Efnisyfirlit
Rektorsskrifstofa
Fagdeildir
Útgefandi:
Uppsetning:
Edda Bjarnadóttir
Áframhaldandi uppbygging skólastarfsins með áherslu á gæðamál
RAGNHEIÐUR I. ÞÓRARINSDÓTTIR, REKTOR
Árið 2021 var áframhaldandi uppbygging hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemendum fjölgaði enn á ný og ráðið var í ný störf við skólann. Áhersla var lögð á gæðamál á árinu og unnið að innleiðingu skjalakerfisins WorkPoint sem keypt var á árinu 2020. Tekjur úr samkeppnissjóðum hækkuðu aftur á milli ára og voru á árinu 2021 um 330 milljónir krónur. Ný samstarfsverkefni voru sett á fót og aukin áhersla lögð á nýsköpunarstarf. Í lok ársins var gengið frá kaupum á jörðinni Mið-Fossum fyrir starfsemi skólans, en skólinn hefur haft aðstöðuna á leigu frá 2006. Tryggir það grunninn undir áframhaldandi þróun hestafræðinnar og tengdar greinar, auk þess sem ný tækifæri skapast m.a. tengd umhverfisvísindum, jarðræktar- og beitartilraunum. Áhugi ungs fólks á námsleiðum Landbúnaðar háskóla Íslands fer enn vaxandi og haustið 2021 var mikil fjölgun nemenda í búvísindum og búfræði. Þetta er þriðja árið í röð sem nemendafjöldinn eykst við skólann og er aukningin nokkuð jöfn þvert á fagdeildir og þvert á námsstig. Nemendafjöldinn er nú um 600 og hefur tvöfaldast frá 2019. Tekið var inn í nýjan hóp fjarnema í búfræði og stefnt að því að efla enn frekar aðstöðu skólans fyrir verklega hluta námsins. Þá fjölgaði í hópi framhaldsnema, bæði í meistara- og doktorsnámi, samhliða auknum umsvifum í rannsóknarverkefnum.
Samstarf við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) var gott og óskaði ráðuneytið eftir því að LbhÍ tæki að sér verkefnisstjórn við mótun
fæðuöryggisstefnu og í ágúst var undirritaður sérstakur samningur um það verkefni.
Jarðræktarhópur skólans hélt áfram að styrkja stöðu sína með nýjum samstarfsverkefnum. Þann 29. apríl hélt hópur sérfræðinga og bænda fund á Hvanneyri um eflingu kornræktar og tók Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra virkan þátt í þeim fundi. Nokkrir starfsmenn voru kallaðir á fundi nefndar um mótun landbúnaðarstefnu. Haldinn var fundur á Hvanneyri 1. júní þar sem niðurstaða þeirrar vinnu, umræðuskjalið Ræktum Ísland!, var kynnt.
Á árinu var unnið að auknu samstarfi á milli Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Bifröst og í ágúst var undirrituð viljayfirlýsing um nýsköpunar- og þróunarsetur í samstarfi háskólanna. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir hönd ANR og auk þess komu að Háskóli Íslands, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Borgarbyggð, Breið þróunarfélag, Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Hugheimar og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Í ágúst var undirritaður samningur við umhverfisog auðlindaráðuneytið um metanlosun vegna iðragerjunar nautgripa. Markmið verkefnisins er að rannsaka metanlosun íslenskra mjólkurkúa og hvernig megi minnka losun frá jórturdýrum með breyttri fóðrun.
Nýsköpun var efld á árinu og mikil þróun í gangi víða um land sem LbhÍ hefur tekið virkan þátt í. Sett var á fót nýtt starf nýsköpunar- og þróunarstjóra við LbhÍ og unnið að ýmsum verkefnum. Má þar nefna starfsemi Orkídeu sem stofnað var í júlí 2020 og sem dafnaði vel á árinu, stofnun Ölfus Cluster þekkingarseturs, stofnun líftæknismiðju í nýsköpunarsetri Breiðar þróunarfélags, stofnun Nýsköpunarnets Vesturlands og ný samstarfsverkefni sem komið var á fót, s.s. samstarf við Sláturhúsið í Borgarnesi og H-Veitingar sem rekur mötuneyti skólans á Hvanneyri.
Endurmenntun LbhÍ hefur lagt áherslu á aukið samstarf við undirgreinar landbúnaðarins. Fundir hafa verið haldnir með hagaðilum til þess að ræða tillögur að nýjum námskeiðum og sumar tillögur hafa nú þegar litið dagsins ljós. Námskeiðum fjölgaði á árinu sem haldin voru í samstarfi við búnaðarsambönd, búnaðarfélög og aðra hagaðila. Á vormánuðum var unnið að sjálfsmatsskýrslum fagdeildanna þriggja sem lagðar voru fram til kynningar í júní. Þriggja manna nefnd skipuð erlendum sérfræðingum rýndi skýrslurnar og kom með tillögur að umbótum. Í framhaldinu hefur síðan verið unnið að sjálfsmatsskýrslu háskólans og mun úttekt fara fram dagana 31. október til 4. nóvember 2022.
Viðhald jafnlaunavottunar fór fram á vormánuðum og áfram var unnið að uppfærslu gæðahandbókar. Í janúar var ný persónuverndarstefna samþykkt og seinni hluta ársins hófst vinna við gerð alþjóðastefnu. Loftslagsstefna var samþykkt í desember og unnið að innleiðingu grænna skrefa. Ákveðið var að ráða í nýtt starf umhverfisstjóra sem hefur umsjón með þessum verkefnum jafnframt því að vinna að þverfaglegum verkefnum sem snúa að útisvæðum og jörðum skólans. Í apríl voru reglur um BS nám og reglur um námsbrautarstjórn uppfærðar og vinna
við uppfærslu reglna um akademíska starfsmenn hófst seinni hluta ársins.
Í september var unnið að viðbragðs- og rýmingaráætlun fyrir LbhÍ á Keldnaholti. Í áætluninni er farið yfir öryggisbúnað byggingarinnar, viðbrögð og hlutverk mismunandi aðila við hættuástand sem og ferli rýmingar.
Brunaúttekt á Hvanneyri sem framkvæmd var í byrjun september leiddi í ljós að bæta þarf úr ýmsum atriðum í Gamla skóla. Lokað hefur verið fyrir gistingu þar síðan, en unnið er að umbótum í samvinnu við Framkvæmdasýsluna – Ríkiseignir (FSRE).
Endurbætur á skólabyggingunni á Reykjum var mun umfangsmeiri og kostnaðarsamari en til stóð. FSRE hefur umsjón með framkvæmdinni og við lok árs 2020 var hún komin verulega fram úr fjárheimildum og er enn langt frá því lokið. Unnið hefur verið að lausn málsins í samstarfi við ráðuneytið.
Í lok árs staðfesti nýr mennta- og barnamála ráðherra ákvörðun fyrrum mennta- og menningar málaráðherra að garðyrkjunám LbhÍ skyldi vistað hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) frá hausti 2022 og hefur verið unnið að tilfærslu námsins í samstarfi við FSu og ráðuneytin tvö.
Nemendum, starfsfólki og öðrum samstarfsaðilum er þakkað fyrir árangursríkt samstarf á árinu 2021.
Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands
Aðalmenn
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ
Guðveig Lind Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og hótelstjóri, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra
Halldór Þorgeirsson, plöntulífeðlisfræðingur, tilnefndur af háskólaráði Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent, fulltrúi starfsmanna Margrét Björnsdóttir, formaður nemendafélags LbhÍ og landslagsarkitektúrnemi, fulltrúi nemenda Ragnhildur H. Jónsdóttir, aðjúnkt og brautarstjóri náttúru- og umhverfisfræði, fulltrúi starfsmanna Torfi Jóhannesson, aðalráðgjafi á sviði landbúnaðar og skógræktar hjá Norrænu ráðherranefndinni, tilnefndur af háskólaráði
Varamenn
Álfheiður Sverrisdóttir, deildarfulltrúi, varamaður fyrir fulltrúa starfsmanna Bjarni Freyr Gunnarsson, nemandi í búfræði, varamaður fyrir Margréti Björnsdóttur Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, bóndi Svartárkoti, varamaður fyrir Guðveigu Lind Eyglóardóttur Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST, varamaður fyrir Halldór Þorgeirsson og Torfa Jóhannesson
Mannauðs - og gæðamál
GUÐMUNDA SMÁRADÓTTIR, MANNAUÐS- OG GÆÐASTJÓRI
Innra og ytra gæðamat á LbhÍ
Rammaáætlun Gæðaráðs íslensku háskólanna kveður á um að reglulega skuli fara fram kerfisbundið mat á gæðum háskólastarfs á Íslandi. Felst matið annars vegar í innra mati háskólanna á faglegri starfsemi sinni og hins vegar í ytra mati Gæðaráðs á háskólunum.
LbhÍ skilaði sjálfsmatsskýrslum fagdeilda í júní
2021 sem hafa verið birtar opinberlega. Ytra mat Gæðaráðs á LbhÍ mun fara fram dagana 31. október – 4. nóvember 2022.
Samhliða gæðamati var á árinu áfram unnið að því að uppfæra verklagsreglur sem og að bæta við og uppfæra stefnur í gæðahandbók. Gæðahandbók LbhÍ verður lifandi skjal í nýju SharePoint gæðakerfi skólans.
Umbótavinna
Umbótum í kjölfar úttektar Vinnueftirlitsins á starfsstöðvum skólans var áfram sinnt á starfsárinu og í samstarfi við Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE). Unnið var að því að taka upp eigið eldvarnareftirlit á öllum starfsstöðvum skólans. Viðbragðsáætlun var sett fram og kynnt á síðasta ári en markmið viðbragðsáætlunarinnar er að tryggja skipulögð viðbrögð og að nauðsynleg aðstoð berist á sem skemmstum tíma ef hættuástand skapast. Á starfsárinu var unnið að viðbragðs- og rýmingaráætlun og er henni lokið fyrir starfsstöðina á Keldnaholti auk brunaæfingar til að tryggja innleiðinguna. Í áætluninni er farið yfir öryggisbúnað byggingarinnar, viðbrögð og hlutverk mismunandi aðila við hættuástandi sem og ferli rýmingar. Vinna við viðbragðs- og rýmingaráætlun fyrir aðrar starfsstöðvar er hafin.
Samstarf við CEO HUXUN um mánaðarlegar mannauðsmælingar meðal starfsmanna og stjórnenda héldu áfram á árinu. Markmið með mannauðsmælingum er að skapa vettvang fyrir starfsmenn til þess að koma með ábendingar og tillögur að bættu starfsumhverfi sem leiðir til aukinnar starfsánægju og trausts.
Landbúnaðarháskólinn setti sér heilsuverndarstefnu á starfsárinu þar sem lögð er áhersla á að bæta heilsu- og vinnuumhverfi starfsmanna. Samningur um þjónustu Vinnuverndar var endurnýjaður og efldur á árinu og felur í sér trúnaðarlæknisþjónustu, ráðgjöf hjúkrunarfræðinga, heilsufarsmat, inflúensubólusetningar, samtals-meðferð við sálfræðinga og vinnustaðaúttekt sjúkraþjálfara. LbhÍ tók þátt í Lífshlaupinu, landskeppni í hreyfingu sem og heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“ á árinu. Í takt við heilsuverndarstefnu býðst föstum starfsmönnum íþrótta- og samgöngustyrkur að upphæð 60.000 kr. árlega. Þá er starfsmönnum gefinn kostur á því að stunda 1 klst. hreyfingu á viku á vinnutíma.
LbhÍ hlaut árið 2020 vottun um að háskólinn starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85. Viðhaldsúttekt jafnlaunavottunar fór fram á vormánuðum þar sem engin frábrigði komu í ljós. Við LbhÍ er starfandi jafnréttisnefnd sem er skipuð tveimur starfsmönnum auk fulltrúa nemanda.
Starfsþróun og félagsstarf
Samstarf við Franklin Covey um starfsmannaog stjórnendaþjálfun hélt áfram á starfsárinu. Samstarfið er liður í innleiðingu stefnu skólans. Starfsmönnum var boðið að sækja vinnustofur og
kynnast verkferlum 7 venja til árangurs. Þjálfunin byggir á mest seldu stjórnunarbók allra tíma: 7 Habits of Highly Effective People, eftir Stephen Covey.
Í samstarfi við Mími-símenntun var erlendum starfsmönnum boðið að sækja námskeið í íslensku á starfsárinu sem var vel sótt og ánægja með. Boðið er upp á framhaldsnámskeið.
Þá er LbhÍ aðili að Stjórnvísi sem er spennandi vettvangur fyrir hverskonar símenntun um stjórnun, þekkingarmiðlun, umræður og tengslamyndun.
Þrátt fyrir Covid og tilheyrandi hamlanir á samkomum þá lánaðist að efna til haustfagnaðar
skólans í lok september í hlöðunni á Hvanneyri þar sem þemað var lopapeysan. Leiðsögn var um Landbúnaðarsafnið og í kjölfarið var slegið upp veislu og tónleikum. Í desember var starfsmönnum og mökum boðið til jólahlaðborðs á Hilton þar sem starfsmenn og nemandi sáu um einstök skemmtiatriði. Mjög góð þátttaka var á viðburðina.
Ráðið var í fjölbreytt akademísk störf sem og störf á stoðsviðum skólans á starfsárinu. Þá bættist enn í hóp doktorsnema. Í árslok 2021 störfuðu 103 starfsmenn hjá LbhÍ. Ársstörfin voru 92,23. Sjá meðfylgjandi yfirlit yfir mannauð skólans.
Nafn Starfsheiti Alejandro Salazar Villegas Lektor Anna Mariager Behrend Doktorsnemi Arngrímur Thorlacius Dósent Astrid Blanche Narcissa Lelarge Aðjúnkt Ágústa Erlingsdóttir Námsbrautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar Álfheiður B Marinósdóttir Kennslustjóri Álfheiður Sverrisdóttir Deildarfulltrúi Ása Lovísa Aradóttir Prófessor Áshildur Bragadóttir Verkefnastjóri Berglind Orradóttir Aðstoðarforstöðumaður Landgræðsluskóli GRÓ
Birna Kristín Baldursdóttir Lektor
Bjarni Diðrik Sigurðsson Prófessor Björgvin Örn Eggertsson
Námsbrautarstjóri Skógar og náttúrubrautar Björk Lárusdóttir Deildarfulltrúi Björn Þorsteinsson Prófessor Brita Kristina Berglund Sérfræðingur Landgræðsluskóli GRÓ
Börkur Halldór Bl Hrafnkelsson
Starfsmaður í gróðurhúsi
Christian Schultze Rannsókna- og alþjóðafulltrúi
Christina Maria Stadler Lektor
Dagný Sigurðardóttir
Gjaldkeri Daníel Ólafsson Starfsmaður fasteigna/útisvæða Edda Þorvaldsdóttir Kennari
Elías Hilmarsson Matráður
Elías Óskarsson Umsjónarmaður gróðurhúsa
Emmanuel Pierre Pagneux Lektor
Erla Sturludóttir
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson
Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir
Fanney Ósk Gísladóttir
Friederike Dima Danneil
Gísli Ágúst Guðmundsson
Gísli Rafn Guðmundsson
Guðjón Helgi Þorvaldsson
Dósent
Aðjúnkt
Aðstoðarmaður í rannsóknum
Lektor
Sérfræðingur í rannsóknum
Rekstrarstjóri fasteigna
Aðjúnkt
Kerfisstjóri
Guðmunda Smáradóttir Mannauðs- og gæðastjóri
Guðni Þorgrímur Þorvaldsson
Guðríður Helgadóttir
Prófessor
Starfsmenntanámsstjóri
Guðrún Þórðardóttir Bókasafnsfræðingur
Gunnar Reynisson Aðjúnkt
Gunnhildur Gísladóttir
Aðstoðarmaður í rannsóknum
Hafdís Jóhannsdóttir Þjónustufulltrúi
Hafdís Ósk Jónsdóttir Ræstitæknir
Halldóra Traustadóttir Skrifstofustjóri Landgræðsluskóli GRÓ
Harpa Ósk Jóhannesdóttir Doktorsnemi
Haukur Þórðarson Kennari
Heiðrún Sigurðardóttir Doktorsnemi
Helena Guttormsdóttir Lektor
Helgi Eyleifur Þorvaldsson
Aðjúnkt, námsbrautarstjóri Búfræðibrautar Hermann Georg Gunnlaugsson Aðjúnkt, námsbrautarstjóri Landslagsarkitektúrs
Hinrik Þór Sigurðsson Verkefnastjóri
Hlynur Óskarsson Dósent
Hrannar Smári Hilmarsson Tilraunastjóri
Ingólfur Guðnason Námsbrautarstjóri Garðyrkjuframleiðslubrautar
Isabel Pilar Catalan Barrio Dósent, deildarforseti Náttúru og skógar
Jófríður Leifsdóttir
Aðstoðarmaður í rannsóknum Jóhanna M Kristjánsdóttir Ræstitæknir
Jóhannes Guðbrandsson
Nýdoktor
Jóhannes Kristjánsson Kennari
Jóhannes Sveinbjörnsson Dósent
Jón Guðmundsson
Jón Hallsteinn Hallsson
Jón Kristófer Arnarson
Lektor
Prófessor
Námsbrautarstjóri Garð- og skógarplöntubrautar
Jónína Sigríður Þorláksdóttir Doktorsnemi
Jónína Svavarsdóttir
Aðstoðarmaður í rannsóknum
Karen Björg Gestsdóttir Kennari
Kristín Siemsen Skrifstofustjóri rekstrarsviðs
Kristín Theodóra Ragnarsdóttir
Laura Barbero Palacios
Linda Sif Níelsdóttir
Logi Sigurðsson
Fjármálastjóri
Aðstoðarmaður í rannsóknum
Deildarfulltrúi
Bústjóri
Margrét Ágústa Jónsdóttir Deildarfulltrúi
Margrét Guðjónsdóttir Launafulltrúi
Maria Wilke Doktorsnemi
María Svavarsdóttir
Sérfræðingur í rannsóknum
Mathilde F. Marie Defourneaux Doktorsnemi
Oddný Sólveig Jónsdóttir
Þjónustufulltrúi
Ólafur Gestur Arnalds Prófessor
Ólöf Ósk Guðmundsdóttir Aðjúnkt
Pavla Dagsson Waldhauserová
Páll Sigurðsson
Ragnheiður I Þórarinsdóttir
Sérfræðingur í rannsóknum
Sérfræðingur, námsbrautarstjóri Skógfræðibrautar
Rektor
Ragnhildur Helga Jónsdóttir Aðjúnkt, námsbrautarstjóri Náttúru- og umhverfis
Rósa Björk Jónsdóttir Kynningarstjóri
Ruth Phoebe Tchana Wandji Doktorsnemi
Samaneh Sadat Nickayin Lektor
Sigríður Ása Guðmundsdóttir Bókari
Sigríður Bjarnadóttir Aðjúnkt
Sigríður Kristjánsdóttir Dósent, deildarforseti Skipulags og hönnunar Sigurbjörn J Grétarsson Umsjónarmaður fasteigna Sigurborg Hanna Sigurðardóttir Kennari
Símon Arnar Pálsson Umsjónarmaður fasteigna Sjöfn Vilhelmsdóttir Forstöðumaður Landgræðsluskóli GRÓ
Sólveig Magnúsdóttir
Upplýsinga- og skjalastjóri Sólveig Sanchez Doktorsnemi Stephen John Hurling Doktorsnemi Svala Sigurgeirsdóttir Deildarfulltrúi Svava Brynja Bjarnadóttir Ræstitæknir Úlfur Óskarsson Lektor Þóroddur Sveinsson Lektor, deildarforseti Ræktunar og fæðu Þórunn Edda Bjarnadóttir
Deildarfulltrúi Þröstur Þórsson Starfsmaður fasteigna og útisvæða
Til þeirra sem hættu störfum á árinu vegna aldurs eða hurfu til annarra starfa; bestu þakkir fyrir samstarfið og gangi ykkur allt í haginn á nýjum vettvangi.
Markaðs- og kynningarmál RÓSA BJÖRK JÓNSDÓTTIR, KYNNINGARSTJÓRI
Kynningarstjóri starfar í góðri samvinnu við annað starfsfólk og nemendur. Kynningarstjóri er einnig markaðsstjóri og vefstjóri ásamt því að hafa umsjón með útgáfumálum skólans.
Árið 2021 litaðist enn af Covid-19 faraldrinum og mikið af starfi framhalds- og háskólanna féll niður, var frestað eða fært yfir á stafrænan máta. Heimsóknir til okkar og okkar heimsóknir útávið var flestum frestað eða aflýst í bili.
Markaðsefni og auglýsingar
Þar sem lítið var um heimsóknir og kynningar var ekki farið í það að prenta nýtt markaðsefni bæklinga o.þ.h. Notast var við það sem til var og upplög nýtt til hins ýtrasta, einnig í anda Grænna skrefa sem skólinn tekur þátt í. Myndir og umfjallanir voru settar á samfélagsmiðla en þó í minna mæli en árið áður.
Vefsíðugerð
Ráðist var í að hefja vinnu við nýja vefsíðu og fengin vefstofa að borðnu. Farið var í vinnu innanhúss að uppfæra efni og strúktúr og stefnt að opnun nýs vefs um áramót 2022.
Auglýsingaherferð
Auglýsingastofan Pipar/TBWA sem hefur séð um birtingarplan og utanumhald í samstarfi við kynningarstjóra við markaðsherferð sem stóð frá 17. apríl – 5. júní. Notað var efni frá árinu áður og það keyrt aftur með smávæginlegum breytingum.
Fjölmiðlavöktun
Umfang umfjöllunar eftir tegundum fjölmiðla fyrir árið 2021 er mest magn á netmiðlum (217) prentmiðlum (198) sérvefir (62) og ljósvakamiðlar (7). Aukning er á fjölda birtra frétta milli ára. Mest umfjöllun er í Bændablaðinu þá næst í Skessuhorni svo Mbl.is. Í samanburði við umfjallanir á öðrum háskólum er LbhÍ í 5. sæti með 484 fréttir. Háskólinn á Akureyri með 778, Listaháskólinn með 1.001 frétt, Háskólinn í Reykjavík með 1.590 fréttir og Háskóli Íslands efstur með 7.126.
Stafrænn Háskóladagur
Háskóladagurinn 2021 var haldinn á netinu og var lagt upp með fundi með fjarfundabúnaðinum Zoom. Til hliðar var haldin bein útsending milli kl 12:00 og 16:00 á Hvanneyri þar sem í sett komu fulltrúar skólans, allra brauta og fulltrúar nemendafélaganna. Þá voru bú skólans heimsótt, fjósið, fjárhúsin og hestamiðstöðin. Útsendingin lagðist vel í fólk og var áhorfið mjög gott heilt yfir og náðum við vel til fólksins með þessum hætti. Betur heldur en með fjarfundina.
Vegna samkomutakmarkanna var brugðið á það ráð að vera með vefkynningu á meistaranámsbrautinni Umhverfisbreytingar á norðurslóðum e. Environmental Changes at Higher Latitudes. Þá var einnig haldin vefkynning á meistaranámi í Skipulagsfræði. Kynningarnar voru í lifandi streymi á Facebook og gengu vel ásamt því að hægt var að horfa á upptökurnar eftirá.
Þáttagerð
Gerður var samningur við Atvinnulífið um framleiðslu tveggja þátta um starfsemi Landbúnaðarháskólans. Fjallað var um skólann í heild sinni og rætt við starfsfólk og nemendur. Sýnt var frá rannsóknarverkefnum og starfsemi heilt yfir. Þrjár fagdeildir skólans voru kynntar og allar þrjár starfsstöðvarnar heimsóttar. Þá voru bú skólans einnig heimsótt. Þættirnir tveir eru hálftími hvor um sig og eru aðgengilegir á You Tube rás skólans. Um þáttagerð sá Sigurður Kolbeinsson, um upptöku sá Friðþjófur Helgason og aðstoð við handritagerð sá Þorkell Sigurlaugsson um.
Viðburðir og heimsóknir
Helstu viðburðir og heimsóknir árið 2021 voru fjölbreyttar en þó litaðar af heimsfaraldri og samkomutakmörkunum. Í febrúar fengum við heimsókn frá breska sendiherranum á Íslandi sem fundaði á Hvanneyri ásamt rektor og alþjóðafulltrúa. Farið var í hugmyndasamkeppni um sundlaugagarðinn við Ásgarð á Hvanneyri sem nemendur í landslagsarkitektúr tóku þátt í og var síðan valið um um bestu tillöguna sem framkvæmd verður
á næstu árum. Þá var skeifudagurinn haldinn fyrir tómu húsi en útsendingu streymt á netinu í staðinn. Í byrjun apríl var boðað til fundar um kornrækt á Íslandi í Jarðræktarmiðstöð LbhÍ á Hvanneyri. Þá var farið í gerð tveggja þátta um starfsemi LbhÍ fyrir Atvinnulífið sem birtist á Hringbraut í maí mánuði. Nemendur í Skipulagsfræði kynntu tilllögur sína um Breiðina á Akranesi sem unnið var með í náminu. Heimsóknir vegna Endurmenntunar voru áberandi um vorið en þá kom Landssamband kúabænda og sveitastjóri Borgarbyggðar í heimsókn og ræddu eflingu endurmenntunar. Aðilar af Vesturlandi komu síðan saman vegna stofnunar þróunar- og nýsköpunarseturs á Vesturlandi. Yfirlýsing um stofnun slíks seturs var undirrituð í ágúst. Í lok maí var haldinn Ársfundur LbhÍ sem streymt var ásamt því að vera á Hvanneyri. Í júní var haldin kynning á skýrslunni Ræktum Ísland í Ásgarði á Hvanneyri. Í lok júní kom hópur á vegum Fulbright í heimsókn á Hvanneyri. Orkusenatið sótti okkur heim í lok ágúst sem og hópur á vegum Erasmus+. Í lok ágúst var síðan ritað undir samstarf við Atvinnuvegaog nýsköpunarráðuneytið um gerð á skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi.
Þá var einnig ritað undir samning þess efnis að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkti rannsóknir á mati á losun vegna iðragerjunar nautgripa.
Í september var skemmtileg heimsókn nemenda GRÓ LRT eða landgræðslunema á Hvanneyri og slegið upp alþjóðakaffi í lok dags á vegum alþjóðaskrifstofu. Í lok september var boðað til opins framboðsfundar í samstarfi við Samtök ungra bænda og Matís í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri. Í lok september var síðan slegið upp langþráðri haustgleði starfsfólks í hlöðu Halldórsfjóss á Hvanneyri.
Brautskráningar
Þann 4. júní var haldin brautskráning búfræðiog háskólanema í Hjálmakletti í Borgarnesi. Við hátíðlega athöfn voru auk brautskráningar veitt verðlaun fyrir góðan námsárangur og úthlutun styrkja á vegum skólans. Að lokinni athöfn var kaffisamsæti í Ásgarði á Hvanneyri.
Sjóðir á vegum skólans RAGNHEIÐUR I. ÞÓRARINSDÓTTIR
Við brautskráningu voru veittir styrkir til framhaldsnáms úr Framfarasjóði og Blikastaðasjóði, einnig var veittur styrkur fyrir góðan árangur í námsdvöl í búfræði, við sama tilefni.
Blikastaðasjóður
Tveir styrkir voru veittir úr Blikastaðasjóði. Hlutverk sjóðsins er að styrkja nemendur sem lokið hafa háskólanámi frá Landbúnaðarháskóla Íslands til framhaldsnáms erlendis eða til rannsókna í landbúnaðarvísindum eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður. Einnig er stjórn sjóðsins heimilt að verðlauna nemendur Landbúnaðarháskólans fyrir framúrskarandi árangur á burtfararprófi. Magnús Sigsteinsson, einn af stofnendum Blikastaðasjóðs, afhenti styrkina og hlutu Anna Guðrún Þórðardóttir og Jóhannes Kristjánsson sem bæði stunda meistaranám í búvísindum 750 þús. hvort.
Framfarasjóður Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fisk Geirlaug Þorvaldsdóttir, fulltrúi stofnenda Framfarasjóðs Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og Fisk veitti þrjá styrki til framhaldsnáms, alls 400 þús. kr. Tilgangur sjóðsins er að styrkja nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands til framhaldsmenntunar og að styrkja rannsóknir nemenda á fagsviði Landbúnaðarháskólans. Þeir nemendur sem hlutu styrk voru:
Anna Guðrún Þórðardóttir meistaranemi í búvísindum og snýr verkefnið hennar að því að meta erfðastuðla og erfðafylgni á milli byggingatengdra eiginleika hjá íslenska kúastofninum.
Esther Marloes Kapinga, meistaranemi í náttúruog umhverfisfræðum fyrir verkefnið: Soil fauna
community structure across a chronosequence with and without elevated levels of allochthonous resource input: A case study on Surtsey, Ellidaey and Heimaey.
Jóhannes Kristjánsson meistaranemi í búvísindum og snýr verkefni hans að holdastigi íslenskra mjólkurkúa.
Minningarsjóður Hjartar Snorrasonar og Ragnheiðar Torfadóttur
Sjóðurinn var stofnaður til minningar um Hjört Snorrason og Ragnheiði Torfadóttur, skólastjórahjón á Hvanneyri, af sonum þeirra á 75 ára afmæli Hvanneyrarskólans. Að þessu sinni hlaut Ásgerður Inna Antonsdóttir styrk vegna góðs árangurs í námsdvöl.
Rekstrarsvið
Rekstrarskrifstofa KRISTÍN SIEMSEN, SKRIFSTOFUSTJÓRI
Rekstrarskrifstofa annast fjármál, bókhald, launaútreikninga, áætlanagerð, innheimtu og önnur tengd verkefni. Tölvumál heyra einnig undir rekstrarsvið.
Tölvuþjónusta annast rekstur tölvukerfa og gagnaveitna auk umfangsmikillar vefumsjónar, m.a. í samvinnu við aðrar landbúnaðarstofnanir.
Bókasafnið rekur þjónustu og útlánastarfsemi á þremur stöðum, Hvanneyri, Keldnaholti og Reykjum. Safnið er sérhæft á sviði náttúruvísinda, einkum búfræði, garðyrkju og umhverfisfræða.
Rannsóknarstofur eru starfræktar á Hvanneyri og Keldnaholti vegna kennslu- og rannsóknarverkefna innan skólans. Á Keldnaholti eru starfræktar rannsóknarstofur í jarðvegsfræði, sameindafræði og til mælinga á gróðurhúsalofttegundum. Á Hvanneyri eru rannsóknarstofur vegna kennslu og efnagreininga á fóðri og gróðri.
Hvanneyrarbúið ehf er alfarið í eigu skólans og rekur kúabú á Hvanneyri. Búreksturinn er grunnur fyrir mikilvæga þætti í kennslu og rannsóknum við stofnunina. Áhersla hefur verið á búfjárrækt og jarðrækt en á seinni árum einnig atferlis-, umhverfisog orkuvísindi.
Tilraunaaðstaða Á Hvanneyri í Borgarfirði er tilrauna- og kennslufjós og aðstaða til allra jarðræktar- og umhverfisrannsókna.
Jarðræktarmiðstöðin á Hvanneyri
Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er á Hvanneyri en var áður
staðsett á Korpu í Reykjavík. Jarðræktartilraunir hafa verið stundaðar á Hvanneyri undanfarna áratugi en með flutningi jarðræktarmiðstöðvarinnar frá Korpu á Hvanneyri verður sú starfssemi stórefld. Miðstöðin er staðsett í gömlu Bút á Hvanneyrartorfunni.
Á Hesti í Borgarfirði er tilraunabú LbhÍ í sauðfjárrækt. Þar fara fram kynbóta- og erfðarannsóknir, ásamt tilraunum með jarðrækt og meðferð og fóðrun sauðfjár. Jörðin hefur einnig verið nýtt til rannsókna í umhverismálum m.a. varðandi endurheimt votlendis.
Á Reykjum í Ölfusi er gróðurhús og þar fara fram tilraunir í ylrækt og uppeldi plantna. Útiaðstaða er fyrir tilraunir í ræktun matjurta og garðplantna.
Á Möðruvöllum í Hörgárdal er aðstaða fyrir jarðræktartilraunir
Fjármál
THEODÓRA RAGNARSDÓTTIR, FJÁRMÁLASTJÓRI
Niðurstaða ársreiknings LbhÍ (12. september 2022)
Tekjur
2021 2020
Sértekjur 761.611.584 657.035.530
Aðrar rekstrartekjur 46.697.562 60.223.500
Tekjur samtals 808.309.146 717.259.030
Gjöld
Laun 1.087.014.179 957.453.587
Rekstrarkostnaður 938.293.436 930.117.724
Afskriftir eigna 41.834.557 29.716.064
Gjöld samtals 2.067.142.172 1.917.287.375
Gjöld umfram tekjur -1.258.833.026 -1.200.028.345
Framlag ríkissjóðs 1.247.107.000 983.300.000
Framlag til afskrifta 41.834.557 29.716.064
Samtals 30.108.531 -187.012.281
Afkoma ársins 30.108.531 -187.012.281
Kennslusvið
Almennt ÁLFHEIÐUR B. MARINÓSDÓTTIR, KENNSLUSTJÓRI
Meginmarkmið kennslusviðs er að tryggja gott skipulag á daglegu kennslustarfi skólans og veita nemendum og starfsfólki almennar upplýsingar og þjónustu.
Helstu atriði utan daglegs kennslustarfs
Haustið 2020 var tekið upp prófakerfið Inspera til notkunar í nokkrum fögum en 2021 voru u.þ.b. 90%
prófa haldin í Inspera með góðum árangri. Í því kerfi eru nemendur án nafns en fá úthlutað nýju númeri í hverju prófi. Eftir þessu hafa nemendur verið að kalla í þó nokkurn tíma. Með nýja prófakerfinu minnkar notkun á pappír og eykur jafnframt vinnuhagræðingu
við umsýslu prófa.
Covid-19 hafði áfram áhrif á skólastarfið og fór kennsla töluvert fram í gegnum Teams.
Að beiðni Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hélt skólinn 14 sumarnámskeið með nokkuð góðri skráningu en lokaheimtur á nemendum sem kláruðu námskeiðin til eininga voru slakar. Ólíklegt er að slíkur fjöldi sumarnámskeiða verði aftur haldin.
Kennslusvið fékk starfsmann Þekkingar ehf til að halda námskeið um Teams, fyrir starfsfólk kennslusviðs og rekstrarsviðs, með ágætum árangri.
Náms- og starfsráðgjöf ÁSTRÍÐUR M. EYMUNDSDÓTTIR, NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFI
Helstu verkþættir
• Viðtöl við nemendur vegna námslegra og persónulegra þátta.
• Utanumhald og samningar vegna sértækra úrræða í námi og prófum.
• Ferðir á starfsstöðvar LbhÍ á Hvanneyri, Reykjum í Ölfusi og Keldnaholti.
• Samskipti við kennara og annað starfsfólk.
• Þátttaka í nýnemakynningum – á staðnum og rafrænt.
• Fyrirlestrar.
• Þátttaka í Háskóladeginum fyrir hönd skólans.
• Fundir með Kennsluskrifstofu féllu niður, þess í stað voru samskipti óformleg við kennsluskrifstofuna í gegnum fjölmörg símtöl
og tölvupósta.
• Leiðsögn nema í náms- og starfsráðgjöf hjá NSHÍ sem fengu tækifæri til að kynnast LbhÍ.
• Þróun rafrænnar ráðgjafar til að mæta þörfum nemenda.
• Vinna við samning um sálfræðiaðstoð og hópnámskeið hjá Kvíðameðferðarstöðinni.
• Utanumhald námskeiðs í Hugrænni atferlismeðferð fyrir nemendur í samstarfi við Kvíðameðferðarstöðina.
• Utanumhald um tilvísanir til sálfræðinga Kvíðameðferðarstöðvarinnar.
Fræðsla til nemenda
• Kynning á störfum náms- og starfsráðgjafa, sértækum úrræðum og því að hefja nám á háskólastigi og á starfsmenntabrautum.
• Námstæknikennsla fyrir námsbraut.
• Fræðsla um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi.
• Fræðsla til erlendra nemenda.
• Fræðsla til framhaldsnema á Degi framhaldsnáms.
Endurmenntun
ÁSHILDUR BRAGADÓTTIR, VERKEFNASTJÓRI
Námskeiðahald Endurmenntunar LbhÍ var fjölbreytt á árinu 2021 og áhersla lögð á að efla samstarf við fagsvið búgreina, búnaðarsambönd, nýsköpunarumhverfið og aðra hagaðila. Ný námskeið voru þróuð í samstarfi við undirgreinar landbúnaðarins, unnið var ötullega að markaðssetningu á samfélagsmiðlum og rekstrarafkoma bætt. Breytingar voru gerðar á námi í Reiðmanninum til að mæta betur þörfum nemenda og nýr umsjónarmaður Reiðmannsins ráðinn til starfa.
Eftir hraða útbreiðslu kórónuveirunnar árið 2020 litum við með bjartsýni til ársins 2021. Áskoranir héldu þó áfram að vera margþættar og faraldurinn setti áfram mark sitt á starfsemina. Í hverri áskorun felast þó jafnan ýmis tækifæri. Á árinu voru þannig stigin ýmis framfaraskref í þróun náms og námsframboðs og samstarf við undirgreinar landbúnaðarins þróað og eflt. Fundir voru haldnir með fjölmörgum hagaðilum til að ræða tillögur að nýjum námskeiðum og sumar tillögur hafa nú þegar litið dagsins ljós. Námskeiðum fjölgaði á árinu sem voru í samstarfi við búnaðarsambönd, búnaðarfélög og voru alls 28 talsins. Námskeiðahald var þétt yfir árið og rúmlega 80 námskeið haldin víða um land.
Aukinn slagkraftur var settur í markaðs- og kynningarmál og var aðsókn að námskeiðum því með besta móti. Á ellefta hundrað manns sóttu námskeið
Endurmenntunar sem haldin voru í samstarfi við 33
Markaðssetning á samfélagsmiðlum
efld til að fanga athygli fólks og vekja áhuga,
kallaði á skilvirkari markaðsaðgerðir.
ENDURMENNTUN LBHÍ Í TÖLUM
Markaðsaðgerðir á Facebook skiluðu sjötíu og sjö þúsund snertingum sem leiddu til betri nýtingar á námskeiðsplássum.
Á vormánuðum var mikil áhersla á lögð á ýmis hagnýt námskeið á sviði búfjárræktar, garðyrkju, trjáfellinga og nýtingu skógarafurða, blómaskreytinga og reiðmennsku. Réttindanám setti einnig sinn brag á námskeiðahaldið og voru haldin tvö réttindanámskeið í meðferð varnarefna, annað sem staðarnám og hitt í fjarnámi og tvö réttindanámskeið í æðarrækt og dúnmati sem sömuleiðis voru haldin í staðnámi og fjarnámi. Endurmenntun hélt einnig námskeið fyrir samtök líffræðikennara í framhaldsskólum í sumarbyrjun og var með fjölbreytt framboð einingarbærra sumarnámskeiða í samstarfi við kennslusvið LbhÍ með stuðningi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Á haustmánuðum hófu tæplega 60 fróðleiksfúsir reiðmenn og áhugafólk um reiðmennsku nám í Reiðmanninum I og tæplega 50 reiðmenn byrjuðu nám í Reiðmanninum II.
Vorið 2021 útskrifuðust fjórir hópar í Reiðmanninum eftir tveggja ára nám við Endurmenntun LbhÍ, tveir í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Selfossi. Fjórir hópar hófu síðan nám í Reiðmanninum um haustið, tveir á Flúðum, einn í Hafnarfirði og einn í Kópavogi. Þrír framhaldshópar í Reiðmanninum III hófu einnig nám, í Hafnarfirði, Kópavogi og á Selfossi.
Nám í Reiðmanninum er haldið víðsvegar um land og á árinu 2021 voru alls 15 hópar í gangi á 7 stöðum á landinu, ýmist á fyrsta, öðru eða þriðja ári Reiðmannsins: Flúðum, Hafnarfirði, Hellu, Kópavogi, Mið-fossum, Mosfellsbæ og Selfossi. Alls voru 180 knapar í námi í Reiðmanninum árið 2021 og koma vel menntaðir reiðkennarar og tamningamenn með mikla reynslu að staðarkennslu.
Samstarf er grundvöllur að fjölbreyttu námskeiðsframboði Endurmenntunar LbhÍ og í venjulegu árferði eru fjölmörg námskeið haldin í samstarfi við ýmsar stofnanir, félagasamtök og aðila atvinnulífsins. Áfram verður lögð áhersla á gott samstarf sem ríkt hefur við þessa aðila, þeirra á meðal atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, búnaðarfélög og búnaðarsambönd, Bændasamtökin, Félag iðn- og tæknigreina, IÐUNA fræðslusetur, Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins, símenntunarmiðstöðvar, Skógræktina, umhverfis- og auðlinda ráðuneytið, Umhverfisstofnun og Vinnueftirlitið.
Á hverju ári er haldið staðarnám á vegum Endurmenntunar í samstarfi við háskóladeildir LbhÍ. Á árinu 2021 sátu nemendur Endurmenntunar meðal annars í áföngunum í skipulagslögfræði, bókhaldi, sjálfbærri þróun og jarðfræði. Hefur gefist vel að bjóða upp á endurmenntunarnámskeið sem eru staðarnámskeið hjá Landbúnaðarháskólanum og hafa sumir nemendurnir ákveðið að skrá sig í fullt nám hjá skólanum að námskeiðunum loknum.
Þann 1. nóvember 2020 fór Guðrún Lárusdóttir í námsleyfi og við starfi hennar tók Áshildur Bragadóttir sem gegnir störfum endurmenntunarstjóra til 30. júní 2021. Auk fastráðinna starfsmanna koma fjölmargir verktakar að kennslu og námskeiðahaldi á vegum Endurmenntunar. Stofnunin nýtur einnig ýmissar stoðþjónustu frá LbhÍ, meðal annars frá kennslusviði, rekstrarsviði og tölvudeild skólans.
Starfsstöðvar Endurmenntunar LbhÍ eru á þremur stöðum: Hvanneyri í Borgarfirði, Keldnaholti í Reykjavík og Reykjum í Ölfusi. Námskeiðahald fer einnig fram á öðrum starfsstöðvum LbhÍ, t.a.m. á Mið-fossum og á Hesti í Borgarfirði. Endurmenntun leggur sig fram um að halda námskeið um allt land í samstarfi við stofnanir og félagasamtök.
Endurmenntun tekur jafnan þátt í erlendum samstarfsverkefnum og á árinu 2021 var framhald á samstarfsverkefninu „LEARN THE LIFE„Development of the Cultural and Heritage Tourism Skills for Rural Communities“ en samstarfsaðilar verkefnisins eru frá Danmörku, Frakklandi, Króatíu,
Litháen og Noregi. Endurmenntun tók einnig þátt í Nordplus verkefninu „Education of older adults –OLDER. Comparing Baltic and Nordic Frame-works“ ásamt fulltrúum frá Danmörku, Lettlandi og Litháen og lauk því samstarfi á árinu 2021.
Brautskráning 4. júní 2021 RAGNHEIÐUR I. ÞÓRARINSDÓTTIR, REKTOR
Kæru kandídatar, búfræðingar, starfsfólk og aðrir góðir gestir.
Það er mér sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin til brautskráningarhátíðar Landbúnaðarháskóla Íslands 2021. Kæru kandídatar og búfræðingar, hjartanlegar hamingjuóskir með áfangann, sem þið hafið unnið hörðum höndum að, og staðfestist á þessum fallega degi með afhendingu prófskírteina.
Þetta skólaár var fyrsta heila skólaárið þar sem unnið var eftir nýju skipuriti skólans sem tók gildi 1. janúar 2020, þar sem fagdeildum er skipt í Ræktun & fæðu, Náttúru & skóg, og Skipulag & hönnun. Það er óhætt að segja að vel hafi tekist til við þessa breytingu. Nemendum hefur fjölgað á öllum deildum og á öllum námsstigum, nýir starfsmenn hafa bæst í hópinn, rannsóknir hafa stóreflst, fé úr samkeppnissjóðum hefur aukist og ritrýndum greinum hefur fjölgað. Ný samstarfsverkefni hafa hafist innanlands og alþjóðlegt samstarf aukist.
Mörg af þeim markmiðum sem ákveðin voru í stefnu skólans til fimm ára sem samþykkt var í júní 2019 hafa þannig nú þegar náð fram að ganga.
Hlutverk Landbúnaðarháskólans er í stefnunni skilgreint; “að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum.” Áhersla
er lögð á að efla rannsóknir, nýsköpun og kennslu sem styður hvert við annað, byggja upp innviði og skilvirka nýtingu þeirra, efla mannauð og liðsheild og tryggja traust og gott orðspor.
Á vormánuðum tók Landbúnaðarháskólinn þátt í Gallup könnun sem metur traust almennings á starfsemi skólans og hversu vel almenningur þekkir til starfseminnar. Niðurstaðan byggir á samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki og í ljós kom að traust almennings á Landbúnaðarháskólanum mældist yfir meðallagi en þekking almennings á starfsemi skólans undir. Því betur sem fólk þekkir til skólans þeim mun meira er traustið. Hér er því sóknarfæri fyrir okkur að gera enn betur í kynningarmálum. Helstu þættir sem svarendur nefndu sem skólinn þyrfti að breyta voru 1) að vera sýnilegri og kynna sig betur, 2) bjóða upp á fjölbreyttara nám, 3) auka áherslu á garðyrkju, 4) auka nútímavæðingu og 5) auka umhverfissjónarmið og tillit til loftslagsbreytinga.
Við höfum þegar brugðist við þessum niðurstöðum og fórum m.a. í samstarf við Atvinnulífið á Hringbraut um gerð tveggja kynningarþátta um starfsemi skólans og námsframboð, sem sýndir voru í maímánuði. Vil ég þakka sérstaklega þeim nemendum sem tóku þátt, sem og samstarfsfólki, en tekin voru á þriðja tug viðtala fyrir þættina. Þá höfum við lagt okkur fram um að koma okkur á framfæri í öðrum frétta- og samfélagsmiðlum. Allt
kynningarstarf er mikilvægt en það verður þó ávallt svo í þessum efnum að nemendur okkar, núverandi og fyrrverandi, eru okkar allra bestu erindrekar. Það er því besta kynningarstarfið þegar nemendur segja frá verkefnum sínum í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og í beinum samskiptum við áhugasama. Upplýsingagjöf innan skólans var aukin með reglulegum starfsmannafundum og upplýsingapóstum til starfsmanna og nemenda.
Formleg vinna við sjálfsmat fagdeilda hófst í janúar á þessu ári en undirbúningur hófst nokkuð fyrr. Unnið var ötullega að sjálfsmatsskýrslum allra þriggja fagdeilda, en þær leggja grunninn að undirbúningi fyrir úttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla sem fram fer á næsta ári. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkar skýrslur eru unnar niður á deildir skólans. Vinnan gekk vel og var lærdómsrík fyrir allar deildir og er það sérstakt gleðiefni hvernig nemendur tóku virkan þátt. Niðurstöðurnar voru síðan rýndar af þremur erlendum sérfræðingum sem skiluðu endurgjöf um miðjan maí sem deildirnar munu nú vinna úr. Allt er þetta hluti af sífelldu umbótastarfi sem er nauðsynlegt allri skólastarfsemi.
Unnið hefur verið að ýmsum umbótum í stoðþjónustu skólans. Haustið 2020 voru innleidd ný kennslu- og prófakerfi, Canvas og Inspera, sem auðvelda nemendum jafnt sem kennurum utanumhald um gögn og aðgengi þeirra í kennslu. Þessi kerfi hafa komið að sérlega góðum notum í fjarnáminu sem var óumflýjanlegt í Covid-19 faraldrinum og hafði mikil áhrif á skólastarf nánast allt árið.
Skólaárið hófst með nýrri Covid-bylgju og takmarkað sem nemendur gátu komið saman á haustmánuðum, enginn leðjuslagur leyfður og bannað að nýta líkamsræktaraðstöðu skólans sér til heilsubóta. Það var því einstaklega góð tilfinning að taka þátt í Skeifudeginum á Sumardaginn fyrsta. Ákváðu nemendur að halda sínu striki og
fundu lausnir til að láta vel takast til þrátt fyrir samkomutakmarkanir.
Ég veit að þetta var oft erfitt og mikið álag í því síbreytilega regluumhverfi sem við bjuggum við. Vil ég nota tækifærið hér og þakka nemendum, kennurum, starfsfólki kennsluskrifstofu, tölvuþjónustu og annarrar stoðþjónustu skólans fyrir alla þá vinnu sem lögð var í það á láta hlutina ganga upp. Þá vil ég einnig þakka mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir stuðning við að efla námsráðgjöf og auka aðstoð við nemendur, koma á sumarnámi, og styðja við skólana á allan þann hátt sem unnt var.
Landbúnaðarháskóli Íslands er fyrsti skólinn á Íslandi sem tekur upp WorkPoint skjalakerfi, en innleiðingin hófst á haustmánuðum. Samhliða er unnið að því að færa Gæðahandbók skólans í kerfið og uppfæra reglur, stefnuskjöl og verklag. Á skólaárinu var ný gæðastefna, starfsþróunarstefna og ný persónuverndarstefna samþykkt af háskólaráði, ný heilsuverndarstefna var samþykkt, reglur um meistaranám voru uppfærðar, nýjar reglur um viðbótarnám á meistarastigi hjá Landgræðsluskólanum voru samþykktar, og reglur um BS nám og verklagsreglur um námsbrautarstjórn í BS námi voru samþykktar. Þá var ný upplýsinga- og skjalastefna samþykkt og jafnréttisáætlun uppfærð.
Miklar endurbætur fóru fram á skólahúsnæðinu á Reykjum. Þá var unnið að ýmsum endurbótum á Hvanneyri og Keldnaholti í samstarfi við Ríkiseignir og Húsafriðunarsjóður styrkti endurbætur á Leikfimihúsi og Hvanneyrarkirkju, Fífilbrekku á Reykjum, auk úttektar á gróðurhúsunum þar. Þrír rafmagnsbílar voru keyptir og rafhleðslustöðvar settar upp með styrk úr Orkusjóði.
Ýmis tæki og búnaður var keyptur til rannsókna og kennslu á öllum starfsstöðvum og í sumum tilfellum fengust myndarlegir styrkir m.a. úr Innviðasjóði. Á undanförnum misserum hefur verið
keyptur tækjabúnaður fyrir jarðræktarrannsóknir fyrir á annað hundrað milljónir. Þá hefur verið keypt nýtt kolefnistæki og ýmis annar búnaður fyrir jarðvegsrannsóknir svo dæmi séu nefnd.
Ný bygging og gróðurhús sem hýsa á Jarðræktarmiðstöð á Hvanneyri hafa verið teiknaðar. Fjármunir fengust á fjárlögum 2021 til að hefja undirbúning að byggingu Jarðræktarmiðstöðvar og unnið hefur verið að samningum um fjármögnun ásamt kaupum á Mið-Fossum með hluta af andvirði Korpu.
Sú uppbygging mun verða mikil lyftistöng á sviði jarðræktar, sem og á sviði landnýtingar, umhverfisog loftslagsmála, auk þess að styðja við búvísindi og hestafræði skólans, og starfsemi Hvanneyrarbús og Hestbús. Landbúnaðarháskólinn hefur hug á því að gerast einn af fyrstu háskólunum á alþjóðavísu til að vera kolefnishlutlaus og uppbyggingin mun styðja beint við þær áætlanir.
Aðsókn í skólann hefur verið að aukast. Haustið 2019 fjölgaði sérlega í hópi nemenda í umhverfisvísindum og skógfræði. 2020 var mesta aukningin í landslagsarkitektúr og á garðyrkjubrautum skólans. Umsóknarfrestur í ár er ekki liðinn en nýjustu tölur sýna mikinn áhuga á búvísindum.
Nemendum fjölgaði á öllum námsstigum. Eru nemendur nú hátt á sjötta hundrað, og þá eru ekki taldir þeir sem sækja nám við Endurmenntun skólans. Í starfsmenntanáminu eru um 200 nemendur, í grunnnámi skólans eru rúmlega 200 nemendur og einnig hefur fjölgað í hópi framhaldsnema sem eru nú ríflega 100. Fjölgun doktorsnemenda styður við rannsóknastarf skólans og er að þakka góða sókn í samkeppnissjóði.
Leitað er leiða til að anna eftirspurn í búfræðinámið, en í mörg ár hafa færri komist að en vilja. Ungir bændur hafa biðlað til skólans um að taka inn fleiri nemendur og er boðið upp á inntöku í fjarnám í haust og stefnt er að því að fjölga í tvo bekki
í búfræði haustið 2022.
Unnið er að því að færa starfsmenntanám í garðyrkju til Fjölbrautaskóla Suðurlands í samræmi við ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra sem barst í lok síðasta árs.
Samstarf við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti á grundvelli samnings sem undirritaður var í mars 2020 hefur verið afar gefandi og hefur leitt af sér viðamiklar skýrslur um fæðuöryggi, flokkun landbúnaðarlands og afkomu sauðfjárbænda. Í lok apríl var síðan haldinn fundur á Hvanneyri með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hagaðilum um eflingu kornræktar.
Samstarf Landbúnaðarháskóla Íslands, Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og atvinnuvega- og nýsköpunarrráðuneytis um Orkídeu hófst með formlegum hætti í júlí 2020, en það snýr að því að nýta sjálfbæra orku og styðja við ný tækifæri í matvælaframleiðslu og líftækni.
Síðastliðinn þriðjudag hófst á Hvanneyri hringferð ráðuneytisins, þar sem kynnt er umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, Ræktum Ísland. Var fundurinn á Hvanneyri vel sóttur og umræður mörkuðust af jákvæðni og bjartsýni á framtíð íslensks landbúnaðar. Menn eru almennt sammála um að sú vinna sem liggur til grundvallar í skjalinu sé fagleg og vönduð, en nú þarf að tryggja að allir hagaðilar leggist saman á árarnar og vinni sameiginlega að þeirri framtíðarsýn sem verður mörkuð. Tryggja verður að landbúnaðarstefna og aðrar mikilvægar stefnur tali saman og að aðgerðir, tímasetning þeirra og fjármögnun fylgi í kjölfarið.
Áskoranir eru margar en tækifærin fylgja þeim og drög að landbúnaðarstefnu, vinna við gerð loftslagsstefnu og fæðuöryggisstefnu, aukinn áhugi og almenn umræða um landbúnað, umhverfis-, loftslags- og skipulagsmál fylla okkur öll bjartsýni, enda landið okkar gjöfult á auðlindir og landið þekkt fyrir hreinleika og gæðaafurðir.
Kæru kandídatar og búfræðingar Það er sumar og hækkandi sól. Ekki bara á ykkur á þessum stóra degi í lífi ykkar heldur á íslenskan landbúnað og allar greinar honum tengdum. Áhugi á landbúnað, matvælaframleiðslu, matvælaöryggi, umhverfis- og loftslagsmál, landslagsarkitektur og skipulagsmál er mikil. Ný landbúnaðarstefna er að líta dagsins ljós, og þið getið haft bein áhrif á það hvernig hún mun mótast, gerð aðgerðaáætlunar og að koma henni í framkvæmd. Hefðbundinn landbúnaður stendur að mörgu leyti á tímamótum sem mótast af þeim lykilbreytum sem eru dregnar fram í umræðuskjalinu um landbúnaðarstefnu: landnýtingu, loftslagsmálum og umhverfisvernd, tækni og nýsköpun og alþjóðlegum straumum. Frjósamur jarðvegur er fyrir nýjar og ferskar hugmyndir sem byggja á sjálfbærri nýtingu auðlinda landsins og kom það skýrt í ljós á nýafstaðinni nýsköpunarviku þar sem ótal mörg spennandi og fjölbreytt verkefni voru kynnt. Voru þar ný sprotafyrirtæki að taka sín fyrstu skref og önnur fyrirtæki sem voru lengra komin og farin að velta milljörðum á ári hverju.
Hugmyndirnar voru allt frá því að vera í frumframleiðslu í það að vera byggðar á fullvinnslu eða jafnvel endurvinnslu afurða. Ljóst er að hér eru lítil takmörk á því hvað hugmyndaauðgi, kraftur og þekking fær áorkað þegar saman koma öflugir hópar einstaklinga með þverfaglegan bakgrunn.
Tækifærin sem þið kæru kandídatar og
búfræðingar standið frammi fyrir eru því óteljandi og vandinn felst helst í því að velja sér rétta leið sem færir manni lífsfyllingu og ánægju. Sjálfbærni er lykilorðið í dag og þá verður að muna eftir öllum þremur stoðum sjálfbærninnar, umhverfinu, samfélaginu og efnahagslegum þáttum.
Kæru kandídatar og búfræðingar Við erum afar stolt af árangri ykkar og óskum ykkur velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru, um leið og við þökkum fyrir góða samvinnu og samveru á undanförnum árum. Tækifærin innan landbúnaðar, loftslags- og skipulagsmála á Íslandi hafa líklega sjaldan verið jafn spennandi og nú og maður fyllist bjartsýni að sjá þennan glæsilega hóp ungs fólks sem ætlar að taka framtíðina í sínar hendur.
Í lokin langar mig að flytja fyrir ykkur vísu eftir Steingrím Baldvinsson í Nesi: Leggðu þig fram, það er lífsins boð Lítil að náminu er þér stoð ef kappið ei hugann hvetur. Hvort há eða lág þín einkunn er alltaf er prófið til sæmdar þér ef þú gerir eins vel og þú getur.
Þakka ykkur öllum fyrir samfylgdina. Til hamingju með daginn!
Brautskráðir nemendur
KENNSLUSKRIFSTOFAStarfsmenntanám á framhaldsskólastigi
Búfræði Ástrós Ýr Eggertsdóttir
Ásgerður Inna Antonsdóttir
Búfræði Björn Ingi Ólafsson Búfræði Erna Hjaltadóttir Búfræði Eydís Ósk Jóhannesdóttir Búfræði Helga Rún Jóhannsdóttir
Búfræði Hólmsteinn Orri Þorleifsson
Búfræði Jarþrúður Ragna Jóhannsdóttir Búfræði Jón Gylfi Jónsson
Búfræði
Búfræði Jón Gunnþór Þorsteinsson Búfræði Laufey Rún Sveinsdóttir
Jón Magnús Jónsson
Búfræði Ósk Reynisdóttir
Búfræði Steindóra Ólöf Haraldsdóttir Búfræði Vilborg Eva Guðmundsdóttir
Búfræði Bára Kristín Þorgeirsdóttir
Garðyrkjuframleiðsla - Garð- og skógarplöntubraut Gils Peter Tompkins
Skrúðgarðyrkjubraut Auk þess 21 nemendur í Reiðmanninum, 33 fein einingar á framhaldsskólastigi á vegum endurmenntunar.
Ásta Jórunn Smáradóttir
Inga Hanna Gunnarsdóttir
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir
Sigurður Anton Pétursson
Sunna Skeggjadóttir
Eva Ósk Guðmundsdóttir
Jón Arnar Sverrisson
Nanna Vilborg Harðardóttir
Elsa Dagmar Runólfsdóttir
Elva Brá Bjarkardóttir
Hanna Laufey Jónasdóttir
Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir
Þóra Atladóttir
Háskólanám
Búvísindi, BS
Búvísindi, BS
Búvísindi, BS
Búvísindi, BS
Búvísindi, BS
Landslagsarkitektúr, BS
Landslagsarkitektúr, BS
Landslagsarkitektúr, BS
Náttúru- og umhverfisfræði, BS
Náttúru- og umhverfisfræði, BS
Náttúru- og umhverfisfræði, BS
NNáttúru- og umhverfisfræði, BS
Náttúru- og umhverfisfræði, BS
Skógfræði, BS Ægir Freyr Hallgrímsson Skógfræði, BS Guðrún Björg Egilsdóttir Búvísindi, MS
Björk Kristjánsdóttir
Hákon Ásgeirsson
Náttúru- og umhverfisfræði, MS Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir
Náttúru- og umhverfisfræði, MS Julia Carolina Bos Náttúru- og umhverfisfræði, MS Pavle Estrajher
Náttúru- og umhverfisfræði, MS
Náttúru- og umhverfisfræði, MS María Markúsdóttir Skipulagsfræði, MS Vigfús Þór Hróbjartsson Skipulagsfræði, MS Þórhildur Ísberg Skógfræði, MS
Sigríður Jónsdóttir
Landgræðsluskóli GRÓ LRT
Almennt
SJÖFN VILHELMSDÓTTIR, FORSTÖÐUMAÐUR
Landgræðsluskóli GRÓ (GRÓ Land Restoration Training Programme eða GRÓ LRT á ensku), er þróunarsamvinnuverkefni sem er hýst hjá LbhÍ og fjármagnað af utanríkisráðuneytinu í gegnum GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Starfsemi Landgræðsluskólans er til húsa á Keldnaholti, en markmið hans eru að aðstoða þróunarlönd sem glíma við landhnignun með því að bjóða upp á sérsniðið nám og þjálfun í landgræðslufræðum fyrir sérfræðinga frá þessum löndum. Megináherslan í starfi Landgræðsluskóla GRÓ er árlegt sex mánaða nám í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu sem fer fram á Keldnaholti frá miðjum mars til september. Landgræðsluskólinn hefur alltaf verið rekinn í nánu samstarfi við Landgræðsluna og koma sérfræðingar hennar mikið að kennslu við skólann auk leiðbeiningu við nemendaverkefni. Að auki sitja tveir starfsmenn Landgræðslunnar í fagráði skólans, ásamt tveimur starfsmönnum LbhÍ auk starfsmanns úr umhverfisog auðlindaráðuneytinu, en í fagráðinu fer fram vinna við fag- og námsþróun Landgræðsluskólans.
Árið 2021 tóku 17 sérfræðingar þátt í sex mánaða námi Landgræðsluskólans, allt starfandi sérfræðingar hjá samstarfsstofnum skólans í Afríku og Mið-Asíu. Hópurinn samanstóð af átta konum og níu körlum sem komu frá Mongólíu, Kirgistan, Tadsíkistan, Gana, Úganda, Eþíópíu, Malaví og Lesótó. Covid-19 heimsfaraldurinn hafði áhrif á skipulag námsins þetta árið, m.a. var hópurinn fámennari en upphaflega var gert ráð fyrir auk þess sem námstímabilið færðist aðeins til og var tveimur vikum styttra en vanalega. En eins og fyrri ár þá skiptist sex mánaða námið í tvo meginhluta: Fyrstu þrjá mánuðina var áherslan í náminu á fyrirlestra, hópavinnu
og vettvangsferðir, meðan seinni hlutinn var tileinkaður einstaklingsverkefnum þar sem hver og einn sérfræðingur vann að rannsóknarverkefni sem tengist aðstæðum eða viðfangsefni í sínu heimalandi. Útskriftardagur sex mánaða námsins árið 2021 var 27. september og fór athöfnin fram á Keldnaholti. Þetta var fyrsti útskriftarhópur Landgræðsluskólans eftir að skólinn varð hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu árið 2020.
Annar þáttur í starfsemi Landgræðsluskólans er að styrkja fyrrum nemendur sex mánaða námsins til frekari náms við íslenskan háskóla. Í ársbyrjun 2021 voru tveir fyrrum nemar Landgræðsluskólans í háskólanámi á Íslandi á námsstyrk frá Landgræðsluskólanum. Þetta var annars vegar Sumjidmaa Sainnemekh frá Mongólíu sem er hóf doktorsnám við LbhÍ haustið 2019, en aðalleiðbeinandi hennar er Isabel C. Barrio, dósent og deildarforseti hjá LbhÍ. Hins vegar var það Beatrice Dossah frá Gana sem hóf meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands haustið 2019, en hún útskrifaðist úr því námi í júní 2021. Á haustmánuðum veitti Landgræðsluskólinn námsstyrki til tveggja fyrrum nema skólans frá Eþíópíu, þá Muez Hailu Weldetnsae og Tesfay Berihu Gebremicheal, og hófu þeir meistaranám við deild Náttúru og skógar hjá LbhÍ í október 2021 .
Landgræðuskólinn hefur einnig staðið fyrir vettvangsnámskeiðum í samvinnu við samstarfsstofnanir sínar í Afríku og Asíu þar sem íslenskir og þarlendir sérfræðingar sjá um skipulag og kennslu. Á árunum 2017 til 2019 stóð Landgræðsluskólinn fyrir stuttum vettvangsnámskeiðum með samstarfsstofnunum sínum í Mongólíu og Úganda, en vegna
heimsfaraldursins féll slíkt námskeiðahald niður árin 2020 og 2021. Hins vegar veitti Landgræðsluskólinn fjárhagslegan stuðning til námskeiðahalds í Mongólíu 2021, en samtarfsstofnanir skólans þar í landi sáu alfarið um framkvæmd námskeiðsins og kennslu. Um var að ræða námskeið á vegum MULS (Mongolian University of Life Sciences), NFPUG (National Federation of Pasture User Groups of Herders), og IRIMHE (Information and Research Institute of Meteorology, Hydrology and Environment), þar sem áherslan var á samspil loftlagsbreytinga og landnotkunar og áhrif þeirra á vistkerfi. Námskeiðið var haldið í nóvember og voru þátttakendur bæði sérfræðingar í umhverfisfræðum og sveitarstjórnarfólk, alls 25 manns.
Fjögur stöðugildi eru hjá Landgræðsluskóla GRÓ en auk þess koma fjölmargir samstarfsaðilar að verkefnum tengdum starfsemi skólans, aðallega við kennslu og leiðbeiningu rannsóknaverkefna. Frá upphafi starfsemi Landgræðsluskólans árið
2007 hafa alls 156 sérfræðingar útskrifast úr árlegu sex mánaða námi skólans, 76 konur og 80 karlar. Jafnframt hafa 124 sérfræðingar tekið þátt í og útskrifast úr vettvangsnámskeiðunum í Úganda og Mongólíu sem haldin voru á árunum 2017 til 2019. Virk samstarfslönd Landgræðsluskólans eru nú 10, fjögur lönd í Mið-Asíu og sex lönd í Afríku.
Heimasíða Landgræðsluskólans er www.grolrt.is (á ensku) og einnig er skólinn á Twitter, Facebook og LinkedIn, þar sem margvíslegar upplýsingar og fréttir frá starfinu eru birtar.
Fagdeildir
Ræktun & Fæða ÞÓRODDUR SVEINSSON, DEILDARFORSETI
Ræktun og fæða leggur áherslu á sköpun, varðveislu og miðlun þekkingar í búfjárrækt, jarðrækt og sjálfbærri nýtingu lands til landbúnaðarframleiðslu. Sérstök áhersla er lögð á fóðrun, atferli og velferð búfjár; búfé og búfjárkynbætur; jarðveg, ræktun og plöntukynbætur; búrekstur og bútækni.
Viðfangsefni deildarinnar eru þverfagleg sem samtvinna líffræðilega, tæknilega, hagfræðilega og samfélagslega þætti tengda landbúnaðarframleiðslu og áhrif hennar á allt umhverfi nær og fjær.
Ræktun og fæða leggur áherslu á verkefni sem styðja við sjálfbæra þróun í samræmi við þarfir samfélagsins og alþjóðlegar skuldbindingar. Þessu tengist bæði fræðsla til almennings og leiðbeiningar til stjórnvalda.
Ræktun og fæða stuðlar að tengslum milli rannsókna og kennslu og leggur áherslu á rannsóknamiðað nám á öllum fagsviðum búvísinda sem og öflugt starfsmenntanám.
Í nýsköpunarstarfi er leitast við að umbreyta og aðlaga fræðilega þekkingu í tæki og tól sem nýtast þeim sem starfa á fagsviðum deildarinnar.
Þarfir samfélagsins fyrir heilnæm matvæli, fæðuöryggi, líffræðilegan fjölbreytileika og sjálfbæra landnýtingu eru leiðarljós Ræktunar og fæðu.
Við deildina voru starfræktar tvær brautir á framhaldsskólastigi í Búfræði og Garðyrkjuframleiðslu, tvær til bakkalár gráðu (BS): Búvísindi og Hestafræði. Einnig býður deildin upp á einstaklingsmiðað framhaldsnám (MS og PhD) í Búvísindum og Hestafræði. Menntamálaráðuneytið ákvað að færa starfsmenntanám í garðyrkju frá LbhÍ til Fjölbrautaskóla Suðurlands á árinu 2021 en það drógst fram á árið 2022 eins og væntanlega verður nánar greint frá annarsstaðar.
Nám á framhalds- og háskólastigi
Árið 2021 útskrifuðust 15 nemendur af framhaldsskólastigi og sjö af háskólastigi þar af einn úr meistaranámi. Vor 2021 voru alls 208 nemendur skráðir í nám við deildina; 129 í starfsmenntanámi, 70 nemendur í BS námi og níu í framhaldsnámi. Haustið 2021 voru alls 248 nemendur skráðir í nám; 151 í starfsmenntanámi, 86 í BS, átta nemendur í MS námi og þrír í PhD námi.
Brautarstjórar voru Ingólfur Guðnason fyrir námsbrautina í Garðyrkjuframleiðslu, Helgi Eyleifur Þorvaldsson sem tók við af Eyjólfi Kristni Örnólfssyni fyrir Búfræði og Sigríður Bjarnadóttir sem tók við af Birnu Kristínu Baldursdóttur fyrir Búvísindi og Hestafræði. Erla Sturludóttir sat fyrir hönd deildar í Framhaldsnámsnefnd þar til hún fór í barneignarleyfi en þá tók við Jóhannes Guðbrandsson tímabundið.
Ritstörf
Starfsfólk deildarinnar ásamt Ólafi Inga Sigurgeirssyni frá Háskólanum á Hólum vann að skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi fyrir Atvinnuvegaog nýsköpunarráðuneytið. Þetta verkefni var unnið í tveimur hlutum og kom fyrri skýrsla út í maí 2020 en seinni skýrslan kom út 2021. Í seinni skýrslunni var bætt við köflum um veikleika íslenskrar matvælaframleiðslu og hvaða áhrif það hefði á fæðuöryggi ef skortur yrði á þeim aðföngum sem notuð eru við framleiðsluna í dag. Þar var einnig farið yfir atriði sem gætu stuðlað að auknu fæðuöryggi á Íslandi. Ritstjórar skýrslnanna voru Erla Sturludóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson. Þá var unnin skýrsla fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stöðu sauðfjárræktar á Íslandi og kom sú skýrsla út í apríl 2021. Þessa vinnu leiddi Jóhannes Sveinbjörnsson
en Daði Már Kristófersson var meðhöfundur. Þá var Jóhannes Sveinbjörnsson ráðinn af sama ráðuneyti til að gera tillögur og greinargerð um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands og mun sú skýrsla koma út um mitt ár 2022. Þóroddur Sveinsson var meðhöfundur skýrslu ásamt Daða Má Kristóferssyni og Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur sem kom út á árinu og heitir Betri búskapur bættur þjóðarhagur. Skýrslan var unnin með styrk frá Byggðarannsóknasjóði og Erasmus+.
Birt voru 11 rit á vegum starfsmanna deildarinnar í ritröðinni Rit LbhÍ. Auk þess voru starfsmenn eða nemendur deildarinnar meðhöfundar að 16 ritrýndum greinum árið 2021.
Starfsmannamál og stjórnsýsla
Um áramótin 2021/22 voru 30 starfsmenn á samningi við deildina í um 25 ársverkum sem skiptust eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Haldnir voru tveir deildarfundir árinu, 5. maí og 8. desember. Á fyrri fundinum var efst á baugi fyrir utan hefðbundna dagskrá, starfsmannamál, stefnumörkun og sjálfsmat deildar. Á seinni fundinum voru starfsmannamál rædd áfram, staða rannsóknaverkefna rædd og undirbúin rafræn kosning á deildarforseta og varamanni hans sem og í deildarráð. Þóroddur Sveinsson og Erla Sturludóttir gáfu áfram kost á sér og voru sjálfkjörin. Deildarráð var endurnýjað og í því sitja nú: Helgi Eyleifur Þorvaldsson, Ingólfur Guðnason, Jóhannes Guðbrandsson (tímabundið í stað Erlu Sturludóttur), Jóhannes Kristjánsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jón Hallsteinn Hallson, Jónína Svavarsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir og Þóroddur Sveinsson.
Á árinu var að frumkvæði Erlu Sturludóttur efnt til reglulegra kynningarfunda starfsmanna fyrir starfsmenn Ræktunar og fæðu á Teams. Þar gátu starfsmenn sagt frá sjálfum sér og fyrri störfum eða tekið fyrir einhver skemmtileg verkefni sem þeir höfðu komið að. Í alla staði vel heppnað framtak.
Stjórnsýslustörf eru mest á höndum deildarforseta sem situr í framkvæmdastjórn og vísindanefnd LbhÍ.
Mannauður Ræktunar og fæðu í árslok 2021.
Alls var gerður ráðningasamningur við 8 nýja starfsmenn á árinu til skemmri eða lengir tíma. Sex starfsmenn við deildina voru í MS eða PhD námi á árinu. Þá er deildin með þrír gestaprófessorastöður og einnig koma um 20 stundakennarar að kennslunni.
Verkefnastyrkir og samstarf Deildin fékk samtals um 172 milljónir króna í verkefnastyrki sem sótt var um á árinu: um 65 milljónir fengust í jarð- og ylræktarverkefni, 40 milljónir í búfjárverkefni, 7 milljónir í innviðauppbyggingu og um 60 milljónir í önnur verkefni, þar af 50 milljóna króna öndvegisstyrkur fyrir Rannís verkefnið “Fiskveiðar til framtíðar” sem Erla Sturludóttir stýrir ásamt Gunnari Stefánssyni við HÍ. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Hafró, SFS, NOAA, CSIRO og ShuttleThread.
Stærstur hluti styrkjanna koma úr innlendum sjóðum, eins og Ranníssjóðum, Þróunarsjóðum búgreina og Matvælasjóði.
Deildin og starfsmenn deildar eru þátttakendur eða meðlimir í ýmsum fjölþjóðlegum samtökum,
eins og Public Private Partnership in pre-breeding (PPP), European Grassland Federation (EGF), Norræni Genbankinn (NordGen), European Federation of Animal Science (EAAP), Centre for Genetic Resources (CGR) og Erfðanefnd landbúnaðarins. Deildin er einnig í miklu samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Matís í ýmsum verkefnum.
Ráðstefnur og fundir
Vegna Covid var lítil þátttaka í ráðstefnum þetta árið.
Innviðauppbygging
Haldið var áfram með uppbyggingu á Jarðræktarmiðstöð LbhÍ á Hvanneyri og tækjakostur efldur enn frekar. Þá hélt áfram undirbúningur að byggingu nýs jarðræktarhúss á Hvanneyri. Það fengust tveir innviðarstyrkir sem sótt var um á árinu, fyrir fullkomna búveðurstöð á Hvanneyri og kaupum á búnaði til að mæla metanlosun í búfé en uppsetning hefst ekki fyrr en árið 2022.
Náttúra & Skógur
ISABEL C. BARRIO, DEILDARFORSETI
Deild Náttúru- og skóga Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) sinnir rannsóknum og kennslu í náttúrufræði, umhverfisfræði og skógfræði. Deildin býður upp á eina námsbraut í starfsmenntanámi, Skógur og náttúra, tvær námsbrautir í grunnnámi til bakkalár gráðu (BS), Náttúru- og umhverfisfræði og Skógfræði, ásamt nýrri sameiginlegri MS braut, Umhverfisbreytingar á norðurslóðum (EnCHiL Nordic Master). Einnig býður deildin upp á rannsóknatengt framhaldsnám til meistara- og doktorsgráðu. Séráhersla á umhverfismál, landið og nýtingu þess skapar LbhÍ sérstöðu meðal háskóla á Íslandi.
Námið 2021
Árið 2021 útskrifuðust alls fjórir nemendur með bakkalárpróf og fimm með meistarapróf. Haustið 2021 voru 11 nemendur í starfsmenntanámi og 88 í grunnnámi á háskólastigi. Í desember 2021 voru 35 í MS námi og 13 í doktorsnámi hjá deildinni. Brautarstjórar árið 2021 voru Björgvin Eggertsson fyrir Skóg og Náttúru, Ragnhildur Helga Jónsdóttir fyrir Náttúru- og umhverfisfræði, Páll Sigurðsson fyrir Skógfræði og Pavla Dagsson-Waldhauserová fyrir EnCHiL MS námsbraut. Frá og með haustinu 2022 færist starfsmenntanámsbrautin Skógur og náttúra frá LbhÍ yfir til Fjölbrautarskóla Suðurlands.
Fjórir doktorsnemar hófu rannsóknarverkefni sín hjá deildinni árið 2021. Sólveig Sanchez rannsakar kolefnis- og vatnsbúskap í misgömlum birkiskógum og Anna Mariager Behrend rannsakar sjálfgræðslu birkis og útbreiðslu birkiskóga en þeirra verkefni eru bæði hluti af rannsóknaverkefninu BirkiVist. Mathilde Defourneaux rannsakar áhrif grasbíta á túndruvistkerfi í verkefninu TUNDRAsalad. Stephen
Hurling hlaut einnig doktorsnemastyrk Rannís og rannsakar sjófugla sem eru virkir á nóttinni (sæ- og stormsvölur og skrofu).
Árið 2021 samþykkti deildin að hafist verði handa við undirbúning að stofnun námsbrautar á meistarastigi í endurheimtarfræðum. Jónína S. Þorláksdóttir og Ása L. Aradóttir vinna saman að verkefninu sem tengist Landgræðsluskólanum og áratug Sameinuðu þjóðanna sem er tileinkaður endurheimt vistkerfa (2021-2030). Námið verður 120 ECTS og mun hefjast haustið 2023.
Verkefnastyrkir og alþjóðasamstarf Árið 2021 fékk deildin alls um 165 milljónir króna í styrki í rannsóknaverkefni. LbhÍ er þátttakandi í ITN-Evrópuverkefninu FutureArctic þar sem 15 doktorsnemar vinna rannsóknir á áhrifum hlýnunar á vistkerfi. Bjarni Diðrik Sigurðsson er tengiliður LbhÍ og aðal rannsóknasvæði verkefnisins eru á landi skólans á Reykjum í Ölfusi.
Verkefnið „Endurheimt birkivistkerfa á 21. öld— áskoranir, leiðir og ávinningur (BirkiVist)“, sem fékk styrk úr Markáætlun um samfélagslegar áskoranir í árslok 2020 hófst formlega vorið 2021. Tveir doktorsnemar við LbhÍ eru fjármagnaðir í gegnum þetta verkefni sem er samstarfsverkefni LbhÍ, Landgræðslunnar, Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Skógræktarinnar og fleiri aðila.
Einnig fékk LbhÍ verkefnisstyrk frá Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar árið 2021 til verkefnisins „Mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum: er áburðargjöf í skógrækt umhverfislega sjálfbær?“ í samstarfi með háskólann Austur Finnlands. Bjarni Diðrik stjórnar þessu verkefni og eitt meistaraverkefni í skógfræði er unnið
innan þess.
Fjögur verkefni hlutu styrk frá rannsóknasjóði Rannís: Stephen Hurling fékk doktorsstyrk fyrir verkefni hans „Útbreiðsla, stofnþróun og verndun nætursjófugla á Íslandi“. Isabel C Barrio fékk styrk fyrir verkefnið „Grasbítar á norðlægum slóðum: tengsl fjölbreytni og starfsemi (TUNDRAsalad)“. Einnig var LbhÍ meðumsækjandi um verkefnin „Áhrif langtíma beitarfriðunar á kolefnisupptöku og kolefni í graslendisjarðvegi“, sem er stýrt af Háskólanum á Hólum, og „Föst í viðjum hnignunar? Viðbrögð túndruvistkerfa við beitarfriðun“ sem er stýrt af Háskóla Íslands. Þrír doktorsnemar sem hafa leiðbeinendur hjá deildinni fengu að auki styrki úr Doktorsnemasjóði umhverfisog auðlindaráðuneytisins; þau Rakel Jakobína Jónsdóttir, Amir Hamidpour og Ian Klupar.
Varðandi alþjóðasamstarf var IceDust, rannsóknatengslanet hýst í LbhÍ sem Pavla stýrir, viðurkennt sem meðlimur European Aerosol Assembly.
Ritstörf
Starfsmenn deildarinnar voru höfundar af 41 ritrýndum greinum árið 2021. Af útgefnum alþjóðlegum greinum má nefna tvö bréf í Science (Salazar o.fl. 2021, Sun o.fl. 2021) og eina sem birtist í Ecology Letters (Seabloom o.fl. 2021) þar sem rannsóknasvæði í FENCES tilrauninni á hálendinu kom við sögu. Einnig voru Bjarni Diðrik Sigurðsson og Hlynur Óskarsson meðhöfundar vísindagreinar sem kom út í Forest Ecology and Management (Bjarnadóttir o.fl. 2021) um vatns- og kolefnishringrás í íslenskum skógi á framræstu landi.
Starfsmannamál
Í desember 2021 voru 23 starfsmenn við deild Náttúru og skóga, þar af 14 fastráðnir. Alejandro Salazar kom til starfa 1. ágúst sem lektor í umhverfisfræðum. Mathilde Defourneaux, Stephen Hurling, Sólveig
Sánchez, Anna Mariager Behrend komu til starfa sem doktorsnemar í maí og júní og Laura BarberoPalacios sem aðstoðamaður í rannsóknum í ágúst. David Hik var boðinn staða sem gestaprófessor við deildina júní 2021. Sex starfsmenn voru ráðnir sem sumarstarfsfólk Vinnumálastofnunar sumarið 2021. Jón Kr. Arnarson sagði upp starfi sínu hjá deildinni í desember 2021.
Stjórnsýsla
Á árinu 2021 voru haldnir tveir deildarfundir og aukavinnufundur á Hótel Glym til að vinna að stefnumótun deildarinnar. Vorið 2021 var unnið í sjálfsmatsskýrslu deildarinnar. Sjálfsmatshópurinn innihélt deildarforsetann, brautarstjórana og fulltrúa nemanda. Lokaútgáfa skýrslunnar er aðgengileg á vefsíðu LbhÍ.
Innviðir Árið 2021 voru keyptir tveir vaxtarskápar (e. growth chambers). Innviðasjóður styrkti kaup á nýjum NIRS litrófsmæli til að til að greina plöntur í úti í náttúrunni. Mælirinn mælir m.a. næringarinnihald plantna og nýtist til að meta aðra efnafræðilega eiginleika þeirra. Tækið er í sameiginlegri eigu LbhÍ, HÍ og Landgræðslunnar. Einnig styrkti sjóðurinn kaup á tveimur léttum tækjum til mælinga á CO2 flæði ásamt handhægu tæki til mælinga á gróskustuðli. Tækin eru í sameiginlegri eigu með LbhÍ, HÍ og Landgræðsluna. Að lokum styrkti sjóðurinn kaup á nýju iðufylgnitæki (e. eddy covariance tower) ásamt metanólrafstöð sem verður notuð til rannsókna á áhrifum endurheimtar á hringrás gróðurhúsalofttegunda á komandi árum. Tækið er í sameiginlegri eigu LbhÍ, HA, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar.
Ráðstefnur og fundir Árið 2021 voru ráðstefnur og málstofur mest haldnar á netinu. Pavla Dagsson Waldhauserová skipulagði
árlegu vinnustofuna „High Latitude Dust workshop“, 10.- 11. febrúar 2021 og Bjarni Diðrik Sigurðsson skipulagði alþjóðlega málstofu hjá FutureArctic verkefninu í mars og lokaráðstefnu hjá norræna öndvegissetrinu um rannsóknir á vistþjónustu skóga (CAR-ES) á Hótel Hallormsstað í október, í samstarfi við Skógræktina. Margir starfsmenn deildarinnar tóku þátt í Líffræðiráðstefnunni sem haldin var í Öskju í október. Einnig var ráðstefna Vistfræðifélags Íslands haldin á netinu með yfir 150 manns og yfir 50 erindum. Mjög gaman var að sjá vistfræðisérfræðinga landsins koma saman! Ráðstefna Herbivory Networks sem stóð til að halda í Tromsø var líka haldin á stafrænu formi í nóvember 2021 með yfir 80 þátttakendum. UArctic ráðstefnan, þar sem LbhÍ var í skipulagsnefnd,
var haldin 15.-18. maí í blönduðu formati. Einnig var haldin vefráðstefna sem Pavla stýrði um áhrif loftslagsbreytinga á norðurheimskautið í samstarfi við tékkneska sendiráðið.
Starfsfólk deildar Náttúru- og skóga voru líka víða í fjölmiðlum. Meðal annars tók Ólafur Arnalds þátt í sjónvarpsþætti „Hvað getum við gert?“, Phoebe Ruth Tchana Wandji sagði frá doktorsverkefni sínu og lífi hennar í Hveragerði í Landanum, Bjarni Diðrik var tekinn á beinið um sveppamál af Berglindi Festival, og Pavla var með viðtal í fréttum RÚV um stóra rykverkefnið á Dyngjusandi. Einnig er starfsfólk deildarinnar að þróa fræðslumyndbönd um ýmis rannsóknaverkefni eins og rykverkefnið hennar Pövlu.
Rannsóknasvið og alþjóðasamskipti
Almennt
CHRISTIAN SCHULTZE, RANNSÓKNA- OG ALÞJÓÐAFULLTRÚI
LbhÍ tekur virkan þátt í alþjóðlegum nemendaog kennaraskiptum í gegnum Menntaáætlun Evrópusambandsins Erasmus+, Menntaáætlun Nordplus og tvíhliða samninga sem skólinn hefur gert við skóla sem ekki falla undir þessar áætlanir.
Skiptinemar frá LbhÍ
Skólaárið 2021-2022 fóru 20 nemendur (12 á haustönn, átta á vorönn) frá LbhÍ í skiptinám á vegum Erasmus styrkja, bæði á BSc og á MSc stigi. Nemar LbhÍ dvöldu í námi í Helsinki, Róm, Lundi, í Wageningen, Varsjá, Rovaniemi, og í Árhúsum. Vegna heimsástandsins gátu búfræðinemar LbhÍ heldur ekki farið á vorönni 2021 í verknám til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar sem var eiginlega á dagskrá skv. Erasmus+ verkefni með heiti Agricultural Exchange Iceland og NordPlus verkefni SwedIce.
Skiptinemar til LbhÍ
Haustönn 2021 komu 16 skiptinemar til LbhÍ frá Svíþjóð, Frakklandi, Eistlandi, Tékklandi, Þýskalandi, Slóveníu, og Bandaríkjunum.
Fjórir nemar komu frá Frakklandi og Austurríki til að vera í starfsþjálfun hjá LbhÍ yfir sumarið 2021.
Starfsmannaskipti
Árið 2021 sóttu 4 starfsmenn um Erasmus styrki til að fara í gestakennslu eða starfsþjálfun.
Tveir kennarar komu haustið 2021 til LbhÍ sem gestakennarar.
Rannsóknir
Í árslok 2021 voru samtals 35 akademískir starfsmenn og sérfræðingar starfandi við LbhÍ í átta stöðugildum.
1. tafla Akademískir starfsmenn við LbhÍ í árslok 2021 og menntun þeirra
BSc MS PhD Alls
Prófessorar (ásamt rektor) 7 7
Dósentar 6 6
Lektorar 1 5 4 10
Aðjúnktar 1 6 1 8
Sérfræðingar 1 3 4
Samtals 2 12 21 35
Við skólann voru árið 2021 starfrækt 92 rannsóknaverkefni (tafla 2) og var fjölbreytni þeirra veruleg.
Sértekjur úr innlendum og erlendum rannsóknasjóðum, ásamt sérstökum framlögum frá fyrirtækjum og öðrum aðilum voru 337,7 m ISK árið 2021. LbhÍ sótti samtals um 96 umsóknir í samkeppnissjóði. Af þeim fengu 59 styrk en 37 umsóknum var hafnað. Hlutfall samþykktra styrkjaumsókna árið 2021 var því 61%.
Auk þess undirrituðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) og LbhÍ samning um þjónustu á sviði rannsókna, þróunarvinnu og sérhæfðrar ráðgjafar fyrir árin 2020-2023. Heildargreiðsla fyrir samningsverkefnið á fyrsta ári er 222,8 m ISK.
Þar var samþykkt að LbhÍ skyldi taka að sér sérstök verkefni fyrir ráðuneytið. LbhÍ er falið að vinna að verkefnum varðandi rannsóknir, þróun og nýsköpun á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu. Þar eru einnig tilgreind vel skilgreind verkefni sem skólinn mun vinna fyrir ráðuneytið:
• Greina fæðuöryggi á Íslandi.
• Greina afkomu sauðfjárbænda og tillögur til að styrkja hana.
• Greina tækifæri til aukinnar ylræktar á Íslandi og tillögur til að styrkja þá starfsemi.
• Leiðir til að styrkja sérstöðu íslenskra búvara á markaði.
• Greina tækifæri til að auka framleiðni í landbúnaði og virðisaukningu landbúnaðarafurða og tillögur þar að lútandi.
• Tryggja betur aðkomu bænda að kennslu og rannsóknum við skólann, í samstarfi við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins o.fl., m. a. með því að færa rannsóknir að hluta í sveitirnar.
• Skilgreina og undirbúa verkefni á sviði loftslagsmála um flokkun lands, mælingar á bindingu og losun gróðurhúsalofttegunda, bera saman losunartölur og losun frá framræstu landi á milli Íslands og annarra landa.
Rannsóknaverkefni sem unnin eru við skólann eru afar fjölbreytt og ná yfir vítt svið umhverfis, skipulags, landbúnaðar og auðlindanýtingar (sjá 2. töflu). Starfsmenn kynna niðurstöður rannsókna sinna á margvíslegan hátt, með greina- og skýrsluskrifum, í kennslu, í fyrirlestrum, á ráðstefnum og á samfélagsmiðlum. Mikil áhersla er lögð á birtingu í alþjóðlega ritrýndum tímaritum og bókum, og komu 66 slík út á árinu. Auk þess gefur skólinn út Rit LbhÍ og komu þar út 13 titlar. Starfsmenn skólans eru margir virkir í norrænu og alþjóðlegu samstarfi á sínum fræðasviðum.
Í töflu 3 má sjá yfirlit yfir doktorsnema og verkefnin þeirra.
2. tafla. Virk rannsóknaverkefni við Landbúnaðarháskóla Íslands 2021. Verkefni sem komu ný inn á árinu eru auðkennd með bláu letri.
In situ varðveisla erfðaefnis í gömlum túnum
Vegvist—Endurheimt staðargróðurs Afkvæmarannsóknir á Hesti Landbætur á sandsvæðum PPP rýgresi Áhrif lúpínu á endurheimt birkivistkerfa
Sameindakynbætur í byggi CAR-ES—Norrænt öndvegissetur um rannsóknir á vistkerfisþjónustu skóga FornDNA Áhrif upphitunar á sitkaskóg (ForHot) Grasræktartilraunir og yrkisprófanir NUTR-CYCL—næringahringrásir í skóglendi
Vestnorrænar yrkisprófanir Ýmir—gagnagrunnur um íslenskan jarðveg Kornrækt og sáðskipti Áhrif loftslagsbreytinga á lífríki jökulskerja
Heiðrún—skýrsluhald Rannsóknir á landnámi og vistkerfismyndun á Surtsey Grænmeti og ber í ylrækt Norrænt tengslanet um rannsóknir á norðurslóðum Yrkisprófanir fyrir golfflatargrös Landnýtingargrunnur og bindibókhald (LULUCF)
Sláttutími grastegunda
Langtíma tilraunir á Hvanneyri
Ofanvatn Endurheimt votlendis
Áburður á afréttum
Bygg 2020 – Korn til bænda
Litla-Skarð, alþjóðlegt vöktunarsamstarf
Strókur—hreyfing á sandi og ösku á Suðurlandi
Circular City – COST Hafnarlíf—úttekt á vatnsgæðum fyrir Faxaflóahafnir Mannakorn - Hafrar Gilsárlón—mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda
FutureArctic ITEX—áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi
TreProX—Innovations in Training and Exchange of Standards for Wood Processing
Ræktun matsveppa á úrgangsefnum frá skógrækt og landbúnaði CarbonPar MOBISH—Uppruni og aðlögun íslenska sauðfjárkynsins
COAST-NPA / Sustainable Resilient Coasts
Áburðarsvörun túna
Rjúpulíkan
Fiskveiðar til framtíðar
Charter: Knowledge on Arctic biodiversity change and social-ecological systems
MGL - Gunnarsholt
Áhrif ryks
STOICA
Erfðamengi íslensku geitarinnar
Water-Pro—Afrennsli frá landbúnaði
Sáðráð - bylting jarðar
GoGoat
Skeiðfoss
Hagavatn
Ryk og sót Cool Science
Bokashi
Fóðurgildi grastegunda
Þroski kvígna
Exploring the genetic regulation of ability and quality of gaits in Icelandic horses
BirkiVist - Endurheimt birkivistkerfa á 21. öld
áskoranir, leiðir og ávinningur
SOLIC / heiti verkefnis
Heilsæði
Kolefnislosun jarðvegs
Fæðuöryggi - ANR
Samþætting þekkingar og þátttaka haghafa við vöktun og mat á gróður- og jarðvegsauðlindum ísl. beitarsvæða
Korn
AfSkurður
LIFEPLAN Fóðurframleiðni í sauðfjárrækt
TUNDRAsalad - Grasbítar á norðlægum slóðum: tengsl fjölbreytni og starfsemi
Pelagicus - Distribution, population dynamics and conservation status of Iceland’s nocturnal seabirds
TRAPP Kálfadauði
ExGraze S-ITUATION NBS
Kálfalækur Greenfeed-metanbás
Repja ENG-BP
Holdafar íslenskra mjólkurkúa Vatns_Herm
Lambstress VMST - skordýr
Arfgerðargr. muskótt hross Vatnshamravatn
Ryk og sót BirkiVist
Bokashi SOLIC / heiti verkefnis
Fóðurgildi grastegunda Mannakorn - Hafrar
3. tafla. Doktorsnemar við LbhÍ og verkefnin þeirra.
Name Title
Amir Hamedpour
Anika Sonjudóttir
Anna Mariager Behrend
Asra Salimi
Harpa Ósk Jóhannesdóttir
Heiðrún Sigurðardóttir
Helga Gunnarsdóttir
Development of an autonomous UAV application for image based ecosystem climate response assessment
Development of marine ecosystem modelling: increasing its potential as a supporting tool for the ecosystem approach to fisheries management
Patterns and processes of birch woodland establishment in space and time –implications for large-scale restoration
Carbon balance of degraded heathland ecosystem in Iceland
Perinatal mortality in Icelandic dairy cattle
Exploring the genetic regulation of ability and quality of gaits in Icelandic horses
Objective lameness detection in Icelandic horses
Jónína Sigríður Þorláksdóttir
Magnus Göransson
Maria Wilke
Mathilde F. Marie
Defourneaux
Páll Sigurðsson
Rakel Jakobína Jónsdóttir
Ruth Phoebe Tchana Wandji
Rúna Þrastardóttir
Implementation and impact of stakeholder engagement within a new vegetation and soil monitoring and assessment programme of Icelandic rangelands
Breeding spring barley for sub-arctic conditions
COAST Sustainable Resilient Coasts, case study Westfjords
Effects of spatio-temporal changes of herbivore assemblages on Icelandic tundra ecosystems
Effects of natural soil warming on the carbon cycle of an Icelandic forest ecosystem
Forest seedling production and afforestation methods - effects on quality of forest seedlings and performance in early stages of establishment
Unmanaged subarctic grassland growth-processes and plant stress evolution in a warmer world
Insect production in Iceland
Siv Lene Gangenes Skar Urban Farming – circular food production
Sólveig Sanchez
Stephen John Hurling
Sumjidmaa Sainnemekh
Carbon and water in birch ecosystems soils
Distribution, population dynamics and conservation status of Iceland’s nocturnal seabirds
Validating recovery classes on long term rangeland monitoring data of Mongolia
Rit LbhÍ
MARGRÉT Á. JÓNSDÓTTIR, DEILDAFULLTRÚI
Rit LbhÍ nr. 147 - Áhrif plægingardýptar, fínvinnslu og völtunar á illgresi, þekju og uppskeru fjölærs sáðgresis í mýrarjörð á Hvanneyri
Höfundar: Jóhannes Kristjánsson, Sunna Skeggjadóttir, Jónína Svavarsdóttir, Haukur Þórðarson og Hrannar Smári Hilmarsson
Rit LbhÍ nr. 146 - Gardening practices and food production in Iceland: history, botanical species, greenhouses and infrastructures
Höfundar: Steinunn Garðarsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Samaneh Sadat Nickayin
Rit LbhÍ nr. 145 - Búnaðarfélag Andakílshrepps og annar búnaðarfélagsskapur þar frá 1850 Höfundur: Bjarni Guðmundsson, prófessor emeritus
Rit LbhÍ nr. 144 - Gagnagrunnur um landnotkun og eiginleika lands. Lýsing aðferða og samantekt á niðurstöðum vettvangsferða
Höfundar: Jón Guðmundsson, Fanney Ó. Gísladóttir, Sigmundur H. Brink og Emmanuel P. Pagneux
Rit LbhÍ nr. 143 - Áhrif ljósmeðferðar í forræktun og lýsingarmeðferð í áframhaldandi ræktun á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata Höfundur: Christina Stadler
Rit LbhÍ nr. 142 - Afkoma sauðfjárbænda á Íslandi og leiðir til að bæta hana Höfundar: Jóhannes Sveinbjörnsson og Daði Már Kristófersson
Rit LbhÍ nr. 141 - Stofnmat fyrir íslenska rjúpnastofninn
Ritstjóri: Erla Sturludóttir
Rit LbhÍ nr. 140 - Nytjaplöntur á Íslandi 2021
Ritstjóri: Þóroddur Sveinsson
Rit LbhÍ nr. 139 - Fæðuöryggi á Íslandi
Ritstjórar: Erla Sturludóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson
Rit LbhÍ nr. 138 - Gerlamengun í höfnum Faxaflóahafna. Niðurstöður vöktunar 2019-2020 Höfundur: Hlynur Óskarsson
Rit LbhÍ nr. 137 - Flúor í beinum íslenskra hrossa Höfundar: Charlotta Oddsdóttir og Brynja Valgeirsdóttir
Rit LbhÍ nr. 136 – Niturnýtni
Höfundur: Hólmgeir Björnsson
Rit LbhÍ nr. 135 - Áhrif LED topplýsingar á forræktun tómata, agúrku og papriku Höfundur: Christina Stadler
Ritaskrá starfsmanna - ritrýnt efni
Á. JÓNSDÓTTIR, DEILDAFULLTRÚI
Andersen J.C., Havill N.P., Griffin B.P., Jepsen J.U., Hagen S.B., Klemola T., Barrio I.C., Hoye T.T., Murlis J., Baranchilkov Y.N., Caccone A., Elkinton J.S. Northern Fennoscandia via the British Isles: evidence for a novel post-glacial recolonization route by winter moth (Operophtera brumata). Frontiers in Bioge ography 13(1):e49581. https://doi.org/10.21425/F5FBG49581
Andrea P. Drager, George B. Chuyong, David Kenfack, Wilfried Asset Nkomo, Duncan W. Thomas, Ruth Tchana Wandji and Amy E. Dunham. What structures diurnal visitation rates to flowering trees in an Afrotropical lowland rainforest understory? Insect Conservation and Diversity.
Azar M.K., Hamedpour A., Maghsoudi Y., Perissin D. Analysis of the Deformation Behavior and Sinkhole Risk in Kerdabad, Iran Using the PS-InSAR Method. Remote Sensing 13(14).
Barrio I.C., Ehrich D., Soininen E.M., Ravolainen V.T., Bueno C.G., Gilg O., Koltz A.M., Speed J.D.M., Hik D.S., Mörsdorf M., … Woodard P.F., Jónsdóttir I.S. Developing common protocols to measure tundra herbivory across spatial scales. Arctic Science. https://doi.org/10.1139/as-2020-0020
Björnsdóttir K., Barrio I.C., Jónsdóttir I.S. Long-term warming manipulations reveal complex decomposition responses across different tundra vegetation types. Arctic Science. https://doi.org/10.1139/AS-2020-0046
Brehm G., Niermann J., Nino L.M.J., Endeling D., Jüstel T., Axmacher J.C., Warrant E. and Fiedler K. Moths are strongly attracted to ultraviolet and blue radiation. Insect Conservation and Diversity 14, 188-198. Brynhildur Bjarnadóttir, Guler Aslan Sungur, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Bjarki T. Kjartansson, Hlynur Óskarsson o.fl. Carbon and water balance of an afforested shallow drained peatland in Iceland. Forest Ecology and Management. https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0378112720316303
Callesen I., Palvianen M., C. Rasmussen K. Armolaitis B. Sigurdsson, O. Arnalds, L. Dalsgaard and O. Janne Kjønaas. CAR-ES Key to soil quality: texture and mineralogy. Fact Sheet 05 from Centre of Advanced Research in Ecosystem Services. https://nordicforestresearch.org/wp-content/uploads/2021/04/CAR_ES_05.6.4.2021.pdf
Castro-Caro J.C., Barrio I.C., Tortosa F.S. Soil management of olive groves has contrasting effects on nest densities and reproductive success of tree-nesting passerines. Avian Conservation and Ecology.
Chadwick D.D.A., Pritchard E.G., Bradley P., Sayer C.D., Chadwick M.A., Eagle L.J.B. and Axmacher J.C. A novel ‘triple drawdown’ method highlights deficiencies in invasive alien crayfish survey and control techniques. Journal of Applied Ecology 58, 316-326.
Clarke N., Kiaer L.P., Kjonaas O.J., Barcena T.G., Vesterdal L., Stupak I., Finer L., Jacobson S., Armolaitis K., Lazdina D., Stefansdottir H.M., Sigurdsson B.D. Effects of intensive biomass harvesting on forest soils in the Nordic countries and the UK: A meta-analysis. Forest Ecology and Management 482.
Crocchianti S., Moroni B., Dagsson-Waldhauserová P., Becagli S., Severi M., Traversi R., Cappelletti D. Potential Source Contribution Function Analysis of High Latitude Dust Sources over the Arctic: Preliminary Results and Prospects. Atmosphere 12, 347-362.
Drager A.P., Chuyong G.B., Kenfack D., Nkomo W.A., Thomas D.W., Wandji R.T., Dunham A.E. What structures diurnal visitation rates to flowering trees in an Afrotropical lowland rainforest understory? Insect Conservation and Diversity 15(1).
Ebeling A., Strauss A., Adler P.B., Arnillas C., Barrio I.C., Biederman L., Borer E., Bugalho M., Caldeira M., Cadotte M., Daleo P., Eisenhauer N., Eskelinen A., Fay P., Firn J., Graff P., Hagenah N. … Virtanen R., Blumenthal D. Nutrient enrichment increases invertebrate herbivory and pathogen damage in grass lands. Journal of Ecology. https://doi.org/10.1111/1365-2745.13801
Eskafi M., Kowsari M., Dastgheib A., Ulfarsson G.F., Stefansson G., Taneja P., Thorarinsdottir R.I. A model for port throughput forecasting using Bayesian estimation. Maritime Economics & Logistics 23(2) 348368.
Feng-Hua Lv, Yin-Hong Cao, Guang-Jian Liu, Ling-Yun Luo, Ran Lu, Ming-Jun Liu, Wen-Rong Li … Anna Johansson, Jón H. Hallsson, Juha Kantanen, David W Coltman, Michael W Bruford, Johannes A Len stra, and Meng-Hua Li. Resequencing of worldwide wild and domestic sheep elucidates genetic diversity, introgression and agronomically important loci. Molecular Biology and Evolution. https://doi.org/10.1093/molbev/msab353
Gargallo-Garriga Albert, Jordi Sardans, Marta Ayala-Roque, Bjarni D. Sigurdsson, Niki I.W. Leblans, Michal Oravec, Karel Klem, Otmar Urban, Ivan Janssens, Josep Penuelas. Effects of warming on the soil metabolome of Icelandic grasslands. European Journal of Soil Biology 105: 103317. https://doi.org/10.1016/j.ejsobi.2021.103317
Gong C., Li L., Axmacher J.C., Yu Z. and Liu y. Family graveyards as plant diversity refuges in the agricul tural landscape of China. Implications for agri-environmental measures and land consolidation projects. Scientific Reports 11, 2011.
Guðrún Gísladóttir, Deanne Bird and Emmanuel Pagneux What can we learn from previous generations? Álftaver’s experience of the 1918 Katla eruption. Jökull 71, 71-90. http://jokulljournal.is/2021-71.html
Göransson M., J.H. Hallsson, T. Bengtsson, Å. Bjørnstad and M. Lillemo. Specific Adaptation for Early Maturity and Height Stability in Icelandic Spring Barley. Crop Science. February 2021. https://doi.org/10.1002/csc2.20459
Göransson M., Th.H. Sigurðardóttir, M. Lillemo, Th. Bengtsson and J.H. Hallsson. The winter type allele of HvCEN is associated with earliness without severe yield penalty in Icelandic spring barley (Hordeum vulgare L.). Frontiers in Plant Science. https://doi.org/10.3389/fpls.2021.720238
Halldorsson T.I., Kristjansson A.L., Thorisdottir I., Oddsdottir C., Sveinbjornsson J., Benediktsson R., Sig fusdottir I.D., Jorundsdottir H., Gunnlaugsdottir H. Caffeine exposure from beverages and its associa tion with self-reported sleep duration and quality in a large sample of Icelandic adolescents. Food and Chemical Toxicology 157.
Hautsalo J., Novakazi F., Jalli M., Goransson M., Manninen O., Isolahti M., Reitan L., Bergersen S., Krusell L., Robertsen C.D., Orabi J., Jensen J.D., Jahoor A., Bengtsson T. Pyramiding of scald resistance genes in four spring barley MAGIC populations. Theoretical and Applied Genetics 134(12) 3829-3843.
Heltoft P., Thorvaldsson G., Espevig T., Hesselsøe K., Pettersen T., Aamlid T., Waalen W., Jensen A.M., Petersen T.K., Tangsveen J., Sørensen P., Gneist T., Hannesson B., Sundsdal K. Poa trivialis, Lolium perenne or Poa annua as nurse crops for faster establishment of Agrostis stolonifera putting greens in northern climates. International Turfgrass Society Research Journal 2021, 1-5.
Hilmarsson H.S., Rio S., Sanchez J.I.Y. Genotype by Environment Interaction Analysis of Agronomic Spring Barley Traits in Iceland Using AMMI, Factorial Regression Model and Linear Mixed Model. Agronomybasel, Volume 11, Issue 3. Article Number 499. https://DOI10.3390/agronomy11030499
Holm L.-E., C. Benedixen, E. Eythorsdottir, and J.H. Hallsson. A frameshift deletion in the mature region of the GDF9 gene in Icelandic Loa prolific sheep. Animal Genetics. December 2021. https://doi.org/10.1111/age.13168
Joana Séneca, Andrea Söllinger, Craig W. Herbold, Petra Pjevac, Mathilde Borg Dahl, Judith Prommer, Mi chael Wagner, Erik Verbruggen, Bjarni D. Sigurdsson, Ivan Janssens, Josep Peñuelas, Tim Urich, Alex ander T. Tveit, Andreas Richter. Warming leads to an up regulation of genes involved in the degradation of organic nitrogen substrates in subarctic grasslands. ISME Communications 1(1) 69. https://doi.org/10.1038/s43705-021-00073-5
Jóhannes Sveinbjörnsson, Emma Eythórsdóttir, Eyjólfur K. Örnólfsson Factors affecting birth weight and pre-weaning growth rate of lambs from the Icelandic sheep breed. Small ruminant research 201, article 106420, 6 bls. https://doi.org/10.1016/j.smallrumres.2021.106420
Jonsdottir S., Torsteinsdottir S., Svansson V., Gudbrandsson J., Stefansdottir S.B., Bjornsson J.M., Runars dottir A., Marti E. Comparison of recombinant Culicoides allergens produced in different expression sys tems for IgE serology of insect bite hypersensitivity in horses of different origins. Veterinary Immunology and Immunopathology 238.
Kristjánsdóttir H. and Kristjánsdóttir S. Carbfix and sulfix in geothermal production, and the Blue lagoon in Iceland: grindavík urban settlement, and volcanic activity. Baltic Journal of Economic Studies, 7(1) 1-9. https://doi.org/10.30525/2256-0742/2021-7-1-1-9 http://baltijapublishing.lv/index.php/issue/article/ view/947
Mariën B., Ostonen I., Penanhoat A., Fang C., Xuan Nguyen H., Ghisi T., Sigurðsson P., Willems P., Campioli M. On the Below- and Aboveground Phenology in Deciduous Trees: Observing the Fine-Root Lifespan, Turnover Rate, and Phenology of Fagus sylvatica L., Quercus robur L., and Betula pendula Roth for Two Growing Seasons. Forests. 2021; 12(12):1680. https://doi.org/10.3390/f12121680 https://www.mdpi.com/1999-4907/12/12/1680/htm
Maartje Oostdijk, Erla Sturludottir and Maria J. Santos. Risk Assessment for Key Socio-Economic and Eco logical Species in a Sub-Arctic Marine Ecosystem Under Combined Ocean Acidification and Warming Ecosystems. https://doi.org/10.1007/s10021-021-00705-w
Mulloy T.A., Barrio I.C., Jónsdóttir I.S., Hik D.S. The effects of different management interventions on de graded rangelands in Iceland. Land Degradation & Development 32(16):4583-4594. https://doi.org/10.1002/ldr.4057
Nickayin S. Urban Forestry. In: Biani S., Ulisse A. (eds.). Intersezioni – Occasioni tra ricerca e progetto. Melfi: Casa editrice Libria. p.106-113.
Nickayin S., Perrone F., Ermini B., Quaranta G., Salvia R., Gambella F., Egidi G. Soil Quality and Peri-Urban Expansion of Cities: A Mediterranean Experience (Athens, Greece). Sustainability, 13, 2042.
Nickayin S., Quaranta G., Salvia R., Cividino S., Cudli P., Salvati L. Reporting land degradation sensitivity through multiple indicators: Does scale matter?. Ecological Indicators 125.
Nickayin S., Rontos K., Salvati L., Quaranta G. Complexifying Urban Histories: The Mediterranean Perspec tive. In: Nickayin S. (ed.) Complexity and Resilience: Reviewing urban experiences in Southern Europe. Gistrup (Denmark): River Publisher. p.1-36.
Nickayin S., Salvati L., Coluzzi R., Lanfredi M., Halbac-Cotoara-Zamfir R., Salvia R., Quaranta G., Alhuseen A., Gaburova L. What Happens in the City When Long-Term Urban Expansion and (Un)Sustainable Fringe Development Occur: The Case Study of Rome. International Journal of Geo- Information 10, 231.
Nickayin S., Sateriano A., Salvia R., Salvati L. Thirty Years Later: Homage (and Criticism) to Mediterranean Cities. In: Nickayin, S. (Ed.) Complexity and Resilience: Reviewing urban experiences in Southern Eu rope. Gistrup (Denmark): River Publisher. p.39-76.
Nicholas Clarke, Lars Pødenphant Kiær, O. Janne Kjønaas, Teresa G. Bárcena, Lars Vesterdal, Inge Stupak, Leena Finér, Staffan Jacobson, Kęstutis Armolaitis, Dagnija Lazdina, Helena Marta Stefánsdóttir, Bjarni D. Sigurdsson. Effects of intensive biomass harvesting on forest soils in the Nordic countries and the UK: A meta-analysis. Forest Ecology and Management 482, 118877. https://doi.org/10.1016/j.foreco.2020.118877
Novakazi F., M. Göransson, T.S. Stefansson, M. Hokka, M. Jalli and J.H. Hallsson. Virulence of Icelandic Pyrenophora teres f. teres populations and resistance of Icelandic spring barley lines. Journal of Plant Pathology. https://doi.org/10.1007/s42161-021-00972-5
Novakazi F., M. Göransson, T.S. Stefansson, M. Jalli, and J.H. Hallsson . Virulence of Rhynchosporium com mune collected in Iceland. Journal of Plant Pathology. https://doi.org/10.1007/s42161-021-00888-0
Powell J., Axmacher J.C., Linnell J.D.C. and Durant S.M. Diverse locations and a long history: historical context for urban leopards (Panthera pardus) in the early Anthropocene from Seoul, Korea. Frontiers in Conservation Science 2, 765911.
Pritchard E.G., Chadwick Chadwick M.A., Bradley P., Sayer C.D. and Axmacher J.C. Assessing methods to improve benthic fish sampling in a stony headwater stream. Ecological Solutions and Evidence 2, e12111.
Pritchard E.G., Chadwick D.D.A. Patmore I.R., Chadwick M.A., Bradley P., Sayer C.D. and Axmacher J.C. The ‘Pritchard Trap’: a novel quantitative survey method for crayfish. Ecological Solutions and Evi dence 2, e12070.
Rosengren M.K., Sigurdardottir H., Eriksson S., Naboulsi R., Jouni A., Novoa-Bravo M., Albertsdottir E., Kristjansson T., Rhodin M., Viklund A., Velie B.D., Negro J.J., Sole M., Lindgren G. A QTL for conformation of back and croup influences lateral gait quality in Icelandic horses. BMC Genomics 22(1).
Sainnemekh S., Barrio I.C, Aradottir A.L. Rangeland degradation in Mongolia: A systematic review of the evidence. Journal of Arid Environments 196.
Salazar A., Salazar J.F., Sanchez-Pacheco S.J., Sanchez A., Lasso E., Villegas J.C., Arias P.A., Poveda G., Rendon A.M., Uribe M.R., Perez J.C., Dukes J.S. Undermining Colombia’s peace and environment Science 373(6552) 280-290.
Seabloom E.W., Batzer E., Chase J.M., Harpole W.S., Adler P.B., Bagchi S., Bakker J.D., Barrio I.C., Bieder man L., Boughton E.H., Bugalho M.N., Caldeira M.C., Catford J.A.,… Virtanen R., Wilfahrt P.A., Borer E.T. Species Loss Due to Nutrient Addition Increases with Spatial Scale in Global Grasslands. Ecology Letters 24(10):2100-2112. https://doi.org/10.1111/ele.13838
Sigurdsson S.F., Olstad K., Ley C.J., Bjornsdottir S., Griffiths D.J., Fjordbak, C.T. Radiological, vascular osteochondrosis occurs in the distal tarsus, and may cause osteoarthritis. Equine Veterinary Journal 54(1) 82-96.
Soininen E.M., Barrio I.C., Bjørkås R., Björnsdóttir K., Ehrich D., Hopping K.A., Kaarlejärvi E., Kolstad A.L., Abdulmanova S., Björk R.G., Bueno C.G., … Wilcots M.E., Yoccoz N.G., Speed J. D. Location of studies and evidence of effects of herbivory on Arctic vegetation: a systematic map. Environmental Evidence 10:25. https://doi.org/10.1186/s13750-021-00240-0
Speed J.D.M., Ballesteros Chimal J.A., Martin M.D., Barrio I.C., Vuorinen K.E.M., Soininen E.M. Will bo realization of Arctic tundra herbivore communities be driven by climate warming or vegetation change? Global Change Biology 27(24) 6568-6577. https://doi.org/10.1111/gcb.15910
Sun J., Liang E., Barrio I.C., Chen J., Wang J., Fu B. Fences undermine biodiversity targets. Science 374(6565) 269-269. https://doi.org/10.1126/science.abm3642
Seabloom E.W., Batzer E., Chase J.M., Harpole W.S., Adler P.B., Bagchi S., Bakker J.D., Barrio I.C., Bieder man L., Boughton E.H., Bugalho M.N., Caldeira M.C., Catford J.A., Daleo P., … Schutz M., Sonnier G., Tognetti P.M., Virtanen R., Wilfahrt P.A., Borer E.T. Species loss due to nutrient addition increases with spatial scale in global grasslands. Ecology Letters 24(10) 2100-2112.
Tedersoo L., Mikryukov V., Anslan S., Bahram M., Khalid A.N., Corrales A., Agan A., Vasco-Palacios A.-M., Saitta A., Antonelli A., Rinaldi A.C., Verbeken A. … Barrio I.C., … Klavina D., Kõljalg U., Abarenkov K. The Global Soil Mycobiome consortium dataset for boosting fungal diversity research. Fungal Diver sity 111(1) 573-588. https://doi.org/10.1007/s13225-021-00493-7
Tuomi M., Väisänen M., Ylänne H., Brearley F.Q., Barrio I.C., Bråthen K.A., Eischeid I., Forbes B.F., Jóns dóttir I.S., Kolstad A.L., Macek P., Pettit Bon M., Speed J.D.M., Stark S., Svavarsdóttir K., Thórsson J., Bueno C.G. Stomping in silence: Conceptualizing trampling effects on soils in polar tundra. Functional Ecology 35(2) 306-317. https://doi.org/10.1111/1365-2435.13719
Unc A., Altdorff D., Abakumov E., Adl S., Baldursson S., Bechtold M., Cattani D.J., Firbank L.G., Grand S., Gudjonsdottir M., Kallenbach C., Kedir A.J., Li P.F., McKenzie D.B., Misra D., Nagano H., …Zhang M.C., Borchard N. Expansion of Agriculture in Northern Cold-Climate Regions: A Cross-Sectoral Per spective on Opportunities and Challenges. Frontiers in Sustainable Food Systems 5.
Varga G., Dagsson-Waldhauserová P., Gresina F. and Helgadottir A. Saharan dust and giant quartz particle transport towards Iceland. Nature Scientific Reports 11, 11891.
Walton R.E., Sayer C.D., Bennion H. and Axmacher J.C. Improving the pollinator pantry: Restoration and management of open farmland ponds enhances the complexity of plant-pollinator networks. Agriculture, Ecosystems and Environment 320, 107611.
Walton R.E., Sayer C.D., Bennion H. and Axmacher J.C. Open-canopy ponds benefit diurnal pollinator communities in an agricultural landscape: implications for farmland pond management. Insect Conservation and Diversity 14, 307-324.
Walton R.E., Sayer C.D., Bennion H. and Axmacher J.C. Once a pond in time: employing palaeoecology to inform farmland pond restoration. Restoration Ecology 29, e13301.
Wang M., Axmacher J.C., Yu Z., Zhang Z., Duan M., Wu P., Zou Y. and Liu Y. Perennial crops can complement semi-natural habitats in enhancing ground beetle (Coleoptera: Carabidae) diversity in agricultural landscapes. Ecological Indicators 126, 107701.
Wang M.N., Yu Z.R., Liu Y.H., Wu P.L., Axmacher J.C. Taxon- and functional group-specific responses of ground beetles and spiders to landscape complexity and management intensity in apple orchards of the North China Plain. Agriculture Ecosystems & Environment 323.
Þórhallur Ingi Halldórsson, Alfgeir L. Kristjansson, Ingibjorg E. Thorisdottir, Charlotta Oddsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson Caffeine exposure from beverages and its association with self-reported sleep duration and quality in a large sample of Icelandic adolescents. Food and Chemical Toxicology.
Thrastardottir R., Olafsdottir H.T., Thorarinsdottir R.I. Yellow Mealworm and Black Soldier Fly Larvae for Feed and Food Production in Europe, with Emphasis on Iceland. Foods 10, 2744. https://doi.org/10.3390/foods10112744
Þórdís Þórarinsdóttir, Susanne Eriksson, Elsa Albertsdóttir. Genetic parameters and genetic trends of female fertility in Icelandic dairy cattle. Livestock Science 25.