Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2015

Page 1

1. tbl - 50. árg. - 2015

M.Sc. verkefni Auðar Elínar Finnbogadóttur

TENGSL MILLI BÓLGUEYÐANDI LYFJA OG BLÆÐINGA Í MELTINGARVEGI? viðtal

SKÚLI SKÚLASON

FJU

FS

E

Ð

IL S

LY

LY

MÁ VERA Á OFUM T S Ð I B

M

Á

ENG A

R

R

Formaður lyfjaráðs ÍSÍ

GLÝSING A AU

SKYLD U

M

Auka-aðalfundur LFÍ

BREYTING Á REGLUM SJÚKRASJÓÐS


KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN


EFNISYFIRLIT FÉLAGIÐ Formannsþankar Aðalfundur LFÍ 2014 Jólaball LFÍ 2014 Auka-aðalfundur LFÍ 2015 Breyting á reglum Sjúkrasjóðs LFÍ

FRÆÐIN 5 6 30 31

Forsíðumyndin

Bakgrunnur rannsóknar á notkun svefnlyfja og kvíðastillandi lyfja meðal sjúklinga í heilsugæslu og mögulegum tengslum við sjúkdómaklasa 10 Kristján Linnet

Verk- og vindeyðandi dropar - Tinctura eccoprotica

13

Ráðgjöf um næringu í æð í Sjúkrahúsapóteki Landspítala

14

Lyfjafræðisafnið

Anna Friðriksdóttir

FÓLKIÐ Misharðir dómar

Viðtal við Skúla Skúlason

LYFJAFRÆÐINGUR Í NOREGI Valgarð Sverrir Valgarðsson

9

Capsicum annuum – chilli pepper - eldpipar

Eru tengsl milli sölu tiltekinna bólgueyðandi lyfja og blæðinga í meltingarvegi 2003-2013? 18

16

Úr meistaraverkefni Auðar Elínar Finnbogadóttur

22

2015 - Afmælisár í lyfjamálum

Lyfjastofnun

20

Velferðarráðuneytið

20

Tveir nýir prófessorar við Lyfjafræðideild HÍ

21

Ráðstefna á vegum EACR (European Association of Cancer Research) München 5.-8. júlí 2014

25

EAHP fundur í Sofiu 12. – 15. júní 2014

26

Lyfjaþróun nanólyfja

28

Margrét Bessadóttir

29

Nefnd um umbætur í lyfjamálum Hákon Hrafn Sigurðsson Sesselja S. Ómarsdóttir

Margrét Bessadóttir og Finnur Freyr Eiríksson Faghópur um sjúkrahúslyfjafræði Ingólfur Magnússon

Áhrif fléttuefnanna úsnínsýru og prótólichesterínsýru á orku- og fituefnaskipti í krabbameinsfrumum

FRÁ RITSTJÓRN Kæru félagar Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem á að vinna að umbótum í lyfjamálum. Verkefni nefndarinnar er meðal annars að semja drög að lyfjastefnu til 2020 og frumvarpi til lyfjalaga sem á að vera tilbúið til framlagningar á vorþingi 2016. Einnig á nefndin að endurskoða stjórnsýslu lyfjamála og gera tillögu að úrbótum. Kemur fram í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir víðtæku samráði við hagsmunaaðila í vinnu nefndarinnar. Ritstjórn TUL fagnar því að verið sé að skoða lyfjalögin þar sem svo miklar breytingar hafa orðið frá árinu 1994 að erfitt er orðið fyrir lyfjafyrirtæki og aðra hagsmuanaðila að vinna eftir hluta laganna, þar sem m.a. atvinnuumhverfi og samskiptamiðlar hafa breyst mikið á þessum tíma, eða 21 ári. Mikil vinna hefur nú þegar verið unnin af hagsmunaaðilum og Lyfjafræðingafélaginu sem vonast er til að verði rædd og nýtt í komandi vinnu nefndarinnar. Með kveðju, Ritstjórn TUL Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri, Bessi Húnfjörð Jóhannesson, Brynhildur Briem, Hákon Steinsson, Hákon Hrafn Sigurðsson

1. tölublað - maí 2015 - 50. árg. Útgefandi: Lyfjafræðingafélag Íslands Lyfjafræðisafninu við Safnatröð Pósthólf 252 172 Seltjarnarnesi Sími 561 6166 lfi@lfi.is

Ritstjórn: Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri Bessi H. Jóhannesson Brynhildur Briem Hákon Hrafn Sigurðsson Hákon Steinsson Uppsetning: Hákon Steinsson Prentun: Litróf Pökkun og merking: Bjarkarás

Forsíðumynd: Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af Capsicum annuum eða eldpipar. Ítarlegar upplýsingar má finna á blaðsíðu 9.


Léttir á einkennum gyllinæðar

Krem Gyllinæð eru bólgnar og þrútnar æðar í eða við endaþarmsopið og um 50% einstaklinga fá gyllinæð einhvern tíma ævinnar. Blæðing úr endaþarmi ásamt kláða og sársauka eru helstu einkenni gyllinæðar og er hún algengust hjá eldra fólki og konum á meðgöngu.

Procto-eze Krem veitir góða vörn með því að búa til vatns-fitufilmu yfir erta svæðið. Vörnin dregur úr kláða og sviða og meðferðarsvæðið verður mýkra og rakara, sem kemur í veg fyrir að húðin springi og valdi óþægindum.

Þríþætt verkun – verndar, gefur raka og græðir Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum Inniheldur ekki stera Má nota á meðgöngu

Fyrir hámarksárangur er mælt með notkun á Procto-eze Hreinsi áður en Procto-eze Krem er notað. TM

TM

Hreinsifroða

Froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið. Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum

Procto-eze Hreinsir er hreinsifroða sem ætluð er til að viðhalda hreinlæti og draga úr óþægindum tengdum gyllinæð. Froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið. Hún hentar vel til að nota í sturtu og kemur í stað sápu sem oft ertir viðkvæmt svæðið.

Procto-eze Krem og Procto-eze Hreinsir fást í apótekum. Umboðsaðili á Íslandi: LYFIS ehf., Grensásvegi 22, 108 Reykjavík. Sími: 534 3500 netfang: lyfis@lyfis.is www.lyfis.is


FÉLAGIÐ

Formannsþankar Sýnileiki, þróun og kveðja Eftir alþjóðadag lyfjafræðinga í september ákvað stjórn LFÍ að útbúa barmmerki fyrir lyfjafræðinga. Tilgangurinn er að merkja lyfjafræðinga sem eru í samskiptum við almenning á áberandi hátt þannig að ekki leiki vafi á hver við erum. Þeir sem starfa í apótekum eða á öðrum sviðum þar sem tengsl við almenning eru mikil þekkja vel í hve miklum mæli almenningur leitar ráða hjá lyfjafræðingum og að við njótum mikils trausts hjá almenningi. Merkið auðkennir okkur og staðfestir hver við erum. Í byrjun var ákveðið að dreifa merkinu til framangreindra hópa til að kanna viðbrögðin og það er ekki unnt að segja annað en að þau hafi verið góð. Endurmenntun HÍ auglýsti nýlega námskeið um áhrif náttúruefna og náttúrulyfja á lyf. Kennari á námskeiðinu var Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur. Það varð uppselt á námskeiðið á svipstundu og því augljóst að mikil eftirspurn er eftir svona fræðslu. Námskeiðið verður vonandi endurtekið á meðan eftirspurn er eftir því. Skömmu síðar varð mikil umfjöllun í fjölmiðlum um sölumennsku í kringum náttúruvörur og það sem sumir kalla skottulækningar. Það er ekki spurning að það er mikilvægt fyrir lyfjafræðinga að reyna að fylgjast vel með á þessu sviði og svara ekki öllum spurningum með orðum eins og að það hafi ekki verið rannsakað. Séð frá okkar sjónarhóli virðast litlar takmarkanir á því hvað sumir eru tilbúnir að prófa og greiða svimandi hátt verð fyrir þrátt fyrir að varan sé ekki rannsökuð og í versta tilfelli stórhættuleg eins og allir vita sem hafa fylgst með fjölmiðlum að undanförnu. Ég vil nota tækifærið til að hrósa Freyju fyrir framtakið og hvetja hana áfram á þessu sviði. Þetta vekur líka upp umræðu um mikilvægi þess að lyfjafræðingar viðhaldi þekkingu sinni og í mörgum löndum er þess nú krafist að þeir geti sýnt fram á ákveðna endurmenntun til að halda starfsleyfinu. Við eigum langt í land með að ná þessari stöðu. Að lokum vil ég nota tækifærið til að kveðja sem formaður LFÍ, þakka fyrir samstarfið og óska nýkjörnum formanni, Lóu Maríu Magnúsdóttur, til hamingju með kjörið og velfarnaðar í starfi.

Aðalsteinn Jens Loftsson fv. formaður LFÍ

tölublað 1 - 2015

Tímarit um lyfjafræði

5


FÉLAGIÐ

Fundargestir

Aðalfundur LFÍ 2014 Aðalfundur Lyfjafræðingafélagsins var haldinn 18. mars sl. Hófst fundurinn með hefðbundnu sniði, gjaldkeri setti þó fundinn í stað formanns sem var fjarverandi, og gerði tillögu að fundarstjóra, Finnboga Rúti Hálfdanarsyni, sem tók við stjórn fundarins. Fundarstjóri staðfesti að fundurinn hafi verið rétt boðaður og kynnti að Baldur Guðni ritari félagsins væri ritari fundarins. Dagskrárliðir voru hefðbundnir að vanda, valdir voru tveir fundarmenn til að telja atkvæði úr kosningu félagsins, þau Kjartan Hákonarson og Fríður Skeggjadóttir Þormar, og farið var yfir skýrslur og fundi frá síðastliðnu starfsári. Störf félagsins á liðnu starfsári Lóa María, gjaldkeri LFÍ, kynnti stjórn LFÍ og starfsmenn og þakkaði stjórnarmönnum sem voru að ljúka sínu kjörtímabili góð störf, en það eru þeir Aðalsteinn Jens Loftsson, formaður, og Jón Pétur Guðmundsson. Sigríður Siemsen, framkvæmdastjóri félagsins, sagði frá því helsta frá fyrra ári. Ritstjóri TUL, Regína Hallgrímsdóttir, sagði frá hverjir skipa ritnefnd í dag og að flest hefði verið svipað og fyrra ár. Tekjur TUL voru heldur meiri en gjöld á síðasta ári og eru þakkir sendar öllum þeim sem styrkt hafa útgáfu blaðsins svo og þeim sem sent hafa því efni. Regína velti upp spurningu um framtíð TUL, til að tryggja útgáfu þess. Hvort að vilji væri til að gera líkt og á hinum Norðurlöndunum en þar er ráðinn sérstakur ritstjóri til starfa hjá félögunum sem hefur veg og vanda að útgáfu tímaritsins. Lóa María las skýrslu siðanefndar en eitt mál hafði komið á borð nefndarinnar á síðasta ári. Hákon Steinsson formaður sjóðastjórnar fór

6

yfir árið hjá sjóðastjórn og sagði frá því að umsóknareyðublöð hafa verið yfirfarin og skerpt hefur verið á þeirri skyldu styrkþega að skila greinagerð til TUL eftir að styrkurinn hefur verið nýttur. Lóa María sagði frá helstu störfum skemmtinefndar og Ólafur Ólafsson fór yfir störf laganefndar. Kristín Einarsdóttir sagði frá störfum Lyfjafræðisafnsins. Einn af núverandi stjórnendum safnsins gefur ekki kost á sér til endurkjörs en sú ákvörðun varð til þess að gerð var tillaga að breytingu á skipulagsskrá safnsins um að fólk getur orðið hollvinir safnsins. Sagt var frá NFU og bent á samantekt um fundinn í TUL fyrir þá sem vildu kynna sér hann betur. Lóa María fór yfir skýrslu kjaranefndar og orlofsheimilasjóðs. Þórunn K. Guðmundsdóttir fór yfir starf áhugahóps um sjúkrahúslyfjafræði. Nafni hópsins hefur verið breytt í „Faghópur um sjúkrahúslyfjafræði“ og undirhópur hefur verið stofnaður um krabbameinslyfjafræði. Hún minnti að lokum á heimasíðu EAHP þar sem nálgast má frekari upplýsingar um samtök sjúkrahúslyfjafræðinga í Evrópu, http://www.eahp.eu. Lóa María Magnúsdóttir, gjaldkeri LFÍ, sagði frá stöðu sjóða félagins. Félagssjóður var rekinn með hagnaði og því gert ráð fyrir óbreyttum félagsgjöldum aftur á þessu ári. Kjaradeilusjóður var rekinn með tapi sem enn skýrist af lögfræðikostnaði vegna aðstoðar við félagsmenn sem eiga í deilum við sína vinnuveitendur. Fræðslusjóður var áfram rekinn með hagnaði. Þá var aftur samþykkt 500.000 kr. framlag til Faghóps um sjúkrahúslyfjafræði

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2015

auk þess sem til var afgangur frá styrk fyrra árs sem bætist við þá upphæð. Er þeirri upphæð ætlað að standa straum af kostnaði við að sækja fundi og ráðstefnur EAHP þetta ár. Reikningar félagsins voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum. Starfsáætlun Lóa María las upp starfsáætlun fyrir komandi ár og umræður spunnust um endurmenntun lyfjafræðinga. Hvort ekki væri ástæða til að skoða það mál sérstaklega. Fram kom að sums staðar þurfa lyfjafræðingar að sýna fram á endurmenntunarpunkta til þess að halda starfsleyfi sínu og bent var á að það væri einna lengst komið í Noregi. Slíkt kerfi kallaði þó væntanlega á samstarf margra stofnanna hérlendis. Fræðslu- og skemmtinefnd áætlar að senda út könnun um áhuga félagsmanna á fræðslu og endurmenntun á komandi ári. Einnig kom fram sú athugasemd hvort tími væri kominn til að kanna aftur kosti og galla aðildar að BHM. Starfsáætlunin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Fjárhagsáætlun var samþykkt á fundinum.

yfirfarin

og

Kjör fastanefnda Fundarstjóri kynnti niðurstöðu úr talningu vegna kjörs til stjórna og nefnda félagsins og var eingöngu um „rússneska“ kosningu að ræða, sjá umfjöllun um þá sem kjörnir voru á næstu blaðsíðu. Kosinn var nýr formaður félagsins, Lóa María Magnúsdóttir. Kosnir voru skoðunarmenn ársreikninga og voru það Sigurður Traustason og Örn Guðmundsson.


FÉLAGIÐ Kjör stjórnar og nefndarmanna 2015 Eftirfarandi félagsmenn voru kosnir til starfa fyrir LFÍ á aðalfundi 2015. Stjórn Formaður: Lóa María Magnúsdóttir Meðstjórnendur: Eva Ágústdóttir og Þórhildur Sch. Thorsteinsson Fyrir í stjórn eru Svanhildur Kristinsdóttir, Baldur Guðni Helgason og Erla Hlín Henrysdóttir (varamaður)

Finnbogi Rútur, fundarstjóri

Lagabreytingar Fram komu tillögur að lagabreytingum, þar með lagabreytingartillaga stjórnar LFÍ á 2. Kafla (félagar) 4. og 6. grein laga um Lyfjafræðingafélag Íslands. Farið var yfir mismunandi gerðir félagsaðildar. Tilgangur þessara tillögu var að hnykkja á því að þeir sem ekki eru með starfsleyfi sem lyfjafræðingar eða aðstoðarlyfjafræðingar eiga heima sem aukafélagar en ekki fullgildir félagsmenn. Breytingin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þá kom fram tillaga frá stjórn lyfjafræðisafnsins að nýrri grein í skipulagsskrá safnsins sem gerir fólki kleift að verða hollvinir safnsins. Breytingin var rædd, tók breytingu um staðsetningu innan skipulagsskrárinnar og var svo samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Sigríður Siemsen framkvæmdarstjóri óskaði eftir endurnýjuðu umboði til að nýta Kjaradeilusjóð til að greiða lögfræðikostnað fyrir félagsmenn, eins og gert hefur verið undanfarin ár, og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Sjúkrasjóður LFÍ Stjórn LFÍ og kjaranefnd lögðu fram tillögu að breytingu á Sjúkrasjóði LFÍ. Um var að ræða töluverða breytingu

Laganefnd Ólafur Adolfsson og Aðalsteinn Jens Loftsson (varamaður) Fyrir í nefndinni eru Finnbogi Rútur Hálfdanarson og Ólafur Ólafsson

Ólafur Ólafsson, laganefnd

frá því sem er í dag og spunnust miklar umræður um breytinguna og einnig hvað núverandi hóptrygging felur í sér. Heildarniðurstaða var að félagsmenn voru hlynntir þessari tillögu að breytingu á sjóðnum en að vinna þyrfti betur með útfærslu á breytingunni svo öllum væri betur ljóst hvað breytingin felur í sér. Samþykkt var að stjórn og kjaranefnd vinni áfram með þessa breytingu á sjúkrasjóði og að boðað verði til aukaaðalfundar innan tveggja mánaða frá aðalfundi þar sem málin verða kynnt eftir frekari skoðun og útfærslu. Til að vinna með stjórn og kjaranefnd í málinu buðu sig fram til aðstoðar Fríður Skeggjadóttir, Kristín Björk Eiríksdóttir, Guðrún Indriðadóttir og Örn Guðmundsson. Sjá umfjöllun um aukaaðalfund LFÍ á blaðsíðu 31. Mjög dræm mæting var á fundinn eða um 25 manns og rétt að benda lyfjafræðingum á að aðalfundur félagsins er sá vettvangur sem þeir hafa til að hafa áhrif á starf félagsins, hvernig félagið er rekið og hvaða ákvarðanir eru teknar. Finna má fundargerð aðalfundar 2015 á innri vef LFÍ. Regína Hallgrímsdóttir ritstjóri

tölublað 1 - 2015

Siðanefnd Þorgils Baldursson og Jóhann Gunnar Jónsson Fyrir í nefndinni eru Gunnar Steinn Aðalsteinsson, Sóveig H. Sigurðardóttir, Klara Sveinsdóttir (varamaður) og Nína Björk Ásbjörnsdóttir (varamaður) Sjóðastjórn Hákon Steinsson, Örn Guðmundsson Fyrir í sjóðastjórn eru Margrét Rósa Kristjánsdóttir og Sigurlína Þóra Héðinsdóttir Kjörnefnd - Formaður Aðalheiður Pálmadóttir Kjaranefnd Auður Elín Finnbogadóttir Fyrir í nefndinni eru Guðrún Björg Elíasdóttir, Þórir Benediktsson, Roberto Estevez Estevez (varamaður), Snæbjörn Davíðsson (varamaður) og Torfi Pétursson (varamaður) Stjórn Lyfjafræðisafnsins Jóhannes Skaftason og Þorbjörg Kjartansdóttir Fyrir í stjórn safnsins eru Kristín Einarsdóttir, formaður, Hildigunnur Hlíðar, Vigfús Guðmundsson og Sigurður Traustason (varamaður)

Tímarit um lyfjafræði

7


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 5 1 0 2 4 0

Ertu með ofnæmi?

Lóritín®

– Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs? · · · ·

Kláði í augum og nefi Síendurteknir hnerrar Nefrennsli/stíflað nef Rauð, fljótandi augu

Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða. Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga.

Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 1 tafla á dag. Börn 2-12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 tafla (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 tafla (5 mg) á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hefja ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er gefið sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyfið inniheldur mjólkursykur (laktósa). Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið. Hjá sumum sjúklingum getur komið fram munnþurrkur. Við langtímameðferð er því góð tannhirða nauðsynleg þar sem munnþurrkur getur aukið líkur á tannskemmdum. Hætta á gjöf á Lóritín a.m.k. 48 klst. fyrir framkvæmd húðprófa þar sem andhistamín geta komið í veg fyrir eða dregið úr annars jákvæðri svörun við prófinu. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum finnur fólk fyrir syfju sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaðsleyfishafi: Actavis hf. Texti síðast endurskoðaður í apríl 2015.


FRÆÐIN

Capsicum annuum – chilli pepper - eldpipar Forsíðumyndin Forsíðumyndin að þessu sinni er af Capsicum annuum sem er af náttskuggaætt (Solanaceae) og því skyld kartöflu- og tómataplöntunni. „Capsa“ þýðir hylki á latínu og „Capsicum“ höfðar því til aldina plöntunnar. Seinna nafnið „annuum“ þýðir ár eða árlega, og vísar nafnið til þess að árlega ber hún áberandi, litrík aldin. Upprunaleg heimkynni piparplöntunnar eru frá nyrsta hluta S-Ameríku til syðsta hluta N-Ameríku. Í dag er hún ræktuð um heim allan. C. annuum er lágvaxin og greinótt jurt sem ber hvít blóm sem þroskast í litrík aldin. Mörg afbrigði eru til að piparplöntunni og aldinin eru breytileg í útliti og stærð. Þau geta verið rauð, græn eða gul að lit og bragðið er frá því að vera milt og sætt upp í mjög sterkt og brennandi. Aldinin eru eftirsótt matvara og krydd. C. annuum hefur víða verið notuð sem lækningajurt m.a. af innfæddum í Ameríku sem kölluðu plöntuna chilli. Aztekar og Tarahumara indjánar notuðu hana við hósta og bronchitis. Eftir að plantan barst til Afríku og Indlands á 15. öld var hún einnig notuð sem sótthreinsandi og við meltingartruflunum og bólgum. Vísindamenn reyndu snemma að einangra „sterka“ efnið úr C. annuum. Upp úr 1870 var þetta náttúruefni gróflega einangrað og kallað capsaicín. Efnabygging þess var þó ekki ljós fyrr en 50 árum seinna og árið 1930 var capsaicín fyrst efnasmíðað (mynd 1).

Mynd 1. Efnabygging capsaicíns

Capsaicín (trans-8-methyl-N-vanillyl-6nonenamide) telst til vanillóíða sem er flokkur efna sem m.a. inniheldur náttúruefnin vanillín úr vanillu, euginol úr negul og zingeron úr engifer. Öll hafa efnin vanillyl kjarna, en capsaicín hefur hann tengdan með amíðtengi við níu kolefna keðju sem gerir það mjög fituleysanlegt. Því er best að drekka feita mjólk ef maður hefur borðað of sterkan mat. Vatn gerir lítið gagn. Capsaicín er mjög ertandi fyrir húð og slímhúð manna og spendýra og er sennilega framleitt af plöntunni til varnar ágangi. Fuglar sem bera fræ plöntunnar finna aftur á móti ekki fyrir þessum ertandi áhrifum. Capsaicín er virka efnið í piparúða sem notaður er af óeirðalögreglu og sem persónulegt varnarvopn. Í lyfjafræðinni hefur lágskammta capsaicín krem, í 0,025 - 0,075 % styrk, lengi verið notað við gigtarverkjum. Það eykur blóðflæði í húð, veldur hitatilfinningu og deyfir gigtarverki. Nýlega kom á markað háskammta capsaicín í formi lyfjaplásturs, 8% sem inniheldur 179 mg capsaicín/280 cm2. Plásturinn er notaður við taugapínu (neuralgia) í tengslum við sykursýki og sem fylgikvilli ristils. Hann er hafður á húð í 30-60 mín., sem veldur mikilli ertingu og húðin er kæld og deyfð á meðan. Vitað er að capsaicín virkjar sársaukaskynjara í húð sem tjá TRPV1 (transient receptor potential vanilloid receptor) viðtakann og veldur þannig stingandi sársauka og roða vegna losunar taugaboðefna sem verka á æðar. Eftir meðferðina minnkar næmi sársaukaskynjara í húð og þar með taugapínan. Þetta er kallað ,,ónæming” og endist hún í nokkrar vikur og jafnvel mánuði.

samhengi, s.s. gegn magaertingu og bólgum, kláða eða gegn ógleði í kjölfar skurðaðgerða. Capsaicín hefur einnig verið rannsakað í tengslum við offitu og niðurstöður benda til að það geti dregið úr endurfitusöfnun í kjölfar þyngdartaps. Þrálátir taugaverkir sem ekki svara meðferð með hefðbundnum verkjalyfjum eru erfiðir viðureignar. Árangursríkar fjöllyfjameðferðir munu að öllum líkindum þróast samfara auknum skilning á virkjun sársaukaboða úttaugakerfisins og er capsaicín eitt þeirra lyfja sem gæti komið þar við sögu. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við HÍ Heimildir: • Giftige Planter, 1st edition (2014), ed. Per Mølgaard, Koustrup & Co.,Farum, Denmark. • Sawynok M.Topical analgesics for neuropathic pain: Preclinical exploration, clinical validation, future development (2014) Eur J Pain 18: 465–481. • Hayman M, Kam PCA. Capsaicin: A review of its pharmacology and clinical applications (2008) Current Anaesthesia & Critical Care 19: 338–343. • Drugs of Natural Origin, A Treatise of Pharmacognosy, 6th revised edition (2009), eds. G. Samuelsson & L. Bohlin. Swedish Pharmaceutical Press, Stockholm, Sweden. • Medicinal Plants of the World (2004), eds. Wyk BE & Wink M. Timber Press Inc. Portland, Oregon, USA. • Tewksbury JJ,Nabhan GP. “Seed dispersal. Directed deterrence by capsaicin in chilies” (2001) Nature 412 (6845): 403–404

Rannsóknir sína að capsaicín gæti hugsanlega komið að gagni í öðru

tölublað 1 - 2015

Tímarit um lyfjafræði

9


FRÆÐIN

styrkþegi

Bakgrunnur rannsóknar á notkun svefnlyfja og kvíðastillandi lyfja meðal sjúklinga í heilsugæslu og mögulegum tengslum við sjúkdómaklasa Fyrstu niðurstöður

Kristján Linnet Rannsókn styrkt af Vísindasjóði Lyfjafræðingafélags Íslands Rannsóknarteymi Kristján Linnet, Lárus S. Guðmundsson, Fríða Guðný Birgisdóttir, Emil L. Sigurðsson, Magnús Jóhannsson og Jóhann Ágúst Sigurðsson Inngangur Sú skilgreining á sjúkdómaklösum sem að jafnaði er lögð til grundvallar er að um minnst tvo langvinna sjúkdóma sé að ræða hjá sama sjúklingi [1-3]. Rannsóknir á sjúkdómaklösum hafa vaxið jafnt og þétt og leitt í ljós að þetta er afar algengt vandamál ekki síst meðal sjúklinga í heilsugæslunni. Hlutfall sjúklinga með sjúkdómaklasa fer vaxandi með hækkandi aldri. Nokkurn breytileika er að finna þegar skilgreina skal hvaða langvinna sjúkdóma skuli telja með en samt sem áður eru tölur um algengi nokkuð sambærilegar milli rannsókna sem miða við þessa skilgreiningu. Það breytist þó ef viðmiðið er þrír sjúkdómar eða fleiri [4]. Svefnleysi er tengt ýmsum sjúkdómum og því má allt eins búast við að aukin tíðni sjúkdómaklasa leiði til frekari svefnvandamála og þar með til meiri notkunar svefnlyfja. Frá því að benzodíazepín komu fyrst á markað hefur notkun þeirra og skyldra lyfja vaxið gífurlega svo að nú eru þessi lyf meðal þeirra sem mest er ávísað. Íslendingar nota t.a.m. svonefnd z-lyf mest allra Norðurlandaþjóða [5]. Á undanförnum árum hafa komið fram vísbendingar um að samband geti verið milli notkunar þessara lyfja og fjölda dauðsfalla [6-9] þó svo að engar óyggjandi sannanir hafi verið lagðar fram um það og niðurstöður úr öðrum

10

rannsóknum bendi alls ekki til að svo sé [10, 11]. Það var svo niðurstaðan í nýlegri framsýnni rannsókn að ekki væri neitt marktækt samband á milli aukinnar dánartíðni og notkunar svefnlyfja og þá hvorki tegundar þeirra né hversu lengi þau voru notuð [12]. Hins vegar var nýlega gerð baksýn rannsókn þar sem einnig var leiðrétt fyrir ýmsum truflandi þáttum og niðurstaðan þar var sú að notkun þessara lyfja væri marktækt tengd aukinni dánartíðni [13]. Þannig hefur ekki enn verið sýnt fram á óyggjandi orsakasamband milli dánartíðninnar og vaxandi notkunar svefnlyfja. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur af þessari miklu notkun og því frekari rannsókna þörf. Fyrir utan hin alþekktu föll með tilheyrandi beinbrotum og meiðslum eru ýmis önnur óæskileg áhrif sem tengjast notkun lyfjanna eins og t.a.m. sjálfsvíg [8, 14], umferðarslys [15] og hætta á vitglöpum [16] eða Alzheimer [17]. Auk þess hefur verið dregið í efa að mikið gagn sé af notkun svokallaðra z-lyfja [18]. Því vaknar sú spurning hvort sjúklingar sem mjög eru hrjáðir af langvinnum sjúkdómum séu líklegri en aðrir til að festast á þessum lyfjum þar sem svefnleysi og þar með notkun svefnlyfja gæti verið bein afleiðing af því að þeir séu með sjúkdómaklasa. Það er þekkt að notkun benzodíazepína og skyldra lyfja fer vaxandi eftir því sem fólk eldist [19] og sömuleiðis að algengi sjúkdómaklasa vex marktækt með aldrinum bæði meðal karla og kvenna [1 - 3]. Helstu markmið rannsóknarinnar Með rannsókninni er ætlunin að kanna notkun svefnlyfja (N05C) sem

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2015

og kvíðastillandi lyfja (N05B) hérlendis meðal sjúklinga í heilsugæslunni og kortleggja notkunarmynstrið, þ.e. finna bæði nýgengi og algengi, hvort farið sé eftir klínískum leiðbeiningum og lyfin notuð í 2-4 vikur eins og ráðlagt er, eða hvort notkunin haldi áfram og sjúklingar festist á þessum lyfjum og þá hversu margir. Nýir sjúklingar eru skilgreindir sem þeir sem fá ávísað svefnlyfi eða kvíðastillandi lyfi og hafa ekki fengið slíkt lyf tvö undanfarin ár [20]. Fylgst verður svo með ávísunum á nýgengisjúklinga í allt að ár til að finna fjölda þeirra sem fá ávísað í eitt skipti, fjölda þeirra sem fá 2 – 4 lyfseðla og svo þeirra sem fá 5 eða fleiri og teljast falla í flokk langtímanotenda. Þá er ætlunin að finna skiptingu ávísana á svefnlyf og kvíðastillandi lyf eftir aldri og kyni og hverjar séu sjúkdómsgreiningar þeirra sem fá ávísað þessum lyfjum. Falla þær undir sjúkdómaklasa-skilgreininguna og eru tengsl á milli notkunar þessara lyfja og sjúkdómaklasa? Hversu stór hluti sjúklinganna er með sjúkdómaklasa og hversu stórt hlutfall þeirra sem eru með sjúkdómaklasa fær ávísað svefnlyfjum og/eða kvíðastillandi lyfjum. Gögn um ávísanir á kvíðastillandi lyf og svefnlyf til sjúklinga heilsugæslunnar á árunum 2009 – 2012 sem og um sjúkdómsgreiningar (ICD-10) þeirra eru sótt í Sögu-gagnagrunn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þau eru svo dulkóðuð og því ekki persónugreinanleg, en rannsóknin hefur hlotið öll tilskilin leyfi. Yfirlit yfir þá sjúkdóma sem lagðir eru til grundvallar sjúkdómaklasaskilgreiningunni [21] er að finna í töflu 1.


FRÆÐIN

Sjúkdómar

ICD-10 kóði

Berklar

A15 – A19

Ristill (herpes zoster)

B02

Eyðniveirusjúkdómur (HIV)

B20 – B24

Krabbamein

C00 – C97

Skjaldkirtilsjúkdómar

E00 – E07

Sykursýki

E10 – E14

Offita

E65 – E68

Fitublæði (hyperlipidaemia)

E78

Geðrænir sjúkdómar

F00 – F99

Flogaveiki

G40

Hjarta- og æðasjúkdómar

I00 – I09 + I16 – I99

Háþrýstingur

I10 – I15

Langvinnur teppusjúkdómur (COPD)

J44

Asmi

J45 – J46

Berkjuskúlk (bronchiectasis)

J47

Maga-vélinda-bakfæði (GOERD)

K21

Sóri (psoriasis)

L40

Iktsýki (rheumatoid arthritis)

M05 – M14

Slitgigt (osteoarthritis)

M15 – M19

Hrygggigt (ankylosing spondylitis)

M45

Bakkvillar (chronic back pain)

M53 – M54

Mjúkvefsraskanir (fibromyalgia / myalgia)

M79

Osteoporosis (beinþynning)

M80 – M82

Önnur langvinn stoðkerfisvandamál (other chronic musculoskeletal problems)

M00 - M03, M20 - M43, M46 - M51, M60 - M77, M83 - M99

Nýrnasjúkdómar (renal disease)

N18 – N19

Tafla 1 Sjúkdómaklasar. Sjúklingar sem hafa tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma af þeim sem er að finna í þessari töflu teljast vera með sjúkdómaklasa.

Tilgáta Tilgátan er tvíþætt. Annars vegar að meirihluti sjúklinga sem fær ávísað róandi og kvíðastillandi lyfjum (N05B) eða svefnlyfjum (N05C) í fyrsta skipti haldi áfram lengur en 4 vikur. Hins vegar að tengsl séu á milli notkunar svefnlyfja og/eða kvíðastillandi lyfja og sjúkdómaklasa. Fyrri rannsóknir á notkun benzodíazepína og skyldra lyfja hérlendis Nokkrar rannsóknir hafa verið birtar um notkun benzodíazepína hér á landi. Þannig kom fram að notkun róandi lyfja og svefnlyfja í Egilsstaðalæknishéraði 1986-1989 var minni en landsmeðaltal mælt í skilgreindum dagskömmtum, DDD/1000 íbúa/dag [22]. Þá sýndi rannsókn í Egilsstaðalæknishéraði frá 1994 að 25% þátttakenda tók róandi lyf daglega og 30% svefnlyf [23]. Í rannsókn frá 2003 kom í ljós að notkun þessara lyfja jókst með aldrinum [24] og í rannsókn á algengi notkunar kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja meðal aldraðra Íslendinga (70+) utan stofnana reyndist það vera frá 40% fyrir karla upp í 59% fyrir konur [25]. Oft hefur komið fram að notkun Íslendinga á þessum lyfjum er mikil

og að jafnaði meiri en annars staðar á Norðurlöndum [5]. Þannig kemur fram þegar bornar eru saman tölur yfir sölu kvíðastillandi lyfja (N05B) á Norðurlöndum árið 2008 að þær sýna 23,4 DDD/1000 íbúa/dag á Íslandi, 29,1 DDD/1000 íbúa/dag í Finnlandi og 15,5 DDD/1000 íbúa/dag í Danmörku. Þegar litið er til svefnlyfjanna (N05C) árið 2008 kemur í ljós að notkunin á Íslandi er langmest, eða 71,3 DDD/1000 íbúa/dag, samanborið við 53,0 DDD/1000 íbúa/dag í Finnlandi og 26,1 DDD/1000 íbúa/dag í Danmörku. Fyrstu niðurstöður Tæplega 222 þúsund manns leituðu með einhvert erindi til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 1. janúar 2009 til 31. desember 2012 og var rúmur helmingur þeirra konur (51,4%). Meðalaldur allra íbúa landsins reyndist 36,8 ár (36,1 fyrir karla og 37,4 fyrir konur) en meðalaldurinn hjá þeim sem leituðu til heilsugæslunnar var 36,4 ár (35,7 fyrir karla og 37,0 fyrir konur). Sá hópur er því einkar áþekkur heildinni og rennir það styrkari stoðum undir þær ályktanir sem unnt kann að vera að draga af niðurstöðunum. Um 51% sjúklinganna var með að

12.000 10.000

FJÖLDI SJÚKLINGA

8.000 6.000 4.000 2.000 0 <1-19

20-39

40-59

60-79

80+

ALDUR Í ÁRUM 0 grein.

1 grein.

2+ grein.

Allir

Mynd 1. Sjúklingar sem fengu ávísað svefnlyfjum og / eða kvíðastillandi lyfjum 1. janúar 2009 til 31.Mynd desember 2012. Skipting aldri og og fjölda þ.e.lyfjum hvort 1. þeir voru2009 ekkitilmeð neina 1 Sjúklingar sem fenguþeirra ávísaðeftir svefnlyfjum / eðagreininga, kvíðastillandi janúar 31. desember greiningu um langvinnan (0), eina greiningu (1) eða eðagreiningu fleiri langvinna 2012. Skipting þeirra eftirsjúkdóm aldri og fjölda geininga, þ.e. hvort þeirgreiningu voru ekki um meðtvo neina um langvinnan sjúkdóma (2+) og töldust því vera með sjúkdómaklasa.

sjúkdóm (0), eina greiningu (1) eða greiningu um tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma (2+) og töldust því vera með sjúkdómaklasa.

tölublað 1 - 2015

Tímarit um lyfjafræði

11


FRÆÐIN

Aldur í árum

Allir sjúklingar sem leituðu til heilsugæslunnar

Allir sjúklingar sem voru með sjúkdómaklasa (tvo langvinna sjúkdóma eða fleiri)

Heildarfj.

Karlar

Konur

Heildarfj.

Karlar

Konur

Hlutfall

<1-19

61.033

30.982

20-39

67.546

32.260

30.051

6.157

35.286

19.327

3.156

3.001

10,4%

7.654

11.673

28,7%

40-59

52.919

25.896

27.023

27.591

11.862

15.729

52,1%

60-79 80+

30.325

14.548

9.999

4.103

15.777

19.592

9.018

10.574

64,7%

5.896

5.493

2.275

3.218

55,6%

Alls

221.822

107.789

114.033

78.160

33.965

44.195

35,4%

Tafla 2. Sjúklingar sem leituðu til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu 1. janúar 2009 til 31. desember 2012 af einhverjum ástæðum og fjöldi þeirra sem greindist með tvo langvinna sjúkdóma eða fleiri (sjúkdómaklasa).

minnsta kosti eina greiningu um langvinnan sjúkdóm sem fellur að sjúkdómaklasa-skilgreiningunni og af þeim hópi voru rúmlega 78 þúsund manns með tvo langvinna sjúkdóma eða fleiri og teljast því vera með sjúkdómaklasa, eða liðlega 35% af heildinni (tafla 2). Hlutfall kvenna í sjúkdómaklasahópnum var heldur hærra en fyrir heildina, eða 56,5%. Tæplega 31 þúsund sjúklingar fengu ávísað svefnlyfi eða kvíðastillandi lyfi og þar var hlutfall kvenna 64,7%. Af þessum hópi voru rúm 26 þúsund með sjúkdómaklasa eða tæp 85%. Mynd 1 sýnir skiptinguna eftir aldri og fjölda langvinnra sjúkdómsgreininga. Enn á eftir að vinna úr niðurstöðum til birtingar þannig að ekki liggja frekari niðurstöður fyrir á þessu stigi. Kristján Linnet, lyfjafræðingur, Þróunarsviði, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Heimildir [1] van den Akker M, Buntinx F, Metsemakers JFM, Roos S, Knottnerus A, J Clin Epidemiol 1998; 51(5): 367-375 [2] Salisbury C, Johnson L, Purdy S, Valderas JM, Montgomery AA, Epidemioology and impact of multimorbidity in primary care: a retrospective cohort study, Br J Gen Pract, 2011; 61(582): e12-e21, DOI: 10.3399/ bjgp11X548929 [3] Fortin M, Stewart M, Poitras ME, Almirall J, Maddocks H, A Systematic Review of Prevalence Studies on Multimorbidity : Toward a More Uniform Methodology, Ann Fam Med, 2012; 10(2) : 142-151 [4] Harrison C, Britt H, Miller G, Henderson J, Examining different measures of multimorbidity, using a large prospective cross-sectional study in Australian general practice, BMJ Open, 2014; 4: e004694, doi: 10.1136/bmjopen-2013-004694 [5] Poulsen J et al editors, Medicines Consumption in the Nordic Countries 20042008. Copenhagen: NOMESCO; 2010, p. 95-96

12

[6] Kripke DF, Langer RD, Kline LE, Hypnotics´ association with mortality or cancer: a matched cohort study, BMJ Open 2012; 2: e000850. doi:10.1136/bmjopen-2012-000850 [7] Belleville G, Mortality Hazard Associated With Anxiolytic and Hypnotic Drug Use in the National Population Health Survey, Can J Psychiatry 2010; 55(9): 558-567 [8] Mallon L, Broman JE, Hetta J, Is usage of hypnotics associated with mortality?, Sleep Med, 2009; 10: 279-286 doi: 10.1016/j. sleep.2008.12.004 [9] Winkelmayer WC, Metha J, Wang PS, Benzodiazepine use and mortality of incident dialysis patirnts in the United States, Kindney International, 2007; 72: 1388-1393 [10] Hartz A, Ross JJ, Cohort study of the association of hypnotic use with mortality in postmenopausal women, BMJ Open 2012; 2: e001413. doi: 10.1136/bmjopen-2012-001413 [11] Gisev N, Hartikainen S, Chen TF, Korhonen M, Bell JS, Mortality Associated With Benzodiazepines and BenzodiazepineRelated Drugs Among Community-Dwelling Older People in Finland: A Population-Based Retrospective Cohort Study, Can J Psychiatry 2011; 56(6): 377-381 [12] Jaussent I, Ancelin ML, Berr C, Pérès K, Scali J, Besset A, Ritchie K, Dauville Y, Hypnotics and mortality in an elderly general population: a 12-year prospective study, BMC Medicine, 2013; 11: 212 [13] Weich S, Pearce HL, Croft P, Singh S, Crome I, Bashford J, Fisher M, Effect of anxiolytic and hypnotic drug prescriptions on mortality hazards: retrospective cohort study, BMJ 2014; 348: g1996 doi: 10.1136/bmj.g1996 [14] Carlsten A, Waern M, Are sedatives and hypnotics associated with increased suicide risk of suicide in the elderly?, BMC Geriatrics, 2009; 9: 20 doi:10.1186/1471-2318-9-20 [15] Gustavsen I, Bramness J, Skurtveit S, Engeland A, Neutel I, Mørland J, Road traffic accident risk related to prescriptions of the hypnotics zopiclone, zolpidem, flunitrazepam and nitrazepam, Sleep Med, 2008; 9: 818-822 [16] de Gage SB, Bégaud B, Bazin F, Verdoux H, Dartigues J-F, Pérès K, Kurth T, Pariente A, Benzodiazepine use and risk of dementia: prospective population based study, BMJ 2012; 345: e6231 doi: 10.1136/bmj/e.6231 [17] de Gage SB, Moride Y, Ducruet T, Kurth T, Verdoux H, Tournier M, Pariente A, Bégaud B, Benzodiazepine use and risk of Alzheimer’s disease : case-control study, BMJ 2014; 349: g5205 doi : 1136/bmj.g.5205

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2015

[18] Huedo-Medina TB, Kirsch I, Middlemass J, Klonizakis M, Siriwaedena AN, Effectiveness of non-benzodiazepine hypnotics in treatment of adult insomnia: meta-analysis of data submitted to the Food and Drug Administration, BMJ 2012; 345: e8343 doi: 10.1136/bmj.e8343 [19] Lader M, Benzodiazepines revisited – will we ever learn? Addiction, 2011; 106: 2086-2109 [20] Hausken AM, Furu K, Skurtveit S, Engeland A, Bramness JG, Starting insomnia treatment: the use of benzodiazepines versus z-hypnotics. A prescription database study of predictors, Eur J Clin Pharmacol 2009; 65: 295-301 [21] Tomasdottir MO, Getz L, Sigurdsson JA, Petursson H, Kirkengen AL, Krokstad S, McEwen B, Hetlevik I, Co- and multimorbidity patterns in an unselected Norwegian population: cross-sectional analysis based on the HUNT Study and theoretical reflections concerning basic medical models, Eur J Person Centered Healthcare 2014; 2(3): 335-345 [22] Sigurðsson JÁ et al. Notkun róandi lyfja og svefnlyfja: Upplýsingar frá apóteki og úr sjúkraskrám í Egilsstaðalæknishéraði 19861989. Læknablaðið 1994; 80: 99-103. [23] Magnúsdóttir SD et al. Róandi lyf og svefnlyf. Þekking sjúklinga og viðhorf. Læknablaðið 1997; 83: 148-152. [24] Helgason T et al., Algengi og dreifing notkunar geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja. Læknablaðið 2003; 89: 15-22. [25] Samúelsson Ó et al. Algengi geðlyfjanotkunar eldri Íslendinga utan stofnana. Læknablaðið 2009; 95: 11-17.


FRÆÐIN

Verk- og vindeyðandi dropar Tinctura eccoprotica Lyfjafræðisafnið átjándu og fram í byrjun tuttugustu aldar að gefa forskriftum nafn sem lýsti verkun, og einnig til þess að auðvelda utanáskrift á umbúðir. Og í þá daga var yfirleitt notuð latína. Eccoproticus þýðir hægðalosandi og í handbókum „Hagers“ frá þessum tíma er það orð notað yfir ýmiskonar hægðalyf. Í lækningabók handa alþýðu eftir Jónas Jónassen lækni, sem gefin var út árið 1884, var talið mjög æskilegt að til væri á hverju heimili „lítið húsapótek” og þar á meðal er tinktúra eccoprotica talin upp og tiltekið að droparnir fáist í lyfjabúðinni í Reykjavík, öðru nafni Reykjavíkur Apóteki.

Verk- og vindeyðandi dropar voru eitt vinsælasta meðalið sem fékkst án lyfseðils í yfir 100 ár. En hvað var í þessum dropum og hvaðan var forskriftin komin? Ekki hefur tekist að finna heimild fyrir þessari forskrift, hana er hvorki að finna í dönskum lyfjaskrám né þýskum handbókum. Í samantekt um forskriftir í dönskum lyfjaskrám eftir H.R. Zeuthen frá 1927 kemur fram að það hafi tíðkast á

Í kaflanum „Meðalaskrá eða leiðbeining fyrir alþýðu um, hvernig brúka skuli hin algengustu meðöl“ er kafli um „verkeyðandi og deyfandi dropa“ og þar er m.a. minnst á tinktúru eccoprotica og hún talin góð „í kveisu og vindspenningi“ og fáist án lyfseðils. Lyfjafræðisafnið á samhljóða forskriftir úr Reykjavíkur Apóteki og Lyfjaverslun ríkisins sem tók að sér alla tinktúruframleiðslu eftir um 1950. Þar kemur fram að í tinktúrinni var: alóa, rabarbararót, agar, ensíanrót, hvannarót og zedoarie rót fyrir utan kamfóru, spíritus og eter.

tölublað 1 - 2015

Alla þessa droga má finna í elstu dönsku farmakópeunni frá 1772 og flestir taldir bæta meltinguna en einnig eru þekkt hægðalosandi áhrif þeirra. En miðað við magn virku efnanna og skammta getur þetta tæplega talist hægðalyf. Kamfóra til inntöku var síðast í dönsku lyfjaskránni 1933 og er hún talin hafa litla virkni við inntöku en með stingandi bragð. Tinctura eccoprotica var framleidd í Lyfjaverslun ríkisins fram til 1980, en þá var hætt að framleiða tinktúruna og helsta ástæðan var sú að ekki var unnt að fá allar jurtirnar samkvæmt lyfjastöðlum um hreinleika og aukaefni. En eftirspurnin hélt áfram í mörg ár og margir kvörtuðu yfir því að gömlu verkog vindeyðandi droparnir væru ekki til. Alþýðulækningar og hefðir áttu ríkan þátt í þessum vinsældum, upplýsingar gengu mann fram af manni sem sögðu „Þetta var vont en það virkaði“ Það var trú manna áður fyrr að bragðvond lyf hefðu meiri áhrif. Verk- og vindeyðandi dropar voru seldir í öllum apótekum langt fram eftir tuttugustu öldinni og til eru miðar frá mörgum apótekum með þessari áletrun, en hvergi er þess getið hver innihaldsefnin eru.

Tímarit um lyfjafræði

13


FRÆÐIN

Ráðgjöf um næringu í æð í Sjúkrahúsapóteki Landspítala Anna Friðriksdóttir Frá árinu 2011 til 2014 eða í alls fjögur ár hef ég fengið styrk frá Lyfjafræðingafélagi Íslands, nánar tiltekið úr sjóði um klíníska lyfjafræði. Styrkurinn var veittur til uppbyggingar á ráðgjöf um næringu í æð í Sjúkrahúsapóteki Landspítalans (LSH) sem er nýtt starfssvið lyfjafræðinga á Íslandi. Styrkurinn var nýttur til fjarnáms í klínískri næringarfræði hjá European Society for Clinical Nutrition and Metabolism (ESPEN) en það eru evrópusamtök heilbrigðisstétta um klíníska næringarfræði. Nám í klínískri næringarfræði ESPEN hefur byggt upp öflugt fræðslustarf á sviði klínískrar næringarfræði og næringar sjúkra. Fyrir utan yfirgripsmiklar ráðstefnur sem haldnar eru einu sinni á ári hafa samtökin skipulagt margskonar námskeið. Þar má nefna grunnnámskeið og framhaldsnámskeið í klínískri næringu sem haldin eru ár hvert. Við uppbyggingu á ráðgjöf um næringu í æð hef ég notfært mér fræðslustarfsemi ESPEN, bæði með því að sækja ráðstefnur ESPEN og námskeið um klíníska næringarfræði. Vorið 2009 sótti ég námskeið um næringarástand og meltingarsjúkdóma sem haldið er ár hvert í Maastrict í Hollandi. Námskeiðið stóð í viku og var sótt af læknum, lyfjafræðingum og næringarráðgjöfum frá 19 löndum í Evrópu en þátttakendur voru um þrjátíu talsins. Ráðstefnur ESPEN eru mjög fjölmennar og endurspegla vaxandi áhuga á næringu sjúkra hjá læknum og öðru fagfólki. Þess má geta að á ráðstefnu ESPEN í Genf í september síðastliðnum

14

voru um 3200 þáttakendur frá rúmlega 90 löndum og öllum heimsálfum. Námskeið um klíníska næringarfræði sem ESPEN hefur þróað eru nú haldin um allan heim en einnig er hægt að fá viðurkenningu sem kennari með því að sækja kennaranámskeið hjá samtökunum. ESPEN býður einnig upp á fjarnám, Life Long Learning (LLL-programme) sem getur leitt til diplóma í klínískri næringarfræði. Voru fyrstu þátttakendurnir útskrifaðir á ráðstefnu ESPEN í Nice 2010. Þetta nám ákvað ég að leggja fyrir mig. Námið er 120 CME (Continous Medical Education) einingar og er viðurkennt af samtökum sérfræðilækna í Evrópu og evrópskum háskólum. Það var í upphafi skipulagt fyrir lækna en hefur síðan verið opnað fyrir aðrar starfstéttir, eins og lyfjafræðinga, næringarráðgjafa og hjúkrunarfræðinga. Náminu er skipt upp í áfanga sem miðast við næringu tiltekinna sjúklingahópa og er skipulagið þannig að í upphafi eru unnin verkefni og tekin próf á netinu. Þannig öðlast nemendur próftökurétt því til þess að ljúka tilteknum áfanga þarf að sækja ráðstefnur ESPEN, sitja þar fyrirlestra og taka próf á staðnum. Hluta eininganna eða sem svarar helmingi af heildareiningafjölda er hægt að taka gegnum netið. Afganginn er aðeins hægt að taka með því að skrá sig í próf á ráðstefnum ESPEN sem haldnar eru einu sinni á ári. Á hverri ráðstefnu er mest hægt að taka fjögur námskeið sem gefa 3 CME einingar hvert. Til að ljúka náminu þarf síðan að standast lokapróf. Framboð og skipulag á námskeiðum og prófum takmarkar það hversu hratt er hægt

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2015

að ljúka náminu en miðað er við að allt námið taki 4-5 ár. Skilyrði til að fara í lokaprófið sem gefur 20 CME einingar er að ljúka a.m.k. 60 CME einingum í gegnum netið og 42 CME einingum á námskeiðum á ráðstefnum ESPEN en þeim lýkur með skriflegu prófi. Ég hef nú lokið tilskildum einingafjölda til að fara í lokaprófið. Það er dýrt að sækja ráðstefnur ESPEN en að auki þarf að greiða sérstaklega fyrir þátttöku í námskeiðunum sem haldin eru í tengslum við námið. Styrkur LFÍ hefur gert mér kleift að stunda þetta nám en ég tel það mjög mikilvægt í uppbyggingu á ráðgjöf um næringu í æð í Sjúkrahúsapóteki LSH. Næring í æð Margar rannsóknir hafa sýnt fram á vannæringu sjúklinga á sjúkrahúsum og að hægt sé að stytta legutíma með réttri næringargjöf meðan á dvöl á sjúkrahúsi stendur. Markmið með ráðgjöf lyfjafræðinga er að næringargjöf í æð verði markviss frá upphafi og þannig náist hagræðing og sparnaður vegna styttri legutíma og færri fylgikvilla. Þess utan aukast lífsgæði sjúklinga með bættu næringarástandi og styttri legutíma á sjúkrahúsi. Á Íslandi eru eingöngu notaðar staðlaðar næringarblöndur fyrir fullorðna. Þótt langflestum henti ágætlega þessar blöndur hafa ákveðnir sjúklingar sérþarfir vegna sinna veikinda. Með markvissri ráðgjöf er hægt að aðlaga þessar stöðluðu blöndur að þörfum þessa hóps. Einnig má velta fyrir sér þeim möguleika að útbúa sérblöndur fyrir fullorðna eins


FRÆÐIN

Anna Friðriksdóttir (t.h.) ásamt Guðrúnu Indriðadóttur á vinnustað sínum.

og fyrir börn. Með styttri legutíma verður æ mikilvægara að huga að næringunni og tryggja að hún sé fullnægjandi alveg frá byrjun þannig að bágt næringarástand seinki ekki bata. Næring í æð er skráð lyf og fer öll framleiðsla og blöndun fram í sjúkrahúsapóteki LSH. Ráðgjöf um næringu í æð krefst þekkingar á annarri lyfjagjöf, svo sem gjöf annarra vökva í æð, þvagræsilyfja og fleira og því er eðlilegt að lyfjafræðingar sinni þessari ráðgjöf. Það krefst hins vegar sérþekkingar, sem lyfjafræðingar hafa almennt ekki, að ávísa næringu í æð því nauðsynlegt er að taka tillit til næringar- og sjúkdómsástands. Víða erlendis, til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum, hafa lyfjafræðingar sérhæft sig á þessu sviði og eru læknum til ráðgjafar. Þar taka þeir virkan þátt í næringarmeðferð sjúklinga í samvinnu við aðrar fagstéttir eins og hjúkrunarfræðinga, næringarráðgjafa og lækna. Ráðgjöf um næringu í æð í sjúkrahúsapóteki LSH Frá 2010 hefur formlega verið boðið upp á ráðgjöf lyfjafræðinga um næringu í æð. Töluverður undirbúningur fór fram áður en það var gert til þess að tryggja að þessi nýi starfsvettvangur lyfjafræðinga festist í sessi. Árin 1994-1998 veittu lyfjafræðingar ráðgjöf um blöndun

Anna Friðriksdóttir á 35. ESPEN ráðstefnunni.

næringar sem gefin var í æð en vegna manneklu lagðist sú starfsemi af að mestu í lok árs 1998. Eftir að ég hóf störf að nýju í sjúkrahúsapóteki LSH 2006, eftir átta ára hlé, hafði ég mikinn áhuga á að endurvekja þessa starfsemi og þá á markvissari hátt. Ég fékk gæðastyrk frá Landspítalanum vorið 2008 til að kanna þörf fyrir slíka þjónustu og meta hve mikinn tíma lyfjafræðingur þyrfti til að sinna slíkri ráðgjöf. Verkefnið var unnið á tveimur skurðdeildum og tók undirbúningur, framkvæmd og úrvinnsla eitt ár. Var niðurstaða verkefnisins að full þörf væri á slíkri ráðgjöf. Í janúar 2010 var „Ráðgjöf um næringu í æð“ kynnt formlega fyrir læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki spítalans. Í upphafi var miðað við um það bil hálft stöðugildi lyfjafræðings og fór ráðgjöfin fram jafnhliða vinnu minni í blöndunareiningu LSH. Frá áramótum 2013-2014 var þessu breytt í heilt stöðugildi og vinn ég núna eingöngu sem ráðgjafi á deildum spítalans. Fjöldi umsagna um næringu í æð jókst úr 185 árið 2013 í 529 árið 2014, sem sýnir þörfina fyrir þessa ráðgjöf. Lokaorð Með þáttöku sérhæfðra lyfjafræðinga á LSH verður næringargjöf í æð markvissari og þannig næst hagræðing og sparaður vegna styttri legutíma og færri fylgikvilla. Nám í klínískri

tölublað 1 - 2015

næringarfræði hjá ESPEN hefur styrkt mjög uppbyggingu á þessu starfssviði lyfjafræðinga innan spítalans en þess má geta að í vaxandi mæli er óskað eftir ráðgjöf um næringu sjúklinga í heimahúsum og á litlum sjúkrahúsum út á landi. Á næsta leiti er fræðsluefni sem ég og Guðrún Indriðadóttir lyfjafræðingur höfum tekið saman. Það er fyrir sjúklinga sem útskrifast á næringu í æð af Landspítala Háskólasjúkrahúsi og fara ýmist heim til sín eða á smærri sjúkrastofnanir. Það má búast við að þessum sjúklingum fjölgi. Frá því vorið 2008 hefur verið starfrækt næringarteymi fyrir börn sem eru til langs tíma á næringu í æð. Í því eru læknir, hjúkrunarfræðingar, næringarráðgjafi og lyfjafræðingur. Ég hef verið þáttakandi í því frá upphafi en slíkt teymi þyrfti líka að setja á fót fyrir fullorðna sem eru á næringu í æð og búa heima. Er það von mín að þessi starfsvettvangur lyfjafræðinga styrkist eftir því sem árin líða og fleiri mennta sig á þessu sviði. Anna Fiðriksdóttir hefur starfað í Sjúkrahúsapóteki Landspítalans í 25 ár auk þess að starfa sem næringarráðgjafi á deildum spítalans 1981-1982. Hún lauk B.S. námi í lyfjafræði frá H.Í. 1977 og B.S. námi í matvælafræði frá H.Í. 1980.

Tímarit um lyfjafræði

15


FÓLKIÐ

„Við höfum mestar áhyggjur af anabólískum sterum; þeir eru alvarlegustu efnin og fylgja þyngstu refsingarnar notkun á þeim efnum.“

Misharðir dómar Viðtal við Skúla Skúlason Skúli Skúlason lyfjafræðingur hefur frá árinu 2007 verið formaður lyfjaráðs ÍSÍ. Hann segir að á undanförnum árum hafi allt upp í 5% af þeim íþróttamönnum sem látnir eru fara í lyfjapróf fallið. Sum árin hafa síðan engir verið uppvísir að lyfjamisnotkun. „Það er meira um að karlar falli á lyfjaprófi en klárt að konur nota líka efni sem eru á bannlistanum en ekki í sama mæli og karlar.“ Skúli Skúlason segir að á fjórða eða fimmta ári í lyfjafræði við Háskóla Íslands hafi hann farið að fá áhuga á lyfjaeftirliti í íþróttum. „Pétur Magnússon, bekkjarbróðir minn, hafði starfað í lyfjaeftirliti ÍSÍ í þó nokkurn tíma og hann hafði verið að kynna þetta aðeins fyrir mér. Bakgrunnur minn í íþróttum hafði líka áhrif,“ segir Skúli sem keppti í körfubolta í nokkur ár. Skúli byrjaði í lyfjaeftirlitinu ári fyrir útskrift. „Ég sá um að prófin færu fram og láta íþróttamenn pissa í glas. Ég settist svo í lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ árið 2003 og hef síðan verið formaður Lyfjaráðs ÍSÍ frá árinu 2007.“ Lyfjaráð ÍSÍ hefur því hlutverki að gegna að móta og framfylgja ákveðinni stefnu hvað varðar lyfjaeftirlit á meðal íþróttamanna og framfylgja alþjóðlegum ákvörðunum. Lyfjaráð hefur svo með höndum ákæruvald í þeim málum sem íþróttamenn gerast sekir um lyfjamisnotkun.

16

Lyfjaráðið hefur líka ákveðnu fræðslustarfi að gegna. „Við höfum t.d. verið í samstarfi við lyfjafræðideild Háskóla Íslands og fengið fjórða og fimmta árs lyfjafræðinema til að vinna með okkur í átaksverkefnum og heimsækja framhaldsskóla.“ Fleiri próf Þrír einstaklingar sitja alla jafna í Lyfjaráði ÍSÍ. Lyfjafræðingur, læknir, sem meðal annars veitir undanþágur en íþróttamenn geta fengið undanþágur ef þeir þurfa að nota lyf sem eru á bannlista, og lögfræðingur sem aðstoðar við þau mál sem fara fyrir dómstól ÍSÍ. Lyfjaeftirlitsnefnd sér síðan um framkvæmdina á prófunum sjálfum; keppnisfólk hvaða íþrótta skuli prófað, hversu mörg próf eigi að taka fyrir hverja íþróttagrein og skipuleggur hvenær þau fara fram - hvort það sé þegar

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2015

íþróttamenn keppa eða á undirbúnings-/ æfingatímabili. „Við höfum verið að breyta því í samræmi við aðra víða um heim að fjölga prófunum utan keppni - á undirbúningstímabilum og æfingatímabilum. Vísbendingar eru uppi um að það sé þá sem íþróttamenn nýti sér frekar ólögleg efni til þess að ná fram betri árangri.“ Anabólískir sterar Þau eru mörg efnin og lyfin sem eru á bannlista ÍSÍ. „Við höfum mestar áhyggjur af anabólískum sterum; þeir eru alvarlegustu efnin og fylgja þyngstu refsingarnar notkun á þeim efnum. Fólk hefur einnig verið að nota vaxtarhormón sem við áttum á tímabili erfitt með að greina vegna þess hve líftími þeirra í líkamanum er stuttur. Greiningaraðferðir hafa hins vegar


FÓLKIÐ batnað á síðustu árum. Vaxtarræktarfólk sem og sumir sem eru að reyna að ná af sér aukakílóum hafa verið að misnota insúlín. Estrogen-blokkar eru lyf sem notuð eru meðal annars við meðferð á brjóstakrabbameini. Þeir eru ekki árangursbætandi en sumir íþróttamenn karlar - taka lyfið til að koma í veg fyrir brjóstastækkun eftir að vera búnir að nota testosteron eða aðra anabólíska stera. Menn misnota líka örvandi efni. Efedrin var þekktast á árum áður og var frekar algengt að íþróttamenn væru að falla á lyfjaprófi út af neyslu á því. Það var svo árið 2004 að bannað var að selja þetta efni í verslunum í Bandaríkjunum sem selja fæðubótarefni og eftir það minnkaði notkun á því. Það er samt ennþá til staðar og einn og einn íþróttamaður sem fellur á lyfjaprófi í tengslum við það.“

verið að greina eitthvað ákveðið efni. Byrjað er jafnframt að þróa aðferðir við þvagsýnatöku þar sem byggt verður á svipaðri aðferðafræði og hægt er að skoða hormónaprófíla, testósteron og fleira. Þetta er framtíðin og mun vonandi gera lyfjaeftirlitið markvissara.“

Orkudrykkir vinsælir Skúli bendir á að orkudrykkir og svokallaðir „pre-workout” drykkir séu víða vinsælir og að íþróttamenn drekki þá gjarnan fyrir æfingar og á meðan á æfingum stendur. „Í þeim eru efni sem geta verið mjög varasöm. Sumir drykkir eru því miður seldir löglega í verslunum í Bandaríkjunum sem selja fæðubótarefni en innihalda þó efni sem eru bönnuð á meðal íþróttamanna á Íslandi eins og til dæmis Jack3D sem inniheldur methylhexanamine (DMAA).“ Skúli segir að kannabisefni hafi verið mjög algeng í jákvæðum sýnum á síðustu fimm árum á meðal þess íþróttafólks sem hefur verið að falla á lyfjaprófi en segir að þau séu ekki í neinu tilfelli árangursbætandi fyrir íþróttamenn. Hann segir jafnframt að sækja þurfi um undanþágu vegna astmalyfja sem séu þó smátt og smátt að detta út af bannlistanum. „Erythropoetin eða EPO er efni sem við höfum svo sem ekki séð mikið á Íslandi á síðustu árum en er mjög þekkt á meðal íþróttamanna sem nota ólögleg lyf. Til eru um 40 afleiður af því en þetta er efnið sem Lance Armstrong og félagar notuðu hvað mest í sínu skipulagða svindli. Það eykur magn rauðra blóðkorna og súrefnisflutningsgetu.“

Þrjár leiðir Skúli segir að á einstökum árum hafi allt upp í 5% af þeim íþróttamönnum sem látnir eru fara í lyfjapróf fallið. Erfitt sé þó að horfa á tölfræðina vegna þess hve „fá“ próf séu tekin hér á landi og hvert og eitt geti talið 0,5-1%. Önnur ár hafa engir verið uppvísir að lyfjamisnotkun. „Það er meira um að karlar falli á lyfjaprófi. Það er klárt að konur nota líka efni sem eru á bannlistanum en ekki í sama mæli og karlar.“ Skúli segir að farnar séu þrjár leiðir þegar íþróttamenn eru valdir í lyfjapróf. „Við getum valið fólk af handahófi innan ákveðinnar íþróttagreinar sem við höfum valið; hver einstaklingur fær númer og svo er ákveðinn fjöldi númera dreginn út. Í öðru lagi eru þeir íþróttamenn settir í lyfjapróf sem ná verðlaunasætum í keppni og í þriðja lagi megum við velja hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er.“ Hvað varðar lágmarksaldur þeirra íþróttamanna sem settir eru í lyfjapróf segir Skúli að það byggist í raun og veru á því hvenær viðkomandi íþróttamaður tekur þátt í keppni á efsta stigi. „Við megum prófa 14-15 ára krakka ef þeir eru það góðir að þeir taka þátt í keppni á efsta stigi. Ef um er að ræða krakka undir lögaldri þá höfum við skýrar vinnureglur með það að íþróttafélögunum ber að upplýsa foreldra þeirra að ef börn þeirra taka þátt í keppnum á þessu stigi þá falla þau undir lyfjareglurnar. Ef foreldrarnir myndu neita að krakkarnir færu í lyfjapróf þá myndi það jafngilda falli á prófinu. Við gerum alltaf kröfu um að einhver forráðamaður komi með í prófið eða þá starfsmaður hjá viðkomandi íþróttafélagi. Það er inngrip fyrir svona unga krakka að fá einhvern ókunnugan með sér inn á klósett til að fylgjast með honum pissa í glas. Það hefur alveg gerst að krakkar undir lögaldri hafi fallið á lyfjaprófi.“

Nýjar greiningaraðferðir Nýjar aðferðir við greiningar fylgja nýjum tímum og er búið að innleiða nýja aðferð við að greina ólögleg efni. „Það er svokallað „lífeðlisfræðilegt vegabréf“ sem felst í blóðsýnatökum. Viðkomandi íþróttamaður fer þá reglulega í blóðprufu á ferli sínum sem getur verið á margra ára tímabili og verður þá sitt eigið viðmið. Þótt engin ólögleg efni greinist í blóðsýnum myndu ákveðin blóðgildi sem sveiflast of mikið gefa vísbendingu um að hann hafi notað ólögleg efni. Eftirlitið verður þannig nákvæmara þar sem ekki er einungis

Má stunda forvarnar- og fræðslustarf Dómar eru misharðir þegar íþróttamaður hefur orðið vís að lyfjamisnotkun. „Sumir hafa fengið áminningu og svo eru aðrir sem hafa jafnvel verið settir í tveggja ára bann. Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í ársbyrjun er viðmiðunarrefsingin orðin fjögurra ára keppnis- og æfingabann en það er búið að þyngja dómana fyrir notkun á alvarlegustu efnunum. Þetta er þróun sem hefur átt sér stað meðal annars vegna steranotkunar og svo búa íþróttamenn að þeim árangri sem þeir hljóta á meðan þeir nota stera mun lengur en kannski

tölublað 1 - 2015

þessi tvö ár.“ Það kemur skýrt fram í banninu að íþróttamaður má hvorki taka þátt í æfingum né keppnum á banntímabilinu. Þó er aðeins komið meira til móts við íþróttamenn í tengslum við nýju lögin sem felst í að æfingabannið má vera styttra heldur en keppnisbann; þetta gagnast sérstaklega íþróttamönnum í liðsíþróttum. „Ofan á allt þetta er líka um að ræða bann við þátttöku í öllu félagsstarfi innan íþróttafélaganna. Viðkomandi má ekki vera þjálfari á meðan hann er í banni og ekki stunda stjórnarstörf á vegum íþróttafélags. Það eina sem hann má gera er að stunda forvarnar- og fræðslustarf í tengslum við lyfjamisnotkun.“ Skúli segir að það hafi mismunandi áhrif á keppnisferil íþróttamanns sem fellur á lyfjaprófi. „Allir dómar eru birtir opinberlega og er þetta ákveðinn álitshnekkir fyrir marga. Farið er þó eftir þeirri reglu að dómarnir eru nafnlausir ef um er að ræða einstakling undir lögaldri. Sumir eiga ekki afturkvæmt í íþróttir en það er persónubundið hversu sterkur viðkomandi einstaklingur er að takast á við þetta. Það er alveg þekkt að menn hafi komið aftur í íþróttir og haldið áfram.“ Akropolis Skúli er mikið á ferðinni vegna starfs síns hjá Medis. Hann starfar þar við viðskiptaþróun; að selja þróun og lyf Actavis víða um heim og fer hann að meðaltali í eina utanlandsferð í mánuði. Stundum voru þær fleiri. „Mið-Austurlönd og Grikkland eru þau markaðssvæði sem ég sé um þannig að ég fer á svolítið framandi staði vegna vinnunnar. Ég hef t.d. komið til Marokkó, Líbanon, Ísrael, Jórdaníu, Saudí-Arabíu og Dubai. Ég fór í 15. skipti til Aþenu í nóvember síðastliðnum; þá gafst stund milli stríða og fór ég þá í fyrsta skipti upp á Akrópólis-hæðina. Ferðirnar snúast því mikið um flugvelli, hótel og fundarherbergi.“ Nú tekur hinsvegar við nýr tími þar sem Skúli hefur ákveðið að flytjast af landi, nánar tiltekið til London, en þar hefur hann tekið við starfi í viðskiptaþróun hjá Walgreens Boots Alliance og hefur störf í sumar. Skúli er kvæntur Guðríði Hallgrímsdóttur fluggagnafræðingi og á þrjú börn. Sonur hans stundar nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands en dæturnar tvær, sem eru yngri, eru að hans sögn fimleikadömur. Svo eru það áhugamálin: „Golf og hjólreiðar þegar því verður viðkomið á þessari eyju.“ Texti: Svava Jónsdóttir, blaðamaður

Tímarit um lyfjafræði

17


FRÆÐIN

Eru tengsl milli sölu tiltekinna bólgueyðandi lyfja og blæðinga í meltingarvegi 2003-2013? Úr meistaraverkefni Auðar Elínar Finnbogadóttur Niðurstöður rannsóknar sem Auður Elín Finnbogadóttir gerði á sölu tiltekinna bólgueyðandi lyfja og blæðinga í meltingarvegi á árunum 2003-2013 sýna að aukning virðist vera í tíðni blæðinga í meltingarvegi samhliða aukinni sölu ákveðinna bólgueyðandi lyfja (NSAID-lyfjum, e. nonsteroidal anti inflammatory drugs) í lausasölu og heildarsölu lyfjanna hér á landi án þess að hægt sé að fullyrða að um orsakasamband sé að ræða. Tilfellum blæðinga í meltingarvegi fjölgaði um 47% á árunum 2003-2013 en sala NSAID-lyfjanna um rúm 23%. Í lausasölu jókst sala þessara ákveðnu NSAID-lyfja um 19% á tímabilinu.

díklófenak, íbúprófen og naproxen. Gögn um sölu lyfjanna voru fengin frá Lyfjastofnun og lyfjagagnagrunni Embætti landlæknis og sala lyfjanna í lausasölu reiknuð út frá gögnum sem þar fengust. Upplýsingar um tíðni blæðinga í meltingarvegi voru fengnar frá Einari Stefáni Björnssyni, prófessor, yfirlækni og meltingarlækni á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH). Notaðir voru ákveðnir greiningarkóðar til að flokka blæðingar í meltingarvegi sem líklegir eru til að tengjast lyfjanotkun. Kóðarnir eru notaðir á Landspítala háskólasjúkrahúsi við greiningar og fara eftir alþjóðlegu flokkunarkerfi sem nefnist ICD-10.

Samanburður á sölu tiltekinna bólgueyðandi lyfja og blæðinga í meltingarvegi Í rannsókninni var skoðað mynstur í sölu á ákveðnum bólgueyðandi lyfjum sem fást án lyfseðils hér á landi og tengsl við aukaverkanir í meltingarvegi athuguð á Íslandi á árunum 2003-2013. Valin voru bólgueyðandi lyf sem seld voru í lausasölu á Íslandi á árunum 2003-2013, heildarsala þessara lyfja var skoðuð, bæði ávísanir og sala lyfjanna í lausasölu. NSAIDlyfin sem um ræðir eru lyf sem innihalda asetýlsalisýlsýru,

Þróun sölu tiltekinna bólgueyðandi lyfja á Íslandi „Eitt mest selda NSAID-lyfið í lausasölu á Íslandi er íbúprófen“ segir Auður Elín „og hámarksmagn sem selja má af því í lausasölu eru 50 töflur af 400mg töflum.“ Hún bendir á myndir 1 og 2 máli sínu til stuðnings en þar sést hvernig stöðug aukning varð á sölu lyfjanna á árunum 2003-2013. „Hins vegar er mest selda NSAID-lyfið á Íslandi á árunum 2003-2013 lágskammta asetýlsalisýlsýra sem ekki er notuð sem bólgueyðandi lyf.“

Sala ákveðinna NSAID-lyfja í lausasölu 2003-2013

Heildarsala ákveðinna NSAID-lyfja á Íslandi 2003-2013

Lausasala 140 120

M01AE01

M01AE02

N02BA01

N02BA51

B01AC06

70

100 80 60

y = 1,5502x - 3033,1 R² = 0,6068

40 20

0 2002

M01AB05 80

2004

2006

2008

2010

2012

2014

Ár

Mynd 1. Þróun í sölu ákveðinna NSAID-lyfja í lausasölu á tímabilinu 20032013. NSAID-lyfin sem um ræðir innihalda asetýlsalisýlsýru, díklófenak, íbúprófen og naproxen.

DDD/1000 íbúa/dag

DDD/1000 íbúa/dag

160

60 50 40 30 20 10 0 2002

2004

2006

2008

2010

2012

2014

Ár

Mynd 2. Heildarsala NSAID-lyfja á Íslandi á árunum 2003-2013, flokkuð eftir ATC-flokkum. M01AB05 (díklófenak), M01AE01 (íbúprófen), M01AE02 (naproxen), N02BA01 (asetýlsalisýlsýra, N02BA51 (asetýlsalisýlsýra í blöndu með koffeini) og B01AC06 (lágskammta asetýlsalisýlsýra).

18

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2015


FRÆÐIN

Auður Elín bendir á að með fjölgun lyfjabúða síðasta áratug hefur aðgengi almennings að lausasölulyfjum aukist mikið á stuttum tíma. Á Íslandi hefur sölu verkjalyfja líkt og NSAID-lyfja verið haldið innan lyfjabúða á meðan verið er að leyfa sölu þessara lyfja utan lyfjabúða víða erlendis. Áhrif aukins aðgengis geta verið margvísleg og gætu þau meðal annars komið fram í aukinni sölu á ákveðnum lyfjum. Með aukinni sölu og auðveldara aðgengi er alltaf hætta á misnotkun og rangri notkun lyfjanna. Hins vegar er einstaklingum auðveldað að meðhöndla minni háttar einkenni með verkalyfjum með auknu aðgengi að lyfjum og með meðhöndlun þessara einkenna án inngrips læknis eða annarrar heilbrigðisþjónustu má minnka álag á heilbrigðisstofnanir. NSAID-lyf og aukaverkanir Fram kemur í verkefni Auðar Elínar að algengast er að aukaverkun komi fram í meltingarvegi líkt og blæðingar eða sáramyndun í efri og neðri hluta meltingarvegar. Og að langvarandi notkun lyfjanna auki enn frekar líkur á aukaverkunum. Tíðni blæðinga í meltingarvegi og sala NSAID-lyfja Í rannsókninni var borin saman sala ákveðinna NSAID-lyfja í lausasölu á ákveðnu tímabili og fjöldi blæðingatilfella í meltingarvegi samkvæmt gögnum frá LSH. Á mynd 3 má sjá að á meðan sala lyfjanna eykst í lausasölu fjölgar blæðingartilfellum í meltingarvegi á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Ályktanir Að lokum segir Auður Elín „Þar sem margar klínískar rannsóknir hafa sýnt samband milli notkunar NSAID-lyfja og blæðinga í meltingarvegi verður að teljast líklegt að það samband sem sést milli aukinnar sölu tiltekinna NSAIDlyfja á Íslandi á árunum 2003-2013 og fjölgunar í tilfellum

Sala ákveðinna NSAID-lyfja í lausasölu 2003-2013 og fjöldi blæðingatilfella í meltingarvegi

2004

2006

2008

2010

Lausasala

2012

100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 2014

DDD/1000 íbúa/dag

Fjöldi einstaklinga með blæðingu

Fjöldi einstaklinga með blæðingu 500 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 2002

Ár

Mynd 3. Sala ákveðinna NSAID-lyfja í lausasölu og fjöldi blæðingatilfella í meltingarvegi á tímabilinu 2003-2013 á Íslandi. NSAID-lyfin sem um ræðir innihalda asetýlsalisýlsýru, díklófenak, íbúprófen og naproxen.

blæðinga í meltingarvegi geti að hluta til verið vegna aukinnar sölu NSAID-lyfjanna. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að fullyrða hvort aukin tíðni blæðinga í meltingarvegi hjá Íslendingum sé vegna aukinnar sölu á NSAID-lyfjum getur enn frekari ráðgjöf og upplýsingagjöf samhliða sölu NSAIDlyfjanna verið til góðs. Með þeim hætti mætti komast hjá mörgum óþörfum kvillum vegna lyfjanna enda ekki sjálfsagt að almenningur geri sér grein fyrir hver áhrif lyfjanna geta verið, hvort sem þau eru tekin til styttri eða lengri tíma.“ Auður Elín Finnbogadóttir lauk meistaranámi í lyfjafræði við Háskóla Íslands 2014. Hún fékk á Degi lyfjafræðinnar afhenta viðurkenningu frá HÍ og LFÍ fyrir góðan námsárangur á MS-prófi vorið 2014. Auður Elín starfar nú hjá SA-lyfjaskömmtun. Samantekt: Brynhildur Briem, ritnefnd

styður við almenna lýðheilsu með það að markmiði að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma, lengja líf og efla heilsu með samstilltu átaki og upplýstu vali.

tölublað 1 - 2015

Tímarit um lyfjafræði

19


FRÆÐIN

Lyfjastofnun

2015 - Afmælisár í lyfjamálum Í ár er mikið afmælisár í lyfjamálum. Fimmtíu ár eru liðin frá því að fyrsta evrópska lyfjalöggjöfin var samþykkt, 20 ár frá því að Lyfjastofnun Evrópu, EMA, var stofnuð og 15 ár eru síðan Lyfjastofnun varð til með sameiningu lyfjanefndar ríkisins og Lyfjaeftirlits ríkisins. Lyfjastofnun hyggst minnast þessara tímamóta á árinu.

Tilskipun 65/65/EEC 50 ára Upphaf Evrópusambandsins nær aftur til 1957 þegar sex lönd undirrituðu samkomulag sem kallað hefur verið Rómarsáttmálinn og er upphafið að því sem nú er Evrópusambandið. Með árunum tók þetta samkomulag breytingum og tilskipanir um ýmis mál litu dagsins ljós. Tilskipun um lyfjamál, tilskipun 65/65/EEC, var samþykkt af aðildarríkjunum árið 1965. Stór áhrifavaldur þess að sambandið beitti sér fyrir sameiginlegri löggjöf í lyfjamálum var thalidomid-málið en lyfið thalidomid hafði verið markaðsett í Evrópulöndum við morgunógleði barnshafandi kvenna. Lyfið reyndist valda fósturskemmdum og þúsundir barna í Evrópu fæddust vansköpuð. Þetta sama ár var tekin upp skráning lyfja á Íslandi en í lyfsölulögum frá 1963 var kveðið á um lyfjaskrárnefnd, að norrænni fyrirmynd, sem hafði m.a. það hlutverk að gera tillögur að skráningu sérlyfja. Til að minnast 50 ára sögu evrópskrar löggjafar um lyfjamál mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins standa fyrir ráðstefnu í Brussel 28. september nk.

stofnun Evrópusambandsins um lyfjamál sem nú er EMA (European Medicines Agency). Nýju stofnuninni var m.a. ætlað að tengja saman lyfjastofnanir aðildarríkja Evrópusambandsins og samræma þróun nýrra lyfja með tilliti til gæða, virkni og öryggis og veita fyrirtækjum í lyfjaiðnaði hágæða vísindalega ráðgjöf og jafnframt að stuðla að neytendavernd. Verklag lyfjastofnana aðildarlanda var samræmt og útgáfa markaðsleyfa lyfja varð sameiginleg í öllum aðildarlöndunum. Með aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið 1994 varð Ísland ásamt Noregi og Liechtenstein aðili að þessu samstarfi. Ísland hefur tekið virkan þátt í samstarfinu og á nú fulltrúa í ýmsum nefndum á vegum Lyfjastofnunar Evrópu.

Lyfjastofnun 15 ára Með breytingum á lyfjalögum 93/1994 sem gerðar voru árið 2000 varð Lyfjastofnun til við samruna Lyfjaeftirlits ríkisins og lyfjanefndar ríkisins. Stofnuninni, sem tók formlega til starfa 1. nóvember 2000, er nú skipt í fjögur meginsvið, skráningarsvið, eftirlitssvið, lögfræðisvið og fjármálasvið. Endurspegla sviðin þá meginstarfsemi sem fór fram hjá fyrrum lyfjanefnd ríkisins og Lyfjaeftirliti ríkisins. Lyfjastofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa með sér víðtækt samstarf á sviði lyfjamála og er Lyfjastofnun Evrópu, sem hefur aðsetur í London, helsti vettvangur þess samstarfs.

Lyfjastofnun Evrópu, EMA, 20 ára Það liðu þrír áratugir frá því fyrsta evrópska tilskipunin um lyfjamál leit dagsins ljós þar til sett var á laggirnar

VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ

Velferðarráðuneytið Nefnd um umbætur í lyfjamálum Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að vinna að umbótum í lyfjamálum. Verkefni nefndarinnar er að semja drög að nýrri lyfjastefnu til ársins 2020 á grundvelli Lyfjastefnu til 2012. Er miðað við að því starfi verði lokið fyrir nóvember 2015. Einnig er nefndinni ætlað að semja drög að frumvarpi til lyfjalaga sem verði tilbúið til framlagningar á vorþingi 2016. Sömuleiðis á nefndin að endurskoða stjórnsýslu lyfjamála og gera tillögu að úrbótum. Gert er ráð fyrir að starf nefndarinnar verði í víðtæku samráði við hagsmunaaðila.

20

Tímarit um lyfjafræði

Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, er formaður nefndarinnar. Aðrir í nefndinni eru Brynjar Nielsson alþingismaður og Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Starfsmenn Lyfjastofnunar og ráðuneytisins vinna með nefndinni sem hefur þegar hafið störf og stefnir að því að senda hagsmunaaðilum drög að nýrri lyfjastefnu til umsagnar nú í maí og drög að frumvarpi til lyfjalaga í september nk.

tölublað 1 - 2015


FRÆÐIN

Tveir nýir prófessorar við Lyfjafræðideild HÍ Háskóli Íslands tilkynnir um framgang akademískra starfsmanna einu sinni á ári og þann 1. júlí s.l. fengu tveir lyfjafræðingar framgang í starfi þegar Sesselja S. Ómarsdóttir og Hákon Hrafn Sigurðsson fengu framgang úr starfi dósents í prófessor að undangengnu ítarlegu faglegu mati. Þetta er í þriðja sinn sem framgangur er veittur á grundvelli nýrra reglna skólans. Samkvæmt þeim er auglýst árlega eftir umsóknum um framgang og sérstök framgangsnefnd leggur mat á umsóknir að fengnu áliti dóm- og framgangsnefnda. Að þessu sinni fengu 34 akademískir starfsmenn af öllum fimm fræðasviðum Háskóla Íslands framgang, þar af 16 í starf prófessors. Um áramótin tók Sesselja við sem deildarforseti lyfjafræðideildar af Má Mássyni. Sesselja mun síðan hefja störf hjá Alvotech í sumar en vera í hlutastöðu við deildina áfram. Hákon Hrafn var kosinn nýr deildarforseti á deildarfundi í apríl og mun hann taka við af Sesselju þann 1. júlí nk. Elín Soffía Ólafsdóttir var kjörin varadeildarforseti

á sama fundi. Að þeirra sögn verður áfram unnið eftir metnaðarfullri stefnu Lyfjafræðideildar 2012-2016 en hlutverk lyfjafræðideildar er að stunda rannsóknir, kennslu, fræðslu og þjónustu. Starfsemi deildarinnar miðar að því að sinna þessum fjórum þáttum en aðaláherslan er á rannsóknir og kennslu. Við deildina eru menntaðir lyfjafræðingar en markmið háskólanáms í lyfjafræði er að nemendur séu að námi loknu hæfir til að stunda öll almenn lyfjafræðistörf, t.d. við rannsóknir, störf innan lyfjaiðnaðar, við lyfjadreifingu og á sjúkrahúsum. Rannsóknaþjálfun í lyfjafræðinámi nýtist ekki einungis við hefðbundnar lyfjafræðilegar rannsóknir, heldur einnig sem þáttur í stærri heildarmynd rannsókna á heilbrigðissviði þar sem einstakar greinar styðja hver aðra. Sesselja og Hákon Hrafn vildu taka það sérstaklega fram að deildin vill efla tengsl sín við atvinnulífið og hugsanlega koma á samráðsvettvangi milli atvinnulífsins og deildarinnar og einnig að fá fleiri sérfræðinga úr atvinnulífinu til að kenna einstaka fyrirlestra í námskeiðum deildarinnar.

Hákon Hrafn Sigurðsson Hákon lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Húsavík árið 1993 og hóf nám í lyfjafræði við HÍ 1994 og lauk kandídatsprófi í lyfjafræði árið 1999. Að námi loknu starfaði Hákon við lyfjarannsóknir hjá Encode og hjá Þorsteini Loftssyni. Hákon hóf síðan doktorsnám í lyfjafræði undir leiðsögn Þorsteins árið 2002. Árið 2004 flutti fjölskyldan til Saarbrücken í Þýskalandi þar sem Hákon hélt áfram í doktorsnáminu í eitt ár undir leiðsögn Claus-Michael Lehr í samevrópskri áætlun “Galenos Euro-PhD in Advanced Drug Delivery”. Hann lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2006 og hlaut einnig skírteini frá Saarland University sama ár. Hákon starfaði sem sérfræðingur í lyfjaformum í þróunardeild Actavis frá 2005-2006. Hákon hefur unnið ýmis stjórnunar- og nefndarstörf innan og utan Háskólans. Rannsóknir Hákonar eru á breiðu sviði, frá eðlislyfjafræðilegum grunnrannsóknum til hagnýtra rannsókna á ýmsum lyfjaformum til meðhöndlunar á sjúkdómum, nú síðast psoriasis. Hákon lauk einnig diplómanámi í kennslufræði fyrir háskólakennara við HÍ árið 2014 og var þá fyrsti prófessorinn við HÍ til að ljúka því námi.

Sesselja S. Ómarsdóttir Sesselja lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995 og hóf þá nám í lyfjafræði við HÍ og lauk kandídatsprófi í lyfjafræði árið 2000. Að námi loknu starfaði hún hjá Pharmaco í eitt ár. Sesselja hóf síðan doktorsnám í lyfjafræði undir leiðsögn Elínar Soffíu Ólafsdóttur og lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2006. Doktorsverkefnið var að hluta til unnið við Háskólann í Osló og á Carlsberg Laboratorium í Kaupmannahöfn. Sesselja hefur hlotið viðurkenningu fyrir lofsverðan árangur í kennslu við HÍ og unnið ýmis stjórnunar- og nefndarstörf innan og utan Háskólans. Rannsóknir Sesselju og samstarfsmanna hennar miða að því að einangra og byggingaákvarða lífvirk efnasambönd úr íslenskri náttúru.

tölublað 1 - 2015

Tímarit um lyfjafræði

21


FÓLKIÐ

LYFJAFRÆÐINGUR Í NOREGI Valgarð Sverrir Valgarðsson Það var árið 2010 að mér var boðin vinna sem heilsuhagfræðingur hjá Janssen Nordic. Ég hafði fyrr um árið lokið mastersnámi í heilsuhagfræði frá Hí samfara vinnu minni hjá Vistor þar sem ég vann að markaðsstörfum með lyf frá Janssen. Janssen Nordic var að leita að heilsuhagfræðingum og eflaust hefur það hjálpað til að ég var ekki alveg ókunnugur í þeim herbúðum. Því varð það úr að ég flutti út til Osló í janúar 2011 og hóf störf hjá fyrirtækinu sem Nordic Health Economic Manager. Janssen Janssen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem er hluti af Johnson & Johnson (J&J) samsteypunni sem er eitt stærsta fyrirtæki heims á heilbrigðissviðinu með um 130.000 starfsmenn. Megináherslur fyrirtækisins eru á lyf, heilbrigðistengd tæki og tól og loks neytendavörur eins og hinn fræga Band-aid plástur. Hugmyndafræði J&J hefur verið að reka fyrirtækið í smærri einingum eða fyrirtækjum til að halda í sköpunar- og

22

frumkvöðlakraftinn sem stundum vill týnast í stærri fyrirtækjum. Í dag eru um 275 fyrirtæki innan samsteypunnar í 60 löndum. Í lyfjahluta J&J hefur þessi hugmyndafræði haldist að mestu innan þróunar og rannsókna þar sem fyrirtæki sem eru keypt upp fá oft að halda sér sem sérstakar einingar. Innan sölu og markaðshlutans hefur starfssemin hins vegar síðustu ár safnast meira saman undir merki Janssen. Janssen Nordic Á norðurlöndunum er Janssen nú rekið sem eitt fyrirtæki með skrifstofur í öllum höfuðborgunum fyrir utan Ísland þar sem Vistor er með umboðið fyrir Janssen. Það er engin ein höfuðeining þó að skrifstofan í Svíþjóð sé eðlilega sú stærsta. Fyrir utan skráningar, sem eru staðsettar í Stokkhólmi, þá eru engin skilyrði um að vera staðsettur í ákveðnu landi fyrir þá sem eru með norrænar stöður og enska er notuð sem vinnumál á fundum og tölvusamskiptum. Þannig gat ég valið í hvaða landi ég vildi vera

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2015

staðsettur þó að auðvitað hafi það einhver áhrif hvernig dreifingin er á fólki í hverri deild. Það eykur vissulega aðeins flækjustigið í fyrirtækinu að vinna svona á milli landa en að sama skapi gefur það einnig skemmtilegan alþjóðlegan blæ og gerir það auðveldara fyrir fólk utan Skandinavíu að vinna hjá fyrirtækinu. Hugmyndafræði J&J er einnig notuð innan Janssen Nordic þar sem mikil áhersla er lögð á „flatan“ strúktúr í fyrirtækinu og samvinnu milli ólíkra eininga. Reynt er að koma í veg fyrir „pýramídastjórnun“ og „síló“ hugsunarhátt sem einkennist af því að hver hugsar bara um sitt svið. „Crossfunctional“ eða þvert á einingar er því orð sem er mikið notað og oft talað um að við höfum svokallaða „matrix“ uppbyggingu á fyrirtækinu. Þó svo að slíkt kerfi geti oft verið mjög krefjandi og flókið, þá ýtir það líka undir sjálfstæði í vinnu og flestum einstaklingum finnst þeir hafa einhver áhrif á hvað er gert og hvernig fyrirtækið gengur. Slíkt er sérstaklega dýrmætt fyrir „sjálfstæða“ íslendinga


FÓLKIÐ

sem eru nú ekki alltaf tilbúnir að láta skipa sér mikið fyrir. HEMAR Deildin sem ég tilheyri er kölluð HEMAR, sem stendur fyrir Health Economics Market Access and Reimbursement. Þegar ég byrjaði árið 2011 vorum við sex en nú erum við meira en tvöfalt fleiri sem bæði endurspeglar vöxt hjá fyrirtækinu í nýjum lyfjum og ekki síður breytingar í ytra umhverfi þegar kemur að kröfum og vinnu við að koma lyfjum á markað og halda þeim á markaði. Mitt starf Því sem ég geri má í grófum dráttum skipta í sex hluta. Mikilvægast er að ég ber ábyrgð á öllu HEMAR tengdu fyrir tvö af þeim fimm sjúkdómasviðum sem Janssen vinnur mest með. Undir það fellur að sjálfsögðu umsjón með umsóknum um verð og greiðsluþátttöku í öllum löndunum auk þess sem stefnumótun (strategy) fyrir útboð er á mínu borði fyrir þau lyf sem ég ber ábyrgð á. Vinna við verð og viðhald á greiðsluþátttöku er einnig sífellt að verða stærri þáttur. Greiðsluþátttökuákvarðanir yfirvalda geta til dæmis verið skilyrtar því að fyrirtækið komi seinna með ákveðnar upplýsingar um raunnotkun lyfsins, breyting getur orðið á verði viðmiðunarlyfs (comparator) sem leiðir til endurskoðunar á greiðsluþátttöku eða þá að verð og greiðsluþátttaka er almennt eingöngu veitt til 1-3 ára í senn, eins og vaninn er í Finnlandi. Annar stór þáttur í mínu starfi er að sýna fram á gildi (value) lyfsins í raunnotkun án þess að það sé endilega tengt greiðsluþátttökuumsóknum. Þetta eru þá mest rannsóknir og vinna byggðar á raunnotkun lyfsins (Real World Evidence), eins og til dæmis samvinna eða rannsóknir með ýmsum gagnagrunnum. Slíkar rannsóknir geta einnig verið ótengdar okkar lyfjum og snúist um að auka þekkingu almennt innan þeirra sjúkdómasviða

sem við vinnum með. Stundum vinnur þetta saman, eins og til dæmis rannsókn sem notaðist við gögn úr stórum gagngrunni um sórasjúklinga til að rannsaka meðal annars tengsl algengasta sjúkdómaskalans (PASI) sem notaður er í lyfjarannsóknum á sóra við algengasta almenna lífsgæðaskalann (EQ-5D) sem notaður er í dag. Þau tengsl voru síðan notuð til að byggja heilsuhagfræðilegt líkan sem skoðar kostnaðarvirkni mismunandi raða af þeim líftæknilyfjum sem notuð eru í meðhöndlun á sóra í dag1. Þó ég hafi norræna stöðu innan Janssen þá hef ég einnig norskt hlutverk ef svo má orða. Ég sit meðal annars fyrir hönd Janssen í „Markedstilgangsutvalget“ sem er hópur innan samtaka lyfjafyrirtækja í Noregi sem vinnur með allt sem tengist aðgangi að markaðinum eins og greiðsluþátttöku, verðreglum o.s.frv. Þessi hópur hefur til dæmis eytt miklum tíma undanfarið í nýtt kerfi sem yfirvöld í Noregi hafa verið að koma á fót og innleiðir heilsuhagfræðilegt mat á völdum sjúkrahúslyfjum sem almennt eru ekki hluti af almenna greiðsluþátttökukerfinu. Innan þeirra sjúkdómasviða sem ég vinn með hefur Janssen svo kallað NVT (Nordic Value Team). Þetta eru hópar sem stjórna markaðssetningu, stefnumótun og setja fram fjárhagsáætlun fyrir sín lyf og sjúkdómasvið. Ég sit sem HEMAR fulltrúi í þeim tveimur sem stjórna mínum sjúkdómasviðum en þessir hópar fjalla um margt sem ekki snýr að mínu verksviði innan HEMAR þannig að þar kemur fyrri reynsla að markaðsmálum sér vel. Innan Janssen HEMAR í Evrópu er hópur innan hvers sjúkdómasviðs sem er kallaður því hógværa nafni „Center of Excellence (CoE)“. Þetta er hópur sem er leiddur af þeim sem er yfir HEMAR innan síns sjúkdómasviðs í Evrópu (HEMAR Lead) og er settur saman af HEMAR fulltrúum frá G5 löndunum, auk þess sem öðrum

tölublað 1 - 2015

svæðum eða löndum er stundum boðið að vera með. Þessir hópar hafa m.a. það hlutverk að styðja við HEMAR Lead í hans vinnu, vinna að ákveðnum verkefnum sem ganga þvert á lönd og vera rödd Evrópu þegar kemur að þörfum HEMAR í uppsetningu á fasa III rannsóknum og greiningu á stefnumótun, hagkvæmni og möguleikum á aðgangi að markaði fyrir lyf eða ábendingar áður en ákveðið er að fara af stað með fasa III rannsóknir. Ég sit í tveimur slíkum CoE fyrir bæði mín sjúkdómasvið. Sjötta og síðasta hlutverkið sem ég hef eru síðan tilfallandi verkefni sem tengjast ekki mínum sjúkdómasviðum og þá sem hluti af HEMAR hópnum. Dæmi um það er vinna við gerð vinnuferla innan Janssen Nordic fyrir ýmsar tegundir rannsókna. Nú hef ég verið í þessu starfi í tæp fjögur ár og get ekki annað en sagt að þetta sé mjög áhugavert og fjölbreytilegt starf. Öllum störfum fylgja einhverjir ókostir og líklega er á stundum mikið vinnuálag og mikil ferðalög helstu ókostirnir. Hvort þetta starf líkist sambærilegum störfum hjá öðrum stórum lyfjafyrirtækjum er erfitt fyrir mig að meta en mér heyrist þó á þeim heilsuhagfræðingum sem við höfum verið að ráða frá öðrum fyrirtækjum að það sé einmitt þetta fjölbreytta starfssvið sem laði þá að fyrirtækinu. Á sama hátt er síbreytilegt ytra umhverfi er varðar greiðsluþátttökukerfi, verð-myndun, útboð og fleira einnig oft mjög krefjandi en að sama skapi áhugavert og eykur fjölbreytileika starfsins. Höfundur er lyfja- og heilsuhagfræðingur og starfar hjá Janssen Nordic. Heimildir: 1. Asseburg C, Valgarðsson S, Soini E. Costeffectiveness of sequences of biologic treatments for moderate-to-severe psoriasis in Finland. Value Health 2013;16:A507-8

Tímarit um lyfjafræði

23


FRÆÐIN

75th FIP World Congress of Pharmacy and Pharmaceutical Sciences Düsseldorf, Germany 29 September - 3 October 2015

Better practice – science based, evidence driven – on your doorstep in Düsseldorf

The 2015 FIP congress in Düsseldorf, Germany, invites practitioners, researchers and academics from all over the world to delve into the issue of working towards the best possible pharmacy practice, which should be based on pharmaceutical sciences and has to be evidence driven. A. DEFINING EVIDENCE-BASED USE OF MEDICINES Just what are the scope and limitations of scientific evidence? From complementary medicines and cancer immunotherapy to novel biopharmaceutics tools and effects of drugs on driving – discover what is known and what it really means. _ B. PRACTICE THROUGH SCIENCE AND SCIENCE THROUGH PRACTICE How do advances in science affect the advice you give? And how can information from practice make the knowledge we have more powerful? It’s not only up to scientists to gather the evidence! Among the topics in

this congress stream are how food impacts on drug efficacy and the use of surveys to generate locally relevant evidence. _ C. CREATING PROGRESS – INNOVATING WITH THE HUMAN TOUCH Can drug development be patient-friendly? Can care in a world of innovation and progress be patient-centred? Come and find out first hand from colleagues who are making innovations in science and practice. _ D. CLOSING THE GAP FOR ACHIEVING PROFESSIONAL EXCELLENCE What needs to be done to ensure advanced practice and professional

Tímarit um lyfjafræði

E. TARGETING YOUR INTEREST Are environmental issues your passion? Are you concerned about violence in the workplace or how to cope in a disaster? Or do you want to be a great leader? This final congress stream covers all these areas and more! _ For more information please visit: www.fip.org/dusseldorf2015

75t h

The 2015 FIP congress is organised in collaboration with Expopharm which is the largest pharmaceutical trade fair in Europe.

24

excellence? Hear about strategic workforce development, specialisation in pharmacy and the different ways in which medicines optimisation is being achieved around the globe. Excellence is achievable! _

FIP CO WOR NG LD RES S

tölublað 1 - 2015


FRÆÐIN

styrkþegi Ráðstefna á vegum EACR (European Association of Cancer Research) München 5.-8. júlí 2014 Margrét Bessadóttir og Finnur Freyr Eiríksson Í júlí síðastliðnum var haldin ráðstefna í München á vegum EACR um krabbameinsrannsóknir. Yfirskrift ráðstefnunnar var „from basic research to personalised treatment“. Megin áhersla var lögð á grunnrannsóknir og fjöldinn allur af áhugaverðum fyrirlestrum og veggspjöldum í boði. Framlag okkar var veggspjald með niðurstöðum úr hluta af doktorsverkefnum okkar. Þar erum við m.a. að skoða prótólichesterínsýru (PA), sem er efnasamband einangrað úr íslenskum fjallagrösum (Cetraria islandica). Fjallagrös hafa verið notuð í alþýðulækningum frá örófi alda til meðhöndlunar gegn ýmiss konar kvillum. Á undanförnum árum hefur verið unnið að rannsóknum á PA í samvinnuverkefni milli lyfjafræði- og læknadeildar. Fyrri rannsóknir sýna að PA hefur fjölgunarhemjandi áhrif á nokkrar gerðir krabbameinsfruma en engin áhrif á eðlilegar bandvefsfrumur. Einnig líkist efnabygging PA þekktum fitusýrusynþasa (FASN) hindra sem nefnist C75. Ensímið FASN hvatar myndun langra fitusýra sem gegna mikilvægu hlutverki í frumustarfsemi. FASN er hins vegar oft oftjáð í krabbameinum og er talið vera nauðsynlegt fyrir vöxt og lifun krabbameinsfruma. Einnig hefur verið sýnt fram á tengsl milli FASN og HER2 vaxtarþáttarviðtaka en um 20-25% brjóstakrabbameina eru með oftjáningu í HER2. Oftjáning í HER2 viðtaka hefur einnig verið tengd verri horfum sjúkdómsins. Markmið þessa hluta verkefnisins var að kanna áhrif PA á FASN og á heildar samsetningu lípíða í tveimur mismunandi brjóstakrabbameinsfrumulínum, þar sem önnur oftjáir HER2 og FASN (SK-BR-3) en hin ekki (T47-D).

Niðurstöður okkar sýna að samsetning lípíða er ólík milli frumulína og tengsl eru milli tjáningar á FASN og lípíðsamsetningar. Niðurstöður gefa einnig til kynna að PA hindri FASN. Af niðurstöðunum má draga þær ályktanir að hindrun á lípíð efnaskipti gæti verið mögulegur valkostur við meðferð gegn brjóstakrabbameini, þá sérstaklega í þeim sjúklingum sem eru með oftjáningu í HER2 viðtaka.

Margrét hjá veggspjaldi þeirra Margrétar og Finns.

Margir áhugaverðir fyrirlestar voru á ráðstefnunni. Umfjöllunarefnin voru fjölbreytt og fræðandi. Meðal annars var fjallað um grunnrannsóknir í tengslum við læknavísindi (trans-

tölublað 1 - 2015

lational medicine) og mikilvægi þeirra. Skilningur vísindamanna hefur aukist á því hvernig æxli myndast og hvaða þættir hafa áhrif á framvindu sjúkdómsins. Miklar framfarir hafa orðið í þróun nýrra aðferða, sérstaklega í tengslum við erfðarannsóknir. Einnig hafa verið þróuð betri líkön við rannsóknir á sjúkdómunum og aðgengi að æxlissýnum er betra. Þessir þættir hraða þróun nýrra lyfja og meðferðarúrræða fyrir krabbameinssjúklinga þar sem einstaklingsmiðuð meðferð er markmiðið. Að auki er verið að meta áhrif fyrirbyggjandi íhlutunar, snemmgreiningar og hvort áhættumat í heilbrigðum einstaklingum skili árangri. Af öðrum áhugaverðum fyrirlestrum má nefna rannsóknir á lyfjaónæmi í krabbameinum og mikilvægi þess að þróa aðferðir til að koma í veg fyrir og yfirstíga lyfjaónæmi í krabbameinsmeðferðum. Einnig er verið að rannsaka tengsl milli bólgu og krabbameina og hlutverk ónæmiskerfisins í krabbameinum. Notkun lífmerkja (biomarkers) í rannsóknum á krabbameinum fer vaxandi, s.s. við sjúkdómsgreiningar og lyfjasvörun og var mjög áhugavert að fá innsýn inn í það. Mjög áhugaverð ráðstefna sem gerði okkur kleift að hitta aðra vísindamenn, mynda tengsl og fræðast um nýjustu rannsóknir á sviði krabbameinsrannsókna. Við þökkum vísindasjóði lyfjafræðingafélagsins kærlega fyrir styrkinn, hann kom sér vel. Margrét Bessadóttir og Finnur Freyr Eiríksson, lyfjafræðingar og doktorsnemar við Háskóla Íslands.

Tímarit um lyfjafræði

25


FRÆÐIN

styrkþegi

EAHP fundur í Sofiu 12. – 15. júní 2014 Faghópur um sjúkrahúslyfjafræði Samtök evrópskra sjúkrahúslyfjafræðinga (European Association of Hospital Pharmacists, EAHP) héldu aðalfund sinn í Sofíu í Búlgaríu 12.-15. júní 2014. Undirrituð sótti fundinn fyrir Íslands hönd ásamt Þórunni K. Guðmundsdóttur, en báðar störfum við sem lyfjafræðingar í Sjúkrahúsapóteki Landspítala. Fundurinn var vel sóttur og mættu fulltrúar frá 29 af þeim 35 þjóðum sem nú eru meðlimir í samtökunum. Í upphafi fundar fór formaðurinn, Dr. Roberto Frontini, yfir markverðustu verkefnin sem EAHP hefur verið að sinna síðan á síðasta aðalfundi í júní 2013. „EAPH-Summit“ Einn stærsti viðburður sem EAHP stóð fyrir á árinu var „EAHP- Summit“, þ.e. fundur sem haldinn var á vegum EAHP í Brussel 14. - 15. maí 2014. Fundurinn var opinn öllu heilbrigðisstarfsfólki, sem og fulltrúum almennings og sjúklingasamtaka og á hann mættu fulltrúar allra þessara hópa. Undirbúningur og aðdragandi fundarins var 18 mánaða vinna þessara aðila sem, eftir að hafa tilkynnt þátttöku sína á fundinn, fengu send fundargögn með tillögum um hvernig bæta mætti gæði og öryggi í þjónustu sjúkrahúslyfjafræðinga. Tilgangur fundarins var að ná fram samstöðu um tillögurnar og setja þær fram sem endanlega yfirlýsingu um það sem EAHP telur vera góða starfshætti sjúkrahúslyfjafræðinga í Evrópu. Tillögunum er ætlað að vera leiðarvísir að faglegum og vönduðum vinnubrögðum (þjónustu) sjúkrahúslyfjafræðinga í Evrópu. Á fundinum í Brussel komu þessir aðilar saman og náðu sameiginlegri niðurstöðu um stefnu í 6 málaflokkum:

26

• • • • •

Stjórnun og stjórnsýsla (7 liðir) Val, öflun og dreifing lyfja (7 liðir) Lyfjaframleiðsla (6 liðir) Klínísk þjónusta (8 liðir) Öryggi sjúklinga og gæðatrygging (11 liðir) • Menntun og rannsóknir (5 liðir) Fundurinn hefur vakið athygli víða um heim fyrir frumleika og frumkvæði og fyrir að hægt hafi verið að stefna saman svo mörgum mismunandi aðilum og ná samstöðu í jafn mikilvægu máli. Fulltrúar FIP tóku þátt í fundinum og töldu að nýta mætti niðurstöðurnar sem gott veganesti við endurskoðun Basel Statements sem ætlunin var að taka fyrir á næsta FIP fundi í Bangkok 2014. Niðurstöður fundarins munu vonandi verða til þess að aðildarlöndin geti innleitt þessar tillögur. Það er þó ljóst að mikil vinna er fyrir höndum við að koma hinum samþykktu tillögum að bættum gæðum og öryggi í þjónustu sjúkrahúslyfjafræðinga í framkvæmd og er það áskorun sem við og önnur Evrópulönd stöndum nú frammi fyrir. Strikamerkingar lyfjapakkninga EAHP hefur einnig unnið mikið að því að koma á strikamerkingu í stakskömmtun lyfja og fór formaður samtakanna á fund í Leuven í Hollandi í október sl. til að tala fyrir málefninu, en á þeim fundi voru m.a. fulltrúar lyfjafyrirtækja og aðrir hagsmunaaðilar. EAHP hefur verið í samvinnu við samtök evrópskra lyfjaframleiðenda (European Federation of Pharmaceutical Industry, EFPIA) með þetta verkefni og hefur lengi barist fyrir því að auka öryggi sjúklinga og sporna gegn mistökum í lyfjagjöf með því að fá lyfjafyrirtækin til að setja strikamerki á lyfjapakkningar, alveg niður í staka skammta lyfja. Það er gert til að hægt sé að sannkenna

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 1 - 2015

lyf sem sjúklingum eru gefin, þ.e. að verið sé að gefa rétt lyf, í réttum skammti, á réttum tíma og á réttan hátt. Á fundinum í Leuven voru almennar kynningar á strikamerkingu og hvaða möguleika hún býður upp á og tæknin síðan kynnt „í praksis“ fyrir fundarmönnum af þeim aðilum sem hafa tileinkað sér aðferðirnar. Þessi fundur var mjög mikilvægur og klárlega skref í rétta átt, en töluverð vinna er þó enn eftir við að koma þessu á. Sam vinna við Evr óps k u l yfj astofnunina (EMA) EAHP leggur mikið upp úr samvinnu við Evrópsku lyfjastofnunina (EMA) og vinnuhópa sem þar eru starfandi. Má nefna vinnu með Healthcare Professional Working Party (HCPWP), m.a. við innleiðingu á nýrri lyfjagátarreglugerð EMA og einnig sem ráðgefandi aðilar vegna lyfjaskorts og hvaða áhrif hann hefur á dagleg störf heilbrigðisstarfsmanna. Hefur EAHP hvatt lyfjaframleiðendur til að taka meiri ábyrgð í þessum efnum. Auk þess hefur EAHP verið í samskiptum við EMA og hvatt til aukins gegnsæis í birtingu niðurstaðna í klínískum rannsóknum. Lyfjaskortur Eitt af stærri málum sem EAHP hefur verið að fást við að undanförnu er að reyna að finna lausn á lyfjaskorti sem verið hefur mikið vandamál á undanförnum misserum. EAHP gerði könnun meðal evrópskra sjúkrahúslyfjafræðinga í samtökunum á haustmánuðum 2013 og niðurstöðurnar voru sláandi; 99% sjúkrahúslyfjafræðinga sem svöruðu könnuninni höfðu upplifað vandamál tengd lyfjaskorti í starfi sínu, 63% sögðu það vikulegt vandamál, stundum


FRÆÐIN

Búlgarskir þjóðdansar.

daglegt og 77% svarenda töldu að vandamálum tengdum lyfjaskorti myndi fjölga. Þessar niðurstöður hafa verið kynntar fyrir Evrópuþinginu (EP), Evrópsku lyfjastofnuninni (EMA) og Evrópuráðinu (EC). Vandamálið er að enginn virðist telja sig eiga „lögsögu“ í málinu og því ekki í aðstöðu til að gera neitt án umboðs frá aðildarlöndunum. EAHP hefur hvatt sjúkrahúslyfjafræðinga í Evrópu til að koma því á framfæri við yfirvöld í sínu heimalandi að þau beiti sér fyrir lausn málsins á samevrópskum vettvangi. EAHP hefur einnig óskað eftir því við EMA að stofnunin haldi úti gagnagrunni með upplýsingum um lyfjaskort í Evrópu, þar sem fram kemur hvaða lyf eru ófáanleg á hverjum tíma ásamt áætlaðri tímalengd skortsins og ástæðu hans. Auk þess þyrfti að koma fram í þessum gagnagrunni frá EMA hvaða lyf væri mögulega hægt að nota í staðinn fyrir þessi lyf. Þá hefur EAHP farið fram á það við EMA að stofnunin birti skýrslu árlega um stöðu lyfjaskorts í Evrópu með tilmælum til yfirvalda, lyfjafyrirtækja og evrópskra stofnana um til hvaða aðgerða beri að grípa. Krafa EAHP er að EC axli ábyrgð á vandanum og taki forystu í að leysa hann á samevrópskum vettvangi. Fölsuð lyf EAHP hefur verið í mikilli samvinnu við European Directorate for the Quality of Medicines and Healthcare (EDQM) vegna fjölda mála, m.a. EU reglugerðinni um fölsuð lyf. Samkvæmt henni þurfa öll apótek, bæði almenn apótek og sjúkrahúsapótek, að koma sér upp tækjabúnaði til að sannkenna lyf og er verið að vinna í að útbúa samevrópskt kerfi sem stefnt er að að taka í notkun árið 2017. Hvað varðar skönnun á lyfjum til sjúklinga í almennum

Alexander Nevsky dómkirkjan.

apótekum er það frekar einfalt í framkvæmd að skanna lyfjapakkingar í apótekum við afhendingu til sjúklingsins en það er öllu flóknara ferli í sjúkrahúsapótekum. Verið er að velta fyrir sér hvenær í ferlinu þessi skönnun eigi að fara fram. Er það við móttöku lyfja frá heildsölu? Sölu á deildina? Við lyfjagjöf til sjúklingsins? Þarf að skanna allar pakkningarnar? Fyrir flest sjúkrahús hefur þetta gríðarleg áhrif, þar sem slíkt mun þýða þörf fyrir fleira starfsfólk. Þetta eru allt spurningar sem komið hafa upp í umræðunni og nýleg dæmi um falsaðar pakkningar á sjúkrahúsum af Avastin og Herceptin segja okkur að sjúkrahúsin geta einnig orðið fyrir barðinu á lyfjafölsurum. Nú eru í þróun a.m.k. tvö kerfi sem eiga að mæta kröfum EU reglugerðar um fölsuð lyf. Annars vegar er kerfi sem kallað hefur verið European Stakeholder Model (ESM) og er unnið í samvinnu European Federation of Pharmaceutical Industry (EFPIA, samtök lyfjaframleiðenda), Pharmacist Group of the European Union (PGEU, samtök lyfjafræðinga í Evrópu), Groupment International de la Repartition Pharmaceutique (GIRP, Samtök heildsala) og European Association of EuroPharmaceutical Companies (EAEPC, samhliða innflytjendur). European Generic Medicines Association (EGA, samtök samheitalyfjaframleiðenda) hafa einnig komið að vinnu við þetta kerfi en því miður hafa engir fulltrúar frá sjúkrahúsum í Evrópu komið að þessari vinnu enn sem komið er. Þetta kerfi er sett upp á þann hátt að það mun tengjast gagnagrunnum hvers aðildarlands en mun að öllum líkindum ekki hafa þann möguleika að sjúklingar geti sjálfir skannað lyf sín með snjallsímum. Hins vegar er kerfi í þróun á vegum EDQM, sem þróað er

tölublað 1 - 2015

á grunni samevrópsks gagnagrunns og eiga sjúklingar sjálfir að geta skannað lyfin sín til að tryggja öryggi sitt. Síðarnefnda kerfið hefur fram til þessa hlotið minni hljómgrunn, þar sem það þykir vera seinvirkara en hitt. Enn er þó töluvert í að þessi sannkenning verði að veruleika og á eftir að þróa þetta frekar. Mikilvægt er fyrir EAHP að koma að borðinu í umræðu um öll málefni er snúa að sjúkrahúslyfjafræði sbr. þau sem áður eru nefnd. Til að hafa áhrif skiptir samvinna sjúkrahúslyfjafræðinga í Evrópu miklu. Það er ljóst að innleiðing EU reglugerðar um fölsuð lyf mun hafa í för með sér fjölda áskorana fyrir sjúkrahúslyfjafræðinga og annað starfsfólk sem mun þurfa að skanna hverja einustu lyfjapakkningu til að staðfesta að um ósvikna vöru sé að ræða. Í lok fundar voru kosningar til stjórnar og inn í stjórnina kom kollegi okkar frá Noregi, Frank Jörgensen. Almenn ánægja var með það val enda hefur Frank verið mjög virkur sem fulltrúi Noregs í EAHP og gott fyrir okkur Norðurlandaþjóðirnar að hafa okkar fulltrúa í stjórn. Einnig var kosinn nýr formaður, Joan Pepperd frá Írlandi, sem mun starfa ásamt núverandi formanni, Roberto Frontini, í eitt ár áður en hún tekur að fullu við keflinu að ári. Eva Ágústsdóttir, lyfjafræðingur Sjúkrahúsapóteki LSH

Tímarit um lyfjafræði

27


FRÆÐIN

styrkþegi

Lyfjaþróun nanólyfja Translational nanomedicine, Angers-Frakklandi, 27.-29. ágúst 2014. Ingólfur Magnússon Ráðstefnan ,,Translational nanomedicine“ var haldin í borginni Angers, um 150 km frá París, dagana 27-29. ágúst 2014. Um var að ræða nokkuð litla ráðstefnu, með um 150 þátttakendur sem kynntu rannsóknir sínar í formi veggspjalda og fyrirlestra. Ég fór á ráðstefnuna ásamt Má Mássyni deildaforseta lyfjafræðideildar og Priyanka Saharia doktorsnema í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Markmið ráðstefnunnar var að safna saman aðilum úr grunnrannsóknum, starfsmönnum á sviði klínískrar lyfjafræði, starfsfólki úr stjórnsýslu og aðilum úr iðnaði. Þarna var ætlunin að skapa vettvang fyrir mismunandi aðila innan lyfjageirans með það að markmiði að skiptast á hugmyndum um hvernig mætti hraða því ferli að markaðssetja nanólyf, alveg frá grunnrannsóknum og þar til sjálft nanólyfið kæmi á markað. Mikil nýsköpun hefur átt sér stað innan þróunar á nanólyfjum. Þrátt fyrir það gengur iðulega erfiðlega að koma þessum lyfjum á markað og margir eru á þeirri skoðun að iðnaðurinn á bak við nanólyf sé ekki að uppskera eins og hann sái. Þar er margt sem spilar inn í, til að mynda eru kröfur yfirvalda um gæði og öryggi lyfja orðnar strangari en fyrir nokkrum árum. Þá hefur regluverk í kringum lyfjaþróun og markaðsleyfi lyfja verið talið of flókið, einnig eru eiturefnaprófanir oftar en ekki gerðar of seint í lyfjaþróunarferlinu o.s.frv. Kynning okkar frá Íslandi var á rannsóknum á mismunandi kítósanafleiðum. Kítósan er fjölliða, einangruð úr rækjuskel og hefur hún verið mikið rannsökuð sem lyfjaferja fyrir nanólyf. Kítósan hefur þá eiginleika að vera mjög lífsamrýmalegt og koma flestar afleiður þess vel út á eiturefnaprófunum. Einnig hefur kítósan bakteríudrepandi eiginleika og hefur verið notað til dæmis í plástra fyrir hermenn í átökum hjá bandaríska hernum. Kítósan er hinsvegar stór sameind og takmarkanir á notkun kítósanafleiða felast aðallega í erfiðleikum við efnasmíðar og efnagreiningu. Markmið dokorsverkefnisins míns við Háskóla Íslands er einmitt að þróa smellefnafræðiaðferðir (e. click chemistry) til að tengja fitusækin efni við kítósanafleiður í vatnslausn á sérvirkan og skilvirkan hátt. Þessar afleiður má nota til að mynda nanóagnir og þær er hægt að nýta sem lyfjaferju, til dæmis við ljósörvaða krabbameinslyfjagjöf. Á ráðstefnunni mátti finna marga áhugaverða fyrirlestra úr ýmsum áttum. Til dæmis voru þar sérfræðingar á sviði reglugerða frá Evrópu, Ameríku og Japan. Reglur

28

Tímarit um lyfjafræði

varðandi lyfjaþróun geta verið mismunandi milli heimsálfa en þróunin í flestum löndum er þó svipuð að því leyti að kröfurnar varðandi öryggi og virkni lyfja eru alltaf að aukast. Á ráðstefnunni mátti líka finna fyrirlestra þar sem þátttakendur voru að kynna niðurstöður úr sínum grunnrannsóknum, sem og rannsóknum sem voru lengra á veg komnar. Þema ráðstefnunnar var að skoða hvernig mætti stytta ferlið við að koma nanólyfjum á markað. Þá mátti skynja, út frá kynningum ráðstefnunnar, að margir vildu ekki stytta sinn hluta af lyfjaþróunarferlinu heldur voru menn með hugmyndir og tillögur um að stytta ferlið annars staðar. Tilhneigingin virtist því vera að hverjum þyki vænt um eigið sérsvið og líti á það sem mikilvægasta hlutann af lyfjaþróunarferlinu. Mín ályktun eftir ráðstefnuna er að til að mögulegt sé að stytta það stranga og dýra ferli sem það er að koma lyfi á markað, þá verða allir aðilar sem koma að ferlinu að leggja höfuðið í bleyti. Mikilvægt er að líta í eigin barm og skoða hvernig megi einfalda og stytta á því sérsviði sem maður vinnur á, án þess að það komi niður á öryggi eða gæðum lyfsins. Þarna skarast gjarnan hagsmunir mismunandi fagstétta eða rannsóknahagsmunir. Eins og flestir þekkja þá er mikil samkeppni um að koma sinni fagstétt á framfæri og auka mikilvægi hennar. Sama er uppi á teningnum með rannsóknir, flestir vilja hampa sínum rannsóknum og sýna fram á mikilvægi þeirra til að útvega styrki og öruggt fjármagn. Hlutverk lyfjafræðingsins í þessum efnum er mikilvægt því þeir hafa bestu yfirsýnina yfir lyfjaþróunarferlið. Lyfjafræðingar eru sú fagstétt sem hefur hvað besta þekkingu á lyfjaþróun og eru sérfræðingar í þeim málaflokki. Þar af leiðandi ættu þeir að taka af skarið í þessari umræðu og vera í forustuhlutverki þegar kemur að því að leggja til hvað betur megi fara í lyfjaþróun.

Frá vinstri: Már Másson deildarforseti Lyfjafræðideildar HÍ, Ingólfur Magnússon doktorsnemi og Priyanka Saharia doktorsnemi.

tölublað 1 - 2015


FRÆÐIN Doktorsvörn

Frá vinstri: Dr. Sesselja Ómarsdóttir prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, Dr. Atso Raasmaja dósent við Háskólann í Helskinki, Margrét Bessadóttir, Dr.Pétur Henry Petersen dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, Dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir varaforseti Læknadeildar, Dr. Helga Margrét Ögmundsdóttir prófessor við læknadeild og Dr. Margrét Helga Ögmundsdóttir, nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands.

Margrét Bessadóttir

Áhrif fléttuefnanna úsnínsýru og prótólichesterínsýru á orku- og fituefnaskipti í krabbameinsfrumum Áhrif fléttuefnanna úsnínsýru og prótólichesterínsýru á orku- og fituefnaskipti í krabbameinsfrumum eða The effects of the lichen metabolites usnic acid and protolichesterinic acid on energy and lipid metabolism in cancer cells Umsjónarkennari var Dr. Helga Margrét Ögmundsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og leiðbeinandi í verkefninu var Dr. Sesselja Ómarsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Dr. Suzanne A. Eccles, prófessor við The Institute of Cancer Research í London. dr Haraldur Halldórsson, sérfræðingur á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og Dr. Margrét Helga Ögmundsdóttir, nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands. Í lokaverkefni mínu við lyfjafræðideild Háskóla Íslands einangraði ég efnasambönd úr íslenskum aðalbláberjum og kannaði bakteríuhemjandi verkun þeirra undir leiðsögn Sesselju Ómarsdóttur. Þar kviknaði áhugi á lyfja-og efnafræði náttúruefna og þegar Helga og Sesselja buðu mér að koma í doktorsverkefni til sín rúmlega ári eftir útskrift ákvað ég að slá til. Á síðastliðnum árum hafa lyfjafræðideild og læknadeild unnið saman að rannsóknum á hreinum efnum einangruðum úr íslenskum fléttum. Fléttur eru sambýli sveppa og þörunga eða blábaktería og hafa verið notaðar í alþýðulækningum við ýmiss konar kvillum frá örófi alda. Rannsóknir, gerðar á rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum við læknadeild Háskóla Íslands, hafa sýnt að fléttuefnin úsnínsýra (UA) og prótólichesterínsýra (PA) hafa fjölgunarhemjandi verkun á ýmsar gerðir krabbameinsfruma. Megin markmiðið í doktorsverkefninu mínu var að kanna í gegnum hvaða ferla í frumunni þessum vaxtarhemjandi eiginleikum er miðlað. UA var einangruð úr hreindýrakrókum en fyrri rannsóknir okkar höfðu sýnt að UA skutlar prótónum yfir himnur í frumunni og getur þannig haft áhrif á himnuspennu í hvatberum auk þess að hindra fjölgun og vöxt ýmissa krabbameinsfrumulína. Niðurstöður mínar gáfu til kynna að UA trufli sýrustigul í hvatberum og lýsósómum í krabbameinsfrumum og afleiðing af því er minnkuð orkuframleiðsla og léleg endurnýting efna í frumunni. Því er líklegt að fjölgunarhemjandi áhrif UA skýrist aðallega af prótónuskutlu eiginleikum hennar. Prótólichesterínsýra (PA) var einangruð úr fjallagrösum. Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt að hún verkar á lípið og er 5- og 12-lípoxygenasa hindri. Hún hefur fjölgunarhemjandi áhrif á ýmsar gerðir krabbameinsfruma en lítil áhrif á eðlilegar frumur. Niðurstöður mínar gáfu til kynna að vaxtarhemjandi áhrif PA skýrðust ekki af hindrun á lípoxygenasa. PA dró úr tjáningu á viðtaka fyrir vaxtarþætti og tengist það líklega hindrun fituframleiðslu í æxlisfrumum. Einnig fengust vísbendingar um bein áhrif PA á DNA framleiðslu. PA gæti því

hindrað frumufjölgun með áhrifum á vaxtarboð og beinni hindrun á DNA eftirmyndun. Einnig kom fram samvirkni milli fléttuefnanna og þekktra krabbameinslyfja í brjóstakrabbameinsfrumum. Því er vert að rannsaka frekar samsetta meðferð með hefðbundnum krabbameinslyfjum og efnasamböndum sem eru einangruð úr fléttum. Það var svo á ísköldum desembermorgni sem ég stóð fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands tilbúin að verja doktorsritgerðina mína í líf- og læknavísindum. Verkefni sem ég var búin að vinna að meira og minna síðastliðin sex ár. Ég var með hnút í maganum af stressi en það var stutt í tilhlökkun og gleði yfir því að vera loksins að ljúka þessum áfanga. Leiðin lá inn í doktorsherbergið, litla huggulega stofu, rétt við hátíðarsalinn þar sem ég hitti leiðbeinendur mína og andmælendur. Unnur Anna Valdimarsdóttir varaforseti læknadeildar stjórnaði athöfninni og gerði það vel með góðri nærveru. Ég hélt fyrirlestur um verkefnið og reyndi eftir bestu getu að koma niðurstöðum skilmerkilega frá mér svo ég næði að halda athygli gestanna í salnum. Andmælendur mínir voru Dr. Atso Raasmaja, dósent við Háskólann í Helsinki og Dr. Pétur Henry Petersen, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands og stigu þeir upp í pontu til skiptist með umræður og spurningar af ýmsum toga. Eftir nær þriggja tíma vangaveltur lauk vörninni og ég fékk skjal í hendurnar til staðfestingar á doktorsgráðunni. Stolt, glöð og búin á því gekk ég út úr Háskóla Íslands reynslunni ríkari. Margrét Bessadóttir

Frá doktorsvörninni

tölublað 1 - 2015

Tímarit um lyfjafræði

29


FÉLAGIÐ

Jólaball LFÍ 2014 Jólaball LFÍ var haldið þann 28. desember 2014 í Lyfjafræðisafninu við Safnatröð. Að venju var það vel sótt af félagsmönnum en um 110 manns, börn og fullorðnir, mættu enda einn af hápunktum jólanna hjá börnum að fara á skemmtilegt jólaball. Dansað var í kringum fallega skreytt jólatré, stórskemmtilegir jólasveinar tóku á móti börnunum við komu í hús og svo fengu allir sinn góða nammipoka frá jólasveinunum. Fullorðna fólkið var svo glatt með kaffi og kökum. Fræðslu- og skemmtinefnd LFÍ sá um jólaballið að þessu sinni og færum við þeim bestu þakkir fyrir þetta vel heppnaða jólaball. Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri

LYFJAFRÆÐISAFNIÐ tækifæriskort á 300 kr.

Lyfjafræðisafnið vill vekja athygli á tækifæriskortum safnsins. Upplagt að nota við hvaða tækifæri sem er. Hægt er að kaupa kortin á skrifstofu og heimasíðu LFÍ - www.lfi.is. Verð kortanna er einungis 300 krónur.

30

Lyfjafræðisafnið er opið almenningi yfir sumartímann. Á veturna geta hópar fengið að skoða safnið samkvæmt samkomulagi.

Tímarit um lyfjafræði

LYFJAFRÆÐISAFNIÐ

tölublað 1 - 2015

við Safnatröð, 170 Seltjarnarnesi pharmmus@internet.is


FÉLAGIÐ

Auka-aðalfundur LFÍ 2015 Breyting á reglum Sjúkrasjóðs LFÍ Auka-aðalfundur Lyfjafræðingafélagsins var haldinn 18. maí sl. í framhaldi af ákvörðun aðalfundar um að lögð skyldi fram tillaga að breytingu á reglum Sjúkrasjóðs LFÍ eftir frekari vinnslu og útfærslu. Formaður félagsins, Lóa María Magnúsdóttir, setti fundinn og gerði tillögu að Finnboga Rúti Hálfdanarsyni sem fundarstjóra og var það samþykkt með lófaklappi. Fundarstjóri upplýsti að boðað væri til fundarins vegna tillögu um breytingu á sjúkrasjóðnum en einnig yrðu tekin fyrir önnur mál eins og lögbundið er. Benti fundarstjóri á að til að tillagan um breytingu á sjúkrasjóðnum næði fram að ganga þyrfti samþykki 2/3 hluta fundarmanna og bað formann í framhaldinu að koma upp og rekja forsögu málsins fyrir fundarmönnum, sem hann og gerði. Formaðurinn sagði frá því að eignir sjúkrasjóðs hafa farið minnkandi og velti upp þeirri hugmynd hvort hætta ætti t.d. að kaupa líftryggingu fyrir félagsmenn til að minnka kostnað við tryggingar félagsmanna. Örn Guðmundsson, einn að sjálfboðaliðunum við útfærslu breytinganna á sjúkrasjóði, rakti sögu tryggingakaupanna en hún hófs árið 2004. Benti hann á að tekjur sjóðsins eru minni en kostnaðurinn við kaup á tryggingariðgjaldinu og að félagið er búið að borga mun meira í iðgjald en það sem greitt hefur verið úr sjóðnum.

Í framhaldi af kynningunni urðu umræður um sjúkrasjóðinn, hverjir borgi í hann og hve mikið. Fram kom í máli framkvæmdastjóra félagsins, Sigríðar Siemsen, að vinnuveitendur borga í sjóðinn en mismunandi mikið, ríkið borgar 0,55%, apótek og lyfjaframleiðendur 0,75% og iðnaðurinn 1% af mánaðarlaunum. Fram kom í máli stjórnar að reynt hefur verið að fá þessu breytt þannig að allir borgi 1% af mánaðarlaunum en því hefur alltaf verið hafnað af vinnuveitendum. Unnið verður þó áfram að því að ná þessu markmiði. Einnig kom fram fyrirspurn þess efnis hvort skoðað hafi verið að ganga til samstarfs við annan sjúkrasjóð. Svar stjórnar var neikvætt en bent var á að opnað væri á þann möguleika í reglum sjóðsins. Þá var tillaga að breytingu á reglum Sjúkrasjóðs LFÍ borin undir atkvæði og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Í framhaldinu lagði formaður félagsins fram þá tillögu að starfsárið 2015 til 2016 yrði 70% af sjúkrasjóði LFÍ varið til kaupa á tryggingum fyrir félagsmenn með kjaraaðild. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Betri mæting var á aukaaðalfundinn en sjálfan aðalfundinn eða 28 manns, sem bendir til áhuga félagsmanna á málinu enda almennt skoðun viðstaddra að tími væri kominn á breytingar, eins og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýndi.

Aðalsteinn Jens Loftsson, fráfarandi formaður félagsins, benti á að svona sjóður væri alltaf samtryggingarsjóður, hugsaður til að bæta og jafna aðstöðu félagsmanna.

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri

Fundargestir á auka-aðalfundi LFÍ 2015

tölublað 1 - 2015

Tímarit um lyfjafræði

31


Við erum

Mylan

Eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi

MYL150301

Lægra lyfjaverð fyrir þig


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.