1 minute read

Möðruvellir I (Brúnjörð, Brown Andosol

Möðruvellir I (Brúnjörð, Brown Andosol) Tekið 2/7/2001 af Ólafi Arnalds, Barböru Duran og Rannveigu Guicharnaud í brekku við malarnám sem er við veginn inn Hörgárdal, Eyjafirði. Sniðið tekið innan við afleggjara að Möðruvöllum.

Staðsetning: N 65º45 46,0 W 18º14 50,6 H.y.s.: 85 m (GPS). Gróðurhula: Graslendi. Grös > 90%. Rof: Líklega raskað svæði. Framræsla: Vel ræst. Móðurefni: Vindborið efni og gjóska ofaná ísaldar árframburði. Athugasemdir: Votlendi, nálægt plægðum akri (handan girðingar). Áhrif áburðanotkunar gætu verið einhver.

Dýpi gefið í cm A1 0–20 Brún (7,5YR 4/4) mold; mjög veik, fín, meðalstór, kornótt bygging; mjög stökk samloðun; margar, fínar, meðalstórar rætur; skörp bylgjótt lagmót. A2 20-35 Dökkbrún (10YR 3/3) mold; mjög veik, meðalstór, kornótt bygging og mjög veik, fín, meðalstór, kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; margar fínar, meðalstórar rætur; skörp bylgjótt lagmót. Bw1 35–43 Dökkgulbrún (10YR 4/4) siltmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; margar, fínar, meðalstórar rætur; gjóskulag (1 cm); skörp bylgjótt lagmót. Bw2 43–50 Gulbrún (10YR 5/6) mold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga byggin;. mjög stökk samloðun; margar, fínar, meðalstórar rætur; gjóskulag (H1/H3?); greinileg ummerki frostverkana sem ná niður í næsta jarðvegslag; skörp bylgjótt lagmót. Bw3 50–71 Brún (7,5YR 4/4) siltmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; meðalfáar, fínar, meðalstórar rætur; gjóskulag í botni (2 cm að þykkt), gulleitt, óskýrt; skörp bylgjótt lagmót. Bw4 71–100 Brún (7,5YR 4/4) siltmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; mjög fáar, fínar rætur; 10% 0,2-5 cm gróf korn; skörp bylgjótt lagmót. Bw5/2C 100–110+ Mjög dökkgrábrún (10YR 3/2) siltmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; mjög fáar, fínar rætur.

45

This article is from: