alzheimerssjúkdómi, s.s. Reminyl®. Efnið hefur verið smíðað en iðnaðarframleiðsla borgar sig ekki sérlega vel fram yfir einangrun úr ræktuðu plöntuefni. Galantamín hefur fjölþátta verkunarmáta þar sem það hefur sýnt sig að hvata nikótín-boðefnaviðtaka í heila auk þess að hindra niðurbrot boðefnisins asetýlkólíns og hefur þannig víðtæk áhrif í miðtaugakerfinu. Rannsóknir á áhrifum galantamíns gegn geðrænum kvillum af ýmsu öðru tagi eiga eftir að leiða í ljós hvort það gæti gagnast í baráttunni gegn fleiri taugatengdum sjúkdómum en Alzheimer. Galantamín er eitt fárra lyfja á markaði sem draga úr einkennum Alzheimerssjúkdóms. Lyfið getur þó ekki læknað eða stöðvað framgang hans. Mikil þörf er á öflugri lyfjum og betri skilningi á orsökum þessa

tölublað 2 - 2014

Drugs of natural origin, A treatise of pharmacognosy, 6th revised edition (2009), eds. G. Samuelsson & L. Bohlin. Swedish Pharmaceutical Press, Stockholm, Sweden. Yago Y, Koda K, Takuma K, Matsuda T. Pharmacological Aspects of the Acetylcholinesterase Inhibitor Galantamine (2011) J. Pharmacol. Sci. 116 (1): 6-17. Goodman and Gilman´s Pharmacological basis of therapeutics, 12th edition (2011) ed. Bruneton L. McGraw Hill Medical, New York, USA. Plaitakis A, Duvoisin RC. Homer’s moly identified as Galanthus nivalis L.: physiologic antidote to stramonium poisoning. Clin Neuropharmacol 1983;6:1-5. Heinrich M, Teoh HL. Galanthamine from snowdrop—the development of a modern drug against Alzheimer’s disease from local Caucasian knowledge. J Ethnopharmacol 2004;92:147-62.

Tímarit um lyfjafræði

9


FRÆÐIN

SjúkraKostnaður sjúkratrygginga vegna S-merktra lyfja Málaflokkur S-merktra lyfja hefur verið hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) síðan 1. janúar 2009, en áður höfðu Landspítalinn (LSH) og Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA) borið fjárhagslega ábyrgð á málaflokknum. Síðan SÍ tók við fjárhagslegri ábyrgð á S-merktu lyfjunum hefur margt áunnist. Fjárlagaliðurinn er til að mynda nú gengisbættur. Við tilfærsluna milli aðila var útbúinn samningur vegna umsýslu og greiðslu kostnaðar S-merktra lyfja. Skýrar reglur voru settar um kostnaðarramma, innkaup, innkaupaáætlun, birgðahald, notendaupplýsingar og eftirlit. Þannig skal í upphafi hvers árs t.d. leggja fram lista yfir þau S-merktu lyf sem heimilað er að nota og skal listinn jafnframt innihalda samþykktar ábendingar. Þá eru gerðar kröfur um kostnaðarábata¬greiningu vegna nýrra lyfja. Samvinna er mikil milli SÍ og lyfjanefndar LSH sem óskar eftir því að lyf séu tekin inn á listann og eru því aðeins lyf á listanum sem læknar LSH óska eftir að nota. Litið er svo á að S-merkt lyf séu almennt kostnaðarsöm, vandmeðfarin og skuli eingöngu notuð í samræmi við klínískar leiðbeiningar.

Til að skilgreina hvaða lyf teljast kostnaðarsöm þarf að horfa til árskostnaðar við lyfin. Með árskostnaði er átt við þann raunkostnað sem lyfið kostar á ári fyrir hvern sjúkling. Meðalmeðferðarkostnaður er sá kostnaður sem áætla má að greiða þurfi fyrir hverja meðferð við áætlun kostnaðar vegna lyfsins. Heildarárskostnaður er síðan sá kostnaður sem lyfið kostar á ári fyrir alla sjúklinga sem meðhöndlaðir eru með lyfinu. Til að skilgreina hvaða lyf teljast vandmeðfarin þarf að horfa til þess að lyfin séu eingöngu notuð á eða í tengslum við sjúkrastofnun. S-merkt lyf eru sem sagt vandmeðfarin lyf vegna sérhæfðrar meðferðar á eða í tengslum við sjúkrastofnun og á ábyrgð sérfræðings. Einnig getur verið gerð sérstök krafa um eftirlit með lyfjum sem falla undir þessa skilgreiningu. Kostnaður sjúkratrygginga vegna S-merktra lyfja nam 6.387 milljónum kr. árið 2013. Kostnaðurinn jókst um 505 milljónir kr. eða 8,6% frá fyrra ári.

Kostnaður sjúkratrygginga vegna S-merktra lyfja notuð í tengslum við LSH og FSA frá 2009-2013

7.000 6.000

5.882 4.850

4.859

6.387

5.285

Milljónir kr.

5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0

2009

10

2010

Tímarit um lyfjafræði

2011

2012

tölublað 2 - 2014

2013


FRÆÐIN

Kostnaðarsömustu S-merktu lyfin á LSH* ATC kóði

Sérlyfjaheiti

Kostnaður sjúkratrygginga, milljónir kr.

Kostnaðaraukning 2012 - 2013

2011

2012

2013

Kr.

%

Meðalkostnaður á notanda 2013

Fjöldi notenda 2011

2012

2013

L04AB02

Remicade

817

902

980

78

9%

1.947.812

470

492

503

L04AB01

Enbrel, Enbrel (Lyfjaver)

312

404

432

28

7%

1.577.751

234

276

274

L04AB04

Humira

291

323

348

25

8%

1.965.703

141

175

177

B02BD02

Advate, Helixate Nexgen

316

302

304

2

1%

11.253.949

32

26

27

J06BA02

Gammagard, Kiovig, Octagam, Privigen, Sandoglobulin

372

256

269

13

5%

1.417.291

163

166

190

L01XC03

Herceptin

225

213

229

16

7%

3.571.376

66

67

64

L04AA23

Tysabri

256

211

207

-5

-2%

2.581.541

80

87

80

L01XC02

MabThera

193

240

201

-39

-16%

1.634.126

116

135

123

L03AB07

Avonex, Rebif, Rebif (Lyfjaver)

179

182

179

-3

-2%

1.658.091

110

112

108

A16AB04

Fabrazyme

0

51

173

122

242%

24.686.725

3

7

H01AC01

Genotropin (Miniquick), Humatrope, Norditropin Simplexx, Omnitrope, Saizen

149

149

150

1

1%

1.019.277

128

138

147

L01XE01

Glivec

152

142

152

9

7%

3.794.447

37

33

40

J05AR06

Atripla

110

134

124

-10

-8%

1.669.976

69

81

74

L04AX04

Revlimid

49

68

106

37

54%

5.554.490

9

20

19

H01CB02

Sandostatin, Sandostatin Lar

81

89

89

0

0%

2.070.994

44

49

43

L04AA27

Gilenya

0

7

86

78

1074%

2.451.208

7

35

*Kostnaður er án álagningar en með VSK. Fjöldi notenda kann að vera tvítalinn þar sem fleiri en eitt sérlyf er í innihaldsefni, auk þess eru ekki allir notendur á lyfinu allt árið.

Þrjú kostnaðarsömustu S-merktu lyfin eru Remicade, Enbrel og Humira sem eru notuð m.a. við gigt. Kostnaður vegna þeirra nam samtals 1.760 milljónum kr. á árinu 2013, sem er 31% af heildarkostnaði S-merktra lyfja á LSH. Kostnaður vegna S-merktra lyfja hefur aukist mikið undanfarin ár á Íslandi. Skýringa er helst að leita í nýjum og sérhæfðum lyfjum sem mörg eru mjög dýr. Sem dæmi um þetta má nefna að kostnaður vegna gigtarlyfja og dýrustu MS-lyfjanna hefur aukist jafnt og þétt. Í flestum

vestrænum löndum er þessi þróun sambærileg. Kostnaður þar vegna nýrra lyfja (sem flokkast sem S-merkt lyf á Íslandi) eykst eins og á Íslandi. Fleiri þættir koma þó líka til og ber að hafa í huga að hækkandi meðalaldur þjóðar, þróun í læknavísindum og nýjar meðferðir við sjúkdómum leiða til aukins fjölda notenda.

tölublað 2 - 2014

Lyfjadeild Sjúkratrygginga Íslands

Tímarit um lyfjafræði

11


FÉLAGIÐ

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 3 1 7 0 1 0

Ræðst gegn verkjum

Paratabs®

– Öflugur verkjabani! Notkunarsvið: Paratabs inniheldur virka efnið parasetamól 500 mg. Paratabs er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Lyfið er m.a. notað við höfuðverk, tannverk, tíðaverk, vöðvaverk og hita. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar sem eru 50 kg eða þyngri: 1 til 2 töflur á 4 til 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 6 töflur/3 g á dag. Börn og unglingar sem eru 43-50 kg að þyngd: 1 tafla á 4 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 5 töflur/2,5 g á dag. Börn sem eru 34-43 kg að þyngd: 1 tafla á 6 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 4 töflur/2 g á dag. Börn sem eru 26-34 kg að þyngd: ½ tafla á 4 klst. fresti eða 1 tafla á 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 3 töflur/1,5 g á dag. Paratabs 500 mg er ekki ætlað börnum sem eru innan við 26 kg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota lyfið. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi, samhliða meðferð með lyfjum sem hafa áhrif á á lifrarstarfsemi, skort á glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa, rauðalosblóðleysi, ofnotkun áfengis, ofþornun og langavarandi vannæringu. Forðast skal samhliða notkun Paratabs og áfengis. Paratabs á ekki að nota samtímis öðrum lyfjum sem innihalda parasetamól. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarksskammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Langvarandi notkun getur valdið alvarlegum og tíðum höfuðverkjum. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með astma, sem eru næmir fyrir acetýlsalicýlsýru. Ef hár hiti eða einkenni sýkingar eru enn til staðar eftir meðferð í meira en 3 daga, eða ef verkur er enn til staðar eftir meðferð í meira en 5 daga, skal leita til læknis. Meðganga og brjóstagjöf: Nota má Paratabs í ráðlögðum skömmtum á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt. Ekki taka meira en ráðlagðan skammt. Athugið að hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Júlí 2013.

12

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2014


FÉLAGIÐ

World Pharmacists Day - 25. september

“Access to pharmacists is access to health” The International Pharmaceutical Federation (FIP) strongly encourages all pharmacists and their associations across the globe to participate in World Pharmacists Day on 25th September. This year’s theme is: “Access to pharmacists is access to health” For many years, FIP has recognized that access to medicines is a major issue in many parts of the world and pharmacists play a key role throughout the whole supply chain towards improving access to medicines. However, access to medicines itself will not result automatically in optimal health outcomes.

The perfect combination is therefore access to medicines and pharmaceutical expertise, or in other words, to pharmacists. In 2010, it has been estimated that 13% of the visits at a community pharmacy are concluded with advice only (and without sales of any products), highlighting that pharmacists are the most accessible and trusted healthcare professionals in many countries throughout the world. FIP calls on you to celebrate our profession this September and to use World Pharmacists Day to promote the valuable role we play — and could play — in bringing about great health for all.

Indeed in 2012, a study quantified that 500 billion USD could be saved every year is responsible use of medicines was achieved and pharmacists have been identified as a strong and under-utilized asset to achieve responsible use of medicines.

LYFJAFRÆÐISAFNIÐ tækifæriskort á 300 kr.

Lyfjafræðisafnið vill vekja athygli á tækifæriskortum safnsins. Upplagt að nota við hvaða tækifæri sem er. Hægt er að kaupa kortin á skrifstofu og heimasíðu LFÍ - www.lfi.is. Verð kortanna er einungis 300 krónur. Lyfjafræðisafnið er opið almenningi yfir sumartímann. Á veturna geta hópar fengið að skoða safnið samkvæmt samkomulagi.

tölublað 2 - 2014

LYFJAFRÆÐISAFNIÐ

við Safnatröð, 170 Seltjarnarnesi pharmmus@internet.is

Tímarit um lyfjafræði

13


FRÆÐIN

Brot úr sögu Lyfjaverslunar ríkisins Hilma Gunnarsdóttir sagnfræðingur Lyfjaverslun ríkisins rekur upphaf sitt til ársins 1921. Ríkisstjórn Jóns Magnússonar lagði tvö frumvörp tengd málaflokknum fram á Alþingi - annað var um ríkiseinkainnflutning á áfengi og hitt var um ríkiseinkainnflutning á lyfjum. Alþingi samþykkti frumvarpið um áfengisverslunina en ekki um lyfjaverslunina og setti þá kvöð á áfengisverslunina að hún yrði að útvega lyf og hjúkrunargögn fyrir ríkisspítala og héraðslækna eftir beiðni1. Fyrsti forstjóri Áfengisverslunar ríkisins var Peter Lassen Mogensen sem áður hafði verið apótekari á Seyðisfirði. Hann sat á stóli forstjóra til ársins 1928, en þá fékk hann leyfisveitingu til þess að stofna Ingólfs Apótek í Reykjavík. Guðbrandur Magnússon kaupfélagsstjóri í Hallgeirsey var þá settur í hans stað og sætti landsstjórnin nokkurri gagnrýni fyrir að láta embættið í hendur manni sem hafði enga menntun í lyfjafræði2. Áfengisverslunin var nokkuð stór stofnun á þess tíma mælikvarða og störfuðu þar á fimmta tug manna þegar mest var3. Lyfjaverslunin var rekin sem deild í Áfengisverslun ríkisins þar til Kristinn Stefánsson var formlega ráðinn forstjóri Lyfjaverslunarinnar haustið 1957.

Jón Geir, starfsmaður Lyfjaverslunar ríkisins, að störfum árið 1964.

14

Tímarit um lyfjafræði

Starf lyfsölustjóra var mikið ábyrgðarstarf. Hann hafði yfirumsjón með öllum rekstri Lyfjaverslunarinnar og var skylt að þekkja þar alla króka og kima, hvort heldur sem laut að fjármálum, framleiðslu eða starfsmannahaldi. Hann fór með einkaréttindi áfengis- og tóbaksverslunar í nafni stofnunarinnar auk þess að vera eftirlitsmaður lyfjabúða til ársins 1944. Hann sá líka um útgáfu á lyfjaverðskrám til ársins 1960 þegar lyfjaverðlagsnefnd tók þann starfa yfir. Einnig annaðist hann skýrslugerð og eftirlit með ópíumi og öðrum ávana- og fíknilyfjum. Erling Edwald tók við starfi lyfsölustjóra eftir að Kristinn Stefánsson lést árið 1967 og lýsir hann hversu flókið gat verið að ná utan um þetta eftirlit. Kristinn hafði hugsað sér að láta heilbrigðisráðuneyti, sem ekki hafði enn verið stofnað, taka þetta eftirlit yfir þegar að því kæmi og því var lítið um leiðbeiningar handa Erling þegar hann tók við: ,,Eitt af því sem olli mér vandræðum þegar ég byrjaði, var að fylgjast með notkun á ópíum og ópíumefnum í skráðum lyfjum. Þegar ég tók við þá þurfti maður ársfjórðungslega að gefa út skýrslu til alþjóða ópíumnefndarinnar í Genf um notkun á þessu tímabili og birgðir þær sem til voru. Þetta var nú fjandans vesen áður en tölvurnar komu og alveg voðaleg skriffinnska að fá skýrslur úr öllum apótekum og vinna þær svo saman. [...] Ég varð því að leysa þetta eins og hverja aðra krossgátu þegar að því kom hvað ætti að gera og hvernig ætti að fara að því þegar einhver vildi flytja inn til dæmis morfín.4” Aðalafgreiðsla Lyfjaverslunar ríkisins var upphaflega til húsa í Nýborg við Skúlagötu. Skrifstofurnar voru alltaf sameiginlegar með Áfengisversluninni og voru fyrst í stað í Fiskifélaginu við Skúlagötu, en fluttust svo að Skólavörðustíg 12 og síðar að Hverfisgötu 4-6. Lyfjaverslunin var í vesturenda Nýborgar og þar hafði verið byggður svolítill partur við húsið þar sem verslunin var í tvíbýli með iðnaðardeild áfengisverslunarinnar þar sem búnir voru til kökudropar og annað slíkt. Aðstaða til framleiðslu lyfja var þar ekki upp á marga fiska

tölublað 2 - 2014


FRÆÐIN

og nánast eingöngu voru framleidd einföld lyf í fljótandi formi til inntöku eða til að nota útvortis5. Framleiðslan verður fjölbreyttari Árið 1950 var innréttað herbergi til framleiðslu á töflum og öðrum lyfjaformum í kjallara í íbúðarhúsi sem Kristinn Stefánsson átti að Miklubraut 46. Framleiðsla þessi var smá í sniðum til að byrja með en seinna var keypt vatnseimingartæki sem eimaði tvo lítra á klukkutíma og var komið fyrir í lítilli kompu í þessum sama kjallara. Þá var byrjað að gera tilraunir með að búa til ampúlur. Um 1950 fluttist Lyfjaverslunin úr Nýborg í Rúgbrauðsgerðina að Borgartúni 6. Þar fékk Lyfjaverslunin helming fyrstu hæðar til umráða og þangað fluttist lagerstarfsemin og afgreiðslan. Töflugerðin færðist svo stuttu síðar einnig í Borgartún og á annarri hæðinni var innréttuð töfludeild og þar var líka útbúin fyrsta eiginlega smitgátardeild á Íslandi til framleiðslu á innrennslislyfjum, stungulyfjum og fleiri lyfjaformum. Aðstaða þessi var einstök á Íslandi á þessum tíma. Þarna voru nokkur herbergi sem útbúin voru sérstöku, rykþéttu loftræstikerfi og útfjólublátt ljós var notað til þess að eyða sýklum. Nokkuð vel var búið að starfsfólkinu sem vann við framleiðsluna og því var séð fyrir sérstökum hlífðarfötum og hjálmum. Þetta þótti mikil nýlunda og var sagt frá þessu í dagblöðum, enda hafði starfsfólk á árum áður oft þurft að leggja líf sitt og limi í hættu við framleiðslu í apótekum.6 Jón O. Edwald, forstöðumaður deildarinnar, var sendur í sérstaka ferð til Stokkhólms og Kaupmannahafnar til þess að læra hvernig framleiða ætti stungu- og dreypilyf og eftir hans leiðbeiningum var deildin byggð upp. Erling Edwald segir svo frá: ,,Framleiðslan byrjaði 1954 og allt var miðað við 60 lítra porsjónir og eimingartækið sem þá var fengið tók 20 lítra á dag en autoklavinn var voðalega seinvirkur og leiðinlegur. Hann var með sérstakan, lítinn gufuketil sem var bara nokkur kílówött. Það þurfti að kynda hann og hann var svo fjandi seinn. Þetta tók of langan tíma, en gekk nú samt

og þetta gerði um 60 lítra framleiðsla á dag. Svo var eitthvað af ampúluog hettuglasaframleiðslu líka. Við önnuðum alveg eftirspurninni fyrst í stað en svo kom að því árið 1961 að steríldeildin var útvíkkuð og fenginn autoklavi sem var miklu stærri og sérstakur gufuketill sem ekki tók allan daginn að hita aftur. Þetta jók framleiðslugetuna töluvert.7” Á þessum árum gat skipt miklu máli að nota hyggjuvitið til þess að finna sniðugar og ódýrar lausnir á vandamálum sem tæknin leysti auðveldlega úr þegar fram liðu stundir. Jón O. Edwald hafði gott lag á því að finna slíkar lausnir og oft var leitað til hans með óvenjuleg verkefni. Þegar byltingin í Ungverjalandi varð árið 1956 vildu íslenskir stúdentar leggja sitt af mörkum og senda þangað blóð til þess að auðvelda læknisaðgerðir á öllum þeim fjölmörgu sem lágu sárir eftir baráttu við rússneska hernámsliðið. Stúdentarnir leituðu til Rauða krossins sem annaðist þessa milligöngu og Blóðbankinn sá um að taka blóðið og búa um það til flutnings.8 Þetta þurfti allt saman að gerast hratt og huga þurfti vel

Jón O. Edwald og Erla Salómonsdóttir lyfjafræðinemi að störfum í Lyfjaverslun ríkisins árið 1964.

tölublað 2 - 2014

Tímarit um lyfjafræði

15


FRÆÐIN

að flöskunum sem blóðið var flutt í þennan langa veg. Jón fékk símtal frá Blóðbankanum og var beðinn um að útvega 50 flöskur samdægurs. Lyfjaverslunin hafði nokkru áður hafið framleiðslu á sterílum hálfs lítra flöskum með sítratupplausn til þess að taka upp í blóð. Fjórðungsjúkrahúsið á Akureyri keypti þessar flöskur en Blóðbankinn hafði ekki kært sig um þær því þær voru framleiddar eftir þýskri fyrirmynd meðan þeirra flöskur voru meira í ætt við þær dönsku. Þegar kom að því að senda blóðið til Ungverjalands þáði Blóðbankinn þó sítratflöskurnar og eftir þá reynslu vildi bankinn ekki nota neinar aðrar. Í kjölfarið leitaði Halla Snæbjörnsdóttir, forsvarsmaður Blóðbankans, til Jóns með að setja vaccum á flöskurnar svo blæða myndi hraðar í þær. Jón fór í tilraunir á þessu og þótti þetta takast afar vel.7 Lyfjaverslunin var vissulega ríkisstofnun sem hafði samkvæmt lagaramma ákveðnum skyldum að gegna en það útilokaði ekki að þar ætti sér stað nýsköpunarstarf af ýmsu tagi, ekki bara í umbúðum og aðferðum, heldur líka í framleiðsluafurðum. Sem dæmi um nýjungar í framleiðslu hérlendis má nefna bórkalk eftir danskri uppskrift sem notað var við doða í fé og kúm og reyndist vel.7 Eldsvoði lamar starfsemina Árið 1970 urðu menn fyrir því áfalli að það kviknaði í Rúgbrauðsgerðinni. Eldurinn barst inn í aðstöðu Lyfjaverslunarinnar og steríldeildin eyðilagðist algjörlega með öllum búnaði. Þar fór meðal annars forláta eimingartæki sem keypt hafði verið frá Þýskalandi og skilað hafði ótrúlega hreinu vatni. Steríldeildinni var komið upp til bráðabirgða á ný við mjög

erfið skilyrði. Búið hafði verið að fjárfesta í 50 lítra eimingartæki sem ekki hafði komist í gagnið áður en kviknaði í og var það sett upp í bráðabirgðaaðstöðunni.7 Í kjölfarið var svo ráðist í að byggja steríldeildina upp frá grunni. Tækninni hafði fleygt mikið fram síðan deildin var opnuð árið 1954 og fóru forsvarsmenn Lyfjaverslunarinnar til Danmerkur, Svíþjóðar og Bretlands til þess að kynna sér hvernig slíkar deildir hefðu verið byggðar upp þar á síðustu árum. Niðurstaðan varð sú að samið var við fyrirtæki í Manchester um að byggja steríldeildina upp á ný í Borgartúni 6. Nýja aðstaðan var til mikillar fyrirmyndar og var hún fullbúin vorið 1979. Miklu fé hafði verið varið í uppbygginguna og tækjabúnaður allur var eins og best var á kosið. Eimingartækið var þriggja þrepa og þeirri náttúru gætt að það notaði kælivatnið til þess að hita upp í næsta þrep fyrir ofan. Kælivatnið var svo heitt að það hefði brennt í sundur venjuleg frárennslisrör svo sérstök skólprör voru lögð. Tækið gat afkastað 400 lítrum á klukkutíma og keyptir voru sérstakir tankar til þess að geyma eimaða vatnið í. Þessir tankar tóku samanlagt fimm tonn og héldu vatninu 80-90°C heitu til þess að stemma stigu við öllum bakteríugróðri. Vatnið varð svo aldrei meira en sólarhringsgamalt þegar það var notað í framleiðsluna.4 Full starfsemi fór fram í lítið breyttri mynd í steríldeildinni í Borgartúni í 23 ár. Deildin var lögð niður árið 2002 þegar tími var kominn á kostnaðarsamt viðhald og hún komin undir Delta hf. Hilma Gunnarsdóttir er MA í sagnfræði og vinnur að bók um sögu lyfjafræði á Íslandi sem mun koma út á næstu mánuðum. hig14@hi.is Heimildir: 1. „Einkasala.“ Austurland 5. nóvember 1921, 1. 2. „Fréttir.“ Læknablaðið 1. júlí 1928, 120. 3. „„Um áfengishættuna þarf að fjalla af fullu hispursleysi í skólum.““ Frjáls verslun 1. október 1973, 33-40. 4. Viðtal Sólveigar Ólafsdóttur við Erling Edwald. Úrvinnsla viðtals af bandi HG. 5. Þorkell Jóhannesson, „ Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu.“ Læknablaðið 92 (4). Sótt af http://www.laeknabladid. is/2006/04/nr/2306 6. „Lyfjaverslun ríkisins tekur í notkun nýja fullkomna vinnustofu.“ 4. Alþýðublaðið 6. nóvember 1954, 8. 7. Viðtal Sólveigar Ólafsdóttur við Jón O. Edwald. Úrvinnsla viðtals af bandi HG. 8. „Stúdentar ætla að gefa blóð.“ Morgunblaðið 1. nóvember 1956, 1.

Jón O. Edwald og Erla Salómonsdóttir lyfjafræðinemi að störfum í Lyfjaverslun ríkisins árið 1964.

16

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2014


FRÆÐIN

VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ

Velferðarráðuneytið Ný reglugerð um lyfjaávísanir

Í gildi eru tvær reglugerðir, nr. 91/2001 og nr. 111/2001, sem fjalla um afgreiðslu lyfseðla, áritun, afhendingu lyfja og lyfjaávísanir. Reglugerðirnar eru komnar til ára sinna og þykir tímabært að uppfæra efni þeirra, sérstaklega með tilliti til aukinnar notkunnar rafrænna lyfjaávísana. Í ráðuneytinu liggja fyrir drög að reglugerð um lyfjaávísanir sem helstu hagsmunaaðilar hafa fengið til umsagnar og liggja fyrir góðar athugasemdir um drögin. Ráðuneytið hefur nú stofnað starfshóp til þess að fara yfir innkomnar athugasemdir og útbúa drög að reglugerð sem skilað verður til ráðuneytisins fyrir 15. september nk.

Starfshópinn skipa: Guðlín Steinsdóttir, skipuð af velferðarráðherra, formaður Brynhildur Briem, tiln. af Lyfjastofnun Helga Þórisdóttir, tiln. af Lyfjastofnun Magnús Jóhannsson, tiln. af Embætti landlæknis Guðrún Gylfadóttir, tiln. af Sjúkratryggingum Íslands Aðalsteinn Jens Loftsson, tiln. af Lyfjafræðingafélagi Íslands Inga J. Arnardóttir, tiln. af sjúkrahúsapóteki Landspítala Rúna Hauksdóttir, tiln. af Lyfjagreiðslunefnd Guðbjörg Þorvarðardóttir, tiln. af Dýralæknafélagi Íslands Þórbergur Egilsson, tiln. af Samtökum verslunar og þjónustu Magnús Steinþórsson, tiln. af Félagi atvinnurekenda Ekki voru skipaðir varamenn í starfshópinn en aðrir sérfræðingar munu eftir atvikum vinna með starfshópnum.

LYFJAGREIÐSLUNEFND

Lyfjagreiðslunefnd Fréttir Eins og fram hefur komið í fréttum hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) og Velferðarráðuneyti (VEL) lækkaði kostnaður SÍ vegna apótekslyfja um 7,8% milli áranna 2012 og 2013 eða um rúmar 690 milljónir króna. Hins vegar hefur kostnaður SÍ vegna S-merktra lyfja, þ.e. leyfisskyldra lyfja aukist um 8,6% milli ára, eða 505 milljónir króna. Kostnaður SÍ vegna apótekslyfja nam 8.218 milljónum króna árið 2013 og 6.387 milljónum króna vegna S-merktra lyfja. Samtals nemur kostnaðurinn 14.605 milljónum króna svo í heild hefur lyfjakostnaður SÍ lækkað á milli ára. Ný og dýr lyf eða þau lyf sem flokkast undir leyfisskyld lyf hérlendis hafa verið mikið til umfjöllunar hjá þeim erlendu stjórnvöldum sem lyfjagreiðslunefnd er í samstarfi við. Ísland gegnir nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og eitt af þeim verkefnum sem Velferðarráðuneytið hefur lagt áherslu á er að efla enn frekar norrænt samstarf á sviði lyfjamála og miðla upplýsingum og reynslu með formlegum hætti um dýr og ný lyf og notkun þeirra.

Löng hefð er fyrir norrænu samstarfi á sviði lyfjamála og má þar minna á Norrænu lyfjanefndina (NLN) sem stofnuð var 1975, starfaði í 25 ár og var hinn formlegi samstarfsvettvangur fyrir Norrænu ráðherranefndina. Eitt af því sem þróaðist í því samstarfi var ACT/DDD kerfið. Síðan NLN var lagt niður hafa Norðurlöndin haft samstarf á sviði lyfjamála en ekki með eins formlegum hætti og þá var. Fulltrúar heilbrigðiráðuneytanna og lyfjagreiðslunefndanna á Norðurlöndunum hafa lagt til að komið verði á formlegu norrænu samstarfi um aðgengi, greiðsluþátttöku og verð á nýjum og dýrum lyfjum. Aðþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sett á stofn vinnuhóp sem er að safna upplýsingum um aðgengi að nýjum, dýrum lyfjum m.t.t. verðs og greiðsluþátttöku. Jafnframt ætla þeir að taka saman yfirlit um lyfjastefnu hinna ýmsu landa varðandi þessi lyf. Vinnan sem unnin verður á Norðurlöndunum mun að öllum líkindum tengjast þessu starfi WHO sem einnig er unnið í samstarfi við PPRI og OECD.

tölublað 2 - 2014

Tímarit um lyfjafræði

17


FÓLKIÐ

„Þessi ljóðagerð er eins og að rekast á blóm á förnum vegi og tína það upp.“

Ljóð á striga

Mynd: Heiðrún Rútsdóttir

Viðtal við Stefán Sigurkarlsson Stefán Sigurkarlsson á að baki áratugalangan feril sem lyfjafræðingur og lyfsali og hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því hann lauk námi. 16 ár eru liðin síðan hann fór á eftirlaun en hann hefur haft nóg fyrir stafni síðan þá m.a. við að skrifa sögur, yrkja og mála.

Stefán fæddist í Reykjavík árið 1930 en það ár tók Ríkisútvarpið formlega til starfa og Landspítalinn var tekinn í notkun. „Bernskan var notaleg.“ Hvaða leikir voru vinsælastir? „Það var bófahasar. Roy Rogers var vinsæll. Og John Wayne. Svo var það náttúrlega fótboltinn; hann var vinsæll.“ Síðan braust stríðið út - heimsstyrjöldin síðari. Þá var Stefán níu ára. „Það fór allt á annan endann á Íslandi; það breyttist bókstaflega allt,“ segir hann með áherslu. „Íslendingar skriðu út úr moldarkofunum nánast á einum mannsaldri. Stríðið og herinn breyttu öllu.“ Stríðið hlýtur að hafa haft áhrif á leiki strákanna. „Það hlýtur að vera.“ Tilviljanir Stefán fór í Menntaskólann í Reykjavík. Valdi stærðfræðibraut. „Faðir minn var stærðfræðingur. Kannski hefur það átt einhvern þátt í því vali.“ Stefán tók þátt í félagslífinu í MR. „Svona eins og aðrir.“ Dansæfingar voru haldnar á laugardagskvöldum á vegum skólans. „Bannað var að koma með brennivín með sér á þessar skemmtanir og það

18

var leitað að flöskum hér og hvar í húsinu.“ Hljómsveit spilaði en stundum einn píanóleikari. Hvaða lög voru spiluð? „Það voru m.a. lög sem Jón frá Ljárskógum þýddi textana við svo sem Sestu hérna hjá mér ástin mín. Það voru þessi gömlu, góðu lög. Þegar síðasta lagið var leikið stefndu ýmsir á vangadans.“ Stúdentshúfan fór á kollinn árið 1949 og Stefán skráði sig í lyfjafræði í Lyfjafræðingaskóla Íslands. Hvers vegna lyfjafræði? „Því get ég ekki svarað. Mennirnir álykta en guð ræður. Og þannig hefur það sennilega verið.“ Þögn. „Tilviljun. Safn af tilviljunum.“ Hverjar voru aðaláherslurnar í náminu? „Það er dálítið erfitt að meta það. Þetta var náttúrlega efnafræðinám. Það var í rauninni ekkert annað sem við lærðum. Ég var nú ekki endilega alltaf of iðinn við námið.“ Hann kímir. „En það var náttúrlega áhugavert. Efnafræðin er það.“ Hluti af náminu var verknám sem Stefán stundaði aðallega í Laugavegsapóteki og síðan í Austurbæjarapóteki. Ekki var hægt að ljúka náminu á Íslandi og því hélt Stefán ásamt eiginkonu sinni, Önnu Guðleifsdóttur,

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2014

til Danmerkur árið 1954 þar sem hann stundaði nám við Danmarks Farmaceutiske Højskole í þrjú ár. „Það var efnafræði áfram undir ýmsum merkjum.“ Lyfjafræðingur árið 1957 Stúdentalífið í Köben var ljúft. Friðrik IX sat í Amalienborg og ungdómurinn upplifði ævintýraheima í Tívolíinu. Stefán andaði að sér dönsku vori, sumri, vetri og hausti. Hann hjólaði um götur kóngsins Köben og kíkti stundum á skemmtistaðinn Den røde pimpernel þar sem var drukkið og dansað. „Lögin sem þar voru spiluð voru eldri en djassinn sem var farið að spila á Íslandi og hafði komið með Kananum.“ Árið 1957 varð Stefán Sigurkarlsson fullgildur lyfjafræðingur. Hann flutti aftur heim til Íslands. „Ég stefndi nú á einföldustu leiðina; að ljúka þessu námi og fara svo heim til Íslands og fara eitthvað að vinna. Maður var auðvitað blankur eins og allir stúdentar eiga að vera. En þetta blessaðist nú samt.“ Hann segist hafa haldið að um fjórðungur af útskrifuðum kandidötum í lyfjafræði hafi farið að vinna í apótekum. „Hinir fóru allir í iðnaðinn. Ég man að daginn sem við


FÓLKIÐ útskrifuðumst var ýmislegt um að vera í skólanum. Þarna voru útsendarar frá verksmiðjunum sem voru að ná sér í vinnukraft.“ Reykjavíkurapótek Esjan tók hlýlega á móti Stefáni. Djassinn dunaði. „Maður var svo sem ekki lengi að koma sér inn í þessa vinnurás. Ég fór að vinna í Reykjavíkurapóteki en það var heilmikil starfsemi þar. Það var töfludeild á fjórðu hæðinni þar sem við slógum árlega þrjár til fjórar milljónir af töflum. Og það þurfti náttúrlega að fylgjast eitthvað með þessu. Svo var líka dálítið merkileg deild á sömu hæð. Það var steríldeild og þar framleiddum við eftir aseptískum reglum; stungulyf, alveg frá litlum glerhylkjum sem var lokað með logandi loga frá gasi og upp í hettuglös og svo innrennslislyf. Þessi aðstaða var vel búin og við höfðum vélar og tæki. En þetta var nú kannski dálítið einhæft.“ Stefán ákvað að breyta til árið 1963. Hann flutti vestur. Í Hólminn. Stykkishólm. Stykkishólmur, Akranes og Reykjavík „Það var auglýst lyfsöluleyfi í Stykkishólmi og mér var veitt leyfið.“ Stefán og fjölskylda hans bjó í Stykkishólmi í þrettán ár - í bænum þar sem sagt er að danska hafi verið töluð á sunnudögum. „Þetta var mjög góður tími. Skemmtilegur tími. Ég var eini lyfjafræðingurinn á Snæfellsnesi og það var alls ekki leiðinlegt. Síður en svo. Samgöngur voru oft erfiðar, einkum á vetrum. Svo var Ólafsvík tekin inn í þetta en það var ekkert apótek þar. Ég sótti um leyfi til að setja upp lyfjaútsölu eða lyfjasölu sem fór þannig fram að héraðslæknirinn í Ólafsvík fór í leiðangra út á nes og hringdi síðan lyfseðlana til mín í Stykkishólm, ég útbjó þetta og sendi svo með mjólkurbílnum daginn eftir. Þetta var prímítíft en þetta gekk allt vel. Það kom ekkert fyrir og ég held að fólk hafi verið þokkalega ánægt með þetta.“ Árin þrettán liðu og Stefán og fjölskylda fluttu til Akraness þar sem hann var lyfsali frá ársbyrjun 1976 til 1985. „Þetta var stærra apótek og ég sá fram á að ég hefði rýmri tíma til að sinna því sem var mér ekki minna kært en sjálft starfið.“ Það voru skriftirnar. Sögur og ljóð. Hvað með árin á Akranesi? „Þetta gekk allt snuðrulaust fyrir sig. Þar var margt einfaldara heldur en vestra - svo sem samgöngur og annað og svo fékk ég meiri aðstoð.“ Fjölskyldan flutti svo til Reykjavíkur þegar hljómsveitirnar Wham og Duran

Duran voru sem vinsælastar og varð Stefán lyfsali í Lyfjabúð Breiðholts sem síðar varð Breiðholtsapótek. Þar var hann þar til hann fór á eftirlaun árið 1998. „Það var ágætt að hætta. Ég var búinn að búa þannig í haginn að ég þurfti sjálfur lítið að sinna almennri þjónustu og vöktum. Það voru þá fleiri en einn lyfjafræðingur í apótekinu og annað starfsfólk.“ Ósamstæður Skáldsaga. Samtengdar sögur. Ljóðabækur. Nokkrar af bókum Stefáns hafa verið þýddar og seldar í öðrum löndum og hlotið góða dóma m.a. í Danmörku og Þýskalandi. Hann talaði um að hann hefði á síðari árum haft rýmri tíma til að sinna því sem honum var ekki minna kært en sjálft starfið. Það voru sem sé skriftirnar. Sögur og ljóð. En það hefur þegar komið fram. Hann ólst upp á heimili þar sem bækur stóðu í hillum. „Þetta,“ og á hann við lestur bóka, „var stundað í sveitinni þar sem ég var í sveit á sumrin vestur í Dölum þegar ég var barn. Og svo á heimili mínu. Foreldrar mínir voru báðir mjög ljóðelskir og pabbi þýddi þó nokkuð af ljóðum eftir þýsku stórskáldin.“ Jú, Stefán byrjaði að skrifa í Hólminum. „Hólmurinn er hvetjandi staður til slíkra iðkana; svona þorp þar sem allt er. Ekkert vantar. Og allir þekkjast og allir vita allt um alla. Þetta er heimur í hnotskurn og býður upp á ýmislegt.“ Hann orti ljóð. Um hitt og þetta. „Það var oft látið fjúka í kviðlinum.“ Þögn. „Það er erfitt starf að vera að pára eitthvað sem vit er í eins og allir vita.“ Um hvað vildi hann skrifa? „Bara eitthvað sem einhver nennti að lesa. Eitthvað sem gæti hugsanlega verið skemmtilegt.“ Hann segir að það hafi verið allur gangur á því hvort ljóðin hafi verið bundin eða óbundin. „Þau eru mest í frjálsu formi seinni árin.“ Stefán stendur upp. Nær í ljóðabók eftir sig - Ósamstæður. Sest svo niður. Les. Les ljóð sem heitir Komum.

Bókina prýðir fjöldi ljóða - bæði eftir Stefán og aðra. Þarna eru t.d. þýðingar hans á ljóðum eftir Pablo Neruda. Les lyfjafræðingurinn og ljóðskáldið almennt mikið eftir aðra? „Eitt og annað rýni ég í en á þessu er þó ekkert skipulag.“ Eitt ljóðið eftir Stefán heitir Um H og G. Það er svona: Mundu mig ég man þig skrifuðum við í minningarbækurnar. Árin liðu og allir gleymdu öllum þú gleymdir mér ég gleymdi þér ekki. Blóm á förnum vegi Hann blaðar í bókinni. „Þessi ljóðagerð er eins og að rekast á blóm á förnum vegi og tína það upp.“ Hann segir að það sé öðruvísi að skrifa sögur. „Það er vinna.“ Þögn. „Það sem vakir fyrir alvöru rithöfundum er að skapa listaverk. Það er ekkert annað.“ Stefán yrkir ekki bara ljóð og skrifar sögur. Hann hefur málað í gegnum tíðina. „Ég var alltaf góður í að teikna frá því ég var krakki og stefndi að því að fara þá leiðina og var í Handíðaskólanum á kvöldnámskeiðum.“ Stefán kenndi meira að segja teikningu við Miðskóla Stykkishólms í tvo vetur og við Iðnskóla Stykkishólms í einn vetur. „Ég hef samt málað voðalega lítið.“ Fallegt málverk hangir á vegg. Stefán málaði það. Þar eru í aðalhlutverki gamla kirkjan í Stykkishólmi, sjúkrahúsið í bænum, fjöll og hafið bláa hafið. Eins og ljóð á striga. Texti: Svava Jónsdóttir, blaðamaður

Komum Að elska. Það er að vakna og sofna á ókunnri strönd eins og sandkorn sem aldan veltir til og frá Við skulum koma ástin mín við skulum koma niður á ströndina.

tölublað 2 - 2014

Tímarit um lyfjafræði

19


FRÆÐIN

styrkþegi

Örveruþekjur í krónískum sárum Reynir Scheving Örveruþekjur Árið 1956 gerði læknirinn S.D. Elek áhugaverða tilraun á tveim hópum nemenda sinna þar sem hann setti bakeríuna Staphycoccus aureus inní húð þeirra. Öðrum hópnum gaf hann 7.500.000 baktería (mælt sem colony forming units, CFU) með því að sprauta þeim í húðina. Hinn hópurinn fékk minna en 100 bakteríur (CFU) áfastar smáum þræði sem komið var fyrir í húðinni gegnum lítinn skurð. Í hópnum sem fékk 7.500.000 bakteríur veiktist enginn og einungis helmingur sýndi merki um bólgur og sterka ónæmissvörun en hjá öllum leystist sýkingin án íhlutunar. Hins vegar veiktust allir í hópnum sem fékk ígræðsluna og leysist sýkingin ekki af sjálfu sér hjá neinum þeirra. Niðurstöðurnar sýndu hversu áhrifaríkan mun ígræðslur geta haft á lágmarks sýkingarskammt en í þessu tilfelli var munurinn meiri en 75.000 faldur. Þessi munur skýrist með hæfileikum bakteríunnar til að mynda örveruþekju í ígræðslunni. Örveruþekjur eru einskonar verndarhjúpur eða virki sem bakteríurnar mynda utan um sig þegar þær skynja nægilega þéttni samskonar baktería nálægt sér. Bakteríurnar seyta frá sér próteinum, DNA, og fjölsykrum til að mynda virkið. Virkið ver bakteríurnar fyrir ýmsum umhverfisþáttum, svo sem flæði vatns, sýrustigi, ágangi annarra lífvera, og sýklalyfja. Örveruþekjurnar mynda þannig skjól fyrir bakteríurnar auk þess að í þessum virkjum hægja bakteríurnar einnig á lífsstarfsemi sinni og leggjast margar hverjar í dvala. Þetta gefur þeim auka vörn gegn sýklalyfjum, sem mörg hver ráðast gegn efnaskiptaferlum hennar, og gerir erfitt fyrir að ráða endanlega niðurlögum sýkingarinnar. Vegna

20

þessarar verndar fyrir sýklalyfjum getur þurft allt að 1.000 faldan styrk sýklalyfs til að uppræta örveruþekjur samanborið við bakteríur í lausn. Talið er að flestar tegundir baktería geti myndað örveruþekjur ýmist einar og sér eða í samvinnu við aðrar tegundir. Krónísk sár Krónísk sár eru mikil byrði á sjúklingum, sem og heilbrigðiskerfinu, og einkennast af því að vara lengur en þrjá mánuði. Krónísk sár myndast ekki hjá heilbrigðu fólki en helstu áhættuþættir sem eiga þátt í vandamálinu eru offita, öldrun, sykursýki, hjartasjúkdómar og langtíma sjúkralega. Talið er að kostaður við krónísk sár sé um 20-25 milljarðar í Bandaríkjunum á ári, en algengi þeirra er talið vera milli 0.2% og 0.3%. Á Íslandi má því áætla að um 600 til 1.000 manns þjáist af krónískum sárum á hverjum tíma. Búist er við að tíðnin aukist eftir því sem lífaldur lengist og offita eykst og er þetta því vaxandi vandamál. Nýlega hafa verið að koma fram í dagsljósið upplýsingar sem benda til að örveruþekjur viðhaldi krónísku ástandi sáranna þar sem sjaldnast tekst að uppræta sýkinguna vegna þols hennar fyrir sýklalyfjum. Þótt krónísk sár innihaldi að meðaltali 5-6 tegundir af bakteríum tekst oft ekki að rækta úr þeim með hefðbundnum aðferðum og oft tekst ekki að greina hinn raunverulega orsakavald. Rannsóknir benda til þess að a.m.k. 50-60% krónískra sára innihaldi örveruþekjur, en nýlegar rannsóknir benda til þess að þær gætu verið helsti orsakavaldur í að hindra græðingu sára. Örveruþekjur í öðrum sjúkdómum Örveruþekjur eru einnig til vandræða í fjölda annarra sjúkdóma. Helstu

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2014

flokkar sýkinga eru vefjatengdar sýkingar, stoðkerfissýkingar og ígræðslutengdar sýkingar. Dæmi um sýkingar úr þessum flokkum eru: - Vefjatengdar sýkingar: Krónísk eyrnabólga, krónísk hálskirtlabólga, krónísk nefholsbólga, krónísk sár, lungnasýkingar í Cystic fibrosis, tannskemmdir, tannslíðursbólga, öndunarvélatengd lungnabólga. - Stoðkerfissýkingar: Beinasýkingar, hjartaþelsbólga, nýrnasteinar, sýkingar í gallrás, þvagfærasýkingar. - Ígræðslutengdar sýkingar: Augnlinsur, gervilimir, hjartagangráðar, saumar, stoðnet, tannígræðslur, veffyllingar, æðagræðlingar, æðaleggir og hjáveitur. Einkenni örveruþekju sýkingar Erfitt er að greina örveruþekjur í sárum vegna þess að þær eru mjög litlar (10100 µm), staðsettar djúpt í sári og eru ekki jafndreifðar yfir sárið. Verið getur að örsmá 10 µm örveruþekja staðsett djúpt í sárabeðinu á einum stað viðhaldi örveruvexti og bólguviðbrögðum í sárinu og komi þannig í veg fyrir að sárið grói. Hægt er þó að greina örveruþekjusýkingar, bæði í sárum og annarsstaðar, svo sem í þvagleggjum eða æðaleggjum, út frá klínískum einkennum. Helstu klínísku einkenni örveruþekjusýkingar eru: - Sjúkrasaga um áhættuþátt (ígræðslur, cystic fibrosis, krónísk eyrnabólga ofl.). - Endurtekning á sýkingu. - Saga um misheppnaða sýklalyfjameðferð eða þráláta sýkingu þrátt fyrir rétt val á sýklalyfjum. - Merki um staðbundin eða altæk (systemic) einkenni sýkingar, svo


FRÆÐIN

sem bólgur og roði, sem hjaðna með sýklalyfjameðferð en koma fram á ný um leið og meðferð er hætt. Heilbrigðisstarfsfólk ætti að vera meðvitað um þessi einkenni, en þrálátar sýkingar geta leitt til ótímabærs dauða sjúklinga. Meðferðarmöguleikar Vegna hins mikla sýklalyfjaþols örveruþekja er mjög erfitt að meðhöndla þær. Í þróun eru lyf sem trufla samskipti bakteríanna í upphafi örveruþekjumyndunar, en hafa þó engin áhrif á örveruþekjur sem þegar hafa myndast. Í sáragræðingu eru gjarnan notaðar sáraumbúðir með silfri eða sýklalyfjum til að drepa niður sýkingar, en þær hafa þó gefið takmarkaða raun til upprætingar á örveruþekjum þar sem þær mynda fljótt þol gegn þessum efnum. Helsta aðferðin sem hægt er að beita er fyrirbyggjandi meðferð með sýklalyfjum, t.d. eftir skurðaðgerðir,

sem og sótthreinsun og húðun yfirborða. Hjá líftæknifyrirtækinu Zymetech á Íslandi eru rannsóknir hafnar á eiginleikum þorskatrypsíns til að hindra myndun og leysa upp örveruþekjur, í samstarfi við Sýklafræðideild Landspítalans, og benda fyrstu niðurstöður til jákvæðrar verkunar trypsíns. Rannsóknin er styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís og stefnir Zymetech á að hefja klínískar prófanir innan skamms. Um höfundinn Reynir Scheving útskrifaðist með M.Sc. í Lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 2007. Haustið 2009 hélt hann til Frankfurt í Þýskalandi í doktorsnám í Lyfjafræði við Goethe Háskólann, þaðan sem hann útskrifaðist sumarið 2013. Í september 2013 hóf Reynir síðan störf hjá Zymetech þar sem hann starfar sem sérfræðingur í vöruþróun á sýklavarnasviði.

Heimildaskrá 1. Alhede M, Er O, Eickhardt S, Kragh K, Christensen LD, Poulsen SS, et al. Bacterial biofilm formation and treatment in soft tissue fillers. Pathogens and Disease. 2014;70(3):33946. doi: 10.1111/2049-632x.12139. PubMed PMID: WOS:000334124300016. 2. Bjarnsholt T, Jensen PO, Fiandaca MJ, Pedersen J, Hansen CR, Andersen CB, et al. Pseudomonas aeruginosa Biofilms in the Respiratory Tract of Cystic Fibrosis Patients. Pediatric Pulmonology. 2009;44(6):547-58. doi: 10.1002/ppul.21011. PubMed PMID: WOS:000266795400003. 3. Crovetti G, Martinelli G, Issi M, Barone M, Guizzardi M, Campanati B, et al. Platelet gel for healing cutaneous chronic wounds. Transfus Apher Sci. 2004;30(2):14551. Epub 2004/04/06. doi: 10.1016/j. transci.2004.01.004. 4. Elek SD. Experimental staphylococcal infections in the skin of man. Ann N Y Acad Sci. 1956;65(3):85-90. Epub 1956/08/31. 5. Hall-Stoodley L, Stoodley P, Kathju S, Hoiby N, Moser C, Costerton JW, et al. Towards diagnostic guidelines for biofilm-associated infections. Fems Immunology and Medical Microbiology. 2012;65(2):127-45. doi: 10.1111/j.1574-695X.2012.00968.x. PubMed PMID: WOS:000305279100002.

Rafeindasmásjármynd af stakri bakteríu (S. aureus) í 150.000 faldri stækkun (til vinstri) og af örveruþekju S. aureus (til hægri) í 50.000 faldri stækkun. Á myndinni af örveruþekjunni má sjá hvernig utanfrumuefnið umlykur bakteríurnar.

tölublað 2 - 2014

Tímarit um lyfjafræði

21


FRÆÐIN

styrkþegi

HERBERIA Kolbrún Hrafnkelsdóttir UM HERBERIA

sem lyf og eru undir eftirliti hjá Matvælastofnun hérlendis. Almennt eru ekki gerðar kröfur að hálfu yfirvalda um að framleiðandi sýni fram á virkni, öryggi eða framleiðslugæði fæðubótarefna. Það er óheimilt að halda því fram eða gefa í skyn að fæðubótarefni lækni eða fyrirbyggi sjúkdóma þó algengt sé að reynt sé að fara framhjá þessu með því að auglýsa ábendingar með óbeinum hætti, til dæmis í formi reynslusagna.

Herberia er íslenskt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun á skráðum jurtalyfjum fyrir Evrópumarkað. Jurtalyf eru viðurkennd lyf sem framleidd eru úr virkum náttúruefnum samkvæmt sömu gæðastöðlum og hefðbundin lyf. Jurtalyfin eru við vægum algengum sjúkdómum og verða fáanleg í lyfjabúðum án lyfseðils.

Hefðbundin lyf

Skráð jurtalyf

Staðlaðir skammtar

Staðlaðir skammtar plöntuefna

Plöntuefni

Gæðaeftirlit

Gæðaeftirlit

Mismunandi gæði

Viðurkennt lyf

Viðurkennt lyf

Ekki viðurkennt lyf

Náttúruvörur

HUGMYNDIN Stofnendum Herberia finnst vanta meira úrval aðgengilegra meðferðarmöguleika við vægum algengum sjúkdómum og var það kveikjan að hugmyndinni. Jurtalyf Herberia eru við vægum sjúkdómum sem hrjá um 2-20% fólks (WHO, Herbal Medicines) og eru í mörgum tilfellum bæði vangreindir og vanmeðhöndlaðir. Sem dæmi má nefna meltingaróþægindi, vægar svefntruflanir eða einkenni andlegs álags, kvillar sem hindra venjulega ekki dagleg störf en geta þó eyðilagt daginn. Ef um væg einkenni er að ræða er nokkuð algengt að fólk leiti lausna í lyfjabúðum. Því er mikilvægt að þar sé að finna úrval aðgengilegra meðferðarmöguleika sem eru viðurkenndir og að upplýsingar séu unnar á faglegan hátt. Við teljum að skráð jurtalyf verði góð viðbót við það úrval sem þegar er að finna á íslenska lyfjamarkaðinum. Skráð jurtalyf brúa ákveðið bil á milli hinna hefðbundnu lyfja og óskráðra náttúruvara. Hefðbundin lyf eru samþykkt til notkunar við ákveðnum sjúkdómum samkvæmt ábendingum. Þau eru framleidd samkvæmt ströngum gæðastöðlum lyfjaiðnaðarins og eru stöðluð með tillit til virkra innihaldsefna. Óskráðar náttúruvörur sem eru blöndur margra efnasambanda úr jurtum eru oft seldar sem fæðubótarefni. Þessar vörur eru ekki viðurkenndar

22

Tímarit um lyfjafræði

Það má segja að jurtalyf brúi bil milli hefðbundinna lyfja og óskráðra náttúruvara með því að sameina jákvæða þætti úr báðum hópum. Jurtalyf eru viðurkennd lyf, framleidd úr jurtaúrdráttum sem staðlaðir eru með tillit til þeirra efna sem talin eru ábyrg fyrir virkni lyfsins. Nýlegar reglugerðarbreytingar í Evrópu gera það mögulegt að skrá náttúruefni sem jurtalyf að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Skráningarferill jurtalyfja kallast einföld skráning og er einfaldari en fyrir hefðbundin lyf. Evrópska lyfjastofnunin hefur gefið út yfir 100 lyfjaforskriftir fyrir jurtalyf sem byggja á úttekt á öryggi og virkni jurtaefnisins til lyfjanotkunar (EMA). Lyfjaforskriftirnar tilgreina ákveðnar ábendingar, styrk, skammta og form. Búið er að setja mikilvægan ramma utan um notkunarog öryggisleiðbeiningar, til dæmis auka- og milliverkanir. Til þess að skrá jurtalyf þurfa niðurstöður vísindalegra rannsókna um virkni að liggja fyrir en einnig er leyfilegt að vísa í langa hefð fyrir notkun þeirra. Jurtalyf eru framleidd samkvæmt sömu gæðakröfum og hefðbundin lyf og þeim þarf að fylgja samantekt á eiginleikum lyfsins og fylgiseðill sem hefur að geyma allar helstu upplýsingar fyrir neytandann. Það er leyfilegt að merkja og auglýsa samþykktar ábendingar fyrir jurtalyf.

tölublað 2 - 2014


FRÆÐIN

Stofnendur Herberia ehf. (f.v. Sesselja, Kolbrún og Nína)

TEYMIÐ

UPPHAFIÐ

Stofnendur Herberia eru þrír lyfjafræðingar með mismunandi bakgrunn innan greinarinnar og nýlega bættist fjórði aðili í frumherjahópinn. Það sem kveikti áhuga okkar var einskær vilji til að auka fagmennsku og gæði innan náttúruefnageirans með gæði, öryggi og áreiðanleika að leiðarljósi. Innan hópsins er mikil þekking á náttúruefnum og það má segja að teymið sé að yfirfæra þekkingu sína úr lyfjaiðnaðinum yfir á náttúruefni.

Að byggja upp lyfjafyrirtæki er bæði spennandi og krefjandi verkefni. Herberia var formlega stofnað fyrir rúmu ári síðan og í byrjun fór mikil vinna í að skoða hugmyndina frá öllum hliðum. Það er ekki nægjanlegt að hafa góða viðskiptahugmynd, en stundum er því haldið fram að í uppbyggingu sprotafyrirtækja samsvari hugmyndin um 10% en framkvæmdin 90%. Næstu stóru áfangar verða frekari uppbygging á innviðum fyrirtækisins, að senda fyrstu lyfin inn til skráningar og undirbúningur markaðssóknar. Til að takast á við þessi mikilvægu skref teljum við nauðsynlegt að fá fjársterka aðila að verkefninu með okkur. Við höfum hafið undirbúning á frekari fjármögnun Herberia og við stefnum að því að ljúka þeim áfanga á næstu mánuðum.

Kolbrún Hrafnkelsdóttir, lauk lyfjafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2000 og MBA, mastersgráðu í viðskiptafræði og stjórnun, frá Háskólanum í Reykjavík 2007. Hún hóf starfsferil sinn við rannsóknir á sviði lyfjaforma í sprotafyrirtækinu Lyfjaþróun og síðar á rannsóknarstofu á Háskólasjúkrahúsinu í Utrecht, Hollandi. Meðan á MBA náminu stóð hóf hún störf á þróunarsviði Actavis og stjórnaði alþjóðlegum þróunarverkefnum innan samstæðunnar. Sesselja S. Ómarsdóttir, lauk lyfjafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2000 og doktorsprófi í lyfja- og efnafræði náttúruefna 2006 frá sama skóla. Hún er prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins á sviði lyfja- og efnafræði náttúruefna. Hún hefur stýrt mörgum rannsóknarverkefnum á sínu sérsviði og skapað sér gott orð fyrir rannsóknir á lyfjavirkum efnum úr íslenskri náttúru. Hún var í nefnd á vegum Evrópsku lyfjastofnunarinnar, Herbal Medicinal Products Commitee, sem mótar stefnu fyrir jurta- og náttúrulyf innan Evrópu. Nína B. Ásbjörnsdóttir, lauk lyfjafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2001 og er gæðastjóri og ábyrgðarhafi (QP). Hún býr yfir verðmætri reynslu á sviði gæða- og skráningarmála sem hún hefur aflað sér í störfum sínum hjá Lyfjastofnun og innan lyfjaiðnaðarins. Hún hefur setið í tveimur nefndum á vegum Evrópsku lyfjastofnunarinnar, Good Clinical Practice og Pharmacovigilance Inspection group. Karl Guðmundsson, lauk prófi í sjúkraþjálfun árið 1999 frá Háskóla Íslands og MBA, mastersgráðu í viðskiptafræðum og stjórnun með áherslu á vöruþróun og nýsköpun, frá Kaliforníuháskóla í San Diego 2009. Hann hefur starfað sem stjórnandi hjá alþjóðlegum félögum í heilbrigðis- og tæknigeiranum síðastliðin 15 ár. Hann er sérfræðingur í stjórnun vörustefnu, vöruþróun og uppbyggingu vörumerkja. Hann hefur verið ráðgjafi Herberia allt frá stofnun fyrirtækisins og bættist nýlega í frumherjahópinn.

Fyrir ungt íslenskt lyfjafyrirtæki er mikil reynsla og sterk þekking innan lyfjaiðnaðarins ásamt góðum alþjóðlegum tengingum lykilatriði. Ísland hefur því mikla möguleika að bjóða á þessu sviði. Boðleiðirnar hérlendis eru stuttar og við höfum fundið fyrir miklum áhuga sem gefur okkur góðan meðbyr. Viðskiptahugmyndin hefur góða vaxtarmöguleika og afurðin getur skapað góðar tekjur, en auk þessa er teymið þannig samsett að það hefur góða getu til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Stofnendur Herberia eru nokkuð bjartsýnir hvað varðar framhaldið. AFTUR TIL UPPRUNANS Lyfjafræði sem fræðigrein er mjög gömul og náttúruefni hafa verið notuð til lækninga frá því löngu áður en byrjað var að rita söguna. Ýmsir hlutar plantna hafa verið nýttir í leit mannsins að efnum til að lækna eða lina sjúkdóma, svo sem fræ, ber, rót, lauf, börkur eða blóm. Í hinum hefðbundna lyfjaiðnaði eru náttúruefni notuð í margar mikilvægar lyfjasameindir og talið er að um 30% hefðbundinna lyfja megi rekja til náttúruefna. Viðhorf lyfjaiðnaðarins til náttúruefna hefur umbreyst seinustu áratugina en mikil vakning hefur orðið hvað varðar notkun náttúruefna til lækninga, bæði hjá vísindasamfélaginu og almenningi. Sem dæmi má taka að um 1980 stunduðu aðeins örfá af 250 stærstu lyfjafyrirtækjunum rannsóknir á lyfjavirkni háplantna en áratug síðar voru slíkar rannsóknir hafnar í meira en helmingi þessara fyrirtækja (WHO) sem hefur leitt til uppgötvunar nýrra lyfjasameinda. Talið er að hlutfall lyfja sem eiga uppruna sinn að rekja til náttúrunnar

tölublað 2 - 2014

Tímarit um lyfjafræði

23


FRÆÐIN

Sesselja í Urtagarðinum í Nesi

eigi eftir að aukast enn frekar, bæði vegna aukins áhuga lyfjafyrirtækja á rannsóknum á náttúruefnum með lyfjavirkni og vegna aukinnar eftirspurnar almennings eftir náttúrulyfjum. Meirihluti mannkynsins byggir enn fyrst og fremst á náttúruefnum (Traditional Herbal Medicine) sem hluta af sinni grunnheilbrigðisþjónustu (WHO). Í Evrópu er nokkuð löng saga rannsókna og framleiðslu á jurtaúrdráttum, og þar eru til staðar strangar reglur og þróað gæðaeftirlit. Vinsældir náttúruvara hafa aukist mikið í hinum vestræna heimi, kannanir sýna að 40-50% fólks á Norðurlöndum notar þessar vörur reglulega (Euromonitor). Vilji fólks til að bera aukna ábyrgð á heilsu sinni og vera þátttakendur í ákvörðun á eigin meðferðum er mikilvægur þáttur í miklum áhuga neytenda á náttúruefnum til lækninga. Þessi áhugi er ein ástæða þess að unnið er að því að innleiða þau betur inn í heilbrigðiskerfið með neytendavernd að leiðarljósi. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin og Evrópska lyfjamálastofnunin hafa undanfarin ár lagt mikla vinnu í að ná enn betur utan um náttúruvörur sem notaðar eru til lækninga. Afrakstur þeirrar vinnu má meðal annars sjá með breyttum reglugerðum og umgjörð sem auðveldar skráningu jurtalyfja í Evrópu. Náttúruvöruiðnaðurinn, neytendur og heilbrigðisstarfsfólk verða fyrir áhrifum af þessum breyttu og strangari reglum. Mismunandi skoðanir eru um ágæti þeirra, en sumir telja að vegið sé að frelsi einstaklingsins til að velja. Helstu áhyggjuefnin lúta að því að þeir neytendur sem kjósa að nota náttúruefni til lækninga hafi ekki aðgang að þessum meðferðum eða að þær verði of dýrar. Aðrir eru mun jákvæðari og telja breytingarnar vera mikilvægt úrbótaskref, að neytendur eigi skilið nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar til að geta tekið upplýstar ákvarðanir og þeir fái aðgang að jurtalyfjum sem uppfylla kröfur um gæði og öryggi. Áhrif þessara breytinga eiga eftir að koma betur í ljós á næstu árum þar sem fyrirtæki í náttúrulyfjaiðnaði eru enn að aðlaga sig þessu nýja umhverfi og neytendur eru að átta sig á þessum umfangsmiklu breytingum.

setja yfir 20 jurtalyf á markað í náinni framtíð og gengur undirbúningurinn vel. Stofnendur Herberia vilja koma á framfæri þakklæti til Fræðslusjóðs LFÍ og þeirra fjölmörgu lyfjafræðinga sem hafa aðstoðað okkur við uppbyggingu fyrirtækisins. Kolbrún Hrafnkelsdóttir, lyfjafræðingur Framkvæmdastjóri og meðstofnandi Herberia ehf. HEIMILDASKRÁ: 1. Evrópska lyfjamálastofnunin (EMA), European Medicine Agency (http:// www.ema.europa.eu/ema) 2. The Traditional Herbal Medicinal Products Directive, 2004/24/EC 3. Reglugerð nr. 142/2011 um markaðsleyfi náttúrulyfja og skráningu jurtalyfja sem hefð er fyrir 4. Lyfjalög nr. 93/1994 5. Lög um matvæli nr. 93/1995; 6. Reglugerð nr. 624/2004 um fæðubótarefni 7. Euromonitor International Database gagnabankinn 8. Lyfjastofnun Íslands (www.lyfjastofnun.is) 9. Herbal Medicines (4th edition), Pharmaceutical Press Editorial 2013. 10. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO), World Health Organization. Data and Statistics. 11. Skýrsla Alþjóða heilbirgðismálastofnunar-innar, WHO Traditional Medicine Strategy 2014 – 2023 (http://www.who.int/medicines/ publications/traditional/trm_strategy14_23/en/)

SKÝRINGAR Náttúruvörur: Til einföldunar er orðið “náttúruvörur” notað sem samheiti yfir þær aðferðir sem kallast á ensku Traditional Medicine, Complementary/Alternative Medicine (CAM) og Herbal Medicine samkvæmt skilgreiningu Aþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar. Jurtalyf: Hægt er að skrá náttúruefni sem náttúrulyf (Wellestablished Medicinal Products) eða jurtalyf (Traditional Medicinal Products) skv. reglugerð nr. 142/2011 en kröfur til skráningar eru örlítið frábrugðnar. Til einföldunar er einungis talað um jurtalyf sem þó gæti átt við um báða flokka.

AÐ LOKUM Herberia stefnir að því að verða fyrsti íslenski framleiðandinn til að framleiða og bjóða viðurkennd lyf úr plöntuefnum. Íslenski markaðurinn er mikilvægur til að byrja með en nauðsynlegt er að sækja inn á stærri markaði til að ná markmiðum okkar. Herberia hefur áhuga á að

24

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2014


FRÆÐIN

styrkþegi Framsýn rannsókn á eitrunum sem komu til meðferðar á bráðamóttökum Landspítala 2012. Fyrstu niðurstöður

Guðborg A. Guðjónsdóttir Ágrip kynnt á ráðstefnu EAPCCT (Evrópusamtök eitrunarmiðstöðva og sérfræðinga í klínískri eiturefnafræði) í Brussel í maí 2014

Inngangur Eitrun af völdum lyfja og efna er algeng ástæða fyrir komum á bráðamóttökur á Vesturlöndum og rannsóknir hafa sýnt tíðni á bilinu 1,7 – 3,9 á hverja 1000 íbúa (1,2,3,4). Rannsókn á komum á sjúkrastofnanir vegna eitrana á Íslandi sem náði yfir árstímabil frá 1. apríl 2001 til 31. mars 2002 sýndi að tíðni eitrana þar sem leitað var á sjúkrastofnanir var 3,9 á hverja 1000 íbúa (1). Tíðni eitrana á Íslandi virðist því há miðað við önnur vestræn lönd.

Niðurstöður Árið 2012 komu 977 eitranir til meðferðar á bráðamóttökur LSH, sem samsvarar tíðninni 3,1 á hverja 1000 íbúa á landinu öllu. Konur voru 554 og karlar 423, sem þýðir að tíðnin er 31% hærri meðal kvenna. Aldursbilið var frá 2 mánaða upp í 96 ára og meira en helmingur sjúklinganna var yngri en 30 ára. Meirihluti eitrananna varð inni á heimilum og oftast var um inntöku að ræða. 66% eitrananna voru viljandi, þ.e. misnotkun eða sjálfsvígstilraunir og í þeim tilfellum höfðu 45% sjúklinga fyrri sögu um eitranir. Í 76% tilfella komu lyf og/eða alkóhól við sögu. Eitranir vegna annarra efna voru oftast slysaeitranir (óviljandi) og um 28% þeirra voru vinnutengdar. Dvalartími á bráðamóttöku var frá 0,15 – 60,9 klukkustundir ( miðgildi 4,65 klst. ). 778 sjúklingar voru útskrifaðir af bráðamóttöku innan 24 klst. eftir skoðun og meðferð en 199 (20%) voru lagðir inn á aðrar deildir. Tveir sjúklingar dóu.

Í rannsókninni frá 2001 kom í ljós að um 80% allra eitrananna komu á bráðamóttökur Landspítala. Vegna samþjöppunar í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum er líklegt að enn stærri hluti eitrana sem þarfnast meðferðar komi á bráðamóttökur Landspítala nú, sem gerir þær kjörinn vettvang til að fylgjast með tíðni og eðli eitrana á Íslandi.

Ályktanir Tíðni eitrana er há á Íslandi. Fleiri konur en karlar leituðu á bráðamóttöku vegna eitrana og stærsti hópurinn var ungt fólk á aldrinum 18 – 39 ára. Misnotkun og sjálfsvígstilraunir voru algengustu ástæður eitrana. Meirihluti sjúklinga var útskrifaður heim eftir meðferð á bráðamóttöku, rúmlega 20% voru lagðir inn.

Guðborg A Guðjónsdóttir1), Anna María Þórðardóttir2), Jakob Kristinsson3) 1) Eitrunarmiðstöð LSH, 2)Bráðasvið LSH, 3)Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði HÍ.

Markmið Markmið rannsóknarinnar var að afla sem áreiðanlegastra upplýsinga um bráðar og meintar eitranir sem koma til meðferðar á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi, Hjartagátt og bráðamóttöku barna á Hringbraut. Aðferðir Rannsóknin var framsýn og rannsóknartímabilið 1. janúar til 31. desember 2012. Gögnum var safnað um öll tilvik þar sem leitað var á bráðamóttökurnar vegna eitrana. Eitrunartilvikin voru færð inn í sérstakan gagnagrunn aftengd persónugreinanlegum upplýsingum.

Guðborg Auður Guðjónsdóttir, lyfjafræðingur Sérfræðingur í klínískri eiturefnafræði Heimildir 1. Kristinsson, J., Palsson R., Gudjonsdottir, GA., Blondal M., Gudmundsson S., Snook CP.: Acute Poisonings in Iceland: A prospective nationwide study. Clinical Toxicology, (2008) 46(2), 126 – 132. 2. Mannaioni PF. Pattern of acute intoxication in Florence: a comparative investigation. Intensive Care Med 1991;17 Suppl 1:S24-31. 3. McCaig LF, Burt CW. Poisoning-related visits to emergency departments in the United States, 1993-1996. J Toxicol Clin Toxicol 1999;37:817-26. 4. Hovda KE1, Bjornaas MA, Skog K, Opdahl A, Drottning P, Ekeberg O, Jacobsen D. Acute poisonings treated in hospitals in Oslo: a one-year prospective study (I): pattern of poisoning. Clin Toxicol (Phila).2008 Jan;46(1):35-41.

140

350

120

Konur = 554

300

100

Karlar = 423

Fjöldi sjúklinga

400

250

200

80

60

150

40

100

20

50

0 0-9 10-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89 90-99

0 Óhapp

Sjálfsvígstilr.

Misnotkun

Vinnuslys

Annað

Ástæða eitrana sem komu á bráðamóttöku Landspítala 2012.

tölublað 2 - 2014

Aldurshópar (ár)

Aldur og kyn sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala 2012 vegna eitrana.

Tímarit um lyfjafræði

25


FRÆÐIN

Námsvistun í norskum apótekum Ingunn Björnsdóttir Í fyrrahaust var ég ráðin sem dósent við Oslóarháskóla, og meðal verkefna minna þar er skipulagning apóteksvistunar lyfjafræðinema. Ég tók þar við góðu búi, sem ég hef nú haft rúman meðgöngutíma til að kynna mér. Þar sem nokkur munur er á framkvæmd nemavistunar á Íslandi og í Noregi, vil ég í þessu greinarkorni lýsa í stórum dráttum nemavistuninni í Noregi. Nemarnir hafa meðal annars setið námskeið um lyf í samfélaginu (á fyrsta ári), gæðaeftirlit í dreifingu lyfja (á öðru ári) og notkun lyfja (á þriðja ári). Á fjórða ári eru þeir sendir í 6 mánaða vistun í apóteki. Krafan um að apóteksþjálfunin skuli vera 6 mánuðir, kemur eins og mörgum lyfjafræðingum er kunnugt, úr regluverki Evrópusambandsins, og hér í Osló er þessi krafa tekin mjög alvarlega. Fyrsta innsýn sem nemarnir fá í vistunarnámið er kynningarfyrirlestur sem haldinn er seint á haustmisseri þriðja árs. Þar er farið yfir hvers vænta megi í þessu námskeiði, og nemunum bent á að tímafrestur til að sækja um skráningu í apóteksvistun sé í desember, sem og tímafrestur til að sækja um sérvistun. Sérvistun er veitt umsækjanda ef hann/ hún á leikskólabarn eða barn í fyrstu bekkjum grunnskóla, en einnig ef heilsufarsástæður eða annað slíkt gefur tilefni til. Umsókn um sérvistun vegna barna er yfirleitt beiðni um apótek á ákveðnu landsvæði eða á ákveðnu svæði í Osló. Umsókn um sérvistun af heilsufarsástæðum er gjarnan ósk um vistun í apóteki með einhverja sérstaka aðstöðu eða apóteki sem er nálægt einhverjum meðferðarstað.

Mynd: Adam Roman Babinski

Í byrjun vormisseris þriðja árs sendir Apótekafélagið háskólunum lista yfir þau apótek sem taka nema í vistun á 4 ári (sumar og haustmisseri) og nær sá listi yfir apótek sem

26

Tímarit um lyfjafræði

bjóða pláss fyrir nema frá öllum skólunum sem bjóða upp á lyfjafræðinám, en einnig yfir apótek sem bjóða ákveðnum skóla pláss eða bjóða annað hvort einungis meistaranemum pláss eða einungis grunnnámsnemum. Oslóarháskóli er með fimm ára samfellt lyfjafræðinám og því engin skil milli grunnnáms og meistaranáms. Í lok febrúar hefur Oslóarháskóli deilt út plássum fyrir sérvistunarnemana, sent þær upplýsingar til Apótekafélagsins og fengið samþykktar. Þá fer í hönd valtíminn, oft í byrjun mars. Hann fer þannig fram að Apótekafélagið dregur um í hvaða röð nemarnir fá að velja og nemarnir fá að vita röðina og þar með einnig sinn valtíma. Einnig fá nemarnir aðgang að þeim lýsingum sem apótekin gefa, t.d. um stærð apóteks, starfsemi og starfsmannafjölda. Á valtímanum hefur hver nemi korter til að hafa samband við Apótekafélagið og velja. Ef það bregst að neminn velji á korterinu sínu fer hann aftast í röðina. Með þessu er tryggt að allir sitja við sama borð og líka að apótek getur ekki valið ákveðinn nema og nemi á ekki möguleika á að semja beint við ákveðið apótek um vistun. Apótekafélagið sendir hverjum nema staðfestingu á vali eftir að neminn hefur haft samband og valið. Námsvistunarstjóri Oslóarháskóla hefur samband við öll apótek sem taka nema frá skólanum og fær upplýsingar um hver sé leiðbeinandi nemans og einnig netfang og/eða farsíma leiðbeinandans. Kröfur til leiðbeinanda nemanna frá Oslóarháskóla eru meðal annars að leiðbeinandinn hafi meistarapróf í lyfjafræði, hafi mikinn áhuga á leiðsögn og hafi tíma til að sinna nemanum í a.m.k. hálftíma til einn og hálfan samfelldan tíma á viku, auk þess að leitast við að svara tilfallandi spurningum nemans og leiðbeina honum á annan hátt. Leiðbeinandinn ber ábyrgð á yfirferð nokkurra verkefna sem neminn gerir, og sendir Oslóarháskóla mat á frammistöðu nemans á miðju tímabili auk þess að senda mat á frammistöðu nemans í lok tímabils og umsögn um hvort neminn teljist hafa staðist vistunarkröfurnar. Verkefnin sem nemarnir þurfa að skila eru: vinnuáætlun ásamt hugleiðingum um tvo af sex mögulegum punktum varðandi apóteksvinnuna (t.d. algengt að velja hugleiðingar um hvernig móttökur viðskiptavinir apótekanna vilja fá í apótekinu), mat á samtals 10 lyfseðlum (~ 2 lyfseðlum á mánuði), siðfræðiverkefni, upplýsingamiðlun til lyfjanotenda, upplýsingamiðlun til almennings, verkefni sem apótekinu kemur að gagni og reynsluskýrsla. Leiðbeinandi fer yfir þessi verkefni að frátöldu siðfræðiverkefninu og verkefnunum tveim í upplýsingamiðlun, en í þeim báðum geta nemarnir valið milli tveggja verkefnategunda. Upplýsingamiðlun til sjúklings getur verið samtal við sjúkling um lyf (nemi og lyfjafræðingur undirbúa, lyfjafræðingur framkvæmir og nemi fylgist með og skrifar stutta skýrslu) eða upplýsingamiðlun til lyfjanotenda eða

tölublað 2 - 2014


FRÆÐIN

Inngangur að Lyfjafræðideild Oslóarháskóla. Mynd: Adam Roman Babinski

fólks sem ekki er heilbrigðisstarfsfólk en þarf samt að sýsla eitthvað með lyf (dæmi: starfsfólk á barnaheimili, nemi vinnur fyrirlestur og flytur hann). Upplýsingamiðlun til almennings getur verið blaðagrein eða aðsend umræðugrein (debattinnlegg) í blað. Námsvistunarstjóri og/eða aðrir við félagslyfjafræðieiningu Oslóarháskóla fara yfir siðfræðiverkefnið og upplýsingamiðlunarverkefnin. Vistunarnámið hefst formlega með dagskrá sem stendur yfir í heilan dag í maí, þar sem nemi og leiðbeinandi hittast að morgni og hlusta saman á 2-3 fyrirlestra og leggja fyrstu drög að vinnuáætlun. Eftir hádegið þann dag er dagskrá ætluð leiðbeinendum, sem nemarnir mega mæta á ef þeir vilja. Næsta vers nemanna er skyndihjálparnámskeið í hálfan dag og rétt áður en sjálf apóteksvistunin hefst er haldið viku undirbúningsnámskeið. Á þeirri viku er farið yfir breitt svið lyfjafræðinnar m.a. með fyrirlestrum og hópvinnu; dýralyf, tannheilsu og tannlyf, upplýsingamiðlun, sjúklingasjónarhornið, samskipti, bransastaðla apótekanna, sérstaka sjúklingahópa (t.d. eldra fólk, ófrískar konur, innflytjendur) og greiðsluþátttöku.

og fá 4 nemar sama verkefni (og tíma raðað þannig að nemarnir fjórir eigi ekki möguleika á að bera saman bækur sínar í undirbúningi eða prófi). Fjölvalspróf og munnlegt próf er metið sem ein heild og talsvert er um fall í námskeiðinu. Þeir sem falla geta þreytt endurtekningarpróf einum til tveim mánuðum eftir fyrstu tilraun og geta svo gert þriðju tilraun innan ákveðins tíma. Ef þrjár tilraunir duga ekki til að ná prófinu er neminn fallinn út úr náminu og verður að leita annarra leiða ef lyfjafræði er enn draumurinn. Vistuninni hér er lýst eins og hún er framkvæmd við Oslóarháskóla, en hinir skólarnir hafa svipað fyrirkomulag þó blæbrigðamunur geti verið þar á. Háskólar sem bjóða upp á lyfjafræðinám í Noregi eru auk Oslóarháskóla: Háskólarnir (Universitet) í Bergen (UiB) og Tromsø (UiT) sem bjóða upp á 5 ára nám, sem ætlunin er að verði á 3 + 2 formi og Háskólarnir (Høgskole) í Oslo og Akershus (HiOA) og Nord Trøndelag (HiNT, námsstaður Namsos) sem bjóða upp á þriggja ára grunnnám, sem gefur aðstoðarlyfjafræðingsréttindi og hefur skemmri apóteksvistun.

Lesefni námskeiðsins er ítarlegt efnishefti og ýmsar opinberar vefsíður auk FarmaPro apótekskerfisins sem öll apótek í Noregi nota, óháð því hvaða keðju þau tilheyra. Það gefur meðal annars til kynna ef eitthvað sérstakt er, sem taka þarf fram við sjúklinginn í afgreiðsluferlinu, eða hvort þekktar milliverkanir séu við eitthvað af þeim lyfjum sem sjúklingurinn hefur sótt nýlega í það apótek sem afgreiðslan fer fram í. Einnig eru glærur úr þeim fyrirlestrum sem haldnir eru settar inn á námskeiðsheimasíðuna, en skyldumæting er á fyrirlestrana.

Ingunn Björnsdóttir, lyfjafræðingur Dósent við Oslóarháskóla

Síðan tekur við 21 vika í apóteki (lágmark sjö og hálfur tími á dag), þar sem neminn á rétt á hálfum degi á viku til verkefnavinnu (sjá nánar um verkefnavinnuna hér framar). Auk apóteksviknanna á neminn á tímabilinu rétt á 4 vikna sumarfríi og einnig getur neminn valið að heimsækja önnur apótek og/eða aðra staði þar sem sýslað er með lyf. Slíkar heimsóknir mega þó ekki vera lengri en tveggja vikna vinna, nema sérstakt leyfi vistunarstjóra fáist fyrirfram. Krafa er um að nemi skili minnisblaði eftir slíkar heimsóknir. Að lokinni vistun er eftirvistunarvika með fyrirlestrum og spurningatímum í tvo daga, æfingum í gömlum prófverkefnum í aðra tvo daga og klukkutíma fjölvalsprófi í tölvu í vikulok (tölvuver bókað og tvísett í próf). Lokapunkturinn í námskeiðinu er svo munnlegt próf, þar sem nemarnir fá 2-3 lyfseðla og upplýsingar um lyf eða vöru sem sami sjúklingur hefur beðið um í lausasölu. Nemarnir leggja faglegt mat á lyfin á lyfseðlunum og lausasölulyfin sem beðið er um og fá 45 mínútur til uppflettinga og tölvuleitar og 15 mínútur til að segja prófara og prófdómara frá þeim atriðum sem máli skipta varðandi lyfin og upplýsingagjöf, þar með talið varðandi lausasöluna. Dregið er um röð nema

Mynd: Adam Roman Babinski

tölublað 2 - 2014

Tímarit um lyfjafræði

27


FRÆÐIN

styrkþegi

Árlega ráðstefna Evrópusamtaka sjúkrahúslyfjafræðinga Freyja Jónsdóttir Í mars síðastliðnum var haldin árleg ráðstefna evrópusamtaka sjúkrahúslyfjafræðinga (Euro-pean association of hospital pharmacists) í Barcelona. Ráðstefnan leiðir saman sjúkrahúslyfjafræðinga frá Evrópu og víðar. Boðið var upp á fjölda fyrirlestra, vinnuhópa og samráðsfunda og einnig voru sýningarbásar og kynningar frá lyfja- og læknisiðnaðnum. Yfirskrift rástefnunar í ár var “The innovative hospital pharmacist – imagination, skills and organization”. Í ár sóttu fjórir lyfjafræðingar frá Landspítalanum ráðstefnuna, þær Inga J. Arnardóttir, Helena Líndal, Elín I. Jacobsen og Freyja Jónsdóttir. Auk þátttöku í dagskránni var framlag Landspítalans ágrip og veggspjaldakynning á meistaraverkefni Freyju Jónsdóttur um upplýsingagjöf til sjúklinga við afhendingu lyfja. Einnig tóku fulltrúar Landspítalans þátt í fundum á vegum stjórnar EAHP um tvö málefni, þ.e. um þjálfun sjúkrahúslyfjafræðinga (Elín I. Jacobsen) og um lyfjaskort (Helena Líndal). Ísland er nýlega orðið aðili að samtökunum en frumkvæðið kom frá EAHP. Eitt af skilyrðum samtakanna var að innan Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) væri áhugahópur um sjúkrahúslyfjafræði. Hann var stofnaður 2012 og markmiðið var að styrkja starf sjúkrahúslyfjafræðinga á Íslandi með fræðslu, auka samstarf við erlenda sjúkrahús-lyfjafræðinga og auka þekkingu og bæta verkferla til hagsbóta fyrir sjúklinga. Lyfjafræðingafélag Íslands styrkir fulltrúa Íslands til þátttöku

á aðalfundi EAHP. Allir lyfjafræðingar innan LFÍ geta gerst meðlimir í áhugahópnum um sjúkrahúslyfjafræði. EHAP lét nýverið útbúa myndband um störf sjúkrahúslyfjafræðinga. Stjórn áhugahópsins lét setja íslenskan texta við myndbandið í samvinnu við EAHP. Hægt er að skoða myndbandið á slóðinni: http://youtu.be/lytOyYGtB6Q.

Kynningarmyndaband EAHP á störfum sjúkrahúslyfjafræðinga; “ What Hospital Pharmacists do”

Í lykilræðum ráðstefnunnar var athyglinni beint að framtíðarhlutverki sjúkrahúslyfjafræðinga árið 2020 og síðar. Í því samhengi var rætt um hvernig hægt væri að tryggja hæfni sjúkrahúslyfjafræðinga til að mæta þeirri hröðu þróun sem á sér stað í þeirra fagi. Dr. Roberto Frontini formaður EAHP ræddi m.a. aukna áherslu á félagshæfni (social competencies) sjúkrahúslyfjafræðinga til að geta átt skilvirk samskipti við sjúklinga sem búa yfir sífellt vaxandi heilsulæsi. Prof. Daan Crommelin hvatti sjúkrahúslyfja-fræðinga til að hlúa að og rækta með sér hæfileika til nýsköpunar. Hann talaði um hversu mikilvægt það væri hverri stétt að vera í sífelldri framþróun til þess að lifa af og einnig að hafa opin huga fyrir tækninýjungum frá öðrum starfsgeirum. Boðið var upp á fjöldann allan af áhugaverðum fyrirlestrum og málstofum en einungis verður fjallað um brot af þeim hér. Hægt er að nálgast myndskeið ásamt glærum frá ráðstefnunni á heimasíðunni, http://www.eahp.eu/. Blóðþynningarmeðferð Málstofa var haldin um nýju blóðþynningarlyfin þar sem fullt var út úr dyrum enda mikilvægt efni sem lyfjafræðingar þurfa að kunna góð skil. Þar var farið yfir rannsóknir og hvernig þær geta stutt við val á milli nýju blóðþynningarlyfjanna (rivorxaban, dabigatran, apixaban). Þá var einnig rætt um mikilvægi meðferðarheldni í tengslum við nýju lyfin.

Frá vinstri: Freyja Jónsdóttir, Elín I. Jacobsen, Helena Líndal og Ingja J. Arnardóttir.

28

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2014


FRÆÐIN

Freyja hjá veggspjaldi um meistaraverkefni sitt sem fjallaði um upplýsingagjöf til sjúklinga við afhendingu lyfja.

Einnig var boðið upp á vinnustofu þar sem var farið yfir mikilvægi blóðþynningar, meðferðarheldni og upplýsingagjöf í tengslum við warfarin (Kóvar). Einnig var farið yfir hvernig megi draga úr hættu á blæðingum við warfarin gjöf. Áhersla var lögð á eftirfarandi atriði varðandi upplýsingagjöf til sjúklinga um warfarin. Þessi atriði má yfirfæra á alla upplýsingagjöf til sjúklinga. 1. Faglega þekking er nauðsynleg en ekki nægjanleg til að veita upplýsingar til sjúklinga. 2. Lyfjafræðingurinn verður að þekkja sjúklinginn sinn og byggja upp fræðsluna miðað við hans þarfir. 3. Lyfjafræðingurinn þarf að tileinka sér rétt viðhorf til að koma skilaboðunum á framfæri. 4. Lyfjafræðingurinn þarf að sýna samkennd. 5. Lyfjafræðingurinn þarf að vera viss um að sjúklingurinn hafi skilið/meðtekið upplýsingarnar. Endurhönnun (Re-engenering) Klínískrar lyfjafræði Anna Spinwine, klínískur lyfjafræðingur frá Belgíu, sagði frá reynslu Breta í að þróa klíníska lyfjafræði. Hún talaði um mikilvægi þess að hafa skýra framtíðarsýn, setja upp áætlun og hafa mælanlega árangursvísa. Belgar settu sér fimm ára áætlun. Samhliða framþróun á klínískri lyfjafræði í Belgíu [háskólum] þá hafa þau komið á laggirnar framhaldsnámi í klínískri lyfjafræði. Anna Spinwine lagði áherslu á að hún teldi það grundvöll framþróunar í klínískri lyfjafræði. Hún sagði einnig frá reynslu Belga af notkun straumlínustjórnunar (e. Lean Management) til að þróa klíníska lyfjafræði. Í þeirri vinnu kom fram mikilvægi þess að öll inngrip klínískra lyfjafræðinga væru skráð í sjúkrasögu sjúklings, náin tengsl væru milli sjúkraskrár og lyfjaávísunarforrits. Einnig kom fram að mikilvægt væri að leitast við að tryggja að upplýsingar væru ekki tvískráðar vegna hættu á misræmi. Að síðustu nefndi hún að leita ætti eftir því að verklagið/kerfið sem nýtt sé auðkenni (flaggi) sjúklinga eða aðstæður þar sem aukin hætta á lyfjatengdum vandamálum eða atvikum eru talin vera fyrir hendi. Að síðustu talaði hún um hve þáttur rannsókna á sviði klínískrar lyfjafræði væri gífurlega mikilvægur til að hvetja til framþróunar.

styður við almenna lýðheilsu með það að markmiði að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma, lengja líf og efla heilsu með samstilltu átaki og upplýstu vali.

Ráðstefnan býður m.a. upp á gífurleg tækifæri fyrir lyfjafræðinga til að mynda tengsl við kollega, fræðast um nýjungar í faginu og ræða mikilvæg málefni innan fagsins. Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur á LSH

tölublað 2 - 2014

Tímarit um lyfjafræði

29


Lokaverkefni nemenda 2014 Andri Hallgrímsson

Mat á lípíðsamsetningu í nokkrum krabbameinsfrumulínum með massagreini Lípíð eru mjög fjölbreytt og þjóna ýmsum tilgangi í frumum. Þau eru byggingarhlutar, geyma orku og eru hluti af boðleiðum frumna. Gallar í undirliggjandi temprun á lípíðum geta verið ástæður fyrir sjúkdómum. Fitusýrusyntasi (FSS) er ensímkerfi sem hvatar fitusýru nýmyndunarferlið. Genið fyrir FSS er oftjáð í nokkrum tegundum af krabbameinum og er þessi oftjáning tengd batahorfum. Prótólichesterínsýra (PS) er annars stigs efni framleitt af fléttunni Cetraria islandica. PS hefur svipaða byggingu og C75 sem er FSS hindri og gæti haft svipuð áhrif. Vökvagreining með raðtengdum massagreini (UPLC-QTOF) er tækni með hárri upplausn, massa nákvæmni og næmni með samhliða greiningu fyrir allar jónir. Það er hægt að nota UPLC-QTOF til þess að bera kennsl á lípíð úr flóknum samsetningum lípíða í frumum. Markmið rannsóknarinnar var að þróa aðferðir til að undirbúa ræktaðar krabbameinsfrumur fyrir lípíð greiningu í UPLC-QTOF. Samsetning lípíða í fjórum krabbameinsfrumulínum (SK-Br3, T47D, MCF7 og AsPC-1) voru rannsökuð. Áhrif PS á tvær af frumulínunum (SK-Br3 og T47D) var einnig rannsakað. Fjölbreytumódel var notað til að skima fyrir breytileika. Það var greinilegur munur á milli krabbameinsfrumulínanna þegar þær voru bornar saman við hvor aðra. Lípíða samsetning, SK-Br3 sem oftjáir FSS genið sýndi tölfræðilega marktækan mun frá hinum tveimur brjóstakrabbameinsfrumulínunum. Þar af leiðandi var sýnt að FSS hafði meiri áhrif á lípíð samsetningu heldur en uppruni frumnanna. Ekki var hægt að greina áhrif PS þar sem niðurstöðurnar innan PA meðhöndlaðra frumna innihélt meiri breytileika heldur en munurinn á milli PA meðhöndlaðra og PA ómeðhöndlaðra frumna. Aðferðirnar þurfa að vera fullgildar og sýnin endurmæld með þeim. Leiðbeinendur: Margrét Hallgrímsdóttir, Finnur Freyr Eiríksson og Helga M. Ögmundsdóttir

Birta Ólafsdóttir

Áhrif metótrexats á meðferðarárangur TNF-α hemla við iktsýki Markmið: Markmið þessarar ferilrannsóknar var að skoða áhrif samhliðameðferðar með metótrexati á meðferðarárangur TNF-α hemla við iktsýki. Aðferðir: ICEBIO gagnagrunnurinn heldur utan um skráningu allra gigtarsjúklinga á Íslandi sem meðhöndlaðir eru með líftæknilyfjum. Í þessari rannsókn var fyrsta TNF-α hemla meðferð iktsýkisjúklinga

30

Tímarit um lyfjafræði

skoðuð (n = 206). Infliximab var oftast notað eða af 71,4% sjúklinga, 26,2% voru á etanercept og 2,4% á adalimumab og þar af voru 57% (n = 117) á metótrexati samhliða. Klínísk svörun var metin með skilmerkjum amerísku gigtarlæknasamtakanna (e. American College of Rheumatology, ACR) (ACR50) og með skilmerkjum evrópsku gigtarsamtakanna (e. European League Against Rheumatism, EULAR). Sjúkdómsvirkni (e. Disease Activity Score, DAS28), sjúkdómshlé (e. DAS remission) og fjöldi sjúklinga á hvorri meðferð sem hættu á fyrsta meðferðarári, var einnig skoðað. Notuð var lógístísk aðhvarfsgreining með 95% öryggisbili til að kanna gagnlíkindahlutfall og skoða mun TNF-α hemla meðferðar með og án metótrexats. Niðurstöður: Samhliðameðferð TNF-α hemils og metótrexats var betri í flestum mældum útkomum. Einu ári eftir upphaf meðferðar náðu 68% sjúklinga á samhliðameðferð 50% bata (ACR50), en 32% sjúklinga á einlyfjameðferð TNF-α hemils (P = 0,046). Fleiri sjúklingar á samhliðameðferð náðu góðu EULAR meðferðarsvari. Hjá sjúklingum á samhliðameðferð TNF-α hemla og metótrexats var DAS28 meðaltal lægra, fleiri náðu sjúkdómshléi og færri hættu meðferðinni innan árs en á einlyfjameðferð TNF-α hemils. Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda eindregið til þess að samhliðameðferð með metótrexati og TNF-α hemli gefi betri meðferðarárangur en einlyfjameðferð með TNF-α hemli, þó svo að niðurstöður næðu ekki alltaf tölfræðilega marktækum muni. Leiðbeinendur: Pétur S. Gunnarsson, Anna I. Gunnarsdóttir, Björn Guðbjörnsson og Þorvarður J. Löve

Fjóla - Tsui Hua Lee

Isolation and characterization of marine invertebrate derived natural products with cholinesterase inhibitory activity in vitro Extracts derived from Icelandic marine invertebrates were screened for cholinesterase inhibitory activity in vitro and the active extracts were subjected for bio-guided isolations and structure elucidation. Introduction: Ocean possesses more than 70% of the earth’s surface and demonstrates an enormous resource for potential bioactive components. Several marine natural products (MNPs) have revealed notable acetylcholinesterase (AChE) inhibitory activities e.g. alkaloids from sponges, bryozoa and marine microorganisms. Registered acetylcholinesterase inhibitors (AChE-Is), including plant-derived alkaloids, are the most rational drugs for the treatment of Alzheimer’s disease (AD). Objective: To screen extracts of Icelandic marine invertebrates for AChE inhibitory activities in vitro. To isolate active components and elucidate their structures. To test acetylcholinesterase (AChE) and butyrylcholinesterase (BuChE) inhibition of selected fractions and pure compounds. Materials and methods: Extracts (MeOH:CH2Cl2 (1:1 v/v)) of marine invertebrates were prepared and screened for AChE

tölublað 2 - 2014


FRÆÐIN inhibitory activity by using modified Ellman’s method. Active extracts were selected, fractionated and isolated by using liquid-liquid extraction, column chromatography and semipreparative high-pressure liquid chromatography. Identification and structural elucidation of active compounds were characterized by nuclear magnetic resonance spectroscopy and mass spectrometry. Results: Four extracts of marine invertebrates were shown to possess more than 80% AChE inhibition at 100µg/ml: two extracts from the starfish, Peltaster placenta, an extract from the sponge, Craniella sp. and an extract from bryozoan Flustra foliacea. A previously described desformylflustrabromine (dFBr) was isolated from bryozoan F. foliacea and it was shown to be more potent inhibitor on BuChE (IC50 = 12.82 ± 0.02 µM) than AChE (IC50 = 324.44 ± 3.89 µM). Fractions from P. placenta and Craniella sp. had considerable bioactivity but the responsible compounds were only produced in low yield and there were not enough material to determine their structures. Conclusions: Four of the one hundred marine invertebrate extracts screened, inhibited AChE in vitro. One previously described compound, desformylflustrabromine, was isolated and was shown to have moderate AChE and BuChE inhibitory effects in vitro. Leiðbeinandi: Sesselja Ómarsdóttir

Inga Þórey Pálmadóttir

Svipgerðargreining á EGFR stökkbreyttri lungnaþekjufrumulínu og tengsl við bandvefsumbreytingu. Krabbamein eru hópur sjúkdóma sem sífellt eru að verða algengari í heiminum. Lungnakrabbamein eru afar fyrirferðarmikil í flokki þessara sjúkdóma og valda þau flestum dauðsföllum. Týrósín kínasa viðtakinn EGFR hefur verið ítarlega rannsakaður bæði í tengslum við vefjaþroskun og svo myndun og meinvörp krabbameina. Nýlega var uppgötvað að EGFR stökkbreytinguna L858R væri að finna í lungnakrabbameinum. Hún kemur til þegar leusín (L) skiptir við arginín (R) í tákni 858 í táknröð 21, og veldur aukinni kínasavirkni við örvun. Ekki er með fullu þekkt hvert hlutverk eða afleiðingar þessarar stökkbreytingar eru. Í verkefninu er notuð lungnaþekjufrumulína (VA10) sem hefur svipgerð berkjugrunnfruma og forverafrumueiginleika. Þessi frumulína getur myndað starfhæfa lungnaþekju við réttar frumuræktunaraðstæður og er hún mikilvæg í hinum ýmsu rannsóknum á lungnaþekju, til að mynda lyfjarannsóknum, stökkbreytingum og frumusérhæfingu. Markmið verkefnisins var að skoða starfræn áhrif yfirtjáningar og sívirkjunar á EGFR viðtakanum í VA10 frumulínunni og athuga hvort þær breytingar hefðu áhrif á genatjáningu tengda meinvörpum. Niðurstöður sýndu að EGFR er tjáður í p63-jákvæðum grunnfrumum og lungnablöðrufrumum af gerð II í eðlilegri lungnaþekju. Yfirtjáning/sívirkjun virðist ekki hafa áhrif á frumufjölgun VA10 en við sveltisaðstæður kom fram minnkun á fosfórileringu á ERK og AKT boðferlapróteinunum miðað við eðlilegar VA10 frumur. L858R stökkbreytingin virðist valda því að VA10 frumurnar auka tjáningu á þekjuvefskennisameindum (Ecadherin) og bæla tjáningu á sameindum tengdum meinvörpum (Ncadherin, Zeb 1&2, Snail 1&2). Nýleg gögn af rannsóknarstofunni hafa bendlað grunnfrumur berkja við bandvefsumbreytingu þekjuvefjar (e. epithelial to mesenchymal transition, EMT) í millivefssjúkdómnum IPF og við litun kom í ljós að á þessu svæði virðist tjáning á EGFR minnka. Leiðbeinendur: Þórarinn Guðjónsson, Ari Jón Arason og Sesselja S. Ómarsdóttir.

Marianne Sigurðardóttir Glad

Ónæmisstýrandi áhrif lýkópódíum alkalóíðans lannótínidíns C á angafrumur og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro Inngangur: Jafnar framleiða mikið magn lýkópódíum alkalóíða en þeir hafa vakið athygli fyrir einstaka lífvirkni. Áhrif þeirra á ónæmiskerfið hafa lítt verið rannsökuð. Angafrumur eru mikilvægustu sýnifrumur ónæmiskerfisins. Þeirra hlutverk er að taka upp vaka og sýna óreyndum T frumum sem við það ræsast og setja af stað sérhæft ónæmissvar. Þannig mynda angafrumur mikilvægan hlekk á milli ósérhæfða og sérhæfða ónæmiskerfisins. Markmið: Markmiðið var að rannsaka áhrif lýkópódíum alkalóíða úr íslenskum jöfnum á þroskun angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro. Aðferðir: Angafrumur voru sérhæfðar in vitro úr CD14 mónócýtum og þroskaðar með eða án prófefna. Ákveðið var að rannsaka nánar lýkópódíum alkalóíðann lannótínidín C úr lyngjafna og áhrif angafrumna þroskuðum í návist hans til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro. Áhrif voru metin með mælingum á tjáningu yfirborðssameinda í frumuflæðisjá og á boðefnaframleiðslu með ELISA aðferð. Niðurstöður: Angafrumur þroskaðar í návist lannótínidíns C höfðu marktækt hærri IL-12p40/IL-10 hlutfallsstuðul samanborið við viðmið. Angafrumurnar seyttu minna af IL-6 samanborið við viðmið en lannótínidín C hafði ekki áhrif á IL-23 boðefnaseytun. Ósamgena CD4+ T frumur samræktaðar með angafrumum þroskuðum í návist lannótínidíns C tjáðu minna af yfirborðssameindinni CD54 og seyttu meira af IL-17 en minna af IFN-γ og IL-13 en ef samræktaðar með viðmiðunar angafrumum. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að lannótínidín C úr lyngjafna hafi ónæmisörvandi áhrif á angafrumur sem hvetji þær til að ræsa T frumur og leiða til sérhæfingar þeirra yfir í TH17 frumur. Slíkt væri hugsanlega hægt að nýta til að auka varnir gegn utanfrumu bakteríum og sveppum, til dæmis með því að nota efnið sem ónæmisglæði. Leiðbeinendur: Elín Soffía Ólafsdóttir, Jóna Freysdóttir, Ingibjörg Harðardóttir.

Sandra Júlía Bernburg

Ónæmisstýrandi áhrif þátta úr svömpunum Halichondria sitiens og Geodia macandrewi á þroskun angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4 jákvæðar T frumur in vitro Inngangur: Leit að lyfjavirkum efnum úr sjávarhryggleysingjum, þar með talið svampdýrum, hefur borið talsverðan árangur og mörg hundruð nýjum lífvirkum efnasamböndum er lýst árlega. Sérstök staðsetning Íslands í Norður-Atlantshafinu gerir það að verkum að í kringum landið er mikill líffræðilegur fjölbreytileiki en náttúruefni sjávar í kringum Ísland hafa ekki verið rannsökuð, nema að örlitlu leyti. Hægt er að kanna ónæmisstýrandi áhrif þátta úr svampdýrum í angafrumulíkani in vitro. Angafrumur taka þátt í ónæmissvari þegar sýking á sér stað með því að ræsast og verða að þroskuðum angafrumum og um leið að öflugum sýnifrumum sem geta ræst óreyndar T frumur og komið af stað sérhæfingu þeirra í T verkfrumur. Markmið: Að úrhluta og þátta virk innihaldsefni úr svömpunum Halichondria sitiens og Geodia macandrewi og kanna ónæmisstýrandi áhrif þeirra á þroskun angafrumna og

tölublað 2 - 2014

Tímarit um lyfjafræði

31


FRÆÐIN getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4 jákvæðar T frumur in vitro. Aðferðir: Fjórir misskautaðir þættir (A-D) úr Halichondria sitiens og Geodia macandrewi voru úrhlutaðir og ónæmisstýrandi áhrif þeirra könnuð í angafrumulíkani in vitro. Áhrifin voru metin með því að mæla styrk boðefna með ELISA aðferð og tjáningu yfirborðssameinda með frumuflæðisjá. Eftir skimun var þáttur C úr Halichondria sitiens í styrknum 100 µg/mL valinn úr og áhrif angafrumna, ræstra í návist hans, á ræsingu og sérhæfingu ósamgena CD4 jákvæðra T frumna könnuð. Niðurstöður: Þroskun angafrumna í návist þáttar C úr Halichondria sitiens í styrknum 100 µg/mL leiddi til lækkunar á seytingu IL-10, IL-12p40 og IL-23, ásamt hækkunar á seytingu IL-1ra. Sami þáttur leiddi einnig til lækkunar á tjáningu og meðal flúrskinsljómun CD86 og HLA-DR yfirborðssameinda. CD4 jákvæðar T frumur, ræstar af angafrumum þroskuðum í návist þáttar C, sýndu lækkun á seytingu IFN- og hækkun á seytingu IL-13 en þátturinn var ekki að hafa áhrif á seytingu IL-10 eða IL-17 né á hlutfall frumna sem tjáðu CD40L, CD54, CTLA-4 og CD69 yfirborðssameindir. Umræður og ályktanir: Niðurstöður sýndu að angafrumur sem voru ræstar í návist þáttar C úr Halichondria sitiens í hæsta styrk leiddu til hækkunar á seytingu IL-13 og lækkunar á seytingu IFN-γ frá ósamgena CD4 jákvæðum T frumum. Það bendir til aukinnar Th2 sérhæfingar á sama tíma og dregið var úr Th1 sérhæfingu, sem væri hugsanlega hægt að nýta við meðferð á Th1-miðluðum bólgusjúkdómum. Leiðbeinendur: Sesselja S. Ómarsdóttir, Jóna Freysdóttir og Ingibjörg Harðardóttir.

Sonja Ósk Sverrisdóttir

Áhrif lannótinidíns C úr íslenskum lyngjafna (Lycopodium annotinum) á boðefnaframleiðslu og innanfrumuboðleiðir THP-1 einkjörnunga in vitro Notkun náttúruefna í læknisfræðilegum tilgangi hefur tíðkast frá örófi alda og hafa slík efni verið ein helsta uppspretta nýrra efna til lyfjaþróunar. Lyngjafni, ein fimm tegunda jafna sem vaxa á Íslandi, er frumstæð æðaplanta með ríkulegt innihald lýkópódíum alkalóíða, sem þekktir eru fyrir fjölbreytta lífvirkni og má rekja notkun þeirra, m.a. við bólgum, langt aftur til kínverskra alþýðulækninga. Ónæmisfræðilegar rannsóknir á lýkópódíum alkalóíðum úr jöfnum eru ekki komnar eins langt á veg og til að mynda rannsóknir á andkólínesterasavirkni þeirra og er því vel við hæfi að rannsaka áhrif slíkra efna á bólguviðbrögð frumna ósérhæfða ónæmiskerfisins. Markmið þessarar rannsóknar var þríþætt. Í fyrsta lagi að einangra lýkópódíum alkalóíða úr íslenskum lyngjafna, í öðru lagi að skima fyrir ónæmisfræðilegum áhrifum lýkópódíum alkalóíða úr lyngjafna og skollafingri og í þriðja lagi að kanna áhrif lannótinidíns C og lannótinidíns D á bólguviðbrögð THP-1 einkjörnunga. Við aðgreiningu og hreinsun lýkópódíum alkalóíða úr þætti einangruðum úr lyngjafna var notast við magnbundna háþrýstivökvaskiljun (HPLC) og skimað fyrir ónæmisfræðilegum áhrifum hrárra úrdrátta og lýkópódíum alkalóíða úr jöfnum í angafrumum. Frekari rannsóknir á lannótinidíni C, ásamt ferulic sýru sem er stór hluti af byggingu lannótinidíns C, voru framkvæmdar í THP-1 einkjörnungum. THP-1 einkjörnungar næmdir með IFN-γ og örvaðir með LPS voru ræktaðir í návist prófefna og án þeirra. Styrkur boðefnanna IL-10, IL-12p40, IL-6, IL-1Ra, IL-23 og IL-27 var metinn með ELISA aðferð ásamt því sem virkjun MAP kínasa (p38 og ERK1/2), PI3K-Akt og NF-κB boðleiðanna var metin með Western blot aðferð. Ræktun THP-1 einkjörnunga í návist lannótinidíns C og

32

Tímarit um lyfjafræði

ferulic sýru virtust ekki hafa áhrif á lífvænleika þeirra en áhrif prófefnanna á örvun frumnanna sáust greinilega í smásjá þar sem örvaðar frumurnar mynduðu kúlulaga og þéttar þyrpingar eftir 24 klst. örvun sem urðu ennþá stærri og þéttari eftir 48 klst. örvun, samanborið við örvaðar frumur án prófefna. THP-1 einkjörnungar ræktaðir í návist ferulic sýru seyttu minna af IL-10, IL-12p40, IL-6 og IL-1Ra á meðan frumur ræktaðar í návist lannótinidíns C seyttu minna af IL10 og IL-1Ra samanborið við örvaðar frumur. Styrkur IL-23 og IL-27 í floti frumna var undir greiningarmörkum. Prófefnin höfðu ekki áhrif á fosfæringu á p38, ERK1/2 eða Akt né á niðurbrot IκBα. Samantekið benda niðurstöðurnar til þess að lannótinidín C hafi tilhneigingu til að auka bólgusvörun THP-1 einkjörnunga með því að draga úr myndun þeirra á bólguhamlandi boðefnum. Þó ferulic sýra sé stór hluti af byggingu lannótinidíns C hafði hún önnur áhrif en lannótinidín C, þar sem hún dró úr myndun á bólguhvetjandi jafnt sem bólguhemjandi boðefnum. Þörf er á frekari rannsóknum á ónæmisfræðilegum áhrifum lannótinidín C. Leiðbeinendur: Elín Soffía Ólafsdóttir, Jóna Freysdóttir og Ingibjörg Harðardóttir

