1 minute read
Prófun á yrkjum af gulum refasmára (Medicago falcata
Prófun á yrkjum af gulum refasmára (Medicago falcata)
Guðni Þorvaldsson
Þann 2. júlí 2020 var átta yrkjum af gulum refasmára sáð í tilraun á Hvanneyri. Til samanburðar voru í tilrauninni tvö yrki af bláum refasmára og eitt af rauðsmára.
Reitastærð er 1,5 x 6,7 m = 10 m2
Áburður við sáningu: 50 kg N/ha í Blákorni + 2000 kg af kalki/ha.
Tilraunin er á grasmóa á Ásgarðshólnum, framan við RML húsið. Samskonar tilraunir eru gerðar á fjórum stöðum í Svíþjóð, tveimur í Noregi og einum í Finnlandi.
23. tafla: Þekja, hæð og NDVI mælingar voru gerðar þann 20 september 2020.
Yrki Tegund Þekja % Hæð cm NDVI Yngve Rauðsmári 83 10 0,39 Nexus Blár refasmári 88 14 0,59 Ludvig Blár refasmári 93 15 0,66 Don Gulur refasmári 48 5 0,27 Juurlu Gulur refasmári 77 9 0,40 Karlu Gulur refasmári 87 12 0,59 Ludelis Gulur refasmári 90 16 0,54 Mezzo Gulur refasmári 92 16 0,57 Saskia Gulur refasmári 88 14 0,52 Sholty Gulur refasmári 72 9 0,34 Jögeva 118 Gulur refasmári 83 13 0,54
14. mynd: Refasmára sáð í tilraunina 2020.
24. mynd: Refasmáratilraunin 21. ágúst 2020.