SAMFOK 30 ÁRA
Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík
AFMÆLISBLAÐ1 SAMFOK
SAMFOK 30 ára
Mikilvægasti stuðningurinn SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, halda upp á 30 ára afmæli sitt á þessu ári. Ég vil óska SAMFOK til hamingju með afmælið og nota tækifærið til að þakka samtökunum fyrir framlag sitt til skólamála í Reykjavík og samfélaginu öllu.
Þótt einungis séu þrír áratugir frá stofnun SAMFOKs þá hefur gríðarlega mikið áunnist í skólamálum á þessum tíma. Fyrir þrjátíu árum voru ekki mörg virk foreldrafélög starfandi í grunnskólum landsins og SAMFOK voru fyrstu svæðasamtök foreldra sem stofnuð voru hér á landi. Starf samtakanna hefur frá upphafi snúist um að hvetja foreldra til virkrar þátttöku í foreldrastarfi, vera vettvangur fyrir fræðslu og samstarf og jafnframt halda á lofti áherslum foreldra gagnvart fræðsluyfirvöldum. SAMFOK tók síðan virkan þátt í að stofna Lands samtökin Heimili og skóla ásamt fleiri svæðasamtökum. Þrír áratugir eru ekki langur tími í sögu þjóðar eða skólahalds hér á landi en á þessum tíma hafa orðið miklar breytingar, bæði á laga og regluverki skólanna, starfsháttum þeirra, öllum aðbúnaði nemenda og þátttöku foreldra. Nú er gert ráð fyrir þátttöku foreldra í stefnumótun í menntamálum og í menntun eigin barna og gott foreldrasamstarf er nú talið meðal þess sem einkennir góðan skóla. SAMFOK hefur lagt lóð sitt á vogar skálarnar í þeim efnum, bæði til að virkja foreldra sem best til þátttöku og einnig sem málsvari gagnvart fræðsluyfirvöldum. Fyrir það ber að þakka en margir foreldrar
hafa lagt á sig óeigingjarnt sjálfboðastarf við að bæta menntun, auðga mannlíf og stuðla að velferð, vellíðan og öryggi barn anna. Þannig hafa samtökin stutt það mikilvæga markmið að börn geti notið bernsku sinnar. Ég vil nota tækifærið og hvetja SAMFOK til að vinna áfram að því að auka virkni foreldra í námi barna sinna og foreldra starfi allt frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla. Stuðningurinn sem við veitum börnum okkar er sá mikilvægasti sem þau njóta á lífsleiðinni. Mikilvægt er að virkja foreldra til að stuðla að enn betri menntun og velferð og um leið betra og jákvæðara samfélagi. SAMFOK á að vera sjálfstæður málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum og samtökin eiga að vera óhrædd að gagnrýna það sem miður fer og benda á atriði sem þarfnast úrbóta enda á það að vera sameiginlegt markmið okkar allra að standa sem best að velferð barna og ungmenna. Til hamingju með árin þrjátíú og hafið heila þökk fyrir ykkar framlag.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra
SAMFOK - Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími: 562 7720 Fax: 553 5960 samfok@samfok.is www.samfok.is Ábyrgðarmaður: Bryndís Jónsdóttir. Ritnefnd: Bergþóra Valsdóttir, Guðni Olgeirsson og Unnur Halldórsdóttir. Umbrot & hönnun: Guðmundur Pálsson / kontent.is. Prentun: Litlaprent. Upplag: 3.000 eintök. Reykjavík, apríl 2013. Öll réttindi áskilin. Efni þessa blaðs má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda.
2
SAMFOK
ENNEMM / SÍA / NM56924
Millifærðu með hraðfærslum í Appinu
Veldu hraðfærslur á upphafsskjámynd og smelltu á þekktan viðtakanda
Veldu eða skráðu inn upphæð
Þjónusta í gegnum Appið:
Vantar unglinginn á heimilinu smá bíópening? Við einföldum millifærslur í snjallsímanum margfalt. Með nýja Íslandsbanka Appinu má nálgast stöðuna á reikningum og færa smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með fáeinum smellum.
Kynntu þér nýja Appið betur á www.islandsbanki.is/farsiminn
Millifærsla framkvæmd!
Skannaðu kóðann til að sækja Appið.
Hraðfærslur á þekkta viðtakendur Staða reikninga með einum smelli Myntbreyta og gengi gjaldmiðla Upplýsingar um útibú og hraðbanka Aðgengi að Netbanka o.fl. sem opnar á fleiri möguleika Þjónustan er í boði fyrir fjárráða einstaklinga með aðgang að Netbanka Íslandsbanka.
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
SAMFOK
3
Kæru grunnskólaforeldrar í Reykjavík Það er áhugavert að ferðast aftur um þrjá áratugi í huganum og velta fyrir sér því lands lagi sem blasti við foreldrum grunnskólabarna í Reykjavík. Áskoranirnar voru margar og stór verkefni biðu foreldra hópsins sem stóð að stofnun SAMFOKS. Það voru miklir eldhugar sem stofnuðu samtökin í Menningarmiðstöðinni Gerðu bergi þann 9. apríl 1983. Það skólasamfélag sem við þekkjum í dag er meðal annars afrakstur þess gríðarlega hugsjónarstarfs sem hrundið var af stað á vor degi fyrir 30 árum síðan.
Formenn SAMFOK • Bogi Arnar Finnbogason 1983 - 1986 • Valgarður Egilsson 1986 - 1988 • Kristín Hraundal 1988 - 1989 • Kristín Traustadóttir 1989 - 1990 • Unnur Halldórsdóttir 1990 - 1993 • Guðbjörg Björnsdóttir 1993 - 1998 • Óskar Ísfeld Sigurðsson 1998 - 2002 • Sigrún Gunnarsdóttir 2002 - 2005 • Steinunn Ásgeirsdóttir 2005 - 2007 • Hildur Björg Hafstein 2007 - 2010 • Guðrún Valdimarsdóttir 2010 - 2012 • Margrét Valgerður Helgadóttir 2012 -
Þegar við sem sitjum í stjórn SAMFOKS gengum í grunnskóla voru skólinn og heimilið tveir aðskildir heimar. Foreldrar okkar þekktu lítið sem ekkert til skóla heimsins og kennararnir sinntu kennslu skyldu sinni en voru lítið í samskiptum við foreldra nema eitthvað væri að. Nú er þessi veggur á milli heimilis og skóla að mestu horfinn og litið er á þessa aðila sem samstarfsaðila með hagsmuni nemandans að leiðarljósi. Í dag höfum við einsetna skóla með tilboði um hádegismat fyrir alla og lengda viðveru fyrir börn í 1.-4. bekk. Við höfum lögformlega aðkomu fulltrúa foreldra að innra starfi skólans. Síðast en ekki síst hafa fulltrúar nemenda sömu aðkomu að starfi skólans í gegnum skólaráðin. For eldrar grunnskólabarna í Reykjavík hafa fulltrúa í skóla- og frístundaráði Reykja víkur með málfrelsi og tillögurétt. Sá fulltrúi er kosinn á aðalfundi SAMFOKS. Starf SAMFOKS byrjaði sem sjálfboðastarf hugsjónafólks. Sá þáttur hefur alltaf verið ríkjandi í starfinu og margir komið þar við sögu í óeigingjörnu starfi í þágu reykvískra barna. Skólayfirvöld í Reykjavík hafa frá upphafi sýnt starfi samtakanna mikinn áhuga og lagt þeim lið, m.a. með fjárframlögum í formi samstarfssamninga. Slíkir samningar hafa gert samtökunum kleift að ráða starfsmann í hlutastarf en það hefur skipt sköpum um þróun sam takanna og þeirra verkefna sem þau hafa getað einbeitt sér að. Það ber að þakka á þessum tímamótum.
Námskeið og fræðsla til foreldra hefur verið í forgangi í starfi samtakanna frá upphafi þar sem samskipti við foreldra, grasrót samtakanna, hefur verið okkar aðalsmerki. Á skipulagsfundi í haust ákvað stjórn SAMFOKS að á afmælisárinu yrði lögð sérstök áhersla á tvö verkefni til viðbótar hefðbundnum verkefnum. Annars vegar yrði foreldrafélögum boðið upp á fræðslufundi fyrir foreldra og börn um heilbrigða kynhegðun og hlutverk foreldra í kynfræðslu barna sinna. Hins vegar yrði blásið til hverfasamstarfs til að styrkja skólasamfélögin og myndi SAM FOK bjóða fulltrúum foreldra, bekkjarfull trúum, stjórnum foreldrafélaga, fulltrúum skólaráða og öðrum áhugasömum aðilum innan skólasamfélagsins þátttöku í nám skeiðum um lögbundið hlutverk foreldra félaga og skólaráða. Foreldrar eru gríðarlegur auður í skóla starfi, gleymum því aldrei. Hjálpumst að við að minna hvert annað á mikil vægi þess bæði í orði og verkum. Það er afar mikilvægt að foreldraauðurinn í skólastarfi verði nýttur betur í framtíðinni og metinn að verðleikum eins og hann á svo sannarlega skilið. Á afmælisárinu er það ósk okkar sem nú sitjum í stjórn SAMFOKS að samtökin megi áfram standa vörð um og stuðla að öflugu og faglegu skólastarfi í Reykjavík þar sem áhersla á samstarf við foreldra um uppeldi og menntun barnanna okkar verður höfð að leiðarljósi. Fyrir hönd stjórnar SAMFOKS starfsárið 2012 - 2013 Margrét V. Helgadóttir formaður
4
SAMFOK
Afmæliskveðja frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að gott samstarf foreldra og skóla sé ein af mikilvægustu forsendum farsæls skólastarfs. Ekki er hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að áhrif foreldra á námsárangur og velferð barna þeirra í skóla hefur gríðarleg áhrif á þátttöku þeirra í samfélaginu og velferð þeirra til framtíðar. SAMFOK hefur svo sannarlega frá stofnun samtakanna fyrir 30 árum unnið stöðugt að því að efla rödd foreldra í grunnskólum Reykjavíkur. Ég get full yrt að á seinustu árum hafa samtökin verið helsti bandamaður skólayfirvalda í borginni í því sameiginlega verkefni að öllum börnum og ungmennum líði vel, fari stöðugt fram og öðlist menntun fyrir líf og starf.
Á 30 ára afmæli SAMFOKS hef ég þær væntingar að innihaldsríkt samstarf skóla og heimila um velferð barna og ung menna haldi áfram að styrkjast og for eldrasamtökin og Reykjavíkurborg muni áfram eiga farsælt samstarf til framtíðar. Á þessum tímamótum í starfi SAMFOKS vil ég fyrir hönd skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þakka fyrir gefandi samstarf á liðnum árum um leið og ég óska samtökunum velfarnaðar í allri framtíð. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
Bandamenn um börn og skólastarf Á síðustu 30 hafa orðið gríðarlegar breytingar á skólastarfi. Skólaþróun tekur æ meira mið af því að hver nemandi er ólíkur þeim næsta og að hvert barn býr yfir áhugasviði og styrkleikum, sem þarf að finna og virkja. Sumum þykir þessi þróun vera of hæg en öðrum of hröð. Hugmyndir foreldra um skólann fara ekki alltaf saman við hugmyndir skólans. Hugmyndir kennarans um hlutverk foreldra stangast stundum á við hugmyndir foreldra – og öfugt. Slíka togstreitu verður að ræða af virðingu og ávallt út frá hagsmunum nemandans. Þar skipta samtök foreldra miklu máli.
til dáða. SAMFOK hefur sýnt lofsvert frumkvæði í því að kynna fyrir foreldrum áhrifamátt jákvæðra viðhorfa á líðan, velferð og árangur skólabarna. Jákvæð viðhorf og virðing af hálfu foreldra í garð skólastarfs, geta margfaldað árangur og líðan barna í skóla. Þar liggur sannkall aður galdur – og engum treysti ég betur en SAMFOK til að beisla hann. Heill sé þér síunga afmælisbarn, megi reykvískt skólastarf njóta krafta ykkar og samvinnu sem allra lengst! Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs
SAMFOK hefur tekið þátt í stefnumótun stórra og smárra verkefna grunnskólans, miðlað málum, rýnt til gagns og hvatt
SAMFOK
5
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Bogi Arnar Finnbogason og Ingibjörg Einarsdóttir voru í fyrstu stjórn SAMFOKS sem kosin var á stofn fundinum 9. apríl 1983. Þau rifja upp aðdraganda að stofnun samtakanna og fyrstu starfsárin og telja að samstarf heimila og skóla hafi þróast á jákvæðan hátt á undanförnum áratugum.
„Kannski var maður
aðskotahlutur í skólanum” Það var gaman að hitta þau og rifja upp fyrstu skrefin í starfsemi SAMFOKS en auk þeirra voru í stjórninni þeir Ingólfur Guðmunds son og Héðinn Emilsson en hann lést 2006. Þegar Bergþóra dró fram fyrstu fundargerðarbók SAMFOKS ljómuðu þau og þótti mikið til koma að fá að blaða í bókinni og ferðast til upphafsáranna. Öll eru þau stolt af því að hafa tekið þátt í að stofna SAMFOK og telja að það hafi verið jákvætt skref í þróun foreldrasam starfs hér á landi.
Hvernig var starfsemi foreldra félaga í skólunum á þessum árum? Um 1980 voru stofnuð foreldrafélög við ýmsa grunnskóla í Reykjavík, oft að frum kvæði áhugasamra foreldra sem höfðu verið í námi erlendis og kynnst virku foreldrasamstarfi í skólum barna sinna. Þau sögðu að áhugi skólamanna á þessu brölti foreldranna hafi verið mismikill og sumum hreint ekkert litist á blikuna að fá foreldra inn á gafl í skólanum. Bogi Arnar sagðist hafa farið í Seljaskóla til að ræða um ófremdarástandið á skóla lóðinni, sem var eitt drullusvað á þeim tíma „og Hjalti skólastjóri var ekki seinn á sér að grípa mig glóðvolgan og setja mig í að stofna foreldrafélag til að berjast fyrir umbótum, ég var nú svona kjaftaskur og til í að gerast formaður. En kannski var ég þó aðskotahlutur i skólanum þarna í upphafi,“ segir Bogi. Ingibjörg Einarsdóttir var bæði foreldri og kennari við Hvassaleitisskóla á þessum tíma.Hún segist alla tíð hafa haft mikla trú á samstarfi við foreldra, enda sé það
6
SAMFOK
samvinnuverkefni foreldra og kennara að koma barni til þroska. Hún tók því af heilum hug þátt í starfi foreldrafélagsins og var oft á tíðum undrandi yfir áhuga leysi kennara, já og jafnvel andspyrnu við foreldrafélögin. Ingibjörg Guðmundsdóttir átti börn í Melaskóla og Hagaskóla og hafði tekið þátt í foreldrasamstarfi í Melaskóla. „Á þessum árum þekktist varla að foreldrar kæmu inni í skólana, fyrir utan hin hefðbundnu foreldraviðtöl og t.d. tíðkuðust námskynningar ekki en þó voru uppi hugmyndir um að foreldrar gætu komið og sagt frá störfum sínum. Starf semi foreldrafélaganna tengdist að mestu umbótum á skólalóðum, umferðaröryggi og skemmtanahaldi, t.d. jólaföndri eða slíku”.
Og svo fóru fræin að spíra Haustið 1982 ákváðu svo nokkrir formenn foreldrafélaga hér í Reykjavík að hittast og bera saman bækur sínar. Þau segja að fundurinn hafi kvisast út fremur en að um formlega fundarboðun hafi verið að ræða en á þessum tíma var enginn listi til yfir foreldrafélögin eða formenn þeirra. Fundurinn tókst vel, hugur var í fólki og skipuð var nefnd til að undirbúa stofnun heildarsamtaka foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur. Nefndina skipuðu Bogi Arnar Finnbogason, Bergur Jónsson, Héðinn Emilsson, Margrét Þorvaldsdóttir og María Finnsdóttir. Stofnfundur SAMFOKS var svo haldinn í Gerðubergi 9. apríl 1983. Fundarmenn voru 34 frá 18 foreldrafélögum og þótti það ágætis mæting. Í fundargerðarbók inni stendur að Sigurður Sigurðarson úr Árbæjarskóla hafi átt tillöguna um að heiti félagsins yrði skammstafað SAMFOK, ( Samband foreldra- og kenn arafélaga). Þremenningarnir telja að hvatinn að stofnun samtakanna hafi m.a. verið að fólk sá í því tækifæri til að stuðla að stofnun foreldrafélaga við alla skóla, styrkja félögin og styðja þau í starfinu. Þannig yrði til farvegur til að koma á framfæri athugasemdum um það sem betur mætti fara í skólamálum í Reykja vík. Það væri sterkara að slíkar athuga semdir bærust frá samtökum foreldra en einstaklingum. Á þessum upphafsárum SAMFOKS voru flest félögin foreldra- og kennarafélög, þ.e. fulltrúar kennara sátu í stjórnum félaganna þótt starfið væri að mestu á ábyrgð foreldra.
„Vesen á þessum foreldrum“ Það er ekki laust við að örlítið andvarp heyrist hjá fyrstu stjórnarmönnunum þeg ar við spyrjum hver hafi verið viðbrögðin við stofnun SAMFOKS. „Mörgum þótti þetta óttalegt vesen og það væri hreint engin þörf á að stofna heildarsamtök foreldrafélaga. Við skiptum með okkur
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir og Bogi Arnar Finnbogason voru í fyrstu stjórn SAMFOKS.
verkum að heimsækja skólana þar sem ekki voru starfandi foreldrafélög og kynntum SAMFOK og hvöttum til stofn unar foreldrafélags. Þar mættum við sums staðar ókurteisi, mest frá skólastjórum en einnig kennurum. Sumir skólastjórar sögðu hreint út að þeir kærðu sig ekki um að foreldrar væru að skipta sér af,“ sagði Ingibjörg Einarsdóttir. Þau telja að þessi tortryggni hafi verið skiljanleg í byrjun. Námefniskynningar hafi t.d. verið nýlunda, og kannski ekki auðvelt fyrir kennara að standa frammi fyrir 30 foreldrum með mismunandi sjónarmið. Ekki hafi þurft nema einn ,,gikk” og þá var kennarinn búinn að missa fundinn úr höndum sér. Þessi viðhorf breyttust smám saman og það dró úr tortryggni, fyrst í þeim skólum þar sem foreldrastarfið varð öflugt og skilaði sýnilegum árangri í þágu barn anna, t.d. í umferðamálum og félagsstarfi. Skólarnir hafi smám saman farið að líta á foreldra sem samherja í skólastarfinu en á þessum árum voru afskipti foreldra af innra starfi skólanna þó hverfandi og lítil sem engin tengsl við fræðsluyfirvöld. Þau Ingibjörg og Bogi Arnar sögðu það
hafa verið mikilvægt að hafa kennara, Ingibjörgu Einarsdóttur, í stjórn samtak anna frá upphafi.„Með kennara i stjórn inni fengum við greinargóðar útskýringar á ýmsu sem viðkom kennslu og skóla starfi og það var meira mark tekið á ábendingum okkar og ályktunum,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Breyttist eitthvað við stofnun SAMFOKS? Í kjölfar stofnunar SAMFOKS segja þau að stjórnin hafi fundað með ýmsum aðilum til að skiptast á skoðunum og óska eftir úrbótum. Helst var fjallað um námsgagnagerð, umferðaröryggismál, matarmál í skólum, frístundatilboð og for varnarmál vegna neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna. Árið 1983, þegar SAMFOK var stofnað, var grunnskólinn enn á ábyrgð ríkisins og því hafi ábendingar um umbætur í skólastarfi ekki beinst að borgaryfir völdum eins og hin síðari ár heldur að ríkinu og þá aðallega að Fræðsluskrif stofu Reykjavíkur. Þau segja að mestu og bestu tengslin hafi verið við þáverandi fræðslustjóra, Áslaugu Brynjólfsdóttur. SAMFOK
7
„Áslaug var afskaplega jákvæð og einlæg í stuðningi við foreldrastarfið. Hún kallaði samtökin til samstarfs og bauð þeim aðstöðu fyrir starfsemina,“ segja þau einum rómi. Þess má til gamans geta að Áslaug skrifaði meistararitgerð sína við Kennaraháskólann 1997 einmitt um foreldrasamstarf og var að mörgu leyti á undan sinni samtíð á þessu sviði hér í Reykjavík. Fulltrúi SAMFOKS fékk nokkru síðar aðild að fræðsluráði Reykjavíkur og síðar skólamálaráði með málfrelsi og tillögu rétti og svo er enn.
Jákvæðir straumar Þótt stjórnarsetu í SAMFOK lyki eftir nokkur ár létu þessir dugnaðarforkar ekki deigan síga og helguðu sig málefnum barna og fjölskyldna á öðrum vettvangi. Bogi Arnar skipti yfir á vettvang vímu varna, tók þátt í stofnun Vímulausrar æsku og var um árabil formaður sam takanna. Ingibjörg Guðmundsdóttir var lengi virk í samtökum foreldra og aðstandenda samkynhneigðra og kom að stofnun for eldrafélagsins í MR fyrir nokkrum árum. Ingibjörg Einarsdóttir starfar enn að skólamálum, nú á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, en þekktust er hún fyrir frumkvöðlastarf í tengslum við Stóru upp lestrarkeppnina í 7. bekk.
Úr fyrstu fundargerðarbók
SAMFOKS.
Þau lýsa öll ánægju sinni með þróun for eldrastarfs hér á landi og voru ánægð að heyra um öflugt starf hjá SAMFOK. Þau vildu að lokum koma á framfæri árnaðaróskum til samtakanna með þrítugsafmælið með von um að félagið eigi eftir að vaxa og dafna í framtíðinni og vinna að aukinni velferð og bættri menntun og uppeldisskilyrðum barna og ungmenna í skólum höfuðborgarinnar.
Við þökkum brautryðjendunum úr fyrstu stjórn SAMFOKS fyrir skemmtilega og fróðlega samverustund og ómetanlegt framlag til uppbyggingar félagsins og foreldrastarfs í borginni. Bergþóra Valsdóttir, Guðni Olgeirsson og Unnur Halldórsdóttir.
Brandarar frá skólabörnum •
Stundum vilja boðorðin 10 vefjast fyrir nemendum. Hér eru tvö dæmi: „Heiðra skaltu eiginkonu nágranna þíns“. „Þú skalt ekki giftast náunga þínum“.
• Faðirvorið kemur líka fram í nýjum útgáfum: „Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss í hvelli“.
8
SAMFOK
• •
Aðaleinkenni hesta er að vera sífellt á kappreiðum. Mörg dýr eru með heitt blóð en í öðrum er það frosið.
• Grasekkjumaður er ekkill sem þjáist af heymæði. • Helstu hlunnindi til sveita eru sturta og sjónvarp.
• Hver er undirstaða alls dýralífs í sjó? Svar: Botninn. • Hvernig er best að sótthreinsa föt? Svar: Með því að brenna þau.
Atvinnuhúsnæði sem hentar þér Reitir fasteignafélag er stærsta þjónustufyrirtæki landsins á sviði útleigu atvinnuhúsnæðis. Okkar sérsvið er að finna þínu fyrirtæki rétt húsnæði.
Kringlunni 4–12 103 Reykjavík
www.Reitir.is Reitir@Reitir.is
Sími 575 9000
Góð ráð til foreldra Jákvæð samskipti og forvarnir gegn einelti
•
Gerum okkur far um að kynnast börnunum í bekk barnsins okkar og foreldrum þeirra. Þannig sköpum við traust og eigum auðveldara með að leysa úr vandamálum.
• Foreldrar eru fyrirmyndir. Hvernig tölum við um og við annað fólk í návist barnanna okkar? •
Berum hag allra barna í bekknum fyrir brjósti, stöðvum óæskilega hegðun, látum vita ef við höldum að barn búi við erfiðar aðstæður eða líði illa.
• Ræðum sameiginleg uppeldisleg gildi á foreldrafundum og sjáum til þess að enginn sé skilinn útundan. •
Förum fram á að börnin okkar hafi ekki aðgang að tölvu- eða sjónvarpsefni sem ekki hæfir aldri þeirra þegar þau heimsækja bekkjarfélagana.
•
Því meiri vinnu sem við leggjum í forvarnir gegn einelti því minni líkur eru á að upp komi alvarleg vandamál í bekknum. Jákvæð samskipti, virðing, samvinna og umburðarlyndi eru lykilatriði.
• Ræðum daglega við börnin okkar um líðan, félagatengsl og samskipti. Hlustum á hugmyndir þeirra.
SAMFOK
9
Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík og seinna fyrsti umboðsmaður foreldra og skóla í Reykjavík, lét sér alltaf annt um foreldrastarf og studdi dyggilega stofnun SAMFOKS á sínum tíma. Það var ekki ónýtt fyrir samtökin að eiga slíkan hauk í horni á upphafsárunum þegar virkilega þurfti að sann færa suma skólamenn um að starfsemi foreldrafélaga væri ekki ógnun við skólastarfið. Ég heimsótti Áslaugu sl. vetur og hún rifjaði upp liðna tíma.
Sýndu barninu og verkum þess áhuga og virðingu -Segðu mér aðeins frá kennsluferli þínum og skólastarfi Ég ætlaði alltaf að verða kennari en eftir stúdentspróf gifti ég mig fljótlega og bjó þrjú ár í Þýskalandi og síðan tvö ár í Bandaríkjunum. Nokkrum árum síðar fórum við á vegum Sameinuðu þjóðanna til El Salvador og dvöldumst þar eitt ár. Þangað fórum við með börnin fjögur, á aldrinum fimm til fjórtán ára og ég kenndi þeim sjálf þennan vetur. Heimilið var eiginlega eins og lítill sveitaskóli, fjórir nemendur á misjöfnum aldri og nauðsyn legt að sníða kennsluna að þörfum hvers og eins. Ég tók kennarastarfið mjög alvarlega, kenndi allar námsgreinar og meira að segja smíði í þvottahúsinu, þar sem börnin bjuggu til marga fallega hluti.
10
SAMFOK
Þarna var samstarfið við foreldra eins og best var á kosið, nánara gat það varla orðið! Mamman að kenna eigin börnum. Þetta var góður undirbúningur undir námið í Kennaraskólanum, en ég útskrifaðist þaðan 39 ára að aldri. Skömmu síðar bauð Kári Arnórsson í Fossvogsskóla mér kennarastöðu. Fossvogskóli var byggð ur fyrir opið og sveigjanlegt skólastarf og þar var mikil áhersla lögð á ein staklingsmiðað nám. Nemendum á misjöfnum aldri og með ólíkan þroska var blandað saman í hópa, samstarf kennara var náið og mikil gerjun í gangi. Þarna vöndust nemendur því að velja sér verkefni, afla upplýsinga, kynna niðurstöður fyrir hópnum og afraksturinn var gjarnan bundinn inn í harðspjalda
bók. Þarna stigu sín fyrstu skref á sviði ýmsir sem síðar urðu þjóðþekktir, svo sem Björk Guðmundsdóttir, Sirrý (Sigríður Arnardóttir) og Þórunn Sveinbjarnardóttir og fjöldi stelpna og stráka sem enn í dag er gaman að hitta því þau heilsa manni hress og glöð. Á þessum árum var samstarf við foreldra helst fólgið í foreldraviðtölum tvisvar á ári. Við tókum upp þann sið að halda skemmtun, „Hörpulok”, þar sem 12 ára nemendur skemmtu og börnin máttu bjóða með sér tveimur gestum. Þau sáu um veitingar og kölluðu foreldra oft upp á svið að leysa þrautir eða taka þátt í spurningaleikjum. Foreldrar fengu að koma í skólann á kennslutíma og sjá nemendur að störfum. Það þekktist varla í öðrum skólum. Ég varð yfirkennari árið eftir og starfaði ellefu ár við skólann, þar af eitt ár sem skólastjóri í ársleyfi Kára. Ég átti jafnan gott samstarf við foreldra og heyrði sagt að það væri alveg sama þótt foreldrar færu reiðir inn til Áslaugar yfirkennara, þeir kæmu yfirleitt brosandi út aftur. Ég varð síðan fræðslustjóri í Reykjavík 1982 og gegndi því starfi til ársins 1996 þegar það var lagt niður við flutning grunnskólans til sveitarfélaga. Þá varð ég umboðsmaður foreldra og skóla uns ég fór á eftirlaun.
-Hvað er minnisstætt úr fræðslustjórastarfinu? Ég byrjaði snemma að berjast fyrir einsetningu skólanna, skrifaði greinar í blöð og benti á þann ávinning sem einsetningunni fylgdi. Í raun leiddi hún til sparnaðar fyrir þjóðfélagið þegar upp væri staðið. Hagfræðistofnun Háskólans komst að sömu niðurstöðu. Foreldrar og félög þeirra gerðu einsetninguna svo að forgangsmáli, það komst á dagskrá í sveitarstjórnarkosningum og loks í grunnskólalög 1995. Núna þykir sjálfsagt að öll börn hefji skóladaginn að morgni og fái meira að segja heitan mat í hádeginu eins og fullorðna fólkið á sínum vinnu stað.
Við innleiddum danskennslu í grunn skólum, hún byrjaði sem tilraunaverkefni í tveimur skólum en breiddist svo út. Starfsleikninám fyrir kennara varð öflugt og stuðlaði að betri kennslu og styrkari stjórn í bekkjum og kennarar voru mjög áhugasamir um alla endurmenntun.
-Þú fékkst snemma áhuga á samstarfi heimila og skóla, hvernig var þeim málum háttað? Foreldrafélögin voru að eflast, ég kom að stofnun SAMFOKS og átti alla tíð mjög gott samstarf við formenn samtak anna. Samtökin fengu áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði og skólamálaráði og gátu þannig fylgst með áformum og stefnu borgarinnar í skólamálum. Fræðsluskrif stofan styrkti útgáfu fyrsta bæklingsins um foreldrastarf, sem kom út 1990 á vegum SAMFOKS. Árið 1998 hafði ég lokið rannsókn á for eldrasamstarfi og skrifað meistararitgerð um það efni. Ritgerðin ber heitið: „Við þekkjum börnin okkar best.“
Hafa foreldrar þau áhrif sem þeir vilja á skólastarf og á hvað leggja þeir áherslu í samstarfi við skólann? Í rannsókninni kannaði ég meðal foreldra grunnskólabarna, eldri og yngri, hvort þeir teldu sig hafa þau áhrif á skólastarf ið sem þeim fyndist æskilegt. Auk þess leitaði ég eftir því á hvað foreldrar leggja helst áherslu í samstarfi heimilis og skóla. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að foreldrar vilja að samstarfið sé eflt og að þeir vilja taka meiri þátt í starfsemi skólans. Foreldrar þekkja barnið sitt best og geta því gefið kennurum mjög dýrmætar upp lýsingar. Kennarinn þarf líka að kynna foreldrum alla námstilhögun, námskröfur, heimanám o. fl. svo barnið fái þann stuðning sem hægt er að veita því heima.
-Þú laukst starfsferlinum sem umboðsmaður foreldra og skóla hér í Reykjavík. Hver voru helstu verkefnin þá? Ég sinnti einkum málefnum einstakra nemenda sem vísað var til mín bæði af foreldrum og skólastjórnendum, ég var því eins konar sáttasemjari eða milligöngumaður og vissulega var það ekki alltaf auðvelt en mörg mál leystust farsællega. Auk þess fékk ég ótal fyrirspurnir frá foreldrum svo sem um fjölda nemenda í bekk, rétt barna til sérstaks stuðnings, gæslu í frímínútum, einelti, lesblindu og fleira. Ég hélt fundi með öllum foreldra ráðum í grunnskólum Reykjavíkur ásamt fulltrúa frá SAMFOK um starfsáætlanir skólanna. Ég sat oft fundi foreldrafélaga og sá um gerð handbókar fyrir foreldra í samvinnu við aðila frá þeim. Foreldra handbókin kom út í ársbyrjun 2001.
-Hvaða ráð áttu til að gefa foreldrum svo að skólaganga barna þeirra verði sem farsælust? Sýndu barninu og verkefnum þess áhuga og virðingu. Þótt myndin sem það teiknar sé kannski ekki sú fallegasta sem þú hefur séð, skaltu hrósa því fyrir litina eða spyrja út í myndefnið og alls ekki fleygja henni i ruslið eða gera lítið úr verki barns ins á annan hátt. Svo er mikilvægt að foreldrar láti barnið aldrei heyra nöldur eða neikvæðni út í skólann. Þeir eiga að halda óánægju efninu fyrir sig en koma sjónarmiðum sínum á framfæri við rétta aðila á mál efnalegan hátt. Barnið að fara í skólann á hverjum degi og það er ekki hvetjandi að mæta þar með nöldur foreldranna í eyrunum. Það er heldur ekki gott fyrir barnið að heyra í skólanum niðrandi umsagnir um heimili sitt eða foreldra. Unnur Halldórsdóttir.
SAMFOK
11
Sif Vígþórsdóttir skólastjóri Norðlingaskóla hefur helgað alla starfsæfina skólamálum, er alin upp í fámennu þorpi úti á landi og hefur lengst af unnið sem kennari og stjórnandi við fámenna Á samráðsfundi með fulltrúum úr 3. og 4. bekk vegna notkunar á íþróttavöllum á skólalóð.
skóla í dreifbýli. Hún vill kröftugt samstarf við foreldra og mikla þátttöku foreldra í skólastarfinu.
Skólar eiga að vera lifandi miðstöðvar í samfélaginu Norðlingaskóli er einn af nýjustu skólum Reykjavíkur og skólastarfið þar hefur vakið mikla athygli allt frá stofnun skólans 2005, ekki síst fyrir áherslu á einstaklingsmiðað nám, sveigjanleika í skólastarfi, marg víslegt þróunarstarf og mikið sam starf heimila og skóla. Skólinn hefur fengið fjölmargar viðurkenningar, t.d. Íslensku menntaverðlaunin 2009 frá forseta Íslands og Fjöregg SAMFOKS sama ár fyrir að leggja áherslu á samstarfs heimilis og skóla. Okkur lék forvitni á að kynnast aðeins betur manneskjunni sem stýrir þessum góða skóla og grennslast fyrir um sýn hennar og áherslur.
12
SAMFOK
Uppreisn á unglingsárum Sif er alin upp á Hólmavík til 16 ára aldurs og var faðir hennar skólastjóri grunnskólans og móðir kennari við skólann og segist hún nánast hafa verið alin upp í skólanum og fengið mikinn stuðning frá foreldrum, ekki síst við heimanámið. Henni leið vel í skólanum, þar var mikið félagslíf og nóg að gera og segist hún hafa verið fyrirmyndar nemandi lengi vel en það hafi breyst á unglingsárunum. „Þá gerði ég uppreisn og fór að haga mér illa og slæpast. Ég sýndi alls konar mótþróa og reyndi meira að segja vísvitandi að stunda námið illa og lék mér að því að svara vitlaust á prófum, aðallega til að ergja foreldra mína og ég var staðráðin í því að starfa aldrei sem kennari, en það átti nú aldeilis eftir að breytast,“ segir Sif. Í skólanum fannst henni sérstaklega gaman í list- og verkgreinum.
Leiðbeinandi við Grunnskólann að Varmalandi Að loknu stúdentsprófi úr MR var hún óráðin og segist hafa látið plata sig til að kenna einn vetur við Varmalandsskóla í Borgarfirði þar sem foreldrar hennar störfuðu á þeim tíma. „Það var afar lærdómsríkt og eftir þá reynslu var ekki aftur snúið, kennarastarfið heillaði mig og síðan hef ég helgað alla mína starfsæfi skólamálum og ég sé ekki að það breytist úr þessu.“ Hún minnist sérstaklega á fyrirkomulagið á Varmalandi þar sem nemendur voru hálfan mánuð í heimavíst og síðan hálfan mánuð heima. Einn kennari við skólann var svokall aður heimanámskennari sem ferðaðist á milli bæja og fór yfir heimanámið en verkefnin voru oft sniðin að nærsamfél aginu og viðfangsefnum heimilisins. Eftir á að hyggja segir hún að þetta hafi verið
ótrúlega flott kerfi sem síðan þótti úrelt og gamaldags, en þetta fyrirkomulag krafðist virkrar þátttöku foreldra og mikils samstarfs heimila og skóla. „Þetta kerfi mótaði mig sem kennara þar sem ég vandist við virka þáttöku foreldra og náið samstarf og að líta á foreldra sem samherja.“
Tuttugu eftirminnileg ár á Hallormsstað Að loknu kennaraprófi lá leiðin austur á Fljótsdalshérað, í Hallormsstaðaskóla, sem lagði ekki niður heimavist fyrr en fyrir 10 árum. Þetta var árið 1985 og þarna var áhugasamur hópur nýrra kennara sem breytti skólanum mikið. Þau lögðu strax áherslu á einstaklingsmiðað nám og opinn skóla og tóku upp samkennslu árganga og aukið samstarf við foreldra. Hún byrjaði á Hallormsstað sem náttúru fræðikennari og segist hafa haft það eina markmið að leiðarljósi að gera náttúrufræði áhugaverða. Síðar starfaði Sif sem skólastjóri árum saman við Hall ormsstaðaskóla. Sem dæmi nefnir Sif að þau tóku upp svokallaðan skólaboðunar dag þar sem starfsfólk skólans fór á milli bæja áður en skóli hófst á haustin, kerfi sem hefur fylgt henni æ síðan. Hún segir að mikið hafi verið lagt upp úr nánd við foreldrana, samtali, upplýsingamiðlun og samstarfsverkefnum. „Auðurinn sem er í stuðningi foreldra við skólastarfið er ómetanlegur. Ég hef alltaf lagt áherslu á að hlusta á foreldra og lít á þá sem samherja skólafólks, foreldrar eru sérfræðingar í börnunum sínum og við erum sérfræðingar í námi og kennslu, saman verður eitthvað gott úr þessu sam starfi fyrir börnin. Ef við erum sundruð þá verður alltaf eitthvað vesen. Við settumst alltaf saman með foreldrum og fórum yfir hvernig best væri hægt að koma til móts við þarfir og þroska barnanna, við gerðum auðvitað fullt af mistökum, en þetta viðhorf er afar mikilvægt til að hægt sé að sníða námið og kennsluna að viðkomandi barni og þetta á ekki síst við þegar nemendur eru með sérþarfir af
Á skólasetningu í Björnslundi í ágúst 2012.
einhverju tagi. Einnig er afar mikilvægt að hlusta á sjónarmið barnanna sjálfra um skipulag og námsumhverfið. Svo er afar brýnt að kennarar vinni náið saman og ræði saman um skólastarfið og séu stöðugt að meta og endurmeta starfið og leiti leiða til að sinna öllum nemendum eins vel og hægt er. Ef starfsfólk skóla horfir saman á þjónustu við hvert barn í þéttu samstarfi foreldra þá mun takast vel til. Um leið og maður finnur sannleik ann í skólastarfi þá er hætta á ferðum, það þarf sífellt að vera umbótahugsun í gangi,“ segir Sif ákveðin.
Skólastýra í Norlingaskóla í Reykjavíkurhreppi frá 2005 Sif fannst spennandi viðfangsefni að móta nýjan skóla í útjaðri Reykjavíkur og var ráðin skólastjóri við Norðlinga skóla frá stofnun hans 2005. „Ég var svo heppin að fá að þróa skólann frá byrjun í nýju hverfi og byrja um vorið
með tvær hendur tómar, ekki einu sinni búið að ákveða hvar skólinn ætti að vera. 16 börn voru skráð í skólann um haustið og ég byrjaði á því að finna væntanlega foreldra í hverfinu til að móta með mér sýn á skólastarfið. Ég er mikil sveitakerling og vil að skólinn sé eins og í sveitinni menningarmiðstöð hverfisins og að foreldrar séu mikið í skólanum og þátttakendur í starfinu eins og hægt er. Við í Norðlingaskóla gerum út á að vera eins og þorpið í sveitinni, ef svo má segja. Einnig höfum við haldið í hefðina frá Hallormsstað að hafa skólaboðunardaga áður en skóli byrjar á haustin og það finnst mér afar mikilvægur liður í sam starfi heimila og skóla. Starfsmenn skipta á milli sín heimilum og fara tveir saman og hitta foreldra og börnin á heimavelli ef svo má segja þar sem starfsfólk skólans eru gestir þeirra og ræða hvernig sumarið hefur verið og væntingar um skólahaldið fyrir veturinn. Ég vil alls ekki sleppa þess ari hefð,“ segir Sif.
SAMFOK
13
Yfirlit yfir ýmsar viðurkenningar sem Norðlingaskóli hefur hlotið • Viðurkenning Sjálfsbjargar í desember 2010. • Íslensku menntaverðlaunin frá forseta Íslands í maí 2009. • Frumkvöðlaverðlaun Geðhjálpar haustið 2009. • Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í mars 2009. • Múrbrjótur Þroskahjálpar í desember 2009. • Fjöregg SAMFOKS vorið 2009. • Hvatningarviðurkenning Menntaráðs Reykjavíkur vorið 2008.
Foreldrar eiga að gera kröfur til skóla Finnst þér foreldrar gera of miklar kröfur til skóla? „Nei, ég vil að foreldrar geri miklar kröfur til skólans og að við saman byggjum upp skólastarf þar sem öll börnin fá að blómstra. Því meiri kröfur sem foreldrar gera á okkur því betra. Ég hef aldrei hitt foreldri sem ekki vill barninu sínu vel, foreldrar hafa oft heilmikið til síns máls, við þurfum í skólanum að hlusta á raddir þeirra og vinna með hugmyndir. Ég vildi gjarna að foreldrar kæmu meira inn í skólastarfið, t.d. í að gera þroskaáætlanir fyrir börn eða námsáætlanir og taka þátt í náms mati og mati á skólastarfinu. Fá foreldra með í að tilgreina sterkar hliðar og áhuga barna sem við í sameiningu reynum að nýta sem best til að auka hæfni nem enda, sjálfstraust og sjálfsmynd. Foreldrar eru að mínu mati afar dýrmætt hreyfiafl í skólasamfélaginu, og mikilvægt er að allir beri gæfu til að vinna saman.
14
SAMFOK
Mér finnst að skólakerfið á Íslandi hafi almennt í gegnum tíðina ekki nýtt sér nægilega vel foreldra til samstarfs og virkrar þátttöku í skólastarfinu,“ segir Sif. Margar og ólíkar leiðir komi til greina og hvert skólasamfélag þurfi að finna leiðir sem virka. Yfir starfsárið er hægt að þróa hefðir með virkri þátttöku foreldra, t.d. við skólasetningu, skólaslit, jólaundirbúning, samverustundir af ýmsu tagi, vorhátíðir og finna tíma sem hentar öllum.
SAMFOK á að styðja foreldra til virkrar þátttöku í skólastarfi Hver ættu að vera helstu baráttu mál SAMFOKS? Sif hugsar sig vel um og hefur þetta um málið að segja: „Mér finnst mikilvægast að foreldrar almennt geri mikla kröfu á skólana og að þeir fái aukna aðkomu að daglegu skólastarfi, ekki bara á tyllidögum. Mér finnst að SAMFOK eigi að leggja aukna áherslu á að styðja foreldra í þessu hlutverki.
Við megum ekki gleyma því að við sem störfum í skólunum erum í þjónustu fyrir nemendur og foreldra og eigum að hafa foreldra sem mest inni á gafli í skólunum til að þjónusta okkar verði sem best. Foreldrar eiga að styðja við skólastarfið, veita aðhald og gera kröfur á að skólar sinni þörfum barnanna þeirra. Til þess að skólar virki frá degi til dags þá þarf að vera samhljómur milli allra aðila í skólasamfélaginu, þ.e. nemenda, foreldra og starfsfólks skólanna. Foreldrar eru bráðnauðsynlegir inni í allri umræðu um allt skólastarf og þeir eiga auk þess rétt á því að skipta sér sem mest af skólanum. Skólar mega ekki vera eyland í samfélag inu, þeir hafa samfélagslegar skyldur og mér finnst að það mætti ganga hraðar að gera skólana að miðstöðvum í nærsam félaginu með virkari þátttöku foreldra,“ segir Sif og leggur áherslu á þessi lokaorð sín. Guðni Olgeirsson.
Með foreldrum og nemendum á foreldraskóladegi haustið 2012, en þann dag koma foreldrar í skólann og krakkarnir kenna þeim.
Morgun einn árið 2008 hringdi ung móðir á skrifstofu SAMFOKS. Faðir hennar hafði bent henni á að hafa samband við samtökin vegna erfiðleika sem hún stóð frammi fyrir í samskiptum við skólann sem sonur hennar gekk í. Þessi feðgin komu við sögu SAMFOKS hvort á sínu tímabili og í tilefni 30 ára afmælis samta kanna lék okkur forvitni á að heyra af reynslu þeirra. Bergþóra Valsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri SAMFOKS hitti þau Guðrúnu og Valdimar Jóhannesson og rifjaði upp liðna tíð.
Tvær kynslóðir í foreldrastarfi Þetta var nú það umhverfi sem börnunum var búið Hvernig voru fyrstu kynni ykkar af SAMFOK? ,,Ég kynntist SAMFOK þegar seinna gengið af börnunum mínum var að kom ast á grunnskólaaldur. Þá var ég meðvit aðri en þegar þau eldri byrjuðu í skóla en þau fóru á mis við þetta vakandi foreldri sem ég seinna varð,“ segir Valdimar. Þá var virkt foreldrastarf í Ártúnskóla og tók Valdimar þátt í því og var ári seinna kosinn formaður foreldrafélagsins. Valdimar segir foreldrastarfið hafa kveikt á sér með ýmsum öðrum hætti ,,sérstak lega að það var alveg ofboðsleg drykkja og óregla á börnunum í Árbænum, alveg niður í 11-12 ára aldur. Þetta var nú það umhverfi sem börnunum var búið. Þegar
þau færu í unglingadeild þá væri bara drykkja og ómennska framundan og þetta gerði mig gjörsamlega rasandi,“ segir Valdimar og leggur þunga áhersu á orð sín. Það endaði með því að Valdimar stofnaði átakið ,,Stöðvum unglingadrykkju“ 1994 og það var ekki einskorðað við Reykjavík því vandinn var þekktur um allt land. Átakið lagði sérstaka áherslu á foreldraröltið og útivistartímann. Stjórn ,,Stöðvum unglingadrykkju“ var skipuð 15 aðilum frá ýmsum félögum og stofn unum. Tókst sérstaklega gott samstarf við SAMFOK og Heimili og skóla og þá sérstaklega Unni Halldórsdóttur sem var mjög kraftmikil og dugleg. ,,Unnur Hall dórsdóttir átti hugmyndina að foreldra röltinu og hafði hana frá Norðurlöndu num en ég sá um að koma foreldraröltinu
af stað,“ segir Valdimar. Ársæll Gunnars son var í forystu fyrir foreldra í Árbæjar skóla og hann tók strax við keflinu og hélt utan um verkefnið. Hann kynnti röltið í foreldrafélögum í Reykjavík og víða um land. ,,Ársæll átti stóran þátt í að þetta varð til frambúðar en okkar helsti og besti árangur var að með þessu tókst að stoppa landasöluna til unglinganna,“ bætir Valdimar við. Hann segir það hins vegar hafa verið erfiða baráttu því lengi vel var tregða úti í samfélaginu að viðurkenna að drykkja unglinga væri vandamál. Litið var á barátt una fyrir því að útivistarreglur væru virtar sem ofstæki og afskiptasemi. Svo fór að lokum að efnt var til framboðs gegn Valdimar í foreldrafélaginu því hann var talinn ganga of langt í afskiptaseminni. En hann hélt baráttunni áfram og telur að starfið hafi skilað árangri ,,En forsendan fyrir þessu öllu er að ég var á þessum tíma kominn í foreldrastarfið, ég var kominn í þennan gír. Og svo er ég ábyggi lega líka ofvirkur þó ég hafi aldrei verið greindur,“ segir Valdimar og skellihlær.
SAMFOK veitti ráðgjöf sem skipti sköpum Guðrún tekur við boltanum af föður sínum og segist hafa verið mjög áhuga samt foreldri. Þegar hún komst í samband við SAMFOK var eldri drengurinn hennar í Valdimar með dóttursyninum, Tómasi Guðrúnarsyni.
SAMFOK
15
fjórða bekk og sá yngri nýfæddur. ,,Ég var búin að leggja mitt af mörkum í foreldra starfi, var bekkjarfulltrúi og tók að mér ýmislegt sem er hluti af því að vera ábyrgt foreldri.“ Það höfðu verið ákveðnir erfiðleikar í bekk drengsins og skólinn virtist ekki hafa getu eða vilja til að takast á við þá. ,,Það voru haldnir fundir, með kennara, deildarstjóra og skólastjóra, farin þessi hefðbundnu leið og alls staðar rakst ég á veggi. Ég var ráðþrota. Einn daginn var ég að ræða um þetta við pabba og þá sagði hann: ,,Ertu búin að tala við SAMFOK?,“ segir Guðrún alvarleg í bragði. Hún segist hafa heyrt talað um SAMFOK en ekki gert sér grein fyrir því að samtökin veittu ráðgjöf, ,,ég tengdi það einhvern veginn ekki,“ segir Guðrún hugsi. ,,Svo ég hringdi og var tekið opnum örmum og fékk gjörsamlega ómetanlega hjálp á stundinni. Í fyrsta skipti í öllu þessu ferli fannst mér ég ekki standa ein á móti einhverju bákni. Það varð til þess að ég náði að hreyfa málinu þannig að loksins fór eitthvað að gerast þarna í skólanum. Þar með var minn áhugi kveiktur á foreldrastarfi svona fyrir alvöru,“ segir Guðrún. Hún bauð sig svo fram í stjórn foreldra félagsins, bæði í grunnskólanum og síðar í leikskólanum þar sem synir hennar
stunduðu nám. Guðrún reyndi að vinna að jákvæðum breytingum í stjórninni hvað varðaði vinnubrögð, fræðslu og utanumhald um starf bekkjarfulltrúanna. Hún segir starfið hafa verið mjög skemmtilegt með góðu fólki og gengið vel. ,,Með því að vera í stjórn foreldra félagsins þá urðu tengslin við SAMFOK meiri og svo voru náttúrulega komin á persónuleg tengsl í gegnum aðstoð ina sem ég hafði áður fengið,“ heldur Guðrún áfram.
Skólavörðugangan Guðrún starfaði sem framkvæmdastjóri SAMFOKS um nokkurra mánaða skeið en lét af því starfi þegar hún gaf kost á sér fyrir ákveðinn flokk í sveitarstjórnarkosn ingunum 2010. ,,Mér fannst ekki passa að vera í fram boði í Reykjavík og vera á sama tíma að starfa fyrir SAMFOK þannig að ég sagði upp störfum. Ég sá svo fljótlega að borgarpólitíkin var ekki vettvangur sem ég var reiðubúin að starfa á og dró mig því í hlé. Nokkru seinna var svo þrýst á mig að gefa kost á mér sem formaður SAMFOKS og ákvað ég, eftir mikla umhugsun, að gera það,“ segir Guðrún. Hún segist hafa fundið mjög sterkt fyrir því að þau skólapólitísku málefni sem hún, sem
formaður SAMFOKS, var í forsvari fyrir og sem samtökin voru að berjast fyrir hafi átt sér víðtækan stuðning í grasrótinni. ,,Það var rosalega skemmtilegt að vera formaður SAMFOKS á þessum tíma, mjög mikil vinna og margt að gerast. Það varð mikil vakning í samfélaginu, búin að vera ákveðin lægð um nokkurn tíma og fólk búið að vera svolítið sofandi fyrir baráttu málum foreldra. Kannski gerist það alltaf þegar velmegun ríkir. Fólk var á fleygiferð að njóta lífsins, byggja, stækka við sig, ferðast og nógir peningar virtust vera hjá ríki og borg. Á þessum uppgangsárum þá gekk allt svona ágætlega, smá mál hér og þar en það var ekkert verið að ráðast á skólana. En svo kom hrunið og þegar afleiðingar þess fóru að birtast í niðurskurðar áfomum í skólanum risu foreldrar upp og mótmæltu. Þá fann maður alveg of boðslegan kraft, úr öllum hverfum“ segir Guðrún og er mikið niðri fyrir. ,,Það tók smá tíma að byggja upp þetta samband því það hafði svolítið fjarað undan því. Við kölluðum til formenn foreldrafélag anna sem fóru að segja sögur úr sínum hverfum og bera saman bækur sínar, ég fæ alveg gæsahúð þegar ég hugsa um þetta. Það var alveg magnað að upplifa þetta. Maður fann bara hvað það var ofboðslega mikil samstaða og kraftur í foreldrum. Þeir voru svo tilbúnir að mót mæla saman þessari aðför að skólunum. Fljótlega fóru raddir foreldra úr öllum hverfum borgarinnar að heyrast í fréttum og niðurskurður í grunnskólum var orðið mál málanna í opinberri umræðu,“ segir Guðrún.
Svipmynd frá Skólavörðugöngunni 2011, Guðrún í spjalli við Jón Gnarr borgarstjóra.
16 16
AM M FF O O KK SS A
SAMFOK skipulagði þá hópgöngu foreldra frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem mótmælum var komið á fram færi við borgarstjórn, á opnum fundi. Skólavarða var byggð fyrir utan Ráðhúsið og foreldrar héldu á mjög táknrænum rauðum spjöldum sem skilaboð til borgaryfirvalda – stopp, hingað og ekki lengra. Þessi Skólavörðuganga laðaði að sér fleiri þátttakendur en lengi höfðu sést í hagsmunabaráttu foreldra.
Samstarfsvettvangur, fræðslu hlutverk og viðhorfsvakt Hvað hefur að ykkar mati skipt mestu máli í starfi SAMFOK? Guðrún: ,,Mikilvægasta starf SAMFOKS að mínu mati er fræðsluhlutverkið, nám skeiðahaldið og þessi samráðsvettvangur fyrir formenn foreldrafélaga og fulltrúa foreldra í skólaráðum sem samtökin eru. Þessir aðilar breiða þekkingu út innan sinna skóla um mikilvægi foreldrasam starfs og hvernig er best að skipuleggja það. Valdimar: ,,Að vera skjól fyrir foreldra félögin. Það er líka viðhorfsvaktin, hún skiptir rosalegu máli. Að það sé einhver sem er tilbúin til þess að koma fram með viðhorf þegar það er nauðsynlegt í samfélaginu. Einhver sem segir nei, þetta gengur ekki, þetta þolum við ekki. T.d. þegar átti að fara að skera niður skólastarfið, það hefði gengið miklu lengra ef SAMFOK hefði ekki safnað liði. Viðhorfsvaktin virkaði á þessari stundu. “ Á hvaða sviði hefur mestur árangur náðst í starfi SAMFOKS? Valdimar er fljótur til svars: ,,Ef maður skoðar þetta í heildina frá þeim tíma sem ég kynntist fyrst starfi SAMFOKS 1993, þegar samtökin voru tiltölulega ung, þá hefur öll meðvitund fólks um börnin sín gjörsamlega breyst á þessum árum. Foreldrar eru betur vakandi um hvert þeirra hlutverk er. Það er allt annað viðhorf til barna og fjölskyldulífs“.
Fréttablaðið, 21. janúar 2011
Guðrún bætir við að aukin virkni foreldra t.d. í samstarfi við skólann sé að sínu mati dæmi um árangur af starfi SAM FOKS. ,,Allar forvarnir byrja á heimilinu. Ef heimilið er ekki í lagi þá er ekki hægt að gera neitt af viti og ekki í skólanum held ur“ segir Valdimar. ,,Svo hefur SAMFOK átt sæti í SAMAN hópnum frá upphafi en hann hefur verið að gera frábæra hluti hvað varðar viðhorfsmótun hjá foreldrum og samfélaginu öllu,“ bætir Guðrún við. Hver teljið þið verða mikilvægustu verkefni SAMFOKS í nánustu framtíð? Hér eru feðginin alveg á sama máli: ,,SAMFOK á að halda áfam á sömu braut, kveikja í foreldrum og foreldrafélögunum og vera aðhald fyrir skólastjórnendur og yfirstjórn skólamála.“ Valdimar bætir við að mikilvægt sé að SAMFOK láti ekki bjóða sér hvað sem er og láti ekki gera sig að þægum þjóni skólayfirvalda og
fara í þennan þægilega samstarfsdans við borgina. Það sé mikilvægt að hrósa fyrir það sem vel er gert en samtökin verða að þora að gagnrýna það sem þarf að laga. Guðrún skýtur inn í að það verði að vera ákveðið traust á milli aðila og samvinna. Ekki megi fara upp á afturlappirnar yfir öllu. Hún leggur áherslu á að verið sé að vinna að fjölda mála í góðu samstarfi og samvinnu SAMFOKS og skólayfirvalda. Hins vegar séu SAMFOK agnarsmá samtök samanborið við einn helsta sam starfsaðilann, Reykjavíkurborg. Mikilvægt sé fyrir SAMFOK að halda sínum trúverðugleika og einbeitingu og minna sig reglulega á hvert sé hlutverk samtakanna. ,,Það er gríðarlega mikil vægt að hlusta á baklandið, hafa sann færingu fyrir því sem maður er að segja, að vita að það er sterkur samhljómur um það meðal foreldra“. Bergþóra Valsdóttir.
SAMFOK
17
Glatt á hjalla
Hvað mætti vera betra í skólanum?
Gamla gengið í SAMFOK hefur hist reglulega í meira en 20 ár
Dagmar Óladóttir
10. bekk í Austurbæjarskóla Það mætti leyfa okkur að skapa enn meira í tengslum við námið, leyfa okkur að vera aðeins frjálsari og bjóða upp á fleiri möguleika í t.d. verkefnaskilum. Að það væri hægt að gera hlutina á fleiri en einn hátt. Stundum mætti starfið líka vera skipulagðara, aðallega þegar kemur að því að fylgja námsáætlunum.
Foreldrastarf er skemmtilegra ef maður er glaður! Frá vinstri: Óskar Elvar Guðjónsson, Unnur Halldórsdóttir, Örn Guðmundsson, Inga Arnardóttir, Þorgerður Ragnarsdóttir, Aðalbjörg Þorvarðardóttir, Kristín Jónasdóttir og fyrir framan Guðni Olgeirsson.
Upp úr 1990 var stjórn SAMFOKS skipuð hressu fólki úr ýmsum foreldrafélögum við grunnskóla í Reykjavík. Þá var mikil gerjun í skólamálum og virkni foreldra og þátttaka að aukast. Verkefnin voru óþrjótandi og mikil áhersla var lögð á að efla grasrótarstarfið í foreldra félögunum, t.d. með námskeiðum fyrir bekkjarfulltrúa, formanna fundum og opnum fundum um skólamál. Í öllu þessu ati mynduðust sterk tengsl milli margra stjórnarmanna sem ekki hafa rofnað. Hópurinn hefur hist reglulega gegnum tíðina og auðvitað ber skóla málin á góma og starfið í SAMFOK. Síðustu endurfundir hópsins voru um miðjan mars sl. þar sem glatt var á hjalla og í tilefni 30 ára afmælisins var sérstak lega rifjað upp það minnisstæðasta frá árunum í SAMFOK. Félagarnir eru stoltir af þátttöku sinni í foreldrastarfi og telja að foreldrar séu mikilvægt hreyfiafl í þróun skólamála
18
SAMFOK
en þar má nefna einsetningu skóla, mötuneytismál, lengingu skóladagsins og heilsdagsskóla. Þau segja mikla vakningu hafa orðið fyrir 20 árum og aukin viðurkenning fengist á mikilvægi foreldrastarfs. Þau telja einnig að SAMFOK hafi unnið mjög gott starf við að skipuleggja starf foreldrafélaga í borginni og ná samtakamætti t.d. í sambandi við útivistartíma, foreldrarölt og forvarnir. Foreldrar bera fyrst og fremst ábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna en starfsfólk skólanna ber ábyrgð á vel ferð og líðan barnanna í skólanum. Þau leggja áherslu á skólarnir upplýsi foreldra og eigi við þau samtal svo þau séu betur í stakk búin að styðja skólastarfið og skólarnir geti betur sinnt sínu hlutverki. Ennfremur segja þau mikilvægt að foreldrar standi saman og láti sig varða menntun barna sinna. Foreldrar séu mikil auðlind í skólastarfi og með virku sam starfi og þátttöku allra aðila skólasam félagsins sé hægt að ná miklum árangri á öllum sviðum.
Margrét Ýr
2. bekk Ingunnarskóla Að stærðfræðibókin væri lengri. Að kennarinn minn komi til baka, hún er búin að vera í fríi í fimm daga.
Tindur Eliasen
2. bekk Laugarnesskóla Oftar Tarsanleikur í leikfimi.
Axel Thor Aspelund
8. bekk í Austurbæjarskóla Hádegismaturinn mætti vera betri á bragðið og meira lagt í hvernig hann er borinn fram. Íþróttasalurinn er of lítill og búningsklefarnir allt of litlir og gamlir. Það ættu að vera tölvu tímar þar sem okkur væri kennt að forrita.
Netvarinn eflir öryggi barna á netinu
Mb
• 40
G
Mánaðarverð
Mánaðarverð
5.690 kr.
12
51 02
Sjónvarpi Símans. Hringdu núna í 800 7000 og veldu þína leið.
B
Allar áskriftarleiðir Símans tryggja þér einnig möguleika á
ADSL Leið 2
Mb
B
Netvarinn fylgir öllum áskriftarleiðum Símans
Ljósnet Leið 2
• 40
G
5.990 kr.
- Gagnamagn 40 GB
- Gagnamagn 40 GB
- Hraði allt að 50 Mb/sek.
- Hraði allt að 12 Mb/sek.
SAMFOK
19
Það stendur engum nær en foreldrunum að huga að velferð barn anna og koma í veg fyrir að þau fari sér að voða. Þetta hefur sannarlega verið rauður þráður í foreldrastarfinu í gegnum tíðina og SAMFOK lét sig frá upphafi varða alls konar forvarnarmál svo sem umferðaröryggi, öryggi barna á skólalóðum og síðast en ekki síst forvarnir gegn vímuefnum.
Forvarnir byrja heima Á fyrstu fundum samtakanna lýstu formenn foreldrafélaganna yfir áhyggjum af drykkjuskap unglinga, skemmtistaðir hleyptu inn börnum undir lögaldri og lítið eftirlit virtist haft með þvi. Bogi Arnar Finnboga son, fyrsti formaður SAMFOKS, var áhugasamur um þennan málaflokk og varð fyrsti formaður samtakanna Vímulausrar æsku sem stofnuð voru 1986. Valdimar Jóhannesson lýsir á öðrum stað í blaðinu áfengisneyslu unglinga sem var áberandi á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Honum blöskraði ástandið og stofnaði ásamt fleirum átakið ,,Stöðvum unglinga drykkju“ í maí 1994. Hann var einnig frumkvöðull foreldrarölts í sínu hverfi en það breiddist síðan út um öll hverfi
Reykjavíkur og hefur verið virkt síðan, þó mismunandi eftir hverfum og tímabilum. SAMFOK hefur lagt áherslu á að efla samstöðu foreldra í bekkjarstarfi, þar sem hægt er að ná til flestra og leggja línurnar, t.d. um útivist, foreldralaus partí og ýmis gildi í uppeldi.
hjá 10. bekkingum lækkaði úr 23% 1992 í 3% árið 2012. Tíðni þeirra sem orðið höfðu drukknir síðastliðna 30 daga lækkaði úr 42% í 6% og hassreykingar lækkuðu úr 17% 1992 í 3% árið 2012. Sömu tilhneigingu er að finna meðal 8. og 9. bekkinga.
Unnur Halldórsdóttir, þáverandi formaður SAMFOKS, þýddi og staðfærði bækling um foreldrastarf árið 1989. Þessi bæklin gur var sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi og voru leiðbeiningar þær er á eftir komu að miklu leyti byggðar á honum.
Undir aldamótin 1999-2000 heyrðist af áhuga hjá reykvískum ungmennum að fagna tímamótunum með stæl, eins og fullorðna fólkið. Þá hittist til skrafs og ráðagerða hópur fólks sem starfaði að menntun, uppeldi og umönnun barna og unglinga. Allir lögðu hönd á plóg og send var út hvatning til foreldra ,,Fjölskyldan saman á tímamótum“. Þetta var fyrsta áramótahvatning SAMAN-hópsins eins og hann kallar sig. Markmið hans eru að styðja foreldra í uppeldishlutverkinu,
SAMFOK beitti sér fyrir fræðslu fyrir bekkjarfulltrúa og stjórnir foreldrafélaga og smátt og smátt fóru viðhorfin að breytast og ástandið að batna. Tölurnar tala sínu máli. Tíðni daglegra reykinga
Þróun vímuefnaneyslu meðal nemenda í 10. bekk á Íslandi 1992 til 2012 Drukkin síðustu 30 daga
Heimild: Rannsóknir og greining 2012.
20
SAMFOK
Reykja daglega
Hafa notað hass einu sinni eða oftar
vekja athygli á þeirri ógn sem börnum og unglingum stafar af neyslu áfengis og annarra vímuefna og síðast en ekki síst að auka samstarf þeirra aðila sem vinna að forvörnum. SAMFOK var í hópi frum kvöðla SAMAN-hópsins og hefur tekið virkan þátt í starfi hans síðan en það starf hefur vaxið og dafnað með árunum.
prófa, þegar unglingar hópuðust saman í drykkjuskap. Foreldrar og foreldrafélög, félagsmiðstöðvar og skólar hófu að skipuleggja ferðir fyrir 10. bekkinga strax að loknum prófunum og andrúmsloftið gjörbreyttist. Nú er þessi drykkja vonandi liðin tíð og vímulaus grunnskóli er ekki lengur fjarlægur draumur.
Einn helsti styrkur SAMAN-hópsins er þverfaglega samstarf. Hjá rannsóknar miðstöðinni Rannsóknir og greiningu fengust tölfræðilegar upplýsingar sem nýttust vel til að móta stefnu og áherslur. Allir aðilar hópsins sendu sömu skilaboð til foreldra og samfélagsins. Foreldrar hafa axlað sína ábyrgð og samfélagið í heild sinni verður sífellt meðvitaðra um mikilvægi forvarna.
Þetta víðtæka samstarf hefur án efa átt mikinn þátt í hversu stórlega hefur dregið úr neyslu barna og ungmenna á áfengi og öðrum vímuefnum. Auk þess að vera virkur þátttakandi í SAMAN hópnum, hefur SAMFOK nýtt sinn vettvang til að miðla viðhorfum og standa fyrir fræðslu fyrir foreldra um mikilvægi þeirra í forvörnum.
Hvað er skemmti legast í skólanum?
Jakub Clark
9. bekk Austurbæjarskóla Mér finnst íþróttir skemmtilegasta greinin, stærðfræði er samt líka mjög skemmtileg.
Nánari upplýsingar um starfsemi SAMAN
Gott dæmi um árangurinn er hvernig tókst að snúa við þeirri óheillaþróun sem hafði orðið við lok samræmdra
hópsins má finna á vefsíðunni www.samanhopurinn.is
Úr ritgerðum nemenda Sumarferðin
Útilegan
Sumarferðin mín gekk ágætlega–– í fyrstu en síðan fór að rigna og hvessa og verra var að það fór að hvessa á móti okkur. Svo fór heldur betur að þykkna í veðri og þokan varð mjög mikil. Ekki er gott að skoða landið í mikilli þoku því þá sér fólk ekki það sem hægt er að sjá þegar bjart er.
Þegar rigningunni loksins lauk fórum við að borða. Ég var með beikonsnakk, Palli var með ostasnakk en Egill var með ávexti og við stríddum honum alla ferðina út af því og kölluðum hann Egil banana.
Kjörgengi & þinghelgi Á félagsfræðiprófi í menntaskóla voru nemendur beðnir að útskýra hugtakið „kjörgengi“. Ein útskýringin var: „Kjörgengi er það nefnt þegar fólki er ekið á kjörstað en síðan látið ganga heim“.
Svo áttu nemendur að úrskýra hugtakið „þinghelgi“. Einn svaraði á þessa leið: „Þinghelgi merkir það að þingmenn séu friðaðir um helgar“.
Tinna Rún Jónasdóttir 4. bekk Laugarnesskóla Tengiskrift.
Kristín Heiða Bjarnadóttir 8. bekk Laugalækjarskóla
Þegar tími fellur niður, þá er frjálst eða farið heim.
Guðmundur Steinn Sigfússon 4. bekk í Austurbæjarskóla
Mér finnst svo margt í skemmtilegt í skólanum mínum. Eins og sund, stærðfræði, samfélags fræði, íþróttir, náttúrufræði, skák, hönnun eða smíði og bókasafn.
SAMFOK
21
Góð ráð til foreldra Læsi
Foreldrastarf
• Lesum fyrir og með börnunum okkar við hvert tækifæri.
• Áhugi og þátttaka foreldra í skólastarfi er sá þáttur sem hefur mest áhrif á námsárangur og líðan barna í skólum.
•
Fjölskyldur geta fléttað létt lestrarverkefni inn í flesta þætti dagslegs lífs – lestur lærist ekki bara í skólanum.
•
Jákvæð viðhorf foreldra til lesturs, lestrarvenjur þeirra, sem og það lestrarumhverfi sem barnið elst upp eru miklir áhrifavaldar þegar kemur að lestrarfærni barna.
• Mundu að lestur og ritun eiga að vera skemmtileg. Ef þér finnst gaman, finnst barninu það líka.
Hvað er mikilvægast að læra í skólanum?
• Tölum jákvætt um nám og starfið í skólanum. •
Áhrif foreldra á nám barna snúast ekki um menntunarstig þeirra eða getu til að aðstoða barnið við námið sjálft heldur um samtalið við barnið og að barnið sjái tilgang með námi sínu.
•
Bekkjarfulltrúar eru verkstjórar og tengiliðir við foreldrafélagið. Ef allir foreldrar leggja sitt af mörkum í bekkjarstarfinu verður það leikur einn.
• Lesum saman á umbúðir, kort, leiðbeiningar, umferðarskilti og auglýsingar. Æfum lestur alls staðar.
Arndís Ólafsdóttir
4. bekk Kelduskóla-Korpu Ensku til að geta talað við útlendinga.
Orri Eliasen
1. bekk Laugarnesskóla Reikna.
Skólaskop
Úr bókinni Skólaskop eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Sigurjónsson
Í menntaskóla úti á landi voru nemendur beðnir að skrifa stutta ritgerð um „ unglingavandamálið“. Ein ritgerðin byrjaði svona: „Eitt aðalvandamál unglinganna er að verða sér úti um áfengi“!
Margrét Hlín Harðardóttir 8. bekk Laugalækjarskóla Að skilja lífið.
Kjartan Helgi Guðmundsson 3. bekk Ölduselsskóla
Það er mikilvægast að læra að lesa og skrifa. Og stærðfræði af því að mamma segir að maður þurfi að nota stærðfræði á hverjum degi. Sund er í öðru sæti.
22
SAMFOK
L eikur
og nám
Hefur þú skoðað gagnvirka vefi á Krakka- og Unglingasíðum Námsgagnastofnunar?
Jarðfræðivefurinn
Samhljóðar í himingeimnum Litróf náttúrunnar
Stafaleikir Búa
Viskuveitan
Upplýsingatækni fyrir yngsta stig
Bækur á táknmáli
Lyt og se
Iceland in English
Fingraleikir
Skólablaðið
Orðaleikir
Read Write Right
Lífsleikurinn
Lestur er leikur
www.nams.is Allar hljóðbækur Námsgagnastofnunar NámsgagNastofNuN Víkurhvarfi 3 • 203 Kópavogi • Sími 535 0400 eru aðgengilegar til niðurhlaðs af SAMFOK
23
Foreldrafélögin eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt
Verkföll kennara Vonandi heyra verkföll kennara sögunni til en þau hafa verið nokkur og löng í gegnum árin. Þegar kennarar fara í verkföll bitnar það á námi og skólagöngu barnanna og þá hafa samtök foreldra, Heimili og skóli og SAMFOK þrýst á samningsaðila að leysa deilurnar sem fyrst svo að skaðinn verði sem minnstur. Í verkfallinu 1995 storm uðu foreldrar í Alþingishúsið og kyrjuðu baráttusöng fyrir fjármálaráðherrann, Friðrik Sophusson.
Samninga Já takk – Baráttusöngur foreldra Lag: Lífið er lotterí! - Texti: Unnur Halldórsdóttir
Pabbar dansa Svanavatnið
selsskóla fyrir síðustu aldamót og þá Þessir flottu herrar voru feður barna í Öldu élagsins og sýndu Svanavatnið við tróðu þeir upp á árlegri skemmtun foreldraf innileg atriði voru á dagskránni, m.a. röpp mikinn fögnuð áhorfenda. Fleiri eftirm og Steingrímur Sigfússon. uðu tveir feður, þeir Halldór Ásgrímsson að skipuleggja og annast námskeið Foreldrar í Ölduselsskóla tóku líka að sér Þetta framtak sló rækilega í gegn og fyrir foreldra 6 ára barna um skólabyrjun. borginni á næstu árum. breiddist hugmyndin út til flestra skóla í
Fjöreggið Fjöreggið er veitt þeim sem hefur, að mati stjórnar SAMFOKS, unnið frábært starf í þágu grunnskólabarna í Reykja vík. Fyrsta Fjöreggið hlutu Samninga nefndir Félags grunnskóla kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2001 fyrir nýja kjarasamninga sem vöktu vonir um að grunnskólinn yrði samkeppnisfær við hinn almenna vinnumarkað um starfs krafta, að kennsludögum fjölgaði og starf umsjónarkennara efldist. Sigrún Magnúsdóttir formaður fræðsluráðs Reykjavíkur fékk Fjöregg ið 2002 og Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur og
24
SAMFOK
Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri fengu Fjöreggið 2006 fyrir framlag til foreldrastarfs og betra samstarfs foreldra og skóla. Foreldraráð Seljaskóla hlaut Fjöreggið 2003 fyrir framlag sitt til að byggja upp samstarf og samskipti milli foreldra og skóla. Tvö Fjöregg voru veitt árið 2009, annað til Bergþóru Valsdóttur fyrir ómetanlegt framlag til foreldrasam starfs í grunnskólum Reykjavíkur. Hitt var til Skólasamfélags Norðlinga skóla, með Sif Vígþórsdóttur í broddi fylkingar, fyrir einstaklega jákvæð viðhorf og vel útfærðar hugmyndir um samstarf foreldra, nemenda og skóla.
Á Íslandi eru málin sjaldan skipulega skoðuð, en skær og fögur menntastefna er reglulega boðuð. Litlar eru efndir og lögin jafnan brotin, ef leggja þarf til peninga er metnaðurinn þrotinn! Viðlag: Og nú segjum við: Semjið fljótt! Og opnið skólann skjótt! Svo öll við öndum rótt. Verkföll inn í skólum eru varla nokkur hemja, því verða okkar stjórnvöld og kennarar að semja. Í Karphúsið við senda viljum sáttfúsa þanka, ef samningarnir dragast........þá förum við að banka! Viðlag: Enda segjum við: Semjið fljótt! Forsetinn um áramótin alla heyrðist brýna: Áhuga á menntamálum verða menn að sýna. Við tökum þeirri áskorun og aðra skulum hvetja, ofarlega á forgangslistann skólamálin setja. Viðlag: Og við segjum því: Semjið fljótt! Frumflutt á Ingólfstorgi í upphafi kennaraverkfalls 17. febrúar 1995.
Hvað finnst foreldrum? Gegnum tíðina hefur SAMFOK leitað eftir skoðunum foreldra á ýmsum hliðum skólastarfs. Samtökin hafa líka kannað hvernig foreldrastarfinu er háttað og hvað megi bæta. Má nefna könnun á stofnun og starfsemi foreldraráða, á foreldrastarfi, á viðhorfum foreldra til Heilsdagsskóla, á starfsemi og skipulagi foreldrafélaga, á viðhorfum foreldra til málefna grunnskóla, á viðhorfum foreldra til samtakanna, á aðkomu foreldra að skólum barna sinna og fleira. Samtökin beittu sér fyrir undirskriftarsöfnun gegn niðurskurði í grunnskólunum og skrifuðu fleiri þúsund manns undir.
Fræðsla fyrir foreldra og foreldrafélög
Fundir og málþing til að fræða, upplýsa og örva umræðu
SAMFOK stendur fyrir alls kyns fræðslufundum og námskeiðum fyrir foreldra og félög þeirra. Hér eru nokkur dæmi um slíkt.
SAMFOK hefur í gegnum árin haldið fundi og þing, á eigin vegum og í samstarfi við aðra, um fjölbreytt málefni. Má þar nefna fundi um gæði í skólastarfi, um kosti og galla heildstæðs grunnskóla eða skipti við unglingastig. SAMFOK stóð fyrir fundaröðinni ,,Foreldrar gegn einelti“ í samstarfi við Vöndu Sigurgeirsdóttur 2012. Einnig hefur SAMFOK staðið fyrir fundum um mikilvægi samstarf foreldra og skóla, um hluverkaskipti, um einsetningu skóla, um námsog starfsfræðslu, um matarmál í grunnskólum, hvernig bæta eigi stærðfræðikunnáttu grunnskólanema, um geislun í umhverfi barnanna og margt fleira.
Seint á níunda áratug síðustu aldar hófust fyrir alvöru fræðslufundir fyrir foreldrafélög um bekkjarstarf og stjórnun og rekstur foreldrafélaga, Félagsmálaskóli SAMFOKS í samvinnu við ITC bauð upp á tveggja kvölda námskeið um almenna ræðumennsku og tjáningu og svo um foreldrastarf og skólamál. Svo má nefna námskeið fyrir for eldra unglinga í 9. og 10. bekk um samræmd próf í íslensku og stærð fræði, námskeið í gerð fréttabréfa fyrir foreldrafélög, námskeið fyrir bekkjarfulltrúa, stjórnir foreldrafélaga, foreldraráð og seinna fulltrúa foreldra í skólaráðum.
Samstaða foreldra og forvarnir SAMFOK hefur beitt sér í forvarnar málum frá upphafi. Foreldrasamningur Heimilis og skóla var fyrst prufaður í Reykjavík, foreldraröltið hefur breiðst út og hefur SAMFOK veitt upplýsingar og fræðslu um hvernig hægt sé að standa að því. SAMFOK hefur verið virkt í að vinna gegn drykkju 10. bekkinga við prófa lok, hafa tekið þátt í starfi SAMANhópsins frá upphafi og verið virkir þátttakendur í umræðu um mikilvægi foreldra í forvörnum.
Möguleikar til að hafa áhrif – nefndarstörf og vinnuhópar Á aðalfundi SAMFOKS er fulltrúi foreldra í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur (áður Fræðsluráð og Menntaráð) kosinn. Í gegnum árin hafa samtökin tilnefnt fulltrúa í ýmsar nefndir og vinnuhópa. Má þar nefna fagráð um mötneyti leik- og grunnskóla, vinnuhóp um málefni innflytjenda, málefni þroskahamlaðra nemenda í almennum grunnskólum, um viðbrögð og verkaskiptingu þegar um óveður eða ófærð er að ræða, PISA hóp sem greindi ástæður versnandi frammistöðu reykvískra nemenda og gerði tillögur að breyt ingum og marga fleiri. Samtökin hafa einnig átt fulltrúa í SAMAN-hópnum og Ljósberahópnum sem beitti sér fyrir heilbrigðum lífsstíl barna og unglinga.
Hér til vinstri má sjá forsíðu fyrsta bæklingsins sem gefin var út af SAMFOK.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla eru veitt árlega og nokkrum sinnum hafa þau fallið í skaut Reykvíkinga Engjaskóli í Grafarvogi hlaut Foreldraverðlaunin 2001 en foreldrafélag og foreldraráð Engjaskóla tilnefndu þær Hildi Hafstað skólastjóra og Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur aðstoðarskólastjóra til verðlaunanna fyrir margvísleg vel unnin störf við skólann. Ártúnsskóli í Reykjavík hlaut Foreldraverðlaunin 2003 fyrir þrjú innbyrðis tengd verkefni: Skólaskilaboð, Skólagarða – lengingu skólaársins og Föstudagssamveru. Ellert Borgar Þorvaldsson skólastjóri og Rannveig Andrésdóttir aðstoðarskólastjóri veittu verðlaununum viðtöku. Séra Bjarni Karlsson, prestur í Laugarnessókn, hlaut Foreldraverðlaunin 2005 fyrir að stuðla að öflugu samstarfi heimila, skóla og ytra skólasamfélags í hverfinu. Verkefnið Vinafjölskyldur í Vesturbæjarskóla hlaut Foreldraverðlaunin 2010. Að verkefninu stóðu: Margrét Gylfadóttir, Sesselja Ólafsdóttir og María Helena Sarabia, mæður barna í Vesturbæjarskóla. SAMFOK
25
SAMFOK 30 ára
Mikilvægasti stuðningurinn
Virkjum foreldra og aðstoðum við námið! Heimilisáskrift 1490 kr.
Hlustunaræfingar fyrir mið-Þótt ogeinungis efstastig! séu þrír áratugir frá stofnun SAMFOK, samtök foreldra SAMFOKs þá hefur gríðarlega mikið Þjálfum heyrn og eftirtekt! Heimilisáskrift 1190 kr. grunnskólabarna í Reykjavík, áunnist í skólamálum á þessum tíma. Fyrir þrjátíu árum voru ekki mörg virk sitt á þessu ári. foreldrafélög starfandi í grunnskólum landsins og SAMFOK voru fyrstu Ég vil óska SAMFOK til svæðasamtök foreldra sem stofnuð voru hamingju með afmælið og hér á landi. Starf samtakanna hefur frá nota tækifærið til að þakka upphafi snúist um að hvetja foreldra Styðjum við námið! Veitum tilnýja virkrarmöguleika! þátttöku í foreldrastarfi, vera samtökunum fyrir framlag Heimilisáskrift 1590 kr. vettvangur fyrir fræðslu og samstarf og sitt til skólamála í Reykjavík jafnframt halda á lofti áherslum foreldra og samfélaginu öllu. gagnvart fræðsluyfirvöldum. SAMFOK tók síðan virkan þátt í að stofna Lands samtökin Heimili og skóla ásamt fleiri svæðasamtökum.
halda upp á 30 ára afmæli
Þrír áratugir eru ekki langur tími í sögu Gerum lestur og texta aðgengilegri! þjóðar eða skólahalds hér á landi en á Heimilisáskrift 1290 kr. þessum tíma hafa orðið miklar breytingar, bæði á laga og regluverki skólanna, starfsháttum þeirra, öllum aðbúnaði nemenda og þátttöku foreldra. Nú er gert ráð fyrir þátttöku foreldra í stefnumótun í menntamálum og í menntun eigin barna og gott foreldrasamstarf er nú talið meðal þess sem einkennir góðan skóla. SAMFOK hefur lagt lóð sitt á vogar skálarnar í þeim efnum, bæði til að virkja foreldra sem best til þátttöku og einnig sem málsvari gagnvart fræðsluyfirvöldum. Fyrir það ber að þakka en margir foreldrar
SAMFOK þakkar stuðninginn við útgáfuna! • Nýherji • Suzuki á Íslandi • Skemmtigarðurinn í Grafarvogi • VR - stéttarfélag • ASÍ - Alþýðusamband Íslands • Vífilfell • Lýsi • SFR - stéttarfélag • Efling - stéttarfélag • Húsasmiðjan • Askja 26
SAMFOK
hafa lagt á sig óeigingjarnt sjálfboðastarf við að bæta menntun, auðga mannlíf og stuðla að velferð, vellíðan og öryggi barn anna. Þannig hafa samtökin stutt það mikilvæga markmið að börn geti notið bernsku sinnar. Ég vil nota tækifærið og hvetja SAMFOK til að vinna áfram að því að auka virkni foreldra í námi barna sinna og foreldra starfi allt frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla. Stuðningurinn sem við veitum börnum okkar er sá mikilvægasti sem þau njóta á lífsleiðinni. Mikilvægt er að virkja foreldra til að stuðla að enn betri menntun og velferð og um leið betra og jákvæðara samfélagi. SAMFOK á að vera sjálfstæður málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum og samtökin eiga að vera óhrædd að gagnrýna það sem miður fer og benda á atriði sem þarfnast úrbóta enda á það að vera sameiginlegt markmið okkar allra að standa sem best að velferð barna og ungmenna. Til hamingju með árin þrjátíú og hafið heila þökk fyrir ykkar framlag.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra
SAMFOK - Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími: 562 7720 Fax: 553 5960 samfok@samfok.is www.samfok.is
SAMFOK FYRIR FORELDRA www.samfok.is
Ábyrgðarmaður: Bryndís Jónsdóttir. samfok@samfok.is Ritnefnd: Bergþóra Valsdóttir, Guðni Olgeirsson og Unnur Halldórsdóttir. Umbrot &Þjónustusími: hönnun: Guðmundur 562Pálsson 7720/ kontent.is. Prentun: Litlaprent. Upplag: 3.000 eintök. Reykjavík, apríl 2013. Öll réttindi áskilin. Efni þessa blaðs má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda.
SAMFOK
27
Slysatrygging fyrir bรถrn og unglinga
Viรฐ tryggjum bรถrn
28
SAMFOK