1 minute read

PPP vallarrýgresi. Samanburður á ferlitna yrkjum og erfðahópum, Hvanneyri

Next Article
Inngangur

Inngangur

PPP vallarrýgresi. Samanburður á ferlitna yrkjum og erfðahópum, Hvanneyri. Þóroddur Sveinsson

Þessi samanburðartilraun með 17 ferlitna yrkjum og 24 ferlitna erfðahópum (stofnum) fór af stað 2018 og var kynnt þá á þessum vettvangi. Líkt og 2019 kom tilraunin nokkuð vel undan vetri, enda svellalög lítil. Þó voraði heldur seinna en 2018 og rýgresið var lengi að koma sér af stað og grænka miðað við aðrar grastegundir sem var öfugt við það sem gerðist í fyrra þar sem vallarrýgresið var með fyrstu tegundum að grænka.

Áburður: 11. maí, 120 kg N/ha í 20N-4,4P-8,3K (Græðir 6) 1. júlí, 64 kg N/ha í 20N-4,4P-8,3K (Græðir 6) Þekjumæling (%): 25. maí 18. júní 28. júlí 8. september Skriðmæling (0-6) 18. júní 28. júlí 8. september 1. sláttur: 18. júní 2. sláttur 28. júlí 3. sláttur 25. september

16. mynd: Þurrefnisuppskera vallarrýgresisyrkja og erfðahópa á Ásgarði, Hvanneyri 2020. Meðaluppskera 8,5 þurrefnistonn, staðalskekkja = 0,3435 tonn (p=0,0005). Rauðu súlurnar sýna viðmiðunaryrkin.

13. mynd: Meðalþekja (4 mælingar) vallarrýgresisyrkja og erfðahópa á Ásgarði, Hvanneyri 2020. Meðalþekja 85%, staðalskekkja = 2,42% (p<0,0001). Rauðu súlurnar sýna viðmiðunaryrkin.

18. mynd: Skriðþungi (skrið [0-6] við 1. slátt + við 2. slátt+ við 3. slátt) vallarrýgresisyrkja og erfðahópa á Ásgarði, Hvanneyri 2020. Meðalskriðþungi = 5,0, staðalskekkja = 0,767 (p<0,001). Rauðu súlurnar sýna viðmiðunaryrkin.

This article is from: