1 minute read

299-70. Skortseinkenni á grösum, Hvanneyri ÞS

Áburður á tún

Tilraun nr. 299-70. Skortseinkenni á grösum, Hvanneyri. Þessari tilraun er lýst í fyrri jarðræktarskýrslum en um er að ræða langtímaáhrif tilbúins áburðar á gróðurfar og uppskeru í túni á framræstri svarðarmýri. Borið var á tilraunina þetta ár en uppskeran var ekki mæld. Liður Kg N/ha Kg P/ha Kg K/ha a b c d e f g 0 30 100 50 0 100 50 30 0 100 0 100 100 30 0 100 30 100 100 30 100 + kalk 1970

Reitirnir hafa fengið sömu meðferð í 46 ár og uppskeru verið mæld í 36 ár samtals. Efnainnihald uppskerunnar (N, P, K, Ca, Mg, Na) hefur verið mælt flest uppskeruárin og efnainnihald og sýrustig jarðvegs hefur alls verið mælt 7 sinnum, síðast 2013. Gróðurgreiningar á reitum hafa verið gerðar þrisvar (2008, 2012 og 2015). Hér verða birtar nokkrar samanteknar niðurstöður úr þessari tilraun.

Langtímaáhrif meðferða á jarðvegsþætti

Langtímaáhrif meðferða á hlutfallslega þurrefnisuppskeru miðað við hámarks áburðarskammt í tilrauninni (100kg N, 30 kg P og 100 kg K á hektara á ári + kalk 1970)

Langtímaáhrif meðferða á endingu vallarfoxgrass (frá 1970)

This article is from: