2 minute read

Uppskera, þúsundkornavigt og rúmþyngd

Next Article
Samantekt

Samantekt

Uppskera var mæld fyrir 14072 reiti, þúsundkornavigt fyrir 14364 reiti og rúmþyngd fyrir 13949 reiti á tímabilinu 1987 til 2014. Meðaltöl fyrir allar arfgerðir fyrir hvern tilraunastað (Mynd 13) og fyrir hvert ár (Mynd 14) sýndu mikinn breytileika innan og á milli ára og tilraunastaða. Þegar horft var til tilraunastaða var hæsta miðgildi fyrir uppskeru 8,8 t/ha í Grundargerði (GRG), hæsta miðgildi fyrir þúsundkornavigt var 40,0 g á Korpu (KRP) en þar var einnig hæsta miðgildi fyrir rúmþyngd 66,7 g/dL. Lægsta miðgildi fyrir uppskeru var 0,72 t/ha í Selárdal (SLD), lægsta miðgildi fyrir þúsundkornavigt var 17 g á Hjartarstöðum (HJR) en þar var einnig lægsta miðgildi rúmþyngdar 38 g/dL (Myndir 13A-C).

Þegar horft var til ára kom í ljós að meðaltöl fyrir allar þrjár mælingar hafa að jafnaði hækkað, þó hin síðari ár skeri sig þar aðeins úr. Uppskera hækkaði um 129 kg/ha á ári (r2=0,64), þúsundkornavigt um 0,34 g á ári (r2=0,27) og rúmþyngd um 0,59 g/dL á ári (r2=0,38). Hæstu og lægstu miðgildi hvers árs fyrir alla staði voru 5,6 t/ ha árið 2009 og 0,77 t/ha árið 1989 fyrir uppskeru, 41 g og 18 g fyrir þúsundkornavigt árin 2008 og 1989 og 65 g/dL og 31 g/dL fyrir rúmþyngd fyrir árin 2012 and 1989 (Mynd 14).

Samanburður á öllum þremur mælingum milli íslenskra og erlendra arfgerðar fyrir alla tilraunastaði og ár sýndi aðeins hærri meðaltöl fyrir íslensku línurnar. Miðgildin voru 3,2 og 3,6 t/ ha fyrir uppskeru, 32 og 36 g fyrir þúsundkornavigt og 57,5 og 60,8 g/dL fyrir rúmþyngd fyrir erlendu og íslensku arfgerðirnar (Mynd 14). Ekki sást skýr munur milli íslensku og erlendu arfgerðanna, þó svo að breytileikinn virtist alltaf meiri fyrir íslensku arfgerðirnar en þær erlendu og meðaltölin alltaf aðeins hærri (Myndir 13 og 14).

Milli uppskeru, þúsundkornavigtar og rúmþyngdar sást í öllum tilfellum marktæk jákvæða fylgni (P < 0,0001), þar sem rúmþyngd og þúsundkornavigt sýndu mesta fylgni (r2=0,63), næst kom fylgni milli uppskeru og rúmþyngdar (r2=0,31) og að lokum milli uppskeru og þúsundkornavigtar (r2=0,29) (Mynd 15).

Mynd 13 Meðalgildi fyrir uppskeru, þúsundkornavigt og rúmþyngd fyrir tímabilið 1987-2014 á 40 prófunarstöðum. (A) Uppskera

fyrir öll ár og arfgerðir, (B) þúsundkornavigt fyrir öll ár og arfgerðir og (C) rúmþyngd fyrir öll ár og arfgerðir (Hilmarsson,

Göransson, Lillemo, o.fl., 2017).

Mynd 14 Meðalgildi fyrir uppskeru, þúsundkornavigt og rúmþyngd á 40 tilraunastöðum fyrir tímabilið 1987-2014. (A)

Uppskera fyrir alla tilraunstaði og arfgerðir, (B) þúsundkornavigt fyrir alla tilraunastaði og arfgerðir og (C) rúmþyngd fyrir alla

tilraunastaði og arfgerðir (Hilmarsson, Göransson, Lillemo, o.fl., 2017).

Mynd 15 Fylgni milli uppskeru, þúsundkornavigtar

og rúmþyngdar. Fylgni milli (A) rúmþyngdar

og þúsundkornavigtar, (B) uppskeru og

þúsundkornavigtar og (C) uppskeru og rúmþyngdar

(Hilmarsson, Göransson, Lillemo, o.fl., 2017).

This article is from: