5 minute read
Ný námsskrá í búfræði
Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, frá Miðdal í Kjós og brautarstjóri búfræðibrautar LbhÍ skrifar.
Allt nám er breytingum háð og mikilvægt er að það þróist í takt við tímann og umhverfið. Búfræðinám við Landbúnaðarháskóla Íslands er þar engin undantekning. Námskrá búfræðibrautar var síðast uppfærð árið 2004 en sökum fjárskorts hefur uppfærsla á námsefni verið af skornum skammti síðustu ár.
Árið 2011 var samþykkt ný aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla á Íslandi þar sem nám á framhaldsskólastigi var hugsað alveg upp á nýtt. Framhaldsskólaeiningarnar voru endurskilgreindar eftir mælikvarða á það hvað nemendur eiga að hafa lært eftir hverja lokna einingu, í stað fjölda kennslustunda sem kennari kenndi, eins og var í fyrra kerfi. Með þessari nýju hugsun er brennidepillinn á nemandanum og allar námsbrautir eru skilgreindar út frá því hvað útskrifaður nemandi á að þekkja og geta.
Ég tók við starfi brautarstjóra búfræðibrautar í byrjun þessa árs og eitt af fyrstu verkefnum mínum er vinna við nýja námskrá. Þessi vinna er unnin í samvinnu við þá góðu kennara sem eru starfandi við búfræðibrautina.
Við höfum, í samstarfi við fagnefnd búfræðinnar, búnaðarþingsfulltrúa, unga bændur og marga fleiri, skilgreint hæfniviðmið fyrir búfræðinema og stokkað upp skipulagi búfræðinámsins. Í nýrri námskrá er lögð áhersla á að útskrifa nemendur með breiða þekkingu á landbúnaðarframleiðslu á Íslandi. Þeir eiga að hafa góðan grunn í jarðrækt, búfjárrækt, umhverfisfræði og vélavinnu ásamt því að vera færir í að færa bókhald og skipuleggja og reka bú með góðri afkomu. Þeir eiga að þekkja markaðinn sem þeir ætla að framleiða vörur fyrir sem og annað rekstrarumhverfi greinarinnar.
Það hefur lengi verið vitað að Róm var ekki byggð á einum degi og vissulega er mikil vinna eftir enn í uppfærslu námsbrautarinnar. Fjárskortur er ennþá takmarkandi þáttur og ekki lagaðist það við útleigu á fjárbúi skólans. En að öllu gríni slepptu þá tek ég fagnandi á móti því verkefni að stýra þessari braut og hlakka til þess að vinna áfram með samkennurum mínum að því að bæta námið og hjálpa nemendum að verða fullnuma í búfræði.
Sterkir í stálgrindarhúsum
Á undanförnum árum hefur Landstólpi selt um 80 stálgrindarhús af öllum stærðum og gerðum sem reist hafa verið um allt land. Við höfum sérhæfðan og öflugan tækjakost og afbragðs starfsfólk með mikla reynslu. Stálgrindarhúsin eru framleidd í Hollandi af H.Hardeman sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki. H.Hardeman hannar og framleiðir stálgrindina og allar klæðningar og eykur það mjög öryggi okkar viðskiptavina að hafa framleiðsluna á einni hendi.
Þekking - Reynsla - Öryggi Fóður
Mjólkurduft Saltststeinar steinefna- og vítamínblokkir
Kjarnfóður fyrir kýr Kálfamúslí og
Steinefnablanda í heilfóðrið bætiefni í nautaeldið Steinefnafötur fyrir nautgripi, sauðfé og hross Varpkögglar ungafóður
framhaldsfóður fyrir ungkálfa
SomiMg
JÓN BJARNASON
25. janúar 1993, Skipholti III í Hrunamannahreppi
Verknámsbær og hvað stendur upp úr? Borgarfell, Skaftártungu. Verknámið er mikilvægur þáttur í náminu hér á Hvanneyri, en í verknáminu kynnist maður nýju fólki sem og nýjum búskaparháttum (aðferðirnar heima fyrir eru ekkert endilega alltaf bestar). Það sem stendur upp úr er að skipulag á sauðburði skiptir gríðarlegu máli, þá verður allt svo miklu léttara. Einnig hefur áhugi minn á afurðum beint frá býli aukist eftir dvöl mín á Borgarfelli en þar er búið að setja upp kjötvinnslu sem gengur vel. Svo er vert að minnast á það hversu vel bændurnir á Borgarfelli þekkja sínar kindur með nöfnum en það er trúlega ekki mjög algengt á búum sem telja þúsund fjár.
Hefur viðhorf þitt til landbúnaðar breyst eftir
námið? Að sjálfsögðu hefur viðhorf mitt breyst. Það má breyta hlutum til batnaðar. Því er afar mikilvægt fyrir ungt fólk sem ætlar sér í búskap að fara í svona nám ekki síst til að sjá nýjar aðferðir og kynnast fólki hringinn í kringum landið.
Hefur þú hugsað þér að vinna við landbúnað í
framtíðinni? Það væri nú svolítið sérstakt að velja nám sem þetta og hugsa sér svo ekki að vinna við landbúnað í framtíðinni. Skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Þetta er erfið spurning, en ætli sauðfjárræktartímarnir standi ekki upp úr en þá lifnar bekkurinn allur við og skemmtilegar umræður skapast. En fleiri tímar er skemmtilegir og erfitt að gera upp á milli, spurningin hefði hinsvegar verið ansi auðveld ef beðið hefði verið um leiðinlegustu tímana í skólanum!
Með hvaða bústofn myndirðu vilja búa með?
Nautgripi, sauðfé og hross. Hvernig er lífið á Hvanneyri? Lífið er búið að vera vægast sagt afar gott, maður er orðin u.þ.b. 15 kg yfir kjörþyngd sem segir allt sem segja þarf. Hér er félagslífið gott og einnig hefur bekkurinn verið samheldinn. Við eigum líka okkar eigin KVARTett sem PEPPAR allt í gang.
MAGNÚS KRISTJÁNSSON
3 mars 1994, Snorrastöðum í Kolbeinstaðarhreppi
Verknámsbær og hvað stendur upp úr? Ég var í verknámi á Heydalsá á Ströndum og það sem stóð upp úr var að gleyma sér algjörlega í sauðfénu í einn mánuð en það er ekki í boði heima. Auk þess sem Ragnar (verknámsbóndinn) er afburða klár sauðfjárbóndi og ég lærði margt gott sem ég tók með mér heim.
Hefur viðhorf þitt til landbúnaðar breyst eftir
námið? Viðhorf mitt til mjaltabúskapar hefur breyst en ég veit ekki hvort það hafi verið námið eða eitthvað annað en maður hefur töluvert betri skilning en þegar maður gekk hérna inn fyrst og er óhætt að segja að maður hafi verið óviti.
Hefur þú hugsað þér að vinna við landbúnað í
framtíðinni? Þegar ég hætti í körfu stefni ég á 100% starf í landbúnaði hvernig sem það nú endar. Skemmtilegustu tímarnir í skólanum? Kennarar hafa meira vægi en efni, þegar mæla má hversu skemmtilegur tími er, það er bara þannig. Með hvaða bústofn myndirðu vilja búa með? Ég er mikill áhugamaður um kjötframleiðslu, en kýr hafa verið að sækja á. Mér hefur alltaf fundist geitur áhugaverðar og fékk ég pabba til að kaupa 3 huðnur og 1 hafur og þannig eignaðist ég geitur og ætla að vera partur í að koma geitastofninum á Íslandi úr útrýmingarhættu. Hvernig er lífið á Hvanneyri? Lífið á Hvanneyri er rólegt en fimmtudagar þá er eyrin eins og maður standi á umferðareyju í miðborg Reykjavíkur á tax free helgi. Ég nýt mín í botn hérna.