2 minute read

Forsmitaður Smári

Forsmitaður Smári

Þórey Gylfadóttir

Sáð var í 36 reita tilraun vorið 2018 til að kanna m.a. áhrif mishárra N skammta á uppskeru smárablandna. Áburðarliðir voru tveir; 70 og 120 kg N/ha., 30 P og 60 K og 5 mismunandi smárablöndum og vallarfoxgrasi til viðmiðunar.

1) Taða (T); vallarfox Switch 20%, Vallarfox Rakel 30%, Hávingull Revansch 20%, Fjölært rýgresi Birger 15% og Rauðsmári Torun 15% 2) Slægja (S); vallarfox Switch 25%, Vallarfox Rakel 30%, Hávingull Revansch 20%, Fjölært rýgresi Birger 10% og Rauðsmári Yngve (2n) 15% 3) Taða + hvítsmári

4) Slægja + hvítsmári 5) Blanda (Bl): Fjögurra tegunda blanda í jöfnum hlutföllum; vallarfoxgras (Snorri), hávingull (Kasper), rauðsmári (Yngve) og hvítsmári (Undrom). 6) Vallarfoxgras (Snorri) til viðmiðunar.

Uppskera og hlutfall tegunda

Tilraunin var tvíslegin og greiningarsýni tekin í 1. slætti til að kanna hvort að smárahlutfall hefði hækkað milli ára en það var óvenju lágt af einhverjum ástæðum.

Þegar áhrif áburðarliða og mismunandi blandna voru skoðuð á uppskeru kom fram að ekki voru sömu áhrif sem komu fram í 1. og 2. slætti og því voru slættirnir skoðaðir sitt í hvoru lagi.

Tölfræðigreining á gögnum úr uppskeru 1. slætti sýndi engan marktækan mun á neinum þáttum og engin víxlhrif milli þátta. Þannig var ekki marktækur munur eftir áburði (70 eða 120N) og ekki marktækur munur eftir sáðgresi sem eru í sjálfu sér mjög áhugaverðar niðurstöður, sérstaklega að munurinn á uppskeru eftir áburðarliðum er ekki marktækur þannig að uppskera í reitum með 120N er ekki marktækt hærri en við 70N (24. tafla).

24. tafla: Meðaluppskera í sérhverjum tilraunalið árið 2020.

Blöndu tegund

Uppskera, meðaltal hvers tilraunaliðar (t/ha) 1. sláttur 2. sláttur Alls Áburður (kg/ha) Áburður (kg/ha) Áburður (kg/ha) 70N 120N 70N 120N 70N 120N Vallarfoxgras 3,8 4,5 1,7 2,3 5,5 6,4 Blanda 4,5 4,1 2,8 3,0 7,3 7,4 Slægja 4,2 4,1 2,8 3,5 7,1 7,6 Slægja+hvítsm. 3,6 4,1 3,2 3,5 6,9 7,6 Taða 4,1 4,1 3,3 4,2 7,4 8,2 Taða+hvítsm. 4,0 4,1 3,4 4,0 7,1 8,2

Þegar seinni sláttur er skoðaður kom fram að ekki var martæk víxlverkun milli áburðar og sáðgresis en bæði áburður og sáðgresi var hámarktæk (p<0,001), þannig að áburður og sáðgresi skiptu máli fyrir uppskeruna en þar sem ekki var víxlverkun milli þessara þátta hafa þeir samskonar áhrif á uppskeruna þannig að áburðarliðurinn er t.d. ekki að hafa ólík áhrif á mismunandi sáðgresi.

Athyglisvert er hve lág uppskeran er hjá vallarfoxgrasinu. Í ljósi þess hve lágt smárahlutfallið var í öllum blöndunum er hægt að hugsa sér að í raun virki þær ekki sem smárablöndur þó að rannsóknir sýni samt að lágt hlutfall smára í sverði geti haft jákvæð áhrif á uppskeru þó að áhrif hærra smárahlutfalls sé greinilegra. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að vitað er að betra er að sá tegundum saman sem hafa ólíka eiginleika. Ef horft er á niðurstöður tilraunarinnar út frá þessum staðreyndum ætti það ekki að koma á óvart að hreint vallarfoxgras kemur lakast út þegar horft er til uppskerunnar.

Að lokum

Mikilvægt er að hafa í huga að ólíkir eiginleikar mismunandi tegunda, jafnvel yrkja, geta haft jákvæð áhrif til uppskeruauka sérstaklega þegar ákveðnir eiginleikar eru valdir saman. Rannsóknir sýna líka að með markvissri notkun tegunda með ólíka eiginleika er hægt að ná fram mörgum jákvæðum þáttum eins og betri endingu og minna illgresi.

Verkefnið var styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

This article is from: