1 minute read

Tengsl veðurfars og uppskeru

Next Article
Samantekt

Samantekt

Til að skoða tengsl milli breytinga á veðurfari og þeirrar aukningar sem sést í uppskeru yfir tíma var meðalhitastig vaxtartímabils í Stykkishólmi borið saman við meðaluppskeru. Samtals 314 arfgerðir voru notaðar til að reikna meðaltal úr samtals 10061 reitum frá 31 tilraunastað.

Arfgerðir sem prófaðar voru að minnsta kosti tvö ár eða á tveimur mismunandi stöðum voru

teknar með í greininguna. Meðaltalið var síðan borið saman við meðalhitastig í Stykkishólmi fyrir meðalvaxtartímabilið, það er 4. maí til 17. september.

Meðalhitastig vaxtartímabilsins á Stykkishólmi sveiflaðist frá 7,6°C árið 1992 upp í 10,5°C árið 2010. Minnstu kvaðrata meðaltöl fyrir uppskeru og fyrir meðalhitastig vaxtartímabilsins (Mynd 16) sýndu jákvæða fylgni (r2=0,49; P = < 0,0001).

Mynd 16 Meðaltöl fyrir uppskeru og ársmeðaltal hitastigs. Uppskera í t/ha á vinstri Y-ás (græn lína) og hitastig fyrir

meðalvaxtartímabil í Stykkishólmi á hægri Y-ás (rauð lína) (Hilmarsson, Göransson, Lillemo, o.fl., 2017).

This article is from: