1 minute read

Tilraunir með þvagefni sem niturgjafa á bygg GÞ, JH

Tilraun með samanburð á þvagefni sem niturgjafa á bygg, Vindheimum. Tilraunin var gerð á sandblöndnum moldarjarðvegi. Yrkið var Judit. Sáð var 11. maí og skorið 8. september. Bornir voru saman 3 áburðarskammtar af 2 áburðartegundum, áburður allur felldur niður með korni eins og venja hefur verið, reitir voru 10 m2 á stærð, samreitir 3, aldregið, ekki stórreitir, reitir 18 talsins. Áburðartegundir í tilrauninni voru annars vegar OEN (20N-8P-12K) þar er niturhlutinn í þvagefni (urea) og áburðurinn húðaður sérstaklega til þess að koma í veg fyrir ótímabæra upplausn og uppgufun. Til samanburðar var áburður með nitur á hefðbundnu formi, Sprettur (16N-7P-10K).

Kornuppskera, nituruppskera í korni og þurrefnishlutur korns.

Korn, tonn þe./ha Nitur, kg/ha Þurrefni, % N kg/ha Þvagefni Viðmið Þvagefni Viðmið Þvagefni Viðmið 80 5,72 6,00 99 102 55 58 110 5,19 5,93 101 107 54 56 140 5,64 6,25 115 126 53 57 Meðaltal 5,51 6,06 105 111 54 57 Staðalfrávik 0,384 7,6 1,6 Frítölur 15

Sumarið var mjög þurrt lengstum og báru tilraunareitir þess nokkur merki. Líkur eru á að þurrkurinn hafi tafið sérstaklega fyrir losun þvagefnisins. Útlit byggsins og uppskerutölur, til dæmis þurrefnishlutur, benda til þess að byggið í þvagefnisreitum hafi fengið áburðinn seinna en byggið í viðmiðunarreitum.

This article is from: