handb贸k
Renewed Appr oach to Pr ogramme
Handb贸k sveitarforingja dr贸ttsk谩ta
3
Handbók sveitarforingja dróttskáta © Bandalag íslenskra skáta Bandalag íslenskra skáta, Reykjavík 2011 Ritstjórn; Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé Hönnun og umbrot: Guðmundur Pálsson | Ólöf Jóna Guðmundsdóttir Íslensk myndvinnsla: Sigrún Karlsdóttir Hönnun forsíðu: Birgir Ómarsson
Bókin er þýdd og staðfærð útgáfa bókarinnar Handbook for Leaders of the Scout Section og gefin út með heimild The World Organization of the Scout Movement, Interamerican Scout Office og European Scout Office. Teikningar eru úr bókinni Scouting Trail, sem útgefin er af Scouting Ireland. Colm Kavanagh og írskum skátum er þakkað þeirra framlag til útgáfunnar. Ljósmyndir eru úr ljósmyndabanka Shutterstock, fjölda vefmiðla og vefsíðna og úr einkasöfnum. Ekki var unnt að sannreyna hugsanlegan höfundarétt allra ljósmynda og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar og jafnframt þakkað framlag sitt til þessarar útgáfu.
1. prentun október 2011
Öll réttindi áskilin. Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis ritstjóra og útgefanda. ISBN: 978-9979-850-22-9
Bandalag íslenskra skáta Hraunbæ 123 – 110 Reykjavík sími: 550 9800 – skatar@skatar.is – www.skatar.is
4
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Formáli Ágæti skátaforingi Þessi bók er handbók fyrir þig. Hún útskýrir þá hugmyndafræði sem skátahreyfingin um víða veröld byggir á. Fyrst og fremst er hún þó til leiðbeiningar um notkun þeirrar að ferðafræði sem nauðsynlegt er að hafa á valdi sínu til að skátastarf þjóni þeim uppeldis markmiðum sem stefnt er að. Skátahreyfingin er uppeldishreyfing sem stefnir að því að hver skáti læri smám saman á þroskaferli sínum frá barnsaldri til fullorðinsára að vera sjálfstæður, virkur og ábyrgur einstaklingur sem lætur gott af sér leiða í því samfélagi sem hún eða hann tilheyrir, ekki einungis meðan á formlegu skátastarfi stendur heldur einnig þegar fullorðinsárum er náð. Ef rétt er á málum haldið er skátastarfið skemmtilegt og aðlaðandi „ævintýri“ sem aðlagast hverju aldursskeiði og þroska skátanna. Þessi handbók er fyrir sveitarforingja dróttskáta. Inntak bókarinnar, tungutak og öll uppsetning er sett fram með það í huga að hvetja lesandann til að hugsa um hvað það merkir að ala upp börn. Í bókinni er lögð áhersla á mikilvægi þess að stuðla að heildar þroska einstaklingsins og öllum víddum persónuleikans. Skátastarf er óformlegt uppeldis starf sem byggir á því að nýta tómstundir barna til uppbyggjandi verkefna. Bókin fjallar um börn og þroska þeirra. Hún er skrifuð fyrir fullorðna einstaklinga sem vilja leggja sitt af mörkum til að styðja á ábyrgan hátt við þroskaferli barna ánægjunnar vegna, en um leið að vaxa sjálfir og þroskast í samstarfi við aðra fullorðna við svo veigamikið verkefni. Mikilvægt er að öðlast skýra mynd af heildarferli skátahugsjónarinnar og umgjörðinni sem mótar skátastarf í heildstætt uppeldislíkan. Bókin er hugsuð sem handbók til að fletta upp í þegar vanda ber að höndum og þörf er dýpri skilnings á verkefnum. Þó að í bókinni sé að finna hagnýtar leiðbeiningar fyrir sveitarforingja sem hjálpa henni eða honum að ná betri árangri í skátastarfinu, þá er gildi hennar ekki síður fólgið í því að fá lesandann til að hugsa um það sem við gerum. Sé skátahugsjónin ljós í hugum okkar verður framkvæmd þeirra gefandi verkefna sem stuðla að auknum þroska einstaklingsins ánægjulegri. Lykillinn er því að fylgjast stöðugt með því hvernig skátastarf stenst samanburð við samtímakenningar í uppeldis- og menntunarfræði án þess að missa sjónar á þeim gildum sem eru undirstaða skáta starfsins. Það er einungis ein skátaaðferð til og hún einkennir skátastarf um allan heim. Hún er útskýrð ítarlega í bókinni. Aðferðin er aðlöguð aldri og þroska skátanna. Þess vegna er táknræn umgjörð skátastarfs breytileg fyrir ólík aldursstig. Þrátt fyrir ólíka táknræna umgjörð fyrir aldursstigin er grunnurinn hinn sami fyrir alla skáta. Skáti merkir í raun könnuður og sem könnuður er skátinn alltaf að kanna ný svið og nema nýjar lendur í hópi jafningja sama á hvaða aldri hann er – sem barn, unglingur, ungmenni eða fullorðinn einstaklingur.
Handbók sveitarforingja dróttskáta
5
Þessi handbók fyrir sveitarforingja dróttskáta er afrakstur margra ára samstarfs, ígrund unar og gagnrýnnar umræðu fjölmargra skátaforingja, leikra og lærðra, í mörgum lönd um. Tekist hefur verið á um sjónarmið, þau krufin til mergjar og niðurstaðan er þessi bók. Nú, þegar rúm öld er liðin frá því að skátastarf hófst í heiminum starfa tæplega 40 milljónir skáta innan vébanda skátahreyfingarinnar í meira en 200 þjóðríkjum og á sjálfstæðum landsvæðum. Árið 2012 verður ein öld liðin frá því að skátastarf hófst á Íslandi. Íslenskir skátar horfa því fram til nýrrar aldar eftir eitt hundrað ára skátastarf. Með útgáfu á þremur handbókum fyrir sveitarforingja í skátastarfi lýkur löngu endur skoðunarferli og við tekur innleiðing ferskrar skátadagskrár í öllum skátafélögum landsins. Það er von okkar og trú að ný skátadagskrá, handbækur sveitarforingja og starfsbækur skátanna sjálfra, muni endurnýja og efla skátastarf á Íslandi um langa framtíð til gæfu fyrir þá einstaklinga sem þess njóta og samfélagið allt. Gerð hefur verið þriggja ára áætlun um innleiðingu og endurskoðun á foringjaþjálfun Bandalags íslenskra skáta. Mikill fjöldi sjálfboðaliða innan og utan skátahreyfingarinnar hefur komið að útgáfu þessara bóka og er þeim þakkað fórnfúst starf í þágu skátahreyfingarinnar. Þá er starfsfólki BÍS og stórum hópi fagfólks á fjölmörgum sviðum þakkað mikilvægt framlag. Menntamálaráðuneytinu, Alþjóðaskrifstofu drengjaskáta, WOSM - Europe og Interamerica Region og Scouting Ireland er þökkuð fjárhagsleg og fagleg aðstoð. Handbókin er skrifuð fyrir þig til að styðja þig í því mikilvæga starfi sem þú hefur tekið að þér. Skátakveðja, með ósk um velgengni í starfi.
Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé September 2011
6
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Efnisyfirlit Formáli ................................................................................................................................... 5 Efnisyfirlit ............................................................................................................................... 7 Skátahreyfingin er uppeldishreyfing ....................................................................... 9 Notkun bókarinnar .......................................................................................................... 12 1. kafli
Frá bernsku til unglingsára
13
Grunnhugtök.......................................................................................................................................... Helstu þroskaverkefni á aldrinum 13-15 ára ........................................................................................... Stutt lýsing á persónuleika stráka og stelpna . ........................................................................................ Önnur mikilvæg atriði ............................................................................................................................
15 18 23 26
2. kafli
Táknræn umgjörð
31
Tákn . .................................................................................................................................................... Áhugi á að kanna ný svið ...................................................................................................................... Löngun til að nema nýjar lendur ............................................................................................................ Þörfin fyrir að tilheyra hópi jafningja ...................................................................................................... Táknræna umgjörðin í verki ...................................................................................................................
33 37 58 68 74
3. kafli
Skátaflokkurinn
77
Grunnhugtök ......................................................................................................................................... 79 Skátaflokkurinn sem óformlegur hópur . ................................................................................................. 82 Flokkurinn sem lærdómsvettvangur . ...................................................................................................... 95
4. kafli
Skátaaðferðin
105
Lykilþættir skátaaðferðarinnar . ............................................................................................................ 107 Sveitarstarfið ....................................................................................................................................... 110
5. kafli
Skátasveitin
113
Eiginleikar skátasveitarinnar . ............................................................................................................... 115 Uppbygging skátasveitarinnar .............................................................................................................. 121 Ytri einkenni skátasveita og skátastarfs . .............................................................................................. 126
Handbók sveitarforingja dróttskáta
7
6. kafli
Skátaheitið og skátalögin
131
Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar . ................................................................................................ Skátalögin ........................................................................................................................................... Hugleiðingar um skátalögin ................................................................................................................. Skátaheitið ..........................................................................................................................................
133 137 142 152
7. kafli
Hlutverk skátaforingja
157
Skátaforingjar ...................................................................................................................................... 159 Sveitarforingjar sem leiðbeinendur ....................................................................................................... 170
8. kafli
Þroskasviðin
177
Víddir persónuleikans .......................................................................................................................... 179 Hugleiðingar um þroskasviðin .............................................................................................................. 184
9. kafli
Áfangamarkmiðin
207
Uppeldismarkmið skátastarfsins ........................................................................................................... 209 Tilboð um markmið . ............................................................................................................................ 216 Dróttskátamerkin ................................................................................................................................. 234
10. kafli
Verkefnin
239
Markmið, verkefni og reynsla ............................................................................................................... Gerðir verkefna . .................................................................................................................................. Hefðbundnu verkefnin . ........................................................................................................................ Valverkefnin . ....................................................................................................................................... Sérkunnátta . .......................................................................................................................................
241 244 248 258 263
11. kafli
Mat á þroska einstaklingsins
269
Nýliðatímabilið .................................................................................................................................... 271 Mat á framförum skátans .................................................................................................................... 278 Niðurstöður mats á framförum skátans ................................................................................................ 283
12. kafli
Dagskrárhringurinn
287
Grunnhugtök ....................................................................................................................................... Greining á stöðu sveitarinnar ............................................................................................................... Kynning á tillögum og val verkefna ...................................................................................................... Skipulagning, útfærsla og undirbúningur verkefna ................................................................................ Framkvæmd og mat verkefna ...............................................................................................................
290 294 299 304 311
Lokaorð............................................................................................................................... 321 Merki dróttskáta ........................................................................................................... 322 Gagnlegar upplýsingar .............................................................................................. 324
8
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
SKÁTAHREYFINGIN ER UPPELDISHREYFING Robert Baden Powell (1857-1941) stofnandi skátahreyfingarinnar kom heim til Englands árið 1903 eftir áratuga dvöl á Indlandi og í Afríku. Við heimkomuna blasti við honum borgarsamfélag þar sem stærstur hluti ungs fólks virtist alast upp fyrst og fremst sem áhorfendur og neytendur. Frá hans sjónarhóli var um hættulega þróun að ræða því að sú var bjargföst skoðun hans að það sem skipti mestu máli, bæði fyrir einstaklingana og samfélagið allt, væri að sem allra flestir lærðu að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir samfélagsþegnar. Baden Powell hafði langa reynslu sem herforingi í breska hernum. Hans sérþekking var fólgin í því hvernig hægt væri að komast af við óþekktar aðstæður í ókunnu landi. Nokkru fyrir aldamótin nítján hundruð hafði hann gefið út lítið fræðslurit, Aids to Scouting, sem ætlað var að kenna hermönnum sjálfstæða hugsun, nota eigin hugkvæmni og bjarga sér í óbyggðum. Við heimkomuna 1903 var Baden Powell fagnað sem þjóðhetju, m.a. eftir hina frægu vörn borgarinnar Mafeking í Búastríðinu. Honum varð ljóst að litla bókin hans var orðin metsölubók og að fjöldi kennara og æskulýðssamtök, eins og t.d. samtökin Boys’ Brigade, notuðu hana til að efla sjálfsbjargarviðleitni unglinga og ungs fólks við erfiðar aðstæður. Baden Powell varð líka fyrir áhrifum frá Ernest T. Seton sem hafði stofnað Woodcraft hreyfinguna í Bandaríkjunum árið 1902. Þeir hittust 1906 og gaf Seton Baden Powell eintak af bók sinni The Birch Bark Roll of the Woodcraft Indians. Á grundvelli langrar reynslu og eftir mikla ígrundun og samskipti við fjölmarga leika og lærða hafði Baden Powell mótað sér hugmynd um hvað mestu máli skipti við uppeldi ungs fólks. Mikilvægust væri virk þátttaka þess sjálfs í litlum hópum jafningja sem saman uppgötvuðu heiminn með því að kanna ný svið og nema nýjar lendur. Hann ákvað að gera tilraun með hugmyndir sínar og safnaði saman tuttugu og tveimur 11-15 ára drengjum úr ólíkum þjóðfélagshópum í fyrstu skátaútileguna á Brownsea-eyju í ágúst 1907. Baden Powell var hvattur til að endurskrifa bókina Aids to Scouting sem áður var nefnd, en nú fyrir unga lesendur. Allt varð þetta til þess að hann gaf út bókina Scouting for Boys (sem þýðir „Könnunarstarf fyrir drengi“) árið 1908. Bókin kom út í sex heftum og varð þegar afar vinsæl. Beðið var eftir hverju nýju hefti og fljótlega höfðu þúsundir drengja og litlu síðar fjöldi stúlkna „gripið boltann“ og stofnað skátaflokka víða í Bretlandi og í mörgum öðrum löndum. Í fyrstu störfuðu þessir skátaflokkar hver á sínum forsendum með bók Baden Powell sem leiðarljós. Þegar árið 1911 voru starfandi skátar í heiminum orðnir yfir 150.000. Scouting for Boys hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Hún var ein af mest seldu bókum á tuttugustu öldinni, seldist í um 150 milljón eintökum. Bókin kom út á íslensku árið 1948 undir heitinu Skátahreyfingin. Með sanni má segja að skátastarf hafi orðið til í grasrótinni. Baden Powell fylgdist með þróun þessarar nánast sjálfsprottnu hreyfingar. Hann sá að tímabært var að stofna formlegar höfuðstöðvar skátastarfs í hverju landi fyrir sig og seinna alþjóðasamtök skáta til að tengja alla skátaflokka í
Handbók sveitarforingja dróttskáta
9
skátasveitir og svara þannig vaxandi þörf fyrir skipulag og leiðbeiningar. Aðkallandi var einnig að fá fullorðið fólk til að starfa og styðja við bakið á ungu skátunum. Var Baden Powell hvattur, m.a. af Játvarði konungi VII, til að helga alla krafta sína skátahreyfingunni sem hann gerði frá 1910 til dauðadags. Baden Powell hafði mikil samskipti við ítalska lækninn og uppeldisfræðinginn Mariu Montessori (1870-1952). Montessori setti fram byltingarkenndar kenningar um uppeldi og menntun barna. Þær setti hún fram eftir umfangsmiklar rannsóknir sem fóru fram í skólastofum þar sem kennarar fylgdust með og skráðu athafnir barna í þeim tilgangi að öðlast þekkingu á námsleiðum hvers barns fyrir sig. Niðurstöðurnar sýndu að börn hafa innbyggða þörf til að læra með því að framkvæma sjálf og á grundvelli þeirra setti Montessori fram tilgátur og kenningar um næmi barna. Niðurstöður rannsókna hennar leiddu í ljós fjögur þroskaskeið sem skarast og dreifast frá 0-18 ára. Þessi skeið einkennast í fyrsta lagi af næmi fyrir tungumálum, smáatriðum í skipan hluta og fyrirbæra og í samskiptum. Í öðru lagi af hvöt til að beita skynsemi, byggja upp siðferði, þróa félagatengsl og þörf fyrir að ná valdi á röksemdum og ímyndum. Í þriðja lagi af ójafnvægi, líffræðilegum breytingum og kynþroska, skynjun á réttlæti og persónulegri sómakennd og í fjórða lagi af þörf fyrir sjálfstæði og löngun til skilja menningarlegt umhverfi, standa á eigin fótum og vinna fyrir sér. Uppeldisaðferðir Baden Powell byggja að verulegu leyti á þessum kenningum Montessori. Athafnanám (learning by doing) er hluti af skátaaðferðinni eins og Baden Powell lýsti henni. Bandaríski heimspekingurinn og uppeldisfræðingurinn John Dewey (1859-1952) setti fyrstur manna fram kenningar um slíkt nám á seinni hluta nítjándu aldar. Baden Powell þekkti vel til kenninga Dewey. Skátaaðferðin hefur líka fræðilegan stuðning af kenningum Jean Piaget (1896-1980) um vitsmuna- og siðgæðisþroska, þroskakenningu Lev Vygotsky (1897-1934) og kenningum um félagslega hugsmíðahyggju (social constructivism). Augljóslega bar Baden Powell gæfu til að kynna hugmyndir sem féllu í góðan jarðveg hjá börnum, unglingum og ungu fólki um heim allan. Sjálfsagt hafa þau almennu gildi sem hann kynnti ungmennum með skátaheitinu og skátalögunum haft sitt að segja – en meginskýringin á vinsældum skátastarfsins meðal ungs fólks var í upphafi og er enn sannarlega önnur. Unglingar og ungt fólk í öllum löndum, öllum samfélögum, þjóðfélagsstéttum og menningarsvæðum, þrá vináttu og samfélag innan lítilla hópa jafningja sem saman uppgötva heiminn í kringum sig. Það er galdurinn sem fólginn er í kenningum Baden Powell um uppeldi og honum tókst með þessum hugmyndum að koma til móts við þrá ungs fólks og þarfir barna og unglinga. Skátaaðferðin er hugmynda- og aðferðafræði skátahreyfingarinnar felld í eina heild. Táknræna umgjörðin sem Baden Powell valdi fyrir skátastarfið var sjálfur skátinn sem könnuður og táknrænu fyrirmyndir skátans eru því allir þeir karlar og allar þær konur sem hafa kannað ný svið og numið nýjar lendur – hvort heldur þessi nýju svið eða nýju lendur eru innan vísinda, lista, daglegs lífs eða í eigin hugarfylgsnum. Markmið skátahreyfingarinnar er að gefa ungu fólki tækifæri til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar – að verða eiginlegir skátar, þ.e. könnuðir, fyrir lífstíð. Margt hefur gerst á hundrað árum í sögu skátastarfs, bæði hér á landi og í öðrum löndum. Stöku sinnum hefur skátahreyfingin misst sjónar á einhverjum mikilvægum atriðum í skáta aðferðinni, stundum vegna misskilnings um markmið hreyfingarinnar en oftast með því að rugla saman markmiðum og leiðum. Síðastliðin fimmtán ár hefur mikið endurskoðunarstarf farið fram hjá skátabandalögum í mörgum löndum sem og hjá alþjóðasamtökum skáta. Bandalag íslenskra skáta (BÍS) gaf út bók, Skátastarf – markviss menntun, árið 1999 en hún var þýðing á bókinni Scouting: An Educational System sem World Scout Bureau hafði þá nýlega gefið út. Mikil endurskoðunarvinna fór fram hjá
10
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Evrópusamtökum skáta, RAP-Europe (Renewed Approach to Programme), Suður- og Mið Ameríkusamtökum skáta, MacPro (Method for Creation and Continuous Updating of the Youth Programme) og Alþjóðaskrifstofu skáta (World Scout Bureau). Íslenskur vinnuhópur (RAP) var skipaður og skilaði metnaðarfullri greiningarskýrslu á Skátaþingi 2007. Stjórn BÍS samþykkti svo á fundi sínum 7. ágúst 2010 að gefa út Handbækur fyrir sveitarforingja drekaskáta, fálkaskáta og dróttskáta ásamt stoðefni. Þær bækur styddust að verulegu leyti við bækurnar Handbook for Cub Scout Leaders og Handbook for Leaders of the Scout Section sem gefnar voru út sem kynningar- og stuðningsefni fyrir skátabandalög af World Organization ot the Scout Movement (WOSM) og unnar af WOSM-Interamerica og WOSM-Europe. Mörg einstök skátabandalög víða um heim hafa sett í gang sambærilega vinnu. Írska skátabandalagið er þar framarlega í flokki og hefur vinnan hér á landi notið stuðnings af samstarfi við það. Hér er um að ræða nýjan starfsgrunn fyrir skáta á Íslandi. Grunn sem leitar til upphaflegra gilda skátastarfsins en á nýjum og breyttum forsendum sem eru í takti við samtímann. Eins og segir í formála að útgáfu WOSM á Handbook for Cub Scout Leaders „er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem við höfum handbærar raunhæfar uppeldisfræðilegar leiðbeiningar sem byggja á faglegum og fræðilegum grunni.“ Í handbókunum má á aðgengilegan hátt finna útskýringar á hugmynda- og aðferðafræði skátahreyfingarinnar. Skátadagskrá handbókanna endurheimtir hina upprunalegu skátahugsjón sem Baden Powell kynnti fyrir rúmri öld. Hún endurlífgar þá táknrænu umgjörð sem hann mótaði þegar hann bauð því unga fólki sem í upphafi gekk skátahreyfingunni á hönd – að kanna ný svið og nema nýjar lendur. Ný skátadagskrá gerir okkur kleift að endurheimta og virkja hið raunverulega mikilvægi flokkakerfisins. Sé unnið eftir því kerfi verður óformlegur hópur vina virkt lærdómssamfélag, - samfélag sem byggist á sjálfstæðri, virkri og ábyrgri þátttöku skátanna sjálfra. Dagskráin undirstrikar líka merkingu athafnanáms með því að bjóða ungu fólki tækifæri til sköpunar, virkrar þátttöku og að þroskast af eigin reynslu. Handbækurnar leggja til áhugavert kerfi til sjálfseflingar. Kerfið grundvallast á því að veita hverjum skáta tækifæri til að setja sér persónulegar áskoranir til að ná tilteknum áfangamarkmiðum á þroskaferlinum. Dagskráin undirstrikar einnig þau lífsgildi, lífsfyllingu og farsæld í mannlegum samskiptum sem fólgin eru í skátaheiti og skátalögum.
Handbók sveitarforingja dróttskáta
11
hvernig nota má þessa handbók Bók þessi er í 12 köflum. Aftan á upphafssíðu hvers kafla er samantekt á efni hans, þar sem birtar eru fyrirsagnir einstakra undirkafla og efnisþátta.
Lesandi sem vill skanna á stuttum tíma efni bókarinnar getur lesið þessar samantektir eða flett einstökum köflum, lesið millifyrirsagnir og þannig fengið heildaryfirlit yfir efni bókarinnar.
Megintexti bókarinnar er prentaður með svörtu letri. Þar er að finna grunninn að skilningi á hverjum efnisþætti fyrir sig. Textinn sem prentaður er með bláu letri inniheldur meginhugsun og mikilvægustu hugtök í hverjum efnisþætti. Græni textinn er eins konar ítarefni. Mælt er með að lesa þann texta þegar á þarf að halda til að fá dýpri skilning á efninu.
Þessi uppsetning er hugsuð til að hjálpa lesandanum að fá á auðveldan hátt yfirsýn yfir efni bókarinnar og til að nýta hana sem handbók sem auðvelt er að grípa til þegar þörf krefur eða lesandinn vill kafa dýpra í einstaka efnisþætti.
12
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
1
kafli Frรก bernsku til unglingsรกra
1 | Frรก ber nsku til unglingsรกra
13
Efnisyfirlit
Grunnhugtök • Unglingsárin - tímabil vaxtar og persónulegra framfara • Lengd og einkenni unglingsáranna eru mismunandi milli einstaklinga • Gelgjuskeiðið markar upphaf unglingsáranna
Helstu þroskaverkefni á aldrinum 13 til 15 ára
Stutt lýsing á persónuleika stráka og stelpna • Nýr líkami
• Að móta líkamsvitundina
• Hugmyndir í mótun
• Að efla sjálfstraustið
• Eigið gildismat
• Að staðfesta kynhlutverkið
• Mótsagnakenndar tilfinningar
• Að efla nýjan hugsunarhátt
• Lífstíðarvinir
• Að læra að takast á við tilfinningasveiflur
• Persónuleg trú
• Að læra að setja sig í spor annarra og setja sér reglur sem eru almennt viðurkenndar • Að hefja leitina að eigin sjálfsmynd, aðlagast samfélaginu nær og fjær og setja sér lífsmarkmið
Önnur mikilvæg atriði • Skipta má fyrsta skeiði unglingsáranna í tvö aldursbil: 10 til 12 ára og 13 til 15 ára • Strákar og stelpur eru eins en samt ólík • Jafnréttisfræðsla þar sem tekið er tillit til kynjamismunar • Hver stelpa og hver strákur á sér sína eigin sögu og lífsáform
14
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Grunnhugtök Unglingsárin - tímabil vaxtar og persónulegra framfara Almennt skilgreinum við unglingsárin sem það tímabil í lífinu þegar líkamlegar breytingar kynþroskaaldursins hefjast og þau enda er við komumst á fullorðinsaldurinn. Fyrir um það bil tvö hundruð árum var tímabilið sem í dag er nefnt unglingsár ekki til eða leið hjá án þess að nokkur gæfi því gaum. Eina aðgreiningin var milli „barna” og „fullorðinna“. Við fermingu urðu börn „fullorðin“ en það sem raunverulega markar skil á þessu tímabili er kynþroski einstaklings. Unglingsárin sem fela í sér kyn- og félagslegan þroska einstaklingsins, hafa verið staðfest af sífellt flóknara samfélagi. Eftir því sem samfélagsgerðin þróaðist, jókst þörf fyrir sérhæfðara vinnuafl sem aftur ýtti undir framfarir í skólamálum. Með tímanum var barnaþrælkun aflögð og jukust þá lífslíkur fólks. Breytt samfélög hafa einnig með tímanum viðurkennt unglingsárin sem mikilvægt þroskaskeið.
• Unglingsárin voru lengi vel skilgreind sem „umbreyting” - stutt skref á leiðinni frá bernsku til fullorðinsára, sem einkenndist helst af eirðarleysi og óstöðugleika. Var algengt að vísa til unglingsáranna sem óróleikatímabils er einkenndist af tilfinningalegu ójafnvægi og mótþróa. • Með aukinni þekkingu hefur skilningur á því hvernig unglingar upplifa þennan þroskaferil breyst mjög. Nú er litið á unglingsárin sem tímabil þróttmikils vaxtar og framfara sem einkennast ekki eingöngu af líffræðilegum breytingum heldur einnig af huglægum og félagslegum þroska sem stuðlar að mótun hins fullorðna einstaklings, konu eða karls. • Unglingsárin eru svo miklu meira en erfið vandamál. Þetta tímabil milli æsku og fullorðinsára er fullt af spennandi tækifærum sem mikilvægt er að grípa og upplifa til fullnustu. Unglingsárin bjóða upp á svo mörg tækifæri til virkrar þátttöku einstaklings í lífinu að það má ekki eingöngu líta á þau sem skref í áttina að næsta stigi. Virða verður unglinga á þeirra eigin forsendum í stað þess að líta á þá sem einhverja sem voru börn eða eru að verða fullorðin. • Uppreisnargirnin sem tileinkuð er unglingum er einungis metin út frá sjónarhorni fullorðinna. Í rauninni er þessi svokallaða uppreisnargirni ekki annað en yfirlýsing unglingsins um að hann sé sjálfstæður einstaklingur og hún er ómissandi þáttur í því að móta og byggja upp persónuleika hans.
1 | Frá ber nsku til unglingsára
15
Helstu þroskaverkefni unglingsáranna, sem ná yfir allt tímabilið frá kynþroskaaldri þar til einstaklingurinn kemst á fullorðinsár, eru eftirfarandi: • Að öðlast kynþroska, með öllu sem því fylgir, ekki einungis líkamlega. • Að styrkja sjálfsmyndina. • Að hugleiða eigin lífsmarkmið. Við getum sagt að unglingsárin byrji á sviði líffræðinnar og endi í menningarheim inum. Þau byrja með sýnilegum líkamsbreytingum sem gefa vísbendingar um líf fræðilega karlmennsku eða kvenleika. Þegar líður á unglingsárin hefur einstaklingur þroskað hugsunarhátt sinn og það gerir hann færari um að skilja lífið í víðara sam hengi. Í framhaldi af því vaknar löngun til sjálfstæðis og að vera sjálfum sér sam kvæmur. Þessu ferli lýkur þegar einstaklingurinn fær hlutdeild í samfélagi hinna full orðnu með framtíðarmarkmið í farteskinu, eða að minnsta kosti sannfæringu um að hann þurfi að taka ákvarðanir í lífinu og sé fær um það.
Lengd og einkenni unglingsáranna eru mismunandi milli einstaklinga Þó að gelgjuskeiðið sé almennt talið hefjast á aldrinum 10 til 13 ára og ljúki um 20 ára aldurinn, er mjög misjafnt hvenær tímabilið hefst og hvenær því lýkur í ein stökum tilvikum. Í grundvallaratriðum veltur það á eðlislægum eiginleikum hvers og eins, persónuleika og þeim félags- og menningarlegu aðstæðum sem viðkomandi býr við.
Unglingsárin eru langt tímabil í lífi einstaklings. Nútíma samfélagið gerir sífellt meiri kröfur til unglinga sem þeir eiga stöðugt erfiðara með að uppfylla. Þessi langi tími gerir það að verkum að unglingum hættir til að verða hikandi og mótsagnakenndir, ná framförum og lenda í bakslögum. Slíkt getur reynst erfitt en um leið nauð synlegt í leit unglings að eigin sjálfsmynd og tilgangi í lífinu. Einkenni unglingsáranna eru hvorki eitthvað sem er fast í hendi né óbreytanlegt. Það fer eftir persónueinkennum hvers og eins, samfélags aðstæðum og síðast en ekki síst því hvernig ungmennið þroskaðist sálar- og félagslega á yngri árum hvernig það upplifir tímabilið. Lífsgæði í bernsku hafa mikil áhrif á reynslu einstaklingsins á unglingsárunum.
16
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Gelgjuskeiðið markar upphaf unglingsáranna Gelgjuskeiðið hefst ekki á fyrirfram ákveðnum aldri og það er ekki til áreiðanleg skilgreining á þessum fyrsta hluta unglingsáranna. Líkamsstarfsemin og persónu leikinn eru að taka breytingum og þetta gerist á ólíkum aldri og á mismunandi hraða. Líta ber á þetta skeið sem persónulegan þroska og þroskasögu frekar en tiltekið aldursskeið þar sem atburðir eiga sér stað í fyrirfram ákveðinni tímaröð. Almennt talað má segja að kynþroski hefjist um 10 til 12 ára aldurinn hjá stúlkum og 11 til 13 ára aldurinn hjá drengjum.
Þegar ákveðnir hormónar í heiladinglinum verða virkir fara egg að þroskast þannig að egglos verður reglulega hjá stúlkum og líkami drengja byrjar að framleiða sáðfrumur. Á sama tíma koma í ljós breytingar á hæð, þyngd, líkamshlutföllum, styrk, vöðvum og hreyfifærni.
Fyrstu kynbundnu einkennin vísa til kynfæranna sem beitt er við samfarir og æxlun. Í bernsku eru þessi líffæri óþroskaðri en önnur líffærakerfi. Á kynþroskaaldrinum byrjar getnaðarlimurinn, eistun, legið, leggöngin, snípurinn, ásamt ytri og innri skapabörmum, að vaxa.
Getnaður getur ekki átt sér stað samtímis því að stúlkur byrja á blæðingum eða þegar drengir fá sáðlát í fyrsta skipti, sem gerist mjög snemma á kynþroskaskeiðinu. Þó er hægt að geta barn áður en líkamlegum þroska er náð, sem er ein af ástæðunum fyrir því að meðganga unglingsstúlkna er álitin alvarleg áhætta fyrir bæði móður og barn.
Annað stig kynbundinna einkenna vísar á þær breytingar á líkamanum sem gefa til kynna líffræðileg karl- og kveneinkenni. Hár vex kringum kynfæri og undir höndum á báðum kynjum, í meira magni hjá drengjum. Á drengjum vex einnig hár á bringu og í andliti. Stækkun brjósta á stúlkum er oft fyrsta vísbendingin um kynþroska. Barkakýlið þroskast hjá báðum kynjum milli 14 og 15 ára aldurs. Slíkt orsakar breytingar á röddinni sem er meira áberandi hjá drengjum.
Fitu- og svitakirtlar þroskast einnig. Svitakirtlarnir orsaka lyktareinkenni hjá unglingum þegar þeir svitna undir höndum. Fitukirtlarnir orsaka fílapensla vegna uppsöfnunar á olíukenndri útferð og óhreinindum, sem getur myndað bólur ef svitaholur eru stíflaðar eða verða fyrir sýkingu. Húðin byrjar að mynda litarefni, þannig að ákveðin líkamssvæði verða dekkri, t.d. geirvörtur og kynfæri.
Beinin lengjast og vöðvar stælast, en þetta gerist á mismunandi hraða. Stúlkur taka yfirleitt fyrr út vöxt, en um 15 ára aldurinn fara drengir yfirleitt fram úr þeim hvað hæð varðar. Beinvöxtur og þyngdaraukning verður á víxl.
1 | Frá ber nsku til unglingsára
17
Helstu þroskaverkefni á aldrinum 13 til 15 ára Að móta líkamsvitundina Líkamlegar breytingar eru greinilegasta umbreytingin sem unglingar upplifa á aldrinum 10 til 15 ára. Líkamsvitund þeirra, sem er huglæg mynd er við höfum af okkar eigin líkama, riðlast vegna þessara breytinga.
Í æsku verða breytingar samfelldar, skref fyrir skref þannig að börn geta auðveldlega tengt þær eigin líkamsvitund jafn óðum. Á kynþroskaaldrinum eiga sér stað hraðar og miklar breytingar sem unglingurinn á erfitt með að samlagast og hann á einnig í vand ræðum með að viðhalda jafnvægi og þekkingu á eigin líkama.
Að efla sjálfstraustið Líkamlegar breytingar fylgja óreglulegu mynstri. Þar sem líkamsvitundin byggir ekki á hlutlægu mati, heldur huglægum gildum, hafa þessar óreglulegu breytingar mikil áhrif á sjálfsmynd drengja og stúlkna og þar af leiðandi á sjálfsálitið. Því má bæta við að í æsku byggir sjálfsmyndin næstum alfarið á því hvað fjölskyldumeðlimir eða aðrir fullorðnir áhrifavaldar segja, en nú veltur það á eigin reynslu og skoðunum jafnaldranna. Það leiðir til óöryggis og löngunar til að öðlast félags- og tilfinningalega viðurkenningu félaganna og annarra sem unglingurinn umgengst.
Að staðfesta kynhlutverkið Líkamsbreytingarnar eru tengdar kynþroskaferlinu. Í æsku var kynferðið nánast bara leikur. Það birtist aðallega sem forvitni og sjálfsörvun einstaklingnum sjálfum til ánægju. Þegar kynhvötin brýst fram á gelgjuskeiðinu, gera vandamál tengd kynlífi og ást vart við sig og spenna safnast upp. Spurningin er, hvort og hvernig unglingnum tekst að losa um þessa spennu? Það fer vissulega eftir því hversu sterkar hvatirnar eru, hvernig hann metur hvað er eðlilegt og hvort nánasta umhverfi auðveldar honum það eða bannar. Það veltur einnig á því gildismati sem mótar persónu-leikann, sjálfsstjórn sem og bakgrunni og lífsskilyrðum.
18
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Á þessu tímabili leiðir kynþroskinn smám saman til þess að viðeigandi staðfesting fæst á kynhlutverkinu. Það veltur á sterkri og jákvæðri samsömun við föður- eða móðurímynd – hvort sem það foreldri er af sama kyni eða staðgengill, einnig af ánægjulegri reynslu með hinu kyninu og sam sömun við aðra unglinga af sama kyni. Þetta er tímabil þegar drengir verða nánari feðrum sínum og vinum af sama kyni og stúlkur mæðrum sínum og vinkonum. Það er ekki fyrr en eftir 13 ára aldur sem unglingar byrja að mynda tengsl og vinskap við jafnaldra af hinu kyninu; í fyrstu af og til og síðar mun oftar. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga varðandi blandaða eða kynjaskipta skátaflokka, eins og síðar verður vikið að.
Að efla nýjan hugsunarhátt Vitsmunaleg umbreyting á sér stað á kynþroskaskeiðinu. Nýr hugsunarháttur leiðir til víðtækari og heildstæðari skilnings á umhverfi. Formlegur skilningur á því að draga almennar ályktanir og hugsa óhlutlægt þroskast smám saman og eftir því sem unglingarnir öðlast meiri reynslu og æfingu verða þeir þjálfaðri í að draga rökréttar ályktanir og átta sig á orsakasamhengi. „Það gerir þeim kleift að skilja betur og samræma óhlutkenndar hugmyndir, velta fyrir sér möguleikum, prófa tilgátur, hugsa fram í tímann, hugsa um hugsun, og varpa fram heimspekilegum tilgátum.“ (Raising Teens: A Synthesis of Research and a Foundation for Action, A. Rae Simpson,
PhD, Center for Health Communication, Harvard School of Public Health, Boston, 2001).
Sjö ára barn leikur sér að eldspýtum án þess að staldra við og velta fyrir sér að það gæti valdið eldsvoða. Barn á þessum aldri er ekki fært um að sjá orsakasamhengi og þar af leiðandi getur það ekki séð afleiðingarnar fyrir. Tólf ára barn hefur skilning á táknrænni framsetningu, getur séð fyrir sér aðstæður sem ekki eru orðnar að veruleika og veit að það gæti kviknað í húsinu við vissar aðstæður þótt enginn eldur sé laus þegar það dregur þessa ályktun.
Ef hópur barna á aldrinum sjö til níu ára er að leik við götu og boltinn þeirra rúllar yfir götuna, munu þau reyna að ná honum hvað sem það kostar, án þess að gera sér grein fyrir áhættunni sem í því felst. Krakkar á aldrinum 11 til 13 ára í sömu aðstæðum eru fær um að meta tíma og rúm, fjarlægð og dýpt og geta þess vegna metið áhættuna sem felst í því að endurheimta boltann. Engu að síður öðlast börn þessa færni stig af stigi, þannig að við megum ekki gera ráð fyrir að börn á þessum aldri séu í aðstöðu til að meta alla áhættu sem þau standa frammi fyrir.
1 | Frá ber nsku til unglingsára
19
Sjö ára barn í badminton mun líklega gera lítið annað en að svara þeim skotum sem það fær og reyna að koma fjaðurboltanum aftur yfir netið. Frá um það bil ellefu ára aldri fer það að meðtaka formlegar leikreglur. Með því að fara eftir þeim og fylgjast með stíl mótspilarans mun það greina leikmynstrið sem og mistök og fer að geta notað útsjónarsemi í leiknum. Barnið hefur lært að nálgast leikinn á óhlutbundinn hátt, draga almennar ályktanir, skilja orsök og afleiðingu eða mynda óformleg hugsanatengsl og gefur þess vegna betri svörun í leiknum.
Þessi dæmi hjálpa okkur að skilja að nokkuð svipað á sér stað í sambandi við óhlutbundin hugtök og gildi. Þetta er ástæðan fyrir því að unglingar koma oft með ófyrirséð og úthugs uð svör sem geta komið foreldrum og kennurum úr jafnvægi. Það má líkja þessu við að barnið í badmintonleiknum hér að ofan kæmi okkur á óvart með frábæru skoti í miðjum tíðindalitlum leik.
Að læra að takast á við tilfinningasveiflur Unglingsárin einkennast einnig af tilfinningasveiflum, sem eru afleiðing af hormónabreytingum og hugarástandi. Á þessu tímabili eru unglingar áttavilltir og vilja vera fullorðnir og sjálfstæðir en þrá samt öryggið og hlýjuna sem fylgdi barnæskunni. Fyrir kemur að unglingurinn verður gripinn mikilli framtakssemi sem hættir svo skyndilega vegna sinnuleysis, leti og depurðar. Ólýsanleg gleði getur á andartaki breyst í trega og tár. Þetta er tímabil þegar kynhvötin er að vakna hjá unglingunum sem nota mikinn tíma í að hugsa um útlitið. Þessi tími veldur þeim einnig áhyggjum og forvitni, áður en þeir uppgötva að svipað ferli er í gangi hjá hinu kyninu.
20
Unglingar á þessum aldri taka ýmis hliðarspor á þroskaferlinum áður en þeir verða fullorðið fólk. Barnalegar hvatir og þarfir skjóta upp kollinum á tímabilinu og eru til staðar ásamt löngun til að festa sér nýjan sess í lífinu. Það er mikilvægt að sýna þolinmæði, sérstaklega af hálfu fullorðinna sem eiga í samskiptum við unglingana. Þeim fullorðnu hættir stundum til að fara stystu leiðina í leit að svörum og mistekst þá að vera samkvæmir sjálfum sér í samskiptum við unglinginn. Eina stundina segja þeir „þú ert ekki barn lengur” og hina stundina er unglingurinn minntur á að hann er ekki orðinn fullorðinn. Þetta getur auðveldlega valdið áhyggjum og hvatt ungmenni til að leita ótímabærra lausna á þeirri eðlilegu spennu sem einkennir tímabilið. Samt sem áður geta áhyggjur verið jákvæðar, örvað námsáhuga, framkvæmdasemi og aukið væntingar.
Óstöðugleiki og mótsagnir okkar fullorðna fólksins endurspeglast í hugsunum okkar og unglingarnir sjá þetta í skýrara ljósi nú en þeir gerðu í æsku. Þetta eykur óvissuna og áhyggjurnar sem þeir upplifa í viðleitni sinni til að túlka og eiga samskipti við umhverfi sitt á samræmdan hátt. Þetta veldur því að unglingarnir eiga það til að líkja eftir fullorðnum sem þeir telja að hafi skýrt og vel skilgreint gildismat.
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Að læra að setja sig í spor annarra og setja sér reglur sem eru almennt viðurkenndar Unglingar læra smám saman að móta og tileinka sér flóknari yfirsýn eftir að hafa lært að setja sig í annarra manna spor. Þessi nýja geta auðveldar þeim að skilja mannleg samskipti og hjálpar þeim við að leysa vandamál og ágreining sem kemur upp í samskiptum þeirra við aðra. Þessi nýja færni endurspeglast einnig í breytingunni frá einhliða virðingu fyrir reglum sem fullorðnir hafa sett, í virðingu fyrir reglum sem unglingarnir hafa sjálfir komist að samkomulagi um við jafnaldra sína. Þetta er ástæðan fyrir því að unglingar á þessum aldri hafa þörf fyrir svigrúm til að setja spurningarmerki við og jafnvel hafna þeim reglum sem fullorðnir hafa sett, þannig að þeir geti endur samið þær eða samið nýjar og gert að sínum. Rætt verður nánar um þetta í 6. kafla, þegar fjallað er um skátalögin og mótun reglna fyrir ungmenni.
Að hefja leitina að eigin sjálfsmynd, aðlagast samfélaginu nær og fjær og setja sér lífsmarkmið Geta unglinganna til að ígrunda, endurskoða hvernig þeir sjálfir hugsa og hvernig aðrir hugsa, verður til þess að þeir spyrja spurninga varðandi þau sjónarmið sem þeir kynntust í æsku og voru aðallega mótuð innan fjölskyldunnar. Þetta eru fyrstu vísbendingarnar um að verið sé að taka skrefið frá því að vera barn sem er öðrum háð, í áttina að því að fullorðnast og verða sjálfstæður einstaklingur. Þessar vísbendingar aukast eftir því sem líður á unglingsárin.
Tækifæri til athafna og virðing fyrir öðrum styðst í auknum mæli við sjónarmið aðila utan fjölskyldunnar. Oft myndast ágreiningur milli fortíðar og framtíðar eins og gerist á öðrum stigum lífsins. Skoðanir jafnaldra fara að hafa meira vægi en sjónarmið fjölskyldumeðlima og annarra fullorðinna. Breytingar á líkama og hugsun arhætti efla ungmenni í að að lagast félagslega á nýjan hátt. Þau byrja að endurmóta eigin sjálfsmynd með því að sameina sjálfsmynd barnæskunnar við nýjar hvatir og hæfileika, á sama tíma og þau gera tilraun til að byggja sig upp til framtíðar.
1 | Frá ber nsku til unglingsára
21
Mótun sjálfsmyndar lýkur samt hvorki á gelgjuskeiðinu né á unglingsárunum, hún heldur áfram að mótast fram á fullorðinsár. Á þessu tímabili láta drengir og stúlkur í ljós löngun sína um að vera ekki álitin börn sem eru öðrum háð, heldur einstaklingar sem hafa hæfileika til að leggja sitt af mörkum á marga vegu, bæði gagnvart eigin lífi og hinna fullorðnu sem þau eiga í samskiptum við á grundvelli eigin sjálfs vitundar.
Stelpur og strákar mynda ný tengsl út á við og leita eftir tækifærum til að tjá sig á víðari félagslegum vettvangi en þeim sem tengdur er fjölskyldunni. Samt sem áður mun hinn félagslegi vettvangur ekki ljúkast upp á þessu aldurs stigi í þeim víddum, efasemdum og áhyggjum sem hann mun gera síðar á unglingsárunum. Strákar og stelpur munu á þessu tímabili taka fyrstu skrefin frá þeim lífsstíl og lífsáformum sem tilheyra fjölskyldu mynstrinu í átt að mótun eigin lífsmarkmiða. Sjálfsmynd þeirra er þó enn í mótun og það er ekki fyrr en á síðari stigum að þau sjá lífssýn sína í skíru ljósi og láta reyna á hana í verki.
22
Við fjöllum aftur um þroskasviðin í 9. kafla, þegar áfangamarkmiðin fyrir þennan aldurshóp eru skoðuð. Það er samt alveg þess virði að rýna nánar í allar þessar upplýsingar til að virkja ungmennin og sérstaklega til að meta persónulegan þroska þeirra. Góð lesning um þroska sálfræði gagnast vel til að útvíkka og byggja á þeim upplýsingum sem hér hafa komið fram.
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Stutt lýsing á persónuleika stráka og stelpna Þessi kafli fjallar um nokkur almenn atriði varðandi mismunandi þroskaþætti hjá strákum og stelpum á þessu aldursskeiði.
Nýr líkami Daglega uppgötva stelpur og strákar eigin líkama á nýjan hátt. Það er eitthvað að gerast í líkamanum sem setur þau úr jafnvægi, en það hvetur þau einnig til að kanna hann til hlítar. Breytingarnar á líkamanum opinbera fegurð, gera þau feimin; ekkert samræmi er þar lengur, annað hvort of litlar eða of miklar breytingar. Þær valda gleði eða sorg, sárindum og vellíðan, en eru hluti af því að verða fullorð-inn, karl eða kona. Þau virðast síþreytt og lifna helst við ef þau heyra minnst á mat. Snyrtimennska er ekki þeirra sterka hlið. Þau fá oft áhuga á tónlist og íþróttum. Þau hafa áhyggjur af útlitinu, fötin passa ekki á þau og þeim líkar ekki við þann fatnað sem þó er mátulegur. Dagurinn er of stuttur til að þau geti gert allt sem þau langar til og of lengi að líða þegar lítið er um að vera. Allt er að breytast, vaxa og þróast; svo mikið að þau eiga fullt í fangi með að átta sig á eigin tilveru.
Hugmyndir í mótun Sjóndeildarhringurinn er að víkka og einnig að breytast. Nýjar hugmyndir og hugtök verða til sem þurfa ekki endilega að vera í tengslum við raunveruleikann. Hugmyndir öðlast eigið líf og geta jafnvel skapað nýjan hugmyndaheim ef þær eru sameinaðar. Þessi hugmyndaheimur verður smátt og smátt mikilvægari en hinn raunverulegi, hagnýti og áþreifanlegi. Það getur stundum verið erfitt að fá unglingana til að „koma niður á jörðina“. Þeir eiga jafnvel erfitt með að koma eigin tilfinningum og hugsunum í orð. Spurningum sem unglingarnir voru vanir að
1 | Frá ber nsku til unglingsára
23
spyrja opinskátt er nú beint inn á við. „Hver er ég? „Hvernig er ég eiginlega?” Þetta eru spurningar sem verður ekki svarað til fulls á unglingsárunum, jafnvel ekki á næstu árum, en verða þó til þess að unglingarnir setja spurningarmerki við allt, sérstaklega þætti sem þeir voru vanir að líta á sem óhagganlegan sannleika.
Eigið gildismat Spurningin um hvað er rétt og rangt leiðir til efasemda og spurninga. Unglingar kryfja hlutina til mergjar, þeir eru gagnrýnir og skapandi, hvika þó auðveldlega frá eigin hugmyndum og byrja upp á nýtt. Á augabragði geta þroskast með þeim miklir hæfileikar til að setja sig í spor annarra og þá er hægt að spyrja spurninga frá sjónarhóli einhvers annars. Þetta er upphafið að því að koma sér upp eigin hegðun arreglum. Þessar reglur byggja ekki lengur á skoðunum fjölskyldunnar – sem eru sjaldan teknar með í reikninginn – en eru þess í stað byggðar á eigin skoðunum og sérstaklega á samræðum við jafnaldra.
Mótsagnakenndar tilfinningar Hinn innri veruleiki verður sífellt mikilvægari. Unglingar komast oft í uppnám, missa tökin og finna fyrir ójafnvægi, áköfum ástríðum og kenndum; þessar tilfinningar koma í bylgjum sem eru gjarnan í mótsögn hver við aðra og endast oft mun lengur en á æskuárunum. Viðfangsefni þessa tímabils er meðal annars að átta sig á og ná stjórn á þessum tilfinningum. Þeir elska það að elska og hata það að hata. Þeir eru vinir vina sinna og óvinir óvina sinna. Þetta eru dæmigerðir eiginleikar unglinga sem eru of stórir til að vera börn og of ungir til að vera fullorðnir. Eina stundina virðast þeir vera barnalegir og hina stundina fullorðinslegir í viðleitni sinni til að uppgötva sjálfa sig og skilgreina eigin sjálfsmynd. Þessi tvíhyggja fær okkur stundum til að missa þolinmæðina gagnvart þeim, en hún er þó merki um að þeir séu að þroskast dag frá degi. Það er mikilvægt að við styðjum við unglingana á þessu tímabili.
24
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Lífstíðarvinir Vinir eru til að treysta á og trúa. Unglingar reiða sig á vini sína og leita eftir að endurnýja styrk sinn hjá þeim. Þeir eiga nú færri en nánari vini. Vinahópurinn stendur þétt saman. Unglingar nota vinina bæði sem viðmið og hvata til að þroskast. Stundum virðist sem fjölskyldan hafi lítinn skilning, for-eldrarnir of nálægir eða of fjar lægir. Unglingunum finnst jafnvel að fjölskyldan hefti frelsi þeirra og krefjist of mikillar ábyrgðar af þeim. Lífið virðist endalaus togstreita milli innri og ytri veruleika, togstreita milli þess að vera með öðrum eða bara með sjálfum sér. Unglingarnir eru á sífelldu flökti milli fjölskyldunnar og nærsamfélagsins. Þeir hafa ekki raunverulega hugmynd um hvað felst í hinu víðara samfélagi og eru ennþá ekki farnir að velta því alvarlega fyrir sér.
Persónuleg trú Umbreytingin frá barnatrúnni, sem flestir hafa öðlast í faðmi fjölskyldunnar, yfir í trú margra fullorðinna sem er persónuleg, náin og í samræmi við eigin gerðir, er ferli sem hefst á þessu þroskaskeiði en lýkur síðar – í flestum tilvikum miklu síðar. Þessi umbreyting einkennist af togstreitu milli stöðugrar gagnrýni og endalausrar leitar að merkingu. Unglingurinn reynir að greina á milli þess sem fermingarfræðslan boðar honum, fullorðnir halda fram og kemur utan frá og því sem hann trúir sjálfur og kemur innan frá. Að átta sig á að þessi umbreyting er mikilvæg fyrir mannlega tilveru er erfitt og langt ferli, bæði fyrir unglinginn og hina fullorðnu sem eru honum nánir.
1 | Frá ber nsku til unglingsára
25
Önnur mikilvæg atriði Skipta má fyrsta skeiði unglingsáranna í tvö aldursbil: 10 til 12 ára og 13 til 15 ára Skipta má 10 til 15 ára ungmennum í tvo aldurshópa, sem grundvallast á skyndi legum kynþroska og upplifun þeirra á honum, hröðum vexti sem fylgir í kjölfarið, hugrænum breytingum sem tengjast líffræðilegum þroska og þeim kröfum sem samfélagið gerir til þeirra í kjölfarið.
Ungmenni sem tilheyra yngri hópnum á þessu þroskastigi, það er 10-12 ára börn, hafa yfirleitt fyrst og fremst áhyggjur af líffræðilegum breytingum á líkama sínum. Þau eiga erfitt með að aðlagast ótrúlega hröðum líkamsþroska og verða oft dul og ómannblendin. Þau verða gjarnan óörugg og hafa þar af leiðandi ekki mikinn áhuga á jafnöldrum af hinu kyninu, leita ekki samveru við þá og reyna jafnvel að forðast þá. Þetta viðhorf breytist um 13 ára aldurinn, er þau aðlagast þessum nýju aðstæðum, styrkja líkamsvitund sína og öðlast sjálfsöryggi. Umskipti verða oft á vinahópnum með auknum þroska, þau fara að umgangast vini í blönduðum hópi í staðinn fyrir vinahóp af sama kyni.
Við verðum að muna hvað líkamsvöxtinn varðar, að vaxtarkippurinn – mikil aukning á hæð og þyngd í kjölfar kynþroskans – á sér stað á mismunandi tímum hjá drengjum og stúlkum.
Hjá stúlkum verður þroskinn að jafnaði hraðari milli 10 og 11 ára aldurs. Þær vaxa hraðast um 12 ára aldurinn og síðan hægist á vextinum við 13 ára aldurinn sem verður þá svipaður og hann var áður en vaxtarkippurinn hófst, þó að þær haldi áfram að stækka jafnt og þétt í nokkur ár í viðbót. Aftur á móti verður vöxtur hjá drengjum hraðari rétt fyrir 13 ára aldurinn og verður hvað hraðastur um 14 ára aldurinn og stuttu síðar fer hann í sama far og áður.
Sú staðreynd að stúlkur ná fullorðinshæð sinni og þyngd um tveimur árum fyrr en drengir leiðir til algengs misskilnings um að stúlkur þroskist hraðar en drengir. Þetta er ekki rétt, þar sem þroskaferlið allt felur í sér einstaklinginn í heild, ekki einungis líkamsþroskann.
Vöxtur vöðva drengja og stúlkna er í samræmi við vöxt beina og er hvað hraðastur rétt eftir að þau hafa náð hámarkshæð. Vöxtur vöðva hjá drengjum er hins vegar hraðari en hjá stúlkum. Heildaraukning á vöðvavef og styrk drengja er einnig meiri en hjá stúlkum, en það eru einkenni sem halda áfram þegar komið er á fullorðinsár. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar verið er að skipuleggja verkefni og leiki, sérstaklega þegar unnið er með blandaða flokka, sveitir eða félög.
26
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Sálrænar breytingar fylgja í kjölfar kynþroska og líkamlegra breytinga. Þegar ungmenni eru að móta sjálfsmynd sína verða þau meðvituð um eigið sjálf sem eitthvað sem sker sig úr og greinir þau frá öðrum. Þau finna þó fyrir og meta mikils vissa samkvæmni og stöðugleika, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Þessi aðlögun á sér stað á sama tíma og kynþroskinn og hinn hraði vöxtur, en þarf lengri tíma þar sem persónuleg sjálfsmynd mótast hægt. Þó að dregið hafi úr hraða líkamsvaxtar hafa sálrænir þroskaþættir verið meira áberandi á 13-15 ára aldrinum svo sem að verða óháðari fjölskyldunni og treysta á jafn ingjahópinn sem megin uppsprettu öryggis og félags legrar stöðu. Á aldrinum 13-15 ára eykst vitsmunaþroskinn sem fylgir líkamlegu breytingunum. Unglingarnir komast enn betur á það stig að geta hugsað óhlutbundið, sem felur í sér að geta velt fyrir sér fullyrðingum sem ekki eru tengdar áþreifanlegum hlutum. Á þessum aldri sýna þeir meiri getu til að móta og prófa tilgátur og hugsa um hvað „gæti gerst“ sem og „hvað er“. Þetta gerir þau hæfari til að ígrunda eigin skoðanir og þau verða skarpari í hugsun. Löngun þeirra til að sýna þessa nýju vitsmunalegu færni kemur fram í vaxandi kaldhæðni, getu til að beita gagnrýnni hugsun og jafnvel í smekk fyrir tvíræðni. Þessi nýja vitsmunalega geta eykst eftir því sem samfélagið gerir meiri kröfur til 13-15 ára ungmenna, sérstaklega hvað varðar nám, starfsgreinar og aukið sjálfstæði. Þetta breytir smám saman samskiptum þeirra við fullorðna og flýtir fyrir því að þau geti aðlagast jafningjahópnum. Í skátastarfi á Íslandi tengjast þessir tveir hópar ungmenna sitthvorri starfseiningunni, fálkaskátum 10-12 ára og dróttskátum 13-15 ára. Þó að lokamarkmið skátastarfsins séu þau sömu eru áfangamarkmiðin fyrir hvorn hóp ólík og taka mið af þroska og sérkennum hvors hóps fyrir sig. Leiðirnar að markmiðunum eru líka ólíkar eins og sjá má annars vegar í starfi fálkaskáta og hins vegar dróttskáta.
Strákar og stelpur eru eins en samt ólík Eins og að framan er getið setja hormónabreytingarnar, sem hrinda kynþroskanum af stað, mark sitt á ólíka líkams- og hreyfigetu ásamt vaxtarhraða hjá drengjum og stúlkum. Við getum einnig greint tilfinninga- og vitsmunalegar breytingar sem snerta persónueinkenni, hegðunarmynstur, viðhorf og áhugasvið stráka og stelpna. Hart hefur verið tekist á um hvort þessi mismunur eigi sér rætur í
1 | Frá ber nsku til unglingsára
27
persónugerðinni, en nú til dags er almennt viðurkennt að hegðunarmynstur karla og kvenna eigi sér rætur í því umhverfi sem þau hafa hlotið menntun og þeim fyrirmyndum sem þau hafa umgengist. Einkenni karlmennsku og kvenleika eru samkvæmt því fyrst og fremst félagslega mótuð eða áunnin. Hinn sterki menningarlegi uppruni þessa mismunar er mjög tengdur ákveðnum staðalímyndum í samfélaginu. Þótt mikið hafi áunnist í áttina að jöfnum rétti og tækifærum fyrir konur og karla – sérstaklega í orði – eru staðalímyndir ennþá víða til staðar varðandi hvað þykir kvenlegt og hvað karlmannlegt. Persónuleg þörf fyrir meðvitund um kynbundna sjálfsmynd á þessu tímabili endur speglast í því að ungmenni sækjast eftir samskiptum við einstaklinga af sama kyni: strákar eiga stráka að vinum og stelpur eiga stelpur að vinkonum. Þess vegna hafa vinahópar tilhneigingu til að vera kynjaskiptir, sérstaklega í yngri aldurshópnum, á 10-12 ára fálkaskátaaldrinum. Þótt ungmenni finni stundum hjá sér hvöt til að kanna tengsl við einstaklinga af hinu kyninu, er það ekki eitthvað sem þau einsetja sér á þessu stigi. Þörfin fyrir að glíma við innri breytingar tengdar aldursstiginu er sterkari og verður til þess að eins konar „varnarveggur” myndast milli kynjanna. Frá og með 13 ára aldrinum kynnast unglingarnir nánar sínum nýju hvötum - það veltur þó á umhverfi og persónuleika - og þau geta betur tekist á við þær. Með tímanum verður auðveldara fyrir þau að beina áhuga sínum að einstaklingum af hinu kyninu. Af þessum ástæðum þarf að huga vel að aldri og kyni skátanna þegar verið er að mynda skátaflokka. Einnig er mikilvægt að huga vel að staðalímyndum sem styrkjast oft í kynja skiptum hópum. Rétt notkun skátaaðferðarinnar stuðlar að jafnvægi meðal unglinganna. Jafnvel í mjög opnum samfélögum er ennþá tilhneiging til að ala á staðalímyndum með því að kenna stelpum samskiptafærni og að komast að almennu samkomulagi en strákum samkeppni, ákveðni og fastheldni. Við þurfum að forðast að vera háð þessum staðalímyndum í starfi okkar. Við verðum að vera á varðbergi gagnvart þeirri tilhneigingu að hvetja aðeins strákana til að taka þátt í ögrandi verkefnum og leiðtogastörfum og úthluta stelpunum átakalitlum þjónustuverkefnum. Á hinn bóginn má tilhneigingin til að fullyrða að jafnrétti milli kynjanna sé til staðar ekki verða til þess að við gleymum kynjamuninum og því hvernig kynin bæta hvort annað upp. Þess vegna segjum við að strákar og stelpur séu eins, en samt ólík.
28
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Jafnréttisfræðsla þar sem tekið er tillit til kynjamismunar Í skátastarfi verður að leggja áherslu á jafna stöðu kynjanna þannig að ungmennin læri um og upplifi jafnrétti milli karla og kvenna. Slíkt tryggir báðum kynjum jöfn tækifæri til að njóta sín til fulls. Það hvetur þau til að kynnast hvert öðru, læra að bera virðingu fyrir sérkennum hvers um sig og hvernig kynin bæta hvort annað upp. Á sama tíma eigum við að kenna skátunum að taka tillit til kynjamismunar með því að varpa ljósi á óendanlega mögu leika sem felast í því að vera karlmaður og kvenmaður. Þetta þýðir að sérhver ungur einstaklingur á að hafa frelsi til að þroska persónulega kunnáttu og áhuga í skátastarfi, án þess að tiltekin hegðun sé fyrirfram skilgreind sem óviðeigandi fyrir kyn viðkomandi.
Kynjamismunur ætti hvorki að gefa í skyn fjandskap að neinu leyti né yfirburði annars kynsins. Jöfn tækifæri þurfa ekki að þýða að allir séu steyptir í sama mót. Til þess að stuðla að skátastarfi sem tekur bæði tillit til jafnréttis og mismunar, er mikil vægt að foreldrar, kennarar og æskulýðsleiðtogar vinni vel saman. Það er eina leiðin til að útrýma karlrembu, sem er enn á kreiki í samfélagi okkar, og þeim einhliða sjónarmiðum sumra karla og kvenna um að kynin séu í grundvallaratriðum ólík á nánast öllum sviðum.
Hver stelpa og hver strákur á sér sína eigin sögu og lífsáform Að þekkja almenn einkenni stráka og stelpna á aldrinum 10-15 ára og átta sig á að þau eru „eins en samt ólík“ er mikilvægt fyrir starf okkar sem skátaforingja. Þrátt fyrir að þau séu lík, eru ungmenni greinilega ekki eins og þurfa ekki öll að horfast í augu við sömu kröfur frá umhverfinu. Ungur einstaklingur sem býr við fjárhagslega erfiðar aðstæður, óreglu á heimili eða slakan húsakost, glímir ekki við sömu vandamál og einstaklingur sem býr við góðar aðstæður og á fjölskyldu sem stendur við bakið á honum. Allir unglingar búa að einhverju leyti yfir sameiginlegri reynslu og eiga við sambærileg vandamál að stríða. Allir upplifa þeir líkamlegar og sálrænar breytingar á kynþroskaaldrinum og vextinum sem fylgir í kjölfarið.
1 | Frá ber nsku til unglingsára
29
Þeir hafa allir þörf fyrir að móta eigin sjálfsmynd og finna sínar eigin leiðir til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar. Engin ein lýsing er til á „unglingum” eða „táningum” nú á dögum, þó að stundum megi ætla að svo sé þegar hlustað er á fjölmiðla eða orðræðu manna. Háfleygar vísanir í „framtíð landsins” og neikvæðar óbeinar tilvitnanir um „unglinga vandamál“ og „allt sem er að í samfélaginu” eru ósanngjarnar og misvísandi einfaldanir. Þess vegna er ekki nægilegt að hafa hér stutta lýsingu á eiginleikum ungmenna. Þegar unglingar eru að ganga í gegnum þroskaferli, sem einkennist af miklum, óreglulegum og einstaklingsbundnum breytingum, er einnig nauðsynlegt að þekkja hvern strák og hverja stelpu persónulega. Það er ekki nægilegt að búa yfir almennri þekkingu á hvað gelgju skeið og kynþroski eru eða hvaða erfiðu verkefni þetta þroskaskeið felur í sér.
30
Til að kynnast persónu stelpu eða stráks er mikilvægt að fylgjast með hvaða þættir í fari hennar eða hans gera viðkomandi einstakan. Það veltur á meðfæddum eiginleikum, heimilisaðstæðum, hvar viðkomandi er í systkinaröðinni, skólaumhverfi, vinum, nánasta umhverfi og hvernig líf viðkomandi hefur þróast. Hver strákur og hver stelpa á sér sína eigin sögu og einstaklingsbundnu tilveru.
Hvorki bækur, námskeið né leiðbeiningabæklingar nægja til að veita þér þess konar upplýsingar um strákana og stelpurnar í skátafélaginu þínu – einkum og sér í lagi ekki þau sem þú ert að fylgjast sérstaklega með og meta. Eina leiðin er að kynnast þeim, gefa þeim gaum, eiga með þeim samverustundir, fylgjast með viðbrögðum þeirra, öðlast skilning á vonbrigðum þeirra, hlusta á hvernig þeim líður tilfinningalega og þekkja drauma þeirra. Í stuttu máli: uppgötva hvern og einn sem sérstaka persónu.
Þessi viðleitni þín er fyrsta verkefnið þitt og velgengni þín fer eftir hversu góð tengsl þú myndar við hvern og einn. Þetta er uppbyggjandi samband sem krefst áhuga, virðingar, alúðar og umhyggju.
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
2
kafli Táknræn umgjörð
1 | Frá ber nsku til unglingsára
31
Efnisyfirlit
Tákn • Tákn eru lýsandi og fræðandi • Táknræn umgjörð skátastarfs: Að kanna ný svið og nema nýjar lendur í hópi jafningja • Hlutverk táknrænu umgjarðarinnar
Áhugi á að kanna ný svið • Að uppgötva nýja heima • Að auka líkamlega færni • Að auka þekkinguna og nota hugvitið • Að öðlast nýja sýn á lífið • Að leggja allt í að gera skyldu sína
Þörfin fyrir að tilheyra hópi jafningja • Vinir skapa sögu okkar sem einstaklinga • Á aldrinum 13–15 ára eru jafnaldrar fyrirmyndir • Jafnaldrar gegna mikilvægu hlutverki í þroska unglinga • Skátaflokkurinn nýtir sér eðlislægar þarfir unglinganna til að mynda jafningjahópa
• Að gera könnun að viðvarandi leit
Löngun til að nema nýjar lendur • Að helga sér land • Að bæta heiminn • Ævintýrið við að alast upp • Að uppgötva sjálfan sig og móta eigin persónuleika
32
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Táknræna umgjörðin í verki • Að halda anda ævintýranna á lofti • Að kalla fram hetjuna og yfirfæra táknið • Að segja sögur er líkt og að spinna töfravef
TÁKN Tákn eru lýsandi og fræðandi Tákn er mynd eða form með ákveðnum einkennum sem eru lýsandi fyrir hlut, aðstæður, hugmynd eða ferli. Hvert tákn hefur tilvísun og merkingu. Tilvísunin er hin sýnilega táknmynd og merkingin er sú hugmynd sem táknmyndin vísar til.
Sem dæmi má nefna að vog er tákn lögfræði og dómstóla vegna þess að eiginleikar hennar eru að leita jafnvægis og henni er ætlað að sýna sanngirni sem er grundvallaratriði í dómgæslu. Vogin er þá tilvísunin og dómstólarnir eru merkingin. Tungumálið sem við notum til að hafa samskipti hvert við annað er til að mynda táknkerfi. Orðin tjá veruleika og gera okkur kleift að þekkja, skilja og tengja hann saman en þau eru ekki veruleikinn sjálfur. Hæfileiki okkar til að vinna með táknkerfi gerir okkur kleift að gera okkur í hugarlund eða lýsa veruleika jafnvel þegar það sem skírskotað er til er ekki til staðar. Skátaliljan og smárinn eru tákn skátahreyfingarinnar. Útlit táknanna er svolítið breytilegt frá einu landi til annars, áttavitarósin sem beinist í norður og þriggja laufa smárinn eru tilvísanir og skátahreyfingin er merkingin. Frá uppeldislegu sjónarhorni hjálpa tákn til við að byggja upp þann kraft sem þarf til að stefna fram á við og í átt að markmiði okkar. Táknræn umgjörð hvetur unglinga til að horfa lengra fram á veginn en unnt er að sjá með berum augum. Hún veitir þeim innblástur til að gera það hversdagslega einstakt, hið ómögulega mögulegt og hið óskynjanlega að einhverju sem hægt er að skynja með innsæi. Hún hjálpar þeim við að sjá, hugsa og finna fyrir hlutum og aðstæðum sem þeir hefðu vanalega ekki tekið eftir. Nokkur atriði eru nauðsynleg til að slík yfirfærsla geti átt sér stað: Tilvísunin verður að vera samsvarandi eða í samræmi við merkinguna, hún má ekki vera margræð. Til dæmis hafa ýmis skátafélög og bandalög óviljandi eða af gáleysi bætt
táknum við skátaliljuna og smárann, eins og trúartáknum, myndum af amerískum indjánum eða táknmyndum úr riddarasögum miðalda, þvert á merkinguna sem Baden Powell tók skýrt fram að væri landkönnun.
2 | Táknræn umgjörð
33
Tilvísunin verður að vera í samræmi við þroska og þarfir aldurshópsins. Leikur með brúðu getur verið
jákvætt tákn fyrir stúlku sem sér sig í mögulegu hlutverki í lífinu og hugsanlegu hlutverki sem móður. Fullorðin kona sem leikur sér að brúðu væri merki um minni samsvörun þar sem leikurinn er ekki í neinu samræmi við eðlilegan þroska konu á hennar aldri. Af sömu ástæðu er ekki hægt að nota tákn úr sögunum um Frjálsu úlfana í Dýr heimasögum Kiplings fyrir börn eldri en 10 eða 11 ára þar sem að hugsun þeirra breytist á þeim aldri. Tilvísunin verður alltaf að vera til staðar til að halda merkingunni við. Skátaliljan og skátasmárinn eru tákn skátahreyfingarinnar en hafa að sumu leyti tapað mætti sínum og skýrleika vegna innihaldslausra hefða eða vegna þess að foringjarnir leggja litla áherslu á þau. Ef táknin eru einungis notuð af og til eða sem útjöskuð skírskotun hafa þau ekki þann kraft sem þarf til að hvetja til ákveðinnar hegðunar.
Táknræn umgjörð skátastarfs: Að kanna ný svið og nema nýjar lendur í hópi jafningja Hin táknræna umgjörð að kanna ný svið og nema nýjar lendur í hópi jafningja, sem skátaaðferðin leggur til fyrir unglinga á aldrinum 13–15 ára, er nátengd þörfinni sem þeir upplifa og tjá í verkefnum sínum og er þeim eðlileg á þessum aldri.
Hún er byggð á þremur megin áherslum sem eru einkennandi fyrir þennan aldurshóp: • Áhuga á að kanna ný svið. • Löngun til að nema nýjar lendur. • Þörf fyrir að tilheyra jafningjahópi.
Þessar áherslur má einnig sjá hjá öðrum aldurshópum en eru sérstaklega mikilvægar á unglingsárunum.
TÁKNRÆN UMGJÖRÐ SKÁTASTARFS
34
Áhugi á
að kanna
ný svið
Löngun til
að nema
nýjar lendur
Þörf fyrir
að tilheyra
jafningjahópi
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Hlutverk táknrænu umgjarðarinnar Táknræna umgjörðin skapar umhverfi sem hægt er að vísa til í skátastarfi í flokknum og sveitinni og gefur þannig verkum okkar samræmda merkingu. Táknræna umgjörðin býður upp á forskot í uppeldi út frá nokkrum ólíkum sjónarhornum: • Örvar ímyndunaraflið og þroskar næmi.
Einn eiginleiki tákna er að þau gefa hlutum aðra merkingu en þá sem þeir hafa venjulega. Afrek frumkvöðla, könnuða og vísindamanna eru flest fjarri okkur í tíma og rúmi og við höfum litla möguleika á að endurskapa þau. Samt sem áður hafa þau víkkað sjóndeildarhring okkar og sýnt fram á að hægt er að öðlast lífsfyllingu við ólíkar aðstæður. Tilvísunin í þessi afrek gerir okkur kleift að búa til merkingu í raunveruleikanum. Hún opnar fyrir okkur nýjar víddir veruleikans sem við höfðum ef til vill ekki aðgang að eða víddir sem við bærum ekki skynbragð á án hjálpar táknsins. • Styrkir þá tilfinningu að tilheyra samfélagi þar sem allir stefna í sömu átt
Markmið skátastarfsins er að þroska unglinga til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Þetta markmið er undirliggjandi þótt það sé ekki talið vera á meðal áhugamála unglinganna þegar þeir gerast skátar. Fyrir ungan skáta er könnun á nýjum lendum í hópi jafningja tilvísun sem vísar til leitarinnar að nýjum víddum í persónuleika þeirra. Vinahópurinn er tilvísun í mikilvægi jafningja á þessu aldursskeiði og þar af leiðandi mikilvægi skátaflokksins þeirra. • Gefur foringjunum færi á að kynna gildi skátastarfsins á heillandi hátt og hjálpa unglingunum að tengja sig þeim
Til að tileinka okkur gildin í raun og veru þurfum við að heyra dæmi um þá sem hafa náð að gera þau að lífsgildum sínum. Ekkert er eins áhrifaríkt og manneskja sem lifir eftir eigin sannfæringu. Slíkt fólk er hinar raunverulegu hetjur. Ef það eru engar hetjur hafa unglingar ekki annað val en að líta til átrúnaðargoða. Frá hetjum fáum við innblástur til langs tíma en átrúnaðargoðið þjónar aðeins þeim tilgangi að eftir framkomu þess sé líkt í stuttan tíma. Hetja stendur fyrir það sem er varanlegt á meðan átrúnaðargoðið hvetur einungis til þess að apað sé eftir því. Fyrr eða síðar mun átrúnaðargoðið oftast valda vonbrigðum á meðan hetjan lifir.
2 | Táknræn umgjörð
35
Í skátastarfinu er fordæmi fólks sem hefur lifað samkvæmt sannfæringu sinni notað til að kynna gildin í skátalögunum og leggja áherslu á þau sem hvatningu til að gera betur í lífinu. • Tengir saman verkefni
Þegar unglingar eru spurðir við undirbúning dagskrár hvaða verkefni þeir vilja framkvæma endar það oft þannig að dagskráin samanstendur af mjög ólíkum verkefnum. Sameiginlegar tilvísanir, til dæmis „að kanna nýjar lendur í hópi jafningja“, tengir og sameinar merkingu alls þess sem við gerum. • Hvetur unglinga til að vinna að markmiðum sínum og gera þau mikilvæg í augum þeirra
Eins og fram kemur síðar í bókinni, mun uppsöfnuð persónuleg reynsla úr verkefnavinnu flokka og sveita leiða til þess stig af stigi að áfangamarkmið skátastarfsins nást. Unglingarnir gera þessi markmið að sínum, breyta og aðlaga að eigin þörfum. Með persónulegum áskorunum aðlaga krakkarnir markmiðin að eigin þörfum og gera þau þannig að sínum markmiðum. Það er hætt við að starfið verði þurrt og „akademískt“ ef það verður ekki hluti af því ævintýri sem unglingarnir upplifa eins og leik. Táknræna umgjörðin skapar þessa tilfinningu fyrir ævintýrum og fyllir starf sveitarinnar af eldmóði og spennu. Þetta er þó ekki aðeins ómerkilegur leikur eða dægra stytting sem skapar lítið annað en tímabundin hughrif. Um leið og táknræna umgjörðin endurspeglar mann eða konu sem okkur „langar til að verða“ er hún nátengd frásögnum af hetjunum sem við kynntumst, gildum skátalaganna og þeirri hegðun sem unglingarnir sýna að þeir hafi náð með áfangamarkmiðunum.
36
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
ÁHUGI Á AÐ KANNA NÝ SVIÐ Að uppgötva nýja heima Þegar við erum á mörkum þess að stíga inn í heim fullorðinna sem er fullur af nýjum uppgötvunum, meðal annars á eigin persónuleika, skiptir það að kanna og uppgötva sérstaklega miklu máli í lífi unglinga.
Unglingar varpa smátt og smátt frá sér því öryggi sem þeir bjuggu við á heimilum sínum á sama tíma og þeir furða sig á umbreytingu eigin líkama. Þeir fara að leita að grunni sjálfsmyndarinnar sem mun móta framtíð þeirra sem fullorðinna einstaklinga og fer hugsanlega eða hugsanlega ekki saman við lífsáform foreldra þeirra. Hvað sem því líður þá þýðir þessi hægfara hugarfarsbreyting og nálgun á lífið að sá rammi sem hingað til hefur verið notaður til viðmiðunar verður of þröngur. Jafnvel þótt unglingarnir kunni síðar að verða sammála áformum foreldra sinna þá þurfa þeir víðari sjóndeildarhring á þessum árum til að geta sýnt nýja og meiri hæfileika. Ekkert veitir eins mikla ánægju á þessum aldri eins og að uppgötva nýja hluti og láta hið óvænta koma sér á óvart. Skátaaðferðin leggur til að spennuþrungin ævintýri verði notuð til að leyfa þessari lífsorku og kraftmiklu eiginleikum að þroskast. Í hugum unglinga er ekki lengur einskær aðdáun á því sem hefur komið fyrir annað fólk. Það er komið að þeirra eigin sögu. Hvetjandi bakgrunnur sem byggður er á draumaveröld er ekki lengur fullnægjandi fyrir slíka tilraunastarfsemi. Það er ekki lengur fullnægjandi að hafa skáldaðar persónur eða hópa sem hafa til að bera nánast afdráttarlaus gildi til að sýna ákveðna hegðun eða fyrirmyndarsamfélag. Nú er komið að því að kynnast lífinu eins og það er, atburðum og fólki af holdi og blóði. Það er, veröldinni sem sagan greinir frá eða sá raunveruleiki sem við búum við. Frumskógarheimurinn sem kynntur var drekaskátunum markaði fyrstu skrefin í skátastarfinu. Ímyndaðar persónur efla skynsemi og sköpunarþrá og persónurnar úr Íslendingasögunum sem voru táknræn umgjörð fálkaskáta, víkja nú fyrir spennandi könnunarleiðöngrum og fyrirmyndum frumkvöðlanna. Þessir „leiðangrar“ og höfuð persónur þeirra vekja ekki aðeins hrifningu heldur styðja við þroska sjálfsvitundar og bjóða upp á fyrirmyndir sem hægt er að líkja eftir.
2 | Táknræn umgjörð
37
Við pökkum því niður í bakpoka og höldum af stað og eins og í hinum miklu könnunarleiðöngrum höldum við út í óvissuna. Venjuleg útilega stendur fyrir miklu meira en hún raunverulega er eða miklu meira en okkur full orðnum kann að sýnast og hún öðlast nýja merkingu í huga og hjörtum unglinganna. Unglingurinn sem heldur af stað í leiðangur er að brúa bilið á milli eigin raunveru leika og ævintýra hinna miklu könnuða. Hann fetar til dæmis í fótspor landkönnuðarins Vilhjálms Stefánssonar sem ferðaðist alls 11 ár um norðurskautssvæði Kanada og kannaði ný svið, „nýja“ menningu innfæddra og nam nýjar lendur. Þeir sjá sig í flugkapp anum Ameliu Earhart, könnuði háloftanna eða Lewis og Clark sem héldu af stað í maí 1804 í sögulega ferð upp Missouri-ána að ósk Jeffersons forseta til að reyna að finna leið á milli mið Norður Ameríku og Kyrrahafsins. Landkönnuðurinn og mannfræðingurinn Vilhjálmur Stefánsson fór í marga leiðangra til norðurskautssvæða Kanada á árunum 1906 til 1918. Rannsóknarleiðangrar hans eru í senn afrek á sviði landkönnunar og mannfræðirannsókna, en hann ferðaðist alls 11 ár fótgangandi og á hundasleða u.þ.b. 12.500 kílómetra, uppgötvaði áður óþekkt landsvæði og varð meðal fyrstu Evrópumanna til að rannsaka menningu inúíta. Segja má að Vilhjálmur Stefánsson hafi átt drjúgan þátt í að ljúka við að kynna Evrópumönnum heimsálfuna sem landi hans, Leifur Eiríksson, kom á spjöld sögunnar 900 árum áður. Vilhjálmur aðlagaði sig að lífsháttum inúíta sem höfðu búið á þessum norðlægu slóðum í mörg þúsund ár. Hann lærði tungumál þeirra, tileinkaði sér veiðiaðferðir þeirra og matarsiði, aðlagaði sig að híbýlum þeirra, fatnaði og ferðamáta. Hann hélt því fram að unnt væri að stunda rannsóknir og ferðalög á þessum norðlægu slóðum og „lifa á landsins gæðum“ eins og frum byggjarnir. Það má því segja að Vilhjálmur Stefánsson hafi verið frumkvöðull bæði við að kanna ný lönd en líka við að kanna lifnaðarhætti inúítanna.
38
Þann tíma sem Vilhjálmur dvaldi á norðurslóðum Kanada og Alaska skráði hann í dagbækur sínar ítarlegar lýsingar á samfélögum heimamanna, ferðalögum, veðurfari, dýralífi og landsháttum sem urðu óþrjótandi efni í bækur, greinar og fyrirlestra. Eftir hann liggja á þriðja tug bóka og nálægt 400 greinar og ritgerðir um flest svið norðurslóða. Vegna alþjóðlegrar yfirsýnar, tengsla og fjölfræðilegrar nálgunar var Vilhjálmur í hugum margra holdgervingur rannsókna á heimskautasvæðunum og stundum nefndur Herra Norðurslóð.
Vilhjálmur lærði margt af inúítum, hann fór með þeim á sel- og bjarndýraveiðar og varð snjall hundaekill undir leiðsögn þeirra. Hann gaf nánar gætur að umhverfi heimamanna og öllu umhverfi þeirra á norðurskautsslóðum. Allur fatnaður inúíta, búnaður sem þeir notuðu og skýlin sem þeir bjuggu í dró að sér nákvæma athygli hans. Hann lét sér ekki nægja að skrá þetta allt í minnisbækur, heldur lærði hann líka veiðiaðferðir og að beita verkfærum þeirra.
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Vilhjálmur var oft nefndur spámaður norðursins. Mikilvægur þáttur í boðskap hans var að með því að læra af afkomendum kynslóða sem búið höfðu á norðurslóðum í þúsundir ára, og með því að aðlagast umhverfinu og safna þekkingu sem ein kynslóð miðlar annarri, yrðu okkur ljósir möguleikar norður svæðanna. Vilhjálmur hafði sérstöðu vegna framsýnna viðhorfa, viðleitni til að sporna við menningar- og þjóðrembu og gagnrýni á yfirgang evrópskrar menningar gagnvart frumbyggjum norðursins.
Sögu landkönnuðarins og fræðimannsins Vilhjálms Stefánssonar er ekki lokið, því eins og aðrar góðar sögur á hún sitt eigið líf óháð manninum sjálfum. Enn þann dag í dag fást fræðimenn, rithöfundar og kvikmyndargerðarmenn um allan heim við að fjalla um arfleifð Vilhjálms.
Vilhjálmur Stefánsson fæddist 3. nóvember 1879 og lést 26. ágúst 1962. Hann var af íslenskum ættum, fæddist í Gimli í Manitobafylki í Kanada og var við nám í N-Dakóta og Iowa og lauk framhaldsnámi í mannfræði frá Harvard-háskóla.
Flugkappinn Amelia Earhart hlaut þjálfun í hjúkrunar störfum hjá Rauða krossinum í heimsstyrjöldinni fyrri og starfaði á herspítala í Ontario-fylki í Kanada þar til stríðinu lauk árið 1918. Eftir að Amelia fór í sína fyrstu flugferð voru örlög hennar ráðin. Hún fékk sér aukavinnu af ýmsu tagi til að safna fyrir flugnámi og fyrstu flugvélinni sinni; notaðri gulri tvíþekju sem hún kallaði „Kanarífuglinn“. Hún varð fyrsta konan til að fljúga yfir Atlantshafið, fyrsta konan til að fljúga ein yfir Atlantshafið og fyrst allra, karla sem kvenna, til að fljúga tvisvar yfir Atlantshafið. Amelia var sannkallaður landkönnuður háloftanna og skrifaði bækur og hélt fyrirlestra víða um heim um afrek sín. Hún stofnaði „Samtökin 99“ sem voru samtök kvenna með flugmannsréttindi. Nafnið er dregið af þeim níutíu og níu konum sem skipuðu samtökin í upphafi.
Hinsta hetjudáð hennar varð að leyndardómi sem enn hefur ekki verið afhjúpaður. Þá gerði hún tilraun til þess að fljúga fyrst kvenna kringum hnöttinn en týndist nálægt Howlandeyju í Kyrrahafinu ásamt siglingafræðingnum Fred Noonan og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Leit stóð yfir í níu daga en Amelía fannst aldrei.
Meriwether Lewis, William Clark og hinir þátttakendur hins hugrakka hóps sem ferðuðust í næstum tvö og hálft ár upp eftir óblíðri Missouri-ánni máttu þola úrhellisrigningu, storma, hættulega strauma, sandbleytu, óvinveitta frumbyggja, hungur, eiturslöngur og moskítóbit. Á sama hátt verða ungir skátar að horfast í augu við allskonar verkefni í öllum ferðalögum. Þeirra verkefni verða þó kannski meira í samræmi við getu eða styrk skátanna en þau sem Lewis og Clark þurftu að glíma við, en engu að síður krefjandi og skemmtileg. Eins og Lewis og Clark munu skátarnir þroskast í þessum ævintýrum og öðlast reynslu sem setur mark sitt á líf þeirra.
2 | Táknræn umgjörð
39
Möguleg óþægindi í dróttskátaleiðangri eru ekkert í saman burði við það sem Ernest Shackleton og hinir 27 félagar hans máttu þola í sinni frægu för árin 1914 til 1916. Í Alþjóð lega suðurheimskautsleiðangrinum, sem átti að fara fótgang andi þvert yfir Suðurheimskautslandið, voru bæði reyndir sjó menn og vísindamenn sem útskrifast höfðu frá þekktum háskólum. Eftir að hafa siglt um 1500 kílómetra leið innan um borgarísjaka festist skip Shackletons í ísnum, aðeins eina dagleið frá þeim stað þar sem ráðgert hafði verið að hefja ferðina. Í tíu mánuði færði ísinn skipið sífellt lengra frá meginlandinu og muldi það að lokum mélinu smærra. Leiðangursmenn drógu fram lífið í aðra 10 mánuði á ísnum þrátt fyrir að hafa aðeins lágmarksútbúnað. Þeir ferðuðust mörg hundruð kílómetra á ísbreiðunni og sigldu á veikbyggðum smábátum sem þeim hafði tekist að bjarga frá leiðangursskipinu áður en það brotnaði og sökk. Til að forðast skyrbjúg borðuðu þeir hrá innyfli dýra sem þeir veiddu. Enginn hafði minnstu hugmynd um hvar þeir voru staddir, en þolgæði þeirra og þrautseigja bar ávöxt því þeim var að lokum bjargað.
Áhugi á að kanna ný svið leiddu rithöfundinn og ævintýramanninn Jón Ólafsson Indíafara aðeins 22 ára um borð í enskt skip þar sem hann samdi við skipstjórann um far til Englands. Þaðan lá leið hans til Danmerkur þar sem hann gerðist byssuskytta á herskipum Kristjáns IV. Danakonungs. Fljótlega lá leið hans norður í Hvítahaf, til Svalbarða og árið 1622 sigldi hann suður fyrir Góðrarvonarhöfða, til Seylon sem nú kallast Srí Lanka. Síðar dvaldist hann í virki í dönsku nýlendunni Tranquebar á Indlandi. Árið 1624 var hann fluttur slasaður til Danmerkur eftir sprengingu í fallbyssu. Tveimur árum síðar flutti hann aftur til Íslands og bjó þar til æviloka.
Jón Indíafari fæddist 4. nóvember 1593 og lést 3. maí 1679. Á gamalsaldri ritaði hann ferða- og ævisögu sína sem þykir einstæð heimild um mannlíf og herþjónustu í danska flotanum á 17. öld. Hafa Danir látið gera útdrátt úr henni sem lestrarefni handa börnum og unglingum í dönskum skólum.
Sögurnar um Jón Indíafara, Shackleton og menn hans, Lewis og Clark, Ameliu Earhart og Vilhjálm Stefánsson eru ekki settar hér fram til þess að skátar taki sömu áhættu. Þær eru miklu fremur settar fram sem dæmi um ævintýraþrá mannsins og áhuga hans á að kanna ný svið og hvernig á að leysa úr erfiðleikum með hugrekki og útsjónarsemi.
Leiðangursmenn Ernest Shackleton í búðum sínum í leiðangrinum á suðurheimskautið.
40
H a n d b ó k ssveitarforingja veitarforingja dróttskáta
Að auka líkamlega færni Uppgötva nýjar leiðir, kanna ókunnar slóðir, klífa tinda, fara yfir ár og læki, klöngrast niður árbakka, sofa í snjóhúsi eða undir stjörnubjörtum himni, útbúa eigin mat, finna skjól og öryggi eru verkefni sem gera okkur mögulegt að nota líkamann til að uppgötva heiminn í kringum okkur, kanna getu okkar, reyna styrk okkar, þroska með okkur nýja vissu og öðlast sjálfsöryggi. Heilbrigt líferni, mátuleg hreyfing, hreinlæti, hollur og næringarríkur matur, nægjanlegur svefn og eðlileg skipting á tíma okkar milli tómstunda og skyldustarfa – allt skiptir þetta máli fyrir líkamlega færni einstaklingsins. Skátinn þróar með sér heilbrigðan lífsstíl sem viðheldur og eflir líkamlegan (og andlegan) styrk. Hann eða hún forðast misnotkun á fíkniefnum eins og t.d. áfengi og tóbaki, óhollan skyndibita og óhóflega sykurneyslu.
Það eru til margar áhugaverðar frásagnir um líkamlega getu og leikni brautryðjenda, frumkvöðla, íþróttafólks og landkönnuða.
Knattspyrnusnillingurinn, félagsmálafrömuðurinn, kaupsýslumaðurinn, stjórnmálamaðurinn, sendiherrann og heiðurs borgarinn Albert Guðmundsson sýndi ekki listir sínar og líkamlegt atgervi á fjöllum eða í óbyggðum, heldur á iðagrænum knattspyrnuvöllum stórborga Evrópu árin eftir seinni heimstyrjöldina. Saga hans er saga af ungum dreng sem braust frá fátækt til bjargálna af viljafestu og einbeitni og fyrir eigin verðleika. Hann var í fremstu röð þeirra atgervismanna sem gerðu garðinn frægan á erlendri grundu. Þegar hann var á hátindi ferils síns sem íþrótta maður á stærstu knattspyrnuvöllum Evrópu hljómaði nafn hans af vörum hundruða þúsunda sem dáðust að líkamsþrótti hans, leikni og leikskilningi. Albert Guðmundsson var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knatt spyrnu. Ferill hans var glæsilegur og þegar hann var upp á sitt besta var hann þekktasta nafnið í fótboltanum í Evrópu og lék með stórliðunum Glasgow Rangers, Arsenal, AC Milan og bestu liðum Frakklands. Þegar hann kom aftur heim gerðist hann umfangsmikill heildsali, félagsmálafrömuður og öflugur stjórnmálamaður. Í fótboltanum var hann kallaður „hvíta perlan” en á Íslandi „vinur litla mannsins”, enda var hann ætíð tilbúinn til þess að leggja fólki lið og fór ekki leynt með það að hann væri fyrirgreiðslupólitíkus. Meðfæddur félagsmálaáhugi, ræktaður hjá sr. Friðriki í KFUM og í íþróttastarfi og viljinn til að leggja lið meðbræðrum sínum, ekki síst þeim sem borið höfðu skarðan hlut frá borði, beindu honum inn á þá braut.
Saga drengsins sem var sendill í Reykjavík, sælgætissali á Melavellinum, dorgaði á bryggjunni og seldi flöskur sem hann fann á götunni, hélt svo út í hin stóra heim til þess að mennta sig og varð einn þekktasti, virtasti og hæst launaði íþróttamaður Evrópu er ævintýri líkust en sýnir okkur að „hver er sinnar gæfu smiður“.
2 | Táknræn umgjörð
41
Á Frakklandsárum Alberts var í hinu virta knattspyrnublaði „France-Football” fjallað um einn heimaleikja Alberts með knattspyrnuliði Nancy-borgar: Í Nancy horfðu 21 leikmaður og 19.000 áhorfendur á „hvítu perluna“ leika knattspyrnu. Maður dagsins var tvímælalaust Íslendingurinn Albert Guðmundsson. Tuttugu og einn leikmaður, samherjar og mótherjar, dómarinn og línuverðir og um það bil nítján þúsund áhorfendur gátu ekki haft af honum augun.
Albert Guðmundsson fæddist 5. október 1923 og lést 7. apríl árið 1994. Afrek hans á sviði knattspyrnu munu lifa í hugum þjóðarinnar um ókomna tíð.
Guðmundsson, yfirvegunin sjálf, lét sem ekkert væri og lék sinn leik. Liðugur og leikinn lék hann á mótherjana og gaf hvergi eftir. Hann er sannarlega arkitekt hinna mörgu sigra Nancy-liðsins. Hinir miklu hæfileikar þessa leikmanns eru að mínu áliti gáfur hans fram yfir aðra leikmenn. Þegar hann mætir öðrum leikmönnum, er hann alltaf jafn yfirvegaður, jafnvel þó að þrír mótherjar reyni að gæta hans. Nei, Guðmundsson leikur svo sannarlega með heilanum. Meðan hann er að leika á andstæðinga sína hefur hann augun opin fyrir tækifærum sem við það skapast og þegar hann framkvæmir stoðsendingar sínar kemur í ljós hve vel allt hefur verið hugsað og skipulagt.
Með komu Guðmundssonar til Nancy hefur stjórn félagsins ekki aðeins fengið leikstjórnanda og arkitekt að sigurgöngu liðsins, heldur hefur hún fært stuðningsmönnum Nancy fyrirmynd og átrúnaðargoð og frönsku knattspyrnunni „hvítu perluna” - vinsælasta leikmann frönsku deildarinnar.
Frönsk blöð á þessum tíma ræddu um fleira í fari Alberts en það sem hann sýndi í meðferð knattarins. Þegar flett er í gegnum blaðaúrklippur er auðséð að Albert naut virðingar blaðamannanna langt út fyrir knattspyrnuna. Þeir komust fljótlega að því að hann kunni ensku, hann talaði einnig sænsku og gat bjargað sér á þýsku. Það var yfir honum viss menningarbragur sem var sjaldgæfur meðal atvinnumanna í knattspyrnu. Þetta mátu þeir og virtu og ávörpuðu hann oftast Monsieur (herra) Albert, sem einnig var óvenjulegt með atvinnumenn í knattspyrnu.
42
Norska skautadrottningin Sonja Henie heillaði heiminn með leikni sinni á skautum. Ung að árum fór hún að renna sér, varð Noregsmeistari í skautaíþróttum aðeins fjórtán ára gömul og heimsmeistari fimmtán ára. Faðir Sonju var fyrrum Ólympíumeistari í hjólreiðum og hvatti börn sín mjög til að stunda íþróttir. Það gerði Sonja af kappi allt frá barnæsku. Sem barn og unglingur þótti hún efnileg á skíðum, í sundi og sem knapi og vakti landsathygli fyrir hæfileika sína í tennis.
Sonja var heimsmeistari í listhlaupi á skautum tíu ár í röð, fyrst þegar hún var fimmtán ára gömul. Hún hreppti gullverðlaun í listhlaupi á þrennum vetrarólympíuleikum í röð, 1928, 1932 og 1936, sló hvert heimsmetið af öðru og varð sex sinnum Evrópumeistari.
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Eftir sigurinn 1936 sneri Sonja sér að kvikmyndaleik. „Mig langar til að leika í kvikmyndum,“ sagði hún, „og ég vil koma fram á skautum. Mig langar að sýna að á skautum er hægt að dansa eins og dansarinn Fred Astaire.“ Fjölskylda Sonju stóð með henni í baráttunni við að láta draumana rætast. Tekið var á leigu skautasvell og þar sýndi Sonja hæfileika sína í auglýsingaskini. Hún setti upp viðamiklar sýningar og ferðaðist víða. Jafnframt tók hún stefnuna á Hollywood og haslaði sér völl í kvikmyndum. Í kvikmyndaborginni lék Sonja í nokkrum Hollywood-kvikmyndum við miklar vinsældir og auðgaðist mjög. Nafn hennar var á hvers manns vörum og fljótlega varð hún ein skærasta stjarna Twentieth Century-Fox-kvikmyndaversins. Snilldartaktar Sonju á ísnum drógu fólk í bíóhúsin í stríðum straumum. Sonja Henie fæddist 8. apríl 1912 og lést 12. október 1969. Hún er af mörgum talin mesti skautadansari allra tíma.
Saga Jóns Páls Sigmarssonar, feimna og hlédræga blokkarstráksins úr Ábæjarhverfinu er ekki aðeins saga viljasterks drengs sem lýsti því yfir fimm ára gamall að hann ætlaði að verða sterkasti maður í heimi - og stóð við það.
Saga hans geymir vissa arfleifð kynslóðanna á Íslandi, allt frá Íslendingasögunum. Hún er einn lykillinn að breyttum viðhorfum til heilbrigðs lífernis og líkamsræktar almennings, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Ævi Jóns Páls geymir dýrmæta reynslusögu. Glæstustu persónulegu afrek hans og kynning lands og þjóðar urðu á tímabili hluti af ímynd Íslendingsins af sjálfum sér.
Jón Páll Sigmarsson fæddist þann 18. apríl 1960 og lést 16. janúar árið 1993. Afrek hans á sviði lyftinga og aflrauna, mannkostir og lífleg framkoma mun aldrei gleymast.
Aðeins 21 árs gamall var hann kjörinn „Íþróttamaður ársins“ fyrir afrek sín í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum. Hann setti á annan tug Evrópumeta og tók vart svo þátt í lyftingamóti að hann setti ekki Íslandsmet, Norðurlandamet eða Evrópumet og færi á verðlaunapall. Jón Páll varð auk þess þrisvar sinnum Íslandsmeistari í vaxtarrækt, árin 1984, 1986 og 1988.
Frægðarsól hans skein þó enn skærar erlendis vegna afreka hans og glæstra sigra í aflraunamótum. Hann er talinn fyrsti íþróttamaður heims sem sérþjálfaði sig fyrir keppni og atvinnumennsku í aflraunum og var lengur í fremstu röð en nokkur annar sem lagt hefur stund á þær. Hinn heimsþekkti fræðimaður um aflraunir, David P. Webser segir um Jón Pál; „Hann er mesti aflraunamaður sem uppi hefur verið“ - „Hann var fullkomlega áreiðanlegur og heiðarlegur, einfaldlega bestur. Enginn tók honum fram sem alhliða aflraunamanni.
2 | Táknræn umgjörð
43
Afrekaskrá hans er einstök. Tveir helstu titlarnir í aflraunum í heiminum eru „World´s Strongest Man“ og „World Muscle Power Championship“ - Jón Páll vann fyrri titilinn fjórum sinnum og þann síðari fimm sinnum. Kannski hefur sigurinn í keppninni um titilinn „Sterk asti maður allra tíma“ sem haldin var árið 1987 verið hápunkturinn á ferli Jóns Páls, en ferill hans er eitt stórt afrek og hann var lengur á toppnum en nokkur keppinauta hans“.
Lyftingakappar á Akureyri ortu til Jóns Páls þegar hann vann titilinn sterkasti maður heims í fyrsta skipti:
Ákveðinn fórst þú út í lönd, afar hress og glaður, sigraðir tröllin hönd við hönd, heimsins sterkasti maður.
Þessar og margar aðrar frásagnir af frumkvöðlum og brautryðjendum væru ekki til án viðleitni þeirra til að þroska líkamlega getu og færni sína til hins ítrasta. Slík „landkönnun og landvinningar“ huga og líkama fellur fullkomlega að þörfum drengja og stúlkna á dróttskátaaldri til að þroska líkamlega færni sína. Það var á grundvelli þessarar uppeldisfræðilegu samsvörunar að Baden Powell stofnaði skátahreyfinguna og gaf henni nafn. Orðið „skáti“ þýðir könnuður, sá sem fer á undan og segir til um hvað er fram undan eins og Sonja, Albert, Jón Páll og margt fleira afreksfólk og brautryðjendur hafa gert í gegnum aldirnar.
Viljinn til að reyna á líkamann og þroska líkamlega færni styður mikilvægi þess að skátar stundi útilíf. Könnun þýðir ekki síst að fara út, leggja af stað, hreyfa sig, vera á ferðinni, ferðast og leita.
Fyrir flesta unglinga í dag sem upplifa ævintýri einungis í sjónvarpi eða tölvuleikjum ýtir vitneskjan um hina raunverulegu brautryðjendur og könnuði undir drauma þeirra, opnar þeim nýjar víddir og færir þeim ný sjónarhorn sem auðga leik þeirra og starf. Frumkvöðlarnir verða raunverulegir í viðfangsefnum þeirra og verkefnum og hvetja þá til að hefjast handa, til að uppgötva hvers megnugur þeirra eigin hugur og líkami er.
44
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Að auka þekkinguna og nota hugvitið Eins og við höfum séð í þessum frásögnum reynir könnun á hugvitið. Við notum oft hugtakið „kanna“ sem samheiti við „rannsaka“. Á sama hátt þýðir orðið „skáti“ ekki aðeins „könnuður“. Orðið á sér rætur í latneska orðinu auscultare sem þýðir að hlusta, athuga eða gaumgæfa. Frábært tækifæri fyrir unglinga og vaxandi getu þeirra til að beita ígrundun, sjálfstæðri hugsun, rökhugsun, spurningum og alhæfingum.
Enginn „könnunarleiðangur“ er laus við vandamál eða átök og allir „könnuðir“ þurfa á skynsemi sinni að halda við að leysa slík mál og að glíma við óvissu og hið óþekkta. Hugvit krefst áræðis, opins huga, ígrundunar, rökhugsunar og skipulegra vinnubragða. Ef könnunarleiðangur á að heppnast verður könnuðurinn að þroska hugann, sýna frumkvæði og beita gagnrýnni hugsun á eigin hugmyndir og annarra eftir því sem könnuninni vindur fram.
Landmælingamaðurinn Björn Gunnlaugsson „spekingurinn með barnshjartað“ lærði stærðfræði, mælingarfræði og stjörnu fræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann var afburða náms maður og hlaut tvisvar sinnum gullverðlaun skólans fyrir framúr skarandi námsárangur. Björn var einstakur iðjumaður, auk landmælinganna starfaði hann mestan hluta ævinnar sem kennari. Eftir hann liggja einnig fjölmörg fræðirit um stærðfræði og stjörnufræði. Í tólf sumur ferðaðist Björn um landið í landmælingaferðum sínum, venjulega með 5-7 hesta á ferðunum. Hann hafði fé af skornum skammti og fór mjög sparlega með, keypti hestana á vorin og seldi á haustin. Samhliða kennslustörfum notaði hann vetrarmánuðina til að vinna uppdrættina eftir mælingum sumarsins. Árið 1844 sagði hann í bréfi til Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins: „Nú er ég þá loksins búinn að yfirfara allt landið, eins og kostur er á, þó sumstaðar sje ekki svo vel skoðað sem skyldi; en það mundi kosta óþolandi tímalengd og peningaútlát fyrir fjelagið að láta skoða hvert einstakt fjall, þar sem þau standa mjög þjett saman, álíkt og hús í stórum og þjettbyggðum borgum“. Afrek Björns Gunnlaugssonar er einstakt. Saman fóru metn aður, alúð, þrautseigja og afburða greind, auk kunnáttu fræðimannsins.
Björn Gunnlaugsson fæddist 28. september 1788 og lést 17. mars 1876. Vitsmunir hans og þekking, alúð, iðjusemi og staðfesta sem myndgerast í stórvirkinu Uppdráttur af Íslandi mun á öllum tímum bera framúrskarandi atorku hans og ósérhlífni vitni.
Íslandskortin þóttu mikið stórvirki á sínum tíma, danskur landfræðingur, samtímamaður Björns, sagði um verkið: „Þessi maður hefir unnið verk, sem fádæmi eru að nokkur maður hafi mátt og vilja til að afkasta“. Íslandskortin hlutu heiðursviðurkenningu á alþjóðlegri sýningu í París árið 1875. Mörgum árum áður hafði Björn, fyrir störf sín, verið gerður Riddari frönsku Heiðursfylkingarinnar og Riddari Dannebrogsorðunnar varð hann árið 1846.
2 | Táknræn umgjörð
45
Þorvaldur Thoroddsen nam náttúrufræði, dýrafræði og jarð fræði og var einn fremsti vísindamaður heims á sviði jarðvísinda undir lok 19. aldar. Hann orti ekki ættjarðarljóð og hann gekk ekki fram fyrir skjöldu í stjórnmálabaráttu Íslendinga eins og margir samtímamenn hans, en hann setti sér það markmið að kanna og kynna ættjörðina sem frelsishetjurnar og skáldin börðust fyrir og sungu lof. Hann vildi ekki að útlendingar eignuðu sér það að rannsaka náttúru Íslands og lýsa henni, sú tilhugsun særði metnað hans og þjóðarvitund. Þess vegna varði hann nærfellt 20 æviárum sínum til þess að ferðast um Ísland og rannsaka það, og næstu 20 árum varði hann til þess að rita um náttúru þess og sögu. Það var hans skerfur til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Ferðalögin voru oft erfið, enda eingöngu ferðast gangandi og á hestum og gist í tjaldi á fjöllum uppi.
Þorvaldur Thoroddsen fæddist 6. júní 1855 og lést 28. september 1921. Þekking hans, hugvit og rannsóknir gerðu það að verkum að enn þann dag í dag er því svo varið að enginn jarðfræðingur eða nátt úrufræðingur, innlendur eða erlendur, hefur rannsóknarstarf hér á landi án þess að taka sér fyrst í hönd eitt af verkum Þorvalds og segja við sjálfan sig: „Hvað skyldi Thoroddsen segja um þetta?“
Þorvaldur dvaldi hálfa ævina erlendis. Þar var hann virtur borgari, víðfrægur vísindamaður og landkönnuður. Landar hans lágu honum á hálsi fyrir að taka ekki virkan þátt í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Það var ekki hans verkahringur, en hvar sem hann fór bar hann Íslandi virðulegt vitni. Hann var sómi þess og skjöldur en ekki sverð.
Þegar Þorvaldur lauk skrifum sínum var til svo glögg og yfirgrips mikil heildarmynd af náttúru landsins að enginn jarðfræðingur sem unnið hefur á Íslandi hefur komist hjá því að fara í fótspor hans og byggja á þeim grunnrannsóknum sem hann dró saman. Þorvaldur var ekki vísindamaður með þröngt áhugasvið heldur víðsýnn fræðimaður og landkönnuður sem las alla þá náttúru sem fyrir augun bar og gerði grein fyrir henni. Ísland er ólíkt öðrum löndum og því var Þorvaldur að fást við annað en fræðimenn á sama sviði erlendis. Fyrir vikið er afar margt í skrifum hans sem ekki finnst annars staðar á prenti frá þessum tíma.
Þorvaldur varð heimsfrægur fyrir störf sín og mun frægari erlendis en samtímamenn hans hér heima gerðu sér grein fyrir. Dagblöð, allt frá New York til Moskvu, sögðu frá ferðum hans og uppgötvunum. Honum hlotnuðust líka ótal viðurkenningar fyrir framlag sitt og hefur því verið haldið fram að fáir eða engir íslenskir menn hafi verið jafnfrægir erlendis í þá daga, enda var mikið fjallað um ferðir hans í vísindalegum náttúrufræðatímaritum, enskum, þýskum, frönskum og jafnvel ítölskum. Þá hlaut Þorvaldur ýmislegan sóma. Hann hlaut Daly-orðu ameríska landfræðifélagsins sem jafnað hefur verið við Nóbelsverðlaun í jarðvísindum, gullverðlaun sænska landfræðafélagsins og hann var ásamt norska landkönnuðinum Friðþjófi Nansen gerður að heiðursfélaga frægasta landfræðingafélags Þýskalands. Þá var hann sæmdur heiðursdoktors nafnbót við Kaupmannahafnarháskóla.
46
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Á fjórða áratug síðustu aldar fann vísindakonan og lífeðlisfræðingurinn Ida Henrietta Hyde upp örrafskaut sem olli straumhvörfum á sviði taugalífeðlisfræði. Ida varð líka fyrst kvenna til að útskrifast frá háskólanum í Heidelberg í Þýskalandi og fyrsta konan til að starfa að vísindarannsóknum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hún varð fyrsta konan til að fá inngöngu í Félag bandarískra lífeðlisfræðinga.
Bandaríska uppfinningakonan, rithöfundurinn, iðnverkfræðingurinn og vinnusálfræðingurinn Lillian Moller Gilbreth var 12 barna móðir. Hún fann upp og fékk einkaleyfi fyrir fjölda heimilistækja, þeirra á meðal matvinnsluvél, hillur innan á ísskápshurðir og ruslatunnu sem opnuð er með fótstigi.
Við rannsóknir sínar í vinnuvistfræði tók hún viðtöl við rúmlega fjögur þúsund konur til að átta sig á því hvaða hæð væri ákjósanlegust fyrir eldavélar, vaska, og annan tækjabúnað í eldhús. Lillian var í stjórn kvenskátabandalags Bandaríkjanna og varð fyrsta konan til að fá inngöngu í bandarísku verkfræðiakademíuna.
Mary Anderson frá Alabama í Bandaríkunum fann upp rúðuþurrkurnar og fékk einkaleyfi sitt fyrir þeim skráð árið 1905. Áratug síðar voru rúðuþurrkur orðnar staðalbúnaður á alla bíla.
Að morgni sunnudagsins 21. mars 1999 urðu þeir Bertrand Piccard og Brian Jones fyrstir manna til að ljúka ferð með loftbelg umhverfis hnöttinn. Þá höfðu þeir verið á lofti í næstum 20 daga og lagt að baki 41.920 kílómetra. Þetta hefði ekki verið mögulegt nema af því að loftbelgur þeirra var búinn nýjustu tækni. Fimmtíu og fimm metra hár og útbúinn jafnþrýstiklefa, veðurathugunartækjum, sem gerðu þeim kleift að spá fyrir um háloftavinda þrjá daga fram í tímann, og fjarskiptatækjum þannig að þeir gátu verið í stöðugu sambandi við vísindamenn á jörðu niðri.
Það er ekki bara á tækniöld sem könnuðir þurfa á aðstoð annarra að halda. Ferðalag þeirra Lewis og Clark upp eftir Missouri-ánni hefði orðið mun erfiðara ef þeir hefðu ekki notið aðstoðar Sacagawea sem var ung Shoshone-indíánakona sem ferðaðist með þeim ásamt frönskum eiginmanni sínum. Hún þekkti landið, var leiðsögumaður þeirra, talaði tungumál innfæddra og var túlkur í samskiptum við þá. Hún þekkti jurtir og ávexti landsins og gat því útbúið lyf og fæðu úr þeim fyrir leiðangursmenn.
Að nota hugvitið til að öðlast nýja þekkingu byggist ekki síst á því að beita ígrundun og gagnrýnni hugsun, bæði við eigin hugmyndavinnu og í samskiptum við aðra. Gagnrýnin hugsun og sköpunarþörf einstaklingsins haldast í hendur. Þetta ferli er nátengt sjálfsgagnrýni og sjálfsnámi bæði einstaklinga og hópa. Þetta er t.d. megin einkenni góðra vísindamanna á öllum sviðum vísinda
2 | Táknræn umgjörð
47
og í raun meginþáttur í því sem við nefnum „vísindalega aðferð“. Það er einmitt þetta sem einkennir nálgun þeirra Björns Gunnlaugssonar og Þorvaldar Thoroddsen. Þeir beita báðir skapandi og gagnrýnni hugsun við verkefni sín á öræfum landsins. Sama á um bandarísku vísindakonurnar Lillian, Idu og Mary, og þá Piccard og Jones og Lewis og Clark. Börn hafa fengið sköpunarþörf í vöggugjöf og öll þekkjum við opinn hug þeirra og forvitni. Þau spyrja gjarnan spurninga eins og litlir vísindamenn. Oft er það umhverfið sem slær á þessa sköpunarþörf barnanna og reynir að móta þau í ákveðið þröngt far. Þessu skylt eru ígrundun og gagnrýnin hugsun. Ef við hugsum og tölum um þekkingu eins og hún sé endanleg og óumbreytanleg er lítil ástæða til að spyrja nýrra og gagn rýnna spurninga. Skátastarf ætti að einkennast af „leitandi“ nálgun, þ.e. að rækta með skátunum forvitni og leitandi afstöðu á öllum sviðum þannig að þeir haldi áfram að þroskast og eflast.
Að öðlast nýja sýn á lífið Að kanna, á ekki bara við um ný lönd, líkamlega áreynslu eða vísindi. Það á líka við um að víkka sjóndeildarhringinn, sjá fegurðina og tækifærin í því smáa og hversdagslega og daglegt líf í nýju ljósi.
Eftir hvern könnunarleiðangur eða útilegu eru foreldrar oft undrandi á að sjá merkjan lega breytingu á unglingunum sínum. Þeir koma til baka úr þessum ferðum með meira sjálfstraust og aukna færni til að taka þátt í umræðum við jafnaldra og sér eldra fólk; þeir eru svolítið breyttir og með annað blik í augum. Þessi nýja sýn á hversdagslega hluti er svo mikilvæg að í hinu mikla verki Í leit að glötuðum tíma heldur franski rithöfundur inn Marcel Proust því fram að „eini raunverulegi könnunarleiðangurinn sé ekki sá að fara á nýja staði heldur að sjá þá með öðrum augum“. Það er einmitt þetta sem einkennir Kjarval, Ásmund Sveinsson, Stein Steinarr og Sesselju á Sólheimum. Þau öðluðust öll nýja sýn á lífið með því að leyfa sér að vera opin fyrir því sem var öðruvísi, með því að brjótast út úr rammanum.
48
Listmálarinn Jóhannes S. Kjarval var frumkvöðull á sviði myndlistar og sá hlutina með öðrum augum en flestir samferðamanna hans. Hann vildi með myndverkum sínum vekja stolt Íslendinga sjálfra á landinu sem þeir byggja. Hann túlkaði fegurð íslenskrar náttúru af einstakri snilld og kenndi okkur að horfa á landið á nýjan hátt; að meta hina duldu fegurð náttúrunnar jafnt og hið stórbrotna landslag.
„Alla ævi sína var Kjarval að gera þjóðina ríkari og Ísland voldugra. Hann opnaði fólki sýn á vald og töfra sem búa í náttúrunni og tengja þá við huldukraftana í sál fólksins sem það hefur alið af sér. Í margvíslegum skilningi hefur hann verið einhver mesti landnámsmaður sem þessi þjóð hefur eignast ... „Í hugum Íslendinga getur Kjarval aldrei dáið“ skrifaði rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson í minningargrein um listamanninn.
Í augum þjóðarinnar var Kjarval fullkomnasta ímynd sanns listamanns. Það var aldrei gengið að honum á vísum stað og enginn gat sett honum skorður. Hinn óútreiknanlegi , sérstaki persónuleiki hans og sá lífsmáti sem fólst í því að helga sig listinni og gefa lítið fyrir viðteknar venjur borgarastéttarinnar gerðu hann að lifandi goðsögn og holdgervingi hinnar
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
rómantísku hugmyndar um listamanninn sem bóhem. Skemmtilegt dæmi um þetta er óborganleg frásögn af samtali virðulegs útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins við Kjarval.
Í tilefni sextugsafmælis Kjarvals árið 1945 fór Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpstjóri á fund listamannsins því hann hafði áhuga á að minnast afmælisins í útvarpinu.
Vilhjálmur sagði frá viðtalinu á þessa leið: „Við höfum uppgötvað það að þú ert að verða sextugur”. „Nú - þið ættuð heldur að uppgötva æskuna í öllum þessum ráðum, útvarpsráði og menntamálaráði, og þið eigið að skrifa um æskuna í blöðin og tímaritin“ – svaraði Kjarval. Ég sagðist skyldi skrifa um æskuna og ympraði svo aftur að þessu um sextugsafmælið. „Sextugur,“ segir Kjarval út í hött. „Veistu það ekki að Stefán Guðmundsson á Blönduósi verður 85 ára núna þann 12. Mesti merkiskarl og afburðaformaður, sjósóknari og hagmæltur. Þú ættir að skrifa um hann sjómannasögu.“ Ég gef góð orð um það að skrifa nýja sjómannasögu Jóhannes S. Kjarval fæddist 15. október um Stefán. Svo fitja ég aftur upp á afmælinu og því 1885 og lést 13. apríl 1972. Hann varð hvort Kjarval ætli ekki að halda sýningu. goðsögn í lifanda lífi og túlkun hans á „Sýningu,“ segir Kjarval, „finnst þér ekki góð íslenskri náttúru í myndlist mun halda nafni sýningin hjá Jóni Þorleifssyni?“ hans á lofti kynslóð fram af kynslóð. Ég sagði að sýningin hjá Jóni væri prýðileg og spurði Kjarval hvort hans sýning ætti ekki að vera eins konar söguleg yfirlitssýning þar sem hann væri kominn á svona virðulegan aldur. „Ásgrímur er virðulegur og ágætum málari,“ – svaraði Kjarval. Ég sagði að Ásgrímur væri ágætur listamaður og spurði Kjarval hvort hann hefði ekki eitthvað sérstakt að segja mér vegna afmælisins eða hvort hann ætlaði sjálfur að skrifa eitthvað. „Ég hef ort kvæði um Stefán á Blönduósi. Finnst þér ekki að ég ætti að setja það í Morgunblaðið?,“ svaraði Kjarval. Ég sagði að svoleiðis kvæði mundi sóma sér vel í Morgunblaðinu og spurði hann svo hvenær við ættum að hittast vegna samtalsins eða greinarinnar. Kjarval strauk hárið báðum höndum upp hnakkann og fram um eyrun og ennið, velti vöngum og sagði: „Reykjavík er yndislegur bær, Ísland er dásamlegt land, ungar stúlkur eru ósköp laglegar. Litir eru fallegir. Jæja við höfum það þá svona, að við látum það allt saman eiga sig. Þú skrif ar og ég mála þegar okkur langar til,- og svo er það búið. Ég er þakklátur vinum mínum sem vilja leggja það á sig að hafa sýningu eða sjá hana. En heldurðu að það væri ekki kurteisast að hafa enga sýningu? Maður er svo ungur ennþá og óþroskaður og alltaf að læra. Það er erfiðisvinna að mála og uppgötvun að finna mótíf. En það er hvíld að nota afganginn af orkunni til að gleðja sig og yrkja fyrir sjálfan sig. Nei það verður víst engin sýning. Það er ekki víst að það verði neitt samtal eða nein grein. Það er ekki víst að það verði neitt afmæli. Mannsævin er svo einkennilegt málverk og maður veit aldrei hvenær það er gott eða ekki gott sem maður gerir, og vertu nú sæll.“ Jæja, vertu þá sæll Kjarval og fyrirgefðu ónæðið. „Vertu sæll Vilhjálmur – og þakka þér fyrir ónæðið,“ – svaraði Kjarval. Kjarval kom samferðamönnum sífellt á óvart, bæði í list sinni, orðum og athöfnum. Hann afþakkaði stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu sem átti að veita honum árið 1965.
2 | Táknræn umgjörð
49
Sættir náðust þó með því að orðan var varðveitt í Listasafni Íslands en Kjarval vildi aldrei fá hana í hendur. Þetta er eina fálkaorðan sem ekki hefur þurft að skila við andlát orðuhafa.
Kjarval var einn af fyrstu menntuðu myndlistarmönnum Íslands. Hann fór til Kaupmannahafnar árið 1913 og lauk prófi frá Konunglega listaháskólanum þar í borg árið 1918. Síðar dvaldi hann í Rómaborg og víðar á Ítalíu til ársins 1920 og í París var hann árið 1928. Frá árinu 1922 til dauðadags starfaði hann svo sem listmálari í Reykjavik.
Ásmundur Sveinsson var fátækur bóndasonur úr Dölum sem varð einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Hann lifði alla tíð fyrir listina og hafði þá sýn að listin ætti erindi til fólksins og höggmyndalistin ætti að vera hluti af landslagi borgarinnar. Hann sótti gjarnan viðfangsefni sín til íslenskrar sagnahefðar og starfshátta, þótt hann útfærði þau síðan á afar nútímalegan hátt, í einföld formhrein verk í anda módernismans. Ásmundur notaði gjarnan venjulegt vinnandi fólk sem myndefni, t.d. járnsmiðinn og vatnsberann. Hann sagði „að það þyrfti að búa til myndir fyrir börn til að leika sér í og þau þyrftu að fá að príla og fikta í stóru styttunum“.
Ásmundur Sveinsson fæddist 20. maí 1893 og lést 9. desember 1982. Hann ánafnaði Reykjavíkurborg verk sín, heimili sitt og vinnustofu við Sigtún og var Ásmundarsafn formlega opnað 1983.
Verkum Ásmundar var ekki alltaf jafn vel tekið, en með tímanum hafa þau fest sig í sessi og hann verið nefndur alþýðuskáld í myndlist. Höggmyndir Ásmundar má sjá víða í Reykjavíkurborg, m.a. Sæmund á selnum við Háskóla Íslands og Vatnsberann í miðbæ Reykjavíkur en einnig hafa verk hans verið sett upp úti á landi eins og höggmyndin Sonartorrek við Borg á Mýrum.
Ljóðskáldið Steinn Steinarr var kallaður „atómskáld“. Hann var í fylkingarbrjósti og fremstur meðal jafningja ungra skálda sem brutust út úr hefðbundnu ljóðaformi fyrri kynslóða um miðja tuttugustu öldina. Verkum hans fylgdi bæði nýtt formskyn og nýtt tilvistarskyn. Þótt hann væri afar vel að sér í hefðbundnu formi og notaði það alla tíð, rúmaðist sýn hans ekki innan þess svo hann gerðist brautryðjandi nútímaljóðlistar til að ryðja braut sinni tilvistarstefnu. Hann var vel að sér í mörgu því helsta í erlendri samtímaljóðlist og spennan í verkum hans er fólgin í átökum sjálfs og umheims, einsemdin er hljómbotn þeirra.
50
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir var brautryðjandi í uppeldismálum barna, þjónustu við fatlaða og umhverfismálum á Íslandi. Hún lagði ríka áherslu á samveru og samstarf fatlaðra og ófatlaðra löngu áður en þær kenningar voru settar fram erlendis. Sesselja var langt á undan sinni samtíð og sjónarmið hennar mættu tortryggni og skilningsleysi. Áratugum saman barðist hún við fordóma og skammsýn yfirvöld. Hún var frumkvöðull í lífrænni ræktun, ekki aðeins á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og oft nefnd fyrsti íslenski umhverfissinninn.
Sesselja stofnaði Sólheima á 28. afmælisdegi sínum 5. júlí 1930, en þann dag komu fyrstu fimm börnin þangað og nokkru síðar bættust önnur fimm við. Ekkert íbúðarhæft hús var á staðnum og því búið í tjöldum þar til flutt var inn í fokheldan kjallara Sólheimahússins í nóvember sama ár. Lúðvík bróðir Sesselju smíðaði trégólf í tjöldin og leiddi undir þau hita frá hvernum. Sesselja hafði í sex ár stundað nám í Danmörku, Sviss og Þýskalandi, m.a. í uppeldisfræði, barnahjúkrun og rekstri barnaheimila og var fyrsti Íslendingurinn sem lærði umönnun þroskaheftra. Á námsárunum í Þýskalandi kynntist Sesselja kenningum dr. Rudolf Steiner (1861-1925) „anthroposophy“ eða mannspeki. Sesselja stundaði einnig nám í garðyrkju, blómarækt og ræktun alifugla.
Sesselja Sigmundsdóttir fæddist 5. júlí 1902 og lést 8. nóvember 1974. Mannræktarstarf Sólheima í Grímsnesi og barátta hennar og brautryðjendastörf á sviði uppeldis-, umhverfis- og félagsmála munu halda nafni hennar og verkum á lofti um ókomin ár.
Sólheimar voru stofnaðir sem barnaheimili, einkum fyrir börn sem bjuggu við erfiðar heimilisaðstæður svo sem foreldramissi eða veikindi foreldra. Einnig voru tekin börn til sumardvalar. Haustið 1931 kom fyrsta þroskahefta barnið að Sólheimum en þá voru engin úrræði til á Íslandi fyrir þroskahefta og þess voru dæmi að þroskaheft fólk væri geymt í útihúsum. Hún lagði áherslu á að Sólheimar væru heimili en ekki stofnun og að fatlaðir sem ófatlaðir deildu kjörum í daglegu lífi og starfi.
Yfirvöld vildu ekki að á Sólheimum væru vistuð samtímis fötluð og ófötluð börn, því þau töldu að „heilbrigð börn gætu borið andlegt og líkamlegt tjón af umgengni við fávitana.” Þá ríkti ágreiningur um að grænmeti væri haft til matar, þótt börnunum væri einnig gefið að borða kjöt, fiskur og mjólk.
Yfirvöldum líkaði ekki þessi sjálfstæða, sterka kona og var Sesselja svipt starfsleyfi og þurfti að sækja það mál til Hæstaréttar. Árið 1946 voru sett bráðabirgðalög til að víkja henni af staðnum, en lögin hlutu ekki staðfestingu. Hvorki málaferli, persónulegar sorgir né bráðabirgðalög, sem sett voru til höfuðs Sesselju, náðu að buga hana. Hún trúði á það sem hún var að gera og lét aldrei truflast af aðstæðum eða áliti annarra.
Sesselja með börnum á Sólheimum á upphafsárum starfs síns þar.
Táknræn umgjörð umgjörð 22 || Táknræn
51 51
Að leggja allt í að gera skyldu sína Varla þarf að taka fram að könnun er miklu meira en líkamleg afrek kraftakarla. Könnun eflir persónuþroska, félagslega vitund, tjáningu tilfinninga og skoðana, og jafnvel andlega leit.
Baden-Powell sagði að ef einhvern tíma kæmi til þess að maðurinn stigi fæti á tunglið þá yrði það skáti. Þegar Neil Armstrong – sem var skáti – lenti á tunglinu 20. júlí 1969 reyndi á öll þau gildi sem höfðu mótað hann. Sjálfstæðishetjan Jón Sigurðsson vakti þjóð sína, vísaði veginn og fylkti henni til sóknar í hinni löngu göngu til sjálfstæðis. Í 38 ár var hann í fylkingarbrjósti, upplýsti, fræddi og hvatti landsmenn til dáða. Afburðagreind, fjölbreytt menntun, nákvæmni vísinda- og fræðimannsins, eldmóður ættjarðarvinarins og staðfesta, þolgæði og réttsýni prestssonarins frá Hrafnseyri var sá brimbrjótur sem konungar Danmerkur og fjölmennur her íhaldsamra embættismanna konungsríkisins réðu ekki við.
Um Jón Sigurðsson forseta var skrifað: „Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur.“ Er hægt að segja eitthvað stærra eða meira um nokkurn mann? Staðfesta Jóns Sigurðssonar og réttsýni kom í ljós strax á unglingsárum. Sagan hermir að hann hafi verið háseti á fiskibát föður síns í útróðrarstöð í Arnarfjarðarmynni um fermingu. Formaðurinn ætlaði honum hálfdrættingshlut en piltur kvaðst hafa unnið fyllilega fyrir heilum hlut og hafði sitt fram.
Jón Sigurðsson forseti fæddist 17. júní árið 1811 og lést þann 7. desember 1879
52
Haustið 1832 sigldi Jón til Kaupmannahafnar og hóf nám við Kaupmannahafnarháskóla. Helstu náms greinarnar voru latína, gríska, sagnfræði og hebreska, en aukagreinar guðfræði og heimspeki. Þessu til viðbótar lagði hann stund á fjölmargar fræðigreinar utan námsskrár. Þýsku, ensku og frönsku las hann til prófs og kynnti sér frægustu verk kunnustu rithöfunda Þjóðverja, Breta og Frakka. Jafnframt þessu komst hann í kynni við nýjar fræði greinar; hagfræði og stjórnfræði, sem voru sem óðast að ryðja sér til rúms og vekja áhuga hugsandi manna á Vesturlöndum.
Jón var með fyrstu mönnum í danska ríkinu til að kynna sér hagfræði og varð svo vel kunnur þeim fræðum, að eitt sinn kom til álita að veita honum forstöðustarf á þeim vettvangi á vegum vísindastofnunar í Kaupmannahöfn.
Þá fræðigrein sem öðrum þræði átti eftir að verða lífsbjörg hans og ævistarf mætti nefna „íslensk og norræn fræði“. Kynnti hann sér á langri starfsævi eftir frumheimildum allt sem hægt var og máli skipti í þessum fræðigreinum á sviði sagnfræði, lögfræði, hagfræði, bók mennta, málvísinda og mannfræði. Er ósennilegt að nokkur maður hafi fyrr eða síðar haft jafn altæka þekkingu á þessum fræðum.
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Við valdatöku Kristjáns 8. Danakonungs árið 1839 þótti Hafnar stúdentum lag að ganga á fund hans og beiðast úrbóta ýmissa mála á Íslandi og ámálga þá ósk að á Íslandi yrði komið á fót samkomu, nokkurs konar þingi, „þar sem hinum greindari og gætnari mönnum yrði kleift að ráða ráðum sínum íbúum til heilla”.
Konungur tók þessari drottinhollu bón vel og kvaðst mundu íhuga málið.
Jón Sigurðsson sá lengra og víðar en aðrir. Honum þótti nú allt undir því komið að glæða rækilega áhuga almennings á Íslandi og fræða hann um eðli þessa máls.
Veturinn 1840–41 undirbjuggu Jón og liðsmenn hans útgáfu tímaritsins „Ný félagsrit“ sem fjalla skyldi um landsmál og sjálf stæðisbaráttu landsins. Lögðu þeir ofurkapp á að koma fyrsta ritinu út fyrir vorsiglingu til Íslands vorið 1841.
Jón Sigurðsson skrifaði tvær gagnmerkar greinar í þetta fyrsta tölublað, inngangsgrein sem var nokkurs konar stefnuskrá hug sjóna hans en hin síðari var heilar 75 blaðsíður og bar heitið „Alþingi á Íslandi“. Í þessari snilldarlegu ritgerð heldur sagnfræðingurinn, hagfræðingurinn, kennarinn og hinn verðandi stjórnmálaleiðtogi um pennann. Þótt Jón hagi orðum sínum gætilega, og hér er rétt að minnast á að ritskoðun var enn við lýði af hálfu danska ríkisins, þá fer ekki milli mála hver framtíðarsýn hans er og hlutverk hins nýja Alþingis Íslendinga.
Hverjum er þessa ritgerð las hlaut að verða ljóst, ekki aðeins rómantískum Fjölnismönnum heldur einnig íhaldssömum embættismönnum Danaveldis, að hér var stiginn fram maður sem ekki einungis vildi verða foringi, hann var orðinn foringi.
Meðan alþingismálið velktist gegnum danskar stjórnarstofnanir, hélt Jón áfram að fjalla um það í næstu árgöngum Nýrra félagsrita og tók nú einnig til ítarlegrar umfjöllunar þau þjóðmál sem honum þóttu mest aðkallandi, „Það eru einkum þrjú efni sem brýnast er oss Íslendingum að útkljá bæði fljótt og vel: Alþingismálið, skólamálið og verslunarmálið.” Fyrir rúmum 170 árum, þegar stór hluti þjóðarinnar bjó í hrörlegum torfbæjum, var bætt menntun ungmenna og efnahagslegt sjálfstæði í hans huga forsenda framþróunar og vegsældar.
Með þessum þremur ritgerðum hafði hinn rúmlega þrítugi maður gert þjóð sinni rækilega grein fyrir helstu vandamálum sem biðu úrlausnar, frætt og upplýst en jafnframt bent á hvaða leiðir skyldu farnar. Í rauninni eru þessar ritgerðir til samans stór og ýtarleg kennslu bók í Íslandssögu, stjórnsýslu og hagfræði og bera vott um afburðaþekkingu höfundar.
„Frá sultarkima til nægtarbús.“ Þessi orð lýsa betur en miklar málalengingar því háleita markmiði sem Jón Sigurðsson vildi ná þjóð sinni til handa. Að breyta Íslandi, landi torsóttra en margvíslegra gæða, úr sultarkima mergsoginnar, undirokaðrar nýlendu í nægtarbúr menntaðrar og velmeg andi þjóðar, sem réði sjálf eigin afla og auði og stýrði eigin málefnum.
Þrautseigja og staðfesta sjálfstæðishetjunnar sem með skarpri framtíðarsýn og nánast vísindalegri nákvæmni, fagmennsku og eljusemi; fræddi, upplýsti og hvatti landa sína til dáða í sjálfstæðisbaráttu þjóðar sinnar af því honum fannst hann þurfa „að leggja allt í að gera skyldu sína“ er eins og gulli slegin táknmynd markmiðs skátastarfsins – um sjálfstæða, virka og ábyrga einstaklinga í samfélaginu.
2 | Táknræn umgjörð
53
Án staðfestu og fórnfúsrar baráttu Sigríðar Tómasdóttur í Brattholti er óvíst að við ættum Gullfoss sem ósnortna þjóðargersemi í dag. Sigríður fæddist í Brattholti og bjó þar til dauðadags. Bærinn var í alfaraleið þeirra sem komu til að skoða Gullfoss, þannig að stundum var gestkvæmt. Systrunum í Brattholti þótti vænt um fossinn og voru oft leiðsögumenn gestanna.
Sigríður Tómasdóttir fæddist þann 24. febrúar 1871 og lést 17. nóvember 1957. Gullfoss og brautryðjendastörf Sigríðar á sviði náttúruverndarmála hér á landi munu halda nafni hennar á lofti um ókomna tíð og verða íslenskum náttúruverndarsinnum fyrirmynd.
54
Um aldamótin 1900 fóru útlendingar að sækjast eftir umráðum yfir fallvötnum hér á landi. Englendingur nokkur falaðist eftir Gullfossi, sem þá var í eigu Brattholts, og bauð 50 þúsund krónur, en það mun hafa jafngilt fimmtíuföldu brunabótamati íbúðarhússins í Brattholti. Hér var því til nokkurs að vinna. „Ég sel ekki vin minn,” sagði Tómas í Brattholti, faðir Sigríðar. Síðar féll Gullfoss þó í hendur erlends hlutafélags, er tók fossinn á leigu í því skyni að virkja hann.
Þá hófst barátta Sigríðar fyrir friðun fossins. Andstæðingar hennar voru margir valdamestu og ríkustu menn landsins, en hún lét ekki bugast og fékk föður sinn til að neita að taka við árgjaldi fyrir fossinn. Hún lagði nótt við dag, fór margar ferðir til Reykjavíkur yfir torleiði og óbrúuð vötn, gekk á fund embættismanna og talaði máli sínu. Allt kom fyrir ekki, dómur féll Brattholtsfjölskyldunni í óhag. Þá hótaði Sigríður því, að við fyrstu skóflustungu sem tekin yrði til virkjunar myndi hún kasta sér í fossinn. Til þess kom ekki, því áform um virkjunarframkvæmdir runnu út í sandinn og leigusamningurinn féll úr gildi. Í dag er Gullfoss ein mesta náttúruperla okkar Íslendinga og það sem við sýnum útlendingum gjarnan er þeir koma til landsins. Þökk sé staðfestu og þrautseigju Sigríðar í Brattholti.
Þegar Neil Armstrong valhoppaði á yfirborði tunglsins vakti það athygli og aðdáun milljóna jarðarbúa sem fylgdust með hverri hreyfingu hans í sjónvarpinu. Myndin af tunglgöngunni varð eitt sterkasta tákn tuttugustu aldarinnar og er lýsandi fyrir könnunarþrá mannsins.
Þetta vottorð er til sýnis á skrifstofu WOSM – Alheimssamtaka drengjaskáta. Þar stendur: „Hér með er staðfest að ég undir ritaður bar þetta skátamerki á tunglinu þegar menn lentu þar í fyrsta skipti á Apollo ellefta þann 20. júlí 1969. Neil A. Armstrong, leiðangursstjóri, Apollo ellefta.”
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Þegar pólska vísindakonan Marie Curie varð fyrir geislun í fátæklegri vinnustofu sinni í París hugsaði hún eflaust um öll þau líf sem upp götvun hennar myndi bjarga. Geislunin átti þó eftir að draga Curie til dauða og upplýsa margan leyndardóminn innan vísindanna. Fimmtíu og sex ára gömul skrifaði hún: „Við getum ekki vænst þess að bæta veröldina ef við byrjum ekki á einstaklingunum. Með það í huga verðum við hvert og eitt okkar að vinna að því að bæta okkur sjálf og viðurkenna ábyrgð okkar gagnvart mannkyninu.“
Þegar Piccard og Jones höfðu lokið ferð sinni umhverfis jörðina og undirbjuggu lendingu á söndum Egyptalands skrifaði Piccard „...nú læt ég nístandi kulda næturinnar minna mig á að við höfum enn ekki lent, að við erum enn að upplifa eitt af ógleymanlegustu atvikum ævinnar. Eina leiðin til að varðveita þessa stund er að deila henni með öðrum. Háloftavindar voru okkur hliðhollir. Megi vindar vonarinnar blása um jörðina enn um sinn.“
Allir þessir vitnisburðir sýna að könnun er hluti af fjölmörgum mannlegum athöfnum, staðfestu og mannlegri reisn sem tengist öllum hliðum persónuleikans.
Að gera könnun að viðvarandi leit Könnun er ekki bara að halda af stað. Heimkoman er einnig hluti af ævintýrinu. Þegar rannsókninni er lokið og leiðin fundin þá komum við til baka og deilum með öðrum því sem við höfum lært og höldum svo af stað í nýjan leiðangur.
Upprunaleg formgerð hópa er fjölskyldan sem einnig er kölluð frumhópur. Formgerð frumhóps býr djúpt í eðli fólks og samanstendur af ýmsum eiginleikum mannsins. Með auknum þroska vaknar vitund einstaklings um umhverfið og lífið kallar. Einstaklingur yfirgefur frumhópinn og leggur upp í ævintýraferð sem er lífið sjálft. Á ferðalaginu nýtur hann leiðbeininga samferðamanna sinna og þau heilræði nýtast honum þegar hann tekst á við erfiðleika sem hann mætir. Á leið sinni tileinkar hann sér visku sem hann öðlast í átökum sínum við vandamál og raunir. Hann lendir í háska, bjargast frá hættum. Þegar hann kemur til baka úr reynsluför sinni býr hann yfir visku og þroska sem hann deilir með þeim sem heima sátu og hlýtur að launum umbun þeirra og viðurkenningu. Eftir að hafa komið til baka úr leiðangri og deilt reynslu okkar með öðrum er eitthvað sem hvetur okkur aftur af stað. Könnunarþráin nær á ný tökum á okkur. Fyrr en varir erum við byrjuð að undirbúa „nýjan“ leiðangur, komin á kaf í hugsanir um framandi menningarheima, ný hugtök eða jafnvel grúsk um okkar nánasta umhverfi. Við þurfum á því að halda til að endurhlaða okkur, halda áfram að vaxa, þroskast og ná lengra í lífinu.
2 | Táknræn umgjörð
55
Vigdís Finnbogadóttir vakti heimsathygli þegar hún, fyrst kvenna í heiminum, var kosin lýðræðislegri kosningu þjóðhöfðingi lands síns sumarið 1980. Í sextán ára forsetatíð sinni ávann Vigdís sér virðingu, traust og væntumþykju eigin þjóðar og aðdáun og virðingu á alþjóðavettvangi fyrir einurð en jafnframt fyrir einstaklega alþýðlega og látlausa framkomu. Á Norðurlöndum þekktu hana allir, háir sem lágir, karlar jafnt sem konur. Á Norðurlöndunum var hún ávallt nefnd skírnarnafni sínu, Vigdís, og það færðist vinsamlegt aðdáunarbros á andlit fólks þegar það nefndi nafn hennar.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er fædd 15. apríl árið 1930
Þegar Vigdís var kosin forseti Íslands átti hún djúpar menningarlegar rætur, annars vegar í leikhúsi og bókmenntum en hins vegar í tungumálum og tungu málakennslu. Í forsetatíð sinni hélt hún áfram að rækta þann arf, en sýndi líka í orði sem verki að hún var ekki bundin við þröngt áhugasvið. Hún var óþreytandi í að vekja athygli á náttúru landsins og mikilvægi sjálf bærrar þróunar í samskiptum okkar við náttúruna.
Einnig var henni annt um menningarleg verðmæti, manngert umhverfi, tungu okkar og annan þjóðararf.
Vigdís Finnbogadóttir settist sannarlega ekki í helgan stein eftir að hún flutti frá Bessa stöðum. Hún vissi að samfélag þjóðanna þurfti á henni að halda og fór fljótlega að undirbúa nýjan leiðangur. Hún var valin velgjörðarsendiherra tungumála Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) árið 1998, fyrsti og eini velgjörðarsendiherra allra tungumála í heiminum. Í þessu trúnaðarstarfi felst að vekja athygli á mikilvægi tungumála fyrir menningarlega fjölbreytni, efla læsi jarðarbúa og standa vörð um tungumál sem eru í útrýmingarhættu.
Árið 2001 féllst Vigdís á að Stofnun í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands yrði við hana kennd. Stofnuninni er ætlað að efla rannsóknir og tungumálakennslu og vekja athygli á nauðsyn verndunar tungumála og menningarlæsis. Háskóli Íslands vildi með nafnbreytingunni heiðra mikilvægt framlag Vigdísar á sviði tungumála og menningar og halda á lofti því brautryðjendastarfi sem hún hefur unnið í þágu tungumála á alþjóðavettvangi. Með mark vissu starfi og ómetanlegu framlagi Vigdísar hefur tekist að stórefla starfsemina og kynna framtíðarverkefni hennar innan lands sem utan. Vigdís hefur unnið ötullega að því að koma á fót alþjóðlegri tungumálamiðstöð á Íslandi innan vébanda stofnunarinnar.
Robert D. Ballard, vísindamaðurinn sem fann staðinn þar sem Titanic sökk sagði: „Lífið er sögulegt ferðalag og söguleg ferðalög byrja á draumi eða hugsýn sem kristallast í huga þínum og síðan verður þú að búa þig undir að hún rætist og safna saman mannskap til að framkvæma hana.”
Ballard, sem lýsir verkum sínum sem sögulegum leiðöngrum, segir: „Andi könnunar er ómissandi hluti manneskjunnar.“ Bætir svo við, „við erum öll könnuðir, hvernig væri hægt að horfa á dyr alla sína ævi án þess að reyna að opna þær?“.
56
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Óperusöngkonan María Markan átti 20 ára glæstan söngferil víða um heim, en þegar hún flutti aftur heim til Íslands hófst nýtt og ekki síður mikilvægt tímabil í lífi hennar. Hún stofnsetti söngskóla og í önnur 20 ár miðlaði hún upprennandi söngvurum þjóðarinnar af þekkingu sinni og reynslu á sviði sönglistar.
María lærði söng í Berlín, hélt sína fyrstu sjálfstæðu tónleika þar í borg árið 1935 og hlaut frábæra dóma gagnrýnenda. Í framhaldi af því söng hún í þekktustu óperuhúsum Þýskalands, Danmerkur, Ástralíu, Kanada og í hinni þekktu Glyndebourne-óperu á Englandi sem þótti mikill heiður.
María Markan fæddist 25. júní 1905 og lést 15. maí 1995. Hún var heiðursfélagi í Félagi íslenskra tónlistarmanna og Félagi íslenskra einsöngvara. María varð fyrsti söngvarinn og fyrsta konan til að vera skipuð af Alþingi í heiðurslaunaflokk listamanna.
Hún var fyrst íslenskra söngvara ráðin til hinnar virtu Metro pólitanóperu í New York. María þótti hafa mikla og glæsilega sópranrödd, raddsviðið mikið og fagurt. Þrátt fyrir glæsilegan frama á erlendri grund hélt hún alltaf tryggð við Ísland og hélt fjölda tónleika hér heima allt frá því hún var enn við nám í Berlín.
Allt líf Vilhjálms Stefánssonar markaðist af leiðöngrum hans á norðurheimsskautssvæðunum í upphafi aldarinnar. Lífsstarf hans fólst í áframhaldandi rannsóknum, ritstörf um, fyrirlestrum og ráðgjafarverkefnum sem tengdust norðursvæðunum. Hann hélt ótal fyrirlestra um löndin og fólkið í norðri í fjölmörgum háskólum og fyrir almenning víða í Norður-Ameríku, Evrópu og víðar. Hann safnaði bókum og tímaritum um heimskautasvæðin og varð safn þetta eitt það stærsta og umfangsmesta á sínu sviði. Árið 1952 afhenti hann safn sitt Dartmouth-háskóla. Bókasafnið er enn þann dag í dag grunnur að einu helsta rannsóknarbókasafni um norðurskautssvæðin. Nú, nærri hundrað árum eftir að Vilhjálmur Stefánsson vann að rannsóknum sínum, eru heimskautasvæðin að verða þungamiðja á sviði umhverfismála, alþjóðlegrar samvinnu og auðlindanýtingar. Halldór Laxness þekkti vel til verka Vilhjálms og sagði um hann í skrifum sínum árið 1927, að Vilhjálmur væri „...sá sem hefur einna víðast sjónarsvið allra manna sem rita bækur nú á tímum og auðugasta útsýn yfir víðerni mannlífsins...“.
Unglingum er eðlilegt að kanna ný svið. Það var þeim eðlilegt áður en skátaaðferðin varð til og jafnvel þótt hún hefði aldrei orðið til þá hefðu þeir samt sem áður kannað hið ókunna. Gildi skátaaðferðarinnar felst í því að hún gerir sem mest úr þessum eðlislæga eiginleika unglinganna og nýtir hann í þágu uppeldis og menntunar.
2 | Táknræn umgjörð
57
LÖNGUN TIL AÐ NEMA NÝJAR LENDUR Að helga sér land Könnun er nátengd ævintýri og leit að nýjum „löndum“ eða „svæðum“ sem tákna alltaf nýjar víddir og sjónarhorn á lífið.
Á þeim tíma er enn átti eftir að uppgötva stóran hluta jarðarinnar, var könnun tengd leit að nýjum löndum og landsvæðum. Það sem fékk Eirík Þorvaldsson, sem betur var þekktur sem „Eiríkur rauði“, til þess að yfirgefa Noreg var draumurinn um ókunnar slóðir. Hann sigldi opnu skipi sínu yfir úfið Atlantshafið á 10. öld án þess að hafa nokkurn annan vegvísi en sólina, tunglið og stjörn urnar. Þótt Eiríkur væri aðeins rúmlega tvítugur stjórnaði hann flótta fjölskyldu sinnar undan ofríki og skattheimtu Noregskonungs, sem hafði afnumið næstum öll réttindi norskra höfðingja og landeigenda. Eiríkur og fjölskylda hans komust til Íslands sem hafði verið numið nokkru fyrr af norrænu fólki. Eiríkur settist að á Íslandi en lenti í illdeilum við nágranna sína. Að nokkrum árum liðnum ákvað hann að halda yfir hafið lengra í vestur þar sem hann hafði spurnir af ókönnuðu landi. Eftir siglingu um úthaf, þar sem hvorki var dagur né nótt og fölleit sólin settist aldrei kom hann að gróinni strönd og sá þar runna, birkihríslur og krækiber ásamt hentugu beitilandi fyrir kvikfénað. Hann kallaði landið „Grænland“. Um árið þúsund fór Leifur sonur Eiríks, sem kallaður var Leifur heppni og hafði erft könnunarþrá föður síns í leiðangur ásamt 40 ungum mönnum. Þeir sigldu í vesturátt , fundu skógi vaxna strönd og nefndu landið „Markland”. Nokkru sunnar bar þá að annarri strönd, námu þar land og höfðu vetursetu. Þeir nefndu það land „Vínland”. Rúmu ári síðar sneru þeir aftur til Grænlands og sögðu frá fundi Vínlands. Nokkru síðar reyndu aðrir norrænir menn landnám í Ameríku en það mistókst. Sagnfræðingar nútímans telja að Leifur heppni og menn hans hafi komist að strönd Nova Scotia sem nú er hluti Kanada og þannig orðið fyrstir Evrópubúa til að nema land á meginlandi Ameríku um það bil 500 árum á undan Kristófer Kólumbusi.
58
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Ljóðskáldið Stephan G. Stephansson hét upphaflega Stefán Guðmundur Guðmundsson og fæddist á bænum Kirkjuhóli, rétt hjá Víðimýri í Skagafirði. Foreldrar hans voru fátækir leigu liðar sem skorti efni til að setja soninn til mennta. Þau kenndu honum að lesa og skrifa og lögðu honum í brjóst ást og virð ingu fyrir íslenskri menningu og tungu. Hann las hverja bók sem hann kom höndum yfir og margar þeirra oft. Hjá honum þróaðist því fljótlega vitund og skiln ingur á áhrifamætti orðlistar. Töfrar tungunnar knúðu hann til átaka við þetta heillandi viðfangsefni og þegar æskuárin voru að baki hafði hann aflað sér ótrúlegs orðaforða og slíkrar leikni í meðferð máls að telja verður næstum einsdæmi. Eitt af þeim fáu kvæðum sem varðveist hafa frá æskuárum hans er um lífsleiða letinnar. Óvægin sjálfsgagnrýni fylgdi skáldinu til æviloka. Stefán langaði að menntast en fátæktin gerði þann draum að engu. Þekkt er sagan af því þegar hann horfði á eftir skóla piltum ríðandi suður til Reykjavíkur. Hann kvaðst ekki hafa verið gripinn öfund heldur fleygði hann sér niður í laut og kjökraði. Móðir hans gekk fram á hann þar sem hann lá. Augu hennar voru tárvot og sagði Stephan G. síðar að hún hafi sagt sér að á þeirri stundu hafi henni „fallið þyngst fátæktin”.
Stephan G. Stephansson fæddist 3. október 1853 á Kirkjuhóli í Skagafirði og lést 9. ágúst 1927 í Alberta í Kanada. Hann var stórskáld og sannur friðar- og hugsjónasinni sem trúði því staðfastlega að maðurinn ætti innri góðleika sem myndi sigra að lokum.
Þrátt fyrir að hafa ekki notið skólagöngu nam Stephan G. margt upp á eigin spýtur. Hann stundaði sjálfsnám og athafnanám, var fjöllesinn um heimspeki, siðfræði og mannréttindi og lærði og las sér til gagns á mörgum tungumálum. Fræg er vísan „Baslhagmennið” sem lýsir nokkurn veginn lífsbaráttu hans og þeim erfiðleikum sem hann gekk í gegnum: Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Tæplega tvítugur fluttist Stephan G. ásamt foreldrum sínum vestur um haf til Wisconsinfylkis í Bandaríkjunum. Þá breytti hann nafni sínu svo þarlendir ættu hægara með að bera það fram. Í Wisconsin og síðar Norður-Dakota varð hann að læra ný vinnubrögð; að byggja hús úr bjálkum, plægja og sá. Hann vann meðal annars við járnbrautalagningu og skógarhögg við bág kjör, en 16 árum síðar, eða árið 1889, flutti hann til Albertafylkis í Kanada. Stephan G., sem oft er nefndur Klettafjallaskáldið, stundaði búskap við rætur Klettafjalla við erfiðar aðstæður. Lítið tóm gafst til annars en vinnu og strits og orti hann því á nóttunni. Ljóðasafn hans nefnist Andvökur. Þekkt er vísan „Vellíðan“ sem lýsir aðstæðum hans vel:
Á daginn kafinn óðaönn í að fá að lifa. Stel af nóttu stuttri spönn stundum til að skrifa.
Hæfni hans til að aðlaga sig umhverfi og lifnaðarháttum og nema nýjar lendur bæði and lega og veraldlega, hvort heldur var á sléttum Norður-Ameríku eða við rætur Klettafjalla, kemur greinilega fram í mörgum ljóða hans.
2 | Táknræn umgjörð
59
Torfi Bjarnason menntaði sig í búnaðarfræðum bæði hér heima og erlendis en stór hluti náms hans var sjálfsnám. Tvítugur lærði hann hjá Ólafi jarðyrkjumanni í Flatey en þar hafði verið komið á fót vísi að jarðyrkjuskóla frá 1857-1860. Eftir námið í Flatey vann Torfi að búi foreldra sinna en tókst svo að fjármagna ferð til Skotlands og kynna sér búnaðarhætti þar í landi. Torfi var í hálft annað ár í Skotlandi og er hann kom til baka leitaði hann eftir jarðnæði sem gæti hentað fyrir búnaðarskóla. Hann keypti Ólafsdal og reisti þar bú árið 1871. Vorið 1873 hélt Torfi til Vesturheims þar sem hann kynnti sér landbúnað amerískra bænda í Nebraska. Hann kom aftur til Íslands um haustið, staðráðinn í að koma á fót búnaðarskóla í Ólafsdal.
Torfi Bjarnason fæddist 28. ágúst 1838 og lést 24. júní 1915. Hann var fyrstur Íslendinga til að nema jarðyrkju í útlöndum og olli straumhvörfum í íslenskum landbúnaði.
Allt starf Torfa einkenndist af staðfestu og skarpri framtíðarsýn. Með dugnaði útvegaði hann sér mikinn rekavið og norskt timbur til að stækka húsakynni sem hann ætlaði skólapiltum. Einnig aflaði hann sér margra gerða af verkfærum, svo sem járnsmíðaverkfæri til að smíða jarðyrkjutól og önnur áhöld. Þetta tókst allt saman og var skólinn formlega stofnaður vorið 1880. Torfi var skólastjóri og eini kennarinn fyrstu þrjú árin en fékk sér þá aðstoðarmann til að geta einbeitt sér betur að kennslunni. Bókasafni var komið á fót með fræðsluritum um landbúnað en Torfi samdi einnig margar kennslubækur sjálfur.
Á hverju skólaári stunduðu 10-12 piltar nám í skólanum. Skólatíminn var tvö ár og var námið bæði bóklegt og verklegt. Skólapiltar lærðu jarðrækt, hugvinnu, húsbyggingar, steinog torfhleðslur, hirðingu búfjár, móskurð, smíðar og aðdrætti. Í smiðjubókum Torfa kemur fram hversu mikið var smíðað af verkfærum við skólann í Ólafsdal. Alls voru smíðuð um 800 jarðyrkjuverkfæri og tilheyrandi tæki, svo sem plógar, herfi, aktygi, hestakerrur og hjólbörur. Auk þessa voru smíðaðir 700 ristuspaðar og gífurlegt magn skeifa, ljáa og heynála. Verkfæri þessi dreifðust um allt land og stuðluðu að aukinni ræktun og ýttu undir framfarir, sjálfbærni og verkmenningu í sveitum landsins.
Sagan geymir fjölda frásagna af brautryðjendum og könnuðum eins og Eiríki rauða, Leifi heppna, Torfa í Ólafsdal og Klettafjallaskáldinu Stephani G. Það sem knýr þá áfram er draumurinn um að finna eitthvað áður óþekkt og löngunin til að nema nýjar lendur.
60
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Að bæta heiminn Það er seiglu margra kynslóða landkönnuða að þakka að varla er til ókannaður blettur á jörðinni. Við vitum einnig nokkuð um hvað leynist í djúpum hafsins og á tindum hæstu fjalla. Kort sýna hrjóstruga kletta eyðimerkurinnar og jökla á köldustu svæðum heimskautanna. Jafnvel aðdráttarafl jarðar hefur ekki hindrað för könnuða út í geiminn. Þegar við nú þekkjum orðið flestöll afskekkt svæði jarðarinnar hefur eðli könnunar breyst. Nú er það ekki lengur áskorun að kanna ókunn lönd heldur að skilja og virða náttúruna, þroskaferil manneskjunnar, mannleg samfélög, andrúmsloftið og lífverurnar. Enn tekst heimurinn á við hungur og sjúkdóma, misrétti, fordóma, ólæsi og annan menntunarskort, ofbeldi og ófrið, fátækt og neyð. Þetta á við um okkar eigið samfélag, en ennþá frekar við mörg þróunarlönd og minnihlutahópa fólks um allan heim. Aðkallandi er því að efla öll svið vísinda; félags-, heilbrigðis-, hug-, mann-, mennta- og raunvísindi – og nýta niðurstöður rannsókna til að bæta lífskjör fólks. Það þarf að efla listir; bókmenntir, myndlist, sviðslistir og tónlist – til að gefa mannlegri tilveru meiri dýpt og tilgang – til að bæta heiminn.
Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru helstu viðmið alþjóðlegrar þróunarsamvinnu sem Íslendingar, líkt og aðrar þjóðir, hafa skuldbundið sig til að vinna eftir. Þau voru samþykkt árið 2000 og hafa það megintakmark að hlutfall fátækra í heiminum verði helmingi lægra árið 2015 en það var árið 1990. Þúsaldarmarkmiðin eru átta: • Útrýma sárustu fátækt og hungri. • Tryggja öllum börnum grunnskólamenntun. • Vinna að jafnrétti og efla frumkvæðisrétt kvenna. • Draga úr barnadauða. • Bæta heilsu mæðra. • Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyninu. • Tryggja sjálfbæra þróun. • Styrkja hnattræna samvinnu um þróun. Talið er að yfir 700 milljónir fullorðinna séu ólæsar í heiminum og eru tveir þriðju hlutar þeirra konur. Fleiri en 70 milljónir barna ganga ekki í skóla. Þessar tölur minna okkur á hve mikið er ógert til að tryggja rétt fólks til menntunar og læsis. Aukið læsi myndi efla viðleitnina til að bæta heilsu mæðra og barna. Læsi stuðlar að varanlegri þróun sam félaga. Lestrarkunnátta dregur úr örbirgð og fjölgar tækifærum fólks auk þess að efla jafnrétti kynjanna og stuðla að sjálfbæru umhverfi.
2 | Táknræn umgjörð
61
Heimskautasvæðin hafa verið könnuð og skráningu upplýsinga lokið en 3,5 kílómetra þykkur ísinn er þéttur og að mestu óþekktur. Hann geymir miklar upplýsingar um hvernig andrúmsloft jarðar hefur þróast síðastliðin 160.000 ár. Mörg vandamál er snerta samfélög fólksins á þessum svæðum eru óleyst sem og framtíðarmöguleikar þeirra í breyttum heimi. Gervihnettir sem hringsóla um jörðina í 900 kílómetra hæð eru ekki lengur bara til í skáldsögum heldur eru þeir staðreynd. Á hverri mínútu senda þeir merki sem tölvur breyta í hágæðamyndir sem hægt er að nota til að kortleggja fjarlægustu svæði, finna sjaldgæf hráefni, fylgjast með mengun og ásókn meindýra í uppskeru. Ofstæki tengt trúarbrögðum eða margs konar fordómum heldur litlum og stórum samfélögum í heljargreipum, jafnvel heimsbyggðinni allri. Minnihlutahópar verða fyrir margs konar ofsóknum, börn og konur fyrir kynferðislegu ofbeldi og kúgun. Græðgi einstaklinga og afmarkaðra hópa fólks veldur almenningi sárum skaða; efnahagslegum, félagslegum og persónulegum. Skátar geta lagt sitt af mörkum til að kveða niður fordóma og auka umburðarlyndi í næsta umhverfi og í heiminum öllum. Áttundi hver íbúi jarðar býr í eyðimörkum eða á þurrum svæðum en vísindaleg rannsókn á þessum svæðum er aðeins nýhafin. Meira en milljón ferkílómetrar af frjósömum jarðvegi verða að eyðimörk á hverjum fimm árum. Áskorun dagsins í dag er að rannsaka hvað hægt er að gera til að snúa þessari þróun við eins fljótt og kostur er. Ísland hefur vakið athygli fyrir starf að skipulegri landgræðslu síðastliðin hundrað ár – samt er margt óunnið. Sífellt stærri hluti mannkyns í öllum heimsálfum býr í stórborgum og sú staðreynd setur til dæmis almannavarnir gegn náttúruhamförum í nýtt samhengi auk margháttaðra félagslegra úrlausnarefna. Efnahagsþróun í einstökum löndum er háð ytri aðstæðum og samfélög manna, stór og smá, verða sífellt háðari breyttum samgöngum og flóknari samskiptatækni. Hver einstaklingur getur lagt sitt af mörkum til að bæta samfélagið en einungis með almennri þátttöku er unnt að hafa áhrif í víðara samhengi. Öll getum við lagt lóð á vogarskálarnar og tekið virkan þátt í að „bæta heiminn“. Þó að dæmin hér að ofan lýsi aðstæðum sem snerta mannkynið allt eru að sjálfsögðu fjöldi dæma um vandamál er tengjast þeim samfélögum sem við búum í. Hver einstakur skáti er að sjálfsögðu hluti mannkyns, en hann eða hún er líka hluti þrengra samfélags. Við sem búum á Íslandi erum öll Íslendingar og flest hluti af skólasamfélagi eða vinnustað og hvert og eitt okkar er hluti af fjölskyldu og vinahópi. Það er hægt að bæta heiminn á margan hátt. Almenn hjálpsemi við náungann var Baden-Powell ofarlega í huga þegar hann skrifaði eftirfarandi í síðasta ávarpi sínu til skáta um allan heim en ávarpið fannst meðal skjala hans að honum látnum: „Reynið að skilja svo við þennan heim að hann sé einhverja vitund betri en hann var.“ Almenn og sértæk samfélagsþátttaka er aðalsmerki skáta á öllum aldri. Samfélagshjálp í eigin samfélagi og þróunarhjálp í fjarlægum löndum eru meðal verkefna skáta. Umhverfisvernd, sem snýr bæði að náttúrulegu og menningarlegu umhverfi okkar er ofarlega á dagskrá hvers skáta. Kjörorðin, „ávallt viðbúin“, eru tengd þessu mikilvæga markmiði hvers skáta um að „bæta heiminn“.
62
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Ævintýrið við að alast upp Hvort sem það snýst um að standa í stafni víkingaskips og reyna að koma auga á nýtt land, að horfa í smásjá til að leysa ráðgátu einnar frumu, læra nýtt tungumál eða ráða fram úr samskiptaerfiðleikum þá hafa allar „kannanir“ í aldanna rás verið afleiðing af ævintýraþrá mannsins. Án slíks hugarfars er ekki hægt að kanna ný svæði eða ný svið lífsins.
Uppeldi felst í því að skapa aðstæður fyrir hvern einstakling. Frá vöggu til grafar er manneskjan að þroska og efla þá hæfileika sem hverjum og einum eru í blóð bornir. Það sem hér að ofan er nefnt „ævintýraþrá mannsins“ er skylt forvitni barnsins og þekkingarþrá mannsins og er í raun lykillinn að uppeldi og allri menntun barna, ungmenna og fullorðinna. Ef slökkt er á forvitni og þekkingarþrá einstaklingsins stöðvast þroskaferlið og allt sem við lærum verður einungis meira af því sama – engar nýjar víddir eða endurskoðun á eldri þekkingu og fyrri reynslu – við stöðnum í sama fari, hættum að læra, vitum allt best. Markmið skátahreyfingarinnar er í raun fólgið í að virkja þessa ævintýraþrá skátans í þágu uppeldis á öllum þroskasviðum. Þroskinn er hraðastur fyrstu árin í lífi hvers einstaklings, en þroskaferlið getur haldið áfram allt lífið þangað til eðlileg hrörnun hefst nálægt ævilokum. Fátt er ánægjulegra en að hitta fullorðið og jafnvel aldrað fólk sem er ennþá að læra og er tilbúið til að endurskoða eigin hugmyndir , hleypa að nýjum viðhorfum og nýrri þekkingu. Andstaða þessa eru einstaklingar sem hafa fundið endanlegan sannleika, vita allt best og eru í raun komnir á endapunkt eigin þroskaferils. Markmið skátahreyfingarinnar er að ala upp einstaklinga sem á barns- og unglingsárum nýta alla sína ólíku hæfileika í skátastarfi til vaxandi þroska og móta þannig hinn fullorðna skáta sem heldur áfram, á eigin vegum, að eflast allt lífið í samskiptum við annað fólk og gefa af sér í mannlegu samfélagi. „En ef íslenskt skáld gleymir upphafi sínu í þjóð djúpinu þar sem sagan býr, ef hann missir sam band sitt og skyldu við það líf sem er aðþrengt, það líf sem hún amma mín gamla kenndi mér að búa öndvegi í huga mér – þá er frægð næsta lítils virði; og svo það hamingjulán sem hlýst af fé,“ - sagði skáldið Halldór Kiljan Laxness í frægri ræðu sinni við afhendingu bókmennta verðlauna Nóbels í Stokkhólmi veturinn 1955. Eiginleg skólaganga Halldórs var ekki löng, en allt sitt líf var hann að þroska og mennta sjálfan sig. Hann var óhræddur við að kanna og nema, en einnig að „afnema“ sig og hefja þekkingar leiðangurinn að nýju. Halldór sagði, þegar hann var orðinn fullmótaður rithöfundur, „amma mín var minn háskóli“ og var þá að vísa til þeirra áhrifa sem amma hans hafði á uppeldi hans og menntun.
2 | Táknræn umgjörð
63
Halldór ólst upp að Laxnesi í Mosfellsdal, en við þann bæ kenndi hann sig síðar. Hann skírðist til kaþólskrar trúar árið 1923 og dvaldi um tíma í klaustri Benediktsmunka í Lúxem borg og síðan í kristmunkaskóla í London. Hann tók þá upp kaþólska nafnið Kiljan. Halldór dvaldi langdvölum erlendis, en átti fast heimili að Gljúfrasteini í Mosfellsdal, þar sem nú er safn um hann og hans verk.
Halldór Kiljan Laxness, fæddur Halldór Guðjónsson 23. apríl 1902 og lést 8. febrúar 1998. Hann er án efa þekktastur íslenskra rithöfunda utan Íslands. Halldór hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955 og fjölda annarra verðlauna og viðurkenninga og var útnefndur heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 1972.
Halldór Kiljan Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955 og er eini Íslendingurinn sem hefur hlotið þau verðlaun. Við hátíðarathöfnina þegar Halldór fékk Nóbelsverðlaunin afhent sagði prófessor Wessén, sem kynnti verðlaunahafann, meðal annars: „Sú var tíð, að margir íslenskir rithöfundar völdu sér annað norrænt mál en íslensku til að rita bækur sínar á... Mikilvægasta afrek Laxness er ef til vill að hann hefur endurnýjað íslenska tungu til listrænnar túlkunar í óbundnu máli og með fordæmi sínu gefið íslenskum rithöfundum djörfung til að beita móðurmáli sínu.“ Þetta er merkileg áhersla sem Wessén undirstrikaði með því að ljúka máli sínu á íslensku, áður en Gústaf Adolf sjötti afhenti Halldóri verðlaunin. Til þess var tekið í sænskum blöðum að enginn verðlaunaþegi hefði hneigt sig jafn djúpt og íslenska skáldið. Í hátíðarræðu sinni hugsaði Halldór til foreldra sinna og ömmu sem kenndi honum vísur úr fornöld, nú þegar hann, ferðalangur af afskekktri eyju, var kallaður að stíga fram „í bjarmann af leiksviðsljósum veraldarinnar“. Fyrsta skáldsaga Halldórs, Barn náttúrunnar, kom út árið 1919 en alls telur ritsafn hans 51 bók og hafa þær verið þýddar á tugi tungumála og komið út í meira en 500 útgáfum. Meðal bóka Halldórs eru: Brekkukotsannáll, Íslandsklukkan, Salka Valka, Sjálfstætt fólk, Kristnihald undir jökli og Atómstöðin.
Nítján mánaða gömul missti ameríski rithöfundurinn Helen Keller bæði sjón og heyrn vegna skarlatssóttar, en þegar hún var þrettán ára gömul hafði hún náð fullkomnu valdi á þýsku, gat þýtt úr latínu, kunni dálítið í grísku og var að hefja frönskunám. Þetta „landnám“ hennar var fólgið í því að nota snertiskynið auk lyktar- og bragðskyns í stað sjónar og heyrn ar. Með þessu móti gat hún lært og haft samskipti við annað fólk, skrifað, elskað og helgað stóran hluta af lífi sínu öðrum sem voru í svipuðum sporum og hún. Þessi stórkostlega kona, sem er nú þekkt og dáð um allan heim, skrifaði meðal annars um reynslu sína „...lífið er eitt stórt og mikið ævintýri...“ Helen kom til Íslands í maí 1957 og flutti fyrirlestur í boði Blindrafélagsins og Málleysingjaskólans í hátíðarsal Háskóla Íslands. Helen Keller fæddist 27. júní 1880 og lést 1. júní 1968. Hún var bandarískur rithöfundur, baráttukona og fyrirlesari. Hún talaði fyrir réttindum fatlaðra og barðist einnig fyrir rétti kvenna til fóstureyðingar og kosningarétti kvenna.
64
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
„Ég er sterk,“sagði listakonan Gerður Helga dóttir brosandi þegar hún skynjaði undrun list gagnrýnenda á að þessi fíngerða, grannvaxna kona, sem ekki virtist til stórræðanna, mundaði slaghamra, stálfleyga og logsuðutæki í glímu sinni við járn, eir og leir við gerð risastórra og voldugra verka sinna. Hinn heimsþekkti listgagnrýnandi Michel Ragon sagði um Gerði Helgadóttur: „Alveg er furðulegt að sjá þessa ljóshærðu, bláeygu, litlu stúlku innan um öll áhöldin sem hún notar. Ég þekki engan annan kvenmyndhöggvara, sem hefir þorað að ráðast á járnið og er Gerður þó mjög blíðleg að sjá.“
Gerður Helgadóttir fæddist 11. apríl árið 1928 og lést 17. maí árið 1975 aðeins 47 ára að aldri. Gerður var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1974. Hún skilur eftir sig stórbrotið lífsverk. Gerðarsafn í Kópavogi hýsir mikið safn verka hennar.
Gerður Helgadóttir fæddist í Neskaupstað og bjó þar til níu ára aldurs. Hún lék sér oft með steina í fjörunni og raðaði þeim upp í myndir. Hún hafði gaman af að teikna myndir alveg eins og mamma hennar sem málaði í frístundum.
Gerður var afar fjölhæfur listamaður og vann verk sín í ýmis efni. Hún vann meðal annars fjölda höggmynda, verk unnin í gler eins og steindu gluggana í Skálholtskirkju og Kópavogskirkju og margar fleiri kirkjur bæði hér heima og erlendis. Hún skapaði meðal annars hið glæsilega mósaikverk á Tollstöðvarbyggingunni við Tryggvagötu í Reykjavík. Gerður var meðal hinna fyrstu íslensku kvenna sem fór utan í listnám og hún varð ein af frumkvöðlunum í íslenskri abstraktlist.
Bandaríski heimspekingurinn og uppeldisfræðingurinn John Dewey hafði mikil áhrif á nútíma uppeldis- og menntunarfræði. Í bók sinni Heimspekin endursköpuð fullyrðir hann að helsta ævintýri lífsins sé þroskaferlið. Fullkomleikinn er ekki takmarkið heldur hin „stöðuga sókn“ til full komnunar, til þroska og fágunar. Þetta ferli er sannkallað ævintýri og með því nemur maðurinn ný lönd, nýjar víddir og ný sjónarhorn. Dewey talaði um mikilvægi samfellu í námi, byggðri á reynslu og forsendum unglingsins. Það er undirstaða þess að hann byggi upp reynslu, þekkingu, færni og viðhorf. Reynsla getur verið jákvæð og neikvæð. Mestu máli skipti að reynslan sem við öðlumst, hafi menntunargildi á þann hátt að hún nýtist til sífelldrar jákvæðrar uppbyggingar. Dewey lýsti hvernig reynsla hefði hvort tveggja í senn áhrif á vitsmuni og viðhorf okkar og hvernig hún opni tækifæri til nýrrar reynslu og nýrra möguleika til náms. Unglingur sem hefur lært að tjá sig hefur opnað nýjar leiðir til mun víðtækari reynslu. Öll venjuleg reynsla er samspil ytri og innri þátta. Gefa verður báðum þáttum reynslunnar jafn mikið vægi.
John Dewey fæddist 20. október 1859 og lést 1. júní 1952.
Dewey reyndi í kenningum sínum að samþætta, gagnrýna og byggja ofan á lýðræðis kenningar Rousseaus og námskenningar Platóns. Hann taldi Rousseau leggja ofuráherslu á einstaklinginn og Platón leggja megináherslu á samfélagið sem einstaklingurinn byggi í tilheyrði.
2 | Táknræn umgjörð
65
Að uppgötva sjálfan sig og móta eigin persónuleika Ævintýraþráin sem táknuð er með „landnámi nýrra vídda og svæða“ er einkenni allra unglinga og ungmenna. Ef hún kemur ekki upp á yfirborðið er hún undirliggjandi. Að gera þessa eiginleika sýnilega er einfaldlega spurning um hvatningu eða að létta af hömlum sem oftast eru hluti af umhverfinu.
Eins og landkönnuðirnir eru unglingar á þessum aldri alltaf að beina ævintýraþrá sinni að því að kanna ný svið og nema nýjar lendur. Það er eins og það að ná valdi á nýjum víddum endurspegli löngunina til að uppgötva sjálfa sig og móta eigin persónuleika. Vitnisburðir um „landnám nýrra svæða“ koma fyrr eða síðar fram í daglegu fjölskyldulífi, en það fer eftir upp eldisaðferðum og viðmiðum foreldra hvenær það gerist. Það er í flestum tilfellum ofur eðlilegt unglingi að hafa sérstakan skáp til að geyma sína eigin hluti, að hafa sinn eigin húslykil, að vera ekki ónáðaður þegar hann er með vinum, að ekki sé farið í tölvuna hans eða farsímann, að vera með sveigjanlegan útivistartíma, að eiga sérherbergi, að fá að gista hjá vinum og fá vasapeninga. Samt hafa ungmennin, til að fá þessi réttindi, þurft að sanna sig og sem viðurkenningu öðlast rétt til að stíga yfir ákveðin landamæri og inn á „ný svæði“. Þetta eru merki um sjálfstæði og traust, eða í það minnsta viðurkenning á sjálfstæði sem staðfestir eigin ímynd og persónuleika. Verkefni í skátastarfi eru ótæmandi uppspretta tækifæra til að nema nýjar lendur og kanna ný svið. Í dróttskátastarfi, sem skipulagt er af unglingunum sjálfum án mikilla afskipta sveitarforingjanna, eru dæmi um ný svið og lendur sem gefa skátanum tækifæri til að kynnast sjálfum sér, skilgreina tilveru sína og verða hluti af samfélaginu. Þar eru leyndarmál flokksins geymd í flokksbókinni, flokkurinn á sinn eigin fundarstað, fer í ferðir og leiðangra til fjarlægra eða nýrra staða og unglingarnir þurfa, ýmist einir eða í hópi, að bera ábyrgð sem þeir hafa ekki þurft að gera áður.
66
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Þau svæði sem unglingar dagsins í dag geta kannað eru kannski ekki eins fjarlæg og ókunn og strandlengja Grænlands, þar sem Eiríkur og félagar hans námu land fyrir þúsund árum. Það er ólíklegt að ungmenni séu jafnákveðin varðandi framtíð sína og Halldór Laxness sem ætlaði, frá því hann var barn að aldri, að verða heimsfrægur rithöfundur og vann ótrauður að því alla ævi. Ungmenni nútímans þarfnast kannski ekki sömu þrautseigju og staðfestu og Jón Sigurðsson bjó yfir, né að yfirstíga jafn þungbæra erfiðleika og Helen Keller, eða búa yfir einlægni og víðsýni Vigdísar Finnbogadóttur. En þeirra markmið og framtíðarsýn eru þeim jafn þýðingarmikil. Af dæmum þessara miklu „könnuða“ geta þau fengið styrk og það mat á verðmætum sem til þarf svo hægt sé að kanna ný svið og nema nýjar lendur. Skátaaðferðin opnar ekki bara nýjar lendur heldur gefur því umhverfi sem skátarnir þekkja nýja merkingu. Unglingar munu í uppvexti sínum finna ný og ögrandi verkefni. Þeir eru þroskaævintýrið sem uppeldisfræðingurinn John Dewey talaði um.
Það er engin ástæða til að óttast að unglingar beiti ímyndunar aflinu út fyrir það sem er raunverulegt. Rannsóknir sálfræðingsins Piaget sýndu fram á að unglingar eiga ekki í neinum vandræðum með að ímynda sér hlutlægar aðstæður án þess að tengja þær á nokkurn hátt við raunveru leikann. Það er nægur tími til að lifa í raunveruleikanum. Hver hefur ekki mótast af fyrirheitum ímyndunaraflsins ef út í það er farið? Svissneski sálfræðingurinn Jean Piaget fæddist árið 1896 og lést árið 1980.
Hinn mikli enski rithöfundur William Shakespeare sagði: „Það er ekki nóttin sjálf sem vekur áhuga heldur draumarnir sem okkur dreymir alltaf, alls staðar, hvenær sem er ársins, vakandi eða sofandi.“ Og þýski skáldjöfurinn Goethe bætti við: „Þú getur allt sem þú gerir eða þig dreymir um, byrjaðu bara. Dirfska felur í sér snilli, töframátt og kraft.“
William Shakespeare (1564–1616)
Johann W. von Goethe (1749–1832)
Þetta er það sem við eigum við þegar við segjum að ein af hvötum unglinganna sé að nema nýjar lendur. Það sem er einstakt við skátastarfið er að það nýtir þessa eðlislægu hvöt í uppeldisstarfi og lífsstíl. Markmið skátahreyfingarinnar er að ala upp sjálfstæða einstaklinga með sterka sjálfsmynd, heilsteyptan persónuleika og raunsætt sjálfsmat sem rækta jafnframt með sér opinn hug gagnvart nýjum hug myndum og sjónarmiðum annarra og eru ávallt reiðubúnir til að endurskoða eigin afstöðu í hverju máli.
2 | Táknræn umgjörð
67
ÞÖRFIN FYRIR AÐ TILHEYRA HÓPI JAFNINGJA Vinir skapa sögu okkar sem einstaklinga Vinátta er ein af okkar þekktustu tilfinningum og dyggðum. Hún er einnig ein af mörgum mismunandi birtingarmyndum væntumþykju. Hún er þó hvorki kynferðisleg ást né blind ástríða. Þetta er óeigingjörn væntumþykja sem þróast upp úr sambandi okkar við sumt fólk. Slík væntumþykja verður til við sameiginlega jákvæða reynslu einstaklinga. Hlýhugur veittur af fúsum og frjálsum vilja er ekki byrði frekar en ástin en það er ekki hægt að fyrirskipa hann. Persónuleg ástúð er laus við öfund. Hún er gagnkvæm og lætur okkur finna til samkenndar, tryggðar og löngunar til að deila tilveru okkar með öðrum. Þessar tilfinningar vaxa og eflast með tímanum. Ungu mennirnir í íshokkíliðinu Fálkunum frá Winnipeg voru af íslenskum ættum, synir innflytjenda frá Íslandi sem sest höfðu að í Winnipeg í Kanada á síðustu áratugum nítjándu aldar. Þetta var hópur átta ungra hæfileikamanna sem höfðu æft íshokkí af kappi og enduðu með að vinna gullverðlaun fyrir hönd Kanada á Ólympíuleikunum í Antwerpen í Belgíu 1920. Þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst 1914 voru þeir 15 til 19 ára gamlir og urðu að leggja íþróttina á hilluna því þeir eldri úr hópnum þurftu að sinna herþjónustu. Þegar þeir komu heim til Winnipeg að loknu stríðinu 1918 tóku þeir upp þráðinn á nýjan leik, en þá var þeim, vegna kynþáttafordóma, meinað að taka þátt í heimaliði Winnipegbæjar. Þeir voru uppnefndir „innflytjendasynir“ og kallaðir„ljóshærðu flókatryppin“. Strákarnir gáfust ekki upp við mótlætið. Þeir stofnuðu sitt eigið íshokkílið, Fálkana frá Winnipeg – og liðið sem enginn vildi skapaði sér sína eigin sögu. Fálkarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu fylkisdeildina og Allen-landsmeistarabikarinn og þar með réttinn til að keppa fyrir hönd Kanada á Ólympíuleikunum í Belgíu 1920. Sigurganga Fálkanna á Ólympíuleikunum var samfelld. Eftir 2-0 sigur á landsliði USA var leikið um gullverðlaunin við landslið Svíþjóðar. Fálkarnir voru komnir með 5-0 yfirburðastöðu eftir fyrsta leikhluta, „en vegna þess að þeim líkaði svo vel við sænsku leikmennina settu þeir upp „leikþátt“ þar sem ísinn varð skyndilega mjög háll og Fálkarnir óvenju klaufalegir á svellinu“ þannig að Svíunum tókst að skora eitt mark“. Þeir fögnuðu ákaflega en gleymdu ekki að þakka Fálkunum fyrir að leyfa þeim að skora markið. Hæfileikar og liðsheild Fálkanna auk sannrar íþróttamennsku færði þeim ekki eingöngu Ólympíugull heldur virðingu íshokkí-unnenda um allan heim.
68
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Anne Sullivan var kennari og vinur Helenar Keller í meira en 40 ár. Anne hafði sjálf átt erfiða bernsku og fengið sjónina aftur eftir að hafa farið í fjölda aðgerða. Hún hafði mikil áhrif á sigur Helenar á blindu sinni og heyrnarleysi. Hin ítalska María Montessori kallaði hana „sálarsmið“ og sagði einnig: „Fólk kallar mig frum kvöðul en hún er frumkvöðullinn.“ Við kennslu Helenar Keller var Anne Sullivan vissulega tuttugu árum á undan hinum þekkta ítalska uppeldisfrömuði í því að hvetja til sjálfsnáms og athafnanáms við kennslu barna. Helen Keller talar sjálf um vinskap þeirra Anne þegar hún segir: „Vinir mínir hafa breytt lífi mínu. Þeir hafa breytt takmörkunum mínum í sannkölluð forréttindi og gert mér kleift að ganga með ró og gleði meðal skugganna...“
Fjölnismenn voru fjórir skólabræður úr Bessastaðaskóla sem voru saman við nám við Kaupmannahafnarháskóla á fjórða áratug nítjándu aldar. Þetta voru þeir Brynjólfur Pétursson lögfræðingur, Jónas Hallgríms son, skáld og náttúrufræðingur, Konráð Gíslason málfræðingur og Tómas Sæmundsson, guðfræðingur og prestur. Þeir höfðu ræktað vináttu sína sem ungir menn á Bessastöðum sem á þeim tíma var eitt helsta menningar- og skólasetur landsins. Þar urðu þeir fyrir áhrifum af kennurum sínum eins og Hallgrími Scheving og Sveinbirni Egilssyni. Í Kaupmannahöfn drukku þeir í sig helstu kenningar rómantísku stefnunnar í evrópskum bókmenntum. Árið 1834 stofnuðu fjórmenningarnir tímaritið Fjölni þar sem þeir birtu gagnrýni á samtímann á Íslandi, kynntu nýjar hugmyndir um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og birtu nokkur höfuðljóð Jónasar Hallgrímssonar í fyrsta sinn. Þeir vildu, í andstöðu við Jón Sigurðsson, stofna til Alþingis á hinum forna þingstað Þingvöllum og taka upp þráðinn frá þjóðveldistímanum. Jón Sigurðsson vildi hins vegar efla Reykjavík sem höfuðborg landsins með skýra sýn til framtíðar og staðsetja nýtt löggjafarþing þar. Fjölnismenn eru dæmi um vinahóp að mörgu leyti ólíkra einstaklinga sem þroskast í nánum félagsskap og bæta hver annan upp.
Aristoteles sagði; „án vináttu er lífið mistök“ og Raïssa Maritain sem skrifaði um vináttu frönsku húmanistanna í byrjun 20. aldar bætir við: „vinir okkar móta mikilvægan hluta lífs okkar og líf okkar skýrir vináttuna.“ Ef við leiðum hugann að því þá er reynsla Raïssa Maritain ekki svo frábrugðin reynslu okkar allra. Við getum öll litið á lífið sem hluta og afrakstur af samfélagi við vini. Við eflumst við að deila með vinum okkar, sýna þeim umhyggju og læra af þeim og við njótum oft stuðnings þeirra.
2 | Táknræn umgjörð
69
Í bókinni Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran segir um vináttuna: Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, þá skiljið þið hvor annan. Því í þögulli vináttu ykkar verða allar ykkar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. ... Og gefðu vini þínum það, sem þú átt best. Ef hann verður að þekkja fátækt þína, lát hann þá einnig kynnast auðlegð þinni. Því skyldir þú leita vinar þíns aðeins til að drepa tímann? Leitaðu til hans með áhugamál þín. Því að það er hans að uppfylla þörf þína, en ekki tómleika þinn. Og vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins. Því að í dögg lítilla hluta finnur sálin morgun sinn og endurnærist.
Þýðing: Gunnar Dal
Þegar Meriwether Lewis leitaði að félaga til að stjórna með sér Missouri-leiðangrinum, skrifaði hann vini sínum William Clark: „Ef það er eitthvað... sem myndi fá þig til að taka þátt í erfiði, hættum og heiðri [leiðangursins] með mér, trúðu mér þá að það er ekki nokkur maður sem ég myndi frekar vilja deila þessu með en þú.“ Clark, sem hafði dvalist langdvölum í Ohio og Kentucky og lært að berjast og semja við indíána, byggja sér skýli úti í náttúrunni og rekja slóð á ókunnu landi, var fjórum árum eldri en Lewis. Hann var ekki eins vel menntaður, en hafði meiri hagnýta reynslu og var ákveðinn í framgöngu. Hann svaraði strax tilboði vinar síns og sagði: „Þetta verður afar erfitt, en ég fullvissa þig um það vinur minn, að með engum öðrum en þér vildi ég fremur fara í slíka ferð.” Að ferðinni lokinni gaf Lewis forseta Bandaríkjanna skýrslu um leiðangurinn og sagði meðal annars um vin sinn William Clark: „Hann (William Clark) er jafn vel að öllum heiðri kominn og ég fyrir árangur þessa leiðangurs.“ Tveggja ára samvera þeirra í blíðu og stríðu hafði styrkt vinskap þeirra frekar en hitt. Menn Shackletons hefðu ekki komist af í hrakningum sínum í Suður-Íshafinu nema með því að taka tillit hver til annars og bægja frá allri taugaveiklun og svartsýni. Einn úr áhöfn skipsins sagði að Shackleton væri mjög vinsæll meðal manna sinna. Ekki vegna þess að hann væri mikill sérfræðingur á einhverju þröngu sviði, heldur vegna þess „að hann sér persónulega um minnstu smáatriði sem snerta okkur“. Hann var meira en bara stjórnandi, hann var líka vinur.
Samstaða vina í daglegu lífi er afl sem styrkir okkur. Samstaða gerir okkur kleift að þroskast í nánum félagsskap sem byggir á gagnkvæmu trausti á sama hátt og gerist í könnunarleiðangri við erfiðar aðstæður.
70
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Á aldrinum 13-15 ára eru jafnaldrar fyrirmyndir Þrátt fyrir að við byggjum upp og þróum vináttu daglega er hún sérstaklega mikilvæg á viðkvæmum tímabilum í lífinu. Í kringum 13-15 ára aldurinn, þegar sjálfsmyndin er að styrkjast, skipta jafnaldrarnir miklu máli bæði tilfinninga- og félagslega. Þeir eru sam ferðafólk sem gefur okkur staðfestingu á því hversu viðkunnanleg við erum og sam þykkir okkur meðal annars sem kynverur og tilfinningaverur. Jafnaldrar leika stórt hlutverk við mótun sjálfsvitundar unglinga; Þeir auðga persónuleg samskipti, móta jákvæð og neikvæð gildi, viðurkenna og styrkja ákveðna hæfileika, opna nýja möguleika, efla félagslega þátttöku og kynvitund. Unglingar leggja vaxandi áherslu á mikilvægi jafnaldra og alveg sérstaklega vinahópsins. Þeir gera sér grein fyrir takmörkunum fjölskyldunnar sem þeir hafa hingað til litið á sem stöðugt og óumdeilanlegt viðmið. Vaxandi færni unglinganna til að hugleiða og beita gagnrýnni hugsun leiðir til þess að þeir fara að efast um viðmiðin og leita nýrra fyrirmynda utan heimilisins. Þeir eru samt viðkvæmir og því verða áhrif jafningja miklu sterkari.
Unglingar nútímans alast ekki lengur upp og öðlast félagslegan þroska að mestu innan eigin fjölskyldu. Af ýmsum ástæðum veita fjölskyldurnar börnum „sjálfstæði mun fyrr en áður tíðkaðist án þess að efla með þeim þá sjálfsstjórn sem þau þurfa til að nota þetta sjálfstæði á ábyrgan hátt“. (Jacques Moreillon, framkvæmdastjóri WOSM Alþjóðaskrifstofu drengjaskáta-1999).
Smám saman hafa unglingarnir meiri samskipti við jafnaldra en fullorðna í fjölskyldunni, eru afslappaðir og líður betur í þeirra hópi. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar og ýmsir aðrir þættir í umhverfi unglinganna sinna í vaxandi mæli hlutverki fyrirmynda og hafa þannig mikil áhrif á þá.
Jafnaldrar gegna mikilvægu hlutverki í þroska unglinga Hinn óformlegi hópur vina; unglingarnir í hverfinu, skólanum, íþróttunum eða í skátunum er sá hópur sem unglingarnir leita eftir öryggi hjá og staðfestingu á að þeir séu ekki „öðruvísi“. Nokkurs konar ómeðvituð samstaða þróast innan vina hópsins. Hinir fullorðnu þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu tímabili, frekar líta á það sem uppsprettu vitsmuna- og persónuþroska.
2 | Táknræn umgjörð
71
Í æsku stunduðu vestur-íslenski innflytjandasonurinn Frank Frederickson og vinir hans skautahlaup og íshokkí af kappi. Á veturna veitti faðir Franks vatni á baklóðina hjá sér. Vatnið fraus og myndaði gott svell sem var nothæft mánuðum saman í köldu vetrar loftslaginu í Winnipeg. Þar áttu Frank og vinir hans margar sinna bestu stunda, léku sér, æfðu daglangt og treystu vinaböndin. Vegna fordóma í garð innflytjenda fengu Frank og félagar hans ekki inngöngu í Íshokkílið Winnepeg-bæjar. Samhentur vinahópurinn lét það ekki stöðva sig heldur stofnaði sitt eigið keppnislið „The Winnipeg Falcons“. Frank var fyrirliði og leiðtogi Fálkanna sem þóttu einstaklega samhentur hópur og vöktu ekki síst mikla athygli fyrir vináttu og sannan íþróttaanda. Auk hæfileika þeirra á svellinu, leikhraða og einstaks liðsanda var það þessi innri styrkur Fálkanna sem gerði þeim kleift að vinna fyrsta Ólympíugullið í íshokkísögunni.
Frönsku strákarnir Marcel Ravidat, Georges Angelot, Jacques Marsal og Simon Coencas voru fjörugir og uppátektarsamir vinir sem septemberdag einn árið 1940 voru að leik í Perigord-héraði eins og oft áður. Robot, hundurinn þeirra, var að venju með í för og í miðjum eltingaleik á milli trjánna við héra og refi hvarf hundurinn allt í einu ofan í holu. Þeir fóru hægt og varlega á eftir hundinum ofan í holuna. Þegar þeir höfðu kannað málið leynilega í nokkra daga komust þeir að því að holan var í rauninni inngangurinn að gríðarstórum helli sem var 30 metra hár og 10 metra breiður með mörgum afhellum og útskotum. Veggir þeirra voru þaktir forsögulegum dýramyndum. Vinirnir ungu höfðu fundið minjar sem í dag eru kallaðar „Lascaux-hellarnir“ og eru meðal dýrmætustu steinaldarminja í veröldinni. Þeir sögðu kennara sínum frá hellunum og hann sagði Breuil ábóta, sem var þekktur fyrir fornleifarannsóknir, frá þeim. Meðan fyrstu athuganir á staðnum fóru fram tóku þeir vinirnir fjórir virkan þátt í rannsókninni, gættu hellisopsins fyrir spellvirkjum og komu sér upp dulmáli til að leyna fundinum.
Unglingar styrkja sjálfsmynd sína með þeirri samsvörun sem þeir finna í hópi jafnaldra. Jafnaldrar þróa ekki með sér fjölbreytileika; heldur laðast unglingarnir að hópnum vegna þess að þeir líkjast hver öðrum. Þeir fagna öllu sem styrkir sameiginlega ímynd eins og nafn, svipuð föt, tákn og merki, samverustað og einkahúmor.
Lascaux-hellarnir eru meðal dýrmætustu steinaldarminja í veröldinni.
72
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Skátaflokkurinn nýtir sér eðlislægar þarfir unglinganna til að mynda jafningjahópa Snilld Baden-Powell var að skilja drifkraftinn í jafningjahópnum og það aðdráttarafl sem hópurinn er unglingum, auk þeirra óteljandi tækifæra sem hann veitir til að þroska sjálfstæði þeirra.
Í Búastríðinu tók Baden-Powell eftir hæfni unglinga til að skipa sér í hópa jafnaldra. Það var þegar hann fylgdist með því hvernig þeir leystu af hendi skyldustörf sín sem sendiboðar og vaktmenn í hinu 217 daga umsátri um Mafeking. Seinna, þegar hann fór í fyrstu skátaútileguna á Brownsea-eyju í ágúst 1907, lét hann það verða sitt fyrsta verk að skipta þátttakendunum 22 upp í fjóra skátaflokka; Úlfa, Uxa, Spóa og Hrafna. Skátaflokkur er hópur samsettur af ósköp venjulegum unglingum, en flokkurinn hefur sérstaka merkingu í lífi þeirra og starfar eftir gildum skátahreyfingarinnar. Jafnvel hópar unglinga, sem finnst þeir hugsanlega ekki eiga framtíðina fyrir sér, standa saman vegna þess að þeir eiga það sameiginlegt að vera mismunað vegna kynþáttar, fjárhags eða annars. Þeir eiga það jafnvel á hættu að verða að gengi vandræðaunglinga, ekki frá brugðið skátaflokki að öðru leyti en því að sá síðarnefndi starfar eftir skátalögunum. Félagslegi þátturinn sem tengist eðlislægum einkennum bæði „unglingagengisins“ og „skátaflokksins“ er í raun sá sami. Það er engin þörf á að bæla niður kraftinn í jafningjahópnum. Það ætti frekar að viður kenna hann og leiðbeina unglingunum um hvernig má nota hann við að skapa sinn eigin stíl. Flokkakerfi skátahreyfingarinnar er alfarið byggt á þessum hugmyndagrunni, en krafturinn á ekki síst við á þessu aldursskeiði. Það verður útskýrt nánar í næsta kafla hvernig skátaflokkar starfa.
Fyrsta skátaútilegan á Brownsea-eyju í ágúst 1907.
2 | Táknræn umgjörð
73
TÁKNRÆNA UMGJÖRÐIN Í VERKI Að halda anda ævintýranna á lofti Hinn óviðjafnanlega árangur skátastarfsins á meðal unglinga, sem er alveg jafn mikill í dag og hann var í upphafi, má rekja til þess að starfið beinir börnum og unglingum í átt að verkefnum sem eru nátengd þremur grundvallaráherslum: Að kanna ný svið, nema nýjar lendur og tilheyra jafningjahópnum. Skátasveit vinnur ef til vill ekki alltaf að öllum þáttum skátaaðferðarinnar eins og hún er kynnt í 4. kafla, en ef flokkarnir og sveitin vinna samkvæmt þessum þremur áherslum mun áhugi unglinganna aldrei dvína.
Kjarninn í beitingu táknrænu umgjarðarinnar; að „kanna ný svið og nema nýjar lendur með hópi vina“, ætti alltaf að vera á dagskrá í sveitarstarfinu. Til að tryggja þetta ættu foringjarnir stöðugt að huga að tilganginum með táknrænu umgjörðinni og skoða starf sveitarinnar í því ljósi. Það er bæði gagnlegt og nauðsynlegt til að halda við anda ævintýrsins.
Að kalla fram hetjuna og yfirfæra táknið Í sveitinni og flokknum er fjöldi tækifæra til að vekja áhuga á sögum af lífi og ævintýrum kvenna og karla sem voru brautryðjendur, könnuðir og rannsakendur. Dæmi um slík tækifæri eru: • Líflegar sögur á kvöldvökum í útilegum.
• Lesa efni sem ætlað er sem einstaklingsverkefni fyrir unglingana.
• Leikþættir og skemmtiatriði á kvöldvökum og við varðeldinn.
• Rannsóknarverkefni flokkanna.
• Smásögur til að skapa bakgrunn fyrir lengri leiki. • Heimsækja söfn og sögustaði. • Taka viðtöl við fólk sem getur sagt sögur af viðburðum og sögu persónum. • Samtöl við sérstaka gesti á sveitarfundum. • Umræðufundir og rökræður um heimildir eða texta.
74
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
• Þemakvöld þar sem allt er tengt við ákveðna sögu eða persónu; staðsetning, umgjörð, búningar og matur. • Gerð heimildarmynda. • Gera tilraunir, líkön eða handhæga hluti sem vísa til uppgötvunar frægs vísindamanns. • Sýningar á uppfinningum til að örva sköpunarþörf unglinganna.
Hugmyndalistinn er óendanlegur og verkefnin eru mis munandi eftir aðstæðum, frumkvæði unglinganna og því efni sem er tiltækt. Það er mikilvægt að tengja unglingana við raunverulega hetju, frumkvöðul, könnuð eða rannsakanda sem hefur lagt eitthvað af mörkum í þágu samfélagsins og jafnvel alls mannkyns. Ekki stríðsmann eða einræðisherra sem er flæktur í myrkraverk, valdabrölt eða trúboð. Leiðin sem valin er ætti alltaf að vekja áhuga og það er mikilvægt að forðast að gera nálgunina of háfleyga. Auk þess að fá fræðslu og upplýsingar þurfa unglingarnir að fá tækifæri til að „gera hlutina“ þannig að þeir geti tileinkað sér það sem þeir hafa lært. Til að gera þessi verkefni áhugaverð og ná athygli unglinganna verða foringjarnir að búa yfir nægri þekkingu til að geta komið með hugmyndir, sagt frá dæmum og skapað áhuga fyrir verkefninu. Í þessari bók eru margar frásagnir af braut ryðjendum, frumkvöðlum, könnuðum, listafólki og rannsakendum. Ítarlegri upplýsingar og fjölda annarra dæma má finna á Internetinu, bæði á dagskrárvef skatar.is og á wikipedia.org eða með því að nýta sér bækur og aðgengilegar leitarvélar á vefnum. Kannanir og rannsóknir á hetjusögum frumkvöðlanna missa sjaldnast marks í skátastarfi. Stöðug vakning leiðir eðlilega til táknrænnar yfirfærslu þegar við tökum upp gildi sem eru dæmigerð fyrir ákveðna hetju og hugleiðum hvaða áhrif þau hafa á líf okkar og hegðun. Táknin kenna okkur og hvetja okkur til að líkja eftir því sem við getum samsamað okkur við. Með öðrum orðum, tilvísunin vísar okkur á merkinguna eins og útskýrt var í upphafi kaflans. Skátaforingjar ættu að reyna að örva þessa yfirfærslu án þess að skipta sér of mikið af. Tenging unglinganna við „myndina af viðkomandi hetju“ þarf helst að stuðla að persónu legri reynslu hvers og eins – en því er erfitt að stjórna. Hlutverk foringjanna er að leiðbeina, að gera sýnilegt það sem unglingarnir sjá ekki, meta viðbrögð þeirra og veita þeim endur gjöf. - Við komum aftur að þessu persónulega mati í 11. kafla.
Að segja sögur er líkt og að spinna töfravef Táknræna umgjörðin gerir ráð fyrir að skátaforingjar séu góðir sögumenn, en það er hæfileiki sem ekki er alltaf metinn að verðleikum. Gabriela Mistral, grunnskólakennari og Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum árið 1945, sagði: „Að segja sögu er að leggja álög á hlustandann og ljúka upp fyrir honum töfra heimi.“ Í grein sem birtist í blaði í franska bænum Avignon í febrúar 1929 skrifaði hún að það væri hægt að kenna allt með fallega uppbyggðri sögu sem fær ungmenni til að upplifa „sömu töfra og í ævintýrum“.
2 | Táknræn umgjörð
75
Þetta segir okkur að frásagnir af fyrirmyndunum mega ekki eingöngu vera þurr upptalning staðreynda sem þreytir unglingana með ártölum og nöfnum. Góð frásögn endurskapar stemn ingu. Persónur hennar öðlast líf og verða raunverulegar og ljóslifandi fyrir augum unglinganna. Skátaforingi þarf ekki að vera listamaður, skáld, leikari eða grínisti til að segja vel frá. Styrkur frásagnarinnar felst í að hafa tilfinningu fyrir því sem sagt er og að sú tilfinning nái til hlustenda. Til að ná þessu fram þarf sögumaðurinn að hafa eitthvað til að deila með öðrum. Það öðlast hann með því að fylgjast með, hlusta á aðra, lesa, öðlast reynslu og lifa lífinu til fulls.
Við getum dregið eftirfarandi lærdóm af texta Gabríelu Mistral og reynslu góðra sögumanna: • Sagan á að vera beinskeytt og án útúrdúra. Góð saga „fer eins og ör í mark og þreytir hvorki huga barns né fullorðins manns“. • Sagan er sígild ef hún er einföld. Það nægir að töfrar og sögusvið séu spennandi og hjúpuð dulúð. Langar og flóknar lýsingar, formfesta eða flókin framsetning fanga ekki athyglina. Seiðmagn sögunnar á að koma í ljós, heiðarlegt og hreint, beint frá kjarnanum. • Ef miðla á sögu án þess að krydda hana eða skreyta, verður sögumaður að vera látlaus og jafnvel auðmjúkur þannig að unglingarnir leiði hjá sér sögumanninn sjálfan og sökkvi sér í viðburðina sem verið er að segja frá. • Sögumaður þarf að velja rétta tímann. Hann eða hún verður að læra að nýta dauðan tíma til að segja sögu. Rigningardag, rökkvað kvöld í útilegu eða hlé á dagskrá er hægt að nýta í óvænta og ánægjulega sögustund. • Söguna má laga, svo að hún höfði sem best til unglinganna, en þó verður að halda sig við veigamiklar staðreyndir. • Mikilvægt er að nota málfar sem unglingarnir skilja og er í samræmi við umhverfi þeirra. • Að segja sögu er meira en að lesa eða þylja upp orð af blaði. Líkamstjáning kemur stundum betur til skila því sem segja á frá en orðin ein. Þess vegna verður sögu maður að nota hendur og látbragð – án þess þó að ofgera – til að glæða söguna lífi, vegna þess að unglingar vilja hlusta á líflegan sögumann.
76
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
3
kafli skรกtaflokkurinn 3 | Skรกtaflokkurinn
77
Efnisyfirlit GRUNNHUGTÖK • Flokkakerfið er burðarás skátaaðferðarinnar hjá dróttskátum
• Reglur jafningjahópa fara saman við skátalögin
• Skátaflokkurinn er í eðli sínu tvíþættur, formlegur og óformlegur
• Flokksforinginn er kosinn af skátunum og gegnir mikilvægu hlutverki • Einkenni skátaflokksins
SKÁTAFLOKKURINN SEM ÓFORMLEGUR HÓPUR • Skátaaðferðin setur óformleg einkenni flokksins í öndvegi • Unglingarnir ganga sjálfviljugir í skátaflokkinn • Innbyrðis tengsl unglinganna skipta mestu máli • Skátaflokkurinn er varanlegur hópur, tengdur traustum böndum • Ekki færri en fimm skátar og ekki fleiri en átta • Skátaflokkar geta verið aldursblandaðir eða hópar jafnaldra • Skátarnir í flokknum þurfa að hafa svipuð áhugamál • Verkefni og viðfangsefni þurfa að hæfa unglingunum
FLOKKURINN SEM LÆRDÓMSVETTVANGUR • Námið í skátaflokknum mótar unglinginn • Skátaflokkar læra með reynslunámi • Mikilvægt er að þekkingin nýtist strax • Í skátaflokknum læra unglingarnir sem hópur með því að vinna hvert verkefnið af öðru • Unglingar læra að læra • Skátaaðferðin skapar lærdómsvettvang innan flokksins • Skátaflokkurinn hvetur unglingana til þátttöku í nærsamfélaginu
• Uppbygging er sveigjanleg
• Skátaflokkurinn hefur líka áhuga á samfélaginu í víðara samhengi
• Skátaflokkurinn hefur einn formlegan vettvang: Flokksþingið
• Flokkurinn getur verið fyrir annað kynið eða bæði
• Embættin sem unglingarnir fela hverjir öðrum skilgreina innri hlutverk og verkefni
• Viðmið við ákvörðun um blandaða skátaflokka
• Sjálfgefnar reglur unglinganna skapa siði og venjur flokksins
78
• Í skátaflokknum er hægt að njóta þess að umgangast vini sína
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
• Skátaflokkurinn starfar á grundvelli skátaaðferðarinnar og samskipti flokkanna fara fram innan skátasveitarinnar
grunnhugtök Flokkakerfið er burðarás skátaaðferðarinnar hjá dróttskátum Þær þrjár grunnhvatir unglinga sem táknræna umgjörðin byggir á eru, auk löngunarinnar til að kanna ný svið og nema nýjar lendur, þörfin fyrir að tilheyra jafningjahópi. Meginkjarni skátaaðferðarinnar í dróttskátastarfi er að nýta þessa félagsþörf unglinganna í þágu uppeldis og fræðslu. Í „Aids to Scoutmastership“ (1919) tók Baden-Powell skýrt fram að „flokkakerfið [sé] sá ómissandi þáttur sem greinir skátauppeldi frá öllum öðrum hreyfingum og stofnunum“. Frumleiki Baden-Powells fólst í því að uppgötva tækifærin sem jafningjahóparnir veita til að ýta undir getu ungmenna til að standa á eigin fótum.
Baden-Powell hafði notað þessa þörf ungmenna til að mynda jafningjahópa þegar hann var í hernum. Hann prófaði sig skipulega áfram og lærði af reynslunni. Þegar hann gaf út samantekt af ábendingum um könnunarleiðangra árið 1899, bókina Aids to Scouting, tóku kennarar að nýta sér hana á nýstárlegan hátt í starfi sínu með ungmennum. Aðferðin þótti djörf á sínum tíma og henni hafði aldrei verið beitt innan æskulýðssamtaka fyrr en Baden-Powell prófaði flokkakerfið sjálfur 1907 með ungmennum í fyrstu skátaútilegu sögunnar á Brownsea-eyju. Skömmu síðar útfærði hann þessa nálgun í bók sinni Scouting for Boys og upp frá því spruttu upp skátaflokkar um allan heim og fjölgaði ört.
Unglingar hafa enn í dag eðlislæga tilhneigingu til að mynda gengi eða vinahópa, ekki síður en árið 1907. Við erum einungis að notfæra okkur þessa tilhneigingu með því að byggja stærstan hluta skátastarfsins á flokka kerfinu. Líkurnar á góðum árangri eru næstum 100% með þessari aðferð, svo framarlega sem henni er beitt á réttan hátt með því að láta unglingunum eftir frum kvæðið og ábyrgðina, en ekki nota hana til að auðvelda starf skátaforingjans eða skipta sveitinni í minni og viðráðanlegri einingar. Baden-Powell varaði okkur við hugsanlegri misnotkun á flokkakerfinu: „... meginatriðið er ekki að spara skátaforingjanum umstang, heldur að veita ungmennunum ábyrgð, enda er það besta hugsanlega leiðin til að þroska persónuleikann.“ (Baden-Powell, Aids to Scoutmastership, 1919)
3 | Skátaflokkurinn
79
Skátaflokkurinn er í eðli sínu tvíþættur, formlegur og óformlegur Flokkakerfið er skipulags- og uppeldiskerfi byggt á skátaaðferðinni. Þar sem vinir mynda sjálfviljugir lítinn auðkenndan hóp með þeim ásetningi að hann endist til frambúðar og til að njóta þar vináttu, styðja hver annan í persónulegum þroska, takast á við sameiginleg verkefni og eiga samskipti við aðra svipaða hópa.
Flokkurinn er fyrst og fremst „náttúruleg félagsmyndun“. Rannsóknir á félagsheildum skilgreina „hóp“ sem mengi einstaklinga þar sem hegðun og frammistaða allra meðlima verður fyrir áhrifum af hegðun og frammistöðu hinna. Greinarmunur er gerður á formlegum hópum og óformlegum. Stjórnendur samtaka mynda formlega hópa af ásettu ráði til að ná fyrirfram skilgreindum markmiðum samtaka eða fyrirtækja. Óformlegir hópar verða aftur á móti til vegna einstaklings framtaks og myndast í kringum sameiginleg áhugamál og vináttu, fremur en af meðvituðum ásetningi. Hóparnir verða til af því að meðlimirnir eiga eitthvað sameiginlegt. Munurinn felst í því að formlegir hópar eru búnir til af formlegum samtökum í ákveðnum tilgangi en óformlegir hópar eru hins vegar mikilvægir í sjálfu sér og fullnægja tengslaþörf manneskjunnar.
Skátaflokkurinn er umfram allt óformlegur hópur. Það er grundvallarverkefni sveitar foringjanna að halda honum þannig. „Frá sjónarhóli ungmenna veitir skátastarfið þeim aðild að vinahópum sem þeim er eðlislægt að mynda, hvort heldur er til leikja, óknytta eða bara til að slæpast.“
(Baden-Powell, Aids to Scoutmastership, 1919.)
Skátaaðferðin notar aftur á móti flokkinn sem „vettvang“ til fræðslu og uppeldis. Þannig verður skátaflokkurinn „lærdómsvettvangur“ sem gæðir hann jafnframt formlegri vídd. Þar sem flokkurinn er í senn óformlegur og formlegur verður hann að vissu leyti flókinn.
Flokkurinn sem óformlegur hópur
Flokkurinn sem formlegur hópur
Sjálfsprottin félagsheild
Lærdómsvettvangur
með eigin einkenni,
byggður á skátaaðferðinni,
mynduð að frumkvæði vinahóps,
þar sem hópur unglinga
ætluð til að endast lengi
styður hvern einstakling til persónulegs þroska,
og til að geta ræktað vináttuna.
ræðst í sameiginleg verkefni og á samskipti við áþekka hópa.
óformleg
80
Því betur sem við verndum markmið hópsins, því betur nást markmið hans.
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
formleg
Hann er óformlegur af því að hann sprettur af tengslaþörf unglinganna sjálfra; samt er hann líka formlegur af því að skátaaðferðin ætlast til þess að hann stuðli að þroska meðlimanna með sjálfsmenntun. Með öðrum orðum mætti segja að hann sé óformlegur frá sjónarhóli unglinganna og formlegur frá sjónarhóli skátaforingjanna. Það að skátaflokkurinn er bæði formlegur og óformlegur hópur veitir honum mikla breidd og setur hann mitt á milli persónulegra þarfa og væntinga unglinganna annar svegar og uppeldismarkmiða skátahreyfingarinnar hins vegar. Til að nýta sér þessa einstöku aðstöðu er brýnt að skilja að flokkurinn uppfyllir aðeins markmið sín sem formlegur hópur að því marki sem eðli hans sem óformlegs hóps er virt. Með þessu móti nær flokkurinn mestri einingu, tryggð og krafti og það þjónar tilgangi skátahreyfingarinnar miklu betur og skilar mun meiru en hægt væri að ná fram ef við íþyngdum hópnum með utanaðkomandi reglum, útlistunum og fyrirmælum í því skyni að hann gegndi betur formlegu hlutverki sínu sem lærdómsvettvangur. Lykillinn að því að skilja flokkakerfið er að skilja þetta.
3 | Skátaflokkurinn
81
SKÁTAFLOKKURINN SEM ÓFORMLEGUR HÓPUR Skátaaðferðin setur óformleg einkenni flokksins í öndvegi Þótt óformlegir hópar hafi ekki tilgreind og innbyggð hlutverk uppfylla þeir margar af félagssálfræðilegum grunnþörfum okkar og reyndar svo mikið að þeir eru óaðskiljanlegur þáttur í öllu umhverfi okkar á fullorðinsárum. Hópar eru umfram allt leið til að uppfylla tengslaþarfir okkar, það er að segja þörfina fyrir að vera hluti af heild, þörfina fyrir vináttu og siðferðilegan og tilfinningalegan stuðning. Upprunaleg frumgerð þessara hópa er fjölskyldan – einnig kölluð „frumhópurinn“ – sem sér okkur fyrir grundvallartengslum. Það skiptir ekki máli hvað við erum gömul, hvort við erum ungmenni eða fullorðið fólk, við vitum að við þurfum hópa af vinum, samstarfsmönnum, frístundafélögum og mörgum öðrum sem uppfylla þessar þarfir. Hóparnir eru ennþá mikilvægari á milli 10 og 15 ára aldurs, í upphafi og fram eftir gelgjuskeiðinu, þegar ungar stúlkur og piltar þurfa að vera hluti af heild, finna út hver þau eru og öðlast viðurkenningu á sjálfum sér. Líf unglings í skátaflokki er samtvinnað lífi annarra. Hann ber umhyggju fyrir öðrum skátum og það sem meira máli skiptir, þeir bera umhyggju fyrir honum. Ef skátinn væri fjarverandi yrði hans saknað. Framlag allra er metið að verðleikum. Hópar þroska, efla og staðfesta sjálfsmynd okkar og viðhalda sjálfsvirðingunni. Fjölskyldan er hópurinn sem setur þetta grundvallarferli af stað, en jafningjahópar veita þýðingarmikinn stuðning við að móta eða staðfesta hugmyndir okkar um hver við erum, hve mikilvæg við erum og þar af leiðandi hvað okkur finnst við verðskulda. Skátaflokkurinn hjálpar til við að staðfesta sjálfsmynd unglinganna og hversu verðugir þeim finnst þeir vera, ekki bara með innri uppbyggingu flokksins, heldur líka með táknum hans, hvatamerkjum, hefðum og öðrum ytri tjáningarformum. Hópar hjálpa til við að leggja grunn að félagslegum veruleika og staðfesta hann. Við getum dregið úr óvissu okkar um félagslegt umhverfi með því að ræða við aðra um vandamálin sem óvissa veldur okkur, fundið sameiginleg sjónarmið og reynt að komast að almennu samkomulagi um hvernig á að leysa málin. Flokksstíllinn, öll verkefnin, leikirnir og samfelld innri orðræða, hjálpar ungmennunum að vera óhrædd við að þroska eigin leiðir til þátttöku og vera hluti af heiminum. Jafningjahópar hjálpa þeim líka að draga úr óöryggi, kvíða og vanmætti. Því fleiri sem eru í okkar liði, því sterkari upplifum við okkur. Því verður kvíðinn og öryggisleysið minna þegar við stöndum frammi fyrir hættu eða einhverju nýju eða óþekktu. Þetta á ekki síst við á unglingsárunum þegar við erum að móta nýjar aðferðir til að læra á tilveruna, eins og unglingar þurfa að gera.
82
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Hópar sjá meðlimunum fyrir aðferðum til að greiða úr vandamálum eða horfast í augu við ýmis verk sem þeir þurfa að leysa af hendi. Hópurinn getur safnað upplýsingum, hlustað, veitt aðstoð, boðið upp á annað sjónarhorn, hitt alls konar fólk. Þegar kemur að ákvörðun um framkvæmdir getur hann úthlutað verkefnum og náð árangri fyrir tilstilli einstaklinganna sem í honum eru.
Öllum þessum markmiðum er hægt að ná með því að standa vörð um flokkinn sem óformlegan hóp, það er að segja sjálfviljuga þátttöku, varanleika og sérkenni flokksins sem hóps unglinga sem njóta vináttunnar hverjir við aðra.
Unglingarnir ganga sjálfviljugir í skátaflokkinn Framangreint er einkenni óformlegra hópa. Ungling arnir hafa frjálst val um að ganga í skátaflokkinn með samþykki annarra skáta í flokknum. Unglingar vilja helst umgangast þá sem þeir kunna vel við og líður vel nálægt, til dæmis vini sem hafa svipuð áhugamál og þeir. Allir skátar ættu að vera í flokki þar sem þeim finnst þeir velkomnir og geta starfað óþvingað. Þessi sjálfviljuga þátttaka þýðir líka að unglingarnir skipta kannski um skátaflokk, ef báðir flokkar eru samþykkir tilfærslunni. Þess vegna eru skátaflokkar ekki alltaf fastskorðaðar eða formlegar einingar og skátaflokkar í hverri sveit eru iðulega misstórir og misöflugir.
Sumum skátaforingjum þykja þessar síbreytilegu og sundurleitu aðstæður kannski óþægilegar gagnvart stjórnun og áætlanagerð sveitarinnar sem einingar. Þeir hafa jafnvel tilhneigingu til að reyna að jafna út flokkana og gera þá eins líka hver öðrum og hægt er. Slíkt stangast á við flokkakerfið. Það skiptir mestu máli að skátaflokkarnir séu raun verulegir vinahópar en ekki að skátasveitin líti út fyrir að vera í jafnvægi eða sé skipt niður í jafn stóra og einsleita hópa. Við þurfum að læra að líta á skáta sveitina sem bandalag ólíkra en inn byrðis tengdra skátaflokka.
3 | Skátaflokkurinn
83
Innbyrðis tengsl unglinganna skipta mestu máli Þegar nýr flokkur er myndaður eða skátasveit byggð upp frá einum skátaflokki og meginreglunni um sjálfviljuga þátttöku fylgt, er skynsamlegast að finna sjálfmyndaðan jafningjahóp og bjóða honum að ganga í skátana og mynda skátaflokk. Það er sennilega besta leiðin til að fjölga í skátasveitinni. Þegar fækkað hefur í skátasveit af einhverjum ástæðum og nauðsynlegt er að fjölga skátunum er yfirleitt best að láta unglingana bjóða vinum sínum að slást í hópinn. Ef nýliðarnir koma úr fálkaskátasveit sama skátafélags þarf að láta flokkana vita það með fyrirvara svo að þeir fái færi á að taka á móti þeim, mynda persónuleg tengsl, ræða mögu leikana á að ganga í flokkinn og vekja áhuga nýliðanna. Þetta er kynningar- og samningaferli sem fer fram „á milli unga fólksins“. Ef strákur eða stelpa utan skátafélagsins sem á ekki vin eða vini í einhverjum skátaflokk anna, óskar eftir því að ganga í skátasveitina ætti foringinn að stinga upp á leiðum eða koma því í kring að vinatengsl geti myndast. Þessi staða getur komið upp ef foreldrar koma með unglinginn, kennari eða starfsmaður í félagsmiðstöð hefur stungið upp á skátastarfi eða hann kemur einfaldlega að eigin frumkvæði. Unglingurinn getur sjálfur átt frumkvæði að þátttöku ef gott orð fer af skátasveitinni í nærsamfélaginu eða af því að hann hefur séð eða heyrt af því hvað skátarnir gera og langar að ganga til liðs við þá. Sem betur fer eru unglingar fljótir að eignast vini og eiga því oftast auðvelt með að sam lagast hópnum. Til þess að slíkt heppnist vel þarf engu að síður að uppfylla þrjú skilyrði: umsækjandinn þarf að hafa áhuga, vinatengsl þurfa að myndast og flokkurinn þarf að viðurkenna nýliðann.
Í öllum þessum tilvikum væri misráðið af sveitarforingja að endurskipuleggja og stokka upp flokka að eigin frumkvæði, hrinda af stað umfangsmiklu innritunarátaki sveitarinnar til að fjölga meðlimum, skipta fálkaskát unum sem eru að færast upp um aldursstig „jafnt“ á milli flokka, eða slá saman og skipta flokkum upp með fárra mánaða millibili til að jafna stærð þeirra. Allar þessar aðgerðir hafa reynst sérlega árangursríkar til að eyðileggja flokkakerfið, af því að þær uppræta eiginleika „óformlega vinahópsins“ og – það sem verra er með tilliti til markmiða skátahreyfingarinnar – hamla því að hann verði árangursríkur lærdómsvettvangur.
„Meginmarkmið flokkakerfisins er að veita eins mörgum unglingum og hægt er ósvikna ábyrgð með það fyrir augum að þroska skapgerð þeirra. Ef skátaforingi veitir flokkunum raunverulegt sjálfstæði, ætlast til mikils af unglingunum og gefur þeim lausan tauminn með að inna verkin af hendi, hefur sá skátaforingi gert meira til að styrkja skapgerð viðkomandi ungmenna en nokkurt skólanám gæti áorkað.“
84
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
(Baden-Powell, Aids to Scoutmastership, 1919)
Skátaflokkurinn er varanlegur hópur, tengdur traustum böndum Þótt mikil áhersla hafi verið lögð á sjálfviljuga þátttöku er skátaflokkurinn ekki hópur sem myndaður er í þeim eina tilgangi að ná skammtímamarkmiðum. Hann er varanlegur vinahópur sem skapar sér sögu, kemur á hefðum, deilir ábyrgð og skiptir með sér verkum sem byggja á reynslu og áhuga skátanna. Öllu þessu er smám saman miðlað til nýliða flokksins. Stöðugleiki vinahóps fer næstum alfarið eftir því hvað vináttuböndin eru traust. Tengslin eru aflið sem heldur meðlimum hópsins saman og gerir þá sterkari en öflin sem reyna að sundra þeim. Unglingar bindast vináttuböndum, laðast hver að öðrum og eru hreyknir af því að tilheyra skátaflokknum sínum. Markmið skátaflokksins fara saman við persónuleg markmið skátanna og meðal annars þess vegna bindast þeir traustari böndum. Annað sem treystir böndin: • Foringi sem tekur virkan þátt í starfinu. • Velgengni hópsins í verkefnunum sem hann ákveður að vinna. • Innbyrðis hlutverk eru uppfyllt sem skyldi. • Hlustað er á skoðanir allra í flokknum. • Ráðist er í skemmtileg verkefni. • Unglingarnir sjá að flokkurinn hjálpar þeim að ná persónulegum markmiðum. • Áhugamál halda áfram að vera sameiginleg. Nokkrir mikilvægir þættir sem einkenna skátaflokkinn tengjast þessum tengslum eða einingu: Fjöldi skáta í flokkunum, aldur þeirra, sameiginleg áhugamál og rétt val á verkefnum og athöfnum.
Ekki færri en fimm skátar og ekki fleiri en átta Það er engin kjörstærð á skátaflokki, en reynslan hefur sýnt að heppilegast er að skátarnir séu fimm til átta. Innan þeirra marka er fjöldi vina í hópnum besta stærðin eða fjöldinn sem þeir hafa sjálfir valið. Gæði flokksstarfsins fara ekki eftir fjölda skátanna í flokknum heldur því hvað þeir bindast traustum böndum innbyrðis. Þannig á að ákveða heppilegustu stærð flokka og enginn hefur betra vit á því en flokksmeðlimirnir sjálfir.
3 | Skátaflokkurinn
85
Skátaflokkar geta verið aldursblandaðir eða hópar jafnaldra Í aldursblönduðum skátaflokki eru unglingar á ólíkum aldri og þess vegna geta skátarnir í flokknum verið á svolítið ólíku þroskastigi. Í þriggja árganga flokki getur reynst erfitt að finna sameiginleg áhugamál og vinna verkefni sem henta öllum skátum flokksins. Aldursbreiddin þýðir aftur á móti að þeir eldri geta hjálpað þeim yngri að fóta sig og reynsla þeirra nýtist til að aðstoða þá yngri við að takast á við verkefni sem þeir ráða ekki nógu vel við. Þannig skiptist á sýnikennsla og herminám sem kennir flokknum að vinna saman og stuðlar að þroska yngri skátanna. Í jafnaldra flokki eru unglingar á sama aldursári og eflaust á svipuðum stað í þroska ferlinu. Þeir eru að vinna að áþekkum eða sömu áfangamarkmiðum og eiga sennilega margt fleira sameiginlegt. Þeir eiga því auðveldara með að ná saman og finna verkefni sem höfða til þeirra allra. Leiðbeinandi samskiptin sem verða til í aldursblandaða skáta flokknum eru ekki eins áberandi en eru vissulega fyrir hendi í jafnaldra flokknum, jafnvel á enn meira þroskandi og hvetjandi hátt en í þeim aldursblandaða. Margar skátasveitir greina ítarlega hvor þessara hóptegunda hentar þeim betur. Í flokka kerfinu þar sem þátttaka á að vera sjálfviljug hafa sveitarforingjarnir hins vegar ekki heimild til að velja á milli þessara tveggja valkosta. Annar hvor verður einfaldlega ofan á, allt eftir aðstæðum eða þróun skátaflokkanna, og foringjarnir þurfa að starfa í samræmi við það. Aldurssamsetning flokks skiptir ekki máli nema að því marki að foringjar þurfa að þekkja styrk hans og þá þætti sem helst þarf að efla. Það ætti aldrei að gerast að sveitarforingi neiti hópi vina á ólíkum aldri að mynda skátaflokk á þeim forsendum að það séu „bara jafnaldra flokkar í þessari sveit“. Það ætti ekki heldur að fylla upp í flokk 15 ára unglinga sem eru tengdir traustum böndum með 12 eða 13 ára krökkum, nýkomnum úr fálkaskátunum, á þeim forsendum að flokkurinn þurfi að „endurheimta aldursblönduðu samsetninguna“.
Eina leiðin til að leysa vandamál eins og nefnd voru hér á undan er að láta skátana sjálfa ráða hverjir eru í skátaflokknum þeirra. Sveitarforingjarnir eiga alla jafnan ekki að skipta sér af innri tengslum flokksins.
86
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Skátarnir í flokknum þurfa að hafa svipuð áhugamál Það er eðlilegt að í skátaflokki séu mismargir skátar og jafnvel á svolítið ólíkum aldri, rétt eins og í öðrum vinahópum. Aftur á móti treystir það vina böndin og stöðugleika hópsins ef unglingarnir hafa svipuð áhugamál og reynslu, auk þess að vera nokkurn veginn á sama máli um grundvallargildi og markmið sameiginlegra verkefna. Ef skátarnir eru mjög ólíkir að þessu leyti getur það dregið úr samskiptum þeirra og flokkurinn nær ekki eins góðum árangri.
Sem vinir er líklegt að skátarnir í flokknum hafi svipuð áhugamál og skoðanir eða séu fljótir að tileinka sér þær þótt við eignumst vissulega oft vini og þyki vænt um fólk sem er ólíkt okkur. Þó að ekki sé hægt að breyta persónulegum bakgrunni unglingsins öðlast hann svipuð áhugamál og verður sammála gildum og markmiðum skátaflokksins meðan á lærdómsferlinu stendur. Hvað sem því líður er þetta mikilvægur þáttur og sveitar- og flokksforingjar ættu að hafa hann í huga í starfi sínu með flokknum.
Verkefni og viðfangsefni þurfa að hæfa unglingunum Val á verkefnum flokks þarf að vera í samræmi við getu unglinganna og það efni, búnað og aðstöðu sem fyrir hendi er. Verkefnum ætti að úthluta í samræmi við hæfileika og getu hvers einstaks skáta í flokknum. Ef verkefni eru of auðveld og reyna ekki nægilega á unglingana missa þeir áhugann. Ef verkefni eru hins vegar umfram getu flokksins er hætt við að unglingarnir verði óánægðir og vonsviknir. Í báðum tilvikum hafa viðbrögð skátanna áhrif á samstöðuna í flokknum og veikja hann.
Þetta jafnvægi á milli verkefna, viðfangsefna og getu er hluti af þroskaferli flokksins þar sem árangri er náð með því að prófa sig stöðugt áfram. Ef engar framfarir verða kemur það í hlut sveitarforingjanna að hjálpa flokksforingjunum að skapa réttar aðstæður svo flokkurinn geti náð jafnvægi. Sjálfsmynd skátaflokksins byggist á því hvernig skátarnir upplifa sérkenni hans bæði í tíma og rúmi. Sérkenni tengjast uppbyggingu flokksins, stöðu og hlutverkum, reglum, forystu og táknum.
3 | Skátaflokkurinn
87
Uppbygging er sveigjanleg Allir skátaflokkar hafa sjálfsprottna uppbyggingu sem er í stöðugri þróun. Unglingarnir eru jafnvel á mismun andi aldri, búa yfir ólíkri reynslu og skapgerð. Þeir gegna ólíkum stöðum í hópnum sem þeir aðlaga svo eftir því sem þeir kynnast betur, með auknum þroska og þegar eldri skátar kveðja eða nýir ganga til liðs við flokkinn.
Uppbygging flokksins stjórnast af því hvernig ólíkar stöður innan hans tengjast. Allar utanaðkomandi tillögur um breytingu á uppbyggingunni verða að taka mið af því, sama hvort þær eru eitthvað sem sveitarforingjunum finnst, „tengjast hefðum skátasveitarinnar“ eða almennum reglum skátafélagsins. Nánast sjálfsprottin uppbygging er eitt af einkennum óformlegs hóps. Tillögur utan frá ættu því að vera sveigjanlegar svo að allir flokkar geti notað þær eða sniðið þær að sínum þörfum. Því sveigjanlegri ramma sem sveitin leggur til því auðveldara verður að standa vörð um eiginleika skátaflokksins. Eins og þegar hefur komið fram á flokkurinn auðveldara með að uppfylla uppeldishlutverkið sem skátaaðferðin felur honum ef gætt er að því að hann sé áfram óformlegur vinahópur. Skilvirkni flokkakerfisins er að miklu leyti háð því að foringjarnir gleymi aldrei þessum þversagnakenndu sérkennum formlegra og óformlegra hópa.
Skátaflokkurinn hefur aðeins einn formlegan vettvang: Flokksþingið Flokksþingið á að vera formlegur vettvangur til að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Allir skátarnir í flokknum taka þátt í því undir stjórn flokksforingjans. Flokksþingið getur komið saman hvenær sem skátaflokkurinn telur þörf á því þótt þingfundir ættu ekki að vera svo algengir að þeir breytist í venjulega flokksfundi sem eru fremur vinnufundir. Allar ákvarðanir flokksþings ætti að skrá í flokksbókina. Umfjöllunarefni flokksþings þurfa að tengjast flokksstarfinu beint, eins og til dæmis þessi:
• Samþykki flokksáætlunar og verkefna flokksins í dagskrárhring og verkefna sem lagt er til að skátasveitin vinni sameiginlega. • Mat á verkefnum flokksins og langtímaverkefnum. • Uppbyggilegar umræður og athugasemdir sem innlegg í sjálfsmat allra skátanna í flokknum.
88
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
• Kosning flokksforingja og aðstoðar flokksforingja. • Skilgreiningar og úthlutun embætta í skátaflokknum og mat á frammistöðu skátanna sem „embættismanna“. • Ráðstöfun á eignum og lausafé skátaflokksins.
Embættin sem unglingarnir fela hverjir öðrum skilgreina innri hlutverk og verkefni Embætti er sú staða sem aðrir veita einhverjum í hópnum. Í formlegum hópum byggjast embætti yfirleitt á stöðunni sem viðkomandi hefur í formlegu skipuriti, en í óformlegum hópum geta embættin byggst á ýmsum kringumstæðum sem skipta hópinn máli. Í skátaflokknum úthluta skátarnir hver öðrum embættum eftir aldri, hvað viðkomandi hefur verið lengi í flokknum, reynslu, vináttuböndum, hæfileikum viðkomandi og sérstakri kunnáttu. Veitt embætti lúta næstum alltaf formlegu stigveldi. Í samræmi við það úthluta skátaflokkar meðlimunum yfirleitt tiltölulega varanlegum stöðum: • Flokksforingi sem er drifkrafturinn í starfi flokksins, stýrir áætlanagerð og skipulagningu verkefna og er fulltrúi flokksins í sveitaráði. • Aðstoðarflokksforingi sem leysir flokksforingjann af og er einnig fulltrúi flokksins í sveitaráði. • Birgðastjóri eða áhaldavörður sem lítur eftir búnaði og eigum flokksins og úthlutar verkefnum við viðhald þeirra til hinna skátanna. • Gjaldkeri sem heldur utan um fjárreiður skátaflokksins. • Kynningarstjóri sem fylgist með og miðlar upplýsingum um tilboð og hugmyndir af heimasíðu BÍS og skátafélaga og flytur fréttir af starfi flokksins á heimasíðu félagsins, sveitarinnar eða flokksins. • Matreiðslumeistari sem stýrir sameiginlegum matarinnkaupum, úthlutar verkum við matseld og sér til þess að skátarnir borði hollan og fjölbreyttan mat í ferðum og útilegum. • Ritari sem sér um að halda flokksbókina, skráir ákvarðanir og minnir skátana á skyldur sínar og skiladaga. • Sáttasemjari sem miðlar málum ef einhverjir fara að rífast eða ef upp kemur ósætti og fylgist með klukkunni svo dagskrá gangi eðlilega fyrir sig. • Varðeldastjóri sem sérhæfir sig í bálgerðum, leikja- og kvöldvökustjórn, skemmtiatriðum og getur alltaf stungið upp á skemmtilegum söng eða leik. • Önnur ábyrgðarhlutverk sem kunna að verða til eftir þörfum flokksins.
Skátarnir skiptast reglulega á um að gegna þessum embættum þótt þeir kunni að verða endurkjörnir ef flokksþingið samþykkir það. Það er ekki gott að sveitin setji reglur um hvað kosið skuli í embætti til langs tíma. Flokkurinn ætti að ráða því sjálfur, þó að þess þurfi að gæta að stöðurnar séu tiltölulega varanlegar.
3 | Skátaflokkurinn
89
Samhliða þessu er störfum úthlutað í samræmi við verkefnin sem framundan eru. Með embættum og verkefnum gefst tækifæri til að þroska ábyrgðartilfinningu, öðlast þekkingu, samhæfa viðhorf og tileinka sér leikni. Unglingarnir verða smám saman fróðari af því að gegna þessum hlutverkum, endurmeta þau stöðugt og halda áfram að þróa þau. Flest vandamál innan skátaflokka koma upp þegar skilningur á einhverju af þessum hlut verkum brenglast eða er rangur. Það getur gerst þegar stigsmunur er á því hvernig flokks meðlimir telja að einhver eigi að haga sér (væntingar um hlutverk), hvernig viðkomandi telur að hann eigi að haga sér (skynjun á hlutverki) og hvernig hann hagar sér í raun og veru (framsetning á hlutverki). Samstaðan í flokknum og þar af leiðandi stöðugleiki hans og ending, byggist á því að þessi þrískipti skilningur á hlutverki fari saman. Bregðist það koma yfirleitt upp deilur. Flokksþingið þarf þá að breyta hlutverkunum og aðlaga þau eftir þörfum til að flokkurinn geti starfað áfram án árekstra.
Sjálfgefnar reglur unglinganna skapa siði og venjur flokksins Reglur óformlegs hóps eru í raun þau sameiginlegu sjónarmið skátanna sem þeir telja mikilvæg. Allir óform legir hópar unglinga hafa fjölmargar reglur sem komið er á framfæri munnlega fremur en skriflega og í mörgum tilvikum eru þær ekki einu sinni skilgreindar ítarlega heldur vita allir meðlimirnir ósjálfrátt hverjar þær eru. Að undanskildum þeim grundvallarreglum sem koma fram í skátalögunum og öðrum lögum sem tengjast sértækum þáttum verða að sjálfsögðu til margar aðrar reglur innan flokksins í tengslum við starfshætti hans. Reglurnar mynda það sem við getum kallað innri menningu skátaflokksins, siði hans eða venjur. Reglurnar breytast eftir því sem flokkurinn þróast og unglingarnir lýsa því prýðilega þegar þeir segja „svona framkvæmum við hlutina í flokknum okkar“. Siði og venjur má til dæmis þekkja af því hvernig fundir eru haldnir, tímanum sem varið er í flokksstarfið, stílnum á flokksbókinni sem og ástandi tækja og tóla. Hversu unglingarnir eru hreyknir af að vera í flokknum sínum, sambandi flokksforingjans og annarra skáta, hvað þeir líkja mikið hverjir eftir öðrum, stundvísi og ábyrgð. Einnig leyndinni sem skátarnir vilja að hvíli á ákvörðunum þeirra, uppbyggingunni sem kemst á, hvað þeir telja ásættanlegt og óásættanlegt, persónulegum smekk og samskiptum stelpna og stráka.
90
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Það er mikilvægt að skilja að athyglisverðar aðstæður geta myndast í sambandi við reglur í öllum óformlegum hópum, þar á meðal aðstæður sem nefndar eru samsömun, smit og innblástur. Samsömun höfðar til þess að félagar í hópi taka ómeðvitað upp sameiginlegar reglur og viðhorf til að öðlast viðurkenningu hópsins. Þannig fara þeir að kunna vel hver við annan og það dregur úr ótta þeirra við að vera hafnað sem „óviðkomandi“. Smit er þegar reglur og viðhorf berast frá einum meðlimi til annars og hver hermir eftir öðrum. Þegar tveir eða fleiri í hópnum haga sér á tiltekinn hátt er algengt að aðrir tileinki sér líka sömu framkomu. Síðasta atriðið, innblástur, snýr að ósjálfráðri viðurkenningu á reglum og viðhorfum sem sjást hjá foringjanum eða öðrum sem taldir eru „hærra settir“. Þessi fyrirbæri koma líka fyrir í skátaflokknum. Skátarnir vilja tilheyra flokknum sínum og gera því svipaða hluti og aðrir í hópnum, herma eftir og fylgja fordæmi vina sinna og tileinka sér ósjálfrátt reglurnar sem foringinn setur. Það er hvorki gott né slæmt, þetta er bara svona. Það er hlutverk sveitarforingja að tryggja að flokksforingjarnir geri sér grein fyrir þessu, læri að takast á við aðstæður og reyni að koma í veg fyrir að hegðunin gangi út í öfgar. Slíkt kemur í veg fyrir að reglur spretti upp á frjálsan og meðvitaðan hátt í sátt og samlyndi, en það er forsenda þess að unglingar geti þróað með sér samviskusemi og sjálfstæði.
Reglur jafningjahópa fara saman við skátalögin Vísindarannsóknir hafa leitt í ljós að meðal þeirra reglna sem viðurkenndar eru innan óformlegra jafningjahópa, meira að segja glæpagengja, eru reglur sem stuðla að gagnkvæmu trausti, byggðar á einlægni, tryggð og hollustu. Það er auðvelt að sjá hvernig slíkar reglur samsvara vissum gildum skátalaganna.
Hvernig má það vera? Það er vegna þess að Baden-Powell hugsaði skátalögin ekki einungis út frá grunngildum skátastarfsins heldur tók hann líka mið af eðlislægum metnaði og löngunum unga fólksins. Það er því mikilvægt að skátaflokkurinn tileinki sér skátalögin og líti á þau sem hluta af eigin grunngildum. Um leið og skátarnir í flokknum gera skátalögin að lífsstíl sínum fer flokkurinn að gegna tvöföldu hlutverki sínu, sem jafningjahópur og lærdómsvettvangur. Því má halda fram að með því að hvetja skátaflokka til að gera skátalögin að sínum, vegi formleg hlið hreyfingarinnar að óformleika hópsins. Vissulega er það rétt og ætti ekki að koma neinum á óvart innan uppeldishreyfingar. Skátalögin samræmast aftur á móti svo vel tilfinningum, metnaði og löngunum unglinganna og reglum óformlegra hópa að íhlutunin er sáralítil samanborið við kosti þess að hafa skrásettar grundvallarreglur sem unglingarnir geta tekið mið af í lífinu. Ekki er síður mikilvægt að siðareglurnar séu gefnar af því að þá dæma unglingarnir tilveru sína eftir eigin samvisku. Það eru einmitt þessar siðareglur sem gefa flokknum svo ótrúlega mikið forskot í samanburði við aðra óformlega hópa.
3 | Skátaflokkurinn
91
Hvað sem því líður er það alltaf persónuleg reynsla skátans að gangast undir skátalögin. Þegar upplifun er ánægjuleg og árangurinn góður, hneigist fólk til að endurtaka það sem skóp upplifunina. Ef skátinn mótar viðhorf sín ítrekað eftir gildum skátalaganna og er ánægður með að hafa hegðað sér í samræmi við tilfinningar sínar og hlotið viðurkenn ingu annarra fyrir vikið, verða gildin smám saman greypt, til frambúðar, í hegðun við komandi. Með þessu móti hætta skátalögin að koma utan frá og verða þess í stað persónuleg lífsviðhorf og gildi.
Flokksforinginn er kosinn af skátunum og gegnir mikilvægu hlutverki Innri forysta flokksins ákvarðast af embættunum sem skátarnir skipta á milli sín. Þess vegna kjósa skátarnir flokksforingja og aðstoðarflokksforingja. Flokksforinginn og aðstoðarflokksforinginn eru fulltrúar flokksins í sveitarráðinu.
Flokksforinginn skiptir miklu máli í flokknum. Unglingurinn sem verður foringi heldur áfram að vera einn af hópnum en hefur ákveðin mikilvæg hlutverk. Flokksforinginn: • Hjálpar flokknum að ná markmiðum sínum. • Gerir skátunum kleift að uppfylla þarfir sínar. • Er sáttasemjari í ágreiningsmálum innan flokksins. • Sýnir gildi flokksins í verki; foringinn er persónugervingur fyrir gildi, áhuga, metnað og löngun allra skátanna í flokknum. • Er kveikjan að athöfnum flokksins. • Leggur sig fram um að viðhalda samstöðu innan hópsins. Baden-Powell lagði áherslu á mikilvægi flokksforingjans og benti á að „flokksforinginn [sé] ábyrgur fyrir góðum árangri og skynsemi flokksins. Skátarnir í flokknum fylgja flokksforingjanum ekki af ótta við refsingu, heldur af því að þeir eru hópur leikfélaga sem styður foringjann til að auka virðingu og velgengni flokksins“. (Scouting for Boys, 1908.) Í öðru riti tók hann skýrt fram að „sveitarforinginn vinnur í gegnum flokksforingjana“. (Aids to Scoutmastership, 1919.) Baden-Powell hafði þegar lagt áherslu á þessa hugmynd í eldri grein, þar sem hann sagði við foringjana: „Til að ná fyrsta flokks árangri með flokkakerfið þurfið þið að veita ungu foringjunum raunverulega og óhefta ábyrgð. Ef þið veitið bara takmarkaða ábyrgð, verður árangurinn líka takmarkaður.“
92
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
(Headquarters’ Gazette, May 1914.)
Flokksforinginn er ekki persóna sem uppfyllir allar óskir sveitarforingjans og ekki heldur einhver sem þykist vita allt. Að því marki sem hægt er að krefjast þess af 13 til 15 ára unglingi, þarf flokksforinginn að hafa sýn, skýr markmið og góða samskiptahæfileika. Einnig viljann til að vinna og starfa í samvinnu við aðra, bæði í hópi foringja – innan sveitarráðsins og gagnvart foringjaflokknum – og með félögum á sama aldri eða yngri. Flokksforinginn einbeitir sér að og hvetur til samstarfs um að ná markmiðum skátanna. Flokksforinginn þarf að vera nógu opinn til að halda lífi í flokksandanum og hafa nægan skapgerðarstyrk til að gæta þess að skátaflokkurinn fari ekki út af sporinu.
Þess ber að geta að flokksforinginn er ekki einn um forystuna. Sumir skátarnir í flokknum geta tekið forystu við tilteknar aðstæður, allt eftir viðhorfum þeirra og kunnáttu og við hvað er fengist. Sú forysta nær mislangt, allt eftir aðstæðum.
Einkenni skátaflokksins Helstu táknin sem einkenna skátaflokk eru nafnið, fundarstaðurinn og flokksbókin. • Með vali á nafni staðfestir flokkurinn sérstöðu sína, sjálfstæði sitt og þá tilfinningu skátanna að þeir tilheyri flokknum. Flokkurinn getur í raun valið sér hvaða nafn sem er. Oftast er valið nafn sem tengist nafni sveitarinnar og einnig er algengt að velja dýraheiti sem táknar vissa eiginleika sem skátarnir í flokknum vilja gjarnan vera þekktir fyrir. • Fundarstaðurinn eða flokksherbergið á að vera heimavöllur flokksins, af því að þörfin til að helga sér svæði er eitt af því sem einkennir þennan aldurshóp. Herbergið eða flokksveggurinn eru skreytt eftir smekk og áhugamálum flokksins og endurspegla tryggð þeirra við staðinn. Þarna eru flokksfundirnir haldnir og áhöld og aðrar eigur flokksins geymdar. Þegar flokkurinn fer í útilegu með skátasveitinni þarf að hafa í huga þörf hans fyrir afdrep til að ráða ráðum sínum án truflunar frá öðrum flokkum, hvort heldur sem er í skála- eða tjaldútilegum. • Flokksbókin er haldin af listrænum metnaði og þar eru skráðar mikilvægar staðreyndir og viðburðir í starfi flokksins og skátanna. Hún geymir sögu flokksins sem er hreykinn af fortíð sinni og vill skilja eftir sig ritaða heimild um starfið. Flokksbókin er einkabók, geymd á sérstökum stað og eingöngu sýnd öðrum ef flokkinn langar til þess. Einn skáti í flokknum er valinn tímabundið til að bera ábyrgð á því að bókin sé uppfærð reglulega en allir mega þó skrifa í hana. • Flokkar geta búið sér til önnur einkenni að eigin frumkvæði, til dæmis hróp, kjörorð, fána, söng, leyniletur og margt fleira. Foringjarnir ættu að virða frumkvæði skátanna, en jafnframt hvetja til íburðarleysis og einfaldleika. Tilgangurinn er að forðast að ofhlaða einkennin með gervitáknum sem gætu látið flokkinn líta út fyrir að vera lokaða eða barnalega klíku.
3 | Skátaflokkurinn
93
Í skátaflokknum er hægt að njóta þess að umgangast vini sína Í lok greiningarinnar á skátaflokknum sem óform legum hópi þarf að undirstrika að meginástæðan fyrir því að unglingarnir vilja tilheyra honum er að þeir kjósa að vera í vinahópi. Þetta er aðalatriðið og má aldrei gleymast. Skátarnir í flokknum geta af ýmsum ástæðum verið lengur að uppfylla áfangamarkmiðin en sveitarfor ingjarnir hefðu helst kosið. Skátunum getur jafnvel farið aftur af og til. Haldi flokkurinn áfram að vera samfélag vina sem njóta þess að vera saman er alltaf hægt að koma honum aftur á rétta braut. Það er ekki hægt að ætlast til þess að skátaflokkur sé „lærdóms vettvangur“ nema hann byggi á vináttu skátanna.
Í flokknum er vinátta í hávegum höfð og til þess að hún sé sönn þurfa tilfinningarnar að vera ósviknar og gagnkvæmar. Það verður auðveldara ef sveitarforingjarnir koma vin gjarnlega fram við unglingana. Þannig skapast hlýlegt andrúmsloft fyrir samskipti flokkanna í sveitinni. Það er hægt að tileinka sér og læra vingjarnlega framkomu við aðra, svo framarlega sem maður mætir slíku viðmóti sjálfur. Sé sveitin sundurleit og samskipti flokka lítil, ef sveitar foringjarnir eru fjarlægir og unglingarnir finna ekki hjá sér hvöt til að eiga samskipti við þá er líklegt að flokksforingjarnir tileinki sér svipaðan stjórnunarstíl. Stíll flokksforingjans hefur síðan áhrif á alla í flokknum og eyðir þannig einkennum hans sem vinahóps. Vinátta er þungamiðja í sveitinni. Fólk hlustar hvert á annað, grín og glettni er óþvinguð og uppörvandi en ekki særandi. Unglingarnir hjálpa hverjir öðrum og fagna góðum árangri allra. Gestir eru boðnir velkomnir með brosi, virðing er borin fyrir skoðunum annarra, meira að segja þótt maður sé ósammála og hlýjan er ósvikin og án uppgerðar. Í slíku andrúmslofti geta unglingarnir styrkt og dýpkað vináttuna innan flokksins og haldið þannig einkennum óformlega hópsins sem er fyrra markmið flokkakerfisins, en á því byggir seinna markmið þess; að vera lærdómsvettvangur.
94
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
FLOKKURINN SEM LÆRDÓMSVETTVANGUR Um leið og unglingur heitir því að reyna að fylgja skátalögunum verður flokkurinn meira en bara vinahópur sem er gaman að umgangast. Hann verður líka lærdóms vettvangur sem stuðlar að persónulegum þroska unglingsins og býður honum að taka þátt í sameiginlegum verkefnum.
Námið í skátaflokknum mótar unglinginn Starfið í skátaflokknum beinist að því að kalla fram breytingu á hegðun, hvort sem það er á sviði: • þekkingar (skilningur og kunnátta), • leikni (geta unnið verk), • eða afstöðu (hæfni til að meta aðstæður). Það felst ekki eingöngu í að afla sér þekkingar – sem er í meginatriðum það sem gerist í skólastofu – heldur í vexti manneskjunnar innan frá, í öllum víddum persónuleikans: Greind, áhuga, viljastyrk, skapgerð, tilfinningum, samkennd og andlegum þroska. Það er uppeldi sem nálgast manneskjuna „sem heild“. Við lærum á mjög ólíkan hátt og því verður þessi innri vöxtur hluti af samfelldu ferli sem felst meðal annars í því að hlusta, fylgjast með, spyrja, framkvæma, rannsaka, hugsa, meta sjálfan sig og hjálpa öðrum að læra. Þar af leiðandi lærum við líka saman.
3 | Skátaflokkurinn
95
Skátaflokkar læra með reynslunámi Skátastarf er í meginatriðum reynslunám, bæði meðvitað og ómeðvitað og fer að mestu fram á þremur sviðum:
• Með sameiginlegri reynslu, með því að læra saman að sjá og túlka atburði, segja öðrum frá draumum sínum og sýna ákveðin gildi í verki, með því að vinna að settu ætlunarverki og einsetja sér að ljúka því að hluta til sameiginlega eða sem einstaklingar, myndar flokkurinn samfélag sem byggir á vináttu og starfar eftir gildum skátalaganna. • Með undirbúningi, framkvæmd og mati á verkefnum. Á þessu sviði er skátaflokkurinn eins og lítið fyrirtæki. Flokkurinn hugsar upp verkefni, skipuleggur, útvegar þá hæfi leika og tæknikunnáttu sem þarf til að ljúka því, útbýr og útvegar það efni sem til þarf, styður skátana við framkvæmd verksins, metur árangurinn og leiðir í ljós styrkleika, veikleika og mistök. Í flokknum eru mistök hluti af lærdómsferlinu. Þau gera engan að minni manni heldur eru fremur tækifæri til að sjá hvað hefði átt að gera á annan hátt. • Með þeirri samfelldu reynslu sem fæst með sameiginlegum verkefnum tileinka skátarnir sér hegðunina sem áfangamarkmið skátahreyfingarinnar stefna að, enda hafa þeir gert markmiðin að sínum með því að setja sér persónulegar áskoranir við þau. Þessi þáttur námsins byggist á markmiðum og skátarnir í flokknum sjá sjálfir um kennsluna þegar þeir hjálpa hver öðrum að þroskast, hvetja félaga sína til dáða og styrkja sjálfsmynd hvers og eins.
Mikilvægt er að þekkingin nýtist strax Sé flokksstarf innt af höndum í samræmi við alla þessa þætti lærast reglurnar samhliða flokksstarfinu og nýtast sem sjálfsagðar í vinnu og leik. Staðreyndir og upplýsingar sem maður lærir gleymast fljótt ef þær eru ekki notaðar til að leysa raunveruleg viðfangsefni. Námið í flokknum felst í því að tileinka sér þekkingu sem tengist tilteknu viðfangsefni og vera fær um að nýta þekkinguna þegar hennar er þörf. Ef foringi eða eldri og reyndari skáti hjálpar unglingum í fyrsta sinn sem þeir þurfa að elda í útilegu, aðstoðar þá og fylgist með þeim blanda saman ólíkum hráefnum, renna kennsla og nám saman í eina heild.
96
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Í skátaflokknum læra unglingarnir sem hópur með því að vinna hvert verkefnið af öðru Komið hefur fram að nám í skátaflokki sé að hluta meðvitað en að hluta ómeðvitað. Það stafar af því að hópnámið er síendurtekin hringrás í tengslum við verkefni og stöðugt flæði frá hinu hlutstæða til hins óhlutbundna og hinu verklega til hins huglæga.
Hlutbundnara
Sameiginleg skipulagning Sameiginleg ígrundun
Samstillt athöfn Sameiginlegur skilningur
Óhlutbundnara
Verklegra
Huglægara
• Með sameiginlegri ígrundun fylgjast skátarnir með eigin athöfnum og hugsun. Sameiginleg ígrundun hefst yfirleitt á mati á verkefni. Hvernig gekk það? Hvað hugsuðum við og hvernig leið okkur á meðan við unnum verkið? Hvaða kringumstæður höfðu áhrif á okkur? Hvað mistókst? Horfum við öðrum augum á aðstæður núna? Gekk vinnan betur en við bjuggumst við? Hvers vegna? Á þessu stigi koma fram mörg ólík viðhorf og málin eru metin frá ólíkum sjónarhornum, „þeir smámunasömu“ skera sig úr. Hvetja ber til sameiginlegrar ígrundunar þótt hún geti stundum virst fjarlæg eða jafnvel kjánaleg. Hún er nauðsynlegt skref í áttina að frumleika og nýsköpun. • Á afar eðlilegan, næstum ómerkjanlegan hátt víkur ígrundunin fyrir sameiginlegum skilningi á því sem gerðist, á tengingu og sambandi milli þess sem var gert og þess sem hefði verið hægt að gera. Hvaða leiðir ættum við að velja núna? Hvað höfum við lært? Hvað gætum við gert næst? Þá er rétti tíminn til að flokka hugmyndir, skerpa sýnina, finna mögulega valkosti og uppgötva hvað á saman. Á því stigi koma fram „þeir sem finna tengingar“ og hafa hæfileikann til að finna af hverju hlutirnir gerðust á tiltekinn hátt. • Næst kemur sameiginleg skipulagning. Þá eru ákvarðanir teknar á grundvelli möguleikanna sem varpað var fram á fyrra stigi. Einnig er framhaldið skipulagt í sameiningu. Þetta stig nær yfirleitt til breytinga á framkomu skátanna og hlutverkum þeirra. Í ákvarðanatöku felst að læra að greina á milli valkosta: „Þetta er það sem við ættum að gera og þetta er ástæðan fyrir því.“ Hér fá skátarnir sem eiga auðvelt með „hópvinnu“ að njóta sín. Fólk sem er frábært við að finna lausnir hefur gaman af að prófa sig áfram og brennur alltaf í skinninu að hefjast handa sem fyrst.
3 | Skátaflokkurinn
97
• Að lokum er komið að stigi samstilltra athafna þar sem hver og einn vinnur mismunandi verk sem beinast að sama markmiði, byggt á greiningunni sem fór fram á fyrri stigum. Á þessu stigi njóta „þeir hagsýnu“ sín best, sérfræðingar í að laga kenningu að veruleikanum; og ef þeir sjá að kenningin gengur ekki upp hafa þeir eðlislægan hæfileika til að framkvæma breytingar jafnharðan en það gerir þá ómissandi. Þegar verki eða verkefni er lokið fer ferlið strax aftur á ígrundunarstigið með spurningunni: Hvernig gekk framkvæmd verksins? – Þannig heldur hringrásin óendanlega áfram. Þeir ólíku hæfileikar sem við lýstum á öllum stigum þessarar hringrásar koma ekki endilega allir fyrir í sama skátaflokki. Hins vegar kallar stöðug notkun lærdómshringsins fram flestar gerðir þeirra hæfileika sem leynast innan flokksins og nýtir þá sem best. Ef þeir koma ekki allir fram sér flokksforinginn hvar veikleikana er að finna og sveitarforingjarnir hjálpa honum að bæta upp það sem á vantar. Séu allir þessir hæfileikar til staðar nær flokkurinn mjög góðum árangri en andrúmsloftið innan hans gæti virst einkennast af togstreitu. Flokksforinginn þarf að læra að stýra umræðum í hópi sem er mjög afkastamikill en erfitt er að stjórna. Stigin þegar skilningur á vandamáli er ræddur og sameiginleg skipulagning fer fram þroska getuna til að hugsa óhlutbundið. Slíkt er nauðsynlegt til að skátarnir öðlist þekkingu og geti lært af reynslunni. Samstilltar athafnir og sameiginleg ígrundun þroska getuna til að halda sig við efnið sem er mikilvægur þáttur í persónulegri lífsfyllingu. Sameiginleg skipulagning og samstilltar athafnir falla svo aftur undir athafnasviðið á meðan sameiginleg ígrundun og sameiginlegur skilningur teljast til hugsanasviðsins. Þannig gefst unglingunum færi á að skilja að öll verk í lífinu fylgja ósýnilegum þræði sem sífellt hreyfist á milli hugsunar og athafna, kenninga og framkvæmda.
Unglingar læra að læra Einn af kostunum við slíkt hringrásarnám er að ungl ingarnir læra næstum án þess að vita af því. Ef sveitarfor ingjarnir koma flokksforingjunum í skilning um að megin hlutverk þeirra sé að halda þessu „hjóli“ á hreyfingu verður ferlið hluti af lífsháttum unglinganna. Þegar unglingarnir uppgötva þessa hringrás eru þeir ekki eingöngu að meðtaka, heldur læra þeir líka að læra. Baden-Powell kallaði þetta „sjálfsnám“ og í dag er það stundum nefnt „meta-nám“ eða „nám um nám“. Fólk lærir stundum í námsefnismiðuðu kennslukerfi en námið er kyrrstætt og fólk heldur stundum að það hafi lært námsefnið í eitt skipti fyrir öll. Í ferlismiðuðu kerfi er námið aftur á móti virkt af því að fólk lærir að læra. Í síbreytilegum nútímaheimi þar sem hraði breytinga er það sem breytist einna mest kemur okkur að litlu gagni að byggja nám á ákveðnu námsefni einu saman vegna þess að það sem við lærum í dag getur orðið úrelt á morgun. Ef áhersla er aftur á móti lögð á ferlið sjálft í náminu erum við að læra að læra, að hafna því sem við lærðum og læra aftur, að vita hvernig við finnum eða sköpum námsefni og námstækifæri eftir þörfum.
98
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Þetta er það sem gerist innan skátaflokksins í námi eða það sem ætti að gerast ef við notum flokkakerfið rétt. Þetta ferli lærist ekki af því að hlusta á fyrirlestra. Það lærist með virkni, upplifun, samræðum og því að velta hlutunum fyrir sér; hugsa og ígrunda. Þess vegna er skátaflokkurinn ákjósanlegt lærdómsumhverfi. Til þess að árangursríkt nám geti átt sér stað þurfum við að skapa lærdómsvettvang.
Skátaaðferðin skapar lærdómsvettvang innan flokksins Lærdómsvettvangur er óáþreifanlegt en raunverulegt fyrirkomulag sem einkennir allt starfið í skátasveitinni, hefur áhrif á hegðun allra skátanna og auðveldar nám þeirra og þroska. Í dag vitum við að slíkur lærdómsvettvangur er til – alveg eins og þyngdarafl og loft- og hljóðbylgur – ekki af því að við sjáum hann heldur af því að við finnum áhrifin. Sem leiðbeinendur höfum við sjálf séð þegar vel tekst til á námskeiðum hvernig þessi lærdómssvið virka í raun. Við undirbúum vandlega uppröðun og skipulag í herberginu þar sem námskeiðið fer fram; tölvur, skjávarpa og flettitöflur fyrir kynningarnar, form samræðna og útvegum efni og áhöld þannig að allt gangi vel fyrir sig. Svo koma þátttakendur með sitt framlag til umræðunnar og mynda tengsl sem við hefðum aldrei skapað og ekki einu sinni komið til hugar. Allt í einu skiljum við að allir þessir þættir hafa skapað lærdómsvettvang sem gerir okkur að mörgu leyti óþörf. Á sama hátt eru rými skátaflokkanna okkar og skátasveitarinnar ekki auð heldur samofin úr ósýnilegum þráðum tengdra viðhorfa og umræðna sem skapa andrúmsloft sem mótar hegðun skátanna. Meðal þátta sem hafa áhrif hver á annan og mynda lærdómsvettvang eru: • Sýnilegur áhugi á persónulegum framförum allra unglinganna.
• Vilji til að hlusta. • Löngun til að prófa eitthvað nýtt.
• Umhverfi sem er laust við neikvæða gagnrýni, refsingar eða þvingunaraðgerðir.
• Að hvatt sé til skoðanaskipta.
• Hvatning til þátttöku, sköpunargleði og nýbreytni.
• Að skátaforingjarnir séu fúsir að læra.
• Frjálst streymi upplýsinga.
• Umburðarlyndi gagnvart námshraða hvers skáta fyrir sig.
• Spennandi og ögrandi viðfangsefni.
• Sveigjanleg stjórnun.
• Viðurkenning á framförum skátanna veitt á „réttum“ tíma.
• Fáar óbreytanlegar reglur.
• Endurtekin víxlverkun.
• Umburðarlyndi gagnvart sjálf sprottnum viðbrögðum og athöfnum.
3 | Skátaflokkurinn
99
Sköpun lærdómsvettvangs þýðir ekki að það þurfi að ræða hann eða halda kynningar til að útskýra hann. Það nægir að skapa aðstæður eins og nefndar voru hér að framan til þess að lærdómsvettvangurinn spretti upp af sjálfu sér. Allir flokksforingjar sem undirbúa útilegu vandlega, úthluta verkum, hvetja einstaka skáta til dáða, leggja fram spennandi verkefni, fá alla til að taka þátt í þeim og segja skoðanir sínar á yfirvegaðan og ábyrgan hátt. Þeir fylgja dagskrá og skapa fjölmargar aðrar aðstæður eins og nefndar voru að framan, komast allt í einu að því að „þetta gengur bara vel“, að unglingarnir virðast hafa breyst og taka stöðugum framförum. Án þess að þeir hafi gert sér grein fyrir því, eða vitað að umhverfið sem þeir hafa skapað með aðgerðum sínum heiti eitthvað sérstakt, hefur þeim samt tekist að búa til lærdómsvettvang.
Eitt meginverkefni skátaforingja – ekki síst sveitarforingja, flokksforingja og aðstoðarflokksforingja – er að skapa og viðhalda lærdómsvettvangi í skátastarfi. Ef lærdómsvettvanginn vantar verður flokkakerfið gagnslítið og flokkarnir breytast í eins konar rekstrareiningar innan skátasveitarinnar.
Skátaflokkurinn hvetur unglingana til þátttöku í nærsamfélaginu Undir því yfirskyni að unglingarnir séu á mótunarskeiði starfa margar skátasveitir og flokkar eingöngu inn á við, en við það einangrast þeir frá samfélaginu. Í fyrsta lagi er ekkert eitt mótunarskeið. Ævi okkar er miklu fremur langt og samfellt mótunarskeið og við hættum aldrei að læra. Í öðru lagi er það staðföst skoðun okkar að á skátauppeldið þurfi að reyna í stærra samhengi til þess að það komi að gagni. Nánasta umhverfi skátaflokks er nærsamfélagið, nánar tiltekið skátafélagið, skólinn, félagarnir, bærinn, hverfið, foreldrar og fjölskyldur ungl inganna. Skátarnir læra margt ef þeir eru opnir gagnvart þessu umhverfi, af því að slíkt samspil er eins konar „spegill“ sem varpar ljósi á hvað þeim hefur farið fram í persónulegum þroska. Auk þess veitir nærumhverfið gullið tækifæri til að sýna hjálpsemi. Mörg hverfasamtök og stofnanir uppgötva aldrei tilganginn með skátastarfi eða halda að skátarnir séu í sjálfu sér ágætir en komi öðrum að litlu gagni.
100
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Skátaflokkurinn hefur líka áhuga á samfélaginu í víðara samhengi Samfélagið í víðara samhengi hefst þar sem nærum hverfinu lýkur. Með samfélaginu í víðara samhengi er átt við borgina eða bæjarfélagið, sveitarfélagið, landið og heiminn. Í skátastarfi merkir það skátafélögin, BÍS og alheimsbandalag skáta; WOSM og WAGGGS. Í samtengdum og hnattrænum heimi, þar sem margt af því sem gerist innanlands er afleiðing viðburða í öðrum heimshlutum, getur skátaflokkurinn ekki lært einangraður frá öðrum. Hann þarf að fá að vita hvernig heimurinn virkar með öllum sínum samskipta netum, áhrifavöldum, vandamálum og þátttakendum. Ungt fólk hefur aðgang að enda lausum upplýsingum og notar netið markvisst. Unglingar þurfa að þroska með sér hæfi leika til að draga ályktanir og skilja ástæður sem búa að baki þessum upplýsingum og fréttum. Allur heimurinn er meira og minna tengdur. Hvernig getum við lifað á einum stað en ekki haft áhuga á því hvernig sá staður tengist öðrum? Ungt fólk er spurult og sú forvitni finnur sér farveg í skátastarfi. Við skulum ekki gleyma „áhuganum á að kanna ný svið“ og „lönguninni til að nema nýjar lendur“. Áhugi á samfélaginu í víðara samhengi eykst hröðum skrefum ef hvatt er til hans.
Flokkurinn getur verið fyrir annað kynið eða bæði Það hefur verið deilt um það hvort hver skáta flokkur fyrir sig eigi að vera blandaður eða bara fyrir annað kynið. Báðar fylkingarnar nota yfirleitt sömu rökin sem standa sjaldan á sérlega traustum grunni né byggja á viðhlítandi sjónarmiðum. Inn í deilurnar blandast næstum alltaf siðir, venjur, hefðir, ótti, tíska og uppeldis- og hugmynda fræðileg hugtök. Til að skýra þetta mál betur ætlum við að benda á nokkra þætti sem eru í samræmi við lífeðlisfræði legan þroska unglinga og flokkakerfið sem skáta aðferðin leggur til.
3 | Skátaflokkurinn
101
• Til að geta svarað spurningunni um hvort skátaflokkur eigi að vera blandaður eða ekki þarf fyrst að líta til náttúrulegrar samsetningar jafningjahópsins. Ef við stöndum fast á því að skátaflokkurinn sé lærdómsvettvangur upp að því marki sem það er virt að hann sé óformlegur hópur er fyrsta reglan afar skýr: Ef jafningjahópurinn sem verður að skátaflokki er blandaður verður skátaflokkurinn líka að vera það; og ef unglingarnir í óformlega hópnum eru allir af sama kyni verður flokkurinn að vera annað hvort fyrir stelpur eða stráka. Ef við eigum að vera sjálfum okkur samkvæm í röksemdafærslunni þarf ekki að ræða þetta mál frekar. • Sömu viðmið ætti að nota þegar nýir meðlimir ganga í flokkinn. Fyrst er ráðgast við flokksþingið um það hvort flokkurinn vilji halda áfram að vera fyrir annað kynið eða bæði eða vilji breyta núverandi ástandi. • Þegar þessu hefur verið komið á framfæri ættum við að spyrja okkur sjálf: Hver er náttúruleg tilhneiging ungmenna á þessum aldri? Á aldrinum 11 til 13 ára, „líffræðilegu“ stigi gelgjuskeiðsins, þegar ungmennin leita fremur inn á við og er brugðið yfir breytingunum á líkama sínum, er tilhneiging innan allra menningarheima að strákar hópi sig sér og stelpur myndi hópa saman. Það þýðir ekki að unglingarnir eigi ekki vini af báðum kynjum en líkurnar eru mestar á að í hópnum sem þeir telja „hópinn sinn“ séu jafnaldrar af sama kyni. • Frá 13 eða 14 ára aldri, allt eftir uppeldi og einstaklingsbundnum aðstæðum hvers og eins, fara ungmennin fyrr eða síðar aftur að eiga vini af báðum kynjum í nánustu vinahópum sínum þótt það sé að vísu ekki alveg með sömu formerkjum og í bernsku. Þegar undrunin á öllum líkamlegu breytingunum er liðin hjá, búið að sigrast á feimninni og tileinka sér breytingarnar er eðlilegt að áhugi á hinu kyninu geri vart við sig og þá koma næstum alltaf upp blendnar og ruglingslegar tilfinningar. • Þar sem aldursstig dróttskátanna er á milli 13 og 15 ára er ekki ólíklegt að unglingarnir eigi eða vilji eiga vini af báðum kynjum. Jafningjahópurinn er því oft blandaður – hvers vegna ætti skátaflokkurinn þá ekki einnig að vera blandaður? • Ef dróttskátaflokkurinn er jafnaldra er allt eins líklegt að unglingarnir vilji blandaðan hóp. Ef nýir meðlimir bætast í skátaflokkinn getur uppbygging hans breyst úr jafnaldraflokki yfir í aldursblandaðan eða öfugt. Þessi breyting gæti haft áhrif á kynjasamsetninguna. Flokkurinn gæti breyst úr því að vera stráka- eða stelpuflokkur yfir í blandaðan flokk eða öfugt. Það er engin ástæða til að standa í vegi fyrir slíkum sveigjanleika skátaflokksins, af því að hann endurspeglar áherslu skátahreyfingarinnar á að setja óformlega jafningjahópinn í öndvegi.
102
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Viðmið við ákvörðun um blandaða skátaflokka Eftir að hafa farið yfir rökin sem talin voru upp hér á undan og skilgreina hvar vandamál gætu komið upp er mælt með því að miða við eftirfarandi þegar tekið er á málinu:
• Leggið til að sveitarráðið hafi sveigjanlega stefnu, sé opið fyrir öllum möguleikum og forðist að gera einu sjónarmiði hærra undir höfði en öðru. Þetta þýðir að í sömu sveit geta samtímis verið stelpnaflokkar, strákaflokkar og blandaðir flokkar, allt eftir náttúrulegri samsetningu jafningjahópanna. Þetta þýðir einnig að ákveðinn skátaflokkur er ekki endilega eingöngu fyrir stráka eða stelpur eða blandaður um alla framtíð. Slíkt ræðst af því hvernig flokkurinn þróast með tímanum, breytingum á samsetningu hans og skapgerðareiginleikum skátanna. Skátasveit með blönduðum flokkum í stað flokka sem eru bara fyrir stráka eða stelpur krefst auðvitað annars konar færni af sveitarforingjunum. Foringjaflokkurinn verður að sjálfsögðu að vera blandaður, stjórnunarstíll verður ólíkur og það væri ráðlegt að láta foringja af sama kyni fylgjast með persónulegum framförum hvers unglings.
• Hreinskilni er þáttur í stefnumörkun skátasveitarinnar og því er gott ráð að bera málið upp á sveitarþingi. Eins og Baden-Powell orðaði það: „Spyrjið unglinginn.“ Það sem meira er, í fyrsta sinn sem möguleiki á blönduðum skátaflokkum er nefndur í sveit þar sem einungis er annað kynið eða í blandaðri sveit með stráka- og stelpuflokkum eða í umhverfi þar sem blandaðir hópar eru ekki viðtekin venja, er ráðlegt að fara ítarlega yfir málið með öllum sem eiga aðkomu að skátafélaginu; foreldrum, foringjaráði félagsins og félagsstjórn. Vönduð uppeldisumræða áður en málið er útkljáð gerir foreldrunum kleift að fylgjast með, veitir víðtækari skilning á uppeldisröksemdunum og kemur í veg fyrir misskilning. Líklegt má telja að víðtækari samstaða og betri stuðningur fáist við ákvörðunina síðar. Hvað sem öllu öðru líður ætti sveitarráðið að taka ákvörðunina, svo framarlega sem slíkt er mögulegt.
• Um leið og einhugur ríkir um sveigjanleika í samræmi við framangreind viðmið ætti að meta einstök mál í samræmi við þau viðmið. Í því felst að virða þá náttúrulegu samsetningu sem jafningjahópurinn hefur eða vill hafa. • Leitist við að tryggja að þótt bæði eða einungis annað kynið sé í hópnum spilli það ekki fyrir eðlilegum hreyfiöflum innan hans, raski innbyrðis vináttutengslum eða leiði til þess að hann verði síður lærdómsvettvangur. Ef skátaflokkur kemst ekki að samkomulagi um þetta mál og ágreiningurinn dregur úr samheldni þarf að skera úr um málið með umræðu á milli flokksins og sveitarráðsins. • Þegar blandaðir flokkar eða blandaðar sveitir með stráka- eða stelpuflokkum eiga í hlut þarf að hyggja vel að grunn kröfunum sem taldar eru upp fyrir blandaðar sveitir í 5. kafla.
3 | Skátaflokkurinn
103
Skátaflokkurinn starfar á grundvelli skátaaðferðarinnar og samskipti flokkanna fara fram innan skátasveitarinnar Þegar við skilgreindum skátaflokkinn sem lærdómsvettvang nefndum við tvo þætti sem hafa ekki enn verið greindir ítarlega. Sá fyrri er að flokkurinn er samfélag sem starfar á grundvelli skátaaðferðarinnar og sá seinni snýr að samskiptum flokkanna. Í kafla 4 eru allir þættir skátaaðferðarinnar greindir og sýnt hvernig þeir vinna saman í skátastarfinu. Í kafla 5 er skátasveitin hins vegar skoðuð, en þar fara samskipti skátaflokkanna fram.
104
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
4
kafli Lykilþættir skátaaðferðarinnar 3 | Skátaflokkurinn
105
Efnisyfirlit
LYKILÞÆTTIR SKÁTAAÐFERÐARINNAR • Skátaaðferðin er ómissandi hluti af uppeldiskerfi skátahreyfingarinnar • Í fyrsta lagi, fólkið: Skátarnir, fullorðnu foringjarnir og sambandið þeirra á milli • Í öðru lagi, það sem fólkið vill gera: Áfangamarkmiðin og verkefnin sem hjálpa til við að ná þeim • Í þriðja lagi, hvernig er markmiðunum náð: Aðrir þættir skátaaðferðarinnar
SVEITARSTARFIÐ • Sveitarstarfið mótast af því að beita skátaaðferðinni • Sveitarstarfið er það sem heldur í unglingana • Sveitarstarfið og flokksstarfið skapa lærdómsvettvang • Sveitarstarfið skapar lífsstíl og mótar siðferðisvitund • Það er undir foringjunum komið hverstu áhugavert og gefandi sveitarstarfið er
106
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
LYKLÞÆTTIR SKÁTAAÐFERÐARINNAR Skátaaðferðin er ómissandi hluti af uppeldiskerfi skátahreyfingarinnar Skátaaðferðina má skilgreina sem framfarakerfi er miðar að sjálfsmenntun. Hún er viðbót við og vinnur með fjölskyldunni, skólanum og margþættu frístunda starfi unglinga. Skátaaðferðin byggir á samhæfingu nokkurra þátta, lykilþættir hennar eru:
• Framfarakerfi markmiða og verkefna.
• Flokkakerfi.
• Stuðningur fullorðinna skátaforingja.
• Hjálpsemi sem leið til þroska.
• Reynslunám.
• Útilíf og náttúruvernd.
• Hollusta við skátalögin.
• Leikir sem námsaðferð.
• Táknræn umgjörð. Þó að hægt sé að nefna alla þessa afmörkuðu þætti er nauðsynlegt að skilja hvernig þeir tengjast og vinna saman til að átta sig á hvernig skátaaðferðin virkar í raun. Aðferðin er eins árangursrík og raun ber vitni vegna þess að þessir þættir eru sam ræmdir og í jafnvægi. Ef það vantar einhver hljóðfæri í sinfóníuhljómsveit, hljóð færin eru vanstillt eða sum of hávær, þá hljómar tónverkið aldrei rétt.
Oft eru afmarkaðir þættir skátaaðferðarinnar skoðaðir einir og sér og ekki í samhengi hver við annan, það kemur í veg fyrir að við sjáum heildarmyndina. Ef skátaaðferðinni er beitt á svo takmarkaðan hátt má gera ráð fyrir lökum árangri. Líkt og öll önnur kerfi er skátaaðferðin margþætt, en með því að skilja tengingarnar á milli ólíkra þátta hennar getum við sem foringjar áttað okkur á hvernig hún virkar í raun og beitt henni á árangursríkan hátt í störfum okkar.
4 | Lykilþættir skátaaðferðarinnar 3 | Skátaflokkurinn
107
Þessi mynd sýnir hvernig afmarkaðir þættir skátaaðferðarinnar mynda eina heild. Við getum greint hana í þrjá meginþætti sem vinna saman og hver með öðrum.
Í fyrsta lagi
Fólkið: Skátarnir, fullorðnu foringjarnir og sambandið þeirra á milli Efst á myndinni eru unglingarnir og neðst eru foringjarnir sem eru fullorðnir einstaklingar á mismundandi aldri. Örvarnar tákna gagnvirkt samband þeirra á milli. Þetta táknar:
• Lykilhlutverk og stöðu unglinganna. • Leiðandi og styðjandi hlutverk fullorðinna foringja. • Framlag skátanna til starfsins, hvort sem það kemur frá unglingnum eða flokknum í heild. • Gagnkvæmt lærdómssamband skátanna og fullorðnu foringjanna varðandi lærdóm og þroska.
108
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Í öðru lagi
Það sem fólkið vill gera: Áfangamarkmiðin og verkefnin sem hjálpa til við að ná þeim Á myndinni eru verkefnin vinstra megin og markmið unglinganna hægra megin, þau eru tengd saman með örvum sem sýna sambandið milli þeirra. Þetta táknar:
• Í flokknum og skátasveitinni fer allt starf fram með verkefnum sem leggja áherslu á uppgötvun í samræmi við áhersluna á reynslunám. • Unglingarnir eru beðnir um að setja sér áskoranir gagnvart áfangamarkmiðum sem eru svo samþykktar fyrir hvern einstakan skáta af flokknum og foringjanum sem fylgist með framförum þeirra. • Verkefnin veita unglingunum persónulega reynslu sem smátt og smátt gerir þeim kleift að ná markmiðum sínum, með hjálp og stuðningi flokksfélaga sinna og sveitarforingjans.
Í þriðja lagi
Hvernig er markmiðunum náð: Aðrir þættir skátaaðferðarinnar Í miðju myndarinnar mynda allir hinir hlutar aðferðarinnar hringrás tengdra þátta. • Skátalögin, gildi sem leggja okkur lífsreglurnar og eru sett fram á tungumáli sem unglingarnir skilja vel; og skátaheitið, valfrjálst og persónulegt loforð um að reyna að lifa samkvæmt skátalögunum. • Flokkakerfið, sem er skipulag óformlegrar jafningjafræðslu sem gerir flokkinn að lærdómssamfélagi. • Táknræna umgjörðin, sem er ævintýrið sem felst í því að kanna og nema ný svið og nýjar lendur í hópi jafningja. • Útilíf, í umhverfi þar sem árangursríkast er að framkvæma mörg verkefni flokksins og skátasveitarinnar. • Leikir, lærdómsvettvangur sem vekur áhuga unglinganna, auðveldar aðlögun þeirra að skátaflokknum, hjálpar þeim að uppgötva hæfileika sína og hvetur þá til ævintýra, könnunar og uppgötvana. • Hjálpsemi, sem lýsir sér í góðverkum einstaklinga og samanstendur af verkum og verkefnum sem tengja skátann og þá sem minna mega sín og gerir samfélagshjálp og viljann til að hjálpa öðrum að lífsstíl skátans.
4 | Lykilþættir skátaaðferðarinnar
109
SVEITARSTARFIÐ Sveitarstarfið mótast af því að beita skátaaðferðinni Helstu kostir þess að nota skátaaðferðina í heild sinni eru að það skapast sérstakar aðstæður í sveitinni og flokkunum, sérstakt andrúmsloft sem við köllum sveitarstarf, en má líka einfaldlega kalla skátastarf. Þetta sérstaka andrúmsloft kemur til af mörgum ástæðum:
• Fjölbreytilegri upplifun skátanna af flokkastarfi.
• Tilgangnum sem táknræna umgjörðin skapar.
• Vinalegu viðmóti foringjanna.
• Aðdráttarafli útilífsins.
• Heillandi verkefnum.
• Ánægjunni af því að hjálpa öðrum.
• Ögrandi áskorunum gagnvart áfangamarkmiðum.
• Lýðræðislegum ákvarðanatökum.
• Gildum skátalaganna og þeim sjálfsprottnu reglum sem stjórna sameiginlegu starfi skátanna.
• Tilfinningunni að tilheyra hópi. • Merkingu hátíða og athafna. • Leikjum og söngvum.
• Loforðinu sem felst í skátaheitinu. Í stuttu máli, öllu því sem gerist við það að beita skátaaðferðinni á samhæfðan hátt.
Sveitarstarfið er það sem heldur í unglingana Sveitarstarfið er það sem gerir skátastarf heillandi í augum unglinganna. Andrúmsloftið er svo magnað að hver sá sem kemur í skátasveitina áttar sig strax á því að hann er í öðruvísi umhverfi sem er þess virði að njóta sem best. Upplifun þessarar stemmingar, sem við köllum stundum „skátaanda“ er ástæða þess að skátarnir vilja halda áfram að taka þátt í starfinu. Innihaldsríkt flokks- og sveitarstarf gerir það að verkum að unglingar taka skátastarfið gjarnan fram yfir alla aðra valkosti í félagsstarfi. Ef sveitarstarfið er gefandi blómstrar flokkakerfið og unglingarnir fá tækifæri til að njóta sín með vinum sínum í öflugu starfi skátaflokkanna. Það mun ekki hvarfla að þeim að hætta í skátastarfi.
110
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Sveitarstarfið og flokksstarfið skapa lærdómsvettvang Það er ekki hægt að ná áfangamarkmiðunum með verkefnum einum og sér, þeim er aðeins hægt að ná með því að beita öllum þáttum skátaaðferðarinnar. Þannig að þegar fjallað er um nám í flokkunum má halda því fram að vettvangur skátasveitarinnar sé ekki innan tómur, heldur sé hann vafinn ósýnilegum þræði lærdómsríkra athafna og samtala. Þessi lærdómsvettvangur er hluti af sveitarstarfinu og sameinar alla þætti skátaaðferðarinnar.
Lærdómsvettvangurinn stuðlar að reynslunámi, þ.e. óformlegu námi án kennslustunda og fyrirlestra, utanbókarlærdóms eða einkunnagjafa, verðlauna og refsinga, án valda píramída eða ráðríkra einstaklinga en með vinalegri þátttöku fullorðinna foringja sem taka þátt í þroskaferli unglinganna.
Sveitarstarfið skapar lífsstíl og mótar siðferðisvitund Auk þess að búa yfir hlýlegu og virku andrúmslofti, sem gerir unglingum kleift að svala áhuga sínum og löngunum til að kanna ný svið og nema nýjar lendur á ævintýralegan hátt, þá hjálpar sveitarstarfið þeim að byggja upp sinn eigin persónuleika í hópi vina sem eiga sér svipaða drauma og langanir. Það er gert undir eftirliti fullorðinna foringja sem sýna fordæmi á grunni þeirra gilda sem einkenna skátastarfið. Í þessu andrúmslofti þróa unglingarnir með sér siðferðisvitund og skapa sér persónubundið gildismat. Siðferðisvitund er einstakur mannlegur hæfileiki. Hún gerir unglingunum kleift að þekkja muninn á góðu og illu, réttu og röngu og greina þær reglur og þau gildi sem stjórna hegðun þeirra. Á sama tíma læra þeir smám saman að meta ólík gildi og ómeðvitað koma þeir sér upp gildismati sem hefur áhrif á lífsáform þeirra. Afkastageta er til dæmis mjög gagnlegt gildi tæknilega séð en er ekki í sama flokki og rétturinn á sann gjörnum launum sem myndar siðfræðilega skyldu, eða virðingu fyrir lífinu, sem er sértækt gildi. Við megum ekki gleyma því að gæði uppeldis og menntunar eru metin eftir verðleikum, dýpt og umfangi gildanna sem unglingarnir hafa hrifist af, viðurkennt og ákveðið að lifa eftir.
4 | Lykilþættir skátaaðferðarinnar
111
Það sem er einstakt við skátastarfið í uppeldisfræðilegum skilningi er að unglingarnir aðhyllast gildi þess um leið og þeir taka þátt í raunverulegu ferli þar sem þeir eru í lykilhlutverki. Umlukt þessu andrúmslofti lifa unglingarnir eftir gildunum og auka vitund sína án þess að ætla sér það sérstaklega. Þetta er miklu meira en vitsmunaleg eða tilfinningaleg virkni, þetta er lífsstíll sem þeir aðlagast og tileinka sér. Lífsstíll sem mun hafa áhrif á persónuleika þeirra um alla framtíð.
Það er undir sveitarforingjunum komið hversu áhugavert og gefandi skátastarfið er Það hefur komið fram að þetta sérstaka andrúmsloft sem mótar skátastarfið er tilkomið vegna þess að skátaaðferðinni er beitt í heild sinni í starfi sveitarinnar. Í þessari handbók fyrir sveitarforingja er sjaldan rætt um skátafélög eða félagsdeildir. Ástæðan er sú að grunneiningar skátastarfs eru skátaflokkurinn og skátasveitin. Gagnvart hverjum einstökum skáta skipta þær mestu máli. Það er svo skipulagsatriði, sem leyst er á marga mismunandi vegu, hvernig skátasveitir skipast í skátafélög. Það getur farið eftir stærð viðkomandi sveitarfélags og fjölda skátafélaga í stórum sveitarfélögum.
Eins og kynnt er í 7. kafla, er það verkefni sveitarforingjanna að beita skátaaðferðinni og ganga úr skugga um að sveitarstarfið verði í anda markmiða skátahreyfingarinnar. Gæði og fjölbreytileiki skátastarfsins eru ein mikilvægustu ábyrgðarhlutverk sveitarforingjanna.
112
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
5
kafli SKร TASVEITIN
5 | Skรกtasveitin
113
Efnisyfirlit
Eiginleikar skátasveitarinnar
Uppbygging skátasveitarinnar
• Skátasveitin styður og styrkir flokkakerfið
• Auk skátaflokkanna starfa í sveitinni þrjár aðrar skipulagseiningar
• Skátasveitin stendur vörð um markmið skátahreyfingarinnar
• Sveitarþingið setur grunnreglur og ákveður markmið og verkefni sveitarinnar
• Skátasveitin er samfélag sem stefnir fram á við í átt að sameiginlegri framtíðarsýn • Skátasveitin er vettvangur þar sem flokkarnir hafa áhrif hverjir á aðra • Kjörstærð skátasveitar er fjórir flokkar og um 28 unglingar
• Sveitarráðið skipuleggur starfið og stýrir þjálfun • Foringjaflokkurinn veitir uppeldisfræðilega leiðsögn og stuðning. Hann metur starf sveitarinnar og framfarir skátanna
• Unglingar á aldrinum 13-15 ára þroskast mishratt • Skátasveitir geta bæði verið blandaðar og kynjaskiptar
Ytri einkenni skátasveita og skátastarfs • Orðið skáti • Nafn skátasveitarinnar • Skátabúningurinn • Skátaklúturinn • Skátaliljan og smárinn • Merkin • Skátakveðjurnar • Sveitarbókin eða fundargerðarbók sveitarinnar
114
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
EIGINLEIKAR SKÁTASVEITARINNAR Skátasveitin styður og styrkir flokkakerfið Skátaaðferðin er uppeldisfræðileg nálgun sem leggur áherslu á að treysta unglingunum og efla sjálfstraust þeirra með sjálfsnámi. Hjá dróttskátum er traustið innsiglað með því að nota flokkakerfið, en það er hvetjandi og leiðir til þess að jafningjahópurinn verður sjálfkrafa lærdómssamfélag. Af hverju þurfum við skátasveit ef flokkarnir geta starfað einir og sér?
• Vegna þess að flokkar þurfa á lágmarks skipulagsramma að halda til að uppfylla tvíþætt hlutverk sitt, annars vegar sem hópur jafningja og hins vegar sem lærdómssamfélag. • Vegna þess að flokkar þurfa vettvang þar sem þeir geta haft áhrif hver á annan, gegnt hlutverki fyrirmynda og metið sína eigin frammistöðu. • Vegna þess að foringjar lítilla hópa þurfa á lærdómssamfélagi að halda þar sem þeir geta lært leiðtogafærni. • Vegna þess að flokkarnir þarfnast umhverfis þar sem hægt er að fá hvatningu frá fullorðnum, án þess þó að foringjarnir skipti sér beint af starfinu innan flokkanna. • Vegna þess að flokkarnir þurfa öruggt starfsumhverfi þar sem þeir geta athafnað sig. Þannig er dregið úr mögulegri áhættu kerfisins. Helsta hlutverk skátasveitanna er að hafa umsjón með og styrkja flokkakerfið og styðja frjálsræði og sjálfstæði skátaflokkanna. Flokkurinn er lærdómssamfélagið og skátasveitin er stuðningskerfi hans.
Foringjar skátasveitarinnar verða að vera meðvitaðir um ábyrgð sína en gæta þess um leið að ganga ekki of langt í hlutverki sínu sem stuðningsaðilar. Skátasveitin má ekki taka yfir starfssvið flokksins eða skapa aðstæður sem hefta, takmarka eða draga úr sjálfstæði hans með beinum eða óbeinum hætti.
5 | Skátasveitin
115
Skátasveitin stendur vörð um markmið skátahreyfingarinnar Markmið skátahreyfingarinnar er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Það er hinn raunverulegi tilgangur skátastarfsins. Markmiðið er sameiginlegt skátahreyfingunni um allan heim og er samofið uppeldishlutverki skátastarfsins.
Á heimsráðstefnu skáta sem haldin var í Durban, Suður– Afríku í júlí 1999 voru markmið skátahreyfingarinnar staðfest. Þau eru að stuðla að uppeldi barna, unglinga og ungs fólks með notkun gilda sem byggð eru á þeim andlegu, félagslegu og einstaklingsmiðuðu undirstöð uatriðum sem felast í skátaheitinu og skátalögunum. Auk þess eiga þau að stuðla að myndun betri heims þar sem einstaklingar eru sjálfum sér nægir og hafa upp byggilegt hlutverk í samfélaginu. Markmiðinu er náð með notkun skátaaðferðarinnar en hún gerir hvern og einn einstakling ábyrgan fyrir eigin þroska í átt að sjálfstæðri, virkri og ábyrgri manneskju. Hvert er hlutverk skátasveitarinnar með tilliti til þessara markmiða?
• Allir sem taka þátt í skátastarfi, hvar sem er í heiminum eru tengdir hverjir öðrum og stefna að sama markmiði. Unglingar á aldrinum 13-15 ára upplifa líka þessi tengsl í starfi sínu í skátasveitunum. Skátasveitin ber ábyrgð á að beita öllum þáttum skátaaðferðarinnar á samræmdan hátt, með öðrum orðum að tryggja að unglingarnir upplifi það sem við köllum skátastarf. Markmið hreyfingarinnar lita líka starf skátaflokkanna, en þar eru það ekki unglingarnir sem bera ábyrgðina á því að halda réttri stefnu. Þeir heillast fyrst og fremst af því ævintýri sem felst í að kanna ný svið og nema nýjar lendur með vinahópnum, eins og fjallað var um í fyrsta og öðrum kafla. Það væri eiginlega bara skrýtið ef þeir hefðu gerst skátar „til þess að mennta sig”. Unglingarnir læra með því að taka þátt í skátastarfi, en skátasveitin ber ábyrgð á að starfið sé í takt við markmið hreyfingarinnar og leggur áherslu á tvö grundvallaratriði: • Merkingu alls þess sem gert er (að stuðla að uppeldi og þroska ungmenna til að hjálpa þeim að bæta heiminn). • Aðferðunum sem stuðst er við (að beita skátaaðferðinni, sem gerir ungmennin ábyrg fyrir eigin þroska).
116
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Skátasveitin er samfélag sem stefnir fram á við í átt að sameiginlegri framtíðarsýn Framtíðarsýn er svarið við spurningunni „Hvert stefnum við?“. Hún er sýn skátasveitarinnar á eigin framtíð. Framtíðarsýnin er vanalega sett fram í einu eða fleiri árlegum markmiðum sem sveitin leggur til að verði sett inn á áætlun viðkomandi skátafélags.
Framtíðarsýn samanstendur af tillögum eins og „í ár munum við útbúa fundarherbergi eða sér-funda aðstöðu fyrir alla flokka“; „hlutfall þeirra sem hætta í skátunum verði að hámarki 10%“; „við munum gista 16 nætur í útilegum og vera betur undirbúin fyrir ferðir og útivist“; „við munum taka þátt í öllum skátamótum sem BÍS eða skátafélögin bjóða upp á fyrir dróttskáta“; „stjórnendur sveitarfélagsins okkar munu líta á skátastarf sem eitt besta æskulýðsstarfið fyrir unglingana“; „í lok árs hefur fjölgað um tvo í foringjaflokknum og um 20% í sveitinni”, „Dróttskátabækurnar verða notaðar af öllum skátunum í sveitinni“ og svo framvegis. Framtíðarsýnin byggir á stöðu og styrk sveitarinnar, framtíðarvonum og skilning skátanna á möguleikum þeirra til að koma þeim í framkvæmd. Deila þarf framtíðarsýninni með öðrum, þannig er líklegra að hún rætist. Mikilvægt er að öllum, bæði unglingum og fullorðnum, finnist þessi sýn bæði raunhæf og eftirsóknarverð. Framtíðarsýn sem kynnt hefur verið er meira en bara hugmynd. Hún er áhrifamikið og drífandi afl sem býr í brjósti allra skáta sveitarinnar. Hún getur vaxið úr hugmynd í veru leika ef hún er nógu sannfærandi til að allir vilji styðja hana. Þá er hún ekki lengur óljós hugmynd heldur bæði áþreifanleg og sýnileg. Hún veitir sveitinni innblástur með sam eiginlegri sýn skátanna og hversu mismunandi sem verkefni flokkanna kunna að vera gefur hún þeim fótfestu í því sem þeir taka sér fyrir hendur.
5 | Skátasveitin
117
Skátasveitin er vettvangur þar sem flokkarnir hafa áhrif hverjir á aðra Þegar fjallað var um skátaflokkinn í 3. kafla, var sagt frá því að hann hefði gagnkvæm áhrif á aðra flokka. Skátasveitin er vettvangurinn þar sem flokkarnir verða fyrir áhrifum hver frá öðrum. Það gerist sjálfkrafa á öllum sviðum sveitarstarfsins, en þó sérstaklega við eftirfarandi aðstæður:
• Í valverkefnum sem eru sameiginleg fyrir alla sveitina. Þau eru annars vegar unnin þegar allir flokkarnir ákveða að vinna að samskonar verkefnum á sama tíma eða þegar þeir takast á við sérstök viðfangsefni innan sameiginlegs sveitarverkefnis. Sameiginleg sveitarverkefni ættu að vera það sérstök að þau trufli ekki verkefni flokkanna, en þau ættu alltaf að hafa forgang. • Í verkefnaröð (project) þar sem flokkarnir taka að sér mismunandi viðfangsefni í samfellu verkefna sem saman mynda stærri heild. • Í útilegum, í leikjum, við varðelda, í keppnum og öðrum hefðbundnum verkefnum sveitarinnar þar sem flokkarnir takast á hendur mismunandi ábyrgð. • Í sveitarráðinu sem ber ábyrgð á að samræma mismunandi áherslur og hagsmuni flokkanna en þar eru flokksforingjar og aðstoðarflokksforingjar fulltrúar hvers flokks. • Á sveitarþinginu þar sem allir skátar allra flokka hafa rétt til að tjá sig, hafa skoðanir og taka þátt í ákvarðanatöku. Þessi samskipti gera flokkunum kleift að:
• Læra hverjir af öðrum. • Meta frammistöðu sína og reyna að gera betur. • Upplifa kosti samvinnu, samstöðu og hópvinnu. • Taka þátt í lýðræði, taka ákvarðanir, bera ábyrgð á niðurstöðunum og virða skoðun meirihlutans. • Þjálfa félagslega færni í öruggu umhverfi með fyrirfram ákveðnum mörkum, þar sem skátarnir geta reynt á hæfileika sína og gert mistök án óþarfa áhættu eða afleiðinga sem ekki eru afturkræfar.
118
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Kjörstærð skátasveitar er 4 flokkar og um 28 unglingar Reynslan hefur sýnt að þrír til fimm flokkar í sveit er hagstæðasta fyrirkomulagið. Með því móti gefast góð tækifæri til samstarfs og samskipta jafningja og sameigin legu verkefnin verða áhugaverðari. Í sveit þar sem aðeins eru tveir flokkar eru gagn kvæm áhrif í lágmarki og sameiginleg verkefni ekki eins spennandi. Ef flokkarnir eru hins vegar fleiri en fimm þyngir það allt skipulag. Það minnkar möguleika á persónu legum stuðningi sveitarforingjanna við flokksforingjana, aðstoðarflokksforingjana og unglingana sem sveitarforingjarnir hafa umsjón með.
Miðað við ráðlagðan fjölda skáta í flokki, væri best að sveit með fjóra flokka hefði 20-32 skáta. Þessi fjöldi er þó ekki það mikilvægasta heldur að flokkarnir séu samsettir af jafningjum. Nauðsynlegt er að flokkarnir séu myndaðir af vinahópum óháð því hversu stórir þeir eru. Ekki er gott að veita fleiri flokkum inngöngu í sveitina en hún ræður við að sinna með góðu móti miðað við fjölda tiltækra foringja sem eru bæði fullorðnir og þjálfaðir til starfsins. Það er óráðlegt að mynda risastórar skátasveitir. Slíkar sveitir líta út fyrir að vera öflugar og geta teflt fram stórum hópi skáta, en þær hafa sjaldnast möguleika á einstaklingsmiðuðu starfi. Ef sveitin hefur fleiri en fimm flokka er sennilega best að mynda tvær sveitir, hvora með þremur flokkum en það fer þó eftir aðstöðu, aðstæðum og eiginleikum skátasveitarinnar. Uppskiptin munu augljóslega skapa þörf fyrir fleiri sveitarforingja til að geta sinnt hverjum skáta persónulega.
Unglingar á aldrinum 13–15 ára þroskast mishratt Dróttskátasveitin samanstendur af skátaflokkum unglinga á aldrinum 13-15 ára. Aldursmörkin eru þó ekki algild þar sem hver unglingur hefur sinn eigin þroskahraða. Ætti því að fara meira eftir þroska einstaklingsins en aldri hvenær hann gengur í skátaflokkinn, hversu lengi hann er í honum og hvenær hann færist á milli aldursstiga. Það er metið í hverju tilfelli fyrir sig af unglingnum sjálfum með hjálp flokksins og sveitarforingjans sem fylgist með framförum hans og þroska.
Þetta þýðir að unglingar eru ekki endilega tilbúnir að ganga upp í rekkaskátana um leið og þeir verða 16 ára. Þeir geta verið tilbúnir nokkrum mánuðum fyrr eða nokkrum mánuðum síðar. Unglingar yngri en 15 ára ættu þó ekki nema í undantekningartilvikum að fá að ganga upp í rekkaskátassveit þar sem að verkefni og aðferðir sem þar eru notaðar henta þeim sennilega ekki.
5 | Skátasveitin
119
Í hverju tilfelli þarf að huga vel að þroska unglingsins við inngöngu og taka tillit til vina sambanda og því hvernig viðtökur hann fær frá hinum skátunum í flokknum eða sveitinni. Á sama hátt þurfa unglingar ekki að yfirgefa flokkinn á sextán ára afmælisdaginn sinn, heldur þegar þeir fara að hafa áhuga á og láta sig varða málefni sem eiga betur við á næsta aldursstigi. Án þess að vita af því sjálfir gefa unglingar vísbendingar um að þeir séu tilbúnir og hafi áhuga á að komast á næsta aldursstig og sveitarforingjarnir verða að læra að taka eftir slíkum vísbendingum.
Skátasveitir geta bæði verið blandaðar og kynjaskiptar Fjallað hefur verið um það hér að framan að í sumum tilfellum geti flokkar verið bland aðir báðum kynjum. Það er þó háð einkennum hvers jafningjahóps fyrir sig, aldri skát anna, hversu fljótir þeir eru að vingast við skáta af hinu kyninu og uppeldi þeirra. Það hefur einnig komið fram að hvort sem flokkar eru kynjaskiptir eða blandaðir má ekki láta það trufla eðlilega virkni jafningjahópsins, hafa áhrif á innri samstöðu flokksins eða bitna á honum sem lærdómssamfélagi. Rétt eins og flokkurinn getur skátasveitin líka verið blönd uð. Hún getur verið samsett af kynjaskiptum og/eða blönduðum flokkum. Ákvörðun um samsetningu sveitar innar er tekin af sveitarráði og hverjum skátaflokki fyrir sig á grundvelli hefða og reynslu, uppeldislegra aðstæðna og hefða skátafélagsins. Það þarf að uppfylla ýmis grundvallaratriði til að hægt sé að halda úti blandaðri skátasveit:
• Koma þarf eins fram við alla flokkana. Þeir hafa sömu réttindi og skyldur, sama hvernig þeir eru samsettir og ekki má mismuna þeim á nokkurn hátt. Verkefni sveitarinnar mega ekki ýta undir staðalímyndir kynjanna eins og þær birtast oft í samfélaginu. Ekki skal gera neinn greinarmun á verkefnum fyrir stelpur og stráka. Ferlið við að velja verkefni fyrir næsta dagskrárhring hjálpar til við að sporna gegn slíkri mismunun kynjanna þar sem það býður hverjum flokki upp á sjálfstætt verkefnaval. • Sveitin ætti að bæta vitund um kynjamun inn í uppeldisáætlun sína og leggja áherslu á þá möguleika sem það býður upp á að vera karl eða kona. • Sveitarstarfið ætti að tryggja það að kynin viðurkenni og þekki hvort annað og virði vináttu hvors annars. Samstarf og samvinna flokkanna ætti að stuðla að því að kynin bæti hvort annað upp. • Foringjaflokkurinn þarf að vera blandaður og það er ráðlegt að foringi af sama kyni hafi umsjón með vinnu hvers skáta að áfangamarkmiðum. Það gerir unglingunum bæði kleift að fylgjast með og læra af samvinnunni sem þau sjá hjá blandaða foringjaflokknum og að samsama sig fyrirmyndum af sama kyni.
120
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
UPPBYGGING SKÁTASVEITARINNAR Auk skátaflokkanna starfa í sveitinni þrjár aðrar skipulagseiningar Þær eru hluti af sveitinni og virka sem stuðningskerfi fyrir flokkakerfið. Þær eru hvorki í ákveðinni virðingarröð né valdapíramída.
• Sveitarþing • Sveitarráð • Foringjaflokkur
Flokkur Flokkur
Foringjaflokkur Sveitarráð
Flokkur
Sveitarþing Flokkur Eins og sýnt er á myndinni, eru þessar einingar sporbrautir flokkakerfisins, hver um sig sinnir afmörkuðu stuðningshlutverki án þess þó að trufla starf flokkanna.
5 | Skátasveitin
121
Sveitarþingið setur grunnreglur og ákveður markmið og verkefni sveitarinnar Allir skátar sveitarinnar taka þátt í sveitarþinginu. Hver skáti tekur þátt í þinginu sem einstaklingur en ekki sem fulltrúi flokks síns. Sveitarþingið fundar að minnsta kosti tvisvar í hverjum dagskrárhring eða oftar ef aðstæður koma upp sem þarfnast þing fundar. Þingfundum er stjórnað af unglingi sem kosinn er til verksins við upphaf þing fundar. Sveitarforingjar taka þátt í sveitarþingum þó að þeir hafi ekki kosningarétt. Sveitarþingið setur reglur um starfsemi sveitarinnar. Þar sem reglurnar snerta alla skátana fá þeir allir að segja álit sitt á þeim og taka þátt í ákvarðanatökunni. Þingið hefur líka hlutverki að gegna þegar kemur að öðrum málefnum sem snerta alla sveitina:
• Það tekur ákvörðun um árleg markmið sveitarinnar eins og þau koma fram í áætlun sveitarinnar. Með öðrum orðum, það skapar framtíðarsýnina. • Það ákveður sameiginleg verkefni sem framkvæma á í hverjum dagskrárhring og samþykkir sveitaráætlunina þegar hún hefur verið sett upp af sveitarráðinu.
Sveitarráðið skipuleggur starfið og stýrir þjálfun Ráðið er samsett af flokksforingjum allra flokka, aðstoðarflokksforingjum og foringjaflokki sveitarinnar. Sveitarráðið fundar að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Því er stjórnað af sveitarforingjanum þó að aðstoðarsveitarforingjarnir geti skipst á að stjórna fundum þess að hluta eða öllu leyti og fái þannig tækifæri til þjálfunar í hlutverki stjórnandans.
Sveitarráðið hefur tvíþætt hlutverk: Annars vegar að stjórna og hins vegar að sjá um þjálfun fyrir flokksforingja og aðstoðarflokksforingja. Með aðild fulltrúa sinna í ráðinu taka allir flokkarnir þátt í ákvarðanatöku um sameiginleg verkefni. Til þess að þetta fyrirkomulag skili árangri þurfa skátarnir í flokkunum að vita fyrirfram um þau viðfangsefni sem taka á fyrir á sveitarráðsfundi svo þeir geti látið skoðanir sínar og flokksins síns í ljós. Allir skátarnir í sveitinni sýna einhug um þá ákvörðun sem tekin er hver svo sem þeirra persónulega skoðun kann að vera.
122 122
Sveitarráðið stýrir samhæfingu viðburða og verkefna sveitarinnar og hefur því góða yfirsýn yfir samskipti og samvinnu flokkanna.
HHaannddbbóókk sveitarforingja sveitarforingja dróttskáta dróttskáta
Skipulagsverkefni sveitarráðsins felast í því:
• Að undirbúa greiningu á stöðu sveitarinnar, að setja dagskráráherslur fyrir hvern dagskrárhring og sjá um forval verkefnatillagna fyrir sveitina. • Að setja verkefnin sem sveitarþingið hefur valið fyrir sveitina inn í sveitaráætlunina og hjálpa til við að skipuleggja þau og undirbúa. • Að meta verkefnin sem unnin eru í hverjum dagskrárhring og skapa forsendur til að leggja mat á persónulegar framfarir unglinganna. • Að finna aðferð og tíma til afhendingar dróttskátamerkjanna sem unglingarnir fá samkvæmt tillögum umsjónarforingjanna. • Að finna og fylgja eftir lausnum á því hvernig best er að fjármagna dagskrá sveitarinnar. • Að styðja flokkana í starfi þeirra og við inntöku nýliða og kosningu flokksforingja og aðstoðarflokksforingja. • Að undirbúa og standa fyrir aðgerðum til að fá nýja flokka í sveitina þegar þess gerist þörf. • Að ákveða, í samvinnu við félagsstjórn, foringjaráð félagsins, sveitarþingið eða aðra hópa eftir því sem við á, hvort sveitin og/eða flokkarnir ættu að vera blandaðir eða kynjaskiptir – án fordóma eins og útskýrt var í 3. kafla. Sveitarráðið stýrir þjálfun innan sveitarinnar og þarf því:
• Að sýna fordæmi í að starfa eftir skátaheitinu og skátalögunum. • Að þjálfa flokksforingja og aðstoðarflokksforingja svo þeir séu færir um að sinna skyldum sínum. Það er nauðsynlegt svo flokkakerfið virki almennilega. Það ætti að hafa í huga að sveitarforingjarnir virka eins og óbeinir leiðbeinendur, næstum alltaf í gegnum flokksforingja og aðstoðarflokksforingja. „Skátaforinginn vinnur í gegnum flokksforingjann.“ (Baden- Powell, Aids to Scoutmastership, 1919) • Að sjá fyrir sérstakri þjálfun, aðstoð og ítarefni um ákveðin verkefni með aðstoð foringjanna í sveitarráðinu eða þriðja aðila. • Að útvega sérkunnáttu-leiðbeinendur fyrir sérkunnáttuverkefni sem einstakir skátar velja sér að vinna að og veita leiðbeinendunum upplýsingar og leiðbeiningar um hlutverk sitt. • Að taka á móti nýliðum og skipuleggja nýliðatímabil fyrir þá. • Að ákveða viðurkenningar eða leiðréttandi viðbrögð við hegðun skátanna þegar það er nauðsynlegt eða viðeigandi.
5 | Skátasveitin
123
Foringjaflokkurinn veitir uppeldisfræðilega leiðsögn og stuðning. Hann metur starf sveitarinnar og framfarir skátanna Æskilegt er að foringjaflokkur sveitarinnar samanstandi af einum sveitarforingja fyrir hvern skátaflokk eða hverja 8-10 skáta í sveitinni. Fjögurra flokka sveit þarf því fjóra fullorðna foringja, einn sveitarforingja og þrjá aðstoðarsveitarforingja. Foringjaflokkurinn hittist að jafnaði viku- til hálfsmánaðarlega og er stjórnað af sveitarforingjanum. Það er mikilvægt að starfið í foringjaflokknum sé skemmtilegt og gefandi. Félagslegri þörf sveitarfor ingjanna innan jafningjahóps þarf að sinna til þess að sveitarforingjastarfið verði áhugavert. Foringjastörfin með unglingunum verða þá ánægjulegur afrakstur vandaðrar undirbúningsvinnu, nokkurs konar uppskeruhátíðir.
Almennt má segja að sveitarforingjarnir séu í hlutverki óbeinna leiðbeinenda um uppeldi og menntun, annað hvort sem hópur eða einstaklingar, með því: • Að skapa aðstæður fyrir sveitarstarfið. • Vekja athygli á meginmarkmiðum skátahreyfingarinnar og framtíðarsýn sveitarinnar. • Að ganga úr skugga um að allir þættir skátaaðferðarinnar séu nýttir í sveitarstarfinu og skapa skilyrði fyrir lærdómsvettvang í flokkunum. • Að undirbúa bakgrunnsupplýsingar fyrir fundi sveitarþings og sveitarráðs og gæta þess að þar séu teknar ákvarðanir sem hæfa þroska unglinganna í skátasveitinni • .Að bera ábyrgð á því að fylgjast með og meta framfarir hvers einstaks skáta eins og fjallað verður um í kafla 11. • Að undirbúa og halda foreldrafundi til að kynna starf sveitarinnar, framtíðarsýn hennar, markmið skátahreyfingarinnar og hlutverk foreldra í uppeldisstarfi skátasveitarinnar. Sveitarforingjarnir skipta á milli sín verkum eftir persónuleika, reynslu, þekkingu og aðstæðum hvers og eins. Það er ráðlegt að sýna sveigjanleika við úthlutun verka frekar en að styðjast við fasta verkaskiptingu. Í kafla 7 er fjallað nánar um ábyrgð sveitarforingja í hlutverki uppeldisleiðbeinenda.
124
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Eitt helsta vandamál allra skátasveita er að finna nógu marga hæfa fullorðna foringja. Stundum finnum við þá ekki vegna þess að við leitum innan of þröngs hrings. Það er gott að víkka sjóndeildarhringinn og leita á nýjum stöðum, til dæmis meðal:
• Vina, samstarfsmanna og ættingja þeirra sem eru í foringjaflokknum. Þeir gætu haft áhuga á skátastarfi í gegnum skátana sem þeir þekkja. • Fyrrverandi skátaforingja. Þar ættu ný foringjanámskeið að nýtast til að koma í veg fyrir tilhneigingu þeirra til að gera hlutina „eins og þeir voru gerðir þegar ég var skáti“, en það getur verið varasamt viðhorf. • Foreldra skátanna sem eru oft spenntir yfir framförunum sem þeir sjá hjá börnum sínum. • Kennara og annarra sérfræðinga í uppeldisstarfi unglinga. • Háskólastúdenta, sérstaklega þeirra sem leggja stund á nám í uppeldisfræði, tómstundafræði eða tengdum fögum. • Fólks sem vinnur hjá félags- og samfélagssamtökum, hjá hjálparstofnunum, þjónustustofnunum, góðgerðarsamtökum eða fólks sem vinnur við uppeldisstörf. • Starfsmanna félags- og frístundamiðstöðva og frístundaheimila.
Það er ekki nauðsynlegt að hafa verið skáti áður en maður gerist skátaforingi. Foringjaþjálfun BÍS, starfsþjálfun og stuðningur foringjaflokksins veitir nauðsynlega þekkingu og reynslu og stuðlar að þeim persónulega þroska sem þarf til að sinna starfinu.
5 | Skátasveitin
125
YTRI EINKENNI SKÁTASVEITA OG SKÁTASTARFS Orðið skáti Á Íslandi er heitið „skáti“ notað fyrir öll aldursstig skátastarfs, drekaskátar eru 7-9 ára, fálkaskátar eru 10-12 ára, dróttskátar eru 13-15 ára, rekkaskátar eru 16-18 ára og róverskátar 19-22 ára. Víða erlendis er heitið „scout“ aðeins notað fyrir starf 11-15 ára skáta, þó að hreyfingin og almenningur noti heitið sem samheiti allra þeirra sem taka þátt í skátastarfi. Pálmi Pálsson kennari við Menntaskólann í Reykjavík gaf íslenskum skátum heitið „skáti“. Baden-Powell notaði orðið „scout“ í bók sinni Scouting for boys vegna þess að það var almennt notað um könn uði, frumkvöðla, brautryðjendur, sæfarendur, trúboða, uppfinningamenn og rannsakendur, í stuttu máli um alla þá sem „ryðja brautina“ fyrir þá sem á eftir koma. Þegar hann hóf starf með ungmennum árið 1907 var farið að kalla drengina skáta löngu áður en skátahreyfingin tileinkaði sér nafnið formlega. Á dönsku og norsku eru orðin „spejder” og „speider” notuð um skáta, en þau þýða „könnuður”. Á þýsku nefnast skátar „pfadfinder” sem líka þýðir „könnuður” eða „sá sem finnur leiðina” eins og orðið „scout” á ensku.
Nafn skátasveitarinnar Skátasveitir bera oft táknræn nöfn tengd könnunarleiðöngrum, merkum uppgötvunum eða landafundum. Einnig er algengt að nöfn skátasveita séu sótt í umhverfi skátafélags þeirra eða tengist hefðum þess. Nafnið getur líka vísað til framúrskarandi hóps eða persónu úr sögunni, staðar eða atburðar. Viðeigandi og smekklegt nafn getur hjálpað unglingum að samsama sig sveitinni.
126
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Skátabúningurinn Skátar nota skátabúninga sem sameiningartákn. Einkennis búningurinn hefur verið einfaldaður í gegnum tíðina. Skátabúningarnir sem mest eru notaðir í dag voru hann aðir af BÍS til þess að skátar gætu sinnt verkefnum á þægi legan hátt við mismunandi aðstæður. Margar skátasveitir dróttskáta nota hettupeysur eða merkta stuttermaboli við dagleg störf. BÍS býður einnig upp á vandaða útilífs og vinnuskyrtu skáta og svo sérstakan hátíðabúning skáta. Það eru ýmis tákn tengd skátabúningnum eins og klúturinn, alþjóðamerki, bandalags merkið, félagsmerki, dróttskátamerkin og tímabundin viðburðamerki.
Skátaklúturinn Skátaklúturinn er þríhyrndur, brotinn saman og settur um hálsinn. Honum er svo haldið á réttum stað með hring eða hnút sem getur verið gerður úr mismunandi efnum. Klútur inn ber lit aldursstigsins sem sveitin tilheyrir og þjónar þeim tilgangi að tengja saman skáta um allan heim. Hann er líka mjög praktískur og getur komið að góðum notum í verkefnum og útilegum. Skátaklúturinn er borinn af öllum skátum sem hafa unnið skátaheitið og með því lofað að reyna að lifa eftir skátaheiti og skátalögum.
Skátaliljan og smárinn Skátaliljan og skátasmárinn eru alþjóðleg merki skáta sem þekkt eru um allan heim. Drengjaskátaliljan er gamla franska konungsliljan. Hún er upprunnin af fornum landakortum þar sem hún táknaði rós áttavitans sem benti í norður. Þaðan er hún tekin sem merki drengjaskáta. Eins og áttaviti á hún að hjálpa skátanum að rata rétta leið í lífinu. Oddarnir þrír á liljunni tákna þrjá þætti skátaheitisins, þ.e. skylduna við guð og ættjörðina, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin. Bandið sem tengir saman liljublöðin táknar alheimsbræðralag skáta. Á gömlu íslensku skátaliljunni stendur Ísland á bandinu. Fyrir ofan bandið er hálfhringur sem er tákn sólarinnar og geislar stafa út eftir liljublöðunum. Þetta táknar ósk skáta um að vera sólarmegin í lífinu.
5 | Skátasveitin
127
Kvenskátasmárinn er merki kvenskáta. Smárinn er gamalt írskt þjóðmerki. Lady Baden Powell var af írskum ættum og valdi smárann sem merki kvenskáta. Þrjú blöð smárans eiga að minna á þrjá þætti skátaheitisins á sama hátt og þrjú blöð skátaliljunnar. Smárinn er lágvaxin planta sem vex þétt og myndar stund um stórar breiður. Hann vex í flestum löndum, þetta gildir einnig um kvenskáta, þeir starfa í flestum löndum heims.
Tákn áttavitanálarinnar sem vísar í norður er bæði í skátaliljunni og skáta smáranum. Baden-Powell sagði táknin standa fyrir „brautina sem allir skátar skulu feta“.
Merkin Merki skátanna eru skátaliljan fyrir drengjaskáta og skátasmárinn fyrir kvenskáta. Þau eru til í ýmsum útgáfum eftir skátabandalögum en íslenska skátamerkið, merki BÍS, sameinar þessi tvö merki í eitt. Umgjörð íslenska merkisins er hnútur sem þekktur er úr gömlum íslenskum vefnaði. Merki Bandalags íslenskra skáta og skátafélagsins sem sveitin tilheyrir sýna að skátasveitin er hluti af staðbundnu samfélagi og landssamtökum. Dróttskátamerkið gefur til kynna að hvaða stigi skátinn er að stefna með starfi sínu og persónulegum áskorunum tengdum áfangamarkmiðunum.
Sérkunnáttumerkin sýna hvaða sérkunnáttuverkefnum skátinn hefur lokið, útilífsmerkin sýna fjölda dagsferða, útilega og skátamóta sem skátinn hefur tekið þátt í og hvatatáknin fyrir áfangamarkmiðin sýna hvaða áfangamarkmiðum skátinn er að vinna að á hverjum tíma. Sérkunnáttumerkin, útilífsmerkin og hvatatáknin eru límd í Dróttskátabók skátans.
Útilífsmerki 128
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Sérkunnáttumerki
Leiðangursmerkið er æðsta viðurkenningarmerki dróttskáta. Skátarnir geta unnið að því á lokaári dróttskátastarfsins og hafa heimild til að bera merkið eftir að dróttskátatímabilinu lýkur. Viðburðamerki, eins og merki tengd skátamótum eru borin tímabundið á búningnum á meðan viðburðir standa yfir og í nokkurn tíma eftir viðburðina. Upplýsingar um öll þessi merki og staðsetningu þeirra á skátabúningnum hafa verið gefnar út í reglugerð og má finna hana á heimasíðu BÍS. Ekki er gott að bera fleiri merki á búningnum en þau sem heimiluð eru. Annars er hætt við að þau glati merkingu sinni og heildaráhrifin gætu jafnvel orðið hégómleg og fráhrindandi.
Skátakveðjurnar Skátakveðjurnar eru eitt af því, sem setja svip á skátastarfið. Skátar nota skátakveðjurnar við ýmis tækifæri og hátíðlegar athafnir. Skátakveðjan er gerð með hægri hönd. Þumalfingur er lagður yfir litla fingur og rétt úr hinum þremur fingrunum. Handleggurinn er sveigður lítillega aftur, höndinni er haldið í ennishæð og lófinn látinn vísa fram. Þumall og litli fingur sem lagðir eru saman minna á að sá stærri eigi alltaf að gæta þess minni og alheimsbræðralag og friðarhugsjón skátahreyfingarinnar. Gæta verður þess að nota skátakveðjurnar smekklega og við rétt tilefni. Skátakveðjurnar eru þrjár; almenna kveðjan, hátíðarkveðjan og vinstrihandarkveðjan. Almenna kveðjan er notuð þegar skátar fara með kjörorð sitt, við fánaathafnir og ýmsar hátíðarathafnir. Hátíðarkveðja skáta er notuð þegar farið er með skátaheitið eða skátalögin. Vinstrihandarkveðjan er notuð af skátum þegar þeir heilsast með handabandi. Íslenskir skátar víxlleggja litla fingur vinstri handar þegar þeir nota vinstrihandarkveðjuna. Það eru til margar þjóðsögur um uppruna þessa siðar. Sú sem þykir einna trúverðugust kemur frá hefð Ashanti-ættbálksins. Stríðsmenn Ashanti tóku yfirleitt í hægri hönd hvers annars til þess að þurfa ekki að leggja frá sér varnarskjöldinn sem þeir héldu á í vinstri hönd. Þegar þeir heilsuðu traustum vini lögðu þeir frá sér skjöldinn og buðu fram vinstri höndina sem tákn um trúnaðartraust. Skátar ættu að forðast allar kveðjur sem hafa hernaðarlegt yfirbragð eins og að rétta úr öllum fingrum og bera höndina rösklega upp að enninu. Sum skátafélög og skátasveitir nota enn gamla fánakveðju skáta, en hún hefur fyrir löngu verið aflögð í flestum löndum heims.
5 | Skátasveitin
129
Sveitarbókin eða fundargerðarbók sveitarinnar Þrátt fyrir að bækur séu ekki táknrænir hlutir sem slíkir er góð hugmynd að sveitir hafi sérstaka bók fyrir fundarályktanir, þar sem skráðar eru ákvarðanir sem sveitarþing og sveitarráð taka. Bókin getur þá líka gegnt hlutverki vitnisburðar um hvað hefur verið samþykkt og hvað ekki. Hana er einnig hægt að varðveita sem ritaða heimild um sögu sveitarinnar, en það gæti hjálpað til við að viðhalda hefðum hennar og sérkennum.
130 130
HHaannddbbóókk sveitarforingja sveitarforingja dróttskáta dróttskáta
6
kafli Skátaheitið og skátalögin
6 | Skátaheitið og skátalögin
131
Efnisyfirlit Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar • Skátastarf stuðlar að uppeldi og menntun unglinga með notkun ákveðinna gilda • Gildin eru stöðug áskorun fyrir alla skáta
Skátalögin • Reglur eru mikilvægar snemma á unglingsárunum
• Skáti er heiðarlegur
• Börn átta sig á því frá 10-11 ára aldri að reglur gegna hlutverki gagnkvæms samþykkis
• Skáti er nýtinn
• Fyrir 10-11 ára aldur byggir siðferði á venjum • Börn byrja að öðlast siðferðilegt sjálfstæði við 10-11 ára aldur • Unglingar læra gildi reglna af fordæmi fyrirmynda sinna og af reynslunni af því að tengjast jafningjum sínum • Unglingar tileinka sér skátalögin á sama hátt og reglur • Þeir læra af foringjum sem sýna gott fordæmi og af jafningjum sínum í skátastarfinu • Skátalögin leggja það beinlínis til að við lifum eftir gildum okkar
Hugleiðingar um skátalögin • Skáti er hjálpsamur • Skáti er glaðvær • Skáti er traustur • Skáti er náttúruvinur • Skáti er tillitssamur
132
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
• Skáti er samvinnufús • Skáti er réttsýnn • Skáti er sjálfstæður
Skátaheitið • Skátaheitið er valkvætt loforð • Með skátaheitinu lofum við að gera það sem í okkar valdi stendur • Skyldan við „guð og ættjörðina“ • „að hjálpa öðrum“ • „að halda skátalögin“ • Að vígjast sem skáti og vinna skátaheitið er mikilvæg stund í lífi hvers unglings • Unglingarnir ákveða hvort og hvenær þeir eru tilbúnir til að vinna skátaheitið og vígjast sem skátar • Kjörorð skáta minnir okkur á skátaheitið • Góðverkið er dæmi um framkvæmd skátaheitisins
UPPELDISHLUTVERK SKÁTAHREYFINGARINNAR Skátastarf stuðlar að uppeldi og menntun unglinga með notkun ákveðinna gilda Meginmarkmið skátahreyfingarinnar er að stuðla að uppeldi og þroska barna, unglinga og ungs fólks af báðum kynjum á þann veg að þeir einstaklingar sem „skátauppeldis“ njóta verði sjálfstæðir og sjálfum sér nógir, en jafnframt virkir og ábyrgir samfélags þegnar. Samfélagsþegnar sem taka þátt í að betrumbæta þann heim sem við búum í, náttúrulegt og menningarlegt umhverfi og samfélag manna, bæði það sem næst okkur er og á alþjóðavísu. Þannig hefur skátahreyfingin skapað sér uppeldishlutverk sem hún hefur eftir mætti reynt að rækja í yfir hundrað ár um allan heim. Skátahreyfingin starfar eftir sömu gildum í nánast öllum löndum jarðarkringlunnar og er fjölmennasta æskulýðshreyfing í heim inum. Þessu uppeldishlutverki sinnir skátahreyfingin með því að beita skátaaðferðinni, en hún gerir skátann sjálfan að lykilpersónu á vegferð sinni til að verða sú sjálfstæða og sjálfbjarga manneskja sem er fær um að veita öðrum stuðning en jafnframt að vera hluti af heild. Mikilvægur hluti skátaaðferðarinnar er tilboð til hvers skáta fyrir sig um tiltekin persónuleg og félagsleg gildi skátalaganna sem verða nánast að lífsreglum sem skátar um allan heim aðhyllast.
6 | Skátaheitið og skátalögin
133
Gildin eru stöðug áskorun fyrir alla skáta Lífsreglurnar eru í raun tilboð sem hver og einn einstaklingur tekur afstöðu til og þær eru áskorun fyrir alla skáta. Þær hvetja unglinga jafnt sem fullorðna til að leggja sig stöðugt fram. Landssamtök ólíkra þjóða orða uppeldismarkmið sín ekki öll á sama hátt, en þrátt fyrir mismunandi útfærslur fylgja þau öll sömu gildunum.
Hver karl eða kona sem tekið hefur þátt í uppeldis starfi skátahreyfingarinnar á unglingsárum ætti að hafa tamið sér eftirfarandi lífsviðhorf og hegðun: • Sýni sjálfum sér, öðrum og umhverfinu virðingu - Þekkir möguleika sína og takmarkanir, hefur raunsæjar hugmyndir um sjálfa(n) sig, sættir sig við hvernig hann eða hún er og varðveitir sterka sjálfsmynd. Skilur í hverju hugtakið sjálfbærni felst og leggur sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar í nærumhverfi og nærsam félagi, en líka í víðara vistfræðilegu, menningarlegu og efnahagslegu hnattrænu samhengi. Þekkir, viðurkennir og virðir kynhvöt sína og annarra sem tjáningu ástar og væntumþykju. • Taki tillit til skoðana og tilfinninga annarra - Stundar ígrundun og samræður við aðra um tilgang lífsins og mannlega breytni, þekkir og getur útskýrt mikilvægi persónulegrar og sameiginlegrar upplifunar. Tjáir skoðanir sínar og tilfinningar með fjölbreyttum miðlum, skapar þægilegt andrúmsloft í kringum sig á heimili, í skóla eða á vinnustað til að auðvelda samskipti og auðga eigið líf og annarra. • Fylgi trú sinni og sannfæringu en geti einnig tekið gagnrýni - Leitast við að öðlast og viðhalda innra frelsi, jafnvægi og tilfinningaþroska. Leitar dýpri viðmiða, bæði persónulega og samfélagslega um tilveru mannkyns og náttúrunnar í heild og tengir þau eigin lífsgildum. Fylgir siðfræðilegri afstöðu sem tengist hugmyndum um tilgang lífsins utan eða innan skipulegra trúarbragða. Gerir siðaboðskap sem byggir á kennisetningum um tilgang lífsins og virðingu fyrir lífi að hluta af daglegu lífi, bæði einkalífi og samfélagsþátttöku og leitast við að hjálpa öðrum í stóru og smáu. • Berjist gegn ranglæti og órétti, rétti öðrum hjálparhönd og leggi sitt af mörkum til betra samfélags - Sameinar eigið frelsi og umhyggju fyrir öðrum, stendur á rétti sínum, uppfyllir skyldur sínar og ver rétt annarra til að gera slíkt hið sama. Skilur að fjölskyldan er hornsteinn þjóðfélagsins og sér til þess að kærleikur milli foreldra og barna, bræðra og systra, ríki innan eigin fjölskyldu. Viðurkennir og virðir lögmæt yfirvöld og fyrirmæli og beitir þeim í þágu annarra. Leggur á virkan hátt sitt af mörkum til nærsamfélagsins og tekur þátt í að skapa réttlátt samfélag
134
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
sem byggir á þátttöku og samvinnu. Getur greint mismunandi orsakir ágreinings, þekkir leiðir til að minnka líkur á ósamlyndi og til þess að leysa úr álitamálum. Metur samfélagslegt og siðferðilegt gildi vísinda og tækni við sköpun nýrrar þekkingar og við lausn vandamála í þágu mannkyns, samfélaga og náttúrulegs umhverfis. • Sýni vilja til þess að axla ábyrgð og ljúka þeim verkefnum sem hún eða hann tekur að sér - Er fylgin(n) sér og elskuleg(ur) við aðra án þess að vera þvinguð/aður eða frek(ur). Veit um réttindi sín og líka að þeim fylgja skyldur. Tekur höfuðábyrgð á eigin þroska og framförum og leitast við að standa sig alltaf með prýði. • Lifi lífinu af gleði og ánægju - Mætir lífinu og því sem það ber í skauti sér með glaðværð og kímni. Byggir persónulega hamingju á kærleika og væntumþykju, vinnur í þágu annarra án þess að ætlast til umbunar og metur fólk eins og það er. • Hafi hugrekki til þess að láta drauma sína rætast og nýta þau tækifæri sem skapast - Fylgir staðfastlega
þeim gildum sem veita honum eða henni innblástur. Setur sér langtímamarkmið varðandi flókin viðfangsefni, metur þau, forgangsraðar og nýtir niðurstöðurnar til þess að þroska eigin dómgreind. • Er skapandi og sjálfstæð eða sjálfstæður í hugsun, orði og verki - Aflar sér nýrrar þekkingar á markvissan og skapandi hátt. Sameinar fræðilega og hagnýta kunnáttu með því að beita þekkingu sinni og verkkunnáttu til að finna nýjar lausnir. • Geri ávallt sitt besta og hræðist ekki að gera mistök - Byggir lífsáform sín á gildum skátalaganna og skátaheitsins. Sýnir snerpu og áræði við alls kyns aðstæður, þroskar með sér hæfileika til að hugsa skýrt, finnur upp á nýjungum, beitir gagnrýninni hugsun og er á varðbergi gagnvart hvers kyns ranghugmyndum. • Lifi heilbrigðu lífi - Velur sér lífsstíl sem hefur uppbyggjandi áhrif á líkamlega heilsu, andlega og félagslega líðan. Stundar útivist með öðru fólki og tekur reglulega þátt í athöfnum sem reyna á hreyfigetu líkamans. Gerir sér grein fyrir starfsemi líkamans, gætir heilsunnar, gerir sér grein fyrir líkamlegri getu sinni og eigin takmörkunum. Neytir fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Hugsar vel um útlitið og gætir eigin hreinlætis og hreinlætis í kringum sig. Skiptir tímanum skynsamlega á milli ólíkra skyldustarfa, stundar tómstundaiðju við hæfi og tekur tillit til forgangsröðunar.
6 | Skátaheitið og skátalögin
135
• Er traustur félagi og vinur - Gerir sér grein fyrir því að í hópinn sem hann eða hún tilheyrir má sækja stuðning til persónulegra framfara og þroska og til uppfyllingar lífsáforma. • Skilji og njóti eigin menningar og annarra - Tileinkar sér menningarleg gildi þjóðarinnar en er samt opin(n) fyrir menningu annarra þjóða og einstakra hópa. Hefur samskipti við fólk burtséð frá trúarbrögðum þeirra, uppruna, litarhætti, kyni, kynhneigð eða stjórnmálaskoðunum og leitast við að skapa opið, umburðarlynt og fordómalaust samfélag. • Stuðli að friði, jafnrétti og bræðralagi manna á meðal - Stuðlar að friði og gagnkvæmum skilningi einstaklinga og þjóða með því að hvetja til alþjóðlegrar samvinnu og vináttu fólks um allan heim. Virðir og stuðlar að auknum mann réttindum en fylgir þó þeim reglum sem samfélagið hefur sett, metur þær á ábyrgan hátt og ígrundar möguleikann á að breyta þeim ef þörf krefur. Þessi gildi koma fram í skátaheitinu, skátalögunum og lokamarkmiðum skátahreyfingarinnar sem ætlað er að lýsa þeirri hegðun og viðhorfi sem skátar hafa tamið sér við lok uppeldisdagskrár skátastarfs við 22 ára aldur.
136
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
SKÁTALÖGIN Reglur eru mikilvægar snemma á unglingsárunum Reglur gegna mikilvægu hlutverki á fyrstu stigum unglingsáranna. Það er mikilvægt að móta jákvætt og ábyrgt hugarfar til reglna á þessu stigi og að byggja upp siðferðilegt gildismat einstaklinga. Eitt af fyrstu einkennum gelgjuskeiðsins er minni agi og tilhneiging til að efast um vald foreldra sinna og fullorðins fólks almennt. Fullorðið fólk sem áttar sig ekki strax á þessu nýja hegðunarmynstri unglinganna bregst oft við með ósveigjanleika og að setja ennþá strangari reglur en áður giltu. Unglingarnir véfengja reglur sem þeir virtu sem börn. Þetta er nauðsyn legt stig á þroskaferli þeirra og hjálpar þeim að feta sig í átt að siðferðilegu sjálfstæði. Markmið okkar sem leiðbeinenda er að hvetja unglingana og styðja þá frekar en að reyna að bæla niður efasemdir þeirra. Með skátaaðferðinni er lögð áhersla á mikilvægi þessa þroskastigs, vegna þess að ef það mistekst að skapa siðferðislegt sjálfstæði á unglings árunum getur það haft alvarlegar afleiðingar á jafnvægi einstaklingsins í framtíðinni.
Börn átta sig á því frá 10-11 ára aldri að reglur gegna hlutverki gagnkvæms samþykkis Ef fylgst er með því hvernig börn bregðast við reglum í leik er hægt að varpa nokkru ljósi á hvernig hugtakið regla þróast í huga unglingsins. Reglur eru í raun málamiðlun tveggja ólíkra tilfinninga sem brjótast fram í leik. Annars vegar þráin til að vinna, til að vera sterkastur, til að bera sig saman við aðra og hins vegar þráin til að halda áfram að leika við aðra. Ef ég vil alltaf vinna, verða hin börnin pirruð og vilja ekki leika við mig lengur. Til þess að leikurinn geti haldið áfram verð ég að veita vinningsmöguleika. Ég verð að vera fær um að „setja mig í þeirra spor“ og fara eftir reglum sem skilgreina á hlutlausan hátt rétt og skyldur hvers leikmanns og skera úr um hvernig leikurinn þróast og vinnst. Börn hafa enga tilfinningu fyrir reglum fyrr en um tveggja til þriggja ára aldurinn. Þangað til nota þau leikföng eins og þeim sýnist, kasta þeim, fela þau, missa áhugann á þeim og taka þau svo upp aftur. Ung börn leika sér „hvert við annars hlið“ en ekki „hvert við annað“. Þetta sést augljóslega í leikskólum, þar sem börn leika sér hlið við hlið án þess að vera í sama leiknum.
6 | Skátaheitið og skátalögin
137
Frá fimm til sex ára aldri og alveg upp í níu til tíu ára, eru reglur heilagar í hugum barna. Þau líta svo á að þær komi frá fullorðnum og séu þess vegna óhagganlegar. Börn á þessum aldri eru ekki fær um að skapa sínar eigin reglur vegna þess að þau eru ekki farin að geta sett sig í spor annarra og eru ennþá of upptekin af því að sanna sig. Þetta er þó breytilegt eftir þroska barnanna. Börnin herma eftir reglum sem þau læra af þeim eldri, en virða þær þó ekki að fullu. Það er alltaf einhver sem svindlar vegna þess að þráin til að vinna er svo sterk. Þegar það gerist rífast allir, leikurinn stöðvast, ágreiningurinn er leystur og leikurinn heldur áfram þar til hann stöðvast aftur nokkrum mínútum seinna vegna annars rifrildis.
Frá sjö til átta ára aldri, um leið og börn fara að viðurkenna reglur, fer þeim yfirleitt að ganga betur að vinna í hópum og að vinna að sameiginlegu markmiði. Lærdómsferlið á þessum aldri samanstendur af því að hlýða og fylgja reglum. En þar sem börnin hafa ekki enn öðlast fullan skilning á reglum er ekki von á mjög náinni samvinnu. Hópar auðvelda samt skipulagningu og eftirlit í sveitarstarfi drekaskáta. Flokks og sveitar starfið verður þó aldrei „lifandi samfélag á sama hátt og hjá fálkaskátaflokkunum og enn frekar hjá dróttskátum. Það er ekki fyrr en um 10-11 ára aldurinn sem börn in fara að átta sig á að reglur gegna hlutverki gagn kvæms samþykkis. Þá átta þau sig á að það eru ekki bara fullorðnir sem setja reglur. Þau geta sjálf sett reglur og breytt þeim ef allir eru sammála um það.
Fyrir 10-11 ára aldur byggir siðferði á venjum Siðferðilegar reglur taka við af almennum leikreglum. Börn fara ekki að mynda sér sjálf stæða skoðun á hegðun fyrr en á aldrinum sjö til átta ára. Þau eru sátt við að flokka hegðun sem „góða” eða „slæma” eða „rétta” eða „ranga“ eftir því sem telst eðlilegt í umhverfi þeirra. Börn lúta aðeins yfirvaldi ef þau fá eitthvað út úr því sjálf eða til að sleppa við refsingar. Það er til dæmis ekki ólíklegt að þau velti því fyrir sér að eftir því sem lygi er ótrúverðugri því verri hljóti hún að vera. Þau líta það heldur ekki alvarlegum augum að gera eitthvað heimskulegt svo lengi sem ekkert skemmist. Það er sem sagt ekki verknaðurinn sem skiptir máli heldur afleiðingarnar. Þau líta á refsingu sem yfirbót: Þeir seku verði að fá refsingu í samræmi við alvarleika afbrotsins. Frá sjö til átta ára og fram til tíu og ellefu ára aldurs eru börn á stigi hefðbundins siðferðis. Þau hegða sér eftir væntingum foreldra sinna eða þess félagslega hóps sem þau tilheyra. Hegðun þeirra miðast við það sem þau álíta að feli í sér að vera „gott barn”. Þau líta á lög og reglur og virðingu fyrir yfirvaldi sem eitthvað óvéfengjanlegt. Stundum getur fólk staðnað á þessu stigi allt til fullorðinsáranna ef það fær ekki næga félagslega reynslu eða ef það fær sérstaklega strangt og einhæft uppeldi. Fullorðnir einstaklingar geta þá verið fastir í undirgefinni hegðun bernskunnar og – þar sem þeir eru fullorðnir en ekki börn – gæti verið litið á þá sem kjánalega.
138
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Börn byrja að öðlast siðferðilegt sjálfstæði við 10-11 ára aldur Frá 10-11 ára aldri, þegar börn fara að hugsa rökrétt, fara þau smám saman að þróa með sér siðferðilegt sjálfstæði. Þau eru fær um að dæma fólk eftir gjörðum þess og benda á sérstaka þætti í fari þess. Þau skynja galla og veikleika og trúa ekki lengur í blindni á „yfirvaldið”. Þess vegna fara þau sjálf að dæma eigin athafnir og annarra. Börn viðurkenna siðferðilegar reglur sem leið til að deila réttindum og skyldum innan þess hóps sem þau tilheyra. Allt fram til 12 ára aldurs samþykkja þau reglur sem nokkurs konar samning milli einstaklinga. Reglur eru í þeirra augum ekki lengur ósnertanlegar heldur er hægt að breyta þeim með samkomulagi. Smám saman, sérstaklega á seinna stigi gelgjuskeiðsins í kring um 15 ára aldurinn, fer unglingurinn að skilja hugmyndina um altæk gildi: Réttlæti, samvinnu, jafnrétti og virðingu. Siðferðilegar reglur eru frekar tengdar félagslegri hugsjón en félagslegum veruleika. Unglingar skilgreina hvað er „rétt“ á grundvelli persónulegra skoðana sinna á siðferðislegum reglum. Það er reyndar nálægt þeim hugmyndum sem fullorðnir hafa um reglur en þær fela í sér virðingu og lýðræðislegt viðhorf, eins og sýnt er á myndinni hér að neðan. Minn vilji er eina reglan
Ég hlýði reglunum án þess að efast
BERNSKA
Samþykki allra reglna
Setur eigin reglur Sjálflaeg andfélagsleg framkoma, fasistaleg hegðun
Allar reglur eru slaemar Hlýðni, taugaveiklun
Það aetti að virða góðar reglur en slaemum reglum þarf að breyta Gagnrýnin virðing fyrir FULLORÐINS reglum ÞROSKI Lýðraeðislegt viðhorf
Öllum reglum hafnað Slaem aðlögun, vandraeða unglingar, stjórnleysi
Unglingar læra gildi reglna af fordæmi fyrirmynda sinna og af reynslunni af því að tengjast jafningjum sínum Slíkt ferli þróast hins vegar ekki sjálfkrafa. Eins og myndin sýnir, getur margt orðið til þess að þetta þróunarferli stöðvist eða breyti um stefnu og þannig hindrað einstaklinginn í því að ná siðferðilegu sjálfstæði og öðlast skilning fullorðinna á reglum og lögum. Þröngsýnir einstaklingar geta aukið á þessa erfiðleika þegar þeir eru settir í hlutverk uppalenda, þar sem þeir hafa ekki sjálfir nógu mikinn þroska þegar kemur að reglum. Eins og minnst hefur verið á áður, getur einstrengingslegt og mjög strangt uppeldi fest fólk í barnalegri undirgefni: „Ég hlýði öllum reglum og öllu yfirvaldi án umhugsunar.“ Ofverndun barna og takmörkuð félagsleg samskipti þeirra við jafningja getur haft samsvarandi áhrif.
6 | Skátaheitið og skátalögin
139
Einstrengingsleg stjórnun og ofverndun valda því oft að unglingar gera uppreisn og hafna öllum lögum og reglum. Uppreisnargjarn unglingur storkar valdi með ögrandi hegðun og með því að taka áhættu. Fullviss um að allar reglur séu slæmar, stefnir einstaklingur í slíkri stöðu að einangrun og jafnvel í að verða vandræðaunglingur. Hins vegar getur eftirlæti eða of frjálslegt uppeldi gert það að verkum að unglingurinn fari á mis við að þroska með sér siðferðilegt sjálfstæði. Hann festist á því stigi þar sem einu reglurnar eru grunnhvatir og eigin ánægja. Foreldrar og uppalendur sem hafa upplifað of strangt uppeldi sem börn eiga það til að gefa börnum of lausan tauminn. Slíkt getur leitt til ýmiss konar sjálfskapaðrar andfélagslegrar hegðunar. Sálfræðingurinn Jean Piaget benti á tvær leiðir sem stuðla að þroska unglinga í átt að siðferðilegu sjálfstæði og að þeir fari að bera virðingu fyrir lögum og reglum líkt og fullorðnir. Önnur leiðin er einhliða virðing, en það er þegar unglingar bera virðingu fyrir sér eldra fólki og fullorðnir hafa einhliða áhrif á unglingana. Hin leiðin er gagnkvæm virðing, sem á við um þau áhrif sem jafningjar hafa hvorir á aðra. Þroski ungmenna, sérstaklega á unglingsárunum, þarfnast beggja þessara leiða; fyrirmynda til að samsama sig við og tækifæra til að þroskast og taka framförum með hjálp rökræðna í hópi jafningja.
Unglingar tileinka sér skátalögin á sama hátt og reglur Þeir læra af foringjum sem sýna gott fordæmi og af jafningjum sínum í skátastarfinu Þessar tvær leiðir eru báðar nauðsynlegar í starfi dróttskáta. Þær koma meðal annars fram í gildum skátalaganna og með því „sjálfsstjórnarkerfi“ sem skátaaðferðin býður upp á með litlu sjálfstæðu hópunum (flokkunum), sveitarráðunum (framkvæmdavaldi unglingasamfélagsins) og sveitarþingunum (löggjafarvaldinu) þar sem sveitarstarfið er metið og lífsreglur eru skilgreindar og endurskoðaðar í ljósi skátalaganna.
Eins og Piaget orðaði það: Þessar tvær aðferðir gera unglingum kleift að „læra af eigin reynslu að hlýða reglum, að tilheyra félagslegum hópi og að gangast við persónulegri ábyrgð“. Skátaheitið ýtir einnig undir það að skátar læri af reynslunni og tileinki sér gildi í gegnum skátastarfið. Það er persónuleg ákvörðun hvers og eins að vinna skátaheitið en með því staðfesta unglingar val sitt á gildum og lofa jafnframt að gera sitt besta til að vera trúir skátalögunum og læra meira um merkingu þeirra í framtíðinni.
140
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Skátalögin leggja það beinlínis til að við lifum eftir gildum okkar Gildi skátahreyfingarinnar eru sett fram á skipulegan hátt í skátalögunum. Skátalögin eru þó miklu meira en bara skipulagskerfi hugmynda. Þau eru í raun hegðunarmynstur sem unglingar geta valið að fylgja og nota til að móta stefnu sína í lífinu. Þau geta einnig hjálpað unglingum að skapa sér persónuleika byggðan á gildunum. Til þess að vera sjálfum okkur samkvæm þurfum við að hugsa og haga okkur í samræmi við eigin gildi. Aðeins á þann hátt getum við nýtt okkur gildin til að skoða, túlka, láta reyna á okkur sjálf og umheiminn.
Skátalögin eru ekki tilskipun heldur tilboð um viðhorf og hegðun. Tilboðið er heillandi, sett fram á einfaldan og auðskilinn hátt á einföldu og aðgengilegu máli. Þegar skátarnir eru tilbúnir til að vinna skátaheitið lofa þeir að reyna að framfylgja þeim gildum sem koma fram í skátalögunum og gera þau að hluta af eigin lífsstíl.
Skáti er hjálpsamur | glaðvaer | traustur | náttúruvinur tillitsamur | heiðarlegur | samvinnufús nýtinn | réttsýnn | sjálfstaeður
6 | Skátaheitið og skátalögin
141
HUGLEIÐINGAR UM SKÁTALÖGIN Hér á eftir verður fjallað um tilboðið sem felst í skátalögunum. Það gæti hjálpað þér að: Auka skilning þinn á þeim, hugleiða áhrif þeirra á þitt eigið líf og til að finna orðin og myndmálið sem nýtist þér þegar þú ræðir um skátalögin við unglingana í skátasveitinni þinni.
Skáti er hjálpsamur Það er bæði gagn og gaman að ganga skátaveginn saman og báðum sínum höndum haga til hjálpar öðrum alla daga. HZ Hjálpsemi er í hugum flestra nátengd skátum og skátastarfi. Hún er hin sýnilega leið til að vinna að tilgangi skátastarfs í heiminum með því „að byggja upp betri heim“. Hjálpsemi verður ekki kennd með lestri eða fyrirlestrum. Hana þarf að rækta, æfa sig og börn í að veita öðrum hjálp, aðeins þannig verður hún einstaklingum töm og eðlileg. Við það að sýna öðrum hjálpsemi upplifir skátinn þá vellíðan og það stolt sem fylgir því að verða öðrum að liði. Slík tilfinning er góð og gefandi. Hjálpsemin felur þannig í sér endurgjöf sem skilar sér margfalt, án þess að það hafi verið ætlunin. Með því að leiða skátann endurtekið inn í þennan gefandi „heim hjálpseminnar“, upplifir hann aftur og aftur þá góðu tilfinningu sem fylgir því að láta gott af sér leiða og smám saman verður hjálpsemin honum eða henni sjálfsögð og eðlislæg. Æfing í hjálpsemi á að vera almenn og sjálfsögð í skátastarfi því kærleikurinn felst í því að setja sig í annarra spor, finna til með öðrum og hjálpa þeim. Í kveðjubréfi sínu til skáta segir Baden Powell „Mesta hamingjan er í því fólgin að veita öðrum hamingju“. Hjálpsemin krefst oft hugrekkis og getur kostað átak og jafnvel fórnir, sérstaklega ef hún er ekki í samræmi við félagslegan þrýsting – þess vegna þarf að rækta hana og þjálfa.
142
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Skáti er glaðvær Gleðin hún er gæfan mesta, gleðibrosið smitar flesta, skuggum eyðir, vekur vorið, vermir, yljar, léttir sporið. HZ Gleðin er börnum og ungmennum eðlislæg en umhverfi þeirra og aðstæður skyggja stundum á og bæla þá glaðværð og birtu sem þau bera í brjósti sér. Í skátastarfinu er leitast við að skapa umhverfi og aðstæður þar sem glaðværðin fær að ríkja, einlæg og óþvinguð. Gleðin er hvað björtust í litrófi mannlegra tilfinninga og getur sprottið fram hvar og hvenær sem er. Allir þekkja gleðina en of fáir rækta hana eða leyfa henni að njóta sín. Hún klingir í eyrum og lyftir fólki yfir áhyggjur dagsins. Glaðværð og gáski eru merki um að líf einhvers gangi vel og leiði að settu marki. Glaðlegt andrúmsloft ber vitni um að fólki líði vel og vilji sýna það. Þegar gleðin býr að baki þess sem við gerum er augljóst að við erum hamingjusöm. Af gleðinni sprettur kímnin, sem er ekki það sama og að vera fyndinn og dregur á engan hátt úr alvarleika ábyrgðar okkar og einbeitingar. Hægt er að taka hlutverk sitt alvarlega án þess að vera alvarlegur eða alvarleg í framgöngu. Stundum ber alvarleiki vott um að einstaklingar taki sjálfa sig of hátíðlega. Besti fylginautur gleðinnar er löngunin til að deila henni með öðrum, að veita öðrum gleði. Að vera í góðu skapi er besta leiðin til að eignast vini því þannig fá aðrir hlutdeild í gleð inni. Vinur er sá sem hugsar um okkur og líðan okkar, bæði þegar vel gengur og illa og er alltaf tilbúinn að benda okkur á að góða skapið sigrast á flestum vanda.
6 | Skátaheitið og skátalögin
143
Skáti er traustur Traustur maður, trúr í öllu, traustur jafnt í koti og höllu, bognar ei þótt blási móti, bjarg í lífsins ölduróti. HZ Að vera traustur er sú grein skátalaganna sem ein og sér kemst hvað næst því að lýsa meginmarkmiði skátahreyfingarinnar, því að skapa „...sjálfstæða, virka og ábyrga“ þjóð félagsþegna. Traust er forsenda vináttu og framfara. Að vera traustur er að vera trúr sjálfum sér, sam viskunni, vinum sínum og samfélaginu öllu, háum sem lágum, ungum sem öldnum. Traust skapar trúnað milli manna, hollustu sem gerir lífið einlægt og öruggt. Traust veitir styrk og sjálfsöryggi. Reynslan kennir okkur hverjir eru traustsins verðir og hverjir eiga bágt með að standa við sitt. Þeir sem eru traustsins verðir skapa sér með tímanum gott orðspor með verkum sínum. Traust er alltaf manna á milli, það tengist hverri persónu, jafnvel hverri athöfn og viðleitni. Traust er forsenda jákvæðra mannlegra samskipta, það heldur samfélagi manna saman. Um leið og traustið dvín og vantraustið nær fótfestu hallar undan fæti. Að vera traustur táknar einnig að bogna ekki þó móti blási, standa sem klettur í blíðu og stríðu. Að reynast þeim vel sem til manns leita, að vera heiðarleg, sönn og trú eða heiðarlegur sannur og trúr – eða að vera vinur vina sinna og hjálpa og liðsinna þeim sem hjálpar eru þurfi – það er að vera traust manneskja. Það er varla hægt að segja nokkuð stærra né meira um einhvern eða einhverja en að hann eða hún sé traustur eða traust. Það sama á í raun við um félög, fyrirtæki og stofnanir.
144
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Skáti er náttúruvinur Náttúruvinur, nýtur maður, náttúruperlur verndar glaður. Umgengst þær með skáta skynsemd, skörungsbrag og fullri vinsemd. HZ Að vera náttúruvinur er í raun að vera vinur alls þess sem umleikur okkur, að okkur sjálfum meðtöldum, það er göfugt takmark. Meðan við lifum eru það forréttindi okkar að fá að njóta loftsins sem við öndum að okkur og tæra lindarvatnsins sem við drekkum; einnig landsins og himinsins, gróðursins og stjarnanna, sjávarins, heiðanna og fjörunnar. Við fáum að njóta þessa stórkostlega um hverfis ásamt öðrum lifandi verum; fuglum og fiskum, mönnum og dýrum, ferfætlingum og margfætlum – á meðan við lifum. Að vera náttúruvinur er í raun að vera vinur alls sem er og átta sig á því að allt líf og allar lífverur skipta máli. Lífið er samvera og samvinna. Við umgöngumst vini okkar af vinsemd og virðingu. Við hjálpum þeim og þeir hjálpa okkur. Við vöxum og þroskumst með þeim, hjálpum þeim að stækka og verða meiri, stöndum með þeim þegar okkur finnst þeir órétti beittir, hlúum að þeim þegar þeim líður illa og síðast en ekki síst njótum þess að eiga sem flestar gleðistundir með þeim. Þannig vinur er náttúran og þannig vinir náttúrunnar ættu skátar að vera. Við hvorki eigum náttúruna né sitjum ein að henni. Við njótum vináttu hennar meðan við lifum, sem er í raun einungis örskotsstund í veraldarsögunni. Okkur ber skylda til að rækta sambúðina við náttúruna á þann hátt að komandi kynslóðir fái notið hennar og hennar gæða á sama hátt og við. Þó að hver skáti hafi sem stendur ekki mikil áhrif á þýðingarmiklar ákvarðanir varðandi náttúruna geta skátar lagt sitt af mörkum í nánasta umhverfi sínu. Með því að vera sjálfir meðvitaðir um náttúruvernd og að efla skilning annarra, taka þátt í staðbundnum verkefnum, vinna við hreinsun lofts, vatns og gróðurs, safna sorpi til endurvinnslu og vernda villt dýr. Mörg verka okkar skaða náttúruna og í mörgum tilvikum gætum við lýst yfir algildum og varanlegum „griðasáttmála“ í eitt skipti fyrir öll.
6 | Skátaheitið og skátalögin
145
Skáti er tillitssamur Tillitssemin, sæmdin sanna, sýnir bestu kosti manna, græðir yl en grandar vetri, gerir alla meiri og betri. HZ Að vera tillitssamur eða tillitssöm er að taka tillit til þeirra sem við umgöngumst, til fjöl skyldu okkar, vina og skólafélaga og smám saman til allra manna hér á landi og um allan heiminn, hvort sem við þekkjum þá eða ekki, til dýra, gróðurs og náttúrunnar í heild. Til þess þurfum við að vera fær um að setja okkur í annarra spor, að „sjá hlutina með annarra augum“. Þetta er mannlegur eiginleiki sem við eflum með okkur eftir því sem við þroskumst. Fyrstu æviárin geta börn ekki sett sig í annarra spor en læra það smám saman í samskiptum við önnur börn og fullorðna og við umhverfið allt. Tillitssemi er forsenda fyrir jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum, fyrir vináttu og heilbrigðu, mannlegu samfélagi. Erfitt getur verið að setja sig í annarra spor, sérstaklega þegar manni er mikið niðri fyrir og þegar manni finnst aðrir hafi rangt fyrir sér. Stundum rekast hagsmunir fólks á og einstaklingar og hópar „blindast“ af þröngum sjónarmiðum. Oft kemur það fyrir að bæði ungir einstaklingar og fullorðið fólk fylgja einhverjum hópi í blindni. Það er kölluð múgsefjun og við höfum mörg dæmi í veraldarsögunni um það hvernig hún hefur valdið hræðilegum atburðum, jafnvel þjóðarmorðum. Múgsefjun, sem stundum er kölluð hjarðhegðun, getur líka myndast í litlum hópum. Þá er nauðsynlegt að átta sig á að það er hægt að sjá sömu aðstæður frá ólíkum sjónarhornum og að allir eiga að hafa sömu möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það er ein af forsendunum fyrir lýðræði. Skátar leggja metnað sinn í að sýna tillitssemi. Tillitssemi er fólgin í því að bera virðingu fyrir rétti annarra til að sjá hlutina öðruvísi og til að vera öðruvísi. Skátinn sýnir einnig bæði manngerðu og náttúrulegu umhverfi tillitssemi, jafnvel þótt umhverfið geti ekki látið skoðanir sínar í ljós. Það er nefnilega líka hægt að setja sig „í spor“ og taka tillit til um hverfisins alveg eins og að setja sig „í spor“ einstaklinga og hópa af einstaklingum og sýna þeim tillitssemi.
146
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Skáti er heiðarlegur Í hásætinu heiður situr, heiðursmaður með sér flytur hressan blæ og hugsun skíra, hetja dagsins ævintýra. HZ Heiðarleiki er siðfræðilegt hugtak. Heiðarleiki snertir mannlegt samfélag og samskipti manna. Hvað gerir heiðarlegur maður, karl eða kona? Segir satt! Gengur aldrei á bak orða sinna! Villir ekki á sér heimildir! Tekur ekki það sem aðrir eiga! Villir ekki um fyrir öðrum! Svona mætti lengi telja. Heiðarleiki var það gildi sem þjóðfundir Íslendinga 2009 og 2010 töldu einna mikilvægast fyrir samfélagið í heild. Hver er andhverfan við heiðarleika? Það er óheiðarleiki. Að segja ósatt eða ljúga! Svíkja gefin loforð eða samninga! Að blekkja aðra með því að láta sem maður ætli sér annað en maður hyggst í raun og veru gera! Að stela því sem aðrir eiga eða hafa skapað! Að afvegaleiða viljandi annað fólk jafnvel til að hagnast á þess kostnað! Það virðist svo augljóst þegar við skoðum andhverfu heiðarleikans hvað það er mikilvægt bæði fyrir einstaklingana og samfélagið í heild að allir séu heiðarlegir í samskiptum hverjir við aðra. Einnig er hægt að vera óheiðarlegur við sjálfan eða sjálfa sig. Það er hægt að stunda sjálfsblekkingu og það er meira að segja býsna algengt. Markmiðið með skátastarfi er að skátar læri að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar. Skátahreyfingin stefnir að því að skátar þroski með sér sjálfsnám, sjálfsuppeldi, sjálfsgagnrýni og sjálfsmat – jákvæða en raunsæja sjálfsmynd sem gerir þeim kleift að verða heilsteyptir einstaklingar sem eiga heiðarleg samskipti við alla menn, þar á meðal við sjálfa sig. Heiðarleika þarf að efla í öllum mannlegum samskiptum – innan fjölskyldunnar, í skólanum, í leik og starfi, í viðskiptum og í stjórnmálum. Heiðarleiki er ein af forsendum lýðræðis og farsældar heildarinnar, en heiðarleiki er okkur ekki meðfæddur. Eins og sagt var í upphafi þá er heiðarleiki siðfræðilegt hugtak. Það merkir að við verðum að læra að vera heiðar leg og síðan að rækta með okkur allt lífið þetta mikilvæga gildi í mannlegu samfélagi.
6 | Skátaheitið og skátalögin
147
Skáti er samvinnufús Ýmsum verkum einn ei veldur, ekki bogna, láttu heldur samvinnunnar mátt og megin málið leysa, ryðja veginn. HZ Það er stundum sagt að enginn sé maður nema með mönnum. Hvað þýðir það? Það þýðir að maðurinn er í grunninn félagsvera. Forsenda þess að barn þroskist og verði fullorðin manneskja er að það alist upp í samfélagi manna. Samfélag manna er forsenda líkams-, vitsmuna-, persónu-, tilfinninga-, félagsþroska og andlegs þroska manneskjunnar. Þó að sjálfstæði einstaklingsins sé vissulega mikilvægur þáttur í þroskaferlinu og í öllu lífi hvers einstaklings verður alltaf að skoða það í tengslum við samfélagslega þátttöku. Jafnvel sá sterkasti er háður samfélagslegu umhverfi sínu. Mowgli ólst upp með úlfum og fleiri dýrum í frumskóginum í sögunni um Dýrheima. Hann lærði margt af dýrunum í skóginum. En hvernig lærði hann að verða maður? Sagan um Dýrheima er ævintýri. Í sögunni hafa dýrin ýmsa mannlega eiginleika, t.d. Bagheera, Baloo og Kaa. Hvernig færi fyrir „mannshvolpi“ sem myndi raunverulega alast upp með dýrum? Til eru dæmi um slíkt. Hvernig ætli slíku barni myndi ganga að fóta sig meðal manna? Flest það sem við tökum okkur fyrir hendur vinnum við ekki án tengsla við annað fólk. Þegar við stöndum saman náum við þeim árangri sem mestu máli skiptir. „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.” Samt er mismunandi hve fúsir einstaklingar eru til að vinna með öðru fólki. Sumum virðist líða illa í hópi. Oft liggja til þess einhverjar ástæður sem viðkomandi þarf jafnvel hjálp við að yfirvinna. Skátar eru hins vegar yfirleitt félagslyndir og líður oftast vel með hópnum. Þess vegna eru þau skátar. Skáti er samvinnufús. Slíkt getur vissulega verið erfitt og oft snúið að vinna með öðrum. Öll viljum við vinna með vinum okkar og þeim sem okkur líkar vel við. Hvernig gengur okkur að vinna með þeim sem við þekkjum ekki eða líkar miður við? Hvernig gengur okkur að leysa ágreining sem upp kemur? Getum við sett okkur í spor þeirra sem við vinnum með? Sýnum við sjálfstæði og tillitssemi?
148
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Skáti er nýtinn Nýtni er óskyld nískupúka, nýtni skaltu óspart brúka. Góða hluti geyma, spara, gamla hluti vel með fara. HZ Nýtni er ekki það sama og níska, eins og segir í vísunni hér fyrir ofan. Nýtni er náskyld hugtökunum efnahagslegt sjálfstæði, umhverfisvernd og sjálfbærni. Að nýta það sem við eigum og öflum, bæði sem einstaklingar og þjóðfélag, á sjálfbæran hátt þannig að lífsmöguleikar þeirra sem á eftir okkur koma verði sambærilegir eða betri en okkar. Andheitið við nýtni er græðgi. Græðgi er að borða meira en við þurfum, að eyða um efni fram, að ganga á óendurnýjanlegar auðlindir. Í stað þess að aðlaga neyslu einstakl inga og samfélags að efnahagnum og nýta betur það sem við eigum, hefur græðgin þau áhrif að fólk steypir sér í skuldir fyrir stundarþægindi. Með slíku framferði takmarkar það lífsmöguleika þeirra sem á eftir koma, barna okkar og barnabarna. Sjálfbærni er þróun sem fullnægir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Talað er um vistfræðilega, menningarlega og efnahagslega sjálfbærni. Efnahagsleg sjálfbærni er mikilvæg forsenda fyrir vistfræðilegri og menningarlegri sjálfbærni. Því flóknari sem samfélög verða, því háðari verða þau hinu viðkvæma jafnvægi sem einkennir náttúrulegt umhverfi okkar. Þetta jafnvægi, eða vistkerfi, hefur raskast alvarlega vegna iðnvæðingar og græðgi. Sú röskun hefur valdið alvarlegum spjöllum á vatni, andrúmslofti og jarðvegi. Framtíðartilvist okkar og afkoma mannkynsins er háð því að finna lausn á þessum vanda. Við getum og eigum öll að leggja okkar af mörkum til þess. Nýtni og sjálfbær þróun þarf að ná til þess smáa í nærumhverfi og nærsamfélagi eins og meðferð fjármuna, flokkunar á sorpi, umgengni um náttúrulegt umhverfi og menningar leg verðmæti og er þannig á ábyrgð og valdi hvers og eins. Skátar eru meðvitaðir um manngert og náttúrulegt umhverfi sitt, láta ekki græðgi ráða för, nýta vel það sem þeir eiga og afla og lifa ekki um efni fram.
6 | Skátaheitið og skátalögin
149
Skáti er réttsýnn Réttsýnin er römm að afli, rétt og sönn í dagsins tafli. Aldrei tommu undan víkja óréttlæti - það mun svíkja. HZ Réttsýni er náskyld réttlæti. Til þess að vera réttlátur þarf skátinn að vera réttsýnn. Sá eða sú sem stjórnast af annarlegum hagsmunum getur ekki verið réttsýnn eða réttsýn. Réttsýni tengist einnig tillitssemi og heiðarleika. Réttlæti felst m.a. í því að allir fái sömu eða sambærileg tækifæri til að þroskast á eigin forsendum. Réttlæti felst líka í því að dæma fólk á sömu eða sambærilegum forsendum en ekki á grundvelli þröngra hagsmuna, fordóma eða annarlegra sjónarmiða. Fullkomið réttlæti verður sennilega aldrei til, en það sem skiptir máli er að hver og einn reyni eftir megni að sýna alltaf réttsýni í samskiptum við annað fólk, innan fjölskyldunnar og annars staðar, hvort sem er í leik eða starfi. Réttsýni felst einnig í því að berjast gegn fordómum, mismunun og óréttlæti sem byggt er t.d. á grundvelli kynferðis, uppruna, trúarbragða, litarháttar, kynhneigðar, stjórnmálaskoðana, efnahags eða samfélagslegrar stöðu. Það getur reynst erfitt að vera réttsýn eða réttsýnn og oft reynir á sjálfstæði og staðfestu skátans. Ýmsir sem hafa tiltekinna hagsmuna að gæta eða stjórnast af ákveðnum for dómum reyna oft að hafa áhrif á aðra, ýmist opinskátt eða á dulinn hátt. Stundum kemur það jafnvel fyrir að einstaklingur eða hópur er lagður í einelti fyrir að fylgja sannfæringu sinni um réttlæti í tilteknum málum. Réttsýni er forsenda þess að skapa opið, umburðarlynt og fordómalaust samfélag. Það gildir í smáu og stóru í skátaflokknum og skátasveitinni, innan fjölskyldunnar og í skólastarfi, í samfélaginu öllu bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Réttsýni ætti að vera aðalsmerki allra skáta. Hver skáti reynir eftir mætti að sýna réttsýni í öllum samskiptum sínum við stóra og smáa, bæði þá sem hann eða hún er sammála og hinna sem þau eru ekki sammála. Hver skáti reynir einnig eftir mætti að berjast gegn óréttlæti hvar sem það birtist, eins og segir í vísunni hér fyrir ofan.
150
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Skáti er sjálfstæður Sjálfs er löngum hollust höndin, höftum fjarri og sjálfstæð öndin. Á leiðinni um lönd og álfur leitastu við að vera þú sjálfur. HZ Að vera sjálfstæð eða sjálfstæður er ekki það sama og að taka ekki tillit til annarra. Það er sannarlega hægt að vera sjálfstæð eða sjálfstæður og sýna öðrum tillitssemi. Til þess að vera sjálfstæð eða sjálfstæður þarf hins vegar að hafa sjálfsþekkingu, jákvæða og raunhæfa sjálfsmynd og sjálfstraust. Sá eða sú sem hefur lélega sjálfsmynd og jafnvel minnimáttarkennd á erfitt með að vera sjálfstæður eða sjálfstæð. Sá eða sú sem hefur hins vegar of sterka sjálfsmynd sem jafnvel getur jaðrað við mikilmennsku og er alltaf röng, á erfitt með að taka tillit til annarra og rekur sig á veggi áður en lýkur. Hvorugt er gott. Sjálfstæði og tillitssemi við aðra þurfa að haldast í hendur hjá heilsteyptum einstaklingi. Sjálfstæður einstaklingur lætur ekki aðra hafa áhrif á sig til að gera eitthvað sem hann eða hún veit innst inni að er rangt. Sjálfstæður einstaklingur lætur heldur ekki leiða sig til að gera eitthvað sem hann eða hún vill ekki gera, jafnvel þó að það sé ekki endilega rangt. Börn, unglingar og reyndar margir fullorðnir, fylgja stundum ákveðnum skoðunum og taka jafnvel þátt í óæskilegum aðgerðum einungis til þess að ganga í augun á einhverjum einstaklingi eða hópi. Slíkt er sannarlega merki um ósjálfstæði. Slíkt þýðir hins vegar alls ekki að sjálfstæður einstaklingur geti ekki verið hluti af hópi. Hópur sjálfstæðra einstaklinga sem er meðvitaður um vilja sinn og skoðun er sterk heild sem gjarnan nær þeim árangri sem að er stefnt. Sjálfstæði er forsenda þess að geta sýnt frumkvæði og verið góður stjórnandi eða leiðtogi. Góður stjórnandi sér til þess að hver einstaklingur í því teymi sem hann eða hún leiðir fái tækifæri til að efla eigið sjálfstæði en sýni jafnframt öðrum tillitssemi og viti hvert er stefnt og hvers vegna. Markmið skátaheyfingarinnar er að ala upp sjálfstæða, virka og ábyrga einstaklinga. Þetta þrennt þarf að fara saman hjá hverjum skáta. Það er ekki nóg að skátinn sé sjálfstæður ef hann er ekki virkur í samfélaginu eða ber ekki ábyrgð á því sem hann segir eða gerir.
6 | Skátaheitið og skátalögin
151
Skátaheitið Skátaheitið er persónulegt loforð Skátaheitið er loforð sem við gefum okkur sjálfum, eins konar persónuleg áskorun um að gera okkar besta til að halda skátalögin. Texti skátaheitisins er stuttur, einfaldur og auðskiljanlegur.
Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess: að gera skyldu mína við guð og aettjörðina, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin.
Með skátaheitinu lofum við að gera það sem í okkar valdi stendur Skátaheitið er valkvætt tilboð en ekki eiður. Þegar unglingar vinna skátaheitið, lofa þeir að gera sitt besta af fúsum og frjálsum vilja. Þeir afneita engu og sverja ekki lögformlegan eða trúarlegan eið.
Skátarnir lofa því ekki að þeim muni aldrei mistakast að standa við heit sitt. Þeir einfald lega lofa að gera sitt besta til að standa við orð sín. Það er loforð sem þeir gefa sjálfum eða sjálfri sér í algjörri einlægni með áveðnum ásetningi um að gera sitt besta. Af sömu ástæðu, ættu foringjar að beita eigin dómgreind þegar þeir fjalla um loforð unglinganna. Umræða um skátaheitið ætti að vera eins eðlileg og einföld og mögulegt er, án allrar kaldhæðni eða falinna tilvísanna. Foringjar ættu aldrei að nota orð eða bendingar sem gefa til kynna að þeir efist um einlægni skátans gagnvart skátaheitinu. Foringjar ættu aldrei að álasa einstaklingi eða hópi á nokkurn hátt með tilvísun í skátaheitið. Öll samtöl við unglinga um það sem hann eða hún mætti reyna að bæta, ættu að fara fram í einrúmi. Gott tækifæri til að ræða um skátaheitið er í „fimm mínútum foringjans“ við lok fundar, kvöldvöku eða varðelds. Þess þarf þó að gæta að ræða ekki um skátaheitið og loforð skátanna of oft þar sem þá getur það misst gildi sitt. Upplagt er líka öðru hverju að „leggja út af“ einstökum greinum skátalaganna án þess að tengja það beinlínis við skátaheitið.
152
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Skyldan við „guð og ættjörðina“ Þetta orðalag í skátaheitinu „skyldan við guð og ættjörðina“ er að sjálfsögðu svolítið barn síns tíma og ber ekki að taka of bókstaflega. Skátahreyfingin er ekki bundin tilteknum trúarbrögðum, löndum eða landsvæðum, ríkjum eða menningar heimum. Skátahreyfingin er alþjóðleg uppeldis- og friðarhreyfing sem leggur áherslu á mótun sjálfstæðra og heilsteyptra einstaklinga, karla og kvenna. Einstaklinga sem taka á virkan hátt og af fullri ábyrgð þátt í uppbyggingu samfél agsins, hvort sem það er innan fjölskyldunnar, í skólanum, á vinnustaðnum, í við komandi þjóðfélagi eða í alþjóðlegu samfélagi allra manna.
„Guð“ í skátaheitinu vísar til andlegs þroska skátans sem hugsandi heilsteypts einstaklings sem byggir líf sitt á lífsgildum eins og ígrundun, siðgæði, umburðarlyndi og samhjálp. Að sjálfsögðu leggur svo hver og einn einstaklingur sína merkingu í guðs-hugtakið, í takti við þau trúarbrögð sem hann eða hún aðhyllist, hvort sem það er kristni, islam, búddismi eða annað. Varast ætti, í því fjölmenningarsamfélagi sem Ísland er orðið, að tengja skátastarf um of við tiltekin trúarbrögð eða beina hefðbundna trúariðkun. „Ættjörðin“ í skátaheitinu vísar til þess samfélags sem við búum í, þeirrar menningar sem við þekkjum best og að sjálfsögðu þess lands sem við byggjum. Í augum ungs skáta vísar „ættjörðin“ til nánasta umhverfis og nærsamfélags í faðmi fjölskyldu og skóla. Eftir því sem einstaklingurinn þroskast víkkar þessi sýn og veruleiki og nær til Íslands alls, íslenskrar menningar, tungumáls og íslenskrar náttúru. Fyrir hinn fullorðna og þroskaða skáta vísar „ættjörðin“ til alheimsins, náttúrunnar, menningar heilda og allra manna. Þó að skátar hér á landi leggi áherslu á íslenskan menningararf, íslenska fánann og íslenska þjóð, ber að varast að tengja skátastarf um of við þjóðerni og alls ekki við þjóðernisstefnu eða þjóðernisskrum. Bræðralagssöngur skáta vísar til hugsjóna skáta um „bræðralag og friðarbönd“ Vorn hörundslit og heimalönd ei hamla látum því, að bræðralag og friðarbönd vér boðum heimi í. Nú saman tökum hönd í hönd og heits þess minnumst við, að tengja saman lönd við lönd og líf vort helga frið. Jón Oddgeir Jónsson
6 | Skátaheitið og skátalögin
153
„að hjálpa öðrum“ „Að hjálpa öðrum“ í skátaheitinu vísar til þeirra mikilvægu tengsla sem eru á milli einstaklings, samfélags og umhverfis. Það vísar til samfélagslegrar ábyrgðar hvers og eins til hugtaka eins og réttlætis, jafnræðis, jafnréttis og sjálfbærni.
Enginn verður maður nema með mönnum. Það þýðir að þroski mannsins er algerlega háður gagnvirkum samskiptum einstaklingsins við aðrar manneskjur, við samfélag manna. Þess vegna er beinlínis rangt og varasamt að tengja „að hjálpa öðrum“ einungis við það að hjálpa þeim sem eiga bágt – við góðsemi eða manngæsku. Að sjálfsögðu ber að hjálpa þeim sem þjást, eru fátækir eða í jaðarhópum, eru einangraðir eða utanveltu. Við gerum það ekki einungis af því að við erum svo góð og fórnfús – heldur á grundvelli manngildishugsjónar okkar og hugmynda um réttlæti, jafnræði, jafnrétti og sjálfbærni til handa öllum samfélögum og öllum mönnum, konum og körlum. Við hjálpum öðrum til þess að allir fái sem jöfnust tækifæri í lífinu og þannig eflum við líka samfélagið í heild. Íslenskt máltæki segir „Sælla er að gefa en þiggja“ Hver aldurshópur skáta og hver skáti skilur „að hjálpa öðrum“ á sinn veg, allt eftir þroska hvers og eins og þeim félagsskap og umhverfi sem hann hrærist í. Orðalagið í skátaheitinu gæti bent til þess að einungis sé verið að tala um að hjálpa „öðrum einstaklingum“ – svo er þó ekki. Hér er líka vísað til þess að hjálpa hópum fólks og jafnvel heilum þjóðum og að „hjálpa“ bæði menningarlegu og náttúrulegu umhverfi. „Að hjálpa öðrum“ hefur víðtæka merkingu fyrir „sanna“ skáta.
„að halda skátalögin“ Að lokum áréttar skátaheitið um viljann til „að halda skátalögin“. Það snýst ekki um að kunna lögin utan að, fara með þau án þess að hika eða verða fótaskortur á tungunni, vita nákvæma röð eða númer greinanna eða jafnvel að virða þær eins og þær væru utanaðkomandi reglur eins og umferðarreglur. Loforðið um að gera sitt besta til að halda skátalögin er eitthvað meira. Það snýst um að lifa skátalögin – að gera þau að hluta sannfæringar okkar – hluta af okkur sjálfum. Þá verða skátalögin eðlilegur hluti af persónuleika okkar, viðmóti og hegðun. Með þessu verður breytingin frá hefðbundnu siðferði til siðferðislegs sjálfstæðis. Um það snúast skátalögin.
Að lifa skátalögin er ekki bara loforð sem við gefum fyrir unglingsárin eða á meðan við erum í formlegu skátastarfi. Loforðið er fyrir lífið, í skátastarfi og utan þess. Þetta er það sem margir eldri skátar eiga við þegar þeir segja „eitt sinn skáti, ávallt skáti“.
154
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Að vígjast sem skáti og vinna skátaheitið er mikilvæg stund í lífi hvers unglings Það er mikilvægt að gera það að sérstakri hátíðarstund þegar nýliði dróttskátasveitarinnar vinnur skátaheitið í fyrsta sinn.
Athöfnin ætti að vera einföld og hátíðleg. Einlæg og falleg stund þar sem sveitin gleðst með nýliða sem er reiðubúinn að takast á hendur loforð af fúsum og frjálsum vilja. Við vígsluna fær skátinn skátaklútinn sem tákn um loforð sitt um að lifa í anda skátaheitisins og að hann sé „vígður“ skáti.
Unglingarnir ákveða hvort og hvenær þeir eru tilbúnir til að vinna skátaheitið og vígjast sem skátar Það er enginn sérstakur „réttur tími“ til að vinna skátaheitið. Vígslan tengist ekki framfarastigum unglingsins. Unglingurinn vinnur einfaldlega skátaheitið þegar hann hefur lokið nýliðatímabilinu, er tilbúinn og óskar eftir að flokksþingið samþykki það. Sveitarforingjarnir ættu ekki að efast um eða tortryggja tilgang óskarinnar. Eins ættu þeir aldrei að fresta vígslu sem hefur verið lögð til af flokksþingi einhvers skátaflokks sveitarinnar.
Kjörorð skáta minnir okkur á skátaheitið Kjörorð skáta er nátengt skátaheitinu:
Ávallt viðbúin! Kjörorðið er næstum því hróp, eins konar áminning um skátaheitið og skátalögin.
Það er ekki gott að ofgera kjörorðunum með því að láta skátana hrópa þau í tíma og ótíma. Þau eru fyrir mikilvægar stundir: Kveðjustundir, í lok funda, kvöldvöku eða varðelds.
6 | Skátaheitið og skátalögin
155
Góðverkið er dæmi um framkvæmd skátaheitisins Góðverkið sem skátar reyna að inna af hendi á hverjum degi er nátengt skátaheitinu og kjörorðunum.
Góðverkið hvetur skátann til þess að bregðast við og koma skátaheitinu í framkvæmd. Það er ekki nóg að hrópa „ávallt viðbúinn“ og muna að þú hafir lofað að halda skátalögin. Þú þarft líka að vinna verk sem sýna að þú vilt lifa í samræmi við loforðið og eftir kjörorðinu.
Góðverkið er hógværasta hjálp sem skátinn getur veitt í dagsins önn og sýnir að hann eða hún vill lifa eftir kjörorðunum „ávallt viðbúinn“.
Dagleg góðverk líta kannski ekki út fyrir að vera mjög mikilvæg frá sjónarhorni fullorð inna. Sjónarhorn þess fullorðna er ekki mikilvægt í þessu sambandi. Þessu uppeldisatriði er ekki ætlað að láta skátann leysa flókin félagsleg vandamál, heldur hvetja hann til að rækta með sér viljann til að aðstoða aðra – og sýna að annað fólk er mikilvægt. Í fyrstu getur það þótt svolítið uppgerðarlegt að þurfa að gera góðverk á hverjum degi. Slíkt skiptir ekki máli heldur athöfnin sem mun smám saman stuðla að ákveðnu viðhorfi. Á þann hátt mun þjónustuviljinn verða eðlilegur hluti skapgerðar skátans, óaðskiljanlegur hluti persónuleika hans eða hennar.
156
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
7
kafli Hlutverk skรกtaforingja 7 | Hlutverk skรกtaforingja
157
Efnisyfirlit
Skátaforingjar • Út fyrir hefðbundna sýn okkar á sveitarforingja • Hvernig eru sveitarforingjarnir sem við þörfnumst? • Hlutverk sveitarforingja og sjálfstæði skátaflokka sveitarinnar • Sveitarforingjarnir móta skátasveitina • Sveitarforingjar gæta hugsjónarinnar sem felst í markmiðum skátahreyfingarinnar • Sveitarforingjar vísa leiðina að framtíðarsýninni
Sveitarforingjar sem leiðbeinendur • Nokkur frumskilyrði • Að þekkja unglingana • Að vera fær um að stofna til tilfinningasambanda
• Sveitarforingjar hvetja
• Að vera fús til að læra og þroskast sem manneskja
• Verkefni sveitarforingja er að hvetja skátana til dáða
• Að vita hvernig á að stjórna verkefnum og meta þau
• Sveitarforingjar gegna uppeldishlutverki
• Að hjálpa öðrum að vaxa og þroskast • Að tengjast og taka þátt í samfélaginu • Að vinna sem liðsheild • Að gefa sér tíma • Að skynja áhættu og stýra forvörnum • Að gæta vel að persónuverndarsjónarmiðum • Að vernda börn og ungmenni fyrir hvers kyns ofbeldi, einelti eða misbeitingu valds
158
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
SKÁTAFORINGJAR Út fyrir hefðbundna sýn okkar á sveitarforingja Til þess að táknræna umgjörðin, flokkakerfið, sveitarstarfið, markmiðin, verkefnin, dagskrárhringurinn og önnur atriði sem fjallað er um í þessari handbók virki sem best, þarfnast hreyfingin fullorðinna skátaforingja sem eru færir um að koma öllu þessu í framkvæmd og nota sköpunargáfuna til þess að hleypa lífi í skátastarfið. Til að fá slíka foringja til liðs við okkur þurfum við að hugsa út fyrir rammann og þær hefðbundnu hugmyndir sem við höfum um leiðtoga. Þegar við finnum ekki draumaforingja meðal þeirra sem tiltækir eru í starfið, föllum við oft í þann pytt að veita foringjunum mikið aðhald og setja alls konar reglur um starf þeirra. Með því tökum við þá áhættu að skapa aðallega „dagskrárstjórnendur“ sem fylgja hefðbundnu skipulagi og skortir alla sköpunargáfu. Þetta dregur foringjana niður á lægra plan og gerir þá háða leiðbeiningum, dregur úr þýðingu og spennu dagskrárinnar og þreytir jafnvel bestu og áhugasömustu foringjana.
Hvernig eru sveitarforingjarnir sem við þörfnumst? Þeir eru einfaldlega viljugt fullorðið fólk, karlar og konur á mismunandi aldri sem er þroskað og í góðu jafnvægi og þekkir skátastarfið nógu vel til að njóta þess að hafa frjálsar hendur með að innleiða nýjungar – fólk sem:
• Getur sameinast um framtíðarverkefni. • Getur hvatt aðra til dáða og skapar framtíðarsýn. • Gerir sér grein fyrir því að það ber ábyrgð á upp eldisverkefnum sem gagnast unglingunum og hjálpa foringjunum sjálfum að þroskast sem einstaklingar.
7 | Hlutverk skátaforingja
159
Hlutverk sveitarforingja og sjálfstæði skátaflokka sveitarinnar Eitt mikilvægasta og mest gefandi hlutverk sveitar foringja dreka-, fálka- og dróttskáta snýr að samsetn ingu og sjálfstæði hópa eða flokka skátasveitarinnar. Hlutverk sveitarforingjans er mjög ólíkt eftir aldurs stigum skátasveitanna en alltaf jafn mikilvægt.
Í dróttskáta- og fálkaskátasveitunum hafa skátarnir þroska og getu til að mynda óformlega hópa, en í drekaskátastarfi hafa börn ekki þann þroska. Drekaskátar eru því ófærir um að mynda óformlega hópa og þess vegna er flokkakerfið sem slíkt ekki hluti af skátaaðferðinni í drekaskátastarfi. Þroski barna til að mynda félagsleg tengsl og skuldbindingar sem einkenna óformlega hópa er einfaldlega ekki fyrir hendi hjá börnum á aldrinum sjö til níu ára. Hóparnir sem við myndum í drekaskátasveitinni eru því tilfallandi vinnuhópar sem myndaðir eru vegna verkefna eða vinnu að tímabundnum viðfangsefnum. Vinna ungra drekaskáta í hópum þroskar hæfileikar þeirra til samvinnu. Hópavinna þeirra hefur því þann mikilvæga tilgang að búa til farveg fyrir myndun óformlegra hópa í fálkaskátastarfinu, myndun vinahópa jafningja –„alvöru skátaflokka“. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig gert er ráð fyrir að sjálfstæði drekaskátahópsins og skátaflokksins aukist með hverju árinu á sama tíma og dregur úr íhlutun sveitarforingja í flokksstarfið.
100% 90% 80% 70% 60% 50%
Skátasveitin
40% 30% 20%
Skátaflokkurinn
10% 0% Drekaskátar
Fálkaskátar
160
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Dróttskátar
Hlutverk sveitarforingja er mismunandi á milli aldursstiga. • Í drekaskátasveitinni er megináherslan lögð á að börnin kynnist sem flestum og myndi vináttu samband við jafnaldra í skátasveitinni. Jákvæð kynni efla sjálfstraust, þannig að í lok drekaskátastarfsins hafa myndast vísar að traustum vinahópum. Hver hópur getur myndað framtíðar skátaflokk í fálkaskátasveit, með þeim eiginleikum sem einkenna óformlega hópa sem mynda jákvæðan lærdóms vettvang ungmenna. Með skátaaðferðina að vopni og vænan skammt af alúð og þolinmæði er þetta mikilvæga hlutverk sveitarforingjanna bæði vanda söm og gefandi áskorun. • Í fálkaskátasveitinni er megináherslan lögð á að þjálfa skátana í flokkunum í sam vinnu og sjálfstæðum vinnubrögðum. Að veita þeim hvatningu og leiðsögn til síaukins sjálfstæðis og frumkvæðis í flokksstarfinu. Skátaaðferðin og dagskrár hringurinn eru sveitarforingjanum ómetanlegir leiðarvísar í þessum mikilvæga leiðangri. Lánist skátaforingjum fálkaskátasveita að setja sig í uppeldishlutverk stóru systur og stóra bróður eins og Baden–Powell orðaði það og vinna með skátunum og skátaflokkunum að myndun samstæðra og sjálfstæðra skátaflokka á þessu mikil væga mótunartímabili þá hefur mjög mikið áunnist við að gera skátana að sjálf stæðum, virkum og ábyrgum einstaklingum sem geta nýtt sér uppeldisaðferðir og gildi skátahreyfingarinnar til áframhaldandi þroska. • Í dróttskátasveitinni er megináherslan á ört vaxandi sjálfstæði skátaflokksins. Sveitarforinginn þarf við undirbúning hvers dagskrárhrings og hvert inngrip í starf skátaflokkanna að leiða hugann að því hvernig efla megi skátaflokkinn, auka sjálfstæði hans og frumkvæði. Hlutverk sveitarforingjans er að leiðbeina í gegnum sveitarráðið, styðja þegar þörf er fyrir stuðning, hvetja þegar hvatningar er þörf og hrósa þegar samhentur flokkurinn leggur sig allan fram við vinnu að verkefnum sem hann valdi, undirbjó og framkvæmdi í sameiningu. Það er ekki hlutverk sveitarforingjanna að mynda öflug keppnislið ungmenna sem rúlla jafnöldrum sínum upp í tilgangslitlum flokkakeppnum um hæfnisþætti sem fyrirfram eru skilgreindir af foringjaflokki, sveitarráði, BÍS eða öðrum utanaðakomandi aðilum. Eins áhugaverð og slík keppni getur verið hentar sú nálgun í besta falli sumum, oftast mjög fáum, og getur beinlínis unnið gegn því sem við viljum stuðla að með flokkakerfinu og flokknum sem lærdómsvettvangi. Hlutverk sveitarforingja gagnvart flokkunum í dróttskáta- og fálkaskátasveitunum og hópunum í drekaskátasveitinni er því mismunandi, en alltaf mikilvægt. Það er jafnframt frábrugðið hlutverki sveitarforingjanna sem umsjónarforingja hvers einstaks skáta í vinnu hans að áfangamarkmiðum sínum og persónulegum áskorunum. Í þeirri vinnu þarf hvert barn og ungmenni að finna fyrir viðvarandi stuðningi og nálægð fullorðins skátaforingja í skátastarfinu.
7 | Hlutverk skátaforingja
161
Sveitarforingjarnir móta skátasveitina Hvað er átt við með að „móta“ skátasveitina?
Skátaaðferðin er ekki flæðirit með boxum og örvum. Hún er ekki eins og leiðarvísir fyrir sjálfvirka þvottavél með innbyggðum kerfum, sem sýnir hvaða takka á að ýta á til að velja þvottakerfið sem við viljum. Skátaaðferðin inniheldur fjölmargar hvetjandi vinnu reglur og nytsamlegar aðferðir er saman mynda eina heild sem er aðlöguð og fléttuð inn í daglegt starf skátasveitarinnar. Slíkt er gert með því að taka tillit til þess umhverfis sem sveitin býr við og einstaklinganna sem í henni starfa. Mikilvægast í uppbyggingarferlinu er að átta sig á hvernig hugmyndir passa saman svo þær virki sem ein heild við ákveðnar aðstæður. Þetta er í eðli sínu samþættingar verkefni og tilgangur þess er að fá alla verkþætti til að virka vel í framkvæmd. Það kallar á þekkingu, hugmyndaflug og svolítið áræði.
Bíll sem búinn er bestu vélinni, bestu gírunum og bestu sætunum en er ekki nógu stöðugur til að aka í hálku er ekki vel hannaður. Skátasveitina þarf að byggja þannig upp að hún virki eins og bíll sem vinnur vel í hálku, á blautum vegum eða bugðóttum, í lausamöl eða í mikilli umferð. Vopnaðir góðri þekkingu á skátaaðferðinni og hvernig hún virkar, þurfa sveitarforingjar að nota ímyndunaraflið og beita skátaaðferðinni þannig að hún nýtist í starfi. Engar tvennar aðstæður og engar tvær skátasveitir eru nákvæmlega eins. Þess vegna getum við ekki ætlast til þess að fá uppskrift að tafarlausri velgengni eða töfraformúlu frá fólki sem þekkir ekki aðstæður okkar. Sú uppskrift sem býr yfir mestu töfrunum af þeim öllum og er best fyrir skátasveitina er sú sem foringinn býr til sjálfur og byggð er á þekkingu hans og reynslu. Hvaða verkefni felast í uppbyggingu skátasveitarinnar?
Ómögulegt er að útbúa tæmandi lista því veruleikinn mætir okkur sífellt með nýjum áskorunum. Við getum samt sem áður sett fram nokkur dæmi sem varpa betra ljósi á þetta fyrsta verkefni sveitarforingjans. • Uppbygging skátasveitar felur meðal annars í sér hvatninga- og breytingaferli. Í lítilli og nýstofnaðri sveit er ekki endilega forgangsatriði að tryggja að sérhver þáttur skátaaðferðar innar virki til fulls. Hægt er að styrkja þættina smám saman um leið og sveitin stækkar. Mikilvægt er þó að tryggja að flokkakerfið virki vel frá upphafi, að móta „menningu” sem virðir sjálfstæði flokkanna. Í rótgrónari og fjölmennari sveitum, sem foringjarnir átta sig allt í einu á að hafa alltaf virkað eins og einn stór flokkur, verður að vinna yfirvegað að því að koma flokkakerfinu á, annars getur „sjokkið” ógnað stöðugleikanum. Engin handbók getur sagt okkur hvernig þetta skuli framkvæmt en þetta er ferli sem foringi með framtíðarsýn þarf að stjórna.
162
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
• Uppbygging þýðir að við aðlögum væntingar okkar að þeim félagslegu-, fjárhagslegu- og menningarlegu aðstæðum sem við búum við. Ekki er hægt að ætlast til þess að stjórnendur í fámennu og fjárvana byggðarlagi geti útvegað fundarstað fyrir skátasveitir og flokka um leið og starfið hefst, jafnvel þó að fundarstaðurinn sé mikilvægur hluti af sjálfsmynd flokksins. Það er nauðsynlegt að finna leiðir til að skapa traust í samfélaginu og láta sér detta í hug aðrar lausnir. • Uppbygging sveitar felur meðal annars í sér að koma auga á smáatriði sem geta skýrt ýmsar aðstæður. Sem dæmi má nefna að sveitarforingja, sem kvartar yfir samkeppni við íþróttafélagið í hverfinu gæti hafa yfirsést að hann skipulagði flestar ferðir sveitarinnar á nákvæmlega sömu dögum og íþróttafélagið var með sína stærstu viðburði. • Uppbygging snýst um að meta þátttakendur og þarfir í hverju tilviki fyrir sig og sýna þá útsjónarsemi sem hentar stað og stund. • Uppbygging felur í sér að skipuleggja lærdómsferli fyrir flokksforingjana, að laga ferlið að aðstæðum þeirra og hjálpa þeim að læra að takast á við erfiðar aðstæður á árangursríkan hátt. Sé það ekki gert, gera foringjarnir skátana ósjálfstæða og þurfa sjálfir að vinna öll verkefnin sem skátunum er ætlað leysa í lærdómsferlinu. Handbækur og námskeið koma ekki í staðinn fyrir það sem felst í að byggja upp nýja skátasveit. Sama hversu góð þau eru geta þau ekki tekið sérþarfir hvers einasta flokksforingja í hverri sveit með í reikninginn • Uppbygging krefst þess að sveitarforingi hugi vel að og leiði þær breytingar sem hugsanleg ákvörðun skátaflokks um blandað eða kynjaskipt starf hefur í för með sér og sjái fyrir áhrifin af slíkri ákvörðun. Hann eða hún þarf einnig að hafa stjórn á því ójafnvægi sem oft kemur upp þegar breytingar verða á flokkum, hvort sem það er þegar nýir meðlimir ganga til liðs við þá eða þegar eldri skátar færast upp um aldursstig.
Þeim sem vilja sjá árangur strax gæti þótt lítið varið í yfirvegaða þolinmæðisvinnu sveitarforingjans við mótun skátasveitarinnar. Ekkert kemur þó í staðinn fyrir upp byggingarstarfið og þeir sem eru staðfastir og þrautseigir munu njóta góðs af því síðar. Að byggja upp nýja skátasveit eða efla starf gamallar sveitar krefst þrautseigju því þess háttar verk er ekki bara eitthvað sem gert er „í eitt skipti fyrir öll”. Slíkt verk er í raun langtímaverkefni – því alltaf má gott bæta. Því hefur verið haldið fram að fullkominn skilningur á skátaaðferðinni sé mikilvægur svo árangur náist í því viðvarandi ferli sem uppbyggingin er. Annars gæti skátastarfið auðveldlega þróast í ranga átt. Það er óttinn við slíka þróun sem fær stjórnir skátafélaga og jafnvel landssamtakanna stundum til að breyta aðferðafræði skátastarfsins og uppbyggingu dagskrárinnar með stífum reglum og reglugerðum um hvað megi eða megi ekki gera. Þannig starfsumhverfi fælir foringja frá, þreytir unglinga og hamlar frelsi til nýsköpunar, auk þess sem sveitin á þá á hættu að staðna. Þar af leiðandi er efling skátastarfsins fyrsta ábyrgðarhlutverk foringjaflokksins og verk-efnið er viðvarandi. Til að vinna það vel er nauðsynlegt að: • Skilja skátaaðferðina í heild sinni. • Meta raunverulegar aðstæður í umhverfinu svo hægt sé að aðlagast þeim á árangursríkan hátt. • Þekkja skátana í sveitinni svo að hægt sé að fella alla þætti skátaaðferðarinnar inn í starfið.
7 | Hlutverk skátaforingja
163
Sveitarforingjar gæta hugsjónarinnar sem felst í markmiðum skátahreyfingarinnar Unglingarnir ganga í skátana vegna þess að þeir heillast af ævintýrinu sem felst í því að kanna ný svið og nema nýjar lendur í vinahópi. Þegar þeir upplifa ævintýrin í flokks- og sveitarstarfinu er þroskaferlið eðlileg afleiðing en það er einmitt aðalmarkmiðið með skátastarfinu. Við vitum nú þegar að starfið í skátasveitinni ber árangur ef allir þættir skátaaðferðarinnar eru notaðir. Gæði skátastarfsins er á ábyrgð skátasveitarinnar, þar sem hún leggur grunn inn að merkingu þess sem gert er og hvernig það er framkvæmt. Að segja að skátasveitin sé ábyrg fyrir skátastarfinu jafngildir því að segja að sveitarforingjarnir séu ábyrgir, því það eru þeir sem gegna uppeldishlutverkinu. Enginn annar skáti sveitarinnar getur tekið að sér þetta verkefni. Þess vegna segjum við að sveitarforingjarnir séu verndarar markmiða skátastarfsins.
Það að tryggja að markmiðunum sé fylgt þýðir ekki að það eigi að boða markmiðin eins og fagnaðarerindi eða að láta skátana þylja þau upp í sífellu. Slíkt væri bæði tilgangslaust og leiðinlegt. Að gæta markmiðanna táknar að hafa umsjón með því að allir þættir skátaaðferðarinnar séu nýttir til fulls og að kjöraðstæður séu skapaðar fyrir skátastarfið. Sveitarforingjar geta ekki eingöngu lagt fyrir skátana verkefni sem þeim þóknast hverju sinni eða þjappað allri útiveru saman í nokkrar dagferðir vegna þess að þeim þykir ekki gaman að fara í útilegur eða hafa ekki tíma fyrir þær. Að gæta markmiðanna þýðir líka að sveitarforingjarnir þurfa að sýna gott fordæmi. Enginn skátaforingi trúir því að skátalögin eigi einungis við um börn og unglinga.
Sveitarforingjar vísa leiðina að framtíðarsýninni Í 5. kafla var minnst á að framtíðarsýnin – sem kemur fram í árlegum markmiðum sveitarinnar – er sýn skátasveitarinnar á eigin framtíð. Það hefur líka verið minnst á að þegar framtíðarsýn er deilt með öðrum verður hún mjög áhrifamikið og kraftmikið afl. Þessi sameiginlega sýn skapar jákvæð tengsl sem gefa sveitinni orku og stöðugleika. Framtíðarsýnin vex og breiðir úr sér og verður nokkurs konar „sjálfseflingarspírall“ samskipta og orku. Því meira sem við tölum um framtíðarsýnina og því fleira fólk sem aðhyllist hana þeim mun skýrari verður hún og eldmóðurinn vex. Fyrstu skrefin í átt að framtíðarsýninni kynda undir áhugann.
164
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Að koma á nýrri framtíðarsýn gerist ekki sjálfkrafa og er háð ákveðnum takmörkunum: • Þegar nýir skátar bætast í sveitina, þegar skipt er um foringja eða fleiri hugmyndir um framtíðarsýnina bætast við, verður stefnan óljósari og slíkt getur skapað árekstra. Sveitarforingjarnir og skátarnir í flokkunum velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að breyta hinni sameiginlegu framtíðarsýn og samræma leiðir að settu markmiði. • Ef við tökum ekki tillit til ólíkra sjónarmiða hægir á ferlinu við að koma á sameiginlegri framtíðarsýn. Slíkt veldur árekstrum sem leiðir til þess að skátarnir „samþykkja“ hópákvarðanir fremur en að „sameinast“ um þær. Besta leiðin er að skoða þessar ólíku hugmyndir, gefa þeim rými og leyfa sameiginlegri framtíðarsýn að vaxa eða dýpka með því að reyna að sætta og samræma mismunandi sjónarmið. • Bil sem fólk skynjar milli raunveruleikans og framtíðarsýnarinnar er annar takmarkandi þáttur. Sveitaráðið gæti látið hugfallast vegna þeirra erfiðleika sem oft fylgja því að gera framtíðarsýnina að veruleika. Sveitarforingjarnir verða því að efla getu einstaklingsins til að fyrirbyggja að hann missi sjónar á framtíðarsýninni. • Framtíðarsýnin getur líka fjarað út þegar foringjarnir missa móðinn vegna hversdagslegra skylduverkefna. Í þeim tilfellum verða foringjarnir að nota minni tíma í vanabundin verkefni og einbeita sér frekar að samræðum um verkefni framtíðarinnar.
Í öllum þessum tilvikum starfa sveitarforingjarnir sem „verndarar” framtíðarsýnarinnar. Þeir sjá um að hún styrkist og takist á við það sem ógnar framþróun hennar. Ef for ingjarnir vanrækja framtíðarsýnina eiga þeir á hættu að flokkarnir gleymi sameiginlegum tengslum sínum, skátarnir fari að reka áróður fyrir sínum persónulegu skoðunum og að starfið verði einhæft eða venjubundið. Til þess að geta framfylgt hlutverki sínu sem verndarar framtíðarsýnarinnar verða sveitarforingjarnir að tryggja að þeir missi aldrei sjónar á tilgangi skátastarfsins. Þessi sögulegi tilgangur skýrir af hverju við gerum það sem við gerum, hvernig sveitin þarf að þróast og að þróunin er hluti af stærra samhengi. Þetta færir framtíðarsýninni dýpt og skapar sjóndeildarhring þar sem draumar og persónuleg markmið verða mikilvægar vörður á lengri leið. Sögulegi tilgangurinn er ekki eingöngu upprunninn frá alþjóðlegum gildum skátahreyfingarinnar. Aðrir þættir hans fela í sér: Sögu skátafélagsins sem sveitin tilheyrir, tíðarandann sem starfað er í, sorgir og sigrar í fortíðinni. Einnig „goðsagnirnar” sem ganga manna á milli og fjalla um blómaskeið sveitarinnar eða skátafélagsins og ýmslegt annað sem er mikilvægt. Sögulegi tilgangurinn hvetur til dáða og viðheldur stöðugleika sveitarinnar.
Sveitarforingjar hvetja Með góðu fordæmi og samtölum við unglingana, hvetja sveitarforingjarnir þá til að breyta hegðun sinni á ákveðinn hátt og kveikja hjá þeim áhuga fyrir sameiginlegri framtíðarsýn sveitarinnar, að kanna ný svið, að styrkja flokkana, vinna að verkefnum og þroska eigin persónuleika. Með því að eiga innihaldsrík og gefandi samskipti við skátana gefst okkur tækifæri til að deila skoðunum og mynda hughrif sem leiða á endanum til samlyndis og eindrægni og hvetur þá til að standa saman.
7 | Hlutverk skátaforingja
165
Þegar kemur að vali verkefna þurfa foringjar að vera mjög hvetjandi. Unglingarnir koma með tillögur að verkefnum fyrir sveitina eða flokkinn. Oft þurfa foringjarnir að örva ímyndunarafl þeirra, lauma að þeim hugmyndum, hvetja til frumkvæðis og viðhalda áhuga þeirra svo verkefnin verði heillandi, ævintýraleg og spennandi. Þetta þurfa foringjarnir að gera með því að halda sig sem mest til hlés og láta unglingunum eftir stjórnina, en vera samt til staðar þegar þeirra er þörf. Það gagnast foringjunum lítið að vera sérfræðingar í skátaaðferðinni og atferli unglinga ef þeir hafa ekki þróað með sér hæfileikan til að hvetja þá til athafna. Hvatning er nauðsynleg. Hún hjálpar skátunum við að uppgötva á eigin spýtur og veitir þeim skilning til að velja og hafna. Til þess að úr verði ósvikið samband verður það að vera laust við alla tilhneigingu sveitar foringja til að þröngva eigin skoðunum upp á skátana. Foringjar þurfa að hvetja án þess að stjórna eða skapa hjarðhegðun. Að hvetja án þess að ráðskast með eða leggja tilfinningalegar gildrur í tilboðin sem gerir skátunum ókleift að hafna þeim.
Líbanska skáldið Kahlil Gibran hefur fangað hugmynd sem lýsir því vel hvernig sveitarforingi getur verið hvetjandi. Í umfjöllun sinni um foreldra og börn leggur hann sérstakan skilning í það að bera ábyrgð án eignarhalds:
Börn ykkar eru ekki börn ykkar. Þau eru synir og dætur lífsins og eiga sér sínar eigin langanir. Þið eruð farvegur þeirra, en þau koma ekki frá ykkur. Og þó að þau séu hjá ykkur, heyra þau ykkur ekki til. Þið megið gefa þeim ást ykkar, en ekki hugsanir ykkar, þau eiga sér sínar hugsanir. Þið megið hýsa líkama þeirra, en ekki sálir þeirra, því að sálir þeirra búa í húsi framtíðarinnar, sem þið getið ekki heimsótt, jafnvel ekki í draumi. Þið megið reyna að líkjast þeim, en ekki gera þau lík ykkur. Því að lífið fer ekki afturábak og verður ekki grafið í gröf gærdagsins. Þið eruð boginn sem börnum ykkar er skotið af eins og lifandi örvum. En mark bogmannsins er á vegi eilífðarinnar, og hann beygir ykkur með afli sínu, svo að örvar hans fljúgi hratt og langt. Látið sveigjuna í hendi bogmannsins vera hamingju ykkar, því að eins og hann elskar örina, sem flýgur, eins elskar hann bogann í hendi sér. (Gunnar Dal - þýddi.)
166
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Verkefni sveitarforingja er að hvetja skátana til dáða Hvatning er eitt af mikilvægustu verkum foringja í starfi hans með unglingum, en hvatning er ekki nóg. Markmið með hvatningu er að efla unglinga til sjálfstæðis í hugsun, orðum og verkum. Valkostir skátanna koma fram á mismunandi stigum: • Sumir valkostir höfða til hópsins alls, eins og sameiginleg framtíðarsýn sveitarinnar. Þá tengja unglingarnir persónulega framtíðarsýn sína við þá sameiginlegu framtíðarsýn sem skátarnir ræða og samþykkja á sveitarþinginu. • Aðrir valkostir eru persónulegir eins og til dæmis hvenær á að vinna skátaheitið, sem felur í sér loforðið um að reyna að halda skátalögin. Þetta er lykilatriði í þátttöku hvers barns eða unglings í skátastarfi. Annað atriði af þessu tagi eru áfangamarkmiðin sem hjálpa unglingnum að þroskast sem manneskja. Skátaaðferðin býður unglingum upp á fjölda smárra áfangamarkmiða sem byggjast á gildum skátahreyfingarinnar og ná yfir öll svið persónuleikans. Skátarnir setja sér með eigin orðum persónulegar áskoranir gagnvart hverju áfangamarkmiði eftir að hafa ráðfært sig við flokksfélaga sína og umsjónarforingjann sem fylgist með framförum þeirra. Nánar verður farið í þessi atriði þegar fjallað verður um áfangamarkmiðin. Unglingarnir ræða einnig möguleika sem þeim bjóðast í sveitarstarfinu eins og til dæmis verkefnin sem þeir framkvæma. Slík umræða fer fram innan flokksins og svo á sveitarþingum. Skátaaðferðin byggir á stöðugri hvatningu til skátanna um að þjálfa getu sína, velja úr tilboðum og tillögum og taka ákvarðanir. Ákvarðanir eins og í hvaða flokk þeir eiga að ganga, hvern eigi að kjósa sem flokksforingja, hvaða verkefni eigi að framkvæma í flokks- og sveitarstarfinu og hvaða sérkunnáttumerkjum hver og einn sækist eftir. Þegar ákvörðun hefur verið tekin reynir sveitarforinginn að fá skátana til að gera valið og áhugann að skuldbindingu. Þeir reyna að tengja valið viljanum til góðra verka og styrkja ábyrgðartilfinninguna sem hvetur skátana til að leggja sitt af mörkum til að ljúka verki. Sveitarforingjarnir hjálpa skátunum að standa við ákvarðanir sínar með því að ítreka mikilvægi og merkingu þess sem þeir hafa valið. Ekki er líklegt að fólk sé tilbúið til að skuldbinda sig merkingarlausu starfi – í besta falli má búast við að fólk sætti sig við það. Að lokum felur orðið skuldbinding óbeint í sér gagnkvæmni í samskiptum.„Saman í leið angri“ vísar einmitt til þessarar gagnkvæmni. Skátaforingi er ekki atvinnuráðgjafi sem getur staðið utan við þá skuldbindingu sem hann leggur til. Þvert á móti; að bjóða einhverjum að skuldbinda sig í skátastarfi þýðir að sá sem það býður tekur sér það einnig á hendur.
7 | Hlutverk skátaforingja
167
Sveitarforingjar gegna uppeldishlutverki Það er meginhlutverk sveitarforingja og það mikilvægasta en það verður ekki skilið frá öðrum hlutverkum. Auk þess að vera uppalendur og leiðbeinendur þurfa skátaforingjar að byggja upp sveitarstarfið, standa vörð um markmið skátahreyfingarinnar, stjórna framtíðarsýn sveitarinnar, hvetja og aðstoða skátana til að standa við ákvarðanir sínar og skuldbindingar.
Uppbyggjandi nám á sér ekki stað í veikri skátasveit þar sem atburðarásin er trufluð á fimm mínútna fresti vegna þess að hlutirnir hafa ekki verið hugsaðir til enda eða gerðir almennilega. Lítið lærist í skátasveit sem skortir tilgang og uppeldisaðstæður fyrir skáta starfið. Samverkan allra þátta skátaaðferðarinnar er nauðsynleg til að ná árangri. Uppeldisaðferð skáta virkar ekki nema við mótum framtíðarsýn í sameiningu. Á sama hátt læra unglingarnir fátt sem máli skiptir ef þeir eru ekki hvattir áfram eða vinna ekki sjálfviljugir að persónulegum þroska sínum. Skátaforinginn sinnir því uppeldishlutverki samhliða öllum hinum hlutverkunum. Þegar flokkur var skilgreindur sem lærdómssamfélag var því haldið fram að allt nám væri breytingaferli. Hvernig tengist skátauppeldi og skátafræðsla námi sem breytingaferli?
Þátttaka og eftirvænting eru tvö grundvallaratriði þess að læra með skátaaðferðinni. • Þátttaka er valfrjáls og í þessu samhengi er litið á hana sem örvun til samvinnu og samtals milli unglinga í sameiginlegu flokks- eða sveitarstarfi, þar sem þeir læra hver fyrir sig og sem hópur. • Eftirvænting felur í sér framtíðarsýn. Hún getur bæði verið sameiginleg en einnig einstaklingsbundin og beinist að því að ná ákveðnum persónulegum markmiðum. Lærdómur af þessu tagi leiðir af sér bæði samvinnu og sjálfsstæði, sem eru tvær hliðar á sama peningi. Með samvinnu lærir unglingurinn að lifa í samfélagi og með sjálfstæði lærir hann eða hún að skilja á milli sín og annarra, með persónulegum markmiðum sem stuðla að aukinni lífsfyllingu. Ólíkt því sem nefna má hefðbundnar námsaðferðir, sem miða aðallega að því að fólk lagi sig að umhverfi sínu og sé búið undir að finna lausn á þekktum aðstæðum, snýst skátauppeldi um breytingar, endurnýjun, endurskipulagningu og nýja sýn á mál. Unglingarnir eru búnir undir að starfa við síbreytilegar aðstæður í heimi sem breytist stöðugt. Þar af leiðandi er náið samband milli breytinga og uppeldisaðferða í skátastarfi. Með því að koma á slíkum kennsluaðferðum, byggir skátaforinginn upp spennu milli raun veruleika og framtíðarsýnar. Sú spenna hvetur skátann til að fylgja sýninni um áhugaverða framtíð og betri tilveru.
168
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Þessi jákvæða spenna er til staðar í öllu því sem tengist þróunarferli mannkyns. Hvorki verða breytingar til framþróunar né mótast ný framtíðarsýn ef markmiðin eru ekki skýr. Ef skortir framtíðarsýn, hvert mun breytingin þá leiða okkur? Á fjöldafundi um borgararéttindi við minnisvarða Abrahams Lincoln í Washington þann 28. ágúst 1963, hóf Martin Luther King sögulega ræðu sína á orðunum „Ég á mér draum.” Hann sagði frá hugsjón sinni um það jafnréttissinnaða samfélag sem hann dreymdi um. Spennan sem King skapaði milli raunveruleika þess tíma og draumsins sem hann deildi með þjóðinni og í raun heiminum öllum leiddi til þess að ríkisstjórn Bandaríkjanna sendi frá sér borgararéttindasáttmála sem færði kynþátta- og minnihlutahópum aukin réttindi árið 1964.
Sveitarforingjar skapa þessa jákvæðu spennu hjá unglingum til þess að sýna þeim hvernig framtíðin getur orðið. Eða eins og Martin Luther King orðaði það: „þetta snýst um að gera umfjöllunarefnið nógu dramatískt svo ekki sé lengur hægt að leiða það hjá sér.” Að leiðbeina er að veita persónulegum þroska athygli og virða mikilvægi hans. Að leiðbeina er að vísa veginn til framtíðar, fylgja unglingum í áttina að því sem þeir geta orðið og vilja verða. Að kynna þeim þau gildi sem mikilvæg eru þegar til framtíðar er litið og til að vera virk í samfélaginu. Með því að skapa þessa jákvæðu spennu hjá unglingunum, sáir sveitarforingi í huga þeirra fræjum sem dafna og gera þá færa um að halda óstuddir á vit framtíðardrauma sinna. Það er engin ástæða til að beita þá þrýstingi – heldur bara fylgja þeim. Að þessu leyti er hlutverk sveitarforingja að örva unglinga til framfara innan þess ramma sem skapaður hefur verið að hluta til fyrir þeirra eigin verknað. Ef sveitarforingjarnir eiga að leiðbeina og skapa eftirvæntingu og jákvæða spennu milli nútíðar og framtíðar, má foringjaflokkurinn ekki aðeins vera samsettur af fólki sem er nánast á sama aldri og skátarnir. Í hópnum verða að vera fullorðnir einstaklingar á mismunandi aldri sem hafa nægilegan þroska og reynslu af lífinu til að gefa skátunum innsýn í það sem þeir eiga í vændum. Ef foringjaflokkurinn er hins vegar eingöngu samsettur af eldri foringjum, gæti orðið minni kraftur í starfinu og erfitt að koma á jafningjasambandi við unglingana. Það er því ráðlegt að mynda foringjaflokk sem er samsettur af einstaklingum á ólíkum aldri til að skapa jafnvægi milli þeirra mismunandi hæfileika sem þörf er fyrir.
7 | Hlutverk skátaforingja
169
SKÁTAFORINGJAR SEM LEIÐBEINENDUR Nokkur frumskilyrði Til að vera færir um að sinna hlutverki sínu, verða sveitarforingjar að hafa öðlast ákveðnar forsendur eða grundvallarþekkingu á uppeldi og menntun sem gerir þeim kleift að sýna ábyrgð í því starfi sem lýst hefur verið hér að framan.
skerpa framtíðarsýnina hvetja
standa vörð um markmið
Hlutverk skátaforingja…
byggja upp
aðstoða við töku ákvarðana og skuldbindinga
leiðbeinir þekkja unglingana
stofna til tilfinningasambanda
skynja, hafa vald á og stýra áaettu
og það sem er gefa sér tíma „ómissandi“ fyrir skátaforingja ...
vera fús til að laera og þroskast sem manneskja vita hvernig á að stjórna verkefnum og meta þau
170
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
vinna með liðsheild
hjálpa öðrum að vaxa og þroskast
tengjast og taka þátt í samfélaginu
Að þekkja unglingana Þekking skátaforingja á unglingum ætti að vera tvíþætt. Annars vegar þekking á þeim almennu eiginleikum sem spanna öll svið persónuleika unglinga á aldrinum 13–15 ára. Hins vegar sérstök og einstaklingsbundin þekking á hverjum unglingi fyrir sig, þekking sem byggist á ótal atriðum úr lífi hans eða hennar, fjölskyldu, umhverfi og bakgrunni.
Að vera fær um að stofna til tilfinningasambanda Hluttekning byggist á hæfileikanum til að skynja tilfinningar annarra. Með því að „setja sjálfan sig í annarra spor” öðlast einstaklingur skilning á tilfinningum og líðan annarrar manneskju. Tengsl fólks sem byggjast á tilfinningum og hluttekningu krefjast umfram allt tíma og vilja til að hlusta. Þau krefjast líka ákveðins þroska og persónulegs jafnvægis til að skilja og meta það sem hlustað er á. Þau krefjast hæfileika til að sýna alúð, stjórna kvíða og að leyfa hinni manneskjunni að taka frumkvæðið. Að setja sig í spor unglinga felur líka í sér að deila með þeim hæfileikanum til að hrífast af hlutum, „komast í stemninguna“, og hafa yndi af þeim könnunaranda sem veitir sveitinni innblástur. Þessi hæfileiki er nauðsynlegur til þess að hægt sé að taka þátt í leik án þess að missa stöðu hins fullorðna í hópnum og án þess að verða einn eða ein af unglingahópnum. Með því að taka þátt í ævintýrinu, hjálpar foringinn þeim að koma auga á atriði sem þau hefðu annars kannski misst af.
Að setja sig í spor unglinga þýðir að leyfa þeim að taka sér þann tíma sem þeir þarfnast til að ná framförum. Sveitarforingi verður að streitast á móti eigin óþolinmæði, ergelsi og ýtni eða þeirri tilfinningu að hafa mistekist. Hann eða hún verður að vera viljug til að byrja upp á nýtt og reyna að gera betur. Eins og áður hefur komið fram verður foringi að vita hvernig hann eigi að láta sig hverfa þegar hans er ekki þörf og vera tilbúinn að birtast aftur á réttu augnabliki.
Að vera fús til að læra og þroskast sem manneskja Í lærdómsmiðuðu kerfi eins og skátaaðferðinni ættu þeir sem stjórna ferðinni að vera fyrstir til að sýna námsvilja. Sem betur fer hættum við aldrei að læra og lífið býður okkur upp á endalaus tækifæri til þess. Það er því að stærstum hluta undir okkur sjálfum komið hvort við lærum, töpum niður kunnáttu eða endurmenntum okkur og hugsum um verkefni okkar á gagnrýninn hátt.
7 | Hlutverk skátaforingja
171
Sveitarforinginn heldur stöðugt áfram að læra af um gengni og samskiptum við skátana í sveitinni, aðra foringja og foreldra skátanna. Hann eða hún getur sótt endurmenntun í námskeið á vegum BÍS, með lestri bóka, m.a. um uppeldi og menntun, og með því einfaldlega að læra af eigin reynslu. Slíkt nám eflir líka hæfileika okkar til að deila hugmyndum, hlusta, samræma og vinna verkin vel. Þannig þroskast sveitarforinginn sem manneskja, það gagnast ekki eingöngu skátunum í sveitinni heldur líka foringjanum sjálfum.
Að vita hvernig á að stjórna verkefnum og meta þau Þegar fjallað var um hvatningarhlutverk sveitarforingja var nefnt að hann eða hún þyrfti að hvetja ungmenni til að taka frumkvæði við skipulagningu verkefna. Sveitarforinginn verður einnig að vera fær um að stjórna sjálfur og meta starf skátanna í samvinnu við þá. Slíkt krefst skipulags- og greiningarhæfileika. Það eru ekki eingöngu þessir hæfileikar sem foringi þarf að búa yfir. Hún eða hann þarf líka að hafa vilja og hæfileika til að hjálpa öðrum, til að skipuleggja eigin gerðir, stjórna og meta starfið á sjálfstæðan hátt. Það felur í sér að læra að halda viðleitni skátanna gangandi, en virkja um leið getu einstaklingsins og liðsheildarinnar svo hún verði smátt og smátt sjálfstæðari.
Að hjálpa öðrum að vaxa og þroskast Verkefni sem skátarnir inna af hendi færa þeim persónu lega reynslu. Með tímanum leiðir hún til þess að þeir ná áfangamarkmiðum sínum og eigin áskorunum. Ferlið er þó hvorki sjálfvirkt né ómeðvitað. Unglingur þarf á samræðum og uppörvun að halda. Hann eða hún þarf félagsskap og stuðning flokksins, fjölskyldunnar og sveitarforingjanna. Þetta þýðir að sveitarforingjarnir þurfa að hjálpa skátunum með mörg verkefni. Til dæmis við að setja sér persónu legar áskoranir, viðhalda tilraunum sínum við að ná þeim, vita hvernig á að samþykkja og viðurkenna bæði mistök og framfarir, umbera misbresti og efla viljann til að byrja upp á nýtt. Í stuttu máli þarf sveitarforingi að hafa ákveðið viðhorf og hæfileika sem auðveldar skátunum að viðurkenna og samþykkja hann eða hana sem verðugan viðmælanda sem virðir persónuþroska þeirra. Augljóslega kallar þetta líka á persónulegan þroska foringjans.
172
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Að tengjast og taka þátt í samfélaginu Þegar fjallað var um skátaflokkinn var því haldið fram að skátarnir gætu ekki lært mikið einangraðir frá umheim inum, en að skátastarfið gæfi þeim tækifæri til að taka þátt í nærsamfélaginu, sýna áhuga á hinu víðara samfélagi og þeim alþjóðavædda heimi sem við búum í nú á dögum. Sveitarforingjarnir, sem eru fyrirmyndir skátanna, verða að setja þeim fordæmi á þessu sviði. Hvernig getum við ætlast til þess að unglingarnir sýni heiminum áhuga og gegni uppbyggilegum hlutverkum í samfélaginu ef foringjarnir sjálfir eru ekki virkir samfélagsþegnar? Fólk, sem hefur ekki þroskast sem skyldi og notar foringjastöðu sína í skátunum sem leið til að bæta upp óleyst persónuleg vandamál, hefur ekkert að bjóða skátunum. Ekki heldur fólk sem forðast skuldbindingar sem byggja upp og bæta samfélagið. Ennþá síður hentar hlutverk skátaforingja því fólki sem er óvirkt í samfélaginu eða þeim sem flýja ábyrgð sína og leitar hugsanlega skjóls í verndandi umhverfi skátahreyfingarinnar.
Að vinna sem liðsheild Liðsheild á við hóp þar sem hegðun og atferli einnar manneskju er undir áhrifum hegðunar og atferlis annarra í hópnum. Þegar tveir eða fleiri sameina krafta sína koma þeir af stað samvirkni sem verður til þess að afköstin eflast og árangur verður meiri en samanlagður árangur tveggja einstaklinga. Kraftur liðsheildarinnar er kjarni skátaaðferðarinnar. Skátaforingi verður því að vera fær um að vinna með öðrum, miðla persónulegum hæfileikum sínum og samþykkja og meta framlag annarra. Að vinna sem ein heild er ekki eingöngu að vinna við hlið annarra, heldur að vinna með öðrum af einlægni. Þetta krefst getu til að takast á við ágreining á jákvæðan hátt og að lokum færni til að beina sjónarmiðum einstaklinganna í hópnum í sömu átt.
Að gefa sér tíma Að vera sveitarforingi í skátasveit krefst tíma. Sá tími þarf að vera „gæðatími“ sem veittur er af fúsum vilja. Skátaforingi þarf að leggja sig allan fram á meðan hann sinnir foringjastarfinu. Þannig getur hann miðlað sínu besta án þess að lenda í tímahraki eða vinna óundirbúið.
7 | Hlutverk skátaforingja
173
Sveitarforingi ætti helst að skuldbinda sig til að gegna foringjastarfinu í fyrirfram ákveð inn tíma, helst ekki skemur en í þrjú ár. Þannig verður vinnan samfelld heild, skapar aug ljósan árangur og auðveldar betra eftirlit með persónulegum þroska skátanna sem hún eða hann hefur umsjón með. Þannig fær foringinn líka meira persónulega út úr starfinu með skátunum og nýtur þess betur. Traustur foringjaflokkur skapar skátasveitinni stöðugleika.
Að skynja áhættu og stýra forvörnum Eins og öll mannleg viðfangsefni, búa verkefni sveitarinnar yfir ákveðnum þáttum óvissu og áhættu. Á þetta sérstaklega við aðstæður eins og í skátastarfi sem byggist á trausti og hvetur skátana til að læra með ákveðnu athafnafrelsi. Utan hefðbundinna takmark ana verða unglingar vissulega sjálfstæðari, en það þýðir ekki að þeir hafi nægilega sjálfs stjórn til að ráða fullkomlega við frelsið. Ekki kemur til greina undir neinum kringum stæðum að gera tilraunir með vafasömum aðferðum sem fela í sér líkamlega og jafnvel lífshættulega áhættu. Sveitarforingjar verða að gefa sér tíma til að huga að og koma auga á hugsanlega áhættu í verkefnum, lágmarka áhættuhegðun og skapa skýr mörk. Sveitarforingjar þurfa að skilgreina mörk nákvæmlega til þess að lágmarka alla áhættu. Til að svo geti orðið þurfa þeir að leiðbeina skátunum og gera þá færa um að átta sig á og hafa stjórn á áhættunni sem og virða mörkin sem sett eru. Baden-Powell sagði um skátaforingja að „...setja ætti hann eða hana í hlutverk eldri bróður eða systur til að sjá hlutina frá sjónarhorni unglinganna og til að stýra, leiðbeina (Aids to Scoutmastership, 1919) og beina áhuga þeirra í rétta átt.” Það er erfitt að finna betri myndlíkingu en „eldri bróður eða systur“ sem táknmynd fyrir uppeldishlutverk skátaforingja; að hvetja til ævintýramennsku, setja fordæmi með gildum og styðja við þroskann. Stóra systir og stóri bróðir taka þátt í ævintýrum yngri systkina án þess að láta barnalega og þau hafa þann eiginleika að geta dregið úr eigin styrk svo að hin yngri fái tækifæri til að þroskast og eflast. Eldri systkini vilja allt það besta þeim yngri til handa og í leik leiðbeina þau sem eldri eru, vernda og leiðrétta án þess að refsa. Stóri bróðir og stóra systir eru líka dáðar fyrir myndir. Þau yngri þrá að lenda í ævintýrum með þeim, elska þau, virða það sem þau segja og geta opnað hjarta sitt fyrir þeim. Við megum aldrei gleyma því að börn og ungmenni ganga ekki í skátahreyfinguna til að læra ákveðið námsefni eða til að fá einkunnir – til þess fara þau í skóla. Þau koma ekki
174
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
til að fá trúarlega tilsögn – til þess eru kirkjur og trúfélög. Þau ganga ekki í sveitina til að verða keppnismanneskjur í íþróttum – til þess ganga þau í íþróttafélög. Þau koma ekki til að lúta ströngum aga eða hlýða fyrirskipunum – ef svo væri kysu þau sennilega karate eða aðrar austurlenskar sjálfsvarnaríþróttir. Þetta er ástæðan fyrir því að Baden-Powell sagði að hlutverk skátaforingja væri ekki það sama og kennara, foreldra, presta eða íþróttaþjálfara. Það er miklu skyldara því að vera stóra systir eða stóri bróðir. Fólk sem vinnur með unglingum ber ekki eingöngu uppeldislega ábyrgð. Því ber einnig lagaleg skylda til að virða réttindi þeirra og skyldur. Ungir skátar eru ólögráða og hafa réttindi sem verður að virða. Hver sem brýtur á þessum réttindum eða vanvirðir þau á einhvern hátt verður að taka fulla lagalega ábyrgð á gjörðum sínum. Þess vegna verða sveitaforingjar að hafa náð að minnsta kosti 18 ára aldri. Um starfsskilyrði í æskulýðsstarfi gilda sérstök lög frá Alþingi (Æskulýðslög nr. 70/2007). Þar segir meðal annars að miða skuli við að „þeir sem starfa með eða hafi umsjón með börnum og ungmennum í æskulýðsstarfi séu lögráða og hafi þjálfun, menntun, þekkingu eða reynslu til starfsins“. Áður en einstaklingur fær að gerast sveitarforingi ætti hann að standast fullnægjandi skoðun um: a) andlega heilsu, b) tilfinningalegt jafnvægi, c) viðeigandi siðferði, d) skapstjórn, e) vera laus við einræðistilburði, f) sýna öðrum virðingarverða og nærgætna framkomu, sérstaklega börnum og unglingum..
Að gæta vel að persónuverndarsjónarmiðum Sveitarforingjar verða að hafa hugfast að þeir eru ábyrgir fyrir skátunum í sveitinni, uppeldi þeirra og velferð í skátastarfinu.
Þeir þurfa að afla ýmissa upplýsinga um skátana, svo sem um foreldra þeirra, systkini, heimili, jafnvel um afa og ömmur og að sjálfsögðu um langvarandi sjúkdóma barnanna eins og ofnæmi, sykursýki o.s.frv. Slíkar upplýsingar þarf að skrá svo þær séu tiltækar þegar á þarf að halda, þar á meðal heimilisföng, símanúmer og netföng. Persónulegum upplýsingum má ekki dreifa til annarra og gæta þarf þess að þær séu geymdar þar sem óviðkomandi eiga ekki aðgang. Sjálfsagt er að eyða öllum viðkvæmum upplýsingum ef skátinn hættir í skátasveitinni eða skátafélaginu. Í gildi eru sérstök lög frá Alþingi um persónuvernd og meðferð persónulegra upplýsinga (Lög nr. 77/2000). Þeim ber skátaforingjum, eins og öðrum, að fara eftir. Margar fagstéttir sem vinna með einstaklingum, t.d. í heilbrigðis-, dóms- og menntakerfinu, hafa sett sér siðareglur og þurfa að skrifa undir ákvæði um þagnarskyldu hvað varðar persónu legar upplýsingar um sjúklinga, nemendur eða aðra skjólstæðinga. Þó að skátahreyfingin sé ekki opinber stofnun í lagalegum skilningi þess orðs rekur hún opinberlega uppeldisstarf fyrir börn og ungmenni og þess vegna þurfa skátaforingjar að gæta vel að þagnarskyldu sinni varðandi persónulegar upplýsingar og trúnaðaskyldu gagnvart skátunum og foreldrum þeirra.
7 | Hlutverk skátaforingja
175
Að vernda börn og ungmenni fyrir hvers kyns ofbeldi, einelti eða misbeitingu valds Skátaforingjar þurfa alltaf að vera á varðbergi gagnvart því að börn og ungmenni verði ekki fyrir ofbeldi, einelti eða annarri misbeitingu valds.
Samkvæmt Barnaverndarlögum (Lög nr. 80/2002) er„hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd“. Þá er í lögunum bent á sérstakar skyldur þeirra sem starfa sinna vegna hafa afskipti af málefnum barna. Skátahreyfingin lítur svo á að ákvæði þetta eigi við alla skátaforingja. Skátastarf er fyrst og fremst uppeldisstarf og ungmenni þurfa að eiga bæði öryggi og skjól innan vébanda skátahreyfingarinnar. Telji sveitarforingi ástæðu til að hafa samband við barnaverndaryfirvöld ætti hún eða hann að leita aðstoðar hjá stjórn viðkomandi skátafélags og starfsmönnum BÍS sem starfa eftir sérstakri aðgerðaáætlun um viðbrögð við slíkum málum.
176
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
8
kafli ÞROSKASVIÐIn
8 | Þroskasviðin
177
efnisyfirlit Víddir persónuleikans • Með skátaaðferðinni gefst unglingum tækifæri til að þroska öll svið persónuleikans • Allar víddir persónuleikans vinna saman sem ein heild • Táknræna umgjörðin styrkir ólík þroskasvið
Hugleiðingar um þroskasviðin • Heilbrigði og hollusta - líkamsþroski • Skynsemi og sköpunarþrá - vitsmunaþroski • Vilji og persónuleiki - persónuþroski • Tilfinningar og skoðanir - tilfinningaþroski • Vinir og samfélag - félagsþroski • Lífsgildi og tilgangur lífsins - andlegur þroski • Sveitarforingjar þurfa að kunna margs konar reynslusögur og vita hvenær á að nota þær • Áfangamarkmiðin eru flokkuð eftir þroskasviðum
178
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
VÍDDIR PERSÓNULEIKANS Með skátaaðferðinni gefst unglingum tækifæri til að þroska öll svið persónuleikans
Við upphaf kynþroska byrja krakkar að þróa með sér framtíðaráætlun. Slíkt er langtímaverkefni og tekur ekki á sig skýra mynd fyrr en eftir unglingsárin. Barnslegt ósjálfstæði víkur þá fyrir sjálfstæði þess fullorðna. Sem fullorðnir einstaklingar móta þau skýra sjálfsmynd og þróa eigin sjálfsvitund.
Þessi viðfangsefni eru ekki einungis háð einstaklingnum og fjölskyldusögu hans, einstaklingshæfni og aðstæðum, heldur einnig gildunum sem hann eða hún velur að hafa að leiðarljósi. Skátahreyfingin býður fjölda af viðeigandi verkefnum sem unglingarnir hafa frelsi til að velja úr.
Eitt af þessum viðfangsefnum, líklega það sem skiptir mestu máli, eru tilboðin í skátalögunum sem sýna þau mikilvægu gildi sem uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar byggir á.
Annað mikilvægt atriði er að unglingnum býðst að þroska öll svið persónuleikans á yfirvegaðan hátt. Þannig fær hann tækifæri til að kanna fjölmarga möguleika og verða að ánægðum einstaklingi sem lifir í sátt við sig og lífið.
8 | Þroskasviðin
179
Til að hægt sé að ná þessum tilgangi, aðgreinum við þroskasviðin sem taka mið af gífurlegum fjölbreytileika mannlegra eiginleika og flokkum þau eftir meginvíddum persónuleikans:
Víddir persónuleikans
Þroskasvið
Líkami
Líkamsþroski
Greind
Vitsmunaþroski
Vilji
Persónuþroski
Tilfinningar og skoðanir
Tilfinningaþroski
Áhugaverðir þættir fyrir þennan aldurshóp Ímynd líkamans og staðfesting á kynhlutverki. Þróun á nýjum hugsunarhætti, gleggri dómgreind og dýpri skilningi á heiminum. Sjálfstraust, val á gildum, mótun siðferðis vitundar og leit að sjálfsvitund. Meðhöndlun og stjórnun tilfinninga og skoðana og reynsla af vináttu.
Félagsleg aðlögun
Félagsþroski
Læra að öðlast virðingu fyrir skoðunum annarra og búa til reglur með samkomulagi og aðlögun nærsamfélagsins.
Tilgangur lífsins
Andlegur þroski
Leit að lífsgildunum og tilgangi lífsins.
Skátahreyfingin býður upp á umhverfi þar sem unglingarnir leika sér, skipuleggja ævintýri og læra meðal vina sinna í flokknum. Þessi verkefni veita þeim þann stuðn ing sem þeir þurfa til að þroska öll svið persónuleikans. Ekkert svið er vanrækt og ekkert eitt eflt umfram annað.
180
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Út frá þessu sjónarmiði, er skátastarf meira heillandi en aðrir valkostir sem unglingum á þessum aldri standa til boða. Það er fjölbreyttara en starf íþróttafélaga, trúfélaga, kóra og skólahljómsveita, æskulýðsmiðstöðva, ungliðastarfs björgunarsveita og stjórnmálaflokka. Munurinn er sá að skátastarfið getur rúmað ólík áhugasvið unglinga og setur starfið allt í stærra og meira heillandi samhengi, sem stuðlar að persónulegum þroska einstaklingsins í heild.
Allar víddir persónuleikans vinna saman sem ein heild Það er mjög gagnlegt og fræðandi að leiða hugann að þessum ólíku þroskasviðum því það auðveldar okkur að: • Tryggja að öll verkefnin í flokkunum og sveitinni okkar hafi jafnt vægi og hygli ekki ákveðnum persónuleikasviðum unglinganna á kostnað annarra • Aðstoða unglinga sem eru að þróa persónuleika sinn, við að greina mismunandi svið persónuleikans í sundur og þroska hvert og eitt með hjálp áfangamarkmiðanna. • Meta þroska unglinga á mismunandi sviðum Flestar ef ekki allar víddir persónuleikans vinna eins og ein heild í okkar daglega lífi. Þær tvinnast saman á þann hátt að nánast er ógerlegt að draga línu á milli þeirra. Þær hafa áhrif hver á aðra og vinna saman að því að ákvarða hvernig við erum sem manneskjur.
Líkamsþroski
Vitsmunaþroski
Andlegur þroski
Persónuþroski
Félagsþroski
Tilfinningaþroski
8 | Þroskasviðin
181
Táknræna umgjörðin styrkir ólík þroskasvið Þroskasviðin tengjast inn í táknrænu umgjörðina sem hvetur unglingana til að vinna að áfangamarkmiðunum. Við þekkjum forvitni barna og unglinga og stöðuga þörf þeirra og löngun til að kanna ný svið og nema nýjar lendur í hópi jafningja. Þó að táknræn umgjörð þjóni sama tilgangi í öllu skátastarfi þá eru sögusviðin sem valin eru fyrir hvert aldursstig og í samræmi við þroska skátanna. Eins og þið munið útskýrðum við þroskasviðin fyrir drekaskátunum með hjálp sögupersóna úr Dýrheimasögum Kiplings, nema þegar kom að andlega þroskanum. Á stigi drekaskáta getum við notað dæmisögur þar sem dýr eru persónugerð til að útskýra fyrir krökkunum hvers konar hegðun er viðurkennd. Með því komum við uppeldismarkmiðum okkar að á því aldursstigi. Sögupersónurnar eru einnig kynntar í Drekaskátabók barnanna og þar eru áfangamarkmiðin skráð. Sögusvið fálkaskátastarfsins eru Íslendingasögurnar. Raunverulegir kappar og kvenskörungar landnáms- og sögualdar birtast fálkaskátum í ævintýralegum aðstæðum sem oft eru litaðar skáldgáfu sagnaritarans. Þessi blanda raunveruleika og ævintýra hentar vel þroska krakka á fálkaskátaaldri sem eru að byrja að hugsa óhlutbundið. Á dróttskátastiginu, þar sem unglingarnir hafa tamið sér óhlutbundna hugsun, er þessu öðruvísi varið. Í stað táknmynda koma ekki aðeins raunverulegar hetjur, heldur einnig raunverulegir atburðir. Á þessum aldri eru táknmyndir ekki lengur nauðsynlegar. Þess í stað eru sagðar ólíkar reynslusögur af raunverulegu fólki. Körlum og konum sem brutu af sér fjötra þess hefð bundna, horfðu hærra, sáu lengra og könnuðu hið ókunna. Könnuðu ný svið og námu nýjar lendur. Lærðu um leyndardóma sem ekki voru fullkannaðir og rannsökuðu nýjar þjóðfélags legar, menningarlegar og andlegar víddir. Sókn þeirra eftir vitneskju um innsta eðli hlutanna og leyndardóma þeirra er merki um að fyrirmyndirnar hafi verið raunverulegir„skátar“.
Reynt er að gera fólkið að nokkurs konar tákngervingum fyrir þær hugsjónir sem unglingar á dróttskátaaldri bera í brjósti. Eins og landkönnuðir, frumkvöðlar, listafólk og uppfinningamenn eru unglingarnir á þeim stað í lífinu að verða að yfirgefa þægilegt fjölskylduumhverfi og halda af stað í leitina að sjálfum sér. Þeir eru að leggja upp í félagslegan könnunarleiðangur þar sem þeir sjá nýjar hliðar á persónuleika sínum og lífsáformum. Á dagskrárvef BÍS má finna fleiri reynslusögur og ævintýri sem kynna áhugaverðar „fyrirmyndir“ fyrir unglingunum.
Eitt af áfangamarkmiðum persónuþroskasviðsins hljóðar til dæmis svona:„Ég reyni að gera hlutina í samræmi við það sem mér finnst rétt.“ Textinn er lýsandi fyrir Abraham Lincoln sem var á sínum yngri árum vinnumaður hjá landnema einum í Indiana-fylki. Abraham hafði fengið bók um lífið og stjórnmálin í Washington að láni hjá bóndanum en svo óheppilega vildi til að það rigndi á bókina svo hún eyðilagðist. Þrátt fyrir fátækt sína vann Abraham í þrjá heila daga til að greiða fyrir bókina. Samviskusemi hans og heiðarleiki ávann honum gælunafnið „heiðarlegi Abe”.
182
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Eitt sinn þegar siglt var eftir Mississippi-fljótinu á ferjubáti þar sem Abraham var leiðsögu maður og matsveinn, varð hann vitni að þrælauppboði þar sem svart fólk var hlekkjað og barið með svipum. Í viðurvist félaga sinna hét hann því að ef hann fengi einhvern tíma tækifæri til að stöðva slíka framkomu myndi hann beita sér fyrir því af öllu hjarta. Sem forseti Bandaríkjanna lagðist hann eindregið gegn þrælahaldi og átti stóran þátt í því að það var afnumið. Hann var ávallt trúr hugsjónum sínum, þótt það kostaði hann á endanum lífið.
Atburðir sem þessir tengja unglingana raunverulegu fólki sem sýnt hefur fram á að við getum lifað lífinu trú gildum okkar, gildunum sem er að finna í skátalögunum og markmiðunum sem unglingum bjóðast á mismunandi þroskasviðum.
Abraham Lincoln var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 1860. Árið 1865 aflétti ríkisstjórn hans lögum um þrælahald.
Myndin hér að neðan sýnir Ford leikhúsið í Washington þar sem Lincoln var skotinn 14. apríl 1865. Hann lést af sárum sínum snemma næsta morgun.
8 | Þroskasviðin
183
HUGLEIÐINGAR UM ÞROSKASVIÐIN Heilbrigði og hollusta – líkamsþroski Sumir halda því fram að einstaklingur geti ekki haft áhrif á þróun líkamans, þar sem líkaminn þroskist og starfi eftir líffræðilegum lögmálum náttúrunnar. Þetta er aðeins satt að hluta til. Vísindalegar rannsóknir benda til að við getum gert heilmikið sjálf til að vernda lífið, þroska líkama okkar og viðhalda heilbrigði. Þess vegna ætti fyrsta verkefni okkar að vera að stuðla að líkamsþroska. Hann hefur gríðarleg áhrif á persónuleikann og ýtir undir heildarþroska einstaklingsins. Unglingar á aldrinum 13–15 ára verða smám saman að læra að taka ábyrgð á þeim verkefnum sem allir þurfa að sinna í tengslum við líkama sinn, eins og að: • Þekkja líffræðilega ferlið sem stjórnar líkamanum. • Vernda heilsuna. • Huga að hreinlæti og snyrtilegu umhverfi.
• Nota tímann skynsamlega. • Borða fjölbreytta fæðu. • Nýta frítímann vel. • Njóta útivistar og hreyfingar.
Hins vegar er efst í huga unglinga á þessum aldri umbreyting líkamans sem hefst við kynþroskann. Þess vegna þurfa þeir meðal annars að læra að: • Þekkja hvað er að gerast í líkamanum. • Skapa sér raunhæfa mynd af líkama sínum. • Höndla vandræðaganginn sem tengist bráðþroska og seinþroska. • Sætta sig við ójafnvægi sem er hluti af þroskaferli þeirra. • Hafa stjórn á skyndihvötum og beina styrk sínum í réttan farveg.
184
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
• Virða líkama sinn og annarra. • Meta eigið útlit. • Hafa stjórn á ýmsum þáttum í skapgerð sinni svo sem ágengni og frekju. • Gera sér grein fyrir líkamlegri áhættu. • Tileinka sér virkni í daglegu lífi.
Nokkrar sögur á dagskrárvef BÍS varpa ljósi á þetta sérstaka samband milli persónuleika manneskjunnar og líkama hennar. Inúítar heimskautasvæðanna kenndu Viljálmi Stefánssyni að spara orku líkamans og hvað gera skyldi í illviðri. Þá þurfti einstaklingurinn umfram allt að halda ró sinni. „Ástæða þess að svo margir hvítir menn frjósa í hel á norðurslóðum er fyrst og fremst tiltekin hjátrú þeirra varðandi kulda, en hún er eitthvað á þessa leið: Maður verður stöðugt að halda sér á hreyfingu annars frýs maður í hel, sér í lagi ef maður sofnar. Eskimóar fara þveröfugt að þeir halda kyrru fyrir þangað til hríð slotar. Þannig komast þeir hjá óþarfa orkusóun og það sem meira er, þeir svitna ekki og föt þeirra frjósa ekki fyrir þá sök. Hvítir menn ganga oft þangað til þeir eru uppgefnir og þar sem þeir eru þá orðnir veikburða verða þeir kuldanum að bráð.“
Vegna þekkingar sinnar á mannslíkamanum tókst Ernest Shackleton að bjarga sjálfum sér og mönnum sínum frá því að sýkjast af skyrbjúgi þegar þeir voru innilokaðir í Suður-Íshafinu í 20 mánuði. Þeir bjuggu sér til mörgæsakássu og átu innyfli úr dýrum sem þeir veiddu en þannig fengu þeir þann skammt af C-vítamíni sem líkaminn þarfnaðist.
Með hollu matarræði, heilbrigðum lifnaðarháttum og þrot lausum æfingum öðlaðist Albert Guðmundsson þá yfir burði á knattspyrnuvellinum sem raun bar vitni. Frönskum blaðamönnum var tíðrætt um reglusemi hans, þar sem hann bað um mjólk þegar öðrum var veitt vín. Hann setti ekki upp neinn merkissvip eða afsakaði sig – kurteislega bað hann einfaldlega um mjólk. Þeir slógu því föstu að ró hans og festa í leik á hverju sem gekk bæri vott um menntun hans og gáfur. Eftir hvern leik þakkaði hann dómaranum með handabandi og talaði glað lega við mótherjana sína. Væri honum boðið til samkvæmis þá kom hann fram eins og heimsborgari. Ætti hann stefnu mót á ákveðnum stað og tíma, þá kom hann á réttum tíma.
Jón Páll fékk bókina með Atlas líkamsræktar æfingunum að gjöf þegar hann var sjö eða átta ára gamall, en þar er kennt að þjálfa vöðva án tækja. Hann notaði þessar æfingar í mörg ár, hafði löngun til að verða sterkur. Frá barnæsku stundaði hann frjálsar íþróttir, fótbolta og handbolta og á unglingsárum karate, ólympískar lyftingar og kraftlyftingar. Allt var þetta ómetanlegur undirbúningur og leiðir að markmiði hans - að verða sterkasti maður heims.
8 | Þroskasviðin
185
Bandaríkjakonan Annie S. Peck stundaði fjallaklifur fram á 82. aldursárið. 59 ára gömul kleif hún norðurtind Huascarán í Perú í sjöttu tilraun til að klífa hæstu tinda Perú og Bolivíu. Þrekraun á þessum aldri þarf gríðarlegan undirbúning og stjórn á eigin líkama sem fáum er gefin. Í viðurkenningarskyni við þetta mikla afrek var tindurinn nefndur „Cumbre Aña Peck“ henni til heiðurs. Annie var með meistaragráðu í grísku frá Michigan-háskóla í Bandaríkjunum og starfaði við kennslu fyrst eftir útskrift úr háskóla. Árið 1884 flutti hún til Evrópu og stundaði nám í þýsku í Hannover, Þýskalandi, og grísku, latínu og fornmálum í Aþenu í Grikklandi. Í Evrópu vann hún fyrir sér sem fyrirlesari og kennari í fornmálum og fornleifafræði auk þess að stunda fjallgöngur af kappi. Meðan á Evrópudvölinni stóð varð hún fyrst kvenna til að klífa fjallstindinn Matterhorn í Svissnesku Ölpunum.
Þýski vísindamaðurinn William Conrad Röntgen sem uppgötvaði röntgengeislana árið 1895 var sömuleiðis mikill fjallamaður. Baden-Powell mælti með hollu mataræði, góðri hvíld og líkamlegri áreynslu fyrir ungt fólk líkt og hann sjálfur stundaði daglega.
Skynsemi og sköpunarþrá – vitsmunaþroski Manneskjan er meira en líkaminn. Mannfólkið býr yfir greind. Greind gerir okkur kleift að greina sannleika, skapa tengsl, draga ályktanir, hugsa rökrétt, beita sköpunargáfu, ígrunda, geyma upplýsingar og framkvæma ýmis önnur verk sem smám saman efla okkar eigin þekkingu og reynslu.
Þekkingarforði er ekki það sama og hæfnin til að nota þekkingu á viðeigandi hátt og að skapa nýjar hugmyndir og finna frumlegar lausnir. Þessi hæfni er það sem við köllum vitsmunaþroska. Gott uppeldi, góð menntun og ekki síst lífið sjálft reynir á vitsmuni okkar og gerir okkur skapandi. Öll getum við eflt vitsmunaþroska okkar. Við þurfum bara að leyfa sköpunarþörfinni að blómstra og gefa henni rúm í lífi okkar. Til þess þurfum við örvandi umhverfi sem úr spretta nýjar hugmyndir og þar sem við finnum okkur örugg og metin að verðleikum.
186
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Við þurfum líka að útiloka það sem hindrar vitsmunaþroskann: • Óraunhæft sjálfsmat og skort á sjálfsgagnrýni.
• Skort á ævintýraþrá og ótta við að prófa eitthvað nýtt.
• Að ala með sér fordóma og vera of viss um að hafa rétt fyrir sér.
• Mikla feimni og einangrun frá öðrum.
• Ótta við að spyrja spurninga, mistakast eða misheppnast.
• Tilhneigingu til að „fylgja straumnum“. • Kerfisbundin höft eða eftirlit.
Að verða skapandi manneskja gerist ekki á einum degi. Þegar 13-15 ára unglingar eru að kanna heiminn, þróa með sér óhlutbundna hugsun og uppgötva orsakasamhengi, er upplagður tími fyrir þá til að: • Nálgast öll mál með opnum huga og þróa með sér námsáhuga.
• Kynnast betur skipulegum vinnubrögðum.
• Vinna úr upplýsingum.
• Leyfa sér að dreyma og ímynda sér hluti.
• Venja sig á að lesa. • Kanna framtíðarmöguleika. • Láta í ljós áhugamál sín og hæfileika.
• Læra að líta á mistök sem tækifæri til að læra af.
Í skátahreyfingunni skapar flokks- og sveitarstarfið lærdómsvettvang. Bæði hefðbundnu verkefnin og valverkefnin sem skátarnir takast á við með flokknum sínum örva áhuga þeirra á að læra, ýta undir ævintýraþrá, fá þá til að hugsa, ígrunda og skapa eitthvað nýtt og bjóða þeim tækifæri til að leysa upp á eigin spýtur þau vandamál sem verða á vegi þeirra.
Á eðlisfræðiráðstefnu sem haldin var í Þýskalandi árið 1893, stóð mikilsmetinn vísindamaður upp til að lýsa því yfir að eðlisfræðin væri fullkomnuð og að allar uppgötvanir sem hægt væri að gera á því sviði hefðu nú þegar verið gerðar. Hann tók alla vísinda söguna eins og hún lagði sig saman í minningargrein líkt og hún væri dáin og horfin að eilífu. Hann lauk ræðunni með því að tjá eðlisfræðingum framtíðarinnar samúð sína. Þeir hefðu ekki annað að gera en endurtaka tilraunir fortíðarinnar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tveimur árum eftir þessa opinberu yfirlýsingu um endalok eðlisfræðinnar, uppgötvaði Conrad Röntgen röntgengeislann í fábrotinni rannsóknarstofu í eðlisfræði við Háskólann í Würzburg. Ári síðar, þegar þekking á þessum sérstöku geislum var enn á frumstigi, tilkynnti Henri Becquerel heiminum að hann hefði uppgötvað dularfulla geislun frá úransöltum. Tveimur árum síðar, árið 1898, uppgötvuðu Curiehjónin frumefnið radíum. Um svipað leyti, í Háskólanum í Zürich, var Albert Einstein að undirbúa sínar frægu greinar sem lögðu grunninn að afstæðiskenningu hans og komu út í heild árið 1905.
8 | Þroskasviðin
187
Innan við tíu árum eftir að„fullkomnun eðlisfræðinnar“ hafði verið lýst yfir opinberlega, urðu vísindamenn vitni að þremur af mikilvægustu uppgötvunum okkar tíma og algjörri umbreytingu á stöðu eðlisfræðinnar innan vísindanna. Röntgen, Becquerel, Curie-hjónin og Einstein hefðu ekki getað gert uppgötvanir sínar án sköpunargáfunnar og skapandi vísinda. Á dagskrárvef BÍS má finna frásagnir sem örva sköpunarþörf og þá ígrundun og gagnrýnu hugsun sem vitsmunaþroskinn þarfnast. Í pistli sínum„Höfundurinn og verk hans“ árið 1942 sagði Halldór Kiljan Laxness meðal annars: „Þegar ég var yngri en ég er nú, hélt ég að það væri tiltölulega auðvelt að skrifa bækur, jafnvel góðar bækur. Ég hélt að það þyrfti ekki annað en að heyja að sér vænan feng af orðum úr sígildum bókum, finna þarnæst eitthvert sem maður hefði unað af, setja sig síðan í stellingar eins og rólegur kontóristi og bæta síðu við síðu uns komin væri bók. - Og allir mundu verða ánægðir. Það er engin smá reynsla fyrir mann sem áleit það höfuðatriði lífs síns að semja bækur, að uppgötva að bók er blekking og bók getur aldrei orðið góð nema það sé aukaatriði að hún er bók. - Bókin er sjónhverfing. - Sá maður sem skrifar bækur, skrifar ekki bækur. Málfræðingar og rithöfundar skrifa stundum í blöðin að það sé nauðsynlegt að rithöfundar kunni stafsetninguna. Þetta er hverju orði sannara. Rithöfundar ættu ekki aðeins að kunna stafsetningu heldur að minnsta kosti þrjár eða fjórar stafsetningar móðurmáls síns. Það er ekki nema sjálfsagt fyrir göngugarp að eiga þrenna skó. - Hinu má aldrei gleyma að jafnvel berfættur maður getur komist lengra en maður á þrennum skóm. Stundum rísa upp þursar og segja að skáld eigi að vera þjóðleg en ekki alþjóðleg. Hér er engin spurning um hvað eigi að vera, því það er staðreynd að öll almennileg skáld eru bæði þjóðleg og alþjóðleg í senn. Maðurinn er, ekki síst nú á dögum, að minnsta kosti eins alþjóðlegur og fuglarnir. Góð bók skrifuð í Kína er rituð fyrir Ísland. Tungurnar eru aðeins mismunandi ker fyrir hugsanir, hugmyndir og hugsjónir sem eru samþjóðlegri en nokkru sinni áður í sögu heimsins. Enginn getur orðið sæmilegur höfundur á þessum tíma nema hann kappkosti að nema það sem numið verður á stuttri ævi andanum til eflingar, hvort heldur það kemur frá Berlín, Lundúnum, Nýju Jórvík, Moskvu eða Reykjavík. - Heimurinn er einn og maðurinn er í heiminum. Ég gæti trúað að þroskaðir höfundar ættu sammerkt í því að finnast ævinlega jafn óviðráðanlegt vandamál hvernig þeir eigi að binda hug sinn og orð í nýrri bók. Oft skeikar höfundinum í því að segja það sem hann vill, kannski oftast nær. Að baki einnar setningar geta legið margar andvökunætur, allt átak höfundarins útboð allra krafta sem hann átti til en samt er setningin misheppnuð. En það getur einnig komið fyrir þegar minnst varir að höfundurinn slái nýjan tón, þó ekki sé nema með þrem orðum eða svo, tón sem er svo voldugur, svo sterkur, mjúkur og hreinn að aðrar raddir þagna. - Kannski upplýkur ein stutt setning leyndardómum heils mannlífs, heillar aldar, heils heims: „o crux ave spes unika”; „to be or not to be, that is the question”; „deyr fé”; „upp, upp mín sál”; „ung var ég gefin Njáli.”
188
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Klettafjallaskáldið Stephan G. Stephansson var ekki alltaf í miklum metum hjá samlöndum sínum í Vesturheimi. Sú þröngsýni og kreddufesta, ásamt virðingar leysi fyrir skoðunum annarra, sem um skeið var mjög áberandi í kirkjulífinu vestan hafs, gaf honum tilefni til margra beiskra ádeilu kvæða. Á dvalarárum sínum í Bandaríkjunum hafði hann orðið andsnúinn kirkju og klerkum og gerst eindreginn „fríhyggjumaður”. Hann tók ákveðna afstöðu gegn hinni Lútersku kirkju og „fornfálegum kreddukenningum hennar” eins og hann orðaði það, og þá ekki síður útskúfunar kenningu hennar. Í Norður-Dakota stofnaði hann ásamt 7 löndum sínum „Hið íslenska menningarfélag.” Í stofnskrá segir að markmið þess sé „að styðja og efla menningu og siðgæði ...” Í stað kreddu boðskapar hinna mismunandi kirkjudeilda ástundi meðlimir félagsins mannúð og bræðralag. Í stað efalausrar trúar á kennisetningar komi rökhyggja og frjáls könnun, í stað bókstafstrúar komi eigin sannfæring, í stað fáfræði og fordóma komi frjáls hugsun og framfarir. – Vitaskuld urðu viðbrögð kirkjunnar harkaleg. Menningarfélagið var stimplað sem samtök guðleysingja og Stephan jafnvel kallaður nýr Anti-Kristur. En Stephan var enginn trúleysingi, hans guð var bara allt öðruvísi en sá guð sem kirkjan prédikaði um. Stephan tókst einnig að reita samlanda sína vestanhafs til reiði með friðarhugsjón sinni, andstöðu við Búastríðið og Heimsstyrjöldina fyrri. Þegar VesturÍslendingar fögnuðu aðild að framlagi Kanada í þeim hildarleik sendi friðarsinninn Stephan, sem fyrirleit þá „lögvernduðu slátrun,” frá sér eftirfarandi lýsingu:
Evrópa er sláturhús, þar myrða þeir af móði og mannbúka í spaðtunnurnar brytja í erg og gríð. Við trogið situr England og er að hræra í blóði með öllum sínum kaupmönnum og bæjargötulýð.
Það munaði minnstu að ljóðakverið„Vígslóði” með hárbeittum ádeilukvæðum hans á styrjöldina kæmi honum í fangelsi. Stephan var alþjóðlegur í hugsun, en um leið var hann þjóðlegur í anda og skoðaði sig fyrst og fremst Íslending, þótt hann æli mest allan aldur sinn meðal framandi þjóða. Hann var einlægur friðarvinur og tók ætíð málstað hinna kúguðu gegn harðstjórn og ofríki. Einnig var hann framarlega í flokki þeirra manna, sem lengst gengu í sjálfstæðismálum Íslendinga. Víðsýni hans var mikið og öll klíkumennska var andstyggð í augum hans. Stephan hafði einlæga samúð með minnimáttar og hetjur hans eru hinar óvæntu hetjur hversdagsins, landneminn, förumaðurinn, unglingurinn og venjulegt fólk sem storkar ofureflinu. Af mannlegum kostum metur hann mest hetjulund þeirra sem leggja sig í hættu fyrir aðra, fordómaleysi, göfugmennsku og skynsemi. Vegna friðarboðskaps síns var Stephan kallaður„rauðliði“ og kommúnisti, en það var hann ekki. Hann var fyrst og fremst friðarsinni og mannvinur. Hann trúði á góðleik mannsins og getu hans til að skilja á milli góðs og ills. Hann taldi, að maðurinn bæri ábyrgð á því að öll framþróun yrði til góðs og komandi kynslóðum til heilla.
8 | Þroskasviðin
189
Hedwig Eva Maria Kiesler sem betur er þekkt undir nafninu Hedy Lamarr, var fræg kvikmyndastjarna á 4. og 5. tug síðustu aldar. Hedy var líka uppfinningamaður og fékk einkaleyfi fyrir hugmynd sem skipti sköpum í þróun þráðlausrar samskiptatækni. Í heimsstyrjöldinni síðari fann hún, ásamt Georg Anthall, upp aðferð til að tryggja öruggar skeytasendingar milli herdeilda með því að stökkva á milli tíðnisviða, en sú tækni var síðar nefnd rófbreikkun. Eins og margar aðrar stjörnur þess tíma heimsótti Hedy Lamarr fjölda herstöðva til að skemmta hermönnum og gat í leiðinni átt samræður við ýmsa yfirmenn. Ímynd hennar sem þokkagyðju úr kvikmyndum var frábært yfirvarp. Engan þeirra grunaði að þessi gullfallega kvikmyndastjarna væri í rauninni að velta því fyrir sér hvernig hún gæti notað hugvit sitt til að leggja málstað Bandaríkjanna lið.
Söngkonan og dansarinn Josephine Baker var bandarísk blökkukona frá St. Louis. Hún náði nokkrum vinsældum í Bandaríkjunum en þurfti að kljást við kynþáttafordóma. Hún flutti til Parísar þegar hún var nítján ára og þar varð hún heimsfræg. Þegar heimstyrjöldin síðari brast á fór hún að vinna á laun fyrir frönsku andspyrnuhreyfinguna og smyglaði meðal annars kortum og leyniskjölum frá andspyrnumönnum inn á landssvæði sem Þjóðverjar höfðu hernumið. Frægð hennar og vinsældir slógu ryki í augu óvinaherforingja, sem vildu ólmir hitta stjörnuna og fékk hún því óheftan aðgang að hernaðar lega mikilvægum svæðum. Til að hafa vaðið fyrir neðan sig skrifaði hún ævinlega mikilvægar upplýsingar á nótnablöð sín með ósýnilegu bleki.
Tuttugu og níu mánaða löng, ævintýraleg könnunarferð þeirra Lewis og Clark um Missouri ána, krafðist mikils af hyggjuviti þeirra og sköpunargáfu. Eitt sinn hittu þeir fólk af Salishættbálki sem hafði aldrei séð hvíta menn áður og talaði svo einkennilegt mál að landkönnuðirnir héldu í fyrstu að það væri málhalt. Til þess að hóparnir skildu hvor annan þurfti að búa til einkennilega tungumálakeðju. Barn af Shoshone-ættkvísl dvaldi hjá ætt bálknum. Barnið þýddi yfir á Shosone mál fyrir Sacagawea – innfædda konu sem hafði verið fengin í leiðangurinn stuttu áður. Hún þýddi yfir á Hidata fyrir franskan eiginmann sinn, sem síðan þýddi það sem sagt var yfir á frönsku fyrir franskan mann í leiðangrinum sem kunni einnig ensku. Sá þýddi það síðan á ensku fyrir Lewis og Clark og aðra þátt takendur í leiðangrinum. Ef svara þurfti varð að fara öfuga leið til baka.
Jakobína Sigurðardóttir rithöfundur var 15 ára þegar hún yfirgaf heimabyggð og kom þangað aðeins sem gestur eftir það. Hún fæddist í Hælavík í Norður-Ísafjarðarsýslu, elst 13 systkina. Fátækt var mikil, börnin mörg og búið of lítið til að framfleyta svo stórri fjölskyldu. Lífsbaráttan var löngum hörð á Hornströndum í einangruðum byggðum, samgöngur erfiðar og stríð háð við óblíð náttúruöfl. Þar gilti hið fornkveðna – að duga eða drepast. Jakobína réðist í vist þegar hún kom til Reykjavíkur, en stund aði nám í Ingimarsskóla og Kennaraskólanum á kvöldin. Árið 1949 flutti hún að Garði í Mývatnssveit og stundaði þar bústörf til æviloka. Snemma byrjaði Jakobína að skrifa sögur og yrkja ljóð.
190
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Jakobína var með þekktustu rithöfundum landsins á sinni tíð. Verk hennar einkenndust alla tíð af tilraunagleði og næmri stílvitund og sömuleiðis af pólitískum skoðunum hennar, sem hún fór aldrei í launkofa með. Jakobína gat verið hörð í horn að taka, en var hjartahlý og raungóð, talaði máli hinna minni máttar, fyrirleit hvers konar dramb og vald sem notað var til að troða á rétti lítilmagnans. Með góðri greind, bóklestri, hvössum skilningi, djúpri reynslu, opnum augum fyrir umhverfi og mannlífi og afdráttarlausri kröfu til sjálfrar sín um vinnubrögð tókst Jakobínu að ná mjög langt á ritvellinum. Í formála fyrir kvæðabók sinni segir Jakobína um kvæði sín: „Þau eru ekki ort til að þóknast einum né neinum. Og ekki að annarra óskum... Ég er ekki að biðja neinn afsökunar á þessu... Hér er aðeins ég, og um það hef ég ekki meira að segja.“
Listmálarinn Jóhannes Kjarval var eins konar tónskáld í litum. Sýn hans á lífið og náttúruna og sköpunarkraftur sá er birtist í málverkum hans eru einkennileg og ævintýraleg. Hann syngur hinni dularfullu fegurð lof með pensli sínum ... í verkum hans sjáum við á nýjan hátt fegurð fjallanna, jöklanna, mosans, hraunsins og skynjum dulúð þeirra. Hann vildi veg Íslands sem mestan og vildi með verkum sínum kynna Ísland fyrir umheiminum. Það gekk eftir, verk hans hafa verðið sýnd víða um heim og hlotið mikið lof auk þess sem þau hafa vakið mikla athygli og áhuga manna á landinu. Haft er eftir Meistara Kjarval, eins og hann var gjarnan nefndur; „Og ég fann smám saman það sem ég hálfvitandi leitaði að – að læra og kunna – ég lærði að velja og hafna. Þá varð mér smám saman ljóst að ég þurfti að skilja samtíð mína til þess að geta dæmt um nýtt, og gamalt í listum. Ég vissi að Ísland átti enga fortíð í málaralist og ábyrgðartilfinningin vaknaði, er fylgir einstaklingi hverjum. Ég vildi vita deili á því sem var og er og sökkti mér niður í allar stefnur og byggði yfir hugmyndir mínar og fann nýjar stefnur. Ég lærði að hugsa sjálfstætt í listheimi mínum; væri ég viðvaningslegur stundum var það bara þjóðerni mitt. Ég viðurkenndi ætt mína fyrir sjálfum mér og gleymdi ekki að styrkur minn var takmarkaður í upphafi, frá minni eigin þjóð. Þess vegna fór ég heim til að sjá stefnuna sem bar mig sem barn, fjallið með musterislínunum og jafnvægið sem enginn sér nema hann hafi vegið brotasilfur árum saman. Ég lærði grandgæfilega þessar stefnur og gat byggt upp mynd í hvaða stefnu sem var. Og ég tók próf við listaskólann á meðan. Síðan byrjaði ég að halda sýningar og hélt áfram að læra eins og allir menn verða að gera. Ég býst við að íslensk náttúra reynist mér fullnaðarskóli eins og annarra þjóða listamönnum þeirra jörð. Sögnin um heimsfrægðina eru barnabrek hjá þjóð sem er að byrja að sá í illa yrktan akur. Meiru varðar að hlýindi sumars gefi góða uppskeru, þá mun þjóðin verða sterk eins og landið og fóstra falleg blóm sem margir vilja dást að og skoða.“
8 | Þroskasviðin
191
Kvikmyndaleikstjórinn frægi, Alfred Hitchcock, lagði áherslu á frumleikann og sköpunarþörfina með því að segja: „Það er til nokkuð sem er miklu þýðingarmeira en rök og það er fjörugt ímyndunarafl.“ Til að efla vitsmunaþroska leggur skátaaðferðin áherslu á ímyndunaraflið. Unglingunum er kennt að horfa út fyrir rammann, brjótast úr viðjum þess hefðbundna og virða fleira en notagildið eitt. Brasilíska tónskáldið Heitor Villa Lobos hefur sagt: „Tónlist er alveg jafn gagnleg og vatn og brauð.“ Og Louis Pasteur bætti við að það væri skylda okkar að kafa undir yfirborðið, að „prófa öll afbrigði...“
Að læra að vera skapandi gerir unglinga að gerendum. Bandaríski hugsuðurinn Marshall McLuhan, sem hafði mikil áhrif á menntun með grundvallarkenningum sínum um nú tímasamskipti, sagði eitt sinn: „Það eru engir farþegar á geimskipinu jörð. Við erum öll í áhöfninni.“ Unnt er að efla vitsmuni, ígrundun og sköpunarmátt skátanna með fjölbreyttum verk efnum og raunverulegri þátttöku þeirra í skipulagningu og framkvæmd skátastarfsins bæði í flokknum og skátasveitinni.
192
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Vilji og persónuleiki – persónuþroski Auk greindar býr mannfólkið yfir vilja. Þetta tvennt bætir hvort annað upp, – það gagnast lítið að vera greindur ef manneskjan beitir ekki viljanum. Greindin auðveldar okkur að ígrunda og viljinn beinir okkur í þá átt sem við teljum vera rétta. Einstaklingur með sterkan persónuleika er færari en aðrir um að beita viljanum. Slíkur einstaklingur vill stjórna eigin styrk og hvötum í samræmi við þær lífsreglur og gildi sem hann eða hún hefur tileinkað sér. Að verða einstaklingur með sterkan persónuleika er töluvert afrek. Þegar unglingar eru 13–15 ára byrja þeir að efast um afstöðu fjölskyldunnar og fara smám saman að skapa sitt eigið hegðunarmynstur. Þá er besti tíminn til að læra að beita viljanum og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Vinasamfélagið í flokkunum og sveitarstarfinu hjálpar þeim við þessa þjálfun með því að bjóða bæði stelpum og strákum upp á reynslu sem auðveldar þeim að styrkja viljann. Á þessu tímabili þurfa unglingar að læra að: • Þekkja möguleika sína og takmarkanir.
• Þróa með sér skopskyn og geta gert grín að sjálfum sér.
• Vera sáttir við sjálfa sig, öðlast hæfileika til að beita sjálfsgagnrýni og viðhalda um leið raunhæfri og góðri sjálfsmynd.
• Öðlast næmi til að geta greint ósamræmi og metið gildi þess að vera samkvæm sjálfri sér eða samkvæmur sjálfum sér.
• Hafa stjórn á skapi sínu. Að lifa í samræmi við skátalögin er mikilvægur þáttur í því að þróa siðferðisvitund og persónuleika. Skátar búa til sinn eigin mælikvarða á gildi sem styrkist á unglingsárunum. Eftirfarandi þættir eru aðalatriðin í þessu ferli: • Vilji til að hlusta á aðra.
• Hjálpsemi og þjónusta við aðra.
• Hollusta við sannleikann.
• Virðing fyrir menningarlegum verðmætum.
• Varanlegt glaðvært viðhorf. • Væntumþykja gagnvart vinum.
• Virðing fyrir náttúrunni.
• Mikilvægi fjölskyldunnar.
8 | Þroskasviðin
193
Orð og fordæmi sveitarforingjanna eru grundvallaratriði fyrir þróun siðferðisvitundar og gagnrýnnar eða glöggrar dómgreindar. Eins og fram hefur komið gegna þeir hlutverki fyrirmynda skátanna. Þvert á sumar almennar skoðanir eru unglingar alltaf tilbúnir að taka leiðsögn frá velviljuðu fullorðnu fólki þótt þeir virðist stundum ekki hlusta. Nauð synlegt er að fólk sé þeim náið, eigi eitthvað sameiginlegt með þeim og hafi unnið sér traust þeirra. Mikilvægt er að styðja leiðbeiningar með dæmum – annars eru þær ekki mjög mikils virði. Á dagskrárvef BÍS eru reynslusögur af konum og körlum sem sveitarforingjar geta notað sem hvatningu fyrir skátana til að móta eigin persónuleika. Jón Sigurðsson tók hvorki þátt í drykkju né skemmtanalífi að hætti margra Hafnarstúdenta á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. Hann lá yfir námsbókunum frá byrjun og áhugi hans leiddi hann inn á ný svið. Allt var lesið, bókmenntir, hagfræði, sagnfræði, stjórnfræði, heimspeki. Hann leit á lestur og menntun sem aflvaka breytinga, hugmyndauðgi nærist á þekkingunni. Jafnvel mestu andstæðingar Jóns í frelsisbaráttunni virtu greind hans og sérfræðiþekkingu. Verkin lofuðu meistarann, orðsnilldin og ritfærnin, framkoman og ræðusnilldin, öguð vinnubrögð, handbragðið og vandvirknin hvert sem litið var. Hann hafði þann hæfileika að móta skýra og djarfa sýn og miðla henni myndrænt. Draumsýn hans var þjóðríkið Ísland. Mesta afrek hans var að vekja Íslendinga til virkni, fólk sem lifði við erfiðar aðstæður og átti fullt í fangi með að brauðfæða sig og börn sín. Honum tókst það, vegna þess að Íslendingar, venjulegt fólk, treysti honum, það vissi að hann þekkti sveitasamfélagið, vistarbandið og kirkjuna, danska kaupmenn og konungsholla embættismenn í höfuðstaðnum, allt af eigin raun. Það gat ekki annað en hrifist með þegar hann varpaði fram mynd af því Íslandi framtíðarinnar sem hann sá svo skýrt fyrir sér og vildi leiða Íslendinga inn í. Jón Sigurðsson steig fram sem foringi sem skar sig frá upplýsingarmönnum og leiðtogum fyrri tíma, sleit sig lausan frá einveldinu vopnaður nýjum stjórnarfarshugmyndum og skýrri framtíðarsýn. Hann sá fyrir sér sjálfstæða þjóð í fyllingu tímans. Köllunin var að leiða Íslendinga og semja við Dani um að sá draumur yrði að veruleika - allar hans ákvarðanir um eigið líf voru vígðar þessu marki. Sundurlyndisfjandinn var skoraður á hólm, þjóðin vakin af værum blundi og kölluð til fylgis við breytingar - því að þjóðin skyldi hafa valdið í fyllingu tímans. Í fjögurra áratuga sjálfstæðisbaráttu stóð hann í stafni og þurfti sjálfur að smíða vopnin og beita þeim. Hann stóð oft frammi fyrir vali milli þess að leggja vopnin niður eða skerpa þau. Hann stóð ekki aðeins í stafni með stílvopnið á lofti og skipaði öðrum fyrir um framkvæmd mála. Það sem gerði hann svo einstakan var að hann lét verkin tala, var virkur í stóru og smáu.
194
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Sjálfur var hann fyrirmyndin, fyrirheitið um nýja tíma. Glæsilegur heimsmaður, en þó nálægur og miðlægur í hugum Íslendinga. Hann hafði ekki opinbert umboð – aðeins sannfæringarkraftinn og miðlunina í hendi sér. Jón vissi að enginn leiddi hóp nema virkja hann til dáða. Hann vildi ekki láta hlýða sér í blindni, heldur vekja menn til verka, sannfæra menn, þannig að hugsjónin í brjóstum þeirra sjálfra yrði aflvaki nauðsynlegra breytinga. Persónuleiki hans einkenndist af skýrri framtíðarsýn, seiglu, kjarki, sjálfstrausti og skapfestu. Auk þess var hann harður samningamaður, óhræddur við áhættu og hélt ró sinni þótt við blasti óreiða og óvissa. Jón bjó yfir einstökum áhrifamætti, hafði nýstárlegan og virðulegan ræðustíl og nýtti þekkingu sína og yfirsýn til langtímastefnumörkunar. Þó að Jón væri á flestan hátt langt á undan sinni samtíð, gætti hann þess að hlaupa ekki svo langt á undan löndum sínum að þeir næðu ekki að fylgja honum. Heimili hans og Ingibjargar Einarsdóttur konu hans stóð Íslendingum ævinlega opið og framlag Ingibjargar var Jóni gríðarlegur stuðningur.
Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir í Reykjavík á síðari hluta nítjándu aldar hafði ung lesið rit og ræður Jóns Sigurðssonar. Hún elskaði alla bágstadda og var einlægur talsmaður þeirra. Hún barðist fyrir því að konur fengju aukin réttindi og var sjálf frumherji meðal kynsystra sinna í því að taka þátt í þjóðmálaumræðu. Þó hafði hún formlega séð ekki málfrelsi á kosninga fundum. Það höfðu kjósendur einir, en konur höfðu þá ekki kosningarétt. En eins og Þórhallur biskup sagði: „Áhugi hennar og mælskukraftur var stórveldi í þessum bæ ... Það hefði engum forseta á fundi kjósenda hér í bæ haldist það uppi að neita henni um orðið ... Hún var undanþegin harðstjórn tískunnar, hún ein.“ Hún hafði líklega meiri áhrif á þingkosn ingar en nokkur annar og því þótti betra að hafa hana með sér í liði heldur en ekki. Á þessum tíma var Þorbjörg, ein kvenna í landinu, farin að halda ræður til jafns við karla. Þegar konungur synjaði staðfestingar á frumvarpi um stofnun háskóla á Íslandi sem Alþingi hafði samþykkt 1893, hóf Þorbjörg öfluga hreyfingu kvenna til styrktar háskólamálinu og efndi þann 26. janúar 1894 til fundar í Reykjavík með um 200 konum. Var hún ræðumaður á fundinum, sem varð upphaf Hins íslenzka kvenfélags, stjórnmálafélags, er vinna skyldi að auknum réttindum konum til handa og efla menningu þeirra og menntun með samtökum og félagsskap. 2. ágúst 1897 lét hún draga „Hvítbláinn“ að húni á þjóðhátíð í Reykjavík, en hann hafði Ólafía fósturdóttir hennar saumað í húsi hennar að fyrirsögn Einars skálds Benediktssonar, frænda þeirra. Þorbjörg var ógift og barnlaus. Frímerki með mynd hennar var gefið út 1982 í flokknum „Merkir Íslendingar“. Þorbjörg var „sá kvenskörungur, að þjóðin öll minnist þess með hlýjum fögnuði, að ættjörðin getur enn alið slíka dóttur,“ sagði Þórhallur biskup við útför hennar. Matthías Jochumsson orti um hana fagurt erfiljóð. Þar er þetta þekkta vers: Harða, blíða, heita, sterka sál, hjarta þitt var eldur, gull og stál, ólíkt mér, en allt eins fyrir það ertu gróin við minn hjartastað.
8 | Þroskasviðin
195
Þýski eðlis- og stærðfræðingurinn Albert Einstein, sem tímaritið Time útnefndi eitt sinn áhrifamesta mann tuttugustu aldarinnar, átti erfitt með nám, einkum í stærðfræði. Þegar kom að því að hann hæfi leit að at vinnu átti hann í erfiðleikum með að finna starf við sitt hæfi, því vísinda mönnunum við háskólann fannst hann ekki mjög skarpur. Til að byrja með þurfti hann því að flokka pappíra og þess háttar en það dró ekki úr áhuga hans og veitti honum tíma og svigrúm til að hugsa um og þróa kenningar sínar.
Staðfesta og réttlætiskennd Mörthu Knight varð til þess að árið 1870 varð hún fyrsta konan í Bandaríkjunum til að vinna mál fyrir dómstólum einkaleyfismála gegn manni sem hafði stolið hönnun hennar og sótt sjálfur um einkaleyfi fyrir henni. Einkaleyfið var fyrir vél sem framleiddi pappírspoka með flötum botni. Maðurinn staðhæfði að engin kona gæti búið yfir þeirri tæknikunnáttu sem þyrfti til að finna upp svona flókna vél, en Mörthu tókst að sanna mál sitt. Eftir það fékk hún einkaleyfi á nokkrum öðrum vélum, þeirra á meðal hverfilhreyfilsvélum og mörgum sjálfvirkum verkfærum.
Áhyggjufullur faðir fylgdist grannt með unglingnum Charles Darwin. Ráðrík systir og öfundsjúkur eldri bróðir gerðu það einnig.„Það verður aldrei neitt úr þér,“ sagði faðir hans við hann, „því þú hugsar aldrei um neitt annað en dýr.” Darwin leið illa í skóla og hann þoldi ekki hversdagslegar spurningar og stöðluð svör kennara. Hann hætti læknanáminu sem faðir hans hafði fengið hann til að stunda og var þröngvað til að hefja guðfræðinám við Cambridge-háskóla. Kennslan þar gerði næstum því út af við hann en hann sýndi vísindum mikinn áhuga og fór að stunda rannsóknir. Skipið Beagle fór í vísindaleiðangur til Suður-Ameríku árið 1831. Darwin tók þátt í leiðangri-num þrátt fyrir andmæli föður síns sem áleit leiðangurinn varla tilheyra undirbúningi fyrir prestsstarfið. Leiðangursstjórinn var líka á móti þátttöku Darwins. Hann komst um borð í skipið á síðustu stundu og var þá 22ja ára gamall. Lífið um borð var þægindasnautt, maturinn vondur, hann var sjóveikur næstum allan tímann og fór ferðin illa með heilsu hans. Hann átti samt eftir að breyta heiminum með kenningu sinni um uppruna tegundanna og mannsins og seinna meir skrifaði hann að ferðin hefði verið „án nokkurs vafa þýðingarmesti atburðurinn í lífi mínu... Mér hefur alltaf fundist að hugsun mín öll og menntun hafi hafist þar.”
Lífsfyllingin bíður aldrei hljóðlát eftir okkur handan við hornið. Við þurfum að byggja hana upp skref fyrir skref. „Það er frábært að vilja eitthvað,“ skrifaði Louis Pasteur til systur sinnar þegar hann var 19 ára, „en það þarf að fylgja viljanum eftir með vinnu og athafnasemi. - Viljinn opnar dyrnar, vinnan kemur okkur í gegnum þær og velgengnin bíður þess að verðlauna okkur fyrirhöfnina.“
196
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Tilfinningar og skoðanir – tilfinningaþroski Tilfinningar og skoðanir eru hluti af lífinu, alveg eins og líkaminn, greindin og viljinn. Þær hjálpa til við að skilgreina persónuleika okkar. Tilfinningar, skoðanir, innri hvatir og ástríður eiga allar þátt í að mynda tilfinningahluta persónuleikans, þær hafa áhrif á allt sem við gerum. Líklega getum við bara lýst þeim lauslega með orðum, en þær eru mikilvægar og hafa varanleg áhrif á okkur sem persónur. Atburðir úr daglegu lífi veita okkur tilfinningalega reynslu. Meðan við upplifum hana vekur hún viðbrögð í líkamanum og hefur áhrif á hegðun okkar. Við tjáum tilfinningar okkar með hegðun, hugmyndum og skoðunum. Að lokum hafa þær áhrif á það hvernig við erum sem manneskjur.
Allt uppeldisstarf ætti að miða að því að styrkja tilfinningalíf og stuðla þannig að yfirveguðum þroska. Að þróa tilfinningalegt jafnvægi er meginverkefni okkar á unglingsárunum. Geta ungl-inga til að móta heilbrigðan persónuleika er að miklu leyti háð því. Til þess að ná valdi á þessu verkefni þarf að takast á við alls kyns áskoranir og áhættur: • Óvissan um hvernig eigi að bregðast við vaxandi kröfum unglingsáranna veldur oft kvíða. Slíkt er þó tíma bundið ástand og kemur ekki í veg fyrir að unglingar séu virkir og að lagist. Á þessu tímabili er öryggi þeim nauðsynlegt.
• Unglingar þurfa að læra viðbrögð við löngun til einveru og hlédrægni sem kemur til vegna öryggisleysis gagnvart þeirri kynferðislegu breytingu sem þeir eru að upplifa. • Unglingar þurfa einnig að yfirstíga vanmáttarkennd sem fylgir skorti á sjálfsöryggi.
Samfélagið sem myndast í skátaflokknum veitir unglingunum styrk og tækifæri til að: • Greina tilfinningar sínar og tjá skoðanir og standa með þeim. Það er fyrsta skrefið í átt að jákvæðri og raunhæfri sjálfsmynd.
• Læra að þekkja, samþykkja og virða sína eigin kynhneigð sem og kyn hneigð annarra og tengja hana væntumþykju og ást.
• Deila hugsunum sínum með jafn ingjum og fá leiðbeiningar frá þrosk uðum fullorðnum einstaklingi sem er í góðu jafnvægi.
• Sigrast á sleggjudómum um aðra, skoðunum á staðalímyndum um konur og karla. Vinna að því að ná eðlilegu, sanngjörnu og jafnréttis sinnuðu sambandi við hitt kynið.
• Takast á við kvíða og hræðslu, upp ræta þráhyggju og öðlast öryggi. • Læra að stjórna ofurviðkvæmni og komast yfir feimni, óöryggi og upp reisnargirni.
• Fara átakalitla leið að persónulegu sjálfstæði, meta framlag fjölskyldu sinnar og forðast árekstra eða átök milli ósjálfstæðis og frelsis.
8 | Þroskasviðin
197
Tilfinningar og skapferli fylgja okkur allt lífið og geta komið í ljós við ótrúlegustu aðstæður. Þegar íslensk þjóð stóð klökk og harmi slegin eftir snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík 1995 steig Vigdís Finnbogadóttir forseti fram í sinni eftirminnilegustu og sterkustu mynd. Við sérstaka minningarathöfn um alla þá sem létust, talaði hún til ástvina og aðstandenda hinna látnu og þjóðarinnar af slíkri hlýju, einlægni og tilfinningalegri samkennd að þjóðin flutti forseta sinn úr virðulegum húsakynnum Bessastaða og veitti honum bústað í hjörtum sínum. Landsmenn sátu klökkir við sjónvarpstækin. Þeir skynjuðu þá huggun sem ástvinir hinna látnu fundu í faðmlagi hennar og harðgerir vestfirskir sjómenn grétu við öxl hennar í tilfinningaþrunginni samkennd. Vigdís minntist atburðanna í áramótaávarpi sjónvarpsins 1996: „Þegar við horfum yfir það ár sem nú er liðið minnumst við þess á undan öllu öðru að það ár heyrðum við þungan tregaslag. Þetta var ár skelfilegra náttúruhamfara, ár mikilla áfalla fyrir einstaklinga, heilar byggðir, þjóðina alla. Við svo váleg tíðindi sem urðu í Súðavík og á Flateyri finnum við átakanlega til vanmáttar, en um leið fyllast hjörtu okkar af samúð til allra sem orðið hafa fyrir þungbærum missi, bæði þar og annars staðar í landinu.“
Þegar þeir voru innikróaðir í Suður-Íshafinu vissi Ernest Shackleton að mesta hættan fyrir hina 27 menn hans var að þeir yrðu vonleysi og þunglyndi að bráð. Ernest einbeitti sér því að hverjum og einum persónulega. Við einn, sem var fremur hégómlegur ráðfærði hann sig um mikilvægt mál og bætti þannig líðan hans. Öðrum, sem var að dauða kominn af vonleysi, fól hann sérstaka ábyrgð sem hann varð að sinna hvern einasta dag. Tvo sem voru sérlega einmana færði hann í sitt eigið tjald til að vernda þá. Ef hann sá að einhverjum leið verr en vanalega gaf hann skipun um að kveikja á stein olíulampanum og útbúa heitan drykk fyrir alla. „Auðvitað lét hann viðkomandi ekki vita af því að það væri hans vegna til að gera hann ekki órólegan,“ skrifaði einn manna hans.
Um aflraunakappann Jón Pál Sigmarsson sagði Jock Reeves, einn þekktasti og virtasti líkamsræktarfrömuður Englands: „Hann var eflaust einn sterkasti maður sem uppi hefur verið, en sterkasta hlið hans var andleg, hugur hans og hjarta voru svo hrein. Mesta afrek hans var að láta öðru fólki finnast það vera eitthvað sérstakt. Í þessu var styrkur hans fólginn, að vera heiðarlegur og tilfinninganæmur.“
198
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Umhyggja og tilfinningasemi í garð annarra stjórnaði fyrst og fremst gerðum skoska uppfinningamannsins Alexanders Graham Bell, sem fann upp símann árið 1876. Kona hans, Mabel Hubbart, var heyrnarlaus frá barnæsku vegna skarlatssóttar, en Bell setti sér það takmark að hún skyldi öðlast heyrn. Hann vann að „talandi himnu“ en náði ekki tilætluðum árangri með hana. Titringurinn frá himn unni fór eftir rafmagnsvír og varð til þess að önnur himna talsvert í burtu fór einnig að titra. Þannig endurskapaðist raddhljóðið og Bell hafði þar með fundið upp símann. Allar uppfinningar Bells – og hann fann ýmislegt upp - voru svar við mannlegri þörf. Eftir að stormur hafði komið í veg fyrir að sæ strengur sem flutti rafmagn upp á ströndina fann hann upp ljós merkjasímann, sem segja má að hafi verið nokkurs konar þráðlaus sími. Eftir að hafa fylgst með þjáningum stúlku sem gleypt hafði nál fullkomnaði hann útbúnað sem gerður var til að finna málmhluti í mannslíkamanum. Þegar hann sá hve sjómenn kvöldust af hita í kafbátum reiknaði hann út grundvallaratriði nútíma loftkælingar. Hann heyrði líka átakanlega sögu af skipreika fólki sem látist hafði úr þorsta í björgunarbát. Þá fann hann upp tæki sem vann drykkjarvatn úr sjó. Mörg tól og tæki sem læknar og tannlæknar nota eru tilkomin vegna tækja sem Bell þróaði til hjálpar mannkyninu án þess að taka eyri fyrir.
Clara Barton var yngst fimm systkina og fór að vinna sem barnakennari þegar hún var aðeins 15 ára. Þegar borgara styrjöldin í Bandaríkjunum braust út og Clara frétti af því að særðir hermenn fengju litla sem enga aðhlynningu, hélt hún til herbúðanna við víglínurnar. Fyrir þetta var henni gefið sæmdarheitið „Engillinn á vígvellinum.“ Hún annaðist særða og sjúka á vígstöðvunum í Virginíu og Suður-Karólínu í þrjú ár og í framhaldi af því bað Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti hana um að skipuleggja kerfi til að hafa uppi á týndum hermönnum. Hún fór til Evrópu árið 1870 þegar fransk-prússneska stríðið braust út og starfaði handan við þýsku víglínuna með Alþjóðlega Rauða krossinum. Þegar hún sneri til baka stofnaði hún Bandaríkjadeild Rauða krossins sem hún stýrði til ársins 1904.
8 | Þroskasviðin
199
Vinir og samfélag – félagsþroski Markmið með öllu skátastarfi er sjálfstæði einstaklingsins, en sérhver manneskja sækist eftir að notfæra sér það til að öðlast hamingju. Á þeim forsendum hélt BadenPowell því fram að sönn velgengni fælist í hamingju og bætti við að besta leiðin til að öðlast hamingju væri að gera aðra hamingjusama.
Sjálfstæði leiðir til djúprar og langvarandi hamingju ef við notum það til að ná til annarra. Þannig uppfyllum við einnig okkar eigin þarfir. Sjálfstæði tengist ákveðnum viðbrögðum: Að samþykkja aðra, hollustu við samfélagið, aðstoð við þá sem þjást. Að sameiginlegri sýn og málefnalegum samskiptum milli menningarsvæða og þjóða. Því er ekki hægt að tala um heildstæðan persónuleikaþroska nema við látum okkur annt um að þjálfa félagslegan þroska einstaklingsins. Á þessu sviði uppfyllir skátahreyfingin mjög vel þarfir unglinga á aldrinum 13–15 ára. • Þar sem að unglingarnir eru að leitast eftir því að finna sjálfa sig og aðlagast samfélaginu, býður skátaflokkurinn upp á öruggt umhverfi þar sem hægt er að nema og endurskoða lífið með öðrum. • Unglingar upplifa ákveðin viðhorf til samvinnu og hjálpsemi við aðra auk þess sem þeir uppgötva gildi samstöðunnar með þátttöku sinni í hefðbundnum verkefnum og valverkefnum. Þeir læra að taka þátt í lýðræði og að viðurkenna og virða ákvarðanir meirihlutans. • Með fjölbreytilegum aðferðum við ákvarðanatöku í flokkunum og sveitinni, skilja unglingarnir smám saman þörfina á því að virða samninga sem þeir hafa gert í sameiningu. Einnig að þróa samvinnu og samstöðu með kjörnum fulltrúum. • Flokkurinn og sveitin bjóða upp á tækifæri til að þróa gagnrýna hugsun. Á sama tíma efla unglingarnir með sér hæfileika til að semja og taka ábyrgð á sameiginlegum reglum sem koma í stað einhliða reglna sem þeim hafa verið kenndar. Slíkt hvetur til sjálfsaga í stað þess utanaðkomandi aga sem þeir bjuggu við sem börn. • Sú félagslega samþætting sem skátahreyfingin byggist á færir unglingana nær gildum þjóðarinnar. Það hjálpar þeim að samsama sig samfélaginu og meta það. Einnig öðlast þeir meðvitund um getu sína til að stuðla að verndun og umönnun menningarlegs og náttúrlegs umhverfis. • Á sama hátt læra þau að meta friðinn sem almennt hlýst af jákvæðum samskiptum og auknu réttlæti milli manna og skilningi milli þjóða. Skátastarf stendur ekki undir nafni án þjónustu við aðra eða samfélagslegrar þátttöku. Þetta ætti að endurspeglast sterkt í þeim verkefnum sem unglingarnir takast á við í flokks- og sveitarstarfinu og í framkomu foringjanna við aðra. Á dagskrárvef BÍS eru reynslusögur sem lýsa aðdáunarverðum félagsþroska og samfélagsvitund karla og kvenna á ólíkum tímum við mismunandi aðstæður.
200
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Hannes Hafstein var skipaður fyrsti ráðherra Íslands, þann 1. febrúar 1904. Í ráðherratíð sinni vann hann ötullega að því að færa Ísland inn í nútímann. Sennilega var hann einmitt það sem þjóðina vantaði á þessum tímamótum. Hann var glæsimennið, karlmennið, heimsmaðurinn og lífsnautnamaðurinn sem hafði sungið vífi og vínum lof í ótal kvæðum. Hann bar með sér nýjan andblæ sem vakti með Íslendingum tilfinningu fyrir því að þeir gætu staðið útlendingum snúning í hvaða skilningi sem var. Hann færði þjóðinni nýjan bjartsýnisanda og sjálfstraust sem hafði svo átakanlega vantað í þjóðlífið. Ári áður en Hannes var skipaður ráðherra átti hann fund með dönskum stjórnvöldum vegna „heimastjórnar málsins“ þar sem hann lagði áherslu á að Íslendingar fengju í fyrsta sinn íslenskan ráðherra með aðsetur á Íslandi. Eftir fundinn skrifaði Hannes til íslensku þjóðarinnar: Hannes Hafstein fæddist 4. desember „Ekkert land þarf þess fremur við en Ísland, að fá öfluga árið 1861 og lést 13. desember 1922. og framtakssama forystu innlends stjórnarvalds, þetta Hann var fyrsti íslenski ráðherrann og er vanrækta land, sem sveltur með krásadiskinn í kjöltunni, eitt af stórskáldum þjóðarinnar. þar sem ríkar og öflugar auðlindir eru ónotaðar eða ekki hálfnotaðar, atvinnuvegirnir glíma hvor við annan, afurðir landsins verða ekki arðbærar fyrir peningaleysi, verksmiðjuleysi og fólksfæð, og fólkinu fjölgar ekki.“ Eitt það fyrsta sem Hannes gerði og um leið eitt mesta framfaraspor sem stigið var á þessum árum var t.a.m. að láta leggja síma til landsins og um landið. Hannes lagði fyrir Alþingi yfir hundrað stjórnarfrumvörp og má þar nefna nýja fræðslulöggjöf, nýja reglugerð um Lærða skólann, sem framvegis var kallaður Menntaskóli, en í henni fólst að skólinn skyldi opinn jafnt stúlkum sem piltum. Á næstu árum fengu konur margvísleg réttindi svo sem kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna og Alþingis og studdi Hannes Hafstein baráttu kvenna með ráðum og dáð. Árið 1911 lagði hann fram frumvarp á Alþingi um rétt kvenna til menntunar og embætta. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir takmarkalausum rétti kvenna til hverrar þeirrar menntunar er þær lysti, sama rétti og karla til námsstyrkja og sömu réttindum og skyldum til embætta. Einnig lagði hann fram frumvarp um nýja sveitarstjórnarlöggjöf og lög um verndun fornminja. Undir hans stjórn var samþykkt að stofna Háskóla Íslands, byggja Safnahúsið við Hverfisgötu og metrakerfið var lögleitt, svo að fátt eitt sé talið. Nokkrum mánuðum eftir lát hans birtu forvígismenn af ýmsum stéttum og öllum flokkum áskorun til íslensku þjóðarinnar um að reisa honum minnismerki. Þar segir, að hann hafi verið „einn þeirra manna, sem hugir þjóðarinnar hafi mest hneigst að um síðustu mannsaldra. Með afburða þreki og lagni hefur hann átt svo mikinn þátt í því hvorutveggja: að koma sjálfsforræðismáli þjóðarinnar fram, og að hrinda réttarbótum og framfaramálum hennar áfram, að fyrir það getur þjóðin aldrei sýnt þakklæti sitt meir en verðugt er.“ Jafnframt hafi hann verið „eitt af helstu ljóðskáldum þjóðarinnar“ og flestum eða öllum fremur reynt að „efla vilja og þrótt hennar til dáðríkra framkvæmda með ljóðum sínum.“ Jafnframt var Hannes „eitt af helstu ljóðskáldum þjóðarinnar“ og flestum eða öllum fremur reyndi hann að „efla vilja og þrótt hennar til dáðríkra framkvæmda með ljóðum sínum“.
8 | Þroskasviðin
201
Þóra Melsted ólst upp í Danmörku og hlaut menntun sína þar. Þegar hún settist að á Íslandi rann henni til rifja það tómlæti sem menntun kvenna var sýnd og vildi bæta úr því. Fyrsta tilraun hennar í þá átt var vísir að kvennaskóla árið 1851, en það átak lifði einungis í tvö ár. Með mikill seiglu og ósérhlífni tókst henni að fá fleiri konur í lið með sér og leiddi það til stofnunar fyrsta íslenska kvennaskólans, sem hún stýrði sjálf fram til 1906. Mætti þessi skóli talsverðri andstöðu í upphafi, en hún lét það sem vind um eyru þjóta og fyrir áræðni hennar og dugnað lifði skólinn af allar árásir og lifir enn í dag. Þóra fæddist á Sjálandi í Danmörku 18. desember 1823 og lést 22. apríl árið 1919. Hún var dóttir Gríms Jónssonar amtmanns á Möðruvöllum og konu hans sem var dönsk. Þóra var kona Páls Melsted. Þóra stofnaði Kvennaskólann í Reykjavík 1. október 1874 og var ein af þeim konum sem settu sterkan svip á 19. öldina.
Baráttukonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir var í fylkingarbrjósti fyrir bættum réttindum kvenna á 19. öldinni. Með ótrúlegri þrautseigju lagði hún grunn að nýrri hugsun og vakti íslenskar konur til vitundar um stöðu sína á tímum þegar þær nutu lítilla sem engra réttinda á við karla. Sextán ára gömul ritaði hún grein um stöðu kvenna, en sýndi engum fyrr en 13 árum seinna. Þá birtist hún endurbætt undir heitinu „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“ í tímaritinu Fjallkonan undir dulnefninu Æsa. Var það fyrsta opinbera baráttugreinin fyrir réttindum kvenna. Árið 1887 hélt hún fyrsta opinbera fyrirlesturinn á Íslandi um hagsmuni og réttindi kvenna. Fyrirlesturinn kom stuttu síðar einnig út á prenti. Bríet stofnaði fyrsta kvennablaðið á Íslandi og var ritstjóri þess í rúm 30 ár. Einnig gaf hún út og ritstýrði Barnablaðinu og beitti sér fyrir stofnun Blaðamannafélagsins. Hún var upphafsmaður að stofnun Hins íslenska kvenréttindafélags, sem með baráttu sinni átti stærstan þátt í því að færa íslenskum konum kosningarétt til jafns við karla. Bríet var formaður félagsins nær samfellt fyrstu 20 árin. Bríet sat í bæjarstjórn Reykjavíkur frá 1908 til 1912 og aftur frá 1914 til 1920. Hún hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1928 og var fyrsta nafngreinda konan á frímerki á Íslandi, árið 1978.
Mahatma Gandhi helgaði líf sitt baráttu fyrir þá sem órétti voru beittir. Fyrst í Suður-Afríku þar sem hann starfaði sem lögfræð ingur og barðist í tvo áratugi fyrir réttindum hindúa sem nutu ekki fullra mannréttinda. Þótt hann væri einungis 25 ára þegar hann hóf baráttu sína hafði hann mikil áhrif á fólk því hugsjón hans var skýr og tilgangur hans einlægur. Einurð hans gagnvart óréttlætinu hvatti aðra til dáða. Þegar Gandhi var 46 ára sneri hann aftur til Indlands til að frelsa landið undan breskum yfirráðum. Eina vopn hans var afl sannleik ans eða „Satyagraha“ og ofbeldislaus borgaraleg óhlýðni sem reyndist ein af djörfustu og árangursríkustu aðgerðum í sögu stjórnmála og réttindabaráttu heimsins.
202
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Gandhi var oft gagnrýndur, móðgaður, barinn og settur í fangelsi. Afneitun hans á hvers konar ofbeldi, stöðugar föstur hans og hungurverkföll ásamt lífi hans öllu styrkti samvinnu í stað vantrausts og reiði. Hann ávann sér ást og aðdáun landa sinna og veikti breska heimsveldið sem leiddi til sjálfstæðis og lýðræðis indversku þjóðarinnar. Gandhi boðaði virðingu fyrir öllum erfðastéttum hins indverska samfélags, því hann sóttist ekki eingöngu eftir að Indland hlyti frelsi frá Bretum og erlendri stjórn heldur einnig frá hlekkjum sinna eigin hefða. Gopal Gokhale hindúískur vitringur sagði að Gandhi hefði „hið dásamlega andlega afl sem breytir venjulegum mönnum í hetjur og píslarvotta“.
Á svipaðan hátt og Gandhi er Nelson Mandela, hinn mikli suður-afríski leiðtogi, tákn landa sinna um endalok aðskilnaðarstefnunnar. Mandela dreymdi um„þann dag þegar allir vakna og skilja að við verðum öll að lifa saman sem bræður“. Tvö hundruð árum fyrr hafði Benjamin Franklin, sem í krafti vitsmuna sinna og þekkingar var einn af þeim er lagði grunn að sjálfstæði Bandaríkjanna, sagt: „Það hefur aldrei verið gott stríð eða slæmur friður.“
Martin Luther King Jr. fæddist inn í millistéttarfjölskyldu og átti góða æsku. Foreldrar hans voru háskólamenntaðir og sjálfur hlaut hann góða menntun og ólst upp í Aburn þar sem voru einhver stærstu og voldugustu fyrirtæki blökku manna og kirkjur landsins. Hann var því alls ekki í umhverfi þar sem fordómar gegn blökkumönnum voru ráðandi. Þrátt fyrir það þá upplifði hann samt mjög ungur fordóma sem hann skildi ekki alveg á þeim tíma. Þegar hann var tveggja til þriggja ára átti hann tvo leikfélaga sem bjuggu á móti honum. Þessir vinir hans voru hvítir. Oft þegar hann kom í heimsókn, leyfðu foreldrar strákanna þeim ekki að leika við hann, komu með margar afsakanir fyrir því að þeir gætu það ekki en voru þó ekki beint dónaleg. Þegar Martin var um sex ára sagði einn af leikfélögum hans honum að þeir mættu ekki lengur leika sér saman vegna þess að foreldrar hans vildu það ekki. Þeir væru að fara í skóla þar sem aðskilnaður kynþátta var við lýði og því gætu þeir ekki verið vinir lengur. Martin Luther King helgaði líf sitt baráttu gegn kynþáttafordómum. Hann var 27 ára þegar hann tók þátt í fyrstu friðsamlegu mótmælunum, þegar blökkumenn fóru að sniðganga strætisvagna í Montgomery. Ástæða þessa var sú að blökkumenn voru neyddir til að sitja aftast í strætisvögnum og standa upp fyrir hvítu fólki. Þann 28. ágúst 1963 hélt hann eina frægustu mannréttindaræðu sögunnar „Ég á mér draum,“ fyrir um 200.000 manns sem höfðu safnast saman hjá minnismerki Lincolns í höfuðborginni Washington. Martin Luther King vann friðarverðlaun Nóbels 1964 og var þá yngsti maðurinn sem hafði unnið þau, einungis 38 ára gamall. Hann var skotinn til bana þann 4. apríl árið 1968.
Skömmu fyrir andlát sitt sagði uppfinningamaðurinn Alexander Graham Bell við blaða mann: „Ég er ríkasti maður á jarðríki. Ég á tvær dætur, níu barnabörn og nítján barnabarna börn. Fáir menn eru eins gæfusamir og ég.“ Blaðamaðurinn spurði þá hvort auður hans gerði hann ekki hamingjusamann. „Auður gerir hvorki mig né nokkurn annan hamingju saman,“ svaraði Bell. „Án friðar er engin hamingja. Sama hve auðugur þú ert. Ég vil helst sitja með barnabarnabörn mín í fanginu og segja við þau: „Ef þú getur ekki gert góðverk, forðastu þá að minnsta kosti að skaða aðra. Það er eini leyndardómurinn við mannlega hamingju.“
8 | Þroskasviðin
203
Lífsgildi og tilgangur lífsins – andlegur þroski Strax frá því augnabliki er manneskjan varð meðvituð um eigin tilvist, hefur hún leitað svara við spurningum um uppruna sinn, náttúruna og örlög mannkynsins: Hvaðan kom ég? Hver er ég? Hvert er ég að fara?
Fólk sem býr við mismunandi menningu spyr eflaust ólíkra spurninga. Kona sem reynir að lifa lífi sínu eftir bestu samvisku spyr öðruvísi spurninga en kona sem hlustar ekki á sína innri rödd. Maður sem þjáist spyr annarra spurninga en maður sem er heill heilsu. Sá trúaði orðar spurninguna ef til vill öðruvísi en efasemdarmaðurinn, nemandinn öðruvísi en verkamaðurinn og barnið á annan hátt en sá fullorðni. Þó er það í grund vallaratriðum sama ráðgátan sem við viljum öll fá lausn á. Allt sem við tökum okkur fyrir hendur einkennist af leit okkar að tilgangi lífsins. Við getum ekki skipt manneskjunni einfaldlega í afmarkaða líkamlega, vitsmunalega, siðferðilega, tilfinningalega og félagslega hluta. Við getum ekki útilokað andlega þáttinn í lífi okkar. Þetta þýðir að andlegur þroski er hluti af alhliða þroska manneskjunnar. Frá 13–15 ára aldri, fara unglingar oft að efast um barnatrú sína eða í það minnsta að þróa fremur sinnuleysislegt viðhorf gagnvart henni. Þetta er hluti af því ferli sem felst í því að efast um afstöðu fjölskyldunnar, en það fylgir oft tilkomu orsakahugsunar og kynþroska. Þetta er umbreytingin frá viðurkenndri barnatrú í að tileinka sér lífsgildi fullorðinna á persónulegan hátt. Lokamarkmið skátahreyfingarinnar á sviði andlega þroskans leiðir til þess að skátastarf reynir að: • Bjóða unglingum upp á að leita dýpri viðmiða, bæði persónulega og samfélagslega, um tilveru mannkyns og náttúrunnar í heild og tengja þau eigin lífsgildum. • Hvetja unglinga til að fylgja siðfræðilegri afstöðu sem tengist hugmyndum um tilgang lífsins utan eða innan skipulagðra trúarbragða. • Hvetja unglinga til að stunda ígrundun og samræður við aðra um tilgang lífsins og mannlega breytni og til að þekkja og geta útskýrt mikilvægi persónulegrar og sameiginlegrar upplifunar. • Hvetja unglinga til að gera siðaboðskap, sem byggir á kennisetningum um tilgang lífsins og virðingu fyrir lífi yfirleitt að hluta af daglegu lífi, bæði einkalífi og samfélagsþátttöku, og leitast við að hjálpa öðrum í stóru og smáu. • Hvetja unglinga til samskipta við fólk burtséð frá uppruna þess, litarhætti, kyni, kynhneigð eða stjórnmálaskoðunum og leitast við að skapa opið, umburðarlynt og fordómalaust samfélag. Sveitarforingjar sem taka þátt í þessu ferli með orðum sínum, athöfnum og metnaðar fullu fordæmi, styðja leit unglinga að tilgangi lífsins með það að takmarki að þeir verði að loknum mótunarárunum, sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar.
204
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Árið 1509 sat spænski hermaðurinn Bartolomé de las Casas messu hjá föður Montesino í kirkju Santo Domingo í Dóminíkanska lýðveldinu. Kaþólski presturinn fordæmdi spænska landvinningamenn sem vildu leggja undir sig landið sem þeir fundu í leit sinni að gulli og gersemum. Hann talaði um menn sem bæru litla umhyggju fyrir lífi og limum ann arra, einkum þeirra sem þeir hefðu sigrað. Bartolomé sá sjálfan sig í landvinningamönnunum sem presturinn talaði um og það hreyfði við honum. Hann gaf þrælum sínum frelsi og tveimur árum seinna tók hann vígslu sem prestur. Svo hóf hann baráttu sem hann helgaði allt sitt líf að verja indíána Rómönsku-Ameríku fyrir miskunnalausri misnotkun landa sinna. Hann fór í fjölda leiðangra um spænskar nýlendur Ameríku og frægð hans óx með hverju ári. Innfæddir kölluðu hann „Föður indíánanna,“ en eins og margir sem standa í mannréttindabaráttu var hann sakaður um að vera föðurlandssvikari, brjálæðingur og loddari, en ákafi hans ávann honum að lokum stuðning Spánarkonungs.
Boðskapur og manngildishugsjón íslenska jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar, sem betur er þekktur sem barnabókarithöfundurinn Nonni, hefur borist víða um heim í nærfellt heila öld, eða allt frá því að fyrsta Nonnabókin, Nonni, kom út árið 1913. Alls urðu Nonnabækurnar 12 talsins og skrifaði Nonni þær á þýsku. Þær hafa verið þýddar á 30-40 tungumál og gefnar út í milljónum eintaka. Einnig hafa verið gerðir þekktir sjónvarpsþættir víða um lönd eftir bókum hans. Nonni dvaldi víða um heim við nám, störf og fyrirlestrahald, meðal annars í Danmörku, Frakklandi, Englandi, Þýskalandi, Austurríki og Hollandi. Árið 1936 hélt Nonni í heimsreisu og dvaldi meðal annars í Japan í eitt og hálft ár. Á ferðum sínum og í fyrirlestrum fjallaði hann oftast um Ísland.
Hugsjónakonan Ólafía Jóhannsdóttir helgaði sig trú sinni og umönnun þeirra sem undir höfðu orðið í lífsbaráttunni. Hún fór bindindisleiðangra, m.a. um Norður-Ameríku. Þar heimsótti hún sjúka, vann að aðhlynningu drykkjumanna og flutti erindi um trúmál. Hún var hrífandi mælskukona og bjó yfir miklum sannfæringarkrafti. Ólafía seldi eigur sínar og við hafnarklæði og vildi að allt sem hún ætti yrði henni því aðeins til gleði að aðrir gætu notið þess með henni. Ólafía flutti til Óslóborgar og vann þar líknarstörf og hjálpaði vegalausum vændiskonum. Stóð hún fyrir stofnun nýs kvennaheimilis þar í borg árið 1912. Lánleysingjar og synd arar voru í hennar augum jafningjar sem hún bauð inn til sín daglega. Minnisvarði með andlitsmynd hennar var reistur í Ósló 1930 og hefur henni verið líkt við helga menn kristinnar kirkju.
Séra Friðrik Friðriksson var einn merkasti æskulýðsleiðtogi 20. aldar og stofnaði m.a. KFUM og KFUK, skátafélagið Væringja, íþróttafélögin Val og Hauka og Karlakórinn Fóstbræður. Þegar sr. Friðrik sneri til Íslands eftir nám í Kaupmannahöfn var félags- eða íþróttastarf fyrir íslenska æsku afar fábrotið og varð það köllun hans og ævistarf að bæta úr því. Þótti framtak sr. Friðriks til æskulýðsmála það merkilegt að stytta var reist honum til heiðurs á meðan hann var enn á lífi og stendur hún við Lækjargötu.
8 | Þroskasviðin
205
Í blaðaviðtali í tilefni af 90 ára afmæli sr. Friðriks sagði hann svo frá: „Þó ég hafi orðið prest ur þá langaði mig miklu meira til að verða kennari eða læknir. Mér fannst ég hafa betra tækifæri til að leiða aðra ef ég yrði til dæmis læknir og er enn þeirrar skoðunar að trúaður læknir geti unnið ennþá betra starf í þágu einstaklinganna en góður prestur. Það er alltaf hægt að segja um prestinn að hann prédiki kristni af því að það sé hans lifibrauð, en það er ekki hægt að segja um kennarann eða lækninn.”
Florence Nightingale eða „konan með lampann“ eins og hún var gjarnan kölluð braut blað í sögu hjúkrunar og kvenréttinda þegar hún hélt með 38 hjúkrunarfræðinga til Tyrklands til þess að hjúkra og annast særða hermenn í Krím-stríðinu árið 1854, nánast í óþökk yfirmanna hersins. Eftir stríðið stofnaði hún svo skóla fyrir hjúkrunar fræðinga og átti stóran þátt í því að bæta hjúkrun almennt og breyta viðhorfi manna til heilbrigðismála og þátttöku kvenna á þeim vettvangi sem og öðrum.
Þessi dæmi segja frá fólki sem var gjafmilt, örlátt og trúði á lífið. Dæmin sýna okkur að það má finna vísbendingar um lífsgildi og tilgang lífsins hjá sjálfum sér og öðrum. Gildir þá einu hvort menn eru af öðrum kynþætti eða aðhyllast önnur trúarbrögð. Þetta er traust á öðrum líkt og Ghandi boðaði. Stundum finnum við lífsgildin í gegnum náttúruna eða innra með okkur. Við þurfum oft bara örlitla innri þögn og ró til að átta okkur á þeim. Marco Polo, hinn mikli feneyski könnuður 13. aldar, dáðist að því trúarlega umburðarlyndi sem hann varð vitni að í langri dvöl sinni í Kína. Kristnir, múslímar, konfúsíanistar, gyðingar, búddistar og taóistar lifðu í friði með guði sína hver á sinn hátt, ólíkt trúarleiðtogum og þjóðhöfðingjum í Evrópu sem stóðu í stöðugum trúarstríðum.
Sveitarforingjar þurfa að kunna margs konar reynslusögur og vita hvenær á að nota þær Á hverju þroskasviði höfum við nefnt til sögunnar ákveðnar persónur en það hefur þann tilgang að gera hugmyndir okkar áþreifanlegar. Þessar sögur má nota til að örva unglingana. Hægt er að finna miklu fleiri fyrirmyndir, sögur og frásagnir. Sveitarforingjar geta fundið góð dæmi á dagskrárvef BÍS, með því að tala við reyndari foringja, leita á veraldarvefnum og í bókum.
Það er sveitarforingjans að velja orðin, aðferðina og tímann til að segja þessar reynslusögur. Tilgangurinn er að ná sem bestum áhrifum og auðga samskiptin við unglingana og að hvetja skátanna til dáða. Sveitarforingjarnir þekkja unglingana í sveitinni sinni best – alveg eins og Ernest Shackleton þekkti sína menn. Þeir vita þeir hver þarf á hvatningu og styrkingu að halda og hvernig, hvenær og hvar best er að veita hana. Í skátasveit þar sem oft eru sagðar sögur, verður andrúmsloftið auðugra og tilvísunin í fyrirmyndirnar virka vel. Töframáttur þess sem segir frá gerir táknmyndirnar áþreifanlegar.
206
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
9
kafli รกfangamarkmiรฐin 9 | ร fangamarkmiรฐin
207
Efnisyfirlit
Uppeldismarkmið skátastarfsins • Í skátastarfi stendur ungu fólki til boða að vinna að ákveðnum markmiðum • Markmiðin eru tilboð um þroskaleiðir en ekki uppskrift að fullkomnu „fyrirmyndarfólki“ • Áfangamarkmiðin nást fyrir tilstilli alls sem unglingarnir gera í skátastarfinu og utan þess • Markmiðum er ekki „gefin einkunn“ eins og þau væru próf • Við þurfum að skoða tvenns konar markmið – lokamarkmið og áfangamarkmið aldursstiga • Áfangamarkmiðin eru stigbundin og innbyrðis tengd • Áfangamarkmiðin eru kynnt hér í bókinni og í Dróttskátabók unglinganna
Dróttskátamerkin • Áfangamarkmiðum náð og það staðfest með áritun eða stimpli í Dróttskátabókina • Dróttskátamerkin eiga að hvetja til dáða og eru veitt í upphafi hvers áfanga »» Bronsrúnin »» Silfurrúnin »» Gullrúnin
Tilboð um markmið • Líkamsþroski • Vitsmunaþroski • Persónuþroski • Tilfinningaþroski • Félagsþroski • Andlegur þroski
208
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
• Að vinna skátaheitið er óháð vinnu að dróttskátamerkjunum • Afhending dróttskátamerkjanna er fagnaðarefni • Útilífsmerkin • Könnuðamerki dróttskáta
UPPELDISMARKMIÐ SKÁTASTARFSINS Í skátastarfi stendur ungu fólki til boða að vinna að ákveðnum markmiðum Markmið skátastarfs er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Skátahreyfingin hefur skilgreint 35 lokamarkmið sem leið að þessu meginmarkmiði. Áfangamarkmiðin eru sett fram sem tilboð er hæfa þroska skáta hvers aldursstigs í leiðangri þeirra að lokamarkmiðunum. Áfanga markmiðin, lokamarkmiðin og markmið skátastarfs getum við kallað uppeldismarkmið skáta hreyfingarinnar.
Allt sem mennirnir taka sér fyrir hendur miðar að því að ná ákveðnum markmiðum þó að það sé ekki rætt við aðra og jafnvel þótt við vitum ekki af því. Uppeldis- og fræðslustarf hefur markmið eins og allt annað sem við gerum. Það sker sig þó frá hversdagsverkum sem kunna að hafa markmið, þótt við sjáum enga ástæðu til að tilgreina þau. Í skátastarfi er vænlegast til árangurs að skilgreina vandlega markmiðin sem ætlunin er að ná. Uppeldi og fræðsla byggjast ekki aðeins á skilgreindum markmiðum, heldur þurfa þeir sem taka þátt í uppeldisstarfi að leggja sig fram við að ná tilteknum persónulegum mark miðum og reyna meðvitað að tileinka sér fyrirmyndir að æskilegri hegðun sem gerir þeim kleift að þroskast. Í viðleitninni til að ná persónulegum markmiðum felst hið eigin-lega uppeldi. Í skátastarfi hafa því verið sett fram markmið – með samfelldum stíganda – sem boðin eru ungu fólki. Markmiðin hafa eftirfarandi tilgang: • Að þroska allar víddir persónuleikans. • Að mynda umgjörð fyrir persónulegar áskoranir hvers einstaks skáta í samræmi við aldur og persónugerð. • Að leggja grunn að mati á persónulegum framförum sérhvers einstaklings.
9 | Áfangamarkmiðin
209
Markmiðin eru tilboð um þroskaleiðir en ekki uppskrift að fullkomnu „fyrirmyndarfólki“ Gildi skátastarfsins – eins og þau eru sett fram í lokamarkmiðunum og skátalögunum – koma skýrt fram í áfangamarkmiðunum sem dróttskátarnir vinna að með persónulegum áskorunum sínum. Markmiðin eiga aftur á móti ekki að tákna „fyrirmyndarmanneskju“ eða „fyrirmyndar lífshætti”. Takmarkið er ekki að móta fólk eftir staðlaðri uppskrift. Hver unglingur er einstakur, hver með sínar sérþarfir, metnað og hæfni. Þess vegna eru áfangamarkmiðin í raun tilboð sem veita dróttskátunum tækifæri til að setja sér persónuleg markmið. Með samspili áfangamarkmiðanna og þeirri hvatningu sem felst í skátastarfinu velja unglingarnir sér áfangamarkmið fyrir sinn aldurshóp og laga þau að eigin þörfum og smekk með áskorunum sínum og gera þau þannig að persónulegum markmiðum.
Ólíkir aldurshópar sníða áskoranir sínar misjafnlega þröngt eða vítt að markmiðunum. Þegar unga fólkið áttar sig smám saman á því hvernig það vill verja ævinni verður það virkara við að skilgreina áfangamarkmiðin að eigin sýn og þá verða áskoranir þeirra persónulegri og taka til fleiri þátta. Á aldrinum 13 til 15 ára verður ungt fólk sjálfstæðara og þá er líklegt að markmiðin í bókinni og þeirra eigin skoðanir vegi álíka þungt við gerð áskorananna. Eftir því sem unglingarnir þroskast líta þeir frekar á áfangamarkmiðin sem viðmið en bein fyrirmæli. Það er líka einstaklingsbundið hvað unglingarnir ná vel að fanga inntak markmiðanna með áskorunum sínum, af því að hver og einn þroskast á mismunandi hátt. Persónuleiki og kringumstæður einstaklingsins hafa áhrif á hvernig hún eða hann skilgreinir persónuleg markmið sín. Samspilinu milli uppeldismarkmiðanna sem í boði eru og persónulegs metnaðar unga fólksins lýkur aldrei og gildin eru alltaf þau sömu: Lokamarkmiðin eru ævinlega til staðar, áfangamarkmiðin og áskoranir skátanna eru alltaf persónulegar. Uppeldisstarfið snýst fyrst og fremst um að tryggja eftir mætti að hver einstakur skáti fái raunhæf tækifæri til að þroskast á eigin forsendum.
Þegar unglingurinn veltir fyrir sér áfangamarkmiðunum fyrir sinn aldurshóp og setur sér áskoranir, bætir hann kannski við markmiðum eða breytir þeim lítillega til að sníða þau betur að eigin þörfum og áhuga. Hins vegar á hann ekki að sleppa neinum áfanga markmiðum efnislega, af því að þau samsvara hvert um sig meginmarkmiðum skáta starfsins eða öðru sem ungt fólk þarf að tileinka sér á þroskaferlinum.
210
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Áfangamarkmiðin nást fyrir tilstilli alls þess sem unglingarnir gera í skátastarfinu og utan þess Að undanskildu formlegu námi, sem er að mestu leyti á hendi skólans, ná áfangamarkmiðin til alls þess sem unga fólkið fæst við og spannar allar víddir persónuleika þess. Markmiðunum er ætlað að vera leiðarljós fyrir ævina alla en ekki skátastarfið eingöngu. Ýmislegt sem unglingarnir hafa fyrir stafni og upplifa hjálpar þeim að ná markmiðunum, sumt innan skátaflokksins og sveitarinnar annað utan. Úr því að sveitarforingjarnir bera ábyrgðina á að hvetja skátana, veita þeim leiðsögn og meta þroska þeirra á grundvelli markmiðanna, þurfa þeir að vita um flest það sem ungling arnir hafa fyrir stafni og hverju það miðlar eða hvernig það truflar viðleitnina til að ná mark miðunum. Sama máli gegnir um skátaflokkinn. Ef hann á að vera lærdómssamfélag sem stuðlar að þroska og fræðslu þarf starf hans að ná til allra unglinganna og alls sem þeir gera, bæði í skátastarfi og utan þess. Þess vegna þurfum við líka að vera meðvituð um aðstæður heima hjá unglingunum, í skólanum þeirra, vinahópnum utan skátastarfsins, til viðbótar því sem gerist innan flokksins eða sveitarinnar. Við megum heldur ekki gleyma félagslegu umhverfi þeirra, fjárhags aðstæðum fjölskyldunnar, andlegu ástandi, áhrifum netsins og fjölmiðla og mörgum öðrum þáttum sem hafa stöðugt áhrif á persónuleika þeirra.
Af þessum sökum ætti hver sveitarforingi eða aðstoðarsveitarforingi aðeins að bera ábyrgð á og hafa umsjón með mati á framförum hjá átta til tíu unglingum. Einungis þannig getur hann eða hún unnið verk sitt vel. Foringinn þarf helst að gegna þessu ábyrgðarhlutverki í að minnsta kosti eitt ár, svo að hann geti varið nógu löngum tíma með unglingunum til að kynnast þeim vel, hvetja þá til dáða og fylgjast vandlega með framförum þeirra.
Þessi nálgun við persónulegar framfarir og þroska hvers skáta byggir á ráðleggingum Baden-Powells sjálfs og verður auðveld þegar við notfærum okkur alla þætti skáta aðferðarinnar. Hið nána umhverfi sem flokkakerfið skapar og traustið sem myndast í sveitarstarfinu hjálpar unglingunum að opna sig, segja frá áhyggjum sínum og ánægju stundum. Samþætting skátastarfsins og annars í lífi þeirra verður þeim sjálfsagt og eðlilegt. Ef við lítum svo á að framfarir í þroska eigi sér stað í tengslum við lausn tiltekins verkefnis í flokknum eða sveitinni þá myndi nægja að sveitarforingjarnir fylgdust með hvernig þau verkefni væru af hendi leyst og gætu leitt hjá sér áhrifin sem allt annað í tilveru unglinganna hefur á þroska þeirra. Þegar unnið er á grundvelli markmiða sem ná til allra þátta persónuleikans er ekki nóg að skoða hvernig unglingunum miðar í afmörkuðu starfi flokks eða sveitar. Foringjar þurfa líka að vita hvort það sem þeir gera utan skátastarfsins, heima, í hverfinu sínu og skólanum – stuðlar að því að þeir tileinki sér hegðunina sem stefnt er að með markmiðunum og þeir persónugera í áskorunum sínum.
9 | Áfangamarkmiðin
211
Markmiðum er ekki „gefin einkunn“ eins og þau væru próf Mat á áfangamarkmiðunum er í höndum skátanna sjálfra, jafningja þeirra og sveitar foringjans sem hefur umsjón með framförum þeirra á löngum tíma. Í reynd er flokkurinn og umsjónarforinginn sem sinnir skátanum alltaf að fylgjast með og meta framfarirnar. Í lok dagskrárhringsins, sem við kynnum betur seinna, segja allir hlutaðeigandi álit sitt. Afstaða unglingsins til eigin framfara er niðurstaðan af sjálfsmati hans og á flokksþinginu er hún borin saman við álit jafningja hans (jafningjamat). Sveitarforingjarnir mynda sér álit á grundvelli eigin tengsla við unglinginn og hvernig hann kemur öðrum sveitarforingjum fyrir sjónir, auk skoðana foreldra og annarra sem tengjast þroska hans. Við köllum heildarferlið „360-gráðu mat“ af því að það fer heilan hring við að safna saman áliti þeirra sem málinu tengjast, eins og sjá má á myndinni í 11. kafla um mat á persónu-legum framförum skátans. Skoðanir umsjónarforingjans og skátans þurfa ekki endilega að fara saman. Þess vegna er mikilvægt að komast að samkomulagi. Ef eitthvað ber á milli og skátinn stendur fast á sínu, ræður sjálfsmat unglingsins. Þegar samkomulag hefur náðst og niðurstaða matsins er fengin er viðurkenning á áfanganum færð inn í Dróttskátabók viðkomandi skáta til frekari hvatningar, með áritun eða stimpli við tákn áfangamarkmiðsins sem um er að ræða. Táknin eru aðgreind eftir þroskasviðum, eins og verður lýst í lok kaflans. Mat á áfangamarkmiðum og áskorunum skátanna á að sjálfsögðu ekki að byggjast á kröfu um blinda hlýðni. Það á ekki að beita matinu sem stjórntæki. Í því felst ekki heldur stöðluð einkunnagjöf eins og um próf væri að ræða. Matið er þvert á móti stöðugt, vinsamlegt og afslappað ferli þar sem skoðanir unglingsins sjálfs skipta mestu máli. Eitt tekur við af öðru sem eðlilegur hluti af starfinu í flokknum og sveitinni.
Við þurfum að skoða tvenns konar markmið - lokamarkmið og áfangamarkmið aldursstiga Uppeldismarkmið skátahreyfingarinnar eru tvenns konar: Lokamarkmið og áfanga-markmið tengd aldursstigunum.
Lokamarkmiðin tilgreina þá hegðun sem búast má við að ungt fólk hafi tileinkað sér á öllum þroskasviðum þegar kemur að lokum Róverskátastarfsins um 22 ára aldur. Þau varða „lok skátabrautarinnar“ þó að ávinningurinn af þeim endist ævilangt. Beint framlag skátastarfsins fyrir þroska hvers og eins nær ekki nema til tiltekins tíma.
212
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Þess vegna eru þessi markmið lokamarkmið þeirrar mót unar eða þess uppeldis sem skátastarfið veitir, en persónu legum þroskaferli einstaklingsins lýkur ekki þar. Fólk hættir aldrei að læra og þroskast, það er ævilangt ferli. Lokamarkmiðin leggja grunninn að áfangamarkmiðum allra aldurshópa skátastarfsins. Áfangamarkmiðin tengjast innbyrðis og lokamarkmiðunum svo að allir þættir upp eldis- og fræðslustarfsins vinni saman sem samstillt heild. Þó að við vinnum ekki beint með lokamarkmiðin í skátastarfinu þurfum við sem foringjar að geta tekið mið af þeim. Þau útskýra jafnt tilgang áfangamarkmiðanna sem við bjóðum skátunum að setja sér áskoranir gagnvart og annarra markmiða sem þeir kunna að vilja bæta við.
Áfangamarkmið aldurshópsins eru röð af skrefum í átt að lokamarkmiðunum og setja fram fyrirmyndir að hegðun sem skátar geta tileinkað sér, allt eftir aldri þeirra og þroska. Markmið aldurshópsins spannar öll þroskasvið hans, alveg eins og lokamarkmiðin, og eru ætluð til að hjálpa skátunum að þroska öll svið persónuleikans á samstilltan hátt. Dróttskátunum eru kynnt áfangamarkmið aldurshópsins. Þau þarf að ræða og komast að samkomulagi við hvern og einn skáta um hvað skuli velja og hvernig vænlegast sé að setja sér áskoranir til að ná þeim markmiðum sem valin eru. Þetta er oftast tiltölulega stutt ferli en tekur þó 2-4 vikur í fyrsta skiptið. Það tímabil er kallað nýliðatímabil. Þátttakendur í því eru unglingurinn sjálfur, foringinn sem fylgist með framförum hans og flokksþingið.
Öll viðfangsefni skátastarfsins veita skátunum reynslu sem hjálpar þeim að ná áfangamarkmiðum sínum. Áhugi þeirra á að ná markmiðunum örvast með samræðum við umsjónarforingjana, frásögnum af brautryðjendum sem kynntir eru sem fyrirmyndir á þroskasviðunum, innra uppeldisstarfi flokksins, Dróttskátabókunum, hvatatáknunum sem þeir líma í bókina sína og dróttskátarúnunum. Þegar við útskýrum dagskrárhringinn í síðasta kafla bókarinnar útfærum við betur hugmyndirnar sem hér hafa verið kynntar.
9 | Áfangamarkmiðin
213
Áfangamarkmiðin eru stigbundin og innbyrðis tengd Ef þú skilur þessi tvö grundvallaratriði varðandi markmiðin áttu auðveldara með að nota þau og ræða þau við unglingana sem þú fylgist með og átt að meta. Markmiðin eru stigbundin. Eitt tekur við af öðru sem leiðir til þess að þroskaferlið verður samfellt. Ung manneskja getur til dæmis ekki „tekið þátt í uppbyggilegum og fordómalausum samskiptum við fólk með ólík lífsgildi“ ef hún skilur ekki „að lífsgildi eru vegvísar í samskiptum við aðra“. Hún getur varla haft áhuga á að „taka þátt í verkefnum sem stuðla að því að eyða félagslegu misrétti” fyrr en hún skilur hvað félagslegt jafnrétti er.
Á sama hátt eru markmiðin ein heild því að þau tengjast öll markmiðum annarra þroskasviða á einn eða annan hátt. Ef skáti getur til dæmis með sanni sagt að hann sé fær um að „hlusta þegar annað fólk gagnrýnir hann“ (fálkaskátar - persónuþroski) er hann einnig í aðstöðu til að „segja flokknum frá tilfinningum sínum og frá því hvernig honum líður“ (dróttskátar tilfinningaþroski).
Á dagskrárvef BÍS má sjá heildaryfirlit áfangamarkmiða allra aldursstiga og lokamarkmið fyrir hvert þroskasvið. Þessir tveir þættir – stigbundin röð og innbyrðis tengsl – merkja að við getum ekki lagt til hliðar eða sleppt úr áfangamarkmiðum eða markmiðsflokkum né valið að taka einhverja tiltekna flokka markmiða eitt árið og geyma hina þar til seinna. Dróttskátarnir eiga að „takast á“ við öll áfangamarkmið dróttskáta. Viðleitni þeirra til að taka framförum, sjálfsmat þeirra og mat annarra á þeim, byggir á vinnu að öllum markmiðunum.
Ef skátaflokkur samþykkir að unglingur velji sér einungis vissan fjölda markmiða til að vinna að á starfsárinu og skátinn velur til dæmis engin markmið úr flokknum „Hreinlæti“ þýðir það þá að hann megi sleppa öllu hreinlæti í heilt ár og að foringjarnir þurfi ekki að meta þann tiltekna þátt í hegðun hans? Slíkt væri út í hött því að markmiðin vinna öll saman að því að endurspegla heildstæðan persónuleika ungrar manneskju sem þroskast samtímis á öllum sviðum. Ennþá öfgafyllri dæmi mætti nefna. Hvað myndi gerast ef við gæfum okkur að það mætti skipta markmiðum í árs eða hálfsárs lotur og dróttskátinn tæki ákvörðun um að geyma markmið sem tengjast skátalögunum þangað til einhvern tímann seinna? Gildi skátahreyfingarinnar yrðu þá ekki viðmið fyrir hegðun hans á tilteknu tímabili og allt skátastarf hans yrði sneytt inntaki og innra samræmi.
214
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Áfangamarkmiðin eru kynnt hér í bókinni og í Dróttskátabók unglinganna Á undan markmiðunum sem kynnt verða á næstu blað síðum er stuttur inngangur sem minnir okkur á tilgang inn með þeim og þýðingu þeirra fyrir dróttskátana. Þessi stutta lýsing hjálpar sveitarforingjunum líka við að kynna tilgang samtengdra markmiða fyrir skátunum, með útskýringum og dæmum sem þeir eiga auðvelt með að skilja.
Áfangamarkmið dróttskáta eru sett fram í fyrstu persónu með orðalagi sem hæfir þroskastigi unglinga á dróttskátaaldri. Lokamarkmiðin eru aftur á móti sett fram í þriðju persónu, enda eru þau ætluð fullorðnum foringjum og ungu fólki yfir 18 ára aldri sem vinnur beint að lokamarkmiðunum. Markmiðunum er raðað eftir þroskasviðum. Áfangamarkmið annarra aldursstiga eru ekki kynnt í þessari bók, aðeins áfangamarkmið dróttskáta og lokamarkmiðin, eins og sést hér að neðan. 89 áfangamarkmið dróttskáta Áfangamarkmiðin sem standa dróttskátum til boða eru alls 89. Þau eru áfangar á leið skátans að lokamarkmiðum skátastarfsins. Gera má ráð fyrir að hver skáti setji sér áskorun um sex áfangamarkmið í upphafi hvers dagskrárhrings, eða að jafnaði um 30 áfangamarkmið á ári. Áfangamarkmiðin eru undirstaðan í hvatakerfi dróttskátamerkjanna og eru kynnt í Dróttskátabók unglinganna.
35 lokamarkmið skátastarfs Hegðun og viðhorf sem vænta má af ungu fólki þegar það lýkur skipulagðri dagskrá Róverskátastarfs um 22 ára aldur eru 35 og sett fram með orðalagi sem hæfir fullorðnum.
9 | Áfangamarkmiðin
215
TILBOÐ UM MARKMIÐ Líkamsþroski Samhæfing hreyfingar og hugsunar
Kynþroskaskeiði má líkja við myndbreytingu. Líkamsvöxtur eykst, kyn einkenni koma í ljós og fyrr en varir sýnast stelpurnar okkar og strákarnir vera orðin fullorðin. Fólkið í kringum þau þekkir þau varla og reyndar gegnir sama máli um þau sjálf. Mikilvægir þættir kynþroskaskeiðsins eru að átta sig á þessum nýja líkama, sætta sig við hvernig hann er og læra að stjórna honum.
13–15 ára Ég virði líkama minn og annarra og finn uppbyggilegan farveg fyrir sköpunarþörf mína. Ég efli skynfæri og hreyfigetu enn frekar.
Lokamarkmið Einstaklingur velur sér lífsstíl sem hefur uppbyggjandi áhrif á líkamlega heilsu hans, sem og andlega og félagslega líðan.
Verndun eigin heilsu
Örar breytingar á líkamsþroska gera unglingana oft þreytta og áhyggjufulla. Þeir upp götva nýjar hvatir sem þeir þurfa að átta sig á og læra að stjórna. Hegðun þeirra er oft klaufaleg og hreyfingar þeirra illa samhæfðar og þeir óttast mjög að vera álitnir ekki „eðlilegir”. Vanþekking á möguleikum líkama og líkamsstarfsemi auk tilfinningalegs ójafnvægis kemur þeim oft til að hegða sér óskynsamlega eða æsa sig upp gagnvart sjálfum sér og öðrum. Brýnt er að unglingar skilji að þessar breytingar eru eðlilegar, að þeir endurheimti skilning á líkömum sínum, láti reyna á getu sína og takmörk og skilji hvaða áhrif breytingarnar hafa á þá sem manneskjur.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég skil að breytingarnar sem eiga sér stað í líkama mínum hafa áhrif á skap mitt. Ég veit hvernig ég á að bregðast við veikindum eða slysum. Ég reyni að sigrast á líkamlegum erfiðleikum sem stafa af því að ég er að stækka og þroskast.
216
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Gerir sér grein fyrir líkamlegri getu sinni og eigin takmörkunum.
Hreinlæti
Kynþroskaskeiðið er tímabil kyngervingar. Unglingarnir skilja að líkaminn er að breytast og taka á sig nýja mynd og búa sér til nýja líkamsvitund sem kona eða karl. Unglingar uppgötva að líkaminn tengist samböndum við annan einstakling sem og kynlífi, en siðareglur samfélagsins og óttinn við að vera fordæmdur af öðrum halda líka aftur af þeim. Sumir unglingar dæma sjálfa sig hart og hafna sjálfsmyndinni sem þeir uppgötva. Þeir upplifa sig of horaða eða of feita, of háa eða of lága eða eru niðurdregnir út af einhverjum öðrum líkamlegum þætti. Þeir geta brugðist við þessum nýju aðstæðum með óeðlilega miklum áhuga á útlitinu eða þveröfugt og virðast þá missa allan áhuga og hafna öllum reglum um hreinlæti og þrif.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég hugsa vel um útlitið og reyni alltaf að vera hrein og snyrtileg eða hreinn og snyrtilegur Ég held herberginu mínu hreinu og snyrtilegu.
Hugsar vel um útlitið og gætir eigin hreinlætis og þrifnaðar í kringum sig.
Ég geng vel um staði sem ég heimsæki og tek til eftir mig.
Matur og næring
Aukinni líkamsvitund fylgir að taka hæfilega mikla ábyrgð á samstilltum þroska líkamans. Unga fólkið stækkar mjög hratt á kynþroskaskeiðinu og því skiptir mataræði afar miklu máli. Á hverjum degi fræðumst við um matvæli og hvaða efni þau innihalda. Við lærum hvaða efni, sem nauðsynleg eru vexti og þroska líkamans, eru í mismunandi fæðutegundum og hvaða mat við ættum að forðast að neyta í óhófi. Við þurfum að nota þessa þekkingu til að hjálpa unglingum að borða holla og rétt samsetta fæðu því að á þessum aldri er töluverð hætta á átröskunum. Offita er vaxandi vandamál á Íslandi.
13–15 ára Ég veit hvaða fæðutegundir hjálpa mér að vaxa og hverjar ekki.
Lokamarkmið Fylgir fjölbreyttu, hollu og skynsamlegu mataræði.
Ég get eldað einfaldar máltíðir og gætt hreinlætis við matseldina.
9 | Áfangamarkmiðin
217
Tómstundir og skyldustörf
Á unglingsárunum, einkum á milli 13 og 15 ára, valda allar nýju áhyggjurnar og hugðarefnin breytingum. Unglingarnir þurfa nú að tileinka sér og taka sjálfir upp reglurnar sem foreldrar þeirra settu þeim áður: Hvenær þeir vaka og sofa, hvenær þeir vinna og læra, reyna á sig og hvílast, iðka tómstundastarf, slaka á og svo framvegis.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég skipulegg tímann vel til að geta bæði lært heima og verið með fjölskyldunni og vinum mínum.
Skiptir tímanum skynsamlega á milli ólíkra skyldustarfa, stundar tómstundaiðju við hæfi og tekur tillit til forgangsröðunar.
Ég get gert upp á milli ólíkrar tómstundaiðju.
Útivist, leikir og hreyfing
Þegar unglingurinn stendur frammi fyrir því að læra á breytta líkamsstarfsemi þarf hann að skilgreina hve mikið hann er nú fær um og hafa stjórn á því. Útivist, regluleg hreyfing, íþróttir og leikir stuðla að og ýta undir samstilltan þroska. Sjálfsvitund unglinga styrkist líka með aukinni leikni og betri frammistöðu og sjálfsmynd þeirra eflist.
13–15 ára Ég aðstoða við undirbúning leikja, ferða og útilegur flokksins míns og sveitarinnar. Ég legg mig fram við að ná betri árangri í þeim tómstundum sem ég stunda og kann að taka bæði sigri og ósigri. Ég undirbý leiki fyrir alls kyns tilefni.
218
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Lokamarkmið
Stundar útivist með öðru fólki og tekur reglulega þátt í athöfnum sem reyna á hreyfigetu líkamans.
Vitsmunaþroski Sjálfsnám
Milli 12 og 15 ára hefst nýtt stig vitsmunaþroska hjá unglingum: Þeir verða færir um rökleiðslu með óhlutbundnum hugmyndum á grundvelli ákveðinna forsendna og af leiðslu. Forvitni þeirra og þekkingarþorsti vaknar og þá þarf að hvetja og styðja í þekkingarleitinni. Við þurfum að hrósa þeim og hjálpa í leitinni að nýjum upplýsingum með lestri og að þroska hæfileikann til að greina upplýsingarnar sjálfir. Sumir unglingar sem standa sig ekki sérlega vel í skólanum halda að þeir séu „ekki nógu greindir“ og bæla niður eðlislæga löngun til að prófa nýjar lausnir í þörf sinni fyrir þekkingu. Innan óformlegs ramma skátastarfsins gefst þeim tækifæri til að endurheimta trúna á eigin getu og fara aftur að taka framförum.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég leitast við að fræðast betur um það sem vekur áhuga minn. Ég dreg eigin ályktanir af því sem gerist í kringum mig.
Aflar sér nýrrar þekkingar á markvissan og skapandi hátt.
Ég hef áhuga á að lesa um fjölbreytileg umfjöllunarefni.
Gagnrýnin hugsun og sköpunarþörf
Tilraunir til rökleiðslu – að setja fram kenningu, prófa sig áfram og komast að niðurstöðu – er hugarstarfsemi sem unglingar tileinka sér smám saman. Upphaflega tengist slík vitsmunastarfsemi áþreifanlegum hlutum og síðar óhlutbundnum hugtökum. Þessi tilraunastarfsemi skerpir greind og sköpunargáfu og eykur þekkingu. Undirbúningur og skipulagning verkefna veitir sérlega frjóan jarðveg til að þroska hæfileikann til að hugsa fram í tímann. Hópvinna hjálpar skátunum að safna upplýsingum og bera saman hugmyndir, greina þær og gagnrýna á uppbyggilegan hátt.
13–15 ára Ég get greint aðstæður frá mörgum hliðum. Ég sting upp á umræðuefnum og skipulegg nýstárleg verkefni til að vinna að með flokknum mínum.
Lokamarkmið Sýnir snerpu við alls kyns aðstæður, þroskar með sér hæfileika til að hugsa skýrt, finnur upp á nýjungum, beitir gagnrýninni hugsun og er á varðbergi gagnvart hvers kyns ranghugmyndum og ofureinföldunum.
9 | Áfangamarkmiðin
219
Fræðileg þekking og verkleg færni
Hagnýt sköpunargáfa – sem felur í sér verkkunnáttu, löngun til athugana og að hrinda tæknilegum lausnum í framkvæmd – er í senn dæmigerð þörf hjá unglingum og eitt af einkennum „lífsstíls skátanna,“ enda má ekki vanrækja hana. Hún þroskar hæfileikann til að kynna sér vandamál, leita lausna á þeim og eflir um leið tækniáhuga. Óhlutbundin rökleiðsla skerpist og eflist með rökhugsun sem tengist hagnýtum og áþreifanlegum hugmyndum.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég hjálpa til við viðhald og viðgerðir á fundarstað og útbúnaði flokksins míns. Ég tek þátt í skipulagningu og uppsetningu tjaldbúðar sveitarinnar á skátamóti.
Sameinar fræðilega og hagnýta kunnáttu með því að beita verkkunnáttu og finna nýjar lausnir.
Hvert stefni ég?
Á unglingsárunum er persónuleiki og áhugamál skátanna að þróast. Unglingarnir uppgötva að þeir búa yfir ýmsum óvæntum hæfileikum. Við þurfum að hjálpa þeim að gera sér grein fyrir hvað í þeim býr og þroska hæfileika sína svo að þeir finni smám saman hvað þeir geta sjálfir lagt af mörkum til flokksins og síðar til samfélagsins. Með því að styrkja þessa hæfileika og áhugamál og máta þau svo við möguleikana sem standa til boða í samfélaginu eiga þeir auðveldara með að velja sér framtíðarstarf en jafnframt að skilja og virða viðhorf annarra.
13–15 ára Ég legg metnað minn í „sérkunnáttuverkefnin“ sem ég vinn að. Ég nota getu mína og kunnáttu til að hjálpa öðrum. Ég skipulegg áður en ég framkvæmi.
220
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Lokamarkmið
Setur sér langtímamarkmið varðandi flókin viðfangsefni, metur þau, forgangsraðar og nýtir niðurstöðurnar til þess að þroska eigin dómgreind.
Samskipti og tjáning
Sjálfsþekking og hæfileikinn til að tjá sig er hluti af því að auka við þekkinguna. Sköpunarþörfin nær ekki aðeins til tækni heldur einnig og ekki síður til listgreina. Stöðugar framfarir í alls konar tjáningartækni gerir unglingunum kleift að uppgötva sjálfa sig og láta hugmyndir sínar og tilfinningar í ljós á smekkvísan hátt.
13–15 ára Mér þykir gaman að syngja og ég kann marga söngva. Ég hjálpa til við að undirbúa efni í leikþætti og túlka ólíkar persónur.
Lokamarkmið Tjáir skoðanir sínar og tilfinningar með fjölbreyttum miðlum, skapar þægilegt andrúmsloft í kringum sig á heimili, í skóla eða á vinnustað til að auðvelda samskipti og auðga eigið líf og annarra.
Tækni og vísindi
Unglingar hafa verið á kafi í tækniheiminum frá blautu barnsbeini. Það er hætta á að þeir skoði hann einungis sem notendur eða neytendur sem ýta á takka til að fá strax svörun, án þess að reyna að skilja eða kynnast eða ná nokkurn tímann tækninni sem býr að baki. Hlutverk uppalandans er að hjálpa unglingunum til að grafast fyrir um og kynnast betur tækninni sem við notum í nútímaveröld, svo að þau verði frumkvöðlar – en ekki einungis neytendur – og geti sett fram uppbyggilega gagnrýni og skapað nýjungar. Þeir þurfa líka aðstoð til að uppgötva hvað tæknin er þýðingarmikið tæki til að skapa mannúðlegra þjóðfélag og betri heim en líka að tæknin getur verið „tvíeggjað sverð“ og þannig skapað meiri vanda en henni er ætlað að leysa. Mengun og önnur vandamál fylgja oft tæknilausnum og því þarf að huga vel að afleiðingum slíkra lausna.
13–15 ára Ég veit hvernig helstu veitur sem ég nota venjulega virka, til dæmis sími, rafmagn, útvarp, sjónvarp og ljósleiðari. Ég hef tekið þátt í verkefni þar sem fundin var nýstárleg lausn á algengu tæknivandamáli. Ég þekki dæmi um tæknilausnir sem hafa valdið víðtækum vandamálum á heimsvísu sem erfitt er að leysa.
Lokamarkmið
Metur samfélagslegt og siðferðilegt gildi vísinda og tækni við sköpun nýrrar þekkingar og við lausn vandamála í þágu mannkyns, samfélaga og náttúrulegs umhverfis.
9 | Áfangamarkmiðin
221
Persónuþroski Sjálfsþekking og sjálfsvirðing
Fjölmargar líkamlegar, vitsmunalegar og félagslegar breytingar sem unglingar verða óumflýjanlega að ganga í gegnum hrífa þá burt úr heimi bernskunnar. Sem börn bjuggu þeir við öryggi þess umhverfis er þeir þekktu. Svo urðu þeir unglingar og fylltust nýjum kenndum og eignuðust ný áhugamál. Þeir tóku að efast um allt og þekktu sig varla lengur. Þetta tímabil getur verið sársaukafullt, en er samt nauðsynlegt til að byggja upp sjálfsmynd hins fullorðna. Auk þess að hjálpa unglingunum að skilja hvað er að gerast, leitast ábyrgt fullorðið fólk við að hvetja unglingana til að kynnast sjálfum sér, veita þeim öryggi og hjálpa þeim að efla sjálfsgagnrýni og að þola gagnrýni annarra. Slíkur stuðningur styður þá við að byggja sjálfsmyndina upp á nýjan leik við breyttar aðstæður.
13–15 ára Ég hugsa um hvernig ég er og reyni að bæta mig á hverjum degi. Ég get beitt sjálfsgagnrýni. Ég veit að ég get ýmislegt og geri það vel.
Lokamarkmið Þekkir möguleika sína og takmarkanir, hefur raunsæjar hugmyndir um sjálfa(n) sig, sættir sig við hvernig hann eða hún er og varðveitir sterka sjálfsmynd.
Ábyrgð á eigin gerðum
Unglingum hættir framan af til að vera óvirkir gagnvart breytingunum sem þeir upplifa. Þeir sakna jafnvel „hinnar glötuðu paradísar“ bernskunnar og reyna að endurheimta hana til að öðlast dálítið öryggi. Okkar hlutverk er að hjálpa þeim að sigrast á tilhneigingu til að leita til baka á fyrri þroskastig og hvetja þá til að kanna nýja heiminn sem er að ljúkast upp fyrir þeim. Benda þeim á að tímabært sé að taka framtíðinni opnum örmum og bera ábyrgð á eigin þroska! Hlutverkin sem skátarnir takast á hendur innan flokksins og viður kenning á þeim framförum sem hafa náðst eru bara nokkur af tækjum skátaaðferðarinnar til að hvetja og styðja unglingana við að takast þessa ábyrgð á hendur.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég legg harðar að mér til að sigrast á eigin veikleikum. Ég gefst ekki upp við það sem ég vil gera. Ég geri það sem ég hef einsett mér að gera. Ég veit að réttindum mínum fylgja ákveðnar skyldur.
222
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Veit um réttindi sín og líka að þeim fylgja skyldur, en tekur höfuðábyrgð á eigin þroska og framförum og leitast við að standa sig alltaf með prýði.
Skátalög og skátaheit
Framan af skortir unglinginn sjálfsaga og tortryggir almennt yfirvöld og reglur foreldra og fullorðins fólks. Þetta er eðlilegt ferli og afgerandi þáttur í að öðlast siðferðilegt sjálfstæði. Ef unglingnum mistekst að koma sér upp persónulegu siðferðismati gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar og valdið ójafnvægi í framtíðinni. Uppalendur mega ekki reyna að bæla niður þessa véfengingu á valdboði. Þvert á móti eiga þeir að hvetja til hennar og styðja hana. Skátaaðferðin býr yfir alveg einstöku tæki til að hjálpa okkur við það: Skátalögin, siðalögmál með gildum sem unglingnum býðst að gangast undir af fúsum og frjálsum vilja. Skátalögin eru fjarri því að vera upptalning á bönnum, heldur eru þau viðmið sett fram á jákvæðan hátt. Þau gera unglingunum kleift að meta og taka afstöðu til hópstarfsins og fylgja sameiginlegum reglum um eindrægni innan jafningjahópsins.
13–15 ára Ég skil að það sem skátaheitið og skátalögin ætlast til af mér skiptir miklu máli fyrir líf mitt. Ég reyni að lifa í samræmi við skátaheitið og skátalögin.
Lokamarkmið Byggir lífsáform sín á gildum skátalaganna og skátaheitsins.
Staðfesta og innri samkvæmni
Þegar unglingurinn hefur náð valdi á rökleiðslu og siðferðilegu sjálfstæði öðlast hann líka getuna til að meta aðra út frá verkum þeirra, þekkja tiltekin persónueinkenni og skynja ósamræmi í hegðun fólks. Frá því um 12 ára aldur tileinkar hann sér siðareglur um hvernig réttindum og skyldum er skipt á milli jafningjahópsins á grundvelli gagnkvæmrar hollustu. Unglingarnir fara að dæma verk annarra á grundvelli þessarar hollustu. Í uppeldinu þarf að sjá til þess að þeir læri líka að dæma eigin verk, leggi sig fram við að vera samkvæmir sjálfum sér og séu fyrirmynd um reglurnar sem þeir hafa samþykkt og gildin sem þeir hafa gengist undir.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég skil hvað það er mikilvægt að ég hegði mér í samræmi við skoðanir mínar. Ég reyni að vinna verkefnin í samræmi við það sem ég tel rétt.
Fylgir staðfastlega þeim gildum sem veita honum eða henni innblástur.
Ég legg mitt af mörkum til að við í flokknum fylgjum staðfastlega því sem við trúum að sé rétt.
9 | Áfangamarkmiðin
223
Glaðværð og kímni
Sjálfsskilningur, siðferðilegt sjálfstæði og fylgni við gildin sem maður hefur viðurkennt stuðla að því að skapa smám saman tiltekin lífsviðhorf. Þau mótast af sjálfsuppeldi og sjálfsöryggi, af könnun og uppgötvun á nýjum lendum, af því að standa við orð sín og halda kímnigáfunni þegar sigrast þarf á erfiðleikum og mæta ósigrum. Unglingum er þetta eðlislægt. Þeir hafa yndi af nýjungum, hinu óvænta og ævintýrum og þeir „ráðast á lífið af eldmóði“. Við þurfum að hjálpa þeim að styrkja og þroska lífsgleðina.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég mæti erfiðleikum með glaðværð. Ég miðla vinum mínum og fjölskyldu af glaðværð minni.
Mætir lífinu og því sem það ber í skauti sér með glaðværð og kímni.
Ég legg mitt af mörkum til að við séum kát í flokknum mínum án þess að misbjóða nokkrum.
Styrkur hópsins
Sjálfsstjórnarkerfið sem skátaaðferðin leggur til – með flokkum sínum (litlum, sjálfráðum hópum), sveitarráði (stjórn samfélags ungmenna) og sveitarþingi (löggjafarvaldinu) þar sem flokkastarfið er metið til að skilgreina og endurskoða reglurnar um sátt og samlyndi í ljósi skátalaganna, –er megin uppeldistækið til að kenna sjálfsforræði og ábyrgð. Sá lærdómur leiðir ungu fólki líka fyrir sjónir mikilvægi þess að vera hluti af hópi og leggja sitt af mörkum til gagnvirks lýðræðis.
13–15 ára Ég hjálpa félögum mínum í flokknum að bæta sig. Ég segi skoðanir mínar og tek að mér skyldur á flokksþingi. Ég trúi á sjálfa mig eða sjálfan mig og treysti á félaga mína.
224
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Lokamarkmið Gerir sér grein fyrir að í hópinn sem hún eða hann tilheyrir má sækja stuðning til persónulegra framfara og þroska og til uppfyllingar lífsáforma.
Tilfinningaþroski Innra frelsi og jafnvægi
Á unglingsárunum getur tilfinningalífið verið mjög flókið. Unglingarnir draga í efa vald fullorðna fólksins yfir þeim og gera uppreisn gegn reglunum sem þeim er sagt að fylgja, en sakna jafnframt öryggis bernskunnar. Þeir efast um sjálfa sig um leið og þeir leita staðfestingar á sjálfum sér, vilja láta koma fram við sig eins og fullorðið fólk en þarfnast þess að komið sé fram við þá af gamalkunnri ástúð sem tengist bernskunni. Þeir sveiflast auðveldlega á milli taumlausrar athafnagleði og algjörs athafnaleysis, reiði og tára, opinskárrar uppreisnar og þrár eftir tilfinningalegu öryggi. Unglingarnir þurfa að læra að þekkja og skilja tilfinningar sínar og láta þær í ljós til að öðlast meiri stöðugleika og ná smám saman tilfinningalegu jafnvægi.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég reyni að hafa stjórn á viðbrögðum mínum, meira að segja við erfiðar eða óvæntar aðstæður. Ég veit að það er eðlilegt að vilja stundum vera í einrúmi, þora ekki einhverju, eða verða óörugg(ur) eða reið(ur) og ég reyni að hafa stjórn á þessum tilfinningum.
Leitast við að öðlast og viðhalda innra frelsi, jafnvægi og tilfinningaþroska.
Ég segi flokknum frá tilfinningum mínum og frá því hvernig mér líður.
Eigin skoðanir og tilfinningar
Það er mikilvægt að unglingarnir læri að láta skoðanir sínar og tilfinningar í ljós feimnislaust, einnig að þeir virði tilfinningar og tjáningu annarra. Þannig öðlast þeir best skýrt mótaða sjálfsmynd og meiri tilfinningalegan stöðugleika. Félagsskapurinn í flokknum og sveitinni á að hvetja þá til að tjá sig opinskátt og án þess að særa aðra, en þannig gefa þeir öðrum líka tækifæri til að tjá sig og viðurkenna skoðanir annarra og tilfinningar. Vináttan einkennir líka unglingsárin. Ungmennin velja hvert annað í þröngum hópi, fyrst vegna sameiginlegra áhugamála en síðar vegna andlegs skyldleika. Slík vinátta útilokar oft aðra og er mjög tilfinningaþrungin. Þá þarf að hjálpa skátunum að skilja að vinátta við ákveðna einstaklinga útilokar ekki endilega tengsl við aðra.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég segi það sem mér finnst án þess að vera dónaleg eða dónalegur við aðra. Ég stend fast á skoðunum mínum þegar ég er viss um að þær séu réttar.
Er fylgin(n) sér og vingjarnleg(ur) við aðra án þess að vera þvingaður/ þvinguð eða frek(ur).
Ég kann að meta vini mína og æsi mig ekki upp við þá út af einhverjum kjánaskap.
9 | Áfangamarkmiðin
225
Kærleikur og væntumþykja
Þörf fyrir ástúð og tilfinningar, sem er eðlileg á þessum aldri, veitir tækifæri til að endurheimta, læra að meta og tileinka sér ást og væntumþykju. Ást og væntumþykja merkir að gefa af sjálfum sér og birtist á fjölmargan hátt: Innan fjölskyldunnar, með vinum, í sambandi við maka, með samstöðu við þá sem eiga um sárt að binda. Hún hjálpar fólki að sigrast á tilhneigingu til sjálfselsku og til að viðurkenna aðra og meta þá eins og þeir eru en ekki fyrir það sem þeir eiga af veraldlegum gæðum. Unglingar uppgötva örlæti, læra að gefa meira en þeim strangt til tekið ber og kynnast þakklæti sem ætlast ekki til neins í staðinn.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég skil hvað væntumþykja er þýðingarmikil í lífi mínu.
Byggir persónulega hamingju á kærleika og væntumþykju, vinnur í þágu annarra án þess að ætlast til umbunar og kann að meta fólk eins og það er.
Ég er alltaf reiðubúin eða reiðubúinn til að hjálpa öðrum í flokknum mínum. Ég kann að meta fólk eins og það er.
Kynhvöt og kynlíf
Uppgötvun kynhvatar helst í hendur við að átta sig á mun kynjanna. Tvö uppeldisverkefni tengjast þessu. Í fyrsta lagi þarf unglingurinn að skilja að kynvitund mannsins er miklu meira en eintómar hvatir og líffræði eða möguleiki á líkamlegri nautn, og að skilningur á henni er meira en bara kynfræðsla og fikt innan öruggra marka. Það er líka mikilvægt að fræðast um sjálfan sig – sem karl eða kona – og uppgötva hitt kynið, með öllu því sem er líkt og ólíkt og auðgar sambandið milli kynjanna. Í öðru lagi má ekki rugla meðvitund um sjálfan sig sem karl eða konu saman við kynhlutverkin sem samfélagið býr til og einkennast oft af staðalímyndum og fordómum. Öllum unglingum þarf að hjálpa til að viðurkenna mannlega reisn hins kynsins, sem er í senn eins og kyn manns sjálfs og þó ólíkt því.
13–15 ára Ég get sagt öðrum það sem ég veit um kynlíf karla og kvenna án þess að fara hjá mér eða gera grín að því. Ég skil að kynhvöt mannsins tengist ástinni og bý mig undir að gera kynhvöt mína að hluta af lífi mínu. Ég virði karla og konur jafnt.
226
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Lokamarkmið
Þekkir, viðurkennir og virðir kynhvöt sína og annarra sem tjáningu ástar og væntumþykju.
Mikilvægi fjölskyldu
Það er nauðsynlegt skref í átt að siðferðilegu sjálfstæði og persónulegri sjálfsmynd að véfengja vald foreldranna yfir okkur. Foreldrar geta orðið æstir og áhyggjufullir yfir þeim nýju viðhorfum sem þeir uppgötva hjá börnum sínum og freistast stundum til að bregðast við þeim með strangari aga, enda skilja þeir ef til vill ekki alveg hvað unglingurinn er að vefengja og hvers vegna. Skátaforingjar eru í aðstöðu til að stuðla að betri samskiptum barna og foreldra, gagnkvæmum skilningi og endurnýjun sambandsins. Tilfinningaleg vellíðan unglinganna innan fjölskyldunnar og stuðningurinn sem þeim er veittur á unglingsárunum mun fyrr eða síðar hafa áhrif á hvernig fjölskyldu þeir stofna til á fullorðinsárum.
13–15 ára Ég sýni fjölskyldunni ástúð, sætti mig við ákvarðanir sem teknar eru af henni og er alltaf tilbúin eða tilbúinn að hjálpa henni. Ég ræði við foreldra mína um það sem þeir telja gott fyrir mig.
Lokamarkmið Skilur að fjölskyldan er hornsteinn þjóðfélagsins og sér til þess að kærleikur milli foreldra og barna, bræðra og systra, ríki innan eigin fjölskyldu.
Félagsþroski Frelsi og virðing fyrir öðrum
Þegar börn eru spurð um álit sitt á einhverjum láta þau sér oftast nægja að lýsa yfirborðskenndum einkennum. Unglingar verða aftur á móti smám saman dómbærir á persónuleika, af því að þeir fara að skynja fólk sem einstaklinga og kafa dýpra. Þeir taka að setja sig í spor annarra og skoða hlutina frá sjónarhóli þeirra. Með tímanum öðlast þeir skilning á siðferðisgildum samfélagshugsjóna. Þessi þróun kennir þeim að það fari saman að njóta réttinda og rækja skyldur og að allir eigi sama rétt, óháð kyni eða kynhneigð, efnahag eða þjóðfélagsstöðu, menningararfi, kynþætti eða trúarbrögðum.
13–15 ára Ég sýni öllum virðingu, sama hverjar hugmyndir, þjóðfélagsstaða og lífshættir þeirra kunna að vera. Ég hjálpa flokknum mínum að ljúka við það sem við tökum að okkur. Ég ræði við flokkinn minn um mannréttindi og tek þátt í verkefnum um réttindi fólks.
Lokamarkmið Sameinar eigið frelsi og umhyggju fyrir öðrum, stendur á rétti sínum, uppfyllir skyldur sínar og ver rétt annarra til að gera slíkt hið sama.
9 | Áfangamarkmiðin
227
Lýðræði
Samfélagssáttmálinn, sem er undirstaða allra lýðræðissamfélaga, kveður á um að allt vald komi frá fólkinu sjálfu og sé beitt í þágu almennings. Markmið okkar er að hjálpa unglingum að skilja þessa hugmynd um vald í þágu almannahagsmuna og hjálpa þeim að upplifa hana í flokknum og sveitinni með sjálfsstjórnarkerfinu sem felst í skátaaðferðinni. Fræðsla um beitingu valds í þágu almannahagsmuna felur í sér gagnrýna og uppbyggilega þátttöku, ábyrga ákvörðunartöku, hugsanlegan skoðanaágreining, beitingu eigin valds, samstarf við yfirvöld og einnig virðingu fyrir lögmætum yfirvöldum.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég veit hvar og hvernig lög og almennar reglur eru settar hér á Íslandi. Ég tala kurteislega þegar ég segi skoðanir mínar um fólk í ábyrgðarstöðum.
Viðurkennir og virðir lögmæt yfirvöld og fyrirmæli og beitir þeim í þágu annarra.
Ég tek tillit til skoðana annarra þegar ég þarf að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á þá.
Mannréttindi
Unglingarnir skilja smám saman að ef allir nota frelsi sitt eins og þeim sýnist gæti í rauninni enginn verið frjáls. Þá myndu einhverjir, yfirleitt hinir sterkustu, nota eigið frelsi til að takmarka frelsi annarra. Þess vegna byrja unglingar að viðurkenna reglur sem eins konar þegjandi samkomulag á milli manna. Reglur stýra með auðveldum hætti samþætt ingu einstaklingsfrelsis hvers og eins. Þeim skilst að reglur eru ekki óhagganlegar heldur er hægt að breyta þeim með samkomulagi. Þessi skilningur á reglum – sem er undirstaða friðsamlegrar sambúðar í lýðræðisríki – kemur ekki endilega af sjálfu sér og undir hann þarf að ýta með samvinnu í hópnum. Umræða í flokknum og sveitinni gerir unglingum kleift að tala um sameiginlegar upplifanir og ákveða hvaða reglur þarf til að draga úr spennu og greiða úr vandamálum.
13–15 ára Ég kem með tillögur og aðstoða við stjórnun samfélagslegra verkefna sem flokkurinn eða sveitin vinna að. Ég þekki mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands.
228
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Lokamarkmið Virðir og stuðlar að auknum mannréttindum, en fylgir þó þeim reglum sem samfélagið hefur sett, metur þær á ábyrgan hátt og ígrundar möguleikann á að breyta þeim ef þörf krefur.
Þátttaka og samvinna
Lífið í samfélaginu snýst um fleira en að skilja hugtökin samstaða, réttindi og hlutverk yfirvalda og tilganginn með reglum. Á unglingsárunum birtast hugtökin á afmarkaðri sviðum tilverunnar, í hverfinu, skólanum eða öðru nærumhverfi. Þar sýna unglingarnir í verki félagsvitund sína og áhuga á velferð annarra. Fyrst þurfa þeir að kynnast starfsemi bæjar- eða sveitarfélagsins, tileinka sér hjálpsemi og taka þátt í félagslegum verkefnum flokksins. Þegar þessu stigi lýkur eru þeir orðnir færir um að skilja algildari fyrirbæri og pólitíska merkingu þeirra. En skátinn lærir strax frá fyrstu tíð bæði að hugsa hnattrænt og taka til hendinni á heimaslóð.
13–15 ára Ég tek tillit til skoðana og aðstæðna í flokknum og get verið í hlutverki sáttasemjara. Ég geri góðverk á hverjum degi. Ég vil gjarnan taka þátt í verkefnum sem stuðla að því að eyða félagslegu misrétti.
Lokamarkmið Leggur á virkan hátt sitt af mörkum til nærsamfélagsins og tekur þátt í að skapa réttlátt samfélag sem byggir á þátttöku og samvinnu. Getur greint mismunandi orsakir ágreinings, þekkir leiðir til að minnka líkur á ágreiningi og til þess að leysa úr ágreiningi.
Menningarleg gildi
Rafræn samskiptatækni veldur því að unglingamenning – sem er sýnileg í klæðaburði, málfari, tónlist og lífsstíl – verður í síauknum mæli einsleit og áþekk um allan heim. Allsherjarstöðlun fylgja nokkrar hættur, þar á meðal hættan á að tapa eigin menningu. Með því að fylgja fjöldanum geta unglingar glatað stöðugleikanum sem traustar rætur veita þeim og verða þannig berskjaldaðri og áhrifagjarnari en ella. Á unglingsárunum er brýnt að laga sig að samfélaginu og því skiptir miklu máli að hjálpa unglingunum til að vera meðvitaðir um menningararf sinn án þess þó að hafna kynnum af fjölmenningu. Góða og réttláta þjóðfélagið sem við viljum öll búa í getur í senn verið nútímalegt og trútt rótum sínum, svo fremi að fólk þekki þær og meti að verðleikum og af stolti, en samt án þess að mismuna þjóðum sem eiga aðrar rætur.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég þekki staðhætti í landinu mínu og hvernig tilteknir staðir tengjast menningu okkar og sögu.
Tileinkar sér menningarleg gildi þjóðarinnar, en er samt opin(n) fyrir menningu annarra þjóða og einstakra hópa.
Ég met menningu þjóðarinnar mikils og tel mig tilheyra henni.
9 | Áfangamarkmiðin
229
Friður og gagnkvæmur skilningur
Ungmennum sem eru félagar í alheimshreyfingu eins og skátahreyfingunni bjóðast einstök tækifæri. Heimsnet skátahreyfingarinnar ætti að nýta sem uppeldistæki til að fræðast um raunverulegar aðstæður víðs vegar um heiminn, hafa fjölbreytileika í hávegum og sigrast á kynþáttafordómum og þjóðernishroka. Á þessu aldursskeiði fara unglingarnir að velta fyrir sér almennum gildum sem byggja á mannréttindum. Skátastarfið, sem nær um allan heim og stendur einnig traustum fótum í einstökum byggðarlögum á óteljandi stöðum, gefur skátanum færi á að uppgötva að mismunun og óréttlæti á sér víða stað og að sýna jákvæða viðleitni til að stuðla að framförum og friði.
13–15 ára Ég tek þátt í samskiptum félagsins míns og íslenskra skáta við skáta frá öðrum löndum. Mér þykir gaman að fræðast um hvernig fólk lifir í öðrum löndum.
Lokamarkmið Stuðlar að friði og gagnkvæmum skilningi einstaklinga og þjóða með því að hvetja til alþjóðlegrar samvinnu og vináttu fólks um allan heim.
Sjálfbærni og náttúruvernd
Sjálfbærni er þróun sem fullnægir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Talað er um vistfræðilega, menningarlega og efnahagslega sjálfbærni. Efnahagsleg sjálfbærni er mikilvæg forsenda fyrir vistfræðilegri og menningarlegri sjálf bærni. Því þróaðri, sjálfráðari og flóknari sem samfélög manna verða, því háðari verða þau á fjölmargan hátt hinu viðkvæma jafnvægi milli aragrúa tegunda plantna og dýra sem er að finna í umhverfinu. Þetta jafnvægi, eða vistkerfi, hefur raskast alvarlega vegna iðnvæðingar og hefur sú röskun valdið alvarlegum spjöllum á vatni, andrúmslofti og jarðvegi. Tilvist okkar í framtíðinni og afkoma mannkynsins er háð því að finna lausn á þessum vanda. Við getum og eigum öll að leggja okkar af mörkum til þess að svo geti orðið. Sjálfbærni þarf einnig að ná til þess smáa í nærumhverfi og nærsamfélagi – eins og meðferð fjármuna, flokkun á sorpi og umgengni um náttúrulegt umhverfi og menningarleg verðmæti – og er þannig á ábyrgð og valdi hvers og eins.
13–15 ára Ég veit hver helstu umhverfisvandamálin eru hér á landi. Ég hef tekið þátt í náttúruverndarverkefni með flokknum mínum og nota aðferðir sem stuðla að því að bæta umhverfið. Ég get gætt fjármuna minna og nýtt mér þau úrræði sem eru í boði til að spara.
230
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Lokamarkmið Skilur í hverju hugtakið sjálfbærni felst og leggur sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar í nærumhverfi og nærsamfélagi, en líka í víðara vistfræðilegu, menningarlegu og efnahagslegu hnattrænu samhengi.
Andlegur þroski Lífsgildi
Leitin að tilgangi lífsins, eða því sem nefna mætti lífsgildi, er eitt af því sem einkennir manninn og greinir hann frá öðrum lífverum. Þessi leit hefur staðið svo lengi sem menn, konur og karlar, hafa myndað samfélög, fylgst með undrum náttúr unnar, horft á sólina, tunglið og stjörnum prýddan himininn. Fæðing og dauði mannsins sjálfs og alls þess sem lifir eru meðal þeirra fyrirbæra sem maðurinn hefur reynt að skilja og skýra út. Trúarbrögð hafa þróast í tengslum við ólík menningarsvæði, en flest ef ekki öll, snúast trúarbrögð um að skipa í hugmyndakerfi útskýringum manna á þessum ill skiljanlegu fyrirbærum. Vísindin hafa einnig glímt við spurningar um tilurð alheimsins, upphaf og þróun lífs á jörðinni og tilveru mannsins, bæði sem einstaklings og í stórum og smáum samfélögum. Hver einstaklingur þarf að finna eigin svör við spurningunni um tilgang lífsins.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég undirbý og stýri einstökum verkefnum sem hjálpa okkur að sjá samhengi í náttúrunni og upplifa undur hennar.
Leitar dýpri viðmiða, bæði persónulega og samfélagslega, um tilveru mannkyns og náttúrunnar í heild og tengir þau eigin lífsgildum.
Ég reyni að sjá til þess að við hlustum og lærum hvert af öðru í flokknum mínum.
Siðfræði
Í leit okkar að svörum um tilgang lífsins gerist það stundum að djúp og örugg vissa kviknar innra með okkur og veitir lífi okkar tilgang. Oft tengist slík vissa ákveðnum trúar brögðum. Auðvitað eru einstaklingar oft fullir efasemda um æðri mátt og leitin að tilgangi lífsins beinist í aðrar áttir. Í skátastarfi er borin virðing fyrir ólíkum trúarbrögðum og einnig fyrir afstöðu þeirra einstaklinga sem leita svara um tilgang lífsins utan hefðbundinna trúarbragða. Andlegur þroski einkennist af heilsteyptri siðfræðilegri afstöðu til manna og málefna með eða án tengsla við skipuleg trúarbrögð.
13–15 ára Ég les um tilgang lífsins og tala við fullorðið fólk sem getur frætt mig meira um það efni. Ég segi flokknum frá vangaveltum mínum um leitina að tilgangi lífsins.
Lokamarkmið Fylgir siðfræðilegri afstöðu sem tengist hugmyndum um tilgang lífsins utan eða innan skipulegra trúarbragða.
9 | Áfangamarkmiðin
231
Íhugun og samræður
Andlegur þroski er mikilvægur hluti þróunar mannsins frá vöggu til grafar. Andlegur þroski eflir einstaklinginn sem heilsteypta manneskju sem ber ábyrgð á hugsunum sínum og gjörðum. Hann skapar einstaklingnum tækifæri til að nýta enn betur möguleika til þroska í samspili við umhverfi sitt, það eru eiginleikar sem hverjum manni eru áskapaðir þegar hann fæðist í þennan heim. Íhugun og samræður við aðra um tilgang lífsins og mannlega breytni eru þroskandi viðfangsefni í skátastarfi sem utan þess.
13–15 ára
Lokamarkmið
Ég skil að bæn eða íhugun getur verið aðferð til að tala af einlægni við sjálfan sig. Ég tek þátt í uppbyggilegum og fordómalausum samskiptum við fólk með ólík lífsgildi.
Stundar íhugun og samræður við aðra um tilgang lífsins og mannlega breytni, þekkir og getur útskýrt mikilvægi persónulegrar og sameiginlegrar upplifunar.
Að hjálpa öðrum
Virðing fyrir öllu sem lifir og náttúrunni í heild er einkenni hins þroskaða manns. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Sjálfbærni byggist á þeirri sýn að alltaf skuli hafa heildina í huga, í daglegu lífi og við samfélagslegar ákvarðanir – bæði hvað varðar vistfræði tengda náttúrunni og mannlegu samfélagi. Fjölbreytileikinn styrkir heildina og þess vegna er mikilvægt að sinna „hinum minnsta bróður“ eða „hinni minnstu systur“ að minnsta kosti til jafns við þá sem sterkari eru. Björgunarmaðurinn spyr ekki um kostnað þegar mannslíf er í veði. „Að hjálpa öðrum“ hefur víðtæka merkingu fyrir hinn „sanna skáta“ og tekur til alls sem lifir sem og náttúrulegs og menningarlegs umhverfis.
13–15 ára Mér þykir vænt um þegar aðrir telja mig vera manneskju sem lifir í samræmi við eigin hugmyndir um tilgang lífsins. Ég kynni mér ásamt flokknum mínum hjálparsamtök eins og Landsbjörgu og Rauða krossinn og starf þeirra að almannaheill.
232
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Lokamarkmið Gerir siðaboðskap sem byggir á kennisetningum um tilgang lífsins og virðingu fyrir lífi yfirleitt að hluta af daglegu lífi, bæði einkalífi og samfélagsþátttöku, og leitast við að hjálpa öðrum í stóru og smáu.
Umburðarlyndi
Umburðarlyndi er tengt hugtökunum frelsi og fordómaleysi. Hinn frjálsi maður er bæði umburðarlyndur og fordómalaus. Fordómar eru oft rót átaka milli einstaklinga, hópa og jafnvel þjóða. Öll ölum við á fordómum meðan við þekkjum ekki viðkomandi fyrirbæri og hættir okkur þá til að dæma það án ígrundunar. Það er umburðarlyndið sem hjálpar okkur við að takast á við eigin fordóma og er þannig forsenda lýðræðislegs samfélags. Fordómar geta tengst hugmyndakerfum, til dæmis trúarbrögðum og stjórnmálaskoðunum, einkennum hópa, til dæmis kyni, litarhætti, uppruna eða kynhneigð og einkennum einstaklinga, til dæmis feimni, hlédrægni, illkvittni, öfund eða meinfýsi. Umburðarlyndi er lykilhugtak í baráttunni við fordóma. Skátahreyfingin er alþjóðleg og á að vera hafin yfir fordóma. Eitt meginmarkmið skátastarfs er að ala upp frjálsa, fordómalausa og umburðarlynda einstaklinga – „sanna skáta“.
13–15 ára Ég reyni að sjá til þess að flokkurinn minn virði skoðanir annarra. Ég hef áhuga á að fræðast um ólík trúarbrögð, stjórnmálaskoðanir og menningarhópa.
Lokamarkmið Hefur samskipti við fólk burtséð frá trúarbrögðum þeirra, uppruna, litarhætti, kyni, kynhneigð eða stjórnmálaskoðunum og leitast við að skapa opið, umburðarlynt og fordómalaust samfélag.
9 | Áfangamarkmiðin
233
DRÓTTSKÁTAMERKIN Áfangamarkmiðum náð og það staðfest með áritun eða stimpli í Dróttskátabókina Þegar dagskrárhring lýkur, niðurstaða um mat á framförum unglingsins liggur fyrir og tiltekin áfangamarkmið eru talin uppfyllt, er árangurinn staðfestur. Það gerist með áritun eða stimpli á hvatatáknið sem límt var í Dróttskátabókina við hliðina á áfangamarkmiðinu þegar það var valið og skátinn skrifaði persónulega áskorun sína gagnvart því. Með því að stimpla hvatatáknið með stimpli sveitarinnar eða félagsins í Dróttskátabókina fær hún yfirbragð vegabréfs sem er einkar vel við hæfi fyrir þá sem kanna ný svið og nema nýjar lendur. Áritunin eða stimpillinn er viðurkenning á framförum við að kanna ný svið og nema nýjar lendur í hópi jafningja. Þannig tengjast persónulegur þroski og táknræn umgjörðin á sýnilegan hátt. Sérstakt hvatatákn er fyrir hvert þroskasvið.
Líkamsþroski Að mörgu er að hyggja er vel á að byggja. Líkaminn er bústaður okkar alla ævi. Hann þarf að rækta og þroska svo við njótum sem best þess lífs sem okkur er gefið. Ferhyrningurinn táknar líkamlega sviðið og var upprunalega talinn tákn hreysti og heilbrigði. Grænn er í mörgum menningarheimum tengdur við von og vöxt, frjósemi og endurfæðingu. Í Kína er grænn litur tengdur við sólarupprásina, líf og vöxt.
Vitsmunaþroski Vitsmunir eru okkur gefnir. Það fer eftir einstaklingum og aðstæðum hvernig sú gjöf er nýtt og hvernig hún þroskast. Berum virðingu fyrir færni á öllum sviðum og að allir eiga rétt á að nýta vitsmunagetu sína á einhvern hátt. Þríhyrningur er víða talinn tákna eld, framþróun og sköpunarkraft. Blái liturinn er oft tengdur hreinleika, víðáttu himinsins og ferskleika lindarvatnsins sem minnir okkur á að víkka sjón deildarhringinn og staðna ekki.
234
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Persónuþroski Persónur þroskast við misjafnar aðstæður. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum öðrum til framfara á þroskabrautinni og um leið eflt sinn eigin þroska. Hringformið er gamalt alþjóðlegt tákn heildar (unity). Það hefur tilvísun í eilífðina, samfelluna og óendanleikann og að vera heilsteyptur eða heilsteypt. Grái liturinn er litur þroska, staðfestu, þrautseigju og stöðugleika.
Tilfinningaþroski Margt getur hamlað tilfinningaþroska. Hver einstaklingur er þó gæddur tilfinningum og þær ber að virða og sýna þeim nærgætni. Aristóteles leit svo á að í hjartanu byggi hugsunin, rökin og tilfinningarnar. Hjartað hefur í gegnum tíðina verið notað sem tákn þess andlega, móralska og tilfinningalega sem býr í manninum. Það er einnig notað sem tákn ástar. Fjólublár er litur ástríðu, rómantíkur og tilfinninganæmi. Víða er hann einnig tákn fágunar.
Félagsþroski Enginn er eyland og félagsskapur er öllum hollur í einhverri mynd. Að gefa og þiggja í vinskap og kærleika er auðlegð sem tekur öllu fram. Spíralformið er tákn eilífra breytinga og þróun ar heimsins. S-ið minnir okkur einnig á samfélagið sem við lifum í og að hlutverk okkar er að bæta heiminn. Rauði liturinn er litur aðgerða, vinnusemi, hugrekkis og krafta.
Andlegur þroski Innri styrkur er fjársjóður sem er annarri auðlegð betri. Í góðum og gefandi félagsskap eflist slíkur þroski og hann er öllum mikilvægur þegar á reynir í lífi og starfi. Loginn er víða tákn andlegrar orku, ástríðna, endurfæðingar og hreinsunar hugans. Eldurinn er líka tákn dulúðar. Endalaust er hægt að horfa í eldinn og láta hugann reika. Guli liturinn er litur sólar og sólarupprásar, bjartsýni, víðsýni og gleði.
9 | Áfangamarkmiðin
235
Dróttskátamerkin eiga að hvetja til dáða og eru veitt í upphafi hvers áfanga Þegar unglingur hefur lokið vissum fjölda áfangamarkmiða og fengið þau viðurkennd er litið svo á að hann sé tilbúinn til að takast á við næsta dróttskátamerki. Tilgangurinn með dróttskátamerkjunum er að hvetja unglingana til að stefna ótrauða að persónulegum markmiðum sínum. Brons-, Silfur- og Gullrúnin er sýnd með merki sem borið er á skátaklútnum. Eins og viðmiðin hér á eftir sýna eru merkin afhent við upphaf áfanga en ekki þegar honum lýkur. Þau eiga að vera hvatning, ekki verðlaun. Dróttskátamerkin eru þrjú og sveitarráðið veitir þau að tillögu umsjónarforingjans sem fylgist með framförum unglingsins. Styðjast ætti við eftirfarandi viðmiðunarreglur en þó er nauðsynlegt að sýna sveigjanleika við ákvörðun um úthlutun merkjanna.
Bronsrúnin er fyrsta dróttskátamerkið og er afhent þegar unglingurinn velur sér fyrstu áfangamarkmiðin að vinna að og setur sér sínar fyrstu áskoranir gagnvart markmið unum. Það gerist yfirleitt við lok nýliðatímabilsins.
Silfurrúnin er afhent þegar dróttskátinn hefur lokið um það bil 29 (28-30) áfangamarkmiðum.
Gullrúnin er afhent þegar dróttskátinn hefur lokið um það bil 59 (58-60) áfangamarkmiðunum.
Þegar unglingur, eldri en 13 ára, gengur í skátasveitina byrjar hann ekki endilega á Bronsrúninni, eins og áður hefur komið fram, heldur á þeim áfanga sem nýliða tímabilið leiddi í ljós að væri heppilegast fyrir þroskastig viðkomandi í samræmi við almennu viðmiðunarreglurnar hér að ofan.
236
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Nýliði sem byrjar í fálka- eða dróttskátastarfi þarf að sjálfsögðu ekki að takast á við áfangamarkmið yngri aldursstiga. Á nýliðatímabili hans eða hennar felst stöðumatið í því að meta að hve miklu leyti viðkomandi skáti hefur náð áfangamarkmiðum þess aldursstigs sem hann starfar á. Við þurfum að hafa hugfast að markmiðin eru ætluð fyrir alla tilveru unglingsins en ekki eingöngu skátastarfið. Þess vegna er eðlilegt að einhverjir nýiliðar hafi náð mörgum áfangamarkmiðanna án þess að hafa nokkurn tímann verið skátar. Það væri út í hött að 14 ára nýliði byrjaði á fyrsta áfanga eins og ætlast væri til af fálkaskáta sem kæmi upp í sveitina, einungis af því að hann væri nýr í sveitinni. Þetta er einn af kostunum við „nýliðatímabilið”.
Í kafla 11, sem fjallar um mat á persónulegum framförum, er fjallað um nýliðatímabilið og almenn viðmið útskýrð betur. Dróttskátamerkin eiga að hvetja unglingana með viðurkenningu svo að þeir leitist alltaf við að ná sem mestum persónulegum þroska. Merkin sjálf eru ekki það sem er eftirsóknarvert heldur það sem þau tákna.
Að vinna skátaheitið er óháð vinnu að dróttskátamerkjunum Skátaheitið er ekki tengt þeirri vinnu sem leiðir til framfara og því að ná settum áfangamarkmiðum. Vinna að áfangamarkmiðunum hefur því engin áhrif á hvenær unglingarnir geta eða eiga að vinna skátaheitið.
Eins og áður hefur verið kynnt, og betur verður útskýrt síðar, getur unglingur unnið skátaheitið hvenær sem er eftir að nýliðatímabilinu lýkur. Einu kröfurnar eru þær að hann eða hún vilji vinna heitið og biðji flokksþingið að samþykkja það. Þótt viðkomandi kunni að vera nýbyrjaður að vinna að ákveðnum áfanga eða sé nýgenginn í sveitina er ástæðulaust að fresta því að vinna heitið þegar flokksþingið hefur lagt það til.
Afhending dróttskátamerkjanna er fagnaðarefni Merkið ætti að afhenda um leið og skátinn hefst handa við nýjan áfanga. Það er tilefni lítillar athafnar sem er að mestu til staðfestingar á orðnum framförum. Athöfnin á að vera látlaus, stutt og persónuleg og einungis ætluð skátunum í sveitinni. Það er hægt að fagna árangrinum í lok sveitarfundar, í dagsferð eða útilegu. Dróttskátamerkin eru yfirleitt veitt í lok nýliðatímabils eða eftir mat á framförum hvers og eins í lok dagskrárhrings. Það er hægt að veita merkin mörgum skátum í einu við sömu athöfnina, en allir verða að fá persónulega stund þegar viðurkenningin er veitt. Fáein hvatningarorð umsjónarforingjans sem fylgist með viðkomandi skáta væru kærkomin og svo mætti að sjálfsögðu halda dálitla veislu.
9 | Áfangamarkmiðin
237
Útilífsmerkin Útilífsmerkin eru þrjú, þau eru límmiðar sem eru afhentir þegar skátinn kemur úr dagsferð, útilegu eða af skátamóti. Útilífsmerkin eru ótengd dagskrárhring sveitarinnar. Tegundirnar eru þrjár, ein fyrir hvern útilífsflokk:
Dagsferðir - merki fyrir hverja flokks- eða sveitardagsferð sem skátinn tekur þátt í.
Útilegur - merki fyrir hverja útilegu eða ferð með næturgistingu sem skátinn tekur þátt í með skátaflokknum eða skátasveitinni sinni.
Skátamót - merki fyrir hvert skátamót sem skátinn tekur þátt í með skátaflokknum eða skátasveitinni sinni.
Útilífsmerkin fær skátinn afhent þegar hann kemur heim úr dagsferð, útilegu eða af skátamóti. Hann límir merkin á Útilífs merkjasíðuna í Dróttskátabókinni sinni. Foringinn afhendir skátanum einnig eins límmiða til að líma á Dróttskátakortið sem skátinn á heima hjá sér. Jafnframt límir foringinn sams konar límmiða í línu skátans á framfaratöfluna í sveitarherberginu.
Könnuðamerki dróttskáta Könnuðamerki BÍS eru æðsta viðurkenning sem skátinn getur hlotið á hverju aldursstigi skátastarfsins. Bandalag íslenskra skáta setur reglur um þær kröfur sem skátinn þarf að uppfylla til að hljóta merkin og eru þær kynntar á dagskrárvef BÍS. Könnuðamerki Bandalags íslenskra skáta eru fimm, eitt fyrir hvert aldursstig.
• Skógarmerkið - drekaskátar
• Forsetamerkið - rekkaskátar
• Landnámsmerkið - fálkaskátar
• Heimsfriðarmerkið - róverskátar
• Leiðangursmerkið - dróttskátar Á lokaári sínu í dróttskátastarfi geta skátarnir unnið að Leiðangursmerkinu, æðstu viðurkenningu hvers drótt skáta. Þeir dróttskátar sem vinna til merkisins mega bera það eða einkenni þess í skátastarfi á eldri aldursstigum. Leiðangursmerkið fær skátinn afhent við hátíðlega athöfn hjá skátasveitinni sinni.
238
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
10
kafli verkefnin
10 | Verkefnin
239
Efnisyfirlit Markmið, verkefni og reynsla • Til að ná markmiðum leysum við verkefni • Unglingar læra af reynslu sem þeir öðlast við verkefnavinnu • Reynsla er einstaklingsbundin • Verkefnin hjálpa smám saman til við að ná áfangamarkmiðunum
Gerðir verkefna • Við tölum bæði um innri og ytri verkefni • Við þurfum aðallega að greina á milli hefðbundinna verkefna og valverkefna • Í dagskránni verður að vera jafnvægi á milli hefðbundinna verkefna og valverkefna • Valverkefnum er hægt að skipta í flokksverkefni, sveitarverkefni og þemaverkefni
Hefðbundnu verkefnin • Hefðbundnu verkefnin eru yfirleitt unnin á nokkurn veginn sama hátt í hvert skipti • Flokksfundir • Sveitarfundir • Útilegur og dagsferðir • Leikir • Sögur, frásagnir og ævintýri • Söngvar og dansar • Varðeldar og kvöldvökur • Baden-Powell varaði við agaþjálfun í skátastarfi 240
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Valverkefnin • Valverkefnin verða að vera áhugaverð, ögrandi, gagnleg og árangursrík • Dagskrárvefurinn auðveldar skátaflokkum og foringjum leit að verkefnum • Valverkefnin taka mislangan tíma • Valverkefnin geta tekið við hvert af öðru eða staðið yfir samhliða • Verkefni eru yfirleitt unnin af hópi en þó af og til af einstaklingum
Sérkunnátta • Sérkunnátta þroskar meðfædda hæfileika • Sérkunnátta er einstaklingsbundin og frjálst val hvers skáta fyrir sig • Markmiðin, verkefnin og kröfur til sérkunnáttumerkjanna eru mismunandi • Sérkunnátta felur í sér könnun, uppgötvun, verkefni og hjálpsemi • Sérkunnátta stuðlar að persónulegri framför unglingsins • Sérkunnátta eykur þörf unglinganna fyrir athygli foringjanna • Sérkunnáttumerkin eru í fimm flokkum »» Útilíf og náttúruvernd »» Íþróttir og líkamsrækt »» Hjálpsemi og samfélagsþátttaka »» Tækni og vísindi »» Listir og menning
MARKMIÐ, VERKEFNI OG REYNSLA Til að ná markmiðum leysum við verkefni Í skátastarfi er mikið lagt upp úr verkefnavinnu og því má segja að skátar stundi svokallað reynslunám eða „learning by doing“. Það eru unglingarnir sjálfir sem koma hvað mest að þeim verkefnum sem unnin eru í flokkunum og skátasveitunum. Þeir leggja fram hugmyndir að verkefnum, velja úr þeim og taka virkan þátt í að undirbúa, þróa og meta þau með stuðningi frá sveitarfor ingjunum. Við það að vinna verkefnin öðlast unglingarnir reynslu sem hvetur til hegðunar og viðhorfa sem færir þá nær áfangamarkmiðum dróttskáta. Að reisa tjaldbúðir er góð leið til að læra um sum lögmál eðlisfræðinnar. Árangursrík leið til að læra að meta náttúruna er að gróðursetja tré með eigin höndum og hlúa að því á meðan það er að vaxa. Að deila eigum sínum með öðrum hvetur til samstöðu. Að elda matinn sinn sjálfur og þvo pottana á eftir bætir hæfni í hversdagslegum verkum, en það gerir okkur að heilsteyptum manneskjum. Reynslunám leiðir til könnunarnáms, vegna þess að unglingarnir tileinka sér þekkinguna, framkomuna eða færnina sem þeir læra á djúpan og varanlegan hátt. Það hefur verið sýnt fram á að þessi leið er áhrifaríkari en aðrar vegna þess að hún vekur áhuga unglinganna á sjálfsnámi.
10 | Verkefnin
241
Unglingar læra af reynslu sem þeir öðlast við verkefnavinnu Verkefnin veita unglingunum einstaklingsbundna reynslu og því verðum við að greina á milli verkefnisins sem allir taka jafnan þátt í og reynslunnar sem hver unglingur öðlast á meðan á verkefnavinnunni stendur.
Verkefni
• Það sem gerist út á við, viðfangsefnið eða athöfnin sem allir taka þátt í. • Viðfangsefni eða athöfn sem skapar mismunandi kringumstæður.
Reynsla
• Það sem gerist innra með hverjum og einum. Reynsla er það sem viðkomandi öðlast við verkefnavinnu og sem situr eftir að henni lokinni. • Það sem hver unglingur öðlast þegar hann stendur frammi fyrir mismunandi kringumstæðum. Reynsla skátans skiptir mestu máli. Hún er í raun persónuleg tengsl unglingsins við raunveruleikann. Reynsla hjálpar honum að fylgjast með og greina eigin viðbrögð og samræma hana þeirri hegðun sem markmiðin fela í sér.
Reynsla er einstaklingsbundin Unglingar geta öðlast mismunandi reynslu þó að þeir taki þátt í sama verkefninu. Á því geta verið margar skýringar, meðal annars persónuleiki hvers einstaklings. Verkefnavinna getur gengið mjög vel og verið mjög árangursrík fyrir hópinn í heild þótt hún skili ekki tilætluðum árangri hjá einhverjum einstaklingi. Hins vegar getur það líka gerst að verkefni sem almennt er ekki talið hafa tekist vel veiti einum eða fleiri skátum reynslu sem hjálpar þeim að tileinka sér viðhorf eða hegðun samkvæmt ákveðnum áfangamarkmiðum. Þar sem reynslan grundvallast á skynjun hvers unglings fyrir sig á veruleikanum getum við sem foringjar ekki haft áhrif á hana, stjórnað henni né séð hana fyrir. Við getum hins vegar haft áhrif á verkefnin, reynt að bjóða upp á verkefni sem fela í sér reynslu er nýtist unglingunum við að tileinka sér það sem markmiðin fela í sér.
242
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Hvernig snertir þetta áætlun sveitarinnar?
• Dagskrá hvers flokks og hverrar skátasveitar þarf að innihalda fjölbreytt verkefni. • Það er ekki hægt að „kokka“ verkefni upp á staðnum. Þau þarf að velja fyrirfram, undirbúa, stjórna og meta á viðeigandi hátt. • Það er ekki nóg að ljúka verkefnavinnu og skila af sér, jafnvel þó að allt hafi virst ganga vel. Vel þarf að huga að þeirri reynslu sem unglingarnir öðluðust við að vinna verkefnið. Það gerum við með því að fylgjast vel með einstaklingsbundnum framförum hvers og eins.
Verkefnin hjálpa smám saman til við að ná áfangamarkmiðunum Ekki er beint orsakasamband á milli verkefna og áfangamarkmiða. Það er að segja, verkefnið leiðir ekki sjálfkrafa til þess að áfangamarkmiðin eða áskoranir skátanna gagnvart þeim náist. Unglingarnir öðlast margþætta og endurtekna reynslu við það að vinna verkefnin í flokknum og sveitinni og það hjálpar þeim að ná persónulegum markmiðum sínum.
Í lok verkefnis getum við metið verkefnið sjálft. Við getum þó aðeins metið framfarir unglinganna af og til og þá á grundvelli þátttöku þeirra í fleiri verkefnum. Þegar við metum þroskaferil einstakra unglinga erum við að leggja mat á þroska sem byggist í raun á röð uppgötvana sem einstaklingurinn gerir á grundvelli reynslu sinnar.
10| |Verkefnin Verkefnin 10
243 243
GERÐIR VERKEFNA Við tölum bæði um innri og ytri verkefni Í síðasta kafla var fjallað um að áfangamarkmið unglinganna nái yfir allt líf þeirra, þ.e. heima, í skólanum, í skátunum og í öðru tómstundastarfi, og að áskoranirnar feli í sér fjölmargar og margbreytilegar athafnir sem margar hverjar eiga sér ekki stað innan flokksins eða skátasveitarinnar. Við getum því gert greinarmun á innri og ytri verkefnum. Innri verkefni eru þau sem eru á áætlun skátasveitarinnar, hvort sem þau eru unnin í flokkunum, sveitinni eða þar fyrir utan. Ytri verkefni eru þau sem unglingarnir stunda,
en eru ekki í beinum tengslum við skátastarfið. Verkefni sveitarforingja eru fyrst og fremst innri verkefni, en það væri rangt að halda því fram að hægt væri að leiða ytri verkefnin alfarið hjá sér. Auk þess að vera skátar eru unglingarnir nemendur í skólum og hluti af fjölskyldu. Hugsanlega stunda þeir íþróttir, leika á hljóðfæri, eiga vini sem ekki eru í skátunum og eiga samskipti við mismunandi hópa innan samfélagsins. Um leið og flokkurinn og sveitarforingjar hvetja til framfara, stuðla að þroska og aðstoða við mat á markmiðum unglinganna verða þeir að hafa í huga að skátar þroskast í öllum þessum hlutverkum og þau hafa öll áhrif á mótun persónuleika þeirra. Auðvitað getum við ekki metið hvert og eitt verkefni sem unglingarnir taka þátt í utan skátastarfsins og hvað þá haft áhrif á þau eða komið að þeim á nokkurn hátt. Við verðum samt sem áður að vera vakandi fyrir þeim áhrifum sem slík verkefni hafa á unglingana og hvernig þeir líta á hlutverk sitt í hverju verkefni þegar kemur að því að meta framfarir þeirra.
Við þurfum aðallega að greina á milli hefðbundinna verkefna og valverkefna Verkefni má flokka sem annað hvort hefðbundin verkefni eða valverkefni. Það er háð eðli þeirra, hversu oft þau eru unnin og á hvaða hátt þau samræmast skátaaðferðinni og hvernig þau tengjast áfangamarkmiðunum og áskorunum hvers einstaks skáta.
244
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Hefðbundin verkefni • Eru venjulega unnin á sama hátt og tengjast almennt sama viðfangsefni. • Eru til þess að rétt andrúmsloft skapist fyrir skátastarfið.
Valverkefni • Eru framkvæmd á mismunandi hátt og geta verið eins fjölbreytt og hugmyndaflug unglinganna leyfir. Eðli verkefna unglinga fer eftir áhugasviði þeirra. • Eru ekki endurtekin, nema unglingarnir óski þess sérstaklega og þá aðeins að ákveðnum tíma liðnum. Dæmi um hefðbundin verkefni eru athafnir tengdar siðum og venjum sveitarinnar. Hver athöfn er alltaf með svipuðu sniði sama hversu oft hún er framkvæmd. Endurtekning hennar hjálpar til við að skapa visst andrúmsloft í starfi sveitarinnar. Athafnirnar eru ekki ætlaðar til þess að ná neinum sérstökum áfangamarkmiðum unglinganna. Þær tengjast samt sem áður nokkrum þáttum persónuleikans og eiga sinn þátt í að náð er markmiðum tengdum þroskasviðunum. Það sem sagt hefur verið um athafnir gildir einnig um öll hefðbundin verkefni flokkanna og sveitanna líkt og fundi, ferðalög, útilegur, viðhald og breytingar á flokks- eða sveitarherberg inu, leiki, söngva, hvernig flokkakerfið virkar og margt fleira. Dæmi um valverkefni gætu verið að læra að endurvinna pappír eða vatnsrækta plöntur, fjöruhreinsunarferð, að setja upp brúðuleikhús fyrir börn, eða hellaskoðunarferð. Til þess að vera tekið inn í dagskrá flokksins eða sveitarinnar þarf valverkefnið að vera: • Ögrandi • Nytsamlegt • Heillandi • Gefandi Öll verkefni sem eru ögrandi og fela í sér áskorun eru gagnleg fyrir persónuþroska unglinganna, höfða til þeirra og láta þeim finnast þeir hafa afrekað eitthvað. Þau hafa uppeldis- og menntunargildi og eru þess vegna þýðingarmikil fyrir flokkana og sveitirnar.
10 | Verkefnin
245
Í dagskránni verður að vera jafnvægi á milli hefðbundinna verkefna og valverkefna Einn af lykilþáttum þess að bæta sveitarstarfið liggur í því að búa til sveitaráætlun með góðu jafnvægi á milli hefðbundinna verkefna og valverkefna, með virkri og ábyrgri þátttöku unglinganna.
Hefðbundin verkefni • Styrkja skátaaðferðina með því að tryggja þátttöku skátanna í sameiginlegri ákvarðanatöku og beinni tilvísun í gildin. • Stuðla að góðum starfsanda innan sveitarinnar og veita unglingunum dæmigerða „skátareynslu”.
Valverkefni • Höfða til áhugasviðs unglinganna og opna huga þeirra fyrir þeim margbreytileika sem lífið og heimurinn hefur upp á að bjóða. • Endurspegla tíðaranda og þarfir samfélagsins. Þetta jafnvægi er fyrst skoðað þegar forval á verkefnum fer fram og svo aftur þegar þau eru skipulögð, eins og sjá má þegar fjallað verður um dagskrárhringinn.
Í raun eru hefðbundnu verkefnin og valverkefnin hvorki aðskilin né andstæð. Þau eru tengd og eitt einstakt verkefni getur bæði verið valverkefni og hefðbundið verkefni. Útilega er dæmi um hefðbundið verkefni sem felur yfirleitt í sér nokkur valverkefni.
Dagskrá með of mörgum hefðbundnum verkefnum og of fáum valverkefnum • Getur leitt til „innhverfrar sveitar” sem er sjálfmiðuð og einangruð frá umhverfinu. Slíkt starf undirbýr unglingana ekki fyrir lífið heldur einungis fyrir skátastarfið. Það myndi í raun verða „skátastarf fyrir skáta” en ekki „skátastarf fyrir unglinga”. • Getur haft áhrif á samstilltan þroska unglinganna og torveldað mat á framförum þeirra á mismunandi þroskasviðum. Framfarir unglinganna koma til vegna aukinnar reynslu sem þeir öðlast við framkvæmd valverkefna. • Gæti gert dagskrána afskaplega leiðinlega og orðið til þess að hún úreldist fljótt.
246
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Dagskrá með of mörgum valverkefnum og of fáum hefðbundnum verkefnum • Gæti leitt til þess að sveitin missti sérkenni sín. Hún gæti enn verið heillandi og nytsamleg fyrir unglinga en hefði ekki sama skátabraginn. Slíkt gæti stefnt einingu sveitarinnar í hættu og þeirri tilfinningu unglinganna að finnast þeir tilheyra skátasveit. • Myndi draga úr heildstæðum uppeldisáhrifum skátaaðferðarinnar þar sem andrúmsloftið sem skapað er með röð hefðbundinna verkefna væri ekki til staðar. • Gæti orðið til þess að dagskráin væri byggð upp á af verkefnum sem unglingarnir framkvæmdu „af því bara“ án þess að ígrunda hvað þau stæðu fyrir og sveitin ætti þannig í erfiðleikum með að ná stöðugleika og stefnufestu.
Valverkefnum er hægt að skipta í flokksverkefni, sveitarverkefni og þemaverkefni Flokksverkefni eru framkvæmd í hverjum flokki og þurfa ekki að vera í neinum tengslum við verkefni annars skátaflokks. Sveitarverkefni eru sameiginleg allri sveitinni, ýmist vegna þess að allir flokkarnir hafa ákveðið að vinna sama verkefnið á svipuðum tíma eða vegna þess að þeir eru að vinna sérstaka hluta verkefnis sem allir flokkarnir taka sameiginlegan þátt í. Tíðni sveitar verkefna eða sameiginlegra verkefna ætti ekki að hafa áhrif á flokkaverkefnin þar sem að þau njóta forgangs. Þemaverkefni (project) er röð verkefna sem mynda hluta af stærri heild og ná yfirleitt yfir lengra tímabil. Flokkarnir taka þátt í mismunandi en samtengdum verkefnum í von um að ná sameiginlegu markmiði. Þessi munur er mikilvægur fyrir jafnvægið á milli innra starfs flokkanna og samstarfs og samskipta á milli flokka. Hann er líka mikilvægur þegar kemur að því að velja og meta verkefnin. Flokkurinn velur og metur sín eigin verkefni á meðan sveitarráðið sér um forval þema verkefna og verkefna fyrir sveitina. Sveitarþingið sér svo um að velja úr þeim verkefnatillögum sem sveitarráðið lagði fram og að lokum taka allir þátt í að meta verkefnin.
10 | Verkefnin
247
HEFÐBUNDNU VERKEFNIN Hefðbundnu verkefnin eru yfirleitt unnin á nokkurn veginn sama hátt í hvert skipti Hefðbundnu verkefnin eru oftast framkvæmd á nokkuð venjubundinn máta. Mismunandi tilbrigði geta þó komið upp þannig að gott er að vera meðvituð eða meðvitaður um það hvernig við framkvæmum þau. Við getum velt því fyrir okkur hvernig við getum bætt þau, gert þau fjölbreyttari og reynt að koma í veg fyrir að þau verði að innihaldslausri rútínu en slík verkefni heilla síður og það bitnar á uppeldislegum gildum þeirra. Hér á eftir verður fjallað meira um algengustu hefðbundnu verkefnin.
Flokksfundir Flokkarnir hittast á virkum dögum að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar í viku. Það ræðst af áhuga unglinganna og eðli verkefnanna hvenær og hversu oft í mánuði skátarnir hittast. Eitt af þessum skiptum er yfirleitt á sama tíma og sveitarfundurinn.
Hægt er að halda flokksfundi hvar sem er, í skátaheimili, heima hjá einum úr flokknum, í skólanum, á stað þar sem vinna skal tiltekið verkefni, í útilegu eða á hverjum þeim stað sem skátarnir í flokknum telja hentugan. Það er vel hægt að halda flokksfund án þess að allir meðlimir flokksins mæti. Stundum funda ekki nema 2-3 skátar sem eru að vinna saman að sérstöku verkefni eða verkefnishluta. Þetta er það sem unglingar gera yfirleitt með vinum sínum. Dagskrá flokksfunda er mjög breytileg frá einum fundi til annars. Hlutverk fundanna getur verið að taka þátt í forvali, endanlegu vali, undirbúningi eða mati á verkefnum, fram kvæma verkefni eða hluta þess, halda flokksþing eða meta framfarir. Skátar geta líka hist til að undirbúa dagsferð eða útilegu, uppfæra flokksbók, greiða úr innri ágreiningi eða einfaldlega hafa gaman af því að vera saman, spjalla um allt og ekkert án formlegrar dagskrár, rétt eins og unglingar gera almennt.
248
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Sveitarfundir Sveitarfundur er yfirleitt haldinn mánaðarlega og getur varað í eina til þrjár klukkustundir. Hann er oftast haldinn í skátaheimilinu ef hann er ekki haldinn úti eða á stað þar sem vinna á að ákveðnu verkefni. Fundurinn byrjar stundvíslega með setningarathöfn: Farið er með skátaheitið, sveitar söngurinn sunginn, sveitarhrópið hrópað, kveikt á kertum – eða hann settur á annan táknrænan hátt. Svo er hlýtt á tilkynningar og skátarnir hefja dagskrá fundarins. Mestur tími fer í að undirbúa, framkvæma eða meta þau hefðbundnu verkefni eða valverkefni sem eru á dagskrá viðkomandi dagskrárhrings. Fundurinn snýst á víxl um flokka- og sveitarverkefni. Yfirleitt er þó lengri tíma varið í flokksverkefni, en það fer eftir valverkefnum dagskrárhringsins. Sveitarforingjarnir ættu að vera til taks og veita stuðning þegar verið er að vinna flokksverkefnin. Þeir ættu líka að vera tilbúnir til að fylgjast með unglingunum bæði sem einstaklingum og í hópi. Í sumum tilvikum geta þeir jafnvel tekið þátt í verkefnunum með þeim.
Samsetning skátaflokka er mismunandi. Reynsla, þroski, stærð, aldurs- og hugsanlega kynjablöndun getur verið mjög mismunandi. Það sama á við um verkefni þeirra, þau geta tekið mislangan tíma, haft ólíka umgjörð og takt. Sveitarforingjarnir verða að standast þá freistingu að staðla sveitarfundina. Það verður að hafa í huga að sveitin er í grundvallaratriðum stuðningshópur fyrir flokkakerfið. Besta leiðin til að stjórna skátasveit er alls ekki að halda sveitarfundi þar sem flokkarnir vinna samstilltir undir vökulum augum sveitarforingjanna. Þetta þýðir þó ekki að allir geri bara það sem þeim sýnist á fundunum. Sveitarforingjarnir eru heldur ekki undanþegnir því að hafa umsjón með, hvetja og leggja til stuðning eða gæta öryggis skátanna. Mikilvægast er að uppbygging fundarins sé sveigjanleg og taki mið af verkefnum dagskrárhringsins sem samþykkt voru af sveitarþinginu. Þegar verkefnunum er lokið og áður en fundi er slitið þarf að nota svolítinn tíma til að sinna almennum verkum eins og að ganga frá og þrífa, uppfæra tilkynningatöfluna eða bæta merkjum inn á framfara töfluna. Fundinum er svo hægt að slíta á svipaðan hátt og hann var settur eða á annan táknrænan hátt, til dæmis með Bræðralagssöngnum.
10 | Verkefnin
249
Nokkur atriði sem hafa ber í huga til að komast hjá því að sveitarfundurinn tapi mikilvægi sínu: • Sveitarfundurinn er ekki bundinn ákveðnum tímatakmörkunum. Af og til, helst að minnsta kosti einu sinni í hverjum dagskrárhring, getur hann staðið yfir í heilan dag. Það er gert til að hægt sé að vinna tímafrek verkefni. • Fyrir kemur, þegar um er að ræða langvarandi valverkefni, að næstum allur tíminn sem er til ráðstöfunar fer í það verkefni, jafnvel heill dagur. • Valverkefni geta krafist þess að fundurinn sé ekki haldinn í skátaheimilinu heldur úti í náttúrunni eða annars staðar í hverfinu eða bænum. Þetta getur átt við um einstaka flokka eða sveitina sem heild, það fer eftir verkefnum flokkanna. • Tilkynningar og þess háttar skipulagsmál ætti að sameina á fundinum. Ekki er gott að aðskilja þessa þætti því það gæti orðið til þess að fundurinn skiptist í tvo hluta; þann skemmtilega og þann leiðinlega. • Það ætti alltaf að reyna að hafa nóg fyrir stafni á sveitarfundum. Ef líður löng stund þar sem unglingarnir eru aðgerðarlausir fer þeim að leiðast, þeir missa áhugann og stjórnandinn tökin. • Sveitin er ekki bundin við það að halda aðeins fundi á föstum fundartímum. Fundi er einnig hægt að halda um helgar, á frídögum eða öðrum tímum.
Spennan og tilhlökkunin fyrir næsta verkefni eða skátafundi ætti aldrei að fá að dvína. Unglingarnir ættu að finna fyrir stöðugri tilhlökkun á milli funda og verkefna.
Útilegur og dagsferðir Útilegan er eitt mikilvægasta hefðbundna verkefni skátastarfsins. Skátaaðferðin gengur ekki upp án þess að við upplifum náttúruna á einhvern hátt.
Dróttskátar fara venjulega í 6-8 útilegur á ári. Útilegurnar og skátamótin standa yfirleitt í 2-4 daga en það fer bæði eftir aðstæðum, útilífsáhuga sveitarinnar og árstíma. Útileguáætlun ársins gæti litið svona út:
• Ein einnar nætur útilega eða dagsferð í hverjum dagskrárhring. • Ein tveggja nátta útilega sem haldin er á milli dagskrárhringja. • Ein til tvær lengri útilegur eða skátamót. Útilega felur í sér önnur verkefni. Hefðbundin verkefni og valverkefni sem eru á sveitar áætlun dagskrárhringsins eru sum hver framkvæmd í útilegum. Til dæmis stórir leikir, kvöldvökur, varðeldar, hátíðir, valverkefni flokka, þjónustuverkefni, könnunarleiðangrar og margt fleira.
250
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Ekki á að hafa of mikla verkefnadagskrá í útilegum. Skátarnir ættu að hafa svigrúm til að njóta kyrrðarinnar og náttúrunnar auk þess sem þeir ættu að fá tíma til að skoða sig um og rannsaka, hvíla sig og jafnvel slæpast. Í útilegum gefst nefnilega gott tækifæri til að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Dagsferðir eru hins vegar styttri ferðir sem vara ekki nema einn dag eða hluta úr degi. Dagsferðir eru vanalega skipulagðar af flokkunum á hvaða árstíma sem er, eftir verkefnavali hvers dagskrárhrings. Útilegur og dagsferðir:
• Fara fram í náttúrulegu umhverfi en það endurspeglar táknræna umgjörð skátastarfsins: að kanna ný svið og nema nýjar lendur í hópi vina. Ævintýrin sem unglingarnir upplifa í útilegum og dagsferðum gera þeim kleift að uppgötva nýjar víddir. • Ýta undir sjálfstæði unglinganna með því að þeir taki á sig skyldur og sigrist á erfiðleikum fjarri fjölskyldu sinni og sínu nánasta umhverfi. • Styrkja innri samstöðu flokkanna. • Skapa sérstakt umhverfi sem auðveldar skátunum að nálgast áfangamarkmið sín á öllum þroskasviðum. Útilegur gera unglingum kleift að læra að lifa og bjarga sér í náttúrunni en það er einn af mikilvægustu þáttum skátaaðferðarinnar.
Það er fátt eins áhrifaríkt og fræðandi og sú reynsla sem unglingarnir öðlast við að fara í skátaútilegur. Í útilegum fá skátarnir tækifæri til að: • Kynnast gangi náttúrunnar.
• Upplifa lífið við frumstæð skilyrði.
• Nota skilningarvitin og nýta hugmyndaflugið.
• Öðlast nýja reynslu víðsfjarri hversdagslífi borgarbúans.
• Sigrast á óttanum við hið óþekkta.
• Að horfast í augu við sjálfan sig.
• Átta sig á mikilvægi þess að sýna samstöðu og vinna saman í umhverfi þar sem ekki er úr miklu að moða.
• Furða sig á undrum náttúrunnar og töfrum tilverunnar.
Það er ekkert sem kemur í stað þess að upplifa næturkyrrðina undir stjörnubjörtum himni, samveruna við varðeldinn, fuglasönginn í dögun, þyt golunnar í kjarrinu eða notalegu tilfinninguna við að kúra í svefnpokanum.
10 | Verkefnin
251
Flokkarnir eiga að fá að vera eins sjálfstæðir og kostur er í útilegum sveitarinnar og á skátamótum.
Í tjaldútilegum sveitarinnar og á skátamótum ættu flokkarnir að tjalda á sama svæði en þó nógu langt hver frá öðrum til þess að þeir geti unnið verkefni sín án þess að hinir flokkarnir geti fylgst með því sem þeir eru að bjástra. Í skálaferðum þarf að gæta þess að flokkarnir hafi svigrúm til að vinna að eigin verkefnum án truflunar frá öðrum flokkum sveitarinnar. Best er ef flokkarnir fá að elda sinn eigin mat og vinna sín eigin verkefni á þeim tíma sem þeim er úthlutaður til þess. Baden-Powell lagði eindregið til að staðsetning flokkanna í tjaldútilegum væri þannig „að hver flokkur væri í sínu tjaldi á sínu svæði, svo skátunum þættu þeir tilheyra sjálf stæðum og ábyrgum einingum í stað þess að vera hluti af stórri hjörð. Flokkarnir ættu, undir öllum kringumstæðum, að fá að vera sem mest óáreittir.“ (Headquarters’ Gazette, Júní 1910). Val á skála eða tjaldsvæði hefur því mikið að segja um hversu ánægjuleg og árangursrík útilegan verður. Skálinn eða tjaldsvæðið þurfa að vera öruggt svæði, en jafnframt að freista unglinganna til að uppgötva og halda á vit ævintýranna umvafin auðugri og fjöl breytilegri náttúru sem er kjörin til könnunarleiðangra. Á matmálstímum ættu sveitarfor ingjarnir að skiptast á að þiggja matarboð flokkanna. Á skátamótum sem vara í lengri tíma gæti foringjaflokkurinn eða aðstoðarfólk séð um að elda kvöldverðinn. Í lengri útilegum fer hver flokkur oftast í að minnsta kosti eina „hæk-ferð“ út fyrir tjaldbúðir sveitarinnar. Ferðin getur tekið allt frá 4 upp í 14 klukkustundir. Hún er ekki bara löng gönguferð heldur er ætlast til þess af skátunum að þeir veiti náttúrunni og umhverfinu athygli; kanni, skoði, uppgötvi og öðlist þekkingu á svæðinu og hugsanlega íbúum þess. Auk þess býður ferðin upp á töluverða líkamlega áreynslu. Í slíkum ferðum felast vissar áskoranir og til að taka þátt í þeim þarf hver skáti að undirbúa sig fyrirfram og nota þekkingu sína og hæfileika. Skipulag og framkvæmd hæk-ferðarinnar ætti að einhverju leyti að vera í umsjón sveitarforingjanna sem verða að gæta þess að halda allri áhættu í lágmarki, sérstaklega hjá flokkum sem hafa ekki mikla reynslu af slíkum ferðum. Ekkert verkefni sem gæti mögulega stofnað heilsu eða öryggi skátanna í hættu, hrætt þá eða bælt, er nokkru sinni leyft í útilegu eða í dagsferðum, jafnvel þótt það sé undir því yfirskini að örva hæfni þeirra og sjálfstæði.
252
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Leikir Það er hægt að leggja tvenns konar merkingu í leiki. Í fyrsta lagi er hægt að líta á leik sem vissa afstöðu til lífsins. Frá því sjónarhorni er leikur nálgun, hluti af persónuleika og leið til að framkvæma. Sá sem hefur slíkt sjónarmið tekur hlutina ekki of alvarlega heldur með bjartsýni og glaðværð og leyfir lífinu að koma sér á óvart. Að því gefnu að slík afstaða sé unglingum eðlislæg er skátaaðferðin einn allsherjar leikur sem þeir gera að sínum og sem gerir skátastarfið heillandi í þeirra augum. Þessi glaðværð gerir það að verkum að börn og unglingar opna sig og eru þau sjálf á sinn eigin frjálslega hátt. Það gerir sveitarforingjunum auðveldara fyrir að kynnast þeim betur og átta sig á því hvernig best er að styðja þau. Í öðru lagi er hægt að líta á leiki sem athöfn, sem eðlislæga leið einstaklingsins til að uppgötva sjálfan sig, aðra og heiminn. Með því að leika sér öðlast maður reynslu, sér hversu langt maður kemst, býður sjálfum sér byrginn, leggur sig fram og fagnar. Að leika við aðra hvetur til samkenndar, hjálpsemi og skipulagsfærni auk þess sem það kennir okkur bæði að sigra og tapa. Frá þessu sjónarhorni er leikur leið til að kynnast samfélaginu, enda gilda reglur í daglegu lífi rétt eins og í leik.
Skipulagðir leikir eru áhugaverðir í augum unglinga og stuðla að nýrri námsreynslu. Í skipulögðum leikjum hefur hver þátttakandi ákveðnum skyldum að gegna og þarf að nýta vitsmuni sína og færni. Hver þátttakandi þarf að einbeita sér að því sem hann er að gera vegna þess að ef hann lætur eitthvað trufla sig getur liðið hans tapað leiknum. Með því að taka þátt í leik læra börn og unglingar að við getum ekki alltaf unnið, að við verðum stundum að setja okkur í spor annarra, stjórna líkamlegum hvötum okkar, hemja okkur og standast þá freistingu að túlka reglurnar okkur í hag. Að sama skapi verða hæfustu leik mennirnir að vinna með þeim sem ekki eru eins færir. Á þann hátt læra þeir lakari af hinum sem hafa meiri reynslu og æfingu. Í leikjum eru allir góðir í einhverju, jafnvel þeir lökustu. Á unglingsárunum þurfa leikir að reyna á líkamlegan styrk og vera nægilega flóknir til að unglingarnir þurfi að hugsa og taka sínar eigin ákvarðanir. Þess vegna er algengt að leikir hafi ákveðið þema þar sem að þeir krefjast, auk líkamlegs styrks, tæknilegrar hæfni og útsjónarsemi við að búa til áætlun og framfylgja henni. Til að ná sem bestum árangri, uppeldislega séð, ætti leikurinn að ýta undir þær tilfinn ingar á víxl sem fylgja bæði því að sigra og tapa. Það þarf margs konar leiki sem gera ólíkar kröfur til þátttakenda til að tryggja að allir fái tækifæri til að upplifa ánægjuna sem fylgir því að sigra.
10 | Verkefnin
253
Til þess að leikir verði árangursríkir þurfum við að: • Kunna marga leiki eða hafa nægan efnivið að sækja í. • Velja viðeigandi leik við rétt tækifæri. • Undirbúa fyrirfram. • Hafa einfaldar og ótvíræðar leikreglur og útskýra þær vel í upphafi leiks. Unglingar þurfa að vita það strax í byrjun hvernig leika á leikinn og hvernig hægt er að sigra eða tapa. • Veita stöðuga hvatningu án þess að sveitarforingjarnir blandi sér í leikinn. • Gæta þess að engir séu skildir útundan, nema þeir séu „úr leik“ samkvæmt leikreglunum, þá þarf að koma þeim sem fyrst aftur inn í leikinn. • Leyfa leiknum að hafa sinn gang og trufla hann ekki nema hafa mjög góða ástæðu til þess. • Ljúka leiknum áður en þátttakendurnir fara að missa áhugann, að því gefnu að hægt sé að stjórna því (sumir leikir þurfa að renna sitt skeið svo markmiðið fari ekki forgörðum). Leik sem endar á réttu augnabliki verður minnst með ánægju og fólk mun hlakka til að leika hann aftur. • Tryggja að þeim sem tapar sé sýnd virðing og þeim sem sigrar sé hrósað. • Varast að leika sama leikinn of oft. • Meta leikinn, frammistöðu þátttakenda og þeirra sem var úthlutað stjórnunarhlutverkum.
Það eru til margar bækur og rit um mismunandi tegundir leikja fyrir unglinga; innileiki og útileiki, stutta eða langa, leiki sem reyna á hugvit eða líkamlegan styrk, leiki til að leika í þéttbýli eða leiki til að leika utandyra að næturlagi. Á dagskrárvef BÍS eru upplýsingar og leiðbeiningar um fjölda skemmtilegra leikja. Það er þó ekkert sem kemst í hálfkvisti við þína eigin leikjabók, bók þar sem þú skráir niður bestu leikina sem þú hefur notað í starfi þínu sem foringi.
Sögur, frásagnir og ævintýri Það er enginn sérstakur tími hentugri en annar til að segja unglingum sögur. Unglingar á aldrinum 13–15 ára eru yfirleitt forvitnir, elska að lenda í ævintýrum og hafa unun af því að gleyma sér yfir því óþekkta og dularfulla. Þeir kunna að meta sögulegar frásagnir, bitastæðar sögur eða tilkomumiklar goðsagnir, sérstaklega ef þær snerta á einhvern hátt það sem þeir eru að fást við og tengist til dæmis táknrænu umgjörðinni. Sögur eru eins og krydd í góðri uppskrift, of lítið er jafn slæmt og of mikið. Þess vegna þurfa sveitarforingjar að vera vakandi fyrir þeim tækifærum sem gefast í sveitar starfinu. Þegar fundur hefst eða fundi lýkur, áður en haldið er af stað í dagsferð, í útilegum áður en gengið er til náða, í smáhvíldum langra gönguferða eða í löngum rútuferðum.
254
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Góðir foringjar fá mörg tækifæri til þess að kitla fjörugt ímyndunarafl unglinganna. Um leið halda þeir á lofti skátagildum með því að tengja safn frásagna, goðsagna, ævintýra og reynslusagna skátastarfinu, sem skátarnir geta annað hvort líkt eftir eða hafnað. Skátarnir geta líka sjálfir búið til sögur. Það örvar vitsmuna þroska þeirra og sköpunarþörf að upphugsa aðstæður og leyfa svo töfrunum að taka völdin. Vitnisburðir könnuða, uppfinningamanna og vísindamanna eru nánast alltaf sannar sögur, en það er þó ekkert sem kemur í veg fyrir að við sækjum í fjársjóð bókmenntanna, sérstaklega þann skáldskap sem ætlaður er unglingum og ungu fólki. Að lokum er gott að rifja upp fyrri umfjöllun um sögustundir í lok 2. og 8. kafla, varðandi táknrænu umgjörðina og þroskasviðin.
Söngvar og dansar Söngvar og dansar eru mjög mikilvægir til að unglingarnir geti þróað listræna hæfileika sína, lært að stjórna líkama sínum og blanda geði sem hópur. Söngur og dans eru athafnir sem þjappa fólki saman, hjálpa okkur að sigrast á hömlum og lyfta okkur upp andlega. Á þessum aldri er yfirleitt einhver í hópnum sem spilar á hljóðfæri og getur sungið með. Hægt er að læra marga söngva og dansa hjá öðrum skátasveitum, á námskeiðum og skátamótum og hjá reyndari foringjum. Skátasöngbókin, dagskrárvef urinn og tónlistarvefir bæta svo við þína eigin efnis skrá. Foringi sem fer að syngja upp úr þurru, öllum að óvörum, hvetur sveitina sína til að syngja hvenær sem henni dettur það í hug og langar til þess. Á sama hátt getur foringi sem syngur ekki valdið því að sveit syngur sjaldan eða aldrei. Söngvar og dansar þurfa ekki endilega að vera skátasöngvar eða dansar, það er líka hægt að sækja efnivið í þjóðlega arfleifð okkar. Unglingarnir sjálfir geta líka látið sér detta í hug vinsæl lög sem eru í takt við það sem þeir hafa áhuga á og hvernig þeim líður. Eftir því sem sveitarforingjarnir verja meiri tíma með unglingunum geta þeir betur kennt þeim að meta tónlistina og vera þakklát fyrir innihald hennar. Á unglingsárunum erum við sérstaklega móttækileg fyrir „hátíðum” og öðrum uppákomum svo það getur verið sniðugt að stofna til samstarfs við nágrannasveitir eða halda skátafélagamót þar sem ólíkar sveitir kynna sig, vinna að verkefnum, syngja og dansa saman.
10 | Verkefnin
255
Varðeldar og kvöldvökur Varðeldar og kvöldvökur eru í raun samkomur með listrænu ívafi sem vara í um það bil eina til eina og hálfa klukkustund. Dagskráin samanstendur af skipulagðri skemmtun með blöndu af söngvum, stuttum leikþáttum, dönsum og annarri skemmtun sem unglingunum dettur í hug að framkvæma. Varðeldar og kvöldvökur eru yfirleitt á mikilvægum hátíðum, í lok dagskrárhrings, á kvöldin í útilegum, skátamótum, í lok dagsferða og við önnur viðeigandi tækifæri. Nokkrar ráðleggingar fyrir kvöldvökur og varðelda: • Allir hjálpast að við að undirbúa dagskrána fyrirfram í samræmi við þau viðmið sem sam þykkt voru af sveitarráðinu. Hver og einn skáti ætti að hafa hlutverk eða verkefni sem tengist dagskránni, hvort sem það er við skipulagningu, að halda uppi fjöri og „stemningu“ eða í skemmtiatriðum flokkanna. • Atriði flokkanna ættu að vera stutt, fjölbreytileg og smekkleg. • Hver skátasveit þróar sína eigin siði og venjur í tengslum við kvöldvökur og varðelda. Það setur ákveðinn tón fyrir athöfnina, skapar skemmtilegar hefðir og eflir tilfinningu skátanna fyrir því að tilheyra ákveðnum hópi. Sumar sveitir kjósa þó fjölbreytnina og breyta þessum athöfnum í hvert skipti. • Líkt og ferða- eða útilegudagskrá sem hefst með miklu fjöri og kátínu sem dvínar smám saman þegar kvölda tekur, hefst kvöldvakan eða varðeldurinn með miklu fjöri og endar á íhugun. Líflegustu atriðin ættu því að vera framarlega á dagskránni og þau rólegri síðast. Athöfninni er svo hægt að ljúka með á „fimm mínútum foringjans“ og rólegum söng. • Í útilegum er yfirleitt gengið til náða um leið og kvöldvökunni eða varðeldinum lýkur nema það sé boðið upp á heitt kakó eða kvöldhressingu fyrir „kyrrð“. • Það er hægt að bjóða foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum að vera viðstödd þegar kvöldvakan er haldin nálægt heimahögum eða við varðeld á stórum skátamótum. Stundum þarf kvöldvakan eða varðeldurinn þó að vera einkasamkoma sveitarinnar. • Kvöldvakan eða varðeldurinn hefur stundum þema tengt þeim verkefnum sem sveitin er að vinna að eins og t.d. ákveðinni goðsögn, sögulegum atburði eða frásögn úr skátastarfinu.
Eins og sjá má eru kvöldvökur og varðeldar sérstakir viðburðir og fela í sér ákveðnar hefðir.
256
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Baden-Powell varaði við agaþjálfun í skátastarfi Einhverjum gæti þótt undarlegt að ekkert hefur verið minnst á hefðbundin verkefni eins og heiðursvörð, skrúðgöngur og „marseringar“ sem eru algengar hjá sumum skátafélögum. Baden-Powell, stofnandi skátahreyfingarinnar, varaði skátaforingja við slíkum athöfnum strax árið 1935. Textinn hér að neðan endurspeglar ábendingar BadenPowells um að meginhlutverk skátastarfs sé að efla áhuga og innblástur unglinga og ungmenna til sjálfs uppeldis og sjálfsnáms í þeim tilgangi að móta þau til virkrar og ábyrgrar samfélagsþátttöku. „Ég hef oft verið beðinn um það af skátaforingjum að bæta meiri agaþjálfun inn í skátadagskrána; en þrátt fyrir að ég kunni að meta gildi slíkrar þjálfunar eftir 34 ára herþjónustu er ég einnig mjög meðvitaður um galla hennar. Í stuttu máli eru þeir eftirfarandi: Agaþjálfun gefur lötum og hugmyndasnauðum foringjum tækifæri til að halda unglingunum önnum köfnum, óháð því hvort það höfðar til þeirra eða gerir þeim gott. Þetta sparar slíkum foringjum heilmikla fyrirhöfn. Agaþjálfun snýst um að „berja vitneskjuna inn í hausinn“ á unglingunum og gefur þeim ekkert færi á að læra af eigin reynslu. Agaþjálfun á það til að brjóta niður persónuleika fólks, en í skátastarfi viljum við ýta undir og þroska sjálfstæðan og heilsteyptan persónuleika hvers einstaklings. Unglingum sem beittir eru agaþjálfun leiðist þegar þeir hafa náð valdi á viðkomandi atriði og þeir þrá að gera eitthvað áhugaverðara. „Agaþjálfun deyfir áhuga og eldmóð unglinganna.“ (Tekið úr Notes for Instructors, viðauka við 17. bresku útgáfu Scouting for boys, 1935)
10 | Verkefnin
257
VALVERKEFNIN Valverkefnin verða að vera áhugaverð, ögrandi, gagnleg og árangursrík Valverkefnin geta falið í sér hina fjölbreyttustu þætti sem velta í grundvallaratriðum á áhugasviði unglinganna, tíðaranda og þörfum samfélagsins á hverjum tíma. Það sem oftast má finna í valverkefnum: • Handverk ýmis konar.
• Þjónustu við samfélagið.
• Ígrundun, þekkingu á sjálfum sér og öðrum.
• Fjölskyldulíf.
• Íþróttir og útilífsáskoranir. • Alls kyns listir.
• Fjölmenningarlegan skilning. • Mannréttindi og lýðræði. • Lærdóm um frið og þróunaraðstoð.
• Náttúruvernd. Þó að þetta séu algengustu viðfangsefni í valverkefnum útiloka þau engan veginn önnur svið sem unglingarnir kunna að hafa áhuga á eða eru viðeigandi í umhverfi þeirra. Eina skilyrðið er að valverkefnin verða að vera áhugaverð, ögrandi, gagnleg og árangursrík. • Áhugaverð þýðir að hvert verkefni verður að vekja áhuga og innblástur unglinganna. Það getur einfaldlega verið vegna þess að þeim finnst verkefnið skemmtilegt, vegna þess að það er frumlegt eða vegna þess að það felur í sér gildi sem höfðar til þeirra. • Ögrandi þýðir að verkefnin verða að fela í sér áskorun við hæfi unglinganna og örva þá til framfara. Verkefni sem krefjast minni áreynslu en unglingarnir ráða við eykur ekki færni þeirra né hvetur þá til að tileinka sér nýja kunnáttu, viðhorf eða færni. Ef ögrunin er hins vegar langt umfram færni og þroskastig unglinganna, missa þeir móðinn og ná ekki að tileinka sér þá hegðun sem sóst er eftir. • Gagnleg þýðir að leggja þarf áherslu á þætti sem skapa reynslu sem leiðir til raunverulegs náms og þekkingar. Ef verkefni eiga að hafa uppeldislegt gildi er ekki nóg að bjóða upp á skyndi verkefni, verkefni sem unglingar álíta skemmtileg, síendurtekin verkefni eða einfaldlega fjörug verkefni. Verkefnin verða að beinast að persónulegum framförum, þau verða að veita tækifæri til að þjálfa þá æskilegu hegðun sem samræmist áfangamarkmiðunum sem unglingurinn stefnir að.
258
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
• Árangursrík þýðir að verkefnin ættu að vekja með unglingunum tilfinningu um að eitthvað hafi áunnist við að vinna verkefnið, annað hvort vegna þess að þeir hafa ávinning af því eða vegna þess að þau uppfylla einhvers konar þörf eða óskir. Tillögur að valverkefnum þarf að meta þegar þau eru forvalin og aftur þegar þau eru endanlega valin til að ganga úr skugga um að þau uppfylli þessi fjögur skilyrði, eins og nánar er fjallað um 12. kafla.
Dagskrárvefurinn auðveldar skátaflokkum og foringjum leit að verkefnum Bandalag íslenskra skáta býður upp á yfirgripsmikið safn verkefnahugmynda á vefsíðunni skatar.is sem er uppfærð reglulega og er í stöðugri endurnýjun. Vefsíðan nýtist sveitar foringjunum og skátaflokkunum vel við að finna nýjar hugmyndir að valverkefnum sem fela í sér þau fjögur skilyrði sem fjallað var um hér að framan. Af skipulagsástæðum bera verkefnalýsingar nöfn og á þeim eru tilgreind þau þroskasvið sem verkefnið tengist helst með tilliti til þeirrar hegðunar sem það stuðlar að. Í verkefnalýsingunum er útskýrt hvar best er að vinna verkefnið, hve langan tíma það tekur, hvort það hentar flokki eða sveit, hvernig það fer fram og hvaða áhöld og búnað er nauðsynlegt að nota við framkvæmd þess. Þar kemur líka fram hvaða markmiðum er verið að reyna að ná með framkvæmd verk efnisins og leiðbeiningar um hvernig hægt er að vinna verkefnið. Athugaðu að markmið verkefnis eru ótengd áfangamarkmiðunum sem skátarnir eru að vinna að hver fyrir sig. Þegar verkefni krefst sértækrar tæknilegrar þekkingar sem ekki er hægt að ætlast til að sveitarforingjar búi almennt yfir eru nánari upplýsingar veittar í þar til gerðu ítarefni. Það er mjög aðgengilegt og nytsamt og sparar foringjunum heilmikla rannsóknarvinnu og leit á netinu. Dagskrárvefurinn er stuðningsefni sem örvar hugmyndaflugið og býður upp á fjöl
breytta valkosti. Af og til eru líka gefnar út sérstakar verkefnabækur sem innihalda fjölmargar hugmyndir að verkefnum. Þessum hjálpartækjum er alls ekki ætlað að draga úr sköpunarþörf unglinga eða sveitarforingja sem mega aldrei hætta að búa til sín eigin verkefni sem umhverfi þeirra og tíðarandi blæs þeim í brjóst. Samt er það svo að skapandi fólk veit að til að gera eitthvað nýtt er nauðsynlegt að hafa miklar upplýsingar og hugmyndir til að styðjast við.
10 | Verkefnin
259
Valverkefnin taka mislangan tíma Hversu langan tíma valverkefni taka er undir nokkrum atriðum komið:
Það eru til sjálfsprottin verkefni eða skyndiverkefni sem eru nær alltaf „óvænt verk efni.” Þau eru ætluð til þess að ná athygli unglinganna, skapa augnabliksskemmtun eða drepa tímann ef upp kemur ófyrirséð eyða í dagskrána. Allir sveitarforingjar þurfa að hafa slík verkefni í bakhöndinni, því reynslan hefur sýnt okkur að þau koma mjög oft í góðar þarfir. Sum þeirra geta verið í formi leikja og önnur til dæmis tengd tónlist. Skammtímaverkefni taka yfirleitt einn flokks- eða sveitarfund (til dæmis: hver flokkur
býr til sjónvarpsauglýsingu til að kynna eina grein skátalaganna og leikur hana á staðnum). Meðallöng verkefni geta varað í tvær til þrjár vikur (til dæmis: eftir að unglingarnir hafa lært hvernig á að endurvinna pappír, búa þeir til flokksbók með blaðsíðum úr pappír sem þeir bjuggu til sjálfir). Langtímaverkefni geta staðið yfir í meira en mánuð eða jafnvel heilan dagskrárhring
eða tekið nokkra daga í útilegu (til dæmis: skipuleggja hátíð, velja lag, semja texta, búa til hljóðfærin sem á að spila á, flytja lögin og velja sigurlag). Í þessu tilfelli eru allir flokkarnir að taka þátt í sama verkefni en vinna að því hver í sínu lagi. Þemaverkefni (project) eru meðallöng eða langtímaverkefni sem fela í sér röð verkefna
sem saman mynda stærri heild og framkvæmd eru af flokkunum til þess að ná sam eiginlegu markmiði (til dæmis: að undirbúa jólaboð á elliheimili, þá þarf að búa til gjafir, undirbúa skemmtiatriði, skreyta staðinn, skipuleggja með stjórnendum elliheimilisins, verða sér úti um fjármagn og mörg verk í þeim dúr). Í þessu tilfelli vinna flokkarnir allir að mismunandi verkefnum sem saman mynda eina stóra heild. Tímalengd verkefna skiptir máli þegar kemur að áætlanagerðinni og þátttöku skátanna og foringjanna í að stinga upp á verkefnum, velja þau og skipuleggja.
Sjálfsprottnu verkefnin þarfnast ekki undirbúnings og þurfa ekki að vera hluti af flokks- eða sveitaráætluninni. Þau eru oftast sett fram af flokksforingja eða aðstoðar flokksforingja eða sveitarforingja í sameiginlegu starfi sveitarinnar. Skammtímaverkefni þarf að hafa á áætlun dagskrár hringsins en slíkum verkefnum þarf samt stundum að skjóta inn í dagskrána í stað annarra verkefna sem ekki var hægt að vinna af ófyrirséðum ástæðum. Þátttaka unglinganna í vali og undirbúningi verkefnanna er vita skuld meiri ef skammtímaverkefnið er upphaflega lagt fram sem tilboð í forvalinu en ef flokksforingi eða aðstoðarflokksforingi skellir því inn á síðustu stundu í stað annars verkefnis.
260
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Meðallöng og langtímaverkefni eru þau algengustu í skátasveitinni, bæði í starfi flokkanna og sameiginlegu starfi sveitarinnar. Skátarnir stinga upp á þeim fyrir hönd flokksins og þurfa að skipuleggja þau vandlega, en fá þó stundum mikinn stuðning frá sveitar foringjunum við þá vinnu. Meðallöng og langtíma verkefni geta orðið að þemaverkefnum ef þau krefjast mismunandi verkefna sem saman mynda eina heild.
Valverkefnin geta tekið við hvert af öðru eða staðið yfir samhliða Valverkefnin er hægt að vinna í röð, þ.e. næsta verkefni hefst ekki fyrr en því fyrra er lokið. Sum meðallöng og langtímaverkefni eru þess eðlis að önnur verkefni má auðveldlega vinna á sama tíma. Þetta getur átt við ef flokkur er að vinna að verkefni sem krefst þess að ákveðnir þættir þess séu framkvæmdir á undan öðrum eða samhliða af öðrum flokkum eða þriðja aðila. Stundum þarf líka að líða ákveðinn tími á milli vissra þátta verkefnisins. Til dæmis ef flokkurinn er að gera til raunir með vökvaræktun þar sem plönturnar þurfa nokkrar vikur til að spíra. Þær vikur sem flokkurinn bíður eftir að plönturnar spíri og vaxi vinnur hann að sjálfsögðu að öðrum verkefnum. Það að verkefni séu unnin samtímis í einum eða nokkrum dagskrárhringjum gefur starf inu fjölbreytileika og samfellu og er mikilvægur þáttur í áhugaverðu sveitarstarfi; alltaf nóg að gera sem þýðir að unglingunum leiðist ekki og þeir fá stöðugt útrás fyrir athafnasemi sína. Eina vandamálið við þetta fyrirkomulag er að foringjarnir þurfa að nota lengri tíma og leggja meiri vinnu í skipulag sveitastarfsins. Þess vegna er dagskrárhringurinn svo mikilvægur.
10 | Verkefnin
261
Verkefni eru yfirleitt unnin af hópi en þó af og til af einstaklingum Að öðlast reynslu og vinna að áskorunum og áfangamarkmiðum eru í eðli sínu einstaklingsbundnir þættir. Þó eru hefðbundin verkefni og valverkefni næstum alltaf unnin í hópum og allur flokkurinn eða öll sveitin tekur þátt í þeim. Samt eru viss hefðbundin verkefni unnin af einstaklingum svo sem að ganga í sveitina, uppfylla ákveðnar skyldur í flokknum, vinna skátaheitið, taka á móti dróttskátamerki eða sérkunnáttumerki, gera góðverk, uppfæra Dróttskátabókina, færast upp um aldursstig og nokkur önnur sem hafa verið nefnd eða verður fjallað um á næstu blaðsíðum. Sum valverkefni eru unnin af einstaklingum eins og stuðningsverkefni, einstaklingsverk í hópavinnu og sérkunnáttuverkefni. • Stuðningsverkefni eru sérstök verk innan eða utan flokksins. Verk sem flokkurinn eða sveitarforinginn sem fylgist með leggur til við unglinginn. Verkefnið á að veita honum reynslu sem styrkir ákveðna hegðun sem skátanum hefur reynst erfitt að tileinka sér. • Venjulega eru þessi verkefni ekki tengd flokka- eða sveitarstarfi hinna skátanna og því þarf ekki að skipuleggja þau eða tengja neinum dagskrárhring. Þau eru afleiðing stöðugra samskipta milli viðkomandi skáta og hinna flokksfélaganna, flokksforingjans eða sveitarforingjans sem hefur umsjón með skátunum í flokknum. • Einstaklingsverk innan sveitarstarfs eru þessi litlu einstaklingsbundnu verk sem ætlast er til að hver unglingur vinni og leggi með því sitt af mörkum til að ná sameiginlegu markmiði og þarfnast ekki frekari útskýringa. • Sérkunnáttumerkin þarf að skoða sérstaklega og það gerum við á næstu blaðsíðum.
262
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
SÉRKUNNÁTTA Sérkunnátta þroskar meðfædda hæfileika Sérkunnátta er tiltekin þekking eða leikni
Til að afla sér sérkunnáttu þarf skátinn að vera einbeittur og nota tíma til að læra og æfa sig. Allir þurfa að byrja einhvers staðar og við byrjum sem betur fer oft á einhverju verk efni vegna hvatningar einhvers sem beinir okkur í rétta átt. Því miður fá ekki öll börn tækifæri eða geta nýtt sér tækifærin. Algengt er að heyra fólk segja að það hefði viljað gera eitthvað eða verða eitthvað, en það hafi ekki fengið tækifæri til þess eða aðstæður hafi ekki leyft það. Sérkunnáttu er ætlað að skapa visst upphaf. Henni er ætlað að hvetja unglinga til að tileinka sér og æfa leikni á ákveðnum sviðum, þroska meðfædda hæfileika eða finna ný áhugamál. Ánægja og sjálfstraust unglinganna eykst við að ná valdi á tiltekinni leikni.
Sérkunnátta er einstaklingsbundin og frjálst val hvers skáta fyrir sig Í skátasveit eru unglingarnir hvattir til að vinna að og tileinka sér sérkunnáttu. Ákvörðunin um að láta verða af því er þó alfarið í þeirra höndum. Þeir geta valið og stungið upp á viðfangsefni sem þeir grundvalla á eigin áhugamálum eða hafa valið af lista sem BÍS eða skátafélagið leggur til. Skátarnir vinna að sérkunnáttverkefnum hver í sínu lagi á hinum ýmsu tímum utan venjulegra flokks- og sveitarfunda. Lengd þeirra veltur á þeim viðfangsefnum sem valin eru, en þau gætu tekið tvo til sex mánuði. Vinna að sérkunnáttumerkjum er óháð dagskrárhring sveitarinnar og þarf ekki að fylgja tímamörkum hans. Sérstakur umsjónarmaður styður unglinginn í að afla sér viðkomandi sérkunnáttu. Það getur verið einn af sveitarforingjunum sem þekkir til viðkomandi viðfangsefna eða einhver hæfur sem er tilnefndur af sveitarráðinu, foringjaflokknum eða foringjaráði félagsins. Foringjarnir verða að hafa áreiðanlegar heimildir um faglega hæfni og siðferðileg heilindi allra utanaðkomandi sem tilnefndir eru sem umsjónarmenn. Umsjónarmenn hafa beint samband við unglingana og foringjarnir verða að vera fullvissir um að samband þeirra sé alfarið og eingöngu faglegs eðlis.
10 | Verkefnin
263
Markmiðin, verkefnin og kröfur til sérkunnáttumerkjanna eru mismunandi Þegar unglingurinn hefur valið sérkunnáttusvið og umsjónarmaður er fundinn koma umsjónarmaðurinn, unglingurinn og sveitarforinginn sem er ábyrgur fyrir framförum hans, sér saman um markmið fyrir sérkunnáttuverkefni og verkefni sem stuðlar að því og þær kröfur sem þarf að uppfylla til að ljúka því. Jafnvel þegar sérkunnáttuverkefnið hefur verið valið af fyrirfram útbúnum lista þar sem búið er að skilgreina markmið verkefnisins og kröfurnar er gott að endurskoða það með tilliti til hvers einstaklings. Það ætti einungis að hafa markmiðin, verkefnin og kröfurnar á listanum til hliðsjónar. Hægt er að aðlaga þau staðfræðilegum, menningarlegum, félagslegum, fjárhagslegum eða öðrum einstaklingsbundnum atriðum. Foringjaflokkurinn og umsjónarmaðurinn sem fylgist með sérkunnáttunni verða að dæma um það hverju er hægt/ekki hægt að búast við að viðkomandi unglingur geti við tilteknar kringumstæður. Skátar sem ljúka sérkunnáttuverkefni sínu á fullnægjandi hátt fá sérkunnáttumerki í Dróttskátabókina sína og á framfaratöflu sveitarinnar. Merkið getur verið sérstakt fyrir viðkomandi sérkunnáttu eða almennt fyrir tiltekið sérkunnáttusvið. Það er hægt að nota merki útgefin af BÍS eða merki sem skátasveitin eða skátafélagið útbýr. Á dagskrárvef BÍS er fjöldi merkja sem prenta má út í lit á límmiða og nota sem viðurkenningu fyrir sérkunnáttuverkefni.
Sérkunnátta felur í sér könnun, uppgötvun, verkefni og hjálpsemi Sérkunnátta veitir tækifæri til nýrrar þekkingar eða færni, að læra meira um efnið sem valið var, hrinda því í framkvæmd og jafnvel hjálpa öðrum með því að beita viðkomandi þekkingu eða færni. Mikilvægast er að fá tækifæri til að gera eitthvað markvisst og læra af reynslunni. Það þarf ákveðnar upplýsingar til að vinna markvisst og þess vegna er unglingurinn fyrst hvattur til að leita sér upplýsinga. Unglingarnir eru þannig örvaðir til að læra sjálfir af því sem þeir eru að gera eða ætla að gera. Umsjónarmaður hvetur til upplýsingaöflunar með því að kynna verkefnið, örvar unglinginn til nýrra uppgötvana og hjálpar honum að draga eigin ályktanir af ferlinu. Aðeins í undantekningartilfellum, og aðeins ef það hefur sýnt sig að upplýsingaöflunin virkaði ekki má umsjónarmaður deila sinni þekkingu beint.
264
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Af sömu ástæðu er einungis hægt að meta sérkunnáttu út frá því sem unglingurinn hefur raunverulega gert. Ljósmyndari sem sýnir myndir sem hann hefur tekið eða leikkona sem sýnir leikþátt við varðeldinn sýna bæði mun betur fram á hvað þau hafa lært en ef þau myndu svara spurningum um ljóstækni eða líkamstjáningu. Matið væri ennþá betra ef unglingurinn gæti sýnt fram á hvernig sérkunnáttan nýtist við að hjálpa öðrum burtséð frá því hvernig sérkunnáttan hefur gert honum kleift að gera hlutina. Ljósmyndarinn gæti sýnt fram á rusl í umhverfinu og leikkonan gæti tekið þátt í leiksýningu á heimili fyrir aldraða. Þetta hjálpar unglingnum að upplifa aukna samfélagsvitund með því að læra af sjálfum sér og öðrum. Sérkunnáttumerkið ber þannig vitni um vilja unga „sérfræðingsins“ til að aðstoða aðra á sínu eigin sérkunnáttusviði.
Sérkunnátta stuðlar að persónulegri framför unglingsins Áfangamarkmiðin eru miðlæg í þroskaferli hvers unglings, en sérkunnáttan styður þetta ferli þvert á þroskasviðin, eykur viðleitni unglingsins og virðingu. Þar sem um nánast endalausa möguleika er að ræða í sérkunnáttu er hægt að nota hana til að styðja við áfangamarkmiðin á öllum þroskasviðum. Flest sérkunnáttuverkefni þroska viðhorf og leikni sem nær yfir nokkur þroskasvið. Unglingur gæti til dæmis ákveðið að leggja fyrir sig ákveðna sérkunnáttu til að fá „garð yrkjumerkið“. Hann gæti verið undir áhrifum flokksverkefnis sem lagði áherslu á gildi gróðurs í umhverfinu. Viðleitni hans til að ná þeirri leikni sem þarf til að standast sér kunnáttumerkið eykur félagsþroska unglingsins í áfangamarkmiðunum sem varða náttúru vernd. Samhliða því krefst vinnan við sérkunnáttuna hollustu sem hefur áhrif á persónu þroskann og útiveran hefur jákvæð áhrif á líkamsþroskann.
Sérkunnátta eykur þörf unglinganna fyrir athygli foringjanna Til að hjálpa unglingunum að taka ákvörðun og þróa með sér sérkunnáttu þurfa sveitarforingjarnir að vita meira um áhugamál þeirra, leikni og möguleika, sem þýðir að þeir þurfa jafnvel að vera meira með þeim, hlusta meira á þá en venjulega og kynnast fjölskyldu þeirra. Hin nánu tengsl á milli flokksins og sveitarforingjans sem fylgist með persónulegum þroska skátanna, eru lykillinn að því að kynnast hverjum unglingi fyrir sig. Sú staðreynd að flestir skátar í sveitinni eru að vinna að sérkunnáttumerkjum eykur þörfina á einstaklingsbundinni eftirfylgni og að nýta tíma sveitarforingjans vel, en það krefst góðrar skipulagningar.
10 | Verkefnin
265
Sérkunnáttumerkin eru í fimm flokkum Þar sem sérkunnáttan tengist afmörkuðu „námsefni“ er auðveldlega hægt að flokka hana eftir þekkingu eða verkefnum. Hér fyrir neðan eru sérkunnáttuflokkarnir fimm og dæmi um þrjú sérkunnáttuverkefni undir hverjum flokki. Megininntaki hvers sérkunnáttuverkefnis er lýst í stuttu máli. Hugmyndir um aðra möguleika sérkunnáttuverkefna eru einnig gefnar í hverjum sérkunnáttuflokki.
ÚTILÍF OG NÁTTÚRUVERND ELDAMENNSKA Að afla sér færni til að útbúa einfaldan, bragðgóðan og næringarríkan mat fyrir flokkinn og skátasveitina, sérstaklega í dagferðum og útilegum. AÐ HUGSA UM DÝR Að læra meðferð og fóðrun dýra sem þurfa ekki mikið pláss og ala upp ungviðið í ákveðinn tíma. FJALLGÖNGUR Að læra að stjórna leiðöngrum á fjöllum, í klettum eða á jöklum; taka þátt í hálendisferðum og léttu fjallaklifri og nota til þess viðeigandi öryggisbúnað. AÐRIR MÖGULEIKAR Rækta býflugur, blómarækt, útilegur, náttúruvernd, mjólkurvinnsla, skordýrafræði, skógrækt, garðyrkja, garðrækt, fjörulíf, fuglafræði, dýrahald, hænsnarækt, ratleikir og leitir, óbyggðir, dýrafræði, hellaferðir, trönubyggingar, steinafræði, rötun, fiskveiðar.
ÍÞRÓTTIR OG HEILSURÆKT BOGFIMI Öðlast leikni í að nota boga og örvar til að skjóta á mark og þekkja til helstu öryggisreglna sem nauðsynlegt er að viðhafa í bogfimi. HESTAMENNSKA Þekkja gangtegundir íslenska hestsins, kunna að leggja á hestinn, geta hirt um hest. RATHLAUP Að kynna sér rathlaupsíþróttina og þá líkamlegu og vitsmunalegu færni sem þarf til að ná árangri í henni. AÐRIR MÖGULEIKAR Frjálsar íþróttir, körfubolti, hjólreiðar, klifur, skylmingar, fótbolti, handbolti, blak, róður, siglingar, skautaíþróttir, skíði, tennis, golf, glíma, badminton, borðtennis, dans, fimleikar, sjálfsvarnaríþróttir, golf, keila, fimleikar.
266
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
HJÁLPSEMI OG SAMFÉLAGSÞÁTTTAKA UMÖNNUN BARNA Að tileinka sér færni til að annast ung börn við ýmsar aðstæður, gefa þeim að borða, baða þau, klæða og leika við þau. SAUMASKAPUR Að tileikna sér færni til að vera sjálfbjarga og hjálpa til heima og í sveitarstarfinu með því að nota saumaáhöld og efni til viðgerða á hvers konar fatnaði. UMFERÐARÖRYGGI Tileinka sér færni til að koma í veg fyrir slys í gönguferðum eða hjólreiðaferðum og aðstoða á hættustundu eða á torfærum leiðum. AÐRIR MÖGULEIKAR Umgengni í þjóðgörðum, tillitssemi við fatlaða, tillitssemi við aldraða, eldvarnir og slökkvistörf, skyndihjálp, aðstoð við fólk af erlendum uppruna, endurlífgun, öryggi í fjallgöngum, heilsugæsla, endurvinnsla, björgunarstörf, öryggismál, lestrarkennsla, ferðaþjónusta, ferðaleiðsögn.
TÆKNI OG VÍSINDI RAFMAGNSFRÆÐI Að læra að gera við venjuleg raftæki, hljómtæki, myndavélar, myndbönd, tölvur, fjarstýringar og mælitæki með því að nota venjuleg tæki og tól sem ætluð eru til þeirra verka. BÓKBAND Að tileinka sér þá færni sem þarf til að binda inn bækur, bæklinga, skjöl eða gera við bækur sem eru í slæmu ásigkomulagi og nota til þess algeng tól og efni í bókagerð og mismunandi aðferðir. FLUGVÉLALÍKÖN Að tileinka sér þá færni sem þarf til að búa til lítil líkön af flugvélum, fljúga þeim og sýna þau á sýningum eða í keppni. AÐRIR MÖGULEIKAR Stjörnufræði, bátaviðgerðir, bílaviðgerðir, trésmíði, efnafræði, tölvur, rafmagn, glergerð, viðgerðir á heimilistækjum, múrverk, pípulagnir, prentun, söðlasmíði, vefsíðugerð, radíó- og internetskátun.
10 | Verkefnin
267
LISTIR OG MENNING TÓNLIST Að tileinka sér þá færni sem þarf til að leika á hljóðfæri eða safna tónlist og nota þennan hæfileika til að lífga upp á atburði hjá sveitinni eða annars staðar. MYNDBÖND Að tileinka sér þá færni sem þarf til að framleiða, taka upp, klippa og kynna heimildarmyndir eða einfaldar sögur fyrir ungum áhorfendum. TRÉSKURÐUR Að tileinka sér þá færni sem þarf til að tjá sig með því að skera út hluti í þrívídd eða lágmyndir og nota til þess algeng útskurðaráhöld og skreyta með því heimili sitt eða vinnuaðstöðu. AÐRIR MÖGULEIKAR Líkön af húsum, körfugerð, myntsöfnun, teikning og málun, þjóðhættir, þjóðdansar, grafísk hönnun, blaðamennska, prjónaskapur og útsaumur, mælskulist, leirgerð, útvarpsþáttagerð, lestur bókmennta, höggmyndalist, söngur, fatahönnun, frímerkjasöfnun, leikhús og leiklist, leðurvinna, ljósmyndun, höggmyndir.
268
Hér að framan er minnst á yfir 100 hugsanleg sérkunnáttu- verkefni en það er aðeins brot af því sem hægt er að velja. Á lista yfir sérkunnáttuverkefni sem BÍS kynnir á dagskrár- vefnum eru miklu fleiri hugmyndir. Það er hægt að bæta við og breyta öllum verkefnunum í samræmi við áhugamál, þarfir og möguleika unglinganna sem og landfræðilegar og félagslegar aðstæður þeirra.
sveitarforingja H a n d b ó k sv eitarforing ja dróttskáta
11
kafli Mat á þroska einstaklingsins 11 | Mat á þroska einstaklingsins
269
Efnisyfirlit
NÝLIÐATÍMABILIÐ • Unglingar ganga í sveitina á ólíkum forsendum • Þegar nýliði kemur einn er ábyrgðin á nýliðatímabilinu hjá flokknum og umsjónarforingjanum »» Hvað gerist á þessu tímabili frá sjónarhóli nýliðans? »» Hvað er frá sjónarhóli flokksins? »» Hvað gerist frá sjónarhóli sveitar foringjans sem fylgist með nýlið anum og framförum skátanna í flokknum?
Mat á framförum skátans • Mat á þroskaferli skátans er viðvarandi verkefni • Vettvangsathuganir og viðtöl krefjast tíma, þolinmæði og einbeitni
• Unglingar sem koma úr fálkaskátasveitum ganga einnig í gegnum nýliðatímabil
• Æskilegt er að umsjónarforingi fylgist í mesta lagi með átta til tíu skátum í minnst eitt ár
• Flokkurinn kynnir áfangamarkmiðin fyrir nýliðanum
• Mat foringjanna leiðir hugann að öðrum sem koma að uppeldi skátanna
• Ákvarðanir um markmið eru teknar í samvinnu unglings og umsjónarforingja
• Sjálfsmat unglingsins er mikilvægast
• Mismunandi aðferðum er beitt við nýliðaferlið þegar nýr flokkur gengur í sveitina • Þegar nýr flokkur gengur í sveitina ber umsjónarforinginn ábyrgð á að kynna áfangamarkmiðin • Með samkomulagi um áfanga markmið lýkur nýliðatímabilinu
• Flokksfélagarnir leggja einnig sitt af mörkum þegar unglingur leggur mat á eigin árangur
NIÐURSTÖÐUR MATS Á FRAMFÖRUM SKÁTANS • Sveitarráðið ákvarðar hvaða viðmið eru gild við mat á framförum skátans í hverjum dagskrárhring • Á flokksþingi er sjálfsmat hvers skáta borið saman við skoðanir félaganna í flokknum • Matinu lýkur með samkomulagi á milli skátans og umsjónarforingjans
270
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
NÝLIÐATÍMABILIÐ Við byrjum að meta stöðu nýliðans, vinna með hvatakerfið og áfangamarkmiðin þegar unglingurinn gengur í dróttskátasveitina. Fyrsta skrefið á dróttskátaferlinum er nýliðatímabilið sem hefst þegar unglingurinn gengur í sveitina. Því lýkur þegar skátinn vígist og fær fyrsta dróttskátamerkið á klútinn sinn. Jafnvel þótt nokkrir nýliðar gangi í sveitina á sama tíma þá ætti þetta tímabil að höfða til einstaklingsbundinnar reynslu sem hver og einn upplifir á sinn hátt.
Unglingar ganga í sveitina á ólíkum forsendum Nýliði kemur ef til vill úr fálkaskátasveit skátafélagsins. Í því tilfelli þekkir hann félagið og kannast við marga af dróttskátunum sem fyrir eru í sveitinni. • Hann eða hún er félagi í óformlegum hópi vina sem ákveða að verða skátar í framhaldi af kynningardagskrá sveitarinnar eða að eigin frumkvæði. Í þessu tilfelli erum við að hefja mótun nýs flokks sem hefur enga reynslu af skátastarfi. • Hún eða hann er ef til vill vinur einhvers í skátaflokkum sveitarinnar eða hefur tengsl við einhverja í einum eða fleiri flokkum hennar og gengur í sveitina þess vegna. Þessi nýliði gengur í flokk og veit lítið um sveitarstarfið en á vin eða kunningja í sveitinni. • Nýliði kemur ef til vill með foreldrum að tilhlutan kennara eða að eigin frumkvæði. Ástæðan getur verið gott orðspor skátafélagsins eða sveitarinnar eða að unglingurinn hefur séð hvað skátarnir gera og langar að taka þátt í því starfi. Hér er um svipaðar aðstæður að ræða nema hvað nýliðinn hefur ekki enn eignast vini í sveitinni eða flokkum hennar. Hvaða leið sem nýliðarnir koma í skátasveitina taka þeir, á nákvæmlega sama hátt og þeir skátar sem fyrir voru, strax fullan þátt í öllu starfi hennar, bæði verkefnum og annarri dagskrá samkvæmt áætlun dagskrárhringsins. Hugmyndin er að nýliðinn fái á tilfinninguna að hann sé velkominn hluti af sveitinni eða flokknum eins fljótt og auðið er. Eðli nýliðatímabilsins er mismunandi eftir því hvort viðkomandi gengur til liðs við sveitina sem einstaklingur eða sem hluti af hópi sem myndar nýjan flokk.
11 | Mat á þroska einstaklingsins
271
Þegar nýliði kemur einn er ábyrgðin á nýliðatímabilinu hjá flokknum og umsjónarforingjanum Jafnhliða þátttöku í verkefnum hefjast samræður á milli nýliðans, flokksins, sveitarinnar og umsjónarforingjans. Þessar samræður einkenna nýliðatímabilið en tengjast ekki vinnu að dróttskátamerkjunum. Nýliðatímabilið varir í einn til tvo mánuði og meginmarkmiðin eru: • Að nýliðinn samlagist flokknum sínum. • Að finna út hvaða áfangamarkmiðum nýliðinn hefur þegar náð og ákveða á hvaða stigi hann eða hún eigi að byrja. Þetta á við þar sem unglingar ganga ekki í skátana 13 ára heldur á aldrinum frá 13 til 15 ára. Fyrstu verkefnin eru:
• Að kynna unglinginn í flokknum og kynna honum áfangamarkmiðin er á ábyrgð flokksþingsins með aðstoð umsjónarforingja. • Að meta hvaða áfangamarkmiðum nýliðinn hefur hugsanlega þegar náð er á ábyrgð umsjónarforingjans í samráði við unglinginn. • Ákvörðun um það á hvaða dróttskátamerki unglingurinn skuli hefja starfið er í höndum sveitarþings að tillögu umsjónarforingja og að höfðu samráði við unglinginn sem í hlut á.
Hvað gerist á þessu tímabili frá sjónarhóli nýliðans? • Unglingurinn vingast við skátana í flokknum, kynnist uppbyggingu hans, hlutverki og siðum, „finnur sig í hópnum“ og tengist öðrum. Þetta getur gengið hægar fyrir sig ef nýliðinn á ekki þegar vini í flokknum. Því verða foringjarnir að hjálpa honum að aðlagast. • Hún eða hann byggir upp traust samband við umsjónarforingjann. • Hún eða hann byrja að kynnast starfinu í sveitinni, uppbyggingu hennar, framtíðarsýn, nöfnum, táknum og hefðum. • Unglingurinn kynnist hvatakerfinu, áfangamarkmiðunum, dróttskátamerkjunum og Dróttskátabókinni.
272
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Hvað gerist frá sjónarhóli flokksins? • Flokkurinn fær nýliðann til að taka þátt í verkefnum og hvetur hann til virkrar þátttöku í flokksþinginu. • Flokkurinn lagar sig að þörfum nýliðans og treystir vináttuböndin við hann. • Hann veitir nýliðanum grunnupplýsingar um starf flokksins, sveitina og skátafélagið. • Flokkurinn kynnir nýliðanum hvatakerfið og áfangamarkmiðin og hjálpar honum að mynda sér skoðun á eigin stöðu með tilliti til þeirra.
Hvað gerist frá sjónarhóli sveitarforingjans sem fylgist með nýliðanum og framförum skátanna í flokknum? • Umsjónarforinginn myndar vináttutengsl við unglinginn og hefur frumkvæði að því að kynnast foreldrum hans. • Umsjónarforinginn reynir að kynnast unglingnum og umhverfi hans eins og mögulegt er með því að fylgjast með hegðun hans og vera í reglulegum samskiptum við hann. Þetta ferli er sérstaklega mikilvægt þegar strákurinn eða stelpan eiga ekki vini meðal þeirra sem eru fyrir í flokknum eða sveitinni. • Umsjónarforinginn aðstoðar flokksforingjann við að kynna nýliðann fyrir flokknum og kynna honum hvatakerfið og áfangamarkmiðin. • Umsjónarforinginn myndar sér skoðun á stöðu unglingsins með tillitil til væntanlegs vals á áfangamarkmiðum.
Unglingar sem koma úr fálkaskátasveitum ganga einnig í gegnum nýliðatímabil Þegar nýliði kemur úr fálkaskátasveit er ferlið sem kynnt var hér að framan einfald ara þar sem nýliðinn þekkir sennilega marga skátana sem fyrir eru í sveitinni. Samt sem áður verður að huga vel að nýliðatímabilinu hjá öllum nýliðum. Munurinn er þó sá að nýliðarnir ættu að þekkja hvatakerfið og val áfangamarkmiða úr fálkaskátastarfinu.
Stundum verður ferlið flóknara vegna þessa. Til dæmis þegar nokkrir fálkaskátar vilja fara í tiltekinn skátaflokk vegna „orðspors hans“ innan sveitarinnar og félagsins eða kunningsskapar við skáta einhvers flokks sveitarinnar. Hið gagnstæða getur gerst þegar flokkur hefur getið sér orð fyrir „vandræðagang“ eða „leiðindi“ og virðist þess vegna ekki áhugaverður fyrir nýliðana.
11 | Mat á þroska einstaklingsins
273
Þegar stór hópur fálkaskáta gengur í sveitina á sama tíma er ekki gott að „raða“ nýliðunum jafnt eða tilviljunarkennt í flokka. Jafnvel þegar margir ganga í sveitina í einu verður að virða eðli flokkanna sem óformlegir hópar vina og forðast að brjóta upp eðlileg tengsl unglinga sem eru að ganga í sveitina eða trufla og skaða einingu flokkanna sem fyrir eru. Ef margir fálkaskátar ganga í sveitina á sama tíma er eins víst að álíka margir flytjist upp í rekkaskátana. Þetta hefur áhrif á flokkana í báðar áttir og getur kallað á endurröðun í flokka. Ein leið til að koma í veg fyrir vandamál í tengslum við þetta er að aðskilja ferlið þegar tekið er inn í sveitina frá því ferli þegar aðrir kveðja hana. Þannig skapast tími til að aðlagast breytingum og hrista hópinn saman. Grundvallarreglan er sú að uppganga og innkoma ætti alltaf að vera í samráði við flokkana eða að frumkvæði þeirra. Unglingarnir finna alltaf bestu lausnina.
Flokkurinn kynnir áfangamarkmiðin fyrir nýliðanum Að kynna og ræða áfangamarkmiðin og hvernig skátinn setur sér áskoranir er hlutverk flokksins með stuðningi umsjónarforingja ef þörf er á slíku. Umsjónarforinginn kemur ekki í stað flokksins í þessu hlutverki heldur aðstoðar hann eða hún flokksforingjann með stuðningi og útskýringum og kemur í veg fyrir misvægi í vali markmiða. Með því að ganga í flokkinn verður nýliði hluti af lærdómssamfélagi. Nýliðar taka þátt í flokksþingum, sameiginlegu mati verkefna og skoða merki og stimpla í Dróttskátabókum annarra í flokknum. Nýliðar spyrja væntanlega um dróttskátamerkin á klútunum og hvernig þeir geti fengið þannig merki. Það þarf ekki sérstaka umræðu eða flokks- og sveitarfundi til að kynna áfangamarkmiðin eða ræða þau. Skátarnir kynnast þeim fljótt í flokksstarfinu, með spurningum sínum, stuttum samtölum og einfaldlega með því að taka þátt í flokksstarfinu og fylgjast með. Þetta er stutt hliðarferli við nýliðatímabilið sem leiðir sjálfkrafa til skilnings á hvatakerfinu og áfangamarkmiðunum.
274
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Ákvarðanir um markmið eru teknar í samvinnu unglings og umsjónarforingja Sá tími kemur að kalla þarf til sérstaks fundar eða viðtals til að ræða áfangamarkmiðin og þá verður að nást samkomulag á milli skátans og umsjónarforingjans. Samkomulag verður að vera um tvö atriði: • Áskoranir vegna áfangamarkmiða sem skátinn velur sér og kynnt eru í Dróttskátabók hans. Unglingarnir verða að finna samhljóm á milli áfangamarkmiðanna, áhugamála sinna, metnaðar, getu og færni. Þessi aðlögun lýtur að því að setja sér persónulegar áskoranir tengdar áfangamarkmiðunum í Dróttskátabókinni. Við það verða áfangamarkmiðin að persónulegum markmiðum unglingsins. • Samkomulag um á hvaða dróttskátarún unglingurinn byrji, veltur á fjölda áfangamarkmiða á hverju þroskasviði sem nýliðinn og umsjónarforinginn verða ásáttir um að hafi þegar verið náð. Nokkrar almennar leiðbeiningar eru gefnar í 9. kafla þar sem dróttskátamerkin voru kynnt. Með því að skiptast á skoðunum er þessu samkomulagi náð og ef ágreiningur rís er það foringjans að samþykkja sjálfsmat unglingsins. Byggt á þeim áfangamarkmiðum sem unglingurinn hefur þegar náð og einstaklings þroska hans, leggur umsjónarforinginn fyrir sveitarráðið tillögu um á hvaða dróttskátarún skátinn eigi að byrja og viðkomandi merki er þá afhent.
Mismunandi aðferðum er beitt við nýliðaferlið þegar nýr flokkur gengur í sveitina Í þessu tilfelli er nýliðatímabilið alfarið á ábyrgð umsjónarforingjans sem fylgist með og metur þroska unglinganna. • Þegar um er að ræða óformlegan hóp vina er vandinn ekki sá að aðlaga unglingana að flokknum heldur að aðlaga hópinn sem flokk að starfi sveitarinnar. • Nýliðatímabilið felur einnig í sér fræðslu til flokksins um hvernig hann verður að„skátaflokki“ – hlutverk, nafn, fundarstaður, flokksbók og önnur atriði sem einkenna skátaflokka. Einnig er nauðsynlegt að nálgast af nærgætni ríkjandi hegðun og einkenni óformlega hópsins þar sem sumt samræmist kannski ekki sveitinni eða skátastarfi. • Nýliðatímabilið felur einnig í sér að leiðbeina stig af stigi tengingu nýja flokksins við aðra flokka. Flokks- og aðstoðarflokksforingjar hinna flokkanna í sveitinni gegna lykilhlutverki í að mynda jákvætt og gott andrúmsloft við móttöku nýja flokksins.
11 | Mat á þroska einstaklingsins
275
• Smátt og smátt tekur flokksforinginn við hlutverki umsjónarforingjans, en nýi flokkurinn velur flokksforingja í síðasta lagi við lok nýliðatímabilsins. Frá því að flokksforingi og aðstoðarflokksforingi eru valdir hefst tímabil þar sem þeir fá meiri innsýn í starf sveitarinnar en hinir skátarnir í flokknum vegna starfa sinna í sveitarráði sveitarinnar.
Þegar nýr flokkur gengur í sveitina ber umsjónarforinginn ábyrgð á að kynna áfangamarkmiðin Þegar flokkur kemur nýr í sveitina er hlutverk umsjónarforingjans að meta hve mörgum áfangamarkmiðum hver unglingur hefur þegar náð. Munurinn er sá að þetta gerist ekki innan flokksins heldur í viðtölum hvers nýliða við umsjónarforingja sinn. Umsjónarforingjanum er í sjálfsvald sett hvernig hann vinnur að kynningu áfanga markmiðanna. Hann getur byggt á eigin reynslu en einnig sérkennum og viðbrögðum nýja flokksins í sveitinni. Foringinn getur fengið stuðning frá sveitarráðinu eða leitað aðstoðar annarra sveitarforingja, flokksforingja og aðstoðarflokksforingja í öðrum flokkum við sérstök viðfangsefni. Nýliðarnir spyrja eflaust fjölda spurninga fyrstu vikurnar um hvatakerfið og áfangamarkmiðin, bæði á fundum og í verkefnavinnunni. Ekki er þörf fyrir sérstakan fund eða fræðslu um hvatakerfið og áfangamarkmiðin. Af sjálfu sér kemur að smátt og smátt átta nýliðarnir sig á óformlegan og eðlilegan hátt á því hvernig þetta virkar. Það ber því að forðast fræðilega kynningu um kerfi og markmið fyrir flokkinn og sveitina. Við eigum ekki að flýta eðlilegum hraða þessa ferils. Mikilvægast er að nýliðarnir taki þátt í verkefnavinnu flokksins og kynnist sveitarstarfinu. Þegar þeir eru orðnir virkir fá þeir sjálfir áhuga á áfangamarkmiðunum og hvatakerfinu.
276
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Með samkomulagi um áfangamarkmið lýkur nýliðatímabilinu Þegar samkomulagi hefur verið náð um fyrstu áfangamarkmiðin og persónulegar áskoranir skátans má líta svo á að nýliðatímabilinu sé lokið. Ákveðin táknræn atriði tengjast þessu:
• Skátinn setur merki viðkomandi þroskasviðs við þau áfangamarkmið sem hann telur sig þegar hafa náð. Umsjónarforinginn staðfestir með áritun eða stimpli í Dróttskátabókina að samkomulag sé um að þeim hafi verið náð. • Í samráði við umsjónarforingjann velur skátinn þau 5–7 áfangamarkmið sem hann ætlar að vinna að í næsta dagskrárhring og setur sér persónulegar áskoranir tengdar þeim. Hann setur merki viðkomandi þroskasviðs við þau áfangamarkmið sem hann valdi eins og útskýrt er á blaðsíðum 234 og 236. • Einnig er haldið utan um þau áfangamarkmið sem skátinn hefur valið og náð í félagaskrá sveitarinnar. Skráning er nauðsynleg því ef skáti týnir Dróttskátabók sinni eða einhver fíflast með merkin hans á Framfaratöflu sveitarinnar er alltaf hægt að leita í félagaskrána. • Margir flokkar og sveitir hafa valið að hafa framfaratöflu uppi á vegg í flokks- eða sveitarherberginu sem skátarnir líma á merki í hvert skipti sem þeir velja sér áfangamarkmið. Á þann hátt verða áherslur og framfarir hvers skáta sýnilegar öðrum skátum sveitarinnar og sveitarforingjarnir hafa myndrænt yfirlit yfir markmiðaáherslur þeirra á hverjum tíma. • Sveitarráðið veitir skátanum dróttskátamerkið sem samþykkt var að hún eða hann byrji á að vinna að. Unglingurinn getur unnið skátaheitið hvenær sem er eftir að nýliðatímabilinu lýkur. Það eina sem þarf er að hann eða hún óski eftir því og að flokksþingið samþykki það. Eins og kynnt var á blaðsíðu 155 og 237 er vígslan ótengd vinnu að dróttskáta merkjunum og óskina um að vinna skátaheitið á aldrei að draga í efa. Þrátt fyrir allt sem gerist við lok nýliðatímabilsins þá verðum við að muna að nýliðarnir eru fullgildir skátar í sveitinni frá þeirri stundu er þeir ganga í hana. Þeir taka þátt í öllu starfi hennar með fullum réttindum, hvort heldur er á sveitarþingi, flokksþingi eða annarri dagskrá flokksins eða sveitarinnar. Eini munurinn er sá að þeir bera ekki skátaklútinn eins og aðrir skátar sveitarinnar fyrr en eftir vígslu.
11 | Mat á þroska einstaklingsins
277
MAT Á FRAMFÖRUM SKÁTANS Þegar unglingarnir hafa lokið nýliðatímabilinu, unnið skátaheitið og fengið drótt skátamerkið á klútinn sinn, hefst vinna sem tekur mið af áfangamarkmiðunum. Skátinn tekur eftir sem áður fullan þátt í verkefnavinnu og öðru starfi flokksins með félögum sínum. Hver skáti fyrir sig vinnur að þeim áfangamarkmiðum og áskorunum sem hann eða hún hefur sett sér með aðstoð umsjónarforingjans. Starfið í flokknum og sveitinni er umgjörðin sem skilar sér óbeint í auknum þroska hvers skáta fyrir sig.
Mat á þroskaferli skátans er viðvarandi verkefni Samhliða því að sveitarforingjarnir fylgjast með verkefnum flokkanna þarf umsjónar foringi hvers skáta að fylgjast með þroskaferli hans eða hennar. Mat á framförum skátans er viðvarandi verkefni og undirliggjandi í öllu starfi sveitarinnar þó að skátadagskráin sé byggð á annars vegar hefðbundnum verkefnum og hins vegar valverkefnum, eins og kynnt var í 10. kafla. Mat á þroskaferli skátans er í grundvallaratriðum tvíþætt: Annars vegar byggir það á sjálfsmati hvers skáta fyrir sig og hins vegar á því sem kalla mætti ytra mat, það er mati umsjónarforingjans. Þegar rætt er um þroskaferil skátans í tengslum við skátastarf er átt við hvernig skátanum gengur að vinna að þeim áfangamarkmiðum sem hann eða hún hefur valið á hverjum tíma á leiðinni að þeim lokamarkmiðum sem einkenna megintilgang alls skátastarfs hvar sem er í heiminum. Það er virk þátttaka skátans sjálfs í matsferlinu sem er aflvaki aukins þroska hans eða hennar. Samskipti skátans og umsjónarforingjans um matið eru lykilatriði í þessu ferli. Í því fer fram það sem kalla mætti gagnvirkt mat, það er víxlverkun ytra og innra mats. Þannig tekst skátinn á við sífellt meira ögrandi viðfangsefni – örvast til „átaka“ sem fleyta honum eða henni áfram á þroskabrautinni. Eins og kynnt var í 9. kafla spannar þroski hvers og eins mörg afmörkuð þroskasvið. Í tengslum við skátastarf tölum við um líkams-, vitsmuna-, persónu-, tilfinninga-, félagsog andlegan þroska. Aldrei má þó gleyma því að hver einstaklingur er ein heild.
278
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Þroskasviðin eru innbyrðis tengd og hafa áhrif hvert á annað. Því er mikilvægt að huga að öllum þroskasviðunum við matið á þroskaferli skátans. Matið þarf í þeim skilningi að vera heildarmat. Sumt getum við mælt (á mælikvarða) en margt sem tengist þroskaferlinu er þess eðlis að erfitt eða ómögulegt er að mæla það. Þá verðum við að beita huglægu mati og reyna að túlka slíkt mat með orðum og setningum – eða jafnvel með framkomu. Stundum er sagt að „við megum ekki henda barninu út með baðvatninu”. Í okkar samhengi þýðir þetta að við megum ekki sleppa mikilvægum þáttum í mati okkar á þroskaferli skátans ein ungis vegna þess að erfitt er að meta viðkomandi þroskaþátt. Að meta huglæg atriði er mun flóknara en að mæla þyngd og lengd. Í skátastarfi metum við ekki þroskaferil skátans með prófum eða spurningalistum. Slíkt látum við sérfræðingum eftir við mat eða mælingar á afmörkuðum þroskaþáttum. Heildarmat er okkar mál. Við það mat beitum við vettvangsathugunum og viðtölum. Við fylgjumst með skátanum á vettvangi skátastarfsins, tölum við hvern skáta fyrir sig og hugsanlega við foreldra hans eða hennar. Slíkt mat er árangursrík aðferð við að meta heildarþroska unglingsins. Í skátastarfi sýna unglingar á fjölbreytilegan hátt framkomu og hegðun sem gefur vísbendingar um árangur í átt að áfangamarkmiðum þeirra og varpa ljósi á þau vandamál sem þeir standa frammi fyrir. Sveitarforingjar sem hafa öðlast reynslu og þjálfun sem leiðbeinendur skynja þessar vísbendingar nógu vel til að geta veitt unglingi þann stuðning sem hún eða hann þarf á að halda hverju sinni.
Vettvangsathuganir og viðtöl krefjast tíma, þolinmæði og einbeitni Vettvangsathuganir og viðtöl krefjast tíma umsjónarforingja til að vera með skátunum, byggja upp traust og koma á góðum samskiptum. Það þarf að gefa sér tíma til að spjalla við skátana og jafnvel við foreldra þeirra. Skapa þarf tækifæri til að ræða allt sem ræða þarf, hlusta á allt sem hlusta þarf á, hugsa um það sem segja þarf og segja það sem sanngjarnt er af nærgætni og á réttum tíma. Skátaforinginn þarf að ætla sér tíma til að verða félagi skátans. Samskiptin snúast ekki eingöngu um það hvort áfangamarkmiðum og áskorunum hafi verið náð heldur líka hvernig. Umsjónarforinginn þarf að sýna þolinmæði til að öðlast þá innsýn sem nauðsynleg er til að geta veitt skátanum raunverulegan stuðning. Hann eða hún þarf að hlusta af athygli, fylgjast með af yfirvegun og greina atvikin á raunsæjan hátt. Umsjónarforingjar mega hvorki láta hugfallast né leita skammtímalausna. Skyndilausnir henta yfirleitt illa við uppeldi og menntun.
11 | Mat á þroska einstaklingsins
279
Mat sem byggir á vettvangsathugunum krefst einnig einbeitni. Það þarf ákveðna tækni til að leggja fyrir eða framkvæma próf, en það að fylgja unglingi á þroskabraut krefst fórnfýsi og mikillar einbeitingar.
Æskilegt er að umsjónarforingi fylgist í mesta lagi með átta til tíu skátum í minnst eitt ár Af ástæðum sem við höfum þegar greint frá er ekki ráðlegt að umsjónarforingi taki að sér að fylgjast með þroskaferli fleiri en 8 til 10 unglinga. Það er ólíklegt að hann eða hún ráði vel við að fylgjast með stærri hóp svo vel sé. Ekki er heldur skynsamlegt að allir umsjónarforingjarnir meti alla skátana í sveitinni handa hófskennt eða sem heild. Slíkt myndi leiða til almenns mats sem væri langt í frá að vera réttmætt þegar ákvarða á hvort áfangamarkmiðum hafi verið náð eða hvaða stuðning þarf að veita unglingnum. Sumir skátanna fengju þar að auki ekki þá persónulegu athygli sem þeir þurfa. Ef mögulegt er þá ættu þessir 8 til 10 skátar sem foringinn fylgist með að tilheyra einum eða tveimur skátaflokkum. Slíkt auðveldar verkefni foringjans sem þarf þá ekki að kynnast náið því sem fer fram í mörgum flokkum á sama tíma. Langan tíma tekur að fylgjast vandlega með þroska og framförum unglinga. Til að vanda til verka þarf foringinn að safna saman upplýsingum og vinna traust unglingsins sem væri ógerlegt ef verið væri að skipta um umsjónar foringja eða gera breytingar sem vara stuttan tíma. Hver umsjónarforingi ætti að bera ábyrgð á þessu verkefni í að minnsta kosti eitt ár og helst lengur, ef ekki er sérstök ástæða er til breytinga. Þegar breytingar eru gerðar ætti helst að gera þær smátt og smátt og taka tillit til skoðana og tilfinninga unglinganna.
280
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Mat foringjanna leiðir hugann að öðrum sem koma að uppeldi skátanna Aðrir sem koma að uppeldi unglinganna geta veitt sveitarforingjunum mikilvægar upplýsingar.
Foreldrar Foreldrar eru að sjálfsögðu aðaluppalendur unglinganna. Skátarnir ná markmiðum sínum vegna alls sem þeir taka sér fyrir hendur, en ekki einungis því sem gerist í skátastarfinu. Því skipta foreldrar skátanna miklu máli þegar leggja á mat á þroskaferil unglingsins. Foreldrar kunna oftast vel að meta það uppeldi sem unglingarnir hljóta í góðu skátastarfi. Til að ná sem bestum árangri í samskiptum sveitarforingja og foreldra hvers skáta ætti foringinn að hafa samband við foreldrana, kynnast þeim og gefa þeim tækifæri til að kynnast sér. Þannig skapast ómetanleg tengsl við fjölskyldu skátans. Foreldrar eru ekki tilbúnir til að ræða um unglinginn sinn við einhvern sem hefur ekki öðlast traust þeirra.
Aðrir uppalendur Í þessum flokki eru aðrir skátaforingjar, leiðbeinendur í frístundaheimilum, íþróttafélögum og öðru skipulögðu æskulýðsstarfi. Skátaforingi þarf að átta sig á að skátarnir taka þátt í margs konar frístundastarfi. Oft fara áherslur saman, en stundum geta orðið árekstrar. Samstarf getur verið gagnlegt. Sjónarmið þessara aðila geta hjálpað skátaforingjanum að öðlast víðari sýn en þau hvorki eiga né geta komið í staðinn fyrir þau gagnvirku samskipti skátans og umsjónarforingjans sem eiga að vera mikilvægur aflvaki í þroskaferlinu.
Sjálfsmat unglingsins er mikilvægast Ungt fólk á þessum aldri er stöðugt að hugsa um sjálft sig – að mestu ómeðvitað – og velta fyrir sér eigin gerðum, eigin lífi, eigin draumum og að sjálfsögðu viðhorfum vinanna. Ungmenni eru dómhörð gagnvart sjálfum sér og á aldrinum 13–15 ára gera þau miklar kröfur til sjálfra sín. Slíkt getur skaðað sjálfsmynd skátans og þá er mikilvægt að sveitarforingjarnir styðji hann á jákvæðan hátt með því að hjálpa honum eða henni við að gera sér grein fyrir eigin mikilvægi og gildi hans fyrir hópinn í heild. Gildi skátaaðferðarinnar hvílir að verulegu leyti á tilhneigingu unglinganna til að spyrja leitandi spurninga. Öðru hverju, þegar unglingur vinnur að einstaklingsverkefnum eða í tveggja manna samtali, leiðir umsjónarforinginn umræðuna að áfangamarkmiðunum sem skátinn hefur valið og því hvernig honum eða henni gangi að vinna að áskorunum sínum. Skátaforinginn hvetur skátann jafnvel til að skrifa eigin hugsanir um þetta efni í Dróttskátabókina sína. Þannig getur hann eða hún borið þær saman við frammistöðu sína í næsta verkefni.
11 | Mat á þroska einstaklingsins
281
Það er mikilvægt að skátinn finni einlægan áhuga foringjans á mótun hans eða hennar á eigin sjálfsmynd. Slíkt eflir sjálfsmat skátans og gerir matið að meðvituðu ferli. Þannig verður skátinn virkari gerandi í eigin uppeldi. Gleymum því ekki að skátaaðferðin byggir í grunninn á reynslunámi og sjálfsmenntun. Fyrir utan einlægar samræður og einstaka tillögur er ekki þörf á frekari aðgerðum vegna þessa ferlis. Annað er undir skátunum sjálfum og viðbrögðum flokksfélaganna komið. Í raun verður þroskaferill einstaklingsins eðlileg afleiðing þess samskiptaferils sem hér er lýst. Unglingar eiga ekki að finna fyrir beinum þrýstingi eða stýringu frá sveitarforingjanum. Það felst enginn uppeldislegur ávinningur í því að stuðla að fullkomnunaráráttu skátans. Sjálfsmat unglings leggur grunn að því samkomulagi sem næst á milli hans og umsjónarforingjans þegar kemur að því að meta árangur í lok dagskrárhringsins.
Flokksfélagarnir leggja einnig sitt af mörkum þegar unglingur leggur mat á eigin árangur Eins og fjallað var um í 1. kafla hafa skoðanir jafnaldra mikil áhrif á sjálfsmat unglinga. Í hópi vina eru skoðanir látnar í ljós á marvíslegan hátt, óbeint með glensi og bröndurum en einnig á alvarlegri og nánari hátt í persónulegum samtölum. Unglingar eru mjög næmir og jafnvel þótt þeir láti það ekki alltaf í ljós þá skynja þeir álit og skoðanir félaga sinna þó að þær séu ekki ræddar opinskátt. Í flokksstarfinu er með skátaaðferðinni leitast við að láta þessar skoðanir vera uppbyggjandi og án sleggjudóma svo læra megi af þeim, eins og útskýrt var vandlega í 3. kafla. Umsjónarforingjar taka ekki beinan þátt í starfi skáta flokka. Þeir geta því einungis áttað sig á skoðunum skátanna með því að fylgjast með samskiptum þeirra og framkomu í starfi sveitarinnar. Þeir geta líka rætt við flokksforingjana og jafnvel fengið að lesa fundargerðir flokksins. Með slíkum aðferðum og samtölum við viðkomandi ungling reynir umsjónar foringinn að skynja skoðanir hans og hvetur skátann til að greina álit flokksfélaganna á hlutlægan hátt, draga úr neikvæðum áhrifum ef um þau er að ræða og styrkja það sem jákvætt er.
282
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
NIÐURSTÖÐUR MATS Á FRAMFÖRUM SKÁTANS Sveitarráðið ákvarðar hvaða viðmið eru gild við mat á framförum skátans í hverjum dagskrárhring Stuttu fyrir lok hvers dagskrárhrings ákveður sveitarráðið leiðbeinandi reglur um matið á árangri skátanna og þau tímamörk sem miðað skal við hverju sinni. Aðeins í undantekningartilfellum, til dæmis þegar dagskrárhringurinn er mjög langur, eða þegar ljóst er að það þarf að lengja hann, er hugsanlegt að meta árangur skátanna tvisvar innan sama dagskrárhrings, miðja vegu og í lok hans. Ákveðinn tími þarf að líða frá því að verkefni var framkvæmt þar til við getum metið hvort skátinn hafi náð markmiðum sínum. Að setja reglur viðmið eða ramma um matið þýðir ekki að það eigi að breyta meginreglum hvatakerfisins. Tilgangurinn með rammasetningu er að ákveða samræmda matsaðferð og forðast misræmi á milli umsjónarforingja og flokkanna. Þetta viðfangsefni sveitarráðsins er nátengt starfi sveitarinnar almennt. Einkum skipulagningu verkefna tengdum ólíkum þroskasviðum og vali hvers skáta fyrir sig á áfangamarkmiðum og þeim áskorunum sem hann setur sér. Nokkur dæmi til skýringar:
• Ef áhersla hefur verið lögð á þjónustuverkefni í dagskrárhringnum sem er að ljúka þarf við matið að beina athyglinni sérstaklega að markmiðum um félagsþroska. Á þann hátt er hægt að meta árangur unglinganna með hliðsjón af áherslum í dagskrárhringnum. • Ef um löng og krefjandi verkefni er að ræða í viðkomandi dagskrárhring er hætt við að tími foringjanna til að fylgjast með unglingunum verði af skornum skammti. Þá er í lok dagskrárhringsins þörf fyrir lengri tíma í umræður um það hvernig verkefnin studdu við vinnu skátanna að áfangamarkmiðum hvers og eins og hvernig hver skáti sýndi í verki að hann eða hún væri að vinna að þeim. • Ef hvatningu og einbeitingu skortir getur verið að áhersla skátans beinist að aukaatriðum sem skipta minna máli og árangurinn verði þar með ómarkvissari.
11 | Mat á þroska einstaklingsins
283
Fundinn, þegar sveitarráðið ákveður viðmið eða ramma um matið, ætti að halda áður en fundurinn þar sem endurmat sveitarstarfsins og ákvörðun um dagskráráherslur næsta hrings er haldinn. Slíkt ætti að tryggja að nægur tími gefist til að ljúka mati á framförum skátans áður en lögð eru drög að verkefnum í næsta hring, í samræmi við kynningu í næsta kafla.
Á flokksþingi er sjálfsmat hvers skáta borið saman við skoðanir félaganna í flokknum
Þegar sveitarráðið hefur ákveðið viðmið og ramma matsins boðar flokksforinginn til flokksþings í þeim eina tilgangi að skiptast á skoðunum um framfarir skátanna í flokknum með tilliti til áfangamarkmiða og áskorana þeirra. Á þessum fundi er árangur skátanna metinn einstaklingsbundið á grundvelli sjálfsmats hvers skáta.
Form, lengd og yfirbragð flokksþingsins veltur á siðum og venjum í hverjum flokki. Í öllu falli má álykta að jákvætt andrúmsloft og gagnkvæmur stuðningur sé nauðsynlegur. Það er hlutverk flokksforingjans að stýra umræðum, draga úr dómhörku, styðja þá sem minna mega sín og milda sleggjudóma og særandi yfirlýsingar.
Matsniðurstöður flokksfélaganna geymir hver skáti fyrir sig og notar til að endurmeta sjálfsmat sitt fyrir matsfundinn með umsjónarforingjanum.
Matinu lýkur með samkomulagi á milli skátans og umsjónarforingjans Til að ná þessu samkomulagi er nauðsynlegt að unglingurinn og umsjónarforinginn eigi sérstakan fund til að glöggva sig á hvaða áskorunum og áfangamarkmiðum var náð á meðan á dagskrárhringnum stóð. Þessi fundur ætti að vera einn af mörgum þar sem skátinn og umsjónarforinginn hittast þannig að andrúmsloftið ætti ekki að þurfa að vera þvingað. Fyrir skátann er þetta samtal endir á matsferlinu fyrir áfangamarkmið viðkomandi dagskrárhrings.
Á þessum fundi segir skátinn umsjónarforingja sínum frá eigin mati á því hvernig honum eða henni hafi tekist að ná þeim áskorunum og áfangamarkmiðum sem hann setti sér fyrir dagskrárhringinn. Þá hefur skátinn þegar rætt eigið sjálfsmat og hlustað á mat flokksfélaganna á sérstöku flokksþingi.
284
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
SVEITARRÁÐ Ákveður afhendingu dróttskátamerkja þegar það á við FORELDRAR MAT UMSJÓNARFORINGJANS AÐRIR SEM KOMA AÐ UPPELDI UNGLINGSINS
SJÁLFSMAT UNGLINGSINS
MAT FÉLAGANNA (FLOKKSÞING)
SAMKOMULAG UM HVAÐA ÁFANGAMARKMIÐUM VAR NÁÐ
Umsjónarforinginn segir skátanum frá sínu mati sem oftast er byggt á fjórum þáttum: • Mati foringjans á viðhorfi, hegðun og frammistöðu skátans í þeirri verkefnavinnu sem foringinn hafði aðstöðu til að fylgjast með honum að störfum. • Viðmiðunarrammanum sem sveitarráðið setti varðandi matið. • Mælanlegum þátttum þeirra áskorana sem skátinn setti sér vegna valinna áfangamarkmiða. • Hugsanlega upplýsingum frá öðrum skátaforingjum og foreldrum skátans. Auk þess að ná samkomulagi um þær áskoranir og þau áfangamarkmið sem náðst hafa í dagskrárhringnum er þessum fundi ætlað að veita stuðning og hvatningu til aukins persónulegs þroska. Foringinn ætti einnig að benda skátanum á leiðir til að nýta sér þátttöku sína í flokks- og sveitarstarfinu á sem árangursríkastan hátt til að ná áfanga markmiðum sínum í næsta dagskrárhring. Síðast en ekki síst ætti foringinn að ræða við skátann um áfangamarkmið fyrri dagskrárhringja og hvernig honum eða henni hafi tekist að tileinka sér þá hegðun eða viðhorf sem markmiðin hvetja til. Á fundinum getur foringinn samþykkt nánast allt það sem honum finnst að stuðli að áframhaldandi þroska og framförum skátans svo framarlega sem það er innan þess viðmiðunarramma sem sveitarráðið samþykkti um matið. Álit og skoðun umsjónarforingjans á framförum unglingsins er mikilvægt en ekki einungis fyrir það eitt að vera skoðun foringjans. Þvert á móti verða foringjar alltaf að vera tilbúnir til að efast um eigin skoðanir og viðmið, hafandi í huga að ef til vill er það unglingnum meiri hvatning að samþykkja niðurstöðu sjálfsmats hans en að hann samþykki mat foringjans.
11 | Mat á þroska einstaklingsins
285
Ef umsjónarforinginn og skátinn eru ekki sammála um hvort áfangamarkmiðunum hafi verið náð, ræður sjálfsmat unglingsins. Ofmat unglinganna á eigin frammistöðu er mun ásættanlegra en að hann missi kjarkinn eða tapi sjálfsöryggi við það að foringinn þröngvi upp á hann eða hana skoðunum sínum og mati á árangri af unnum verkefnum.
Við lok fundarins áritar eða stimplar umsjónarforinginn á hvatatákn þeirra áfangamarkmiða sem náðst hafa í Dróttskátabók skátans. Margar sveitir eiga sérstakan sveitarstimpil til notkunar í þessum tilgangi. Ef skátinn hefur náð þeim fjölda áfangamarkmiða sem ætlast er til fyrir næsta dróttskátamerki, Silfur- eða Gullrúnina, þá er það hlutverk umsjónarforingjans að leggja tillögu um afhendingu merkisins fyrir næsta sveitarráðsfund.
286 286
H Haannddbbóókk sveitarforingja sveitarforingja dróttskáta dróttskáta
12
kafli Dagskrárhringurinn
11 | Mat á þroska einstaklingsins
287
Efnisyfirlit
GRUNNHUGTÖK • Dagskrárhringurinn er aðferð sem nýtt er við að samræma verkefnin í eina heild • Dagskrárhringurinn er í fjórum samfelldum áföngum • Fjórir til fimm dagskrárhringir eru unnir á ári • Dagskrárhringurinn styður við lýðræðisuppeldi unglinganna
GREINING Á STÖÐU SVEITARINNAR
• Verkefnatillögurnar fela í sér dagskráráhersluna, nokkur flokksverkefnanna og öll sveitarverkefnin
• Greiningin er framkvæmd á flokksþingum og í sveitarráðinu
• Greining á verkefnatillögunum er gerð á flokksþingum
• Greiningin sem framkvæmd er af flokkunum er frábrugðin greiningunni sem sveitarráðið framkvæmir
• Sveitarþingið velur sameiginlegu verkefnin fyrir alla flokkana
• Greiningin er almenns eðlis • Greiningin er á markmiðum og verkefnum sveitarstarfsins og á starfsháttum sveitarforingjanna • Þegar greiningin er tilbúin, er dagskráráhersla ákveðin fyrir hringinn sem er að byrja • Þegar dagskráráherslan er ákveðin, eru verkefnin forvalin
288
KYNNING Á TILLÖGUM OG VAL VERKEFNA
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
• Lýðræðisleikirnir eru verkefni sem nýtast til að fá fram skoðun meirihlutans • Lýðræðisleikir geta verið margs konar • Niðurstaða lýðræðisleikjanna ákvarðar sveitarverkefnin
SKIPULAGNING, ÚTFÆRSLA OG UNDIRBÚNINGUR VERKEFNA • Verkefnin eru skipulögð í sveitaráætlun • Sveitarþingið samþykkir sveitaráætlunina • Þegar sveitaráætlunin hefur verið samþykkt eru verkefnin útfærð • Skilgreining á markmiðum fyrir verkefnin er ómissandi þáttur í útfærslu þeirra • Þegar markmið hafa verið skilgreind þarf að ljúka útfærslu verkefnanna • Þegar útfærslu verkefnis er lokið er það undirbúið til framkvæmdar á tilteknum degi
FRAMKVÆMD OG MAT VERKEFNA • Flokks- og sveitarverkefnin eru unnin samtímis • Alltaf er þörf hvatningar og að vekja áhuga á verkefnum • Vinna við verkefnin verður að vera spennandi • Þeir sem bera ábyrgð á verkefnum þurfa að sjá til þess að þau séu spennandi • Vinna við verkefnin eykur ábyrgðar tilfinningu okkar • Verkefni verða að lágmarka hugsanlega áhættu • Verkefni eru metin á grundvelli áður skilgreindra markmiða • Verkefni eru metin með vettvangsathugun • Verkefni eru metin meðan á þeim stendur og þegar þeim lýkur • Matsleikir og matsaðferðir • Leikir sem hjálpa til við matsferlið • Verkefnamatið leggur til upplýsingar fyrir mat á þroska skátans
12 | Dagskrárhringurinn
289
Grunnhugtök Dagskrárhringurinn er aðferð sem nýtt er við að samræma verkefnin í eina heild Dagskrárhringurinn er tímabil þar sem verkefnin eru undirbúin, unnin og metin hvert af öðru. Einnig er greint hvernig við beitum skátaaðferðinni og framkvæmum mat á þroska skátanna. Sveitarstarfið og dagskrárhringurinn eru nátengd: Þar sem sveitarstarfið er niður staða alls sem gerist í sveitinni þá er dagskrárhringurinn lýsing á því hvernig allt starf sveitarinnar er skipulagt. Dagskrárhringurinn er aðferð til skipulagningar. Hann er notaður til að meta stöðuna í starfi sveitarinnar, áætla breytingar og lagfæringar fyrir framtíðina, vinna verkefni dagskrárinnar og meta árangur þeirra. Hann er líka aðferð til að efla félagslega virkni þar sem allir áfangar hans eru unnir með þátttöku skátanna og flokkanna.
Dagskrárhringurinn er í fjórum samfelldum áföngum Áfangar hringsins eru samhæfðir svo að hver áfangi er eðlilegt framhald fyrri áfanga og undanfari þess sem á eftir fylgir: 1. Niðurstaða sjálfsmats skátanna á eigin framförum, greining á stöðu skátasveitarinnar og undirbúningur verkefnavals. 2. Tillögur lagðar fram og verkefnin valin. 3. Verkefni skipulögð, útfærð og undirbúin. 4. Verkefni unnin og metin og fylgst með þátttöku skátanna. Fjórði áfangi tekur lengstan tíma í starfi sveitarinnar. Fyrstu þrír áfangarnir fela ekki í sér að við gerum hlé á verkefnunum til að snúa okkur alfarið að „skipulagningu.“ Þessir áfangar eru unnir eins og öll önnur verkefni, í röð sem endurspeglar samfellu alls þess sem er í gangi í sveitinni.
290
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Þrír til fimm dagskrárhringir eru unnir á ári Lengd hvers dagskrárhrings er breytileg. Hver hringur getur varað í tvo til fjóra mánuði, þannig að skátasveitin skipuleggur að jafnaði þrjá til fimm dagskrárhringi á ári. Sveitarráðið ákvarðar lengd hvers dagskrárhrings byggt á fyrri reynslu, stöðu sveitarinnar og síðast en ekki síst, verkefnunum sem skátarnir hafa valið. Auk þess má breyta upphaflega áætlaðri lengd dagskrárhrings meðan á honum stendur ef hann er nægilega sveigjanlegur. Dagskrárhringur með mörg stutt eða meðallöng verkefni er sveigjanlegri en hringur með fá löng verkefni. Hringurinn ætti ekki vera styttri en tveir mánuðir vegna þess að:
• Framkvæmd samtengdra flokks- og sveitarverkefna krefst tíma fyrir skipulagningu og til þess að öll verkefnin gangi greiðlega. • Unglingar eru oftast spenntari fyrir meðallöngum og löngum verkefnum sem er ekki auðvelt að koma fyrir í of stuttum hring. • Það tekur tíma að mynda sér skoðun á því hvort unglingarnir hafi tileinkað sér þá hegðun sem áfangamarkmiðin fela í sér, þar sem nokkrir aðilar koma að því mati eins og rætt var í síðasta kafla. Hringurinn ætti ekki að vera lengri en fjórir mánuðir vegna þess að:
• Mjög langur hringur hentar ekki hverfulum áhuga unglinga, sérstaklega ekki þeirra sem yngri eru. • Unglingar þurfa stöðuga hvatningu. Þá hvatningu fá þeir meðal annars með hvata táknum og dróttskátamerkjum. Í löngum hring líður langur tími milli afhendinga þessara sýnilegu hvatatákna og viðurkenninga.
12 | Dagskrárhringurinn
291
Dagskrárhringurinn – yfirlit
1. áfangi
Flokksþing • Sjálfsmat skátanna á áfangamarkmiðum sínum og mat flokksfélaganna á framförum hvers skáta.
• Mat á flokknum og sveitinni.
1. áfangi
4. áfangi
3. áfangi
2. áfangi
• Dagskráráherslur og hugmyndir að verkefnum ræddar.
292
Sveitarráð
Sveitarþing
• Sveitarforingi og skáti komast að niðurstöðu um framfarir hvers skáta með tilliti til valinna áfanga markmiða. • Sveitarráðið samþykkir matið og afhendingu Brons-, Silfureða Gullmerkja viðkomandi aldursstigs.
• SVEITARHÁTÍÐ Lok dagskrárhrings og byrjun þess næsta.
• Mat á sveitinni. Dagskrár áherslur settar. Forval dagskrárverkefna. Undir búningur verkefnatillagna.
• Umræður og mat á verkefnatillögum sveitarráðsins.
• Flokkarnir tilkynna hvaða flokksverkefnum þeir ætla að vinna að og mæla með og leggja til hvaða sveitar verkefnum verði unnið.
• Tekin ákvörðun um hvaða flokksverkefni flokkurinn ætlar að vinna að.
• Sveitarþing metur umfang flokksverkefna flokkanna og velur þau sveitar verkefni sem sveitin vill vinna að.
• Undirbúningur kynninga vegna verkefnatillagna sveitarráðsins að sveitarverkefnum.
• Raðar verkefnum flokka og sveitar inn á sveitaráætlun. • Skipuleggur og undirbýr flokksverkefnin.
• Skipuleggur og undirbýr sveitarverkefnin.
• Samþykkir sveitaráætlunina.
Verkefnin unnin og metin og fylgst með persónuþroska skátanna
• Sjálfsmat skátanna á áfangamarkmiðum sínum og mat flokksfélaganna á framförum hvers skáta.
• Næsti dagskrárhringur hefst.
• Sveitarforingi og skáti komast að niðurstöðu um framfarir hvers skáta með tilliti til valinna áfanga markmiða. • Sveitarráðið samþykkir matið og afhendingu Brons-, Silfureða Gullmerkja viðkomandi aldursstigs.
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
• SVEITARHÁTÍÐ Lok dagskrárhrings og byrjun þess næsta.
Dagskrárhringurinn styður við lýðræðisuppeldi unglinganna Dagskrárhringurinn er ekki aðeins aðferð til að skipu leggja allt sem gerist í sveitinni. Hann er einnig upp eldistæki sem auðveldar sjálfsnám – þá tegund náms sem skátaaðferðin felur í sér. Unglingarnir: • Læra að mynda sér álit, tjá skoðanir sínar og taka ákvarðanir í samræmi við þær. • Nota vinnuaðferð þar sem tekið er tillit til skoðana þeirra og þeim jafnframt kennt að virða og meta skoðanir annarra. • Læra að semja, kynna og rökstyðja tillögu. • Tileinka sér skipulagshæfni og samningalipurð. Allir áfangar dagskrárhringsins – einkum fyrstu þrír sem taka yfirleitt um þrjár vikur – samhæfa mismunandi tímasetningar og aðstæður sem veita unglingunum tækifæri til að taka þátt og temja sér lýðræðisleg vinnubrögð. Þessir áfangar geta við fyrstu sýn virst flóknari aðferð en sumar skátasveitir nota að jafnaði, en þeir eru einfaldlega skipulag sem kemur reglu á og örvar þær nauðsynlegu athafnir sem hvetja unglingana til óþvingaðrar virkni. Baden-Powell sagði oft að „flokkakerfið hjálpaði skátum að skilja að þeir hafa talsverð áhrif á það sem sveitin þeirra gerir. Þetta kerfi gerir skátasveitina, og þar af leiðandi skátastarfið í heild, að sannri samvinnu“. (Aids to Scoutmastership, 1919). „Sönn samvinna“ tekur talsverðan tíma. Tíma til að skoða hvað er að gerast, hlusta og finna leiðir til að gera betur. Í Aids to Scoutmastership, mælti Baden-Powell líka með því að „þegar skátaforingi áttar sig ekki á persónuleika ungrar manneskju eða hvað hún vill helst, er hægt að komast talsvert nærri því með því að hlusta. Á þann hátt getur skátaforinginn kynnst innri manni hennar og fundið hvernig unnt er að vekja áhuga hennar”.
Dagskrárhringurinn er árangursrík aðferð til að hlusta og fyrir unglingana að gera vinnu aðferðir dagskrárhringsins að hluta af persónuleika sínum. Nýjar hugmyndir koma fram þegar við hlustum, en þegar engar nýjar hugmyndir koma fram er hætta á að „við látum skátana vinna verkefni sem okkur finnst að þeir ættu að vilja“. (Baden-Powell, Aids to Scoutmastership, 1919). Baden-Powell kom ítrekað að þessu vandamáli í skrifum sínum. Hann færði það jafnvel í tal í kveðjuræðu sinni á Alþjóðaráðstefnunni í Haag árið 1937, þegar hann sagði „áður en ég tek nokkra slíka ákvörðun [að velja verkefni] spyr ég þá sem þekkja best til – unga fólkið sjálft“. Dagskrárhringurinn er mjög árangursrík leið til að spyrja unglingana álits.
12 | Dagskrárhringurinn
293
GREINING Á STÖÐU SVEITARINNAR Þegar einn dagskrárhringur er á enda með niðurstöðum mats á persónulegum framförum skátanna og viðurkenningu á þeim árangri sem náðst hefur, hefst annar hringur með greiningu á stöðu sveitarinnar, sem felur í sér ákvörðun um dagskráráherslu, forval verkefna og tillögur sem lagðar verða fyrir flokkana.
Þar sem mat á framförum skátanna var útskýrt í síðasta kafla tökum við hér til við að skoða dagskrárhringinn nánar og byrjum á að greina stöðu sveitarinnar.
Greiningin er framkvæmd á flokksþingum og í sveitarráðinu Fyrsti hluti þessarar greiningar fer fram á einu eða fleiri flokksþingum. Þetta gæti verið flokksþingið þar sem hlýtt er á sjálfsmat hvers skáta og framlag hinna skátanna til matsins, eða á næsta flokksþingi á eftir. Flokksþingið gerir greiningu á því hvernig flokkurinn og sveitin hefur starfað í dagskrár hringnum sem er að ljúka og leggur fram hugmyndir að flokks- og sveitarverkefnum sem skátana í flokknum langar til að vinna að í næsta hring. Flokksforingjarnir halda verkinu áfram á sveitarráðsfundi þar sem: • Greining flokkanna er skoðuð og almenn greining gerð á sveitinni. • Á grundvelli greiningarinnar er dagskráráhersla skilgreind fyrir nýja hringinn með tilvísun til þeirra þroskasviða sem leggja þarf mesta áherslu á. Í samræmi við dagskráráhersluna og verkefnatillögurnar sem flokkarnir lögðu fram, forvelur sveitarráðið tillögur að flokks- og sveitarverkefnum fyrir næsta hring. Þegar búið er að forvelja verkefnin er tillagan sem lögð verður fyrir flokkana undirbúin. Framkvæmd þessara áfanga er mjög einföld, það er því óþarfi að eyða miklum tíma í það ferli.
294
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Þegar greiningu sveitarráðsins er lokið, kemur nauðsynleg áhersla á þá þætti sem taka þarf fyrir í nýja hringnum sjálfkrafa í ljós. Þegar búið er að skilgreina dagskráráhersluna þarf að leita eftir hugmyndum um verkefni sem svara til þessarar áherslu. Þegar verk efnahugmyndir eru komnar fram, verður sveitarráðið að hugsa leiðir til að leggja þær fyrir skátana. Sveitarráðið getur auðveldlega lokið þessu á einum vel skipulögðum sveitarráðsfundi.
Greining sem framkvæmd er af flokknum er frábrugðin greiningunni sem sveitarráðið framkvæmir Greiningin sem framkvæmd er af flokkunum hefur til hneigingu til að beinast frekar að einstökum flokkum heldur en að sveitinni í heild og vísa til viðfangsefna sem unglingarnir hafa helst áhuga á. Skátarnir munu líklegast tala um framtíðarverkefni, andrúmsloftið í flokknum, sam skipti skátanna í flokknum, hlutverk innan flokksins, fram farir sem hafa orðið, óleyst vandamál og ólokin verkefni. Þessar greiningar þurfa ekki að fylgja neinni settri skipan. Reynslan sýnir að betri árangur fæst þegar skátarnir ræða skoðanir sínar án þess að þeim sé sett sérstök forskrift. Mat þeirra mun eðlilega kalla á umræður um málefni sem veita mikilvægar vísbendingar um starfshætti sveitarinnar. Greiningin sem framkvæmd er af sveitarráðinu tekur mið af þessu mati flokkanna en í henni felst eðlilega meira um uppeldisaðferðir skátaaðferðarinnar, þróun verkefnanna, áfangamarkmiðin sem skátarnir hafa náð og störf sveitarforingjanna. Mismunurinn á þessum tveimur greiningum felst í því að skátarnir hafa áhuga á skipu lagningu ævintýra með jafningjahópi sínum, en sveitarráðið og sveitarforingjarnir einbeita sér meira að uppeldislegum árangri starfsins.
Greiningin er almenns eðlis Greining sveitarráðsins er á flokkunum og sveitinni í heild og leitast við að ákvarða hve vel miðaði í fyrri dagskrárhring og hvað skuli gera í næstu framtíð. Sveitarráðið skoðar ekki árangur einstakra verkefna eða sérstaka stöðu flokks eða einstakra skáta, þó að almenna greiningin muni augljóslega sækja í niðurstöður slíks mats.
12 | Dagskrárhringurinn
295
Greiningin er á markmiðum og verkefnum sveitarstarfsins og á starfsháttum sveitarforingjanna Vegna uppeldislegrar ábyrgðar verður greining sveitarráðsins að svara nokkrum grundvallarspurningum: • Endurspeglar starfið í flokkunum og sveitinni notkun allra þátta skátaaðferðarinnar? • Er gott jafnvægi milli hefðbundinna verkefna og valverkefna? • Eru hefðbundnu verkefnin áhugaverð og árangursrík í augum unglinganna? • Hafa valverkefnin sem unnin hafa verið í flokkunum og sveitinni verið áhugaverð, ögrandi, gagnleg og árangursrík? • Hafa verkefnin veitt skátunum tækifæri til samfellds þroska á mismunandi þroskasviðum? • Er fylgst nægilega vel með persónulegum þroska hvers skáta fyrir sig? • Virðast skátarnir vera að tileinka sér þá hegðun sem áfangamarkmiðin hvetja til? • Skila sveitarforingjarnir hlutverkum sínum nægilega vel?
Öllum þessum spurningum fylgja nokkur atriði sem eru eftir atvikum skoðuð, allt eftir því hve djúpri greiningunni er ætlað að vera. Hvert sveitarráð fæst við þessar spurningar á þann hátt sem því hentar best. Sveitarráð geta líka breytt spurningum eða bætt öðrum við, þar sem engin ein leið er sú rétta við að framkvæma þessa greiningu. Innihaldið mun samt ekki vera svo frábrugðið þar sem greining á uppeldisþáttum snýst um markmið skátahreyfingarinnar sem er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar.
Þegar greiningin er tilbúin, er dagskráráhersla ákveðin fyrir hringinn sem er að byrja Dagskráráherslan er sérstakur „tónn” sem gefinn er fyrir nýja hringinn og byggir á samanburðinum á matinu á starfi sveitarinnar og markmiðunum sem sveitin hefur sett sér á viðkomandi ári. Þar sem ársmarkmiðin túlka framtíðarsýn sveitarinnar, er áherslan fyrir dagskrárhringinn tæki til að stýra verkefnunum að þeirri sýn. Reynt er að styrkja jákvæðu þættina sem greindir voru en að draga úr eða útiloka hina neikvæðu og stýra þannig leiðréttingarverkefnum fyrir hringinn sem er að hefjast. Dagskráráherslan myndar umgjörð um starfið í dagskrárhringnum. Flokkarnir koma að skilgreiningu áherslunnar með þátttöku flokksforingjanna og aðstoðarflokksforingjanna í sveitarráðinu.
296
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Dæmi um greiningar og dagskráráherslur til að bregðast við þeim:
Greining
Dagskráráhersla
Skátunum þykja verkefnin áhugaverð. Gott jafnvægi er milli hefðbundinna verkefna og valverkefna og þau ná til allra þroskasviða.
Auka fjölbreytileika verkefna og halda þeim áhugaverðum.
Sveitarverkefni eru of mörg en ekki næg flokksverkefni.
Fækka sveitarverkefnum og hvetja til vinnu fleiri flokksverkefna.
Flokksstarfið er ekki mjög kraftmikið.
Styrkja innra starf flokkanna og vinna betur að þjálfun flokksforingja og aðstoðarflokksforingja.
Eftirlit með hverjum einstökum skáta er ekki stöðugt.
Hver umsjónarforingi skal auka persónu leg tengsl við skátana sem hann eða hún fylgist með.
Engin tengsl við foreldra og aðra uppeldisaðila.
Efla tengsl við fjölskyldur skátanna í sveitinni.
Í þessari skátasveit ganga verkefnin vel en flokkakerfið ber merki veikleika og eftirlit með einstökum skátum er ófullnægjandi. Hvort tveggja er alvarlegur veikleiki og í áherslum fyrir næsta dagskrárhring eru strax settar fram aðferðir er leiða til úrbóta.
Greining Sveitarstarfið er gott, en flokkar vinna of mörg verkefni í skátaheimilinu og innan bæjar og sjá má, þegar framfarir skátanna eru metnar, að þá skortir reynslu af útilífi.
Dagskráráhersla Hvetja til fleiri dagsferða og flokks verkefna úti undir berum himni í næsta hring.
Í þessari greiningu – sem er ekki eins lýsandi og hin fyrri – hefur sveitarráðið gert sér grein fyrir því að skátasveitin er mjög „inni-kær.” Sveitarráðið hefur lagt til að það ástand verði lagfært í næsta hring. Þó að þessi greining sé mjög einföld og afmörkuð dregur það ekki úr vægi hennar. Verið getur að sveitin hafi afmarkað greiningu sína við útilíf. Þetta getur líka verið reyndari sveit sem hefur valið að skrá aðra þætti greiningarinnar í stuttu máli með setningunni „sveitarstarfið er gott“ og einbeita sér að eina sviðinu sem það telur að þurfi að lagfæra.
12 | Dagskrárhringurinn
297
Þegar dagskráráherslan er ákveðin, eru verkefnin forvalin Þegar búið er að ákveða dagskráráhersluna fyrir nýja dagskrárhringinn forvelur sveitar ráðið verkefnatillögurnar sem leggja á fyrir flokkana. Það eru bæði verkefni fyrir flokk ana sjálfa (flokksverkefni) og verkefni sem þeir eiga að skoða og legga fram sem tillögur sínar á sveitarþinginu (sveitarverkefni). Þetta forval þarf að innihalda sem flestar þeirra hugmynda sem komu fram á flokksþingunum svo framarlega sem þær eru ekki í and stöðu við settar áherslur og fela, að mati sveitarráðsins, ekki í sér slysahættu fyrir skátana. Samkvæmt vinnureglunni eru aðeins valverkefnin forvalin. Í undantekningartilfellum geta afmarkaðir þættir hefðbundnu verkefnanna líka verið forvaldir, svo sem hvert á að fara í útilegu. Hefðbundnu verkefnin eru felld inn í sveitaráætlunina þegar verkefnin eru skipulögð eins og útskýrt verður síðar í þessum kafla. Þegar verkefni eru forvalin, ætti að hafa nokkur atriði í huga: • Verkefni verða að tengjast dagskráráherslunni og stuðla að því að markmiðum á öllum þroskasviðum sé náð, jafnvel þótt áherslan beinist helst að einu eða nokkrum sviðum. • Velja verður fleiri flokksverkefni en sveitarverkefni. • Flokksverkefnin verða að hæfa aldri skátanna. • Forvalið þarf að höfða til nýbreytni og forðast ætti að endurtaka verkefni sem hafa verið unnin nýlega. • Valin verkefni þurfa að vera mismunandi löng. • Mælt er með því að forvelja helmingi fleiri verkefni en auðveldlega má vinna í dagskrárhringnum. Það fjölgar valkostum og hvetur til nýrra hugmynda.
Þegar forvali er lokið eru verkefnatillögurnar sem lagðar verða fyrir flokkana undirbúnar.
298
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
KYNNING Á TILLÖGUM OG VAL VERKEFNA Dagskráráherslan er kynnt flokkunum ásamt verkefnatillögunum sem valdar voru af sveitarráðinu. Hver flokkur velur flokksverkefni sem skátarnir vilja vinna að, auk þess undirbúa þeir tillögu að sameiginlegum verkefnum fyrir sveitina í heild. Flokkarnir tilkynna sveitinni hvaða flokksverkefni þeir hafa valið og kynna tillögu sína að sveitarverkefnum. Þau eru síðan valin af sveitinni allri með mismunandi lýðræðisleikjum. Vegna þessara verkefna eru aftur haldin flokksþing og að lokum sveitarþing til að samþykkja valin verkefni.
Verkefnatillögurnar fela í sér dagskráráhersluna, nokkur flokksverkefnanna og öll sveitarverkefnin Dagskráráherslan er kynnt flokkunum. Ástæða þess er sú að ef skátarnir þekkja hana ekki vita þeir ekki í hvaða átt þeir eiga að stýra ákvörðunum og verkefnatillögum. Það er ekki uppbyggjandi að leyfa flokkunum að leggja til verkefni sem síðan er hafnað af því að þau falla utan áherslurammans. Aðeins sá þáttur áherslunnar sem tengist verkefnunum er kynntur. Það þjónar engum tilgangi fyrir skátana að þekkja niðurstöður sveitarráðsins um það hvernig skátaaðferðinni skuli beitt eða hvernig þroski þeirra er metinn. Forvöldu flokksverkefnunum sem flokkarnir lögðu fram má skila aftur til flokkanna sem lögðu þau til, nema tillaga hafi komið fram um að þau væru unnin af allri sveitinni. Flokksverkefni sem lögð voru fram af sveitar ráðinu má kynna öllum flokkunum eða aðeins sumum þeirra eftir því hvert inntak þeirra er og hverjar þarfir flokkanna eru. Forvalin sveitarverkefni eru boðin öllum flokkunum án undantekninga hver svo sem lagði þau fram.
12 | Dagskrárhringurinn
299
Greining er gerð á verkefnatillögunum á flokksþingum Þegar frágangi verkefnatillagna er lokið er boðað til nýrrar umferðar flokkþinga. Á þessum þingum: • Kynna flokksforinginn og aðstoðarflokksforinginn dagskráráhersluna sem ákveðin var af sveitarráðinu og útskýra ástæðuna fyrir henni. • Þeir kynna líka forvöldu verkefnatillögurnar. • Þeir hvetja skátana í flokknum til að ræða hinar ýmsu hugmyndir sem komið hafa fram um flokksverkefni; þær sem skátarnir lögðu sjálfir til á fyrra flokksþingi, þær sem sveitarráðið lagði til og aðrar sem spretta ef til vill upp á staðnum þegar skátarnir ígrunda og ræða áhersluna sem skilgreind hefur verið. • Umræðan leiðir til ákvörðunar um verkefnin sem flokkurinn vill vinna að í næsta dagskrárhring. • Að lokum undirbýr flokkurinn tillögur sínar að sameiginlegum sveitarverkefnum sem lagðar verða fram á næsta sveitarþingi.
Sveitarþingið velur sameiginlegu verkefnin fyrir alla flokkana Á sveitarþingi sem haldið er til að ljúka öðrum áfanga dagskrárhringsins: • Kynnir hver flokkur flokksverkefnin sem hann hefur valið að vinna að og segir frá forgangsröð og áætlaðri tímalengd hvers verkefnis. • Kynna flokkarnir tillögur sínar að sveitarverkefnum og nota til þess þann lýðræðisleik sem valinn hefur verið fyrirfram. • Sem hluta af lýðræðisleiknum sjálfum velur sveitin sameiginlegu verkefnin fyrir dagskrárhringinn og er þeim forgangsraðað samkvæmt niðurstöðum lýðræðisleiksins.
Lýðræðisleikirnir eru verkefni sem nýtast til að fá fram skoðun meirihlutans Lýðræðisleikir eru hlutverkaleikir þar sem skátarnir leika ákveðin hlutverk og reyna að afla tillögum sínum fylgis sveitarinnar með leikreglum „valins vettvangs“. Lýðræðisleikir hafa hlotið nafn sitt af því að þeir eru aðferð sem á lýðræðislegan hátt nær fram skoðun meirihlutans með leik.
300
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Með þessum leikjum setja skátarnir fram hugmyndir, rökstyðja eigin afstöðu, læra að rökræða, bera saman valkosti og þróa margs konar hæfni og viðhorf sem felast í lýðræðislegri ákvarðanatöku. Á þennan hátt er val verkefna, eins og aðrir áfangar dagskrárhringsins, aðeins eitt verkefnið til viðbótar í samræmdri heild verkefna sem unnið er að í sveitinni.
Lýðræðisleikir geta verið margs konar Lýðræðisleikurinn getur líkt eftir umræðum á þingi, kosningaferli, réttarhaldi, uppboði, verslunarferð á markað, kauphöllinni, ríkisstjórnarfundi eða einhverjum sambærilegum vettvangi.
Lýðræðisleikir HVERNIG VERKEFNATILLÖGUR ERU KYNNTAR
INNTAK
BREYTUR SEM ÁKVARÐA VAL SKÁTANNA
KOSNINGADAGUR Kjósa á fulltrúa sam félagsstofnunar: Hver flokkur kynnir sína fram bjóðendur og stjórnar kosningaherferð þeirra.
Hver hugmynd er „frambjóðandi“ sem keppir um hylli kjósenda.
Fjöldi atkvæða sem hver „frambjóðandi” fær.
ÞINGIÐ ER SETT! Þingfundur þar sem hver flokkur hefur þingsæti ímyndaðs stjórnmála flokks.
Hugmyndirnar eru frumvörp þingmanna að lögum sem þeir reyna að fá samþykkt.
Fjöldi atkvæða ákvarðar samþykkt hugmynda og forgangsröð þeirra.
ALLT LAGT UNDIR Í KAUPHÖLLINNI Skátunum er fengið visst fjármagn og verða þeir að fjárfestum sem kaupa og selja hlutabréf.
Hugmyndirnar eru hlutabréf sem verslað er með á mismunandi verði.
Hlutabréfin sem talið er að geti skila mestum arði.
12 | Dagskrárhringurinn
301
FYRSTA BOÐ, ANNAÐ BOÐ, SLEGIÐ! Uppboð þar sem flokkarnir hafa smá fjármagn sem þeir nýta í kaup og sölu.
Málverk eða listmunir sem boðin eru upp.
Mununum er forgangsraðað eftir verðmæti þess sem greitt var fyrir þá.
RÍKISSTJÓRNAR FUNDUR Ráðherrar skoða mismunandi verkefni sem keppst er um að koma til framkvæmda.
Verkefnahugmyndirnar eru þróunarverkefni fyrir ríkið (skátasveitina).
Verkefnin sem fengu flest atkvæði ráðherranna (allra skátanna).
MORGUNN Á MARKAÐNUM Skátarnir fá sérútbúna peningaseðla og verða sölubásahaldarar og markaðsgestir á heimatilbúnum markaði.
Hugmyndirnar eru almennar framleiðslu vörur sem eru keyptar og seldar á götumarkaði.
Söluhæstu framleiðsluvörurnar.
DAGUR Í RÉTTARSAL Skátasveitin verður að réttarsal.
Verkefnahugmyndunum er stefnt fyrir rétt þar sem verjandi og sak sóknari tala fyrir og gegn hverri tillögu fyrir sig.
Fjöldi atkvæða sem rétturinn (sveitar fundurinn) lýsir yfir.
Lýðræðisleikirnir á dagskrárvef BÍS innihalda nokkur dæmi sem lýsa þessum hlutverkaleikjum í smáatriðum sem og öðrum verkefnum þar sem nota má lýðræðisleiki. Leikjunum geta fylgt tillögur að sviðsetningu, sviðsmunum og búningum leikaranna. Hugmyndin er að gera sem mest úr eftirlíkingunni, bæði sem æfingu í þátttöku og skemmtilegu verkefni í sjálfu sér.
302
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Niðurstaða lýðræðisleikjanna ákvarðar sveitarverkefnin Lýðræðisleikurinn – sem lagður er fyrir sveitarþingið – ákvarðar sveitarverkefnin sem unnin verða í dagskrár hringnum og forgangsraðar þeim samkvæmt því atkvæðamagni sem hvert verkefni hlaut. Sveitarforingjarnir eru til aðstoðar og taka að sér mismunandi stuðningshlutverk eftir leiknum sem valinn var. Þeir mega aldrei skerast í leikinn í þágu einhvers ákveðins valkosts. Jafnvel þegar þeir telja útkomuna ekki vera besta valkostinn verða þeir að virða ákvörðunina sem tekin var. Ef ákvörðun skátanna er ekki virt fá þeir ekki reynsluna af því að horfast í augu við afleiðingar eigin ákvarðana. Ef niðurröðun verkefna í tímasetta sveitaráætlun – en það er hlutverk sveitarráðsins – verður til þess að fresta eða bæta við einhverjum sveitarverkefnum þarf sveitarþingið að samþykkja breytingarnar eins og komið verður að síðar.
12 | Dagskrárhringurinn
303
SKIPULAGNING, ÚTFÆRSLA OG UNDIRBÚNINGUR VERKEFNA Í þessum áfanga eru flokks- og sveitarverkefnin sem valin hafa verið skipulögð og sett í tímasetta sveitaráætlun. Þegar sveitarþingið hefur samþykkt áætlunina er hvert verkefni útfært og undirbúið.
Verkefnin eru skipulögð í sveitaráætlun Öll flokks- og sveitarverkefnin sem valin hafa verið eru skipulögð og samræmd í sveitaráætlun fyrir dagskrárhringinn. Að setja upp sveitaráætlun er verk sem krefst vissrar færni í að tímasetja mismun andi og mislöng verkefni svo vel fari, samræma mörg atriði svo sem tíma, efnis útvegun og jafnvægi milli flokks- og sveitarverkefna og milli hefðbundinna verkefna og valverkefna. Sveitaráætlunin er unnin af sveitarráðinu þar sem flokksforingjar og aðstoðarflokksforingjar eru fulltrúar allra skátanna. Með áætluninni er lengd dagskrárhringsins ákveðin. Leiðbeiningar um gerð sveitaráætlunar • Öll verkefnin – bæði flokks- og sveitarverkefnin – sem valin voru eru sett inn í sveitaráætlun ina. Til að samhæfa öll verkefnin er sennilega nauðsynlegt að fresta eða breyta nokkrum þeirra, einkum þeim sem öll sveitin tekur þátt í. Það þarf að gera með hliðsjón af forgangs röðuninni sem ákveðin var af sveitarþinginu í valferlinu og breytingarnar þurfa að fá samþykki þingsins. • Æskilegt er að tímaáætlunin innihaldi verkefni sem gefa kost á framförum á öllum þroskasviðum, án þess að draga úr dagskráráherslunni sem sett var fyrir hringinn. • Verkefnin ættu að ná yfir eins fjölbreytt efnissvið og kostur er og jafnvægi þarf að vera milli hefðbundnu verkefnanna og valverkefnanna og milli flokks- og sveitarverkefnanna. • Af ýmsum ástæðum getur fjölbreytileiki og jafnvægi stundum tapast í valferlinu. Til að leiðrétta slíkt getur sveitarráðið bætt inn á áætlunina einhverjum sveitarverkefnum svo framarlega sem þau gjörbreyta ekki vali skátanna. Ef flokksverkefnum er bætt inn á áætlunina í þessum tilgangi þurfa þau að hafa fyrirliggjandi samþykki flokksþinga viðkomandi skátaflokka. • Best er að setja hefðbundnu verkefnin fyrst inn á áætlunina. Sum þeirra þarf að vinna á ákveðnum dögum, (þrettándinn, 22. febrúar, sumardagurinn fyrsti, 17. júní, 2. nóvember o.s.frv.) og önnur vara í nokkra daga (útilegur, skátamót).
304
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
• Næst eru valverkefnin sett inn á áætlunina og haft í huga að mörg þeirra verða unnin sam tímis og að mörgum hefðbundnum verkefnum (fundum og útilegum) geta fylgt alls kyns valverkefni. Best er að tímasetja þau lengstu fyrst þar sem þeim styttri er auðveldara að bæta inn í lokin. • Stutt hefðbundin verkefni, svo sem leikir, söngvar, dansar og önnur skyndiverkefni, þarf ekki að setja inn á áætlunina. Að því tilskyldu að fundir, útilegur, löng og meðallöng verkefni séu skipulögð með einhverju svigrúmi er hægt að bæta þessum stuttu verkefnum inn í dagskrána þegar nauðsyn krefur. • Stuðnings- og sérkunnáttuverkefni eru heldur ekki sett inn á áætlunina þar sem þau eru unnin á einstaklingsgrundvelli. Eins og áður sagði; ef nægjanlegt svigrúm er í áætluninni, má setja þessi verkefni inn á ýmsum tímapunktum. • Verkefni þarf að skipuleggja og verja þarf tíma til að útfæra þau og undirbúa. Að svo miklu leyti sem jafnvægið milli þessara verkefna leyfir, er ráðlegt að tímasetja verkefni sem krefjast meiri undirbúnings í seinni helming hringsins og hafa einfaldari verkefni í fyrstu vikum hans. • Án þess að vanrækja önnur verkefni þarf að verja talsverðum tíma við lok hringsins í að vinna með skátunum að mati á persónulegum framförum hvers og eins þeirra með tilliti til áfangamarkmiðanna og áskorana skátanna sjálfra. • Við gerð áætlunarinnar kemur yfirleitt í ljós hvort sveitin er mönnuð nægjanlega mörgum sveitarforingjum til að áætlunin gangi upp. Ef hún gerir það ekki eru nokkrir valkostir: Fækka verkefnum, hægja á dagskránni eða fjölga foringjum. • Sveitaráætlunin verður að vera það sveigjanleg að hægt sé að endurúthluta verkefnum eða setja önnur í þeirra stað við ófyrirséðar aðstæður.
12 | Dagskrárhringurinn
305
Sveitarþingið samþykkir sveitaráætlunina Þegar áætlunin er tilbúin leggur sveitarráðið hana fyrir sveitarþingið til umræðu og samþykktar, en sveitarþingið hefur alltaf síðasta orðið við samþykki hennar. Æskilegt er að kynna flokkunum áætlunina nokkrum dögum fyrir þingið, einkum ef breytingar hafa verið gerðar á valinu eða verkefnum hefur verið bætt við.
Þegar sveitaráætlunin hefur verið samþykkt eru verkefnin útfærð Þegar talað er um að útfæra verkefni er átt við að allir þættir þess séu skoðaðir og samspil þeirra greint. Flokksverkefnin eru útfærð og undirbúin af flokkunum sjálf um, með stuðningi sveitarforingja þegar þess gerist þörf. Sveitarverkefnin eru út færð og undirbúin af sveitarráðinu eða af sérstökum hópi sem ráðið tilnefnir, með stuðningi flokkanna. Undirbúningur og útfærsla verkefna er tiltölulega auðveld ef sambærilegt verkefni hefur verið unnið áður eða ef það er sótt í verkefnasafn á dagskrárvef BÍS. Í þannig tilfellum er verkið auðveldara vegna fyrri reynslu eða vandaðra verkefnalýsinga og ítarefnis á dagskrárvefnum. Þetta á ekki alltaf við og flest völdu verkefnin eru lauslegar hugmyndir sem krefjast frekari úrvinnslu. Jafnvel þegar verkefnið er valið af dagskrárvefnum þarf að endur skoða það til að laga það að þekkingu og reynslu skátanna, flokkunum og þeim aðstæðum sem skátasveitin starfar við.
Vinna við útfærsluna getur byrjað á verkefnunum sem tímasett hafa verið snemma í hringnum. Þau sem síðar koma má útfæra þegar nær dregur – samt án þess að falla í þá gryfju að fresta verkinu fram að síðastu stundu. Verkefni eru venjulega útfærð þegar tímasetning þeirra fer að nálgast. Hafa ber í huga að lengri tíma tekur að útfæra stærri og flóknari verkefni en þau sem styttri eru og einfaldari. Fyrr þarf að huga að efnisfrekum verk efnum en þeim sem krefjast minna efnis. Verkefni sem krefjast utanaðkomandi aðstoðar þarf að skipuleggja fyrr en þau sem eingöngu eru unnin af skátunum sjálfum. Verkefni sem flokkurinn eða sveitin eru að vinna í fyrsta sinn krefjast meiri umhugsunar en þau sem unnin hafa verið áður.
306
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Skilgreining á markmiðum fyrir verkefnin er ómissandi þáttur í útfærslu þeirra Verkefnið hefur trúlega verið valið og það sett inn á áætlunina með hugmynd um hvaða markmiði vinnu við það er ætlað að skila. Slíkt er ekki nóg – við verðum að tilgreina markmið verkefnisins á nákvæmari hátt. Umrædd skilgreining á markmiðum, sem þarf að vera skráð, er ómissandi fyrir mat verkefnisins síðar. Mat snýst um það hvort völdum markmiðum hafi verið náð. Ef engin markmið hafa verið skilgreind er ekkert til að byggja matið á og ef markmiðin hafa einfaldlega verið talin liggja í augum uppi, verður matið ruglingslegt og margrætt. Verkefnamarkmiðin eru árangurinn sem við vonumst eftir að skátarnir hafi náð í lok dagskrárhrings.
Dæmi um verkefnamarkmið Hljóðfall flokksins Að skipuleggja hátíð, velja lag, semja söngtexta, búa til hljóðfæri fyrir flutning lags, kynna lag og velja sigurlag eru nokkrar áskoranir þessa verkefnis þar sem reynir á tónlistargáfu, sköpunargáfu og kímnigáfu skátanna.
Markmið • Að kynnast og læra að búa til einföld hljóðfæri.
• Að þroska tónlistarhæfileika og listræna hæfileika almennt.
• Að þroska samvinnufærni.
Eldhátíðin Skátar allra flokka ígrunda þau vandamál sem þeir hafa glímt við sem hópur. „Mistök og vandamál“ eru sett fram á skapandi hátt með táknmyndum úr pappa sem brenndar eru að kvöldi við varðeldinn meðan flokkarnir ásetja sér að bæta úr mistökum sínum.
Markmið • Að tjá skoðun sína á skapandi hátt. • Að gagnrýna á uppbyggilegan hátt þá þætti í flokksstarfinu sem bæta má.
• Að læra að gera táknrænar pappamyndir. • Að auka gildi varðeldahefðarinnar.
12 | Dagskrárhringurinn
307
Þegar markmið hafa verið skilgreind þarf að ljúka útfærslu verkefnanna Með því að útfæra verkefni vel getum við vænst betri árangurs og komið í veg fyrir óvæntar uppákomur við framkvæmd þess. Auk þess að skilgreina markmið felur útfærsla í sér: • Hvaða staður er heppilegastur fyrir verkefnið? • Hve langan tíma tekur vinnan við það? • Hvaða hlutverki gegna flokkarnir ef það er sveitarverkefni og hvaða hlutverki gegna skátarnir ef það er flokksverkefni? • Hvers konar aðstoð fullorðinna þörfnumst við, hvaða efni og búnað þurfum við og hversu mikið af hverju? • Hvað kostar búnaður og efni og hvar fæst það? • Er verkefnið unnið í einni lotu eða í nokkrum áföngum? • Felur verkefnið í sér einhverja hættu sem við þurfum að varast? • Er hugsanlega hægt að vinna verkefnið á annan hátt? • Hvernig er verkefnið metið? • Eftir hvaða viðmiði er verkefnið metið?
Þegar útfærslu verkefnis er lokið er það undirbúið til framkvæmdar á tilteknum degi Undirbúningsvinnan er mismunandi eftir gerð verkefnis. Undirbúningur fyrir eins tíma verkefni er mjög frábrugðinn undirbúningi fyrir helgarútilegu.
308
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Þegar verkefni eru undirbúin getur verið gagnlegt að líta á eftirfarandi leiðarvísi:
LEIÐARVÍSIR Þó að fjöldi eldri foringja, skáta og jafnvel utanaðkomandi sérfræðinga komi að undirbúningi verkefnis verður alltaf einhver að vera ábyrgur fyrir verkefninu og sem aðrir gefa skýrslu um gang mála.
Vita allir hver stjórnar verkefninu?
Öll verkefni, hversu áhugaverð sem þau kunna að vera, þarf að kynna og kynninguna þarf að undirbúa með góðum fyrirvara.
Hvernig er verkefnið kynnt? Hver gerir það? Hvaða gögn þarf? Hver ætlar að útvega þau eða búa þau til?
Staðsetning verkefnisins er lykillinn að velgengni þess. Árangur verkefnis hvílir á stærð vettvangs, næði, umhverfi, snyrti mennsku, hreinlæti og hávaðastigi. Vettvangurinn er jafnvel enn mikilvægari þegar verkefnið er utan venjulegs fundar staðar. Þegar um útilegur og ferðir er að ræða er nauðsynlegt að skoða staðinn fyrirfram og ganga úr skugga um að þar megi vinna öll þau verkefni sem áætluð eru.
Hefur staðsetning verið ákveðin eða fastmælum bundið hver ber ábyrgð á að finna stað og undirbúa hann fyrir dag skrána? Hefur sveitarforinginn skoðað staðinn og kannað hvort hann hentar? Hefur fengist leyfi til að nota hann?
Sum stutt verkefni eru unnin í einni lotu meðan önnur, einkum þau lengri, eru unnin í mislöngum áföngum. Verkefnum fylgja mismunandi gögn.
Er búið að fara yfir mismunandi áfanga verkefnisins og tilnefna einhvern til að bera ábyrgð á hverjum áfanga fyrir sig?
Næstum öll verkefnin hafa tilbrigði sem hægt er að framkvæma hvert af öðru eða samtímis.
Er búið að undirbúa gögnin sem þörf er á fyrir mismunandi tilbrigði verkefnisins?
Flokksverkefni eru undirbúin af skátunum sjálfum og sveitarverkefni af sveitarráðinu með þátttöku skátanna.
Taka skátarnir þátt í undirbúningi verkefna á viðeigandi hátt?
12 | Dagskrárhringurinn
309
Þegar þörf er fyrir utanaðkomandi aðila verður að vekja áhuga þeirra og skuldbinda þá verkinu fyrirfram. Við getum ekki farið í „veiðiferð” án leiðsagnar veiðimanns, eða ljósmynda námskeið án stuðnings ljósmyndara.
Er búið að tryggja aðstoð utanaðkomandi aðila og er þátttaka þeirra staðfest?
Í myrkri seint um kvöld á hæð utan við bæinn eru allir tilbúnir og bíða eftir stjörnuskoðun. Sá sem ber ábyrgð á að útvega sjónaukann kemur of seint og man fyrst, þegar hann kemur að hann átti að sækja sjónaukann í leiðinni. Enginn sem hefur reynslu af slíku mun gleyma mikilvægi þess að hafa allt efni og búnað til taks þegar þörf er á.
Er búið að útvega eða útbúa allt efni og búnað sem þörf er á fyrir verkefnið?
Mörg verkefni kosta ekkert en önnur sem eru lengri eða efnisfrekari, svo sem úti legur eða umfangsmeiri valverkefni, þarf að fjármagna til að hægt sé að koma þeim í framkvæmd.
Hefur verið gerð fjárhagsáætlun fyrir verkefnið? Er lokið útvegun nauðsynlegs fjármagns? Hver sér um fjármálin? Er búið að ákveða hvernig og hvenær fjárhagsuppgjör fer fram?
Sá sem ber ábyrgð á verkefninu verður að fylgjast vel með því og gæta þess að úthlutuð verk séu unnin, allt þar til verkefninu er lokið.
Er allt til reiðu áður en verkefnið hefst?
Þegar verkefni er undirbúið getur stundum þurft að breyta upprunalegri áætlun. Þá fyrst kemur endanlega í ljós hversu mikinn tíma þarf fyrir hvert verkefni. Ef áætlunin er sveigjanleg er auðvelt að hliðra til eða gera breytingar.
310
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
FRAMKVÆMD OG MAT VERKEFNA Eftir að sveitin hefur varið tíma í val, skipulagningu, útfærslu og undirbúning snýr hún sér að miðáfanga dagskrárhringsins sem tekur lengstan tíma. Þessi áfangi felur í sér það sem skátunum þykir skemmtilegast: Að gera eitthvað – að framkvæma. Hann felur líka í sér það sem sveitarforingjarnir hafa mestan áhuga á: Að hjálpa skátunum að þroskast af eigin athöfnum. Í þessum áfanga er nauðsynlegt að gera greinarmun á vinnunni við verkefnið, mati á verkefninu og því að fylgjast með framförum skátanna.
Á sama hátt og við fjölluðum um persónulegan þroska skátanna í 11. kafla munum við nú skoða hvernig verkefnin eru unnin og metin.
Flokks- og sveitarverkefnin eru unnin samtímis Samkvæmt áætlun sveitarinnar vinnur hver flokkur verkefni sín sjálfstætt undir sam hæfingu flokksforingja sem fær aðstoð frá sveitarforingjunum þegar þörf gerist. Einnig undir yfirumsjón sveitarráðsins. Flokksverkefnin eru samhæfð sveitarverkefnunum ýmist hvert á eftir öðru eða samtímis. Þessi verkefni eru samhæfð í sveitarráðinu, af foringjaflokknum eða af tilnefndum vinnu hópum sveitarforingja og flokksforingja eða aðstoðarflokksforingja. Þessir vinnuhópar eru myndaðir fyrir einstök verkefni og leystir upp þegar þeim er lokið. Að samhæfa og stjórna flokks- og sveitarverkefnum – hefðbundnum verkefnum og valverkefnum, löngum og stuttum – er eins og að raða saman gríðarstóru púsluspili. Hver biti kann að virðast lítilfjörlegur einn og sér en saman móta bitarnir mynd sem verður ekki heild ef einhvern hlutann vantar. Sveitarráðið ber ábyrgð á að raða saman bitum púsluspilsins – verkefnunum – með því að kanna vikulega hvort dagskráin gangi samkvæmt áætlun.
12 | Dagskrárhringurinn
311
Alltaf er þörf hvatningar og að vekja áhuga á verkefnum Þó að skátarnir hafi sjálfir valið verkefnin er alltaf nauðsynlegt að hvetja þá þar sem áhugi þeirra getur dvínað á þeim tíma sem liðinn er síðan verkefnin voru valin til þess tíma sem þeim er komið í framkvæmd. Það er undir hvatningunni komið hversu viljugir skátarnir eru í að ráðast til atlögu við verkefni og leggja sig fram við að ná góðum árangri. Það á ekki bara að hvetja skátana rétt fyrir, eða nokkrum dögum fyrir, upphaf verkefnis heldur löngu áður. Hvatningin getur tekið á sig ýmsar myndir og skapað andrúmsloft eftirvæntingar sem varir þar til verkefnið er framkvæmt. Hvatningin þarf einnig að vara meðan á verkefninu stendur til að viðhalda áhuga, virkni og sjálfstrausti skátanna, en áhuginn á það til að dvína þegar erfiðleikar steðja að og árangurinn virðist fjarlægur.
Vinna við verkefnin verður að vera spennandi Skátarnir verða að upplifa hvert verkefni sem hátíð. Það verður að byggja upp spennu svo þeir séu tilbúnir til að ráðast í næsta verk með endurnýjuðum krafti. Ef þeir sjá ekki skátaverkefnin sem eitt af forgangsverkefnum sínum eru verkefnin ekki líkleg til að leiða af sér reynslu sem örvar þroska þeirra og hjálpar þeim við að taka framförum sem tengd eru eigin markmiðum og áskorunum. Til að tryggja að verkefnin séu spennandi fyrir alla þarf að hafa nokkur atriði í huga:
• Allir skátarnir þurfa að hafa áhugavert hlutverk við framvæmd verkefnisins – verkefni hafa þátttakendur, ekki áhorfendur. • Hlutverkum sem fylgja verkefnunum skal úthluta af sanngirni og taka tillit til persónulegrar færni þátttakenda. • Við megum ekki leyfa algengum staðalímyndum um kynferði að hafa áhrif á störf okkar. Við megum t.d. ekki úthluta strákunum ögrandi verkum en stelpunum dauflegri viðfangsefnum. • Þó að árangur verkefnis sé mikilvægur ættu foringjarnir að hvetja skátana til að njóta verkefnisins í sjálfu sér, óháð árangri þess. Það hjálpar til við að þróa með þeim tilfinningalega yfirvegun sem ekki er háð velgengni eða mistökum. • Við verðum að tryggja að ekki sé gert lítið úr þeim sem ná ekki þeim árangri sem þeir vonuðust til, að skátar sem vinna hægar séu ekki hafðir útundan og að síður vinsælir drengir og stúlkur séu ekki hunsuð. • Ef einhver skáti færist undan því að taka þátt í eða halda áfram með verkefni, verður að virða þá ósk. Við ættum að fylgjast nánar með hegðun hans eða hennar og reyna að tala við hann eða hana til að finna út hver ástæðan er og veita nauðsynlegan stuðning. Þetta má gera innan flokksins eða af umsjónarforingja viðkomandi skáta.
312
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Þeir sem bera ábyrgð á verkefnum þurfa að sjá til þess að þau séu spennandi Verkefni þurfa alltaf að fela í sér vissa spennu og stíganda. Sveitarforingjarnir – flokksforinginn eða aðstoðarflokksforinginn, ef um flokksverkefni er að ræða – bera ábyrgð á því að viðhalda heilbrigðri spennu í verkefninu. Reynslan sýnir að vissar aðstæður geta truflað spennu og stíganda verkefna.
• Verkefni kann að ganga svolítið þunglega í upphafi en virknin og áhuginn munu aukast smám saman þegar vinnan fer að skila árangri og ný reynsla fæst. Sé sá foringi sem ber ábyrgð á verkefninu virkur og áhugasamur munu skátarnir fljótlega smitast af honum. • Engin ástæða er til að vera með fyrirgang eða sérstakar uppákomur til að laða fram áhuga skátanna. Yfirveguð hvatning og stuðningur af og til eftir þörfum hefur ekki minni áhrif. • Sá sem stjórnar verkefninu leysir ekki allan vanda sem upp kann að koma. Það er betra að gefa ekki of miklar leiðbeiningar eða koma með of margar tillögur. Vænlegra til árangurs er að láta skátana sjálfa sigrast á hindrunum, leita annarra leiða og finna lausnir. • Koma verður í veg fyrir að eyður sem stafa venjulega af of litlum eða lökum undir búningi. Þegar þær verða vegna ófyrirséðra aðstæðna verður að gera nauðsynlegar breytingar og nota stuðningsverkefni til að ná aftur upp stíganda og spennu verk efnisins. Þegar um stutt verkefni er að ræða er alltaf gagnlegt að hafa eitthvað annað verkefni við hendina sem gæti komið í staðinn, svo sem skyndiverkefni, kappleiki, aðra útfærslu af sama verkefni eða einfaldlega annað verkefni. • Hægist á verkefni getur verið gott að brjóta það upp með söng, dönsum, leikjum eða keppni sem kemur blóðinu á hreyfingu. • Þegar utanaðkomandi aðstoðarfólk kemur að verkefnunum þarf það að koma inn á réttum tímapunkti þannig að nærvera þess trufli ekki framgang og eðlilegt flæði verkefnisins. Þetta þýðir að þeir sem fengnir eru til aðstoðar verða að þekkja og skilja hlutverk sín og mega ekki snúa dagskránni upp í eigin uppákomu. • Þeir sem bera ábyrgð á verkefninu verða að koma fyrstir á staðinn og vera tilbúnir þegar framkvæmd þess hefst, einkum þegar um hefðbundna fundi er að ræða. Að vera til staðar í upphafi skapar öryggi, tryggir að allt sé tilbúið og veitir skátunum hvatningu.
12 12 || Dagskrárhringurinn Dagskrárhringurinn
313
Vinna við verkefnin eykur ábyrgðartilfinningu okkar Skátaverkefni eru öðruvísi en það að hittast óvænt eða fyrir tilviljun úti á götu og gera eitthvað. Þeir sem stjórna verkefnum verða að gera skátana meðvitaða um þetta. Verk efnin veita okkur tækifæri til að þróa venjur sem gera okkur að ábyrgari einstaklingum. Við þurfum að vera stundvís, ganga vel um staðina sem við höfum að láni og skilja við þá hreinni en við komum að þeim, skila tækjum á réttum tíma, halda áhöldum sveitarinnar og flokksins í góðu standi. Að vinna þau verk sem okkur eru falin og krefjast þess sama af öðrum byggist á viðhorfum sem móta siði og félagsfærni sem skipta miklu fyrir persónu þroskann. Einstaklingar sem haga sér ekki samkvæmt þessu munu fljótt koma að luktum dyrum. Þeir sem sýna ábyrg viðhorf munu hins vegar hljóta góðan orðstír sem mun reynast þeim verðmæt eign og mikilvægur vitnisburður í skátastarfinu og utan þess.
Verkefni verða að lágmarka hugsanlega áhættu Öllum verkefnum fylgir möguleg áhætta. Það er skylda þeirra sem stjórna þeim að tryggja að verkefni skátanna valdi ekki slysum. Áhöld okkar, efni og búnaður, gönguleiðir, farartæki, tegund og staðsetning verkefna, staðsetning eldstæðis, maturinn sem við borðum, fötin sem við erum í og staðarval tjaldanna – allt sem við gerum og allt sem við notum getur falið í sér einhverja áhættu sem gæti hugsanlega valdið veikindum eða slysi. Við verðum því að fylgjast vel með öllu þessu, sem og öryggi skátanna almennt. Hér á eftir eru nokkrar ráðleggingar sem nota má við flestar aðstæður. Sveitarforingjarnir verða að þekkja og fylgja þessum ráðleggingum: • Fyrirbyggðu: Taktu þér tíma til að greina alla mögulega áhættu sem fylgir því sem til stendur að gera og finndu út hvernig þú getur lágmarkað hana og sett skýr mörk. • Upplýstu: Upplýsa þarf alla, skýrt og greinilega um hver áhættan er og hvað þurfi til að komast hjá áhættuhegðun. Þegar við á er hægt að nota tilkynningar og varúðarskilti. • Fyrirbyggðu og upplýstu stöðugt: Forvarna er sífellt þörf. Endurtaktu upplýsingar um áhættu eða háska reglulega og haltu varúðarskiltum í góðu standi. • Vertu viðbúinn að veita virka aðstoð: Þrátt fyrir forvarnir og umræður geta slys orðið og háskalegar aðstæður myndast. Við verðum að vera viðbúin og: »» vita hvað á að gera í hverju tilfelli, hafa skyndihjálparbúnað og efni við hendina og »» vita til hvaða aðgerða skal grípa svo að veita megi aðstoð á réttum tíma og skilja ekki önnur hættusvið eftir óvarin á meðan.
314
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Verkefni eru metin á grundvelli áður skilgreindra markmiða Verkefnismat felur í sér: • Að fylgjast með hvernig verkefnið gengur til að sjá hvort unnt sé að bæta framkvæmdina á einhvern hátt. Þetta þýðir að fylgjast þarf vel með öllu til að reyna að hámarka árangurinn. Þetta köllum við leiðsagnarmat. • Að greina árangurinn til að sjá hvort settum upphaflegum markmiðum hafi verið náð. Þetta þýðir mat á því hvort skátarnir fengu það út úr verkefninu sem til var ætlast. Það köllum við árangursmat.
Til að fást við þetta tvenns konar verkefnismat þurfum við að hafa sett markmiðin fyrirfram og skráð þau. Hafi engin markmið verið sett getur verið erfitt að meta árangurinn. Séu markmið ekki skráð verður matið líklega margrætt þar sem hver og einn mun skilja á sinn hátt hverju verkefninu var ætlað að ná. Ef markmiðin eru óljós freistast menn til að minnka bilið milli þeirra og árangursins sem náðist og og hvetja þannig til sjálfsánægju sem ef til vill er ekki inneign fyrir. Markmið valverkefnanna ætti alltaf að skrá vegna fjölbreyttra markmiða þeirra og inntaks. Undantekningar eru: • Skyndiverkefni. Þar sem þau eru í eðli sínu óvænt er ekkert vit í að skrá markmið þeirra. • Einstaklingsbundin stuðningsverkefni. Þar sem að þau eru tillögur lagðar fyrir einstaka skáta af umsjónarforingja hans eða hennar er engin þörf á að skrá þau markmið. • Einstaklingsbundin verk innan flokksverkefnis, sem úthlutað er til skátanna í flokknum í tengslum við verkefnavinnu flokksins eða sveitarinnar. • Sérkunnáttuverkefnin. Fyrir sérkunnáttumerkin eru markmiðin ýmist skráð eða óskráð eftir ákvörðun sveitarforingja og þess sem hefur umsjón með sérkunnáttuverkefnunum samkvæmt samkomulagi sem gert er við viðkomandi skáta.
Yfirleitt er óþarfi að skrá markmið hefðbundnu verkefnanna þar sem inntak þeirra er alltaf nokkuð svipað og þau unnin á nokkuð staðlaðan hátt. Það á til dæmis við um hefðbundna fundi, leiki, sögur, söng, dans og venjubundnar hátíðaathafnir eða hátíðir. Þó ættum við að skrá markmið nokkurra hefðbundinna verkefna svo sem útilegu og ferða sem hafa mismunandi inntak og fela jafnvel í sér fjölda valverkefna.
12 | Dagskrárhringurinn
315
Verkefni eru metin með vettvangsathugun Verkefni eru metin með vettvangsathugun. Skátarnir sjálf ir, sveitarforingjar, foreldrar og aðrir taka þátt í verkefna matinu með því að fylgjast með, hlusta, skynja, greina, bera saman og draga ályktanir. Það er mjög gott að venja sig á að skrá athuganir sínar í litla minnisbók þar sem þær gleymast annars auðveldlega. Próf og nákvæmar mælingar eru í raun ekki nothæfar fyrir skátaverkefni þar sem þau snúast ekki um að tileinka sér formlega þekkingu. Áhugi okkar beinist að manneskjunni í heild þar með töldum viðhorfum skátanna. Í undantekningartilfellum má meta vissa handlagni og tækniþekkingu með mælingu.
Verkefni eru metin meðan á þeim stendur og þegar þeim lýkur Leiðsagnarmat
Það er æskilegt að meta verkefnin meðan á þeim stendur ef um er að ræða meðallöng eða löng verkefni sem unnin eru í nokkrum áföngum. Þetta eru yfirleitt sveitarverkefni svo að skátarnir sjálfir, sveitarforingjar og stundum utanaðkomandi aðili ef við á, koma að matinu. Mat á verkefnum meðan á þeim stendur er til að ákvarða hvort þörf sé á leiðréttingareða stuðningsverkefnum. Ef skátarnir taka ekki allir þátt verðum við að finna leið til að virkja þá. Ef verkefnið dregst óþarflega á langinn verðum við að hraða því. Ef lítill áhugi er fyrir verkefninu verðum við að hvetja og vekja áhuga skátanna. Ef verkefnið er að fara út af sporinu verðum við að finna leið til að koma því á rétta braut eða skipta því í tvö samhliða verkefni. Til að bregðast við leiðsagnarmati með leiðréttingu verða þeir, sem bera ábyrgð á verkefninu að vera sveigjanlegir og tilbúnir til að endurskoða framkvæmdina. Árangursmat
Öll verkefni þarf að meta þegar þeim lýkur. Jafnvel þau stystu þarf að meta. Flokksverkefnin eru metin af flokksþingi. Flokksforingi eða aðstoðarflokksforingi leggur síðan niðurstöðu flokksins fyrir sveitarráð. Sveitarverkefnin eru fyrst metin í flokkunum og síðan í sveitarráðinu. Einstaka sinnum er boðað til sveitarþings til að samþykkja mat á verkefni ef það hefur verið allri sveitinni mikilvægt eða ef nauðsynlegt reynist að setja reglur vegna reynslunnar af framkvæmdinni.
316
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Foreldrarnir koma aðeins að matinu ef þeir hafa tekið þátt í verkefninu eða aðstoðað við það. Eins þegar þeir hafa verið vitni að áhrifum verkefnisins, svo sem þegar skátarnir hafa unnið hluta verkefnis heima eða þegar foreldrar hafa á annan hátt fylgst með því hvað skátarnir voru að gera. Þátttaka utanaðkomandi aðila að matinu er eins og í tilfelli foreldra aðeins möguleg þegar þeir hafa átt hlutdeild í verkefninu eða eru í aðstöðu til að geta metið áhrif þess. Sveitarforingjarnir meta alltaf verkefnin meðan á þeim stendur og í lok þeirra (bæði leiðsagnar- og árangursmat). Tilgangurinn með mati þeirra er að draga ályktanir um hvernig dagskárhringurinn hefur gengið og skoða eigin þátttöku í honum til að staðfesta hvort þeir hafi axlað á fullnægjandi hátt þá ábyrgð sem af þeim var vænst.
Matsleikir og matsaðferðir Hægt er að nota marga ólíka leiki og aðferðir til að hvetja til umræðna við skátana og þeirra á milli um matið – og dýpka reynslu þeirra á því sviði.
Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig má gera mat flokkanna og sveitarinnar bæði skemmtilegt og gefandi. Hvernig tókst verkefnið – hvernig gekk þér?
Stutt, óformlegt mat eftir hvern viðburð eða verkefni. Til að komast hjá gagnslitlum svörum eins og „þetta var allt í lagi“ eða „þetta var gaman“ er hægt að nota opnar spurningar sem krefjast efnislegra svara. Athugið að slíkt mat ætti ekki að taka lengri tíma en 5 mínútur. Þessi aðferð er hugsuð sem leið fyrir foringja eða skipuleggjendur viðburðar til að fá viðbrögð frá skátunum og sem tækifæri fyrir skátana til að segja sína skoðun. Spurningarnar sem notaðar eru við matið ættu að vera einfaldar og þess eðlis að þær fái skátana til að hugsa um grunnþætti þess sem verið er að meta. Hér að neðan eru nokkur dæmi um opnar spurningar sem hægt væri að nota í endurmatinu. Spurningarnar snúast allar um það jákvæða frekar en það neikvæða. • Hvað lærðir þú af því að leysa þetta verkefni? • Hvaða árangri náðir þú? • Hvaða hluta verkefnisins gekk þér best að leysa? Hægt er að framkvæma þetta stutta mat meðan verið er að leysa önnur verkefni, til dæmis í stuttri gönguferð, við frágang við lok útilegu eða í rútunni á leiðinni heim. Foringjar geta líka tekið stutta stund til að meta flokkinn eða sveitina hvenær sem þeim hentar; yfir kvöldmatnum, í spjalli inni í tjaldi eða strax eftir að verkefninu er lokið.
12 | Dagskrárhringurinn
317
Matsferlið samstendur oft af fjórum hlutum: Staðreyndum, persónulegum skoðunum, lærdómi af reynslunni og framtíðaráætlunum. • Staðreyndir eru yfirleitt staðhæfingar eins og „rútan var sein“ eða „við gleymdum tjöldunum“. • Persónulegar skoðanir á því sem gerðist við framkvæmd verkefnisins: „Verkefnið var skemmtilegt,“ „mér fannst ég skilin útundan,” „mér þótti gaman að vinna með flokknum,“ „við klúðruðum kvöldmatnum“, „ég veit að ég get gert betur næst“. • Lært af reynslunni: „Hvað höfum við lært af þessari upplifun?“ Þetta geta verið litlar persónulegar uppgötvanir eða stærri skipulagsatriði. Þarna er einnig átt við afrek einstaklinga og flokksins á meðan á verkefninu stóð. • Framtíðaráætlanir eru það sem við ætlum að gera í framtíðinni eftir að hafa lært af reynslunni. Að setja sér ný markmið og nýja stefnu.
Koma þarf matsniðurstöðum, til dæmis í tengslum við skipulagningu eða nýjar hug myndir að verkefnum og ævintýrum, til sveitarráðsins svo hægt sé að ræða þær og nýta í framtíðinni. Viðurkenning
Matsferlið er hannað til að draga fram það sem skátarnir hafa lært á framkvæmd verkefnisins. Árangur flokksins, sem og einstaklinganna, verður að vera metinn að verðleikum. Til að byrja með gæti hver skáti áttað sig sjálfur á eigin framförum; „ég lærði að kveikja eld,“„ég lærði tauþrykk” eða „ég var fararstjóri í gönguferð flokksins.“ Flokkurinn sem heild gæti líka án umhugsunar viðurkennt framfarir einstakra skáta: „Jón, þú ert frábær kokkur“ eða „María, þú ert svo flink að teikna”. Á sama hátt gæti sveitarforinginn bent á að flokkurinn vinni nú betur saman en áður og gangi því betur að leysa verkefnin sem hann tekur sér fyrir hendur.
Leikir sem hjálpa til við matsferlið Matið þarf að vera eðlilegt og skemmtilegt ferli í skátastarfi og ólíkt t.d. skólaprófum. Þess vegna er mikilvægt að nota leiki og aðrar skemmtilegar aðferðir til að gera matið aðlaðandi fyrir ungt fólk. Unglingum finnst oft erfitt að segja skoðanir sínar í hópi. Leikir og aðrar aðferðir geta gert matsferlið einfaldara. Leikir geta líka auðveldað börnum og unglingum að tjá sig, að spyrja spurninga eða láta líðan sína í ljós. Reynið að nota nýjan leik í hvert sinn sem matið fer fram og að vera hugmyndarík þegar kemur að því að fara í skemmtilegan leik. Algengt vandamál við umræður í hópi er að þær eru alls ekki hópumræður. Oft eru margir samankomnir í hópi án þess að allir taki þátt í umræðunum. Þannig verða þær í raun eins konar pallborðsumræður þar sem fáir tala og flestir eru hljóðir. Fáir einstakl ingar taka yfir umræðuna og þegar þeir sem hafa haldið sig til hlés eru beðnir um að koma með sína skoðun er kannski lítið eftir ósagt.
318
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Hér eru nokkrar aðferðir sem geta leyst þetta vandamál: Kuðungurinn
Kuðungur (eða einhver eigulegur hlutur sem kostar ekki mikið) er notaður til að stjórna umræðum í hópnum. Til að tryggja að allir fái jafnan rétt til að tjá sig er reglan sú að allir sitja í hring og kuðungurinn er látinn ganga til vinstri. Sá sem er með kuðunginn hefur orðið. Ef viðkomandi hefur ekkert að segja lætur hann kuðunginn ganga áfram til næsta skáta. Gott er að skátarnir skipti reglulega um sæti til að brjóta upp röðina. Eldspýturnar
Skátarnir standa eða sitja í hring og fata eða skál er í miðju hringsins. Hver skáti fær fimm eldspýtur (eða annan tiltekinn fjölda). Skátarnir henda eldspýtum í fötuna hver af öðrum, sá sem hittir fær orðið og þarf þá sá sem er að tala að þagna á stundinni og leyfa þeim sem kastaði eldspýtunni að segja sína skoðun. Sá fær að tala þangað til ein hver annar kemur eldspýtu í fötuna og fær orðið. Þegar einhver af skátunum er búinn með eldspýturnar sínar þarf að ákveða með hraði hvort að a) halda eigi áfram með sömu reglur og viðkomandi geti því ekki gripið meira fram í, b) reglunum verði breytt og hóp urinn fái að ákveða nýjar reglur, c) hætt verði við að nota eldspýtuaðferðina. Tilbrigði: Kexið – Aðferð sem svipar til eldspýtnaleiksins, en hefur meira skemmtanagildi. Í hvert skipti sem einhver hefur lokið máli sínu þarf viðkomandi að taka kexköku og borða hana upp til agna áður en hann fær að tala aftur. „Bönd við hönd”
Gamlar klifurlínur, þvottasnúrur eða litrík nælonbönd eru afbragðs hjálpartæki við mat. Stundum er hægt að teikna línur á blöð. Í flestum tilvikum þegar nóg er pláss, hvort heldur sem er innandyra eða úti, muntu hins vegar fljótt komast að því að bönd gera matið skemmtilegra. Hér á eftir eru níu skemmtilegir leikir ásamt ýmsum tilbrigðum þar sem bönd eru notuð. Leikirnir hafa allir reynst vel til að fá unglinga til að segja skoðun sína á verkefnum skátaflokksins síns og skátasveitarinnar – og jafnvel hjálpað til við sjálfsmat hvers og eins.
Á dagskrárvef BÍS eru ítarlegar lýsingar á endurmatsleikjunum og ýmsum tilbrigðum við þá.
Heiti leiks
Ávinningur
Teinar í gjörð
Góð leið til að meta árangur með hliðsjón af markmiðum flokksins.
Skeifan
Leikur til að fá fram mismunandi sjónarmið og ræða þau.
12 | Dagskrárhringurinn
319
Gullfiskabúrið
Leikur til að beina athyglinni að matinu sjálfu.
Línurit flokksins
Leikur til að átta sig á fjölbreytni innan flokksins og til að auka samkennd hans.
Leiðarlýsingin
Leikur til að endurupplifa ferð og rifja upp vandamál sem þurfa ítarlegt endurmat.
Orkusviðið – Táknrænt reiptog
Leikur til að losa flokka eða einstaklinga úr deilum.
Verkefnin kortlögð
Leikur til að komast að því hvað drífur fólk áfram (eða ekki).
Nýliðinn sem okkur vantar
Leikur til að hjálpa flokki að finna út þarfir sínar og forgangsatriði.
Talandi hnútar
Fljótleg og góð aðferð til að hvetja skátana til að taka virkan þátt í endurmati.
Tertan
Leikur til að átta sig á því hvernig tímanum var varið.
Verkefnamatið leggur til upplýsingar fyrir mat á þroska skátans Í bókinni höfum við lagt áherslu á mismuninn milli verkefnamats og mats á þroska unglinganna. Þó að þessi tvö ferli hafi mismunandi tilgang er samt sama athugunin þeim til grundvallar.
Þegar við förum yfir verkefni sem er í fullum gangi komumst við ekki hjá því að taka samtímis eftir atferli skátanna og hvaða breytingum þeir taka. Þannig veitir könnun á því hvernig verkefni gengur okkur líka upplýsingar um persónulegan þroska skátanna. Í lok dagskrárhrings þegar mörg verkefni hafa verið unnin hjálpa þessar upplýsingar okkur að komast að niðurstöðu um framfarirnar sem hver og einn skáti hefur tekið í átt að eigin áskorunum. Umsjónarforinginn sem fylgist með skátanum mun þá ræða þær niðurstöður við hann eins og útskýrt var í 11. kafla.
320
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
LOKAORÐ Vonandi hefur þú haft bæði gagn og gaman af lestri þessarar handbókar fyrir sveitarforingja dróttskáta. Varla hefur þú lesið hana síðu fyrir síðu en bókin er góð handbók sem hægt er að grípa til þegar þörf krefur. Þú dýpkar skilninginn með endurteknum og ítarlegum lestri. Vonandi þjónar bókin vel sem slík og væntanlega kemur hún í góðar þarfir þegar vanda ber að höndum á komandi árum. Engin bók kemur þó í staðinn fyrir eigin reynslu. Skátastarf verður ekki til á pappír eða í bókum. Það sem skiptir mestu máli í skátastarfi er að virkja kraft barna og unglinga og læra svo af reynslunni. Bestum árangri náum við með því að undirbúa skátastarfið af kostgæfni, framkvæma svo og meta síðan hvernig til hefur tekist. Munum þó að gott skátastarf er ekki einungis verkefni skátaforingjans. Meginmáli skiptir að virkja skátana sjálfa í öllum þáttum starfsins – undirbúningi, ákvörðunum um verkefnin, framkvæmd og mati í lok hvers dagskrárhrings. Þannig verður skátastarf ekki einungis uppbyggjandi og skemmtilegt fyrir skátana okkar heldur líka gefandi og lærdómsríkt ferli fyrir okkur skátaforingjana. Gangi þér vel.
12 | Dagskrárhringurinn
321
MERKi dróttskáta ÁFANGAMERKI
Líkamsþroski
Vitsmunaþroski
Persónuþroski
Tilfinningaþroski
Félagsþroski
Andlegur þroski
ÚTILÍFSMERKI
322
Dagsferð Fjólublátt
Útilega Fjólublátt
Skátamót Fjólublátt
Dagsferð Grænt
Útilega Grænt
Skátamót Grænt
Dagsferð Blátt
Útilega Blátt
Skátamót Blátt
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
SÉRKUNNÁTTUMERKI
Listir Fjólublátt
Íþróttir Fjólublátt
Útilíf Fjólublátt
Tækni Fjólublátt
Hjálpsemi Fjólublátt
Listir Grænt
Íþróttir Grænt
Útilíf Grænt
Tækni Grænt
Hjálpsemi Grænt
Listir Blátt
Íþróttir Blátt
Útilíf Blátt
Tækni Blátt
Hjálpsemi Blátt
DRÓTTSKÁTAMERKI
Bronsrúnin
Silfurrúnin
Gullrúnin
- Fyrsta dróttskátamerkið -
- Annað dróttskátamerkið -
- Þriðja dróttskátamerkið -
Afhent þegar skátinn byrjar að vinna að fyrstu áfangamarkmiðum sínum
Afhent þegar skátinn hefur náð um það bil 29 (28-30) áfangamarkmiðum
Afhent þegar skátinn hefur náð um það bil 59 (58-60) áfangamarkmiðum
LEIÐANGURSMERKIÐ
Lokatakmark allra í dróttskátastarfi
12 | Dagskrárhringurinn
323
GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR Bandalag íslenskra skáta Hraunbæ 123 | 110 Reykjavík Sími: 550 9800 Netfang: skatar@skatar.is Veffang: www.skatar.is Slysavarnarfélagið Landsbjörg Skógarhlíð 14 | 105 Reykjavík Sími: 570 5900 Netfang: skrifstofa@landsbjorg.is Veffang: www.landsbjorg.is Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni Úlfljótsvatni | 801 Selfossi Sími: 482 2674 Netfang: ulfljotsvatn@skatar.is Veffang: www.ulfljotsvatn.is Hamrar Útilífs- og umhverfismiðstöð skáta Box 135 | 602 Akureyri Sími: 461 2264 Netfang: hamrar@hamrar.is Veffang: www.hamrar.is
WAGGGS World Association of Girl Guides and Girl Scouts Veffang: www.wagggs.org European Scout Region - WOSM Veffang: www.scout.org/en/around_ the_world/europe European Region - WAGGGS Veffang: www.wagggseurope.org JOTA | JOTI Jamboree on the Air | Jamboree on the Internet Veffang: www.joti.org
Gilwellhringurinn Veffang: www.gilwell.is
Alþjóðlegar skátamiðstöðvar Kandersteg | Sviss | WOSM Veffang: www.kisc.ch
St. Georgsgildin á Íslandi Veffang: www.stgildi.is
Our Cabana | Mexíkó | WAGGGS Veffang: www.ourcabana.org
Radíóskátar Veffang: www.skatar.is/radioskatar
Our Chalet | Sviss | WAGGGS Veffang: www.ourchalet.ch
Skógræktarfélag skáta við Úlfljótsvatn Veffang: www.skatar.is
Pax Lodge | Bretland | WAGGGS Veffang: www.paxlodge.org
Rathlaupsfélagið Hekla Veffang: www.rathlaup.is
Sangam | Indland | WAGGGS Veffang: www.sangamworldcentre.org
Skátakórinn Veffang: www.skatar.is/skatakorinn
324
WOSM World Organisation of the Scout Movement Veffang: www.scout.org
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Æskulýðsvettvangurinn Samstarfsvettvangur BÍS, UMFÍ og KFUM-K Tengiliður: Skrifstofa BÍS Netfang: skatar@skatar.is
SAMÚT – samtök útivistarfélaga Tengiliður: Skrifstofa BÍS Netfang: skatar@skatar.is Almannaheill Samstarfsvettvangur félaga og sjálfseignastofnanna sem vinna að almannaheill á Íslandi Tengiliður: Skrifstofa BÍS Netfang: skatar@skatar.is
Æskulýðsráð ríkisins Tengiliður: Skrifstofa BÍS Netfang: skatar@skatar.is
Norræna æskulýðsnefndin Tengiliður: Skrifstofa BÍS Netfang: skatar@skatar.is
Ýmsir samstarfsaðilar Landvernd Veffang: www.landvernd.is
fleira gagnlegt
12 | Dagskrárhringurinn
325
TENGILIÐIR mínir Nafn
326
H a n d b ó k sveitarforingja dróttskáta
Sími
Netfang
TENGILIÐIR mínir Nafn
Sími
Netfang
12 | Dagskrárhringurinn
327
til minnis
328
H a n d b 贸 k sveitarforingja dr贸ttsk谩ta
til minnis
12 | Dagskrรกrhringurinn
329
330
H a n d b 贸 k sveitarforingja dr贸ttsk谩ta