1 minute read

Korpa I (Votjörð, Gleyic Andosol

Korpa I (Votjörð, Gleyic Andosol) Tekið 22/6/2001 af Ólafi Arnalds, Barböru Duran og Rannveigu Guicharnaud á tilraunarstöð RALA, Korpu (Reykjavík). Sniðið er tekið í skurði vestan vegar niður að Korpu.

Dýpi gefið í cm A 0–17 Dökkbrún (7,5YR 3/2) siltmold; mjög veik, meðalstór, kornótt bygging og mjög veik, kubbslaga bygging; stökk samloðun; margar fínar og mjög fínar rætur; 2% óskarpir, meðalstórir dílar; skörp bylgjótt lagmót. 2Oe1 17–23 Dökkrauðbrún (5YR 2,5/2) siltmold, meðalrotnað lífrænt efni; 2% meðalskarpir dílar; innan þessa jarðvegslags er bylgjótt jarðvegslag (3 cm), að öllum líkindum gamalt þýft yfirborðslag; skörp bylgjótt lagmót. 2A 23–53 Dökkrauðbrún (5YR 3/4) siltmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; margar fínar rætur; 5% rauðir (2,5YR 3/6), skarpir, meðalstórir, grófir dílar; þunnt, rauðleitt (2,5YR 3/6), oxað lag við neðri mörk; skörp bylgjótt lagmót. 2O2 53–77 Dökkrauðbrún (5YR 3/4) siltmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; meðalfáar fínar rætur; 5% brúnir (10YR 3/6), skarpir dílar; á 56 cm dýpi er svart moldarlag (hugsanlega Katla 1500); skörp bylgjótt lagmót. 2Bw 77–120 Mjög dökkgrábrún (10YR 2/2) leirmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; fáar fínar rætur; 2% kísilþörungar (10YR 7/3); frekar óskýr bylgjótt lagmót. 3Bw 120–165+ Mjög dökkgrábrún (10YR 3/2) leirmold; meðalstór, kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; margar fínar og mjög fínar rætur; samfelld lög af 1-2 cm kísilþörungum (10YR 5/3); lurkaleifar (3 cm í þvermál) frá seinna birkiskeiði í neðri hluta lags (fyrir neðan 1 m).

43

This article is from: