1 minute read

Vogar (Brúnjörð, Brown Andosol

Vogar (Brúnjörð, Brown Andosol) Tekið 1/7/2001 af Ólafi Arnalds, Barböru Duran og Rannveigu Guicharnaud í mólendi nokkra km upp í heiði sunnan bæjarins Voga í Kelduhverfi (N-Þingeyjasýslu). Staðsetning: N 66º05 05,7 W 16º49 10,8 + 2,5 m A H.y.s.: 47 m (GPS). Gróðurhula: Lyngmói. Rof: Árstíðarbundið rof á yfirborði þúfna. Framræsla: Vel ræst. Athugasemdir: Jarðvegslag ofan meints „a“ gjóskulags ætti að vera þykkara. Verður því að bæta 20 cm við útreikninga á kolefnisjafnvægi þessa svæðis. Mikil ummerki frostverkanna í gjóskulagi, breytilegt frá 0–23 cm. Meinta H5 gjóskulagið er óskýrt fyrir miðju 3Bw5lagsins. Landið er mjög þýft í N-S stefnu (1,5-3 m og 0,5–1,5 m háar þúfur). Halli 3° A.

Dýpi gefið í cm A1 0–10 Dökkbrún (7,5YR 3/2) sendin mold; mjög veik, fín, meðalstór, kornótt bygging; mjög stökk samloðun; Margar, fínar og grófar rætur; skörp bylgjótt lagmót. 2C 10-20 Mjög dökkgrár (10YR 3/1) myldinn sandur; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; margar, fínar og meðalfínar rætur; þykkar gjóskulinsur (9 til 23 cm, hugsanlega „a“ frá 1477); skörp bylgjótt lagmót. 3Bw1 20–35 Dökkbrún (7,5YR 4/2) siltmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; meðalfáar, fínar, meðalstórar rætur; skörp bylgjótt lagmót. 3Bw2 35–50 Ljósbrún (10YR 5/4) siltmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; mjög fáar, fínar rætur; þykkt, súrt gjóskulag (0-14 cm), skiptist í 2 lög á stöku stað (H3?); mikil ummerki frostverkunnar; skörp bylgjótt lagmót. 3Bw3 50–55 Brún (7,5YR 4/4) siltmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; mjög fáar, fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. 3Bw4 55–60 Gulbrún (10YR 5/6) siltmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; mjög fáar, fínar rætur; súrt gjóskulag (H4?); skörp bylgjótt lagmót. 3Bw5 60–75 Gulrauð (5YR 4/6) siltmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; mjög fáar, fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. R 75+

51

This article is from: