Ársskýrsla Bandalags íslenskra skáta 2010 1
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
Efnisyfirlit Kveðja frá Skátahöfðingja......................................................... 3 Stjórn og starfslið BÍS................................................................ 4 Starfsemi Bandalags íslenskra skáta..........................................7 Fundir.......................................................................................10 Alþjóðamál................................................................................12 Dagskrármál.............................................................................17 Fræðslumál.............................................................................. 20 Upplýsinga-, kynningar- og útgáfumál................................... 23 Fjármál..................................................................................... 27 Nefndir á vegum BÍS................................................................31 Útilífsmiðstöðvar skáta........................................................... 32 Skátamiðstöðin Hraunbæ 123................................................. 35 Afreks- og heiðursmerki.......................................................... 36 Skátasambönd......................................................................... 37 Skátafélög................................................................................ 37 Sérsambönd skáta................................................................... 38 Nefndir og samtök sem BÍS tengist......................................... 38 Ársreikningur 2010..................................................................41 Euro Mini Jam......................................................................... 48 Afmælismót 100 ára kvenskátastarfs...................................... 56
2
Fögnum breytingum! Nú, þegar líður að lokum fyrstu skátaaldarinnar á Íslandi, getum við skátar horft stoltir um öxl. Frumkvöðlarnir í upphafi tuttugustu aldarinnar og sporgöngumenn þeirra fram eftir öldinni lögðu þann grunn sem við byggjum nú á. Skátahreyfingin stendur traustum fótum og nú er lag að sækja fram. Fyrsta skrefið í þeirri sókn var tekið á síðasta Skátaþingi. Þar var sameiginleg framtíðarsýn skáta samþykkt í kjölfar vandaðrar stefnumótunarvinnu. Í þeirri vinnu kom fram ósk skátafélaganna um enn frekari stuðning frá stjórn og starfsfólki BÍS. Einnig að þörf sé á að laða fleira fullorðið fólk til starfa, m.a. til að svara auknum kröfum samfélagsins og hins opinbera til enn frekari fagmennsku í skátastarfi. Til að svara þessu ákalli var gripið til margvíslegra aðgerða. Skipulagi skrifstofu og starfsviði starfsmanna var breytt þannig að nú einbeitir félagsmálastjóri sér að stuðningi við stjórnir félaga, Stuð-teymi kraftmikilla skáta sem styður dagskrá skátafélaganna var stofnað og framkvæmdastjóri leitaði leiða til að auka stuðning sveitarfélaga og fyrirtækja við skátafélögin. Einnig var fyrirkomulagi félagsforingjafunda breytt. Þá var boðað til námstefnu undir heitinu „Bland í poka“ sem bauð upp á fjölbreytta fræðslu fyrir skátaforingja. Vöruúrval skátabúðarinnar var aukið, dagskrárvefurinn endurskoðaður og hundruðum nýrra verkefna bætt við hann. Unnið er að þýðingu og staðfæringu vandaðra foringja- og verkefnabóka fyrir dreka-, fálka- og dróttskáta. Leitað var nýrra leiða til að fjármagna starfsemi hreyfingarinnar og fjármálaleg endurskipulagning fór fram. Þá var bryddað upp á nýbreytni í alþjóðastarfi og haldið alþjóðlegt skátamót að Úlfljótsvatni. Of snemmt er að sjá fyrir árangur þessara fyrstu skrefa okkar í átt til nýrrar framtíðarsýnar, en óhætt er að fullyrða að þessum breytingum hafi verið fagnað af skátafélögunum. Mikilvægt er á þeirri vegferð sem framundan er, að við skátar stöndum vörð um grunngildi okkar og missum ekki sjónar af tilgangi starfs okkar sem settur er fram í skátaheitinu og skátalögunum og allt okkar starf á að snúast um. Við þurfum að vera reiðbúin til að laga leiðir okkar að settu marki og mismunandi þörfum og aðstæðum barna og ungmenna á hverjum tíma. Til þess að svo megi verða megum við ekki óttast breytingar og standa í vegi fyrir þeim í þeirri trú að ekkert í skátastarfi sé breytingum háð, því svo er ekki. Við eigum að fagna breytingum og ganga samhent og brosandi til móts við nýja skátaöld.
Skátahöfðingi
3
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
Bragi Björnsson
Hallfríður Helgadóttir
Finnbogi Finnbogason
1
STJÓRN OG STARFSLIÐ BÍS
1.1
Stjórn
Eftirtaldir skátar skipuðu stjórn BÍS frá Skátaþingi 2010: • Skátahöfðingi Bragi Björnsson, héraðsdómslögmaður, fyrst kjörinn 2010 • Aðstoðarskátahöfðingi: Hallfríður Helgadóttir, framhaldsskóla kennari, fyrst kjörin 2010 • Gjaldkeri: Finnbogi Finnbogason, skrifstofustjóri, fyrst kjörinn 2009 • Formaður alþjóðaráðs: Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur, fyrst kjörin 2006 • Formaður dagskrárráðs: Jón Ingvar Bragason, viðskiptafræð- ingur, fyrst kjörinn 2009 • Formaður fræðsluráðs: Margrét Vala Gylfadóttir, sérfræðingur Hagstofu Íslands, fyrst kjörin 2007 • Formaður upplýsingaráðs: Benjamín Axel Árnason, rekstrarstjóri, fyrst kjörinn 2008 Á Skátaþingi í mars 2010 var Bragi Björnsson kjörinn skátahöfðingi í stað Margrétar Tómasdóttur sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs og Hallfríður Helgadóttir var kjörin aðstoðarskátahöfðingi í stað Braga sem gegnt hafði því embætti.
1.2
Fastaráð BÍS
Eftirtaldir skipuðu fastaráð BÍS frá Skátaþingi 2010
1.2.1 Alþjóðaráð: Hulda Sólrún Guðmundsdóttir
• • • • •
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur, formaður Jón Þór Gunnarsson, verkfræðingur Karl Njálsson, háskólanemi Nanna Guðmundsdóttir, þjóðfræðingur Gunnlaugur Bragi Björnsson, háskólanemi
1.2.2 Dagskrárráð: Jón Ingvar Bragason
• • • • • •
Jón Ingvar Bragason, viðskiptafræðingur, formaður Alma Ósk Melsteð, háskólanemi Henrý Hálfdánarson, tæknifræðingur Ingólfur Már Grímsson, hársnyrtir Dagbjört Brynjarsdóttir, forstöðumaður Elmar Orri Gunnarsson, háskólanemi
1.2.3 Fjármálaráð: Margrét Vala Gylfadóttir
• • • • •
Finnbogi Finnbogason, skrifstofustjóri, formaður Anna María Daníelsdóttir, viðskiptafræðingur Tryggvi Páll Friðriksson, listmunasali Jón Svan Sverrisson, viðskiptafræðingur Magnús Jónsson, tæknifræðingur
1.2.4. Fræðsluráð: Benjamín Axel Árnason
4
• • • • •
Margrét Vala Gylfadóttir, sérfræðingur, formaður Hreiðar Oddsson, kennari Hulda Lárusdóttir, háskólanemi Daníel Másson, háskólanemi Nanna Guðrún Bjarnadóttir, ljósmyndari
1.2.5 Upplýsingaráð: • • • • •
Benjamín Axel Árnason, formaður, D.MMF, rekstrarstjóri Birgir Ómarsson, BA, grafískur hönnuður og markaðsráðgjafi Björk Norðdahl, BSc, tölvunarfræðingur, vefhönnuður Jón Halldór Jónasson, MA upplýsingafræði, upplýsingafulltrúi Tómas Bjarnason, Ph.D. félagsfræði, BA. félags-og fjölmiðlafræði
1.3
Skrifstofa BÍS
Hermann Sigurðsson er framkvæmdastjóri BÍS. Hermann kom til starfa 1. nóvember 2009. Hann ber ábyrgð á rekstri skrifstofunnar og öðrum rekstri BÍS gagnvart stjórn. Hermann situr í stjórn Þjóðþrifa ehf. og er jafnframt framkvæmdastjóri þess.
Hermann Sigurðsson
Júlíus Aðalsteinsson er félagsmálastjóri BÍS. Júlíus kom til starfa í ársbyrjun 1994. Hann sinnir einkum stuðningi við stjórnir skátafélaga. Þá vinnur hann með alþjóðaráði og stjórn BÍS, undirbýr stjórnarfundi og fylgir eftir samþykktum þeirra. Júlíus hefur einnig sinnt ýmsum samskiptum BÍS við önnur samtök og stofnanir. Ragnheiður Ragnarsdóttir var fræðslustjóri BÍS, en lét af störfum í desember 2010. Hún kom til starfa í desember 2007. Verkefni hennar voru fyrst og fremst tengd fræðslu- og dagskrármálum, hún starfaði því bæði með dagskrár- og fræðsluráði. Ragnheiður var ritstjóri skátavefsins, Skátablaðsins, Skátamála og Látum ljós okkar skína. Hún sinnti einnig ýmsum samskiptum við skátafélögin og starfsmenn þeirra.
Júlíus Aðalsteinsson
Pétur A. Maack er fjármálastjóri BÍS og kom hann til starfa í janúar 2010. Hann sinnir öllum fjármálum BÍS auk þess að vera rekstarstjóri Þjóðþrifa og Tjaldaleigunnar. Hann ber einnig ábyrgð á framkvæmd helstu fjáraflana BÍS. Þóra Ingibjörg Guðnadóttir var þjónustufulltrúi BÍS, en lét af störfum í september 2010. Hún kom til starfa á skrifstofu BÍS í september 2006. Hún sinnti öllum almennum skrifstofustörfum, símsvörun, afgreiðslu skátavara til skátafélaganna, sölu skátavara í Skátabúðinni, uppfærslu á félagatali BÍS, veitti upplýsingar og annaðist skráningu vegna Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni og sinnti almennum samskiptum við skátafélögin. Baldur Árnason og Birgir Björnsson eru umsjónarmenn heimasíðu BÍS og sjá um alla forritunarvinnu og uppfærslu í kringum heimasíðurnar og gagnagrunnana.
Pétur A. Maack
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Elmar Gunnarsson var verkefnastjóri frá júní til ágúst í innsetningu verkefna á dagskrárvef. Eygló Höskuldsdóttir sá um afleysingar þjónustufulltrúa í sumar. Gísli Örn Bragason var erindreki BÍS í dagskrár- og fræðslumálum frá september til desember 2010. Guðbjörg Marta Björgvinsdóttir var ráðin til að afgreiða Sígræna jólatréð í desember 2009 og starfaði áfram í skátamiðstöðinni við flokkun minja og skjalavörslu. Hennar hlutverk var meðal annars að sinna
Þóra Ingibjörg Guðnadóttir
5
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
ýmsum sérverkefnum svo sem skönnun gamalla skjala og mynda þar til hún lét af störfum í maí 2010. Þetta var einn þáttur í undirbúningi fyrir afmælisárið 2012.
Dagbjört Brynjarsdóttir & Guðlaug Hildur Birgisdóttir
Guðlaug Hildur Birgisdóttir er þjónustufulltrúi og kom til starfa í september 2010. Hún sinnir öllum almennum skrifstofustörfum, símsvörun, afgreiðslu skátavara til skátafélaganna, sölu skátavara í Skátabúðinni, veitir upplýsingar og sinnir almennum samskiptum við skátafélögin. Auk þess er hún verkefnastjóri Jamboree 2011. Guðmundur Pálsson var verkefnastjóri afmælismóts kvenskáta á Úlfljótsvatni í sumar. Hann hóf störf í júlí. Eftir afmælismót var hann verkefnastjóri landsmóts og afmælisárs. Gunnlaugur Bragi Björnsson var erindreki BÍS í dagskrár- og fræðslumálum frá september til desember 2010.
Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir
Hanna Guðmundsdóttir var bókari BÍS og Þjóðþrifa. Hún lét af störfum í maí 2010. Helgi Jónsson sá um Tjaldaleigu skáta sumarið 2010. Guðný Björg Stefánsdóttir og Jón Andri Helgason voru í hlutastarfi yfir sumarið. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir er erindreki BÍS vegna dagskrár- og fræðslumála í skátafélögum og annaðist undirbúning þess verkefnis. Þá var hún verkefnastjóri LLOS og sígræna jólatrésins. Hún kom til starfa í ágúst 2010.
Nanna Guðmundsdóttir
Jóhann J. Jóhannsson er bókari BÍS og Þjóðþrifa. Hann hóf störf í júní 2010. Nanna Guðmundsdóttir er verkefnastjóri dagskrármála. Hún kom til starfa í september 2010. Hlutverk hennar er að setja verkefni inn á dagskrárvefinn og sinna minni viðburðum. Auk þess er hún erindreki BÍS vegna dagskrár- og fræðslumála. Gunnlaugur Bragi Björnsson
Gísli Örn Bragason
Baldur Árnason
6
BÍS fékk starfsmenn frá Reykjavíkurborg vegna sumarstarfa og undirbúnings vegna afmælisárs 2012. Þeir voru Alexander Guðbrandsson, Júlíus Þór Loftsson og Kolbrún Ósk Pétursdóttir. Átaksverkefni með vinnumálastofnun Vinnumálastofnun bauð félagasamtökum að ráða atvinnuleitendur til starfa við sérstök átaksverkefni til að sinna skilgreindum tímabundnum átaksverkefnum umfram venjuleg umsvif félagasamtakanna. Hægt var að sækja um verkefni til sex mánaða. BÍS sótti um sérstakan þýðingarstyrk þar sem átta þýðendur voru ráðnir til starfa í rúma tvo mánuði á styrk frá vinnumálastofnun, til að þýða og staðfæra fræðslu- og dagskrárefni frá WOSM. Í þýðendahópnum voru: Ása Sigurlaug Harðardóttir, Björn Lárusson, Guðný S. Guðjónsdóttir, Kjartan Emil Sigurðsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Kristín Björk Jónsdóttir, Sæmundur Bjarnason og Sigrún Erla Karlsdóttir. Auk þess störfuðu með hópnum þrír sjálfboðaliðar sem fannst verkefnið spennandi en voru ekki gjaldgengir í átaksverkefni Vinnumálastofnunar. Það voru þær: Magnea Matthíasdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir. Benjamín Axel Árnason formaður Upp-
lýsingaráðs annaðist verkefnisstjórn og stýrði vinnu þýðendahópsins þá rúmu tvo mánuði sem hann starfaði. Þrír aðrir starfsmenn voru fengnir í gegnum sama átak á liðnu ári. Aðrir starfsmenn Eggert Jónsson, Guðmundur Hafsteinsson og Jakob Ingimundarson starfa hjá Þjóðþrif ehf. Þeir annast söfnun og flokkun einnota drykkjarvöruumbúða og skil þeirra til Endurvinnslunnar.
2
STARFSEMI BANDALAGS ÍSLENSKRA SKÁTA
Starfsemi BÍS var mjög umfangsmikil á árinu. Þó var starfsemin mjög frábrugðin því sem var á árinu 2009 þegar stór viðburður, RoverWay, litaði alla starfsemina. Árið 2010 hófst með því að undirbúin var umsókn BÍS til WOSM um að halda 15. World Scout Moot hér á landi árið 2017. Framboðið var sent inn og svo kynnt víða þar sem fulltrúar BÍS komu á árinu. Heimsþing WOSM samþykkti síðan í janúar 2011 að mótið skyldi haldið hér á landi. Í janúar hófst einnig vinna við stefnumótun BÍS til ársins 2014 og tóku á annað hundrað skátar þátt í henni. Margir fundir stórir og smáir voru haldnir og á Skátaþingi í mars var samþykkt framtíðarsýn sem síðan hefur verið unnið skipulega að því að uppfylla. Þá var þess minnst með ýmsum hætti að 100 ár eru liðin frá upphafi kvenskátastarfs í heiminum. Hápunktur afmælisins var Afmælismót sem haldið var á Úlfljótsvatni í ágúst. Stærsta verkefnið sem unnið var að á árinu er þó án efa þýðing og staðfæring á foringjahandbókum og öðru dagskrárefni sem stefnt er að því að gefa út nú, vorið 2011. Þetta er risavaxið verkefni sem mun skipta miklu fyrir framþróun skátastarf á Íslandi næstu ár. Þá var starfsemi skrifstofunnar í Skátamiðstöðinni endurskipulögð til að tryggja skátafélögunum sem besta þjónustu.
2.1
Samskipti við skátafélögin
Í samræmi við þau atriði stefnumörkunar BÍS að efla þurfi starfsemi skátafélaganna var fjölmargt gert á árinu til að styðja við foringja og stjórnir skátafélaganna. Sérstöku stuðningsteymi við skátaforingja var komið á fót og starf félagsmálastjóra var endurskipulagt. Þá voru haldnir fjórir fundir í ágúst undir yfirskriftinni Stefnumót þar sem fulltrúar stjórnar og starfsliðs BÍS funduðu með stjórnum og foringjum skátafélaganna á hverju landssvæði. Auk þess hafa fulltrúar stjórnar og skrifstofu heimsótt flest skátafélög landsins á árinu. Það er trú stjórnar að þetta aukna samband stjórnar og skrifstofu við félögin sé þegar farið að skila árangri. Stjórnin vill enn minna á að skátar eru ávallt velkomnir á fundi stjórnar BÍS með þau erindi sem þeir vilja ræða.
2.2
Helstu viðburðir sem BÍS stóð fyrir voru:
Janúar 2010 05.01. Stjórnarfundur BÍS 08.01. Sveitarforingjanámskeið - seinni hluti 08.01. Sveitarforingjanámskeið - fyrri hluti 11.01. Endurfundir skáta 12.01. Nýársfundur stjórnar og ráða BÍS 14.01. Fundur vegna 13th World Scout Moot Kenya 2010 15.01. Félagsforingjafundur í Hraunbænum
7
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
18.01. Fræðslukvöld BÍS: Sótt um styrki 19.01. Stjórnarfundur BÍS 20.01. Örstefna: Opnar umræður um skátastarf
Febrúar 2010 02.02. Stjórnarfundur BÍS 03.02. Útilífsnámskeið - Rötun 05.02. Námskeið - Starf í sveitarráði 05.02. Útilíf - vítamín fyrir skátaforingja 08.02. Endurfundir skáta 10.02. Örstefna: Umgjörð um landsmót 13.02. Stefnumótunardagur 16.02. Stjórnarfundur BÍS 20.02. Forkeppni Euro-Mini-Jam 22.02. Góðverkadagurinn 23.02. Fræðslukvöld BÍS: Viðburðastjórnun 23.02. Stefnumótun: Ímynd skátahreyfingarinnar 24.02. Stefnumótun: Dagskrármál 25.02. Stefnumótun: Fræðslumál Mars 2010 02.03. Stjórnarfundur BÍS 03.03. Stefnumótun: Rekstur og umgjörð 04.03. Stefnumótun: Samskipti og samstarf 04.03. Rs. Gangan: Kynningarfundur 05.03. Rs. Gangan 05.03. Gilwell-námskeið, seinni helgi 05.03. Sveitarforingjanámskeið, seinni helgi 08.03. Endurfundir skáta 10.03. Örstefna: Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni 16.03. Stjórnarfundur BÍS 19.03. Skátaþing 2010 hefst 21.03. Skátaþingi lýkur 22.03. Fræðslukvöld BÍS 23.03. Fararstjóranámskeið 26.03. Ds. Vitleysa 30.03. Stjórnarfundur BÍS Apríl 2010 12.04. 13.04. 16.04. 22.04. 27.04.
Endurfundir skáta Stjórnarfundur BÍS Fálkaskátamót Sumardagurinn fyrsti Stjórnarfundur BÍS
Maí 2010 11.05. Stjórnarfundur BÍS 25.05. Stjórnarfundur BÍS 27.05. Kynningarfundur Euro Mini Jam 28.05. Rs. Þjófstart 31.05. Námskeið fyrir sumarstarfsfólk Júní 2010 01.06. Vinnufundur stjórnar BÍS og ráða
8
05.06. Drekaskátamót 08.06. Stjórnarfundur BÍS 11.06. Vormót Hraunbúa 17.06. 17. júní 24.06. Landnemamót í Viðey
Júlí 2010 17.07. 19.07. 27.07. 27.07.
Evrópuþing skáta hefst Euro Mini Jam hefst World Scout Moot í Kenýa KILKE, Landsmót skáta í Finnlandi
Ágúst 2010 05.08. 12.08. 25.08. 26.08. 27.08. 28.08. 28.08.
100 ára afmæli kvenskátastarfs, Afmælismót á Úlfljótsvatni hefst Gilwell-námskeið hefst Stjórnarfundur BÍS Félagsforingjafundur, Virkjum framtíðina, Grundarfirði Félagsforingjafundur, Virkjum framtíðina, Reykjavík og Kópavogi Félagsforingjafundur, Virkjum framtíðina, Akureyri Kynningarvika hefst
September 2010 03.09. Sveitarforingjanámskeið 03.09. Aðstoðarsveitarforingjanámskeið 07.09. Málþing drekaskátaforingja 07.09. Málþing fálkaskátaforingja 08.09. Stjórnarfundur BÍS 08.09. Málþing dróttskátaforingja 08.09. Málþing rekka- og róverskátaforingja 13.09. Endurfundir skáta 20.09. Fræðslukvöld BÍS: Skyndihjálp 22.09. Stjórnarfundur BÍS 25.09. Námskeið fyrir starfsmenn skátafélaga Október 2010 01.10. Forsetamerki; skiladagur 01.10. Dróttskátanámskeið 01.10. Rekkahristingur 06.10. Stjórnarfundur BÍS 10.10. Vinnudagur stjórnar og ráða BÍS 11.10. Endurfundir skáta 13.10. Jamboree 2011: Sveitarforingjar 15.10. Smiðjudagar 16.10. JOTA/JOTI 20.10. Stjórnarfundur BÍS 23.10. Forsetamerki: afhending 23.10. Fálkaskátar á Úlfljótsvatni 25.10. Fræðslukvöld BÍS: Varðeldastjórnun Nóvember 2010 01.11. Látum ljós okkar skína 02.11. Málþing: Kvenskátar í 100 ár
9
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
03.11. Stjórnarfundur BÍS 03.11. Forvarnardagurinn 05.11. Bland í poka hefst 08.11. Endurfundir skáta 12.11. Dróttskátanámskeið á Akureyri 17.11. Stjórnarfundur BÍS 19.11. Námskeið fyrir leiðbeinendur 22.11. Fræðslukvöld BÍS: Alþjóðastarf í heimabyggð 28.11. Friðarloginn, dreifing hefst
Desember 2010 01.12. Stjórnarfundur BÍS 01.12. Sígræna jólatréð selt allan desember 05.12. Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans 13.12. Endurfundir skáta 15.12. Stjórnarfundur BÍS 27.12. Milli rjúpna og raketta hefst
3
FUNDIR
3.1
Stjórnarfundir
Stjórn Bandalags íslenskra skáta hélt 24 bókaða fundi á árinu 2010 og auk þess vinnufundi með ráðum og nefndum og óformlega fundi. Fundirnir voru haldnir í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123.
3.2
Skátaþing 2010
Skátaþing árið 2010 var haldið í Sjálandsskóla í Garðabæ dagana 19.-21. mars. Í lögum BÍS segir: „Skátaþing fara með æðstu stjórn í málefnum Bandalags íslenskra skáta, en þess á milli sérstök kjörin stjórn eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Þingið skal halda ár hvert í mars, apríl mánuði, eftir nánari ákvörðun stjórnar BÍS og standa í 2-3 daga“. Helstu mál á dagskrá Skátaþings 2010 voru: • Skýrsla stjórnar BÍS fyrir árið 2009 var rædd. • Reikningar BÍS fyrir árið 2009 voru ræddir og samþykktir. • Árgjald fyrir 2010-2011 var samþykkt. • Fjárhagsáætlun BÍS fyrir árið 2010-2011 var rædd og samþykkt. • Stefnumótun Bandalags íslenskra skáta var rædd. • Framtíðarsýn skátahreyfingarinnar til 2014 var rædd og samþykkt. • Lagabreytingar voru ræddar og vísað til laganefndar til frekari úrvinnslu.
3.3
Félagsforingjafundir
Á árinu voru haldnir tveir félagsforingjafundir, sá fyrri var í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 15. janúar en sá seinni var haldinn á fjórum stöðum undir yfirskriftinni „Virkjum framtíðina. Stefnumót við skátafélög“. Stefnumótin voru haldin í Grundarfirði 26. ágúst, í Reykjavík og Kópavogi 27. ágúst og á Akureyri 28. ágúst. Góð mæting var á alla fundina og líflegar umræður.
10
3.4
Stefnumótun BÍS
Í byrjun árs fór fram markviss vinna við að móta framtíðarsýn skátahreyfingarinnar næstu árin. Tillaga þar að lútandi var lögð fyrir Skátaþing 2010 og hún samþykkt. Framtíðarsýn skátahreyfingarinnar 2014 • Skátahreyfingin er öflug, sýnileg og samheldin uppeldis-og útivistarhreyfing í örum vexti sem býður upp á skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi starf fyrir börn og ungmenni, stutt og unnið af fullorðnum og byggt á skátaanda og vináttu. • Hreyfingin leggur áherslu á jákvæða ímynd, nútímalega búninga og einkenni og hefur frumkvæði að þessari þróun. Við leggjum áherslu á rétt sjálfsmat. • Dagskráin er hnitmiðuð, fjölbreytt og í stöðugri þróun og hentar fyrir skátaaldur (7-22 ára) og eldri skáta. • Skátahreyfingin er einn af fyrstu valkostum barna og foreldra í frístundastarfi og skátar verði eftirsóttir leiðtogar í samfélaginu. • Hreyfingin er þekkt fyrir öfluga erindreka, samstarf sitt við hagsmunaaðila og nýtingu tækni í samskiptum og skipulagi. Til að vinna markvisst að því að þessi sýn verði að veruleika voru markaðir fimm meginflokkar til að einbeita sér að, þ.e. rekstur og umgjörð, samskipti og samstarf, ímynd skátahreyfingarinnar, dagskrármál og fræðslumál. Í hverjum flokki voru sett fram ákveðin markmið og tillaga að leiðum til að ná þessum markmiðum. Þegar hafa verið stigin ákveðin skref til að uppfylla þau.
3.5
100 ára afmæli kvenskátastarfs í heiminum
Í ár eru liðin 100 ár frá því að kvenskátastarf hófst í heiminum. BÍS fagnaði þessum tímamótum einkum með þrennum hætti.
3.5.1 Hátíðarfundur stjórnar BÍS Hátíðarfundur stjórnar BÍS var haldinn 22. febrúar. Á hátíðarfundinum fór fram afhjúpun minnisvarða fyrir framan Skátamiðstöðina í Hraunbænum. Auk þess sem samþykkt var að BÍS gæfi afmælisgjöf af þessu tilefni. Samþykkt var að gefa kr. 300.000,- til uppbyggingar kvenskátastarfs í Armeníu. Þá flutti Hallfríður Helgadóttir ávarp frá formanni WAGGGS til skáta vegna 100 ára afmælis kvenskátastarfs í heiminum.
3.5.2 Afmælismót 100 ára kvenskátastarfs í heiminum Haldið var upp á 100 ára afmæli kvenskátastarfs í heiminum með veglegu afmælismóti á Úlfljótsvatni. Í mótsstjórn voru Hrönn Bjargar Harðardóttir, mótsstjóri, Sigrún Helga Gunnlaugsdóttir Flygenring og Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir dagskrárstjórar, Alma Ósk Melsteð, tjaldbúðarog tæknimálastjóri og Eygló Höskuldsdóttir Viborg, kynningarmálastjóri. Þátttakendur voru ríflega 100 auk þess sem 70 manna hópur frá Svíþjóð tók þátt í mótinu.
11
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
3.5.3 Málþing: Ef við lítum yfir farinn veg... Þann 2. nóvember fór fram glæsilegt málþing í tilefni af 100 ára afmæli kvenskátastarfs í heiminum. Málþingið var haldið í Háskólanum í Reykjavík. Málþingið, sem haldið var undir kjörorðinu: Ef við lítum yfir farinn veg..., var haldið í samvinnu við St. Georgsgildin á Íslandi en undirbúningur og framkvæmd var í höndum þeirra Guðnýjar Eydal, Halldóru Hinriksdóttur og Jenný Daggar Björgvinsdóttur. Frummælendur voru: Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, Margrét Tómasdóttir, fv. skátahöfðingi, Rakel Ólsen, forstjóri, Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri, María Ellingsen, leikari, Íris Marelsdóttir, sviðsstjóri og Dagmar Ýr Ólafsdóttir, dýralæknir. Húsfyllir var á málþinginu og tókst það á allan hátt mjög vel.
Meginstarfssvið BÍS Samkvæmt lögum BÍS skiptist starfsemi þess í fimm meginsvið. Hvert svið er undir forystu stjórnarmanns BÍS sem er formaður eins af fimm fastaráðum BÍS. Verður nú gerð nokkur grein fyrir helstu verkefnum hvers sviðs fyrir sig.
4
ALÞJÓÐAMÁL
Það er ánægjulegt hve mikil gróska var í alþjóðlegum samskiptum íslenskra skáta á liðnu ári. Fjölmargir íslenskir skátar fóru á fundi, námskeið, ráðstefnur og skátamót í öðrum löndum. Þó er rétt að minna á að alþjóðastarf skáta er fleira en ferðalög. Samskipti skáta og skátahópa t.d. í gegnum netið geta verið mjög skemmtilegur kostur. Alþjóðaráði þykir sérstaklega mikilvægt að skátaforingjar hafi þennan þátt alþjóðastarfs í huga nú næstu misserin því efnahagsástandið á Íslandi getur dregið úr möguleikum skáta á því að ferðast til útlanda. Þá geta svona samskipti þróast í verkefni þar sem hóparnir hittast og fá til þess styrki t.d. frá Evrópu unga fólksins. Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand á Íslandi halda íslenskir skátar vonandi áfram að taka virkan þátt í alþjóðlegu skátastarfi, jafnt með heimsóknum til skáta í öðrum löndum, með því að taka á móti skátum og skátahópum frá öðrum löndum, með því að eiga samskipti við erlenda skáta t.d. á netinu og með því að kynna sér alþjóðamál, s.s. aðrar þjóðir og menningu með ýmsum hætti í dagskrá sinni. Um leið er rétt að minna á að fréttir af starfi sem þessu eru ávallt vel þegnar á Skátavefinn www.skatar.is Alþjóðaráð sinnir einkum samskiptum BÍS við erlend skátabandalög og samtök, erlenda skáta sem óska eftir upplýsingum um íslenskt skátastarf og ekki síst eru íslenskum skátum veittar upplýsingar um erlent skátastarf og erlend tilboð svo sem skátamót og námskeið. Þá eru einnig skipulagðir fjölþjóðlegir viðburðir hér á landi.
4.1
Smáþjóðaleikar skáta / Euro Mini Jam
Mörg undanfarin ár hefur alþjóðaráð unnið að hugmyndavinnu til undirbúnings svokölluðum Smáþjóðaleikum skáta, síðar kallað Euro-MiniJam. Undirbúningshópur var skipaður á árinu 2008 og skipuðu hann Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, Jón Þór Gunnarsson og Karl Njálsson öll
12
úr alþjóðaráði BÍS, Smári Guðnason, Hraunbúum og Ingveldur Ævarsdóttir, Mosverjum. Í stórum dráttum var hugmyndin sú að reglulega verði haldið skátamót þar sem komi saman u.þ.b. tveir dróttskátaflokkar frá hverju þeirra landa Evrópu sem kallast smáþjóðir. Gert er ráð fyrir að mótið verði haldið til skiptis í þessum löndum. Undirbúningsfundur með fulltrúum frá skátabandalögum sex þessara landa var haldinn á Íslandi í mars 2009. Þar voru lögð drög að dagskrá fyrstu smáþjóðaleikanna, sem kallaðir verða Euro-Mini-Jam og ákveðið að stefna að því að þeir verði haldnir á þriggja ára fresti til skiptis í löndunum. Niðurstöður undirbúningsfundarins og rammi fyrir Euro-Mini-Jam má finna í skýrslunni „Euro-Mini-Jam Project Formulation“ sem má nálgast hjá skrifstofu Bandalags íslenskra skáta. Fyrstu leikarnir voru haldnir dagana 19. - 24. júlí 2010 á Úlfljótsvatni. Í mótsstjórn voru Jón Þór Gunnarsson, mótsstjóri, Karl Njálsson, Ingveldur Ævarsdóttir, Guðvarður B. F. Ólafsson og Una Guðlaug Sveinsdóttir. Á síðari stigum kom Smári Guðnason inn í hópinn. Tengiliður við stjórn BÍS var Bragi Björnsson. Þátttakendur voru 68 frá 7 löndum og gekk mótið mjög vel. Nánar er fjallað um mótið í sérstakri skýrslu.
4.2
Skátar og alþjóðlegt hjálparstarf
Stofnaður var vinnuhópur árið 2009 sem hugmyndin er að geri tillögur að því með hvaða hætti íslenskir skátar geta orðið virkari þátttakendur í alþjóðlegu hjálparstarfi. Því miður gekk starf hópsins ekki sem skyldi en á árinu 2010 náðist þó að koma á sambandi við SOS barnaþorpin og opnaðist þar möguleiki fyrir íslenska skáta að fara og vinna sem sjálfboðaliðar við hjálpar- og þróunarstarf. Áfram hefur einnig verið unnið að undirbúningi þess að BÍS taki þátt í þróunarverkefnum í samvinnu við erlend skátabandalög eða innlendar hjálparstofnanir. Í hópnum voru: Gunnlaugur Bragi Björnsson, Helga Kristjana Einarsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Arnór Bjarki Svarfdal Arnarson og Hulda Sólrún Guðmundsdóttir.
4.3
Erlent samstarf
4.3.1 Samstarfsnefnd norrænu skátabandalaganna Nefndin heldur fund a.m.k. einu sinni á ári, venjulega fyrstu helgina í september. Nefndin vinnur úr samþykktum Norræna skátaþingsins og fylgist með framkvæmd þeirra samstarfsverkefna sem þar eru ákveðin. Fulltrúar BÍS í samstarfsnefndinni árið 2009 voru Hulda Sólrún Guðmundsdóttir og Júlíus Aðalsteinsson. Fulltrúar BÍS voru formenn samstarfsnefndarinnar árin 1995, 1996 og 1997. Formennska og skrifstofuhald norrænu samstarfsnefndarinnar fluttist frá Svíþjóð til Finnlands um áramótin 2009-2010 og munu Finnar annast formennsku út árið 2012, en þá taka Íslendingar við. Sjá nánar á heimasíðu nefndarinnar www.speidereinorden.org
4.3.2 Starfsnefndir á vegum Evrópustjórna WAGGGS og WOSM Í kjölfar Evrópuþings skáta 2007 óskuðu Evrópustjórnir WAGGGS og WOSM eftir tilnefningum í nefndir og vinnuhópa, sem starfa tímabilið 2007-2010. Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, Jón Ingvar Bragason, Jón Grétar Sigurjónsson, Ezster Toth, Sigurður Viktor Úlfarsson og Júlíus
13
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
Aðalsteinsson voru öll valin í þessi störf af Evrópustjórnunum. Nefndir þessar luku allar störfum fyrir Evrópuþing skáta í júlí 2010 og í framhaldi af því var leitað eftir fólki í nýjar nefndir og vinnuhópa. Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, Jón Ingvar Bragason, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Jón Grétar Sigurjónsson og Júlíus Aðalsteinsson hafa verið valin til þessara starfa næsta tímabil.
4.3.3 Upplýsingamiðlun Segja má að bylting hafi orðið í upplýsingamiðlun frá Evrópu- og heimsskrifstofunum með tilkomu netsins, því á heimasíðum skrifstofanna má finna ýmis gögn sem áður fyrr voru aðeins send bandalagsstjórnum en eru nú aðgengileg hverjum sem er. Sjá nánar www.scout.org, www. scoutorg/europe, www.wagggs.org, www.europe.wagggsworld.org, www. euroscoutinfo.com og www.europak-online.net. Einnig eru margvíslegar upplýsingar um alþjóðlegt skátastarf á heimasíðu BÍS www.skatar.is
4.3.4 Veggspjöld Alþjóðaráð lét gera fjögur veggspjöld á árinu 2009 til kynningar á alþjóðastarfi. Þau eru enn í boði og hanga víða uppi í skátaheimilum.
4.3.5 100 ára afmæli kvenskátastarfs í heiminum WAGGGS fagnar þessum tímamótum á árunum 2010-2012 og eru tengiliðir BÍS við verkefnið Hulda Sólrún Guðmundsdóttir og Eygló Höskuldsdóttir Viborg.
4.4
Námskeið, ráðstefnur og fundir
4.4.1 Norræna skátaþingið
Þingið var síðast haldið í Kristianstad í Svíþjóð 21.-24. maí 2009. Norræna skátaþingið er haldið þriðja hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum. Næst verður þingið haldið í Finnlandi árið 2013 og þá mun Ísland taka við forystu norræns skátasamstarfs næstu þrjú árin. Síðast var það haldið á Íslandi árið 1997. Þingið sækja forystumenn norrænna skátabandalaga, þ.e. stjórnarmenn, starfsmenn og þeir sem vinna við alþjóðasamskipti, foringjaþjálfun og skátadagskrá. Verkefni þingsins á hverjum tíma er að marka stefnuna í samstarfi skáta á Norðurlöndunum og vera vettvangur til að skipast á skoðunum og hugmyndum.
4.4.2 Evrópuþing skáta Evrópuþing skáta var haldið í Brussel í Belgíu dagana 16.-22. júlí. Á þinginu bar það helst til tíðinda að Fríður Finna Sigurðardóttir, Eilífsbúum, Sauðárkróki, sem kjörin var í Evrópustjórn WAGGGS til þriggja ára árið 2007, náði ekki endurkjöri. Má rekja það til harðrar gagnrýni hennar á vinnubrögð heimsstjórnar WAGGGS í málum tengdum aðild drengja að WAGGGS. Að öðru leyti fjallaði þingið um starfsskýrslur Evrópustjórna WAGGGS og WOSM fyrir síðasta starfstímabil og samþykkti það starfsáætlun fyrir næsta þriggja ára tímabil. Fulltrúar BÍS á þinginu voru: Bragi Björnsson, skátahöfðingi, Hallfríður Helgadóttir, aðstoðarskátahöfðingi, Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, formaður alþjóðaráðs, Jón Ingvar Bragason, formaður dagskrárráðs, Fríður Finna Sigurðardóttir, Evrópustjórn WAGGGS, Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri og Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálastjóri. Evrópuþing skáta hefur verið haldið í Reykjavík árin 1975 og 2004 og þótti takast mjög vel í bæði skiptin.
14
4.4.3 Heimsþing WAGGGS og WOSM Heimsþing heimsbandalaganna WAGGGS og WOSM voru haldin í júlí 2008. Þing þessi eru haldin á þriggja ára fresti og verða næst haldin árið 2011. 4.4.3.1 Heimsþing WAGGGS var haldið í Jóhannesarborg í Suður Afríku dagana 6.-12. júlí 2008. Næst verður þingið haldið í Skotlandi í júlí 2011. 4.4.3.2 Heimsþing WOSM var haldið í Brasilíu í janúar 2011.
4.4.4 Erlend mót, fundir, námskeið og ráðstefnur sem fulltrúar BÍS sóttu á árinu 2010 28. janúar – 1. febrúar. Vinnuhópar WOSM, í Kandersteg, Sviss – Júlíus Aðalsteinsson. 4.-15. febrúar 2010. Sharjah Gathering: 4th International Gathering for Scouting and Intellectual Initiative í Dubai, Sameinuðu arabísku furstadæmunum – Karl Njálsson. 4. – 8. mars. European Scout Symposium, Búdapest Ungverjalandi – Hulda Sólrún Guðmundsdóttir og Hermann Sigurðsson. 23. mars – 2. apríl. Compass námskeið á vegum Evrópuráðsins, Búdapest Ungverjalandi – Gunnlaugur Bragi Björnsson. 5. – 10. maí. Programme Developers Summit, Jambville Frakklandi – Alma Ósk Melsteð og Dagbjört Brynjarsdóttir. 5.-6. júní. Undirbúningsfundur norrænu samstarfsnefndarinnar vegna Evrópuþinga WAGGGS og WOSM, Kaupmannahöfn, Danmörku – Hulda Sólrún Guðmundsdóttir og Júlíus Aðalsteinsson. 14.-25. júlí. 13th International Youth Gathering for Cultural Exchange, Kairó, Egyptalandi – Arnór Bjarki Svarfdal Arnarson og Ágúst Arnar Þráinsson. 16.-22. júlí. Evrópuþing WAGGGS og WOSM, Brussel, Belgíu – Bragi Björnsson, Hallfríður Helgadóttir, Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, Jón Ingvar Bragason, Hermann Sigurðsson, Júlíus Aðalsteinsson og Fríður Finna Sigurðardóttir. 27. júlí – 7. ágúst. Heimsmót róverskáta (World Scout Moot) í Kenýa – Hópur (15 manns) fór á vegum BÍS á mótið undir fararstjórn Alberts Guðbrandssonar og Hildigunnar Geirsdóttur. Þetta var að ýmsu leyti erfið ferð enda aðstæður framandi. Veikindi settu strik í reikninginn í lok ferðarinnar. 16.-20 ágúst. Ráðstefna NORDBUK um byggðaþróun og ungt fólk í jaðarbyggðum, Grænland – Karl Njálsson. 23.-27. ágúst. World Youth Conference, á vegum Sameinuðu þjóðanna, Mexico - Bergþóra Ólöf Björnsdóttir.
15
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
3.-5. september. Árlegur fundur Norrænu samstarfsnefndarinnar, haldinn í Reykjavík - Hulda Sólrún Guðmundsdóttir og Júlíus Aðalsteinsson. 1.-7. október. Pathways to Leadership, námskeið á vegum WAGGGS í Mexico - Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. 14.-17. október. Ung i Norden, ungmennaráðstefna í Færeyjum - Árný Björnsdóttir og Arnór Bjarki Svarfdal Arnarson. 23.-31. október. Learning on International Voluntary Projects, námskeið á vegum SCI í Búdapest - Una Guðlaug Sveinsdóttir og Elmar Orri Gunnarsson. 25.-30. október. Scout Academy, haldin í Aþenu, Grikklandi- Gunnlaugur Bragi Björnsson og Nanna Guðmundsdóttir. 19.-21. nóvember. WAGGGS-Europe, Working Group on Finance, fundur í Brussel - Júlíus Aðalsteinsson. 3.-5. desember. „Lands of Adventure“, Genf, Sviss – Dagbjört Brynjarsdóttir. 10.-12. desember. Vinnufundur Evrópustjórnar WOSM og fyrirliða vinnuhópa á þeirra vegum, Genf, Sviss – Hulda Sólrún Guðmundsdóttir. 4.5 Skátamót og heimsóknir Á hverju ári berast BÍS boð frá fjölmörgum löndum um þátttöku í skátamótum. Tekinn er saman listi yfir þessi mót og hann kynntur. Ef íslenskir skátar hafa áhuga á að sækja skátamót erlendis eru þeir aðstoðaðir við það. Þau ár sem Landsmót skáta eru haldin, stendur BÍS að jafnaði ekki fyrir ferðum á erlend skátamót.
4.5.1 Ýmis skátamót 28. mars - 4. apríl. IMWe, Internationale Musische Werkstatt, skapandi smiðjur, Rieneck, Þýskalandi. 12 íslenskir skátar tóku þátt. Jón Ingvar Bragason er hluti af undirbúningsteymi viðburðarins. 20.-30. júlí. Blair Atholl í Skotlandi – 26 Kópar tóku þátt í mótinu. Fararstjóri var Daníel Þorláksson. 23.-30. júlí. 9th Croatian Jamboree, Muljava, Króatíu. - Þrír skátar úr Kópum tóku þátt. 28. júlí – 5. ágúst. Kilke, landsmót finnskra skáta. – Hópur á vegum BÍS (14 skátar) fór á mótið undir fararstjórn Þórólfs Kristjánssonar. Einnig fór hópur Landnema (14 skátar) á mótið undir fararstjórn Elmars Orra Gunnarssonar. 2.-13. ágúst. Landsmót skáta í Austurríki – 25 skátar úr Vífli og níu skátar úr Mosverjum tóku þátt í mótinu á vegum félaganna. Fararstjórar voru Gísli Örn Bragason og Ingveldur Ævarsdóttir.
16
4.5.2 JOTA/JOTI-Smiðjudagar JOTA er alþjóðlegt skátamót á öldum ljósvakans þar sem radíóskátar skiptast á skeytum við félaga sína um allan heim með hjálp lofskeytatækja. JOTI er alþjóðlegt skátamót þar sem samskipti milli skáta fara fram með hjálp tölvutækninnar. Smiðjudagar hafa um árabil verið haldnir í tengslum við þessi mót. Að þessu sinni voru Smiðjudagar haldnir í Grundarfirði með dyggum stuðningi skátafélagsins Arnarins og kann alþjóðaráð því bestu þakkir fyrir. JOTA var einnig haldið í Jötunheimum í Garðabæ. Viðburðir þessir eru árlega, þriðju helgina í október.
4.6 • • • • • • • • • • • • • •
Alþjóðlegir starfsviðburðir á næstunni Heimsþing WAGGGS, Skotlandi, júlí 2011 World Scout Jamboree, Svíþjóð, júlí/ágúst 2011 Norræna JOTA/JOTI ráðstefnan, Finnland, maí 2011 Evrópuráðstefna JOTA/JOTI 2012 Norræna skátaþingið, Finnlandi, 2012 Landsmót skáta, 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi, 2012 RoverWay, Finnlandi 2012 Evrópuþing skáta, Þýskalandi, 2013 World Scout Moot, Kanada 2013 Heimsþing WOSM, Slóveníu 2014 Heimsþing WAGGGS, 2014 World Scout Jamboree, Japan 2015 World Scout Moot, Ísland 2017 World Scout Jamboree, Bandaríkin 2019
Nánar á www.scout.org, www.wagggs.org og www.skatar.is
5
Dagskrármál
Megináherslur ársins voru að efla skátadagskrána, stuðning við foringja og dagskrárefni. Nýr dagskrárvefur leit dagsins ljós haustið 2010 með hátt í 500 verkefnum fyrir skáta á öllum aldri, stuðningsefni fyrir foringja ofl. Talsverð vinna er framundan við að gefa út foringjamöppu og foringjahandbækur aldursstiga. Talsverð undirbúningsvinna fyrir þessi verkefni var unnin á vegum dagskrárráðs á vordögum 2010. Hátt í 500 skátar tóku þátt í viðburðum á vegum dagskrárráðs BÍS á árinu og einungis einn viðburður féll niður. Nýjum viðburðum var vel tekið og framundan er enn frekari efling á viðburðum. Stuðteyminu var hleypt af stokkunum í september til að styðja sérstaklega sveitarforingja skátafélaganna og fylgja eftir ákveðnum þáttum í skátadagskránni. Tryggður hefur verið áframhaldandi öflugur stuðningur.
5.1
Viðburðir
5.1.1 Rs. Gangan Dalakot 5.-7. mars. Umsjón var í höndum gönguhópsins.
5.1.2 Ds. Vitleysa Lækjarbotnar og Dalakot 26.-28. mars. Umsjón höfðu Egill Erlingsson,
17
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
Sigurgeir Bjartur Þórisson, Atli Steinar Siggeirsson, Bergur Ólafsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Arnór Bjarki Svarfdal og Jónas Grétar Sigurðsson. Um 40 þátttakendur.
5.1.3 Fálkaskátamót Fálkaskátamót sem halda átti helgina 16.-18. apríl var fellt niður.
5.1.4 Programme Developers´ Summit Alma Ósk Melsteð og Dagbjört Brynjarsdóttir tóku þátt í Programme Developers´ Summit í Jambville í Frakklandi sem haldið var á vegum WOSM Europe í byrjun maí. Þar komu saman meðlimir dagskrárráða bandalaga í Evrópu og ræddu stefnur og strauma í dagskrármálum.
5.1.5 Rs. Þjófstart Haldið á Úlfljótsvatni 28.-30. maí. Miðjuhópurinn sá um skipulagningu og framkvæmd. Þátttakendur voru um 40.
5.1.6 Drekaskátamót Mótið var haldið á Úlfljótsvatni 5.-6. júní. Daníel Þorláksson, Nanna Guðmundsdóttir, Óli Björn Vilhjálmsson, Sif Pétursdóttir og Tinna María Halldórsdóttir stýrðu mótinu. Þátttakendur voru 193. Að mótinu komu hátt í 40 foringjar og starfsmenn.
5.1.7 Euro Mini Jam Alþjóðlegur viðburður fyrir skáta á dróttskátaaldri haldinn á Úlfljótsvatni dagana 19.-24. júlí. Íslenskir þátttakendur voru 20.
5.1.8 Afmælismót Haldið var upp á 100 ára afmæli kvenskátastarfs í heiminum með veglegu afmælismóti á Úlfljótsvatni. Í mótsstjórn voru Hrönn Bjargar Harðardóttir, mótsstjóri, Sigrún Helga Gunnlaugsdóttir Flygenring og Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir dagskrárstjórar, Alma Ósk Melsteð, tjaldbúðar- og tæknimálastjóri og Eygló Höskuldsdóttir Viborg, kynningarmálastjóri. Þátttakendur voru ríflega 100 auk þess sem 70 manna hópur frá Svíþjóð tók þátt í mótinu.
5.1.9 Rekkahristingur Rekkahristingur var haldinn í fyrsta skipti í Skátafelli í Skorradal helgina 1.-3. október. Tilgangurinn var að skátar á aldursstiginu gætu hist og rætt dagskrárþarfir sínar. Skipuleggjendur voru Sif Pétursdóttir og Sædís Ósk Helgadóttir. Þátttakendur voru 14.
5.1.10 Scout Academy Gunnlaugur Bragi Björnsson og Nanna Guðmundsdóttir voru fulltrúar BÍS á Scout Academy sem haldin var í Aþenu í Grikklandi dagana 26.-30. október.
5.1.11 Fálkaskátahelgi á Úlfljótsvatni Helgina 23.-24. október var haldin opin flokkahelgi á Úlfljótsvatni fyrir fálkaskáta. Starfsmenn ÚSÚ önnuðust framkvæmdina. Þátttakendur voru ríflega 20.
18
5.1.12 Milli rjúpna og raketta Viðburður fyrir dróttskáta, haldinn á Úlfljótsvatni dagana 27.-30. desember. Hjalti Hrafn Hafþórsson og Daníel Þorláksson sáu um viðburðinn. Þátttakendur voru 18.
5.2
Önnur dagskrármál
5.2.1 Dagskrárvefurinn
Mikil tæknivinna fór í að endurbæta dagskrárvefinn sem hefur skilað sér í mun betri vef. Verkefnum hefur fjölgað til muna á vefnum auk þess sem ítarefni í foringjahluta hans hefur aukist. Umbæturnar hafa skilað sér í auknum fjölda notenda.
5.2.2 Málþing sveitarforingja Sveitarforingjar aldursstiga skátastarfsins hittust, ræddu málin og skiptust á hugmyndum. • Sveitarforingjar drekaskáta og fálkaskáta funduðu sitt í hvoru lagi þann 7. september. Umræðum stýrðu Stuð-teymið og fulltrúar frá dagskrárráði. Þátttakendur voru 15. • Sveitarforingjar dróttskáta og rekka-/róverskáta funduðu sitt í hvoru lagi þann 7. september. Umræðum stýrðu Stuð-teymið og fulltrúar frá dagskrárráði. Þátttakendur voru 10. Góðar umræður voru á málþingunum þar sem skipst var á skoðunum og hugmyndum um skátastarfið. Dagskrárráð hefur ákveðið að bjóða aftur upp á málþing haustið 2011.
5.2.3 Foringjamappa Unnið er að útgáfu handhægrar möppu fyrir alla sveitarforingja, sem mun innihalda hagnýtar upplýsingar og ýmis eyðublöð sem geta komið sér vel. Auk þess sem hún mun nýtast undir starfsáætlanir og önnur gögn sem foringjar þurfa að nota. Mappan verður tilbúin í vor.
5.2.4 Heimsóknir í skátafélög Vorið 2010 fór dagskrárráð í samvinnu við fræðsluráð á fund flestra skátafélaga landsins. Í framhaldi af þeim fundum var dagskrárráð í þó nokkru sambandi við félögin og foringjana í þeim tilgangi að fá nýjar hugmyndir og álit á því hvað mætti betur fara. Þessi vinna gaf góða innsýn í stöðu mála og var gott tækifæri til að taka púlsinn á stöðu félaganna.
5.2.5 Forsetamerkið Forsetamerkið var afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum af forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni þann 23. október. Eftirfarandi fengu afhent Forsetamerkið: Nafn: Árný Björnsdóttir Birna Sigurðardóttir Guðjón Geir Jónsson Steinunn Guðmundsdóttir Gísli Pétur Árnason Kristín Kristinsdóttir
Skátafélag: Skf. Hraunbúar Skf. Hraunbúar Skf. Hraunbúar Skf. Hraunbúar Skf. Kópar Skf. Kópar
19
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
Kristín Helgadóttir Jónas Grétar Sigurðsson Sigurgeir Bjartur Þórisson Brynjar Smári Alfreðsson Daníel Grétarsson Dögg Gísladóttir Heba Ýr Pálsdóttir Hillers Hildur Hafsteinsdóttir Rebekka Jenný Reynisdóttir
6
Skf. Skjöldungar /Skf. Kópar Skf. Landnemar Skf. Landnemar Skf. Vífill Skf. Vífill Skf. Vífill Skf. Vífill Skf. Vífill Skf. Vífill
FRÆÐSLUMÁL
Meginviðfangsefni ársins var að styrkja grunn sveitarforingja og aðstoðarsveitarforingja með námskeiðahaldi og fræðslukvöldum. Áfram var unnið að innleiðingu skátadagskrárinnar og reynt að styðja við félögin með því að bjóða upp á kynningarnámskeið fyrir stjórnir, foreldra og aðra áhugasama.
6.1
Fræðsla og þjálfun
6.1.1 Fræðslukvöld • • • • • •
Sótt um styrki. Haldið 18. janúar. Leiðbeinandi: Júlíus Aðalsteinsson. Þátttakendur: 10. Mótsstjórn – minni móta. Haldið 15. feb. Leiðbeinandi: Elmar Orri Gunnarsson. Þátttakendur: 3. Hvernig látum við vita af okkur - Samskipti við fjölmiðla. Haldið 22. mars. Leiðbeinandi Benjamín Axel Árnason. Féll niður. Skyndihjálp. Haldið 20. september. Leiðbeinandi: Sigrún Helga Flygenring. Þátttakendur: 3. Varðeldastjórnun. Haldið 25. október. Leiðbeinandi: Jakob Guðnason. Þátttakendur: 12. Alþjóðastarf í heimabyggð. Haldið 22. nóvember. Leiðbeinendur: Nanna Guðmundsdóttir og Gunnlaugur Bragi Björnsson: Þátttakandi: 1.
6.1.2 Námskeið í félögum • •
Stígandi: 14. janúar. Ragnheiður Ragnarsdóttir – 13 manns mættu – foreldrar og stjórn - farið var yfir grunnþætti skátastarfs. Skátafélagið Einherjar/Valkyrjan: Aðstoðarsveitarforingjanámskeið, 19.-21. febrúar á Ísafirði. Gísli Örn Bragason og Elmar Orri Gunnarsson leiðbeindu, þátttakendur voru 9.
6.1.3 Foringjaþjálfun • •
20
Sveitarforingjanámskeið, A og B, voru samkeyrð á Úlfljótsvatni 8.-10. janúar. Stjórnandi var Margrét Vala Gylfadóttir og Hulda Lárusdóttir var leiðbeinandi. Þá kom Bragi Björnsson með tvö innlegg á námskeiðið. Sex sóttu þessa helgi sem var síðari helgi námskeiðsins. Sveitarforingjanámskeið, A og B, voru samkeyrð á Úlfljótsvatni 3.-5. september. Elsí Rós Helgadóttir stýrði námskeiðinu. Þátttakendur sem tóku fyrri hluta voru sex og þátttakendur í
• • •
seinni hluta sjö. Aðstoðarsveitarforingjanámskeið, haldið á Úlfljótsvatni 3.-5. september. Jakob Guðnason stýrði námskeiðinu. Þátttakendur voru níu. Vítamín fyrir sveitarforingja og aðstoðarsveitarforingja féll niður vegna þátttökuleysis. Á námskeiðinu sem var skipt í tvo hluta, kvöldfyrirlestur og útilegu í Þrymi, átti að fjalla um útivist fyrir skátaforingja.
6.1.4 Gilwell-þjálfun • •
Gilwell-námskeið, síðari hluti var 5.-7. mars. Helgi Grímsson, skólastjóri Gilwell-skólans stýrði því. Á námskeiðinu voru útskrifaðir 25 Gilwell-ungar. Gilwell-námskeið, fyrsti hluti, var 12.-16. ágúst. Helgi Grímsson, skólastjóri Gilwell-skólans stýrði því. Skráðir voru 15 Gilwell-ungar.
Skátar sem luku Gilwell-þjálfun í mars 2010: Nafn Uglur Birgitta Ósk Tómasdóttir Hafdís María Óskarsdóttir Guðmundur Þór Pétursson María Björg Magnúsdóttir Elísabet Elfa Arnarsdóttir Karl Njálsson
Skátafélag Skf. Akraness Einherjar/Valkyrjan Skjöldungar Hraunbúar Ægisbúar Heiðabúar
Gaukar Ingveldur Ævarsdóttir Heiðar Smári Þorvaldsson Dagný Vilhelmsdóttir Alma Ósk Melsted Ásgeir Björnsson Kristján Albert Jóhannesson
Mosverjar Skjöldungar Hraunbúar Ægisbúar Segull Gaukur 1969
Dúfur Ævar Aðalsteinsson Eva María Sigurbjörnsdóttir Andrés Þór Róbertsson Guðjón Einisson Kolfinna Snæbjarnardóttir Jónatan Smári Svavarsson
Mosverjar Árbúar Landnemar Heiðabúar Hraunbúar Vífill
Hrafnar Sigrún Helga G. Flygenring Erna Georgsdóttir Auður Sesselja Gylfadóttir
Vífill Faxi Ægisbúar
Spætur Rakel Ósk Snorradóttir Gunnlaugur Bragi Björnsson Bergþóra Ólöf Björnsdóttir Linda Rós Jóhannsdóttir
Kópar Skjöldungar Vífill Árbúar
21
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
6.1.5 Leiðbeinendaþjálfun Leiðbeinendaþjálfun var endurskoðuð í ljósi breyttra áherslna í skátadagskránni. Tvær tilraunir voru gerðar til að halda leiðbeinendanámskeið en það var fellt niður vegna þátttökuleysis (og fór svo fram í janúar, 2011).
6.1.6 Fræðsla fyrir félagsstjórnir Vinnuhópur var myndaður til að taka saman fræðsluefni fyrir félagsstjórnir og miðla því. Í hópnum voru þau: Inga María Magnúsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Þorvaldur J. Sigmarsson, Björg Sigmundsdóttir, Elmar Orri Gunnarsson, Helga Bryndís Ernudóttir, Ævar Aðalsteinsson, Gunnar Atlason, Guðmundur Finnbogason, Hjördís María Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Tengiliður fræðsluráðs var Hreiðar Oddsson. Hópurinn skilaði tillögum sínum í maí og eru þær í úrvinnslu starfsmanna BÍS.
6.1.7 Námskeið fyrir dróttskáta • • •
Dróttskátanámskeið var haldið helgina 1. til 3. október í Framskálanum í Bláfjöllum. Fjöldi þátttakenda var 31 frá sjö félögum. Stjórnandi námskeiðsins var Baldur Árnason og leiðbeinendur Ásgeir Björnsson og Ingveldur Ævarsdóttir. Dróttskátanámskeið var haldið helgina 12.-14. nóvember 2010 að Hömrum á Akureyri. Þátttakendur voru níu. Leiðbeinandi var Baldur Árnason.
6.1.8 Starfsmenn skátafélaganna Námskeið fyrir starfsmenn skátafélaganna var fellt niður og hlutar úr því felldir inn í Bland í poka, sem haldið var í nóvember.
6.1.9 Starfsfólk sumarbúða og útilífsskólanna •
Námskeið var haldið fyrir starfsfólk sumarbúða og útilífsskól- anna 31. maí til 2. júní. Ragnheiður Ragnarsdóttir stýrði nám- skeiðinu. Þátttakendur voru 130.
6.1.10 Önnur námskeið Bland í poka var haldið í fyrsta skipti og fór fram 5.-7. nóvember að Laugum í Sælingsdal. Markmið námskeiðsins var að skapa vettvang fyrir skátaforingja og stjórnarmeðlimi félaganna til að koma saman yfir helgi, mynda tengsl og fræðast í gegnum smiðjur og fyrirlestra. Undirbúningur var í höndum fræðsluráðs og stjórnar BÍS og fyrirlestrar og smiðjur voru í höndum ýmissa valinkunnra skáta. Þess má sérstaklega geta að Maeliosa DeBuitlear frá Írlandi kom til landsins og var með innlegg um fullorðna í skátastarfi. Þessi nýjung þótti takast vel upp og verður endurtekin árlega hér eftir. Þátttakendur voru rúmlega eitthundrað. Fararstjóranámskeið 23. mars. Bragi Björnsson stýrði námskeiðinu og þátttakendur voru 15. Einn þátttakandi var á Akureyri og tengdist gegnum Skype.
6.1.11 Fullorðnir í skátastarfi Settur var á fót vinnuhópur sem fjallar um málefni fullorðinna í skátastarfi. Hópurinn vinnur að þýðingu og staðfæringu á efni frá WOSM um hvernig skátafélög geta betur nýtt sér fullorðið fólk í starfi sínu. Er þar bæði átt við
22
foringjastörf og önnur störf til stuðnings skátastarfinu. Hópurinn mun skila niðurstöðum sínum á Skátaþingi 2011. Hópinn skipa Hrönn Pétursdóttir, Unnur Flygenring, Björn Hilmarsson, Gunnar Atlason, Gauti Torfason, Ágúst Þorsteinsson, Þórhallur Helgason og Júlíus Aðalsteinsson.
6.1.12 Heimsóknir í skátafélög Vorið 2010 fór fræðsluráð, í samvinnu við dagskrárráð, á fund flestra skátafélaga landsins. Þessar heimsóknir gáfu góða innsýn í stöðu mála og var gott tækifæri til að taka púlsinn á stöðu félaganna.
6.1.13 STUÐ-teymið Sett var á fót stuðningsteymi fyrir sveitarforingja sem hlaut nafnið STUÐteymið. Teymið heimsótti flest félögin í landinu og mun halda því áfram. Fyrsta fundahrina fjallaði um skátaaðferðina og þætti hennar. Í teyminu voru á árinu 2010 Gísli Örn Bragason, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir og Nanna Guðmundsdóttir.
6.1.14 Vinnuhópur setti saman verkferla til þess að hafa til hliðsjónar þegar áföll verða í skátastarfi. Í hópnum voru Bragi Björnsson, Gunnlaugur Bragi Björnsson og Ragnheiður Ragnarsdóttir. Hópurinn skilaði vinnu sinni á haustmánuðum og má sjá afraksturinn í foringjahluta dagskrárvefsins.
6.2. Félagatal og ferilsskrá 6.2.1. Félagatal
Í haust var nýtt samkeyrt félagatal tekið í notkun. Félagatalið gefur starfsfólki og stjórnum skátafélaganna í landinu kost á að halda skrá utan um skátana í félaginu sem síðan er vistuð á öruggum netþjóni. Með félagatalinu eru allar grunnupplýsingar vistaðar og þeim haldið uppfærðum við þjóðskrá. Skátafélögin geta búið til hópa og sveitir ásamt því að búa til viðburði og skráningarkerfi fyrir þá.
6.2.2. Ferilskrá Samhliða félagatalinu er ferilskrá sem nýtir upplýsingar úr skráningarkerfinu til þess að halda utan um þá viðburði og námskeið sem viðkomandi skáti hefur mætt á. Þar að auki getur skátafélagið sett inn sína viðburði og viðurkenningar.
7
Upplýsinga-, kynningar- og útgáfumál
7.1.1 Eitt sinn skáti - ávallt skáti Hugmyndavinna, þróun- og undirbúningur fyrir stofnun á félagsskap BÍS fyrir eldri skáta. Tugþúsundir Íslendinga á aldrinum 23 ára og eldri hafa komið við í skátahreyfingunni en telja sig ekki skáta lengur. Markmiðið er að ná til þessa fólks með metnaðarfullu ímyndar-, markaðs- og dagskrárverkefni og fá þúsundir „eldri skáta“ til að vera skátar og taka þátt í skátaviðburðum. Umsjón: Upplýsingaráð, Benjamín Axel Árnason og Birgir Ómarsson.
23
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
7.1.2 Friðarloginn BÍS og Landsgildið standa fyrir dreifingu Friðarlogans frá Betlehem á aðventunni. Farin var hringferð um landið til þess að loginn gæti logað sem víðast. Friðarloginn logar í klaustrinu í Hafnarfirði árið um kring og þangað verður hann í framtíðinni sóttur í byrjun aðventu til dreifingar meðal landsmanna. Unnið hefur verið að þróunarvinnu og undirbúningi að metnaðarfullri kynningu og útbreiðslu Friðarlogans til almennings næstu fimm árin. Umsjón: Upplýsingaráð, Benjamín Axel Árnason og Birgir Ómarsson.
7.1.3 Foringjahandbækur og dagskrárefni fyrir dreka-, fálka- og dróttskáta Formaður Upplýsingaráðs hafði frumkvæði að og stýrir þýðingu og skrifum handbóka og dagskrárefnis fyrir sveitarforingja dreka- fálka- og dróttskáta, verkefnabókum fyrir sömu aldursstig og útgáfu annars stoðefnis vegna skátadagskrárinnar. Um sextíu manns hafa komið að verkefninu; þýðendur, sérfræðingar, fagfólk og skátar. Áætluð útgáfa foringjahandbókanna er í júní 2011. Umsjón: Upplýsingaráð, Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé.
7.1.4 Góðverkadagar Upplýsingaráð hafði frumkvæði að og hefur annast þróun, undirbúning og framkvæmd ímyndar- og dagskrárverkefnisins Góðverkadagar í samvinnu við 365 miðla í tvö ár. Verkefnið hefur hlotið mikla athygli almennings og þátttaka fyrirtækja, leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og skátafélaga verið langt umfram væntingar. Mörg þúsund starfsmenn stærstu fyrirtækja landsins og þúsundir grunnskóla- og leikskólabarna auk framhaldsskólanema tóku virkan þátt í Góðverkadögunum á árinu, yfir 8000 manns gengu í Facebook-hóp verkefnisins og kynning og umfjöllun fjölmiðla var margfalt meiri og ítarlegri en skátahreyfingin á að venjast. Umsjón: Upplýsingaráð, Benjamín Axel Árnason og Birgir Ómarsson.
7.1.5 Græn fótspor skáta Hugmyndavinna og þróun á dagskrár- og ímyndarverkefninu Græn fótspor skáta. Verkefnið gerir ráð fyrir að skátar taki forystu í verndun náttúrunnar með margvíslegum hætti s.s. endurvinnslu, vistvænu líferni, ráðgjöf, námskeiðum ofl. á ábyrgan og skynsaman hátt. Umsjón: Upplýsingaráð, Birgir Ómarsson og Benjamín Axel Árnason.
7.1.6 Hundrað ára afmæli kvenskátastarfs í heiminum Upplýsingaráð hafði umsjón með undirbúningi kynningarmála afmælisársins og fjölmiðlasamskiptum í tengslum við Afmælismótið að Úlfljótsvatni í ágúst. Umsjón: Upplýsingaráð, Benjamín Axel Árnason og Guðmundur Pálsson.
7.1.7 Ímynd - búningar Áfram var unnið að þróun og hönnun á nýjum vinnu- og útilífsbúningum skáta í samvinnu við aðalhönnuði Nikita-vörumerkisins. Útbúið var kynningarefni vegna innleiðingar á nýjum hettupeysum og stuttermabolum. Umsjón: Upplýsingaráð, Birgir Ómarsson og Heiða í Nikita.
7.1.8 Ímynd - merkja og nafnanotkun Innleiðing og kynning á nýjungum í „logo“ notkun og ásýnd til kynning-
24
ar á skátum og skátastarfi. Umsjón: Upplýsingaráð, Birgir Ómarsson og Benjamín Axel Árnason.
7.1.9 Ímyndargreining og rannsóknir Undirbúningur, greiningarvinna, þróun, forkannanir á ímynd og stöðu hreyfingarinnar. Undirbúningsvinna og samningar við Capacent um ímyndarkannanir vegna skátastarfs næstu árin. Umsjón: Upplýsingaráð, Tómas Bjarnason og Benjamín Axel Árnason.
ævintýrið heldur áfram ísLAND 2012
7.1.10 Landsmót skáta 2012
Hugmyndavinna og hönnun á mótsmerki, veggspjaldi, auglýsingum, heimasíðu og þema fyrir landsmót skáta 2012. Umsjón: Upplýsingaráð, Benjamín Axel Árnason, Guðmundur Oddur Magnússon og Guðmundur Pálsson.
7.1.11 Látum ljós okkar skína Blaðið „Látum ljós okkar skína“ kemur út árlega og er sent ásamt endurskinsborðum heim til allra sex ára barna í grunnskólum landsins. Í blaðinu er fjallað um hætturnar sem leynast í umferðinni, auk þess sem skátastarfið er kynnt. Upplag blaðsins er um 7.000 eintök. Nýtt veggspjald var hannað og prentað í tengslum við verkefnið eins og undangengin ár. Veggspjaldið var sent til allra grunnskóla og leikskóla í landinu sem og allra skátafélaga. Tilgangur verkefnisins er að minna börn og fullorðna á að ganga með endurskinsborða og endurskinsmerki í skammdeginu. Umsjón: Upplýsingaráð og skrifstofa BÍS, Benjamín Axel Árnason, Guðmundur Pálsson og Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir.
7.1.12 RoverMoot 2017 Hugmyndavinna og hönnun á auglýsingaefni, sýningarbás og framsetningu sölukynningar RoverMoot 2017 á Íslandi fyrir íslensku sendinefndina á heimsþingi WOSM í Brasilíu í desember 2010. Umsjón; Upplýsingaráð, Benjamín Axel Árnason, Guðmundur Pálsson og íslenska sendinefndin.
7.1.13 Stefnumótun Upplýsingaráð hóf undirbúning að stefnumótunarverkefninu „Virkjum framtíðina“ í byrjun október 2009 og hefur eftir föngum leiðbeint og aðstoðað við innleiðingu stefnumótunarinnar. Umsjón innleiðingar: Hermann Sigurðsson, Jónatan Smári Svavarsson, Benjamín Axel Árnason.
7.1.14 Skátamál Skátamál er fréttabréf BÍS, gefið út í rafrænu formi og á Skátavefnum. Sjö tölublöð komu út á árinu. Sumarið 2010 hafði Upplýsingaráð forgöngu um að útliti, ásýnd og efnistökum fréttabréfsins var breytt og önnuðust Benjamín Axel Árnason og Guðmundur Pálsson þá vinnu. Guðmundur tók við ritstjórn blaðsins af Ragnheiði Ragnarsdóttur í nóvember 2010.
7.1.15 Skátavefurinn Skátavefurinn (www.skatar.is) er heimasíða BÍS á vefnum. Skrifstofa BÍS annast daglega fréttaveitu og uppfærslu upplýsinga á síðunni. Í upphafi árs 2010 skipaði Upplýsingaráð tvo vinnuhópa til að vinna að endurbótum á vefnum, annarsvegar bráðalagfæringum og hinsvegar ítarlegri þarfagreiningu og framtíðarsýn.
25
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
Í febrúar og mars voru gerðar umtalsverðar lagfæringar á útliti og aðgengileika heimasíðunnar og í maí skilaði vinnuhópur af sér vandaðri þarfagreiningu og framtíðarsýn. Umsjón: Upplýsingaráð, Benjamín Axel Árnason, Jón Halldór Jónasson og Birgir Örn Björnsson.
7.1.16 Undirbúningur afmælisárs 2012 Upplýsingaráð hefur unnið að undirbúningi og kynningu á 100 ára afmælisári skátastarfs á Íslandi árið 2012 í samstarfi við verkefnisstjóra undirbúningsnefndar. Staðið var fyrir hugmyndasamkeppni um yfirskrift afmælisársins, myndaður vinnuhópur um ímynd og ásýnd þess og lagt mat á verkefni, dagskrá og dagskrárhugmyndir ársins. Umsjón: Upplýsingaráð, Guðmundur Pálsson, Guðmundur Oddur, Birgir Ómarsson og Benjamín Axel Árnason.
7.1.17 Veggspjaldið Skátastarf 2011 Veggspjald með upplýsingum um viðburði sem BÍS og einstök skátafélög standa fyrir á árinu 2011 og fyrrihluta 2012 kom út um áramótin 2010/2011. Útgáfa þessi hefur mælst mjög vel fyrir og auðveldar alla skipulagningu starfsins. Umsjón og ritstjórn: Upplýsingaráð og skrifstofa BÍS, Guðmundur Pálsson og Benjamín Axel Árnason.
7.2
Ýmis önnur verkefni
7.2.1 Skátablaðið
Skátablaðið er gefið út einu sinni á árinu, blaðið er sent öllum starfandi skátum í landinu, auk þess sem þeir eldri skátar sem greiða Styrktarpinnann fá blaðið sent sér að kostnaðarlausu. Upplag blaðsins er um 6.000 eintök. Umsjón og ritstjórn: Ragnheiður Ragnarsdóttir.
7.2.2 Sumardagurinn fyrsti BÍS og SSR stóðu sameiginlega fyrir skátamessu í Hallgrímskirkju sem útvarpað var á Rás 1. Prestur var Sr. Birgir Ásgeirsson og ræðumaður Bragi Björnsson, skátahöfðingi. Umsjón: Skrifstofa BÍS og SSR.
7.2.3 Skátaskeyti BÍS gefur út þrjár gerðir af skátaskeytum sem skátafélögin geta nýtt sér til fjáröflunar gegn vægu gjaldi. Einnig er hægt að hringja á skrifstofu BÍS, eða senda tölvupóst, og láta senda heillaóskaskeyti í pósti til vina og ættingja fyrir ákveðna fjárhæð.
7.2.4 Minningarkort Minningarkort hafa verið til sölu á skrifstofu BÍS í mörg ár. Hringt er á skrifstofuna eða farið inn á heimasíðuna www.skatar.is og lögð inn pöntun. Skrifstofan gengur síðan frá minningarkortinu og sendir. Sendandi greiðir síðan valfrjálsa fjárhæð í Styrktarsjóð skáta.
7.2.5 Skátaskírteini BÍS hóf útgáfu nýrra félagsskírteina árið 2005, skátaskírteina, sem eru plastspjöld í sömu stærð og greiðslukort. Af þessu tilefni var samið við helstu útivistarverslanir landsins um afsláttarkjör til skáta sem framvísa skátaskírteini við vörukaup og var því samstarfi haldið áfram árið 2010. Það er mikilvægt að skátafélög tryggi að félagar þeirra njóti þessara afsláttarkjara með því að skila félagatali og árgjaldi til BÍS með reglubundn-
26
um hætti. Þeir eldri skátar sem greiða styrktargjald til BÍS fá einnig skátaskírteini.
7.2.6 Endurfundir skáta Endurfundir skáta hófust árið 1998 og eru hádegisfundir haldnir í Skátamiðstöðinni við Hraunbæ annan mánudag í mánuði yfir vetrartímann. Að jafnaði mæta um 50 skátar í hvert sinn. Átta Endurfundir voru á árinu. Á hverjum fundi er eitt málefni tekið til kynningar og umræðu. Umfjöllunarefnin á Endurfundum 2010 voru: BÍS - staðan um áramót og hvað er framundan, Starfið í Árbúum, Skátaþing og Stefnumótun til ársins 2014, Sögur og söngur, Þorvaldur Halldórsson söngvari flutti erindi, Ferðasaga frá skátamóti í Kenya, Stjórnlagaþing, Heilsuna í lag og á desemberfundinum var Jólahugvekja. Endurfundirnir eru mikilvæg leið til þess að halda tengslum við þá sem áður hafa verið virkir í hreyfingunni. Umsjón hefur starfsfólk skrifstofu BÍS.
7.2.7 Styrktarpinninn Styrktarpinninn sem er árleg gjöf til eldri skáta var sendur út í febrúar. Honum fylgdi gíróseðill sem viðtakanda var valfrjálst að greiða.
7.2.8 Íslenska fánann í öndvegi Árlega í aprílmánuði sendir skátahreyfingin öllum börnum í öðrum bekk grunnskóla íslenska fánaveifu að gjöf ásamt bæklingi um meðferð íslenska fánans. Megintilgangur verkefnisins er að upplýsa börn og foreldra þeirra um sögu íslenska fánans, meðferð hans og síðast en ekki síst að hvetja til almennrar notkunar fánans undir slagorðinu „Fögnum á fögrum degi“. Verkefni þetta hófst árið 1994 og hefur verið unnið í góðu samstarfi við skólastjórnendur og kennara og er orðinn fastur liður í starfi margra grunnskóla.
7.2.9 Forvarnardagurinn Hann var haldinn í fimmta sinn 3. nóvember. Verkefnið er samstarfsverkefni fjölmargra sem sinna æskulýðsmálum og forvörnum undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Einn liður í verkefninu er Net-Ratleikur þar sem þátttakendur áttu að fara inn á heimasíður samtakanna sem að deginum stóðu (BÍS, ÍSÍ, UMFÍ) og finna þar svör við spurningum. Í ár var einnig bætt við Facebook-leik.
8.
FJÁRMÁL
8.1
Fjárhagsstaðan
Rekstrarniðurstaðan er vel ásættanleg og nú í ár er það sérstaklega afkoma Þjóðþrifa sem stuðlar að því, en líkt og undanfarin ár, hafa Þjóðþrif gefið vel af sér á árinu. Með þeim tekjum sem öfluðust tókst að halda úti svipuðu þjónustustigi og í fyrra og tryggja að reksturinn færi ekki úr skorðum. Þjóðþrif ehf. hafa skilað góðum hagnaði síðustu þrjú árin og samdráttur þar var innan við 3% á árinu 2010, sem verður að teljast gott. Þó verður að reikna með að samdráttur í samfélaginu muni þýða einhverja lækkun tekna, en farið var að bera á því undir lok ársins. Eins og ávallt var reynt að halda útgjaldaliðum í lágmarki til að rekstrarniðurstaðan yrði viðunandi og má segja að það hafi tekist þokkalega.
27
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
8.2
Rekstrarstyrkur hins opinbera
Mikil vinna fór í það hjá stjórn og framkvæmdastjóra BÍS samhliða fjárlagavinnu Alþingis undir lok árs 2010 að reyna að tryggja að ekki yrði um frekari lækkun á almenna rekstrarstyrknum ásamt því að fá styrkveitingu til undirbúnings Landsmóts og enn var reynt að fá inn sérstakan styrk til stuðnings við skátafélögin á landsbyggðinni og ferðasjóð skáta. Vinnan skilaði þeim árangri að lækkunin var innan við 10%. Stuðningur ríkisvaldsins við rekstur landshreyfingar skáta er sérlega mikilvægur og hefur stjórn BÍS lagt mikinn þunga á að ríkið standi veglega við bakið á skátahreyfingunni. Ávallt er send inn greinargerð og styrkumsókn á tilskyldum tímamörkum. Henni er síðan fylgt eftir með viðræðum við fjárlaganefnd árlega, ásamt því að ræða við einstaka þingmenn í nefndinni sem og ráðherra. Þessi vinna hefur skilað sér síðustu ár eins og sést í ársreikningi BÍS og ber að standa vörð um þennan stuðning og tryggja að hreyfingin haldi þessum styrkjum.
8.3
Aðrir styrkir
Árlega næst að afla styrkja til ýmissa verkefna á vegum hreyfingarinnar, en vissulega er aldrei nægjanlegur árangur í þeim efnum. Skátahreyfingin hefur ekki sambærilegt auglýsingagildi og íþróttahreyfingin, þar sem skátarnir sjást ekki reglulega á sjónvarpsskjám alsettir auglýsingum á búningum sínum. Ekki höfum við heldur samúðarflöt þar sem við erum félagsskapur sjálfbjarga ungs fólks og er því samúðarstuðullinn ekki hár sem eðlilegt er. Engir formlegir styrktarsamningar voru í gildi á árinu 2010, en ágætur árangur náðist í formi afslátta og notkunarsamninga sb. samningar við Vodafone, N1, afsláttur af notkun bókhaldsforrits fyrir skátafélögin, og nú er í gangi útboð á tryggingum margra skátafélaga ásamt BÍS. Einnig fékk BÍS nytjagjafir af ýmsu tagi og ber að þakka fyrir það.
8.4
Styrktarsjóður skáta
Á Skátaþingi 1998 var stofnsettur Styrktarsjóður skáta og skal árlega renna í sjóðinn hluti félagsgjalda BÍS, andvirði sölu minningarkorta og almenn framlög. Sérstök stofnskrá er til um sjóðinn og flokkast styrkhæf verkefni í eftirtalda flokka: 1. 2. 3. 4.
Fræðslumál innan skátahreyfingarinnar. Útgáfa innan skátahreyfingarinnar. Nýjungar í starfi skátafélaganna. Stofnstyrkir vegna nýrra skátaheimila eða skátaskála.
Styrkhafar eru fyrst og fremst skátafélög landsins. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum er til 22. febrúar ár hvert og úthlutað er úr honum á Skátaþingi. Árlegar styrkveitingar mega ekki vera hærri en sem nemur 80 prósent af ávöxtun sjóðsins. Haldið er sérstaklega utan um fjárreiður sjóðsins. Árið 2010 var sjóðnum þokkalega hagstætt þó ávöxtun sjóðsins hafi ekki verið mikil umfram verðlagsbreytingar. Úthlutað var til tveggja aðila úr sjóðnum á árinu.
8.5
Fjáraflanir
Eins og fyrr segir hafa fjáraflanir BÍS verið mjög hefðbundnar síðustu ár og var svo einnig árið 2010. Reynt var að sækja styrki í flesta sjóði sem
28
bjóðast og oftast var um lágar upphæðir að ræða sem fengust á þann hátt. Flest verkefnin voru unnin á svipaðan hátt og gert hefur verið. Hér á eftir er aðeins fjallað um helstu verkefnin.
8.6
Styrktarpinni skáta
Styrktarpinninn var framleiddur og sendur út nítjánda árið í röð. Vegna mikillar hækkunar á kostnaði, m.a. vegna gengishruns krónunnar, hækkun þjónustugjalda bankanna, póstgjalda o.fl. var aftur ákveðið að senda pinnann eingöngu þeim sem einhvertíma áður höfðu greitt hann auk þess sem einn nýr árgangur bættist við. Haldið var áfram með skátakveðjumerkið, en þetta var áttunda merkið í þessari seríu. Hér er um að ræða framtíðarverkefni sem hefur árlega skilað fjárhagslegum hagnaði og voru skilin alveg sambærileg við fyrra ár. Auk þessa tengir verkefnið þúsundir gamalla skáta við hreyfinguna og viðheldur mikilvægum tengslum.
8.7
LLOS, Látum ljós okkar skína
Skátahreyfingin hefur í áraraðir þjálfað börn og unglinga með það fyrir augum að þau læri að bjarga sér, hvort sem þau eru í bæ eða sveit. Skátinn lærir að rata, hann lærir að láta fara vel um sig í útilegum og hann lærir að forðast helstu hættur í umhverfi sínu og veit hvað gera skal ef hættu ber að höndum. Með þetta í huga hefur skátahreyfingin snúið sér til foreldra allra barna sem hefja að hausti nám í 1. bekk grunnskólanna. Sex ára börn eru of ung til að ganga í skátafélögin en þau geta notið góðs af reynslu skátanna og unnið með foreldrum sínum og skátahreyfingunni að því að auka öryggi sitt í umferðinni. Skátahreyfingin hefur lagt sitt af mörkum, með því að afhenda árlega í allmörg ár, öllum nemendum í fyrsta bekk grunnskóla landsins endurskinsmerki að gjöf ásamt blaðinu „Látum ljós okkar skína“. Ýmsir aðilar hafa komið að stuðningi við þetta verkefni með skátahreyfingunni í gegnum árin. Árið 2009 voru a.m.k. fjórir aðilar sem gáfu börnum á sama aldri skipulega endurskinsmerki og því lagði BÍS í þá vinnu að samræma þessa aðila og fór svo að BÍS tók að sér að sjá um sendingu merkjanna til barnanna og það var gert þannig á höfuðborgarsvæðinu að „skáti“ heimsótti skólana, talaði við börnin og afhenti þeim merkin og blaðið „Látum ljós okkar skína“ en börnin á landsbyggðinni fengu það sent heim til sín í pósti. Arion banki lagði til endurskinsmerkin og Umferðastofa og Ríkislögreglustjóri tóku þátt í verkefninu. Aðrir sem voru að gefa endurskinsmerki árið áður gerðu það ekki núna.
8.8
Sígræna jólatréð
Haldið var áfram á þeirri braut, sem fetuð var fyrst árið 1993, að selja Sígræna jólatréð í desember. Þetta er rólegur tími í félagsstarfinu og því hefur sölustarfsemin ekki mikil áhrif á þjónustu skrifstofunnar við skátafélögin. Í þetta sinn var sérstök áhersla lögð á að veita skátafélögum um allt land möguleika á að selja trén sér til fjáröflunar, en það voru afar fá félög sem nýttu sér það. Einnig var tveimur íþróttafélögum boðið að selja trén í umboðssölu, en mörg íþróttafélög eru með jólamarkaði á þessum tíma. Þessi félög seldu sáralítið af Sígræna jólatrénu. Þessi sala BÍS er skátahreyfingunni mikil og góð kynning og fjáröflun og í ár seldust álíka mörg tré og árið áður.
8.9
Skátavörur
Skátafélögin geta keypt skátavörurnar á sérstöku heildsöluverði, ef keypt
29
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
eru inn nokkur stykki í einu, mismunandi mörg eftir vörunúmerum. Skátafélögin geta annað tveggja nýtt sér þetta til tekjumyndunar eða lækkað verðið beint til skátanna. Mörg félög eru farin að notfæra sér þetta en fleiri félög mættu nýta sér þessa leið. Álagning BÍS er í flestum tilfellum mjög lág og salan í heild sinni er að gefa BÍS mjög litla framlegð. Fyrst og fremst er litið á þetta sem þjónustu. Lagerhald af þessari stærðargráðu hefur eftir sem áður einhvern fjármagnskostnað í för með sér, en það er fórnarkostnaður sem stjórn BÍS telur réttlætanlegan í þessu sambandi, því veruleg óánægja var á árum áður innan hreyfingarinnar þegar ávallt var skortur á skátabúningum og tengdum vörum.
8.10 Tjaldaleiga skáta Tjaldaleiga skáta var nú starfrækt sautjánda sumarið. BÍS á nokkur stór samkomutjöld, fjölmörg minni samkomutjöld, tjaldborð og stóla. Búnaður þessi kemur sér vel og setur mikinn svip á stærri viðburði hreyfingarinnar. Þetta þýðir að það er auðveldur og ódýr aðgangur að stórtjöldum og búnaði þegar BÍS þarf á að halda, en á sama tíma er hægt að fá smávægilegar tekjur af útleigu þessara hluta og þannig að fá upp í afskriftir þeirra. Þannig hefur rekstur Tjaldaleigu skáta ávallt skilað einhverjum fjárhagslegum hagnaði og meðan svo er er sjálfsagt að halda þessum rekstri áfram. Reksturinn fer fram í Skátamiðstöðinni. Tekjur Tjaldaleigunnar eru viðunandi og kostnaðurinn og umsýslan í algjöru lágmarki, þannig að framlegðin er vel ásættanleg. Síðastliðin sex sumur hefur verið samstarf við SSR um þennan rekstur.
8.11 Þjóðþrif ehf. Bandalag íslenskra skáta á fyrirtækið Þjóðþrif ehf. sem stendur fyrir söfnun einnota drykkjarumbúða á höfuðborgarsvæðinu í umhverfisverndarskyni og til fjáröflunar. Þjóðþrif ehf. hefur skrifstofuaðstöðu á skrifstofu BÍS. Almenningi gefst kostur á að hringja á skrifstofutíma og eru umbúðir þá sóttar heim til fólks. Reksturinn 2010 var með líkum hætti og undanfarin ár. Gámarnir á endurvinnslustöðvum Sorpu, sem nú hafa allir verið endurnýjaðir eru í eigu Þjóðþrifa ehf. og eru tæmdir af starfsmönnum þess. Samstarf okkar við Sorpu og starfsfólk hennar hefur í gegnum árin verið einstaklega gott og skal það þakkað sérstaklega. Það hefur bjargað miklu um tekjumyndun Þjóðþrifa að skilagjald hækkaði seinnipart árs 2008 og aftur í lok árs 2010, þannig að ekki hefur orðið teljandi tekjusamdráttur þrátt fyrir fækkun eininga sem seldar eru Endurvinnslunni. Þjóðþrif ehf. eru enn í dag öflugasta fjáröflun BÍS og þarf því að hlúa vel að rekstrinum í náinni framtíð. Hjá Þjóðþrifum ehf. starfa .þrír starfsmenn í tveimur stöðugildum sem komu þar til starfa á vegum verkefnisins „Atvinna með stuðningi“ og hafa þeir reynst mjög vel. Ein helsta samkeppnin er sú að nánast öll félagasamtök safna þessum umbúðum í einhverju formi.
8.12 Ástand og horfur Margt hefur áhrif á fjáraflanir BÍS og nú í árslok 2010 eru ennþá ýmsar blikur á lofti í efnahagsmálum og ekki séð fyrir endann á stöðnuninni í þjóðfélaginu, hvað markaðsviðskipti varðar, en öllum hagkerfum er nauðsynlegt að virkur markaður sé í gangi. Þetta höfum við reynt á árinu 2010 og velunnarar okkar frá fyrri árum sem styrkt hafa verkefni á borð við Styrktarpinnann, LLOS og Íslenska fánann í öndvegi, hafa mörg hver,
30
tjáð okkur að þau treysti sér ekki til að styrkja starf skátanna þetta árið. Ljóst er að gæta þarf mikillar varkárni í meðferð fjármuna BÍS á þessu ári.
9
NEFNDIR Á VEGUM BÍS
9.2
Minjanefnd
Minjanefnd er samstarfsnefnd Bandalags íslenskra skáta, Skátasambands Reykjavíkur og Landsgildis St. Georgsgildanna á Íslandi um varðveislu og skráningu skátaminja. Nefndin fékk á vormánuðum 2010 húsnæði til afnota þar sem unnið hefur verið við flokkun þeirra gagna og muna sem borist hafa á undanförnum árum. Mikil vinna er framundan við þetta verk. Fjölmargt góðra gripa og skjala barst til varðveislu á árinu. Fulltrúar BÍS í nefndinni eru Karl Rúnar Þórsson og Fanney Kristbjarnardóttir.
9.3
Úlfljótsvatnsráð
Úlfljótsvatnsráð (ÚVR) er samstarfs- og framkvæmdanefnd Bandalags íslenskra skáta og Skátasambands Reykjavíkur um uppbyggingu og rekstur Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni (ÚSÚ). Fulltrúar BÍS í ÚVR eru: Bragi Björnsson, skátahöfðingi, Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri BÍS og Sigurður Hreinsson. Formaður ráðsins er Ólafur Ásgeirsson. Ráðið gefur út sérstaka skýrslu um starfsemi sína.
9.4
Mótsstjórn Landsmóts skáta 2012
Eftirtaldir eru í mótsstjórn Landsmóts skáta 2012: Hrólfur Jónsson, mótsstjóri, Sigurjón Hólm Magnússon, Guðrún Ása Kristleifsdóttir, Jón Ingi Sigvaldason, Elsí Rós Helgadóttir.
9.5
Mótsstjórn Euro Mini Jam 2010
Eftirtaldir eru í mótsstjórn Euro Mini Jam 2010: Jón Þór Gunnarsson, mótsstjóri, Karl Njálsson, Ingveldur Ævarsdóttir, Smári Guðnason, Guðvarður B. F. Ólafsson og Una Guðlaug Sveinsdóttir.
9.6
Fararstjórn World Scout Jamboree 2011
Eftirtaldir eru í fararstjórn World Scout Jamboree 2011 í Svíþjóð: Birgir Örn Björnsson, Elsí Rós Helgadóttir og Sonja Kjartansdóttir, Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, Helga Ásgeirsdóttir, Jakob Guðnason, Jóhanna Aradóttir, Jón Ingi Sigvaldason og Hermann Sigurðsson.
9.7
Fararstjórn World Scout Moot 2010
Eftirtaldir voru í fararstjórn World Scout Moot 2010 í Kenýa: Albert Guðbrandsson og Hildigunnur Geirsdóttir.
9.8
Afmælisnefnd vegna 2012
Eftirtaldir eru í afmælisnefnd 2012: Hallfríður Helgadóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Elín Njálsdóttir, Anna Gunnhildur Sverrisdóttir og Þóra I. Guðnadóttir.
31
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
9.9
Mótsstjórn afmælismóts 2010
Eftirtaldir voru í mótsstjórn afmælismóts 2010: Hrönn Bjargar Harðardóttir, mótsstjóri, Sigrún Helga Gunnlaugsdóttir Flygenring, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Alma Ósk Melsteð og Eygló Höskuldsdóttir Viborg.
10 ÚTILÍFSMIÐSTÖÐVAR SKÁTA 10.1 Úlfljótsvatn Í ár eru liðin 70 ár frá því að Jónas B. Jónsson og félagar komu fyrst til sumardvalar á Úlfljótsvatni undir merkjum skáta. Síðan hefur starfsemin á Úlfljótsvatni verið að aukast jafnt og þétt eftir því sem aðstaðan hefur stækkað og batnað. Í dag má fullyrða að Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni sé eitt best búna útivistarsvæði á Íslandi. Á árinu var ýmis starfsemi á Úlfljótsvatni. Ber þar hæst Afmælismót vegna 100 ára afmælis kvenskátastarfs í heiminum og Euro Mini Jam, Evrópuleika smáþjóða. BÍS hélt mörg námskeið á Úlfljótsvatni, má þar nefna Gilwell-námskeið og sveitarforingjanámskeið. Þá voru haldin þar drekaskátamót, fálkaskátahelgi og fleira spennandi gerðist. Mörg skátafélög á stór-höfuðborgarsvæðinu fara reglulega austur í útilegur yfir vetrartímann, sem og fjölmargir aðrir, en aðstaðan er leigð út jafnt til almennings sem skáta. Á sumrin eru reknar Sumarbúðir skáta fyrir börn og unglinga. Á tímabilinu febrúar til júní eru reknar skólabúðir í samstarfi við Reykjavíkurborg, sem heppnast hafa mjög vel og hefur hausttímabilið einnig bæst við fyrir skólabúðir. Því miður hefur niðurskurður í skólamálum í kjölfar kreppunnar orðið til þess að draga úr ásókn skóla í þjónustu skólabúðanna, en vonandi er þar einungis um tímabundið ástand að ræða því Úlfljótsvatn hefur verið að bjóða einna ódýrustu skólabúðir sem í boði eru. Mikil aukning varð sumarið 2009 í fjölda þeirra Íslendinga sem gistu á tjaldsvæðinu og er ljóst að kreppan hefur aukið ferðalög Íslendinga innanlands. Sérstaklega sækist fólk í auknum mæli í stuttar ferðir á svæði þar sem góð þjónusta er í boði. Mikil uppbygging hefur átt sér á staðnum síðustu ár. Tjaldflatir hafa verið sléttaðar og þökulagðar, útbúnir stígar og akvegir um svæðið sem og mikil heimkeyrsla við skálana, reist nokkur ný salernishús með tilheyrandi vatns- og skolplögnum, framræsla verið bætt af öllum flötum, klifurturn var reistur í tengslum við Landsmót skáta 1996 og glæsilegt og skátalegt hlið inn á tjaldflatirnar sett upp í tengslum við Landsmót skáta 1999, sturtuhús með átta sturtum var reist 2005. Strýtan, reisulegt, óupphitað 300 fermetra fjölnotahús var klárað 2006. DSÚ skálinn var algjörlega endurinnréttaður 2006. KSÚ var lagfært verulega 2006. Heitt vatn var tengt við húsin og niður á svæðið í áföngum á árunum 2004 til 2006. Orkuveita Reykjavíkur gaf staðnum þrjú hús, sem staðsett voru á Nesjavöllum, og á vormánuðum 2008 voru þau flutt á Úlfljótsvatn og þau staðsett á neðra svæðinu þar sem húsaklasinn er til staðar. Talsverð vinna er framundan við að standsetja húsin og umtalsverður kostnaður mun verða því fylgjandi. Á árinu var hafist handa við að endurnýja klæðninguna á JB skálanum og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki á árinu 2011. Einnig hef-
32
ur Gilwell-hringurinn unnið kraftaverk við endurnýjun Gilwell-skálans og er það verk langt komið. Þjónustuhús við hlið sturtuhússins var klárað árið 2008, en þetta er 80 fermetra þjónustuhús sem hugsað er til að þjónusta tjaldsvæðin og þá sérstaklega erlenda skátahópa, sem er vaxandi gestahópur á svæðinu. Í húsinu er aðstaða fyrir þjónustumiðstöð fyrir tjaldgesti, eldhúsaðstaða og þvottaaðstaða ásamt möguleikum fyrir hópa að matast innandyra, ef veður leyfir ekki annað. Á árinu 2008 var uppbyggingu Útilífsmiðstöðvarinnar haldið áfram og var einkum horft til þeirra þátta sem nauðsynlegir voru vegna RoverWay. Hátíðarlautin var endurbætt, lagfæringar voru gerðar á stígum og stéttum og svæðið umhverfis nýju húsin lagfært. Þá var lokið uppsetningu leiktækja fyrir yngstu börnin í nágrenni við sturtuhúsið. Leiktækin voru keypt af Barnasmiðjunni og því viðurkennd sem slík. Þá var gerður samningur við Gilwell-hringinn um umsjón og endurbætur á Gilwell-skálanum og felast þær m.a. í því að undirstöður hans hafa verið réttar af og styrktar og hafa endurbætur á gólfi, eldhúsi og fleiru staðið yfir. Haustið 2009 var gerður samningur við Skátakórinn um að kórfélagar taki að sér umsjón og endurbætur á Fossbúð. Á ný var sótt um styrk til Pokasjóðs verslunarinnar til frekari uppbyggingar á staðnum. Að þessu sinni var sótt um styrk til ákveðinna verkefna og var gerð yfirlitskorta það verkefni sem markið var sett á, ásamt annarri uppbyggingu. Það var mikið ánægjuefni er styrkumsóknin hlaut velvild úthlutunarnefndar og fékk Útilífsmiðstöðin einnar milljón króna styrkveitingu og því var hafist handa við gerð kortanna. Þetta var sjötta árið sem Pokasjóður styrkir starfsemina myndarlega og nemur heildarstyrkupphæðin á þessum tíma um 14 milljónum króna. Aðrar framkvæmdir voru að mestu hefðbundin viðhaldsverkefni og gróðuruppbygging. Ríkisstyrkurinn fyrir 2010 var kr. 4,1 milljón, sem er svipuð upphæð frá fyrra ári og ber að þakka velvildina sem þar liggur að baki.
10.1.1 Sumarbúðir skáta að Úlfljótsvatni Sumarið 2010 voru að venju starfræktar Sumarbúðir skáta að Úlfljótsvatni fyrir 7 til 15 ára börn. Markmið sumarbúðanna er að veita börnum einstakt tækifæri til að komast í snertingu við náttúruna, að eignast félaga úr fjölbreyttum hópi, taka þátt í þroskandi leik og starfi og kynnast starfsaðferðum skátahreyfingarinnar. Fötluð börn fengu, líkt og undanfarin ár, tækifæri til að dveljast í sumarbúðunum. Forstöðumaður sumarbúðanna var Hreiðar Oddsson og var þetta sjöunda sumarið hans í því starfi. Nokkrir skátaforingjar fá árlega tækifæri til þess að tengja saman áhugamál og sumarvinnu með því að starfa í sumarbúðunum.
10.1.2 Skólabúðir að Úlfljótsvatni Sautjánda árið í röð voru skólabúðir starfsræktar á Úlfljótsvatni, í samvinnu skáta og Reykjavíkurborgar. Flestir 7. bekkir í grunnskólum Reykjavíkur dvelja tvo daga á Úlfljótsvatni á tímabilunum september til nóvember og janúar til maí. Tveir bekkir eru á staðnum hverju sinni, ásamt kennurum sínum. Þessi dvöl er í tengslum við lífsleikninámsefnið en undirbúningur og skipulag er unnið í samvinnu skáta og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Reykjavíkurborg greiðir allan kostnað af ferð nemendanna. Í dagskránni er mikið lagt upp úr útiveru, að kynna fyrir nemendunum
33
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
gildi hollrar útivistar og efla virðingu þeirra fyrir náttúrunni. Auk þess gefst gott tækifæri fyrir kennara og nemendur að vinna saman í leik og starfi fyrir utan hið hefðbundna skólastarf.
10.1.3 Orkuveita Reykjavíkur Eins og kunnugt er hefur skátahreyfingin verið með landið við Úlfljótsvatn á leigu síðastliðin 68 ár. Í fyrstu var landið í eigu Reykjavíkurborgar en í umsjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Við stofnun Orkuveitu Reykjavíkur færðist eign landsins til OR og eru þeir því núverandi leigusalar. Eins og skýrt var frá á sínum tíma voru umtalsverðar breytingar fyrirhugaðar á svæðinu á árunum 2005 til 2006. Til stóð að minnka svæðið sem ÚSÚ var með á leigu og byggja í nágrenni okkar um 600 frístundahús. Umtalsverð andstaða var við þessar fyrirhuguðu framkvæmdir og fór svo að fallið var frá þeim í byrjun árs 2007. Eftir allnokkur samskipti við forsvarsmenn OR varð að samkomulagi að eldri leigusamningur ÚSÚ við OR var endurnýjaður 2007 til næstu 75 ára og eru skátar mjög ánægðir með þessi málalok. OR og forverar þess hafa sem landeigendur ávallt stutt við bakið á uppbyggingu skáta á Úlfljótsvatni. Þetta hefur verið gert bæði með beinum styrkjum sem og ýmsum efnislegum stuðningi og vinnuframlagi. Í nýjum leigusamningi er ekki skuldbinding af hálfu OR um stuðning eða styrki til uppbyggingarinnar, en skátar treysta því að fyrirtækið muni áfram standa með skátum að uppbyggingu þessarar útilífsmiðstöðvar er koma mun öllum almenningi til góða. Í lok árs 2010 lýsti stjórn OR því síðan yfir að í ljósi slæmrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins væri stefnt að sölu jarðarinnar Úlfljótsvatn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver næstu skref í því máli verða.
10.1.4 Annað BÍS og SSR skipa stjórn ÚSÚ er nefnist Úlfljótsvatnsráð. Það er sjö manna ráð og samanstendur af formönnum og framkvæmdastjórum beggja aðila, ásamt einum fulltrúa frá hvorum aðila. BÍS og SSR koma sér saman um formann. Formaður Úlfljótsvatnsráðs hefur frá 2004 verið Ólafur Ásgeirsson fyrrverandi skátahöfðingi. Úlfljótsvatnsráð skilar árlega skýrslu um starfsemi ÚSÚ til BÍS og SSR. Hana er hægt að skoða á skrifstofu Bandalags íslenskra skáta. Þorsteinn Fr. Sigurðsson, fv. framkvæmdastjóri BÍS, gegndi framkvæmdastjórastöðu ÚSÚ fyrstu mánuði ársins, Framkvæmdaráð ÚVR var þá endurvakið og fór með yfirstjórn staðarins. Hreiðar Oddsson forstöðumaður Sumarbúða skáta tók við framkvæmdastjórninni í maí og frá september í hlutastarfi. Staðarráðsmaður, Örvar Ragnarsson, annast allan daglegan rekstur og býr á staðnum, hann kom til starfa 2004. Á staðnum starfaði einnig Laurencjusz Chodysz (kom upphaflega til starfa sem sjálfboðaliði), en hann lét af störfum í september. Á vormánuðum tóku Jakob Guðnason og Egill Erlingsson til starfa, auk þess voru þrír erlendir sjálfboðaliðar stóran hluta ársins. Þar að auki vinna fjölmargir að tímabundnum verkefnum, s.s. skólabúðum og sumarbúðum.
10.2 Hamrar Útilífsmiðstöð skáta að Hömrum á Akureyri tók formlega til starfa sumarið 2000. Til að annast rekstur starfseminnar og uppbyggingu svæðisins hefur verið stofnað sérstakt félag í eigu Skátafélagsins Klakks. Félagið heitir Hamrar útilífs-og umhverfismiðstöð skáta Akureyri og starfar í
34
nánu sambandi við skátafélagið, en heldur þó sjálfstæðan aðalfund, stjórn og fjárhag. Þriggja manna stjórn er kosin á aðalfundi Hamra og fer hún með daglega stjórn félagsins. Markmið starfseminnar er: • Að koma á fót heppilegri aðstöðu sem stuðlað getur að fjöl breyttu framboði á skátastarfi og starfsemi fyrir almenning, með sérstakri áherslu á útilíf, umhverfismál, námskeiðahald, vetrar skátun og ferðamál. • Að annast rekstur tjaldsvæða Akureyrar samkvæmt sérstökum samningi við Akureyrarbæ þar um. • Að reisa og reka fullkomið tjaldsvæði að Hömrum í samvinnu við Akureyrarbæ o.fl. • Að byggja upp fullkomna aðstöðu til að halda skátamót þ.m.t. landsmót. • Að hafa umsjón með og annast uppbyggingu og rekstur fasteigna Skátafélagsins Klakks og hafa umsjón með lausa munum þess. Starfsemin að Hömrum er í gangi allt árið þótt meginhluti starfseminnar sé rekstur tjaldsvæða Akureyrarbæjar samkvæmt rekstrarsamningi, bæði að Hömrum og í bænum. Tjaldsvæðin á Akureyri eru með fjölsóttustu tjaldsvæða landsins með samtals um 41.000 gistinætur árið 2010. Að Hömrum er rekinn útilífsskóli og ýmiskonar starfsemi fyrir börn og fullorðna. Mest af starfsemi Skátafélagsins Klakks fer fram að Hömrum.
11 SKÁTAMIÐSTÖÐIN HRAUNBÆ 123 Skátamiðstöðin Hraunbæ 123 er sameign Bandalags íslenskra skáta og Skátasambands Reykjavíkur. Í húsnæðinu eru skrifstofur BÍS og SSR, skátaheimili skátafélagsins Árbúa, aðstaða fyrir skátafélag Radíóskáta og Landsgildi St. Georgsgildanna á Íslandi. Í húsinu eru auk þess fundasalur, skátavöruverslunin Skátabúðin, dósaflokkun Þjóðþrifa og geymslur. Sú reynsla sem fengist hefur af notkun Skátamiðstöðvarinnar, frá því hún var tekin í notkun vorið 2003, sýnir að vel hefur til tekist með hönnun hennar.
35
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
12 AFREKS- OG HEIÐURSMERKI Stjórn BÍS samþykkti vorið 2006 reglugerð um heiðursmerki. Samkvæmt henni eru eftirtalin heiðursmerki í notkun hjá BÍS: Silfurúlfurinn, Skátakveðjan úr gulli, Skátakveðjan úr silfri, Skátakveðjan úr bronsi, Þórshamarinn úr gulli, Þórshamarinn úr silfri og Þórshamarinn úr bronsi og auk þess merki BÍS úr gulli, silfri og bronsi. Eftirtalin hetjudáðamerki eru í notkun hjá BÍS: Gullkrossinn, Silfurkrossinn og Bronskrossinn. Eftirtalin þjónustumerki eru í notkun hjá BÍS: Gyllta liljan og smárinn og Silfraða liljan og smárinn. Eftirtaldir hlutu heiðurs- eða þjónustumerki BÍS á árinu 2010:
12.1 Gullmerki BÍS
Margrét Tómasdóttir, fráfarandi skátahöfðingi, 21. mars
12.2 Silfurúlfurinn
Margrét Tómasdóttir, fráfarandi skátahöfðingi, 21. mars
12.3 Skátakveðjan úr gulli
Páll Zóponíasson, Faxa, 3. mars Þorsteinn Fr. Sigurðsson, Garðbúum, 19. mars Óskar Þór Sigurðsson, Útlögum, Faxa, 12. desember
12.4 Þórshamarinn úr gulli
Gunnar Þór Atlason, Mosverjum, 19. mars Sigurdríf Jónatansdóttir, Eilífsbúum/SSN, 19. mars Sturla Bragason, Smiðjuhópnum, 16. apríl
12.5 Þórshamarinn úr silfri
Gústaf Jónasson, Stróki, 14. febrúar Magnús Gíslason, Stróki, 14. febrúar Vilborg Norðdahl, Heiðabúum, 19. mars
12.6 Þórshamarinn úr bronsi
Albert Guðbrandsson, Árbúum, 19. mars Hildigunnur Geirsdóttir, Árbúum, 19. mars Guðjón Rúnar Sveinsson, Hraunbúum, 19. mars Helga Elínborg Guðmundsdóttir, Stíganda, 19. mars Margrét Th. Aðalgeirsdóttir, Klakki, 19.mars Þorgerður Elín Brynjólfsdóttir, Svönum, 19. mars Örvar Ragnarsson, Úlfljótsvatni/Kópum, 19. mars Páll Viggósson, Skjöldungum/Smiðjuhópnum, 16. apríl
12.7 Gyllta liljan og smárinn
36
Arnlaugur Guðmundsson, Landnemum, 9. janúar Sigfús Örn Sigurðsson, Hamri, 21. febrúar Ottó Ingi Þórisson, Hamri, 21. febrúar Sigurður Már Ólafsson, Skjöldungum/SSR, 21. mars
12.8 Silfraða liljan og smárinn
Bjarki Freyr Guðlaugsson, Hamri, 21. febrúar Styrmir Frostason, Hamri, 21. febrúar Helga Kristín Ólafsdóttir, Hamri, 21. febrúar Ágúst Arnar Þráinsson, Hamri, 21. febrúar Rut Kristjánsdóttir, Hamri, 21. febrúar
13 SKÁTASAMBÖND Samkvæmt lögum BÍS er skátafélögum heimilt að stofna með sér skátasambönd. Þau eru samstarfsvettvangur skátafélaga á tilteknum svæðum og setja sér eigin starfsreglur. Eftirfarandi skátasambönd eru starfandi: • Skátasamband Reykjavíkur. Formaður SSR er Eiríkur G. Guðmundsson og framkvæmdastjóri Helgi Jónsson. • Skátasamband Norðurlands. Formaður er Sigurdríf Jónatansdóttir.
14 SKÁTAFÉLÖG Eftirtalin skátafélög eiga aðild að Bandalagi íslenskra skáta: • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •
Skátafélagið Árbúar, Reykjavík Skátafélagið Garðbúar, Reykjavík Skátafélagið Hamar, Reykjavík Skátafélagið Landnemar, Reykjavík Skátafélagið Segull, Reykjavík Skátafélagið Skjöldungar, Reykjavík Skátafélagið Ægisbúar, Reykjavík og Seltjarnarnes Skátafélagið Mosverjar, Mosfellsbæ Skátafélagið Kópar, Kópavogi Skátafélagið Vífill, Garðabæ Skátafélagið Svanir, Álftanesi Skátafélagið Hraunbúar, Hafnarfirði Skátafélagið Heiðabúar, Reykjanesbæ Skátafélag Akraness, Akranesi Skátafélag Borgarness, Borgarnesi Skátafélagið Stígandi, Dalabyggð Skátafélagið Örninn, Grundarfirði Skátafélagið Einherjar-Valkyrjan, Ísafirði Skátafélagið Bjarmi, Blönduósi Skátafélagið Eilífsbúar, Sauðárkróki Skátafélagið Klakkur, Akureyri Skátafélagið Héraðsbúar, Fljótsdalshéraði Skátafélagið Faxi, Vestmannaeyjum Skátafélagið Fossbúar, Selfossi Skátafélag Sólheima, Sólheimum, Grímsnesi Skátafélagið Strókur, Hveragerði Skátafélagið Radíóskátar, Reykjavík
37
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
15 SÉRSAMBÖND SKÁTA Sérskátar kallast skátar sem starfa á ákveðnu sérsviði innan skátafélaga, skátasambanda eða innan sérsambanda á viðkomandi sérsviði. Landssamtök sérskáta geta sótt um aukaaðild að BÍS. Eftirtalin landssamtök eru aukaaðilar að BÍS:
15.1 Slysavarnafélagið Landsbjörg Slysavarnafélagið Landsbjörg eru samtök hjálparsveita skáta, flugbjörgunarsveita, björgunarsveita, slysavarnadeilda og kvennadeilda. Félagið varð til við sameiningu Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands árið 1999. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar er Sigurgeir Guðmundsson og framkvæmdastjóri Kristinn Ólafsson.
15.2 Landsgildi St. Georgsgildanna Markmið St. Georgsgildanna á Íslandi er að gera að veruleika kjörorðið: „Eitt sinn skáti - ávallt skáti“, með því meðal annars að vera sá tengiliður sem eflir samband skátahreyfingarinnar við gamla félaga og velunnara. Nú eru sjö St. Georgsgildi aðilar að Landsgildi St. Georgsgilda. Landsgildismeistari er Elín Richards.
15.3 Skógræktarfélag skáta við Úlfljótsvatn Skógræktarfélag skáta við Úlfljótsvatn hefur staðið fyrir umfangsmikilli gróðursetningu trjáplantna á svæði skáta við Úlfljótsvatn á undanförnum árum. Skógræktarfélagið hefur til umráða lítinn skála við Úlfljótsvatn. Formaður Skógræktarfélags skáta við Úlfljótsvatn er Brynjar Hólm Bjarnason.
15.4 Skíðasamband skáta Skíðasamband skáta starfar í samvinnu við skátafélagið Klakk og Hamra. Stjórn Skíðasambands skáta skipa Finnbogi Jónasson, Kári Erlingsson og Helgi Valur Harðarson.
15.5 Rathlaupsfélagið Hekla Rathlaupsfélagið Hekla vinnur að uppbyggingu rathlaupa sem íþróttagreinar á Íslandi og fékk aukaaðild að BÍS á Skátaþingi 2010. Formaður Rathlaupsfélagsins Heklu er Guðmundur Finnbogason.
16 NEFNDIR OG SAMTÖK SEM BÍS TENGIST WAGGGS, World Association of Girl Guides and Girl Scouts: Tengiliður: Alþjóðaráð BÍS WOSM, World Organisation of the Scout Movement: Tengiliður: Alþjóðaráð BÍS European Region WAGGGS: Tengiliður: Alþjóðaráð BÍS European Scout Region: Tengiliður: Alþjóðaráð BÍS
38
Samstarfsnefnd Norrænu skátabandalaganna: Tengiliður: Alþjóðaráð BÍS Fulltrúar BÍS: Hulda Sólrún Guðmundsdóttir og Júlíus Aðalsteinsson Landvernd, landgræðslu og náttúruverndarsamtök Íslands: Tengiliður: Skrifstofa BÍS, Brynjar Hólm Bjarnason Æskulýðsráð Tengiliður: Skrifstofa BÍS, Aðalsteinn Þorvaldsson Æskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur BÍS, UMFÍ og KFUM-K Tengiliður: Skrifstofa BÍS, Hermann Sigurðsson SAMÚT, samtök útivistarfélaga: Tengiliður: Skrifstofa BÍS, Brynjar Hólm Bjarnason Almannaheill, samstarfsvettvangur félaga og sjálfseignarstofnana sem vinna að almannaheill á Íslandi Tengiliður: Skrifstofa BÍS, Júlíus Aðalsteinsson Norræna æskulýðsnefndin Tengiliður: Skrifstofa BÍS
39
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
40
Ársreikningur Bandalags íslenskra skáta fyrir árið 2010 Áritun stjórnar og framkvæmdastjóra ...........42 Áritun óháðs endurskoðanda ........................42 Rekstrarreikningur .........................................43 Efnahagsreikningur .......................................43 Sjóðstreymisyfirlit . ........................................44 Skýringar . ......................................................45
41
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
Áritun stjórnar og framkvæmdastjóra Stjórn og framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta staðfesta hér með ársreikning BÍS fyrir árið 2010 með undirritun sinni.
Reykjavík, 16. mars 2011.
________________________ Bragi Björnsson Skátahöfðingi
________________________
________________________ Hermann Sigurðssom Framkvæmdastjóri BÍS
________________________
Hallfríður Helgadóttir
Finnbogi Finnbogason
Aðst. skátahöfðingi
Gjaldkeri
________________________ Hulda Sólrún Guðmundsdóttir Formaður Alþjóðaráðs
________________________ Margrét Vala Gylfadóttir Formaður Fræðsluráðs
________________________
________________________
Jón Ingvar Bragason
Benjamín Axel Árnason
Formaður Dagskrárráðs
Formaður upplýsingaráðs
Áritun óháðs endurskoðanda Til stjórnar Bandalags íslenskra skáta Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Bandalags íslenskra skáta fyrir árið 2010. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um helstu reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Ábyrgð stjórnenda á ársreikningnum Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og glöggri framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Stjórnendur eru einnig ábyrgir fyrir því innra eftirliti sem þeir telja nauðsynlegt til að gera þeim kleift að setja fram ársreikning sem er án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð endurskoðanda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum og skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um hvort ársreikningurinn sé án verulegra annmarka. Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og öðrum upplýsingum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggist á faglegu mati endurskoðandans, þar með talið á þeirri hættu að verulegir annmarkar ________________________________________________________________________________________________ séu á ársreikningnum, hvort sem er vegna sviksemi_____________ eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits sem varðar gerð og glögga framsetningu ársreiknings, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en 3 Ársreikningur Bandalags íslenskra skáta 2010 ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits félagsins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á því hvort reikningsskilaaðferðir og matsaðferðir sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins séu viðeigandi sem og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Álit Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2010, fjárhagsstöðu þess 31. desember 2010 og breytingu á handbæru fé á árinu 2010, í samræmi við lög um ársreikninga. Staðfesting vegna skýrslu stjórnar Í samræmi við ákvæði 5. tl. 1. mgr. 106 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi þessum eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum. Reykjavík, 16. mars 2011.
42
KPMG ehf.
Félagskjörinn skoðunarmaður
Sigurþór Ch. Guðmundsson
Guðjón Á. Ríkharðsson
Rekstrarreikningur ársins 2010 Rekstrartekjur: Ríkisstyrkur ............................................................................................... Vörusala ................................................................................................... Þjónustu- og markaðsverkefni .................................................................. Skátamót ................................................................................................... Félagsstarf ................................................................................................. Aðrar tekjur ...............................................................................................
Rekstrargjöld: Laun og launatengd gjöld ......................................................................... Kostnaðarverð seldra vara ........................................................................ Þjónustu- og markaðsverkefni .................................................................. Skátamót ................................................................................................... Félagsstarf ................................................................................................. Annar rekstrarkostnaður ........................................................................... Afskriftir .....................................................................................................
Skýr.
2
6
7 8
2010
2009
30.200.000 6.898.015 15.942.835 14.793.923 6.641.615 12.868.757 87.345.145
33.620.000 4.805.137 14.990.092 216.492.641 9.035.651 16.336.017 295.279.538
35.733.286 1.644.126 7.152.494 11.892.290 17.814.563 13.294.234 2.668.862 90.199.855
33.166.286 4.756.257 8.739.376 158.054.076 17.223.782 9.580.079 2.707.028 234.226.884 61.052.654
(Tap) hagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda .............................
(
2.854.710)
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld: Vaxtatekjur ................................................................................................ Vaxtagjöld og verðbætur ..........................................................................
(
1.989.754 309.937) ( 1.679.817
(Tap) hagnaður án hlutdeildar í afkomu dótturfélaga ................................
(
1.174.893)
63.097.840
5.581.068 3.535.882) 2.045.186
Hlutdeild í afkomu dótturfélaga ..................................................................
9
(
5.059.189)
6.544.332
(Tap) hagnaður ársins ..............................................................................
13
(
6.234.082)
69.642.172
2010
2009
70.003.894 1.342.072 2.630.472 73.976.438
71.611.563 1.547.347 3.193.477 76.352.387
48.968.620 350.100 49.318.720
54.027.809 350.100 54.377.909
123.295.158
130.730.296
Efnahagsreikningur Eignir Fastafjármunir: Fasteign ..................................................................................................... Áhöld og tæki ............................................................................................. Tjaldaleiga .................................................................................................
Áhættufjármunir: Eignarhlutur í dótturfélögum ...................................................................... Eignarhlutur í öðrum félögum ...................................................................
Skýr.
8
9 10
Veltufjármunir: Vörubirgðir ................................................................................................. 3 12.424.205 8.651.064 ________________________________________________________________________________________________ Skammtímakröfur ...................................................................................... 12 10.437.211 9.356.530 _____________ 5 Ársreikningur íslenskra skáta 2010 HandbærtBandalags fé ...............................................................................................
Veltufjármunir
Eignir samtals
5
42.435.628 65.297.044
59.748.286 77.755.880
188.592.202
208.486.176
43
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
31.des.10 Eigið fé og skuldir Eigið fé: Eigið fé ......................................................................................................
Skammtímaskuldir: Skammtímalán .......................................................................................... Viðskiptaskuldir ......................................................................................... Aðrar skammtímaskuldir ............................................................................
Skýr.
13
2010
2009
164.944.427
171.178.509
0 8.146.249 15.501.526 23.647.775
17.855.159 9.519.535 9.932.973 37.307.667
23.647.775
37.307.667
188.592.202
208.486.176
14
Skuldir samtals Skuldbindingar ...........................................................................................
15
Eigið fé og skuldir samtals
Sjóðstreymisyfirlit árið 2010 Rekstrarhreyfingar: (Tap) hagnaður ársins ............................................................................... Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: Hlutdeild í afkomu dótturfélaga .............................................................. Afskriftir ................................................................................................ Veltufé frá rekstri Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum: Birgðir, (hækkun) lækkun ...................................................................... Skammtímakröfur, (hækkun) lækkun .................................................. Skammtímaskuldir, (lækkun) hækkun .................................................. Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum
Skýr.
13
(
9 8
3
2010
2009
6.234.082)
69.642.172
5.059.189 2.668.862 1.493.969
( (
(
6.544.332) 2.707.028 65.804.868
3.773.141) 1.080.681) 4.195.267 658.555)
898.716 3.869.725 25.758.976 30.527.417
835.414
96.332.285
( (
0 ( 292.913) ( 292.913) (
24.000) 21.150.173) 21.174.173)
Fjármögnunarhreyfingar: Breyting langtímalána, lækkun .................................................................. Skammtímalán, lækkun ........................................................................... Fjármögnunarhreyfingar
( (
0 ( 17.855.159) ( 17.855.159) (
16.138.148) 2.749.858) 18.888.006)
(Lækkun) hækkun á handbæru fé ...........................................................
(
17.312.658)
56.270.106
59.748.286
3.478.180
(
Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar: Fjárfesting í eignarhlutum ......................................................................... Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum ............................................ Fjárfestingarhreyfingar
Handbært fé í ársbyrjun ............................................................................
8
Handbært fé í árslok ................................................................................. ________________________________________________________________________________________________ 42.435.628 59.748.286 _____________ Ársreikningur Bandalags íslenskra skáta 2010
44
6
Skýringar 1.
Reikningsskilaaðferðir Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum. Hann byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður.
2.
Þjónustu og markaðsverkefni Þessi liður inniheldur helstu þjónustu- og markaðsverkefni sem BÍS stóð fyrir árið 2010. Þar ber hæst sala á Sígrænu jólatrjánum, Tjaldaleiga skáta, verkefnið Látum ljós okkar skína og Styrktarpinninn.
3.
Birgðir Birgðir eru metnar á kostnaðarverð að teknu tilliti til úreltra og gallaðra vara.
4.
Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur eru færðar niður til að mæta almennri áhættu sem fylgir kröfueign félagsins, en hér er ekki um endanlega afskrift að ræða. Annars vegar er um að ræða niðurfærslu vegna krafna sem sérstaklega hafa verið metnar í tapshættu og hins vegar niðurfærslu til að mæta almennri áhættu.
5.
Handbært fé Sjóður, bankainnstæður og ríkisvíxlar teljast til handbærs fjár og greinist þannig: Bankainnstæður ............................................................................................................................ Sjóður ............................................................................................................................................ Ríkisvíxlar ...................................................................................................................................... Handbært fé samtals .....................................................................................................................
6.
Starfsmannamál Laun og launatengd gjöld greinast þannig:
2010
Laun ................................................................................................................. Launatengd gjöld ............................................................................................. Ýmis starfsmannakostnaður ............................................................................ Laun færð á aðra starfsþætti ............................................................................ ( Laun og launatengd gjöld samtals ...................................................................
43.099.367 9.057.195 838.897 17.262.173) ( 35.733.286
20.520.893 61.810 21.852.925 42.435.628
2009
39.959.982 6.522.543 1.670.923 14.987.162) 33.166.286
Á árinu 2010 störfuðu að meðaltali 12 starfsmenn hjá félaginu. 7.
Annar rekstrarkostnaður Rekstur Hraunbæ 123 ....................................................................................... Aksturskostnaður .............................................................................................. Endurskoðun og reiknisskil ............................................................................... Tölvukostnaður .................................................................................................. Pappír prentun og ritföng .................................................................................. Síma og póstkostnaður ..................................................................................... Gjafir og styrkir .................................................................................................. Bankakostnaður ................................................................................................ Annar kostnaður ................................................................................................ Annar rekstrarkostnaður samtals ......................................................................
3.474.538 580.665 2.262.750 484.278 1.066.758 1.412.957 846.530 411.155 2.754.603 13.294.234
2.711.483 906.849 1.412.350 266.693 717.905 1.554.524 117.377 672.411 1.220.487 9.580.079
________________________________________________________________________________________________ _____________ Ársreikningur Bandalags íslenskra skáta 2010
9
45
Skýringar, frh.:
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
8.
Varanlegir rekstrarfjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir greinast þannig í þúsundum króna: Tjaldleigubúnaður
Skrifstofuáhöld og tæki
Hraunbær 123
Samtals
Heildarverð 1.1.2010 ................................ Afskrifað áður ........................................... ( Bókfært verð 1.1.2010 .............................. Viðbót á árinu ........................................... Afskrifað á árinu ....................................... ( Bókfært verð 31.12.2010 ..........................
5.632.813 2.439.335) ( 3.193.478 0 563.005) ( 2.630.473
3.028.342 1.480.996) ( 1.547.346 292.913 498.188) ( 1.342.071
80.383.441 8.771.878) ( 71.611.563 0 1.607.669) ( 70.003.894
89.044.596 12.692.209) 76.352.387 292.913 2.668.862) 73.976.438
Heildarverð 31.12.2010 ............................ Afskrifað samtals ..................................... ( Bókfært verð 31.12.2010 ..........................
5.632.813 3.002.340) ( 2.630.473
3.321.255 1.979.184) ( 1.342.071
80.383.441 10.379.547) ( 70.003.894
89.337.509 15.361.071) 73.976.438
Fasteignamat eignarhlutar BÍS í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 nemur 78 milljónum króna og brunabótamat 121 milljónum króna. Vátryggingarverðmæti lagers, innbús, tækja o.þ.h. nemur kr. 33 milljónum. 9.
Dótturfélög Félagið á tvö dótturfélög og greinist breyting á eignarhlutum og afkomu sem hér segir: Hlutdeild í eigin fé 1.1.
ÚSÚ 50% 0% eignarhluti i hl i ............................................................ Þjóðþrif ehf. 100% eignarhlutur ...........................................
39 811 414 39.811.414 14.216.395 54.027.809
Afkomuhlutdeild
( ( (
Eignarhlutur í árslok
848 038) 848.038) 4.211.151) 5.059.189)
38 963 3 6 38.963.376 10.005.244 48.968.620
10. Eignarhlutir í öðrum félögum Félagið á 2% hlut í Endurvinnslunni ehf. og er hann færður á kostnaðaverði. 11. Styrktarsjóður skáta Sjóðurinn var stofnsettur 1998 og rennur árlega í hann hluti félagsgjalda BÍS og andvirði sölu minningarkorta sem og almenn framlög. Haldið er sérstaklega utan um fjármál sjóðsins og hann endurskoðaður samhliða ársreikningi BÍS. Sjóðurinn er ekki færður í ársreikninginn. Staða Styrktarsjóðs 1.1.2010 ........................................................................................................ Framlög í sjóðinn 2010 .................................................................................................................. Ávöxtun á árinu ............................................................................................................................. Styrkir úr sjóðnum .......................................................................................................................... Staða Styrktarsjóðs 31.12.2010 ................................................................................................... 12. Skammtímakröfur Skammtímakröfur greinast þannig: Skátafélög ........................................................................................................ Viðskiptakröfur .................................................................................................. Aðrar skammtímakröfur ................................................................................... Skammtímakröfur Skýringar, frh.: samtals ............................................................................... 13. Eigið fé Yfirlit um breytingar á eigin fé:
(
8.307.763 1.018.900 449.110 330.000) 9.445.773
2010
2009
2.353.570 4.154.743 3.928.928 10.437.241
2.057.293 6.337.230 962.007 9.356.530
2010
2009
________________________________________________________________________________________________ Flutt frá fyrra ári ................................................................................................ 171.178.509 101.536.337 _____________ Tekjur (tap) umfram gjöld ................................................................................. ( 6.234.082) 69.642.172 9 Ársreikningur Bandalags íslenskra skáta 2010 Staða í árslok ................................................................................................... 164.944.427 171.178.509 14. Aðrar skammtímaskuldir Aðrar skammtímaskuldir greinast þannig: Skuldabréf / víxlar / Visa .................................................................................. Ógreitt vegna starfsmanna ............................................................................... Annað ............................................................................................................... Skammtímaskuldir samtals ..............................................................................
652.785 5.885.840 8.962.901 15.501.526
15. Ábyrgðarskuldbindingar Félagið er í ábyrgðum vegna lána Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni sem nema 50,1 milljónum króna.
46
767.270 7.400.544 1.765.159 9.932.973
EURO MINI JAM 2010 Smáþjóðaleikar skáta á Íslandi
48
100 ára afmæli kvenskátastarfs Afmælismót á Úlfljótsvatni
56 47
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
Euro-Mini-Jam 2010 1. Inngangur Mörg undanfarin ár hefur alþjóðaráð unnið að hugmyndavinnu til undirbúnings svokölluðum Smáþjóðaleikum skáta, síðar kallað Euro-MiniJam. Undirbúningshópur var skipaður á árinu 2008 og skipuðu hann Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, Jón Þór Gunnarsson og Karl Njálsson öll úr alþjóðaráði BÍS, Smári Guðnason, Hraunbúum og Ingveldur Ævarsdóttir, Mosverjum. Í stórum dráttum er hugmyndin sú að reglulega verði haldið skátamót þar sem komi saman u.þ.b. tveir dróttskátaflokkar frá hverju þeirra landa Evrópu sem kallast smáþjóðir. Gert er ráð fyrir að mótið verði haldið til skiptis í þessum löndum. Undirbúningsfundur með fulltrúum frá skátabandalögum sex þessara landa var haldinn á Íslandi í mars 2009. Þar voru lögð drög að dagskrá fyrstu smáþjóðaleikanna, sem kallaðir verða Euro-Mini-Jam og ákveðið að stefna að því að þeir verði haldnir á þriggja ára fresti til skiptis í löndunum. Niðurstöður undirbúningsfundarins og ramma fyrir Euro-MiniJam má finna í skýrslunni „Euro-Mini-Jam Project Formulation“ sem má nálgast á skrifstofu Bandalags íslenskra skáta. Fyrstu leikarnir voru haldnir dagana 19. til 24. júlí 2010 á Úlfljótsvatni. Í mótsstjórn voru Jón Þór Gunnarsson, mótsstjóri, Karl Njálsson, Ingveldur Ævarsdóttir, Guðvarður B. F. Ólafsson og Una Guðlaug Sveinsdóttir. Á síðari stigum kom Smári Guðnason inn í hópinn. Tengiliður við stjórn BÍS var Bragi Björnsson. Þátttakendur voru 68 frá sjö löndum og gekk mótið mjög vel. Í þessari skýrslu verður undirbúningi og framkvæmd mótsins lýst í stuttu máli. Farið verður yfir helstu markmið og áherslur sem lagt var upp með. Endurmatsskýrslu um mótið má nálgast á skrifstofu Bandalags íslenskra skáta sem og lokaskýrslu mótsins. Hér verður einungis drepið á helstu þáttum lokaskýrslu.
2. Um mótið Mótið var opið öllum skátum frá smáþjóðum Evrópu á aldrinum 13 til 16 ára. Mest gátu tveir, sex til átta manna flokkar frá hverju landi sótt mótið. Mótið var haldið á Úlfljótsvatni. Tungumál mótsins var enska.
2.1
Markmið
Markmið með verkefninu voru eftirfarandi, birt á frummálinu: • • • •
48
To create a common platform for the members of the NSOs/ MOs to experience and embrace the similarities as well as the differences between the nations. To strengthen the relationships between Scouts and Guides from the small states of Europe (national associations as well as individuals). To introduce the different cultures to the Scouts/Guides. To reinforce individual development of participants through
• •
joyful experiences. To give participants the possibility to challenge themselves and compete amongst each other in Scouting/Guiding games. To provide opportunities for NSOs/MOs to host an international event and to provide opportunities for their leaders and staff to develop their individual skills by organising and executing an international event.
Mótsstjórn telur að þessi markmið hafi verið uppfyllt í undirbúningi og framkvæmd verkefnisins.
2.2
Þema
Þema mótsins var „Red White Blue – We Challenge You!“ Þemað vísaði til fánalita Íslands og þeirrar táknrænu merkingar sem þeir bera. Seinni hluti þemans, „We Challenge You!“ vísaði til þeirra áskorana sem mótið og dagskráin gerði á bæði flokkana og einstaka skáta.
2.3
Þátttakendur
Upphaflegar skráningartölur frá bandalögunum gerðu ráð fyrir að rúmlega hundrað skátar mættu á mótið. Þegar lokaskráning lá fyrir var ljóst að öllu færri myndu mæta eða um 70 skátar frá sjö þjóðum. Á tímabilinu var nokkur óvissa um þátttöku nokkurra þjóða vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Virk upplýsingagjöf mótsstjórnar til þátttökubandalaga tryggði að bandalög hættu ekki við að kaupa flugmiða til Íslands og afboða þátttöku. Aðstandendur mótsins eru sáttir við þátttöku en mest gátu 14 til 16 sótt mótið frá hverju landi en rauntölur voru að meðaltali tíu frá hverju landi. Það teljum við góðan árangur þar sem um frumkvöðlaverkefni var að ræða. Þátttökuþjóðir voru: • Færeyjar • Ísland • Kýpur • Liechtenstein • Lúxemborg • Malta • Mónakó
2.4
Dagskrá og uppbygging
Nánar er fjallað um dagskrá mótsins í samnefndum kafla. Fylgt var niðurstöðum frá undirbúningsfundi mótsins þar sem línurnar voru lagðar í dagskrá. Stærstu dagskrárliðir voru sólarhrings hike, þríþraut og tugþraut. Þannig var lögð áhersla á friðsamlegar keppnir sem reyndu á mismunandi kunnáttu. Lögð var áhersla á undirbúning fyrir mótið. Þannig fengu þátttakendur upplýsingar um þríþraut fyrir mót og gátu því æft sig heima.
49
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
3. Mótsstjórn og aðrir sjálfboðaliðar 3.1
Mótsstjórn
Haustið 2009 var Jón Þór Gunnarsson skipaður mótsstjóri Euro-MiniJam af stjórn BÍS. Vel gekk að manna mótsstjórn og var hún fullmönnuð á um mánuði. Verkefnið var að framkvæma mótið samkvæmt þeim ramma sem ákveðinn hafði verið á undirbúningsfundi vorið 2009. Í mótsstjórn voru: • • • • • • •
Guðvarður B.F. Ólafsson Inga Ævarsdóttir Jón Þór Gunnarsson Karl Njálsson Una Guðlaug Sveinsdóttir Smári Guðnason (kom inn í mótsstjórn þegar nær dró móti) Tengiliður við BÍS var Bragi Björnsson
Mótsstjórn hélt 15 formlega fundi á undirbúningstímabili sem spannaði um tíu mánuði. Samkvæmt forskrift undirbúningsfundar átti mótið að vera einfalt í sniðum en jafnframt veglegt. Það þótti einnig mikilvægt að mótið gæti verið framkvæmt með sem fæstum sjálfboðaliðum þar sem sum bandalögin sem munu halda mótið í framtíðinni verða að geta haldið mótið þrátt fyrir lítið bakland. Nauðsynlegt væri að sýna, með tilliti til framtíðar mótsins, að ekki væri mikil byrði á bandalögunum að halda slíkt mót.
3.2
Aðrir sjálfboðaliðar
Mótsstjórn leitaðist við að dreifa vinnu á aðra sjálfboðaliða eftir megni. Um þrjátíu sjálfboðaliðar komu að mótinu með einum eða öðrum hætti og var sá stuðningur ómetanlegur. Rétt er að minnast sérstaklega aðkomu Ásgeirs Ólafssonar og Salvarar Kristjánsdóttur sem eyddu ómældum tíma við hin ýmsu störf á mótinu. Öll störf skáta tengd mótinu voru unnin í sjálfboðaliðavinnu. Lítið álag skapaðist á starfsmenn BÍS vegna mótsins.
50
4. Dagskrá 4.1
Dagskrárrammi
Grófar línur í dagskrá voru lagðar á undirbúningsfundi með þátttökuþjóðum vorið 2009. Eftir nánari útfærslu mótsstjórnar varð dagskrárrammi mótsins eftirfarandi:
Setning mótsins og slit voru með einföldu sniði. Stutt setning á mótinu þar sem þátttakendur voru boðnir velkomnir og mótið sett formlega með fánaathöfn. Ratleikur um mótssvæðið sem miðaði að því að kynna þátttakendum svæðið tók við í framhaldinu og vakti mikla lukku. Fyrstu dagar mótsins miðuðu almennt að því að leggja grunn að góðu móti. Áhersla var lögð á mismunandi menningu og vináttu þátttakenda. Mikið var lagt upp úr kynningu á þátttakendum, ísbrjótum og öðrum leiðum til að fá þátttakendur til að yfirstíga feimni og múra sem óhjákvæmilega koma upp hjá skátum á þessum aldri í alþjóðstarfi. Fljótlega var skipt upp í fjölþjóðlega flokka sem héldust út mótið. Fyrstu verkefni fjölþjóðlegu flokkanna voru að byggja upp tjaldsvæðið sitt til að gera tjaldbúðarlífið skemmtilegra það sem eftir lifði móts.
4.1.1 Sólarhrings hike Hike er eitt af bestu dagskrárliðunum sem fá flokka til að tengjast og treysta hver öðrum. Eftir að skipað hafði verði í fjölþjóðlegu flokkana og fyrstu kynni voru komin á, fóru fjölþjóðlegu flokkarnir í sólarhrings hike. Gengið var í átt að Reykjadal og yfir í Hveragerði. Þótt verulega hafi vantað upp á rötunarkunnáttu og réttan klæðnað gekk allt vel og þátttakendur áttu ómetanlegar stundir í faðmi vina og náttúru. Flokkarnir höfðu ýmis verkefni til að leysa á göngunni. Gönguferðin endaði á sundi í Hveragerði þaðan sem rúta var tekin aftur á mótssvæðið á Úlfljótsvatni.
51
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
4.1.2 Samfélagsþjónusta og alþjóðakvöld Snemma í undirbúningi mótsins var ákveðið að allir þátttakendur ættu að taka þátt í samfélagsþjónustu með einhverjum hætti. Vegna þröngs dagskrárramma var ákveðið að leita til Úlfljótsvatns um verkefni sem hægt væri að vinna á staðnum. Úr varð að gert var eldstæði úr hleðslusteinum og það merkt mótinu. Um kvöldið var vel heppnað alþjóðakvöld þar sem þátttakendum gafst tækifæri á að kynna sögu sína og menningu. Auk þess var skemmtiatriði frá hverri þjóð.
4.1.3 Tugþraut Á þessum tímapunkti voru fjölþjóðlegu flokkarnir búnir að starfa talsvert saman. Þá var komið að einum af hápunktum mótsins, skátatugþraut. Lagt var upp með að þrautirnar ættu að reyna á tólf mismunandi gildi eða þekkingu sem má sjá á grafinu hér að neðan:
Tugþrautin samanstóð því af tíu þrautum sem flokkarnir þurftu að leysa með sem bestum hætti. Tugþrautin sýndi vel hvernig ungir skátar frá mörgum mismunandi löndum geta unnið í samvinnu að lausnum margra mismunandi verkefna. Um kvöldið var varðeldur og kvöldvaka þar sem þátttakendur kynntu leikrit og söngva frá ýmsum þjóðlöndum.
4.1.4 Þríþraut Þríþrautin var einn af stóru dagskrárliðum mótsins. Í þríþrautinni tóku þjóðirnar, en ekki fjölþjóðlegu flokkarnir, þremur stórum áskorunum. Fyrsta þrautin var að byggja bastillu sem hafði það að markmiði að skjóta 1 kg sem lengst með fyrirframgefnu takmörkuðu efni. Það reyndi bæði á færni og útsjónarsemi í hönnun og trönubyggingum. Mörg lönd æfðu sig talsvert í þessu fyrir mót og prufuðu mismunandi útfærslur. Önnur þrautin snérist um að safna fljótandi púslum á Úlfljótsvatni til að geta lesið vísbendingu um næstu stöð samkvæmt ákveðnum reglum. Reyndi þrautin á útsjónarsemi, stjórnun, samvinnu og líkamlegt atgervi.
52
Á næstu stöð tóku við ýmsar þrautir sem reyndu hvað mest á samvinnu s.s. vatnsflutningur hóps. Í þriðju og síðustu þrautinni þurftu þátttakendur að koma eggi niður úr turni Úlfljótsvatns í heilu lagi. Eggið þurfti að fara niður í frjálsu falli. Flokkarnir fengu fyrirframgefið efni til að leysa vandamálið og komu margar skemmtilegar lausnir fram. Því næst þurftu flokkarnir að komast yfir eitrað sýki. Þrautin vakti mikla lukku og vann annar íslensku flokkanna þrautina.
4.1.5 Íslandskvöld Á Íslandskvöldinu var land, þjóð og menning kynnt fyrir þátttakendum. Kynnt var íslensk náttúra, söngvar og dansar, matur, jeppar, íslenskt sauðfé, landnámshænur og fleira. Kvöldinu lauk með næturleik um mótssvæðið.
4.1.6
Lokadagur
Síðasti dagurinn var hafður laus í sniðum til að gefa þátttakendum tækifæri á að vera frjáls með sínum alþjóðlegu vinum. Tjaldbúðin var tekin niður og tók svo við vatnadagskrá. Um kvöldið voru mótsslit á lokavarðeldi þar sem úrslit voru m.a. kynnt. Viðurkenningar fyrir þátttöku voru veittar. Baden og Olave, tuskudýr sem höfðu spilað hlutverkaleik yfir mótið voru afhend fulltrúa Liechtenstein sem tákn um að þeir héldu næsta mót 2013.
4.2
Aðrir dagskrárþættir
4.2.1 Trúarlegur hluti dagskrár Mismunandi þarfir voru vegna trúarathafna þátttakenda. Niðurstaðan sem allar þátttökuþjóðir voru sammála um á undirbúningsfundi var að í fánaathöfn á hverjum morgni væri gefin mínúta til íhugunar eða bæna. Þar að auki voru gefnar tíu mínútur í morgunverkum fyrir þær þjóðir sem vildu hittast saman áður en dagskrá hæfist.
4.2.2 Baden og Olave Tvö tuskudýr að nafninu Baden og Olave áttu það til að týnast á mótinu. Þeir sem fundu þau gátu skilað þeim í fánaathöfn og fengið viðurkenningu á móti.
4.2.3 Súperskátaögrunin Í mótsbók var að finna einstaklingsverkefni. Í frítíma gátu þátttakendur unnið að þessum verkefnum.
5. Undirbúningur 5.1
Samskipti
Samskipti við fararstjóra þátttökulandanna fóru að mestu leyti fram með tölvupósti. Fréttabréf með hagnýtum upplýsingum og áminningum voru send út reglulega í aðdraganda móts, og fór það fyrsta út snemma hausts 2009. Fréttabréfin voru einnig aðgengileg á vefsíðu mótsins og má því segja að upplýsingaflæði hafi almennt verið gott.
53
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
Helsti upplýsingamiðill mótsins var þó vefsíðan sem sett var upp www. eurominijam.com. Í nóvember 2009 var ákveðið að Una Guðlaug Sveinsdóttir hefði umsjón með samskiptum við þátttakendur, til að samskiptin yrðu persónulegri og um leið þægilegri fyrir alla aðila. Hún aðstoðaði þjóðirnar við að gera ráðstafanir varðandi gistingu og ferðir utan mótsins, svaraði fyrirspurnum og greiddi úr þeim vandamálum sem komu upp, ellegar kom þeim áfram til réttra aðila. Fyrir mótið var send út fararstjórahandbók, með ýmsum nauðsynlegum upplýsingum varðandi komu til landsins og mótið sjálft.
5.2
Tæknimál og tjaldbúð
Guðvarður B.F. Ólafsson sá um tækni- og tjaldbúðarmál. Honum til halds og trausts var Ásgeir Ólafsson. Allur aðbúnaður og aðstaða á Úlfljótsvatni var til fyrirmyndar og því þurfti ekki margar sérsniðnar lausnir. Auk þess lagði staðarhaldari og starfsfólk ÚSÚ hönd á plóg við útfærslu þessara atriða. Tjaldbúðin var teiknuð upp og skipulögð af sömu aðilum.
5.3
Táknrænn rammi
Við ákvörðun og lokahönnun á táknrænum ramma mótsins var leitað til upplýsingaráðs og þar veitti Benjamín Axel Árnason ráðgjöf auk þess sem hann hafði milligöngu um að finna hönnuði að mótsmerki og auglýsingaefni.
5.4
Kynning á mótinu
Mótsstjórn útbjó kynningarefni fyrir bandalögin til að auglýsa mótið. Gerð voru veggspjöld, glærukynningar, bæklingur og fleira. Bragi Reynisson bjó einnig til kynningarmyndband fyrir mótið. Ábyrgð á kynningu mótsins var velt yfir á hvert og eitt bandalag en mótsstjórn útbjó kynningarefnið sjálft samkvæmt ákvörðun sem tekin var á undirbúningsfundi fyrir mótið. Mótið var einnig kynnt fyrir smáþjóðum Evrópu á Evrópufundi formanna alþjóðaráða haustið 2009.
6. Mótssvæðið Mótið var á Hvítasunnuflötinni á Úlfljótsvatni. Á sömu flöt var kaffihús/ sjoppa/samkomustaðurinn Jonnabiti sem rekinn var af Jónasi G. Sigurðssyni, Landnema. Sameiginlegt mötuneyti þar sem matur var eldaður fyrir þátttakendur var í Strýtunni. Salvör Kristjánsdóttir rak mötuneytið og eldaði með hjálp foringja. Mótsstjórn var með aðstöðu í salnum í JB. Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni og starfsfólk þess er til fyrirmyndar. Starfsfólkið fær bestu einkunn og aðstaðan einnig. Gerður var samningur við Útilífsmiðstöðina fyrir mót þar sem fram kom þjónustan sem ÚSÚ veitti. Örvar Ragnarsson frá Útilífsmiðstöð Skáta Úlfljótsvatni hafði yfirumsjón með staðarverkefninu að útbúa hlaðið eldstæði.
7. Sjúkragæsla Sjúkragæsla var skipulögð af Ingu Ævarsdóttur. Hjálparsveit Skáta Reykjavík lagði til skyndihjálparbúnað en björgunarsveitarfólk úr bæði Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Hjálparsveit Skáta Reykjavík sinntu
54
sjúkragæslu á meðan á mótinu stóð. Merkt sjúkratjald var á Hvítasunnuflötinni. Aðstaða var til reiðu í JB ef veikindi kæmu upp og gista þyrfti í upphituðu rými. Hjúkrunarfræðingur frá Kýpur var á staðnum og til taks allan tímann. Engin alvarleg slys komu upp.
8. Mótsbók og mótsblað Gefin var út mótsbók sem var í umsjón Smára Guðnasonar og dreift við komu þátttakenda. Bókin innihélt helstu upplýsingar um mótið, reglur, dagskrá, söngva, leiki og fleira. Mótsblaðið kom út í fimm tölublöðum og var einnig í umsjón Smára Guðnasonar.
9. Fjármál Fjármál Euro-Mini-Jam voru að mestu í höndum Karls Njálssonar í samstarfi við skrifstofu BÍS. Mótsstjórn stillti upp fjárhagsáætlun fyrir mótið sem var yfirfarin og samþykkt af skrifstofu BÍS. Reynt var að stilla kostnaði í hóf. Mótsgjaldið var 195 EUR á þátttakenda. Þátttökugjöld Svartfjallalands voru 95 EUR en þeir sáu sér ekki fært að taka þátt. Ástæða þess að nota Evru við mótsgjaldið má rekja til ákvörðunar stjórnar þrátt fyrir ábendingar mótsstjórnar um að kostnaður væri að mestu í íslenskum krónum. Evran lækkaði á tímabilinu og hafði það áhrif á tekjur mótsins. Verkefnið hlaut styrk frá Youth In Action í gegnum Evrópu unga fólksins. Sá styrkur var ómetanlegur til að koma verkefninu á laggirnar en undirbúningsfundur vorið 2009 var einnig styrktur af Evrópu unga fólksins. Rekstrarniðurstaða mótsins var jákvæð en lokauppgjör mótsins er hægt að finna í lokaskýrslu mótsins.
10. Lokaorð Lengi hefur verið rætt um samstarfsvettvang smáþjóðanna og grundvöll fyrir einhverskonar smáþjóðaleikum á því sviði. Talsverður skriður komst á mótun verkefnisins þegar Alþjóðaráð tók upp verkefnið árið 2008. Með stuðningi frá Evrópu unga fólksins tókst að hefja undirbúning verkefnisins með aðkomu flestra smáþjóðanna sem eru með virkt skátastarf í Evrópu. Ísland bauðst snemma til að halda fyrsta viðburðinn sem nú hefur orðið að veruleika. Mótið heppnaðist mjög vel og í endurmati fékk mótið mjög góða dóma. Þrátt fyrir að um tíma hafi litið út að eldgos í Eyjafjallajökli gæti haft veruleg áhrif á mótið þá komu sjötíu þátttakendur frá sjö löndum. Vonandi verður mótið að reglulegum viðburði en Liechtenstein heldur mótið árið 2013 og árið 2016 hefur Kýpur boðist til að halda það. BÍS hefur sýnt að ekki þarf stórt bakland til að halda Euro-Mini-Jam þótt um veglegan táknrænan- og dagskrárramma sé að ræða. Mótið var því fyrirmynd fyrir smærri bandalög en talsverð umræða var um hvort allar þátttökuþjóðir hefðu úrræði til að halda mótið.
55
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
Dagskrárrammi mótsins sem og táknrænn rammi mótsins heppnaðist vel. Einstaka dagskrárliði þarf að fínpússa eða skoða betur fyrir næsta mót en heilt á litið gekk dagskráin vel og mikil ánægja var með stærstu dagskrárliðina. Mótsstjórn þakkar BÍS það traust að hafa fengið það verkefni að skipuleggja mótið og sjá um framkvæmd þess. Eins og áður hefur fram komið var hópurinn nokkuð sjálfstæður verkefnahópur. Ferlið var einstaklega skemmtilegt og hefur einnig verið lærdómur fyrir okkur sem komum að því. Allir þeir skátar sem lögðu hönd á plóg fá sérstakar þakkir, þið hafið sýnt hvers lítið bandalag er megnugt í frumkvöðlaverkefnum.
Afmælismót 100 ára kvenskátastarfs í heiminum „Enginn er verri þótt vökni í gegn og vitaskuld fáum við steypiregn“ er hending úr vinsælum skátatexta og þessi orð áttu svo sannarlega vel við þegar skátar fögnuðu 100 ára afmæli kvenskátastarfs í heiminum með myndarlegu skátamóti að Úlfljótsvatni dagana 5.-8. ágúst 2010. Í skemmtilegu viðtali lýsti Hrönn Harðardóttir mótsstjóri stemningunni svona: „Það var bókstaflega skýfall í fimm klukkustundir samfleytt á föstudagskvöld og vel fram yfir miðnætti. Það blotnaði allt sem blotnað gat og örlítið meira til enda máttu nokkrir mótsgesta leita skjóls undir þaki þessa nótt. Þetta var líklega allra besti dagskrárliðurinn á mótinu þótt mótsstjórn hafi hvergi komið nálægt skipulagningunni – þarna fengu skátarnir frábært tækifæri til að upplifa Móður Náttúru í sinni blautustu mynd og eru nú reynslunni ríkari – það að læra af reynslunni er einmitt kjarni skátastarfsins og rauði þráðurinn í uppeldisaðferðum okkar. Þess utan erum við alltaf með sól í hjarta, hvernig sem viðrar og útilífið kennir okkur að veður skiptir ekki svo miklu máli ef við kunnum að búa okkur á réttan hátt,“ sagði Hrönn að lokum. Mótið sóttu íslenskir skátar auk erlendra gesta frá Bretlandi og Svíþjóð. Auk þess voru starfræktar fjölskyldubúðir fyrir eldri skáta. Tilefni mótshaldsins var að fagna 100 ára afmælis kvenskátastarfs í heiminum sem rekja má til áhuga stúlkna á vel heppnuðu og vinsælu skátastarfinu sem Baden Powell hóf. Stúlkur þrýstu fast á þátttöku í skátastarfi eins og dreng-
56
irnir og í framhaldi af því stofnuðu Baden Powell og systir hans, Agnes Kvenskátahreyfinguna (The Girl Guides Movement).
Á mótinu var boðið upp á fjölbreytta dagskrá og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Vatnasafarí, trönubyggingar, bátadagskrá, þríhyrningahlaup, mysudrykkjukeppni og mýrarbolti voru á meðal dagskrárliða. Bragi Björnsson Skátahöfðingi lét ekki sitt eftir liggja þegar kom að einu mest krefjandi dagskráratriðinu: Bryggjuhoppi. Aðeins þau alhörðustu lögðu í þessa ögrandi þraut sem var fólgin í því að hoppa fram af brúarhandriði ofan í djúpan og kaldan hyl. Hápunktur mótsins var dúndrandi sápukúludansleikur sem fór fram í Strýtunni á laugardagskvöldið að loknum varðeldi. Gluggar Strýtunnar voru byrgðir, sett var upp öflugt hljóð- og ljósakerfi og öflug sápukúluvél spúði glitrandi sápukúlum yfir dansgólfið sem var pakkfullt af lífsglöðum skátum. Dansinn dunaði langt fram eftir nóttu og ekki voru sjáanleg þreytumerki á nokkrum manni þrátt fyrir að þátttakendur hafi átt svefnlitla nótt þar á undan eftir að djúp og gjöful rigningarlægð hafði smeygt sér í svefnpoka og tjöld mótsgesta. Mótsstjórn afmælismótsins skipuðu þær Hrönn Bjargar Harðardóttir, mótsstjóri, Sigrún Helga Gunnlaugsdóttir Flygenring dagskrárstjóri, Alma Ósk Melsteð tjaldbúðar- og tæknimálastjóri, Rakel Ósk Snorradóttir tjaldbúðar- og tæknimálastjóri og Eygló Höskuldsdóttir Viborg kynningarmálastjóri.
57
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
Góðar hugmyndir:
58
G贸冒ar hugmyndir:
59
ÁRSSKÝRSLA BANDALAGS ÍSLENKSRA SKÁTA 2010
60