Ársskýrsla Skátasambands Reykjavíkur 2011

Page 1

ársskýrsla skátasambands reykjavíkur 2011

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

1


Efnisyfirlit 1. Stjórn SSR.................................................................................................................................... 3 2. Fjármál og rekstur........................................................................................................................ 3 3. Sameiginleg viðfangsefni............................................................................................................. 5 Sumardagurinn fyrsti . ......................................................................................................... 5 17. júní ................................................................................................................................ 5 Örstefna. Samvinna skátafélaganna í Reykjavík.....................................................................6 Skátamót o.fl.........................................................................................................................6 Útilífsskólar............................................................................................................................ 6 4. Húsnæðismál............................................................................................................................... 7 5. Starf skátafélaganna.................................................................................................................... 8 6. Úlfljótsvatn.................................................................................................................................. 9 Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni . ....................................................................................... 9 Kaup á jörðinni .................................................................................................................... 9 Framkvæmdir .................................................................................................................... 10 Sumarbúðir skáta að Úlfljótsvatni ..................................................................................... 10 Skólabúðir að Úlfljótsvatni ................................................................................................ 10 Stjórn og umsjón á Úlfljótsvatni ........................................................................................ 11 7. Hafravatn................................................................................................................................... 12 8. Minjanefnd................................................................................................................................ 12 9. Friðrikskapella............................................................................................................................ 12 10. Skátakórinn.............................................................................................................................. 13 11. Samstarf við Reykjavíkurborg.................................................................................................. 13 12. Samstarf SSR og BÍS................................................................................................................. 14 13. Skátaland................................................................................................................................. 14 14. Heiðursmerki SSR.................................................................................................................... 15 15. Afmæli skátastarfs................................................................................................................... 15 16. Þakkir....................................................................................................................................... 15 17. Skátafélög í Reykjavík.............................................................................................................. 16 Skátafélagið Árbúar................................................................................................................. 16 Skátafélagið Garðbúar............................................................................................................ 17 Skátafélagið Hafernir............................................................................................................... 17 Skátafélagið Hamar................................................................................................................. 18 Skátafélagið Landnemar.......................................................................................................... 19 Skátafélagið Segull.................................................................................................................. 20 Skátafélagið Skjöldungar......................................................................................................... 21 Skátafélagið Ægisbúar............................................................................................................. 22 Ársreikningur 2010 og áritun.......................................................................................................... 23

2

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


1. STJÓRN SSR Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur (SSR) var haldinn 12. apríl 2011. Stjórn SSR fyrir starfsárið 2011-2012 var þannig skipuð:

Anna Rós Sigmundsdóttir, formaður Sigurlaug B, Jóhannesdóttir, varaformaður Arthur Pétursson, gjaldkeri Haukur Haraldsson, meðstjórnandi Sigurður Már Ólafsson. meðstjórnandi

Skoðunarmenn voru kjörnir til eins árs: Sonja Kjartansdóttir Sigurþór Charles Guðmundsson Í uppstillingarnefnd voru kjörin til eins árs: Sveinbjörn Lárusson formaður Sigrún Sigurgestsdóttir Einar Berg Gunnarsson Í laganefnd voru kjörnir til eins árs: Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir formaður Arnlaugur Guðmundsson Sigurjón Einarsson Fulltrúar SSR í Minjanefnd Skáta, skipaðir af stjórn, eru: Björn Jón Bragason og Sigrún Sigurgestsdóttir. Verkefnastjóri SSR er Helgi Jónsson. Skátasamband Reykjavíkur var stofnað 25. nóv­ ember 1963. Skátasamband Reykjavíkur er samkvæmt lögum þess samband allra skátafélaga og annarra starfseininga skáta í Reykjavík, sem viðurkenndar eru af Bandalagi íslenskra skáta. Stjórnin hélt 17 stjórnarfundi á árinu og 4 auka­ fundi. Auk þess tóku fulltrúar stjórnar þátt í ýmsum öðrum fundum bæði á vegum Úlfljótsvatnsráðs, Bandalags íslenskra skáta og vegna samskipta við Reykjavíkurborg. Samráðsfundir félagsforingja í Reykjavík (félagsforingjafundir) voru 5 á árinu. Fundarstaðir þetta árið voru: Skátaheimili Hamars við Logafold 106 og í Skátamiðstöðinni að Hraunbæ 123.

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

2. FJÁRMÁL OG REKSTUR Undanfarin ár hefur fjárhagur Skátasambands Reykjavíkur verið afar erfiður og hefur glíman við miklar skuldir verið helsta viðfangsefni stjórnar. Nú er staðan sú að skuldir eru komnar niður í viðun­andi horf og líklegt að lækka megi þær hraðar en lánasamningar gera ráð fyrir á næstu misserum, Það er þó háð því að næsti þjónustu­ samningur við Reykjavík verður hagstæður. Í lok árs 2011 voru skuldir SSR 7,5 milljónir króna. Meginbreytingin frá 2009 fólst í því að hægt var að greiða umtalsvert niður lán SSR vegna upp­ greiðslu Bandalags íslenskra skáta á samningi vegna Skátamiðstöðvarinnar, að upphæð nærri 20 milljónum króna. Í lok árs var samþykkt kaup á jörðinni Úlfljótsvatn ásamt Bandalagi íslenskra skáta og Skógræktarfélagi Ísland. SSR keypti ¼ hlut í jörðinni og lánaði Skógræktarfélag Íslands SSR fé til þessara kaupa. Nánar um þessi kaup í kaflanum um Úlfljótsvatn. Þetta varð þó til þess að lánið upp á rúmar 20 milljónir var skuldfært og því hækkar skuldastaða SSR umtalsvert á milli ára. Á árinu náðist að halda rekstrinum í ágætu horfi eins og árið áður. Fjárhagsstaðan var góð og var rekstrarhagnaður upp á tæpar 1.6 milljón fyrir vaxtagjöld og afkomu dótturfyrirtækja og er það árangur ábyrgrar fjármálastjórnar. Lausafjárstaða var áfram góð og munar þar mestu um jafnar greiðslur framlaga frá Reykjavíkurborg samkvæmt þjónustusamningi SSR og borgarinnar. Daglegur rekstur SSR 2008-2010 var tryggður árið 2007 með þjónustusamningi við Reykjavíkurborg (sjá kafla 12). Með þeim samningi fékkst aukið fé til starfsmannahalds. Ákvað stjórn SSR að gera það að tillögu sinni að því fé yrði deilt út til skátafélaganna í formi starfsmannastyrkja. Skipuð var nefnd til að gera tillögur um með hvaða hætti fénu yrði úthlutað og með hvaða skilyrðum. Í nefnd­inni sátu Helgi Jónsson verkefnastjóri SSR, Haukur Haraldsson stjórnarmaður SSR og Sigfús Kristjánsson þáverandi félagsforingi Ægisbúa. Tillögur nefnd­ arinnar voru samþykktar af félagsforingjafundi og stjórn SSR og hafa gilt til þessa. Samkvæmt þess­um tillögum gerir stjórn SSR samning við skátafélögin um að þau fá styrk til að ráða starfsmann gegn því að láta stjórn SSR tilteknar upplýsingar í té og uppfylla ýmis önnur skilyrði. Þetta hefur leitt til betri

3


skýrslugerðar um starf skátafélaganna í Reykja­ vík. Öll skátafélög nema eitt hafa skrifað und­ir slíkan starfssamning og eru að fá jafnar greiðslur af styrk Reykjavíkurborgar. Þetta fyrirkomulag var til reynslu í tvö ár og lauk árið 2010. Styrkir þess­ ir hafa aukið stöðugleika í starfi skátafélaganna í Reykjavík. Það er verulegur mikill stuðningur fyrir starf skátaforingja og annarra sjálfboða­ liða að hafa starfsmann sem annast ýmist dagleg viðfangsefni, þótt hann sé einungis í hlutastarfi. Lengi hefur stjórn SSR sótt um stuðning til að ráða starfsmenn í skátafélögin og með þessum styrk er stigið lítið skref í þá átt að starfsmaður í fullu starfi verði í öllum skátafélögum í Reykjavík. Á árinu lagði stjórn SSR fram óskir sínar um innihald og fjárframlög í nýjum þjónustusamningi. Þar er m.a. lagt til að framlög til að ráða starfsmenn skátafélaga hækki úr 5 í 26 milljónir og að SSR fái árlega 5 milljónir króna til viðhalds skátaheim­ ilum. En svör forsvarmanna ÍTR voru á þá leið að engir þjónustusamningar yrðu gerðir og að eng­ ar verðbætur á rekstrarsamningum stæðu fyrir dyrum aðeins yrði ákveðið sömu framlög í eitt ár í senn. Þannig að framlög til skátastarfs í Reykjavík

4

stóðu í stað þrátt fyrir að miklar hækkanir á öllum gjöldum sem skátar greiða til baka af styrknum til borgarinnar og fyrirtækja á hennar vegum. For­ sendurnar fyrir framlögum eru miðaðar út frá þjónustusamningnum sem hafði lækkaði um 5-6 % þegar hann rann út 2010. Stjórn SSR þakkar þau fjárframlög sem samþykkt voru en lækkunin eru stjórninni ákveðin vonbrigði þar sem ljóst er að skátastarf í Reykjavík hefur eflst á grundvelli þjón­ ustusamningsins Við gerð nýs samnings þarf að hækka framlög til starfsmannahalds og taka tillit til þess að félögin eru nú átta í Reykjavík en ekki sjö eins og samningurinn miðaðist við í upphafi eða stöðuna árið 2007. Í dag eru félögin átta og verið er að leggja grunn að nýju félagi í Grafarholti. Þá er verið að huga að möguleikum á starfi á Kjalanesi. Til þess að koma skátafélagi af stað þarf talsverðan fjárhagslegan stuðning ásamt aðgang að aðstöðu frá borginni. Þegar vaxtagjöld og afkoma dótturfyrirtækja er tekin með þá er tap á SSR upp á 1.4 milljónir og munar þar mestu hlutur SSR í tapi á rekstri Útilífs­ miðstöðvar skáta Úlfljótsvatni upp á 2,1 milljón.

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


3. SAMEIGINLEG VIÐFANGSEFNI Sumardagurinn fyrsti Að venju var að haldin skátamessa í Hallgríms­ kirkju að viðstöddum góðum gestum. Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson heiðraði skáta með nærveru sinni. Prestur var séra Jón Dalbú Hróbjartsson en Laufey Haraldsdóttir nemi og skáti úr Ægisbúum flutti ræðu. Skátakórinn und­ir stjórn Skarphéðins Þórs Hjartarsonar sá um sönginn. Messunni var útvarpað í Ríkisútvarpinu. Skátar í Reykjavík fjölmenntu til messu og skátafélög gengu fylktu liði frá Arnarhóli til kirkjunnar. Fánasveit SSR stóð heiðursvörð við og í kirkjunni. Gönguverðlaun hlutu í annað sinn í röð Skátafélagið Segull. Bandalag íslenskra skáta kemur til jafns­ við Skátasambandið að framkvæmd skáta­ messunnar. Sigurlaug B. Jóhannesdóttir varaformaður SSR veitti nokkrum félögum í fánasveitin heiðursmerki SSR úr bronsi fyrir þátttökuna í sveitinni. Víða um borg tóku svo skátafélögin þátt í hverfis­ hátíðum með kaffisölu, leiktækjum, fánasveitum o.fl. Leiktæki Skátalands voru í framleigu hjá fjórum skátafélögum.

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

Vefur þar sem hægt er að skrá börn í alla Útilífs­ skólanna í Reykjavík var opnaður og sumarbækling­ ar um Útilífsskóla skáta í Reykjavík kom út þennan dag. Í tilefni sumardagsins fyrsta var haldin grillveisla í boði SSR á Ylströndinni við Nauthólsvík. Þessi viðburður var fyrir dróttskáta og aðra eldri af höf­ uðborgarsvæðinu en þessi hópur hafði staðið fyrir sumarhátíðum um allt stór Reykjavíkursvæðið um daginn. Miðjuhópurinn aðstoðaði við framkvæmd grillveislunnar og stóð fyrir keppni í skátaþrautum. Kvöldinu lauk vareldasöng. Tókst þessi viðburður í alla staði mjög vel og var mikil ánægja með hann meðal þeirra skáta sem mættu. Styrkur fékkst frá Styrktarsjóði skáta í viðburðinn.

17. júní Sem fyrr sá Skátasamband Reykjavíkur um að hafa leiktæki í hljómskálagarði skv. samkomulagi við þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkurborgar. Árið 2011 var stuðningur borgarinnar við dagskránna í Hljómskálagarði sami og 2001. Leiktæki Skátalands og skátar í Reykjavík voru einnig fengnir til að annast leiktæki ÍTR „Sumargrín“. Einnig sáu skátar um uppsetningu á sölutjöldum í miðbæn­ um og höfðu umsjón söluleyfa.

5


Þá stóð fánasveit SSR heiðursvörð við leiði Jóns Sigurðssonar að venju og gekk síðan fylktu liði að Austurvelli þar sem skátar stóðu heiðursvörð á meðan hátíðardagskrá stóð yfir. Eftir hádegið leiddi svo Fánasveitin tvær skrúðgöngur að miðbænum frá Haga og frá Hlemmtorgi. Göngustjórar að þessu sinni voru Helgi Jónsson Árbúum og Sandra Ýr Andrésdóttir Skjöldungur. Alls tóku 36 skátar þátt í Fánasveitinni. Mikil vinna er lögð í göngu- og stöðuæfingar fyrir þennan dag. Um 100 skátar tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd dagskrá í Hljómskálagarðinum og er þetta stærsta verkefni sem skátar í Reykjavík koma að í Reykjavík fyrir borgarbúa.

Samstarfsaðilar SSR voru mjög ánægðir með framkvæmdina, sem fyrr og er aðkoma skáta að þjóðhátíðarhöldunum skrautfjöður í starf skáta í Reykjavík. Talsvert var reynt að fá Reykjavíkurborg til að auka framlag til SSR vegna starfa Reykja­ víkurskáta í borginni á þjóðhátíðardaginn. Ljóst þykir að með þessu áframhaldi þarf að draga sam­ an framboð á tækjum þar sem ekki er unnt að endu­rnýja og viðhalda tækjakosti. Mun stjórn SSR halda áfram að óska eftir hækkuðu fjárframlag til þess að standa straum af kostnaði sambandsins vegna 17. júní. En framlagið hefur lítið breyst í krónum talið síðan 2001 og getur ekki lengur talist vera fjáröflun fyrir skáta í Reykjavík.

Örstefna. Samvinna skátafélaganna í Reykjavík Stefnumótunarfundur var haldinn í Heiðmörk og var það lokahnykkurinn á stefnumótunarvinn­ unni sem lagt var af stað með 2010. Niðurstaðan

6

var samþykkt á aðalfundi SSR. Í lok árs var síðan ákveðið að nefnd þriggja manna myndi vinna áfram með verkefnið og útbúa aðgerðaráætl­ un um hvernig skátafélögin ætla að ná þeim markmiðum sem samþykkt voru. í nefndinni eru Guðmundur Kristinsson Hamri, Ingi Þór Ásmundsson Garðbúum og Helgi Jónsson SSR.

Skátamót o.fl. Skátar í Reykjavík voru duglegir við að sækja skátamót bæði hérlendis og erlendis. Alheimsmót skáta í Svíþjóð. Alls voru skátar frá Íslandi 281. Þar af voru 103 frá skátafélögunum í Reykjavík. Voru Íslensku skátarnir á alstaðar bæði sem þátttakendur og starfsmenn mótsins. Innanlands voru: Drekaskátamót, Vormót Hraunbúa, Viðeyjarmót Landnema ásamt 70 ára afmælismóti Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni.

Útilífsskólar Sumarið 2011 voru starfræktir Útilífsskólar skáta á 8 stöðum í Reykjavík. þ.e. hjá Skjöldungum, Landnemum, Hamri, Dalbúum, Segli, Haförnum, Garðbúum og Árbúum. Aðsókn var nokkuð misjöfn eftir hverfum. Heildarskráning dróst aðeins saman frá því árið áður og var þátttakan 2011 u.þ.b. 745 krakkar. Þátttakan var breytileg eftir útilífsskólum. Hjá sum­ um var fjölgun en fækkun hjá öðrum. Námskeið voru í efra Breiðholti í samstarfi við Segul. Dalbúar fóru fyrir Útilífsskólanum í Grafarholti í samstarfi við Hamar. Allir skólarnir nota nú skipulag Hamars og eru með tveggja vikna námskeið með útilegu í seinni vikunni. Þar af leiðandi verða útilegurnar fjórar í stað átta þegar námskeiðin voru vikulöng. Ákveðið var að skipta í tvo hópa sem færu á sitt­

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


hvorn staðin eftir að reynsla síðasta árs um of stóra hópa í útilegunum var metin og fóru þátttakendur í útilífsskólunum í útilegu á: Hafravatn, Akranes, Úlfljótsvatni og tvisvar var farið í Lækjarbotna­ þetta­sumarið. Helsta ástæða fyrir að ekki er farið alltaf á Úlfljótsvatn var aukin kostn­aður við rútu og aðstöðu ásamt samdrætti í styrkjum. Helgi Jónsson verkefnastjóri SSR sá um sameiginleg málefni Útilífsskólanna og skilaði hann af sér mats­skýrslu sem unnin var með Útilífsskólastjórunum til stjórn­ar SSR. Samstarf sem búið er að byggja upp á milli Útilífs­ skólanna undanfarin ár gekk mjög vel í ár. Eins áttu Útilífsskólarnir í Reykjavík mjög gott samstarf við Útilífsskóla í nágrannasveitarfélögum en sú breyting varð á dagskrá að félögin skiptust á að halda sameiginlegan föstudag á þeim dögum sem ekki var útilega. Var ánægja með það samstarf og varð úr heljarinnar viðburður með stórum hóp þátttakenda. Styrkur ÍTR til sumarstarfsins skerð­

ist fyrir árið 2012 þar sem ekki var gerður nýr þjónustusamningur. Skátar binda miklar vonir við viðræður við borgina um nýjan samning þar sem tekið verður tillit til þeirrar aukningar sem orðið hefur á sumarnámskeiðum skáta. Rekstur Útilífs­ skólanna í samkeppni við sumarnámskeið ÍTR væri ekki mögulegur nema til kæmi starfsmanna­ stuðningur, bæði frá Vinnumiðlun ungs fólks í Reykjavík og Vinnuskóla Reykjavíkur. Aukastarfsmenn fengust þegar langt var liðið á sumarið og við það nýttist sá stuðningur illa. Útilífsskólar skáta eru eitt umfangsmesta sum­ arstarf sem frjáls félagasamtök reka, enda eru skátar þeir einu sem bjóða upp á samræmd sum­ arnámskeið í öllum hlutum borgarinnar. Útilífsskólar skáta þurfa að skoða sýn mál í ljósi minnkandi stuðnings Reykjavíkurborgar. Það er erfitt að keppa við niðurgreidd námskeið borgar­ innar og einnig mæta auknum kröfum borgarinn­

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

ar og ríkis um fagmennsku og aðstöðu í formi starfsleyfa og annarra lagabundinna atriða sem Æskulýðsstarfsemi sveitarfélaga þarf að lúta.

4. HÚSNÆÐISMÁL Almennt eru húsnæðismál skátafélaganna í ágætu horfi, miðað við starfsemi þeirra á hverjum stað. Skátaheimili eru í öllum eldri hverfum Reykjavíkur. Enn vantar töluvert upp á að SSR geti viðhaldið eignum sínum og skátafélaganna sem skyldi. En í nokkur ár hefur SSR miðað við að leggja kr. 500.000- í viðhald á grundvelli umsókna frá félögunum. Á árinu 2010 var send beðni til borgarstjórnar um að taka húsnæðismál skáta í Breiðholti til end­ urskoðunar m.t.t. framhalds skátastarfs í Selja­ hverfi, Efra- og Neðra- Breiðholti og stefnu SSR um að í hverju hverfi Reykjavíkur skuli vera ein skátamiðstöð sem fullnægir þörfum skátastarfs í hverfinu. Var beiðnin send ÍTR til afgreiðslu sem óskaði eftir umsögn Hverfaráðs Breiðholts. Hverfa­ ráð skilaði umsögn um haustið 2011 en enn hefur ekki borist neitt formlegt svar fá Reykja­víkurborg. SSR hefur átt samstarf við ÍTR í Miðbergi og þjón­ustumiðstöð Breiðholts varðandi aðstöðu í Breiðholti vegna endurvakningu Hafarna. Landnemar og Garðbúar leigðu ÍTR skátaheimilin undir starfsemi frístundaheimila á árinu. Er það jákvæð þróun að skátaheimilin séu betur nýtt og með leigunni koma tekjur til viðhalds og umsjón­ ar. Samningurinn við Garðbúa var ekki endur­ nýjaður að hausti en samningur við Landnema var endurnýjaður á árinu. Flest skátafélög í Reykjavík hafa skátaskála í sinni eigu eða umsjón og er ástand þeirra í misgóðu standi. Gera þarf átak í viðhaldi og öryggismálum í skátaskálum og gerði stjórn SSR grein fyrir tillögum sínum í minnisblaði sem sent var ÍTR vegna endur­ nýjunar þjónustusamnings.

7


Jamboreeseglar

5. STARF SKÁTAFÉLAGANNA Árið var skemmtilegt og viðburðaríkt hjá skátum í Reykjavík. Góð þátttaka var í sameiginlegum viðburðum á landsvísu og voru skátar frá Reykja­ vík áberandi við stjórnun og framkvæmd þessara viðburða. Öll skátafélög í Reykjavík eru nú að vinna eftir nýrri skátadagskrá. Mörg félög eru einnig að stefna að því að teljast Gæðafélög Bandalags íslenskra skáta og vinna eftir verkefnalýsingunni „Á réttri leið“. Almenn starfsemi félaga er í megindráttum þrískipt þar sem skiptast á funda- og félagsstörf, fræðsla og útilíf. Fræðsla er grundvallarþáttur í skátastarfi enda stefna hreyfingarinnar að ná ákveðnum upp­eldismarkmiðum, þjálfa skáta í samvinnu og efla félagsþroska ekki síst með því að fá einstaklingnum í hendur ábyrgð og efla þroska þeirra með skilgreindum verkefnum. Verkefni þessi beinast einkum að skilningi á nátt­ úru landsins, eflingu hvers einstaklings til þess að bjarga sér sjálfur, hvort sem er í hópi annarra eða einsamall í óbyggð­um. Áhersla er lögð á, og það skilgreint sem viðfangsefni skáta, allt eftir aldri og hæfi­leikum, að þeir þjálfist í að taka sameiginlegar ákvarðanir og vinna í lýðræðislegu samfélagi. Öllum er ljóst að vegur skátastarfsins er í réttu hlutfalli við þá þjónustu sem unnt er að láta í té og

8

er það því mjög bagalegt að skortur er á hæfum og vel þjálfuðum foringjum til að mæta óskum barna og unglinga um þátttöku í skátastarfi. Nánast allt starf skátafélaganna í Reykjavík er unnið í ólaunaðri sjálfboðavinnu og þar af leiðandi verða alltaf nokkrar sveiflur í skátastarfi í kjölfar þess er mannaskipti verða. Skátastarf hefur verið undanfarin þrjú ár í Grafar­ holti undir stjórn skátafélagsins Hamars í Grafarvogi. Starfið var fyrst til húsa í Sæmundarskóla en haustið 2009 var það í Ingunnarskóla Telur stjórn SSR að skjóta þurfi styrkari stoðum undir skátastarf í hverfinu en þakkar skátum í Hömr­ um fyrir gott starf við að halda uppi starfi í þessu nágranna­hverfi sínu en Hamar lagði niður starfið í Grafarholti um áramót. Vonandi skapast forsend­ ur til þess í framtíðinni að þar starfi sjálfstætt fél­ ag. Hamar mun styðja Dalbúa í að reka Útilífsskóla í sumar. Haustið 2009 kom stjórn SSR að því að aðstoða stjórn Garðbúa við að viðhalda skátastarf­ inu í félaginu. Unnið var með stjórn og Bandalags íslenskra skáta (BÍS) við að koma yfirstjórn félagins í fastar skorður. Áhugasamir foreldrar buðust til að yfirtaka stjórn félagsins og eru þau nú að endurreisa félagið með aðstoð SSR og BÍS. Áríð 2009 fékk SSR styrk frá Æskulýðssjóði vegna endurvakningu á skátastarfi í efra Breiðholti farið var þá af stað við að koma tilrauna verkefni í samstarfi við Miðberg í gang. Sótt var um stuðning frá Vinnumálastofnun og fékkst stuðningur til að ráða

