1 minute read

Stóra Ármót (Brúnjörð, Brown Andosol

Stóra Ármót (Brúnjörð, Brown Andosol) Tekið 27/6/2001 af Ólafi Arnalds, Barböru Duran og Rannveigu Guicharnaud skammt SV við bæinn Stóra Ármót, sem stendur við ármót Sogs og Hvítár í Árnessýslu. Snið tekið í mólendi með traktorsgröfu í túni. Staðsetning: N 63º59'12,1" W 20º56'10,0" H.y.s.: 30 m (GPS). Gróðurhula: Rýrt mólendi, 20% grös, Carex.

Rof: Lítið beitarrof. Framræsla: Meðalvel ræst. Móðurefni: Loftborið efni af eldfjalla uppruna (áfok og gjóska) á yfirborði Þjórsárshrauns (8000 ára). Athugasemdir: 1% N halli. Slétta. Þúfur að meðaltali 40 cm háar (1 m2 ).

Dýpi gefið í cm A1 0–17 Dökkbrún (7,5YR 3/2) siltmold; veik, fín, kornótt bygging; mjög stökk samloðun; margar, mjög fínar og fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. A2 17–31 Mjög dökkgrábrún (10YR 3/2) siltmold; veik, meðalstór, kornótt bygging; stökk samloðun; margar, mjög fínar og fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. Bw1 31–50 Dökkbrún (10YR 3/3) siltmold; mjög veik, gróf, kubbslaga bygging; stökk samloðun; 1% gróf brot; fáar, mjög fínar og fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. Bw2 50–65 Dökkgulbrún (10YR 4/4) leirmold; mjög veik, gróf, kubbslaga bygging; stökk samloðun; 2% fáir, meðalskýrir dílar; fáar, fínar rætur; lagskipt, rauð- og svartleit, óskörp lög; skörp bylgjótt lagmót. Bw3 65–90 Dökkrauðbrún (5YR 3/4) siltmold; mjög veik, gróf, kubbslaga bygging; stökk samloðun; 20% rauðir (2,5YR 3/6), skýrir dílar; hugsanleg ummerki súrrar og basískrar gjósku; skörp óregluleg lagmót. R 90+

48

This article is from: