Afmælisrit Landmótunar

Page 1

AÐ MÓTA LAND Í 20 ÁR



1994-2014


„Landslag“ - merkir svæði sem fólk sér og fengið hefur ásýnd og einkenni vegna samspils náttúrulegra og/eða mannlegra þátta. Evrópski landslagsamningurinn, ELC


EFNISYFIRLIT SUMMARY ..................................................6

VERKEFNAKYNNING SKIPULAG...........41

Ylströndin í Nauthólsvík...............................81

FORMÁLI ....................................................7

Landmótun og skipulag..................................43

Ísafold hjúkrunarheimili................................85

Landmótun í 20 ára........................................9

Miðhálendi Íslands Svæðisskipulag 1995-2015 ....................................................45

Smábátahafnir ..............................................87

Afmælisundirbúningur ................................11 Sýn Landmótunar á lausn viðfangsefna..........13 HUGLEIÐINGAR UM SKIPULAG OG LANDSLAG ........................................15

Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagastrandar, hugleiðing um byggðaþróun...........................49

Bryggjur við Sjóminjasafnið..........................89 Reykjanesbraut - Hafnarfjörður .....................91 Endurgerð á Borgartúninu.............................93

Að móta landslag til gagns og gamans...........16

Deiliskipulag fyrir miðbæ og hafnarsvæðið á Þingeyri.................................53 Deiliskipulag Úlfarsárdals í Reykjavík............55

Skipulag sem rammi um gæði byggðar.............18

VERKEFNAKYNNING HÖNNUN...........59

Grænt net......................................................20

Geysir í Haukadal ..........................................99

Berg á Kjalarnesi.............................................61

Gömul tré gefa forskot - Lindarborg............22

Vatnsmýrin .................................................101

Bergheimar ....................................................63

Landslagsarkitektúr - gæði nærumhverfis.......25

Ævintýragarðurinn......................................102

Hönnun leik- og grunnskólalóða..................27

Meðferðagarður fyrir börn og unglinga við bugl...........................................65

Höfðabakki.................................................103

Ofanflóðvarnir ..............................................29

Réttarholtsskóli .............................................67

Ferli ákvarðana í skipulagi.............................30

Háskólinn í Reykjavík....................................69

Formfræði þéttbýlisstaða í fjörðum................33

Pósthússtræti .................................................73

Af velja gott bæjarstæði.................................35

Langholtskirkja .............................................75 Göngu- og hjólreiðaleiðir frá Ægisíðu um Fossvogsdal að Elliðaárdal...............................77

Sjálfbær byggð...............................................36 Skammtímasvæði..........................................38

Eldheimar .....................................................79

Umhverfi Þingvallakirkju...............................95 SAMKEPPNIR ............................................97

Akratorg .....................................................105 Hörðuvellir .................................................107 LOKAORÐ ................................................108 Starfsmenn Landmótunar............................110 Yfirlit um samstarfsaðila..............................114 Heimildir og ítarefni ....................................116


Summary The Icelandic Landscape architecture office Landmótun was founded on the 15th of September, 1994. Landmótun’s staff would like to mark this anniversary by gathering pieces from our history and passing on the knowledge and experience we have gained over the past two decades, to serve as a reminder and hopefully be of use to ourselves and others.

Out of the twelve articles on planning and landscape, five are based on the final assignments of Landmótun’s youngest employees, who have in the last four years completed their studies in diverse fields, both in Iceland and abroad. Long-term employees can gain a sharper vision by listening to what these young people have to contribute.

Landmótun has operated as a consulting office for planning and design and has been in constant development. The company has always sought to be at the forefront, further broadening the field of landscape architecture and planning, and it makes an effort to contribute towards the development of landscape architecture in Iceland. This book about the work of Landmótun is divided into a few chapters, starting with reflections on planning and landscape from Landmótun’s staff.

Spatial planning is a tool used by municipal governments to reach a conclusion agreeable to the environment and to the people living and working in the community. Stakeholder involvement and consultation with parties involved is essential. In planning, important decisions are made concerning the environment as well as access, preservation and urban design and various methods are applied to make inhabited areas sustainable and lively. This chapter contains a preview from some of Landmótun’s projects in previous years.

This is followed by chapters with project presentations, on planning projects on the one hand; regional plans, master plans as well as local plans, and on landscaping and design on the other hand.

The landscape that surrounds us has different character based on the needs and expectations of its users. Natural, ecological and built form help to direct design and planning. It has been said that landscape architecture is architecture

6

Landmótun 20 ára

that deals with the fourth dimension, time. Our role is to fulfill the demands of modern life regarding sustainability and environmental issues. By focusing on people’s wellbeing and quality of life, healthy and meaningful conditions can be created through planning and design. This leads to a better society for all. Design projects on landscaping are introduced, as well as the design of public spaces or everyday surroundings, that are growing to become a larger part of people’s lives and make up a large part of Landmótun’s work. Moreover, achievements in planning and design competitions are introduced. Planning and design of our everyday surroundings is a field still little explored in Iceland and regrettably, it does not always receive enough interest. We wish to change that, and this anniversary publication is an effort in that direction. Hopefully this experiment of ours will serve as an encouragement to others to write about their work and about the importance of planning and landscape architecture. Landscape architecture is a young subject. First and foremost, our task is to improve quality of life and to perform assignments that withstand the test of time and respect the environment.


Formáli Árið 2014 er Landmótun 20 ára. Starfsfólk stofunnar vill marka þessi tímamót með því að taka saman brot úr sögu fyrirtækisins og miðla þekkingu og reynslu sem skapast hefur á þessum tveimur áratugum, sjálfum okkur og öðrum til gagns og skemmtunar. Bókin skiptist í nokkra kafla. Í kaflanum Hugleiðingar um skipulag og landslag eru hugleiðingar starfsmanna Landmótunar um fagið. Því næst eru tveir kaflar þar sem nokkur verk Landmótunar eru kynnt, annars vegar í skipulagi og hinsvegar í hönnun og mótun lands. Að lokum eru kynnt verkefni sem Landmótun hefur unnið að undangenginni samkeppni. Verkefni Landmótunar eru af ólíkum toga. Í bókinni er m.a. sagt frá svæðisskipulagi miðhálendisins, hönnun á vinsælum útivistarsvæðum og endurbótum á leikskólalóðum og götum í Reykjavík. Umfangsmestu verkefnin eru ekki mikilvægari en þau sem smærri eru í sniðum, öllu þarf að sinna af sömu alúð og í öllum verkefnum þarf að finna leið sem er báðum til hagsbóta, umhverfinu og fólkinu sem lifir í því. Þó má segja að umhverfið sem við höfum fyrir augunum dags daglega, sé hverri manneskju æði mikilvægt. Hversdagsumhverfi okkar er að meiru eða minna leyti mótað hvort sem við gefum því gaum eður ei. Mótun almenningsrýma og hversdagsumhverfis er stór hluti af starfi Landmótunar eins og þessi bók sýnir. Landslagsmótun er ungt fag. Mikilvægasta verkefni okkar er að bæta lífsgæði og inna verkefni þannig af hendi að þau gangi ekki nærri landinu og standist tímans tönn.

Starfsfólk Landmótunar 7


Borðeyri, ljósm. P.J. - Umhverfi verslunarmiðstöðvar í Garðabæ - Hjólabrettagarðurinn í Laugardalnum

8

Landmótun 20 ára


Landmótun í 20 ár Laust eftir 1990 var mikið rætt um nauðsyn þess að láta vinna svæðisskipulag fyrir miðhálendi Íslands. Þörf var á að samræma forna og nýja nýtingu hálendisins; hefðbundna afréttanýtingu, ferðamennsku, orkunýtingu og náttúruvernd. Vinnan var boðin út og varð Landmótun hlutskörpust. Í kjölfar þess var gengið frá formlegri stofnun stofunnar, þann 15. september 1994. Stofnendur Landmótunar voru Einar E. Sæmundsen landslagarkitekt, Gísli Gíslason jarðfræðingur og landslagsarkitekt og Yngvi Þór Loftsson landfræðingur og landslagsarkitekt. Fyrstu starfmenn Landmótunar voru ráðnir árið 1995 en þá gengu Áslaug Traustadóttir landslagsarkitekt og Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt til liðs við fyrirtækið. Árið 1999 varð Áslaug meðeigandi í Landmótun ásamt Ingibjörgu Kristjánsdóttur landslagsarkitekt. Aðalheiður E. Kristjánsdóttir landslagsarkitekt bættist í hóp eigenda árið 2004 og Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfræðingur árið 2011. Ingibjörg og Gísli hafa látið af störfum.

Landmótun sleit barnsskónum í leiguhúsnæði á Skólavörðustíg 28 í Reykjavík, en frá árinu 1997 hefur fyrirtækið verið í eigin húsnæði, síðastliðin tíu ár að Hamraborg 12 í Kópavogi. Á árunum 2007-2010 var rekið útibú frá Landmótun að Laugalandi í Holtum, undir stjórn Gísla Gíslasonar. Á sama tíma var einn starfsmaður Landmótunar, Einar Birgisson, staðsettur á Þingeyri. Milli 30 og 40 manns hafa starfað hjá Landmótun á þessum 20 árum. Starfsmennirnir voru 21 þegar mest var árið 2008, þar af sautján í Hamraborg í Kópavogi. Árið 2014 eru átta starfsmenn í fullu starfi og fimm í hlutastarfi eða verkefnaráðnir. Landmótun hefur starfað sem ráðgjafastofa frá því hún var stofnuð og verið í stöðugri þróun. Fyrirtækið hefur ávallt leitast við að vera í fararbroddi við að færa út verksvið landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða og kappkostar að leggja sitt af mörkum við mótun landslagsarkitektúrs á Íslandi. Á Landmótun er unnið nokkuð jafnt á tveimur sviðum, skipulagi og hönnun, auk þess sem

stofan hefur unnið að mati á umhverfisáhrifum, sinnt eftirliti með framkvæmdum og unnið að kortagerð, svo eitthvað sé nefnt. Stofan hefur tekið þátt í fjölmörgum samkeppnum og margoft unnið til verðlauna. Starfsmenn Landmótunar hafa mikla reynslu af þverfaglegri vinnu og leggja metnað sinn í að eiga góð samskipti við sérfræðinga, hagsmunaaðila og verkkaupa. Verkefni Landmótunar er að finna í öllum landshlutum á Íslandi, auk þess sem fyrirtækið hefur unnið að verkefnum á Grænlandi, í Færeyjum og Noregi. Á tímamótun sem þessum er óhjákvæmilegt að horfa fram á veginn um leið og litið er um öxl: Hvernig viljum við að Landmótun verði í framtíðinni? Stór eða lítil? Í vexti eða í jafnvægi? Svarið er: Hæfilega stór stofa sem er í jafnvægi, hefur gott orðspor og á ánægjulegt samstarf við þá sem hún vinnur með. Þannig viljum við að Landmótun sé. 9


Landslagsarkitektúr er byggingarlist sem vinnur með fjórðu víddina – tímann. Pierre Berton, kanadískur rithöfundur 10

Landmótun 20 ára

Hugmyndafræði Jacopo Bonfadio. Mynd úr bókinni Curiositez de la nature et de l’art eftir l’Abbé Pierre le Lorrain de Vallemont (1705).


Fyrsta náttúra Hálendið sem á sig sjálft.

Önnur náttúra Menningarlandslag landbúnaðar og búsetu, sveitir og sveitarfélög. Þriðja náttúra Garðurinn og allt hversdagsumhverfi manna, einkagarðar, fjölbýlishúsagarðar, stofnanalóðir, skólalóðir, almenningsgarðar, íþróttasvæði, útivistarsvæði og kirkjugarðar.

Afmælisundirbúningur Merki Landmótunar birtir á stílfærðan hátt síbreytileika náttúrunnar og skil á milli landslagsheilda, landnotkunar og landmótunar um leið og það sýnir bókstafina L og M. Á afmælisárinu mun merki stofunnar klæðast litskrúðugum afmælisbúningi. Í De Natura Deorum (Um náttúru guðanna) sem Cicero skrifaði 45 árum f.Kr. segir hann:

Við sáum korni, við plöntum trjám, við aukum frjósemi jarðvegsins með áburði og vatni, við stíflum ár og beinum þeim þangað sem við kjósum. Í stuttu máli þá nýtum við handafl okkar til að skapa „aðra náttúru“ innan hins náttúrulega heims.

Þessi hugmyndafræði endurspeglast í teikningu af hugmyndum Jacopo Bonfadio, hér vinstra megin á opnunni:

Árið 1541 kallar ítalski heimspekingurinn Jacopo Bonfadio manngerða garða „terza natura“ eða „þriðju náttúru“.

Garður mótaður af mannahöndum (þriðja náttúra).

Fjallið í fjarlægð (fyrsta náttúra). Menningarlandslag landbúnaðarins – bóndinn plægir akurinn (önnur náttúra).

Þessi gamla heimspeki kallast skemmtilega á við þróun og sögu Landmótunar síðastliðin 20 ár. 11


Skífa Carys Swanwick frá árinu 2002 sem sýnir margbreytileika landslags.

N

EN

GS

L

LK

-T

F

Ó

NN TA/FI SNER

HLJÓÐ

MY

A

D

R

ÝN

/ÁS

TU YN S

M

ND

FR Æ ÐI

R KA

U

GUR

ÖK

LEI

SJ

NJ

Landmótun 20 ára

FA

GAR

U ÖG

SKY

12

OG

MINNIN

SA MT

LM VA

ÁFE

Á

LAND NO T K U

LANDSLAG

LITUR

N

G BY

RÝMI

LYKT

TT

STAÐ U NÁ

R

GU

I

SLEGT LAG FÉ

VE RÐ

JARÐFRÆÐ

MENN ING AR

OG

JA

VE LOF ÐU TG RF ÆÐ AR I LAN DSL AGS MY ND

ÍF DÝRAL UR & GRÓÐ

R

EGT L ÚR


Sýn Landmótunar á lausn viðfangsefna Landslag umlykur okkur á alla vegu alla daga Landslag er svæði sem fólk sér og hefur fengið ásýnd og einkenni vegna samspils náttúrulegra og/eða mannlegra þátta.

Sjálfbær viðhorf við mótun umhverfis okkar Við byggjum á þróun sem uppfyllir kröfur samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja þörfum sínum.

Lífsgæði Með því að hafa ætíð í huga vellíðan fólks og lífsgæði má skapa heilbrigðar og þroskandi aðstæður í mótuðu umhverfi og skipulagi. Það leiðir til betra samfélags fyrir okkur öll.

Samvinna og samráð – leið til betri lausna Starfsmenn Landmótunar hafa langa reynslu af vinnu í teymum. Við leggjum metnað í góð samskipti við sérfræðinga, hagsmunaaðila og verkkaupa.

Af heimasíðu Landmótunar

13


Hélurifs - Stígur í Vinaskógi á Kárastöðum - Stoðveggur á lóð Samskipa

14

Landmótun 20 ára


HUGLEIÐINGAR UM SKIPULAG OG LANDSLAG Á næstu síðum birtast nokkrar hugleiðingar starfsmanna Landmótunar. Sumar bera nýjum straumum vitni, aðrar eru gömul sannindi. Af tólf greinum byggja fimm á lokaverkefnum yngstu starfsmanna Landmótunar, sem hafa stundað nám á ólíkum sviðum innan og utan landsteinanna. Það skerpir sýn þeirra starfsmanna sem ferðast hafa saman síðastliðin 20 ár að leggja hlustir við því sem unga fólkið hefur fram að færa. Landslagsmótun er ungt fag. Mikilvægasta verkefni okkar er að bæta lífsgæði og inna verkefni þannig af hendi að þau standist tímans tönn og gangi ekki nærri landinu. Snjóflóðavarnir á Ísafirði - Klifurplöntur á verslunarhúsnæði Hugleiðingar um skipulag og landslag

15


Að móta landslag til gagns og gamans Einar E. Sæmundsen

Okkar daglega umhverfi er mótað til að gagnast okkur og gera okkur lífið léttara eða eðlilegra. En einnig höfum við af því gleði og gaman. Gatan sem við ökum og stígurinn sem við hjólum eftir eru dæmi um umhverfi mótað til gagns. Að sama skapi mótum við umhverfi okkar til að njóta þess betur, í einrúmi eða í samvistum við annað fólk í leik og starfi. Hlutverk landslagsarkitekta í samtímanum er að tengja tvo mikilvæga þætti, annars vegar að móta landið eða náttúruna og hins vegar að skapa tilgang og menningarlegt umhverfi til þess að nýta og njóta. Mótað land ber einkenni skapara síns og endurspeglar sköpunarþörf hans. Umhverfi, veðurfar og náttúrulegar aðstæður endurspeglast t.d. í görðum. Þeir eru jafn fjölbreyttir og við erum mörg og aðstæður mismunandi. Einn gerir nytjagarð, annar skrúðgarð, sá þriðji villigarð. Að móta garð, rækta hann og viðhalda honum 16

Landmótun 20 ára

er hollt fyrir andann, skapar gleði, hamingju og líkamlega útrás og eykur lífsgæði einstaklingsins. Og þá skiptir engu hvort garðurinn er í borg eða sveit – uppi á svölum eða á jörðu niðri – á Íslandi, í Ítalíu eða Kína.

var að hann hafi oft heimsótt tréð helga í bernsku og vottað því virðingu. Eftir að Jón og synir hans voru hálshöggnir í Skálholti var meiðurinn einnig höggvinn, og síðar var margreynt að eyða honum til fulls því fólk blótaði hann á laun.

Hversdagslandslag – hið mótaða land.

Rótarskot sem uxu upp af rót hans hafa viðhaldið honum allt til vorra daga. Bóndinn að Skriðu í Hörgárdal gerði tilraunir í garði sínum á árunum 1820-1830 og ræktaði sprota af meiðinum helga. Garður þessi var æði merkilegur og er elsti trjágarður á Íslandi.

Talið er að á Íslandi vaxi yfir 470 tegundir háplantna. Eftir landnám bar maðurinn fjölda nytjategunda til landsins, lækningajurtir og kryddplöntur, stundum meðvitað en stundum óvart í farteski manna og dýra. Hvaða menningarstraumar mótuðu tengsl Íslendinga við garða? Hvernig breiddist hin græna hugsun út? Svörin er að finna í menningarsögunni, enda er íslensk garðsaga samofin henni á margslunginn hátt.

Á seinni hluta 18. aldar hófst átak í að kenna Íslendingum að rækta matjurtir, kartöflur og kál. Um aldamótin 1900 fór þéttbýli að mótast og fólkið flutti matjurtagarðinn, sem orðinn var hluti af búskap í sveitum landsins, með sér á mölina. Á sama tíma jukust tilraunir í trjárækt.

Kristnitakan árið 1000 hafði áhrif á hugmyndir manna um garða. Paradísargarðurinn Eden kveikti hugmyndir hjá munkum sem fengust við þýðingar og hjá alþýðunni sem komst í kynni við myndskreytingar í handritum. Fornleifauppgröftur á klaustrinu á Skriðu í Fljótsdal staðfestir að þar voru ræktuð lyfjagrös og kryddjurtir innangarðs í lok 16. aldar. Um meiðinn helga, Sorbus aucuparia – ilmreyni – má lesa í frásögnum frá því um 1500. Hann stóð í Möðrufellshrauni í Eyjafirði og er einn af grænu þráðum garðsögunnar. Saga meiðsins helga að Möðrufelli tengist Jóni Arasyni, síðasta kaþólska biskupi Íslands, en hann ólst upp á næsta bæ. Sagt

Teikning af spássíðu í biblíuhandriti sem nefnt er Stjórn og er varðveitt á stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík. Talið teiknað af Benediktsreglumunkum um 1350 í kaustrinu að Þingeyrum í Húnaþingi.


Til nútímans Í Evrópu kviknuðu nýjar hugmyndir um skipulag og garðrækt. Undir lok 19. aldar varð til hreyfing á Englandi, Garden Cities Movement eða GCM, sem hafði víðtæk áhrif á skipulagsmál í norðanverðri álfunni. Bók Ebenezer Howards forsprakka hreyfingarinnar, Garden Cities of To-morrows, fékk mikla útbreiðslu og markaði ákveðin tímamót. Í henni voru kynntar hugmyndir um að koma fyrir grænum beltum í borgum framtíðarinnar þar sem íbúar gætu stundað landbúnað og garðrækt en slíkt mundi án efa bæta lýðheilsu verkamanna. Þessar hræringar létu Íslendinga ekki ósnortna því árið 1915 ritaði Guðmundur Hannesson, síðar landlæknir, grein í Árbók Háskóla Íslands um skipulag í þéttbýli og vísaði m.a. til þýskra og enskra heimilda sem byggðu á hugmyndum GCM.

Garðarnir mynda hugmyndafræðilega og sögulega heild og endurspegla nýja hugsun í íslensku þjóðfélagi. Um miðja öldina flykktist fólk úr sveit í þéttbýli og hefur sú þróun staðið linnulítið allt til okkar daga. Eftir umbrotatíma seinni heimsstyrjaldarinnar varð nútíma

landslagsarkitektúr að veruleika, undir amerískum og evrópskum áhrifum. Stjórnvöld hafa á 20. öld þróað skipulagsmál og mótað uppbyggingu mannvirkja á nútímalegan hátt til þess að bæta lífsgæði íbúanna.

Aldamótakynslóðin íslenska trúði á nýja tíma á nýrri öld. Með sjálfstæðisbaráttunni öðlaðist fólk trú á að það gæti mótað sitt eigið umhverfi. Á fyrstu árum nýrrar aldar var farið að huga að hýbýlaháttum í þéttbýli. Garðar og opin svæði fyrir almenning urðu hluti af daglegu umhverfi hvort heldur sem var í bæ eða sveit. Framan af var garðrækt drifin áfram af áhuga á ræktun og tilraunum með tré og runna sem og annan skraut- og nytjagróður. Þrír almenningsgarðar voru gerðir á átján ára tímabili, frá 1894-1912; garðurinn við Alþingishúsið, Skrúður í Dýrafirði og Lystigarðurinn á Akureyri.

Uppdráttur Tryggva Gunnarssonar af Alþingisgarðinum frá 1894. Frummynd er varðveitt í bókasafni Seðlabanka Íslands.

Hugleiðingar um skipulag og landslag

17


eiga íbúar auðveldara með að samsama sig umhverfinu. Byggingar sem hæfa staðarandanum, halda utan um vegfarendur og veita skjól en skyggja ekki um of á sólu eru eftirsóknarverður kostur í skipulagi, einkum og sér í lagi á Íslandi. Þétt byggð þar sem nærþjónusta og atvinna eru í göngufæri er umhverfisvæn og bætir lýðheilsu.

Skipulag sem rammi um gæði byggðar Óskar Örn Gunnarsson

Gæði byggðar snúast fyrst og fremst um það að ganga ekki á auðlindir og huga að félagslegum gæðum og hagkvæmni í rekstri samfélags. Því eru þau að miklu leyti samofin sjálfbærri þróun í skipulagi. Hugtakið sjálfbær þróun komst fyrst í umræðuna í byrjun níunda áratugar síðustu aldar og hefur frá þeim tíma spilað æ stærra hlutverk í skipulagsgerð. Í skipulags- og byggingarlögunum frá 1997 er lögð mikil áhersla á hlutverk sjálfbærrar þróunar og enn frekar í nýjum skipulagslögum frá 2010. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og aðalskipulagi Kópavogs 2010-2022 er sjálfbær þróun rauði þráðurinn í stefnumörkuninni. Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru umhverfi, efnahagur og félagslegir þættir. Það

18

Landmótun 20 ára

getur verið býsna erfitt að ná settum markmiðum um aukna sjálfbærni í skipulagi því þættirnir geta unnið hver á móti öðrum. Áhersla á sjálfbærni í félagslegum gæðum getur komið niður á efnahagslegum eða umhverfislegum gæðum. Við þéttingu byggðar getur til dæmis þurft að ganga á opin svæði sem eru fólki kær. Verkefni skipulagsfræðinga og arkitekta er að finna leiðir sem skilja eftir sig minnstu vistsporin og tryggja að komandi kynslóðir njóti sömu lífsgæða og jafnvel meiri en við njótum í dag. Ýmsum aðferðum er beitt í skipulagi til þess að gera byggð sjálfbæra og lifandi. Hér verður stiklað á stóru um nokkrar þeirra.

Byggingar í mannlegum mælikvarða Þar sem byggingar eru í „mannlegum mælikvarða“

Blönduð byggð – Samfélag með valmöguleikum Þar sem er að finna fjölbreytt íbúðarhúsnæði, afþreyingu, valkosti í samgöngum og margskonar atvinnumöguleika verða oft til lífleg samfélög. Þau eru líkleg til að draga að sér fólk á öllum aldri, með ólíkan félagslegan og efnahagslegan bakgrunn. Fyrirtæki sem vilja vera í hringiðunni sækja í slík hverfi og verða um leið þátttakendur í því að skapa skemmtilegt umhverfi.

Að viðhalda kjörnum Að viðhalda og styðja við kjarna og styrkja starfsemi sem þar fer fram kemur í veg fyrir að byggja þurfi upp þjónustu á öðrum stöðum. Slíkt kemur á stöðugleika, ýtir undir sjálfbærni hverfa og kemur í veg fyrir að byggð dreifist.

Valmöguleikar í samgöngum Fólk á að geta valið á milli þess að ganga, hjóla, nota almenningssamgöngur eða einkabíl. Fjölbreytilegur ferðamáti minnkar álag á samgöngukerfi og stuðlar að umhverfisvernd, hreyfingu almennings og bættri lýðheilsu.


Opin svæði Vel skilgreind opin svæði gefa borgurunum möguleika á að eiga persónuleg samskipti, halda hátíðir, stunda íhugun, listir og menningu í lifandi almenningsrými. Jafnvægi á milli náttúrulegs og manngerðs umhverfis í samfélaginu verndar náttúruleg kerfi, minnkar vatns- og loftmengun og ýtir undir hækkun fasteignaverðs. Net opinna svæða eru nauðsynleg í þéttbýli fyrir tómstundir íbúa, dýralíf, gróður og líffræðilegan fjölbreytileika.

Að skilgreina gæði byggðar er viðamikið verkefni. En í allri hönnun og skipulagi er fyrsta skrefið auðveldast, þ.e. að setja fallega stefnu niður á blað. Eftirleikurinn getur reynst flóknari. Mestu skiptir að fólkið sjálft láti sig umhverfið varða, líði vel í

því og finni að það getur haft áhrif. Það er erfitt að framfylgja skipulagi ef fólk er því andsnúið. Breytt hugarfar okkar sem nýtum landið er afar mikilvægt og vel má merkja að hugarfarsbreyting hefur átt sér stað og því er framtíðin björt. Pósthússtræti, Reykjavík

Að þekkja sinn stað „A sense of place“ eða borgarbragur gefur hverfum einstakan karakter, ýtir undir að fólk gangi á milli staða og býr til staðarstolt.

Hönnun skiptir máli Góð hönnun er grundvöllur að heilbrigðu samfélagi og einn mikilvægasti þátturinn í skipulagi þéttbýlis og dreifbýlis. Hún er miklu meira en hönnun einstakra bygginga; hún er listin að skapa rými fyrir fólk. Ofangreind atriði eru einungis nokkur þeirra sem styðjast má við til að búa til betra borgar- og bæjarumhverfi þar sem heilbrigt samfélag fær að blómstra. Meirihluti landsmanna býr í þéttbýli og mun gera áfram og því er mikilvægt að þróun byggðar verði íbúum og náttúru til góðs.

Hugleiðingar um skipulag og landslag

19


Reiðhjóla- og göngustígar í Fossvogsdalnum

Grænt net Einar E. Sæmundsen

Hugtakið grænt net er samlíking við net sem myndar kerfi, svo sem gatnakerfi, lagnakerfi eða skólakerfi. Það er notað yfir áætlanir um land til nota fyrir íbúa í þéttbýli og mætti skilgreina með eftirfarandi hætti: Grænt net er vefur eða kerfi stórra og smárra náttúrulegra og mótaðra útivistarsvæða í og við þéttbýli. Í skipulagslögum og skipulagsreglugerð eru þessi svæði m.a. flokkuð sem opin og óbyggð. Þegar grænt net er skipulagt þarf að skoða, greina og lesa í landið. Ennfremur gilda reglur um fjarlægðir svæða frá íbúðum og stærð einstakra svæða miðað við fjölda íbúa. Helstu skipulagsflokkar græna netsins eru:

Grænn trefill Með honum er átt við stór náttúruleg svæði á jaðri þéttbýlis. Útivistarsvæði ætluð til gönguferða, leikja og upplifunar. Mikilvægt er að stígar séu á svæðinu og góðar almenningssamgöngur að því. Heiðmörk, sem Landmótun hefur nýlega unnið deiliskipulag af fyrir Reykjavíkurborg, myndar grænan trefil um höfuðborgarsvæðið og Kjarnaskógur er hluti af trefli um Akureyri.

Stór útivistarsvæði í þéttbýli Til þeirra teljast stærri almenningsgarðar með 20

Landmótun 20 ára


góðu aðgengi og aðstöðu til styttri gönguferða, frjálsra leikja og náttúruskoðunar. Svæðin geta verið hvort heldur sem er náttúrulegir eða ræktaðir skrúðgarðar og svæði með náttúrulegum gróðri. Útivistarsvæðin tengjast gjarnan græna treflinum og renna saman við hann. Skógræktarsvæði, strandsvæði og vötn teljast einnig til þessara svæða. Elliðaárdalur, Kópavogsdalur, Fossvogsdalur og Öskjuhlíð eru dæmi um stór útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu en Landmótun hefur unnið við þau tvö síðastnefndu um árabil. Fyrirhugaður garður í Mosfellsbæ, Ævintýragarðurinn, mun einnig teljast til stórra útivistarsvæða, en Landmótun vinnur að hugmyndum um uppbyggingu hans eftir fyrstu verðlaunatillögu frá 2009.

Minni útivistarsvæði í þéttbýli Slík svæði eru almenningsgarðar og leiksvæði sem nýtast íbúum til daglegrar útivistar og eru félagslegur vettvangur fyrir börn og fullorðna. Þau eru í og á milli hverfa. Mikilvægt er að skilja hávaðasöm leiksvæði frá rólegri svæðum. Til minni útivistarsvæða teljast grenndarvellir, skrúðgarðar, kirkjugarðar, skíðasvæði, íþróttasvæði, skólalóðir og aðrar stofnanalóðir með útivistargildi. Þetta er mikilvægasti flokkur græna netsins vegna þess að svæðin tengjast félagslegri uppbyggingu samfélagsins.

Grænir gangar og stígar Þeir eru hluti af hinu „mjúka“ samgöngukerfi græna netsins, ætlaðir gangandi vegfarendum, hjólreiðafólki, skíðafólki og reiðmönnum. Grænir gangar eða tengingar eru einnig mikilvægar fyrir lífríki opinna svæða, s.s. dýralíf og smádýralíf. Ár- og lækjarfarvegir sem og vötn eru ennfremur mikilvæg til að viðhalda lífríki og veita því á milli svæða. Göngu-, hjóla- og reiðstígar tengja saman græn svæði, íbúðasvæði, útivistar- og náttúrusvæði og græn belti. Minni og stærri útivistarsvæði geta verið hluti af þeirri keðju sem myndar græna ganga.

Sameiginleg opin nærsvæði í íbúðahverfum Þau eru til daglegra leikja og útiveru, eða hverfishátíða og félagslegrar samveru. Þetta eru einkagarðar, fjölbýlishúsagarðar, stofnanalóðir og jaðrar stærri og minni opinna svæða. Þau eru á íbúðasvæðum, eru bíllaus, skjólsæl og björt.

Torg, verslunargötur og önnur almenningsrými þar sem mikil umferð er Þessi svæði þurfa að þola mikið álag vegna umferðar. Yfirborð gönguflata þarf að vera slitsterkt en brotið upp með gróðri, bekkjum og aðstöðu til afþreyingar. Þau eru til daglegrar notkunar við þjónustu- og verslunarsvæði og aðra atvinnustarfsemi. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, „Grænu borginnni“, sem var staðfest vorið 2014 segir: Stefnunni um Græna borg er ætlað að vera aflvaki góðs borgarlífs, stuðla að bættri lýðheilsu borgarbúa og auka græna ásýnd borgarinnar með trjám og öðrum gróðri. Í heildarskipulagi útivistarsvæða felst stefna um samfelldan vef opinna svæða sem vefur sig inn í borgarlandslagið og umhverfis borgarlandið. Grænt net opinna svæða tengir saman hverfi, heimili, þjónustu og atvinnusvæði.

Laugardalurinn, Hljómskálagarðurinn og Klambratún í Reykjavík, Hlíðargarður í Kópavogi og Víðistaðatún í Hafnarfirði eru dæmi um minni útivistarsvæði. Hljómskálagarðuinn

Hugleiðingar um skipulag og landslag

21


Gömul tré gefa forskot - Lindarborg Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Áslaug Traustadóttir

Þegar endurnýja á garð eða lóð, hvort sem um er að ræða einfalda andlitslyftingu vegna breyttrar notkunar eða endurgerð, borgar sig að skrá vel gróður sem fyrir er í garðinum. Innan um geta leynst áhugaverð tré eða runnar sem fengur er að. Þetta á sérstaklega við um eðaltrjátegundir eins og hlyn, ask, álm, elri, silfur- eða gráreyni, gullregn og jafnvel stæðileg birki- og ilmreynitré. Einnig eru stórvaxnir blómstrandi runnar, svo sem sírenur, heggur eða rósir, tegundir sem vert gæti verið að halda í. Þegar tré hefur verið fellt verður ekki aftur snúið og það tekur langan tíma að endurheimta gróður í nýjum garði. Jafnframt er mikilvægt að skapa rými fyrir þær tegundir sem eiga að fá að njóta sín með því að fella og fjarlægja gróður sem þrengir að. 22

Landmótun 20 ára

Hlynur, fyrir breytingar

Í litlum görðum er oft nægjanlegt að hafa eitt tré til að mynda laufkrónu án þess að of mikill skuggi myndist, en það tekur langan tíma að fá laufkrónuþak við íslensk veðurskilyrði.

Tréð varð miðja leiksvæðisins Lindarborg er gamalgróinn leikskóli í Skuggahverfi Reykjavíkur. Fyrir fáeinum árum var

ákveðið að gefa börnunum aukið rými til útileikja, en leikskólinn stóð á mjög þröngri lóð. Fyrir lá að sameina lóð leikskólans aðliggjandi lóðum við Lindargötu, fjarlægja íbúðarhús sem þar stóðu og stækka leiksvæðið. Á mörkum lóðanna stóð stæðilegur hlynur í gömlum bakgarði með krónu sem myndaði þak yfir hluta leikskólalóðarinnar. Hann myndaði


rými sem breyttist eftir árstíðum og hafði áhrif á leik barnanna á lóðinni. Þegar grunnmyndin af staðnum var skoðuð kom í ljós að hlynurinn var nánast fyrir miðju hins nýja leiksvæðis. Leikskólinn hafði notið trésins á lóð nágrannanna um árabil og var það orðið hluti af skólalífinu. Ákveðið var að varðveita tréð en það reyndist talsvert vandaverk. Hús sem átti að fjarlægja stóð mjög nálægt trénu og hæðarmunur var á lóðunum, þ.e. hlynurinn stóð talsvert hærra en leikskólalóðin. Fara þurfti varlega til að skerða ekki rætur trésins, og allt rask undir krónunni var takmarkað sem allra mest. Mikið álag er á yfirborð leikskólalóða og til að verja rætur trésins var hellulagt umhverfis stofninn. Valinn var steyptur steinn sem gaf möguleika á nokkuð grófum fúgum þannig að raki ætti greiða leið niður í jarðveginn um leið og steinninn verndaði ræturnar fyrir ágangi barnanna. Hönnun miðaði að því að hæðarmunurinn umhverfis tréð yrði eðlilegur hluti af leiksvæðinu. Hlaðinn var kantur úr grjóti sem kom upp úr sökkli hússins sem fjarlægt var og hæðarmunurinn notaður til að koma fyrir lítilli rennibraut og klifurrampa á leiksvæðinu. Í dag breiðir hlynurinn krónu sína yfir leiksvæðið og hefur gefið Lindarborg nýja ásýnd. Glæsilegt tré í manngerðu umhverfi.

Hlynur, eftir breytingar, ljósm. G.A.

Hugleiðingar um skipulag og landslag

23


24

Landmótun 20 ára

Kópavogslækurinn, ljósm. Þ.E.S.


Landslagsarkitektúr – gæði nærumhverfis Þórhildur Þórhallsdóttir

Undanfarin ár hafa sjónir manna beinst í auknum mæli að hönnun og gæðum nærumhverfis í borgum. Á Íslandi hefur mikið verið rætt um hvaða þýðingu það hefur í þéttbýli. Nærumhverfi inniheldur öll svæði kringum byggingarnar, svæði þar sem fólk ferðast um dagsdaglega á leið til vinnu og skóla, hittir vini og kunningja eða stundar útivist og leiki. Erlendis hafa verið gerðar ýmsar kannanir og rannsóknir sem benda til þess að nærumhverfi geti haft mikil áhrif á lýðheilsu. Fólki líður betur á sál og líkama ef það býr nálægt góðum útivistarsvæðum. Hreyfingarleysi eykur líkurnar á ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum sem kosta samfélagið miklar fjárhæðir. Aukin þéttbýlismyndun takmarkar útivistarmöguleika fólks og hreyfingarleysi er orðið að alþjóðlegu vandamáli. Ísland er þar ekki undanskilið. Því er nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á gæði nærumhverfisins en gert hefur verið. Upp úr 1960 var hraðinn allsráðandi í vestrænum borgum og þarfir akandi vegfarenda hafðar í fyrirrúmi í skipulagi og hönnun. Við þetta urðu til stór svæði innan þéttbýlisins sem flokkast gjarnan sem einskis manns land. Hönnun þeirra tók ekki

tillit til gangandi vegfarenda og ekki var gert ráð fyrir því að þeir sem ættu leið um slík svæði gæfu sér tíma til að upplifa umhverfið eða njóta þess. Þvert á móti, hvatti slík hönnun fólk til að ferðast um á bíl. Í þéttari byggð, þar sem ökuhraðinn var minni, gerðist því miður það sama. Hönnun tók mið af bílaumferð og bílastæði urðu allsráðandi í götumyndinni oft á kostnað gangstétta og gönguleiða. Jan Gehl arkitekt hefur bent á það í ræðu og riti að þeir sem koma hvað mest að mótun borga í heiminum í dag séu umferðarverkfræðingar. Að snúa við þróun undanfarinna áratuga, auka gæði nærumhverfis í þéttbýli og hanna það á forsendum manneskjunnar er án efa eitt af stóru

framtíðarverkefnum landslagsarkitekta. Góð og þverfagleg hönnun útivistarsvæða sem leggur áherslu á gangandi vegfarendur getur skipt sköpum varðandi gæði nærumhverfis. Hjá Landmótun kappkostum við að auka gæði opinna svæða og látum þarfir notenda vera í fyrirrúmi. Þá er mikilvægt að skoða sérkenni svæðisins, greina umhverfið og nýta það sem best. Góð hönnun eykur jákvæða upplifun fólks á umhverfinu og tekur tillit til ólíkra þarfa. Mikilvægt er að notendum líði vel, þeir séu öruggir og að sem flestir komist leiðar sinnar og geti nýtt það sem í boði er. Þá er ekki síður mikilvægt að skoða viðhald og endingu strax í upphafi, slíkt er hagkvæmt og umhverfisvænt.

Grænmetisrækt við leikskólann Rjúpnahæð í Kópavogi Hugleiðingar um skipulag og landslag

25


26

Landmótun 20 ára

Leikskólinn Rjúpnahæð, Kópavogi


Hönnun leik- og grunnskólalóða

Einar E. Sæmundssen, Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Áslaug Traustadóttir

Salaskóli, Kópavogi

Umhverfi barna er eitt mikilvægasta verkefni landslagsarkitekta. Hönnun leik- og grunnskólalóða hefur verið stór þáttur í verkum Landmótunar allt frá upphafi. Umgjörð um hönnun og mótun lóða byggir m.a. á regluverki sem á að tryggja að vel sé staðið að hönnun og skipulagi. Mikilvægt er að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað, draga fram sérkenni í landslaginu og miða hönnun við mismunandi þarfir barna eftir aldri þeirra og getu.

rannsaka, hreyfa sig og tjá sig á mismunandi vegu. Til að svo megi verða þarf að huga að fjölbreytileika, m.a. í landslagi, jarðvegi, gróðri og þeim efniviði sem börnin hafa aðgang að. Mikill munur er á þroska barna á aldrinum tveggja til sex ára og því mikilvægt að lóðin sé svæðaskipt. Leiksvæði yngstu barnanna er næst byggingunni og eftir því sem þeim vex ásmegin geta þau nýtt sér stærri hluta lóðarinnar þar sem boðið er upp á verkefni sem krefjast meira af þeim.

Leikur er órjúfanlegur þáttur bernskuáranna og þungamiðja leikskólastarfsins. Leikur er sjálfsprottinn og börnum eðlislægur. Hann getur veitt gleði og vellíðan en jafnframt falið í sér valdabaráttu og átök. Leikskólalóð er mikilvægt námsrými sem á að hvetja börn til leiks, til að

Mikilvægt er að líta á lóð og skólabyggingu sem eina heild. Heild sem myndar vinnusvæði nemenda og kennara og er umgjörð fyrir leik og störf bæði úti og inni, þar sem ýtt er undir frumkvæði og sköpunargáfu nemenda. Skólalóðin þarf að vera örugg og aðlaðandi og mikilvægt

er að gott flæði sé um hana, sem og á milli inni- og útirýma. Umhverfið þarf að hvetja til hreyfingar, bæði á skólatíma og í frítíma, bjóða upp á miserfiða hreyfingu sem reynir á ólíka hluta líkamans en róleg dvalarsvæði til slökunar eða hópavinnu eru jafnframt nauðsynleg. Skólalóðir eru oft miðlægar í hverfum og eru því mikilvæg útivistarsvæði og hverfagarðar fyrir íbúa. Með breyttum kennsluháttum má nýta skólalóðir til kennslu enn frekar en gert er í dag. Margbreytileg form og mismunandi rými geta hentað til útikennslu, sem og verið vettvangur fyrir rannsóknir tengdar námi. Umhverfissjónamið eins og sjálfbærni, ræktun og notkun vatns eru þættir sem þurfa að verða sýnilegri á skólalóðum í framtíðinni. Hugleiðingar um skipulag og landslag

27


28

Landmรณtun 20 รกra

Drangagil Neskaupstaรฐ


Heimilið er það skjól eða sá staður þar sem einstaklingurinn á mesta kröfu á að njóta öryggis.

Ofanflóðavarnir

Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Áslaug Traustadóttir

Eftir hin mannskæðu snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 varð viðhorfsbreyting til snjóflóðahættu í landinu. Með lagabreytingu í lok árs 1995 var málaflokkurinn færður undir Umhverfisráðuneytið, stjórnvöld mörkuðu stefnu um skipulega uppbyggingu snjóflóðavarna og tekjustofnar til þeirra framkvæmda voru tryggðir. Á vegum Umhverfisráðuneytisins var síðan unnin framkvæmda- og rammaáætlun um forgangsröðun framkvæmda við varnir á öllu landinu, sem samþykkt var af ríkisstjórninni í mars 1997. Við hönnun og gerð ofanflóðamannvirkja er leitast við að ná áhættu vegna snjóflóða niður fyrir ásættanleg mörk. Við undirbúning varna hefur Umhverfisráðuneytið það markmið að ásættanleg áhætta íbúa vegna snjóflóða sé einn á móti 20.000 á ári. Til samanburðar má geta þess að áhætta vegna umferðarslysa er u.þ.b. helmingi meiri eða einn á móti 10.000 á ári.

Margar spurningar vakna þegar tekist er á við verkefni af þessari stærðargráðu. Augljóst er að stór mannvirki eins og ofanflóðavarnir hafa veruleg áhrif á umhverfið, ásýnd þess breytist og mikil röskun verður á gróðri. Tilhugsunin um að gróinni fjallshlíð verði rutt upp og breytt í risastóra jarðvegsgarða, oft mjög nálægt byggð, getur vakið neikvæðar tilfinningar hjá sumum íbúum meðan öðrum finnst öryggið vega þyngra en umhverfisáhrifin. Mannvirki eins og varnargarðar geta líka haft ákveðið aðdráttarafl. Nýtt viðmið verður til í umhverfinu og ofanflóðamannvirkið verður hluti af ásýnd viðkomandi staðar um alla framtíð. Kynslóðin sem er að vaxa út grasi hefur það fyrir augunum frá upphafi og finnst það eðlilegur og sjálfsagður hlutur. Verkefni landslagsarkitekta er að vinna í teymi með snjóflóðasérfræðingum að heildarásýnd og fyrirkomulagi varnarmannvirkja með tilliti til umhverfisins. Og gera í framhaldi af því tillögur um frágang og uppgræðslu á svæðunum, þar sem reynt er að draga sem mest úr óheppilegum umhverfisáhrifum varnarvirkjanna og nýta þau til umhverfisbóta eftir því sem kostur er. Yfirleitt er horft til þess að reyna að gera svæðið aðgengilegt sem útivistarsvæði, gera göngustíga, áningarstaði, útsýnisstaði, koma upp skiltum o.fl.

Starfsmenn Landmótunar hafa komið að hönnun varnarmannvirkja víðs vegar um landið allt frá 1997 þegar unnin var frumathugun vegna fyrsta þvergarðsins sem byggður var hér á landi, Drangagilsgarðinum í Neskaupstað sem var fullbyggður haustið 2002. Í framhaldinu var hafist handa við Seljalandsgarð á Ísafirði sem var vígður árið 2004. Þvergarðar við Holtahverfi á Ísafirði, Traðarhyrnu í Bolungarvík og á Patreksfirði eru fullbyggð mannvirki en sumarið 2014 fer fram lokafrágangur og uppgræðsla. Í framkvæmd eru krapaflóðavarnir við Nýjabæjarlæk á Fáskrúðsfirði þar sem verklok eru áætluð haustið 2014 og í Tröllagili á Neskaupstað þar sem verklok eru áætluð árið 2015. Árið 2014 er Landmótun að vinna að mótvægisaðgerðum varna við Litludalsá og Urðir við Patreksfjörð, Milligil á Bíldudal og Bleiksá og Hlíðarendaá á Eskifirði. Þá er vinnu við frumathugun varna á Tálknafirði nýlokið og skoðun á frekari vörnum á Patreksfirði og Neskaupstað er hafin. Vandaður frágangur er mikilvægur og nauðsynlegt er að hefjast handa við yfirborðsfrágang um leið og hægt er, helst meðan á framkvæmdum stendur. Oft og tíðum má draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum með því að takmarka framkvæmdasvæðin eins og kostur er og vernda trjágróður á nærliggjandi svæðum.

Hugleiðingar um skipulag og landslag

29


Ferli ákvarðana í skipulagi Margrét Ólafsdóttir

Á Íslandi er skipulagsskylda, sem felur það í sér að framkvæmdir eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir. Í skipulagsáætlun er gerð grein fyrir stefnu sveitarstjórna og ákvörðunum um framtíðarnotkun lands, svo sem um fyrirkomulag byggðar, samgöngur, orkuframleiðslu og verndun náttúruminja. Í skipulagsvinnu hafa sveitarfélög skipulagsforræði og taka ákvörðun um hvers konar landnotkun verður innan sveitarfélagsins. Allar framkvæmdir þurfa að vera í samræmi við skipulag og þær eru háðar framkvæmda- og/eða byggingarleyfi sveitarfélaga.

Íbúarfjöldi sveitarfélaga á Íslandi

30

Landmótun 20 ára

Á Íslandi eru 74 sveitarfélög og í 34 þeirra eru færri en 700 íbúar. Sveitarfélögin eru sjálfsstjórnareiningar innan þess ramma sem landstjórnin setur þeim, þau hafa ákveðið sjálfsforræði, tiltekin verkefni á sinni könnu og eigin tekjulindir.


Mörg sveitarfélög á Íslandi hafa vegna smæðar sinnar litla möguleika á að takast á við tiltekin verkefni. Minnstu sveitarfélögin hafa ennfremur lítið skrifstofuhald, stjórnsýsla þeirra er veikburða og sum hver hafa ekki efni á að ráða til sín fólk með sérþekkingu. Í litlum sveitarfélögum er nálægð mikil en henni fylgir sá vandi að sveitarstjórnarmenn og starfsfólk sveitarfélaganna eru í persónulegum tengslum við fólk sem leitar til þeirra með erindi.

Skynsemislíkanið Til eru margar kenningar sem fjalla um ákvarðanatöku, en þær tengjast kenningum um lýðræði og vald, enda eru það valdhafar sem taka ákvarðanir. Ein þeirra er skynsemislíkanið. Helstu forsendur skynsemislíkansins voru að einstaklingurinn væri skynsamur og tæki ákvarðanir sem hámörkuðu ávinning með minnstum mögulegum tilkostnaði. Ferli ákvarðana sem snúa að framkvæmdum er að mörgu leyti sett upp í anda skynsemislíkansins. Meðal annars var skipulagsferlið á sínum tíma sett upp í anda alhliða skynsemislíkansins.

Smáskrefakenningin Önnur kenning um ákvarðanatöku er smáskrefakenningin. Í henni eru aðrar áherslur en í skynsemislíkaninu. Ákvarðanatökuferlið var lagað að takmörkuðum vitsmunum mannsins og átti að draga úr rannsóknum og kostnaði við söfnun upplýsinga. Í smáskrefalíkaninu er ferlið ekki yfirgripsmikið, línulegt eða skipulagt,

heldur eru tekin lítil skref sem byggja á reynslu eða jafnvel upplifun og stöðu hverju sinni. Þetta er mjög í andstöðu við hið formlega ferli í skipulagsmálum og í þeim þykir ekki æskilegt að taka ákvarðanir samkvæmt smáskrefakenningunni, en raunin er þó stundum sú.

Blönduð skönnun Framkvæmd skipulags er oft og tíðum blanda af skynsemislíkaninu og smáskrefakenningunni og er þá kallað „blönduð skönnun“ sem er þriðja kenningin sem hér verður vikið að. Blönduð skönnun átti að draga úr óraunhæfum þáttum sem fólust í skynsemislíkaninu með því að fækka þeim smáatriðum sem skoða þurfti til þess að taka grunnákvarðanir. Einnig dró það úr íhaldsseminni sem fólst í smáskrefakenningunni.

Íslensk tilvikskönnun Til að skoða ferli ákvarðana í framkvæmdum í litlum sveitarfélögum hér á landi gerði höfundur eina tilviksathugun á framkvæmd í fámennu sveitarfélagi. Viðfangsefnið var að lýsa og greina ákvörðunartökuferli, en við slíkar framkvæmdir eru ákvarðanir teknar hjá sveitarfélögum, stofnunum og ráðuneytum.

á smáskrefakenningunni þar sem sveitarfélagið virtist ekki hafa þekkt ferlið í skipulagsmálum. Ekki var tekið tillit til sjónarmiða sem fram komu né leitað sérstaklega eftir sjónarmiðum sem flestra. Sveitarfélagið virðist hafa þreifað sig áfram eftir því sem verkinu vatt fram og ferlið var alls ekki línulegt eins og skynsemislíkanið leggur upp með. Ákvarðanir sveitarfélagsins varðandi leyfisveitingu og eftirlit er erfitt að heimfæra á ákvörðunartökukenningar, heldur voru þær tilviljunarkenndar, óvandaðar og ekki samkvæmt lögum. Aðilar sátu beggja vegna borðs og því tóku framkvæmdaaðilar ákvarðanir fyrir hönd sveitarfélagsins. Ákvörðun stofnunar um matsskyldu var tekin samkvæmt skynsemislíkaninu. Ákvörðunartaka um leyfisveitingu hjá stofnunum og ráðuneyti er einnig erfitt að heimfæra á ákvörðunartökukenningar. Segja má út frá þessari einu tilviksathugun að hún gefi vísbendingu um að ferli ákvarðana varðandi framkvæmdir í litlum sveitarfélögum sé mismunandi eftir stjórnsýslustofnunum og hvaða ákvörðun er verið að taka.

Niðurstaðan var sú að ferli ákvarðana í skipulagi og mati á umhverfisáhrifum eins og það er sett upp í lögum, reglugerðum og leiðbeiningum er í anda skynsemislíkansins. En hins vegar virðist ákvörðunartaka sveitarfélagsins í skipulagsmálum við þessa tilteknu framkvæmd frekar hafa byggst Hugleiðingar um skipulag og landslag

31


Formfræði þéttbýlisstaða í fjörðum

María Guðbjörg Jóhannsdóttir

Borgarformfræði má rekja til arkitektúrs og landfræði. Hún spratt upp sem mótvægi við misheppnaðar tilraunir til að láta módernísk mannvirki falla að eldri byggð í upphafi 20. aldar. Borgarformfræðin rannsakar orsakir og afleiðingar borgarforma þar sem litið er á form og mynstur byggða sem kerfisbundna niðurstöðu af röð atburða. Landfræðingurinn M.R.G. Conzen hafði áhuga á manngerðu landslagi – á formfræði menningarlandslagsins. Framlag hans til borgarformfræðinnar kallast borgarmótunarfræði. Conzen lagði áherslu á að rýna í borgarformin og byggðarmynstrin ásamt sögulegri þróun til að átta sig á skipulagseinkennum. Hér verður 32

Landmótun 20 ára

í stuttu máli greint frá rannsókn höfundar á þéttbýlisstöðum í fjörðum, þar sem leitað var að sameiginlegum skipulagseinkennum, borgarformum og byggðarmynstrum. Þéttbýlisstaðirnir eru Ísafjörður í Skutulsfirði, Siglufjörður í samnefndum firði og Neskaupstaður í Norðfirði. Firðirnir þrír eru svipaðir að stærð, lengd og lögun. Þeir eru allir langir og lokaðir en Norðfjörður er þrengstur, Siglufjörður breiðastur. Byggðarform þéttbýlisstaðanna er áberandi langt og mjótt. Bæirnir teygja sig meðfram strandlínum og neðri hluta fjallshlíða.


Norðfjörður

Siglufjörður

Ísafjörður

Mótun náttúrunnar

Mótun menningarinnar

Mótun náttúruafla og menningar

Það er greinilegt samspil milli ílanga byggðarformsins og stærð undirlendis. Neskaupstaður dreifist mest meðfram fjallshlíðinni, en þar er minnsta undirlendið og nær öll byggðin er því staðsett í halla, fyrir utan neðstu göturnar sem liggja meðfram ströndinni og á Neseyri. Byggð Ísafjarðar í fjallshlíðinni er talsvert styttri en í hinum bæjunum en á Ísafirði er mesta undirlendið og byggðin þar stendur lægst miðað við hæð yfir sjávarmáli.

Landslag strandlínanna breyttist með vaxandi sjávarútvegi þar sem bryggjur, stórar og smáar, einkenndu það á 19. öld. Mestu breytingarnar urðu eftir miðja öldina en þá breyttist sjávarútvegurinn og stórar hafnir leystu litlar bryggjur af hólmi. Með nútímalegri vegasamgöngum og tilkomu flugvalla þróaðist strandlína allra staðanna í fjarðarbotnunum mikið.

Snjóflóðahætta er mikill áhrifavaldur í þróun byggðarlaga. Styttri byggð í fjallshlíð Ísafjarðar útskýrist meðal annars af mikilli hættu á ofanflóðum beggja vegna byggðarinnar. Framtíðarskipulag allra þéttbýlisstaðanna hefur þurft að endurskoða eða vinna upp á nýtt vegna snjóflóða. Nýlegustu skipulagseinkennin, varnargarðarnir, styrkja enn frekar sameiginleg borgarform og byggðarmynstur þéttbýlisstaða í fjörðum. Varnargarðar rísa í mikilli nálægð við byggðirnar og gefa þeim svipaða ásýnd.

Náttúran er stærsti áhrifavaldurinn í þróun byggðanna. Strandlínan, landhalli og náttúruöfl stýra byggðarmynstrum og borgarformum þéttbýlisstaðanna. Þar sem hallinn er mestur í landinu eru bogadregnar línur einkennandi, en á sléttlendi eru beinar línur ríkjandi og regluleg endurtekin form.

Öflugra vegakerfi með jarðgöngum hafði einnig áhrif á strandlínuna vegna losunar á jarðefnum sem nýttust til landfyllinga. Strandlínan fyrir neðan þéttbýli Neskaupstaðar hefur breyst óverulega en strandlínur Ísafjarðar og Siglufjarðar hafa tekið töluverðum breytingum síðustu 50 árin.

Með rannsóknaraðferðum borgarformfræðinnar er hægt að draga fram sérkenni hvers þéttbýlisstaðar, sem er mikilvægur þáttur þegar unnið er með skipulag og framtíðarsýn byggðarlaga.

Hugleiðingar um skipulag og landslag - Nemendaverkefni

33


Stöng í Þjórsárdal

34

Landmótun 20 ára

Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal


Að velja gott bæjarstæði Arnar Birgir Ólafsson

Einn mikilvægasti þáttur byggingarlistar er að finna mannvirkjum stað sem uppfyllir fjölmargar gæða- og öryggiskröfur. Vel ígrunduð staðsetning í upphafi getur falið í sér hagsæld margra kynslóða. Að sama skapi getur illa ígrunduð staðsetning valdið ótal erfiðleikum. Á fyrri tímum voru bæjarstæði hvers sveitabýlis sá staður þar sem flest mannvirki voru reist og því afar mikilvægt að vanda valið. Á Íslandi eru bæir á láglendinu, meðfram fjörðunum, inn til dala og sumstaðar upp við rætur hálendisins. En hvernig fundu menn þessi bæjarstæði? Þær meginreglur sem landnámsmenn höfðu til viðmiðunar varðandi staðarval má meðal annars lesa úr fornleifum og gömlum heimildum. Í Íslendingasögum bregður t.d. oft fyrir fróðleiksmolum sem gefa til kynna hvað einkenndi góð og slæm bæjarstæði. Þær upplýsingar koma heim og saman við yngri leiðbeiningarit fyrir

bændur. Eitt slíkt rit, Atli, kom út á íslensku árið 1780. Í því er að finna fjölmargar ráðleggingar um val á bæjarstæði fyrir óreynda og vankunnandi bændur. Þeim er meðal annars bent á að rannsaka frjósemi jarðvegs og leita ráða hjá þeim sem best þekki til viðkomandi svæðis.

Um einn hektara af heimatúni þurfti fyrir hvern mjólkandi nautgrip. Þessi tún gáfu best af sér væru þau staðsett í hóflega rakri og hallandi brekku er snéri mót suðri. Þá skein sólin lengur á túnið, snjór bráðnaði fyrr á vorin og það var oft í skjóli fyrir köldum norðanvindum.

Flest þau atriði sem ritið nefnir eiga jafnframt ágætlega við um löndin í kringum okkur og í því birtast margar hinar sömu meginstaðarvalsreglur og lesa má í elstu ritum Rómverja um sama efni. Þar má nefna De Agricultura eftir M. Porcius Cato (234-149 f.Kr.), Rerum Rusticarum eftir M. Terentius Varro (116-27 f.Kr.) og De Architectura eftir Marcus Vitruvius (80-25 f.Kr.).

Gott útsýni frá bæjarhólnum auðveldaði bóndanum að sjá fyrir veðrabreytingar, fylgjast með húsdýrunum og sjá hvort gesti bar að garði. Þá var einnig nauðsynlegt að huga að því að snjóflóð, skriður eða árbrot ógnuðu hvorki fólki né húsum. Fjölmörg dæmi má finna í heimildum um náttúruhamfarir sem grönduðu bæjum og var það ein helsta ástæða bæjarflutninga.

Samspil búskapar, mannvirkja og landslags skiptir vissulega miklu máli. Í „Prospect-refuge“ kenningunni er því haldið fram að fólk hafi frá öndverðu haft innbyggða tilhneigingu til að leita sér bústaðar sem ver það fyrir ógnum umhverfisins.

Þá gat gott nærveður skipt sköpum því mikill munur getur verið á veðurfari milli staða þótt einungis fáir metrar skilji þá að. Veðursæld gerir dagleg störf auðveldari. Sérstaklega var mikilvægt að forðast staði þar sem snjósöfnun var mikil, þar sem stormar geisuðu eða önnur óþægindi einkenndu veðurfarið.

Mikilvægt var að hafa aðgang að fersku vatni, því án þess var úti um allan búskap. Þá var einnig mikilvægt að staðurinn hefði þurran og nokkuð sléttan völl á sólríkum stað til að hægt væri að byggja húsakostinn. Vatn varð að renna frá byggingarsvæðinu svo ekki kæmu upp drenvandamál. Flatur toppur á lítilli hæð var hreint afbragð. Með því móti gátu næringarefni og væta frá húsunum runnið niður á heimatúnið.

Önnur helstu einkenni góðra bæjarstæða fólust í nálægð við engi, haga, sjó og ár, sem og nálægð við hentugt byggingarefni, þjóðbrautir og aðra bæi. Þessar meginreglur eru flestar fullgildar enn þann dag í dag þegar mannvirkjum er valinn staður.

Hugleiðingar um skipulag og landslag - Nemendaverkefni

35


Sjálfbær byggð Guðrún Ragna Yngvadóttir

Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Skilin á milli heimilis og vinnu hafa orðið óljósari og fjölskyldumynstur margbrotnari. Breytt efnahagsástand hefur gert fólki erfiðara fyrir að finna hagstæða húsakosti. Þessar breytingar kalla á nýjar hugmyndir um lifnaðarhætti Íslendinga sem geta stuðlað að sjálfbæru samfélagi fyrir komandi kynslóðir.

Skipulag Við uppbyggingu íbúðahverfa er mikilvægt að stuðla að vistvænum lifnaðarháttum og aukinni samfélagsvitund íbúanna. Þegar fengist er við arkitektúr og skipulag er mikilvægt að taka tillit til sjálfbærni umhverfisins. Þétting byggðar ýtir ósjálfrátt undir grænar samgöngur, en þá er einnig mikilvægt að grunnþjónusta og verslun sé í öllum hverfum svo að hægt sé að draga úr notkun einkabílsins. Núverandi mannvirkjalög vinna að miklu leyti gegn byggingu lítilla íbúða, en með 36

Landmótun 20 ára

Myndin sýnir hvernig þétta má byggð á Kársnesi í Kópavogi, nýtt og gamalt fara vel saman og gefa staðnum skemmtilegan og lifandi bæjarbrag.

hagkvæmu og góðu innra skipulagi íbúðanna er hægt að stuðla að góðri nýtingu á rými og skapa þannig hagstæða húsakosti fyrir fólk. Íbúðir þurfa að vera sveigjanlegar og geta breyst í takt við þarfir íbúanna. Það getur fjölgað eða fækkað í fjölskyldum eða aðstæður þeirra krafist vinnuaðstöðu heima fyrir, o.s.frv. Íbúðareiningin er griðastaður fjölskyldunnar en samskipti á milli

heimila og tengsl íbúa við umhverfið eru ekki síður mikilvæg. Félagsleg sjálfbærni er lykillinn að samheldnu samfélagi. Það er mikilvægt að huga að sameiginlegum útisvæðum þar sem nágrannar geta hist, börn geta leikið saman og þannig skapað lifandi hverfi þar sem íbúarnir eru hluti af heild og saga og andi staðarins er í fyrirrúmi.


Útskriftarár: 2013 Skóli: Arkitektskolen Aarhus, Approaching Sustainable Architecture. Árósum, Danmörk.

Sjálfbær arkitektúr Sjálfbær arkitektúr er ekki ný stefna heldur hönnunarbreyta sem ætti alltaf að hafa í huga við hönnun húsnæðis og umhverfis. 40-50% af orkuneyslu bygginga er bundin við hönnun byggingarinnar, form hennar og afstöðu til sólar. Því er mikilvægt að arkitektar hafi sjálfbærni að leiðarljósi allt frá fyrstu skissu. Ekki er nóg að bæta við sólarsellum, vindmyllum og öðru slíku eftir á í von um að byggingin verði sjálfbær. Úrlausnir eiga að auka lífsgæði án þess að skaða umhverfið eða skerða lífsgæði komandi kynslóða. Það má m.a. gera með því að virkja sérstöðu Íslands og draga fram þá kosti sem veðurfar, náttúra og landið sjálft býður upp á.

Skýringarmynd

Þétting byggðar

Það má með sanni segja að þeir sem koma að skipulagningu nýrra hverfa hafi lykilinn að sjálfbæru samfélagi í höndum sér. Ef skipulagið er ekki sjálfbært þá skiptir litlu máli hversu sjálfbær

Mynd úr lokaverkefni Guðrúnar, Boliger ved havet, frá Arkitektaskólanum í Árósum. Í lokaverkefni mínu við Arkitektskólann í Árósum

Garðrýmið.

vann ég með hafnarsvæðið á Kársnesinu í Kópavogi. Verkefnið fól í sér að skapa sjálfbært samfélag með sterk tengsl við umhverfið og sögu staðarins. Helstu áherslur mínar í verkefninu voru þétting byggðar, styrking staðarandans og tengsl bæjar og hafs. Áform hafa verið uppi um að koma á brúartengingu yfir Fossvog milli Kársness og Reykjavíkur. Þegar að það verður að veruleika þá mun hafnarsvæðið einungis vera 1 km frá Háskólanum í Reykjavík og 3,5 km frá Miðbæ Reykjavíkur í stað 8 km eins og staðan er í dag. Hafnarsvæðið hefur verið skilgreint sem þróunarsvæði þar sem grundvöllur er fyrir þéttingu byggðar með áherslu á blöndun byggðar og vistvænar samgöngur. Tenging Kársnessins við Reykjavík með göngubrú mun verða til þess að íbúar geta valið hjól fram fyrir einkabílinn á leið til og frá vinnu og skóla. Hafið þjónar mikilvægu hlutverki í lífi Íslendinga. Hafið er og hefur verið vinnustaður okkar. Við sækjumst eftir að vera í nálægð við hafið hvort sem það er til útivistar eða búsetu. Það er mikilvægt að styrkja tengsl hafs og byggðar. Strandlínan er almenningseign og ættu allir að hafa möguleika á að njóta hennar. Við þéttingu byggðar og uppbyggingu endurbótarsvæða er mikilvægt að hafa staðarandann að leiðarljósi. Nýtt

A

N

hver bygging er. Skipulagið þarf að leggja línurnar að farsælu og sjálfbæru samfélagi til þess að auðvelda hönnuðum bygginga og umhverfis að vinna að sjálfbærni.

VESTURVÖR

Havne

BAKKABRAUT

Þétting byggðar felst í því að nýta betur rýmið sem er til umráða í bæjum. Þétting byggðar á ekki einungis við um nýbyggingar heldur einnig viðbyggingar og uppfærslu á eldra húsnæði. Í flestum tilfellum er umhverfisvænna að umbreyta eldra húsnæði í stað þess að rífa húsin niður og byggja ný. Út um allan heim má finna gömul iðnaðarhverfi sem hafa verið endurskipulögð og fengið nýtt líf. Dæmi um þessi hverfi eru Carlsbergsvæðið í Kaupmannahöfn, 22@-hverfið í Barcelona og Bo01 í Malmø.

Lege og aktivitetsområde

Hugleiðingar um skipulag og landslag - Nemendaverkefni

37


til mótvægis eru til dæmis „open-ended“, „evolutionary“ og „flexible“. Í slíkum aðferðum er lögð áhersla á notendur dagsins í dag og tekið tillit til hvernig þeir nota svæðið. Notendur eru mælikvarði á það hvort hönnun og skipulag hafi tekist vel eður ei.

Skammtímasvæði Jóhann Sindri Pétursson

Sagt er að tíminn sé fjórða víddin í mótun umhverfis.

Til að komast að væntingum og þörfum notenda þarf að vinna náið með hagsmunaaðilum og einstaklingum. Þar sem þessar aðferðir stefna ekki að ákveðinni lokaniðurstöðu heldur leggja meiri áherslu á leiðina sem er farin og þá möguleika sem kunna að myndast á leiðinni, er ekki lögð áhersla á varanleika. Með þessari viðhorfsbreytingu hefur

notkun svokallaðra skammtímasvæða aukist. Hugtakið er ekki nýtt af nálinni en undanfarin ár hefur það verið að festa sig í sessi í borgum sem leggja áherslu á íbúalýðræði og götumenningu. Skammtímasvæði geta bæði verið hluti af skipulagsáætlunum eða framtak notendanna sjálfra. Hvar svo sem þau eiga rætur sínar eru þau mikilvægur hluti af heildarmynd borga og hverfa. Skammtímasvæði geta verið af ýmsum toga eins og dæmi vitna um. Baðaðstaða í vörugámum og aldingarðar á bílastæðum vitna um frumleika sem getur haft áhrif á umhverfið, framkvæmdaaðila og notendur. Önnur skammtímasvæði nýta áður

Tími og ending eru mikilvæg hugtök þegar svæði eru hönnuð eða skipulögð. Efni þarf að vera endingargott og mikilvægt er að láta tískustrauma ekki ráða of miklu í efnisvali því annars er hætt við að tiltekin hönnun úreldist fljótt, eða um leið og næsta tískubylgja ríður yfir. Hönnuðir vilja gjarnan skapa verk sem standast tímans tönn og velja í því augnamiði klassísk efni og hafa notkunarmöguleika opna. Þess konar hönnun stefnir í stóru og smáu að endanlegri niðurstöðu. Teikningar sýna svæðið eins og það er og eins og það verður að verki loknu. Ferlið er línulaga: Það hefst og því lýkur. Á undanförnum áratugum hefur þessum aðferðum verið hallmælt, bæði af hönnuðum og yfirvöldum. Stefnur sem hafa sprottið upp 38

Landmótun 20 ára

Laugarvegurinn sumarið 2014


ónýtt svæði og byggingar á nýjan hátt, en dæmi um slíkt er svokölluð „pop-up“ starfsemi. Verkefni á borð við „Torg í biðstöðu“ sem stýrt er af Reykjavíkurborg leggja áherslu á að breyta afmörkuðum stöðum þar sem notkun er fábreytt eða stöðnuð. Með þessu eykst líf og fjölbreytileiki. Þó er rétt að taka fram að orðið „biðstaða“ sem borgin hefur valið torgunum gefur ekki allskostar rétt skilaboð og er nokkuð misvísandi. Einkaaðilar hafa séð sér hag í tímabundinni notkun á illa nýttum svæðum í sinni eigu. Verkefni á lóðinni við 100 Union Street í Lundúnum er gott dæmi um hvernig eigendur geta haft áhrif á umhverfi eigna sinna og laðað fólk að, í þeim tilgangi að auka verðgildi fjárfestinga sinna. Verkefnið við Union Street í Lundúnum hefur laðað að sér fjölda arkitekta, hönnuða og listamanna og hefur þessi ónýtta byggingarlóð breyst í borgarströnd, aldingarð og lækningajurtagarð. Undanfarin ár hefur skammtímabaðströndum verið komið upp við árbakka Signu í París. Þær hafa öðlast sérstakan sess í borginni og laðað að sér milljónir manna á hverju sumri. Þessi dæmi sýna möguleikana sem skammtímasvæði bjóða upp á og hvernig þau má nýta, hvort sem tilgangurinn er að koma auðum svæðum í notkun, laða fólk að eða einfaldlega lífga upp á mannlífið.

Skammtímasttönd við Signu í París

Íslendingar hafa ekki verið iðnir við að koma sér upp skammtímasvæðum. En tækifærin kunna að gefast í náinni framtíð. Skammtímasvæði geta verið ódýr í framkvæmd, þau laða að sér fólk og eru líkleg til að vekja Íslendinga til vitundar um ónýtta möguleika innan þéttbýlisins. Hönnuðir og framkvæmdaaðilar munu vonandi sjá tækifæri

í skammtímasvæðum því í þeim felast möguleikar á tilraunastarfsemi og þar er hægt að gera notkunarrannsóknir í rauntíma.

Hugleiðingar um skipulag og landslag - Nemendaverkefni

39


Drangagil Neskaupstað ljósm. T.J. - Göngustígur við Reykjanesbraut, ljósm. Þ.E.S. - Hringtorg í Kórahverfinu, Kópavogi, ljósm. B.M.

40

Landmótun 20 ára


Verkefnakynning

SKIPULAG

Í skipulagi eru teknar mikilvægar ákvarðanir varðandi umhverfi, aðgengi og vernd og mótun byggðar. Skipulag ber að vinna með þeim hætti að það sé til hagsbóta fyrir þá sem búa og starfa í sveitarfélaginu og sé um leið í sem mestri sátt við umhverfið. Því er afar mikilvægt að hafa samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Sjálfbær og lifandi byggð er eftirsóknarverð og ýmsum aðferðum er beitt til að svo geti orðið. Í þessum kafla er að finna sýnishorn af nokkrum verkefnum sem Landmótun hefur unnið á liðnum árum.

Sumarbústaðasvæði í Miðhúsaskógi - Í Hrunamannahreppi Verkefnakynning - Skipulagsmál

41


42

Landm贸tun 20 谩ra

Fossvogsdalur, lj贸sm. B.M.


Landmótun og skipulag Óskar Örn Gunnarsson

Skipulagsáætlanir skiptast í svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag. Svæðisskipulag er skipulagsáætlun tveggja eða fleiri sveitarfélaga, aðalskipulag nær til alls lands sveitarfélags og deiliskipulag til afmarkaðs svæðis eða reits innan sveitarfélags. Samræmi þarf að vera milli allra skipulagsstiga. Allt frá stofnun Landmótunar hefur aðalskipulagsgerð verið mikilvægur þáttur í verkefnaflóru stofunnar. Fyrsta aðalskipulagið sem unnið var á Landmótun var aðalskipulag Krýsuvíkur sem hluti af aðalskipulagi Hafnarfjarðar og stóð sú vinna yfir í tvö ár. Síðan hefur Landmótun komið að aðalskipulagsgerð fyrir 24 sveitarfélög og unnið í nánu samstarfi við sveitarfélögin, íbúa og aðra hagsmunaðila. Sveitarfélögin eru ólík og viðfangsefnin einnig. Skaftárhreppur er langstærsta sveitarfélagið sem Landmótun hefur unnið með en Skagaströnd það minnsta. Fámennasta sveitarfélagið er

Yfirlit yfir aðalskipulagsverkefni sem Landmótun hefur unnið að.

Fljótsdalshreppur og Kópavogur það fjölmennasta. Landmótun hefur einnig unnið mörg deiliskipulög og er sú vinna æði fjölbreytt. Má þar nefna deiliskipulög fyrir ofanflóðamannvirki, samgöngumannvirki, íbúðarsvæði, hafnarsvæði, útivistarsvæði og svo mætti lengi telja. Eitt stærsta deiliskipulagsverkefni stofunnar er deiliskipulag Úlfarsárdals. Landmótun veitir í síauknum mæli almenna ráðgjöf um skipulags- og umhverfismál til

sveitarfélaga en mikið er leitað til stofunnar um aðstoð þegar kemur að flóknum úrlausnarefnum á sviði skipulagsmála. Svæðisskipulag miðhálendisins er stærsta verkefni sem Landmótun hefur tekist á við. Með réttu má segja að stofan hafi haslað sér völl á sviði skipulagsmála á stórum landsvæðum og mikið hefur safnast í gagna- og reynslubanka hennar. Mun þessi reynsla nýtast vel í framtíðinni við lausn sífjölbreytilegri skipulagsmála. Verkefnakynning - Skipulagsmál

43


44

Landm贸tun 20 谩ra


árið 1995 lá fyrir endanleg afmörkun svæðisins. Svæðisskipulagið var samþykkt 1998 og staðfest af ráðherra umhverfismála í maí 1999.

Skipulagsvinnunni var skipt upp í þrjú meginstig:

Miðhálendi Íslands

A. Almennar forsendur. Almennar lýsingar á öllu miðhálendinu þar sem tekið var fyrir náttúrufar, landnotkun, fyrirliggjandi skipulagsáætlanir og löggjöf.

Svæðisskipulag 1995-2015

Einar E. Sæmundssen, Gísli Gíslason og Yngvi Þór Loftsson

Í upphafi tíunda áratugarins var lífleg umræða um að vinna svæðisskipulag fyrir miðhálendi Íslands. Nýting þessa víðáttumikla landsvæðis sem er stjórnað af aðliggjandi sveitarfélögum var til umræðu; ferðamennska, orkunýting, hefðbundin afréttanýting, náttúruvernd og skipulag þessara þátta. Lagt var fram frumvarp til laga á Alþingi um að gera hálendið að einu sveitarfélagi með sjálfstæða stjórn. Sú tillaga féll í grýttan jarðveg hjá sveitarfélögum umhverfis landið, sem áttu aldagömul réttindi til nytja á hálendinu og frumvarpið var lagt til hliðar. Niðurstaðan varð sú að sett var bráðabirgðaákvæði við skipulagslög sem gerði héraðsnefndum kleift að mynda sérstaka samvinnunefnd til að gera tillögu að skipulagi miðhálendis Íslands. Samkvæmt því skipuðu tólf héraðsnefndir sem hlut áttu að máli hver um sig einn fulltrúa í samvinnunefndina en umhverfisráðherra

skipaði formann. Að undangengnu útboði á skipulagsvinnu á vegum Skipulags ríkisins var Landmótun ehf, skipulagsstofa landslagsarkitekta ráðin til verksins. Í október 1994 var svo hafist handa og segja má að sá leiðangur hafi í mörgum skilningi minnt á landkönnunarleiðangra 19. aldar því leiðin að markmiðinu, að gera svæðisskipulag fyrir miðhálendi Íslands, var hvorki bein né greið. Til að vinna ýmis verkefni sem kröfðust sérþekkingar var leitað til stofnana eða einstakra vísindamanna sem allir lögðust á eitt til að leysa verkefnið. Afmörkun skipulagssvæðisins lá fyrir í grófum dráttum. Víða voru mörk afrétta notuð, sem mörg hver voru sýnileg í landi sem afréttagirðingar. Annars staðar var horft til landslags svo sem jökla og vatna. En staðarmörk einstaka sveitarfélaga voru óljós, sérstaklega á jöklum. Þá þurfti að ná sátt við jarðeigendur og sveitarstjórnir víða um landið. Að lokum var gengið frá samkomulagi og

Landinu var skipt upp í landslagsheildir sem hverjar um sig höfðu sín séreinkenni og var þá einkum stuðst við jarðfræðilega þætti, berggrunn, landmótun og samfellda gróðurþekju, einkum votlendis. Náttúrufarslegum forsendum var lýst eftir landslagsheildunum og einstökum deilisvæðum þeirra. Gróðurfar hálendisins er fábreytt en þess meiri fjölbreytni gætir í landslagi og landmótun. Mörk svæðanna og deilisvæða þeirra gefa til kynna breytileika í fimm náttúrufarsþáttum, sem eru um leið greiningar- og lýsingarlyklar fyrir svæðið. Þeir eru: 1. Landslag (macro-relief ), dalir og fjöll sem mótast af samspili upphleðslu og rofs og byggja á berggrunni og jarðgrunni. 2. Landsáferð (nano-, micro-relief ), yfirborðsáferð lands. 3. Veðurfar og snjóalög, einkum sumarhiti og úrkoma. 4. Vatnafar; fallvötn, stöðuvötn, grunnvatn, lífríkisgrunnur. Verkefnakynning - Skipulagsmál

45


Miðhálendinu var skipt upp í landslagsheildir. Hver þeirra hefur sín séreinkenni og var stuðst við jarðfræðilega þætti, berggrunn, landmótun og samfellda gróðurþekju, einkum votlendis. Mörk svæða og deilisvæða gefa til kynna breytileika í fimm náttúrufarsþáttum, sem eru um leið greiningar- og lýsingarlyklar fyrir svæðið.

5. Gróðurfar og jarðvegsþekja; gróðurþekja, gróðurlendi, jarðvegsgerð, ástand jarðvegs. Þessir þættir ráða mestu um aðgengi, útsýni, skjól og annað sem snýr að ferðamönnum. B. Forsendur eftir landshlutum. Miðhálendinu var skipt upp í fjóra hluta eins og sést á kortinu: 1. Norðvesturhálendið: Frá Kaldadal að Sprengisandi. 2. Norðausturhálendið: Frá Sprengisandi að Eyjabökkum. 3. Austurhálendið: Frá Eyjabökkum að Skaftafelli. 4. Suðurhálendið: Frá Skaftafelli að Kaldadal. Í landshlutalýsingum var gerð greining og mat á náttúrufari, náttúru- og söguminjum, hefðbundnum nytjum, orkumálum, útivistar- og ferðamálum, samgöngum og byggingarmálum. C. Megindrættir skipulagsáætlunar Stefnumörkun í skipulags- og byggingarmálum miðhálendisins 1995-2015. Landnotkun var greind eftir fjórum hálendishlutum: Stefnumörkun í skipulagsmálum á miðhálendinu byggir á þeirri grunnhugmynd að deila því upp í stórar samfelldar landslagsheildir og belti, eftir mannvirkjastigi og verndargildi. Annars vegar eru verndarheildir og hins vegar mannvirkjabelti. Þannig er stuðlað að því annars vegar að allri meiriháttar mannvirkjagerð verði haldið á afmörkuðum beltum, en hins vegar verði teknar frá sem stærstar og samfelldastar verndarheildir þar sem framkvæmdum er haldið í lágmarki. 46

Landmótun 20 ára

Innan verndarheildanna eru stærstu ósnortnu víðerni Íslands. Almennt séð ber að halda hverskonar mannvirkjagerð á miðhálendi Íslands í lágmarki og beina henni þess í stað á jaðarsvæði hálendisins. Verndarheildir og mannvirkjabelti koma ekki fram sem sérstakir landnotkunarþættir á skipulagsuppdrætti, en eru engu að síður leiðbeinandi og stefnumarkandi varðandi alla mannvirkjagerð og afmörkun hvers konar verndarsvæða á hálendinu.

Verndarheildir Á verndarheildum er allri mannvirkjagerð haldið í lágmarki. Náttúruverndarsvæði af ýmsu tagi eru ríkjandi í landnotkun ásamt vatnsvernd og verndarsvæðum sögu- og fornminja. Þar

eru einnig mikilvægustu útivistarsvæðin með gistiskálum, tjaldsvæðum, gönguleiðum og reiðleiðum. Á jöðrum verndarheildanna eru víða þjónustumiðstöðvar ferðamanna og landgræðslusvæði að byggð. Verndarheildir liggja utan mannvirkjabeltanna í a.m.k. 2,5 km fjarlægð frá næstu aðalfjallvegum og orkumannvirkjum; háspennulínum og miðlunarlónum. Lágmarksstærð eininga í verndarheildum er 25 km2 og allir jöklar miðhálendisins tilheyra þeim.

Mannvirkjabelti Helstu mannvirkjabelti miðhálendisins eru tvö og liggja þvert yfir hálendið með N-S stefnu um


Matslykill Grunnur svæðisskiptingar var notaður til þess að leggja mat á einstök svæði og gefa þeim „einkunnir“, A, B, C, og D eftir vægi einkenna; Mest, yfir meðallagi, undir meðallagi og minnst, eða einskonar núll flokkur. Aðferðafræðin gaf nær ótæmandi samanburðarmöguleika, svo sem að bera saman verndarþætti og nýtingu af ýmsum toga. Gróðurminjar

Vatnafar

Landslag

Hagsmunaárekstur orkuvinnslu og náttúruverndar

Sprengisand og Kjöl, þar sem eru flutningsæðar raforku og umferðar, auk uppistöðulóna. Á Suðurlandi eru einnig þvertengingar meðfram Byggðalínu um Fjallabakssvæðið að virkjunum á Tungnaársvæðinu og þaðan til vesturs með Hvalfjarðarlínu sunnan Langjökuls. Á mannvirkjabeltunum eru einnig helstu þjónustusvæði ferðamanna. Gildistími Svæðisskipulags miðhálendis Íslands var til 2015 og frá því að það tók gildi hafa aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaga sem ná til miðhálendisins tekið tillit til þeirrar stefnumörkunar sem svæðisskipulagið lagði til og gert að sinni. Nú stefnir í að skipulag miðhálendis Íslands muni gilda áfram í Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem unnið er að og stefnt er á að verði samþykkt árið 2015.

Á Kjalvegi Verkefnakynning - Skipulagsmál

47


48

Landmรณtun 20 รกra

Skagastrรถnd


Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagastrandar, hugleiðing um byggðaþróun

Einkenni á byggðarmynstri Skagastrandar er sveiglaga form sem tekur mið af náttúrulegri lögun strandlínunnar í byggðinni eins og sést á ljósmynd og mynd af uppdrætti frá 1920 sem lagður er yfir loftmynd frá 2009. Hið sveigða form var haft að leiðarljósi í mótun skipulagsins og leitast við að láta götur sem ganga þvert á það mynda eins og geisla upp frá ströndinni. Við gerð aðalskipulagsins var rætt að hve miklu leyti

Yngvi Þór Loftsson, Margrét Ólafsdótti, Óskar Örn Gunnarsson.

Sveitarfélagið Skagaströnd sem er á Skaga við austanverðan Húnaflóa er um 50 km2 og er landfræðilega með minnstu sveitarfélögum á Íslandi. Þar búa um 500 manns og sveitarfélagið því í hópi þeirra rúmlega 40 sveitarfélaga af 74 sem hafa færri en 1000 íbúa. Norðurmörk sveitarfélagsins liggja skammt norðan Finnsstaðaness og suðurmörk að Hrafná. Spákonufell afmarkar undirlendi sveitarfélagsins til austurs. Þótt Skagaströnd nái ekki yfir stórt svæði er undirlendi nægjanlegt fyrir þéttbýlið og mestur hluti landsins í eigu sveitarfélagsins. Landmótun tók að sér að gera aðalskipulag fyrir Skagaströnd. Meginmarkmið skipulagsins var að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar á svæðinu, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnu- og mannlíf og gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða. Aðalskipulagið var staðfest af umhverfisráðherra 8. mars 2011 og gildir til ársins 2022. Sveitarfélagsuppdráttur Verkefnakynning - Skipulagsmál

49


fyrsta skipulag byggðarinnar skyldi hafa áhrif á hið nýja skipulag. Sú umræða var á margan hátt forvitnileg og varpaði nokkru ljósi á virkni skipulags og hvort eða hvernig það hefur áhrif á byggðamynstur og þróun.

Skipulagið frá 1946 Frá fornu fari var verslunarstaður við Spákonufellshöfða, nefndur Höfðakaupstaður eða Höfði. Danskir kaupmenn áttu í erfiðleikum með ð-hljóð í framburði og nefndu hann Skagestrand og tóku þar upp nafnið á sjálfri strandlengjunni af sjókortum. Skagastrandarverslunin var ein af einokunarverslunarstöðvunum og var dönsk verslun þar fram undir 1920. Þegar nýsköpunarstjórnin beitti sér fyrir setningu laga um síldarverksmiðjur á Íslandi árið 1942 var horft til Höfðakaupstaðar vegna mikilla síldarganga fyrir Norðurlandi á sumrin og góðra fiskimiða á Húnaflóa að vetri til. Þar var gott landrými og samgöngur greiðar. Árið 1946 var

Yfirlitskort af Skagaströnd frá 1920 lagt yfir loftmynd

50

Landmótun 20 ára

Módel af Skagaströnd frá 1948


lögfestur skipulagsuppdráttur fyrir Höfðakaupstað þar sem gert var ráð fyrir 3000 manna byggð, sem hefði þýtt tíföldun íbúafjölda sveitarfélagsins. Ráðgert var að höfnin yrði af svipaðri stærð og höfnin í Reykjavík var á þeim tíma. Upp frá höfninni var byrjað að byggja síldarverksmiðjur og þar fyrir ofan átti að vera verksmiðjuog iðnaðarhverfi. Græn svæði áttu að skilja atvinnusvæðin frá íbúðabyggðinni og var það í samræmi við hugmyndir um græn belti sem voru vinsæl við skipulag borga í Bretlandi. Kirkjan varð miðpunktur í skeifulagaðri íbúðabyggð, en horft var fram hjá landfræðilegum aðstæðum, s.s. klettabelti sem hefði þurft að jafna út til að koma þeirri byggð fyrir. Í skipulaginu var hins vegar gert ráð fyrir að íbúarnir gætu stundað sjálfsþurftarbúskap með störfum sínum við síldveiðar og vinnslu og öðrum sjávarútvegi. En á þessum árum vildi fólk sem flykktist úr sveitum í þéttbýli tryggja afkomu sína með kvikfjár- og garðrækt. Skipulagið þótti merkilegt og af því var gert líkan á grunni skipulagsuppdráttarins sem sýnt var á heimssýningu í London árið 1948. Þessar metnaðarfullu hugmyndir urðu ekki að veruleika og skipulaginu var sama og ekkert fylgt eftir, enda voru forsendur fyrir 3000 manna byggð brostnar einungis tíu árum eftir samþykkt þess. Skipulagið var allt of viðamikið fyrir lítið þorp í hægri þróun. Uppbyggingin varð mest við höfnina og upp af henni. Þar má sjá ákveðin einkenni í byggðinni sem rekja má til skipulagsins og einnig í nokkrum byggingum í íbúðabyggðinni. Skipulagið hefur skilið eftir sig spor í byggðamynstri Skagastrandar sem tekið hefur verið tillit til við aðalskipulagsgerð á síðari tímum, en algerlega verið horfið frá umfangi þess og mjög mörgum skipulagslegum forsendum sem í því birtust. Á síðari árum hefur sveitarfélagið unnið að varðveislu og endurbyggingu húsa sem eru mikilvæg í byggingarsögu svæðisins og aukinn áhugi hefur verið á allri sögu byggðarinnar og áhrifaþáttum í þróun hennar, svo sem eldri skipulagsáætlunum. Yngvi Þór Loftsson tók saman.

Þéttbýlisuppdráttur Verkefnakynning - Skipulagsmál

51


Fyrir breytingar

Eftir breytingar

52

Landm贸tun 20 谩ra


Deiliskipulag fyrir miðbæ Þingeyrar Einar E. Sæmundsen og Einar Birgirsson.

Þingeyri státar af merkum menningarminjum, jafnvel fleiri en aðrir þéttbýlisstaðir á Vestfjörðum. Merki eftir mannvist og manngert umhverfi sjást víða í landinu. Leifar forns þingstaðar eru á miðsvæði Þingeyrar og er talið að þar hafi Dýrafjarðarþing, sem nefnt er í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar, verið haldið. Auk þess eru fornar rústir á Gramstúni á opnu svæði bak við Gramsverslun og Salthúsið. Í brekkum upp af Brekkugötu má ennfremur sjá gömul garðbrot frá liðnum tíma. Fjöldi eldri húsa setur svip sinn á miðbæinn og er það yfirlýst stefna að varðveita yfirbragð gömlu byggðarinnar. Af 35 húsum á skipulagssvæðinu eru 20 frá því fyrir 1922. Hið elsta er Salthúsið, en það var reist árið 1776. Lagt hefur verið til að flytja eitt af virðulegri húsunum á svæðinu á nýja lóð og finna því nýtt hlutverk, Gramsverslun – eða Gamla kaupfélagið, sem áður hefur verið flutt á milli lóða.

Meginmarkmið deiliskipulagsins fyrir miðbæ og hafnarsvæðis Þingeyrar voru mótuð í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Deiliskipulagið er nákvæmara og lýsir útfærslu einstakra atriða. •

Markmið deiliskipulagsins er að móta stefnu um uppbyggingu á miðbæjar- og hafnarsvæði Þingeyrar og skapa góð skilyrði fyrir uppbyggingu í þágu atvinnulífs og betra mannlífs.

Kannað er hvar hægt er að þétta byggð frekar og hvernig megi styðja við ferðaþjónustu í miðbænum.

Deiliskipulagið á að efla atvinnu sem hentar miðbæjarstarfsemi og léttum iðnrekstri á atvinnusvæðinu.

Lögð verður áhersla á að draga fram sérkenni og sögu Þingeyrar.

Þjónusta við ferðamenn verður aukin með fræðslu um byggðasögu, fornminjar og sögu einstakra bygginga.

Deiliskipulagsafmörkun Verkefnakynning - Skipulagsmál

53


Deiliskipulag ร lfรกrsdals

54

Landmรณtun 20 รกra


Deiliskipulag Úlfarsárdals í Reykjavík

Lesið i landið

Yngvi Þór Loftsson, Margrét Ólafsdótti, Óskar Örn Gunnarsson.

Deiliskipulagssvæðið er u.þ.b. 3.2 km2 að stærð. Helsta einkenni þess er Úlfarsá, dragá sem á upptök sín í Grímmannsfelli. Þrjár flúðir í árfarveginum mynda Úlfarsárfoss. Klettarimar mynda umgjörð um dalinn að sunnanverðu og stór votlendissvæði eru ofarlega í dalnum. Þegar neðar dregur tekur við fjölbreyttara landslag þar sem þrengir að ánni með brattari hlíðum beggja vegna árinnar. Hæsti punktur deiliskipulagssvæðisins er um 90 m yfir sjávarmáli og við Vesturlandsveg liggur landið lægst, í um 40 m yfir sjávarmáli. Gróðurfar í Úlfarsárdal ber merki um hefðbundinn landbúnað enda búið að ræsa stóran hluta votlendis fram, að undanskildum austasta hlutanum í dalnum. Gróið land þekur 92,5% af svæðinu og þar af er 22% votlendi. Fuglalíf við Úlfarsá er mjög fjölskrúðugt,

m.a. verpa þar 25 fuglategundir reglulega. Lax er ríkjandi tegund í Úlfarsá neðan Hafravatns en einnig er þar að finna bleikju, hornsíli og ál.

Deiliskipulagssvæðinu er skipt upp í fjórar landslagsheildir sem hver hefur sín séreinkenni:

Eitt af markmiðum deiliskipulagsins er að svæðið verði sjálfbært. Til þess að meta hvort skipulagið sé á réttri leið í átt að sjálfbærri þróun eða hvort um neikvæða þróun sé að ræða eru notaðir svokallaðir umhverfisvísar.

b) Undirlendi Úlfarsárdals

Landslagsheildir Á grundvelli ítarlegra gagna um náttúrufar og söguminjar er landið flokkað í nokkrar landslagsheildir og deilisvæði þeirra. Landsvæði eru þá afmörkuð út frá sameiginlegum einkennum í landslagi, jarðfræði, gróðurfari, fuglalífi, búsetuminjum og landnotkun.

a) Raskað land í landi Lambhaga c) Fjölbreyttara landslag með skógrækt, gili og fossi d) Stór ósnortin votlendissvæði Landslagsheildirnar skiptast í 57 deilisvæði. Hvert deilisvæði er síðan metið eftir því hversu mikið gildi það hefur, lítið, miðlungs eða mikið. Með þessu er lagður grunnur að ákveðnum skipulagseiningum sem auðvelda afmörkun svæða og ákvörðun um landnotkun. Sögulegar minjar er helst að finna við bæina Verkefnakynning - Skipulagsmál

55


Lambhaga og Úlfarsá. Við Lambhaga eru einungis tvær minjar enn sjáanlegar á yfirborði af 22 skráðum minjum á því svæði. Í landi Úlfarsár eru sautján minjastaðir og eru þeir flestir í samfelldu búsetulandslagi norðan og austan við síðasta bæjarstæðið. Mikilvægustu gróðursvæðin eru samfelldu mýrlendissvæðin þar sem gróðurfar er fjölbreytt á austasta hluta skipulagssvæðisins. Gildi náttúrufarsþátta og söguminja eru vegin saman. Kálfakotsgil og umhverfi Úlfarsárbæjarins hafa mikið gildi og skera sig nokkuð frá öðrum svæðum innan skipulagssvæðisins en þar er að finna margar og fjölbreyttar minjar ásamt mikilvægum náttúrufarslegum þáttum. Önnur svæði sem hafa mikið gildi eru Úlfarsá og bakkar hennar og votlendissvæði austan til í dalnum, sem kemur til af því að þau eru meðal fárra votlendissvæða innan borgarmarkanna sem enn standa óröskuð. Þau svæði sem hafa minnsta þýðingu eru sum jaðarsvæðanna, til að mynda í hlíðunum beggja vegna dalsins þar sem gróður er fábreyttur, landslag einsleitt og engar minjar til staðar. Áin hefur mesta útivistargildið. Í henni er veiði, hún hefur fræðslugildi, aðgengi að henni er gott og einstakt að hafa náttúrulegan árfarveg inni í byggð. Skógrækt í tengslum við sumarhúsabyggð í norðurhlíðunum hefur líka mikla þýðingu sem útivistarsvæði, vegna gróðurs, skjóls og öðruvísi búsvæða fugla en annars staðar í dalnum. 56

Landmótun 20 ára


Votlendissvæðið austast hefur minnsta þýðingu þar sem aðgengi er lélegt vegna bleytu.

Meginskipulagshugmynd og útivistarþol Úlfarsárdalur er fyrst og fremst hugsaður sem fjölbreytt útivistar- og náttúrusvæði. Viðkvæm náttúrusvæði verða vernduð en um leið boðið upp á margvíslega starfsemi sem borgarbúar og ýmsir tómstunda- og áhugamannahópar geta nýtt sér. Í dalnum verður einnig íþróttasvæði með tilheyrandi þjónustu, svo sem fótboltavöllum, sundlaug og íþróttahúsi. Með hugtakinu útivistarþol er átt við hversu mikla starfsemi svæði þolir án þess að spjöll hljótist af. Landnotkun á svæðinu má í grófum dráttum skipta í þrjá flokka eftir útivistarþoli: a) Verndarsvæði b) Almenn útivistarsvæði c) Byggingarsvæði Á verndarsvæðum er útivistarþolið minnst en mest á byggingarsvæðum, enda þola þau mikið álag. Eftirfarandi er stutt lýsing á skipulagsskilmálum sem gilda fyrir mismunandi svæði.

Hverfisvernd Allt svæðið er á náttúruminjaskrá og hluti þess undir sérstakri vernd vegna votlendis skv. 37. grein náttúruverndarlaga. Í deiliskipulagstillögu Landmótunar falla stærstu samfelldu votlendissvæðin, næsta umhverfi árinnar, umhverfi

Kálfakotsgils og minjasvæði umhverfis bæjarstæði Úlfarsár undir hverfisvernd. Allar fornleifar á svæðinu nema garður í landi Úlfarsár eru innan hverfisverndarsvæðanna. Þar skal uppbygging vera í lágmarki og takmarkast við byggingu stíga, vega og annarra mannvirkja. Uppgræðsla og skógarútplöntun skal skipulögð. Áhersla verður lögð á að laga framkvæmdir og hönnun að landslagi og gróðurlendi og varðveita þau landslagsform sem eru til staðar. Við hönnun þessara svæða skal tekið tillit til viðhaldsstigs og leitast við að gera þau sjálfbær.

Opin svæði til sérstakra nota Almennu útivistarsvæðin eru beggja vegna árinnar og mynda eins konar skil á milli verndarsvæða og aðliggjandi byggingarsvæða í dalnum. Þar er gert ráð fyrir fjölbreyttri aðstöðu til útivistar, svo sem hverfisleikvöllum, boltavöllum, skíða- og sleðabrekkum, skólagörðum o.fl. Á svæðunum eru skógræktarsvæði og settjarnir og um þau liggja stofn- og tengistígar.

Byggingarsvæði Byggingarsvæðin eru íþróttasvæði beggja vegna árinnar fyrir miðjum dalnum og lóð ætluð undir veitingahús. Þau eru aðalaðkomusvæði inn í dalinn og því með góðum tengingum við vegi og gönguleiðir. Á þeim er gert ráð fyrir verulegri röskun og landið þar verður að mestu manngert eftir uppbyggingu.

Samgöngur Tengivegur er austan við Lambhaga og stofnvegur er áætlaður á sveitarfélagsmörkum austast í dalnum. Gert er ráð fyrir samfelldri hægakstursgötu meðfram íbúðabyggð, skólum og íþróttasvæðum í norðanverðum dalnum og hún mun tengjast íþróttasvæðinu fyrir miðju hans. Stofnstígar liggja eftir endilöngum dalnum beggja vegna og eru hluti af stígakerfi sem liggur meðfram Úlfarsá frá fjöru til fjalla. Út frá þeim liggja tengistígar yfir ána á fjórum stöðum og inn í aðliggjandi byggð. Stofnstígar og tengistígar eru ýmist malbikaðir eða hellulagðir. Stofnstígar og þeir tengistígar sem gegna hlutverki gönguleiða í skóla skulu vera lýstir. Útivistarstígar liggja út frá öðrum stígum og eiga að gefa fólki kost á að komast út af meginleiðum til að njóta náttúrulegra svæða. Útivistarstígar eru ekki sýndir á deiliskipulagsuppdrætti. Landmótun hlaut Skipulagsverðlaunin 2006, sem Skipulagsfræðingafélag Íslands SFFÍ veitir, fyrir deiliskipulag Úlfarsárdals þegar verðalunin voru veitt í fysta sinn. Yngvi Þór Loftsson tók saman.

Verkefnakynning - Skipulagsmál

57


Kópavogskirkjugarður - Hjúkrunarheimilið Hamrar, Mosfellsbæ, ljósm. Þ.E.S. - Leikskólinn Álfaheiði, Kópavogi

58

Landmótun 20 ára


Verkefnakynning

HÖNNUN

Mótun landsins, almenningsrýma eða hversdagsumhverfis verður sífellt mikilvægari þáttur í lífi fólks og er stór hluti af starfi Landmótunar. Mótað umhverfi er allt í kringum okkur, það er af ýmsum toga og lýtur þörfum og væntingum notenda. Sagt hefur verið að landslagsarkitektúr sé byggingarlist sem vinni með fjórðu víddina, tímann. Okkar hlutverk er að svara kalli samtímans um sjálfbærni og umhverfisvernd. Með því að hafa ætíð í huga vellíðan og lífsgæði fólks má skapa heilbrigðar og þroskandi aðstæður í mótuðu umhverfi og skipulagi. Það leiðir til betra samfélags fyrir okkur öll.

Lýðveldisgarðurinn við Hverfisgötu - Læknurinn í Hafnafirði, ljósm. Þ.E.S. Verkefnakynning - Hönnun

59


60

Landm贸tun 20 谩ra

Leiksk贸linn Berg, Kjalarnesi


Berg á Kjalarnesi

Áslaug Traustadóttir og Samson B. Harðarson

Berg á Kjalarnesi er gamalgróinn leikskóli sem var fluttur um set árið 2004. Nýja byggingin var unnin af ASK arkitektum með vistvæna nálgun í huga. Leikskólinn stendur á opnu svæði rétt við Klébergið með útsýni út á haf og Esjuna í baksýn. Við hönnun lóðarinnar var sjálfbærni og umhverfi lagt til grundvallar. Byggingin er klædd með rekaviði og er það efni einnig notað í skjólgirðingar og „hellulögn“ á lóð. Annað sjáanlegt timbur á lóðinni er ómeðhöndlað greni. Öll leiktæki voru endurnýtt af lóð gamla leikskólans. Unnið var með náttúruna bæði hvað varðar form og efni og þannig urðu til nýir og spennandi möguleikar til leikja. Meðal annars var regnvatn af þaki leitt í „bunustokk“ ofan á stóran stein við húsvegg og þaðan í rás á yfirborði út fyrir lóðina og áfram út í sjó. Gerður var grænmetisgarður, grashóll myndaður með steinabyrgi á toppnum, timburbryggjur og brýr voru byggðar og sáð í blómaengi.

Grunnmynd

Bunustokkur Verkefnakynning - Umhverfi til uppeldis og hollustu

61


62

Landmótun 20 ára

Leikskólinn Bergheimar, Þorlákshöfn


Bergheimar

Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Kristbjörg Traustadóttir

Árið 2012 var ráðist í endurbætur á leikskólanum Bergheimum í Þorlákshöfn. Byggð var 470m2 viðbygging við skólann, reistar leiktækjageymslur og lóð endurgerð og stækkuð um 1600m2. Við hönnun lóðarinnar var lögð áhersla á gott flæði og fjölbreytileika þar sem unnið var með mismunandi efni og rými með áherslu á ímyndunarleiki. Haldið var í hraunfláka sem náttúrulegt svæði í jaðri og um miðbik lóðarinnar. Hringlaga malbikaður stígur með malarsvæði og leiktækjum í miðjunni var tengdur nýjum stígum og dvalarsvæðum. Aðkoma að öllum deildum er um lóðina. Stígar eru ýmist malbikaðir, hellulagðir eða grasslóðar. Nærsvæði yngstu barnanna eru næst byggingunni og þar eru einnig timburverandir í skjólgóðum hornum sem gefa möguleika á að færa innileikinn út á góðviðrisdögum. Góð yfirsýn er yfir lóðina, svið og setpallar eru á henni miðri og þeir tengjast jafnframt leik í hrauninu. Í skógarrjóðri í suðausturhorninu eru minni rými þar sem fjölbreyttir ímyndunarleikir geta farið fram, jafnframt því sem gróðurinn mun veita skjól fyrir suðaustanáttinni. Matjurtagarðar eru staðsettir á jaðri lóðarinnar. Allt hönnunarferlið var unnið í nánu samstarfi við leikskólastjóra og bæjaryfirvöld.

Grunnmynd

Dæmi um efnisnotkun á lóð. Verkefnakynning - Umhverfi til uppeldis og hollustu

63


64

Landmรณtun 20 รกra

Meรฐferรฐargarรฐur BUGL


HREYFISVÆÐI

Meðferðargarður fyrir börn og unglinga við BUGL

PALLUR

Einar E. Sæmundsen og Kristbjörg Traustadóttir

Árið 2012 var ráðist í endurbætur á útivstarsvæði við BUGL, Barna og unglingageðdeild Landspítalans. Sex nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík tóku að sér að leiða verkefnið frá hugmyndastigi að framkvæmdum og var námsverkefnið unnið í nánu samstarfi við stjórnendur BUGL og rekstrarsvið LSH. Einar E. Sæmundsen og Kristbjörg Traustadóttir hjá Landmótun voru fengin til liðs við verkefnið, en það var Kristbjörg, sem er landslagsarkitekt og nemi í umhverfissálfræði sem hannaði og teiknaði garðinn.

Ásgarður - útileiksvæði á BUGL endurhannað Útisvæði við deildina mætti ekki þörfum skjólstæðinga, hvorki sem leiksvæði né í markvissri hópmeðferð. Með endurhönnun Ásgarðs var leitast við að hanna umhverfi sem ýtir undir

BOLTALEIKIR

KYRRÐARLUNDUR HÓLL

Grunnmynd

hvers konar hreyfingu, svo sem með hreiðurrólu, jafnvægisbraut og hring. Stöplum var komið fyrir sem börnin geta leikið sér á, ásamt því sem þau hafa möguleika á að hjóla um svæðið og fara í hina ýmsu boltaleiki. Einnig var komið fyrir stauragöngum, hlöðnum vegg og álfasteinum ásamt fuglahúsum, bekkjum og kollum. Vonast er til að breytingarnar hafi jákvæð áhrif á líkamlegt heilbrigði barnanna, sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Garðurinn verður fyrsti heilsu- og meðferðargarðurinn fyrir börn á Íslandi.

Gróður og fuglar Gróður leikur stórt hlutverk í hugmyndinni að baki nýja garðinum. Berjaplöntur voru gróðursettar til að laða að fugla og vekja áhuga barnanna og epla- og kirsuberjatrjám var komið

fyrir á nokkrum stöðum. Plönturnar sem voru valdar hafa mismunandi blómgunartíma, notalega og róandi sumarblómaliti og sumar hverjar skarta fallegum haustlitum.

Timburpallar á skjólgóðum stað Við suðurvegg hússins var gerður stór timburpallur, sem gróðurkassi með kryddjurtum skiptir í tvö rými. Á pallinum er góð aðstaða til að vinna verkefni eða borða úti.

Samverustaðurinn eða Kyrrðarlundurinn Kyrrðarlundurinn er mikilvægur fyrir alla, starfsfólkið og börnin, foreldra og systkini. Markmiðið með honum var að búa til notalegan stað sem eykur vellíðan og heldur vel utan um þá sem hann nota. Verkefnakynning - Umhverfi til uppeldis og hollustu

65


66

Landm贸tun 20 谩ra

R茅ttarholtssk贸li


Réttarholtsskóli

Áslaug Traustadóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir

Réttarholtsskóli stendur á tiltölulega stórri lóð í grónu hverfi. Frá öllum hliðum lóðarinnar eru göngustígar út í hverfið og hitaveitustokkur liggur eftir henni endilangri. Réttarholtsskóli samanstendur af nokkrum byggingum, reistum á mismunandi tímum, sú elsta 1957. Á milli bygginganna myndast ýmisskonar rými og útisvæði. Í skólanum eru efri bekkir grunnskóla og var það haft í huga við hönnun lóðarinnar. Í fyrsta hluta endurnýjunar var unnið að leikog dvalarsvæði nemenda. Í öðrum áfanga var aðkomusvæði, torg og inngangur tekinn fyrir. Unnið var sérstaklega með aðgengi fyrir alla og áhersla lögð á margnota rými. Hönnuð voru sérstök set- og útikennslusvæði og þau tengd rými með íþrótta- og leiktækjum. Setsvæðin má nýta á margvíslegan hátt, t.d. sem áhorfendapalla, staði til að hittast á, þar má borða nesti, læra eða rabba

Grunnmynd

saman á góðviðrisdögum, gera teygjuæfingar, og þar er hægt að liggja jafnt sem sitja. Staurar skýla lóðinni en þeir mynda jafnframt línur og halda utan um útirýmin. Varnargirðingar umhverfis gróðurbeð má einnig nota sem bekki. Hugað var að gönguleiðum og flæði innan lóðarinnar um leið og efnisval og litir í henni mynda heild og tengja ólíkar byggingar saman. Landmótun annaðist hönnun til útboðs í tveimur áföngum árin 2011-2013. Útikennslusvæði við Réttarholtsskóla Verkefnakynning - Umhverfi til uppeldis og hollustu

67


68

Landmótun 20 ára

Háskólinn í Reykjavík


Háskólinn í Reykjavík Einar E. Sæmundsen, Áslaug Traustadóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir og Einar Birgisson

Árið 2006 var haldin samkeppni um skipulag og hönnun á byggingum og lóð Háskólans í Reykjavík. Landmótun tók þátt sem samstarfsaðili Henning Larsen Tegnestue A/S frá Danmörku og Arkís ehf. Niðurstaða dómnefndar var að fara í samstarf við hópinn um frekari útfærslu á hugmyndinni. Hlutverk landslagsarkitektanna fólst í hugmyndavinnu í samkeppnisteyminu, að gera breytingar á deiliskipulagi í samvinnu við deiliskipulagshöfunda og síðan að útfæra hönnun á lóð og umhverfi til útboðs. Meginhugmynd samkeppnistillögunnar var að háskólinn byggðist umhverfis lifandi miðju „a living UniversCity” um leið og hann yrði áberandi, nýtt og ferskt kennileiti í Reykjavík. Hugmyndin að baki skipulagi háskólabygginganna byggir á klassísku þéttriðnu borgarskipulagi

með götum, torgum, sundum og görðum. Miðrýmið eða hjarta bygginganna er þá einskonar miðbæjartorg, þaðan liggja leiðir til allra átta. Hönnunin tekur mið af sérstæðu umhverfi bygginganna. Háskólinn stendur við rætur Öskjuhlíðar, rétt við ylströndina í Nauthólsvík. Einnig var unnið að umhverfi stúdentakaffihúss, kaffi Nauthóls sunnan við Háskólann og bílastæðum norðan við hann. Litið var á þök bygginganna sem umhverfisflöt, enda eru þau sýnileg frá ýmsum sjónarhornum og áberandi í umhverfinu. Þökin eru lögð lyng- og mosaþökum, sjávarbörðum steinum og harðviðarpöllum. Umhverfið er „dregið inn“ á milli bygginga og teygir sig alveg að miðrýminu; graslendi, birkiskógur, vatn og vandaðar steinsteyptar gönguleiðir. Lokaðir innigarðar veita dagsbirtu og fersku lofti inn í húsin og eru um leið kennileiti, en hver og einn hefur sitt sérstaka svipmót.

Skýringarmynd Verkefnakynning - Umhverfi til uppeldis og hollustu

69


Sérstakt lag bygginganna sem teygja sig allar út frá miðjunni, „sólinni“ eins og hún er kölluð, og út í umhverfið gera það að verkum að landslagið nýtur sín við húsin og á milli þeirra. Aðkomutorg teygir sig að aðalinngangi, en að honum liggur breið gönguleið úr steinsteypu og grágrýti með bekkjum og vandaðri lýsingu. Ásýnd lita og efnis breytist eftir árstíðum og birtu. Skógurinn í Öskjuhlíð og grassvæðið við rústir gamla bæjarins Nauthóls tengjast alveg inn að byggingunni og umlykja hana. Framkvæmdum við bílastæði, þak og aðkomutorg lauk árið 2010. Innigarðar eru flestir ófrágengnir en gengið var frá suðurhluta lóðar til bráðabirgða þar sem áætluðum byggingum var frestað um óákveðinn tíma.

Grunnmynd

Skýringarmynd

70

Landmótun 20 ára


Háskólinn í Reykjavík

Verkefnakynning - Umhverfi til uppeldis og hollustu

71


72

Landmótun 20 ára

Pósthússtræti


Pósthússtræti

Áslaug Traustadóttir og Yngvi Þór Loftsson

Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur er ein af elstu götum borgarinnar og var malbikuð árið 1920. Gatan hefur verið endurgerð í tveimur áföngum, en fyrri áfanginn var unninn árið 2001 og náði frá Kirkjustræti að Austurstræti. Forsendur fyrir hönnun Pósthússtrætis voru meðal annars að deiliskipulagið gerir ráð fyrir að göturýmið verði hellulagt og að gatan verði skilgreind sem menningarás samkvæmt Þróunaráætlun miðborgar. Taka þurfti tillit til staðsetningar götunnar, merkra bygginga við hana og Austurvallar sem er elsta útivistarsvæði Reykjavíkur. Meðfram Austurvelli kom í ljós steyptur kantur frá þeim tíma sem girðing var umhverfis völlinn. Niðurstaðan var að gera Pósthússtræti látlaust og stílhreint. Gatan er hellulögð í gráum steini, kantsteinar úr hvítu graníti og hnetubrúnar hellur í gönguleiðum undirstrika línur götunnar.

Áhersla var lögð á breiðari gangstéttir til að gefa möguleika á útiveitingum, en þá var slíkt nýlunda í miðborginni. Árið 2014 var ákveðið að ráðast í annan áfanga Pósthússtrætis og nú alla leið að Tryggvagötu. Lagnir í götunni þurfti að endurnýja og ákveðið var að nota tækifærið og endurnýja yfirborðið um leið. Einfaldleikinn sem Landmótun valdi

Pósthússtræti hefur staðist tímans tönn og fellur vel að nýjum hugmyndum um götur í Kvosinni. Áhersla var lögð á gönguleið í átt að Hörpu og um leið að Gömlu höfninni og Kolaportinu ásamt torgi á horninu við „Bæjarins bestu“. Landmótun annaðist hönnun til útboðs í tveimur áföngum árin 2001-2014. Verkefnakynning - Almenningsrými

73


74

Landm贸tun 20 谩ra

Langholtskirkja


Langholtskirkja

Áslaug Traustadóttir og Samson B. Harðarson

Langholtskirkja reis í áföngum á löngum tíma, en árið 1984 var kirkjan fullbyggð og safnaðarheimilið vígt. Arkitekt kirkjunnar var Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins. Lóðin stóð ófrágengin um árabil. Árið 2004 var Landmótun falið að gera tillögu að heildarfrágangi á aðkomusvæðum og bílastæðum við kirkjuna. Við hönnun lóðarinnar var stílhreinn arkitektúr byggingarinnar hafður til hliðsjónar. Áhersla var lögð á gott aðgengi og unnið að því að skapa umgjörð um þær athafnir og menningarviðburði sem fram fara í kirkjunni. Gert var kirkjutorg þar sem kirkjugestir geta safnast saman fyrir og eftir athafnir og þar geta bílar komið að kirkjudyrum vegna sérstakra athafna, svo sem brúðkaupa eða jarðarfara. Trjágróður á völdum stöðum gefur aðkomunni mýkra yfirbragð. Bak við safnaðarheimilið er garður með fjölbreyttum gróðri og stígum. Árið 2010 hlaut lóð Langholtskirkju viðurkenningu Reykjavíkurborgar í flokki stofnanalóða. Verkefnakynning - Almenningsrými

75


76

Landmótun 20 ára

Göngu- og hjólastígar í Forssvogsdalnum


Snið af álagsstæði

Göngu- og hjólreiðaleiðir frá Ægisíðu um Fossvogsdal að Elliðaárdal Yngvi Þór Loftsson, Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Áslaug Traustadóttir

Á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið unnið að hjólreiðaáætlun þar sem áhersla er lögð á að skilja að gangandi og hjólandi vegfarendur. Með því á að bæta aðstöðu til hjólreiða í Reykjavík og hvetja borgarbúa til að njóta útivistar og sinna erindum sínum á reiðhjólum. Frá 2010 hefur Landmótun tekið þátt í hönnun hjólaleiða ásamt verkfræðistofunni Hnit á svæði sem nær frá Ægisíðu, um Öskjuhlíð og Fossvogsdal að Elliðaárdal, sem er samtals um 7 km leið. Þessi svæði eru hluti af grænum geira sem nær frá fjöru til fjalla. Á leiðinni eru göngubrýr og undirgöng sem gerir það að verkum að hvergi þarf að fara yfir götu og er því leiðin mjög ákjósanleg fyrir grænar samgöngur. Stígarnir sem fyrir voru á leiðinni voru ýmist nýttir sem göngu- eða hjólastígar og hönnunin hefur falist í að aðskilja þá. Stígarnir eru malbikaðir, 2,5 m breiðir hjólastígar og 3 m breiðir göngustígar. Á milli stíganna er að lágmarki 1,5 m

bil og breiðara þar sem aðstæður leyfa. Hannaðir voru áningarstaðir og dvalarsvæði við stígana, þeir hellulagðir og þar komið fyrir borðum, bekkjum og hjólagrindum. Gróður var settur niður við áningarstaði og einnig til að skilja að göngu- og hjólaleiðir. Auk þess voru gerðar endurbætur á lýsingu meðfram stígum ásamt nýrri lýsingu þar sem langt var á milli gamalla og nýrra stíga. Við útfærslu áningarstaða var leitast við að samræma efnisval og form. Í Fossvogsdal var lögð áhersla á notkun fjölbreyttra berjarunna við áningarstaði þannig að almenningur geti í framtíðinni nýtt afurðir úr dalnum til sultu- og matargerðar. Þar sem stígarnir liggja í gegnum Svartaskóg þurfti að fella tré til þess að koma þeim fyrir, og trén voru svo meðal annars nýtt við útfærslu á áningarstað í skóginum og í bekki og annan búnað. Með því að leggja göngu- og hjólastíg í gegnum Svartaskóg og opna hann þannig fyrir almenningi aukast útivistarmöguleikar í dalnum.

Göngubrú í Fossvogsdal Verkefnakynning - Almenningsrými

77


78

Landm贸tun 20 谩ra

Eldheimar


Eldheimar

Lilja K.Ólafsdóttir og Áslaug Traustadóttir

Eldheimar, safn um Vestmannaeyjagosið sem hófst 23. janúar 1973, er risið við rætur Eldfells, en uppgröfturinn hefur verið kallaður „Pompei Norðursins“. Í Eldheimum er einnig sýning um jarðsögu eyjanna. Þá hefur Surtseyjarstofa, heimildarstofa um Surtseyjargosið, flutt starfsemi sína í safnið. Þungamiðja safnsins eru rústir af Gerðisbraut 10 sem grófst undir ösku í Vestmannaeyjagosinu og er safnbyggingin byggð utan um húsið. Vestmannaeyjabær stendur að safninu sem vígt var 17. maí 2014 en framkvæmdir á lóð standa enn yfir.

Hugmyndafræði sýningarskálans: 1. Rústin er þungamiðja byggingarinnar. 2. Byggingin sem slík er „sýningarmaskína“. Henni er ætlað að hjálpa sýningargestum að upplifa gosið og gossöguna með einhverjum hætti og gefa þeim tilfinningu fyrir því „tómi“ sem gosið skildi eftir sig. 3. Byggingin er einföld. Byggingarefnið er hrátt og náttúrulegt. Galdur sýningarinnar er sjálf rústin, í

Grunnmynd

henni felst allt púðrið, og hlutverk safnhússins er einungis að ramma hana inn. Aðalviðfangsefni á lóðinni eru frágangur eftir uppgröft og framkvæmdir, að koma fyrir bílastæði og bæta aðkomu að safninu. Í samræmi við þær hugmyndir sem hafðar voru að leiðarljósi við hönnun safnhússins er lögð áhersla á vandað efnisval og einfaldar lausnir. Uppgröfturinn var

viðamikil framkvæmd og því hefur þurft að móta stoðveggi og fláa í gjóskufjallið sem lagðist yfir byggðina. Ekki þarf að efast um að Eldheimar muni verða mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn um leið og þeim er ætlað að styðja við fjölbreytt mannlíf og menningu í Vestmannaeyjum. Verkefnakynning - Almenningsrými

79


80

Landmótun 20 ára

Ylströndin í Nauthólsvík


Ylströndin í Nauthólsvík

Yngvi Þór Loftsson, Áslaug Traustadóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir

Nauthólsvík hefur lengi verið helsti sjó- og sólbaðsstaður Reykvíkinga. Fólk fór að venja þangað komur sínar nokkru fyrir seinni heimsstyrjöld en þær heimsóknir lögðust af um miðjan sjöunda áratuginn vegna skólpmengunar í Fossvogi. Með nýju fráveitukerfi upp úr 1990 varð sjórinn við Nauthólsvík baðhæfur að nýju og þá hóf Landmótun að vinna að skipulagi og hönnun svæðisins.

Hönnun og framkvæmdir Meginmarkmið við hönnun Ylstrandar í Nauthólsvík var að styrkja aðstöðu til útiveru, sólbaða og sjóbaða líkt og tíðkuðust á árum áður. Byrjað var á að reikna út hversu stórt

sjávarlón væri hægt að hita upp miðað við magn affallsvatns frá Orkuveitunni og hvernig sjávarföllin myndu hegða sér. Segja má að ströndin hafi teiknað sig sjálf eftir þá útreikninga. Víkin sem sjóflugvélabryggja frá stríðsárunum og sjávarbakkarnir mynduðu, reyndist af ákjósanlegri stærð. Bryggjan sem var hlaðin úr tilhöggnu grágrýti úr Öskjuhlíðinni var illa farin og hrunin að mestu og því var hún rifin en grjótið notað í nýja bryggju, sem tengist grófari grjótgarði utar. Bryggjan og grjótgarðurinn halda utan um og afmarka baðstaðinn eins og armar sem teygja sig út í sjóinn. Uppspretta heita vatnsins er fyrir miðju og verður allt svæðið þannig að einni laug. Reynt var að hrófla sem allra minnst við sjávarbökkunum en í þeim eru

setlög frá ísaldarlokum. Gulum skeljasandi frá sjávarbotninum á Faxaflóa var dælt inn í víkina til að mynda botn skálarinnar. Þröskuldur á milli grjótarmanna tryggir að ávallt sé ákveðið vatnsmagn til staðar í lóninu. Þar fyrir ofan er flotgirðing sem hægir á útstreymi heita vatnsins úr baðkvínni. Algeng hæðarbreyting sjávarborðs milli flóðs og fjöru verður um 1,5 m innan baðkvíar. Yst á bryggjunni er gert ráð fyrir eftirlitsturni þar sem yfirsýn verður yfir ströndina og víkina. Í „Transit Camp“ byggingunum voru mikil umsvif á stríðsárunum og ráðgert er að koma á laggirnar stríðs- og friðarminjasafni í þeim. Einnig er áætlað að reisa ný naust fyrir siglingaklúbba Verkefnakynning - Útivistarsvæði

81


en í Nauthólsvík er bæði aðsetur kajakklúbbs og siglingaklúbba auk aðstöðu til siglingakennslu fyrir börn á sumrin. Bílastæði eru við vinsælan göngu- og hjólreiðastíg sem liggur með suðurströnd Reykjavíkur og upp í aðliggjandi heiðar. Þjónustuhús er fellt inn í bakkann austast við ströndina í framhaldi af bryggjunni. Húsið er vinkillaga og leituðust arkitektarnir við að halda byggingunni eins grunnri og hægt var til að rými hennar sé í sem mestum tengslum við birtu og strandlíf. Þak þjónustuhússins er í svipaðri hæð og strandstígurinn og er áningarstaður með útsýni yfir Ylströndina. Við þjónustubygginguna eru heitir pottar með 40°C heitu vatni.

Upphitun Atlantshafsins Vatnsmagn í kvínni við meðalstórstraumsflóð er um 7.700 m³ og vatnsflöturinn um 3.500 m² (sem er rúmlega hálfur knattspyrnuvöllur). Vatnsmagn við meðalstórstraumsfjöru er 1.860 m³ og vatnsflöturinn 1.550 m². Að sumarlagi er sjór við ströndina um 10°C og þá er fyrir hendi umtalsvert affallsvatn frá Orkuveitunni sem er um 30°C. Vatnið er notað til að hita upp sjó í afmörkuðu rými til þæginda og yndisauka fyrir baðgesti. Hitastig í baðkví er breytilegt eftir sjávarföllum og dýpi. Í kringum uppstreymi affallsvatnsins er steyptur pottur sem fer á kaf við flóð en er talsvert uppúr við fjöru. Baðkvíin er hituð hálfan sólarhringinn en tímasetning hitunar og hitastig getur verið 82

Landmótun 20 ára

Nauthólsvík

breytilegt eftir því hvernig stendur á sjávarföllum. Þegar kvíin er hituð er vatni og sjó blandað til helminga svo hún verður um 18-20°C heit. Þegar hásjávað er verður kvíin kaldari, en hlýrri þegar lágsjávað er. Einnig ræðst hitastig af magni affallsvatns en að sumarlagi er mögulegt að auka hitann. Ekki eru notuð nein hreinsiefni

í vatnið, svo sem klór, heldur er allt heitt vatn sírennslisvatn. Aðeins er rennsli í laugar og potta þegar gæsla er á svæðinu. Yngvi Þór Loftsson tók saman.


Ylströndin í Nauthólsvík

Verkefnakynning - Útivistarsvæði

83


84

Landmテウtun 20 テ。ra

テ行afold


Ísafold hjúkrunarheimili Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir

Ísafold er hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa. Á jarðhæð hússins er þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara, aðstaða heimaþjónustu Garðabæjar, sjúkraþjálfun og bakarí. THG Arkitektar hönnuðu húsið. U-laga form byggingarinnar myndar skjólríkan suðurgarð sem svalir á húsinu snúa inn í. Við hönnun lóðarinnar var lögð áhersla á að skapa aðlaðandi umhverfi með þarfir íbúa og gesta í huga. Á framkvæmdatíma kom í ljós falleg klöpp í garðinum og eru dvalarsvæði og gönguleiðir hannaðar umhverfis hana. Garðinum er skipt upp í nokkur rými með gróðurbeðum sem ýmist eru í stéttum eða upphækkuð þannig að þeir sem fara um í hjólastól geta einnig notið þess að snerta gróðurinn. Stígar mynda gönguleiðir og garðurinn hentar vel til þjálfunar ekki síst þar sem yfirborð stíganna er mismunandi. Gott aðgengi er frá fyrstu hæð út í garð og einnig frá bílastæðum. Erfiðari gönguleiðir eru umhverfis bygginguna, þar er brekka og tröppur þar sem töluverður hæðarmunur er á lóðinni. Stígakerfið umhverfis bygginguna er hluti af stígakerfi bæjarfélagsins og tengir því garðinn við hversdagslífið utan hjúkrunarheimilisins.

Mikil áhersla var lögð á að velja fjölbreyttan gróður og að garðurinn veitti ólíka upplifun eftir árstíðum en ásýnd hans skiptir miklu máli fyrir þá sem aðeins njóta garðsins með því að horfa út um glugga heimilisins. Frá annarri hæð er lokaður garður sérstaklega hannaður með þarfir alzeimersjúklinga í huga. Þar er einfalt stígakerfi, skjólgott dvalarsvæði og upphækkuð beð með lágvöxnum runnum, fjölærum plöntum, kryddjurtum og rými þar sem hægt er að vinna með íbúum t.d. að gróður-setningu sumarblóma. Gróðurtegundir voru valdar með það í huga að gróðurinn henti sjúklingum með heilabilun og var því áhersla lögð á gamalkunnar tegundir sem eru hættulausar, ætar, ilmandi og litríkar. Verkefnakynning - Félagslegt umhverfi

85


86

Landmótun 20 ára

Smábátahöfn á Reyðarfirði


Smábátahafnir Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir

Árið 2009 ákvað hafnarstjórn Fjarðabyggðar að hefjast handa við lagfæringar á yfirborðsfrágangi við smábátahafnir í sveitarfélaginu. Lögð var áhersla á samræmdan frágang með það að leiðarljósi að bæta aðstöðu, bæði þeirra sem nota hafnirnar sem vinnusvæði, en einnig aðgengi og dvalarmöguleika almennings. Skipulagsundirbúningur hófst í ársbyrjun 2010 og þá um sumarið hófust framkvæmdir við yfirborðsfrágang á Reyðarfirði eftir að höfnin var stækkuð. Í framhaldinu hófst síðan vinna við höfnina á Eskifirði og á Fáskrúðsfirði. Framkvæmdum á Eskifirði lauk 2012 og mun ljúka á Fáskrúðsfirði sumarið 2014. Unnið er að hönnun og undirbúningi framkvæmda á Stöðvarfirði. Smábátahafnir hafa mikið aðdráttarafl. Þær gegna iðulega stóru hlutverki í bæjarmynd heimamanna og eru mikilvægir áningarstaðir ferðamanna. Hönnunin tók mið af aðstæðum á hverjum stað en ávallt var gengið út frá að gera góðar gönguleiðir, dvalarsvæði og áningarstaði ásamt því að skilgreina aðkomuleiðir, bílastæði og möguleika á frekari uppbyggingu. Efnisval milli smábátahafna var samræmt þar sem bryggjutimbur var notað í bryggjupolla meðfram gönguleiðum, kanta á bílastæðum og í hjólastatíf. Stígar voru malbikaðir og dvalarsvæði hellulögð. Allur búnaður og lýsing var samræmd milli staða. .

Smábátahöfn Eskifirði

Smábátahöfn Reyðarfirði Verkefnakynning - Samgönguumhverfi

87


88

Landmótun 20 ára

Bryggjur við Sjóminjasafnið, ljósm. G.A.


Bryggjur við Sjóminjasafnið Aðalheiður E. Kristjánsdóttir

Bryggjurnar eru fyrsti hluti af strandgönguleið við Vesturbugt í gömlu höfninni í Reykjavík. Lega bryggjanna byggir á verðlaunatillögu að rammaskipulagi fyrir Mýrargötureit sem Landmótun vann að ásamt VA-arkitektum, Birni Ólafssyni arkitekt og Mannviti árið 2003. Bryggjurnar eru úr harðviði, bryggjutimbri, og tengja borgarumhverfið á einfaldan hátt við sjóinn með markvissri hönnun á bryggjuköntum og bryggjustólpum. Fyrsti hluti bryggjanna var landgangur og pallur við Sjóminjasafnið Víkina ásamt gönguleið og þrepum niður í fjöru við fiskiskipið Gullborgina sem stendur þarna í fjöruborðinu. Um leið var gengið frá köntum uppfyllingar og uppistöðustaurar næstu bryggjuáfanga skorðaðir í fyllingu. Bryggjurnar hafa síðan verið gerðar í áföngum í átt að Slippnum. Sumarið 2014 er verið að huga að landgangi meðfram Sjóminjasafninu til að tengja gönguleið í átt að Grandagarði við Bótarbryggju. Timburbryggjur og landgangar, sérstaklega ætlaðar til göngu og útivistar, eru skemmtileg viðbót við miðbæ Reykjavíkur. Bryggjurnar eru unnar í samvinnu við verkfræðistofuna Mannvit.

Bryggjur við Vesturbugt.

Verkefnakynning - Samgönguumhverfi

89


90

Landm贸tun 20 谩ra

Umhverfi Reykjanesbrautar


Reykjanesbraut Hafnarfjörður

Einar E. Sæmundsen og Samson B. Harðarson

Um síðustu aldamót hófst undirbúningur fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Framkvæmdunum var skipt upp í nokkra áfanga. Markmið þeirra var að auka umferðaröryggi á þessari fjölförnu leið. Landmótun hannaði þann hluta Reykjanesbrautar sem liggur í gegnum Hafnarfjörð, frá gatnamótum Hamrabergs suður og vestur að gatnamótum Krísuvíkurvegar. Á síðastliðnum áratug voru helmingi færri banaslys á Reykjanesbrautinni en áratuginn á undan eins og Alþjóðasamband bifreiðaeigendafélaga FIA hefur nýverið bent á. Framkvæmdir standa enn yfir.

Grunnmynd

Verkefnakynning - Samgönguumhverfi

91


92

Landmótun 20 ára

Áningarstaður við Borgartúnið


Göngustígur Hjólarein Göngustígur

Gróður

Borgartún/Gata

Endurgerð á Borgartúninu

Gróður Hjólarein

Snið í Borgartúnið

Lilja K. Ólafsdóttir og Yngvi Þór Loftson

Framkvæmdir við endurgerð Borgartúns eru hluti af áætlun um endursköpun Reykjavíkur sem hjólaborgar. Markmið framkvæmdanna var að breyta ásýnd götunnar og skapa vinsamlegt umhverfi fyrir þá sem vilja tileinka sér vistvænar ferðavenjur. Landmótun ásamt EFLU verkfræðistofu vann að því að móta þessar hugmyndir í samstarfi við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og rýnihóp borgarinnar í borgarfræðum. Bílastæði og ósamstæðar byggingar einkenndu Borgartúnið. Göngustígar og tengingar eftir og yfir götu voru slitróttar og gatan því erfið yfirferðar. Ákveðið var gera götuna að einni heild þar sem gangandi og hjólandi yrðu settir í forgang. Upphafleg hugmynd að öðruvísi yfirbragði eða munstri í gangstéttum var sett fram í deiliskipulagi Borgartúns þar sem lagt var til að gatan fengi á sig bjart yfirbragð. Hornsteinar arkitektar unnu deiliskipulagið í samstarfi við Martha Swarzt 2008.

Mikil áhersla var lögð á mynstur og liti í hellulögn til að skapa Borgartúninu sérstöðu. Á hjólastígum er einstefna beggja vegna götu. Leiðarlínur voru settar fyrir sjónskerta og blinda og eyjar á götunni eru ætlaðar til að auðvelda vegfarendum að fara yfir hana. Gróður sem aðskilur götu og hjólastíg myndar grænan ramma eftir Borgartúninu. Nýstárlegir ljósastaurar setja sterkan svip á heildarmyndina. Áningarstaður er til móts við Höfða þar sem gangandi og hjólandi vegfarendur geta notið útsýnis yfir eyjarnar og Sundin. Hann er afmarkaður með tilhöggnum grágrýtis-veggjum og þar eru bekkir og drykkjarfontur. Ráðgert er að síðar verði þar komið fyrir upplýsingaskilti um sögu Höfða og nágrennis ásamt örnefnum og kennileitum sem fyrir augu bera. Hringtorgin voru endurnýjuð og mynstur í göngustígum tengja þau við heildargötumyndina. Á hringtorginu við Katrínartún stendur listaverkið Obtusa eftir Rafael Barrios, en upplifun af því er ólík eftir því frá hvaða átt það er skoðað. Verkefnakynning - Samgönguumhverfi

93


94

Landmรณtun 20 รกra

Trรถppur viรฐ ร ingvallakirkju


Umhverfi Þingvallakirkju Einar E. Sæmundsen

Árið 2010 lauk endurbótum á umhverfi Þingvallakirkju en þá höfðu framkvæmdir staðið yfir með hléum í á annað ár. Þegar ráðist er í framkvæmdir á stöðum sem hafa einstakt menningarlegt og náttúrulegt gildi eins og á Þingvöllum þarf að fara að öllu með mikilli gát. Segja má að fornleifafræðingar hafi grafið fyrir undirstöðum stéttarinnar sem nú hefur verið gerð fyrir framan kirkjuna. Við uppgröftinn fundust ummerki sem varpa ljósi á grunn 16. aldar timburkirkju auk forláta innsiglisgullhrings. Fornleifauppgröfturinn var unninn af Margréti Hallmundsdóttur fornleifafræðingi. Landmótun stóð fyrir mótun hugmyndar að frágangi og hönnun umhverfisins.

Þingvellir Almannagjá, Þingvallabær, ljósm. E.Á.E.S.

Guðjón I. Sigurðsson lýsingarhönnuður PDLA hjá VERKÍS var ráðgjafi. Grásteinn steinsmiðja vann hraungrýti sem notað var í stéttir og tröppur. Grjót úr eldri kirkjutröppum var nýtt í endurgerðina. Um framkvæmd verksins sá Kolbeinn Sveinbjörnsson frá Heiðarbæ.

ÞINGVALLAKIRKJA

NÝJAR TRÖPPUR

STÉTT ÚR NÁTTÚRSTEINUM

GRASFLÁI

Verkefnakynning - Endurgerð gamals umhverfis

95


Geysir ljósm. Þ.E.S. - Þingvellir - Stekkjarflöt í Mosfellsbæ

96

Landmótun 20 ára


SAMKEPPNIR

Landmótun hefur tekið þátt í fjölmörgum samkeppnum á liðnum árum og oft unnið til verðlauna. Segja má að samkeppnisformið sé fyrst og fremst góð aðferð til að finna hæfa aðila til að vinna ákveðið verkefni. Það fer eftir viðfangsefninu hvernig hópurinn sem tekur þátt í samkeppninni er samsettur en í öllum stærri samkeppnum er myndaður þverfaglegur hópur sem nýtir sérþekkingu sína til að leysa verkefnið. Hlutverk einstakra þátttakenda í hópnum fer að sama skapi eftir verkefninu. Hlutverk landslagsarkitektsins getur falist í því að leiða hópinn en einnig að nýta sérþekkingu sína á mótun umhverfis. Á næstu síðum verða kynntar nokkrar samkeppnistillögur sem Landmótun hefur tekið þátt í og hlotið fyrstu verðlaun fyrir. Lækurinn Hafnarfirði - Akratorg, Akranesi Samkeppnir

97


Tjaldstæði

ÚTSÝNISSKÍFA, timburpallur þar sem taka má myndir og njóta útsýnis Gönguleið milli tjaldstæðis og þjónustu

Möguleg gönguleiðatenging við tjaldsvæði Upplifunarstígur og tröppur upp að útsýnisstað

MÓRI

Torg- bílaumferð færð til hliðar við þjónustuhús

SÓÐI

Þjónustumiðstöð

Upplifunarstígum og útsýnispöllum er komið fyrir á milli hvera og leirpolla.

A

SÍSJÓÐANDI Upplýsingaskilti skal koma fyrir hjá hverum

VIGDÍSARHVER ÞYKKVUHVERIR LITLI STROKKUR

upplifun - göngustígur

Geysisstofa

SMIÐUR

Verslun

Allur gróður mun halda sér með náttúrulegri framvindu.

ÓÞVERRISHOLA

gýs stundum. Pallur nær að honum Gönguleiðir eru afmarkaðar með svo hægt sé að virða hann fyrir sér. leiðurum sem lýsa upp gönguleiðir og gefa dulúð inn í hveragufuna

KONUNGSHVER Fallegur hver með fallegu útsýni Upplifunarstígur og tröppur upp að Konungshver

Áhorfendapallar/Áningarstaður

Timburpallar liggja um hverinn

Tröppustígur

Inngangur er látinn halda sér en skal lagafærður fyrir gjldtöku Bílastæði

Áningarsstaðir úr timbrif yrir hópa upplýsingaskilti og setbekkir

LITLI GEYSIR STROKKUR

Girðing afmarkar Geysissvæðið

6m steyptur göngustígur liggur milli innganga að Strokki Allur gróður er látinn halda sér með náttúrulegri framvindu.

Sleppistæði fyrir rútur

Rútustæði samk. deiliskipulagi

BLESI Frægur hver með góðu útsýni. Útsýnipallur er ofan við hverinn.

Upplifunarstígur og tröppur liggja frá Geysistofu upp að Konungshver

ÚTSÝNISPALLUR OG MARGMIÐLUNARSKÁLI.

Timburstígur Áningarsstaðir úr timbri fyrir hópa, upplýsingaskilti og setbekkir

Hótel Geysir

Setsvæði í kringum Strokk

GEYSIR

Útsýnispallur og/eða skáli verður fyrir ofan Geysi, endapunktur þar sem töfrar hins sofandi hvers verða dregnir fram með margmiðlunartækni.

Nýr inngangur gerður eins og eldri inngangur Nýtt torg myndast milli bílastæða, góður staður til að safna saman hópum

Svæðið sunnan og austan við Geysi er friðað og umferð takmörkuð.

A

Sleppistæði fyrir rútur

98

Landmótun 20 ára

Ný bílastæði Gistiheimili

Ný rútustæði

Grunnmynd


Geysir í Haukadal

Aðalstígurinn um Geysissvæðið

Hlýir straumar náttúru og mannlífs 1. verðlaun - 2014

Megináhersla tillögunnar er að horfa á Geysissvæðið á heildrænan hátt: náttúrufyrirbærið Geysi, aðliggjandi byggð og þjónustu við ferðamenn. Markmið tillögunnar eru: •

Að auka vernd hins náttúrulega umhverfis og náttúrufyrirbæranna, hveranna og hverasvæðisins.

Að greiða úr hinni miklu umferð og skilja að gangandi og akandi vegfarendur á svæðinu til að tryggja öryggi og ánægju ferðamanna.

Að miðla upplýsingum og fræðslu um svæðið með nútíma tækni.

Í heildartillögunni felst að aðkoma að svæðinu verði betri og skilvirkari og dregið verði úr gegnumakstri. Um leið dregur verulega úr slysahættu gangandi ferðamanna. Hópferðabílum og einkabílum verður auðveldað að skila af sér og taka upp farþega við þjónustukjarnann þaðan sem gestir eiga greiða leið að hverasvæðinu. Aðkoma að stæðum fyrir hópferðabíla og einkabíla verður aðgreind. Bílastæði sem fyrir eru verða notuð áfram en bætt við nýjum aðkomuleiðum. Þannig verða bæði upphaf heimsóknar og endir ánægjulegri og öruggari þar sem gegnumaksturinn um hlað þjónustumiðstöðvar verður aflagður. Umferð bíla er færð út á jaðar þjónustusvæðisins. Leitast verður við að móta tillöguna þannig að hún geti komið til framkvæmda innan tíðar.

Timburstígur með lýsingu Samkeppnir

99


100

Landm贸tun 20 谩ra


Vatnsmýrin Náttúra og norðurljós 1. verðlaun - 2012

Hugmyndasamkeppni um umhverfi Norræna hússins. Markmið tillögunnar er að opna gátt milli Tjarnar og Vatnsmýrar, undirstrika sérstöðu friðlandsins og bjóða fólki að fara um svæðið og njóta þess. Lögð er áhersla á frumlegar og framúrstefnulegar lausnir hvað varðar fræðslu og kynningu. Hreyfing norðurljósanna sem lýsa upp himinhvolfið er grunnstef í tillögunni þar sem flæði ljóss og skugga, mannlífs og gróðurs rennur saman í eina heild. Unnið er markvisst með vatn og gróður sem og stíga og tengingar við næsta umhverfi. Í Regnbogagöngunum undir Hringbraut verða vegfarendur samferða tjarnarfuglum á milli svæða en þar liggja gangstígur og vatnasíki hlið við hlið. Þegar rökkva tekur skapar regnbogalýsing einstaka upplifun. Áhersla er lögð á lýsinguna og samspil ljóss og vatns. Birkiskógur umvefur friðlandið í Vatnsmýri og veitir mannlífi og fuglum skjól. Grunnmynd Samkeppnir

101


Ævintýragarðurinn Að spinna ævintýr 1. verðlaun - 2009

Meginmarkmið tillögunnar er að skapa flæði og draga fram einstaka náttúru svæðisins og sérkenni hennar. Gömlum malargryfjum er umbreytt í menningarlautir, bugðu er breytt í völundarhús og leirsléttu í kennslustofu – allt þetta og svo miklu meira verður umgjörð fyrir margvísleg ævintýr. Rósastígur, prýddur áttblaða mynstri rósaleppa með vísan í ullarvinnslu og sögu svæðisins, liggur eftir garðinum endilöngum, allt frá Álafosskvos að Leirvogstungu. Á Ætistígnum er hægt að narta í rabarbara, rifsber, súru, piparmyntublöð eða kúmen. Landið spinnur vef og skapar Ævintýralandið sjálft.

Grunnmynd

102

Landmótun 20 ára


Höfðabakki

Hugmyndasamkeppnin Nordic Built Challenge 1. verðlaun - 2013 Nordic Built Challenge er opin þverfagleg samkeppni um endurhönnun einnar byggingar á hverju Norðurlandanna. Keppnin á að hvetja til nýsköpunar og þróunar á sjálfbærum, framkvæmanlegum og mælanlegum hugmyndum um endurhönnun algengustu tegunda bygginga á Norðurlöndum í anda Nordic Built sáttmálans. Helsta markmið tillögunnar er að skapa vistvænt atvinnusvæði og styrkja vægi aðalbyggingarinnar með því að móta fjölbreytt og aðlaðandi borgarumhverfi. Lögð er áhersla á að bæta umhverfið í þeim tilgangi að stuðla að aukinni vellíðan fólks sem þar starfar. Gatan verður að fjölnota torgi þar sem fótgangandi og hjólandi vegfarendur hafa forgang. Vatn og gróður skapa rólegt og heilnæmt yfirbragð og meiri gróður afmarkar svæðið og veitir skjól. Nýjar þakhæðir með aðgengi út á skjólsæla þakgarða með gróðri munu bæta starfsumhverfið. Gera má ráð fyrir að keppni sem þessi stuðli að vistvænni byggingum hér á landi og leiði til betra umhverfis í framtíðinni. Verkís og Landmótun unnu að verkefninu með VA arkitektum. Landmótun kom að samkeppninni í seinni hluta hennar. Tillagan fékk 1. verðlaun í íslenska hluta samkeppninnar árið 2013.

Grunnmynd Samkeppnir

103


104

Landm贸tun 20 谩ra

Akratorg


Akratorg

Miðstöð menningar á Vesturlandi 1. verðlaun - 2005 Árið 2005 var efnt til samkeppni um framtíðarskipulag Akratorgs og næsta nágrennis. Tillaga Landmótunar varð hlutskörpust og hlaut fyrstu verðlaun. Meginhugmynd verðlaunatillögunnar var að skapa torg sem yrði akkeri menningar, viðburða og þjónustu á Akranesi. Grundvöllur og forsendur fyrir uppbyggingu á svæðinu fólust í því að endurreisa Akratorgið og gefa því fegurri ásýnd. Byggingar frá ýmsum tímabilum mynda meginumgjörð torgsins. Gert er ráð fyrir því að Suðurgata 62 og 64 víki fyrir nýrri menningarmiðstöð og um leið mun tenging við smábátahöfn batna, sem og sjávarsýn.

Framkvæmdir við endurgerð torgsins voru boðnar út seinnihluta árs 2013 og lauk framkvæmdum með vígslu torgsins 17. júní 2014.

Deiliskipulag Akratorgsreitsins var unnið á grundvelli samkeppnistillögunnar og samþykkt í bæjarstjórn í júní 2013. Í kjölfarið var hafist handa við hönnun torgsins í samvinnu við bæjaryfirvöld.

Stöpull undir styttu Marteins Guðmundssonar, Sjómaðurinn, var lækkaður. Lítið svið er við enda torgsins með góðum tengingum við hljóðkerfi og rafmagn. Unnið var markvisst með lýsingu

Grunnmynd

á svæðinu í samvinnu við verkfræðistofuna Verkís þar sem lögð var áhersla á vetrarlýsingu. Ákveðið var að vinna búnað á Akranesi eftir því sem frekast var unnt. Bekkir og reiðhjólagrindur voru hannaðar af Landmótun og smíðaðar af heimamönnum sem og gosbrunnur sem hannaður var í samvinnu við Mannvit og Pípulagningaþjónustuna ehf. á Akranesi. Samkeppnir

105


106

Landmótun 20 ára

Leikskólinn Hörðuvellir, Hafnafirði


Hörðuvellir Hafnarfirði 1. verðlaun - 2000

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað á árinu 1999 að efna til samkeppni um deiliskipulag ásamt hönnun grunnskóla og leikskóla á Hörðuvallasvæðinu. Fyrstu verðlaun hlutu arkitektarnir Sigríður Ólafsdóttir, Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson hjá Á stofunni arkitektum. Samstarfsaðilar þeirra voru Ingibjörg Kristjánsdóttir, Einar E. Sæmundsen, Margrét Sigurðardóttir og Áslaug Traustadóttir hjá Landmótun og VSÓ Ráðgjöf ehf. Júlíus Sigurbjörnsson var sérstakur ráðgjafi þeirra um skólamál. Framkvæmdir voru boðnar út í einkaframkvæmd sem hófst 2001 og skólahúsnæðið var tekið í notkun í ágúst 2003.

Grunnmynd

Grunnskólinn Hörðuvellum, Hafnafirði Samkeppnir

107


LOKAORÐ Nú þegar við höfum afmælisritið í höndunum má gleðjast yfir því að hafa lagt af stað í þennan leiðangur. Hugmyndin að þessu riti var fyrst orðuð fyrir réttu ári síðan þegar fyrir lá að halda með einhverjum hætti upp á 20 ára afmæli Landmótunar. Einari E. Sæmundsen var falið að leiða vinnuna og móta verkið með hópnum. Það var ekki sjálfgefið að smala starfsmönnum saman til að skrifa um og lýsa verkum sínum og hugsunum svo úr yrði bók. En efnið sprengdi fljótt utan af sér þann ramma sem því var sett í upphafi, litla afmælisritið óx og dafnaði og að lokum reyndist ekki pláss fyrir nærri allt efnið sem varð til á ritunartímanum.

Smábátahöfn, Fjarðarbyggð - Útsýnispallur á Skriðuklaustri

108

Landmótun 20 ára

Mótun lands og hversdagsumhverfis er lítt kannaður heimur á Íslandi og því miður ekki alltaf nægur gaumur gefinn. Því viljum við breyta og afmælisritið er liður í því. Vonandi verður þessi tilraun okkar öðrum í faginu hvatning til að skrifa um verk sín og mikilvægi skipulags og landslagsarkitektúrs. Það hefði verið gaman að fara dýpra í saumana á ýmsum skipulagslausnum eða gefa nákvæmari mynd af smáatriðum og útfærslum í hönnun og efnisnotkun. Það bíður síðari tíma.


Hlaðinn veggur á Akureyri - Hólavallagarður - Bekkur á skólalóð - Lóð grunnskólans á Egilsstöðum

109


Starfsmenn Landmótunar

Aðalheiður E. Kristjánsdóttir

Arnar Birgir Ólafsson

Áslaug Traustadóttir

Einar E. Sæmundsen

Landslagsarkitekt FÍLA

Landslagsarkitekt FÍLA

Landslagsarkitekt FÍLA

Landslagsarkitekt FÍLA

adalheidur@landmotun.is

arnar@landmotun.is

aslaug@landmotun.is

ees@landmotun.is

Menntun:

Menntun:

Menntun:

Menntun:

Umhverfisskipulag B.Sc frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2007.

Landslagsarkitekt (cand.agric) frá Norges landbrukshögskole NLH, 1988.

Landslagsarkitekt frá Arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn, 1972.

Landslagsarkitekt M.Sc frá Kaupmannahafnarháskóla 2010.

Starfsferill:

Landslagsarkitekt (cand.agric) frá Norgegs landbrukshögskole NLH, 1991.

Starfsferill: Starfaði á Bæjarskipulagi Kópavogs, 1991-2000. Landslagsarkitekt á Landmótun, 2001-2005. Meðeigandi í Landmótun frá 2005.

Starfsferill:

Verkefnisstjóri skipulagsmála hjá Akureyrarkaupstað 20112012. Landslagsarkitekt hjá Teikn ráðgjöf og hönnun 2012-2013. Starfsmaður Landmótunar frá 2013.

110

Starfaði hjá Pétri Jónssyni landslagsarkitekt 1988-1993. Sjálfstætt starfandi landslagsarkitekt 1994-1995. Landslagsarkitekt á Landmótun, 1995-1999. Meðeigandi í Landmótun sf. frá 1999.

Starfsferill: Landslagsarkitekt hjá Reyni Vilhjálmssyn 1972-1977. Sjálfstætt starfandi landslagsarkitekt, 1977-1987 og 1993. Garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar 1987-1993. Stofnaði Landmótun 1994.


Guðrún Ragna Yngvadóttir

Jóhann Sindri Pétursson

Kristbjörg Traustadóttir

Lilja Kristín Ólafsdóttir

Margrét Ólafsdóttir

Arkitekt FAÍ

Landslagsarkitekt FÍLA

Landslagsarkitekt FÍLA

johann@landmotun.is

kristbjorg@landmotun.is

Landslagsarkitekt FÍLA

Landfræðingur

gudrun@landmotun.is

liljako@landmotun.is

margret@landmotun.is

Menntun:

Menntun:

Menntun:

Menntun:

Menntun:

Arkitekt frá Arkitektaskólanum í Árósum, 2013.

Umhverfisskipulag B.Sc frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2010.

Bs-próf í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands, 2006.

Bs-próf í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands, 2005.

Bs-próf í landafræði frá Háskóla Íslands, 2002.

Starfsnám hjá KPF arkitektum, Árósum 2011.

Landslagsarkitekt M.Sc frá Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar 2014.

Landslagsarkitekt frá DKVL Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, 2011.

Landslagsarkitekt frá University of Life Sciences í Noregi, 2008.

Starfsmaður Landmótunar frá 2013.

Starfsferill:

Stundar nú magistersnám í umhverfissálfræði landslagsarkitekta.

Starfsferill:

Starfsnám hjá Landmótun 2013-2014. Starfsmaður Landmótunar frá 2014.

111

Starfsferill: Starfsmaður Landmótunar frá 2008.

Starfsferill: Starfsmaður hjá Landlínum 2005-2006. Stundakennari við Landbúnaðarháskóla Íslands 2008. Starfsmaður Landmótunar frá 2012.

Meistarapróf í opinberri stjórnsýslu með áherslu á umhverfisstjórnun frá Háskóla Íslands, 2013.

Starfsferill: Starfaði hjá Elínu Erlingsdóttur landfræðingi, 2003-2004. Starfsmaður Landmótunar frá 2004.

111


María G. Jóhannsdóttir

Óskar Örn Gunnarsson

Yngvi Þór Loftsson

Þórhildur Þórhallsdóttir

Skipulagsfræðingur

Skipulagsfræðingur SFFÍ

Landslagsarkitekt FÍLA

Landslagsarkitekt FÍLA

maria@landmotun.is

oskar@landmotun.is

yngvi@landmotun.is

thorhildur@landmotun.is

Menntun:

Menntun:

Menntun:

Menntun:

Bs-próf í umhverfisskipulagsfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands, 2007.

Skipulags- og landfræðingur frá Ludwig-Maximilians Háskólanum í München, 2001.

Landfræðingur frá Háskóla Íslands, 1977.

Landslagsarkitekt frá DKVL Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, 2006.

Skipulagsfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Starfsferill:

Starfsferill: Starfaði hjá Landmótun 20072008. Starfaði hjá Teiknistofunni Eik 2008-2010. Starfsmaður hjá Landmótun frá 2012.

112

Sérfræðingur á byggðarsviði Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. 2002-2004. Stundakennari við Landbúnaðarháskóla Íslands frá 2011. Starfsmaður Landmótunar 2004. Meðeigandi í Landmótun frá 2012.

Landslagsarkitekt frá University of Guelph í Kanada, 1986.

Starfsferill: Starfaði á Borgarskipulagi Reykjavíkur 1977-1983 og 1986-1993. Sjálfstætt starfandi landslagsarkitekt 1993-94. Stofnaði Landmótun 1994.

Starfsferill: Starfsmaður Landmótunar frá 2007.


Úr fjölskyldu albúminu

1994, á Skólavörðustíg 28

2007, í Madrid

1996, í Öskju

2009, á Akureyri

2001, Nýbýlavegi 6

2013, í Barcelona

113


Samstarfsaðilar í verkefnum Verkefnakynning - SKIPULAG Miðhálendi Íslands bls. 44-47.

Stjórnun verks: Einar E. Sæmundsen, Gísli Gíslason og Yngvi Þór Loftsson. Heiti og staðsetning: Miðhálendi Íslands 1995-2015. Verktími: 1994-1999. Helstu samstarfsaðilar: Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis Íslands, Skipulagsstofnun (áður Skipulag ríkisins) og ýmsir einstaklingar, hagsmunaaðilar og stofnanir á sviði náttúruvísinda, minjaverndar o.fl. (sjá ritið Miðhálendi Íslands Svæðisskipulag 2015). Verkkaupi : Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis Íslands og Skipulagsstofnun (áður Skipulag ríkisins).

Aðalskipulag Skagastrandar bls. 48-51. Stjórnun verks: Yngvi Þór Loftsson, Margrét Ólafsdóttir, Óskar Örn Gunnarsson og Valdimar Harðarson. Heiti og staðsetning: Aðalskipulag Skagastrandar 2008-2020. Verktími: 2006-2008. Helstu samstarfsaðilar: Sveitarstjórn Skagastrandar, Magnús B. Jónsson sveitastjóri og Environice. Verkkaupi: Sveitarstjórn Skagastrandar.

Deiliskipulag fyrir miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri bls. 52-53.

Stjórnun verks: Einar E. Sæmundsen og Einar Birgisson. Heiti og staðsetning: Deiliskipulag fyrir miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri. Verktími: 2010-2014. Helstu samstarfsaðilar: Ísafjarðarbær. Verkkaupi: Ísafjarðarbær.

114

Landmótun 20 ára

Deiliskipulag Úlfarsárdals

bls. 54-57.

Stjórnun verks: Yngvi Þór Loftsson, Margrét Ólafsdóttir og Óskar Örn Gunnarsson. Heiti og staðsetning: Úlfarsárdalur. Verktími: 2003-2005. Helstu samstarfsaðilar: Reykjarvíkurborg og Náttúrufræðistofa Íslands. Verkkaupi: Reykjarvíkurborg.

Verkefnakynning - HÖNNUN Berg bls. 60-61.

Hönnun: Áslaug Traustadóttir og Samson B. Harðarson. Heiti og staðsetning: Leikskólinn Berg við Kléberg, 116 Kjalarnesi. Verktími: 2003-2006. Helstu samstarfsaðilar: ASK arkitektar. Verkkaupi: Reykjavíkurborg.

Bergheimar bls. 62-63.

Hönnun: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Kristbjörg Traustadóttir. Heiti og staðsetning: Leikskólinn Bergheimar Hafnarbergi, 815 Þorlákshöfn.Verktími: 2012-2013. Helstu samstarfsaðilar: Sveitarfélagið Ölfus. Verkkaupi: Sveitarfélagið Ölfus.

Bugl garðurinn bls. 64-65.

Hönnun: Einar E. Sæmundsen og Kristbjörg Traustadóttir. Heiti og staðsetning: Barna- og unglingageðdeild, Dalbraut 12, 105 Reykjavík. Verktími: 2011-2012. Helstu samstarfsaðilar: Sex nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) við HR og Rekstrarsvið LSH. Verkkaupi: Rekstrarsvið LSH.

Réttarholtsskóli bls. 66-67.

Hönnun: Áslaug Traustadóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir. Heiti og staðsetning: Réttarholtsvegur 21-25, 108 Reykjavík. Verktími: 2011-2013. Helstu samstarfsaðilar: Mannvit. Verkkaupi: Reykjavíkurborg.

Háskólinn í Reykjavík bls. 68-71.

Hönnun: Einar E. Sæmundsen, Áslaug Traustadóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir og Einar Birgisson. Heiti og staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, Menntavegi 1, 101 Reykjavík. Verktími: 2007-2010 að undangenginni samkeppni. Helstu samstarfsaðilar: Háskólabygging: Henning Larsen, Arkís, Mannvit, Verkís. Kaffi Nauthóll: Nexus Architects, Almenna. Bílastæði: Efla, Verkís. Verkkaupi: Háskólinn í Reykjavík og Reykjavíkurborg.

Pósthússtræti bls. 72-73.

Hönnun: Áslaug Traustadóttir og Yngvi Þór Loftsson. Heiti og staðsetning: Pósthússtræti, 101 Reykjavík. Verktími: 2000-2001 og 2013-2014. Helstu samstarfsaðilar: Hnit, Verkís. Verkkaupi: Reykjavíkurborg.

Langholtskirkja bls. 74-75.

Hönnun: Áslaug Traustadóttir og Samson B. Harðarson. Heiti og staðsetning: Langholtskirkja, Sólheimum 13, 104 Reykjavík. Verktími: 2004-2005.

Helstu samstarfsaðilar: Hnit verkfræðistofa, Rafhönnun og Þórarinn Þórarinsson arkitekt. Verkkaupi: Sóknarnefnd Langholtskirkju og Reykjavíkurborg.

Göngu- og hjólreiðaleiðir frá Ægisíðu um Fossvogsdal að Elliðaárdal bls. 76-77.

Hönnun: Yngvi Þór Loftsson, Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Áslaug Traustadóttir. Heiti og staðsetning: Fossvogsdalur í Reykjavík. Verktími: 1999-2013. Helstu samstarfsaðilar: Hnit. Verkkaupi: Reykjavíkurborg.

Eldheimar bls. 78-79.

Hönnun: Lilja K.Ólafsdóttir og Áslaug Traustadóttir. Heiti og staðsetning: Eldheimar, Suðurvegi, 900 Vestmannaeyjar. Verktími: 2013-2014. Helstu samstarfsaðilar: Margrét Kristín Gunnarsdóttir arkitekt og Axel Hallkell Jóhannesson sýningahönnuður. Verkkaupi: Vestmannaeyjabær.

Nauthólsvík bls. 80-83.

Hönnun: Yngvi Þór Loftsson, Áslaug Traustadóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir. Heiti og staðsetning: Nauthólsvík, Ylströndin í Nauthólsvík, Nauthólsvegi 102, 101 Reykjavík. Verktími: 1998-2014 í áföngum. Helstu samstarfsaðilar: Arkibúllan arkitektar, Fjarhitun, V.J.I. ehf., Almenna og Verkís. Verkkaupi: Reykjavíkurborg.


Borgartúnið

Ísafold bls. 84-85.

Hönnun: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir. Heiti og staðsetning: Ísafold, Strikinu 3, 210 Garðabær. Verktími: 2012-2013. Helstu samstarfsaðilar: THG arkitektar. Verkkaupi: EFLA, Garðabær.

Smábátahafnir bls. 86-87.

Hönnun: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir. Heiti og staðsetning: Fjarðabyggð; Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður og Neskaupstaður. Verktími: 2010-2014. Helstu samstarfsaðilar: Mannvit Reyðarfirði. Verkkaupi: Hafnarsjóður Fjarðabyggð.

Bryggjur við sjóminjasafnið Víkina bls. 88-89.

Hönnun: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir. Heiti og staðsetning: Vesturbugt, Gamla höfnin í Reykjavík. Verktími: Fyrsti og annar áfangi 2009-2012, nýr áfangi 2014. Helstu samstarfsaðilar: Mannvit. Verkkaupi: Faxaflóahafnir.

Reykjanesbraut

bls. 90-91.

Hönnun: Einar E. Sæmundsen og Samson B. Harðarson. Heiti og staðsetning: Reykjanesbraut gegnum Hafnarfjörð. Verktími: 2002-2005 og 2013-2014. Helstu samstarfsaðilar: Efla, Studio Granda, V.S.B. verkfræðistofa, Almenna, Hafnarfjarðarbær og Vegagerðin. Verkkaupi: Vegagerðin.

bls. 92-93.

Hönnun: Lilja K.Ólafsdóttir og Yngvi Þór Loftson. Heiti og staðsetning: Borgartún, 105 Reykjavík. Verktími: 2012-2014. Helstu samstarfsaðilar: EFLA, umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Verkkaupi: Reykjavíkurborg.

Umhverfi Þingvallarkirkjubls. 94-95. Hönnun: Einar E. Sæmundsen. Heiti og staðsetning: Þingvallakirkja, Þingvöllum, 801 Selfoss. Verktími: 2007-2011. Helstu samstarfsaðilar: Sóknarnefnd Þingvallakirkju, Þingvallanefnd. Verkkaupi: Sóknarnefnd Þingvallakirkju, Þingvallanefnd og Kirkjusjóður.

SAMKEPPNIR Geysir - 2014 bls. 98-99.

HLÝIR STRAUMAR NÁTTÚRU OG MANNLÍFS Samkeppnisteymi á Landmótun: Einar E. Sæmundsen, Lilja K. Ólafsdóttir, Yngvi Þór Loftsson, Guðrún Yngvadóttir og Jóhann Sindri Pétursson. Helstu samstarfsaðilar: Argos arkitektar, Einar Á. E. Sæmundsen landslagsarkitekt, Gagarín margmiðlun. Heiti og staðsetning: Hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðisins í Haukadal. Samkeppni haldin af: FSR og Bláskógabyggð.

Vatnsmýrin - 2012 bls. 100-101.

NÁTTÚRA OG NORÐURLJÓS Samkeppnisteymi á Landmótun: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir, Kristbjörg Traustadóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir. Samstarf: Eva G. Þorvaldsdóttir líffræðingur og garðyrkjukandídat. Ráðgjöf: Rósa Dögg Þorsteinsdóttir lýsingahönnuður. Aðstoð og innblástur: Óskar Örn Gunnarsson, Yngvi Þór Loftsson og Einar E. Sæmundsen. Heiti og staðsetning: Vatnsmýrin og umhverfi Norræna hússins í Reykjavík. Samkeppni haldin af: Norræna húsið í Reykjavík, Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg.

Ævintýragarðurinn 2009

bls. 102.

AÐ SPINNA ÆVINTÝR Samkeppnisteymi á Landmótun: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir, Einar Birgisson og Þórhildur Þórhallsdóttir. Samstarf: Sviðsmyndir. Heiti og staðsetning: Svæði milli Varmár og Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Samkeppni haldin af: Mosfellsbær.

Akratorg 2005 bls. 104-105.

Samkeppnisteymi á Landmótun: Áslaug Traustadóttir, Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Einar Birgisson og Þuríður R. Stefánsdóttir. Aðstoð og innblástur: Óskar Örn Gunnarsson, Yngvi Þór Loftsson, Samson B. Harðarson og Margrét Ólafsdóttir. Heiti og staðsetning: Akratorg á Akranesi. Samkeppni haldin af: Akranesbær.

Hörðuvellir í Hafnafirði 2000 bls. 106-107.

Samkeppnisteymi á Landmótun: Ingibjörg Kristjánsdóttir, Einar E. Sæmundsen, Margrét Sigurðardóttir og Áslaug Traustadóttir. Helstu samstarfsaðilar: Á stofunni arkitektar, VSÓ ráðgjöf, o.fl. Heiti og staðsetning: Samkeppni um deiliskipulag og hönnun grunnskóla og leikskóla við Hörðuvelli í Hafnarfirði. Samkeppni haldin af: Hafnarfjarðarbær.

Höfðabakki 2013 bls. 103.

ALÞJÓÐLEG HUGMYNDASAMKEPPNI NORDIC BUILT CHALLENGE Samkeppnisteymi á Landmótun: Áslaug Traustadóttir og Aðalheiður E. Kristjánsdóttir. Helstu samstarfsaðilar: VA arkitektar. Heiti og staðsetning: Höfðabakki 19, 110 Reykjavík. Samkeppni haldin af: Reitir fasteignafélag.

115


Heimildir og ítarefni Heimildir og ítarefni sem tengjast efni viðkomandi greina til fróðleiks án þess að um beina tilvísanir sé að ræða.

Að móta landslag til gagns og gamans bls. 16-17. Ásta Camilla Gylfadóttir: Konur gerðu garðinn: saga Lystigarðs Akureyrar 1912-2012. Akureyri: Völuspá 2012. Bragi Bergsson: Almenningsgarðar á Íslandi, lokaritgerð við hugvísindadeild HÍ 2012 Ritgerðina má nálgast á Skemman.is. Einar E. Sæmundsen: „Alþingishúsgarðurinn“, Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess 5/1996. Einar E. Sæmundsen og Samson B. Harðarson: „Garðsaga Íslands“, kennsluhefti. Landbúnaðarháskóli Íslands 2013. Einar E. Sæmundsen: Landslagsarkitektúr 20. öld – Ísland og straumar að utan, Kennsluhefti. Landbúnaðarháskóli Íslands 2013. Guðmundur Hannesson. Um skipulag Bæja, Árbók Háskóla Íslands 1915-1916, 1916. Páll Líndal. Bæirnir byggjast. Skipulagsstjóri ríkisins og Sögufélagið 1982 Skrúður á Núpi: græðsla og gróður í fjörutíu ár (1909-1949), ritstj. Aðalsteinn Eiríksson og Brynjólfur Jónsson. Reykjavík: Framkvæmdasjóður Skrúðs 2004. Skipulag sem rammi um gæði byggðar bls. 18-19. Birgitte Svarre og Jan Gehl: How to Study Public Life, þýð. Karen Ann Steenhard. Washington: Island Press 2013. 116

Landmótun 20 ára

Jahn Gehl: Byer for mennesker. Nykøbing: Bogværket 2010. Kevin Lynch: The Image of the City. Cambridge, MA: The MIT Press 1960. Philip R. Berke o.fl.: Urban Land Use Planning, 5. útg. Urbana-Champaign: University of Illinois Press 2006. Towards an Urban Renaissance / final report of the Urban Task Force, ritstj. Richard G. Rogers. London: Spon 1999. Grænt net bls. 20-21. Anne-Karine Halvoren Thorén og Signe Nyhuus: Planlegging av grønnstruktur i byer og tettsteder DN-håndbok 6. Þrándheimi: Direktoratet for Naturforvaltning 1994. Sören Holgersen og Torben Dam. Befæstelser. Forlaget Grönt Miljö, 2002. Gömul tré gefa forskot – Lindarborg bls. 22-23. Samson Bjarnar Harðarson: Tillaga að stefnumótun um ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum. Landbúnaðarháskóla Íslands 2012. http://yndisgrodur.lbhi.is/ Landslagsarkitektúr - gæði nærumhverfis bls. 24-25. Clare Cooper Marcus og Marni Barnes: Healing Gardens: Therapeutic Benefits and Design Recomendation. New York: Wiley & Sons 1999. Rachel Kaplan og Stephen Kaplan: The Experience of Nature: A Psychological Perspective. Cambridge: Cambridge University Press 1989. Ulrika A. Stigsdotter og Patrik Grahn: „Experiencing a Garden: A Healing Garden for People Suffering from Burnout Diseases“,

Journal of Therapeutic Horticulture XIV:2003. Hönnun leik- og grunnskólalóða bls. 26-27. Aðalnámskrá grunnskóla 2011. Sjá: http:// www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/ namskrar/adalnamskra-grunnskola/. Aðalnámskrá leikskóla 2011. Sjá: http://www. menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/ adalnamskra-leikskola/. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá 20. nóvember 1989. Einar E. Sæmundsen: „Sérstaða barna“, óútgefinn viðauki með greinargerð um Seljahverfi sem Teiknistofan Höfði vann fyrir Reykjavíkurborg 1975. Helle Nebelong: Vi leger at … Tanker om leg, læring og indretning af legepladser og sansehaver for börn. Kaupmannahöfn: Dafolo 2008. Reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, nr. 942/2002. Sjá: http:// www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/ key2/942-2002. Könnun unnin af Landmótun fyrir styrk úr Rannsóknarsjóði leikskóla 2004. Uppeldis- og umhverfishlutverk leikskólalóða, óútgefið handrit. Umsjón með könnuninni hafði Einar E. Sæmundsen. Ofanflóðavarnir bls. 28-29. Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997. Sjá: http://www.althingi.is/lagas/ nuna/1997049.html. Reglugerð um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða nr. 505/2000 með síðari breytingum. Sjá: http://


www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/ key2/505-2000. Ferli ákvarðana í skipulagi bls. 30-31. Amitai Etzioni: „A Mixed-Scanning: A „Third“ Approach to Decision Making“, Public Administration Review, 27. árg. 5/1967. Charles Edward Lindblom og David Braybrook: Strategy of Decision. New York: Free Press 1963. Gunnar Helgi Kristinsson: Lýðræðisleg stjórnun sveitarfélaga, Fræðslurit 21. Reykjavík: Samband íslenskra sveitarfélaga, Þróunarsvið 2003. Hal G. Rainey: Understanding and Managing Public Organizations, 3. útg. San Francisco: Jossey-Bass 2003. Margrét Ólafsdóttir: Ákvörðunartaka varðandi framkvæmdir. Tilviksathugun á Múlavirkjun, lokaritgerð í MPA námi við HÍ 2013. Ritgerðina má nálgast á Skemman.is. Formfræði þéttbýlisstaða í fjörðum bls. 32-33. María Guðbjörg Jóhannsdóttir: Rýnt í skipulagseinkenni þéttbýlisstaða í fjörðum á Íslandi, lokaritgerð í Meistaranámi við LBHÍ 2014. Páll Líndal: Bæirnir byggjast. Reykjavík: Skipulagsstjóri ríkisins og Sögufélag 1982. Sigríður Kristjánsdóttir: „Jaðarbelti borga“, Borgarbrot: Sextán sjónarhorn á borgarsamfélagið, ritstj. Páll Björnsson. Reykjavík: Borgarfræðasetur og Háskólaútgáfan 2003. Zóphanías Pálsson: Ágrip af sögu skipulagsmála í einstökum sveitarfélögum 1938 – 1988. Reykjavík: Skipulag ríkisins 1990.

Að velja gott bæjarstæði bls. 34-35. Arnar Birgir Ólafsson: Reclaimed From the Dust: Development proposal for two medieval farms in Iceland, lokaverkefni við Kaupmannahafnarháskólann 2010 Björn Halldórsson: Rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, Gísli Kristjánsson og Björn Sigfússon höfðu umsjón með útgáfu. Reykjavík: Búnaðarfélag Íslands 1983. Grant Hildebrand: The Wright Space: Pattern and Meaning in Frank Lloyd Wright´s Houses. Washington: University of Washington Press 1991. Jay Appleton: The Experience of Landscape. New York: John Wiley and Sons 1975. Patrick Nuttgens: The Story of Architecture, 2. útg. London: Phaidon Press Limited 1997. Sjálfbær byggð bls. 36-37. Guðrún Ragna Yngvadóttir: Boliger ved havet, lokaverkefni við Arkitektskólannn í Árósum 2013. Henning Larsen Architects: Design med viden, ritstj. Signe Kongebro. Kaupmannahöfn: Statens Kunstfond 2012. Marianne Ibler: Global Danish Architecture #3 Sustainability. Árósum: Archipress M 2008. Skammtímasvæði bls. 38-39. Jóhann Sindri Pétursson: Temporary areas – Using temporality to improve the image and liveability of Upper-Breiðholt, lokaritgerð við Sveriges lantbruksuniversitet 2014. Peter Bishop og Lesley Williams: The Temporary City. London: Routledge 2012.

Philipp Oswalt, Klaus Overmeyer og Philipp Misselwitz: Urban Catalyst: The Power of Temporary Use. Berlin: DOM Publishers 2013. Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagastrandar, hugleiðing um byggðarþróun bls. 48-51. Bjarni Guðmarsson: Byggðin undir borginni, Saga Skagastrandar og Höfðahrepps. Reykjavík: Landmótun 2010. Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagastrandar 20102022. Magnús B. Jónsson: Munnlegar heimildir 2014. Miðhálendi Íslands bls. 44-47. Einar E. Sæmundsen, Gísli Gíslason og Yngvi Þór Loftsson: „Miðhálendi Íslands svæðisskipulag 1995-2015“, Arkitektúr, verktækni og skipulag, 4. tbl. 1995. Ylströndin í Nauthólsvík bls. 80-83 . Helgi M. Sigurðsson og Yngvi Þór Loftsson: Öskjuhlíð náttúra og saga, Árbæjarsafn og Borgarskipulag Reykjavíkur 1993. Yngvi Þór Loftsson: „Ylströndin í Nauthólsvík“, Arkitektúr, verktækni og skipulag, 1. tbl. 2000. Yngvi Þór Loftsson: Öskjuhlíð – Nauthólsvík deiliskipulag, Borgarskipulag Reykjavíkur 1998.

117


Unnið af starfsmönnum Landmótunar sf. Útgefandi: Landmótun sf. Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen Aðstoðaritstjóri: Hildigunnur Þráinsdóttir Prófarkalestur: Þóra Hrefna Sigurjónsdóttir Ensk þýðing á formála: Saga Kjartansdóttir Hönnun og umbrot: Guðrún Ragna Yngvadóttir í samvinnu við Litróf Prentun: Litróf Ljósmyndir: B.M.: Bent Marinósson E.Á.E.S: Einar Ásgeir E. Sæmundsen G.A.: Guðmundur Alfreðsson P.J.: Pétur Jónsson T.J.: Tómas Jóhannesson Þ.E.S.: Þorvaldur E. Sæmundsen Starfsmannamyndir: Jónatan Ljósmyndir Ef ljósmyndara er ekki getið þá er ljósmynd í eigu Landmótunar sf. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritum eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild án skriflegs leyfis Landmótunar sf. 118

Landmótun 20 ára


Fossvogur


Landm贸tun sf. - Hamraborg 12 - 200 K贸pavogur - www.landmotun.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.