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


6. ÚLFLJÓTSVATN Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni

tvo starfsmenn í 50% starf. Með það fór skátafél­ agið Hafernir aftur af stað í byrjun árs 2010. Tilraun var gerð með starf fyrir Drekaskáta (7-9 ára) inni í þremur frístundaheimilum í Breiðholti. Starf fyrir Fálkaskáta (10-12 ára) var síðan í Miðbergi. Var mikil ánægja með starfið hjá öllum sem að því komu jafnt krökkum, foreldrum og starfsmönnum ÍTR frá Miðbergi. Starfsmenn Hafarna voru síðan með sumarnámskeið í tvær vikur í samstarfi við Segul. Ekki tókst að tryggja nægt fjármagn til að halda þessu starfi í frístundaheimilunum áfram um haustið. En stuðning þarf frá borginni til að halda úti þessu starfi í frístundaheimilunum. Vösk sveit fimm kvenna sem starfa hafa með stuðningssveitinni Skallaörnum tóku sig til og mynduðu nýja stjórn Hafarna. Starfið hófst aftur í Miðbergi fyrir bæði aldursstigin með stuðningi SSR við sveitarforingja þegar langt var liðið á haustið. Eins og áður segir hefur stjórn SSR beitt sér fyrir því að Reykjavíkurborg styðji við skátafélögin með fjármagni til ráðningar starfsmanna. Með þjónustusamningi við Reykjavíkurborg árið 2007 var aukið fé til starfsmannahalds innan vébanda SSR og þá tók stjórn sambandsins fyrsta skrefið til þess að styðja við bakið á skátafélögunum í Reykjavík til að ráða sér starfsmann til umsjónar með skátastarfi í félögunum og þar með að skapa stöðugleika í starfi félaganna. Er það von stjórnar SSR að með föstum starfsmönnum verði byggður upp traustur grunnur að markvissu og reglulegu starfi og að sveiflur í starfsemi skátafélaganna minnki. Fyrir árið 2012 er þó skerðing á þessu fjármagni þrátt fyrir að fjölgun hafi orðið bæði á skátafélögum og skátum í þeim. Þeim fjölmörgu forystumönnum skátafélaganna sem ævinlega eru boðnir og búnir til starfa í sjálfboðavinnu verður seint fullþakkað fyrir þeirra óeigingjarna starf.

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

Á árinu 2011 voru 70 ár frá því að Jónas B. Jónsson og félagar komu fyrst til sumardvalar á Úlfljóts­ vatni undir merkjum skáta og hefur Skátasamband Reykjavíkur (SSR) átt helmingshlut í Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni (ÚSÚ) á móti Bandalagi íslenskra skáta (BÍS). Úlfljótsvatnsráð (ÚVR) er stjórn ÚSÚ og er hún skipuð 7 mönnum, þremur frá SSR og þremur frá BÍS. Sjöundi maðurinn er formaður og er hann tilnefndur af báðum aðilum. Í ráðinu fyrir hönd SSR samkvæmt stjórnarsam­ þykkt sitja: Eiríkur G. Guðmundsson var framan af en við honum tók Arthúr Pétursson er Eiríkur hætti sem formaður SSR, Víking Eiríksson og Helgi Jónsson. Formaður ráðsins var Ólafur Ásgeirsson en Finnbogi Finnbogason tók við af honum um mitt ár. Starfsemin á Úlfljótsvatni hefur verið að aukast jafnt og þétt eftir því sem aðstaðan hefur vaxið og batnað. Í dag er Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni eitt best búna útivistarsvæði á Íslandi. Árið 2007 undirrituðu SSR og BÍS viðauka við gildandi leigusamning við Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 1987, um landið sem skátar hafa til umráða af Úlf­ ljótsvatnsjörðinni. Viðaukinn framlengir leigutím­ ann um 75 ár frá 1. maí 2007. Með þessum við­auka er skátum tryggður áframhaldandi afnotaréttur af landinu til ársins 2082. Á árinu komu þó fréttir um að OR hefði hug á að selja jörðina til að losa eignir. Þessar fréttir ollu skátum áhyggjum og áttu fulltrúar SSR og BÍS átt viðræður við fulltrúar OR um málið. Hafist var handa við að móta viðbrögð við þessari fyrirætlun. Stjórn SSR hefur lengi unnið að því að eigendur breyti rekstri ÚSÚ og skipulagi til þess að ná betri framleiðni á staðnum.

Kaup á jörðinni Í október var Skátasambandi Reykjavíkur ásamt Bandalagi íslenskra skáta boðið að taka þátt í að kaupa jörðina Úlfljótsvatn eftir að Orkuveita Reykja­víkur hafði boðið Skógræktarfélagi Íslands jörðina til kaups. Um var að ræða tilboð sem ekki var hægt að hafna ef SSR vildi tryggja áframhald­ andi veru skáta á jörðinni. Í nóvember var gert kauptilboð sem bæði OR og Borgarráð Reykjavíkur

9


fegrun svæðisins. Gilwell-hringurinn tók að sér Gilwell skálann og var unnið kraftaverk í viðhaldi á honum. Skátakórinn tók að sér Fossbúð og hófust framkvæmdir við lagfæringar á honum einnig s.l. sumar. Um haustið var ráðist í að stalla heimatún svokall­ aða en það er brekkan norðan skálanna við það stækkar aðstaða til tjöldunar umtalsvert og mun þessi stækkun nýtast vel á komandi Landsmóti.

Sumarbúðir skáta að Úlfljótsvatni samþykkti með fyrirvörum þó, er varða lóðir undir sumarhúsum Starfsmannafélags Reykjavíkur. 21. desember 2011 var síðan skrifað undir kaupsamning og frá þeim degi eignaðist Skátasamband ¼ af jörðinni á móti ¼ hlut BÍS og ½ hluta Skógræktarfélags Íslands. Þetta ferli gekk full greitt fyrir sig og ekki náðist að kanna möguleika á stuðningi við þessi kaup. Með góðum fjármögnunarsamningi við Skógræktarfélag Íslands þar sem Skógræktarfélag Íslands lánar SSR kaupverðið til 5 ára með 5% vöxtum án verðbóta ákvað stjórn SSR í fullu samráði við félagsforingja í Reykjavík að ganga að þessum kaupum. Nú þarf stjórn SSR að bretta upp ermar og fjármagna þessi kaup.

Framkvæmdir

Skólabúðir að Úlfljótsvatni Árið 1992 hófust Skólabúðir á Úlfljótsvatni með samningi við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur. Sjötti eða sjöundi bekkur í grunnskólum Reykjavíkur dvelja í tvo daga á Úlf­ ljótsvatni á tímabilinu september til maí. Tveir bekkir eru á staðnum í einu með kennurum sínum. Þessi dvöl er gjarnan í tengslum við Lífsleikninám. Í dagskránni er mikið lagt upp úr útiveru, hópefli,

Undraland við Úlfljótsvatnið blátt

Á árinu 2011 var uppbyggingu Útilífsmiðstöðvarinnar haldið áfram þótt fé til nýframkvæmda væri ekki til meðal annarra verka þá var Græna skemman endurnýjuð og er hún núna hvít. Styrkur fékkst hjá Pokasjóði til að gera kort af svæðinu og upplýsingaskilti. Annars var unnið við viðhald og

Sumarið 2011 voru að venju starfræktar Sumarbúðir skáta að Úlfljótsvatni fyrir 6-16 ára börn. Markmið sumarbúðanna er að veita börnum einstakt tækifæri til að komast í snertingu við nátt­ úruna, að eignast félaga úr fjölbreyttum hópi, taka þátt í þroskandi leik og starfi og kynnast starfs­ aðferðum skátahreyfingarinnar. Styrkur fékkst frá Reykjavík í sumarbúðirnar Forstöðumaður sumarbúðanna var Hreiðar Oddsson. Nokkrir skátaforingjar fengu einnig tækifæri til þess að tengja saman áhugamál og sumarvinnu með því að starfa í sumarbúðunum. Forstöðumaður skilar skýrslu til Úlfljótsvatnsráðs.

10

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


að kynna fyrir nemendunum gildi hollrar útivistar og efla virðingu þeirra fyrir náttúrunni. Auk þess gefst gott tækifæri fyrir kennara og nemend­ ur að vinna saman í leik og starfi fyrir utan hið hefðbundna skólastarf. Reykjavíkurborg styrkir starfsemi skólabúða samkvæmt sérstökum samningi við fræðslusvið borgarinnar.

Stjórn og umsjón á Úlfljótsvatni

Fjör á Hafravatni

Úlfljótsvatnsráð heldur fundi reglulega og skilar ársskýrslu um starfsemi ÚSÚ til BÍS og SSR. Hana er hægt að skoða á skrifstofu Bandalags íslenskra skáta.

Dagleg framkvæmdastjórn Útilífsmiðstöðvar­innar var í höndum framkvæmdarráðs ÚVR. Hreiðar Oddsson ráðinn sem framkvæmdarstjóri sumarið 2011 og í hlutastarf haustið 2011.. Örvar Ragn­ arsson var starfsmaður Útilífsmiðstöðvarinnar 2010 og gegnir hann starfi staðarhaldara. Þá hef­ ur sjálfboðaliðum fjölgað sem koma erlendis frá og voru þeir nú fjórir. ÚSÚ hefur notið stuðnings Vinnu­skóla Reykjavíkurborgar en 4-6 starfsmenn hafa verið á hans vegum í Sumarbúðunum. Um haustið 2011 voru tveir skátar ráðnir með Örvari til að annast viðhald á JB, og umsjón með dagskrá fyrir hópa og skólabúðir.

7. HAFRAVATN 17. desember 1997 undirritaði stjórn SSR samning við Landbúnaðarráðuneytið um leigu á 4,58 hektara landspildu í landi Þormóðsdals. Samning­ urinn er til 25 ára. Lóðin var fyrst leigð Skátafélaginu Væringjum 12. október 1938. Töluvert var fjallað um lóðina á Hafravatni í stjórn SSR á árinu og var haldið áfram með framkvæmdir samkvæmt áætlun á þessu ári var stefnan tekin á að koma upp salernisaðstöðu á svæðinu. Fríða Björg Eðvaldsdóttir Landslagsarkitekt hjá VSÓ, sem teiknaði deili- og gróðurskipulag fyrir svæðið 1996, var fenginn til að uppfæra deiliskipu­ lagið miðað við núverandi kröfur. Nýja deiliskipulagið var samþykkt af sveitarfélaginu í byrjun árs 2010. Framkvæmdir hófust 2010 og voru tjaldflatir slétt­ aðar og endurræktaðar. Dren var lagt í flatirnar til að fanga yfirborðsvatn. Bílastæði var gert ásamt

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

jarðvegsskiptum á byggingareitum fyrir salerni og skýli. Lagðar voru lagnir og hreinsað frá vatnslind. Flotbryggja var keypt og komið fyrir í samvinnu við skátafélagið Mosverja. Síðastliðið sumar var síðan haldið áfram með jarðvinnu, Flatirnar lagaðar og stækkaðar, Vatns­ lindin var kláruð og skilti sett niður. Sigurður Már Ólafsson stjórnarmaður SSR útvegaði vinnuskúr og var hann fluttur á svæðið, Rótþró og Sytrulögn voru sett niður ásamt því að lagnir voru sett­ ar í undirstöður salernishússins. Teikningar og nauðsynlegar samþykktir og undirskriftir náðust og fengum við framkvæmdarleyfi frá sveitarfélaginu í byrjun hausts. Eru undirstöðurnar tilbúnar til að steypa plötuna og eru vonir bundnar við að það takist að reisa húsið fyrir sumarið 2012. Stjórn SSR mun halda áfram uppbyggingu á svæðinu í samræmi við uppbyggingaráætlun Hafravatns eftir því sem efni og aðstæður leyfa. Markmiðið er að skapa aðstöðu til útivistar og úti-

11


legu fyrir skátahópa og Útilífsskóla skáta í Reykja­ vík. Á landinu eru byggingarreitir fyrir átta flokkaskála og leitar stjórn SSR að skátafélögum og samstarfs­ aðilum sem hafa áhuga á samstarf um byggingu þessara skála.

8. MINJANEFND Sú minjanefnd skáta sem nú starfar kom fyrst sam­ an á vordögum 2010. Þá hafði starf nefndarinnar að mestu legið niðri í um hálfan annan áratug. Mikið og gott starf var unnið á árinu en árið 2012 eru 100 ára frá því að fyrsta skátafélagið var stofn­ að í Reykjavík. Nefndin er samstarfsverkefni Landsgildis St. Georgsskáta, Skátasambands Reykjavíkur og Banda­lags íslenskra skáta. Fulltrúar í nefndinni eru þessir: Tilnefndir af hálfu St. Georgsskáta: Atli Bachman Hilmar Bjartmarz Tilnefndir af Skátasambandinu: Björn Jón Bragason Sigrún Sigurgestsdóttir

9. FRIÐRIKS-KAPELLA SSR er aðili að Friðrikskapellu og vill stjórnin hvetja skátafélögin til þess að nota kapelluna mun meira en gert er í dag. Fulltrúi SSR í stjórn Friðrikskapellu var Bergur Jónsson og varafulltrúi er Guðrún G. Jónsdóttir. Þakkar stjórn SSR þeim fyrir gott starf á þessum vettvangi. Friðrikskapella

Tilnefndir af Bandalaginu: Fanney Kristbjarnardóttir Karl Rúnar Þórsson

Hlutverk minjanefndar er umfram allt að stuðla að varðveislu skátaminja, taka við, skrá og flokka skjöl, ljósmyndir, kvikmyndir, blöð, bækur og aðrar minjar skáta. Nýverið voru allar skáta­minjar, á veg­um minjanefndar, fluttar til varðveislu í húsnæði Þjóðskjalasafns Íslands við Brautarholt. Starf nefndarinnar hefur eingöngu falist í tiltekt og grófri flokkun muna í hinu nýja húsnæði, en ljóst er að vinna við flokkun, skráningu og frágang er tíma­frekt verkefni sem taka mun nokkur miss­ eri, en nefndin hefur haldið tíu vinnufundi á umliðnum mánuðum. Starf nefndarinnar er komið stutt á veg, til að mynda er nefndinni ekki fyllilega ljóst hvað er til af skátamunum víðs vegar um landið. Formaður nefndarinnar er Björn Jón Bragason, en hann vinnur jafnframt að ritun sögu skátastarfs í Reykjavík. SSR lagði til fjármagn til að ráða starfsmann við vinnu flokkun á skjölum. Eins fékkst stuðningur frá Vinnumálastofnun í þetta verkefni en SSR bætti ofan á laun þess starfsmanns einnig.

12

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


10. SKÁTAKÓRINN Skátakórinn í Reykjavík hefur starfað í 17 ár. Stef­ anía Gyða Jónsdóttir Árbúi er formaður kórsins. Söngskátarnir eru með vikulegar æfingar og fara auk þess í æfingabúðir tvisvar á ári. Í dag eru 50 skátar í kórnum. Stærsta verkefni kórsins er messan á sumardaginn fyrsta í Hallgríms­ kirkju sem oftast er útvarpsmessa, Eins hefur skap­ast hefð fyrir söng kórsins í messu hjá Hamri í Grafarvogi í kringum 22. febrúar. Skarphéðinn Þór Hjartarson er stjórnandi kórsins.

11. SAMSTARF VIÐ REYKJAVÍKURBORG Árið 2006 var í fyrsta sinn gerður þjónustusamning­ ur við SSR í anda stefnu um árangursstjórn. Sá samningur var til eins árs. Drög að nýjum þjónustu­samningi ÍTR við SSR lágu fyrir síðsumars 2007 en voru fyrst undirrituð í janúar 2008 vegna borgarstjórnarskipta í borginni. Nýi þjónustu­ samningurinn var til þriggja ára og var með hon­ um skátastarfi í Reykjavík tryggður stuðningur til fleiri ára en eins í senn. Skapaðist þá ákveðinn stöðugleiki sem nýttist til að byggja upp starfið. Samningurinn kveður á um skyldur beggja aðila. Gegn framlögum Reykjavíkurborgar eiga skátafélögin í Reykjavík að starfa markvisst að því að tryggja Reykvíkingum greiðan aðgang að skátastarfi. Í samningi þessum kemur fram að ÍTR er tengi­ liður Skátasambandsins við borgina og Skátasamband Reykjavíkur er tengiliður Reykjavíkurborgar við skátafélögin í Reykjavík. Stjórn SSR vill þakka starfsfólki Reykjavíkurborgar sem fer með málefni

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

Skátasambandsins fyrir gott samstarf á árinu. Með þjónustusamninginum í janúar 2008 fékk SSR 22 milljónir á ári til rekstrar skátaheimila, greiðslu fasteignaskatta, rekstrar skrifstofu SSR, Útilífsskóla skáta og í fyrsta sinn fékkst fé sem nota má til að borga hluta launaðra starfsmanna skátafélaganna. Samningurinn fól einnig í sér sérstakan styrk til uppgjörs á byggingarkostnaði H123 (36 milljónir) og styrks vegna Útilífsmiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni (14 millj) samanlagt 50 milljónir. Árið 2009 var skrifað undir viðbætur við samninginn þar sem verðbætur voru frystar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Um haustið ákvað Reykjavíkurborg ennfremur að lækka greiðslur vegna þjónustusamningsins um rúmlega 5% fyrir árið 2010. Var það liður í að skera enn frekar niður útgjöld borgarinnar vegna efnahagsþrenginganna. Rétt fyrir jól kom síðan ákvörðun ÍTR að ekki yrðu gerðir nýir þjónustusamningar fyrir 2011 heldur var fjárframlag ákveðið í samræmi við fyrri þjón­ ustusamning þá með 5-6 % skerðingu.Óbreytt verða framlög fyrir árið 2012 sem að eru ákveðin vonbrigði þar sem gjöld sem greidd eru til baka af styrk borgarinnar hækka jafnt og þétt á meðan framlagið fylgir ekki verðlagi. Er það von stjórnar SSR að borgin sjái hversu jákvæð áhrif það hefur á stöðugleika skátastarfsins að hafa starfsmann í hverju skátafélagi og verði því reiðubúin til þess að auka framlag sitt til þess enn frekar. Það er mikilvægt til að geta boðið upp á ódýran kost á uppbyggilegu félagsstarfi fyrir borgarbúa. Eins er mikilvægt að borgin jafni möguleika frjálsra æskulýðsfélaga að stuðningi borgarinnar. Íþrótta og tómstundaráð (ÍTR) fundaði í Skátamiðstöðinni í boði SSR á vordögum og var þar kynnt skátastarfið í Reykjavík ásamt því að

13


Formenn ÍTR í heimsókn: Diljá Ámundadóttir og Eva Einarsdóttir.

áhyggjum af Úlfljótsvatni voru ræddar. Einnig á vormánuðum fóru Formaður SSR og Skátahöfðingi á fund Borgarstjóra vegna málefna Úlfljótsvatns. Þar lýsti Borgarstjóri yfir að ekki stæði til að breyta neinu varðandi starfsemina á Úlfljótsvatni. Formaður SSR, verkefnastjóri og gjaldkeri hittu síðan á haustdögum formann og framkvæmdarstjóra ÍTR þar sem afhent voru óskir um aukin stuðning borgarinnar við skátastarf. Þar var sagt að ekki stæði til að gera neina þjónustusamninga né að til stæði að verðbæta þau framlög sem samþykkt verða. Í lok árs áttu síðan formaður SSR, verkefna­ stjóri og gjaldkeri fund með Borgarstjóra og samstarfsmönnum hans þar sem áhersla var lögð á að skátar þyrftu á meiri stuðning að halda frá borginni. Eins var lög inn ósk um stuðning vegna kaupa SSR á jörðinni Úlfljótsvatn. Það bréf var síðan dregið tilbaka af formanni SSR.

12. SAMSTARF SSR OG BÍS Verkefnastjóri SSR sá um rekstur Tjaldaleigunnar fyrir BÍS ásamt því að starfsmenn SSR aðstoðuðu við Þjóðþrif. Gott samstarf og mikil vinna var í sameignlegum ráðum og nefndum á árinu. Stjórn SSR þakkar starfsfólki og stjórn BÍS gott samstarf á s.l. ári.

14

13. SKÁTALAND Árið 2011 var 12 starfsár Skátalands og var starfsemin á svipuðum nótum og árið á undan. Verk­ efnastjóri SSR stýrði Skátalandi ásamt því að vera með umsjón Tjaldaleigu skáta. Lokahönd var gerð við að aðskilja rekstur Skátalands og SSR og er Skátaland í dag rekið sem fjáröflunarfélag fyrir Skátasamband Reykjavíkur. Tveir skátar störfuðu fyrir Skátaland og Tjaldaleigu skáta í sumar ásamt afleysingu hjá Þjóðþrifum. Stærsta verkefni Skátalands eru hátíðarhöldin á 17. júní. Þar sem tæki Skátalands er notuð í Hljómskálagarðinum. Einnig voru tæki leigð út til ann­ arra sveitarfélaga. Allt sem hægt var að blása upp fór í leigu þennan dag. Á sumardaginn fyrsta voru tæki Skátalands í útleigu sem fyrr. Tæki Skátalands voru leigð út til einstaklinga, skóla og fyrirtækja. Á árinu voru keyptir þrír hoppukastalar af Akraneskaupstað og seldir fjórir kastalar til Para­ dísarlands Akureyri og einn fór í Skemmtigarðinn . Á árinu var einnig ein Candyfloss vél endurnýjuð. Rekstur Skátalands gekk ágætlega og skilaði SSR viðunandi arði. Verkefnastjóri skilar stjórn skýrslu um starfsemi Skátalands.

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


ins en hann hafði gert BA ritgerð í sagnfræði um skátastarf í Reykjavík 1912-1969. Skipuð var rit­ nefnd sem í sitja: Eiríkur G. Guðmundsson formaður SSR. Haukur Haraldsson og Arnfinnur U. Jónsson. Stefnt verður að því að bókin komi út 2012.

16. ÞAKKIR Stjórn Skátasambands Reykjavíkur þakkar öllum þeim fjölmörgu skátum sem af áhuga hafa unnið að verkefnum á vegum SSR, bæði í stjórnunarstörf­ um, störfum í ráðum, nefndum og að öðrum verkefnum á vegum SSR og lagt fram ómælda vinnu og tíma. Ennfremur þakkar stjórnin félagsforingjum og stjórnum skátafélaganna og öðrum skátum í Reykjavík samstarfið á starfsárinu 2011.

14. HEIÐURSMERKI SSR

Lagt fram á aðalfundi SSR, 12. apríl 2012. Stjórn Skátasambands Reykjavíkur.

Á Sumardeginum fyrsta 21. apríl 2011 fengu eftir­ taldir skátar Bronsmerki SSR fyrir þátttöku í Fána­ sveitinni: Kári Brynjarsson Landnemi Einar Valur Einarsson Segull Silfurmerki SSR fengu á árinu: Óskar Eiríksson Hamri Sigrún Ósk Arnardóttir Haförnum Víking Eiríksson ÚVR Gullmerki SSR fengu á árinu: Eiríkur G. Guðmundsson formaður SSR Arthúr Pétursson gjaldkeri SSR

15. AFMÆLI SKÁTASTARFS Árið 2011 voru 100 ár liðin síðan skátastarf hófst í Menntaskólanum í Reykjavík. En fyrsta skátafélagið Skátafélag Reykjavíkur var ekki stofnað fyrr en 2. nóvember 1902. Skátarnir ætla sér að halda upp á 100 ára afmæli 2012 og er undirbúningur kominn á fullt. Stjórn SSR og félagsforingjafund­ ur samþykkti að tilefni þessa afmælis að gefa út sögu skátastarfs í Reykjavík. Sagnfræðingurinn og skátinn Björn Jón Bragason var fenginn til verks­

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

15


17. SKÁTAFÉLÖG Í REYKJAVÍK 17.1. SKÁTAFÉLAGIÐ ÁRBÚAR Kennitala: 491281-0739 Hraunbæ 123 110 Reykjavík sími 586-1911 gsm 849-7708 Netfang arbuar@skatar.is Heimasíða: www.arbuar.123.is Stofnað 22. febrúar 1977 Starfssvæði: Ártúnsholt, Árbær, Selás og Norðlingaholt Drekaskátasveitin Rauðhalar (8-9 ára) Vorönn: Sveitarforingjar: Birta Baldursdóttir og Írena Játvarðardóttir. Aðstoðarsveitarforingjar: Elínrós Birta Jónsdóttir, Sara Líf Magnúsdóttir og Tómas Snær Jónsson. Sveitarforingi haustönn: Írena Játvarðardóttir. Aðstoðarsveitarforingjar: Elínrós Birta Jónsdóttir, Tómas Snær Jónsson og Sigtryggur Snær Þrastarson. Fálkaskátasveitin Rauðskinnar (10-12 ára) Vorönn: Fálkaskátar yngri (10 ára) Sveitaforingi: Guðlaug Hildur Birgisdóttir. Aðstoðarsveitaforingjar: Birgitta Michaelsdóttir og

16

Hildigunnur Geirsdóttir. Fálkaskátar eldri (11-12 ára) Sveitaforingi vorönn: Linda Rós Jóhannsdóttir. Aðstoðarsveitaforingjar: Benedikt Þorgilsson og Sædís Ósk Helgadóttir. Sveitarforingi Haustönn: Valborg Sigrún Jónsdóttir. Aðstoðarsveitarforingjar: Elínrós Birta Jónsdóttir og Tómas Snær Jónsson. Dróttskátasveitin Pegasus (13-15 ára) Sveitaforingi vorönn: Albert Guðbrandsson. Aðstoðarsveitaforingi: Sævar Örn Sigurvinsson. Sveitarforingjar haustönn: Benedikt Þorgilsson og Sædís Ósk Helgadóttir. Aðstoðarsveitarforingi: Linda Rós Jóhannsdóttir. Rekkaskátasveitin Sanax (16-18 ára). Haustönn: Sveitarforingi: Jón Andri Helgason. Róverskátar (19-22 ára) Árbúar taka þátt í sameiginlegu sveitinni Ragnarrökum. Stjórn: Félagsforingi, Jón Ingi Sigvaldason. Aðstoðar félagsforingi, Guðlaug Hildur Birgisdóttir Gjaldkeri, Hanna Guðmundsdóttir. Ritari, Guðrún Sigtryggsdóttir. Meðstjórnandi, Auðna Ágústsdóttir Meðstjórnandi, Birkir Þór Fossdal Starfsmaður: Linda Rós Jóhannsdóttir. Skátaskáli:Glaumbær við Sleggjubeinsskarð er í einka­ eigu en Árbúar hafa umsjón með skálanum.

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


17.2. SKÁTAFÉLAGIÐ GARÐBÚAR Hólmgarði 34 108 Reykjavík Sími : 5888089 Netfang: gardbuar.skatar@simnet.is Heimasíða: www.skatar.is/gardbuar Stofnað 29. mars 1969. Starfssvæði: Fossvogur, Leiti og Bústaðahverfi Drekaskátasveitin (7-10 ára) Sveitarforingi: Ásmundur Patrik Brekkan Þorvaldsson Fálkaskátasveitin (11-12 ára) Sveitarforingi: Ásmundur Patrik Brekkan Þorvaldsson Dróttskátasveitin Pegasus (13-15 ára) Sveitarforingi: Ólafur K Ragnarsson

17.3. SKÁTAFÉLAGIÐ HAFERNIR Miðbergi - 111 Reykjavík Netfang: hafernir@skatar.is Heimasíða: www.skatar.is/hafernir Endurvakið 2010. Starfsvæði: Efra Breiðholt Vorið - Drekaskátasveitin Miðbergi Sveitarforingjar: Gunnlaugur Bragi Björnsson og Sigrún Helga Gunnlaugsdóttir Flygenring Haustið - Drekaskátasveitin Arnarungar (7-9 ára). Sveitarforingjar: Ásta Bjarney Elíasdóttir Steingrímur Elías Jónsson Hafdís María Svanberg Óskarsdóttir Fálkaskátasveitin Miðbergi (10-12 ára) Vorið Sveitarforingjar: Gunnlaugur Bragi Björnsson og Sigrún Helga Gunnlaugsdóttir Flygenring

Stjórn: Vor 2010 Félagsforingi, Ágúst Loftsson Aðstoðar félagsforingi, Ólafur K. Ragnarsson Gjaldkeri, Guðrún Alda Harðardóttir Meðstjórnandi, Margrét Lilja Guðmundsdóttir Meðstjórnandi, Elva Dögg Gunnarsdóttir.

Fálkaskátasveitin Spörfuglar (10-12 ára) Haustið Sveitarforingjar: Ásta Bjarney Elíasdóttir Steingrímur Elías Jónsson Hafdís María Svanberg Óskarsdóttir

Starfsmaður: Ásmundur Patrik Brekkan Þorvaldsson

Stjórn var skipuð haustið: 2010 Félagsforingi Sigrún Ósk Arnardóttir Gjaldkeri Erla Kr. Bermann

Árbúar starfsrækja Útilífsskóla á sumrin. Skátaskáli: Lækjarbotnar Skálastjóri: Yngvinn Gunnlaugsson

Lækjarbotnar - Garðbúar

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

Meðstjórnandi: Ásta Bjarney Elíasdóttir Astoðarfélagsforingi:Sveina Berglind Jónsdóttir Ritari: Harpa Óskarsdóttir.

Hafernir starfræktu Útilífsskóla í samstarfi við Segul. Hafernir hafa skilað inn skýrslu vegna 2011 til stjórnar SSR.

17


17.4. SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR Logafold 106 - 112 Reykjavík Starfsemin fer fram í: Skátaheimilinu Borgarskóla og í Sæmundarskóla Grafarholti Sími: 587 3088 / GSM: 897-3088 Heimasíða: www.skatar.is/hamar Netfang: skfhamar@simnet.is Kennitala: 640288-2139 Stofnað 22.febrúar 1988. Starfssvæði: Grafarvogur og Grafarholt Vogabúadeild. Aðsetur í skátaheimilinu. Deildarforingi, Daníel Hrafn Kristleifsson. Drekaskátasveitin Remus (7-9 ára). Sveitarforingi, Blængur Blængsson. Fálkaskátasveitin Aztekar (10-12 ára). Sveitarforingi, Ágúst Arnar Þráinsson. Dróttskátasveitin Barbí (13-15 ára). Sveitarforingi, Þórdís Jóhannsdóttir. Rekkaskátasveitin Óvissa (16-18 ára). Sveitarforingi, Ágúst Arnar Þráinsson. Róversveitin Barónar (19-22 ára). Sveitarforingi, Daníel Hrafn Kristleifsson. Dalbúadeild. Aðsetur í Ingunnarskóli haustið 2009 Grafarholti. Hamar byrjaði skátastarf Grafarholti 2008

fyrst í Sæmundarskóla. Deildin var lögð niður haustið 2011. Deildarforingi, Gylfi Þór Gylfason. Drekaskátasveitin Rómulus (7-9 ára). Sveitarforingi, Styrmir Frostason. Fálkaskátasveitin Inkar (10-12 ára). Sveitarforingi, Magnús Björgvin Sigurðsson. Holtabúadeild. Aðsetur í Borgarskóla. Deildin var lögð niður haustið 2011 Deildarforingi, Ottó Ingi Þórisson. Drekaskátasveitin Fernisúlfar (7-9 ára) Sveitarforingi, Kristín Áskelsdóttir. Stjórn: Félagsforingi: Óskar Eiríksson Guðmundur G. Kristinsson tók við að hausti Meðstjórnandendur: Ágúst Arnar Þráinsson, Dagný Hrund Árnadóttir, Sigríður Hálfdanardóttir, Þórdís Jóhannsdóttir. Starfsmaður: Daníel Hrafn Kristleifsson var starfsmaður um vorið en Ágúst Arnar Þráinsson tók við um haustið. Skátaskáli: Dalakot við Hveradali.Viðgerðir á skálanum standa yfir. Upplýsingar um skálann fást á skrifstofu Hamars.

Dalakot - Hamar

18

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


17.4. SKÁTAFÉLAGIÐ LANDNEMAR Háahlíð 9 105 Reykjavík Sími: 5610071 Netfang: landnemi@landnemi.is Heimasíða: http://www.landnemi.is kennitala: 491281-0659 Stofnað 29. mars 1969 Starfssvæði: Austan Lækjargötu að Háaleitisbraut. Í lok árs 2011 var skipan sveita og foringja eftirfarandi: Drekaskátasveitin Huginn og Muninn (7-9 ára). Sveitarforingi, Kristín Arnardóttir. Aðstoðarsveitarforingi, Mathilda Follend. Fálkaskátasveitin Þórshamar (10-12 ára) . Sveitarforingi, Kári Brynjarsson. Aðstoðarsveitarforingi, Kristinn Arnar Sigurðsson. Fálkakátasveitin Sleipnir (10-12 ára). Sveitarforingi, Orri Ómarsson. Aðstoðarsveitarforingi, Þorsteinn Stefánsson. Dróttskátasveitin Víkingar (13-15 ára). Sveitarforingi, Sigurgeir Bjartur Þórisson.

Aðstoðarsveitarforingi, Hulda Tómasdóttir. Rekkaskátasveitin Plútó (16-18 ára). Sveitarforingi, Jónas Grétar Sigurðsson. Aðstoðarsveitarforingi, Hulda Rós Helgadóttir. Róverskátar (19-22 ára). Starfrækt var sameiginleg opin Róverskátasveit með félögum víða af landinu sem ber nafnið Ragnarrök. Elmar Orri Gunnarsson er í sveitarráði sveitarinnar og Jóhanna Gísladóttir var í forsvari fyrir alþjóðahóp sveitarinnar fyrri hluta ársins. Stjórn 2011: Félagsforingi, Arnlaugur Guðmundsson. Aðstoðarfélagaforingi, Kári Brynjarsson. Gjaldkeri, Hulda Rós Helgadóttir. Ritari, Kristín Arnardóttir. Meðstjórnandi, Ragnheiður Aradóttir. Starfsmenn: Elmar Orri Gunnarsson og Haukur Haraldsson. Skátaskáli: Þrymheimur Hellisheiði. Landnemar hafa skilað ársskýrslu vegna 2011 til stjórn­ ar SSR.

Þrymheimur - Landnemar

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

19


17.5. SKÁTAFÉLAGIÐ SEGULL Tindaseli 3 109 Reykjavík Netfang: stjorn@segull.org Heimasíða: www.skatar.is/segull Kennitala: 510685-1059 Stofnað 22.febrúar 1982. Starfssvæði: Bakka-, Fella- og Seljahverfi. Drekaskátasveitin Rostungar (7-9 ára). Sveitarforingi, Birgitta Heiðrún Guðmundsdóttir. Aðstoðarsveitarforingjar haust: Aníta Rut Gunnarsdóttir, Einar Valur Einarsson og Guðjón Hafsteinn Kristinsson. Fálkaskátasveitin Hvítabirnir (10-12 ára ). Sveitarforingi, Ásgeir Björnsson. Aðstoðarsveitarforingjar haust: Einar Valur Einarsson, Guðjón Hafsteinn Kristinsson, Hjördís Björnsdóttir, Jóney Kvaran og Anna Kara

Tómasdóttir. Dróttskátasveitin Kóala (13-15 ára). Sveitarforingi:Liljar Már Þorbjörnsson og Bergþóra Sveinsdóttir. Rekkaskátasveitin Yotoo (16-18 ára). Sveitarforingi, Baldur Árnason. Segull starfrækir Útilífsskóla. Stjórn: Félagsforingi, Baldur Árnason Aðstoðar félagsforingi, Sonja Kjartansdóttir. Gjaldkeri, Birgitta Heiðrún Guðmundsdóttir Ritari, Bragi Valgeirsson Meðstjórnandi, Ásgeir Björnsson Starfsmaður vor, Ásgeir Björnsson. Skátafélagið Segull hefur skilað ársskýrslu fyrir 2011 til stjórnar SSR.

Glaumbær - Árbúar

20

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


17.6. SKÁTAFÉLAGIÐ SKJÖLDUNGAR Sólheimar 21a 104, Reykjavík Sími: 568 6802 / GSM: 821 6802 Netfang: skjoldungar@skjoldungar.is Heimasíða: www.skjoldungar.is Kennitala: 491281-0309 Stofnað 5.nóvember 1969. Starfssvæði: Póstnúmer 104 Drekaskátasveitin Farúlfar (7-9 ára). Sveitarforingi, Guðríður Jóhannesdóttir. Aðstoðar sveitarforingi, Haraldur Jónsson. Fálkaskátasveitin Melrakkar (11-12 ára). Sveitarforingi, Kristín Helgadóttir. Aðstoðar sveitarforingjar: Guðrún Sigríður Ólafsdóttir vor og Rakel Sjöfn Hjartardóttir. Dróttskátasveitin DS Sagittaríus (13-15 ára) Sveitarforingi, Bergur Ólafsson.

Aðstoðarsveitarforingi, Haraldur Jónsson. Rekka og róverskátasveitin Vírus (16-22 ára) Hundasveit Skjöldunga var stofnuð 2010. Skíðasveit Skjöldunga: starf lá niðri á árinu. Stjórn: Félagsforingi, Guðmundur Þór Pétursson. Aðstoðarfélagsforingi, Dagmar Ýr Ólafsdóttir. Gjaldkeri og fulltrúi foreldra, Oddný Tracey Pétursdóttir Meðstjórnendur: Magnús Daníel Karlsson, Eygló Höskuldsdóttir Viborg og Sigurður Guðleifsson. Starfsmaður: Gunnlaugur Bragi Björnsson vor, Eygló Höskuldsdóttir og Margrét Hanna Bragadóttir. Skjöldungar starfsrækja Útilífsskóla á sumrin. Skátaskálar: Kútur Hellisheiði og Hleiðra í Þormóðsdal.

Kútur - Skjöldungar

Hleiðra - Skjöldungar

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

21


17.7. SKÁTAFÉLAGIÐ ÆGISBÚAR Neshaga 3, íþróttahúsi Hagaskóla, 2. hæð. 107 Reykjavík Sími 552-3565 Netfang: skati@skati.is Heimasíða: www.skati.is Stofnað 29. mars 1969.

Stjórn: Félagsforingi, Harpa Ósk Valgeirsdóttir. Aðstoðarfélagsforingi, Hjördís María Ólafsdóttir. Gjaldkeri, Guðmundur Björnsson. Ritari, Sigríður Kristjánsdóttir. Meðstjórnendur: Guðný Eydal, Guðjón Geir Einarsson og Sigfús Kristjánsson.

Starfsvæði: Vesturbær og Seltjarnarnes.

Starfsmaður er Nanna Guðmundsdóttir.

Drekaskátasveitin Urtur (7-9 ára stúlkur). Sveitarforingi, Auður Sesselja Gylfadóttir. Drekaskátasveitin Selir (7-9 ára drengir). Sveitarforingi, Guðrún Harpa Bjarnadóttir. Fálkaskátasveitin Hafmeyjar (10-12 ára stúlkur). Sveitarforingi, Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir. Fálkaskátasveitin Sjóarar (10-12 ára drengir). Sveitarforingi, Elvar Sigurgeirsson. Dróttskátasveitin Hvíta Fjöðrin (13-15 ára). Sveitarforingi, Egill Einarsson. Rekkaskátasveitin Atlantis (16-18 ára). Sveitarforingi, Guðmundur Björnsson. Róverskátasveitin Megalodon (19-22 ára). Sveitarforingi, Nanna Guðmundsdóttir.

Skátaskáli Arnarsetur við Bláfjöll.

Arnarsetur - Ægisbúar

22

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


Skátasamband Reykjavíkur

ÁRSREIKNINGUR 2011 OG ÁRITUN

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

23


24

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

25


26

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

27


28

ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011


ÁRSSKÝRSLA SKÁTASAMBANDS REYKJAVÍKUR 2011

29


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.