Þórunn Óskarsdóttir

Meðferðarheldni og ástæður stöðvunar á meðferð TNFα hemla við iktsýki og sóragigt Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða meðferðarheldni sjúklinga með iktsýki og sóragigt á TNFα (e. Tumor Necrosis Factor, alpha) hemlunum, infliximab, etanercept og adalimumab, ásamt því að skoða ástæður þess að meðferð var stöðvuð. Aðferðir: Gögn um 513 sjúklinga voru fengin úr gagnagrunninum ICEBIO, lyfjaafgreiðslu- og lyfjaskráningarkerfi Landspítalans og viðtölum við sjúklinga. Sjúklingar í rannsókninni voru allir í meðferð á TNF hemli við iktsýki eða sóragigt á tímabilinu 2009-2013. Við mat á meðferðarheldni sjúklinga voru notaðar ýmsar reikniaðferðir, þær algengustu voru MPR (e. Medication Possession Ratio) og PDC (e. Proportion of Days Covered). Þá var meðferðarheldni skoðuð og mörkuð við 80% þar sem ≥80% táknaði góða meðferðarheldni. Ástæður meðferðarstöðvunar voru skoðaðar fyrir alla sjúklinga í rannsókninni. Niðurstöður: Meiri líkur eru á því að ná góðri meðferðarheldni með infliximab heldur en etanercept og adalimumab (p<0,0001). Sjúklingar á infliximab sýna 99,2% (95%[CI] 98,8-99,6) meðferðarheldni þegar reiknað er með MPR og 95,3% ([CI] 94,5-96,1) þegar reiknað er með PDC. Þeir sem eru á etanercept sýna 89,6% ([CI] 87,5-91,8) og 81,7% ([CI] 79,6-83,8) og á adalimumab 94,3% ([CI] 92,0-96,7) og 86,0% ([CI] 83,2-88,9). 82,2% sjúklinga á fyrsta TNF hemli náðu góðri meðferðarheldni. Algengustu ástæður fyrir stöðvun á meðferð var ónóg virkni (36,2%) og aukaverkanir (35,7%). Aukaverkanir voru algengustu ástæður tímabundinnar stöðvunar á TNF hemli eða 28,4%. Ályktanir: Meðferðarheldni sjúklinga á infliximab er betri í samanburði við þá sem eru á etanercept og adalimumab. Það sem án efa skiptir sköpum varðandi meðferðaheldnina er að infliximab er gefið á heilbrigðisstofnun og því meira utanumhald um lyfjagjafir sjúklinga. Viðbótarþekking á ástæðum fyrir stöðvun meðferða svo og bætt skráning í gagnagrunn eru mikilvægir þættir við frekari meðhöndlun sjúkdómanna. Leiðbeinendur: Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, Björn Guðbjörnsson, Pétur Sigurður Gunnarsson og Þorvarður J. Löve.

tölublað 2 - 2014


FRÆÐIN Doktorsvörn

Frá vinstri: Matthías Halldórsson, Már Másson, Karl Andersen, Guðrún Þengilsdóttir, Maarit Jaana Korhonen, Anna Birna Almarsdóttir og Ingunn Björnsdóttir.

Guðrún Þengilsdóttir Meðferðarheldni við langvarandi eða lotubundna lyfjagjöf – hlutverk kerfislegra og einstaklingsbundinna þátta við upphaf og lok meðferðar. Í apríl síðastliðnum varði Guðrún Þengilsdóttir, lyfjafræðingur, doktorsritgerð sína Meðferðarheldni við langvarandi eða lotubundna lyfjagjöf – hlutverk kerfislegra og einstaklingsbundinna þátta við upphaf og lok meðferðar (e.Adherence to chronic and episodic drug therapy – the role of system and patient factors in treatment initiation and discontinuation) frá Háskóla Íslands. Andmælendur voru dr. Maarit Jaana Korhonen, sérfræðingur við Lyfjafræðideild Háskólans í Turku, Finnlandi, og dr. Karl Andersen prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi í verkefninu var dr. Anna Birna Almarsdóttir, prófessor í klínískri lyfjafræði við Háskólann í Suður Danmörku, Óðinsvéum, Danmörku. Meðferðarheldni – stundum kölluð meðferðarfylgni (e. adherence, compliance), er hugtak sem lýsir því hvort sjúklingur taki lyf samkvæmt áætlun. Þar sem lyf geta ekki haft áhrif nema sjúklingar taki þau, skiptir góð meðferðarheldni miklu máli. Rannsóknir á meðferðarheldni eru því gríðarlega mikilvægar til að átta sig á því hvernig málum er háttað. Meðferðarheldni er hægt að rannsaka á mismunandi stigum meðferðar og með mismunandi aðferðum, t.d. viðtöl við sjúklinga, rafrænt eftirlit með lyfjatöku og með notkun lyfjagagnagrunna. Þessum aðferðum er hægt að beita til að meta sérstaklega hvort nýir sjúklingar hefji meðferð, hvort meðferð er haldið áfram, hversu reglulega lyf er tekið meðan á meðferð stendur, og hvenær meðferð er hætt. Markmið doktorsverkefnisins var að meta meðferðarheldni á Íslandi við lyf sem notuð eru langvarandi eða í stuttan tíma. Sérstök áhersla var lögð á sjúklinga sem voru að hefja meðferð, og var lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins notaður til að meta hvort sjúklingar sem hefja meðferð halda meðferð áfram. Enn fremur voru gögn

frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins notuð til að meta hvort einstaklingar sem fengu ávísuðu nýju lyfi leystu lyfið út úr apóteki og hófu þannig meðferð. Einnig var athugað hvort smávægilegar breytingar á greiðsluþátttöku lyfja höfðu áhrif á meðferðarheldni. Í lokahluta verkefnisins var athyglinni beint að sjúklingunum sjálfum, þar sem tekin voru viðtöl við sjúklinga til að meta hvort munur væri á skoðunum og reynslu sjúklinga sem halda lyfjameðferð áfram og þeirra sem hafa hætt lyfjameðferð. Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljóst að á bilinu 5-10% sjúklinga sem fá lyfseðil upp á nýtt lyf hjá lækni sækja lyfið aldrei í apótek. Hluti sjúklinga sem hefja nýja meðferð með því að sækja nýjan lyfseðil í apótek sækir aldrei annan skammt lyfsins í apótek og heldur því meðferð ekki nógu lengi áfram fyrir lyfið til að gagnast þeim. Þetta hlutfall var mismunandi fyrir þá lyfjaflokka sem skoðaðir voru í verkefninu, hæst var hlutfallið fyrir þunglyndislyf, þar sem 30-40% sjúklinga héldu meðferð ekki áfram. Þetta eru athyglisverðar niðurstöður sem gætu bent til að sjúklingar fái ekki þá meðferð sem þeir þarfnast. Smávægilegar breytingar á reglum um greiðsluþátttöku virtust hafa lítil áhrif á meðferðarheldni. Smávægileg aukning í hluta sjúklings í lyfjaverði hafði ekki áhrif á hvort útgefnir lyfseðlar voru sóttir í apótek eða ekki. Takmörkun á greiðsluþátttöku statína varð til þess að mikill fjöldi einstaklinga þurfti að skipta um statín, en einnig fjölgaði nýjum notendum statína mikið. Hlutfall sjúklinga sem hélt meðferð áfram lækkaði lítillega í kjölfar þess að 30-daga skorður á afgreiðslu SSRI lyfja voru felldar niður. Niðurstöður viðtalsrannsóknar við núverandi og fyrrum statínnotendur leiddu í ljóst að lítill munur var á sjúklingum sem höfðu hætt meðferð og þeim sem héldu meðferð áfram.

tölublað 2 - 2014

Almennt höfðu sjúklingar lítinn áhuga á statínmeðferðinni – fyrir utan þær neikvæðu afleiðingar sem hún gæti haft í för með sér – og sögðust litlar upplýsingar hafa fengið um tilgang meðferðarinnar. Niðurstöður þessa doktorsverkefnis benda til að lág meðferðarheldni sé vandamál sem er til staðar á Íslandi. Huga þarf að því af hverju umtalsverður hluti sjúklinga sem hefur meðferð á lyfi sem ætlað er til nota í lengri tíma, heldur þeirri meðferð ekki áfram. Þar sem breytingar á greiðsluþátttöku höfðu lítil áhrif á meðferðarheldni virðast utanaðkomandi þættir ekki vera vandamálið. Niðurstöður úr viðtölum við statínnotendur benda til að vandamálið felist frekar í því að sjúklingar hafa ekki áhuga á lyfjameðferðinni og finnast þeir hafa verið illa upplýstir um tilgang meðferðarinnar, skilja því ekki nauðsyn hennar og vantar hvatann til að taka lyfið. Doktorsverkefnið var unnið við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og að hluta við Lyfjafræðideild Háskólans í Utrecht, Hollandi undir handleiðslu Eibert R. Heerdink sem einnig sat í doktorsnefnd Guðrúnar. Í doktorsnefndinni sátu einnig: María Ólafsdóttir, læknir á heilsugæslustöðinni í Árbæ, Matthías Halldórsson, læknir á Landspítala, og Ingunn Björnsdóttir, dósent við Oslóarháskóla. Guðrún Þengilsdóttir (f. 1984) lauk M.S. prófi í lyfjafræði við Háskóla Íslands árið 2009 og starfar nú sem sérfræðingur í skráningum hjá Vistor.

Tímarit um lyfjafræði

33


FÓLKIÐ

Eftirlitsskyldur Lyfjastofnunar: Eftirritunarskyldir lyfseðlar Ólafur Adolfsson lyfsöluleyfishafi, Apóteki Vesturlands, birti greinina „Er meira eftirlit betra eftirlit?“ í Tímariti um lyfjafræði, 1. tölublaði 2014. Þar fjallar hann annars vegar um afleiðingar þess fyrir starfsfólk lyfjabúða og aðra að tramadol var gert eftirritunarskylt í byrjun árs 2013, og hins vegar um eftirlit Lyfjastofnunar með eftirritunarskyldum lyfseðlum og fjölgun eftirritunarskyldra lyfseðla samfara því að tramadol var gert eftirritunarskylt. Það er mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem láta sig lyfjamál varða fylgist með starfsemi Lyfjastofnunar og gagnrýni starfsemi hennar, en einnig er mikilvægt að rétt sé farið með staðreyndir þegar gagnrýni er höfð í frammi. Þess vegna er stofnuninni ljúft og skylt að leiðrétta það sem fram kemur í grein Ólafs um vinnu vegna eftirlits með eftirritunarskyldum lyfseðlum og ræða tillögur hans um bætt eftirlit á þessu sviði. Frumrit eftirritunarskyldra lyfseðla skulu send Lyfjastofnun skv. 22. gr. reglugerðar nr. 91/2001 um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja. Það er ekki að ástæðulausu að litið er sérstaklega eftir tilteknum ávanaog fíknilyfjum þar eð þau vegna eiginleika sinna geta haft í för með sér sérstaka hættu á misnotkun. Eftirlit með ávísun, afgreiðslu og afhendingu þeirra gefur heilbrigðisyfirvöldum tæki til að grípa inn í ef þörf þykir. Á árinu 2013 gerði Lyfjastofnun athugasemdir við afgreiðslu 156 eftirritunarskyldra lyfseðla. Athugasemdirnar voru meðal annars þær að of mikið magn lyfja var afgreitt miðað við ávísun læknis, að lyfseðli var breytt án samráðs við

34

Tímarit um lyfjafræði

lækni og að ekki var kvittað fyrir móttöku lyfs. Eftirfylgni Lyfjastofnunar með athugasemdum vegna afgreiðslu lyfseðlanna hefur haft þau áhrif að vinnubrögð í lyfjabúðum hafa batnað að því marki að athugasemdum hefur fækkað úr 13 að meðaltali á mánuði árið 2013 í tæplega 7 að meðaltali á fyrstu sex mánuðum ársins 2014. Mikilvægt er að starfsfólk lyfjabúða gæti vel að réttri afgreiðslu meðan á henni stendur svo ekki sé þörf á að yfirfara lyfseðlana um hver mánaðarmót. Það er á ábyrgð lyfsöluleyfishafa í hverri lyfjabúð að hvetja starfsfólk til árvekni við afgreiðslu og afhendingu lyfja. Í grein sinni segir Ólafur að hann hafi fengið upplýsingar um það hjá Lyfjastofnun að tveir lyfjafræðingar vinni við það í fullu starfi að yfirfara eftirritunarskylda lyfseðla frá apótekum landsins. Rétt er að tveir starfsmenn koma að eftirlitinu, einn lyfjafræðingur sem ver um hálfum til einum degi á mánuði við eftirlitið, og einn lyfjatæknir sem ver um 80 klst. á mánuði í eftirlit og frágang lyfseðlanna. Starfsaðferðir Lyfjastofnunar eru stöðugt í endurskoðun. Í samstarfi við starfsfólk lyfjabúða hefur góður árangur náðst við að bæta afgreiðslu og afhendingu á eftirritunarskyldum lyfseðlum og mun stofnunin halda áfram að minna starfsfólk lyfjabúða á að sérstakrar aðgæslu er þörf þegar eftirritunarskyld lyf eru afgreidd. Rafræn skráning opnar vissulega ný tækifæri til að líta eftir afgreiðslu og afhendingu lyfja eins og Ólafur bendir á og mun Lyfjastofnun skoða með hvaða hætti má nýta þau í framtíðinni. F.h. Lyfjastofnunar, Sigríður Ólafsdóttir, sviðsstjóri eftirlitssviðs

tölublað 2 - 2014


FÓLKIÐ

Svar Embættis landlæknis og Lyfjastofnunar við greinum Ólafs Adolfssonar lyfsala um tramadól Ólafur Adolfsson lyfsali hefur birt tvær greinar í Tímariti um lyfjafræði, árin 2013 og 2014, um þá ákvörðun að gera tramadól eftirritunarskylt frá 1.1.2013.

- - -

Í þessum greinum er að finna harða gagnrýni á Lyfjastofnun og Embætti landlæknis fyrir þessa ákvörðun. Í greinum Ólafs er að finna nokkrar ágætar ábendingar en einnig rangfærslur, villandi upplýsingar og rökleysur sem Lyfjastofnun og Embætti landlæknis finna sig knúin til að svara. Undirbúningurinn Langur aðdragandi var að þessu máli en unnið var að því í samvinnu Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis í tæp 2 ár. Lögð var umtalsverð vinna í undirbúning málsins og lokaákvörðun tekin á grundvelli þessarar vinnu. Hagsmunaaðilum, þ.e. markaðsleyfishöfum, var gefinn kostur á athugasemdum og var farið vandlega yfir þær athugasemdir sem bárust. Tveir markaðsleyfishafar svöruðu, annar gerði ekki athugasemdir við fyrirhugaða eftirritunarskyldu tramadóls og ekkert í ítarlegri greinargerð hins markaðsleyfishafans dugði til að breyta afstöðu Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis til málsins.

-

-

Dæmi voru um að tramadól væri svikið út úr læknum í síma á röngum nöfnum. Tramadól er ópíat, en öll þekkt ópíöt geta leitt til ávana og fíknar og öll eru misnotuð. Vegna þess að tramadól var ekki eftirritunarskylt var það trú margra að lyfið væri hættuminna en önnur ópíöt. Tramadól var gert „eftirritunarskylt“ í Svíþjóð í mars 2012 og í Danmörku og Noregi eru einnig hömlur á ávísunum lyfsins (það er flokkað þar sem ávanabindandi). Þegar tramadól kom á markað fyrir meira en 30 árum var talið að það væri minna ávanabindandi en önnur ópíöt en annað hefur komið á daginn, því miður.

Mikið hefur verið fjallað um misnotkun tramadóls að undanförnu og t.d. hafa á síðustu 5 árum birst um 140 greinar í ritrýndum tímaritum þar sem misnotkun tramadóls hefur komið við sögu. Ákvörðunin að gera tramadól eftirritunarskylt var því nauðsynleg og tímabær. F.h. Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar

Helstu ástæður ákvörðunarinnar - Örugg vitneskja var fyrir hendi um misnotkun tramadóls af fíklum á Íslandi, m.a. af sprautufíklum. - Tramadól tengist fjölmörgum dauðsföllum og innlögnum á bráðadeildir hér á landi á undanförnum árum.

tölublað 2 - 2014

Geir Gunnlaugsson, landlæknir

Tímarit um lyfjafræði

35


Við erum

Mylan

Eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi

MYL140501

821-8038 ingithor@icepharma.is

36

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2014


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.